9.tbl 2013

36
Hafnasambandið fundar n Hafnir eru nú þegar þannig mannaðar að ekki er hægt að skera niður í mannafla án þess að það komi niður á þjónustu. Kassafrystarnir hafa marga kosti n Kassafrystarnir eru ekki eins orkufrekir og blástursfrystar og orkunotkunin er mun jafnari sem er ótvíræður kostur. 24 26 Ég sá strax að þetta var akkúrat fyrir mig og svo reyndist vera, þetta er besta nám sem ég hef farið í. Maik Brötzmann, Atvinnuþróunarfélag Ísafjarðar. Nýtt Rifsnes komið til hafnar Hraðfrystihús Hellissands tók á dögunum á móti nýju skipi. Skipið mun leysa gamla Rifsnesið af hólmi sem hefur verið keypt af Vísi hf. Forsvarsmenn voru vonum ángæðir. Skilyrði fyrir repjuræktun góð n Siglingastofnun hefur umsjón með verkefni sem miðar að því að rækta repju í þeim tilgangi að vinna úr henni eldsneyti. Bændur hafa sýnt mikinn áhuga. Styrkir til orku- skiptaverkefna n Verkefnin eiga að auka notkun innlendra orkugjafa í skipum og draga þar með úr notkun jarð- efnaeldsneytis, afla þekkingu og auka rannsóknir og samstarf. 4 30 34 8 ÞJÓNUSTUMIÐILL SJÁVARÚTVEGSINS n í dag er svo komið að það er um auðugan garð að gresja þegar það kemur að menntun á sviði sjávarútvegs. Útvegsblaðið tók saman þá menntunarmöguleika sem í boði eru á þessu sviði. Gildi menntunar verður seint ofmetið Ótal möguleikar í boði nóvember 2013 » 9. tbl. » 14. árg.

Upload: goggur

Post on 11-Mar-2016

264 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: 9.tbl 2013

Hafnasambandið fundarn Hafnir eru nú þegar þannig mannaðar að ekki er hægt að skera niður í mannafla án þess að það komi niður á þjónustu.

Kassafrystarnir hafa marga kostin Kassafrystarnir eru ekki eins orkufrekir og blástursfrystar og orkunotkunin er mun jafnari sem er ótvíræður kostur.

24 26

Ég sá strax að þetta var akkúrat fyrir mig og svo reyndist vera, þetta er besta nám sem ég hef farið í.

Maik Brötzmann,Atvinnuþróunarfélag Ísafjarðar.

Nýtt Rifsnes komið til hafnarHraðfrystihús Hellissands tók á dögunum á móti nýju skipi. Skipið mun leysa gamla Rifsnesið af hólmi sem hefur verið keypt af Vísi hf. Forsvarsmenn voru vonum ángæðir.

Skilyrði fyrir repjuræktun góð n Siglingastofnun hefur umsjón með verkefni sem miðar að því að rækta repju í þeim tilgangi að vinna úr henni eldsneyti. Bændur hafa sýnt mikinn áhuga.

Styrkir til orku-skiptaverkefna n Verkefnin eiga að auka notkun innlendra orkugjafa í skipum og draga þar með úr notkun jarð-efnaeldsneytis, afla þekkingu og auka rannsóknir og samstarf.

4 30 348

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

n í dag er svo komið að það er um auðugan garð að gresja þegar það kemur að

menntun á sviði sjávarútvegs. Útvegsblaðið tók saman þá menntunarmöguleika sem í

boði eru á þessu sviði. Gildi menntunar verður seint ofmetið

Ótal möguleikar í boði

n ó v e m b e r 2 0 1 3 » 9 . t b l . » 1 4 . á r g .

Page 2: 9.tbl 2013

2 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. sími: 445 9000. útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir. ábyrgðarmaður: Hildur

Sif Kristborgardóttir vefsíður: utvegsbladid.is / goggur.is. tölvupóstur: [email protected]. Prentun: Landsprent. ISNN 2298-2884

Staðan í afla einStakra tegunda innan kvótanS:

Þorskurn Aflamark: 171.081n Afli t/ aflamarks: 46.284

72.9%

ufsin Aflamark: 45.982n Afli t/ aflamarks: 16.007

65.2%

34.8%

26.7%

27.1%

30.3%

Ýsan Aflamark: 29.630n Afli t/ aflamarks: 8.992

69.7%

Karfin Aflamark: 52.858n Afli t/ aflamarks: 14.119

73.3%

2 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

TromsöNoregur

ÁrósarDanmörk

ImminghamEngland

BergenNoregur

MaaloyNoregur

ÁlasundNoregur

HammerfestNoregur

Båts�ordNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

StavangerNoregur

HamborgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

VelsenHolland

GrimsbyEngland

NuukGrænland

ArgentiaNýfundnaland

HalifaxNova Scotia

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNýfundnaland

BostonMA, Bandaríkin

SortlandNoregur

HelsingjaborgSvíþjóð

SwinoujsciePólland

FredrikstadNoregur

KlakksvíkFæreyjar

ÞÓRSHÖFNFæreyjar

Norð�örðurÍsland

HúsavíkÍsland

AberdeenSkotland

Reyðar�örðurÍsland

VágurFæreyjar

VestmannaeyjarÍsland

REYKJAVÍKÍsland

SauðárkrókurÍsland

AkureyriÍsland

Grundar�örðurÍsland

Ísa�örðurÍsland

BíldudalurÍslandGrundartangi

Ísland

nýtt leiðakerfi eimskips– með strandsiglingum við Ísland í beinni tengingu við Evrópu

Vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu.

Siglt með ferskan fisk vikulega frá Íslandi og Færeyjum

Aukin þjónusta við olíuiðnaðinn með siglingum til og frá Skotlandi

Tíðari ferðir og styttri siglingartími til og frá Bandaríkjunum.

Ný höfn í Bandaríkjunum, Portland, Maine

Möguleg viðkoma á Ísafirði og Akureyri á leiðinni frá Noregi

Ný viðkoma í Vágur í Færeyjum og Hamborg í Þýskalandi

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

brún leiðRússland, Noregur, Holland, England, Skotland, Noregur

mögulegar norðurheimskauts leiðir

möguleg viðkoma / árstíðabundnar siglingar

græn leiðNoregur, Ísland, Nýfundnaland, Nova Scotia, Bandaríkin, Nýfundnaland, Ísland

blá leiðÍsland, Færeyjar, Holland, Pólland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Færeyjar, Ísland

rauð leiðÍsland, Færeyjar, Skotland, Holland, Ísland

viðkomur

tengihöfn

stórtengihöfn

gul leiðÍsland, Færeyjar, England, Holland, Þýskaland, England, Ísland

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

Allar gerðir bindivélaStrekkifilmur, plast- og stálbönd

www.isfell.is

útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. sími: 445 9000. útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir. ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir vefsíður: utvegsbladid.is / goggur.is. tölvupóstur: [email protected]. Prentun: Landsprent. ISNN 2298-2884

Staðan í afla einStakra tegunda innan kvótanS:

Þorskurn Aflamark: 162.541n Afli t/ aflamarks: 147.970

ufsin Aflamark: 42.847n Afli t/ aflamarks: 36.339

Ýsan Aflamark: 30.894n Afli t/ aflamarks: 28.708

Karfin Aflamark: 45.183n Afli t/ aflamarks: 40.137

91% 84.8%92.9% 88.8%

9% 15.2%7.1% 11.2%

Útvegsblaðið hefur kann-að, meðal fólks í sjávar-útvegi, hversu margir nota spjaldtölvur og far-

síma. Nánast undantekningalaust notar fólk annað eða hvorutveggja daglega. Spjaldtölvur og farsímar eru notaðar til að lesa blöð, vafra um netið og til að skoða heimasíður.

Þessar staðreyndir renna stoðum undir það sem við höf-um fundið, þar sem lestur okkar blaða á netinu eykst sífellt. Um árabil hafa öll okkar blöð verið aðgengileg á netinu, sem er eðli-leg þróun þegar litið er til þess sem er að gerast hér á landi og reyndar um mest allan heim segir Hildur Sif Kristborgardóttir, fram-kvæmdarstjóri Goggs.

Áhersla á rafræna útgáfu,,Í ljósi þess höfum við ákveðið að breyta til. Frá og með næsta tölu-blaði breytum við til. Í stað þess að prenta Útvegsblaðið á dag-blaðapappír ætlum við að gera tvennt. Prenta blaðið í tímarita-formi og senda það til þeirra sem þess óska og svo hafa það enn sýnilegra og aðgengilegra á net-inu,“segir Hildur Sif.

Blaðið verður prentað á vand-aðan pappír, hefur lengri líftíma

og er rafræn útgáfa aðgengileg alltaf á netinu.

Stærstu blöð Goggs koma út að vori og í desember. Ekki er ætl-unin að gera breytingar á þess-um tveim blöðum. Þau verða prentuð á sama hátt og verið hefur, fara í sömu dreifingu og hingað til og þau verða aðgengi-leg á netinu.

Goggur hefur reynslu af raf-rænni útgáfu, enda skiptir hún fyrirtækið sífellt meira máli. Lest-urinn eykst stöðugt og nú er Út-vegsblaðið lesið víða um heim; í Færeyjum, Noregi, Kanada, Namibíu, Spáni, Rússlandi og svona mætti lengi telja.

Það er mjög ákveðin þróun í gangi á netinu og við teljum, sam-kvæmt rannsóknum sem hafa ver-ið gerðar á Norðurlöndunum og Bandaríkjunum, að lestur hefð-bundinna blaða minnkar og raf-ræn blöð sækja sífellt í sig veðrið.

Við sjáum líka hversu hröð þessi þróun er með blað sem við gefum út á ensku sem heitir Ice-landic Fishing Industry Magazine

eða IFIM en það er t.d aðgengilegt á www.ifim.is og er það prentað aðeins fyrir þá sem vilja kaupa áskrift. Það blað er enska útgáfan af Útvegsblaðinu og höfum við fengið mjög góðan lestur á net-inu, fyrirspurnir um skráningar á póstlista og fleira.

Að sögn Hildar eru fleiri breyt-ingar að vænta hjá Goggi þar sem ætlunin eru að bæta við þjónustuna við fyrirtæki í sjáv-arútvegi. ,,Við erum að stækka við okkur og verður Goggur með markaðs- og kynningarstofu. Þá er hægt að leita til okkar varðandi þjónustu við hönnun á auglýsing-um, kynningarefni, bæklingum, básum, heimasíðum, ímynd, lógó og aðstoð við samfélagsmiðla og fleira. Hjá Goggi vinnur reynslu-mikið starfsfólk í skrifum, hönn-un, prenti, og heimasíðugerð.

Hægt er að senda okkur póst á [email protected] eða hringja í síma 445-9000 ef þú hefur áhuga að fá Útvegsblaðið sent rafrænt til þín frítt eða kaupa áskrift á tíma-ritsformi.

Til móts við framtíðina

Hægt er að senda okkur póst á [email protected] eða hringja í síma 445-9000 ef þú hefur áhuga að fá Útvegsblaðið sent rafrænt til þín frítt eða kaupa áskrift á tímaritsformi.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Útvegsblaðið tekur breytingum

Það er mjög ákveðin þróun í gangi á netinu og við teljum, samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar á Norðurlöndunum og Bandaríkjunum, að lestur hefðbundinna blaða minnkar og rafræn blöð sækja sífellt í sig veðrið.

Átta af þeim tuttugu fyrirtækjum sem greiða hæst laun hér á landi eru sjáv-arútvegsfyrirtæki. Þetta kemur fram í tímaritinu Frjáls verslun. Stálskip í

Hafnarfirði greiða hæst laun allra, næst á eftir kom fyrirtækið Eskja, því næst Brim og Bergur-Huginn. Neðar á lista Frjálsrar verslunar voru svo Ísfélag Vestmannaeyja, Þorbjörn, Síldarvinnslan, Hraðfrystihúsið – Gunnvör og FISK Seafood  er númer 21 á listanum. Á lista Ríkisskattstjóra um hæstu lögaðilana sem birtur var fyrir skömmu kom fram að ellefu sjávarútvegsfyrirtæki eru meðal þeirra 40 lögaðila sem greiða hæst opin-ber gjöld, jafnvel þótt að veiðigjöld séu ekki tekin með í þeim útreikningum en greidd veiðigjöld í fyrra námu 9,7 milljörðum króna í fyrra. Einnig má nefna að verðmæti aflans aukist mjög undan-farin ár en til marks um það má nefna að í nýlegri skýrslu Sjávarklasans kemur fram að heildarafli þorsks var um 460 þúsund tonn árið 1981 og heild-arútflutningsverðmæti þess afla um 340 milljónir bandaríkjadala að núvirði. Árið 2011 var heildar-aflinn hins vegar 182 þúsund tonn en útflutnings-

verðmæti hans um 680 milljónir bandaríkjadala. Í skýrslunni segir einnig að áætluð hlutdeild sjáv-arklasans í vergri landsframleiðslu árið 2011 var rúmlega 27 prósent.

Þá eru ótalin áhrif þess öfluga þróunar- og ný-sköpunarstarfs sem einkennt hafa sjávarútveg-inn undanfarin ár, svo sem í tengslum við hvers kyns tæknibúnað, hvort sem um er að ræða hugbúnað eða vélbúnað um borð í skipum og í vinnslum. Nýting aukaafurða, sem áður töldust oft til úrgangs, til verðmætasköpunar hefur vaxið mjög – ekki síst vegna fjárfestinga útgerðanna í slíkri starfsemi. Verðmætin sem íslenskur sjáv-arútvegur skilar samfélaginu eru því mikil þótt oft virðist samfélagsumræða benda til annars. Staðreyndirnar tala þó sínu máli og mikilvægt að íslensk stjórnvöld skapi sjávarútvegnum um-hverfi sem drífur vöxt og þróun atvinnugreinar-innar áfram.

Á lista Ríkisskattstjóra um hæstu lögaðilana sem birtur var fyrir skömmu kom fram að ellefu sjávarútvegsfyrir-tæki eru meðal þeirra 40 lögaðila sem greiða hæst opinber gjöld, jafvel þótt veiðigjöldin séu ekki tekin með í þeim útreikningum.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Sjávarútvegur skilar mestum tekjum

Stálskip greiða hæst laun allra sjávarútvegsfyrirtækja

Stálskip í Hafnarfirði greiða hæst laun allra, næst á eftir kom fyrirtækið Eskja, því næst Brim og Bergur-Huginn.

n Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur með reglugerð nr. 1004/2013, gefið út 200 tonna

viðbótarmagn í síld til smá-báta sem eru á netaveiðum á Breiðafirði. Hafa þá sam-tals 700 tonn verið gefin út til þess-

ara veiða. Heimildir sem ráðherra hefur skv. bráðabirgðaákvæði VIII í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða hafa verið fullnýttar. Þykir rétt að tilkynna samhliða þessari ákvörðun að ekki verður aukið frekar við aflaheimildir vegna síldveiða á Breiðafirði á yfirstandandi vertíð.

Síldarkvóti til smábáta aukinn um 200 tonn

Page 3: 9.tbl 2013

TromsöNoregur

ÁrósarDanmörk

ImminghamEngland

BergenNoregur

MaaloyNoregur

ÁlasundNoregur

HammerfestNoregur

Båts�ordNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

StafangurNoregur

HamborgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

VelsenHolland

GrimsbyEngland

NuukGrænland

ArgentiaNýfundnaland

HalifaxNova Scotia

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNýfundnaland

BostonMA, Bandaríkin

SortlandNoregur

HelsingjaborgSvíþjóð

SwinoujsciePólland

KlaipedaLitháen Riga

Lettland

VigoSpánn

LissabonPortúgal

PortoPortúgal

HelsinkiFinnland

St. PétursborgRússland

SzczecinPólland

FredrikstadNoregur

KlakksvíkFæreyjar

ÞÓRSHÖFNFæreyjar

Norð�örðurÍsland

HúsavíkÍsland

AberdeenSkotland

Reyðar�örðurÍsland

VágurFæreyjar

VestmannaeyjarÍsland

REYKJAVÍKÍsland

SauðárkrókurÍsland

AkureyriÍsland

Grundar�örðurÍsland

Ísa�örðurÍsland

BíldudalurÍslandGrundartangi

Ísland

FÍT

ON

/ S

ÍA

nýtt leiðakerfi eimskips– með strandsiglingum við Ísland í beinni tengingu við Evrópu

Vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu.

Siglt með ferskan fisk vikulega frá Íslandi og Færeyjum

Aukin þjónusta við olíuiðnaðinn með siglingum til og frá Skotlandi

Tíðari ferðir og styttri siglingartími til og frá Bandaríkjunum.

Ný höfn í Bandaríkjunum, Portland, Maine

Möguleg viðkoma á Ísafirði og Akureyri á leiðinni frá Noregi

Ný viðkoma í Vágur í Færeyjum og Hamborg í Þýskalandi

brún leið

leiðir samstarfsaðila

mögulegar norðurheimskauts leiðir

for– og áframflutningar

möguleg viðkoma / árstíðabundnar siglingar

græn leið

blá leið

rauð leið

viðkomur

tengihöfn

stórtengihöfn

gul leið

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

Page 4: 9.tbl 2013

4 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Nýtt Rifsnes SH-44 í eigu Hraðfrysti-húss Hellissands kom til heima-hafnar á Rifi síðastliðinn miðvikdag. Skipið er 775 brúttótonna skip, 43

metra langt og 9 metra breitt og var smíðað árið 1999. Gamla Rifsnesið er mun minna, eða 372 brúttótonn, 38 metra langt og 7,8 metra breitt og var smíðað árið 1968 en bæði skipin eru norsk smíði. Stærðarmunurinn gefur mögu-leika á að vera með mun meiri línu í rekkum um borð en áður var auk betri meðferðar á fiski. Hraðfrystihúss Hellissands á fyrir og gerir út línuskipið Örvar sem er svipaðrar stærðar og nýja Rifsnesið. Breyta á millidekkinu á nýja skipinu en 3X Technology afhenti fullkomna lausn sem inniheldur Rotex blóðgunartank sem tryggir að fiskurinn fær nægilegan tíma til að blæða í miklu sjóvatni. Rotex kælitankur-

inn er útbúinn skynjurum, hann stjórnar tíma og innspýtingu á kælimiðli og kemur aflanum í rétt ástand áður en hann fer niður í lest þar sem ísinn kemur fisknum í 0°C. Meðaflinn er síðann flokkaður í sértilbúinn tank með lyftan-legum botni sem geymir allt að þrjú kör af fiski. Að sögn Ólafs Rögnvaldssonar framkvæmdar-stjóra Hraðfrystihússins mun nýja Rifsnesið að öllum líkindum fara til veiða eftir um það bil tvær vikur, eða eftir að breytingum á milli-dekkinu er lokið.

Vísir hf. í Grindavík keypti gamla Rifsnesið af Hraðfrystihúsi Hellissands og verður það framselt til dótturfyrirtækis Vísis í Kanada. Skipið hefur að undanförnu verið til yfirferð-ar og skoðunar í slippnum í Reykjavík. Skipið verður eitt af fyrstu línuskipunum í Kanada með línubeitningavél.

Nýja Rifsnesið komið til heimahafnar á Rifi

Vísir hf. í Grindavík hefur keypt gamla Rifsnesið

4 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

Sjór sækir hart að Kolbeinseyn Kolbeinsey, nyrsti punktur Íslands, er nú orðin tvískipt og hefur látið mjög undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land og mældu eyjuna. Vestari hluti Kolbeinseyjar er nú 28,4m x 12,4m og hæsti punkturinn 3,8m. Austari hluti hennar er 21,6m x 14,6m. Skarðið milli eyjahlutanna er 4,1 m að breidd. Miðað var við Kol-beinsey þegar fiskveiðilög-sagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands og hefur hún því mikið sögulegt gildi. Hafa varðskip og flug-vélar Landhelgisgæslunnar fylgst með þróun hennar gegnum tíðina.

Velta tækni-fyrirtækja í sjávarútvegi vex um 13%n Velta tæknifyrirtækja tengdum sjávarútvegi jókst árið 2012 um 13% frá árinu undan og nam veltan tæpum 66 milljörðum. Gert hafði verið ráð fyrir 5-10% vexti.Tæknifyrirtækin hanna, þróa og framleiða veiðarfæri, kör, umbúðir, vélbúnað eða hugbúað fyrir sjávarútveg og selja vörurnar undir eigin nafni og eru þetta um 70 fyr-irtæki. Á þessu sama tímabili varð lítill vöxtur í fiskveiðum og fiskeldi. Hefur vöxtur tæknifyrirtækjanna líka verið meiri en í þjóðarfram-leiðslu og fiskvinnslu. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenska sjávarklasans.

Nýtt mastersnám um virðiskeðju sjávar- og eldisafurða

Norrænt samstarfs-verkefni fimm háskóla

Nýtt, norrænt meistara-nám, AQFood, hefur nýlega verið innleitt við Háskóla Íslands en

námið er samstarfsverkefni fimm norrænna háskóla og munu nem-endur útskrifast með meistara-gráður frá tveimur þeirra. Náminu er ætlað að veita nemendum inn-sýn í virðisstjórnun í sjávarútvegi.

Undirbúningur að náminu var styrktur af Norrænu ráðherra-nefndinn, en Norræna nýsköp-unarmiðstöðin hefur síðan styrkt frekari þróun í tengslum við verk-efnið InTerAct. Markmiðið er að efla samstarf háskóla við fyrir-tæki á sviði sjávartengdrar starf-semi og bæta ímynd sjávarútvegs sem spennandi starfsvettvangur fyrir ungt menntað fólk. Heildar-fjöldi nemenda í haust verður milli fimm og tíu og eru í hópnum tveir

Íslendingar. Forkrafan er að nem-endur hafi BS gráðu í verkfræði eða raunvísindum þar sem námið byggir á þeim grunni. Nemendur munu dvelja eitt ár í senn við mis-munandi skóla og útskrifast með meistaragráðu frá þeim. Í boði eru þrjár námsleiðir: Frumfram-leiðsla, veiðar og eldi sem fer fram hjá UMB í Noregi fyrsta árið, Nátt-úrulegar auðlindir sem fer fram hjá NTNU í Noregi fyrsta árið og Iðnað-arframleiðsla sem fer fram hjá DTU í Danmörku fyrsta árið. Seinna árið er svo sérhæfing hjá HÍ samkvæmt skilgreindum námsleiðum sem boðið er uppá í iðnaðarverkfræði, líffræði, efnafræði /lífefnafræði og matvælafræði.

Hérlendis er AQFood vistað hjá Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ og er áhersla lögð á umhverfis- og auð-lindafræði og tengingu við mat-vælafræði. Er þetta gert til að efla þverfræðilegan grunn virðiskeðj-

unnar og tryggja öryggi og gæði eldis- og sjávarafurða.

Mikil áhersla verður lögð á að nemendur vinni í nánum tengslum við fyrirtæki í sjávarútvegi og að verkefnin beinist að vandamálum sem upp koma í virðiskeðju sjávar-afurða. Þá sé tenging á milli þeirra og verkefnamiðlunar Sjávarklasans. Dr. Guðrún Ólafsdóttir, umsjónar-maður námsins, segir að þegar séu góð tengsl milli kennara hjá HÍ og helstu tækni-, framleiðslu og þjón-ustu fyrirtækja í greininni og þeirri góðu samvinnu verði haldið áfram þarna. Guðrún segir mikla þörf fyrir að bæta menntun á öllum sviðum og gildi það fyrir Norðurlöndin öll.

,,Í verkefninu er verið að nýta þá þekkingu sem er þegar til staðar í hverju landi og þarna fáum við samstarf milli skóla, landa á milli, svo þessi þekking nýtist enn betur. Það er svo framtíðardraumurinn að skólakerfið í heild vinni betur sam-an en það gerir núna,“ segir Guðrún.

Gunnar Stefánsson, prófessor í iðnaðarverkfræði og Guðrún Ólafsdóttir, verkefnistjóri AQFood námsins.

www.polardoors.com

Júpíter hw Júpíter t5 Herkúles t4 Neptúnus t4 Merkúr t4 Júpíter t4

Hlerar til allra togveiða

Sigrún Erna Geirsdóttir

Hjallahraun 2220 Hafnarfjörðurs. 562 3833www.Asaa.is - [email protected]

Bjóðum gott úrval afvökvakrönum fráTMP hydraulic A/S.www.tmphydraulik.dk

TMP báta og hafnarkranar

Nýja Rifsnesið kom til heimahafnar síðastliðinn miðvikudag. Mynd: GuðlAuGuR AlBeRtSSon

n Kerecis, sem framleiðir lækningarvörur á Ísafirði úr þorskroði sem til fellur í ná-grenninu hefur fengið leyfi til að markaðs-setja vöru sína í Bandaríkjunum, en lyfja-eftirlitsstofnunin þar vestra, FDA, staðfesti söluleyfi fyrir MariGen Omega3 fyrir nokkr-um dögum. Um er að ræða sárabindi fyrir langvinn sár, meðal annars fyrir sár sykur-sjúkra og vegna vandamála í æðakerfinu.

„Þrátt fyrir skýra þörf er lítið um áreiðanleg-ar meðferðir sem loka langvinnum sárum þessara sjúklinga,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri

og stjórnarformaður Kerecis. Hann segir einnig að leyfisveiting FDA sé mikilvægt skref í vegferð Kerecis, en nú hafi félagið fengið markaðsleyfi á stærsta markaði fyrir lífafurðir sem finnst. MariGen Omega3 er fiskroð sem hefur verið hreinsað af öllum fiskfrumum og mótefnavökum. Þannig getur það þjónað sem stoðgrind fyrir nýjar frumur sjúklingsins. Kerecis hefur unnið að þróun sárabindanna í nokkur ár, en nú þegar hefur félagið fengið markaðsleyfi í Evrópu og unnið er að því að hasla sér völl á fleiri mörkuðum. Fyrir á markaði eru vörur sem byggja á stoðvefjum manna og svína, en fiskroð eru hagkvæmari, geta síður borið sjúkdóma í notendur, og er laust við trúarleg boð og bönn.

Kerecis fær markaðs-leyfi í Bandaríkjunum

Page 5: 9.tbl 2013

„Liprar,léttar

og borga með sér“

®

TOGTAUGAR

Guðlaugur Jónsson skipstjóri á nóta- og togveiðiskipinu Ingunn AK

Alþjóðleg einkaleyfisumsókn

– Veiðarfæri eru okkar fag

„Ég vil ekki sjá neitt annað í stað Dynex Togtaug-anna, þær hafa reynst afskaplega vel og allt gengið upp.

Þær eru auðvitað frábærar í yfirborðsveiði en í allri veiði eru þær liprar og léttar sem skilar sér í minni olíunotkun og betri stjórn á trollinu.

Togtaugarnar fara afskaplega vel með skipið og það er ekkert viðhald á blökkum né rúllum sem þær fara um.

Á þessum tæpu sex árum hefði ég þurft að skipta um vír að minnsta kosti 3-4 sinnum, þannig að til vibótar við alla kostina þá borguðu togtaugarnar líka vel með sér og halda því áfram á komandi árum því þær verða nýttar í grandara, gilsa og fleira.“

Page 6: 9.tbl 2013

6 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Stjórn og gæslubúnaðurtil notkunar á sjó og landi

Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórn-

og gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og

framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum,

hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum,

spólulokum og fl.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti þann 14. nóvember, fund með Elisabeth Asba-ker sjávarútvegsráðherra í nýrri ríkis-

stjórn Noregs. Ráðherrarnir fóru yfir sameigin-leg fiskveiðimál þjóðanna og voru sammála um að horfa ætti til tækifæra framtíðarinnar og til frekara samstarfs. Nokkrir tvíhliða fiskveiði-samningar eru í gildi á milli Íslands og Noregs, auk þess sem þjóðirnar eru samstarfsaðilar innan nokkurra strandríkjasamninga. Á fund-inum voru veiðar á karfa ræddar, annarsvegar á Reykjaneshrygg og hins vegar í svo kallaðri síldarsmugu en ekki hefur tekist að ganga frá samkomulagi um fyrirkomulag veiða.

Norski ráðherrann ítrekaði óskir sem áður

hafa komið fram um að aðgangur norskra skipa á loðnuveiðum í íslensku lögsögunni verði rýmkaður. Sigurður Ingi fór yfir ýmsa þætti loðnusamningsins í samhengi við þessa beiðni Norðmanna. Sérstaklega áherslu Íslendinga á að hætta sumarveiðum og vísaði til þess að þetta yrði áfram til skoðunar á næsta fundi um loðnusamninginn, sem Ísland hefur umsjón með.

Ráðherrarnir fóru yfir makríldeiluna og hvernig hún hefur skyggt á góð samskipti þjóð-anna á sviði fiskveiða. Og voru sammála um það að vegna aukningar í ráðgjöf um leyfilega heildarveiði á makríl sé tækifæri, sem ekki hefur gefist fyrr, til þess að leysa ágreininginn. Sigurður Ingi lýsti þeirri skoðun sinni að mikil-vægt væri að allir legðu sitt af mörkum svo það tækifæri færi ekki forgörðum.

Sigrún Erna Geirsdóttir

n Nefnd sem unnið hefur að sameiginlegri nýtingaráætlun Ísafjarðarbæjar, Tálkna-fjarðarhrepps og Vesturbyggðar á strand-svæði Arnarfjarðar hefur lagt það til við sveitarstjórnir að þær samþykki nýtingar-

áætlunina. Ekki er um lögformlegt skipulag að ræða, en sjávarsvæði eru ekki skipulagsskyld. Nýting þeirra er því á forræði ríkisins, en ekki sveitarfélaga.

Tillagan var auglýst í lok ágústmánaðar, en frestur til að skila athugasemdum rann út fyrir rúmum mánuði síðan. Nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð er fyrsti liður í verkefni sem miðar að því að samræma skipulag sveitar-félaga á landi og sjó, en um þriðjungur af strandlengju Íslands er á Vestfjörðum og því til mikils að vinna fyrir vestfirsk sveitar-félög. Í framhaldinu verður unnið að sam-bærilegum nýtingaráætlunum fyrir önnur strandsvæði á Vestfjörðum, en nú þegar er hafin vinna við áætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfjörðu. Bæjarins bestu

Nýsköpunarkeppni Vestfjarða 2013n Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) efna til Nýsköpunarkeppni Vestfjarða 2013. Keppnin er hluti af sóknaráætlun landshluta. Keppnin miðar að því að styðja við fram-bærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja frumkvöðla til framkvæmda með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf. Þessar hugmyndir eiga svo að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á Vest-fjörðum. Endanlegt markmið keppninnar er að styðja fjögur verkefni með fjárframlagi sem yrði til þess að skapa ný störf.

Nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð á lokastigi

Horfa þarf til frekara samstarfs

Sigurður Ingi heimsótti sjávarútvegsráðherra noregs

Sigurður Ingi og Elisabeth Asbaker fóru yfir sameiginleg fiskveiðimál þjóðanna og voru sammála því að horfa ætti til framtíðarinnar og til frekara samstarfs.

Page 7: 9.tbl 2013

Sigurður Ingi heimsótti sjávarútvegsráðherra noregs

Page 8: 9.tbl 2013

8 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

„Besta nám sem ég hef farið í“

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

Maik Brötzmann lauk meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun frá

Háskólasetri Vestfjarða sl. sumar og er afar ánægður með námið.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Page 9: 9.tbl 2013

9 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Könnun tIl FRAMHAldSSKólAneMA áRIð 2009

Við hvaða atvinnugrein viltu vinna í framtíðinni?

VIRðIST VeRA AlþJÓðleGT VANDAmál

Þetta var ótrúlega gaman enda er þetta nám allt annað en venjulegt,“ segir hann. „Þetta er alltaf lítill hópur sem er þarna í einu, svona 15-20 manns, sem koma alls staðar að úr heiminum til þess að

læra hérna á Ísafirði. Það má nefna að þarna var fólk frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástr-alíu, Kína og Lapplandi svo fá lönd séu nefnd.“ Nemarnir koma úr ýmsum fögum, svo sem við-skiptafræði og lögfræði en sjálfur er Maik bæði veðurfræðingur og skipahönnuður að mennt og kemur frá Þýskalandi. Maik segir það stóran kost við námið hvað nemendurnir sjálfir hafi ólíkan bakgrunn og mikið sé spjallað saman. Fólk hafi ólíka sýn á hlutina og hafi að miðla ólíkri reynslu sem bæti við reynsluna af nám-inu. Þá séu kennararnir líka frá ólíkum lönd-um svo þarna sé á ferð ansi fjölbreyttur hópur. Maik segir að það sé sömuleiðis mikill kostur við námið að það sé í litlum bæ þar náin tengsl hafa myndast milli skólans og íbúa bæjarins.

Þurfum að tengja hlutina betur samanMaik segir að námið sjálft sé mjög fjölbreytt, farið sé í auðlindir Íslands, lögmál skipulags-fræði, strandsvæðastjórnun, veiðafærafræði

og margt fleira. Þetta séu bæði fyrirlestrar og umræðutímar og námið í heild sinni afar fjölbreytt og skemmtilegt. „Þetta er auðvitað meistaranám svo það er fyrst og fremst verið að kynna fyrir manni ýmis verkfæri sem geta gagnast við haf- og strandsvæðastjórnun og hvernig þau geta nýst manni við ólík verkefni.“

Maik segir að hérlendis sé ekki nægilega hugað að haf- og strandsvæðastjórnun og víða sé pottur brotinn í þessum efnum. Stofnanir sem koma að þessum málum hafi ekki nægi-legt samstarf sín á milli og hver sé að vinna að hlutunum í sínu horni. „Við erum líka bara að hugsa um eitt vandamál og hvernig á að leysa það en tengjum ólík vandamál sem tengjast þó sama hlutnum ekki saman. Þetta gildir ekki bara hér á Vestfjörðum, eða á Íslandi í raun-

inni, heldur víða. Við þurfum að fara að horfa á hlutina á stærra samhengi,“ segir hann.

Góður bær og góður andiMaik segist ekki hafa farið til Ísafjarðar í þeim til-gangi að fara í þetta nám en svo hafi hann heyrt af því og séð að þetta var nákvæmlega það sem hann langaði til þess að læra. „Ég sá strax að þetta var akkúrat fyrir mig og svo reyndist vera, þetta er besta nám sem ég hef farið í.“ Eftir að náminu lauk fékk Maik vinnu hjá Atvinnuþróun-arfélagi Ísafjarðar og starfar þar í dag sem verk-efnastjóri. „Það er mikið að gerast hér fyrir vest-an, t.d vegna mikils uppgangs í fiskeldi og vegna kvótamála. Það er því alltaf nóg að gera.“ Maik er bæði í miklum tengslum við bæjaryfirvöld og eins við atvinnulífið og segir vinnuna mjög skemmti-lega. „Ég er í góðri aðstöðu til þess að tengja hlut-ina saman og skoða þá í víðara samhengi, sem mér finnst mjög mikilvægt, og svo finnst mér mjög gaman að vera hér á Ísafirði. Þetta er góður bær og hér er góður andi. Hér er maður í beinu sam-bandi við alla aðila, hvort sem það er fiskimaður-inn, stjórnandinn eða bæjarfulltrúinn. Ef einhver kemur með góða hugmynd er því auðvelt að koma því verkefni á koppinn og tengja rétta aðila saman. Það er ekki alls staðar sem aðstæður eru eins góð-ar til þess og þetta er ótrúlega skemmtilegt.“

Þetta er auðvitað meistaranám svo það er fyrst og fremst verið að kynna fyrir manni ýmis verkfæri sem geta gagnast við haf- og strandsvæðastjórnun og hvernig þau geta nýst manni við ólík verkefni.

Page 10: 9.tbl 2013

10 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Gildi menntunar verður seint ofmet-ið og mikið til þess að vinna að fá ungt fólk til að mennta sig á sviði sjávarútvegs, ekki síst í ljósi þess að kannanir sýna að ungt fólk hef-

ur takmarkaðan áhuga á að starfa við sjávarút-veg í framtíðinni. Er þetta nokkuð sem vert er að hafa áhyggjur af og leggja þarf á það áherslu að kynna sjávarútveg fyrir ungu fólki því reynslan sýnir að ef ungt fólk fær fræðslu um útveginn þá eykst áhugi þess á honum líka. Má í því sam-bandi líta til Codlands vinnuskólans í Grinda-vík og til fiskvinnsluskóla Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Ákveðin verkefni eru í gangi sem miða að því að kynna grunnskólanemendum möguleika sjávarútvegs og ber þar helst að nefna grunnskólakynningar Íslenska sjávarklasans. Er þar á ferð verkefni sem brýnt er að styðja svo áframhald þess sé tryggt.

Þá er ekki síður mikilvægt að fólk sem hefur starfað í sjávarútvegi og býr yfir mikilli reynslu afli sér réttinda og haldi við sinni menntun. Í dag er svo komið að það er um auðugan garð að gresja þegar það kemur að menntun á sviði sjávarútvegs og ótal möguleikar í boði. Í um-fjöllun þessari munum við leitast við að kynna helstu menntaleiðir og fræðslu sem boðið er upp á í skólum og fyrirtækjum landsins á sviði sjávarútvegs. Umfjöllunin er ekki tæmandi en við vonumst til þess að þetta geti kveikt áhuga einhverra á að kynna sér framboðið betur.

HáSkólinn á AkurEyrin Háskólinn á Akureyri býður upp á BS nám í sjávarútvegsfræði og líftækni, sem og diplóm-unám í náttúru- og auðlindafræði. Báðum náms-leiðunum er ætlað að hafa hagnýtt viðskipta- og raunvísindatengt nám sem grunn. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi stúdentspróf eða sam-bærilegt nám. Hægt er að taka námið bæði sem staðarnám og sem fjarnám. Háskólinn býður sömuleiðis upp á meistaranám í auðlindafræði sem er alþjóðlegt og rannsóknatengt nám í auð-lindafræðum og nær til fimm fræðisviða: Um-

hverfisfræði, orkufræði, líftækni, sjávarútvegs-fræði og fiskeldisfræði.

HáSkólASEtur VEStfjArðAn Háskólasetur Vestfjarða er staðsett á Ísafirði og býður upp á meistaranám í haf- og strand-svæðastjórnun sem er alþjóðleg og þverfagleg námsleið sem boðin er í samvinnu við Háskólann á Akureyri sem ber faglega ábyrgð á náminu. Námið hefur að markmiði að finna leiðir til sjálf-bærrar nýtingar náttúruauðlinda og er ætlað að búa nemendur undir fjölbreytt störf af ýmsu tagi, svo sem verkefnastjórnun á sviði auðlindanýt-ingar og skipulagsáætlana, umhverfismat, ráð-gjafastörf o.fl. Námið er alþjóðlegt og fer fram á ensku. Hjá Háskólasetrinu er að auki boðið upp á nýtt nám, hagnýtt meistaranám í sjávartengdri nýsköpun, í samvinnu við Háskólann á Akureyri og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og munu nem-endur læra að koma auga á og skapa sér atvinnu-tækifæri sem eru tengd sjávarútvegi.

HáSkólinn á Hólumn Háskólinn á Hólum býður upp á eins árs diplómunám í fiskeldisfræði, rannsóknartengt

mennt er máttur Margir menntunarmöguleikar í boði á sviði sjávarútvegs

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

Sigrún Erna Geirsdóttir

Page 11: 9.tbl 2013

11 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði og BS nám í sjávar- og vatnalíffræði, í samstarfi við Háskóla Íslands. Markmið diplómunáms í fisk-eldi við Hólaskóla er að mennta einstaklinga til þess að sinna fjölbreyttum störfum á sviði fiskeldis og fiskalíffræði. Að loknu námi eiga nemendur að geta tekið að sér sérhæfð störf í fiskeldisstöðvum og sinnt rekstri fiskeldisstöðva. Markmið BS náms í sjávar- og vatnalíffræði er að mennta nemendur til starfa við kennslu og rannsóknir á sviði sjávar- og vatnalíffræði, sem og til frekara náms í greininni. Markmið meist-araprófs er að mennta vísindamenn sem geta unnið að þróun sinnar fræðigreinar og starfað sem sérfræðingar.

HáSkóli ÍSlAndSn Háskóli Íslands, Háskólinn í Bergen, Árhús-um og Færeyjum bjóða upp á nýtt sameiginlegt alþjóðlegt MS prógramm í Loftslagsbreytingum og vistfræði hafsins. Námið er til tveggja ára, og stendur til boða nemendum með undirstöðu í líffræði, haf- og hafeðlisfræði. Megináhersla er lögð á að þjálfa nemendur til að rannsaka og skilja samþættingu líf- og eðlisþátta og

áhrif þess á hafið og lífríki þess. Að þverfag-legu meistara- og doktorsnámi í umhverfis- og auðlindafræðum standa öll fimm fræðasvið Háskóla Íslands, þ.e. Félagsvísindasvið, Heil-brigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavís-indasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Háskóli Íslands býður upp á BS nám og meistara- og doktorsnám í matvælafræði, í samstarfi við Matís en störf matvælafræðinga tengjast oft sjávarútvegi. Í meistaranáminu er boðið upp á þrjár námsleiðir: framleiðslustjórnun, gæða-stjórnun og líftækni. Doktorsnámið felur í sér vísindaleg og tæknileg rannsóknarverkefni sem leiða til nýrrar þekkingar og nýsköpunar. Við HÍ er líka hægt að leggja stund á nýtt meistaranám, AQFood, um virðiskeðju sjávar- og eldisafurða, í samvinnu við fimm háskóla í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. AQFood fjallar um framleiðslu sjávar- og eldisafurða og þá grunnþætti sem þarf til að stuðla að sjálbærni og tryggja öryggi og gæði í allri virðiskeðjunni frá veiðum eða eldi, í fram-leiðslu og við dreifingu afurða til neytenda. Nemendur munu öðlast góða yfirsýn á fram-leiðslu fisks og sjávarfangs með uppruna í eldi eða veiðum.

tækniSkólinnn Nám í útvegsrekstrarfræði er sniðið að þörfum sjávarútvegarins, tekur tvö ár og hentar þeim sem hafa starfsmenntun og reynslu úr sjávarútvegi. Námið er krefjandi og gerir sömu námskröfur og eru gerðar á háskólastigi en boðið er upp á sveigjanleika í skipulagningu og skilum á verkefnum nemenda. Námið er skipulagt og unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og geta nemendur sótt um mat á nám-inu inn í frekara nám við HR. Grunnur námsins er kennsla í rekstri og stjórnun fyrirtækja, með áherslu á sjávarútveg. Skipstjórnarskólinn er starfræktur undir hatti Tækniskólans en betur er fjallað um hann annars staðar í blaðinu.

VErkmEnntASkólinn á AkurEyrin Við Verkmenntaskólann á Akureyri er hægt að leggja stund vélstjórnarnám á öllum stigum. Byrja flestir í grunndeild málm- og véltækni-greina og að loknu námi þar velja nemendur hvort þeir taka vélstjórnarbraut, stálsmíði eða bifvélavirkjun. Við skólann er sömuleiðis hægt að fara í grunndeild rafiðna og læra rafvirkjun og rafeindavirkjun og hafa margir nemar í vél-stjórn valið að fara í nám í þeirri deild líka.

fiSktækniSkóli SuðurnESjAn Fisktækniskóla Suðurnesja í Grindavík hefur það að markmiði að bjóða grunnnám á sviði veiða (hásetanám), fiskvinnslu og fiskeldi á framhaldsskólastigi, ásamt endurmenntun fyrir starfandi fólk. Þá býður skólinn nám í netagerð á grundvelli samstarfssamnings við Fjölbrauta-skóla Suðurnesja.

frAmHAldSSkólinn Í VEStmAnnAEyjumn Við skólann er vélstjórabraut sem ætluð er þeim sem hyggjast afla sér réttinda til að starfa sem vélstjórar á skipum og hægt er að afla sér réttinda sem almennur vélstjóri og eins sem yfirvélstjóri. Við framhaldsskólann er sömleiðis skipstjórnarbraut fyrir þá sem vilja öðlast rétt-indi sem skipstjórar.

SjáVArútVEGSSkóli SÍldAr-VinnSlunnAr á nESkAupStAðn Síldarvinnslan Neskaupstað rekur sjávar-útvegsskóla í tvær vikur á sumrin fyrir efstu bekki grunnskóla. Námslaun eru greidd og eru þau sambærileg launum sem greidd eru í Vinnuskóla Fjarðabyggðar. Markmið skólans er að fræða unglinga um sögu sjávarútvegs og Síldvarvinnslunnar, kynna samfélagsleg áhrif sjávarútvegs, störf á skipum og í fisk-vinnslu og fjallað er um helstu einkenni nútíma sjávarútvegsfyrirtækja, sem og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Gerð er grein fyrir mikilvægi gæðaeftirlits og fjölbreytni starfa sem koma að sjávarútvegi. Lögð er áhersla á að skólastarfið sé fjölbreytt og lifandi og að skólahaldi loknu gefst nemendum tækifæri til að vinna verkefni sem tengist þeirri fræðslu sem veitt var.

SlySAVArnASkóli SjómAnnAn Markmið Slysavarnaskóla sjómanna er að efla öryggisfræðslu sjómanna þannig að uppfylltar séu íslenskar og alþjóðlegar kröfur um þjálfun sjómanna og að auka þjónustu við sjómenn og fleiri aðila í tengslum við sjó og vötn. Flestir nemendur skólans eru starfandi á fiskiskipum. Samkvæmt íslenskum lögum ber öllum sem starfa á sjó að hafa farið í gegnum öryggis-fræðslu. Einnig eru gerðar kröfur um að öryggis-fræðsla skipverja sé endurnýjuð eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Um borð í skólaskipinu Sæbjörgu er fullkomin kennsluaðstaða bæði til bóklegrar kennslu og verklegra æfinga. Meðal þess sem kennt er á námskeiðum skólans er meðferð björgunarfara, björgunarbúninga, bún-aðar til að bjarga fólki úr sjó, flugelda og blysa og hverskonar persónulegs björgunarbúnaðar. Þyrlur Landhelgisgæslunnar taka þátt í verk-legum sjóæfingum á STCW grunnnámskeiði skólans. Þar æfa sjómenn móttöku á sjúkra-börum, flutning á fólki frá skipi og gúmmí-björgunarbátum ásamt því að hífa menn úr sjó. Frá 2002 hefur skólinn að auki annast kennslu í sjóbjörgun fyrir björgunarsveitir Slysavarna-félagsins Landsbjargar.

Háskólinn á Akureyri býður upp á BS nám í sjávarútvegsfræði og líftækni, sem og diplómunám í náttúru- og auðlindafræði.

nám í útvegsrekstrarfræði er sniðið að þörfum sjávarútvegarins, tekur tvö ár og hentar þeim sem hafa starfsmenntun og reynslu úr sjávarútvegi.

Page 12: 9.tbl 2013

12 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Skiptir menntun máli í sjávarútvegi?

líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

Þegar sérfræðingar í menntamálum spá fyrir um hvers konar hæfni sé mikilvægust í nánustu framtíð er niðurstaðan færni í mannlegum samskiptum og skapandi en jafn-

framt gagnrýnin hugsun. Auðvitað fylgir svo mikilvægi tæknikunnáttu og læsis, ekki ein-ungis á bókina heldur líka á umhverfið. Þá er samfélagsleg þátttaka og persónuleg ábyrgð einnig lykilfærni. Það er engin spurning að þetta á við í sjávarútvegi eins og annars staðar. Á síðustu árum höfum við í raun séð að þessi færni skiptir máli því þrátt fyrir að heildar aflamagn úr sjó hafi hætt að aukast hefur verð-mætaauking haldið áfram með sköpunarkraft-inum og því að tengja saman þekkingu á mis-munandi sviðum. Þannig er stöðugt unnið að nýsköpun sem byggir á gamalli og nýrri þekk-ingu okkar Íslendinga á sjávarútvegi.

Menntað vinnuafl þarf að koma eftir fjöl-breyttum leiðum í gegnum nám sem er bein-tengt greininni en ekki síður í gegnum ólíkar námsleiðir á framhalds –og háskólastigi. Það er mikilvægt að bjóða áfram upp á öflugt sérhæft nám s.s. sjávarútvegsfræði, skipstjórn, vélvirkj-un, matvælafræði og fiskvinnslu. Þetta er mikil-

vægt bæði fyrir fólk sem kemur beint til starfa og einnig fyrir þá sem vilja góða þekkingu á greininni sem viðbót eða undirbúning fyrir annað nám. Sjáv-arútvegurinn þarf einnig á að halda allra handa iðn- og háskólamenntun í öðrum greinum til að þróast áfram, s.s. rafvirkjun, tölvunarfræði, verkfræði, hönnun, sagnfræði og markaðsfræði. Í raun er erfitt að sjá fræðigrein sem ekki getur tengst sjávarútvegi á einhvern hátt.

Þeir sem starfa í greininni þurfa að hafa aðgang að fjölbreyttri símenntun, í formi sér-hæfðra námskeiða, en jafnframt er mikilvægt að hafa góðan aðgang að námi sem skólakerfið býður upp á, t.d. í gegnum fjarnám sem mögu-legt er að stunda með starfi.

Hvernig má svo efla hið margumrædda samstarf skóla og atvinnulífs? Hvernig verður áhugi vakinn? Það þarf öflugra upplýsinga-streymi í þjóðfélaginu um það sem er að gerast í sjávarútvegi, bæði þeim hefðbundna og eins í nýsköpun, bæði í greininni sjálfri og þjón-ustuiðnaði. Áhugavert væri að byggja upp verk-efnabanka tengdan sjávarútvegi á vefnum með mismunandi námsefni sem tengdist sjávarút-vegi, á grunnskóla og framhaldskólastigi, þar sem finna mætti einfaldar efnafræðitilraun-

ir, söguverkefni, stærðfræðiverkefni og ótal önnur verkefni. Fræðsla fyrir kennara í framhalds- og grunnskólum væri mikilvæg eftirfylgni við slíkt verk-efni. Slík nálgun þar sem sjávarútvegur tengist mörgum námsgreinum er mun vænlegri til að vekja áhuga en sérstök námsgrein um sjávarútveg. Vettvangs-heimsóknir og starfskynningar eru líka mikilvægar þar sem þeim verður við komið. Þá mætti tvinna saman kynn-

ingu á sjávarútvegi og ferðaþjónustu, með áhugaverðum sýningum á nútíma atvinnuhátt-um.

Á háskólastiginu tel ég aftur á móti skilvirk-ustu samstarfsfletina liggja í gegnum samstarf um lokaverkefni nemenda, þar er mikilvægt að fólk starfandi við veiðar og vinnslu leggi fram hugmyndir að verkefnum sem ýmist er hægt að vinna innan veggja skólanna eða á vettvangi í samstarfi háskóla og fyrirtækja.

Með góðri og fjölbreyttri menntun, þraut-seigju og áhuga getum við lengi haldið áfram að skapa meiri verðmæti í sjávarútveginum.

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

í NA og 2. varaformaður alsherjar og menntamálanefndar Alþingis.

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

Líneik Anna Sævarsdóttir.

Page 13: 9.tbl 2013

13 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Finnur Ólafsson er í diplómanámi í fisk-eldisfræði við Háskólann á Hólum og deilir náminu niður á tvö ár. ,,Námið er gríðarlega spennandi, sérstaklega í ljósi uppgangs í fiskeldi í landinu,“

segir Finnur og bendir á að með þessum upp-gangi þurfi sérmenntað starfsfólk. Finnur sem er frá Svanshóli í Bjarnafirði er með BS í viðskipta-lögfræði og hefur engin tengsl við sjó eða fisk nema að því leyti að hann hefur alltaf haft áhuga á stangveiði og að vera úti í náttúrunni. „Ég sé ekki eftir að hafa byrjað í þessu og þetta nám get-ur líka nýst við mun meira en bara fiskeldi.“ Eitt það skemmtilegasta við námið segir Finnur vera hversu fjölbreytt námið er, allt frá fæðu í fisk-eldi til velferðarsjónarmiða og það komi stöðugt á óvart.

frá fiskmarkaði til leikmyndasmíðiFinnur hefur mörg járn í eldinum og vinnur að ýms-um verkefnum með náminu og má þar nefna bygg-ingarvinnu og leikmyndasmíði. „Ég er sjálfstætt starfandi og tek bara þau verkefni sem bjóðast. Ég bý í Kópavogi en ferðast um allt land. Síðasta sumar rak ég t.d fiskmarkaðinn á Hólmavík.“

Finnur á einn áfanga eftir á næstu önn en síðan þarf hann að vinna á fiskeldisstöð í þrjá

mánuði undir leiðsögn reyndra fiskeldismanna. „Ég veit hvernig stöð mig langar til þess að fara á,“ segir Finnur. „Mest spennandi væri að fara á stöð þar sem fjölbreytni er til staðar og verið er að ala á mörgum stigum eldis. Ég hef lítinn áhuga á að læra aðeins eina eldisaðferð. Finn-ur hefur mikinn áhuga á að starfa við fiskeldi í framtíðinni. „Þetta er grein í miklum vexti, í Arnarfirði er svakalegur uppgangur og svo er

Senegal sandflúrueldið á Suðurnesjum mjög spennandi, þetta verður stærsta fiskeldisstöð fyrir þessa tegund í heiminum og þeir munu allt að fjórfalda framboðið af þessum fiski á heims-vísu.“

Finnur segist hvetja fleiri til þess að fara í nám-ið, það sé bæði spennandi og skemmtilegt og bjóði upp á mikla möguleika þar sem mikill uppgang-ur sé í fiskeldi á Íslandi.

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

Gaman að starfa við grein í uppgangi

Fiskeldisfræðin kemur sífellt á óvart

Sigrún Erna Geirsdóttir

Ég er sjálfstætt starfandi og tek bara þau verkefni sem bjóðast. Ég bý í kópavogi en ferðast um allt land. Síðasta sumar rak ég t.d fiskmarkaðinn á Hólmavík.

„Námið er gríðarlega spennandi, sérstaklega í ljósi uppgangs í fiskeldi í landinu,“ segir Finnur Ólafsson.

Page 14: 9.tbl 2013

14 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Um nokkurt skeið hefur Háskólinn á Akureyri tekið þátt í samstarfi há-skóla á norðlægum slóðum. Ásamt Íslandi er í samstarfinu háskóli í Tromsö í Noregi, Alaska, Þórshöfn

í Færeyjum, Turkku í Finnlandi og í St. Johns á Nýfundnalandi. Ein mestu fiskveiðasvæði heims tilheyra þessum heimshluta og því búa öll þessi lönd yfir mikilli reynslu að miðla til hinna. Mark-mið samstarfsins er að efla menntun í sjávarút-vegi, efla samstarf kennara, vísindamanna og nemenda, kortleggja menntun, miðla upplýs-ingum og auka verðmætasköpun á norðurslóð-um. „Þetta eru nyrstu háskólar í heimi með sjáv-artengda menntun og mikilvægt fyrir okkur að hafa góða samvinnu okkar í milli,“ segir Hreiðar Þ. Valtýsson, lektor og forstöðumaður Sjávarút-vegsmiðstöðvarinnar við Háskólann á Akureyri sem hefur stýrt samstarfinu af hálfu háskólans.

nemunum vel tekið útiNýfundnaland hefur verið mjög virkt í þessu samstarfi og hefur haft mikinn áhuga á sam-

starfi við Íslendinga. Nokkur fjöldi Íslendinga býr á Nýfundnalandi og eru þeir flestir í ýms-um störfum viðkomandi sjávarútvegi. „Þeir líta mikið til okkar þegar kemur að sjávarútvegi og hvernig við lítum á sjávarútveg sem verðmætt afl og atvinnugrein,“ segir Hreiðar. Einn af þátt-um samstarfsins er sameiginlegur áfangi um fiskveiðar þar sem hvor háskóli um sig miðlar þekkingu um sitt svæði og hann kenndur í fjar-kennslu. Sem hluti af samstarfinu dvelja nú sex nemendur á Nýfundnalandi við skiptinám í há-skólanum og munu taka þar eina önn. Líkar nem-

unum dvölin vel enda hefur þeim verið vel tekið af heimamönnum. Segir Hreiðar að þar í landi sé almennur flótti frá sjávarútvegi, það sé t.d erfitt að manna skip, yfirleitt séu sjómenn þar á aldrin-um 40-60 ára og nýliðun sé lítil. „Þeim finnst því mjög spennandi að við séum að mennta svona mikið af fólki sem vill gera þetta að ævistarfi og afar gaman að fá sex hressa stráka í nám til sín,“ segir hann. Námið úti sé mjög fjölbreytt og farið er í fiskeldi, fiskvinnslutækni og fleira. Aðstaða nemenda sé mjög góð og t.d séu þeir í mjög góðri aðstöðu til að prófa mismunandi veiðarfæri og vinnsluaðferðir.

Hreiðar segir að verið sé að vinna í því að fá nemendur þaðan hingað til Íslands en tungu-málið hafi verið nokkur þröskuldur. Nú sé verið að vinna í því að undirbúa mögulegan sumar-áfanga. „Við myndum gjarnan vilja hafa fleiri áfanga á ensku en það er auðvitað kostnaðar-samt. Okkur langar það hins vegar mjög því þeir líta upp til okkar og telja okkur hafa gert góða hluti hérlendis í sjávarútvegi.“

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

Sigrún Erna Geirsdóttir

Öflugt samstarf við Nýfundnaland

nemar frá HA í skiptinámi erlendis

„Þetta eru nyrstu háskólar í heimi með sjávartengda menntun og mikilvægt fyrir okkur að hafa góða sam-vinnu okkur í milli,“ segir Hreiðar Þ. valtýsson, lektor og forstöðumaður Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar við Háskólann á Akureyri.

Þeir líta mikið til okkar þegar kemur að sjávarútvegi og hvernig við lítum á sjávarútveg sem verðmætt afl og atvinnugrein.

Page 15: 9.tbl 2013

Elvar Steinn Traustason er nú nemi við nýja námsbraut við Háskóla Ís-lands, meistaranám í virðiskeðju sjávar- og eldisafurða, sem líka er kallað AQFood. Námið er samstarf

fimm háskóla og fer námið að miklu leyti fram erlendis. Má segja að fyrsta önnin sé grunnur og sérhæfingin komi seinna.

yfirgripsmikið nám„Ég var í líffræði í háskólanum og fékk mikinn áhuga á fiskeldi svo ég fór að kynna mér hvaða námsmöguleikar væru í boði sem tengdust því. Ég las mér til um þetta nám og fannst það virki-lega spennandi svo ég ákvað að prófa það.“ Elv-ar segir námið vera mjög yfirgripsmikið og mun fjölbreyttara en hefði hann t.d farið í meistara-nám í sjávarútvegsfræðum. Það sé fræðilegt en líka sé farið í stjórnun og verkfræði. ,,Mér finnst þetta því mjög áhugavert og ég sé möguleika á að fara í stjórnunarstöðu innan fiskeldisgeirans með þennan grunn.“

Elvar tekur fyrstu önnina í fjarnámi en að öllu jöfnu hefði hún átt að fara fram í Noregi. Hann sótti um að fá að taka hana í fjarnámi en fara svo út að henni lokinni og var það sam-þykkt. Hann segir fjarnámið ganga vel, hann horfi á fyrirlestra og einu sinni í viku sé hann á fundum með nemendum og kennurum gegnum netið þar sem mikið er rætt saman. Hann upp-lifi því námið ekki þannig að hann sé einn á báti þótt hann sé í fjarnámi. Námið byggir að miklu leyti á verkefnavinnu og segist Elvar hafa nóg að gera. Aðspurður um hvað sé áhugaverð-ast segir Elvar erfitt að gera upp á milli kúrsa, mögulega sé það þó örverufræðin. Fiskeldis-kaflinn sé í heild sinni mjög skemmtilegur og t.d mjög gaman að lesa um sjúkdóma af ýmsu tagi sem upp geta komið í framleiðsluferlinu. ,,Í náminu er farið í allt framleiðsluferli fiskeldis, allt frá hrogni að tilbúinni framleiðsluvöru og þetta gefur því mjög góða undirstöðu. Ég mæli því hiklaust með þessu námi fyrir fólk sem hef-ur áhuga á fiskeldi því þegar því er lokið eru fleiri möguleikar í boði en eftir mjög sérhæft nám.“

Elvar segist klára námið með áherslu á fisk-eldi en segist vel geta nýtt sér námið í stærri fisk-vinnslufyrirtækjum, eins og Granda eða Sam-herja. „Það er svo vítt sviðið sem námið fer yfir. Maður fær góðan grunn í fiskeldi og tækni sem henni tengist en líka örveru- og matvælafræði, sem og gæðaeftirliti og stjórnun hennar. Það er því hægur leikur að skipta úr fiskeldi í venjulega fiskvinnslu.“

flottir skólarFyrsta ár námsbrautarinnar fer fram í Noregi og er þá áhersla á fiskeldisfræði og tengd fög. Síðan tekur við nám í Danmörku þar sem áherslan er á framleiðslutækni, matvælaöryggi og örveru-fræði. Elvar segir frábært að fá tækifæri til þess að læra fögin í þessum löndum þar sem mikla þekkingu á þessu sviði er að finna. „Hvað fisk-eldi varðar horfir maður auðvitað mikið til Nor-egs sem hefur hvað mestu reynsluna hvað það varðar og þar er rekinn stór og flottur skóli á sviði fiskeldis. Danski hlutinn af náminu er síðan við DTU sem er auðvitað gríðarlega vel metinn skóli sem stendur mjög framarlega. Það leggst því frá-bærlega í mig að fara út í þessa flottu skóla.“

fiskeldið í miklum vextiElvar er ekki ókunnugur fiskvinnslu því hann vann hjá Stofnfiski í eitt ár og hefur verið að

vinna þar í afleysingum í vetur. Hann hefur sömuleiðis prófað að vera á sjó. „Ég var eitt sumar í afleysingum á Þorleifi frá Grímsey og það var mikil lífsreynsla sem ég hefði ekki vilj-að missa af.“ Elvar segir áhugann á fiski vera þó frekar nýtilkominn. Hann er frá Hafnarfirði og fór í Flensborg og hafði engin sérstök tengsl við hafið eða verurnar sem í því búa. Honum fannst þó líffræðin í háskólanum heilla og fékk áhuga á sjónum upp úr því. „Ég hafði sérstak-lega gaman að fiskifræðinni og fór sjálfur að grúska í sjávarlíffræði og datt þannig inn í fisk-eldið. Mér þótt það sérstaklega áhugavert vegna þess að þar eru svo miklir stækkunarmöguleik-ar á meðan að við erum búin að ná hámarki í veiðum. Við erum hins vegar frekar ný í fiskeld-inu svo það er enn mikið af vandamálum sem þarf að leysa þar og því er þessi grein einstak-lega spennandi.“ Á Íslandi er mikið að gerast í fiskeldi og þá sérstaklega á Vestfjörðum og á Reykjanesi. „Þessi starfsemi hérlendis á bara eftir að aukast“, segir Elvar.

Hann segir það misjafnt hvort ungt fólk hugsi eitthvað um sjávarútveg. „Ég held samt að það sé frekar lítið, sérstaklega þegar miðað er við hvað sjávarútvegur er stór hluti af efnahag landsins og sögu, og hversu mikið er að gerast í greininni. Mér finnst hann hins vegar mjög áhugaverður og sé fyrir mér að ég starfi annað hvort við fiskeldi eða annað tengt sjávarútvegi í framtíðinni.“

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

Fjölbreytt og skemmtilegt nýtt nám við Háskóla Íslands lofar góðu

Sigrún Erna Geirsdóttir

„Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir fólk sem hefur áhuga á fiskeldi því þegar því er lokið eru fleiri mögu-leikar í boði en eftir mjög sérhæft nám,“ segir Elvar Steinn traustason.

Það er svo vítt sviðið sem námið fer yfir. maður fær góðan grunn í fiskeldi og tækni sem henni tengist en líka örveru- og matvælafræði, sem og gæðaeftirliti og stjórnun hennar. Það er því hægur leikur að skipta úr fiskeldi í venjulega fiskvinnslu.

15 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Page 16: 9.tbl 2013

16 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

,,Móttökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum”

unglingar fræddir um sjávarútveg og möguleika hans

Skólakynningar Íslenska sjávarklasans fyrir 10.bekk hafa slegið í gegn í grunn-skólum þar sem þær hafa verið haldnar, enda ekki á hverjum degi sem ungling-ar eru fræddir um atvinnugreinar á svo

lifandi og skemmtilegan hátt.

fræðslan er lifandi og skemmtilegHugmyndin að skólakynningunum kviknaði innan Íslenska sjávarklasans og var unnið að því að koma henni á fót sumarið 2012. Um haustið hafði svo fengist styrkur frá Tryggingamiðstöð-inni og LÍÚ til að keyra starfið.

„Ég kannaði grundvöll fyrir fræðslunni og út-vegaði öll gögn. Síðan kynnti ég mér allar auka-afurðir sem fást af fiski og sem gera þá vinnslu svo verðmæta og merkilega,” segir Heiðdís Skarphéðinsdóttir, verkefnastjóri hjá sjávarklas-anum sem á veg og vanda af kynningunum. Vet-urinn 2012 hófust svo kynningarnar og voru þær þrjátíu talsins, víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum. ,,Þetta var enn á tilraunastigi en við fengum strax góðar móttökur, bæði frá kennurum og krökkunum. Kennurunum finnst þetta frábært því við nálg-umst þetta á líflegan hátt, segjum brandara o.fl. og krökkunum finnst þetta skemmtilegt.” Heið-dís segir þau yfirleitt vera tvö að kynna í einu, það geri þetta skemmtilegra og líflegra. Upp-bygging kynningarinnar er þannig að byrjað er á ágripi af sögu fiskveiða hér við land, fjallað er um sérstöðu Íslands, helstu fiska og lífverur. Síðan eru krakkarnir spurðir ýmissa spurninga, svo sem hvað þau haldi að Íslendingar veiði af fiski árlega, hvaða störf þau haldi að séu í sjáv-

arútvegi og fleira í þessum dúr. ,,Þegar við spyrj-um um það fáum við þessi dæmigerðu svör: sjó-maður, stýrimaður, kokkur og skipstjóri. Síðan reynum við að víkka út sjóndeildarhringinn með því að spyrja t.d hver selji fiskinn og hver búi til vélarnar,” segir Heiðdís.

Þá séu viðskiptafræðingar og verkfræðingar nefndir og sömuleiðis fyrirtæki eins og Marel. Þegar nokkur svör eru komin fram er búinn til starfahringur. „Þá sýnum við þeim ákveðnar kúlur þar sem einn þáttur er í hverri kúlu og hvernig kúlurnar tengjast sjávarútvegi, allt frá flutningum til hátækni og rannsókna.”

Aukaafurðirnar kynntarEftir að starfahringurinn hefur verið kynntur er krökkunum sýnd mynd af þorski og þeim gert grein fyrir að fiskurinn er ekki bara hvíta flakið sem þau fá á diskinn sinn með því að sýna þeim allar afurðirnar sem búnar eru til úr öðrum hlutum fiskins, t.d. leður og Penzim. ,,Krökkun-um finnst t.d alltaf jafn merkilegt þegar ég segi þeim að steinbítsleður er sterkasta leður sem til er.” Heiðdís hefur alltaf meðferðis tösku fulla af aukaafurðum, svo sem lýsi, þorskalifur, lifrar-paté, kavíar, Penzim, þurrkaðan þorskhaus og leður, bæði venjulegt og litað.

„Við segjum þeim söguna að baki Penzim, hvernig ensímum er náð úr maga þorsksins, hvernig þau eru unnin og áhrif ensímanna á okkur. Krakkarnir eru mjög áhugasöm um það.” Hún segir krakkana raunar almennt mjög áhuga-sama og taki virkan þátt í kynningunni, bæði með því að vera dugleg að spyrja og eins að svara spurningum sem kennsluteymið ber upp. Sem dæmi um áhugaverðar spurningar sem þau hafa fengið er t.d hvort til séu takkaskór úr roði og hvort óléttir fiskar séu borðaðir. Heiðdís og sam-starfsmaður hennar sýna síðan myndband úr hátækniiðnaðinum þar sem mismunandi fyrir-tæki eru sýnd og útskýrt hvað hvert og eitt gerir.

Sömuleiðis er farið stuttlega yfir sögu og þróun fiskveiða, allt frá því að fólk fór út á árabátum að fiska og til dagsins í dag þegar veitt er á hátækni-skipum. Sýnt er hvernig fullvinnsla fer fram og hversu góð við erum að nýta fiskinn í saman-burði við aðrar þjóðir.

fara vel í námsframboðMismunandi nám er líka kynnt til sögunnar, hvort sem það tengist sjávarútvegi beint eða óbeint, t.d Skipsstjórnarskólinn og Scuba Ice-land, en köfun er t.d mjög mikilvæg fyrir fisk-eldi. ,,Síðan sýnum við þeim lista yfir alls kyns greinar, allt að stjórnmálafræði og íþróttafræði, og bendum krökkunum á hvernig þessar greinar sem í fyrstu virðast ekki hafa mikið með sjávar-útveg að gera geta samt áður tengst útveginum.” Heiðdís segir kennara vera sérlega hrifna af námshlutanum. ,,Við fjöllum t.d vel um iðnnám og bendum á mikilvægi þess, sem og að ef krakk-arnir bæta við sig örfáum áföngum þá útskrifist þau með stúdentspróf líka.”

mikil eftirspurn eftir kynninguTeymið hefur haldið þrjátíu kynningar nú í haust en Tryggingamiðstöðin styrkti verkefnið að nýju Ætlunin er að byrja að bóka kynningar á vor-önn eftir áramót ,,Það er nóg eftirspurn,” segir Heiðdís. ,,Kennarar vilja yfirleitt að við komum aftur til að halda kynningu fyrir næsta árgang.” Hún segir að strax í haust hafi skólar byrjað að hringja til þess að bóka kynningar og raunar hafi þau þurft að vísa frá skólum vegna mikillar eftir-spurnar. Þessum skólum hafi hún bent á að hafa aftur samband eftir áramót. Heiðdís segir að þau hafi fjárveitingu fram að áramótum og verið sé að vinna að framhaldinu. Áhugi skólannna, og ekki síst nemendanna sjálfra, hafi farið fram úr björtustu vonum. ,,Móttökurnar hafa verið ein-staklega góðar og eiginlega miklu betri en maður þorði að vona,” segir hún að lokum.

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

Sigrún Erna Geirsdóttir

Page 17: 9.tbl 2013

17 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

3X Technology ehf - www.3x.is - [email protected] - Sími: 450 5000

Íslenski sjávarklasinn starfrækti vinnu-skólann Codland í Grindavík um sjávarút-veginn dagana 12. til 15. ágúst sl. sumar og var skólinn ætlaður 14 og 15 ára krökkum. Nemendurnir sem voru 28 fengu svo greitt

skv. launatöflu unglingavinnunnar í Grindavík. Markmið skólans er að efla áhuga á sjávarútveg-inum og sýna nemendum áhrif hans á samfélagið. Nemendur fengu fræðslu um íslenskan sjávarút-veg, kynntust frumkvöðlastarfsemi, efnafræði-tilraunum og fóru í vettvangsferðir. Farið var t.d í vettvangsferðir í fiskverkunina Stakkavík, harð-fiskverkunina Stjörnufisk og Veiðafæraþjónustu Grindavíkur. Fengu nemendur einnig að fara um borð í Tómas Þorvaldsson GK og Hrafn GK hjá Þor-birni þar sem krakkarnir fengu leiðsögn frá skip-stjórum. Mikil ánægja var með skólann bæði hjá nemendum sjálfum og þeim sem að honum komu og verður hann starfræktur aftur næsta sumar.

Einn af nemendum skólans sl. sumar var

Ævar Andri Öfjörð sem er 14 ára og býr í Grinda-vík. Af hverju ætli hann hafi farið í skólann?

„Mig langar til þess að vinna í fiski með skólan-um og datt í hug að þetta myndi hjálpa mér að fá vinnu,“ segir hann. Ævar segir að námskeið-ið hafi verið mjög áhugavert og fræðandi. Þau hafi t.d verið frædd um nýsköpun og hvernig sé hægt að vinna fiskinn betur. Krakkarnir sem hafi verið með honum á námskeiðinu hafi líka verið mjög skemmtilegir. Finnst Ævari hann hafa meiri áhuga á sjávarútvegi nú en áður? „Já,

hiklaust. Flestir eru þeirrar skoðunar að ef þú kemst ekki í gegnum framhaldsskóla þá farirðu að vinna í fiski. Námskeiðið opnaði hins vegar alveg huga minn fyrir útveginum og ég veit núna að hann hefur upp á miklu meira að bjóða en maður hélt áður.“ Þótt Ævar hafi meiri áhuga á því að fara í læknisfræði í háskólanum langar hann að komast í fisk næsta sumar. „Ég er að hugsa um að sækja um hjá Vísi í Grindavík og vona að ég fái vinnu. Ég held að það geti bara verið nokkuð skemmtilegt að vinna í fiski.“

„Opnaði hug minn fyrir útveginum“ Vinnuskóli um sjávarútveg fyrir efsta bekk grunnskóla

Sigrún Erna Geirsdóttir

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

Markmið skólans er að efla áhuga á sjávarútveginum og sýna nemendum áhrif hans á samfélagið.

Page 18: 9.tbl 2013

18 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Bjarni Eiríksson lærði sjávarútvegsfræði á Akureyri og vinnur nú að meistaraverkefni sínum í Auðlindafræði. Verkefnið vinnur hann með Promens á Dalvík og gengur það út á að greina innkomu fyrir

Promens á fiskeldismarkaðinn, þar sem sér-staklega er verið að horfa til Noregs. Bjarni hef-ur þurft að fresta verkefninu oftar en einu sinni vegna anna og eins vegna þess að hann hefur skipt um meistaraverkefni. „Verkefnið sem ég er að vinna að núna er þriðja verkefnið sem ég vinn að en þetta ætti að klárast á þessari önn,“ segir hann. Bjarni sem er alinn upp á garð-yrkjustöðinni Reyn í Eyjafirði segist ekki hafa farið á sjó ennþá. „Ég stefni samt á að komast á sjó bráðum enda verð ég ekki fullútskrifaður fyrr en ég geri það!“ Meistaranám í Auðlinda-fræði er klæðskerasniðið að hverjum og einum og býður í raun ekki upp á kúrsa heldur setur nemandi saman námið sjálfur í samstarfi við meistaraprófsnefnd og leiðbeinanda. „Ég fann sjálfur nokkra kúrsa fyrir norðan og svo tók ég nokkra við Copenhagen Business School.“ Bjarni segist ekki hafa haft alltaf áhuga á sjávarútvegi, það hafi komið síðustu ár. „Ég hef búið erlendis og ég vil ferðast og vinna í alþjóðaumhverfi við fjölbreytt verkefni. Ég sá að sjávarútvegsfræðin bauð upp á nám sem myndi henta mjög vel miðað við þessar kröfur og var mjög ánægður með það nám.“

fjölbreytt verkefniBjarni hefur unnið ýmis verkefni fyrir Há-skólann á Akureyri og Sjávarútvegsmiðstöð-ina við HA allt frá því að hún var stofnuð 2009. Eitt helsta verkefnið hefur verið að vinna með Sjávarútvegsskóla SÞ en í gegnum tíðina hafa um 20% umsvifa skólans verið unnin í sam-starfi með aðilum innan HA og má þar nefna að annað hvert ár hefur HA boðið upp á sér-nám í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og mark-aðssetningu sjávarafurða. Bjarni segir mið-stöðina að auki taka á móti nemendum sem vinna að lokaverkefni sínu, til þriggja mánaða, og skipuleggi heimsókn nemenda um Norður-land. Bjarni hefur sömuleiðis unnið verkefni

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

Ný tækifæri á hverjum degi

Sjávarútvegsfræðin býður upp á fjölbreytni

Sigrún Erna Geirsdóttir

Þar er verið að selja mjög dýrar afurðir og ef menn hafa nennu til er hægt að selja þarna sundmaga á nokkuð góðum verðum.

Page 19: 9.tbl 2013

19 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

fyrir miðstöðina erlendis og dvald-ist m.a á Sri Lanka þegar borgara-styrjöldin var í hámarki. „Það var ekki góður tími til þess að vera þar en í heildina var þetta samt góð upplifun,“ segir hann.

„Síðan hef ég líka unnið að fullvinnsluverkefn-um með Samherja, Reykjavik Seafood og Matís um mögulega vinnslu og markaðssetningu á sundmögum á hefðbundna hágæðamarkaði í Kína. Þar er verið að selja mjög dýrar afurðir og ef menn hafa nennu til er hægt að selja þarna sundmaga á nokkuð góðum verðum. Enda eru dæmi um að þar séu sundmagar seldir á fleiri þúsund dollara stykkið.“ Bjarni segir þetta þó ekki einfalt mál, Kína sé langt í burtu og íslenski fiskurinn hafi lítinn sund-maga. „Þetta gæti samt líklegast tvöfaldað virði þurrkaðra hlutarafurða sem eiga ekki möguleika í snyrti- eða lyfjageiranum.“ Bjarni hefur verið að vinna að fleiri spennandi verk-efnum, t.d markaðssetningu fyrir Samherja

sem fólst í

gerð vand-aðra bóka þar

sem meginuppstað-an er myndir. Þá hefur hann komið að vinnu fyrir vefinn fisheries.is sem Sjávarútvegsmið-stöðin sér um en vefnum er ætlað að vera sam-antekt um íslenskan sjávarútveg fyrir erlenda

aðila og að vefnum Vistey.is sem inniheldur upplýsingar

um lífríki Eyjafjarðar.

Þróunin mun staðfesta væntingarBjarni segir að þótt við séum búin að gera margt fyrir íslenskan sjávarútveg erlendis og markaðssetning sé víða í góðum farvegi séu enn verkefni óunnin og ný tækifæri gefist á hverjum degi. Hann segist t.d undra sig á að ekki sé enn búið að sækja um vöruvernd hjá Evrópusambandinu fyrir íslenska saltfiskinn eins og gert hafi verið fyrir parmaskinku og feta ost, þar sem uppruni og vinnsluaðferðir skipta öllu. „Íslenski saltfiskurinn þarf þessa vöruvernd og Sjávarútvegsmiðstöðin væri tilbúin til þess að aðstoða við umsóknarferlið.“ Bjarni segist ætla að vinna við sjávarútveg áfram því gríðarleg tækifæri liggi í sjávarútvegi og margt sé ókannað ennþá. „Við eigum t.d. al-gerlega eftir að kanna grunnsævið og þangað er margt að sækja, það er t.d aðeins rétt byrjað að skoða hvernig svampar nýtast í lyfjaframleiðslu og frumdýr í líftækni. Það er svo margt að gerast sem tengist t.d aukaafurðum og ég tel að sú þróun mun staðfesta vonir og væntingar.“

Wesmarbógskrúfur

Hidea utanborðs-mótorar

Hidrostalsnigildælur

TMP og HEILAsjókranar

Hjallahraun 2220 Hafnarfjörðurs. 562 3833www.asafl.is - [email protected]

BT Marineskrúfur

Halyardpústkerr

Helacsnúningsliðir

Tides Marineásþétti

FPT bátavélarIsuzu bátavélarWesterbeke rafstöðvarog trilluvélar

Doosan bátavélar

ZinkGírarDælurÁsþéttiAAvélarRafstöðvarHHljóðkútarStýrisvélarSnúningsliðirHosuklemmurSkrúfubúnaðurUtanborðsmótorar

Vélar og búnaður fyrir báta og stærri skip

„Íslenski saltfiskurinn þarf þessa vöruvernd og Sjávarútvegsmiðstöðin væri tilbúin til þess að aðstoða við umsóknarferlið.“

Við eigum t.d. algerlega eftir að kanna grunnsævið og þangað er margt að sækja, það er t.d aðeins rétt byrjað að skoða hvernig svampar nýtast í lyfjaframleiðslu og frumdýr í líftækni.

Page 20: 9.tbl 2013

20 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Skipsstjórnarskólinn var stofnaður árið 1891 undir nafninu Stýrimanna-skólinn í Reykjavík og hefur verið starfræktur síðan. Í bók sem gefin var út vegna 100 ára afmælis skólans

kom m.a fram að 4595 nemendur hefðu útskrifast á þeim tíma. Í dag eru um hundrað nemendur við skólann í dagskóla og um 140 manns eru í fjar-námi. Kennt er á allar stærðir og gerðir af skipum, allt frá 12 metrum og upp úr.

kröfurnar alltaf að aukastVilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skips-stjórnarskólans, segir að í raun sé um fjögur stig að ræða í náminu. „Lægsta stigið, stig A, er fyr-ir 24 metra fiskibáta og er það einn vetur, svo er það stig B, fyrir 45 metra fiskiskip og 500 brúttó tonna farþega- og flutningaskip, stig C er svo fiski-mannapróf fyrir öll íslensk fiskiskip og upp í 3000 brúttótonn flutningaskip,“ segir hann. D stig sé svo fyrir ótakmarkaða stærð af skipum og séu það alþjóðleg réttindi. Varðskipadeildin sé síðan ein önn í viðbót, en hefur verið kennd í dreifnámi á einum vetri. „Ef maður vill verða skipherra á ís-lensku varðskipi þá tekur maður það stig.“

Magni segir námið hafa tekið miklum breyt-

ingum í gegnum tíðina þar sem sífellt sé verið að auka kröfurnar. „Í grundvallar-atriðum hafa ákveðnir þættir kannski ekki breyst mikið, t.d siglingarfræðin, en reglurnar hafa tekið smávægilegum breytingum.“ Meira sé t.d kennt nú en áður um stöðugleika skipa, mismunandi tækni o.fl. Það sé alltaf að bætast við það sem skipstjórnarmenn þurfi að vita.

„Nám til fullra stýrimannaréttinda er fjög-ur ár og svo bætist við siglingartími í tvö ár til þess að fá stýrimannaréttindi. Síðan þarf tvö ár til að fá yfirstýrimannaréttindi og svo bætist við meiri siglingatími ef stefnt er að skipstjórarétt-indum.“ Ungur maður sem kemur reynslulaus inn í skólann gæti þá fengið ótakmörkuð réttindi á öll skip eftir átta til níu ár; námið sjálft tæki fjögur ár og afgangurinn væri siglingartími. „Þetta er dágóður tími en menn eru yfirleitt búnir að vera eitthvað á sjó þegar þeir koma hingað inn og hafa þannig stytt aðeins tímann sem það tekur að fá stýrimannaskírteini. Það gerist þó alltaf öðru hvoru að hingað koma ungir menn sem eru fullir áhuga en hafa ekki verið mikið á sjó.“

SkipulagsbreytingarÁrið 2003 tók Menntafélagið við rekstri Stýri-mannaskólans og Vélskólans, síðan var Fjöl-tækniskólinn stofnaður utan um þá skóla. Árið 2008 rennur svo Fjöltækniskólinn inn í Tækni-skólann og hefur hann verið rekinn undir þeim hatti síðan. Magni segir að skólinn hafi ekki tek-

ið miklum breytingum í sjálfu sér vegna þessara breytinga nema hvað vegna breyttra reglna um framhaldsskóla hafi skólinn farið að starfa undir nýrri náms-skrá árið 2008. Hún sé reyndar aftur í end-urskoðun núna og skólinn muni taka upp nýja námsskrá næsta haust, bæði vegna breytinga á lögum um framhaldsskóla og eins vegna breytinga á alþjóðlegum kröf-um. Þessar breytingar verði þó ekki stór-vægilegar. Nokkrir áfangar komi til með

að breytast aðeins þar sem breyta þarf áherslum á suma þætti vegna nýrrar aðalnámsskrár fram-haldsskóla og breytta krafna erlendis frá. Skólinn þurfi að laga nám sitt að nýrri aðalnámsskrá hvað almenna námið varðar.

nánast fullbókaður skóliMagni segir fáar stelpur hafa útskrifast frá skól-anum en þangað komi þó ein og ein, og þrjár stelpur séu í námi við skólann núna. Fyrsta stúlkan útskrifaðist árið 1979 og ein hafi tekið varðskipadeildina. „Ég myndi segja að ágætur áhugi væri hjá ungu fólki á skólanum og þessum skemmtilegu störfum sem námið veitir aðgang að. Þeir sem vilja fara í verknám hafa auðvitað um margt að velja en við erum ánægð með þann aukna áhuga sem hefur verið á náminu undan-farin ár,“ segir Magni og kveður skólann nánast fullan. Magni segir skólinn eiga bjarta framtíð fyrir sér. „Einhverjir verða jú alltaf að sigla og veiða fyrir okkur fiskinn.“

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

Sigrún Erna Geirsdóttir

„einhverjir þurfa að veiða fiskinn“

Stýrimannaskólinn á framtíðina fyrir sér

vilbergur Magni Óskarsson.

„Þetta er dágóður tími en menn eru yfirleitt búnir að vera eitt-

hvað á sjó þegar þeir koma hingað inn og hafa þannig stytt aðeins tímann sem það tekur að

fá stýrimannaskírteini.“

Page 21: 9.tbl 2013

21 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

María Rún Karlsdóttir frá Neskaup-stað fór í Sjávarútvegsskóla Síld-arvinnslunnar sl. sumar og lætur afar vel af þeirri reynslu. „Mig langaði til að prófa og svo voru

allir krakkar í kringum mig að fara líka svo það var engin spurning um að drífa sig,“ segir hún. Búandi á Neskaupstað segist hún vera meðvituð um mikil-vægi Síldarvinnslunnar og sjávarútvegs fyrir bæ-inn og langaði til þess að vita meira um starfsemi fyrirtækisins og eins almennt um sjávarútveg. „Ég hef kannski ekki hugsað mikið um sjávarútveg í gegnum tíðina en þegar ég var 11 ára fór ég út á sjó með afa mínum sem var skipstjóri á Bjarti og frænda mínum. Þetta var rosalega skemmtilegt og gaman að sjá hvernig fiskurinn er veiddur og hvernig allt fer fram um borð.“

Sjávarútvegsskólinn var mjög skemmtilegur og fræðandi að mati Maríu og segir hún að ýmislegt hafi verið gert. Þau hafi farið að skoða frystihúsið og farið í netagerðina, sem og í fyrirtæki í bænum sem tengjast Síldarvinnslunni. María segir það hafa komið sér mikið á óvart hversu margt fólk kemur að útvegi og hversu mikið umfangið er. María segist heldur ekki hafa vitað að störf tengd sjávarútvegi gætu verið svona fjölbreytt. „Maður sér bara fyrir sér fólkið í frystihúsinu og úti á sjó en síðan eru miklu fleiri sem koma að þessu en maður heldur.“ María segir skólann hafa aukið áhuga sinn á sjávarútvegi enda hafi skólinn ver-ið fræðandi og skemmtilegur. Aðspurð um hvort hún geti hugsað sér að vinna í sjávarútvegi í fram-tíðinni segist hún vel geta hugsað sér að vinna í fiski með skóla. Það heilli sig þó mest að læra eitt-hvað tengt íþróttum í háskólanum seinna meir.

Hún segir að mikið af krökkum hafi ekki áhuga á sjávarútvegi en einhverjir hafi það nú samt, það sé t.d einn strákur í hennar bekk sem hafi brenn-andi áhuga. „Það er gott að einhver hefur það, það er gott fyrir samfélagið og það er gott fyrir sjávar-

útveg og framtíðina. Meðan það er fiskur í sjónum ættum við jú að veiða hann. Það væri óskandi að fleiri hefðu áhuga á honum,“ segir hún. María seg-ir það ekki koma sér á óvart að heyra að krakkar í framhaldsskólum landsins hafi almennt lítinn áhuga á að starfa við sjávarútveg í framtíðinni.

,,Ég held að það væri mjög sniðugt ef svona nám-skeið eins og ég fór á hjá Síldarvinnslunni væru í boði alls staðar. Þetta var svo skemmtilegt og fræðandi og ég held að áhugi á sjávarútvegi hafi aukist hjá öllum krökkunum sem fóru á það.“

„Vissi ekki að störfin gætu verið svona fjölbreytt“

Skemmtilegt að fara í Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar

Sigrún Erna Geirsdóttir

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

,,Ég held að það væri mjög sniðugt ef svona námskeið eins og ég fór á hjá Síldarvinnslunni væru í boði alls staðar,“ segir María Rún Karlsdóttir.

Page 22: 9.tbl 2013

22 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Ívar Dan Arnarson útskrifast í vélstjórn frá Verkmenntaskóla Akureyrar næsta vor. Ívar er frá Stöðvarfirði og faðir hans er vél-stjóri á Bjarti frá Neskaupsstað svo hann á ekki langt að sækja áhugann. „Sem gutti

var maður að sniglast í kringum pabba þegar hann var að vinna í landi og fannst þetta mjög áhugavert.“ Eftir að Ívar hóf námið hefur hann verið að vinna hjá verktaka sem þjónustar álver-ið á Reyðarfirði. Hann hefur þó líka verið á sjó því hann var á Bjarti í tvö sumur í afleysingum. Ívar segir vélstjóranámið vera bæði skemmtilegt og erfitt. „Manni finnst oft að aðrir hafi þá skoð-un að þetta sé létt bara af því að þetta er verk-legt nám en þó þetta sé skemmtilegt er námið bæði erfitt og krefjandi. Það er bæði talsverð raf-magnsfræði í þessu og eðlisfræði líka.“ Samhliða náminu eru svo aðrar bóklegar greinar svo nem-endur fá stúdentspróf þegar þeir útskrifast. Það skemmtilegasta við námið segir Ívar vera fræði-legu tímana því í þeim sé t.d verið að gera tilraun-ir. „Það er gaman að sjá hvernig hlutirnir virka í raun eftir að maður hefur lesið um þá. Aðrir verk-legir tímar eru samt mjög skemmtilegir líka.“

Hann segir skólann hafa komið sér talsvert á óvart. Upphaflega hafi hann ætlað að fara til Reykjavíkur í nám en Akureyri hafi verið nær heimahögunum og hann sjái ekki eftir því að hafa farið þangað. Skólinn sé frábær og kenn-ararnir einstakir. „Þrátt fyrir að margir séu í vélstjóradeildinni er hópurinn mjög samhentur. Maður hefur líka mjög góðan aðgang að kennur-unum og það er mikill kostur. Það er aldrei neitt mál að fá aðstoð, þeir eru alltaf boðnir og búnir að hjálpa manni.“ Ívar segir að félagslífið í VMA sé fínt en hann sæki þó ekki mikið í það. „Við í vélstjórninni gerum hins vegar reglulega eitt-hvað skemmtilegt saman um helgar því þetta er svo góður hópur. Við höfum líka sér setustofu og það ýtir hópnum enn betur saman.“

Stefnir á sjóinnÍvar er búinn með sveinsprófið í vélvirkjuninni og er nú að taka rafvirkjun í lotunámi. Stór hópur nemenda í vélstjórn geri það þar sem mikið sé verið að grúska í rafmagni á sjónum og rafvirkj-unin komi sér því vel. Kennt sé um helgar og í fjarnámi. „Mig langar að vinna sem vélstjóri á sjó en það er ekki víst að ég komist strax að loknu

vélstjóranáminu jafnvel þótt ég fái pláss, því kannski fer ég á samning til að fá sveinspróf í raf-virkjun. Ég stefni samt á sjóinn seinna meir, þar eru bæði góðir tekjumöguleikar og svo hentar mér vel að vera úti í ákveðinn tíma og heima í fríi þess á milli. Ég held að frítíminn nýtist manni vel þannig.“ Þá sé mikið af alls kyns búnaði úti á sjó og það eigi því vel við áhugasviðið.

Viðhorf til sjávarútvegs almennt gottHann segir fólk á sínum aldri þokkalega áhuga-samt um útveginn en vinir sínir séu auðvitað margir hverjir í vélstjórn eða að læra svipaða hluti. Ívar telur viðhorf ungs fólks til sjávarútvegs almennt vera gott nema hvað umræðan um veiði-

leyfagjaldið sé leiðigjörn. Fólki finnst oft útgerðin stunda rányrkju, sem sé ekki rétt að hans mati, en þetta liti talsvert viðhorf margra. Þá tali margir um há laun sjómanna en gleymi því oft að fyrir 10-15 árum hafi verið erfitt að manna skipin því betri laun hafi verið í landi. Menn sækja þangað þar sem launin eru hæst. Svo þegar illa gengur fæst enginn. „Fólk gleymir þessu og öfundast svolítið út í sjómennina sem eru svo auðvitað að vinna oft við mjög erfið skilyrði,“ segir hann.

Ívar segist klárlega mæla með náminu sem sé víðtækt. Vélstjórnin sé gífurlega góður grunn-ur, hvort sem það er fyrir starf að því loknu eða grunnur að áframhaldandi tækninámi í vélfræði eða verkfræði.

MENNtuN tENgd SjÁvARútvEgI

„Gaman að sjá hvernig hlutirnir virka“

Vélstjóranámið er góður grunnur

Sigrún Erna Geirsdóttir

„Mig langar að vinna sem vélstjóri á sjó en það er ekki víst að ég komist strax að loknu vélstjóranáminu jafnvel þótt ég fái pláss, því kannski fer ég á samning til að fá sveinspróf í rafvirkjun,“ segir Ívar dan Arnarson.

Page 23: 9.tbl 2013
Page 24: 9.tbl 2013

24 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Föstudaginn 15.nóvember hittist Hafna-samband Íslands í Húsi sjávarklasans í því skyni að hefja vinnu við mótun sameiginlegrar langtímastefnu fyrir að-

ildarhafnir sambandsins. Var það mál manna að vel hefði tekist til. Tilurð vinnunnar má rekja til niðurskurðar í fjárlögum til íslenskra hafna.

„ákváðum að taka málin í okkar hendur.“Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, seg-ir Hafnasambandið hafa ákveðið að kalla til vinnufundar um mótun sameiginlegrar lang-tímastefnu fyrir aðildarhafnir Hafnasambands Íslands eftir að ríkisstjórnin hefði kynnt fjárlög næsta árs. „Við fórum yfir fjárlögin og sáum að hlutur hafnanna var talsvert rýr og að við mynd-um þurfa að skoða okkar mál. Í stað þess að bíða eftir því að innanríkisráðuneytið myndi setja saman stefnumótun samkvæmt samgönguáætl-un ákváðum við þess í stað að taka málin í okkar hendur og byrja þá vinnu sjálfir í samstarfi við Íslenska sjávarklasann,“ segir Gísli. Fundurinn 15.nóvember var fyrsti fundurinn í þessu ferli og

sendu flestar hafnir landsins fulltrúa sinn á stað-inn, annað hvort hafnarstjóra eða næstráðanda, til skrafs og ráðagerða. Á undan fundinum hafði verið send út vefkönnun þar sem menn voru beðnir að koma með hugmyndir að hagræðingu og segist Gísli hafa verið ánægður með fjölda svara. Á fundinum var bæði unnið á grundvelli þessara hugmynda og eins þeirra sem þá voru bornar upp. Voru menn á einu máli um nauðsyn heildarstefnunnar og ágæti þess að vinna sjálfir að eigin stefnumótun í stað þess að bíða eftir að yfirvöld mótuðu hana fyrir þá. Vinna þessi mun halda áfram í vetur og ljúka næsta sumar. Gísli segir að afkoma hafna sé mjög misjöfn eftir stærð og landsvæðum, sumar eigi í verulegum fjár-hagserfiðleikum meðan aðrar standi ágætlega. Það auðveldi líka hagræðingarferlið að almennt er talið að lítil samkeppni ríki hafna í milli.

mun ekki leiða til uppsagnaGísli segir að innanríkisráðuneytinu hafi verið kunnugt um að hafnirnar myndu sjálfar fara í þessa vinnu og hafi ráðuneytið verið ánægt með það. „Þegar þessari vinnu verður svo lokið og við erum komin með tillögur fullfrágengnar munum

við setjast niður hjá ráðuneytinu og fara yfir þær. Ég á ekki von á öðru en að okkur takist bæði að leggja fram þá stefnu sem þörf er á og að ráðuneyt-ið muni leggja blessun sína yfir tillögurnar þegar hafnirnar hafa samþykkt þær fyrir sitt leyti.“ Þeg-ar Gísli er inntur eftir því hvaða tillögur komi til með að vera í stefnunni segir hann að menn hafi verið sammála um það á fundinum að hægt væri að sameina ákveðnar hafnir og þannig myndi strax skapast mikil hagræðing. En mun hag-ræðingin ekki hafa uppsagnir í för með sér? „Við teljum að svo verði ekki. Íslenskar hafnir eru nú þegar þannig mannaðar að ekki er hægt að skera niður í mannafla án þess að það komi verulega niður á þjónustu hafnarinnar, þær eru almennt mjög vel skipulagðar. Hins vegar myndi sparn-aður skapast í rekstri hafnanna við sameiningar.“ Tillögurnar verða lagðar fyrir Hafnasambands-þing næsta haust og má því vænta talsverðra breytinga í skipulagi hafna hér við land í náinni framtíð nái þær fram að ganga. „Ég er bjartsýnn á að þetta muni takast vel hjá okkur og að það verði áframhaldandi vöxtur í íslenskum höfnum, ég á ekki von á öðru. Svo lengi sem bátar eru hér við land munum við þurfa á höfnum að halda.“

Sigrún Erna Geirsdóttir

Sameining hafna mun leiða til hagræðingar

Hafnasambandið hefur stefnumótunarvinnugísli gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Rúmur helmingur fjármagns fer til landeyjarhafnarn Valur Rafn Halldórsson, starfsmaður Hafnasambands Íslands, hefur tekið saman minnisblað þar sem farið er yfir framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2014. Í fjár-

lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir framlögum til hafnarframkvæmda uppá um 1.236,5 m.kr. sem er hækkun uppá 49,7 m.kr að raungildi frá fjárlögum ársins 2013. Af 1.236,5 m.kr. fer yfir

helmingur eða 660 m.kr. í framkvæmdir við landeyjahöfn en sömuleiðis er inni í þessari tölu tímabundið framlag til Húsavíkurhafnar uppá 348 m.kr.

Page 25: 9.tbl 2013

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður

Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

www.isfell.is

Ísfell er umboðsaðili fyrir Deutsche Schlauchboot GMBH (DSB) sem hefur áratuga reynslu í hönnun, þróun og framleiðslu vara úr gúmmíefnum. DSB er einn af hæfustu og reynslumestu framleiðendum á björgunarbúnaði í skip og báta.

Rekstrarleiga björgunarbátaÍsfell býður björgunarbáta í rekstrarleigu og leigir út báta í flest öllum stærðarflokkum. Ísfell hefur umsjón með skoðunum á björgunarbátum og er í samstarfi við sjö skoðunarstöðvar sem staðsettar eru víðs vegar um land.

Hér fyrir ofan má sjá lítið brot af þeim björgunarbúnaði sem Ísfell býður sjófarendum. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur og rekstarleigu björgunarbáta.

Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!

Björgunarbúnaður

Page 26: 9.tbl 2013

Kassafrystarnir frá Skaganum leystu vandannUm samvinnu Síldarvinnslunnar og Skagans á sviði makrílfrystingar

26 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

uppþýddur makríll úr kassafrysti.

Page 27: 9.tbl 2013

27 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

á framansögðu sést að uppsjávarfyrirtækin á Íslandi stuðla ekki einungis að gjaldeyrissköpun með eigin framleiðslu heldur einnig með því að vinna að tækniþróun sem síðan er seld úr landi.

Page 28: 9.tbl 2013

Sumarið 2008 var makríllinn veidd-ur samkvæmt sóknarmarkskerfi og má segja að bátarnir hafi keppst við að flytja sem mestan afla á land á sem skemmstum tíma og aflinn var síðan nýttur að langmestu

leyti til framleiðslu á mjöli og lýsi. Reynslan af veiðunum 2008 leiddi til þess að verulegar um-ræður hófust um framtíðarskipulag veiðanna enda mönnum ljóst að sóknarmarksfyrirkomu-lagið hefði alvarlega galla. Slíkt kerfi stuðlaði að takmarkaðri verðmætasköpun meðal annars vegna þess að of mörg skip lögðu stund á veið-arnar, hráefnið sem barst að landi var oft lélegt og veiðarnar hófust of snemma með tilliti til fitu-innihalds í fiskinum. Að auki lá fyrir að makríl-veiðarnar bitnuðu verulega á veiðum á norsk-ís-lenskri síld.

Sumarið 2008 var enginn makríll frystur á vegum Síldarvinnslunnar. Árið eftir hóf fyrir-tækið hins vegar að þreifa sig áfram með fryst-ingu þó einungis væri um lítið magn að ræða. Fram kom að fyrirtækið væri að mörgu leyti vanbúið til að frysta makrílinn og einungis var frystur smærri fiskur því frystitækin sem notuð voru hentuðu ekki til frystingar á stórum fiski. Þegar ljóst var að tekið yrði upp aflamarkskerfi í makrílveiðunum (kvóta úthlutað á hvert skip) gerbreyttist öll umræða um veiðarnar og vinnsl-una. Í slíku kerfi yrði fyrst og fremst hugsað um að hvert skip fengi sem mest út úr þeim afla sem það kæmi með að landi og þá blasti við að áhersla á manneldisvinnslu myndi stóraukast. Því má segja að tilkoma aflamarkskerfisins hafi ekki einungis haft áhrif á veiðarnar heldur einnig gerbreytt öllu hugarfari varðandi nýtingu aflans. Hafa ber í huga að þegar þarna var komið sögu var makríllinn orðinn ein af mikilvægustu fisktegundunum sem nýttar voru við landið og á árunum 2008-2011 jókst aflinn úr 113 þúsund tonnum í 159 þúsund tonn. Þá veiddu íslensk fiskiskip rúmlega 149 þúsund tonn á vertíðinni 2012 og á nýliðinni vertíð ákváðu Íslendingar kvóta sem nam um 120 þúsund tonnum.

ráðstafanir vegna aukinnar áherslu á manneldisvinnsluAð lokinni síldar- og makrílvertíðinni árið 2009 hófu forsvarsmenn Síldarvinnslunnar að kanna til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa til að auka manneldisvinnslu á makríl enda ljóst að á næstu vertíð yrði í gildi aflamarkskerfi í makrílveiðunum. Farið var yfir þær tilraunir til manneldisvinnslu sem gerðar höfðu verið á ver-tíðinni 2009 í fiskiðjuverinu í Neskaupstað og skoðað hvað þyrfti að bæta á sviði vinnslubún-

aðar. Tekin var ákvörðun um að Jón Már Jónsson yfirmaður landvinnslu hjá fyrirtækinu, Jóhann Pétur Gíslason yfirvélstjóri og Sindri Sigurðsson gæðastjóri héldu til Noregs til að kynnast þeim aðferðum sem Norðmenn notuðu við frystingu á makríl. Niðurstaða þeirrar ferðar var sú að álitið var skynsamlegt að skoða fleiri leiðir varðandi makrílfrystinguna. Norska aðferðin hafði ýmsa ókosti og hentaði ekki nægilega vel fyrir það vinnslumynstur sem var í fiskiðjuverinu en það fólst í því að vinna aflann allan sólarhringinn beint upp úr veiðiskipi. Þá var norska aðferðin tiltölulega orkufrek.

Þeir Síldarvinnslumenn settu sig í samband við Matís, Kælismiðjuna Frost og Skagann hf.í þeim tilgangi að finna hentugustu leiðina til makrílfrystingar við þær aðstæður sem voru til staðar í fiskiðjuverinu. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að hefja samstarf við Skagann sem fól í sér þróun nýrra frystiskápa sem gætu hent-að vel til frystingar á makríl og þá aðallega á stærsta fiskinum sem erfitt hafði reynst að frysta til þessa. Síldarvinnslan og Skaginn höfðu átt afar farsælt samstarf um langt skeið og hafði Skaginn átt stærstan þátt í að þróa þann vinnslu-búnað sem fyrir var í fiskiðjuverinu.

Þróunarvinnan skilaði þeirri niðurstöðu að smíðaður var nýr frystir sem nefndur var sjálf-virkur kassafrystir. Kassafrystirinn byggði á því

28 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

kASSAfryStArnir HAfA mArGA koStiJón Már Jónsson yfirmaður landvinnslu hjá Síldarvinnslunni segir að kassafrystarnir hafi sannað sig með ótvíræðum hætti og það hafi verið ánægjulegt að eiga þátt í því að þeir urðu til. Þegar kassafrystarnir eru bornir saman við hefðbundna blásturs-frysta koma kostir þeirra í ljós en þeir eru margir. „Kassafrystarnir gefa möguleika á jafnri vinnslu allan sólarhringinn en annarri vinnslu í fiskiðjuverinu er einmitt háttað með þeim hætti. Þá eru kassafrystarnir ekki eins orkufrekir og blástursfrystar og orku-notkunin er mun jafnari sem er ótvíræður kostur. Það húsnæði sem var til staðar í fiskiðjuverinu hentaði í alla staði betur fyrir kassafrysta og eins var ljóst í upphafi að allir möguleikar til stækkunar aukinnar framleiðslu voru meiri. Þá ber að nefna að frystitími í kassafrystunum er miklu styttri en í hefðbundnum blástursfrystum og það á að auka gæði vörunnar. Ég efast ekki um að það var rétt ákvörðun að setja upp kassafrystana hjá Síldarvinnslunni og ég tel að þeir henti ákaflega vel til heilfrystingar á stærri uppsjávarfiski.“

Kassafrystar mataðir í fisk-iðjuveri Síldarvinnslunnar. Sjálfvirkni í hávegum höfð.

Page 29: 9.tbl 2013

að ekki var þörf á að nota frystipönnur undir fisk-inn eins og gert var í eldri frystitækjum heldur var unnt að mata kassa með fiskinum beint inn í frystinn. Kassarnir eru 105 mm. þykkir og var heill makríll frystur í þeim án þess að afurðin væri pressuð. Með þessari aðferð var unnt að frysta stærsta makrílinn og almennt séð var farið mun betur með hráefnið þegar þessari aðferð var beitt. Inn- og útmötunartæknin í nýju frystunum var sjálfvirk og hefur Skaginn sótt um einkaleyfi á þeirri tækni.

Þegar starfsmenn Skagans höfðu unnið að þróun sjálfvirka kassafrystisins var gerður samningur um að fyrsti frystirinn af þessari gerð

yrði smíðaður fyrir Síldarvinnsluna. Þorgeir & Ellert á Akranesi önnuðust smíðina á frystinum en Skaginn sá um gerð alls vinnslubúnaðar sem tengdist honum. Hér var um að ræða fyrsta fryst-inn sem Skaginn og Þorgeir & Ellert önnuðust smíði á hér á landi en áður höfðu frystar sem Skaginn hafði sett upp verið smíðaðir á Ítalíu.

fyrsti kassafrystirinn settur upp vorið 2010Fyrir síldar- og makrílvertíðina 2010 var fyrsti kassafrystirinn settur upp í fiskiðjuveri Síldar-vinnslunnar í Neskaupstað. Frystirinn er eng-in smásmíði, 6,5 m. að hæð og mikill um sig. Strax og makrílveiðar hófust sumarið 2010 hófst frysting í kassafrystinum og má segja að hún hafi nánast strax gengið með miklum ágætum. Frystirinn afkastaði um 30 tonnum á sólarhring og var Matís fengin til að rannsaka afurðirnar sem úr frystinum komu. Fljótlega lá fyrir að mak-ríll sem væri frystur með þessum hætti væri góð vara og alls ekki síðri en makríll sem frystur er með hefðbundinni blástursfrystingu . Niðurstað-an var skýr og fól í sér að þessi íslenska aðferð hefði ýmsa kosti fram yfir norsku aðferðina sem til þessa hafði helst verið notuð og byggði á blást-ursfrystingu. Einkum var glaðst yfir því að sjálf-virki kassafrystirinn leysti allan vanda varðandi nýtingu á stærsta makrílnum til manneldis.

Rannsóknir Matís á afurðum úr sjálfvirku kassafrystunum skiluðu eftirtöldum meginniðurstöðum:n Útlit vörunnar er gallalítið.

n Varan er fryst á 6-7 tímum en það tekur 16-20 tíma að frysta vöru með hefðbundinni blástursaðferð.

n Minna los greinist í vörunni en þegar fryst er með hefðbundinni aðferð.

n Vökvarýrnun við uppþýðingu er mun minni en þegar hefðbundinni aðferð er beitt.

Forsvarsmenn Síldarvinnslunnar voru mjög sáttir við reynsluna af nýja kassafrystinum á vertíðinni 2010 og töldu þeir að enn og aftur hefði sannast hve farsælt samstarf vinnslufyrir-tækis og fyrirtækis sem þróar og framleiðir fisk-vinnslubúnað getur skilað frábærum árangri. Það eru einmitt verkefni á borð við þetta sem stuðla að aukinni verðmætasköpun innan sjáv-arútvegsins.

Góð reynsla og fjölgun kassafrystaÁnægjan með nýja kassafrystinn leiddi til þess að áhugi vaknaði fyrir því að fjölga slíkum frystum í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Fyrir vertíðina 2011 var öðrum frysti komið fyrir við hlið hins fyrsta og fyrir vertíðina 2012 bættist sá þriðji við. Þar með gátu kassafrystarnir þrír afkastað 90-100 tonnum af makríl á sólarhring en að auki voru hefðbundin frystitæki notuð við framleiðsluna í fiskiðjuverinu.

Gera má ráð fyrir að fjárfesting Síldarvinnsl-unnar vegna tilkomu kassafrystanna þriggja og búnaðar sem tengist þeim sé um 500 millj-ónir króna en fullyrða má að sú fjárfesting hafi þegar skilað sér og vel það. Þá er stóri makríll-inn, sem jafnframt er besti fiskurinn, ekki leng-ur vandamál hvað vinnsluna áhrærir heldur er hann sá hluti framleiðslunnar sem skilar mestum verðmætum. Í ljós hefur einnig komið að kassafrystarnir henta afar vel við heilfryst-ingu á síld og þá ekki síst þeirri síld sem stærst er. Einnig hafa frystarnir verið nýttir við loðnu-frystingu. Þegar síld og loðna er fryst í kassa-frystunum eru afköstin mun meiri en þegar makríll er unninn.

29 ú t v E G S B L a ð I ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

„ÍSlEnSkA lEiðin“ orðin útflutninGSVArAIngólfur árnason framkvæmdastjóri Skagans hf. er ánægður með samstarf fyrirtækisins við sjávarútvegsfyrirtæki sem framleiða uppsjávar-fisk en hann nefnir þær tæknilausnir sem séð hafa dagsins ljós vegna slíks samstarfs „ís-lensku leiðina“.

„Það hafa náðst stórir „tæknisigrar“ á þessu sviði“, segir Ingólfur,“ og nú byggir lausnin á sjálfvirkni allt frá veiðiskipi til innpakkaðrar vöru í frystigeymslu. Vinnuframlag við hvert bretti af fiski (ca. 1000 kg.) er um einn mann-tími. Síldarvinnslan er eitt þessara framsæknu uppsjávarfyrirtækja og hefur með virkum hætti stuðlað að tækniframförum sem skila síðan verðmætari afurðum. Kassafrystarnir eru gott dæmi hvað þetta varðar. nú er „íslenska leiðin“ orðin útflutningsvara og stærsti sölusamningur á íslenskum tækjum sem gerður hefur verið sá dagsins ljós árið 2012 þegar uppsjávarvinnsla Varðin Pelagic í Færeyjum keypti tækjabúnað frá Skaganum hf. og Kælismiðjunni Frost fyrir 5 milljarða króna. Kerfið sem sett var upp hjá Varðin hefur virkað afar vel og á yfirstandandi ári eru líkur á að um 100 þúsund tonn verði framleidd í uppsjávarvinnslu fyrirtækisins. á framansögðu sést að uppsjávarfyrirtækin á Ís-landi stuðla ekki einungis að gjaldeyrissköpun með eigin framleiðslu heldur einnig með því að vinna að tækniþróun sem síðan er seld úr landi.“

Kassafrystarnir eru engin smásmíði. Myndin er tekin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar árið 2011 þegar tveir frystar höfðu verið teknir í notkun.

Frosin vara kemur út úr kassafrystum.

frystirinn er engin smásmíði, 6,5 m. að hæð og mikill um sig. Strax og makrílveiðar hófust sumarið 2010 hófst frysting í kassafrystinum og má segja að hún hafi nánast strax gengið með miklum ágætum. frystirinn afkastaði um 30 tonnum á sólarhring og var matís fengin til að rannsaka afurðirnar sem úr frystinum komu.

Page 30: 9.tbl 2013

30 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Siglingastofnun hefur umsjón með verkefni sem miðar að því að rækta repju í þeim tilgangi að vinna úr henni eldsneyti. Skilyrði fyrir repju-ræktun eru góð á Íslandi og bændur

hafa sýnt ræktuninni mikinn áhuga. Upplagt væri að sameina ræktunina landgræðslu. Heppi-legast væri að mynda olíusamlag sem fengi öll repjufræin og framleiddi bæði olíu og fóðurmjöl.

Hagkvæmt og umhverfisvæntÍ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir meðal annars að mikilvægt sé að beita hvetjandi að-gerðum í efnahagslífinu til að ýta undir græna starfsemi, nýta beri vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur og að hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Eitt þeirra verkefna sem tengist þessum vilja er rækt á repju, en úr fræjum hennar er unnin olía sem úr fæst lífdísill. Lífdísillinn er svo bland-aður dísilolíu og þannig er eldsneytiskostnaður minnkaður. Þess fyrir utan næst fram umhverf-islegur ábati. Framleiðsla á lífdísil er að auki til-raun til þess að auka orkuöryggi þar sem landið er algjörlega háð innflutningi á olíu. Algengustu nútíma dísilvélarnar geta notast við blöndur sem er allt að 30% lífdísill án þess að gera þurfi á þeim breytingar og í dag er verið að flytja inn um 750 tonn af matarolíu árlega sem er hreinsuð og svo nýtt sem lífdísill. Kostir lífdísils fram yfir

jarðdísil er sömuleiðis sá að hann eykur smurn-ingu dísilvélar, minnkar slit á legum og minnkar losun eiturefna. Orkuinnihald hans er rétt um 9% minna en í venjulegri jarðolíu en það jafnast nánast út þar sem lífdísill er yfirleitt notaður sem íblöndun við hefðbundna olíu í flestum Evrópu-löndum.

repjurækt hentar Íslandi velUndanfarin ár hefur verkefninu „Umhverfisvæn-ir orkugjafar“ verið stýrt af Siglingastofnun Ís-lands og hefur Jón Bernódusson, verkfræðingur, stýrt því. Verkefnið er hluti af samgönguáætlun stjórnvalda og felst í samstarfi Siglingastofnun-ar, Landbúnaðarháskólans, bænda og N1. Mark-

mið verkefnisins er að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar eru til staðar innanlands varðandi ræktun orkujurta til framleiðslu á vistvænu elds-neyti fyrir skip og bíla.

Jón segir að möguleikar okkar Íslendinga á að rækta repju séu miklir, hér sé mikið af land-svæði sem þurfi að græða upp. Þá sé tilvalið að nota repju sem skiptijurt við aðrar korntegund-ir, sem og lúpínu. Lúpínan væri þá notuð sem áburður og herfuð ofan í jörðina áður en hún næði að vaxa. Þar með séu tvær flugur slegnar í einu höggi, sandur sé ræktaður upp og ekki farið yfir ræktað land. Samstarf við Landgræðsluna sé því í burðarliðnum. „Verkefnið hefur farið vel af stað og mun ekki valda vonbrigðum. Nú þarf bara að útfæra það betur, við þurfum t.d finna út hvers konar jarðvegur hentar repjunni best og þess háttar.“ Í dag er verið að rækta á tvö og þrjú hundruð hekturum og eru menn mislangt á veg komnir. Sumir hafa verið í repjuræktun um nokkra hríð og eru komnir með reynslu meðan aðrir eru að byrja. ,,Þetta eru 5 eða 6 bændur sem eru komnir með góð tök á ræktuninni og eru þar fremstir í flokki Ólafur Eggertsson á Þorvalds-eyri og Örn Karlsson á Sandhóli við Kirkjubæj-arklaustur,“ segir Jón. Bændur hafa sýnt repju-ræktuninni mjög mikinn áhuga og segir Jón það vera mjög ánægjulegt enda þurfi mjög margir bændur að koma að þessu ef ætlunin sé að ná að rækta það magn sem stefnt er að. „Ég myndi telja að þeir þyrftu að vera yfir hundrað.“ Hann segir Róm ekki hafa verið byggða á einum degi og það

lífdísill íslenska flotans gæti verið íslenskur

Góð skilyrði hérlendis fyrir repjuræktun en fjárfesta vantar

Sigrún Erna Geirsdóttir

jón Bernódusson og Ólafur Eggertsson á Þorvalds-eyri með flösku af repjuolíu til manneldis.

Page 31: 9.tbl 2013

31 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

taki tíma fyrir alla sem koma að ræktuninni að læra rétt handtök og góð samvinna milli stofnun-arinnar og bænda sé nauðsynleg.

olíusamlag væri besta fyrirkomulagiðEkkert skip er í dag að nota lífdísil úr repjuolíu en Jón segir að vel mætti t.d hugsa sér samstarf við smábátaeigendur um að nota hana bráðlega í litlum mæli. Ekki sé hægt að fara út í mikla notk-un ennþá þar sem ekki sé verið að rækta nægilegt magn til þess. Til að standa undir einni repjuverk-smiðju telur Jón að nauðsynlegt væri að rækta repju á 15 til 20 þúsundum hekturum lands. Einn hektari gefur um þrjú tonn af hálmi og þrjú tonn af fræjum sem eru pressuð í sérstakri olíupressu. Við olíupressunina myndast tæp tvö tonn af fóð-urmjöli (hrati) og um 1200 lítrar af repjuolíu. Ef uppskerubrestur yrði væri svo hægur vandi að flytja inn repjufræ. Þess má geta að við brennslu repjuolíu í dísilvél af einum hektara lands losna

um þrjú tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið og við ræktun á einum hektara af repju bindast í jarðveginn um sex tonn af koltvísýringi. Það er því hægt að segja að kolefnisjöfnunin sé tvöföld.

Siglingastofnun átti lengi einu olíupressuna sem til var í landinu en í dag eru nokkrir bændur komnir með slíkan búnað. Það þarf þó talsvert meiri uppbyggingu og tækjakost þegar uppskera repju verður orðin meiri. Jón segir að heppileg-asta fyrirkomulagið væri ef bændur mynduðu olíusamlag sem allir kæmu að. Góð staðsetning væri t.d Hvolsvöllur eða Kirkjubæjarklaustur. Samlagið fengi þá til sín öll repjufræin og þar væri framleidd úr þeim olía sem væri hreinsuð í lífdísil og seld sjávarútvegsfyrirtækjum. „Við vinnslu olíunnar úr repjunni myndast svo verð-mæt hjáafurð sem er fóðurmjölið“, segir Jón. Bændur myndu nýta það fyrir skepnur sínar og myndi verðmæti þess borga kostnað ræktunar-innar. Olían væri því í raun ókeypis. „Þetta gæti verið fullkomlega sjálfbært og myndi ekki þurfa neinn ríkisstuðning,“ segir Jón. Áætlað hefur ver-ið að það þurfi u.þ.b 200-250 milljónir svo hægt sé að byrja framleiðslu en Jón segir að nauðsynlegt sé að gera nákvæma kostnaðargreiningu. Hann segir að enn sem komið er hafi enginn íslenskur fjárfestir sýnt því áhuga að byrja verkefnið „Við höfum hins vegar orðið vör við áhuga hjá erlend-

um fjárfestum en það væri vissulega æskilegra að fjárfestarnir væru íslenskir.“

útgerðarmenn áhugasamirJón segir að ef farið verði út í að rækta árlega repju á 50 þúsund hektara af ónotuðu upp-græðslulandi fengjust um 50 þúsund tonn af repjuolíu sem væri um fjórðungur af þeirri olíu sem fiskiskipaflotinn notar á ári í dag. „Það væri því mikill sparnaður fyrir útgerðina ef þetta gæti orðið því þarna sleppur hún við að flytja inn fjórðung af öllu eldsneyti.“ Hann segir að Land-samband íslenskra útgerðarmanna hafi sýnt verkefninu áhuga, sér í lagi ef það myndi þýða sparnað vegna kaupa á eldsneyti. „Ef við næð-um að rækta það mikið magn af repju að útgerðin gæti sparað sér og þjóðfélaginu árlega um 10% af olíuinnflutningi sínum, sem væri þá 2–3 millj-arðar á ári, þá væri það mjög gott.“

Jón segir að það markmið hafi verið sett að rækta repjufræ á 20-30 þúsund hekturum lands og setja af stað lífdísilverksmiðju sem framleitt getur vistvænan og endurnýjanlegan orkugjafa úr því hráefni fyrir bæði skip og landfarartæki. Þar til þeim áfanga hefur verið náð verður verk-efnið í gangi. „Ég vona að minnsta kosti að menn fari ekki að hætta í miðjum klíðum, þetta er of mikilvægt til þess,“ segir Jón að lokum.

Olíupressan á Þorvaldseyri. jón Bernódusson ásamt Helga jóhannessyni lögfræðingi og forstoðumanni stjórnsýslusviðs Siglingastofnunar Íslands.

kostir lífdísils fram yfir jarðdísil er sömuleiðis sá að hann eykur smurningu dísilvélar, minnkar slit á legum og minnkar losun eiturefna.

Page 32: 9.tbl 2013

32 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Landslag undir fiski-miðum vestur af landinu

Hafrannsóknastofnun hefur undan-farinn áratug gert fjölgeislamælingar á völdum svæðum umhverfis landið. Kortlagningin hefur einkum beinst

að veiðislóðum og viðkvæmum svæðum, svo sem búsvæðum kórala og hrygningarslóð nytja-fisks. Nákvæmar dýptarmælingar á hafsbotn-inum leiða þar oft í ljós óvænt landslag. Dæmi um slíkt eru svonefnd eðjufjöll eða leirkeilur á hafsbotninum djúpt vestur af landinu. Fyrirbær-in fundust á 900-1300 metra dýpi og sömuleiðis umfangsmiklar neðansjávareldstöðvar.

Fjölgeislamælingar hafa einnig sýnt að lands-lag á hafsbotni er víða mjög fjölbreytt þar sem áður var talið að væri tilbreytingalítið sléttlendi.

Hér verður stuttlega greint frá athyglisverðum upplýsingum sem fengust við kortlagningu vest-ur af landinu í fjölgeislaleiðöngrum Hafrann-sóknastofnunar, annars vegar á grálúðuslóð í Vesturdjúpi og hins vegar á hrygningarslóð steinbíts á Látragrunni.

Eðjufjöll og neðansjávareldstöðvarSkipstjórinn á frystitogaranum Þerney RE 101 lét Hafrannsóknastofnun á sínum tíma vita af óvenjulegum tindi sem hann sá á dýptarmæli skipsins og gaf upp staðsetningu hans. Fjöl-geislamælingar á rs. Árna Friðrikssyni á þessum slóðum leiddu síðan í ljós keilulaga strýtur og hafði Þerney siglt beint yfir eina þeirra. Þessar keilur eru reglulegar að lögun, ýmist stakar eða samhangandi og mynda þá ílanga hryggi. Þær rísa um 40-300 metra upp af frekar sléttu um-hverfi sínu (3. mynd).

Um fjórtán slíkar keilur hafa komið í ljós í

tveimur fjölgeislaleiðöngrum. Keilurnar eru taldar vera eðjufjöll. Þau eru þekkt víða um heim á svæðum þar sem setmyndun er hröð og samþjöppun á sér stað vegna láréttra jarð-skorpuhreyfinga. Setþunginn getur valdið því að seigfljótandi leirlög, langt niður í setinu, þrýst-ast upp á yfirborðið, meðfram misgengjum og sprungum. Þekktasti fundarstaður eðjufjalla á þurru landi er í Azerbaijan við Kaspíahaf.

Með tilkomu nákvæmra dýptarmælinga hafa komið í ljós mörg eðjufjöll á hafsbotni. Í Miðjarð-arhafinu eru til dæmis mörg slík, og þau eru, að stærð og lögun, mjög áþekk þeim sem fundust vestur af Íslandi. Hér við land hafa slík fyrirbæri ekki fundist áður að því er best er vitað.

Auk eðjufjallanna voru kortlögð tvö enn stærri fjöll sem talin eru vera neðansjávareldstöðvar (3. mynd). Þau rísa um 450 metra upp úr umhverfi sínu og eru sláandi lík svokölluðum móbergs-stöpum að lögun. Kortlagður hluti stærra fjalls-ins er um 300 ferkílómetrar að umfangi. Fjalls-rótin er á um 1400 metra dýpi og brattar hlíðar upp að fjallsbrún við 1100 metra sjávardýpi en þar fyrir ofan er víðáttumikil slétta sem hækkar aflíðandi að kolli fjallsins á 950 metra dýpi. Þar sjást nokkrir gígar á um fimm ferkílómetra svæði.

Ísaldarlandslag á hrygningar-slóð steinbíts á látragrunniVið rannsóknir á hrygningarstöðvum steinbíts á Látragrunni hafa fjölgeislakort komið að góðum notum, einkum þegar beitt er fjarstýrðum mæli-tækjum. Þegar slík tæki eru notuð nálægt botn-inum skiptir miklu máli að hafa sem gleggstar upplýsingar um landslagið.

Guðrún Helgadóttir, Hafrannsóknastofnun

HVAð Eru fjölGEiSlAmælinGAr?Fjölgeislamælir er dýptarmælir sem beinir mörgum geislum samtímis að botninum líkt og nafnið ber með sér. um borð í rannsóknaskipinu árna Friðrikssyni er fjölgeislamælir af gerðinni Kongsberg Simrad eM 300. tækið vinnur á 30 kHz tíðni og sendir frá sér 135 geisla sem saman geta myndað 150° horn undir skipinu (1. mynd). Því er ætlað að mæla botninn niður á allt að 4000 metra dýpi. GPS staðsetningatæki skrá stöðugt nákvæma staðsetningu skipsins og sér-stakur nemi skráir allar hreyfingar þess (veltu). Auk þess er fylgst er breytingum á hljóðhraða sjávar. Allar þessar upplýsingar eru beintengdar við hugbúnað fjölgeislamælisins (2. mynd).

Markmið fjölgeislamælinga Hafrannsóknastofn-unar er að kortleggja á nákvæman hátt lögun hafsbotnsins innan marka íslensku efnahags-lögsögunnar. Þekkingin nýtist við rannsóknir á lífríki hafsins, eðliseiginleikum sjávar og jarð-fræði hafsbotns. tilkoma fjölgeislamælinga síð-ustu áratugi hefur fært mönnum nýja þekkingu um botn heimshafanna og stöðugt bætist við þá þekkingu. á vefsíðu stofnunarinnar, www.hafro.is, er yfirlit fjölgeislamælinganna undir Rannsóknir/Kortlagning hafsbotns.

mynd 2 unnið við fjölgeislamælingar um

borð í Árna Friðrikssyni. Mæli-gögnum um botnlögun frá fjöl-

geislamæli, staðsetningu skipsins frá gPS-mæli og gögn frá tæki

sem nemur hreyfingar skipsins eru skráðar jafnharðan inn í úrvinnslu-

tölvu fjölgeislamælis.

Page 33: 9.tbl 2013

33 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Í samanburði við það landslag sem lýst er í Vesturdjúpi hefði ef til vill mátt búast við tíðinda-litlu sléttlendi á Látragrunni, enda stór hluti rann-sóknasvæðisins á tiltölulega þröngu dýptarbili, eða frá 140 til 180 metrum (4. mynd). Kortlagning með fjölgeislamæli leiddi hins vegar í ljós athygl-isverðar upplýsingar um ójöfnur á botni sem eru menjar ísaldarjökulsins, sem náði út undir land-grunnsbrún þegar sjávarstaða var lægri á ísöld.

Nýjar upplýsingar komu fram um hop megin-

jökulsins. Þetta eru lágreistir jökulgarðar sem eru á sjálfu hrygningarsvæðinu og innan við stóra jökul-garðinn yst á Látragruni (4. mynd). Á norðurhluta svæðisins sjást ennfremur stórar og smáar öldur sem tengjast ummerkjum ísaldarjökulsins. Eftir að jökullinn fór af svæðinu hafa ísjakar grafið skurði í botninn. Þeir eru allt að fimm metra djúpir og geta náð nokkurra kílómetra lengd.

Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi um fjölgeisla-mælingar vestur af landinu. Aðeins lítill hluti hafs-

botnsins umhverfis Ísland hefur verið kortlagður á þennan hátt. Niðurstöðurnar sýna engu að síður að miklu er hægt að áorka á tiltölulega stuttum tíma, líkt og gert var í Vesturdjúpi þar sem sjávar-dýpið fer niður fyrir þúsund metra. Þar voru 9000 ferkílómetrar kortlagðir í 11 daga leiðangri. Hins vegar sýnir reynslan einnig hve seinlegt er að þekja grynnri svæði eins og Látragrunn, þar sem sjávar-dýpi er innan við 200 metra. Þar tókst aðeins að þekja um 1900 ferkílómetra á 11 sólarhringum.

loftnet

botnstykki

stakir geislar

kortlagður hafsbotn

1. mynd

, max 150°

loftnet

botnstykki

stakir geislar

kortlagður hafsbotn

heildarbreidd geisla 150°

mynd 1Skýringarmynd af fjölgeislamælingu.

3. mynd

3. mynd

mynd 3Horft til suðurs yfir syðsta hluta rannsóknasvæðis í vesturdjúpi. Fremst er um 450 m há neðansjávar-eldstöð og fjær sér í nokkrar leirkeilur eða eðjufjöll. Fjærst er keilan sem Þerney sigldi yfir á sínum tíma (sjá texta). Kortið að neðan sýnir afstöðu mælinga-svæðis í vesturdjúpi. Stærra neðansjávareldfjallið er sunnan við miðju svæðisins. Rauða pílan táknar rs. Árna Friðriksson á heimleið. Að baki eru 9 þúsund ferkílómetrar af kortlögðum hafsbotni.

mynd 4Hrygningarstöðar steinbíts á Látragrunni eru innan við stóran jökulgarð sem hér sést yst á Látragrunni, og er þekktur meðal sjómanna sem „brjálaði hryggur” eða „kattarhryggur”. Svartar línur (heilar og slitnar) sýna litla jökulgarða á hrygningarsvæðinu, sem mynduðust á ísöld þegar meginjökullinn hopaði í áföngum. garðarnir liggja samsíða stóra jökulgarðin-um. Stækkað kort af hrygningarsvæðinu er til hliðar.

Page 34: 9.tbl 2013

34 ú t v e g s b l a ð i ð n ó v e m b e r 2 0 1 3

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innan-ríkisráðherra, afhenti í byrjun hausts styrki til verkefna á sviði orkuskipta í skipum. Verkefnin eiga að auka

notkun innlendra orkugjafa í skipum og draga þar með úr notkun jarðefnaeldsneytis, afla þekkingar á þessu sviði og auka rannsóknir og samstarf. Styrkirnir voru alls að upphæð 30 milljónir króna. Styrkirnir voru hinir fyrstu sinnar tegundar og fór úthlutunarnefnd yfir umsóknir sem bárust. Nefndin vinnur sam-kvæmt verklagi um rannsóknarstyrki til orkuskipta í skipum og leggur áherslu á notkun innlendra orkugjafa, vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis, öflun þekkingar og miðlun hennar, rannsóknir, þróun og samstarf á þessum sviðum.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrkinn:Varðeldur ehf. – lífmassa breytt í hráolíulíki. Langtímamarkmið er að breyta með efna- og eðlisfræðilegum aðferðum nægum innlendum lífmassa í hráolíulíki (Biomass to Liquid) til að mæta öllum þörfum landsins fyrir jarðefnaelds-neyti á sjó og landi. Hér er sótt um framlag til að smíða frumgerð vinnslurásar til að sýna fram á fýsileika þess að breyta lífmassa, þ.m.t. líf-rænum úrgangi, í olíulíki með notkun innlendr-ar raforku. Frumgerðin nýtist einnig til að meta mögulega arðsemi slíkrar framleiðslu og miðla þekkingu á þessu sviði til annarra.

Úthlutunarnefndin telur að með verkefninu megi auka umfjöllun og áhuga á þessari leið til orkuskipta í skipum og geti einnig orðið til orku-

skipta í öllum farartækjum ef vel gengur. Verk-efnið fellur því vel að áherslum úthlutunarnefnd-arinnar. Sótt var um 10 milljóna króna styrk en nefndin leggur til að styrkur 2013 verði 8 m.kr.

GPO efh. – endurvinnsla á plasti í olíuMarkmiðið er að þróa skilvirkar, hagkvæmar og umhverfisvænar leiðir til að endurvinna plast-úrgang (heyrúllu-, heimilis- og iðnaðarplast) í díselolíu og svartolíu. Sótt er um framlag til stofnkostnaðar sem aðallega fer í að kaupa sér-hæfðan tækjabúnað til framleiðslunnar.

Úthlutunarnefndin telur að þó framleiðslan verði seint næg til að mæta allri þörf skipa fyrir olíu, þá sé þetta sérstaklega vistvæn leið. Einnig er verkefnið langt á veg komið og því mun styrkurinn fljótlega skapa nýtt olíuframboð til skipa. Sótt var um 6 m.kr. styrk, en nefndin leggur til að styrkur 2013 verði 5 m.kr.

Véltak ehf. – dregið út notkun smurolíu í skipumBúnaður hefur verið hannaður og prófaður sem getur sparað allt að 50-70% af smurolíunotkun

skipa með því að koma í veg fyrir að olían sleppi út í vélarrúm skips. Þannig næst miklu betri nýt-ing í stað þess að hún dreifist út í umhverfið, þar sem hún getur haft heilsuspillandi áhrif á vél-stjóra. Hér er sótt um styrk til að koma frumgerð búnaðar í fullgert form sem nýst getur í íslenska og erlenda skipaflotann.

Úthlutunarnefndin telur að verkefnið sé líklegt til að minnka þörf á innflutningi smurolíu til skipa og er sérstaklega umhverfisvænt. Hér er verið að sameina sparnað á notkun jarðefnaolíu, bætt umhverfi og heilsuvernd sjómanna. Sótt var um 3 m.kr. styrk og leggur nefndin til að styrkur 2013 verði 3 m.kr.

Norðursigling ehf. – rafknúin hjálparvél í seglskipiMarkmiðið er að breyta seglskipi Norðursigl-ingar þannig að hjálparvélin verði rafknúin frá rafgeymum sem hlaðnir eru í landi og endurhlaðnir með vindorku á sjó í góðum byr. Ljósavél verður til vara. Þannig verður skipið t.d. við hvalaskoðun að fullu knúið á vistvænan hátt. Hér er sótt um styrk til tækja-kaupa svo sem vél, vélarhlutum, rafgeymum og fleiru.

Úthlutunarnefndin telur að með verkefninu megi auka umfjöllun og áhuga á vistvænni rekstri skipa. Reynsla af rekstri rafbúnaðar til að knýja skip mun nýtast til að meta hvernig og hvort innlend raforka getur leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi í íslenskum skipum í einhverjum mæli. Sótt var um 20 m.kr. styrk, en nefndin leggur til að styrkur 2013 verði 14 m.kr.

30 milljónir vegna orkuskiptaverkefna

Stuðla skal að notkun innlendra orkugjafa

Sigrún Erna Geirsdóttir

Á myndinni eru frá vinstri til hægri. Stein-grímur Þorbjörnsson frá varðeldi, Þorbjörn Friðriksson frá varðeldi, guðbjartur Einars-son frá véltak, Hanna Birna Kristjánsdóttir

frá Innanríkisráðneyti, Árni Sigurbjarnar-son frá Norðursiglingu, Steinunn Sigvalda-

dóttir framkvæmdastjóri Norðursiglingu og jóhann Andersen stjórnarformaður gPÓ.

verkefnin eiga að auka notkun innlendra orkugjafa í skipum og draga þar með úr notkun jarðefnaelds-neytis, afla þekkingar á þessu sviði og auka rann-sóknir og samstarf.

Page 35: 9.tbl 2013

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S O

DD

632

78 0

7/13

Umbúðir sem auka aflaverðmæti

Oddi hefur gegnum tíðina unnið með íslenskum fyrirtækjum í fiskvinnslu og útgerð að því að þróa lausnir sem svara gæðakröfum viðskiptavina um allan heim. Við fram-leiðum umbúðir sem ná utan um alla framleiðslu og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.

Afurðir þínar eru í öruggum höndum hjá Odda.

UmhverfisvottUð prentsmiðja

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. höfðabakka 3-7, 110 reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Umbúðir og prentun

Page 36: 9.tbl 2013

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun sjávarútvegs.

Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka.