the ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann...

16
Janúar / febrúar 2005 We Serve L ion THE ÍSLENSK ÚTGÁFA Blað nr. 228 Grand Hótel Reykjavík Fundarstaður fjölumdæmisþings Lions 2005

Upload: lamduong

Post on 21-Jul-2019

220 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

Janúar / febrúar 2005

We ServeLLiioonnTH

E

ÍSLENSK ÚTGÁFA

Blað nr. 228

Grand Hótel ReykjavíkFundarstaður fjölumdæmisþings Lions 2005

Page 2: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

2 Lionsblaðið

Mér datt þetta svona í hug þegar églas um það í blöðunum um daginnað gæsirnar á Tjörninni hérna íReykjavík væru svo svangar að þærværu farnar að narta í fingur á litlumbörnum.

Þegar þetta er skrifað er ís yfir öllu,þakinn snjó. Það er skítakuldi. Fólkhefur dottið, fótbrotnað, handleggs-brotnað og ótal árekstrar hafa orðið tilað valda milljóna tjóni. Það er vetur.Flest getum við nú samt bjargað okkuren það er ekki á færi allra, síst bless-aðra fuglanna, að minnsta kostisumra, sem draga fram lífið á því semtil þeirra er hent.

Hér í Fossvogsdal eru tjarnir þar semendur og gæsir halda sig okkur og öðr-um bæjarbúum til ómældrar ánægju.Brauðafgangarnir sem áður fóru út ítunnu fara þangað ekki lengur. Þeirfara í endurnar og gæsirnar sem taka ámóti manni fagnandi og gæsirnarkoma meira að segja fljúgandi, lönguáður en komið er að tjörninni. Svoverður þetta til þess að maður hefur sigí göngutúr sem er jú það besta semhægt er að gera fyrir heilsuna.

Þó koma fyrir undantekningaratvikeins og þegar ég sá strák henda ein-hverju rusli að öndunum og ég kallaðitil hans að þetta mætti hann ekki gera.Sá litli átti heldur betur svar við því:„Átt þú tjörnina“ kallaði hann og meðþað var hann rokinn.

Í vor fjallaði pistillinn minn um sam-skipti heimilisfólks hér við þresti íhreiðurgerð. Nú er vetur, en samskipt-in ekki síðri en þá og ef til vill meirafyrir þeim haft. Fuglalífið hér í Foss-

vogsdal er furðu mikið jafnvel þótt umhávetur sé og þegar það hefur upp-götvast að þrestirnir láta sér lynda af-ganga af borðum heimamanna, sé þaðsmátt skorið, þá verður það fljótlega aðvana, í stað þess að henda þeim í rusla-pokann, að saxa í smátt og fara með út,halda köttunum inni á meðan, og fyrren varir er allt horfið. Manni hlýnar ó-sjálfrátt um hjartaræturnar í kuldan-um að sjá hversu vel þetta virðist komasér. Það liggur við að innkaupin séu far-inn að gera ráð fyrir afgangi þannig aðfuglarnir verði ekki útundan.

Það er ekkert sem segir að Lionsfé-lagar eigi að takmarka starf sitt meðþví að leggja mannfólkinu lið. Fuglarn-ir þurfa líka á okkur að halda. Þessvegna ættum við að hugsa okkur umtvisvar áður en við hendum brauðinusem endur og gæsir tækju fagnandi ogafgöngunum sem smáfuglarnir tækjumeð gleðitísti. Ef krakkarnir eru meðþá finnst þeim það ótrúlega gaman.

Nú á dögum, þegar allir eru önnumkafnir, eru sjálfsagt margir sem kvartayfir því að það sé svo langt þangaðsem einhverjir fuglar eru og það takisvo mikinn tíma. Þeim tíma er þómiklu betur varið en margt sem viðtökum okkur fyrir hendur.

Meðan svona kalt er í veðri og klakiog snjór yfir öllu þá eiga fuglarnir svo-lítið bágt. Dagur lengist að vísu hænu-fet á dag, eða svo, en fyrir þessa litluvini okkar er enn svo óralangt í voriðþegar matargjafir skipta kannske ekkialveg eins miklu máli.

Enn velti ég því fyrir mér: „Hvaðverður um brauðið“?

Efnisyfirlit:Pistlar Lionsforustunnar

Orkester NordenFriðarveggspjaldakeppniKonur í lífsglaðan hóp

NámskeiðFjölumdæmisþing – Framboð

Fjölgunaraðferðir

Janúar / febrúar 2005 Blað nr. 228THE LION IN ICELANDICFJÖLUMDÆMI 109Multiple District 109 Iceland

Opinbert málgagn Lions Clubs International, gefið út íumboði alþjóðastjórnar Lions á tuttugu tungumálum:dönsku, ensku, farsi, finnsku, flæmsku, frönsku, grísku,hollensku, íslensku, ítölsku, japönsku, kínversku, kóresku,norsku, portúgölsku, spænsku, sænsku, tælensku, tyrkn-esku og þýsku. Þrjátíu Lionsblöð eru gefin út í heiminum.

Útgefandi THE LION á íslensku: FJÖLUMDÆMI 109Tímaritið the Lion kemur út sex sinnum á ári.

Lionsskrifstofan, Sóltúni 20, 105 Reykjavík er opin frá kl. 12.00 til 15.00Sími 561 3122Fax: 561 5122e-mail / netfang: [email protected]íða Lions: lions.is

Ritstjóri:Ólafur BriemGrundarlandi 22, 108 Reykjavík, Sími: 561 3122, netfang: [email protected]

Setning, umbrot, prentun:Prentsmiðjan Gutenberg hf.Síðumúla 16, 108 Reykjavík

Umsjón auglýsinga: í blað 225 - Lkl. Njörðurí blað 226 - Lkl. FjörgynÍ blað 227 - Lkl. EirÍ blað 228 - Lkl. Mosfellsbæjar

FJÖLUMDÆMISRÁÐ FJÖLUMDÆMIS 109Starfsárið 2004-2005Þórunn Gestsdóttir, fjölumdæmisstjóriGeir Hauksson, umdæmisstjóri 109 AStefán Skarphéðinsson, umdæmisstjóri 109 BÁrni Stefán Guðnason, fjölumdæmisgjaldkeriÖrn Gunnarsson, fjölumdæmisritari og netstjóriKristinn Hannesson, unglingaskiptastjóriHrund Hjaltadóttir, fræðslustjóriMargrét Jónsdóttir, félaganefndarstjóriEinar Þórðarson, félagastjóriJón Bjarni Þorsteinsson, alþjóðasamskiptastjóri og fv.

AlþjóðastjórnarmaðurHalldór Kristjánsson, kynningarstjóriÞórólfur Árnason, LCIFstjóriEdda J. Briem, LionsleiðsögumaðurÞórhildur Gunnarsdóttir, Lions-QueststjóriMagnús B. Einarson, MedicAlertstjóriJón Eyjólfur Jónsson, menningarstjóri

Magnús Steingrímsson, mynja og skjalavörðurÞór Steinarsson, NSR/AU samstarfsnefndarmaður

NorðulandaÓlafur Briem, protokolstjóri og ritstjóri LionsblaðsinsGuðmundur Bjarnason, sjónverndar- og heilbrigðisstjóriSigrún Steinsdóttir, umhverfisstjóri Pálmi Hannesson, útbreiðslustjóriLaufey Jóhannsdóttir, útbreiðslustjóri kvennaGuðmundur Finnbogason, verkefnastjóriHörður Sigurjónsson, þingstjóriGuðmundur Rafnar Valtýsson, varaumdæmisstjóri 109 AValdimar Þorvaldsson, varaumdæmisstjóri 109 BBjörn Guðmundsson, fv. alþjóðastjórnarmaður

Framkvæmdastjórn Lionshreyfingarinnar 2004-2005:International President Clement Kusiak, Maryland, USA.Immediate Past President Dr. Tae-Sup Lee, Seoul,

Republic of Korea.First Vice President Ashok Mehta, Mumbai, India.Second Vice President Jimmy Ross, Quitaque, Texas, USA.

Alþjóðastjórnarmenn 2004-2005:Lowell J. Bonds, Hoover, Alabama, USA.Gary L. Brown, Urbana, Ohio, USA.Vara Prasad Chigurupati, Vijayawada, Andhra Pradesh, India.Jules Coté, Shelburne, Vermont, USA.Hans Ulrich Dätwyler, Schattdorf, Uri, Switzerland.Nelson Diez Perez, Asuncion, Paraguay.Asoka de Z. Gunasekera, Nugegoda, Sri Lanka.Randy L. Heitmann, Cambridge, Nebraska, USA.Erkki J.J. Laine, Espoo, Finland.E. Robert Lastinger, Wesley Chapel, Florida, USA.Howard Lee, Farnham, England.Dr. Gen Okubo, Nagasaki, JapanWilliam R. „W.R.“ O´Riley, Maryville, Missouri, USA.James Sherry, Sackville, Nova Scotia, Canada.Dr. Wing-Kun Tam, Hong Kong, China.Gary Tschache, Bozeman, Montana, USA.Walter R. „Bud“ Wahl, Streator, Illinois, USA.Luis AlfredoAlmansa.William E. „Bill“ Anderson, Hanover, Pennsylvania, USA.Sebastiao Braga, Belo, Horizonte, Brazil.Richard P. Chaffin, Forest, Virginia, USA.Bill Crawford, Encinitas, California, USA.Clifford (Cliff) S.A. Heywood, North Shore City, New Zealand.Jan A. Holtet, Rasta, Norway.Dr Mikio Ishibashi, Otaru, Japan.Somsakdl Lovisuth, Bangkok, Thailand.Sergio Maggi, Bari, Italy.Don Reese, Eunice, New Mexico, USA.G. Durwand „Dur“ Robertson.Maynard Ruchks, Minnesota, USA.A.P. Singh, Kolkata, India.Kee-Jung Woo, Kyung San, Republic of Korea.Ernest „Ernie“ Young, jr., Lansing, Kansas, USA.

Fundartímar Lionsklúbba á Stór-ReykjavíkursvæðinuNafn klúbbs: Fundardagar: Fundartími: Fundarstaður:Ásbjörn 1. og 3. fimmtudagur kl. 19.00 Dalshraun 15Bessastaðahrepps 1. og 3. fimmtudagur kl. 19.00 ÍþróttahúsiðEik 1. og 3. þriðjudagur kl. 19.00 GarðaholtiGarðabæjar 2. og 4. þriðjudagur kl. 19.30 Kirkjulundur, GarðabæHafnarfjarðar 2. og 4. fimmtudagur kl. 19.00 Dalshraun 15Kaldá 2. og 4. þriðjudagur kl. 19.00 GaflinnEir 1. og 3. mánudagur kl. 19.00 LionsheimiliðFjölnir 2. og 4. þriðjudagur kl. 19.00 LionsheimiliðFreyr 1. og 3. mánudagur kl. 18.45 Hótel SagaReykjavíkur 1. og 3. fimmtudagur kl. 18.30 Versalir, HallveigarstígÆgir 2. og 4. miðvikudagur kl. 18.30 KringlukráinKópavogs 2. og 4. miðvikudagur kl. 19.00 Lundur, AuðbrekkuMuninn 1. og 3. miðvikudagur kl. 19.15 Lundur, AuðbrekkuSeltjarnarness 2. og 4. þriðjudagur kl. 19.00 Félagsh.Seltjn.Víðarr 1. og 3. miðvikudagur kl. 19.00 LionsheimiliðÝr 2. og 4. mánudagur kl. 19.15 Lundur, AuðbrekkuÞór 1. og 3. þriðjudagur kl. 19.00 Lionsheimilið Baldur 3. fimmtudagur kl. 18.15 Kaffi ReykjavíkEngey 2. og 4. mánudagur kl. 19.30 LionsheimiliðNjörður 1. miðvikudagur kl. 18.00 Kaffi ReykjavíkVáli 2. og 4. þriðjudagur kl. 20.00 GrensáskirkjaFjörgyn 2. og 4. fimmtudagur kl. 19.00 GarfarvogskirkjaFold 3. mánudagur kl. 19.00 LionsheimiliðMosfellsbæjar 2. og 4. fimmtudagur kl. 19.00 HlégarðurTýr 2. og 4. miðvikudagur kl. 18.45 Versalir

Athugasemd:Upplýsingar þær um fundartíma Lionsklúbba sem hér eru birtar erumeð fyrirvara þar sem sumir klúbbar breyta stundum fundarstað ogtíma fyrirvaralaust.

Ritstjórapistill

Hvað verður um allt brauðið sem selst ekki?

Page 3: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

3Lionsblaðið

Þórunn Gestsdóttir, fjölumdæmisstjóri

Náttúruhamfarir– hverfulleiki tilverunnar

Samhugur er öflugurmeð íbúunum á umræddusvæði, með þeim er missthafa fjölskyldur sínar, viniog eignir. Samhugurinnbirtist m.a. í öflugu hjálpar-starfi, mannlegri aðstoð ogfjárframlögum.

Lionsfélagar starfandi í193 þjóðlöndum heimshafa lagt hönd á plóginn íSuður Asíu. Frá stjórn alþjóðahjálp-arsjóðsins LCIF hefur komið tilkynn-ing um að fimm milljóna dollarastyrkur, um þrjúhundruð og sextánmilljónir ísl. króna, hafi verið af-greiddur af stjórn LCIF vegnaTsunami í Suður Asíu.

Stjórn verkefnasjóðs Lionsmannaog fjölumdæmisstjórn 109 hér álandi samþykktu einnar milljónarkróna styrk og var sú upphæð sendtil stjórnar LCIF. Margir klúbbarhafa samþykkt framlag úr sínumsjóðum og skýrist síðar hvert heild-arframlag Lions á Íslandi verður.

Lionsfélagar í mörgum löndumsenda fjárframlag beint til ákveðinnaverkefna á afmörkuðum svæðum ogmargir einstaklingar hafa sjálfir lagthönd á plóginn með vinnuframlagiog hjálparstarfi á flóðasvæðinu. Sam-kvæmt okkar upplýsingum búa umsjötíu og þrjú þúsund Lionsfélagar ásvæðinu við Bengalflóa.

Á nýafstöðnum NSR fundi Lions-manna er haldinn var í Þórshöfn,Færeyjum flutti Sören Birch-Rasmus-sen (PCC DK) erindi. Hann er ný-kominn frá Tælandi, en vegna at-vinnu sinnar og starfa innan Lionsþekkir hann umhverfi og staðhættiþar mjög vel.

„Ég get fullyrt hér að ástandið íTælandi og víðast hvar á flóðasvæð-inu er verra en fram hefur komið ísjónvarpsútsendingum“ sagði SörenBirch-Rasmussen í ræðu sinni á NSRfundinum (15/1/2005).

Hann ræddi um fyrstu viðbrögðhjálparstofnana og þar á meðal skjót

viðbrögð Lions. Norrænuþjóðirnar hefðu allar brugð-ist mjög skjótt við með að-stoð, sagði hann en hannvék einnig að þeirri hörmu-legu staðreynd að margirNorðurlandabúa létust.

Hann greindi frá vinnuLionsfélaga er búa á svæð-inu, en margir misstu ætt-ingja og vini, misstu heimili

sín og fyrirtæki og margir Lionsfélag-ar létust í kjölfar hamfarannna.Sören Birch-Rasmussen sagði að áflóðasvæðinu væri verk að vinna fyr-ir Lionsmenn heimsins.

„Við látum ekki staðar numið íSuðaustur Asíu. Við höfum verk aðvinna, verkefni sem gefur okkurtækifæri til uppfylla þau markmiðsem samþykkt voru af Lionsmönn-um árið 1917 - að leggja lið.“

Við vitum að Lionsfélagar á SriLanka hafa unnið sextán stundavinnudaga að undanförnu, í einuumdæminu sendu þeir sextíu flutn-ingabíla með matvörur til íbúanna,félagar í öðru umdæmi skipulögðutjaldbúðir syðst á Sri Lanka að beiðniyfirvalda.

Félagar í þrjátíu Lionsklúbbumunnu á svæði í Indónesíu sem varmjög illa farið eftir flóðin og skálft-ana, svæði í nágrenni Medan.Hjálpalið Lionsfélaganna útvegaðitjöld, fæði og klæði fyrir heimamenn

og flóttamenn er þyrptust að. Lækn-ar úr hópi Lions önnuðust læknisað-stoð í Jakarta og Medan og aðrir úrLionsliðinu unnu bráðabirgðaáætlunum kennsluplan fyrir munaðarlausbörn á svæðum í Indónesíu.

Lionsfélagar um víða veröldhafa í áratugi og sannarlega und-anfarnar vikur unnið í anda okk-ar grundvallarmarkmiðs sem erað leggja lið.

Og við höldum ótrauð áfram.Við þekkjum hverfulleika tilver-unnar.

Tekið er á móti framlögum í söfnun Lionshreyf-ingarinnar inn á reikning Lions í Sparisjóði Vél-stjóra 1175 26 7722 - Kennitala 640572-0869. Takaskal fram að greiðslan sé vegna „Tsumani Relief“og hvaða klúbbur eða einstaklingur greiðir.

Hægt er að tryggja heimild til Melvin Jones við-urkenningar til 31. mars en til þess þarf framlag-ið að nema í það minnsta jafnvirði 1000 banda-ríkjadala, sem á gengi alþjóðaskrifstofu eru í ís-lenskum krónum kr. 61.000.00 til 31. mars. Eftirþann tíma þarf að fá upplýsingar frá Lionsskrif-stofunni um nýtt gengi.

Hverfulleiki tilverunnar er birtist okkur og snertir, sá er veldurbreytingum frá ári til árs - mánuði til mánaðar og frá degi til dags eroft yfirþyrmandi og ógnvekjandi. Í kjölfar friðarstunda og helgi nýlið-inna jóla, urðu náttúruhamfarir, jarðskjálftar og flóðbylgjur á ákveðn-um jarðarhluta.

Í kjölfar hamfaranna við Bengalflóa í Suður-Asíu sem eru þærmestu er núlifandi kynslóð hefur upplifað, létust þúsundir manna.Hamfarirnar hafa með ógnarkrafti beint huga allra heimsins borgaraað vanmætti okkar andspænis náttúruöflunum.

ÞórunnGestsdóttir.

Lionsfélagar að störfum í Indonesíu.

Page 4: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

4 Lionsblaðið

Geir Hauksson umdæmisstjóri 109A

Við leggjum liðGleðilegt ár, kæru Lionsfélagar.

Okkur er öllum í fersku minniþær hörmungar sem dundu yfir íBengalflóa í kjölfar náttúruham-faranna þar.

Alþjóðahjálparsjóðurinn okkarbrást strax við og sendi 200.000 doll-ara sem fyrstu neyðaraðstoð. Fjöl-umdæmisstjórnin kom strax samanog samþykkt var að beina því tilverkefnasjóðs hreyfingarinnar að út-hluta einni milljón króna, sem færi ígegnum LCIF til þessa verkefnis.Jafnframt var skrifað bréf til for-manna klúbbanna þar sem leitað vareftir frekari framlögum og er mérkunnugt um að nokkrir klúbbar hafaþegar samþykkt framlög. Í fyrstukom fram hjá LCIF að ekki værihægt að eyrnamerkja þessi framlögtil Melvin Jones viðurkenningar ennú hefur því verið breytt.

Nýustu fréttir eru þær að LCIF erað styrkja verkefnið með fimm millj-ón dollurum og framlög klúbba má

eyrnamerkja MJF fram til 31. marssvo fremi að upphæðin nái einu Mel-vin Jones framlagi eða 1000 dollur-um. Ég vil benda félögunum að fylgj-ast með vefsíðunni okkar, þar sem

vefstjórinn okkar Örn Gunnarsson eralltaf með nýustu fréttir. Nú semendranær bregst Lions skjótt við ogleggur lið.

Nýlokið er NSR þingi sem að þessusinni var haldið í Þórshöfn í Færeyj-um. Ég hef ekki sótt NSR þing áðurog hef því ekki samjöfnuð, en mérfannst frændur vorir, Færeyingar,standa glæsilega að þessu. Allt skipu-lag og aðbúnaður fyrsta flokks. Fyrridaginn voru námstefnur og fyrir-lestrar og sat ég þar M.E.R.L.námstefnu auk hluta af unglinga-skiptanámstefnu sem gagnast mérvel. Seinni daginn var NSR þingiðþar sem fjallað var um þau verkefnisem Norðurlöndin standa að og þaðsem framundan er. Nánari skil áþinginu verða gerð af okkar NSR full-trúa Þór Steinarsyni.

Ég byrjaði janúarmánuðinn meðheimsóknum í nokkra klúbba eftirhlé í desember. Nú sem endranærhef ég fengið góðar móttökur og

þakka ég fyrir það. Gott starf virðistvera í gangi í klúbbunum og eruhelstu áhyggjur þær að fá inn nýliða.Mér fannst mjög athyglisvert á síð-asta fjölumdæmisfundi, þegar ung-lingaskiptastjóri Kristinn Hannessonupplýsti okkur um að samkvæmt út-tekt hjá honum væri fjölgunin bara ígóðu lagi en því miður væri brottfall-ið meira. Þetta stemmir alveg viðþær tölur sem ég fæ sendar frá OakBrook. Þetta bendir okkur á að eitt-hvað er að innra starfinu hjá okkur.Við þurfum að bæta þetta. Fundirþurfa að vera fræðandi og skemmti-legir, ekki of langir og fjáröflunar-verkefnin ekki of þung o.s.frv. og þaðþarf að hlúa vel að nýjum félögum.

Að lokum vil ég minna á aðframboð til varaumdæmisstjóraþarf að berast fyrir 15.febrúar. Éghef talað við nokkra aðila en ekkihaft erindi sem erfiði. Endilegaverið þið mér hjálpleg í þessu.

Stefán Skarphéðinsson, Lkl. Borgarness, umdæmisstjóri í 109 B

Setjum okkur markmið!I.

Nú hækkar sól meðhverjum nýjum degiog starsárið er hálfnaðhjá okkur í Lions.Seinni hlutinn er oftannasamastur hjá fjöl-umdæmisstjórnarfólkiþví þá bætast við verk-efni vegna væntanlegsfjölumdæmisþings oger í mörg horn að líta.

Að baki eru áramótin og NSR þing,sem haldið var í Færeyjum að þessusinni dagana 14.-15. janúar. Þingiðvar óvenju fjölsótt og ánægjulegt aðsjá hve Færeyingum gekk vel aðhalda utan um alla hluti. Skipulagiðgekk upp hjá þeim eins og smurt. Ís-lensku þátttakendurnir voru 11. Íþremur seminörum af sjö voru Ís-lendingar virkir þátttakendur, Krist-inn Hannesson í unglingaskiptum,Jón Bjarni Þorsteinsson var fram-sögumaður um siðfræði í Lions ogMagnús B. Einarson framsögumaðurum MedicAlert.

Næsta NSR þing á Íslandi verður2007 og verður þingstaðurinn á Hót-el Loftleiðum, en tilhneiging hefurverið til að halda þessi þing á ein-

hverjum afkima og er það aðmörgu leyti mjög umdeilt.Þingið 2006 verður haldið íKuusamó í Norður-Finnlandi.

Það var gaman að hittaFæreyinga og þ.m. var Berg-ur Jóhannsson frá Straumey.Hann var ánægður með vina-klúbbssamband við Lkl.Njörð.

II.Nú - seinni sprettur vetrarstarfsins

er hafinn og mikilvægt að hann tak-ist vel bæði hvað innra starf og einshvað útbreiðslu varðar. Ég tel að núsé kominn tími til að allir klúbbar ílandinu leggi í vinnu fram á vorið ogsetji sér markmið fyrir næsta starfs-ár, t.d. félagafjölgun, námskeiðahaldog nýjungar í innra starfi. Ég veit aðmargir klúbbar setja sér markmið,en þetta er öllum klúbbum nauðsyn-legt ef árangur á að nást í starfinu,auk þess sem starfið verður ánægju-legra.

Félagafjölgun er nauðsynleg þarsem við erum á 2ja ára skilorði hjáalþjóðastjórninni. Fjölgunin er þóekki eini áhersluþátturinn, heldur ermikilvægast að halda öllum núver-

andi klúbbum á lífi og helst að stofnanýja, allt þetta þarf að vera á stefnu-skránni í einu. Einn klúbbur varstofnaður í B umdæminu í fyrra ogvon er á nýjum klúbbi í A umdæmi íár, svo framtíðin er nokkuð björt.

Námskeiðahald á að vera fastá-kveðið markmið hjá sérhverjumklúbbi, minnst eitt til tvö námskeið ávetri. Þar tel ég að kennsla í fundar-stjórn sé mjög mikilvæg. Það er ör-uggt að þeir klúbbar sem taka áfræðslumálum og nýta sér úrvaliðsem fræðslustjórinn hefur upp á aðbjóða verða ekki fyrir vonbrigðummeð aukið líf í klúbbnum. Þá eraldrei of oft minnst á leiðtogaskólaLions. Við skulum gera veg hans ennmeiri næsta haust. Skólinn hefurþegar sannað sig á marga vegu ogsést það m.a. á því að alþjóðastjórninhefur styrkt hann. Mikilvægt er aðnýliðar séu styrktir til þátttöku ískólanum og ekki óeðlilegt að þeirtaki þátt í stjórn í framhaldi af skól-anum, jafnvel formennsku í klúbbi.Á þetta er minnst því þekking erundirstaða allra framfara.

Nýjungar í innra starfi. Þettahljómar ef til vill mjög einfalt, en íframkvæmd er mjög mikilvægt að

allar nýjungar séu vel undirbúnar ogkynntar. Uppbrot á fundahaldi t.d. aðhafa einn venjubundinn fund í mán-uði og annan sem væri bundinn ferð-um og kynningum jafnvel til fyrir-tækja í nánasta nágrenni. Margt værihægt að nefna, en best er þó aðstjórnir kynni sér þessa hluti hjáklúbbum sem hafa reynt þetta meðgóðum árangri.

Mig langar að lokum að minnastsérstaklega á MedicAlert, semMagnús B. Einarson, félagi okkarkynnti á NSR þinginu eins og framhefur komið hér að framan.

III.Við eigum að taka okkur tak og

kynna málið á fundum allra klúbba ánæsta vetri. Ég er þess fullviss aðMagnús er reiðubúinn að legga sitt afmörkum við þessa kynningu. Mál-efnið er mjög merkilegt og hefurgagnsemi þess margsannað sig. Þaðmá segja að þetta sé virk líftrygging.

Við sem höfum notið þess að starfaí Lions ættum nú sem aldrei fyrr aðgreiða götu nýs hæfileikafólks til aðganga til liðs við hreyfinguna. Lítumí kringum okkur og við munumfinna nýja gullmola víða ef að er gáð.

StefánSkarphéðinsson.

Geir með Ólu B. Magnúsdótturformanni Lkl. Seyðisfjarðar.

Page 5: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

5Lionsblaðið

Hamfarirnar dunduyfir fyrirvaralaust. Fyrstöflugur jarðskjálfti und-an ströndum Súmötru aðmorgni annars jóladagsog í kjölfarið risastóraröldur sem eyddu stórumhluta Súmötru og gerðuút af við byggð ból íMalasíu, Myanmar,Thailandi, Bangladesh,Sri Lanka, Indlandi,Maldives og jafnvel Sómalíu í þús-unda mílna fjarlægð í Austur Afr-íku. Kraftur flóðsins var slíkur aðengum vörnum varð við komið ogskullu öldurnar á land 10 til 20metra háar og hrifu með sér alltsem á vegi þeirra varð.

Heilu þorpin þurrkuðust út viðþessar hamfarir og þegar ég set þess-ar línur á blað er fjöldi þeirra sem

ings hjálparstarfinu. Auk þess er áætl-að að um það bil 75.000 Lionsfélagará flóðasvæðunum hafi þegar mætt tilstarfa til aðstoðar eftir bestu getu ogtil að samræma aðgerðir með stjórn-völdum. Verkefnið var skelfilegt fyrirþá sem að því unnu þar sem þúsund-ir látinna komu í ljós dag hvern.

Í Sri Lanka hafa Lionsklúbbar veriðí samstarfi við yfirvöld um uppsetn-ingu á skýlum með vatns- og salern-isaðstöðu. Á Indlandi hafa Lions-klúbbar í héruðum sem harðast urðuúti deilt verkefnum og samræmt ráð-stöfun styrkja að upphæð 50.000 dalasem LCIF lét af mörkum til að mætabrýnni þörf á strandlengjunni fráTamil Nadu til Orissa.

Til þessa hefur LCIF innt af hendisamtals 200.000 dölum til svæða íIndlandi, Indonesíu, Sri Lanka ogThailandi til að Lionsfélagar geti látið

saknað er kominn yfir150.000, nærri 100.000 íIndonesíu einni. Því miðurer gert ráð fyrir að þessitala hækki að mun og aðsjúkdómar fylgi í kjölfarið.

Tugir þúsunda á svæðun-um stóðu uppi án vatns,fatnaðar og húsnæðis. Tím-inn skiptir í þessu efni höf-uð máli því ekki var hægtað gera ráð fyrir að fólkið

kæmist af án aðstoðar og án þess aðfljótt yrði brugðist við. Hjálpargögntóku strax að berast hvaðanæva að úrheiminum.

Eins og nærri má geta hefur Al-þjóðasamband Lionsklúbba veriðmeðal hjálparstofnana sem komiðhafa að hjálparstörfum. LCIF ásamtLionsfélögum, klúbbum og umdæm-um hafa lagt sitt af mörkum til stuðn-

Alþjóðaforseti Lions, Clement F. Kusiak

Deilið árangrinum meðalmannatengslum

Hvað vita íbúarnir á ykkarsvæði mikið um störf ykkar íþágu samfélagsins? Hefur þeimverið sagt frá því hvað þið ætlistfyrir í framtíðinni? Gera þeir sérgrein fyrir því hvað Lionsmerkiðstendur fyrir? Deilið þið ár-angrinum af starfi klúbbsins meðvinum og nágrönnum? Svörin viðþessum spurningum eru oftar enekki neikvæð og gefa því ekkirétta mynd af klúbbnum. Til aðviðhalda heilbrigðu klúbbstarfier nauðsynlegt fyrir klúbbinn aðdeila árangrinum með almanna-tengsaáætlun og stöðugu upplýs-ingastreymi til almennings umhvaða leiðir þið farið til aðstyrkja samfélagið og meta þarfirþess.

Heimasíður bjóða upp á ágætarleiðir til að deila þessum upplýsing-um. Ef klúbburinn þinn er ekki meðheimasíðu þá er aðstoð veitt, án end-urgjalds, á heimasíðu hreyfingarinn-ar www.lionnet.com. Hér má, samtekki láta staðar numið því almanna-tengsl þurfa einnig að ná til annarrasvæða til að sem flestir fái upplýsing-ar um hugmyndafræði Lions „aðleggja lið“.

Ég ráðlegg öllum Lionsklúbbum aðefla tengsl við fréttastofur fjölmiðlaog að forráðamenn klúbba stofni til

persónulegra tengsla við forstöðu-menn slíkra stofnana. Það er gott aðgeta slegið á þráðinn þegar klúbbur-inn er með fréttnæmt verkefni í far-vatninu. Bjóðið fréttamönnum aðvera viðstaddir fjáröflunarverkefni.Skipið sérstaka fjölmiðlafulltrúa tilað tryggja að upplýsingar komist áframfæri og að öllum spurningumfjölmiðla sé svarað.

Því miður er það svo að klúbbareru stundum hikandi við að segja fráárangri sínum. Verið óhræddir aðsegja almenningi frá árangri ykkarog hvernig klúbburinn hefur bæt-andi áhrif á samfélagið. Montið ykk-ur svolítið. Það borgar sig. Því fleirisem vita hvað þið eruð að gera, þeimmun meiri líkur eru á því að þeirstyðji við bakið á ykkur.

Til að ná eyrum almennings hefurumdæmisstjórum verið send ferða-sýning um almannatengsl auk þesssem ný síða, Lions in Action, hefurverið sett á heimasíðu alþjóðasamtak-anna sem hefur það hlutverk að að-stoða Lionsklúbba við að deila árangrisínum. Þar eru tekin fyrir þrjú eðafjögur verkefni klúbba á mánuði semvakið hafa athygli og eru klúbbarhvattir til að láta vita af eftirtektarverð-um verkefnum og senda með [email protected].

Clement F.Kusiak

í té mat, teppi, vatn og önnur hjálpar-gögn. Fleiri beiðnir eru til umfjöllun-ar. Framlag sem nemur 250.000 döl-um hefur einnig verið samþykkt tilkaupa á nauðsynjum.Til að sam-ræma aðgerðir svo sem best verði ákosið hefur LCIF stofnað sjóð semnefnist South Asia Tsunami Disaster2004 Fund fyrir Lionsfélaga sem óskaað styðja við verkefnið. Fjármagn erþegar farið að berast. Meðal þess eru120.000 dalir frá Lionsfélögum í Sví-þjóð og 200.000 dalir frá Lionsfélög-um í Kóreu.

LCIF mun halda áfram að veitastyrki til hamfarasvæðanna á grund-velli þarfamats. Lionsfélagar umheim allan samhryggjast þeim mörgusem misst hafa ástvini og heita því aðgera allt sem í þeirra valdi stendur tilað aðstoða þá sem um sárt eiga aðbinda.

Alþjóðaforseti Lions, Clement F. Kusiak

Viðbrögð Lions við Tsunami hamförunum

Hvort sem það eru gömul eða ný hús, þákunnum við lagið á því.

Við framleiðum svalahús, sólstofur gluggaog hurðir sem þola íslenska veðráttu

GLUGGAR OG GARÐHÚS ehf.Smiðsbúð 10 • Garðabæ

Sími: 554 4300

Grindavík, Vesturbraut 8.

Skráningarsímifjölumdæmisþings er: 694 8086

Page 6: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

6 Lionsblaðið

Næsta alþjóðaþing Lionshreyf-ingarinnar verður haldið í HongKong sem hefur hlotið nafnbót-ina „Höfuðstaður matargerðar-listar Asíu“ og ber hana meðmiklu stolti.

Þarna geta gestir gælt við bragð-laukana með réttum frá Kína, aðsjálfsögðu, Indlandi, Filipseyjum,Tailandi, Indonesíu, Mongolíu,Malasíu, Nepal, Koreu Japan,Singapúr og Vietnam auk vestrænnarétta svo nokkuð sé nefnt milli þesssem þeir sinna þingstörfum, nám-stefnum og öðrum uppákomumþings.

Hong Kong hefur fengið orð fyrirað vera sannkölluð innkaupaparadísmeð loftkældum verslunarmið-

stöðvum, flóðlýstum strætum ogmörkuðum þar sem gert er ráð fyrirprútti. Þarna er einnig hægt að látaspá fyrir sér. Þar sem margir Lionsfé-lagar þurfa án efa að passa upp á yf-irvigt farangurs, þá taka margarverslanir að sér að pakka því semkeypt er, tryggja og senda heim tilkaupenda. Þetta er skattaparadís -engir skattar. Síðast, en ekki síst,þarna er einnig fjöldi áhugaverðrasafna fyrir þá sem meiri áhuga hafaá þess háttar menningu en kaup-gleði.

Honk Kong var bresk nýlenda tilársins 1997 þegar samningurinn umþað við Kína rann sitt skeið eftir 99ár og Kína fékk yfirráð yfir nýlend-unni aftur. Íbúar Hong Kong eru um

það bil 6.8 milljónir.Það er alla leið þangað

sem umdæmisstjórarnirokkar starfsárið 2005-2006 þurfa að fara í fylgdfjölumdæmisstjóra ásamtmökum. Og þarna sitjaumdæmisstjórarnir skólafrá 24. til 27. júní þegaralþjóðaþingið hefst. Þauverða svo öll önnum kaf-in allt til loka þings 1. júlí

Nokkuð er ljóst að þar munuverða á ferð verðandi umdæmis-stjóri 109A, Guðmundur RafnValtýsson, Lkl. Laugardals og Ás-dís B. Einarsdóttir kona hans ogumdæmisstjóri 109B, ValdimarÞorvaldsson, Lkl. Akraness oghans kona, Oddný Erla Valgeirs-

dóttir en það munu ekki liggjafyrir fyrr en á þinginu í vor nöfnfjölumdæmisstjóra og maka semmeð munu verða í för.

Viðamiklar upplýsingar um HongKong er að finna á heimasíðu Lions-hreyfingarinnar, www.lionsclubs.org.

Áttugasta og áttunda alþjóðaþing Lions

Einar Þórðarson, Lkl. Fjörgyn, veffulltrúi umdæmis 109B.

Internet og þorskanetHver er munurinn?

Hvað er þetta Internet,er það einhvers konarþorskanet? Já, það erlíklega rétt og lítill mun-ur á þessum veiðarfær-um, Interneti og þorska-neti. Í hvoru tveggja get-ur maður veitt þorska,annað þorska í sjó oghitt þorska á þurrulandi. Það er ekkertskrýtið að margir þekkja ekkiþetta veiðarfæri, Internet, nemaaf afspurn og fréttum. Til þess aðkomast í tæri við Internetið þarfmaður tölvu, tæki sem ekki allireru með. Hjá yngri kynslóðinnier Internetið eins sjálfsagt ogsjónvarp og sími en hjá eldri kyn-slóðinni er þetta aðeins flóknaraenda færri af þeirri kynslóð meðaðgang að þeim búnaði sem þarfeða kunnáttu til að nota hann.

VeiðarnarÞað má segja að hægt sé að veiða

fólk í Internetið eins ogþorska í þorskanet. Morgun-blaðið gerir þetta, því vefsíðablaðisins er sú vinsælasta áÍslandi og þannig hefurMogginn veitt nær allalandsmenn í sitt Internet.Internetið er notað til sam-skipta um allan heim oghægt að nota eins og síma,sjónvarp og til póstsendinga.

Internetið er öflugasta upplýsingaveit-an sem völ er á í dag. Það er líkastærsta bókasafn í heimi og þar erhægt að finna upplýsingar um allt semmanni dettur í hug. Internetið byggir átækni sem nefnd hefur verið marg-miðlun, en hún miðlar texta, kyrr-myndum, hreyfimyndum og hljóði -og þetta eigum við að nýta okkur.

Vefsíður klúbbaVið í Lionshreyfingunni og Lions-

klúbbum um land allt eigum að setjaokkur það markmið að hafa okkarInternet eða vefsíður það vinsælar

að fólk lesi þær reglulega, ekki að-eins Lionsfélagar, heldur líka al-menningur, og þannig fá fleiri í okk-ar Internet.

Margir klúbbar hafa komið sér uppvefsíðu og er það mjög gott framtak.Að vísu eru þær mjög ólíkar að gerðog útliti. Misjafnlega er hugsað umþær, sumar eru uppfærðar reglulegaen aðrar eru orðnar gamlar og jafn-vel úreltar. Á vefsíðu Lionshreyfing-arinnar er hægt að kalla á 21 vefsíðuklúbba sem er um 27% af öllumLionsklúbbum á landinu. Við eigumað gera betur og stefna að því að all-ir Lionsklúbbar komi sér upp vef-síðu. Það vinnst margt með því; viðkomum okkur inn í nútíðina og ger-um aðgengi að upplýsingum umhreyfinguna og klúbba aðgengilegra.Hægt er að skoða dagskrá klúbba, fé-lagatal, dreifa fundargerðum oggögnum á milli manna.

Netagerðarmenn og vefarar Við þekkjum máltækið böggull

fylgir skammrifi. Eins er með vef-síðugerðina. Það er ekki nóg að búatil vefsíðu, það þarf að uppfæra hanareglulega. Internetinu fylgja neta-gerðarmenn eða eins og við segjum ídag; hverri vefsíðu fylgir vefari. Erutil félagar sem vilja taka þetta verk-efni að sér í hverjum klúbbi eða á aðkaupa verkið út? Ég tel æskilegt aðLionshreyfingin og Lionsklúbbarsameinist um þessi mál, um reksturvefseturs og vefumsjónarkerfis, umútlit og notkun á Vefnum. Stöðlun ogsameiginlegt vefumhverfi auðveldarallan rekstur og það tekur nýjan fé-laga styttri tíma að taka við og sjá umvef klúbbsins ef umhverfið er staðlaðog verkfærin þekkt. Auðveldara er aðleita aðstoðar og vinna saman.Einnig eru fjármögnunarmöguleikarsterkari ef við stöndum saman. Út ávið væri Lionshreyfingin sem einheild og því sterkari samtök. Því vilég hvetja alla klúbba til að skoðaþessi mál, hver í sínum ranni ogsetja sér það markmið að koma sérupp virkri vefsíðu næsta haust. Gam-an væri að heyra skoðanir ykkar áþessu máli.

Það eru margar lausnir í boði,dýrar og ódýrar en aðalatriðið erað við séum samstíga og við vinn-um sem ein heild. Vinnum sam-an að öflugu Lionsneti í umdæmi109.

EinarÞórðarson.

Page 7: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

7Lionsblaðið

Laufey Jóhannsdóttir, Lkl. Eik, útbreiðslustjóri kvenna

Konur í lífsglaðan hópHvernig getum við haft

áhrif á konur að komameð okkur í þennan lífs-glaða hóp sem vinnursvo mörg verk í þágulíknar, mannúðar ogmenningar?

Í Lions starfa konur ogkarlar hlið við hlið óháðaldri, menntun, starfi eðahverju því sem svo greinirokkur í ólíka einstaklinga. Alveg ásama hátt greinast klúbbar í ólíkargerðir, kvennaklúbba, karlaklúbba ogblandaða klúbba. Verkefnin eru fjöl-breytileg, sumir styrkja gróðurvernd,aðrir styðja þroskahefta enn aðrirstyrkja sjúka allt eftir því hvað hverklúbbur hefur valið að einbeita sérað.

Eitt eigum við öll sameiginlegt, viðerum í Lions stærstu þjónustu sam-tökum í heimi.

Við sem höfum lagt hreyf-ingunni lið erum stolt afþátttöku okkar, stolt af verk-um Lionshreyfingarinnarum allan heim, sameigin-legum verkum Lions á Ís-landi svo sem í þágublindra, gigtarrannsókna,krabbameinslækningatækiog margt fleira. Við erumstolt af verkum klúbbsins

okkar hvar sem við erum á landinu.Hvernig getum við haft áhrif á konurað koma með okkur í þennan lífs-glaða hóp sem vinnur svo mörg verkí þágu líknar, mannúðar og menn-ingar?

Ef ég ætti eitt svar við þessu væriþessi grein ekki til. En verk okkar erað koma þessum skilaboðum áleiðis.Starf í Lions er gefandi, þroskandi enekki síst gefur það tækifæri til þessað öðlast félagslegan þroska. Tæki-

færi til þess að bæta við þekkinguhvort heldur sem er á samfélagsleg-um málum sem snúa beint að verk-efnum í heimabyggð á hverjum tímaeða verkefni á alþjóðlegum vettvangisvo sem nú er vegna flóðanna í Asíuá síðustu jólum.

Fleiri konur.Í Lions eru ómetanleg tækifæri til

þess að láta gott af sér leiða. Undirmerkjum Lions er gott og gaman aðstarfa. Hver einstakur klúbbur hefurómetanleg tækifæri til þess að laðafleiri að metnaðarfullu starfi í Lions.Ég hvet alla til þess að skilgreina velhvað hefur þinn klúbbur að bjóðanýju fóki í Lionshreyfingunni. Ég erþess fullviss að það er ótrúlega margtsem þinn klúbbur getur boðið nýjumfélögum upp á í leik og í starfi í þáguLions.

Í Lions störfum við saman konur

og karlar, framtíðin er í höndum fé-laganna.

Fjölgun kvenna í Lions mun eflaog styrkja Lionshreyfinguna í fram-tíðinni.

Ég hvet Lionsfélaga til þess að eflakynningu á Lions, halda kynningar-fund eða bjóða gestum á almennanLionsfund og koma á markvissukynningarstarfi á hverjum einstök-um Lionsklúbbi heima í héraði.Vinna verkefnið maður á mann ogefla þannig kynninguna á Lions.Bjóðum vinnufélaga, vinkonu,frænku, dóttur, tengdadóttur, systureða hverri þeirri konu sem við vilj-um laða að Lions á fund.

Hikum ekki við að kynna allt þaðsem Lions hefur upp á að bjóða.Þeim mun fleiri sem við bjóðummeð, þeim mun fleiri fáum við meðog fáum þannig fleiri konur í Lions.

LaufeyJóhannsdóttir.

Myndin er frá afhendingu viðurkenningar fyrir þátttöku í Friðarvegg-spjaldakeppni Lions 2004. Viðurkenningu hlaut að þessu sinni Dagný BjörkStefánsdóttir Vallaskóla Selfossi og er hún hér ásamt Herði Sigurjónssyni, fjöl-umdæmissjóra 2003-2004 og Einari Þórðarsyni, umdæmisstjóra B umdæmis2003-2004. Verðlaunamynd Dagnýjar var gefin út á jólakorti á vegum hreyf-ingarinnar fyrir síðustu jól.

Hörður Sigurjónsson, Lkl. Nirði

FRIÐARVEGGSPJALDA-KEPPNI LIONS

Page 8: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

8 Lionsblaðið

Fræðsla fyrir þig og/eða þinnklúbb janúar – maí 2005

Lionshreyfingin stendur fyrirmiklu fræðslustarfi.

Félögum stendur til boða fjölbreyttúrval námskeiða, sem miða að því aðefla félagana, styrkja klúbbstarfið ogþjálfa leiðtoga.

Klúbbformenn - SvæðisstjórarLionsklúbbar og svæði geta pantað

námskeið á tíma og stað sem besthentar hverju sinni.

Svæðisstjórar fá oft til sín nám-skeið á svæðisfundi. Margir klúbbarfá til sín kynningu á Lionsfund. Sum-ir klúbbar eða svæði fá skipulagðanheilan námskeiðsdag fyrir sig og þaðeru án efa skemmtilegustu og gagn-legustu námskeiðin. Við stingumupp á heilum laugardegi eða sunnu-degi. Mikilvægt er að kynna nám-skeiðin vel, til að tryggja þátttöku.Munið að á námskeiðin sem haldineru í Lionshúsinu þarf að skrá þátt-töku með minnst dagsfyrirvara.ATH: Ef enginn hefur skráð sig dag-inn sem námskeiðið á að fara framfellur það niður.

Hvaða námskeið eru í boði ánæstunni?

Ennþá MEIRI Leiðtogi – sjálfstætt framhald af Leiðtoga-

skóla Lions.

Laugardagurinn 12. febr. 2005Skráningar til 8. febr .2005, með

tölvupósti: [email protected][email protected]

Verð: 3.500 kr. Innifalið eru náms-gögn, hádegismatur, morgun- og síð-degiskaffi.

Staður: Lionsheimilið Sóltún 20,Reykjavík.

Námskeið fyrir alla Lionsfélaga ogsérstaklega þá sem hafa sótt Leið-togaskólann eða hafa sambærilegangrunn.

Fjallað um aðferðir til að stýraklúbbstarfinu faglega. Ekki er farið ígrunnatriði og skilgreiningar, eins ogí Leiðtogaskólanum, gert er ráð fyrirað þátttakendur hafi þá þekkingu áhreinu.

Kennslan er uppbyggð sem stuttirfyrirlestrar og verkefni, með virkriþátttöku nemenda.

Efnisval og efnistök á framhalds-námskeiðinu, taka mið af „Leiðtoga-skólum Lions erlendis fyrir reyndafélaga“ (Senior Lions LeadershipInstitute).

Efnisval og efnistök á fjögurradaga Leiðtogaskóla okkar á Íslanditekur mið af „Leiðtogaskólum Lionserlendis fyrir nýja félaga“ (EmergingLions Leadership Institute).

Hrund Hjaltadóttir, fræðslustjóri

Vinsældir námskeiðaHér á eftir sjáið þið hvaða möguleika þið eigið á að sækja námskeið eða til að fá fræðslu í klúbbinn ykkar á vorönn. Það verður að segjast eins og er að námskeiðin, sem hafa verið haldin í Lionsheimilinu í vetur, hafa því miður ekkiverið nægilega vel sótt. Hins vegar hafa vinsældir námskeiðahalds fyrir einstaka klúbba og svæði verið alltaf að aukast.Ýmsir klúbbar og svæði hafa fengið til sín fræðslu í vetur og hafa ,, Félaganefndarnámskeið“ og námskeiðið um,,Áhrifaríka liðsheild“ verið vinsælust. Vel á annað hundrað Lionsfélagar hafa þannig sótt sér fræðslu um ýmis Lions-málefni í vetur.Það er mjög gaman að koma til ykkar með námskeið og félagarnir eru yfirleitt mjög ánægðir með framtak formannasinna eða svæðisstjóra. Ef þú vilt panta námskeið, fá meiri upplýsingar eða koma hugmyndum á framfæri, vinsam-legast hafðu samband við undirritaða, Hrund Hjaltadóttur Lkl. Fold, sími 5667686, GSM. 6635675, netpóstur [email protected] [email protected]

DAGSKRÁTími Efni

09:30-10:00 Mæting - Skráning - Kaffi og te

Mismunandi hlutverk leiðtoga.10:00-12:40 Sköpunarkraftur: Nýbreytni / Fjölbreytni

Teymi: Skipulögð nefndarstörf

12:40-13:10 Hádegisverður

13:10-16:55 Hvernig skilgreinum við hlutverk LionsklúbbaMarkmiðasetning - SMART

16:55-17:00 Mat - Skírteini - Slit

Nýliðanámskeið

„Hvað er Lions?“ fyrirnýja eða væntanlega félaga,ásamt meðmælanda, félaga-nefnd eða stjórn og alla þásem vilja vera „með á nót-unum“.

Tími: Fimmtudaginn 3,mars 2005 kl 20:00-22:00

Staður: Lionsheimilið Sól-túni 20, Rvk.

Kennari: Kristinn Hannesson Lkl.Mosfellsbæjar.

FélagnefndanámskeiðNámskeiðið er ætlað fyrir félaga-

nefndir, stjórnir og varastjórnir.Vegna þeirra auknu áherslu sem al-þjóðastjórn leggur á félagamálinverða námskeið haldin á mögumstöðum og ýmsum tímum í vetur eft-ir þörfum. Þau fjalla ekki bara um aðná í nýja félaga eða stofna nýjaklúbba, heldur fyrst og fremst umleiðir til að halda í félagana, koma íveg fyrir að við missum þá svo fljóttúr klúbbunum.

Námskeiðin eru í formi fyrirlestra,umræðna og verkefna.

Kennari: Hrund Hjaltadóttir Lkl.Fold og Margrét Jónsdóttir Lkl. Fold

FundarsköpNámskeiðið er ætlað fyrir alla

Lionsfélaga. Upplagt fyrir svæðis-fundi og klúbbfundi

Kennari: Halldór Kristjánsson Lkl.Ásbirni.

RæðunámskeiðÞetta námskeið er upplagt fyrir

klúbba eða svæði að halda fyrir ca.12-14 félaga í einu. Námskeiðið er

sett upp sem tveggja kvöldanámskeið með nokkurradaga millibili til að semmest komi út úr námskeið-inu. Kostnaður við þettanámskeið er eitt þúsund kr.pr. félaga sem tekur þátt(kennslugögn). Klúbbfor-menn vinsamlega hafiðsamband ef þið hafiðáhuga.

Kennarar: Þór Steinarsson Lkl.Fjörgyn, Helgi Sigurbjartsson Lkl.Fjörgyn og Þorsteinn SigurfinnssonLkl. Fjörgyn.

LeiðtogaþjálfunVaxandi áhugi er á leiðtogaþjálfun

og er mikið úrval námskeiða á þvísviði. Hægt að velja nokkur og setjasaman skemmtilega dagskrá. Hverliður tekur 1-2 klst. eftir því hvortverkefni eru tekin með.

• Stjórnunaraðferðir – Leiðtoga-stílar.

• Stekur leiðtogi – Virkni ogfrumkvæði.

• Að setja saman teymi – Öflugthópstarf.

• Árangursrík liðsheild: Virkjaog hvetja.

• Samskipti og virk hlustun.• Stefnumótun – Markmiðasetn-

ing. • Ákvarðanataka – Að deila út

verkefnun.• Fundarstjórn – Fundarsköp.• Skipulögð nefndarstörf.• Verkefnastjórnun.• Úrlausn vandamála – Að

stjórna deilum.• Áhrifaríkur málflutningur –

Ræðumennska

HrundHjaltadóttir.

Skráningarnetfangfjölumdæmisþings: www.lions.is

Page 9: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

9Lionsblaðið

Hér að ofan er fjallað umLandsþing Lionshreyfingarinnarsem nú er skammt undan. Í ljósiþess er hér fyrir neðan fjallaðnokkuð um embættaskipan fjöl-umdæmisráðs sem vonandi verð-ur til að vekja áhuga á þáttöku ístjórnun hreyfingarinnar.

FjölumdæmisstjóriBlaðið hefur hlerað að framboð

til embættis fjölumdæmisstjóra ánæsta fjölumdæmisþingi gætu orð-ið venju fremur fjölbreytt. Venjanhefur verið sú að annar hvor um-dæmisstjóranna bjóði sig fram ogstundum báðir. Þess vegna geturvel verið að Geir Hauksson, um-dæmisstjóri í 109 A og StefánsSkarphéðinssonar, umdæmisstjóri

í 109 B hyggi á framboð auk þess semflogið hefur fyrir að Einar Þórðarson,sem var umdæmisstjóri 109 B í fyrraog bauð sig fram þá en dró framboðsitt til baka, hugsi sér til hreyfingsnú. Þá hefur kvisast út að fleirikunni að vera að hugsa sig um.

Ritari og gjaldkeriÁ þinginu verður einnig kosinn

fjölumdæmisritari og fjölumdæmis-gjaldkeri til eins árs en lítið vitaðhverjir bjóða sig fram. Þó er vitað aðÁrni Stefán Guðnason, fjölumdæm-isgjaldkeri og Örn Gunnarsson hafabáðir haft þessi embætti með hönd-um í tvö ár svo allt getur gerst.

UmdæmisstjórarKjörgengur til embættis umdæm-

isstjóra er varaumdæmisstjóri ogvirðist því nokkuð ljóst að Guðmund-ur Rafnar Valtýsson í Lkl. Laugardalsverði umdæmisstjóri 109 A og Valdi-mar Þorvaldsson Lkl. Akraness í 109B næsta starfsár.

Vara-umdæmisstjórarEkkert er hins vegar enn farið að

kvisast út um tilnefningu klúbba tilembætta vara-umdæmisstjóra enþær línur ættu væntanlega að skýr-ast fljótlega því uppástungumklúbbanna skal skila til kjörnefndarfyrir 15. febrúar.

UnglingaskiptastjórinnAð öðru leyti virðist sem kosning-

ar til embætta verði með færra mótiá þinginu. Þó verður kosinn ung-

lingaskiptastjóri til þriggja ára þarsem Kristinn Hannesson gefur ekkikost á sér áfram og mun KristjanaGuðlaugsdóttir, Lkl. Æsu hafa gefiðkost á sér í það embætti.

Aðrir kjörnir í fjölumdæm-isráð eru:

Hrund Hjaltadóttir, Lkl. Fold,fræðslustjóri og Pálmi Hannesson,Lkl. Garði, útbreiðslustjóri kosin2003 til 2006 og Margrét Jónsdóttir,Lkl. Fold, félaganefndarstjóri, EinarÞórðarson, Lkl. Fjörgyn, félaga-stjóri, Jón Bjarni Þorsteinsson, Lkl.Mosfellsbæjar, alþjóðasamskipta-stjóri og Halldór Kristjánsson, Lkl.Ásbirni, kynningarstjóri, öll kosin2004 til 2006.

? ? ? ? ? ? ? ? ? ?Hverjir verða í framboði á þinginu í vor

Fimmtugasta Lions-þing fjölumdæmis 109verður haldið í Reykja-vík dagana 22. og 23.apríl næstkomandi. Aðþessu sinni er þingið íumsjá fjölumdæmis-ráðs. Þinghaldið, emb-ættismannaskólarnir ognámstefnurnar verða áGrand Hóteli í Sigtúniog í Lionsheimilinu í Sóltúni enReykjavíkurborg hefur séð til þessað tengja þingstaðina með göngu-brú yfir Kringlumýrarbrautina.Afhending þinggagna verður íLionsheimilinu fimmtudaginn 21.apríl og föstudaginn 22. apríl.Skólar embættismanna verða fyrirhádegi á föstudag og umdæmis-þingin eftir hádegi sama dag.

Fjölumdæmisþingið ogLionshátíð verður svo laug-ardaginn 23. apríl.

KynningarkvöldiðKynningarkvöldið verður

hins vegar í gömlu góðu mið-borginni föstudaginn 22. apr-íl á Kaffi Reykjavík. Þar gefstLionsfélögum tækifæri á aðeiga saman skemmtilega

kvöldstund. Kynningarkvöld er opiðfyrir alla Lionsfélaga og því um aðgera að fjölmenna.

MakadagskráMeðan á fjölumdæmisþinginu

stendur verður mökum þingfulltrúaboðið upp á sérstaka dagskrá. Veriðer að skipuleggja dagskrána en stefnter að ævintýralegri ferð út í bláinn.

Lionshátíðin 23. aprílÞinginu lýkur síðan með veglegri

Lionshátíð sem haldin verður áGrand Hóteli, laugardaginn 23. apríl.Nú er um að gera fyrir Lionsfélaga aðtaka þetta kvöld frá og fjölmenna áhátíðina.

SkráningÞessa dagana er verið að senda for-

mönnum allra klúbba skráningar-eyðublöð, kjörbréf, gíróseðla og ýms-ar upplýsingar um þingið. MargrétJónsdóttir, Lkl. Fold mun halda utanum þennan þátt. Þá verður hægt aðná í eyðublöðin á heimasíðu fjölum-dæmis www.lions.is. Einnig mun fé-lögum gefast kostur á að skrá sigbeint á heimasíðunni.

Upplýsingar um verðÞinggjald Kr. 5.900,-Hádegisverður Kr. 1.400,-Morgunkaffi Kr. 300,-Síðdegiskaffi Kr. 600,-Lionshátíð Kr. 5.500,-

GistingÞinggestir þurfa að panta herbergi

sjálfir og taka fram að það sé vegnaLionsþings. Búið er að tryggja her-bergi á Grand Hóteli og Cabin Hótelisem er steinsnar frá þingstaðnum.Fyrstur kemur, fyrstu fær!

Grand Hótel ReykjavíkSigtúni 38

Sími: 514 8000Tveggja manna herbergi

með baði Kr. 10.000,-Eins manns herbergi

með baði Kr. 8.400,-Morgunverður innifalinn.

Hótel CabinBorgartúni 32Sími: 511 6030

Tveggja manna herbergi með baði Kr. 5.400.-

Eins manns herbergi með baði Kr. 4.700.-

Morgunverður innifalinn.

LIONSÞINGIÐ 2005

HörðurSigurjónsson.

Þingnefndina skipa:Hörður Sigurjónsson, formaður Lkl. Nirði 660 6164

Halldór Kristjánsson Lkl. Ásbirni 893 0090

Helga Lára Guðmundsdóttir Lkl. Eir 860 0407

Jón Bjarni Þorsteinsson Lkl. Mosfellsbæjar 697 5447

Margrét Jónsdóttir Lkl. Fold 694 8086

Þór Steinarsson Lkl. Fjörgyn 860 3516

Örn Gunnarsson Lkl. Ásbirni 691 0695

Page 10: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

10 Lionsblaðið

ÚtbreiðslumálÍ útbreiðslumálum er

það helst að frétta að ísamvinnu við kynningar-stjóra Lions, HalldórKristjánsson, er verið aðfara af stað með kynninguá Lionshreyfingunni áAustfjörðum. Helst erverið að stefna á Reyðar-fjörð og Neskaupstað. Erþað von okkar að takist aðstofna nýja klúbba á þessum stöð-um og er ætlunin að útbúa kynn-ingarbréf sem dreift verði í öll húsí þessum bæjarfélögum og að íframhaldinu verði farið á staðinaog haldnir fundir til meiri kynn-ingar á hreyfingunni.

Hugmyndir voru í gangi með aðstofna klúbb á Keflavíkurflugvellien ég tel að miðað við stöðuna þarí dag sé ekki lengur möguleiki ástofnun klúbba þar. Fólki á vellin-um hefur farið fækkandi og er ekk-ert útlit fyrir neinar breytingar þará næstunni.

Því miður hefur þróun Lions-mála hér á landi verið í átt tilfækkunar á félögum og því erþetta þróun sem við verðum aðsameinast um að snúa við. Það eroft spurt hvað sé til ráða til að fánýja félaga til starfa. Það er ekki tilnein einföld lausn á því en alltafgefst best þessi svokallaða maður ámann aðferð. Vil ég hvetja allaLionsfélaga að líta vel í kringum

sig. Gæti ekki verið aðeinhver vinur okkar,frændi, frænka eðavinnufélagi hefði áhuga áað vera með í klúbbnumokkar? Látum nú hendurstanda fram úr ermum ogsnúum þessari þróun við.Hvernig væri ef hverklúbbur héldi kynningar-fund þar sem hver félagi

kæmi með einn gest með sér. Þaðgæti t.d. skilað einum nýjum fé-laga í hvern klúbb sem þýðir fjölg-un um 85 félaga (starfandi klúbbará landinu í dag eru 85).

En það er eitt sem við megumekki gleyma, það er að halda velutan um þá félaga sem við erummeð í klúbbunum okkar í dag,þeim þarf að líða vel því það erekki nóg að fá fullt af nýjum félög-um ef við erum að missa þá semhafa verið með okkur í burtu.

Einn stuttur í lokin:Tveir menn eru að ræða hjóna-

bandið. Þrátt fyrir að vera ágæt-lega giftir þá viðurkenndu þeir aðþað kæmu nú öðru hvoru upp rifr-ildi. „ Ég er samt búinn að fattahvernig ég get alltaf átt síðasta orð-ið,“ segir annar þeirra stoltur. „ Íalvöru !“ segir hinn, „hvernig í ó-sköpunum tókst þér það ?“ „ Þaðvar nú auðvelt,“ svaraði sá fyrri. „Síðustu orðin mín eru já elskan „

PálmiHannesson.

Árið 2004 var OrkesterNorden gott. Hinir ungutónlistarmenn héldu sexhljómleika eftir að hafaverið í æfingabúðum íMalmö um tíma.

Undir styrkri stjórn MarkWigglesworth héldu þaurómaða tónleika í Kaup-mannahöfn, Malmö, Kristi-anstad, Stokkhólmi, Rättvikog Osló. Aðsóknin var góð, í Stokk-hólmi fylltu 900 áheyrendur Ráðhús-ið.

Að þessu sinni var meðal fluttraverka, verk eftir íslenzkan tónsmið,Hauk Tómasson, og fékk það oghljómsveitin fína dóma. Í KristilegaDagblaðinu stóð meðal annars „Nýjaverkið hans „Ardente“ er spennanditónlist, í senn ástríðufull og yfirgnæf-andi og fögur í viðráðanlegu og yfir-veguðu formi sínu..... Haukur hefurgreinilega eitthvað að segja og tækn-ina til að tjá sig þannig að það sébæði markvisst og vel hljómandi.

Íslensku þátttakendurnir voruánægðir með þátt sinn, en einn afkonsertmeisturum var Ari Vilhjálms-son, sem er fágætur heiður.

Ari sagði í bréfi til Lionshreyf-ingarinnar á Íslandi: „Fyrst vil égfá að þakka ykkur fyrir stuðningvið mig fyrir nokkrum árum, en

ég hef tvisvar tekið þátti Orkester Norden ogeinnig keppt fyrir höndÍslands i EvrópukeppniLions i hljóðfæraleik.Orkester Norden er aðmínum dómi eitt bestatækifæri fyrir ungt ís-lenskt tónlistarfólk tilað spila i góðri nem-endahljómsveit og kynn-

ast samnemendum i öðrum lönd-um. Stuðningur Lions við okkuríslenska hljóðfæranemendur ermjög lofsvert framtak og ég talafyrir hönd okkar allra sem höfumfarið i ON að við erum afskaplegaþakklát fyrir að njóta aðstoðarykkar.“

Á þessu ári verður það norski pí-anistinn Sveinung Bjelland sem munleika píanókonsert Griegs með hljóm-sveitinni en förinni er heitið til Eist-lands, Lettlands og Litháen auk Sví-þjóðar í sumar Okko Kamu stjórnarhljómsveitinni áfram og á efnisskráauk ofanritaðs verður Mahler ogRimskij- Korsakov. Nánar má líta þettaá vefsíðu ON www.orkesternorden.seog www.sveinung.bjelland.net

Við Lionsfélagar höfum stuttdyggilega við þetta barn okkarfrá fæðingu þess og er mikilvægtað við gerum það áfram.

Jón Eyjólfur Jónsson, menningarstjóri, Lkl. Nirði

OrkesterNorden 2004

Jón Eyjólfsson.

Óskum viðskiptavinum okkar og ölluLionsfólki gleðilegs nýs árs

AðalendurskoðunBíldshöfða 14, Sími: 57 57 200

Öll almenn pípulagningavinna

Óskum viðskiptavinum okkar og ölluLionsfólki gleðilegs nýs árs

Gunnar & Kjartan ehf.Öll almenn trésmíðavinna

Sími: 566 6707

Óskum viðskiptavinum okkar og ölluLionsfólki gleðilegs nýs árs

Page 11: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

11Lionsblaðið

Þór Steinarsson, fulltrúi Íslands í NSR-AU vinnuhópnum

Fjölmennt þing í FæreyjumÁrangursríkt samstarf - yfir átta tímabelti

Nú er nýlokið árleguNSR þingi þar sem Lions-félagar frá Norðurlönd-unum bera saman bækursínar. Í þetta sinn varþingið haldið í Þórshöfn íFæreyjum. Þrátt fyrir aðlangt væri á fundarstaðfyrir flesta þingfulltrúaog maka var þátttakangóð. Yfir 200 þátttakend-ur frá Noregi, Danmörku, Sví-þjóð, Finnlandi og Íslandi. Álokahófi voru hátt í 400 gestir þarsem langflestir Lionsfélagar íFæreyjum komu til veislunnar.Að hætti Færeyinga var stiginnhringdans langt fram eftir nóttu.

Frá Íslandi voru 11 þátttakendur ávegum fjölumdæmisins sá tólfti íhópnum var Robert Charboenneaukynningarstjóri MedicAlert í Banda-ríkjunum. Einnig komu Íslendingarbúsettir í Færeyjum og nokkrir félag-ar úr Lkl Nesþinga. Fyrir íslenskahópnum fór Þórunn Gestsdóttir fjöl-umdæmisstjóri en aðrir í hópnumvoru Geir Hauksson umdæmisstjóriog eiginkona hans Jórunn Jörunds-dóttir, Stefán Skarphéðinsson um-dæmisstjóri og kona hans IngibjörgIngimarsdóttir, Þór Steinarsson full-trúi Íslands í stjórnunarnefnd NSR ,Jón Bjarni Þorsteinsson, alþjóðasam-skiptastjóri og kona hans Guðrún BYngvadóttir og Magnús B Einarson,formaður MedicAlert og kona hansDóra Þórhallsdóttir. Kristinn Hann-esson unglingaskiptastjóri, sem flest-ir viðstaddra þekktu, sat þarna sittfimmtánda NSR þing Hann var hyllt-ur á þingfundinum fyrir mikið og ó-eigingjarnt starf.

Vegna dagsetningar þingsins varferðalagið fyrir hópinn óþarflegalangt. Fyrst var flogið til Kaup-mannahafnar beðið þar í nokkrarklukkustundir og svo var flogið þvísem næst jafnlangt tilbaka til Þórs-hafnar. Tók það hátt í 20 tíma frá þvífarið var úr húsi á Stór-Reykjavíkur-svæðinu þar til komið var á hótel íFæreyjum. Heimferðin var svipuðen nú var biðtími í Kaupamannahöfnsex klukkustundir.

Siðfræði, netumhverfi oghnattrænt samhengi

NSR þingið var með hefðbundnusniði. Á föstudegi voru haldnar áttanámstefnur, fundir fjölumdæmis-

stjóra Norðurlandanna ogfundur stjórnunarnefndarNSR. Einnig hittust ýmsirembættismenn sem stýramálaflokkum eins og ung-lingaskiptum og alþjóða-samskiptum. Hlutur Ís-lendinga í námstefnunumvar stór í þetta sinn. Krist-inn Hannesson hélt nám-stefnu um þörf á sérstök-

um siðareglum innan unglinga-skipta, Magnús B Einarson stóð fyrirnámstefnu um MedicAlert og meðhonum var Robert Charboenneaukynningarstjóri frá MedicAlert.

Jón Bjarni Þorsteinsson var í for-svari námstefnu um siðfræði í Lions-starfi. Danir stýrðu hinum fimmnámstefnunum sem fjölluðu um al-þjóðasamskipti (= hjálparverkefni ávegum NSR), um LionsQuest, umunglingaskipti almennt, um MERLog hvernig við berum okkur að viðeflingu starfsins í klúbbunum. Síð-asta námstefnan bar heitið LionsOffice sem er heitið á netumhverfier tengir saman alla Lionsfélaga íDanmörku.

Á laugardeginum var sameiginlegnámstefna undir heitinu „Har Nor-den som begreb nogen berettigelse ien globaliseret verden?“ (Eru Norð-urlöndin sem hugtak til í hnattrænusamhengi?“).

Á námstefnunni flutti Þrándur

Djurhuus þróunarstjóri færeyskasímafélagsins erindi þar sem hannkomst að þeirri niðurstöðu að Norð-urlandaþjóðirnar sýndu ekki í verk-um og gjörðum sínum samræmi viðhnattræna hugsun og framkvæmdir.Hann benti á að með aukinni „hnatt-væðingu“ hyrfi m.a. hugtakið heima-markaður. Hvað eiga Norðurlöndinsameiginlegt? Lítið, að hans mati.Þau ná yfir átta tímabelti þannig að

ekkert samræmi er á vinnutímaNorðurlandabúa. Íbúar eru ekki meðsameiginlega arfleið. Finnar hafatungumál sprottið af öðrum grunni.Gegnum tíðina hafa þjóðirnar verið ístyrjöld hverjar við aðrar og drottnaðyfir hver annarri. Enn er t.d. Græn-land nýlenda Dana. En í lokin bentihann á að við værum öll lúteskrartrúar.

Að loknu innleggi Þránds tóku viðhópumræður. Hvert Norðurland-anna lagði fram sína ályktun út úrhópumræðunum og úr þeim varunnin ein sameiginleg tillaga og húnsamþykkt. Þingfulltrúar voru ekki ásama máli og Þrándur og bentu m.a.á að sú lífssýn sem felst í Lionsstarfisé sameiginleg með hópnum og aðhún myndi grundvöll að því að Norð-urlöndin marki sér sameiginlegansess í alþjóðasamfélagi Lions.

Að lokinni námstefnunni fluttiSören Birch Rasmussen frá Dan-mörku fróðlegt erindi um hamfarirn-ar í Asíu, sérstaklega áhrifin á Tai-land. Sören hefur vegna atvinnusinnar unnið mikið í Asíu og á margavini þar jafnt í Lionshreyfingunnisem utan hennar. Þórunn Gestsdótt-ir, fjölumdæmisstjóri mun gera greinfyrir erindi Sörens í annarri grein.

NSR verkefniEftir hádegi á laugardegi var síðan

sjálft NSR þingið sem líkist mjög fjöl-

umdæmisþingum okkar. Málefninrunnu ljúft í gegn enda búið að leysahugsanlegan ágreining á fundumfjölumdæmisstjóranna. Við atkvæða-greiðslur á NSR þingi gildir sú reglaað hvert land hefur eitt atkvæði þeg-ar málefni er snerta fjárútlát ogbreytingar á reglum NSR eru af-greidd. Við afgreiðslu annarra málafer fjöldi atkvæða eftir fjölda um-dæma í viðkomandi landi að viðbætt-

um tveimur atkvæðum. Á þessuþingi voru 48 slík atkvæði.

Á þinginu var tilkynnt að NSRverkefninu í Baldizo Silas er lokið ogað afhending þess til yfirvalda í Lit-háen fer fram 21. maí 2005. Jafn-framt var lýst framgangi á NSR verk-efni í Maarja bæ í Eistlandi en því áað ljúka á næsta ári. Samþykkt varnýtt NSR verkefni í Hvíta Rússlandinánar tiltekið í Minsk. Þar á að end-urreisa gamla byggingu og breytahenni í sjúkrahús fyrir krabbameins-sjúk börn. Tíðni krabbameins í börn-um á Minsk svæðinu hefur aukistverulega eftir Chernobyl slysið fyrir8 árum. Byggingin er í raun viðbótvið sjúkrahús á svæðinu. Gert er ráðfyrir að heildarkostnaður við verkiðverði 544 þúsund evrur og að NSRleggi til 120 þúsund evrur. Minsk-borg leggur til 100 þúsund evrur ogLionsfélagar í Noregi leggja til a.m.k.175 þúsund evrur. Einnig verður sótttil LCIF um styrk og krabbameinsfé-lög í Noregi hafa lofað stuðningi.Beinn hlutur NSR í verkefninu er þvíum 18% og í verkefninu í BaldizoSilas sem er lokið er beinn hluturNSR um 12%.

Á þinginu voru samþykktir reikn-ingar NSR ráðsins. Af þeim sést aðum 55% af fjármagni NSR fer í kostn-að vegna alþjóðaþings, fyrst ogfremst vegna norræns kynningar-kvöld, skrúðgöngu og landkynning-arkvölds þar sem Norðurlöndinbjóða öðrum að koma og fræðast umlönd og þjóð.

Á þinginu var kjörinn nýr hlið-stjóri (coordinator) er hefur þannstarfa að samræma heildaryfirbragðí sameiginlegri skrúðgöngu á al-þjóðaþingi og kynningarhóf semþjóðir Norðurlandanna halda einnigsameiginlega. Samkvæmt hefð varkomið að Dönum að koma meðframboð í embættið og Per Christen-sen, fyrrverandi fjölumdæmisstjórifrá Danmörku var kjörinn.

Á þinginu var reglum varðandiNSR þinghald breytt. Í nýju reglun-um segir að einstök fjölumdæmiberi fjárhagslega ábyrgð á þinghald-inu og verði hagnaður af þinghaldinusé honum varið til málefna eða verk-efna er tengjast NSR samstarfi.

Á þinginu var kynnt komandi þingí Kuusamo í Finlandi í janúar 2006og Þórunn Gestsdóttir bauð til NSRþings í Reykjavík í janúar 2007.

Þór Steinarsson.

Page 12: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

12 Lionsblaðið

Starfið á haustmánuðum var meðnokkuð hefðbundnu sniði.Klúbbfundir eru haldnir annan ogfjórða fimmtudag í mánuði kl 19.00í félagsheimilinu Hlégarði. Stefánumdæmisstjóri er búinn að heim-sækja okkur og bæjarstjóri Mosfells-bæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir,kom og fræddi okkur um gang málaí bæjarfélaginu. Einn laugardagseft-irmiðdag héldum við okkar árlega„Jóel exclusive“ golfmót. Þetta erlokað innanklúbbsmót, haldið á litl-um 9 holu golfvelli, sem félagi okk-ar Jóel Kr. Jóelsson, garðyrkju-bóndi, bjó til við gróðurhús sín íReykjahlíð í Mosfellsdal. Þetta móter alltaf hin besta skemmtun. Aldreihefur held ég verið sleginn bolti írúðu í gróðurhúsunum en fyrirnokkrum árum lenti bolti í hliðar-glugga á Bronco-jeppanum hans Jó-els og rúðan mölbrotnaði. Síðanhafa heimilisbílar verið fjarlægðir afhlaðinu meðan keppendur mundakylfurnar af mismikilli snilld ogeinbeitingu.

SviðamessaSeinni fundur okkar í nóvember

hafði yfirskriftina „Óður til íslenskusauðkindarinnar“ og var undirbún-ingur og dagskrá hans í höndumskemmtinefndar klúbbsins. Á borð-um voru svið, bæði heit og köld meðrófustöppu og kartöflumús. Í fundar-boði voru félagar hvattir til að takameð sér gesti sem væru líklegir tilað geta unnið forsvaranlega á

kjamma eða sýni viðleitni til að viljalæra af landsfrægum hausaveiður-um innan klúbbsins og taka við þess-ari mögnuðu matarvenju og færakomandi kynslóðum. Alls tóku lið-lega 40 manns þátt í sviðaveislunniog höfðu margir klætt sig í samræmivið tilefnið. Meiningin var að fá fyr-irlesara úr innsta hring landbúnað-arkerfisins til að fræða mannskap-inn um landbúnað. Hann forfallaðisthins vegar á síðustu stundu og varþá gripið til þess ráðs að láta fjóraklúbbfélaga, sem allir þekkja nokk-uð vel til sauðkinda og telja sig vitaýmislegt um landbúnaðarmál,fræða hina.

Þessi fundur var á léttu nótunumog þótti takast mjög vel og ekki aðvita nema svipuð uppákoma verðiaftur næsta haust.

Jólafundur með fjölskyldumÞað er orðin föst venja hjá klúbbn-

um að halda jólafund með fjölskyld-um okkar á jólaföstunni í stað hefð-bundins klúbbfundar. Vignir Krist-jánsson, veitingamaður í Hlégarði ogfélagi í klúbbnum, útbýr jólahlað-borð og ungir og gamlir taka hraust-lega til matar síns. Prestur flytur jóla-hugvekju, sungin eru jólalög og jóla-sveinn kemur í heimsókn ogskemmtir. Alltaf hefur hann ein-hverjar gjafir meðferðis í poka sínumhanda yngstu kynslóðinni og það erjú alltaf vinsælt. Að þessu sinni varþað sr. Ragnheiður Jónsdóttir, annaraf tveimur sóknarprestum í Mosfells-prestakalli, sem var með okkur ogflutti hugvekjuna. Veislugestir voruum það bil eitt hundrað, klúbbfélag-ar, makar, börn klúbbfélaga og þeirramakar og barnabörn.

HerrakvöldHerrakvöld klúbbsins verður hald-

ið föstudaginn 18. febrúar í Hlégarði.Á herrakvöldunum okkar er boðiðupp á glæsilegt fiskréttahlaðborð,ræðu við hæfi tilefnisins, skemmtiat-riði og happdrætti. Þetta er orðinaðal fjáröflunarleið klúbbsins og fullástæða til að vekja athygli annarraLionsklúbba á samkomunni oghvetja menn til að kaupa sér miða ogkoma og skemmta sér með okkur.

AfmælisárLionsklúbbur Mosfellsbæjar, sem

áður hét Lionsklúbbur Kjalarnes-þings, var stofnaður 18. mars 1965.Móðurklúbbur okkar er Lionsklúbb-urinn Ægir. Klúbburinn á þar af leið-andi 40 ára starfsafmæli á þessu ári.Ýmis áform eru uppi í tilefni þessaratímamóta sem of snemmt er að segjafrá nú. Þó má geta þess að örugglegaverður haldin vegleg afmælishátíð ívor og fyrirhuguð er öflug kynning ástarfi klúbbsins meðal íbúa Mosfells-bæjar.

Tveir af stofnfélögunum eru enn-þá starfandi í klúbbnum. Það eruþeir Jón M. Guðmundsson, bóndi áReykjum og Sigsteinn Pálsson, fyrrv.bóndi á Blikastöðum. Sigsteinn er aðverða 100 ára og fékk sl. sumar viður-kenningu frá alþjóðaforseta Lionsum að hann væri elsti starfandiLionsfélagi í heiminum.

Meðfylgjandi mynd tók félagi okkarGuðjón Kristinsson.

Magnús Sigsteinsson, formaður Lkl Mosfellsbæjar

Fréttir frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar

S K O N D I Ð • S K O N D I Ð • S K O N D I Ð

Fred Allen, amerískur grínisti, komst svo að orði um fundi, að þásækti merkisfólk sem gæti ekkert gert eitt sér, en gæti saman tek-ið ákvörðun um að ekkert væri hægt að gera. Skyldi hann hafa sóttLionsfundi?

Frumleg vinnuskýrsla:Fyrir allnokkru var Glava kirkja á Vermalandi í Svíþjóð endurbættog þegar reikningar fyrir verkið voru gerðir upp, fannst meðalþeirra þetta merkilega plagg:

Hreinsaði flugnaskít úr Rauða hafinu.Breytti boðorðunum 10 svolítið og bar fernisolíu á það sjötta.Setti nýtt nef á ræningjann á krossinum og rétti svolítið úr fingr-um hans.Þvoði Pontíus Pílatusi, setti nýtt skinn á kraga hans og bar olíu áhann bæði aftan og framan.

Setti nýja vængi á Gabríel erkiengil og lagaði þá gömlu.Strauk þrisvar yfir þjónustustúlku æðstaprestsins.Setti nýjar tennur í Pétur postula og lagaði fjaðrirnar á hananum.Lagaði himininn og bætti á hann mörgum stjörnum.Bætti við eldinn í Víti og gerði Satan ljótari á svipinn.Lagaði heilaga Magdalenu sem var orðin úr sér gengin.Fór yfir meyjarnar, strauk yfir þær og endurbætti hér og þar.Setti nýtt hár á Elías, járnaði hestinn fyrir vagni hans og glöggvaðiveginn til himnaríkis.Gerði Jósef gáfulegri á svipinn og ferniseraði eiginkonu Pótifars aðaftan og framan.

Samuel Rogers sagði að það skipti ekki máli hverri maður giftist,maður kæmist hvort eð er að því að morgni að það hafi verið ein-hver önnur.

✱ ✱ ✱

✱ ✱ ✱

Page 13: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

13Lionsblaðið

Halldór Ólafur Þórðarson, formaður Lionsklúbbs Patreksfjarðar

Viðhald og endurnýjunEitt af frumskilyrðum

hverrar tegundar í lífríkinuhvort heldur er úr jurta-eða dýraríkinu til að lifa afer viðhald þess sem fyrir erog endurnýjun.

Þetta á einnig við í öllu fé-lagsstarfi og þá ekki síst íáhugamannafélögum hvortheldur að þau hafi góðgerðar-starf eða afþreyingu að mark-miði sínu. Innan Lionshreyfingarinnarer þetta vel þekkt vandamál og hafa fé-laganefndir og stjórnir klúbba reyntýmsar aðferðir til þess að vinna bug áþessum vanda og hreinlega til að lifa af.

Innra starfið „viðhaldið“ er stór þátt-ur í starfi hvers klúbbs þ.e.a.s. að haldaí og virkja þá félaga sem í klúbbunumeru, en þrátt fyrir það eru alltaf einhverafföll, menn flytjast búferlum, menndeyja eða hreinlega hætta vegna þessað þeir sjá að þetta er eitthvað sem ekkifellur að þeirra lífsmunstri.

Að sjálfsögðu er það gangur lífsins aðfólk deyi og einnig eru búferlaflutning-ar daglegt brauð. En það er alltaf einvervon til þess að þeir sem flytjast búferl-um finni sér annan klúbb til að starfameð og verði áfram virkir félagar innanhreyfingarinnar. Og í sambandi við þásem hætta má spyrja sig þeirrar spurn-ingar hvað eða hver klikkaði og er eitt-hvað hægt að gera til að koma í veg fyr-ir að slíkt komi fyrir?

Annað þekkt vandamál í starfsemiallra klúbba er hinn „óvirki félagi“ og erþað mikil vinna hjá félaganefndum ogstjórnum að finna leiðir til þess aðvirkja þessa einstaklinga, fá þá til að takaþátt í starfi klúbbsins og láta gott af sérleiða, sér og öðrum til góðs. Nú spyrjamenn sig: Hvað er hægt að gera? Hvaðer til ráða? En eins og oft vill verða þeg-ar stórt er spurt þá verður fátt um svör.

Búið er að reyna allskyns aðferðir tillausnar á þessum vandamálum. Dæmier um klúbba sem voru svo uppteknirvið það að vinna að mannúðarmálumað þeir voru hreinlega í dauðateygjun-um, gleymdu að hlúa að innra starfi,gleymdu hinum almenna félaga,þ.e.a.s. gleymdu sjálfum sér og allir vitaað til þess að geta hjálpað öðrum þáþurfa menn að vera vel á sig komnir ogí stakk búnir til að takast á við hin ýmsuverkefni. Lionsklúbbur Patreksfjarðarhefur ekki farið varhluta af þessumvandamálum, það hafa verið góð ár ogþað hafa einnig verið mögur ár í félags-starfinu, félagatalið hefur rokkað uppog niður og hlutfall virkra félaga oft átíðum verið í hróplegu ósamræmi viðtölu skráðra félaga.

En nú hin síðari ár hefur árað vel í

klúbbnum, tala félaga hefurfarið hækkandi og ekki sísthlutfall virkra félaga, þaðhefur stór batnað og er núsvo komið að gamlir félagarsem höfðu hætt af einhverj-um ástæðum eru farnir aðganga til liðs við klúbbinn aðnýju, og eftirspurn eftir aðildað klúbbnum er orðin þaðmikil að menn standa í bið-

röð eftir því að komast að. Þennan ár-angur má að stórum hluta þakka leið-togaskóla Lions. Hafa verið sendir einntil tveir félagar á þessi námskeið und-anfarin ár og hafa þeir komið meðferskar hugmyndir og aðferðir heim,klúbbnum til mikils framdráttar.

Ein af þeim nýungum sem bryddaðhefur verið uppá við inntöku nýrra fé-laga er sú að væntanlegir félagar fá eittár til aðlögunar að klúbbstarfinu og tilað sýna sig og sanna fyrir eldri félög-

um, það hvíla á þeim sömu skyldur ogkvaðir sem á fullgildum félögum, einimunurinn á þeim og öðrum klúbbfé-lögum er sá að þeir eru ekki formlegirLionsfélagar þ.e.a.s. þeir eru ekki áskrá hjá alþjóðaskrifstofu og greiða ekkinema hálft gjald til klúbbsins, hafa þeirfengið nafnbótina „hvolpar“ samanberljónshvolpar.

Að ári liðnu fer félaganefnd ogstjórn yfir þeirra frammistöðu ogathugar þeirra hug til þess að starfainnan Lions og ef ekki hafa komiðfram athugasemdir frá félögum viðaðild þeirra þá eru þeir formlegateknir inn sem fullgildir Lionsfélag-ar við hátíðlega athöfn.

Með þessari aðferð er auðveldara hjámönnum að sjá hvort það starf semfram fer innan klúbbsins er eitthvað íþá veru sem þeir höfðu gert sér í hug-arlund og fellur að þeirra væntingumog ef ekki þá er mun auðveldara að

hætta við á þessum tímapunkti en eftirað menn hafa gerst fullgildir félagar enþá er útkoman oftast sú að „óvirkur fé-lagi“ hefur orðið til.

Einnig hefur verið tekinn upp sá sið-ur að ritari yfirstandandi starfsárs verð-ur formaður næsta árs og síðan með-stjórnandi þriðja árið, þannig fæst sterkstjórn sem er öllum málum og hnútumkunnug og er betur í stakk búin til aðtakast á við hin margvíslegu verkefnisem á vegi þeirra verða. Einnig fá for-menn nefnda að velja sér samstarfs-menn þannig að betra samstarf næstinnan nefndarinnar en ella og árangur-inn skilar sér í ánægðari félögum semná betri árangri í starfi klúbbsins.

Það ætti að vera hverri mann-eskju mikill heiður að vera boðið aðgerast félagi í Lionsklúbbi og fá umleið tækifæri til að starfa innanstærstu mannúðarsamtaka í heim-inum í dag og láta gott af sér leiða.

Halldór ÓlafurÞórðarson.

Page 14: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

14 Lionsblaðið

Gissur V. Kristjánsson kynningarstjóri Lkl. Hafnarfjarðar

Farsímar til langveikra barnaLionsklúbbur Hafnarfjarðar var

með árlega sölu á „Gaflaranum“ íoktóber og nóvember sl. en Gafl-arinn er barmmerki sem klúbb-urinn selur til að afla fjár tilVerkefna- og líknarsjóða klúbbs-ins. Klúbburinn hefur oftasthelgað aðalfjáröflun sinni fyrir-fram ákveðnu málefni en hannhefur auk þess ákveðin föst verk-efni.

Verkefna- og líknarnefndir klúbbs-

ins lögðu fyrir klúbbfund þrjár tillög-ur um hverju aðalfjárjöflun klúbbsinsskyldi vera helguð. Tillögurnar voruræddar á fundinum og samþykktufélagar að helga fjáröflunina lang-veikum börnum. Stjórn klúbbsins ogverkefnanefnd leituðu þá til stuðn-ingsmanna langveikra barna í Hafn-arfirði til þess að afmarka verkefnið.

Fram kom að eitt brýnasta verk-efnið væri að útvega GSMsíma fyriröll langveik börn á aldrinum 6 til 12

ára. Klúbburinn ákvað aðvinna að þessu verkefni.Stuðningurinn kæmi öll-um langveikum börnummjög vel, en sykursjúkbörn mynda stærsta hóp-inn meðal langveikrabarna.

Hafist var handa við aðkynna verkefnið og komuStuðningmenn langveikrabarna að kynningunnimeð klúbbfélögum. Verk-efnið var kynnt í Fjarðarpóstinum,Fréttablaðinu, Bylgjunni og Íslandi íbýtið og kann klúbburinn þessumaðilum og öllum þeim sem komu aðkynningunni bestu þakkir.

Hafnfirðingar tóku okkur klúbbfé-lögunum mjög vel eins og endranærog leituðu okkur uppi framan viðFjarðarkaup og á öðrum þeim svæð-um þar sem við höfðum komið okk-ur fyrir og keyptu Gaflarann semþeir bæta í safnið um leið og þeirstyðja gott málefni. Salan á Gaflar-anum gekk mjög vel sem við núþökkum.

Stjórn Lionsklúbbsins fékk lýsinguá hvaða eiginleika GSMsímarnirþyrftu að hafa.

Með söfnunarféð í hendi og út-boðslýsinguna leitaði hún eftir til-boðum frá símafyrirtækjunum. Bæðisímafyrirtækin sendu inn skrifleg til-boð. Bæði buðu vandaða síma, en til-boð Og Vodafone var hagstæðara ogvar því tekið.

Símarnir voru svo afhentir Stuðn-ingmönnum langveikra barna íHafnarfirði á jólafundi

Lionsklúbbs Hafnarfjarðar að við-stöddum fulltrúa Og Vodafone.

Geir Hauksson, umdæmisstjóri, afhendir Guðjóni Þóri Þorvaldssyni ogGissuri V. Kristjánssyni viðurkenningarmerki alþjóðaforseta fyrir þátt-töku í Lionsskólanum. Til hægri við þá er Lárus, formaður klúbbsins.

Frá afhendingu GSM-síma til forsvarsmannalangveikra barna að viðstöddum fulltrúa OgVodafón.

Fyrsti fundur klúbbsins þettastarfsárið var haldinn 17. septem-ber á Hótel Héraði þar semklúbburinn hafði fengið aðstöðufyrir fundi sína frá og með starfs-árinu 2002-2003. Félagar í Múlavoru 17 talsins í upphafi starfsársog einn nýr félagi bættist í klúbb-inn á starfsárinu.

Klúbburinn seldi ljósaperur með

því að ganga í hús, gefið var út daga-tal þar sem fyrirtækjunum á svæð-inu gafst kostur á að kaupa auglýs-ingu - þessar fjáraflanir er þærstærstu og halda uppi líknarsjóði.Einnig hafa verið seld súkkulaði-dagatöl í verslunum fyrir jólin.

Múli hélt jólatrésskemmtun millihátíðanna í samstarfi við Austur-Hér-að.

Úthlutað var fjárstyrkjum til fjöl-skyldna og einstaklinga á svæðinusem áttu í erfiðleikum fyrir jólin ísamstarfi við fleiri aðila.

Á síðasta fundi fyrir jól var einn fé-lagi heiðraður með því að veita hon-um Melvin Jones skjöldinn. Í þettasinn var það Guðlaugur Þórhallssonsem hlaut þennan heiður. Guðlaug-ur varð áttræður í desember 2003,hefur hann verið í LionsklúbbnumMúla frá því snemma árs 1976 oghefur gegnt margvíslegum störfum íklúbbnum með mikilli prýði.

Klúbburinn á skógarlund þar semLionsfélögum og vinum gefst tæki-færi á að kaupa sér jólatré ár hvert.

Ágóðinn af þeirri sölu rennur í fé-lagasjóð. Þar sem landið í þessumtrjálundi er orðið nokkuð þéttsetiðþá var ákveðið að fá nýtt land tilskógræktar í landi Finnsstaða nærriEgilsstöðum og var byrjað að planta íþað nú í sumar.

Múli tók þátt landssöfnunarátak-inu Rauð fjöður og fötum var einnigsafnað eins og undanfarin ár og þausend Rauða krossinum. Klúbburinn

tók þátt í unglingasamskiptum Lionsog styrkti ungling til Danmerkur-dvalar.

Styrkir til vímuvarna voru veittirFrjálsíþróttadeild Hattar kr. 50.000,skólakór Egilsstaðaskóla v/ Finn-landsfarar kr. 50.000 og kr. 50.000 Í-þróttafélaginu Örvari sem er íþrótta-félag fatlaðra.

Kúbburinn á virðulegan útfararbílsem er til leigu. Bíllinn er þá leigðurmeð bílstjóra og hafa ákveðnir klúbb-félagar séð um að aka bílnum. Erþessi þjónusta töluvert nýtt á svæð-inu. Klúbburinn hefur nú hafið sitt34. starfsár og stefnt er að því aðfjölga í klúbbnum ef mögulegt er.

Jóhann G. Gunnarsson. Lkl. MúlaLionsklúbburinn Múli Fljótsdalshéraði

Fréttir frá starfsárinu 2003-2004.

Guðlaugur Þórðarson.

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar gefur sykursjúkum og langveikum börnum GSMsíma

Page 15: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

15Lionsblaðið

Frá Lionsklúbbi Akureyrar

Í minningu góðs félagaGóður Lionsfélagi okkar,

Jóhann J. Kristinsson, léstá Dvalarheimilinu Hlíðhinn 21. nóvember sl.Hann var fæddur 30. júlí1921 í Ytra-Dalsgerði íSaurbæjarhreppi, Eyja-firði, en bjó mest alla æv-ina á Akureyri. Hannstundaði bifreiðaviðgerðirog var forstjóri Bifreiða-verkstæðisins Þórshamars hf. og síð-an eigandi og forstjóri á Bifreiðaverk-stæðinu Víkingi sf.

Jóhann gekk til liðs við Lions-klúbb Akureyrar 3. nóvember 1960og var félagi til æviloka. Hanngegndi flestum trúnaðarstörfum íklúbbnum en var formaður starfsár-ið 1971-1972. Öll sín störf vann hannaf einstakri samviskusemi og sem

dæmi var hann með 100%mætingu öll starfsárin, ensíðustu árin var hann gerð-ur að ævifélaga vegna veik-inda sinna. Starfsárið 1983-1984 var hann umdæmis-gjaldkeri í umdæmi 109 Bog árið 1989 var hann gerð-ur að Melvin Jones félaga.

Með Jóhanni er genginneinn af máttarstólpum

Lionsklúbbs Akureyrar og kveðjumvið hann með virðingu og söknuði ogþökkum samfylgdina.

Jóhann var kvæntur GuðrúnuAspar í 60 ár og eignuðust þau níubörn og eru átta á lífi. Við félagarnirí Lionsklúbbi Akureyrar sendumGuðrúnu og börnum ásamt fjölskyld-um þeirra einlægar samúðarkveðjur.

MinningRagnheiður Friðriksdóttir

f. 1. jan. 1916 og d. 23. nóv. 2004.

Kveðja frá Lionsklúbbnum EngeyHún Ragnheiður okkar

er látin 88 ára gömul.Ragnheiður var meðalstofnenda Lionesssu-klúbbs Reyjavíkur í ágúst1985. Hún var síðan í hópistofnenda LionsklúbbsinsEngeyjar þegar hann varstofnaður upp úr Lionessu-klúbbnum þann 1. mars1990. Ragnheiður var á-hugasamur og góðurLionsfélagi sem tók ávallt virkanþátt í störfum klúbbsins okkar. Árið1994 var hún fyrir störf sín gerð aðMelvin Jones félaga sem er einæðsta viðurkenning Lionshreyfing-arinnar.

Ragnheiður var mörgum góðumkostum búin en einkennandi fyrirhana var glaðværð hennar oghlýja. Viðhorf hennar var ávallt já-

kvætt hvert sem málefniðvar eða hver sem í hlutátti. Aldurinn færðist yfirRagnheiði en á þessumgóðu eiginleikum hennarvarð engin breyting. Hik-laust má telja að hún hafiátt ríkan þátt í að skapagóðan félagsanda íklúbbnum. Okkur þóttiöllum vænt um hana.

Við í LionsklúbbnumEngey erum þakklátar fyrir að hafaátt Ragnheiði svo lengi í okkar hópi.Við þökkum henni fyrir allt sam-starfið og vinuáttuna. Sonumhennar og fjölskyldum þeirra send-um við okkar samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning RagnheiðarFriðriksdóttur.

Guðný Björnsdóttir

Jóhann J.Kristinsson.

RagnheiðurFriðriksdóttir.

Minning

Leifur Jónssonf. 5. júlí 1928 - d. 1. desember 2004

Við félagar í LionsklúbbiNesþinga kveðjum hinn á-gætasta Lionsfélaga LeifJónsson fyrrverandi skip-stjóra og hafnarvörð fráRifi Snæfellsbæ.

Ekki áttum við von á þvíað Leifur yrði allur tveim-ur dögum eftir að viðgengum saman um Hell-issand og Rif til þess að selja jóla-dagatöl til fjáröflunar LíknarsjóðiLionsklúbbsins okkar.

Leifur var einn af stofnfélögumLionsklúbbs Nesþinga þann 29.nóvember 1970. Hann var ávalltreiðubúinn, eins og sannur Lions-maður, að taka að sér störf fyrirklúbbinn. Leifur gegndi öllum mik-ilvægustu trúnaðarstörfum innan

klúbbsins og ávann sértraust innan hans meðstörfum sínum og heiðar-leika. Leifur var trúr með-bræðrum sínum og ósér-hlífinn við þau störf semklúbburinn tók sér fyrirhendur. Hann hélt sinnistryrku hendi um starfið,eins og stýrið á fleyi sínu,

sem hann sigldi út í sortann til veiðaog heim aftur að kvöldi.

Við félagar hans í LionsklúbbiNesþinga sendum fjölskyldu hansog ástvinum okkar dýpstu samúðar-kveðjur. Megi minning hans lifa íhjörtum okkar allra.

F.h. Lionsklúbbs NesþingaGuðmundur Jón Jónsson formaður

Leifur Jónsson.

MinningÞórður Guðmundsson,

Lionsklúbbi Mosfellsbæjar Félögum í Lionsklúbbi

Mosfellsbæjar hefur núfækkað um einn. Góðurfélagi okkar, Þórður Guð-mundsson vélfræðingur,lést á heimili sínu 12.desember s.l. og var jarð-settur frá Dómkirkjunnií Reykjavík 17. desembers.l. Við sjáum á bak góð-um félaga sem ávalltsinnti Lionsstarfinu vel og sam-viskusamlega og var vissulegaskemmtilegur og líflegur félagi áfundum og í öllu starfi klúbbsins.Hann var félagslyndur maður ognaut sín vel í góðra vina hópi.

Þórður var fæddur 13.04.1926.Ungur fluttist hann með foreldrumsínum að Reykjum í Mosfellssveit ogólst þar upp. Hann útskrifaðist semvélfræðingur frá Vélskóla Íslands1953 og starfaði síðan sem vélstjóriog frá 1982 sem svæðisstjóri hjá Hita-veitu Reykjavíkur við dælustöð hita-veitunnar að Reykjum, uns hann létaf störfum fyrir aldurs sakir árið1996. Eftirlifandi eiginkona Þórðar erFreyja Norðdahl. Heimili þeirra hef-ur lengst af verið að Reykjaborg íMosfellsbæ.

Lionsklúbbur Mosfellsbæjar, semáður hét Lionsklúbbur Kjalarnes-þings, var stofnaður 18. mars árið1965. Þórður Guðmundsson, eðaÞórður á Reykjum eins og hann var

ávallt nefndur meðal okkarfélaganna og sveitunganna,gekk í klúbbinn í nóvemberþað ár og starfaði í Lions-hreyfingunni samfellt síð-an eða í slétt 39 ár. Þórðurgegndi ýmsum embættis-störfum í klúbbnum á þess-um tíma.

Þar sem hann var af-burða söngmaður og söng-

ur hans líf og yndi, hafði hann oft þaðhlutverk að leiða okkur félagana ísöng og gefa tóninn í upphafi Lions-fundanna okkar, því við höfum haftþað til siðs að byrja hvern fund meðþví að syngja eitt lag. Þessu hlutverkifylgdi líka sú kvöð að velja lag viðhæfi. Hann var með öðrum orðumsöngmálastjóri klúbbsins. Ósjaldansöng hann líka einsöng fyrir okkurvið ýmis skemmtileg tækifæri meðsinni djúpu bassarödd; til dæmis lögeins og Bjórkjallarann, Eyja stendurupp úr sjó ... og um ræningjannSvarta Svein.

Nú er söngurinn hljóðnaður oggóður Lionsfélagi horfinn úr hópn-um. Við þökkum Þórði skemmtilegkynni og langa og góða samfylgd íLionsstarfinu. Freyju og fjölskyld-unni sendum við okkar innilegustusamúðarkveðjur.

Magnús Sigsteinsson, formaður Lkl. Mosfellsbæjar

ÞórðurGuðmundsson.

Page 16: THE ion - lions.is · hverju rusli að öndunum og ég kallaði til hans að þetta mætti hann ekki gera. Sá litli átti heldur betur svar við því: „Átt þú tjörnina“

VIÐLEGGJUM LIÐ

VERTU MEÐ

VIÐLEGGJUM LIÐ

VERTU MEÐLions, Sóltúni 20, 105 Reykjavík,

sími: 561 3122, netfang: [email protected], heimasíða: lions.is