sjonaukinn37 tbl 2013

8
Sjónaukinn 37. tbl 28.árg 11.17. sept 2013 Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason Handboltaskóli Helgina 14.-15. september mun meistaraflokkur kvenna hjá Umf. Selfoss vera í æfingaferð á Hvammstanga og taka nokkrar æfingar í íþróttahúsinu. Af því tilefni verður handboltakynning fyrir krakka í 4.-10. bekk á sunnudaginn 15. september kl: 10:00. Þjálfarar úr handboltaakademíunni á Selfossi mun kynna fyrir krökkunum nokkur undirstöðuatriði handboltans. Þjálfarar verða Sebastian Alexandersson og Örn Þrastarson þeim til aðstoðar verða leikmenn meistaraflokks kvenna hjá Selfossi. Til að geta áttað sig á fjöldanum og skipulagt æfingar væri gott að áhugasamir skrái sig á [email protected] . Ef eitthvað er óljóst er hægt að fá upplýsingar hjá Hödda í síma 8974658. Stjórn umf. Kormáks.

Upload: karlasgeir

Post on 24-Mar-2016

233 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/sjonaukinn37.tbl.2013.pdf

TRANSCRIPT

Page 1: Sjonaukinn37 tbl 2013

Sjónaukinn 37. tbl 28.árg

11.– 17. sept 2013 Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Handboltaskóli

Helgina 14.-15. september mun meistaraflokkur kvenna hjá Umf. Selfoss vera í æfingaferð á Hvammstanga og taka nokkrar

æfingar í íþróttahúsinu.

Af því tilefni verður handboltakynning fyrir krakka í 4.-10. bekk á sunnudaginn 15. september kl: 10:00.

Þjálfarar úr handboltaakademíunni á Selfossi mun kynna fyrir krökkunum nokkur undirstöðuatriði handboltans.

Þjálfarar verða Sebastian Alexandersson og Örn Þrastarson þeim til aðstoðar verða leikmenn meistaraflokks kvenna hjá Selfossi.

Til að geta áttað sig á fjöldanum og skipulagt æfingar væri gott að áhugasamir skrái sig á [email protected].

Ef eitthvað er óljóst er hægt að fá upplýsingar hjá Hödda í síma 8974658.

Stjórn umf. Kormáks.

Page 2: Sjonaukinn37 tbl 2013

Á döfinni

Tími Hvað-Hvar tbl Mánudagur 9. september

Æfingar hófust hjá Kormáki og Húnum 36

Fimmtudagur 12. september

kl.12:30 Norræna skólahlaupið 37

kl.13 Vetrarstarf Félags eldri borgara hefst á leikfimi 37

Kl.15 Sveitastjórnarfundur 37

Sunnudagur 15. september

kl.10 Handboltaskóli– kynning í íþróttahúsinu 37

Þriðjudagur 17. september

kl. 9 Haustlitaferð eldri borgara 37

Miðvikudagur 18. september

kl.20 Foreldrafundur á srifstofu Umf. Kormáks 37

ATHUGIÐ!

Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST

FYRIR kl. 21:00 Á MÁNUDAGSKVÖLDI.

Netfang: [email protected]

sími: 869-0353

WC – pappír til sölu Umf. Kormákur ætlar að hefja klósettpappírssölu til styrktar íþróttastarfi

barna, unglinga og ungmenna.

Áhugasamir hafi samband við

Hörð í síma: 897-4658

Page 3: Sjonaukinn37 tbl 2013

Norræna skólahlaupið – Grunnskóli

Húnaþings vestra Norræna skólahlaupið verður fimmtudaginn 12. september. Þá hlaupa allir

nemendur og starfsmenn frá skólanum á Laugarbakka. Ræst verður kl.

12:30. Boðið er upp á þrjár vegalengdir, 2,5km, 5km og 10 km.

Við hvetjum foreldra og alla þá sem

áhuga hafa að taka þátt með okkur.

Muna eftir góðum skóm til að hlaupa í.

Sjáumst í skólanum!

Skólastjóri

Vetrarstarf Félags eldri borgara.

Húnaþingi vestra. 2013

Félagsstarfið byrjar með leikfimi í Nestúni fimmtudaginn 12. september,

kl. 13.00 og verður framvegis á fimmtudögum, leiðbeinandi Stella Bára.

Spilað verður á miðvikudögum kl. 13.00 í Nestúni. Byrjað 18. september.

Söngæfingarnar verða á miðvikudögum kl 17 í Nestúni, byrja 18.

September, söngstjóri verður Ólafur Rúnarsson. Endilega komið og syngið

með, það vantar fleiri raddir í kórinn. Allir 60 ára og eldri velkomnir.

Vatnsleikfimi verður framvegis á mánudögum, í Sundlauginni kl 13.00,

byrjar mánudaginn 16. september.

Leiðbeinandi Stella Bára Guðbjörnsdóttir.

Allir 60 ára og eldri eru alltaf velkomnir í Félag eldri borgara Húnaþingi

vestra.

Stjórnin.

Page 4: Sjonaukinn37 tbl 2013

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

219. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn

fimmtudaginn 12. september 2013 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhúss.

Upplýsingar um dagskrá fundarins er að finna á heimasíðu

Húnaþings vestra, www.hunathing.is

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri

Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

STÆRÐFRÆÐI 303 fyrir fullorðna

(23ja ára og eldri)

Kennsla fer fram mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 18:00-20:30, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið hefst mánudaginn 9. sept. Námskeiðið kostar kr. 9.500, en þeir sem eru þegar skráðir í FNV greiða ekkert gjald. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma 455-8000 og á skrifstofu skólans.

Page 5: Sjonaukinn37 tbl 2013

HAUSTLITAFERÐ eldri borgara

verður farin þriðjudaginn 17. september n.k..

Farið verður í Dali, með viðkomu á Eiríksstöðum, Hjarðarholti

og Búðardal. Á heimleið verður komið við á Hraunsnefi.

Brottför verður frá safnaðarheimili Hvammstangakirkju kl. 9

og frá félagsh. Ásbyrgi kl. 9.15.

Þátttaka tilkynnist til sr. Guðna s. 451 2955 eða sr. Magnúsar

s. 451 2840, 867 2278 fyrir mánudagskvöld.

Ferðin sjálf er þátttakendum að kostnaðarlausu, en áætlað verð

fyrir veitingar er um kr. 4.000.

Prestarnir

Foreldrafundur

Miðvikudaginn 18. september ætlar Umf. Kormákur og

Sundfélagið Húnar að halda foreldrafund til að kynna

vetrarstarfið.

Fundurinn verður haldinn kl.20:00

miðvikudaginn 18. september

á skrifstofu Umf. Kormáks (undir svölum á félagsheimili)

Vonumst til að sjá sem allra flesta.

Stjórn

Umf. Kormáks og Sundfélagsins Húna

Page 6: Sjonaukinn37 tbl 2013

ATHUGIÐ!

Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST

FYRIR kl. 21:00 Á MÁNUDAGSKVÖLDI.

Netfang: [email protected]

sími: 869-0353

Þjónusta í boði- óskast

Hvað Þjónustuaðili tbl Stixall Byggingavörudeild KVH 37

Stærðfræði 303 fullorðnir FNV 37

Námsk. í skinna-/leðursaumi FNV 37

Meirapróf Ökuskólinn Norðurlands vestra 37

Menntastoðir Farskólinn 36

Hvammstangabraut 9 til sölu Guðlaugur 692-9144 36

Jöfnunarstyrkur til náms Lánasjóður íslenskra námsmanna 36

Skrifstofuskólinn Farskólinn 36

Nám almennar greinar Farskólinn 36

Verkefnastyrkir Menningarráð Norðurlands vestra 35

Helgarnámskeið Fab lab FNV 35

Geymslupláss til leigu Grettisból 35

Starfsfólk óskast-ræsting N1 35

Starfsfólk óskast– almennt N1 35

Námsframboð framhaldsd. FNV– Framhaldsdeild Hvammstanga 34

WC-pappír til sölu Umf. Kormákur 34

Frystigeymsla Kjötsögun KVH 34

Hesthús til leigu Siggi í Mörk 33

Sjónaukinn fyrir þig og þína

Landsbankinn er aðal styrktaraðili Umf. Kormák

Page 7: Sjonaukinn37 tbl 2013

Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Námskeið í skinna- og leðursaumi Nemendur læra m.a. sniðagerð, saumaskap og umhirðu á leðri og mokkaskinnum. Kennsla fer fram á saumastofu Loðskinns ehf á Sauðárkróki og stendur yfir 1.- 11. október. 1.-4. okt er kennt frá kl. 17:00-21:00, 5. okt frá kl. 11:00-15:00 og 7.-11. okt. frá 17:00-21:00. Kennari er Anna Jóhannesdóttir. Skráningargjald er kr. 9.500. Efnisgjald ræðst af verkefnavali nemenda.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma 455-8000 og á skrifstofu skólans.

Félagsnúmerið okkar í Getraunum er

Umf. Kormákur

Getraunir til að vinna

Landsbankinn er aðal styrktaraðili Umf. Kormáks

Page 8: Sjonaukinn37 tbl 2013