1. tbl. 2013

36
Mynd/RaggiÓla GRETA SALÓME MOSFELLINGUR ÁRSINS 2012 Söngkonan og fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir er búin að eiga ævintýralegt ár. Hún bræddi hjörtu landsmanna í söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva og nú er hún búin að gefa út sína fyrstu plötu sem ber nafnið In the Silence. Fyrir jólin var Greta ein aðalstjarnan á árlegum tónleik- um Frostrósa. Þá kláraði hún mastersnám í tónlist frá Listaskóla Íslands síðastliðið vor og stefnir enn hærra. 6 RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] NÝ HEIMASÍÐA - WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun Krókabyggð - endaraðhús EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is 586 8080 1. TBL. 12. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS MOSFELLINGUR

Upload: mosfellingur

Post on 26-Mar-2016

259 views

Category:

Documents


11 download

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Mosfellingur. 1 tbl. 12. árg. Fimmtudagur 10. janúar 2013. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós.

TRANSCRIPT

Page 1: 1. tbl. 2013

Mynd/RaggiÓla

Greta Salóme

mosfellingur

ársins 2012

Söngkonan og fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir er búin að eiga ævintýralegt ár. Hún bræddi hjörtu landsmanna í söngva-keppni evrópskra sjónvarpsstöðva og nú er hún búin að gefa út sína fyrstu plötu sem ber nafnið In the Silence. Fyrir jólin var Greta ein aðalstjarnan á árlegum tónleik-um Frostrósa. Þá kláraði hún mastersnám í tónlist frá Listaskóla Íslands síðastliðið vor og stefnir enn hærra. 6

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Krókabyggð - endaraðhús

eign viKunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

1. tbl. 12. árg. fimmtudagur 10. janúar 2013 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGUR

Page 2: 1. tbl. 2013

R e s t a u R a n t - B a R - s p o R t B a R

Vottorð fyrir burðarVirkismælingar

www.isfugl.is

MOSFELLINGUR

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar GunnarssonRitstjórn: (blaðamenn og ljósmyndarar)Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, [email protected] Þór Ólason, [email protected] Örnólfsdóttir, [email protected]: Landsprent. Upplag: 4.000 eintökDreifing: Íslandspóstur. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.Próförk: Ingibjörg ValsdóttirTekið er við aðsendum greinum á [email protected]

og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar

skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Umsjón: Birgir D. Sveinsson ([email protected])

Gretu Salóme ættu flestir að kann-ast við eftir hreint ævintýralegt

ár hjá henni. Árið 2012 var vægast sagt viðburðaríkt hjá þessum 26 ára

gamla Mosfellingi. Á nánast einni nóttu kom hún eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf. Sigraði söngvakeppni sjónvarpsins í febrúar og framhaldið þekkja

flestir. Stóð sig vel á stóra sviðinu í

Bakú og hefur haft meira en

nóg að gera síðan.

Við höfum ákveðið að heiðra hana með nafnbótinni Mosfellingur

ársins sem hún er vel að komin. Þetta er í áttunda sinn sem bæjarblaðið Mosfellingur stendur fyrir þessu vali.

Eftir rúmar tvær vikur fer fram þorrablót Aftureldingar. Blótið

er orðið að einni stærstu fjáröflun félagsins og ber að hafa það í huga. Því hvet ég Mosfellinga sem og aðra til að fjölmenna og halda þessum skemmtilega menningarviðburði í Mosfellsbæ við lýði sem lengst. Sjáumst laugardaginn 26. janúar.Áfram Afturelding!

Til hamingju Greta Salóme

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

héðan og þaðan

MOSFELLSPÓSTUR í janúar 1988!Fréttin segir okkur að Mosfellingar hafa í 26 ár kvatt jól með myndarlegri álfabrennu en fjölskyldur og vinafólk safnast gjarna saman að þessu tilefni. Á myndinni sjást nokkrir félagar Skólahljómsveitar og álfakóngur.Frá vinstri eru: Margrét Árnadóttir, Áslaug Björnsdóttir, Þór-

unn Lárusdóttir, Harpa Birgisdóttir, Eyþór Árnason, Berglind Hilmarsdóttir, Birgir D. Sveinsson, Gunnhildur Kristinsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Sverrir Sverrisson, Kolbeinn Sigur-jónsson, Finnur Þórarinsson, Hjörleifur Jónsson, Gunnar Þorsteinsson og Erlingur Kristjánsson, sem verið hefur í hlutverki álfakóngs fram til þessa.

Page 3: 1. tbl. 2013

FálkahöFði - 3ja herbergja íbúð

bugðutangi

SvöluhöFði

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

áSholt

586 8080

selja...www.fastmos.is

586 8080 Sími:

bleSabakki

engjavegur

klapparhlíð

Skeljatangi

arnarhöFði

Sólbakki Miðholt

vantar eignir á Skrá!

Page 4: 1. tbl. 2013

HelgiHald næstu vikna

sunnudagur 13. janGuðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00Sr. Skírnir Garðarsson

sunnudagur 20. janGuðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

sunnudagur 27. janGuðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00Sr. Skírnir Garðarsson

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

Laxnes innleiðir nýtt gæðastjórnunarkerfiHestaleigan Laxnes er fyrst hesta-leiga til að innleiða Vakann, nýtt gæða- og öryggiskerfi sem Ferða-málastofa hefur sett á laggirnar. Hugmyndin er að með auknum ferðamannastraumi þurfi fyrirtæki á öllum sviðum ferðamennskunar að uppfylla vissa staðla og fullvissa þannig ferðamanninn um að fyrirtækið sem hann verslar við sé öruggt. „Kerfið er ekki lögbundið, en með þátttöku er tryggt að ferðaskrif-stofur og viðskiptavinir sem eru að velta fyrir sér að fara á hestbak geti gengið að því að við séum öruggt fyrirtæki að versla við. Það er síðan liður í auknu úrvali af ferðum sem við erum að bjóða. Að auki erum við búin að tífalda umferð um heima-síðuna okkar síðasta árið. Þetta árið verður fastur afsláttur af verðum á netinu í tilefni 45 ára afmælis fyrirtækisins. Meðfram því erum við að auka úrval á lengri ferðum og Viðey verður í stóru hlutverki í ár,“ segir Haukur Þórarinsson sem sést á myndinni ásamt föður sínum Þórarni Jónssyni veita viðurkenn-ingu Vakans viðtöku.Nánar um Vakann á www.vakinn.is.

Mosfellingar geta tekið þátt í kjörinuÍ ár gefst bæjarbúum í fyrsta skipti kostur á, ásamt aðal- og varamönn-um í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012. Kosningin fer fram á vef Mosfellbæjar www.mos.is dagana 7. - 18. janúar. Velja skal einn karl og eina konu. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 24. janúar kl. 19 í íþróttamiðstöðinni að Varmá.Í miðopnu blaðisins má sjá kynn-ingu á því íþróttafólki sem tilnefnt er og afrekum þeirra á árinu. Fjórar konur og fjórir karlar eru í kjörinu.

Þorrablót Aftureldingar fer fram í íþróttahúsinu að Varmá laug-ardaginn 26. janúar. Þorrablótið er stærsti menningarviðburður sem haldinn er í Mosfellsbæ ár hvert og er orðin hefð hjá mörgum vinahópum, vinnustöðum og félagasamtökum að mæta á blótið.

„Nú þegar hefur borist fjöldi fyrirspurna um miða og það er greinilega góð stemmning fyrir blótinu. Allur ágóði rennur til barna- og unglingastarfs Aftureldingar og hvetjum við sérstaklega foreldra barna úr félaginu til að koma og eiga góða kvöldstund saman. Sú nýbreytni var í fyrra að hópunum bauðst að koma á laugardeginum og skreyta boðin sín. Þetta heppnaðist vel og var mikill metnaður í borðskreytingum. Að öllum öðrum ólöstuðum voru stelpurnar á Aristó og þeirra fylgifiskar flottastar,“ segir Rúnar Bragi Gunnlaugsson forseti þorrablótsnefndar.

„Þetta er í sjötta sinn sem þorrablótið er haldið í þessari mynd en dagskráin er með hefðbundnu sniði, Vignir í Hlégarði sér um þorra-matinn og verður einnig með létta rétti fyrir þá sem ekki treysta sér í þorrann. Ingvar Jónsson sem gerði garðinn frægan með Pöpunum er veislustjóri, Stormsveitin tekur lagið, minni karla og kvenna verður flutt af skemmtilegum Mosfellingum og ekki má gleyma hinum vinsælum skjáauglýsingum. Svo munu hinir mosfellsku

Timburmenn hita upp fyrir Buffið sem leikur fyrir dansi,“ segir Rúnar Bragi. Forsala miða er á Hvíta Riddaranum, borðapantanir fara fram sunnudaginn 20. janúar á milli 17-18 með sama hætti og undanfarin ár. Mosfellingar eru hvattir til að mæta, skemmta sér með sveitungum sínum og styrkja Aftureldingu í leiðinni. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Facebooksíðu þorrablótsins.

Risa-þorrablót Aftureldingar fer fram í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 26. janúar

Mikil stemning fyrir þorranum

Stelpurnar á ariStó með flottuStuborðSkreytingarnar í fyrra

Fyrsti Mosfellingur ársins fæddist á Landspítalanum þann 3. janúar 2013. Það var stúlka sem mældist 11,5 merkur og 50 cm. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Jenný Lárusdóttir og Guðbjörn Óli Eyjólfsson, og búa þau í Klapparhlíð 18. Stúlkunni hefur verið gefið nafnið Hjördís Anna en hún er annað barn foreldra sinna. Fyrir eiga þau Eyjólf Lárus sem verður 6 ára þann 5. febrúar. „Hún átti að koma í heiminn þann 30. desember en vildi greinilega fæðast 2013. Það eru allir alsælir með hana, sérstaklega stóri bróðir hennar,“ segir Ingibjörg Jenný. Mosfellingur óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkuna.

Hjördís Anna kom í heiminn fimmtudaginn 3. janúar 2013

fyrsti Mosfellingur ársins

SyStkinineyjólfur láruSog hjördíS anna

Ósýnilegi vinurinnBarna- og fjölskylduleikrit í Lágafellskirkju.Í sunnudagaskólanum sunnudaginn 13. janúar kl. 13:00 mun Stopp-leikhópurinn sýna barna- og fjölskylduleikritið „Ósýni-legi vinurinn”.Leikritið fjallar um tvo vini sem leika sér mikið saman. Annar á líka ósýnilegan vin sem er bæði stór og sterkur og alltaf tilbúinn að hjálpa vinum sínum. Einstakt tækifæri til að sjá skemmtilega sýningu.AÐGANGUR ÓKEYPIS - ALLIR VELKOMNIR

ljósakórinn, barnakór á vegum bæjar og kirkjuBörn í 5. - 8. bekk. Mikil færni og metnaður.Æfir í Listaskóla Mosfellsbæjar mánudaga 14:30 - 15:30 og annan hvern föstudag 15:15 - 16:15 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar.

Nánari upplýsingar gefur Berglind Björgúlfsdóttir, kórstjóri. s. 6607661, [email protected]

kirkjukór lágafellssóknar getur bætt við sig, einkum í karlaraddir.

Margt skemmtilegt á döfinni, s.s Færeyjaferð í vor.Hress og skemmtilegur kór, starfar af áhuga og metnaði.

Upplýsingar hjá Arnhildi organista, s. 6987154, [email protected].

Gestur selur handrit til HollywoodHandritshöfundurinn Gestur Valur Svansson er um þessar mundir að ganga frá stórum samningi í Hollywood. Happy Madison, fyrirtæki stórleikarans Adam Sandler, hyggst kaupa handrit af Gesti og Sandler sjálfur mun leika aðalhlutverkið. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Íslendingur selur handrit beint til Hollywood að sögn Gests. Myndin sem um ræðir heitir Síðasta fullnægingin, eða The Last Orgasm. Gestur er með samningin í höndunum og segist svitna þegar hann sér tölurnar sem um ræðir í honum. Ferlið hefur staðið í 2-3 ár en hjólin fóru að snúast þegar Gestur var á ferðalagi í Los Angeles með Casper Christiansen úr Klovn. Þá fengu þeir stuttan fund með Adam Sandler sem leist vel á hugmyndirnar. Gestur hefur samningin nú í höndunum og segir það í raun formsatriði að klára að skrifa undir. „Ef allt gengur upp þá verður myndin sýnd árið 2015,” segir Gestur að lokum með mikilli tilhlökkun.

Myn

d/An

naÓ

löf

Page 5: 1. tbl. 2013

.

Page 6: 1. tbl. 2013

- Fréttir úr bæjarlífinu6

Ráðin nýr skjalastjóri MosfellsbæjarHarpa Björt Eggertsdóttir hefur ver-ið ráðin skjalastjóri Mosfellsbæjar.Harpa Björt er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu með áherslu á upplýsingastjórn-un, skjalastjórn og rafræn sam-skipti frá Háskóla Íslands og BA próf í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Harpa hefur meðal annars starfað við skjalastjórn og umsýslu skjala hjá Landsbankanum og unn-ið sem aðstoðarmaður prófessors í upplýsinga- og skjalastjórn hjá Háskóla Íslands. Harpa mun hefja störf á bæjarskrifstofunni í janúar og starfa við hlið núverandi skjala-stjóra, Óskars Þórs Þráinssonar um nokkurra daga skeið áður en hann hverfur til nýrra starfa.

Söngkonan og fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins. Árið 2012 hefur verið sannkölluð rússíbanareið hjá Gretu Salóme frá því að hún sigraði forkeppni Eurovision hérna heima í febrúar með laginu Mundu eftir mér. Greta samdi lagið og textann sjálf og flutti hún það ásamt Jóni Jósep Snæbjörns-syni en hún átti tvö lög í undankeppninni. Greta og Jónsi sungu sigurlagið á stóra svið-inu í Baku í Aserbaídsjan og komust áfram á úrslitakvöld söngvakeppni Eurovision.

Greta Salóme gaf út sína fyrstu plötu í desember sem ber titilinn In The Silence og hefur hún fengið mjög góð viðbrögð. Fyrir jólin var hún svo ein aðalstjarnan í Frost-rósum bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Þá kláraði Greta mastersnám í tónlist frá Listaskóla Íslands í maí síðastliðnum og stefnir jafnvel á frekara nám með haustinu. Greta spilar einnig með Sinfóníuhljómsveit Íslands og æfir Crossfitt af kappi.

Mikill stuðningur frá MosfellingumGreta Salóme tók við viðurkenningu frá

Mosfellingi á dögunum og var að vonum ánægð með nafnbótina. „Þetta er frábær viðurkenning. Mér þykir afskaplega vænt um bæinn minn og hef fundið fyrir mikl-um stuðningi frá Mosfellingum. Allt sem hefur verið í gangi hjá mér síðustu árin er að mörgu leyti Mosfellsbæ að þakka og hafa bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ stutt ótrúlega vel við bakið á mér.

Greta Salóme valin Mosfellingur ársins 2012 •Glæsilegur fulltrúi Íslands í Eurovision

„Hef fundið fyrir miklum stuðningi frá Mosfellingum“

Hilmar gunnarsson ritstjóri mosfellings afHendir gretu

salóme viðurkenninguna

Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins

síðastliðin ár. Nafnbótina hafa hlotið:

2005 Sigsteinn Pálsson2006 Hjalti Úrsus Árnason2007 Jóhann Ingi Guðbergsson2008 Albert Rútsson2009 Embla Ágústsdóttir2010 Steinþór Hróar Steinþórsson2011 Hanna Símonardóttir2012 Greta Salóme Stefánsdóttir

moSfEllInGuRÁRSInS

Eldri borgarar

Vinningshafar í jólakrossgátunniÍ jólablaði Mosfellings gafst lesendum kostur á að spreyta sig á verðlaunakrossgátu. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum og eru sigurvegararnir þrír að þessu sinni. Margrét Haraldsdóttir Skeljatanga 6, Pétur Ásgeirsson Reykjavegi 55b og Edda Gísladóttir Hlíðartúni 12.Vinningshafarnir fá 5.000 kr. gjafa-bréf í Mosfellsbakaríi og geta þeir nálgast það á staðnum. Lausnarorð krossgátunnar var MOSFELLINGUR og þökkum við þeim fjölmörgu sem sendu inn rétta lausn og óskum vinningshöfum til hamingju.

Verðlaunakrossgáta

Mosfellingur og Mosfellsbakarí bjóða upp á jólakrossgátuna 2012

jóla

Greta og Jónsi voru kvödd með eftir-minnilegum hætti á Miðbæjartorginu áður en þau héldu utan. „Krakkarnir voru æðis-legir og stemningin á torginu frábær.

Þessa dagana er Greta að fylgja nýju plötunni sinni eftir og stefnir að því að gefa hana út á erlendri grundu enda margir sem fylgjast með hverju fótmáli Gretu eftir þátttökuna í Eurovision.

Hvað stendur upp úr á árinu? „Eiginlega rosalega margt. Fyrir utan Eurovision ævin-

týrið er það vörnin mín á í mastersnáminu. Hún gekk mjög vel og má segja að það sé það móment sem sé ansi ofarlega. Varðandi Eurovision þá má segja að söngvakeppnin hér heima hafi staðið upp úr, svona áður en stóra skuldbindingin kom. Gaman að geta gert hlutina á sínum eigin forsendum.

Ertu búinn að semja nýtt Eurovisi-onlag? „Nei, það er ekki á planinu,“ segir Greta og hlær.

Enn er nokkur röskun á félagsstarfinu og verður eitthvað lengur vegna framkvæmda víða í húsinu. Handa-vinnustofan opnar á nýjum stað eftir breytingar á Eirhömrum mánudaginn 21. janúar kl. 13 og mun fólk geta kom-ið og sinnt sinni handavinnu og spilað. Ljóst er að gler og leirvinna mun áfram liggja niðri vegna breytinga í kjallara. Opnun fyrir gler og leir verður auglýst síðar. Við vonum að sem flestir sýni þessu ástandi skilning en verklok á Eirhömrum verða í mars-apríl.

Áætluð byrjun á námskeiðum á Eirhömrum eru eftirfarandi, tímasetningar gætu þó frestast vegna framkvæmda.

Námskeið í bókbandi byrjar þriðjudaginn 29. janúar kl 13:00. Kennari: Ragnar Gylfi

Námskeið í silfursmíði byrjar miðvikudaginn 30. janúar kl 15:30. Kennari: Ingibjörg

Námskeið í leikfimi byrjar fimmtudaginn 31. janúar kl 11:15. Kennari: Karin Mattson

Námskeið í línudansi í lok janúar, dagsetning tilkynnt síðar.

Námskeið í tréútskurði byrjar fimmtudaginn 31. janúar kl 12:30. Kennari: Stefán

Skráning á ofantalin námskeið er hjá forstöðumanni félagsstarfsins, Elvu, í síma 698-0090 eða í síma 586-8014

Námskeið í vatnsleikfimi fyrir félaga FaMos verður í Lágafellslaug þriðju-daga kl. 09.30 - 10.10 og föstudaga kl. 09.00 - 09.40. Þátttökugjald kr. 2200 fyrir eitt skipti í viku og kr. 4400 fyrir tvö skipti í viku. Vinsamlegast mætið snemma í fyrsta tíma svo ráðrúm gefist til að ganga frá greiðslu. Kennari: Hafdís Elín Helgadóttir íþróttakennari

Boccia fyrir félagsmenn FaMos hefst í íþróttahúsinu að Varmá miðvikudag-inn 9. janúar 2013 kl. 10:15-12:00 og verður einu sinni í viku til aprílloka. Verð er 2.500 kr. og greiðist í fyrsta tíma.

Námskeið í Íslendingasögum, Bárðar-saga Snæfellsáss, hefst 15. janúar og verður á þriðjudögum til 5. febrúar kl. 17:00-19:00 í Brúarlandi. Leiðbeinandi er Bjarki Bjarnason. Þegar sumrar verður farið í ferð um söguslóðir undir leiðsögn Bjarka. Upplýsingar og skráning er hjá Grétari Snæ, [email protected] og í símum 566 6536 eða 897 6536

Opið hús eða menningarkvöldverður þriðja mánudag í hverjum mánuði í Hlégarði. Fyrsta menningarkvöld ársins 2013 verður mánudaginn 21. janúar kl. 20:00.Þá munu feðginin Ólafur B. Ólafsson og Ingibjörg Á. Ólafsdóttir gleðja okkur með söng. Ungt par verður með danssýningu. Lokapunkturinn verður margrómað kaffihlaðborð kaffinefndarinnar.

Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ óskar öllum Mosfellingum gleðilegs nýs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári og hlakkar til tímanna sem framundan eru.

Page 7: 1. tbl. 2013

Miðaverð: 6.900 kr. Miði eftir kl. 23.30: 2.500 kr. í forsölu / 3.000 kr. við inngang

laugardagskvöldið 26. janúar 2013íþróttahúsinu að varmá

Húsið opnar kl. 19

minni karlaminni kvennaHljómsveitin buff

stormsveitinrokk-karlakórinn veislustjóriIngvar jónsson borðHald Hefst kl. 20

vignir í Hlégarði sér um Hlaðborðið

20 ára aldurstakMark

timburmenn

Borðapantanir fara fram á N1, Háholti

sunnudaginn 20. janúar milli kl. 17 og 18.

Forsala heFst á N1 MáNudagiNN 14. jaNúar

Fylgstu Með á FacebookÞorrablót aFtureldiNgar

Page 8: 1. tbl. 2013

- í 10 ár8

Önnur brautskráning Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram fimmtudaginn 20. desember í Hlégarði.

Framhaldsskólinn var stofnaður haustið 2009 og er fjöldi nemenda við skólann um tvö hundruð og fimmtíu. Fimm námsbraut-ir eru við skólann og í þessari brautskrán-ingu útskrifuðust níu nemendur með stúd-entspróf, sjö af félags- og hugvísindabraut og tveir af náttúruvísindabraut.

Viðurkenningar fyrir góðan árangurÚtskriftarnemendum voru veittar við-

urkenningar fyrir góðan námsárangur. Sigríður Lóa Björnsdóttir hlaut viðurkenn-ingar fyrir góðan námsárangur í dönsku og fyrir góðan námsárangur í stærðfræði á félags- og hugvísindabraut. Katla Dóra Helgadóttir og Ólavía Hrönn Friðriksdóttir hlutu viðurkenningu fyrir góðan náms-árangur í textíl og hönnun. Lena María Svansdóttir hlaut fjórar viðurkenningar, fyrir góðan námsárangur í spænsku, fyrir

góðan námsárangur í stærðfræði á náttúru-vísindabraut og viðurkenningu frá Sorpu fyrir góðan námsárangur í umhverfisfræði. Mosfellsbær veitti jafnframt Lenu Maríu Svansdóttur viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Domino´s Pizza er að setja upp glænýjan og glæsilegan pizzastað í Mosfellsbæ að Háholti 14 þar sem Draumakaffi var áður til húsa, en Draumakaffi lokaði 15. desember síðastliðinn. Framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu hófust rétt fyrir jól og áætlað er að Domino´s opni í Háholtinu í mars á þessu ári . Verður það sextándi Domino´s staðurinn á Íslandi en fyrsti staðurinn opnaði á Grensásvegi árið 1993.

Bætast í hóp rúmlega 20 fyrirtækja í húsinu„Við fögnum komu Domino´s, það er ánægjulegt að fá rótgróið og traust fyrirtæki í húsið

okkar, sem bætist í hóp rúmlega 20 fyrirtækja sem fyrir eru hér að Háholti 14. Nýi Domino´s staðurinn verður allur hinn glæsilegasti og allt fyrsta flokks í innréttingum og tækjum. Þetta verður annar staðurinn á Íslandi sem opnar með nýtt útlit og í öðrum stíl en fyrri staðir. Á sama tíma vil ég þakka fráfarandi leigjendum okkar, Guðmundi og Ingunni í Draumakaffi fyrir samstarfið síðastliðin 14 ár,“ segir Guðni Þorbjörnsson hjá Hengli ehf. Háholti 14.

Domino’s kemur í stað Draumakaffis í Háholti 14

Domino’s pizza opnar í Mosfellsbæ í mars

Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Domino´s og Björgvin Jónsson annar eigenda Hengils ehf. við undirritun leigusamnings þann 14. desember 2012.

Útskriftarhópur FMos haustið 2012. Efri röð: Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Sigríður Lóa Björnsdóttir, Katla Dóra Helgadóttir, Katrín Ósk Þorsteinsdóttir, Ólavía Hrönn Friðriksdóttir, Jóhanna Ýr Bjarkadóttir og Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Neðri röð: Lena María Svansdóttir, Brynjólfur Löve Mogensson, Óðinn Kári Karlsson og Anna Jóna Helgadóttir.

Önnur brautskráning Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Framhaldsskólinn útskrifar níu nemendur

Viðurkenningar veittar fyrir góðan námsárangur. Frá vinstri: Sigríður Lóa Björnsdóttir, Ólavía Hrönn Friðriksdóttir, Katla Dóra Helgadóttir og Lena María Svansdóttir.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest á nýju ári

Kveðja, starfsfólk Texture

Tilboð gildir aðeins ef komið er í klippingu og lit/str saman.

Sími 566 8500

Texture • Háholt 23 • s ími : 565 8500

Í Tilefni nýs árs bjóðum Við

efTirfarandi Tilboð Til 10. feb

• 15% afslátt af klippingu strípum og lit

• Neglur ásetning með french 4.800 kr.

• 10% afsláttur af vörum

Opinn æfing karlakórsins á Hvíta riddaranumFöstudagskvöldið 11. janúar ætlar karlakórinn Stefnir að halda opna æfingu á Hvíta

riddaranum. Þá mætir kórinn í öllu sínu veldi og hefst veislan kl. 20. Þetta er tilvalið tækifæri til að mæta og kynnast félagsstarfi Stefnis og fyrir þá sem vilja

máta sig inn í kórinn, eða bara koma og hlusta á skemmtileg karlakórslög í æfingu.

Næsta blað kemur út: 31. jaNúar

Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 28. janúar.

Page 9: 1. tbl. 2013
Page 10: 1. tbl. 2013

- í 10 ár10

Starfsfólk Apótekarans í Kjarnanum gerir ýmislegt til að gera vinnuna skemmtilegri. Eins og margir Mosfellingar hafa tekið eftir fá allir viðskiptavinir Apótekarans gullkorn í kaupbæti á föstudögum. „Upphafið að þessu var að við fórum tvær á Dale Carn-egie námskeið og í framhaldinu langaði okkur að leggja okkar af mörkum við að gera vinnuna skemmtilegri. Við útbjugg-um gullkorn eða spakmæli til að afhenda viðskiptavinum. Í upphafi ætluðum við að gera þetta einu sinni í mánuði en fundum fljótlega að fólki líkaði þetta vel og úr varð að nú eru allir föstudagar gullkornadagar,“ segir María Gunnlaugsdóttir ein af starfs-mönnum Apótekarans.

Ekki hægt að hætta„Það er eiginlega ekki hægt að hætta,

þetta hefur fallið niður einu sinni síðan við byrjuðum á þessu og fólk var alveg miður sín. Auðvitað er einn og einn sem hnussar og skilur miðann eftir á borðin en hinir

eru miklu fleiri. Það er svo gaman að hafa ekki alla daga eins. Til dæmis er hefð hjá okkur og hefur verið lengi að við konurnar sem hér vinnum mætum í kjól eða pilsi og karlmennirnir í skyrtu og með bindi á föstudögum,“ segir María að lokum.

Það eru ekki allir dagar eins hjá starfsfólki apóteksins

Dreifa gullkornum á föstudögum

María, Hulda, InIgbjörg, renata, ÁlfHIldur og andrI.

Litlu mátti muna að illa færi þegar skotterta fór á hliðina á gamlárskvöld. „Unnur Elísa var sem betur fer með öryggisgleraugu sem björguðu líklega sjóninni hjá henni,“ segir Ásta Kristín móðir Unnar Elísu. „Skot úr tertunni fór í gleraugun og braut þau, við fundum brotin í 4-5 metra fjarlægð frá staðnum þar sem hún stóð. Í þessu tilfelli var Unnur Elísa áhorfandi sem sýnir hvað það er mikilvægt að allir séu með öryggisgler-augu, ekki bara þeir sem eru að kveikja í flugeldum eða tertum,“ segir Ásta sem starfar sjálf í björgunarsveitinni Kyndli. Hún vill taka það fram að það sé mjög mikilvægt að skottertum sé stillt upp á algjörlega sléttum fleti.

Sigurður Thorlacius lýkur burtfararprófi frá tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar með tónleikum í Fella- og Hólakirkju laug-ardaginn 12. janúar kl. 17. Ólafur Elíasson er kennari Sigurðar og hefur verið það síð-an 2007. Margir nemenda Ólafs hafa lokið burtfararprófi og spilað við ýmis tækifæri á námsferli sínum, meðal annars í Mos-fellsbæ. Sigurður spilaði á friðartónleikum í Kjarna 2009, við setningu Framhaldsskóla Mosfellsbæjar í Brúarlandi 2009, á tónleik-

um í Varmárskóla 2010 og á Gljúfrasteini 2011.

Í vor stefnir Sigurður að því að ljúka BS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann var í Mennta-skólanum við Hamrahlíð og í Varmárskóla. Unnusta hans er Guðrún Birna Jakobsdóttir, læknanemi. Fyrri píanókennarar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, Berglind Björk Jóns-dóttir og Vignir Þór Stefánsson. Tónleikarn-ir hefjast kl. 17 og eru allir velkomnir.

Ánægður vIðskIptavInur

gullkornIn vekja lukku

Unnur Elísa með gleraugun sem björguðu líklega sjóninni þegar skotterta fór á hliðina á gamlárskvöld.

Öryggisgleraugu bjarga

Lýkur burtfararprófi

sIgurður tHorlacIus HeldurtónleIka Á laugardagInn

Page 11: 1. tbl. 2013

www.mosfellingur.is - 11

Öryggisgleraugu bjargaDalur hestamiðstöð óskar Mosfellingum og landsmönnum öllum gleðilegs

árs og friðar

www.dalur.is • sími: 566 6885

Aftur kemur vor í Dal

Afhending þróunar- og nýsköpunarviðurkenninga Afhending þróunar- og nýsköpunarviðurkenninga Mosfellsbæjar 2012 fer fram þriðjudaginn 15. janúar kl.16.00 í Listasal Mosfellsbæjar.

Þá verður einnig opnuð sýning í Listasalnum þar sem umsækjendum gefst kostur á að kynna hugmyndir sínar.

Sýningin verður öllum opin 15. janúar til 21. janúar.

Þróunar- og ferðamálanefnd

Page 12: 1. tbl. 2013

- Þrettándinn í Mosfellsbæ12

Fjölmennt á glæsilegri þrettándabrennu í Mosfellsbæ •Grýla, Leppalúði og þeirra hyski snúa aftur til síns heima

Jólin kvödd með viðeigandi hætti

Myn

dir/

Ragg

iÓla

Page 13: 1. tbl. 2013

Jólin kvödd - 13

Hlégarður, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ, sími 566 6195 / 892 9411

Hlégarður• Kaffi-snittur

www.veislugardur.is

Takk fyrir sTuðninginn

Hlégarður, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ, sími 566 6195 / 892 9411

Hlégarður

www.veislugardur.is

VeislugarðurVeisluþjónustan Hlégarði

Sendum þorramat í heimahús fyrir

10 manns eða fleiri

Þorrablótiðheim

Þorrablót Veislugarðs svíkur engan

Myn

dir/

Ragg

iÓla

Page 14: 1. tbl. 2013

- Stormsveitin á útopnu14

Þarftu að kaupa eða selja bíl?

Myn

dir/

Ragg

iÓla

Svipmyndir frá glæsilegum tónleikum Stormsveitarinnar

Komdu til oKKar

100bilar.is og isband.is • Þverholt 6, Mosfellsbæ

Page 15: 1. tbl. 2013

Félagsheimilið Harðarból tekur um 80 manns í sæti. Það er leigt út til mannfagnaða af ýmsu tagi s.s. afmæli, brúðkaup, erfisdrykkjur og fundi. Harðarból er staðsett við keppnisvelli Harðar með einstöku útsýni í átt til Esjunnar yfir Leirvoginn. Félagsheimilið hefur tekið stórkostlegum breytingum síðast-liðið ár. Meðal annars er búið að mála allt innandyra og skipta um gardínur svo eitthvað sé nefnt. Nú er félagsheimilið okkar notalegt og heimilislegt sem gaman er að bjóða til veislu og fagnaðar. Eldhúsið er mjög vel tækjum búið.

Leigugjald fyrir salinn er 45.000.- kr á dag, en 40.000.- kr fyrir félagsmenn í Hestamannafélaginu Herði. Innifalið í því verði eru skúringar á salnum og snyrtingu. Salurinn er eingöngu leigður út með konu á vegum félagsins. Ef gestir eru fleiri en 50 þurfa að vera tvær manneskjur á vegum félagsins. Greitt er sér fyrir hana/þær. Hægt er að óska eftir tilboði fyrir annan leigutíma. Tekið er við pöntunum fram í tímann, en ekki er hægt að staðfesta pantanir fyrr en dagskrá Harðar liggur fyrir.

Myn

dir/

Ragg

iÓla

KJÖTKJÖTbúðinGrensásveg

búðin

nýttSviðaSulta

Hangikjöt

SaltkjötSviðakjammar

HarðfiSkur

gríSaSulta

lifrarpylSa

pottréttur

Salur til útleigu

Bókanir og upplýsingar:guðrún Mjöll sími: 699 7777netfang:[email protected]

ragna rós Bjarkadóttirsími: 866 3961netfang: [email protected]

verð kr. 2.450á mann miðast við 10 eða fleiri þegar sótt er.

verð kr. 2.950á mann miðast við 25 eða fleiri og sent á staðinn.

opið: mán-föS 10-18:30, lau 11-16, Sun lokað

Þorrinn HefStHjá okkur

annaðSílduppStúfur m/ kartöflumrúgbrauðflatkökurSmjörkartöflumúSrófuStappa

SúrtSviðaSultalifrarpylSaHvalurlundabaggarHákarlHrútSpungar

15www.mosfellingur.is -

Page 16: 1. tbl. 2013

GRÍPTU MEÐ ÞÉR GÓMSÆTA

ELDBAKAÐA

PIZZUELDHEIT MEÐTVEIMUR

1.590 kr.

TVENNUTILBOÐ

Þórir heldur sýningu í ÁlafosskvosinniMosfellingurinn og frjálsíþrótta-garpurinn Þórir Gunnarsson, öðru nafni Listapúkinn, heldur sína aðra einkasýningu á málverkum sínum í gallerýi Kaffihússins Álafoss í Álafosskvosinni. Allir eru velkomn-ir á opnunina nk. laugardag12. janúar kl. 15-17 . Þórir hefur verið í mikilli þróun sem listamaður og bera efnistök og litaval þess vel merki. Fyrir stuttu seldi Þórir jólasveinamyndir sínar á jólamark-aði Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn. Sýningin verður opin á opnunartíma kaffihússins og mun Þórir hafa viðverðu um helgar og virka daga þegar hann kemur því við. Meðan fólk virðir sér myndirnar getur það svo gætt sér á kræsingum kaffihússins.Þórir er Mosfellingur í húð og hár, starfar hjá Múlalundi á Reykjalundi og æfir frjálsíþróttir hjá Aftureld-ingu. Þórir er einstök fyrirmynd annarra og sannur afreksmaður í því sem hann tekur sér fyrir hendur - jákvæður, bjartsýnn, viljasterkur og vinnusamur.

- Bæjarblað í Mosfellsbæ í 10 ár16

Aðalfundur Gufubaðsfélags Mosfellsbæjar (Mosfellsbaer Steam Society) fór að vanda fram á gamlársdag í gufubaðsaðstöðunni í Varmárlaug undir styrkri stjórn andlegs leiðtoga og djákna, Sigurjóns Ásbjörns-sonar, líkt og síðustu ár. Eins og venja er var mæting góð enda fátt betra en að fara andlega og líkamlega hreinn inn í nýtt ár.

Árið var líflegt og óvenjulegt á margan hátt. Fundir voru að vanda vel sóttir. Heilsa félagsmanna er með besta móti enda fátt sem bætir betur andlega og líkamlega heilsu en gott gufubað með heilbrigðum hópi manna.

Starfsemi félagsins vekur athygliForseti og veraldlegur leiðtogi Gufubaðs-

klúbbsins, Valur Oddsson, reifaði í ítarlegri skýrslu stjórnar það helsta í starfsemi ársins en stjórnarmenn, þá ekki síst forseti, hafa haft í mörg horn að líta þar sem starfsemi félagsins hefur vakið gríðarlega athygli um víða veröld.

„Okkar gufulýðræði hefur vakið verð-skuldaða athygli og hafa stjórnarmenn ver-ið önnum kafnir í viðtölum við fjölmiðla, íslensk stjórnvöld og fulltrúa Evrópusam-bandsins í Brussel. Það sem mesta athygli hefur vakið er óvenju öguð og góð fundar-stjórn þar sem ekki heyrist hósti né stuna frá fundarmönnum, en af og til má heyra klapp og húrrahróp,“ svo vitnað sé orðrétt í ræðu forseta um starfsemi ársins.

Skálkaskelfir í stjórnVegna gífurlegs álags á stjórnarmenn

ákvað forseti að bæta Haraldi Sigurðssyni, hinum landsfræga skálkaskelfi inn í stjórn Gufuklúbbsins. Haraldi er fyrst og fremst ætlað að hafa agamál innan félagsins á sinni könnu.

Þá greindi forseti frá að ekkert hefði orð-ið af útskriftarveislu félaga Guðbjörns Sig-valdasonar af skötuátsnámskeiðinu á Þor-láksmessi. Hann var kolfelldur eftir að hafa beðið um tómatsósu með skötunni. Fylltust félagsmenn hryggð yfir þessum miklu og vondu tíðindum af félaga Guðbirni, sem því miður gat ekki verið viðstaddur aðal-fund að þessu sinni.

Forsetinn situr sem fastastFjórir félagar áttu stórafmæli á árinu og

fengu tveir þeirra hefðbundnar stórhátíðar-gjafir frá félaginu. Aðrir tveir, Valur forseti og Guðjón Kristinsson, sem gegnir emb-ættum fjárhirðis og aðalritara, auk þess að vera handhafi forsetavalds, báðust undan gjöfum en áskildu sér í staðinn „allan rétt á að ganga ótæpilega í sjóði félagsins.”

Vitanlega varð ekkert af stjórnarkjöri þetta árið fremur en síðustu áratugi. Ástæðan er einföld svo vitnað sé orðrétt í ávarp Vals forseta. „Forseti vill viðhalda lýðræði fyrri ára, virða mótframboð að

vettugi og sitja áfram sem fastast.“ Hrópuðu þá fundarmenn allir sem einn ferfalt húrra fyrir forsetanum og óskuðu honum langra og heilsugóðra lífdaga.

Bókhaldsóreiða til fyrirmyndarAð lokinni ræðu forseta lagði Guðjón

fjárhirðir fram reikninga sem voru ítarlegir að vanda. Reikningunum var fylgt úr hlaði með eftirfarandi ferskeytlu:

Mikill er nú orðinn gróðinnyndi er mér þann feng að sýna.Og enn er ég að safna í sjóðinnsem passar vel í vasa mína.

Rekningarnir voru að vanda endurskoð-aðir af virtum endurskoðendum sem ekki mega vamm sitt vita en nöfn þeirra verða ekki opinberuð.

„Við undirritaðir höfum skoðað reikninga Gufufélags Mosfellsbæjar og vottum að bókhaldsóreiða félagsins er til fyrirmyndar í alla staði,” sagði m.a. í áliti löggiltra end-urskoðenda sem skrifuðu hiklaust upp á reikninga félagsins fyrir starfsárið 2012.

Fjöldasöngur í lok fundar Engar umræður voru undir liðnum

önnur mál. Söngmálastjóri Gufuklúbbsins, Guðmundur Guðlaugsson, stýrði fjölda-söng í lok aðalfundar. Sungu félagsmenn að vanda við raust „Nú árið er liðið” og „Stóð ég úti í tunglsljósi”.

Valur forseti hreifst svo á þeirri hátíðlegu stund að hann komst við. Hann lét þess get-ið að stundin hafi verið svo „menningarleg að hún jaðraði við að vera væmin.”

Þóttu það góð lokaorð og héldu þá fé-lagsmenn heim til þess að fagna áramótum í faðmi fjölskyldna og vina.

Aðalfundur Gufubaðsfélagsins fór fram á gamlársdag •Öguð og góð fundarstjórn

Heilsuhraustir félagsmenn

Ekki eru leyfðar myndatökur á fundum félagsins.

Page 17: 1. tbl. 2013

Heilsuhraustir félagsmenn

FJÖLSKYLDAN Í FORM ... OG VIÐ SEMJUM UM VERÐ

... ALLIR FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI

MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 19-20

BOX-ÆFINGAR FYRIR 14 ÁRA OG ELDRI MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 17:30

SKEMMTILEGAR OG HAGNÝTAR ÆFINGAR FYRIR ALLA

FRÍSTUNDAÁVÍSUNIN GILDIR Í 8 MÁNUÐI / UPP Í NÁMSKEIÐ

ALLAR UPPLÝSINGAR Á FACEBOOK /ELDING LÍKAMSRÆKT

Allar upplýsingar á: fitpilates.org

velkomin í sund - og þér líður betur!

Fjölskylda í Form við gerum þér tilboð „allir með”

Allir sem kAupA kort fá leiðsögn í tækjAsAl

krakkar munið Frístundaávísunina

frábær tækjAsAlur – ketilbjöllur – styrktArþjálfun – AðgAngur Að sundlAug

www.eldinggym.net – sími 566 7733

sund er góð Hreyfing

sund er HjArtAns mál

sund fyrir lífið

sund veitir vellíðAn

sund er fjölskylduvænt

vetrAropnun sundlAugAlágAfellslAug

kl.kl.

vArmárlAugkl.

kl.kl.

Page 18: 1. tbl. 2013

Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012Kynning á íþróttafólKinu sem tilnefnt er Kosning fer fram á www.mos.is

Kosning fer fram á vef mosfellbæjar www.mos.is dagana 7. - 18. janúar. Velja skal einn karl og eina konu. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 24. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Íþróttakona Golfklúbbsins Kjalar ársins 2012.Heiða hefur æft golf frá unga aldri en hún kom í golfklúbbinn Kjöl árið 2009. Heiða er dugleg við æfingar, sam-viskusöm og metnaðargjarn kylfingur. Sumarið 2012 varð Heiða klúbbmeistari Kjalar í kvennaflokki. Heiða setti einnig vallarmet á bláum teigum á Hlíðarvelli þegar hún spilaði á 74 höggum á fjórða móti mótaraðar GKJ. Heiða lék á Eim-skipsmótaröðinni með ágætum árangri. Heiða hafnaði í 9. sæti stigalistans og stefnir hærra á næsta tímabili. Heiða var lykilmaður í sveit GKj í sveitakeppni GSÍ í kvennaflokki en sveitin hafnaði í 5. sæti í efstu deild. Heiða er einstaklega góð fyrirmynd fyrir yngri kylfinga klúbbsins og hefur hún unnið gott og óeigingjarnt starf með stúlkunum og á stóran þátt í því að þeim er farið að fjölga í starfinu.

Heiða Guðnadóttir kylfingur

Íþróttakarl ársins 2012 hjá golfklúbbnum Kili.Theodór Emil hefur æft golf hjá golfklúbbnum Kili frá unga aldri og hefur náð miklum og góðum framförum og árangri. Þetta árið sýndi Theodór einstaklega mikinn dugnað og elju við æfingar sem skiluðu sér í hans besta sumri í golfinu. Theodór varð klúbbmeistari Kjalar með yfirburðum þetta árið en hann lék hringina fjóra á 286 höggum eða tveimur höggum undir pari. Theodór varð einnig stigameistari á mótaröð GKj. Theodór keppti á Eimskipsmótaröð GSÍ í sumar þar sem hann hafnaði í 29. sæti á stigalistanum þrátt fyrir að spila aðeins 4 mót af 6. Theodór var lykilmaður í sveit GKj í sveitakeppni GSÍ en sveitin hafnaði í 6. sæti í efstu deild. Theodór er frábær fyrirmynd og sinnir yngri kylfingum klúbbsins afar vel og bera þeir miklu virðingu fyrir honum. Theodór er í háskólanámi í Bandaríkjunum þar sem hann spilar golf með náminu og mun það án efa hjálpa honum til að ná enn betri árangri næsta sumar.

Theodór Emil Karlsson kylfingur

Íþróttakona Íþróttafélags aspar árið 2012.Karen Axelsdóttir er fædd 5. júlí 1992, hennar fötlun er CP sem er algengasta tegund hreyfihömlunar og keppir hún í sundi í flokki S2. Flokkar í sundi hreyfi-hamlaðra eru frá S1- S10. Karen æfir sund hjá íþróttafélaginu Ösp tvisvar í viku í Lágafellslaug og einu sinni í viku í sundlauginni í Laugardal. Þjálfarar hennar eru Friðrik G. Sigurðsson og Ingigerður M. Stefánsdóttir. Líkt og flest besta afreksfólk úr röðum fatlaðra hóf Karen þátttöku sína í alþjóðlegum mótum með keppni á norrænu barna- og unglingamóti sem fram fór í Svíþjóð árið 2009. Karen hefur undanfarin ár verið í stöðugri framför og í dag stefnir hún á að ná lágmörkum til æfinga með landsliðshóp Íþróttasambands fatlaðra. Karen er mjög metnaðarfull og er tilbú-in að leggja mikið á sig til að ná árangri í sinni íþrótt. Hún er góður félagi og öðru ungu sundfólki góð fyrirmynd. Fyrsta íslandsmet Karenar var sett 16. maí 2010 í 50m baksundi í 25m laug. Einnig á hún íslandsmet í 50m baksundi sett 2011 í 50m laug. Íslandsmet í 50m baksundi var sett á Íslandsmóti ÍF í 25m laug í Ásvallalaug. Þetta er frábær árangur hjá þessari 20 ára gömlu sundkonu. Karen fer ásamt 15 öðrum sundmönnum úr Ösp á sundmótið Malmö Open í byrjun febrúar. Í þeim hópi er líka gullverðlaunahafinn frá London 2012, Jón Margeir Sverrisson.

Karen Axelsdóttir sundkona

Íþróttakarl Hestamanna- félagsins Harðar 2012.Reynir Örn er framúrskarandi afreks-maður í hestaíþróttinni. Hann hefur verið valinn hestaíþróttamaður Harðar fimm sinnum. Hann hefur sinnt félags-störfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði um árabil, ásamt því að reka stórt hestabú. Hann er alinn upp í Herði og hefur aðeins keppt sem Harðarmaður. Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir kyn-slóðina sem við erum að ala upp í Herði. Árið 2012 var einstaklega farsælt hjá Reyni Erni, hann keppti á öllum mótum sem Hörður hélt, ásamt því að keppa á öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi og nánast alltaf í úrslitum. Hann var jafnframt valinn í landslið Íslands sem keppti á gríðarlega sterku Norðurlandamóti í Svíþjóð. Árangur árið 2012: Íþróttamót Mána: 5gangur - 1.sæti. Reykjavíkurmeistaramót: Tölt2 – 3.sæti .Íþróttamót Harðar: Tölti2 – 1.sæti – 5gangur – 3. Sæti. Samanlagður fimmgangssigurvegari. Gæðingamót Harðar: Tölt1 – 1. sæti Unghrossakeppni - 1. sæti. Íslandsmót: 5gangi – 7. sæti - B úrslit Tölt2. Landsmót 2012: A flokkur – 10. Sæti. Suðurlandsmót: Tölti 2 – 3. sæti.Gæðingaveisla Sörla: A flokkur – 3 Norðurlandamót Svíþjóð: Tölti2 – 2. sæti. Opið Íþróttamót Svíþjóð:Tölt1 - 1. sæti - Fjórgangur - 2. Sæti. Töltfimi Skeiðvöllum: - Tölt – 1. sæti.

reynir Örn Pálmason hestaíþróttamaður

Í ár gefst bæjarbúum í fyrsta skipti kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012.

Page 19: 1. tbl. 2013

Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012Kosning fer fram á www.mos.is Úrslit verða tilKynnt 24. janÚar

Íþróttakarl aftureldingar 2012.Íþróttakarl Aftureldingar 2012 er knattspyrnumaðurinn Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban. Steinarr er fæddur 1987 og alinn upp í Mosfellsbæ og lék knattspyrnu með Aftureldingu í öllum yngri flokkum. Þar átti hann farsælan feril og var lykilmaður í öllum liðum. Steinarr kom við sögu í sínum fyrsta leik með meistaraflokki Aftur-eldingar 2005 og hefur leikið 137 leiki með liðinu. Hann hefur verið einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins árum saman. Hann er öflugur kantmaður sem bæði er duglegur að spila bolta og gefa stoðsendingar ásamt því að skora mikið af mörkum sjálfur. Steinarr varð markahæsti leikmaður Aftureldingar í 2. deild nú í sumar, lék alla leiki og átti stóran þátt í góðu gengi liðsins. Í kjöri þjálfara og fyrirliða á vefsíðunni fotbolti.net var Steinarr valinn í lið ársins. Steinarr er af færeyskum ættum og hefur komið við sögu hjá færeyska U21 landsliðinu á undanförnum árum og skoraði m.a. glæsilegt mark fyrir liðið í undankeppni EM gegn Andorra fyrir nokkrum misserum. Steinarr er mikil fyrirmynd innan vallar og utan og hefur gegnt þjálfara-stöðum hjá yngri flokkum Aftureldingar í mörg ár.Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban er sannarlega glæsilegur fulltrúi Aftureld-ingar í kjörinu.

wentzel steinarr ragnarsson Kamban knattspyrnumaður

Íþróttakona aftureldingar 2012.Lára Kristín Pedersen er framúrskar-andi knattspyrnukona og eitt mesta efni sem Afturelding hefur alið hingað til. Hún er aðeins 18 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið lykilmaður og ein af máttarstólpum meistaraflokks kvenna síðastliðin tvö ár. Hún hefur einnig verið fyrirliði liðsins í þónokkrum leikjum. Lára Kristín hefur spilað 53 leiki í Pepsi-deildinni og bikarkeppni KSÍ, þar sem hún hefur skorað 7 mörk. Hún var aðeins 15 ára gömul þegar hún spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki. Lára Kristín hefur spilað fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands, þar af 15 leiki með U17, 9 leiki með U19 og einn leik með U23. Hún er einn efnilegasti miðjumaður Íslands og á eftir að láta mikið til sín taka í framtíðinni. Hún er því þegar farin að banka fast á dyr A-landsliðsins. Afturelding er mjög stolt af Láru Kristínu fyrir störf hennar utan vallar sem innan og ekki síst það hvað hún hefur sýnt uppeldisfélagi sínu mikla hollustu. Í október s.l. gerði hún nýjan samning við Aftureldingu, þrátt fyrir utankomandi pressu um að ganga í önnur og stærri lið. Mega margir taka hennar hollustu til fyrirmyndar. Lára Kristín er frábær fyrirmynd yngri stúlkna, hún er hógvær og skemmtilegur persónuleiki, sem er hrókur alls fagnaðar í hópi félaga sinna í Aftureldingu.

lára Kristín Pedersen knattspyrnumaður

Íþróttamaður motomos 2012.Viktor hefur stundað motocross frá unga aldri og hefur verið einn af okkar fremstu ökumönnum í langan tíma. Hann varð fyrst Íslandsmeistari í MX2 flokki sumarið 2009. Keppti hann fyrir Íslands hönd á Motocross of Nations sem samanstendur af þremur bestu ökumönnum hvers lands frá yfir 100 löndum. Árið 2011 færði Viktor sig upp um flokk og tók þátt í fyrsta sinn í MX Open en það er erfiðasti flokkurinn í motocrossi og endaði þriðji. Keppti hann aftur fyrir hönd Íslands það ár í Frakk-landi á Motocross of Nations. Árið 2012 fóru hlutirnir heldur betur að gerast hjá Viktori og sigraði hann í öllum keppnum sem hann tók þátt í motocrossinu nema einni. Ljóst er að miklar æfingar hafa skilað sér en Viktor æfir að meðaltali 7-10 sinnum í viku. Stóð Viktor uppi sem sigurvegari í MX Open ásamt að vera aftur valinn í landsliðið til að keppa á Motocross of Nations í Belgíu. Náði Ísland sínum besta árangri hingað til og ljóst að motocrossið er á ágætis siglingu hér heima með bættri aðstöðu félaga eins og MotoMos.

viktor guðbergsson akstursíþróttamaður

Íþróttakona Hestamanna-félagsins Harðar 2012.Lilja Ósk byrjaði að stunda hestaíþrótt-ina 6 ára gömul og keppnisferill hennar hófst þegar hún var 8 ára. Alla tíð síðan hefur hún stundað hestamennsku af ákafa og dugnaði, keppt mikið og staðið sig með prýði. Hún er verðugur fulltrúi yngri kynslóðarinnar í Hestamannafé-laginu Herði, glæsilegur knapi, hefur sýnt mikla prúðmennsku bæði inni á keppnisvellinum og utan hans. Besti árangur hennar er á árinu 2012. Hún var í úrslitum í flest öllum greinum á öllum mótum sem hún tók þátt í bæði á gæðingamótum og íþróttamótum, bæði hjá Herði og á opnum mótum hjá öðrum félögum. Þess má geta að Lilja Ósk keppir mjög oft í fullorðinsflokki með góðum árangri. Árangur 2012: Firmakeppni Harðar: Ungmennaflokkur – 2. sæti. Grímutölt Harðar: Fullorð-insfl. – 1. sæti. Framhaldsskólamótið: Fjórgangur – 6. sæti. Reykjavíkurmeistaramótið: Fjórgangur –4. sæti. Íþróttamót Harðar: Fjórgangur – 2. sæti - Tölt –1.sæti. Gæðingamót Harðar: Ungmennfl. – 2. sæti – Ungmennafl. –1. sæti - Tölt –2.sæti B-flokkur –2. sæti. Knapi mótsins. Landsmót Hestamanna 2012: Ungmennafl. –10. sæti - B-flokkur – Forkeppni, 8,31. Íslandsmót yngri flokka: Fimmgangur – 4. sæti - Tölt –10. sæti. Metamót Andvara: Rökkurbrokk –1. sæti.

lilja Ósk alexandersdóttir hestaíþróttakona

Hér fyrir neðan er kynning á íþróttafólkinu, sem tilnefnt er vegna kjörs til íþróttakarls og íþróttakonu mosfellsbæjar 2012, og afrekum þeirra á árinu.

Page 20: 1. tbl. 2013

Benedikta Jónsdóttir er mikil ævintýramanneskja og hefur ferðast víða um

heiminn. Hún hvetur alla til að vera óhrædda við að láta drauma sína ræt-ast því lífið eigi að vera skemmtilegt og eigi í raun að vera eitt stórt ævintýri.

Í fimmtán ár hefur hún starfað í heilsu-geiranum og nýtur þess að miðla til ann-arra í formi fyrirlestra og námskeiða öllu því sem varðar heilbrigði og hamingju.

„Ég fæddist á Vallá á Kjalarnesi 21. okt-óber 1947. Afi minn, Magnús Benediktsson og amma mín, Guðrún Bjarnadóttir bjuggu þá að Vallá. Foreldrar mínir, Gréta Magnús-dóttir og Jón Júlíusson fluttu að litlu Vallá þegar ég var eins árs. Ég er skírð í höfuð á langafa mínum, Benedikt Magnússyni sem byggði Vallá upp ásamt konu sinni Gunn-hildi Ólafsdóttur. Ég er elst fimm systkina en þau eru Ágústína, Perla María, Hjördís og Magnús. Tvö yngstu systkini mín eru látin en þau létust sama dag, 4. júlí 2006, annað á Íslandi og hitt í Danmörku.”

Forréttindi að alast upp í sveit„Þegar ég var að alast upp var Kjalarnes-

ið alvöru sveit því flestir bæir voru með kýr, kindur og hesta. Ég er sveitastelpa í húð og hár og finnst forréttindi að hafa alist upp í sveit.

Það var yndislegt og gott fólk sem hafði áhrif á okkur systkinin í æsku. Konurnar voru sterkar og karlmennirnir voru dugleg-ir til vinnu. Á Vallá störfuðu margir vinnu-menn en vinnumennirnir, Jón Vilhelmsson, Halldór Vilhelmsson og Hermann Sigurðs-son, voru eins og bestu bræður okkar enda héldum við mikið upp á þá. Amma mín reyndi að gera úr mér dömu og afi sagði alltaf að ég ætti að vera dugleg eins og strákarnir, ætli ég sé ekki blanda af hvoru tveggja segir Benedikta og brosir.”

Flutti ung til Ástralíu„Við fjölskyldan fluttum til Reykjavíkur

1954 og ég sótti skóla í Vogahverfi. Yfir sumartímann var ég í sveitinni á Vallá fyr-ir utan eitt sumar í Svíþjóð og tvö sumur í Leirvogstungu hjá Guðmundi frænda mínum og Selmu konunni hans.

Ævintýraþráin blundaði alltaf í mér og ég flutti utan árið 1968 ásamt eiginmanni mín-um Magnúsi Ingimundarsyni og tveimur börnum okkar og varð Ástralía fyrir valinu. Þetta var frábær tími fyrir ungu fjölskyld-una og yndislegt að baða sig í sólinni við strendur Sidney. Móðursystir mín Marta bjó þar ásamt fjölskyldu sinni, það veitti okkur öryggi að vita af þeim og gaman að geta skroppið til þeirra í heimsóknir.”

Börnunum tekið opnum örmum

„Eftir nokkurra ára dvöl í Ástralíu ákváðum við að flytja okkur um set til Svíþjóðar þar sem skólakerfið var líkt því íslenska. Þar var börnunum tekið opnum örmum og allt gert til þess að þau væru ánægð í skólanum. Í Svíþjóð eignuð-umst við hjónin tvö börn til viðbótar. Móðir mín flutti síðan út til okkar og býr þar enn með sínum manni sem er sænskur en faðir minn lést árið 1983.”

Keypti bóndabæ í Svíþjóð„Við Magnús keyptum gaml-

an bóndabæ norður af Stokk-hólmi á alveg hreint frábærum

stað. Þar voru nokkur epla-, peru- og kirsuberjatré og óteljandi berjarunnar og falleg blóm út um allt. Ekkert rafmagn var á bænum en það var í góðu lagi. Eldað var með eldiviði úr skóginum og við pumpuð-um vatni upp úr brunni og bárum það inn í fötum. Kertaljós og olíulampar voru um allt svo það var mjög notalegt hjá okkur. Ég var heimavinnandi og eldaði og bakaði alla daga. Kofar voru smíðaðir í trjánum og kaðlar voru settir upp til að sveifla sér á milli trjánna. Þetta var sannkallaður ævin-týraheimur bæði fyrir börn og fullorðna.”

Lætur illa að stjórn„Eftir átján ára dvöl erlendis fluttum við

heim til Íslands, keyptum matvöruverslun, fataverslun og myndbandaleigu og fluttum á Kjalarnesið. Tíminn leið, börnin fengu bílpróf, stúd-entspróf og voru komin með maka og fluttu að heiman eitt af öðru. Við Magnús slitum samvistir á þessum tíma þegar uppeldi barna okkar var lokið.

Síðan þá á ég sambúðir að baki sem gengu ekki upp þannig að ég ákvað að það væri best fyrir mig að vera bara ein því mér var sagt að það gengi ekki að temja mig og að ég léti illa að stjórn,” segir Benedikta og hlær. Ég hef notið þess að vera frjáls og gert það sem mér dettur í hug, hef ferðast um heiminn og lent í ýmsum spennandi ævintýrum.”

Hef unnið óhefðbundin störf„Ég hef prófað hin ýmsu óhefðbundnu

störf eins og að vera vörubílstjóri og að vera í byggingavinnu. Eins hef ég tekið þyrlu-og flugtíma en síðastliðin fimmtán ár hef ég unnið í heilsugeiranum. Fyrst í heildsölu með lífrænar matvörur og síðar í versluninni Maður Lifandi. Í dag starfa ég sem sölustjóri Heilsutorgsins í Blómavali Skútuvogi og hef mjög mikla ánægju af mínu starfi því þar ríkir mjög góður andi.

Ég hef einnig verið með námskeið og fyrirlestra í heilbrigði, hamingju og að gera lífið að ævintýri. Ókeyp-is námskeið eru framundan á nýju ári í Blómavali og hvet ég alla til að koma.”

Sjálfbærni er framtíðin„Draumur minn er að heimurinn verði

betri og betri með hverju árinu sem líður og fólk fari að rækta sjálft sig, fjölskyldur sínar og umhverfið á eins heilbrigðan hátt og mögulegt er. Sjálfbærni er framtíðin og það þarf að styðja við þá þróun af öllum kröftum. Hætta að menga heiminn í svona stórum stíl og eyðileggja náttúruna eins og gert er oft á tíðum í hugsunarleysi. Ég vil sjá lífrænan heim án eiturefna og útrýma öllu erfðabreyttu áður en það útrýmir mannkyninu. Stoppa alla klónun á dýrum og mönnum.”

Rétti tíminn til að staldra við„Ég vil láta setja steinharðar skorður

á lyfjafyrirtækin sem eru orðin siðlaus í öllum gróðanum sem þau hafa náð í áraraðir. Það gengur ekki að meirihluti af mannkyninu sé á lyfjum alla daga eins og er algengt í hinum vestræna heimi þegar til eru náttúrulegar leiðir. Risastóru fyrirtækin þarf að minnka og verksmiðjubúum með dýrum þarf að breyta í eðlilegt horf.

Nú er rétti tíminn til að staldra við og hugsa hlutina upp á nýtt, út með það sem er ekki gott fyrir mannkynið og finna nýj-ar og heilbrigðari leiðir,” segir Benedikta ákveðin á svip er við kveðjumst.

Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

Benedikta Jónsdóttir lífsstíls- og heilsuráðgjafi vill sjá heiminn án eiturefna og vill útrýma öllu erfðabreyttu áður en það útrýmir mannkyninu.

Ertu A eða B manneskja?Ég er bæði A og B manneskja, fer eftir því hvar í heiminum ég er stödd.

Hvern myndir þú helst vilja hitta? Mér líkar best við víðsýnt, jákvætt, bjart-sýnt og duglegt fólk með húmor en get ekki nefnt einhvern einn í augnablikinu.

Uppáhaldsmatur?Ég hef dýraafurðir í lágmarki, er meira fyrir grænmetisrétti og hráfæði.

Hvert er þitt besta takmark í lífinu?Það er að geta haft áhrif til að skapa betri og heilbrigðari heim.

Uppáhaldstónlistarmaður?Það er erfitt að gera upp á milli en ætli ég segi ekki Elvis Presley.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Mér finnst æðislegt að horfa yfir Mosfellsbæ ofan af Esjunni en það hef ég gert æði oft.

Eitt atriði sem fólk veit ekki um þig? Ég dey aldrei ráðalaus.

Uppáhaldsfylgihluturinn þinn? Varaliturinn minn.

HIN HLIÐIN

Amma mín reyndi að gera úr mér dömu og afi sagði

alltaf að ég ætti að vera dugleg eins og strákarnir, ætli ég sé ekki blanda af hvoru tveggja.

- Viðtal / Mosfellingurinn Benedikta Jónsdóttir20

Systkinin að Vallá, Perla, Benedikta, Hjördís, Ágústína og Magnús.

með hundinum darling í ástralíu 2012

Sjálfbærni er framtíðin

Börn og frændsystkini, lennart, Birgitta, gréta, arnar, Pia og erik.

Page 21: 1. tbl. 2013

21Gleðilegt ár -

Borðapantanir fara fram á n1, Háholti

sunnudaginn 20. janúar milli kl. 17 og 18. Þeir sem keypt hafa miða geta pantað borð.

laugardagskvöldið 26. janúar 2013

Page 22: 1. tbl. 2013

- Flugeldasala Kyndils22

Stærsta fjáröflun björgunarsveitarinnar •Góður bakhjarl

Flugeldasalan gekk vel

örtröð í völuteigi á gamlársdag

mosfellingar eru jafnan duglegir að styrkja kyndil

sprengjurnar keyptar á flugeldamarkaðnum

Kynningarfundur

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Fimmtudaginn 17. janúar kl. 17.30 í Krikaskóla munu fulltrúar frá Heilsuvin, Embætti landlæknis og Mosfellsbæ kynna sameiginlegt verkefni undir heitinu „Heilsueflandi samfélag“ sem hrinda á í framkvæmd á árinu.

Dagskrá fundarins:• Setning - Haraldur Sverrisson, bæjarstóri.• Klasar, árangursrík leið að samstarfi - Sævar Kristinsson, rekstrarráðgjafi.• Heilsueflandi samfélag - hugmyndafræði og ávinningur! Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis.• Næstu skref - fulltrúar verkefnisstjórnar Heilsuvinjar.

Fundarstjóri verður Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir stjórnarformaður Heilsuvinjar.

Allir velkomnir

Kynningarfundur um samstarfsverkefnið „Heilsueflandi samfélag“

Page 23: 1. tbl. 2013

Námskeið A – 10 vikna námskeið (kennt 1 sinni í viku)Lítill stuðningur eða mikill stuðningur eftir þörfum – þeir sem þurfa lítinn stuðning við að stýra hestinum en þurfa aðhald aðstoðarmanns og þeir sem þurfa manninn með sér.Dagsetningar: mánudagar 14. jan – 18. mars. kl. 14:45 – 15:45 (14. jan, 21. jan, 28. jan, 4. feb, 11. feb, 18. feb, 25. feb, 4. mars, 11. mars og 18. mars)Verð: 35.000 kr.

Námskeið B – 10 vikna námskeið (kennt 1 sinni í viku)Enginn stuðningur – þeir sem þurfa lítinn sem engan stuðning við að stýra hestinum og geta riðið sjálfstætt.Dagsetningar: miðvikudagar 16. jan – 20.mars. kl. 14:45 – 15:45 (16. jan, 23. jan, 30. jan, 6. feb, 13. feb, 20. feb, 27.f eb, 6. mars, 13. mars og 20. mars)Verð: 35.000 kr.

Námskeið C – 5 vikna námskeið (kennt 1 sinni í viku)Byrjendur – Þeir sem eru að koma á námskeið í fyrsta skipti og vilja prófa sig áfram í hestamennskunni.Dagsetningar: fimmtudagar 17. jan – 14.feb, kl. 14:45 – 15:45 (17. jan, 24. jan, 31. jan, 7. feb og 14. feb)Verð: 18.000 kr.

Námskeið D – 10 vikna námskeið (kennt 1 sinni í viku)Lítill stuðningur – þeir sem þurfa lítinn stuðning við að stýra hestinum en þurfa aðhald aðstoðarmanns.Dagsetningar: föstudagar 18. jan – 22. mars, kl. 14:45 – 15:45 (18. jan, 25. jan, 1. feb, 8. feb, 15. feb, 22. feb, 1. mars, 8. mars, 15. mars og 22. mars)Verð: 35.000

Námskeið E – 8 vikna námskeiðBlandaður hópurDagsetningar: mánudagar, 8. apríl – 10. júní, kl. 14:45 – 15:45. (8. apr, 15. apr, 22. apr, 29. apr, 6. maí, 13. maí, 27. maí og 3. júní)Verð: 25.000 kr.

Námskeið F – 8 vikna námskeiðLítill stuðningur eða mikill stuðningur eftir þörfum – þeir sem þurfa lítinn stuðning við að stýra hestinum en þurfa aðhald aðstoðarmanns og þeir sem þurfa manninn með sér.Dagsetningar: miðvikudagar, 3. apríl – 5. júní. kl. 14:45 – 15:45 (3. apr, 10. apr, 17. apr, 24. apr, 8. maí, 15. maí, 22. maí og 29. maí)Verð: 25.000 kr.

Námskeið G – 5 vikna námskeiðByrjendur – Þeir sem eru að koma á námskeið í fyrsta skipti og vilja prófa sig áfram í hestamennskunni.Dagsetningar: fimmtudagar, 21. feb – 21. mars, kl. 14:45 – 15:45 (21. feb, 28. feb, 7. mars, 14. mars og 21. mars)Verð: 18.000 kr.

Námskeið H – 10 vikna námskeiðEnginn stuðningur – þeir sem þurfa lítinn sem engan stuðning við að stýra hestinum og geta riðið sjálfstætt.Dagsetningar: föstudagar, 5. apríl – 7. júní, kl. 14:45 – 15:45 (5. apr, 12. apr, 19. apr, 26. apr, 3. maí, 10. maí, 17. maí, 24. maí, 31. maí og 7. júní)Verð: 35.000 kr.

Námskeið J – 8 vikna námskeiðBlandaður hópurDagsetningar: fimmtudagar, 4. apríl – 23. maí, kl. 14:45 – 15:45 (4. apr, 11. apr, 18. apr, 2. maí, 16. maí og23. maí)Verð: 18.000 kr.

Eftirfarandi námskeið eru í boði vorönn 2013:

Hestamannafélagið Hörður í mosfellsbæ

býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun

Fyrir hverja er námskeiðið:Öll börn og ungmenni sem eiga við einhvers konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.

Markmið námskeiðsins:• Eiga frábæra stund saman í skemmtilegu umhverfi.• Geta umgengist hesta af öryggi og óttaleysi.• Kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði

í umhirðu hestsins.• Læra undirstöðuatriði í reiðmennsku

eftir getu hvers og eins.• Auka sjálfstæði og færni í samskiptum við hesta.• Bæta líkamsvitund.• Auka samhæfingu handa, fóta og skynfæra.• Styrkja leiðtogahlutverk í samskiptum við hestinn.

Stefnt er á að halda sýningu í lok tímabilsins þann 9. júní.Öllum nemendum annarinnar er boðið að taka þátt í sýningunni sem verður lokasprettur tímabilsins. Nánari upplýsingar síðar.

Lögð er áhersla á fjölbreytni og að allir nemendur fái sem mest út úr námskeiðinu eftir þörfum hvers og eins.

Kennslan er í höndum reyndra leiðbeinanda með margra ára reynslu í reiðkennslu fatlaðra og aðrir aðstoðarmenn eftir þörfum.

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi:Öll kennsla og kennslugögn. Lagðir eru til hestar fyrir hvern og einn sem og allur útbúnaður til reiðar, þar á meðal sérsmíðaðir hnakkar og annar útbúnaður eftir þörfum. Allir þátttakendur fá veglega kennsluhandbók og viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.

Frekari upplýsingar og skráning er hjá:Fræðslunefnd fatlaðra – Hestamannafélaginu Herðis: 899 7299 eða 898 [email protected]/reidnamskeid

Page 24: 1. tbl. 2013

Við áramót er vinsælt að lofa sjálfum sér því

að hreyfa sig meira á nýju ári. Það er jú gott og gilt en mikilvægt er að átta sig á því að nauðsynlegt er að gera hreyfingu hluta af daglegu lífi, ekki enn eitt átakið sem fjarar út eftir nokkrar vikur. Fyrir þá sem ekki hafa hreyft sig lengi er mikilvægast að byrja rólega og ætla sér ekki um of. Langflestir geta farið út að ganga og þá er um að gera að byrja stutt en lengja svo ferðina smám saman.

Síðustu ár hefur mikilvægi hreyfing-ar komið sífellt betur í ljós. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á flest líffærakerfin okkar og með hreyfingu styrkjumst við og eflumst á líkama og sál. Árangur af markvissri hreyfingu er óháður aldri og það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á heilsuna og flesta þá lífsstílssjúkdóma sem hrjá mannfólkið í dag, s.s. sykur-sýki, háþrýstingsvandamál, ofþyngd og kvíða. Einnig hefur hreyfing fyrirbyggj-andi áhrif á þessa sömu sjúkdóma og ýmsa fleiri.

Samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar eiga fullorðn-ir að stunda hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Öll hreyf-ing er hins vegar betri en engin hreyfing. Nútímamaðurinn þarf í mörgum tilfellum ekki að hreyfa sig mikið í vinnunni og því er sérstaklega mikilvægt

fyrir hann að nýta litlu tækifærin sem felast í umhverfinu. Veljum stigann í stað lyftunnar, leggjum bílnum í stæðið sem er fjærst á bílastæðinu eða göngum/hjólum á milli staða og gerum hreyfingu þannig að hluta af daglegu lífi.

Fyrir um 2500 árum sagði Hippoc-rates, faðir læknavísindanna: „Ef við fáum hæfilega hreyfingu verðum við heilbrigðari, þroskumst betur og eldumst hægar - en ef við lifum kyrrsetulífi verður líkaminn viðkvæm-ari fyrir sjúkdómum, þroskast verr og eldist hraðar“. Nýtum þekkingu okkar á mikilvægi hreyfingar og hreyfum okkur.

Steinunn A. Ólafsdóttirsjúkraþjálfari Reykjalundi

heilsu

hornið

heilsuvin í mosfellsbæ

Hreyfum okkur allt árið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ24

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Almennarog sérstakar húsaleigubæturAthygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur ár-lega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.

Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar hú-saleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum. Gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og eða jafn-lengi og gildistími húsaleigusamnings.

Reglur vegna sérstakra húsaleigubóta er hægt að nálgast á mos.is/samþykktir og reglur/húsaleigubætur sérstakar.

Umsækjendur um almennar og sérstakar húsaleigubætur í Mosfellsbæ eru minntir á að skila umsókn og fylgiskjölum fyrir árið 2012 á www.mos.is/íbúagátt eða í þjónustuver Mosfellsbæ-jar, Þverholti 2 í síðasta lagi 15. janúar 2012.

Húsnæðisfulltrúi Mosfellsbæjar

Hljómsveitin Salon Islandus ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu og Karlakór Reykjavíkur heldur nýárstónleika í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 19. janúar kl. 20.00. Leikin verður sívinsæl Vínartónlist fram að hléi en síðan verður gólfið rutt. Þá sýna tvö glæsileg danspör af yngri kynslóðinni listir sínar en svo hefst klukkustundar langur dans-leikur þar sem tónleikagestum er boðið að dansa vínarvals, polka, tangó, og hvað eina við tónlist Salon Islandus.

Hljómsveitina skipa Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik á fiðlur, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Martial Nardeau á flautu, Sigurður I. Snorrason á klarínettu, Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó og Pétur Grétarsson á slagverk. Veislustjóri verður Davíð Ólafsson, óperusöngvari með meiru.

Anna Guðný, Sigurður Ingvi, Diddú og Davíð Ólafs taka þátt

Mosfellingar áberandi á nýárstónleikum

Þrír bæjarlistamenn mosfellsbæjar koma fram á tónleikunum

Tek að mér sýningar við flest tilefni.Frábær skemmtun

fyrir alla!

töframaðurEinar einstaki

bókanir: 692 [email protected]

www.einareinstaki.com

Page 25: 1. tbl. 2013

heilsu

hornið

Óskum viðskiptavinum og Mosfellingum gleðilegs árs

Kaffihúsið

á Álafossi

Kaffihúsið

á Álafossi

Tónleikar Fimmtudaginn 10. janúar kl. 21:00

Tónleikar með Karli Henry og The Friday Night Idols

Aðganseyrir: 1.000 kr.

Heitur heimilismaturí hádeginu á mánudögum - föstudaga

frá kl. 12:00 - 13:30

Brunch Minnum á hinn sívinsæla Brunch á laugar- og sunnudögum frá kl. 12.00

- 14.30 um leið er hægt að kikja á boltann í beinni í VIP herberginu.

25www.mosfellingur.is -

Gleðilegt ár

Page 26: 1. tbl. 2013

Getraunaleikurinn hefst á laugardaginn Hinn vinsæli hópaleikur Aftureld-ingar í getraunum hefur að nýju göngu sína laugardaginn 12. janúar n.k. Að venju er tippað á Hvíta riddaranum alla laugardaga kl. 11.45-13. Innanfélags hópaleikur-inn fer þannig fram að tveir mynda hvern hóp og fá tvær raðir til að tippa á allar laugardaga meðan á leiknum stendur. Mótsgjaldið er kr. 2.000 á mann. Tippað er alla laugar-daga í 10 vikur. Morgunverðarhlað-borð er opið á Hvíta riddaranum sem menn gæða sér á meðan verið er að leggja á ráðin og fylla út seðl-ana. Betri röð hópsins gildir hverju sinni inn í hópakeppnina. Frjálst er að senda aðra röðina eða báðar inn í kerfi getrauna, en fyrir það er greitt sérstaklega. Hópaleikurinn hefur verið skemmtileg leið fyrir félaga, feðga, feðgin, nágranna og vini og ýmsa fleiri til að mæta saman að tippa, hitta aðra og ræða málin yfir kaffibolla á laugardögum.

Fótbolta QUIZ næstu þrjá fimmtudaga Fótbolta QUIZ verður haldið á Hvíta riddaranum næstu þrjú fimmtu-dagskvöld, fyrst 10. janúar kl. 20.30. Þrjátíu fótbolta-spurningar, þar af bæði mynda og videospurn-ingar. Spyrill og spurningastjóri er Magnús Már Ein-arsson ritstjóri á www.fotbolti.net og leikmaður meistaraflokks Aftur-eldingar. Verðlaun verða veitt fyrir þjú efstu sætin hvert kvöld. Fótbolta QUIZ röðin er fjáröflun fyrir knatt-spyrnustarfið í Aftureldingu. Frá-bært starf og hefur forvarnargildi, ekki hika, bara mæta. Keppnisgjald er kr. 1000 á hvern keppanda, en tveir mega vera saman í liði

KARATEDEILDAftureldingar

ÆFINGATAFLAbyrjendur

mánudaga miðvikudaga föstudaga

6-9 ára 16:00-16:45 14:30-15:15

10-13 ára 16:45-17:45 15:15-16:00 fullorðnir 20:00-21:00 20:00-21:00

Æfingatímabil: 7. janúar - 7. júní 201318.000.- kr.Karatepeysa fylgir æfingagjöldum - frí prufuæfingKarateæfingar:Yngri flokkar: Íþróttahúsið við VarmáFullorðnir: Karatesalurinn í EgilshöllFramhaldshópar: Óbreyttir æfingartímarNánari upplýsingar: www.afturelding/karate - [email protected]

Byrjendanámskeið í

KARATE

- Íþróttir34 - Íþróttir26

Í desember biðlaði stjórn Aftureldingar til allra foreldra og forráðarmanna barna í Aft-ureldingu um að skrá sig í félagatal félags-ins. „Þetta var gert sem liður í mótmælum félagsins við útdeilingu á lottótekjum sem við í Aftureldingu teljum vera með óeðli-legum hætti,“ segir Jóhann Már Helgason framkvæmdastjóri Aftureldingar. Í næsta mánuði mun félagið standa fyrir nýju félagatali með því að gefa út kort til handa öllum félögum í Aftureldingu gegn vægu gjaldi. Hugsunin á bakvið þetta er tekin frá öðrum stórum íþróttafélögum í kringum okkur og ætlað sem fjáröflun fyrir félagið sem hefur staðið höllum fæti á erf-iðum tímum.

Þurfum aðstoð allra Mosfellinga„Þeir sem gerast félagar í Aftureldingu

munu hljóta afslætti í gegnum kortið og hafa kosningarétt á aðalfundi félagsins

og geta þar af leiðandi haft bein áhrif inn-an félagsins ár hvert. Ungmennafélagið Afturelding gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir Mosfellsbæ. Til þess að geta gert gott félag ennþá betra þurfum við á að-stoð allra Mosfellinga að halda þegar kallið kemur í febrúar,“ segir Jóhann Már.

Stelpurnar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni Á þriðjudagskvöldið lék Afturelding gegn Selfoss í meistaraflokk kvenna í handbolta. N1-deildin hófst þá á nýjan leik eftir vetrarfrí. Afturelding hefur vermt botnsæti deildarinnar og var því kærkomið að landa fyrsta sigri vetrarins og jafnframt þeim fyrsta í N1-deild kvenna. Loka-tölur urðu 25-24. Staðan í hálfleik var 13-12, Aftureldingu í vil. Hekla Daðadóttir átti afar góðan dag í liði Aftureldingar í kvöld og skoraði 11 mörk og þá skoraði Sara Kristjáns-dóttir 7 mörk.

Félagið mótmælir útdeilingu á lottótekjum •Gefa út kort handa öllum félagsmönnum

Nýtt félagatal Aftureldingar

Lottótekjur skipta sköpum fyrir íþróttafélögin.

Page 27: 1. tbl. 2013

Hrognog lifur

AFTURELDING / TAEKWONDO

Börn 5-8 áraMán-Mið-Fös15:30-16:30

Krakkar 9-12 áraMán-Mið-Fös16:35-17:35

Ungl/Fullorðnir 13+ áraMán-Mið-Fös17:45-19:00

Byrjendur 13+ áraSjá afturelding.is

Þrektímar 15+ áraÞri - Fim6:45-7:30

Gólfglíma 13+ áraMánudagar19:10-20:30

BARNAHÓPURÍ barnahóp er námið leikjamiðað og áhersla lögð á grunntækni, liðkunaræfingar, jafnvægisæfingar og góðan félagsskap

KRAKKAHÓPURÍ krakkahóp er byrjað á almennum styrktaræfingum og meiri áhersla lögð á íþróttaanda með því að taka þátt í sem flestum viðburðum.

GÓLFGLÍMAGólfglíma með áherslu á liðamótalása. Gólfglíma hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarin ár.

ÞREKHÓPURHópatímar með styrktar- og þrekæfingum á morgnanna fyrir unglinga og fullorðna en tímarnir henta öllum sem vil auka styrk og sprengikraft.

BYRJENDURByrjendahópur unglinga og fullorðna verður í boði fyrir iðkendur 13 ára og eldri sem vilja fara rólega af stað og byrja frá grunni.

NÝTT

FRÍSTUNDA

ÁVÍSUN

Skráðu þig í bæði gólfglímu- og þrekhóp gegn frístundaávísun

UNGLINGAR / FULLORÐNIRÍ unglinga- og fullorðinshóp er mikið af þreki, ólympísku og hefðbundnu Taekwondo.

Taekwondo er fjölmennasta bardagalist heims. Iðkendur geta byrjað allt frá 6 ára aldri og elstu iðkendur deildarinnar eru um fimmtugt. Íþróttin er fyrir alla.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.afturelding.is/taekwondo

NÝTT

NÝTT

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

opið:mán-fös

kl. 10-18:30

Allt fyrir þorrAnnSúr HvAlurHArðfiSkur (HjAllAþurrkAður

Að veStAn)

HákArl

HáHolt 13-15 • sími 578 6699

27Áfram Afturelding -

Page 28: 1. tbl. 2013

- Aðsendar greinar28

Afturelding hefur í 100 ár staðið að íþróttaiðkun meðal Mosfellinga og því stuðlað að betri heilsu í sveit-arfélaginu. Skipulögð íþróttastarf-semi hefur forvarnargildi og er leið til þess að leiða börnin okkar í átt að heilsusamlegu líferni. Til eru ýmar kannanir sem styðja við þessa full-yrðingu og nokkrar má sjá á heima-síðu Menntamálaráðuneytisins á slóðinni: www.menntamalaraduneyti.is/ithrottao-geskulydsmal/aeskulydsrannsoknir

Nú á tímum efnahagsþrenginga hafa ráðstöfunartekjur heimila snarminnkað, en það eru heimilin sem standa að mestu leyti undir daglegum rekstri íþróttafélaga eins og Aftureldingar í formi æfingagjalda iðkanda. Afleiðing þessa er brottfall ið-kenda sem er áhyggjuefni.

Íþróttafélög eru sjálfstæð félög sem rekin eru af sjálfboðaliðum og tekjur þeirra eru félagsgjöld, æfingagjöld, frjáls framlög og styrkir. Mosfellsbær styrkir Aftureldingu, en styrkur sveitarfélagsins er að stærstum hluta í formi íþróttaaðstöðu og húsnæðis.

Síðan 1974 hefur verið starfrækt knatt-spyrnudeild innan Aftureldingar sem í dag er stærsta deild félagsins með nálægt þriðj-ung iðkenda félagsins. Knattspyrnudeild er rekin í þremur sjálfstæðum rekstrarein-ingum, 1) barna og unglingastarf (BUR), 2) meistaraflokkur kvenna, 3) meistaraflokk-ur karla og er hver eining fjárhagslega sjálf-stæð.

Við skoðun á rekstri BUR eru æfingagjöld iðkenda einungis 60% af heildarrekstrar-kostnaði og styrkur Mosfellsbæjar 10%. Það þýðir að sjálfboðaliðar þurfa að finna fjáröflunarleiðir til þess að dekka 30% af rekstrarkostnaði á hverju ári. Þetta eru 9 milljónir á ári, sem þarf að safna til þess að endar nái saman. Það er ekki sjálfgefið að það sé rekin knattspyrnudeild hjá Aftureld-ingu ef reksturinn stendur ekki undir sér.

Bent hefur verið á að ein leið sé sú að hækka æfingagjöld iðkenda um 50% en ég er hræddur um að það myndi fækka iðkendum verulega. Samkvæmt könnun-um eru innan við 50% krakka á eldri stig-um grunnskóla sem taka þátt í skipulagðri íþróttaiðkun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlutfall er skammarlega lágt og því ættum við að taka höndum saman og reyna að fjölga iðkendum í stað þess að sitja aðgerð-

arlaus hjá og treysta því að aðrir sjái um þessa þjónustu.

Lykilfjáraflanir BUR eru annars vegar Atlantismót, sem er krakka-mót á Tungubökkum á hverju sumri, í fyrra voru um 1.000 krakkar sem tóku þátt og hinsveg-ar þorrablót Aftureldingar. Það er

mikilvægt að bæjarbúar mæti á þorrablótið og styðji við barna- og unglingastarf í leið-inni ásamt því að taka þátt í frábærri bæj-arskemmtun.

Fjölmargar minni fjáraflanir eru einnig framkvæmdar árlega. Ein þeirra er hópa-leikur í getraunum þar sem allur hagnaður rennur til BUR. Leikurinn hefur verið starf-ræktur í fjölmörg ár, nú síðustu misseri á veitingastaðnum Hvíta riddaranum.

Vorleikur 2013 hefst laugardaginn 12. janúar og er opið frá kl 11:45 – 13 alla laug-ardaga. Leikurinn fer þannig fram að tveir mynda hvert lið. Þátttökugjald er kr. 2.000 á mann. Leikurinn gengur út á það að liðin tippa tvær raðir vikulega í 10 vikur og gildir sú röð sem gefur betri árangur hverju sinni. Við notum sömu getraunaseðla og Íslensk-ar getraunir og er mönnum frjálst að senda sínar raðir inn til Íslenskra getrauna og geta því unnið verulega fjármuni.

Þetta er ekki bara leið til fjáröflunnar heldur hittast menn og horfa jafnvel sam-an á hádegisleiki, kynnast og frétta hvað er að gerast á hverjum tíma yfir kaffibolla og morgunverðarhlaðborði.

Einnig eru haldnir flóamarkaðir og marg-slags kökusölur og fjölmargir viðburðir sem of langt er upp að telja hér, en allir eiga það sameiginlegt að skila tekjum í það bil sem upp á vantar í reksturinn að frátöldum æf-ingagjöldum og styrk frá Mosfellsbæ. Að lokum erum við sem stöndum að þessu sjálfboðaliðastarfi ávallt opnir fyrir hug-myndum til fjáröflunnar.

Uppbygging knattspyrnustarfsins Aftur-eldingar undanfarin ár hefur vakið athygli annara félaga innan KSÍ og það er von mín að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í þessari mikilvægu uppbyggingu barna og unglingastarfs knattspyrnudeildar Aftur-eldingar.

Áfram AftureldingSnorri Gissurarson stjórnarmaður í BUR

Knattspyrnan í Mosfellsbæ

Mosfellsbær hefur átt í samstarfi við hjúkrunarheimilið Eir um nokkurra ára skeið. Þannig var m.a. stofnað til samstarfs um byggingu þjón-ustuíbúða í Mosfellsbæ, Eirhamra, með sérstökum samstarfssamningi þar um.

Íbúar keyptu sér búseturétt í þeirri góðu trú að þarna væri vel staðið að uppbyggingu og treystu því að með aðkomu Mosfellsbæjar væri þetta ör-ugg og traust fjárfesting þar sem áhyggju-laust ævikvöld væri tryggt.

Síðla hausts 2012 birti dagblaðið DV ít-rekað fréttir af fjárhagsvanda Eirar og að þar væri ekki allt með felldu. Drógu þeir fráfarandi forstjóra Sigurð Guðmundsson og stjórnarformann Eirar Vilhjálm Þ. Vil-hjálmsson inn í miður góða umræðu. Fleiri fjölmiðlar bættust í hópinn og var málið fyrirferðarmikið um skeið.

Fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn steig þá fram og sagði sig frá stjórnarstörfum en Mosfellsbær hefur átt fulltrúa í stjórn Eirar í þónokkur ár.

Ekkert hefur heyrst frá bæjarstjórn Mos-fellsbæjar og í raun hefur þögnin verið ærandi. Íbúar sem í góðri trú keyptu sér búseturétt hljóta að vera órólegir og staða

mála yfirskyggt jólamánuðinn. Ég er sannfærður um að fjölmarg-ir íbúar bæjarfélagsins hljóti að vera áhyggjufullir um hag íbúa þjónustuíbúðanna.

Með vísan í aðkomu Mosfells-bæjar að sérstökum samstarfs-samningi við Eir vil ég hvetja

bæjarstjórn til að birta staðfestingu um að hagur íbúa Eirhamra verði tryggður og að þeir þurfi ekki að óttast um sína stöðu. Jafnframt vil ég óska eftir því að bæjarstjórn upplýsi um aðkomu bæjarins að málinu. Hafði fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Eirar ekki gert neina athugasemdir við reikn-ingana? Hvernig komu stjórnarmenn upp-lýsingum á framfæri við bæjarstjórn um stöðu mála þegar ljóst var í hvað stefndi og til hvaða ráðstafana greip bæjarstjórn? Um þetta hlýtur að hafa verið bókað í bæjar-stjórn. Ég lít á það sem skyldu bæjarstjórn-ar að upplýsa bæjarbúa og þá sérstaklega íbúa þjónustuíbúðanna um stöðu mála og þróun þeirra frá einum tíma til annars og skora ég á bæjarstjóra að gera grein fyrir málinu hér í blaðinu!

Marteinn Magnússon Fv. bæjarfulltrúi

Ærandi þögn um þjónustu­íbúðir Eirar í MosfellsbæKæru Mosfellingar!

Um áramót er hollt og gott að líta yfir farinn veg og rifja og meta hvernig liðið ár hefur skilað okkur fram á veginn.

Fyrir okkur Mosfellinga hefur árið 2012 á margan hátt verið gott. Er það þrátt fyrir að hinn langþráði almenni efnahagsbati hafi kannski látið meira á sér standa en góðu hófi gegn-ir. Í kjölfar efnahagshrunsins afdrifaríka haustið 2008 var af hálfu Mosfellsbæjar sett upp áætlun um á hvern hátt bæjarfé-lagið brygðist við gjörbreyttum aðstæðum og aðlagaði sig að nýju efnahagsumhverfi. Árangur þessara áætlana erum við að sjá nú með því að rekstur hefur náð jafnvægi og framþróun bæjarfélagsins hafin á ný með framkvæmdum og stefnumótun í takt við nýja tíma.

Miklar framkvæmdir í gangiÁ árinu 2012 var tekin fyrsta skóflu-

stunga að nýju húsi framhaldsskólans í miðbæ Mosfellsbæjar. Þetta er langþráð verkefni sem lengi hefur verið barist fyrir. Framkvæmdir eru komnar vel á veg og er gert ráð fyrir að nýtt húsnæði verði tilbúið í kringum næstu áramót. Ríkið mun sjá um rekstur skólans en Mosfellsbær greiðir 40% af stofnkostnaði.

Framkvæmdir við nýtt 30 rýma hjúkrunarheimili ganga vel og er utanhúss-frágangi lokið og stendur innréttingavinna yfir. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði til-búið nú á vormánuðum. Framkvæmdin er á vegum Mosfellsbæjar sem mun svo leigja ríkinu húsið til 40 ára. Á Hlaðhömrum stendur einnig yfir önnur mikilvæg fram-kvæmd í þágu aldraðra en það er innrétting á nýju rými fyrir þjónustumiðstöð. Þeirri framkvæmd lýkur einnig í vor og verður mikil lyftistöng fyrir félagsstarf eldri borg-ara hér í bæ.

Bætt íþróttaaðstaðaMosfellsbær er þekktur sem mikill

íþrótta- og útivistarbær og þarf aðstaðan að taka mið af því. Mosfellingar hafa löngum verið ánægðir með íþróttaaðstöðuna í bæn-um og í síðustu þjónustukönnun Gallup voru um 90% bæjarbúa ánægðir með þá aðstöðu. En lengi má gott bæta og með stækkandi bæjarfélagi þarf að bæta við. Á síðasta ári var tekin í notkun ný skrifstofu- og félagsaðstaða fyrir Aftureldingu á 2. hæð í íþróttamiðstöðinni að Varmá sem mun án efa bæta aðstöðu þessa mikilvæga félags.

Að ósk Aftureldingar var einnig ákveðið að ráðast í byggingu nýs íþróttasalar við íþróttamiðstöðina að Varmá. Sá salur er ætlaður fyrir fimleika og bardagaíþróttir og verður um 1.200 fm að stærð ásamt 300 fm millilofti. Jarðvegsframkvæmdir fóru fram á árinu 2012 en bygging sjálfs hússins

mun hefjast nú í febrúar og ljúka næsta haust. Tilkoma þessa húss verður mikil lyftistöng fyrir fim-leika- og bardagaíþróttir í bæn-um en einnig aðrar íþróttagreinar því það mun skapast meira rými í þeim þremur íþróttasölum sem fyrir eru að Varmá.

Skólamál í öndvegiÞó að Mosfellsbær eigi sér langa og

merka sögu þá er bæjarfélagið „ungt” í þeim skilningi að hér býr mikið af börnum og því meðalaldur bæjarbúa lágur. Fjöl-skyldufólk sækir í að búa í Mosfellsbæ. Fræðslumálin eru því okkar mikilvægasti málaflokkur og í hann fer rúmlega helm-ingur af skatttekjum bæjarins. Þrátt fyr-ir minnkandi tekjur hefur tekist að verja þennan málaflokk að mestu fyrir hörðum niðurskurði og starfsfólk bæjarins hefur unnið aðdáunarvert starf í að sinna þessum málaflokki við erfiðar aðstæður. Síðastliðið sumar voru kynntar breytingar á sérfræði-þjónustu hjá Mosfellsbæ sem munu fela í sér umbætur á þjónustu við börn með sér-þarfir. Vinnuhópur lagði m.a. til að stofn-aðar yrðu sérdeildir við Lágafellsskóla og Varmárskóla til að sinna þessum málum.

Á undanförnum tveimur árum hafa verið tekin í notkun tvö ný skólamannvirki, þ.e. Krikaskóli og Leirvogstunguskóli og hefur það breytt miklu í þessu barnmarga sam-félagi. Þrátt fyrir þetta er það ein stærsta áskorunin sem bærinn stendur frami fyrir á næstu árum að bæta aðstöðu skólanna enn frekar. Stóru skólarnir okkar, Varmárskóli og Lágafellsskóli eru nú með stærstu skól-um landsins og hefur einkum Lágafells-skóli stækkað hratt á undanförnum árum. Er nú svo komið húsnæðisþörf skólans er orðin brýn og er nú unnið að áætlun um uppbyggingu nýrra skólamannvirkja á vest-ursvæði.

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru hvað varðar það sem gerst hefur í Mos-fellsbæ á s.l. ári, og of langt mál væri að telja það allt upp. Bæjarbúar geta líka ver-ið stoltir af sínum eigin afrekum, Mosfell-ingurinn Greta Salóme var fulltrúi Íslands í Eurovision og stóð sig þar frábærlega og Mosfellingar státa nú af Íslandsmeistur-um kvenna í blaki, svo eitthvað sé nefnt. Framtíðin er björt í Mosfellsbæ með gild-in okkar góðu VIRÐINGU – FRAMSÆKNI – JÁKVÆÐNI og UMHYGGJU að leiðarljósi. Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf, samskipti og vináttu á nýliðnu ári og megi árið 2013 verða okkur gæfuríkt og gleðilegt.

Haraldur Sverrissonbæjarstjóri

Um áramót

VANTAR EIGNIR Á SKRÁ!

www.fastmos.is586 8080

Sími:

586 8080

selja...

Page 29: 1. tbl. 2013

Íþróttir - 29

Grunnnámskeið7.- 31. janúar

[email protected]

[email protected]

Svava Ýr

Laugardaginn 12. jan. hefst Íþróttaskóli barnanna að nýju.

Íþróttaskóli barnanna

Nú rétt fyrir jólin þreyttu um 30 iðkendur í taekwondo beltapróf hjá Aftureldingu og markaði prófið hápunkt annarinnar fyrir þá flesta. Allir iðkendurnir stóðust próf-ið með prýði og höfðu dómarar orð á því að miklar framfarir hefðu átt sér stað hjá iðkendunum undanfarin misseri. Það er í takt við ummæli fleiri um að iðkendur Aftureldingar séu að skipa sér sess meðal þeirra bestu. Sérstaka athygli vakti á próf-inu hversu vel yngstu iðkendurnir stóðu sig og voru nokkrir sem bersýnilega eiga fram-tíðina fyrir sér í greininni að fara í sitt fyrsta eða annað beltapróf.

Helgina 19. og 20. janúar verður keppt í taekwondo á stóru alþjóðlegu móti í Reykja-vík, Reykjavik International Games. Þessir leikar hafa verið haldnir nokkur undanfar-in ár en þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í taekwondo á þeim. Fjölmargir erlendir keppendur munu taka þátt, meðal annars tveir keppendur frá Serbíu sem tóku þátt í Ólympíuleikunum í sumar, auk mjög stórs hóps íslenskra keppenda. Alls eru um 150 keppendur skráðir til leiks og mun verða um sannkallaða veislu fyrir unnendur bardaga-íþrótta. Hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og hvetja okkar fólk.

Stelpurnar töpuðu í oddahrinu gegn Þótti Nes

Úr fyrsta leik ársins í blakinu Beltapróf í taekwondo og

alþjóðlegt mót í janúar

30 þreyttu beltapróf fyrir jólin •Alþjóðlegt mót í Reykjavík

Page 30: 1. tbl. 2013

- Aðsendar greinar30

Sjá sölustaði á istex.is

Íslenska ullin er einstök

Þjónusta við mosfellinga Dögun er nýtt samvinnumiðað umbóta-afl sem sett hefur ýmis þjóðþrifamál á oddinn. Þar má nefna aðgerðir í efna-hagsmálum, nýja stjórnarskrá og upp-stokkun á stjórn fiskveiða. Dögun mun bjóða fram á landsvísu í næstu Alþing-iskosningum.

Líta má á framboðið sem tillögu. Til-lögu að forgangsröðun verkefna, að-ferðafræði við lausn þeirra og tillögu að fólki til starfans. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á framboðslista Dögunar til að fylgja eftir því starfi sem ég hef tekið þátt í undanfarin misseri og snýr að lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar og lýðræðisumbótum.

Kosningarnar í vor verða kjarabaráttaKjarabarátta er til í mörgum myndum. Ein

birtingarmynd þeirrar baráttu er verðtrygging-in, en ég tel nauðsynlegt að koma á þjóðarsátt um afnám hennar og almenna leiðréttingu lána. Innleiða þarf nýtt óverðtryggt húsnæðislána-kerfi þar sem áhættu af viðskiptum með lánsfé er dreift. Hverfa verður frá þeirri ofuráherslu sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna í hús-næðismálum.

Einnig þarf að skapa skilyrði fyrir heilbrigðan leigumarkað, meðal annars með opinberum leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Margir, og sér í lagi ungt fólk, eiga í erfiðleikum með að koma sér upp heimili. Á því verður að taka.

Ég vil lögfesta lágmarkslaun og uppræta óútskýrðan launamun kynjanna. Stjórnir líf-eyrissjóða eiga að mínu viti að vera kosnar af sjóðsfélögum. Að sama skapi sé ég fyrir mér að forsvarsmenn stéttarfélaga og heildarsamtaka þeirra verði í framtíðinni kosnir í allsherjar-kosningu félagsmanna. Heildarendurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu verður líka að fara fram því kerfið stendur ekki undir framtíðarskuldbinding-um sínum. Þá er óhjákvæmilegt að endursemja um opinberar skuldir svo afborganir og vaxta-

greiðslur ógni ekki tilverugrundvelli þjóðarinnar.

Síðast en ekki síst, í þessari ótæmandi upptalningu verkefna, vil ég eindregið að ný stjórnarskrá, á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, verði að veruleika.

Vaknaði upp við vondan draumUpphaflega stóð ekki til af minni hálfu

að fara út í stjórnmál þrátt fyrir áhuga á samfé-lagsmálum. Þær aðstæður sem sköpuðust á Ís-landi haustið 2008 ráku mig hins vegar af stað. Þá gegndi ég stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra hjá ferðaþjónustufyrirtæki og var ekki mjög virk-ur í opinberri umræðu. Miklu fremur vildi ég huga að því sem stóð mér næst: fjölskyldunni, heimilinu og rekstri fyrirtækisins. Svo vaknaði ég upp við vondan draum. Hafði flotið sofandi að feigðarósi. Ég lofaði sjálfum mér í framhaldi að gera allt sem í mínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að þær aðstæður sem þá voru uppi gætu myndast aftur.

Með það fyrir augum tók ég að mér það sjálf-skipaða hlutverk að veita samfélaginu og stjórn-völdum aðhald. Meðal annars með því að tala við annað fólk um þjóðfélagsmál, skrifa pistla og taka þátt í stofnun og starfi Hagsmunasamtaka heimilanna sem ég veitti formennsku um tíma. Haustið 2009 var ég ráðinn til starfa fyrir Hreyf-inguna og þingmenn hennar. Vorið 2010 tók ég þátt í stofnun Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ sem bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosn-ingum. Íbúahreyfingin lagði upp með áhersl-ur á aukið íbúalýðræði, gegnsæi, valddreifingu, ábyrga fjármálastefnu og velferð íbúa. Íbúa-hreyfingin fékk næstflest atkvæði og vann kosn-ingasigur. Ég er nú varabæjarfulltrúi hennar. Ég hef verið virkur þátttakandi í stofnun og starfi Dögunar og sit í framkvæmdaráði félagsins.

Ég býð fram krafta mína og vona að þeir geti orðið að gagni.

Þórður Björn Sigurðsson

Ég vil gera gagn

Í kjölfar jóla og áramóta fellur til mikið magn af ýmiskonar sorpi sem ekki fellur til dags daglega, s.s. jólapappír og skot-eldaúrgangi, og ekki alltaf skýrt hvað má fara í bláu endurvinnslutunnuna sem nú stendur við hvert heimili.

Allur jólapappír og pappírsúrgangur utan af leikföngum og jólagjöfum má fara í bláu endurvinnslutunnuna. Ef um mikið magn er að ræða má einnig fara með pappírinn í pappírsgáma á endurvinnslustöð Sorpu bs. við Blíðubakka.

Úrgangur frá skoteldum, t.d. brunnar skottert-ur, má hins vegar ekki fara í bláu endurvinnslu-tunnunar, þótt um sé að ræða úrgang úr pappa. Í skoteldum getur verið eftir talsvert magn af púðri

og öðrum óæskilegum efnum sem ekki mega fara í pappírsendurvinnslu. Slíkan úrgang ber því að setja í almennt sorp, eða skila beint á endurvinnslustöðvar Sorpu bs. ef um mikið magn er að ræða.

Gæta þarf þess að ekki sé um ósprungna skotelda að ræða, en þeim skal skila í spilliefnamóttöku á endur-vinnslustöðvum Sorpu bs.

Íbúar eru einnig hvattir til að hreinsa upp leifar af skoteldum í sínu nánasta umhverfi, en starfs-menn þjónustumiðstöðvar Mosfellsbæjar munu einnig koma að hreinsun eftir því sem kostur er.

Tómas G. GíslasonUmhverfisstjóri

Jólapappír og flugeldasorp

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingumás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið [email protected]

Page 31: 1. tbl. 2013

Þjónusta við Mosfellinga - 31

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Birta Árdal Bergsteins-dóttirFyrsta

skyndiákvörðun ársins 2013... Gambía í lok janúar. Beil á skólanum og lífinu. Flakk um Afríku og hver veit !

3. jan

Sigurður HanssonÞrettánda-tónleikar

Stormsveitarinnar tókust með afbrygðum vel fyrir stútfullum Hlégarði. Ég hef bara ekki skemmt mér eins vel lengi. Ég vona að áhorfendur hafi skemmt sé jafn vel.

6. jan

Erla VíðisÁramótaheitið dottið í hús... Verða ekki

ólétt árið 2013 eins og ég hef verið á hverju ári síðan 2006... 29. des

Guðrún Erna Hafsteins-dóttirVantar svo

einhvern sem myndi sparka mér á æfingu... einhver leti í gangi í dag...

6. jan

Guðmundur St. Valdi-marssonFlott brenna

og flott flugeldasýning og aldrei séð svona mikið af fólki áður samankomnu á þrettándabrennu hérna í Mos :) 6. jan

Benedikt Arnar VíðissonFór í Íslands-

banka Mosfellsbæ og bað um að fá að sjá frumrit af stökkbreyttum lánum sem bankinn rukkar mig um af mikilli hörku. Bankinn hafði frumritin ekki undir höndum og bauð mér að fá að sjá ljósrit af lánun-um! 7. jan

Sindri Már EiríkssonEr ég eini í heiminum

sem hefur ekki fengið hlaupabóluna? Á ég að vera stressaður hvað verður um mig ??

7. jan

Svanþór EinarssonÉg vil þakka þeim “vinum”

mínum sem sendu fólkið frà Vottar Jehóva heim til mín áðan til ad tala vid mig... Ég rétt missti af þeim en sem betur fer ætla þau að koma aftur til mín :) 7. jan

RauðakRosshúsið ÞveRholti 7Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-15 og miðvikudaga kl. 13-16.

Fjölbreytt dagskrá, örnámskeið, kynningar, skiptifatamarkaður, aðstoð við atvinnuleit og fleira.

Alltaf heitt á könnunni. Allir velkomnir. Atvinnuleitendur sérstaklega hvattir til að koma.

Upplýsingar á www.raudikrossinn.is/moso og í síma 564 6035

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

lausagangahunda er bönnuðhandsömunargjald fyrir hund í lausagöngu er 23.500 kr.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan

Líkami og sálÞverholti 11 - s. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Góðir Menn ehf

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir• endurnýjun á raflögnum• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

ÖkukennslaGylfa GuðjónssonarSími: 696 0042

Glæsileg kennslubifreið

Subaru XV 4WD - árg. 2012Þægileg og háþróuð kennslubifreiðAkstursmat og endurtökupróf

„Heilsulind í Heimabæ“

Heilsu og Hamingjulindin

íþróttamiðstöðin lágafell

www.Hamingjulindin.is

Tek að mér að massa bíla, djúphreinsa og bóna. Hreinsa ryðsvarf eftir bremsur og

málningarúða af bílum. Hreinsa ryk úr lakki á nýsprautuðum bílum. Slípa ljós

og plastgler sem er rispað á bílum, mótorum og sleðum.

Hringdu í síma 895-1718 (Snæbjörn) til að panta tíma. Ég skoða bílinn og geri

verðtilboð. Ég vinn á bílasprautunarverk-stæði og hef margra ára reynslu í starfi.

bón og mössun ehf.

Tímapantanir í síma 517 6677

Alexía Snyrtistofan

HáHolti 13-15

Eru ekki allir að fara að vera sætir á þorrablótinu

26. janúar ??? Farðanir við öll tilefni...

Þjónustuauglýsingí mosfellingi

kr. 5.000 + vsk.*

nafnspjaldastærð = 97 x 52 mm

*Miðast við 5 birtingar eða fleiri - [email protected]

Page 32: 1. tbl. 2013

Sendið okkur myndir af nýjum Mos-fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið [email protected]

Þann 3. október 2012 fæddist þriðja prinsessan okkar, hún Emma Sóley. Hún kom í heim kl. 02:52, vóg 3.610 gr og var 51 cm að lengd. Emma Sól-ey á tvær stoltar eldri systur, Elísu Ósk 11 ára og Önnu 8 ára. Foreldrar Emmu Sóleyjar eru Níels og Helga á Helgafelli.

Erla Víðis skorar á Jónu Þórunni Guðmundsdóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði

Kjúlli í BBQ og Mango ChutneyErla Víðisdóttir deilir með okkur uppskrift að þessu sinni að gómsætum kjúklingarétti.„Einfaldur og hollur réttur sem auðvelt er að framkvæma með fullt hús af börnum. Ekki verra að hann er hrikalega góður.“

4 kjúklingabringur1 dós kókosmjólk1-2 msk mango chutneyCa. 1/2 flaska BBQ eða meira að vild2 teningar kjúklingakraftur

Blandið öllu hráefninu saman, setjið kjúklinginn í eldfast mót og hellið hráefninu saman við kjúklingabringurnar. Bakið í ofni við 180° í 30-40 mínútur eða þar til kjúklinga-bringurnar eru eldaðar í gegn. Borið fram með hrísgrjónum, fersku salati og ísköldu íslensku vatni.

VerumforVitin,ekki dómhörð!Það er svo yndisleg og frelsandi

tilfinning sem ég fæ þegar ég hugsa

út í það hvað mér er að takast betur

og betur, með tímanum, að útiloka

neikvæðar og dómharðar hugsanir

í garð annars fólks. Það er nefnilega

hreint út sagt mannskemmandi að

falla í þá freistni að upphefja sjálfan

sig og eigið óöryggi, sem fólk þjáist

af í mismiklu mæli, á kostnað ann-

arra... en þó mannlegt um leið! Það

er algjörlega undir okkur sjálfum

komið að rækta heldur jákvæðar

hugsanir og gefa öllum það tækifæri

að njóta vafans þegar okkur berast

neikvæðar sögusagnir til eyrna, þar

sem við vitum lítið sem ekkert um

forsögu nágrannans eða ástæðuna á

bakvið hegðun viðkomandi og útlit.

Allt mitt líf hef ég unnið í þjónustu-

starfi, sem hefur kennt mér ýmislegt

um mannleg samskipti – einna helst

hvað það borgar sig að vera kurteis

og almennilegur, en umfram allt

koma fram við fólk af virðingu! Það

eitt er víst að ef eitthvað tryggir þér

góða þjónustu, viðmót eða fram-

komu, þá er það að vera almennileg-

ur og kurteis sjálfur.

Brosum, kynnum okkur, forvitn-

umst um náungann, bjóðum fram

hjálp okkar og berum virðingu

fyrir skoðunum, stíl eða ákvörð-

unum annarra og tileinkum okkur

jákvæða punkta í fari fólks. Auðvitað

mun okkur ekki líka vel við alla sem

við mætum á lífsleiðinni, en ég trúi

á örlög og ég virkilega trúi því að

örlögin gefi okkur ekki það fólk sem

við sjálf viljum hitta eða hafa í okkar

lífi, heldur það fólk sem við þurfum

að hitta... til þess að særa okkur,

hjálpa okkur, yfirgefa okkur, elska

okkur, svíkja okkur, styrkja okkur

og gera okkur að þeim manneskjum

sem okkur er ætlað að verða.

„Þú getur verið þroskaðasta og

safaríkasta ferskja í heiminum, en

það mun samt alltaf vera til fólk sem

líkar ekki við ferskjur.“ – íslenskuð

tilvitnun eftir Dita Von Teese.

Svanhildur SteinarrSdóttir

- Heyrst hefur...32

Helena og Sóley söfnuðu 20.000 kr. í styrktarsjóðHelena Bjartmars Toddsdóttir og Sóley Hólm Jónsdóttir seldu bókamerki til styrktar Guðrúnu Nönnu sem er haldin taugasjúkdómi. Engin meðferð er til við sjúkdómnum í dag. Hinsvegar eru vonir bundnar við að stofnfrumumeðferð muni leiða til meðferðarmöguleika en slík meðferð mun að öllum líkindum verða mjög kostnaðarsöm. Stúlkurnar söfnuðu 20.000 kr.

Ungmennafélagið ungir sveinar kveður gamla árið

Page 33: 1. tbl. 2013

smáauglýsingarHúsnæði óskastSkemmtileg fjölskylda óskar eftir rað/par eða einbýlishúsi til leigu í Mos-fellsbæ sem fyrst. Einung-is langtímaleiga kemur til greina, góðri umgengni og ábyrgum greiðslum heitið. uppl. 8562066.

Til leiguTil leigu skrifstofa með sér inngangi og aðgangi að snyrtingu og eldhúsi á jarðhæð við Þverholt. Tilvalin fyrir starfsemi s.s. bókhald eða nuddara. Upplýsingar gefur Erna í síma 869-4116.

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

tilfinning sem ég fæ þegar ég hugsa

út í það hvað mér er að takast betur

neikvæðar og dómharðar hugsanir

í garð annars fólks. Það er nefnilega

falla í þá freistni að upphefja sjálfan

sig og eigið óöryggi, sem fólk þjáist

arra... en þó mannlegt um leið! Það

hugsanir og gefa öllum það tækifæri

neikvæðar sögusagnir til eyrna, þar

forsögu nágrannans eða ástæðuna á

bakvið hegðun viðkomandi og útlit.

starfi, sem hefur kennt mér ýmislegt

um mannleg samskipti – einna helst

hvað það borgar sig að vera kurteis

koma fram við fólk af virðingu! Það

eitt er víst að ef eitthvað tryggir þér

komu, þá er það að vera almennileg-

jákvæða punkta í fari fólks. Auðvitað

mun okkur ekki líka vel við alla sem

við mætum á lífsleiðinni, en ég trúi

örlögin gefi okkur ekki það fólk sem

við sjálf viljum hitta eða hafa í okkar þurfum

og gera okkur að þeim manneskjum

það mun samt alltaf vera til fólk sem

Kaffihúsið

á Álafossi

Kaffihúsið

á Álafossi

Súpur, salöt, kvöldverður, kaffi,

kökur, nýsmurt brauð og úrval smárétta

www.malbika.is - sími 864-1220

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

hundaeftirlitið í mosfellsbæÞað er alVeG samahVað hundurinnÞinn er GÓður- ÓKunnuGt fÓlKVeit Það eKKi

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

Kenni á bíl, bifhjól eða skellinöðru!

Fáið tilboð, kenni allan daginn Annast einnig ökumat og upprifjun fyrir eldri borgara

Lárus Wöhler löggiltur ökukennari

Er með mótor-hjólahermi, frábært fyrir byrjendur

ÖKuKennsla lárusar gsm 777-5200 - [email protected]

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

VÖrubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

aMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

3725Þjónusta við Mosfellinga - 33

MOSFELLINGURkemur næst

31. janúarSkilafreStur fyrir efni

og auglýSingar er til hádegiS 28. janúar.

Skýja luktirnar

fáSt í BymoS

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]

Ný heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla

cabastjónaskoðun

Laugaból - lögbýli í Mosfellsdal

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

Stefnir á fjögurra ára nám í sirkuslistum

Mosfellingurinn Eyrún Ævarsdóttir meðlimur í Sirkus Ísland

16

10. tbL. 11. árg. fimmtudagur 16. ágúst 2012 Dreift frít t inn á öll heiMili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGURGleðileg jól

MOSFELLINGUR

StanSlauSt StuðMynd/RaggiÓla

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar fer fram helgina 24. - 26. ágúst

í túninu heimaStanSlauSt Stuð

í túninu heima

glæsileg dagskrá í miðopnu

bæjarhátíð

mosfellsbæjar

Steindi Jr og Páll Óskar bregða á

leik ásamt leikurum úr Gauragangi

sem sýndur er í Bæjarleikhúsinu.

MOSFELLINGURá netinu

Hvað er að frétta?Sendu okkur línu...

[email protected]

hefst 15. janúar4 vikur í senn 10.500 kr.

MeÐGÖnGUsUnDÍ MOsfeLLsBÆ

LáGafeLLsLaUGÞrIÐjUDaGa OG fIMMtUDaGa KL 20.00

skráning og upplýsingar [email protected] Ágústsdóttir, sjúkraþjálfari & jógakennari

Page 34: 1. tbl. 2013

Prufugreiðslu + Prufuförðun (tilvalið fyrir myndatökuna)

ásamt greiðslu og förðun á fermingardaginn sjálfan

aðeins 17.900.-ennig bjóðum við afslátt fyrir mömmur í greiðslu og förðun

keli(41), þrándur(24), óli(30) og hilmar(32)nýjustu meðlimir karlakórs kjalnesinga

- Hverjir voru hvar?34

lamb-

hrútar

viljum þakka frábær viðskiPti á liðnu ári og hlökkum til að sjá ykkur á því nýja.

erum með oPið alla daga nema sunnudaga. við erum byrjaðar að bóka fermingarnar!

tilboð

Hárstofan SpreyHáholt 14 - s. 517 6677

gleðilegt ár !

Page 35: 1. tbl. 2013

27www.mosfellingur.is - 372535www.mosfellingur.is -

Grill nestiHáHolt 24 - s. 566-7273

StarfSfólk GrillneStiSóSkar MoSfellinGuM ölluM

GleðileGS nýS árS.

ÞökkuM viðSkiptin á árinu SeM leið. HlökkuM til að Sjá ykkur á árinu.

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

ILBOÐ

Page 36: 1. tbl. 2013

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected] 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

Flugumýri 16ds. 577-1377896-9497

www.retthjajoa.is

www.retthjajoa.is

Fjör á þrettándanumGlæsileg þrettándagleði var haldin á sunnudaginn. Jólasveinarnir gáfu sér tíma til að kasta kveðju á Mosfellinga áður en þeir héldu heim á leið.

Opið virka daga frá kl. 9-18 • NetfaNg: [email protected] • www.berg.is • berg fasteigNasala stOfNuð 1989

Mjög vandað og vel staðsett 70 fm. 10 hesta hús á flottum stað í Mosfellsbæ. Allt nýlega endurnýjað og gott gerði. Eign fyrir vandláta. Verð tilboð.

Blesabakki

Glæsilegt 252 fm. einbýli á einum fallegasta útsýnisstað í Mosfellsbæ. Flottur frágangur og og allt fyrsta flokks í innréttingum. Sólpallar, heitur pottur, arin og gott skipulag Tvöfaldur bílskúr 4 svefnherbergi. Sjón er sögu ríkari.

Reykjahvoll

Afar glæsilegt 223 fm. parhús á tveimur hæðum. Vönduð gólfefni og innréttingar. 3 stór herbergi, flott eldhús og tvö bað-herbergi. Innangengt í rúmgóðan bílskúr. Eign fyrir vandláta. Skipti á ódýrari 25-30 millj. kemur vel til greina.

AsparteigurGlæsilegt hesthús. Vorum að fá í sölu afar vandað og vel byggt 16 hesta hús við Blíðubakka í Mosfellsbæ. Allt fyrsta flokks.

Blíðubakki

Falleg, eignarlóð 1000 fm. á góðum stað i Reykjahverfi. Tilvalin undir parhús eða einbýli.

Reykjamelur - lóð

Falleg 85 fm. íbúð á efri hæð í góðu fjölbýli við Skeljatanga í Mosfellsbæ. Snyrtileg eign. Fallegur garður.

Skeljatangi

Mjög fallegt og vel byggt 200 fm. einbýli á einni hæð á góðum stað í Leirvogstunguhverfi. Vandaðar innréttingar og flottur frágangur. Allt fyrsta flokks. Afar fjölskyldu-vænt hús. V. 48,5

LeirvogstungaVel staðsett 260 fm. einbýli. (þar af bílskúr 55 fm.) Húsið er tilbúið að utan, gler í gluggum, útidyrahurðir og hurð fyrir bílskúr. Staðsteypt. Milliveggir uppsettir og verið að mála. Heimtaug fyrir heitt og kalt vatn komin í húsið.

Einiteigur

588 55 30Háholt 14, 2. hæð

pétur péturssonlöggiltur fasteignasali897-0047

daniel g.björnssonlöggiltur leigumiðlari

Magnús ingþórssonsölufulltrúi895-5608

MikiL SALA - VAntAR EigniR - VERðMEtuMÞjónusta við

Mosfellinga í 23 ár

Mynd/RaggiÓla