borgarfræðasetur · háskóla Íslands og reykjavíkurborgar

188
Borgar fræða setur Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar Áhrif kjarasamnings Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga á starfsmannahald og starfsemi leikskóla Harpa Njáls Ágúst 2004

Upload: others

Post on 11-Nov-2020

8 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

Borgarfræðasetur Skólabæ HÍ Suðurgötu 26 101 Reykjavík Sími 525 4077 www.borg.hi.is

Borgar f ræðasetur

Borgar f ræðasetur

Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

Áhrif kjarasamnings

Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga

á starfsmannahald og starfsemi leikskóla

Harpa NjálsÁgúst 2004

K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K80/92 K40/56 C80/40 C40/54 M80/90 M40/54 Y80/90 Y40/54K55% 504040K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25Y1.25M1.40C1.45K1.80Expose C + Y C + M Y + M

C MY K

SLURSLUR SLURSLURK55% 504040 K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K80/92 K40/56 C80/40 C40/54 M80/90 M40/54 Y80/90 Y40/54K55% 504040 K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K80/92 K40/56 C80/40 C40/54 M80/90 M40/54 Y80/90 Y40/54K55% 504040 K1.80 C1.45 M1.40K80/92 K40/56 C80/40 C40/54K55% 504040

Vinnuaðstæður og kjör í leikskólum á Íslandi 2004

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir úttekt á vinnuumhverfi og kjörum leikskólakennara á Íslandi.Verkefnið er unnið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara.Gerðar voru kannanir meðal leikskólakennara, leikskólastjóra, stjórnenda sveitarfélaga sem farameð málefni leikskóla, og loks meðal foreldra barna sem eru í leikskólum. Markmiðið var að metaárangur af síðasta kjarasamningi aðilanna. Spurt var um margvísleg atriði er tengjast vinnu,stjórnun, starfsaðstæðum, menntun og kjörum í leikskólum. Verkið gefur góða innsýn í stöðustarfsmannamála í leikskólum á Íslandi árið 2004. Niðurstöður úr verkinu eru birtar á tvo vegu,annars vegar ítarleg skýrsla sem er á annað hundrað blaðsíður og hins vegar styttri útdráttur úrniðurstöðum. Einnig er skýrslan birt í fullri lengd á heimasíðu Borgarfræðaseturs (www.borg.hi.is).

Harpa Njáls lauk BA og MA prófum frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands og starfar sem sérfræð-ingur við Bogarfræðasetur. Hún hefur sérhæft sig í velferðarrannsóknum. Bók hennar Fátækt á Ís-landi við upphaf nýrrar aldar: Hin dulda félagsgerð borgarsamfélagsins kom út árið 2003. Harpahefur starfað að margvíslegum félagsmálum á liðnum árum, meðal annars við uppbyggingu inn-anlandsaðstoðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar.

Borgarfræðasetur er sjálfstæð rannsóknarstofnun sem stofnsett var af Háskóla Íslands og Reykja-víkurborg. Markmiðið með starfsemi Borgarfræðaseturs er að gangast fyrir rannsóknum á sviðiborgarfræða í víðum skilningi, bæði frá sjónarhóli þjóðfélags og skipulags. Einnig er markmiðið aðkynna hér á landi rannsóknir á sviði borgarfræða, reynslu og nýjar hugmyndir erlendis frá. Þá hef-ur Borgarfræðasetur einnig beitt sér fyrir kennslu í aukagrein í borgarfræðum (30 eininga nám) viðHáskóla Íslands.

Þau rannsóknarverk, skýrslur, ritgerðir og bækur sem Borgarfræðasetur gefur út ber ekki á neinnhátt að skoða sem hluta af stefnu eða sjónarmiðum borgaryfirvalda Reykjavíkur né yfirvalda Há-skóla Íslands. Verkin eru alfarið á ábyrgð höfunda og forstöðumanns Borgarfræðaseturs.

Stefán Ólafsson, forstöðumaður Borgarfræðaseturs

Page 2: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

Formáli .................................................................................................................... 5

Kafli 1 Inngangur .................................................................................................. 7

I Hluti

Kafli 2 Aðferðir og gögn........................................................................................ 12

Kafli 3 Helstu niðurstöður...................................................................................... 20

II. Hluti Kafli 4 Viðhorf almennings til þjónustu leikskóla................................................ 24

Kafli 5 Leikskólar á Íslandi: Starfsmenn, stöðugildi, nám.................................... 26

5.1 Barngildi ............................................................................................ 27

5.2 Stöðugildi og störf í leikskólum......................................................... 33

5.3 Leikskólakennaranám Fjöldi nemenda í leikskólakennaranámi ....... 36

5.3.1 Leikskólakennaranám við Kennaraháskóla Íslands ........................... 37

5.3.2 Leikskólakennaranám við Háskólann á Akureyri.............................. 40

5.4 Samanburður á launum leikskólakennara við laun annarra hópa ..... 44

5.4.1 Samanburður á launum leikskólakennara og þroskaþjálfa ................ 45

5.4.2 Samanburður á launum leikskólakennara og grunnskólakennara...... 46

5.4.3 Samanburður á launum leikskólakennara og háskólahóps ................ 47

5.4.4 Samanburður á launum leikskólakennara og háskólamanna ............. 48

5.4.5 Samanburður á launaþróun 1999-2003.............................................. 49

III. HlutiKafli 6 Niðurstöður úr könnun meðal leikskólakennara ....................................... 54

6.1 Aðferð og framkvæmd....................................................................... 55

6.2 Þátttakendur, skipting eftir kyni......................................................... 55

6.3 Aldur leikskólakennara, starfsaldur og störf...................................... 56

6.4 Áhrif kjarasamnings aðila á launakjör leikskólakennara ................... 59

6.5 Kjör og staða deildarstjóra ................................................................. 61

6.6 Þættir sem varða starf og starfsumhverfi leikskólakennara ............... 64

6.7 Afstaða leikskólakennara til símenntunar.......................................... 69

6.8 Framtíðarsýn leikskólakennara .......................................................... 72

6.9 Samantekt og mat Hafa markmið kjarasamningsins náðst? .............. 75

Efnisyfirlit Bls.

Page 3: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

2

Kafli 7 Niðurstöður úr könnun meðal stjórnenda leikskóla ................................... 80

7.1 Aðferð og framkvæmd ...................................................................... 81

7.2 Þátttakendur, skipting eftir kyni ........................................................ 82

7.3 Afstaða til kjaramála starfsmanna, stöðu þeirra og vinnuumhverfis.. 85

7.4 Stöðugleiki í starfsmannahaldi .......................................................... 92

7.5 Aukin hagkvæmni í rekstri ................................................................ 94

7.6 Ímynd leikskóla og þjónustu ............................................................. 96

7.7 Stefnumótun ...................................................................................... 99

7.8 Samantekt og mat Hafa markmið kjarasamningsins náðst?............... 105

Kafli 8 Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga .................................................... 110

8.1 Aðferðir og framkvæmd..................................................................... 111

8.2 Þátttakendur, skipting eftir kyni ......................................................... 111

8.3 Spurningar um afstöðu til kjaramála og starfsmanna......................... 113

8.4 Stöðugleiki í starfsmannahaldi ........................................................... 116

8.5 Aukin hagkvæmni í rekstri................................................................. 117

8.6 Ímynd leikskóla .................................................................................. 120

8.7 Stefnumótun og símenntun ................................................................ 123

8.8 Samantekt og mat Hafa markmið kjarasamningsins náðst?............... 128

Kafli 9 Könnun meðal formanna foreldrafélaga .................................................... 134

9.1 Aðferð og framkvæmd ....................................................................... 135

9.2 Þátttakendur, skipting eftir kyni ......................................................... 136

9.3 Um samskipti og samstarf .................................................................. 138

9.4 Starf í leikskóla .................................................................................. 142

9.5 Húsnæði og umhverfi ......................................................................... 144

9.6 Stöðugleiki í starfsmannahaldi ........................................................... 146

9.7 Aukin hagkvæmni í rekstri................................................................. 147

9.8 Ímynd leikskóla og þjónustu .............................................................. 148

9.9 Kjör og stefnumótun .......................................................................... 149

9.10 Samantekt og mat Hafa markmið kjarasamningsins náðst?............... 151

Kafli 10 Umfjöllun og helstu niðurstöður .............................................................. 156

Borgar f ræðasetur

Page 4: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

3

10.1 Faglegt starf og þjónusta leikskóla..................................................... 156

10.2 Hefur kjarasamningurinn fært leikskólakennurum bætt kjör? ........... 158

10.3 Lagfæring á kjörum deildarstjóra....................................................... 162

10.4 Stöðugleiki í starfsmannahaldi ........................................................... 164

10.5 Aukin hagkvæmni í rekstri................................................................. 166

10.6 Menntun leikskólakennara. Hvernig hafa símenntunar-

ákvæðin tekist?................................................................................... 168

Lokaorð.................................................................................................................... 171

Heimildir.................................................................................................................. 173

Töflur og myndir ..................................................................................................... 175

Viðauki I

Verkefnaskilgreining: Áhrif kjarasamnings aðila starfsmannahald

og starfsemi leikskóla .................................................................................. 181

Viðauki II

Yfirlýsing um markmið kjarasamnings Launanefndar sveitarfélaga

og Félags íslenskra leikskólakennara frá 24. janúar 2001 ........................... 184

Viðauki III

Stöðugildi starfsmanna í leikskólum árin 1999-2003.................................. 186

Borgar f ræðasetur

Page 5: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

4

Borgar f ræðasetur

Page 6: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

5

Formáli

Í nóvember 2003 gerðu Borgarfræðasetur, Félag leikskólakennara og Launanefnd sveitarfélaga með

sér samning um að Borgarfræðasetur gerði úttekt á áhrifum kjarasamnings aðila frá 24. janúar 2001

á starfsmannahald og starfsemi leikskóla. Verkefnistjóri var Harpa Njáls, félagsfræðingur (MA).

Rannsóknin var unnin samkvæmt verkefnaskilgreiningu sem út var gefin (sjá viðauka I) og niður-

stöður liggja nú fyrir í þessari skýrslu.

Borgarfræðasetur vill þakka öllum sem komið hafa að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Má

þar nefna: leikskólakennara, stjórnendur leikskóla, stjórnendur sveitarfélaga sem fara með málefni

leikskóla og formenn foreldrafélaga í leikskólum. Stjórnendum leikskóla er þakkað sérstaklega fyrir

aðstoð við að ná til formanna foreldrafélaga í leikskólum og fleira. Kærar þakkir til starfsmanna

Leikskóla Reykjavíkur fyrir aðgang að gögnum og afnot af spurningalista sem lagður hefur verið

fyrir foreldra barna í leikskólum sem hefur verið þróaður hjá Leikskólum Reykjavíkur og notaður í

könnunum sl. ár. Bestu þakkir til starfsmanna Félags leikskólakennara, Sambands íslenskra sveitar-

félaga, Launanefndar sveitarfélaga og sérstakar þakkir til Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags

leikskólakennara og Karls Björnssonar hjá Launanefnd sveitarfélaga, fyrir gott samstarf. Kennara-

háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Hagstofu Íslands, Kjaranefnd opinberra starfsmanna

(KOS), Gallup og öðrum er lögðu verkefninu lið, er þökkuð kærlega þeirra aðstoð, enda hefði

rannsóknin ekki getað farið fram án þátttöku þeirra.

Borgar f ræðasetur

Page 7: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

6

Borgar f ræðasetur

Page 8: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

7

Kafli 1

Inngangur

Með þessu verki gengst Borgarfræðasetur í samstarfi við Félag leikskólakennara og Launanefnd

sveitarfélaga fyrir könnun á áhrifum kjarasamnings aðila á starfsmannahald og starfsemi leikskóla.

Verkefninu er m.a. ætlað að taka út stöðu og þróun kjara og starfsskilyrði í leikskólum ólíkra sveitar-

félaga á landinu. Sérstök áhersla er lögð á það að meta áhrif kjarasamnings aðila frá 24. janúar 2001

og þau stefnumið sem sett eru fram í sameiginlegri markmiðslýsingu samningsaðila höfð að leiðar-

ljósi. Þar segir m.a. að leikskólakennarar gegni lykilhlutverki í því að leikskólar veiti góða og

faglega þjónustu. Leikskólakennarar skipuleggja starf í leikskólum, framkvæma og meta starfið sem

þeir byggja á fagmennsku sem kennarinn hefur tileinkað sér í námi og með starfsreynslu. Menntun

leikskólakennara hefur verið formlega á háskólastigi frá 1998 og fer fram í Kennaraháskóla Íslands

og Háskólanum á Akureyri (frá 1996). Í markmiðslýsingu Félags leikskólakennara og Launanefndar

sveitarfélaga frá janúar 2001 kemur fram að aðilar eru sammála um að mikilvægt sé að leikskóla-

kennarar séu sáttir við kjör sín og starfsumhverfi. Það er einnig mikilvægur liður í því að viðhalda

þeirri góðu ímynd sem leikskólinn hefur skapað sér og mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi

uppbyggingu á fyrsta skólastiginu. Slíkt mun einnig stuðla að stöðugleika starfsmanna og auka

ánægju þeirra sem skilar sér í betra starfi til barna. Launakjör fólks hafa áhrif á framboð til starfa í

leikskólum og samkeppni um vinnuafl ræður miklu um þau kjör sem í boði eru. Óneitanlega hefur

það einnig áhrif á starfsval ungs fólks og ræður miklu um hvaða menntun ungt fólk velur –

leikskólakennarabrautir eru því í harðri samkeppni þegar námsval er annars vegar. Kjör og starfs-

umhverfi leikskólakennara getur haft mikil áhrif á ímynd og stöðu leikskólakennara og einnig í sókn

nemenda í nám á þessu sviði. Í markmiðslýsingunni segir ennfremur:

Aðilar eru sammála því að til lengri tíma litið skuli stefnt að því að allir starfsmenn leikskóla sem annast uppeldi og menntun barna hafi leikskólakennaramenntun. Markmið kjarasamnings er að bæta kjör leikskólakennara svo það verði að veruleika sem allra fyrst. Það er nauðsynlegt að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Í kjarasamningnum er einnig stóraukin áhersla lögð á símenntun og framhaldsnám leikskólakennara...

Í kjarasamningnum er sérstök áhersla lögð á lagfæringar á kjörum deildarstjóra þannig að sú staða verði eftirsóknaverð. Það er von samningsaðila að það leiði af sér jafnari dreifingu milli leikskóla sem þýðir að fleiri börn muni njóta leiðsagnar leikskólakennara. Launanefnd sveitarfélaga og Félag íslenskra leikskólakennara eru sammála um að afar mikilvægt sé að leikskólar séu reknir á sem hagkvæmastan hátt. Með það að leiðarljósi er að finna atriði í kjarasamningnum er stuðla skulu að hagkvæmni í rekstri. Þar má nefna að skoða á nýtingu húsnæðis... (Kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Gildistími 1. janúar 2001 til og með 31. ágúst 2004, bls. 7. Sjá nánar viðauka 2).

Á grundvelli þessarar markmiðslýsingar er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi þætti við mat á áhrifum

kjarasamnings aðila frá 2001 á starfsmannahald og starfsemi leikskóla: Kjör leikskólakennara,

Borgar f ræðasetur

Page 9: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

8

breytingu á kjörum deildarstjóra, aukna áherslu á símenntun og hagkvæmni í rekstri leikskóla og

einnig viðhorf til leikskóla.

Með þessari rannsókn hafa Félag leikskólakennara og Launanefnd sveitarfélaga ráðist í það

sameiginlega að kanna áhrif kjarasamnings. Það er talið mikilvægt skref í framhaldi af sameiginlegri

yfirlýsingu um markmið kjarasamnings frá 24. janúar 2001. Verkefnið er yfirgripsmikið og leitað

svara við spurningum sem beint er til margra aðila sem hafa hagsmuna að gæta, m.a. leikskóla-

kennara, stjórnenda leikskóla, stjórnenda sveitarfélaga og hringnum lokað með þátttöku fulltrúa

foreldra í leikskólum, þ.e. formönnum foreldrafélaga. Í reynd voru framkvæmdar fjórar aðskildar

kannanir meðal þátttakenda markhópanna. Það gerði verkefnið flóknara og erfiðara í framkvæmd,

m.a. að ná til þátttakenda í einstökum könnunum og ganga eftir spurningalistum og fleira.

Hér er leitast við að skoða veruleika þeirra sem starfa við og koma að rekstri leikskóla og kanna

viðhorf þeirra til þjónustu sem þar er veitt. Niðurstöður byggja á spurningalistakönnunum sem

lagðar voru fyrir leikskólakennara, leikskólastjóra, stjórnendur sveitarfélaga sem hafa skólamál á

sinni hendi og formenn foreldrafélaga í leikskólum. Ekki náðist til foreldrafélaga á Vestfjörðum og

Austfjörðum. Þátttaka og svörun spurningalista á höfuðborgarsvæðinu, á Norðurlandi vestra og

Norðurlandi eystra var um 70% sem telst gott og annar staðar á landinu minni.

Í verkefnaskilgreiningunni er tiltekið að gerður verði samanburður á launaþróun leikskólakennara

við aðra sambærilega hópa. Fyrir valinu varð að bera saman laun leikskólakennara í Reykjavík (ekki

eru til upplýsingar er varða landið allt) og grunnskólakennara hjá Reykjavíkurborg, háskólahóps

innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, háskólamanna innan BHM hjá Reykjavíkurborg og

þroskaþjálfa. Kannað var hvort leikskólakennarar njóti sambærilegra launa miðað við aðra háskóla-

menntaða (með sambærilega menntun) og einnig reynt að líta til sambærilegra starfa og/eða hópa

innan sama svæðis.

Í þessari skýrslu er byrjað á því að kynna þær aðferðir sem notaðar eru, þátttakendur og úrvinnslu-

aðferðir. Þá er í öðrum hluta fjallað um viðhorf fólks til þjónustu leikskóla á Íslandi og byggt á

könnun Gallup. Síðan eru niðurstöður úr talnagögnum Hagstofu Íslands og Kjaranefndar opinberra

starfsmanna (KOS) og fleira sem snertir leikskóla á Íslandi, starfsmenn, stöðugildi, barngildi, breytt

viðmið vegna 5 ára barna, leikskólakennaranám og launakjör leikskólakennara og þróun síðustu ára

og tekið mið af árunum 1999-2003 (og 1998-2003 þegar því var viðkomið). Áætlað var í upphafi að

kanna tímabilið 1999-2002 en hér verður einnig tekið mið af gögnum vegna ársins 2003 sem

Borgar f ræðasetur

Page 10: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

9

Hagstofa Íslands birti í apríl sl. Talið er að það gefi niðurstöðum sterkara vægi að gögnin spanni

lengri tíma. Í þriðja hluta eru niðurstöður úr spurningalistakönnunum kynntar. Í lokakafla eru niður-

stöður dregnar saman og fjallað um gildi þeirra og hagnýtingu.

Í viðauka er birt verkefnaskilgreining, yfirlýsing um markmið kjarasamnings Launanefndar

sveitafélaga og Félags leikskólakennara frá 24. janúar 2001 og fleira.

Borgar f ræðasetur

Page 11: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

10

Borgar f ræðasetur

Page 12: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

11

I. hluti

Aðferðir og gögn Helstu niðurstöður

Borgar f ræðasetur

I hluti

Aðferðir og gögn

Helstu niðurstöður

Page 13: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

12

Kafli 2

Aðferðir og gögn

Rannsókn þessi var unnin á vegum Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga í sam-

starfi við Borgarfræðasetur. Gagna var aflað með spurningakönnunum sem lagðar voru fyrir leik-

skólakennara, stjórnendur leikskóla, stjórnendur sveitarfélaga og formenn foreldrafélaga í leik-

skólum. Þegar svör við spurningalistum hópanna lágu fyrir voru gögnin slegin beint inn í tölfræði-

forritið SPSS og eru allar niðurstöður unnar í því forriti. Hér er skoðuð tíðnidreifing svara (og

spurninganna) og svörin einnig greind eftir bakgrunni þátttakenda. Leitast er við að gefa mynd af

viðhorfi þátttakenda til þeirra þátta sem verið er að leita svara við. Byggt er á svörum þátttakenda

sem tóku afstöðu til hverrar spurningar fyrir sig og miðað við að 90% svarenda taki afstöðu. Ef

óeðlilega stór hópur (stærri hópur en 10%) svarar ekki viðkomandi spurningu er þess sérstaklega

getið. Markhóparnir eru mismunandi stórir og rétt að hafa það í huga þegar niðurstöður eru lesnar.

Þess var gætt að leggja spurningalista fyrir fólk af öllu landinu til að ná sem jafnastri dreifingu og fá

fram sem víðtækust sjónarmið. Gögnin eru þó ekki greind eftir landssvæðum. Ekki er hægt að rekja

svör til einstakra þátttakenda.

Aðrir þættir sem verkefnið nær til, en áðurtaldir markhópar eru:

Spurningalistakönnun framkvæmd af IMG-Gallup.

Talnagögn frá Hagstofu Íslands, Kjaranefnd opinberra starfsmanna, þ.e. Fréttarit KOS.

Gögn og upplýsingar frá Leikskólum Reykjavíkur og fleiri aðilum.

Gögn um aðsókn og eftirspurn eftir leikskólakennaranámi við Kennaraháskóla Íslands og

Háskólann á Akureyri.

Gerð verður grein fyrir hverjum þætti fyrir sig.

Spurningalistakannanir voru lagðar fyrir markhópa og verður fjallað nánar um aðferðir sem beitt var

við hverja spurningakönnun.

2.1 Spurningakönnun meðal leikskólakennara

Spurningakönnun sem lögð var fyrir leikskólakennara var póstkönnun og send út 28. nóvember

2003. Umslag var sent með undir svarlista, leikskólakennurum að kostnaðarlausu. Fenginn var

nafnalisti hjá Félagi leikskólakennara yfir félaga starfandi í leikskólum á öllu landinu. Úrtakið náði

til helmings félaga á skrá og var annað hvert nafn valið. Úrtakið var 500 leikskólakennarar. Sendar

voru út ítrekanir til trúnaðarmanna leikskólakennara í leikskólum til að ýta á eftir svörum og sá

Félaga leikskólakennara um þann þátt. Einnig aðstoðuðu stjórnendur leikskóla við að ganga eftir

Borgar f ræðasetur

Page 14: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

13

spurningalistunum sem bárust fram eftir janúarmánuði. Tveir listar voru endursendir þar sem

viðkomandi var fluttur og ekki vitað hvert. 316 leikskólakennarar svöruðu spurningalistanum og

sendu hann til baka. Endanlegt úrtak var því 498 leikskólakennarar og svarhlutfall 63,5% sem þykir

viðunandi miðað við póstkönnun. Svör bárust frá 311 konum og 5 körlum.

Leitað var m.a. svara við eftirtöldum spurningum: Telja leikskólakennarar að launin séu í samræmi

við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk? Eru leikskólakennarar sáttir við kjör sín og

starfsumhverfi? Hefur starfsánægja leikskólakennara aukist á síðustu árum? Þá var kannað hvort

aukin áhersla á símenntun og framhaldsnám leikskólakennara hafi skilað sér og hvort afleysingar

vegna símenntunar leikskólakennara séu viðunandi og einnig hvort leikskólakennarar veiti góða og

faglega þjónustu. Hvort undirbúningstími fyrir faglegt starf sé viðunandi, hvort starfsmannafundir

séu haldnir reglulega og hvort þeir séu góður vettvangur til að styrkja starfseininguna.

2.2 Spurningakönnun meðal stjórnenda leikskóla

Spurningakönnun var gerð meðal stjórnenda leikskóla og var spurningalisti sendur út á rafrænu

formi með tölvupósti og sendur útfylltur til baka. Fenginn var nafnalisti yfir leikskólastjóra hjá

Félagi leikskólakennara, eftir póstnúmerum á öllu landinu og símanúmer. Nöfnum leikskóla-

stjóranna, alls 225, var síðan raðað eftir stafrófsröð og póstnúmerum og haft samband við þriðja

hvern leikskólastjóra á listanum (út frá póstnúmerum), sem tryggði jafna dreifingu á landinu öllu.

Úrtakið var 75 leikskólastjórar. Haft var samband við leikskólastjóra símleiðis og óskað eftir

þátttöku þeirra. Ekki náðist í einn leikskólastjóra sem var erlendis. Endanlegt úrtak var því 74

leikskólastjórar sem samþykktu að fá spurningalistann sendann og gáfu upp netföng sín. 69

leikskólastjórar svöruðu spurningalistanum og sendu til baka. Það er 93,2% svarhlutfall sem þykir

gott. Í öllum tilvikum var um að ræða konur. Af þessum 69 leikskólastjórum voru 39 staðsettir á

höfuðborgarsvæðinu, þ.e. 56,5% (hlutfall leikskóla á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Reykjavík og

Kjalarnes, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur og Mosfellsbær

var 53,6% árið 2003, sjá mynd 5.1) og 30 voru annarstaðar af landinu. Spurningalistinn var sendur

út með bréfi 17. janúar 2004 á rafrænu formi. Ítrekanir voru sendar nokkrum sinnum og svör bárust

til loka febrúar. Eftirfarandi þættir voru m.a. kannaðir með spurningum til stjórnenda leikskóla: Er

aukinn stöðugleiki í starfsmannahaldi? Er jafnari dreifing leikskólakennara með deildarstjórn í

þínum leikskóla eftir kjarasamning? Er undirbúningstími fyrir faglegt starf viðunandi? Eru starfs-

mannafundir haldnir reglulega í leikskólanum og eru þeir góður vettvangur til að styrkja starfs-

Borgar f ræðasetur

Page 15: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

14

eininguna? Telur viðkomandi stjórnandi að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun

þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk?

2.3 Spurningakönnun meðal stjórnenda sveitarfélaga

Spurningakönnun var lögð fyrir stjórnendur sveitarfélaga á sviði leikskóla. Í stærri sveitarfélögum

voru spurðir einstaklingar sem fara með málefni leikskóla en í minni bæjarfélögum voru það

almennt sveitarstjórar. Símakönnun var gerð sem fram fór í febrúar 2004. Listi yfir stjórnendur

sveitarfélaga á öllu landinu var fenginn hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þess var gætt að í

úrtakinu væru stjórnendur frá öllu landinu og haft til hliðsjónar að velja sveitarfélög eftir póst-

númerum til samræmis við þau svæði sem stjórnendur leikskóla voru frá sem tóku þátt í könnun

meðal leikskólastjóra. Úrtakið var 30 stjórnendur sveitarfélaga á vettvangi leikskóla og nær

könnunin til um helmings sveitarfélaga. Ekki náðist í 3 einstaklinga svo endanleg svör fengust frá 27

stjórnendum eða 90% svörun, 20 karlar og 7 konur. Símakönnun var valin til að ná til stjórnenda

sveitarfélaga og var það metið svo að það væri skilvirkasta leiðin til að ná til þessa hóps sem er í

margþættum verkum. Staðlaðar spurningar voru lagðar fyrir hópinn.

Eftirfarandi þættir voru m.a. kannaðir: Spurt var hvort börnum í leikskólum hafi fjölgað/fækkað eftir

kjarasamninginn 2001 (út frá breyttu barngildi vegna 5 ára barna) og hvort aukin hagkvæmni hafi

náðst í rekstri leikskóla. Einnig hvort stöðugleiki sé í starfsmannahaldi og hvort stöðugleikinn hafi

aukist. Þá var spurt um það hvort gert sé ráð fyrir símenntun leikskólakennara í stefnumótun og

starfsmannahaldi leikskóla á viðkomandi svæði og hvort samhæft árangursmat (Balanced scorecard

eða annað sambærilegt) hafi verið innleitt í leikskóla á svæðinu. Hvort viðkomandi telji að veitt sé

góð og fagleg þjónusta í leikskólum og hvort ímynd leikskóla sé góð.

Á það skal bent að mjög mismunandi er hve stjórnendur sveitarfélaga sem fara með málefni

leikskóla eru með marga leikskóla á sinni hendi, hver og einn. Af höfuðborgarsvæðinu var talað við

5 stjórnendur (af 7 mögulegum) og 22 af landinu utan höfuðborgarsvæðisins. Rétt er að benda á að á

ábyrgð stjórnenda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla á höfuðborgarsvæðinu voru 143

leikskólar af 267, þ.e. 53,6% allra leikskóla á landinu árið 2003. Ef litið er til fjölda barngilda (sjá

töflu 3) sem eru í þessum leikskólum árið 2003, voru 12.088 barngildi á höfuðborgarsvæðinu (þ.e.

68,9% barngilda á öllu landinu) í 143 leikskólum sem voru undir yfirstjórn 7 einstaklinga. Fjöldi

barngilda í 124 leikskólum utan höfuðborgarsvæðisins var 5.451.

Borgar f ræðasetur

Page 16: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

15

Einnig er rétt að geta þess að talað var við einstaklinga, í hópi stjórnenda sveitarfélaga, sem byggja á

áralangri starfsreynslu og einnig fólk sem hefur starfað í skamman tíma eða er að stíga sín fyrstu

skref á þessu sviði.

2.4 Spurningalistakönnun meðal formanna foreldrafélaga í leikskólum

Til að loka þessum hring aðila sem hafa hagsmuna að gæta á sviði leikskóla á Íslandi þótti

mikilvægt að fá fram viðhorf og afstöðu foreldra barna í leikskólum. Verkefninu voru ákveðin

takmörk sett til framkvæmda út frá fjármagni sem til ráðstöfunar var. Til að fá fram afstöðu foreldra

var farin sú leið að leita til formanna foreldrafélaga í leikskólum. Talið var að þeir væru góðir

fulltrúar foreldra og þekktu m.a. vel þá starfsemi sem fram fer í leikskólum landsins. Til að komast í

samband við formenn foreldrafélaga var leitað til stjórnenda leikskóla, með bréfi í tölvupósti, sent

þann 7. mars 2004, og þeir beðnir um að hafa samband við formann foreldrafélags í sínum leikskóla

og kanna hvort hann/hún vildu taka þátt í könnuninni. Þegar svar hafði borist var sent bréf og

spurningalisti á rafrænu formi. Sú framkvæmd stóð frá miðjum mars og út apríl.

Í þessari könnun voru mikil afföll á landsbyggðinni og náðist ekki að fá formenn foreldarfélaga á

Vestfjörðum og Austfjörðum til að taka þátt. 39 formenn foreldrafélaga í leikskólum svöruðu

spurningalistanum, 32 konur og 7 karlar. Svarhlutfall miðað við landið allt var 56,5%. Svarhlutfall á

höfuðborgarsvæðinu var 71,8% og á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra var svarhlutfallið

70%. Það vafðist nokkuð fyrir hvort rétt væri að ganga aðeins út frá svörum formanna foreldrafélaga

á höfuðborgarsvæðinu, sem var yfir 70% svarhlutfall, sem gæfi möguleika til að alhæfa út frá þeim

svörum. Hér eru birtar niðurstöður frá landinu öllu sem túlka ber sem vísbendingar. Þó er rétt að

hafa í huga að niðurstöður gefa rétta mynd af viðhorfi formanna foreldrafélaga í leikskólum á höfuð-

borgarsvæðinu (71,8% svörun) og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra (svörun 70%), annars

staðar var svörunin umtalsvert minni.

Byggt var að hluta á spurningarlista sem Leikskólar Reykjavíkur hafa þróað og notað í foreldra-

könnunum sl. ár. Það var talið farsælt að byggja á spurningalista (að hluta) sem hefur verið þróaður

og margreyndur í könnunum hjá Leikskólum Reykjavíkur og einnig dróg það úr kostnaði við

verkefnið. Dæmi um þætti sem kannaðir voru var m.a. um samskipti og samstarf við leikskólann:

Hversu ánægð(ur)/ óánægð(ur) er viðkomandi með daglegar móttökur barnsins þegar það kemur í

leikskólann og með kveðju starfsmanna þegar barnið er sótt í leikskólann? Þá var spurt um það

hvernig upplýsingar um daglegt starf í leikskólanum voru fengnar, m.a.: Í daglegum samskiptum,

Borgar f ræðasetur

Page 17: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

16

foreldraviðtölum, á foreldrafundum, í fréttabréfi eða á upplýsingatöflu. Er viðkomandi ánægð(ur)

eða óánægð(ur) með samskipti við starfsfólk deildarinnar og leikskólastjórann? Spurt var hvort

eftirtaldir þættir í starfi leikskólans hafi verið kynntir fyrir viðkomandi: Aðalnámskrá leikskólans,

námsskrá leikskólans, ársáætlun leikskólans, matsaðferðir leikskólans, foreldrafélag, fréttabréf,

námskeiðsdagur leikskólakennara og skipulagsdagur. Einnig var spurt hvort viðkomandi væri

ánægð(ur) eða óánægð(ur) með námsskrá og uppeldisstefnu leikskólans, með samstarf leikskólans

við foreldra og foreldraviðtölin sem í boði eru í leikskólanum. Að lokum var spurt hversu ánægt eða

óánægt fólk væri með húsnæði leikskólans, skipulag og öryggi á útivistarsvæði leikskólans.

Í úrtaki meðal fulltrúa foreldra (formanna foreldrafélaga í leikskólum) var samræmis gætt og leitað

til formanns foreldrafélags innan sama leikskóla og stjórnendur leikskóla starfa við sem tóku þátt í

könnun meðal leikskólastjóra (stjórnendur sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla voru einnig

frá sömu svæðum). Í ýmsum tilvikum var leitað eftir viðhorfi aðila til sömu efnisþátta og sömu

spurninga.

2.5 Spurningar lagðar fyrir í spurningavagni IMG-Gallup

Einn liður í þessu verkefni var spurningalistakönnun sem IMG-Gallup lagði fyrir og var framkvæmd

dagana 1. apríl til 14. apríl 2004. Spurt var um viðhorf almennings til leikskóla og þjónustu sem þar

er veitt og hvort viðkomandi hafi átt barn í leikskóla síðustu 12 mánuði. Aðferðin var símakönnun

og markmið að kanna viðhorf almennings til leikskóla. Úrtakið náði til fólks á öllu landinu á

aldrinum 16-75 ára, valið af handahófi úr þjóðskrá, 1300 manns. Endanlegur fjöldi svarenda var 766

eða 61,6% svarhlutfall. Af þeim sem svöruðu átti fjórðungur barn í leikskóla á síðustu 12 mánuðum.

2.6 Leitað var til Leikskóla Reykjavíkur og Skólakrifstofu Hafnarfjarðar

Beðið var um upplýsingar um kannanir meðal foreldra/forráðamanna barna í leikskólum sem þessir

aðilar hafa gert. Starfsmenn urðu góðfúslega við þessari beiðni. Í framhaldi af því var fundað með

starfsmönnum Starfsþróunarsviðs hjá Leikskólum Reykjavíkur sem gáfu gagnlegar upplýsingar sem

nýttust vel við undirbúning verkefnisins. Síðan var leitað eftir því að fá að nota hluta spurningalista,

sem lagður hefur verið fyrir meðal foreldra barna í leikskólum og Leikskólar Reykjavíkur hafa

þróað. Það var góðfúslega samþykkt. Notaður var hluti af spurningalista Leikskóla Reykjavíkur og

einnig lagðar fyrir sambærilegar spurningar og fyrir aðra markhópa, þ.e. leikskólakennara,

leikskólastjóra og stjórnendur sveitarfélaga, m.a. spurningar um hvort laun leikskólakennara séu í

samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk.

Borgar f ræðasetur

Page 18: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

17

2.7 Talnagögn frá Hagstofu Íslands

Leitað var svara við ákveðnum þáttum í talnagögnum Hagstofu Íslands, m.a. voru um eftirtaldir

þættir kannaðir: Fjölgun stöðugilda leikskólakennara í leikskólum, fjölda barna í leikskólum á

Íslandi 2001, fjölgun/fækkun barngilda á hvert stöðugildi starfsmanna við umönnun, uppeldi og

menntun barna í leikskólum, greint eftir landssvæðum og voru upplýsingar um stöðugildi eftir

landssvæðum sérstaklega teknar út fyrir þessa rannsókn. Einnig var byggt á gögnum Hagstofunnar

er varða fjölgun fagfólks í stöður í leikskólum og staðan fyrir og eftir kjarasamning tekin út (1999

og 2003). Kannað var hvort hlutfall starfsmanna með leikskólakennaramenntun sem annast uppeldi

og menntun barna hafi aukist og sérstaklega hugað að þeirri þróun sem orðið hefur á stöðu og

launum deildarstjóra.

Tekið skal fram að í verkefnaskilgreiningu var gert ráð fyrir að taka út stöðu og þróun mála á

árabilinu 1999-2002. Leitað var til Hagstofu Íslands eftir gögnum er varða árið 2003 og þær

upplýsingar fengust að þau kæmu fram í apríl (var um 20. apríl). Talið var að það hefði umtalsvert

gildi fyrir þetta verkefni að byggja einnig á gögnum ársins 2003 og var það ákveðið en það lengdi

jafnframt tímann sem tók að ljúka verkinu (eftir það kom upp tæknileg bilun sem olli frekari

seinkun, sjá síðar). Einnig er byggt á tölulegum upplýsingum vegna ársins 1998 þegar því var

viðkomið. Talið er að upplýsingar vegna ársins 2003 styrki niðurstöður könnunar um áhrif kjara-

samnings aðila frá 2001 á starfsmannahald og starfsemi leikskóla, þar sem samanburðurinn nær til

fleiri ára.

2.8 Upplýsingar og gögn frá Kjaranefnd opinberra starfsmanna (Fréttarit KOS)

Einn þáttur í þessu verkefni var samanburður á launum og launaþróun leikskólakennara miðað við

aðra starfshópa og launahækkunin sem varð við kjarasamninginn 2001. Leitað var til Kjaranefndar

opinberra starfsmanna eftir upplýsingum um laun og launaþróun ýmissa starfshópa sl. ár. Síðan var

tekin afstaða til þess hvaða starfshópar hefðu mesta samsvörun við störf og menntun leikskóla-

kennara. Upplýsingar um laun og kjör leikskólakennara liggja fyrir hjá KOS, þ.e. upplýsingar vegna

leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg en ekki annars staðar á landinu. Hóparnir sem voru valdir til

samanburðar við launakjör leikskólakennara voru: Þroskaþjálfar, grunnskólakennarar, háskólamenn

innan BHM hjá Reykjavíkurborg og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, háskólahópur. Valið var

að bera laun leikskólakennara saman við laun tveggja faghópa, þ.e. grunnskólakennara hjá

Reykjavíkurborg og þroskaþjálfa og náðu upplýsingar er varða síðari hópinn til landsins alls. Mjög

Borgar f ræðasetur

Page 19: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

18

fáir þroskaþjálfar vinna hjá Reykjavíkurborg en dagvinnulaun, þ.e. grunnlaun, eru samningsbundin

laun hvar sem er á landinu.

Hér er talið gagnlegt að bera saman laun og launaþróun hópa sem vinna sambærileg störf með

börnum, þ.e. leikskólakennara, þroskaþjálfa og grunnskólakennara. Á það má benda að árið 1998

var nám leikskólakennara og þroskaþjálfa formlega viðurkennt sem háskólanám og var fært undir

Kennaraháskóla Íslands (Háskólann á Akureyri árið 1996). Einnig er talið mikilvægt að bera saman

laun og launaþróun hópa háskólamenntaðra sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Byggt er á talna-

gögnum Kjaranefndar opinberra starfsmanna, þ.e. Fréttarit KOS, nr. 22-29. Einnig var lögð áhersla á

að kanna hvort samningurinn 2001 hafi bætt launakjör leikskólakennara umfram aðra og hvort laun

leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk, sem einnig er

kannað í spurningakönnunum hinna ýmsu markhópa.

2.9 Aðsókn og eftirspurn eftir leikskólakennaranámi

við Kennaraháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri er einn liður í þessu verkefni. Kannað var

hvort aðsókn og eftirspurn eftir leikskólakennaranámi við Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) og

Háskólann á Akureyri (HA) hafi breyst (fjölgað/fækkað) á árunum 1998-2003 í báðum skólum,

ásamt aðsókn nemenda, umsóknum og fjölda nemenda sem ljúka námi og eru brautskráðir. Leitað

var til beggja skólanna sem gáfu fúslega þessar upplýsingar og einnig var talað við aðila sem starfa

við leikskólakennaraskor Kennaraháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.

2.10 Nokkrir þættir er varða framvindu verkefnisins

Verkefnið hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Benda má á að upphafleg tíma- og

kostnaðaráætlun var skorin niður fjárhagslega og átti verkefnið að fylgja þeim niðurskurði.

Staðreyndin er hins vegar sú, að það var hægara sagt en gert þegar til niðurskurðar kom. Einnig var

leitað eftir því á vinnslustigi að ljúka hverjum kafla með samantekt og mati en ekki aðeins í lokin

eins og gert var ráð fyrir. Komið var til móts við þá ósk og er talið að verkefnið verði dýpra fyrir

vikið - en þar kemur til viðbótartími sem ekki var gert ráð fyrir í byrjun. Þá tók meiri tíma en gert

var ráð fyrir að ganga eftir svarlistum og einnig að ná sambandi við fólk (m.a. fulltrúa foreldra). Það

var vanmetinn liður í tímaáætlun. Allt kapp hefur verið lagt á að ná sem bestri svörun í könnunum

sem tryggir betri og marktækari niðurstöður. Jákvæð hlið þessa er að hægt var að nálgast nýjar

upplýsingar frá Hagstofu Íslands vegna ársins 2003. Talið er að þær upplýsingar styrki niðurstöður

verkefnisins en í áætlun var gert ráð fyrir tölulegum staðreyndum vegna áranna 1999-2002. Það sem

Borgar f ræðasetur

Page 20: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

19

mestri töf og röskun olli var bilun á tæki (í maí) af völdum tölvuvírus og seinkaði það vinnslu

verkefnisins, m.a. eyðilagðist hluti af verkefninu (og einnig afrit), svo vinna varð umtalsverðan hluta

verksins upp aftur. Hér liggur verkefnið fyrir. Niðurstöður og ályktanir eru á ábyrgð skýrsluhöfundar

og Borgarfræðaseturs.

Ætla má að niðurstöður þessa verkefnis hafi ótvírætt hagnýtt gildi fyrir hagsmunaaðila, bæði Félag

leikskólakennara og Launanefnd sveitarfélaga, til áframhaldandi þróunar á kjörum starfsmanna,

vinnuumhverfi, rekstri leikskóla og aðbúnaði þeirra sem þar starfa.

Borgar f ræðasetur

Page 21: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

20

Kafli 3

Helstu niðurstöður

1. Niðurstöður sýna að ímynd leikskóla á Íslandi er góð og fagleg þjónusta almennt

talin góð.

Tæplega 90% stjórnenda sveitarfélaga og 98,6% leikskólastjóra segja að leikskólar

veiti almennt góða og faglega þjónustu. Sú er einnig niðustaða 94,2% leikskóla-

kennara og 92,1% formanna foreldrafélaga í leikskólum.

Niðurstaða könnunar IMG-Gallup sýnir að 93,7% almennings á Íslandi (18-74 ára)

telja að leikskólar á Íslandi veiti almennt góða og faglega þjónustu.

Þessar niðurstöður undirstrika það markmið kjarasamningsins frá 2001 að metnaðar-

fullt starf er unnið í leikskólum sem sátt ríkir um.

2. Niðurstöður sýna að það markmið kjarasamnings Félags leikskólakennara og

Launanefndar sveitarfélaga að bæta launakjör leikskólakennara hefur náðst að

hluta.

Grunnlaun (DL) leikskólakennara hækkuðu um 33,2% frá janúar 2000 til janúar 2001 og

heildarlaunin (HL) hækkuðu um 26,6% á sama tíma.

Niðurstöður sýna að það markmið Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga

að gera leikskólakennara sátta við launakjör sín og skapa með því stöðugleika í starfs-

mannahaldi hafi aðeins náðst að hluta. Niðurstöður sýna að laun leikskólakennara

hækkuðu töluvert í janúar 2001 en jafnframt sýna niðurstöður úr könnunum meðal

markhópa að um 97% hvors hóps leikskólakennara og leikskólastjóra segja að laun

leikskólakennara séu í slæmu samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk

og 93% formanna foreldrafélaga í leikskólum segja einnig að svo sé. Hátt í helmingur

(44,4%) stjórnenda sveitarfélaga á sviði leikskóla segja að laun leikskólakennara séu í

slæmu samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk.

Sú staðreynd liggur einnig fyrir að leikskólakennarar hafa lægst laun miðað við þá hópa

háskólamenntaðra sem þeir eru bornir saman við í þessari könnun.

Niðurstaða þessa mats er að til þess að áðurnefnd markmið náist til fulls þurfi að gera

betur og færa laun leikskólakennara nær launum annarra háskólamenntaðra starfsstétta.

Borgar f ræðasetur

Page 22: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

21

3. Það markmið kjarasamningsins 2001 að lagfæra kjör deildarstjóra og gera stöðuna

eftirsóknarverðari hefur náðst að hluta.

stöðugildi. Markhóparnir, þ.e. leikskólakennarar, stjórnendur leikskóla og stjórnendur

sveitarfélaga, eru sammála um að staða deildarstjóra sé eftirsóknarverðari í dag en hún var

fyrir kjarasamninginn 2001. Því markmiði er náð.

Niðurstöður sýna að 92,3% leikskólakennara og 75,4% stjórnenda leikskóla segja að laun

deildarstjóra séu í ósamræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk. Hátt hlutfall þessara

hópa telur að auknar kröfur séu gerðar til deildarstjóra eftir kjarasamninginn 2001, þ.e.

aukin ábyrgð, stjórnun, skipulagsvinna og aukið álag í starfi.

Benda má á að 48% stjórnenda sveitarfélaga á sviði leikskóla telja að laun deildarstjóra

séu í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk.

Niðurstaða þessa mats er sú að mikilvægt sé að lagfæra launakjör deildarstjóra til

samræmis við laun annarra háskólamenntaðra og endurmeta þá þætti sem valda umtals-

verðu álagi í vinnuumhverfi þeirra í leikskólum.

4. Hefur stöðugleiki í starfsmannahaldi aukist í leikskólum?

enda sveitarfélaga og formanna foreldrafélaga í leikskólum telja stöðugleika í starfsmanna-

haldi viðunandi í þeirra leikskóla og á þeirra svæði.

Niðurstöður sýna einnig að hátt í helmingur leikskólastjóra segja að stöðugleiki hafi aukist.

93,1% af þeim segja að meiri stöðugleiki sé hjá deildarstjórum en fyrir kjarasamninginn,

38% segja að stöðugleiki hafi aukist hjá aðstoðarleikskólastjórum, 34,5% segja meiri stöðug-

leika hjá leikskólakennurum og 20% segja að stöðugleiki hafi aukist hjá öðrum starfs-

mönnum.

Niðustöður sýna það að markmið kjarasamningsins 2001 að stuðla að stöðugleika í starfs-

mannahaldi hefur náðst að hluta.

5. Hefur markiðið um aukna hagkvæmni í rekstri náðst?

Því markmiði kjarasamningsins 2001 að finna atriði sem stuðlað gætu að hagkvæmni í rekstri

leikskóla, s.s. nýtingu húsnæðis hefur verið náð m.a. vegna breyttrar reglugerðar (365/2001).

Niðurstöður sýna að tæknilegt svigrúm skapaðist 2001 vegna breytinga á reglugerð þar sem

dregið var úr reiknuðu rými fyrir hvert barn í leikskóla (úr 7m2 og í 6,5m2) og breyting á barn-

Borgar f ræðasetur

Fjölgun stöðugilda deildarstjóra var 43,5% á árunum 2000-2003, eða úr 402 í 577

Niðurstöður sýna að meirihluti (rúmlega 2/3 af hverjum hópi) stjórnenda leikskóla, stjórn-

Page 23: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

22

gildisviðmiði 5 ára barna (úr 1 barngildi í 0,8) leiddi til þess að hægt var að fjölga börnum í

leikskólum á landinu öllu (um 804 barngildi). Slíkt svigrúm ætti að hafa fækkað börnum á bið-

listum eftir leikskólaplássi. Ekki liggur fyrir hvort þetta svigrúm var nýtt hjá sveitarfélögunum

að fullu eða hluta, utan upplýsinga frá Leikskólum Reykjavíkur. Þar skapaði breytingin á reglu-

gerð svigrúm til betri nýtingar á húsnæði og breytt barngildisviðmið um það bil 150 pláss og

leiddi til hagkvæmari reksturs fjárhagslega.

Kannanir meðal markhópa sýna fjölgun barna í þriðja hverjum leikskóla að sögn leikskóla-

stjóra og formanna foreldrafélaga í leikskólum. Þá segir þriðjungur leikskólastjóra að aukin

hagkvæmni hafi náðst í rekstri leikskóla.

Hér er jafnframt talið mikilvægt að meta þann fórnarkostnað sem e.t.v. fylgir ábatanum.

Niðurstöður sýna að helmingur leikskólakennara eru óánægðari með vinnuumhverfi sitt í dag

en fyrir kjarasamninginn 2001 og kvartar undan fjölgun barna og auknu álagi sem því fylgir.

Niðurstaðan er sú að því markmiði kjarasamningsins 2001 að finna atriði sem stuðlað gætu

að hagkvæmi í rekstri leikskóla m.a. nýtingu húsnæðis er náð.

6. Í kjarasamningnum 2001 segir að stefnt skuli að því að allir starfsmenn sem annast

uppeldi og menntun barna hafi leikskólakennaramenntun.

Niðurstöður sýna að 2/3 starfsmanna sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólum eru

ófaglærðir. Sú staðreynd liggur fyrir að ekki hefur orðið mikil fjölgun brautskráðra leikskóla-

kennara á síðustu árum. Ætla má að tilboð um fjarnám hafi skapað fólki möguleika til að

stunda leikskólakennaranám, bæði þeim sem búa út á landi og einnig einstaklingum sem

þurfa að vinna samhliða námi.

Niðurstöður sýna að almennt hafa stjórnendur sveitarfélaga og leikskólastjórar stutt við bakið

á ófaglærðum starfsmönnum leikskóla svo þeir geti stundað fjarnám með vinnu.

Niðurstaða þessa mats er að gera þurfi stærra átak í menntunarmálum leikskólakennara til

að ná fram markmiðum kjarasamningsins frá 2001 og aðilar setji sér raunhæf markmið til að

vinna að fjölgun leikskólakennara, þ.m.t. að næg tilboð um menntun séu til staðar.

Niðurstöður sýna að um 80% stjórnenda leikskóla og stjórnenda sveitarfélaga eru ánægð og

rúmlega 70% leikskólakennara segjast ánægð með umfang og framkvæmd símenntunar.

Tæplega 90% stjórnenda sveitarfélaga og leikskólastjóra segja að gert sé ráð fyrir símenntun

leikskólakennara í stefnumótun og starfsmannahaldi í þeirra sveitarfélagi/leikskóla.

Niðurstöður sýna að markmið kjarasamningsins frá 2001 er varða símenntun hafa náðst með

einum fyrirvara: Það virðist þurfa að gera betur í afleysingarmálum vegna símenntunar.

Borgar f ræðasetur

Page 24: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

23

II. hluti

Viðhorf til þjónustu leikskóla Starfsumhverfi, launaþróun og menntun leikskólakennara

Borgar f ræðasetur

II hluti

Viðhorf til þjónustu leikskóla

Starfsumhverfi, launaþróun og menntun leikskólakennara

Page 25: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

24

Kafli 4

Viðhorf almennings til þjónustu leikskóla

Einn hluti þessa verkefnis var spurningakönnun sem IMG-Gallup gerði til að fá fram viðhorf

almennings á Íslandi til þjónustu leikskóla. Símakönnun var framkvæmd 1.-14. apríl 2004. Úrtakið

var 1300 manns á aldrinum 16-75 ára, fólk af öllu landinu, valið af handahófi úr þjóðskrá. Endanlegt

úrtak var 1243. Fjöldi svarenda var 766 og svarhlutfall 61,6%.

Eftirfarandi spurning var lögð fyrir þátttakendur: Veita leikskólar á þínu svæði börnum yngri en 6

ára almennt góða eða slæma þjónustu? Afstaða þátttakenda birtist í mynd 4.1.

Mynd 4.1 Veita leikskólar á þínu svæði börnum yngri en 6 ára almennt góða eða slæma þjónustu?

1,2

1,5

3,7

42,6

51,1

0 20 40 60 80 100

Mjög slæma

Frekar slæma

Hvorki né

Frekar góða

Mjög góða

IMG-Gallup, apríl 2004

Eins og fram kemur í mynd 4.1 segja 93,6% svarenda að leikskólar veiti börnum yngri en 6 ára

frekar góða eða mjög góða þjónustu. 3,7% telja að þjónusta leikskóla sé hvorki góð né slæm og

2,7% telja að þjónusta leikskóla sé frekar eða mjög slæm. Niðurstöður sýna mikla ánægju almenn-

ings með þjónustu leikskóla, bæði þeirra sem njóta þjónustunnar og einnig jákvæð viðhorf hinna

(3/4) sem ekki hafa notið hennar á síðustu 12 mánuðum.

Fólk á aldrinum 18 til 55 ára (580 einstaklingar, þ.e. 269 konur og 311 karlar) var einnig spurt

eftirfarandi spurningar: Átt þú barn eða börn sem hafa verið í leikskóla á síðustu 12 mánuðum? Af

þeim sem spurðir voru sögðust 25,3% (þ.e. 147 einstaklingar) hafa átt barn eða börn í leikskóla á

síðustu 12 mánuðum en 74,7% (þ.e. 433 einstaklingar) höfðu ekki átt barn í leikskóla á þessum tíma.

Borgar f ræðasetur

Page 26: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

25

Tafla 1Nánari greining á gögnum: Veita leikskólar á þínu svæði almennt góða eða slæma þjónustu?

Fjöldi Mjög Frekar Hvorki Frekar Mjög

svara góða góða né slæma slæma

Kyn

Karlar 301 49,80% 45,20% 3,00% 1,00% 1,00%

Konur 300 52,30% 40,00% 4,30% 2,00% 1,30%

Aldur

16-24 ára 126 49,20% 45,20% 2,40% 2,40% 0,80%

25-34 ára 121 47,90% 43,80% 5,80% 0,80% 1,70%

35-44 ára 136 51,50% 41,20% 5,10% 1,50% 0,70%

45-54 ára 101 47,50% 46,50% 4,00% 1,00% 1,00%

55-75 ára 117 59,00% 36,80% 0,90% 1,70% 1,70%

Búseta

Reykjavík 188 45,20% 48,40% 4,80% 1,60% Nágrannasvfélög Reykjavíkur 130 60,80% 33,10% 3,80% 0,80% 1,50%

Önnur sveitarfélög 283 50,50% 43,10% 2,80% 2,80% 0,70%

Menntun

Grunnskólapróf 125 56,80% 37,60% 2,40% 3,20% Grunnskólapróf og viðbót 157 44,60% 47,10% 5,10% 0,60% 2,50%

Framhaldsskólapróf 167 51,50% 43,70% 2,40% 1,20% 1,20%

Háskólapróf 137 52,60% 40,10% 5,10% 1,50% 0,70%

Fjölskyldutekjur

Lægri en 250 þúsund 117 57,30% 34,20% 5,10% 2,60% 0,90%

250 til 399 þúsund 157 47,10% 47,80% 4,50% 0,60%

400 til 549 þúsund 110 50,90% 44,50% 1,80% 0,90% 1,80%

555 þúsund eða hærri 105 50,50% 44,80% 2,90% 1,00% 1,00%

Ekki er marktækur munur á meðaltölum hópa

IMG-Gallup, apríl 2004.

Í töflu 1 er nánari greining á svörum þátttakenda eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum.

4.1 Samantekt og mat

Niðurstöður sýna að tæplega 94% svarenda telja þjónustu leikskóla á Íslandi mjög eða frekar góða.

Það endurspeglar afstöðu markhópa sem fjallað verður um síðar (sjá kafla 6-9). Niðurstöður er varða

markhópa sýna að rúmlega 94% leikskólakennara telja að leikskólar veiti almennt góða og faglega

þjónustu og 98,6% stjórnenda leikskóla telja að þjónusta í þeirra leikskóla sé mjög eða frekar góð.

Þá telja hátt í 90% stjórnenda sveitarfélaga þjónustu leikskóla á sínu svæði mjög eða frekar góða og

92% foreldra, þ.e. formenn foreldrafélaga í leikskólum telja þjónustu leikskóla almennt góða.

Niðurstöður þessa kafla eru að mikils samræmis gæti í viðhorfi almennings til þeirrar þjónustu sem

leikskólar almennt veita og viðhorfa sem fram koma hjá markhópunum sem rætt var við, þ.e.

leikskólakennara, leikskólastjóra, stjórnenda sveitarfélaga og foreldra. Hér er dregin sú ályktun að

almenn sátt ríki í samfélaginu um að leikskólar á Íslandi veiti almennt góða þjónustu.

Borgar f ræðasetur

Page 27: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

26

Kafli 5

Leikskólar á Íslandi Starfsmenn, stöðugildi, leikskólakennaranám og laun

Hér verður fjallað um leikskóla á Íslandi og þróun starfa og stöðugilda á árunum 1999-2003.

Fjölgun/fækkun leikskóla, breytingu á reglugerð um breytt viðmið barngilda og fleira og aðsókn í

leikskólakennaranám. Einnig er gerður samanburður á launum leikskólakennara við aðra hópa.

Leikskólar á Íslandi Mynd 5.1

Fjöldi leikskóla á landinu eftir landsvæðum 1999-2003

2628

18

32

10131410

43

84

1318

31

91512

50

93

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Reykj

avík

Höfuð

bsv u

tan R

vk

Suður

nes

Vestur

land

Vestfi

rðir

Norðu

rland

vestr

a

Norðu

rland

eystr

a

Austu

rland

Suður

land

Fjö

ldi l

eiks

kóla

1999

2000

2001

2002

2003

Heimild: Hagstofa Íslands, júní 2004.

Mynd 5.1 sýnir fjölda leikskóla á Íslandi. Árið 1999 voru leikskólar á öllu landinu 252 og fjölgaði

um 15 leikskóla til ársins 2003 þegar á heildina er litið. Ef einstök landssvæði eru könnuð nánar sést

að 16 nýir leikskólar bætast við á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1999-2003. Leikskólum fjölgar um

tvo á Suðurnesjum og um einn á Vesturlandi. Leikskólum fækkar um tvo á Suðurlandi og um einn á

Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Fjöldi leikskóla stendur í stað á Vestfjörðum og

Austurlandi.

Borgar f ræðasetur

Page 28: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

27

Kafli 5.1

Barngildi

Barngildi í leikskólum er reiknuð stærð til að meta starfsmannaþörf leikskóla. Barngildi er reiknað

út frá aldri og dvalartíma barna í leikskólum. Í reglugerð nr. 225/1995 er kveðið á um að fyrir hvert

stöðugildi leikskólakennara sem sér um umönnun, uppeldi og menntun barna í leikskóla skuli vera

átta barngildi. Til viðbótar koma störf leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra og starfsmanna sem

sjá um sérstakan stuðning. Frá setningu þessarar reglugerðar (Reglugerð um starfsemi leikskóla nr.

225/1995) var viðmið fyrir 4 og 5 ára börn sem eru allan daginn í leikskólanum reiknað sem 1,0

barngildi fyrir hvert barn, 3 ára barn sem 1,3 barngildi, 2 ára barn sem 1,6 barngildi og barn sem er

yngra en 2 ára sem 2 barngildi.

Eitt af markmiðum kjarasamnings Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara (2001) var

að finna atriði sem stuðlað gætu að hagkvæmni í rekstri leikskóla, m.a. nýtingu húsnæðis. Í ljósi þess

var reglum um barngildi breytt vegna 5 ára barna úr 1,0 barngildi í 0,8. Ennfremur var gerð breyting

í reglugerð á reiknuðu rými fyrir hvert barn samtímis í leikskóla. Áður voru 7 m2 brúttó reiknaðir

fyrir hvert barn en eftir breytinguna eru reiknaðir 6,5 m2 fyrir hvert barn (Reglugerð nr. 365/2001

um breytingu á reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995). Þessi breyting býður upp á fjölgun

barna í leikskólum á grundvelli breyttra viðmiða barngilda á hvert stöðugildi. Í þessum kafla verður

kannað hverju þessi breyting hefur skilað.

Tafla 2 Fimm ára börn í leikskólum 2001, skipting eftir landsvæðum

Fjöldi 5 ára Var áður Breyttist í Mismunur barna í leikskólum 1 barngildi 0,8 barngildi (0,8-1 barngildi)

Reykjavík 1.478 1.478 1.182,40 295,6 Höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur 961 961 768,8 192,2 Suðurnes 281 281 224,8 56,2 Vesturland 200 200 160 40 Vestfirðir 118 118 94,4 23,6 Norðurl. vestra 106 106 84,8 21,2 Norðurl. eystra 397 397 317,6 79,4 Austurland 149 149 119,2 29,8 Suðurland 329 329 263,2 65,8 Samtals: 4.019 3.215,20 803,8

Heimild: Hagstofa Íslands, júní 2004.

Tafla 2 sýnir fjölda 5 ára barna í leikskólum árið 2001, greint eftir landsvæðum, þ.e. þegar kjara-

samningurinn tekur gildi og reglugerð er breytt um reiknað barngildi 5 ára barna. Niðurstöður sýna

Borgar f ræðasetur

Page 29: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

28

að breytt reikniregla vegna 5 ára barna skapar tæknilegt svigrúm til að fjölga börnum í leikskólum

um 804 barngildi sem sveitarfélögin geta nýtt og aukið þar með hagkvæmni í rekstri leikskóla. Í

töflu 2 sést að í Reykjavík hefur breytingin í för með sér svigrúm til að nýta tæplega 296 barngildi,

þ.e. möguleiki skapast til að fjölga börnum t.d. yngri en tveggja ára um 148 börn. Þessi breyting

skapar einnig tæknilegt svigrúm á landinu utan Reykjavíkur til að fjölga börnum um 508,5 barngildi,

sem gæti þýtt fjölgun um 254 börn yngri en tveggja ára. Með breytingu á reiknuðu rými fyrir hvert

barn samtímis í leikskóla (úr 7 m2 í 6,5m2) skapaðist einnig rými til að taka inn fleiri börn á

grundvelli breyttra viðmiða. Ljóst er að þarna skapast tæknilegt svigrúm til að fjölga börnum í

leikskólum án þess að fjölga stöðugildum/starfsmönnum. Hitt er svo annað mál hvort þessi fjöldi

barna hafi verið til staðar og að bíða eftir leikskólaplássi. Hér kemur ótvírætt í ljós að markmið

kjarasamningsins frá 2001, að finna atriði sem stuðlað gætu að hagkvæmni í rekstri leikskóla, m.a.

nýtingu húsnæðis, hefur tæknilega tekist hvort sem svigrúmið hefur verið nýtt til fulls eða að hluta.

Leitað var til Leikskóla Reykjavíkur til að kanna hvað áhrif breyting á reglugerð um starfsemi

leikskóla (nr. 365/2001) hafi haft á starfsemi Leikskóla Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum

starfsmanns rekstrarsviðs skapaði breytingin annars vegar svigrúm til betri nýtingar á húsnæði

Leikskóla Reykjavíkur á þeim tíma. Leikskólaráðgjafar fóru yfir húsnæðismál hvers og eins

leikskóla með það fyrir augum að skoða hversu mörg pláss bættust við vegna breytingar á

fermetraviðmiði. Niðurstaðan var að u.þ.b. 150 pláss alls í það heila sköpuðust vegna þessa. Hins

vegar hafði breytt barngildisviðmið vegna 5 ára barna (úr 1 barngildi í 0,8) þau áhrif að færri

starfsmenn þurfti til að sinna sama fjölda barna og áður. Ekki var um fækkun starfa að ræða hjá

stofnuninni þar sem aukinn fjölda starfsmanna hefur þurft til að vinna með yngstu börnunum, sem

hefur verið að fjölga jafnt og þétt í leikskólum. Með öðrum orðum leiddi þessi breyting til

hagkvæmari reksturs fjárhagslega. Miðað við að 1400 5 ára börn hafi á þessum tíma verið í

leikskólum má gera ráð fyrir að sparnaður hafi numið ca. 35 stöðugildi (1400/8 – 1400/10 = 35).

Ekki er hér hægt að tala um að þessi breyting hafi skapað svigrúm til fjölgunar barna heldur

eingöngu fjárhagslegs hagræðis. Í heild er þá hægt að tala um að breytingin á reglugerð (nr.

365/2001) á reiknuðu rými fyrir hvert barn (úr 7m2 í 6,5 m2) og breytt barngildisviðmið hafi skapað

svigrúm til að fjölga um 150 börn og aukið hagkvæmni í fjárhagslegum rekstri (Heimild:

Starfsmaður rekstrarsviðs Leikskóla Reykjavíkur, 2004).

Næst verður hugað að fjölgun barngilda í leikskólum eftir landssvæðum.

Borgar f ræðasetur

Page 30: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

29

Mynd 5.2Barngildi í leikskólum eftir landsvæðum 1999-2003

7.532

4.556

555723

1.0461.430

387356

954

0

1000

2000

3000

4000

5000

6000

7000

8000

Reykja

vík

Höfuð

bsvæ

ðiuta

n Rvk

Suður

nes

Vestur

land

Vestfi

rðir

Norðu

rland

vestr

a

Norðu

rland

eystr

a

Austur

land

Suður

land

Fjö

ldi

1999

2000

2001

2002

2003

Heimild: Hagstofa Íslands, júní 2004.

Á mynd 5.2 má greina barngildi í leikskólum á landinu öllu. Fjölgun barngilda frá 2001 er mest í

Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur. Könnum nánar þróun barngilda í leikskólum.

Barngildi í töflu 3 sýna eiginlega fjölgun/fækkun barngilda í leikskólum á árunum 1999-2003.

Tafla 3 Fjöldi barngilda í leikskólum eftir landsvæðum árin 1999-2003 Breyting milli áranna 2001 og 2003 Fjölgun/fækkun

1999 2000 2001 2002 2003 2001-2003 Reykjavík 5.811 5.749 6.252 7.073 7.532 1.280 Höfuðborgar- svæðið utan Rvíkur 2.929 3.146 3.774 4.281 4.556 782 Suðurnes 630 653 890 945 954 64 Vesturland 581 580 683 679 723 40 Vestfirðir 374 416 379 377 356 -23 Norðurl. vestra 309 333 361 351 387 26 Norðurl. eystra 1.146 1.218 1.301 1.363 1.430 129 Austurland 511 518 480 478 555 75 Suðurland 909 933 907 1.021 1.046 139

Heimild: Hagstofa Íslands, júní 2004.

Í töflu 3 má greina að fjölgun barngilda var mest á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2001-2003 og var

hlutfallsleg aukning 20,5% í Reykjavík og 20,7% á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur. Á sama

tíma fjölgar leikskólum úr 135 í 143 á öllu höfuðborgarsvæðinu. Barngildum hefur fjölgað um 139 á

Suðurlandi en þar fækkar leikskólum um einn á árunum 2001-2003. Barngildum í leikskólum á

Norðurlandi eystra hefur fjölgað um 129 en fjöldi leikskóla er sá sami og einnig á Vesturlandi og

Borgar f ræðasetur

Page 31: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

30

Suðurnesjum (Hagstofa Íslands, 2004). Rétt er að geta þess að á síðasttalda svæðinu var leikskóli

stækkaður um eina deild sem skapar meira rými - fleiri barngildi - (Heimild: Viðtal við stjórnanda

sveitarfélags, 2004). Það kemur ekki fram hér að framan þar sem aðgengilegar heimildir taka aðeins

til fjölda leikskóla. Leikskólum fækkar um einn á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Barngildum

fjölgar um 26 á fyrrnefnda svæðinu á árunum 2001-2003 en fækkar um 23 á Vestfjörðum og kemur

þar til fækkun barna vegna fólksfækkunar (Heimild: Viðtal við stjórnendur leikskóla, 2004).

Til að átta sig betur á fjölgun barngilda út frá breyttu viðmiði er rétt að kanna fjölgun/fækkun

barngilda á hvert stöðugildi starfsmanna í leikskólum við uppeldi og menntun barna 1999-2003,

greint eftir landsvæðum (sjá töflu 4).

Tafla 4 Barngildi á hvert stöðugildi starfsmanna 1999-2003 Greint eftir landsvæðum Fjölgun/fækkun

1999 2001 2003 1999-2003 2001-2003

Reykjavík 6,3 6,4 6,5 0,2 0,1

Höfuðborgarsvæðið

utan Rvíkur 6,2 6,3 6,2 0,0 -0,1

Suðurnes 7,1 6,4 6,2 -0,9 -0,2

Vesturland 7,0 6,5 5,6 -1,4 -0,9

Vestfirðir 6,8 6,2 6,0 -0,8 -0,2

Norðurl. vestra 6,2 6,8 6,0 -0,2 -0,8

Norðurl. eystra 6,7 6,5 6,6 -0,1 0,1

Austurland 5,9 6,1 5,9 0,0 -0,2

Suðurland 6,8 6,7 6,0 -0,8 -0,7

Heimild: Hagstofa Íslands, 5. júlí, 2004.

Í töflu 4 sést að fjölgun barngilda á hvert stöðugildi á árunum 1999-2003 var 0,2 í Reykjavík. Eins

og fram kemur standa barngildi á hvert stöðugildi í stað utan Reykjavíkur á þessum árum, greint

eftir landssvæðum, eða fækka (sjá nánari útreikninga í viðauka 3). Fækkun barngilda á hvert

stöðugildi er mest á Vesturlandi 1,4, á Suðurnesjum fækkar barngildum á stöðugildi um 0,9 á

þessum tíma og um 0,8 á Vestfjörðum og Suðurlandi. Á Norðurlandi vestra fækkar barngildum á

hvert stöðugildi um 0,2 en þau standa í stað á Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur.

Í töflu 4 kemur fram að árið 2003 er barngildi á hvert stöðugildi lægst á Vesturlandi 5,6 en hæst á

Norðurlandi eystra 6,6. Í Reykjavík eru barngildi á hvert stöðugildi 6,5 árið 2003.

Í töflu 4 er einnig tekin út breyting á hlutfalli barngilda á hvert stöðugildi, þ.e. fjölgun eða fækkun

sem varð á árunum 2001-2003, það er eftir kjarasamninginn. Niðurstöður sýna að leikskólar í

Reykjavík og Norðurlandi eystra eru einu leikskólarnir á landinu (2001-2003) þar sem barngildum á

Borgar f ræðasetur

Page 32: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

31

hvert stöðugildi fjölgar, þ.e. um 0,1. Annars staðar á landinu hefur barngildum á hvert stöðugildi

fækkað og var fækkunin mest á Vesturlandi, 0,9 barngildi á hvert stöðugildi, á Norðurlandi vestra

0,8 og á Suðurlandi 0,7. Á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Austurlandi var fækkun barngilda á hvert

stöðugildi 0,2 og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur var fækkun barngilda á hvert stöðugildi

0,1. Hér kemur aukið svigrúm vegna breytinga á reglugerð ekki fram (803,8 barngildi).

5.1.1 Samantekt og mat

Í kjarasamningi Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga (2001) voru aðilar sammála

um að mikilvægt væri að leikskólar væru reknir á sem hagkvæmastan hátt og settu sér það markmið

að finna atriði í kjarasamningnum sem stuðlað gætu að hagkvæmni í rekstri, m.a. nýtingu húsnæðis.

Breyting vegna reglugerðarákvæðis, þ.e. að reiknireglu um barngildi vegna 5 ára barna sem var áður

1 barngildi en breytt í 0,8 barngildi, hefur skilað tæknilega umtalsverðu svigrúmi, þ.e. 803,8

barngildum, sem býður upp á fjölgun barna í leikskólum án þess að fjölga stöðugildum. Þá býður

breyting á reiknuðu rými fyrir hvert barn samtímis í leikskóla (var áður 7 m2 brúttó en eftir

breytingu á reglugerð (365/2001) eru reiknaðir 6,5 m2) upp á fjölgun barna í leikskólum á grundvelli

breyttra viðmiða. Niðurstöður sýna ótvírætt að það markmið kjarasamnings aðila frá 2001 að finna

atriði sem stuðlað gætu að hagkvæmni í rekstri leikskóla, m.a. húsnæði, er náð.

Í þessu mati er rétt að hafa í huga hvort einhver fórnarkostnaður sé vegna þessarar reglugerðar-

breytingar sem felur í sér heimild til fjölgunar barna. Í 6. kafla kemur fram í könnun meðal

leikskólakennara að helmingur leikskólakennara eru óánægðari með starfsumhverfi sitt í dag en fyrir

kjarasamninginn 2001 (sjá mynd 6.19) og nær allir óánægðir (eða 97,2%) nefna aukið álag vegna

barnafjölda (sjá mynd 6.20). Niðurstöður sýna að þótt aukin hagkvæmni hafi e.t.v. náðst er það

jafnframt staðreynd að helmingur leikskólakennara er óánægðari með starfsumhverfi sitt í dag en

fyrir kjarasamning 2001, m.a. vegna aukins barnafjölda. Þetta kemur einnig fram í könnunum meðal

stjórnenda leikskóla (sjá kafla 7) og stjórnenda sveitarfélaga (sjá kafla 8) sem segjast hafa orðið

varir við að aukinn fjöldi barna, þ.e. breyting tilkomin vegna kjarasamningsins, valdi neikvæðum

áhrifum.

Niðurstaða og mat þessa kafla er að markmið kjarasamningsins frá 24 janúar 2001, að stuðla að

betri hagkvæmni í rekstri leikskóla, er tæknilega náð. Ekki liggur fyrir hve mörg sveitarfélög nýttu

sér þetta svigrúm utan upplýsingar er varða Reykjavík. Eins og fram kom liggur fyrir hjá

Leikskólum Reykjavíkur að breyting á reiknuðu rými fyrir hvert barn (úr 7m2 í 6,5 m2) og breytt

Borgar f ræðasetur

Page 33: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

32

barngildisviðmið vegna 5 ára barna hafi skapað svigrúm til að fjölga um 150 börn og aukið

fjárhagslega hagkvæmni í rekstri.

Jafnframt er talið að skoða þurfi vel og meta þann fórnarkostnað sem fylgir þessum ávinningi, m.a.

óánægju leikskólakennara vegna aukins álags vegna aukins barnafjölda sem talið er að hafi

almennt neikvæð áhrif á starfsemi leikskóla.

Borgar f ræðasetur

Page 34: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

33

Kafli 5.2

Stöðugildi og störf í leikskólum

Í þessum kafla er fjallað um stöðugildi og störf í leikskólum. Rétt er að hafa í huga markmiðslýsingu

Félags leikskólakennara (FL) og Launanefndar sveitarfélaga (LN) frá 24. janúar 2001 en þar kemur

m.a. fram: Aðilar eru sammála um að til lengri tíma litið skuli stefnt að því að allir starfsmenn leik-

skóla sem annast uppeldi og menntun barna hafi leikskólakennaramenntun. Markmið kjara-

samningsins er að bæta kjör leikskólakennara svo það verði að veruleika sem allra fyrst

(Kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Gildistími 1. janúar 2001

til og með 31. ágúst 2004). Einnig er í kjarasamningnum lögð sérstök áhersla á lagfæringar á

kjörum deildarstjóra þannig að sú staða verði eftirsóknaverð. Næst verður kannað hvernig tekist

hefur að ná þessum markmiðum?

Mynd 5.3 sýnir stöðugildi í leikskólum á Íslandi greind eftir menntun starfsmanna 1998-2003. Milli

áranna 2000-2003 hefur stöðugildum leikskólakennara í leikskólum fjölgað um 33,9%, eða úr 803 í

1.075 manns.

Mynd 5.3

Stöðugildi í leikskólum eftir störfum og menntun 1998-2003

1.588 1.6071.710

1.8562.025

2.144

987870

9341.075

803788

102 122 130 171 178129

0

500

1000

1500

2000

2500

1998 1999 2000 2001 2002 2003

Fjöl

di

Leikskólakennarar

Ófaglærðir við uppeldi og menntun

Aðrir með uppeldismenntun

Heimild: Hagstofa Íslands, júní 2004.

Á sama tíma hefur stöðugildum ófaglærðra starfsmanna sem starfa við uppeldi og menntun barna

fjölgað um 25,4% og starfsmenn með aðra uppeldismenntun en leikskólakennarapróf hefur fjölgað

mest, eða um 45,9%. Í töflu 4 er nánari greining á hlutfallslegri skiptingu starfa eftir stöðugildum í

leikskólum á árunum 1998-2003.

Borgar f ræðasetur

Page 35: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

34

Tafla 5 Hlutfallsleg (%) skipting stöðugilda eftir störfum og menntun 1998-2003 Starfsmenn við uppeldi og menntun barna

1998 1999 2000 2001 2002 2003 Leikskólakennarar 31,5% 33,7% 30,5% 32,0% 31,0% 31,7% Ófaglærðir við uppeldi og menntun 63,4% 62,3% 64,9% 63,6% 63,6% 63,1% Aðrir með uppeldismenntun 5,1% 4,0% 4,6% 4,4% 5,4% 5,2% Heildarhlutfall stöðugilda 100% 100% 100% 100% 100% 100% Heimild: Hagstofa Íslands, júní 2004.

Í töflu 5 kemur fram að hlutfall leikskólakennara af heildarfjölda starfsmanna út frá stöðugildum er

hæst árið 1999, 33,7% og lægst árið 2000 30,5%. Eins og fram kemur í töflunni eru ófaglærðir sem

sjá um uppeldi og menntun barna 2/3 starfsmanna í leikskólum. Könnum næst þróun deildarstjóra-

starfsins á síðustu árum og hvort það markmið kjarasamningsins, að fjölga stöðugildum deildar-

stjóra, hafi náðst?

Mynd 5.4 Stöðugildi í leikskólum, eftir starfsheitum 1999-2003

245

241

257

251

260

1.748

1.830

1.993

418

402

496

577

540

2.373

2.219

0 500 1000 1500 2000 2500

1999

2000

2001

2002

2003

Fjöldi stöðugilda

Starfsmenn* við uppeldi,menntun, sérkennslu/stuðning

Deildarstjórar

Aðstoðar leikskólastjórar

Leikskólastjórar

*Starfsmenn, þ.e. leikskólakennarar og aðrir starfsmenn við uppeldi og menntun barna, sérkennslu/stuðning. Heimild: Hagstofa Íslands, júní 2004.

Mynd 5.4 sýnir að stöðugildum deildarstjóra fjölgar úr 402 í 577 á árunum 2000-2003, það er 43,5%

aukning. Á sama tíma fjölgar stöðugildum leikskólakennara og annarra starfsmanna sem annast

uppeldi og menntun barna og þeirra sem sinna stuðningi við börn um 29,7%, eða úr 1.830 í 2.373

stöðugildi.

Borgar f ræðasetur

Page 36: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

35

Tafla 6 Hlutfallslega (%) skipting starfsfólks eftir störfum og stöðugildum 1999-2003

1999 2000 2001 2002 2003 Leikskólastjórar 9,5% 9,2% 8,8% 7,9% 7,6% Aðstleikskólastjórar 6,3% 5,8% 6,0% 5,4% 5,5% Deildarstjórar 16,2% 15,3% 17,0% 17,0% 17,0% Starfsmenn* við uppeldi, 67,9% 69,7% 68,3% 69,7% 69,9% menntun og stuðning Heildarhlutfall (%) stöðugilda 100% 100% 100% 100% 100% Heimild: Hagstofa Íslands, júní 2004.

Í töflu 6 sést að hlufallsleg skipting stöðugilda í leikskólum er nokkuð svipuð milli áranna 1999 og

2003. Stöðugildi deildarstjóra fjölgar hlutfallslega um 1,7% milli áranna 2000 og 2001 og er 17%

eftir það.

5.2.2 Samantekt og mat

Niðurstöður sýna að ófaglærðir sem sinna uppeldi og menntun barna í leikskólum eru 2/3 hluti

starfsmanna 1998-2003. Það markmið Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga, að til

lengri tíma litið skuli stefnt að því að allir starfsmenn leikskóla sem annast uppeldi og menntun

barna hafi leikskólakennaramenntun, á ennþá langt í land og virðist hafa þokast skammt á þessum

árum. Rétt er að geta þess að í viðtölum við stjórnendur sveitarfélaga og einnig stjórnendur leikskóla

kom fram að ófaglærðir starfsmenn í leikskólum hafa nýtt sér möguleika til fjarnáms eftir að boðið

var upp á slíkt við Kennaraháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Í viðtölunum kom fram vilji til

þess að stuðla að því að ófaglærðir starfsmenn í leikskólum geti aflað sér leikskólakennara-

menntunar. Með því sýna aðilar sem hlut eiga að máli að hugur fylgir þessu markmiði sem sett var

með kjarasamningnum árið 2001.

Niðurstaða þessa þáttar er að miðað við að 2/3 starfsmanna við uppeldi og menntun barna í

leikskólum eru ófaglærðir verður að teljast raunsætt að ætla að fjölgun leikskólamenntaðra

starfsmanna í leikskólum taki nokkurn tíma. E.t.v. væri rétt að setja sér raunhæf markmið (og

áfanga) um slíka breytingu til að ná þessu heildarmarkmiði. Þar koma einnig til möguleikar til

leikskólakennaramenntunar, s.s. námstilboð og fjöldi nemenda sem komast að í slíkt nám á ári.

Niðurstöður sýna að stöðugildum deildarstjóra hefur fjölgað um 43,5% á árunum 2000-2003. Þessu

markmiði kjarasamnings aðila er því náð.

Borgar f ræðasetur

Page 37: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

36

Kafli 5.3

Leikskólakennaranám Fjöldi nemenda í leikskólakennaranámi 1998-2003

Í þessum kafla verður fjallað um leikskólakennaranám. Menntun leikskólakennara hófst árið 1946

og var þá tveggja ára nám. Síðan þá hefur námið verið að þróast í samræmi við nýja þekkingu á

uppeldi og menntun leikskólabarna og kröfur samfélagsins. Árið 1996 hófst kennsla í leikskóla-

fræðum til B.Ed.-gráðu við Háskólann á Akureyri og tveim árum seinna eða 1998 fékk nám

leikskólakennara framgang á háskólastig í Reykjavík. Það ár sameinuðust Fósturskóli Íslands,

Þroskaþjálfaskóli Íslands, Íþróttakennaraskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands í einn háskóla.

(Heimasíða Kennaraháskóla Íslands, júlí 2004). Í námslýsingu Háskólans á Akureyri segir:

,,Sérkenni leikskólabrautar eru einkum fjögur. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á nám um starfshætti

leikskólans og gildi leiks sem náms- og þroskaleiðar barna. Í öðru lagi er lögð rækt við listir og

tengsl þeirra í milli og við aðra þætti í leikskólastarfi. Í þriðja lagi er vettvangsnám sem er að

verulegu leyti samfellt til þess að neminn fái góða heildarsýn yfir væntanlegan starfsvettvang sinn.

Fjórði þátturinn er nám um umhverfi og náttúru” (Heimasíða Háskólans á Akureyri, júlí 2004).

Hægt er að stunda leikskólakennaranám til B.Ed.-gráðu eftir tveimur leiðum við Kennaraháskóla

Íslands og Háskólann á Akureyri, þ.e. staðbundið nám og fjarnám. Staðbundið nám er 90 eininga

nám og tekur þrjú ár. Í fjarnámi ljúka nemendur sömu áföngum en námstíma er deilt á fjögur ár í

stað þriggja. Kennt er með aðstoð fjarfundarbúnaðar og tölvusamskipta og í staðbundnum lotum þar

sem nemendur dvelja tímabundið við viðkomandi skóla. Í fjarnámi eru myndaðir námshópar á

hverju svæði (fjarenda) (Heimild: Kennaraháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, 2004).

Í markmiðslýsingu kjarasamnings Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 2001

er stóraukin áhersla lögð á símenntun og framhaldsmenntun leikskólakennara. Þar kemur einnig

fram að stefna skuli að því að allir starfsmenn leikskóla sem annast uppeldi og menntun barna hafi

leikskólakennaramenntun. Í ljósi þess að um 2/3 starfsmanna við uppeldi og menntun barna í

leikskólum eru ófaglærðir og með tilliti til markmiðssetningar aðila frá 2001 (að stefnt sé að því að

starfsmenn hafi leikskólakennaramenntun) verður að telja þátt menntunar mikilvægan til að ná því

markmiði. Við Kennaraháskóla Íslands, leikskólakennarabraut, er boðið upp á nýja námsleið, þ.e.

aðstoðarleikskólakennaranám. Það er 45 eininga nám og stundað í fjarnámi. Fyrsti hópurinn var

tekinn inn í námið árið 2000 og kom þá strax í ljós mikill áhugi fyrir þessu námi. Samkvæmt

upplýsingum Kennaraháskóla Íslands (2004), hafa alls 90 nemendur útskrifast sem aðstoðarleik-

skólakennarar og flestir þeirra hafa haldið áfram námi til B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum.

Borgar f ræðasetur

Page 38: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

37

Aðstoðarleikskólakennarar eru flestir innan Félags leikskólakennara sem semur um kaup þeirra og

kjör og vinnur að því að skýra réttarstöðu þeirra.

Næst verður gerð grein fyrir fjölda nemenda sem sækja um og hefja leikskólakennaranám, bæði

staðbundið nám og fjarnám við Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) og Háskólann á Akureyri (HA) 1998-

2003 og fjölda útskrifaðra leikskólakennara á þessum árum.

5.3.1 Heildarfjöldi nema sem hefja leikskólakennaranám við KHÍ og ljúka námi 1998-2003

Inntökuskilyrði til að hefja leikskólakennaranám við Kennaraháskóla Íslands er stúdentspróf. Unnið

er að inntöku á grundvelli samþykktar háskólaráðs ár hvert, sem var árið 2004 að 80% þeirra sem

teknir væru inn hefðu stúdentspróf og allt að 20% hefðu nám og reynslu sem meta mætti ígildi þess.

Ekki fá allir umsækjendur inngöngu í leikskólakennaranám við Kennaraháskóla Íslands.

Mynd 5.5 Heildarfjöldi nema sem sóttu um - og hófu leikskólakennaranám við KHÍ 1998-2003

0

50

100

150

200

250

1998 1999 2000 2001 2002 2003

Fjö

ldi Fj. sækir um

Fj. hefur nám

Heimild: Kennaraháskóli Íslands, mars 2004.

Mynd 5.5 sýnir fjölda nemenda sem sóttu um leikskólakennaranám við Kennaraháskóla Íslands

1998-2003 og þann fjölda sem fékk inngöngu og hóf nám. Eins og fram kemur er fjölda nemenda

synjað á ári hverju. Ekki er um innritunartakmarkanir að ræða, að sögn starfsmanns skólans (apríl

2004), heldur hitt að viðkomandi uppfylla ekki þau inntökuskilyrði sem sett eru.

Nemendum var fyrst boðið að stunda fjarnám í leikskólakennarafræðum (við Fósturskóla Íslands)

árið 1991. Fjarnámi var fyrst komið á í samstarfi við sveitastjórnir í landinu og var það einkum ætlað

fólki sem starfaði í leikskólum (m.a. sem stjórnendur) en án tilskilinna réttinda. Í dag er mjög svipað

Borgar f ræðasetur

Page 39: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

38

hlutfall nemenda í fjarnámi við Kennaraháskóla Íslands frá Reykjavík og af landsbyggðinni

(Heimild: Starfsmaður leikskólakennarabrautar KHÍ, apríl 2004).

Í töflu 7 kemur fram nánari sundurgreining á heildarfjölda umsókna um inngöngu í leikskólakenn-

aranám við Kennaraháskóla Íslands og þann fjölda sem synjað var á árunum 1998-2004.

Tafla 7Heildarfjöldi umsækjenda um leikskólakennaranám við KHÍ og þeirra sem fengu synjun

Sundurgreining eftir innritunarárum 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004

Heildarfjöldi umsækjenda 202 171 94 92 190 205 193

Fjöldi umsækjenda sem fengu synjun 86 79 25 30 46 72 98

Heimild: Kennaraháskóli Íslands, mars 2004.

Í töflu 7 sést að 1998 var 42,6% umsókna synjað og 1999 var hlutfallið 46,2%. Árið 2000 dregur úr

synjunum um inngöngu og var þá 26,6% umsókna hafnað. Árið 2003 er hlutfall umsækjenda sem

fengu synjun í leikskólakennaranám við Kennaraháskóla Íslands 35,1% en árið 2004 jókst hlutfall

synjana aftur og var 50,8% umsókna synjað það ár (KHÍ, 2004).

Tafla 8

90 eininga B.Ed.-nám í leikskólakennarafræðum, staðbundið nám og fjarnám 1999-2003 Sundurgreining á námsframvindu nemenda sem hófu nám, eftir innritunarárum

1999 2000 2001 2002 2003

Samtals Þar af í fjarnámi

Samtals Þar af í fjarnámi

Samtals Þar af í fjarnámi

Samtals Þar af í fjarnámi

Samtals Þar af í fjarnámi

1 60 24 48 21 40 22 106 59 106 45

2 19 9 9 4 8 7 10 7 4 2

3 32 15 21 12 22 13 37 22 22 9

4 0 0 1 1 0 0 0 0 5 5

5 2 0 18 15 32 15 97 52 102 43

6 39 15 20 1 0 0 0 0 0 0

1. Heildarfjöldi nema sem hófu nám (af innritunarárgangi).

2. Þ.a. fjöldi sem hætti námi. 3. Þ.a. fjöldi sem hætti námi í upphafi. 4. Þ.a. fjöldi nema í leyfi.

5. Þ.a. fjöldi nema sem eru í námi. 6. Þ.a. fjöldi nema brautskráðir.

Heimild: Kennaraháskóli Íslands, mars 2004.

Í töflu 8 má greina fjölda nemenda sem fengu inngöngu í leikskólakennaranám við Kennaraháskóla

Íslands 1999-2003 og hófu nám og einnig sést námsframvinda nemenda. Í töflunni sést að hluti

nemenda sem fengu inngöngu í leikskólakennaranám 1999-2003 hættu námi og tóku sér frí frá námi

(taflan sýnir fjölda nemenda af hverju innritunarárgangi). Í töflunni má einnig greina að 2001 var

Borgar f ræðasetur

Page 40: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

39

nokkuð svipaður fjöldi nema sem hófu staðbundið nám og fjarnám en nemendum fjölgaði mikið árið

2002 og voru þá fleiri í fjarnámi. Árin 2002 og 2003 hófu 106 nemendur nám í leikskólafræðum við

Kennaraháskóla Íslands.

Samkvæmt upplýsingum Kennaraháskóla Íslands voru umsóknir og inntaka nemenda á leikskóla-

kennarabraut 2004 eftirfarandi: Í staðbundið leikskólakennaranám voru 60 nemendur teknir inn en

118 einstaklingar sóttu um að hefja staðbundið nám. Í fjarnám voru 35 nemendur teknir inn en

umsækjendur voru 75. Um inngöngu í aðstoðarleikskólakennaranám sóttu 75, þar af fengu 20

inngöngu. Á heimasíðu Kennaraháskóla Íslands segir að mörgum góðum umsóknum hafi orðið að

hafna. (Heimsíða KHÍ: Arna H. Jónsdóttir, júní 2004). Benda má á mikil afföll umsókna um

aðstoðarleikskólakennaranám, þar fá 26,7% umsækjenda að hefja nám haustið 2004. Könnum næst

hve margir nemendur hafa útskrifast úr leikskólakennarnámi frá Kennaraháskóla Íslands á árunum

1998-2003.

Mynd 5.6 Heildarfjöldi brautskráðra leikskólakennara frá Kennaraháskóla Íslands 1998-2003

64 67

5143

21 24

0

31

128

1418

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

1998 1999 2000 2001 2002 2003

Fjö

ldi Fjarnám

Staðnám

Heimild: Kennaraháskóli Íslands, mars 2004.

Mynd 5.6 sýnir heildarfjölda brautskráðra leikskólakennara úr fjarnámi og staðbundnu námi frá

Kennaraháskóla Íslands. Á árunum 1998 og 2000 eru nær alfarið brautskráðir nemendur úr

staðnámi. Árið 1999 var þriðjungur útskrifaðra nemenda úr fjarnámi og árið 2001 var hlutfall

brautskráðra úr fjarnámi 39,4% og jókst síðan aftur og var tæplega 43% árið 2003. Mynd 5.6 sýnir

að brautskráðum hefur fækkað nokkuð á árunum 2002 og 2003. Heildarfjöldi brautskráðra

leikskólakennara frá Kennaraháskóla Íslands var 362 á árunum 1998-2003, þar af voru 8 karlar

(tveir árin 1998 og 1999, einn árið 2000 og þrír árið 2001). Af heildarfjölda brautskráðra voru karlar

2,2%. Næst verður fjallað um nám í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri.

Borgar f ræðasetur

Page 41: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

40

5.3.2 Leikskólakennaranám við Háskólann á Akureyri

Markmið leikskólabrautar við Háskólann á Akureyri (HA) eru að mennta nemendur til kennslu í

leikskólum landsins og búa þá undir frekara nám í fræðum sínum. Inntökuskilyrði er stúdentspróf

eða önnur menntun sem háskólaráð telur sambærilega. Æskilegur undirbúningur er m.a. góð

tungumála- og tölvukunnátta og/eða starfsreynsla. Tvær brautir eru kenndar í leikskólafræðum eins

og komið hefur fram, þ.e. staðbundið nám og fjarnám. Kennsla í fjarnámi hófst árið 1999 við

Háskólans á Akureyri. Fjarnám er að hluta miðað við fólk sem er að störfum í leikskólum og getur

því ekki stundað fullt nám og miðast námið við að fólk geti tekið það á lengri tíma (fjórum árum í

stað þriggja). Tilhögun fjarnáms er að nemendur koma saman á fjarfund á heimaslóðum 6-8

kennslustundir í viku og stefnt að því að hver árgangur sitji kennslustundir einn ákveðinn dag

vikunnar. Mynd 5.7 sýnir fjölda nemenda sem hófu leikskólakennaranám við Háskólann á Akureyri

1998-2003.

Mynd 5.7 Fjöldi nema sem hófu leikskólakennaranám við Háskólann á Akureyri 1998-2003

0

10

20

30

40

50

60

70

80

1998 1999 2000 2001 2002 2003

Fjöl

di Fjarnám

Staðnám

Heimild: Háskólinn á Akureyri, febrúar 2004.

Á mynd 5.7 má greina að 1998 hófu 23 einstaklingar nám í staðbundnu leikskólakennaranámi við

Hákskólann á Akureyri. Á árunum 1999-2003 er nokkuð svipaður fjöldi í staðbundnu námi og eru

flestir árið 2003. Árið 1999 hófu 17 nemendur fjarnám (staðsettir á Sauðárkróki og Akureyri).

Haustið 2000 var aftur boðið upp á fjarnám á leikskólakennarabraut á þremur stöðum á landinu, þ.e.

á Höfn, Egilsstöðum og Kópavogi. Í töflu 8 er nánari sundurgreining á fjölda nemenda sem hófu

nám við leikskólakennarbraut Háskólans á Akureyri 1998-2004.

Borgar f ræðasetur

Page 42: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

41

Tafla 9 Sundurgreining á fjölda nema sem hófu nám við Háskólann á Akureyri Skipting eftir námsleiðum

1998 1999 2000 2001 2002 2003 Fjarnám 17 43 22 68 40 Staðbundið nám 23 20 17 22 17 26 Heildarfjöldi nema sem hóf nám 23 37 60 44 85 66

Heimild: Háskólinn á Akureyri, febrúar 2004.

Í töflu 9 má greina að árið 2000 hófu 43 nemendur fjarnám og 2002 voru þeir 68 en fækkar aftur og

voru 40 árið 2003. Fjöldi nemenda í staðbundnu námi var nokkuð svipaður. Árið 1999 voru 20

nemendur í staðbundnu námi, árin 2000 og 2002 voru þeir 17 en flestir 26 árið 2003. Í töflunni

kemur fram að árið 2002 hófu flestir nemendur nám á leikskólakennarabraut við Háskólann á

Akureyri, þ.e. 85 einstaklingar bæði í staðbundnunámi og fjarnámi.

Samkvæmt upplýsingum starfsmanns Háskólans á Akureyri (apríl, 2004) eru þau skilyrði sett að

nemendur hafi stúdentsprófi eða sambærilega menntun og/eða þeir sem hefja fjarnám séu 25 ára og

hafi starfsreynslu (undanþága frá stúdentsprófi hefur verið veitt, þar eru aðrir þættir metnir).

Skólaárið 2001/2002 var 2-3 nemendum sem sóttu um skólavist synjað vegna þess að aldursmarki

var ekki náð og 2002/2003 var 12 umsóknum hafnað vegna þess að nemendur stóðust ekki kröfur

skólans hvað aldur og reynslu varðar. Það sama ár var einum nemenda synjað um að hefja fjarnám

þar sem hópur var ekki til en 7 einstaklinga þarf að lágmarki til að mynda hóp. Á mynd 5.8 kemur

fram heildarfjöldi brautskráðra nemenda á árunum 1999-2003, skipting eftir námsleiðum.

Mynd 5.8 Brautskráðir leikskólakennarar frá Háskólanum á Akureyri 1999-2003 Skipting eftir námsleiðum

16 15

22

1412

15

0

5

10

15

20

25

30

1999 2000 2001 2002 2003

Fjöl

di Fjarnám

Staðnám

Heimild: Háskólinn á Akureyri, febrúar 2004.

Borgar f ræðasetur

Page 43: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

42

Mynd 5.8 sýnir að 16 nemendur útskrifuðust af leiksólakennarabraut árið 1999 og var fjöldi

útskrifaðar nemenda nokkuð svipaður árið 2000 en flestir útskrifuðust úr staðbundnu námi árið

2001, þ.e. 22 leikskólakennarar. Árið 2003 útskrifuðust 27 nemendur, þ.a. 15 sem lokið höfðu leik-

skólakennaranámi í fjarnámi. Á árunum 1999-2003 voru 94 leikskólakennarar útskrifaðir frá

Háskólanum á Akureyri, þar af einn karlmaður sem stundað hafði staðbundið nám og útskrifaðist

árið 2001 (Heimild: Háskólinn á Akureyri, febrúar 2004).

5.3.3 Samantekt og mat

Könnun á leikskólakennaranámi tekur til áranna 1998-2003. Í markmiðslýsingu Félags leikskóla-

kennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 2001 er stóraukin áhersla lögð á menntun, m.a. að stefna

skuli að því að allir starfsmenn leikskóla sem annast uppeldi og menntun barna hafi leikskóla-

kennarapróf. Hefur brautskráðum leikskólakennurum fjölgað á síðustu árum?

Tafla 10 Heildarfjöldi brautskráðra nemenda í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri 1998-2003 - Skipting eftir námsleiðum

1998 1999 2000 2001 2002 2003 Staðbundið nám 64 83 66 65 35 36 Fjarnám 31 1 28 14 33 Samtals brautskráðir 64 114 67 93 49 69

Samantekt: Sjá myndir 5.6 og 5.8.

Í töflu 10 kemur fram heildarfjöldi brautskráðra nemenda í leikskólakennarafræðum frá Kennara-

háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri á árunum 1998-2003. Árið 1998-2001 eru brautskráðir

um 65 nemendur úr staðbundnu námi, undantekning er árið 1999, þá eru þeir 83. Á árunum 2002-

2003 fækkar nemendum sem ljúka staðbundnu námi og eru þá um 35 talsins hvort ár. Á árunum

1999, 2001 og 2003 er fjöldi brautskráðra leikskólakennara úr fjarnámi svipaður. Niðurstöður sýna

að nemendur sem útskrifuðust úr leikskólakennaranámi voru flestir 114 árið 1999 og næstflestir árið

2001 en þá útskrifuðust 93 leikskólakennarar frá báðum skólunum.

Hefur tilkoma fjarnáms valdið því að fleiri nemendur luku leikskólakennaranámi 1998-2003 en ella

hefði orðið? Niðurstöður sýna að svo er ekki á heildina litið. Ef litið er til áranna 2002 og 2003 er

ljóst að nemendur í staðbundnu námi voru umtalsvert færri en árin þar á undan 1998-2001

(sérstaklega við Kennaraháskóla Íslands, sjá mynd 5.6). Niðurstaðan er sú að nemendum sem hafa

útskrifast úr leikskólakennaranámi hefur ekki fjölgað frá árinu 1999 og nokkrar sveiflur eru milli ára

eins og fram kemur í töflu 10. Segja má að fjarnám í leikskólakennarafræðum hafi opnað fólki á

Borgar f ræðasetur

Page 44: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

43

vinnumarkaði (m.a. í leikskólum) möguleika til að mennta sig. Einnig má benda á að aðstoðar-

leikskólakennaranám við Kennaraháskóla Íslands hafi orðið hvati fyrir minna menntaða til að afla

sér fagréttinda (halda áfram í námi), í mörgum tilvikum fólk sem hefur unnið til margra ára í

leikskólum. Það er talin jákvæð þróun.

Markmið Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 2001, var að stefna skyldi að

því að allir starfsmenn leikskóla sem annast uppeldi og menntun barna hafi leikskólakennara-

menntun. Með tilliti til þess að 2/3 starfsmanna í leikskólum sem annast uppeldi og menntun barna

eru ófaglærðir og að ekki er mikil fjölgun einstaklinga sem útskrifast síðustu ár má ætla að gera

þurfi umtalsvert átak í að mennta leikskólakennara til að ná fram markmiðinu frá 2001.

Borgar f ræðasetur

Page 45: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

44

Kafli 5.4

Samanburður á launum leikskólakennara við laun annarra hópa 1999-2003

Einn þáttur þessa verkefnis var að gera samanburð á launum leikskólakennara og annarra hópa á

árunum 1999-2003 og kanna jafnframt launaþróunina. Í markmiðslýsingu kjarasamnings Félags

leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 24 janúar 2001 segir m.a.:

Sátt leikskólakennarans við kjör sín og starfsumhverfi eru mikilvægur þáttur í því að viðhalda þeirri góðu ímynd sem leikskólinn hefur skapað sér og um leið forsenda þess að um frekari uppbyggingu verði að ræða. Það mun stuðla að stöðugleika í starfsmannahaldi og auka starfsánægju barna og fullorðinna. Það mun ekki síst laða fleiri leikskólakennara til starfa í leikskólum og gera leikskólakennaranám eftirsóknarvert... (Til þess að) stúdentar velji sér framhaldsnám sem tengist þörfum sveitarfélaga, s.s. við leikskólakennslu, þurfa sveitarfélög að vera í stakk búin til þess að bæta kjör kennara á fyrsta skólastiginu (bls. 6).

Hér verður gerður samanburður á launum leikskólakennara sem starfa hjá Reykjavíkurborg (gögn

fyrir landið allt eru ekki aðgengileg) við launakjör hópa með háskólamenntun sem starfa hjá Reykja-

víkurborg. Það eru grunnskólakennarar, háskólamenn innan BHM hjá Reykjavíkurborg og Starfs-

mannafélag Reykjavíkurborgar, háskólahópur. Einnig er gerður samanburður á launum leikskóla-

kennara og þroskaþjálfa. Gögnin er varða þroskaþjálfa ná til landsins alls (mjög fáir þroskaþjálfar

vinna hjá Reykjavíkurborg samkvæmt upplýsingum launadeildar, júní 2004). Forsenda þess að

þroskaþjálfar eru teknir með í þennan samanburð, þó frávik séu (aðrir starfa hjá Reykjavíkurborg),

er að menntun þroskaþjálfa var viðurkennd á háskólastigi árið 1998 eins og nám og menntun leik-

skólakennara. Talið er að það styrki þennan samanburð að bera saman laun leikskólakennara við

laun annars faghóps sem fékk framgöngu á háskólastig á sama tíma. Rétt er að benda á að

dagvinnulaun (DL) eru umsamin mánaðarlaun sem samið er um í kjarasamningum og launakjör

fagaðila innan hópsins eru bundin við - hvar sem er á landinu. Einnig er gerður samanburður á

launum leikskólakennara og háskólamenntaðra innan Reykjavíkurborgar. Það er gert til að sjá hvar

leikskólakennarar standa meðal annarra háskólamenntaðra. Byggt er á talnagögnum Kjaranefndar

opinberra starfsmanna, þ.e. Fréttarit KOS nr. 22-29, og miðað við janúar ár hvert.

Kjarasamningur leikskólakennara var síðast gerður í janúar 2001. Hér er tekið mið af launaþróun

bæði fyrir og eftir kjarasamninginn. Fyrst er gerður samanburður á grunnlaunum (dagvinnulaunum)

(DL) leikskólakennara við hvern og einn hóp og síðan heildarlaunum (HL). Að lokum er gerður

samanburður á þróun grunnlauna (dagvinnulauna) og heildarlauna þessara hópa, þ.e. hlutfallsleg

hækkun hvers hóps fyrir sig á árunum 1999-2003.

Borgar f ræðasetur

Page 46: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

45

5.4.1 Samanburður á launum leikskólakennara og þroskaþjálfa

Mynd 5.9 sýnir að árið 1999 voru dagvinnulaun (DL) beggja hópanna sambærileg, þroskaþjálfar

voru með 112.266 krónur í dagvinnulaun (DL) og leikskólakennarar 113.867 krónur.

Mynd 5.9

Samanburður á dagvinnulaunum (DL)

0

50.000

100.000

150.000

200.000

1999 2000 2001 2002 2003

Leikskkennarar

Þroskaþjálfar

Heimild: Fréttarit KOS, nr. 22-29.

Árið 1998 var menntun þessara faghópa viðurkennd á háskólastigi. Í ársbyrjun 2001 dró í sundur og

voru dagvinnulaun (DL) þroskaþjálfa 121.928 krónur en leikskólakennara 162.954 krónur, þ.e.

33,6% hærri en laun þroskaþjálfa. Árið 2003 voru dagvinnulaun þessara hópa nokkuð sambærileg,

dagvinnulaun þroskaþjálfa voru 4,2% hærri en laun leikskólakennara (sjá nánar töflu 11). Næst

verður gerður samanburður á heildarlaunum (HL) leikskólakennara og þroskaþjálfa.

Mynd 5.10

Samanburður á heildarlaunum (HL)

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

1999 2000 2001 2002 2003

Leikskkennarar

Þroskaþjálfar

Heimild: Fréttarit KOS, nr. 22-29.

Árið 1999 voru heildarlaun þroskaþjálfa 172.862 krónur á mánuði og voru 29,7% hærri en

heildarlaun leikskólakennara (133.270). Árið 2001 voru heildarlaunin sambærileg (leikskóla-

kennarar 2,3% hærri). Síðan dró í sundur og 2003 voru heildarlaun (HL) þroskaþjálfa 274.394

krónur og voru þá 32,3% hærri en heildarlaun leikskólakennara (207.368 krónur).

Borgar f ræðasetur

Page 47: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

46

5.4.2 Samanburður á launum leikskólakennara og grunnskólakennara

Á mynd 5.11 sést að 1999 voru dagvinnulaun (DL) leikskólakennara 113.867 krónur á mánuði en

dagvinnulaun grunnskólakennara 128.155 krónur, þ.e. 12,5% hærri.

Mynd 5.11

Samanburður á dagvinnulaunum (DL)

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

1999 2000 2001 2002 2003

Leikskkennarar

Grunnskkennarar

Heimild: Fréttarit KOS, nr. 22-29.

Mynd 5.11 sýnir að í janúar 2001 voru dagvinnulaun (DL) leikskólakennara 162.954 krónur á

mánuði og voru þá um 6% hærri en laun grunnskólakennara (153.668 krónur). Sundur dró til ársins

2003, þá voru dagvinnulaun grunnskólakennara 213.220 krónur, þ.e. 17,1% hærri en laun leikskóla-

kennara (182.038 krónur). Næst er samanburður á heildarlaunum (HL) þessara faghópa.

Mynd 5.12

Samanburður á heildarlaunum (HL)

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

1999 2000 2001 2002 2003

Leikskkennarar

Grunnskkennarar

Heimild: Fréttarit KOS, nr. 22-29.

Á mynd 5.12 má greina að heildarlaun (HL) grunnskólakennara voru 175.910 krónur árið 1999 en

heildarlaun leikskólakennara voru 133.270 krónur, þ.e. 32% lægri en laun grunnskólakennara.

Munurinn minnkar til ársins 2001 en jókst aftur til 2003, þá voru heildarlaun grunnskólakennara

248.028 krónur en leikskólakennara 207.368 krónur og eru laun grunnskólakennara þá 19,6% hærri.

Borgar f ræðasetur

Page 48: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

47

5.4.3 Samanburður á launum leikskólakennara og háskólahóps innan Reykjavíkurborgar

Mynd 5.13 sýnir að 1999 var nokkur munur á dagvinnulaunum (DL) leikskólakennara (113.867 kr.)

og launum (DL) háskólahóps innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (138.033 kr.), eða 21,2%.

Mynd 5.13

Samanburður á dagvinnulaunum (DL)

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

1999 2000 2001 2002 2003

Leikskólakennarar

Starfsmannafélag (Rvk),háskólahópur

Heimild: Fréttarit KOS, nr. 22-29.

Árið 2001 voru dagvinnulaun háskólahóps innan Starfsmannafélagsins 201.783 krónur á mánuði og

laun (DL) leikskólakennara 162.954 krónur sem þýðir að dagvinnulaun háskólahópsins voru 23,8%

hærri. Saman dró til ársins 2003, þá var háskólahópurinn með 199.218 krónur á mánuði en mánaðar-

laun leikskólakennara 182.038 krónur og var fyrrnefndi hópurinn með 9,4% hærri laun (DL) en

leikskólakennarar. Næst verða heildarlaun (HL) þessara tveggja hópa könnuð.

Mynd 5.14

Samanburður á heildarlaunum (HL)

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

1999 2000 2001 2002 2003

Leikskólakennarar

Starfsmannafélag (Rvk),háskólahópur

Heimild: Fréttarit KOS, nr. 22-29.

Mynd 5.14 sýnir að 1999 voru leikskólakennarar með 133.270 krónur í heildarlaun (HL) og

háskólahópur innan Starfsmannafélagsins 204.460 krónur, þ.e. 53,4% hærri laun (HL). Saman dró

með hópunum til ársins 2003, þá voru laun (HL) háskólahópsins 246.514 krónur og leikskóla-

kennara 207.368 krónur, þ.e. háskólahópurinn var með 18,9% hærri laun en leikskólakennarar.

Borgar f ræðasetur

Page 49: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

48

5.4.4 Samanburður á launum leikskólakennara og háskólamanna innan BHM hjá Reykjavíkurborg

Næst er gerður samanburður á launum leikskólakennara og fjórða hópsins, þ.e. hákólamanna innan

BHM hjá Reykjavíkurborg. Á mynd 5.15 má greina að dagvinnulaun (DL) háskólamanna innan

BHM hjá borginni voru 174.449 árið 1999 og á sama tíma voru dagvinnulaun leikskólakennara

113.867 krónur, þ.e. laun (DL) háskólamanna innan BHM voru 53,2% hærri.

Mynd 5.15

Samanburður á dagvinnulaunum (DL)

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

1999 2000 2001 2002 2003

Leikskólakennarar

Háskólamenn innan BHMhjá Reykjavíkurborg

Heimild: Fréttarit KOS, nr. 22-29.

Árið 2001 dró saman með hópunum og voru dagvinnulaun (DL) háskólamanna innan BHM hjá

Reykjavíkurborg 187.444 krónur á mánuði en laun leikskólakennara 162.954 krónur, þ.e. laun

fyrrnefnda hópsins voru 15% hærri en dagvinnulaun leikskólakennara. Minna má á að kjara-

samningur leikskólakennara tók gildi í janúar 2001. Aftur dró í sundur til ársins 2003, þá voru

dagvinnulaun háskólamanna innan BHM hjá borginni 235.515 krónur á mánuði og voru 29,4%

hærri en laun (DL) leikskólakennara (182.038 krónur).

Samanburður á heildarlaunum (HL) þessara hópa leiðir í ljós mjög svipaða þróun og í samanburði á

dagvinnulaunum (DL) (sjá myndir 5.15 og 5.16). Árið 1999 voru heildarlaun (HL) háskólamanna

innan BHM hjá Reykjavíkurborg 211.349 krónur á mánuði en heildarlaun leikskólakennara voru

133.270 krónur, þ.e. heildarlaun háskólamanna innan BHM hjá borginni voru 58,6% hærri á mánuði

en laun leikskólakennara.

Borgar f ræðasetur

Page 50: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

49

Mynd 5.16

Samanburður á heildarlaunum (HL)

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

350.000

1999 2000 2001 2002 2003

Leikskólakennarar

Háskólamenn innan BHMhjá Reykjavíkurborg

Heimild: Fréttarit KOS, nr. 22-29. .

Mynd 5.16 sýnir að árið 2001 dró saman og voru heildarlaun háskólamanna innan BHM hjá

Reykjavíkurborg 14,6% hærri en heildarlaun leikskólakennara (sjá einnig töflu 12). Til ársins 2003

dró aftur sundur með þessum hópum. Þá voru heildarlaun (HL) leikskólakennara 207.368 krónur og

heildarlaun háskólamanna innan BHM hjá borginni 286.414 krónur á mánuði og voru 38,1% hærri

en heildarlaun leikskólakennara.

5.4.5 Samanburður á launaþróun 1999-2003

Hér að framan var gerður samanburður á launum leikskólakennara og annarra hópa á tímabilinu

1999-2003. Í þessum kafla verður launaþróunin könnuð nánar, þ.e. þróun grunnlauna (dagvinnu-

launa) (DL) og heildarlauna (HL) leikskólakennara og áðurnefndra hópa.

Tafla 11 Samanburður á þróun dagvinnulauna (DL) leikskólakennara og samanbuðarhópa 1999-2003 - Hlutfallsleg (%) hækkun á tímabilinu

1999 2000 2001 2002 2003 1999 -2003 Leikskólakennarar 113.867 122.360 162.954 163.379 182.038 60%

Þroskaþjálfar* 112.266 118.823 121.928 183.089 189.695 69%

Grunnskólakennarar 128.155 132.099 153.668 204.468 213.220 66%

Háskólahópur innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 138.033 184.300 201.783 186.658 199.218 44%

Háskólamenn innan BHM hjá Reykjavíkurborg 174.449 184.963 187.444 225.825 235.515 35%

*Frávik - þroskaþjálfar m.v. landið allt Heimild: Fréttarit KOS, nr. 22-29.

Í töflu 11 kemur fram að hækkun dagvinnulauna (DL) leikskólakennara 1999-2003 var 60%. Hjá

samanburðarhópnum sem fékk nám sitt metið á háskólastig á sama tíma (1998), þ.e. þroskaþjálfum,

var launahækkunin heldur meiri eða 69%. Upphæð mánaðarlauna fyrir dagvinnu (DL) var svipuð

hjá þessum faghópum. Hækkun dagvinnulauna hjá grunnskólakennurum var 66%.

Borgar f ræðasetur

Page 51: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

50

Hjá öðrum samanburðarhópum háskólamenntaðra innan Reykjavíkurborgar var launaþróunin heldur

minni, eða 44% hjá háskólahópi innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og 35% hjá háskóla-

mönnum innan BHM sem starfa hjá Reykjavíkurborg á árunum 1999-2003. Sé litið til grunnlauna

fyrir dagvinnu (DL) 2003 eru mánaðarlaun leikskólakennara hlutfallslega lægst miðað við þrjá

síðastnefndu hópanna og nemur munurinn frá 9,4% (háskólamenn innan Starfsmannafélags Reykja-

víkurborgar) og er mestur 29,4%, þ.e. lægri grunnlaun (DL) leikskólakennara en háskólamanna

innan BHM hjá borginni.

Í töflu 12 má greina launaþróun heildarlauna (HL) leikskólakennara og annarra samanburðarhópa

sem könnunin nær til.

Tafla 12 Samanburður á þróun heildarlauna (HL) leikskólakennara og annarra hópa 1999-2003 - Hlutfallsleg (%) hækkun á tímabilinu

1999 2000 2001 2002 2003 1999-2003 Leikskólakennarar 133.270 154.569 195.740 200.979 207.368 56% Þroskaþjálfar* 172.862 182.545 191.250 271.274 274.394 59% Grunnskólakennarar 175.910 208.867 212.398 240.376 248.028 41% Háskólahópur innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 204.460 230.473 246.030 222.264 246.514 21% Háskólamenn innan BHM hjá Reykjavíkurborg 211.349 236.728 224.295 273.816 286.414 36% *Frávik - þroskaþjálfar m.v. landið allt

Heimild: Fréttarit KOS, nr. 22-29.

Á árunum 1999-2003 hækkuðu heildarlaun (HL) leikskólakennara um 56% og heildarlaun

þroskaþjálfa um 59%. Segja má að launaþróun heildarlauna þessara tveggja hópa hafi verið nokkuð

sambærileg en þroskaþjálfar hafa hærri heildarlaun á mánuði (32,3%) í krónum talið. Laun þroska-

þjálfa miðast við landið allt en aðrir samanburðarhópar voru starfandi innan Reykjavíkurborgar. Á

sama tíma (1999-2003) hækka heildarlaun grunnskólakennara hjá borginni um 41%, heildarlaun

háskólamanna innan BHM hjá Reykjavíkurborg hækka um 36% og heildarlaun háskólahóps innan

Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar um 21%. Launaþróun heildarlauna (HL) þessara þriggja hópa

var hlutfallslega minni en þróun heildarlauna hjá leikskólakennurum en heildarlaun leikskólakennara

voru lægri á mánuði í krónum talið en laun áðurnefndra hópa árið 2003 (sjá töflu 12).

Hér að framan var gerður samanburður á launum leikskólakennara og launum annarra hópa, þ.e.

þroskaþjálfa, grunnskólakennara, háskólamanna innan BHM hjá Reykjavíkurborg og háskólahóps

innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Eins og fram hefur komið er byggt á gögnum Kjara-

Borgar f ræðasetur

5.4.6 Samantekt

Page 52: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

51

nefndar opinberra starfsmanna (Fréttarit KOS, nr. 22-29) um laun leikskólakennara sem starfa hjá

Reykjavíkurborg og einnig gögnum er varða laun annarra hópa. Samanburðurinn miðast við

háskólamenntaða.

Í markmiðslýsingu í kjarasamningi Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 24.

janúar 2001 kemur skýrt fram mikilvægi þess að leikskólakennarar séu sáttir við launakjör sín og

talið að það muni stuðla að stöðugleika í starfsmannahaldi, gera nám og menntun leikskólakennara

eftirsóknanverðari og jafnframt þurfi sveitarfélögin að vera í stakk búin til þess að bæta kjör

kennara á fyrsta skólastiginu. Markmið kjarasamningsins 2001 var að bæta launakjör leikskóla-

kennara. Hvar standa leikskólakennarar nú miðað við aðra háskólamenntaða?

Leikskólakennarar fengu framgang innan háskólasamfélagsins ásamt þroskaþjálfum árið 1998 (árið

1996 í Háskólanum á Akureyri) eins og komið hefur fram. Þegar laun þessara hópa eru borin saman

kemur í ljós að launin voru mjög sambærileg á árunum 1999-2000. Árið 2001 hækkuðu laun

leikskólakennara og voru heldur hærri en laun þroskaþjálfa (allar tölur eru frá KOS, Fréttarit nr. 22-

29 og miðaðar við janúar ár hvert). Á það má minna að í janúar 2001 tók nýr kjarasamningur

leikskólakennara gildi. Þegar litið er til launaþróunar þessara ára sést að laun þessara tveggja hópa

voru mjög sambærileg, þroskaþjálfar höfðu heldur hærri grunnlaun (DL), þ.e. 4,2%, árið 2003. Ef

heildarlaun þessara tveggja hópa eru borin saman sést að fyrir kjarasamninginn 2001 höfðu

þroskaþjálfar heldur hærri heildarlaun en leikskólakennarar og milli áranna 2002-2003 breikkaði

þetta bil og höfðu þrokaþjálfar 32,3% hærri heildarlaun (HL) en leikskólakennarar árið 2003.

Hver er staða leikskólakennara miðað við aðra samanburðarhópa háskólamenntaðra sem starfa innan

Reykjavíkurborgar? Leikskólakennarar höfðu nokkuð sambærileg laun (DL) og grunnskólakennarar

á árunum 1999-2001, en eftir það breikkar bilið og árið 2003 hafa grunnskólakennarar 17,1% hærri

grunnlaun (DL) en leikskólakennarar. Samanburður á launum leikskólakennara og háskólahóps

innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sýnir að sá síðarnefndi var með hærri grunnlaun (DL)

en leikskólakennarar en það dró heldur saman og var háskólahópurinn með 9,4% hærri grunnlaun

(DL) en leikskólakennarar árið 2003. Það ár var nokkur munur á heildarlaunum þessara hópa og var

háskólahópurinn með 18,9% hærri heildarlaun en leikskólakennarar. Samanburður á launum

leikskólakennara og háskólamanna innan BHM hjá Reykjavíkurborg sýnir að laun leikskólakennara

voru lægri. Árið 2001 dró saman með hópunum og voru háskólamenn þá með 15% hærri

dagvinnulaun. Aftur dró í sundur og 2003 voru háskólamenn innan BHM hjá borginni með 29,4%

hærri grunnlaun (DL) en leikskólakennarar. Niðurstöður sýna mjög svipaða þróun heildarlauna og

Borgar f ræðasetur

Page 53: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

52

dagvinnulauna þessara tveggja hópa. Það dró saman með hópunum fyrst, en 2003 voru háskólamenn

innan BHM hjá Reykjavíkurborg með 38% hærri heildarlaun en leikskólakennarar.

Niðurstöður í töflu 11 og 12 sýna að launaþróunin var nokkur á árunum 1999-2003. Hækkun grunn-

launa, þ.e. dagvinnulauna (DL) hópanna sem fengu framgang á háskólastig árið 1998 var 60% hjá

leikskólakennurum og 69% hjá þroskaþjálfum, en grunnlaun (DL) þroskaþjálfa voru heldur hærri

árið 2003. Launaþróun annarra samanburðarhópa innan Reykjavíkurborgar var á bilinu 35% til 66%

og hafa laun (DL) grunnskólakennara hækkað hlutfallslega mest af háskólahópunum sem starfa hjá

Reykjavíkurborg en grunnlaun (DL) þroskaþjálfa hækkuðu mest hlutfallslega á þessum árum (69%).

Niðurstöður þessarar könnunar sýna að grunnlaun (DL) leikskólakennara hækkuðu um 33,2% milli

áranna 2000 og 2001 (sjá töflu 11 og 12) og heildarlaun (HL) þeirra hækkuðu um 26,6% á sama

tíma, þ.e. við kjarasamninginn. Því má segja að það markmið kjarasamningsins frá 2001 að bæta

laun leikskólakennara hafi náðst. Ljóst er eins og fram kemur í töflum 11 og 12 að leikskóla-

kennarar eru með lægst laun, bæði grunnlaun (dagvinnulaun) (DL) og heildarlaun (HL), miðað við

aðra háskólamenntaða árið 2003.

Niðurstaða þessa mats er því sú að það markmið Félags leikskólakennara og Launanefndar

sveitarfélaga í kjarasamningnum árið 2001 að gera leikskólakennara sátta við sín kjör og skapa

með því stöðugleika í starfsmannahaldi hafi ekki náðst. Það sýna svör úr spurningakönnunum

markhópa (sjá kafla 6, 7, 8 og 9). Einnig sú staðreynd að leikskólakennarar hafa lægst laun miðað

við þá hópa háskólamenntaðra sem þeir eru bornir saman við í þessum kafla. Til þess að áðurnefnt

markmið náist þarf að færa laun leikskólakennara nær launum annarra háskólamenntaðra

starfsstétta.

Borgar f ræðasetur

5.4.7 Niðurstöður og mat

Page 54: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

53

III. hluti

Niðurstöður úr Könnunum

Borgar f ræðasetur

III hluti

Niðurstöður úr Könnunum

Page 55: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

54

Kafli 6

Niðurstöður úr könnun meðal leikskólakennara

Í þessum kafla verður fjallað um niðurstöður úr könnun meðal leikskólakennara. Könnunin nær til

leikskólakennara á öllu landinu. Markmið kjarasamnings aðila var m.a. að bæta launakjör leikskóla-

kennara og kemur það skýrt fram í markmiðslýsingu Félags leikskólakennara og Launanefndar

sveitarfélaga frá 24. janúar 2001. Verkefni þessarar rannsóknar er að kanna hvort þeim markmiðum

hefur verið náð.

Í markmiðslýsingu Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 2001 eru sett fram

markmið er varða launakjör, störf og starfsumhverfi leikskólakennara. Eftirfarandi spurningar sem

vísa til þeirra markmiða voru lagðar fyrir leikskólakennara:

Launakjör leikskólakennara

Telja leikskólakennarar að kjarasamningurinn frá 2001 hafi bætt launakjör þeirra? Eru launin í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk? Eru leikskólakennarar sáttir við kjör sín og starfsumhverfi?

Ánægja með starfsumhverfiEru leikskólakennarar ánægðari með starfsumhverfi sitt í dag? Hefur starfsánægja leikskólakennara aukist eða minnkað? Er undirbúningstími fyrir faglegt starf viðunandi? Eru starfsmannafundir haldnir reglulega? Eru starfsmannafundir góður vettvangur til að styrkja starfseininguna? Hver er framtíðarsýn starfandi leikskólakennara sem könnunin náði til?

Sérstök áhersla var lögð á lagfæringar á kjörum deildarstjóra Er staða deildarstjóra eftirsóknarverðari í dag en hún var fyrir 2001? Eru meiri kröfur gerðar til deildarstjóra? Eru laun deildarstjóra í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk? Er undirbúningstími fyrir faglegt starf viðunandi?

Hafa markmið símenntunar náðst?Eru leikskólakennarar ánægðir með umfang og framkvæmd símenntunar? Eru leikskólakennarar duglegir að nýta sér tilboð um símenntun? Eru afleysingar vegna símenntunar viðunandi? Hyggja leikskólakennarar á framhaldsnám á næstu fimm árum?

Faglegt starf, þjónusta og ímynd Veita leikskólar góða og faglega þjónustu?

Borgar f ræðasetur

Page 56: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

55

Í lok þessa kafla, sem byggir á könnun meðal leikskólakennara, verður metið hvernig tekist hefur að

ná markmiðum Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 2001.

6.1 Aðferð og framkvæmd

Könnunin meðal leikskólakennara var póstkönnun og náði til starfandi leikskólakennara á öllu

landinu. 500 spurningalistar voru sendir í pósti í lok nóvember og fylgdi umslag undir svarsendingu

með. Nöfn leikskólakennara voru valin, annað hvert nafn af nafnalista sem fenginn var hjá Félagi

leikskólakennara. Ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga sem þátt tóku í könnuninni. Tveir

spurningalistar voru endursendir þar sem viðtakendur voru fluttir og ekki vitað hvert og var því

endanlegt úrtak 498 leikskólakennarar. Svör bárust frá 316 og var svarhlutfall 63,5%.

6.2 Þátttakendur í könnuninni, skipting eftir kyni

Leikskólakennarar eru að stærstum hluta kvennastétt eins og þessi könnun ber með sér. Í Félagi

leikskólakennara eru 1500 félagar virkir, þar af er 21 karl, þ.e. 1,4% virkra félagsmanna (Heimild:

Félag leikskólakennara, júní 2004). Þetta endurspeglast nokkuð vel í þessari könnun sem 316

leikskólakennarar tóku þátt í.

Mynd 6.1 Leikskólakennarar sem tóku þátt í könnuninni, skipting eftir kyni

1,6

98,4

Karl

Kona

Á mynd 6.1 kemur fram að af hópnum sem svaraði spurningalistanum voru konur 98,4% (311) og

karlar 1,6% (5 karlar). Þetta endurspeglar nokkuð vel kynjaskiptingu leikskólakennara í Félagi

leikskólakennara.

Borgar f ræðasetur

Page 57: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

56

6.3 Aldur leikskólakennara, starfsaldur og störf

Í þessum kafla verður byrjað á að kanna bakgrunn leikskólakennara sem tóku þátt í könnuninni.

Meðal annars verður aldur leikskólakennara kannaður og skipting eftir aldri og starfsaldri. Einnig

verður kannað hvaða starfi leikskólakennarar gegna innan leikskólanna og hvert starfshlutfall þeirra

er á vinnumarkaði. Á fyrstu myndinni sjáum við hvernig aldursskipting hópsins sem tók þátt í

könnuninni er. Myndin sýnir hlutfall leikskólakennara eftir aldurshópum.

Mynd 6.2Aldur leikskólakennara sem tóku þátt í könnuninni

29,135,4

26,9

8,5

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára >55 ára

Hlu

tfal

l

Á mynd 6.2 kemur fram að stærsti hópurinn er á aldrinum 35-44 ára, þ.e. 35,4% af leikskóla-

kennurum sem tóku þátt í könnuninni. Næststærsta hópinn fylla yngstu leikskólakennararnir 25-34

ára og er hlutfall þeirra um 29%. Leikskólakennarar á aldrinum 45-54 ára eru um 27% af hópnum og

8,5% þeirra sem tóku þátt í könnuninni eru 55 ára og eldri.

Borgar f ræðasetur

Page 58: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

57

Á næstu mynd sjáum við skiptingu leikskólakennara sem tóku þátt í könnuninni eftir starfsaldri.

Fram kemur að tæplega 20% leikskólakennara hafa unnið í leikskólum í eitt og hálft ár og þaðan af

minna.

Mynd 6.3Hvað hefur þú starfað í mörg ár sem leikskólakennari?

19,616,5

11,7 13,015,5

8,96,3

3,82,2 0,9 1,3 0,3

0,0

5,0

10,0

15,0

20,0

25,0

30,0

35,0

0-1,5

ár

1,6-3

ár

3,1-4

,5 ár

4,6-6

ár

6,1-9

ár

9,1-1

2 ár

12,1-

15ár

15,1-

18ár

18,1-

21ár

21,1-

25ár

25,1-

30ár

> 30ár

Ár

Hlu

tfal

l

Á mynd 6.3 sést að 36% leikskólakennara sem tóku þátt í könnuninni hafa starfað í 3 ár eða skemur.

Í 3-6 ár hafa um 25% hópsins verið í starfi og 15,5% í 6-9 ár. Rúmlega 15,2% hafa starfað í 9-15 ár

á vinnumarkaði sem leikskólakennarar. Af leikskólakennurum sem tóku þátt í könnuninni hafa 8,5%

starfað í 15 ár eða lengur við uppeldi og menntun barna í leikskólum.

Á næstu mynd sést hvernig faghópurinn skiptist eftir starfssviðum í leikskólum. Spurt var hvaða

starfi gegnir þú í dag?

Á mynd 6.4 kemur fram að tæplega 60% starfandi leikskólakennara eru deildarstjórar og 4,5% gegna

þeirri stöðu einnig að hluta. 16,6% eru aðstoðarleikskólastjórar og 4,5% til viðbótar gegna þeirri

stöðu að hluta.

Borgar f ræðasetur

Page 59: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

58

Mynd 6.4Hvaða starfi gegna leikskólakennarar?

19,5

59,4

16,6

4,5

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Leiksk

ólak

ennari

Deilda

rstjó

ri

Aðstoð

arleik

skóla

stj.

Deilda

rst/að

stleik

skólas

tj.

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 6.4 sýnir að 19,5% leikskólakennara sinna uppeldi og menntun barna í leikskólum, ásamt

ófaglærðum og öðrum faghópum eins og fram kom í kafla 5 hér að framan, þ.e. fyrir utan

deildarstjóra í leikskólum sem sinna jafnframt stjórnun.

Mynd 6.5Starfshlutfall leikskólakennara í leikskólum

4,5 7,0 9,6

22,0

7,0

50,0

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

50-59

%sta

rf

60-69

% st

arf

70-79

%sta

rf

80-89

% st

arf

90-99

% st

arf

100%

starf

Hlu

tfal

l sta

rfan

di le

iksk

ólak

enna

ra

Á mynd 6.5 kemur fram hvert er starfshlutfall leikskólakennara sem tóku þátt í könnuninni.

Helmingur leikskólakennara er í fullu (100%) starfi. Tæplega 30% leikskólakennara eru í 80-99%

starfshlutfalli og um 21% leikskólakennara vinna í 50%-79% starfshlutfalli í leikskólum.

Borgar f ræðasetur

Page 60: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

59

6.4 Áhrif kjarasamnings aðila á launakjör leikskólakennara

Næst verður kannað hvaða áhrif leikskólakennarar telja að kjarasamningurinn hafi haft á launakjör

þeirra og fyrst spurt: Telur þú að kjarasamningurinn frá 2001 hafi bætt launakjörin?

Mynd 6.6 Telur þú að kjarasamningurinn 2001 hafi bætt launakjör leikskólakennara?

1,0

28,9

19,8

36,0

14,3

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög mikið Frekar mikið Hvorki né Frekar lít ið Mjög lít ið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 6.6 sýnir að um 30% leikskólakennara telja að kjarasamningurinn 2001 hafi bætt launakjör

leikskólakennara mikið og tæp 20% telja að kjarasamningurinn hafi hvorki bætt né skert launakjörin.

Um 50% leikskólakennara telja að samningurinn hafi bætt launakjörin lítið. Fram kom hjá nokkrum

leikskólakennurum að kjarasamningurinn hafi hvað mest bætt launakjör eldri leikskólakennara.

Mynd 6.7 Ert þú ánægð(ur) með launakjör þín miðað við laun annarra með sambærilega menntun?

0,65,1 5,4

39,5

49,4

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Um 89% leikskólakennara eru óánægðir með launakjör sín miðað við laun annarra með sambærilega

menntun, 5,4% eru hvorki ánægðir né óánægðir með launakjörin og 5,7% eru ánægð.

Borgar f ræðasetur

Page 61: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

60

Mynd 6.8 Telur þú að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk?

0,3 2,9

21,6

75,2

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög vel Frekar vel Frekar illa Mjög illa

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 6.8 kemur fram að um 97% leikskólakennara sem tóku afstöðu telja að launin séu frekar eða

mjög illa í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk.

Mynd 6.9 Hversu rúman tíma telurðu að leikskólakennarar fái til að undirbúa starfið?

0,7

21,4

38,5

30,9

8,6

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög rúman Frekar rúman Hvorki né Frekar lítinn Mjög lítinn

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Tæplega 22% telja að leikskólakennarar fái rúman tíma til að undirbúa starfið. 39,5% telja tíma til

undirbúnings fyrir starfið frekar lítinn eða mjög lítinn og 38,5% telja tímann hvorki rúman né lítinn.

Borgar f ræðasetur

Page 62: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

61

6.5 Kjör og staða deildarstjóra

Næst koma spurningar sem varða stöðu deildarstjóra í leikskólum og kjör þeirra. Í markmiðslýsingu

aðila sem vikið var að hér í upphafi er sérstök áhersla lögð á lagfæringu á kjörum deildarstjóra svo

að staða deildarstjóra verði eftirsóknarverðari.

Mynd 6.10Telur þú að staða deildarstjóra sé eftirsóknanverðari í dag en hún var fyrir 2001?

72,9

27,1

Nei

Mynd 6.10 sýnir að 73% leikskólakennara telja stöðu deildarstjóra eftirsóknarverðari í dag en hún

var fyrir kjarasamninginn 2001 en 27% telja svo ekki vera.

Borgar f ræðasetur

Page 63: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

62

Mynd 6.11Telur þú að laun deildarstjóra séu í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk?

0

7,7

37,5

54,8

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjög vel Frekar vel Frekar illa Mjög illa

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 6.11 sýnir að rúmlega 92% leikskólakennara sem tóku afstöðu telja að laun deildarstjóra séu

frekar eða mjög illa í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk.

Mynd 6.12 Telur þú að auknar kröfur séu gerðar til deildarstjóra eftir kjarasamninginn 2001? (Velja má fleiri en einn svarmöguleika)

11,8

59,1

64,5

64,9

65,2

0 20 40 60 80 100

Annað

Álag

Skipulagsvinna

Stjórnun

Ábyrgð

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Á mynd 6.12 kemur fram að 65,2% telja auknar kröfur gerðar til deildarstjóra hvað ábyrgð varðar

eftir kjarasamninginn 2001. Um 65% nefna auknar kröfur vegna stjórnunar, 64,5% nefna auknar

kröfur vegna skipulagsvinnu og tæplega 60% tilgreina aukið álag.

Borgar f ræðasetur

Page 64: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

63

Mynd 6.13

Hversu rúman tíma telurðu að deildarstjórar fái til að undirbúa starfið?

0,6

14,7

26,9

40,4

17,3

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög rúman Frekarrúman

Hvorki né Frekar lítinn Mjög lítinn

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 6.13 sést að tæplega 58% leikskólakennara telja að tíminn sem deildarstjórar fá til að

undirbúa starfið sé frekar eða mjög lítill. Um 27% telja hann hvorki vera rúman né lítinn.

Mynd 6.14 Ef svarið er ,,lítinn”, hversu margar klukkustundir telur þú að þurfi á viku?

56,1

11,4

32,5

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

< 8 klst. á viku 8-10 klst. á viku >10 klst. á viku

Hlu

tfall

þeirra

sem

taka a

fstö

ðu

Mynd 6.14 sýnir að 56% leikskólakennara töldu 8 klukkustundir eða minna nægja á viku. 11,4%

töldu að 8-10 klukkustundir nægjanlegt og 32,5% töldu að þörf væri á meiri tíma en 10 klukku-

stundum á viku til að undirbúa starfið.

Borgar f ræðasetur

Page 65: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

64

6.6 Þættir sem varða starf og starfsumhverfi leikskólakennara

Mynd 6.15 Telur þú að leikskólakennarar fái nægan stuðning vegna sérstakra verkefna?

27,5

72,5

Nei

Á mynd 6.15 kemur fram að 72,5% leikskólakennara telja sig ekki fá nægan stuðning vegna

sérstakra verkefna, svo sem vegna barna með þroskafrávik. Rúmlega 27% leikskólakennara telja sig

fá nægjanlegan stuðning vegna sérstakra verkefna.

Mynd 6.16 Telur þú að leikskólakennarar fái nægan stuðning frá stjórnendum leikskóla?

14,2

28,2

55,7

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Já Nei Veit ekki

Um 56% leikskólakennara telja sig fá nægan stuðning frá stjórnendum leikskóla en rúmlega 28%

telja svo ekki vera. Eins og fram kemur á mynd 6.16 velja 14,2% leikskólakennara svarmöguleikann

”veit ekki” við þessari spurningu.

Borgar f ræðasetur

Page 66: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

65

Mynd 6.17 Telur þú að samstarf við foreldra sé of mikið, hæfilegt eða of lítið?

0,3

87,0

12,7

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Of mikið Hæfilegt Of lítið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 6.17 sýnir að 87% leikskólakennara telja að samstarf við foreldra barna í leikskólum sé

hæfilegt en 12,7% telja það of lítið.

Mynd 6.18 Telur þú að leikskólar veiti almennt góða og faglega þjónustu?

37,3

56,9

3,9 1,9 0,00,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög góða Frekar góða Hvorki né Frekar lélega Mjög lélega

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 6.18 kemur fram að rúmlega 94% leikskólakennara sem tóku afstöðu telja að leikskólar

veiti almennt góða og faglega þjónustu.

Borgar f ræðasetur

Page 67: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

66

Mynd 6.19 Ert þú ánægðari eða óánægðari með starfsumhverfi þitt í dag en fyrir kjarasamning 2001?

2,8

18,1

29,536,1

13,5

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mikiðánægðari

Frekaránægðari

Hvorki né Frekaróánægðari

Mikiðóánægðari

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 6.19 kemur fram að tæplega 21% leikskólakennara segjast vera ánægðari með starfs-

umhverfi sitt í dag en fyrir kjarasamninginn 2001 og um 30% segjast hvorki vera ánægðari né

óánægðari. Tæplega helmingur leikskólakennara segist vera óánægðari með starfsumhverfi sitt í dag

en fyrir kjarasamninginn 2001.

Mynd 6.20Ef svarið er ,,óánægðari”, hvað hefur helst haft áhrif á það? (Velja má fleiri en einn svarmöguleika)

19,6

25,2

97,2

34,3

13,3

16,1

0 20 40 60 80 100

Stjórnunarhættir

Tækjabúnaður

Annað

Erfiðarivinnuaðstaða

Fjöldi ófaglærðrastarfsmanna

Aukið álag vegnabarnafjölda

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Mynd 6.20 sýnir hvaða þættir það eru sem helmingur leikskólakennara er óánægður með. 97,2%

nefna aukið álag vegna barnafjölda, 34% nefna fjölda ófaglærðra starfsmanna og 25% tilgreina

erfiðari vinnuaðstöðu. Tæplega 20% nefna aðra þætti en þá sem koma fram í töflunni.

Borgar f ræðasetur

Page 68: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

67

Mynd 6.21 Telur þú æskilegt að starfsmenn sem sjá um uppeldi og menntun í leikskólum verði í framtíðinni (velja má fleiri en einn svarmöguleika)

12,4

11,5

56,7

45,9

24,8

26,8

0 20 40 60 80 100

Annað

Ófaglærðir að hluta

Leikskólaliðar að hluta

Aðstoðarleikskólakennararað hluta

Leikskólakennarar aðhluta

Aðeins leikskólakennarar

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

56,7% leikskólakennara sem tóku afstöðu til þessarar spurningar telja æskilegt að einungis

leikskólakennarar sjái um uppeldi og menntun barna í leikskólum í framtíðinni og 46% telja að

leikskólakennarar eigi að sjá um uppeldi og menntun í leikskólum að hluta.

Mynd 6.22 Telur þú að ófaglærðir starfsmenn geti undir stjórn leikskólakennara sinnt uppeldi og menntun barna vel, viðunandi eða illa?

17,2

31,8

44,9

71,6

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjög vel Frekar vel Viðunandi Frekar illa Mjög illa

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Tæplega helmingur leikskólakennara telur að ófaglærðir starfsmenn geti mjög eða frekar vel sinnt

uppeldi og menntun barna í leikskólum undir stjórn leikskólakennara. Um 45% telja að ófaglærðir

geti sinnt uppeldi og menntun barna í leikskólum á viðunandi hátt undir stjórn.

Borgar f ræðasetur

Page 69: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

68

Mynd 6.23 Telur þú að starfsmannafundir séu haldnir nægjanlega oft?

78,8

21,2

Nei

Um 79% leikskólakennara telja að starfsmannafundir séu haldnir nægjanlega oft en rúmlega 21%

telja svo ekki vera. Í næstu spurningu er spurt hvort leikskólakennarar telji starfsmannafundi góðan

vettvang til að styrkja starfseininguna.

Mynd 6.24 Telur þú starfsmannafundi góðan vettvang eða ekki góðan til að styrkja starfseininguna?

49,7

40,4

8,61,0 0,3

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög góðan Frekar góðan Hvorki né Ekki góðan Alls ekkigóðan

Á mynd 6.24 kemur fram að rúmlega 90% leikskólakennara telja að starfsmannafundir séu góður

vettvangur til að styrkja starfseininguna. Það verður að teljast afgerandi afstaða.

Borgar f ræðasetur

Page 70: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

69

6.7 Afstaða leikskólakennara til símenntunar

Símenntun og framhaldsmenntun eru þættir sem samningsaðilar, Félag leikskólakennara og

Launanefnd sveitarfélaga, settu sér að bæta eins og fram kemur í markmiðslýsingu þeirra.

Mynd 6.25

Er í þínum leikskóla gerð símenntunaráætlun sem er aðgengileg fyrir starfsmenn?

74,3

25,7

Nei

Mynd 6.25 sýnir að 3/4 leikskólakennara segja að símenntunaráætlun liggi fyrir sem starfsmenn geti

gengið að. 1/4 leikskólakennara segja slíka áætlum ekki til í sínum leikskóla.

Mynd 6.26 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með umfang og framkvæmd símenntunar?

11,56,1

1,6

58,7

22,1

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Um 70% leikskólakennara eru ánægðir með umfang og framkvæmd símenntunar og um 22% segjast

hvorki vera ánægðir né óánægðir með umfang og framkvæmd símenntunar.

Borgar f ræðasetur

Page 71: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

70

Mynd 6.27 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með valkosti til símenntunar sem í boði eru?

6,8

56,8

27,9

6,81,6

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Tæplega 64% leikskólakennara eru ánægðir með valkosti til símenntunar sem í boði eru og

tæplega 28% eru hvorki ánægðir né óánægðir með valkosti sem í boði eru.

Mynd 6.28 Telur þú skipan afleysingarmála vegna símenntunar vera góða eða lélega?

3,7

21,823,2

30,9

20,5

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög góða Frekar góða Hvorki né Frekar lélega Mjög lélega

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 6.28 sýnir að tæplega 27% leikskólakennara telja skipan afleysingarmála vegna símenntunar

vera mjög eða frekar góða. Um 20% telja skipan mála hvorki góða né slæma og um 52%

leikskólakennara telja skipan þeirra vera mjög eða frekar lélega.

Borgar f ræðasetur

Page 72: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

71

Mynd 6.29 Hefur þú farið í framhaldsnám að loknu leikskólakennaraprófi?

17,5

82,5

Nei

Leikskólakennarar voru spurðir hvort þeir hefðu farið í framhaldsnám að loknu leikskóla-

kennaraprófi. 82,5% svöruðu því neitandi en 17,5% leikskólakennara hafa farið í framhaldsnám að

loknu leikskólakennaraprófi. Í framhaldi af því voru þeir sem höfðu farið í framhaldsnám að loknu

leikskólakennaraprófi spurðir á hvaða sviði það hefði verið?

Mynd 6.30 Ef svarið er ,,já”, á hvaða sviði?

3,8

5,7

13,2

22,7

26,4

28,3

0 20 40 60 80 100

Skapandi starf

Uppeldi/menntun

Listgreinar

Annað

Sérkennsla

Stjórnun

Af þeim leikskólakennurum sem sögðust hafa farið í framhaldsnám (17,5%) að loknu leikskóla-

kennaraprófi hafa rúmlega 28% lokið námi í stjórnun, 26,4% hafa lokið námi í sérkennslu og

rúmlega 13% hafa lokið framhaldsmenntun í listgreinum. Rúmlega 20% leikskólakennara tilgreindu

aðra menntun sem þeir hefðu lokið

Borgar f ræðasetur

Page 73: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

72

6.8 Framtíðarsýn leikskólakennara

Leikskólakennarar voru spurðir um framtíðarsýn og hvað þeir hygðust gera í framtíðinni.

Mynd 6.31Hyggur þú á framhaldsnám á næstu 5 árum?

41,1

16,1

42,7

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Já Nei Veit ekki

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 6.31 sýnir að 41% leikskólakennara hyggja á framhaldsnám á næstu 5 árum og 58,8% segjast

ekki ætla í framhaldsnám eða eru óákveðnir. Á næstu mynd sjáum við nánari skiptingu á vali þeirra

sem hyggja á framhaldsnám á næstu 5 árum.

Mynd 6.32 Á hvaða sviði hyggur þú á framhaldsnám? (Velja má fleiri en einn svarmöguleika)

6,7

10,8

60,3

37,8

36,8

8,6

5,4

4,6

0 20 40 60 80 100

Kennsla tvítyngdra barna

Upplýsingatækni

Veit ekki

Stjórnun

Fjölskylduráðgjöf

Annað nám

Nám og kennsla ungra barna

Sérkennsla

Á mynd 6.32 kemur fram að af leikskólakennurum sem hyggja á framhaldsnám (41,1%) ætla rúm-

lega 60% í sérkennslu og um 37% ætla í nám og kennslu ungra barna og annar eins hópur nefnir

annað nám. Tæplega 11% ætla í framhaldsnám í fjölskylduráðgjöf og 8,6 ætla í framhaldsnám í

stjórnun.

Borgar f ræðasetur

Page 74: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

73

Mynd 6.33 Hver er framtíðarsýn þín varðandi starf þitt? (Velja má fleiri en einn svarmöguleika)

5,4

6,0

6,7

8,6

12,7

19,1

60,3

36,8

0 20 40 60 80 100

Fá stöðu deildarstjóra

Breyta til innan leikskóla

Fá stöðu aðstleikskólastjóra

Fá stöðu leikskólastjóra

Óákveðið

Skipta um starfsvettvang

Vinna áfram á sama stað

Vinna áfram í sama fagi

Þá voru leikskólakennarar spurðir um framtíðarsýn varðandi starfið. Mynd 6.33 sýnir að rúmlega

60% leikskólakennara ætla að vinna áfram í sama fagi og um 37% segjast ætla að vinna áfram á

sama stað og 6% segjast ætla að breyta til í starfi innan leikskóla. Um 21% leikskólakennara ætla að

vinna að því að fá framgang í starfi, þ.e. 8,6% stefna að því að fá stöðu leikskólastjóra, 6,7% stefna

að því að fá stöðu aðstoðarleikskólastjóra og 5,4% ætla að vinna að því að fá stöðu deildarstjóra. Á

mynd 6.33 sést að 19,1% leikskólakennara segjast ætla að skipta um starfsvettvang. Við nánari

greiningu kemur í ljós að 9,5% ætla að fara í eitthvað allt annað en leikskólakennarastarf, 3,2% ætla

í nám og 6,4% leikskólakennara ætla að flytja sig á annað skólastig og kenna við grunnskóla. 12,7%

leikskólakennara eru óákveðin þegar spurt er um framtíðarsýn er varðar starf þeirra. Flestir sögðu að

næstu kjarasamningar skiptu þar miklu máli. Fólk tilgreindi að það vildi fá hærri laun og minna álag

í starfi. Þessi hópur sagðist ætla að bíða og sjá hvaða kjarabætur næðust í næstu samningum.

Borgar f ræðasetur

Page 75: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

74

Að lokum var spurt hvort leikskólakennarar vinni aðra launaða vinnu með leikskólakennarastarfinu.

Mynd 6.34 sýnir niðurstöður um það.

Mynd 6.34 Vinnur þú aðra launaða vinnu með leikskólakennarastarfinu?

16,2

83,8

Nei

Á mynd 6.34 kemur fram að tæplega 84% leikskólakennara vinna ekki aðra launaða vinnu með

leikskólakennarastarfinu. Rúmlega 16% leikskólakennara svara spurningunni játandi að þeir vinni

aðra launaða vinnu með leikskólakennarastarfinu.

Borgar f ræðasetur

Page 76: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

75

6.9 Samantekt og mat: Hafa markmið kjarasamningsins náðst?

Eins og fram hefur komið var það markmið Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga

með kjarasamningi aðila og markmiðsyfirlýsingu frá janúar 2001 að ná fram tilsettum markmiðum

og bæta hag leikskólakennara, m.a. launakjör þeirra, menntunarmöguleika, starfsumhverfi og að ná

meiri hagræðingu í rekstri. Hér verður lagt mat á markmið sem varða leikskólakennara og byggt á

þáttum sem tilgreindir voru í inngangi þessa kafla.

6.9.1 Launakjör leikskólakennara Spurt var m.a. hvort leikskólakennarar telji að kjarasamningurinn hafi bætt launakjör þeirra?

Niðurstöður sýna að um 29% leikskólakennara telja að kjarasamningurinn hafi bætt launakjör þeirra

og um 20% telja að hann hafi hvorki bætt launakjörin né gert þau verri. Helmingur leikskólakennara

sem könnunin náði til telja að kjarasamningurinn hafi bætt launakjör þeirra frekar lítið eða mjög

lítið. Nokkur hluti leikskólakennara telur að kjarasamningurinn hafi bætt launakjör þeirra og kom

m.a. víða fram að launakjör eldri leikskólakennara hafi batnað umfram aðra.

Niðurstöður sýna einnig að 97% leikskólakennara telja að launin séu í fremur slæmu (21,6%) og

mjög slæmu (75,2%) samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Niðurstöður sýna

einnig að 89% leikskólakennara eru óánægðir með launakjör sín miðað við aðra með sambærilega

menntun.

Mat: Töluverður árangur náðist við kjarasamninginn 2001 í að bæta launakjör leikskólakennara

eins og fram kemur í kafla 5.4 (grunnlaun hækkuðu um 33,2% frá janúar 2000 til janúar 2001).

Ljóst er að leikskólakennarar telja sjálfir að enn frekar þurfi að bæta launakjörin og afstaða þeirra

er skýr. 97% leikskólakennara telja að launin séu ekki í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og

stjórnunarhlutverk og tæplega 90% eru óánægðir með launakjörin miðað við laun annarra með

sambærilega menntun. Þótt nokkuð hafi áunnist með kjarasamningnum 2001 er ljóst að nokkuð

vantar upp á að því markmiði sé náð að bæta launakjör leikskólakennara svo þau verði sambærileg

við aðra háskólamenntaða hópa. Niðurstöður í kafla 5.4, þ.e. samanburður á launum leikskóla-

kennara og annarra hópa háskólamenntaðra sýna að leikskólakennarar hafa lægri grunnlaun

(dagvinnulaun) (DL) og einnig lægri heildarlaun (HL) en samanburðarhóparnir, þ.e. þroskaþjálfar,

grunnskólakennarar og hópar háskólamenntaðra sem starfa hjá Reykjavíkurborg.

Borgar f ræðasetur

Page 77: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

76

6.9.2 Sérstök áhersla var lögð á að lagfæra kjör deildarstjóra. Er staða deildarstjóra

eftirsóknarverðari í dag en hún var fyrir 2001?

Helstu niðurstöður sýna:

Um 64% leikskólakennara sem tóku þátt í könnuninni voru deildarstjórar, þ.a. gegna

4.5% einnig stöðu aðstoðarleikskólastjóra.

Um 73% leikskólakennara telja að staða deildarstjóra sé eftirsóknarverðari í dag en

hún var fyrir kjarasamninginn 2001.

Rúmlega 92% leikskólakennara telja að laun deildarstjóra séu frekar eða mjög illa í

samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk og að auknar kröfur séu gerðar til

deildarstjóra eftir kjarasamninginn 2001 hvað varðar ábyrgð (það nefna 65,2%),

stjórnun (64,9%), skipulagsvinnu (64,5%) og aukið álag (59,1%).

Leikskólakennarar telja í 58% tilvika að deildarstjórar fái of lítinn tíma til að undirbúa

starfið en 27% telja að tíminn sé hvorki of lítill né of mikill.

Niðurstöður sýna að tæplega þrír af hverjum fjórum leikskólakennurum telja að staða deildarstjóra

sé eftirsóknanverðari nú en áður. Þótt leikskólakennarar telji að staða deildarstjóra sé eftirsóknar-

verðari hefur komið fram að þeir telja að bæta þurfi launin. Einnig nefna þeir innri þætti sem valda

álagi og að auknar kröfur séu gerðar til ýmissa þátta og of lítill tími sé til undirbúnings fyrir starfið.

Þá er ljóst að tæplega 20% starfandi leikskólakennara gegna hvorki stöðu deildarstjóra né aðstoðar-

leikskólastjóra. Niðurstöður sýna að lágt hlutfall leikskólakennara ætla að vinna að því að fá

deildarstjórastöðu, samanber framtíðarsýn þeirra (mynd 6.33).

Mat: Áfangi hefur náðst og staða deildarstjóra talin eftirsóknarverð en 92% leikskólakennara telja

að laun deildarstjóra séu ekki í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk. Kanna þarf

launaþáttinn betur. Hér er bent á að styrkja þarf enn frekar stöðu deildarstjóra og endurmeta innri

þætti starfsins, s.s. auknar kröfur og of lítinn tíma til að undirbúa starfið sem ætla má að valdi

auknu álagi sem 59,1% leikskólakennara tala um.

6.9.3 Ánægja leikskólakennara með starfsumhverfi

Hér má greina þætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi og ánægju leikskólakennara. Tæplega 21%

leikskólakennara segjast vera ánægðari með starfsumhverfi sitt í dag en fyrir kjarasamninginn og

30% sögðust hvorki ánægðari né óánægðari. Um helmingur leikskólakennara segist vera óánægðari

með starfsumhverfi sitt í dag en fyrir kjarasamninginn 2001. Sá hópur (49,6%) sagði að þættir sem

Borgar f ræðasetur

Page 78: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

77

hefðu helst áhrif á óánægju þeirra væru: Aukið álag vegna barnafjölda (97,2%) fjöldi ófaglærðra

starfsmanna og erfiðari vinnuaðstaða. Niðurstöður sýna að almenn ánægja er með starfsmannafundi

og um 90% leikskólakennara telja þá góðan vettvang til að styrkja starfseininguna.

Mat: Niðurstöður sýna að 1/5 leikskólakennara segjist vera ánægðari með starfsumhverfi sitt í dag

og helmingur segist vera óánægðari. Nær allir (óánægðir) töluðu um aukið álag vegna barnafjölda.

Aukið álag vegna barnafjölda samrýmist niðurstöðum í kafla 5.4 sem sýnir að tæknilegt svigrúm

skapaðist til að fjölga börnum í leikskólum vegna breyttra barngildisviðmiða vegna 5 ára barna.

Einnig tilgreina leikskólakennarar aukið álag vegna fjölda ófaglærðra í leikskólum. Eins og fram

hefur komið eru ófaglærðir um 2/3 hluti starfsmanna sem vinna við uppeldi og menntun barna í

leikskólum. Á það skal bent að fram kom hjá nokkrum leikskólakennurum að ekki væri hægt að setja

alla ófaglærða undir sama hatt þar væru bæði mjög hæfir einstaklingar og minna hæfir starfsmenn.

Styrkur í starfsumhverfi leikskólakennara er almenn ánægja með innra starf í leikskólum s.s. starfs-

mannafundi en um 90% leikskólakennara telja þá góðan vettvang til að styrkja starfseininguna.

6.9.4 Hafa markmið símenntunar náðst?

Umfang og framkvæmd símenntunar eru þættir sem taldir eru skipta máli í starfsumhverfi

leikskólakennara. Í 75% tilvika segja leikskólakennarar að símenntunaráætlun liggi fyrir í þeirra

leikskóla. Eru leikskólakennarar ánægðir með umfang og framkvæmd símenntunar?

Niðurstöður sýna að um 70% leikskólakennara eru frekar eða mjög ánægðir með umfang og

framkvæmd símenntunar og 64% leikskólakennara eru ánægðir með þá kosti sem í boði eru til

símenntunar. Tæplega 27% telja afleysingarmál vegna símenntunar séu mjög og frekar góð og rúm-

lega helmingur telur skipan mála vera frekar og mjög lélega.

Mat: Niðurstöður sýna að markmið kjarasamningsins frá 2001 er varðar símenntun leikskóla-

kennara hefur náðst að stærstum hluta. Símenntunaráætlun liggur fyrir í 75% leikskóla og almenn

ánægja er með umfang, framkvæmd og valkosti símenntunar sem í boði eru. Veiki hlekkurinn í

símenntunarátaki leikskólanna varðar afleysingarmál (í rúmlega 50% tilvika er hún sögð léleg) og

ljóst að þar þarf að gera úrbætur. Benda má á að rúmlega 40% leikskólakennara hyggja á

framhaldsnám á næstu 5 árum. Þeir sem ætla í framhaldsnám nefna í 60% tilvika sérkennslu sem

valkost og um 38% nefna nám og kennslu ungra barna og 10,8% nefna fjölskylduráðgjöf sem

valkost. Tilboð um símenntun til leikskólakennara er tvímælalaust þáttur sem eykur starfsánægju og

eflir innra starf í leikskólum.

Borgar f ræðasetur

Page 79: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

78

6.9.5 Faglegt starf – góð þjónusta

Niðurstöður sýna að 94% leikskólakennara telja að leikskólar veiti almennt góða og faglega

þjónustu.

Mat: Jákvæð sýn leikskólakennara á faglegt starf og þjónustu ber merki um góða sjálfsmynd og

fagleg gæði. Rétt er að benda á að þessi niðurstaða er í samræmi við niðurstöður könnunar sem

IMG - Gallup gerði fyrir þessa rannsókn en hún sýndi að 93,7% svarenda úr hópi almennings 18

ára og eldri töldu leikskóla veita almennt frekar góða eða mjög góða þjónustu.

Borgar f ræðasetur

Page 80: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

79

Borgar f ræðasetur

Page 81: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

80

Kafli 7

Niðurstöður úr könnun meðal stjórnenda leikskóla

Í þessum kafla verður fjallað um niðurstöður úr könnun meðal stjórnenda leikskóla og nær hún til

stjórnenda leikskóla á öllu landinu. Spurningakönnun meðal stjórnenda leikskóla er einn liður í að

meta markmiðslýsingu Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 2001. Leitast

verður við að skýra hvort markmið sem aðilar settu sér hafi náðst, m.a. að bæta launakjör

leikskólakennara. Leitað verður svara við eftirtöldum þáttum:

Spurningar um afstöðu til kjaramála starfsmanna, stöðu þeirra, vinnuálag og

vinnuumhverfi.

o Hvort kjör leikskólakennara hafa batnað?

o Hvort laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og

stjórnunarhlutverk?

o Hvernig hefur tekist að lagfæra kjör deildarstjóra svo að sú staða verði

eftirsóknarverðari?

Hugað er að stöðugleika í starfsmannahaldi

Aukin hagkvæmni í rekstri

Ímynd og þjónusta leikskóla

Stefnumótun, m.a. símenntun.

Í lok þessa kafla verður fjallað um helstu niðurstöður og mat lagt á það hvernig tekist hefur að ná

markmiðum Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga sem fram koma í

markmiðslýsingu aðila frá 24. janúar 2001.

Borgar f ræðasetur

Page 82: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

81

7.1 Aðferð og framkvæmd

Könnunin meðal stjórnenda leikskóla var send út á rafrænu formi með tölvupósti. Fenginn var

nafnalisti hjá Félagi leikskólakennara sem náði til stjórnenda leikskóla á öllu landinu eftir

póstsnúmerum og þriðji hver stjórnandi valinn. Úrtakið var 75 leikskólastjórar. Haft var samband

við þá símleiðis og þeir beðnir um að taka þátt í könnuninni, og voru leikskólastjórarnir fúsir til

þess. Ekki náðist í einn leikskólastjóra sem var erlendis. Úrtakið var því 74 leikskólastjórar á öllu

landinu og svöruðu 69 spurningalistanum. Svarhlutfallið var 93,2%. Vegna góðs aðgengis að

leikskólastjórum með tölvupósti var hægt að senda ítrekun til þeirra sem ekki höfðu svarað og

stuðlaði það að svo góðri svörun. Tekið skal fram að ekki er hægt að rekja svör til einstakra

þátttakenda og upplýsingar um leikskóla voru afmáðar af öllum gögnum. Af 69 leikskólastjórum

voru 39 staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. 56,5% hlutfall. Benda má á að hlutfall leikskóla á

höfuðborgarsvæðinu var 53,6% árið 2003 (Heimild: Hagstofa Íslands, 2004) svo úrtak leikskóla-

stjóra endurspeglar hlutfall leikskóla nokkuð vel og það ætti að tryggja áreiðanleika könnunarinnar.

Borgar f ræðasetur

Page 83: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

82

7.2 Þáttakendur í könnuninni, skipting eftir kyni

Þátttakendur í könnun meðal stjórnenda leikskóla eru allt konur.

Mynd 7.1 Stjórnendur leikskóla sem tóku þátt í könnuninni, skipting eftir kyni

100

0

Kona

Karl

Stjórnendur leikskóla á landinu öllu eru konur, samkvæmt nafnalista sem fenginn var hjá Félagi

leikskólakennara (25. nóvember 2003).

Mynd 7.2Aldur leikskólastjóra

7,3

31,9

44,9

15,9

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára >55 ára

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 7.2 sýnir aldursskiptingu stjórnenda leikskóla sem tóku þátt í könnuninni. Eins og fram kemur

eru um 32% leikskólastjóra á aldrinum 35-44 ára og um 45% eru á aldrinum 45-54 ára.

Borgar f ræðasetur

Page 84: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

83

Mynd 7.3 Hvað hefur þú starfað í mörg ár sem leikskólastjóri?

23,218,9

10,1 7,2 7,2

18,914,5

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

6,1 -

9

0,4 -

3

9,1 -

15

3,1 -

6

15,1

- 18

18,1

- 21

> 21

ár

Ár

Hlu

tfal

l

Mynd 7.3 sýnir hve mörg ár þátttakendur í könnuninni hafa starfað sem leikskólastjórar. Stærsti

hópurinn hefur unnið sem stjórnandi leikskóla í 6,1-9 ár, þ.e. rúmlega 23%. Næststærstu hópar leik-

skólastjóra hafa starfað í 9,1-15 ár og hópurinn sem er yngstur í starfi hefur verið 0,4-3 ár. Fámenn-

ustu hóparnir eru stjórnendur sem hafa lengstan og næstlengstan starfsaldur, 7,2% hvor hópur.

Mynd 7.4 Hvað eru mörg börn í þínum leikskóla?

24,618,8 15,9 14,5

26,1

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

61-80 15-40 81-100 41-60 > 100

Fjöldi barna í leikskólum

Hlu

tfal

l

Mynd 7.4 sýnir skiptingu leikskóla sem leikskólastjórar vinna við eftir fjölda barna sem þar dvelja.

Stjórnendur leikskóla með 61-80 börn eru stærsti hópurinn, næststærsti hópur leikskólastjóra stjórnar

leikskólum með 15-40 börn, þ.e. um 25% þátttakenda. Rúmlega 33% leikskólastjóra stjórna leik-

skólum með 80 börn eða fleiri.

Borgar f ræðasetur

Page 85: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

84

Mynd 7.5 Hefur þú farið í framhaldsnám að loknu leikskólakennaraprófi?

55,1

44,9

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Já Nei

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 7.5 sést að um 55% leikskólastjóra sem þátt tóku í könnuninni hafa farið í framhaldsnám.

Mynd 7.6 Ef farið í framhaldsnám, á hvaða sviði?

5,3

5,3

5,3

21,1

63,2

15,8

0 20 40 60 80 100

Annað

Menntun tvítyngdrabarna

Listgreinar

Sérkennsla

Uppeldi og menntunarfræði

Stjórnun

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Mynd 7.6 sýnir að rúmlega 63% leikskólastjóra sem farið hafa í framhaldsnám hafa farið í stjórnun.

Rúmlega 21% hafa sérhæft sig í uppeldi og menntunarfræðum og um 16% í sérkennslu.

Borgar f ræðasetur

Page 86: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

85

7.3 Afstaða til kjaramála starfsmanna, vinnuálags og vinnuumhverfis

Mynd 7.7 Telur þú að kjarasamningurinn 2001 hafi bætt launakjör leikskólakennara?

2,9

39,7

27,925,0

4,4

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjög mikið Frekar mikið Hvorki né Frekar lítið Mjög lítið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 7.7 sést að 42,6% leikskólastjóra telja að kjarasamningurinn 2001 hafi bætt launakjörin

mjög eða frekar mikið. Um 28% segja að samningurinn hafi hvorki bætt né skert launakjörin og

rúmlega 29% telja að kjarasamningurinn hafi lítið bætt launakjör leikskólakennara.

Mynd 7.8 Telur þú að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk?

0,02,9

55,1

42,0

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjög vel Frekar vel Frekar illa Mjög illa

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 7.8 sýnir að 97% leikskólastjóra telja að launakjör leikskólakennara séu frekar eða mjög illa í

samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk.

Borgar f ræðasetur

Page 87: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

86

Mynd 7.9 Telur þú að staða deildarstjóra sé eftirsóknanverðari í dag en hún var fyrir kjarasamninginn 2001?

88,3

11,7

Nei

Rúmlega 88% leikskólastjóra telja að staða deildarstjóra sé eftirsóknanverðari í dag en hún var fyrir

kjarasamninginn 2001.

Mynd 7.10Telur þú að auknar kröfur séu gerðar til deildarstjóra eftir kjarasamninginn 2001 hvað varðar eftirtalda þætti (Velja má fleiri en einn svarmöguleika)

12,9

62,9

79,0

80,6

83,9

0 20 40 60 80 100

Annað

Álag

Skipulagsvinna

Stjórnun

Ábyrgð

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Á mynd 7.10 kemur fram að leikskólastjórar telja að auknar kröfur séu gerðar til deildarstjóra eftir

kjarasamninginn 2001 og tilgreina í 84% tilvika aukna ábyrgð. Um 80% nefna auknar kröfur bæði í

stjórnun og skipulagsvinnu og um 63% nefna aukið álag.

Borgar f ræðasetur

Page 88: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

87

Mynd 7.11Telur þú að laun deildarstjóra séu í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk?

0,0

20,323,2

55,1

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjög vel Frekar vel Frekar illa Mjög illa

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Um 23% leikskólastjóra telja að laun deildarstjóra séu í góðu samræmi við ábyrgð þeirra og

stjórnunarhlutverk og rúmlega 75% telja að laun deildarstjóra séu í fremur slæmu eða mjög slæmu

samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk.

Mynd 7.12 Eru allar stöður deildarstjóra í þínum leikskóla skipaðar leikskólakennurum?

37,7

62,3

Nei

Á mynd 7.12 kemur fram að tæplega 2/3 leikskólastjóra segja allar stöður deildarstjóra

skipaðar leikskólakennurum og rúmlega 1/3 segja svo ekki vera.

Borgar f ræðasetur

Page 89: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

88

Mynd 7.13Telur þú að leikskólakennarar fái nægan stuðning vegna sérstakra verkefna svo sem vegna barna með þroskafrávik?

53,047,0

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Já Nei

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 7.13 sést að 53% stjórnenda leikskóla telja að leikskólakennarar fái nægan stuðning til

sérstakra verkefna svo sem barna með þroskafrávik en 47% telja svo ekki vera.

Mynd 7.14Telur þú að leikskólakennarar fái nægan stuðning frá þér og aðstoðarleikskólastjóra?

73,9

14,510,1

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Já Nei Veit ekki

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 7.14 kemur fram að tæplega 74% leikskólastjóra telja að leikskólakennarar fái nægan

stuðning frá þeim og aðstoðarleikskólastjórum, 14,5% stjórnenda leikskóla svara því neitandi og um

10% segjast ekki vita hvort leikskólakennarar fái nægan stuðning frá áðurnefndum stjórnendum.

Borgar f ræðasetur

Page 90: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

89

Mynd 7.15 Telur þú að tími og áhrif aðstoðarleikskólastjóra nýtist vel í starfi?

21,7

46,7

10,0

20,0

1,7

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjög vel Frekar vel Hvorki né Frekar illa Mjög illa

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Rúmlega 68% leikskólastjóra telja að tími og áhrif aðstoðarleikskólastjóra nýtist vel í starfi og 10%

telja að tími og áhrif nýtist hvorki vel né illa í starfi.

Mynd 7.16 Telur þú að nægur tími sé fyrir stjórnun og stefnumótunarvinnu?

5,8

94,2

Nei

Eins og fram kemur á mynd 7.16 telja rúmlega 94% leikskólastjóra að tími fyrir stjórnun og

stefnumótunarvinnu sé of lítill, 5,8% telja að hann sé nægur.

Borgar f ræðasetur

Page 91: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

90

Mynd 7.17 Ef svarið er nei, hvaða ráðstafanir telur þú að gera þurfi? (Velja má fleiri en einn svar-möguleika)

33,3

59,4

65,2

58,0

39,1

24,6

0 20 40 60 80 100

Annað

Auka undirbúningstíma leikskólakennara

Auka stjórnunartíma

Fjölga starfsdögum

Fjölga leikskólakennurum

Auka afleysingar (stjórn. þurfa oft að leysa af)

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Mynd 7.17 sýnir að rúmlega 65% leikskólastjóra segja að auka þurfi afleysingar því stjórnendur

þurfi oft að leysa af á deildum þegar starfsmenn vantar. Um 60% telja að fjölga þurfi leikskólakenn-

urum, 58% segja að fjölga þurfi starfsdögum og tæplega 40% segja að auka þurfi stjórnunartíma.

Mynd 7.18

Telur þú að laun leikskólastjóra séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk?

0,0

8,7

37,7

53,6

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjög vel Frekar vel Frekar illa Mjög illa

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 7.18 kemur fram að rúmlega 91% stjórnenda leikskóla telja að laun þeirra séu í fremur

slæmu eða mjög slæmu samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk.

Borgar f ræðasetur

Page 92: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

91

Mynd 7.19 Telur þú að kjarasamningurinn 2001 hafi haft góð, sæmileg eða slæm áhrif á faglegt starf í leikskólum á heildina litið?

0,0

43,9 43,9

10,6

1,5

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjög góð Frekar góð Sæmileg Frekar slæm Mjög slæm

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 7.19 sýnir að tæplega 44% leikskólastjóra telja að kjarasamningurinn 2001 hafi haft frekar

góð áhrif og tæplega 44% telja að hann hafi haft sæmileg áhrif á faglegt starf í leikskólum.

Mynd 7.20

Telur þú að samstarf við foreldra sé of mikið, hæfilegt eða of lítið?

0,0

82,1

17,9

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Of mikið Hæfilegt Of lítið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Leikskólastjórar sem tóku þátt í könnuninni telja í 82,1% tilvika að samstarf við foreldar sé hæfilegt

og tæplega 18% telja að samstarfið við foreldar sé of lítið.

Borgar f ræðasetur

Page 93: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

92

7.4 Stöðugleiki í starfsmannahaldi

Mynd 7.21 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé viðunandi eða óviðunandi í þínum leikskóla?

20,3

49,3

11,65,8

13,0

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjögviðunandi

Frekarviðunandi

Hvorki né Frekaróviðunandi

Mjögóviðunandi

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Tæplega 70% leikskólastjóra telja að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé viðunandi í leikskólanum og

13% telja að stöðugleikinn sé hvorki viðunandi né óviðunandi í starfsmannahaldi viðkomandi

leikskóla. Rúmlega 17% telja að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé frekar eða mjög óviðunandi.

Mynd 7.22 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi aukist, staðið í stað eða minnkað eftir kjarasamninginn 2001?

0,0

45,351,6

1,6 1,6

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Aukist mikið Aukist nokkuð Staðið í stað Minnkaðnokkuð

Minnkaðmikið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 7.22 kemur fram að rúmlega 51% telja að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi staðið í stað

og 45% telja að hann hafi aukist nokkuð.

Borgar f ræðasetur

Page 94: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

93

Mynd 7.23 Ef svarið er að stöðugleiki hafi aukist, hjá hverjum eftirtalinna hópa sem annast uppeldi og menntun barna telur þú að það eigi við? (Velja má fleiri en einn svarmöguleika)

Eins og kom fram á mynd 7.22 telur hátt í helmingur (45,3%) leikskólastjóra að stöðugleiki í starfs-

mannahaldi hafi aukist. Mynd 7.23 sýnir hjá hvaða starfshópum það er að mati leikskólastjóra.

10,3

20,7

34,5

37,9

93,1

0 20 40 60 80 100

Öðrum fagstéttum

Öðrum starfsmönnum

Leikskólakennurum

Aðstleikskólastjórum

Deildarstjórum

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Stjórnendur leikskóla sem telja að stöðugleiki hafi aukist í starfsmannahaldi nefna í rúmlega 93%

tilvika aukinn stöðugleika hjá deildarstjórum, um 38% nefna stöðugleika hjá aðstoðarleikskóla-

stjórum og tæplega 35% tilgreina að stöðugleiki hafi aukist hjá leikskólakennurum. Leikskólastjórar

telja að stöðugleiki hafi einnig aukist hjá öðrum stéttum sem starfa í leikskólum.

Borgar f ræðasetur

Page 95: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

94

7.5 Aukin hagkvæmni í rekstri

Í könnuninni sem lögð var fyrir stjórnendur leikskóla var spurt um þætti sem tengjast aukinni

hagkvæmni í rekstri leikskóla, m.a. hvort börnum hafi fjölgað eða fækkað.

Mynd 7.24 Hefur börnum í þínum leikskóla fjölgað eða fækkað eftir kjarasamninginn 2001?

4,5

25,8

66,7

3,00,0

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Fjölgað mjögmikið

Fjölgað frekarmikið

Lítið breyst Fækkað frekarmikið

Fækkað mjögmikið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 7.24 sýnir að um 67% stjórnenda leikskóla telja að fjöldi barna hafi lítið breyst eftir

kjarasamninginn 2001 og um 30% telja að börnum hafi fjölgað frekar og mjög mikið.

Mynd 7.25 Telur þú að aukin hagkvæmni hafi náðst í rekstri leikskólans eftir kjarasamninginn 2001?

67,4

32,6

Nei

Mynd 7.25 sýnir að 2/3 leikskólastjóra telja að ekki hafi aukin hagkvæmni náðst í rekstri en 1/3

leikskólastjóra telja að aukin hagkvæmni hafi náðst í rekstri leikskólans.

Borgar f ræðasetur

Page 96: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

95

Mynd 7.26 Telur þú að gjald fyrir þjónustu leikskóla í þínu sveitarfélagi þurfi að vera hærra, það sé eðlilegt eða megi vera lægra?

14,5

51,6

24,2

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Þarf að vera hærra Gjaldið er eðlilegt Má vera lægra

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 7.26 sýnir að rúmlega helmingur stjórnenda leikskóla telur að gjald fyrir þjónustu leikskóla sé

eðlilegt, 14,5% telja að það megi vera hærra og 24,2% að telja að gjaldið megi vera lægra. 9,7%

tekur ekki afstöðu.

Mynd 7.27 Hvaða hópar fá afslátt af leikskólagjaldi í þínu sveitarfélagi?

24,6

59,4

76,8

82,6

0 20 40 60 80 100

Aðrir hópar

Starfsmennleikskóla

Námsmenn

Einstæðirforeldrar

Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu

Mynd 7.27 sýnir að 82,6% stjórnenda leikskóla segja að einstæðir foreldrar fái afslátt og tæplega

77% tilgreina að námsmenn fái afslátt af leikskólagjaldi. Tæplega 60% leikskólastjóra segja að

starfsmenn leikskóla fái afslátt og um 25% nefna systkinaafslátt og afslátt vegna örorku.

Borgar f ræðasetur

Page 97: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

96

Mynd 7.28 Telur þú að þjónusta í þínum leikskóla sé góð, sæmileg eða slæm?

40,6

58,0

1,4 0,0 0,00,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög góð Frekar góð Sæmileg Frekar slæm Mjög slæm

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 7.28 sýnir að 98% stjórnenda leikskóla telja að þjónusta í þeirra leikskóla sé mjög eða frekar góð.

Mynd 7.29 Telur þú að ímynd leikskóla í samfélaginu sé almennt góð, sæmileg eða slæm?

23,2

69,6

5,81,4 0,0

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjög góð Frekar góð Sæmileg Frekar slæm Mjög slæm

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 7.29 sýnir að tæplega 93% stjórnenda leikskóla telja ímynd leikskóla í samfélaginu frekar

góða eða mjög góða og tæplega 6% að hún sé sæmileg.

Borgar f ræðasetur

Ímynd leikskóla og þjónustu 7.6

Page 98: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

97

Mynd 7.30 Hefur þú skynjað einhver jákvæð eða neikvæð áhrif kjarasamningsins 2001?

38,0 40,0

22,0

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Skynjað jákvæð áhrif Skynjað neikvæð áhrif Bæði jákvæð og neikvæð

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 7.30 sýnir að um 38% leikskólastjóra hefur skynjað jákvæð áhrif kjarasamningsins frá 2001

og 40% leikskólastjóra segjast hafa skynjað neikvæð áhrif. Þá tilgreina 22% stjórnenda að þeir hafi

bæði skynjað jákvæð og neikvæð áhrif kjarasamningsins frá 2001.

Mynd 7.31 Ef svarið er jákvæð áhrif, hver eru þau?

Jákvæð áhrif kjarasamningsins

32,1

10,7

14,3

14,3

57,1

0 20 40 60 80 100

Starfið betur metið

Annað

Leikskólakennarar vinni hærra starfshlutfall

Stöðugleiki í starfsmannahaldi

Staða deildarstjóra eftirsóknarverðari

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Mynd 7.31 sýnir að 57% leikskólastjóra sem hafa skynjað jákvæð áhrif kjarasamningsins 2001 telja

deildarstjórastöður eftirsóknarverðari. Rúmlega 32% segja að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi

aukist og rúmlega 14% að leikskólakennarar vinni hærra starfshlutfall. Tæplega 11% telja starfið

betur metið.

Borgar f ræðasetur

Page 99: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

98

Mynd 7.32 Ef svarið er neikvæð áhrif, hver eru þau?

Neikvæð áhrif kjarasamningsins

10,7

14,3

14,3

7,1

17,9

85,7

0 20 40 60 80 100

Mikil óánægja með kjarasamninginn

Annað

Aukin verkefni

Laun ekki í samræmi við ábyrgð

Leikskólastjórar hafa dregist aftur úr

Aukið álag vegna barnafjölda

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Mynd 7.32 sýnir að 86% leikskólastjóra sem hafa skynjað neikvæð áhrif vegna kjarasamningsins

2001 segja aukið álag vegna barnafjölda eftir kjarasamninginn. 18% segja að leikskólastjórar hafi

dregist aftur úr, 14,3% telja launin ekki í samræmi við ábyrgð og 14,3% tilgreina einnig aukin

verkefni eftir kjarasamninginn 2001.

Borgar f ræðasetur

Page 100: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

99

7.7 Stefnumótun

Mynd 7.33 Hefur samhæft árangursmat (Balanced scorecard eða annað sambærilegt) verið innleitt í þinn leikskóla?

13,6

86,4

Nei

Í 86,4% tilvikum segja stjórnendur leikskóla að samhæft árangursmat hafi ekki verið innleitt í þeirra

leikskóla og 13,6% segja að slíkt mat sé í þeirra leikskóla.

Mynd 7.34 Er gert ráð fyrir símenntun leikskólakennara í stefnumótun og starfsmannahaldi í þínu sveitarfélagi?

88,4

11,6

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Já Nei

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 7.34 sýnir að tæplega 90% leikskólastjóra segja að gert sé ráð fyrir símenntun leikskóla-

kennara í stefnumótun og starfsmannahaldi sveitarfélagsins.

Borgar f ræðasetur

Page 101: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

100

Mynd 7.35 Er gerð símenntunaráætlun á þínum vinnustað?

88,4

11,6

Nei

Á mynd 7.35 sést að símenntunaráætlun er gerð í 88,4% tilvika að sögn stjórnenda leikskóla en í

11,6% tilvika er símenntunaráætlun ekki gerð í viðkomandi leikskóla.

Mynd 7.36 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með umfang og framkvæmd símenntunar?

27,4

56,5

9,76,5

0,00

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjögánæg(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Aðspurðir segja um 84% leikskólastjóra að þeir séu mjög ánægðir eða frekar ánægðir með umfang

og framkvæmd símenntunar. Tæplega 10% voru hvorki ánægðir né óánægðir með framkvæmd og

umfang símenntunar og 6,5% frekar óánægðir.

Borgar f ræðasetur

Page 102: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

101

Mynd 7.37 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með nýtingu leikskólakennara á mögulegri símenntun?

28,6

50,8

7,912,7

0,00

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Tæplega 80% stjórnenda leikskóla eru ánægðir með nýtingu leikskólakennara á símenntun en

tæplega 8% eru hvorki ánægðir né óánægðir með nýtinu leikskólakennara á mögulegri símenntun.

Mynd 7.38 Telur þú skipan mála með afleysingar vegna símenntunar vera góða eða lélega?

3,1

18,5 16,9

32,329,2

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjög góða Frekar góða Hvorki né Frekar lélega Mjög lélega

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 7.38 sýnir að í 61,5% tilvika telja stjórnendur leikskóla skipan mála með afleysingar vegna

símenntunar frekar lélega eða mjög lélega. Rúmlega 20% telja skipan mála með afleysingar vegna

símenntunar vera frekar góða eða mjög góða.

Borgar f ræðasetur

Page 103: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

102

Mynd 7.39 Er staða verkefnastjóra nýtt í þínum leikskóla?

14,7

85,3

Nei

Aðspurðir segja tæplega 15% leikskólastjóra að staða verkefnastjóra sé nýtt í þeirra leikskóla en

85,3% segja að staða verkefnastjóra sé ekki nýtt í leikskólum þeirra.

Mynd 7.40 Hvaða verkefni hafa verkefnastjórar séð um í þínum leikskóla?(Velja má fleiri en einn svarmöguleika)

27,3

27,3

45,5

18,2

18,2

0 20 40 60 80 100

Gerð skólanámskrár

Málörvun/ fleira

Þróunarverkefni

Myndlist/ tónmennt

Hópastarf/ hreyfing

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Af þeim(15%) leikskólastjórum sem nýtt hafa stöðu verkefnastjóra segja 46% að þeir hafi séð um

hópastarf og hreyfingu, 27% nefna myndlist og tónmennt og þróunarverkefni.

Borgar f ræðasetur

Page 104: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

103

Mynd 7.41

Telur þú æskilegt eða óæskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra eða er skipan mála góð eins og hún er?

35,8

64,2

0,00

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Tel æskilegt að aukasjálfstæði

Skipan mála er góðeins og hún er

Tel óæskilegt að aukasjálfstæði

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 7.41 sýnir að 64,2% leikskólastjóra telja skipan mála hvað varðar sjálfstæði leikskólastjóra

góða en tæplega 36% telja æskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra.

Mynd 7.42 Ef svarið er æskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra á hvaða sviði ætti það að vera? (Velja má fleiri en einn svarmöguleika)

4,2

25,0

41,7

41,7

79,2

75,0

0 20 40 60 80 100

Annað

Auka sjálfstæði tilreglusetninga

Auka faglegtsjálfstæði

Auka sjálfstæði ístefnumótun

Auka sjálfstæði tilákvarðanatöku

Auka fjárhagslegtsjálfstæði

Af hópnum sem telur æskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra (35,8%) telja tæplega 80% að

auka þurfi fjárhagslegt sjálfstæði, 75% nefna sjálfstæði til ákvarðanatöku og 41,7% nefna

bæði aukið sjálfstæði í stefnumótun og faglegt sjálfstæði.

Borgar f ræðasetur

Page 105: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

104

Mynd 7.43 Telur þú æskilegt að sveitarfélagið geri ráðstafanir til að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi (m.a. að börn frá efnaminni heimilum fari ekki á mis við slíkt)?

100

0

Allir stjórnendur leikskóla svörðuðu því játandi (100%) að þeir telji æskilegt að sveitarfélagið geri

ráðstafanir til að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi.

Mynd 7.44 Ef svarið við síðustu spurningu er já, hvert af eftirtöldum atriðum telur þú að skipti mestu máli til að ná því markmiði að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi?(Velja má fleiri en einn svarmöguleika)

23,2

26,1

39,1

33,3

0 20 40 60 80 100

Annað hvað?

Afnema gjald fyrirleikskólapláss

Afnema gjald fyrirleikskólapláss 4-5 ára

Tekjutengja gjaldfyrir leikskólapláss

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Mynd 7.44 sýnir að 39% leikskólastjóra telja æskilegt að tekjutengja gjald fyrir leikskólapláss til að

ná því markmiði að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi. Rúmlega 33% vilja

afnema gjald fyrir aldurshópinn 4-5 ára og 26% vilja afnema gjald fyrir leikskóla. Um 23% nefna

annað, flestir nefna að félagsþjónusta sveitarfélaga greiði leikskólagjald fyrir börn frá efnalitlum

heimilum.

Borgar f ræðasetur

Page 106: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

105

7.8 Samantekt og mat: Hafa markmið kjarasamningsins náðst?

Í markmiðslýsingu Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga er það markmið sett að

bæta launakjör leikskólakennara og lögð áhersla á að lagfæra kjör deildarstjóra svo að sú staða verði

eftirsóknarverðari. Einnig er það markmið samningsaðila að finna atriði í kjarasamningunum sem

stuðlað geta að hagkvæmni í rekstri, m.a. að skoða nýtingu húsnæðis með það fyrir augum að sem

flest börn geti notið uppeldis og menntunar á leikskólastigi. Hér verður mat lagt á svör stjórnenda

leikskóla með tillitit til þess hvort þau markmið sem sett voru í markmiðslýsingu Félags leikskóla-

kennara og Launanefndar sveitarfélaga 2001 hafi náðst.

7.8.1 Hafa kjör leikskólakennara batnað eftir kjarasamninginn 2001 og eru þau í samræmi við menntun, ábyrgð og stjórnunarhlutverk?

Niðurstöður sýna að rúmlega 42% stjórnenda leikskóla telja að kjarasamningurinn 2001 hafi bætt

launakjör leikskólakennara. Tæplega 28% telja að hann hafi hvorki bætt launakjörin né gert þau

verri og um 30% stjórnenda leikskóla telja að kjarasamningurinn hafi lítið bætt launakjör leikskóla-

kennara. Niðurstöður sýna einnig að 97% stjórnenda leikskóla telja að laun leikskólakennara séu í

frekar slæmu eða mjög slæmu samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk.

Mat: Niðurstöður sýna að 2/5 leikskólastjóra telja að kjarasamningurinn 2001 hafi bætt launakjör

leikskólakennara. Ljóst er að tæplega 3/5 leikskólastjóra telja að kjarasamningurinn hafi ekki breytt

miklu eða lítið bætt launakjör leikskólakennara. Afstaða stjórnenda leikskóla er skýr og 97% telja

að laun leikskólakennara séu ekki í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Það

er í samræmi við afstöðu leikskólakennara til sömu spurningar (96,8). Samkvæmt niðurstöðum kafla

5.4 hækkuðu laun leikskólakennara töluvert í janúar 2001 (um 33,2%), en leikskólakennarar hafa

lægri laun miðað við aðra hópa háskólamenntaða sem samanburðurinn náði til og nær allir

stjórnendur leikskóla og leikskólakennarar sjálfir telja að launin séu ekki í samræmi við starfið.

Niðurstaðan er að færa þarf laun leikskólakennara nær launum sambærilegra hópa háskóla-

menntaðra og talið að það hefði jákvæð áhrif á ánægju og stöðugleika leikskólakennara í starfi.

7.8.2 Hefur tekist að lagfæra kjör deildarstjóra svo að sú staða sé eftirsóknarverðari?

Niðurstöður sýna að rúmlega 88% stjórnenda leikskóla telja að staða deildarstjóra sé eftirsóknar-

verðari í dag en hún var fyrir kjarasamninginn 2001. Jafnframt nefna leikskólastjórar í 84% tilvika

að auknar kröfur séu gerðar til deildarstjóra og nefna í 80% tilvika að auknar kröfur séu gerðar til

deildarstjóra er varða stjórnun og skipulagsvinnu og nefna einnig aukið álag. Þegar kemur að

Borgar f ræðasetur

Page 107: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

106

laununum telja 3/4 stjórnenda leikskóla að laun deildarstjóra séu ekki í samræmi við ábyrgð þeirra

og stjórnunarhlutverk en tæplega 1/4 telur að launakjör deildarstjóra séu í samræmi við þá þætti. Þá

segja tæplega 2/3 leikskólastjóra að allar stöður deildarstjóra séu skipaðar leikskólakennurum í

þeirra skólum en rúmlega 1/3 segja svo ekki vera.

Mat: Staða deildarstjóra í leikskólum er eftirsóknarverðari í dag en hún var fyrir kjarasamninginn

2001 – það sama viðhorf kemur fram hjá leikskólakennurum (sjá 6. kafla). Bæði stjórnendur

leikskóla (75,4) og leikskólakennarar (92%) telja að launin séu í frekar slæmu eða mjög slæmu

samræmi við ábyrgð og stjórnunarhlutverk deildarstjóra. Bæði stjórnendur leikskóla og leikskóla-

kennarar telja að stöðu deildarstjóra fylgi auknar kröfur um ábyrgð, stjórnun, álag og skipulags-

vinnu. Leita þarf frekari leiða til að allar stöður deildarstjóra verði skipaðar leikskólakennurum.

Niðurstaðan er að staða deildarstjóra er eftirsóknarverðari í dag og því er áfanga náð. Jafnframt

þarf að endurmeta álagsþætti í vinnuumhverfi deildarstjóra og launakjör þeirra. Ætla má að frekari

úrbætur myndu fjölga deildarstjórum í leikskólum, svo allar stöður þeirra verði fylltar með fagfólki.

7.8.3 Stöðugleiki í starfsmannahaldi

Stöðugleiki í starfsmannahaldi er þáttur sem skiptir máli í rekstri leikskóla. Niðurstöður sýna að um

70% leikskólastjóra telja að stöðugleiki sé frekar eða mjög viðunandi í þeirra leikskóla. 45%

leikskólastjóra telja að stöðugleiki hafi aukist nokkuð eftir kjarasamninginn 2001 en helmingur segir

að stöðugleiki hafi staðið í stað. Stjórnendur leikskóla sem telja að stöðugleiki hafi aukist nokkuð

(45%), tilgreina í 93% tilvika að stöðugleiki hafi aukist hjá deildarstjórum og milli 35%-38%

leikskólastjóra tilgreina að meiri stöðugleiki sé hjá aðstoðarleikskólastjórum og leikskólakennurum.

Þegar á heildina er litið telja um 44% stjórnenda leikskóla að kjarasamningurinn hafi haft frekar góð

áhrif á faglegt starf í leikskólum og annar eins hópur leikskólastjóra telur að kjarasamningurinn hafi

haft sæmileg áhrif á faglegt starf.

Mat: Niðurstöður sýna að rúmlega 2/3 leikskólastjóra telur að stöðugleiki sé viðunandi og tæplega

helmingur leikskólastjóra segir að stöðugleiki hafi aukist nokkuð í starfsmannahaldi eftir kjara-

samninginn 2001. Af þeim leikskólastjórum sem nefna að stöðugleiki sé meiri tilgreina 93% aukinn

stöðugleika hjá deildarstjórum og nefna einnig aðra hópa. Það verður að teljast umtalsverður

árangur. Niðurstaðan er að kjarasamningurinn 2001 hefur haft jákvæð áhrif til að bæta stöðugleika

í starfsmannahaldi leikskóla og einnig haft jákvæð áhrif á starf í leikskólum í heild.

Borgar f ræðasetur

Page 108: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

107

7.8.4 Aukin hagkvæmni í rekstri

Í kjarasamningunum frá 2001 eru aðilar sammála um mikilvægi þess að ná fram aukinni hagkvæmni

í rekstri leikskóla. Sú leið var farin að breyta reglugerð og draga úr rými fyrri hvert barn um 0,5 m2

og draga einnig úr reiknuðu barngildi 5 ára barna, úr 1 barngildi í 0,8. Þessar aðgerðir bjóða upp á

fjölgun barna. Í kafla 5.1 er niðurstaðan sú að þessi breyting skapaði tæknilega möguleika til að

fjölga börnum í leikskólum á öllu landinu (804 barngildi).

Stjórnendur leikskóla voru spurðir hvort börnum í þeirra leikskóla hafi fjölgað eða fækkað eftir

kjarasamninginn 2001. Niðurstöður sýna sterk tengsl milli þess hvort leikskólastjórar telja að aukin

hagkvæmni hafi náðst rekstri leikskóla eftir 2001 og því hvort börnum hafi fjölgað. Rúmlega 2/3

stjórnenda leikskóla segja að fjöldi barna hafi lítið breyst í leikskólanum og jafnframt svara 2/3 því

að aukin hagkvæmni hafi ekki náðst í rekstri leikskólans eftir kjarasamninginn 2001. Hins vegar

segir um 1/3 leikskólastjóra að börnum í þeirra leikskóla hafi fjölgað mikið eða mjög mikið eftir

kjarasamninginn og 1/3 stjórnenda leikskóla segir að aukin hagkvæmni hafi náðst í rekstri leik-

skólans eftir kjarasamninginn 2001. Rétt er að nefna að ekki er vitað hvort hagkvæmur rekstur hefur

fremur náðst í fjölmennum leikskólum eftir 2001 eða í bæði stórum og litlum skólum. Niðurstöður

sýna að rúmlega 50% leikskólastjóra telja að gjald fyrir þjónustu leikskóla sé eðlilegt og tæplega

25% telja að gjaldið megi vera lægra. Rúmlega 14% leikskólastjóra telja að gjald fyrir þjónustu

leikskóla þurfi að vera hærra.

Mat: Niðurstöður sýna að 1/3 stjórnenda leikskóla tilgreinir að aukin hagkvæmni hafi náðst í rekstri

leikskóla og jafnframt hefur börnum fjölgað í 1/3 leikskóla. Ekki liggur þó fyrir að það séu sömu

skólarnir þó líkur megi að því leiða. Markmiðinu um að aukna hagkvæmni í rekstri hefur verið náð

að hluta miðað við þessar niðurstöður. Jafnframt er talið mikilvægt að reynt sé að meta hver fórnar-

kostnaðurinn er að teknu tilliti til aukins álags vegna fleiri barna eins og fram hefur komið (sjá

myndir 7.10 og 6.20). Hvaða áhrif hefur fjölgun barna á ánægju eða óánægju leikskólakennara í

starfi með tilliti til meira álags? Það er mikilvægt að meta hver ávinningurinn er þegar upp er

staðið. Um 75% stjórnenda leikskóla telja gjald fyrir þjónustu leikskólanna eðlilegt eða megi vera

lægra.

7.8.5 Ímynd og þjónusta leikskóla

Það skiptir máli hver ímynd leikskóla er og afstaða fólks til þjónustu sem þar er veitt. Stjórnendur

leikskóla telja í 98,6% tilvika að þjónusta í þeirra leikskóla sé góð og í um 93% tilvika að ímynd

leikskóla í samfélaginu sé yfirleitt góð. Niðurstaða í könnun sem IMG-Gallup gerði fyrir þessa

Borgar f ræðasetur

Page 109: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

108

rannsókn sýnir að 93,7% almennings (18 ára og eldri) telja að leikskólar á Íslandi veiti börnum yngri

en 6 ára almennt góða þjónustu.

Mat: Niðurstöður sýna mikinn samhljóm í viðhorfi markhópa hér að framan (leikskólastjóra og

leikskólakennara) og almennings til þess að í leikskólum sé veitt góð og fagleg þjónusta. Það er

mikill styrkur bæði fyrir starfsmenn og sveitarfélög á Íslandi sem reka leikskóla hve sjálfsmynd

starfsmanna í leikskólum er jákvæð gagnvart því starfi og þjónustu sem hefur verið þróuð og er veitt

þar. Viðhorf almennings undirstrikar að vel er að verki staðið.

7.8.6 Símenntun og umhverfi starfsmanna.

Í kjarasamningnum 2001 lögðu samningsaðilar áherslu á að stórauka möguleika til símenntunar

leikskólakennara og framhaldsnám og stuðla að framboði og möguleikum til símenntunar. Þar er

tiltekið að í leikskólum sem og öðrum vinnustöðum verði þörfin fyrir símenntun meiri með hverju

árinu sem líður og þróun í leikskólafræðum ör. Hvernig hefur til tekist? Rúmlega 88% stjórnenda

leikskóla segja að gerð sé símenntunaráætlun á þeirra vinnustað og aðspurðir segja um 84% leik-

skólastjóra að þeir séu mjög eða frekar ánægðir með umfang og framkvæmd símenntunar. Tæplega

80% leikskólastjóra eru einnig ánægðir með nýtingu leikskólakennara á mögulegri símenntun.

Niðurstöður sýna að í rúmlega 60% tilvika segja leikskólastjórar að afleysingarmál vegna

símenntunar séu frekar eða mjög léleg.

Mat: Það markmið samningsaðila, Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga, að stór-

auka áherslu á símenntun hefur tekist vel að nær öllu leyti. Símenntunaráætlun er gerð í 9 af

hverjum 10 leikskólum. Rúmlega 4/5 leikskólastjóra eru ánægðir með umfang og framkvæmd

símenntunar og jafnframt er ánægja með nýtingu leikskólakennara á þeirri símenntun sem í boði er.

Þetta undirstrikar allt að vel sé að verki staðið og vel hafi tekist til. Aðeins einn þáttur í þessari

framkvæmd má betur fara, þ.e. afleysingarmál vegna símenntunar. Niðurstöður sýna að 3/5 leik-

skólastjóra telja þann þátt lélegan og úr því þarf að bæta. Dregin er sú ályktun að það geti haft

neikvæð áhrif á nýtingu símenntunartilboða og starfsánægju leikskólakennara ef skortur á

afleysingarfólki leiðir til óeðlilegs vinnuálags. Að öðru leyti hefur tekist vel til og símenntunar-

markmið samningsaðila nást.

Borgar f ræðasetur

Page 110: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

109

Borgar f ræðasetur

Page 111: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

110

Kafli 8

Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga

Í þessum kafla verður fjallað um niðurstöður úr könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga sem fara með

málefni leikskóla. Spurningakönnun meðal stjórnenda sveitarfélaga er einn liður í að meta þau

markmið sem Félag leikskólakennara og Launanefnd sveitarfélaga settu sér 2001 og hvernig tekist

hefur. Í markmiðslýsingunni frá 2001 segir m.a.: Leikskóli fyrir öll börn er orðin sjálfsögð krafa og

litið á það sem réttindi hvers og eins barns að það hafi aðgang að leikskóla frá því fæðingarorlofi

lýkur þar til grunnskólaganga hefst. Þetta hefur löggjafinn staðfest með lögum um leikskóla.

Markmiðssetning þeirra laga er framsýn og með stóraukinni uppbyggingu leikskóla síðustu ár hafa

sveitarfélög sýnt í verki að þau vilja uppfylla þær skyldur sem lögin kveða á um. Það er staðreynd að

samkeppni um vinnuafl ræður miklu um þau kjör sem í boði eru. Til þess að stúdentar velji sér

framhaldsnám sem tengist þörfum sveitarfélaga, s.s. við leikskólakennslu, þurfa sveitarfélög að vera

í stakk búin til þess að bæta kjör kennara á fyrsta skólastiginu (Kjarasamningur Launanefndar

sveitarfélaga og Félags leikskólakennara, 2001 bls. 6-7).

Hér er sjónum beint að stjórnendum sveitarfélaga og afstöðu þeirra til málaflokka sem samnings-

aðilar settu sér markmið um m.a.:

Afstaða til kjaramála og starfsmanna

o Laun leikskólakennara

o Sérstök áhersla á kjör deildarstjóra

Stöðugleiki í starfsmannahaldi

Aukin hagkvæmni í rekstri

Ímynd leikskóla og þjónusta

Stefnumótun og símenntun starfsmanna.

Í lok þessa kafla verður fjallað um helstu niðurstöður og mat lagt á það hvernig tekist hefur að ná

markmiðum kjarasamningsins frá 2001 sem fram koma í markmiðslýsingunni.

Borgar f ræðasetur

Page 112: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

111

8.1 Aðferðir og framkvæmd

Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga á sviði leikskóla var símakönnun og gerð í febrúar. Fenginn

var nafnalisti hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga yfir sveitarfélög á landinu og forsvarsmenn

þeirra. Úrtakið var 30 stjórnendur sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla og nær könnunin til

um helmings sveitarfélaga. Þess var gætt að í úrtakinu væru stjórnendur úr öllum landshlutum og

haft til hliðsjónar að velja sveitarfélög (eftir póstnúmerum) til samræmis við þau svæði sem

stjórnendur leikskóla voru frá í könnun meðal leikskólastjóra (sjá kafla 7). Ekki náðist í 3

einstaklinga sem voru fjarverandi í leyfi. Endanlegur fjöldi þátttakenda var 27 stjórnendur og

svarhlutfall 90%. Símakönnun var valin til að ná til stjórnenda sveitarfélaga og þótti sú leið vænleg

til árangurs til að ná til þessa hóps sem er í margþættum verkefnum og annríki. Staðlaðar spurningar

voru lagðar fyrir hópinn. Ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga sem þátt tóku í könnuninni.

Næst verður fjallað um bakgrunn þátttakenda, skiptingu eftir kyni, aldur þeirra og hve lengi þeir

hafa starfað sem stjórnendur á vettvangi sveitarfélaga.

8.2 Þátttakendur, skipting eftir kyni

Mynd 8.1 Skipting eftir kyni

74,1

25,9

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Karl Kona

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Stjórnendur sveitarfélaga á sviði leikskóla sem talað var við voru í 74,1% tilvika karlar og konur tæplega 26%.

Borgar f ræðasetur

Page 113: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

112

Mynd 8.2 Aldur þeirra sem þátt tóku í könnuninni

29,6

44,4

25,9

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

35-44 45-54 ára > 55

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.2 sýnir aldursskiptingu stjórnenda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla sem þátt

tóku í könnuninni. Stærsti hópurinn er á aldrinum 45-54 ára, tæplega 26% eru eldri en 55 ára og um

30% stjórnenda sveitarfélaga eru 35-44 ára.

Mynd 8.3 Hvað hefur þú starfað í mörg ár sem stjórnandi hjá sveitarfélaginu?

18,5

37,0

25,9

18,5

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

0,5-2 ár 2,1-5 ár 5,1-10 ár > 10 ár

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.3 sýnir hve starfsmenn sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla hafa starfað lengi á

þessum vettvangi. Stærsti hópurinn hefur starfað í 2-5 ár, þ.e. 37% og næststærsti hópurinn hefur

starfað í 5-10 ár, þ.e. tæplega 26%. Hóparnir sem hafa starfað lengstan og í stystan tíma eru jafn

stórir, 18,5% hvor. Einnig má benda á það sem komið hefur fram hér að framan að mjög

mismunandi er hve marga leikskóla stjórnendur sveitarfélaga hver og einn er með á sinni hendi.

Borgar f ræðasetur

Page 114: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

113

8.3 Spurningar um afstöðu til kjaramála og starfsmanna

Mynd 8.4 Telur þú að kjarasamningurinn 2001 hafi bætt launakjör leikskólakennara?

13,6

72,7

9,14,5

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög mikið Frekar mikið Frekar lítið Mjög lítið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 8.4 sést að 86,3% stjórnenda sveitarfélaga telja að síðasti kjarasamningur hafi bætt

launakjör leikskólakennara mjög mikið eða frekar mikið. Tæplega 14% stjórnenda sveitarfélaga telja

að kjarasamningurinn hafi lítið bætt launakjörin.

Mynd 8.5 Telur þú að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk?

7,4

48,144,4

0,00,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög vel Frekar vel Frekar illa Mjög illa

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.5 sýnir að 55,5% stjórnenda sveitarfélaga telja að laun leikskólakennara séu í mjög góðu

eða frekar góðu samræmi við menntun þeirra og ábyrgð. 44,4% stjórnenda sveitarfélaga telja að laun

leikskólakennara séu í frekar slæmu samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk.

Borgar f ræðasetur

Page 115: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

114

Mynd 8.6 Telur þú að laun leikskólastjóra séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk?

7,4

63,0

22,2

7,4

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög vel Frekar vel Frekar illa Mjög illa

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 8.6 sést að rúmlega 70% stjórnenda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla telja að

laun leikskólastjóra séu í mjög góðu eða frekar góðu samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og

stjórnunarhlutverk og tæplega 30% telja að svo sé ekki.

Mynd 8.7 Telur þú að staða deildarstjóra sé eftirsóknarverðari í dag en hún var fyrir kjarasamninginn 2001?

93,8

6,3

Nei

Mynd 8.7 sýnir að 93,8% stjórnenda sveitarfélaga á sviði leikskóla sem könnunin náði til segja að

staða deildarstjóra sé eftirsóknarverðari í dag en hún var fyrir kjarasamninginn 2001.

Borgar f ræðasetur

Page 116: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

115

Mynd 8.8 Telur þú að laun deildarstjóra séu í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk?

0

48,1

22,2

0

25,9

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjög vel Frekar vel Frekar illa Mjög illa Veit ekki

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.8 sýnir að tæplega helmingur stjórnenda sveitarfélaga telja að laun deildarstjóra séu í frekar

góðu samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk og 22,2% telja að launin séu í frekar slæmu

samræmi við starfið. Rúmur fjórðungur stjórnenda segist ekki vita hvort launin séu í samræmi við

ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Það eru stjórnendur sem hafa starfað styst á þessum vettvangi.

Mynd 8.9 Telur þú að kjarasamningurinn 2001 hafi haft, góð, sæmileg eða slæm áhrif á faglegt starf í leikskólum á heildina litið?

8,7

69,6

21,7

0,0 0,00,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög góð Frekar góð Sæmileg Frekar slæm Mjög slæm

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.9 sýnir að 78,3% stjórnenda sveitarfélaga telja að kjarasamningurinn hafi haft mjög góð eða

frekar góð áhrif á faglegt starf og tæplega 22% telja að samningurinn hafi haft sæmileg áhrif á

faglegt starf í leikskólum.

Borgar f ræðasetur

Page 117: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

116

8.4 Stöðugleiki í starfsmannahaldi

Mynd 8.10 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé viðunandi eða óviðunandi á þínu svæði?

22,2

40,7

18,514,8

3,7

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögviðunandi

Frekarviðunandi

Hvorki né Frekaróviðunandi

Mjögóviðunandi

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Tæplega 63% stjórnenda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla telja að stöðugleiki í starfs-

mannahaldi sé mjög eða frekar viðunandi og 18,5% telja að hann sé hvorki viðunandi né

óviðunandi. Annar eins hópur (18,5%) telur að stöðugleiki sé óviðunandi í leikskólum.

Mynd 8.11 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi aukist, staðið í stað eða minnkað eftir kjarasamninginn 2001?

8

28

64

0 00

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Aukist mikið Aukist nokkuð Staðið í stað Minnkaðnokkuð

Minnkaðmikið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.11 sýnir að 64% stjórnenda sveitarfélaga telja að stöðugleiki hafi staðið í stað og 36% telja

að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi aukist mikið eða nokkuð. Af þeim sem sögðu aukinn stöðug-

leika í starfsmannahaldi nefndu 44% aukinn stöðugleika hjá aðstoðarleikskólastjórum og öðrum

starfsmönnum og 66,6% nefndu meiri stöðugleika hjá leikskólakennurum og öðrum fagstéttum.

Borgar f ræðasetur

Page 118: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

117

8.5 Aukin hagkvæmni í rekstriMynd 8.12 Telur þú að börnum í leikskólum í þínu sveitarfélagi hafi fjölgað eða fækkað eftir Kjarasamninginn 2001? (út frá breyttu barngildi vegna 5 ára barna)

0

38,546,2

15,4

0,00

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Fjölgað mjögmikið

Fjölgað frekarmikið

Lítið breyst Fækkað frekarmikið

Fækkað mjögmikið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Rúmlega 46% stjórnenda sveitarfélaga telur að fjöldi barna í leikskólum hafi lítið breyst út frá

breyttu barngildi. 38,5% telja að börnum hafi fjölgað en margir nefna að þar komi aðrir þættir til, s.s.

stækkun leikskóla og nýir leikskólar á þeirra umráðasvæði. 15,4% stjórnenda sveitarfélaga telja að

börnum í leikskólum hafi fækkað, þ.e. aðallega vegna fólksfækkunar á landsbyggðinni.

Mynd 8.13 Hafa biðlistar eftir leikskólaplássi styst, staðið í stað eða lengst eftir kjarasamninginn 2001?

22,7 22,7

45,5

9,1

0,00,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Styst mjögmikið

Styst frekarmikið

Staðið ístað

Lengstfrekarmikið

Lengstmjög mikið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.13 sýnir að 45,4% svarenda telja að biðlistar eftir leikskólaplássi hafi styst mjög mikið eða

frekar mikið og um 46% telja að bið eftir leikskólaplássi hafi staðið í stað. Nokkrir stjórnendur bentu

á að bygging nýrra leikskóla og deilda valdi mestu um að biðlistar hafi styst.

Borgar f ræðasetur

Page 119: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

118

Mynd 8.14 Telur þú að aukin hagkvæmni hafi náðst í rekstri leikskóla í þínu sveitarfélagi eftir kjarasamninginn 2001?

18,2

81,8

Nei

Mynd 8.14 sýnir að tæplega 82% stjórnenda sveitarfélaga telja að ekki hafi náðst aukin hagkvæmni í

rekstri leikskóla eftir kjarasamninginn 2001. Rétt er að fram komi að nokkrir stjórnendur sveitar-

félaga höfðu orð á því að kjarasamningurinn hefði lítið með það að gera, aðrir þættir hefðu þar áhrif.

Mynd 8.15 Telur þú að gjald fyrir þjónustu leikskóla í þínu sveitarfélagi þurfi að vera hærra, það sé eðlilegt, eða megi vera lægra?

46,250,0

3,8

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Þarf að vera hærra Gjaldið er eðlilegt Má vera lægra

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.15 sýnir að helmingur stjórnenda sveitarfélaga telja að gjald fyrir þjónustu leikskóla sé

eðlilegt og 46,2% telja að það þurfi að vera hærra en það er í dag.

Borgar f ræðasetur

Page 120: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

119

Mynd 8.16 Hvaða hópar fá afslátt af leikskólagjaldi í þínu sveitarfélagi?

22,2

70,4

96,3

92,6

0 20 40 60 80 100

Starfsmennleikskóla

Námsmenn

Aðrir hópar

Einstæðirforeldrar

Mynd 8.16 sýnir að 96,3% stjórnenda sveitarfélaga segja að einstæðir foreldrar fái afslátt af

leikskólagjaldi. Aðrir hópar eru nefndir í 92,6% tilvika, þ.e. öryrkjar og systkini. 70,4% segja að

námsmenn fái afslátt en sumstaðar er krafa um að báðir foreldrar séu námsmenn til að fá afslátt af

leikskólagjaldi. 22,2% segja að starfsmenn leikskóla fái afslátt af leikskólagjaldi.

Borgar f ræðasetur

Page 121: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

120

8.6 Ímynd leikskóla

Mynd 8.17 Telur þú að þjónusta í leikskólum í þínu sveitarfélagi sé góð, sæmileg eða slæm?

63,0

25,9

11,1

0,0 0,00,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög góð Frekar góð Sæmileg Frekar slæm Mjög slæm

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.17 sýnir að tæplega 89% stjórnenda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla telja að

þjónusta leikskóla á þeirra svæði sé mjög góð eða frekar góð. Um 11% telja þjónustuna sæmilega.

Mynd 8.18 Telur þú að ímynd leikskóla í þínu sveitarfélagi sé góð, sæmileg eða slæm?

44,4 44,4

11,1

0 00,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög góð Frekar góð Sæmileg Frekar slæm Mjög slæm

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Þegar spurt er um ímynd leikskóla telja 88,8% stjórnenda sveitarfélaga að ímynd leikskóla byggðar-

lagsins sé mjög góð eða frekar góð. Um 11% telja ímynd leikskólans sæmilega.

Borgar f ræðasetur

Page 122: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

121

Mynd 8.19 Hefur þú skynjað einhver jákvæð eða neikvæð áhrif kjarasamningsins?

25,9

11,1

25,933,3

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Skynjað jákvæðáhrif

Skynjaðneikvæð áhrif

Bæði jákvæð ogneikvæð áhrif

Veit ekki

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.19 sýnir að tæplega 26% hafa skynjað jákvæð áhrif af kjarasamningnum 2001 og um 11%

hafa skynjað neikvæð áhrif samningsins. Tæplega 26% hafa skynjað bæði jákvæð og neikvæð áhrif

og rúmlega 33% treysta sér ekki til að svara þessari spurningu. Flestir þeirra höfðu starfað í mjög

skamman tíma á þessum sviði og sögðust því ekki hafa forsendur til að svara.

Mynd 8.20 Ef svarið er jákvæð áhrif, hver eru þau?

Jákvæð áhrif kjarasamningsins

21,4

28,6

28,6

14,3

14,3

14,3

0 20 40 60 80 100

Meiri eft irsókn leikskólakennara í starf

Kjarabót

Stuðlað að stöðugleika

Annað

Endurmenntun/fjarnám

Fólk var nokkuð ánægt fyrst

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Mynd 8.20 sýnir að 28,6% stjórnenda sveitarfélaga sem skynjuðu jákvæð áhrif kjarasamningsins

2001 segja að fólk hafi verið nokkuð ánægt fyrst með kjarasamninginn og annar eins hópur segir að

endurmenntunarákvæði samningsins hafi skilað jákvæðum áhrifum. 14,3% segja að kjarasam-

ningurinn hafi stuðlað að stöðugleika og annar eins hópur segir að hann hafi verið kjarabót.

Borgar f ræðasetur

Page 123: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

122

Mynd 8.21 Ef svarið er neikvæð áhrif, hver eru þau?

Neikvæð áhrif kjarasamningsins

20,0

20,0

30,0

50,0

0 20 40 60 80 100

Leikskólastjóraróánægðir

Annað

Óánægja með fjölgunbarna

Ekki nóg aðgert/launinlág

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Mynd 8.21 sýnir að helmingur þeirra stjórnenda sveitarfélaga sem skynjað hafa neikvæð áhrif

kjarasamningsins frá 2001 segjast hafa heyrt að ekki hafi nóg verið að gert, launin séu of lág. 30%

segja óánægju með fjölgun barna í leikskólum eftir kjarasamninginn.

Borgar f ræðasetur

Page 124: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

123

8.7 Stefnumótun og símenntun

Mynd 8.22 Hefur samhæft árangursmat (Balanced scorecard/eða annað sambærilegt) verið innleitt í leikskóla í þínu sveitarfélagi?

44,4

55,6

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Já Nei

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Rúmlega 44% stjórnenda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla sögðu að samhæft

árangursmat hefði verið innleitt hjá sveitarfélaginu. Tæplega 56% sögðu að svo væri ekki.

Mynd 8.23 Er gert ráð fyrir símenntun leikskólakennara í stefnumótun og starfsmannahaldi leikskóla í þínu sveitarfélagi?

88,9

11,1

Nei

Mynd 8.23 sýnir að tæplega 89% stjórnenda sveitarfélaga segja að gert sé ráð fyrir símenntun

leikskólakennara í stefnumótun og starfsmannahaldi leikskóla.

Borgar f ræðasetur

Page 125: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

124

Mynd 8.24 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með umfang og framkvæmd símenntunar fyrir leikskólakennara?

25

54,2

16,7

4,20,0

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.24 sýnir að tæplega 80% stjórnenda sveitarfélaga segjast vera ánægð með umfang og

framkvæmd símenntunar fyrir leikskólakennara og 16,7% segjast hvorki vera ánægð né óánægð með

umfang og framkvæmd símenntunar.

Mynd 8.25 Telur þú skipan afleysingarmála vegna símenntunar vera góða, sæmilega eða slæma?

9,1

54,5

22,7

13,6

0,00,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög góða Frekar góða Hvorki né Frekar lélega Mjög léleg

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.25 sýnir að 63,6% stjórnenda sveitarfélaga telja skipan afleysingarmála vegna símenntunar

mjög góða eða frekar góða og tæplega 23% telja skipan mála hvorki góða né slæma. 13,6% telja

skipan mála með afleysingar vegna símenntunar vera frekar slæma.

Borgar f ræðasetur

Page 126: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

125

Mynd 8.26 Telur þú æskilegt eða óæskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra eða er skipan mála góð eins og hún er?

40,7

55,6

3,7

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Tel æskilegt að aukasjálfstæði

Skipan mála er góðeins og hún er

Tel óæskilegt að aukasjálfstæði

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 8.26 sýnir að 55,6% telja að sjálfstæði leikskólastjóra sé í góðum farvegi eins og það er.

Rúmlega 40% telja æskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra.

Mynd 8.27 Ef svarið er æskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra á hvaða sviði ætti það að vera? (Merkja má við fleiri en einn svarmöguleika)

36,4

54,5

81,8

90,9

90,9

100

0 20 40 60 80 100

Annað

Auka sjálfstæði tilreglusetninga

Auka faglegtsjálfstæði

Auka fjárhagslegtsjálfstæði

Auka sjálfstæði ístefnumótun

Auka sjálfstæði tilákvarðanatöku

Af þeim stjórnendum sveitarfélaga sem telja æskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra (það voru

40,7%) telja allir æskilegt að auka sjálfstæði til ákvarðanatöku. 90,9% töldu æskilegt að auka

sjálfstæði til stefnumótunar og einnig að auka fjárhagslegt sjálfstæði. Rúmlega 80% nefndu að

æskilegt væri að auka faglegt sjálfstæði.

Borgar f ræðasetur

Page 127: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

126

Mynd 8.28 Telur þú æskilegt að sveitarfélagið geri ráðstafanir til að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi (m.a. til þess að börn frá efnalitlum heimilum fari ekki á mis við slíkt)?

100

Aðspurðir telja allir stjórnendur sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla og þátt tóku í

könnuninni æskilegt að sveitarfélagið geri ráðstafanir til að tryggja öllum börnum uppeldi og

menntun á leikskólastigi.

Mynd 8.29 Ef svarið við síðustu spurningu er já, hvert af eftirtöldum atriðum telur þú að skipti mestu máli til að ná því markmiði að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi? (Merkja má við fleiri en einn svarmöguleika)

12,0

20,0

36,0

60,0

0 20 40 60 80 100

Afnema gjald 4-5 árabarna

Afnema gjald alveg

Tekjutengja gjaldið

Annað

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Mynd 8.29 sýnir að 36% stjórnenda sveitarfélaga töldu rétt að tengja gjald leikskóla við tekjur

foreldra. 20% töldu æskilegt að afnema gjald fyrir leikskólapláss og 12% nefndu æskilegt að afnema

Borgar f ræðasetur

Page 128: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

127

gjald fyrir 4-5 ára börn. Stærsti hópurinn (60%) nefndi aðrar leiðir og nefndu flestir að aðstoð þurfi

að koma frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Að sveitarfélagið tryggi þannig börnum sem búa við erfið

kjör uppeldi og menntun á leikskólastigi. Þá var m.a. talið að æskilegt væri að 2-5 ára börn fái 4 klst.

dvöl frítt og greitt sé fyrir tíma umfram það.

Þeir sem töldu æskilegt að afnema gjald fyrir leikskóla sögðu einnig:

Þetta er fyrsta skólastigið og óeðlilegt að greitt sé fyrir það en endurskoða þarf tekjustofna og

skoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Það er æskilegt að afnema gjaldið en það stendur ekkert sveitarfélag undir því – þau hafa

ekki bolmagn til þess.

Borgar f ræðasetur

Page 129: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

128

8.8 Samantekt og mat: Hafa markmið kjarasamningsins náðst?

Hér verður lagt mat á svör stjórnenda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla með tilliti til þess

hvort þau markmið sem sett voru í markmiðslýsingu Launanefndar sveitarfélaga og Félags

leikskólakennara 2001 hafi náðst.

8.8.1 Spurningar um afstöðu til kjaramála starfsmanna leikskóla

Niðurstöður sýna að rúmlega 86% stjórnenda sveitarfélaga telja að kjarasamningurinn 2001 hafi

bætt launakjör leikskólakennara mjög mikið eða frekar mikið. Tæplega 14% stjórnenda telja að

kjarasamningurinn hafi lítið bætt launakjörin. Niðurstöður sýna einnig að 55,5% stjórnenda sveitar-

félaga á sviði leikskóla telja að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og

stjórnunarhlutverk en 44,4% telja að launin séu í frekar slæmu samræmi við menntun, ábyrgð og

stjórnunarhlutverk leikskólakennara. Þá telja rúmlega 70% stjórnenda sveitarfélaga á sviði leikskóla

að laun leikskólastjóra séu í mjög eða frekar góðu samræmi við menntun þeirra og ábyrgð en um

30% telja að launin séu ekki í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk.

Mat: Niðurstöður sýna að rúmlega 4/5 stjórnenda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla telja

að kjarasamningurinn 2001 hafi bætt launakjör leikskólakennara. Það viðhorf fer saman við

niðurstöður kafla 5.4, þar sem fram kemur að grunnlaun (DL) leikskólakennara hækkuðu talsvert

við kjarasamninginn 2001, eða um 33,2%. Síðan dró í sundur með leikskólakennurum og öðrum

starfshópum háskólamenntaðra sem samanburðurinn (í kafla 5.4) nær til. Ljóst er að rúmlega

helmingur (55,5%) stjórnenda sveitarfélaga telja laun leikskólakennara vera í góðu samræmi við

menntun þeirra og ábyrgð. Niðurstöður sýna einnig að hátt í helmingur stjórnenda sveitarfélaga

(44,4%) telja laun leikskólakennara vera í slæmu samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórn-

unarhlutverk. Það viðhorf samræmist því sem fram kom í kafla 5.4 að leikskólakennarar eru með

lægri laun en aðrir samanburðarhópar háskólamanna.

8.8.2 Hefur tekist að lagfæra kjör deildarstjóra?

Niðurstöður sýna að tæplega 94% stjórnenda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla telja að

staða deildarstjóra sé eftirsóknarverðari í dag en hún var fyrir kjarasamninginnn 2001. 48%

stjórnenda sveitarfélaga telja að laun deildarstjóra séu í frekar góðu samræmi við ábyrgð þeirra og

stjórnunarhlutverk en 22,2% telja að laun deildarstjóra séu í slæmu samræmi við ábyrgð þeirra og

stjórnunarhlutverk. Tæplega 26% velja þann kost að svara ekki þessari spurningu og eru það stjórn-

endur sem starfað hafa styst á þessum vettvangi, þeir segjast ekki hafa forsendur til að taka afstöðu.

Borgar f ræðasetur

Page 130: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

129

Mat: Niðurstöður sýna að stærstum hluta telja stjórnendur sveitarfélaga að staða deildarstjóra sé

eftirsóknarverðari í dag en hún var. Það viðhorf fellur að þeirri staðreynd að milli áranna 2000 og

2003 fjölgaði deildarstjórum úr 402 í 540, það er 43,5% (sjá mynd 5.4). Tæplega helmingur stjórn-

enda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla telur að laun deildarstjóra séu í samræmi við

ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk en tæplega fjórðungur stjórnenda sveitarfélaga segja launin í

slæmu samræmi við starf og ábyrgð deildarstjóra. Niðurstöður sýna að um 26% stjórnenda

sveitarfélaga velja að svara ekki þar sem þeir telja sig ekki hafa forsendur til þess, m.a. verið stuttan

tíma í starfi. Það er talið undirstirka trúverðugleika í svörum þessa hóps.

Ef litið er á markmið kjarasamnings frá 2001 að kjör leikskólakennara verði slík að þau geri starfið

samkeppnisfært, viðist ennþá vanta nokkuð upp á að svo sé með tilliti til samanburðar við aðra

starfshópa háskólamenntaðra (sjá kafla 5.4). Hér er talið að ef sveitarfélögin ætla að ná fram þeim

markmiðum sem sett hafa verið um launakjör leikskólakennara þurfa þau að ganga lengra svo laun

leikskólakennara verði í samræmi við laun annarra sambærilegra starfshópa háskólamenntaðra.

8.8.3 Stöðugleiki í starfsmannahaldi

Um 63% stjórnenda sveitarfélaga á sviði leikskóla segja að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé mjög

eða frekar viðunandi. 18,5% segja að hann sé hvorki viðunandi né óviðunandi og annar eins hópur

segir að stöðugleiki í starfsmannahaldi á þeirra svæði sé frekar óviðunandi. Niðurstöður sýna að

36% stjórnenda sveitarfélaga nefna aukinn stöðugleika í starfsmannahaldi eftir kjarasamninginn

2001 og 64% stjórnenda segja að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi staðið í stað.

Mat: Niðurstöður sýna að 3/5 sveitarstjórnarmanna telja að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé

viðunandi. Þá segja hátt í 2/5 stjórnenda sveitarfélaga að stöðugleiki hafi aukist og rúmlega 3/5

segja að stöðugleiki starfsmanna í leikskólum hafi staðið í stað. Samkvæmt þessu er stöðugleiki í

starfsmannahaldi í nokkuð góðum farvegi, þó enn megi bæta um betur.

8.8.4 Aukin hagkvæmni í rekstri

Í kjarasamningnum 2001 kemur fram að Félag leikskólakennara og Launanefnd sveitarfélaga eru

sammála um að afar mikilvægt sé að leikskólar séu reknir á sem hagkvæmastan hátt. Með það að

leiðarljósi er markmið aðila að finna atriði sem stuðlað geta að hagkvæni í rekstri. Ljóst er að

breyting á reglugerð (nr. 365/2001) býður upp á fjölgun barna í leikskólum eins og komið hefur

fram (sjá kafla 5.1).

Borgar f ræðasetur

Page 131: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

130

Hvernig hefur tekist að ná þessu markmiði? Niðurstöður sýna að rúmlega 46% stjórnenda

sveitarfélaga telja að lítil breyting hafi orðið á fjölda barna í leikskólum eftir kjarasamninginn 2001,

út frá breyttu barngildi vegna 5 ára barna. Niðurstöður sýna að 38,5% stjórnenda segja að börnum

hafi fjölgað í leikskólum í sveitarfélaginu en tilgreina flestir að aukið framboð komi til vegna

nýbyggðra leikskóla og stækkunar leikskóla sem fyrir eru. Rúmlega 15% stjórnenda sveitarfélaga

segja að börnum hafi fækkað frekar mikið í leikskólum á þeirra svæði vegna fólksfækkunar, þ.e. á

landsbyggðinni. Niðurstöður sýna að rúmlega 45% sveitarstjórnarmanna segja að biðlistar eftir leik-

skólaplássi hafi styst. Rúmlega 9% tilgreina að biðlistar eftir leikskólaplássi hafi lengst frekar mikið.

Tæplega 82% stjórnenda sveitarfélaga segja að ekki hafi náðst hagkvæmni í rekstri leikskóla eftir

kjarasamninginn 2001.

Hér er rétt að benda á niðurstöður í kafla 5.1 sem sýna að markmið kjarasamningsins fá 24 janúar

2001, að stuðla að betri hagkvæmni í rekstri leikskóla er tæknilega náð. Með reglugerðarbreytingu

(365/2001) skapaðist svigrúm til að nýta 803,8 barngildi vegna breyttrar reiknireglu vegna 5 ára

barna og möguleiki til betri nýtingu á húsnæði út frá breyttu fermetrarými fyrir hvert barn. Ekki

liggur fyrir hve mörg sveitarfélög nýttu sér þetta svigrúm.

Mat: Niðustöður sýna að stjórnendur sveitarfélaga á sviði leikskóla segja að lítil breyting hafi orðið

á fjölda barna í leikskólum eftir kjarasamninginn 2001. Niðurstöður sýna að tæplega 2/5 stjórnenda

segja að börnum hafi fjölgað en segja það vera vegna aukins framboðs á leikskólarými vegna

nýbygginga og stækkunar á leikskólum sem fyrir eru. Rúmlega 4/5 stjórnenda sveitarfélag á sviði

leikskóla segja að ekki hafi náðst hagkvæmni í rekstri leikskóla eftir kjarasamninginn 2001. Það

umhugsunarefni að stjórnendur sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla tala ekki um það

tæknilega svigrúm sem reglugerðarbreytingin (365/2001) skapaði, m.a. út frá breyttu barngildi

vegna 5 ára barna og einnig breytt fermetraviðmið.

8.8.5 Ímynd leikskóla

Niðurstöður sýna að tæplega 90% stjórnenda sveitarfélaga telja að þjónusta leikskóla í þeirra

sveitarfélagi sé góð (þar af segja 63% þjónustuna mjög góða). Í 11% tilvika segja stjórnendur

sveitarfélaga að þjónustan sé sæmileg. Spurt var um ímynd leikskóla. Tæplega 89% stjórnenda

sveitarfélaga á sviði leikskóla telja að ímynd leikskóla sé góð á þeirra svæði.

Mat: Niðurstöður sýna að stjórnendur sveitarfélaga á sviði leikskóla hafa jákvæða sýn á ímynd

leikskóla og þjónustu sem leikskólar á þeirra svæði veita. Viðhorf stjórnenda sveitarfélaga fara

Borgar f ræðasetur

Page 132: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

131

saman við viðhorf formanna foreldrafélaga (þeirra sem þjónustuna nota), leikskólakennara og

stjórnenda leikskóla og síðast en ekki síst (sjá kafla 4) viðhorf almennings á Íslandi, þ.m.t. foreldrar

sem átt hafa börn í leikskólum síðustu 12 mánuði. Allir þessir aðilar telja að leikskólar á Íslandi

veiti góða og faglega þjónustu. Niðurstaða og mat er að vel hafi tekist að byggja upp faglega og

góða þjónustu sem ber fagstétt leikskólakennara, stjórnendum leikskóla og sveitarfélögum á Íslandi

einkar vel söguna um metnaðarfullt og gott starf.

8.8.6 Símenntun starfsmanna

Í kjarasamningi Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga er lögð stóraukin áhersla á

símenntun og framhaldsnám leikskólakennara. Niðurstöður sýna að tæplega 90% stjórnenda sveitar-

félaga segja að gert sé ráð fyrir símenntun leikskólakennara í stefnumótun og starfsmannahaldi

leikskóla. Það er í fullkomnu samræmi við það að tæplega 90% leikskólastjóra segja að gert sé ráð

fyrir símenntun leikskólakennara í stefnumótun og starfsmannahaldi í þeirra leikskólua. Tæplega

80% stjórnenda sveitarfélaga segjast vera ánægðir með umfang og framkvæmd símenntunar fyrir

leikskólakennara. Það er í samræmi við niðurstöður úr könnun meðal leikskólastjóra (kafli 7) þeir

segjast í 80% tilvika vera ánægðir með nýtingu leikskólakennara á mögulegri símenntun. Þá sýna

niðurstöður (í kafla 6) að 70% leikskólakennara eru ánægðir með umfang og framkvæmd

símenntunar og 22% eru hvorki ánægðir né óánægðir með slíkt hið sama. Í viðtölum við stjórnendur

sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla kom fram skýr vilji sveitarstjórnarmanna til þess að

ófaglærðir starfsmenn fái tækifæri og stuðning til að stunda fjarnám í leikskólakennarafræðum. Það

sama kom fram í viðtölum við stjórnendur leikskóla og er undirstrikað í viðtölum við starfsmenn

Háskólans á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands að nemendur í fjarnámi væru margir starfandi við

leikskóla.

Einn þáttur í símenntunarferlinu eru afleysingarmál vegna símenntunar. Hvað segja stjórnendur

sveitarfélaga um afleysingarmál vegna símenntunar? Niðurstöður sýna að 63% stjórnenda sveitar-

félaga telja skipan afleysingarmála vegna símenntunar góða og 23% telja skipan mála hvorki góða

né slæma. Þetta mat stjórnenda sveitarfélaga er í ósamræmi við viðhorf og niðurstöður úr könnunum

meðal leikskólastjóra og leikskólakennara um sama þátt. 61,5% stjórnenda leikskóla segja afleys-

ingarmál vegna símenntunar vera slæma (sjá mynd 7.38). Það fellur að viðhorfi leikskólakennara en

52% segja það sama.

Mat: Eins og fram kom var það markmið kjarasamnings 2001 að stórauka símenntun. Niðurstöður

sýna að um 90% stjórnenda sveitarfélaga segja símenntun í stefnumótun og starfsmannahaldi

Borgar f ræðasetur

Page 133: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

132

leikskóla. Það er staðfest af um 90% leikskólastjóra sem segja að gert sé ráð fyrir símenntun í

þeirra leikskóla. Niðurstöður sýna að mjög vel hefur tekist til með símenntun leikskólakennara. Það

endurspeglast ennfrekar í því að 4/5 leikskólastjóra eru ánægðir með nýtingu leikskólakennara á

mögulegri símenntun og um 2/3 leikskólakennara eru ánægðir með umfang og framkvæmd

símenntunar. Niðurstaða þessa mats er að vel hafi tekist til og markmiðum símenntunar sé náð að

fullu. Vilji sveitarstjórnarmanna til símenntunar endurspeglast enn frekar í því að ófaglærðir starfs-

menn eru studdir til fjarnáms í leikskólakennarafræðum og stuðlar það að fjölgun leikskólakennara.

Einn þátt í tengslum við símenntun þarf að endurskoða og eru það afleysingarmálin. Þrátt fyrir að

rúmlega 3/5 stjórnenda sveitarfélaga telji þau vera í góðu lagi sýna niðurstöður að tæplega

helmingur leikskólakennara telja afleysingarmálin léleg og 3/5 leikskólastjóra segja hið sama. Það

er mat þessa verkefnis að ef afleysingar eru ekki fyrir hendi þegar starfsmenn hverfa til að njóta

símenntunartilboða lendir meira álag á þeim starfsmönnum sem eftir eru við umönnun barna. Slíkt

er talið ýta undir vanlíðan og óánægju starfsmanna. Mikilvægt er talið að afleysingarmál vegna

símenntunar séu í góðu lagi, til að ná fram jákvæðum áhrifum sem símenntun er ætlað í

starfsumhverfi leikskólakennara. Að öðru leyti hefur framkvæmd og umfangi símenntunar tekist vel

og markmiðum sem sett voru náð.

Niðurstöður sýna að rúmlega 78% stjórnenda sveitarfélaga á sviði leikskóla telja að kjara-

samningurinn hafi haft góð áhrif á faglegt starf í leikskólum, en rúmlega 21% telja að hann hafi haft

sæmileg áhrif á faglegt starf á heildina litið. Tæplega 26% stjórnenda hafði skynjað jákvæð áhrif

vegna kjarasamningsins og sama hlutfall svarenda (26%) hafi bæði skynjað jákvæð og neikvæð

áhrif kjarasamningsins frá 2001. Rúmlega 11% sögðust hafa skynjað neikvæð áhrif vegna kjara-

samningsins. Rúmlega 33% stjórnenda sveitarfélaga völdu þann kost að svara ekki spurningunni

þeir sögðust hafa starfað í stuttan tíma hjá sveitarfélaginu svo þeir hefðu ekki forsendur til að svara.

Borgar f ræðasetur

Page 134: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

133

Borgar f ræðasetur

Page 135: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

134

Kafli 9

Könnun meðal formanna foreldrafélaga

Í þessum kafla verður fjallað um niðurstöður úr könnun meðal formanna foreldrafélaga í leikskólum.

Mikilvægt þótti til að loka þessum hring hagsmunaaðila að fá fram sjónarmið foreldra barna í

leikskólum. Verkefninu voru ákveðin kostnaðartakmörk sett. Því var farin sú leið að ná til fulltrúa

foreldra barna í leikskólum og ákveðið að tala við formenn foreldrafélaga enda talið að þeir væru

góðir fulltrúar fyrir þennan hóp. Það byggist m.a. á því að formenn foreldrafélaga í leikskólum hafa

góða yfirsýn yfir starfið í sínum leikskóla og þekkja vel afstöðu foreldra til þjónustu og samstarfs

við viðkomandi leikskóla.

Í markmiðslýsingu Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 24. janúar 2001 segir

m.a.: ,,Metnaðarfullt leikskólastarf er háð því að sátt ríki um tilvist leikskólans, hlutverk, kennslu-

aðferðir og ekki síst aðbúnað og kjör þeirra sem þar starfa. Það er hagur þeirra er að leikskólanum

koma, barna, foreldra, starfsmanna, sveitarstjórnarmanna og samfélagsins alls” (Heimild: Kjarasam-

ningur Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara, 2001, bls. 6). Því er mikilvægt að

viðhorf foreldra leikskólabarna eða fulltrúa þeirra komi fram í þessu verkefni svo heildarmynd fáist

af áhrifum kjarasamnings aðila frá 2001.

Eftirfarandi þættir vísa til þeirra markmiða sem sett voru í kjarasamninginn 2001 og er þeim ætlað

að fá fram svör við því hvernig tekist hefur til með faglegt starf sem skipulagt er og unnið í leik-

skólum.

Þættir sem kannaðir verða eru:

Samskipti og samstarf við leikskóla og starfsmenn Starf í leikskólum Húsnæði og umhverfi Stöðugleiki í starfsmannahaldi Aukin hagkvæmni í rekstri Ímynd leikskóla og þjónustu Kjör og stefnumótun

Borgar f ræðasetur

Page 136: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

135

9.1 Aðferð og framkvæmd

Könnun meðal formanna foreldrafélaga í leikskólum var spurningakönnun sem send var út á rafrænu

formi. Haft var samband við leikskólastjóra (69) sem þátt tóku í könnuninni meðal stjórnenda

leikskóla og þeir beðnir um að hafa samband við formann foreldrafélags í viðkomandi leikskóla og

veita þannig aðstoð við að koma á sambandi og samstarfi. Leikskólastjórar brugðust vel við þessari

beiðni. Þegar svar hafði borist var bréf sent í tölvupósti til viðkomandi formanna foreldrafélaga með

spurningalistanum. Markmið var að könnunin næði til fulltrúa foreldra leikskólabarna á öllu landinu.

Úrtakið var 69 formenn foreldrafélaga í leikskólum. 39 formenn foreldrafélaga svöruðu spurninga-

listanum og var svarhlutfall miðað við landið allt 56,5%. Niðurstöður ber því að túlka sem

vísbeningar. Það skal tekið fram að þátttaka formanna foreldrafélaga á Vestfjörðum og Austfjörðum

var engin. Svarhlutfall á höfuðborgarsvæðinu var 71,8%, á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra

var svarhlutfallið 70%. Mikilvægt er að hafa í huga við lestur þessa kafla að hér er um vísbendingar

að ræða en ekki niðurstöður sem hægt er að alhæfa út frá.

Spurningalisti sem lagður var fyrir formenn foreldrafélaga var að hluta byggður á spurningalista sem

Leikskólar Reykjavíkur hafa þróað og notað í foreldrakönnunum síðastliðin ár. Einnig eru

spurningar samræmdar spurningum sem lagðar voru fyrir aðra markhópa í þessu verkefni.

Borgar f ræðasetur

Page 137: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

136

9.2 Þáttakendur, skipting eftir kyni

Fyrst verða bakgrunnsþættir kannaðir. Þátttakendur í könnuninni meðal fulltrúa foreldar í

leikskólum voru bæði konur og karlar.

Mynd 9.1 Formenn foreldrafélaga í leikskólum sem þátt tóku í könnuninni, skipting eftir kyni

17,9

82,1

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Karl Kona

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.1 sýnir að hlutfall karla í könnuninni var tæplega 18% og hlutfall kvenna var um 82%.

Mynd 9.2 Aldur þátttakenda

38,5

61,5

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

25-34 ára 35-44 ára

Mynd 9.2 sýnir að formenn foreldrafélaga í leikskólum sem þátt tóku í könnuninni eru einstaklingar

á aldrinum 35-44 ára að stærstum hluta. Tæplega 39% hópsins eru á aldrinum 25-34 ára.

Borgar f ræðasetur

Page 138: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

137

Mynd 9.3 Hve lengi hefur þú verið formaður foreldrafélagsins?

38,5

5,1

56,4

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

0,5-1 ár 1,1-2 ár > 2 ár

Rúmlega helmingur hópsins, formenn foreldrafélaga í leikskólum, hefur starfað innan við eitt ár.

38,5% hópsins hefur gengt starfi formanns í eitt og hálft til tvö ár.

Mynd 9.4 Hversu lengi hefur barnið þitt verið í þessum leikskóla?

28,2

30,8

28,2

12,8

0,0

5,0

10,0

15,0

20,0

25,0

30,0

35,0

1-1,9 ár 2-2,9 ár 3-3,9 ár > 4 ár

Á mynd 9.4 kemur fram að 30,8% formanna foreldrafélaga í leikskólum hafa verið með barn í

viðkomandi leikskóla í tvö til þrjú ár. 28,2% hafa átt barn í leikskóla í eitt til tvö ár og annar eins

hópur hefur átt barn í leikskóla í þrjú til fjögur ár. Tæplega 13% formanna, sem eru fulltrúar

foreldra, hafa átt barn í leikskóla lengur en í fjögur ár.

Borgar f ræðasetur

Page 139: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

138

9.3 Um samskipti og samstarf

Mynd 9.5 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með daglegar móttökur barnsins þegar það kemur í leikskólann?

51,3

41,0

2,6 2,6 2,6

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánæg(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.5 sýnir að 92,3% formanna foreldrafélaga í leikskólum eru mjög eða frekar ánægðir með

daglegar móttökur barnsins þegar það kemur í leikskólann.

Mynd 9.6 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með kveðju starfsmanna þegar barnið er sótt í leikskólann?

43,6 43,6

0,0

12,8

0,00,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

87,2% foreldra sem þátt tóku í könnuninni eru mjög eða frekar ánægð með kveðju starfsmanna

þegar barnið er sótt í leikskólann.

Borgar f ræðasetur

9.3 Um samskipti og samstarf

Mynd 9.5 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með daglegar móttökur barnsins þegar það kemur í leikskólann?

51,3

41,0

2,6 2,6 2,6

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.5 sýnir að 92,3% formanna foreldrafélaga í leikskólum eru mjög eða frekar ánægðir með

daglegar móttökur barnsins þegar það kemur í leikskólann.

Mynd 9.6 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með kveðju starfsmanna þegar barnið er sótt í leikskólann?

43,6 43,6

0,0

12,8

0,00,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

87,2% foreldra sem þátt tóku í könnuninni eru mjög eða frekar ánægð með kveðju starfsmanna

þegar barnið er sótt í leikskólann.

Page 140: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

139

Mynd 9.7 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með samskipti þín við stjórnendur leikskólans?

59,0

0,0 2,6 5,1

33,3

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.7 sýnir að 92,3% fulltrúa foreldra sem þátt tóku í könnuninni eru mjög eða frekar ánægð

með samskipti við stjórnendur leikskólans.

Mynd 9.8 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ert þú með samskipti þín við leikskólakennarana sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólanum?

46,2 48,7

5,10,0 0,0

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Niðurstöður sýna að tæplega 95% foreldra eru ánægðir með samskipti sín við leikskólakennarana

sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólunum.

Borgar f ræðasetur

Page 141: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

140

Mynd 9.9 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ert þú með samskipti þín við annað starfsfólk sem annast uppeldi og menntun barna á leikskólanum?

38,5

48,7

5,1 7,70,0

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.9 sýnir að 87,2% foreldra eru mjög og frekar ánægðir með samskipti sín við annað starfs-

fólk sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólanum.

Mynd 9.10 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með samstarf leikskólans við foreldra?

35,9

43,6

12,8

5,1 2,6

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Eins og fram kemur á mynd 9.10 eru tæplega 80% foreldra sem þátt tóku í könnuninni mjög eða

frekar ánægð með samstarf leikskólans við foreldra.

Borgar f ræðasetur

Mynd 9.9 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ert þú með samskipti þín við annað starfsfólk sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólanum?

38,5

48,7

5,1 7,70,0

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.9 sýnir að 87,2% foreldra eru mjög og frekar ánægðir með samskipti sín við annað starfs-

fólk sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólanum.

Mynd 9.10 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með samstarf leikskólans við foreldra?

35,9

43,6

12,8

5,1 2,6

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Eins og fram kemur á mynd 9.10 eru tæplega 80% foreldra sem þátt tóku í könnuninni mjög eða

frekar ánægð með samstarf leikskólans við foreldra.

Page 142: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

141

Mynd 9.11 Telur þú að samstarf við foreldra sé of mikið, hæfilegt eða of lítið?

0

76,9

23,1

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Of mikið Hæfilegt Of lítið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.11 sýnir að 76,9% foreldra telja samstarf leikskólans við foreldra hæfilegt en 23,1% telja

samstarfið vera of lítið.

Borgar f ræðasetur

Page 143: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

142

9.4 Starf í leikskóla

Mynd 9.12 Hafa eftirtaldir þættir í starfi leikskólans verið kynntir fyrir þér?

87,2 84,6 84,6

66,7 65,8 64,159,0

0102030405060708090

100

Nám

sskr

ále

iksk

ólan

s

Frét

tabr

éf

Skip

ulag

sdag

ur

Nám

skei

ðsda

gur

Aða

lnám

skrá

Árs

áætl

unle

iksk

ólan

s

Mat

saðf

erði

rle

iksk

ólan

s

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.12 sýnir að um 87% formanna í foreldrafélögum segja að námskrá í viðkomandi leikskóla

hafi verið kynnt fyrir þeim, 84,6% að fréttabréf og skipulagsdagur hafi verið kynnt og 64% til 66,7%

segja að námskeiðsdagur, aðalnámskrá og ársáætlun leikskólans hafi verið kynnt fyrir þeim.

Mynd 9.13 Hvernig færðu upplýsingar um daglegt starf í leikskólanum?

86,1 83,3 82,9 81,6

26,517,1

78,9

0102030405060708090

100

Ífo

reld

ravi

ðtöl

um

Áup

plýs

inga

töfl

u

Áfo

reld

rafu

ndum

Í fré

ttab

réfi

leik

skól

ans

Í dag

legu

msa

msk

iptu

m

Á h

eim

síðu

leik

skól

ans

Í töl

vupó

sti

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Formenn í foreldrafélögum leikskóla segja í rúmlega 86% tilvika að þeir fái upplýsingar um daglegt

starf í leikskólum í foreldraviðtölum, um 83% fá upplýsingar á upplýsingatöflu og á foreldrafundum,

tæplega 82% í fréttabréfi og 78,9% í daglegum samskiptum í leikskólanum.

Borgar f ræðasetur

Page 144: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

143

Mynd 9.14 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með námskrá/uppeldisstefnu leikskólans?

29,7

54,1

13,5

0,0 2,7

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Um 84% formanna foreldrafélaga í leikskólum segjast vera mjög eða frekar ánægðir með námskrá

og uppeldisstefnu leikskólans. 13,5% eru hvorki ánægðir né óánægðir og 2,7% segjast vera mjög

óánægðir með námskrá og uppeldisstefnu leikskólans.

Mynd 9.15 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ert þú með upplýsingagjöf leikskólans um atriði sem snerta barnið?

20,5

51,3

17,9

5,1 5,1

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóángæð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Um 72% formanna foreldrafélaga í leikskólum segjast vera mjög eða frekar ánægðir með

upplýsingagjöf leikskólans um atriði sem snerta barnið.

Borgar f ræðasetur

Page 145: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

144

9.5 Húsnæði og umhverfi

Mynd 9.16 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með húsnæði leikskólans?

17,9

43,6

17,910,3 10,3

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögángæð(ur)

Frekarángæð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.16 sýnir að 61,5% formanna foreldrafélaga í leikskólum segjast frekar eða mjög ánægðir

með húsnæði leikskólans og um 18% segjast hvorki vera ánægðir né óánægðir með húsnæðið.

20,6% foreldra eru frekar og mjög óánægðir með húsnæði leikskólans.

Mynd 9.17 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með aðbúnað í leikskólanum?

20,5

46,2

17,9 15,4

0,00,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögángæð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Á mynd 9.17 sést að um 67% formanna foreldrafélaga í leikskólum eru mjög eða frekar ánægðir

með aðbúnað í leikskólanum og rúmlega 15% eru frekar óánægðir. Um 18% formanna foreldra-

félaga í leikskólum eru hvorki ánægðir né óánægðir með aðbúnað í leikskólum.

Borgar f ræðasetur

Page 146: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

145

Mynd 9.18 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með skipulag og öryggi á útivistarsvæði leikskólans?

10,3

46,2

15,4

25,6

2,6

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögánægð(ur)

Frekaránægð(ur)

Hvorki né Frekaróánægð(ur)

Mjögóánægð(ur)

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.18 sýnir að 56,5% formanna foreldrafélaga í leikskólum eru mjög eða frekar ánægðir með

skipulag og öryggi á útivistarsvæði leikskólans. Um 28% eru frekar eða mjög óánægðir og rúmlega

15% eru hvorki ánægðir né óánægðir með skipulag og öryggi á útivistarsvæði leikskólans.

Borgar f ræðasetur

Page 147: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

146

9.6 Stöðugleiki í starfsmannahaldi

Mynd 9.19 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé viðunandi eða óviðunandi í leikskólanum?

23,1

48,7

7,712,8

7,7

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjögviðunandi

Frekarviðunandi

Hvorki né Frekaróviðunandi

Mjögóviðunandi

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.19 sýnir að um 72% formanna foreldrafélaga í leikskólum telja að stöðugleiki í

starfsmannahaldi sé mjög eða frekar viðunandi og rúmlega 20% telja að stöðugleiki í

starfsmannahaldi sé frekar eða mjög óviðunandi.

Mynd 9.20 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi aukist, staðið í stað eða minnkað á síðustu tveimur árum?

2,9

23,5

38,2

23,5

11,8

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Aukist mikið Aukistnokkuð

Staðið í stað Minnkaðnokkuð

Minnkaðmikið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.20 sýnir að rúmlega 38% formanna foreldrafélaga í leikskólum telja að stöðugleiki í

starfsmannahaldi hafi staðið í stað, rúmlega 26% telja að hann hafi aukist nokkuð eða mikið og

rúmlega 35% telja að hann hafi minnkað.

Borgar f ræðasetur

Mynd 9.19 sýnir að um 72% formanna foreldrafélaga í leikskólum telja að stöðugleiki í

starfsmannahaldi sé mjög eða frekar viðunandi og rúmlega 20% telja að stöðugleiki

í starfsmannahaldi sé frekar eða mjög óviðunandi.

Mynd 9.20 sýnir að rúmlega 38% formanna foreldrafélaga í leikskólum telja að stöðugleiki í

starfsmannahaldi hafi staðið í stað, rúmlega 26% telja að hann hafi aukis nokkuð eða mikið og

rúmlega 35% telja að hann hafi minnkað.

Page 148: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

147

9.7 Aukin hagkvæmni í rekstri

Mynd 9.21 Hefur börnum í leikskólanum fjölgað eða fækkað á síðustu tveimur árum?

5,7

25,7

62,9

0,05,7

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Fjölgað mikið Fjölgað frekarmikið

Lítið breyst Fækkað frekarmikið

Fækkað frekarmikið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Um 63% formanna foreldrafélaga í leikskólum segja að fjöldi barna í leikskólanum hafi

lítið breyst, en 31% segja að börnum hafi fjölgað mikið eða frekar mikið.

Mynd 9.22 Telur þú að gjald fyrir þjónustu leikskóla í þínu sveitarfélagi þurfi að vera hærra, það sé eðlilegt eða megi vera lægra?

0

35,1

59,5

5,4

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Þarf að vera hærra Gjaldið er eðlilegt Má vera lægra Annað

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.22 sýnir að tæplega 60% formanna í foreldrafélögum í leikskólum telja að gjaldið á

leikskólum megi vera lægra en um 35% telja að gjaldið sé eðlilegt.

Borgar f ræðasetur

Aukin hagkvæmni í rekstri

Mynd 9.21 Hefur börnum í leikskólanum fjölgað eða fækkað á síðustu tveimur árum?

5,7

25,7

62,9

0,05,7

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Fjölgað mikið Fjölgað frekarmikið

Lítið breyst Fækkað frekarmikið

Fækkað mjögmikið

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Um 63% formanna foreldrafélaga í leikskólum segja að fjöldi barna í leikskólanum hafi

lítið breyst, en 31% segja að börnum hafi fjölgað mikið eða frekar mikið.

Mynd 9.22 Telur þú að gjald fyrir þjónustu leikskóla í þínu sveitarfélagi þurfi að vera hærra, það sé eðlilegt eða megi vera lægra?

0

35,1

59,5

5,4

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Þarf að vera hærra Gjaldið er eðlilegt Má vera lægra Annað

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.22 sýnir að tæplega 60% formanna í foreldrafélögum í leikskólum telja að gjaldið á

leikskólum megi vera lægra en um 35% telja að gjaldið sé eðlilegt.

9.7

Page 149: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

148

9.8 Ímynd leikskóla og þjónustu

Mynd 9.23 Telur þú að þjónusta í leikskólanum sé almennt góð, sæmileg eða slæm?

28,9

63,2

5,30,0 2,6

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög góð Frekar góð Sæmileg Frekar slæm Mjög slæm

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.23 sýnir að rúmlega 92% formanna í foreldrafélögum í leikskólum telja að þjónusta í

leikskólum sé almennt mjög góð eða frekar góð.

Mynd 9.24 Telur þú að ímynd leikskóla í samfélaginu sé almennt góð, sæmileg eða slæm?

12,8

66,7

17,9

2,60,0

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög góð Frekar góð Sæmileg Frekar slæm Mjög slæm

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Um 80% formanna foreldrafélaga í leikskólum telja að ímynd leikskóla í samfélaginu sé almennt

mjög góð eða frekar góð og um 18% telja að hún sé sæmileg.

Borgar f ræðasetur

Page 150: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

149

9.9 Kjör og stefnumótun

Mynd 9.25 Telur þú að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk?

3,4 3,4

37,9

55,2

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

50,0

60,0

70,0

80,0

90,0

100,0

Mjög vel Frekar vel Frekar illa Mjög illa

Hlu

tfal

l þei

rra

sem

taka

afs

töðu

Mynd 9.25 sýnir að rúmlega 93% formanna foreldrafélaga í leikskólum telja að laun leikskóla-

kennara séu í slæmu samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk.

Mynd 9.26 Telur þú æskilegt að sveitarfélagið geri ráðstafanir til að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi? (m.a. að börn frá efnaminni heimilum fari ekki á mis við slíkt)

97,3

2,7

Nei

Um 97% formanna foreldrafélaga í leikskólum telja æskilegt að sveitarfélagið geri ráðstafanir til að

tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi.

Borgar f ræðasetur

Page 151: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

150

Mynd 9.27 Ef svarið er já, - hvert af eftirtöldum atriðum telur þú að skipti mestu máli til að ná því markmiði að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi?

10,8

18,9

27,0

40,5

0 20 40 60 80 100

Annað

Tekjutengja gjald

Afnema gjald fyrir alla

Afnema gjald fyrir 4-5ára

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu

Mynd 9.27 sýnir að 40,5% formanna foreldrafélaga í leikskólum telja að til að ná því markmiði

að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun í leikskólum skipti mestu máli að afnema gjald

fyrir 4-5 ára börn. Um 27% vilja afnema gjaldið fyrir alla og um 19% telja að mestu máli skipti

að tekjutengja gjaldið til að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun í leikskólum. Rúmlega

10% nefna annað. Þar er gjarnan bent á að félagsþjónusta sveitarfélaga komið inn með fjárhags-

aðstoð.

Borgar f ræðasetur

Page 152: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

151

9.10 Samantekt og mat: Hafa markmið kjarasamningsins náðst?

Eins og fram hefur komið var markmið Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga í

kjarasamningnum 2001 að ná m.a. fram meiri gæðum í starfi og hagræðingu í rekstri leikskóla og

bæta launakjör leikskólakennara og starfsumhverfi. Hér verður lagt mat á niðurstöður úr könnun

meðal foreldra (þ.e. formanna foreldrafélaga í leikskólum) og kannað hvort fram komi vísbend-

ingar um að markmið er varða m.a. þjónustu í leikskólum hafi náðst.

9.10.1 Um samskipti og samstarf við leikskóla og starfsmenn

Niðurstöður sýna að 92,3% formanna foreldrafélaganna eru ánægðir með daglegar mótttökur

barnsins þegar það kemur í leikskólann og 87,2% eru ánægð með kveðju starfsmanns þegar

barnið er sótt. Þá segjast 92,3% formanna foreldrafélaga í leikskólum vera ánægð með samskipti

sín við stjórnendur leikskólans, tæplega 95% eru ánægð með samskipti sín við leikskólakennara

sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólum og 87,2% segjast ánægð með samskipti við

annað starfsfólk sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólum. Tæplega 80% þeirra sem

þátt tóku í könnuninni, segjast ánægð með samstarf leikskólans við foreldrana og um 77% telja

að samstarf leikskólans við foreldar sé hæfilegt.

Mat: Niðurstöður sýna að í öllum spurningunum um samstarf og samskipti fást afgerandi

vísbendingar um að foreldrar séu ánægðir með samskipti og samstarf við starfsmenn leikskóla og

að samstarfið sé í góðum farvegi. Tæplega 4/5 formanna foreldrafélaga í leikskólum telja að

samstarf leikskóla og foreldra sé hæfilegt. Þessar vísbendingar má túlka sem góðan vitnisburð

um samskipti starfsmanna leikskóla og foreldra barna í leikskólum.

9.10.2 Starf í leikskóla

Niðurstöður gefa sterka vísbendingu um að starf í leikskólum sé kynnt fyrir foreldrum á

skilvirkan hátt. Í rúmlega 87% tilvika hefur námskrá leikskóla verið kynnt fyrir formönnum

foreldrafélaga sem þátt tóku í könnuninni og í tæplega 85% tilvika hafa bæði fréttabréf og

skipulagsdagar verið kynntir. Aðrir þættir í starfi leikskóla, s.s. námskeiðsdagur, aðalnámskrá og

ársáætlun leikskólans hafa verið kynntir í 64%-67% tilvika fyrir formönnum foreldrafélaga.

Þá segja formenn foreldrafélaga í 81,6 – 86% tilvika að þeir fái upplýsingar um daglegt starf í

leikskólanum í foreldraviðtölum, á upplýsingatöflu, foreldrafundum og í fréttabréfi leikskólans

og tæplega 80% hópsins segist fá upplýsingar um daglegt starf á leikskólanum í daglegum

Borgar f ræðasetur

Page 153: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

152

samskiptum. Aðspurðir segjast 84% formanna foreldrafélaga í leikskólum vera ánægð með

námskrá og uppeldisstefnu leikskólans og 71% segjast vera ánægð með upplýsingagjöf leik-

skólans um atriði sem snerta barnið.

Mat: Niðurstöður sýna afgerandi vísbendingar um ánægju meirihluta formanna foreldrafélaga í

leikskólum með starfið í leikskólunum. Það má túlka sem vísbendingar um að sátt ríki almennt

um metnaðarfullt starf sem unnið er í leikskólum, tilvist, hlutverk og kennsluaðferðir.

9.10.3 Húsnæði og umhverfi

Spurt var um húsnæði leikskóla og umhverfi. Niðurstöður sýna að 61,5% formanna foreldra-

félaga í leikskólum segjast frekar eða mjög ánægð með húsnæði leikskóla og 66,7% segjast vera

mjög eða frekar ánægð með aðbúnað í leikskólunum. Þess ber að geta að í báðum tilvikum eru

17,9% hópsins hvorki ánægðir né óánægðir með húsnæði og aðbúnað í leikskólum. Um 56%

aðspurðra segjast ánægð með skipulag og öryggi á útivistarsvæði leikskóla og 15,4% segjast

hvorki ánægð né óánægð með skipulag og öryggi. 25% formanna foreldrafélaga eru frekar

óánægð með skipulag og öryggi á útivistarsvæðum leikskólanna.

Mat: Niðurstöður sýna að þrír af hverjum fimm formönnum foreldrafélaga segja leikskólana í

góðu standi, bæði húsnæði og aðbúnað en 18% eru hvorki ánægð né óánægð með húsnæði og

aðbúnað í leikskólum. Ekki er hægt að ganga fram hjá því að rúmlega 25% formanna foreldra-

félaga í leikskólum eru frekar óánægð með skipulag og öryggi á útivistarsvæði leikskólanna.

Skipulag og öryggi er þáttur sem þarf að huga vel að.

9.10.4 Stöðugleiki í starfsmannahaldi

Í niðurstöðum kemur fram að tæplega 72% viðmælenda telja stöðugleika í starfsmannahaldi

leikskóla viðunandi en um 20% telja hann óviðunandi í sínum leikskóla. Í rúmlega 38% tilvika

segja formenn að stöðugleiki hafi staðið í stað, 26% telja að hann hafi aukist, en 35,3% formanna

foreldrafélaga tilgreina að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi minnkað á síðustu tveimur árum.

Mat: Niðurstsöður sýna að rúmlega 70% formanna foreldrafélaga í leikskólum telja stöðugleika í

starfsmannahaldi viðunandi og 64% telja að stöðugleiki starfsmanna hafi staðið í stað eða

aukist.

Borgar f ræðasetur

Page 154: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

153

9.10.5 Aukin hagkvæmni í rekstri

Í þessu verkefni er aukin hagkvæmni í rekstri mæld út frá því hvort börnum í leikskólum hafi

fjölgað eða fækkað á síðustu tveimur árum. Tæplega 63% formanna foreldrafélaga í leikskólum

telja að fjöldi barna hafi lítið breyst en um 30% segja að börnum hafi fjölgað frekar mikið í

leikskólum. Benda má á að stjórnendur leikskóla sögðu í 66,7% tilvika að fjöldi barna hafi lítið

breyst í þeirra leikskóla og nánast sama hlutfall leikskólastjóra (1/3) segja að börnum hafi fjölgað

frekar mikið í leikskólum á síðustu tveimur árum. Tæplega 60% formanna foreldrafélaga telja að

gjald fyrir þjónustu leikskóla megi vera lægra, en 35,1% telja að gjaldið sé eðlilegt.

Mat: Þegar niðurstöður formanna foreldrafélaga eru bornar saman við niðurstöður annarra

markhópa, um þætti sem tengjast aukinni hagkvæmni í rekstri bendir allt til þess að í hluta

leikskóla hafi nokkur fjölgun barna orðið. Út frá því má draga þá ályktun að því markmiði

kjarasamningsins að ná aukinni hagkvæmni í rekstri með því að fjölga börnum hafi náðst að

hluta. Hér er þó talið mikilvægt, að meta nánar þann fórnarkostnað sem e.t.v. fylgir ábatanum,

meðal annars í auknu álagi í vinnuumhverfi leikskólakennara sem virðist leiða til meiri óánægju í

starfi eins og fram kemur í köflum 6. og 7. hér að framan. Meta þarf hvort saman fari félagslegur

auður sem liggur í góðum starfsmönnum sem eru ánægðir og líður vel í starfi og efnahagslegur

ábati eða hvort þar geti verið um hagsmunaárekstur að ræða.

9.10.6 Ímynd leikskóla og þjónustu

Niðurstöður þessa þáttar sýna sterkar vísbendingar um að formenn foreldrafélaga telja þjónustu í

leikskólum góða, þ.e. 92,1% segja að svo sé. Tæplega 80% þessa markhóps telur að ímynd

leikskóla í samfélaginu sé góð og tæplega 18% að hún sé sæmileg.

Mat: Vísbendingar eru um að ímynd og þjónusta leikskóla sé afar góð eins og fram kemur hjá

þessum markhóp sem hefur hagsmuna að gæta og er með börn í leikskólum. Túlka má

niðurstöður á þann veg að þær beri faglegu starfi og þjónustu í leikskólum, afar gott vitni. Þessi

niðurstaða undirstrikar það sem komið hefur fram hjá öllum markhópunum og einnig í könnun

IMG-Gallup meðal almennings að starf í leikskólum og þjónusta sem þar er veitt nýtur virðingar

og er metin af þeim sem hennar njóta og einnig þeirra sem starfa í leikskólum. Þetta viðhorf

endurspeglast síðan í jákvæðri afstöðu almennings á Íslandi. Niðurstaðan er sú að á leikskólum

sé unnið faglegt og gott starf sem nýtur trausts og viðurkenningar í samfélaginu.

Borgar f ræðasetur

Page 155: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

154

9.10.7 Kjör og stefnumótun

Að lokum er fjallað um niðurstöður um kjör og stefnumótun. Formenn foreldrafélag í leikskólum

telja í 93,1% tilvika að laun leikskólakennara séu ekki í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og

stjórnunarhlutverk.

Mat: Þessar vísbendingar endurspegla niðurstöður sem komið hafa fram hjá öðrum markhópum

sem rannsóknin nær til. Niðurstöður benda allar í sömu átt, að bæta þurfi launakjör leikskóla-

kennara.

Formenn foreldrafélaga í leikskólum telja í öllum tilvikum (100%) æskilegt að sveitarfélagið geri

ráðstafanir til að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi, m.a. til þess að börn

frá efnalitlum heimilum fari ekki á mis við slíkt. Niðurstöður sýna að 40,5% telja að til að ná því

markmiði sé besti kosturinn að afnema gjald fyrir 4-5 ára börn í leikskólum, 27% telja að því

verði best náð með því að afnema gjaldið alveg og um 29% nefna tekjutengingu á gjaldi fyrir

leikskólapláss við tekjur foreldra þannig að þeir tekjulægri greiði lægst gjald. Rúmlega 10%

nefna aðra möguleika. Í þeim tilvikum er gjarnan bent á að sveitarfélagið geti komið inn með

fjárhagsaðstoð í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga.

Mat: Það er almennur vilji til þess að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi

og fer það saman við markmið Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga að sem

flest börn eigi þann sjálfsagða rétt að sækja leikskóla og að jafnrétti til náms gildi jafnt um

leikskólabörn og önnur börn. Ljóst er að leiðir til að tryggja slíkt geta verið mismunandi.

Borgar f ræðasetur

Page 156: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

155

Borgar f ræðasetur

Page 157: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

156

Kafli 10

Umfjöllun og helstu niðurstöður

Hér liggja fyrir niðurstöður könnunar á áhrifum kjarasamnings Félags leikskólakennara og Launa-

nefndar sveitarfélaga á starfsmannahald og starfsemi leikskóla. Verkefninu var m.a. ætlað að taka út

stöðu og þróun kjara og starfsskilyrða í leikskólum ólíkra sveitarfélaga á landinu. Sérstök áhersla var

lögð á það að meta áhrif kjarasamningsins frá 2001 og þau stefnumið sem sett voru fram í sameigin-

legri markmiðslýsingu samningsaðila höfð að leiðarljósi. Í þessum kafla verða helstu þættir dregnir

saman og niðurstöður kynnar. Fyrst verður fjallað um ímynd leikskóla og viðhorf til þjónustu.

10.1 Faglegt starf og þjónusta leikskóla

Í markmiðslýsingu kjarasamnings Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 2001

segir m.a.: ,,Sátt leikskólakennara við kjör sín og starfsumhverfi eru mikilvægur þáttur í því að

viðhalda þeirri góðu ímynd sem leikskólinn hefur skapað sér og um leið forsenda þess að um frekari

uppbyggingu verði að ræða” (bls. 6). Hér verða niðurstöður markhópa um ímynd leikskóla á Íslandi

dregnar saman í eina mynd. Byggt er á niðurstöðum úr könnunum meðal stjórnenda sveitarfélaga,

leikskólastjóra, formanna foreldrafélaga í leikskólum og viðhorfskönnun sem IMG-Gallup gerði

fyrir þetta verkefni. Fyrst eru birtar niðurstöður um ímynd leikskóla.

Mynd 10.1 Telur þú að ímynd leikskóla í þínu sveitarfélagi sé almennt góð, sæmileg eða slæm?

Mjög/frekar góð

79,5

88,8

92,8

0 20 40 60 80 100

Formenn foreldrafélaga

Stjórnendursveitarfélaga

Stjórnendur leikskóla

Mynd 10.1 sýnir að tæplega 80% formanna foreldrafélaga í leikskólum telja ímynd leikskóla góða

og afgerandi meirihluti stjórnenda sveitarfélaga (88,8%) og leikskólastjóra (92,8%) telja ímynd

leikskóla góða. Niðurstöður sýna að ímynd leikskóla á Íslandi er góð.

Borgar f ræðasetur

Page 158: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

157

Næst verður dregin fram mynd af viðhorfi markhópanna hér að framan um viðhorf til þjónustu sem

leikskólar á Íslandi veita.

Mynd 10.2 Telur þú að leikskólar (í þínu sveitarfélagi/á Íslandi) veiti almennt góða og faglega þjónustu?

Mjög/frekar góð

88,9

92,1

94,2

98,6

93,7

0 20 40 60 80 100

Stjórnendursveitarfélaga

Formenn foreldrafélaga

Almenningur á Íslandi(Gallup)

Leikskólakennarar

Stjórnendur leikskóla

Niðurstöður sýna að viðhorf til þjónustu leikskóla á Íslandi er góð. Stjórnendur sveitarfélaga segja í

tæplega 90% tilvika að þjónusta leikskóla sé góð. Mynd 10.2 sýnir samhljóða niðurstöðu leikskóla-

kennara (94,2%), almennings á Íslandi (Gallup 93,7%) og formanna foreldrafélaga í leikskólum

(92,1%) að þjónustan sé almennt góð. Minna má á að 25% þeirra sem Gallup spurði voru foreldrar

sem höfðu átt barn/börn í leikskóla á síðustu 12 mánuðum.

Niðurstöður sýna að leikskólar á Íslandi eru almennt taldir veita góða og faglega þjónustu.

Segja má að viðhorf sem koma fram í myndum 10.1 og 10.2 hér að framan endurspegli nokkuð vel

niðurstöður og vísbendingar úr könnun meðal formanna foreldrafélaga í leikskólum, þ.e. 92,3%

formanna foreldrafélaga segjast ánægð með daglegar móttökur barnsins og 87,2% eru ánægð með

kveðju starfsmanna. Þá segjast 94,9% formanna foreldrafélaga ánægð með samskipti sín við

leikskólakennarana, 92,3% eru ánægð með samskipti við stjórnendur leikskólans og 87,2% eru

ánægð með samskipti við annað starfsfólk. Einnig má benda á að 83,8% formanna foreldrafélaga eru

ánægð með námskrá og uppeldisstefnu leikskólans sem barnið er í. Allar þessar vísbendingar falla

að niðurstöðum sem koma fram í myndum 10.1 og 10.2. Niðurstaðan er einróma að leikskólar á

Íslandi veiti almennt góða og faglega þjónustu.

Þessar niðurstöður undirstrika að metnaðarfullt starf er unnið í leikskólum sem sátt ríkir um eins og

markmið kjarasamningsins frá 2001 stefndu að.

Borgar f ræðasetur

Page 159: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

158

10.2 Hefur kjarasamningurinn 2001 fært leikskólakennurum bætt kjör?

Í markmiðslýsingu Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá janúar 2001 kemur

fram að samningsaðilar eru sammála um að mikilvægt sé að leikskólakennarar séu sáttir við kjör sín

og starfsumhverfi. Talið er að það muni stuðla að stöðugleika í starfsmannahaldi, gera nám og

menntun leikskólakennara eftirsóknanverðara og jafnframt þurfi sveitarfélögin að vera í stakk búin

til þess að bæta kjör kennara á fyrsta skólastiginu. Stefna skal að því að allir starfsmenn leikskóla

sem annast uppeldi og menntun barna hafi leikskólakennaramenntun. Markmið kjarasamningsins er

að bæta kjör leikskólakennara svo það verði sem allra fyrst að veruleika. Til að svo megi verða er

talið mikilvægt að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunar-

hlutverk. Hvernig hefur tekist til? Hefur kjarasamningurinn náð þeim markmiðum sem sett voru?

Mynd 10.3 Hefur kjarasamningurinn frá 2001 bætt launakjör leikskólakennara?

Mjög/frekar mikið

42,6

86,3

29,9

0 20 40 60 80 100

Leikskólakennarar

Stjórnendur leikskóla

Stjórnendursveitarfélaga

Mynd 10.3 sýnir að 86,3% stjórnenda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla segja að kjara-

samningurinn hafi bætt launakjör leikskólakennara mikið (þar af segja 13,6% mjög mikið). Rúmlega

helmingi lægra hlutfall (42,6%) leikskólastjóra segir að kjarasamningurinn hafi bætt laun

leikskólakennara mikið, þ.a. segja 2,9% að kjarasamningurinn hafi bætt launakjörin mjög mikið.

Tæp 29% leikskólakennara segja að kjarasamningurinn hafi bætt launakjörin mikið og þar af segir

1% að kjarasamningurinn hafi bætt launakjörin mjög mikið. Fram kom í svörum leikskólakennara að

kjarasamningurinn hafi bætt launakjör eldri leikskólakennara umfram aðra.

Borgar f ræðasetur

Page 160: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

159

10.2.1 Eru leikskólakennarar ánægðari með starfsumhverfi sitt eftir kjarasamninginn 2001?

Niðurstöður sýna að 20,9% leikskólakennara segjast ánægðari með starfsumhverfi sitt í dag en fyrir

kjarasamninginn 2001 og tæplega 30% eru hvorki ánægð né óánægð með starfsumhverfið. Niður-

stöður sýna að fimmtungur leikskólakennara segist ánægðari með starfsumhverfi sitt í dag en fyrir

kjarasamninginn 2001. Þá sýna niðurstöður að tæplega helmingur (50%) leikskólakennara segist

vera óánægðari með starfsumhverfi sitt í dag en fyrir kjarasamninginn 2001 og nær allir óánægðir

(97,2%) tilgreina aukið álag vegna barnafjölda.

10.2.2 Hver varð launaþróunin?

Í úttekt á þróun launakjara leikskólakennara var byggt á gögnum frá Kjaranefnd opinberra

starfsmanna (Fréttarit KOS nr. 22-29) og tekur hún til leikskólakennara í Reykjavík (ekki liggja

upplýsingar fyrir um aðra). Niðurstöður sýna að á árunum 2000-2001 (sjá töflur 11 og 12) hækkuðu

grunnlaun (dagvinnulaun) (DL) leikskólakennara um 33,2%, eða úr 122.360 í 162.954 krónur á

mánuði. Heildarlaun (HL) leikskólakennara hækkuðu á sama tíma (janúar 2000 – janúar 2001) um

26,6% eða úr 154.569 krónum í 195.740 krónur. Niðurstaðan er sú að laun leikskólakennara

hækkuðu talsvert við kjarasamninginn 2001.

Í þessari úttekt kemur fram (sjá myndir 7.30 og 8.19 ) bæði í könnun meðal stjórnenda leikskóla og

stjórnenda sveitarfélaga að þeir skynjuðu bæði jákvæð og neikvæð áhrif kjarasamningsins 2001.

Kjarasamningurinn færði kjarabót en þegar fólk fór að bera sig saman við aðra hópa kom óánægja

fram. Talið var að aðrir háskólamenntaðir stæðu betur hvað launakjör varðar en leikskólakennarar.

Á þessi samanburður við rök að styðjast? Í þessu verkefni er samanburður gerður á launum

leikskólakennara við hópa annarra háskólamenntaðra starfshópa og tekur hann til áranna 1999–2003

(sjá kafla 5.4). Samanburður var gerður við aðra hópa háskólamenntaðra sem starfa hjá Reykjavíkur-

borg, þ.e. grunnskólakennara, háskólahóp innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, háskólahóp

innan BHM hjá Reykjavíkurborg og einnig þroskaþjálfa (gögn er varða hina síðastnefndu ná til

landsins alls). Ekki lágu fyrir gögn um þroskaþjálfa starfandi hjá Reykjavíkurborg en talið æskilegt

að þroskaþjálfar væru með í þessum samanburði þar sem menntun þeirra var viðurkennd á

háskólastigi árið 1998 eins og nám og menntun leikskólakennara. Niðurstöður samanburðar bæði

grunnlauna, þ.e. dagvinnulauna (DL), og heildarlauna (HL) sýna að nokkuð dró saman með leik-

skólakennurum og öðrum hópum háskólamenntaðra við kjarasamninginn 2001. Hækkun grunnlauna

(DL) er heldur minni hjá leikskólakennurum á þessum árum en hjá grunnskólakennurum og þroska-

þjálfum, en meiri en hjá háskólahópum innan Reykjavíkurborgar. Þróun heildarlauna var nokkuð

sambærileg, það dregur saman við kjarasamning leikskólakennara 2001 síðan breikkar bilið aftur.

Borgar f ræðasetur

Page 161: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

160

Niðurstöður sýna að þroskaþjálfar voru með 4,2% hærri grunnlaun (DL) en leikskólakennarar árið

2003. Grunnlaun (dagvinnulaun) standa fyrir föst mánaðarlaun sem samið er um í kjarasamningum

og gilda jafnt fyrir landið allt. Grunnlaun (dagvinnulaun) (DL) hjá háskólahóp innan Starfsmanna-

félags Reykjavíkurborgar voru 9,4% hærri en grunnlaun (DL) leikskólakennara árið 2003. Þá voru

grunnskólakennarar hjá Reykjavíkurborg með 17,1% hærri grunnlaun (DL) í janúar 2003, en

leikskólakennarar og háskólamenn innan BHM hjá borginni voru með 29,4% hærri grunnlaun (DL)

en leikskólakennarar í janúar 2003. Niðurstaðan er sú að leikskólakennarar hafa lægri laun en aðrir

hópar háskólamenntaðra sem samanburðurinn nær til.

10.2.3 Eru laun leikskólakennara í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð?

Niðurstöður sýna að nokkuð vantar upp á að markhóparnir, þ.e. leikskólakennarar, leikskólastjórar,

stjórnendur sveitarfélaga á sviði leikskóla og formenn foreldrafélaga í leikskólum telji að svo sé.

Mynd 10.4 Telur þú að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunar-hlutverk?

Mjög/frekar illa

44,4

97,1

93,1

96,8

0 20 40 60 80 100

Stjórnendursveitarfélaga

Formenn foreldrafélaga

Leikskólakennarar

Stjórnendur leikskóla

Mynd 10.4 sýnir niðurstöður úr könnunum meðal markhópa og sýnir svarhlutfall í hverjum hópi

fyrir sig við sömu spurningu. Eins og fram kemur segja um 97% leikskólakennara og leikskólastjóra

að laun leikskólakennara séu í slæmu samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk og

93,1% formanna foreldrafélaga í leikskólum eru á sama máli. Niðurstöður sýna einnig að 44,4%

stjórnenda sveitarfélaga á sviði leikskóla telja að launin séu í slæmu samræmi við mennun, ábyrgð

og stjórnunarhlutverk. Hér kemur fram afgerandi niðurstaða leikskólakennara, ásamt fulltrúum

þeirra sem þjónustunnar njóta og einnig er hátt í helmingur stjórnenda sveitarfélaga á sama máli, að

launin séu í ósamræmi við menntun, ábyrgð og stjórnunarhlutverk leikskólakennara.

Borgar f ræðasetur

Page 162: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

161

Niðurstaða þessa mats er sú að það markmið Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitar-

félaga í kjarasamningnum 2001 að gera leikskólakennara sátta við sín launakjör og skapa með því

stöðugleika hafi þokast í rétta átt. Það er hins vegar staðreynd er að leikskólakennarar hafa lægst

laun miðað við þá hópa háskólamenntaðra sem þeir eru bornir saman við (sjá kafla 5.4), bæði

þroskaþjálfa og grunnskólakennara sem starfa á líku fagsviði með börnum. Niðurstaðan er því sú að

færa þarf laun leikskólakennara nær launum sambærilegra hópa háskólamenntaðra, það hefði

jákvæð áhrif á ánægju og stöðugleika leikskólakennara í starfi.

Borgar f ræðasetur

Page 163: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

162

10.3 Lagfæring á kjörum deildarstjóra

Í markmiðslýsingu Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga er sérstök áhersla lögð á

að lagfæra kjör deildarstjóra þannig að sú staða verði eftirsóknarverðari. Hvernig hefur til tekist?

Niðurstöður sýna að á árunum 2000-2003 hefur stöðugildum deildarstjóra fjölgað úr 402 í 577, það

er 43,5% aukning. Á sama tíma fjölgaði stöðugildum annarra starfsmanna sem annast uppeldi og

menntun barna og þeirra sem sinna sérkennslu/stuðningi við börn um 29,7%, eða úr 1.830 í 2.373

stöðugildi (sjá mynd 5.4). Er staða deildarstjóra eftirsóknarverðari í dag en hún var fyrir kjara-

samninginn 2001?

Mynd 10.5 Telur þú að staða deildarstjóra sé eftirsóknarverðari í dag en hún var fyrir kjarasamninginn?

88,3

93,8

72,9

0 20 40 60 80 100

Leikskólakennarar

Stjórnendur leikskóla

Stjórnendursveitarfélaga

Niðurstöður sýna að stjórnendur sveitarfélaga, leikskólastjórar og leikskólakennarar eru sammála

um að staða deildarstjóra sé eftirsóknarverðari í dag. Segja má að afstaða þeirra sé afgerandi eins og

fram kemur á mynd 10.5. Segja má að því markmiði sé náð að fjölga stöðugildum deildarstjóra og

gera stöðuna eftirsóknarverðari. Ljóst er að enn þarf að fjölga deildarstjórum þar sem þriðjungur

leikskólastjóra segja að ekki séu allar stöður deildarstjóra skipaðar leikskólakennurum.

Næsta spurning er hvort leikskólakennarar, stjórnendur sveitarfélaga á sviði leikskóla og leikskóla-

stjórar telji að laun deildarstjóra séu í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk. Á mynd

10.6 má greina svör hópanna um það.

Borgar f ræðasetur

Page 164: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

163

Mynd 10.6Telur þú að laun deildarstjóra séu í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk?

Mjög/frekar vel

7,7

23,2

48,1

0 20 40 60 80 100

Leikskólakennarar

Stjórnendur leikskóla

Stjórnendursveitarfélaga

Niðurstöður sýna að tæplega helmingur stjórnenda sveitarfélaga á sviði leikskóla telja að laun

deildarstjóra séu í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk. Mynd 10.6 sýnir að 7,7%

leikskólakennara og 23,2% stjórnenda leikskóla telja að laun deildarstjóra séu í samræmi við ábyrgð

þeirra og stjórnunarhlutverk. Niðurstöður sýna einnig að 92,3% leikskólakennara og 75,4%

stjórnenda leikskóla segja að laun deildarstjóra séu í slæmu samræmi við ábyrgð þeirra og

stjórnunarhlutverk. Leikskólakennarar og stjórnendur leikskóla eru sammála um að auknar kröfur

séu gerðar til deildarstjóra og kemur afstaða þeirra fram í töflu 13.

Tafla 13 Eru auknar kröfur gerðar til deildarstjóra eftir kjarasamninginn 2001?

Leikskólakennarar Leikskólastjórar

Aukin ábyrgð 65,2 83,9

Aukin stjórnun 64,9 80,6

Aukin skipulagsvinna 64,5 79,0

Aukið álag 59,1 62,9

Tafla 13 sýnir að afgerandi meirihluti leikskólakennara og stjórnenda leikskóla telja að auknar

kröfur séu gerðar til deildarstjóra hvað ábyrgð, stjórnun og skipulagsvinnu varðar og að aukið álag

sé í vinnuumhverfi þeirra eftir kjarasamninginn 2001.

Niðurstaða þessa mats er sú að mikilvægt sé að lagfæra launakjör deildarstjóra til samræmis við

laun annarra háskólamenntaðra starfshópa og endurmeta þá þætti sem valda umtalsverðu álagi í

vinnuumhverfi þeirra í leikskólum. Það mun stuðla að stöðugleika og starfsánægju starfsmanna og

barna í leikskólum.

Borgar f ræðasetur

Page 165: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

164

10.4 Stöðugleiki í starfsmannahaldi

Næst verður kannað hvort stjórnendur leikskóla, stjórnendur sveitarfélaga á sviði leikskóla og

formenn foreldrafélaga telji stöðugleika í starfsmannahaldi viðunandi og síðan hvort stöðugleiki hafi

aukist, staðið í stað eða minnkað eftir kjarasamninginn 2001.

Mynd 10.7 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé viðunandi í þínum leikskóla/svæði?

Mjög/frekar viðunandi

62,9

69,6

71,8

0 20 40 60 80 100

Stjórnendursveitarfélaga

Stjórnendur leikskóla

Formenn foreldrafélaga

Mynd 10.7 sýnir að 71,8% formanna foreldrafélaga í leikskólum og 69,6% stjórnenda leikskóla telja

að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé viðunandi í þeirra leikskóla og 62,9% stjórnenda sveitarfélaga

segja einnig að svo sé í leikskólum á þeirra svæði.

Mynd 10.8 sýnir að 26,4% formanna foreldrafélaga í leikskólum telja að stöðugleiki í starfs-

mannahaldi hafi aukist eftir kjarasamninginn 2001, 38,2% segja að stöðugleiki hafi staðið í stað og

35,3% segja að stöðugleiki hafi minnkað eftir kjarasamninginn 2001.

Borgar f ræðasetur

Page 166: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

165

Mynd 10.8 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi aukist eða staðið í stað eftir kjarasamninginn?

Aukist

26,4

45,3

36,0

0 20 40 60 80 100

Formenn foreldrafélaga

Stjórnendursveitarfélaga

Stjórnendur leikskóla

Mynd 10.8 sýnir að 36% stjórnenda sveitarfélaga segja að stöðugleiki hafi aukist á þeirra svæði eftir

kjarasamninginn 2001, 64% segja að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi staðið í stað. Þá segja

45,3% stjórnenda leikskóla að stöðugleiki hafi aukist nokkuð, 51,6% segja að stöðugleiki í

starfsmannahaldi hafi staðið í stað og 3,2% segja að stöðugleiki hafi minnkað í þeirra leikskóla eftir

kjarasamninginn 2001.

Þegar kannað er nánar hjá hvaða starfsmönnum í leikskólum stöðugleiki hefur aukist segja 93,1%

leikskólastjóra (þ.e. hlutfall þeirra (45,3%) sem segja að stöðugleiki hafi aukist) að stöðugleiki hafi

aukist hjá deildarstjórum, tæplega 38% segja að stöðugleiki hafi aukist hjá aðstoðarleikskólastjórum,

34,5% segja meiri stöðugleika hjá leikskólakennurum og 20,7% segja að stöðugleiki hafi aukist hjá

öðrum starfsmönnum í þeirra leikskóla.

Niðurstöður sýna að meirihluti af hverjum hópi (62,9%-71,8%) stjórnenda leikskóla, stjórnenda

sveitarfélaga og formanna foreldrafélaga í leikskólum telja stöðugleika í starfsmannahaldi

viðunandi í þeirra leikskóla (á þeirra svæði). Niðustöður sýna einnig að hátt í helmingur leikskóla-

stjóra (45,3%) segja að stöðugleiki hafi aukist og 93,1% þeirra nefna meiri stöðugleika hjá

deildarstjórum en fyrir kjarasamninginn. Niðurstöður sýna að það markmið kjarasamningsins 2001

að stuðla að stöðugleika hefur náðst að hluta.

Borgar f ræðasetur

Page 167: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

166

10.5 Aukin hagkvæmni í rekstri

Eitt af markmiðum kjarasamnings Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara (2001) var

að finna atriði sem stuðlað gætu að hagkvæmni í rekstri leikskóla, m.a. nýtingu húsnæðis. Í ljósi þess

var reglum um barngildi breytt vegna 5 ára barna úr 1,0 barngildi í 0,8. Ennfremur var gerð breyting

í reglugerð á reiknuðu rými fyrir hvert barn samtímis í leikskóla. Áður voru 7 m2 brúttó reiknaðir

fyrir hvert barn en eftir breytinguna eru reiknaðir 6,5 m2 fyrir hvert barn (Reglugerð nr. 365/2001

um breytingu á reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995). Þessum breytingum var ætlað að

stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri leikskóla og býður breytingin upp á fjölgun barna í

leikskólum. Niðurstöður sýna að breytt reikniregla vegna 5 ára barna skapar tæknilegt svigrúm til að

fjölga börnum í leikskólum um 804 barngildi og breyting á reiknuðu rými fyrir hvert barn skapar

svigrúm til að fjölga börnum. Þetta svigrúm geta sveitarfélögin nýtt og aukið þar með hagkvæmni í

rekstri leikskóla. Þessi breyting skapar tæknilegt svigrúm til að fjölga börnum yngri en tveggja ára

um 402 í leikskólum á öllu landinu. Ljóst er að þarna skapast tæknilegt svigrúm til að fjölga börnum

í leikskólum án þess að fjölga stöðugildum/starfsmönnum. Hitt er svo annað mál hvort þessi fjöldi

barna hafi verið til staðar og að bíði eftir leikskólaplássi. Niðurstöður sýna að vegna þessara

breytinga skapaðist svigrúm til að fjölga um 150 börn hjá Leikskólum Reykjavíkur og auka þ.m.

hagkvæmni í fjárhagslegum rekstri.

Mynd 10.9 Hefur börnum í þínum leikskóla/sveitarfélagi fjölgað eða fækkað eftir kjarasamninginn 2001?

Fjölgað mikið

30,3

31,4

38,5

0 20 40 60 80 100

Stjórnendur leikskóla

Formenn foreldrafélaga

Stjórnendursveitarfélaga

Mynd 10.9 sýnir að rúmlega 30% stjórnenda leikskóla og formenn foreldrafélaga í leikskólum segja

að börnum hafi fjölgað mikið eftir kjarasamninginn 2001 og 38,5% stjórnenda sveitarfélaga segja

einnig að svo sé.

Borgar f ræðasetur

Page 168: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

167

Markmiðið með fjölgun barna var að auka hagkvæmni í rekstri leikskóla. Hefur það markmið náðst?

Ljóst er að í hluta leikskóla hefur börnum fjölgað eins og fram kemur í mynd 10.9. Niðurstöður sýna

að 32,6% leikskólastjóra segja að aukin hagkvæmni hafi náðst í rekstri leikskóla. 18,2% stjórnenda

sveitarfélaga á sviði leikskóla segja einnig að aukin hagkvæmni hafi náðst, en tilgreina flestir að þar

komi til aðrir þættir sem tengjast ekki kjarasamningnum frá 2001. Niðurstöður liggja þó fyrir hjá

Leikskólum Reykjavíkur að breyting á reglugerð (nr. 365/2001) á reiknuðu rými fyrir hvert barn og

breytt barngildisviðmið vegna 5 ára barna hafi leitt til hagkvæmni í rekstri fjárhagslega.

Hvað segja leikskólakennarar um fjölgun barna í leikskólum. Niðurstöður í könnun meðal leikskóla-

kennara sýna að helmingur þeirra segist vera óánægðari með starfsumhverfi sitt í dag en fyrir

kjarasamninginn 2001 og af þeim tilgreina 97,2% að það sem helst valdi óánægju þeirra sé aukið

álag vegna barnafjölda (sjá myndir 6.19 og 6.20). Á það má benda að bæði stjórnendur leikskóla og

stjórnendur sveitarfélaga á sviði leikskóla voru spurðir hvort þeir hafi skynjað einhver jákvæð áhrif

eða neikvæð áhrif vegna kjarasamningsins frá 2001. Báðir þessir hópar tilgreina að þeir hafi skynjað

að aukinn fjöldi barna í leikskólum sé neikvæð afleiðing kjarasamningsins 2001.

Niðurstöður sýna ótvírætt að það markmið kjarasamningsins frá 2001 að finna atriði sem stuðlað

gætu að hagkvæmni í rekstri leikskóla, m.a. breytt barngildi vegna 5 ára barna og nýtingu húsnæðis,

hefur tæknilega tekist hvort sem svigrúmið hefur verið nýtt til fulls eða að hluta. Niðurstöður sýna

að í hluta leikskóla hefur börnum fjölgað. Hér er talið mikilvægt að meta nánar þann fórnarkostnað

sem e.t.v. fylgir ábatanum af fjölgun barna í leikskólum vegna breyttra viðmiða, meðal annars í

auknu álagi í vinnuumhverfi leikskólakennara sem virðist leiða til meiri óánægju í starfi eins og

fram kemur hér að framan. Meta þarf hvort saman fari félagslegur auður sem liggur í góðum

starfsmönnum sem eru ánægðir og líður vel í starfi og efnahagslegur ábati sem talin er nást með

fjölgun barna og spurning hvort sá ávinningur skilar tilætluðum árangri.

Borgar f ræðasetur

Page 169: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

168

10.6 Menntun leikskólakennara: Hvernig hafa símenntunarákvæði kjara samningsins tekist?

Í markmiðslýsingu kjarasamnings Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 2001

segir að aðilar séu sammála um að til lengri tíma litið skuli stefnt að því að allir starfsmenn leikskóla

sem annast uppeldi og menntun barna hafi leikskólakennaramenntun. Rétt er að benda á að í dag eru

2/3 starfsmanna sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólum ófaglærðir (sjá kafla 5.2).

10.6.1 Möguleikar fólks til leikskólakennaramenntunar

Leikskólakennaranám til B.Ed.-gráðu er hægt að stunda við Kennaraháskóla Íslands og Háskólann á

Akureyri. Með tilkomu fjarnáms hefur opnast möguleiki fyrir fólk til að afla sér leikskóla-

kennaramenntunar og stunda námið að mestu frá heimahögum svo og að stunda vinnu með námi.

Einnig er boðið upp á aðstoðarleikskólakennaranám (frá 2000), þ.e. 45 eininga fjarnám og hafa

ófaglærðir starfsmenn í leikskólum m.a. notfært sér það námstilboð. Sú leið er til þess fallin að opna

möguleika fyrir minna menntaða, oft fólk með mikla starfsreynslu, til að komast í nám. Nú þegar

hafa 90 útskrifast og hafa flestir haldið áfram námi í leikskólakennarafræðum. Það eru ófaglærðir

starfsmenn leikskóla sem í auknu mæli stunda fjarnám með vinnu og njóta til þess velvilja og

stuðnings bæði leikskólastjóra og vinnuveitenda sinna, sveitarfélaga á Íslandi. Sá velvilji kom skýrt

fram í viðtölum við stjórnendur sveitarfélaga á sviði leikskóla og við leikskólastjóra.

10.6.2 Hefur brautskráðum nemendum fjölgað á árunum 1998-2003?

Niðurstöður sýna að brautskráðum nemendum úr staðbundnu námi frá Háskólanum á Akureyri og

Kennaraháskóla Íslands hefur fækkað nokkuð á sl. árum þegar á heildina er litið. Árið 1999

útskrifuðust 83 nemendur og árið 2000 66 nemendur og einum færri næsta ár. 2002 voru

brautskráðir 35 nemendur í staðbundnu námi og 36 árið 2003. Heildarfjöldi nemenda sem útskrifast

úr fjarnámi frá báðum skólunum var nokkuð svipaður árin 1999, 2001 og 2003. Niðurstöður sýna að

brautskráðir nemendur úr leikskólakennaranámi voru flestir 114 árið 1999 og næstflestir árið 2001

en þá útskrifuðust 93 leikskólakennarar frá báðum skólunum. Árið 2003 útskrifuðust 69 nemendur

frá báðum skólunum og voru þá nokkuð fleiri en árið áður (49). Niðurstöður sýna að nokkrar

sveiflur hafa verið í fjölda útskrifaðra. Ljóst er að margir sem sótt hafa um skólavist í Kennara-

háskóla Íslands hafa fengið synjun á síðustu árum.

Markmið Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga frá 2001 er að stefnt skuli að því

að allir starfsmenn leikskóla sem annast uppeldi og menntun barna hafi leikskólakennaramenntun.

Borgar f ræðasetur

Page 170: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

169

Með tilliti til þess að 2/3 starfsmanna í leikskólum við uppeldi og menntun barna eru ófaglærðir og

ekki er mikil fjölgun brautskráðra leikskólakennara síðustu ár má ætla að gera þurfi umtalsvert átak

í að mennta leikskólakennara til að ná fram markmiðum frá 2001. Mikilvægt er talið að aðilar setji

sér raunhæf markmið til að vinna að slíku átaki og að nægir möguleikar til menntunar séu til staðar.

10.6.3 Hafa markmið símenntunar náðst?

Niðurstöður sýna að því markmiði Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga að

stórauka áherslu á símenntun leikskólakennara hefur náðst. Mjög reynir á alla aðila að skipuleggja

námstilboð og stuðla að því að starfsmenn geti nýtt sér símenntunartilboð. Þetta markmið hefur

tekist vel eins og fram kemur í mynd 10.10.

Mynd 10.10 Er gert ráð fyrir símenntun leikskólakennara í stefnumótun og starfsmannahaldi í þínu sveitarfélagi/leikskóla?

88,4

74,3

88,9

0 20 40 60 80 100

Leikskólakennarar

Stjórnendur leikskóla

Stjórnendursveitarfélaga

Mynd 10.10 sýnir að rúmlega 88% stjórnenda sveitarfélaga og stjórnenda leikskóla segja að gert sé

ráð fyrir símenntun í stefnumótun og starfsmannahaldi hjá þeirra sveitarfélagi og leikskóla og

tæplega 75% leikskólakennara segja að gert sé ráð fyrir símenntun í þeirra leikskóla.

Mynd 10.11 sýnir að um 80% stjórnenda sveitarfélaga og stjórnenda leikskóla eru ánægð með

umfang og framkvæmd símenntunar og 70% leikskólakennara eru það einnig.

Borgar f ræðasetur

Page 171: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

170

Mynd 10.11 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með umfang og framkvæmd símenntunar?

Mjög/frekar ánægð(ur)

70,2

79,2

83,9

0 20 40 60 80 100

Leikskólakennarar

Stjórnendursveitarfélaga

Stjórnendur leikskóla

Einn er sá þáttur sem þarf að vera í lagi til að starfsmenn geti notið tilboða um símenntun án þess að

óeðlilegt álag færist yfir á þá starfsmenn sem eftir eru og sinna börnunum þegar hinir fyrrnefndu

hverfa á braut. Til þess þarf að gera ráðstafanir sem tryggja að afleysingarmálin séu í góðu horfi.

Mynd 10.12 Telur þú skipan mála með afleysingar vegna símenntunar vera góða eða lélega?

Mjög/frekar góð

21,6

26,9

63,3

0 20 40 60 80 100

Stjórnendur leikskóla

Leikskólakennarar

Stjórnendursveitarfélaga

Mynd 10.12 sýnir að 63,3% stjórnenda sveitarfélaga sem fara með málefni leikskóla telja að skipan

afleysingarmála vegna símenntunar sé í góðu lagi. Einnig kemur fram að 21,6% leikskólakennara

segja að afleysingarmálin séu í góðu lagi. Niðurstöður sýna að 52,7% leikskólakennara segja að

skipan afleysingarmála vegna símenntunar sé slæm og 61,5% stjórnenda leikskóla segja einnig að

afleysingarmál vegna símenntunar séu í slæmu horfi.

Borgar f ræðasetur

Page 172: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

171

Niðurstöður sýna að vel hefur tekist til með símenntun og markmið kjarasamningsins frá 2001 er

varða símenntun leikskólakennara hefur náðst. Einum þætti er varðar símenntunarferlið þarf þó að

huga að en það eru afleysingarmálin. Leikskólakennarar sem fara til símenntunar þurfa að fara frá

vinnu sinni áhyggjulausir og það er talið óæskilegt að starfsmenn sem sinna uppeldi og menntun

barna í leikskólum á meðan verði fyrir auknu álagi vegna þessa.

Lokaorð

Hér liggja fyrir niðurstöður rannsóknar á áhrifum kjarasamnings Félags leikskólakennara og

Launanefndar sveitarfélaga frá 2001. Með þessu verkefni hafa Félag leikskólakennara og

Launanefnd sveitarfélaga ráðist í það sameiginlega að kanna áhrif kjarasamningsins. Það er talið

mikilvægt skref í framhaldi af sameiginlegri yfirlýsingu um markmið kjarasamningsins frá 24.

janúar 2001 að gera úttekt á því hvað hefur náðst af settum markmiðum, hvað hefur áunnist og hvað

má betur fara. Verkefnið er yfirgripsmikið og leitað svara við spurningum sem beint er til margra

aðila sem hafa hagsmuna að gæta, m.a. leikskólakennara, leikskólastjóra, stjórnenda sveitarfélaga

sem fara með málefni leikskóla og fulltrúa foreldra, þ.e. formenn foreldrafélaga. Ætla má að

niðurstöður þessa verkefnis hafi hagnýtt gildi fyrir hagsmunaaðila, bæði Félag leikskólakennara og

Launanefnd sveitarfélaga, til áframhaldandi þróunar á kjörum starfsmanna, vinnuumhverfi, rekstri

leikskóla og aðbúnaði þeirra sem þar starfa.

Það hefur verið ánægjulegt að koma að þessu verkefni ólíkra hagsmunaaðila, sem þó vinna að sama

markmiði og hafa starfað saman og mæst á faglegum grunni og gagnkvæmri virðingu. Tekið skal

fram að niðurstöður og ályktanir eru á ábyrgð skýrsluhöfundar og Borgarfræðaseturs.

Reykjavík, 20. ágúst 2004,

Harpa Njáls, verkefnisstjóri.

Borgar f ræðasetur

Page 173: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

Borgar f ræðasetur

Page 174: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

173

Heimildir:Félag leikskólakennara, 2003. Listi yfir leikskólakennara á skrá, 25. nóvember 2003.

Félag leikskólakennara, 2003. Listi yfir stjórnendur leikskóla, 25. nóvember 2003.

Félag leikskólakennara 2004. Upplýsingar um félagsmenn - skiptingu eftir kyni, júní.

Hagstofa Íslands 2004. Ýmis talnagögn: Skólamál (14): Leikskólar. Heimasíða:

www.hagstofan.is.

Hagstofa Íslands, 2004. Upplýsingar frá starfsmanni um stöðugildi/barngildi: Skipting

eftir landsvæðum, 5. júlí.

Háskólinn á Akureyri, 2004. Upplýsingar um leikskólakennaranám 1998-2003.

Starfsmaður, 13. febrúar 2004.

Háskólinn á Akureyri, 2004. Viðtal við starfsmann leikskólakennarabrautar, apríl.

Háskólinn á Akureyri, 2004. Heimasíða: Staðbundið nám – Fjarnám, júlí 2004.

IMG-Gallup, 2004. Þjónusta leikskóla: Viðhorfsrannsókn. Framkvæmd 1. til 14. apríl.

Kennaraháskóli Íslands, 2004. Upplýsingar um leikskólakennaranám 1998-2003.

Starfsmaður, 15. mars 2004.

Kennaraháskóli Íslands, 2004. Viðtal við starfsmann leikskólakennarabrautar, apríl.

Kennaraháskóli Íslands, 2004. Heimasíða: Leikskólakennarabraut, A.H.J., júní.

Kennaraháskóli Íslands, 2004. Heimasíða: Staðbundið nám – Fjarnám, júlí 2004.

Kennaraháskóli Íslands, 2004. Ársskýrsla (ýmis ár).

Kjaranefnd opinberra starfsmanna (KOS), 2004. Fréttarit KOS nr. 22-29.

Kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Gildistími 1.

janúar 2001 til og með 31. ágúst 2004, bls. 6- 7.

Könnun meðal leikskólakennara. Bréf dagsett 28. nóvember 2004. Póstkönnun.

Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga. Símakönnun – staðlaðar spurningar.

Framkvæmd í febrúar 2004.

Könnun meðal formanna foreldrafélaga í leikskólum. Bréf dagsett í mars.

Spurningalisti sendur út á rafrænu formi með tölvupósti.

Leikskólar Reykjavíkur, 2003. Foreldrakönnun - Vor 2003. Heildarniðurstöður.

Leikskólar Reykjavíkur, 2003. Viðtöl við starfsmenn, haust 2003.

Leikskólar Reykjavíkur, 2004. Starfsmaður rekstrarsviðs, 1. september.

Leikskólar Reykjavíkur, 2004. Ársskýrsla (ýmis ár).

Borgar f ræðasetur

Könnun meðal stjórnenda leikskóla. Bréf dagsett 17. jan ar og 7. mars 2004.

Spurningalisti sendur út á rafrænu formi með tölvupósti.

ú

Page 175: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

174

Reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995. Menntamálaráðuneytið: Lög og

reglugerðir. Heimasíða: www.mrn.stjr.is

Menntamálaráðuneytið: Lög og reglugerðir. Heimasíða: www.mrn.stjr.is.

Samband íslenskra sveitarfélaga, 2004. Listi yfir sveitarstjóra/bæjarstjóra, mars 2004.

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar, 2003. Viðhorfskönnun meðal foreldra í leikskólum

Hafnarfjarðar.

Borgar f ræðasetur

Reglugerð nr. 365/2001 um breytingu á reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995.

Tilvitnun. Viðtal við stjórnanda sveitarfélags, 2004.

Tilvitnun. Viðtal við stjórnendur leikskóla, 2004.

Page 176: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

175

Töflur og myndir Töflur

Tafla 1 Nánari greining á gögnum 25

Tafla 2 Fimm ára börn í leikskólum 2001, skipting eftir landsvæðum 27

Tafla 3 Fjöldi barngilda í leikskólum eftir landsvæðum árin 1999-2003 29

Tafla 4 Barngildi á hvert stöðugildi starfsmanna 1999-2003 Greint eftir landsvæðum 30

Tafla 5 Hlutfallsleg (%) skipting stöðugilda eftir störfum og menntun 1998-2003 34

Tafla 6 Hlutfallsleg (%) skipting starfsfólks eftir störfum og stöðugildum 1999-2003 35

Tafla 7 Heildarfjöldi umsækjenda um leikskólakennaranám við KHÍ og þeirra sem fengu synjun 38

Tafla 8 90 eininga B.Ed.-nám í leikskólakennarafræðum, staðbundið nám og fjarnám 38

Tafla 9 Sundurgreining á fjölda nema sem hófu nám við HA, skipting eftir námsleiðum 41

Tafla 10 Heildarfjöldi brautskráðra nemenda í leikskólakennarafræðum frá KHÍ og HA 1998-2003 42

Tafla 11 Samanburður á þróun dagvinnulauna (DL) leikskólakennara og samanburðarhópa

1999-2003 Hlutfallsleg (%) hækkun á tímabilinu 49

Tafla 12 Samanburður á þróun heildarlauna (HL) leikskólakennara og annarra hópa 1999-2003 50

Tafla 13 Eru auknar kröfur gerðar til deildarstjóra eftir kjarasamninginn 2001? 163

Myndir

Myndir í kafla 4:

Mynd 4.1 Veita leikskólar á þínu svæði börnum yngri en 6 ára almennt góða eða slæma þjónustu? 24

Myndir í kafla 5:

Mynd 5.1 Fjöldi leikskóla á landinu eftir landsvæðum 1999-2003 26

Mynd 5.2 Barngildi í leikskólum eftir landsvæðum 1999-2003 29

Mynd 5.3 Stöðugildi í leikskólum eftir störfum og menntun 1998-2003 33

Mynd 5.4 Stöðugildi í leikskólum, eftir starfsheitum 1999-2003 34

Mynd 5.5 Heildarfjöldi nema sem sóttu um - og hófu leikskólakennaranám við KHÍ 1998-2003

Mynd 5.6 Heildarfjöldi brautskráðra leikskólakennara frá KHÍ 1998-2003 39

Mynd 5.7 Fjöldi nema sem hófu leikskólakennaranám við Háskólann á Akureyri 1998-2003 40

Mynd 5.8 Brautskráðir leikskólakennarar frá Háskólanum á Akureyri 1999-2003 41

Mynd 5.9 Samanburður á launum (DL) Leikskólakennara og þroskaþjálfa 45

Mynd 5.10 Samanburður á launum (HL) Leikskólakennara og þroskaþjálfa 45

Mynd 5.11 Samanburður á launum (DL) Leikskólakennara og grunnskólakennara 46

Mynd 5.12 Samanburður á launum (HL) Leikskólakennara og grunnskólakennara 46

Mynd 5.13 Samanburður á launum (DL) Leikskólakennara og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar,

háskólahópur 47

Mynd 5.14 Samanburður á launum (HL) Leikskólakennara og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar,

háskólahópur 47

Mynd 5.15 Samanburður á launum (DL) Leikskólakennara og háskólamanna innan BHM hjá

Reykjavíkurborg 48

Borgar f ræðasetur

37

Page 177: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

176

Mynd 5.16 Samanburður á launum (HL) Leikskólakennara og háskólamanna innan BHM hjá

Reykjavíkurborg 49

Myndir í kafla 6:

Mynd 6.1 Leikskólakennarar sem tóku þátt í könnuninni, skipting eftir kyni 55

Mynd 6.2 Aldur leikskólakennara sem tóku þátt í könnuninni 56

Mynd 6.3 Hvað hefur þú starfað í mörg ár sem leikskólakennari? 57

Mynd 6.4 Hvaða starfi gegna leikskólakennarar? 58

Mynd 6.5 Starfshlutfall leikskólakennara í leikskólum 58

Mynd 6.6 Telur þú að kjarasamningurinn 2001 hafi bætt launakjör leikskólakennara? 59

Mynd 6.7 Ert þú ánægð(ur) með launakjör þín miðað við laun annarra með sambærilega

menntun? 59

Mynd 6.8 Telur þú að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og

stjórnunarhlutverk? 60

Mynd 6.9 Hversu rúman tíma telurðu að leikskólakennarar fái til að undirbúa starfið? 60

Mynd 6.10 Telur þú að staða deildarstjóra sé eftirsóknarverðari í dag en hún var fyrir 2001? 61

Mynd 6.11 Telur þú að laun deildarstjóra séu í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk? 62

Mynd 6.12 Telur þú að auknar kröfur séu gerðar til deildarstjóra eftir kjarasamninginn 2001? 62

Mynd 6.13 Hversu rúman tíma telurðu að deildarstjórar fái til að undirbúa starfið? 63

Mynd 6.14 Ef svarið er ,,lítinn”, hversu margar klukkustundir telur þú að þurfi á viku? 63

Mynd 6.15 Telur þú að leikskólakennarar fái nægan stuðning vegna sérstakra verkefna? 64

Mynd 6.16 Telur þú að leikskólakennarar fái nægan stuðning frá stjórnendum leikskóla? 64

Mynd 6.17 Telur þú að samstarf við foreldra sé of mikið, hæfilegt eða of lítið? 65

Mynd 6.18 Telur þú að leikskólar veiti almennt góða og faglega þjónustu? 65

Mynd 6.19 Ert þú ánægðari eða óánægðari með starfsumhverfi þitt í dag? 66

Mynd 6.20 Ef svarið er ,,óánægðari”, hvað hefur helst haft áhrif á það? 66

Mynd 6.21 Telur þú æskilegt að starfsmenn sem sjá um uppeldi og menntun í leikskólum verði í

framtíðinni (velja má fleiri en einn svarmöguleika) 67

Mynd 6.22 Telur þú að ófaglærðir starfsmenn geti undir stjórn leikskólakennara sinnt uppeldi og

menntun barna vel, viðunandi eða illa? 67

Mynd 6.23 Telur þú að starfsmannafundir séu haldnir nægjanlega oft? 68

Mynd 6.24 Telur þú starfsmannafundi góðan vettvang eða ekki góðan til að styrkja starfseininguna? 68

Mynd 6.25 Er í þínum leikskóla gerð símenntunaráætlun sem er aðgengileg fyrir starfsmenn? 69

Mynd 6.26 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með umfang og framkvæmd símenntunar? 69

Mynd 6.27 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með valkosti til símenntunar sem í boði eru? 70

Mynd 6.28 Telur þú skipan afleysingarmála vegna símenntunar vera góða eða lélega? 70

Mynd 6.29 Hefur þú farið í framhaldsnám að loknu leikskólakennaraprófi? 71

Mynd 6.30 Ef svarið er ,,já”, á hvaða sviði? 71

Mynd 6.31 Hyggur þú á framhaldsnám á næstu 5 árum? 72

Mynd 6.32 Á hvaða sviði hyggur þú á framhaldsnám? (Velja má fleiri en einn svarmöguleika) 72

Borgar f ræðasetur

Page 178: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

177

Mynd 6.33 Hver er framtíðarsýn þín varðandi starf þitt? (Velja má fleiri en einn svarmöguleika) 73

Mynd 6.34 Vinnur þú aðra launaða vinnu með leikskólakennarastarfinu? 74

Myndir í kafla 7:

Mynd 7.1 Stjórnendur leikskóla sem tóku þátt í könnuninni, skipting eftir kyni 82

Mynd 7.2 Aldur leikskólastjóra 82

Mynd 7.3 Hvað hefur þú starfað í mörg ár sem leikskólastjóri? 83

Mynd 7.4 Hvað eru mörg börn í þínum leikskóla? 83

Mynd 7.5 Hefur þú farið í framhaldsnám að loknu leikskólakennaraprófi? 84

Mynd 7.6 Ef farið í framhaldsnám, á hvaða sviði? 84

Mynd 7.7 Telur þú að kjarasamningurinn 2001 hafi bætt launakjör leikskólakennara? 85

Mynd 7.8 Telur þú að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og

stjórnunarhlutverk? 85

Mynd 7.9 Telur þú að staða deildarstjóra sé eftirsóknanverðari í dag en hún var fyrir 2001? 86

Mynd 7.10 Telur þú að auknar kröfur séu gerðar til deildarstjóra eftir kjarasamninginn 2001? 86

Mynd 7.11 Telur þú að laun deildarstjóra séu í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk? 87

Mynd 7.12 Eru allar stöður deildarstjóra í þínum leikskóla skipaðar leikskólakennurum? 87

Mynd 7.13 Telur þú að leikskólakennarar fái nægan stuðning vegna sérstakra verkefn

svo sem vegna barna með þroskafrávik? 88

Mynd 7.14 Telur þú að leikskólakennarar fái nægan stuðning frá þér og aðstoðarleikskólastjóra? 88

Mynd 7.15 Telur þú að tími og áhrif aðstoðarleikskólastjóra nýtist vel í starfi? 89

Mynd 7.16 Telur þú að nægur tími sé fyrir stjórnun og stefnumótunarvinnu? 89

Mynd 7.17 Ef svarið er nei, hvaða ráðstafanir telur þú að gera þurfi? 90

Mynd 7.18 Telur þú að laun leikskólastjóra séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og

stjórnunarhlutverk? 90

Mynd 7.19 Telur þú að kjarasamningurinn 2001 hafi haft góð, sæmileg eða slæm áhrif á faglegt starf

í leikskólum á heildina litið? 91

Mynd 7.20 Telur þú að samstarf við foreldra sé of mikið, hæfilegt eða of lítið? 91

Mynd 7.21 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé viðunandi eða óviðunandi í þínum

leikskóla? 92

Mynd 7.22 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi aukist, staðið í stað eða minnkað eftir

kjarasamninginn 2001? 92

Mynd 7.23 Ef svarið er að stöðugleiki hafi aukist, hjá hverjum eftirtalinna hópa sem annast uppeldi

og menntun barna telur þú að það eigi við? 93

Mynd 7.24 Hefur börnum í þínum leikskóla fjölgað eða fækkað eftir kjarasamninginn 2001? 94

Mynd 7.25 Telur þú að aukin hagkvæmni hafi náðst í rekstri leikskólans eftir kjarasamninginn? 94

Mynd 7.26 Telur þú að gjald fyrir þjónustu leikskóla í þínu sveitarfélagi þurfi að vera hærra, það sé

eðlilegt eða megi vera lægra? 95

Mynd 7.27 Hvaða hópar fá afslátt af leikskólagjaldi í þínu sveitarfélagi? 95

Mynd 7.28 Telur þú að þjónusta í þínum leikskóla sé góð, sæmileg eða slæm? 96

Borgar f ræðasetur

Page 179: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

178

Mynd 7.29 Telur þú að ímynd leikskóla í samfélaginu sé almennt góð, sæmileg eða slæm? 96

Mynd 7.30 Hefur þú skynjað einhver jákvæð eða neikvæð áhrif kjarasamningsins 2001? 97

Mynd 7.31 Ef svarið er jákvæð áhrif, hver eru þau? 97

Mynd 7.32 Ef svarið er neikvæð áhrif, hver eru þau? 98

Mynd 7.33 Hefur samhæft árangursmat verið innleitt í þinn leikskóla? 99

Mynd 7.34 Er gert ráð fyrir símenntun leikskólakennara í stefnumótun og starfsmannahaldi

í þínu sveitarfélagi? 99

Mynd 7.35 Er gerð símenntunaráætlun á þínum vinnustað? 100

Mynd 7.36 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með umfang og framkvæmd símenntunar? 100

Mynd 7.37 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með nýtingu leikskólakennara á mögulegri símenntun? 101

Mynd 7.38 Telur þú skipan mála með afleysingar vegna símenntunar vera góða eða lélega? 101

Mynd 7.39 Er staða verkefnastjóra nýtt í þínum leikskóla? 102

Mynd 7.40 Hvaða verkefni hafa verkefnastjórar séð um í þínum leikskóla? 102

Mynd 7.41 Telur þú æskilegt eða óæskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra eða er skipan mála góð

eins og hún er? 103

Mynd 7.42 Ef svarið er æskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra á hvaða sviði ætti það að vera? 103

Mynd 7.43 Telur þú æskilegt að sveitarfélagið geri ráðstafanir til að tryggja öllum börnum

uppeldi og menntun á leikskólastigi? 104

Mynd 7.44 Hvert af eftirtöldum atriðum telur þú að skipti mestu máli til að ná því markmiði að

tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi? 104

Myndir í kafla 8:

Mynd 8.1 Skipting eftir kyni 111

Mynd 8.2 Aldur þeirra sem þátt tóku í könnuninni 112

Mynd 8.3 Hvað hefur þú starfað í mörg ár sem stjórnandi hjá sveitarfélaginu? 112

Mynd 8.4 Telur þú að kjarasamningurinn 2001 hafi bætt launakjör leikskólakennara? 113

Mynd 8.5 Telur þú að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð

og stjórnunarhlutverk? 113

Mynd 8.6 Telur þú að laun leikskólastjóra séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð

og stjórnunarhlutverk? 114

Mynd 8.7 Telur þú að staða deildarstjóra sé eftirsóknarverðari í dag en hún var fyrir

kjarasamninginn 2001? 114

Mynd 8.8 Telur þú að laun deildarstjóra séu í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk? 115

Mynd 8.9 Telur þú að kjarasamningurinn 2001 hafi haft, góð, sæmileg eða slæm áhrif á

faglegt starf í leikskólum á heildina litið? 115

Mynd 8.10 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé viðunandi eða óviðunandi á þínu svæði? 116

Mynd 8.11 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi aukist, staðið í stað eða minnkað eftir

kjarasamninginn 2001? 116

Mynd 8.12 Telur þú að börnum í leikskólum í þínu sveitarfélagi hafi fjölgað eða fækkað eftir

kjarasamninginn 2001? 117

Borgar f ræðasetur

Page 180: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

179

Mynd 8.13 Hafa biðlistar eftir leikskólaplássi styst, staðið í stað eða lengst eftir kjarasamninginn? 117

Mynd 8.14 Telur þú að aukin hagkvæmni hafi náðst í rekstri leikskóla í þínu sveitarfélagi

eftir kjarasamninginn 2001? 118

Mynd 8.15 Telur þú að gjald fyrir þjónustu leikskóla í þínu sveitarfélagi þurfi að vera hærra,

það sé eðlilegt, eða megi vera lægra? 118

Mynd 8.16 Hvaða hópar fá afslátt af leikskólagjaldi í þínu sveitarfélagi? 119

Mynd 8.17 Telur þú að þjónusta í leikskólum í þínu sveitarfélagi sé góð, sæmileg eða slæm? 120

Mynd 8.18 Telur þú að ímynd leikskóla í þínu sveitarfélagi sé góð, sæmileg eða slæm? 120

Mynd 8.19 Hefur þú skynjað einhver jákvæð eða neikvæð áhrif kjarasamningsins? 121

Mynd 8.20 Ef svarið er jákvæð áhrif, hver eru þau? 121

Mynd 8.21 Ef svarið er neikvæð áhrif, hver eru þau? 122

Mynd 8.22 Hefur samhæft árangursmat (Balanced scorecard/eða annað sambærilegt) verið innleitt

í leikskóla í þínu sveitarfélagi? 123

Mynd 8.23 Er gert ráð fyrir símenntun leikskólakennara í stefnumótun og starfsmannahaldi

leikskóla í þínu sveitarfélagi? 123

Mynd 8.24 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með umfang og framkvæmd símenntunar? 124

Mynd 8.25 Telur þú skipan afleysingarmála vegna símenntunar vera góða, sæmilega eða slæma? 124

Mynd 8.26 Telur þú æskilegt eða óæskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra? 125

Mynd 8.27 Ef svarið er æskilegt að auka sjálfstæði leikskólastjóra á hvaða sviði ætti það að vera? 125

Mynd 8.28 Telur þú æskilegt að sveitarfélagið geri ráðstafanir til að tryggja öllum börnum uppeldi

og menntun á leikskólastigi? 126

Mynd 8.29 Hvert af eftirtöldum atriðum telur þú að skipti mestu máli til að ná því markmiði

að tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi? 126

Myndir í kafla 9:

Mynd 9.1 Formenn foreldrafélaga í leikskólum sem þátt tóku í könnuninni, skipting eftir kyni 136

Mynd 9.2 Aldur þátttakenda 136

Mynd 9.3 Hve lengi hefur þú verið formaður foreldrafélagsins? 137

Mynd 9.4 Hversu lengi hefur barnið þitt verið í þessum leikskóla? 137

Mynd 9.5 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með daglegar móttökur barnsins þegar það kemur

í leikskólann? 138

Mynd 9.6 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með kveðju starfsmanna þegar barnið er sótt? 138

Mynd 9.7 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með samskipti þín við stjórnendur leikskólans? 139

Mynd 9.8 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ert þú með samskipti þín við leikskólakennarana

sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólanum? 139

Mynd 9.9 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ert þú með samskipti þín við annað starfsfólk sem

annast uppeldi og menntun barna í leikskólanum? 140

Mynd 9.10 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með samstarf leikskólans við foreldra? 140

Mynd 9.11 Telur þú að samstarf við foreldra sé of mikið, hæfilegt eða of lítið? 141

Mynd 9.12 Hafa eftirtaldir þættir í starfi leikskólans verið kynntir fyrir þér? 142

Borgar f ræðasetur

Page 181: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

180

Mynd 9.13 Hvernig færðu upplýsingar um daglegt starf í leikskólanum? 142

Mynd 9.14 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með námskrá/uppeldisstefnu leikskólans? 143

Mynd 9.15 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ert þú með upplýsingagjöf leikskólans um atriði

sem snerta barnið? 143

Mynd 9.16 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með húsnæði leikskólans? 144

Mynd 9.17 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með aðbúnað í leikskólanum? 144

Mynd 9.18 Hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með skipulag og öryggi á útivistarsvæði leikskólans? 145

Mynd 9.19 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé viðunandi eða óviðunandi í leikskólanum? 146

Mynd 9.20 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi aukist, staðið í stað eða minnkað

á síðustu tveimur árum? 146

Mynd 9.21 Hefur börnum í leikskólanum fjölgað eða fækkað á síðustu tveimur árum? 147

Mynd 9.22 Telur þú að gjald fyrir þjónustu leikskóla í þínu sveitarfélagi þurfi að vera hærra,

það sé eðlilegt eða megi vera lægra? 147

Mynd 9.23 Telur þú að þjónusta í leikskólanum sé almennt góð, sæmileg eða slæm? 148

Mynd 9.24 Telur þú að ímynd leikskóla í samfélaginu sé almennt góð, sæmileg eða slæm? 148

Mynd 9.25 Telur þú að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og

stjórnunarhlutverk? 149

Mynd 9.26 Telur þú æskilegt að sveitarfélagið geri ráðstafanir til að tryggja öllum börnum uppeldi

og menntun á leikskólastigi? 149

Mynd 9.27 Hvert af eftirtöldum atriðum telur þú að skipti mestu máli til að ná því markmiði að

tryggja öllum börnum uppeldi og menntun á leikskólastigi? 150

Myndir í kafla 10:

Mynd 10.1 Telur þú að ímynd leikskóla í þínu sveitarfélagi sé almennt góð, sæmileg eða slæm? 156

Mynd 10.2 Telur þú að leikskólar (í þínu sveitarfélagi/á Íslandi) veiti almennt góða þjónustu? 157

Mynd 10.3 Hefur kjarasamningurinn frá 2001 bætt launakjör leikskólakennara? 158

Mynd 10.4 Telur þú að laun leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra,

ábyrgð og stjórnunarhlutverk? 160

Mynd 10.5 Telur þú að staða deildarstjóra sé eftirsóknarverðari í dag en hún var? 162

Mynd 10.6 Telur þú að laun deildarstjóra séu í samræmi við ábyrgð þeirra og stjórnunarhlutverk? 163

Mynd 10.7 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi sé viðunandi í þínum leikskóla/svæði? 164

Mynd 10.8 Telur þú að stöðugleiki í starfsmannahaldi hafi aukist eða staðið í stað? 165

Mynd 10.9 Hefur börnum í þínum leikskóla/sveitarfélagi fjölgað eða fækkað eftir 2001? 166

Mynd 10.10 Er gert ráð fyrir símenntun leikskólakennara í stefnumótun og starfsmannahaldi í þínu

sveitarfélagi/leikskóla? 169

Mynd 10.11 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með umfang og framkvæmd símenntunar? 170

Mynd 10.12 Telur þú skipan mála með afleysingar vegna símenntunar vera góða? 170

Borgar f ræðasetur

Page 182: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

181

Viðauki I Verkefnaskilgreining

Áhrif kjarasamnings aðila á starfsmannahald og starfsemi leikskóla

Borgarfræðasetur gengst fyrir könnun á stöðu og þróun kjara og stafsskilyrða í leikskólum ólíkra

sveitarfélaga í landinu. Sérstök áhersla verður lögð á að meta áhrif kjarasamnings frá 24. janúar

2001 og eru stefnumið sem fram eru sett í sameiginlegri markmiðsyfirlýsingu samningaðila höfð að

leiðarljósi.

1. Talnagögn frá Hagstofu Íslands, Kjaranefnd (KOS) og fleira

Eftirtaldir þættir verða m.a. kannaðir: Fjölgun stöðugilda leikskólakennara í leikskólum, fjölgun

fagfólks í stöður í leikskólum, staðan fyrir og eftir kjarasamning tekin út (1999 og 2002). Gerð

verður greining eftir svæðum. Samanburður á launaþróun leikskólakennara m.v. aðra starfshópa. Þá

verður kannað hvort samningurinn hafi bætt kjör leikskólakennara umfram aðra, hvort laun

leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Ennfremur

verður athugað hvort hlutfall starfsmanna með leikskólakennaramenntun sem annast uppeldi og

menntun barna hafi hækkað með sérstöku tilliti til deildarstjóra.

2. Aðsókn og eftirspurn eftir leikskólakennaranámi við KHÍ og HA

Könnuð verður aðsókn 1999 – 2002 í báða skóla og fjölda nemenda sem ljúka námi.

3. Spurningalistakönnun lögð fyrir leikskólakennara (úrtak). Spurningalistar sendir til leik-

skólakennara. Eftirfarandi þættir verða m.a. kannaðir:

Telja leikskólakennarar að launin séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk?

Eru leikskólakennarar sáttir við kjör sín og starfsumhverfi? Hefur starfsánægja leikskólakennara

aukist á síðustu árum? Þá verður kannað hvort aukin áhersla á símenntun og framhaldsnám

leikskólakennara hafi skilað sér og hvort afleysingar vegna símenntunar leikskólakennara séu

viðunandi og einnig hvort leikskólakennarar veiti góða og faglega þjónustu, hvort undirbúningstími

fyrir faglegt starf sé viðunandi, hvort starfsmannafundir séu haldnir reglulega og hvort þeir séu

góður vettvangur til að styrkja starfseininguna.

4. Viðtöl við stjórnendur leikskóla (úrtak): Símakönnun/viðtöl á staðnum (staðlaðar

spurningar). Eftirfarandi þættir verða m.a. kannaðir:

Hefur hlutfall starfsmanna með leikskólakennaramenntun sem annast uppeldi og menntun barna

hækkað í þínum leikskóla? Er aukinn stöðugleiki í starfsmannahaldi? Er jafnari dreifing

Borgar f ræðasetur

Page 183: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

182

leikskólakennara með deildarstjórn í þínum leikskóla eftir kjarasamning? Er undirbúningstími fyrir

faglegt starf viðunandi? Eru starfsmannafundir haldnir reglulega í leikskólanum og eru þeir góður

vettvangur til að styrkja starfseininguna? Telur viðkomandi stjórnandi að laun leikskólakennara séu í

samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk og að veitt sé góð og fagleg þjónusta í

leikskólum? Hvernig hefur staða verkefnastjóra nýst og auknar stjórnunarskyldur aðstoðarleik-

skólastjóra?

5. Viðtöl við stjórnendur sveitarfélaga (úrtak). Símakönnun/viðtöl á staðnum

(staðlaðar spurningar). Eftirfarandi þættir verða m.a. kannaðir:

Spurt verður um það hvort barngildum í leikskólum hefur fjölgað/fækkað eftir kjarasamning og

hvort aukin hagkvæmni hafi náðst í rekstri leikskóla. Einnig hvort stöðugleiki sé í starfsmannahaldi

og hvort stöðugleikinn hafi aukist. Þá verður spurt um það hvort gert sé ráð fyrir símenntun

leikskólakennara í stefnumótun og starfsmannahaldi leikskóla á viðkomandi svæði og hvort samhæft

árangursmat (Balanced scorecard/eða annað sambærilegt) hafi verið innleitt í leikskóla á svæðinu.

Hvort viðkomandi telji að veitt sé góð og fagleg þjónusta í leikskólum og hvort ímynd leikskóla sé

góð.

6. Spurningakönnun meðal foreldra/forráðamanna barna í leikskólum (úrtak). Spurningalistar

verða lagðir fyrir í foreldrafélögum leikskóla. Leitað verður eftir samstarfi við leikskólastjóra og/eða

deildarstjóra við dreifingu spurningalista. Byggt er á spurningarlista sem Leikskólar Reykjavíkur

hafa þróað og lagt fyrir. Þættir sem kannaðir verða:

Um samskipti og samstarf við leikskólann: Hversu ánægð(ur)/ óánæðg(ur) ert þú með upplýsingar

sem þú fékkst um leikskólann í upphafi leikskólavistar barnsins? Hversu ánægð(ur)/ óánægð(ur) er

viðkomandi með daglegar móttökur barnsins þegar það kemur í leikskólann og með kveðju

starfsmanna þegar barnið er sótt í leikskólann? Þá verður spurt um það hvernig upplýsingar um

daglegt starf í leikskólanum eru fengnar: Í daglegum samskiptum, foreldraviðtölum, á foreldra-

fundum, í fréttabréfi eða á upplýsingatöflu. Er viðkomandi ánægð(ur)/ óánægð(ur) með samskipti

við starfsfólk deildarinnar og leikskólastjórann? Spurt er hvort eftirtaldir þættir í starfi leikskólans

hafi verið kynntir fyrir viðkomandi: Aðalnámsskrá leikskólans, námsskrá leikskólans, ársáætlun

leikskólans, matsaðferðir leikskólans, foreldrafélag, fréttabréf, námsskeiðsdagur leikskólakennara og

skipulagsdagur. Einnig verður spurt um hvort viðkomandi sé ánægð(ur)/ óánægð(ur) með náms-

skrá/uppeldisstefnu leikskólans, með samstarf leikskólans við foreldra og foreldraviðtölin sem í boði

eru í leikskólanum. Að lokum verður spurt hversu ánægt/óánægt fólk er með húsnæði leikskólans,

skipulag og öryggi á útivistarsvæði leikskólans.

Borgar f ræðasetur

Page 184: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

183

7. Spurningar sem lagðar verða fyrir í spurningavagni IMG - Gallup um ímynd leikskóla.

Viðhorf almennings til leikskóla og þjónustu sem þar er veitt og hvort viðkomandi hafi átt barn í

leikskóla síðustu 24 mánuði.

Þar sem gert er ráð fyrir úrtaki (þ.e. stjórnenda leikskóla, sveitarfélaga og fulltrúa foreldra) verður

samræmis gætt og leitað svara í sama leikskóla (sama svæði). Í sumum tilvikum er verið að leita

eftir og fá fram viðhorf aðila til sömu þátta.

Borgar f ræðasetur

Page 185: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

184

Viðauki II

Yfirlýsing um markmið kjarasamnings Launanefndar sveitarfélaga og Félags íslenskra leikskólakennara frá 24. janúar 2001.

Íslenskt samfélag hefur þróast ört síðustu ár. Auknar kröfur hafa fylgt í kjölfar þeirrar þróunar, m.a

kröfur foreldra um fagmennsku og fjölbreytni í leikskólastarfi. Leikskóli fyrir öll börn er orðin

sjálfsögð krafa og litið á það sem réttindi hvers og eins barns að það hafi aðgang að leikskóla frá því

fæðingarorlofi lýkur þar til grunnskólaganga hefst. Þetta hefur löggjafinn staðfest með lögum um

leikskóla. Markmiðssetning þeirra laga er framsýn og með stóraukinni uppbyggingu leikskóla

síðustu ár hafa sveitarfélög sýnt í verki að þau vilja uppfylla þær skyldur sem lögin kveða á um.

Metnaðarfullt leikskólastarf er háð því að sátt ríki um tilvist leikskólans, hlutverk, kennsluaðferðir

og ekki síst aðbúnað og kjör þeirra sem þar starfa. Það er hagur þeirra er að leikskólanum koma,

barna, foreldra, starfsmanna, sveitarstjórnarmanna og samfélagsins alls.

Leikskólar þurfa að geta veitt góða og faglega þjónustu. Leikskólakennarar gegna þar lykilhlutverki.

Í aðalnámskrá leikskóla er mótaður rammi um leikskólastarfið og það er hlutverk leikskólakennarans

að skipuleggja, framkvæma og meta starfið á grundvelli hennar. Starf sitt byggir leikskólakennarinn

á fagmennsku sem hann hefur tileinkað sér með reynslu og námi, sem frá árinu 1996 hefur formlega

verið á háskólastigi. Nám leikskólakennara fer fram í Kennaraháskóla Íslands og í Háskólanum á

Akureyri.

Sátt leikskólakennarans við kjör sín og starfsumhverfi eru mikilvægur þáttur í því að viðhalda þeirri

góðu ímynd sem leikskólinn hefur skapað sér og um leið forsenda þess að um frekari uppbygginu

verði að ræða. Það mun stuðla að stöðugleika í starfsmannahaldi og auka á starfsánægju barna og

fullorðinna. Það mun ekki síst laða fleiri leikskólakennara til starfa í leikskólum og gera

leikskólakennaranám eftirsóknarvert. Það er staðreynd að samkeppni um vinnuafl ræður miklu um

þau kjör sem í boði eru. Til þess að stúdentar velji sér framhaldsnám sem tengist þörfum

sveitarfélaga, s.s. við leikskólakennslu, þurfa sveitarfélög að vera í stakk búin til þess að bæta kjör

kennara á fyrsta skólastiginu.

Aðilar eru sammála því að til lengri tíma litið skuli stefnt að því að allir starfsmenn leikskóla sem

annast uppeldi og menntun barna hafi leikskólakennaramenntun. Markmið kjarasamningsins er að

Borgar f ræðasetur

Page 186: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

185

bæta kjör leikskólakennara svo það verði að veruleika sem allra fyrst. Það er nauðsynlegt að laun

leikskólakennara séu í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk.

Í kjarasamningnum er einnig stóraukin áhersla lögð á símenntun og framhaldsnám leikskólakennara.

Í leikskólum sem og öðrum vinnustöðum verður þörfin fyrir símenntun meiri með hverju árinu sem

líður. Þróun í leikskólafræðum er ör og sífellt koma fram nýjar kenningar og rannsóknir sem brýnt er

að fylgjast með.

Í kjarasamningnum er sérstök áhersla lögð á lagfæringar á kjörum deildarstjóra þannig að sú staða

verði eftirsóknarverð. Það er von samningsaðila að það leiði af sér jafnari dreifingu milli leikskóla

sem þýðir að fleiri börn muni njóta leiðsagnar leikskólakennara.

Launanefnd sveitarfélaga og Félag íslenskra leikskólakennara eru sammála um að afar mikilvægt sé

að leikskólar séu reknir á sem hagkvæmastan hátt. Með það að leiðarljósi er að finna atriði í

kjarasamningnum er stuðla skulu að hagkvæmni í rekstri. Þar má nefna að skoða á nýtingu húsnæðis

með það að leiðarljósi að sem flest börn eigi þann sjálfsagða rétt að sækja leikskóla. Jafnrétti til

náms gildir jafnt um leikskólabörn sem önnur börn.

Reykjavík, 24. jan. 2001

F.h. Launanefndar sveitarfélaga F.h. Félags ísl. leikskólakennara

_________________________ __________________________ Karl Björnsson, formaður Björg Bjarnadóttir, formaður

Borgar f ræðasetur

Page 187: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

186

Viðauki III Stöðugildi starfsmanna í leikskólum vs. barngildi árin 1999-2003

Barngildi Barngildi

1999 1999 á hvert 2001 2001 á hvert

Barngildi Stöðugildi stöðugildi Barngildi Stöðugildi stöðugildi

Reykjavík 5.811 924,7 6,3 6.252 977,9 6,4

Höfuðborgarsvæðið

utan Reykjavíkur 2.929 470,8 6,2 3.774 597,7 6,3

Suðurnes 630 88,5 7,1 890 139,1 6,4

Vesturland 581 82,6 7 683 104,6 6,5

Vestfirðir 374 55,3 6,8 379 60,7 6,2

Norðurl. vestra 309 49,9 6,2 361 53 6,8

Norðurl. eystra 1.146 170,4 6,7 1.301 200 6,5

Austurland 511 87,3 5,9 480 78,5 6,1

Suðurland 909 133,7 6,8 907 136,1 6,7

Samtals: 13.202 2.063,2 15.027 2.347,60

Barngildi

2003 2003 á hvert

Reykjavík Barngildi Stöðugildi stöðugildi

Höfuðborgarsvæðið 7.532 1.161,50 6,5

utan Reykjavíkur

Suðurnes 4.556 732,8 6,2

Vesturland 954 153,1 6,2

Vestfirðir 723 130,3 5,5

Norðurl. vestra 356 59,7 6

Norðurl. eystra 387 64,6 6

Austurland 1.430 217,4 6,6

Suðurland 555 94,3 5,9

Samtals: 1.046 175,2 6

17.539 2.788,90

Barngildi á hvert stöðugildi í leikskólum

Skipting eftir landshlutum 1999-2003

Fjölgun/fækkun

1999 2001 2003 1999-2003 2001-2003

Reykjavík 6,3 6,4 6,5 -0,2 0,1

Höfuðborgarsvæðið

utan Reykjavíkur 6,2 6,3 6,2 0,0 -0,1

Suðurnes 7,1 6,4 6,2 0,9 -0,2

Vesturland 7,0 6,5 5,5 1,5 -1,0

Vestfirðir 6,8 6,2 6,0 0,8 -0,2

Norðurl vestra 6,2 6,8 6,0 0,2 -0,8

Norðurl eystra 6,7 6,5 6,6 0,1 0,1

Austurland 5,9 6,1 5,9 0,0 -0,2

Suðurland 6,8 6,7 6,0 0,8 -0,7Heimild: Hagstofa Íslands, 5 júlí 2004.

Borgar f ræðasetur

Page 188: Borgarfræðasetur · Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

Borgarfræðasetur Skólabæ HÍ Suðurgötu 26 101 Reykjavík Sími 525 4077 www.borg.hi.is

Borgar f ræðasetur

Borgar f ræðasetur

Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar

Áhrif kjarasamnings

Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga

á starfsmannahald og starfsemi leikskóla

Harpa NjálsÁgúst 2004

K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K80/92 K40/56 C80/40 C40/54 M80/90 M40/54 Y80/90 Y40/54K55% 504040K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25Y1.25M1.40C1.45K1.80Expose C + Y C + M Y + M

C MY K

SLURSLUR SLURSLURK55% 504040 K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K80/92 K40/56 C80/40 C40/54 M80/90 M40/54 Y80/90 Y40/54K55% 504040 K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K1.80 C1.45 M1.40 Y1.25K80/92 K40/56 C80/40 C40/54 M80/90 M40/54 Y80/90 Y40/54K55% 504040 K1.80 C1.45 M1.40K80/92 K40/56 C80/40 C40/54K55% 504040

Vinnuaðstæður og kjör í leikskólum á Íslandi 2004

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir úttekt á vinnuumhverfi og kjörum leikskólakennara á Íslandi.Verkefnið er unnið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara.Gerðar voru kannanir meðal leikskólakennara, leikskólastjóra, stjórnenda sveitarfélaga sem farameð málefni leikskóla, og loks meðal foreldra barna sem eru í leikskólum. Markmiðið var að metaárangur af síðasta kjarasamningi aðilanna. Spurt var um margvísleg atriði er tengjast vinnu,stjórnun, starfsaðstæðum, menntun og kjörum í leikskólum. Verkið gefur góða innsýn í stöðustarfsmannamála í leikskólum á Íslandi árið 2004. Niðurstöður úr verkinu eru birtar á tvo vegu,annars vegar ítarleg skýrsla sem er á annað hundrað blaðsíður og hins vegar styttri útdráttur úrniðurstöðum. Einnig er skýrslan birt í fullri lengd á heimasíðu Borgarfræðaseturs (www.borg.hi.is).

Harpa Njáls lauk BA og MA prófum frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands og starfar sem sérfræð-ingur við Bogarfræðasetur. Hún hefur sérhæft sig í velferðarrannsóknum. Bók hennar Fátækt á Ís-landi við upphaf nýrrar aldar: Hin dulda félagsgerð borgarsamfélagsins kom út árið 2003. Harpahefur starfað að margvíslegum félagsmálum á liðnum árum, meðal annars við uppbyggingu inn-anlandsaðstoðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar.

Borgarfræðasetur er sjálfstæð rannsóknarstofnun sem stofnsett var af Háskóla Íslands og Reykja-víkurborg. Markmiðið með starfsemi Borgarfræðaseturs er að gangast fyrir rannsóknum á sviðiborgarfræða í víðum skilningi, bæði frá sjónarhóli þjóðfélags og skipulags. Einnig er markmiðið aðkynna hér á landi rannsóknir á sviði borgarfræða, reynslu og nýjar hugmyndir erlendis frá. Þá hef-ur Borgarfræðasetur einnig beitt sér fyrir kennslu í aukagrein í borgarfræðum (30 eininga nám) viðHáskóla Íslands.

Þau rannsóknarverk, skýrslur, ritgerðir og bækur sem Borgarfræðasetur gefur út ber ekki á neinnhátt að skoða sem hluta af stefnu eða sjónarmiðum borgaryfirvalda Reykjavíkur né yfirvalda Há-skóla Íslands. Verkin eru alfarið á ábyrgð höfunda og forstöðumanns Borgarfræðaseturs.

Stefán Ólafsson, forstöðumaður Borgarfræðaseturs