starfsáætlun menntasviðs reykjavíkurborgar 2011

40
Stefna og starfsáætlun Menntasviðs Reykjavíkur 2011

Upload: gudrun-hjartardottir

Post on 30-Mar-2016

230 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Starfsáætlun og stefna menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Stefna og starfsáætlun Menntasviðs Reykjavíkur

2011

Page 2: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

2

Page 3: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

3

EFNISYFIRLIT

SKIPURIT .................................................................................................................................................. 4

INNGANGUR ............................................................................................................................................ 5

HLUTVERK ................................................................................................................................................ 5

LEIÐARLJÓS .............................................................................................................................................. 5

UMFANG .................................................................................................................................................. 6

STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í MENNTAMÁLUM ................................................................................. 7

Grunnskólar ..................................................................................................................................... 7

Skólahljómsveitir ............................................................................................................................. 9

Námsflokkar Reykjavíkur ................................................................................................................. 9

VERKEFNAÁÆTLUN Í MENNTAMÁLUM ................................................................................................. 10

STEFNUKORT MENNTASVIÐS 2011 ....................................................................................................... 12

SKREF SKRIFSTOFU MENNTASVIÐS Á ÁRINU ......................................................................................... 13

Skólastarf ....................................................................................................................................... 13

Verklag ........................................................................................................................................... 14

Mannauður .................................................................................................................................... 14

Fjármál ........................................................................................................................................... 15

Skólahljómsveitir ........................................................................................................................... 16

Námsflokkar Reykjavíkur ............................................................................................................... 16

SKORKORT ............................................................................................................................................. 17

LYKILTÖLUR............................................................................................................................................ 19

ÞRÓUN OG SPÁ UM NEMENDAFJÖLDA ......................................................................................... 20

FJÁRHAGSÁÆTLUN 2011 ....................................................................................................................... 22

FYLGISKJÖL ............................................................................................................................................ 24

Page 4: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

4

SKIPURIT

Page 5: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

5

INNGANGUR Stefna og starfsásætlun Menntasviðs

Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 liggur hér

fyrir. Í henni er lýst stefnumiðum menntaráðs

og verkefnum sem unnið verður að á komandi

ári til að styrkja faglegt starf í grunnskólum

borgarinnar. Þá er í fjárhagsáætlun gerð grein

fyrir helstu kostnaðarliðum og breytingum á

fjárveitingum frá fyrra ári, en hagrætt er nú í

rekstri sviðsins þriðja árið í röð. Í fylgiskjölum

má finna ýmsar tölfræðiupplýsingar um

skólastarf í borginni.

Að venju var leitað víðtæks samráðs allra

hagsmunaaðila við stefnumótun og var það

frjór vettvangur umræðna og skoðanaskipta

um skólamál. Leitað var eftir hugmyndum

skólastjóra, kennara, foreldra, nemenda og

þjónustumiðstöðva borgarinnar að verkefnum

undir helstu stefnuþáttum nýs menntaráðs

sem kynnt var undir fyrirsögninni Tíu rauðir

þræðir og einn grænn. Tilraun var gerð með að

hafa samráðið að hluta til rafrænt sem skilaði

sér í fjölmörgum tillögum og ábendingum sem

unnar voru inn í þau skref sem tekin verða á

næsta ári til að framfylgja stefnumiðum.

Einnig komu allir starfsmenn á skrifstofu

sviðsins með einum eða öðrum hætti að vinnu

við starfsáætlun. Öllum er þakkað fyrir sitt

framlag.

Á árinu verður áhersla lögð á samstarfs-verkefni leik- og grunnskóla með það að markmiði að efla málþroska og læsi. Einnig verður unnið að því að samþætta hefðbundnar námsgreinar við listir og menningu og leitast við að gera barna- og unglingamenningu sýnilegri. Sérkennslustefna verður endurskoðuð og innleiðing hafin. Þá verður unnið að því að efla foreldrasamstarf enn frekar með upplýsingasíðu og áherslum í símenntun skólastjórnenda. Starfshópur mun leita leiða til að efla námsáhuga og náms-árangur drengja í grunnskólum borgarinnar. Haldið verður áfram að gera góða skóla betri með heildarmati og árlegu sjálfsmati skólanna. Góð og hagkvæm nýting og stýring fjármuna er eitt af meginmarkmiðum ársins 2011. Starfsáætlun ber því nokkur merki um fyrirhugaða endurskipulagningu á rekstri grunnskóla, mötuneyta svo og betri nýtingu húsnæðis. Stefnt er að því að ná fram faglegum og fjárhagslegum ávinningi með sameiningu skóla og frístundaheimila og skoða breytingar á skólahverfum með það að markmiði að jafna nemendafjölda. Stefnt er að endurskoðun þjónustusamninga við tónlistar-skóla í borginni með betri nýtingu fjármuna og markvissari þjónustu við börn og ungmenni að leiðarljósi.

HLUTVERK

Veita börnum og unglingum í borginni bestu mögulega menntun á hverjum tíma.

Vera faglegt forystuafl í menntamálum borgarinnar.

Stýra og fylgja eftir framsækinni stefnumótun fyrir grunnskóla, tónlistarnám og fullorðinsfræðslu.

Búa starfsmönnum áhugavert starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar.

LEIÐARLJÓS

Börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram

og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf

Page 6: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

6

UMFANG Alls voru 40 grunnskólar reknir af Reykjavíkur-

borg haustið 2010 (37 almennir og 3 sérskólar)

með alls 13.420 nemendur.

6 sjálfstætt starfandi grunnskólar með um 470

nemendur hlutu fjárframlög frá borginni.

Fjölmennustu skólarnir eru Árbæjarskóli og

Rimaskóli með um 660 nemendur, sá fá-

mennasti er Ártúnsskóli með 153 nemendur

en nýr skóli í Úlfarsárdal, Dalskóli, hóf störf

með 32 nemendur í 1.-5.bekk. Í 13 skólum eru

nemendur færri en 300 og 7 skólar eru með

fleiri en 500 nemendur. Að meðaltali eru 20,5

nemendur í bekkjardeildum skólanna.

Haustið 2010 voru 1.986 stöðugildi hjá

grunnskólunum og á skrifstofu Menntasviðs

voru á sama tíma 31 stöðugildi og samanlagt

33 í skólahljómsveitum, Skólasafnamiðstöð og

hjá Námsflokkum Reykjavíkur.

Skipting rekstrar

Auk grunnskólanna heyra 4 skólahljómsveitir,

Tónlistarskólinn á Kjalarnesi og Námsflokkar

Reykjavíkur undir Menntasvið. Í skólahljóm-

sveitunum voru 20 stöðugildi og nemendur eru

448. Þá er borgin með þjónustusamninga við

18 tónlistarskóla og miðast framlag hennar við

kennslu um 2.500 nemenda. Hjá Námsflokkum

Reykjavíkur stunduðu um 211 manns nám á

árinu 2010. Þeir fengu allir náms– og

starfsráðgjöf, svo og fjölmargir aðrir sem

leituðu til Námsflokkanna. Samanlagður fjöldi

viðtala hjá námsráðgjöfum var rúmlega 1.400 á

árinu.

Starfsmenn 2010

Fjöldi starfsmanna 2.289

Heildarfjöldi stöðugilda 2.048

Grunnskólar 1.986*

Skrifstofa sviðsins 64**

Frumvarp (Fjárhæðir í þús. kr.) 2011

Rekstrartekjur (aðrar tekjur) 1.571.606

Rekstrartekjur samtals 1.571.606

Gjöld

Laun og launatengd gjöld 10.599.948

Annar rekstrarkostnaður 7.378.316

Rekstrargjöld samtals 17.978.264

Rekstrarniðurstaða 16.406.658

*Þar af eru 26 stöðugildi vegna Dalskóla og frístundaheimilis og

íþróttamannvirkja sem Klébergsskóli hefur tekið yfir.

** Þar af eru 33 stöðugildi í skólahljómsveitum, Námsflokkum og

skólasafnamiðstöð.

Page 7: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

7

STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í MENNTAMÁLUM

FRAMTÍÐARSÝN

Grunnskólar

Á öllum sviðum skólastarfs er lögð áhersla á að börnum í borginni líði vel og fari stöðugt fram, þau nái árangri og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

Einstaklingsmiðað nám og markviss samvinna tryggir að komið sé til móts við þarfir, áhuga og námsstíl nemenda. Frumkvæði og þekkingarleit einkenna allt skólastarfið og nemendur öðlast færni til að lesa og skilja umhverfi sitt, túlka það og miðla þekkingu sinni. Nemendur setja sér markmið í samvinnu við kennara og foreldra og eru ábyrgir fyrir eigin námi. Hæfileikar hvers og eins fá notið sín og námstilboð eru fjölbreytt í bóklegum og verklegum greinum, menningu og listum.

Skólastarf tekur mið af alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, s.s. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Salamanca-yfirlýsingunni. Skólinn er án aðgreiningar og menntar öll börn óháð atgervi þeirra og stöðu. Nemendur eru fullgildir og virkir þátttakendur í skólastarfinu og virðing er borin fyrir jöfnum réttindum þeirra.

Sköpun, gleði, leikur og gagnrýnin hugsun eru í öndvegi. Skólinn eflir frumkvæði og örvar ímyndunarafl og sköpunarhæfni með virkri þátttöku allra nemenda. Áhersla er lögð á hæfni nemenda til að afla sér nýrrar þekkingar, vinna úr fjölbreyttum upplýsingum og miðla þeim á skapandi hátt. Skólinn mótar sér menningarstefnu og nemendur vinna með listir og handverk í samstarfi við listamenn, listaskóla og menningarstofnanir. Listir og skapandi samstarf er samþætt í allar námsgreinar og skólastarf tekur mið af markmiðum vegvísis Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) til listfræðslu.

Menning barna og unglinga er gerð sýnileg með margvíslegum hætti. Öll börn fá tækifæri til að kynnast hljóðfæraleik í gegnum tónmennt, skólahljómsveitir eða tónlistarskóla.

Skólinn er sjálfstæður og lifandi samfélag í sífelldri þróun. Hann setur sér metnaðarfull markmið og leggur áherslu á ákveðna hugmyndafræði eða þætti í skólastarfinu. Skólarnir í borginni vinna saman óháð eða þvert á skólastig, ýmist í sama hverfi eða í ljósi sameiginlegra áherslna. Skóladagurinn er samfelldur þar sem nám, leikur, listir og íþróttir fléttast saman. Nemendur eiga fleiri valkosti í hefðbundnu námi og fjarnámi sem taka mið af því að efla styrkleika þeirra og hæfileika. Í náminu er lögð áhersla á að nýta þá tölvu- og upplýsingatækni sem býðst hverju sinni. Skólinn leitar sem víðast fanga svo nemendum gefist kostur á að auka þekkingu sína og þátttöku í list- og verkgreinum. Leitað skal leiða til að ná fram hagkvæmni í rekstri skóla með samstarfi, samrekstri eða sameiningu og ávallt með faglegan ávinning í huga. Sjálfstætt reknir grunnskólar hafa sömu skyldur og aðrir skólar gagnvart nemendum, foreldrum og skólayfirvöldum.

Nám við hæfi

hvers og eins

Fjölbreytni,

og samstarf

Skapandi

skólastarf

Page 8: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

8

Leitað skal allra leiða til að tryggja að öllum nemendum líði vel í skólanum. Þar ríkir gagnkvæmt traust milli stjórnenda, skólastarfsfólks, foreldra og nemenda. Unnið er markvisst að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og þjálfa félagsfærni og samskipti.

Umhverfi í skólanum er öruggt og heilsusamlegt. Hollusta, hreyfing og heilbrigðir lífshættir skipa veigamikinn sess í öllu skólastarfi. Umhverfismennt er gert hátt undir höfði og áhersla er lögð á sjálfbærni, endurvinnslu og endurnýtingu.

Grunnskólar í Reykjavík eru í fararbroddi í skólastarfi sem einkennist af fjölbreytni, gæðum og fagmennsku. Nemendur og skóli stefna ávallt að því að ná sem bestum árangri á öllum sviðum með markvissu samstarfi, fjölbreyttum námstilboðum, öflugri símenntun og virkri þátttöku nemenda og starfsfólks. Námsmat er fjölþætt og miðar að því að leiðbeina og hvetja nemendur til að leggja sig fram og auðvelda skólum að skipuleggja nám við hæfi hvers og eins.

Skólinn er eftirsóknarverður starfsvettvangur þar sem sífellt er unnið að því að þróa kennsluhætti með auknum sveigjanleika í starfsmannahaldi, samþættingu námsgreina og samstarfi skóla, skólastarfsfólks og skólaforeldra.

Allir skólar eru með virkt sjálfsmat og gera umbótaáætlanir á grundvelli þess. Heildarmat á skólastarfinu miðar að því að efla skólastarfið, styrkja skólabrag og búa til samhljóm í skólanum.

Allt skólastarf grundvallast á lýðræðislegum gildum, jafnræði og jafnrétti. Nemendur taka virkan þátt í að móta skólastarfið, þjálfast í lýðræðislegum vinnubrögðum og skoðanaskiptum og í að taka upplýstar ákvarðanir í þágu sjálfs sín og annarra.

Foreldrar eiga hlutdeild í námi barna sinna og eru samstarfsaðilar skólans á jafnréttisgrundvelli. Þeir eru hvattir til virkrar þátttöku í skólastarfinu, fá fræðslu um mikilvægi sitt í skólagöngu barnsins og er með ýmsu móti boðið til samstarfs við skólann. Stutt er við foreldrasamstarfið með markvissri upplýsingamiðlun.

Skólinn er miðstöð menningar og félagsstarfs í hverju hverfi og er í samstarfi við stofnanir og félagasamtök. Aukin áhersla er lögð á samstarfsverkefni milli skóla á ólíkum skólastigum og tengsl skóla við atvinnulífið. Grunnskólar taka í starfi sínu mið af fjölbreyttu samfélagi og fjölmenningu.

Framfarir,

færni og

mat

Lýðheilsa,

öryggi og

vellíðan

Lýðræðislegt

samstarf

Page 9: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

9

Skólahljómsveitir

Fjórar skólahljómsveitir starfa í Reykjavík; í Vesturbæ og Miðbæ, Austurbæ, Grafarvogi og Árbæ og Breiðholti. Þær gegna mikilvægu hlutverki í tónlistaruppeldi grunnskólanema.

Framtíðarsýn Skólahljómsveitir eru vettvangur fyrir lifandi tónlistarnám grunnskólanema í Reykjavík. Nemendur úr öllum grunnskólum og hverfum borgarinnar starfa í þeim og fá þar tækifæri til að þroskast sem skapandi einstaklingar. Sveitirnar gegna lykilhlutverki í samþættu listnámi grunnskólanna. Þær eiga náið samstarf við tónlistarskóla, eru virkar í menningarlífi grenndarsamfélagsins og nemendur þeirra koma fram við margvísleg tækifæri. Skólahljómsveitum er búin góð aðstaða í skólunum til kennslu, æfinga og tónlistarflutnings.

Námsflokkar Reykjavíkur

Námsflokkar Reykjavíkur framfylgja félagslegri menntastefnu sem byggir á því að menntun stuðli að aukinni samfélagsþátttöku og sjálfshjálp og auki þannig lífsgæði einstaklinga. Hlutverk Námsflokka Reykjavíkur er að hvetja fullorðið fólk til að auka við menntun sína og finna því námsleiðir við hæfi.

Framtíðarsýn Námsflokkar Reykjavíkur veita fullorðnu fólki með litla formlega menntun tækifæri til frekara náms með það fyrir augum að auka lífsgæði þeirra og þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Reykvíkingum, eldri en 16 ára, er boðið upp á náms- og starfsráðgjöf og er leitast við að bjóða námsleiðir sem henta nemendahópnum hverju sinni. Í samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Tryggingastofnun ríkisins sinna Námsflokkarnir átaksverkefnum til að mennta fólk sem er á félagslegri framfærslu, s.s. í Kvennasmiðju, Karlasmiðju og í verkefnunum Grettistaki og Starfskrafti. Auk þess bjóða Námsflokkarnir öllum Reykvíkingum eldri en 16 ára upp á grunnskólanám, aðstoð við námstækni og náms- og starfsráðgjöf.

Leiðarljós:

Að rækta

listræna

hæfileika og

efla

sköpunargáfu

Leiðarljós:

Svo lengi

lærir sem

lifir

Page 10: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

10

1. Fagleg forysta

Góður skóli byggist á metnaðarfullum stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki. Á næstu fjórum árum

verður með markvissum hætti stutt við forystuhlutverk stjórnenda og fagmennsku þeirra sem kenna og

starfa í leik- og grunnskólum. Liður í faglegri uppbyggingu verður að bjóða upp á símenntun og ráðgjöf

sem tekur mið af stefnumiðum menntaráðs. Jafnframt verður samstarf skóla treyst og skapað flæði

starfsfólks milli leik- og grunnskóla sem og skólastiga og innleidd viðmið um góða kennslu og nám.

2. Ný aðalnámskrá

Metnaðarfullt skólastarf byggir á styrkleikum hvers og eins. Nýjar aðalnámskrár leik- og grunnskóla fela í

sér tækifæri fyrir sveigjanlegt og einstaklingsmiðað nám. Á næstu fjórum árum verður stefnt að því að

bjóða upp á fjölbreyttar námsleiðir og samþættingu í námi. Sérstaklega verður leitast við að samþætta

fræðslu um mannréttindi, heimspeki, siðfræði og tjáningu í allt skólastarf. Þá verður samstarf leik- og

grunnskóla og grunn- og framhaldsskóla og tengsl skólastarfs við frístundir eflt til muna með mælanlegum

markmiðum.

3. Læsi og lesskilningur

Læsi er lykill að öllu námi, velferð barna og framförum. Í læsi felst að búa yfir færni til að skynja, skilja,

túlka, gagnrýna og miðla þekkingu sinni. Höfuðmarkmið menntaráðs næstu fjögur árin verður að efla læsi

í víðum skilningi. Því náum við fram með með markvissum aðferðum sem styðja við málþroska og

málörvun, skimunum, auknu samstarfi leik- og grunnskóla um byrjendalæsi og ráðgjöf til foreldra.

Mótun heildstæðrar lestrarstefnu fyrir leik- og grunnskóla mun byggja á nýjustu rannsóknum og

framsækinni notkun upplýsingatækni. Reykjavík verður í forystu um að efla læsi og lesskilning á öllum

skólastigum.

4. Foreldrar og skóli

Leik- og grunnskólum ber að hafa frumkvæði að samstarfi við foreldra. Á næstu fjórum árum verður settur

slagkraftur í að efla foreldrasamstarf. Í því starfi verður m.a. litið til fyrirkomulags foreldraviðtala,

verkfæra og tíma kennarans til að sinna foreldrasamstarfi, foreldranámskeiða og upplýsingamiðlunar

skóla. Hlutdeild foreldra og virk þátttaka þeirra í námi og starfi barna sinna skiptir sköpum fyrir vellíðan,

árangur og viðhorf þeirra til frekara náms. Menntaráð hefur það skýra markmið að vekja athygli á

mikilvægi foreldra í skólastarfi. Þar skipta umræður við eldhúsborðið ekki síður máli en þátttaka í

foreldrafélagi.

5. Menning í skólum

Börn og unglingar búa yfir ríkri sköpunargáfu og skólastarf er í eðli sínu skapandi. Kjarni allrar menntunar

er gagnrýnin hugsun sem tryggir frelsi hugans, víðsýni og sköpun. Með markvissri menningarfræðslu má

jafna tækifæri barna og unglinga til að upplifa, læra og tjá sig í gegnum listir og skapandi starf. Á næstu

fjórum árum verður samþætting hefðbundinna námsgreina við listir og menningu aukin og símenntun

kennara með tengingu við listgreinar efld. Menntaráð stefnir að því að skólar borgarinnar fái aukið vægi

sem menningarstofnanir þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og að barna- og unglingamenning verði

sýnilegri með virku framlagi skólanna.

VERKEFNAÁÆTLUN Í MENNTAMÁLUM

Tíu rauðir þræðir og einn grænn

Page 11: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

11

6. Mat á gæðum skólastarfs

Leik- og grunnskólar í Reykjavík vinna stöðugt að innra mati og umbótastarfi. Mælanleg markmið, innra

og ytra mat svo og heildarmat skóla tryggja bestu gæði í skólastarfinu á hverjum tíma. Fjölbreytt mat á

námsárangri með þátttöku barna og foreldra er veigamikill mælikvarði í í stöðugu umbótastarfi skóla. Á

næstu fjórum árum verður gerð tilraun með heildarmat í leikskólum líkt og í grunnskólum.

7. Innihaldsríkur skóladagur

Barnið er í fyrirrúmi í öllu skólastarfi og nám fer fram innan sem utan skólans. Öll þjónusta miðar að

innihaldsríkum skóladegi sem er barnvænn og fjölskylduvænn. Á næstu fjórum árum ætlar menntaráð að

ryðja úr vegi hefðbundnum skilum á milli skóla og skólastiga og vinna markvisst að því að samþætta skóla-

og frístundastarf. Í skipulagi skóladagsins verður litið til aukinnar samkennslu og hreyfanleika fagkennara

og frístundafræðinga milli skóla og betri nýtingar á húsnæði og fjármagni með tilliti til samreksturs og

sameiningar stofnanna sem koma að lærdómsumhverfi barna. Áfram skal haldið með tilraunir á ólíkum

rekstrarformum, líkt og í Dalskóla.

8. Skóli án aðgreiningar

Í leik- og grunnskólum án aðgreiningar er sérhverju barni mætt í námi og félagsstarfi óháð atgervi þess,

uppruna og stöðu. Fullgild og virk þátttaka allra barna og virðing fyrir réttindum þeirra er leiðarljós

reykvískra skóla. Á næstu fjórum árum vill menntaráð styrkja faglega ráðgjöf um framkvæmd og þróun

skóla án aðgreiningar og þverfaglega teymisvinnu og ráðgjöf vegna barna með sérþarfir. Sérkennslustefna

fyrir grunnskóla Reykjavíkur verður endurskoðuð svo og dreifing fjármagns m.t.t greininga og ráðgjafar.

Framtíðarfyrirkomulag sérskóla og skipulag sérdeilda mun liggja fyrir á árinu 2011.

9. Heilnæmt skólaumhverfi

Heilnæmt skólaumhverfi er undirstaða fyrir árangursríkt nám og starf. Í leik- og grunnskólum er lögð

áhersla á hreyfingu og hollan mat sem uppfyllir kröfur Lýðheilsustofnunar. Markmið er að skapa

gæðastundir í skólum borgarinnar með hollum lífsháttum og góðri matarmenningu, samveru og

samkennd. Á næstu fjórum árum verður leitast við bjóða upp á góðan og hollan mat handa börnum í

borginni og draga lærdóma af rannsóknum til að efla lýðheilsu barna.

10. Strákar og stelpur

Leik- og grunnskólar koma til móts við þarfir stráka og stelpna á jafnræðisgrundvelli og vinna markvisst

gegn staðalímyndum kynja og kynbundnu starfsvali. Á næstu fjórum árum verður í samræmi við 23. grein

jafnréttislaga leitast við að efla enn jafnréttisfræðslu og jafnréttisstarf í skólum borgarinnar. Gangskör

verður gerð að því að samþætta kynjasjónarmið í alla stefnumótun í skólastarfi og sérstaklega leitast við

að glæða námsáhuga drengja þar sem marktækur munur mælist á námsárangri kynja.

11. Umhverfisvernd og sjálfbærni

Leik- og grunnskólar eru í lykilhlutverki í umhverfismennt og menntun til sjálfbærni sem felst í því að

mæta þörfum samtímans án þess að takmarka getu komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Á

næstu fjórum árum munu allir skólar í Reykjavík taka græn skref í anda hugmyndafræði um sjálfbæra

þróun og framfylgja áætlunum um endurvinnslu, orkusparnað og endurnýtingu. Þá verður stutt við

útinám, umhverfismennt og vistvæna lífshætti með ýmsum þróunarverkefnum í skólum.

Page 12: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

12

STEFNUKORT MENNTASVIÐS 2011

Page 13: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

13

SKREF SKRIFSTOFU MENNTASVIÐS Á ÁRINU

Skólastarf

Allir skólar skili lestrarstefnu/-áætlun til þriggja ára.

Fjölga samstarfsverkefnum leik– og grunnskóla um málþroska og læsi.

Vinna áfram með Byrjendalæsi og bjóða 3-4 skólum að taka þátt í verkefninu.

Hvetja skóla til að nýta kynningarramma OECD um læsi í víðum skilningi. Efna til samstarfs við RIFF/Bíó Paradís/Félag kvikmyndagerðarmanna um leiðir til að efla kvikmyndalæsi.

Efna til símenntunarnámskeiða fyrir skólastjóra um foreldrasamstarf. Halda fræðslufundi fyrir foreldra og kennara um foreldrasamstarf.

Útbúa kynningarbækling fyrir foreldra leikskólabarna um skólagöngu í grunnskóla.

Opna vefsvæði um skólastarf fyrir foreldra. Móta verklag fyrir skóla um upplýsingamiðlun til foreldra í gegnum Mentor.

Kynna árangur af samstarfi Tækniskólans og Háteigsskóla um starfsnám.

Hvetja skóla til samstarfs við listamenn og menningarstofnanir með það að markmiði að fá menningarfána.

Efla samstarf grunnskóla við tónlistarskóla og skólahljómsveitir, t.d. í formi tónlistarflutnings og fræðslu um tónlist.

Hvetja skóla til að setja sér markmið í skólanámskrá sem endurspegla samþættingu list- og verkgreina við aðrar námsgreinar.

Hvetja skóla til samstarfs um menningarhátíðir í hverfum með þátttöku þjónustumiðstöðva, leikskóla, frístundaheimila, menningarstofnana o. fl.

Afhenda skólum menningarfánann í fyrsta sinn í samræmi við reglur starfshóps.

Stofna til samstarfs við Toppstöðina um kynningu á hönnun og nýsköpun fyrir nemendur í 5. bekk.

Setja á fót faghóp sem fylgir eftir málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku.

Nýta niðurstöður starfshópsins Drengir og grunnskólinn.

Hvetja náms- og starfsráðgjafa til að hafa kynjajafnrétti að leiðarljósi við kynningu á náms- og starfstækifærum.

Hvetja skóla til að hafa kynja- og jafnréttisfræðslu í símenntunaráætlun sinni.

Ljúka forprófun á nýju matstæki um íslenskukunnáttu nemenda með íslensku sem annað tungumál.

Lestrarfærni,

lesskilningur

og læsi

Traust, öryggi

og vellíðan með

virkri þátttöku

foreldra

Jafnrétti og

virðing fyrir

fjölbreytileika

Innihaldsríkur

skóladagur

Page 14: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

14

Verklag

Halda áfram samstarfi við MHÍ um rannsókn á því hvernig starfshættir og skipulag grunnskóla samræmast hugmyndum um einstaklingsmiðað nám og skóla án aðgreiningar (3 ára verkefni hófst 2009).

Kynna hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar og stuðla að sameiginlegum skilningi skólastarfsfólks, foreldra, nemenda og sérfræðiþjónustu skóla á inntaki hennar.

Endurskoða sérkennslustefnu, m.a. með hliðsjón af nýjum lögum og reglugerðum ásamt niðurstöðum könnunar á framkvæmd sérkennslu í

grunnskólunum.

Kynna og innleiða nýja sérkennslustefnu, m.a. með málþingi á árinu.

Hafa samráð um þjónustu við nemendur með sérþarfir í leik- og grunnskólum við fulltrúa frá Leikskólasviði, sérfræðiþjónustu skóla á þjónustumiðstöðvum og frá öðrum sérfræðistofnunum.

Endurskoða handbók um móttöku nemenda af erlendum uppruna.

Allir skólar setji sér áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra og birti á heimasíðu sinni.

Fjalla um lýðræði í skólastarfi á Öskudagsráðstefnu 2011.

Þróa frekar rafrænt samráð um stefnu og starfsáætlun Menntasviðs.

Gera sem fyrr heildarmat í skólum borgarinnar.

Halda málstofu fyrir skólastjórnendur um reynslu og umbætur á grundvelli heildarmats.

Hafa eftirlit með að allir skólar skili starfsáætlun, sjálfsmatsskýrslu og umbótaáætlun.

Styðja við samstarf þriggja skóla um þróun og innleiðingu viðmiða um góða kennslu og nám.

Auka þátttöku kennsluráðgjafa í þróunar- og forvarnarverkefnum í skólum.

Stuðla að aukinni umhverfisvitund með því að hvetja skóla til að auka útinám og útivist og samþætta umhverfismennt við aðrar námsgreinar.

Efla samstarf við Náttúruskólann um gagnabanka um útinám, grenndarskóga og græn skref.

Efla samstarf við Húsdýragarðinn um náttúrufræðslu og umhirðu dýra.

Stuðla að því að skólar setji upp eða samnýti útikennsluaðstöðu.

Hvetja skóla til að endurnýta úrgang með flokkun, moltugerð og endurvinnslu.

Hvetja skóla til að taka þátt í Grænfánaverkefnum og að taka græn skref.

Kynna og hvetja skóla til að nýta niðurstöður úr tilraunaverkefni um bætta heilsu og lífsstíl barna.

Nám við hæfi

hvers og eins

og stöðugar

framfarir

Gæði og

fagmennska í

skólastarfi

Heilnæmt og

vistvænt

skólaumhverfi

Skóli án

aðgreiningar

og jafnræði til

náms

Lýðræðislegt

samstarf

Page 15: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

15

Mannauður

Vinna með stjórnendum að markmiðssetningu og árangursstjórnun í skólastarfi

Fylgja eftir niðurstöðum starfshóps um endurskipulagningu í rekstri leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs.

Vinna að áframhaldandi innleiðingu VinnuStundar og eftirfylgni.

Veita ráðgjöf til skólastjórnenda á sviði vinnuréttar og vegna starfsmannamála.

Endurskoða starfslýsingar.

Fylgja eftir stefnu um umhverfisvernd og sjálfbærni í skólastarfi með fræðslu um endurvinnslu, orkusparnað og endurnýtingu.

Fylgja eftir og innleiða mannréttindastefnu borgarinnar.

Marka stefnu í símenntun fyrir faghópa.

Halda fagnámskeið fyrir einstaka starfshópa, m.a. í samstarfi við stéttarfélög.

Vinna að haustsmiðju fyrir kennara í samræmi við stefnumótun og tillögur úr rafrænu samráði við skólaráð.

Marka stefnu um forvarnir vegna veikindafjarvista.

Fylgja eftir niðurstöðum viðhorfakönnunar Reykjavíkurborgar með greiningu á niðurstöðum og ráðgjöf til stjórnenda.

Auka mannauðsráðgjöf við eftirfylgni heildarmats.

Annast fræðslu til stjórnenda og starfsmanna skóla um mannauðstengd mál.

Fagleg forysta

og markviss

stjórnun

Gott

starfsumhverfi

sem hvetur til

starfsþróunar

Eftirsóknar-

verður starfs-

vettvangur og

jákvæð

starfsímynd

Page 16: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

16

Fjármál Innleiða breytingar á rekstri mötuneyta grunnskóla í samræmi við tillögur

starfshóps.

Endurskoða reiknilíkan vegna úthlutana til grunnskólanna, framlaga til sérkennslu í samræmi við tillögur starfshóps, framlaga til sérskóla og framlaga til tónlistarskóla.

Skoða nýtingu húsnæðis með það að markmiði að lækka innri leigu. Efla fjármálaráðgjöf til stjórnenda.

Skólahljómsveitir

Efla enn frekar samstarf skólahljómsveita, m.a. með sameiginlegum starfsdegi.

Halda sameiginlegan æfingadag og tónleika í tilefni af 55 ára afmæli skólahljómsveita í Reykjavík.

Taka þátt í landsmóti skólahljómsveita á haustdögum.

Námsflokkar Reykjavíkur

Vinna að þróun verkefna fyrir ungmenni í brotthvarfshættu úr framhaldsskólum.

Vinna að þróun framhaldsúrræða fyrir nemendur NR sem hafa lokið námi í 18 mánaða átaksverkefnum.

Samvinnuverkefni með Velferðarsviði, aðilum vinnumarkaðar, framhaldsskóla, starfsendurhæfingar og fullorðinsfræðslu fatlaðra.

Page 17: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

17

SKORKORT Skólastarf

Velgengnisþættir Mælikvarðar 2008 2009 2010 Spá

2011

Traust, öryggi og vellíðan með virkri þátttöku foreldra

Hlutfall foreldra sem eru ánægðir með skóla barnsins síns

78% 84% 84% 85%

Hlutfall skóla sem nýta sér viðmið um jákvæða sjálfsmynd og félagsfærni

71% 64% 58% 78%

Hlutfall nemenda í 6., 8. og 10. bekk sem er

ánægt með skóla– og bekkjaranda 78% 80%

Lestrarfærni, lesskilningur og læsi

Hlutfall nemenda sem getur lesið sér til gagns í lok 2. bekkjar

67% 69% 67% 69%

Jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika

Hlutfall skóla sem hefur móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna

68% 82% 88% 95%

Innihaldsríkur og sveigjanlegur skóladagur

Hlutfall grunnskóla sem tekur þátt í skipulögðu fagsamstarfi við leikskóla

81% 85% 87%

Hlutfall foreldra sem telur grunnskólann koma til móts við þarfir barnsins síns

76% 77% 78% 79%

Skapandi skólastarf

Fjöldi skóla með þróunarverkefni í list- og verkgreinum

10 15 22 25

Fjöldi grunnskóla þar sem tónlistarskóli starfar í skólanum

23 31 31 31

Fjármál

Velgengnisþættir Mælikvarðar 2008 2009 2010 Spá

2011

Góð og hagkvæm nýting fjármuna í samræmi við stefnu

Frávik frá fjárhagsáætlun 0,5% 0,5% 0,5% 0,5%

Innheimtuhlutfall 97% 98% 98% 99%

Verklag

Velgengnisþættir Mælikvarðar 2008 2009 2010 Spá

2011

Nám við hæfi hvers og eins og stöðugar framfarir

Fjöldi grunnskóla sem hefur metið nám og kennslu út frá matstæki um einstaklingsmiðað nám

26 22 22 24

Hlutfall skóla þar sem nemendur koma að gerð einstaklingsáætlana

54%% 56%

Hlutfall skóla þar sem nemendur setja sér sjálfir markmið um nám sitt í samráði við foreldra og kennara

51% 55%

Hlutfall skóla þar sem nemendur gera áætlanir um nám sitt í samráði við foreldra og kennara

49% 55%

Lýðræðislegt samstarf

Fjöldi grunnskóla með samstarfsverkefni um samfelldan skóladag

20 12 15 17

Fjöldi grunnskóla með fimm eða fleiri samstarfsverkefni við grenndarsamfélagið

16 14 17 20

Hlutfall foreldra sem eru ánægðir með upplýsingagjöf grunnskóla

83% 84% 84% 85%

Hlutfall foreldra sem hefur tekið þátt í að gera námsáætlun með barni sínu

30% 26% 26% 28%

Page 18: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

18

Skóli án aðgreiningar og jafnræði til náms

Hlutfall skóla sem nýtir sér ráðgjafarþjónustu sérskóla og sérdeilda annarra grunnskóla

72% 81% 82% 83%

Gæði og fagmennska í skólastarfi

Fjöldi skóla sem metnir eru með heildarmati í skólastarfi

7

7

7

7

Heilnæmt og vistvænt skólaumhverfi

Hlutfall skóla með umhverfisstefnu 38% 43% 53% 65%

Hlutfall skóla sem endurvinnur lífrænan úrgang 28% 39% 35% 40%

Hlutfall skóla sem skilað hafa áhættumati 79% 95% 95% 100%

Mannauður

Velgengnisþættir Mælikvarðar 2008 2009 2010 Spá

2011

Fagleg forysta og markviss stjórnun

Hlutfall starfsmanna grunnskóla sem telur sig hafa fengið hvatningu frá næsta yfirmanni sínum

58% 71% Ekki

spurt* 75%

Hlutfall starfsmanna sem hafa farið í starfs-þróunarviðtal (samtal) á síðustu 15 mánuðum

76% 80% Ekki

spurt* 85%

Hlutfall starfsmanna sem telja sínum vinnustað vel stjórnað

67% 78% Ekki

spurt* 80%

Jákvætt starfsumhverfi sem hvetur til starfsþróunar

Hlutfall starfsmanna grunnskóla sem telja góðan starfsanda ríkja á vinnustað sínum

81% 89% Ekki

spurt* 90%

Hlutfall starfsmanna sem telja sig geta notað sveigjanleika í starfi til að samræma starf og einkalíf

69% 82% Ekki

spurt* 83%

Eftirsóknarverður starfsvettvangur og jákvæð sjálfsímynd

Hlutfall starfsmanna sem telja vinnustað sinn hafa jákvæða ímynd út á við

72% 81% Ekki

spurt* 85%

Hlutfall starfsmanna sem telja sig áfram í sama starfi eftir 2 ár

56% 74% Ekki

spurt* 80%

Hlutfall starfsmanna sem á heildina litið eru ánægðir í starfi

79% 90% Ekki

spurt* 91%

*Viðhorfakannanir meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar eru gerðar annað hvert ár.

Page 19: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

19

LYKILTÖLUR

2005 2006 2007 2008 2009 2010 Áætlun

2011

Fjöldi grunnskóla 44 43 44 45 45 46 46

Almennir skólar 35 35 36 36 36 37 37

Sérskólar 3 3 3 3 3 3 3

Sjálfstætt starfandi skólar 6 5 5 6 6 6 6

Fjöldi nemenda 15.190 14.991 14.744 14.492 14.043 13.893 13.886

Almennir skólar 14.568 14.358 14.094 13.817 13.451 13.292 13.392

Sérskólar 145 157 127 130 126 129 129

Sjálfstætt starfandi skólar 477 476 523 545 466 472 472

Fjöldi 6 ára nemenda 1.383 1.503 1.407 1.417 1.371 1.435 1.482

Almennir skólar 1.305 1.411 1.334 1.313 1.279 1.353 1.400

Sérskólar 3 11 3 6 7 2 2

Sjálfstætt starfandi skólar 75 81 70 98 85 80 80

Hlutfall nemenda af íbúum Reykjavíkur 13,2% 12,8% 12,5% 12,1% 11,8% 11,7% 11,7%

Almennir skólar 12,7% 12,4% 12,0% 11,5% 11,3% 11,2% 11,2%

Sérskólar 0,1% 0,1% 0,1% 0,1% 0,1% 0,1% 0,1%

Sjálfstætt starfandi skólar 0,4% 0,3% 0,4% 0,5% 0,4% 0,4% 0,4%

Fjöldi grunnskólakennara 1.660 1.342 1.313 1.257 1.256 1.225 Ekki

áætlað

Almennir skólar 1.552 1.270 1.236 1.191 1.186 1.163 -

Sérskólar 102 72 77 66 70 62 -

Fjöldi annarra starfsmanna 689 679 814 923 777 761 -

Almennir skólar 634 631 682 784 717 621 -

Sérskólar 55 48 52 59 60 58 -

Hlutfall grunnskólakennara í fullu starfi 80% 86% 88% 85% 83% 81% -

Hlutfall leiðbeinenda af fjölda grunnskólakennara

2,5% 2,5% 4,6% 6,7% 0,3% 0,3% -

Fjöldi nemenda á stöðugildi grunnskólakennara

9,7 10,8 10,8 11,1 10,8 11,0 -

Almennir grunnskólar 10,3 11,3 11,4 11,6 11,3 11,4 -

Sérskólar 1,5 2,1 1,6 1,9 1,6 2,1 -

Fjöldi nemenda á stöðugildi annarra starfsmanna

25,2 21,3 19,4 16,5 17,5 19,8 -

Almennir grunnskólar 27,2 22,7 20,7 17,6 18,8 21,4 -

Sérskólar 3,1 3,3 2,4 2,2 1,8 2,2 -

Fjöldi nemenda í 1.-4. bekk í frístundaheimilum ÍTR

1.903 2.333 2.108 2.290 2.792 3.200 -

Heildarstærð húsnæðis almennra grunnskóla í fm

179.720 181.177 182.627 195.750 196.142 198.995 -

Page 20: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

20

ÞRÓUN OG SPÁ UM NEMENDAFJÖLDA Nemendum í grunnskólum Reykjavíkur fækkar nú áttunda árið í röð. Stöðug fjölgun var frá árinu 1992

en þá hafði nemendum fækkað lítillega frá 1988. Ör fjölgun var á fimm ára tímabili frá 1997 til 2002 en

þá fjölgaði nemendum um 900. Nú eru nemendur alls 13.817 ef frá eru taldir fimm ára nemendur í

sjálfstætt starfandi grunnskólum.

Haustið 2010 eru 81,3% af fjölda fæddra barna í Reykjavík árin 1995-2004 í grunnskólum í Reykjavík.

Hlutfallið lækkar örlítið frá síðasta ári og hefur lækkað umtalsvert frá því það var í hámarki árið 1992.

Hingað til hafa verið gerðar þrjár spálínur fyrir næstu skólaár; miðað við að skil fæðingarárgangs séu frá

83-85%. Reyndin hefur verið að lægsta spálínan hefur verið næst raunverulegum nemendafjölda en

hefur þó yfirleitt ofmetið nemendafjölda. Í ljósi þess að skilin hafa enn farið niður á við er nú gerð spá

sem gerir ráð fyrir 80,5% til 82,5% skilum fæðingarárganga.

*Til grundvallar spánni á myndinni eru annars vegar lagðar tölur um fjölda fæddra barna í Reykjavík árin 1969-2009 og hins vegar fjöldi barna

6-15 ára í skólum borgarinnar árin 1984-2010 (sérskólar taldir með frá 1999). Á tímabilinu 1984-2010 er breytilegt hversu stórt hlutfall af

fæðingarárgöngum er í skólunum á hverjum tíma eða allt frá 81%-98%. Miðað er við að 80,5% af fæðingarárgöngum séu í skólanum í lægstu

spánni en 82,5% í hæstu spánni. Haustið 2010 voru 81,3% af fjölda fæddra barna í Reykjavík árin 1995-2004 í grunnskólum Reykjavíkur.

Þessar spár gera ráð fyrir að fleiri börn flytji frá borginni en til hennar og samkvæmt reynslu eru það

yngstu árgangarnir, nú fæddir 2008 og 2009, þar sem mesta brottfallið verður. Því fylgja spálínur um

nemendafjölda ekki alveg þeim fjölda sem fæddir eru á þessum árum og eru nú með lögheimili í

Reykjavík. Efsta línan sýnir svo þann fjölda barna sem á lögheimili í Reykjavík í október 2010 og verður

á skólaaldri árin 2011-2015.

13.013

13.884

14.101

13.928 14.028

14.178 14.354

14.925

15.178

15.381

15.495

15.075

14.652

13.953

13.716

14.251

14.428

14.605

15.229

15.032

14.811

14.514

14.159

13.988

14.131 14.252

14.502

14.911

15.466

10.000

11.000

12.000

13.000

14.000

15.000

16.000

1984-1985

1985-1986

1986-1987

1987-1988

1988-1989

1989-1990

1990-1991

1991-1992

1992-1993

1993-1994

1994-1995

1995-1996

1996-1997

1997-1998

1998-1999

1999-2000

2000-2001

2001-2002

2002-2003

2003-2004

2004-2005

2005-2006

2006-2007

2007-2008

2008-2009

2009-2010

2010-2011

2011-2012

2012-2013

2013-2014

2014-2015

2015-2016

Nem

endaf

jöld

i

Nemendafjöldi 80,5% 81,5% 82,5% Börn á skólaaldri með lögheimili í Reykjavík

Spá um

nemendafjölda

Page 21: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

21

Í töflunni má sjá gildin sem spálínurnar þrjár standa fyrir. Ef lægsta spá er skoðuð gerir hún ráð fyrir að

nemendum fækki enn og verði um 100 færri haustið 2011 en þeir voru haustið 2010. Miðspálína gerir

ráð fyrir að nemendur verði um 70 fleiri en haustið 2010 og hæsta spá gerir ráð fyrir að þeir verði

rúmlega 200 fleiri enn haustið 2010.

Væntanlegur nemendafjöldi í grunnskólum Reykjavíkur næstu 5 skólaár*

Í fylgiskjölum með starfsáætlun má sjá fjölda barna með lögheimili í skólahverfum og áætlaðan fjölda

nemenda í einstökum skólum næstu fimm árin.

Sjá frekari tölfræðiupplýsingar á heimasíðu Menntasviðs: www.menntasvid.is

2011-2012 2012-2013 2013-2014 2014-2015 2015-2016

Nemendafjöldi miðað við 80,5% skil á fæddum Reykvíkingum

13.716 13.718 13.807 13.983 14.251

Nemendafjöldi miðað við 81,5% skil á fæddum Reykvíkingum

13.886 13.888 13.978 14.157 14.428

Nemendafjöldi miðað við 82,5% skil á fæddum Reykvíkingum

14.056 14.059 14.150 14.330 14.605

Page 22: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

22

FJÁRHAGSÁÆTLUN 2011 Megináherslur og breytingar frá fyrra ári

Þann 1. mars var samþykkt í borgarstjórn 200

m.kr. aukafjárveiting til Menntsviðs til að

tryggja grunnskólum borgarinnar nauðsynlega

aukningu á kennslumagni fyrir haustönn 2011,

til að koma til móts við aukinn kostnað vegna

forfalla og til að tryggja viðunandi gæslu

nemenda í frímínútum. Hagræðingin á sviðið

lækkaði úr 4,2% í 3% en á grunnskólana úr 3,9%

í 2,5%. Gjaldskrá mötuneyta grunnskólanna

mun hækka um 10% sem er forsenda þess að

hægt verði að standa vörð um systkinaafslátt.

Fjárhagsáætlun sviðsins ber merki um mikla

endurskipulagningu í rekstri grunnskóla,

mötuneyta, svo og betri nýtingu húsnæðis.

Undanfarin tvö ár hefur ekki verið hagrætt í

sérkennslu, nýbúakennslu eða á almennt

kennslumagn í gunnskólum og sérskólum og

með viðbótarfjármagni verður hægt að halda

því áfram.

Hagrætt er í fjárframlögum til ýmissa verkefna í

grunnskólum og störf endurskipulögð.

Jafnframt er hagrætt hjá Námsflokkum Reykja-

víkur með breyttu vinnufyrirkomulagi og

rekstri, svo og í yfirstjórn málaflokksins.

Hafinn er undirbúningur að sameiningu

Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla þar sem

stöðug nemendafækkun hefur verið í

Safamýrarskóla undanfarin ár.

Á árinu 2011 verður unnið með starfshópi á

vegum borgarráðs í að greina tækifæri í

hverfum borgarinnar til endurskipulagningar á

rekstri leikskóla, grunnskóla og frístunda-

heimila með faglegan og fjárhagslegan ávinning

í huga. Einnig verður skoðuð möguleg breyting

á mörkum skólahverfa með það í huga að jafna

betur nemendafjölda tiltekinna grunnskóla.

Unnið verður að endurskipulagningu á rekstri

mötuneyta í borginni í samvinnu við önnur svið

með það að markmiði að einfalda kerfið, bæta

gæði og lækka framleiðslukostnað.

Nemendum í grunnskólum Reykjavíkur hefur

fækkað um 1.328 eða 9%, frá árinu 2005 til

ársins 2010 og heildarstærð húsnæðis

almennra grunnskóla á sama tíma aukist um 20

þús. fm. eða 11%. Eignasjóður hefur hvatt

stofnanir sviðsins til að skila húsnæði eftir því

sem kostur er. Skipulega verður farið í að

greina tækifæri í skólum borgarinnar til að skila

húsnæði með það að markmiði að lækka innri

leigu.

Reykjavíkurborg er með þjónustusamninga við

18 tónlistarskóla og greiðir með um 2.500

nemendum í tónlistarnámi. Verðmæti

þjónustusamninga við tónlistarskóla á árinu

2010 er 780 m.kr. Hafinn verður undirbúningur

að heildarútboði þeirrar þjónustu sem

Reykjavíkurborg hefur keypt af tónlistarskólum

í Reykjavík á grundvelli þjónustusamninga.

Útboðið skal byggt á stefnu menntaráðs

Reykjavíkurborgar um tónlistarfræðslu.

Í útboðinu verður gengið út frá því að börn og

ungmenni séu í forgangi þegar kemur að

tónlistarnámi.

Page 23: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

23

*Við samanburð á esk. áætlun 2010 og esk. áætlun 2011 verður að hafa í huga að búið er að úthluta til skólanna sérframlögum vegna nemenda með sérþarfir (sérkennsla, nýbúakennsla) og kostnaðar vegna langtímaforfalla. ** Esk. áætlun 2011 er grunnáætlun sem tekur breytingum vegna framlaga til nemenda með sérþarfir (sérkennsla og nýbúakennsla) og vegna langtímaforfalla sem skólunum er bætt eftir á með tilflutningi fjármagns af kostnaðarstað sérkennslu (M2206), nýbúakennslu (M2207), langtímaforfalla (M2201) og systkinaafsláttar (M2224). Áætlun 2011 er birt að teknu tillit til samþykktar viðbótafjárveitingar borgarsjóðs í febrúar 2011, alls 200 m. kr.

Page 24: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

24

FYLGISKJÖL

Page 25: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 1

Vinnuferli og samráð við gerð fjárhags- og starfsáætlunar

Menntasviðs fyrir árið 2011

Umsjón og ritstjórn starfsáætlunarinnar: Fræðslustjóri, aðstoðarmaður

fræðslustjóra, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknarþjónustu, verkefnastjóri á

grunnskólaskrifstofu, upplýsingafulltrúi, fulltrúi frá mannauðsþjónustu og

fjármálaþjónustu*.

12. ágúst: Skólastjórafundur – Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, kynnti

aðgerðaáætlun menntaráðs í skólamálum fyrir næstu fjögur ár.

25. ágúst: Tillögur stjórnenda skólahljómsveita ræddar á fundi.

29. september: Tillögur að skrefum fyrir skólahljómsveitir samþykkt á fundi.

18. – 28. okt.: Deildir Menntasviðs efndu til starfsdaga og unnu tillögur að

skrefum í starfsáætlun 2011.

26. október: Vinnufundur með tveimur fulltrúum frá hverri deild/skrifstofu til að

fjalla um tillögur að skrefum í starfsáætlun 2011 út frá aðgerðaáætlun menntaráðs

í skólamálum.

27. okt.: Starfsdagur menntaráðs um fjárhags- og starfsáætlun.

28. okt.: Skólastjórafundur: Rafrænt samráð kynnt fyrir skólastjórum

grunnskólanna.

28. október – 11. nóvember: Rafrænt samráð þar sem fulltrúar í skólaráðum

grunnskólanna fjölluðu um aðgerðaáætlun menntaráðs og komu með tillögur um

skref og verkefni.

5. nóvember: Rafrænt samráð kynnt á starfsmannafundi Menntasviðs.

23. nóvember: Ritnefnd sameinaði tillögur sem fram komu á vinnufundi MSR 26.

október, tillögur frá deildum sviðsins og rafrænu samráði og raðaði í víddir eftir

stefnukorti.

Sept. - des. 2009: Unnið að fjárhagsáætlun Menntasviðs.

16. nóv.: Framkvæmdastjórn fór yfir lokadrög að fjárhags- og starfsáætlun.

17. nóv.: Drög að fjárhags- og starfsáætlun lagðar fyrir menntaráð sem samþykkti

að vísa þeim til borgarráðs.

14. desember: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt í borgarstjórn.

*Ritnefnd starfsáætlunar fundaði eftir þörfum utan ofangreindra vinnufunda.

Page 26: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 2

Húsnæði grunnskóla Reykjavíkur haustið 2010

Bekkjar-

deildir

2009

Fjöldi alm.

kennslustofa

Fjöldi

sérgreinast.

Stofur

alls

Frístunda-

heimili og

sérkennslu-

herbergi

Þar af

færan-

legar

stofur

Stærð varanlegs

húsnæðis í m² 2009⁴

Fjöldi m² á

nemanda

Austurbæjarskóli 20 28 7 35 13 6 5.621 12

Álftamýrarskóli 18 17 10 27 8 0 5.230 16

Árbæjarskóli 28 34 10 44 7 2 8.625 13

Ártúnsskóli 9 11 7 18 5 0 2.901 19

Borgaskóli 15 22 9 31 6 3 4.344 15

Breiðagerðisskóli 16 16 12 28 13 0 5.026 14¹

Breiðholtsskóli 20 29 10 39 7 8 6.831 15

Dalskóli⁵ 5 6 0 6 4 0 925 29

Engjaskóli 17 22 9 31 6 0 4.967 17

Fellaskóli 18 26 12 38 10 0 8.522 27

Foldaskóli 19 32 11 43 5 0 7.482 21

Fossvogsskóli 15 16 8 24 3 0 3.906 13

Grandaskóli 14 20 5 25 6 1 4.157 16

Hagaskóli 19 25 11 36 2 0 6.183 13

Hamraskóli 10 20 9 29 7 1 4.422 20

Háteigsskóli 20 20 10 30 3 0 4.177 11

Hlíðaskóli 21 27 8 35 8 0 7.945 16

Hólabrekkuskóli 23 30 11 41 9 0 6.697 13

Húsaskóli 16 23 7 30 4 2 4.172 15

Hvassaleitisskóli 11 18 7 25 4 0 4.254 21

Ingunnarskóli 20 37 8 45 4 6 5.856 14

Klébergsskóli 10 8 7 15 3 0 2.575 16

Korpuskóli 10 15 9 24 10 0 2.664 15

Langholtsskóli 24 26 10 36 7 0 6.858 13

Laugalækjarskóli 12 12 13 25 2 0 4.881 17

Laugarnesskóli 18 23 8 31 8 0 5.265 13

Melaskóli 26 30 11 41 9 4 5.383 10

Norðlingaskóli 18 17 0 17 4 13 2.010 6²

Réttarholtsskóli 11 13 8 21 12 0 5.075 18

Rimaskóli 31 32 9 41 12 11 7.583 11

Selásskóli 13 18 10 28 3 1 4.516 20

Seljaskóli 28 35 11 46 7 3 7.937 13

Sæmundarsskóli 16 26 0 26 0 18 1.592 5

Vesturbæjarskóli 17 14 7 21 6 0 3.649 11

Víkurskóli 17 17 10 27 3 0 4.229 13

Vogaskóli 18 17 7 24 7 0 7.904 25

Ölduselsskóli 25 28 8 36 12 0 5.770 11

Samtals: 648 768 309 1.119 231 79³ 190.134 14 1) Mosgerði 14A er talið með Breiðagerðisskóla. 2) Norðlingaskóli er í færanlegu kennslurými að hluta. 3) Færanleg kennslurými grunnskóla eru 6.281 m². 4) Hér telst til allt rými nema lagnagangar. 5) Dalskóli er notaður að hálfu fyrir grunnskóla og að hálfu fyrir leikskóla

Page 27: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 3a

Nemenda- og deildafjöldi skólaárið 2010-2011

1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur 5. bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur 1.-10. alls 5 ára Alls Alls

Skóli Nem. Nem. Nem. Nem. Nem. Nem. Nem. Nem. Nem. Nem. Nem. Nem. 2010 2009

Austurbæjarskóli 43 40 36 48 42 55 34 58 53 49 458 458 483

Álftamýrarskóli 24 31 24 29 49 31 30 34 36 42 330 330 345

Árbæjarskóli 41 44 46 46 66 48 37 90 134 112 664 664 713

Ártúnsskóli 24 25 28 21 19 19 17 153 153 154

Borgaskóli 17 24 23 34 32 29 24 28 44 41 296 296 335

Breiðagerðisskóli 58 45 45 52 64 32 54 350 350 320

Breiðholtsskóli 43 36 41 56 43 48 42 40 51 43 443 443 482

Dalskóli 12 7 3 9 1 32 32 0

Engjaskóli 40 25 20 17 32 26 35 30 31 41 297 297 269

Fellaskóli 35 29 40 29 30 30 21 31 24 42 311 311 316

Foldaskóli 33 39 37 35 28 38 36 39 36 38 359 359 371

Fossvogsskóli 33 48 56 41 34 48 46 306 306 313

Grandaskóli 41 32 33 33 39 40 36 254 254 255

Hagaskóli 141 152 178 471 471 506

Hamraskóli 28 17 21 20 25 22 18 22 27 25 225 225 223

Háteigsskóli 43 22 51 35 44 44 39 41 29 42 390 390 362

Hlíðaskóli 43 35 46 53 45 59 51 51 55 44 482 482 474

Hólabrekkuskóli 43 58 40 42 52 40 66 49 60 50 500 500 519

Húsaskóli 29 31 15 22 25 31 22 33 30 33 271 271 279

Hvassaleitisskóli 15 17 24 29 21 15 22 19 24 20 206 206 214

Ingunnarskóli 51 36 37 46 48 44 47 32 35 46 422 422 435

Klébergsskóli 17 11 12 17 22 15 14 15 21 16 160 160 156

Korpuskóli 23 25 21 24 29 30 21 173 173 183

Langholtsskóli 63 47 43 53 64 54 72 64 46 41 547 547 540

Laugalækjarskóli 74 82 64 73 293 293 272

Laugarnesskóli 61 85 68 73 57 68 412 412 413

Melaskóli 82 89 79 77 82 76 74 559 559 565

Norðlingaskóli 53 45 41 34 39 27 21 30 18 30 338 338 294

Réttarholtsskóli 83 115 80 278 278 311

Rimaskóli 80 50 54 74 60 58 64 72 83 69 664 664 677

Selásskóli 34 27 29 31 29 28 53 231 231 239

Seljaskóli 39 46 60 58 63 62 59 69 76 61 593 593 655

Sæmundarskóli 58 42 42 39 39 36 23 21 23 323 323 273

Vesturbæjarskóli 56 61 57 40 45 42 29 330 330 300

Víkurskóli 20 30 25 28 34 23 33 53 47 37 330 330 333

Vogaskóli 31 33 28 18 36 30 24 39 34 40 313 313 327

Ölduselsskóli 40 42 55 44 61 46 63 64 59 54 528 528 545

Samtals: 1.353 1.274 1.280 1.307 1.399 1.294 1.301 1.330 1.407 1.347 13.292 13.292 13.451

Brúarskóli 1 7 2 4 7 4 10 35 35 30

Safamýrarskóli 1 1 1 1 2 4 3 13 13 13

Öskjuhlíðarskóli 1 5 6 5 14 7 9 11 9 14 81 81 83

Samtals sérskólar: 2 5 8 6 22 9 13 20 17 27 129 129 126

Samtals sjálfstætt starfandi 80 69 53 29 20 16 23 35 33 38 396 76 472 466

Samtals alm. og sjálfst. 1.433 1.343 1.333 1.336 1.419 1.310 1.324 1.365 1.440 1.385 13.688 76 13.764 13.917

Samtals allir skólar: 1.435 1.348 1.341 1.342 1.441 1.319 1.337 1.385 1.457 1.412 13.817 76 13.893 14.043

Page 28: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 3b

Nemendafjöldi í almennum og sjálfstætt starfandi grunnskólum í Reykjavík

1970-2010

Page 29: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 4

Meðalfjöldi nemenda í umsjónarhópi 1960-2010

27,226,5 26,3

24,322,8

21,2 21,420,7 20,7 20,2 20,7 21,0 20,5 20,6 20,5

0

5

10

15

20

25

30

1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2006 2007 2008 2009 2010

Með

alfj

öld

i n

emen

da

Fjöldi umsjónarhópa eftir fjölda nemenda 20101

69

237

272

70

10,6% 36,6% 42,0% 10,8%0

50

100

150

200

250

300

11-15 í hópi 16-20 í hópi 21-25 í hópi 26-30 í hópi

Fjö

ldi

um

sjón

arh

óp

a

1 Einungis almennir grunnskólar. Í Dalskóla eru færri en 11 nemendur í hópum og flokkast þeir í 11-15 hópinn.

Page 30: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 5a

Fjöldi barna á skólaaldri með lögheimili í skólahverfi

skv. þjóðskrá í október 2010

2011-2012 2012-2013 2013-2014 2014-2015 2015-2016

Austurbæjarskóli 502 523 560 589 644

Álftamýrarskóli 318 322 341 355 361

Árbæjarskóli 723 682 689 686 687

Ártúnsskóli 137 133 138 132 130

Borgaskóli 289 260 255 252 248

Breiðagerðisskóli 373 391 376 375 368

Breiðholtsskóli 515 508 531 552 563

Dalsskóli 44 51 59 73 81

Engjaskóli 310 328 340 351 374

Fellaskóli 407 438 456 484 530

Foldaskóli 390 381 363 356 355

Fossvogsskóli 313 313 324 324 329

Grandaskóli 314 320 333 361 379

Hagaskóli 444 470 486 506 504

Hamraskóli 231 224 222 237 246

Háteigsskóli 445 477 484 539 580

Hlíðaskóli 496 522 551 575 590

Hólabrekkuskóli 494 472 460 455 483

Húsaskóli 263 252 242 246 242

Hvassaleitisskóli 256 261 258 264 290

Ingunnarskóli 446 460 479 484 491

Klébergsskóli 185 172 164 157 151

Korpuskóli 171 155 139 124 116

Langholtsskóli 684 691 683 692 728

Laugalækjarskóli 267 269 273 269 287

Laugarnesskóli 428 434 456 475 480

Melaskóli 581 620 672 697 747

Norðlingaskóli 337 385 411 457 501

Réttarholtsskóli 304 269 277 277 304

Rimaskóli 695 676 663 657 658

Selásskóli 223 221 216 211 217

Seljaskóli 567 545 519 514 521

Sæmundarskóli 394 436 483 532 571

Vesturbæjarskóli 390 416 442 488 526

Víkurskóli 338 348 360 348 346

Vogaskóli 255 247 239 260 281

Ölduselsskóli 602 580 558 557 557

Alls 14.131 14.252 14.502 14.911 15.466

Page 31: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 5b

Áætlaður fjöldi barna í grunnskólum Reykjavíkur árin 2011-2015 Spá gerð 1. október 2010

Skráðir 2010-2011 2011-2012 2012-2013 2013-2014 2014-2015 2015-2016

Austurbæjarskóli 456 484 504 518 517 528

Álftamýrarskóli 330 317 321 340 354 360

Árbæjarskóli 664 664 627 633 630 631

Ártúnsskóli 153 151 146 152 145 143

Borgaskóli 296 285 257 252 249 245

Breiðagerðisskóli 350 343 360 346 345 339

Breiðholtsskóli 443 487 481 487 501 506

Dalskóli 32 44 51 59 73 81

Engjaskóli 297 300 317 328 339 361

Fellaskóli 311 314 338 352 354 368

Foldaskóli 359 368 359 342 335 335

Fossvogsskóli 309 316 316 327 327 332

Grandaskóli 254 272 277 288 312 328

Hagaskóli 471 432 457 473 492 490

Hamraskóli 225 221 215 213 227 236

Háteigsskóli 390 387 416 409 432 455

Hlíðaskóli 482 487 513 541 565 580

Hólabrekkuskóli 498 507 484 472 467 495

Húsaskóli 271 258 247 238 242 238

Hvassaleitisskóli 206 212 216 213 218 240

Ingunnarskóli 422 444 457 476 481 488

Klébergsskóli 160 172 160 152 146 140

Korpuskóli 1) 173 166 150 135 120 112

Langholtsskóli 547 546 552 546 553 582

Laugalækjarskóli 293 277 279 283 279 298

Laugarnesskóli 412 423 429 450 469 474

Melaskóli 559 587 609 632 634 664

Norðlingaskóli 338 347 397 423 471 516

Réttarholtsskóli 278 296 262 270 270 296

Rimaskóli 664 656 638 626 621 621

Selásskóli 231 222 220 215 210 216

Seljaskóli 593 600 577 549 544 579

Sæmundarskóli 323 379 420 465 512 550

Vesturbæjarskóli 330 382 407 403 430 453

Víkurskóli 1) 329 331 341 353 341 339

Vogaskóli 313 296 287 277 302 326

Ölduselsskóli 528 524 505 485 485 485

Alls almennir skólar 13.451 13.498 13.591 13.725 13.993 14.430

1) Skólaárið 2010/2011 sækja nemendur á unglingastigi Korpuskóla kennslu í Víkurskóla og er áfram gert ráð fyrir því í

spánni þó óvíst sé um hvenær því fyrirkomulagi lýkur.

Spáin hér að ofan byggir á upplýsingum um fjölda barna með lögheimili í skólahverfunum í október 2010 (sjá fylgiskjal 5a).

Tölur sem sýna hve hátt hlutfall barna með lögheimili í einstökum hverfum hefur verið skráð í viðkomandi skóla síðastliðin

ár eru síðan notaðir til hækkunar eða lækkunar eftir því sem við á. Mjög mismunandi er eftir skólum hve hátt þetta hlutfall er.

Rétt er að benda á að búast má við nokkrum skekkjum í þessum tölum, þar sem ekki hefur verið gerð tilraun til að spá

sérstaklega fyrir um flutninga á milli hverfa þrátt fyrir að tekið sé tillit til þess í fyrrnefndum hlutfallstölum. Ekki hefur verið

gerð tilraun til að taka tillit til fyrirhugaðrar þéttingar byggðar. Hér eru ekki inni tölur um sérskóla eða sjálfstætt starfandi

skóla.

Page 32: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 6

Nemendafjöldi í sjálfstætt starfandi grunnskólum í Reykjavík 2000 – 2010

9

26

39

213

207

188

186

158

143

137

167

145

114

113

292

240

235

223

211

223

210

223

264

200

202

63

60

50

59

52

47

48

39

43

46

36

63

54

33

24

19

24

31

42

43

41

42

27

32

30

29

34

34

50

52

41

39

40

0 100 200 300 400 500 600 700

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

Fjöldi nemenda

Bsk. Hjallastefnunnar Reykjavík Landakotsskóli Skóli Ísaks Jónssonar Suðurhlíðarskóli Tjarnarskóli Waldorfskólinn Sólstafir

Fjöldi nemenda í sjálfstætt starfandi grunnskólum í Reykjavík 2010

5 ára

nemendur

Nem. í 1.-

10. bekk

Nemendur

alls

Fjöldi nem. með

lögh. í Reykjavík

Hlutfall nem. með

lögh. í Reykjavík

Bsk. Hjallastefnu Reykjavík

39 39 38 97%

Landakotsskóli 12 101 113 102 90%

Skóli Ísaks Jónssonar 64 138 202 146 72%

Suðurhlíðarskóli

36 36 21 58%

Tjarnarskóli

42 42 38 90%

Waldorfskólinn Sólstafir 40 40 28 70%

Samtals 76 396 472 373 84%

Hlutfall nemenda í sjálfstætt starfandi grunnskólum með lögheimili í Reykjavík

2000-2010

81,6% 82,8% 84,9%77,0%

73,4%81,8% 80,0%

84,0%78,0%

74,0%79,0%

0%

20%

40%

60%

80%

100%

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010

Page 33: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 7

Starfsfólk skóla haustið 2010

Skóla-

stjórnendur 1)

Deildar-

stjórar 1) Kennarar

Annað

fagfólk 2)

Annað

starfsfólk 3)

Stuðnings-

fulltrúar Samtals

2010 2009 2010 2009 2010 2009 2010 2009 2010 2009 2010 2009 2010 2009

Austurbæjarskóli 2,0 2,0 2,0 1,0 41,5 43,2 3,6 5,6 12,0 15,0 - 1,0 61,1 67,9

Álftamýrarskóli 2,0 2,0 2,0 2,0 27,2 30,5 1,8 1,0 11,9 12,8 2,7 2,7 47,7 51,0

Árbæjarskóli 3,0 3,0 1,0 1,8 53,7 58,0 3,7 3,7 17,0 19,2 4,2 5,1 81,7 91,8

Ártúnsskóli 2,0 2,0 1,0 1,0 12,9 14,3 0,8 0,8 6,4 6,4 2,2 2,1 25,3 26,5

Borgaskóli 2,0 2,0 1,0 2,0 24,3 26,5 1,1 1,1 10,9 11,6 2,8 2,8 42,1 46,0

Breiðagerðisskóli 2,0 2,0 2,0 2,0 27,5 27,1 2,6 2,6 8,0 11,0 2,2 2,2 44,3 46,8

Breiðholtsskóli 2,0 2,0 1,0 1,0 36,2 43,2 3,1 4,0 15,6 15,8 5,5 5,6 63,3 71,7

Dalskóli* 2,0 - 2,0 - 4,9 - 1,5 - 6,3 - 1,9 - 18,6 -

Engjaskóli 1,0 1,0 2,0 2,0 22,3 21,4 1,8 3,0 8,5 9,9 3,0 3,3 38,5 40,6

Fellaskóli 2,0 2,0 1,9 1,9 31,2 32,6 6,9 8,1 12,6 12,0 4,7 7,4 59,1 63,9

Foldaskóli 2,0 1,0 1,0 3,0 31,2 32,0 2,6 2,7 13,1 13,8 3,6 4,3 53,5 56,9

Fossvogsskóli 1,0 1,0 2,8 1,8 24,3 25,9 1,8 2,8 4,3 4,3 3,6 4,2 37,7 39,9

Grandaskóli 2,0 2,0 2,0 2,0 21,6 20,0 0,1 1,1 8,2 6,0 1,7 1,7 35,5 32,6

Hagaskóli 2,0 2,0 1,0 1,0 34,5 34,2 3,6 5,1 11,7 12,3 3,8 3,0 56,5 57,5

Hamraskóli 2,0 2,0 1,0 2,0 22,4 24,2 1,9 1,9 8,6 7,8 2,9 3,3 38,8 41,2

Háteigsskóli 2,0 2,0 1,0 1,0 32,1 32,3 1,3 1,9 12,8 13,7 3,9 3,3 53,1 54,1

Hlíðaskóli 2,0 3,0 2,0 4,0 51,3 48,0 7,8 8,6 12,6 14,5 4,3 3,8 80,0 81,9

Hólabrekkuskóli 2,0 2,0 1,8 0,8 38,1 39,6 4,0 4,0 14,3 15,0 5,9 6,4 66,1 67,8

Húsaskóli 2,0 2,0 2,0 2,0 24,0 26,7 0,7 1,8 9,3 10,7 2,1 2,1 40,1 45,3

Hvassaleitisskóli 2,0 2,0 - - 20,2 19,7 2,0 3,8 6,0 2,0 - 2,0 30,3 29,5

Ingunnarskóli 2,0 2,0 1,0 1,0 35,9 33,0 5,4 10,0 14,7 15,0 3,5 4,4 62,5 65,4

Klébergsskóli** 2,0 2,0 - - 14,3 12,8 2,6 1,7 12,0 8,7 2,7 2,7 33,6 27,8

Korpuskóli 2,0 2,0 - 1,0 15,6 16,2 1,1 3,1 6,8 8,1 2,4 0,8 27,8 31,2

Langholtsskóli 2,0 2,0 2,0 2,9 45,7 47,4 4,9 5,8 16,4 16,2 5,1 4,1 76,0 78,4

Laugalækjarskóli 2,0 2,0 2,8 2,8 23,3 23,2 2,8 2,8 7,0 7,0 - 0,0 37,9 37,8

Laugarnesskóli 2,0 2,0 3,0 3,0 30,7 31,7 1,1 1,1 10,9 9,9 3,5 3,7 51,2 51,4

Melaskóli 2,0 2,0 1,0 1,0 44,1 46,2 3,9 5,9 14,6 12,3 1,0 1,0 66,5 68,3

Norðlingaskóli 2,0 1,0 - 2,0 32,0 27,0 1,5 2,0 4,2 4,3 5,6 4,0 45,3 40,3

Réttarholtsskóli 2,0 2,0 1,0 1,0 21,3 24,0 1,1 1,1 10,8 6,3 1,0 2,6 37,1 37,0

Rimaskóli 2,0 3,0 3,0 2,0 49,4 52,8 2,7 3,0 20,2 18,9 6,7 6,5 84,0 86,2

Selásskóli 2,0 2,0 - - 21,8 20,8 0,8 1,8 7,2 7,4 2,1 2,5 33,8 34,5

Seljaskóli 3,0 3,0 1,0 1,0 47,9 50,0 4,4 7,1 16,0 17,2 4,0 3,3 76,2 81,6

Sæmundarskóli 2,0 2,0 - - 25,5 21,6 1,4 2,4 4,9 5,0 6,0 5,1 39,9 36,1

Vesturbæjarskóli 2,0 2,0 1,0 1,0 24,3 24,7 2,0 1,2 10,7 9,7 4,3 3,4 44,3 42,0

Víkurskóli 2,0 2,0 2,0 2,0 27,7 30,2 2,7 3,7 8,4 8,7 2,5 2,8 45,2 49,3

Vogaskóli 2,0 2,0 3,0 3,0 25,8 28,0 1,1 1,1 9,3 9,5 2,3 2,3 43,5 45,8

Ölduselsskóli 1,7 3,0 1,0 1,0 40,6 40,6 6,4 5,7 20,8 22,9 5,7 4,7 76,2 77,9

Samtals alm. grsk. 73,7 73,0 52,2 56,8 1107,3 1129,6 97,8 122,5 404,9 400,7 119,2 120,1 1854,1 1903,9

Brúarskóli*** 2,0 2,0 3,0 3,0 22,2 20,9 3,0 2,8 4,7 4,3 5,5 3,0 40,4 36,0

Safamýrarskóli 2,0 2,0 - - 6,5 9,2 1,0 1,0 2,7 2,0 5,0 5,9 17,2 20,1

Öskjuhlíðarskóli 2,0 2,0 1,0 1,0 33,0 35,8 7,7 9,1 6,5 2,0 22,4 23,7 72,7 73,6

Samtals sérskólar 6,0 6,0 4,0 4,0 61,7 65,9 11,7 12,9 13,9 8,3 32,9 32,6 130,2 129,7

Allir skólar 79,7 79,0 56,2 60,8 1169 1195,4 108,5 134,4 418,8 409,0 152,1 152,6 1984 2033,6

*Stöðugildi skólastjórenda eru einnig fyrir leikskóla

**Stöðugildi vegna frístundaheimilis og íþróttamannvirkja meðtalin

***Stöðugildi á vegum Barnaverndarstofu og þátttökubekkjar í Seljaskóla meðtalin

1) Skólastjórnendur og deildarstjórar sinna einnig kennslu í samræmi við kjarasamning

2) S.s. táknmálstúlkar, þroskaþjálfar, námsráðgjafar, uppeldismenntaðir starfsmenn, bókasafnsfræðingar, leiðbeinendur.

3) S.s. starfsmenn skóla, skólaliðar, umsjónarmenn, skrifstofufólk, starfsmenn mötuneyta.

Page 34: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 8

Fjöldi grunnskólanemenda í sérhæfðum sérdeildum frá 2006 - 2010

2006 2007 2008 2009 2010

Fellaskóli – deild fyrir einhverfa nemendur 5 5 8 9 9

Foldaskóli – fardeild fyrir börn með atferlisvanda 1 7 12 16 23 29

Hamraskóli - deild fyrir einhverfa nemendur 2 6 5 6 7 8

Hlíðaskóli – táknmálssvið 22 21 19 18 17

Langholtsskóli - deild fyrir einhverfa nemendur 3 8 8 9 8 9

Réttarholtsskóli/Bjarkarhlíð nemendur með félagslega

erfiðleika og hegðunarvanda 4 7 6 7 0 0

Samtals nemendur í sérhæfðum sérdeildum 55 57 65 65 72 1 Fardeild sinnir einnig málefnum fjögurra bekkja í þremur skólum en eru ekki talin með

2 Í deild einhverfra í Hamraskóla fær 1 nemandi stuðning frá deildinni en er ekki talinn með 3 Í deild einhverfra í Langholtsskóla fá 2 nemendur stuðning frá deildinni en eru ekki taldir með

4 Bjarkarhlíð var lögð niður haustið 2009

Fjöldi grunnskólanemenda í sérhæfðum sérdeildum frá 2009 - 2010

2009 2010

Brúarskóli1 30 35

Safamýrarskóli 13 13

Öskjuhlíðarskóli 83 81

Samtals nemendur í sérskólum 126 129 1 Á vegum Brúarskóla eru einnig nemendur í Brúarseli, Dalbraut, Háholti og Stuðlum.

Page 35: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 9

Námskeið á vegum Menntasviðs Reykjavíkur 2010

Heiti / Inntak: Markhópur:

Fjöldi

námskeiða Stundafj.

Fjöldi

þátttakenda

Brot af því besta; jafningjafræðslufundir Grunnskólakennarar 2 4 17

Byrjendakennsla í lestri og ritun Grunnskólakennarar 1 20 36

Byrjendalæsi - 1. ár Grunnskólakennarar 1 36 55

Byrjendalæsi - 2. ár Grunnskólakennarar 1 28 40

Dagblöð í skólum Grunnskólakennarar 1 2 20

Hagnýt námskeið í Word og Power Point Grunnskólakennarar 2 4 25

Heimspeki / lífsleikni Grunnskólakennarar 1 8 10

Helstu nýjungar í sundkennslu Grunnskólakennarar 1 5 15

Leið til læsis Grunnskólakennarar 1 20 18

Lestur og ritun á mið - og unglingastigi Grunnskólakennarar 1 30 28

Læsi og ritun í anda Ardleigh Green skólans Grunnskólakennarar 1 14 56

Safnakennsla. Að nýta söfnin í borginni Grunnskólakennarar 1 4 7

Saga sérkennslunnar: Fræðslufundur með Artúri

Morthens Grunnskólakennarar og aðrir starfsmenn 1 3 25

Stærðfræði fyrir mið- og unglingastig Grunnskólakennarar 1 8,5 14

Stærðfræði fyrir yngsta stig Grunnskólakennarar 1 8,5 23

Öskudagsráðstefna Grunnskólakennarar 1 5 550

Málstofa um námsmat Skólastjórnendur 1 4 65

Málstofa um stefnukort Skólastjórnendur 1 4 53

Málstofa um teymiskennslu Skólastjórnendur 1 4 60

Námskeið um starfsþróunarsamtöl Skólastjórnendur 1 4 10

Vef Agresso Skólastjórnendur og skrifstofufólk 2 3 17

VIRK: Kynning á starfsendurhæfingarsjóði Skólastjórnendur 1 3 18

Börn með sérþarfir: Hvernig mætum við þörfum

þeirra í grunnskólunum? Stuðningsfulltrúar 1 4 50

Eldvarnir, innra eftirlit skólalóða og agastjórnun Umsjónarmenn grunnskóla 1 3 34

Excel 2007 Yfirmenn eldhúsa 1 5 8

Excel 2007 Umsjónarmenn grunnskóla 3 5 23

Fjölmenning á vinnustað Umsjónarmenn grunnskóla 1 3 11

Íslenska fyrir erlenda starfsmenn Starfsmenn af erlendum uppruna 1 40 20

Jákvæð sálfræði: Leiðir til að auka hamingju í lífi og

starfi Starfsfólk SFR 1 2 58

Laugarvarsla og skyndihjálp Laugarverðir og starfsf. skólasundlauga 1 16 13

Mataráskriftarkerfi Skólaritarar 1 2 40

Notkun gæðahandbókar í skólamötuneytum Nýir starfsmenn í mötuneytum 1 3 5

Ráð til að takast á við erfiða hegðun Stuðningsfulltrúar 1 3 66

Samskipti og samvinna í skólasamfélagi Stuðningsfulltrúar 1 3 45

Þjónusta við einhverf börn í grunnskólum Stuðningsfulltrúar 1 4 63

Skólaforeldrar og skóli Foreldrar grunnskólabarna 10 1 -

Skóli og skólaforeldrar Starfsmenn grunnskóla 9 1 -

59 355 1598

Page 36: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 10

Nemendur með kennslu í íslensku sem öðru tungumáli1

Fjöldi nemenda með kennslu í íslensku sem öðru tungumáli eftir skólum haustið 20102

1111222222

444444556777

999101010101011

131516

2426

3457

79

0 10 20 30 40 50 60 70 80 90

BorgaskóliKorpuskóli

SafamýrarskóliÖskjuhlíðarskóli

ÁrtúnsskóliEngjaskóli

HvassaleitisskóliNorðlingaskóli

SuðurhlíðarskóliVíkurskóli

FossvogsskóliGrandaskóli

KlébergsskóliRimaskóli

Skóli Ísaks JónssonarSæmundarskóli

FoldaskóliHlíðaskóli

IngunnarskóliSelásskóliSeljaskóliVogaskóliHagaskóli

LangholtsskóliRéttarholtsskóli

ÁrbæjarskóliBreiðagerðisskóliLaugalækjarskóli

LaugarnesskóliMelaskóli

ÁlftamýrarskóliÖlduselsskóli

LandakotsskóliVesturbæjarskóliHólabrekkuskóli

HáteigsskóliBreiðholtsskóli

FellaskóliAusturbæjarskóli

Fjöldi nemenda

Heildarfjöldi nemenda með kennslu í íslensku frá 2002

428454 474

426389

457

543492

429

0

100

200

300

400

500

600

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010

Fjö

ldi

nem

end

a

1 Þessar tölur segja einungis til um fjölda nemenda sem flokkast undir sérstakt viðmið um fjárframlög á nemanda af erlendum uppruna í

grunnskólum Reykjavíkur. Nemendur af erlendum uppruna eru mun fleiri.

2 Alls 429 nemendur eða 3,1% af nemendafjölda í grunnskólum Reykjavíkur. Sótt var um fyrir 646 nemendur.

Page 37: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 10

Algengasta þjóðerni nemenda sem fá kennslu í íslensku sem öðru tungumáli haustið

20103

175

52

26 19 18 16 16 10 8 7 6

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

200

Fjö

ldi n

emen

da

Algengasta þjóðerni nemenda sem fengu kennslu í íslensku sem öðru tungumáli á

árunum 2003 – 20104

2003-

2004

2004-

2005

2005-

2006

2006-

2007

2007-

2008

2008-

2009

2009-

2010

2010-

2011

Pólland 23 33 33 51 113 202 202 175

Filippseyjar 74 84 51 54 57 54 50 52

Litháen 24 31 17 27 30 37 34 26

Tæland 33 45 29 30 27 26 20 16

Víetnam 59 61 29 28 28 26 19 16

Portúgal - - - 6 14 26 18 18

Lettland - - 6 - 10 15 17 19

Serbía 20 7 - 6 11 11 11 5

Kólumbía - - 14 13 22 23 10 10

Rússland 15 10 6 11 10 11 8 8

Bandaríkin 12 15 13 10 - 5 - 7

Nepal - 7 10 7 10 7 7 -

Albanía 10 9 - - - - 7 -

Kína 19 20 13 13 14 10 6 -

Danmörk - 6 - - - - - -

Frakkland - - - 8 7 - - 6

Þýskaland - - - 7 8 8 - -

Noregur 9 - - - - - - -

Bretland 6 9 7 - 6 - - -

Sri Lanka 9 6 6 - - - - -

Japan 7 - - - - - - -

3 Miðað er við 6 nemendur eða fleiri af sama þjóðerni. Alls fengu nemendur af 44 þjóðernum kennslu í íslensku sem öðru tungumáli 2010-2011 4 Miðað er við 6 nemendur eða fleiri af sama þjóðerni.

Page 38: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 11

Fjöldi nemenda í skólahljómsveitum eftir skólum haustið 2010

Skólahljómsveit Austurbæjar

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Skóli nemenda Fjöldi nemenda

Skóli nemenda Fjöldi nemenda Breiðagerðisskóli 21

Breiðholtsskóli 30

Laugarnesskóli 18

Hólabrekkuskóli 15 Langholtsskóli 18

Seljaskóli 10

Laugalækjarskóli 15

Ölduselsskóli 8 Fossvogsskóli 13

Árbæjarskóli 6

Vogaskóli 12

Fellaskóli 5 Réttarholtsskóli 9

Ártúnsskóli 4

Álftamýrarskóli 4

Selásskóli 3 Háteigsskóli 4

Norðlingaskóli 2

Álftamýrarskóli 4

Skóli Ísaks Jónssonar 1 Austurbæjarskóli 1

Samtals 84

Hagaskóli 1

Norðlingaskóli 1

Vesturbæjarskóli 1

Samtals 122

Skólahljómsveit Grafarvogs

Skólahljómsveit Vesturbæjar

Skóli nemenda Fjöldi nemenda

Skóli nemenda Fjöldi nemenda Foldaskóli 23

Melaskóli 52

Rimaskóli 16

Vesturbæjarskóli 24 Korpuskóli 14

Austurbæjarskóli 22

Borgaskóli 12

Háteigsskóli 16 Ingunnarskóli 11

Hlíðaskóli 11

Víkurskóli 11

Grandaskóli 10 Sæmundarskóli 9

Hagaskóli 2

Húsaskóli 5

Barnask. Hjallastefnu Rvk 1 Engjaskóli 4

Samtals 138

Hamraskóli 4

Norðlingaskóli 2

Samtals 111

Heildarnemendafjöldi í skólahljómsveitum: 455

Page 39: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 12

Stofnkostnaður Menntasviðs 2011

Fjárhæðir í þús. kr.

Verkefni: Áætlun 2011

Nýir grunnskólar

Norðlingaskóli 700.000

Sæmundarskóli 800.000

Samtals 1.500.000

Viðbyggingar og endurskipulagning

Langholtsskóli, skólasafn 30.000

Laugarnesskóli, öryggismál 20.000

Öskjuhlíðarskóli, innanhússbreytingar 100.000

Safnliður, frágangsverkefni við ýmsa skóla 30.000

Samtals 180.000

Annað

Selásskóli, boltagerði 25.000

Borgaskóli, boltagerði 25.000

Endurbygging skólalóða 100.000

Framlög til framhaldsskóla 200.000

Samtals 300.000

Samtals Menntasvið 1.980.000

Page 40: Starfsáætlun menntasviðs Reykjavíkurborgar 2011

Fylgiskjal 13

Styrkveitingar úr Þróunarsjóði menntaráðs Reykjavíkur 2010

Engir styrkir voru veittir til grunn- og tónlistarskóla úr þróunarsjóði menntaráðs Reykjavíkur 2010

Almennir styrkir menntaráðs Reykjavíkur 2010

Styrkþegi: Verkefni Fjárhæð

Icefitness ehf Skólahreysti 100.000

Jafnréttishús Fræðsla um fjölmenningu og fordóma 200.000

Landsbyggðarvinir í Reykjavík

og nágrenni

Heimabyggðin mín - Nýsköpun - Heilbrigði -

Forvarnir 100.000

Landssamband slökkviliðs- og

sjúkraflutningamanna Eldvarnavika í grunnskólum 200.000

Móðurmál Móðurmálskennsla tvítyngdra barna 200.000

Rannsóknarstofa um þroska,

mál og læsi Þroski leik- og grunnskólabarna 200.000

Steinunn Torfadóttir

Handbók; kennsluleiðbeiningar og kennslugögn

með Skimunarprófi í læsisþáttum 200.000

Samtals: 1.200.000

Þjónustusamningar:

Samfok Efla tengsl foreldra og skóla 5.300.000

Íþróttafélag fatlaðra í Rvk. Sundkennsla grunnskólabarna 710.000

Samtals: 6.010.000