grafarvogsbladid 3.tbl 2007

27
Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 3. tbl. 18. árg. 2007 - mars Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 Allar almennar bílaviðgerðir Allar almennar bílaviðgerðir Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Þjónustuaðili Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 Eitt númer 410 4000 Við erum alltaf í leiðinni Landsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi. Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9. Landsbankinn Banki allra landsmanna 410 4000 landsbanki.is Samkomulag sem er í undirbúningi milli Fjölnis og borgaryfirvalda í Reykjavík og lítur fljótlega dagsins ljós felur í sér hreina byltingu hvað varð- ar alla aðstöðu til iðkunar íþrótta hjá Fjölni. Tekið verður til hendi á nánast öllum sviðum aðstöðunnar. Þar má nefna stúku við knattspyrnuvöll félagsins, húsnæði fyrir félagsaðstöðu, fimleikahús og margt fleira. Fjallað er nánar um smkomulagið í miðopnu. Gjöf fyrir veiði- menn Upplýsingar á Krafla.is og í síma 698-2844 - Gjöfin fyrir veiði menn sem eiga allt - Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði - Gröfum nafn veiði mannsins á boxið - Laxa- og silunga flugur - Flugur í sérflokki - íslensk hönnun Bylting fyrir Fjölni Bylting fyrir Fjölni Á þessari tölvumynd sjást hugmyndir manna sem unnið hafa að undirbúningi framkvæmda fyrir Fjölni. Þetta eru ekki endanlegar teikningar en gefa hins vegar nokkra mynd af því sem í vændum er við Dalhús. Stúkan á knattspyrnuvellinum verður við íþróttahúsið.

Upload: skrautas-ehf

Post on 08-Mar-2016

286 views

Category:

Documents


22 download

DESCRIPTION

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

TRANSCRIPT

Page 1: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi3. tbl. 18. árg. 2007 - mars

Komdu beint til okkar!- og við tjónaskoðum í hvelli þér

að kostnaðarlausu

Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Bilastjarnan_02_001.ai 18.11.2004 15:18:40

Allar almennarbílaviðgerðir

Allar almennarbílaviðgerðir

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

Þjónustuaðili

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

Eitt númer

410 4000

Við erum alltaf í leiðinniLandsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustufyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi.

Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9.

LandsbankinnBanki allra landsmanna

410 4000 landsbanki.is

Samkomulag sem er í undirbúningi milli Fjölnis og borgaryfirvalda í Reykjavík og lítur fljótlega dagsins ljós felur í sér hreina byltingu hvað varð-ar alla aðstöðu til iðkunar íþrótta hjá Fjölni. Tekið verður til hendi á nánast öllum sviðum aðstöðunnar. Þar má nefna stúku við knattspyrnuvöllfélagsins, húsnæði fyrir félagsaðstöðu, fimleikahús og margt fleira. Fjallað er nánar um smkomulagið í miðopnu.

Gjöf fyrir

veiði-menn

Upplýsingar áKrafla.is og í

síma 698-2844

- Gjöfin fyrir veiðimenn sem eiga allt

- Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði

- Gröfum nafn veiðimannsins á boxið

- Laxa- og silungaflugur

- Flugur í sérflokki - íslensk hönnun

Bylting fyrir FjölniBylting fyrir Fjölni

Á þessari tölvumynd sjást hugmyndir manna sem unnið hafa aðundirbúningi framkvæmda fyrir Fjölni. Þetta eru ekki endanlegarteikningar en gefa hins vegar nokkra mynd af því sem í vændum ervið Dalhús. Stúkan á knattspyrnuvellinum verður við íþróttahúsið.

Page 2: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Fjölnir, í samstarfi við Landsbank-ann og VISA Ísland, hefur ákveðið aðgefa út sérstakt kreditkort sem nefntverður Fjölniskortið. Markmiðiðmeð útgáfu kortsins er að handhafarþess fái notið sérkjara hjá samstarfs-aðilum Fjölnis á sama tíma og þeirstyrkja félagið. Kortið er í sennkreditkort, afsláttarkort og styrktar-kort Fjölnis.

KreditkortFjölniskortið er VISA kreditkort

sem hægt er að nota í öllum verslun-

um sem taka við kreditkortum aukþess sem hægt er að greiða með þvífyrir vörur og þjónustu á netinu.

AfsláttarkortHandhafar Fjölniskortsins fá sjálf-

virkan afslátt hjá samstarfsaðilumFjölnis þegar greitt er með kortinuen að auki rennur aukaafsláttur tilfélagsins. Fjölnir hefur nú þegarsamið við öfluga samstarfsaðila umafslátt, svo sem Nóatún í Hverafold,Olís, ÓB, Húsgagnahöllina, Papinosog fleiri. Unnið er að því að fá sem

flestar verslanir í hverfinu til aðtaka þátt í þessu mikilvæga upp-byggingarverkefni sem stuðlar aðenn kraftmeira íþróttastarfi í Graf-arvogi. Hluti af tekjum Fjölnis afFjölniskortinu mun renna til afreks-sjóðs Fjölnis.

Þegar greitt er með kortinu hjásamstarfsaðila kemur afslátturinnsjálfvirkt eftirá og dregst frá heildar-upphæð kortareiknings. Sem dæmimá taka korthafa sem verslar fyrir1.000 kr. hjá samstarfsaðila sem gef-ur 5% afslátt. Þá birtist upphæðin1.000 kr. í versluninni en á korta-reikningi er afslátturinn dreginn fráog einungis gjaldfært 950 kr. Heildar-afsláttur mánaðarins kemur fram ákortayfirlitinu en auk þess verðafærslur hjá samstarfsaðilum merkt-ar sérstaklega svo korthafar fáigreinargott yfirlit yfir hvar þeirnjóta sérkjara.

StyrktarkortFjölniskorthafar skuldbinda sig til

láta fasta fjárhæð renna til félagsinsá mánuði. Hægt er að velja um fjár-hæð en þó að lágmarki 500 kr. Einnigverður hægt að velja hvaða deild inn-an Fjölnis nýtur góðs af og rennurþá styrkurinn alfarið til þeirrardeildar. Í raun má líta á framlagiðsem greiðslu á félagsgjaldi en fram-lagið er auðveldlega hægt að fá tilbaka með því að versla hjá þeim sam-starfsaðilum Fjölnis sem veita af-slátt.

Auk þess að fá fríðindi í gegnumafslátt hjá samstarfsaðilum, fá kort-hafar einnig veruleg fríðindi hjá fé-laginu sjálfu: Sá sem er með Fjöln-iskortið fær frítt á alla heimaleiki íkörfunni og fótboltanum (gildir ekkiá bikarleiki).

Allar nánari upplýsingar um kort-ið er hægt að fá á www.fjoln-ir.is/fjolniskortid sem og hjá Lands-bankanum í Grafarvogi. Hægt er aðsækja um kortið á vef Fjölnis,www.fjolnir.is og hjá Landsbankan-um í Grafarvogi.

Einnig verða umsóknareyðublöð áskrifstofu Fjölnis í Egilshöllinni. HjáFjölni gefur Kristófer Sigurgeirssonallar helstu upplýsingar í síma 5949673 eða á [email protected]

Fréttir GV2

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðÚtgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Netfang Grafarvogsblaðsins: [email protected]órn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844.Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi.Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Bylting hjá FjölniEftir áralangt basl vegna aðstöðuleysis eru bjartari tímar

fram undan hjá Fjölni, stærsta íþróttafélagi landsins. Nýr yf-irgripsmikill samningur borgaryfirvalda og Fjölnis tryggir fé-laginu toppaðstöðu á svo til öllum sviðum. Samningurinn,sem er að andvirði um 750 milljóna króna, bindur enda á gríð-arlegt aðstöðuleysi hjá Fjölni sem aftrað hefur nær öllu starfifélgsins mörg undangengin ár.

Í miðopnu blaðsins er greint ítarlega frá samningnum enekki hefur áður verið greint frá honum í fjölmiðlum. Í þessumtímamótasamningi fyrir Fjölni er tekið á nánast öllum þáttumaðstöðunnar. Bylting er í raun rétta orðið yfir það sem fram-undan er. Þar má nefna félagsaðstöðu, stúku við knattspyrnu-völl, miklar endurbætur á íþróttahúsinu við Dalhús, fimleika-hús og fleira mætti nefna. Þetta er langstærsti samningur semgerður hefur verið varðandi íþróttaaðstöðu hjá Fjölni og ljóstað innihald hans mun skipa Fjölni í fremstu röð á landinuhvað aðstöðu varðar. Samningurinn er mikill sigur fyrirFjölnismenn og formann félagsins, Guðlaug Þór Þórðarson.Raunar hefur íþróttafélagið okkar mátt búa við hrikalega að-stöðu til þessa. Bara sú staðreynd að engin boðleg félagsað-staða hefur verið til staðar hjá Fjölni frá stofnun félagsins seg-ir sína sögu.

Sundabrautin er loksins í augsýn. Björn Ingi Hrafnsson,formaður borgarráðs og formaður stjórnar Faxaflóahafna, ámikið hrós skilið fyrir framgöngu sína varðandi málið undan-farna daga. Björn Ingi virðist taka mál Grafarvogs föstum tök-um því fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar lofaði hannSorpu á ný í Grafarvoginn. Það mál er á réttri leið.

Stefán Kristjánsson

[email protected]

Frá undirskrift samnings um Fjölniskortið. Frá vinstri Jón Karl Ólafsson varaformaður Fjölnis, GuðlaugurÞór Þórðarson, formaður Fjölnis, Hermann Jónasson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Landsbank-ans og Hjalti G. Karlsson, útibússtjóri Landsbankans í Grafarvogi.

Fjölniskortiðí samstarfi við Landsbankann og Visa

Krakkarnir á leikskólanum Sjónar-hóli í Húsahverfi voru önnum kafnirþegar Grafarvogsblaðið kom í heim-sókn á dögunum.

Krakkarnir gera margt skemmti-legt á hverjum degi og ekki síst í leik-skólanum að Sjónarhóli. Skólinn erkenndur við húsið hennar Línu langs-okks og er staðsettur í Húsahverfi. Íleikskólanum eru 64 börn sem eru öfl-

ug og skemmtileg alveg eins og Línasjálf og þau taka þátt í margskonarleikskólastarfi.

Okkur langar að sýna lesendumGrafarvogsblaðsins sýnishorn fráleikskólastarfinu okkar með nokkr-um myndum.

Kveðja frá börnum og starfsfólki í Sjónarhóli.

Ungt og leikur sér

Unnið með einingakubba. Talnavinna.

Hreyfing.

Könnunarleikur.

- á leikskólanum Sjónarhóli í Húsahverfi

- Korthafar njóta sérkjara hjá samstarfsaðilum Fjölnis. Allir Grafarvogsbúar ættu að fá sér Fjölniskortið

Page 3: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

- beint frá Ítalíu

Page 4: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Jóhanna Margrét Jóhannsdóttirog Guðlaugur Magnússon eru mat-goggar okkar að þessu sinni. Þaubjóða okkur upp á glæsilegan fisk-rétt, Ýsu í raspi, og heita súkkulaði-köku og kókosís í eftirrétt.

Þetta eru réttir sem vert er aðreyna hið fyrsta.

Ýsa í góða raspinumRaspur

300 gr. haframjöl.130 gr. heilhveiti.3 msk. salt.2 msk .pipar.11/2 msk. karrý.

1 msk. paprika.2 msk. basil.

Ýsunni er velt upp úr mjólk ogeggi sem búið er að píska saman ogsíðan velt upp úr raspinum og þvínæst steikt á pönnu. Ef verið er aðsteikja í miklu magni er gott að setjafiskinn í ofn þegar búið er að steikjaallt saman og leyfa honum að veraþar í 2-3 mínútur.

Með þessu er gott að hafa eplasalatog kartöflubáta.

Eplasalat

300 gr. hvítkál.1 epli (skorið í litla bita).1/2 tsk. sinnep.2 msk. sykur/hunang.4 msk. olía.2 msk. sítrónusafi.1 msk. vatn.

KartöflubátarRauðar kartöflur eru skornar í

báta og sett í eldfast mót. Hellið olíuog stráið grófu salti yfir og bakið íofni ca 30 mínútur. Leyfið híðinu aðvera á, það þarf aðeins að skola kart-öflurnar.

Heit súkkulaðikaka og kókosís í eftirétt

Súkkulaðikakan

3 egg.3 dl. sykur.1 1/2 dl. hveiti.4-5 msk. kakó.

1 tsk. vanilludropar.110 gr. brætt smjör.

Egg og sykur þeytt vel saman,hveiti kakó og vanilludropar bland-að varlega saman við. Loks erbræddu smörinu blandað varlegasaman við. Sett í smurt eldfast mótog bakað í 30 - 35 mínútur.

Borið fram heitt með ísnum.

Kókosís1 egg.2 eggjarauður.100 gr. sykur.2 pelar rjómi.100 gr. súkkulaði.30 gr. kókosmjöl.2 msk. koníak (má sleppa).

Egg og rauður stífþeyttar, rjóminnþeyttur og súkkulaðið skorið smátt.Öllu blandað saman og fryst.

Verði ykkur að góðu,Jóhanna og Guðlaugur

Matgoggurinn GV4

Hafdís og Emilnæstu matgoggar

Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir og Guðlaugur Magnússon, Logafold60, skora á Hafdísi Svavarsdóttur og Emil Hilmarsson, Fannafold 249,að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim girnilegar

uppskriftir í næsta Grafarvogsblaði sem kemur út 18. apríl.

Ýsa í raspi, heitsúkkulaðikaka

og kókosís- girnilegar uppskriftir frá

Jóhönnu og Guðlaugi

Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir og Guðlaugur Magnússon ásamt börnum sínum.GV-mynd PS

FermingagjafirMikið úrval af skartgripum

og úrumJón SigmundssonSkartgripaverslunLaugavegi 5S: 551-3383

SpönginS: 577-1660

Page 5: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007
Page 6: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Sú ákvörðun stjórnar Faxaflóa-hafna sf. að lýsa yfir eindregnumáhuga og vilja fyrirtækisins til aðkoma að framkvæmdum við Sunda-braut og leiða þær til lykta hefurvakið mikla athygli og verið víðasthvar vel tekið. Telja margir að biðineftir þessari brýnu samgöngubóthafi verið nógu löng og nú sé kom-inn tími til að framkvæma. Ég þyk-ist þess fullviss, að það eigi við umíbúa í Grafarvogi, sem lengi hafabeðið eftir Sundabrautinni.

Við stofnun Faxaflóahafna(Reykjavíkurhöfn, Grundartanga-höfn, Akranesshöfn, Borgarnes-höfn) var það m.a. eitt af markmið-um eigenda fyrirtækisins að hraðagerð Sundabrautar. Í því ljósi hefurstjórn fyrirtækisins nú samþykktað óska eftir viðræðum við forsætis-ráðherra og samgönguráðherra um

að Faxaflóahafnir sf. annist fjár-mögnun og byggingu Sundabrautarfrá Kollafirði að Sæbraut, með öll-um þeim mannvirkjum sem nauð-synleg eru, þ.m.t. mögulegum göng-um, og ítrekar fyrri samþykktir ummálið, enda þolir það ekki frekaribið.

Ríkisstjórnin hefur brugðist velvið þessu erindi og áttum við for-svarsmenn Faxaflóahafna góðanfund með ráðherrum ríkisstjórnar-innar á dögunum. Niðurstaðan úrþeirri vinnu var að setja á laggirnarstarfshóp ráðuneyta og Faxaflóa-hafna, sem m.a. á að skoða hvernigfyrirtækið geti komið að þessariframkvæmd, svo unnt sé að flýtahenni og hefja framkvæmdir.

Faxaflóhafnir sf. eru eigendur að23,5% hlutafjár í Eignarhaldsfélag-inu Speli hf. sem á Spöl ehf. en þaðá og rekur Hvalfjarðargöng. Þann 9.janúar s.l. gerðu Vegagerðin ogSpölur með sér samkomulag umniðurstöður viðræðna Vegagerðar-innar og Spalar ehf. vegna tvöföld-unar Hringvegar á Kjalarnesi ogtvöföldunar Hvalfjarðarganga. Þarer m.a. kveðið á um fjármögnunnauðsynlegra undibúningsfram-kvæmda s.s. vegna skipulagsmála,umhverfismats og landakaupa. Að-

ilar munu í samstarfsnefnd fara yfirframgang einstakra verkþátta ogræða áfram möguleika á áframhald-andi samstarfi þegar nauðsynlegumundirbúningi verður lokið árið2008.

Sannkölluð grundvallarframkvæmd

Stjórn Faxaflóahafna sf. telurlagningu Sundabrautar grundvallar-framkvæmd vegna flutninga ogstarfsemi einstakra hafna á starfs-svæði fyrirtækisins auk þess semSundabraut er lykilframkvæmd ívegakerfi höfuðborgarinnar og ná-grennis m.a. með tilliti til öryggis-mála. Með aukinni byggð sem tengj-

ast mun Vesturlandsvegi er brýnt aðtryggja greiðar samgöngur höfuð-borgarinnar til vesturs og norðursauk þess sem mikilvægt er að sam-gönguæðar til og frá höfuðborginniséu eins tryggar og kostur er. Sunda-braut mun skapa það öryggi semnauðsynlegt er.

Það er tímabært að mínu mati aðtaka formlega ákvörðun um leguSundabrautar þannig að fram-kvæmdir við verkefnið geti hafistsem allra fyrst. Nú er að störfumstarfshópur, undir formennsku GíslaMarteins Baldurssonar borgarfull-trúa, sem vinnur að lausn málsins ísamvinnu við íbúasamtök, Vegagerðog fleiri aðila og er beðið niðurstöðuumhverfismats á s.k. Sundagöngum.

Sundabraut og gerð hennar voru ásínum tíma talin ein forsenda þessað byggja og þróa íbúðabyggð í hinuglæsilega Grafarvogshverfi. Þaðhverfi er nú orðið gróið og glæsilegt,en enn bólar ekkert á Sundabraut-inni. Vonandi verður nú breyting áþví.

Höfundur er formaður borgarráðsReykjavíkur og formaður stjórnar

Faxaflóahafna.

Fréttir GV6

Dvergshöfða 27 Reykjavík Sími/Símsvari 567-7888 www.heilunarsetrid.is

Hjá Heilunarsetrinu vinnur fagfólk á sviði heildrænna meðferða

Okkur er umhugað um að hjálpa fólki til

þess að finna jafnvægi og betri líðan.

Höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferð.Homopatia. Fæðuóþolsmælingar.

Sogæðanudd. Detox meðferð.Svæða og viðbragðsmeðferð.

Heilun. Reiki/Heilun.SRT andleg svörunarmeðferð.

Faxaflóahafnirtaki að sér

framkvæmdSundabrautar

Björn Ingi Hrafnsson, for-maður borgarráðs Reykjavík-ur og formaður stjórnarFaxaflóahafna, skrifar:

,,Sundabraut og gerð hennar voru á sínum tíma talin ein forsenda þess að byggja og þróa íbúðabyggð í hinuglæsilega Grafarvogshverfi. Það hverfi er nú orðið gróið og glæsilegt, en enn bólar ekkert á Sundabrautinni.Vonandi verður nú breyting á því,’’ segir Björn Ingi meðal annars í grein sinni. Á myndinni eru hugmyndirsem spáð hefur verið í mörg undanfarin ár varðandi legu brautarinnar. Göng eru líklegust í dag.

Page 7: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007
Page 8: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Fréttir GV8

Íþróttadagurog árshátíð

HúsaskólaHin árlega Íþróttahátíð var haldin 14. febrúar. Yngri nemendur fóru í alls-

kyns leiki utandyra og eldri nemendur kepptu í ýmsum íþróttagreinum, bæðihefðbundnum og óhefðbundnum. Nemendur fengu hrós fyrir góða umgengnií íþróttahúsinu.

Árshátíð unglinga fór síðan fram um kvöldið með pomp og prakt. Lang-flestir nemendur mættu og skemmtu sér konunglega. Kokkurinn reiddi framþríréttaða veislumáltíð og kennarar og starfsfólk þjónuðu til borðs. Síðanvoru heimatilbúin skemmtiatriði og ball með hljómsveitinni Buff.

Vinnur þú heitan pott?- í happadrætti Körfu-

knattleiksdeildar FjölnisKörfuknattleiksdeild Fjölnis

mun á næstu dögum fara af staðmeð glæsilegt happadrætti tilstyrktar deildinni. Líklegt er aðfélagið verði bæði með karla- ogkvennalið í efstu deild á næstatímabili sem yrði einsdæmi ísögu Fjölnis.

Vinningarnir eru ekki af verriendanum og eru fjölmörg fyrir-tæki að styðja við bakið á félag-inu til að gera þetta happadrættieins flott og hægt er.

Sem dæmi um vinninga í happ-drættinu má nefna:

- Glæsilegur heitur pottur -350.000 kr.

- Þrjár Playstation 3 tölvur -65.000 kr. stk.

- Gjafabréf á utanlandsferð -50.000 kr.

- Tvö Pioneer Heimabíó - 70.000kr. stk.

- Fimm árskort í Worldclass -50.000 kr. stk.

- Þrjár Nintendo Wii leikjatölv-ur - 30.000 kr. stk.

Auk fjölda annara en alls verðaum 150 vinningar í happadrætt-inu.

Ungir iðkendur körfuboltans íFjölni munu ganga í hús meðbros á vör á næstu dögum og von-um við hjá Grafarvogsblaðinu aðþið takið vel á móti þeim. Einnigverður hægt að nálgast miða áheimasíðu körfuknattleiksdeild-ar - www.fjolnir.is/karfa.

Verð á miða verður einingis1.500 krónur.

Stöndum saman og styðjumvið bakið á okkar liði!

Áfram Fjölnir!

Sumardagur-inn fyrsti 19. apríl

Að venju verður sumardagur-inn fyrsti haldinn hátíðlegur íGrafarvogi og mun dagskráin aðmestu leyti fara fram í Rima-skóla. Fjölmargir aðilar munukoma fram eða standa fyrir ýms-um atburðum frá kl. 13 - 17.

Grafarvogsbúar! Takið daginnfrá og njótið samvista með fjöl-skyldunni við leik og fjör á sum-ardaginn fyrsta.

Opið hús hjáBrekkuborg

31. mars,,Opið hús’’ verður í leikskól-

anum Brekkuborg - Hlíðarhúsum1- Grafarvogi laugardaginn 31.mars klukkan 10-12.

Þetta er jafnframt 15 ára af-mæli leikskólans og mun afmæli-skór barnanna syngja klukkan10.30. þann dag.

Allir eru velkomnir til aðkynna sér menningu og starfsemileikskólans þennan dag.

Playstation 3 leikjatölva.

Ungfrú og herra Húsaskóli.

Þessar skvísur skemmtu sér vel á árshátíðinni.

Mikið fjör á íþróttadeginum.

Allir i röð.Dansinn stiginn á árshátíðinni.

Íþróttakonur framtíðarinnar.

Page 9: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Bað5,7 fm

Herbergi10 fm

Herbergi9,2 fm

Herbergi11,9 fm

Herbergi14,6 fm

Andd.5,7 fm

Þvottur3,6 fm

Bað5,7 fm

Sjónv.hol/Gangur14,0 fm

Stofa/borðstofa28,0 fm

Eld

s 10

fm

Svalir14,2 fm

Þvottur4,2 fm

Stofa/borðstofa21,1 fm

Herbergi13,5 fm

Herbergi9,6 fm Herbergi

12,6 fm

Bað5,7 fm

Eldhús 10,4 fm

Andd.5,0 fm

Andd.5,5 fm

Svalir14,5 fm

Herbergi9,2 fm

Herbergi9,2 fm

Herbergi9,2 fm

Svalagangur

Herbergi15 fm

Þvottur4,3 fm

Sjónv.hol/Gangur14,3 fm

Eld

s 10

,4 f

m

Svalir14,5 fm

Stofa/borðstofa23,0 fm

Sjónv.hol/Gangur13,1 fm

Grunnmynd 2. og 3. hæðar

Þessir hlutir fylgja ekki með íbúð

Nýtt á söluRúmgóðar íbúðir í lágreistum og fallegum fjölbýlishúsum við Gullengi 2–6. Engjahverfið er gróið og heillandi hverfi á frábærum stað í Grafarvoginum. Stutt er í alla þjónustu, í næsta nágrenni eru leik-, grunn- og framhaldsskóli og þjónustumiðstöðin Spöngin aðeins steinsnar frá.

Húsin eru sérlega vönduð og viðhaldslétt, hönnuð af Tekton Arkitektum. Útveggir eru með stein-ingaráferð og viðarklæddir að hluta og lóð frágengin með snjóbræðslu í hluta hellulagðra göngu-stíga. Aðeins níu íbúðir eru í hverju húsi, sex íbúðir eru fimm herbergja (130-140 fm), tvær fjögurra herbergja (120 fm) og ein þriggja herbergja (100 fm). Landslagsarkitektastofan Landslag sá um hönnun lóðar og leiksvæðis.

Íbúðirnar Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar og er þeim skilað fullbúnum án gólfefna en með flísalögðum þvottahúsgólfum og baðherbergjum. Innrétting-ar eru vandaðar og hægt er að velja milli þriggja viðartegunda í innréttingum og hurðum. Öll heimilistæki eru frá AEG eða sambærileg með burstaðri stáláferð. Salerni eru vegghengd og sturtubaðker fylgir flestum íbúðum.

Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200www.iav.is

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Rúmgóðar íbúðir á frábærum stað í GrafarvogiGULLENGI

Page 10: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Fréttir GV10

Fjölnismenn enn ámeðal þeirra bestu

Bréf fráþjálfara

Meistaraflokkur kvenna hefurstaðið sig betur en nokkur hefðiþorað að vona í körfuboltanum ívetur. Liðið spilar í 2. deildinni oghefur trónað á toppnum allt tíma-bilið með 13 sigra og aðeins 1 tap.Fast á hæla þeirra kemur lið KRen liðin mættust fyrr í vetur þarsem Fjölnisstelpurnar sigruðumeð 4 stigum. Liðið sem endarefst í deildinni fær sæti í IcelandExpress deild kvenna á næstatímabili. Nú er tímabilið aðklárast og þann 30. mars verðursannkallaður úrslitaleikur milliFjölnis og KR um sigur í deild-inni. Sigrum við leikinn yrðu þaðalger tímamót í sögu Fjölnis þvíaldrei hefur félagið átt lið í efstudeild kvenna í boltaíþróttum!

Mætum öll og styðjum stelp-urnar í baráttunni fyrir IcelandExpress deildinni þann 30. mars íDHL-Höll KR'inga!

Hér er bréf sem þjálfari Fjöln-is, hinn margrómaði NemanjaSovic, sendir til Fjölnismanna:

,,Áhangendur, foreldrar, stjórn-armeðlimir og Grafarvogsbúar.

Föstudaginn 30. mars munkvennalið Fjölnis spila úrslita-leik tímabilsins í körfuboltanumgegn KR. Fari það þannig að viðsigrum leikinn, sem er útileikurspilaður í DHL-Höll KR, munkvennalið Fjölnis keppa á næstaári í efstu deild á Íslandi.

Sem þjálfari Fjölnis finnst mérég þurfa að draga athygli ykkarað þeim stórkostlega árangri semþetta lið hefur náð. Meistar-aflokkur kvenna var settur álaggirnar fyrir u.þ.b. einu oghálfi ári síðan, haustið 2006. Áþessum stutta tíma, þar til í dag,hafa þær tekið stórkostlegumframförum og hafa haft algera yf-irburði í 2. deildinni í vetur. Áþessu tímabili hafa þær sigrað 13leiki og tapað aðeins 1 - og hafasigrað hvern leik með að með-altali 30 stigum.

Körfubolti er ekki auðveldíþrótt að stúdera, og oftast tek-ur mjög langan tíma að læranýja hluti. Því er það hrífandistaðreynd að stelpurnar séuorðnar eins góðar og þær eru.Og ekki aðeins það heldureinnig að þær mæti dag eftirdag, á æfingu eftir æfingu ogeinbeiti sér að sameiginlegumarkmiði. Þessi einbeiting,ákveðni og vinnuframlag semþær hafa sýnt, snýr ekki ein-göngu að körfuboltalegu hlið-inni heldur lýsir þetta ein-faldlega karakter hópsins. Þaðer akkurat þessi karakter semþær þurfa að fá viðurkenn-ingu fyrir frá okkur hinummeð því að gefa kvennaliðiFjölnis góðan stuðning fyrirleikinn, og á leiknum sjálfumgegn KR.

Ég myndi kunna að metaþað gífurlega vel, sem þjálfari,ef þið sem tengist Fjölni á ein-hvern hátt gefið þessu liði þáviðurkenningu sem það á skil-ið. Ég vona einnig að þið getiðmætt á leikinn gegn KR þann30. mars kl. 19.15 og staðið viðbakið á stelpunum. Þær eigaþað skilið!

Kveðja, Nemanja Sovic

Einum allra skemmtilegasta leik í Dalhúsum frá upphafi er lokið. 600 áhorfendurtrylltu pallana, heil hljómsveit sá um að spila tónlist, andlitsmálning, plötusnúður, kynn-ir og sigur! Sjaldan hefur jafn mikil stemning myndast í Grafarvogi og var magnað aðfylgjast með þessu. Umgjörðin á leiknum var svo flott að á hana var minnst í öllum helstufjölmiðlum landsins, t.d. hjá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum sjón-varpsstöðvanna.

Leikurinn sem um ræðir var síðasti leikur tímabilsins hjá meistaraflokk karla í körfu-knattleiknum. Liðið lék gegn Tindastól upp á líf og dauða fyrir sæti sínu í deildinni enósigur hefði þýtt það að liðið félli niður í 1. deildina. Hvorki leikmenn liðsins né Grafar-vogsbúar voru á því að láta það gerast og mættu allir gríðarlega ákveðnir í þennan síð-asta leik og sýndu og sönnuðu af hverju Fjölnir á skilið að vera í efstu deild.

Eftir hörkuspennandi leik, fullum af troðslum og tilþrifum, fór svo að Fjölnir bar 7stiga sigur úr bítum, 94-87. Nemanja Sovic fór gjörsamlega á kostum í leiknum og skor-aði 41 stig og tók 13 fráköst. Þegar að sigurinn varð ljós ætlaði allt að verða vitlaust í hús-inu og menn fögnuðu langt fram á kvöld.

Með sigrinum hélt Fjölnir sér enn á meðal bestu liða á Íslandi og á næsta tímabili verð-ur markmiðið sett á úrslitakeppnina. Fyrir leikinn gengu leikmenn liðsins á milli skólaí Grafarvoginum og báðu krakkana um aðstoð í formi stuðings og hvatningar. Það virk-aði heldur betur og fjölmenntu heilu bekkirnir á leikinn og eftir hann mátti heyra ýms-ar skemmtilegar setningar eins og ,,Ég var að deyja, ég var svo spennt!’’ eða ,,Ég ætla skopottþétt að koma aftur á körfuboltaleik!’’

Frábær endasprettur hjá strákunum og ef þeir halda áfram að spila svona vel á næstatímabili, þá er sko von á góðu.

- Fjölnir endaði vertíðina með glæsilegum sigri á Tindastóli sem tryggði áframhald í úrvalsdeild

Nemanja Sovic þjálfari.

Sigurleikurinn gegn Tindastóli í Dalhúsum var sá skemmti-legasti sem þar hefur verið leikinn.

Á ársþingi KSÍ í febrúar varFjölni veittur kvennabikarinn fyr-ir gott starf í kvennaknattspyrnufyrir árið 2006. Það var ÁsgeirHeimir Guðmundsson, formaðurKnattspyrnudeildar Fjölnis, semtók við bikarnum úr hendi Egg-erts Magnússonar fráfarandi for-manns KSÍ. Þetta er mikil viður-kenning fyrir Fjölni og sérstak-lega þá aðila sem koma aðkvennaknattspyrnu hjá félaginu.

Mjög góður árangur náðist áseinasta ári hjá kvennaliðumFjölnis en helst má geta að meist-araflokkur félagsins komst upp íLandsbankadeildina og mun spilameðal bestu kvennaliða á landinuí ár.

UMSK gaf KSÍ kvennabikarinní tilefni af 45 ára afmæli sam-bandsins árið 1992. Kvennabikar-inn er veittur ár hvert fyrir gottstarf í kvennaknattspyrnu.

Ásgeir Heimir tekur við bikarnum úr hendi Eggerts Magnús-sonar, fyrrverandi formanns KSÍ.

Fjölnir fékk kvennabik-arinn á ársþingi KSÍ

Yngri flokkar Fjölnis í körfunnihafa náð ótrúlegum árangri síðustuár og varð engin breyting á því í vet-ur. Fyrir stuttu voru haldin bikarúr-slit yngri flokka og náði Fjölnirhvorki meira né minna en þremurtitlum í hús.

Fyrst vann 9. flokkur stóran sigurá Hamar/Selfoss með 55 stigum, 95-40 í leik þar sem Sigurður Skúli Sig-urgeirsson var valinn maður leiks-ins.

Næst vann unglingaflokkur glæsi-legan sigur á sterku liði Njarðvík-inga með 17 stigum, 90-73, þar semÞorsteinn Sverrisson var maðurleiksins með 24 stig.

Að lokum varð 10. flokkur svo bi-karmeistari daginn eftir að loknumstórskemmtilegum leik, en andstæð-ingar þeirra voru 9. flokkur Fjölnissem spilaði sem B-lið í þessarikeppni og ótrúlegt að þeir hafi náðalla leið í úrslitin enda allir árinuyngri. Eldri strákarnir sigruðu þáyngri með 12 stigum, 61-49, og varÆgir Þór Steinarsson maður leiks-ins með 23 stig og 6 stoðsendingar.

Frábær árangur hjá unglingunumog óskum við þeim til hamingju meðtitlana! Það eru greinilega mjögbjartir tímar fram undan hjá körfu-knattleiksfólki i Fjölni.

Bikarmeistarar í þremur flokkum!

Gríðarlega gleði var með alla sigrana í bikarnum.

- glæsilegur árangur yngri flokka

Hart barist í kvennakörfunni.

Page 11: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

GEFÐU GEIMFERÐ Í FERMINGARGJÖF

* Tilboðið gildir fyrir alla sem eru fæddir 1993 og gildir allt að fi mm sinnum fyrir hvern einstakling.

Í FRAMTÍÐINNI VERÐUR HÆGT AÐ GERA MIKLU MEIRA VIÐ PENINGINN.Framtíðarreikningur er fermingargjöf sem verður verðmætari með hverju ári. Reikningurinn ber alltaf bestu vexti sparireikninga bankans og þar að auki bætum við 2.000 kr. við hverja gjöf upp á 5.000 kr. eða meira.* Framtíðarreikningurinn fæst í næsta útibúi Glitnis og á glitnir.is

Page 12: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Grunnskólamót Miðgarðs í skákvar haldið öðru sinni í Egilshöll ummiðjan febrúar. Mótið er sveita-keppni á milli grunnskólanna í Graf-arvogi og á Kjalarnesi. Í hverjuskólaliði eru átta nemendur á grunn-skólaaldri. Gríðarlega mikil þátt-taka var á mótinu í ár og sendu áttaaf níu skólum hverfisins lið tilkeppni, sumir skólar fleiri en einasveit. Það voru því um 100 nemendur,drengir og stúlkur, sem sátu að tafliog kepptu fyrir skólann sinn.

Skipt var í tvo riðla og voru fimmog sex skáksveitir í hvorum riðli. Aðlokinni riðlakeppninni var ein úr-slitaumferð þar sem teflt var umsæti. A sveit Rimaskóla vann A rið-ilinn og fékk 37,5 vinninga af 40mögulegum. Í öðru sæti varð sveitHúsaskóla með 28 vinninga og voruþessir skólar langefstir í riðlinum. ÍB riðli vann B sveit Rimaskóla sigureftir mikla baráttu við sveit Folda-skóla. Í úrslitaleik vann A sveit Ri-maskóla B sveit skólans með 5 vinn-ingum gegn þremur og í keppni um

þriðja sætið vann sveit Húsaskólasveit Foldaskóla líka 5 - 3. Hamra-skóli varð í 5. sæti eftir sigur á Klé-bergsskóla. Ingibjörg Sigurþórsdótt-ir framkvæmdarstjóri Miðgarðs af-henti nemendum Rimaskóla ogHúsaskóla verðlaunapeninga og Ri-maskóli hélt glæsilegum farandbik-ar og fékk annan bikar til eignar. Þaðer vel til fundið að Miðgarður, þjón-ustumiðstöð hverfisins, skuli haldautan um framkvæmd keppninnar.Vel var að keppninni staðið að hálfuMiðgarðs á allan hátt, glæsileg verð-laun og allir þátttakendur fenguókeypis veitingar frá Ölgerðinni Eg-ill Skallagrímsson. Umsjón meðframkvæmdinni var í höndum HeruHallberu Björnsdóttur frístundar-ráðgjafa Miðgarðs.

Eins og áður segir var mótið mjögfjölmennt og líklegasta fjölmennastaskákmót ársins. Mikill skákáhugi erí skólum Grafarvogs og hefur þaðsýnt sig með góðri frammistöðu á öll-um grunnskólamótum sem haldineru.

www.xena.is

Í SPÖN

GIN

NI

TILBOÐTILBOÐ

SPÖNGINNI S: 587 0740

Mikið úrval af GABOR skóm á ótrúlegu verði.Einstakt tækifæri!

Fyrirtækið Ég um Mig heldur námskeið sem er í senn líkamsrækt og fyrir-lestrar í sex vikur, tvisvar í viku. Einstaklingur fer í 1 kl tíma í líkamsrækthjá Heilsuakademíunni í Egillshöll og fær létta næringu á eftir. Konan fær aðkynnast ýmsum tegundum af líkamsrækt t.d. joga - þrek-sjálfsvörn ofl. Aðlokinni líkamsrækt tekur við fyrirlestur í 1-1,5 tíma þar sem úrvals fagfólkfræðir konurnar um ýmsa þætti sem koma upp eftir skilnað.

Námskeiðið ,,Ég um mig.’’:1. Heilsuakademían Egilshöll: Leikfimi sem styrkir líkamann og veitir út-

rás.2. Sálfræðingur: Gréta Jónsdóttir fer yfir sorgarferlið og sjálfsmat.3. Prestur: Þórhallur Heimisson. Samskipti kynjanna eftir skilnað.4. Lögfræðingur: Hrefna Friðriksdóttir, Barnaverndastofu. Grunnatriði um

hjúskap, sambúð, skilnað, forsjá barna og umgengni.5. Fjármálaráðgjafi: Garðar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Fjármála-

þjónustunnar ehf. Hvað hefur kona sem er með fjármálin í lagi tileinkað sérumfram þá sem eiga í erfiðleikum?

6. Uppeldisfræðingur: Ólöf Ásta Farestveit. Uppbygging á sjálfsmati barna.7. Kvennaathvarfið:. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmda-

stýra í kvennaathvarfi. Mörk í samskiptum.8. Stilisti: Anna og útlitið. Anna F. Gunnarsdóttir og Ósk Aradóttir. Klæðn-

aður og litgreining.9. Snyrtistofan Mist: Gyða L. Kristinsdóttir, snyrtifræðingur og föðunar-

meistari. Umhirða og snyrting.10. Helga Braga leikkona: Daður fyrir þig. Það er svo gott fyrir sjálfsmynd-

ina að kunna að daðra og taka við daðri. Njóta þess að vera til.11. Edda Björgvinsdóttir leikkona: Jákvæðni, húmor og sjálfstyrking. Eitt-

hvað sem allir þurfa.12. Sigrun Nikulás, sölu- og markaðsstjóri Íslandsflökkurum. Náttúran og ég.

Boðið verður upp á barnapössun á staðnum ásamt léttum kvöldverði fyrirbörnin fyrir vægt verð. Fyrsta námskeiðið er 10. apríl.

Allt eru þetta fagmenn á sínu sviði. Ekki er verið að hugsa námskeiðið semendanlega lausn fyrir einstakar konur, öllu heldur sem góða byrjun á nýju ogbetra lífi.

Þetta er tækifærið sem þú ert búin að bíða eftir. Skráning fer fram á egummig.is

Gyða Laufey Kristinsdóttir og Magðalena Ósk Einarsdóttir.

Fréttir GV12

Ég um migEinstök kona

A sveit Rimaskóla, fimm stúlkurog þrír drengir með verðlauna-gripi mótsins. Á myndinni eruþær Ingibjörg Sigurþórsdóttirframkvæmdarstjóri Miðgarðs ogÞorbjörg Lilja Þórsdóttir liðs-stjóri Rimaskóla.

B sveit Rimaskóla erskipuð miklum efnis-

krökkum í skáklistinniog lenti í öðru sæti á

mótinu. Allir liðsmenneru á 10. aldursári.Skáksveit Húsaskóla vann þriðju verðlaun með því að sigra Foldaskóla

í síðustu umferð.

Rimaskóli vannMiðgarðsmótið- b-sveit Rimaskóla í 2. sæti og Húsaskóli í 3. sæti

Page 13: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007
Page 14: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

,,Þetta er bylting á íþróttaaðstöðufyrir Fjölni. Um er að ræða langstærsta samning sem félagið hefurgert frá upphafi.’’

Svona lýsir Guðlaugur Þór Þórðar-son formaður Fjölnis því samkomu-

lagi sem er í undirbúningi milli Fjöln-is og borgaryfirvalda í Reykjavík.

,,Þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssonborgarstjóri og Björn Ingi Hrafnssonformaður Íþrótta- og tómstundaráðsvoru með stórar yfirlýsingar hér í

Grafarvogi um þetta leiti í fyrra,skömmu fyrir sveitastjórnarkosning-ar. Þetta voru ekki orðin tóm. Þeirhafa staðið við hvert einasta loforð ogríflega það. Það er mikilsvert fyrirFjölni og um leið alla íbúa Grafar-vogs. Samkomulagið sem hér um ræð-ir tekur til allra sviða og aðstöðukeppnis- og almenningsíþrótta Fjöln-is,’’ segir Guðlaugur Þór.

Byggt við DalhúsNú er unnið að því á vegum ÍTR og

Framkvæmdasviðs borgarinnar ísamvinnu við Fjölni að kanna mögu-leika á að skipta um gólfefni á íþrótta-húsinu við Dalhús í sumar auk þessað lagfæra ýmis mál eins og körfur,tímatökutæki, stigatöflur og fl.þ.h.Rætt er um að setja fullkomið körfu-boltaparket á gólfið og að hægt verðiað hafa körfuboltavelli fyrir æfingarþversum í húsinu og að bæta aðstöðufyrir áhorfendur.

Sérstök hönnunar- og bygginga-nefnd skipuð fulltrúum félagsins,Framkvæmdasviðs og Íþrótta- ogtómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR)starfar með Framkvæmdasviði aðmálinu. Félagið hefur lagt fram tillög-ur og hugmyndir að bættri aðstöðufyrir knattspyrnu og áhorfendur áknattspyrnuleikjum sem og bættriaðstöðu fyrir körfuknattleik, frjálsaríþróttir, fimleika o.fl. Unnið er eftirþeirri forvinnu sem fram hefur fariðá vegum félagsins og borgarinnar eft-ir því sem fjárhagsaðstöður leyfa.

Þetta mun fela í sér stórbætta fé-lagsaðstöðu fyrir félagið og einnig erætlunin að bardagaíþróttir á borð viðTaikwondo fái öfluga aðstöðu til æf-inga. Guðlaugur Þór staðfestir þettaog bætir við að með þetta að leiðar-ljósi ,,verður allt lagt í sölurnar til aðtryggja að strákarnir okkar komist íúrvalsdeild í knattspyrnunni.’’

Stóraukin æfingaaðstaða fyrir knattspyrnu

Markmiðið er að stórauka æfinga-aðstöðu fyrir knattspyrnufólk Fjöln-is. Þannig er stefnt að því að komaupp öflugu æfingasvæði til viðbótar íGufunesi. Þar verður ráðist í upp-

byggingu á grasæfingavelli og einnigupphituðum, flóðlýstum gervigras-velli. Þá verður aðstaðan við Dalhússtækkuð þar sem tennisvellir verðafyrst í stað færðir upp að Egilshöll ogþegar aðstaða fyrir tennisæfingar íLaugardal verða tilbúnar mun Fjöln-ir fá aðstöðu þar. Loks er stefnt að þvíað gervigrasvöllur utandyra verðitekinn í notkun við Egilshöll í sumar.Þegar þessi aðstaða verður öll kominí gagnið verður æfingaaðstaða fyrirFjölni með því besta sem gerist á Ís-landi.

Frjálsar í GufunesiGufunesvöllurinn verður gott æf-

ingasvæði og þar verður einnig kann-að með að koma upp aðstöðu fyrirfrjálsar íþróttir. Frjálsíþróttaæfingarverða þá í Egilshöll, Laugardalshöll,frjálsíþróttahöll, Laugardalsvelli ogGufunesvelli. Fjölnir hefur nú á aðskipa einhverju efnilegasta frjáls-íþróttafólki landsins og með þessuverður því tryggð betri aðstaða.

Verkaskipting milli félagannaHluti af þessu viðamikla sam-

komulagi er að félögin þrjú austast íReykjavík, Fram, Fjölnir og Fylkir

geri með sér verkaskiptingarsamningum íþróttagreinar í þeirra hverfum.,,Miðað við möguleg fyrstu drög væruöll þrjú félögin með knattspyrnu,handknattleiks- og almenningsdeild.Aðrar íþróttagreinar myndu skiptastá milli félaganna,’’ segir GuðlaugurÞór.

Samstarf við Mosfellsbæ,,Hluti af heildarmyndinni er

einnig að kanna samkomulag viðMosfellsbæ um möguleg skipti á æf-ingaaðstöðu fyrir ungmennafélöginFjölni og Aftureldingu. Þannig erstefnt að því að allar körfuknattleik-sæfingar færist í Dalhús en yngriflokkar í handknattleik æfi í Rima-skóla og Dalhúsum. Þannig gætimeistaraflokkur Fjölnis e.t.v. fengiðaðstöðu til æfinga í Mosfellsbæ hjáAftureldingu. Hluti af því að nýtaRimaskóla betur fyrir handknattleik-sæfingar er að viðgerð á gólfi íþrótta-húss skólans verður að fara fram. Þáer einnig horft til þess að fullkominaðstaða í Mosfellsbæ fyrir frjálsaríþróttir gæti nýst Fjölni, sérstaklegayfir sumartímann,’’ segir formaðurFjölnis.

Ný hugsunStefnt er að endurskoðun þjónustu-

samnings milli Fjölnis og ÍTR meðalannars með það að markmiði að takatillit til stærðar félagsins og einnig aðtaka mið af frístundakortum semkoma til framkvæmda á árinu. Þessiyfirgripsmikli samningur þar sem

Fjölnir og ÍTR eru þungamiðjan nýt-ist reyndar öllum austasta hluta borg-arinnar og Mosfellsbæ verði af slíkusamstarfi. Hluti af þessum samningisnýr að flutningum og föstum ferðumtil nýrra mannvirkja og er hugsuð ítengslum við frístundakort sem tekinverða upp í Reykjavík síðar á árinu og

mun án efa auka verulega ásókn íhvers konar æfingar sem í boði eruhjá íþróttafélögum í barnmestu hverf-unum.

Guðlaugur Þór Þórðarson formað-ur Fjölnis segir þennan samning gríð-arlega mikilvægan fyrir íþróttastarfstærsta íþróttafélags Íslands. ,,Allur

þessi samningur verður settur frammeð framsýnum markmiðum oghann er metnaðurfullur með afbrigð-um. Fjölnir hefur átt mjög erfitt meðað útvega þann fjölda æfingatíma semeftirspurn hefur verið eftir. Nú hillirundir algerlega breytt landslag í þess-um efnum. Hér er um að ræða stór-

huga framkvæmdir þar sem fjárfestverður í heilbrigði og afþreyingu fyr-ir yngstu kynslóðirnar og um leiðrýmkast um alla og fleiri geta stundaðbæði almennings- og keppnisíþrótt-ir.’’

Segir skælbrosandi formaður.

Fréttir GV14

FréttirGV15

10% vaxtaauki!

Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is

ARG

US

/ 07

-024

9 Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót eða Viðbót á Netinu fyrir 1. maí næstkomandi fá um næstu áramót 10% vaxtaauka á áunna vexti til 1. júlí nk.

Bylting á allri aðstöðu hjá Fjölni

Um miðjan mars fór fram Íslandsmótið í 50 metra laug. Fjölnir átti 11 keppend-ur á mótinu sem allir stóðu sig með miklum ágætum.

Sigrún Brá bætti 16 ára gamalt met Ingibjargar Arnardóttur úr Ægi í flugsundi,gamla metið var 2.23,00 en Sigrún synti á 2.22,73 en þetta met er jafnframt stúlkna-met þar sem Sigrún Brá er ennþá í stúlknaflokki. Sigrún Brá var ekki hætt ogbætti eigið stúlknamet í 200 m skriðstundi á tímanum 2.06,14 en gamla metið henn-ar var 2.06,43 sem hún hafði sett fyrir um hálfum mánuði síðan. Ekki nóg með aðhún bætti þessi met heldur varð hún Íslandsmeistari í 100 m., 200 m., og 400 m.skriðsundi og hlaut silfur í 50 m skriðsundi. Sigrún Brá setti Íslandsmetið í flug-sundi í undanrásum en keppti ekki í úrslitunum þar sem hún vildi einbeita sér að200 m skriðsundinu sem var í sama hluta. Sigrún Brá átti lang stigahæstu sundkvennfólksins á mótinu og í rauninni nokkur sitgahæstu sund mótsins. Frá verðlaunaafhendingunni í 100 m Skriðsundi. Sigrún Brá í 1. sæti.

Íslandsmet ogtvö stúlknamet

- á Íslansmótinu í sundi - 50 metra laug

- Loksins, loksins á að byggja og breyta fyrir Fjölni. Risasamningur milli borgar-yfirvalda og Fjölnis er í burðarliðnum. Félagsaðstaða í augsýn, stúka við knattspyrnuvöll

og gerbreytt æfingaaðstaða í knattspyrnu, fimleikahús og margt fleira

Félagssvæðið við Dalhús mun taka miklum breytingum í kjölfar samnings borgaryfirvalda og Fjölnis. Glæsileg stúka fyrir áhorfendur mun rísa við íþrótthúsið. GV-mynd PS

Guðlaugur Þór Þórðrson, formður Fjölnis, getur brosað breitt þessa dagana.Hann er að landa langstærsta samningi sem Fjölnir hefur gert varðandi fram-kvæmdir fyrir félagið. Samningi sem felur í sér algjör umskipti varðandi allaaðstöðu hjá félaginu sem verður með því besta sem þekkist á Íslandi.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson, for-maður borgarráðs, höfðu uppi stór orð í Grafarvoginum fyrir síðustukosningar fyrir tæpu ári. Nú eru þeir að standa við stóru orðin og ríflegaþað að sögn Guðlaugs Þórs.

Page 15: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar í Grafarvogi og á Kjalarnesi fórufram 12. og 19. mars 2007 í Grafarvogskirkju. Stóra upplestrarkeppnin hófst aðvanda í öllum 7. bekkjum í Grafarvogi og á Kjalarnesi á degi íslenskrar tungu,þann 16. nóvember. Frá þeim degi og fram að keppni hafa kennarar lagt sér-staka rækt við vandaðan upplestur og framsögn í bekkjum sínum.

Þann 12.mars kepptu nemendur úr Borgaskóla, Engjaskóla, Klébergsskóla,Korpuskóla og Víkurskóla. Sigurvegarar voru Auður Egilsdóttir nemandi íBorgaskóla sem var í 1.sæti, í 2. sæti var Guðlaug Ýr Sæmundsdóttir nemandií Korpuskóla og Hjördís Lára Hlíðberg nemandi í Víkurskóla var í 3.sæti.

19. mars kepptu nemendur úr Foldaskóla, Hamraskóla, Húsaskóla og Rima-skóla. Í 1.sæti var Einar Magnússon nemandi í Foldaskóla, Guðlaug Erlend-ardóttir nemandi í Hamraskóla var í 2. sæti og Sigfríð Rut Gyrðisdóttir einnigúr Hamraskóla í 3. sæti.

Báðar hátíðirnar tókust vel og stóðu allir keppendur sig með mikilli prýði.Mjög ánægjulegt var að sjá áhugann og þá miklu vinnu sem bæði nemendurog kennarar höfðu lagt í undirbúning. Nemendur úr Tónlistarskóla Grafar-vogs sáu um tónlistarflutning á hátíðunum. Byr sparisjóður veitti peninga-verðlaun til sigurvegarana sex og Edda útgáfa bókarverðlaun til allra kepp-enda. Grænn markaður gaf blóm, Mjólkursamsalan drykki og Miðgarður,þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness veitingar.

Fréttir GV16

Sjálfstæðisflokkurinn bað í fyrra-vor um tækifæri til að stjórna borg-inni. Vald til að ráða. Þeir fengu aðvísu ekki góða kosningu en með 6%Framsóknar náðu þeir minnstameirihluta í heimi, um 49% at-kvæða. Báðir kalla sig athafna-stjórnmálamenn en í því felst aðþeir eyða ekki tíma í að tala heldurláta verkin tala.

Það sýnir sig ágætlega í undir-búningi að byggingu menningar-miðstöðvar í Spönginni. Fyrrver-andi meirihluti taldi íbúa sjálfa veltil þess fallna að meta hvernig slíkmiðstöð þjónaði hverfinu best oghafði samráð við íbúa um undirbún-ing m.a. með því bjóða þeim að takaþátt í þarfagreiningu. Þetta telja at-hafnastjórnmálamenn ekki heppi-legt. Betra að vinda sér bara í raun-verulegar athafnir. Eins og þegarborgarstjóri (Vilhjálmur Þ. Vil-

hjálmsson) samdi við hjúkrunar-heimilið Eir (stjórnarformanninnVilhjálm Þ. Vilhjálmsson) um bygg-ingu þjónustuíbúða fyrir aldraða.Þá var einu stykki menningarmið-stöð upp á 4000 fermetra smellt meðí pakkann. Mikill athafnahugur.Samfylkingin benti á að þetta væribrot á lögum því svo stór fram-kvæmd er útboðsskyld og óheimiltað skella henni inn í samning umbyggingu nokkurra þjónustuíbúða.,,Viðbótin’’ var dregin til baka og af-greidd sem mistök. Gott og vel. Öll-um getur orðið á. Bara til að læra afþví.

Nú virðist samt annað hvortborgarstjórinn eða stjórnarformað-ur Eirar, það er ekki gott að vitahvor er hvað, vera að endurtakamistökin. Nú hefur hann faliðákveðnu fyrirtæki að teikna marg-umrædda menningarmiðstöð fyrir

sig. Hún heitir reyndar ekki menn-ingarmiðstöð lengur heldur þjón-ustumiðstöð og mun fyrst og fremstætlað að þjónusta íbúa nýrra þjón-ustuíbúða Eirar. Þar fór þarfagrein-ingin.

Íbúasamtök-in í Grafarvogiog undirritað-ur hafa undan-farið óskað eft-ir aukafundi íhverfisráðiGrafarvogs tilað ræða þettamál en án ár-angurs. Formaður ráðsins telurslíkan fund ótímabæran þar semhugmyndir arkítekta um þjónustu-miðstöðina séu ekki nógu langtkomnar. Um það hefur formaðurinnán vafa góðar upplýsingar því svoheppilega vill til að hann er einmitt

framkvæmdastjóri arkítektastof-unnar sem er að teikna þjónustu-miðstöðina fyrir borgina (eða Eir,um það fást ekki skýr svör).

Sem áhugamaður um pólitík sembyggist á

samráðivið íbúa hlýt ég nú að spyrja:

1. Er það gott að borgarstjóri felisjálfum sér umsjón með risafram-kvæmd sem er útboðsskyld sam-kvæmt lögum?

2. Á ekki að hlusta á raddir íbúa í

Grafarvogi sem hafa unnið að þarfa-greiningu fyrir þjónustumiðstöð-ina?

3. Hvort er það borgarstjóri eðastjórnarformaður Eirar sem er aðláta teikna fyrir sig þjónustumið-

stöð í Spönginni?4. Er það við hæfi að að fram-

kvæmdastjóri arkítektastofunn-ar sem er að teikna þjónustu-miðstöðina komi í veg fyrir um-ræður um málið sem formaðurhverfisráðs Grafarvogs?

5. Hvort telja athafnastjórn-málamennirnir að þeir séukosnir til að ráða yfir íbúum eða

með þeim t.d. með samráði umframkvæmdir í þeirra nánasta um-hverfi?

Dofri Hermannsson,varaborgarfulltrúi og

fulltrúi Samfylkingarinnar íhverfisráði Grafarvogs.

Dofri Hermannsson,varaborgarfulltrúi ogfulltrúi í HverfisráðiGrafarvogs, skrifar:

Frelsi til að ráða

Stóra upplestrarkeppnin í Grafarvogi og á Kjalarnesi:

Lestur eins og hann

gerist besturHjördís Lára Hlíðberg (3.sæti), Auður Egilsdóttir (1.sæti) og Guðlaug Ýr Sæmundsdóttir (2. sæti) sigurvegar-ar í Stóru upplestrarkeppninni 12. mars.

Sesselja Guðrún Sigurðardóttir afhendir Auði Egilsdóttur 1.verðlaun áLokahátíð 12. mars.

Lokahátíð 19.mars. Bergþóra Tómasdóttir, Auður Ósk Einarsdóttir, Guðlaug Erlendardóttir (2. sæti), SigfríðRut Gyrðisdóttir (3.sæti), Bryndís Bergþórsdóttir, Einar Magnússon (1.sæti).

Lokahátíð 19. mars. Bryndís Bergþórsdóttir, Einar Magnússon (1. sæti), Garðar Eðvaldsson, Ásta María Ás-grímsdóttir.

Page 16: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Grillið í Grafarvogi Gylfaflöt 1-3 - 567-7974

Frábært tilboð íGULLNESTI

Fjölskyldutilboð:4 OstborgararStór af frönskumKokteilsósa2 ltr. af kók

2.050,- Tilboðið gildir frá29. mars - 5. apríl

Gleðilega

páska!

Page 17: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Ég er orðinn of lífsreyndur tilhalda því fram að einn stjórnmála-flokkur sé óalandi og óferjandi,meðan að annar flokkur sé hafinnyfir gagnrýni. Allir flokkar hafatil síns máls nokkuð og eiga er-indi. Stundum meira að segjasama erindi. Öfgarnar eru minnien áður, ágreiningsmálin hafaþrengst og nálgast óðum hvertannað og svo mikið að maðurveltir því fyrir sér, hversvegnaflokkum er ekki fækkað og þeimsteypt saman sem líkastir eru.

Í raun og veru má skipta póli-tískri afstöðu fólk í tvær fylkingar.Annarsvegar eru kjósendur semhallast til hægri og vilja semminnst ríkisafskipti. Við getumkallað þá pólitík bandarísku leið-ina.

Hinsvegar standa þeir semleggja meiri áherslur á svokallaðafélagshyggju, samábyrgð og jöfn-uð. Norræna leiðin.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver-ið flaggskip fyrri leiðarinnar meðfrjálshyggjuna og markaðslögmál-in að leiðarljósi meðan flestir aðr-ir flokkar aðhyllast einnig frelsi

markaðarins en í mismiklummæli. Jafnaðarhugsjónin, nor-ræna leiðin, er í meginatriðumþeirra stefna. Hugsunina um jafn-rétti og bræðralag er einnig aðfinna meðal margra kjósendasjálfstæðismanna. Íslendingar eruí eðli sínu að miklum meirihlutajafnaðarmenn með hjartað á rétt-um stað.

Hversvegna í ósköpunum er þásvona mikill ófriður og hamagang-ur í pólitíkinni, þegar flokkarnireru meira og minna að róa á sömumið?

Ég get mér þess til að það semaftrar annars góðu fólki til aðslíðra sverðin og stokka upp úr-elta flokkapólitík sé sagan, hags-munirnir og völdin. Í fyrsta lagi ersagan og hefðin rík í fari okkar Ís-lendinga og gildir það jafnt umstjórnmálaflokka sem önnur félög,samtök og tryggðarbönd. Við höld-um tryggð við gamla íþróttafélag-ið, skátafélagið, kvenfélagiðo.s.frv. Í öðru lagi nefni ég hags-munina. Fjöldi fólks hefur hag aðþví að styðja tiltekinn flokk, á þarathvarf og greiða leið að foringj-

um og fyrirgreiðslu. Sú hags-munagæsla gengur jafnvel í erfðir!

Í þriðja lagi eru það völdin, semstjórnmálaflokkar sækjast eftir,völdin til að ráða og komast ínefndir og stjórnir og að kjötkötl-unum.

Já, þaðeru auðvit-að völdinsem lokka.Halda völd-um, haldaum stjórn-artaum-ana. Semallra lengst. En gallinn viðlangvarandi völd er sá, að valda-mennirnir eru misgóðir eins oggengur og gerist um okkur flest.Og svo er hitt að völdin spilla. Þaumá vefja sér um fingur og misnota.Völd reyna á þolrifin að því leytiað því lengur sem þau vara þvímeiri værukærð, hroki og dramb-semi. Aðrar skoðanir eru illaþokkaðar, gagnrýni eru ónot, and-staða eru svik. Jú, jú allir eru jafn-ir en sumir eru jafnari en aðrir!Hversu marga þekkjum við sem

beygja sig fyrir valdinu, hneygjasig í duftið og koma sér í mjúkinnhjá ráðamönnum? Undirgefni ogauðmýkt. Það eru fylgifiskarnir.Þannig sogar valdið til sín meirivöld ogsama fólk-

ið fer aðlíta á sigsem eðalborna yfirstétt og valdiðgengur í erfðir og valdsmennirnirmissa sjónar á þeim greinarmunsem er á embættinu, sem þeirgegna og sinni eigin persónu.Vald-ið, það er ég, sagði keisari Lúðvík.

Þetta á við um einstaklinga meðhverskonar völd og mannaforráð,í félögum, fyrirtækjum, flokkumog stjórnum og ekki síst í sjálfrilandsstjórninni. Langvarandi setavið stjórnvöl eða nægtarborð, dag-

legt og árvisst vald til að eiga síð-asta orðið leiðir til kæruleysis,geðþótta og rembu, þess sem þartrónar. Minn er mátturinn ogdýrðin.

Þetta á við um okkur öll, allaflokka. Það er engum hollt að sitjaof lengi að kjötkötlunum. Það ereðli lýðræðisins og lögmál þess aðaftra slíku ástandi eða að minnstakosti gera tilraun til að breyta því.Til þess eru kosningar, til þess erokkur gefið tækifæri á fjögurraára fresti til að skipta um fólk íbrúnni, hleypa nýjum sjónarmið-um að, nýju fólki, þannig að eng-inn sé endalaust og ævarandi aðdrottna yfir og ráðskast með lifs-kjör okkar og væntingar. Aflgjafiheilbrigðs og heiðarlegs samfélagser dómgreind okkar og réttur(jafnvel skylda) um að halda vald-höfunum við efnið og skipta þeimút með reglulegu millibili. Að-haldið felst í því að það gangi eng-inn að völdum sínum vísum. Sex-tán ár er langur tími.

Ellert B Schramhöfundur er í framboði fyrir

Samfylkinguna í Reykjavík norður

Fréttir GV18

Ellert B. Schram, fram-bjóðandi Samfylkingar íReykjavík norður, skrifar:

Í aðdraganda kosninga

Á síðasta kjörtímabili var tekinákvörðun um að bæta þjónustu viðfatlaða Reykvíkinga. Ferðaþjónustafatlaðra er á vegum borgarinnar ogsér um að flytja fatlaða borgarbúa ámilli staða, íbúa sem ekki geta nýttsér almenningsvagna.

Skrefið sem ákveðið var að stíga,var að gefa fötluðum kleift að pantasér ferð samdægurs, með þriggjaklukkustunda fyrirvara og getaþannig tekið ákvörðun um það í há-deginu vilji þeir bregða sér af bæ íeftirmiðdaginn.

Áður höfðu reglurnar sagt til umað panta þyrfti ferðir með dags fyr-irvara.

Baráttusamtökin Sjálfshjálp, Ör-yrkjabandalag Íslands og Lands-samtökin Þroskahjálp unnu í nánusamstarfi við Velferðarráð á síðastakjörtímabili að þróun þjónustunnarog lýstu yfir ánægju með það frelsisem fatlaðir öðluðust þegar þeirgátu pantað sér ferðir með stuttumfyrirvara.

Í Mannréttindastefnu borgarinn-ar segir: ,,Unnið skal markvisst aðþví að gera fötluðum kleift að takavirkan þátt í borgarsamfélaginu."Einnig segir í sömu stefnu: ,,Fatlað-ir eigi jafnan aðgang að þjónustu ogófatlaðir."

Núverandi meirihluti borgar-

stjórnar hefur nú ákveðið að stígaskref til baka frá því sem samþykktvar á síðasta kjörtímabili. Draga átil baka aðallir fatlað-ir einstak-lingar semnjóta ferða-þjónustufatlaðrageti pantaðferðir sam-dægurs. Þókemur hlutisamkomu-lagsins til framkvæmda 1. maí 2007,þeir sem bundnir eru hjólastól og

þeir sem illmögulega geta nýtt séralmennaleigubíla

fá samdægurs þjónustu en þetta erbara um þriðjungur þeirra sem nota

þjónustuna.Þeir sem falla undir þennan flokk

þurfa að greiða fyrir þjónustuna 500krónur aukalega. Bíóferðin verðurþví býsna dýr fyrir þennan hópReykvíkinga sem seint verður talinmeð þeim efnameiri.

Hagsmunasamtök fatlaðra hafaítrekað lýst yfir ánægju sinni meðað áður samþykkt samkomulag sédregið til baka. Í ár er Evrópuárjafnra tækifæra. Fatlaðir í Reykja-vík fá kaldar kveðjur frá borgaryfir-völdum í byrjun þess árs.

Oddný Sturludóttir borgarfull-trúi er formaður Borgarmála-

ráðs Samfylkingarinnar.

Oddný Sturludóttir, borg-arfulltrúi og formaðurBorgarmálaráðs Samfylk-ingarinnar í Reykjavíknorður, skrifar:

Jöfn tækifæri í Reykjavík

Að afstöðnum borgarstjórnar-kosningum hér í Reykjavík síð-astliðið vor var ljóst að loksins,eftir 12 ára óstjórn R-listaflokk-anna, voru sjálfstæðismenn afturkomnir til valda í höfuðborginni.

Núverandi borgarstjórn á mik-ið og erfitt verk fyrir höndum aðlaga það sem miður hefur fariðundanfarin 3 kjörtímabil. Öllviljum við sjá skjót viðbrögð ogbreytingar til hins betra en verð-um þó að sýna þolinmæði þvínæg eru verkefnin fyrir þá semnú hafa tekið við stjórnar-taumunum

Skuldastaða borgarinnar ermeð eindæmum og þar dugarvart minna en Grettistak núver-andi valdhafa til að rétta úrskuldakútnum.

Lóðaframboð hefur veriðskammarlega lítið og ekki aðeinsvaldið því að fólk á öllum aldrihefur flutt í hópum til nærlig-gjandi sveitarfélaga heldureinnig sprengt upp fasteigna-verð, ekki aðeins í borginni

sjálfri heldur á öllu höfuðborgar-svæðinu og gert ungu fólki næst-um ógerlegt að koma sér upphúsnæði án þess að skuldsetjasig til fulls.

Skipulagsslysin eru ennfrem-ur út um alla borg og því miðursitjum við uppi með mikið afþeim skaða sem R-listaflokkarn-ir hafa valdið.

Það krefst fórna að koma fjár-hag borgarinnar á réttan kjöl,fólk mun sitja uppi með fasteign-ir sem það hefur keypt alltof háuverði og skipulagsslysin verðasum aldrei bætt.

Við í Grafarvogi erum þó þeg-ar farin að sjá breytingar tilbatnaðar til samræmis viðstefnuskrá Félags sjálfstæðis-manna í Grafarvogi, en þar segirm.a.:

,,...að Sundabraut verði svoskipulögð að austanverðu aðekki hljótist af óviðunandi rösk-un á búsetuháttum núverandiíbúa með hávaða og mengun...’’

Nú hefur náðst sátt, sem við meg-um vel við una, við íbúa beggjavegna Elliðaárvogs um fyrstaáfanga Sundabrautar. Jarðgöng,sem eru óneitanlega bezti kost-urinn fyrir alla aðila og alls ekkisá dýrasti, eru nú orðin sú lausnsem vinna á að og yfirvofandiröskun á búsetuháttum íbúa íHamrahverfi og vestanverðuRimahverfi virðist úr sögunni.

,,Félagið vill sjá öfluga menn-ingarmið-stöð rísa íSpönginniþar hverfis-búar á öllumaldri og aföllumáhugasvið-um eiga er-indi.’’ Loks-ins grillir í að hafist verði handavið byggingu menningarmið-stöðvar í Spönginni en öll viljumvið sjá veglega og vel útbúnamenningarmiðstöð í hverfinusem nýzt getur öllum íbúumGrafarvogs og gefið þeim semvilja leggja sitt af mörkum í

menningar- og listalífi hverfisinstækifæri til að koma sínum verk-um á framfæri.

,,Félagið vill standa vörð umGrafarvogshverfi sem heildstættog friðsælt úthverfi og koma íveg fyrir að óviðkomandi umferðverði beint í gegnum hverfið.’’Hallsvegurinn er kominn á um-ræðustig og þó sitt sýnist hverj-um þá hljót-um við

Grafarvogs-búar aðfagna því að fulltrúar íbúa hafaverið kallaðir til samráðs. Nokk-uð ljóst er að vel flestir Grafar-vogsbúar eru á móti því að Halls-vegur muni tengjast Vestur-landsvegi með þeim hætti sem til

stendur og verðum við því aðsýna samstöðu í því máli. Þarmun Félag sjálfstæðismanna íGrafarvogi ekki hika við að beitasér og er í betri aðstöðu til þessnú en áður.

Það má aðeins ímynda sérhvernig sukkið og óstjórninhefði orðið ef borgarbúar hefðuveitt fyrri valdhöfum áframhald-andi umboð til að stjórna borg-inni okkar og það má aðeins

ímynda sér hvernig færi efvinsti flokkunum væri veittumboð kjósenda til þess aðfara fyrir ríkisstjórn landsins.

Látum vítin verða okkur tilvarnaðar. Veitum Sjálfstæðis-flokknum atkvæði okkar íkosningunum í maí. Reykvík-ingar, og ekki sízt við Grafar-

vogsbúar, vita allt of vel hvernigvinnubrögð vinstri flokkanna

hafa reynzt okkur.

Höfundur er ritari Félags sjálf-stæðismanna í Grafarvogi

Vítin eru til varnaðar

Emil Örn Kristjánssson,ritari félags sjálfstæðis-manna í Grafarvogi,skrifar:

Page 18: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

kl. 10-18

Lokað

Lokað

Lokað

kl. 10-18

Lokað

kl. 10-18

kl. 08-22

kl. 08-20

kl. 08-20.30

kl. 11-17

kl. 08-22

kl. 8-19

kl. 08-20

ÁRBÆJARLAUG

BREIÐHOLTSLAUG

GRAFARVOGSLAUG

KLÉBERGSLAUG

LAUGARDALSLAUG

SUNDHÖLLIN

VESTURBÆJARLAUG

Annar í Páskum

9.apríl

Páskadagur

8. apríl

Laugardagur

7. apríl

Föstud. langi

6. apríl

Skírdagur

5. apríl

kl. 8-22

kl. 10-18

kl. 10-18

kl. 11-17

kl. 8-22

kl. 10-18

kl. 10-18

kl. 10-18

Lokað

Lokað

Lokað

kl. 10-18

Lokað

kl. 10-18

kl. 08-22

kl. 10-18

kl. 10-18

kl. 11-17

kl. 08-22

kl. 10-18

kl. 10-18

Page 19: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Fréttir GV20

Nýlega lauk á Íslandi árlegu Norð-urlandamóti í skólaskák. Allir bestuskákmenn Norðurlandaþjóðanna áaldrinum 20 ára og yngri tóku þátt ímótinu. Keppt var í fimm aldursflokk-um. Einn Íslandingur vann til gull-verðlauna og var það Grafarvogsbú-inn Hjörvar Steinn Grétarsson nem-andi í 8. bekk Rimaskóla. Þetta er í

þriðja skiptið sem Hjörvar Steinn,efnilegasti skákmaður Íslands, vinn-ur til þessara verðlauna. HjörvarSteinn tefldi í C flokki og tapaði engriskák, hlaut 5 vinninga af 6 möguleg-um.

Hjörvar Steinn fer fyrir hinni öfl-ugu skáksveit Rimaskóla sem hefurunnið til fjölda verðlauna á Íslands-

mótum og Reykjavíkurmótum síðast-liðin ár og varð Norðurlandameistariárið 2004. Hjörvar Steinn hefur náðþví afreki að tefla í landsliðsflokki áSkákþingi Íslands, yngstur allra fyrrog síðar. Þess má geta að HjörvarSteinn er á yngra ári í C flokki á NMen var þó með flest skákstig allrakeppenda í þessum flokki.

Hjörvar Steinn Grétarsson Norðurlandameistari í skólaskák. Með honum á myndinni eru NorðmennirnirKatrine Tjolsen í þriðja sæti og Frode Urkedal sem varð í 2. sæti á mótinu.

Hjörvar Steinn Grétarsson, ungur afreksmaður með glæsileg verðlaunsem Norðurlandameistari.

Hjörvar Steinn- Norðurlandameistari í skólaskák í þriðja skipti

Íslandsmóti skákfélaga í fjórum deildum lauk í Rimaskóla þann 3. mars. Þessimikli skákgrunnskóli varð fyrir valinu þegar hýsa átti Íslandsmótið að þessusinni. Um er að ræða fjölmennasta skákmót ársins. Hátt á fjórðahundrað manns,flestir af bestu skákmönnum landsins, sátu að tafli í Rimaskóla við hinar bestu að-stæður.

Nýliðarnir í Skákdeild Fjölnis tefldu á heimavelli og fögnuðu þeim tímamótummeð öruggum sigri í 2. deild og tryggðu sér sæti í 1. deild að ári. Í fyrstu deild teflaátta bestu skáklið landsins. Það er mikill heiður fyrir okkur Grafarvogsbúa aðeiga nú eitt af bestu skákliðum landsins. Skákdeild Fjölnis var stofnuð fyrir tæp-um þremur árum. Á stuttum tíma hafa skáklið Fjölnis unnið mikil afrek eins ogað vinna landsmótið á Sauðárkróki 2004 og síðan hverja deildina af annarri árhvert. A sveit Fjölnis skipa öflugir erlendir stórmeistarar, þekktir íslenskir skák-menn og hinn stórefnilegi Ingvar Ásbjörnsson nemandi í Rimaskóla. Fjölnir sendiauk A sveitar liðsins þrjár aðrar sveitir til keppni og munaði aðeins hálfum vinn-ing að B sveitin, blönduð sveit unglinga og eldri skákmanna, ynni sér sæti í 3.deild. Árangur skákdeildar Fjölnis er í takt við öflugt skáklíf meðal barna og ung-linga í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Að sögn Helga Árnasonar formanns skákdeild-ar Fjölnis verður lögð áhersla á að skáksveitin nái sem lengst í fyrstu deild, öflugþjálfun verði í boði fyrir börn og unglinga í hverfinu og stefnt að því að skákdeild-in verði fyrst til að tryggja Fjölni Íslandsmeistaratitil í flokkaíþrótt. Það markmiðer raunhæft en kallar á öflugt starf og einhvern fjárstuðning einstaklinga og fyr-irtækja í Grafarvogi. Grafarvogsblaðið óskar Umf. Fjölni til hamingju með þenn-an frábæra árangur skákdeildarinnar.

Nýliðarnir sigruðu örugglega. A sveit Fjölnis tekur við sigurlaunum í 2. deild Íslandsmótsins í skák. F.v.Tómas Oral, Regina Pokorna, Faruk Tairi, Tómas Björnsson, Ingvar Ásbjörnsson, Jón Árni Halldórsson.Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis heldur á veglegum bikar.

Lið Fjölnis í fyrstu deildina

Íslandsvinurinn Regina Pokorna stórmeistari kvenna frá Slóvakíu hef-ur verið fastur liðsmaður í sigursælu skákliði Fjölnis.

Ungir skákmenn Fjölnis hafa í fullu tré við þá eldri og reyndari. Sigríður Björg, Hörður Aron og DagurAndri eru á aldrinum 12 - 14 ára gömul.

Page 20: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007
Page 21: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

,,Það er hungur, skortur í landiykkar.’’

Með þessum orðum ávarpaði Móð-ir Teresa nemendur og kennara hinsvirta háskóla, Hardvard University íBoston í Bandaríkjunum. Tilefniræðu Móður Teresu var að hinn virtiháskóli ákvað að gera hana að heið-ursdoktor við skólann. Vildi háskól-inn á þann hátt heiðra hana fyrir hiðgöfuga starf hennar á meðal fá-tækra, já á meðal þeirra fátækustu íheimi okkar. Þeir vildu heiðra hanafyrir starf hennar á meðal þeirrasem minna mega sín um gjörvallanheim.

Þessi orð komu sterkt upp í hugaminn er ég fékk að heimsækja þenn-an merka háskóla fyrir nokkrummisserum ásamt nokkrum íslensk-um prestum. Þegar gamla konan,Móðir Teresa, sem svo sannarlegageislaði af í öllu lífi og starfi, mæltifram þessi orð á háskólahátíðinnivar nemendum og prófessorum íHardvard eðlilega brugðið en þeireru þegnar ríkustu þjóðar í veröldallri.

Móðir Teresa hélt áfram ræðusinni á háskólahátíðinni og bættivið: ,,Það er skortur á, hungur eftirkærleika og umhyggju á meðal ykk-ar. Slíkur skortur, slíkt hungur, er ánefa meiri hér en hungur eftir brauðisem er svo algengur þar sem égstarfa. Þið hafði án efa öll einhverntíma verið einmana og einmanaleik-inn leitt af sér angist, ótta og kvíða,’’sagði gamla konan. Stúdentahópur-inn, í fylgd með kennurum sínum,prófessorum, kinkaði kolli til gömlukonunnar og samþykkti orð hennarog yfirlýsingar.

Ef þessum orðum væri beint tilokkar í velferðarsamfélagi okkar.Gæti það verið að þau ættu við hér ámeðal okkar, sem höfum allt af öllu?

Á undanförnum vikum hafa mörgalvarleg málefni verið til umræðu íokkar litla og ágæta samfélagi. Þiðvitið án efa hvaða málefnum ég er aðýja að. Það er af þó nokkrum aðtaka. Nefnum nokkur þeirra einsog málefni Breiðavíkurheimilisins,Byrgismálið og þau hin alvarlegustusem eru misnotkun barna fyrr á tím-um og því miður einnig í nútíman-um.

Í umræðunni á meðal okkar verð-ur ekki ósjaldan meginmálið hverj-um það sé að kenna þegar eitthvaðfer úrskeiðis í þjóðfélagi okkar.Vissulega ber að skoða það en megin-málið er auðvitað fyrst og síðast aðkoma í veg fyrir að slík mál eigi sérstað í raunveruleikanum. Við eigumað skoða og spyrja okkur sjálf afhverju eiga sér stað slík ægileg mál?

Svar kirkjunnar, svar trúarinnar,er fyrst og síðast það að kærleikur-inn er ekki það leiðarljós sem hann áað vera í öllu okkar lífi. Jafnvel hjáþeim sem eru að reyna að vinna ínafni hans. Kristur Jesús segir aðþað að hlusta á orð hans, sem ávalltkristallast í kærleika, skipti máli. Í

orði hans er sannleikurinn. Jesússagði í guðspjalli dagsins við Gyð-inga, sem höfðu tekið trú á hann: ,,Efþér standið stöðugir í orði mínu þáeruð þér sannarlega lærisveinarmínir og munuð þekkja sannleikannog sannleikurinn mun gjöra yðurfrjálsa.’’

Ef við trúum og treystum orðumhans, hans sem býður okkur nú áföstunni að leggja leið okkar til Jer-úsalem upp á Golgata hæð, þá munsannleikurinn aldrei yfirgefa okkur.

Hann, Kristur Jesús, býður okkurað staðnæmast frammi fyrir ,,kross-ins helga tré.’’ Kristur Jesús bendirá sannleikann þar sem hann átti ídeilum við, baráttu við, Gyðingasem vildu sanna upp á hann sjálfasyndina en syndir eru allt sem brýt-ur gegn vilja Guðs.

Hann bendir á hvað orðið, hið lif-andi orð, er mikilvægt og segir í lokguðspjallsins: ,,Sannlega, sannlegasegi ég yður ef nokkur varðveitirmitt orð skal hann aldrei að eilífu sjádauðann.’’

Erumvið ekki öll sammála um þaðað þau vandamál sem hafa verið tilumræðu á undanförnum misserum íokkar samfélagi, okkar góða samfé-lagi, hafi skapast af því að kærleik-urinn, umhyggjan og virðingingagnvart náunga okkar var og erekki til staðar hvort sem börn eðafullorðnir hafa átt og eiga hlut aðmáli? Okkar hlutverk, kirkjunnar,þjóðfélagsins sem tók hina kristnutrú fyrir rúmum þúsund árum, er aðgæta hins minnsta bróður og systur.Gæta þess að allir eigi möguleika áþví að eignast og viðhalda heild-steyptu lífi. Lífi sem er þess virði aðþví sé lifað frá degi til dags.

Á stundum gleymist að ræða umboðskapinn, kærleiksboðskap JesúKrists frá sjálfum prédikunarstóliog meira er rætt um hvað stofnanirog samfélagið borgi til að viðhaldaKirkju Krists, boðskap hennar oggrundvelli. Í slíkri umræðu, sem svooft berst frá prédikunarstóli í ágætrikirkju við Tjörnina í Reykjavík, máaldrei gleymast að það er fólkið sjálftí landinu sem greiðir fyrir það aðboðskapurinn komist til skila í lífi ogstarfi kirkjunnar þúsund árum eftirað þjóðin tók kristna trú og ákvað aðhún ætti að skipta máli í öllu lífi.

Kirkjan hefur ávallt í öllum sín-um störfum, í öllu lífi verið "vina-leiðin." Við erum öll bestu, bestuvinir er sungið i sunnudagskólan-um, hér nú á fyrstu hæð kirkjunnar.Þú hver sem þú ert skiptir máli í aug-um Guðs. Hann vill það fyrst og síð-ast að við séum sannleikans megin ílífinu. Það erum við ef við leyfumkærleika Guðs að móta okkur, leiðaokkur. Í játningum Ágústínusarkirkjuföður má lesa: ,,Með dóm-greind sinni, skynsemi og hugsun ámaðurinn að greina hversu öll hansvera og umhverfi ber Guði vitni ogkallar til hans.’’

,,Með lífi sínu á maðurinn að bera

skaparanum sínum vitni. Með þeimvísbendingum sem Guð gefur umsjálfan sig kallar hann á manninn tilað lofa sig , ekki aðeins með orðumog ytra látbragði heldur með öllumþáttum veru sinnar.’’

Í ágætum umræðuþætti Silfri Eg-ils snérust umræður ágæts prestsum föstuna og gert var góðlátlegtgrín að því að á sjálfri föstunni héld-um við Íslendingar upp á mikla mat-arhátíð ,,Food and fun.’’ Það er nokk-uð langt síðan við Íslendingar lögð-um þann sið af að fasta á sjálfriföstunni. Sá siður mótaði einkum ogsér í lagi katólska tímabilið í lífiþjóðarinnar.

Það er hins vegar rétt að við minn-

umst við upphaf föstunnar að Jesúsfastaði í eyðimörkinni í fjörutíudaga, en þá við upphaf föstunnareru einmitt fjörutíu dagar tilpáskanna, upprisuhátíðarinnar, sig-urhátíðar kristinna manna. Við lít-um auðvitað ávallt að krossinum íljósi páskanna, þegar Kristur Jesússigraði sjálfan dauðann og gaf okk-ur eilíft líf. Fastan er vissulega tímisjálfsprófunar, hún á að dýpka og

þroska trúarlíf okkar og samfélagiðvið Krist. Hún á að benda okkur á aðvið eigum að gefa öðrum, okkur á aðhungra eftir að kærleikurinn komistað í lífi okkar og nái að móta allt okk-ar samfélag og verund. Það er hlut-verk trúarinnar að beina athyglinnifrá sjálfum okkur og að tengslum viðGuð og náungann.

Aðalatriði föstunnar er ekki hvaðmaður neitar sér um, m.a. í mat,heldur á hún að beina athyglinni aðGuði og náunganum. Margt er það áföstunni sem leiðir okkur inn þábraut. Passíusálmarnir, sem fjallaum þjáningu og krossfestingu JesúKrist, eru fluttir á öldum ljósvakansog þeir eru fluttir í kirkjunum okkar

og án efa lesa margir eintaklingarsér þá til sáluhjálpar. Hér í kirkjunniokkar, Grafarvogskirkju, eru Pass-íusálmarnir fluttir hvern virkandag á föstunni, nú þriðja árið í röð, afþingmönnum og ráðherrum. Og þeg-ar fastan nær hámarki sínu á föstu-deginum langa verða Passíusálm-arnir fluttir af fyrrverandi þjón-andi prestum og mökum þeirra.Fastan sýnir fram á kærleika Guðs.

Á stundum er svo gott að setja þannkælreika fram í stuttum frásögnum,stuttum sögum.

Þessar þrjár frásagnir bera yfir-skriftina Mikill, meiri og hinnmesti kærleikur:

Eitt sinn gerðis það í fjallabyggð áSkotlandi að örn hremmdi barn semmóðirin hafði lagt hjá heygalta ámeðan hún var að vinna örskammtfrá. Örnin flaug upp í hreiður sitt,sem var í háum hömrum. Veiðimað-ur reyndi að klifra upp hamrana ensnéri við á miðri leið. Þá lagði móð-irin sjálf af stað og henni tókst aðkomast alla þessa hættulegu leið ogbjarga barninu sínu. Hún skeyttiekkert um það þó hún legði líf sitt íhættu, en hugsaði um það eitt aðbjarga barninu sínu. Blóðrisa komsthún að barninu og bjargaði því.

Þetta var mikil kærleikur.Gegnum eyðiskóg í Rússlandi þýt-

ur sleði áfram yfir hjarnið. Það erharður vetur snjórinn er mikill, úlf-arnir eru hungraðir og grimmir.Þetta vita hjón sem sitja á sleðanumog er það þjóninn sem stjórnar sleð-anum. Af ýlfri úlfanna er ljóst aðþeir nálgast sleðann óðfluga. Þaðstoðar ekki þótt hestarnir geysistáfram eins og þeir megna. Bráðlegaer sleðinn umkringdur af úlfum.Maðurinn sem situr á sleðanum viðhlið konu sinnar skýtur á úlfana enþað hefur ekkert að segja, úlfarnirverða æ fleiri. Það virðist engin und-ankomuleið vera fyrir hendi. Þá rétt-ir þjóninn taumana til húsbóndasíns og segir bjargaðu þér og konuþinni og börnum þínum. Svo stekk-ur hann af sleðanum. Á næsta and-artaki er hann umkringdur af hinnigrimmu og gráðugu úlfahjörð. Hinntrúi þjónn hefur fórnað lífi sínu til aðfrelsa húsbændur sína frá lífsháska.

Þetta var meiri kærleikur Það er hátíð í aðsigi í Jerúsalem.

Gyðingar hafa safnast saman í höf-uðborg sinni til þess að haldapáskana hátíðlega. Mannfjöldi er áleið til Golgata, þar á meðal er maðursem vekur sérstaklega athygli. Hannber þungt krosstré. Hermenn gangabáðum megin við hann. Nokkrir ímannfjöldanum gera gys að honum.Á alblóðugu höfði hans er þyrnikór-óna, mannfjöldinn nemur staðar áGolgata. Maðurinn með þyrnikórón-una er nelgdur á krossinn. Er hannafbrotamaður?

Nei, hann hefur aldrei drýgt syndné framið afbrot, hann líður dauðavegna annarra, hann deyr til þess aðfrelsa þá menn er nú pína hann.Hann hefur beðið fyrir þeim og sagt:,,Faðir fyrirgef þeim því þeir vitaekki hvað þeir gjöra.’’ Hann líðurþjáningar og dauða vegna kærleikasíns til mannanna.

Þetta var hinn mesti kærleikur.Tökum á móti kærleika hans þá

verður ekki skortur og hungur eftirkærleika og umhyggju á meðal okk-ar!

Fréttir GV22

Prédikun séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, sóknarprests í Grafarvogi, sem vakti mikla athygli, í útvarpsmessu 3. sunnudag í föstu, 11. mars 2007:

,,Það er hungur, skortur í landi ykkar’’

Sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogssókn.

Page 22: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

NÝTT Á MATSEÐLINAUTASTEIK BERNAISE

glóðargrilluð nauta rib-eye steik ( 180 gr ) MEÐ FRÖNSKUM KARTÖFLUM

OG BERNAISESÓSU KR. 1.590.Ef þér líkar ekki steikin þá færðu hana endurgreidda og hamborgara með frönskum og gosi í kaupbæti.

Kveðja. TOMMI

BERNAISESÓSA ( ekta ) SÉR KR. 140.HAMBORGARABÚLLA TÓMASAR

BÍLDSHÖFÐA 18 s. 577 1888

Page 23: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Fréttir GV24

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Parafin wax meðferð fyrir hendurfylgir með litun og eða strípum í apríl

Ritstjórn og auglýsingarGV - 587-9500

Spönginni

Sími: 5 700 900 Kristín söng bestÍ lok febrúar var Söngyn, söng-

keppni Gufunesbæjar haldin í félags-miðstöðinni Græðgyn sem staðsetter í Hamraskóla.

Allar félagsmiðstöðvarnar í Graf-arvogi og Kjalarnesi höfðu haldiðundankeppnir í sínum heimabæjumog fengu tvö sæti hver í aðalkeppn-inni.

Það var til mikils að vinna því fyr-ir utan vegleg verðlaun fékk sigur-

vegarinn sæti Gufunesbæjar í söng-keppni Samfés (Samtök félagsmið-stöðva á Íslandi).

Samféskeppnin var liður af hinniárlegu Samféshátíð sem haldin var íbyrjun mars í húsakynnum Laugar-dalshallarinnar og því ljóst að kepp-endur ætluðu að gefa sig alla í þetta.Öll atriðin voru vel æfð, vel sunginog var það einróma álit valinkunnradómara að gæðin væru svo sannar-

lega til staðar.Eftir frábært kvöld fyrir fullu húsi

af tónlistarþyrstum ungmennumvar það Kristín úr Engyn sem barsigur úr býtum. Hún söng sig svo inní hjörtu áhorfenda á söngkeppniSamfés.

Til hamingju með frábæraframmistöðu Kristín!

- og sigraði í Söngkeppni Gufunesbæjar

Kristín frá Engyn söng best allra og sést hér taka lagið.

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Page 24: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

FréttirGV25

Víkurskóli sigursællSkólamót Fjölnis í handbolta fór

fram í fyrsta skipti þann 21. janúar íFjölnishúsinu í Dalhúsum. Öllumgrunnskólum í Grafarvogi var boðið aðsenda lið úr öllum bekkjum og mættutólf lið úr 5.-8. bekk frá 5 skólum tilkeppninnar. Skipulagið á mótinu varsett þannig upp að 5. og 6. bekkur og 7.og 8. bekkur spiluðu saman í stelpu- ogstrákaflokkum þannig að keppt var ífjórum riðlum.

Folda-, Rima- og Engjaskóli skráðusig til leiks í 7. og 8. bekk drengja. Ölllið mættu með gífurlega fjölbreyttanmannskap og sterk lið. Þarna vorubæði núverandi iðkendur í handknatt-leiksdeild og margir efnilegir strákarsem ekki hafa sést á handboltaæfingumhjá Fjölni en voru vonandi að stíga sínfyrstu skref í handboltanum. Rima-skóli bar sigur úr býtum, en margir íþví liði eru nú þegar að æfa handboltameð Fjölni og hafa verið að standa sigvel á mótum undir stjórn Hjalta Páls.

Í 7. og 8. bekk stúlkna mættu 2 lið tilleiks, Rimaskóla og Foldaskóli. Stúlk-urnar úr Foldaskóla unnu, en flestarþeirra æfa handbolta í 5. flokki hjáFjölni undir stjórn þjálfaranna Örnuog Bertu. Rimaskólastelpurnar áttugóða leiki, en þær eru flestar í fótbolt-anum.

Í 5.-6. bekk stúlkna voru einnig tvölið. Húsaskóli fjölmennti með stúlkursem margar æfa handbolta í 6. flokkiFjölnis hjá Brynju þjálfara. Í hinu lið-inu voru stúlkur úr Engjaskóla, Víkur-skóla, Rimaskóla og Foldaskóla, semeinnig hafa margar hverjar verið aðæfa handbolta. Leikirnir voru afarspennandi og tvísýnir, en svo fór aðannar leikurinn endaði með jafntefli enHúsaskóli hafði sigur í hinum.

Drengir úr 5.-6. bekk voru með fjöl-mennasta riðilinn með fimm lið fráHúsaskóla, Engjaskóla, Rimaskóla ogtvö frá Víkurskóla. Reyndar voru tværstúlkur úr Víkurskóla sem kepptu með

drengjunum. Drengirnir æfa margirhjá Sveini og Andra í 6. flokki hjáFjölni sem er fjölmennasti flokkurinn íhandboltanum. Annað lið Víkurskólasigraði alla sína leiki og lenti í fyrstasæti og hitt liðið lenti í 3. sæti á eftirliði Húsaskóla. Víkurskóli vann aukþess í samanlögðum stigafjölda og fékkað launum farandbikar.

Íþróttakennarar tóku vel í framtakiðog skemmtu allir sér vel og er góðurgrundvöllur fyrir því að endurtakaleikinn. Þó kom fram sú skoðun aðbetra væri að halda mótið að hausti.Handknattleiksdeild mun því endur-taka leikinn strax í haust.

Mótið tókst í alla staði vel og viljumvið sérstaklega þakka öllum krökkun-um, kennurum þeirra, áhorfendum ogstarfsmönnum mótsins fyrir góðaframmistöðu og íþróttamannslegaframkomu.

Stjórn og þjálfarar Handknattleiksdeildar Fjölnis

- á fyrsta skólamóti Fjölnis í handknatleik í Grafarvogi

Rimaskóli vann í flokki drengja 7.-8. bekk.

Foldaskóli vann í flokki stúlkna úr 7.-8. bekk.

Húsaskóli vann í flokki stúlkna 5.-6. bekk.

Víkurskóli vann í samanlögðum stigafjölda og fékk að launum glæsi-legan farandbikar.

Víkurskóli vann í flokki drengja 5.-6. bekk..

Lið 5. flokks karla í Fjölni kepptium síðustu helgi á öðru deildar-móti vetrarsins. Mótið var haldið afGróttu á Seltjarnarnesi. Fjölnirsendi A- og B-lið til leiks.

A-liðið sem var með Víking, ÍRog KR í riðli hóf mótið með sigri áVíking í góðum leik þar sem viðkláruðum leikinn vel á endasprett-inum og uppskárum sanngjarnansigur. Næst tók svo við leikur gegn ÍR-ingum sem sýndu góða baráttu en þaðdugði ekki til gegn spilglöðum Fjöln-ismönnum sem lokuðu bara vörninniog röðuðu inn mörkunum. Síðastileikurinn var svo gegn KR og vannstþar góður sigur eftir að hafa byrjaðleikinn hálfsofandi. Það kom þó ekki

að sök og liðið kláraði leikinn og mót-ið með sömu baráttu og leikgleði ogeinkenndi mótið í heild.

B-liðið lék í riðli með Gróttu, UM-FA, HK og Fylki. Fyrirfram stóð liðokkar vel að vígi líkt og A-liðið í sín-um riðli. Í fyrsta leik gegn UMFAvannst baráttusigur þar sem við lét-um mótlætið ekki á okkur fá og höfð-um sigur eftir jafnan leik og allir gíf-urlega sáttir. Næst tók við leikur gegnFylkismönnum. Þar lagði frábærvarnarleikur grunninn að stórumsigri. Lið Gróttu var ekki fyrir-staða fyrir liðið og voru leikmennmeð leikinn í höndum sér allantímann, og héldu haus sem skilaðigóðum sigri. HK var síðast í röð-

inni og jafnframt auðveldasti leik-urinn. Sigur á mótinu var í höfn ogvar tækifærið notað til að hafagaman og fagna að lokum góðumóti.

Bæði lið voru að skila góðumvarnaleik sem lagði grunninn aðþessu taplausa móti og 7 sigurleikj-um í röð. Strákarnir voru að spilahver fyrir annan og njóta þess aðvera saman inn á vellinum og skil-aði það viðhorf þessum góða ár-angri sem við munum byggja á ennfrekar.

Hjalti Páll Þorvarðarson þjálfari5. flokks karla í handbolta.

Taplaust mót í 5. flokki

Lið Fjölnis í 5. flokki sem náðu svo frábærum árangri á öðru deildarmóti vetrarins á Seltjarnarnesi.

Page 25: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Óskum eftir fólkií dagvinnu og um kvöld og helgar

Uppl. í síma 8989-705

Fréttir GV26

Tölvubúnaður – EftirlitsmyndavélarÞjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

BST Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760www.bst.is

Heilsuhorn Grafarvogsblaðsins:

Trausturvinur

Eftir erfitt keppnistímabil í fyrrasem endaði seint og með miklumþyngdum er ég búinn að hvíla alvegeinn mánuð, skokka og lyfta mjöglétt í einn mánuð og svo er ég búinnað vera duglegur í einn mánuð. Ennú er kominn tími til að spýta í ló-fana og ég er búinn að lofa sjálfummér algerri upprisu eftir páska.Járnin skulu hristast sem aldreifyrr. Við þennan metnað er ég búinnað vera að velta því fyrir mér hvaðég þarf að hafa til taks þegar ósköp-in dynja yfir og það allra mikilvæg-asta sem þarf til að láta svona áætl-un virka er alvöru æfingafélagi.

Hvaða kosti þarf góður æfingafé-lagi að hafa til að bera?

Í fyrsta lagi þarf hann að hafasömu hugmyndir varðandi þjálfun-ina og þú. Æfingaferlið þarf aðskipuleggja í sameiningu, áherslur,tímasetningu, ákefð og allt sem þyk-ir mikilvægt hverju sinni. Meðþessu ertu búinn að koma þér uppvissu öryggisneti. Með góðan félagaþá þýðir ekkert múður. Hann keyrirþig áfram, heldur þér á tánum. Það

er nánast vonlaust að keyra sig íbotn þegar maður er einn. Stundumþarf einfaldlega einhvern til aðkreista út úr manni bætingar.

Annað sem félaginn bannar, þaðer skróp á æfingu, að skrópa er ein-faldlega móðgun við hann og í raunalger dauðasynd. Enda fær sá semskrópar að heyra það í langan tímaog kemur ekki til með að gera þaðaftur í mjög langan tíma. Aðalkost-urinn við að æfa með góðum félagaer samkeppnin sem myndast á millimanna. Ég verð alltaf að sýna betriárangur en félaginn en hann er ekkiá sama máli og gerir allt sem hanngetur til að skara fram úr. Sjálfur vilég helst hafa æfingafélagann minnsterkari og sneggri heldur en ég er.Ég lifi á samkeppni og er aldreibetri en þegar á brattann er aðsækja. Góður æfingafélagi hámark-ar minn árangur eins og sinn eiginárangur..

Æfingafélagi getur virkað letj-andi.

Fari áherslur þínar ekki samanvið þær sem æfingafélaginn hefur

getur það virkað letjandi á árangurykkar beggja. Ef þú ætlar að verðasterkur þýðir lítið að fara að æfameð aðila sem vill það helst að bætaþolið. Eins og fróður maður sagði,þú verður ekki góður í körfuboltameð því að æfa blak. Hafi æfingafé-laginn ekki metnað fyrir hámarks-árangri bitnar það á þínum mark-miðum. Æfingar eru felldar niðurog þær æfingar sem eru teknar faraað mestu í spjall eða annað hangs.Sem þýðir að þú mætir helmingisjaldnar en þú vilt og æfingarnareru keyrðar í gegn með hálfum hug.Sem þýðir lítill sem enginn árangur.

Sjálfur hef ég æft með mörgummisgóðum félögum og finn éggreinilegan mun á æfingum þegarég æfi með fólki sem deilir mínummarkmiðum og hvetur mig til að námínu allra besta.

Eða eins og Upplyfting söng svoeftirminnilega forðum daga:,,Ttraustur vinur getur gert krafta-verk.’’

Kveðja,Húsbóndinn í Orkuverinu

- eftir Georg Ögmundsson í Orkuverinu

Georg Ögmundsson, aflrauna-maður og eigandi Orkuversins íEgilshöll.

Atvinnuhúsnæðióskast til leigu

Um 50-80 fermetraverslunar- og/eða skrifstofuhúsnæði

óskast til leiguSnyrtileg aðkoma skilyrði

Upplýsingar í síma: 699-1322 / 698-2844

Strumpaleikar í frístundaheimilunumHinir margrómuðu Strumpaleikar frí-

stundaheimilanna hafa nú litið dagsinsljós á þessu skólaári, bæði í norður - ogsuðurhverfi Grafarvogs. Á Strumpaleik-unum keppa frístundaheimilin sín á millií hinum ýmsu þrautum og óhefðbundn-um íþróttum.

Í byrjun mars voru magnaðir Strum-paleikar haldnir í FrístundaheimilinuSimbað sæfara við Hamraskóla. Góðmæting var úr frístundaheimilunum úrsuðurhluta sem eru auk Simbaðs: Regn-bogaland við Foldaskóla, Tígrisbær viðRimaskóla og Kastali við Húsaskóla. Um120 krakkar komu ásamt starfsmönnumog skemmtu sér við hina ýmsu pósta. Máþar nefna armbeygjur, hænuskrefa-mæl-ingu, sipp og plúskubba talningu. Veðriðlék við þátttakendur og voru Strumpal-eikarnir færðir út undir bert loft. Allirfóru svo til síns heima með viðurkenning-

ar og bros á vör. Næstu Strumpaleikar suðurhverfisins verða í Regnbogalandi ílok mars.

Frístundaheimilin í norðurhverfinuhafa haldið strumpaleika tvisvar sinn-um. Í febrúar voru þeir haldnir í Ævin-týralandi við Korpuskóla og var þá kepptí ýmsum þrautum s.s. Tarsan-leik, arm-beygjum, sippi, mælingum og að byggjaeins hátt og hægt var úr kaplakubbum.Mikil stemmning var og skemmtu allirsér konunglega, bæði börn og starfsfólk.Í mars voru Strumpaleikarnir haldnir íVík við Víkurskóla og var þá keppt íþrautabraut í íþróttasalnum og ýmsumleikjum í matsalnum. Þátttaka barnannavar góð og skemmtu allir sér mjög vel.Viðurkenningar eru alltaf veittar á leik-unum fyrir að vera með fjölmennasta lið-ið, jákvæðasta liðið, prúðasta liðið ogbesta klappliðið.

Þessar ,,strumpastelpur’’ skemmtu sér vel.

SafnararErtu safnari - langar þig að sýna safnið þitt í

Rimaskóla á sumardaginn fyrsta?Undirbúningsnefnd fyrir sumardaginn fyrsta hefur

ákveðið að bjóða söfnurum að sýna söfn sín á hátíðar-höldum í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta, 19. apríl n.k.

Áhugasamir hafi samband við Þóru Melsted í síma 520-2300 eða [email protected]

Page 26: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

FréttirGV27

Fermingar í Grafarvogskirkju, 18. mars kl.10:30 Prestar sem og í öllum fermingum: sr.Vigfús Þór Árnason, sr. Anna Sigríður Páls-dóttir, sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. LenaRós Matthíasdóttir.Fermd verða:Arnór Smári Kristjánsson, Laufengi 80.Atli Már Arnarson, Reyrengi 25.Ásgeir Daði Þórisson, Sóleyjarima 85.Baldvin Rafn Steinsson, Dísarási 8.Bjartur Auðunsson, Laufengi 174.Brandur Máni Jónsson, Reyrengi 41.Dagný Hvanndal Magnúsdóttir, Smárarima 79.Erlingur Geirsson, Laufrima 87.Gísli Þór Þórðarson, Vættaborgum 146.Guðrún Jóna Hilmarsdóttir, Vallengi 3.Hrólfur Vilhjálmsson, Reyrengi 28.Karólína Sigurðardóttir, Laufengi 64.

Kristmundur Axel Kristmundsson, Laufengi 11.Sandra Ósk Júníusdóttir, Reyrengi 10.Stefán Örn Snæbjörnsson, Laufengi 160.Sæunn Heiða Marteinsdóttir, Reyrengi 7.Védís Fríða Óskarsdóttir, Sóeyjarima 53.Þorsteinn Wilhelm Kolbeinsson, Gullengi 15.Þórey Fjóla Kolbeinsdóttir, Gullengi 15.

Fermingar í Grafarvogskirkju,18. mars kl. 13:30Fermd verða:Aðalheiður Guðmundsdóttir, Dverghömrum 7.Aðalheiður Ósk Pétursdóttir, Rauðhömrum 10.Andri Bergsson, Leiðhömrum 21.Andri Már Ómarsson, Gerðhömrum 38.Anna Dís Þorvaldsdóttir, Leiðhömrum 2.Árný Ósk Hálfdánardóttir, Rauðhömrum 10.Ásgerður Þráinsdóttir, Svarthömrum 6.Bjarki Pétursson, Naustabryggju 16.Edda Björk Bolladóttir, Leiðhömrum 11.Eggert Georgsson, Leiðhömrum 9.Egill Gunnarsson, Geithömrum 2.Eyjólfur Karl Gunnarsson, Naustabryggju 34..Fríða Monika Ágústsdóttir, Hlaðhömrum 1.Fríða Ósk Tómasdóttir, Hesthömrum 6.Guðbjörg Erla Ársælsdóttir, Leiðhömrum 18.Guðmar Ingi Finnbogason, Krosshömrum 10.Hafdís Bergsdóttir Sandholt, Leiðhömrum 12.Kári Steinar Pétursson, Stakkhömrum 3.Kolbrún Sjöfn Jónsdóttir, Rauðhömrum 10.Lára Borg Bolladóttir, Leiðhömrum 11.Lára Margrét Kjartansdóttir, Hesthömrum 22.Oddný Halldóra Oddsdóttir, Naustabryggju 14.Ragnheiður Stefánsdóttir, Hesthömrum 1.Sigurlaug Kjærnested Ómarsdóttir, Krosshömr-um 12.Sólrún Aðalheiðardóttir, Rauðhömrum 5.

Fermingar í Grafarvogskirkju,25. mars kl. 10:30Fermd verða:Alfreð Ragnar Grétarsson, Bakkastöðum 129.Arna Rán Arnarsdóttir, Bakkastöðum 15.Atli Þór Sveinbjarnarson, Brúnastöðum 27.Brynjar Óli Ólafsson, Barðastöðum 15.Daníel Ingi Sommer, Bakkastöðum 161.Grétar Atli Davíðsson, Garðsstöðum 9.Hjördís Laufey Lúðvíksdóttir, Brúnastöðum 54.Hólmbert Hjörvar Davíðsson, Bakkastöðum, 167.Hrannar Már Guðfinnsson, Garðsstöðum 25.Ísak Freyr Jónsson, Barðastöðum 57.Jón Snær Jónsson, Brúnastöðum 13.Jón Trausti Kristmundsson, Bakkastöðum 53.Kristján Hermannsson, Veghúsum 11.Lars Davíð Gunnarsson, Brúnastöðum 77.Leifur Arason, Brúnastöðum 31.Lóa Björk Björnsdóttir, Bakkastöðum 43.Magnús Mar Arnarson, Bakkastöðum 1A.Markús Karl Torfason, Brúnastöðum 18.Rakel Marteinsdóttir, Brúnastöðum 29.Sandra Karen Hildardóttir, Barðastöðum 39.Selma Símonardóttir, Bakkastöðum 31.Snæbjörn Þórir Eyjólfsson, Brúnastöðum 40.Sunna Hlynsdóttir, Rósarima 6.Sylvía Björgvinsdóttir, Garðstöðum 51.

Fermingar í Grafarvogskirkju,25. mars kl. 13:30Fermd verða:Ásdís Pétursdóttir, Logafold 138.Benedikt Sveinsson, Logafold 165.Berglind Sesselja Bjarnadóttir, Jöklafold 25.Birna Ósk Valtýsdóttir, Logafold 158.Bjarni Gunnarsson, Jöklafold 8.Brynja Kristinsdóttir, Logafold 36.Daníel Freyr Sævarsson, Mosarima 14.Daníel Ólafsson, Funafold 95.Egill Ragnars Guðjohnsen, Funafold 103.Eva Hlín Harðardóttir, Funafold 11.Guðrún Ösp Svansdóttir, Laufrima 21.Gunnlaugur Ragnarsson, Grundarhúsum 15.Hjalti Geir Ágústsson, Fannafold 182a.Írena Eva Guðmundsdóttir, Logafold 167.Íris Kristinsdóttir, Flétturima 33.Ívar Þórsson, Funafold 50.Katrín Ragnarsdóttir, Funafold 87.Magnús Veigar Ásgrímsson, Hverafold 12.Nadía Ýr Emilsdóttir, Fannafold 249.

Rakel Sigurðardóttir, Garðhúsum 14.Snæbjörn Willemsson Verheul, Fannafold 193.Sólrún Sif Guðmundsdóttir, Fannafold 24.

Fermingar í Grafarvogskirkju,Pálmasunnudag 1. apríl kl. 10:30 Fermd verða:Agnes Eir Guðmundsdóttir, Níbýlavegi 50.Alexander Dagur Finnbogason, Sóleyjarima 115.Alexander Elís Ebenesersson, Vættaborgum 67.Arnar Óli Björnsson, Gullengi 3.Arnar Óskarsson, Laufengi 144.Árdís Eva Friðriksdóttir, Berjarima 39.Berglind Kara Guðmundsdóttir, Smárarima 21.Bjarki Fannar Kolbeinsson, Mosarima 14.Dagbjört María Þrastardóttir, Danmörk.Eyþór Reynisson, Stararima 11.Guðjón Kristjánsson, Grasarima 6.Gunnlaugur Atli Magnússon, Berjarima 34.Harpa Lind Guðnadóttir, Laufengi 16.Hlynur Logi Þorsteinsson, Mosarima 32.Hrafnkell Baldursson, Flétturima 30.Jóhann Örn Helgason, Berjarima 35.Kolbeinn Ari Hauksson, Smárarima 10.Maron Þór Cuerreiro, Grundarhúsum 7.Ómar Óskarsson, Stararima 31.Ósk Eðvarðsdóttir, Flétturima 25.Sara Sigurjónsdóttir, Mosarima 36.Sigvaldi Sigurðarson, Smárarima 46.Stefanía Sjöfn Vignisdóttir, Laufrima 14a.Svanfríður Birna Pétursdóttir, Berjarima 11.Þórður Helgi Halldórsson, Reyrengi 4.

Fermingar í Grafarvogskirkju,Pálmasunnudag 1. apríl kl. 13:30 Fermd verða:Alexandra Arnarsdóttir, Vættaborgum 122.Arna Björg Hermannsdóttir, Dofraborgum 32.Bjarki Oddsteinsson, Vættaborgum 4.

Daníel Guðnason, Vættaborgum 115.Egill Örn Óskarsson, Álfaborgum 9.Gunnar Ingi Valgeirsson, Jötnaborgum 15.Hjörleifur Steinn Þórisson, Vættaborgum 6.Júlía Arnardóttir, Vættaborgum 69.Júlíus Fannar Pálsson, Sóeyjarima 59.Karen Dögg Guðnadóttir, Dísaborgum 9.Katrín Hauksdóttir, Goðaborgum 1.Kristinn Páll Sigurbjörnsson, Vættaborgum 78.Ragna Brá Guðnadóttir, Rauðhömrum 8.Selma Rán Heimisdóttir, Vættaborgum 74.Stefán Þormar Viggósson, Álfaborgum 9.Thelma Lind Guðmundsdóttir, Álfaborgum 27.

Fermingar í Grafarvogskirkju,Skírdag 5. apríl kl. 10:30 Fermd verða:Axel Markús Ólafsson, Smárarima 114.Bjarki Freyr Magnússon, Frostafold 79.Börkur Tryggvi Ómarsson, Fífurima 48.Eydís Björk Brynjólfsdóttir, Reyrengi 8.Fannar Kjartansson, Lyngrima 14.Guðni Þór Jóhannsson, Smárarima 23.Gunnlaugur Skarphéðinsson, Flétturima 4.Hörður Aron Hauksson, Viðarrima 53.Íris Hulda Ragnarsdóttir, Berjarima 6.Jón Kjartan Jónasson, Grasarima 16.Kristinn Birkisson, Berjarima 10.Pálmi Rafn Steindórsson, Jöklafold 27.Rebekka Sigríður Pétursdóttir, Flétturima 2.Rúna Hlíf Jónsdóttir, Stararima 16.Signý Malín Pálsdóttir, Flétturima 7.Steinar Þór Ómarsson, Sóleyjarima 81.Sveindís Gunnur Björnsdóttir, Hjarðarhaga 64.Vilhjálmur Freyr Björnsson, Laufrima 24.

Fermingar í Grafarvogskirkju,Skírdag 5. apríl kl. 13:30 Fermd verða:Alexander Marinó Jónsson, Goðaborgum 3.Albert Guðlaugsson, Vættaborgum 154.Arna Lísa Traustadóttir, Smárarima 9.Berglind Emilsdóttir, Dofraborgum 7.Bjarki Steinn Birgisson, Vættaborgum 77.Elva Björk Þórhallsdóttir, Vættaborgum 112.

Freyr Heiðarsson, Æsuborgum 10.Grétar Harðarson, Dvergaborgum 8.Iðunn Brynjarsdóttir, Vættaborgum 40.Kristinn Þeyr Rúnarsson, Dísaborgum 4.Kristján Finnsson, Vættaborgum 56.Signý Rut Kristjánsdóttir, Vættaborgum 39.Sigurður Óskar Níelsson, Tröllaborgum 17.Símon Pétur Ragnarsson, Vættaborgum 60.Sunna Víðisdóttir, Vættaborgum 87.Sæunn Sif Heiðarsdóttir, Vættaborgum 125.Þórður Ólafsson, Álfaborgum 27.

Fermingar í Grafarvogskirkju,Annan í páskum 9. apríl kl. 10:30 Fermd verða:Alexandra Þorsteinsdóttir, Laufengi 9.Aníta Lind Kristinsdóttir, Reyrengi 3.Ásgerður Júlía Ágústsdóttir, Starengi 50.Daníel Þór Stefánsson, Laufengi 164.Bjarkey Ottósdóttir, Starengi 20b.Erna Sif Þorkelsdóttir, Laufengi 146.Hansína Rut Gunnarsdóttir, Gullengi 37.Henný Björk Birgisdóttir, Starengi 46.Karólína Kristín Hilmarsdóttir, Laufengi 92.Kjartan Ernir Kjartansson, Reyrengi 3.Kristrún Heiða Jónsdóttir, Gullengi 29.Magnea Dís Guðjónsdóttir, Starengi 86.Ólafur Ingi Arnarsson, Laufengi 11.Róberta Michelle Hall, Gullengi 39.Símon Haukur Guðmundsson, Gullengi 15.Sólborg Ingunn Magnúsdóttir, Laufengi 150.Steinunn Birna Ármannsdóttir, Vallengi 7.

Fermingar í Grafarvogskirkju,Annan í páskum 9.apríl kl. 13:30 Fermd verða:Björk Jónsdóttir, Smárarima 52.Dagmar Karlsdóttir, Smárarima 112.Elísabet Birgisdóttir, Grasarima 13.

Francisco Jacier Ari Quintana, Berjarima 9.Guðmundur Þór Júlíusson, Mosarima 30.Hanna Kristjana Sveinsdóttir, Bankastræti 14.Helena Ýr Pálsdóttir, Berjarima 59.Hildur Björk Pálsdóttir, Katrínarlind 6.Hilmar Björn Óskarsson, Stararima 14.Hjörvar Steinn Grétarsson, Viðarrima 33.Júlía Inga Alfonsdóttir, Smárarima 42.Margrét Dúna Oddsdóttir, Smárarima 64.Sandra Ríkharðsdóttir, Flétturima 33.Smári Hrafnsson, Mururima 15.Sveinn Aron Sveinsson, Laufrima 27.Vala Fanney Ívarsdóttir, Mosarima 12.Örvar Ólafsson, Klukkurima 53.

Fermingar í Grafarvogskirkju,15. arpíl kl. 10:30Fermd verða:Andrea Njálsdóttir, Fannafold 92.Birgir Atli Birgisson, Funafold 15.Birna Kolbrún Birgisdóttir, Logafold 117.Bjarni Lúðvíksson, Fannafold 29.Edda Óskarsdóttir, Fannafold 122.Einar Helgason, Hverafold 68.Elvar Einir Oddsson, Fannafold 31.Helga Birna Jónsdóttir, Funafold 24.Hildur Lúðvíksdóttir, Fannafold 29.Hildur Þóra Ólafsdóttur, Fannafold 61.Hjörvar Gísli Valgeirsson, Reykjafold 3.Marey Jónasdóttir, Fannafold 129.Sverrir Ingi Ólafsson, Logafold 83.Viðar Pétur Styrkársson, Funafold 28.

Fermingar í Grafarvogskirkju,15. apríl kl. 13:30Fermd verða:Aðalheiður Björk Arnarsdóttir, Vallarhúsum 38.Alexandra Ingrid Hafliðadóttir, Suðurhúsum 11.Aníta Rut Axelsdóttir, Garðhúsum 30.Anna Sesselja Marteinsdóttir, Sveighúsum 7.Berglind Hlíðkvist Þorgeirsdóttir, Miðhúsum 10.Egill Sölvi Harðarson, Miðhúsum 46.Eiríkur Örn Pétursson, Baughúsum 48.Guðni Matthíasson, Laufengi 156.Haraldur Trausti Jónsson, Garðhúsum 4.

Hjalti Þór Ólafsson, Veghúsum 5.Ingibjörg Sigfúsdóttir, Garðhúsum 3.Ísleifur Jón Gylfason, Miðhúsum 31.Jenný Jónsdóttir, Miðhúsum 23.Jón Atli Ólafsson, Baughúsum 34.Sigurður Pálmi Sigurðarson, Grundarhúsum 22.Úlfar Viktor Björnsson, Vallarhúsum 40.Þórhildur Svava Einarsdóttir, Þorláksgeisla 1.

Fermingar í Grafarvogskirkju,Sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 10:30 Fermd verða:Arnar Freyr Ólafsson, Vesturfold 46.Aron Sigurðarson, Goðaborgum 8.Ágústa Björnsdóttir, Logafold 188.Ása Hulda Oddsdóttir, Logafold 23.Ásta Bergsdóttir, Logafold 86.Birna Bergsdóttir, Logafold 86.Birta Þórsdóttir, Ljósuvík 21.Bjarni Örn Kristinsson, Laufrima 14a.Brynjar Karl Sigurðarson, Reyrengi 59.Edda Rún Gunnarsdóttir, Grasarima 12.Elmar Guðlaugsson, Logafold 60.Gunnar Emil Eggertsson, Reykjarfold 6.Heiðrún Eva Aðalsteindóttir, Frostafold 56.Íris Dröfn Magnúsdóttir, Logafold 164.Karen Harpa Harðardóttir, Frostafold 167.Magnús Ingi Ingvarsson, Vesturfold 11.María Björk Jónsdóttir, Logafold 95.Ólafur Árni Hall, Garðhúsum 33.Sara Líf Óðinsdóttir, Fannafold 53.Sindri Snær Svavarsson, Logafold 136.Unnur Pétursdóttir, Logafold 132.

Fermingar í Grafarvogskirkju,22. arpíl kl. 10:30 Fermd verða:Ágúst Ingi Guðmundsson, Vallarhúsum 53.Daníel Arnar Sigurðsson, Veghúsum 9.Emilie Anne Jóhannsdóttir, Dalhúsum 75.Erla Guðmundsdóttir, Dalhúsum 87.Ernir Magnússon, Suðurhúsum 7.Freyja Sigurgeirsdóttir, Dalhúsum 62.Hafsteinn Ragnarsson, Miðhúsum 29.Haukur Sverrisson, Smárarima 50.Hildur Guðmundsdóttir, Dalhúsum 50.Jason C. Pálmason, Gullengi 33.Jóhanna Matthíasdóttir, Baughúsum 32.Kara Björk Bessadóttir, Vallarhúsum 34.Karen Lísa Hlynsdóttir Arndal, Dalhúsum 78.Kolbrún Huld Þórarinsdóttir, Grasarima 11.Rúnar Páll Benediktsson, Dalhúsum 17.Sigurjón Kári Sigurjónsson, Miðhúsum 14.Svandís Alexía Rögnvaldsdóttir, Veghúsum 23.Vilborg Inga Magnúsdóttir, Vesturhúsum 10.Þórður Ingi Johnsen, Dalhúsum 69.

Fermingar í Grafarvogskirkju,22.apríl kl. 13:30Fermd verða:Alfreð Kárason, Hesthömrum 8.Aníta Björg Jónsdóttir, Hlaðhömrum 14.Anton Pétur Clark, Naustabryggju 12.Berglind Björk Sigurðardóttir, Stakkhömrum 16.Fannar Örn Arnarson, Hlaðhömrum 17.Gilbert Bryon Róbertsson, Dverghömrum 26.Guðný Klara Bjarnadóttir, Leiðhömrum 20.Guðrún Birna Kristmundsdóttir, Salthömrum 18.Gunnar Már Pétursson, Hesthömrum 10.Haukur Haraldsson, Leiðhömrum 56.Hlín Sigríður Bryngeirsdóttir, Stakkhömrum 6.Hulda Björk Haraldsdóttir, Neshömrum 3.Karen Þorkelsdóttir, Sporhömrum 10.Katrín Tinna Eyþórsdóttir, Naustabryggju 4.Kjalar Óðinsson, Gerðhömrum 10.Lea Helgadóttir, Stakkhömrum 22Matthías Leo Clark, Naustabryggju 12.Rebekka Sif Samúelsdóttir, Svarthömrum 28.Steinunn Steinarsdóttir, Krosshömrum 6.Vala Lind Kristinsdóttir, Dyrhömrum 18.

Fermingar í Grafarvogskirkju,29. arpíl kl. 10:30Fermd verða:Anna Katrín Þórðardóttir, Breiðuvík 17.Auður Lára Guðmundsdóttir, Hamravík 24.Áslaug Dóra Einarsdóttir, Breiðuvík 16.Birna Mjöll Styrmisdóttir, Gautavík 2.Bjarki Karl Snorrason, Gautavík 45.Bjarki Stefánsson, Breiðuvík 8.Bjartur Hjaltason, Ljósuvík 30.Brynja Ómarsdóttir, Fannafold 125 A.Brynja Rán Guðmundsdóttir, Hamravík 38.Brynjar Örn Sigurðsson, Ljósuvík 56.Davíð Már Hauksson, Breiðuvík 35.Elma Dögg Birgisdóttir, Breiðuvík 39.Erna Björk Ólafsdóttir, Gautavík 32.Evert Guðmundsson, Hamravík 74.Hallur Sigurðsson, Hamravík 34.Hörn Valdimarsdóttir, Gautavík 43.Ívar Atli Sivertsen, Vættaborgum 118.Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, Bakkastöðum 55.Kristín Jóna Guðbrandsdóttir, Gautavík 16.Maríanna Kristjánsdóttir, Hamravík 86.Petra Ingibjörg Eiríksdóttir, Laufrima 6.Thelma Rut Hermannsdóttir, Breiðuvík 16.

Fermingarbörn í Grafarvogssókn 2007

Page 27: Grafarvogsbladid 3.tbl 2007