starfsáæltun leikskólasviðs reykjavíkurborgar 2011

38
Stefna og starfsáætlun Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar

Upload: gudrun-hjartardottir

Post on 18-Mar-2016

237 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Starfsáæltun og stefna leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Stefna og starfsáætlun

Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar

Page 2: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

2

Page 3: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

3

EFNISYFIRLIT

EFNISYFIRLIT ............................................................................................................................................................ 2

SKIPURIT LEIKSKÓLASVIÐS ...................................................................................................................................... 4

INNGANGUR ............................................................................................................................................................ 5

UMFANG ................................................................................................................................................................. 6

HLUTVERK ............................................................................................................................................................... 7

STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í MENNTAMÁLUM ................................................................................................. 8

VERKEFNAÁÆTLUN Í SKÓLAMÁLUM ..................................................................................................................... 10

STEFNUKORT LEIKSKÓLASVIÐS 2011 ..................................................................................................................... 12

SKREF Á ÁRINU ...................................................................................................................................................... 13

Leikskólar .......................................................................................................................................................... 13

Verklag .............................................................................................................................................................. 14

Mannauður ....................................................................................................................................................... 15

Fjármál .............................................................................................................................................................. 15

Dagforeldrar ...................................................................................................................................................... 16

SKORKORT..............................................................................................................................................................17

LYKILTÖLUR ........................................................................................................................................................... 19

Þróun og spá um fjölda leikskólabarna ............................................................................................................. 21

FJÁRHAGSÁÆTLUN 2011 ....................................................................................................................................... 22

FYLGISKJÖL ............................................................................................................................................................ 23

Page 4: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

4

SKIPURIT LEIKSKÓLASVIÐS

Leikskólabörn voru að horfa á fuglahóp á flugi og eitt þeirra segir;

„sjáið hvað það eru margir fuglar“.

Þá svarar annað;

„já, þeir eru í hópastarfi“

Page 5: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

5

INNGANGUR

Stefna og starfsáætlun Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 var staðfest í menntaráði í lok árs

2010. Hún tekur til umönnunar yngstu borgarbúanna, uppeldi þeirra og menntun, svo og fjármál leikskólanna

og stjórnsýslu. Á grunni þessa stefnuplaggs gera leikskólarnir sínar starfsáætlanir, auk þess sem þeir taka mið

af lögum og reglugerðum um leikskóla og aðalnámskrá leikskóla.

Hér er einnig lýst umfangi í starfi sviðsins en ungum börnum hefur ekki fjölgað jafn mikið og undanfarin 2 ár.

Til þess að mæta þessari barnafjölgun þarf fleiri dagforeldra til að tryggja um 300 viðbótarbörnum umönnun

og gæslu. Þá þarf að fjölga leikskólaplássum álíka mikið og er það gert með því að nýta betur húsnæði í eigu

borgarinnar, s.s. í færanlegum stofum og í grunnskólum þar sem aðstæður leyfa.

Í starfsáætlun er framtíðarsýn og verkáætlun sameinaðs menntaráðs sem nú fer með málefni leikskólanna og

gert grein fyrir þeim skrefum sem aðalskrifstofa sviðsins hyggst taka á árinu 2011 til að framfylgja stefnu

kjörinna fulltrúa. Í fylgiskjölum eru ítarlegar töluupplýsingar um leikskólastarf í borginni, svo sem tölur um

barnafjölda, dreifingu barna í borginni og fl.

Í verkáætlun menntaráðs er stefnt að sameiningu skóla. Í lok árs 2010 samþykkti borgarráð að skipa starfshóp

til að greina tækifæri til sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í hverfumborgarinnar.

Leikskólasvið mun framfylgja og innleiða tillögur hópsins.

Að vanda komu fjölmargir að vinnu við þessa starfsáætlun; sameinað menntaráð, leikskólastjórar, starfsfólk í

leikskólum, starfsfólk á aðalskrifstofu Leikskólasviðs, leikskólaráðgjafar, foreldrar og leikskólabörn. Aðkoma

barna að stefnumörkun er mikilvæg og er þetta í þriðja sinn að leitað er eftir hugmyndum þeirra í

stefnumótunarvinnu um menntun á leikskólastigi.

Leiðarljós

Í skólanum njóta börnin bernsku sinnar,

læra og þroskast í leik og samveru.

Page 6: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

6

UMFANG

Velta Leikskólasviðs á árinu 2010 nam rúmum 10

milljörðum króna. Á árinu 2011 er gert ráð fyrir um 10, 6

milljarða króna veltu.

Reykjavíkurborg starfrækti á árinu 2010 79 leikskóla með

samtals 5.785 leikskólarýmum. Þá voru 996 leikskóla-

rými í 19 sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni.

Á ársbyrjun eru 75 leikskólar starfræktir af

Reykjavíkurborg, auk eins samrekins leik– og grunnskóla.

Áætlað er að á árinu 2011 verði alls 6.865 börn í

leikskólum í Reykjavík í upphafi ár. Ráðgert er að fjölga

plássum á árinu þannig að þau verði 7.118 í lok ársins.

Áætlað er að dagforeldrar verði um 240 og að meðaltali

dvelji 1000 börn hjá þeim. Þá er áætlað að foreldrar 924

barna fái greidda þjónustutryggingu á fyrsta ársfjórðungi,

en að hún verði aflögð frá 1. apríl næstkomandi.

Raunkostnaður við leikskólapláss 2011

Meðalraunkostnaður; námskostnaður og fæðiskostnaður fyrir hvert leikskólabarn:

133.326 þúsund krónur á mánuði (1.466.585 kr./ári), þar af er fæðiskostnaður 13.781 kr. á mánuði

(151.591 kr./ári).

Meðaltekjur frá foreldrum eru 18.399 kr. á mánuði (202.389 kr./ári).

Kostnaður við yngstu börnin (1 árs) er 180,149 kr. á mánuði að meðaltali (1.981.640 kr./ári).

Kostnaður við elstu börnin (5 ára) er 107.404 kr. á mánuði að meðaltali (1.181.444 kr./ári).

Fjöldi barna á stöðugildi

Að meðaltali eru 6,3 börn á hvert stöðugildi á leikskóladeildum borgarinnar og eru þá ekki meðtaldir

starfsmenn í eldhúsi, leikskólastjóri, starfshlutfall aðstoðarleikskólastjóra í stjórnun og stöðugildi

sérkennslustjóra. Stöðugildi án sérkennslu eru 1.276. Ef gert er ráð fyrir að bæði starfsmenn og börn séu í 8

klukkustundir á dag í leikskólanum er fjöldi barna á stöðugildi 4,49 en að jafnaði 4,6.

Frumvarp (Fjárhæðir í þús. Kr.) 2011

Rekstrartekjur (aðrar tekjur) 1.245.852

Rekstrartekjur samtals 1.245.852

Laun og launatengd gjöld 6.774.780

Annar rekstrarkostnaður 3.828.829

Rekstrargjöld samtals 10.603.609

Rekstrarniðurstaða 9.357.757

Áætlaður fjöldi starfsmanna 2011

Fjöldi starfsmanna í leikskólum 1.558

Fjöldi starfsmanna í sérkennslu 210

Fjöld starfsmanna á aðalskrifstofu 30

Fjöldi stöðugilda í leikskólum 1.276

Fjöldi stöðugilda í sérkennslu 146

Fjöldi stöðugilda á skrifstofu 30

Page 7: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

7

HLUTVERK

Veita leikskólabörnum umönnun, uppeldi og menntun í samvinnu við foreldra.

Vera faglegt forystuafl í málefnum leikskóla borgarinnar.

Fylgja eftir innra og ytra mati til að efla leikskólastarf.

Stuðla að gagnvirku samstarfi leik- og grunnskóla.

Búa starfsmönnum áhugavert og öruggt starfsumhverfi.

Veita fjölbreytta sérfræðiþjónustu.

Þjónusta og hafa eftirlit með leikskólum og dagforeldrum og veita þeim rekstrarleyfi.

Stuðla að fjölbreyttu vali fyrir fjölskyldur barna.

Page 8: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

8

STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í MENNTAMÁLUM

FRAMTÍÐARSÝN LEIKSKÓLAR

Einstaklingsmiðað nám og markviss samvinna tryggir að komið sé til móts við

þarfir og áhuga barnsins. Það er gert með fjölbreyttum uppeldisaðferðum þar

sem leikurinn er viðurkennd námsleið barna. Frumkvæði og þekkingarleit

einkenna allt leikskólastarfið og lagður er grunnur að lesskilningi og læsi í

víðum skilningi. Einstaklingsáætlun er gerð fyrir hvert barn í samvinnu við

foreldra. Leikskólinn er án aðgreiningar og fyrir öll börn óháð atgervi þeirra og stöðu.

Öll börn eru virkir og fullgildir þátttakendur í skólastarfinu og njóta jafnra

réttinda.

Sköpun, gleði, leikur og gagnrýnin hugsun eru í öndvegi. Leikskólinn eflir

frumkvæði og örvar ímyndunarafl og sköpunarhæfni með virkri þátttöku allra

barna. Skólinn mótar sér menningarstefnu og börn vinna með listir og

handverk í samstarfi við listamenn, listaskóla og menningarstofnanir.

Barnamenning er gerð sýnileg með margvíslegum hætti.

Leikskólinn er sjálfstæður og lifandi samfélag í sífelldri þróun. Hann setur sér

metnaðarfull markmið og leggur áherslu á ákveðna hugmyndafræði eða þætti

í leikskólastarfinu. Skólarnir í borginni vinna saman óháð eða þvert á skólastig,

ýmist í sama hverfi eða í ljósi sameiginlegra áherslna.

Sjálfstætt reknir leikskólar hafa sömu skyldur og aðrir skólar gagnvart börnum,

foreldrum og skólayfirvöldum.

Börnum og starfsmönnum líður vel í leikskólanum og lögð er áhersla á góða

umönnun, hollt mataræði og hreyfingu. Unnið er markvisst að því að byggja

upp jákvæða sjálfsmynd, leikni í samskiptum, félags- og hreyfifærni.

Umhverfið í skólanum er öruggt og heilsusamlegt. Umhverfismennt er gert

hátt undir höfði og áhersla lögð á sjálfbærni, endurvinnslu og endurnýtingu.

Einelti og ofbeldi er ekki liðið.

Nám við hæfi hvers og eins

Skapandi leikskólastarf

Lýðheilsa, öryggi, og vellíðan

Fjölbreytni og samstarf

Page 9: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

9

Starfsmenn eiga kost á starfsþróun í samræmi við áherslur skólanámskrár og

starfsáætlun Leikskólasviðs. Árlega gera leikskólar innra mat með þátttöku

barna, foreldra og starfsmanna og er áætlun um umbætur unnin á grundvelli

þess.

Allt leikskólastarf grundvallast á lýðræðislegum gildum, jafnræði og jafnrétti.

Börnin öðlast skilning og leikni í lýðræðislegum vinnubrögðum, skoðana-

skiptum og ákvarðanatöku. Þau læra að bera virðingu hvert fyrir öðru, þroska

hæfileika sína í samstarfi við aðra og taka virkan þátt í leikskólastarfinu.

Foreldrar eru samstarfsaðilar leikskólans á jafnréttisgrundvelli. Foreldraráð

starfar við hvern leikskóla og eru foreldrar hvattir til virkrar þátttöku í uppeldi

og menntun barna sinna. Stutt er við foreldrasamstarfið með markvissri

upplýsingamiðlun.

Áhersla er lög á samstarfsverkefni milli leikskóla og grunnskóla og samstarf við

stofnanir í grenndarsamfélaginu.

Leikskólar taka í starfi sínu mið af fjölbreyttu samfélagi og fjölmenningu.

Framfarir, færni og mat

Lýðræðislegt samstarf

Page 10: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

10

1. Fagleg forysta

Góður skóli byggist á metnaðarfullum stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki. Á næstu fjórum árum verður

með markvissum hætti stutt við forystuhlutverk stjórnenda og fagmennsku þeirra sem kenna og starfa í leik- og

grunnskólum. Liður í faglegri uppbyggingu verður að efla símenntun og ráðgjöf sem tekur mið af stefnumiðum

menntaráðs. Jafnframt verður samstarf skóla treyst og skapað flæði starfsfólks milli leik- og grunnskóla sem og

skólastiga og innleidd viðmið um góða kennslu og nám.

2. Ný aðalnámskrá

Metnaðarfullt skólastarf byggir á styrkleikum hvers og eins. Nýjar aðalnámskrár leik- og grunnskóla fela í sér

tækifæri fyrir sveigjanlegt og einstaklingsmiðað nám. Á næstu fjórum árum verður stefnt að því að bjóða upp á

fjölbreyttar námsleiðir og samþættingu í námi. Sérstaklega verður leitast við að samþætta mannréttindi, heimspeki,

siðfræði og tjáningu í allt skólastarf. Þá verður samstarf leik- og grunnskóla og grunn- og framhaldsskóla og tengsl

skólastarfs við frístundir eflt til muna með mælanlegum markmiðum.

3. Læsi og lesskilningur

Læsi er lykill að öllu námi, velferð barna og framförum. Í læsi felst að búa yfir færni til að skynja, skilja, túlka,

gagnrýna og miðla þekkingu sinni. Höfuðmarkmið menntaráðs næstu fjögur árin verður að efla læsi í víðum

skilningi. Því verður náð fram með markvissum aðferðum sem styðja við málþroska og málörvun, skimunum, auknu

samstarfi leik- og grunnskóla um byrjendalæsi og ráðgjöf til foreldra. Mótun heildstæðrar lestrarstefnu fyrir leik- og

grunnskóla mun byggja á nýjustu rannsóknum og framsækinni notkun upplýsingatækni. Reykjavík verður í forystu

um að efla læsi og lesskilning á öllum skólastigum.

4. Foreldrar og skóli

Leik- og grunnskólum ber að hafa frumkvæði að samstarfi við foreldra. Á næstu fjórum árum verður settur

slagkraftur í að efla foreldrasamstarf. Í því starfi verður m.a. litið til fyrirkomulags foreldraviðtala, verkfæra og tíma

kennarans til að sinna foreldrasamstarfi, foreldranámskeiða og upplýsingamiðlunar skóla. Hlutdeild foreldra og virk

þátttaka þeirra í námi og starfi barna sinna skiptir sköpum fyrir vellíðan, árangur og viðhorf þeirra til frekara náms.

Menntaráð hefur það skýra markmið að vekja athygli á mikilvægi foreldra í skólastarfi. Þar skipta umræður við

eldhúsborðið ekki síður máli en þátttaka í foreldrafélagi.

5. Menning í skólum

Börn og unglingar búa yfir ríkri sköpunargáfu og skólastarf er í eðli sínu skapandi. Kjarni allrar menntunar er

gagnrýnin hugsun sem tryggir frelsi hugans, víðsýni og sköpun. Með markvissri menningarfræðslu má jafna

tækifæri barna og unglinga til að upplifa, læra og tjá sig í gegnum listir og skapandi starf. Á næstu fjórum árum

verður samþætting hefðbundinna námsgreina við listir og menningu aukin og símenntun kennara með tengingu við

listgreinar efld. Menntaráð stefnir að því að skólar borgarinnar fái aukið vægi sem menningarstofnanir þar sem

fjölbreytileikanum er fagnað og að barna- og unglingamenning verði sýnilegri með virku framlagi skólanna.

VERKEFNAÁÆTLUN Í SKÓLAMÁLUM

Tíu rauðir þræðir og einn grænn

Page 11: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

11

6. Mat á gæðum skólastarfs

Leik- og grunnskólar í Reykjavík vinna stöðugt að innra mati og umbótastarfi. Mælanleg markmið, innra og ytra mat

svo og heildarmat skóla tryggja bestu gæði í skólastarfinu á hverjum tíma. Fjölbreytt mat á skólastarfi með þátttöku

barna og foreldra er veigamikill mælikvarði í stöðugu umbótastarfi skóla. Á næstu fjórum árum verður gerð tilraun

með heildarmat í leikskólum líkt og í grunnskólum.

7. Innihaldsríkur skóladagur

Barnið er í fyrirrúmi í öllu skólastarfi og nám fer fram innan sem utan skólans. Öll þjónusta miðar að innihaldsríkum

skóladegi sem er barnvænn og fjölskylduvænn. Á næstu fjórum árum ætlar menntaráð að brjóta upp hefðbundin

skil á milli skóla og skólastiga og vinna markvisst að því að samþætta skóla- og frístundastarf.

Í skipulagi skóladagsins verður litið til aukinnar samkennslu og hreyfanleika fagkennara og frístundafræðinga milli

skóla og betri nýtingar á húsnæði og fjármagni með tilliti til samreksturs og sameiningar stofnanna sem koma að

lærdómsumhverfi barna. Áfram skal haldið með tilraunir á ólíkum rekstrarformum, líkt og í Dalskóla.

8. Skóli án aðgreiningar

Í leik- og grunnskólum án aðgreiningar er sérhverju barni mætt í námi og félagsstarfi óháð atgervi þess, uppruna og

stöðu. Fullgild og virk þátttaka allra barna og virðing fyrir réttindum þeirra er leiðarljós reykvískra skóla. Á næstu

fjórum árum vill menntaráð styrkja faglega ráðgjöf um framkvæmd og þróun skóla án aðgreiningar og þverfaglega

teymisvinnu og ráðgjöf vegna barna með sérþarfir. Sérkennslustefna fyrir grunnskóla Reykjavíkur verður

endurskoðuð svo og dreifing fjármagns m.t.t greininga og ráðgjafar. Framtíðarfyrirkomulag sérskóla og skipulag

sérdeilda mun liggja fyrir á árinu 2011.

9. Heilnæmt skólaumhverfi

Heilnæmt skólaumhverfi er undirstaða fyrir árangursríkt nám og starf. Í leik- og grunnskólum er lögð áhersla á

hreyfingu og hollan mat sem uppfyllir kröfur Lýðheilsustofnunar. Markmið er að skapa gæðastundir í skólum

borgarinnar með hollum lífsháttum og góðri matarmenningu, samveru og samkennd. Á næstu fjórum árum verður

leitast við bjóða upp á góðan og hollan mat handa börnum í borginni og draga lærdóma af rannsóknum til að efla

lýðheilsu barna.

10. Strákar og stelpur

Leik- og grunnskólar koma til móts við þarfir stráka og stelpna á jafnræðisgrundvelli og vinna markvisst gegn

staðalímyndum kynja og kynbundnu starfsvali. Á næstu fjórum árum verður í samræmi við 23. grein jafnréttislaga

leitast við að efla enn jafnréttisfræðslu og jafnréttisstarf í skólum borgarinnar. Gangskör verður gerð að því að

samþætta kynjasjónarmið í alla stefnumótun í skólastarfi og sérstaklega leitast við að glæða námsáhuga drengja

þar sem marktækur munur mælist á námsárangri kynja.

11 Umhverfisvernd og sjálfbærni

Leik- og grunnskólar eru í lykilhlutverki í umhverfismennt og menntun til sjálfbærni sem felst í því að mæta þörfum

samtímans án þess að takmarka getu komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Á næstu fjórum árum munu

allir skólar í Reykjavík taka græn skref í anda hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og framfylgja áætlunum um

endurvinnslu, orkusparnað og endurnýtingu. Þá verður stutt við útinám, umhverfismennt og vistvæna lífshætti með

ýmsum þróunarverkefnum í skólum.

Page 12: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

12

STEFNUKORT LEIKSKÓLASVIÐS 2011

Lýðræðislegt lærdómssamfélag barna,

foreldra og starfsmanna

Page 13: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

13

SKREF Á ÁRINU

Leikskólar

Efla samstarf milli leikskóla og stofnana eldri borgara.

Vestnorrænt samstarf tveggja leikskóla frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum; Bæredygtig kultur- og nauturbaseret pædagogik i utvalgte börnehaver i Vestnorden.

Halda ráðstefnu um vísindi og tónlist í leikskólastarfi.

Gera handbók um safnaheimsóknir í samvinnu við lista- og menningarstofnanir.

Halda málþing um notkun einingakubba í leikskólum.

Halda málfund um 5 grunnþætti menntunar í nýrri aðalnámskrá

menntamálaráðuneytis.

Allir leikskólar endurskoði skólanámskrá í samræmi við nýja aðalnámskrá.

Stofna undirbúningshóp í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ um alþjóðlega

ráðstefnu um leikskólastarf á árinu 2012.

Framfylgja tillögum starfshóps um menningarstefnu leikskóla á grundvelli

Vegvísis um listfræðslu (UNESCO).

Hvetja leikskóla til samstarfs við listamenn og menningarstofnanir með það að

markmiði að fá menningarfána.

Vinna úr niðurstöðum starfshóps um málþroska og læsi.

Verkefnið Blíð byrjun lýkur 2011.

Stofna vinnuhóp um svokölluð þúsaldarbörn.

Vinna með staðalímyndir kynja í samstarfi leikskóla og grunnskóla.

Innleiða stefnu um aðbúnað og námsumhverfi yngstu barnanna.

Vinna með viðhorf til fjölbreytileika og fordómaleysi í samræmi við

mannréttindastefnu.

Innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla leikskóla borgarinnar.

Halda málþing um foreldrasamstarf.

Innleiða foreldravikur í leikskólum.

Kynna og innleiða Fjölskyldu og leikskóla – handbók um samstarf.

Könnun á viðhorfi foreldra til leikskólastarfsins.

Fjölga leikskólum sem vinna að því með foreldrum að nýta hæfni þeirra og

þekkingu í leikskólastarfinu.

Auka notkun leikskóla og foreldra á vefnum www.barnasattmali.is.

Læsi og leikni í samskiptum

Skapandi og fjölbreytt leikskólastarf

Traust, öryggi og vellíðan

Jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika

Virk þátttaka foreldra í leikskólastarfi

Page 14: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

14

Verklag

Tilraunaverkefni um samstarf leik-og grunnskóla í sambandi við RannUng

2009-2011.

Leikurinn í öndvegi – þróunarverkefni.

Fylgja eftir tillögum starfshóps um það hvernig staðið skuli að flutningi fatlaðra

barna á milli leik- og grunnskóla á árangursríkan hátt.

Endurskoða úthlutunarreglur vegna sérkennslu svo fjármagn nýtist sem best.

Bæta upplýsingagjöf til foreldra barna með sérþarfir á heimasíðum leikskóla

Viðmiðunarreglur um upplýsingar sem færast milli skólastiga – málþing að

hausti.

Fylgja eftir innleiðingu á nýja leikskólakerfinu Völu með því að veita foreldrum betri

upplýsingar, s.s. með „sjálfvirkum“ tilkynningum.

Tryggja virka notkun á gæðastjórnunarkerfi Leikskólasviðs.

Bæta vefmiðlun leikskólanna með viðmiðum um uppfærslu á heimasíðu og tíðni

tölvupósta til foreldra.

Taka saman yfirlit um sérstöðu og gæði reykvískra leikskóla í alþjóðlegu

samhengi.

Utanaðkomandi mat á leikskólastarfinu í leikskólum Reykjavíkur.

Fylgja eftir hugmyndum barna um það hvernig þau vilja hafa leikskólastarfið.

Framhald af rannsóknum RannUng sem lýkur 2011.

Móta stefnu um innra mat í leikskólum 2009 – 2012.

Ýta úr vör hugmyndavinnu um útileiksvæði, m.a. út frá viðhorfum barna.

Allir leikskólar eigi sín náttúrusvæði og nýti þau til útináms 2010-2011.

Innleiða leiðarljós Leikskólasviðs í átt til sjálfbærrar þróunar.

Draga úr sorpi frá leikskólum með aukinni endurvinnslu og endurnýtingu –

sameiginlegt verkefni Leikskóla- og Menntasviðs.

Vinna með tillögur starfshóps um endurskipulagningu mötuneyta

Reykjavíkurborgar.

Þróa áfram tilraunaverkefni í samstarfi við RannUng um samstarf leik- og

grunnskóla með áherslu á samfellu skólastiga og sveigjanleika. Verkefnið

stendur frá 2009-2011.

Framfylgja tillögum starfshóps um endurskipulagningu á rekstri leikskólar,

grunnskóla og frístundaheimila með faglegan og fjárhagslegan ávinning í huga.

Einstaklingsmiðað nám þar sem leikur-inn er í öndvegi

Virkt gæðakerfi og markviss upplýsingamiðlun

Heilnæmt og vistvænt leikskólaumhverfi

Markviss samvinna skóla og grenndarsamfélags

Leikskóli án aðgreiningar og jafnræði til náms

Framfarir, færni og mat

Page 15: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

15

Mannauður

Kynna framboð á fræðsluefni Leikskólasviðs á innri vefnum.

Halda fyrirlestra/fræðslumorgna fyrir starfsfólk leikskólanna.

Kynna og fylgja eftir viðbragðsáætlun þegar upp kemur einelti meðal starfsmanna í

leikskólum.

Kynna hlutverk og verkefni aðalskrifstofu LSR á skipulagsdögum í leikskólum.

Fylgja eftir ákvörðunum menntaráðs um sameiningu leikskóla.

Greina ástæður veikinda í leikskólum og leita leiða til að draga úr veikindaforföllum

starfsmanna í samvinnu við mannauðsskrifstofu, trúnaðarlækni og Virk.

Innleiða nýjar aðferðir í starfsþróunarsamtölum og gerð starfsþróunaráætlana.

Einfalda verkferla við ráðningar og móttöku nýrra starfsmanna.

Halda námskeið fyrir deildarstjóra sem byggjast upp á hugmyndafræði ASSIST.

Ýta úr vör verkefninu Karlmenn i leikskóla í samvinnu við starfsfólk í leikskólum og

stéttarfélög.

Vinna úr niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal starfsmanna og styrkja stjórnendur

við að draga úr áreiti og einelti á vinnustað.

Kynna mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólki í leikskólum.

Halda námskeið og veita ráðgjöf um aukna endurvinnslu og endurnýtingu á sorpi í

tengslum við verkefnið Græn skref í rekstri stofnana Reykjavíkurborgar.

Halda ráðstefnu um vísindi og tónlist í leikskólastarfi í febrúar.

Byggja upp mentorkerfi fyrir matráða í leikskólaeldhúsum og koma á vettvangi þar

sem sem matráðar í leikskólum miðla þekkingu sinni og reynslu.

Halda ASSIST námskeið fyrir leiðbeinendur í leikskólum í samvinnu við Eflingu.

Leita eftir samstarfi við stéttarfélög starfsmanna um leiðir í menntun og starfsþróun.

Fjármál

Gera breytingar á Völu til að tryggja sjálfvirka reikningsgerð til foreldra og

sveitarfélaga vegna barna með lögheimili utan Reykjavíkur.

Útbúa reglur um leikskólaþjónustu fyrir sjálfstætt starfandi leikskóla.

Efla eftirlit með fjármagni sem greitt er til sjálfstætt starfandi leikskóla.

Efla eftirlit með fjármagni sem greitt er til dagforeldra.

Efla eftirlit með afsláttum af leikskólagjöldum og tryggja að dagvistun barns sé

aðeins niðurgreidd á einum stað.

Endurskoða úthlutun fjármagns til leikskóla m.t.t. til nýtingar.

Starfa samkvæmt tillögum starfshóps um kostnaðargreiningu í mötuneytum leik- og

grunnskóla.

Sameiginleg sýn og skilningur sem byggir á samvinnu

Ábyrg fjármálastjórnun í samræmi við stefnu

Jákvæð

starfsímynd og

hvetjandi

starfsumhverfi

Fjölbreytt

tækifæri til

starfsþróunar

í samræmi við

stefnumótun

Markvissir

stjórnunarhættir

Page 16: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

16

Dagforeldrar

Fjölga dagforeldrum með námskeiðum og gefa út kynningarefni þar sem lögð er

sérstök áhersla á að kynna starfsemi og kosti við þjónustu dagforeldra í Reykjavík.

Unnið að því að dagforeldrar verði hluti af Rafrænni Reykjavík og bæta með þeim

hætti aðgengi foreldra að þjónustu dagforeldra.

Meta hvernig Vala getur nýst dagforeldrum.

Leitast við að gera dagforeldrum kleift að starfa saman og skapa þannig fjölbreytt

úrræði með sérstökum þjónustusamningum.

Page 17: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

17

SKORKORT 2011 Leikskólastarf Velgengnisþættir Mælikvarðar 2007 2008 2009 2010 Spá 2011

Skapandi og fjölbreytt leikskólastarf

Hlutfall foreldra sem telur viðfangsefni leikskólans áhugaverð*

87% 89% Ekki spurt

95%

Hlutfall leikskóla sem hefur starfað með Náttúruskólanum

21% 26% 58% 75%

Hlutfall leikskóla sem tekur þátt í þróunar- og samstarfsverkefnum um leikskólastarf*

64% 64% 63% 80%

Hlutfall leikskóla sem eru í samstarfi við listgreinaskóla

16% 17% 17% 29% 60%

Læsi og leikni í samskiptum

Hlutfall leikskóla sem nýtir sér gátlista um jákvæða sjálfsmynd og félagsfærni

55% 55% 65%

Traust, öryggi og vellíðan

Hlutfall barna sem líður vel í leikskóla að mati foreldra**

97% 97% Ekki spurt

98%

Hlutfall foreldra sem er ánægt með fæði barnsins**

85% 90% Ekki spurt

92%

Virk þátttaka foreldra í leikskólastarfi

Hlutfall foreldra sem eru ánægðir með leikskóla barns síns

93% 95% Ekki spurt

97%

Hlutfall leikskólastjóra sem telja foreldraráðið taka virkan þátt í leikskólastarfinu

92% 77% 93%

Jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika

Fjöldi leikskóla sem hefur kynnt starfsfólki mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar

53% 59% 100%

* Hér er bæði um að ræð leikskóla sem Reykjavíkurborg rekur og sjálfstætt starfandi leikskóla. ** Foreldrakannanir eru gerðar annað hvert ár.

Verklag Velgengnisþættir Mælikvarðar 2007 2008 2009 2010 Spá 2011

Einstaklingsmiðað nám þar sem leikurinn er í öndvegi

Hlutfall foreldra sem telja leikskólann koma til móts við þarfir barns síns*

93% 94% Ekki spurt

95%

Hlutfall leikskóla sem gerir einstaklingsáætlanir

45% 85% 85% 88% 90%

Markviss samvinna skóla og grenndarsamfélags

Hlutfall leikskóla sem tekur þátt í skipulögðu fagsamstarfi við grunnskóla

38% 78% 92% 96% 98%

Leikskóli án aðgreiningar og jafnræði til náms

Hlutfall foreldra sem er ánægt með þjónustu leikskóla vegna sérþarfa barna sinna*

90% 90% Ekki spurt

95%

Virkt gæðakerfi og markviss upplýsingamiðlun

Hlutfall leikskóla með skólanámskrá 88% 92% 93% 100% 100%

Hlutfall foreldra sem er ánægt með upplýsingamiðlun leikskólans*

81% 87% Ekki spurt

90%

Hlutfall leikskóla sem uppfærir heimasíðu sína vikulega eða oftar

50% Ekki spurt

90%

Framfarir, færni og mat

Hlutfall skóla sem skila starfsáætlun 87% 87% 100%

Leikskólastarf sem byggir á margvíslegri hugmyndafræði

Hlutfall leikskóla sem er í samstarfi við aðra leikskóla eða skóla sem vinna eftir sams konar hugmyndafræði

44% Ekki spurt

60%

Heilnæmt og vistvænt leikskólaumhverfi

Hlutfall leikskóla með umhverfisáætlun 37% 12% 50%

* Foreldrakannanir eru gerðar annað hvert ár.

Page 18: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

18

Mannauður Velgengnisþættir Mælikvarðar 2007 2008 2009 2010 Spá 2011

Sameiginleg sýn og skilningur byggð á samvinnu

Ánægja með markmið og stefnu vinnustaðar

87% 90% 93% Ekki spurt

93%

Starfsfólk miðlar þekkingu sinni 84% 88% 89% 90%

Fagleg forysta Hlutfall leikskólastjóra sem telur stjórnunarnámskeið Reykjavíkurborgar nýtast vel í starfi sínu

85% Ekki spurt

85%

Hlutfall starfsfólks sem telur vinnustað sínum vel stjórnað

82% 81% 86% 85% 87%

Jákvæð starfsímynd og hvetjandi starfsumhverfi

Hlutfall starfsmanna sem telur sig fá hrós frá yfirmanni

70% 74% 78% 78% 80%

Fjármál Velgengnisþættir Mælikvarðar 2007 2008 2009 2010 Spá 2011

Ábyrg fjármálastjórnun

Frávik frá fjárhagsáætlun 5,5% 3% 3% 3% 3%

Hlutfall leikskóla sem eru minna en 3% frá fjárhagsáætlun

25% 98% 98% 98% 98%

Innheimtuhlutfall 99% 99% 99% 99% 99%

Page 19: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

19

LYKILTÖLUR Hér er gerð grein fyrir helstu lykiltölum Leikskólasviðs en um er að ræða rauntölur sem teknar hafa verið saman

þann 1. október ár hvert. Gerð er grein fyrir fjölda barna í leikskólum Reykjavíkur og fjallað um fjölda kennara

og annarra starfsmanna. Einnig er gerð grein fyrir húsnæði skólanna.

Áætlun 2011 2009 2010 Áætlun 2011

Fjöldi leikskóla 1. Janúar 2011* 97 97 95

Leikskólar Reykjavíkurborgar 78 79 75*

Sjálfstætt starfandi leikskólar 19 19 19

Samrekinn leik- og grunnskóli 0 0 1

Fjöldi barna í leikskólum í Reykjavík 1. Jan. 2011 6.551 6.742 6.865

Leikskólar Reykjavíkurborgar 5.721 5.731 5.735

Sjálfstætt starfandi leikskólar 830 996 1.080

Samrekinn leik- og grunnskóli 0 0 50

Viðbótarrými í leikskólum á árinu 2011** 253

Fjöldi leikskólarýma í árslok 2011 7.118

Fjöldi barna með þjónustutryggingu*** 596 690 924

Fjöldi barna hjá dagforeldrum 522 613 1000

Fjöldi dvalargilda (dvalarstundir1)

x barng. stuðull) 71.472 68.611 71.575

Leikskólar Reykjavíkurborgar 60.410 58.527 57.715

Sjálfstætt starfandi leikskólar 11.017 11.676 13.326

Samrekinn leik- og grunnskóli 0 0 407

Fjöldi daglegra dvalarstunda 1. jan. 2011 54.288 54.896 56.245

Barna í leikskólum Reykjavíkurborgar 48.251 47.160 47.010

Barna í sjálfstætt starfandi leikskólum 7.930 8.067 8.829

Stöðugildi alls í leikskólum (án sérkennslu) 1.351 1.291 1.276

Hlutfall fagfólks skv. skilgreiningu í samningi við SSSK 62,7% 64,5%

Heildarstærð húsnæðis í fermetrum 43.126 43.659 43.859

*Með fyrirvara um niðurstöður starfshóps um endurskipulagningu á rekstri leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila með faglegan og fjárhagslegan ávinning í huga. ** Þar af eru 14 leikskólapláss af þeim 100 sem bættust við haustið 2010 en ekki hefur enn verið ákveðið hvar þau bætast við. Þó er ljóst að þau bætast við í borgarrekna leikskóla. Þessi pláss eru áætluð allt árið. X-fjöldi plássa bætist svo við haustið 2011 og er áætlað að um 50 af þeim verði í sjálfstætt starfandi leikskólum. ***Meðaltal jan. – mars 2011.

Page 20: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

20

Tölur 1. október ár hvert 2007 2008 2009 2010

Fjöldi leikskóla 95 95 97 98

Leikskólar Reykjavíkurborgar 78 78 78 75

Sjálfstætt starfandi leikskólar 17 17 19 19

Samrekinn leik- og grunnskóli 0 1

Fjöldi rýma í almennum leikskólum* 5.876 5.806 5.856 5.785

Fjöldi barna í leikskólum í Reykjavík 6.422 6.535 6.551 6.742

Leikskólar Reykjavíkurborgar 5.647 5.810 5.721 5.746

Sjálfstætt starfandi leikskólar 775 725 830 996

Fjöldi barna með þjónustutryggingu - 407 596 683

Fjöldi barna hjá dagforeldrum 823 757 522 723

Fjöldi dvalargilda (dvalarstundir1)

x barng. stuðull) 71.472 68.611

Leikskólar Reykjavíkurborgar 60.410 56.935

Sjálfstætt starfandi leikskólar 11.017 11.676

Samrekinn leik- og grunnskóli 0 407

Fjöldi daglegra dvalarstunda 54.288 54.896

Barna í leikskólum Reykjavíkurborgar 46.805 46.888 46.358 46.829

Barna í sjálfstætt starfandi leikskólum 7.930 8.067

Hlutfall leikskólabarna af íbúum í Reykjavík 5,5% 5,4% 5,4% 5,7%

Í leikskólum Reykjavíkur 4,8% 4,8% 4,8% 4,9%

Í sjálfstætt starfandi leikskólum 0,7% 0,6% 0,7% 0,8%

Stöðugildi alls í leikskólum (án ræstinga) 1.355 1.414 1.431 1.403

Stöðugildi leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg 445 482 472 447

Stöðugildi starfsmanna með aðra

uppeldismenntun

143 178 188 184

Stöðugildi annarra háskólamenntaðra 78 75

Stöðugildi leikskólaliða 96 99

Stöðugildi annarra starfsmanna 768 754 598 598

Hlutfall leikskólakennara í fullu starfi 56% 53% 58% 58%

Hlutfall leikskólakennara af heildarfjölda stöðug. 33% 34% 35% 34%

Heildarstærð húsnæðis í fermetrum 43.560 42.638 43.126 43.659

*Frá 2009 eru Mánagarður og Mýri taldir með sjálfstætt reknum leikskólum.

Page 21: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

21

Þróun og spá um fjölda leikskólabarna

Fjölgun heldur áfram í yngsta aldurshópnum í öllum hverfum borgarinnar, þó einna minnst í Grafarvogi og

Árbæjarhverfi sé hlutfallsleg fjölgun skoðuð en þar er hún á bilinu 2-7% sé fjöldi barna fædd 2005 og 2006 borinn

saman við fjölda barna fædd 2008 og 2009. Í öðrum hverfum er hlutfallsleg fjölgun allt að 30%.

Fyrstu 9 mánuði ársins 2010 fæddust 1.340 börn með lögheimili í Reykjavík sem er um 80 börnum færra en fyrstu

9 mánuði ársins 2009 en svipaður fjöldi og fyrstu 9 mánuði ársins 2008. Ætla má að stærð 2010 árgangsins verði

því áþekk 2008 árganginum eða um 1.800 börn. Uppbygging hverfis í Úlfarsárdal hefur verið hægari en gert var

ráð fyrir en börn á leikskólaaldri í því hverfi eru nú 58 en voru 40 á sama tíma árið 2009.

2005 2006 2007 2008 2009 2010

Vesturbær 211 248 259 260 281 232 1.491

Miðborg/Hlíðar 167 218 225 231 263 208 1.312

Laugardalur/Háaleiti 339 328 363 397 431 287 2.145

Breiðholt 282 251 257 299 326 223 1.638

Árbær/Grafarholt 276 272 275 295 293 197 1.608

Grafarvogur/Kjalarnes 279 261 250 257 296 184 1.527

Úlfarsárdalur 12 7 8 14 8 9 58

Samtals 1.566 1.585 1.637 1.753 1.898 1.340 9.779

Hafa ber í huga að flutningur úr Reykjavík hefur verið töluverður í yngstu árgöngunum, s.s.

vegna námsmanna sem hafa ekki hugsað sér langtímabúsetu í Reykjavík. Í töflunni hér að neðan

má sjá að börnum í 2005 árganginum sem eru á sínu síðasta leikskólaári hefur fækkað um 231

(um 12%) á tímabilinu 2005 til 2010.

Við lok

fæðingarárs

Haust

2008

Haust

2009

Haust

2010

Mismunur

fæðingarás

og 2010

2005 árangur 1.797 1.640 1.608 1.566 - 231

2006 árgangur 1.772 1.657 1.607 1.585 - 187

2007 árgangur 1.789 1.716 1.661 1.637 - 152

2008 árgangur 1.870 - 1.818 1.753 - 117

2009 árgangur 1.975 - - 1.898 - 77

Fjöldi barna eftir fæðingarári í Reykjavík í október 2010

Fjöldi barna í árgangi frá fæðingarári til 2010

Page 22: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

22

FJÁRHAGSÁÆTLUN 2011 Megináherslur og breytingar frá fyrra ári

Verið er að innleiða nýtt upplýsingakerfi fyrir Leikskólasvið, Völu, sem heldur utan um þjónustu Leikskólasviðs við reykvísk börn að sex ára aldri, hvort sem þau nýta sér þjónustu borgarrekinna leikskóla, sjálfstætt starfandi leikskóla eða dagforeldra. Á vordögum voru gerðir samningar við 15 sjálfstætt starfandi leikskóla og tóku þeir gildi 1. ágúst. 4 sjálfstætt starfandi leikskólar fengu tímabundna framlengingu á gildandi samningum í 5-12 mánuði. Því eru einungis tvær tegundir af samningum í gildi, annars vegar við ungbarnaleikskóla með börn frá 6 - 9 mánaða aldri til 3 ára og hins vegar við hefðbundna leikskóla fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Á vormánuðum voru einnig samþykktar reglur um framlag vegna barna hjá dagforeldrum og tóku þær gildi 1. okt. 2010.

Breytingar í fjárhagsáætlun Fjárheimild Leikskólasviðs hækkar töluvert á milli ára þrátt fyrir 3% hagræðingarkröfu og tekjuhækkun upp á 5,35%. Eftirtaldir liðir hækka frá fyrra ári:

Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir viðbótarkostnaði vegna fleiri leikskólaplássa 2010 og 2011: - Viðbótarkostnaðar vegna heilsársreksturs leikskóla í Dalskóla sem og fjölgun um 10 börn. - Viðbótarkostnaður vegna fjölgunar leikskólaplássa um 100 haustið 2010; um 82 í sjálfstætt starfandi leikskólum og um 18 í borgarreknum leikskólum. - 229 viðbótarpláss haustið 2011. Gert er ráð fyrir að bæta við lausum stofum og nýta laust húsnæði í grunnskólum. Um 50 af þessum plássum verði í sjálfstætt starfandi leikskólum.

Gert er ráð fyrir fjölgun barna hjá dagforeldrum. Áætlaður fjöldi barna að meðaltali verði 1.000 á árinu

2011 en var 613 börn að meðaltali í fjárhagsáætlun 2010.

Gert er ráð fyrir fjölgun barna sem greidd er með þjónustutrygging á tímabilinu janúar – mars 2011 í

samanburði við áætlun fyrir sama tímabil árið 2010.

Gert er ráð fyrir hækkun tryggingagjalds.

Gert er ráð fyrir hækkun á kostnaði vegna stuðnings við börn/ sérkennslu. Fjárhagsáætlun milli áranna

2010 og 2011 hækkar um 150 m.kr.

Gert er ráð fyrir hækkun á kostnaði vegna langtímaveikinda. Fjárhagsáætlun milli áranna 2010 og 2011

hækkar um 10 m.kr.

Gert er ráð fyrir hækkun á nokkrum öðrum rekstrarþáttum, s.s. vísitöluhækkunar á aðkeyptri ræstingu,

hækkun á innri leigu vegna þakviðgerða, endurbóta lóða, hækkun atvinnurekstrartryggingar, kostnaði

vegna sundkorta og sundferða starfsmanna, lögbundinna námskeiða, brunavarna o.fl.

Hagræðingaraðgerðir Leikskólasviðs Leikskólasviði er gert að hagræða um tæpar 269 m.kr. frá árinu 2010 til ársins 2011 á sviðið í heild, þ.e. um 3%.

Þjónustutrygging verður afnumin frá 1. apríl 2011.

Á árinu 2011 verður horft til sameiningar leikskóla. Unnið verður samkvæmt tillögum starfshóps á

vegum borgarráðs um endurskipulagningar á rekstri leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila með

faglegan og fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi.

Starfsmannaforgangur verður afnuminn.

Hætt verður að nota viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna barna sem dvelja í

leikskólum borgarinnar en eru með lögheimili utan Reykjavíkur.

Hagræðing í yfirstjórn og miðlægum pottum.

Breytingar á gjaldskrá Leikskólasviðs

Gjaldskrá Leikskólasvið fyrir fæði og námsgjald í 4-8 stundir verður hækkuð um 5,35% . Að auki verður gjaldskrá

samræmd og afslættir einfaldaðir:

- Námsgjald elsta árgangs verði það sama og námsgjald fyrir aðra árganga.

- Hjón og sambúðarfólk þar sem annar er í námi fái ekki námsmannaafslátt af leikskólagjöldum.

- Systkinaafsláttur vegna 2. barns verði 75% en systkinaafsláttur vegna 3. og 4.barns verði áfram 100%.

Page 23: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Leikskólasvið Reykjavíkurborgar

Fjárhagsáætlun 2011

Áætlun 2011 Kostn.st Gjöld Tekjur Mismunur

Leikskólaráð D001 8.554 8.554

Skrifstofa D002 80.210 80.210

Leikskólaskrifstofa D006 64.250 64.250 Fjármálaþjónusta D007 57.180 57.180

Starfsmannaþjónusta D008 36.235 36.235 Ráð og yfirstjórn

246.430 246.430

Sérkennsla í leikskólum D011 560.002 10.000 550.002

Nýbúakennsla í leikskólum D012 27.000 27.000 Arnarborg D100 81.309 12.107 69.202

Austurborg D101 121.441 19.199 102.242

Álftaborg D102 114.367 16.141 98.225

Árborg D103 79.799 13.300 66.499

Ásborg D104 159.224 21.802 137.422 Bakkaborg D105 139.978 20.161 119.817

Barónsborg D106 52.720 7.401 45.319

Brákaborg D107 65.586 10.597 54.989

Brekkuborg D108 104.550 16.178 88.371

Drafnarborg D109 47.948 7.257 40.692

Engjaborg D111 100.663 16.024 84.639

Fálkaborg D112 74.463 9.260 65.203 Fellaborg D113 117.891 8.479 109.412

Fífuborg D114 102.436 16.268 86.168

Foldaborg D115 83.341 12.647 70.694 Foldakot D116 64.116 9.548 54.567

Funaborg D117 69.237 9.883 59.355 Garðaborg D118 73.674 10.818 62.856

Grandaborg D119 124.656 17.654 107.002 Grænaborg D120 97.889 16.446 81.443

Gullborg D121 98.560 18.354 80.206 Hagaborg D122 127.988 20.841 107.147 Hamraborg D123 111.053 17.005 94.048

Hálsaborg D124 75.850 12.515 63.335 Hálsakot D125 97.661 13.449 84.213

Heiðarborg D126 97.703 15.538 82.165 Hlíðaborg D127 75.503 10.778 64.725

Hlíðarendi D128 43.006 5.446 37.561 Hof D129 132.428 19.635 112.793

Holtaborg D130 79.056 13.543 65.512 Hólaborg D131 81.136 11.914 69.222

Hraunborg D132 81.436 12.763 68.672 Jöklaborg D133 132.999 22.191 110.808

Klettaborg D134 105.591 15.729 89.862 Kvarnarborg D135 81.894 12.468 69.426 Kvistaborg D136 79.962 13.467 66.495

Laufskálar D138 104.265 16.772 87.492 Laugaborg D139 119.751 19.475 100.276

Lindarborg D141 80.076 11.245 68.831 Lækjaborg D142 78.438 12.292 66.146

Múlaborg D144 108.113 15.750 92.363 Njálsborg D146 73.374 12.102 61.272

Nóaborg D147 90.356 14.337 76.020 Rauðaborg D148 79.202 12.944 66.258

Rofaborg D149 141.906 21.148 120.758

Seljaborg D150 68.803 12.136 56.667 Seljakot D151 78.715 12.737 65.978

Page 24: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

24

Áætlun 2011

Kostn.st Gjöld Kostn.st

Sólborg D152 96.191 14.132 82.060

Sólhlíð D153 116.674 19.995 96.679

Bakki D154 17.718 13.429 4.290

Stakkaborg D155 101.136 14.419 86.717

Steinahlíð D156 42.363 5.060 37.303

Suðurborg D157 158.825 23.895 134.930

Sunnuborg D158 113.481 17.524 95.957

Sæborg D159 103.090 15.549 87.541

Tjarnarborg D160 12.052 9.778 2.274

Vesturborg D161 93.208 15.881 77.326

Völvuborg D162 14.459 9.881 4.577

Ægisborg D163 107.547 18.246 89.301

Ösp D164 71.119 10.969 60.149

Jörfi D165 125.895 21.109 104.786

Hulduheimar D166 106.602 17.538 89.064 Dvergasteinn D167 81.350 12.540 68.810

Leikskólinn Berg D168 119.995 8.196 111.759 Sólbakki D169 73.572 11.016 62.556

Sjónarhóll D170 87.628 12.677 74.951 Lyngheimar D171 107.952 15.706 92.245

Öldukot D172 112.531 8.560 103.971 Furuborg D173 88.159 13.333 74.826

Skógarborg D174 70.265 11.461 58.804 Blásalir D175 114.919 19.951 94.968 Hamrar D176 136.682 27.864 108.818

Klambrar D177 110.260 16.100 94.159 Maríuborg D178 119.015 22.928 96.086

Geislabaugur D179 148.636 23.857 124.778 Reynisholt D180 106.624 18.035 88.589

Vinagerði D181 99.153 14.027 85.126 Rauðhóll D182 175.010 29.321 145.688

Dalskóli D184 77.794 9.936 67.858 Sameiginlegur kostn. leiksk. Leiksk.skrifst. D416 7.005 7.005

Sameiginlegur kostn. leiksk.- Starfsmannaþj. D417 87.259 87.259 Endurúthlutun D418 84.633 24.296 60.336

Leikskólar

8.275.873 1.204.949 7.070.923

Sjálfstætt starfandi leikskólar

1.328.364 8.323 1.320.042

Greitt til sveitarfélaga v/dagvistarplássa D1300 24.096 24.096

Greitt frá sveitarfélaga v/dagvistarplássa D1400 32.580 (32.580) Dagforeldrar D605 466.427 466.427

Dagforeldrar sameiginlegur kostnaður D606 4.025 4.025 Þjónustutrygging D610 55.420 55.420

Dagforeldrar, þjónustutrygging og sveitarf.

549.968 32.580 517.388

Leikskólasvið - Þjónustumiðstöðvar D440 92.051 92.051 Lausafjárkaup leikskóla D450 58.978 58.978

Miðlæg þjónusta og safnliðir

151.029 151.029

Námsstyrkir D654 4.000 4.000 Almennir styrkir og þróunarsjóður D655 10.740 10.740 Styrkir til leikskólamála

14.740 14.740

Innri leiga áhalda og tækja D9997 37.206 37.206

Annað

37.206 37.206

Leikskólasvið samtals

10.603.609 1.245.852 9.357.757

Page 25: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

25

FYLGISKJÖL

Page 26: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

1 Kristín Egilsdóttir Leikskólasviði Rvk. – 7.feb.2011

Fylgiskjal 1 – Viðauki við fjárhagsáætlun

Raunkostnaður við leikskólapláss í Reykjavík 2011

skv. fjárhæðum í fjárhagsáætlun Leikskólasviðs (án óútfærðrar hagræðingar)

I – RAUNKOSTNAÐUR VIÐ BARN Í LEIKSKÓLA

Meðalraunkostnaður (námskostnaður og fæðiskostnaður) fyrir hvert leikskólabarn skv. fjárhagsáætlun

árið 2011 er að meðaltali:

133.326 krónur á mánuði (1.466.585 kr/ári),

Þar af er kostnaður vegna úthlutaðra sérkennslutíma, nýbúakennslu og þýðinga kr. 7.708 kr á

mánuði (84.788 kr/ári).

þar af er fæðiskostnaður 13.682 kr á mánuði (151.591 kr/ári).

Meðaltekjur frá foreldrum eru 18.399 kr á mánuði (202.389 kr/ári).

Kostnaður við yngstu börnin (1 árs) er 180,149 kr á mánuði að meðaltali (1.981.640 kr/ári)

Kostnaður við elstu börnin (5 ára) er 107.404 kr á mánuði að meðaltali (1.181.444 kr/ári)

Niðurgreiðsla LSR fyrir hvert barn er því að meðaltali 114.927 kr/mán (1.264.197 kr/ári). Niðurgreiðsla fyrir

yngstu börnin er að meðaltali 161.750 kr/mán (1.779.250 kr/ári) og fyrir elstu börnin er niðurgreiðslan að

meðaltali 89.005 kr/mán (979.055 kr/ári).

Ofangreindar tölur miðast við að lengd daglegs dvalartíma sé 8,2 klst en það er meðaldvalartími barna í

borgarreknum leikskólum skv. fjárhagsáætlun 2011.

Ofangreindar tölur miðast einnig við að hlutfall fagfólks sé 64,5% en það er hlutfallið í fjárhagsáætlun LSR

fyrir árið 2011.

Í töflunni hér að neðan sést kostnaður pr hvern árgang í borgarreknum leikskólum og meðaltekjur frá

foreldrum fyrir fæðis- og námsgjald.

Page 27: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

2 Kristín Egilsdóttir Leikskólasviði Rvk. – 7.feb.2011

Sjá sundurliðun á kostnaði eftir aldri barna í töflunni hér að neðan (ath. að kostnaðurinn m.v.

meðalvistunartíma barna skv. fjárhagsáætlun 2011):

Meðaltekjur frá foreldrum á mánuði árið 2011 eru áætlaðar kr. 18.399.

II – HVERNIG SKIPTIST KOSTNAÐURINN Á EINSTAKA KOSTNAÐARÞÆTTI

Á myndunum hér að neðan sést hvernig kostnaður við yngstu börnin skiptist niðurá einstaka liði, þ.e.

Launakostnað starfsmanna á deild (án stjórnunar, eldhúss og starfsmanna sem sinna stuðningi við

börn sem fá úthlutaða stuðningstíma en með sérkennslustjórum)

Launakostnað leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra (tími í stjórnun, ekki á deildum)

Launakostnað starfsmanna í eldhúsum

Aldur

Barngildi

s-stuðull

Vistunar

tími -

meðaltal

Úthlutuð

fjárheimi

ld

Úthlutu

ð

fjárhei

mild

Miðlægur

kostnaður og

þjónusta

(reiknast

inn í framla

SSSK)

**

Miðlægur

kostnaður

og

þjónusta

sem SSSK

hafa

aðgang að

***

Sérkennsla,

íslenskukenn

sla og

þýðingar

****

Innri

leiga

(100%)

Samtals

á mánuði

Samtals á

ári

7.395 28.373 5. 181 1. 150 7. 708 16.496

1 árs 2 8, 20 121.242 28.373 5. 181 1. 150 7. 708 16.496 180.149 1.981.640

2 ára 1, 6 8, 20 96.993 28.373 5. 181 1. 150 7. 708 16.496 155.901 1.714.908

3 ára 1, 3 8, 20 78.807 28.373 5. 181 1. 150 7. 708 16.496 137.714 1.514.859

4 ára 1 8, 20 60.621 28.373 5. 181 1. 150 7. 708 16.496 119.528 1.314.810

5 ára 0, 8 8, 20 48.497 28.373 5. 181 1. 150 7. 708 16.496 107.404 1.181.444

Meðaltal 1, 23 8, 20 74.419 28. 373 5. 181 1. 150 7. 708 16. 496 133.326 1.466.585

**** D011. D012 (hluti leikskóla Rvk, ekki hluti SSSK)

** D416, D417, D418, D450; D654

*** Þjónustumiðstöðvar, almennir stykir og þróunarstyrkir (D440, D650)

Meðalkostnaður við leikskólabarnið á mánuði (m.v. 11 mánaða þjónustu á ári)

Framlag pr barn á mánuði (11 mán)

Fjárhæð pr

dvalargildi*

* Dvalargildi er reiknað þannig að vistunartími á dag er margfaldaður með barngildisstuðli. Þe. 1 árs barn í 8

klst vistun = 2*8 = 16 dvalargildi

Page 28: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

3 Kristín Egilsdóttir Leikskólasviði Rvk. – 7.feb.2011

Annan rekstrarkostnað, hráefni v. fæðis

Annar rekstrarkostnaður, annað

Innri leigu húsnæðis, áhalda og tækja

Starfsemi aðalskrifstofu, tölvudeildar og miðlægra potta sem eru fyrir borgarrekna leikskóla.

Starfsemi þjónustumiðstöðva og miðlæga potta sem SSSK hafa aðgang að, þmt. Þróunarstyrki og

almenna styrki.

Úthlutuð sérkennsla, nýbúakennsla og þýðingar.

Meðalkostnaður 133.326 kr/mán skiptist í eftirfarandi kostnaðarþætti1:

Kostnaður vegna yngstu barnanna er 180.149 kr/mánuði og skiptist svona2:

1 Inni í launakostnaði – stjórnun er meðtalinn kostnaður við leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra þegar þeir eru í

stjórnunarstarfi, þ.e. frá 1-1,4 stöðugildum í hverjum leikskóla. Ekki er tekið með að aðstoðarleikskólastjóri sem er með hluta vinnuskyldu á deild, fær hærri laun en ella. Ekki er heldur tekinn með stjórnunarkostnaður sérkennslustjóra og deildarstjóra (undirbúningstími). 2 Sjá tilvísun 1

Page 29: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

4 Kristín Egilsdóttir Leikskólasviði Rvk. – 7.feb.2011

Kostnaður vegna elstu barnanna (5 ára) er 107.404 kr. / mánuði og skiptist svona3:

Vert er að taka fram að framlög til sjálfstætt starfandi leikskóla vegna barna sem dvelja þar eru reiknuð út

frá þessum raunkostnaðartölum. Nánari útlistun á því hver er grunnur til útreiknings á framlagi til

sjálfstætt starfandi leikskóla er að finna í viðaukum.

3 Sjá tilvísun 1

123.75569%

7.8044%

8.1165%

5.5653%

4.3742%

16.4969%

5.1813%

1.1501% 7.708

4%Launakostnður (án eldhúss og stjórnunar)

Launakostnaður - stjórnun

Launakostnaður - eldhús

Annar rekstrarkostnaður, hráefni v. fæðis

Annar rekstrarkostnaður, án hráefnis

Innri leiga húsnæðis, áhalda og tækja

Starfsemi aðalskrifstofu, tölvudeildar og miðlægra potta sem erufyrir borgarrekna leikskóla

Starfsemi þjónustumiðstöðva og miðlægir pottar sem SSSK hafaaðgang að, þmt. Þróunar- og almennir styrkir

Úthlutuð sérkennsla, nýbúakennsla og þýðingar

Page 30: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

5 Kristín Egilsdóttir Leikskólasviði Rvk. – 7.feb.2011

III – FJÖLDI BARNA PR STÖÐUGILDI Í LEIKSKÓLUM BORGARINNAR OG FJÖLDI

STJÓRNENDA.

Fjöldi stöðugilda í hverjum leikskóla tekur mið af aldri barna og vistunartíma. Barnafjöldi pr stöðugildi er

áætlaður á bilinu 4-10 eftir aldri barna í samræmi við ákvæði í reglugerð sem nú hefur verið felld úr gildi. Í

leikskólum borgarinnar er áætlað að dvelji 5.735 börn allt árið í 8,2 klst að meðaltali á dag. Fjöldi

stöðugilda í leikskólum borgarinnar, án sérstaks stuðnings (sérkennslu) við einstök börn eru 1.276.

Ef reiknað er út fjöldi barna á stöðugildi á deildum. Þá eru ekki meðtaldir starfsmenn í eldhúsi ,

leikskólastjóri, starfshlutfall aðstoðarleikskólastjóra í stjórnun, stöðugildum sérkennslustjóra (samtals 343

stöðugildi) eru 6,3 börn að meðaltali á hvert stöðugildi. Starfsfólk í s.k. afleysingarstöðugildum er

meðtalið í þessari tölu en ekki starfsfólk sem sinnir sérstökum stuðningi við börn.

Fjöldi barna pr stöðugildi í leikskólum er 4,49 þegar allir starfsmenn nema þeir sem sinna sérkennslu eru

taldir. Meðalvistunartími barna skv. fjárhagsáætlun LSR 2011 er 8,2 klst og því er rétt að hlutfalla

stöðugildafjöldann þannig að hann miðist við 8 klst vistun barna og 8 klst vinnudag starfsmanna. Þegar

gert er ráð fyrir að bæði starfsmenn og börn séu í 8 klst á dag er fjöldi barna pr stöðugildi 4,6 að meðaltali

og eru þá allir starfsmenn leikskóla meðtaldir fyrir utan þá sem sinna sérstökum stuðningi við börn.

Fjöldi stöðugilda stjórnenda í borgarreknum leikskólum er eftirfarandi:

75 leikskólastjórar, 76 aðstoðarleikskólastjórar, 261 deildarstjóri, 5 verkefnastjórar, 29 sérkennslustjórar.

Samtals eru þetta 446 stöðugildi af 1.276 stöðugildum í leikskólum borgarinnar. Vert er að taka fram að

aðstoðarleikskólastjórar verja stærstum hluta af vinnutíma sínum á deildum og deildarstjórar sömuleiðis.

Meðalfjöldi barna á bak við hvert stöðugildi stjórnanda eru 13 og meðalfjöldi barna á bak við stöðugildi

leikskólastjóra og starfshlutfalls aðstoðarleikskólastjóra í stjórnun eru 66 börn.

Í viðaukum er að finna frekari sundurliðun á kostnaði LSR.

Page 31: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 2

Leikskólar Reykjavíkurborgar - Fjöldi barna og deilda 1. okt 2010

Leikskóli Fædd

2004

Fædd

2005

Fædd

2006

Fædd

2007

Fædd

2008

Fædd

2009

Fjöldi

1.okt 2010

Fjöldi

deilda

Meðalt. á

deild

Fjöldi

1.okt 2009

Arnarborg 18 14 16 15 4 67 3 22,3 64

Austurborg 18 29 18 25 4 94 4 23,5 91

Álftaborg 20 27 25 16 2 90 4 22,5 88

Árborg 11 19 15 19 1 65 3 21,7 63

Ásborg 26 24 34 25 3 112 6 18,7 120

Bakkaborg 28 22 23 38 4 115 5 23,0 112

Bakki 12 17 17 10 7 63 3 21,0 68

Barónsborg 7 10 7 8

32 3 10,7 33

Berg 14 8 5 9 4 40 2 20,0 43

Blásalir 11 17 18 39 2 87 4 21,8 84

Brákarborg 15 13 16 7 1 52 3 17,3 52

Brekkuborg 19 10 15 20 12 76 4 19,0 83

Dalskóli 12 6 6 24 3 51 3 17,0

Drafnarborg 8 9 12 7

36 2 18,0 34

Dvergasteinn 19 15 16 13 2 65 3 21,7 63

Engjaborg 18 23 23 17 1 82 4 20,5 83

Fálkaborg 1 18 20 13 7 1 60 3 20,0 60

Fellaborg 11 6 16 9 5 47 3 15,7 51

Fífuborg 20 22 21 13 6 82 4 20,5 83

Foldaborg 19 9 17 15 1 61 3 20,3 64

Foldakot 12 12 5 12 4 45 2 22,5 45

Funaborg 23 4 10 9 6 52 2 26,0 50

Furuborg 12 7 12 31 2 64 3 21,3 58

Garðaborg 13 11 11 18 4 57 3 19,0 53

Geislabaugur 24 40 18 35 2 119 5 23,8 116

Grandaborg 12 20 23 26 1 82 4 20,5 81

Grænaborg 20 24 18 19 2 83 4 20,8 83

Gullborg 18 16 26 21 1 82 4 20,5 81

Hagaborg 26 26 24 25

101 5 20,2 99

Hamraborg 17 17 16 25 5 80 4 20,0 84

Hamrar 26 33 29 25 8 121 6 20,2 122

Hálsaborg 17 12 15 12

56 3 18,7 63

Hálsakot 18 16 18 21 1 74 4 18,5 74

Heiðarborg 23 14 20 29 9 95 4 23,8 83

Hlíðaborg 12 11 12 15 2 52 3 17,3 49

Hlíðarendi

8 12 4 24 2 12,0 24

Hof 27 21 29 25 2 104 5 20,8 102

Holtaborg 14 12 12 25

63 3 21,0 63

Hólaborg 13 14 16 19 1 63 3 21,0 61

Hraunborg 23 11 9 21 1 65 3 21,7 56

Hulduheimar 17 14 18 19 12 80 4 20,0 89

Jöklaborg 29 28 25 25 2 109 6 18,2 111

Jörfi 19 32 27 19 5 102 5 20,4 101

Klambrar 18 23 10 30 3 84 4 21,0 81

Klettaborg 9 17 18 23 7 74 4 18,5 84

Kvarnaborg 10 13 16 15 3 57 3 19,0 60

Kvistaborg 18 19 17 9 3 66 3 22,0 65

Laufskálar 13 21 20 18 9 81 4 20,3 85

Laugaborg 30 21 27 14 4 96 4 24,0 95

Lindarborg 11 13 17 16 4 61 3 20,3 62

Lyngheimar 25 17 20 22 1 85 4 21,3 105

Lækjaborg 13 17 25 7

62 3 20,7 64

Maríuborg 37 19 31 17 1 105 5 21,0 106

Múlaborg 15 17 26 20 3 81 4 20,3 77

Njálsborg 5 9 21 14 2 51 3 17,0 49

Nóaborg 14 20 15 20 3 72 3 24,0 66

Page 32: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 2

Leikskóli Fædd

2004

Fædd

2005

Fædd

2006

Fædd

2007

Fædd

2008

Fædd

2009

Fjöldi

1.okt 2010

Fjöldi

deilda

Meðalt. á

deild

Fjöldi

1.okt 2009

Rauðaborg 13 15 11 21 1 61 3 20,3 62

Rauðhóll 35 45 24 5 8 117 5 23,4 106

Reynisholt 26 21 33 6 1 87 4 21,8 86

Rofaborg 26 28 29 20 5 108 5 21,6 106

Seljaborg 16 15 8 22

61 3 20,3 60

Seljakot 12 14 12 18 1 57 3 19,0 58

Sjónarhóll 8 11 10 20 2 51 3 17,0 64

Skógarborg 15 11 9 15 2 52 3 17,3 49

Sólbakki 7 20 9 16

52 3 17,3 49

Sólborg 1 21 18 19 14

73 4 18,3 72

Sólhlíð 14 20 26 23 3 86 4 21,5 91

Stakkaborg 12 19 12 25 2 70 4 17,5 75

Steinahlíð 7 8 7 8 1 31 2 15,5 30

Suðurborg 25 19 19 36 19 118 7 16,9 112

Sunnuborg 23 20 16 28 3 90 4 22,5 88

Sæborg 17 22 25 17 2 83 4 20,8 82

Tjarnarborg 12 10 15 9

46 3 15,3 44

Vesturborg 10 19 28 16

73 3 24,3 71

Vinagerði 17 11 12 17 7 64 3 21,3 62

Völvuborg 11 16 12 15

54 3 18,0 49

Ægisborg 12 30 14 25 3 84 4 21,0 84

Öldukot 9 16 14 4

43 2 21,5 41

Ösp 14 12 12 13 2 53 3 17,7 57

Samtals 2 1.319 1.361 1.373 1.442 242 5.739 285 20,0 5.684

Page 33: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 3

Fjöldi dagforeldra og barna 1996-2010

Aldurssamsetning reykvískra barna hjá dagforeldrum 1. október 2010

Fæðingarár Alls

2005 2

2006 3

2007 4

2008 13

2009 646

2010 46

Alls 714

936 995

1.146 1.253 1.327

1.402

986 889

735 688

868 823

747

557

714

206 184 202 221 262 246 222 193 164 162 177 188 188 171 180

0

200

400

600

800

1.000

1.200

1.400

1.600

1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010

Barnafjöldi Fjöldi dagforeldra

Page 34: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 4

Barnafjöldi í almennum og sjálfstætt starfandi leikskólum í

Reykjavík 1999 – 2010

Meðalfjöldi barna í leikskólum Reykjavíkurborgar á

leikskóladeild 2005 - 2010

5.000

5.500

6.000

6.500

7.000

1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010

20,9 21,1 20,5 20,7 20,7 20,0

0

5

10

15

20

25

2005 2006 2007 2008 2009 2010

Með

alfj

öld

i b

arn

a

Page 35: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 5

Fjöldi barna í sjálfstætt starfandi leikskólum í Reykjavík í

október 2002 – 2010

*Börn á Mánagarði og Mýri eru meðtalin frá 2009

Fjöldi barna í sjálfstætt starfandi leikskólum í október 2010

Fæðingarár

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Alls

Askja 1 34 4 16 24 1 0 80

Ársól 0 0 0 0 0 43 0 43

Fossakot 0 6 11 7 18 21 0 63

Hjallastefnan Laufásborg 0 8 33 38 25 2 0 106

KFUM og K 0 12 20 12 16 0 0 60

Korpukot 0 14 14 18 21 21 1 89

Leikgarður 0 0 0 0 1 49 6 56

Leikskólinn 101 0 0 0 0 1 30 0 31

Leikskólinn Höfn 0 6 8 10 11 5 0 40

Lundur 0 0 0 0 1 31 1 33

Mánagarður 0 11 20 21 14 1 0 67

Mýri 0 9 11 7 15 2 0 44

Ós 0 4 8 3 10 2 0 27

Regnboginn 0 12 14 13 15 10 0 64

Skerjagarður 0 8 9 10 7 15 0 49

Sólgarður 0 0 0 0 2 46 0 48

Sælukot 0 9 7 6 9 3 0 34

Vinaminni 0 11 2 9 8 8 1 39

Waldorfleikskólinn Sólstafir 0 3 5 7 8 3 0 26

Samtals í Reykjavík 1 147 166 177 206 293 9 999

Reykvísk börn í

einkareknum leikskólum

utan Reykjavíkur 0 3 3 9 6 1 0 22

Alls 1 150 169 186 212 294 9 1021

590 576 640 648

591

764 725

918 999

0

200

400

600

800

1000

1200

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009* 2010*

Fjö

ldi

bar

na

Page 36: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 7

Börn af erlendum uppruna í leikskólum Reykjavíkurborgar 2010

41 5

15 36

9 15

13 11

13 39

7 11

17 8

7 6

9 16

19 20

7 11

7 23

31 24

3 17

5 26

13 13

4 4

12 13 13

15 5

7 25

11 8

5 7

10 10

12 6

7 14 14

9 10

7 3

10 6

4 7

4 28

16 8 8

7 2

12 10

8 7

18 2

29 28

9 25

13 26

0 5 10 15 20 25 30 35 40 45

ÖspÖldukot

ÆgisborgVölvuborgVinagerði

VesturborgTjarnarborg

SæborgSunnuborgSuðurborgSteinahlíð

StakkaborgSólhlíð

SólborgSólbakki

SkógarborgSjónarhóll

SeljakotSeljaborgRofaborg

ReynisholtRauðhóll

RauðaborgNóaborg

NjálsborgMúlaborg

MaríuborgLækjaborg

LyngheimarLindarborgLaugaborgLaufskálarKvistaborg

KvarnaborgKlettaborgKlambrar

JörfiJöklaborg

HulduheimarHraunborg

HólaborgHoltaborg

HofHlíðarendiHlíðaborg

HeiðarborgHálsakot

HálsaborgHamrar

HamraborgHagaborgGullborg

GrænaborgGrandaborg

GeislabaugurGarðaborg

FuruborgFunaborgFoldakot

FoldaborgFífuborg

FellaborgFálkaborgEngjaborg

DvergasteinnDrafnarborg

DalskóliBrekkuborgBrákarborg

BlásalirBerg

BarónsborgBakki

BakkaborgÁsborgÁrborg

ÁlftaborgAusturborgArnarborg

Alls 1050 börn, þar af 476 með annað foreldrið íslenskt.

Börn sem fæðst hafa á Íslandi meðtalin.

Page 37: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 7

Algengasta þjóðerni barna í leikskólum Reykjavíkurborgar haustið 2010

Miðað er við 6 börn eða fleiri af sama þjóðerni. Alls voru börn af 92 þjóðernum.

6

6

6

6

6

6

7

7

8

8

9

10

10

10

11

12

12

20

20

21

23

24

24

25

29

29

31

31

35

36

43

58

103

176

0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200

Finnland

Indónesía

Kanada

Kólumbía

Nígería

Tyrkland

Noregur

Rúmenía

Indland

Lettland

Úkraína

Búlgaría

Ghana

Ítalía

Kína

Kosavó

Nepal

Serbía

Svíþjóð

Marokkó

Spánn

Albanía

Danmörk

Rússland

Bandaríkin

Frakkland

Portúgal

Þýskaland

Litháen

Bretland

Víetnam

Taíland

Filippseyjar

Pólland

Page 38: Starfsáæltun leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 8

Námskeið á vegum Leikskólasviðs Reykjavíkur 2010

Heiti/inntak Markhópur

Fjöldi

námskeiða

Stundafjöldi

hvers

námskeiðs

Fjöldi sem

lauk

námskeiði

Námskeiðsdagur dagforeldra Dagforeldrar 1 6 124

ASSIST-námskeið Leiðbeinendur 1 24 14

Barnasáttmálinn og starfið í

leikskólanum Starfsfólk leikskóla 1 3 47

Raddir barna - kynning á rannsóknum á

vegum RannUng Starfsfólk leikskóla 1 3 58

Kynning á matsaðferðum Starfsfólk leikskóla 1 3 73

Foreldrasamstarf í anda Pen Green Starfsfólk leikskóla 1 3 26

Hugmyndafræði John Dewey í

leikskólastarfi Starfsfólk leikskóla 1 3 47

Fræðslufundur um læsi Starfsfólk leikskóla 1 3 62

Gerð einstaklingsnámskrár fyrir börn

með sérþarfir Starfsfólk leikskóla 1 3 28

Málefni yngstu barnanna í leikskólanum Starfsfólk leikskóla 1 3 55

Mannréttindi Starfsfólk leikskóla 1 3 15

Fræðslufundur matráða Matráðar 1 3 47

Námskeið í notkun VinnuStundar

Leikskólastjórar og

aðstoðarleikskólastjórar 20 2 40

Frávikagreining Leikskólastjórar 10 1½ 77

ASSIST- framhald Leiðbeinendur 1 6 10

Kynning á mannréttindastefnu

Reykjavíkurborgar Starfsfólk leikskóla 2 2 38

Samtals 45 125 761

Auk ofantalinna námskeiða sótti starfsfólk í leikskólum ýmis námskeið sem voru haldin í samvinnu við

Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var kynnt fyrir

leikskólastjórum í öllum hverfum borgarinnar í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu. Einnig voru haldin

starfstengd íslenskunámskeið á vorönn í samvinnu við önnur svið borgarinnar. Fagnámskeið voru haldin fyrir

starfsfólk leikskóla í samvinnu við Eflingu og Mími-símenntun og boðið var upp á framhaldsnámskeið fyrir

leikskólaliða um börn með sérþarfir. Starfsfólk leikskólaskrifstofu og starfsmannaþjónustu bauð einnig upp á

styttri námskeið og fyrirlestra í leikskólum.