snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 iii fósturbarn markmið að nemendur • Átti sig á því...

44
Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 1 Snorra saga Kennsluleiðbeiningar

Upload: others

Post on 24-Aug-2020

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 1

Snorra saga

Kennsluleiðbeiningar

Page 2: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 2

Til kennarans 3

Snorra Saga vinna við kafla 7

I – Fæddur Snorri . . . . . . . . . . . . . . 7

Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

Kveikjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

Verkefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

Orðskýringar. . . . . . . . . . . . . . . . 8

II – Sturla gengur of langt . . . . . . . . . 9

Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Kveikjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Verkefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Orðskýringar. . . . . . . . . . . . . . . 10

III – Fósturbarn . . . . . . . . . . . . . . 11

Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . 11

Kveikjur . . . . . . . . . . . . . . . . . 11

Verkefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . 11

Orðskýringar. . . . . . . . . . . . . . . 11

IV – Í Odda . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Kveikjur . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Verkefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Orðskýringar. . . . . . . . . . . . . . . 13

V – Snorri kvænist . . . . . . . . . . . . 14

Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

Kveikjur . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

Verkefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

Orðskýringar. . . . . . . . . . . . . . . 15

VI – Snorri fer til Noregs . . . . . . . . 16

Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Kveikjur . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Verkefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Orðskýringar. . . . . . . . . . . . . . . 16

VII – Heima í Reykholti . . . . . . . . . 17

Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . 17

Kveikjur . . . . . . . . . . . . . . . . . 17

Verkefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . 17

Orðskýringar. . . . . . . . . . . . . . . 18

VIII – Sturlungar deila . . . . . . . . . . 19

Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

Kveikjur . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

Verkefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

Orðskýringar. . . . . . . . . . . . . . . 19

IX – Út vil ek. . . . . . . . . . . . . . . . 21

Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . 21

Kveikjur . . . . . . . . . . . . . . . . . 21

Verkefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . 21

Orðskýringar. . . . . . . . . . . . . . . 21

X – Eigi skal höggva . . . . . . . . . . . 22

Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . 22

Kveikjur . . . . . . . . . . . . . . . . . 22

Verkefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . 22

Orðskýringar. . . . . . . . . . . . . . . 22

XI – Eftirleikurinn . . . . . . . . . . . . 23

Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . 23

Kveikjur . . . . . . . . . . . . . . . . . 23

Verkefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . 23

Orðskýringar. . . . . . . . . . . . . . . 23

Orðskýringar 24

Vinnublöð og verkefni 28

Íslandskort . . . . . . . . . . . . . . . . . 28

Ártöl. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30

Vinnublað með V kafla . . . . . . . . . 31

Vinnublað með VI kafla . . . . . . . . 33

Snorra saga – Hópverkefni 1 . . . . . . 34

Snorra saga – Hópverkefni 2 . . . . . . 35

Snorra saga – Hópverkefni 3 . . . . . . 36

Lokaverkefni – Ritverk Snorra

Sturlusonar. . . . . . . . . . . . . . . . . 39

Ættartala – samantekt . . . . . . . . . . 40

Ættartré . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41

Höfðingjaveldi á Sturlungaöld

og höfuðstaðir . . . . . . . . . . . . . . . 42

Héraðsríki á Sturlungaöld . . . . . . . . 43

Snorra saga – kennsluleiðbeiningar© 2018 Höfundar: Hulda María Magnúsdóttir og Karen Björk Guðjónsdóttir© 2018 Teikningar: Sigrún EldjárnRitstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir

Faglestur og góð ráð:Lilja M. Jónsdóttir, lektor í HÍ, Kristín Pétursdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Sigríður Valdimarsdóttir, grunnskólakennarar.

Vefútgáfa 2018MenntamálastofnunKópavogur

Umbrot og útlit: Menntamálastofnun

Page 3: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 3

Til kennarans

A meðfylgjandi síðum er að finna kennsluleiðbeiningar, kveikjur, ítarefni og verkefni sem tengjast námsbókinni Snorra saga. Þessar kennsluleiðbeiningar eru hugsaðar sem samþættingarverkefni í íslensku og samfélagsfræði. Tilvalið er að taka bókina sem þemaverkefni. Ekki er nauðsynlegt að svara öllum spurningum og verkefnum sem koma fram en mikilvægt er að velja spurningar og verkefni sem höfða til mis-munandi getu og áhuga nemenda.

Verkefnahefti eftir Auði Ögmundsdóttur sem fylgir bókinni og finna má á vef Menntamálastofnunar var haft til hliðsjónar við gerð þessara kennsluleiðbeininga og þess gætt að ekki væri mikil endurtekning/skörun.

Í leiðbeiningunum má einnig finna þau hæfniviðmið úr Aðalnámskrá grunnskóla sem hægt er að meta með verkefnunum.

Verkefnabókina er hugsuð annað hvort sem stílabók, rafræn dagbók eða lausblaða-mappa, kennari ákveður hvaða vinnulag hann sér fyrir sér að henti hans kennslu-háttum.

Efninu fylgir sögurammi eftir Björgu Eiríksdóttur í Kársnesskóla.

Page 4: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 4

Hæfniviðmið úr aðalnámskrá grunnskóla

Íslenska

Talað mál, hlustun og áhorf

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

• tekið þátt í samræðum og rökræðum samkvæmt reglum, • hlustað af athygli og beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það sem sagt

er og greint frá aðalatriðum, • nýtt sér myndefni og rafrænt efni á gagnrýninn hátt, • átt góð samskipti, hlustað, gætt tungu sinnar og sýnt viðeigandi kurteisi.

Lestur og bókmenntir

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

• lesið texta við hæfi með góðum hraða og af skilningi, lagt mat á hann og túlkað,

• notað þekkingu og reynslu ásamt ríkulegum orðaforða við lestur og skilning á texta,

• greint og fjallað um aðalatriði í texta og helstu efnisorð og notað mismunandi aðferðir við lestur og skilning á texta,

• lesið sér til ánægju og fróðleiks og gert öðrum grein fyrir þeim áhrifum sem texti hefur á hann,

• lesið gamlar og nýjar bókmenntir, þar á meðal þjóðsögur, ljóð, og bókmenntir ætlaðar börnum og unglingum

• aflað upplýsinga úr bókum og fjölbreyttu rafrænu efni, unnið úr þeim og nýtt við lausn verkefna, lagt nokkurt mat á gildi og trúverðugleika upplýsinga

Ritun

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

• skrifað læsilega og af öryggi með persónulegri rithönd, beitt algengum aðgerðum í ritvinnslu, gengið frá texta og notað orðabækur,

• samið texta þar sem beitt er eigin sköpun, notið þess að tjá hugmyndir sínar og reynslu og veitt öðrum hlutdeild með því að kynna ritunina eða leyfa öðrum að lesa,

• beitt helstu atriðum stafsetningar og greinamerkjasetningar og hefur náð valdi á þeim

Page 5: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 5

Málfræði

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

• gert sér nokkra grein fyrir eigin máli og hefur skilning á gildi þess að bæta það,

• notað allríkulegan orðaforða í ræðu og riti, gert sér grein fyrir margræðni orða og nýtt sér málfræðikunnáttu sína við orðmyndun, tal og ritun,

• nýtt sér kunnáttu og færni til að fletta upp orðum í orðabókum og öðrum gagnabrunnum um mál

• beitt þekkingu sinni á málfræði við að búa til setningar, málsgreinar og efnis-greinar og gert sér grein fyrir fjölbreytileika málsins,

• gert sér grein fyrir notagildi íslenskrar málfræði, m.a. við ritun og stafsetn-ingu.

Samfélagsfræði

Reynsluheimur

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

• rætt á upplýstan hátt um tímabil, atburði og persónur, sem vísað er til í þjóð-félagsumræðu,

• metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð, • velt fyrir sér ýmsum þáttum sem sagan hefur mótast af, svo sem umhverfi,

samfélagsskipulagi og þjóðfélagshreyfingum• greint hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum, • lýst með dæmum hvernig samfélagsgerð tengist lífi einstaklinga

Hugarheimur

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

• áttað sig á ólíkum kynhlutverkum á nokkrum sviðum og hvernig þau mótast og breytast

• lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á áhrifum þeirra á hugsun og hegðun

Félagsheimur

• Við lok 7. bekkjar getur nemandi:• tjáð þekkingu sína og viðhorf með fjölbreyttum hætti, einn sér og í samstarfi

við aðra,• sýnt sanngirni, sjálfstraust og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra, • sýnt samferðafólki sínu tillitssemi og umhyggju

Page 6: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 6

Ítarefni

• Fræðslumyndin Goðsagnir á heimasíðu MMS• Heimasíða Snorrastofu• Auga Óðins: Sjö sögur úr Norrænni goðafræði• Iðunn og eplin (einföld myndasögubók sem gæti hentað slakari nemendum/

nemendum með takmarkaða íslenskukunnáttu)• Gylfaginning á rafrænu formi • Skáldskaparmál á rafrænu formi

Page 7: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 7

Snorra Saga vinna við kafla

I Fæddur Snorri

Markmið

Að nemendur

• kynnist fjölskyldu Snorra og stöðu hans innan hennar.• átti sig á mikilvægi nafngiftarinnar og áhrifumhennar.• átti sig á að heimildir eru settar í samhengi með skáldskáp.

Kveikjur

• Hverjir þekkja nafnið Snorri Sturluson?• Hvað viti þið um Snorra Sturluson. Skrá svörin. • Hvað langar ykkur til að vita um Snorra?à Ef einhverjir svara já þá er mikilvægt að fylgja því eftir

og athuga hvaðan eða hvernig.

• Eftir lestur bls. 3–5 er hægt að spjalla um mun á fæðingum þá og nú. Hver er t.d. munurinn á:à hlutverki feðranna og viðveru systkina

à fæðingarstaðnum og aðstæðum

à þeirri hjálp sem veitt er í fæðingunni (t.d ljósmóðir,fæðingarlæknir)

à tækni

à vissu um kyn fyrir fæðingu

à brjóstagjöf

à nafngiftinni

Verkefni

ü Teikna upp ættartré Snorra (muna að tengja við Egil Skallagrímsson) og merkja þar inn Snorra sjálfan ásamt foreldrum og bræðrum.

ü Hugtakakort um æsku Snorra. Ef nemendur vita ekki hvað hugtakakort er er gott að gera þetta verkefni með nemendum á töflu. Annars gerir hver og einn kort í stílabókina sína og í lokin tekur kennari saman tillögur frá nemendum á töflu. Þá geta nemendur bætt inn í sín kort. Einnig væri hægt að gera eitt stórt sameigin-legt hugtakakort á maskínupappír sem hengt er upp í stofunni. Í miðju kortsins er skrifað æska Snorra út frá miðju er sett allt sem nemendum dettur í hug um æsku hans. Til dæmis: Hvammur í Dölum, 1179, lokrekkja, móðir Guðný, faðir Sturla, bræður Snorri og Sighvatur, feitur og pattaralegur, mikið fyrir skáldskap, kallaður goði, bræður hans afbrýðissamir, myndarlegur,

ü Nemendur kanni merkingu nafna fjölskyldumeðlima Snorra sem og sín eigins. Heita krakkarnir eftir einhverjum úr fjölskyldunni? Þá hverjum? Hvað merkja nöfn? Sum nöfn eru dýranöfn t.d. hver? Fuglanöfn?

Page 8: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 8

Orðskýringar

Kafli I Orðskýringar

Brekáni Ofin rúmábreiða

Griðkona Vinnukona

Karp Þræta

Lokrekkja Rúm sem er lokaðá allar hliðar og með hurð

Valdabrölti Viðleitni til að ná völdum

Vígaferli Bardagi, manndráp

Page 9: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 9

II Sturla gengur of langt

Markmið

Að nemendur

• Atti sig á hugtökunum goði og goðorð.• Völdum stórhöfðingja á þessum tíma.• Skilji hvað leiddi til þess að Snorri var sendur í fóstur

Kveikjur

• Hvað dettur nemendum í hug þegar þeir heyra orðið „höfðingi“?• Eru einhverjir á Íslandi í dag sem eru ígildi höfðingja?• Hvernig leysti Jón Loftsson deilu Páls og Sturlu? Hvernig er best að leysa deil-

ur?

Verkefni

ü Nemendur skrá hvað einkenndi hverja af höfðingjaættunum sex fyrir sig.à Sturlungar – sagna og kvæðamenn

à Asbirningar – voru herskáir

à Haukdælir – voru guðsmenn, lærdómsmenn og skólamenn.

à Oddaverjar – voru lærdóms og skólamenn. Töldust til fínni ættar.

à Svínfellingar – flæktust minna en aðrir í valdabaráttunni.

à Vestfirðingar – héldu sig fyrir vestan en fóru seinna undir veldi Sturlungar.

Page 10: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 10

ü Nemendur skrá niður í vinnubókina upplifun sína að deilunum milli Sturlu og Páls Sölvasonar með sínum eigin orðum. Kennari getur svo boðið þeim sem vilja að deila með bekknum.

ü Nemendur velja eina persónu úr kaflanum og lýsa henni, skapgerð og persónu-leika eins og hún birtist. Eftir að hver nemandi hefur skrifað eigin lýsingu í vinnubókina sína gætu þeir sem eru með sömu persónu farið í hópa, unnið eina sameiginlega lýsingu og jafnvel leikið persónuna fyrir bekkinn. Persónurnar gætu verið:à Sturla í Hvammi pabbi Snorra

à Páll Sölvason

à Þorbörg kona Páls

à Jón Loftsson í Odda

à Guðný móðir Snorra

Orðskýringar

Kafli II Orðskýringar

Ákafamaður Kappsamur maður

Herskár Arásagjarn

Ítök Ahrifavald

Lúta Fylgja, fara eftir

Mannaforráð Ráða yfir mönnum

Óbilgirni Ósanngirni

Sjálfdæmi Skuldbinda sig til að hlíta þeim dómi er gagnaðili kveður upp sjálfur

Skapvargur Skapmikill

Uppgangur Aukin völd

Vígi Varnarstaður

Page 11: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 11

III Fósturbarn

Markmið

Að nemendur

• Atti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur.• Geri sér grein fyrir fjarlægðinni á milli Odda og Hvamms.

Kveikjur

• Nemendur spurðir hvernig fólk ferðaðist á þessum tímaà Hvað þurfti að hafa með sér (vistir, föt o.s.frv.)

• Gætu nemendur hugsað sér að ferðast alltaf bara fótgangandi eða á hestbaki? Hvers vegna/hvers vegna ekki?

• Hverjir ætli hafi átt hesta á þessum tíma? Hvers vegna einhver ákveðinn hópur frekar en annar?

• Hvernig halda nemendur að foreldrum Snorra hafi liðið að senda hann frá sér í fóstur? Hvernig leið Snorra að fara í fóstur á annan bæ?

Verkefni

ü Nemendur setji sig í spor Snorra og skrifi fyrstu persónu frásögn af ferðalaginu frá Hvammi í Odda og upplifun hans að vera settur í fóstur.

ü Umræðuverkefni út frá orðum Sturlu til Snorra bls. 17 þegar leiðir þeirra eru að skilja. Hvað merkja orðin sómi og verðugur. – Hér hefur okkur verið mikill sómi sýndur, mundu þess vegna sonur sæll að sýna öllum hér að Sturlungar séu verðugir þess sóma.

ü Nemendur beri saman tímann sem ferðalagið tók á þessum tíma við tímann sem það tæki í dag Hvað er langt frá Hvammi í Dölum að Odda á Rangárvöllum? (250–300 km í dag eftir þjóðvegi)

Orðskýringar

Kafli III Orðskýringar

Góssi Fjármunir, eignir

Höfðingjadjarfur Ófeiminn við heldra fólk

Lánsamur Farsæll, hamingjusamur

Lofgjörð Hrós

Skarn Gæluorð (einkum við krakka)

Sómi Heiður

Upplitsdjarfur Sá sem þorir að horfast í augu við aðra

Virktum Virðing

Page 12: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 12

IV Í Odda

Markmið

Að nemendur

• Atti sig á fjölskylduaðstæðum og uppeldisumhverfi Snorra• Atti sig á þeim menntunartækifærum sem Snorra buðust í Odda• Atti sig á hvað sú menntun átti stóran þátt í að móta fræðimanninn og skáldið

Snorra

Kveikjur

• Aður en kaflinn er lesinn spyr kennari nemendur hvað þeir telji að krakkar hafi lært í skóla á tímum Snorra. (Lestur, skrift, latínu, guðfræði, ættfræði, skáldskaparmál, sköpunarlag heimsins, tímatal og gang himintungla.

• Hvaða kennslugögn voru notuð? (Skinnhandrit, vaxborin spjöld og pinni sem kallaðist griffill)

• Hver var munurinn á námi stelpna og stráka á þessum tíma? En í dag er ein-hver munur?

Verkefni

ü Nemendur útbúa námsgögn/námsáætlun fyrir annars vegar stelpu og hins vegar strák sem var við nám á tímum Snorra. Hægt að vinna í stílabók eða í tölvu, t.d. word. Hægt að vinna sem einstaklingsverkefni eða paraverkefni.

ü Nemendur bera saman Sturlu (föður Snorra) og Jón sterka, nýjan sambýlismann Guðnýjar (móður Snorra). Hver og einn vinnur verkefnið í eigin vinnubók og ber svo saman við sessunauta.

ü Umræðuverkefni: Hvers vegna varð Sæmundur Jónsson bæði fósturfaðir og fóst-urbróðir Snorra? (Þegar Jón Loftsson dó tók sonur hans Sæmundur við manna-forráðum í Odda).

Þegar Sæmundur og Snorri fóru að leita að konu fyrir Snorra kom upp vandamál þar sem Snorri var eignalaus maður. Hvers vegna skipti það máli á þessum tíma? Skiptir það jafn miklu máli í dag að giftast eignalaus? Nemendur skrifa fyrst vangaveltur hver fyrir sig og ræða svo saman sem heild. Afbrigði: Nemendur skrifa vangavelturnar nafnlaust á miða sem kennari safnar saman og les svo upp og hópuinn ræðir.

Page 13: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 13

Orðskýringar

Kafli IV Orðskýringar

Beljaki Maður mikill vexti, stór maður

Brýna fyrir Leggja ríkt á um e-ð við e-n

Mikið um dýrðir Mikil skemmtun

Dýrlingur Helgur maður

Forverar Næstu menn á undan

Kom babb í bátinn Strik í reikninginn

Lukkunar velstand Allt gengur vel

Mannaforráð Það að ráða yfir mönnum

Prestlingur Prestsefni, aðstoðarmaður prests

Reyfarar Spennu skáldsaga

Ribbaldi Ófriðarseggur

Stauta Baksa, erfiða

Varðveita Gæta, geyma

Page 14: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 14

V Snorri kvænist

Markmið

Að nemendur

• átti sig á hvernig gengið var frá hjúskap á þessum tíma• átti sig á mikilvægi peninga/valda fyrir stöðu í samfélaginu

Kveikjur

• Hvers vegna giftist fólk í dag? Skiptir ástin þar máli?• Hvað finnst nemendum um hagkvæmnihjónabönd?à Myndu þeir vera til í að foreldrar eða systkini veldu þeim maka?

à Höfðu karlar og konur jafnmikið um hjónabandið að segja?

Verkefni

ü Nemendur bera saman hjónabönd þeirra bræðra; Sighvats, Þórðar og Snorra (samskipti við eiginkonur, barneignir, búseta og völd). Nemendur skrá í vinnu-bók og bera sig svo saman við bekkjarfélaga. Jafnvel mætti skipta nemendum í þrjá hópa, einn fyrir hvern bróður, og hver hópur myndi teikna upp umsvif „síns“ bróður á stórt blað.

ü Nemendur bæta eiginkonum bræðranna inn á ættartréð sitt.ü Segið frá draumi Egils Halldórssonar, frænda Snorra, og hvaða merkingu sá

draumur hefur fyrir Snorra á þessum tímapunkti. ü Hvaða kosti sá Snorri helst við það að flytja í Reykholt? Nemendur setja upp í

stílabók lista yfir kosti og galla. Skrá þar kostina sem Snorri sá, bæta við eigin kostum, ef einhverjir eru, og þeim göllum sem þeir sjá. Kennari tekur saman í lokin, á töflunni eða stóru spjaldi, þeir kostir og gallar sem koma oftast fyrir verða á endanlegu blaði (eins konar topp 5 eða 10 listi).

ü Hlutverkaleikur um völd í samfélaginu, sjá vinnublað X (peningar og völd).

Page 15: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 15

Orðskýringar

Kafli V Orðskýringar

Gassagangur Fyrirgangur með hávaða og slætti

Harla Mjög, afar

Heimaríkur Ráðríkur á heimili, frekur

Hindurvitni Hjátrú, kerlingabók

Hugsa gott til glóðarinnar Hafa gott af e-u, hlakka til e-s

Húskarl Vinnumaður

Klerkur Prestur

Metorðagjarn Líta stórt á sig

Ófrýnilegur Ljótur

Óöld Slæmur tími

Ragur Huglaus

Sitja ekki við orðin tóm Framkvæma e-ð sem maður hefur heitið að gera

Viðsjárverður Varhugaverður

Þykkjuþung Skapmikil

Page 16: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 16

VI Snorri fer til Noregs

Markmið

Að nemendur

• átti sig á hversu algengt var meðal höfðingja þessa tíma að ferðast til Noregs (og stundum annarra Norðurlanda)

• kynnist börnum Snorra• skilji ástæður þess heiðurs sem Snorri hlaut í Noregi

Kveikjur

• Hvað einkennir þá sem ná langt í stjórnmálum/þá sem hafa völd? Ræða út frá skapgerðareinkennum og framkomu. Hvernig viljum við að fólk sem ræður komi fram við okkur og aðra?

• Skáldskapur var í hávegum hafður á tímum Snorra og menn gátu jafnvel borgað með góðum vísum. Er eitthvað sambærilegt hjá okkur í dag eða gilda bara peningar? Er hægt að nota annað en peninga til að borga?

Verkefni

ü Nemendur bæta börnum Snorra inn á ættartréð og fletta einnig upp merkingu nafna þeirra. (Hægt að nota mannanafnabækur af bókasöfnum eða internetið, t.d. http://www.attavitinn.is/einkalif/fjolskylda/heimilid/merkingar-nafna)

ü Nemendur segja frá í stuttu máli hvernig Snorra var tekið í Reykholti og hvernig honum gekk að koma sér fyrir þar. Hvers vegna gekk honum svona vel? (Nemendur mega koma með eigin tilgátur, byggðar á því sem þeir vita nú þegar um Snorra og fjölskyldu hans). Skrifa í vinnubók.

ü Nemendur vinna fréttabréf um ferðalag Snorra til Noregs og það sem drífur á daga hans þar. (Sjá verkefnablað X)

Orðskýringar

Kafli VI Orðskýringar

Fortölur Reyna að sannfæra einhvern

Hafa mikinn sóma Mikill heiður, sæmd

Kænn Klókur, ráðsnjall

Lendur maður Maður sem hefur þegið land að láni frá konungi

Lögsögumaður Forseti Alþingis hins forna

Skrafa Masa

Tápmikill Þrekmikill, hraustur

Vera í hávegum hafður Vera í dálæti, njóta virðingar

Page 17: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 17

VII Heima í Reykholti

Markmið

Að nemendur

• þekki afdrif barna Snorra• geri sér grein fyrir hvernig Snorri efldi veldi sitt enn frekar og hvaða aðferð-

um hann beitti• kynnist bræðrasonum Snorra• átti sig á lífi Snorra í Reykholti

Kveikjur

• Snorri og frændur hans höfðu ólíkar hugmyndir um hvernig ætti að leysa deilur. Snorri vildi helst alltaf ræða málin en hinir vildu fremur berjast (Órækja sonur hans einnig).

• Er hægt að leysa deilur með ofbeldi? Er alltaf hægt að leysa málin með því að tala saman og finna málamiðlun? Nemendur minntir á að alltaf þarf að rök-styðja mál sitt, einfalt nei eða já dugir ekki.

Verkefni

ü Nemendur bera saman bræðrasynina og nafnana Sturlu Þórðarson og Sturlu Sighvatsson. Hvað er líkt/ólíkt með þeim?

ü Nemendur bæta bræðrasonum Snorra inn í ættartréðü Nemendur bæta tengdasonum Snorra inn í ættartréðü Nemendur skrifa dagbókarfærslu í 1. persónu sem Snorri Sturluson og lýsa

dæmigerðum degi í hans lífi. Nemendur mega gjarnan bæta við atriðum sem þeir telja skemmtileg/áhugaverð

ü Nemendur vinna saman í hóp (2–4) og útbúa eins konar Facebook fyrir Snorra. Hægt að vinna í tölvu, t.d. í word eða handskrifa, teikna og lit á karton. Nemendur skrifa nafnið hans, mynd, áhugamál og nokkrar stöðuuppfærslur. Kennari getur sýnt nemendum dæmi um slíkt á facebook ef nemendur þekkja ekki formið. à Afbrigði við þetta væri að gera nokkur tvít (nota twitter). Kennari gæti

skrifað nokkur áhugaverð myllumerki á töfluna og nemendur þyrftu, stakir eða í hópum, að skrifa nokkrar stöðuuppfærslur sem tengdust þemanu. Dæmi um myllumerki: #snorriskrifar #reykholt #sturlusynir

ü Snorri hafði mikinn áhuga á skriftum og skáldskap og vildi helst skrifa um fortíð-ina. Nemendur ímynda sér að þeir séu rithöfundar/skáld og skrifa í vinnubókina sína hvaða viðfangsefni þeim þykir áhugaverðast og hvers vegna. Nemendur semja svo lítið skáldverk tengt því viðfangsefni sem þeir velja, getur verið ljóð, smásaga, byrjun á bókarkafla, kvikmyndahandrit eða hvað annað sem þeim hug-kvæmist.

Page 18: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 18

Orðskýringar

Kafli VII Orðskýringar

Hæla sér af Stæra sig, gorta

Ofstopamaður Ofsafenginn maður

Ótvíræðir An efa

Óvéfengjanleg Ómótmælanlegur, vafalaus

Sundurlyndi Ósætti, ósamkomulag

Vaskur maður Duglegur, hraustur maður

Page 19: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 19

VIII Sturlungar deila

Markmið

Að nemendur

• átti sig á ástæðum deilna Snorra og Sturlu Sighvatssonar• kynnist Guðmundar góða og þætti hans í sögunni• skilji ástæður þess að Snorri hrökklaðist úr Reykholti• átti sig á undanfara Örlygsstaðabardaga

Kveikjur

• Þegar Vatnsfirðingar réðust á Sauðafell spurði Sturla bara hvort Sólveigu hefði verið gert mein, ekki um annað. Hvers vegna var þetta óvenjulegt?

• Sturla Sighvatsson þurfti að labba berfættur milli kirkna í Róm til að afla sér fyrirgefningar eftir framkomuna við Gvend góða. Hvaða tilgangi þjónaði þessi ganga? Hvernig fær hann fyrirgefningu?

• Stundum er talað um að fólk eigi að bera virðingu fyrir þeim sem eru eldri og Snorri vildi lækka rostann í „unga manninum“ Sturlu. A það alltaf við?

Verkefni

ü Nemendur teikna mynd í vinnubókina af því þegar Sturla Sighvatsson er leiddur berfættur milli kirkna í Róm til að afla sér fyrirgefningar

ü Nemendur leiklesa samtalið milli Sturlu Sighvatssonar og Hákonar konungs. Tveir og tveir æfa sig saman og flytja svo fyrir bekkinn. Jafnvel hægt að gefa nemendum skáldaleyfi til að bæta við samtalið á sem frumlegastan hátt. Tilbrigði við þetta væri að nemendur myndu vinna verkefnið sem stuttmynd.

ü Sturla sleppti Gissuri við Apavatn og Örlygsstaðabardagi kom í framhaldinu. Nemendur eiga að skrifa nýjan endi á kaflann þar sem Sturla ákveður að sleppa Gissuri ekki heldur...

Orðskýringar

Kafli VIII Orðskýringar

Binda fastmælum Koma sér saman um e-ð

Flæma burt Hrekja í burtu

Fúss Reiði, gremja, fýla

Hafa sig í frammi Beita sér, sýna, aðhafast

Hugsa þegjandi þörfina Heita því með sjálfum sér að hefna sín á e-m við tækifæri

Í fararbroddi Þeir sem eru fremstir í hópi

Klekkja á Refsa, ná sér niður á e-m

Lækka rostann Minnka hrokann

Page 20: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 20

Ótrauðir Djarfur, einbeittur

Ribbaldagangur Ófriður

Rimma Aflog, deila

Stemma stigu við Hindra, koma í veg fyrir

Sæmd Heiður, virðing

Sölsa undir sig Komast yfir e-ð, ná yfirráðum með yfirgangi

Tylliástæða Sýndarástæða, upplogin ástæða

Vinna hollustueið Sverja trúnað

Page 21: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 21

IX Út vil ek

Markmið

Að nemendur

• fræðist um útkomu Örlygsstaðabardaga (dauða Sighvats og sona hans)• átti sig á afleiðingum Örlygsstaðabardaga• velti fyrir sér sambandi bræðranna Snorra og Sighvats•

Kveikjur

• Þrátt fyrir bann Hákonar konungs ákveður Snorri samt að sigla til Íslands. Af hverju fer hann gegn banni konungs? Hvaða afleiðingar getur það haft?

Verkefni

ü Nemendur skrifa í vinnubók 1. persónu frásögn hugrenningar Snorra þegar hann fréttir af láti Sighvats.Tilbrigði við þetta væri að nemendur myndu skrifa eins konar líkræðu til að flytja við útför Sighvats og myndu þá flytja þær fyrir bekkinn.

ü Nemendur skrifa í vinnubók lýsingu á viðbrögðum Hákonar konungs þegar hann kemst að því að Snorri hefur siglt til Íslands þrátt fyrir farbannið. Tilbrigði við þetta er að nemendur myndu flytja, með leikrænum tilþrifum, viðbrögð Hákonar fyrir bekkinn.

Orðskýringar

Kafli IX Orðskýringar

Grátt að gjalda Eiga óuppgerðar sakir við einhvern

Hírðast Húka, búa þröngt

Murka niður Skera niður, drepa

Nú væri lag Hentugur tími, sniðugt

Slægð Klókindi, undirferli, slóttugleiki

Snarpur Akafur, krappur

Válegur Hættulegur, ógurlegur, mjög illur

Page 22: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 22

X Eigi skal höggva

Markmið

Að nemendur

• átti sig á hvaða breytingar lát Skúla hertoga hafa í för með sér• átti sig á hvernig staða Snorra á Íslandi hefur breyst meðan hann var í Noregi • skilji hvaða afleiðingar andlát Hallveigar hefur fyrir Snorra • þekki ævilok Snorra Sturlusonar

Kveikjur

• Hverju hefði það breytt ef Snorri hefði verið handgenginn Hákoni Noregskonungi en ekki Skúla jarli?

Verkefni

ü Nemendur lýsa með eigin orðum í vinnubók vígi Snorra, aðdraganda þess og framkvæmd. Hægt væri að skipta svo bekknum í 3-4 hópa og hver og einn setti vígið á svið, hvort sem væri í kennslustofunni eða sem stuttmynd.

ü Nemendur setja sig í spor njósnarans/-nna sem Gissur sendi á undan sér áður en hann réðist inn í Reykholt. Nemendur skrifa skýrslu fyrir Gissur um það sem fyrir augu hver og hvernig skuli leggja til atlögu. Nemendur vinna verkefnið í stílabók. Í skýrslunni þarf að koma fram dagsetning 23. september 1241. Gefa njósnurunum nafn, hvar fundu þeir Snorra, með hverjum var hann, hvað var hann að gera. Hvernig nálguðust þeir Snorra án þess að hann tæki eftir þeim eða lugu þeir til um hverjir þeir væru. Hér fá nemendur og nota ímyndunarafl sitt og skálda út frá því sem þeir hafa lesið í bókinni eða í öðrum bókum/mynd-um. Gott að árétta hvaða ár þetta er til að átta sig á að tæknin er ekki sú sama og við þekkum í dag.

Orðskýringar

Kafli X Orðskýringar

Grið Friður, vopnahlé, miskunn, þyrma lífi

Leita ásjár Leita til, leita aðstoðar

Skipta í tvö horn E-ð fer út einum öfgunum í aðrar, gjörólíkt

Vinna böðulsverk Skaða e-n, gera e-m mein, drepa

Page 23: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 23

XI Eftirleikurinn

Markmið

Að nemendur

• viti hvað gerðist í kjölfar dauða Snorra• átti sig á hvaða áhrif dauði Snorra hafði á Íslandi• kynnist Flóabardaga og Flugumýrarbrennu• þekki Gamla sáttmála og hvað hann stendur fyrir• skilji hversu mikilvægur skáldskapur Snorra er fyrir íslenska bókmenntasögu

(og Íslandssöguna í heild)

Kveikjur

• Aður en kaflinn er lesinn má spyrja nemendur hvort þeir hafi heyrt um Gamla sáttmála. Hvað halda þeir að hann standi fyrir (þeir sem vita það eru beðnir að segja ekki frá alveg strax)?

• Gissur Þorvaldsson og Sturla Þórðarson giftu börnin sín í von um frið og sameiningu, hvers vegna gekk það ekki upp?

Verkefni

ü Nemendur teikna bardagann í Haugsnesi eða Flugumýrarbrennu. Unnið sem hópverkefni, t.d. 4 nemendur í hóp. Jafnmargir hópar frá hvorn bardagar. Hægt að teikna upp á A2 karton eða jafnvel teikna/mála á maskínupappír.

ü Nemendur kynna sér hvernig sjóorusta fer fram, t.d. í bókum eða á netinuü Ingibjörg, dóttir Sturlu, var aðeins 13 ára gömul þegar hún var gefin Halli

Gissurarsyni. Nemendur skrifa tvær dagbókarfærslur í 1. persónu frásögn, annars vegar Ingibjargar og hins vegar Halls kvöldið fyrir brúðkaupið. Hvernig líður þeim? Telja þau að þetta hjónaband muni virka sem sáttarinnsigli? Eru þau bæði viljug? Hafa ber í huga að giftingaraldur á þessum tíma var almennt mun lægri en gerist í dag. Hægt er að færa þetta yfir á leikrænt form þar sem nemendur setja sig í hlutverk Ingibjargar og Halls og lesa upp dagbókar-færslurnar. Jafnvel mætti láta nemendur skiptast þannig á að hver les bara eina málsgrein úr sinni bók og sjá hvernig textinn fléttast saman þannig.

Orðskýringar

Kafli XI Orðskýringar

Afhroð Tjón, skaði

Gloppóttur Gallaður, götóttur

Mannskæður Hættulegur lífi manna

Þrautseigur Sá sem gefst seint upp

Page 24: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 24

Orðskýringar

Kafli I Orðskýringar

Brekáni Ofin rúmábreiða

Griðkona Vinnukona

Karp Þræta

Lokrekkja Rúm sem er lokaðá allar hliðar og með hurð

Valdabrölti Viðleitni til að ná völdum

Vígaferli Bardagi, manndráp

Kafli II Orðskýringar

Ákafamaður Kappsamur maður

Herskár Arásagjarn

Ítök Ahrifavald

Lúta Fylgja, fara eftir

Mannaforráð Ráða yfir mönnum

Óbilgirni Ósanngirni

Sjálfdæmi Skuldbinda sig til að hlíta þeim dómi er gagnaðili kveður upp sjálfur

Skapvargur Skapmikill

Uppgangur Aukin völd

Vígi Varnarstaður

Kafli III Orðskýringar

Góssi Fjármunir, eignir

Höfðingjadjarfur Ófeiminn við heldra fólk

Lánsamur Farsæll, hamingjusamur

Lofgjörð Hrós

Skarn Gæluorð (einkum við krakka)

Sómi Heiður

Upplitsdjarfur Sá sem þorir að horfast í augu við aðra

Virktum Virðing

Page 25: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 25

Kafli IV Orðskýringar

Beljaki Maður mikill vexti, stór maður

Brýna fyrir Leggja ríkt á um e-ð við e-n

Mikið um dýrðir Mikil skemmtun

Dýrlingur Helgur maður

Forverar Næstu menn á undan

Kom babb í bátinn Strik í reikninginn

Lukkunar velstand Allt gengur vel

Mannaforráð Það að ráða yfir mönnum

Prestlingur Prestsefni, aðstoðarmaður prests

Reyfarar Spennu skáldsaga

Ribbaldi Ófriðarseggur

Stauta Baksa, erfiða

Varðveita Gæta, geyma

Kafli V Orðskýringar

Gassagangur Fyrirgangur með hávaða og slætti

Harla Mjög, afar

Heimaríkur Ráðríkur á heimili, frekur

Hindurvitni Hjátrú, kerlingabók

Hugsa gott til glóðarinnar Hafa gott af e-u, hlakka til e-s

Húskarl Vinnumaður

Klerkur Prestur

Metorðagjarn Líta stórt á sig

Ófrýnilegur Ljótur

Óöld Slæmur tími

Ragur Huglaus

Sitja ekki við orðin tóm Framkvæma e-ð sem maður hefur heitið að gera

Viðsjárverður Varhugaverður

Þykkjuþung Skapmikil

Page 26: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 26

Kafli VI Orðskýringar

Fortölur Reyna að sannfæra einhvern

Hafa mikinn sóma Mikill heiður, sæmd

Kænn Klókur, ráðsnjall

Lendur maður Maður sem hefur þegið land að láni frá konungi

Lögsögumaður Forseti Alþingis hins forna

Skrafa Masa

Tápmikill Þrekmikill, hraustur

Vera í hávegum hafður Vera í dálæti, njóta virðingar

Kafli VII Orðskýringar

Hæla sér af Stæra sig, gorta

Ofstopamaður Ofsafenginn maður

Ótvíræðir An efa

Óvéfengjanleg Ómótmælanlegur, vafalaus

Sundurlyndi Ósætti, ósamkomulag

Vaskur maður Duglegur, hraustur maður

Kafli VIII Orðskýringar

Binda fastmælum Koma sér saman um e-ð

Flæma burt Hrekja í burtu

Fúss Reiði, gremja, fýla

Hafa sig í frammi Beita sér, sýna, aðhafast

Hugsa þegjandi þörfina Heita því með sjálfum sér að hefna sín á e-m við tækifæri

Í fararbroddi Þeir sem eru fremstir í hópi

Klekkja á Refsa, ná sér niður á e-m

Lækka rostann Minnka hrokann

Ótrauðir Djarfur, einbeittur

Ribbaldagangur Ófriður

Rimma Aflog, deila

Stemma stigu við Hindra, koma í veg fyrir

Sæmd Heiður, virðing

Sölsa undir sig Komast yfir e-ð, ná yfirráðum með yfirgangi

Tylliástæða Sýndarástæða, upplogin ástæða

Vinna hollustueið Sverja trúnað

Page 27: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 27

Kafli IX Orðskýringar

Grátt að gjalda Eiga óuppgerðar sakir við einhvern

Hírðast Húka, búa þröngt

Murka niður Skera niður, drepa

Nú væri lag Hentugur tími, sniðugt

Slægð Klókindi, undirferli, slóttugleiki

Snarpur Akafur, krappur

Válegur Hættulegur, ógurlegur, mjög illur

Kafli X Orðskýringar

Grið Friður, vopnahlé, miskunn, þyrma lífi

Leita ásjár Leita til, leita aðstoðar

Skipta í tvö horn E-ð fer út einum öfgunum í aðrar, gjörólíkt

Vinna böðulsverk Skaða e-n, gera e-m mein, drepa

Kafli XI Orðskýringar

Afhroð Tjón, skaði

Gloppóttur Gallaður, götóttur

Mannskæður Hættulegur lífi manna

Þrautseigur Sá sem gefst seint upp

Page 28: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 28

Vinnublöð og verkefni

ÍslandskortNemendur fá Íslandskort til að setja inn í vinnubókina sína (sjá vinnublað I). Inn á kortið merkja þeir staði/leiðir sem koma fyrir í hverjum kafla fyrir sig. Nauðsynlegt er að hafa aðgang að kortabókum eða kortaforriti á netinu, t.d. Google maps.

Mikilvægt er að brýna fyrir nemendum að merkja annað hvort inn á kortið sitt eða skrá í vinnubókina hvaða persónu/-m hver staður tengist svo eitthvað samhengi sé í kortinu

Afbrigði: Í stað þess að hver nemandi sé með kort í sinni vinnubók væri hægt að vera með stórt kort á veggnum í stofunni sem nemendur skiptast svo á að merkja inn á.

1 kafli

• Hvammur í Dölum merktur inn á kortið.

2 kafli

• Merkt inn það landsvæði sem hver af voldugustu höfðingjaættunum réði yfir. Gott er að nota mismunandi liti í verkið þó auðvitað sé best að hver nemandi finni þá aðferð sem hentar honum.

3 kafli

• Oddi merktur inn á kortið• Leiðin milli Hvamms og Odda teiknuð inn

4 kafli

• Þingvellir merktir inn á kortið• Skálholt merkt inn á kortið

5 kafli

• Borg á Mýrum merkt inn á kortið• Staðastaður á Snæfellsnesi merktur inn á kortið (bústaður Þórðar, bróður

Snorra)• Hjarðarholt og Sauðafell í Dölum merkt inn á kortið (bústaðir Sighvats, bróður

Sturlu)• Reykholt merkt inn á kortið

Page 29: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 29

6 kafli

• Ríki Snorra, frá Hvalfirði til Húnaflóa, merkt inn á kortið• A þessum tímapunkti ættu nemendur að geta séð hvað ríki þeirra Sturlusona

náði saman yfir stórt svæði

8 kafli

• Grund í Eyjafirði merkt inn• Hólar í Hjaltadal merktir inn• Grímsey merkt inn• Bessastaðir á Alftanesi merktir inn• Apavatn og Laugarvatn merkt inn• Örlygsstaðir merktir inn

9 kafli

• Grund í Svarfaðardal merkt inn

10 kafli

• Leið Snorra eftir að hann kom frá Noregi merkt inn:• Vestmannaeyjar – Breiðabólsstaður í Fljótshlíð – Reykholt í Borgarfirði• Þingvellir merktir inn

11 kafli

• Húnaflói merktur inn• Haugsnes í Skagafirði merkt inn • Flugumýri í Skagafirði merkt inn

Page 30: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 30

Vinnublöð og verkefni

Vinnublað I – Íslandskort

Page 31: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 31

Vinnublöð og verkefni

Ártöl

Hér á eftir fara nokkur markverð ártöl úr sögunni. Hægt er að nýta þau á ýmsan hátt, t.d. með því að láta nemendur gera tímalínu í vinnubókina (eða eina stóra inni í kennslustofunni) eða ritunarverkefni.

1179 – Fæðing Snorra Sturlusonar

1182 – Snorri fer í Odda

1197 – Jón Loftsson deyr

1199 – Brúðkaup Snorra og Herdísar Bersadóttur. Sama ár fæðist Sturla Sighvatsson

1206 – Snorri flytur í Reykholt

1215 – Snorri kjörinn lögmaður

1218 – Snorri fer á fund Skúla jarls Bárðarsonar

1220 – Snorri heldur aftur heim til Íslands frá Noregi eftir fund sinn við Skúla jarl

1235 – Sturla Sighvatsson snýr aftur til Íslands frá Noregi í þeim tilgangi að vinna Ísland undir Noreg

1236 – Þórður Sturluson fer á fund Sighvats og Sturlu til að reyna að semja við þá um að ráðast ekki að Snorra í Reykholti

1237 – Snorri heldur öðru sinni til Noregs

1238 – Örlygsstaðarbardagi

1239 – Snorri tekur land í Vestmannaeyjum

1240 – Skúli jarl deyr

1241 – Gissur Þorvaldsson kemur í Reykholt með sjötíu manna lið, Hallveig deyr

1241 – Snorri Sturluson fellur fyrir morðingjahendi

1242 – Þórður kakali Sighvatsson kemur til Ísland og hugðist hefna Sturlunga

1244 – Flóabardagi

1246 – Haugsnesbardagi

1247–1250 – Þórður kakali nær einráður á Íslandi

1252 – Gissur Þorvaldsson kemur til Ísland til að fella Þórð kakala

1253 – Flugumýrarbrenna

1256 – Þórður kakali fær leyfi hjá Noregskonungi að halda heim á leið til hefnda

1258 – Gissur fær jarlsnafn

1262 – Gamli sáttmáli undirritaður á Alþingi

1383 – Íslendingar bárust undir Danmörku ásamt Noregi

Page 32: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 32

Vinnublöð og verkefni

Vinnublað með V kafla

Peningar og völd

Nemendur raða sér í hópa (6 í hverjum), hver hópur fær sex hlutverkaspjöld:

• Höfðingi – A nægt fé og land. Hefur leiguliða og vinnuhjú. Hefur atkvæðis-réttinn 5

• Höfðingjafrú – Býr vel en komin upp á eiginmann sinn, hefur atkvæðisréttinn 2,5 en er háð samþykki eiginmannsins

• Bóndi – A eitthvað af fé. Býr á leigulandi. Hefur vinnuhjú. Hefur atkvæðisrétt-inn 3

• Bóndakona – Komin upp á eiginmann sinn, hefur atkvæðisréttinn 1,5 en er háð samþykki eiginmannsins

• Vinnumaður – Vinnur fyrir mat og húsnæði, hefur atkvæðisréttinn 1• Vinnukona – Vinnur fyrir mat og húsnæði, hefur atkvæðisréttinn 0,5

Kennari byrjar á að dreifa peningum til nemenda (hægt að nota peninga úr pappír eða bara krónur. Höfðingjar fá 100 peninga, bændur 60, höfðingjafrúr 40 og bænda-konur 15. Konurnar fá þó ekki peningana afhenta heldur fá eiginmenn þeirra þá til vörslu. Vinnuhjú fá myndir af mat, enga peninga. Þetta er gert til að munurinn á hópunum verði sýnilegur.

Kennari setur svo á svið kosningar um ýmis málefni og nemendur kjósa með eða á móti. Eiginkonur þurfa þó að bera atkvæði sín undir eiginmennina. Minna þarf nemendur á að kjósa í samræmi við hlutverk sitt en ekki bara eftir eigin persónulegu skoðun.

Dæmi um atriði til að kjósa um:

• Vinnuhjú eiga rétt á lágmarkshvíldartíma• Höfðingjar eiga að gefa bændum hluta af landi sínu• Konur ættu að hafa jafnan atkvæðisrétt á við karla• Allir ættu að fá einhver laun í formi peninga, ekki bara mat og húsnæði• Allir ættu að hafa jafnan atkvæðisrétt í málefnum sem snerta heildina• Það eiga að vera lágmarkslaun í landinu• Það ætti að takmarka eignarrétt svo enginn geti átt miklu meira en annar

Nemendur mega einnig koma með tillögur að efni til að kjósa um en kennari skal hafna öllum tillögum nema þeim sem koma frá höfðingjum og bændum. Eiginkonurnar geta þó komið tillögum á framfæri gegnum eiginmennina en kennari segir ekki frá þeim valkosti, nemendur geta nýtt hann ef þeir átta sig sjálfir.

Page 33: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 33

Eftir að leiknum lýkur er gott að hafa umræður um hvernig nemendur upplifðu leik-inn. Kennari stýrir en gott er að leyfa nemendum að fara um víðan völl. Dæmi um spurningar til að hefja umræður:

• Hvað fannst nemendum um mismununina í byrjun? • Fundu þeir sem höfðu minni atkvæðisrétt til vanmáttar? • Hvernig voru niðurstöður kosninganna, hverjum voru þær helst í hag?• Hvernig leið þeim sem var sífellt hafnað?

Page 34: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 34

Vinnublöð og verkefni

Vinnublað með VI kafla

Fréttablað/slúðurblað

Nemendur eiga að skrifa fréttablað eða slúðurblað um ferð Snorra til Noregs (kenn-ari getur valið annað hvort eða leyft nemendum sjálfum að velja á milli). Verkefnið getur verið hópverkefni en einnig einstaklingsverkefni.

Í blaðinu á eftirfarandi að koma fram og muna að láta spurninguna koma fram í svarinu.

• Hvernig ferðalagið frá Íslandi til Noregs gekk.• Viðtal við Snorra um upplifun hans af Noregi.• Viðtal við Skúla jarl um hvað honum finnst um Snorra og kveðskap hans.• Viðtal við Kristínu, ekkju Hákons galins, um kvæðið sem Snorri samdi um

hana.• Fréttir af því sem helst var að gerast í Noregi á þessum tíma (nemendur

skálda).• Eitthvað annað sem nemendum þykir áhugavert.

Hægt er að vinna blaðið á tvenna vegu:

A) A tölvutæku formi. Gott er að nota forritið publisher í það og velja útlit sem kallast „newsletter“. Einnig er hægt að nota word eða annað forrit sem hentar.

B) A pappír. Gott er að vera með A3 karton og brjóta það í tvennt svo blaðið verði eins og tímarit að stærð. Hægt er að leyfa nemendum að klippa út myndir úr dagblöðum og tímaritum til að myndskreyta eða teikna sjálfir, þeir sem treysta sér til.

Page 35: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 35

Vinnublöð og verkefni

Snorra saga – Hópverkefni 1

Nemendur vinna saman í hópum (kennari ræður stærð hópa en 3-5 er hæfileg stærð). Hver hópur dregur eina persónu úr sögunni og á að teikna hana í fullri stærð. Heppilegast er að hafa maskínupappírsrúllu þar sem hver hópur fær ákveðna lengd. Hægt er að teikna fríhendis en skemmtilegt er að einn úr hópnum leggist á pappírinn og teiknaðar séu útlínur eftir honum. Einnig er hægt að hafa persónuna minni og þá í sem dúkkulísu.

Nemendur teikna andlit, hár og fatnað á persónuna og reyna að nýta sér þær lýsing-ar sem koma fyrir í bókinni en fylla að öðru leyti sjálfir í eyðurnar. Gott er að minna nemendur á að tískan var allt önnur á þessum tíma og að fatnaður sé sem líkastur því sem þá var. Ef nemendur hafa aðgang að netinu má jafnvel leyfa þeim að leita að myndum eða varpa upp á töflu nokkrum myndum. Nemendur geta einnig nýtt ýmsa efnisbúta og garn við fatnað og hár.

Samhliða myndinni eiga nemendur að útbúa lýsingu á persónunni. Skal þar bæði lýst ytra útliti og innri manni. Aftur skulu nemendur styðjast við þær lýsingar sem gefnar eru í bókinni en einnig skálda í eyðurnar. Má þar gjarnan bæta við atriðum eins og áhugamálum, uppáhaldsmat eða öðru slíku.

Nemendur hengja svo lýsinguna upp við hliðina á persónunni sinni. Hægt er að láta nemendur kynna persónuna fyrir bekknum.

Fyrir utan maskínupappírsrúllu er gott að hafa:

• Lituð blöð• Liti og/eða málningu• Skæri• Lím• Breiða tússpenna• Efnisbútar• Garn

Dæmi um persónur:

• Snorri Sturluson• Sturla Sighvatsson• Guðný, móðir Snorra• Gissur Þorvaldsson• Hallveig Ormsdóttir• Sturla Þórðarson• Órækja Snorrason

Page 36: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 36

Vinnublöð og verkefni

Snorra saga – Hópverkefni 2

Nemendur vinna saman veggspjald, 2–4 í hóp. A2 karton er heppilegt fyrir þetta verkefni en A3 er líka í lagi (einnig hægt að leyfa minni hópum að fá minna spjald og stærri hópum að fá stærra spjald eða gefa nemendum val).

Hver hópur dregur eina setningu úr bókinni og á að túlka hana myndrænt ásamt smá skýringartexta. Setningin er límd á spjaldið. Nemendur handskrifa svo stuttan texta þar sem þeir útskýra aðstæður. Textann er hægt að líma á spjaldið eða hengja upp við hliðina á því. Textinn er svo myndskreyttur, myndin á að hafa hlutfallslega meira vægi en textinn. Nemendur hafa að öðru leyti frjálsar hendur með myndræna framsetningu, hvort þeir teikna, klippa/líma eða hvað annað. Um að gera að láta hugmyndaflugið ráða.

Til viðbótar við kartonið er gott er að hafa:

• Lituð blöð• Skæri• Liti• Lím• Garnafganga

Efnisbúta Dæmi um setningar:

„Þegar Snorri heyrði af banninu, yppti hann bara öxlum og sagði: Út vil eg.“ (bls. 57)

„Guðný móðir Snorra sagðist líka vera ánægð. Kannski flaug henni í hug að drengurinn hennar ætti þrátt fyrir allt eftir að verða jarl.“ (bls. 12)

„Arni var með öxi. Símon knútur skipaði honum að höggva Snorra. – Eigi skal höggva, sagði Snorri og reyndi að bera fyrir sig hendurnar“ (bls. 62)

„Sá var þekktur beljaki og hélt oft aflraunasýningar á Þingvöllum þar sem hann lyfti grjóti, trjádrumbum og heilu fjölskyldunum.“ (bls. 23)

„Hún rauk á hann með hníf og reyndi að stinga úr honum augað.“ (bls. 10)

„Aldrei leið honum betur en þegar hann gat slakað á í heita pottinum á heiðskírum vetrarkvöldum að loknum góðum vinnudegi.“ (bls. 36)

„Hann hefði aldrei grunað að heimurinn væri svo stór og fjölbreyttur.“ (bls. 14)

„Þær rifust stanslaust útaf öllu og voru alveg að gera Snorra vitlausan.“ (bls. 28)

„Þeir brutu upp svefnskemmu Snorra en hann vaknaði við lætin og forðaði sér á náttfötunum yfir í næsta hús.“ (bls. 60)

„Sjálfum tókst honum að bjarga lífi sínu með því að skríða ofan í sýruker í matar-búri.“ (bls. 64)

Page 37: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 37

Vinnublöð og verkefni

Snorra saga – Hópverkefni 3

Í þessu verkefni vinna nemendur með verk Snorra sjálfs, ekki bókina um hann sem slíka. Hver hópur fær eina frásögn úr Snorra-Eddu og á að búa til úr henni mynda-sögu. Heppilegt er að nota A2 karton í verkefnið, kennari metur sjálfur hvort hann vill fá ákveðinn fjölda ramma í myndasöguna eða hvort nemendur mega ráða því. Rammarnir ættu þó að lágmarki fjórir.

Hægt er að nálgast efnið á rafrænu formi á slóðinni http://skolavefurinn.is/namsgreinar/islenska/bokmenntir/snorra-edda-ii-gylfaginning og http://skolavefurinn.is/namsgreinar/islenska/bokmenntir/snorra-edda-iii-valdir-kaflar-ur-skaldskaparmalum en hér á eftir má finna dæmi um heppilega kafla í verkið:

10 kafli

Nörfi eða Narfi hét jötunn er byggði í Jötunheimum. Hann átti dóttur er Nótt hét. Hún var svört og dökk sem hún átti ætt til. Hún var gift þeim manni er Naglfari hét. Þeirra sonur hét Auður. Því næst var hún gift þeim er Annar hét. Jörð hét þeirra dóttir. Síðast átti hana Dellingur. Var hann ása ættar. Var þeirra sonur Dagur. Var hann ljós og fagur eftir faðerni sínu.

Þá tók Alföður Nótt og Dag, son hennar, og gaf þeim tvo hesta og tvær kerrur og setti þau upp á himin, að þau skulu ríða á hverjum tveim dægrum umhverfis jörð-ina. Ríður Nótt fyrri þeim hesti er kallaður er Hrímfaxi, og að morgni hverjum döggvir hann jörðina með méldropum sínum. Sá hestur er Dagur á heitir Skinfaxi og lýsir allt loft og jörðina af faxi hans.»

11 kafli

Þá mælti Gangleri: «Hversu stýrir hann gang sólar og tungls?»

Hár segir: „Sá maður er nefndur Mundilfari er átti tvö börn. Þau voru svo fögur og fríð að hann kallaði annað Mána en dóttur sína Sól og gifti hana þeim manni er Glenur hét. En guðin reiddust þessu ofdrambi og tóku þau systkin og settu upp á himin, létu Sól keyra þá hesta er drógu kerru sólarinnar, þeirrar er guðin höfðu skapað til að lýsa heimana af þeirri síu er flaug úr Múspellsheimi. Þeir hestar heita svo: Arvakur og Alsvinnur. En undir bógum hestanna settu guðin tvo vindbelgi að kæla þá, en í sumum fræðum er það kallað ísarnkol.

Máni stýrir göngu tungls og ræður nýjum og niðum. Hann tók tvö börn af jörðu er svo heita: Bil og Hjúki, er þau gengu frá brunni þeim er Byrgir heitir og báru á öxlum sér sá er heitir Sægur, en stöngin Símul. Viðfinnur er nefndur faðir þeirra. Þessi börn fylgja Mána, svo sem sjá má af jörðu.”

Page 38: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 38

Vinnublöð og verkefni

34 kafli – A

Enn átti Loki fleiri börn. Angurboða heitir gýgur1 í Jötunheimum. Við henni gat Loki þrjú börn. Eitt var Fenrisúlfur, annað Jörmungandur, það er Miðgarðsormur, þriðja er Hel.

En er goðin vissu til þess að þessi þrjú systkin fæddust upp í Jötunheimum og goðin röktu til spádóma að af systkinum þessum myndi þeim mikið mein og óhapp standa og þótti öllum mikils ills af væni, fyrst af móðerni og enn verra af faðerni, þá sendi Alföður til guðin að taka börnin og færa sér. Og er þau komu til hans, þá kastaði hann orminum í hinn djúpa sæ er liggur um öll lönd, og óx sá ormur svo að hann liggur í miðju hafinu of öll lönd og bítur í sporð sér. Hel kastaði hann í Niflheim og gaf henni vald yfir níu heimum, að hún skipti öllum vistum með þeim er til hennar voru sendir, það eru sóttdauðir menn og ellidauðir. Hún á þar mikla bólstaði og eru garðar hennar forkunnar háir og grindur stórar. Éljúðnir heitir salur hennar, Hungur diskur hennar, Sultur knífur hennar, Ganglati þrællinn, Ganglöt ambátt, Fallandaforað þreskuldur hennar er inn gengur, Kör sæng, Blíkjandaböl ársali henn-ar. Hún er blá hálf en hálf með hörundar lit. Því er hún auðkennd og heldur gnúpleit og grimmleg.

34 kafli – B

Úlfinn fæddu æsir heima og hafði Týr einn djarfleik til að ganga að úlfinum og gefa honum mat. En er guðin sáu hversu mikið hann óx hvern dag, og allar spár sögðu að hann myndi vera lagður til skaða þeim, þá fengu æsir það ráð að þeir gerðu fjötur allsterkan er þeir kölluðu Læðing, og báru hann til úlfsins og báðu hann reyna afl sitt við fjöturinn. En úlfinum þótti sér það ekki ofurefli og lét þá fara með sem þeir vildu. Hið fyrsta sinn er úlfurinn spyrnti við brotnaði sá fjötur. Svo leystist hann úr Læðingi.

Því næst gerðu æsirnar annan fjötur hálfu sterkari er þeir kölluðu Dróma, og báðu enn úlfinn reyna þann fjötur og töldu hann verða myndu ágætan mjög að afli ef slík stórsmíð mætti eigi halda honum. En úlfurinn hugsaði að þessi fjötur var sterkur mjög og það með að honum hafði afl vaxið síðan er hann braut Læðing. Kom það í hug að hann myndi verða að leggja sig í hættu ef hann skyldi frægur verða, og lét leggja á sig fjöturinn. Og er æsir töldust búnir, þá hristi úlfurinn sig og laust fjötrin-um á jörðina og knúði fast að, spyrnti við, braut fjöturinn svo að fjarri flugu brotin. Svo drap hann sig úr Dróma. Það er síðan haft fyrir orðtak að „leysi úr Læðingi” eða „drepi úr Dróma” þá er einhver hlutur er ákaflega sóttur.

1 Kvenkyns jötunn

Page 39: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 39

34 kafli – C (stytt)

Eftir það óttuðust æsirnar að þeir myndu eigi fá bundið úlfinn. Þá sendi Alföður þann er Skírnir er nefndur, sendimaður Freys, ofan í Svartálfaheim til dverga nokk-urra og lét gera fjötur þann er Gleipnir heitir. Hann var gjör af sex hlutum: Af dyn kattarins og af skeggi konunnar og af rótum bjargsins og af sinum bjarnarins og af anda fisksins og af fugls hráka. Og þóttú vitir eigi áður þessi tíðindi, þá máttu nú finna skjótt hér sönn dæmi að eigi er logið að þér: Séð munt þú hafa að konan hefur ekki skegg, og enginn dynur verður af hlaupi kattarins, og eigi eru rætur undir bjarginu. Og það veit trúa mín að jafnsatt er það allt er eg hef sagt þér, þótt þeir séu sumir hlutir er þú mátt eigi reyna.”... Úlfurinn segir: „Ef þér bindið mig svo að eg fæ eigi leyst mig, þá skollið þér svo að mér mun seint verða að taka af yður hjálp. Ófús em eg að láta þetta band á mig leggja. En heldur en þér frýið mér hugar, þá leggi einhver yðar hönd sína í munn mér að veði að þetta sé falslaust gert.”

En hver ásanna sá til annars og þótti nú vera tvö vandræði, og vildi enginn sína hönd fram selja fyrr en Týr lét fram hönd sína hægri og leggur í munn úlfinum. En er úlfurinn spyrnir, þá harðnaði bandið, og því harðar er hann braust um því skarp-ara var bandið. Þá hlógu allir nema Týr. Hann lét hönd sína.

Þá er æsirnir sáu að úlfurinn var bundinn að fullu, þá tóku þeir festina er úr var fjötrinum, er Gelgja hét, og drógu hana gegnum hellu mikla, sú heitir Gjöll, og festu helluna langt í jörð niður. Þá tóku þeir mikinn stein og skutu enn lengra í jörðina. Sá heitir Þviti, og höfðu þann stein fyrir festarhælinn.

Úlfurinn gapti ákaflega og fékkst um mjög og vildi bíta þá. Þeir skutu í munn honum sverði nokkru. Nema hjöltin við neðri gómi en efri gómi blóðrefill. Það er gómsparri hans. Hann grenjar illilega og slefa rennur úr munni hans. Það er sú á er Vón heitir. Þar liggur hann til ragnarökkurs.»

15 kafli

„Askurinn er allra trjáa mestur og bestur. Limar hans dreifast yfir heim allan og standa yfir himni. Þrjár rætur trésins halda því uppi og standa afar breitt. Ein er með ásum en önnur með hrímþursum, þar sem forðum var Ginnungagap. Hin þriðja stendur yfir Niflheimi2, og undir þeirri rót er Hvergelmir3, en Níðhöggur4 gnagar neðan rótina. En undir þeirri rót er til hrímþursa horfir, þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit er í fólgið, og heitir sá Mímir er á brunninn. Hann er fullur af vís-indum, fyrir því að hann drekkur úr brunninum af horninu Gjallarhorni. Þar kom Alföður5 og beiddist eins drykkjar af brunninum, en hann fékk eigi fyrr en hann lagði auga sitt að veði.

2 Þokuheimur3 Stór hver4 Dreki5 Óðinn

Page 40: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 40

Vinnublöð og verkefni

Lokaverkefni – Ritverk Snorra Sturlusonar

Verkefnið hentar jafnt sem einstaklingsvinna og hópverkefni. Nemendur kynna sér helstu ritverk Snorra og kynna munnlega fyrir bekkjarfélögum (og jafnvel foreldr-um) með stuttum fyrirlestri (3–5 mínútur).

Gott væri að nýta 4–6 40 mínútna kennslustundir í verkefnið. Nemendur byrja á að afla sér heimilda jafnt á bókasafni sem á internetinu. Þeir skrá hjá sér allt sem þeir telja mikilvægt og færa helstu atriði yfir á glærur. Lagt er upp úr því að hafa glær-urnar fjölbreyttar t.d. með því að hafa ekki sama letrið á þeim öllum eða hvernig þær birtast. Til viðbótar við atriðin á glærunum eiga nemendur að vinna minnis-punkta þar sem kemur viðbót við það sem er á glærunum. Leggja skal áherslu á að nemendur bæti við punktana á glærunum þar sem áheyrendur geta lesið punktana sjálfir og þurfa að fá viðbótarfróðleik. Mikilvægt er að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð og passa vel upp á stafsetningu og málfar. Nemendur mega mynd-skreyta glærurnar en þurfa þó að gæta þess að texti sé hlutfallslega meiri en myndir.

Gott getur verið að leyfa nemendum að æfa sig í einrúmi áður en kemur að flutningi fyrir hópinn og einnig að benda þeim á að æfa framsögn heima. Kennari getur farið með nemendum gegnum glærur um framsögn ef vill. http://vefir.nams.is/mal-bjorg/framsogn.html

Mat:

• Samvinna (ef hópverkefni)• Upplýsingar og upplýsingaöflun • Fjölbreytileiki• Vinnubrögð• Úrvinnsla heimilda• Framsögn/flutningur

Valið stendur á milli

ü Heimskringlu sem fjallar um sögu Noregskonunga til seinni hluta 12. aldar.ü Egilssögu sem er ein elst Íslendingasagna og fjallar um 10. aldar höfðingjann

Egil Skallagrímsson, forföður Snorra.ü Snorra – Eddu sem fjallar um skáldskapar- og goðafræði. Hún skiptist í fjóra hluta

sem hægt er að skipta á milli hópa.• Prologus (formáli)• Gylfaginning• Skáldskaparmál• Háttartal

Page 41: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 41

Vinnublöð og verkefni

Ættartala sona Sturlu Þórðarsonar og Guðnýjar Böðvarsdóttur

Samantekt

Þórður Sighvatur Snorri

Giftist dóttur Ara sterka. Fékk með henni goðorð á Snæfellsnesi.Bjuggu á Staðarstað

Elskuðu ekki hvort annað og hann átti hjákonur og börn með þeim.

Eignaðist tvo syni með hjá-konu sem hétu Sturla og Ólafur.

Þórður var rólegur í tíðinni, gætinn og stilltur en ákveð-inn og naut virðingar.

Giftist Halldóru Tuma-dóttur.Hún var af ætt Abirninga sem réðu í Skagafirði.

Bjó í Hjarðarholti en svo á Sauðafelli í Dölum.

Eignuðust mörg börn t.d. Sturlu, Tuma, Kolbein og Þórð kakala.

Sighvatur var viðsjár-verður, með gassagang. Fyndinn samt og hress og vinsæll.

Giftist Herdísi Bersadóttir frá Borg á Mýrum – skapmikil

Hvammur fór í pant en móður Snorra og Herdísi samdi illa svo þau fluttu í Odda.

Mýrargoðorð var hans þegar tengdapabbinn dæi. Þá réð hann Borgarfjarðar-goðorði. Herdís og Snorri skilja og hann eignast Reykholt í Borgarfirði en réði áfram í goðorðinu. Þau eignuðust Jón og Hallberu með Herdísi.

Hallveig Ormsdóttir var seinni kona Snorra. Þau áttu ekki börn.

Snorri eignaðist þrjú börn með þremur frillum; Órækju Snorrason með Þuríði HallsdótturIngibjörgu Snorradóttur með Guðrúnu Hreinsdóttur Þórdísi Snorradóttur með Oddnýju.

Snorri var kænn, klókur og fylginn sér. Hann naut virðingar.

Page 42: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 42

Vinnublöð og verkefni

Ættartré

Page 43: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 43

Vinnublöð og verkefni

Höfðingjaveldi á Sturlungaöld og höfuðstaðir

Page 44: Snorra saga - mms · ˙ˇ ˛˚ ˚ˆ 11 III Fósturbarn Markmið Að nemendur • Átti sig á því hversu mikil upphefð það var að höfðingi tæki dreng í fóstur. • Geri

Snorra saga | Kennsluleiðbeiningar | 7345 Menntamálastofnun 2018 44

Vinnublöð og verkefni

Héraðsríki á Sturlungaöld