50 plús 1.tbl 2013

48
50 plús . T í m a r i t f y r i r f ó l k á b e s t a a l d r i ! „TILBúNAR AFSAKANIR „Helsta hindrunin er alltaf þú sjálfur ef þú nærð ekki árangri andlega og líkamlega,“ segir HRAFNHILDUR HáKONARDóTTIR einkaþjálfari. HVAð GERIR þESSI AMMA/ AFI MEð BARNABöRNUNUM? ÁTTAVITARNIR OG REYNSLUBOLTARNIR MATURINN OG VíNIð í SUMARVEISLUNA! ER KOMIÐ SUMAR! TíMALAUS NEKT HVALASKOðUN Á ÍSLANDI FERðALANGUR VERðUR FARARSTJóRI ALLT BETRA EN EKKERT DREPA TúRISTAR ÍSLENSKA TUNGU? GóðUR MATUR MEð GóðU VíNI GETUM VIÐ LEIKIÐ Á ELLIKERLINGU? HAGKVæM Ráð KVENFóLK ELSKAR þESSA KöKU FJöRUBORðIð „ BESTI HUMAR í HEIMI“ 1. tölublað 2013 3. árgangur

Upload: goggur

Post on 16-Mar-2016

312 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

50 plús er blað sem gert er fyrir fólk á aldrinum 50 ára og eldra. Goggur útgáfa á og gefur út blaðið.

TRANSCRIPT

50 plús.T í m a r i t f y r i r f ó

l k á

besta aldri!

„Tilbúnar afsakanir“

„Helsta hindrunin er alltaf þú sjálfur ef þú nærð ekki árangri andlega og líkamlega,“ segir HrafnHildur Hákonardóttir einkaþjálfari.

Hvað gerir þessi amma/ afi með barnabörnunum? Áttavitarnir og reynsluboltarnir MaTurinn

og vínið í suMarveisluna! nú er komið sumar! Tímalaus

nekT Hvalaskoðun Á Íslandi Ferðalangur verður FararsTjóri

allT beTra en ekkerT drepa túristar Íslenska tungu? góður MaTur Með góðu víni Getum við leikið á ellikerlinGu? Hagkvæm ráð kvenfólk elskar þessa köku

Fjöruborðið „ besTi huMar í heiMi“

1. tölublað 2013 3. árgangur

Urtasmiðjan SÓLA                                              

vörur sem virka

Vöðva-gigtarolía Kröftug nuddolía sem hefur reynst mörgum vel á sinadrátt, harða og spennta vöðva, eymsli og stirðleika í liðum. Arnika og engifer gefa slakandi og vermandi tilfinningu. Inniheldur einnig blóðberg, eini og rósmarín. Sjúkranuddarar mæla með þessari olíu.

FótasalviNuddið Fótasalvanum vel á hælana til að mýkja harða húð og græða sprungur. Inniheldur m.a. græðandi vallhumal og rauðsmára, ásamt tea-treeolíu sem kölluð er náttúrulegi sveppabaninn og hefur reynst vel sem slík ef Fótasalvinn er borinn vel á milli tánna. Slakandi á þreytta fótleggi.

Fæst í helstu heilsu- og náttúruvöruverslunum og í netverslun www.urtasmidjan.is sími 462 4769

lífrænar húðvörur, engin aukaefni

nýju hlutverkin í lífinu

Mér er mikill heiður að því að taka við ritstjórn þessa tímarits þar sem markhópurinn er karlar og konur sem náð hafa 50 árum í aldri. Frábært!!! Ég er sjálf í þeim hópi og er að fara í gegnum tilhugsunina að vera nú orðin miðaldra. Ég er yngst fimm systkina og hef

vanist því að vera í yngri hópum á vinnustað o.s.frv. Reyndar er ég búin að velta fyrir mér hvort rétt-ara væri ekki að láta blaðið heita 40 plús en komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði sennilega ekki viljað láta kalla mig miðaldra þegar ég var fertug. Þá var ég nýorðin móðir að yngsta barni okkar hjóna og leið eins og ég væri bara kornung. Við eignuðumst nýverið okkar fyrsta barnabarn og finnst

við enn vera ung!Nokkrir miðlar eru á markaðnum sem heiðra 20 plús og 30 plús, heldur færri 40 plús og

svo hefur 50 plús aldurinn ekki fengið mikla athygli. En viti menn það er á þessum aldri sem við getum látið hlutina virkilega fara að gerast ef tækifærin eru nýtt því þau eru mýmörg.

Upp úr fertugu er það sem sjáanlegar breytingar á líkama okkar fara að eiga sér stað hjá flestum konum og körlum. Sumir finna fyrir breytingunum fyrr en aðrir seinna, nægir að nefna skalla og grátt hár. Breytingarnar minna okkur á að aldurinn færist yfir og þá er mjög auðvelt að sökkva sér í neikvæðar og mæðulegar hugsanir um að nú sé þetta búið! Fyrir suma er tilhugsunin jafnvel skelfileg og þá ríður á að finna leiðir til að vera sáttur í eigin skinni.

Í næstu tölublöðum af 50 plús munum við fjalla um allt sem viðkemur því að ná þessum aldri. Ykkur er óhætt að treysta því að af nógu er að taka, allt frá því að kanna hvort á mark-aðnum sé ígildi Viagra fyrir konur upp í hugmyndavekjandi sögur af „ömmum og öfum“ að verja tíma með barnabörnunum.

Ég man mjög vel þegar ég breyttist úr barni í fullorðna manneskju í útliti. Ég tók fyrst eftir því að vinkonur mínar og vinir voru mörg ansi óásjáleg, bólugrafin með stór nef. Stelpurnar voru eins og litlu ljótu andarungarnir sem breyttust í svani og urðu að fegurstu fljóðum og strákarnir voru eins og Dýrið sem breyttist í laglegan prins. Svo breyttist ég líka og varð bara allt í lagi ung stúlka. Nú tek ég eftir því að jafnaldrar mínar eru farnir að breytast aftur og aldurstengdu breytingarnar eru komn-ar af stað. Ég er í þeim hópi líka, alveg eins og þegar við breyttumst í fallegt ungt fólk og nú veit ég að við, 50 plús fólkið, erum að breytast í fallegar miðaldra manneskjur!

Margir fara í gegnum óviðráðanlega þörf fyrir að breyta til á þessum aldri og það segja fræðing-arnir að sé einmitt eitt einkenni breytingaskeiðs. Ég sat á biðstofu um daginn þar sem ég sá mynd af Helen Mirren leikkonu í tímariti. Hún var með litað, fölbleikt hár og mikið rosalega fannst mér það smart. Ég hugsaði með mér: „ætti ég kannski að láta Olgu lita hárið á mér bleikt?“ Næsta hugsun: „Nú er ég líklega komin á breytingaskeiðið!“. Ég hafði mig ekki í litunina að þessu sinni en hver veit nema ég mæti með bleikt hár einn daginn. Væri það ekki hressandi?

Kveðja,Sólveig.

efnisyfirlit:

Hvernig getum við látið matvæli endast

Úlfur Finnbjörnsson:

eldar aF snilld bls. 42-43

Ólöf Guðný Geirsdóttir:

allT beTra en ekkerT bls. 28

Hrafnhildur Hákonardóttir:

„Tilbúnar aFsakanir“ bls. 20 og 22

Hrafn Gunnlaugsson:

kvenFólk elskar þessa köku bls. 38

Óttar Guðmundsson:

heili og jarðarber bls. 46

bls. 36

Ritstjóri: Sólveig Baldursdóttir Ljósmyndir: Þormar Vignir Gunnarsson, Gísli Hjálmar Svendssen og fleiri

Útgefandi: Goggur ehf, Grandagarði 16, 101 Rvk, sími 445-9000 Útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir seva(at)goggur.is

Auglýsingar: Ragnar Petersen Prentun: Landsprent

Innlitelín hirsT bls. 40-41

SMART-TV · 3D · LED · 400 Hz. Frábær myndgæði. USB upptaka. Verð frá: 189.900 kr.

Vönduð lína af LED sjónvörpum.Verð frá: 109.900 kr.

Toppurinn í myndgæðum. 7“ spjaldtölva fylgir. NÚ Á TILBOÐI.

8000 LÍNAN6500 LÍNAN5000 LÍNAN

32“40“46“50“

32“40“46“55“

40“46“55“65“

NX 100

Heimabíó 5.1. með Blu-ray spilara, 3D, 1000 W hátalarakerfi. Tilboðverð: 129.900 kr.

HT-E5530

ML-2955ND

14.3 milljón pixlar, 20-50 mm linsa fylgir.Tilboðsverð: 49.900 kr.

BD-ES6600

Falleg fartölva með stórum og björtum skjá. Hentar fyrir alla daglega notkun.

Verð: 124.900 kr.

Galaxy spjaldtölvur fyrir allt skólafólk.Sameinaðu námið og leiki í þessum frábæru græjum.

Verð frá 54.900 kr.

Fallegur 24“ Full HD tölvuskjár sem hentar vel fyrir alla leiki.

Tilboð 39.900 kr

Hagkvæmur prentari fyrir allt skólafólk. Prentar báðum megin og tengist neti.

Frábært tilboð: 19.900 kr

Úrval af mjög vönduðum örbylgjuofnum í ýmsum stærðum.Þeir gerast ekki flottari.Verð frá 29.900 kr.

NP355E5C-S01SE

15.6"

LS24B350HS

SMART · Blu-ray spilari · 3D með Wi-Fi Verð. 59.900 kr.

Kæli- og frystiskápar, hvítir og stál. Margar gerðir.

HEIMABÍÓ MYNDAVÉLARBLU-RAY SPILARAR

FARTÖLVURSPJALDTÖLVUR

ÖRBYLGJUOFNARPRENTARAR

TÖLVUSKJÁIR

KÆLISKÁPAR

KÆLI-/FRYSTISKÁPAR

ÞVOTTAVÉLAR/ÞURRKARARUPPÞVOTTAVÉLARGlæsilegar innbyggðar uppþvottavélar. Mikið úrval hágæða kæliskápa. Stál og hvítir.

ME82V-WW

Eco Bubble þvottavélar, demanta mynstruð tromla.Verð frá 139.900 kr.

Opið laugardaga frá kl. 11-15Stærðir 7-12 kg.

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900

samsungsetrid.is

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800ORMSSONKEFLAVÍKSÍMI 421 1535

ORMSSONAKRANESISÍMI 530 2870

ORMSSONÞRISTUR-ÍSAFIRÐISÍMI 456 4751

ORMSSONAKUREYRISÍMI 461 5000

ORMSSONHÚSAVÍKSÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK-EGILSSTÖÐUMSÍMI 471 2038

ORMSSONPAN-NESKAUPSTAÐSÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSISÍMI 480 1160

GEISLIVESTMANNAEYJUMSÍMI 481 3333

KSSAUÐÁRKRÓKI455 4500

Magnesíum og kalkþörungar úr hafinu

www.hafkalk.is

Slakandi steinefnablanda – Náttúrulega!

Ég velti því oft fyrir mér sem barn, hvernig maður yrði fullorðinn, hvort það gerðis snögglega og maður hætti bara að vera barn allt í einu. Hélt kannski

að það gerðist svo skyndilega og ég yrði að fá lánuð föt til að komast í bæinn að kaupa mér „fullorðinsföt“, annars ætti ég ekkert að vera í og yrði að athlægi í strætisvagninum á leiðinni.

Ég gerði mér líka í hugarlund að við það að fullorðnast yrði ég einhver allt önnur yst sem innst og beið óþreyjufull eftir umskiptunum, sem svo

urðu aldrei. Þegar til kom var ég ennþá sama „ég“ þó ég hefði hægt og bítandi stækkað og fólk væri farið að koma fram við mig eins og ég væri fullorðin og jafnvel marktæk.

Þannig er með fleiri vörður sem marka vegferð okkar, við gerum okkur væntingar um breytingar og umskipti við hvern áfanga, og ekki síst

hamingju, en svo tökum við varla eftir því þegar við náum settu marki og erum strax farin að hugsa um næsta áfanga og fyrr en varir erum við búin að ganga framhjá fjölmörgum vörðum án þess að svo mikið sem taka eftir þeim. Og þegar við loks náum að staldra við, áttum við okkur á því að þetta með umskiptin og hamingjuna handan við hornið er bara tálsýn. Umskiptin verða aldrei, kannski sem betur fer, af því að barnið í okkur fylgir okkur alla leið, allt lífið á enda og þá skiptir aldur engu máli. Ég ætla að minnsta kosti ekki að fara að hafa áhyggjur af því að eiga engin „gamalmennaföt“ þegar þar að kemur. Og hvað hamingjuna varða, þá er hún hægferðug og hljóðlát, hún er ferðalagið sjálft en ekki áfangastaðirnir, hún er hver lítill sigur á vegferðinni og hver ein-asti andardráttur í návist þeirra sem við elskum og virðum.

Tinna Gunnlaugsdót tir

hvað er amma?Við rákumst á þessar skemmtilegu fullyrðingar um ömmur sem var haft eftir átta ára dreng.

n Amma er kona sem sjálf á ekki börn svo hún lætur sér þykja vænt um drengi og stúlkur sem annað fólk á.

n Ömmur hafa ekki neitt að gera. Þær eru bara til.

n Ef þær fara í göngutúr ganga þær framhjá blómum, kálormum, möðkum og gömlum húsum.

n Og þær segja aldrei „flýttu þér nú“ eða „haltu áfram“.

n Flestar ömmur eru feitar, en þó ekki svo feitar að þær geti ekki reimað skóna manns.

n Ömmur nota gleraugu.

n Þær geta svarað öllum spurningum, svo sem af hverju hundar hata ketti og af hverju guð er ekki giftur.

n Ef þær lesa fyrir okkur hlaupa þær aldrei yfir neitt.

n Ömmur eru þær einustu sem hafa tíma fyrir aðra.

n Allir ættu að eiga ömmu!

6

ÉG heiti Halldóra SjöfnÉG er frábær eftir fertugt ( hef reyndar alltaf verið það)ÉG skrifaði grein um hár í samnefndri bók „FRÁBÆR EFTIR FERTUGT“ÉG er 47 ára og færist óðum að hinum frábæra aldri 50 plúsÉG ætla að vera megapæja næstu árin og er að vinna í þvíÉG á Hárgreiðslustofuna Scala ásamt Auðbjörgu meðeiganda mínumÉG lærði hárgreiðslu hjá Elsu Haralds á Salon Veh og Unni í ÓlafsvíkÉG dýrka bókina SECRETÉG dýrka að ferðast og kanna lífið og tilveruna

Hvernig er tískanHvað er í tískuÞurfum við að elta tískuna

Þegar við flettum tískublöðum sjáum við að módelin eru stúlkur í kringum tvítugt, þess vegna hef ég valið nokkrar myndir af leikkonum sem eiga það sameiginlegt að vera komnar á besta aldurinn, 50 plús.

Hártíska kvenna 2013Það er ansi margt í tísku fyrir sumarið og þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Stuttar klippingar verða áberandi í sumar en huga þarf vel að andlitsfalli og hártegund þegar ákveðið er hvað hentar hverjum og einum. Millisítt hár er einnig í tísku fyrir þær sem þora ekki í stutt og þá er léttleiki hafður í klippingunni. Áberandi toppar eru komnir í tísku jafnt stuttir og tjásaðir sem og síðir og þungir. Liðað hár, úfið og túberað hár er kannski það sem er nýtt fyrir okkur og mun það henta mörgum mjög vel. Í háralitun eru hlýir tónar í tísku og fyrir töffara eru öskutónar. Fyrir þær sem þora eru mjög áberandi og ýktir litir í tísku ásamt djörfum klippingum. Fyrir mig sem hárgreiðslukonu eru klassískar klippingar og eðlilegir náttúrulitir eitthvað sem gengur alltaf.

Klassíkin í fyrirrúmi og vel nært hár stendur alltaf fyrir sínuÍ næsta tölublaði munum við fjalla um umhirðu hárs, hversu mikil-vægt það er að nota rétt sjampó, næringu og galdurinn á bak við djúp-næringu.

8

HÁrVELKOMNIN Í TÍSKU- OG FRÆÐSLUÞÁTTINN UM HÁR FYRIR 50 plús aldurinn. Við tökum hátísku kvenna fyrir núna en karlarnir fá líka sitt pláss síðar.

Texti: Halldóra Sjöfn

Hvað gerir þessi amma/ afi með barnabörnunum?

Edda V. Sigurðardóttir er 50 plús, grafískur hönnuður og rekur eig-ið fyrirtæki PORT hönnun ehf. En Edda er ekki bara hönnunar-

og framkvæmdastjóri blómlegs fyrirtækis heldur er hún líka amma fimm yndislegra barna á aldrinum 4-16 ára og nokkurra til viðbótar sem kalla hana ömmu þótt hún sé ekki eiginleg amma þeirra. Og hvernig fer þetta nú saman?

Edda var búsett í Bandaríkjunum í sam-tals 27 ár og þar ólust börnin þeirra þrjú upp. Edda er nú flutt heim til Íslands fyrir rúmum fimm árum. Starfsvettvangurinn var lengi í Bandaríkjunum, en hún var um margra ára skeið yfirmaður hjá Houghton Mifflin bókaútgáfunni í Boston. Árið 2007 ákvað Edda hinsvegar að flytjast aftur til æskuslóðanna á Íslandi. Á þeim tíma voru börnin hennar öll komin á legg og flutt hvert í sína áttina innan Bandaríkjanna vegna atvinnu sinnar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að hún væri hvort sem er langt í burtu frá þeim öllum þótt hún væri bú-sett áfram í Boston og ekki munaði svo miklu að vera bara heima á ,,skerinu” þar sem æskuvinir og ættingjar áttu heima. Með samskiptatækni og góðum samgöng-um til og frá Ameríku gefst henni kostur á að vera í góðu og miklu sambandi við vini og ættingja þar, sem eru henni svo mikls virði.

Eins og fyrr sagði stofnaði Edda fyrir-tækið PORT hönnun skömmu eftir að hún kom heim til Íslands, en það sérhæfir sig í hönnun merkja og heildarútliti fyrir fyrir-tæki og samtök, gerð kynningarefnis af ýmsu tagi og vefhönnun. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt þrátt fyrir að lagt hafi verið af stað á miklum samdrátt-artíma og Edda segist njóta hverrar mínútu í starfinu.

Elsta barn Eddu er Tjörvi Ellert, svæf-ingalæknir í Minneapolis í Minnesota, Ylfa Ýrr, heimilislæknir í Northampton í Massa-chusetts og Sölvi Steinn býr nyrst í Califor-níuríki. Tjörvi og Katrín, eiginkona hans, eiga þrjú börn á aldrinum 5 – 16 ára,Ylfa og eiginmaður hennar David eiga tvö börn 4 og 7 ára og yngstur er Sölvi Steinn en hann og Kelly sambýliskona hans eru barnlaus enn sem komið er.

Nú er Edda í sambandi við barnabörn-in sín nokkrum sinnum í viku á Skype og FaceTime. „Þá eru þau að segja mér allt um það hvað þau eru að gera og svo spyrja þau mig á móti. Svo get ég sýnt þeim út um gluggann hvernig veðrið er hjá mér á Ís-

landi, sýnt þeim inn í dótaherbergið sem bíður þeirra þegar þau koma í heimsókn svo þannig getum við tekið þátt í lífinu hvert hjá öðru,“ segir Edda alsæl því þótt hún búi ein og fjarri börnunum sínum finnst henni hún ekki vera ein. Svo reynir hún að fara eins oft og hún mögulega getur í heimsókn til barnanna og þau koma líka til Íslands af og til. Edda á líka bróður og mágkonu, Guðjón og Ingu, sem eiga börn og barnabörn sem öll kalla hana ömmu Eddu. Það þykir henni mjög skemmtilegt.

Þegar amma kemur til okkar þá........ En þegar Edda fer í heimsókn til barnanna sinna er hún alltaf hjá einum hópi í einu því börnin hennar búa svo dreift um Bandaríkin. Næst þegar hún kemur fær annar hópur að njóta samvista við hana

og þess vegna líður oft langur tími á milli þess sem hún hittir þetta litla fólk sem vex svo óskaplega hratt og þá skiptir enn meira máli að nota tæknina og sjá þau í mynd reglulega. Áður en Edda kemur í heimsókn er regla að barnabörnin henn-ar fái að hringja í ömmu og minna hana á að taka pönnukökupönnuna með því amma bakar alltaf pönnukökur með þeim á gömlu pönnunni frá Íslandi. Krakkarnir eru svo alltaf búin að skipuleggja að amma komi með í skólann og lesi upp eða taki þátt í skólastarfinu á annan hátt. Í einum skólanum er fjáröflun í gangi og þá hefur Edda gefið uppskrift að lopapeysu sem kaupandinn fær svo prjónaða af Eddu eftir máli. „Það er mikið úr þessu gert og þegar ég sést er ég spurð: „Ert þú amman sem prjónar lopapeysur“? Það finnst krökk-

unum mikið sport. Þetta er víst orðið eitt eftirsóttasta atriðið á uppboðinu þegar prjónauppskriftin frá Íslandi er boðin upp.“

Edda spilar mikið við krakkana alls konar spil og talar undantekningalaust ís-lensku við þau og les íslenskar bækur fyrir þau.

Elsta barnabarn Eddu og nafna er far-in að læra á bíl og þær fara gjarnan tvær saman í bíltúr og spjalla. Þegar Edda er hjá krökkunum að vori er hún iðulega í garð-yrkju með þeim og fylgist svo vel með yfir sumartímann hvernig ræktunin gengur.

Það er aðdáunarvert hverju þessi glæsi-lega kjarnakona kemst yfir að sinna og skemmtilegt hvernig hún gefur ungling-unum ekkert eftir í að nýta nýjustu tækni til að rækta sambandið við ástvinina.

Við ætlum að hafa fastan þátt í 50 plús þar sem við tökum einhverja ömmu eða afa tali og fáum að vita hvernig þau verja tímanum með barnabörnunum. Í þessu tölublaði er það Edda V. Sigurðardóttir sem var fengin til að segja frá.

Texti: Sólveig Baldursdóttir

áður en Edda kemur í heimsókn er regla að barnabörnin hennar fái að hringja í ömmu og minna hana á að taka pönnukökupönnuna með því amma bakar alltaf pönnukökur með þeim á gömlu pönnunni frá Íslandi.

10

PAKKINN & VENTILLINNEinstreymisventillinn, sem er framan á pakkanum, gerir okkur mögulegt að pakka kaffinu strax eftir ristun. Kaffið heldur þannig bragðgæðum, ilm og ferskleika betur og lengur en kaffi sem pakkað er á hefðbundinn hátt.

Espresso sælkerablandan

inniheldur sérvaldar tegundir sem

saman mynda gott jafnvægi,

þéttleika og sérstakt bragð.

Kaffið er í senn kraftmikið,

sætkryddað og mjúkt.

Nokkrar af þekktustu

kaffitegundum Afríku eru settar

saman í einstaka blöndu. Kaffið

er meðalristað með frísklegu

ávaxtabragði og léttkrydduðum

eftirkeim.

Í blöndunni má finna tegundir frá

Costa Rica, Guatemala, Panama

og fleiri löndum. Meðalristað kaffi

með mikilli fyllingu, mjög ilmríkt og

með frísklegum keim af berjum.

Frönsk brennsla skilar

dökkristuðu kaffi þar sem

sykrurnar í bauninni brúnast

meira og kaffið verður skarpara

og ilmríkara. Kröftugt kaffi með

mikið og langt eftirbragð

Sérvaldar baunir frá bestu

kaffiræktunarsvæðum

Indónesíu. Baunirnar eru

ristaðar þannig að þær haldi

náttúrulegum sætleika og mýkt.

Hrífandi bragðtónar og

hunangsmjúkur kryddkeimur.

SælkerablöndurKreistu pokann og finndu þína blöndu

PIPA

R\TB

WA

• SÍ

A •

1313

58

French RoastIndónesía Afríka Mið-AmeríkaEspresso

100% ARABICA

veljumíslensktSLOW ROAST ENDURVINNUM

gæðakaffi síðan 1984

teogkaffi.is

Gel Perlur Plástur

dreg

ur ú

r fínu

m línu

m í k

ringum

m

unn

hjálpa

r til v

ið að

þétta

húðin

a

minnkar þrota og fínar línur í

kring

um a

ugu

dregur úr öldrunareinkennum

minn

kar l

ínur á milli augna

Regenovex hentar öllum sem leita að bættri heilsu í liðum en kjósa náttúrulegar lausnir fram yfir lyf m.a. vegna mögulegra aukaverkana þeirra.

Regenovex hefur klárlega hjálpað mér að ná markmiðum mínum. Ég byrjaði að taka inn regenovex í apríl 2012 því þá var ég að undirbúa mig undir að hlaupa maraþon. Þar sem ég var farin að finna fyrir eymslum að þá ákvað ég að prufa einn pakka. Eftir einn pakka var ekki aftur snúið. Sumarið 2012 hljóp ég meiðslalaus og hef aldrei á mínum 6 ára hlaupaferli fundið slíka virkni. Ég hef hlaupið yfir laugaveginn og mörg fjallahlaup ásamt tugum minni hlaupa. Það verður engin breyting á þetta árið því ég hef markmið um stærri hlaup og mun að sjálfsögðu nota regenovex. Ég mæli með þessu efni frá innstu hjartarótum

Kynntu þér málið á regenovex.is

„Ég hef aldrei á mínum 6 ára hlaupaferli fundið slíka virkni“

Ný kynslóð af liðvernd

Valdís Sylvía SigurþórsdóttirEinkaþjálfari í sporthúsinuFoam flex stofnandi

AF HVERJU CAPILLARY CLEAR?Rannsóknir sýna að kremið dregur stórlega úr háræðasliti og rósroða á 4 vikum. Veitir góðan raka fyrir þurra húð.

CAPILLARY CLEAR

KONA 50+

VítamínlínaWellwoman 50+ formúlan inniheldur 26 vítamín, steinefni, andoxunarefni og næringarefni úr plöntum sem styðja við lykilþætti í heilsu kvenna sem komnar eru yfir fimmtugt. Þessir lykilþættir snúa einna helst að hjartavernd, heila-starfsemi og sjón. Sérstaklega samsett fjölvítamín til þess að viðhalda heilbrigðum og athafnasömum lífsstíl. Ætlað fyrir konur eftir tíðahvörf. Inniheldur meðal annars: grænt te, Q10, L-Carnitine og náttúrulegt karótín.

Menopace inniheldur 22 vítamín og steinefni auk Gamma Linolenic Acid (GLA) sem hjálpa við að halda jafnvægi í hormónabúskapnum. Menopace er góður valkostur fyrir konur til að viðhalda heilsu og lífsþrótti á breytingaskeiðinu. Formúlan inniheldur ekki hormóna en er öflug blanda nauðsynlegra vítamína og steinefna. Konur sem nota ekki hormóna velja gjarnan Menopace til að létta á þeim einkennum sem breytingaskeiðið hefur í för með sér. Menopace ætti að taka að staðaldri svo eiginleikar þess nýtist til fullnustu.

Dagskammtur: 1 tafla á dag með aðalmáltíð.

BREYTINGASKEIÐ

fyrir öll aldursskeið

Ég las bók Gunnars Þórs Bjarna-sonar „Upp með fánann“ um jól-in. Frábær bók um slaginn sem háður var um Uppkastið árið

1907. Þar komu við sögu miklir kappar í stjórnmálaátökum Íslendinga, meðal annars Hannes Hafstein, Skúli Thorodd-sen, Bjarni frá Vogi og Björn Jónsson sem kenndur var við Ísafold. Það sem vekur athygli mína er að allir deyja þeir um og rétt yfir sextugt. Samkvæmt tölum Hag-stofunnar er það um það bil meðalaldur þjóðarinnar, þarna um aldamótin 1900. Á átjándu öldinni var meðalaldur karla hér á Íslandi innan við fertugsaldur. Konur entust betur.

Því er ég að nefna þetta, að mín kynslóð og þaðan af yngra fólk getur vænst lengri lífdaga. Lífinu er ekki lokið þótt fólk eld-ist og þeir sem teljast nú til dags til ellilíf-eyrisþega eru engann veginn saddir lífdaga og geta ef þeir eru heppnir með heilsu og heila, notið innihaldsríks lifs þegar efri árin færast yfir. Þetta er mikil guðsgjöf og á sér auðvitað sínar skýringar: betri aðstæð-um, framförum í lækningum og nýjum og betri lífsháttum. Sjálfur er ég fæddur 1939 og er kominn vel á áttræðisaldur. Ég hef svo sem ekki alltaf verið til fyrirmyndar í lífsbaráttunni, í heilsufarslegum lifnaðar-háttum eða meðvituðu framferði, en ég hef

verið svo lánsamur að tilheyra þeirri kyn-slóð, sem hefur upplifað slíkar breytingar á högum sínum, umhverfi, húsakynnum og lífsmunstri að allt hefur það hjálpað til að lengja lífið og gera það innihaldsríkara. Því fylgir dásemdin ein.

Ég er nógu gamall til að muna þá tíma,

þegar fólk þurfti að hýrast í torfkofum í sveitinni eða í bröggum í þéttbýlinu, kjöll-urum með fúkkalykt, kamra á hlaðinu, fá-breytta fæðu og líkamlegt strit í vinnu. Ég er nógu gamall til að muna þá tíð þegar fólki var kalt og vansælt og fátækt og gafst upp á miðjum aldri, vegna niðurlægingar, veikinda og atvinnuleysis. Ég man enn þá tíð þegar verkamenn stóðu í röðum klukkan hálf átta á morgnana til að bíða eftir því, hverja verk-stjóranum þóknaðist að benda á og velja til vinnu þann daginn. Hinir sem urðu útund-an, hinir sem ekki fengu vinnu þann daginn,

þurftu að ganga heim í sult og seyru. Og eng-ar atvinnuleysisbætur, engin ellilaun. Ekkert.

Ég er lánsamur að tilheyra þeirri kyn-slóð sem breytti þessu ástandi. Færði okk-ur betri kjör, meira öryggi, betra húsaskjól og lengra líf. Ég er þakklátur fyrir lifið sem fyrir vikið hefur lengst: fyrir að fá að

kynnast barnabörnunum, fyrir að njóta daganna frá morgni til kvölds, fyrir að fá að vera til. Ekki gleyma þessu, betri heilsa, lengri lífdagar eiga sér skýringu í breyttu og bættu samfélagi. Kynslóðin okkar, kyn-slóðin mín, hefur sjálf unnið til þess, að vera til og eldast með fallegum hætti. Og við eigum að gleðjast yfir þeim framförum í vísindum, menningu, menntun, stjórn-málum, skilningi og baráttu sem allt hefur leitt okkur til þeirra forréttinda að eldast og elskast í krafti þeirra hugsjóna og at-hafna, að búa að fólki til að eiga sér líf.

Jú, jú, það eru mörg vandamálin og verk-efnin ennþá óleyst. En það breytir ekki því að við höfum ekki staðið í stað. Íslenska þjóðin er ekki lengur að sjá eftir sínum bestu mönnum þegar þeir verða sextugir, hvað þá fertugir. Við erum að eldast og er það ekki gildi og verðmæti fyrir samfé-lagið allt, að hafa ennþá fólk sem ekki að-eins tengir hinn gamla tíma við hinn nýja, heldur getur miðlað af þekkingu sinni og reynslu? Það væri öllum hollt að hlusta betur og nýta sér þá lifsreynslu sem eldri borgarar þessa lands hafa yfir að ráða. Ellilífeyrisþegar eru ekki baggi á samfé-laginu, þeir eru áttavitarnir og reynslu-boltarnir, sem meira ætti að leita til. Þeir búa yfir þeim forréttindum að hafa aldur-inn til þess.

EllErt b. schraM

Við erum að eldast og er það ekki gildi og verð- mæti fyrir samfélagið allt, að hafa ennþá fólk sem

ekki aðeins tengir hinn gamla tíma við hinn nýja, heldur getur miðlað af þekkingu sinni og reynslu?

áttavitarnir oG reynsluboltarnir

14

14K handsmíðaður gullhringur m/demant 86.000.-

14K handsmíðað gullhálsmen með opal og demant98.000.-

Silfur handsmíðað hjarta m/zirkoniu stein24.000.-

Veltusundi 1- sími 5643248

Maturinn og vínið í sumarveisluna!Vínin í kössunum eru einstaklega heppileg í sumar þar sem þau eru mjög auðveld í flutningi, geymast vel og eru auk þess sérlega bragðgóð. Þau eru í rauninni enn eitt kryddið í máltiðinni og hér á síðunni sjáið þið rétti sem er gaman að bera þau fram með. Ef áhugi er fyrir uppskrifum að þessum réttum vil ég benda á www.goggur.is þar sem þær má finna.

» Mamma Piccini rosso di Toscana Mamma Piccini Rosso di Toscana er kirsuberjarautt vín með meðalfyllingu. Það er fremur þurrt með ferskri sýru. Ilmurinn er af lyngi og dökkum og rauðum berjum. Vínið fer mjög vel með kjúklingi.

» Montalto Cataratto Chardonnay Montalto Cataratto Chardonnay er sítrónuglult með léttri fyllingu. Það er fremur þurrt með ferskri sýru. Ilmurinn er af sítrus, melónu og stjörnuávexti.

» gato negro Cabernet sauvignon Gato Negro Cabernet Sauvignon er rúbínrautt með léttri fyllingu. Í víninu er mild sýr og mild tannín. Ilmurinn er af sætkenndum rauðum ávexti og vínið er berjaríkt. Þetta vín fer mjög vel með lambakjöti.

» Masi Modello delle venezie rautt Masi Modello delle Venezie rautt er rúbínrautt að lit með léttri fyllingu. Það er fremur þurrt með ferskri sýru og mild tannín. Liturinn er berjablár með krisuberja- og berjailmi. Þetta vín fer mjög vel með kjúklingi.

» Montalto syrah Montalto syrah er frá Sikiley og gefur stað-setningin hugmynd um bragðið. Þrúgan er dökk og liturinn eftir því og bragðið er af dökkum ávöxtum. Blómaangan er í ilmi og eftir því sem þrúgan þroskast verða til pipar- og kryddtónar. Í ilmi má vinna dökkt leður og reyk. Þetta vín á mjög vel sem fordrykkur og með smáréttum.

15

» Piccini Memoro dökkrúbínrautt Þétt fylling, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. Sælgætiskenndur berjablámi, vanilla, eik.Passar mjög vel með Nauta og Lambakjöti, Pottréttum sem og Ostum

» Piccini rosso Toscana Piccini Rosso Toscana er Kirsuberja-rautt með meðalfyllingu, þurrt, ferskt, miðlungstannín. Í ilminum má finna skógarber, lyng og vanillu. Það fer vel með smáréttum og pasta.

» Piccini rosso Toscana Piccini Rosso Toscana er kirsuberja-rautt með meðalfyllingu, er þurrt með ferskri sýru og miðlungstannín. Ilmurinn er af skógarberjum, plómu og lyngi. Vínið fer vel með grillmat og er tilvalið sem fordrykkur á undan og með smáréttum.

» Piccini rosso Toscana stráflaska Þetta vín er kirsuberjarautt með léttri fyllingu. Það er þurrt, fersk tannín og ilmurinn er af kirsuberjum, laufi, kryddi og jörð. Vínið fer mjög vel sem for-drykkur og með smáréttum en einnig með pasta.

» Masi Modello delle venezie rautt Þetta vín er rúbínrautt með léttri fyll-ingu, er þurrt með ferskri sýru og mild tannín. Ilmurinn er berjablámi, kirsuber og lyng. Það fer einstaklega vel með smáréttum.

Nú er komið sumar!Nú er sumar að ganga í garð með tilheyrandi sumarveisluhöldum. Hér fundum við út nokkrar víntegundir sem eiga sérlega vel við hvort sem er í garðveislunni eða inni ef veður er vont. Við fundum leiðbeiningar með þeim til að allir geti glöggvað sig á með hverju þau passa. Réttirnir sem sjást hér eru sýnishorn af mat sem þessi vín fara vel með. Ef áhugi er fyrir uppskriftum að þessum réttum þá vinsamlegast

farið inn á www.goggur.is og nálgist þær. Mörg vínanna eru mjög góð sem fordrykkur og með smáréttunum í sumarveislunni.

16

» Masi Modello delle venezie hvítt Masi Modello desse Venezie er ljóssítrónugult að lit með létta fyllingu. Fremur þurrt með ferskri sýru. Ilmurinn er af melónu, mangó og peru. Vínið fer mjög vel með pastaréttum.

» Mamma Piccini bianco di Toscana Mamma Piccini Bianco di Toscana er sítrónugult með léttri fyllingu, fremur þurrt og ferskt. Ilmurinn er af ljósum ávexti, sítrus og steinefnum. Vínið fer einstaklega vel með ostum.

» Piccini Pinot grigio Piccini Pinot Grigio er ljóssítrónugult með léttri meðalfyllingu. Það er fremur þurrt með ferskri sýru og ilmurinn er af perum, eplum og melónu. Þetta vín er tilvalið sem fordykkur og með smá-réttum en einnig með skelfiski.

» Piccini bianco Toscana Piccini Bianco Toscana vínið er ljóssítrónugult með léttri fyllingu og mildri sýru. Ilmurinn er sítrus, ljós ávöxtur og steinefni. Þetta vín hentar einstaklega vel sem fordrykkur eða með smáréttum.

» Piccini Memoro hvítt Piccini Memoro hvítt er strágult með meðalfyllingu, þurrt, fersk sýra. Ilmurinn er af ljósum ávexti, peru, eik og hunangi. Vínið fer mjög vel með skelfiski og sjávarréttum en gengur einnig sem fordrykkur og með smá-réttum.

17

Lítill leirhundur situr hjá okkur í vinnustof-unni. Hlustar á skapara sinn tala.

Kópur með rautt og hvítt rör í kjaftinum situr hreyfingarlaus á steini á blámáluðum

striga. „Mér finnst krefjandi að mála kvikindi sem eru

krúttleg; Kvikindi sem öllum finnst vera sæt.“Málverkið á trönunum: Blár humar í aðalhlut-

verki. „Þú sérð rækju ofarlega í horninu. Þetta er byggt á kyrralífshefðinni. Þetta er barokkleg upp-stilling. Flúruð barokktilfinning.“ Nakinn karlmaður sést í bakgrunni og ber við klær bláa humarsins.

Helgi Þorgils hefur málað margan naktan mann-inn. Og konuna. „Þetta er gert vísvitandi. Mér fannst þetta tímalausara með nektinni og ef þú skoðar lista-söguna þá gæti ég trúað að naktir menn séu algengari en klæddir menn; ég hef þó ekki gert alvarlega könn-un á þessu.“ Karlmódelið? Listmálarinn sjálfur. „Ég er ekki að mála mig en með því að mála mig finnst mér að ég taki meiri ábyrgð á persónunni.“ Konurnar hafa líkama konu sem sat fyrir hjá Helga Þorgils í nokkur ár.

„Hún varð þáttur í þessari myndveröld.“

Íslenskur himinnHann segist telja sig vera raunsæislistamann.

„Ég vinn mjög ólíkar myndir. Sumar eru mjög ein-faldar og aðrir mjög flóknar. Það fer eftir viðfangsefn-inu hverju sinni.“

Hvort sem þær eru einfaldar eða flóknar þá er einn lit-ur áberandi. Þessi tæri blái. „Ég sýni meira á meginlandi Evrópu heldur en hér og menn telja að þetta sé mjög ís-lenskulegt málverk en ég veit ekki hvort það sé rétt hjá þeim. Ég nota oft bláan himin sem maður sér ekkert oft

í útlöndum - ekki svona bláan eins og á Íslandi. Og í mál-verki er hann frekar sjaldgæfur. Ef þú skoðar málverka-söguna þá er tær, blár litur ekki notaður mikið almennt í málverki. Það er helst Vermeer frá Delft og kannski aðr-ir málarar frá Delft á vissu tímabili sögunnar.“

Humar, rækjur, fuglshausar, fiskar í sjó og í lofti, hvítir svanir, skjannahvít egg... Viðfangsefnið er fjöl-breytt.

„Ég vil að fólk geti komið að málverkinu og upplifað það. Sumir mála eins og þeim finnst að málverk eigi að vera en ég er jafnframt oft að reyna að sundra þeirri mynd eða reyna að finna nýja möguleika.“

Tugir málverka liggja í röðum á vinnustofunni. Fjöldi málverka skreyta söfn og heimili safnara erlend-is.

„Ég er með gallerí úti,“ segir Helgi Þorgils hógvær og segist ekki vera stórsölumaður. „Það varð svolítið sögufrægt þegar ég seldi frægasta leikara Frakka, Ger-ard Depardiu, og eiganda Red Bull málverk. Þetta er svoleiðis fólk sem á nóg og safnar nútímalist.“

Litli leirhundurinn hlustar hljóður á skapara sinn. Hreyfingarlausi kópurinn er enn með rörið uppi í sér.

Texti: Svava Jónsdóttir

tímalaus nekTHumar, rækjur, fuglshausar, fiskar í sjó og í lofti, hvítir svanir, skjannahvít egg... Blár himinn. Íslenskur, blár himinn.

„Ef þú skoðar málverkasöguna þá er tær, blár litur ekki notaður mikið almennt í málverki. Það er helst Vermeer frá Delft.“ HElgi ÞorgilS friðjónSSon skapar veraldir þar sem naktir menn og kynjaskepnur lifa undir bláhimni.

Ég vil að fólk geti komið að málverkinu og upplifað það. Sumir mála eins og þeim finnst að málverk

eigi að vera en ég er jafnframt oft að reyna að sundra þeirri mynd eða reyna að finna nýja möguleika.

Helgi Þorgils friðjónsson. „Ég vil að fólk geti komið að málverkinu og upplifað það.

Sumir mála eins og þeim finnst að málverk eigi að vera en ég er jafnframt oft að reyna að

sundra þeirri mynd eða reyna að finna nýja möguleika.“

MYNDIR: ÞORMAR VIGNIR GUNNARSSON

18

Laugavegi 82 (á horni Barónsstígs) - Reykjavík - Sími: 551-4473

6,3%Fastir vextir

Óverðtryggðir innlánsvextir m.v.

36 mánaða bindingu

2,5%Fastir vextir

Verðtryggðir innlánsvextir m.v.

36 mánaða bindingu

Nýjung í landslaginuNýjung í landslaginuNýjung í landslaginuVið bjóðum fjölbreytt úrval innláns­reikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið.

Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is

Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum.

Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum.

3 mánuðir 4,8%6 mánuðir 5,0%12 mánuðir 5,2%

24 mánuðir 5,4%36 mánuðir 6,3%60 mánuðir 6,4%

36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75%

Miðað við útgefna vaxtatöflu MP banka 11. apríl 2013.

Betri svefn - betri heilsa

Frí legugreining

Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus), Kópavogi • sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is

Heilsurúm

Stillanleg rafmagnsrúm

Legugreining

Þér er boðið í

fría legugreiningu

Rúmgott er eini aðilinn á Íslandi sem býður upp

á legugreiningu.

„Tilbúnar afsakanir“

„Helsta hindrunin er alltaf þú sjálfur ef þú nærð ekki árangri andlega og líkamlega,“ segir HrafnHildur Hákonardóttir einkaþjálfari. Hrafnhildur er ein af þessum áberandi 50 plús manneskjum, nánar tiltekið 54 ára, sem svo gaman er að fylgjast með en hún hefur lifað bæði venjulegu og óvenjulegu lífi. Hún giftist rúmlega tvítug og eignaðist þrjú börn sem nú eru uppkomin. Hún og eiginmaður hennar skildu og nú býr Hrafnhildur með Gunnari G. Kvaran.

20

Hreyfing og líkamsrækt hefur verið ofarlega á baugi hjá Hrafn-hildi allt frá því hún man eft-ir sér. Ættingjar hennar hafa

margir hverjir verið efnilegir íþróttamenn og hún átti sér fyrirmyndir í þeim strax sem ung stúlka. Hrafnhildur var einungis 22 ára þegar hún tók þátt í fyrstu vaxtar-ræktakeppni sem haldin var fyrir konur hér á landi og sigraði þrjú ár í röð.

EinkaþjálfunHrafnhildur var í frjálsum íþróttum sem táningur eða til fimmtán ára aldurs og fór þá í ballett. Tímarit sem boðuðu líkams-rækt fyrir konur ekki síður en karla urðu á vegi hennar og fljótlega fór hún að æfa fyr-ir fyrstu vaxtarræktakeppnina sem haldin var fyrir konur hér á landi. Þá keppni sigr-aði Hrafnhildur og var þá komin á bragð-ið. Hún fór ekki í eiginlegt íþróttanám en sótti námskeið í Danmörku þar sem hún tók einkaþjálfaranám og náði sér í alþjóða-dómararéttindi.

1987 stofnaði Hrafnhildur verslunina Heimsljós og rak hana í 13 ár. Þá var hún komin með nóg af verslunarrekstri og lagði Heimsljós niður. Hún endaði þá aftur í íþróttunum og hefur starfað síðan sem einkaþjálfari.

Aldursmunurinn bæði kostur og galliTöluverður aldursmunur er á þeim Gunn-ari, eða 22 ár og hefur það sína kosti og galla. Kostirnir séu reynsla þess eldri ef hann hefur náð að vinna vel úr sínum mál-

um því allir eigi sér einhverja sögu. Aug-ljós galli við að fólk af tveimur kynslóðum taki saman sé helstur sá að góður tími þeirra saman geti verið styttri en þeirra sem eru jafngamlir. Þau miða lífið við að fá ánægju út úr því eins og það er af því að þau muni aldrei geta beytt þessari stað-reynd.

„Gunnar á sína gömlu, góðu vini sem hann hittir reglulega og ég á mínar gömlu góðu vinkonur sem ég hitti líka án hans,“ segir Hrafnhildur. „Það hefur ekkert með aldur að gera, þannig er lífið bara. Svo eig-um við marga sameiginlega vini sem við gerum okkur glaða daga með. Svo er ég mjög heimakær og gamaldags manneskja sem hentar okkur báðum mjög vel,“ segir hún og hlær.

Hreyfing undirstaða vellíðunar eftir fimmtugt!Hrafnhildur vinnur með fólk, bæði yngra og eldra en hún er og veit að aldur getur ver-ið afstæður, eins klisjukennt og það hljómar. Ástand á efri árum fari svo mikið eftir því hvernig fólk hugsi um sig á leiðinni þangað og þau Gunnar hafi bæði hugsað vel um lík-ama sína og vonir standi til að þeir endist þeim lengi enn en svo geti enginn sagt fyrir um framtíðina og þau ætli bara að taka því sem kemur. Hrafnhildur segir að Gunnar hafi augljóslega góð gen ef marka má nán-ustu ættingja hans. Hann eigi til dæmis 10 árum eldri bróður sem stundi bæði skíði og golf. Hrafnhildur og Gunnar passa mat-aræði sitt eins vel og skynsemin segi þeim

Bikini - Tankini - SundBolir - Frábært úrvalBláu húsin við Faxafen | sími: 553 7355 | www.selena.is

Glæsilegt úrval af sundfatnaði

Sumarið er komið!

Texti: Sólveig Baldursdóttir

„augljós galli við að fólk af tveimur kynslóðum taki saman sé helstur sá að góður tími þeirra saman geti verið styttri en þeirra sem eru jafngamlir. Þau miða lífið við að fá ánægju út úr því eins og það er af því að þau muni aldrei geta beytt þessari staðreynd.

21

Dregur úr tannstein og tannsýklumStyrkir glerunginnDregur úr tannkuliGerir tennurnar náttúrulega hvítarGefur frískan andardráttStyrkir tannholdið

FERSKUR ANDVARI MEÐ KOMPLETT

Hugsaðu vel um tennurnar með Colgate Komplett

Nýtt frá

Colgate

án þess að fara út í öfgar í þeim efnum. Mál-tækið „þú ert það sem þú borðar“ segir Hrafnhildur að eigi jafnvel við núna og við upphaf mannkyns. Hún segir að þau svindli stundum þótt allajafna borði þau hollt og það sé bara allt í lagi að svindla stundum svo framarlega sem óhollustan sé ekki oft á borðum. Hún segir að þau reyni að borða

„hreinan mat“, þ.e. ekki unnar matvörur, hafi minnkað hveiti og sykur í mataræðinu og drekki mikið vatn.

Aldrei of seint að byrjaHrafnhildur segir að jafnaldrar henn-ar, bæði konur og karlar, leiti töluvert til hennar til að koma sér í form. „Þetta

breytingaskeiðskjaftæði hljómar síknt og heilagt í eyrum fólks á þessum aldri,“ seg-ir Hrafnhildur hlæjandi og bætir við að ótrúlega margar konur taki hormóna við breytingaskeiðseinkennum. „Ég prófaði það líka þegar ég var farin að finna fyrir hitakófi um nætur og sofa ver. Þegar ég var búin að taka hormónana í nokkra mánuði fannst mér ég horfa á líkaman minn eld-ast. Mér fannst ég finna svo mikið fyrir aukaverkunum eins og verkjum í brjóstum, kviðurinn þandist út og húðin krumpaðist og allt hafði þetta áhrif á andlegu líðanina. Ég hef horft á konur byrja á hormónum, finna fyrir þunglyndi og þurfa lyf við því og í einu vetfangi er allt ómögulegt. Þetta

verður vítahringur sem erfitt er að komast út úr. Ég ákvað að hætta inntöku hormón-anna því mér fannst þeir hafa vond áhrif á líkama minn.“ Hrafnhildur segir að hún hafi prófað að taka náttúrulyf sem unnið er úr brokkólí, cognicore, í stað hormón-anna og finnst það hjálpa sér mikið. Svo tekur hún lýsi og steinefni, B12 og D vít-amín af og til.

Hindrunin er heimatilbúinHrafnhildur segir bæði konur og karla fresta því of oft að byrja að hreyfa sig mark-visst. Hún fullyrðir að þegar öllu er á botn-inn hvolft sé hindrunin heimatilbúin.

„Hreyfing þarf ekki að kosta neitt en vellíðanin er ómæld,“ segir hún. „Og svo er ókeypis að brosa og hláturinn er besta streitumeðalið. Best af öllu er að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi og borða al-mennan mat. Ég prófa mig áfram með mat-aræði hjá fólki sem kemur til mín í þjálfun. Stundum gerir kraftaverk að taka út hveiti og sykur en oft skiptir það minna máli. Það er nauðsynlegt að prófa sig áfram því það sem hentar einum hentar ekki öðrum. En það er svo margt hægt að gera sem gerir gagn án þess að það kosti mikið. „Þegar ég fer í göngutúrana með hundinn nýti ég yfirleitt tímann til að gera æfingar svo ég hámarki gagnið sem ég fæ út úr göngu-túrnum. Í bænum er ég ekki með nein tæki með mér á göngunum svo þá nýti ég náttúr-una.“ Hrafnhildur er með ónýta hæla eftir aðgerð sem ung og getur því ekki hlaupið.

Hún gengur því þess meira. Í göngutúrun-um segist hún reyna að taka gönguspretti og ganga hægar á milli. Síðan teygir hún mikið og geri magaæfingar. Henni finnst dásamlegt að vera úti í fallegri náttúrunni, setjast fjötum beinum og gera magaæf-ingar með ilminn af gróðrinum í vitunum.

„Svo má alltaf finna grjót til að lyfta ef mað-ur vill,“ segir þessi hressa kona sem lætur aldurinn ekki trufla sig hætis hót og tók ákvörðun um það að gera upp fortíðina og láta hana ekki hafa áhrif á nútíðina.

Hrafnhildur varð fyrir áfalli 15 ára göm-ul sem gerði að verkum að rödd hennar breyttist. Hún gerir grín að því sjálf en röddin nýtist henni þó vel við kennslu en þó ekki til að syngja segir hún brosandi.

„Það verður bara að hafa það. Látum bara aðra um að syngja.“

Að geta grátið úr hlátriHrafnhildur segist alla tíð hafa öfundað fólk sem hafi getað grátið úr hlátri. Hún segir að nú sé hún komin á þann stað í til-verunni að geta grátið úr hlátri og þar sé Gunnar stór gerandi því hann hafi kennt sér margt, m.a. að það þýði ekkert að burðast með fortíðina því við getum ekki breytt henni. Við getum ekki gert neitt annað en lifa með henni og haldið áfram.

„Það er svo gott að hlæja,“ segir Hrafnhild-ur. „Brosið kostar ekki neitt og gerir sjálfan þig og fólk í kringum þig ánægðari og svo er hláturinn besta streitumeðal sem til er. Það er ég búin að sanna!“

„Ég hef horft á konur byrja á hormónum, finna fyrir þunglyndi og þurfa lyf við því og í einu vetfangi er allt ómögulegt. Þetta verður vítahringur sem erfitt er að komast út úr.“

22

SUNSCREEN

sólarvörnLangvirk

Besta sólvörnin í óháðum prófunum

Proderm er byltingarkennd sólarvörn sem líkist ekki neinni annari sólarvörn. Þolir, sund, sjó og handklæðaþurrkun.Myndar einstaka rakafyllta vörn í húðinni sem líkist varnarkerfi húðarinnar.Heldur húðinni mjúkri og lagar húðþurrk fljótt, veitir hámarksvörn gegn húðskaða og húðöldrun. Engin fita eða glansáferð. Fyrir allar húðgerðir, börn og fullorðna. Meðmæli húðlækna.

Ekkert paraben, ilmefni eða nanótækni. www.proderm.is

þróuð fyrir viðkvæma norræna húð

Útsölustaðir: Apótek, Hagkaup, Fjarðarkaup, Fríhöfnin.

Hver hefði trúað þessu fyrir 10 árum, hvað þá 15 eða 20? Jú, árið 1990 kostaði Alþjóða-dýraverndarsjóðurinn (Inter-

national Fund for Animal Welfare, IFAW) athugun á möguleikum hvalaskoðunar á Íslandi. Fyrst reyndu menn fyrir sér frá Höfn í Hornafirði en reglulegar hvalaskoð-unarferðir hófust frá Húsavík árið 1995. Nú gera fjögur hvalaskoðunarfyrirtæki út frá Reykjavíkuhöfn, á Húsavík hefur hið þriðja bæst við og nokkur eru starfandi í Eyjafirði. Síðustu vetur hefur verið krökkt af ferðamönnum í Grundarfirði sem koma til landsins eingöngu til að skoða háyrn-inga.

Veltu 1,5 milljarði 2012Viðskiptablaðið (3. mars 2013) áætlar að hvalaskoðun velti um 1,5 milljarði króna árlega. Hugsanlega er talan eitthvað lægri

en samkvæmt upplýsingum frá hvala-skoðunarfyrirtækjum fóru 108 þúsund ferðamenn í hvalaskoðun frá Reykjavík á síðasta ári og talan fyrir Húsavík er yfir 60 þúsund manns. Hvalaskoðun er í dag ein helsta afþreying sem ferðamönnum stendur til boða og margir heimsækja landið í þeim tilgangi fyrst og fremst að skoða hvali.

Hver hafði búist við þessu? Hafa stjórn-völd mótað sér stefnu í málinu? Hafa borg-aryfirvöld í Reykjavík eða stjórn Faxaflóa-hafna áttað sig á Reykjavíkurhöfn er orðin miðstöð fyrir ferðamenn? Ekki bara hvala-skoðun heldur veitingastaðir, kaffihús og túristasjoppur hafa risið við höfnina. Húsavík er nú jafn spennandi áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og Dettifoss eða Mývatn. Þar sjást ekki bara hrefnur, hnís-ur og höfrungar heldur líka hnúfubakar og undanfarin sumur hefur stærsta dýr jarð-

ar, steypireyður, verið fastagestur á Skjálf-andaflóa.

Hluti af alþjóðlegri þróunVerndun og velferð hvala hefur orðið tákn-ræn fyrir baráttu mannsins fyrir verndun náttúrunnar þar sem hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, hlýnun jarðar og mengun ógna tilvist mannsins á jörðu. Alþjóðlegar rann-sóknir sýna að fjöldi þeirra sem fóru í hvala-skoðun um heim allan hefur aukist úr 9 milljónum árið 2008 í 13 milljónir árið 2008. Á sama tíma tvöfölduðust tekjurnar úr 1 milljarði dollara í 2,1 milljarð. Er þá ekki tími til komin að íslensk stjórnvöld setji sér metn-

aðarfull markmið um hvernig megi kynna Ísland sem gósenland fyrir hvalaskoðun?

Verndarsvæði fyrir hvaliÁ Faxaflóa eru hrefnur helsta aðdráttar-aflið og frá Reykjavík eru gerðu út þrjú hvalaskoðunarfyrirtæki. Samtök hvala-skoðunarfyrirtækja hafa því sett fram þá kröfu að stofnað verði verndarsvæði fyrir hvali í Faxaflóa sem nái frá Eldey að Snæfellsnesi. Slíkt verndarsvæði myndi efla ímynd Íslands og auðvelda markaðs-setningu auk þess komist yrði hjá óþarfa árekstrum við hrefnuveiðiskip sem aug-ljóslega valda skemmdum á söluvörunni.

hvalaskoðun á íslandiÍsland er orðið helsti áfangastaður fyrir HValaSkoðun í Norður-Atlantshafi en á s.l. ári fóru rúmlega 170 þúsund ferðamenn í hvalaskoðun sem er nú ein helsta afþreying ferðamanna sem heimsækja landið.

24

Fjöldi þeirra sem fóru í hvalaskoðun um heim allan hefur aukist úr 9 milljónum árið 2008 í 13 milljónir

árið 2008. Á sama tíma tvöfölduðust tekjurnar úr 1 milljarði dollara í 2,1 milljarð.

PRO•STAMINUS er spennandi nýjung sem er fyrst og fremst ætluð karlmönnum sem hafa einkenni góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli sem getur valdið vandræðum við þvaglát.

PR

EN

TU

N.IS

PRO•STAMINUSÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN

PISSAR ÞÚ OFT Á NÓTTUNNI ?ER BUNAN ORÐIN KRAFTLÍTIL ?

www.gengurvel. is PRO •STAMINUS fæst í f lestum apótekum, hei lsubúðum, Hagkaup og F jarðarkaup

Rauðhærð kona situr í ljósbláum sófa. Stórt, brúnleitt veggteppi á bak við hana með mynd af mark-aðstorgi liðins tíma. Búddastytta

skreytir rýmið. Föðurafinn var ungverskur, föðuramm-

an þýsk, móðurafinn var austurrískur og móðuramman rússnesk-rúmensk. Örlögin höguðu því svo að þetta fólk bjó allt í Banda-ríkjunum. Maxine segir að skyggnigáfan hafi fylgt einum ættleggnum.

Hún kom í heiminn í Connecticut í Bandaríkjunum fyrir 72 árum. Hana dreymdi um að verða konsertpíanisti, varð vísindamaður, upplifði gleði og sorg, upp-lifði ást og vonbrigði, dansaði við djöfla - en segir að sömu orku noti hún nú til að dansa við hið guðdómlega, upplifði krafta sem ekki öllum er gefinn. Maxine hefur unnið með götubörnum svo sem í Haiti, Honduras og Guatemala og á Times Square í New York.

„Mér fannst ég vera saklaus fram að fimm-tugu; ég missti sakleysið en ég sá of mikið - börn í stríði og börn sem bjuggu á götunni. Ég lærði af þessu. Ég slakaði á eftir því sem ég varð opnari fyrir andlegum málum og öðlaðist meiri orku.“

Orkan á ÍslandiHún kom fyrst til Íslands fyrir fimm árum.

„Ég vaknaði einn morguninn og fannst eitt-hvað segja mér að ég ætti að fara til Íslands. Til Íslands? Ég var komin hingað tveimur vikum síðar. Orkan á Íslandi er meiri en annars staðar í heiminum. Það er ekkert í heiminum eins og Ísland. Ég veit ekki af hverju en ég veit af hverju mér finnst það. Að mínu mati eru flestir hér snillingar og hér er fullt af fallegu og frábæru fólki. Hér er nær engin stéttaskipting og það skiptir ekki máli hvað fólk gerir heldur hvað það er. Það eru fleiri hér opnir og næmir en annars staðar og Íslendingar tala um drauma sína og hvað þeir skynja. Ég held samt að margir viti ekki hvað þeir finna og upplifa. Ísland er mjög andlegur staður og landið er á sérstök-um stað á jörðinni. Mér finnst ég stundum þurfa að komast úr landi út af orkunni. Hún er stundum svo mikil.

Mér finnst ég vera í Valhöll þegar ég er á Íslandi og myndi vilja að Íslendingar skildu eigið land og gerðu sér grein fyrir orkunni sem er hérna.“

Kraftur og frelsiMaxine er þægileg. Góðleg. Það er eitthvað sem hefur án efa fylgt henni alla tíð en hún segir að strax í barnæsku og á unglingsár-unum hafi fólk leitað til sín þegar eitthvað bjátaði á. „Mér hefur alltaf fundist ég þurfa að koma öðrum til hjálpar.“

Hún fann ung að hún hafði einhverja hæfileika. Innsæi. „Ég skynjaði til dæmis hvað foreldrar mínir vildu án þess að þeir segðu það.“

Árin liðu og hún fékk ekki áhuga á and-legum málefnum fyrr en hún var gift kona. Ferðalagið hafði tekið langan tíma. Hún var tilbúin að leiðbeina öðrum á ferð sinni í þessu lífi. „Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði alltaf haft dulræna hæfileika en ég var fyrst og fremst vísindamaður og fannst ég þurfa að fá sönnun fyrir hlutunum.“

Hún kynntist ýmiss konar aðferðum og fór m.a. að stunda jóga, hugleiðslu og reiki sem er ein tegund heilunar. Maxine hefur aðstoðað einstaklinga, hópa og haldið fyr-irlestra í áratugi. Hún hefur skrifað nokkr-

ar bækur og var ein þeirra, Ferðalagið að kjarna sjálfsins, gefin út á Íslandi fyrir nokkrum árum.

„Það sem ég geri, breytir fólki. Ég hjálpa því að skilja eigið mikilvægi og laga það sem er orsök vandamálanna en þá öðl-ast fólk kraft og frelsi. Fólk þarf að breyta sjálfu sér til að ástandið í heiminum geti breyst. Við munum oft ekki eftir að sýna góðvild, vera heiðarleg og taka ábyrgð á gerðum okkar. Hlutverk mitt er að hjálpa fólki að hafa þetta í huga.“

Ein heildSumir, sem Maxine hjálpar, koma til henn-ar en aðra talar hún við í síma eða á Skype.

„Flestir sem ég tala við eru þunglyndir, reið-ir, standa í skilnaði og líður illa. Ég legg áherslu á að fólk hreinsi sjálft sig; ég hjálpa því með orkuna og það losnar um vöðva- og frumuminnið en það sem fólk hefur gengið í gegnum safnast saman í vöðvum þess og minni. Þeir sem hafa reynslu af ofbeldis-sambandi eiga til dæmis á hættu að fara í slíkt aftur.“

Maxine talar yfirleitt við hvern og einn

oftar en einu sinni. Jafnvel oftar en tvisv-ar. „Það hefur í sumum tilfellum tekið fólk nær alla ævina að verða eins og það er en meðferðin er öflug. Fólk hefur sagt að það eigi erfitt með að hreyfa sig og verður syfj-að þegar orkan, sem ég sendi, kemur til þess.“

Hún fer reglulega til deyjandi fólks. „Ég vil vinna með fólk sem er að deyja. Ég hjálpa því að takast á við dauðann.“

Hún segir það almennt mikilvægt að fólk losni við óöryggi, sekt, gremju og að það viðurkenni sig sjálft sem stórkostlega einstaklinga. „Það er mjög erfitt að gera það en þetta er það sem við verðum að gera. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir að við erum ein heild. Sannleikur, einfald-leiki og kærleikur er fyrir mér undirstaða alls. Það er mikilvægt að gefa sig á vald hins guðdómlega.“

Konan sem vildi verða konsertpíanisti, missti sakleysið um fimmtugt að eigin sögn og hjálpar manni og öðrum með heilun er hætt að dansa við djöflana. Segja má að hún sé farin að dansa við orkuna - og nú síðast orku Íslands!

Ferðalangur verður fararstjóriMaxinE gaudio er heilari og vill hvergi annars staðar búa en á Íslandi því að hvergi sé orkan eins og hér á landi. „Mér finnst ég vera í Valhöll þegar ég er á Íslandi.“ Hún segir að fólk þurfi að breyta sjálfu sér til að ástandið í heiminum breytist. „Sannleikur, einfaldleiki og kærleikur er fyrir mér undirstaða alls.“

Maxine gaudio. „Mér hefur alltaf fund-

ist ég þurfa að koma öðrum til hjálpar.“

Texti: Svava Jónsdóttir

26

allT beTra en ekkert

Ólöf Guðný Geirsdóttir segir að fólk byrji um fertugt að missa vöðva-massa; hún segir það gerast hjá öllum hvort sem þeir stunda æf-

ingar á hverjum degi eða ekki. En þeir sem hreyfa sig reglulega missa þá mun hægar.

„Við getum haft áhrif á hvort við verðum hreyfihömluð snemma vegna lítils vöðva-massa og lítils vöðvastyrks og þreks en við getum líka notið þess að hafa styrk og þol til að lifa lífinu lifandi langa ævi.“ Það virðist vera í okkar eigin höndum nema sjúkdóm-ar herji. Talað er um að 5% af vöðvamass-anum hverfi á hverjum áratug eftir fertugt. Rýrnunin virðist síðan vera hraðari eftir að fólk kemst á sjötugsaldur. Ólöf Guðný segir að karlar finni jafnvel meira fyrir þessu en konur þar sem fleiri vöðvaþræðir eru í lík-ama þeirra.

Rannsókn, sem Ólöf Guðný stóð að í tengslum við doktorsnámið, snerist um að athuga hvort hægt væri að hafa áhrif á vöðvarýrnun með styrktaræfingum þrisv-ar í viku sem og næringaríhlutun. „Til að gera mjög langa sögu stutta þá kom í ljós að hvort sem fólk er 65 ára eða 92 ára þá bætir það vöðvastyrk, vöðvamassa og hreyfi-færni með því að mæta í styrkraræfingar þrisvar í viku. Því líður einfaldlega líkam-lega og andlega betur.“

Fyrir líkama og sálBurtséð frá styrktaræfingum ráðlegg-ur Ólöf Guðný fólki að hreyfa sig a.m.k. klukkutíma á dag. „Lýðheilsustofnun talar um a.m.k. 30 mínútur á dag en auð-vitað er allt betra en ekkert. Hreyfing hefur áhrif á depurð sem getur þróast yfir í þunglyndi. Fólk á að gera það sem því finnst skemmtilegt hvort sem það er að ganga, synda eða dansa. Það ættu allir að reyna að finna tilefni til að hreyfa sig. Börn hreyfa sig minna um helgar en á virkum dögum og þá er tækifæri fyrir ömmu og afa til að taka barnabörnin með í skemmtilega göngu eða í hreyfileiki.

Það er hægt að fá einhvern til að ganga með sér, fólk getur geng-ið stiga í staðinn fyrir að taka lyftu

og gott ráð er að leggja bílnum lengra frá en ella.”

Kalkið og D-vítamíniðGóð vísa er aldrei of oft kveðin og Ólöf Guðný talar um mikilvægi hollrar næringar.

„Eftir því sem fólk eldist þarf það að passa upp á að það fái nægilega mikið af próteinum sem er m.a. að finna í kjöti, fiski og mjólkurvörum. Fjölbreytt fæða er mik-ilvæg en Íslendingar þurfa að auka hlut trefja t.d. með því að borða meira af græn-meti og ávöxtum,“ segir Ólöf Guðný og bendir m.a. á nauðsyn þess að drekka vatn á hverjum degi.

Beinþynning getur verið fylgifiskur hærri aldurs og kalk spilar inn í að sporna við þeim kvilla en t.d. eru mjólkurvörur ríkar af kalki. „Það er alveg sama hvað við borðum mikið af kalki - ef við fáum ekki D-vítamín þá getur líkaminn ekki tekið upp kalkið og t.d. styrkt tennur og bein. Helsta vandamálið á Íslandi er að við fáum ekki D-vítamín frá sólinni þannig að það er nauðsynlegt að taka lýsi eða bæti-efni sem er ríkt af D-vítamíni. Auðvitað gætum við borðað fisk flesta daga vikunn-ar en þá þyrftum við að borða feitan fisk.“ Meira er um beinþynningu á meðal íbúa Norður-Evrópu en fólks sunnar í álfunni og er sólarleysinu um að kenna. Hér má þó

benda á að ekki þykir ráðlegt að vera mik-ið í sólinni vegna hættu á húðkrabbameini nema að bera á sig góða sólarvörn.

Kaffi er ekki alslæmt!Alzheimer er erfiður minnissjúk-

dómur sem leggst á suma af eldri kynslóðinni. Ólöf Guðný segir að þeir sem drekka kaffi reglulega,

þrjá til fjóra bolla á dag, virðist síður fá Alzheimer sem sýn-ir að kaffidrykkja er ekki alslæm.

„Það er kannski tengt því að koffein er örvandi. Andoxunarefni eru líka

góð fyrir heilafrumurnar og eru oft tengd því að verja okkur gegn öldrun

en þau er t.d. að finna í heilkorni, rúgi, byggi, berjum, grænmeti og ávöxtum.“

Gott mataræði og hreyfingHvað doktorsrannsóknina varðar segir Ólöf Guðný að eftir því sem hreyfigeta þátttakenda batnaði því meira jukust lífs-gæðin.

„Það er aldrei of seint að byrja,” tekur hún fram eins og aðrir kunnáttumenn í fræðunum. „Fólk þarf að hlusta á hvern-ig því líður og setja sér markmið, t.d. að borða þrjá ávexti á dag, hafa grænmeti á diskunum og hreyfa sig á hverjum degi. Við þurfum að passa upp á andlega líð-an og hafa tilgang í lífinu. Heilbrigði er andleg og líkamleg vellíðan en ekki bara það að vera laus við sjúkdóma. Með því að stunda reglulega hreyfingu og borða hollan mat aukum við möguleika okkar á því að eiga heilbrigt líf. Njótum þess að vera til!.“

ólöf guðný gEirSdóttir næringarfræðingur varði á sínum tíma dokt-orsritgerð sína „Hreyfing og næring eldra fólks í sjálfstæðri búsetu“. Hún leggur áherslu á að allir - hvort sem það er ungt fólk eða 50 plús - eigi að hreyfa sig reglulega og huga að góðu mataræði. Með því að hreyfa sig reglulega og stunda styrkaræfingar þrisvar í viku er hægt að bæta vöðva-styrk, vöðvamassa og hreyfifærni.

Texti: Svava Jónsdóttir

ólöf guðný geirsdóttir. „gott mataræði og hreyfing þarf að fara saman til að lifa þokkalega

heilbrigðu lífi. Heilbrigði er andleg og líkamleg vel-líðan en ekki bara það að vera laus við sjúkdóma.“

MYND: ÞORMAR VIGNIR GUNNARSSON

28

Þú færð vörurnar frá Purity Herbs í apótekum, Lyfju, Lyf og Heilsu, Heilsuhúsunum, Blómaval, Lifandi Markaði, Fræinu Fjarðarkaupum,K.S. Varmahlíð og ýmsum ferðamannastöðum um allt land.

HEIL FJÖLSKYLDA AF HEILNÆMUMOG NÁTTÚRULEGUM SNYRTIVÖRUM

NÁTTÚRULEGA

R Í

SL

EN

S KA R S

N Y R T I V Ö R U R · N A T U R AL I C

EL

AN

DIC COSMETICS ·

100%

NÁTTÚRULEGA

R Í

SL

EN

S KA R S

N Y R T I V Ö R U R · N A T U R A L I CE

LA

ND

IC COSMETICS ·

100%

FYLGSTU MEð!Vörurnar frá

Purity Herbs

fá bráðum nýtt útlit

www.purityherbs.isPurity Herbs · Freyjunesi 4 · 600 Akureyri · sími 462 3028 · [email protected]

Við erum áFacebook

- engin paraben

- náttúrleg ilm- og rotvarnarefni

- ekki prófað á dýrum

ww

w.b

lekh

onnu

n.is

Margir hafa áhyggjur af íslensku máli, bæði á líðandi stund og ekki síður af framtíð þess. Hinir áhyggjufullu benda á að milli tuttugu og þrjátíu

tungumál í heiminum deyi út á ári hverju og segja síðan að tungumál sem einungis um þrjú hundruð þúsund hræður tala hljóti að vera í bráðri útrýmingarhættu. Sagt er að marg-vísleg vá steðji að íslensku og m.a. nefnd áhrif enskunnar, orðfæð uppvaxandi kynslóðar og lítið vald hennar á móðurmálinu og nú síð-ast síaukinn straum erlendra ferðamanna til landsins; hlýtur hann ekki að stuðla að því að við týnum niður tungu forfeðranna?

Flest bendir til að landnámsmenn hafi að stærstum hluta komið frá Noregi og Bret-landseyjum en norræna, sú tunga sem töluð var á Norðurlöndum, varð ríkjandi tunga fyrstu Íslendinganna og síðar eina málið á þessari stóru eyju. Einangrunin stuðlaði að varðveislu tungunnar og Íslendingar nú-tímans lesa vandræðalaust sögur og kvæði sem sett voru saman á 13. og 14. öld. (Að vísu hjálpar að færa stafsetninguna til nútíma-horfs.)

Fyrir pólitíska duttlunga örlaganna komst Ísland undir vald Danakonungs um 1400. Í fyrstu var sambandið óbeint: Ísland var skattland Noregs sem var í konungssam-bandi við Danmörku en smám saman urðu tök Dana fastari og þeir höfðu hér algjör yfirráð frá 16. öld. Þegar svo var komið að hér voru danskir kaupmenn og Íslendingar leit-uðu sér fyrst og fremst háskólamenntunar í Danmörku var eðlilegt að danskra áhrifa færi að gæta í málinu.

Með rómantík og þjóðernisstefnu 19. ald-ar hófst mikil barátta fyrir því að ryðja burt öllum merkjum um þessi áhrif. Sú hreint-ungustefna hefur allar götur síðan verið áberandi í umræðu um íslensku, þótt óvinur-inn hafi raunar breyst úr dönsku í ensku síð-ustu hálfa öldina eða svo. Hreintungustefn-unni hefur fylgt að Íslendingar hafa verið tregir til að taka upp erlend tökuorð um ný fyrirbæri; tala til dæmis ekki um compu-ter heldur tölvu(tölva tengist orðinu tala=-

number og rímar við orðið völva=spákona), ekki telephone heldur síma (fornt orð sem merkir þráður). Þessi málstefna er vitaskuld ekki óumdeild. Andstæðingar hennar tala um málfasisma og málfarslöggur og segja að tungumál séu lifandi fyrirbæri og eigi að fá að þróast í friði.

Hyggjum þá nánar að því sem helst ógnar íslensku:Ensk áhrif: Enskra áhrifa gætir mjög víða, einkanlega í dægurmenningunni og þó enn meir í veröld tölvunnar. Í þeim heimi dvelja

margir löngum stundum við leiki, fróðleiks-leit hjá Google eða öðrum leitarforritum, blogg og á Facebook. Margir tónlistarmenn syngja á ensku, semja texta sína á ensku, finnst það einhvern veginn þjálla en íslensk-an, segja þeir. Svo stefna þeir náttúrlega flestir á heimsfrægð og þá er auðveldara að nota „heimstunguna“. Þessi atriði valda því að enskum tökuorðum fjölgar og áhrifa frá ensku gætir í setningaskipun.

Léleg lestrarkunnátta og málnotkun ung-

menna: Undan málfari unglinga hefur ver-ið kvartað frá því sögur hófust. Við gerum miklar kröfur til þeirra: þeir eiga að hafa á hreinu orðtök og málshætti sem tengjast atvinnuháttum liðinna alda sem þeir hafa aldrei kynnst, kunna skil á öllum blæbrigð-um íslensku frá 13. öld og fram á þá 21. Við fullorðna fólkið komumst hins vegar upp með að kannast við það helsta fram um 1990 og erum frekar illa heima í tungutaki ung-dómsins.

Kannanir sýna að unglingar lesa færri bækur núna en fyrir áratug – en þeir lesa gríðarmargt annað. Í tölvuheimum fer fram mikill lestur – að vísu ekki allur á íslensku, hvað þá gullaldaríslensku – en lestur samt, og mér býður í grun að bærum við saman lestrarhæfni fullorðinna og ungmenna yrði hlutur ungu kynslóðarinnar síst verri en full-orðna fólksins.

En túrisminn þá? Ef fámenn þjóð ætlar að viðhalda eigin tungu kostar það góða kunn-áttu í öðrum málum og þeir sem vinna við að sinna ferðamönnum þurfa vitaskuld að geta talað við þá – en meðan þessir einstaklingar, sem og aðrir Íslendingar, koma heim til sín að kvöldi og tala íslensku við fjölskylduna, líta í íslensk dagblöð og tímarit eða á íslenskar bloggsíður, þá skaðar þessi starfsemi ekki íslenska tungu en eykur líkast til víðsýni og skilning á heiminum.

Íslensk tunga deyr ekki út nema um það verði tekin pólitísk ákvörðun að hún sé okkur slíkur fjötur um fót að nú skuli hún lögð nið-ur. Við drepum hana þá sjálf en hvorki enska, unglingaleti né túristar.

Guðni KolbEinsson

Íslensk tunga deyr ekki út nema um það verði tekin pólitísk ákvörðun að hún sé okkur slíkur fjötur um

fót að nú skuli hún lögð niður. Við drepum hana þá sjálf en hvorki enska, unglingaleti né túristar.

30

Hyggjum þá nánar að helstu ógninni við tunguna

drepa túristaríslenska Tungu?

Góður matur með góðu víniÁSTRALSKI víniðnaðurinn byggist fyrst og fremst á fyrirtækjum og vörumerkjum fremur en einstaklingum. Örfá risavaxin fyrirtæki standa í raun

á bak við flest þau vín frá Ástralíu sem við sjáum hér á markaðnum. Það er þó einn og einn Ástrali er hefur mótað áströlsk vín fremur en aðrir. Ef

nefna ætti þá fimm Ástrala er skipt hefðu mestu máli í því að koma áströlskum vínum á framfæri utan heimalandsins er líklegt að Peter Lehmann

yrði á listum flestra. Þessi sjarmerandi vínmaður frá Barossa-dalnum í Suður-Ástralíu hefur gert meira en flestir þegar kemur að því að koma Ástr-

alíu á kortið. Raunar persónugerir hann í hugum margra vínrækt í Barossa og er gjarnan nefndur „baróninn af Barossa“ Það þarf ekki að smakka

mörg vín frá Lehmann til að átta sig á því hvers vegna vínin hans eru jafn vinsæl og raun ber vitni. Flest þessara vína eru fáanleg í vínbúðum ÁTVR

og Fríhöfninni en önnur á betri veitingastöðum Nýtt útlit að birtast í verslunum. Hér má finna fimm eðalvín sem öll eiga það sameiginlegt að vera

góð matarvín. Þess má geta að þrjú af Peter Lehman-vínunum hlutu gyllta glasið í ár.Þau eru Barossa Cabernet Sauvignon, Portrati Shiraz og Classic

Riesling. Þeir sem vilja nálgast uppskriftirnar geta farið inn á www.goggur.is undir önnur blöð.

31

» Peter lehmann stonewall shiraz er eitt af toppvínum í flóru þeirra og með betri vínum frá Ástralíu. Þrúgur vínsins koma af mjög gömlum vínvið í vesturhluta Barossa og eru sumar af plöntunum meira en 100 ára gamlar. Magnað og mikið vín, mjög dökkt, nær svart á lit með fjólulituðum tónum. Angan er krydduð og sætkennd með mössuðum, þroskuðum ávexti í bland við lakkrís, mynda kókos og dökkt súkkulaði. Vínið er þétt í sér með kröftugum tannínum, sem gefa því líf og snerpu og þessa miklu dýpt sem fæst ekki nema með þrúgum af mjög gömlum vínvið. Vín sem vert er að njóta með vel hanginni villibráð, nauti eða lambakjöti.

» Peter lehmann Chardonnay - ferskt og ávaxtaríkt; sítrus, ferskjur, fíkjur og steinefni. Flott og evrópskt í stíl, fremur en ástralskt og því sérlega matarvænt.

» Peter lehmann Classic riesling, gyllta glasið 2012 - létt og skemmtilegt vín með miðlungs-fyllingu, örlítið af grænum tónum eru í lit vínsins. Grænir ávextir eru ríkjandi svo sem epli, pera og límóna í bragði og aðeins vottur af hunangi í mjúku og frekar löngu eftirbragði.

» Peter lehmann Portrait shiraz, gyllta glasið 2012 - glæsilegt og kraftmikið, dökk ber og plómur, dökkt súkkulaði, lakkrís og kókos eru ráðandi. Krydd og eikartónar koma líka vel fram og er fylling þess nokkuð mikil, eftirbragð langt og mjúkt.

» Peter lehmann barossa Cabernet sauvignon, gyllta glasið 2011 og 2012 - bragðmikið og kröftugt vín; sveitartónar, sólber og trönuber ásamt fersku lyngi og myntu koma vel fram í munni. Mjúk og þroskuð tannín, eik og krydd í löngu eftirbragði.

P eter L ehman- leggur línur

Segja má að fyrstu 50 árin séum við í góðri ábyrgð Skaparans. Mark-miðið er að við getum nokkuð örugglega átt afkomendur og kom-

ið þeim á legg en eftir fimmtugt erum við meira á eigin vegum og ýmislegt getur bjátað á. Þá höfnum við mjög mikið um það að segja hvernig við eldumst og heil-brigður lífsstíll skiptir sköpum. Óhætt er að fullyrða að flestir geti hægt á öldrun sinni með góðum lífsstíl.“

Almenn skoðun er að góður lífsstíll fel-ist í að sneiða hjá óhollum mat, hreyfa sig skynsamlega, reykja ekki og drekka áfengi í hófi. En þrátt fyrir ítrasta heilbrigði og hollustu segir Pálmi að aldurstengdar breytingar eigi sér óhjákvæmilega stað í líkamanum.

„Tökum maraþonhlaupara sem dæmi. Ef heimsmetið er rúmar 2 klukkustund-ir þá hleypur sjötugur heimsmethafi um það bil helmingi hægar þó að hann sé það frískur að geta hlaupið maraþon og sett met. Við getum aldrei forðast aldurs-tengdu breytingarnar fullkomlega. Hins vegar getum við verið í mjög góðu formi til allra daglegra athafna með uppbyggi-legum lífsstíl. Við 25 ára aldurinn erum við uppá okkar besta en eftir það fara ald-urstengdu breytingarnar að koma fram. Um 35 ára aldurinn getur verið skynsam-legt að huga að heilsunni, einkum því er snýr að hjarta- og æðasjúkdómum, svo sem blóðþrýstingi og kólesteróli. Sumir þurfa þá á forvarnarstuðningi að halda frá heilbrigðisþjónustunni. Annar góð-ur tímapunktur er um fimmtugt til að staldra við og meta stöðuna.

Sjötug manneskja í góðu formi er eins og 25 ára kyrrsetumanneskja

,,Heilbrigður lífsstíll getur hjálpað okkur að forðast ákveðna sjúkdóma, draga úr þeim sem eru óhjákvæmi-legir og stuðla þannig að því að við höfum betri færni til daglegra at-hafna og lifum lengra og betra lífi” segir Pálmi. Hann segir að rann-sóknargögn sýni klárlega að ævilíkur séu sí-fellt að vaxa og Íslendingar lifi nú að meðal-tali 10 árum lengur en 1970.

,,En af því við erum á eigin ábyrgð eftir fimmtugt þá getum við ráðið töluverðu um það sjálf hvernig líf okkar verður á þeim aldri. Það er því til mikils að vinna”.

Efri árin eru lífið í allri sinni mynd og þar liggja mörg tækifæriHeilbrigði snýst ekki bara um líkamlega hreyfingu heldur er andleg örvun og ögr-un ekki síður mikilvæg. Þess vegna skiptir miklu máli að sækja sér menntun á besta aldri og viðhalda henni síðan að sögn Pálma. Góð félagsleg tengsl skipti líka mjög miklu máli. „Efri árin eru ekki þröngt heilbrigðis-mál heldur eru þau lífið í allri sinni mynd og þar liggja margvísleg tækifæri sem eru í okkar hendi en margvíslegan stuðning er að hafa til þess að lifa innihaldsríku lífi, þó að heilsan og færnin séu ekki fullkomin. “ bætir hann við.

Ögrandi verkefniPálma finnst hugsun fólks í kringum eftir-launaaldur ekki rétt. Til dæmis finnst hon-um hörgull á fólki eftir miðjan aldur á Al-

þingi. Fólk um sextugt á iðulega 30 ár eftir ólifuð, þar af 25 mjög góð og í því sé mikill mannauður.

,,Við þekkjum að fjöldi stjórn-málamanna hefur alist upp í ung-liðahreyfingum stjórnmálaflokk-ana, sest á þing og starfað þar fram eftir aldri. Þingmennirnir hætta síðan gjarnan um sextugt og sum-ir taka þá við ábyrgðarstöðum úti

í samfélaginu. En svo eru þeir sem unnu hvers konar önnur störf lungann úr starfs-ævinni, fara á eftirlaun en sjaldnast inn á Alþingi. Það væri mikill fengur að því að fá þetta fólk með sína lífs- og starfsreynslu inn á Alþingi. Á meðan fólk heldur heilsu og lífsþrótti er engin ástæða til að setja einhver eldri aldursmörk. Á þjóðþingum víða eru al-þingismenn á áttræðis- og níræðisaldri og láta engan bilbug á sér finna. Yngra fólk er eðli málsins samkvæmt reynsluminna og ef til vill ósjálfstæðara gagnvart flokkslínunni. Því fengist meiri vídd í starfsemi þingsins með eldra fólki á þingi sem gæti miðlað af reynslu sinni.

Hvernig skilgreinum við hugtakið „eldra fólk“?

„Við höfum almennar skilgreiningar og eftir-launaaldurinn um sjötugt en sem læknir get ég sagt að við sjáum almennt ekki heilsu-farsleg vandamál fara vaxandi að ráði fyrr en eftir 75 ára aldurinn og líkamlegt og vitrænt færnitap fyrr en eftir 85 ára aldur“ segir Pálmi. En í dag lifir fólk ekki aðeins lengur heldur einnig betur og fjöldi fólks er í fullu fjöri til 85 ára og sumir enn lengur sem betur fer. Fram að 65 ára aldri finnur

fólk almennt ekki mikið fyrir aldrinum þó að aldurstengdu breytingarnar séu byrjaðar. Við töpum t.d. 1-2% af vöðva- og beinmassa á ári frá þrítugu. Við áttum okkur hins veg-ar ekki á því ef við erum virk. Algengi lang-vinnu sjúkdómanna tvöfaldast síðan á fimm ára fresti eftir 65 ára aldur. En þótt fólk fái langvinna sjúkdómana eins og hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein o.fl. þá er fötl-un af þeirra völdum sem betur fer að fær-ast ofar í aldursskalanum og nú höfum við margvísleg ráð til að lifa með því.“

Æskudýrkunin og –ljóminnÆskudýrkunin hefur valdið því að fólk gengur sífellt lengra í lýtalækningum og leit að yngingarmeðulum. Í spjalli okkar kom berlega í ljós að Pálmi sér fegurð í eldra fólki. Hann ítrekar að það sé svo margt sem við getum gert sjálf til að viðhalda líkamanum, annað en að leggjast undir hnífinn, með það að markmiði að viðhalda æskuljóma, t.d. með hóflegri hreyfingu og svolítilli skyn-semi.

Aldrei of seint að byrja að hreyfa sigHófleg líkamsrækt er í raun eina þekkta yng-ingarmeðalið. Það góða er að það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig. Þannig hefur verið sýnt fram á að níræður einstaklingur getur endurbyggt vöðvamassann á fáeinum vikum um meira en 10% sem skilar sér í meira en 100% aukningu í styrk. Auðvitað er ekki skynsamlegt að bíða til níræðs með að hreyfa sig. Hið skynsmalega er að temja sér hreyfingu sem lífsstíl alla ævi. En hafi fólk slegið slöku við fyrr, þá er aldrei of seint að snúa við blaðinu, slegir Pálmi að lokum.

Pálmi V. jónsson

getum við leikið Á elli kerlingu?

PálMi V. jónSSon SVarar SPurningunni: „Við eldumst á meðan við lifum,“ segir Pálmi V. Jónsson yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans. „Það er óhjákvæmilegt en það felast tækifæri í því líka.“ bætir hann við.

32

Njótum sólarinnar áhyggjulaus með Piz Buin

Piz Buin veitir hámarksvörn gegn UVA- og UVB-geislum

Piz Buin sólarvörur eru ofnæmisprófaðar

Piz Buin sólarvörur eru rakagefandi og innihalda E-vítamín

Ofnæmisprófuð sólarvörn fyrir ljósa húð sem er viðkvæm fyrir sól, þróuð í samvinnu við húðlækna. Piz Buin Allergy inniheldur Calmanelle sem styrkir náttúrulega vörn húðar og veitir vörn fyrir ofnæmisviðbrögðum. Engin paraben-efni eru í Allergy línunni.

Piz Buin Allergy

Piz Buin Tan Intensifier eykur náttúrulega virkni litarfruma húðarinnar til eðlilegrar sólbrúnku og verndar um leið húðina fyrir UVA- og UVB-geislum.Árangurinn er djúpur, jafn og fallegur litur sem fæst án þess að taka áhættu.

Piz Buin Tan Intensifier

Sólarvörn sem gefur góðan raka og hefur fyrirbyggjandi áhrif á öldrun húðar. Piz Buin In Sun inniheldur Helioplex sem er áhrifarík vörn bæði gegn UVA- og UVB-geislum sólar. Verndar og veitir raka í langan tíma.

Piz Buin In Sun

Minnið í lagPhosphatidylserine eru sérhæfð lípíð sem líkaminn fram-leiðir. Þó að það sé nauðsynlegt efni til að stýra virkni allra frumna þá nýtist það mest í heilanum. Phosphatdyl-serine spilar lykilhlutverk í taugaboðum til heilans. Rann-sóknir hafa beinst að því að hjálpa þeim sem eru byrjaðir að gleyma einföldum hlutum. Phophatdylserine hefur sýnt fram á mjög jákvæð viðbrögð í þessum einstaklingum og er því kynnt sem fæðubótarefni til að auka minni og vitræna frammistöðu. Oft er það streita sem veldur minnistapi og Phosphatdylserine hefur hjálpað gegn streitu. Það er talið hjálpa til að viðhalda réttum taugaboðum og hafa jákvæð áhrif á minnið. Phosphatdylserine er talið vera örugg og áhrifarík lausn til að hjálpa gegn minnistapi og til að virkja betur heilastarfsemina. Útgefnar rannsóknir hafa sýnt fram á að Phosphatdylserine/PS hefur yngjandi áhrif á heilafrum-urnar og vegna þessa er það talið:

Styrkja minnið Styrkja athygli og árverkni hjá fólki Hjálpar fólki til að læra eitthvað nýtt Eykur skerpu Eflir einbeitingu Dregur úr þunglyndi og bætir skapið Minnkar streitu hjá ungum sem öldnum Hægir á elliglöpum

Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka Phosphatdylserine/PS þá sýna sjúklingar aukna getu til að læra eitthvað nýtt, muna nöfn og að þekkja fólk. Guðrún Bergmann mælir með PS í bókinni sinni Ung á öllum aldri og segir „Þetta náttúrulega lípíð eða fituefni er talið vera næringarefni fyrir heilafrum-urnar og þar með hafa jákvæð áhrif á minni og einbeitingu. Rannsóknir gefa til kynna að það dragi úr ótímabærri aldurs-tengdri hugrænni hnignun.“ Phosphatdylserine í hylkjum frá Solaray fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum.

34

Bæjarlind 6 - sími 554 7030www.rita.is

Nát túrulegar vörur frá UrtasmiðjunniUrtasmiðjan framleiðir húðvörur úr jurtum sem

eru valdar eftir virkni þeirra og áhrifum á húðina

svo sem blágresi, blóðberg, fjallagrös og vallhum-

all. Annað hráefni sem í vörurnar er notað á einnig

uppruna sinn í náttúrunni svo sem býflugnavax,

hunang, kókossmjör og jurtaolíur.

á meðal vörutegunda má nefna:

1. græðissmyrslið sem hefur í 20 ár reynst mörgum

vel vegna húðvandamála

2. fóta- og hælasalva sem er mýkjandi og er góður

við þreytuverkjum

3. rósakrem er næturkrem fyrir 40 ára og eldri

4. djúpnærandi serum er í andlitsolíunni og vöðva- og gitarolía er fyrir auma, stirða liði og spennta vöðva.

Um 20 tegundir eru í vörulínunni sem er með lífræna vottun.

P ro Staminus fyrir hann

Pro Staminus er náttúrlegt efni fyrir karlmenn sem hafa

einkenni góðkynja stækkunar í blöðruhálskirtli. Í því er

blanda hörfræja, graskersfræja og granatepla.

20 íslenskir karlmenn prófuðu vöruna á sama

tíma og fundu um 70% jákvæðar breytingar sem

fólust í færri klósettferðum á næturna, sterkari

þvagbunu og betri tæmingu þvagblöðrunnar.

Pro Staminus ætti því að gefa von um betri

nætursvefn.

Taka þarf tvær töflur á dag og þurfa sumir

karlar að taka þær í um þrjá mánuði áður en

virknin kemur í ljós.

Proderm sólarvörnin er sérstaklega þróuð fyrir viðkvæma, norræna húð. Proderm hefur verið valin sem besta sól-vörnin í óháðum prófunum í samanburði við níu þekkt merki. Prófanirnar stóðu í heilt ár á sólarströnd, á heitum og vind-asömum eyðimerkursandi og í sjó.

Einkaleyfisvernduð formúlan mynd-ar rakafyllta vörn í sem ver húðina tím-unum saman og nuddast ekki af. Vörnin þolir sund og svita og hægt er að þurrka sér með handklæði án þess að hún fari af.

Sundkeppnisfólk, pólfarar, siglinga-kappar og golfarar bera lof á Proderm. Óháð könnun leiddi í ljós 80% þeirra sem prófa Proderm sýna vörunni viðskipta-tryggð.

Húðlæknar mæla með vörninni og sænsku Vitiligosamtökin hafa útnefnt Proderm sem öruggustu sólvörnina fyrir meðlimi sína sem vantar lita-frumur í húðina og þurfa mjög örugga vörn. Förðunarfræðingar, sem vinna við kvikmyndaupptökur, mæla með og nota Proderm sem grunn undir alla förðun við kvikmyndatökur sem oft eru undir berum himni.

Staðreyndin er að ekkert eldir húðina

eins mikið og sólargeislarnir, sérstak-lega UVA geislarnir, en færri vita að þeir komast í gegnum rúður og valda hrukkum og sólarskaða, líka á húð sem er sterk eða orðin vel brún. Proderm hefur hæstu mögulegu vörn gegn UVA geislum ver húðina geysilega vel fyrir ótímabærri öldrun og hrukkum af völdum sólargeisla.

Proderm er í froðuformi og smýgur fljótt inn í húðina og er laust við fitu og klístur. Einstakt er að umbúðirnar eru bakteríuheldar sem gerir það að verkum að vörnin þránar ekki og óþarfi er að henda restum. Froða er helmingi drýgra en venjuleg sólarkrem, er langvirkari og hentar fyrir alla fjölskylduna á líkama og andlit.

Sólarvörnin fæst í þremur styrkleikum: SPF30 sem er fyrir viðkvæma húð og þá sem vilja hámarksvörn. SPF30 KIDS er fyrir viðkvæma húð barna, 20 og 10 er fyrir meðalsterka og sólarvana húð. After Sun gefur mikla og langvirka kælingu eftir heitan sumardag, mýkt og raka og er með kælandi aloe vera og kamómillu. Proderm vörurnar fást í apótekum, Hag-kaup og í Fríhöfninni. Meiri upplýsingar má fá á www.proderm.is

www.sagamedica.is

Ég nota SagaProIngvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóriVandamál: Næturþvaglát

„Ég hefði aldrei trúað því að ein lítil tafla myndi

bæta lífsgæði mín svona mikið. Næturferðum

á salernið hefur fækkað úr 4-5 á nóttu niður í

eina eða bara alls enga. SagaPro hjálpaði einnig

konunni minni að sofa betur enda hafði umferðin

í svefnherberginu verið eins og á lestarstöð!“

Hámarksvörn GeGn sólarGeislum ProdErM SólarVörnin hefur lengi verið notuð af afreksíþróttafólki sem þurfa hámarksvörn, bæði við erfiðustu aðstæður en hún hentar þó jafnvel í garðinum heima og á ströndinni.

35

» Geymið sveppina í pappírspoka: Plast lokar inni rakann sem veldur því að sveppirnir mygla.

» Vefjið plastfilmu um toppinn á bananaklas-anum: Þeir geymast þannig í u.þ.b. viku

» Geymið engiferrótina í frystinum: Þá er mun auðveldara að rífa hana fyrir utan að hún geymist lengur.

» Frystið kryddjurtirnar í ólífuolíu: Hellið ólífuolíu í klakaform og setjið kryddjurtirnar saman við. Olían dregur í sig bragð af jurtunum og er ljúffeng í matargerðina.

» Leggið eldhúspappír ofaná salatið í skálinni: Pappírinn dregur í sig raka og salatið geymist mun lengur.

H agkvæm ráðFátt er ergilegra en að horfa á eftir matvælum fyrir þúsundir króna eyðileggjast og geta ekki rönd við reist.Með réttri meðhöndlum má láta margar tegundir endast mun lengur. Kíkið á og, þessi ráð eru stórsniðug:

» Geymið kartöflur með eplum: Eplin koma í veg fyrir að kartöflurnar spíri.

» Skerið toppinn af plast-flösku. Þræðið pokann í gegn og skrúfið tappann á. Gætið þess að matvaran sé þurr svo raki lokist ekki inni í pokanum.

36

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

Act

avis

31

30

91

Göngum frá verknum

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir �okki ly�a sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum ly�um eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjaly�a, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, tru�anir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota ly�ð. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum er�ðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka ly�ð. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf y�rleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartru�anir, tru�anir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlí�, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða �stlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, sy�a, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Ly�ð er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Mars 2013.

– Bólgueyðandi og verkjastillandiÍbúfen®400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk

kvenfólk elskar þessa köku

„Þetta er uppáhaldskakan mín. Ég hef oft borðað gulrótar-kökur hjá öðrum en þær eru hálfgert gúmmelaði,“ segir Hrafn gunnlaugSSon sem gefur uppskrift að gulrótar-köku sem hann man eftir að móðir hans, Herdís heitin Þor-valdsdóttir, leikkona- og baráttukona, hafi stundum bakað þegar hann var barn.

Þetta er uppáhaldskakan mín. Ég hef oft borðað gulrótarkök-ur hjá öðrum en þær eru hálfgert gúmmelaði. Það er allt of mikið af kanil, sykri og einhverju í þeim sem gerir þær ólyst-ugar. Þessi kaka er svo rík af kókos, rúsínum og möndlum; þetta er svolítið dulafull uppskrift.

Þessi gulrótarkaka er leynitrompið mitt. Ég bý hana stundum til og býð konum og þær verða undrandi og hamingjusamar þegar þær bragða á henni; ég hef sérstaklega tekið eftir að kvenfólk elskar þessa köku ef það kemst á bragðið. Það vill helst baka hana einu sinni til tvisvar í viku.“

Hrafn er liðtækur í eldhúsinu og má finna ýmis erlend áhrif í rétt-unum sem hann galdrar fram. Hann var í tælenskunámi í Tælandi og notaði tímann vel. „Ég fór á matreiðslunámskeið í Bankok í skóla sem heitir Blái fíllinn. Ég lærði að nota kókos, sítrónu, bambú, ananas, chilly, engifer og ýmis „curry“,“ segir leikstjórinn. „Ég hef gaman af að elda fiskrétti með ferskum engifer.“

Hrafn er stundum með tælenska og kúbverska rétti. „Stundum blöndum við þessu öllu saman. Svo er stúlka á heimilinu frá Kúbu og hún gerir karabíska rétti. Þeir eru hins vegar tiltölulega bragðdaufir borið saman við tælenska eldhúsið; karabíska eldhúsið hefur ekki eins fjölbreytt krydd að vinna úr. Það getur samt verið gott á sinn hátt.“

Hrafn vill taka eitt fram varðandi matargerðina. „Það sem ég held að sé að hjá Íslendingum - það er svo stutt síðan þeir kynntust hvítlauk að honum er troðið þar sem hann á alls ekki að vera. Hann er alveg skelfing á lambakjöt. Með því að setja hvítlauk á íslenskt lambakjöt er verið að draga fram ullarsokkabragðið í kjötinu. Það á að nota stein-selju í og á lambakjöt - ef maður er með læri eða hrygg er langbest að stinga bara göt og troða steinseljunni inn í.“

Gulrótarkaka:

» 3 egg

» 4 dl. sykur

» 5 dl. hveiti

» 2 tsk. matarsódi eða lyftiduft

» 2 tsk. kanill

» 1/2 tsk. múskat

» 1 tsk. vanilludropar

» 6 dl. raspaðar gulrætur

» 2 dl. matarolía

» 1 1/2 dl. saxaðar rúsínur

» 2 1/2 dl. kókósmjöl

» 1 1/4 dl. muldar möndlur

aðferð:

» 1) Egg og sykur stífþeytt í hrærivél.

» 2) Gulræturnar raspaðar og settar í skál plús rúsínur, kókósmjöl og möndlur.

» 3) Hveiti plús kanill plús matarsódi plús múskat blandað saman sér í skál og hellt svo saman við eggin og sykurinn sem búið er að þeyta.

» Vanilludropum og olíu bætt við (þetta er hrært varlega saman í vél).

» 4) Öllu hrært svo varlega saman með sleif.

» 5) Deigið látið bíða í um 1 tíma.

» 6) Berið þunnt smjör innan á formin.

» 7) Bakist í um klukkustund við 180°C í blástursofni.

Texti: Svava Jónsdóttir

Hrafn gunnlaugsson. „Þessi kaka er svo rík af kókos, rúsínum og möndlum; þetta er

svolítið dularfull uppskrift.“

38

Fjöruborðið „ Besti humar í heimi “E

rlendum ferðamönnum sem sóttu veitingastaðinn Fjöruborðið á Stokkseyri heim síðastliðið sumar þótti ástæða til að tjá sig um staðinn á netsíðu um veitingastaði og sögðust hafa mætt svo óven-julega hlýlegu viðmóti og hjálpsemi við að spyrjast til vegar að þau sneru við til að kaupa næstu máltíð á staðnum. Þar fengu þau „besta humar í heimi“ og vildu bara láta umheiminn vita af þessu. Og hér er leyndarmálið orðið opinbert! Fjöruborðið var góður vitnisburður um það sem erlendir

gestir vilja upplifa á Íslandi og það viljum við innfæddir líka gera.

Veitingastaðurinn Fjöruborðið á sér 18 ára sögu. Í húsnæðinu er saga Stokkseyri meitluð því þar geymdu sjómenn báta sína, gerðu við netin og að fiskinum. Nú er þar veitingastaður sem tekur á móti gestum og gangandi en þar geta verið allt að 280 manns í sæti í einu. Þar er því hægt að halda bæði stórar og smáar veislur. Færst hefur í vöxt að fyrirtæki fari með starfsmenn sína í hópferð til Stokkseyrar og komi þeim á óvart með heimsins besta humri!

Sjávarréttaveitingastaður í litlu þorpi við sjóinn er fullkomlega rómantísk hugmynd

Þjónarnir á Fjöruborðinu mæla

með Casillero del Diablo Chardonnay með heimsþekkta

humarréttinum!

39

Á Fjöruborðinu er ekki bara heimsins besti humar heldur eru á boðstólnum gómsætvín sem þjónarnir eru sérfróðir um hvernig raða á með réttunum af matseðlinum.

glæsilegt anddyri sem var tekið í gegn eftir að hjónin keyptu húsið.

„Ég held mikið upp á þessa stóla sem eru með áklæði úr nautshúð. Ég keypti þá árið 1986 en húðin var orðin rifin og stólarnir ónothæfir. Ég geymdi þá sem betur fer og tók mig loksins til um síðustu áramót og fann nýja nautshúð.“

„Vasi frá iittala sem mamma mín gaf mér en hann passaði ekki lengur hjá henni. Ég held mikið upp á ritsafn jóns Sveinssonar, nonna, sem ég keypti í heilu lagi í kolaportinu.“

Synirnir tveir sem nú eru orðnir fullorðnir og fluttir að heiman. „Ég lét gylla fyrstu skóna þeirra og hef upp á punt í stofunni.“

Borðstofan. kertastjakarnir voru keyptir í kolaportinu, ljósið er frá Casa og vasinn var keyptur í blómabúðinni í listhúsinu.

„Bókunum hefur fjölgað mikið með árunum og þess vegna var kominn tími á þennan heljar-innar bókaskáp.“

Húsmóðirin lætur fara vel um sig.

40

Innlitelín hirsT

Erró. Motturnar voru keyptar í Persíu árið 1986.

Elín erfði kertastjakana sem voru áður í eigu móðurömmu hennar og -afa.

Vasi eftir guðmund frá Miðdal sem Elín erfði eftir móðurömmu sína og afa.

Elín fékk Versace-vasann í afmælisgjöf.

Sófasettið var keypt í Marco. lamparnir eru frá Casa.

41

50 plús fékk Úlfar finnbjörnsson, sem er að góðu kunnur sem matarskríbent í gestgjafanum og úr sjónvarpsþáttum um mat, til að sjá um matarþáttinn í 50 plús.

42

» 6-800 g langa eða annar hvítur fiskur, skorin í lengjur

» 1-2 tsk. rifið sítrónugras

» fínt rifinn börkur af 1 sítrónu

» safinn úr 1/2 sítrónu

» salt og nýmalaður pipar

» 4 x 30 cm x 40 cm plastfilma

» Kryddið fiskinn með sítrónugrasi, sítrónu-berki, sítrónusafa, salti og pipar. Vefjið plastfilmunni þétt utanum fiskinn og lokið vel fyrir endana. Þetta er gert svo bragðið varðveitist sem best. Setjið rúllurnar í pott með köldu vatni þannig að fljóti yfir rúllurnar. Hleypið suðunni rólega upp. Þegar suðan er komin upp er potturinn tekinn af hellunni og látinn standa í 3-4 mín. Skerið plastið utan af fiskirúllunum og berið fiskinn fram með öllum eftirfarandi gulrótarréttum eða hluta af þeim og t.d. soðnum kartöflum.

gulrótarsalat

» 200 g skrældar og rifnar gulrætur

» 1/4 tsk. salt

» 1 msk. sítrónusafi

» 1/2 msk. ljóst edik

» 1/2 - 1 msk. sykur eða hunang

» 1 msk. olía

» Allt sett í skál og blandað vel saman.

gulrótarmauk

» 200 g skrældar gulrætur í sneiðum

» 2 dl gulrótarsafi

» 20 g smjör

» 1/2 tsk. salt

» Setjið allt í pott og sjóðið í 10-15 mín. eða þar til gulræturnar eru mauksoðnar.

» Maukið vel með töfrasprota eða í mat-vinnsluvél. Merjið í gegnum fínt sigti ef þið viljið hafa áferðina sérlega mjúka.

Smjörsoðnar smágulrætur

» 200 g smágulrætur eða venjulegar skornar í strimla

» 40 g smjör

» fínt rifinn börkur af 1 appelsínu

» safi úr 1 appelsínu

» 1/2 tsk. salt

» 1 tsk. sykur

» Setjið allt í pott og sjóðið undir loki í 2-3 mín.

gulrótarsósa

» 2 msk. olía

» 1/2 laukur, smátt saxaður

» 1 tsk. engifer, smátt saxað

» 1/2 tsk. kórianderfræ, steytt

» 1/2 tsk. kúmínfræ, steytt

» 1 dl hvítvín, mysa eða vatn

» 3 dl gulrótarsafi

» safi úr 1/2 appelsínu

» sósujafnari

» salt og nýmalaður pipar

» 1 tsk. fiskikraftur

» 30 g kalt smjör í teningum

» Hitið olíu í potti og kraumið lauk, engifer, kóríander og kúmín í 2 mín. án þess að hráfnið brenni. Bætið þá hvítvíni í pottinn og sjóðið niður í síróp. Þá er gulrótar- og appelsínusafa bætt í pottinn og þykkt með sósujafnara. Smakkið til með salti, pipar og fiskikrafti. Bætið smjörinu í sósuna og hrærið í með písk þangað til smjörið hefur bráðnað. Sigtið í gegnum sigti.

» 2 msk olía

» 4 x 180 g lambafille, sina og fitulaust

» Salt og nýmalaður pipar

» 1 laukur, smátt saxaður

» 1 lárviðarlauf

» 1 tsk timjan

» 1 tsk rósmarín

» 2 dl hvítvín

» 3 dl gott lambasoð eða vatn og lambakraftur

» Sósujafnari

» 30 g kalt smjör í teningum

» Kryddið kjötið með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 2-3 mín eða þar til kjötið er fallega brúnað á öllum hliðum. Takið þá kjötið af pönnunni og setjið í ofn-

skúffu. Steikið laukinn á sömu pönnu í 2 mín án þess að brenna. Bætið þá lárviðarlaufi, timjan, rósmaríni og hvítvíni á pönnuna og sjóðið vínið niður í sýróp. Þá er soðinu bætt á pönnuna og þykkt með sósujafnara. Sigtið sósuna í pott og bætið smjörinu saman við. Hrærið í sósunni þar til smjörið hefur bráðnað eftir það má sósan ekki sjóða. Færið kjötið í 180°C heitan ofn í 3 mín. Takið kjötið úr ofninum og geymið í 3 mín. Færið kjötið aftur í ofninn og bakið í 3 mín í viðbót. Geymið kjötið í 5-6 mín og berið fram með kryddjurtasósunni og öllu blómkálinu og t.d. steiktum kartöflum.

Blómkálsmauk

» 200 g blómkál, smátt saxað

» 1 1/2 dl rjómi, mjólk eða rjómabland

» 20 g smjör

» Salt og nýmalaður pipar

» Setjið allt í pott og sjóðið við vægan hita í 7-10 mín eða þar til blómkálið er mauksoðið. Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Merjið síðan í gegnum fínt sigti.

Steikt blómkál

» 8 blómkálsknúbbar, skornir til helminga

» 1-2 msk smjör

» Salt og nýmalaður pipar

» Vatn

» Sjóðið blómkálið í bullsjóðandi saltvatni saltvatni í 30 – 50 sek og snögg kælið í

rennandi köldu vatni. Þerrið og steikið í smjöri í 1 mín.

Blómkálssalat

» 1 1/2 dl blómkál, rifið í rifjárni

» 1/2 hvítur laukur, smátt saxaður

» 1 dl sýrður rjómi

» 1 msk sítrónusafi

» 1/2 msk hvítt balsamik edik eða hvítvíns edik

» 1 tsk sykur eða hunang

» Salt og nýmalaður pipar

» Allt sett í skál og blandað vel saman.

soðin lanGa með Gulrótarþema

léttsteikt lambafille með blómkáli oG kryddjurtasósu

fyrir 4

fyrir 4

matur fyrir 50 plúsFlestum ber saman um að matarsmekkur breytist með aldrinum. Margir þola ver lítið steikt kjöt og brasaðan mat en líður mjög vel af fiski. Við fengum Úlfar finnBjörnSSon, sem er að góðu kunnur sem matarskríbent í Gestgjafanum og úr sjónvarpsþáttum um mat, til að sjá um matarþáttinn í 50 plús. Fyrirmælin voru bara að hann eldaði mat úr Íslensku hráefni og að matargerðin væri ekki of flókin fyrir okkur leikmennina. Við Úlfar störfðum saman í 13 ár á Gestgjafanum og hann mun lengur. Ég veit því vel hvers megnugur Úlfar er og nú fá lesendur 50 plús að njóta hæfileika hans. Hér býður hann okkur upp á einn lambakjötsrétt með dýrlegu meðlæti og fiskrétt sem sömuleiðis er með óviðjafnanlegu meðlæti!

Texti: Sólveig Baldursdóttir Uppskriftir og matargerð: Úlfar Finnbjörnsson

43

Það tala flestir út frá sínum sjón-arhóli og út frá sinni eigin lífs-reynslu. Þegar við lendum í áföll-um, fáum STOP merkið, merkið sem segir okkur að doka við þýð-

ir það oft að við förum í endurskoðun á líf-inu.

Regina Brett, skráir niður sínar lífslexí-ur eftir að hafa fengið úrskurð um krabba-mein og eftir erfiða eftirmeðferð. Miðað við dreifingu þessara „lexía“ hafa þær orð-ið að leiðarljósi fyrir fleiri en hana, því það er stundum auðveldara að trúa þeim sem

hafa reynsluna. Kannski auð-veldara að trúa þeim en orðum læknis sem aldrei hefur fengið krabbamein sjálfur?

Það telst mikið þroskamerki að geta sett sig í annarra spor. Það getur sem betur fer eng-in mennsk manneskja sett sig fullkomlega í spor allra þeirra sem hafa upplifað sorg, og það er ekki á neina eina manneskju leggjandi að lenda í öllum þeim áföllum sem mögulega geta á okkur mannfólkinu dunið.

Þakklæti fyrir það einfaldaLíkindin á áföllum eru óútreiknanleg og það er sumt sem við getum aldrei náð að stjórna, þó vissulega höfum við val um hvernig við tökumst á við áföll og sorg.

Tíminn læknar því miður ekki öll sár þótt hann deyfi þau. Sum sár verða alltaf til stað-ar og við lærum bara að lifa með þeim. En tíminn, sorgin og áföllin breyta nær undan-tekningalaust því hvernig við hugsum.

Við, sem e.t.v. vorum áður vön að taka öllu og öllum sem sjálfsögðum hlut, lærum að það er ekki allt sjálfsagt og förum því að þakka fyrir það sem við höfum. Meira að segja einfalda hluti eins og að geta andað sjálf en þurfa ekki súrefnisgrímu til að ná andanum, áttum okkur á því og þökkum fyrir það sem raunverulega skiptir máli.

Það skiptir mestu máli að elskaTuttuguogsex ára dóttir mín spurði mig að kvöldi dags 9. janúar sl., eða kvöldið eftir að fimm árum eldri systir hennar, ung kona sem hafði lifað lífinu bjartsýn og brosandi, lést eft-ir hörð en skammvinn veikindi.

„Mamma, borgar það sig nokkuð að vera að eignast börn þegar svona getur gerst?“ -

Ég svaraði með línu úr ljóði Kristjáns Hreinssonar, sem hann deildi svo fallega:

„Það er betra að elska og missa, en að missa af því að elska“ ... og bætti svo við:

„Ég hefði aldrei viljað missa af því að eiga þig.“

Í dag er sérstakur dagur Ég óska engum að þurfa að vakna til með-vitundar um undur lífsins, og hvað raun-verulega skiptir máli í lífinu, í gegnum sorg og sársauka.

Við höfum þó annað val til að vakna til vitundar, við höfum val um að trúa þeim sem hafa reynt. Við höfum val að hlusta

á kennarana og lærdóminn sem þeir hafa dregið af þjáningunni. Við höfum líka val að hlusta á lækninn þó hann hafi ekki feng-ið krabbamein, því vissulega hefur hann lært af þeim sem hann hefur meðhöndlað. Minn læknir sagði við mig, þegar ég beið eftir niðurstöðum hvort að krabbameinið hefði náð útbreiðslu eða ekki; „Mundu það, Jóhanna, að áhyggjurnar geta gert þig veik-ari en krabbameinið.“

Ég mæli því með að við hlustum og til-einkum okkur þessar 44 lexíur Regina Brett.

Sérstaklega ætla ég að tileinka mér þessa hérna:

„Kveiktu á kertum, notaðu fallegu rúm-fötin, farðu í blúndunærfötin. Ekki geyma þetta fyrir sérstakan dag. Í dag er sérstakur dagur.“

Við lærum meira á þetta líf eftir því sem

árin færast yfir, það er að segja ef við erum heppin. Pulitzer verðlaunahafinn Regina Brett gerði sér grein fyrir þessu þegar hún greindist með brjóstakrabba 41 árs en eftir að hafa náð bata tók hún sig til og gerði sam-antekt á því sem hún hafði lært af lífinu. Á þessum tímamótum hafði hún búið sem einstæð móðir í 18 ár, verið blaðakona í 27 ár, var enn endalaust að leita að rétta makanum og komin langt með að vinna úr erfiðri æsku.

lærdóMur lífsreynslunnar

Texti: Jóhanna Magnúsdóttir

44

jóhanna Magnúsdóttir

» 1. Lífið er ekki sanngjarnt, en það er samt ljúft.

» 2. Þegar þú efast um eitthvað skaltu bara taka eitt lítið skref í senn.

» 3. Lífið er of stutt – njóttu þess.a

» 4. Vinnan þín mun ekki annast þig ef þú veikist, vinir þínir og fjölskylda eiga eftir að gera það.

» 5. Borgaðu af kreditkortunum þínum í hverjum mánuði.

» 6. Þú þarft ekki að vinna öll rifrildi en vertu samkvæm sjálfri þér.

» 7. Gráttu með einhverjum, það er betra en að gráta ein.

» 8. Byrjaðu að safna lífeyri um leið og þú ferð á vinnumarkaðinn.

» 9. Þegar það kemur að súkkulaði er viljastyrkur einkennilegt fyrirbæri.

» 10. Náðu sáttum við fortíðina svo hún skemmi ekki fyrir þér núið.

» 11. Það er allt í lagi þó börnin þín sjái þig gráta.

» 12. Ekki bera þitt líf saman við líf annara. Þú hefur ekki minnstu hugmynd um út á hvað þeirra persónulega ferðalag gengur.

» 13. Ef sambandið sem þú ert í er leyndarmál, þá áttu alls ekki að vera í því…

» 14. Dragðu andann djúpt, það hefur góð áhrif á hugann.

» 15. Losaðu þig við allt sem þú ert ekki að nota. Óreiða dregur þig niður á svo margvíslegan hátt.

» 16. Það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari.

» 17. Það er aldrei of seint að verða hamingjusöm, en hamingjan er undir þér komin og engum öðrum.

» 18. Þegar kemur að því að eltast við drauma sína þá dugar nei aldrei sem svar.

» 19. Kveiktu á kertum, notaðu fallegu rúmfötin, farðu í blúndunærfötin. Ekki geyma þetta fyrir sérstakan dag. Í dag er sérstakur dagur.

» 20. Skipulegðu allt í þaula, og láttu þig síðan berast með straumnum.

» 21. Ekki bíða þangað til þú ert orðin gömul með að fá að vera sérvitur. Ef þig langar að ganga með hatt skaltu setja á þig hatt.

» 22. Mikilvægasta kynfærið er á milli eyrnanna.

» 23. Þú stjórnar því hversu hamingjusöm þú ert.

» 24. Þegar þér finnst allt vera ómögulegt skaltu spyrja þig – „Mun þetta skipta mig miklu máli eftir fimm ár?“

» 25. Veldu alltaf lífið.

» 26. Fyrirgefðu en ekki gleyma.

» 27. Þér kemur ekkert við hvað öðrum kann að finnast um þig.

» 28. Tíminn læknar næstum því allt. Gefðu tímanum smá tíma.

» 29. Hversu góð eða slæm staðan er núna, þá lofa ég að hún mun breytast.

» 30. Ekki taka þig svona alvarlega, það gerir það engin annar.

» 31. Trúðu á kraftaverk. Það er betra.

» 32. Ekki reyna að slá lífinu á frest. Byrjaðu núna.

» 33. Að eldast er mikið skemmti-legra en hinn valkosturinn, sem er að deyja ung.

» 34. Börnin þín fá aðeins eina æsku.

» 35. Það sem skiptir máli við enda

sambands er að þú elskaðir.

» 36. Farðu út á hverjum degi. Það bíða þín tækifæri og kraftaverk um allt.

» 37. Ef við myndum henda öllum vandamálum okkar í hrúgu og fengjum að sjá vandamál hinna þá myndum við hrifsa þau til okkar aftur.

» 38. Öfund og afbrýðisemi er algjör tímasóun. Sættu þig við það sem þú hefur núna, ekki hugsa um það sem þér finnst vanta.

» 39. Við eigum það besta eftir…

» 40. Klæddu þig í fötin og láttu sjá þig, sama hvernig þér líður.

» 41. Slepptu takinu.

» 42. Lífið kemur ekki í pakka með slaufu en það er samt sem áður gjöf.

» 43. Ekki kaupa það sem þú þarft ekki.

» 44. Sparaðu fyrir því sem skiptir máli.

þessi samanTekT er það sem Hefur verið mesT lesið efTir Höfundinn enda Höfðar þessi speki Til okkar allra

45

Ekkert leiddist mér meira þegar ég var ungur maður en sú stað-hæfing að aldur væri afstæður eins og tíminn. Ég skildi merk-inguna ekki alveg fremur en það

sem stendur í Þjóðsöngnum um daginn og þúsund árin. Smám saman er ég þó farinn að laga mig að slíkum frösum enda farinn að skilja að gamalt fólk var mun eldra hér einu sinni en það er í dag. Mér fannst fimm-tíuogfimm ára gamall maður eiginlega vera við dauðans dyr þegar ég var um tvítugt. Það var eiginlega útilokað að ímynda sér að svo aldurhnigið fólk gæti unnið eða ætti sér eitthvert líf. Eiginlega voru allir yfir fertugt komnir fram yfir síðasta neysludag.

Reyndar voru gömlu Sovétríkin í fullu fjöri á uppvaxtarárum mínum og þar var engin æskudýrkun í gangi. Æðstaráð flokksins samanstóð af nokkrum eldri grá-hærðum herramönnum á aldrinum 70-90 ára. Saman stóðu þeir á tillidögum á graf-hýsi Lenins í Moskvu í þykkum frökkum með loðhúfur og minntu einna helst á hóp eldri borgara í vetrarferð við Gullfoss. En þetta voru einhverjir valdamestu menn heimsins og í hróplegu ósamræmi við gallabuxnaklædda Bandaríkjaforseta sem reyndu að líta út eins og táningar.

Nú er ég kominn hátt á sjötugsaldurinn og farinn að skilja að aldur er afstæður. Mér finnst ég alls ekki vera gamall og hef aldrei haft eins mikið að gera og einmitt nú. Ég er í fullu fjöri með ótal járn í eldinum og kvíði þeirri stund að mega ekki vinna

lengur sakir aldurs. Nú finnst mér maður um fimmtugt vera rétt kominn af unglings-aldri og fólk um tvítugt minnir helst á leik-skólabörn sem eru að fálma sig blindandi út í lífið.

Einu sinni hélt ég að þrítugsaldurinn væri sá allra öflugasti en núna veit ég það er fimmtíuogfimm ára gamalt fólk og eldra. Frægasta atvik samanlagðra Íslendinga-sagna er sennilega víg Þráins Sigfússonar á Markarfljóti. Skarphéðinn Njálsson tók undir sig sjö metra stökk yfir ána og renndi

sér fótskriðu á ís og hjó Þráinn með exi. Það er notalegt til þess að hugsa að á þess-ari stundu var Skarphéðinn fimmtíuog-fimm ára gamall svo að ekki er um eitt-hvert unglingamet að ræða. Aðrar hetjur Njálssögu ná háum aldri og halda fullri reisn og baráttuþreki fram í andlátið eins og Njáll og Bergþóra og Mörður Valgarðs-son. Meðalaldur helstu kappa Íslendinga-sagna er fremur lágur enda lifðu þeir í of-beldissamfélagi en þeir sem komast á elliár eru venjulega í miklu áliti og litið á þá sem mikla spekinga.

Eina undantekningin er í raun Egill Skallagrímsson en höfundur Egilssögu skopast að Agli í ellinni og gerir hann að síkvartandi, erfiðu og úrillu gamalmenni. Í ellinni er Egill hégómlegur og fremur illkvittinn og harmar heyrnarleysi sitt, getuleysi og liðverki. Sögurnar tala ekki um elli samkvæmt viðurkenndum staðli heldur einungis einstaklingsbundinn aldur. Andlegt og líkamlegt atgervi ræðst ekki af aldrinum einum heldur af ótal mörgum öðrum meðfæddum og áunnum

eiginleikum. Kannski er þetta það sem ég einu sinni skildi ekki varðandi aldur og tíma.

En allir kvíða ellinni og þá sérstaklega að eitthvað komi fyrir og maður verði gleym-inn og ósjálfbjarga. Langlífi erfist eins og augnlitur og fólk er misheppið með foreldra og aðra forfeður. Mestu skiptir þó að sætta sig ekki við neinar formúlur eða alhæfingar varðandi aldur eða elli heldur lifa hvern dag eins og hann væri sá síðasti .

Ekkert dugir eins vel til að skáka elli kerl-ingu en að halda heilanum og líkamum í gangi með nýjum verkefnum og áskorunum. Leggja aldrei árar í bát og sætta sig ekki við einhverjar formúlur eða alhæfingar sér-fræðinga. Einn kunningi minn var á dög-unum talinn með með Alzheimer-elliglöp. Hann var mjög ósáttur við þessa greiningu og gerði sér lítið fyrir og lærði ítölsku til að sýna fram á andlegt atgervi sitt. Ekki veit ég hversu vel hann talar ítölsku en alla vega hefur eitthvað bæst við.

Maður þarf að vera sívakandi fyrir því að grafa upp eigin hæfileika því að enginn annar gerir það. Við lumum öll á ónýttum heilastöðvum og óteljandi heilafrumum sem bíða eftir einhverju spennandi verkefni. Ekki leggja árar í bát heldur ræktið heilann eins og jarðarberjabeð og verið alltaf opin fyrir nýjum möguleikum og áskorunum. Þá verður aldurinn afstæður eins og í Endur-menntun H.Í. í Íslendingasögum þar sem ótrúlegt mannvit og reynsla er samankomin þrátt fyrir háan meðalaldur.

óttar GuðMundsson

Einu sinni hélt ég að þrítugsaldurinn væri sá allra öflugasti en núna veit ég það er fimmtíuogfimm

ára gamalt fólk og eldra.

Heili og jarðarber

46

MYND: JOHANNES JANSSON/NORDEN.ORG

IN-SHOWER húðmjólk

NÝTT

FYRSTAHÚÐMJÓLKINSEM NOTUÐ ERÍ STURTUNNI

1 Skolaðu af þér sápuna

Skolaðu af þér eftir nokkrar sekúndur

Þurrkaðu þér og þú getur klætt þig strax

Berðu á þig NIVEA IN-SHOWER

3

2

4

www.NIVEA.com