leikskólasvið reykjavíkurborgar - karellen · 2012. 9. 11. · 1 leikskólasvið...

22
1 Leikskólasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Ösp 2012 2013 Ösp er samfélag hæfra barna, foreldra og starfsfólks. Við viljum að Ösp sé „leikskólinn okkar" og þar viljum við lifa góðu lífi. Í samfélagi okkar rúmast fjölbreytni og við erum stolt af því að vera bæði lík og ólík.“´

Upload: others

Post on 31-Jan-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • 1

    Leikskólasvið Reykjavíkurborgar

    Leikskólinn Ösp

    2012 – 2013

    „Ösp er samfélag hæfra barna, foreldra og starfsfólks. Við viljum að Ösp sé

    „leikskólinn okkar" og þar viljum við lifa góðu lífi. Í samfélagi okkar rúmast fjölbreytni og við erum stolt af því að vera bæði lík og ólík.“´

  • 2

    Efnisyfirlit

    Inngangur ................................................................................................................................................ 3

    Starfsáætlun leikskóla ............................................................................................................................. 3

    Mat á leikskólastarfi ................................................................................................................................ 4

    1. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun.............................................................................................. 4

    Innra mat leikskólans ........................................................................................................................... 4

    Niðurstöðu úr innra mat: ................................................................................................................. 5

    Gildishugtök Aspar........................................................................................................................... 7

    Starfsþróunarsamtöl ........................................................................................................................ 8

    Ytra mat ............................................................................................................................................... 8

    Niðurstöður ..................................................................................................................................... 9

    Símenntun ......................................................................................................................................... 10

    Áherslu leikskólans fyrir næsta leikskólaár ........................................................................................... 11

    Markmið leikskólans .............................................................................................................................. 13

    Hvernig verða markmið metin? ......................................................................................................... 16

    Áherslur leikskólans með hliðsjón af starfsáætlun Leikskóla- og frístundasviðs .................................. 17

    Verkefni á vegum Skóla og frístundasviðsins .................................................................................... 17

    Stefnuþættir Skóla og frístundasviðs............................................................................................ 18

    Starfsmannamál .................................................................................................................................... 19

    Barnahópurinn....................................................................................................................................... 20

    Foreldrasamvinna .................................................................................................................................. 20

    Almennar upplýsingar ........................................................................................................................... 21

    Skipulagsdagar ................................................................................................................................... 21

    Leikskóladagatal .................................................................................................................................... 21

    Fylgirit .................................................................................................................................................... 22

  • 3

    Inngangur Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir Aðalnámskrá fyrir leikskóla.

    Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli sína skólanámskrá þar sem fram kemur á

    hvern hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Skólanámskráin á að vera

    aðgengileg á heimasíðu leikskólans.

    Starfsáætlun leikskóla Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur þá stefnu að ár hvert skulu leikskólar

    borgarinnar og sjálfstætt starfandi leikskólar sem njóta styrkja frá Reykjavíkurborg skila

    starfsáætlun fyrir komandi leikskólaár, eins og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr.

    90/2008. Þar er jafnframt kveðið á um að starfsáætlun skuli lögð fyrir foreldraráð leikskólans

    til umsagnar.

    Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með annars vegar

    árangursmiðuðum markmiðum og hins vegar umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna

    starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári

    og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta.

    Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til

    Leikskólasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir Leikskólaráð til samþykktar.

    Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:

    Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá

    niðurstöðum innra og ytra mats.

    Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að

    markmiðunum ásamt áætlun um hvernig þau verða metin.

    Áherslur í starfsáætlun Skóla og frístundasviðs sem leikskólinn vinnur að.

    Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.

    Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og

    fjöldi barna af erlendum uppruna.

    Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.

    Skóladagatal fyrir árið.

  • 4

    Mat á leikskólastarfi Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grundvöll að endurbótum í leikskólastarfi og vinna

    kerfisbundið að því að auka gæði þess og gera það skilvirkara.

    Markmið innra mats samkvæmt lögum um leikskóla er að:

    - Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda,

    starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra.

    - Tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og

    aðalnámskrár leikskóla.

    - Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum.

    - Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á

    samkvæmt lögum.

    Skólanámskrá leikskólans er skrifleg lýsing á því sem gert er í leikskólanum og á því sem á að

    gera. Þar koma fram bæði markmið og leiðir leikskólans. Skólanámskrá leikskólans setur því

    viðmið fyrir matið.

    Tilgangur ytra mats er að safna upplýsingum um viðhorf foreldra leikskólabarna og

    starfsmanna sem er svo notað við innra mat leikskólans. Að auki er það liður í ytra mati

    Skóla og frístundasviðs og/eða Menntamálaráðuneytis.

    1. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun

    Innra mat leikskólans

    15 júní 2012 fór fram mat hjá starfsfólki leikskólans.

    Eftirfarandi þættir voru metnir; endurmat á

    ársáætlun, fræðslu og námskeiðum og síðan

    námsferð til London. Stjórnendur leikskólans

    útbjuggu matsblöð sem allir starfsmenn fylltu svo

    út í, niðurstöður voru teknar til umræðu fyrst í

    smærri hópum og síðan sem heild. Einnig var tekin

    fyrir umræða og mat á sex hugtökum sem við

    viljum nota sem „Gildis-hugtök Aspar“.

    11 af 14 starfsmönnum tóku þátt. Þeir þrír sem

    tóku ekki þátt voru matreiðslumaður, leikskólastjóri

    og starfsmaður í afleysingum sem var veik þennan

    dag. Leikskólastjóri tók ekki þátt þar sem viðhorf og

    væntingar hans hefðu getað skekkt niðurstöður.

  • 5

    Niðurstöðu úr innra mat:

    Hér fyrir neðan eru matsspurningar, niðurstöður og umbótaáætlun úr innra mati sem unnin var af

    starfsmönnum Aspar.

    Hvernig hefur gengið að bæta aðgengi barna að leikföngum og efniviði?

    81.8% vel 18.2% sæmilega 0% illa

    Athugasemdir: Of mikið af efniviði, hafa skiptingar á efnivið og leikföngum örari, einnig þarf

    að bæta bæði tiltekt og samvinnu á milli barna og starfsfólks hvað þetta snertir.

    *Ákveðið var að starfsfólk muni halda betur utan um það hversu mikill efniviður er til staðar,

    hversu oft honum er skipt út ásamt því að efla og styðja við börn bæði í umgengi og tiltekt.

    Því það frelsi að efnivið sem gott aðgengi veitir börnum, hefur lítið sem ekkert gildi án

    ábyrgðar.

    Hvernig finnst þér hafa gengið að flétta málrækt inní daglegt starf?

    72.7% vel 27.2% sæmilega 0% illa

    Athugasemdir: Mikil ánægð með námsgögn og ráðgjöf sem við höfum fengið, finnst gaman

    að finna nýjar leiðir. Það gengur illa að sinna málörvun í leik og samskiptum.

    *Ákveðið var að við þyrftum á meiri fræðslu og ráðgjöf hvað varðar okkar hlutverk í

    málörvun í daglegum samskiptum og leik barnanna. Það hefur átt sér stað mikil framför og

    allir starfsmenn eru tilbúnir og meðvitaðir um mikilvægi málörvunar.

    Hvernig hefur fræðslu um málrækt nýst þér í starfinu?

    54.5% vel 18% sæmilega 0% illa 27.2% á ekki við

    Athugasemdir: Starfsfólk er ánægt með að fá fræðslu en samt sem áður eru flestir óöruggir

    með að innleiða allt sem þeir læra. Þrír starfsmenn byrjuðu seint á árinu og misstu af fræðslu

    og námskeiðum eða höfðu ekki fengið ráðgjöf.

    *Ákveðið var að við þyrftum að halda áfram að fræðast um málrækt og málþroska

    sérstaklega hvað varðar tvítyngdu börnin. En einnig hvernig og hvaða aðferðir við ætlum að

    nota til að efla málþroska í daglegum leik og samskiptum við börnin.

    Hvernig finnst þér hafa gengið að auka hlutverk barnanna í daglegu starfi?

    100% vel 0% sæmilega 0% illa

    Athugasemdir: „Mér finnst mjög sniðugt að fá þau til að hjálpa til við að leggja á borð og fylla

    á vatnið og þrífa garðinn svo þau átti sig á því að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér og að hver

    og einn er hluti af heild sem lætur þennan leikskóla ganga“.. eftir starfsmann sem hefur

    einungis starfað hjá okkur í 2 mánuði þegar matið var gert.

  • 6

    *Ákveðið var að þar sem allir voru sammála um að þetta sé lýðræði og jafnrétti af bestu

    gerð. Við höfum ákveðið að halda áfram og bæta við enn fleiri hlutverkum fyrir börnin og á

    næsta ári ætlum við að ræða við börnin um það hvaða hlutverk þau vilji taka þátt í.

    Hvernig finnst þér hafa gengið að breyta nei svari í já svar?

    18% vel 63.6% sæmilega 9% illa 9% ekki á við

    Athugasemdir: Flest starfsfólk viðurkenndi að oftast notum við auðveldustu svörin án þess að

    velta því fyrir okkur að hlusta fyrst á eða ræða við barnið.

    *Ákveðið var að starfsfólk hefði einfaldlega átt erfitt með að skilja hugmyndina sem lá að baki því að breyta nei svari í já. Hugmyndin kemur úr Uppbyggingastefnunni og kjarninn í henni er jákvæð og gagnvirk samskipti á milli fullorðinna og barna. Leit að lausnum er ábyrgð sem bæði börn og fullorðnir axla saman en ekki réttur og vald hins fullorðna. Rannsóknir á heilanum sýna að þegar við upplifum reiði, ótta eða skömm þá erum við ekki að hugsa. Það er vegna þess að framhluti heilans, ennisblaðið, er ekki virkt. Ennisblað heilans er svæðið þar sem við tökum ákvarðanir, skipuleggjum, hugsum fram í tímann og tökum siðferðilegar ákvarðanir. „Of margir foreldrar ala börnin sín upp með nei-viðhorfi fremur en já viðhorfi. Komi beiðni frá barninu sem er ekki venjubundin svara þeir neitandi. Eftir að barnið röflar og kvartar hugsa þeir oft málið og segja já. Þetta er slæmt því það kennir barninu að rell og bræðiköst hafi meira að gera með jákvæðar ákvarðanir heldur en að líta á staðreyndir málsins. Það lokar á að gefa og þiggja í einlægni en opnar fyrir klæki og bræðiköst í stað sanngirni í samskiptum foreldris og barns. Foreldrar sem segja já eins oft og hægt er, ala upp börn sem virða nei sem svar þegar þess er þörf. Þegar barn sér að foreldrarnir eru sanngjarnir lærir það að virða dómgreind þeirra“ (Glasser, Identity Society, p.110-111). Við viljum halda áfram að leita leiða sem auka skilning og vinnubrögð okkar í tengslum við jákvæð samskipti og Uppbyggingastefnuna. Við teljum að til þess að vera lýðræðislegt samfélag þá eru jákvæð og gagnvirk samskipti milli fullorðinna og barna eitt mikilvægasta atriðið.

    Hvernig finnst þér hafa gengið að nýta Ævintýradalinn í starfinu á Öspinni?

    63.6% vel 9% sæmilega 9% illa

    Athugasemdir: Vantar hugmyndabanka sem allir hafa aðgang að, mætti vera duglegri að fara

    með yngstu börnin, virðist vera eitthvað ójafnvægi innan starfshóps með ferðir í

    Elliðaárdalinn og hversu markvissar ferðina eru. Fólk er ánægt með þróunina sem hefur átt

    sér staða hvað varðar útikennslu en vilja fá aukna fræðslu og hugmyndir.

    *Ákveðið var að við munum leita eftir fræðslu og fróðleiks um útikennslu bæði hjá

    Náttúruskólanum og öðrum leikskólum sem eru með öfluga útikennslu, einnig ætlum við að

    safna saman lesefni fyrir starfsfólk. Við erum að hefja skráningu í formi „scrapbook“ með

    myndum og frásögum um ferðirnar niður í dalinn frá bæði starfsfólki og börnum.

    Hvernig finnst þér hafa gengið að nota tákn með tali í leikskólastarfinu?

    27.3% vel 54.2% sæmilega 9% illa 9% ekki á við

  • 7

    Athugasemdir: Ekki notað nægilega marvisst, gleymist í daglegu starfi, mætti nota það meira

    með nýjum börnum sem koma til okkar sem geta lítið eða ekkert tjáð sig á íslensku og síðan

    vantar samræmingu á milli deilda.

    *Ákveðið var að innleiða eitt atriði í einu í daglegu skipulag þar til það festast í sessi og þá

    munum við innleiða annað atriði. Við ætlum að byrja með ávaxtastund þar sem við heilsumst

    og förum yfir daginn með táknum. Við munum einungis innleiða 1-2 tákn yfir mánuðinn sem

    tengist fyrirfram ákveðnum orðflokki sem unnið verður með.

    Hvernig hafa námskeiðin sem boðið var uppá sl. skólaár nýst þér í starfinu?

    Breyta nei svari í já: 36.4% vel 36.4% sæmilega 0% illa 27.2% ekki á við

    Orðaspjall: 45.5% vel 18% sæmilega 9% illa 27.2% ekki á við

    Sköpun: 63.5% vel 9% sæmilega 27.2% ekki á við

    Athugasemdir: Flestir starfsmenn voru ánægðir með fræðslu sem var boðið upp á en vilja

    samt sem áður fá aukna fræðslu af sama tagi og aðstoð við að innleiða og nýta betur

    fræðsluna í starfinu.

    *Ákveðið var að fá allavega annað námskeið um orðaspjall og sköpun og að stjórnendur þurfi

    að bæta lesefni til þess að aðstoða við nýtingu í daglegu starfi og dýpka skilning hjá

    starfsfólki.

    Hvaða óskir hefur þú um námskeið á næstu skólaári?

    Svörin við þessari spurning voru mörg og fjölbreytt. Það er mikill áhugi fyrir tónlistar

    námskeiði, 11 starfsmenn svöruðu að þeir myndi vilja fá námskeið um tónlist og fjölbreyttari

    leiðir til að vinna með börnum og tónlist. Önnur námskeið sem starfsfólk óskaði eftir eru:

    námskeið í hreyfileikjum, jóga með börnum, náttúrufræðslu, skipulagsnámskeið,

    deildarstjóranámskeið, könnunaraðferð, ferilmöppur (skráningar), fjölmenningu og málrækt.

    *Ákveðið var að þar sem við viljum nálgast hluti á lýðræðislegan hátt þá ætlum við að velja

    námskeið til símenntunar út frá bæði áhuga starfsfólksins og þörfinni fyrir þróun og menntun

    innan veggja skólans. Við munum leita leiða til að nota niðurstöður úr mati á starfinu ásamt

    óska starfsfólks. Til dæmis var óskað eftir tónlistarnámskeiði og viðurkennt að Tákn með tali

    sé ekki að ganga nógu vel hjá okkur.

    Gildishugtök Aspar

    Á starfsdegi þann 15. júní var einnig ákveðið að meta „lykilhugtök“ skólans. Fyrr á árinu var

    gerð könnun meðal starfsmanna og í framhaldinu tekin ákvörðun um að lykilhugtökin fimm

    væru ekki í samræmi við þau börn og foreldrahóp sem nýtur þjónustu skólans. Á

    starfsdeginum fóru fram umræður um ný gildishugtök sem munu verða okkar leiðarljós í

    starfinu. Við teljum að þessi hugtök eigi að endurspegla þau gildi sem skólinn stefnir að.

    Hugtökin sem urðu fyrir valinu eiga að endurspegla bæði þá fjölbreytni sem er svo mikil hjá

    okkur meðal barna, forelda og starfsfólks. Einnig endurspegla hugtökin þær fjölbreyttu

    aðferðir sem við viljum nota til þess að nálgast og mennta börnin. Ef við viljum undirbúa

  • 8

    börn til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, þá þurfum við að mæta þeim bæði sem

    einstaklingar og hlúa að styrkleikum þeirra. Hér fyrir neðan eru nýju gildishugtökin okkar:

    Jafnrétti

    Lýðræði

    Sköpun

    Málrækt

    Leikur

    Vellíðan

    Starfsþróunarsamtöl

    Starfsþróunarsamtöl fóru fram í lok mars og byrjun apríl 2012. Leikskólastjóri og aðstoðar-

    leikskólastjóri framkvæmdu viðtölin saman í fundarherbergi í menningarmiðstöðinni

    Gerðubergi í Efra Breiðholti. Starfsþróunarsamtöl eru að sjálfsögðu trúnaðarbundin svo að

    niðurstöður verða ekki birtar en samt sem áður eru þau óformlegt mat á starfinu og gefa

    vísbendingu um vellíðan starfmanna. Í viðtölunum ræddu stjórnendur og starfsmenn

    almennt um starfið bæði það sem gengur vel og það sem mætti betur fara, vinnuumhverfi,

    samskipti og samstarf milli stjórnenda og samstarfsmanna, starfsþróun og það sem

    starfsmenn vildu koma sérstaklega á framfæri. Í starfsþróunarsamtölum stjórnenda og

    starfsmanna voru nýtt tækifæri til þess að leita lausna og ræða áframhaldandi þróun bæði

    fyrir skólann og starfsfólk. Starfsþróunarsamtöl eru mikilvægt tækifæri fyrir stjórnendur að

    meta innra starf út frá starfsfólki sem sjá um framkvæmd þess í starfinu.

    Nú í ár voru starfsþróunarsamtöl á jákvæðum nótum þar sem starfsfólk lýsti yfir ánægju sinni

    á starfi skólans. Þau mál sem valda sumum erfiðleikum eða óöryggi í starfinu voru rædd og

    sameiginlegar ákvarðanir voru skráðar hjá stjórnendum. Starfsfólk óskaði m.a. eftir

    handleiðslu, fræðslu og/eða námskeiðum til þess að bæta fagleg vinnubrögð í starfinu.

    Stjórnendum fannst ríkja jákvætt viðhorf og almennt góður starfsandi.

    Ytra mat

    Á haustönn 2011 framkvæmdi mannauðsskrifstofa Reykjavíkurborgar ytra mat á meðal

    starfsmanna leikskólans. Tilgangurinn var einkum sá að fá fram viðhorf starfmanna til

    starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta. Rafræn viðhorfskönnun var send 10.

    nóvember 2011 til leikskólans. Svarhlutfall hjá okkur var 100% eða 11 starfsmenn svöruðu

    sem voru í starfi á þessum tíma.

  • 9

    Niðurstöður

    Fyrir hvern þátt er reiknuð þáttaeinkunn á bilinu 1-10 og er hærri einkunn alltaf jákvæðari

    niðurstaða. Þessi einkunn er lituð samkvæmt viðmiði: 5,9 eða lægra merktur með rauðu, 6,0-

    7,9 gulu og 8,0 eða hærra með grænu. Sumar spurningar eru hlutfallsspurningar.

    Í töflunni hér fyrir neðan eru helstu niðurstöðu úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna.

    Síðasta viðhorfskönnun var gerð vorið 2009, hér fyrir neðan eru bornar saman niðurstöður

    frá árinu 2009 og 2011.

    Lykilárangursþættir 2009 2011

    Hæfir og áhugsamir starfsmenn 8,1 7,9

    Árangursríkir stjórnunarhættir 7,2 7,9

    Hvetjandi og jákvætt starfsumhverfi 7,2 7,5

    Heildareinkunn 2009 2011

    Meðaltal allra þátta 7,4 7,7

    Þættir 2009 2011

    Starfsánægja 7,4 8,2

    Markmið og árangur 7,9 8,4

    Tilgangur 8,7 8,4

    Metnaður 8,6 8,1

    Upplýsingaflæði 7,2 6,9

    Frumkvæði 7,3 7,2

    Viðurkenning 7,9 8,9

    Stjórnun 7,5 8,3

    Fræðsla og þjálfun 6,1 7,5

    Móttaka nýliða 7,7 8

    Jafnrétti og jafnræði 7,8 8,4

    Ímynd 7,5 8,8

    Starfsandi 7,5 8,3

    Vinnuaðstaða 7,6 8,3

    Sveigjanleiki starfi 7,8 8

    Hæfilegt vinnuálag 3,5 3,1

    Starfsmannastöðuleiki 6,9 7,3

    Starfsöryggi 7,7 7,4

    Starfsþróun 2009 2011

    Tækifæri til starfsþróunar 36%

    Starfsþróunarsamtal 80% 73%

    Gagnsemi starfsþróunarsamtals 7 8,1

    Áreitni og einelti 2009 2011

    Áreitni frá samstarfsfólki 20% 9%

    Einelti frá samstarfsfólki 5% 18%

  • 10

    Áreitni frá þjónustuþegum 11% 9%

    Einelti frá þjónustuþegum 5% 9%

    Augljóst er að nokkrir þættir úr viðhorfskönnuninni eru neikvæðir og stjórnendur þurfa að

    bregðast við því. Það er tilfinning stjórnenda að á skólaárinu 2011-2012 hafi tekist að ná betri

    tökum á vinnuálagi þar sem mæting starfsmanna hefur batnað. Einnig hefur átt sér stað mikil

    þróun sem tengist námshverfinu, vinnubrögðum starfsfólks og fræðslu til starfsfólks, og við

    teljum að allir þessir þættir hafi áhrif á vinnuálag.

    Símenntun

    Símenntun fór fram á formlegan og óformlegan hátt hjá okkur. Starfsfólk sótti fræðslu í formi

    námskeiða, námsferðar erlendis, ráðgjöf, handleiðslu eða samstarfi við leikskólakennara í

    öðrum skólum, heimsóknir í aðra leikskóla og síðan fræðslu og lesefni. Sjá má á töflunni hér

    fyrir neðan símenntun hjá okkur skólaárið 2011-12.

    Símenntun Starfsmanna

    Fagnámskeið II á vegum Mími Anita Krasniqi

    Útileikur námskeið á vegum Náttúruskóla RVK Berglind Ósk Magnúsdóttir

    Höfum gaman málörvun, spil, tónlistarnámskeið Berglind Ósk Magnúsdóttir

    Agnes Hauksdóttir

    Orðaspjall- námskeið um málörvun Allir starfsmenn skólans

    Já í 99% tilfella – jákvæð samskipti við börn Allir starfsmenn skólans

    Sköpun í leikskólastarfi Allir starfsmenn skólans

    Fræðsla um foreldrasamstarf Nichole Leigh Mosty

    Agnes Hauksdóttir

    Guðrún Finnsdóttir

    Námsferð til London:

    Fyrirlestrar um málörvun og fjölmenningu

    Leikskólaheimsóknir

    Ragga, Guðrún, Berglind L., Berglind

    Ósk, Anita, Nichole, Alla, Agnes, Oksana

    og Anna Margrétt frá leikskólanum

    Laugarsól

    Leikskólaheimsókn til að kynnast tónlistarstarfi

    með börnum; heilsuleikskólinn

    Urðarhóll og Kópasteinn

    Thelma Lind og Rubin Pollock

  • 11

    Ráðgjöf frá Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur um málörvun,

    foreldrasamstarf og fjölmenningu í leikskólastarfi

    Allir starfsmenn skólans

    Handleiðsla og fagleg leiðsögn frá samsvarandi leikskóla

    Stjórnendur og leikskólakennarar í leikskólanum

    Garðaborg

    Nichole Leigh Mosty

    Oksana Shabatura

    Alla Dydula

    Í Meistaranámi við Háskóla Íslands –Menntavísindasviði Nichole og Berglind L.

    Áherslu leikskólans fyrir næsta leikskólaár Við erum afar ánægð með þá þróun sem hefur átt sér staða hingað til í Öspinni, en á nýju

    skólaári koma ný börn og foreldrar, ný tækifæri til þróunar og lærdóms og við hlökkum til að

    hefja vinnu með það að markmiði að vera samfélag hæfra barna, foreldra og starfsfólks.

    Það er okkar sönn ánægja að tilkynna að við höfum fengið styrk fyrir þróunarstarfi

    annarsvegar frá Sprotasjóði sem er á vegum Menntamálaráðneytisins og hinsvegar Skóla- og

    frístundasviði Reykjavíkurborgar. Í báðum verkefnum verður aðaláhersla lögð á málörvun og

    foreldrasamtarf. Það sem skilgreinir verkefnin er að í verkefninu á vegum

    Menntamálaráðneytisins munum við leita leiða til að efla lýðræði í starfi og vinna

    skólanámskrá. Verkefnið á vegum Skóla- og frístundarsviðs er samstarfsverkefni þar sem við

    munum auka samstarf milli leikskólans Holts, Fellaskóla, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og

    Háskóla Íslands.

    Við viljum aftur leggja mikið til að bæta foreldrasamstarf hjá okkur. Við teljum að dagleg

    samskipti gangi almennt mjög vel hjá okkur þrátt fyrir fjölbreyttan tungumál bakgrunn og

    foreldrar treysta okkur fyrir umönnun og menntun barnanna þó að stundum höfum við ólíka

    sýn á uppeldi barna og bakgrunnur menningar er mismunandi.

  • 12

    Þegar við erum með uppákomur eða viðburði sem krefjast þátttöku foreldrar, þá er mæting

    alltaf góð, til dæmis á foreldrafundi hjá okkur þá var 84% mæting, á jólaball sem var haldið á

    laugardegi í Danshöllinni var 99% mæting, í sveitaferð var 95% mæting og áfram má telja.

    Á þessu skólaári viljum við stefna að því að mæta okkar foreldrahópi betur og þeim þörfum

    sem óhjákvæmilega fylgir fjölbreyttum hópi foreldra. Hugmyndir í vinnslu hjá okkur eru

    margar og tengjast bæði hlutverki foreldra sem uppalendur og þátttakendur í íslensku

    samfélagi, sem dæmi má nefna opnir morgnar, íslenskunámskeið fyrir foreldra, sögustund á

    vegum foreldra og áfram má telja.

    Við munum breyta móttökuferli nýrra barna með því að bjóða foreldrum að aðlagast

    leikskólanum og kynnast starfsfólki á sama tíma og börnin eru í aðlögun. Aðlögun nýrra

    barna verður skipulögð með þeim hætti að foreldrar verði virkir þátttakendur í daglegu

    starfi, í stað þess að aðlaga barnið að fara í leikskólann eins og verið hefur hingað til. Um

    miðjan ágúst innleiðum við þátttökuaðlögun sem mun standa yfir í 2 ½ dag og í ferlinu

    kynnast foreldrar starfinu, fá fræðslu frá Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur leikskólaráðgjafa,

    fræðslu um leikskólann og stefnu hans frá Nichole, Guðrúnu og viðkomandi deildarstjóra.

    Starfsfólk fær tækifæri til að kynnast foreldrum og börnum mjög náið strax í upphafi

    leikskólagöngu. Við hlökkum til að fara þessa nýju leið í samstarfi með foreldrunum okkar.

    Við ætlum að auka samstarf við aðra þjónustuaðila í Efra Breiðholti, sérstaklega þá þjónustu

    sem styðja við hlutverk okkar sem foreldrar og uppalendur. Það er til afrískt spakmæli sem er

  • 13

    á þessa leið „it takes a village to raise a child“. Við höfum til dæmis ákveðið að árlegur

    foreldrafundur að hausti verði haldin í samstarfi með fulltrúa frá Þjónustumiðstöð Breiðholts,

    fulltrúa frá Heilsugæslunni í Efra Breiðholti, ráðgjafa frá Skóla- og frístundasviði og tannlækni

    sem kemur til með að vinna með okkur aftur á þessu ári.

    Nichole og Guðrún munu enn og aftur vinna nær deildarstjórum með því að útbúa

    mánaðarlegar áætlanir, málörvunarskemu, útdeila fræðslu og lesefni sem geta stutt við

    þróun og fagleg vinnubrögð og síðast en ekki síst að aðstoða deildarstjóra að skilgreina

    hlutverk starfsfólksins í öllum þáttum sem þeir koma að.

    Við munum halda áfram með mikla fræðslu, ráðgjöf og finna nýjar aðferðir sem efla og auka

    málörvun. Við viljum sérstaklega finna leiðir sem bæta vinnubrögð starfsfólks hvað varðar

    markvissa málörvun í daglegum samskiptum og leik barna. Við munum byrja nýtt skólaár á

    námskeiði í tónlist, einingakubbum, könnunaraðferð og málörvun.

    Guðrún mun halda áfram í starfinu sem verkefnastjóri í málrækt og fjölmenningu ásamt

    hennar mikilvæga starfi sem aðstoðarleikskólastjóri.

    Markmið leikskólans

    Auka þátttöku barna í ákvarðanatöku og mati á daglegu starfi.

    Leiðir: Við teljum að þannig muni starfsfólk læra að börn hafa skoðun, viðhorf og

    væntingar til okkur. Einnig muni börn öðlast dýpri skilning á umhverfinu þar sem þau

    fá tækifæri til að tjá sig um eigin upplifun og reynslu í leikskólanum. Við viljum

    undirbúa börnin fyrir það að verða góðir og virkir borgarar. Börnin munu taka þátt í

    fundum á deildum, taka þátt í að skipuleggja viðburði (jólaball, sumarhátíð, íþróttir,

  • 14

    göngutúra, vettvangsferðir og þess háttar). Einnig mun starfsfólk halda sérstaka

    matsfundi með börnunum tvisvar sinnum yfir skólaárið.

    Vinna áfram að breyta NEI svari í JÁ.

    Leiðir: Fyrst og fremst leggja áherslu á að miðla meiri fræðslu til starfsfólks þar sem

    okkur tókst

    ekki

    nægilega vel

    að innleiða

    vinnubrögð í

    þessum

    anda. Við

    viljum að

    starfsfólk

    tileinki sér

    gagnvirk og

    jákvæð

    samskipti

    við börnin.

    Við munum

    halda áfram

    leita leiða til að efla starfsfólk í jákvæðum og gagnvirkum samskiptum við börnin. Eitt

    af nýju gildishugtökum skólans er vellíðan, en til þess að börnum líði vel þurfa þau að

    finna traust, öryggi og umburðalyndi frá starfsfólki sem þau umgangast daglega. Við

    teljum að okkar hlutverk sem uppalendur er að vera fyrirmynd í persónuleikamótun

    barna. Hinn fullorðni tekur tíma til að hlusta á barnið, sýnir því skilning og leitar leiða

    að sameiginlegri lausn sem hentar bæði barni og hinum fullorðna.

    Halda áfram þróun í útikennslu með vettvangsferðum í Elliðaárdalinn.

    Leiðir: Starfsfólk hefur óskast eftir fleiri hugmyndum í tengslum við útikennslu. Anita

    hefur haft það hlutverk að halda utan um þróunarverkefnið „Ævintýradalurinn“ og nú

    er komið að þeim tímapunkti að gera markvissa skráningu á hugmyndum svo þær geti

    verið aðgengilegar öllu starfsfólki skólans. Einnig mun starfsfólk fá meiri þjálfun sem

    tengist skriflegri skráningu í vettvangsferðum. Auk fræðslu frá öðrum leikskólum sem

    leggja áherslu á öfluga útkennslu til dæmis leikskólanum Rauðahól. Að ósk stjórnenda

    ætlar starfsfólk að leita leiða til að yfirfæra það sem er gert í útikennslu inní

    leikskólastarfið.

    Halda áfram og auka fræðslu til starfsfólks og foreldra hvað varðar málþroska,

    málörvun og eflingu móðurmáls.

  • 15

    Leiðir: Öll námskeið sem verða á starfsdögum munu fela í sér fræðslu tengda

    málþroska. Við höldum áfram að fá mánaðarlega ráðgjöf frá Fríðu Bjarneyju

    Jónsdóttur sem starfar á Skóla- og frístundarsviði. Hún deilir þekkingu og hagnýtum

    leiðum til málörvunar í daglegum samskiptum og leik barna. Starfsfólk mun fá fræðslu

    og lesefni um málþroska og málörvun, einnig fræðslu um tvítyngi og móðurmál. Að

    auki viljum við finna leiðir til að miðla til foreldrum mikilvægi móðurmáls þróunar og

    brúa tengslin á milli leikskóla og heimilis sem gagnast börnum og þeirra málþroska.

    Einnig hefur verið ákveðið að bæta tónlistarstarf þar sem við teljum tónlist vera

    mikilvægt tæki til að efla málþroska og auka vellíðan barna.

    Við erum mjög lánsöm að

    hafa fengið tækifæri til að

    taka þátt í átaksverkefni á

    vegum Vinnumálastofnunar.

    Við höfum fengið pólskan

    starfsmann sem starfar sem

    móðurmálskennari.

    Viðkomandi starfsmaður

    kemur til með að leggja

    áherslu á að efla móðurmál

    hjá pólskumælandi börnum

    og brúa bilið á milli íslensku

    og pólsku með því að miðla

    milli tungumála í samvinnu

    við starfsfólk skólans. Þetta verkefni undirstrikar sérstöðu skólans og sýn okkar á

    mikilvægi móðurmáls í daglegu lífi og námi tvítyngdra barna.

    Að efla foreldrasamstarf

    Leiðir: Við ætlum að halda áfram að nota leiðir sem hafa nú þegar reynst okkur vel

    (foreldrakaffi, sveitaferð, jólaball, sumarhátíð, þjóðabjóð, foreldraviðtöl og

    foreldrafundi), en við höfum ákveðið að breyta og bæta eins mikið og hægt er.

    Við höfum nú þegar breytt aðlögunar- og inntökuferlinu hjá okkur þannig að

    foreldrum gefst kostur á að vera virkir þátttakendur í leikskólastarfinu á meðan

    aðlögun barnsins stendur yfir í 2 ½ dag. Markmið með slíku fyrirkomulagi er að gera

    aðlögunarferlið gagnvirkt þ.e. foreldrar aðlagast leikskólanum með barninu og

    starfsfólk aðlagast foreldrum og barni á sama tíma. Við álítum að það leiði af sér

    meira öryggi í samskiptum foreldra og starfsfólks og foreldrar finni að þeir eru

    velkomnir inn á deildir, í spjall við starfsfólk og jafnvel að taka þátt í starfinu.

    Við viljum reyna aftur að bjóða foreldrum í hverfinu, sem eru heima með börn, í

    heimsókn til okkar og þiggja fræðslu sem m.a. tengist barnauppeldi eða þjónustu. Á

    sama tíma fá börn þeirra tækifæri til að leika sér með fjölbreytt leikefni. Því miður

  • 16

    tókst okkur ekki að innleiða morgna eins og þessa á síðasta ári og viljum við því reyna

    aftur á þessu skólaári.

    Að auka samstarf með stofnunum og skólum í hverfinu

    Leiðir: Þar sem við erum þátttakendur í samstarfs þróunarverkefni sem ber

    yfirskriftina „Okkar mál“ ásamt Fellaskóla, leikskólanum Holt, Þjónustumiðstöð

    Breiðholts, Skóla- og frístundasviði og Háskóla Íslands, þá viljum við finna nýjar leiðir

    til að efla samstarf sem muni bæta menntun og uppeldi barna í Efra Breiðholti.

    Markmið þróunarverkefnisins hefur sameiginlegt gildi fyrir allar fyrrnefndar stofnanir

    þar sem börn, fjölskyldur, menntun og uppeldi eru í brennidepli. Nú þegar er verið að

    skipuleggja framkvæmd þróunarverkefnisins en allar aðferðir sem við komum til með

    að nota munu taka mið af sérstöðu okkar, stefnu og framtíðarsýn.

    Við munum einnig leita eftir samstarfi frá stofnunum og félögum sem geta stutt

    samstarf okkar við foreldra, sem dæmi má nefna Heilsugæslan í Efra Breiðholti,

    Lýðheilsustöð v/tannverndar, íþróttafélagið Leiknir, Sundfélagið Ægir og

    Borgarbókasafnið í Gerðubergi.

    Hvernig verða markmið metin?

    Mat verður framkvæmt meðal starfsmanna, barna og foreldra. Ef við viljum gefa okkur út

    fyrir að vera „samfélag hæfra barna, foreldra og starfsfólks“ þá þurfum við að gefa öllum

    tækifæri til þess að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Með því að gefa öllum kost á að leggja

    sitt mat á markmiðin sem við setjum okkur og þróun þeirra þá teljum við að starfið muni

    verða faglegra og öll sú þjónusta sem við veitum fjölskyldum taki mið af þörfum þeirra.

    Starfsfólk skólans mun formlega meta markmið á starfsdögum, í mars og maí 2013.

    Deildarstjórar meta þróun í starfinu samhliða þeim markmiðum sem við höfum sett okkur

    mánaðarlega. Á síðasta skólaári var lögð áhersla á markvissa samvinnu milli leikskólastjóra og

    deildarstjóra með mánaðarlegri áætlunargerð.

    Deildarstjórar unnu áætlanir í samráði við

    leikskólastjóra sem veitti faglega leiðsögn. Við

    teljum þetta vera fyrstu skrefin í þá átt sem við

    viljum fara, hvað varðar öflug fagleg

    vinnubrögð. Á þessu skólaári ætlum við að snúa

    blaðinu við þar sem deildarstjórar fá í

    hendurnar mánaðarlegar áætlanir sem

    innihalda viðfangsefni valin af stjórnendum,

    markmið, ásamt mögulegum leiðum.

    Deildarstjórar koma með sitt innlegg í áætlunina

    og sjá um framkvæmd inn á sinni deild og meta í

    lok hvers mánaðar. Einnig viljum við leggja ríka

    áherslu á skráningar í von um að starfsfólk

  • 17

    öðlist betri skilning á mikilvægi mats í starfinu og efli færni sína á þessu sviði.

    Við viljum gefa börnum tækifæri til að rödd þeirra fái meira vægi í skólastarfinu svo hægt sé

    að móta lýðræðislegt samfélag þar sem börn læra að þau geti haft áhrif á daglegt líf og starf.

    Við stefnum á að bjóða börnunum á mánaðarlega matsfundi þar sem starfsfólk kemur til

    með að stjórna í litlum hópum. Umræðuefni sem verða tekin fyrir hverju sinni koma til með

    að beinast að starfinu og þeim markmiðum sem við höfum sett okkur.

    Við ætlum að leita leiða til þess að framkvæma mat meðal allra foreldra en við höfum ekki

    tekið endanlega ákvörðun um framkvæmdina því þau tungumál sem foreldrar tala eru

    fjölbreytt og bakgrunnur foreldra mismunandi. Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að

    fara gætilega af stað og niðurstöður matsins geta haft mikil áhrif á þróun starfsins í Ösp.

    Við vonum að viðhorfskönnun á vegum Reykjavíkurborgar, bæði meðal starfsmanna og

    foreldra, komi einnig til með að meta þau markmið sem við höfum sett okkur.

    Áherslur leikskólans með hliðsjón af starfsáætlun Skóla- og

    frístundasviðs Við teljum mikilvægt að vinna náið með Skóla- og frístundasviði og leita eftir stuðningi þegar

    þess er þörf. Síðastliðið ár var sameiningarferli Skóla- og frístundasviðs klárað og í vor kom út

    starfsáætlun sem við höfðum til hliðsjónar við mótun starfsáætlunar Aspar fyrir skólaárið

    2012-13. Við tökum alla þætti úr starfsáætlun Skóla- og frístundasviðs og greinum frá því lið

    fyrir lið hvernig þeir birtast í starfinu hjá okkur.

    Verkefni á vegum Skóla- og frístundasviðsins

    Blíð byrjun: Tilgangur verkefnisins var að leita leiða til að móta farsæla og aðgengilega

    tengingu fjölskyldna með ung börn við þjónustu borgarinnar. Tillögur starfshópsins lögðu

    áhersla á víðtæka samvinnu stofnana

    og að bilið frá fæðingarorlofi foreldra

    fram að leikskólagöngu barnsins verði

    brúað. Við teljum að þær leiðir sem

    við erum að fara með

    foreldrasamstarfi og stuðningi frá

    stofnunum í hverfinu tengist vel

    verkefninu Blíð byrjun. Einnig falla

    hinir svokölluðu opnu morgnar, fyrir

    fjölskyldur með börn heima, vel að

    hugmyndafræði verkefnisins.

    Börn og fjölmenning: Þar sem við erum með svo hátt hlutfall barna af erlendum uppruna þá

    viljum við vinna nálægt starfshópnum sem sér um verkefni tengd börnum og fjölmenningu.

  • 18

    Við höfum verið með kynningu fyrir starfshópinn um skólastarfið á Ösp og greint frá því

    hvernig starfið hefur þróast og framtíðarsýn okkar. Starfshópurinn hefur einnig komið í

    heimsókn til okkur. Við teljum að í starfsmannahópnum ríki almennt jákvætt viðhorf til

    fjölmenningar í leikskólanum og samfélaginu sem gerir okkur kleift að hafa áhrif á

    stefnumótun leikskólans og námskrárgerð.

    Lestar hvetjandi verkefni: Við teljum að læsisstefnan sem var samþykkt í Skóla- og

    frístundaráði þann 18. janúar 2012 vera rauðan þráð í starfi leikskólans. Læsisstefna skólans

    er mótuð með hliðsjón af aðalnámskrá leikskóla. Við munum skilgreina áherslur í málörvun,

    ritmáli, tjáningu og leik. Öll fræðsla og þróun sem fer fram í leikskólanum mun tengjast

    málörvun og undirstöðuþáttum læsis. Þróunarverkefnið „Okkar mál“ sem fékk styrk frá

    Skóla- og frístundasviði er samstarfsverkefni sem byggir á undirstöðuatriðum læsis og

    málörvun er rauður þráður í verkefninu.

    Stefnuþættir Skóla- og frístundasviðs

    Sterk sjálfsmynd og félagsfærni: Við teljum að í Ösp sé mikil áhersla lögð á að byggja upp

    barnið út frá þeim styrkleikum sem það býr yfir. Við bjóðum börnum upp á jöfn tækifæri, við

    höfum markvisst aukið sjálfstæði og frumkvæði barnanna og vonum að með því að auka enn

    frekar lýðræðisleg vinnubrögð þar sem börn fá tækifæri til þess að móta og hafa áhrif á

    skólastarfið þá styrki það

    sjálfsmynd barna, ásamt því

    að efla félagfærni þeirra.

    Öryggi, heilbrigði, vellíðan

    og gleði: Við álítum að hverju

    barni sé boðið upp á

    heilbrigðan lífstíl í daglegu

    starfi á Öspinni. Við hugsum

    fyrst og fremst um hag

    barnanna sem m.a. kemur

    fram í samstarfi af ýmsum

    toga. Sem dæmi má nefna

    samstarfsverkefni við

    lýðheilsustöð varðandi

    tannvernd barna, samstarf

    við Heilsugæslustöðina í Efra Breiðholti ásamt sterku foreldrasamstarfi. Við höfum lagt okkur

    fram við að móta öruggt umhverfi þar sem unnið er markvisst gegn áhættuhegðun og skólinn

    er hugsaður fyrst og fremst sem umhverfi hæfra barna þar sem þau fá tækifæri til að hreyfa

    sig frjálst. Við höfum breytt gildishugtökum skólans, eitt af þeim er vellíðan sem við teljum

    vera einn mikilvægastan þátt í bernsku allra barna.

    Viðtæk þekking, færni og árangur: Við viljum leita leiða til að mæta hverju barni á þeirra

    forsendum þar sem styrkleikar þeirra eru nýttir sem vegvísir í vali á viðfansefni, námsefni,

  • 19

    kennsluaðferðum og mótun umhverfis. Til dæmis lítum við á móðurmál hvers og eins sem

    mikilvægan grunn til að læra íslensku. Við lítum ekki á börn með annað mál en íslensku sem

    „mállaus“ heldur einstaklinga sem hafa þegar lært að hlusta og tjá sig í orðum annars máls

    og sú þekking styðji þau við að læra íslensku. Stjórnendur skólans munu halda áfram að vinna

    náið með deildarstjórum í áætlanagerð, vali á viðfangsefnum, miðlun fræðslu um faglega

    kennslu og kennsluaðferðir sem verða innleiddar ásamt mati á starfinu. Það komi til með að

    tryggja aukin gæði í öllu starfi og efla þekkingu, færni og árangur hjá börnum.

    Við ætlum að nota fjölbreyttar aðferðir í starfinu sem styðja við læsi í víðum skilningi sem

    byggir ofan á grunnþekkingu starfsfólks á málnotkun og málskilningi barna, ásamt því að

    þjálfa börnin í að tjá hugsanir sínar til að efla gagnrýna hugsun og samræður við fullorðna og

    jafnaldra.

    Við viljum efla skilning og vinnubrögð starfsfólks á mikilvægi sköpunar í leikskólastarfi, ekki

    eingöngu í tengslum við myndlist og tónlist, heldur færni til að nota sköpun sem leið til

    tjáningar. Þegar um er að ræða fjölbreyttan barnahóp þá er nauðsynlegt að sýna

    sveigjanleika og vera móttækileg og virða nýjar hugmyndir sem fram koma hjá börnum og

    skoðanir þeirra, túlkun, upplifun og skilningur.

    Með þróunarstarfi í Elliðaárdalnum teljum við okkur vera á réttri leið með að auka

    umhverfisvitund og menntun til sjálfbærni. Á þessu skólaári viljum við vinna markvissara

    með umhverfismennt og hugsanlega innleiða „græn skref“ í tengslum við starfið í dalnum.

    Samfélagsleg ábyrgð, virkni og viðsýni: Við viljum efla starfsfólk í að vinna á lýðræðislegan

    hátt með börnum. Við munum leggja ríka áherslu á jafnrétti og lýðræði í starfinu þar sem

    börn munu fá tækifæri til að beita rödd sinni. Við ætlum að halda áfram að miðla fræðslu til

    starfsfólks um gagnvirk samskipti við börn. Við viljum bjóða börnum að taka þátt þegar við

    skipuleggjum atburði og metum starfið.

    Starfsmannamál

    Starfsheiti Fjöldi Starfshlutfall Menntun

    Leikskólakennarar 4 3,8 1 M.Ed. gráðu, 2 leikskólakennarar

    stunda nám til M.Ed. gráðu við Hí., 3

    B.Ed., 1 diplóma í sérkennslu og 1

    úkraínskt leikskólakennarapróf

    Grunnskólakennarar 1 1 Úkraínsk kennaramenntun

    Aðrir uppeldismenntaðir

    starfsmenn

    3 3 Leikskólaliðar

    Starfsmenn með

    háskólapróf án

    1 1 B.A. í listmennt með kennsluréttindi

  • 20

    uppeldismenntunar

    Starfsmenn með menntun

    á framhaldsskólastigi

    2 1,8 Stúdentspróf og pólskt

    framhaldsskólapróf

    Starfsmenn án

    framhaldsskólamenntunar

    3 2,87 Mismunandi

    Þroskaþjálfar 0 0

    Barnahópurinn Fjöldi barna í leikskólanum eru 55 í 54 plássum

    Kynjahlutfall er 30 stúlkur (54.5%) og 25

    drengir (45.4%)

    Dvalarstundir eru 435

    Fjöldi barna sem njóta sérkennslu eru 1 (.02%)

    Fjöldi barna af erlendum uppruna eru 45 af 55

    (81.8%)

    Foreldrasamvinna Við teljum foreldrasamvinnu vera máttarstólpa í leikskólastarfi og mikilvægt að foreldrar og

    starfsfólk leikskólans vinni að sama markmiði; að gera allt sem hægt er að gera til þess að

    hlúa að alhliða þroska og vellíðan barnanna. Eins og áður hefur komið fram í kafla um

    markmið þá viljum við stöðugt bæta foreldrasamstarf og leita nýrra leiða til þess í

    leikskólanum.

    Þar sem foreldrahópur er fjölbreyttur þá getur samstarf og dagleg samskipti verið flókin, en

    við leggjum alltaf ríka áherslu á að foreldrum líði vel hjá okkur og að þau finna fyrir virðingu

    og tillitssemi þó að við tölum ekki alltaf sama tungumál. Við notum allar mögulegar aðferðir

    til að koma upplýsingum til skila og sömuleiðis gefum við foreldrum kost á að koma

    skilaboðum til okkar. Það má segja að þeir þekki okkur með nafni hjá túlkaþjónustum í

    Reykjavík.

    Þar sem við erum þessa stundina í aðlögunarferli með nýjum börnum og foreldrum þá höfum

    við ekki fengið foreldra til samstarfs í foreldraráð. Við viljum fara sömu leið og í fyrra þar sem

    við vorum með stóran hóp foreldra svo hann gæti endurspeglað þá fjölbreytni sem ríkir í

    Ösp. Þeir foreldrar sem voru þátttakendur í foreldraráði á síðasta skólaári og eru enn með

    börn í vistun hjá okkur eru 4, og þeim stendur til boða að taka þátt aftur. Þau eru:

    Linda Ólöf Hólmarsdóttir móðir Emblu á Trölladyngju

  • 21

    Violeta Kelmendi móðir Henors á Trölladyngju

    Inga Birna Ólafsdóttir móðir Ólafs á Trölladyngju og Sóleyjar á Mánaskjóli

    Gísli Þór Ingimarsson faðir Natans Árna á Trölladyngju

    Áætlað er að halda stutt foreldraviðtöl í október 2012 og ítarlegri viðtöl í mars og apríl 2013.

    Foreldrum verður boðið á kvöldfund í Gerðubergi í lok september 2012 í samvinnu með

    fulltrúum samstarfsstofnana í hverfinu, þar verður ársáætlun og markmið skólans kynnt

    ásamt fræðslu og upplýsingamiðlun frá stofnunum.

    Almennar upplýsingar

    Skipulagsdagar

    28. ágúst 2012 allan daginn, Birte Harksen mun halda námskeið um Börn og tónlist.

    Fræðsla um jákvæð og gagnvirk samskipti við börn frá Nichole og Guðrúnu

    skólastjórnendum. Nichole verður einnig með fyrirlestur um könnunaraðferðina. Eftir

    hádegi förum við í Fellaskóla á sameiginlegt námskeið um málþroska og málörvun

    með Fellaskóla og leikskólanum Holti. Þetta tengist samstarfsverkefninu „Okkar mál“.

    21. september 2012 allan daginn, allir starfsmenn sækja námstefnu á vegum

    talmeinafræðinga og sérfræðinga í málörvun. „Hvernig er hægt að kenna viðeigandi

    boðskipti, félagsfærni og hjálpa börnum með frávik í málþroska? Áherslu á íhlutun,

    samstarf og hagnýtar hugmyndir heima og í leik- og grunnskóla“

    30. nóvember 2012 allan daginn, fyrir hádegi fá allir starfsmenn námskeið á vegum

    Greiningarstöðvar ríkisins um Tákn með tali . Námskeiðið verður haldið í Gerðubergi

    og starfsfólk frá leikskólanum Holti munu vera með okkur. Eftir hádegi verður

    námskeið í Ösp einungis ætlað starfsfólki Aspar um einingarkubba og málörvun í

    daglegum leik barna. Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri við leikskólinn Garðaborg er

    sérfræðingur í einingakubbum og mun deila þekkingu og fræðslu á því sviði og Fríða

    Bjarney Jónsdóttir mun miðla ítarlegri fræðslu um málörvun og tengja það leik með

    einingakubba. Einnig verði enn meiri fræðsla um könnunaraðferðina.

    3. janúar 2013 allan daginn, sameiginlegur starfsdagur með starfsfólki í Fellaskóla,

    Ösp, og Leikskólanum Holti. Það á eftir að ákveða fræðslu og viðfangsefni.

    14. mars 2013 allan daginn, fyrir hádegi verður námskeið um lýðræði og jafnrétti í

    skólastarfi. Einnig framhaldsnámskeið um málörvunaraðferðina „orðaspjall“ en

    starfsfólk leikskólans fékk kynningu á þessari kennsluaðferð sl. vor. Eftir hádegi

    verður markviss vinna við námskrárgerð og mat á starfinu.

    17 maí 2013 allan daginn, mat á starfið og markviss vinna við námskrárgerð.

    Leikskóladagatal Hægt er að nálgast dagatal leikskólans á www.osp.is . Við viljum beina athygli að því að við

    erum enn að skipuleggja og móta starfið, sérstaklega hvað varðar samstarfsverkefni sem við

    tökum þátt í þannig að skóladagatal gæti breyst.

    http://www.osp.is/

  • 22

    Fylgirit Starfsáætlun hefur ekki verið send til foreldraráðs þegar þetta er skrifað en verður bætt við

    þegar umsögn foreldráðs liggur fyrir.

    F.h. leikskólans Aspar

    Nichole Leigh Mosty 19,ágúst 2012

    Nichole Leigh Mosty, Leikskólastjóri

    Guðrún Finnsdóttír 19,ágúst 2012

    Guðrún Finnsdóttir, Aðstoðarleikskólastjóri