sjonaukinn42 tbl 2013

12
Sjónaukinn 42. tbl 28.árg 16.22. okt 2013 Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason Húnvetningar - strandamenn Nú stendur til að spila félagsvist í nafni Kvennabands og Kvenfélags Iðunnar í Bæjarhreppi. Spilað verður á sunnudögum kl. 15 Byrjað verður 20.október hjá Kvenfélagi Staðarhrepps í Barnskóla Staðarhrepps 27.október verður spilað hjá Freyju í Víðihlíð 3. nóvember verður spilað hjá Björk í félagsheimilinu Hvammstanga 10. nóvember verður spilað hjá Iðunni í Tangahúsi á Borðeyri. Iðja rekur lestina og spilað verður í Ásbyrgi 17. nóvember. Kaffi og meðlæti, aðgangseyrir krónur 1500 spjaldið. Ágóðinn rennur til líknarmála Mætum sem flest Geymið auglýsinguna Kvennabandið og Kvenfélagið Iðunn

Upload: karlasgeir

Post on 20-Mar-2016

234 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/sjonaukinn42.tbl.2013.pdf

TRANSCRIPT

Page 1: Sjonaukinn42 tbl 2013

Sjónaukinn 42. tbl 28.árg

16.— 22. okt 2013 Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Húnvetningar - strandamenn

Nú stendur til að spila félagsvist í nafni

Kvennabands og Kvenfélags Iðunnar í Bæjarhreppi.

Spilað verður á sunnudögum kl. 15

Byrjað verður 20.október hjá Kvenfélagi Staðarhrepps

í Barnskóla Staðarhrepps

27.október verður spilað hjá Freyju í Víðihlíð

3. nóvember verður spilað hjá Björk

í félagsheimilinu Hvammstanga

10. nóvember verður spilað hjá Iðunni í Tangahúsi á Borðeyri.

Iðja rekur lestina og spilað verður í Ásbyrgi 17. nóvember.

Kaffi og meðlæti, aðgangseyrir krónur 1500

spjaldið.

Ágóðinn rennur til líknarmála

Mætum sem flest

Geymið auglýsinguna

Kvennabandið og Kvenfélagið Iðunn

Page 2: Sjonaukinn42 tbl 2013

Á döfinni

Tími Hvað-Hvar tbl Fimmtudagur 17. október

Bifreiðaskoðun Frumherja á Hvammstanga 42

kl.20 Fyrsti fundur Kvenfélagsins Bjarkar 42

Föstudagur 18. október

kl.15:30 Slátur-basar Krabbameinsfélags Hvt 42

Síðasti dagur slátursölu 41

Bifreiðaskoðun Frumherja á Hvammstanga 42

Laugardagur 19. október

Sviðamessa húsfreyjanna 40

Íslandsmót í körfubolta 9.fl kvenna íþróttamiðst 42

Sunnudagur 20. október

Íslandsmót í körfubolta 9.fl.kvenna íþróttamiðst. 42

kl.14 Fjölskyldumessa Hvammstangakirkju

kl.15 Félagsvist í Barnaskóla Staðarhrepps 42

Laugardagur 2. nóvember

Sambíómót í körfubolta í Reykjavík 42

Sjónaukinn fyrir þig og þína

Page 3: Sjonaukinn42 tbl 2013

Rjúpnaveiði í Víðidal

Rjúpnaveiði í löndum Syðra - Kolugils, Hrappsstaða, Gafls og Lækjarkots í

Víðidal verður takmörkuð í haust eins og undanfarin ár vegna mikils

ágangs og öryggis veiðimanna.

Veiðileyfi verða eingöngu seld hjá Ferðaþjónustunni Dæli s: 451 2566

og netfangið er [email protected]. Þar verður tilboð á gistingu á

rjúpnaveiðitímanum.

Verð á veiðileyfum verður átta þúsund krónur á dag fyrstu helgina og

síðan sjö þúsund krónur á dag. Afsláttur verður veittur ef keypt eru

veiðileyfi fyrir fleiri en einn dag um sömu helgi.

Landeigendur

Framkvæmdastjóri

Elds í Húnaþingi

Óskað er eftir að ráða í stöðu framkvæmdarstjóra unglistahátíðarinnar

"Eldur í Húnaþingi" fyrir árið 2014.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Karólína í síma 867-7542.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 25. október nk.

eða í [email protected]

Hvammstangakirkja

Fjölskyldumessa verður í Hvammstangakirkju sunnudaginn

20.október kl. 14.00.

Börn úr TTT-starfinu taka þátt. Unglingar úr æskulýðsfélaginu frumflytja

texta sem gerður hefur verið við þekkt dægurlag en þetta atriði verður

framlag Æskulýðsfélagsins á landsmóti æskulýðsfélaga síðustu helgi í

október.

Hressing í safnaðarheimili eftir messu.

Allir velkomnir

Page 4: Sjonaukinn42 tbl 2013

Íslandsmót í Körfubolta 9 flokkur kvenna

Íþróttahúsið Hvammstanga

19. -20. okt 2013

Dags Klukkan Lið

19/10 14:30 Kormákur-Skallgrímur

19/10 15:45 Hamar-Kormákur

19/10 17:00 Skallgrímur-Hamar

20/10 09:00 Hamar-Skallgrímur

20/10 10:15 Kormákur-Hamar

20/10 11:30 Skallgrímur-Kormákur

Birt með fyrirvara um breytingar

Mætum og styðjum stelpurnar

Umf.Kormákur

Page 5: Sjonaukinn42 tbl 2013

GAMAN GAMAN

Fyrsti fundur starfsárs Kvenfélagsins Bjarkar verður

17.okt.nk.kl.20.00 í Félagsheimilinu niðri

(gengið inn hjá Kormáki)

Alltaf pláss fyrir nýjar konur,sjáumst kátar og hressar.

Stjórnin

Nýr opnunartími á skrifstofu

Stéttarfélagsins Samstöðu á Hvammstanga

frá 4. nóvember 2013

Frá 4. nóvember 2013 verður skrifstofa félagsins á

Klapparstíg 4 opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga

frá kl. 10.30 til 16.30. Lokað verður mánudaga og föstudaga .

Það verður því opið jafn margra klst . á viku og fyrir

breytinguna.

Stéttarfélagið Samstaða.

Nú er leikflokkurinn farinn

að æfa.....

Eru ekki allir að verða spenntir að

skella sér á sýningu???

Page 6: Sjonaukinn42 tbl 2013

Rjúpnaveiði 2013.

Fyrirkomulag rjúpnaveiða á afréttarlöndum Húnaþings

vestra verður með eftirfarandi hætti haustið 2013:

1. Veiðimönnum með gilt veiðikort útgefið af

Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að

kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er

veitir þeim einum heimild til rjúpnaveiða á afréttarlöndum

sveitarfélagsins. Um verður að ræða tvennskonar leyfi sem

gefin verða út á jafnmörg svæði.

Svæðin eru:1. Víðidalstunguheiði ásamt Króki,

Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi og Öxnatungu.

2. Arnarvatnsheiði og Tvídægra.

2. Hvert veiðileyfi sem selt er gildir á veiðitíma rjúpu sem

umhverfisráðuneytið hefur gefið út vegna ársins 2013 og

veitir einungis skráðum handhafa þess heimild til veiða á

umræddu svæði á áðurnefndum tíma. Ekki er um að ræða

sölu á dagsleyfum.

3. Veiðileyfin verða til sölu á skrifstofu Húnaþings vestra á

Hvammstanga, hjá Ferðaþjónustunni Dæli og

Söluskálanum Hvammstanga. Verð fyrir hvert leyfi er

kr. 9.000-

Page 7: Sjonaukinn42 tbl 2013

4. Fjöldi veiðimanna á veiðisvæðin verður ekki takmarkaður,

en tekið skal fram að leyfishafar hafa einir heimild til

veiða á umræddum svæðum. Veiðimenn eru hvattir til að

benda þeim er fara á veiðisvæði án leyfis á að nærveru

þeirra sé ekki óskað á veiðisvæðinu. Veiðimenn eru

einnig hvattir til að tilkynna slík tilfelli til skrifstofu

Húnaþings vestra.

5. Fjallskiladeildir í Húnaþingi vestra hafa heimild til að loka

vegum og vegslóðum sem eru á forræði sveitarfélagsins án

fyrirvara ef talið er að þeir liggi undir skemmdum vegna

tíðarfars og umferðar. Þannig veitir veiðileyfið ekki

tryggingu fyrir því að ávallt sé hægt að aka að veiðisvæði.

Þess er vænst að veiðimenn virði það fyrirkomulag sem hér er

kynnt og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða

hóflegt gjald fyrir aðgang að takmörkuðum gæðum eins og

rjúpnaveiði.

Sveitarstjóri-

Rjúpnaveiði í Víðidal

Rjúpnaveiði í löndum Syðra - Kolugils, Hrappsstaða, Gafls og Lækjarkots í

Víðidal verður takmörkuð í haust eins og undanfarin ár vegna mikils

ágangs og öryggis veiðimanna.

Veiðileyfi verða eingöngu seld hjá Ferðaþjónustunni Dæli s: 451 2566

og netfangið er [email protected]. Þar verður tilboð á gistingu á

rjúpnaveiðitímanum. Verð á veiðileyfum verður átta þúsund krónur á dag fyrstu helgina og

síðan sjö þúsund krónur á dag. Afsláttur verður veittur ef keypt eru

veiðileyfi fyrir fleiri en einn dag um sömu helgi.

Landeigendur.

Page 8: Sjonaukinn42 tbl 2013

Tamningar og þjálfun. Á Sveitasetrinu Gauksmýri verður starfrækt tamningastöð í vetur.

Tökum hross í tamningu og þjálfun frá 1.nóvember n.k.

Yfirumsjón tamninga er í höndum James Bóas Faulkner.

Pantanir og upplýsingar hjá Jóhanni í síma 869-7992 eða

James í síma 848-7893.

Frá Farskólanum

Starfsfólk Farskólans verður í Námsverinu að Höfðabraut 6, annan

hvern þriðjudag fram að jólum, frá klukkan 13:00 – 18:00.

Starfsfólkið heimsækir vinnustaði fyrri hluta dagsins. Hvað langar þig að læra?

Þarftu aðstoð við námsval? Viltu koma í náms- og starfsráðgjöf.

Verðum á Hvammstanga dagana: 29. október, 12. nóvember, 26.

nóvember og 10. desember.

Verið velkomin. Starfsfólk Farskólans. www.farskolinn.is.

Farskólinn er á Facebook.

Page 9: Sjonaukinn42 tbl 2013

Körfuknattleiksdeild Fjölnis í samvinnu við Sambíóin

heldur enn eitt árið stórmót í körfuknattleik fyrir yngstu

iðkendurnar.

Mótið er fyrir stelpur og stráka fædd 2002 og síðar.

Mótið verður 2–3. nóvember í Grafarvoginum.

Þátttökugjald er 6.000 kr. á leikmann.

Innifalið: Gisting í Rimaskóla, kvöldverður, kvöldvaka,

kvöldhressing, morgunverður, bíóferð, pizzuveisla

og verðlaunapeningar.

Skráning á [email protected] fyrir 19 okt.

Félagsnúmerið okkar í Getraunum er

Umf. Kormákur

Getraunir til að vinna

Page 10: Sjonaukinn42 tbl 2013

Hótelmiðar á Icelandair hótelin

veturinn 2013-2014

Stéttarfélagið Samstaða býður félagsmönnum sínum að kaupa greiðslumiða

fyrir gistingu frá 1. okt.2013 til 30. apríl 2014 á eftirfarandi hótelum:

Icelandair hótel Akureyri, Hérað,Klaustur, Flúðir, Hamar,í Keflavík og

Reykjavík Natura.

Tveggja manna herbergi án morgunverðar kr. 12.100.

Miðarnir fást á skrifstofum félagsins á Hvammstanga og Blönduósi.

Hvammstangi 2013

Bifreiðaskoðun Verður á Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar

á Hvammstanga eftirtalda daga:

Fimmtudaginn 17, október kl. 8:00 – 18:00

Föstudaginn 18. október kl. 8:00 – 12:00

Tímapantanir í síma 451-2514 Einnig verða skoðuð stór ökutæki

Ath. Lokað í hádeginu frá kl.12-13

Frumherji hf. – Þegar vel er skoðað

WC – pappír til sölu Umf. Kormákur ætlar að hefja klósettpappírssölu til styrktar íþróttastarfi

barna, unglinga og ungmenna.

Áhugasamir hafi samband við

Hörð í síma: 897-4658

Page 11: Sjonaukinn42 tbl 2013

Bann við rjúpnaveiði.

Rjúpnaveiði er stranglega bönnuð á eftirtöldum

jörðum í eigu Húnaþings vestra: Engjabrekku í Þorgrímsstaðadal.

Kirkjuhvammi.

Ytri-Völlum.

Sveitarstjóri.

Súputarínur!!! Já hver veit ekki hvað það er :-)

Ef þú ert svo heppinn að eiga svoleiðis dýrgrip inn í skáp væri

leikflokkurinn ofsalega ánægður ef þú værir til í að lána hann :-)

Leikflokkurinn er að setja upp súpuleikrit og vantar 20

súputarínur.

Þau lofa auðvitað að fara ofsalega vel með þau eintök sem þau fá

og skila þeim í góðu standi aftur.

Þeir sem vilja vera svo góðir að lána eru vinsalega beðnir um að

hafa samband við hana Jóku í síma 866-8543

Page 12: Sjonaukinn42 tbl 2013

ATHUGIÐ!

Auglýsingar .VERÐA AÐ HAFA BORIST

FYRIR kl. 21:00 Á MÁNUDAGSKVÖLDI Netfang: [email protected]

sími: 869-0353 (eftir kl.16)

SLÁTUR-BASAR

Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs minnir á sláturbasarinn sem

verður haldinn

Föstudaginn 18. október kl. 15:30 í Félagsheimilinu á Hvammstanga,

og er þetta aðal fjáröflun félagsins þetta árið.

Enn á ný leitum við til ykkar, ágætu héraðsbúar, í von um að þið hafið

áhuga á að gefa á basarinn. Kaffibrauð og hvers kyns önnur matvæli eru vel

þegin og þyrftu helst að vera komin í Félagsheimilið fyrir kl. 14:30 þennan

sama dag.

Ef frekari upplýsinga er óskað vinsamlegast hafið samband við: Ellu s: 451

2574 , Sibbu s: 895 2993, Elsche s. 451 2956, Jónu s. 862 2512 eða Geir s.

892 4350.

Allt starf við fjáröflun félagsins hefur verið unnið í sjálfboðavinnu og hefur

félagið notið mikillar velvildar bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

Kann stjórn krabbameinsfélagsins öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir

veittan stuðning.

Kíktu inn og leggðu góðu málefni lið.

Krabbameinsfélag

Hvammstangalæknishéraðs