starfsáætlun vatnsendaskóla 2013 -...

29
Starfsáætlun 2013-2014

Upload: others

Post on 22-Jan-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

1 Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014

Starfsáætlun

2013-2014

Page 2: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

2

Efnisyfirlit

Inngangur ............................................................................................................................................ 4

Um Vatnsendaskóla ............................................................................................................................. 4

Stjórnskipulag ...................................................................................................................................... 5

Hagnýtar upplýsingar .......................................................................................................................... 5

Skrifstofuþjónusta ............................................................................................................................... 6

Forföll nemenda .................................................................................................................................. 6

Leyfi frá skóla ....................................................................................................................................... 6

Skóladagatal ........................................................................................................................................ 6

Helstu viðburðir skólaársins ............................................................................................................ 7

Skóladagur nemenda í 1. – 7. bekk ...................................................................................................... 8

Skóladagur nemenda í 8. – 10. bekk.................................................................................................... 8

Mötuneyti ........................................................................................................................................ 9

Dægradvöl ....................................................................................................................................... 9

Starfsáætlun nemenda ...................................................................................................................... 10

Tilhögun kennslu ........................................................................................................................... 10

Félagslíf og vettvangsferðir ............................................................................................................... 11

Bekkjarskemmtanir........................................................................................................................ 11

Skólabúðir ...................................................................................................................................... 11

Vettvangsferðir .............................................................................................................................. 11

Árshátíðir ....................................................................................................................................... 11

Skák ................................................................................................................................................ 11

Val nemenda í 8.-10. bekk ............................................................................................................. 13

Upplýsingar um nemendur ................................................................................................................ 14

Starfsfólk Vatnsendaskóla ................................................................................................................. 15

Samstarf heimila og skóla .................................................................................................................. 17

Nemenda- og foreldraviðtöl .......................................................................................................... 17

Um skólaráð ................................................................................................................................... 17

Skólaráð Vatnsendaskóla............................................................................................................... 18

Foreldrafélag Vatnsendaskóla ....................................................................................................... 18

Nemendaráð Vatnsendaskóla ....................................................................................................... 19

Skólabragur ........................................................................................................................................ 20

Skólareglur Vatnsendaskóla .......................................................................................................... 20

Viðbrögð við brotum á skólareglum .............................................................................................. 21

Page 3: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

3

Upplýsingar um stoðþjónustu ........................................................................................................... 21

Sérkennsla ......................................................................................................................................... 21

Stuðningsfulltrúar .......................................................................................................................... 22

Þroskaþjálfar .................................................................................................................................. 22

Skólahjúkrun .................................................................................................................................. 22

Sálfræðiþjónusta ........................................................................................................................... 23

Náms- og starfsráðgjöf .................................................................................................................. 23

Talkennsla ...................................................................................................................................... 24

Nemendaverndarráð ..................................................................................................................... 24

Önnur sérfræðiþjónusta frá Menntasviði Kópavogs ..................................................................... 24

Símenntunaráætlun........................................................................................................................... 24

Áherslur varðandi símenntun ........................................................................................................ 25

Mat á skólastarfi ................................................................................................................................ 25

Skólaþróun og umbótastarf ............................................................................................................... 26

Byrjendalæsi .................................................................................................................................. 26

Orð af orði ..................................................................................................................................... 26

Uppeldi til ábyrgðar ....................................................................................................................... 26

Netnám og spegluð kennsla .......................................................................................................... 27

Grænfáni í Vatnsendaskóla ........................................................................................................... 27

Rýmingaráætlun Vatnsendaskóla ...................................................................................................... 28

Viðbrögð við vá .................................................................................................................................. 28

Skólaakstur ........................................................................................................................................ 29

Page 4: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

4

Inngangur

Samkvæmt 29. gr. grunnskólalaga ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega.

Starfsáætlun Vatnsendaskóla er upplýsingarit um starfsemi skólans. Hún er hluti af skólanámskrá skólans. Í starfsáætluninni koma fram helstu viðburðir, áherslur og markmið í skólastarfinu í vetur. Í henni koma einnig fram þær venjur, siðir og reglur sem ríkja í skólanum. Starfsáætlunin er birt á pdf-formi á heimasíðu skólans. Þá er hægt að fá hana útprentaða á skrifstofu skólans.

Um Vatnsendaskóla

Vatnsendaskóli tók til starfa haustið 2005. Þá var ein kennsluálma tilbúin til notkunar. Önnur kennsluálma og verkgreinahús bættist við haustið 2006 og unglingaálman var tekin í notkun á þriggja ára afmæli skólans haustið 2008. Á sama tíma var skrifstofuhúsnæði, bókasafn og mötuneyti opnað. Síðasta byggingaáfanganum lauk með vígslu samkomusalar 26. janúar 2012. Haustið 2013 var svo tveimur lausum kennslustofum, Holti og Mýri, bætt á skólalóðina.

Vatnsendaskóli stendur við Elliðavatn í fallegu umhverfi. Í skólanámskrá er sérstök áhersla á útikennslu, náttúrufræði og umhverfismennt. Góðar forsendur eru fyrir hendi að tengja skólastarfið við umhverfið með virkum hætti. Göngustígur liggur frá skólanum niður að vatninu og tengist stígakerfi sem opnar leið að fjölbreyttum náttúru- og útivistarsvæðum. Tvær sérhannaðar náttúrufræði- og raungreinastofur eru í skólanum.

Í Vatnsendaskóla eru 504 nemendur og um 70 starfsmenn. Fjölbreyttir kennsluhættir og einstaklingsmiðað nám eru leiðarljós skólans. Gildi skólanámskrár eru byggð á virðingu, vináttu, samvinnu og skapandi skólastarfi.

Page 5: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

5

Stjórnskipulag

Skólastjóri ber ábyrgð á öllu skólastarfi í Vatnsendaskóla samkvæmt grunnskólalögum. Næsti

yfirmaður skólastjóra er sviðsstjóri menntasviðs Kópavogs. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill

skólastjóra. Undir stoðkerfi skólans falla námsráðgjafi, skólahjúkrunarfræðingur,

sálfræðingur og talmeinafræðingur.

Hagnýtar upplýsingar Vatnsendaskóli, Funahvarfi 2, 203 Kópavogur

Símanúmer skólans: 570 4330

Símanúmer í Dægradvöl: 570 4271/ 690 8706

Skólastjóri: Guðrún Soffía Jónasdóttir

Aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri yngsta stigs: Hekla Hannibalsdóttir

Deildarstjóri mið- og elsta stigs: María Jónsdóttir

Forstöðumaður Dægradvalar: Hrefna Óskarsdóttir

Forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Dimmu: Birgir Rafn Birgisson

Húsvörður: Halldór Sigurjónsson

Skólastjóri

Aðstoðarskólastjóri/

Deildarstjóri

yngra stigs

Deildarstjóri

eldra stigs

Y

Y

Forstöðumaður

Dægradvalar

Y Ritari

Aðstoðarskólastjóri

Húsvörður- Skólaliðar-Eldhús

Stoðkerfi

Skólasafn

Nemendur,

kennarar og

starfsmenn

1. – 4. bekkja

Nemendur,

kennarar og

starfsmenn

5. – 10. bekkja

Börn í

Dægradvöl og

starfsmenn

Page 6: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

6

Heimasíða Vatnsendaskóla hefur vefslóðina www.vatnsendaskoli.is. Þar má finna ýmsar upplýsingar um skólastarfið, tilkynningar frá skólanum, skóladagatal, fréttir, ýmsar áætlanir, eyðublöð, myndir úr skólalífinu o.fl.

Skrifstofuþjónusta Skrifstofa skólans er opin frá klukkan 7:45 – 15:45 mánudaga til fimmtudaga og frá klukkan 7:45 - 15:00 á föstudögum. Ritari skólans er Ása Magnea Vigfúsdóttir.

Öll eyðublöð skólans má nálgast hjá ritara og almenn eyðublöð má einnig nálgast á heimasíðu skólans, s.s. fyrir mataráskrift, nýskráningu nemenda, umsókn í Dægradvöl og umsókn foreldra um leyfi fyrir barn sitt.

Forföll nemenda Forráðamenn tilkynna forföll nemenda fyrir upphaf hvers skóladags til ritara í síma 570 4330 eða í gegnum www.mentor.is

Leyfi frá skóla Ef nemandi þarf að fá leyfi skal haft samband við umsjónarkennara. Sé um lengri tíma að ræða en einn dag skal sækja skriflega um leyfi hjá skólastjóra eða deildarstjórum. Eyðublöð um leyfisbeiðni má nálgast á skrifstofu eða á heimasíðu skólans.

Það er á ábyrgð foreldra að sjá til þess að nemandi vinni upp það sem hann kann að missa úr vegna leyfis.

Skóladagatal

Samkvæmt skóladagatali, sem finna má á heimasíðu skólans, eru skóladagar nemenda 180.

Kennsludagar nemenda í 1. – 7. bekk eru 174 og 6 skertir dagar. Kennsludagar nemenda í 8. –

10. bekk eru 170 og skertir dagar því alls 10. Skertir dagar eru þegar nemendur mæta aðeins

hluta úr degi. Þeir dagar eru skólaboðunardagur, tveir foreldraviðtalsdagar, dagur vegna

jólaskemmtunar en þá koma nemendur aðeins á jólaskemmtun og fara heim að henni

lokinni. Öskudagur telst einnig til skerts dags því þá fara nemendur heim um hádegisbil og

svo skólaslitadagur þar sem nemendur mæta til að taka við vitnisburði. Kennsla fellur niður í

jólaleyfi nemenda sem er frá 21. desember til og með 3. janúar. Vetrarleyfi er 21. - 22.

október og 21. - 24. febrúar. Páskaleyfi er 12. - 21. apríl. Einnig fellur kennsla niður fimm

daga á skólatíma nemenda vegna skipulagsdaga kennara, þ.e. 4. október, 20. nóvember, 3.

janúar, 18. mars og 23. maí.

Page 7: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

7

Helstu viðburðir skólaársins

22. ágúst skólaboðunarviðtöl Vatnsendaskóla.

23. - 27. september samræmd próf í 4., 7. og 10. bekk.

4. október sameiginlegur skipulagsdagur í grunnskólum Kópavogs.

7. – 11. október frammistöðumat.

15. október foreldra og nemendaviðtöl.

21. – 22. október vetrarfrí.

11. nóvember byrjar lestrarátak sem lýkur með uppskeruhátíð á degi íslenskrar tungu þann

16. nóvember.

20. nóvember er skipulagsdagur.

18. desember Jólasveinaleikar í íþróttahúsinu (óhefðbundnir íþróttaleikir).

19. desember jólahringekja hjá 8. -10. bekk (föndur og kaffihús í skólanum). 1. - 7. bekkur

með föndur og kaffihús fyrr í desember.

20. desember litlu jólin.

3. janúar skipulagsdagur.

30. janúar foreldra- og nemendaviðtöl.

7. febrúar dagur stærðfræðinnar.

21. og 24. febrúar vetrarfrí.

5. mars öskudagshátíð.

10. – 14. mars frammistöðumat.

24. – 28. mars þemavika.

23. maí skipulagsdagur.

19. – 22. maí námsmat í 1. – 7. bekk á skólatíma.

26. -30. maí námsmat í 8. – 10. bekk.

3. -5. júní útivistardagar í Vatnsendaskóla.

6. júní skólaslit.

Page 8: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

8

Skóladagur nemenda í 1. – 7. bekk

7:45 Skólinn opnaður

7:45 Bekkjarstofur opnaðar

8:10 Kennsla hefst hjá öllum nemendum

9:15 eða 9:50 Morgunhressing (fer eftir því hvort nemendur eru í smiðjum eða íþróttum/sundi í fyrstu tveimur kennslustundunum.

9:30 – 9:50 Frímínútur/útivist

9:50 – 11:10 Vinnulota

11:10 – 12:00 Matur og frímínútur/útivist hjá nemendum í 1. – 6. bekk

11:10 – 11:35 Frímínútur/útivist hjá nemendum í 7. bekk

11:35 – 12:15 Vinnulota hjá 7. bekk

12:15 – 12:40 Matur hjá nemendum í 7. bekk

12:00 – 13:20 Vinnulota – skóla lýkur hjá nemendum í 1. – 4. bekk – opnað er í Dægradvöl skólans.

13:20 – 14:00 Vinnulota– skóla lýkur hjá nemendum í 5. – 7. bekk

17:15 Dægradvöl skólans lokað

Skóladagur nemenda í 8. – 10. bekk

Þetta skólaár er verið að prófa nýtt tímafyrirkomulag á unglingastigi. Kennsla hefst kl. 8:30 og

hver kennslulota er klukkustund fram að hádegismat en ýmist 40 eða 60 mínútur eftir

hádegi. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað og metið eftir veturinn.

7:45 Skólinn opnaður

8:30 Kennsla hefst hjá öllum nemendum

9:30 – 9:50 Frímínútur - nesti

9:50 – 10:50 Vinnulota

10:50 – 11:00 Frímínútur

11:00 – 12:00 Vinnulota

12:00 – 12:30 Frímínútur - matur

12:30 – 13:10/13:30 Vinnulota (ýmist í 40 eða 60 mínútur).

13:30 – 13:40 Frímínútur

13:40 – 15:40 Vinnulota - Kennsla valgreina - skóla lýkur hjá nemendum 8. – 10. bekk – mismunandi eftir dögum og valgreinum nemenda hvenær kennslu lýkur, þó aldrei síðar en 15:40.

Page 9: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

9

Ætlast er til að allir nemendur 1. - 7. bekkjar fari út í allar frímínútur. Undantekningar eru

eftirfarandi:

Nemandi hefur verið lasinn og foreldri óskar skriflega eftir leyfi til inniveru í frímínútum.

Kennari hefur leyfi til að láta nemanda vera inni ef sérstakar ástæður krefjast, s.s. vegna skyndilegra veikinda eða slysa, áreitni eða verkefnaskyldu, en þá á ábyrgð kennara og í samvinnu við skólaliða.

Mjög vont veður.

Mötuneyti

Í Vatnsendaskóla starfar matreiðslumeistari og er allur matur eldaður á staðnum. Nemendur

eru skráðir í hádegismat í einn mánuð í senn frá 1. hvers mánaðar til síðasta dags hvers

mánaðar. Salatbar og ávextir eru í boði með öllum máltíðum. Hver máltíð kostar 415 krónur

og sér Kópavogsbær um að innheimta greiðslur um hver mánaðarmót en greitt er fyrirfram.

Um 550 manns, nemendur og starfsfólk eru í mat daglega. Matseðil fyrir hvern mánuð er að

finna á heimasíðu skólans.

Nemendur sem koma með nesti að heiman geta nýtt sér örbylgjuofna og samlokugrill í

matsal.

Dægradvöl

Dægradvöl Vatnsendaskóla er opin nemendum skólans í 1. til 4. bekk frá kl. 13:20 til 17:15

alla daga sem starfsemi er í skólanum og eru starfsdagar kennara þar meðtaldir. Sími

Dægradvalar er 570 4271 og 690 8706. Einnig er hægt að ná sambandi við Dægradvöl í

gegnum skiptiborð skólans.

Dagskrá Dægradvalar byggir á frjálsum leik innan ákveðins ramma og verkefnum. Spil, föndur

og hlutverkaleikir eru vinsæl auk inni- og útileikja. Einnig er farið í vettvangsferðir og unnið

með þema ferðanna er heim í skóla er komið.

Hressing í Dægradvöl er kl. 14:20. Greitt er fyrir hressingu 125.- krónur á dag. Börnin fá brauð

og ávexti í hressingunni.

Page 10: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

10

Markmið

Markmið Dægradvalar er að bjóða nemendum upp á athvarf þar sem þeir geta dvalið utan

skólatíma meðan foreldrar eru í vinnu. Lögð er áhersla á siðferðilegt og félagslegt uppeldi

nemenda. Einnig er lögð áhersla á að Dægradvöl sé nemendum fastur punktur í tilverunni,

annað heimili þar sem gott er að koma og dvelja við skapandi störf og leiki.

Starfsáætlun nemenda

Fjöldi kennslustunda

1.– 4. bekkur 30 kennslustundir á viku

5. – 7. bekkir 35 kennslustundir á viku

8. – 10. bekkir 30 kennslustundir á viku bundnar í töflu og 7 kennslustundir í vali, samtals 37

kennslustundir á viku.

Í 1. – 4. bekk eru viðfangsefnin meðal annars íslenska, stærðfræði, lífsleikni, enska,

náttúrufræði, samfélagsfræði, upplýsingatækni, smíði, heimilisfræði, textílmennt og

myndmennt. Samkennsla er á milli 1. og 2. bekkjar og 3. og 4. bekkjar í samfélagsfræði og

náttúrufræði. Inn í samkennsluna fléttast íslenska og lífsleikni. Sérkennarar og

stuðningsfulltrúar eru á yngsta stigi og eru þeir ýmist til aðstoðar inni í bekkjum eða taka

minni hópa með sér í námsver.

Í 5. – 7. bekk eru viðfangsefnin íslenska, enska, stærðfræði, danska, lífsleikni, náttúrufræði,

samfélagsfræði, upplýsingamennt, smíði, heimilisfræði, textílmennt og myndmennt.

Kennarar hafa val um að samþætta námsgreinar í ákveðnum lotum og er það aðallega gert í

samfélagsfræði, náttúrufræði og íslensku. Sérkennarar og stuðningsfulltrúar eru á miðstigi og

eru þeir ýmist til aðstoðar inni í bekkjum eða taka minni hópa með sér í námsver.

Í 8. – 10. bekk er greinaskipt kennsla og fá nemendur stundatöflu þar sem tímar eru merktir

inn á töfluna. Viðfangsefnin eru íslenska, stærðfræði, samfélagsfræði, náttúrufræði, enska,

danska, umsjónartímar og lífsleikni. Að auki eru nemendur með valtíma í töflu. Sérkennarar

og stuðningsfulltrúar eru á unglingastigi og eru þeir ýmist til aðstoðar inni í bekkjum eða taka

minni hópa með sér í námsver.

Tilhögun kennslu

Í Vatnsendaskóla er lögð rík áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám.

Áhersla er lögð á umhverfis- , rannsóknar- og vettvangsnám. Gildi skólanámskrár byggist á

virðingu, vináttu, samvinnu og skapandi skólastarfi. Sérstök áhersla er lögð á náttúrufræði og

raungreinar og útikennsla er ríkur þáttur í skólastarfinu þar sem skólinn er staðsettur við

Elliðavatn.

Page 11: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

11

Í Vatnsendaskóla er sérkennsla fyrir þá nemendur sem eiga í erfiðleikum með nám,

tilfinningar, félagsleg samskipti eða vegna fötlunar. Kennslan er ýmist einstaklingsbundin eða

fer fram í hóp, hvort sem er innan bekkjar eða utan. Grundvöllur sérkennslu er greining á

námsstöðu og vanda nemandans svo hægt sé að velja námsefni við hæfi. Greiningar geta

komið frá kennara, sálfræðingi, sjúkraþjálfara, lækni, talmeinafræðingi, náms- og

starfsráðgjafa eða öðrum sérfræðingum. Greiningar og sérkennsla eru ætíð unnin í samráði

við forráðamenn barnanna og í góðu samstarfi við umsjónakennara.

Félagslíf og vettvangsferðir

Bekkjarskemmtanir

Hver bekkur hefur að lágmarki eitt bekkjarkvöld á hvorri önn. Bekkjarkvöld eru ýmist haldin í

skólanum eða fyrir utan hann. Bekkjarfulltrúar skipuleggja bekkjarkvöld og er það gert í

samvinnu við umsjónarkennara.

Skólabúðir

7. bekkur hefur þegar farið í Skólabúðirnar að Reykjum og 9. bekkur sömuleiðis í Skólabúðir

að Laugum.

Vettvangsferðir

Vettvangsferðum er fléttað inn í skólastarfið í flestum árgöngum. Nemendur 3. bekkja fara

t.d. í réttarferð á haustin. Nemendur 5. bekkja fara í gróðursetningaferð á vorin í samstarfi

við Skógræktarfélag Kópavogs. 10. bekkur fer í útskriftarferð að vori en hún er skipulögð í

samstarfi við foreldra.

Nú þegar hefur 10. bekkurinn farið á sýningu á Borgarbókasafninu, 7. bekkur á Vísindasafnið

og í heimsókn til 365 miðla og 3. bekkur farið í réttir. Fleiri ferðir eru fyrirhugaðar í vetur í

öllum árgöngum skólans.

Árshátíðir

Árshátíð unglingastigs er haldin í apríl eða maí á hverju ári.

Árshátíð miðstigs er haldin árlega í byrjun maí.

Skák

Nemendum í 1. – 7. bekk er boðið upp á skákkennslu í samvinnu við Taflfélag Kópavogs.

Æfingar fara fram í skólanum á miðvikudögum kl. 17:00 – 18:30. Nemendur unglingadeildar

geta valið skák sem valgrein í skólanum.

Page 12: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

12

Page 13: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

13

Val nemenda í 8.-10. bekk

Nemendur unglingastigs geta valið allt að 7 kennslustundir í vali. Fram að áramótum geta

nemendur valið á milli eftirfarandi greina:

Enska – grunnur – 40 mín. Enska 103 – 80 mín. Franska – 40 mín. Heimanám – 40 mín. Heimilisfræði – 80 – 120 mín. Hreystival – 80 mín. Iðnfræðsla – 80 mín. Íslensk rokksaga – 40 mín. Kynjafræði – 40 mín.

Listmálun – 80 mín. Nemendaráð / Dimma – 40 mín. Skák – 40 mín. Stuttmyndagerð – 80 mín. Stærðfræði 103/Stærðfræði 203 – 80 mín. Textílmennt – 80 mín. Útivist og fjallamennska – 80 mín. Verkleg kennsla í MK – 320 mín. Zumba – 40 mín.

Page 14: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

14

Upplýsingar um nemendur

Skólaárið 2013 – 2014 eru 504 nemendur í 23 bekkjardeildum í Vatnsendaskóla, 247 drengir og 257

stúlkur. Nemendum er skipt í umsjónarhópa í hverjum árgangi og hefur hver umsjónarhópur

umsjónarkennara.

Hér að neðan má sjá skiptingu nemenda í umsjónarhópa og nöfn umsjónarkennara:

Bekkur Drengir Stúlkur Alls Umsjónarkennari

1. Brennisóley 12 9 21 Ingibjörg Bjarney Bjarnadóttir

1. Holtasóley 12 7 19 María Ásmundsdóttir

1. Mýrasóley 10 12 22 Jóna L. Aðalsteinsdóttir

2. Baldursbrá 10 11 21 Stella María Ármann

2. Blóðberg 14 8 22 Jónína Edda Sævarsdóttir

2. Fjallastjarna 12 10 22 Lovísa Hannesdóttir

3. Blágresi 11 8 19 Ásta Ingunn Sævarsdóttir

3. Bláklukka 12 8 20 Sigríður Sturludóttir

3. Blákolla 12 6 18 Klara Sigurmundadóttir

4. Klukkublóm 8 12 20 Margrét Jóhannsdóttir

4. Melablóm 11 9 20 Sara Sædal Andrésdóttir

4. Vetrarblóm 11 11 22 Sigríður Hjartardóttir

5. Ljónslöpp 9 9 18 Smári Þorbjörnsson

5. Lokasjóður 9 11 20 Helga Arnþórsdóttir

5. Lækjardepla 8 13 21 Steinunn Björg Birgisdóttir

6. Eyrarrós 16 18 34 Heiða Björk Egilsdóttir og Ingunn Huld Kristófersdóttir

7. Lambagras 5 14 19 Jóhanna Kristín Gísladóttir

7. Ljósberi 11 11 22 Rakel Fjeldsted Jóhannesdóttir

8. Bláberjalyng 9 14 23 Sóley Ásta Karlsdóttir

8. Krækilyng 7 16 23 Kristín Helga Einarsdóttir

9. Beitilyng 7 15 22 Anna Reynarsdóttir

9. Mosalyng 9 14 23 Hákon Sverrisson

10. Hrútaberjalyng 22 11 33 Kristín Pétursdóttir og Íris Másdóttir

Samtals: 247 257 504

Page 15: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

15

Starfsfólk Vatnsendaskóla

Við Vatnsendaskóla starfar 71 starfsmaður, kennarar, sérkennarar, þroskaþjálfar, talkennari,

námsráðgjafi, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingur, ritari, húsvörður og skólaliðar, auk

skólastjóra og deildarstjóra.

Nafn Starfsheiti Netfang

Anna Elísabet Ólafsdóttir Þroskaþjálfi [email protected]

Anna Reynarsdóttir kennari [email protected]

Arndís Th. Friðriksdóttir Sérkennari [email protected]

Auður Sveinbjörg Jóhannsdóttir Hjúkrunarfræðingur [email protected]

Auður Tinna Hlynsdóttir Stuðningsfulltrúi [email protected]

Álfheiður Ingimarsdóttir Kennari [email protected]

Ása Magnea Vigfúsdóttir Ritari [email protected]

Ásta Ingunn Sævarsdóttir Kennari [email protected]

Benedikt Bragi Sigurðsson Skólasálfræðingur [email protected]

Birgir Rafn Birgisson Stundakennari [email protected]

Birna Hugrún Bjarnardóttir Sérkennari [email protected]

Björn Hanan Abed Stuðningsfulltrúi [email protected]

Edda Kolbrún Egilsdóttir Starfsmaður í Dægradvöl [email protected]

Einar Baldursson kennari unglingastig [email protected]

Einar Eysteinsson Stuðningsfulltrúi [email protected]

Eric Paul Calmon Kokkur [email protected]

Guðleif Margrét Þórðardóttir Starfsmaður í Dægradvöl [email protected]

Guðrún Elva Arinbjarnardóttir Námsráðgjafi [email protected]

Guðrún Soffía Jónasdóttir Skólastjóri [email protected]

Guðrún Vala Ólafsdóttir Tölvukennari [email protected]

Gunnar Bjarni Kristinsson Stuðningsfulltrúi [email protected]

Halla María Ólafsdóttir Textilmennt [email protected]

Halldór Sigurjónsson Húsvörður [email protected]

Hákon Sverrisson Kennari [email protected]

Heiða Björk Egilsdóttir Kennari [email protected]

Hekla Hannibalsdóttir Aðstoðarskólastjóri [email protected]

Helga Arnþórsdóttir Umsjónarkennari [email protected]

Hólmfríður Hafberg Stuðningsfulltrúi [email protected]

Hrefna Jóna Óskarsdóttir Forstöðumaður Dægradvalar [email protected]

Hrönn Jónsdóttir Sérkennari [email protected]

Hulda Björk Brynjarsdóttir Stuðningsfulltrúi [email protected]

Ingibjörg Bjarney Bjarnadóttir Kennari [email protected]

Ingunn Huld Kristófersdóttir Kennari [email protected]

Íris Másdóttir Kennari [email protected]

Jóhanna Kristín Gísladóttir Kennari [email protected]

Jónína Edda Sævarsdóttir Kennari [email protected]

Kjartan Ólafsson Íþróttakennari [email protected]

Page 16: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

16

Klara Sigurmundadóttir Kennari [email protected]

Klinta Vanaga Stuðningsfulltrúi [email protected]

Kristín Helga Einarsdóttir Kennari [email protected]

Kristín Pétursdóttir Kennari [email protected]

Kristjana Ragnarsdóttir Skólaliði [email protected]

Lenivalda Rodrigues Ferreira Skólaliði

Loreta Kazlauskaité Kennari [email protected]

Lovísa Hannesdóttir Kennari [email protected]

Malla Rós Valgerðardóttir Stuðningsfulltrúi [email protected]

Margrét Jóhannsdóttir Kennari [email protected]

Margrét Jóna Jónsdóttir Þroskaþjálfi [email protected]

Margrét Lilja Árnadóttir Skólaliði [email protected]

María Ásmundsdóttir Kennari [email protected]

María Jónsdóttir Deildarstjóri [email protected]

Nína Hrönn Guðmundsdóttir Myndmenntakennari [email protected]

Ólöf Ósk Óladóttir Kennari [email protected]

Páll Janus Þórðarson Kennari [email protected]

Ragnheiður Jóna L. Aðalsteinsdóttir Kennari [email protected]

Rakel Fjeldsted Jóhannesdóttir Kennari [email protected]

Rattiyaporn Insorn Skólaliði

Rogélia Helena Pinheiro Grilo Skólaliði [email protected]

Róbert Ólafur Gr. Mc Kee Smíðakennari [email protected]

Rósamunda Rúnarsdóttir Skólaliði [email protected]

Rósý Karlsdóttir Skólaliði [email protected]

Sandra Rós Pétursdóttir Skólaliði II [email protected]

Sara Sædal Andrésdóttir Kennari [email protected]

Sigríður Hjartardóttir kennari [email protected]

Sigríður Sturludóttir Kennari [email protected]

Sigurborg Birgisdóttir Kennari [email protected]

Smári Þorbjörnsson Kennari [email protected]

Sóley Ásta Karlsdóttir Kennari [email protected]

Steinunn Björg Birgisdóttir Kennari [email protected]

Stella María Ármann Kennari [email protected]

Svandís Halldórsdóttir Íþróttakennari [email protected]

Page 17: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

17

Samstarf heimila og skóla

Gott samstarf heimila og skóla er ein af forsendum góðs skólastarfs og stuðlar að

ánægju og vellíðan nemenda. Til þess að samskipti verði góð og árangursrík þurfa

allir starfsmenn skólans og foreldrar að leggja sitt af mörkum. Foreldrar og

forráðamenn bera ábyrgð á uppeldi barna sinna. Skólinn aðstoðar þá í

uppeldishlutverkinu og skapar menntunartækifæri. Menntun og velferð nemenda er

sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna. Öll þátttaka foreldra í skólastarfinu er

mikilvæg. Má þar nefna virka þátttöku í foreldrafélagi og bekkjarstarfi. Ýmsir þættir í

hinu daglega skólastarfi snúa beint að foreldrum og er ekki síður mikilvægt að þeir

séu virkir þátttakendur í þeim hluta t.d. með því að fylgjast með heimanámi barna

sinna, mæta á fundi s.s. námsefniskynningar og bekkjarkvöld, aðstoða í ferðum og

koma með innlegg í kennsluna þegar það á við, t.d. hvað varðar kynningar á

starfsgreinum. Skólinn er ávallt opinn foreldrum og forráðamönnum hvenær sem er.

Nemenda- og foreldraviðtöl

Foreldrar eru ávallt velkomnir í skólann. Gott samstarf heimila og skóla leggur grunn að

farsælli skólagöngu nemenda. Hefðbundin nemenda- og foreldraviðtöl eru þrisvar yfir

skólaárið. Skólasetning er með þeim hætti að kennarar hitta nemendur og foreldra í

skólaboðunarviðtölum og fara yfir það sem framundan er yfir veturinn. Í október og janúar

eru einnig nemenda- og foreldraviðtöl.

Um skólaráð

Samkvæmt lögum um grunnskóla frá 2008 skal starfa skólaráð við grunnskóla sem

er samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.

Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.

Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.

Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.

Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Page 18: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

18

Skólanefnd, sbr. 6 gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum

einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.“ (Lög um grunnskóla, samþykkt á

Alþingi 29. maí 2008, II. kafli, 8.gr.)

Í skólaráð skal skipa níu einstaklinga til tveggja ára í senn:

Skólastjóri sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess

Tveir fulltrúar kennara.

Einn fulltrúa annars starfsfólks en kennara.

Tveir fulltrúar nemenda.

Tveir fulltrúar foreldra.

Einn fulltrúi úr grenndarsamfélaginu sem ofantaldir fulltrúar skólaráðs velja eða einn viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.

Skólaráð Vatnsendaskóla

Agnes Gunnarsdóttir, foreldrafulltrúi

Drífa Harðardóttir, foreldrafulltrúi

Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri

Halldór Sigurjónsson, húsvörður

Kristófer Ingi Maack, nemandi í 9. Beitilyngi

Oddný Ýr Magnúsdóttir, nemandi í 10. Hrútaberjalyngi

Jóhanna Kristín Gísladóttir, kennari

Margrét Stefánsdóttir, foreldrafulltrúi

María Ásmundsdóttir, kennari

Starfsáætlun skólaráðs

Skólaráð fundar þrisvar á haustönn og þrisvar á vorönn. Fundir eru á mánudögum kl. 8:15.

Foreldrafélag Vatnsendaskóla

Foreldrafélagið er samstarfsvettvangur foreldra og markmið þess er að efla og tryggja gott

samstarf heimila og skóla, vinna að velferð nemenda, koma á framfæri sjónarmiðum foreldra

um skóla- og uppeldismál og standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.

Page 19: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

19

Stjórn foreldrafélags Vatnsendaskóla skólaárið 2013 – 2014

Arnar Gauti Sverrisson, formaður

Þorvar Hafsteinsson, varaformaður/gjaldkeri

Nadia Katrín Banine, ritari

Ólafur Örn Karlsson, meðstjórnandi

Einar Örn Gunnarsson, meðstjórnandi

Margrét Stefánsdóttir, meðstjórnandi

Starfsáætlun foreldrafélagsins liggur ekki fyrir.

Nemendaráð Vatnsendaskóla

Samkvæmt 10. gr. laga um grunnskóla skal nemendafélag starfa í grunnskólum sem á m.a. að

vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum þeirra. Nemendaráð fundar vikulega, á

miðvikudögum kl. 13:40.

Fulltrúar skólaárið 2013 – 2014 eru:

Erna Mist Pétursdóttir

Oddný Ýr Magnúsdóttir

Andri Már Eggertsson

Christopher Einar Burrel

Victor Blær Ágústsson

Starfsáætlun Félagsmiðstöðvarinnar Dimmu:

6. september Íþróttadagur félagsmiðstöðva í Kópavogi

18. september Kökukeppni Dimmu

4-6. október Landsmót Samfés á Hvolfsvelli

18. október Getkó (spurningakeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi)

21-23. október Forvarnarvika félagsmiðstöðva Kópavogs

6. nóvember Félagsmiðstöðvadagurinn

23. nóvember Stíll (fatahönnunar og hárgreiðslukeppni)

13. desember Söngkeppni Dimmu

19. desember Jólaball Dimmu og Vatnsendaskóla

10. janúar Nýársball

22. janúar Söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi

21. febrúar Kóparokk í Molanum

7. mars Stórtónleikar Samfés

Page 20: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

20

Félagsmiðstöðin Dimma er opin alla mánudaga og miðvikudaga frá 17:00-22:00 og annan hvern föstudag frá 19:30 - 23:00.

Skólabragur

Áhersla er lögð á að skapa jákvæðan skólabrag og að góður vinnuandi sé ríkjandi. Mikilvægt

er að allir sem í skólanum starfa stuðli að og viðhaldi góðum starfsanda þar sem öryggi,

vellíðan og heilbrigði eru í fyrirrúmi. Gagnkvæmt traust, virðing, samábyrgð, tillitssemi og

kurteisleg framkoma eru höfð að leiðarljósi. Námsagi einkennist af því að tillit sé tekið til

þarfa nemenda, þroska þeirra og hæfni með áherslu á mannréttindi, jafnrétti, lýðræðisleg

vinnubrögð og bann við mismunun af öllu tagi.

Skólareglur Vatnsendaskóla

1. Við sýnum hvert öðru virðingu, kurteisi og tillitssemi.

2. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum starfsmanna skólans.

3. Nemendum ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir. Forráðamenn nemenda

skulu tilkynna forföll þeirra á skrifstofu skólans fyrir kl. 8:10 alla daga sem nemandi er

veikur.

4. Nemendur ganga vel og snyrtilega um húsnæði skólans og eigur hans, svo sem bækur

og önnur kennslugögn, kennsluáhöld og húsgögn.

5. Notkun reiðhjóla, línuskauta, hjólabretta og hlaupahjóla er bönnuð á skólalóðinni á

skólatíma.

6. Notkun GSM síma er bönnuð í 1.-7. bekk á skólatíma. Nemendur í 8.-10. bekk mega

ekki nota GSM síma í kennslustundum en utan kennslustunda er notkun þeirra leyfð.

Brjóti nemandi þessa reglu verða foreldrar að sækja símann í skólann í lok skóladags.

7. Nemendur í 1.-7. bekk mega ekki yfirgefa skólalóðina á skólatíma nema með sérstöku

leyfi kennara eða annarra starfsmanna skólans.

8. Tóbaksnotkun er bönnuð á skólatíma, sem og neysla hvers konar vímugjafa. Sömu

reglur gilda um allt tómstundastarf, skemmtanir og ferðir á vegum skólans.

Við biðjumst afsökunar ef við brjótum reglur skólans.

Page 21: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

21

Viðbrögð við brotum á skólareglum

Ef nemandi brýtur skólareglur ræðir kennari við nemandann. Leitað er lausna að bættri

hegðun.

Kennarar geta vísað málum til skólastjórnenda ef þeir telja þörf á því.

Nemandi er spurður um sitt hlutverk og hvort hann geti bætt fyrir brot sitt.

Tilkynnt er um brotið til forráðamanna með símtali eða tölvupóstið. Málið er skráð í dagbók

nemanda í Mentor.

Upplýsingar um stoðþjónustu

Sérkennsla

Í grunnskólalögum er kveðið á um að skólinn skuli haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi

við eðli og þarfir hvers nemanda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Samkvæmt lögum

eiga allir nemendur rétt á námi við hæfi í grunnskólum og sveitarfélögum er skylt að sjá

öllum nemendum fyrir viðeigandi kennslu.

Í sérkennslu Vatnsendaskóla er leitast við að finna leiðir til að mæta þessu hlutverki á sem

bestan hátt og gera námið sem skilvirkast.

Helstu markmið sérkennslu eru:

að styrkja sjálfsmynd nemenda

að nemendur fái kennslu í samræmi við þroska og getu

að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum

að treysta samskipti við foreldra sem best.

Page 22: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

22

Sérkennsla í Vatnsendaskóla skiptist í eftirtalda þætti:

Kennsla nemenda með einstaklingsnámskrá. Kennsla sem felur í sér verulega

breytingu á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/ eða kennsluaðstæðum.

Stuðningsmiðuð kennsla. Aðaláhersla á lestur og stærðfræði. Ekki er vikið verulega

frá bekkjarnámskrá.

Nemendur fá sérkennslu samkvæmt greiningu sérfræðinga og greinandi skimunarprófum,

ábendingum ýmissa aðila, svo sem leikskólakennara, talmeinafræðings, kennara,

deildarstjóra og foreldra. Að vori ræða sérkennarar við umsjónarkennara um stöðu nemenda

og meta þeir sameiginlega þörf fyrir sérkennslu á komandi skólaári. Sérkennslutímum er

skipt milli nemenda í samræmi við þarfir þeirra og endurskoðun fer fram nokkrum sinnum á

ár

Stuðningsfulltrúar

Stuðningsfulltrúar eru til aðstoðar þeim nemendum sem eiga í sértækum erfiðleikum.

Stuðningsfulltrúar starfa undir stjórn kennara.

Þroskaþjálfar

Þroskaþjálfar eru starfandi við skólann og vinna með þeim börnum sem hafa alvarlegar

þroskahamlanir og þurfa á sértækum úrræðum og þjálfun að halda.

Skólahjúkrun

Auður Jóhannsdóttir er hjúkrunarfræðingur skólans og er í 60% starfi undir stjórn

Heilsugæslunnar.

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að

vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum

landlæknis. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og

heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks

skólans. Hægt er að lesa nánar um starfssemi heilsuverndar skólabarna inn á

www.6h.is á foreldrahluta síðunnar.

Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingur fái upplýsingar um breytingar á högum nemenda eða ef um langvinna sjúkdóma og lyfjanotkun er að ræða.

Page 23: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

23

Ef nemandi slasast í skólanum er fyrstu hjálp sinnt. Haft er samband við forráðamann ef veikindi eða slys ber að höndum og því er mjög mikilvægt að á skrifstofu skólans séu alltaf réttar upplýsingar um virk símanúmer og netföng.

Upplýsingar um helstu verkefni skólaheilsuverndar er að finna á heimasíðu skólans, www.vatnsendaskoli.is

Mánudagar kl. 08.00-14.00

Þriðjudagar kl. 09.00-12.00

Miðvikudagar kl. 09.00-14.00

Fimmtudagar kl. 08.00-12.00

Föstudagar kl. 08.00-12.00

Sálfræðiþjónusta

Benedikt Bragi Sigurðsson er sálfræðingur skólans. Hann sinnir nemendum ýmist að ósk skóla

eða forráðamanna. Skólinn vísar nemendum aðeins til sálfræðings að gefnu samþykki

forráðamanna. Forráðamenn leita til umsjónarkennara hafi þeir í hyggju að leita þjónustu

skólasálfræðings. Umsjónarkennari vísar erindinu til nemendaverndarráðs sem síðar vísar

erindinu áfram til sálfræðings. Viðvera Benedikts Braga er á þriðjudögum frá kl. 8:00 – 15:30.

Náms- og starfsráðgjöf

Guðrún Elva Arinbjarnardóttir er náms- og starfsráðgjafi skólans í 100% starfi og er

við alla daga frá 8:00 – 16:00. Hlutverk hennar er að standa vörð um velferð

nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, bæði þau er varða námið og eins í

persónulegum málum.

Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda. Verkefni hans eru m.a.:

Persónuleg ráðgjöf nemenda, bæði hóp- og einstaklingsráðgjöf.

Kynningar á framhaldsskólum.

Leiðbeiningar um skipulögð vinnubrögð í námi.

Könnun á áhugasviði.

Val á framhaldsnámi.

Prófkvíði.

Prófundirbúningur.

Samskipti.

Stríðni.

Einelti.

Áhyggjur.

Viðtöl við nýja nemendur.

Tengiliður milli heimila og skóla.

Page 24: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

24

Talkennsla

Jóna S. Valberg er talkennari skólans. Allir 6 ára nemendur fara í athugun hjá talkennara og

þeir sem þurfa talkennslu fá hana eins lengi og þörf er á. Foreldrar/forráðamenn barns geta

sjálfir óskað eftir að barn þeirra fái talkennslu. Jóna er við á miðvikudögum frá kl. 8:10 –

14:00.

Nemendaverndarráð

Í Vatnsendaskóla er starfrækt nemendaverndarráð í samræmi við grunnskólalög og

reglur um nemendaverndarráð. Nemendaverndarráð er skipað skólastjóra,

aðstoðarskólastjóra, deildarstjóra, sérkennara, náms- og starfsráðgjafa og

hjúkrunarfræðingi. Skólasálfræðingur situr einnig fundi ef þurfa þykir.

Nemendaverndarráð heldur fundi aðra hverja viku og er hlutverk þess að gæta

hagsmuna nemenda.

Fulltrúar frá Félagsþjónustu Kópavogs sitja fundi nemendaverndarráðs eftir því sem

efni standa til. Hlutaðeigandi kennarar eru boðaðir eftir þörfum. Kennarar vísa

málum til ráðsins. Þeir hafa tilkynningarskyldu gagnvart ráðinu ef þeir hafa grun um

vanrækslu vegna nemanda.

Önnur sérfræðiþjónusta frá Menntasviði Kópavogs

Vatnsendaskóli hefur aðgang að faglegri ráðgjöf frá skólaskrifstofu Kópavogs og skammtíma

vistun fyrir nemendur sem eiga í erfiðleikum í Tröð.

Símenntunaráætlun

Símenntun starfsfólks má skipta í tvo meginþætti. Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann

annars vegar og hins vegar þættir sem starfsmenn meta æskilega eða nauðsynlega fyrir sig.

Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans,

áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu á grundvelli innra mats. Starfsmenn

greina skólastjóra frá þeim þáttum sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi

og/eða til að bæta þekkingu sína sem nýtist í starfi. Starfsmönnum er skylt að fara á

námskeið sem þeim er ætlað að fara á samkvæmt símenntunaráætlun skóla. Þau námskeið

eru á vinnutíma starfsmanna og starfsmönnum að kostnaðarlausu.

Page 25: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

25

Áherslur varðandi símenntun

Kennarar á yngsta stigi 1. – 3. bekk eru að vinna í tveggja ára þróunarverkefni sem tengist

læsi og lestrarkennslu, Byrjendalæsi. Verkefnið hófst á skipulagsdögum á síðasta skólaári og

heldur áfram í vetur. Unnið verður í lotum í allan vetur. 15 kennarar skólans vinna saman að

þessu þróunarverkefni og er það leitt af Háskólanum á Akureyri.

Fyrirlestrar um bekkjarstjórnun.

Leshópar og rýnifundir verða í vetur til stuðnings við innleiðingu nýrrar Aðalnámskrár.

Námskeið varðandi uppeldisstefnu skólans Uppeldi til ábyrgðar.

Fyrirlestur um námsmat samkvæmt nýrri Aðalnámskrá.

Kennarar á miðstigi vinna nú að þróunarverkefninu Orð af orði undir stjórn kennara frá

Háskólanum á Akureyri. Nokkrir sérgreina og unglingastigskennarar taka einnig þátt í

verkefninu.

Kennarar á unglingastigi og nokkrir af öðrum stigum vinna nú að því að læra um speglaða

kennslu. Þar eru kennarar að kynna sér nýja kennsluaðferð sem notar tölvutæknina til þess

að koma efni til nemenda. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðra grunnskóla í Kópavogi og

sérfræðinga á þessu sviði. Kennarar munu fræðast um netnám og speglaða kennslu í þessu

þróunarverkefni.

Fyrirlestur um Núvitund.

Mat á skólastarfi

Mat á skólastarfi er yfirleitt skipt í innra og ytra mat. Með ytra mati er átt við úttekt á

starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum. Áætlað er að Kópavogsbær

standi fyrir mati á ákveðnum þáttum skólastarfsins með könnun meðal foreldra síðar í vetur.

Með innra mati er átt við sjálfsmat stofnunar unnið af starfsmönnum hennar. Markmið innra

mats er að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög, reglugerðir og aðalnámskrá

grunnskóla. Grundvallaratriði innra mats er að það stuðli að umbótum sem bæti skólastarfið

og efli skólaþróun.

Viðfangsefni innra mats

Vatnsendaskóli hefur lagt áherslu á innra mat á skólastarfinu allt frá stofnun skólans árið

2005. Innra mat í Vatnsendaskóla byggir á blandaðri aðferðafræði, það er að segja bæði

eigindlegum og megindlegum aðferðum. Áhersla er lögð á að allir hagsmunaaðilar skólans

komi að matinu. Sjálfsmatskerfið byggir á fimm ára áætlun þar sem allir þættir skólastarfsins

eru skoðaðir með markvissum hætti.

Page 26: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

26

Skólaárið 2013 – 2014 eru viðfangsefni innra mats:

Stuðningur og ögrandi verkefni

Agamál

Námsmat

Útikennsla og náttúrufræði

Skólalóð

Stjórnun

Skólaþróun og umbótastarf

Byrjendalæsi

Byrjendalæsi er kennsluaðferð ætluð nemendum í 1., 2. og 3. bekk. Kennsluaðferðin hefur

verið mótuð og þróuð við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri og er unnin í samvinnu við

HA.

Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á

skólagöngu sinni.

Gengið er út frá því að börn þurfi lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið,

hvetur þau til gagnrýninnar hugsunar og gefur þeim færi á að mynda merkingarbærar

tengingar við eigið líf. Því er margs konar texti lagður til grundvallar lestrarkennslunni og

hann nýttur sem efniviður í vinnu með stafi og hljóð, sem og vinnu með orðaforða, skilning

og ritun af ýmsu tagi. Umsjónarmaður verkefnisins innan skólans er Jónína Edda

Sævarsdóttir kennari.

Orð af orði

Orð af orði er þróunarverkefni sem unnið er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Orð af orði

hefur þann tilgang að efla læsi og námsárangur barna og ungmenna og í Vatnsendaskóla er

það unnið með nemendum í 4. – 7. bekk. Heiti verkefnisins sprettur af orðaleik þar sem orðið

orðaforði er sundurgreint á frumlegan hátt orð-af-orði. Lögð er áhersla á að efla

málumhverfi, kenna markvissar aðferðir við að sundurgreina námsefni og orð, greina

merkingu og inntak, tengsl við annað efni, kortleggja aðalatriði og endurbirta eða

endurbyggja á fjölbreyttan og heildrænan hátt.

Umsjónarmaður verkefnisins innan skólans er Steinunn Björg Birgisdóttir.

Uppeldi til ábyrgðar

Innleiðing á Uppeldi til ábyrgðar í Vatnsendaskóla hófst árið 2011 en sú stefna ýtir undir

ábyrðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfar þau í að ræða um tilfinningar sínar

og átta sig á þörfum sínum. Vinnuaðferðunum er einnig ætlað að styðja starfsmenn skólans

við að móta sér skýra stefnu varðandi samskipti og agamál. Um er að ræða aðferðir við að

kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og styrkja einstaklinga í því að læra af mistökum sínum.

Page 27: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

27

Hugmyndafræðin byggist á því að einstaklingurinn geti tekið sjálfstæðar, siðferðilegar

ákvarðanir varðandi eigin hegðun þegar hann er laus undan skömm, hótunum, sektarkennd

eða væntingum og loforðum um umbun og að hann fái tækifæri til að meta lífsgildi

sín. Markmiðið er að styrkja einstaklinginn í að vera sá sem hann vill vera með hliðsjón af

eigin sannfæringu frekar en að stjórnast út frá geðþótta annarra.

Netnám og spegluð kennsla

Í vetur munu nokkrir kennarar í Vatnsendaskóla vera með tilraunakennslu í svokallaðri

speglaðri kennslu. Spegluð kennsla felur í sér að nemendur skoða á myndbandi innlögn í

ákveðnu fagi og vinna svo verkefni því tengdu í skólanum. Þannig geta nemendur horft aftur

og aftur á innlagnirnar ef þeir þurfa. Notað verður moodle umhverfi til að vista verkefni

kennara og nemenda og þar geta þeir einnig haft samskipti sín á milli.

Grænfáni í Vatnsendaskóla

Vatnsendaskóli er skóli á grænni grein hjá Landvernd og fékk heimild til að flagga Grænfánanum í annað sinn i janúar 2012. Markmið skólans er að hver og einn nemandi læri að taka meiri ábyrgð á eigin umhverfi. Það er mikilvægt að nemendur læri að bera virðingu fyrir auðlindum okkar svo þær nýtist komandi kynslóðum sem best.

Starfandi er umhverfisnefnd við skólann og í henni sitja fulltrúi foreldra, kennara, starfsmanna, stjórnenda og fulltrúar nemenda. Umhverfisnefndin hittist öll um það bil tvisvar á skólaárinu auk þess sem hún hittist af og til í minni hópum.

Í skólanum er lögð áhersla á að fræða nemendur um mikilvægi þess að hugsa vel um umhverfið og náttúruna. Undanfarin ár hafa starfsmenn og nemendur skólans verið að flokka pappír og leitast við að endurnýta hann sem mest. Einnig er lífrænn úrgangur flokkaður í öllum kennslustofum, starfsmannastofu og mötuneyti nemenda. Orkusparnaður er hafður að leiðarljósi og allir eru hvattir til að láta vatnið renna sem minnst úr krönunum og slökkva ljósin þegar gengið er út úr stofum. Í Vatnsendaskóla er ætlast til að nemendur drekki sem mest vatn og ef þeir koma með nesti í einnota umbúðum eiga þeir að taka umbúðirnar með sér heim.

Foreldrar eru hvattir til að ræða um umhverfismál við börn sín og skoða með þeim vefsíður

um umhverfismál. Á vefsíðum Landverndar landvernd.is og Umhverfisstofnunar, www.ust.is

má finna margskonar fróðleik.

Page 28: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

28

Rýmingaráætlun Vatnsendaskóla

Rýmingaráætlun er til í hverri kennslustofu.

Brunaæfingar eru haldnar tvisvar á ári og þá er húsið rýmt. Rýmingaráætlun er kynnt á

kennarafundi að hausti og farið yfir hvernig henni verður hagað yfir veturinn.

Fyrri æfingin er gefin upp og þá er verið að æfa nemendur í að fara í röð og fara á sinn stað

úti. Þá er tekinn tími til að kanna hversu fljótir nemendur eru að tæma skólann. Seinni

æfingin er eftir áramót og er sú æfing óundirbúin. Á næsta kennarafundi eftir æfingarnar er

farið yfir það sem gekk vel og hvað betur mátti fara.

Viðbrögð við vá

Sjá meðfylgjandi skýrslur:

Viðbrögð við óveðri:

http://php.vatnsendaskoli.is/files/skolinn/roskun_a_skolastarfi.pdf?PHPSESSID=715e6757fc

65b88cde81a13402e1b6bd

Viðbrögð við jarðskjálftum: http://www.almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=342

Viðbrögð við eldgosi: http://www.almannavarnir.is/default.asp?cat_id=171

Viðbrögð við inflúensu:

http://php.vatnsendaskoli.is/files/skolinn/vidbragdsaaetlun.pdf?PHPSESSID=715e6757fc65b

88cde81a13402e1b6bd

Page 29: Starfsáætlun Vatnsendaskóla 2013 - 2014vatnsendaskoli.is/.../10/2019/11/starfsaaetlun2013-2014.pdf2 Efnisyfirlit Inngangur ..... 4 Um Vatnsendaskóla..... 4

29

Skólaakstur

Hér að neðan er aksturstafla vegna íþrótta- og sundtíma í Vatnsendaskóla. Eins og sjá má

þarf skólinn mikinn akstur og fylgd með í rúturnar. Fylgja þarf nemendum í

1. – 5. bekkjum og þarf einn til tvo fylgdarmenn í hverja ferð.

Frá Vatnsendaskóla að Kór - Versölum - Frá Kór - Versölum að Vatnsendaskóla

Mánudagur íþróttir í Kór

Þriðjudagur íþróttir í Kór

Miðvikudagur Sund í Versölum

Fimmtudagur íþróttir í Kór

Föstudagur Sund í Versölum

Íþróttir Kór 6. bekkur (34) kl. 8:15 - 9:40

Sund Versalir 4. bekkur (28) kl. 8:15 - 9:40

Kristjana

Íþróttir Kór 7. bekkur (39)

8:15 – 9:40

Sund Versalir 9.+10. bk

drengir (28) kl. 8:15 - 9:40

Íþróttir Kór 1. bekkur (64) kl. 9:30 - 10:55

3 stuðningsfulltr.

Sund Versalir 3. bekkur (30)

kl. 9:30 – 10:55

Einar

Íþróttir Kór 8. bekkur (45) 9:30 – 10:55

Sund Versalir 8. bk. stúlkur

(30) kl. 9:30 – 10:55

Íþróttir Kór 2. bekkur (65)

kl. 10:40 - 12:05 Edda/Kristjana

Íþróttir Kór 9. bekkur (45) 10:50 - 12:10

Sund Versalir 2. bekkur (33)

kl. 10:40 – 12:05

Guðleif/Gunnar

Íþróttir Kór 4. bekkur (64) 11:30 – 12:50

Kristjana/Gunnar

Sund Versalir 5. bekkur (31)

kl. 11:10 – 12:35

Íþróttir Kór 3. bekkur (59)

kl. 12:20 - 13:40 Margrét /Einar

Íþróttir Kór 10. bekkur (33) 12:20 - 13:45

Sund Versalir 2. bekkur (32)

kl. 11:40 – 13:05 Margrét

Íþróttir Kór 5. bekkur (61) 12:40 – 14:05

Margrét

Sund Versalir 6. bekkur (34)

kl. 12:45 – 14:10

SundVersalir-Íþróttir Kór

7. b. drengir (16) sund

7. b. stúlkur (23) íþróttir

13:30 – 14:55