leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 skóla- og...

14
1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu. Hlutverk Veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið. Vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.

Upload: others

Post on 19-Jul-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

1

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Leikskólinn Álftaborg

2016 – 2017

Leiðarljós skóla og frístundasviðs:

Að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði

vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu.

Hlutverk

Veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið.

Vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.

Page 2: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

2

Efnisyfirlit

Um starfsáætlanir leikskóla ..................................................................................................................... 3

Leiðarljós leikskólans: Að börnin njóti bernsku sinnar þar sem hugað er að vellíðan þeirra og öryggi“ 4

1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári ...................................................... 4

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun .............................................................................................. 5

2.1 Innra mat leikskólans ..................................................................................................................... 5

Hvaða þættir leikskólastarfsins voru metnir? ............................................................................. 5

2.2 Ytra mat ......................................................................................................................................... 8

2.3 Matsáætlun ................................................................................................................................... 8

3. Umbótaþættir ...................................................................................................................................... 9

Málþroski, læstrarfærni og lesskilningur ..................................................................................... 9

Verk-, tækni- og listnám .............................................................................................................. 9

Fjölmenning ............................................................................................................................... 10

3 Starfsmannamál ............................................................................................................................ 11

3.1 Starfsmannahópurinn 1. júní 2016 ........................................................................................ 11

5.2 Starfsþróunarsamtöl (skipulag, tímasetning) ............................................................................. 11

5.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.) ................................. 11

Ráðstefna „ Um mál og læsi“ talþjálfun Reykjavíkur, tveir deildarstjórar................................. 11

5.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum 2016-2017 ...................................................................... 12

6. Aðrar upplýsingar .............................................................................................................................. 13

6.1 Barnahópurinn 1. júní .................................................................................................................. 13

6.2 Foreldrasamvinna ........................................................................................................................ 13

6.3 Samstarf leik- og grunnskóla ................................................................................................. 14

6.4 Almennar upplýsingar ................................................................................................................. 14

7. Fylgiskjöl. ........................................................................................................................................... 14

Page 3: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

3

Um starfsáætlanir leikskóla

Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir aðalnámskrá fyrir leikskóla.

Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern

hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram.

Leikskólar gera starfsáætlun þar sem fjallað er um árlega starfsemi leikskólans, birt skóladagatal og

ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers leikskóla. Áætlunin þarf að fá umsögn

foreldraráðs áður en skóla- og frístundaráð tekur hana til afgreiðslu samkvæmt lögum um

leikskóla.

Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum

markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum

hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum

verkefnum á því næsta.

Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:

Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og

ytra mats.

Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum

áætlun um hvernig þau verða metin.

Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að.

Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.

Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af

erlendum uppruna.

Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.

Umsögn foreldraráðs.

Skóladagatal fyrir árið.

Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til skóla- og frístundasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir skóla og frístundaráðs til samþykktar.

Page 4: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

4

Leiðarljós leikskólans: Að börnin njóti bernsku sinnar þar sem hugað er að vellíðan

þeirra og öryggi“

1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári

Fyrir skólaárið 2015-2016 voru engar nýráðningar. Stöðugleiki og mannauður er mikill í

starfsmannahópnum. Strax eftir sumarfrí voru veikindi hjá starfsmönnum eldhússins og þar

af leiðandi var brugðið á það ráð í lok ágúst að fara að kaupa mat. Annar starfsmaðurinn í

eldhúsinu hætti störfum og ekki gekk að ráða í hans stað þannig að áfram var aðkeyptur

matur. Veikindi voru þó nokkur eftir áramót meðal annars í eldhúsinu og þá voru góð ráð

dýr. Aðstoðarleikskólastjórinn gerðist matráður í um mánuð og allir starfsmenn hjálpuðu

eins og hver og einn gat. Það segir sig sjálft að álagið varð meira. Reykjavíkurborg gerði

samning við ISS um umsjón eldhúsa og byrjuðu þeir í Álftaborg í byrjun maí 2016.

Að vori 2015 var tekin ákvörðun um að taka inn 14 ný börn. Fyrsta júní var búin til fimmta

deildin fyrir elsta árganginn. Deildin var staðsett í salnum, elstu börnunum var skipt í tvo

hópa sem skiptust á að vera þar. Börnin nefndu deildina Stjörnudeild. Aðlögun barnanna

gekk vel, bæði þau sem byrjuðu í júní og eins þau sem byrjuðu eftir sumarfrí og var henni

lokið 1. september. Verkefni vetrarins voru mörg m.a. lífsleikni þar sem unnið var markvisst

með kurteisi og virðingu. Fjölmenning þar sem unnið var með þau þjóðlönd sem eru innan

skólans og Bókaormurinn sem ákveðið var að halda áfram með, þótt samstarfinu við

norðurlöndin væri lokið. Ákveðið var að vinna út frá sömu áherslum og verið hafði. Foreldrar

tóku þátt í að velja bækur sem unnið var með. Á haustönn var unnið með bókina um

Gunnhildi og Glóa eftir Guðrúnu Helgadóttur og á vorönninni með bókina Blómin á þakinu

eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Verkefnið er m.a. til að auka áhuga barna á bókalestri og

tekur mið af lífsleikni, stærðfræði, tækni og vísindum. Börnin fengu bækurnar heim til að

foreldrar gætu lesið fyrir þau og kynnst efninu og foreldrar skrifuðu það sem börnin höfðu

að segja. Strax í haust var farið yfir skóladagatalið með öllum starfsmönnum. Var farið yfir

hvern mánuð fyrir sig og starfsmenn gerðir ábyrgir fyrir viðburðum allt skólaárið. Elstu

börnin tóku þátt í barnamenningarhátíðinni í Hörpu þar sem þau sungu ásamt fleiri

leikskólabörnum lög eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Yndislegt var að horfa og hlusta á börnin

syngja, eitthvað sem enginn vildi missa af. Opið hús var í maí og vöktu verk barnanna mikla

athygli og var dagurinn vel sóttur. Samstarfið við Háaleitisskóla hefur verið gott og eflist ár

frá ári. Aðrir viðburðir voru með hefðbundnu sniði og tókust þeir með ágætum, sérstaklega

er gaman að sjá hve þátttaka er mikil í ömmu og afa kaffi og gleðina sem skein af andlitum

þeirra. Verkefni sem unnið hefur verið að í vetur litu dagsins ljós í júní en það eru

skólanámskráin, foreldra- og starfsmannahandbók.

Page 5: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

5

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun1

2.1 Innra mat leikskólans

Hvaða þættir leikskólastarfsins voru metnir?

Mál og hugtakanám

Sjálfsmat

Viðburðarmat

Líðan elstu barnanna í leikskólanum

Hljóm 2

Mat á úrbótum innra og ytra mats

Helstu niðurstöður innra mats (styrkleikar og veikleikar).

Hvað var metið?

Mál og hugtakanám

Hvenær / hve oft (skipulag matsins)?

Á skipulagsdegi í mars 2016

Matsaðferðir leikskólans

Ecers kvarðinn

Hverjir tóku þátt í matinu?

Allir starfsmenn

Styrkleikar: Niðurstaða starfsmanna er sú að leikefni er fjölbreytt og bæði notað

frjálst og undir handleiðslu kennara. Boðið er upp á verkefni til málörvunar, lesnar

bækur, sagðar sögur frá eigin brjósti og loðtöflusögur. Ef börn eiga við málörðuleika

að stríða þá er sérstaklega unnið með það. Mál er mikið notað í frjálsum leik,

samverustundum og hópastarfi. Hlustað er á börnin og þau fá tækifæri til að þróa

þann þátt málþroskans sem felst í getu til að tjá hugsanir og tilfinningar. Börnin velja

oftast verkefni sín sjálf, en kennarar eru tilbúnir að koma inn í og styðja

hugtakanotkun þeirra og spyrja spurninga sem örva rökhugsun. Börnin eru hvött til

að hugsa sjálfstætt og nota eigin reynslu sem grunn að hugtakanámi. Kennarar nota

málið til að styrkja eigin hugmyndir barnanna og spyrja þau opinna spurninga sem

hvetja þau til að tjá sig.

Veikleikar: alltaf má gera betur en komum ekki auga á neina veikleika að þessu

sinni.

Umbótaráætlun

Halda áfram að vera börnunum góðar fyrirmyndir og efla sjálfstæði þeirra og

sjálfsmynd.

1 Bent er á að nýta má fylgirit/skema um umbótaáætlun til að setja inn umbætur á grunni innra og ytra mats

Page 6: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

6

Hvað var metið?

Sjálfsmat starfsmanna

Hvenær / hve oft (skipulag matsins)?

Skipulagsdegi í mars 2016

Matsaðferðir leikskólans

Spurningalisti og lífsleikni handbók kennara

Hverjir tóku þátt í matinu?

Allir starfsmenn

Styrkleikar: Niðurstaða starfsmanna er sú að kunnátta starfsmanna er góð,

frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Að starfsmenn komi fram við foreldra af

virðingu, virði óskir þeirra og reyni að koma til móts við þá. Að samvinna er höfð að

leiðarljósi, sameiginlegri niðurstöðu náð, henni fylgt eftir og unnið er af heilindum.

Starfmenn eru móttækilegir fyrir breytingum og sinna starfi sýnu að kostgæfni og

alúð.

Veikleikar: Starfsmenn hafa ekki kynnt sér nægilega starfslýsingar, þurfa að bæta

tímaskráningu samkvæmt vinnuskipulagi.

Umbótaráætlun

Hvetja og leiðbeina starfsmönnum með að kynna sér starfslýsingar og bæta

tímaskráningar.

Hvað var metið?

Viðburðarmat

Hvenær / hve oft (skipulag matsins)?

Á skipulagsdegi í maí 2016

Matsaðferðir leikskólans

Spurningalisti

Hverjir tóku þátt í matinu?

Allir starfsmenn

Styrkleikar: Almenn ánægja var með alla viðburði skólaársins, skipulagningu,

framkvæmd, þátttöku og virkni allra sem skapast af því að starfsmenn eru gerðir

ábyrgir fyrir viðburðunum strax að hausti.

Veikleikar: Skoða þarf betur framkvæmd á veisludegi barnanna og huga betur að

samverustundum á föstudögum.

Umbótaráætlun

Festa veisludaginn í sessi í samráði við ISS. Umbótaráætlun átti sér stað við gerð

skóladagatals 2016-2017

Page 7: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

7

Hvað var metið?

Endurmat elstu barnanna

Hvenær / hve oft (skipulag matsins)?

Í júní 2016

Matsaðferðir leikskólans

Spurningalisti

Hverjir tóku þátt í matinu?

Elstu börn leikskólans

Styrkleikar: Börnunum líður vel í leikskólanum, útivera skemmtileg. Gaman að leika

við vinina og vera uppá þaki á kofanum í sandkassanum.

Veikleikar: Of lítil útivera og hávaði og læti.

Umbótaráætlun

Ræða við börnin um útiveruna, hávaða og læti og fylgjast vel með „ljósunum á

eyranu“

Hvað var metið?

Hljóm 2

Hvenær / hve oft (skipulag matsins)?

Í október 2015 og febrúar 2016

Matsaðferðir leikskólans

Matsgögn frá Námsmati

Hverjir tóku þátt í matinu?

Elstu börn leikskólans

Hljóm 2

Athugun á hljóð- og málvitund elstu barna leikskólans, var gerð að hausti 2015 og prófið endurtekið að vori 2016, á þeim börnum sem á þurftu að halda. Niðurstöður voru kynntar foreldrum barnanna í foreldraviðtölum í febrúar/mars. Almennt voru börnin með góða færni.

Umbætur frá niðurstöðum innra mats

Breytingar á eldhúsi urðu á árinu með aðkeyptum mat.

Ekki hefur tekist að minnka umgang um vinnuherbergi kennara, þó ýmsum

ábendingum hafi verið komið á framfæri sem skapast af húsnæði skólans. Einungis

er eitt herbergi hugsað til sérkennslu og reynir því á hugvit sérkennara sem hafa

staðið sig vel hvað það varðar.

Reynt hefur verið eftir bestu getu að koma til móts við undirbúning kennara og þeir

hvattir til að nýta hvert tækifæri.

Kennarar vinna að því að láta rödd barnsins heyrast og þau hafa meira lýðræði.

Unnið er að því að efla styrkleika þeirra og áhugasvið.

Page 8: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

8

Unnið var áfram að verkefninu Bókaormurinn með breyttu sniði m.a. aðkomu

foreldra. Lestrarvikurnar komu ekki til framkvæmda.

Umbætur frá niðurstöðum ytra mats

Heimasíða leikskólans leit aftur dagsins ljós í júní og er verið að vinna enn frekar í

henni foreldrum til upplýsinga og ánægju. Notaðar eru sex upplýsingaleiðir til

foreldra, tölvupóstur, facebook, auglýsingar í andyrum, á töflu við deild, munnlegar

upplýsingar og nú heimasíðan. Lestrarvikur verða í okt. Við gerð skóladagatals núna

var tekið tillit til lögbundinna frídaga og viðburða skólans og nú eru fjórir

skipulagsdagar í samráði við Háaleitisskóla.

2.2 Ytra mat

Ekki var gert ytra mat þetta skólaárið.

2.3 Matsáætlun

Hvaða þætti leikskólastarfsins er áætlað að meta ?

Bókaormurinn(læsi)

Hljóm 2

Viðburðamat

Umbótaþætti SFS

Meta breytingar á starfi og fyrirkomulagi í matartíma eldri deilda

Mat á skólanámskrá

Samskipti og skipulag

Hvenær / hve oft verður metið ?

Á skipulagsdegi vorönn 2017

Hvaða matsaðferðir / matsgögn er áætlað að nýta ?

Spurningalistar

Hljóm 2

Handbók kennara í lífsleikni

Ecerskvarðinn

Hverjir munu taka þátt í matinu (matsáætlun)?

Allir starfsmenn, bæði einstaklingslega, í hópum og elstu börn leikskólans.

Page 9: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

9

3. Umbótaþættir

3.1 Í starfsáætlun skóla- og frístundsviðs 2016 er lögð áhersla á fjóra umbótaþættir og sett

fram dæmi um hlutverk starfsstaða fyrir hvern þeirra. Í þessum kafla skal gerð grein fyrir

hvernig leikskólinn hyggst vinna að þessum umbótaþáttum.

Málþroski, læstrarfærni og lesskilningur

Leiðir að markmiði: Vanda valið á bókum og hafa þær aðgengilegar. Lesa daglega fyrir börnin bækur sem henta þroska þeirra og hafa innihaldið sem fjölbreyttast. Hvetja barnið til frásagnar og sköpunar. Efla samræður og samskipti, sem auka líkur á að barnið geti þróað með sér læsi á eigin tilfinningar og annarra. Gefa börnunum tækifæri til að þróa þann þátt málþroskans sem felst í getu til að tjá hugsanir og tilfinningar og hafa ritmál sýnilegt. Efla samstarf við foreldra um læsi barna og skerpa á hlutverki þeirra. Hver er ábyrgur Leikskólastjóri/deildarstjórar Hvernig og hvenær verða markmið metin

Spurningalisti vorönn 2017

Verk-, tækni- og listnám

Leiðir að markmiði: Að veita börnunum aðgang að mismunandi efnivið til sköpunar. Gera þeim kleift að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga þeirra. Sköpunarferlið opnar sífellt nýja möguleika. Áherslan er á ferlið sjálft og tilraunirnar sem skiptir ekki síður máli en afrakstur verkefnisins. Með því eykst gagnrýnin hugsun. Stefnt er á að auka þátttöku á listviðburðum. Þessi þáttur á sér einnig stað í verkefninu Bókaormurinn. Hver er ábyrgur.

Leikskólastjóri/deildarstjórar

Hvernig og hvenær verða markmið metin.

Spurningalisti vorönn 2017

Lýðræði, jafnrétti, mannréttindi

Leiðir að markmiði: Að öll börn hafi sama rétt óháð þjóðerni, trú eða menningu. Öðlist sterka sjálfsmynd, sjálfsöryggi og virðingu. Auka frumkvæði þeirra og láta rödd þeirra heyrast. Gera aðkomu þeirra að skipulagningu skólans/deilda og endurmati enn meiri. Hver er ábyrgur.

leikskólastjóri/deildarstjórar

Page 10: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

10

Hvernig og hvenær verður markmið metið.

Spurningalisti vorönn 2017

Fjölmenning

Leiðir að markmiði: Með fjölbreytni í starfsháttum sinnum við þörfum allra barna óháð uppruna þeirra. Við hvetjum foreldra til að kynna þjóð sína og menningu og tala sitt tungumál við barnið. Leitum allra leiða til að menning og reynsla verði ekki hindrun í samstarfi, heldur fræðandi þáttur í starfinu sem eykur á víðsýni okkar. Öll börn fá íslenskukennslu í leikskólanum. „Gaman saman“ verður áfram í Álftaborg. Hver er ábyrgur.

Leikskólastjóri/deildarstjórar

Hvernig og hvenær verður markmið metið.

Spurningalisti vorönn 2017.

Page 11: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

11

3 Starfsmannamál

3.1 Starfsmannahópurinn 1. júní 2016

Starfsheiti Fjöldi Starfshlutfall Menntun

Leikskólastjóri

Aðstoðarleikskólastjóri

Deildarstjórar

Deildarstjóri

Leikskólakennari

Leikskólakennari

Grunnskólakennari

Sérkennari A

Sérkennari A

Leikskólaliði

leikskólaleiðbeinandi 2

Leiðbeinandi 2

Leiðbeinandi 1

Starfsmaður 2

1

1

3

1

1

2

2

1

1

1

2

1

3

4

100%

100%

100%

100%

50%

100%

100%

100%

62,5%

100%

100%

100%

100%

100%

leikskólakennaranám

/stjórnun

leikskólakennaranám/

sérkennsla

2 leikskólakennararnám/

1 grunnskólakennaranám

Leiðbeinandi 2

leikskólakennaranám

leikskólakennaranám

grunnskólakennaranám

leikskólakennari/

uppeldismenntun á

Háskólastigi

grunnskólakennaranám

leikskólaliðanám

Grunn og

framhaldsskólakennari

Fagnámskeið 2 efling

Stúdent/grunnskólapróf

Stúdent/grunnskólapróf

5.2 Starfsþróunarsamtöl (skipulag, tímasetning)

Starfsþróunarsamtöl eru áætluð í febrúar. Leikskólastjóri sér um skipulagningu og

tímasetningu á þeim. Viðtölin eru boðuð með nokkurra daga fyrirvara og fá starfsmenn

undirbúningsblað fyrir viðtölin. Þau fara fram á skrifstofu leikskólastjóra. Rætt er m.a.

um líðan starfsmanns, hugmyndir, fagstarf og samstarf innan leikskólans.

5.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.)

Ráðstefna „ Um mál og læsi“ talþjálfun Reykjavíkur, tveir deildarstjórar.

Námskeið „Tras“ fjórir deildarstjórar.

Námskeið „Skyndihjálp“ allir starfsmenn.

Page 12: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

12

Námskeið „Markþjálfun“ leikskólastjóri.

Námskeið „Njála“ aðstoðarleikskólastjóri og sérkennari.

Námskeið „Þriðja æviskeiðið“ aðstoðarleikskólastjóri.

Námskeiðsdagur leikskólasérkennara aðstoðarleikskólastjóri.

Morgunverðafundur. „Væntingar og veruleiki: Hvernig tryggjum við faglegt leikskólastarf“? leikskólastjóri og deildarstjórar.

Námsráðstefna FSL og Rannung, leikskólastjóri.

AEPS námskeið, sérkennari.

Skipulagsdagur, heimsókn í leikskóla á Selfossi, allir starfsmenn.

Námskeið “Mastermind“ leikskólastjóri.

5.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum 2016-2017

„Fyrirlestur“ um einelti“ allir starfsmenn.

„ Hegðunarerfiðleikar“ allir starfsmenn.

„ Skyndihjálparnámskeið“ allir starfsmenn.

„Skoða fræðslu í boði leikskólahluta fagskrifstofu SFS“ allir starfsmenn.

„Skoða fræðslu í boði Rannung“ allir starfsmenn.

„Stærðfræði námskeið“ fjórir starfsmenn.

Page 13: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

13

6. Aðrar upplýsingar

6.1 Barnahópurinn 1. júní

Fjöldi barna í leikskólanum.

Í Álftaborg eru 101 barn.

Kynjahlutfall.

Í leikskólanum eru 50 drengir og 51 stúlka

Dvalarstundir.

808, dvalarstundir.

Fjöldi barna sem nutu stuðnings.

4 börn nutu sérkennslu.

Fjöldi barna með annað móðurmál en íslensku.

26 börn eru með annað móðurmál en íslensku.

Fjöldi tungumála.

Börnin eru af 9 þjóðernum.

6.2 Foreldrasamvinna

Í foreldraráði eru þrír fulltrúar. Tveir fulltrúar hafa setið tvö ár í ráðinu en sá þriðji

kom inn í ráðið síðastliðið haust. Leikskólastjóri hefur verið í tölvupóstsamskiptum

við fulltrúana þegar þörf er á. Foreldraráðið fær starfsáætlun leikskólans til

yfirlestrar ár hvert og gefur umsögn sem og að samþykkja sumarlokun leikskólans og

koma að fagstarfi skólans. Þetta árið fór foreldraráðið einnig yfir nýja

foreldrahandbók leikskólans og skólanámskrá.

Foreldrafundir eru tveir og eru haldnir dagana 28. og 29. september frá kl. 9:00-

10:30.

Á fundunum er farið yfir vetrarstarfið, áherslur skólans og umræður eru um

leikskólastarfið.

Foreldraviðtal er eitt á ári á tímabilinu janúar/ febrúar( foreldrar velja tíma) þar sem

farið er yfir alhliða þroska og líðan barnsins. Foreldrar nýrra barna eru boðaðir í

viðtal áður en vistun hefst, án barns. Boðið er upp á fleiri viðtöl ef foreldrar óska

þess.

Átta foreldrar eru í stjórn foreldrafélagsins ásamt fulltrúa starfsmanna. Stjórnin sér

um ýmsar uppákomur svo sem sumarhátíð, jólaball, leiksýningar og fleira.

Stjórnarfundir eru 5 til 6 á ári.

Page 14: Leikskólinn Álftaborgalftaborg.is/images/pdf/Starfsaeatlun_Álftaborgar_2016...1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Álftaborg 2016 – 2017 Leiðarljós

14

6.3 Samstarf leik- og grunnskóla

Mikil og góð samvinna er milli skólastiganna, sem hefur eflst ár frá ári og er orðinn

fastur liður í starfi skólans. Endurmat fór fram nú á vorönn. Að tilstuðlan leikskólans

er fundur í janúar með skólastjórum leik- og grunnskóla, forsvarsmönnum ÍTR,

talsmanni íþróttafélagsins Fram og foreldrum elstu barnanna í leikskólanum. Þarna

gefst foreldrum tækifæri til að afla sér upplýsinga um starfsemi þessara stofnana.

Góður hljómgrunnur er fyrir þessum fundi frá öllum sem að honum koma. Áætlun

vetrarins milli skólastiganna er gerð að hausti. Byrjað verður á samstarfsverkefni um

læsi haustið 2017 milli Háaleitisskóla, Álftaborgar, Austurborgar og Múlaborgar, en

það hefur því miður dregist.

6.4 Almennar upplýsingar

Skipulagsdagar skólaárið 2016-2017 eru: 7. október 24. nóvember 16. janúar 2016.

3. mars, 21. apríl og 26. maí 2017. Fjórir daga eru í samvinnu við Háaleitisskóla. Það

eru : 7. október, 24. nóvember, 16. janúar og 21. apríl 2017.

7. Fylgiskjöl.

7.1 Matsgögn

7.2 Leikskóladagatal

7.3 Áætlun leikskólans um framkvæmd læsisstefnu leikskóla Lesið í leik, aðeins þeir leikskólar

sem eiga eftir að skila.

7.4 Samstarfsáætlun leik- og grunnskóla um mál og læsi, aðeins þeir leikskólar sem eiga eftir að

skila.

7.5 Jafnréttisáætlun leikskólans og framkvæmdaráætlun hennar eða framkvæmdaáætlun við

mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar (eftir starfsmannafjölda), aðeins þeir leikskólar sem eiga

eftir að skila.

7.6 Umsögn foreldraráðs

7.7 Annað

F. h. leikskólans Álftaborgar

Anna H Ágústsdóttir 1. sept 2016

_______________________________________________

Leikskólastjóri Dagsetning