viljinn viÐtal

10
V I L J I N N

Upload: haukur-huni-arnason

Post on 21-Jul-2016

236 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: VILJINN VIÐTAL

VI

LJ

IN

N

Page 2: VILJINN VIÐTAL

Haukur Húni ÁrnasonÉg heiti Haukur Húni Árnason. Ég hef gríðarlegan áhuga á því að vera hluti af Viljanefndinni á tímabilinu 2015-2016. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á blaðinu og verið spenn-tur fyrir útgáfu þess. Fyrir utan þann gríðarlega áhuga og met-nað sem ég hef á viðfangsefni nefndarinnar, þá hef ég einnig ákveðna reynslu sem ég tel að geti nýst mér vel í nefndinni. Ég hef verið í ljósmynda- og grafískri nefnd innan Verzló og unnið við prentun og myndvinnslu. Ég

vil bjóða fram vinnu mína við ljósmyndun, gerð grafísks efnis og greinaskrif. Ég hef áhuga á því að gera þetta blað stærra, flottara og skemmtilegra því að þótt eitthvað sé nærri því fullkomið má all-taf bæta það. Ég tel mig hafa mikið fram að færa og að ég geti bætt blaðið með hjálp nefndarinnar. Ég trúi að Viljanefndin geti gert blaðið enn flottara en það var í fyrra. Þó þá hafi það verið flot-tara en nokkru sinni fyrr. Ég veit að ég mun vinna vel með þeim frábæra hópi sem kosinn var í Viljanefndina 2015-2016.

1

Page 3: VILJINN VIÐTAL

Reynsla:Hans Petersen:

Hans Petersen sér um prentun, myndvinnslu, sölu ljósmynda-vara og margt fleira.

Í Hans Petersen öðlaðist ég mikla reynslu í öllu því sem kemur að ljósmyndun og prentun.

Starfsvið mitt í Hans Petersen:• Myndvinnsla• Prentun• Ráðgjöf• Afgreiðsla

Afhverju held ég að þessi reynsla nýtist mér:Eins og ég greini frá hér að framan, þá fólst starf mitt aðallega í myndvinnslu, prentun, ráðgjöf og afgreiðslu. Ég kunni áður á ýmis myndvinnsluforrit og því var myndvinnslan eitthvað sem ég gat sinnt vel. Þar fékk ég reynslu af myndvinnslu fyrir viðskiptavini sem var á öðru stigi en ég hafði fengist við áður. Í prentuninni fékk ég góða þekkingu á prentun, pap-pír, stærðum og mörgu fleira. Ráðgjöfin og afgreiðslan hjál-puðu mér að tengja allt saman og búa til sem besta vöru fyrir neytandann. Þar öðlaðist ég einnig þekkingu á verðlagningu, mannlegum samskiptum og ýmsu fleira sem mun nýtast mér í nefndarstörfum. Þegar ég set þetta allt saman þá veit ég að þetta er góð reynsla fyrir blaðið ykkar og ég veit einnig að hún getur komið að notum til þess að gera blaðið enn betra.

2

Page 4: VILJINN VIÐTAL

Ræðulið Valhúsaskóla:

Í ræðuliði Valhúsaskóla var ég frummælandi. Þar fékk ég mikinn áhuga á textagerð og íslenskri tungu. Þar þjálfaðist ég mikið í textagerð. Ég er góður penni og á auðvelt að tjá mig í vel rituðum og réttum texta. Í ræðuliðinu vorum við með ræðuþjálfara sem hjálpaði mér mikið þegar kemur að málfari og textagerð.

Helsta reynsla:• Framkoma• Textagerð• Málfar

Afhverju held ég að þessi reynsla muni nýtast mér:Ég get skrifað góða texta með flottu málfari og tel ég það eiga vel við greinaskrif og allan texta sem birtist í blaðinu.

3

Page 5: VILJINN VIÐTAL

Ljósmyndanefnd:

Ég öðlaðist mikla reynslu af nefndarstörfum. Ég sinnti meðal annars ljósmyndun, myndvinnslu og ýmissri vinnu sem kom að nefndinni. Í nefndinni var ég í miklum tengslum við aðrar nefndir. Þar fékk ég einnig góða reynslu af nefndarstörfum, sem ég veit að mun nýtast mér ef ég verð valinn í Viljann.

Helsta reynsla:• Studio ljósmyndun• Nefndarstörf• Skipulagning• Myndvinnsla

Afhverju held ég að þessi reynsla nýtist mér:Í nefndinni jókst þekking mín og áhugi í kringum ljósmynd-un alveg gríðarlega. Þegar kemur að studio ljósmyndun þá er ég búinn að læra heilan helling og tel mér hafa farið mikið fram. Nefndarstörfin voru einnig stór hluti af þessari nefnd, því að það var mikið af verkefnum frá ýmsum nefndum og reyndi þar mikið á samskipti og skipulagningu. Myndvinnslan var mikil þegar það kom að ljósmyndunum og var það aðalle-ga ég og einn annar aðili sem sinntu myndvinnslunni á þeim myndum sem voru unnar. Ég sinnti ýmsum verkefnum t.d. peysómyndum, spégrímumyndum og ýmsum öðrum verkef-num. Ég tel þessa reynslu dýrmæta og ég er viss um að ég get haft mikið fram að færa á grundvelli ljósmyndunar og mynd-vinnslu.

4

Page 6: VILJINN VIÐTAL

DGH:

Nefndin sinnti nokkrum verkefnum yfir önnina. Það hels-ta voru nemendaskírteinin en nefndin sinnti einnig ýmsum minni verkefnum.

Afhverju held ég að þessi reynsla nýtist mér:Í nefndinni kom ég að ýmsum verkefnum og var nefndin í raun og veru auglýsing fyrir mig því að ýmsar nefndir komu til mín persónulega til þess að fá hjálp við ýmis verkefni.

Önnur reynsla:

Á þeim tíma sem ég er búinn að stunda nám við Verzlu-narskólann, hef ég fengið ýmis verkefni frá einstaklingum og nefndum innan veggja skólans. Ég hef aðstoðað margar nef-ndir við uppsetningu, plaggöt og ljósmyndun. Sem dæmi um nefndir sem ég hef hjálpað eru:

• 4 bekkjaráð: Hönnun og uppsetning á miða og peysó myndataka.

• Demó: Myndataka, hönnun á plaggötum og hjálp við uppsetningu á bækling.

• Rjóminn: Myndataka og hönnun á plaggötum. • Örkin: Myndvinnsla, myndataka og ráðgjöf.• Markaðsnefnd: Hönnun á verðlista auglýsinga. • Ýmsar fleiri nefndir og verkefni.

5

Page 7: VILJINN VIÐTAL

Forrit og búnaður sem ég hef afnot af og kann á:Ljósmyndabúnaður:

• Canon 70d myndavél• 18-135mm canon stm f/3,5-5,6 linsa• 50mm canon 1,8 linsa• EF100-400mm f/4,5-5,6L IS USM linsa• EF24-70mm f/2,8L USM linsa• EF70-200mm f/3,5L USM linsa• Speedlite 480 ex flash• Þrífótur• og fleira ljósmyndadót

Forrit:• Adobe Photoshop cc• Adobe Illustrator cc• Adobe Lightroom cc• Adobe Indesign cc• Adobe Premier Pro cc• Adobe Muse cc• Adobe Aftereffects cc• Vegas pro 12• og fleiri smærri myndvinnsluforrit

6

Page 8: VILJINN VIÐTAL

Hugmyndir:Hugmyndir mínar þegar það kemur að Vilja nefndinni eru margslungnar, en ég tel samt að mesta hugmyndavinnan eigi að koma frá nefndarfundum þar sem allir nefndarmeðlimir geta tjáð sig.

KeppnirÞað væri gaman að koma af stað keppnum í blaðinu sem að væru tilkynntar á nfví facebookinu. Sem dæmi: Ljósmynda-keppni, teiknikeppni, myndbandakeppni, brandarakeppni, smásögu keppni og svo margt margt fleira. Þetta opnar fyrir endalaust af möguleikum fyrir þennan nýja lið í blaðinu.

Efla innsent efni og greinarÞað væri gaman að auglýsa meira og fara í stofur og kynna það að allir geti sent inn efni , því að ég tel að það séu ekki allir sem vita það, svo eru aðrir sem þurfa smá hvatningu.

Hugmyndablað inn í stofurÞessi kassi sem er alltaf talað um er hreinlega bara ekki nóg. Ég vil fá blöð inn í allar stofur þar sem fólk getur sent inn hugmyndir og gagngrýni til blaðsins. Þessar upplýsingar væru svo notaðar til að efla blaðið

7

Page 9: VILJINN VIÐTAL

UpplifunargreinarÉg vil fá öðruvísi greinar með í Viljann. Greinar af upplifun bæði innsendar og skrifaðar af okkur sjálfum. Það væri hægt að fara í ferðir, vekja athygli á eitthverju, prófa eitthvað nýtt eða öðruvísi. Mín skoðun er sú að það má alltaf auka fjöl-breytni og gera áhugaverðari greinar.

BrandarahornHver elskaði ekki að kíkja aftan á andrés blöðin og skoða brandarana. Þetta horn væri þá bæði innsent efni og eitthvað sem nefndin týnir saman. Ég veit að það er hægt að útfæra þessa hugmynd á skemmtilegan hátt og láta alla Verzlinga cravea í brandarahorn VIljans.

VefsíðaÞað þyrfti ekki að vera flóknara en það að henda upp Muse síðu, þar sem fólk getur sent inn efni og fengið upplýsingar um nefndarstörf Viljans

8

Page 10: VILJINN VIÐTAL

Viljinn