arbaejarbladid 4.tbl 2007

18
Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3 Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: [email protected] 4. tbl. 5. árg. 2007 apríl Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 Eitt númer 410 4000 Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 Það var líf og fjör í æfingaferð 5. flokks kvenna hjá Fylki sem var um síðustu helgi á Laugarvatni. Að sjálfsögðu var farið í sund og hér bregða stelpurnar á leik fyrir Árbæjarblaðið. Nánar í blaðinu á bls. 19. Egilshöllinni Sími: 594-9630 orkuverid.is Alhliða lík- amsrækt og sjúkra- þjálfun Bjóðum alla Árbæinga velkomna á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins að Hraunbæ 102. Nýir tímar á - traustum grunni Hoppað í laugina

Upload: skrautas-ehf

Post on 07-Mar-2016

246 views

Category:

Documents


11 download

DESCRIPTION

Arbaejarbladid 4.tbl 2007

TRANSCRIPT

Page 1: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðið

Pantið tíma

í síma511–1551Hársnyrting Villa Þórs

Lynghálsi 3

Opið virka dagafrá kl. 9-18.30Laugardaga frá kl. 10–14

Hraunbæ 102B – 110 Rvk.Sími 567–4200 Fax 567–3126

Netfang:[email protected]

4. tbl. 5. árg. 2007 apríl Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

Eitt númer

410 4000

Komdu beint til okkar!- og við tjónaskoðum í hvelli þér

að kostnaðarlausu

Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Bilastjarnan_02_001.ai 18.11.2004 15:18:40

Það var líf og fjör í æfingaferð 5. flokks kvenna hjá Fylki sem var um síðustu helgi á Laugarvatni. Að sjálfsögðu var farið í sund og hér bregðastelpurnar á leik fyrir Árbæjarblaðið. Nánar í blaðinu á bls. 19.

EgilshöllinniSími: 594-9630

orkuverid.is

Alhliða lík-amsrækt

og sjúkra-þjálfun

Bjóðum alla Árbæinga velkomna á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins að Hraunbæ 102.

Nýir tímar á - traustum grunni

Hoppað í laugina

Page 2: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

Gleðilegt sumarSegja má að veturinn hafi hvatt með nokkurri sorg á íþrótta-

sviðinu hér í Árbæjarhverfi er lið Fylkis féll úr efstu deild íhandknattleik karla eftir langa og stranga fallbaráttu. Óljóst erá þessari stundu um framtíð handknattleiksins í hverfinu envonandi taka menn sig saman í andlitinu og halda liðinu útiáfram ef þess er nokkur kostur.

Á þessu 40 ára afmælisári Fylkis eru annars fyrstu meistar-ar félagsins á árinu komnir í hús eins og sjá má hér neðar á síð-unni. Glæsilegur árangur sem vonandi er sterkur fyrirboði umþað sem koma skal.

Árbæjarblaðinu er dreift í hverfið á miðvikudegi að þessusinni vegna sumardagsins fyrsta á morgun, fimmtudag. Einsog kemur rækilega fram í blaðinu verður mikið um að vera íÁrbæ og Grafarholti og víst er að allir eiga að geta fundið eitt-hvað við sitt hæfi. Hvetjum við alla íbúa til að fjölmenna á þáfjölmörgu viðburði á Vorhátíðinni sem í boði eru en lesa máum hátíðahöldin hér til hliðar og síðan eru dagskrár i Ásnum íHraunbæ og í Grafarholti auglýstar sérstaklega.

Stjórnmálin taka vitaskuld nokkuð rými í blaðinu að þessusinni enda stutt í kosningar. Við höfum haft þann háttinn áundanfrin ár að taka við og birta þær greinar sem okkur ber-ast. Næsta Árbæjarblað kemur út fimmtudaginn 10. maí enkosið verður til alþingis laugardaginn 12. maí.

Í maíblaðinu birtum við viðtöl eða greinar frá efstu mönnumþeirra lista sem bjóða fram í öllum kjördæmum landsins aukgreina frá öðrum frambjóðendum sem þess óska svo lengi semplássið leyfir.

Gleðilegt sumar! Stefán Kristjánsson

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844.Netfang Árbæjarblaðsins: [email protected]Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti,Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu

dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

[email protected]

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðFréttir

2

Sparisjóðurinn Byr stendur fyrirhinni árlegu vorhátíð við verslunar-kjarnann Ásinn á sumardaginnfyrsta. Hátíðin er haldin í samvinnuvið Fylki, ÍTR, SS, Vífilfell, Borgar-bókasafn og Árbæjarbakarí og frammunu koma ýmsir frambærilegir

listamenn. Ingó úr IDOL og Gummilitli bróðir hans munu stíga á svið.

Einnig munu koma fram Rappar-ar úr Árbænum, töframaðurinn JónVíðis og danshópurinn ICESTEPP.Ungum Árbæingum verður veitt við-urkenning fyrir framúrskarandi ár-

angur á sviði íþrótta. Segja má aðefni dagskrárinnar verði því viðflestra hæfi. Kleinur verða í boði Ár-bæjarbakarís og Vífilfell býður upp ágos í tilefni dagsins og vonast starfs-fólk Byrs til að sem flestir sjái sérfært að mæta.

Reikna má með miklu fjölmenni á árlegri Vorhátíð í Ásnum sem Byr stendur fyrir á sumardaginn fyrsta.

Byr - sparisjóður stendurfyrir árlegri fjölskylduhátíð

á sumardaginn fyrsta

Fyrstu meistararFylkis á 40 áraafmælisárinu

Meistarar Fylkis í 4. flokki: Efri röð frá vinstri: Kári Jónasson þjálfari, Ásgeir Eyþórsson, Jón ÓfeigurHallfreðsson, Björgvin Gylfason, Benedikt Óli Breiðdal og Ólafur Hlynur Guðmarsson þjálfari. Neðri röðfrá vinstri: Ágúst Freyr Hallsson, Andri Már Hermannsson, Styrmir Erlendsson og Anton Oddsson.

Þann 19. febrúar hófst á Akranesi úr-slitakeppni í innanhúss fótbolta hjá 4.fl.karla. Alls léku átta lið til úrslita. Spilaðvar í tveimur riðlum og komust efstutvö liðin áfram úr hvorum riðli. Fylkirvann sinn riðil og fór taplaust áfram ogÍA varð í öðru sæti. Í hinum riðlinumurðu það Fram og Fjölnir sem komustáfram.

Það urðu því Fylkir og Fjölnir semlentu saman í undanúrslitum og Framog ÍA. Fylkir og Fjölnir spiluðu hörku-leik þar sem Fjölnismenn urðu fyrri tilað skora tvívegis en Andir Már Her-mannsson jafnaði fyrir Fylki í bæðiskiptin og fór því leikurinn í framleng-ingu. Þar skoraði Styrmir Erlendssoneina markið í framlengingunni og komþar með Fylki áfram 3-2. Í hinum leikn-um vann ÍA Fram 2-0 og kepptu þvíFylkir og ÍA til úrslita. Þar fór fram há-spennuleikur af bestu gerð og hin mestaskemmtun fyrir stuðningsmenn beggjaliða sem hvöttu sína menn af lífi og sál.Fylkisstrákar lentu undir 1-0 en náðu

svo að jafna með frábæru skoti frá Bene-dikt Óla Breiðdal úr þröngu færi. Skaga-menn komust svo yfir 2-1 en Fylkis-strákarnir sýndu mikinn baráttuviljaog Anton Oddsson jafnaði eftir að hafanáð boltanum af markmanni ÍA og skor-aði með flottum snúning með hægri ogvar því framlengt. Eftir framlenginguvar staðan 2-2 og var þá háður bráða-bani. Voru nú taugar flestra stuðnings-manna við það að bresta og einhverjirforeldrar treystu sér ekki til að horfa áspyrnur sinna manna og stóðu bak viðsúlur eða frammi á gangi. Fylkir áttifyrstu spyrnu og Ágúst Freyr Hallssontók hana og skoraði örugglega en ÍAjafnaði. Næstur á vítapunkt var ÁsgeirEyþórsson og skoraði hann örugglega ívinstra hornið. Þá var komið að ÍA aðtaka víti og Björgvin Gylfason gerði sérþá lítið fyrir og varði þá spyrnu ogtryggði þar með Fylki fyrsta Íslands-meistaratitilinn á 40 ára afmælisárinu.Við óskum hér með 4.fl. karla til ham-ingju með titilinn.

Gleðilegt sumar

Page 3: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

Það er spennandi að

með fast land undir fótumhorfa til framtíðarVið Sjálfstæðismenn viljum skipa málum í samfélaginu með þeim hætti að einstaklingurinn fái notið hæfileika sinna sem best en tryggja um leið velferð þeirra sem minna mega sín. Þótt alltaf sé verk að vinna er ljóst að staða íslensks þjóðarbús og íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið betri en nú. Á þessum trausta grunni er tilhlökkunarefni að takast á við áskoranir nýrra tíma.

Nýir tímar - á traustum grunni

Page 4: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

Hjónin Guðríður Guðjónsdóttir ogHaukur Þór Haraldsson, Viðarási 83,eru matgæðingar Árbæjarblaðsinsað þessu sinni. Uppskriftir sem svosannarlega er vert að reyna.

Barbequesósa

2 dl. Hunts Barbequesósa.2 dl. apríkósumarmelaði.1dl. sojasósa.1 peli rjómi.1-2 msk. dökkur púðursykur.

Sett í pott og hitað.

Mangó Chutney sósa

1 Matarrjómi.2 krukkur Mangó Chutney (ekkisweet mangó chutney).1-2 msk. indverskt karrý (magnið fereftir vilja hvers og eins).

Sett í pott og hitað, smakkað, og efþetta er of sterkt þá er bara að bætasmá rjóma út í, en ef þetta er ofbragðlítið þá má bæta við smá karrý.

Kjúklingabitar eða kjúkinga-bringur (skornar í tvennt), léttsteiktá pönnu og sett í eldfast mót. Sós-unni hellt yfir og hitað við 180° í einaklukkustund.

Meðlæti: Hrísgrjón, ferskt salatog nanbrauð / snittubrauð.

Ég margfalda oft uppskriftirnaraf sósunum, (t.d. uppskriftin x 4) og

læt þær bara malla í stórum pottiþangað til þær þykkna (30-40 mín).Þá set ég þær í glerkrukkur oggeymi í frystinum.

Tek síðan út eina og eina og hitaþær upp og nota bara sem sósur meðýmsum mat. Barbequesósan er t.d.algert sælgæti með svínakjöti ogMangó chutney sósan er frábær meðfiski.

Mér finnst þó alveg nauðsynlegtað hafa hrísgrjón sem meðlæti efsósurnar eru á boðstólum.

Marens-ístertaBotn:4 eggjahvítur.4 dl púðursykur.½ tsk. lyftiduft.

Þeytt saman í ca 10. mín.1½ bolli kornfleks mulið og bætt

varlega út í. Sett í tvö hringlaga formog bakað í 2 klst. við 120° hita. Látiðkólna í ofninum.

Ís:4 eggjarauður.4 msk sykur.Tvær tsk. vanilludropar.

Þeytt vel saman.Einn peli + einn dl. af rjóma þeytt-

ur og bætt út í hræruna. Sett á báðabotnana. Dajmkúlum stráð yfir botn-ana og þeir síðan settir í frysti.Þarna eru komnar tvær ístertur. Lát-ið vera í frysti í allavega 24 tíma.Tekið út ½ klst. áður en borðað er.

Verði ykkur að góðu.Fjölskyldan Viðarási 83

ÁrbæjarblaðiðMatur4

MatgæðingarnirGuðríður Guðjónsdóttir og Haukur Þór Haraldsson ásamt börnum þeirra, Guðjóni, Sigríði og HalldóruBjörk. ÁB-mynd PS

Tvær,,brilljant’’sósur með kjúklingi

Skora á Kristínu og Brynjólf Guðríður Guðjónsdóttir og Haukur Þór Haraldsson, Viðarási 83, skora á Kristínu Péturs-

dóttur og Brynjólf Smárason, Viðarási 77, að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað.Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út 10. maí.

- að hætti Guðríðar og Hauks

Árbæjarblaðið Sími: 587-9500

Dvergshöfða 27 Reykjavík Sími/Símsvari 567-7888 www.heilunarsetrid.is

Hjá Heilunarsetrinu vinnur fagfólk á sviði heildrænna meðferða

Okkur er umhugað um að hjálpa fólki til þess að finna jafnvægi og betri líðan.

Höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferð.Homopatia. Fæðuóþolsmælingar.

Sogæðanudd. Detox meðferð.Svæða og viðbragðsmeðferð.

Heilun. Reiki/Heilun.SRT andleg svörunarmeðferð.

Page 5: Arbaejarbladid 4.tbl 2007
Page 6: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðFréttir6

Helgina 23.-25. mars fóru félagsmiðstöðvarnar Ársel og Fókus saman íbretta- og skíðaferð til Dalvíkur með 78 unglinga og 9 starfsmenn.

Lagt var af stað seinnipart föstudagsins frá Reykjavík og komið til Dalvík-ur seint um kvöldið. Eftir langa keyrslu norður voru allir komnir í fastansvefn rétt eftir miðnætti til að vera klárir í átökin daginn eftir.

Á laugardagsmorgninum voru allir vaknaðir kl. 8:30 og eftir smá næringuflýttu allir sér í skíðagallann til að komast sem fyrst upp í fjall. Veðrið var frá-bært, logn og mjög hlýtt og var skíðað á peysunum án þess að finna fyrirkulda! Skíðað var allan daginn og voru það lúnir en glaðir unglingar semkomu heim í félagsmheimilið eftir frábæran dag. Eftir kvöldmat gátu ungling-arnir valið sér fjölbreytta afþreyingu s.s fótbolta eða göngutúr, vera inni ogleika sér í borðtennis, vera í íþróttasalnum, spila, hlusta á tónlist eða bara aðspjalla saman. Fyrir miðnætti voru allir komnir undir sæng enda mjög þreytt-ir eftir langan og skemmtilegan dag.

Á sunnudeginum var aftur farið snemma á fætur til að ná sem mestum tímaí fjallinu í frábæru veðri áður en haldið yrði heim á leið. Upp úr kl. 14.00 varsíðan lagt af stað heim og var það þreyttur en ánægður hópur unglinga semkvaddi Dalvík með bros á vör eftir frábæra helgi.

Ferðin gekk í alla staði mjög vel og voru unglingarnir til svo mikillar fyrir-myndar að heimamenn höfðu orð á því hvar sem þau komu.

Frábær ferð, Frábærir unglingar.Kveðja, starfsfólk stöðvanna

Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Árbæ og Grafarholti

er í Hraunbæ 102B (við hliðina á Skalla).Skrifstofan er opin virka daga kl. 17.00-21:00

og um helgar kl. 13:00-17:00.Alltaf heitt á könnunni.

Allir velkomnir!Félag sjálfstæðismanna í Árbæ og Grafarholti

Bretta- og skíðaferð Ársels og Fókuss:

Góð framkomakrakkanna vakti

mikla athygli

Menn léku listir sínar í háloftunum.

Þykkur skíðagallinn var óþarfur í veðurblíðunni á Dalvík.

Unglingarnir úr Árseli og Fókus vöktu athygli fyrir frábæra framkomu hvar sem þeir fóru

Hressir skíðagarpar sem skemmtu sér vel.

Slakað á í leikfimisalnum eftir erfiðan dag á brettum og skíðum.

Page 7: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

Sumardagurinn fyrsti

í Grafarholti11:00 Skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna

Mæting við Ingunnarskóla, skráning á staðnum frá kl. 10:30.

13:30 Skrúðganga frá Þórðarsveig 3 að Maríubaug

14:00 Helgistund á sal Ingunnarskóla

14:20 Skemmtidagskrá við Ingunnarskóla

Vöfflu- og kaffisala

Grillaðar pylsur

Kökuuppboð

Hoppukastali í boði Landsbankans

ÍTR leiktækin

Kynning á sumarstarfi ÍTR og Fram

15:00 Sumarbingó Fram

Einar Kárason rithöfundur, Snorri Már Skúlason beint úr enska boltanum og Hreimur

Heimisson syngjandi glaður stjórna sumarbingói Fram á íþróttasal Ingunnarskóla

Margir flottir vinningar í boði þ.a.m. utanlandsferð fyrir 2

16:00 Stafgöngukynning

Mæting við Ingunnarskóla

Umsjón: Sif Backman og Ásdís Sigurðardóttir, stafgönguþjálfarar

Ath hægt að fá lánaða stafi fyrir þá sem ekki eiga.

Page 8: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

Hverfisráð Árbæjar og Hverfisráð Graf-arholts áttu fyrir stuttu fund með Ung-mennaráði Árbæjar og Grafarholts. Þettavar ákaflega góður fundur og margt sembar á góma. Ungmennin komu með hug-mynd að stofnun svokallaðs Ungmenna-húss og er það hugsað fyrir sextán ára ogeldri og að þar verði ýmislegt hægt að gerasér til afþreyingar og skemmtunar. Hverf-isráðin tóku þessari hugmynd vel og vilduskoða þetta og hvort eitthvað sé á döfinni íþessum efnum.

Íþróttamálin í hverfunum voru krökk-ununum hugleikin og þá sérstaklega að-stöðumál. Var þeim skýrt frá því að fyrir-hugað er að byggja fimleikahús fyrir Fylkiásamt nýrri áhorfendastúku við að-alknattspyrnuvöll félagsins. Ný íþróttaað-staða í Grafarholti/Úlfarsárdal, þ.e.íþróttahús og knattspyrnuvellir, verðurvonandi tilbúin árið 2010 en búið er aðgera til bráðabirgða æfingaaðstöðu fyrirknattspyrnu í Leirdal til að mæta brýn-ustu þörfum fyrir æfingar í sumar.

Rætt var um strætisvagnasamgönguren ljóst er að mikil óánægja hefur verið

bæði í Árbæ og Grafarholti með leiðakerfiStrætó bs. frá leiðakerfisbreytingunnisem gerð var haustið 2005.

Heilsugæslan í Árbæ og Þjónustu-miðstöðin í nýtt húsnæði 2008

Heilsugæslan hefur verið í húsnæðis-vandræðum undanfarin ár en núverandihúsnæði er orðið alltof lítið. Nú hefur ver-ið auglýst eftir verktökum til að byggja íHraunbænum nýtt húsnæði undir starf-semi Heilsugæslunnar og er stefnt aðopnun hennar í nýju húsnæði í júní 2008.

Sl. sumar kom sú hugmynd fram að Þjón-ustumiðstöð Árbæjar flytji sig um set úrhúsnæði Orkuveitunnar og verði í samahúsnæði og heilsugæslan þegar það hefurverið byggt. Var þessari hugmynd komið tilborgarstjóra sem tók hugmyndinni mjögvel enda fer þessi starfsemi ágætlega samanmeð starfsemi heilsugæslunnar.

Strætó í Árbæ

Nú er unnið af fullum krafti við endur-

skoðun á leiðakerfi Strætó bs. Eins og ofthefur komið fram er óánægja með leiða-kerfið í Árbænum og vantar allar tenging-ar við nágrannahverfin. Íbúar Grafarholtsþurfa að sækja ýmsa þjónustu í Árbæinns.s. heilsugæslu, þjónustumiðstöð, Félags-miðstöðina í Hraunbæ 105 ofl. Unnið er aðtalningu á fjölda farþega með strætó á hin-um ýmsu leiðum og vonandi tekst að lagaleiðakerfistrætóþannig aðþjónusta viðíbúana verðiviðunandi.Stefnt er aðtaka nýttleiðakerfiupp í sumar.

,,Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík’’

Hreinsunarátakið ,,tökum upp hansk-ann fyrir Reykjavík’’ gekk vel í Árbænumsl. haust. Áður en átakið hófst hélt borgar-

stjóri fund með íbúum í Árbæ og gat fólksent inn ábendingar um það sem betur máfara í hverfinu. Framkvæmdasvið Reykja-víkurborgar hefur unnið úr flestum þess-ara ábendinga með það fyrir augum aðlagfæra hlutina.

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að haldaáfram með hreinsunarátakið ,,tökum upp

hanskann fyr-ir Reykja-vík’’ og nú ísumar verð-ur þráður-inn tekinnupp frá þvísem frá varhorfið sl.haust.

Að lokumóska ég ykk-

ur íbúar góðirgleðilegs sum-ars.

Björn Gíslasonformaður Hverfisráðs Árbæjar

ÁrbæjarblaðiðFréttir8

Í febrúar sl. úthlutaði heilbrigðis-ráðherra Íþrótta- og tómstundaráðiReykjavíkur styrk til að hrinda afstað tilraunaverkefninu "Hreyfingfyrir alla" í Árbæ, Grafarholti ogGrafarvogi. Verkefninu er stýrt afÍTR í samvinnu við ÞjónustumiðstöðGrafarvogs og Þjónustumiðstöð Ár-bæjar og Grafarholts. Ráðinn hefurverið íþróttafræðingur, Bergþór Stef-ánsson, í 50% starf til að sinna þessuverkefni í Árbæ og Grafarholti enverkefnið verður unnið í nánu sam-starfi við íþróttafélögin í hverfunumog eins heilsugæsluna sem munkoma inn í þetta og byrja að skrifaupp á ávísun á hreyfingu. Lýðheilsu-stöð, Íþrótta- og Ólympíusamband Ís-lands, VR og Efling styðja einnig viðbakið á verkefninu.

Tilgangur verkefnisins "Hreyfingfyrir alla" er, eins og nafnið gefur tilkynna, að fjölga tilboðum á skipu-lagðri hreyfingu, einkum fyrir full-orðna og eldra fólk, í skipulögðusamstarfi við sveitarfélög, heilsu-gæslu og íþróttafélög. Verkefninu erætlað að höfða til ólíkra hópa og meðmismunandi þarfir sem stunda ekkireglulega hreyfingu.

Með þessu verkefni skapast tæki-færi til að sinna þeim fjölmörgumeinstaklingum og hópum sem skort-ir hvatningu og stuðning til aðhreyfa sig en hafa ekki áhuga á/getu

til að nýta sér t.d. þjónustu líkams-ræktarstöðva. Þarna skapast einnigódýr valkostur sem brúar bilið eftirað meðferð hjá heilbrigðiskerfi (t.d.sjúkraþjálfara) lýkur. Tekið skalfram að þessu verkefni er á enganhátt ætlað að fara í samkeppni við þáþjónustu sem er þegar í boði á til-raunasvæðinu s.s. hjá líkamsræktar-stöðvum heldur er meginmarkmiðiðað bjóða upp á þjónustu sem til þessahefur skort á svæðinu.

Ávinningur reglulegrarhreyfingar

Frá því um miðja síðustu öld hafasífellt fleiri rannsóknir komið framsem renna stoðum undir lykilhlut-verk reglulegrar hreyfingar fyrirbætta heilsu og aukin lífsgæði fólksá öllum aldri. Einstaklingar semhreyfa sig reglulega draga ekki að-eins úr líkunum á fá ýmsa sjúkdómaheldur stórauka þeir líkurnar á aðlifa lengur sjálfstæðir, heilbrigðaraog hamingjuríkara lífi.

Með fjölbreyttri hreyfingu ermögulegt er að efla og viðhalda lík-amsgetu, þar á meðal afkastagetuhjarta- og æðakerfis og lungna,vöðvastyrk, beinþéttni, liðleika,snerpu og samhæfingu ásamt því aðstuðla að skilvirkari efnaskiptum.Hreyfing getur einnig hjálpað okkurað stuðla að æskilegri líkamssam-setningu, þ.e. auka hlutfall vöðva á

kostnað fitu.Regluleg hreyfing getur þannig

minnkað líkurnar á mörgum lífsstíl-stengdum sjúkdómum, svo semhjarta- og æðasjúkdómum, sykur-sýki af tegund 2, ofþyngd, beinþynn-ingu, sumum tegundum krabba-meina, þunglyndi, streitu og kvíða.

Af þessu má vera ljóst að það ermikilvægt fyrir alla að leitast viðhreyfa sig reglulega, óháð aldri, kynieða holdafari.

Öll hreyfing er betri en enginEn hvað þarf að hreyfa sig mikið

til að það hafi góð áhrif á heilsuna?Öllhreyfinger betrien enginhreyfingen al-mennarráðlegg-ingarmiða viðað fullorðnir hreyfi sig rösklega íminnst 30 mínútur samtals daglegaog börn hreyfi sig í minnst 60 mínút-ur daglega. Hreyfing til heilsubótarþarf því ekki að vera tímafrek enaukinni hreyfingu fylgir aukinnávinningur. Mestur ávinningur er íhúfi fyrir kyrrsetufólk sem fer aðhreyfa sig meira og er það sem fyrrsegir ekki síst sá hópur sem verkefn-

inu er ætlað að ná til.Skiplögð tilboð veita stuðning.Þar sem félagslegur stuðningur er

einn af mikilvægum áhrifaþáttumhreyfingar veita skipulögð tilboðfólki aðhald til að stunda reglulegahreyfingu, viðhalda félagslegumtengslum, mynda ný vinatengsl ogdraga þannig úr líkunum á einsemd,ekki síst meðal þeirra sem eldri eru.Aukin styrkur, jafnvægi og liðleikigeta einnig dregið úr líkunum á föll-um hjá eldra fólki, einni helstu orsökskertrarfærni íþessum ald-

urshópiAukið

framboð ogaðgengi aðskipulögð-um hreyfitilboðum fyrir fullorðna ogaldraða er því mikilvægt sóknarfæritil að stuðla að aukinni hreyfingu íþessum aldurshópum.

Slík tilboð eru ekki aðeins til þessfallin að þjóna almenningi sem kýsað sækja þau af sjálfsdáðum heldurer hér vettvangur fyrir heilbrigðisyf-irvöld að ávísa skipulagðri hreyf-ingu til einstaklinga sem þurfa áslíkri þjónustu að halda.

Hvað verður í boði?Eins og fyrr var getið hefur Berg-

þór Stefánsson íþróttafræðingur ver-ið ráðin til að sinna þessu verkefni í

Árbæ og Grafarholti og munhann m.a. stýra göngu- ogskokkhópum, sundleikfimi íÁrbæjarlaug, almennri leik-

fimi fyrir eldri borgara í Fé-lagsmiðstöðinni Hraunbæ105 og í salnum að Þórðar-sveig 3. Boðið verður upp ákennslu í boccia, kubb, púttofl.

Læknar Heilsugæslunar íÁrbæ veita heilsufarslegaráðgjöf á starfstíma hennarog er fólk hvatt til að nýta

sér það.

Nánari upplýsingar um til-boðin er að finna á heimasíðuÞjónustumiðstöðvar Árbæjarog Grafarholts, www.reykja-

vik.is/arbaer og/eða www.reykja-vik.is/grafarholt eða í síma 695 0917.

Kristinn J. Reimarsson,Verkefnisstjóri Þjón-ustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, skrifar:

Hreyfing fyrir alla í Árbæ og Grafarholti

Hreyfing fyrir alla - Líkamsrækt eldri borgaraFélagsmiðstöðin Hraunbæ 105 í samvinnu við Árbæjarþrek býður núeldri borgurum í Árbæ og Grafarholti upp á ókeypis 10 tíma kynning-arnámskeið í almennri líkamsrækt í Árbæjarþreki. Námskeiðin hefjast

mánudaginn 23. apríl. Kennt er tvisar í viku á mánudögum og mið-vikudögum frá kl. 09:00 - 10:30. Skráning og allar nánari upplýsingar í

Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105, sími 587 2888.

Ýmislegt að gerast í Árbæ

Björn Gíslason,formaður Hverfis-ráðs Árbæjar,skrifar:

Page 9: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

Sumardagurinn fyrsti

í Árbæ10:00 Skrúðganga frá:

Ártúnsskóla og Selásskóla að Árbæjarkirkju (tvær göngur).

10:30 Messa í Árbæjarkirkju

11:00 Afmælishátíð Ársels

Í tilefni 25 ára afmælis Ársels verður nýr sviðspallur formlega vígður og í kjölfarið skemmtidagskrá á pallinum.

Sr. Þór Hauksson og Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs

Reykjavíkur vígja sviðspallinn

Hljómsveitir úr Árseli spila

ÍTR – leiktækin verða á staðnum

Kynning á starfi frístundamiðstöðvarinnar

Grillaðar pylsur, candyflos o.fl. til sölu

Andlitsmálun

Kl. 11:30 - Stafgöngukynning á Árbæjartorgi. Umsjón: Sif Backman og

Ásdís Sigurðardóttir, stafgönguþjálfarar

Ath hægt að fá lánaða stafi fyrir þá sem ekki eiga.

12:00 Vorhátíð BYRS-Sparisjóðs við Ásinn

Töframaðurinn Jón Víðis

Rapparar úr Árbænum

Dansatriði frá ICESTEPP danshópi

Ungum Árbæingum afhent viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum

Ingó úr IDOL og Gummi litli bróðir hans stíga á svið

Allir á völlinn - leikur á Fylkisvelli klukkan 14:00

ÁRBÆJARKIRKJA

Page 10: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

,,Ég byrjaði með þetta litla fyrir-tæki mitt þann 1. mars sl. og þaðhefur verið dálítið rennerí en þaðmá alltaf vera meira,’’ segirHreinn Örvar Hreinsson, 24 árastrákur frá Akranesi, sem hefuropnað bón- og þvottastöð fyrir bílaað Stórhöfða 26 (beint á móti Bita-höllinni).

,,Ég tek að mér þrif á nánast öll-um bílum sem komast hér inn. Þágetur fólk valið á milli þess að égskoli af bílnum eða taki hann í al-þrif. Ég held að verðin sem ég býðséu mjög góð,’’ segir Hreinn Örv-ar.

Það kostar 5.900 krónur að farameð millistóran fólksbíl í alþrifog þá er bíllinn tekinn í gegn frá atil ö og bónaður að auki.

En hvernig kom það til aðHreinn Örvar tók sig til og opnaðilítið eigið fyrirtæki í Stórhöfðan-um?

,,Ég hafði um nokkurt skeiðunnið við hreingerningar og þrifá bílum hjá öðrum en langaði sið-an að stofna mitt eigið fyrirtækiog prófa að vinna hjá sjálfum méren ekki fyrir aðra. Ég vona aðþetta gangi vel og hef ekki ástæðutil annars en að vera bjartsýnnenda verðin sem ég býð sanngjörnog vinnan mjög góð,’’ segir HreinnÖrvar.

Framtak þessa unga Skagast-ráks er mjög aðdáuunarvert ogrétt að skora á fólk að nýta sérþessa góðu þjónustu hjá athafna-

manninum unga.Hjá Hreini geta bíleigendur val-

ið á milli mismunandi þjónustu ogverðin eru margbreytileg eftir því

hvað gert er og hve bíllinn er stór.,,Það er um að gera að hringja

og panta tíma. Þeir sem hafaáhuga geta hringt í síma 517-1109

eða 867-0187 og pantað tíma,’’sagði Skagamaðurinn ungi að lok-um og við óskum honum velfarn-aðar með nýja fyrirtækið.

ÁrbæjarblaðiðFréttir10

Árbæjarblaðið Fréttir11

Þetta er gjöfin fyrir vandlátuveiðimennina!

Glæsileg flugubox úr MangóviðiGröfum nöfn veiðimanna á boxin

Langmesta úrval landsins af íslenskum laxa- og silungaflugum

Kíktu á www.Krafla.is

Ruslpóstur - miði

Rétt er að benda íbúum í Ár-bæjrhverfi og Grafarholti á leiðtil að fá Árbæjarblaðið í póst-kassa sína þó að auglýst sé ogbannað sé að setja ruslpóst í póst-kassana.

Árbæjarblaðið er einhverrahluta vegna flokkað sem ruslpóst-ur hjá Íslandspoósti eins og önn-ur fríblöð. Við fréttum á dögun-um af íbúa í Árbæ sem var ósátt-ur við gang mála og setti miða ápóstkassa sinn þar sem stóð,,nema Árbæjarblaðið’’. Og síðanhefur hann fengið Árbæjarblaðiðí póstkassaannsinn.

Öflug Samfylk-ingarstjórn í Árbænum

Vel var mætt á stofnfundhverfafélags Samfylkingarinnar íÁrbæ 29. mars sl. Rúnar Geir-mundsson útfararstjóri og fyrrv.formaður Fylkis var kjörinnfyrsti formaður félagsins.

Í stjórn náðu eftirtaldir kjöri:Helga Rakel Guðrúnardóttir(varaformaður), Gerður Jóns-dóttir, ritari, Gunnar Kristins-son, gjaldkeri. Meðstjórnendurvoru kjörnir Guðmundur Haf-steinsson, Pétur H Petersen ogSverrir Jenssen. Dagur B. Egg-ertsson oddviti Samfylkingarinn-ar í borgarstjórn á sæti í stjórn-inni hverfafélagsins sem fulltrúiSamfylkingarinnar í hverfisráðiÁrbæjar.

Ungmennahús, sam-göngur og íþróttamál

- Ungmennaráð Árbæjar og Grafarholts fundaði með hverfisráðum

Þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni í Árbæ og Grafarholti 2007. Efri röð frá vinstri: Helga Rakel Ómarsdóttir, Anna María Hrafnsdóttir, Gunnsteinn Lárusson, Arnar FreyrDagbjartsson. Neðri röð frá vinstri: Benedikt Benediktsson, Sveinbjörn Hávarsson, Katrín Þorgerður Jóhannsdóttir, Rakel Ingvarsdóttir.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar íÁrbæ og Grafarholti fór fram í Árbæjar-kirkju þann 29. mars sl. Átta nemendur úrÁrbæjar- Ártúns- Selás- og Ingunnarskólatóku þátt.

Í fyrstu lásu nemendur svipmyndir úr sög-

unni Sjáumst aftur.... eftir Gunnhildi Hrólfs-dóttur. Því næst lásu þeir ljóð eftir JónasHallgrímsson og að endingu lásu þau ljóð aðeigin vali. Í upphafi dagskrár og inn á milliatriða voru tónlistaratriði frá Tónskóla Sig-ursveins.

Óhætt er að segja að nemendur hafi staðiðsig vel og átti dómnefnd, að sögn formannshennar Sesselju Sigurðardóttur, erfitt með aðskera úr með sigurvegara.

En dómnefndin komst þó að niðurstöðu ogsigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni í

Árbæ og Grafarholti 2007 var Rakel Ingvars-dóttir frá Selásskóla.

Í öðru sæti varð Helga Rakel Ómarsdóttirúr Árbæjarskóla og í þriðja sæti SveinbjörnHávarsson, einnig úr Árbæjarskóla.

Rakel sigraði eftir harða keppni

24 ára Skagastrákur opnar eigið fyrirtæki að Stórhöfða 26:

Stóra upplestrarkeppnin í Árbæ og Grafarholti í Árbæjarkirkju:

Hreinn Örvar Hreinsson er aðeins 24 ára gamall en hefur þegar opnað sitt eigið fyrirtæki. ,,Verðin eru mjögsanngjörn og ég lofa góðri vinnu,’’ segir Hreinn Örvar. ÁB-mynd PS

,,Góð verð og vönduð vinna’’

Í lok mars var haldinn sameigin-legur fundur ungmennaráðs Ár-bæjar og Grafarholts, hverfisráðsÁrbæjar og hverfisráðs Grafarholtsog Úlfarsárdals. Fundurinn varhaldinn í Frístundamiðstöðinni Ár-seli. Að beiðni ungmennaráðsinsvoru þrjú mál á dagskrá;

1.Ungmennahús í Árbæ og Grafar-

holti. Rætt var um nauðsyn þess aðkoma á fót ungmennahúsi fyrirunglinga á aldrinum 16 - 19 ára.Fulltrúar ungmennaráðs voru á því

að eitt slíkt hús þyrfi fyrir bæðihverfin. Engin aðstaða er í dag íhverfunum fyrir unglinga á þessualdri og á hópamyndun sér stað í ogfyrir utan sjoppur.

2.Bættar almenningssamgöngur á

milli hverfa. Rætt var um nauðsynþess að bæta almenningssamgöng-ur á milli hverfanna og eins þyrftiað bæta samgöngur yfir í Grafar-vog. Fulltrúar ungmennaráðs teljanauðsynlegt að Strætó bs. taki til

endurskoðunar ferðatíðni hraðleið-arinnar S-5 um Árbæ þar sem húnhenti í mörgum tilfellum mjög illa.

3.Aukið íþróttastarf í Grafarholti.

Rætt var um bága íþróttaaðstöðu íGrafarholti og lítið framboð afíþróttum og þá sérstaklega fyrirunglinga 13 - 18 ára.

Fundurinn tókst í alla staði velog sköpuðust góðar umræður umþessi mál á fundinum.

ÁrbæjarblaðiðAuglýsingasími 587-9500

Fundur ungmennráðanna og hverfaráðanna þótti takast mjög vel.

Page 11: Arbaejarbladid 4.tbl 2007
Page 12: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðFréttir14

Umsóknir um frístundaheimili fyrir skólaárið 2007-2008

Umsóknir í frístundaheimilin íÁrbæ, Grafarholt og Norðlingaholtfyrir skólaárið 2007-2008 er orðnar417. Þetta eru 87,6% af öllum um-sóknum sem bárust fyrir skólaárið2006-2007 sem brátt er á enda.

Gera má ráð fyrir að umsóknirnarverði mun fleiri þar sem margir eigaenn eftir að sækja um. Ég vil þvíhvetja foreldra og forráðamenn aðsækja um sem fyrst. Sótt er um plássá frístundaheimili í gegnum Raf-ræna Reykjavík á slóðinniwww.rvk.is

Sækja þarf um dvöl fyrir hvertskólaár því börn skrást ekki sjálf-krafa á frístundaheimili milli skóla-ára.

Börn sem eru að hefja skólagönguhaustið 2007 og börn sem hafa sér-stakar aðstæður, skv. vinnureglumsem ÍTR setur sér, og sóttu um frí-stundaheimili fyrir 1. apríl 2007 hafaforgang um dvöl á frístundaheimil-um ÍTR frá og með næsta hausti.

Að lokum vil ég benda á að í hauster ekki hægt að tryggja að börn geti

hafið dvöl í frístundaheimili á fyrstaskóladegi, óháð forgangi, fyrr en tek-ist hefur að manna stöður frístunda-leiðbeinenda/ráðgjafa. Þrjú síðustuskólaár hafa verið biðlistar og í vet-

ur komust síðustu börnin af biðlist-unum inn í frístundaheimili í marssíðastliðnum.

Allar frekari upplýsingar eruveittar í Frístundamiðstöðinni Ár-

seli s: 567-1740.Kær kveðja.Elísabet Þ. AlbertsdóttirDeildastjóri barnasvið

1. Teg. 4124 Stærðir 36-42

2. Teg. 2062 Stærðir 40-47

3. Teg. 3112 Stærðir 36-42

Ítalskirgæðaskór

á dömur og herra

Allir með dempun

í hæl

SPÖNGINNI S: 587 0740MJÓDDINNI S: 557 1291GLÆSIBÆ S: 553 7060BORGARNESI S: 437 1240

4. Teg. 2076 Stærðir 39-47

www.xena.is

Skráning á sumarnámskeiðin 2007hjá ÍTR mun hefjast 7.maí í gegnumRafræna Reykjavík eins og skráningí frístundaheimilin á slóðinniwww.rvk.is. Þetta fyrirkomulag áskráningu er alveg nýtt sem gefurforeldrum og forráðamönnum tæki-færi til að skrá á námskeiðin þegarþeim hentar

Í Árbæ og í Grafarholti verða íboði hin hefðbundnu leikjanámskeiðfyrir 6-9 ára og smíðaverkstæði fyrir8-12 ára . Einnig verður boðið upp áný námskeið en það eru einnar vikuleikjanámskeið, eingöngu fyrir börnsem eru að byrja í 1.bekk í haust ogíþrótta- og ævintýranámskeið fyrir10-12 ára sem er mjög spennandikostur fyrir þennan aldurshóp semhefur áhuga á skemmtilegri afþrey-ingu í góðum félagsskap.

Í Norðlingaholti verður starfsræktsmíðaverkstæði fyrir 8-12 ára eins ogsíðastliðið sumar auk íþrótta- og æv-intýranámskeiðsins fyrir 10-12 ársem sagt var frá hér á undan.

Einnig viljum við minna á að leik-völlur við Malarás verður starfs-ræktur fyrir 2-6 ára eins og síðastlið-ið sumar.

Allar nánari upplýsingar verður

hægt að sjá í Sumarbæklingi ÍTRsem verður dreift í gegnum skólana

og í Frístundamiðstöðinni Árseli s:567-1740. Gleðilegt sumar!

Starfsfólk Frístundamiðastöðvar-innar Ársels.

Reiptog.

Bjössi skipstjóri.

Sumarið 2007 á vegum Frístundamiðstöðvarinnar Ársels

Það var haft eftir einum ráðherravið undirritun samkomulags ríkis-stjórnarinnar og Landssambands eldriborgara síðastliðið sumar að "´átök viðeldri borgara er eins og að deila við for-eldra sína". Það eru orð að sönnu.

Sterkur málflutningurEldri borgarar hafa á síðari árum

myndað sterka rödd og öflugt þrýstiafltil að koma áherslumálum sínum áframfæri við stjórnvöld og stjórnmála-flokka. Áhyggjuefni þeirra hafa snúiðbæði að kjörum og aðbúnaði aldraðraþegar heilsa og geta til sjálfsbjargarbrestur. Í þessari grein er fjallað umkjör eldri borgara.

Ólíkir hagsmunirEldri borgarar eru ekki einsleitur

hópur og aðstæður þeirra, vilji og getaer jafn mismunandi og þeir eru margir.Áhersluatriðin eru því margvísleg ogsnerta hvern einstakling og hver hjónmeð mismunandi hætti. Því bera bar-áttumál eldri borgara merki.

ÁhersluatriðinEldri borgarar hafa bent á órétt-

mæti þess að greiða eignaskatt á skuld-laust eða skuldlítið eigin húsnæði.Þeir hafa lagt áherslu á auknar ráð-stöfunartekjur með hækkun lífeyris al-mannatrygginga og hækkun skattleys-ismarka. Þeir hafa viljað minnkatekjutengingar lífeyris almannatrygg-inga við eigin tekjur úr lífeyrissjóði,við atvinnutekjur og tekjur maka. Þáhafa þeir lagt áherslu á að bæta hagþeirra sem hafa minnstar tekjur, enþað eru þeir sem hafa aflað sérminnstan rétt úr lífeyrissjóðum.

Margt hefur áunnist og stórir áfang-ar eru framundan

Skattar aflagðir og lækkaðirEignaskattur var aflagður á kjör-

tímabilinu. Hann gat lagst þungt áeldri borgara, en stærstur hluti þeirrabýr í eigin húsnæði, skuldlitlu eðaskuldlausu. Tekjuskattur og virðis-aukaskattur á matvæli hafa veriðlækkaðir og skattleysismörk hækkuð.Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa

aukist um 60% frá árinu 1995. Óskert-ur lífeyrir almannatrygginga hefur fráárinu 2005 hækkað um 17% hjá ein-hleypum og 22% hjá hjónum eða sam-búðaraðilum.

Launatekjur hafi ekki áhrif á lífeyri300 þúsund króna frítekjumark á ári

vegna eigin atvinnu-tekna ellilífeyrisþegavar tekið upp um síð-ustu áramót. VerðiSjálfstæðisflokkur-inn áfram í ríkis-stjórn, geta eldriborgarar frá 70 áraaldri unnið að vild,án þess að það skerðilífeyri almannatrygginga. Þá hefurtekjutenging milli hjóna verði minnk-uð verulega, sem hefur sérstaklegabætt hag kvenna, því makar þeirrahafa yfirleitt haft hærri tekjur ogmeiri rétt í lífeyrissjóði, sem hefur haftáhrif til lækkunar lífeyris almanna-trygginga hjá konum. Verði Sjálfstæð-isflokkurinn áfram við völd, munu

hvorki lífeyrissjóðstekjur og né launa-tekjur maka frá 70 ára aldri hafa áhrifá lífeyri almannatrygginga hjá hinummakanum.

Skerðingar lækkaumtalsvert

Skerðingarhlutfall

lífeyris almannatrygg-inga vegna annarratekna voru á árinu 2003 lækkaðar úr67% í 45% og síðan aftur í tæp 40% umsíðustu áramót. Gangi tillögur Sjálf-stæðisflokksins eftir mun skerðingar-hlutfallið fara í 35%. Fyrir 2003 vorutekjutengingar við lífeyri almanna-trygginga með þeim hætti að hverjar

10 þúsund króna tekjur úr lífeyrisjóðieða vegna atvinnu viðkomandi lækk-uðu lífeyri almannatrygginga um 6700krónur. Fari hlutfallið í 35% , munuhverjar10 þúsund króna tekjur úr líf-eyrissjóði,- en ekki atvinnutekjur-,hafa áhrif til skerðingar á lífeyri al-manntrygginga um 3500 krónur. Þettaer stór áfangi.

Kjör verst settu verða bættSíðast en ekki síst mun Sjálfstæðis-

flokkurinn beita sér fyrir að bæta kjörþeirra eldri borgara sem verst erusettir með að tryggja þeim að lágmarki

25 þúsund króna tekjur úrlífeyrissjóði til hliðar við líf-

eyri almannatrygginga.Það skiptir þá miklu.

Sátt við eldri borgaraSjálfstæðisflokkur-

inn kynnti þessar tillög-ur sínar á landsfundisínum helgina 12.-15.maí, en þær voru unnar

í samstarfi við fulltrúaLandssambands eldri borg-ara og Samtök eldri sjálf-

stæðismanna. Viðbrögð eldri borgarabenda til þess að með því hafi skapastsátt. Það er sérstakt fagnaðarefni ogvegvísir fyrir Sjálfstæðisflokkinn tiláframhaldandi góðra verka, þjóðinnitil farsældar. Ásta Möller

Í sátt við eldri borgaraÁsta Möller, frambjóð-andi Sjálfstæðisflokks-ins til alþingis, skrifar:

Page 13: Arbaejarbladid 4.tbl 2007
Page 14: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

Öldruðum íslendingum mun fjölgaverulega á næstu árum, þeir eru nú34 þúsund eða um 12% þjóðarinnaren verða 27% landsmanna eða 109þúsund manns árið 2050 skv. skýrsluSamtaka atvinnulífsins sem gefinvar út nú í apríl. Gert er ráð fyrir þvíað ævi fólks haldi áfram að lengjastog um leið sá tími sem fólk nýtur líf-eyris. Fjölgun aldraðra í vestrænumsamfélögum hefur orðið til að stór-auka áhuga á rannsókum og þekk-ingu á öldrun. Nýjar rannsóknirleiða í ljós að vinna má gegn hrörnunheilans á svipaðan hátt og líkams-hreyfing, hollt mataræði og góðarlífsvenjur vinna gegn hrörnun lík-amans.

Í febrúar sl. var haldin ráðstefna ávegum áhugamanna um málefnialdraðra undir yfirskriftinni: Eröldrun úreld? Þar fjölluðu ýmsir að-ilar og meðal þeirra heimsþekktirfræðimenn um tækifærin sem felast íöldrun þjóðarinnar. Margt af þvísem þar kom fram styður breytt við-horf vestrænna samfélaga til öldrun-ar, þar bar hæst rannsóknir Dr. Elk-honon Goldberg prófessors í tauga-fræði við læknadeild New York há-skóla á þróun heilans. Með nýjumrannsóknaraðferðum og tækni hefurverið sýnt fram á kosti hins aldraðaheila umfram þá sem yngri eru.Rannsóknir sýna að sérfræðiþekk-

ingu er viðhaldið og verður hún oftdýpri og öflugri en áður, nýjar víddirog tengingar halda áfram að myndastí heilanum. Víðsýni í tíma og rúmitengist líka öldrun og viska reynsl-unnar tekur mið af langtímasýn þarsem lausn vandamála verður oft ein-faldari og skynsamlegri en hjá þeimsem eru yngri og hraðari.

Ýmislegt bendir til þess að við get-um hvert okkar um sig haft munmeiri áhrif á virkni heilans og heil-brigði en áður var talið. Rannsóknirbenda til þess að besta leiðin til aðnýta okkur sveigjanleika og aðlögun-arhæfni heilans sé að virkja hugannsem mest, falla ekki í rútínugryfju,fást við ný verkefni og taka þátt í svo-kallaðri heilarækt (sbr. líkamrækt).Við getum hvert um sig stuðlað aðheilbrigri öldrun því hún væri ekkisíst afleiðing góðrar hreyfingar, for-varna, áreynslu á heilann, tilfinn-ingaþjálfunar og félagsþátttöku. Þeirþættir sem hafa forvarnargildi ogeru góðir fyrir hjartað eru einniggóðir fyrir heilann, gott blóðflæði ogsúrefni til heilans er mikilvægt. Mik-ið er unnið með forvörnum, líkams-rækt og heilarækt, þannig má frestaöldrunarsjúkdómum og ýmsumhrörnunarsjúkdómum.

Í ljósi nýrrar þekkingar er ljóst aðgrundvallarbreytinga er þörf á við-

horfum okkar til öldrunar.Sem þjóð höfum við Íslendingar

sögulegt tækifæri til marka nýjasóknarstefnu í málefnum aldraðra ogtaka forystu á alþjóðavísu. Stefnanverður að vera skýr, gegnsæ og for-dómalaus. Við þurfum því að skoðaþjónustu við eldri borgara meðbreyttar forsendur að leiðarljósi ogleggja áherslu á aukið samráð viðnotendur þjónustunnar. Skoða þarfhvernig unnt er að tryggja aðkomunotenda að stefnu-mótun, uppbygg-ingu og fram-kvæmd þjónust-unnar svo að húnkomi sem best tilmóts við þarfirfólks hverju sinni.

Uppgjör við ald-ursfordóma ereinn mikilvægastiliðurinn í jafnréttisbaráttu fyrir fé-lagslegu réttlæti aldraðra. Við meg-um ekki láta nægja að hlúa að eldriborgurum, heldur auðsýna þeim til-hlýðilega virðingu og skapa nauð-synlega umgjörð til þess að hver ogeinn geti notið sín til fulls og nýttmeð virkum hætti þá möguleika semfelast í því að vera kominn til vits ogára. Rökrétt er að nýta þekkingu ogreynslu þeirra sem eldri eru og því ereðlilegra að líta á öldrun þjóðar sem

auðlind en sem vandamál. Kominn ertími til að laða þá aldraða sem hafa tilþess getu og vilja inn á atvinnumark-aðinn í stað þess að beina þeim mark-visst út af honum.

Á nýafstöðnum landsfundi Sjálf-stæðisflokksins lýsti Geir H. Haardeþví viðhorfi að einstaklingar sem náðhafa 70 ára aldri hafi skilað sínuvinnuframlagi tilsamfélagsins og kjósi

hann að afla sértekna á vinnumarkaði eftir það, hafiþær engin áhrif á lífeyrisgreiðsluralmannatrygginga. Sjálfstæðisflokk-urinn vill þannig beita sér fyrir þvíað tekjutenging launatekna 70 ára ogeldri við lífeyri almannatryggingaverði að fullu afnuminn.

Það er metnaðarmál að búa eldriborgurum sem bestar aðstæður ogveita fólki þjónustu í samræmi við

einstaklingsbundnar þarfir, þetta erafar mikilvægt því við vitum öll aðþarfir þeirra 34 þúsund sem nú telj-ast eldri borgarar eru afar mismun-andi. Virða á sjálfræði eldri borgaravið val á þjónustu þegar þeir þurfa ástuðningi samfélgasins að halda.Þetta á ekki síst við um búsetuúr-ræði, félagslega þjónustu og hjúkrun-arþjónustu til að styðja við sjálfstæað

búsetu eins lengi og kosturer. Biðlistum á að útrýma

þeir eru smánarblettursamtímans,

Sjálfstæðisflokkur-inn mun beita sér fyrireinstaklingsmiðaðriþjónustu og útrýmingubiðlista. Einnig er gertráð fyrir að allir eldriborgarar njóti lífeyrisfrá lífeyrissjóði. GeirH. Haarde nefndi á

landsfundi kr. 25 þúsundkrónur að lágmarki á mánuði. Þá ergert ráð fyrir að minnka enn frekarskerðingarhlutföll vegna annarratekna úr tæplega 40% í 35%. Fái GeirH. Haarde fyrir hönd Sjálfstæðis-flokksins umboð til að stýra næsturíkisstjórn landsmanna er ljóst aðmálefni eldri borgara verða í for-grunni. Flokkurinn boðar ábyrgavelferðarstefnu á traustum grunni.

Guðfinna S. Bjarnadóttir

ÁrbæjarblaðiðFréttir16

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Erum að byrja skráningu á fléttunámskeið fyrir foreldra!

Verðum með eitt námskeið hannað fyrir pabba!

Upplýsíngar í síma 5676330

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Tækifæri felast í öldrun þjóðarinnar

Guðfinna S. Bjarna-dóttir, frambjóðandiSjálfstæðisflokksins til alþingis, skrifar:

Page 15: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

Árbæjarblaðið Fréttir17

Stórsýning fyrir veiðimenn í Smárlind 5.-6. maí:

Flugunetverslunin Krafla.is er ámeðal þátttakenda á stórsýningu fyr-ir stangaveiðimenn og skotveiði-menn sem verður í Smáralind dag-ana 5. og 6. maí nk.

Fjölmörg fyrirtæki og verslanirsína vörur sínar á sýningunni og erbúist við að veiðimenn fjölmenni ásýninguna sem verður opin frá kl.11.00 til 18.00 báða dagana.

Nú þegar vertíð stangaveiði-manna er handan við hornið er réttitíminn til að huga að veiðisumrinu. Ísýningabás Krafla.is í Smáralindverður boðið upp á landsfrægar sil-ung- og laxaflugur. Um er ræða afarsterkar og fengsælar flugur sem allareru íslensk hönnun og hafa reynstveiðimönnum mjög vel í gegnum ár-in. Við skorum á veiðimenn sem ætlaá sýninguna að líta við í sýningarbásKrafla.is

Sýningin verður annars mjög fjöl-breytt. Fyrirtæki verða með tilboð áveiðivörum, kastsvæði verður til

staðar fyrir þá sem þess óska, skots-væði, sýndir verða veiðibílar ogveiðifjórhjól auk þess sem spenn-

andi fyrirlestrar verða í boði ogveiðihappadrætti.

Krafla.is

Lax á leið í land í Hofsá í fyrra. Krafla orange í kjftvikinu.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort þaðvar heppni eða fyrirhyggja sem orsakaði þaðað við Íslendingar duttum niður á lífeyrissjóð-skerfið sem við búum við. Hvort heldur sem er,og sennilega var það nú fyrirhyggja sem réðiför, þá eru lífeyrissjóðirnir okkar og stærðþeirra einn helsti styrkur íslensks samfélags.Það eru ekki mörg lönd í veröldinni sem hafanáð að koma sér upp svona öflugum lífeyris-sjóðum eins og okkur hefur tekist, það er einnahelst Sviss sem sýnt hefur viðlíka forsjálni íþessum málum og eru þeir annálaðir í slíkumefnum.

Ef við klúðrum nú ekki málum munu lífeyr-issjóðirnir okkar gjörbreyta kjörum eldri borg-ara eftir rúman áratug, greiðslur þeirra verðamyndarlegar og hlutur ríkisins í framfærsluellilífeyrisþega mun minnka hlutfallslega. Þeg-ar þetta er borið saman við ástandið eins ogþað er í flestum ríkjum Evrópu þá megum viðÍslendingar vera mjög bjartsýn. Flestar þjóðirEvrópu standa frami fyrir því að vera að eldasthratt og lífeyrsissjóðskerfin þeirra eru meiraog minna ónýt. Flest ríkin munu þurfa aðdraga úr greiðslum til eldri borgara og hækkaskatta til að standa undir núverandi skuldbind-inum. Velferðarkerfi Evrópu eru því veik þeg-ar litið er áratug eða svo fram í tímann og það

verður vandasamt verk fyrir evrópska stjórn-málamenn að leysa þann vanda sem við blasir.Við Íslendingar megum á hinn bógin væntaþess að geta jafnt og þétt aukið þjónustu viðeldri borgara og greitt hærri lífeyri og án þessað þurfa að hækka skatta.

Framtíðin er því björt hjá okkur. En nú erhópur eldri borgara sem ekki átti þess kost aðgreiða í lífeyrissjóð þannig að gagn væri af ogsá hópur býr sannarlega við rýr kjör. Þessi hóp-ur fólks mun einungis að litlum hluta njótastyrks lífeyrissjóðanna og því lítil hjálp fyrirþá einstaklinga þótt við stöndum vel þegar tilframtíðar er litið. Þess vegna hafa margir vilj-að leita leiða til að hjálpa þessum hópi sérstak-lega, án þess að um leið væri verið að færa pen-inga til þess hóps eldri borgara sem hefur þaðbest.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins voru til-lögur Geir Haarde um málefni aldraðra sam-þykktar. Ein af tillögum hans var sú að ríkiðtryggði þeim sem ættu engan eða lítinn lífeyr-issjóð ákveðnar lágmarks lífeyrisgreiðslur.Með þessar aðferð Geirs næst sá árangur aðhópur aldraðra sem þarf mest á aðstoð aðhalda fær hana og þannig nýtum við pening-ana best. Eftir því sem sá hópur sem á lítinn líf-

eyrissjóð eldist, fækkar þeim sem þurfa þessasérstöku greiðslu og þeim fjölgar á móti semeiga góðan lífeyrissjóð.

Margir þeir sem eldri eru vilja gjarnanvinna áfram ef þeir eiga þess kost og hafa tilþess heilsu. Vinnan er ekki bara til að aflatekna, á vinnustaðnum eigum við okkar félags-skap og í ævistarfinu er fólgið miklu meira enbara það mæta í vinnuna. En það er samtþannig að viðviljum öll fáumbun fyrirokkar störf,launin skiptamáli. Það ermjög letjandifyrir eldriborgara eflaunin verðaþess valdandiað greiðsluralmannatrygginga skerðast mjög mikið. Und-an þessu hafa margir aldraðir kvartað og viljaðfá breytingu á.

Geir Haarde lagði einnig til að þeir semorðnir eru sjötugir geti unnið launaða vinnu,ef þeir vilja, án þess að launin skerði lífeyri frá

Tryggingastofnun. Að baki liggur sú hugsun aðþegar fólk er komið á þennan aldur þá hafi þaðskilað vel sínu framlagi til samfélagins og þvísé ekki ástæða til að skerða greiðslur til þeirravegna tekna. Jafnframt lagði Geir til að al-mennar skerðingar í almannatryggingakerf-inu verði lækkaðar um 40% í 35% sem fyrst.Þetta tvennt mun gerbreyta aðstæðum þeirra

eldri borg-ara sem geta

og viljavinnaeftir aðeftir-launa-aldri ernáð.

Til-lögurSjálf-stæðis-

flokksinsganga því út á tvennt: Bæta stöðu þeirra semminnst hafa í hópi eldri borgara og gera þeimsem vilja halda áfram að vinna auðveldara fyr-ir.

llugi Gunnarsson

Bætt kjör eldri borgara

Illugi Gunnarsson,frambjóðandi Sjálf-stæðisflokksins til alþingis, skrifar:

Flugur frá Krafla.isá frábæru tilboði

Fallegar bleikjur sem veiddust á silungaflugur frá Krafla.is í fyrra.Flugurnar verða ásamt laxaflugum á tilboðsverði í Smáralindinni. 10 og 12 punda laxar sem fengust á rauða og orange Kröflur í Stóru Laxá í fyrra.

Page 16: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðFréttir18

Tölvubúnaður – EftirlitsmyndavélarÞjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

BST Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760 www.bst.is

Atvinnuhúsnæðióskast til leiguCa 50-80 fermetra

verslunar- eða skrifstofuhúsnæði

óskast til leigu.Uppl. í síma 699-1322 / 698-2844

Spönginni

Sími: 5 700 900

Tek að mér þrif í heimahúsum

Uppl. í síma 698-1316

Árbæingar fundvísir ápáskaeggin í Elliðaárdal

Sjálfstæðisfélögin í Árbæ ogBreiðholti stóðu fyrir páskaeggjaleití Elliðaárdal laugardaginn 7. apríl.Fjöldi fólks mætti þó veðrið hefðiekki ekki verið upp á það besta, rokog rigning.

Talnaglöggir menn á svæðinutöldu að um 1000 manns hafi mætt íElliðaárdalinn. Alls voru um 1400páskaegg afhent fundvísum ogáhugasömum gestum sem eins og áð-ur sagði létu leiðinlegt veður síðuren svo aftra sér frá því að mæta.

Efnt var til ,,húlla hopp’’ keppni ogsigruðu systkynin Katrín og UnnarGunnarsbörn keppnina.

Um 1000 manns mættu í páskaeggjaleitina þrátt fyrir leiðinlegt veður.

Þessi voru til í slaginn en alls fundu áhugasamir gestir um 1400 páskaegg.

Þátttakendur voru vel búnir og létu veðrið ekki aftra sér.

Page 17: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

19

Árbæjarblaðið Fréttir

Kjaftað fram á rauða nótt

Samfylkingin vill heilsugæslu, hverfisþjón-ustu og lögreglu undir eitt þak í Árbæ

Eftir áralanga baráttu hillir núundir byggingu nýrrar og stærriheilsugæslu fyrir Árbæjarhverfi.Samfylkingin fagnar þessu sérstak-lega en stækkun heilsugæslunnarhefur verið sérstakt baráttumálokkar í hverfisráði Árbæjar undan-farin ár. Loks hafa ítrekaðir fundirmeð forystu heilsugæslunnar ogheilbrigðisráðuneytisins skilað ár-angri.

Nú er ráðgert að ný heilsugæslamuni verða fullbúin á næsta ári og áhún að rísa á lóð sem heilsugæslanfékk úthlutað fyrir meira en áratugvið nýja þjónustukjarnann viðHraunbæ. Sérstaklega mikilvægt erað nýta þetta tækifæri til fulls fyrirhverfið og þjónustu þess.

Alhliða þjónustumiðstöðEinsog ítrekað hefur komið fram

á hverfafundum borgarstjóra í Ár-bæ undanfarin ár hefur Samfylking-in beitt sér fyrir því undanfarinmisseri að í hinu nýja húsnæði sam-einist undir einu þaki heilsugæsla,þjónustumiðstöð hverfisins sem núer í Orkuveituhúsinu og aðseturhverfislöggæslu Árbæjar- og Grafar-holts. Mikilvægt er að nýr meiri-hluti í Reykjavík fylgi þessumáherslum ekki síður eftir. Því var til-laga þess efnis að teknar verði uppformlegar viðræður um þessi mállögð fyrir borgarráð á 30 ára afmæliheilsugæslunnar í Árbæ, 12. apríl sl.Með samþykkt þessa gætu hverfis-búar leitað eftir allri þjónustu hverf-

isins undir einu þaki óháð því hvortviðkomandi verkefni heyri undirríki eða borg.

Einstakttækifæri

Sameiginlegthúsnæði heilsu-gæslu og þjón-ustumiðstöðvarÁrbæjar og Graf-arholts hefurverið hugmynd-in allt frá þvíþjónustumiðstöðÁrbæjar opnaði í leiguhúsnæði hjáOrkuveitu Reykjavíkur fyrir fáein-um árum. Þótt lóð heilsugæslunnar

sé skammt undan er hún aðgengi-legri auk þess að vera örfáa metrafrá hinu nýja úti-búi borgarbóka-safnsins í Árbæ og

þjónustukjarnan-um, Ásnum. Það væri mikil skamm-sýni að láta þetta einstaka tækifæri

úr greipum sleppa til að hafa "allt áeinum stað". Sameiginleg staðsetn-

ing þjónustunnar værieinnig til marks um fram-sýni þar sem framtíðarsýn

borgarinnar er sú aðinnan fárra ára verðiheilsugæsla og önnurverkefni sem nú eru áhendi ríkisins á ábyrgðborgarinnar. Gæti ný al-hliða þjónustumiðstöðsem innihéldi heilsu-gæslu í Árbæ varðaðveginn til framtíðar fyr-ir önnur hverfi borgar-

innar í þessum efnum.Höfundur á sæti í

hverfisráði Árbæjar

Dagur B. Eggertsson,oddviti Samfylkingar-innar í borgarstjórn,skrifar:

Hlaupið á eftir bolta. Það var tekið á því á æfingu. Hér má sjá þærRagnhildi, Rebekku, Margréti og Sunnu berjast um boltann.

Foreldri að gefa epli og appelsínur. Svona ferðir verða ekki farnar, néannað, nema með öflugum stuðningi foreldra. Hér er Níels að sjá tilþess að allir séu fullir af orku.

Það var hvasst á Laugarvatni þegar stelpurnar komu á staðinn. Þær létu það þó ekki á sig fá og stylltu sérupp fyrir myndatöku.

Innimynd um kvöld. Á kvöldvökunni skemmtu stelpurnar hver annari með heimatilbúnum skemmiatriðum.Hér sérst hluti af hópnum með þjálfurunum, Guðrúnu Ásu og Natasha.

Reglulega er farið í keppnis- eðaæfingaferðir á vegum yngri flokkaíþróttafélaganna. 5. flokkur kvenna íknttspyrnu hjá Fylki fór eina slíkaferð um síðustu helgi.

Þar var að sjálfsögðu æfður fót-bolti og teknar þrekæfingar, bæði úti

og inni. Stelpurnar gáfu sér líkatíma til að skemmta sér, fara í sund,halda kvöldvöku og kjafta fram árauða nótt. Hvað þar var rætt færenginn að vita. En þar var örugglegagaman.

Page 18: Arbaejarbladid 4.tbl 2007

FYLKIR

Sumardagurinn fyrsti!

Fjölskylduhátíð BYRS í ÁsnumSumardagurinn fyrsti 19. apríl 2007

Hlökkum til að sjá ykkur!

DY

NA

MO

REY

KJA

VÍK

12:00 Hátíðin sett12:10 Töframaðurinn Jón Víðis12:20 Rapparar úr Árbænum12:30 Dansatriði frá ICESTEPP danshópi12:40 Ungum Árbæingum afhent viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum12:50 Ingó úr IDOL og Gummi litli bróðir hans stíga á svið

14:00 Allir á völlinn - leikur á Fylkisvelli

BYR | Hraunbæ 119 | Aðalsími 575 4000 | Þjónustuver 575 4100 | [email protected] | www.byr.is

Hoppukastali fyrir yngri kynslóðinaFylkismenn grilla SS-pylsur fyrir veislugestiKleinur í boði ÁrbæjarbakarísCoke Zero í boði Vífilfells