starfsáætlun 2013-14heilsuleikskólinn krókur 3 endurmat starfsáætlunar 2012-2013...

23
0 Heilsuleikskólinn Krókur Starfsáætlun 2013-14

Upload: others

Post on 22-Jan-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

0

Heilsuleikskólinn Krókur

Starfsáætlun 2013-14

Page 2: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

1

Efnisyfirlit

Inngangur ................................................................................................................................................. 2

Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 ........................................................................................................ 2

Hlutverk, stefna og framtíðarsýn .............................................................................................................. 3

Hagnýtar upplýsingar ............................................................................................................................... 5

Um leikskólann ..................................................................................................................................... 5

Börn ..................................................................................................................................................... 5

Starfsmenn ........................................................................................................................................... 5

Skipurit ............................................................................................................................................ 6

Starfsmannahald ............................................................................................................................. 7

Fjölskyldan og leikskólinn ..................................................................................................................... 8

Tengsl skólastiga ................................................................................................................................. 8

Stoð- og sérfræðiþjónusta .................................................................................................................... 8

Hlutverk skólaskrifstofu.................................................................................................................... 8

Sérfræðingar skólaskrifstofu ............................................................................................................ 9

Tilvísunarferli sálfræðings ................................................................................................................ 9

Öryggismál ........................................................................................................................................... 9

Stefnukort ............................................................................................................................................... 10

Verkefnaáætlun ...................................................................................................................................... 11

Þróunarverkefni ...................................................................................................................................... 13

Umbótaáætlun ....................................................................................................................................... 13

Símenntunaráætlun ................................................................................................................................ 15

Skóladagatal .......................................................................................................................................... 16

Lokaorð .................................................................................................................................................. 17

Heimildaskrá .......................................................................................................................................... 18

Fylgiskjal 1 ......................................................................................................................................... 19

Fylgiskjal 2 ......................................................................................................................................... 20

Fylgiskjal 3 ......................................................................................................................................... 21

Fylgiskjal 4 ......................................................................................................................................... 22

Page 3: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

2

Inngangur

Starfsáætlun Heilsuleikskólans Króks sýnir stefnu skólans og þau verkefni sem áætlað er að framkvæma á skólaárinu 2013-2014. Hún byggir á innra mati skólans og þeim þróunar- og nýbreytniverkefnum sem ráðgert er að framkvæma. Í starfsáætluninni má einnig finna stefnu um starfshætti, hlutverk og framtíðarsýn leikskólans, hagnýtar upplýsingar, ýmsar tölulegar staðreyndir, áætlun um þróunar- og nýbreytnistarf, símenntunaráætlun og skóladagatal.

Sett hefur verið fram Stefnukort (e. balanced scorecard) sem sýnir á myndrænan hátt stefnu skólans í skólasamfélaginu, starfsháttum, fjármálum, og mannauði. Markmið eru sett fyrir hvern stefnuþátt og tilgreindar þær leiðir sem farnar verða til að ná þeim markmiðum. Út frá stefnukortinu er sett fram áætlun yfir þau verkefni sem stefnt er að því að vinna á skólaárinu og verður hún notuð til að fylgja þeim eftir. Starfsáætlunin er ætluð foreldrum, rekstraraðilum og fræðsluyfirvöldum til kynningar á skólastarfi fyrir komandi ár. Áætlunin er til leiðbeiningar fyrir starfsmenn leikskólans og til upplýsingar fyrir starfsmenn, foreldra, rekstraraðila og fræðsluyfirvöld. Hún er einnig hluti af innra mati leikskólans og er mjög gott tæki til að fylgjast með framgangi verkefna.

Í ár verður áhersla lögð á námskrárgerð, hæfni og mat í sameiginlegu þróunarverkefni um nýja menntastefnu og Aðalnámskrá sem styrkt er af Sprotasjóði. Verkefnið er unnið í samstarfi við skólaskrifstofu, leikskólann Laut, grunnskólann og Fisktækniskóla Suðurnesja ásamt bæjarbúum. Auk þess hefur skólinn fengið úthlutað styrkjum fyrir tvö þróunarverkefni ásamt því að vera valinn til að vera þróunarskóli fyrir verkefnið Heilsueflandi leikskóli á vegum Landlæknisembættisins. Styrkir fengust frá Menningarráði Suðurnesja fyrir verkefnið Skúlptúra, sem unnið er í samstarfi við myndhöggvara í Grindavík og frá Sprotasjóði Snemma beygist krókurinn, sem er kynja og jafnréttisverkefni. Auk þeirra verður unnið að ýmsum minni verkefnum eins og að bæta hljóðvist í skólanum, efla útinám og heilsueflingu svo eitthvað sé nefnt. Að vanda horfum við með bjartsýni og eftirvæntingu til skólastarfsins í vetur og leggjum áherslu á að skapa lærdómsríkt skólasamfélag þar sem öllum líður vel og gleði ríkir.

Page 4: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

3

Endurmat starfsáætlunar 2012-2013

Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati á vekefnaáætlun í Sjálfsmatsskýrslu Króks 2012-2013. Aðalverkefni vetrarins voru þróunarverkefni um grunnþætti menntunar, í samstarfi við skólaskrifstofu og aðrar skólastofnanir í bæjarfélaginu, efling mál og læsisþroska, efling útináms, endurskipulagning á næringu og matseðlum, heimasíðan efld, gildakennsla með áherslu á jákvæð og umhyggjusöm samskipti, aukin lýðræðsþátttaka og mati barna á skólastarfinu svo og ráðgjöf til foreldra stóreflt ásamt fleiri verkefnum. Eina verkefnið sem ekki tóks að ýta úr vör vegna tímaskorts var jafnréttisverkefni og var ákveðið að sækja um styrk hjá Sprotasjóði fyrir skólaárið 2013-2014 og fékkst styrkur upp á 1.5 milljónir króna. Verkefnið fer því af stað í haust og mun Svandís Anna Sigurðardóttir kynjafræðingu stýra verkefninu.

Viðfangsefni innra mats á þessu skólaári lúta að líðan barna, félagatengslum þeirra og samhygð; viðhorf foreldra til starfshátta og samstarfs; mál- og hugtakanám; jafnréttiskönnun meðal starfsfólks, líðan og samstarfi starfsfólks (Fylgiskjal 1). Við framkvæmd innra mats eru notaðir margvíslegir kvarðar og aðferðir sem eru skilgreindar í leiðarvísinum Gæðamat í Heilsuleikskólanum Króki. Við skólann starfar matsteymi sem hefur það að markmiði að skipuleggja og framkvæma innra mat með ákveðnu matsferli. Þeir þættir sem þurfa úrbóta við eru í umbótaáætlun 2013-2014 í starfsáætlun þessari.

Hlutverk, stefna og framtíðarsýn

Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er fyrir börn undir skólaskyldualdri og annast að ósk foreldra um uppeldi, umönnun og menntun barna (Lög um leikskóla, 2008). Hlutverk leikskólans er að skapa öllum börnum jöfn skilyrði til leiks og náms í hvetjandi námsumhverfi, þar sem lögð er áhersla á að styrkja sjálfsmynd barnanna, stuðla að velferð þeirra og getu til að leysa mál sín á friðsamlegan hátt (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). Barnið sem einstaklingur er ávallt haft í brennidepli í skipulagningu skólastarfsins á Króki og lögð áhersla á að starfshættir taki mið af þroska og þörfum einstaklinganna.

Hlutverk kennara er að vera leiðandi í mótun uppeldis- og menntastarfsins, fylgjast með nýjungum og miðla þekkingu. Kennarar eiga að vera góð fyrirmynd í starfi með börnum og leitast við að styrkja faglegt hlutverk leikskólans. Litið er á kennara sem leiðandi samverkamann barna, foreldra og annars starfsfólks leikskóla. Þeim ber að sjá til þess að hvert barn sé virt að verðleikum og að námsumhverfið sé skipulagt á þann veg að börn fái notið bernsku sinnar (Aðalnámskrá leikskóla, 2011).

Hlutverk leikskólastjóra er að vera faglegur leiðtogi og í forystu um þróun metnaðarfulls leikskólastarfs. Honum ber að leiða lýðræðislegt samstarf og stuðla að jafnrétti og uppbyggilegum samskiptum með velferð barna að markmiði. Leikskólastjóri ber ábyrgð á að starf leikskólans sé metið reglulega og að niðurstöður séu notaðar til úrbóta í þágu starfsins. Honum ber að sjá til þess að starfsfólk fái tækifæri til að bæta við þekkingu sína og vera í stöðugri starfsþróun (Aðalnámskrá leikskóla, 2011).

Mikilvægasta hlutverk fagmanns í leikskóla (stjórnenda og kennara) er að hafa forystu um að skólastarfið sé í stöðugri þróun og stuðla þannig að framförum og virku lærdómssamfélagi til hagsbóta fyrir skólasamfélagið í heild.

Page 5: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

4

Skólastarfið er mótað af hinum ýmsu stefnum og leiðum sem segja til um hvernig skólinn starfar að markmiðum sínum. Í starfsháttum leikskólans eru heilsuefling, jákvæð og uppbyggjandi samskipti, frjáls og lærdómsríkur leikur og umhverfismennt áberandi þættir. Einnig er lögð áhersla á að efla bernskulæsi og stærðfræðihugsun barnanna í gegnum leik og þrautir.

Í heilsustefnunni er markmiðið að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun í leik og starfi. Lögð er áhersla á að skapa heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er unnið með þroska og heilbrigði og grunnur lagður að líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð. Kjörorð okkar er heilbrigð sál í hraustum líkama og hefur það sýnt sig í rannsóknum á undanförnum árum að heilsuefling fyrstu æviárin er grunnur að góðu heilbrigði allt lífið.

Aðalmarkmið skólans í samskiptum eru jákvæð og uppbyggjandi samskipti sem unnið er út frá vinnubrögðum í verkefninu Rósemd og umhyggja, sem þróað var í skólanum. Þau vinnubrögð einkennast af jákvæðum viðhorfum og virðingu með áherslu á faglega umhyggju, lýðræði, jafnrétti og vellíðan. Leitast er við að skapa náms- og starfsumhverfi þar sem börnin og starfsfólk temja sér umhyggjusöm samskipti, sem efla jákvæðan skólabrag.

Í leik og námi er lögð áhersla á frjálsan sjálfsprottinn leik þar sem börnin leika á eigin forsendum, læra á umhverfi sitt og þróa félagsleg tengsl. Námsumhverfi barnanna er skipt niður í leiksvæði úti og inni með ákveðnu leik- og námsframboðum og mega börnin skipta um svæði þegar þau vilja og leika eins lengi og þau vilja. Frjálsi leikurinn er í gangi allan daginn á milli þess sem börnin fara í skipulagt hópastarf í sköpun, hreyfingu, hringekju, samveru, útiveru og í matmálstíma.

Í umhverfisstefnu skólans og markmiðum Grænfánaverkefnisins er lögð áhersla á að börn og starfsfólk læri að vernda og bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Með því eflum við komandi kynslóðir í að stuðla að sjálfbæru samfélagi þar sem ábyrgð er tekin á umgengni við umhverfi og náttúru. Útinám er stór hluti af starfsháttum skólans þar sem námið er fært út í nánasta umhverfi allan ársins hring og litið á náttúruna sem náms- og þroskavettvang. Markmiðið er að nýta upplifanir og þá reynslu sem börn öðlast utan dyra til að mennta og þroska einstaklinginn á hans forsendum. Börnin fara bæði í skipulögðum hópum og fá einnig að velja sér útinám sem sérstakt leik- og námssvæði.

Á Króki hefur myndast sterk sýn á líðan barna og starfsfólks með áherslu á jákvæð og uppbyggjandi samskipti þar sem umhyggja, samhygð og gleði eru í fyrirrúmi. Með því að vinna markvisst að þessum þáttum bæði með börnum og starfsfólki hefur skapast skólabragur, sem við erum stolt af. Skólabragur/menning vísar til samskiptanna í skólum sem hafa áhrif á líðan nemenda, þroska þeirra og nám í leik og starfi. Sýnt hefur verið fram á að bein tengsl eru á milli góðs skólabrags og vellíðan og velgengni nemenda og er hann því jafnvel talinn mikilvægari en námið sjálft (Börkur Hansen, Fullan, Goleman, Ingvar Siggeirsson, Noddings, Rúnar Sigþórsson, Sigrún Aðalbjarnardóttir).

Framtíðarsýn okkar er að byggja upp lærdómsríkt samfélag þar sem öllum líður vel og gleði ríkir. Samfélag þar sem lýðræði og jafnrétti er í hávegum haft og kemur til með að skapa ábyrgðarfulla borgara í okkar samfélagi. Þannig verða bæði börn og starfsfólk betur í stakk búið til að takast á við verkefni dagsins og nýta þá reynslu sem við öðlumst á uppbyggilegan hátt.

Page 6: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

5

Hagnýtar upplýsingar

Um leikskólann

Leikskólinn Krókur var tekinn í notkun í febrúar 2001 og var fyrsta skóflustungan tekin í maí 2000. Í skólanum eru 4 leikstofur með tveimur herbergjum og salerni og einnig er alrými þar sem eru matsalur, hreyfisalur, listasmiðja og nokkur afmörkuð leiksvæði. Heildarrými skólans er 648 m2 og er leikrými 406,8 m2. Lóð skólans er 3740 m2.

Frekari upplýsingar um skólann s.s. gjaldskrá og inntöku barna má finna á heimasíðu http://www.leikskolinn.is/krokur/

Börn

Í september er gert ráð fyrir að hér verði um 101 barn og er það í fyrsta skipti sem skólinn er fullsetinn í byrjun skólaárs frá stofnun hans. Engin börn eru á biðlista en 20 börn eru á innskráningarlista þar sem þau hafa ekki ná 18 mánaða aldri. 18 börn eru tvítyngd frá 6 mismunandi þjóðlöndum. Fjöldi barngilda verður 104,16 og dvalargildi 833,3. Fjöldi stúlkna verður 44 og drengja 57. Eins og sjá má hér að neðan er 2008 árgangurinn mjög stór og nokkurt misvægi í kynjahlutfalli.

Starfsmenn

Á þessu skólaári er gert ráð fyrir svipuðum fjölda starfsmanna og voru hér í vor eða um 25 manns. Á síðustu árum hefur tekist að auka við starfshlutfall starfsfólks og fækka þar með í starfsmannahópnum til að ná fram sparnaði í starfsmannahaldi. Smávægileg fækkun er á stöðugildum frá fyrra ári þar sem grunnstöðugildum hefur fækkað vegna fjölmenns árgangs barna fædd 2008, sem aðeins telja 0,8 barngildi. Einn starfsmaður er að fara í fæðingarorlof og annar að koma úr fæðingarorlofi auk þess sem aðstoðarleikskólastjóri er að fara í þriggja mánaða leyfi.

Grunnstöðugildi í uppeldi og menntun verða 13,02, sem skiptist niður á 19 starfsmenn í 14,72 stöðugildum. Þrír kennarar sinna sérkennslu í 2,25% stöðugildum. Tveir starfsmenn verða í eldhúsi í 1,63% stöðugildum sem munu eingöngu elda fyrir leikskólann Krók frá 1. september. Einn starfsmaður sér um ræstingar í 50% stöðugildi og eru þær framkvæmdar á dagtíma eða eftir þörfum starfsmanns.

1112

1110

0

21

8

1213

3

0

5

10

15

20

25

´08 ´09 ´10 ´11 ´12

Stúlkur Drengir

32

2023 23

3

0

5

10

15

20

25

30

35

´08 ´09 ´10 ´11 ´12

Samtals í árgangi

Page 7: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

6

Við skólann verður 87,5% stöðugildi í afleysingum og 1,4% stöðugildi eru í stjórnun. Einn starfsmaður er í atvinnu með stuðningi í 31.3% stöðugildi.

Menntaðir kennarar verða 9 á skólaárinu þar af 8 leikskólakennarar og einn íþróttakennari. Einn kennari hefur hlotið B.ed. gráðu í leikskólakennarafræðum og einn er menntaður leikskólaliði. Þrír leikskólakennarar hafa farið til annarra starfa og er þetta í fyrsta sinn frá því 2005 sem fækkun er í faghópnum. Sú þróun er miður því það er mjög mikilvægt hverri leikskólastofnun að hafa menntaða kennara (mynd 4). Aðstoðarleikskólastjóri mun fara í launalaust leyfi í þrjá mánuði og munu deildarstjórar taka yfir hans verkefni og fá aukinn undirbúning til þess.

Mynd 4 Mynd 4

Skipurit

Fagmennt.

kennarar

45%

Leiðbein-endur

55%

Starfshlutfall fagmanna og leiðbeinenda.

0

2

4

6

8

10

12

14

´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 ´13

Þróun fagmenntunar 2001-2013

Skólar ehf

Deildarstjórar

Kennarar

Fagstjórar SérkennslaMatráðar, ræstingar og annað starfsdólk

Fagstjóri heilsuskólanna

Leikskólastjóri

Aðstoðar-leikskólastjóri

Page 8: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

7

Starfsmannahald

Nafn Starfshl. Starfssvið Menntun

Hulda Jóhannsdóttir 100 Leikskólastjóri B.A. Leikskólak. + Dipl.Ed í stjórn.

Bylgja Kristín Héðinsdóttir 100 Aðst.leikskólastj. B.A. leikskólakennari

Ingigerður Gísladóttir 75 Deildarstjóri B.Ed. leikskólakennari

Björg Guðmundsd. Hammer 100 Deildarstjóri B.Ed. leikskólak., M.Ed. sérken.

Salbjörg Júlía Þorsteinsd 100 Deildarstjóri B.Ed. Leikskólakennari

Sigríður Gerða Guðlaugsd 100 Deildarstjóri B.Ed. leikskólakennari

Kristín Guðmundsd. Hammer 100 Leikskólakennari B.Ed. leikskólakennari

Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 62,5 Leikskólakennari B.Ed. leikskólakennari

Kristín Eva Bjarnadóttir 87,5 Íþróttaken., fagstj. í hreyfingu B.Ed. íþróttakennari

Herdís Gunnlaugsdóttir 87,5 Leiðbeinandi A B.Ed. Í leikskólake.fræðum

Eygló Pétursdóttir 100 Leiðbeinandi, fagstj. í listum Leikskólakennaranemi

Ágústa Jóna Heiðdal 100 Leikskólaliði Leikskólaliði

Ella Björk Einarsdóttir 62,5 Leiðbeinandi Grunnskólapróf

Harpa Þórðardóttir 75 Leiðbeinandi Grunnskólapróf

Ingibjörg Óladóttir 100 Leiðbeinandi + stuðningur Grunnskólapróf

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir 35 Leiðbeinandi Grunnskólapróf

Sandra Guðlaugsdóttir 75 Leiðbeinandi Grunnskólapróf

Sigríður Loftsdóttir 87,5 Leiðbeinandi Grunnskólapróf

Steinunn Erna Otterstedt 87,5 Leiðbeinandi Grunnskólapróf

Jóhanna Harðardóttir 75 Leiðbeinandi Grunnskólapróf

Signý Ósk Ólafsdóttir 75 Stuðningsfulltrúi Grunnskólapróf

Sæunn Tegeder Þorsteinsd. 62,5 Stuðningsfulltrúi Grunnskólapróf

Hildur Guðmundsdóttir 75 Matráður Grunnskólapróf

Hrönn Kristjánsdóttir 87,5 Aðstoðarmatráður Grunnskólapróf

Sigríður Kjartansdóttir 0 Lausráðin afleysing B.Ed. grunnskólakennari

Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 50 Ræstingar B.Ed. leikskólakennari

Skólinn er með sérstaka móttökuáætlun fyrir nýja starfsmenn sem verið er að endurmeta og mun hún fara á heimasíðu skólans að endurmati loknu.

Markmið starfsmannahópsins er að byggja upp öflugt lærdómssamfélag þar sem allir læra og skólabrag sem einkennist af umhyggjusömu samfélagi þar sem öllum líður vel og gleði ríkir. Þannig verðum við sjálf og börnin betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins og nýta okkur þá reynslu sem við öðlumst á uppbyggilegan hátt í nútíð og framtíð.

Page 9: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

8

Fjölskyldan og leikskólinn

Skólaárið byrjar með aðlögun og á þeim tíma er grunnur lagður að foreldrasamstarfi þar sem jákvæð og opin samskipti eru höfð að leiðarljósi og má lesa nánar um áherslur og markmið samstarfsins í námskrá skólans. Haldið verður áfram með þátttökuaðlögun, sem mælst hefur vel fyrir hjá foreldrum. Foreldrar nýrra barna eru boðaðir á kynningarfund þar sem leikskólastjóri fer yfir stefnu og markmið skólans, eftir það fá foreldrar og barn/börn einkasamtal við deildarstjóra þar sem farið er í starfsemi deildarinnar. Foreldrar tvítyngdra barna fá einkaviðtal með túlki. Á fundunum fá foreldrar kynningarrit og ýmsar upplýsingar um uppeldi og menntun í leikskóla. Þeir fá einnig upplýsingar um foreldraráðgjöf skólans og hin ýmsu úrræði sem börnum og foreldrum stendur til boða af hálfu skólans og/eða skólaskrifstofu.

Foreldrafundur verður haldinn í haust þar sem vetrarstarfið er kynnt og verða tvö skipulögð foreldraviðtöl á árinu þar sem foreldrar fá upplýsingar um þroskaframvindu og líðan barna sinna. Heimasíðan og tölvupóstur eru nýtt til að koma upplýsingum um skólastarfið og tilkynningum ýmiskonar á framfæri.

Foreldrafélag sem er skipað sjö foreldrum og foreldraráð sem er skipað þremur foreldrum eru við skólann og er kosið í þau á aðalfundi foreldrafélagsins að hausti. Um hlutverk foreldrafélags annars vegar og foreldraráðs hins vegar má lesa í námskrá skólans.

Tengsl skólastiga

Áralöng hefð er fyrir samstarfi leik- og grunnskóla sem byggist á samstarfi kennara, heimsóknum barna og kennara á milli skólastiga og skilafundar þar sem farið er yfir upplýsingar um einstaka börn samkvæmt lögum um leikskóla no. 90/2008, 16 grein. Í ágúst verður haldinn skipulagsfundur meðal deildarstjóra yngsta stigs í grunnskólanum og verkefnastjórum elstu barna beggja leikskólanna og þar er samstarf vetrarins skipulagt.

Stoð- og sérfræðiþjónusta

Við skólann er föst staða sérstuðningsfulltrúa sem sér um sérkennslu barna með minniháttar þroskafrávik og tvítyngd börn í 3. – 5. Flokki. Aðstoðarleikskólastjóri sér um að skipulegga stuðninginn við börnin í samráði við deildarstjóra. 23 börn fá sérkennslu í 3. – 5. flokki, sem einn kennari í 62,5% stöðu sér um og þrjú börn fá sérkennslu samkvæmt 1. – 2. flokki sem þrír kennarar í samtals 1,63% stöðu sinna. Deildarstjóri ber ábyrgð á framkvæmd stuðningsins á sinni deild, gerir einstaklingsnámskrár og fylgir þeim eftir.

Ef grunur leikur á þroskafrávikum geta kennarar og foreldrar óskað eftir greiningu og ráðgjöf fyrir börn sín. Foreldrar tvítyngdra barna fá túlkaþjónustu í öllum viðtölum sem haldin eru í skólanum. Aðstoðarleikskólastjóri sér um skipulag sérkennslu og hafa leikskólarnir sótt um að fá stöðu sérkennslustjóra í leikskólana sem myndu sjá um að skipuleggja og framkvæma að einhverju leiti sérkennslu við börn. Reglulegir fundir eru haldnir með starfsfólki skóla- og félagsþjónustu þar sem fram fer fræðsla, ráðgjöf og eftirfylgni.

Hlutverk skólaskrifstofu

Hlutverk skólaskrifstofu er að fylgast með framkvæmd skólahalds og hefur eftirlit með áætlanagerð og almennu skólastarfi. Hún fylgir eftir skólastefnu Grindavíkurbæjar og styður við þróun, úrbætur og

Page 10: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

9

nýbreytni í skólastarfi í samvinnu við skólastjórnendur. Skólaskrifstofa Grindavíkur veitir sérfræðiþjónustu við leikskóla skv. lögum um leikskóla og reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga.

Sérfræðiþjónusta tekur annars vegar til stuðnings við nemendur og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra. Markmið með sérfræðiþjónustu er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Það er m.a. gert með því að:

• framkvæma snemmtækt mat á stöðu barna og veita ráðgjöf vegna þroska, félagslegs og sálræns vanda með áherslu á að börn fái kennslu og stuðning við hæfi

• úthluta viðbótarstuðningi til skóla.

• hafa umsjón með samstarfi leik- og grunnskóla

• styðja við foreldra með ráðgjöf og fræðslu svo sem vegna skólagöngu barna þeirra, samstarfs heimila og skóla og hegðunar barna þeirra

• veita viðeigandi túlkaþjónustu til að tryggja að upplýsingar/ráðgjöf nýtist foreldrum og nemendum

Sérfræðingar skólaskrifstofu

Á skólaskrifstofu starfa sviðstjóri, sérkennslufulltrúi, sálfræðingur, félagsráðgjafi og leikskólaráðgjafi. Þá er boðið upp á þjónustu talmeinafræðings í leikskólanum aðra hverja hverju viku, hálfan dag í senn.

Tilvísunarferli sálfræðings

Sálfræðingur gerir þroskamat og ýmsar athuganir á börnum og veitir kennurum og foreldrum sálfræðilega ráðgjöf og eftirfylgd eftir því sem við á.

Beiðnir um sálfræðiþjónustu þurfa að berast á þar til gerðum eyðublöðum sem útfyllt eru í samstarfi foreldra og starfsfólk leikskólans. Samþykki foreldra fyrir beiðni þarf ætíð að liggja fyrir.

Kennurum og foreldrum er frjálst að hafa samband við starfsfólk án þess að tilvísun liggi að baki.

Öryggismál

Leitast er við að börnin njóti öryggis og verndar á meðan á leikskóladvöl þeirra stendur og að starfsmenn njóti öryggis, góðs aðbúnaðar og heilsuverndar á vinnustað. Áfalla-, eineltis- og rýmingaráætlanir eru virkar og verða á heimasíðu skólans. Unnið er reglulega að áhættumati. Verið er að leggja síðustu hönd á rekstrarhandbók og viðbragðsáætlun.

Page 11: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

10

Stefnukort

Í stefnukorti koma fram helstu áhersluþættir þetta skólaár og sýnir á myndrænan hátt stefnu skólans í skólasamfélaginu, starfsháttum, fjármálum og mannauði. Markmið eru sett fyrir hvern stefnuþátt og síðan eru tilgreindar þær leiðir sem farnar verða til að ná markmiðunum í Verkefnaáætlun. Stefnuþættir skólans skarast þar sem starfshættir hafa áhrif á hvorn annan.

Skóla-

samfélagið Metnaðarfullt námsumhverfi

Sjálfsörugg og glöð börn

Ánægðir foreldrar

Fjármál og

áætlanir

Ábyrg og gegnsæ áætlunargerð

Samábyrgð á nýtingu fjármuna

Heilsueflandi samfélag

Starfshættir Jákvæð og

uppbyggjandi samskipti

Leikur og nám Umhverfismennt

Starfsánægja

Mannauður Starfsþróun

Skóli sem lærir

Dreifð stjórnun

Page 12: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

11

Verkefnaáætlun

Í Verkefnaáætlun eru skilgreind þau verkefni sem stefnt er að því að vinna með á skólaárinu og verður hún notuð til að fylgja þeim eftir. Unnið er að þremur skilgreindum þróunarverkefnum sem hlotið hafa styrki. Tvö verkefni fengu styrk frá Sprotasjóði og eitt frá Mennigarsjóði Suðurnesja. Áætlunin er vinnuplagg fyrir starfsmenn leikskólans og upplýsingaplagg fyrir nýja starfsmenn. Hún er einnig hluti af innra mati leikskólans og er nýtt til að fylgjast reglulega og markvisst með framgangi verkefna.

SKÓLASAMFÉLAGIÐ

Að skapa lærdómsríkt skólasamfélag þar sem öllum líður vel og gleði ríkir

Metnaðarfullt námsumhverfi

� Vinna að gerð skólanámskrár með þátttöku allra í skólasamfélaginu (þróunarverkefni)

� Efla þekkingu kennara á hæfnimiðuðum námsmarkmiðum og mati á námi og velferð barna

� Bæta námsumhverfi m.t.t. húsnæðis, búnaðar, útisvæðis og nærumhverfis

Sjálfsörugg og glöð börn

� Efla jákvæð og umhyggjusöm samskipti með áherslu á vinnubrögð Rósemdar og umhyggju

� Leggja áherslu á lýðræðislega þátttöku og ákvarðanatöku barnanna í leik og starfi

Ánægðir foreldrar

� Viðhafa jákvæð samskipti með virku samstarfi og upplýsingaflæði

� Bjóða upp á foreldrafærninámskeið

� Stuðla að öflugu samstarfi milli leikskólans, foreldrafélags og foreldraráðs

FJÁRMÁL OG ÁÆTLANIR

Að tryggja ábyrga og gegnsæja nýtingu fjármagns

Ábyrg og gegnsæ

áætlunargerð

� Mánaðarleg uppfærsla á Netstjórnanda

� Gera reglulega álagsmat

� Skráning á innkaupum til að auðvelda áætlunargerð

Samábyrgð á nýtingu

fjármuna

� Nýta vel fjármuni og eigur leikskólans

� Leita tilboða eins og kostur er

� Nýta leikefni úr endurnýtanlegum efnivið

� Gera við það sem bilar og farga og afskrá það sem er ónýtt

� Viðhalda þekkingu starfsfólks í nýtingu og endurvinnsluferli með það að markmiði að nýta alla hluti vel

� Auka kostnaðarvitund starfsfólks

Page 13: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

12

STARFSHÆTTIR

Að stuðla að metnaðarfullum og lærdómsríkum starfsháttum í skólanum

Heilsueflandi samfélag

� Styrkja heilsueflingu í leikskólanum og vinna að því að hafa áhrif út í samfélagið

� Taka þátt í verkefninu Heilsueflandi leikskóli

� Upplýsa alla í leikskólasamfélaginu um nýjungar í bættri næringu í skólanum

� Efla þekkingu á hreyfiþroska barna og fjölbreyttu hreyfiframboð fyrir börnin

Jákvæð og uppbyggjandi

samskipti

� Styrkja þekkingu kennara á vinnubrögðum Rósemdar og umhyggju

� Efla vinnusiðferði og gleði starfsmanna

Leikur og nám

� Efla jafnréttisvitund og skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum

� Efla þekkingu á hreyfiþroska barna með áherslu á fjölbreytt hreyfiframboð fyrir börnin

� Efla fjölbreytni í námsframboðum sem tengjast fjölmenningu

Umhverfis-mennt

� Að efla lýðheilsu með áherslu á nám úti í nánasta umhverfi og náttúru

� Að vernda náttúruna í heild sinni

� Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á orku og vatni

� Efla útinám enn frekar með áherslu á lengri ferðir og samstarf við nærumhverfi

MANNAUÐUR

Að stuðla að öflugri starfsþróun og samstarfi

Starfsánægja

� Efla samstarf, starfsánægju og gleði starfsfólks

� Styrkja heilsueflingarteymi skólans með það að markmiði að efla almenna heilsu starfsfólks

� Endurgera móttökuáætlun

Starfsþróun

Skóli sem lærir

� Stuðla að faglegri samræðu um markmið og leiðir í tengslum við gerð nýrrar námskrár

� Efla fagmennsku með samræðu um skyldur stjórnenda og kennara sem faglegir forystumenn í skólamálum

� Virkja kennara í að miðla hugmyndum og kynna verkefni, ráðstefnur og námskeið sem þeir taka þátt í

� Bjóða upp á metnaðarfulla símenntun í formi fyrirlestra, námskeiða, leikskólaheimsókna og hópavinnu á kennarafundum og starfsdögum

Dreifð stjórnun

� Að vinna áfram að því að dreifa ábyrgð meðal stjórnenda og annars starfsfólks skólans

� Að efla stjórnunarteymi leikskólans sem samanstendur af leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjórum

Page 14: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

13

Þróunarverkefni

Heiti verkefnis Markmið Verkefnisstjóri Styrkveitandi

Þróunarsveitarfélag. Ný hugsun í átt að betri framtíð

Vinna að innleiðingu skólanámskrár og nýju námsmati með áherslu á samþættingu.

Inga María Guðmundsdóttir

Sprotasjóður

Snemma beygist krókurinn. Úr stöðluðum kynjahlutverkum í kynjajafnrétti

Gera starfsfólk leikskólans betur í stakk búið til að greina kynjamismun í orðræðu, námsaðferðum og -umhverfi leikskólans.

Svandís Anna Sigurðardóttir

Sprotasjóður

Skúlptúra

Efla útinám og upplifun barna af listsköpun með því að vinna með og skapa skúlptúrverk með listamanni, úr efniviði sem náttúran gefur.

Hulda Jóhannsdóttir og Sigríður Anna Sigurjónsd.

Menningarsjóður Suðurnesja

Tilraunaleikskóli í verkefninu Heilsueflandi leikskóli.

Að þróa gátlista og viðmið fyrir leikskóla sem vilja verða heilsueflandi leikskólar.

Hulda Jóhannsdóttir og Ólöf Kristín Sívertsen

Embætti landlæknis, velferðaráðuneytið og mennta- og menningar-málaráðuneytið

Umbótaáætlun

Verkefni Áætlun um úrbætur Ábyrgð Hvenær Endurmat

Líðan barna á ákveðnum svæðum

VARÐANDI NIÐURSTÖÐUR: Starfsmenn deildanna gera þær úrbætur sem nauðsynlegar eru undir stjórn deildarstjóra sem síðan skila skýrslu um framgang umbótanna til matsteymis.

VARÐANDI FRAMKVÆMD: Matsteymi þarf að skoða viðmið betur því samkvæmt matsfræðingum telst 90% mjög gott.

Deildarstj. Haust Vor

Líðan í leikskólanum

VARÐANDI NIÐURSTÖÐUR: Starfsmenn deildanna skoða svörin og gera úrbætur eins og hægt er í tengslum við líðan í leikskólanum. Matsteymið fer yfir svörin og skoðar hvað hægt er að gera. Matsteymið fær skil frá deildarstjórum um hvort umbætur hafi gengið upp.

VARÐANDI FRAMKVÆMD: Þurfum að skoða viðmið, matsfræðingur segir að 90% sé gott og telur matsteymið að það þuri að skoða það betur með faghópnum.

Deildarstj. eldri deilda

Matsteymi

Haust Vor

Page 15: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

14

Hjálparhendur

VARÐANDI NIÐURSTÖÐUR: Öll börn nefndu einhverja leið til að láta öðrum eða þeim sjálfum líða betur og var ákveðið að halda áfram að nýta þau „verkfæri“ sem tengjast RogU og gera handbók um markmið og leiðir okkar til að auðvelda kennurum að nýta verkfærin.

VARÐANDI FRAMKVÆMD: Breyta spurningunni og leita frekar eftir svörum um hvað þau myndu gera fyrir aðra og hvað þau vilja að sé gert við þau til að þeim líði vel. Hafa spurningar myndrænar, t.d. gera félagsfærnisögu þar sem sett er fram vandamál sem börn geta staðið frammi fyrir, spyrja börnin síðan hvað hægt sé að gera. Björg kemur með tillögu að sögu og sýnir matsteymi.

RogU-teymi

Matsteymi

Haust Vor

Verkefni Áætlun um úrbætur Ábyrgð Hvenær Endurmat

Þátttöku-aðlögun

Bjóða foreldrum að koma og vera með í viðburðum eins og t.d. söng- og dansstund.

Skoða áfram að börnin séu búin að koma í heimsókn á deildina áður en foreldrar mæta í viðtal með barni og deildarstjóra.

Ræða um í viðtölum við foreldra að við metum viðveru þeirra í aðlögun eftir hverju barni, sé einstaklingsmiðað. Ingigerður hittir Siggu G. og Salbjörgu og ræðir við þær um næstu aðlögun og síðan þarf að breyta bæklingi. Björg og Ingigerður hittast síðan og laga spurningar sem fara í endurmat.

Ingigerður og Björg

Maí og Júní 2013

Haust 2013

Starfsáætlun Sjá verkáætlun. Ákveðið að matsteymi skoði hvort endurmat á verkáætlun fari inn í þessa umbótaáætlun.

Matsteymi Skólaárið 2013-14

Vor 2015

Leikur/viðfangsefni

Ákveðið að fara í gegnum bókasafnið og setja aukapunkt á þær bækur sem talist geta fjölmenningarlegar og kaupa fleiri bækur fyrir þann flokk. Skoða hvað aðrir leikskólar eru að gera í tengslum við fjölmenningu. Stofna fjölmenningarteymi sem skoðar þá punkta í Ecers sem við náum ekki. Punkta eins og nota leikefni sem beinist gegn kynja- og kynþáttafordómum á skipulagðan hátt (t.d. með því að halda hátíðir sem tengjast mismunandi menningarsvæðum, búa til mat frá ólíkum löndum, kynna mismunandi hlutverk og störf í frásögnum og hlutverkaleik, án kynjafordóma).

Björg og Salbjörg

Júlí 2013 Haust 2013

Rými og búnaður

Þeir þættir sem þarf að skoða eru: Búnaður fyrir rólegheit/slökun, skipulagning húsnæðis/rýmis, tími og rými til að vera einn og í friði, aðgengi efniviðar/leikefnis fyrir börnin og verk unnin af börnunum. Taka þarf þá fyrir á fagfundi og skipuleggja úrræði.

Faghópur Haust 2013

Vor 2014

Umönnun og daglegt líf

Sá þáttur sem þarf að skoða er: Að klæða sig úr og í. Taka þarf hann fyrir á fagfundi og skipuleggja úrræði.

Faghópur Haust 2013

Vor 2014

Page 16: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

15

Símenntunaráætlun

Starfshópar Námskeið - kennari Markmið Tími Greiðandi Ábyrgð

Allir Námskrárgerð Hulda Jóh o.fl.

Að gera nýja skólanámskrá fyrir skólann

Haust- og vorönn

Skólaskr., Vísindasj., Skólar ehf

Hulda

Allir Hæfniviðmið og mat Hulda Jóh o.fl.

Að efla þekkingu kennara í mati á námi og velferð barna

Haust- og vorönn

Skólaskr., Vísindasj., Skólar ehf

Hulda

Allir Jafnrétti Svandís Sig

Að samþætta jafnréttissjónarmið í starfsháttum skólans

Haust- og vorönn

Sprotasj. og Skólar ehf

Svandís, Hulda

Allir PMT Bylgja og Ingigerður

Að kynna verkfæri PMT fyrir kennurum

Haust- og vorönn

Skólar ehf Bylgja

Matráðar Brauðbakstur Matís

Að efla brauðbakstur og hollustu brauðmetis

Haustönn Skólar ehf Hildur

Allir Upplýsingatækni Fjóla Þorvaldsd.

Að nota upplýsingatækni í skapandi og samþættu starfi með börnunum

Október Skólar ehf Ólöf Sívertsen

Allir Hamingja, mórall, vinnugleði og helvíti Eyþór Eðvarðsson

Að auka samheldni og liðsheild á vinnustaðnum með opnari samskiptum og hreinskilni

Október Skólar ehf Ólöf Sívertsen

Allir Með hamingjuna í lúkunum Ingrid Kulman

Skapa líflegri og skemmtilegri vinnustað með árangursríkari samskiptum, starfsánægju og vellíðan

Nóvember Skólar ehf Ólöf Sívertsen

Allir Færni til framtíðar. Sabína Halldórs

Að örva hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi

Nóvember Skólar ehf Ólöf Sívertsen

Allir Rósemd og umhyggja Hulda Jóhannsdóttir

Að efla starfsfólk í vinnubrögðum RogU

Janúar Skólar ehf Hulda

Allir Skyndihjálp Laufey Birgisdóttir

Viðhalda þekkingu á skyndihjálp í skólanum

Febrúar Skólar ehf Hulda

Allir Verndum þau Sigga Gerða

Að efla ken. í að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi

Mars Skólar ehf Sigga G., Hulda

Allir Leikskólaheimsóknir Að kynna sér nýjar leiðir í skólastarfi

Mars Skólar ehf Bylgja

Stuðningsfulltrúar

Einhverfa. Byrjunar- og/eða framhaldsnámskeið. GRR

Efla þekkingu stuðningsfulltrúa á starfsaðferðum í þjálfun einhverfra barna

Vorönn Skólaskr. Skólaskr.

Einnig er fyrirhugað að nokkrir kennarar fari á námskeiðin PALS og Málþing um námsmat. Auk þess taka ávallt hluti af kennurum þátt í menntakviku Háskóla Íslands og skólamálaþingi Samtaka skólafólks um skólaþróun.

Page 17: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

16

Skóladagatal

ÁGÚST

1 F 1 S 1 ÞSkráning í

Heilsubók barnsins 1 F Leiksýning 1 S Fullveldisdagurinn 1 M Nýársdagur 1 L 1 L 1 Þ Kennarafundur 1 F Verkalýðsdagurinn 1 S Sjómannadagurinn 1 Þ

2 F 2 M 2 M 2 L 2 M 2 F 2 S 2 S 2 M 2 F Stjórnunart.fundur 2 M 2 M

3 L 3 Þ 3 F Stjórnunart.fundur 3 S 3 Þ 3 F 3 M Tannverndarvika ??? 3 M Bolludagur 3 F 3 L 3 Þ Ævintýraferðir 3 F

4 S 4 M Eldhúsfundur 4 F 4 M Foreldraviðtöl yngri 4 M 4 L 4 Þ Kennarafundur 4 Þ Sprengidagur 4 FUmhverfisfundurmeð börnunum 4 S 4 M 4 F

5 MFrídagur verslunarmanna 5 F 5 L 5 Þ 5 F 5 S 5 M 13 ára afmæli Króks 5 MÖskudagurHátíð í bæ 5 L 5 M Foreldraviðtöl yngri 5 F Stjórnunart.fundur 5 L

6 Þ 6 F Söngstund 6 S 6 M 6 F Jólasöngstund 6 MStarfsdagur Þrettándinn 6 F Dagur leikskólans 6 F 6 S 6 Þ Fagfundur 6 F 6 S

7 M 7 L 7 M Vetrarþema 7 F Stjórnunart.fundur 7 L 7 Þ 7 F Dagur stærðfr. 7 F 7 M 7 MUndirbúningur fyrir Sjóarann síkáta 7 L 7 M

8 F 8 S 8 Þ Kennarafundur 8 F Starfsdagur 8 S 8 M Eldhúsfundur 8 L 8 L Menningarvika?? 8 Þ 8 F Umhverfisráðsfundur 8 S Hvítasunnudagur 8 Þ

9 F 9 M Hljómpróf byrja 9 M 9 L 9 M 9 F 9 S 9 S 9 M 9 FAlþjóðadagur

hreyfingar 9 M Annar í hvítasunnu 9 M

10 L 10 ÞStjórnunart.fundur

Fagfundur 10 FUnhverfisfundurmeð börnunum 10 S 10 Þ 10 F Dansstund 10 M

Undirbúningur fyrir menningarviku byrjar 10 M Vorþema 10 F Stjórnunart.fundur 10 L 10 Þ 10 F

11 S 11 M 11 F Söngstund 11 M Foreldraviðtöl eldri 11 M Friðarganga 11 L 11 Þ Fagfundur 11 Þ 11 F Söngstund 11 S 11 M 11 F

12 M Fyrsti skóladagur 12 F Starfsdagur 12 L 12 Þ Umhverfisráðsfundur 12 F 12 S 12 M 12 M 12 L 12 M Umferðarvika 12 F 12 L

13 Þ 13 FUnhverfisfundurmeð börnunum 13 S 13 M

Bökurnardagur yngri 13 F Jólastund 13 M

Starfsmannasamtölbyrja 13 F Stjórnunart.fundur 13 F Stjórnunart.fundur 13 S Pálmasunnudagur 13 Þ Útskriftarferð 13 F Íþróttadagurinn 13 S

14 M 14 L 14 M 14 F Bökunardagur eldri 14 L 14 Þ 14 F 14 F Umhverfisráðsfundur 14 MForeldraviðtöl eldri

14 M Eldhúsfundur 14 L 14 M Sumarfrí byrjar

15 F 15 S 15 Þ Kennarafundur 15 F Söngstund 15 S 15 M 15 L 15 L 15 Þ 15 F 15 S 15 Þ

16 F 16 MDagur íslenskrar náttúru16 M Eldhúsfundur 16 L Dagur íslenskrar tungu 16 M 16 F Stjórnunart.fundur 16 S 16 S 16 M 16 F Útisöngstund 16 M 16 M

17 L 17 Þ 17 F 17 S 17 Þ 17 FUmhverfisfundurmeð börnunum 17 M Hljómpróf 17 M

Skráning í Heilsubók barnsins 17 F Skírdagur 17 L 17 Þ Lýðveldisdagurinn 17 F

18 S 18 M 18 F 18 M 18 M 18 L 18 Þ 18 Þ 18 F Föstudagurinn langi 18 S 18 M 18 F

19 M Aðlögun hefst 19 F 19 L 19 ÞForeldrakaffi yngri

Fagfundur 19 F 19 S 19 M Eldhúsfundur 19 M 19 L 19 M 19 F 19 L

20 Þ 20 F Dansstund 20 S 20 M Foreldrakaffi eldri 20 F 20 M 20 F 20 F 20 S Páskadagur 20 Þ 20 F 20 S

21 M 21 L 21 M 21 F 21 L 21 ÞRafmagnslausi

dagurinn 21 F Söngstund 21 F Fagstjórafundur 21 M Annar í Páskum 21 M Útskrift 21 L 21 M

22 F 22 S 22 Þ 22 FUmhv. Fundur með börnum

Fagstjórafundur 22 S 22 M 22 L 22 L 22 Þ Starfsdagur 22 F 22 S 22 Þ

23 F Umhverfisráðsfundur 23 M 23 M 23 L 23 M Þorláksmessa 23 F 23 S 23 S 23 M Dagur bókarinnar 23 F Fagstjórafundur 23 M 23 M

24 L 24 Þ Foreldrafundur 24 F 24 S 24 Þ Aðfangadagur jóla 24 FBóndadagur

Þorrablót 24 M 24 M 24 F Sumardagurinn fyrsti 24 L 24 Þ 24 F

25 S 25 M 25 F Dansstund 25 M 25 M Jóladagur 25 L 25 Þ 25 Þ 25 F Eldhúsfundur 25 S 25 M 25 F

26 M Haustþema 26 F Foreldraráðsfundur 26 L 26 Þ 26 F Annar í jólum 26 S 26 M 26 M Eldhúsfundur 26 L 26 M Umhverfisvika 26 F 26 L

27 Þ Kennarafundur 27 F 27 S 27 M 27 F 27 M 27 F 27 F 27 S 27 Þ 27 F 27 S

28 M 28 L 28 M 28 F Eldhúsfundur 28 L 28 Þ Bökunardagur eldri 28 F Starfsdagur 28 F Dansstund 28 MSumarþema

Foreldraviðtöl eldri 28 M 28 L 28 M

29 F Stjórnunart.fundur 29 S 29 Þ 29 F Dansstund 29 S 29 M Bökurnardagur

yngri 29 L 29 Þ 29 F Uppstigningadagur 29 S 29 Þ

30 F Fagstjórafundur 30 MSkráning í

Heilsubók barnsins 30 M 30 L 30 M 30 F 30 S 30 M 30 F 30 M 30 M

31 L 31 F 31 Þ Gamlársdagur 31 F Fagstjórafundur 31 M 31 L 31 F

JÚLÍMARS APRÍL MAÍ JÚNÍSEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER JANÚAR FEBRÚAR

Page 18: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

17

Lokaorð

Vel skipulögð starfsáætlun getur virkað eins og vel smurð vél ef rétt er að málum staðið. Tvö síðustu skólaár höfum við notað stefnumiðað árangursmat (e. balanced scorecard) við gerð starfsáætlunar og aðlagað það að okkar þörfum. Stefnumiðað árangursmat er tæki til að útfæra stefnu skólans, miðla henni og fylgjast með hvernig gengur að framfylgja starfsháttum og erum við alltaf að læra betur hversu öflugt matstæki það er.

Hvað þetta skólaár varðar þá horfum við með björtum augum fram á veginn með starfsmannahóp sem er samheldinn og samstíga í að starfrækja skólastarf í framþróun. Ásamt því leggjum við kapp á að skapa umhyggjusamt og lærdómsríkt skólasamfélag þar sem líðan allra sem þar starfa er í brennidepli. Uppeldisfræðingurinn Nel Noddings (1997) heldur því fram að hægt sé að ná fram dásamlegum hlutum (e. wonderful things) í skólastarfi með því að skapa aðstæður þar sem kærleiksríkt andrúmsloft ríkir.

Við fáum oft að heyra að það sé góður andi í húsinu, en við gerum okkur hins vegar grein fyrir að hann er ekki sjálfgefinn og svo sannarlega ekki sjálfstæður. Það erum við sem hér störfum sem sköpum hann og það er okkar að viðhalda honum. Okkar mottó er:

…að velja okkur það viðhorf í starfi að jákvæðni, gleði og kærleikur ráði alltaf ferðinni í leik og starfi því

það er raunveruleg fagmennska.

Page 19: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

18

Heimildaskrá

Aðalnámskrá leikskóla (2011). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Börkur Hansen (2003). Stofnanamenning og stjórnun. Í Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson, Steinunn Helga Lárusdóttir (ritstjórar), Fagmennska og forysta. Þættir í skólastjórnun (bls. 49–61). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Fullan, M. (2007). The new meaning of educational change (4. útgáfa). New York: Teachers College Press.

Goleman, D. (2006). The Socially Intelligent Leader. Educational Leadership, 64, 76–81.

Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns (2006). „Gullkista við enda regnbogans“. Rannsókn á hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005–2006. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Sótt 5. nóvember 2008 af http://starfsfolk.khi.is/ingvar/agi/Skyrsla_Hegdun_Lokagerd.pdf

Lög um leikskóla nr. 90/2008.

Noddings, N. (2002). Educating moral people. A caring alternative to character education. New York: Teachers College Press.

Noddings, N. (2005, september). What does it mean to educate the whole child? Educational Leadership, 63, 8–13.

Rúnar Sigþórsson (ritstjóri), Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannsson, Rósa Eggertsdóttir og West, M. (1999). Aukin gæði náms. Skólaþróun í þágu nemenda. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Sigrún Aðalbjarnardóttir (2007). Virðing og umhyggja. Reykjavík: Heimskringla háskólaforlag Máls og menningar.

Page 20: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

19

Fylgiskjal 1

Viðfangsefni innra mats 2013-2014

Viðfangsefni sjálfsmats Matstæki

Skólanámskrá – s.s. stefna, markmið, inntak náms og námsmat

Ecers og starfsáætlun

Starfsáætlun – s.s. skipulag, verkferlar, skólareglur og stoðþjónusta

Ecers og starfsáætlun

Nám og námsárangur Heilsubók

Nemendur – líðan, þarfir, starfsandi og samstarf Heilsubókin + könnun á líðan + tengslakönnun

Kennsla – kennsluhættir, starfsþróun og fagmennska

Ecers (mál og hugtakanám) + starfsáætlun + jafnréttiskönnun

Starfsfólk – líðan, þarfir, starfsandi, samstarf Viðtöl

Stjórnun Starfsáætlun

Viðmót og menning skóla Foreldrakönnun

Samstarf heimila og skóla Foreldrakönnun

Ytri tengsl – önnur skólastig og nærsamfélagið Þróunarverkefni

Umbótaaðgerðir/þróunarstarf Starfsáætlun, þróunarverkefni, Skólanámskrá

Ráðstöfun auðlinda Starfsáætlun

Page 21: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

20

Fylgiskjal 2

Page 22: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

21

Fylgiskjal 3

Page 23: Starfsáætlun 2013-14Heilsuleikskólinn Krókur 3 Endurmat starfsáætlunar 2012-2013 Starfsáætlun síðasta skólaárs gekk að mestu leyti eftir eins og sjá má í Endurmati

Heilsuleikskólinn Krókur

22

Fylgiskjal 4