starfsáætlun 2012 -2013 · reynisholt notandi menntasvið reykjavíkurborgar skóla- og...

18
Reynisholt Notandi Menntasvið Reykjavíkurborgar Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Starfsáætlun 2012 -2013

Upload: others

Post on 12-Feb-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Reynisholt

    Notandi

    Menntasvið Reykjavíkurborgar

    Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

    Starfsáætlun 2012 -2013

  • 1

    Efnisyfirlit Inngangur ................................................................................................................................... 2

    Starfsáætlun leikskóla ............................................................................................................ 2

    Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun ...................................................................................... 3

    Innra mat leikskólans ............................................................................................................. 3

    Ytra mat .................................................................................................................................. 4

    Umbótaáætlun samkvæmt niðurstöðum innra- og ytra mats.................................................. 5

    Áherslur leikskólans fyrir næsta leikskólaár .............................................................................. 6

    Markmið vetrarins í umhverfismálum .................................................................................... 7

    Markmið vetrarins í lífsleikni ................................................................................................. 8

    Markmið vetrarins í málrækt .................................................................................................. 8

    Skipulagsdagar og hefðir ........................................................................................................ 9

    Áherslur leikskólans vegna stefnu og starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs 2012 ............... 10

    Starfsþróunaráætlun ................................................................................................................. 11

    Starfsmannahópurinn ........................................................................................................... 11

    Barnahópurinn ...................................................................................................................... 13

    Foreldrasamvinna ..................................................................................................................... 13

    Samstarf leik- og grunnskóla .................................................................................................... 14

    Fylgirit ...................................................................................................................................... 14

  • 2

    Inngangur

    Samkvæmt 13. grein laga um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir aðalnámskrá fyrir

    leikskóla. Hver og einn leikskóli setur upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern

    hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Skólanámskráin er aðgengileg á

    heimasíðu leikskólans http://www.reynisholt.is

    Leikskólinn Reynisholt er staðsettur í fallegum trjálundi í næsta nágrenni við Reynisvatn.

    Hann var formlega opnaður 30. nóvember 2005. Reynislundur er útivistarsvæði við hlið

    leikskólans sem hannað var og unnið af foreldrum og starfsmönnum vorið 2010. Leikskólinn

    fékk Grænfánann 30. nóvember 2010 og stefnt er að því að fá hann aftur haustið 2012.

    Strax í upphafi leikskólastarfsins var hafist handa við að innleiða þær áherslur sem leikskólinn

    vinnur eftir en það er lífsleikni í leikskólastarfi með sérstakri áherslu á jóga með börnum,

    umhverfismennt og þróunarverkefnið „Orð af orði orðs mér leitaði“ sem hefur verið í gangi

    síðan 2008 og kemur skýrsla um verkefnið út haustið 2012. Leikskólinn hefur fengið styrk til

    að taka þátt í Comeníusarverkefni sem hófst 2011 og lýkur 2013.

    Starfsáætlun leikskóla Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

    hefur þá stefnu að ár hvert skulu leikskólar

    borgarinnar og sjálfstætt starfandi leikskólar

    sem njóta styrkja frá Reykjavíkurborg skila

    starfsáætlun fyrir komandi leikskólaár, eins

    og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr.

    90/2008. Þar er jafnframt kveðið á um að

    starfsáætlun skuli lögð fyrir foreldraráð

    leikskólans til umsagnar.

    Tilgangur starfsáætlunar er að gera

    skólaþróun leikskólans markvissa með

    árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki,

    foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig

    unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta.

    Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til skóla- og

    frístundasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir skóla- og frístundaráð til

    samþykktar.

    Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:

    Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum

    innra og ytra mats.

    Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að

    markmiðunum og áætlun um hvernig þau verða metin.

    Áherslur í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs sem leikskólinn vinnur að.

    http://www.reynisholt.is/

  • 3

    Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.

    Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og

    fjöldi barna af erlendum uppruna.

    Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.

    Skóladagatal fyrir árið.

    Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grundvöll að endurbótum í leikskólastarfi og vinna

    kerfisbundið að því að auka gæði þess og gera það skilvirkara.

    Markmið innra mats samkvæmt lögum um leikskóla er að:

    - Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda,

    starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra.

    - Tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og

    aðalnámskrár leikskóla.

    - Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum.

    - Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á

    samkvæmt lögum.

    Skólanámskrá leikskólans er skrifleg lýsing á því sem gert er í leikskólanum og á því sem á að

    gera. Þar koma fram bæði markmið og leiðir leikskólans. Skólanámskrá leikskólans setur því

    viðmið fyrir matið.

    Tilgangur ytra mats er að safna upplýsingum um viðhorf foreldra leikskólabarna og

    starfsmanna til að nota við innra mat leikskólans. Að auki er það liður í ytra mati skóla- og

    frístundasviðs og/eða Menntamálaráðuneytis.

    Innra mat leikskólans Skipulagsdagur í maí ár hvert hefur verið helgaður mati á

    starfinu. Vegna fyrirhugaðrar námsferðar starfsmanna

    erlendis í maí 2012 verður haldinn starfsmannafundur til að

    endurmeta starfið í maí á næsta ári.

    Í ár var unnið með þætti úr Barnið í brennidepli,

    umhverfisgátlisti var lagður fyrir starfsmenn og einnig mat

    meðal starfsmanna sem kallast tvær stjörnur - ein ósk.

    Hljóm-2 var tekið að hausti og unnið sérstaklega með þau

    börn sem þurftu á því að halda. Árangurinn var svo metinn

    með því að taka Hljóm-2 aftur í febrúar. Niðurstöður voru

    kynntar öllum foreldrum. Unnið er með ferilmöppur fyrir

    hvern einstakling þar sem haldið er utan um skráningar

    varðandi þroska barnsins og flest það er lítur að þroska og framför barnsins í leikskólanum og

    mætti í raun nefna það einstaklingsnámskrá barnsins. Sérstök einstaklingsnámskrá var unnin

    með þeim börnum sem þurftu sérstakan stuðning. Deildarstjórar unnu með matslistann

    Sjálfsmynd og félagsfærni.

  • 4

    Samskiptabækur voru notaðar með ákveðna einstaklinga þar sem bókin fór heim einu sinni í

    viku hjá sumum börnum en daglega hjá öðrum. Margir fundir voru haldnir bæði með

    fulltrúum frá þjónustumiðstöðinni og öðru teymi sem að því komu m.a. með

    talmeinafræðingi, sjúkraþjálfara og öðrum greiningaraðilum.

    Niðurstöður voru nokkuð góðar úr öllum þeim þáttum sem skoðaðir voru en þó aldrei svo að

    ekki megi gera enn betur og verður því gerð betri skil í kaflanum um umbótaáætlun.

    Símenntun fór fram í formi fyrirlestra og námskeiða á skipulagsdögum. Fyrirlestur var frá

    samtökunum Blátt áfram en fyrirlesari var Sólveig Hólm og í framhaldi af því var haldið

    lengra námskeið sem 12 starfsmenn sóttu. Sameiginlegur starfsmannafundur Birtu

    leikskólanna var haldinn í Garðabæ í október þar sem lögð var áhersla á jóga og jógaleiki með

    börnum.

    Tveir starfsmenn fóru í febrúar til Parísar á

    vegum Comeníusar verkefnisins og tveir

    starfsmenn fóru til Grikklands í maí mánuði.

    Auk þess kom hópur til Íslands frá þeim fjórum

    löndum sem leikskólinn er í samvinnu við þ.e.

    Frakkland, Grikkland, Wales og Ítalía. Hópurinn

    var í fjóra daga þar sem samfelld dagskrá var

    alla dagana og tóku margir starfsmenn þátt í því

    samstarfi jafnt virka daga sem helgidaga.

    Aðstoðarleikskólastjóri hefur haldið utan um

    samstarfið og farið í þær ferðir sem eru í boði.

    Leikskólakennari í Reynisholti hélt fyrirlestur um Barnasáttmálann, tveir starfsmenn sóttu

    námskeið í myndmennt í leikskólanum Sæborg og aðrir tveir sóttu námskeið um tálgun og

    útieldun. Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri sóttu námskeið í áhættumati.

    Leikskólastjóri og leikskólakennari fóru á morgunverðarfund um lýðræði og réttindi barna.

    Ábyrgðarmaður sérkennslu sótti námskeið í Lærum og leikum með hljóðin og einn

    starfsmaður sótti námskeið á Greiningarstöðinni Börn með

    hreyfihömlun. Einn starfsmaður sótti námskeið um hvernig á

    að fyrirbyggja erfiða hegðun. Sex starfsmenn sóttu ráðstefnuna

    Læsi meira en stafir og staut. Einn starfsmaður fór á ráðstefnu

    um vinsamlegt samfélag. Nemi á vegum Erasmus

    áætlunarinnar dvaldi í leikskólanum í þrjá mánuði á yngstu

    deildinni en markmiðið var að kynna sér m.a. jógaáherslur

    leikskólans. Deildarstjóri Bjartalundar yngstu deildarinnar

    hefur haldið utanum þetta samstarf. Starfsmenn heimsóttu þrjá

    leikskóla á árinu, Urðarhól í Kópavogi, Norðurberg í

    Hafnarfirði og Bæjarból í Garðabæ. Einn skipulagsdagur hefur

    farið í að vinna við skólanámskrána.

    Ytra mat Foreldrakönnun Leikskólasviðs var lögð fyrir foreldra 2011. Í heildina voru niðurstöðurnar

    góðar fyrir leikskólann og geta starfsmenn verið ánægðir með það sem þar kom fram. Þar

  • 5

    kom m.a. fram að foreldrar eru ánægðir með leikskólann og telja honum vel stjórnað. Þau

    atriði sem starfsmenn þurfa að skoða betur er hvernig foreldrar koma að því að gera

    einstaklingsnámskrá með barninu sínu og á hvern hátt þeir geta haft áhrif á innra starf og

    innra mat leikskólans.

    Þess ber að geta að sumarið 2011 fékk foreldraráð leikskólans framhaldsstyrk frá forvarna- og

    framfarasjóði Reykjavíkurborgar til að ljúka við útisvæði við hliðina á lóð leikskólans. Þetta

    var mikill fengur fyrir leikskólann að foreldrar ásamt aðstoðarleikskólastjóra og nokkrum

    starfsmönnum skyldu hanna og vinna lundinn okkar góða sem nefnist Reynislundur. Þarna fór

    fram kvöld- og helgarvinna sem margir lögðu hönd á plóginn með og skapaðist þarna

    samvinna á þessu eftirminnilega sumri þar sem foreldrar og starfsmenn lögðu sameiginlega á

    vogarskálarnar vinnu öðrum til eftirbreytni. Foreldrar og starfsfólk hafa unnið saman að

    viðhaldi Reynislundar á vinnukvöldum vor og haust.

    Unnið hefur verið að þróunarverkefninu Orð af

    orði sem miðar að eflingu almennrar málvitundar

    barna í gegnum leikskólastarfið. Þetta er fjórði

    veturinn sem unnið hefur verið með þessa

    áhersluþætti og hefur börnunum verið fylgt eftir

    upp í Sæmundarskóla. Strax fyrsta haustið kom

    fram betri árangur barna frá Reynisholti

    samkvæmt þeim athugunum á þeim þáttum sem

    verkefnið beindist að. Annað haustið var minni

    munur en áður hafði mælst og niðurstöður fyrir

    þriðja árið er í vinnslu. Að okkar mati hefur verkefnið verið afar gagnlegt og foreldrar komið

    jákvætt að því auk þess sem starfsmenn telja að verkefnið hafi stuðlað að jákvæðum

    samskiptum við grunnskólann. Verkefnið hefur reynst leikskólastarfinu afar vel en

    lokaskýrsla vegna verkefnisins kemur út haustið 2012.

    Umbótaáætlun samkvæmt niðurstöðum innra- og ytra mats Umhverfismenntin er á réttri leið og bentu niðurstöður til að vel hefur verið staðið að öllum

    þáttum þar bæði hvað varðar umhverfisráð leikskólans og matið með börnunum.

    Allar deildir, utan yngsta deildin, fylltu út í umhverfisgátlistann frá því í fyrra svo að þau gætu

    séð hvort einhverjar breytingar hefðu orðið síðan þá. Starfsmenn á yngstu deildinni fylltu út

    nýjan lista þar sem þeir voru ekki með umhverfisgátlista

    í fyrra. Ekki voru miklar breytingar. Staða

    umhverfismála er almennt góð og starfsfólk virðist að

    mestu vera meðvitað um áherslur í umhverfismennt en

    þó eru nokkrir þættir sem starfsmenn eru ekki öruggir

    með. Þar má nefna varðandi innkaup á vörum og búnaði

    en starfsfólk er ekki meðvitað um hvernig þeim sé

    háttað. Þeir þættir í listanum sem starfsfólk var ekki

    með á hreinu verða skráðir niður og kynning á þeim

    verður á skipulagsdegi næsta haust.

  • 6

    Í niðurstöðum varðandi tvær stjörnur og ein ósk kom fram að starfsmenn hafa verið duglegir

    að nota lundinn, sögugrunninn og sameiginleg svæði. Mikil ánægja var með Evrópuvikuna á

    öllum deildum og það kom fram að meira mætti gera af slíku. Vísindaþátturinn tókst vel og

    fjaran, rannsóknir og fiskiþemað sem var í gangi á Sunnulundi vakti athygli og ánægju.

    Hópastarfið var vel heppnað og skólaheimsóknir faglegri og skemmtilegri en í fyrra. Nýjar

    hugmyndir eða tilraunir í jóga hafa heppnast vel. Það sem má bæta er að betrumbæta

    skipulagið sumstaðar og samræmi milli deilda. Bæta upplýsingaflæði, hafa oftar val yfir

    húsið, fleiri vettvangsferðir, fleiri deildafundi og hreyfi- og tónlistastundir. Þá mætti breyta

    kaffitímum starfsmanna, færa þá til svo að dagskipulagið virki betur. Það kom fram að bæta

    má og laga hávaðavarnir í leikskólanum og að hafa fjölbreyttara val leikfanga og nokkrir

    starfsmenn vilja kaupa inn meira af leikföngum fyrir börnin. Þá kom fram að það er góður

    starfsandi og samvinna starfsfólks er góð.

    Fræðslufundir með hverri deild

    verða skipulagðir næsta vetur

    tvisvar sinnum yfir veturinn.

    Tilgangurinn er að fylgjast með að

    unnið sé eftir áherslum leikskólans

    og að starfsmenn komi með

    hugmyndir og tjái sig um það sem

    vel er gert og betur má fara.

    Við munum halda áfram að efla

    upplýsingastreymi til foreldra með tölvupósti og öflugri heimasíðu en tölvupóstur er sendur

    reglulega heim frá hverri deild fyrir sig. Auk þess sem stjórnendur senda tölvupóst af og til

    heim til foreldra.

    Stjórnendur eru ábyrgir fyrir því að þau atriði sem þarf að bæta verði endurskoðuð. Markmið

    leikskólans er alltaf að gera betur og leiðirnar að fara vel yfir það sem þarf að bæta með

    starfsmönnum og foreldrum.

    Áherslur leikskólans fyrir næsta leikskólaár Markmið leikskólans er að halda áfram að fylgja áherslum okkar í lífsleikni, umhverfismennt,

    útikennslu og erlendu samstarfi.

    Eftirtaldir matslistar verða lagðir fyrir veturinn 2012-

    2013, Sjálfshjálp og félagsfærni, umhverfisgátlisti,

    Eccers kvarðinn, Hljóm-2 fyrir fimm ára börn og mat

    á lærdómssamfélagi. Námskrá leikskólans er í

    endurskoðun og samræmd við nýja aðalnámskrá og

    verður þeirri vinnu haldið áfram á næsta ári.

    Sótt var um styrk hjá Landskrifstofu menntaáætlunar

    ESB til að taka þátt í Comeniusarverkefni fyrir

    skólaárin 2011-2013. Verkefnið kallast „Waste not,

  • 7

    Want not“ og er markmið þess að auka umhverfisvitund nemenda samstarfsskólanna, en

    þátttakendur eru frá fimm löndum í Evrópu. Megin hugmynd verkefnisins snýr að

    endurvinnslu og að nemendur þrói aukna meðvitund um þörfina á að draga úr, endurnýta og

    endurvinna sorp. Þannig eykst virðing fyrir náttúrunni og umhverfisvitund þeirra. Með því að

    vinna saman getum við séð hvernig mismunandi menningarheimar nálgast viðfangsefnið.

    Markmiðið er að koma á samræðum milli samstarfsaðila skólanna í því skyni að koma

    nemendum saman og beina sjónum þeirra á að

    þeirra aðgerðir munu hafa áhrif á framtíð okkar á

    jörðinni. Skipst verður á að vinna ákveðin verkefni

    og þannig fá börn og kennarar betri skilning á því

    sem er líkt og ólíkt með aðildarlöndunum. Þennan

    vetur hafa þrjár heimsóknir verið farnar. Fyrsta

    heimsóknin var til Íslands og komu 13 kennarar

    hingað. Tveir kennarar fóru til Frakklands í febrúar

    og tveir kennarar fóru til Grikklands í maí. Næsta

    vetur munu alls átta kennarar fara til Ítalíu og

    Wales vegna verkefnisins.

    Í október og mars 2012 munu tíu leikskólakennarar frá Þýskalandi heimsækja leikskólann og

    kynna sér áherslur hans á vegum Leonardo áætlunarinnar. Okkar verkefni felst í að taka á

    móti gestunum og kynna starf okkar.

    Markmið vetrarins í umhverfismálum Að kynnast nærumhverfi leikskólans og náttúrunni sem umlykur hann. Skipulagðar

    vettvangsferðir verða reglulega yfir veturinn og börnin læra að þekkja nærumhverfi sitt.

    Börnin munu skrá ferðir sínar og skoða á korti. Einnig mun Borgarvefsjá nýtt til að skoða

    loftmyndir af nágrenni leikskólans. Áfram verður sorp flokkað og unnið að því að minnka

    óflokkað sorp. Stefnt er að því að fækka sorptunnum sem taka við óflokkuðu sorpi úr þremur í

    tvær en einnig höfum við tvær endurvinnslutunnur fyrir flokkað sorp. Einnig verður hluti af

    ólífræna sorpinu notað sem rannsóknarefni fyrir börnin sem hluti af Comeniusar-verkefninu

    „Waste not – want not“ en á næsta starfsári er lögð áhersla á að endurbæta og endurnýta.

    Fylgst verður með gróðrinum í Reynislundi og skoðað hvernig náttúran endurbætir sig og

    hvernig við getum gert hið sama t.d. með því

    að planta trjám, laga bilaða hluti og fara vel

    með það sem við höfum. Lífrænt sorp er

    flokkað frá og moltað og börnin eru

    þátttakendur í moltugerðinni. Í vetur jukum

    við þátttöku þeirra t.d. með því að

    umsjónarmenn sáu um að hræra í Gýpu og

    tæmdu innitunnurnar í útitunnurnar. Skráð er

    staða á hverri moltutunnu fyrir sig þ.e.

    hvenær þær eru fullar, hverjar þurfa að bíða

    og í hvaða tunnu er verið að losa í. Við

    kappkostum að því að minnka orkunotkun

  • 8

    og er staða mæla á rafmagni, heita- og kaldavatni skráð mánaðarlega og reiknað út meðal

    orkunotkun á dag. Þannig er hægt að sjá strax hvort aukning verður og bregðast við.

    Aðstoðarleikskólastjóri mun halda utan um og bera ábyrgð á umhverfismálum leikskólans.

    Markmið vetrarins í lífsleikni

    Markmið leikskólans er að halda áfram að vera í samstarfi með Birtu samtökunum en

    samstarfsskólar um þessar áherslur eru Akrasel á Akranesi, Rauðaborg í Reykjavík og

    Sunnuhvoll í Garðabæ. Skólarnir hafa myndað samráð sem hópur og munu halda áfram að

    styrkja hvor annan og miðla hugmyndum og námskeiðum. Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir frá

    skóla- og frístundasviði heldur utan um hópinn. Starfsmenn hafa kynnt sér starfsemi skólanna

    með gagnvirkum heimsóknum og munum við halda því verkefni áfram. Opnuð hefur verið

    lokuð síða á facebook en markmiðið er að hvetja starfsmenn til að tjá sig og setja inn

    hugmyndir um hvernig við getum stöðugt bætt okkur í jógastarfinu með börnunum.

    Leikskólarnir voru með bás og kynntu starfsemi sína á stóra leikskóladeginum en bæklingur

    um samstarfið kom út vorið 2012.

    Leikskólastjóri ber ábyrgð á því að jógastarfið í

    leikskólanum eflist og hefur til liðs við sig

    jógakennara sem starfað hefur í Reynisholti frá

    upphafi og heldur utan um jógakennslu inni með

    börnunum. Stuðlað verður að því að jógastarfið

    nýtist sem best öllum deildum leikskólans.

    Markmiðið næsta vetur er að taka þátt í átakinu

    hjólað í vinnuna og Lífshlaupinu. En með því

    erum við huga að hreyfingu og gönguferðum og

    minna á mikilvægi liðsheildarinnar í starfsmannahópnum. Tveir starfsmenn hafa verið valdir

    til að halda utan um þennan þátt.

    Dygð vetrarins 2012-2013 verður kurteisi meðal barnanna og jákvæðni meðal starfsmanna.

    Vissulega munu báðar dygðirnar eiga við bæði börn og fullorðna þrátt fyrir þessa flokkun.

    Við munum leggja okkur fram við að hafa þessar dygðir sýnilegar í umhverfi leikskólans.

    Markmið vetrarins í málrækt Unnið hefur verið með þróunarverkefnið Orð af orði síðustu fjögur árin en verkefnið miðar að

    eflingu almennrar málvitundar barna í gegnum leikskólastarfið. Búið er að gera námskrá sem

    beinir sjónum að þessum þáttum. Næsta vetur verður markmiðið áfram að flétta þá námskrá

    við námskrá leikskólans og að leggja meiri áherslu á að tengja verkefnið við yngstu börnin.

    Verkefnastjóri var Guðrún Sigursteinsdóttir og tengiliður innan leikskólans Guðrún

    Grímsdóttir sérkennslustjóri sem ber áfram ábyrgð gagnvart þessum þætti.

  • 9

    Námsgögnin sem unnið er með eru

    “Sögugrunnur” og “Orðahljóð” en

    skráningar skipa þar einnig stóran sess.

    Samfara þessu verðum við áfram með

    “Bókaorminn” en með honum erum við að

    fá foreldra í lið með okkur til að styðja enn

    frekar við málumhverfi barnanna og gera þá

    meðvitaða um mikilvægi þess. Með

    Bókaorminum erum við einnig að leggja inn

    ákveðinn boðskap til barnanna því valdar

    eru bækur með tilliti til þeirrar dygðar sem

    unnið er með hverju sinni. Lokaskýrsla

    kemur út haustið 2012.

    Skipulagsdagar og hefðir Skipulagsdagarnir verða sex og hafa skólarnir í hverfinu sameinast um þrjá þeirra en á næsta

    ári stefnir leikskólinn á námsferð erlendis og því munum við sameinast um tvo skipulagsdaga

    næsta vetur með Sæmundarskóla. Starfsmannafundur verður með Birtu leikskólunum 18.

    september og fyrsti skipulagsdagur vetrarins verður 21. september þar sem vetrarstarfið

    verður skipulagt. Á skipulagsdögum 22. október og 22. febrúar verða skipulagsdagar þar sem

    unnið verður m.a. að skólanámskrá leikskólans. Á skipulagsdegi 22. mars verða foreldraviðtöl

    en 8. og 10. maí verður farið í námsferð erlendis. Fyrirhugað er að hafa starfsmannafund í maí

    til að endurmeta starfið ( sjá skóladagatal 2012-2013).

    Vinadagar verða meðal starfsmanna í febrúar

    2012 en fjölskylduvika, jóga- og snertivika,

    útivika, tannverndarvika og Comeníusarferðir

    setja svip sinn á starfið yfir veturinn.

    Ákveðnar hefðir hafa skapast í kringum

    leikskólastarfið, sumarhátíð, Fiskidagurinn

    mikli, þorrablót, foreldrakaffi og Ömmu og afa

    dagur. Jólamánuðurinn verður með

    hefðbundnu sniði.

    Þrátt fyrir færri stundir til að undirbúa starfið

    munu starfsmenn reyna eins og kostur er að hafa eldmóðinn, starfsgleðina og liðsheildina að

    leiðarljósi.

    Unnið verður markvisst að því að efla og styrkja starf elstu barnanna í leikskólanum en árið

    2012 – 2013 verður fjölmennasti hópur elstu barna frá upphafi skólans. Elstu börnin munu

    vera á tveimur deildum og stefnt er að því að þeir deildastjórar sem þar starfa vinni saman að

    því að gera nám þessara barna sem líkast og að góð samvinna verði um áherslur þessa hóps.

  • 10

    Áherslur leikskólans vegna stefnu og starfsáætlunar skóla- og

    frístundasviðs 2012 Rekstur og stjórnun leikskólans Reynisholts fellur undir skóla- og frístundasvið

    Reykjavíkurborgar og þá stefnu sem þar er mótuð. Leiðarljós í þeirri stefnu fyrir árið 2012 er

    að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og

    menntun fyrir líf og starf en þetta eru þeir þættir sem leikskólinn Reynisholt leggur einnig

    áherslu á. Megináherslur í leikskólastarfinu, samhliða daglegu lífi, leik og markmiðum

    aðalnámskrár er lífsleikninám, umhverfismennt og málrækt þar sem heilbrigði, vellíðan,

    virðing, umhyggja, samkennd og gleði er einn af hornsteinum starfsins og er samnefnari við

    stefnukort og stefnuþætti skóla- og fríðstundasviðs.

    Lífsleikninám felur í sér áherslur sem stuðla

    að jákvæðri sjálfsmynd hvers barns og því að

    það tileinki sér m.a. umburðarlyndi í

    samskiptum sínum og samneyti við aðra.

    Markmiðið er að starfsmenn séu meðvitaðir

    um aðferðir sem beita má til að draga úr

    streitu og hraða í umhverfinu og að stöðugt sé

    haft að leiðarljósi mikilvægi þess að skapa

    traust og öryggiskennd meðal barna og

    fullorðinna. Leitast er við að efla og styrkja

    frumkvæði barnanna svo þau verði seinna meir hæfari til að takast á við líf og starf í

    lýðræðissamfélagi. Þau verða að eiga þess kost að taka þátt í ákvörðunum er varða líf þeirra

    og leik eftir því sem aldur þeirra og þroski leyfa (námskrá Reynisholts, 2011).

    Orð af orði er verkefni sem miðar að því að efla hljóðkerfisvitund barna. Kennslugögnin eru

    Orðahljóð og Sögugrunnur. Börnin öðlast færni í framsögn og eflast við að skapa sjálf með

    því að búa til sögur sem þau segja frá og teljum við að þau verkefni efli sjálfsmynd þeirra,

    færni og árangur.

    Unnið er markvisst eftir umhverfissáttmála leikskólans en

    hann miðar að því að efla umhverfismennt og menntun til

    sjálfbærni. Börnin eru þátttakendur í umræðum um

    umhverfismál, endurvinnslu á lífrænum úrgangi, flokkun

    og endurnýtingu á sorpi. Innan lóðar leikskólans er

    útisvæði sem nýtt er í útinám m.a. í gegnum náttúruskoðun,

    útijóga og frjálsan leik. Einnig taka mörg börn þátt í að

    viðhalda Reynislundinum með foreldrum sínum eftir að

    degi í leikskólanum lýkur. Með umhverfismenntinni öðlast

    börnin víðtæka þekkingu, samfélagslega ábyrgð, virkni og

    víðsýni.

    Í stefnukorti skóla- og frístundasviðs 2012 um barnið

    kemur m.a. fram að vinna skuli með sterka sjálfsmynd og

  • 11

    félagsfærni barna, öryggi, heilbrigði, vellíðan og gleði, víðtæka þekkingu, færni og árangur,

    samfélagslega ábyrgð, virkni og víðsýni. Þetta teljum við samræmast okkar áherslum í mati,

    skólanámskrá, starfsáætlun og hringnum í Reynisholti um Líf og leikni.

    Varðandi verklag, mannauð og auðlindir er talað

    um nám og starf án aðgreiningar við hæfi hvers

    og eins, samstarf byggt á lýðræði og fjölbreytni,

    lærdómssamfélag sem byggir á þverfaglegu

    samstarfi, eftirsóknarvert, vinsamlegt og

    hvetjandi starfsumhverfi. Hagkvæma nýtingu

    fjármagns og skilvirka upplýsingatækni. Í

    Reynisholti hefur í gegnum árin verið töluverð

    sérkennsla og mörg og fjölbreytt verkefni fylgt

    þeim þætti í starfinu. Við höfum verið dugleg

    við að nýta mannauðinn í þeim verkefnum og

    margir hafa sótt námskeið til að afla sér þekkingar á þeim vettvangi. Erlent samstarf hefur

    skipað stóran sess í starfinu bæði með þátttöku í Comeníusar- og Erasmus verkefni. Börn og

    starfsmenn hafa kynnst fjölbreytileikanum í samstarfi sem hefur byggst á lýðræði og aukið

    lærdómssamfélagið í skólanum. Virk og skýr heimasíða hefur reynst leikskólanum og

    foreldrum vel í upplýsingagjöf og leikskólinn var þáttakandi í samstarfshópi um gerð nýrrar

    heimsíðna fyrir leikskóla í Reykjavík. Stjórnendur hafa ætíð haft metnað fyrir hagkvæmri

    nýtingu fjármagns.

    Starfsþróunaráætlun Starfsþróunarsamtöl eru formleg einu sinni á ári og hefjast um miðjan janúar og lýkur þeim

    um miðjan febrúar. Leikskólastjóri tekur þessi viðtöl, notar eyðublöð til stuðnings frá

    starfsmannaþjónustunni og afhendir starfsmönnum tíu dögum áður en viðtalið er tekið.

    Leikskólastjóri tekur síðan saman yfirlit og rita báðir aðilar undir og hefst viðtalið á því að

    farið er yfir það sem rætt var um árinu áður, hvað hefur gengið vel og hvað má ennþá bæta.

    Önnur viðtöl eru tekin eftir aðstæðum í umhverfi leikskólans.

    Á síðasta ári sáu deildastjórar um að fylla út símenntunarblað fyrir starfsmenn deildanna. Á

    árinu 2011 – 2012 fór fræðsla að mestu fram á skipulagsdögum. Mikil áhersla er lögð á það

    að sú fræðsla sem tekin er fyrir tengist starfinu og þeim áherslum sem eru í gangi.

    Starfsmannahópurinn Veturinn 2011 – 2012 störfuðu að jafnaði 23 starfsmenn í leikskólanum í 21,50 stöðugildum

    þar af voru um fjögur stöðugildi vegna sérkennslu. Tólf leikskólakennarar voru í 10,87

    stöðugildum, einn grunnskólakennari í 0,80 stöðugildi og leikskólaleiðbeinandi B í 100%

    stöðugildi. Tveir leikskólaliðar voru starfandi í 1,65 stöðugildi. Hlutfall kennara var 65,6% og

    leiðbeinendur á deildum þar með talið leikskólaliðar voru í 34,4%. Einn starfsmaður,

    leikskólaliði hefur verið í atvinnuátaksverkefni 70% og er það ekki meðtalið.

  • 12

    Í eldhúsi starfa tveir starfsmenn í 1,9 stöðugildi. Tveir starfsmenn hafa verið í

    langtímaveikindum og kemur annar ekki aftur til starfa. Einn deildarstjóri var í

    barneignarleyfi. Töluverðar breytingar eru framundan í starfsmannahópnum haustið 2012 en

    þrátt fyrir miklar breytingar er stefnt að því að hlutfall kennara fari ekki undir 55% í

    starfsmannahópnum.

    2011 - 2012 var yfirlit eins og sést á töflunni hér fyrir neðan.

    Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum

    Starfsheiti Fjöldi Starfshlutfall Menntun

    Leikskólakennarar

    Grunnskólakennari

    Aðrir

    uppeldismenntaðir

    Starfsmenn með

    stúdentspróf

    12

    1

    3

    3

    10,87 stöðug.

    0,80 stöðug.

    2,65 stöðug.

    3 stöðug.

    Einn með M.ed gráðu.

    Aðrir með B.ed gráðu.

    B.ed gráða

    Leikskólaliðar og

    leikskólaleiðbeinandi B.

    Fjarvistir 2011 má sjá á meðfylgjandi súluritum.

  • 13

    Barnahópurinn Í leikskólanum dvöldu 87 börn á fjórum deildum, 28 börn á elstu deildinni Stjörnulundi, 21

    barn á Sunnulundi og 20 börn á Geislalundi. Á yngstu deildinni Bjartalundi dvöldu 18 börn.

    Kynjahlutfallið voru 54 stúlkur og 33 drengir. Börn af erlendum uppruna voru tíu og sjö börn

    fengu sérkennslutíma samkvæmt greiningu árið 2011 – 2012 og nokkur börn fengu aðstoð

    vegna málörvunar.

    Foreldrasamvinna Tilgangur foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefnda um skólanámskrá og aðrar

    áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd

    skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum.

    Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi (Lög um

    leikskóla 90/2008)

    Í leikskólanum starfar foreldraráð með fimm fulltrúum foreldra. Aðilar skipta með sér

    verkum, formaður, gjaldkeri og ritari, auk þess er einn fagstjóri sem sér um að halda utan um

    umsagnir vegna starfsáætlunar, námskrá, handbók og fleira.

    Miðlun til foreldra fer að mestu fram á heimasíðu leikskólans, á

    töflum deilda í fataherbergi og með tölvupósti. Heimasíðan:

    http://www.reynisholt.is verður áfram uppfærð einu sinni í viku

    þar sem foreldrar og forráðamenn geta nálgast upplýsingar,

    skoðað myndir og fylgst með starfinu. Deildastjórar senda heim

    reglulega tölvupóst til foreldra og stjórnendur af og til.

    Meðfylgjandi er skóladagatal ársins og á heimasíðu mun dagatal

    með upplýsingum um dagskrá deildanna einnig vera sett upp fyrir

    haustið.

    Foreldraviðtöl eru fyrirhuguð í nóvember og einnig á

    skipulagsdegi í mars (sjá skóladagatal). Foreldrakaffi verður í

    október, nóvember og mars. Ömmu og afa dagur verður í október

    og þá í tengingu við fjölskylduviku. Opið hús verður síðast í apríl.

    Foreldrafundur og aðalfundur foreldraráðs verður í september. Þar verða áherslur leikskólans

    kynntar en áhersla verður á að nýir foreldrar mæti. Fundurinn verður kvöldfundur þar sem auk

    kynningar á starfinu næsta vetur verður kosning í nýtt foreldraráð.

    Foreldraráð leikskólans hefur tvisvar fengið styrk úr Forvarnar- og framfarasjóði

    Reykjavíkurborgar til að vinna að útikennslusvæði í rjóðri við lóð leikskólans en svæðið var

    vígt formlega 25. júní 2010. Foreldrar og starfsfólk hafa unnið saman að gerð þessa svæðis í

    nokkrum vinnuhelgum vorið 2010 og hreinsun og endurmati 2011 og 2012. Foreldrar og

    starfsmenn munu svo áfram sjá um að halda svæðinu við með sameiginlegum vinnuhelgum að

  • 14

    vori og hausti ár hvert. Aðstoðarleikskólastjóri hefur haldið utan um verkefnið fyrir hönd

    starfsmanna leikskólans og foreldraráðið fyrir hönd foreldra. Margir hafa lagt hönd á plóginn

    við þetta einstaka og skemmtilega verkefni og er það öllum hvatning sem að leikskólanum

    koma hversu vel hefur tekist til.

    Samstarf leik- og grunnskóla Sæmundarskóli er hverfisskóli Reynisholts og hefur samstarf

    verið að þróast alveg frá opnun leikskólans haustið 2005. Elstu

    börnin fara í reglulegar heimsóknir yfir veturinn og kynnast

    umhverfi og starfsfólki skólans sem og að hitta gamla vini.

    Samstarf milli skólanna var endurskoðað á árinu og ný áætlun

    gerð. Helstu breytingar sem gerðar voru snérust að aukinni

    samræðu um nám barna. Einnig hafa börn úr Sæmundarskóla

    heimsótt Reynisholt á Degi íslenskrar tungu, þar sem börn úr 5.

    bekk koma og lesa fyrir börn leikskólans þá hafa börn sem voru í

    Reynisholti og eru í Sæmundarskóla heimsótt sinn gamla

    leikskóla einu sinni að vetri. Auk þess gátu börn úr 8. bekk í

    Sæmundarskóla valið að verja einni klukkustund á viku til að

    vera með börnunum í leik og starfi en það er hluti af lífsleikninámi barnanna í

    Sæmundarskóla.

    Reynisholti 1. júlí 2012

    F. h. leikskólans

    _______________________________

    Sigurlaug Einarsdóttir, leikskólastjóri

    Fylgirit

    Umsögn foreldraráðs

    Skóladagatal

  • 15

    Fylgirit

    Starfsáætlun 2012 - 2013

    Leikskólinn Reynisholt

    Umsögn foreldraráðs

    Foreldraráð leikskólans skipa:

    Kristín Eva Harðardóttir formaður

    Hilmar Rúnar Ingimarsson gjaldkeri

    Bryndís Snorradóttir fagstjóri

    María Björk Hermannsdóttir ritari

    Ásgeir Örn Valgerðarson meðstjónandi

  • 16

    Inngangur

    Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir Aðalnámskrá fyrir leikskóla.

    Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern

    hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Skólanámskráin á að vera aðgengileg á

    heimasíðu leikskólans.

    Starfsáætlun leikskóla

    Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur þá stefnu að ár hvert skulu leikskólar borgarinnar og

    sjálfstætt starfandi leikskólar sem njóta styrkja frá Reykjavíkurborg skila starfsáætlun fyrir komandi

    leikskólaár, eins og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr. 90/2008. Þar er jafnframt kveðið á um að

    starfsáætlun skuli lögð fyrir foreldraráð leikskólans til umsagnar.

    Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum

    markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum

    hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum

    verkefnum á því næsta.

    Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til Leikskólasviðs

    fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir Leikskólaráð til samþykktar.

    Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:

    Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra

    og ytra mats.

    Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum

    áætlun um hvernig þau verða metin.

    Áherslur í starfsáætlun skóla- og frístundaráðs sem leikskólinn vinnur að.

    Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.

    Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna

    af erlendum uppruna.

    Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.

    Skóladagatal fyrir árið.

    Mat á leikskólastarfi

    Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grundvöll að endurbótum í leikskólastarfi og vinna

    kerfisbundið að því að auka gæði þess og gera það skilvirkara.

    Markmið innra mats samkvæmt lögum um leikskóla er að:

    - Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks

    leikskóla, viðtökuskóla og foreldra.

    - Tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár

    leikskóla.

    - Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum.

    - Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á

    samkvæmt lögum.

    Skólanámskrá leikskólans er skrifleg lýsing á því sem gert er í leikskólanum og á því sem á að gera. Þar

    koma fram bæði markmið og leiðir leikskólans. Skólanámskrá leikskólans setur því viðmið fyrir matið.

    Tilgangur ytra mats er að safna upplýsingum um viðhorf foreldra leikskólabarna og starfsmanna til að

    nota við innra mat leikskólans. Að auki er það liður í ytra mati Leikskólasviðs og/eða

    Menntamálaráðuneytis.

  • 17

    Hlutverk foreldraráðs

    Samkvæmt 11.gr. laga um leikskóla frá 2008 er hlutverk foreldraráðs að gefa umsagnir til

    leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða

    starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra

    áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt

    um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

    Umsögn foreldraráðs

    Reykjavík 28. júní 2012

    Fulltrúi úr foreldraráði hefur lesið yfir starfsáætlun leikskólans Reynisholts fyrir veturinn

    2012 til 2013.

    Fulltrúi telur starfsáætlunina vera metnaðarfulla og faglega unna. Í áætluninni er farið vel yfir

    innra og ytra mat á skólastarfinu, markmið leikskólans, áherslur í starfi, áherslur samkvæmt

    starfsáætlun skóla- og frístundarsviðs, starfsþróunaráætlun, starfsmannahald, barnahópinn,

    foreldrasamstarf og skóladagatal. Sett hefur verið fram umbótaáætlun fyrir skólaárið út frá

    mati og unnið er að nýrri námskrá út frá nýrri aðalnámskrá.

    Spennandi samstarfsverkefni og verkefni innan leikskólans eru framundan þetta skólaárið

    sem gaman verður fyrir foreldra og forráðamenn að fylgjast með.

    Að mati fulltrúa foreldraráðs er starfsáætlun Reynisholts fyrir veturinn 2012 til 2013 í

    samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008.

    Fyrir hönd foreldraráðs

    ________________________________

    Bryndís Snorradóttir