viljinn 4. tbl 2014

48
1 VILJINN 4. TÖLUBLAÐ 2014 107. ÁRGANGUR

Upload: viljinn

Post on 06-Apr-2016

279 views

Category:

Documents


29 download

DESCRIPTION

Viljinn skólablað Verzlunarskólans

TRANSCRIPT

Page 1: Viljinn 4. tbl 2014

1

V I L J I N N4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 1 4

1 0 7 . Á R G A N G U R

Page 2: Viljinn 4. tbl 2014

2

Kæri verzlingurTil hamingju með að vera einn af þeim fáu sem nenna að lesa þennan blessaða ritstjórapistil. Næstu vikur verða mikill álagstími, prófin mæta með sitt stress, gjafirnar ókeyptar, jólakjóllinn passar ekki og svona mætti lengi telja. Nú getur þú, kæri lesandi, losað um stressið og lesið nýjasta tölublað Viljans sem er stórglæsilegt að þessu sinni. Nefndin hefur unnið hörðum höndum síðastliðin misseri og hefur eytt ófáum dögum og nóttum í að gera þetta blað að veruleika. Að blaðinu komu margir aðilar og vil ég nýta tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem komu að gerð blaðsins. Að lokum vil ég óska ykkur til hamingju með Viljann og gangi ykkur sem allra best í jólaprófunum. Góðan lestur.

Alm

a K

aren

Knú

tsd

ótt

ir

Hau

kur K

ristin

sso

nB

jörg

Bja

rnad

ótt

ir

Guð

rún

Eirík

sdó

ttir

Teitu

r Gis

sura

rso

n

Þóru

nn S

alka

Pét

ursd

ótt

ir

Axe

l Hel

gi Í

vars

son

Ásh

ildur

Frið

riksd

ótt

ir

Útgefandi: N.F.V.Í.Prentun: PrentmetUppsetning: Haukur KristinssonLjósmyndir: Alma Karen Knútsdóttir & Haukur Kristinsson Ábyrgðarmaður: Haukur Kristinsson

SÉRSTAKAR ÞAKKIR:Alma Rún HreggviðsdóttirAndri Geir ArnarsonÁgústa Eva ErlendsdóttirÁrni vaktmaðurBjarni Sævar SveinssonBrynjar BarkarsonEllen Helena HelgadóttirFemínistafélagiðGuðrún Dís MagnúsdóttirGunnar Francis Schram

Gréta ArnarsdóttirGVÍJenný Marín KjartansdóttirJóhann Einar ÍsakssonJónas Orri MatthíassonKaren JónasdóttirKatrín KristinsdóttirMarkaðsnefndMariane Sól ÚlfarsdóttirMelkorka Arnarsdóttir

Saga GuðnadóttirSelma RamdaniSigrún Birta KristinsdóttirSigrún Dís HauksdóttirSólveig SigurðardóttirStefán Ás IngvarssonSölvi Steinn ÞórhallssonTómas BergssonUnnur LárusdóttirViktor Thulin MargeirssonVilhjálmur Kaldal SigurðssonVísindafélagiðVölundur Hafstað HaraldssonÞórir Oddsson

Page 3: Viljinn 4. tbl 2014

3

EFNISYFIRLITFemínistafélag Verzlunarskóla Íslands

Ágústa Eva

Instagram

Heitt & kalt

Stytting framhaldsskólanna, hvers vegna?

Vetrartíska

Að sýna völd á bílastæðinu

Twitter

Ítalíuferð

Hvað er kynlíf?

Cern-ferð 2014

Bakað með Tomma

Tillaga að símatskerfi Verzlunarskóla Íslands

Tískumyndaþáttur

Skemmtileg prófatips

Jólatékklistinn

Jólin, með og á móti

Instagram

Hjálpum þeim

Skjön

5

6

9

10

12

14

17

18

19

20

22

24

26

28

32

34

35

36

38

40

Page 4: Viljinn 4. tbl 2014

4

svooogott™

Af hverju er

?+ gamla

leyniuppskriftin

fra Kentucky

ferskt

Við notum frá íslenskum kjúklingaframleiðendum.

Við notum og heilnæmt grænmeti frá íslenskum grænmetisbændum.

Allt þetta frábæra hráefni er samkvæmtströngustu gæðastöðlum KFC.

fyrsta flokks hraefni

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

3140

9

fyrir Verzlinga

Page 5: Viljinn 4. tbl 2014

5

FFVÍFemínistafélagVerzlunarskóla íslands

Femínismi er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur þar sem sóst er eftir og barist fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Meðal þess sem greinir á eru mismunandi skoðanir á því hvað ójafnrétti er, hvernig það lýsir sér og hvernig unnið skuli gegn því. Meðal algengra baráttumála femínista er barátta fyrir jöfnum launum karla og kvenna, barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun og svonefndri klámvæðingu samfélagsins, barátta fyrir rétti til fóstureyðinga og rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annarra tækifæra til jafns við karla og barátta fyrir jöfnum áhrifum kynjanna í stjórnmálum og viðskiptum. Frábær stefna! Eða hvað?

Hvernig stendur á því að hugtakið femínismi er neikvætt orð í hugum margra? Nú hugsar maður kannski að það sé líklegast bara eldri kynslóðin sem tengir femínisma við eitthvað neikvætt vegna þess að sú kynslóð er svo gamaldags og ólst upp á öðrum tíma en nei svo er einmitt ekki. Það eru óþægilega mörg ungmenni í dag sem þvertaka fyrir það að vera femínistar, en hey! Þau eru sko samt jafnréttissinnar. Þetta er það sem maður myndi kalla fáfræði og/eða áhrifagirni. Annaðhvort hefur viðkomandi ekki kynnt sér stefnuna nógu vel og/eða að hugmynd viðkomandi á stefnunni er mótuð af skoðunum annarra. Nú getum við ekki alhæft það að allir þeir sem eru á móti stefnunni séu annað hvort fáfróðir um hana eða bara áhrifagjarnir vegna þess að því miður eru þeir til sem eru einfaldlega á móti jafnrétti kynjanna.

Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands er í fyrsta skipti í sögu skólans virk nefnd innan nemendafélagsins. Við byrjuðum skólaárið á því að fá Siggu Dögg kynfræðing til þess að halda

fyrirlestur í Bláa sal um kynlíf. Fyrirlesturinn heppnaðist mjög vel og flestir, ef ekki allir, voru yfir sig ánægðir með hann. Við munum einnig halda fleiri viðburði í vetur ásamt því að vera með virka síðu á Facebook þar sem nemendur og kennarar geta komið skoðunum sínum á framfæri og fræðst um skoðanir annarra. Sem dæmi um væntanlegan viðburð vorum við til dæmis beðnar um að halda málfund þar sem nemendur og jafnvel kennarar skólans geta rætt um femínísk málefni eða spurt okkur að því sem þeim liggur á hjarta. Okkur fannst þetta frábær hugmynd og stefnum að því að halda slíkan fund eftir áramót.

Markmið okkar í Femínistafélagi Verzlunarskóla Íslands er að stuðla að fræðslu um femínisma í gegnum ýmsa viðburði og umræður svo að nemendur skólans (einnig kennarar, foreldrar og allir þeir sem vilja!) geti myndað sér gilda og upplýsta skoðun á stefnunni, að opna huga fólks gagnvart henni til að reyna að eyða neikvæðu ímyndinni sem margir hafa í garð hennar og auðvitað að sýna ykkur hversu jákvæð stefnan er! Femínistafélagið og eflaust flestir nemendur og starfsfólk skólans er stolt af því að nú í fyrsta skipti í sögu skólans hafa jafnréttislög og þar á meðal Bechdel reglan verið innleidd í lög nemendafélagsins en þó hafa enn ekki allar nefndir nemendafélagsins staðist þessa reglu (hvatning)! Við viljum að skólinn fylgi bæði Bechdel reglunni og jafnréttislögunum og sýni þar með fordæmi fyrir aðra skóla.

Það er enn mikið verk fyrir höndum og okkar markmið er að Verzlunarskólinn verði braut-ryðjandi í jafnréttismálum - en ekki eftir á.

Með kveðju frá Femínistafélagi Verzlunarskóla Íslands.

,,Jafnréttisbarátta er maraþon en ekki spretthlaup” - Vignir Daði Valtýsson

Femínistafélag NFVÍ

svooogott™

Af hverju er

?+ gamla

leyniuppskriftin

fra Kentucky

ferskt

Við notum frá íslenskum kjúklingaframleiðendum.

Við notum og heilnæmt grænmeti frá íslenskum grænmetisbændum.

Allt þetta frábæra hráefni er samkvæmtströngustu gæðastöðlum KFC.

fyrsta flokks hraefni

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

3140

9

fyrir Verzlinga

Page 6: Viljinn 4. tbl 2014

6

Ágústa eva

,,Krakkarnir voru svo prúðir, þau voru alveg geld“„Ég var alltaf að syngja inni í skáp en bróðir minn sagði mér bara að þegja,“ segir Ágústa Eva leik- og söngkona meðan hún tekur sopa af heitu súkkulaði með rjóma. Ágústa Eva bjó í Hveragerði til tíu ára aldurs og segir sönginn alla tíð hafa blundað í sér. „Ég söng fyrst opinberlega í helgileiknum í kirkjunni þegar ég var sex ára, þá söng ég tvær línur.“ Þegar Ágústa var svo ellefu ára tók hún þátt í söngvakeppninni „Fjörkálfar á ferð um landið“ undir stjórn Hemma Gunn og deildi fyrsta sæti með annarri stelpu. Ágústa vann sér inn keppnisrétt í aðalkeppninni með sigri sínum í fyrri keppninni en flutti þá til Noregs. „Þá var mikil sorg,“ segir Ágústa.

Ágústa flutti til Noregs við tíu ára aldur og

segir það hafa verið alveg ömurlegt. „Þeir eru rosalega ólíkir Íslendingum, þurrt fólk og rosalega passívt á sig,“ segir Ágústa um Norðmenn og segir krakkana jafnframt hafa verið alltof prúða fyrir sig. „Þegar maður fór í afmæli kom maður með nesti,“ segir Ágústa, en segist samt hafa reynt að keyra upp stuðið. Hún var þó á endanum fegin að flytja heim. „Maður verður að hafa eitthvað að gera,“ segir hún.

Hefur alltaf bara gert það sem hún hefur verið beðin um að gera.„Söngurinn hefur alltaf verið númer eitt,“ segir Ágústa Eva sem talar um að tjáningin við að syngja sé mun nákvæmari en við að leika. „Söngurinn sem tjáningarform er allt öðruvísi en að leika, miklu hreinni,“ segir Ágústa sem segist vera hrifin af nákvæmnisvinnunni sem fylgir því að syngja. „Ef ég er beðin um að syngja eitthvað lag þá æfi ég mig mjög mikið,“ segir hún.

Ágústa lék í áhugamannaleikfélagi, Leikfélagi Kópavogs, í þrjú ár og smitaðist þá og þar af leikhúsbakteríunni. Hún segir Silvíu Nætur ævintýrið fræga einnig hafa hafist þar. „Vinur

minn, Gaukur, kom á sýningu til okkar og fór svo að mæla með mér við 365 sem voru þá að leita að fólki til að gera einhvern poppþátt.“ Ágústa segist hafa farið í prufur en komist þá að því að í þættinum ætti ekki að vera neinn leikstjóri. Henni fannst ekki nógu spennandi að hafa engan leikstjóra og því ákváðu hún og Gaukur vinur hennar að gera eitthvað sjálf. Þau Gaukur hófu þá að gera þátt með alls konar innslögum og eitt af þeim innslögum var Silvía Nótt. Þau gerðu prufuþátt með alls kyns karakterum og fóru á fund með Skjá einum og sýndu þeim þáttinn. Starfsmenn Skjás eins hrifust af þættinum og þá sérstaklega Silvíu Nótt og vildu gera þátt einungis með henni. „Þá bara gerðum við það. Byrjuðum bara að þróa hana og það sem hún myndi gera,“ segir Ágústa sem hafði þá ekki hugmynd um í hvaða ævintýrum hún ætti eftir að lenda. „Karakterinn stjórnaði eiginlega bara öllu,“ segir Ágústa.

Silvía Nótt endaði á að hljóta tvenn Eddu-verðlaun, gefa út þrjár sjónvarpsseríur, geisla-disk og jólabók ásamt því að stíga á stokk á stóra sviðinu í Grikklandi sem framlag Íslands til Eurovision árið 2006. Aðspurð að því hvort Silvía Nótt hafi gert henni slæmt eða gott svarar Ágústa: „Bara frábært, ég er ógeðslega stolt af þessu,“ og bætir svo við, „ég væri

Ágústa Eva er söng- og leikkona sem hefur gert það gott í íslensku athafnalífi upp á síðkastið. Hún var fæddist þann 28. júlí 1982 og er næstyngst fimm

systkina. Hún teiknaði mikið á unglingsárunum en seinustu ár hefur söngur og leikur átt hug hennar allan. Ég ræddi við Ágústu um uppvaxtarárin í Noregi,

Silvíu Nætur ævintýrið og komandi tíma.

Teitur Gissurarson | 5-B

Page 7: Viljinn 4. tbl 2014

7

örugglega bara að smíða húsgögn í Berlín ef ekki væri fyrir hana.“

„Maður verður að vita um hvað málið snýst“„Ég var alveg rosalega hissa þegar þau hringdu í mig og sögðu mér að ég hefði fengið það“ segir Ágústa en hún landaði sínu fyrsta kvikmyndahlutverki í mynd Baltasars Kormáks, Mýrinni, árið 2006. Ágústa fór með hlutverk Evu Lindar, dóttur lögreglumannsins Erlendar, sem leikinn var af Ingvari E. Sigurðssyni. Þeir sem hafa séð myndina minnast þess að Eva Lind var ung stelpa í neyslu og utanveltu við eigin fjölskyldu.

„Besta vinkona mín á þeim tíma hafði verið í sömu sporum og karakterinn,“ segir Ágústa en hún fór í mikla rannsóknarvinnu um leið og hún hafði fengið handritið. „Ef maður ætlar að leika einhvern eða herma eftir einhverju verður maður að vita um hvað málið snýst,“ segir hún. „Hún sagði mér mjög mikið og þjálfaði mig í

rauninni bara fyrir þetta,“ og bætir svo við, „án hennar hefði ég örugglega bara verið eins og bjáni.“ Þessi vinkona Ágústu er dáin í dag, sem segir sína sögu.

Árið 2011 lék Ágústa hlutverk Andreu í mynd Olafs de Fleur, Borgríki. Ágústa segist hafa verið hvað best undirbúin fyrir þá mynd þar sem hún hafði í rauninni sjálf verið búin að hefja undirbúningsferlið áður en hún vissi af þessari mynd. „Á þessum tíma var ég byrjuð að skrifa handrit að mynd um mann sem fer í gegnum lögregluskólann verandi siðblindur,“ segir Ágústa en hún var þá búin að rannsaka innviði lögreglunnar í einhvern tíma fyrir handritið sitt. „Ég var búin að tala við lögregluna og fara á vaktir svo þegar mér var boðið að leika lögreglu var ég ekki lengi að segja já,“ segir hún.

Ágústa segir lögregluna hafa hjálpað þeim mikið til við gerð myndarinnar svo að hún yrði sem raunverulegust. „Allt frá búningum út í af hverju maður segir eitthvað og hvernig

maður segir það,“ segir Ágústa og bætir svo við, „við fengum bara rosalega stóra gjöf frá þeim.“ Aðspurð að því hvort myndin eigi sér einhverja hliðstæðu í íslenskum raunveruleika svarar Ágústa: „Myndin er að sjálfsögðu ekki byggð á neinu sérstöku en sambærilegir hlutir gætu gerst, og ef þeir myndu gerast þá myndu þeir gerast svona.“

Rífur úr sér hjartað á hverju kvöldiÞegar við Ágústa sitjum hér á kaffihúsinu Stofan í 101 Reykjavík eru ennþá nokkrar vikur í frumsýningu á nýjustu mynd hennar, Borgríki 2: Blóð hraustra manna, en hvorugt okkar hefur séð myndina. „Þetta er eiginlega svolítið stóri bróðir fyrri myndarinnar,“ segir Ágústa um nýju myndina sem hún segir þó vera sjálfstætt framhald af hinni fyrri og því ekki bundin því að maður hafi séð fyrri myndina. Hún segir að Borgríki 2 sé bæði þroskaðri og stærri og hafi þau sem við myndina unnu verið reyndari en áður. „Við vitum betur hvar við þurfum að

passa okkur, hvað við getum gert betur og hvernig við getum skerpt á ýmsum atriðum,“ segir Ágústa. „Við erum að þenja svolítið út mörkin,“ segir hún og bætir svo við, „atriðin eru stærri og sprengingarnar eru háværari.“

Eins og fyrr var sagt var Ágústa í Leikfélagi Kópavogs í þrjú ár. „Þetta er mjög skapandi umhverfi“ segir Ágústa og segist hafa lært mikinn aga þar. Nú hefur hún tekið að sér eilítið stærra hlutverk, hlutverk Línu Langsokks á stóra sviði Borgarleikhússins. Ágústa segir lífið í leikhúsinu vera skemmtilegt. Hún segir verkið vera frábært en það sem standi þó uppúr sé hópurinn sem vinnur að verkinu. „Þetta er allt

ótrúlega fyndið fólk með opið hjarta. Gott fólk,“ segir Ágústa. Hún segir leikhúsið vera allt annars eðlis en kvikmyndavinnu og þá sérstaklega þegar á að gera verk sem á að gera á að fylgja einhverri ákveðinni uppskrift. „Það er mjög skemmtilegt en á sama tíma mjög krefjandi“ segir Ágústa og nefnir einnig að sköpunargáfan sé takmarkaðri heldur en þegar maður er að gera eitthvað sjálfur. Hún segir leikhúsið vera meiri erfiðisvinnu og bætir við: „Kvikmynd er alltaf til en í leikhúsinu þarftu að rífa úr þér hjartað til að skapa kvöld eftir kvöld.“

Hversdags ÁgústaÞessa dagana er Ágústa mikið í viðtölum og annarri fjölmiðlavinnu fyrir Borgríki 2. Hún talar einnig inn á teiknimyndir, syngur í sjónvarpi og er byrjuð að æfa fyrir aðra mynd. „Ég á ekki marga frídaga“ segir hún og segir sig vera með puttana í ýmsum verkefnum. Ágústa klárar kakóbollann með stórum sopa og við röltum út af kaffihúsinu þar sem hún kveður mig með stóru brosi á meðan hún dregur upp spánnýja stöðumælasekt undan rúðuþurrkunni.

Page 8: Viljinn 4. tbl 2014

8

Page 9: Viljinn 4. tbl 2014

9

INSTAGRAM

@vignird @iam4a @larakettler @arnist1

@ingunnhar@malfoverzlo@mcbibba@bj4rki

@gummabergs @sindri1996 @arnagudnadottir @sararutkjartans

Frumsýning í kvöld! #nfvi Anaconda Egle Selfie með Gízla gaur #nfvi #apalhraun

A Homeless Guy og einn rauðhærður í Skvassi, why not? #íþróvika #nfvi

Skytturnar þrjár á Njáluslóðum! #GunniSkarp #Bergþórshvoll #nfvi

Verzló sigur og Elín Harpa ræðumaður kvöldsins!

Myndartaka firir Vyljan :P #nfvi #trendnet #dauj

<3

Basshunter baby!!! #busaballverzlo #basshunterball #nfvi

Vinir í golfi Ég og Péturskirkjan í Róm #nfvi #arnihemm

(Bekkjar)bræður #busaball #busabass #basshunter #bræður #brothers #B

101 likes 5 likes 80 likes 86 likes

30 likes207 likes87 likes297 likes

23 likes 110 likes 33 likes 33 likes

Page 10: Viljinn 4. tbl 2014

10

Jólapeysur

Að fá SMS frá stjórninni

Sótthreinsir

Beauty tips!

Nýju sjálfsalarnir

IceLimo

Bambusbollarnir

Trendsetterinn

Chai latte

Gasalega smart.

Hver vill frí í fyrsta tíma þegar þú getur fengið pepp sms?

Stay fresh stay clean.

Alfræðiorðabók unga fólksins.

Alltaf opnir.

Við öll tækifæri.

Grænir og umhverfisvænir.

Beeeest.

Christmas in a cup.

Page 11: Viljinn 4. tbl 2014

11

Sótthreinsir

Crop Top í skólanum

Sama stelpan

Ísland

Vísir

Læti á bókasafninu

All nighter fyrir próf

Ryðvarnarsprey

Top friends

Skafa bílinn

Stay fresh stay clean.

Við búum á Íslandi.

Hún er svo heit að hún ætt’að ver’í...

‘Nough said.

Er Séð og Heyrt komið með keppinaut?

Þetta er ekki félagsmiðstöð.

„Af hverju fylgdist ég ekki bara með í tímum?“

Listó tók það á annað level.

Afbrýðisemi in the making…

Veeeerst.

Page 12: Viljinn 4. tbl 2014

12

Stytting framhaldsskólanna, hvers vegna?

stytting framhaldsskólannaEinn helsti styrkleiki íslensks menntakerfis eru jöfn tækifæri til menntunar. Ísland er meðal þeirra landa þar sem minnstur munur er á árangri nemenda milli skóla.

Þrátt fyrir marga styrkleika menntakerfisins þá má alltaf finna einhverja veikleika og eitthvað sem má betur fara. Dæmi um það er námstími til stúdentsprófs.

Ísland er eina OECD landið þar sem menntakerfið gerir almennt ráð fyrir því að fjórtán árum sé varið í nám til stúdentsprófs. Annars staðar tekur framhaldsnám styttri tíma.

Það fara skiptar skoðanir um það hvort stytting námstíma til stúdentsprófs sé í raun og veru eitthvað sem sé hvað mest þörf á hér á Íslandi í dag. Margir velta því fyrir sér af hverju fjármagninu sem færi í þá vinnu að breyta menntakerfinu, sé ekki varið í t.d heilbrigðiskerfið. Nú telur ríkisstjórnin þó kjörinn tíma til þess að hefjast handa við styttinguna og hefur þetta verið á to-do lista þeirra í ákveðinn tíma.

Námsframvinda íslenskra framhaldsskólanema er talin hæg og er það afleiðing margvíslegra galla á menntakerfinu ásamt félgaslegum þáttum. Þar má helst nefna ófullnægjandi undirbúning stórs hóps nemenda úr grunnskóla. Þessir nemendur fá þá ekki nám og þjónustu við hæfi í framhaldsskóla sem getur leitt til brottfalls. Vinna með skóla og nám með vinnuhléum stuðlar einnig að hægari námsframvindu.

Við umbætur á menntakerfi þarf að horfa til margra þátta. Reynsla annarra þjóða sýnir að breytingar hafa gert gæfumuninn. Það er því óskynsamlegt að vera með of mörg járn í eldinum í einu. Huga þarf að nokkrum höfuðþáttum sem líklegastir eru til að skila hvað mestum ávinningi, bæði til lengri og skemmri tíma.

Helsti þátturinn er stytting námstímans. Til að íslenskir nemendur fái að njóta sömu tækifæra og erlendir nemendur er styttingin, að mati ríkisstjórnarinnar, mikilvægur þáttur. Veita nemendum á Íslandi tækifæri til menntunar í menntakerfi sem stenst samanburð við það sem best gerist erlendis.

stytting verzlunarskólansNú þegar við vitum öll að styttingin mun eiga sér stað innan veggja skólans, að Verzlunarskólinn verður styttur og námskerfinu verður breytt í þriggja ára kerfi, þarf að huga að mörgu.

Mun skólinn vera með bekkjarkerfi áfram? Mun félagslífið haldast eins? Mun námsmatið vera eins? Getum við í alvörunni komist heim til okkar fyrr en klukkan fimm á daginn?

Já og nei. Já og nei. Nei. Og já.

Þrátt fyrir margvíslegar breytingar þá er styttingin ekki alslæm. Vissulega höfum við öll okkar skoðanir, fólk er með eða á móti styttingunni en þegar við vitum að kerfið mun taka breytingum er það í okkar höndum að ákveða hvernig við ætlum að hegða okkur innan þess. Ætlum við að líta á kosti þess og vera jákvæð? Eða ætlum við að einbeita okkur að göllum þess og vera neikvæð? Það mun allavega ekki koma okkur neitt áfram.

Helstu breytingarnar sem munu eiga sér stað eru vissulega á áföngunum. Miðað er við að flestir grunnáfangarnir, 103 áfangarnir, þ.e enska, danska, íslenska og stærðfræði verði færðir niður í grunnskólann. Þeir áfangar sem eftir verða munu taka einhverjum breytingum, til dæmis varðandi einingafjölda þeirra, og síðan dreifast jafnt yfir þrjú ár menntaskólans.

Nemendur sem hefja göngu sína í Verzló munu byrja í bekkjarkerfi þar sem þau stunda nám á ákveðinni braut, rétt eins og við gerum í dag. Hugmyndin er sú að vinna með brautarkjarna þar sem innan hverrar brautar verða ákveðnir áfangar sem nemendur þurfa að taka en annars verði áfangar í boði sem val. Líkist kerfinu í dag á nokkurn hátt en samt ekki.

Þegar lengra líður á skólagönguna mun valið færast í aukana og munu nemendur fá að velja sér ákveðinn pakka. Í hverjum pakka eru ákveðnar greinar. Þessir pakkar munu vera fyrir nemendur á lokaári. Þá myndi nemandi á náttúrufræðibraut velja sér einn af tveimur náttúrufræðipökkum, út frá því sem hann telur að henti sér best og út frá áhugasviði hans.

Bekkjarkerfið mun haldast venjulegt fyrstu tvö árin en þegar komið er á lokaárið mun fjölbrautarkerfi taka við. Þeir nemendur sem velja sér sömu pakkana yrðu þá líklegast saman í tímum. Það ýtir undir góð tengsl við gamla bekkinn á sama tíma og nemendur kynnast fleiri samnemendum sínum og fara út fyrir þægindarammann.

Þó skal taka skýrt og greinilega fram að þetta eru einungis þær hugmyndir sem stjórn skólans hefur verið að vinna með og er þetta aðeins stutt lýsing á þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru. Ekkert er endanlega ákveðið. Eitt er þó víst að breytingar taka tíma og nýtt skólakerfi krefst svo sannarlega tíma.

Unnur Lárusdóttir | 4-J

Page 13: Viljinn 4. tbl 2014

13

áhrif á nemendafélagiðÞað er mjög lærdómsríkt að starfa fyrir nemendafélag Verzlunarskóla Íslands og sú vinna er frábær undirbúningur fyrir atvinnulífið.

Í framtíðinni munum við að öllum líkindum horfa til baka til menntaskólaáranna og verður félagslífið þá eflaust ofarlega í minningum okkar. Við munum vonandi geta sagt að við höfum notið stundanna, eignast vini, skemmt okkur og eflt samskiptahæfni okkar á milli. Verða þessar minningar öðruvísi fyrir þá sem munu útskrifast á þremur árum í stað fjögurra og munu þeir nemendur fá minni undirbúning fyrir áframhaldandi nám og atvinnulífið en raunin er í dag?

Mitt hlutverk í þessari grein er að tala um hvernig breyting á núverandi kerfi mun hafa áhrif á félagslífið. Strax í upphafi vil ég taka fram að í greininni mun ég ekki birta afstöðu mína til málsins. Markmið mitt er að vekja nemendur til umhugsunar um hvað gæti breyst. Í kjölfarið vil ég að nemendur skólans geti tekið sjálfstæða afstöðu til þess hvort breyting kerfisins hafi jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á félagslífið.

Þau ár sem bæði kerfin eru í gangiByrjum hugleiðingar okkar á skólagöngu nemenda fædda árið 1999. Námskrár þeirra verða settar upp þannig að þau útskrifist á þremur árum. Næstu þrjú ár munu bæði þriggja og fjögurra ára kerfin vera í gangi í Verzlunarskóla Íslands. Í þriggja ára kerfinu verður árinu skipt upp í þrjár annir. Það þýðir að nemendur sem útskrifast á þremur árum fara þrisvar í lokapróf á hverju skólaári, en nemendur í fjögurra ára kerfinu fara tvisvar. Prófatarnir eru því í gangi fjórum sinnum á ári. Verður raunhæft að halda viðburði, til dæmis Listó og Nemó, á sama tíma og hluti nemenda skólans er í prófalestri?

Innan N.F.V.Í. hafa skapast margar hefðir hjá árgöngum skólans. Munu nemendur fæddir 1998 og 1999 halda sameiginlegt galakvöld og útskriftarferð? Koma frambjóðendur til stjórnar N.F.V.Í. 2018-2019 úr tveimur árgöngum, rúmlega 600 manna hópi? Þó er augljóst að þrátt fyrir að tveir árgangar útskrifist á sama tíma munu þau ekki halda nýnemaferðina né peysufatadaginn á sama tíma. Það er alltaf bara einn árgangur í 3. bekk og sömuleiðis í 4. bekk. Nei, heyrðu. Hvað munum við kalla árganga skólans? Munum við kalla 1999 árganginn 4. bekk þegar þau koma í skólann, á meðan 1998 nemendurnir eru líka í 4. bekk?

NýnemarInnan N.F.V.Í. skipum við miðstjórn í lok hvers árs. Það þýðir að miðstjórn er skipuð áður en nýnemar skólans vita hvort þau muni stunda nám í skólanum. Það gerir það að verkum að fá pláss eru fyrir nýnema til að sinna nefndarstörfum og nær undantekningarlaust eru engin pláss fyrir þá í stjórnarnefndum. Hvernig getum við komið nýnemum fyrr inn í skipulagningu á félagslífinu?

Í dag nýtum við fyrsta ár okkar í að uppgötva hvar áhugasvið okkar liggur innan nemendafélagsins. Eftir ár bjóðum við okkur fram í þær nefndir sem við höfum áhuga á, af eigin reynslu. Myndu eins margir bjóða sig fram í nefnd án þess að hafa upplifað hvað hún gerði?

uppbygging reynsluÞað gefur auga leið að leiðtogar og skipuleggjendur félagslífsins hafa meiri tíma til að afla sér reynslu, átta sig á því hvað vel hefur gengið

og hvað mætti betur fara á fjórum árum en þremur. Er til aðferð til að miðla þessari þekkingu fyrr til nemenda svo félaglífið viðhaldi glæsileika sínum? Eða er það kannski ekki reynsla einstaklinga skólans sem skiptir máli, heldur reynsla starfsemi nemendafélagsins frá ári til árs?

Álag skólans of mikið?Þegar við hugsum um styttingu skólans niður í þrjú ár verða margir hræddir um að námið verði þyngra, álagið meira og því minni tími til að sinna öðrum hlutum, svo sem íþróttum, áhugamálum og félagslífi.

Það að skipta árinu upp í þrjár annir á víst að leysa þann vanda að hluta til. Í því kerfi verða færri fög tekin fyrir í einu, skóladagurinn á að haldast jafnlangur og námsefnið á að vera í ferskara minni þegar lokapróf hefjast. Hvort eykur það eða minnkar stress og álag að fara í lokapróf þrisvar á ári? Einnig er hægt að velta því fyrir sér hvort að álagið sé mögulega of lítið í dag. Til eru dæmi um fjölda nemenda sem lesa upp hálfs árs námsefni á nokkrum dögum, rétt fyrir lokapróf. Á það að vera raunhæft?

Hvers vegna framhaldsskóli en ekki grunnskóli?Einnig spurja verjendur nýja kerfisins hvernig það getur staðist að nemendur í skólum annarra landa nái að stunda áhugamál, íþróttir og tómstundir þar sem þau útskrifast einum til tveimur árum á undan okkur Íslendingunum. Út frá því veltir maður fyrir sér a) eru þau kraftmeiri en við? b) Fá þau minni undirbúning fyrir háskóla en við? og c) Eru grunnskólaárin þar betur nýtt en hjá okkur? Hvers vegna er sá möguleiki að stytta grunnskólann frekar en framhaldsskólann ekki skoðaður? Getur það staðist að það sé auðveldara að stytta 4 ára nám niður í 3 ár, heldur en 10 ára nám niður í 9? Eða mætti kannski stytta báða skóla um eitt ár svo við séum á sama stað og nágrannalönd okkar?

Hvað finnst þér?Ég vil ítreka að þessi grein á að vekja hugmyndir ykkar um hvað gæti breyst, ég vil ekki þröngva minni skoðun á ykkur. Sérstaklega vegna þess að þessi breyting mun hafa áhrif á nemendur í öllum árgöngum skólans nema 6. bekk.

Á nemendafélagshópnum á Facebook hefur verið birt könnun sem ég vona að sem flestir sjái sér fært að svara fyrir helgina. Niðurstaða þessarar könnunar verður meðal annars notuð til að ákveða hvort við munum berjast gegn þriggja ára kerfinu eða ekki. Ég hvet þá nemendur sem huga að skipulagsvinnu félagslífsins eindregið til að velta þeim spurningum fyrir sér sem hér er kastað fram. Vonandi er hægt að nýta þessar vangaveltur þannig að félagslífið muni halda áfram að vera eins öflugt og það er þegar nýtt kerfi tekur við.

Skóladagatal 2014-2015 miðað við 3 annir (hér er einungis um uppkast að ræða og vantar t.d. vetrarfrí og haustfrí).

Sigrún Dís Hauksdóttir | 6-Y

Page 14: Viljinn 4. tbl 2014

14

Vetrartíska

Page 15: Viljinn 4. tbl 2014

15

Alma Rún HreggviðsdóttirMariane Sól ÚlfarsdóttirSaga GuðnadóttirSigrún Birta KristinsdóttirSölvi Steinn ÞórhallssonVölundur Hafstað Haraldsson

Page 16: Viljinn 4. tbl 2014

16

Page 17: Viljinn 4. tbl 2014

17

Mánudagsmorgunn, klukkan er rúmlega átta og Verzlingar aka bílum sínum inn á bílastæði skólans. Margir nemendur velja þó að ferðast í skólann með strætó eða á hjóli og líklega eru þeir afar fáir sem mæta í Ofanleitið með leigubíl nema að fólk sé ennþá eitthvað lítið í sér eftir sunnudagsdjammið. Allir ganga inn í skólann og í sínar heimastofur þar sem stemningin er mjög mismunandi. Sumir spjalla saman um atburði helgarinnar, aðrir skoða símann sinn og athuga með nýja tilkynningu frá Facebook eða Snapchat og einhverjir setja smá músík á fóninn. Þeir sem njóta þeirra forréttinda að fá stofu með yfirsýn yfir bílastæði okkar eru aldrei í vafa um það hvað þeir ætli að gera þegar þeim leiðist inni í stofu. Að sjálfsögðu líta þeir út um gluggann og fylgjast með þeirri sýningu sem fer fram hvern morgun þegar nemendur leggja bílum sínum með ýmsum aðferðum í stæði..... og ekki stæði.

Helstu athugasemdir áhorfenda eru til dæmis: „Ha? Má þetta?“, „Ekki ætlar hann/hún virkilega að leggja bara þarna?“, „Já, þetta var árekstur“, og síðast en ekki síst; „þessi

einstaklingur er algjör meistari“. Áhorfandinn er líka stór hluti af leiknum. Oftar en ekki opnar hann glugga í stofunni og lætur fólk heyra það úti á plani. Leiðinda hótanir eins og: „Þú verður hurðaður“, „ég er með Vöku* í símanum“ og „BMW bílar eiga líka að leggja eins og hinir“ virðast vera illkvittnislegar en eru í raun aðeins lagðar fram í ákveðnu glensi og oftast fylgir ending eins og: „nei, djók, meistari“ í kjölfarið og þar með er allt búið í því máli.

Skemmtilegasti staðurinn á bílastæð-inu til að fylgjast með fólki leggja bílum sínum er plássið við nýju álmuna. Helst vegna þess að þar eru bílastæðalínurnar aðeins farnar að missa sinn sjarma og eru ekki eins auðsjáanlegar og hinar. Þetta vill valda okkar fólki vandræðum. Oftar en ekki myndast þrjár raðir bíla í stæðum sem eru einungis gerð fyrir tvær raðir. Einnig má nefna að stundum fer fólk mislangt inn í stæðin. Fólk fer kannski einungis með hálfan bílinn inn í stæðið og lætur þar við sitja. Aðrir fara of langt og láta framstuðarann og kantinn á stæðinu stinga saman nefjum, afleiðingarnar eru pirringur og blótsyrði ökumannsins.

Nemendur taka oft góðan tíma í að leita að góðu stæði til að leggja í. Vanalega tefjast þeir vegna þess að kyrrstæðir bílar eru út um allt og ökumaður verður að sýna sína bestu hæfileika í frjálsu stórsvigi í keppni smábifreiða á milli misstórra hindranna. Það er ókeypis bíó og meira til.

Þetta allt saman er þó algjör paradís á venjulegum degi. Versti draumur hins venjulega Verzlings á „beint úr kassanum“ Polo-inum eða „keyrður rétt rúmlega 260.000“ Honda Civic er þegar hin elskulega fönn birtist og þekur bílastæðið með sínum hvíta lit. Þá fyrst ríkir glundroði á bílastæðinu og þá fyrst erum við á svæði þar sem engin lög eiga við, engin. Þar ríkir náttúruval Darwins, hinir hæfustu lifa af. Aðrir verða að snúa til baka og leggja á bílastæðinu við Kringluna og þá hafa þeir tapað megninu af eigin völdum á Verzlóbílastæðinu.

1. Það er ekki stakt bílastæði laust en það er ekki séns að þú munir snúa við og leggja á Kringlustæðinu. Hvað gerir þú? Jú, að sjálfsögðu leggurðu upp á gangstétt, helst vel skakkt. Læsir bílnum og labbar sjálfsöruggur inn í skólann.

2. Enn og aftur ertu í þeim aðstæðum að það er ekki eitt laust stæði sjáanlegt. Hvað er þá til bragðs? Öll plássin á gangstéttinni eru einnig upptekin og væntanlega ferðu ekki í Kringluna. Þú velur auðvitað besta valkostinn í stöðunni og einfaldlega býrð til þitt eigið bílastæði. Leggðu við hliðina á bíl sem er í bílastæði (en ekki þú) eða taktu öfluga lagningu upp við gulan kant (gulur kantur, hvað er það annars?). Virkilega valdamikið.

3. Vertu örugg/ur og sýndu dyggð. Leggðu í tvö stæði eins og ekkert hafi í skorist. Svo einfalt er það.

Þarna voru nefndir þrír möguleikar sem oft eru notaðir af ýmsum Verzlingum. Athugið að þessir möguleikar eru aðeins notaðir í neyðartilvikum. Djók. Það er bull, fólk notar þetta hvenær sem er. Einnig ber að athuga þær afleiðingar sem fylgja því að lifa sem kóngurinn eða drottningin á bílastæðinu. Til dæmis það að vera hurðaður í gríð og erg, að fólk sé með bílnúmerið þitt skrifað alls staðar hjá sér og þú færð jafnvel töff miða frá leyndum aðdáanda sem dáist af hæfileikum þínum á bílastæðinu.

Svo endilega þegar þér leiðist á milli tíma í skólanum (þér á ekki að leiðast í tímum í skólanum), kíktu þá út á bílastæði og vittu til, þú munt örugglega verða vitni af einhverju mjög svo skemmtilegu. Heimur Verzlóbílastæðisins er nefnilega jafn skemmtilegur og hann er fjölbreytilegur.

En hvernig sýnir maður völd á bílastæðinu? Jú, með ýmsum hætti. Við skulum fara yfir nokkrar mögulegar aðferðir til að sýna sig sem

konungurinn/drottningin á bílastæðinu.

Að sýna völd á bílastæðinu

Axel Helgi Ívarsson | 6-A*Vaka fyrirtækið, ekki Vaka Vigfúsdóttir.

Page 18: Viljinn 4. tbl 2014

18

TWITTER

Völundur Haxstað @rudnulovafhverju geta stelpur ekki ákveðið sig hver er sætust

28 132

Sylvía Hall @sylviaahall “Skólinn minn er sko miklu femínískari og upplýstari en skólinn þinn!!!!!”

0 8

Vaka Njálsdóttir @vakanjals Þegar þú ert að flýja próf en hittir á kennarann í miðjum flótta á göngunum

2 33

Sverrir Jamel Camel @sveppalicious shout out á allar busastelpurnar sem þekkja nokkra stráka í 6. bekk

1 28

Þorvaldur @thorvaldurtrÓsanngjarnt þegar strákar eru bæði sætir og í landsliðinu #hallóþúfærðekkibæði

36 147

Hrafnhildur Kjartans @hrafnhildurkja Alltaf sami léttirinn að vera ekki mökkuð á einhverri mynd frá Ljósmyndanefnd eftir böll

1 25

Silverfox98 @PrynjarHausverkur + mammsí farin + spænskupróf á morgun = fósturstelling á moiiii:D

1 61

Saga Guðnadóttir @storygudnaÞAÐ ER BANNAÐ AÐ PRUMPA Í CROWDI

0 9

Þórunn Diego @thorunndiegoPabbi: “Þórunn farðu inn á Facebook fyrir mig ég þarf að sjá svolítið hjá þér” :/

5 26

Jasmin Dúfa Pitt @JasminDfaPitt Að langa í einhvern ákveðinn gaur en eiga bara engann f*** sjéns er þrot!

14 48

Helga Lárusdóttir @helgalarusdMaður frá Vísi spotted á Verzló planinu, ég ullaði á hann

1 55

Pétur Axel Pétursson @peturaxel Ég: “Mamma hvenær fæ ég nýtt rúm?”Mamma: “Þegar ég fæ nýja tengdadóttur”Stelpur endilega hafiði mig í huga, væri alveg til í nýtt rúm!

3 123

B-Raww @beemassonþað er próf í dag, og það er próf á morgun og ekki á morgun heldur hinn og hinn og hinn og hinn

30 81

Styrmir Elí @Styrmir96S/O á alla þá sem héldu í alvörunni að við ætluðum að setja upp Frozen

5 65

Benedikt Bjarnason @valhysingurVandræðalega mómentið þegar Aron Kristinn followar þig og þú ert gg pepp en svo followaði hann þig bara óvart og er búinn að unfollowa þig.

11 65

Aron Friðfinnsson @sleikdomurTinder í Svíþjóð er að gefa meira en Unicef

0 33

frodi gud @frodi95pælið i þvi ef maður þyrfti að fara ur skonum i verzlo það er ekki hægt að vera bad boy a sokkunum

5 34

Thelma Sævarsdóttir @Thelmaa17Varð leið þegar eg heyrði að ms stelpur væru sætari en ví stelpur, en pabbi sagði að eg væri sætust i heimi og gaf mér bíl #líðursmábetur

37 226

Page 19: Viljinn 4. tbl 2014

19

Miðvikudaginn 15. október lögðu 60 nemendur úr valáfanganum listasaga af stað frá Keflavíkurflugvelli í ferð sem seint mun gleymast. Eftir nokkurra klukkustunda ferðalag, með stoppi í London, komum við loks til Rómar um kvöldið. Frá flugvellinum keyrði rúta mannskapinn upp á hostel. Eftir að allir höfðu tékkað sig inn hélt hópurinn saman út að borða og svo í stutt labb um borgina.

Næsta morgun var ræst snemma og var gengið að Santa Maria Maggiore, einni helstu basilíku Rómar sem er vægast sagt vel skreytt, enda í barokkstíl. Styttur, útskorin munstur og málverk þöktu hvern einasta blett kirkjunnar. Að því loknu fórum við að Palatínhæð og skoðuðum rústir fornrar hallar sem að stóð þar. Því næst var haldið í skoðunarferð um Colosseum, eitt merkasta mannvirki sögunnar. Árni Hermannsson, sem hefur farið í þessa ferð einu sinni eða tvisvar áður, nærði okkur með öllu því sem við vildum vita um þessi fornu mannvirki og almenna sögu Rómarborgar. Pantheon var endastöðin þennan dag hvað listina varðar en þar þykir ótrúlegt hvað eitt lítið op í þaki byggingarinnar veitir ótrúlega birtu í hvaða veðri sem er, fyrir utan það að hvolf Pantheon er ein mesta undrasmíð listasögunnar.

Eftir þetta fengum við frjálsar hendur til þess að kanna borgina á okkar eigin vegum, sumir nýttu tímann í að finna skandinavískar fjöldaframleiddar flíkur, á meðan aðrir í hópnum fóru og héldu áfram að drekka menningu borgarinnar í sig. Langt fram á kvöld hélt þessi mikla menningarganga um Róm áfram og held ég að mér sé óhætt að segja það að okkur tókst nánast að kynnast flestum hliðum borgarinnar á þessum eina degi.

Föstudagurinn var þvílík keyrsla. Um morguninn var haldið í Vatíkanið þar sem Árni og Hallur leiddu okkur í gegnum safnið og Sixtínsku kapelluna og eins og alltaf jós upp úr þeim viskan og fróðleikurinn. Þegar safn Vatíkansins og Sixtínska kapellan höfðu verið skoðaðar gaumgæfilega var næsti áfangastaður Péturskirkjan. Stærsta, dýrasta og að mínu mati flottasta kirkja heims. Kirkjan var skreytt frá toppi til táar og er sú magnaðasta sem ég hef augum litið. Allir veggir kirkjunnar voru feikilega vel unnir og frægustu listamenn endureisnarinnar, t.d. Michelangelo, voru fengnir til þess að mála verk sín á veggi kirkjunnar. Magnaðri heimsókn til Rómar var lokið og við tók lestarferð til Flórens þar sem veislan hélt einfaldlega áfram.

Flórens er þekkt fyrir að hafa fóstrað marga af frægustu listamönnum heims. Þrátt fyrir alla túristamergðina sem ráfar daglega um götur borgarinnar, nær hún samt sem áður að fanga ítalska menningu betur en höfuðborgin. Þessi fyrrum volduga verslunarborg einkennist af þröngum götum, undraverðum byggingum, fjöldanum öllum af söfnum og höllum fyrrum valdamikilla fjölskyldna. Þetta má einna helst þakka

ást Medici fjölskyldunnar á list sem var í rauninni þeirra leið til að sýna völd sín út á við en borgin endaði á að erfa þetta mikla safn listaverka sem staðsett eru um alla borgina. Í Flórens voru mörg söfn og margar sögufrægar slóðir voru heimsóttar, að sjálfsögðu í fylgd með viskubrunni og höfðingja okkar, Árna Hermanns.

Frægasta kirkja Flórensborgar, Santa Maria Del Fiore, var heimsótt á laugardeginum. Kirkjan er aðal kennileiti borgarinnar og maður skilur það vel þegar maður sér hana með berum augum, sú bygging. Gengið var upp í hvolfþak kirkjunnar en það er hönnun hins mikla meistara Brunelleschi og var það sérstök upplifun útaf fyrir sig. Þegar kvöldið gekk svo í garð voru kennararnir búnir að koma í kring sameiginlegum kvöldverði fyrir allan hópinn. Þarna fengum við að smakka allar hliðar ítalskrar matargerðar og nutum vel af.

Sunnudagurinn fór í fleiri safnaheimsóknir og ber þar hæst viðkoma í Pitti höllina, sem er einhver glæsilegasta endurreisnarbygging Flórensborgar. Massíf bygging, massíft listasafn og massífur garður. Á mánudeginum var svo komið að því að halda aftur heim í kuldann. Farið var til Pisa um morguninn og allir fengu að taka klassíska túristamynd við Skakka turninn. Svo var rokið út á flugvöll og heim til Íslands.

Þó svo að ég telji mig ekki mikinn áhugamann um listir sé ég ekki eftir því í dag að hafa valið þennan áfanga. Þetta tækifæri til þess að fá að skoða mikið af merkustu list mannkynssögunnar með fólki sem leiðir þig, útskýrir og segir frá hverju einasta verki, kennir þér virkilega að meta alla þá vinnu og hæfileika sem þessi verk kröfðust. Ferðin sjálf sem að sjálfsögðu stendur hvað mest upp úr áfanganum var fullkomlega skipulögð, þrátt fyrir mikla keyrslu og mikið labb fengum við alltaf bróðurpart dags til þess að skoða líf borganna sjálfra. Þetta gaf manni einstaka upplifun af landinu og maður inntók nánast alla þá menningu sem Ítalía hefur uppá að bjóða á 5 dögum þökk sé skipulagi og reynslu kennaranna sem að eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra ferð. Þessi einstaka ferð kenndi mér hluti sem ég mun lifa með um ókomin ár.

Ítalíuferð

Andri Geir Arnarson | 6-D

Page 20: Viljinn 4. tbl 2014

20

Kynlíf er víðtækt hugtak og fólk skilgreinir það á marga og mismunandi vegu. Er sjálfsfróun kynlíf? En munnmök? Öll höfum við einhverja ákveðna mynd af kynlífi í huganum en þín hugmynd af kynlífi getur verið gjörólík hugmyndum annarra. Við ákváðum að leggja könnun fyrir Verzlinga um kynlíf og fengum virkilega góð viðbrögð. Hátt í 700 manns svöruðu könnuninni sem er töluvert meira en við þorðum að vona. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar og mjög mismunandi milli kynjanna, t.d. er mikill munur á strákum og stelpum þegar kemur að sjálfsfróun.

Hvað er kynlíf?

Hefur þú farið í tékk á húð og kyn?

Hefur þú fengið kynsjúkdóm? KynsjúkdómarAlgengustu kynsjúkdómar á Íslandi eru klamydía, kynfæravörtur (HPV) og kynfæraáblástur (Herpes) en einnig greinast þó nokkur tilfelli af flatlús, lekanda og sárasótt á hverju ári. Alvarlegri kynsjúkdómar eins og HIV og lifrabólga B og C finnast einnig hér á landi.

Tæplega 2000 manns greindust með Klamydíu á Íslandi árið 2012, u.þ.b. 5 manns á dag. Aðeins lítill hluti smitaðra fá þó einkenni og því eru margir smitberar sem vita ekki að þeir beri sjúkdóminn. 0,06% þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust hafa fengið kynsjúkdóm en því miður má áætla að það hlutfall sé mikið hærra þar sem flestir eru einkennalausir.

33% þeirra stelpna sem svöruðu könnuninni höfðu farið í tékk en 22% stráka. Hægt er að fara og láta athuga hvort maður sé smitaður á næstu heilsugæslustöð eða á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. HIV-, lifrarbólgu-, klamydíu-, lekanda- og sárasóttarpróf og meðferð eru ókeypis á heilsugæslustöðum og sjúkrahúsum.

KlámMargir halda að klám hafi engin áhrif á hugmyndir fólks um kynlíf en sú er ekki raunin. Klám kemur ekki einungis fram í klámmyndum því klámmenningin í samfélaginu er það mikil að fólk verður ómeðvitað fyrir áhrifum þess. Klám er efni sem sýnir kynlíf í tengslum við misnotkun og niðurlægingu og ýtir undir slíka hegðun. Það er því til fullt af erótísku efni sem flokkast ekki sem klám. Í könnununni sem við tókum kom í ljós að töluverður munur er á strákum og stelpum þegar það kemur að klámáhorfi, 88% stráka horfa á klám en aðeins 44% stelpna.

Vissir þú að klám getur leitt til..Vandamála við að fá eða halda standpínu

Minni kynhvatar

Þunglyndis

Þreytu

Horfiru á klám?

Stelpur

Stelpur

Stelpur

Strákar

Strákar

Strákar

Alma Karen Knútsdóttir | 5-V

Áshildur Friðriksdóttir | 5-D

Guðrún Eiríksdóttir | 5-U

Page 21: Viljinn 4. tbl 2014

21

Það þarf einungis 3 cm langt typpi til að þunga konu.

Um 75% kvenna fá fullnægingu en aðeins 25% í samförum.

Um 25% kvenna fá aldrei fullnægingu.

Á einu ári eru gerðar rúmlega 900 fóstureyðingar á Íslandi.

Einn af hverjum tíu Evrópubúum er getinn í IKEA rúmi.

Kynlíf er ávanabindandi.

Áður fyrr notuðu breskir spæjarar sæði sem leyniletur.

Sjö Viagra töflur eru seldar á hverri sekúndu

Kynlíf minnkar stress (gott í prófum).

Staðreyndir

KynfræðslaÁ Internetinu er allt morandi í efni sem á sér enga stoð í raunveruleikanum og getur brenglað ímynd fólks á honum. Þess vegna er kynfræðsla ótrúlega mikilvægur og stór partur af heilbrigðu kynlífi. Samkvæmt könnuninni okkar voru viðbrögðin við fyrirlestrinum sem Sigga Dögg hélt hér í skólanum almennt góð en þó mun betri hjá stelpunum en strákunum. Hvers vegna, vitum við ekki. Niðurstöðurnar sýna það að flestum finnst vanta meiri fræðslu sem er mjög jákvætt mál.

Finnst þér að Verzlingar ættu að fá meiri fræðslu um kynlíf?

Hvernig fannst þér fyrirlesturinn sem Sigga Dögg hélt?

Hversu oft stundar þú sjálfsfróun? Hvað hefur þú sofið hjá mörgum einstaklingum?

Stelpur

StelpurStelpur

Stelpur

Strákar

StrákarStrákar

Strákar

Page 22: Viljinn 4. tbl 2014

22

CERN-ferð 2014

CERN, eða European Organization for Nuclear Research, eru samtök sem stofnuð voru árið 1954 af 12 Evrópulöndum. Tilgangur samtakanna var, og er enn, að koma saman vísindamönnum af hvaða þjóðerni sem er til þess að vinna í sameiningu að grunnrannsóknum í öreindafræði. Um 12.000 manns starfa nú hjá og með CERN, flestir við LHC en það er stór öreindahraðall. Höfuðstöðvar samtakanna eru staðsettar í Genf, nálægt frönsku landamærunum, og þann 17. október lá leið okkar þangað.

Við komum að litlu túristabúðinni í anddyri höfuðstöðvanna þar sem töluverður fjöldi fólks virti fyrir sér þessa veigamiklu stofnun. Færri fengu þó tækifæri til þess að kynna sér gaumgæfilega starf hennar. 20 nemendur og tveir kennarar frá Verzlunarskólanum stigu upp í rútu sem fór af stað frá Sviss og nam staðar stuttri stundu síðar í Frakklandi, fyrir utan stjórnstöð CERN. Þar var tekið á móti okkur og við leidd inn í fundarherbergi á annarri hæð. Út um glugga fundarherbergisins mátti sjá stórt skrifstofurými þar sem fjórar hringlaga vinnustöðvar með ótal skjáum og ýmsum mælitækjum stóðu með góðu millibili. Athygli okkar var þó fljótt dregin að mynd sem varpað hafði verið á vegg fundarherbergisins. Þar hófst kynningin.

Spænski eðlisfræðingurinn sem tók á móti okkur var nýi kennarinn okkar næstu 45 mínúturnar. Við settumst við egglaga fundarborðið og fylgdumst með honum útskýra grunninn í eðlisfræðinni sem þarf til þess að skilja umfang tilraunastarfeseminnar sem þarna fer fram. Hann sagði okkur frá ýmsum forvitnilegum tilraunum, t.d. tilraunum til þess að nota andefni til þess að vinna gegn krabbameini og tilraunir sem einblína á það að finna út hvað hulduefni sé. Að lokinni kynningu var haldið með rútunni lengra inn í Frakkland og stuttu síðar komum við að áfangastað okkar, CMS-skynjaranum! Minnst var á Large Hadron Collider hér að ofan og e.t.v. veltirðu því fyrir þér hvað það er. LHC er stærsti og öflugasti öreindahraðall sem fyrirfinnst á jörðinni. Þetta er í raun 27 kílómetra löng túba sem liggur í gegnum göng sem eru um 100 metra neðan við sjávarmál. Göngin sjálf eru tæpir 4 metrar að þvermáli en margfalt stærri þar sem mælitækin, sem notuð eru þegar verið er að mæla þá árekstra sem verða þegar að róteindunum er skellt saman, eru staðsett. Notast er við vetni til þess að mynda geisla af róteindum sem skotið er af stað þar sem hver geisli er 3,2292*1010 róteindir. Þessum róteindahópum er skotið af stað í gegnum nokkra minni öreindahraðla áður en þær fara í gegnum LHC. Þar ná þær hraða sem er 99,99% af ljóshraða, þ.e. um það bil 2,99*108/s! Þegar þessum hraða er náð þá er þessum geislum skellt saman og verða við það róteindaárekstrar. Þessir árekstrar eru síðan greindir með mælitækjum á borð við CMS og ATLAS og þaðan fá vísindamenn allar þær upplýsingar sem þeir þurfa. Til þess að mæla þessa árekstra, sem skipta milljónatali á sekúndu, þá er m.a. notuð vél sem ber nafnið CMS-skynjarinn (Compact Muon Solenoid detector). Þetta ferlíki, sem er 14.000 tonn á þyngd og sér um það að búa til myndir af árekstrunum sem verða þegar róteindageislarnir rekast saman. Þar sem ekki er hægt að taka myndir af einhverju svona litlu og skammlífu þá þurfa vísindamenn að treysta

á að skynjarinn skapi nákvæmar myndir af árekstrinum út frá þeim tölulegu upplýsingum sem hann safnar að sér. Þessar upplýsingar eru hins vegar mjög miklar, um það bil 1 terabæt á sekúndu af gögnum. Þess vegna fara gögnin í gegnum „filter“-forrit sem síar út óþarfa gögn og er um 99,9% gagnanna að lokum eytt. Þetta eru samt sem áður gríðarlega miklar upplýsingar sem safnast þar sem vélin er látin ganga í meira en 3 ár í einu. Samkvæmt útreikningum eru þetta um 3.150 terabæt af upplýsingum, það er þá eftir að stærstum hluta af þeim hefur verið hent út. Við starfsstöð CMS tóku á móti okkur tveir nýir leiðbeinendur og var hópnum skipt í tvennt. Við vorum leidd í gegnum starfsemina sem þar fer fram og sáum hvernig fólkið athafnaði sig við störf sín. Brátt vorum við beðin um að setja á okkur vinnuhjálma og áður en við vissum af vorum við í lyftu á leiðinni 100 metra ofan í jörðina! Við litum upp þegar niður var komið og sáum þakið af yfirbyggingunni í fjarska, lengst fyrir ofan okkur. Við vorum leidd áfram enn lengra inn í gangakerfið, í gegnum sali fulla af flóknum tölvubúnaði og fleiri vinnuherbergjum þar til við komum að vel merktri hurð. „Þið eruð nú að fara að sjá flóknustu vél sem nokkurn tímann hefur verið byggð af mönnum“ sagði leiðbeinandi okkar á meðan hún opnaði hurðina. Þar fyrir innan blasti við okkur risavaxin, næstum súlulaga maskína, um 22 metra löng og 16 metrar í þvermál, CMS-skynjarinn sjálfur! Við stóðum og störðum lengi, agndofa yfir þessum ónáttúrulegu hlutföllum. Þegar við höfðum jafnað okkur var spennufallið mikið, hápunkti ferðarinnar náð og lokið nánast samtímis. Stuttu síðar héldum við aftur upp á yfirborðið, þar sem skoðunarferð okkar lauk og við þökkuðum leiðbeinendum okkar kærlega fyrir. Við vorum heppin að fá þetta einstaka tækifæri, því að aðeins viku seinna var svæðinu lokað þar sem ræsa á hraðalinn á næstunni og verður svæðið lokað til ársins 2020. Einstök ferð sem skilur eftir sig margar minningar.

Um miðjan október síðastliðinn héldu nokkrir galvaskir meðlimir Vísindafélagsins ásamt hópi Verzlinga til Sviss. Eftir lendingu og stutta dvöl í Basel var förinni heitið til Genf en þar beið okkar viðfangsefni ferðarinnar. Hópur þessi stefndi á einkar spennandi slóðir, en fyrir lá heimsókn til höfuðstöðva CERN og kynning á LHC (Large Hadron Collider). En hvað er CERN?

Vísindafélagið

Page 23: Viljinn 4. tbl 2014
Page 24: Viljinn 4. tbl 2014

24

BAKAÐ MEÐ TOMMA

KÖKUR HANDA SVEINKA

Hráefni:2 ½ bolli hveiti1 tsk lyftiduft1 tsk salt1 bolli smjör¾ bolli sykur¾ bolli púðursykur1 tsk vanilludropar2 egg2 bollar súkkulaðibitar

Allir Verzlingar þekkja Tómas Bergsson eða Tomma Bergs, viðskiptafræðikennara og almennan gleðigjafa í augum nemenda. Það sem hins vegar ekki allir vita er að Tómas er mikill aðdáandi baksturs og þá sérstaklega bakstri tengdum jólunum. Það er lykilatriði hjá mörgum að baka ýmsar tegundir af smákökum um jólin og erum við algjörlega á því máli. Við fengum því Tomma í lið með okkur þegar við hófum smákökubaksturinn fyrir jólin.

Page 25: Viljinn 4. tbl 2014

25

BAKAÐ MEÐ TOMMA

Stillið ofninn á 180°. Takið púðursykur, sykur, smjör og vanilludropa og hrærið saman. Því næst er eggjunum hrært við, einu í einu. Blandið þurrefnum saman í aðra skál og blandið hægt og rólega út í hina skálina. Að lokum eru súkkulaðibitarnir blandaðir í deigið. Að lokum er deigið sett á plötur, þægilegt getur verið að nota teskeið. Kökurnar fara síðan inn í ofn í 10 mínútur á 180°.

Aðferð:

Bake the world a better place

Page 26: Viljinn 4. tbl 2014

26

Tillaga að Símatskerfi Verzlunarskóla Íslands

Frá því að við hófum skólagöngu okkar höfum við lagt mikið uppúr því að læra sem mest yfir önnina. Það hefur gefið okkur dýpri skilning á efninu og hefur okkur þ.a.l. gengið frekar vel í þeim skyndiprófum sem lögð eru fyrir yfir önnina og staðið okkur vel við skil á verkefnum.

Kerfið hjá Verzló er byggt þannig upp að jafnvel þó svo að við fáum mjög háa einkunn í öllum verkefnum, skyndiprófum og öðru tengdu náminu þá erum við oft ekki að fá nema 25% af þeirri einkunn á móti 75% sem að ákvarðast af 120 mínútna prófi.

Sigurgeir var sína fyrstu önn í Flensborg og upplifði hann þar símatskerfið af eigin raun. Símatskerfið hjá Flensborg er þannig uppbyggt að (yfirleitt) þarftu 8.0 í annareinkunn og þá fær viðkomandi að ráða því hvort hann fari í lokapróf í þeim áfanga eða ekki.

Sé áfanginn þannig skipaður að á önninni séu 3 kaflapróf og lægsta einkunnin detti út, þá þarf nemandi að ná öllum þremur prófunum, jafnvel þó svo að hann hafi fengið yfir 8,0 í tveimur af þremur.

Þetta er gert til þess að ganga úr skugga um að nemandi hafi tileinkað sér námsefnið og kunni í raun það efni sem að í áfanganum er kennt.

Þetta kerfi er byggt upp sem svokallað umbunarkerfi. Það er byggt upp þannig að nemandi sem að hefur staðið sig vel yfir önnina getur verið verðlaunaður með því að fá að sleppa lokaprófi. Léttir það mjög á prófatörninni fyrir þann nemanda.

Ákveði nemandi að sleppa lokaprófi fær hann símatseinkunnina beint inn á einkunnaspjaldið svo lengi sem einkunnin er yfir 8,0.

Velji nemandi að taka lokapróf þrátt fyrir hærri einkunn en 8,0 getur hann gert það en þá reiknast símatið inn eins og hjá þeim sem ekki geta nýtt sér kerfið.

Símatskerfi getur verið tekið upp (til reynslu) í lesáföngum og tungumálaáföngum þar sem að þar er oft mikið efni sem að farið er yfir jafnt og þétt yfir önnina.

Þegar að kefið hefur verið sannreynt verða vonandi fög eins og raungreinar tekin til skoðunar sem símatsáfangar.

Hugmynd að símatskerfiÁstæður fyrir upptöku símatskerfis:

• Nemendur læra betur yfir önnina.

• Nemendur tileinka sér námið betur.

• Betri vinnufriður í tímum.

• Nemendur læra jafnt og þétt yfir önnina í stað þess að læra

heilan áfanga á tveimur dögum eins og oft er raunin.

• Nái nemandi símati er það umbun fyrir hann og getur hann þá

einbeitt sér betur við það að læra fyrir önnur próf.

• Minni kostnaður við yfirferð og prentun á lokaprófum.

1. GreinNemandi sem fengið hefur yfir 8.0 í meðaleinkunn í þeim verkefnum og skyndiprófum sem sett voru fyrir á að kunna námsefnið nægilega vel til að hafa náð áfanganum.

2. GreinNemandi sem fær að minnsta kosti 8.0 óupphækkað í símatseinkunn getur valið að sleppa lokaprófi. Þá færist símatseinkunnin beint yfir á einkunnaspjald nemandans. Velji nemandinn að taka lokapróf þá gilda sömu reglur og fyrir þá sem að ekki náðu 8.0 í símatseinkunn.

3. GreinVerði nemandi uppvís að svindli á skyndiprófi missir sá hinn sami rétt á símati í þeim áfanga.

Hefur þú einhverntímann velt því fyrir þér hvers vegna stór hluti lokaeinkunnar ræðst af einu prófi? Við félagarnir vildum gera það sem í okkar valdi stæði til að ráða bót á þessu máli, sérstaklega fyrir þá nemendur sem að vinna jafnt og þétt yfir önnina og ættu að fá umbun fyrir jafna og þétta vinnu. Sigurgeir & Steinn Arnar | 6-H

Page 27: Viljinn 4. tbl 2014

27

Brandenburg

ÉG ÞARF FÖTIN ÞÍN, STÍGVÉLIN OG MÓTORHJÓLIÐ

THEGOVERNOR

«67

Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu

Page 28: Viljinn 4. tbl 2014

28

HVERFISGÖTU 50

KRINGLUNNI & SMÁRALIND

Ellen Helena Helgadóttir

Jónas Orri Matthíasson

Gunnar Francis Schram

Melkorka Arnarsdóttir

MÓDEL

Page 29: Viljinn 4. tbl 2014

29

Page 30: Viljinn 4. tbl 2014

30

Page 31: Viljinn 4. tbl 2014

31

Page 32: Viljinn 4. tbl 2014

32

Skemmtileg prófatips

Braless/commandoFrelsið er yndislegt og við vitum það öll. Þess vegna er tilvalið að víkja frá hversdagsleikanum í prófunum og hafa þægindin að leiðarljósi.

Klassísk tónlistÍ prófunum skiptir máli að einbeitingin sé í toppstandi. Við mælum hiklaust með Four Seasons eftir Vivaldi.

Losa stressiðPrófagredda, hver kannast ekki við það. Við erum jú öll mennsk með þarfir og einhverra hluta vegna verða þessar þarfir miklar á meðan á prófunum stendur. Þá er ekkert að því að taka sér stutta læripásu með ásthuga eða bara sjálfum sér og losa um spennuna. Hressandi!

FrostpinnarÞú ert orðinn þreytt/ur á lærdómnum og kinnarnar eru orðnar rauðar og heitar. Helst langar þig að fara að sofa en þú ert engan veginn nógu vel staddur fyrir prófið. Besta ráðið er að fara rakleiðis í frystinn og fá sér einn svellkaldan. Þetta hressir þig án efa við og hjálpar þér við að leggja lokahönd á lærdóminn.

HugleiðslaSestu niður og láttu fara vel um þig. Lokaðu augunum og einbeittu þér að því að slaka á vöðvunum. Leyfðu huganum að fara á flakk. Leiddu hugann á stað sem þér líður vel á og leyfðu þér að hugsa um nákvæmlega það sem þú vilt. Eftir u.þ.b. korter er tímabært að snúa til baka úr paradís og halda áfram að takast á við yndislegan lesturinn.

Eyddu snapchat og twitter úr símanumEitt snap getur leitt til fimmhundruðþúsund, spurðu bara Karen Kristins. Ekki heldur láta þér líða betur með að fara á twitter og lesa tweet frá letihaugum sem eru ekki búnir að læra neitt, það er weak. Líkurnar eru um 90% á að þú sért ein af þessum týpum, þar sem þú ert í áhættuhóp ráðleggjum við þér að eyða þessu bara. strax.

Farðu beint að sofa eftir að hafa lærtBesta leiðin til að muna það sem þú lærðir daginn áður. Þótt Monster og koffín allnighter virki mjög töff, er það ekki sniðugt. Ekki heldur verðlauna þér með uppáhalds þættinum þínum eða ,,stuttu” símtali við vin, það mun ekki enda vel.

Sundsprettur Hversu hressandi er það að taka sér pásu frá lærdómnum og skella sér í sund? Einn góður sundsprettur getur hreinlega bjargað deginum hjá buguðum námsmanni sem er að drukkna í lestri. Passaðu þig samt á heitu pottunum, þeir svæfa.

Búðu til setningar eða lagEf þú átt erfitt með að muna er sniðugt að finna aðferð sem hjálpar þér við það. Búðu til setningar sem tengjast viðfangsefninu. Þá erum við að tala um setningar eins og “AMMA ILLA”, hverjum hefur hún ekki bjargað? Önnur góð leið til að muna er að syngja glósurnar sínar. Settu þær í lag sem þú þekkir vel t.d. “Piparkökusöngurinn” og syngdu hástöfum!

Nú nálgast desember óðum, kuldinn bítur í kinnar og sólin lætur varla sjá sig. Síðustu vikur hafa flogið frá okkur og eins ótrúlega og það hljómar þá eru prófin alveg að skella á! Eftir annasamar vikur er komið að uppskeru. Það er um að gera að njóta prófatíðarinnar sem best, láta sér líða vel og reyna eftir bestu getu að útiloka allt stress. Við í Viljanum erum með nokkur skotheld ráð sem ættu að létta þér lífið á meðan á prófunum stendur.

ZZ

Z

Page 33: Viljinn 4. tbl 2014

33

brosum jólin

Co

ca-C

ola

, th

e C

on

tou

r B

ott

le a

nd

th

e R

ed

Dis

c a

re r

eg

iste

red

Tra

de

mark

s o

f T

he

Co

ca-C

ola

Co

mp

an

y.

Page 34: Viljinn 4. tbl 2014

34

Horfa á jólamyndirHver elskar ekki að chilla heima, kúra undir sæng og horfa á jólamyndir? Þessar eru ómissandi:

Home alone Elf Grinch Christmas vacationÞú verður samt að fá þér kæró fyrir jól. Það horfir enginn á Love actually einn.

HLUSTA Á JÓLALÖGJólalög eru nauðsynlegur þáttur þegar kemur að því að skipuleggja jólin. Hver nennir að hlusta á Beyonce á meðan maður skreytir jólatréið? Væntanlega hendirðu “100 íslensk jólalög” í tækið og hlustar á snjókorn falla 18 sinnum í röð ásamt fleiri góðum jólalögum.

Baka með TommaBesta mönsið eru smákökur. Tommi er sammála því og alltaf til í að skella í einn bakka af lakkrístoppum, sörum eða súkkulaðibitakökum (uppskrift á bls. 24). Ef þú hefur ekki kost á því að baka með Tomma er alveg í lagi að baka með ömmu. Það sleppur.

JÓLATRÉEkkert fake shit. Jólin eru ekki jól nema húsið angi af grenilykt (besta lykt í heimi) og stofan öll útí barrnálum. Við erum líka ekki að tala um að fara í Blómaval að fá tré beint í hendurnar. Þú ert að fara út í náttúruna með allri fjölskyldunni og höggva sjálf/ur tré.

ÞRIFHver kannast ekki við það að eiga stressaða mömmu um jólin? Þá er gríðarlega mikilvægt að vera dugleg/ur að hjálpa til. Mundu að það er ekki nóg að ryksuga bara herbergið heldur þarf líka að pússa silfrið, þvo hnífaparaskúffuna og þurrka af öllum listum. (Því duglegri sem þú ert, því líklegra er að fá nice gjöf frá mömmu og pabba ;).

BJARGA LÍFIJesú bjargaði okkur. Nú er okkar tími kominn.

KYSSAST UNDIR MISTILTEINIAmeríska klisjan sem okkur dreymir öll að upplifa. Ef þú ert svo óheppin/n að lenda ekki undir mistilteini með ástinni þinni ekki gefast upp, láttu drauminn rætast! Jafnvel þó þú þurfir að halda á mistilteininum fyrir ofan ykkur sjálf/ur.

FARA Á SLEÐAÁ jólunum finnur maður sitt innra barn. Barnið vill fara á sleða, búa til snjókarl og fara í snjóstríð með krökkunum í hverfinu.

FARA Í KIRKJUAmma er fúl af því að þú bakaðir með Tomma en ekki henni. Sláðu tvær flugur í einu höggi og farðu í kirkju. Amma verður sátt og þu finnur þinn innri frið.

DREKKA HEITT KAKÓÞað er ekki nóg að fá sér bara Swiss miss. Farðu út í búð og kauptu þér suðusúkkulaði og mjólk og búðu til alvöru motherfkn HEITT súkkulaði.

AÐ VERA MEÐ FJÖLSKYLDUNNIJólin eru tími ársins sem þú vilt eyða í faðmi fjölsyldunnar. Gerðu eins mikið og þú getur með þeim sem þér þykir vænt um. <3

SETJA SKÓINN ÚT Í GLUGGAMaður er aldrei of gamall fyrir jólasveininn. Jólin eru eini tími ársins sem þú drífur þig í háttinn því morguninn eftir færðu nýtt dót í skóinn. Við erum svo heppin að eiga þrettán jólasveina og þess vegna fáum við ekki bara einu sinni í skóinn heldur ÞRETTÁN sinnum!!! En mundu að vera stillt/ur því annars tekur Grýla þig eftir að þú uppgötvar kartöflu í skónum þínum. #sadstory

FÁ JÓLANÁTTFÖTHver fær ekki náttföt í jólagjöf? Það er skylda að enda aðfangadagskvöld í nýjum náttfötum og með ný skipt rúmföt.

JÓlatÉkklistiÞórunn Salka Pétusdóttir | 6-DBjörg Bjarnadóttir | 5-V

Page 35: Viljinn 4. tbl 2014

35

Ég get ekki dæmt fyrir þig, enda er bannað að dæma, en ég elska jólin. Virkilega, ég elska jólin. Jólin eru notalegasti tími ársins. ,,En Axel það eru allir svo mikið að drífa sig að öllu og pirra sig á minnstu smáatriðum í heimi og jólin í dag eru bara stress og vonbrigði’’. Já, kannski ef þú ert yfirsnobbaður 7 ára krakki eða vel fullorðinn einstaklingur sem er með níkótín fráhvarfseinkenni þá er margt sem gæti valdið þér vonbrigðum og óþarfa stressi. Auðvitað eru aðstæður fólks mismunandi hvað varðar t.d. fjárhag og fjölskyldumál og það er einmitt oftast þar sem að skoðanir fólks á jólunum myndast. Jólin snúast hins vegar ekki um hversu mikið gjöfin þín kostaði eða hvort að kalkúninn hafi verið of þurr eða að húsið sé ekki fullkomnlega þrifið. Ef þú finnur sjálfur fyrir frið og ánægju og gefur öðrum ástæðu til að öðlast frið og hamingju þá hafa jólin náð sínum rétta boðskap. Jólin eru hátíð ljóss og friðar og þannig eiga þau að vera um ókomna tíð. Myrkur, jólaseríur, smákökur, kakó, fjölskylda, jólamyndir, snjór (oftast), jólalög, skraut, lyktin, góður matur, rólegheit og að lokum Die Hard. Nú til dags eru jólin líka ágætur tími til hlaða batteríin milli skólaanna. Allir vel bugaðir eftir jólapróf og þá hey, koma jólin. Sama hvort þú hafir fengið slétta 10 í öllum prófunum eða verið fantur og tekið létt fall á þig þá má samt sem áður alltaf

verðlauna sig á jólunum.Það er bara svo margt sem skapar þægilega stemningu á jólunum, t.d að hlusta á öll jólalögin með Michael Bublé eða versið hans Eiríks Búa í Jólatímanum, fara út á sleða (sem er best), skreyta jólatréð og gefa gjafir. Jólin eiga að vera tími samheldni og bara það eitt að fjölskyldan komi saman um jólahátíðina og eigi saman góðar stundir gerir jólin góð. Nú er til stór hópur fólks, þar á meðal Björg Bjarnadóttir, sem að hatar jólin. Hópurinn kvartar mest yfir því hvernig undanfara jólanna er háttað nú til dags. Jólin byrja í búðum í lok september og jólalögin fara allt of snemma í spilun og eru allt of mikið spiluð. Málið er að það er ekki vandamál jólanna, það er vandamál verslanna og útvarpsstöðvanna, þær ákveða hvenær þær byrja að peppa jólin. Það kemur enginn talsmaður jólanna og segir: „Jæja, allt af stað, fulla keyrslu á jólin“. Réttu pepparar jólanna fara af stað 12.desember og þá hægt og rólega fer jólastemningin að rúlla af stað. Að lokum ná nefna það að Jesús á afmæli á jólunum og verður 2014 ára gamall í ár og eins og við öll vitum eigum við að haga okkur siðsamlega í afmælum og ganga hægt um gleðinnar dyr. Gleðilega hátíð.

Eftir erfiða skólaönn, ömurleg jólapróf og vaxandi skammdegisþunglyndi er algengt að gera þau heimskulegu mistök að hlakka til jólanna. Ég meina ég skil þig, hugmyndin um jólin er mega nice. Ég held samt að þú sért ekki að sjá jólin eins og þau eru í raun og veru. Jólafríið byrjar og þú ætlar að CHILLA. Nema þú ert náttúrulega búinn að lofa þér í vinnu. Þú vaknar í niðamyrkri og aldrei hefur verið jafn erfitt að fara fram úr. Þú snooze-ar svo oft að þú verður að að hlaupa beint út í bíl, svangur, skítugur og ekki búinn að fá þér morgunkaffið. Það er frost svo þú þarft að skafa framrúðuna með enga vettlinga. Þú gleymir alltaf að kaupa sköfu og átt líka engan pening þannig þú þarft að nota debetkortið þitt í verkið og brýtur það í leiðinni. Þú keyrir af stað með útvarpið í gangi sem er annaðhvort að spila Snæfinnur fkn sjókarl eða ömurlegu jólaauglýsingunni frá Blómaval sem þú ert löngu kominn með leið á. Þú telur mínúturnar þar til þú færð pásu til að borða sökkuðu Sómasamlokuna þína sem þú fattar að er útrunnin eftir tvo bita. Því þarftu að hlaupa í Bónus á háannartíma en þegar þú ert að bíða í röðinni að kassanum fattar þú að kortið þitt er ennþá brotið svo þú þarft að vera sökkuð týpa og sníkja mat af vinnufélögum þínum. Á frídeginum í vinnunni færðu loksins tíma til að CHILLA. Nei, bíddu það er ekki hægt. Heima við er öskrandi móðir, ryksugusuð, Björgvin Halldórs í hámarki og stress yfir því hvort þú hafir náð STÆ313. Þér er skipað að

þrífa baðherbergin, þurrka af húsinu og taka til í herberginu þínu. Þú þarft líka að ná í plebbalegu jólakortamyndina úr framköllun og hitta mömmu þína í Kringlunni að kaupa jólagjafir sem er örugglega leiðinlegasta mission í heimi. Á leiðinni heim lendir þú í aftanákeyrslu í fkn hálkunni og verður að hringja vandræðalegur í pabba til að redda málunum. Þú kemst samt ekki heim því það gleymdist að segja þér að þú ert að fara í eitt af fjölmörgum fjölskylduboðum sem haldin eru í nánd við jólin. Eini fjölskyldumeðlimurinn á þínum aldri ákvað auðvitað að beila svo þú endar sem pössunarpía með æstum krökkum í lakkrístoppasykursjokki sem hella á þig fkn kakó en þú mátt ekki vera pirraður því það eru jól :) Aðfangadagur gengur loks í garð og það eru enn og aftur rauð, ljót jól. Eins og á hverju ári missir þú þig í kartöflum og sósu þangað til þú gubbar úr seddu. Möndlugrauturinn er þó eftir og þú bara VERÐUR að fá möndluna í ár svo þú borðar aðeins meira. Fkn litli frændi fær auðvitað möndluna í þessum pínulitla skammti sem honum var gefinn og svo fær hann glataða möndlugjöf sem þig langar samt í. Litli frændi fær líka alla fkn pakkana eins og vanalega en þú bara nokkrar bækur sem þú munt aldrei lesa. Þú reynir að kreista fram bros eftir að jólagjöfin frá mömmu og pabba var ekki fkn iPhone 6 áður en þú býður góða nótt. Þú rekur tánna í fkn rúmstokkinn um leið og þú leggst fkn óglatt uppi í fkn rúm og hlakkar ekki til næstu F-K-N jóla.

Móti

MeðJólin

Axel Helgi Ívarsson | 6-A

Björg Bjarnadóttir | 5-V

Page 36: Viljinn 4. tbl 2014

36

INSTAGRAM #þemaball

@3bekkurinn @isakvalsson @benniben @smariisnaer

@eirikurbui@hallveig@verzlo4r@thordisjo

@volundurh @emblahallfridar @hjalmtyr @lara_margret

Fyrirparty hja meistara Gutta #gamanþegarviðerumsaman #3I #3F

Slav squad parrot edition #birdmachine #aladeenmadafaka #nfvi #þemaball

Falleg að innan sem utan #nfvi #daddyzombie #iþroball

Þemaball VÍ #NFVI

RAUTT SPJALD?! #nfviThe Hogwarts Squad4Rómverjar #nfvi #þemaballSPICEGIRLS

guess who just showed up? #nfvi call me maybe?

DAMN IT PATRICK #sælliddu Ofurmenni í dag eins og alla aðra daga #nfvi

þemaball verzló #nfvi #KARATE

32 likes 88 likes 151 likes 79 likes

89 likes114 likes17 likes159 likes

75 likes 127 likes 99 likes 170 likes

Page 37: Viljinn 4. tbl 2014

37

#þemaball

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Njóttu þess að vera í námi

Kynntu þér allt um Námuna á landsbankinn.is/naman

» 2 fyrir 1 í bíó

» LÍN-ráðgjöf

» Tölvulán

» Fríar færslur

» Aukakrónur

» Námsstyrkir

Grýla, Leppalúði og Leiðindaskjóða

Ljúfari en þig grunar

Grýla-ljúf og góð (í alvöru)

Leppalúði-stór og sterkur

Leiðindaskjóða-krydduð týpa

| teogkaffi.is | Laugavegi | Borgartúni | Smáralind | Kringlunni | HR Aðalstræti | Austurstræti | Skólavörðustíg | Lækjartorgi | Akureyri |

Page 38: Viljinn 4. tbl 2014

38

Hjálpum þeim

Tækifærin sem okkur gefast í lífinu eru misjöfn og sannkölluð forréttindi að fá grunnþörfum sínum fullnægt án þess að þurfa einu sinni að hugsa um það. Í heiminum ógnar hungursneyð milljónum manna og víða neyðist fólk jafnvel til að flýja heimili sín. Misþyrmingar og pyntingar eru tíðir atburðir og skæðir sjúkdómar herja á fjölda fólks um allan heim. Margir geta ómögulega staðið undir þeim lyfjakostnaði sem þessu fylgir og þá blasir aðeins dauðinn við. Í Afríku er alnæmi algengasta dánarorsökin en fátækt einstaklinga, skortur á kynfræðslu og vændi hefur virkilega alvarleg áhrif á útbreiðslu sjúkdómsins. Hér sit ég heima og les grátlegar fréttir af fólki sem neyðist til þess að horfa upp á sína nánustu deyja og saklaus börn svelta. Hjá mörgum er vonin lítil sem engin.

Á Íslandi starfa ýmis hjálparsamtök á borð við ABC barnahjálp, SOS-barnaþorpin, UNICEF og Tears For Children sem hafa það að markmiði að veita nauðstöddum börnum húsaskjól, mat, menntun og læknishjálp. Á hverju ári er dagur rauða nefsins haldinn á vegum UNICEF í þeim tilgangi að safna styrktarforeldrum og fjármagni fyrir börn sem minna mega sín. Í ár bættust um 3000 manns í hóp heimsforeldra UNICEF og auk þess safnaðist fjöldi styrkja frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þegar jólin nálgast verður manni alltaf hugsað til þeirra sem eiga bágt og upplifa erfið jól. Á hverju ári tekur fjöldi Íslendinga þátt í söfnuninni ‘‘Jól í skókassa.‘‘ Þá eru þúsundir jólagjafa sendar í skókössum frá Íslandi til bágstaddra ríkja í von um að veita börnum þar betri jól.

Starfsemi GVÍHér í Versló starfar öflugt góðgerðaráð sem heldur styrktarviku á hverju skólaári. Auk þess eru haldin bingó og veitingasölur á vegum þeirra á helstu viðburðum nemendafélagsins. Í ár vinna meðlimir GVÍ m.a. í samstarfi við samtökin Tears For Children við að byggja barnaskóla í Kenya en nú þegar er leikskóli á svæðinu sem heitir Versló. Þar að auki styrkja samtökin 77 konur og 150 börn sem eru smituð af HIV veirunni. Nýi skólinn sem verður byggður kostar í heild 7 milljónir en ennþá vantar 4 milljónir upp á og ætlar GVÍ að aðstoða þau við þetta frábæra verkefni. Áætlað er að skólinn verði tilbúinn vorið 2015. GVÍ starfar einnig með ABC barnahjálp við að styrkja skólaþorp sem er staðsett í þorpinu Kitetikka í Úganda. Þar er leikskóli sem heitir Litli Versló, barnaskóli og menntaskóli. Nú er markmiðið að senda út 50 tölvur sem ABC hefur fengið að gjöf. Þetta mun vonandi styðja börnin í náminu og tryggja þeim betri framtíð. Kostnaðurinn við þetta er mikill og því ætlum við Verzlingar að hjálpa þeim með þetta verkefni. Einnig mun GVÍ standa fyrir sérstökum söfnunum til styrktar Mæðrastyrksnefndar, UN women og Alnæmisbörnum. GVÍ vikan verður haldin 16.-20.febrúar næstkomandi en þá gefst okkur sérstakt tækifæri á að standa saman, styrkja gott málefni og hjálpa þeim sem þurfa að hafa fyrir því að lifa af á hverjum einasta degi. Höfum það í huga hvað við erum heppin og hjálpum þeim sem þurfa mest á hjálpinni að halda.

Á þeim sekúndum sem það tók þig að lesa byrjunina á þessari grein má gera ráð fyrir að um það bil átta börn hafi fæðst inn í þennan fallega en um leið grimma heim. Hvert og eitt þessara barna fæðist með rétt á húsaskjóli, mat, vernd og aðgangi að læknisþjónustu en því miður þurfum við að horfast í augu við þá skelfilegu staðreynd að daglega eru framin hrottaleg brot á mannréttindum fólks um allan heim. Guðrún Eiríksdóttir | 5-U

Page 39: Viljinn 4. tbl 2014

39

Skóli fyrir tvö börn í ár: 2000 kr

Kostnaður heilsugæslu á ári fyrir eitt barn: 1600 kr.

Í Afríku deyr barn

úr hungri á 10 sekúndna

fresti

Skóla-búningur

fyrir barn: 2500 kr.

Eitt borð og bekkur fyrir þrjú börn: 3500

kr.

Máltíð fyrir barn í mánuð: 1100

kr.

Page 40: Viljinn 4. tbl 2014

SKJÖNMÓdel

Bjarni Sævar Sveinsson

Guðrún Dís Magnúsdóttir

Gréta Arnarsdóttir

Jenný Marín Kjartansdóttir

Selma Ramdani

Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson

Þórir Oddsson

Page 41: Viljinn 4. tbl 2014
Page 42: Viljinn 4. tbl 2014
Page 43: Viljinn 4. tbl 2014
Page 44: Viljinn 4. tbl 2014

44

Page 45: Viljinn 4. tbl 2014

45

Page 46: Viljinn 4. tbl 2014
Page 47: Viljinn 4. tbl 2014
Page 48: Viljinn 4. tbl 2014