leikskólinn holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/holt-starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 skóla-...

16
1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

Upload: others

Post on 26-Jun-2020

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

1

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Leikskólinn Holt

2015 – 2016

Leiðarljós skóla og frístundasviðs:

Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

Page 2: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

2

Efnisyfirlit

Um starfsáætlanir leikskóla ..................................................................................................................... 3

Leiðarljós leikskólans: Virðing – Umhyggja – Samvinna .......................................................................... 4

1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári ...................................................... 4

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun .............................................................................................. 5

2.1 Innra mat leikskólans ..................................................................................................................... 5

2.2 Ytra mat ......................................................................................................................................... 7

2.3 Matsáætlun ................................................................................................................................... 7

3. Áherslur í starfi leikskólans .................................................................................................................. 7

1. Málþroski, læsi og lesskilningur....................................................................................................... 7

2. Verk-, tækni- og listnám .................................................................................................................. 8

3. Lýðræði, jafnrétti, mannréttindi ...................................................................................................... 8

4. Fjölmenning ..................................................................................................................................... 8

5. Gæði og fagmennska ....................................................................................................................... 9

3.2 Aðrar/fleiri áherslur sem hafa ekki nú þegar komið fram í starfsáætlun leikskólans ................... 9

4. Starfsmannamál ................................................................................................................................ 11

4.1 Starfsmannahópurinn 1. júní ....................................................................................................... 11

4.2 Starfsþróunarsamtöl .................................................................................................................... 11

4.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.) ................................. 12

4.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum ......................................................................................... 12

5. Aðrar upplýsingar .............................................................................................................................. 14

5.1 Barnahópurinn 1. júní .................................................................................................................. 14

5.2 Foreldrasamvinna ........................................................................................................................ 14

5.3 Samstarf leik- og grunnskóla ....................................................................................................... 15

5.4 Almennar upplýsingar ................................................................................................................. 15

6. Fylgiskjöl ............................................................................................................................................ 15

Page 3: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

3

Um starfsáætlanir leikskóla

Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir aðalnámskrá fyrir leikskóla.

Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern

hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram.

Leikskólar gera starfsáætlun þar sem fjallað er um árlega starfsemi leikskólans, birt skóladagatal og

ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers leikskóla. Áætlunin þarf að fá umsögn

foreldraráðs áður en skóla- og frístundaráð tekur hana til afgreiðslu samkvæmt lögum um

leikskóla.

Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum

markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum

hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum

verkefnum á því næsta.

Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:

Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og

ytra mats.

Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum

áætlun um hvernig þau verða metin.

Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að.

Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.

Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af

erlendum uppruna.

Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.

Umsögn foreldraráðs.

Skóladagatal fyrir árið.

Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til skóla- og frístundasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir skóla og frístundaráðs til samþykktar.

Page 4: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

4

Leiðarljós leikskólans: Virðing – Umhyggja – Samvinna

1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári

Það sem stendur upp úr eftir þennan vetur eru öll þau frábæru verkefni sem við gerðum,

þrátt fyrir mikla erfiðleika í starfsmannahópnum. Því er, meðal annars, að þakka frábæru

starfsfólki sem stóð hér vaktina dag hvern.

Námsferðin til Birmingham og fjáröflunin þar á undan var hápunktur vetrarins í

starfsmannahópnum. Allir lögðu sitt af mörkum, 26 af 30 starfsmönnum fóru í ferðina og

voru sér og leikskólanum til sóma allan tímann.

Okkar mál, þróunarverkefnið gengur vel og afrakstur þess er kominn til að vera.

Niðurstöður læsisskimana í 2.bekk Fellaskóla gefa okkur byr undir báða vængi, þar sem

okkar börn komu einstaklega vel út. Það sýnir okkur og staðfestir að við erum að gera

góða hluti hér í Holti. Við erum ótrúlega stolt af þessum niðurstöðum og við eigum stóran

hlut í þeim.

Foreldramorgnarnir eru skemmtileg nýjung sem við byrjuðum á í tengslum við Blíð byrjun,

verkefnið. En Ösp, Holt og Hólaborg eru að þróa það áfram, hægt og rólega.

Upplýsingartæknin hefur verið í örri þróun hjá okkur og tæknivæðing Adda bangsa hefur

slegið í gegn. Eins hefur Facebook síða leikskólans gjörbreytt upplýsingastreymi til

foreldra, sem og skráningu á starfinu okkar. En nettengingar í húsunum okkar eru að

hamla okkur töluvert í þessari þróun og vinnu.

Mikill metnaður er hjá okkur í Holti og við erum að gera marga skemmtilega og frábæra

hluti. En við þurfum einmitt að temja okkur að einblína á það, frekar en það sem miður

fer. Margt sem stefnt var að gekk ekki eftir síðasta vetur, mikil veikindi á starfsfólki, erfitt

tíðarfar og erfiðleikar í starfsmannahópnum. En við höldum áfram með von um betri

vetur framundan.

Page 5: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

5

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun

2.1 Innra mat leikskólans

1. Bókakassar

Þrisvar yfir veturinn

Umræður í stjórnendateymi og á starfsmannafundi

Stjórnendateymi og allir starfsmenn

Lítil notkun, þrátt fyrir umbætur á innihaldi kassanna

Stór hluti starfsfólks náði ekki að tileinka sér efni kassanna í starfinu eins og um

var talað.

Innihald kassanna endurskoðað og tillit tekið til ábendinga starfsfólks.

2. Okkar mál, þróunarverkefni

Einu sinni formlega yfir veturinn en reglulegar umræður á stýrihópsfundum um

framgang verkefninsins

Viðtöl og rýnihópar við stjórnendur og starfsmenn starfsstöðva og umræður á

stýrihópsfundum

Helstu niðurstöður koma í skýrslu sem er í vinnslu, en búið er að kynna helstu

niðurstöður fyrir stjórnendum.

3. Foreldravika – opin vika

Rafræn könnun til foreldra var gerð í vor og umræður voru reglulega á

stjórnendateymisfundum.

Helstu niðurstöður úr rafrænni könnun meðal foreldra voru : 53% foreldra

svöruðu. Af þeim tóku 80% foreldra þátt í opinni viku. Almenn ánægja er með

vikuna, fyrirkomulagið og tímasetninguna.

Sjá niðurstöður könnunar í fylgiskjölum

4. Blíð byrjun, ný nálgun í foreldrasamstarfi

Fjórir fundir voru yfir veturinn

Umræður á fundum stjórnenda

Ekki var unnt að halda áfram með fasta viðveru félagsráðgjafa í leikskólanum

m.a. vegna fjárskorts og manneklu á ÞMB. Áfram verður reynt að endurvekja

þetta.

Ákveðið var að frumkvæði Aspar, í samvinnu við Holt, Hólaborg og ÞMB að hafa

foreldramorgna í húsnæði Miðbergs ásamt félagráðgjafa frá ÞMB.

Vaxandi verkefni sem við ætlum að halda áfram með og þróa nánar.

Skemmtilegt samstarf og nýr flötur í foreldrasamvinnu.

5. Starfsmannahópurinn, gildi leikskólans

Höfðum ekki tök á að vinna nánar með þetta.

Vinna er hafin að nýju og mun halda áfram í vetur.

6. Addi bangsi tæknivæðist

Mat á verkefninu fólst í umræðum við deildarstjóra og starfsmenn á fundum yfir

veturinn.

Page 6: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

6

Almenn ánægja meðal foreldra og starfsmanna. Gefur mjög skemmtilega og

aukna innsýn í heimamenningu barnanna.

Umbæturnar fela í sér að yfirfæra verkefnið yfir í Litla-Holt.

7. Bókin mín

Mat á verkefninu fólst í umræðum við deildarstjóra og starfsmenn á fundum yfir

veturinn.

Almenn ánægja meðal foreldra og starfsmanna. Gefur mjög skemmtilega og

aukna innsýn í heimamenningu barnanna.

Halda áfram og festa þetta í sessi.

8. Virkir foreldrar

Höfðum ekki tök á að vinna nánar með þetta.

Vinna er hafin að nýju og mun halda áfram í vetur. 9. Námskrá leikskólans

Fengum fræðslu og aðstoð frá SFS við vinnu með grunnþætti aðalnámskrá.

Vinna með námskránna mun halda áfram í vetur. 10. Starfsmannahandbók

Höfðum ekki tök á að vinna mikið með þetta í hópnum.

Vinna er þó hafin að nýju og mun halda áfram í vetur. 11. Mat starfsmanna á fagstarfi með börnunum

Skriflegt mat á starfsdegi

Allir starfsmenn tóku þátt

Helstu niðurstöður eru þær að almenn ánægja er með fyrirkomulag dagskipulags, flæði gengur almennt vel og ánægja með hreyfistundir.

Það sem má bæta er meiri málörvun með börnunum, vanda sig betur í samskiptum og auka notkun á bókakössum Áherslur leikskólans vegna starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs

12. Læsi í víðum skilningi, gagnrýnin hugsun og samræða

Allir starfsmenn kynntu sér læsisáætlun Holts og ræddu á deildarfundum.

Engar niðurstöður eru komnar, en áfram verður unnið með áætlunina í starfsmannahópnum.

13. Foreldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir samstarfsaðilar

Stofnuð var facebook síða fyrir foreldra til upplýsingagjafar og skemmtunar.

Rafræn könnun var send til foreldra á vormánuðum. En stjórnendateymi og starfsmenn notuðu umræður á fundum til að meta.

Almenn ánægja er með verkefnið. Foreldrar fylgjast vel með og eru betur upplýstir um það sem fram fer í leikskólastarfinu. Helsta gagnrýnin frá foreldrunum er að facebook síðan er eingöngu fyrir foreldra en ekki aðra aðstandendur.

Niðurstöður úr umræðum starfsmanna og stjórnendateymis voru þær að vegna þess hve starfsfólk var/er duglegt að setja inn myndir úr starfinu, eigum við mikið magn af gögnum frá síðasta skólaári, sem við getum nýtt sem matsgögn. Þetta kom ósjálfrátt og ómeðvitað.

14. Aukin umhverfisvitund og menntun til sjálfbærni

Verkefnið var innleiðing á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar.

Höfðum ekki tök á að vinna nánar með þetta.

Vinna mun halda áfram í vetur.

Page 7: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

7

2.2 Ytra mat

1. Starfsmannakönnun skóla- og frístundasviðs 2015

Skóla- og frístundasvið sendi út starfsmannakönnun vorið 2015.

Fá viðhorf starfsmanna til starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta.

Rafræn spurningakönnun.

Sjá fylgiskjal 6.1

Bæta samskipti í starfsmannahópnum, virkja gildin okkar og fullgera

starfsmannahandbókina.

2. Foreldrakönnun skóla- og frístundasviðs 2015

Skóla- og frístundasvið sendi út foreldrakönnun vorið 2015.

Að skoða viðhorf foreldra til leikskólans, líðan og stuðnings við barnið, upplýsingaflæði og

stjórnun.

Rafræn spurningakönnun, ásamt úthringingum.

Sjá fylgiskjal 6.2

Helstu umbótaþættirnir eru að endurskoða og bæta fyrirkomulag á foreldraviðtölum. Bæta

aðbúnað og umhverfi barnanna að því leyti sem okkur er mögulegt.

2.3 Matsáætlun

Sjá fylgiskjal 6.3

3. Áherslur í starfi leikskólans

3.1 Í starfsáætlun skóla- og frístundsviðs 2015 er lögð áhersla á fimm umbótaþættir og

sett markmið fyrir þá. Í þessum kafla skal gerð grein fyrir hvernig leikskólinn hyggst vinna

að þessum markmiðum sem lúta að starfsemi leikskóla.

1. Málþroski, læsi og lesskilningur

Markmið: Að stefna að því með markvissum aðgerðum að öll börn í grunnskólum geti lesið sér til

gangs. Að skapa samfellu í málþroska og móðumálsnámi meðal annars með því að fjölga

samstarfsverkefnum í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi. Að börn og unglingar verði gagnrýnir notendur fjölmiðla, s.s. samfélagsmiðla, og meðvituð

um mótunaráhrif þeirra og vald. Að í öllu skóla- og frístundastarfi sé áhersla á læsi í víðum skilningi t.d. umhverfislæsi og

fjármálalæsi.

Sjá læsisáætlun Holts og samstarfsáætlun „Okkar Mál“, fylgiskjöl 6.4 og 6.5

Stjórnendur og aðrir starfsmenn.

Metið jafnt og þétt á fundum í stýrihóp Okkar mál og á stjórnendateymisfundum

Holts. Skimunarprófin Hljóm-2, Efi-2 og TRAS eru notuð í leikskólanum.

Page 8: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

8

2. Verk-, tækni- og listnám

Markmið: Að skapandi starf sé grundvallarþáttur í námi og þroska barna og ungmenna þar sem stuðst

er við fjölbreytta kennsluhætti og vinnubrögð.

Að jafna tækifæri barna til verk-, tækni- og listnáms í hverfum borgarinnar.

Að börn og unglingar fái fleiri tækifæri til óformlegs list-, tækni- og verknáms í

frístundarstarfi.

Að upplýsingatækni sé nýtt til að efla hæfni barna og ungmenna til að vinna úr upplýsingum

og takast á við fjölbreytt og skapandi viðfangsefni.

Vinna með upplýsingatækni á markvissan hátt.

Stjórnendur og aðrir starfsmenn.

Stöðumat í janúar og maí.

3. Lýðræði, jafnrétti, mannréttindi

Markmið: Að börn og ungmenni séu með sterka sjálfmynd og meðvituð um almenn mannréttindi,

jafnrétti kynja og staðalmyndir.

Að borin sé virðing fyrir réttindum og hæfileikum allra barna og ungmenna.

Að börn og ungmenni séu virkir þátttakendur í ákvörðunum um eigið nám og starf.

Að lýðræðislegt gildismat mótist í öllu námi og starfi og að börn og ungmenni læri til

lýðræðis í gegnum lýðræðisleg vinnubrögð.

Virkja gildi leikskólans : Virðing-Umhyggja-Samvinna

Stjórnendur og aðrir starfsmenn.

Stöðumat í maí. Langtíma verkefni.

4. Fjölmenning

Markmið: Að með fjölbreyttum náms- og starfsháttum sé komið til móts við þarfir allra barna og

ungmenna Að lögð sé áhersla á gagnvirk samskipti og tækifæri barna af erlendum uppruna til að standa

jafnfætis öðrum, með virðingu að leiðarljósi. Að öll börn nái árangri í íslensku og að börn með annað móðurmál öðlist færni til að viðhalda

og efla móðurmál sitt um leið og þau ná árangri í íslensku. Að starfsfólk eigi frumkvæði að samstarfi við foreldra og leiti leiða til að koma í veg fyrir að

ólík sýn, menning og reynsla verði hindrun í samstarfi.

Allt okkar starf byggir á fjölmenningarlegum vinnubrögðum.

Stjórnendur og aðrir starfsmenn.

Metið jafnt og þétt yfir árið.

Page 9: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

9

5. Gæði og fagmennska

Markmið: Að hver starfsstaður hafi skýra sýn og hafi sett sér stefnu og markmið til lengri tíma. Að markmið og leiðir starfsstaða byggi á stefnu, markmiðum og umbótaþáttum SFS og séu

tilgreind í starfsáætlunum þeirra. Að símenntun starfsfólks taki mið af umbótaþáttum starfsáætlunar. Að mat og endurgjöf séu fastir liðir í starfi stjórnenda. Að starfsstaðir vinni að þróunarstarfi og virkri nýbreytni í starfsháttum.

Samskipti starfsmanna. Gildi leikskólans. Okkar mál, þróunarverkefni. Blíð

byrjun, ný nálgun í foreldrasamstarfi. Upplýsingatækni.

Stjórnendur og aðrir starfsmenn.

Langtíma verkefni. Metið jafnt og þétt yfir árið.

3.2 Aðrar/fleiri áherslur sem hafa ekki nú þegar komið fram í starfsáætlun leikskólans

1. Bókakassar

Markmið verkefnisins : Að flétta málörvun inn í alla þætti starfsins.

Leiðir að markmiði : Hver deild velur sér kassa og vinnur með hann þann tíma sem áhugi

barnanna varir á efninu.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur og starfsfólk.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Hver deild metur vinnuna eftir önnina.

2. Okkar mál, þróunarverkefni

Markmið : Aukið samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur á hverjum starfsstað.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Stýrihópur og starfsmenn á viðkomandi

starfstöðum meta vinnuna. Matið fer fram í umræðum og könnunum.

3. Blíð byrjun, ný nálgun í foreldrasamstarfi

Markmið : Nánara foreldrasamstarf og aukið þverfaglegt samstarf stofnanna í Breiðholti,

varðandi börn og foreldra.

Leiðir að markmiði : Foreldramorgnar haldnir einu sinni í viku fyrir foreldra með börn sem

ekki eru í vistun. Samtarfsverkefni Aspar, Holt, Hólaborgar og ÞMB.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur á hverjum starfsstað.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Stöðumat tekið á fundum í vetur.

4. Gildi leikskólans. Virðing-Umhyggja-Samvinna

Markmið : Vinna með og virkja gildi leikskólans.

Leiðir að markmiði : Umræður um gildin og þýðingu þeirra fyrir okkur.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur og starfsfólk.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Í stjórnendateymi og umræðuhópum á

starfsdögum.

Page 10: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

10

5. Virkir foreldrar

Markmið : Aukin foreldrasamvinna.

Leiðir : Tilraunaverkefni um sjálfboðaliðastarf foreldra í samstarfi við verkefnið Blíð byrjun.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Rafræn könnun til foreldra í vor og

umræðuhópum á starfsdögum.

6. Námskrá leikskólans

Markmið : Gera skólanámskrá fyrir leikskólann Holt.

Leiðir : Starfsmenn frá SFS koma inn með fræðslu og verkefni í tenglum við námssvið

aðalnámskrá leikskóla. Umræður í stjórnendateymi og starfsmannahópnum.

Hver er ábyrgur : Leikskólastjóri.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Jafnóðum á fundum. Langtímaverkefni.

7. Starfsmannahandbók

Markmið : Starfsskylda, ábyrgð og verklagsreglur gerð sýnileg með skriflegum hætti.

Leiðir : Gera starfsmannahandbók skriflega.

Hver er ábyrgur : Leikskólastjóri.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Bókin verður kláruð í vetur og endurmetin eftir

þörfum.

8. Heilsueflandi Breiðholt

Markmið : Að stuðla að heilbrigði og velferð

Leiðir : Leggja sérstaka áherslu á einn þátt á ári

Hver er ábyrgur : Leikskólastjóri

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Jafnóðum á fundum. Langtímaverkefni.

Sjá fylgiskjal 6.6

Page 11: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

11

4. Starfsmannamál

4.1 Starfsmannahópurinn 1. júní

Starfsheiti Fjöldi Starfshlutfall Menntun

Leikskólastjóri 1 100% Leikskólakennari

Aðstoðarleikskólastjóri 1 80% Leikskólakennari +Dipl.M.ed

Sérkennslustjóri 1 50% Grunn-og leik.skólakennari

Sérkennari A 1 25% Grunn-og leik.skólakennari

Deildarstjóri C 2 100% Leikskólaliði

Deildarstjóri 2 100% Leikskólakennari

Deildarstjóri 1 91% Leikskólakennari +Dipl.M.ed

Sérkennari A 1 100% Grunnskólakennari

Leiðbein.2 með stuðning 1 100% Leikskólaliði

Leiðbein.2 með stuðning 1 75% Leikskólaliði

Leikskólaliði 1 6% Leikskólaliði

Leiðbeinandi 2 1 88% Stúdentspróf

Aðstoðarmaður eldhús 1 75% Grunnskólapróf

Starfsmaður 2 1 13% Grunnskólapróf

Leiðbein.2 með stuðning 1 81% Grunnskólapróf

Leiðbeinandi 2 1 7% Grunnskólapróf

Leiðbeinandi 2 1 100% Stúdentspróf

Leikskólaleiðbeinandi A 1 94% Grunnskólakennari

Leikskólaleiðbeinandi B 1 100% Uppeldism. m. háskólapróf

Leikskólaleiðbeinandi B 1 88% Háskólapróf án upp.mennt.

Leikskólaliði 1 100% Grunnskólapróf

Starfsmaður 2 1 100% Grunnskólapróf

Yfirmaður eldhús 1 100% Stúdentspróf

Starfsmaður 2 1 88% Grunnskólapróf

Leikskólaleiðbeinandi B 1 100% Uppeldism. m. háskólapróf

Sérkennari A 1 100% Uppeldism. m. háskólapróf

Leikskólaleiðbeinandi A 1 100% Grunnskólakennari

Leiðbeinandi 1 1 100% Stúdentspróf

Leikskólaleiðbeinandi B 1 88% Háskólapróf án upp.mennt.

Aðstoðarmaður eldhús 1 75% Grunnskólapróf

Starfsmaður 2 1 25% Grunnskólapróf

Starfsmaður 2 1 100% Grunnskólapróf

4.2 Starfsþróunarsamtöl

Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri skiptu á milli sín starfsfólkinu.

Samtölin fóru fram á tímabilinu maí-júní 2015.

Formið á samtölunum byggðum við á gömlu formi frá SFS, en endurbættum það og löguðum

Page 12: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

12

að okkar þörfum.

4.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.)

Stjórnendateymi fór á Flúðir til að þjappa hónum saman og vinna að

starfsmannahandbók

Starfsmaður sótti námskeið í Teacch

Fafu Play Iceland, heimsókn frá breskum kennurum og ráðstefna. Leikskólastjóri og

aðstoðarstjóri sóttu ráðstefnuna

Námskeið í samfélagsmiðlum – leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri

Viðverustefna- leikskólastjóri

Breiðholtsbylgjan- allir starfsmenn

Starfsdagur fyrir starfsmenn í eldhúsi

Okkar mál, fyrirlestrar í Gerðubergi- Allir starfsmenn

Eilneltis námskeið, Kolbrún Björnsdóttir, allir starfsmenn

Samtök um móðurmál, sameiginlegur starfsdagur – allir starfsmenn

Íslenski þroskalistinn – Sérkennslustjóri

Skráning og mat, námskeið hjá SFS – Deildarstjórar

Sameinlegur starfsdagur stjórnenda á Velferðasviði og SFS – Leikskólastjóri

Vísindanámskeið –Verkefnastjóri

Trúnaðarmannanámskeið FL – Verkefnastjóri

Fulltrúi á ASÍ þingi – Deildastjóri

Námskrárvinna með SFS – Allir starfsmenn

Námstefna FSL – leikskólastjóri og aðstorarleikskólastjóri

Sérkennslustjóri og aðstoðrleikskólastjóri sótt námskeið í Tras málþroskaskimun

Námsferð til Englands – allir nema fjórir starfsmenn

Think tank – Barna og unglinga vísindasafn, hálfur dagur

PenGreen-kynning og fyrirlestur, heill dagur

Master mind handleiðsla – leikskólastjóri

Öryggistrúnaðar- og öryggisvarðanámskeið – leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri

og öryggistrúnaðramaður

Námskeiðsdagur leikskólastjóra, Bifröst - leikskólastjóri

4.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum

Breiðholtsbylgja, sameiginlegur starfsdagur – allir starfsmenn

Okkar mál, sameiginlegur starfsdagur – allir starfsmenn

Tæknispjall-Ipad námskeið/kynning- – allir starfsmenn

K-pals fyrir elstu börnin – 4 starfsmenn

Námskeið um jákvæð samskipti og ábyrgð í starfi – allir starfsmenn

FSL- námstefna – leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri

Play Iceland, heimsóknir og ráðstefna – þeir sem vilja

Samskiptafærni í leik og starfi-allir starfsmenn

Frá hönd til hugar-málþroski og læsi í útinámi-allir starfsmenn

Page 13: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

13

Master mind handleiðsla – leikskólastjóri

Starfsdagur fyrir starfsmenn í eldhúsi

Námskeiðsdagur leikskólastjóra

Námskrárvinna með SFS – Allir starfsmenn

Hljóm 2 – deildarstjórar og sérkennslustjóri

Teacch námskeið – starfsmenn í sérkennslu

Page 14: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

14

5. Aðrar upplýsingar

5.1 Barnahópurinn 1. júní

Fjöldi barna í leikskólanum : 101 barn

Kynjahlutfall : 50 stúlkur og 51 drengir

Dvalarstundir : 804 dvalarstundir

Fjöldi barna sem nutu stuðnings : 12 börn með 42,5 tíma á dag

Fjöldi barna með annað móðurmál en íslensku : 66 af 101 barni eða 65% barna

Fjöldi tungumála : 20 tungumál

5.2 Foreldrasamvinna

Foreldraráð : Þrír foreldrar sitja í foreldraráði. Kosið er í ráðið á foreldrafundum að hausti,

og verður næst kosið 24. og 25.september n.k.

Foreldrafundir : Árlegur foreldrafundur er að hausti. Verður í tvennu lagi, skipt upp eftir

húsum. Stóra-Holt 24.september og Litla-Holt 25.september. Fundirnir eru fyrir hádegi og

fara fram í salnum í Stóra-Holti. Boðið er upp á túlka fyrir þá sem þurfa.

Foreldraviðtöl : Fyrsta viðtal, þegar barnið byrjar í leikskólanum, er við leikskólastjóra eða

aðstoðarleikskólastjóra og svo viðkomandi deildarstjóra. Árleg viðtöl eru í kringum

afmælisdag barnsins ár hvert við viðkomandi deildarstjóra. Kveðjuviðtal er svo þegar börnin

hætta og fara í grunnskólann við viðkomandi deildarstjóra. Einnig geta foreldrar ávallt óskað

eftir viðtali eftir þörfum, sem og leikskólinn við foreldrana.

Opin viku er tvisvar á ári en þá býður leikskólinn foreldra sérstaklega velkomna til að koma

og taka þátt í starfinu. Þessi vika er alltaf í þróun.

Þátttökuaðlögun byggir á nánu foreldrasamstarfi og veturinn í ár var sjötta skiptið okkar

með þeirri aðferð. Öryggi og ánægja starfsmanna og foreldra eykst með hverju ári. Þetta er

aðferð sem er komin til að vera. Við endurmetum aðferðina í starfsmannahópnum á hverju

hausti og bætum það sem betur má fara. Bókin mín er dæmi um góða viðbót á þessari

samvinnu.

Virkir foreldrar er tilraunaverkefni í samstarfi við verkefnið Blíð byrjun. Tilraun um að nota

sjálfboðastarf til að fá foreldra meira inn í leikskólann og að auka samskiptin.

Foreldramorgnar er annað tilraunaverkefni í tengslum við verkefnið Blíð byrjun. En einu

sinni í viku er foreldrum með börn sem ekki eru í vistun boðið að koma í kaffi, spjall og

samveru. Einn til tveir kennarar eru á staðnum sem og félagsráðgjafi frá ÞMB.

Samtarfsverkefni Aspar, Holt, Hólaborgar og ÞMB.

Facebook síða leikskólans er alveg að slá í gegn og þar erum við sérstaklega að ná vel til

erlendu foreldranna okkar. Mikil upplýsingagjöf fer þar fram og er notkun heimasíðunnar

að verða minni og minni. Náum strax til foreldra þarna í gegn og getum fylgst með að þau

sjái fréttirnar.

Addi bangsi tæknivæddist í vetur og það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með þeirri

þróun. Spjaldtölva fer heim með honum og foreldrar og/eða börn taka myndir/video heima.

Skemmtileg innsýn í heimamenningu barna og foreldra.

Page 15: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

15

5.3 Samstarf leik- og grunnskóla

Sjá samstarfsáætlun Fellaskóla, Aspar og Holts í fylgiskjali 6.5

5.4 Almennar upplýsingar

Starfsdagar veturinn 2015-2016 :

11.september

9.október – Fyrir hádegi Okkar mál, sameiginlegur starfsdagur með Fellaskóla og leikskólanum Ösp. Eftir hádegi Breiðholtsbylgjan, sameiginlegur starfsdagur í Breiðholti.

9.nóvember

4.janúar 2016 – Sameiginlegur starfsdagur með Fellaskóla

4.febrúar

1.apríl – Sameiginlegur starfsdagur með Fellaskóla

6. Fylgiskjöl

6.1 Starfsmannakönnun

6.2 Foreldrakönnun

6.3 Matsáætlun

6.4 Læsisáætlun Holts

6.5 Samstarfsáætlun - Okkar mál

6.6 Heilsueflandi Breiðholt

6.7 Leikskóladagatal

6.8 Jafnréttisáætlun

6.9 Umbótaáætlun

7.0 Umsögn foreldraráðs

Page 16: Leikskólinn Holt 2015 2016holt.leikskolar.is/images/Holt-Starfsaeatlun-2015-2016.pdf · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2015 – 2016 Leiðarljós

16

F. h. leikskólans ..........................................

_______________________________________________

Leikskólastjóri Dagsetning