viljinn 3. tbl 2014

48
1 VILJINN 3. TÖLUBLAÐ 2014 107. ÁRGANGUR

Upload: viljinn

Post on 04-Apr-2016

246 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Viljinn skólablað Verzlunarskólans

TRANSCRIPT

Page 1: Viljinn 3. tbl 2014

1

V I L J I N N3 . T Ö L U B L A Ð 2 0 1 4

1 0 7 . Á R G A N G U R

Page 2: Viljinn 3. tbl 2014

2

KÆRU VERZLINGARNú er enn eitt skólaárið hafið með tilheyrandi fögnuði og herlegheitum. Ingi skólastjóri er varla búinn að setja skólann þetta árið en bíddu hver er mættur á borðið? Er það Viljinn? Þið lásuð rétt kæru lesendur, Viljinn er mættur enn einu sinni og hefur aldrei verið glæsilegri. Nefndin ásamt góðum velunnurum hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur til að skila þessu blaði til ykkar. Vonandi hefur fyrsta vikan farið vel af stað, sérstaklega hjá nýnemum sem við í Viljanum bjóðum innilega velkomna. Hér er fyrsti Viljinn sem er troðfullur af fjölbreyttu efni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Góðan lestur.

Alm

a K

aren

Knú

tsd

ótt

ir

Hau

kur K

ristin

sso

nB

jörg

Bja

rnad

ótt

ir

Guð

rún

Eirík

sdó

ttir

Teitu

r Gis

sura

rso

n

Þóru

nn S

alka

Pét

ursd

ótt

ir

Axe

l Hel

gi Í

vars

son

Ásh

ildur

Frið

riksd

ótt

ir

Útgefandi: N.F.V.Í.Prentun: PrentmetUppsetning: Haukur KristinssonLjósmyndir: Haukur Kristinsson Ábyrgðarmaður: Haukur Kristinsson

SÉRSTAKAR ÞAKKIR:Kristín Hildur RagnarsdóttirMirijam Eiríksdóttir De GiovanniAnna ArnarsdóttirHaukur Húni ÁrnasonBjarki Lilliendahl

Kristján Þór Sigurðsson

Sigríður Ylfa Arnarsdóttir

Sigrún Hrefna Sveinsdóttir

Sverrir Þór Sigurðsson

Arnheiður Sveinsdóttir

Page 3: Viljinn 3. tbl 2014

3

EFNISYFIRLITÁvarp forseta

Nefndir NFVÍ

Heitt & kalt

HM yfirlit

Viðtal við GusGus

Kaupum skiptibækur

Svalandi sumardrykkir

Twitter

Viljinn mælir með

Heimsreisa

Instagram

Hvað finnst öðrum um Verzlinga?

Tískumyndaþáttur

Lognið

Starfsnám í Bandaríkjunum

Sælla minninga

Instagram

Tímaskekkja

5

6

10

12

13

16

17

18

19

20

24

25

26

29

32

34

36

38

Page 4: Viljinn 3. tbl 2014

4

Verzló veitir

Page 5: Viljinn 3. tbl 2014

5

Björn BergssonFormaður Íþróttafélagsins

Sigrún Dís HauksdóttirForseti

Jóna Þórey PétursdóttirRitstjóri Verzlunarskólablaðsins

Haukur KristinssonRitstjóri Viljans

Steinn Arnar KjartanssonFéhirðir

Karen JónasdóttirMarkaðsstjóri

Rán Ísold EysteinsdóttirFormaður Listafélagsins

Gunnhildur Sif OddsdóttirFormaður Málfundafélagsins

Benedikt BenediktssonFormaður Skemmtinefndar

Vaka VigfúsdóttirFormaður Nemendamótsnefndar

STJÓRN NFVÍKæru nýnemar!Innilega til hamingju með að vera orðnir nemendur Verzlunarskóla Íslands. Stundin er runnin upp. Menntaskólaárin, sem oft eru talin þau bestu í lífi okkar allra eru að hefjast. Ár ógleymanlegra minninga, áhyggjuleysis, nýrra vina og endalausra viðburða. Áður en lengra er haldið langar mig að minna ykkur á eitt. Þið skapið félagslífið. Þið, og jú allir nemendur Verzló gera böllin, Vælið, Nemó, Morfís, Gettu Betur, Golfmótið (jahá þið eruð einmitt það besta við golfmótið), Lazertag mótið, busaferðina, skólablöðin, skíðaferðina, Demó, VÍ-mr, Listó leikritið, bekkjarkeppnirnar og allt hitt að veruleika. Hafið í huga, ef þið íhugið að sleppa við að mæta á viðburð, að enginn í Verzló hugsar þannig. Þá væri skólinn okkar ekki vinsælasti skólinn á landinu með umtalað félagslíf. Munið það elsku busar, það eru viðburðirnir og tíminn með vinum ykkar sem skapa minningar sem er það verðmætasta sem þið eigið. Því eftir 4 ár verður Verzló ekkert nema minningar.

Page 6: Viljinn 3. tbl 2014

6

Forseti & Féhirðir

Verzlunarskólablaðið

Málfundafélagið

Íþróttafélagið

Nemendamótsnefnd

Viljinn

Listafélagið

Skemmtinefnd

Ritari stjórnar

Forsetinn hefur yfirsýn yfir allt sem gerist í nemendafélaginu og féhirðirinn aðstoðar hann með fjármálin. Steinn sparar, Sigrún eyðir.

Gefa Snobbið út í byrjun skólaárs og stærri útgáfu af Snobbinu í lok skólaárs. (Stærri útgáfan heitir Verzlunarskólablaðið og er virkilega flott bók).

Þessir málfuglar sjá um VÍ-MR daginn, Versló peysurnar og mælskasta Verzlinginn auk þess sem þau halda utan um Morfís og Gettu betur.

Samansafn af mössuðustu einstaklingum skólans. Þau elska öll crossfit og sjá um alla íþróttaviðburði sem fara fram á skólaárinu.

Frábær nefnd sem sér um að gera Nemendamótsdaginn okkar í febrúar ógleymanlegan. Þau setja upp frábæran söngleik á hverju ári.

Án efa besta nefnd nemendafélagsins. Samansafn snillinga sem gefa út fjögur stórglæsileg blöð á skólaárinu.

Þessa nefnd skipar listrænasta fólk skólans. Þau sjá um að setja upp Listóleikritið í skólanum sem er sýnt fyrir áramót, tær snilld.

Þau sjá um busavikuna, busahrekkina og söngvakeppnina Vælið svo eitthvað sé nefnt. Allir meðlimir nefndarinnar eru sjúklega skemmtó eins og við má búast.

Situr alla fundi með stjórninni og heldur utan um allar ákvarðanir sem eru teknar þar.

STJÓRNARNEFNDIR NFVÍ

Page 7: Viljinn 3. tbl 2014

7

Auglýsingaráð

Filman

GVÍ

DHT

Demó

Förðurnarnefnd

Hagsmunaráð

Embætti Gabríels

DGH

Grillnefnd

Hljómsveit

Femínistafélagið

Hjálpar nefndum skólans að auglýsa viðburði sem fara fram á skólaárinu.

Á hverju ári er haldin virkilega skemmtileg stuttmyndakeppni á vegum Filmunnar. Þar fá leikarar og kvikmyndagerðarmenn skólans sannarlega að njóta sín.

Það sem einkennir þau er hrein góðmennskan. Á hverju skólaári er haldin GVÍ vika með tilheyrandi áheitum og góðverkum í þeim tilgangi að styrkja gott málefni.

Nefndin sér um allt tæknilegt á viðburðum NFVÍ. Virkilega hæfir í flækjulosun, bæði sambandsflækjur og snúruflækjur.

Nefndin heldur utan um og skipuleggur lagasmíðakeppni Verzló, Demó. Mögnuð keppni sem vekur alltaf lukku með frumsömdum lögum frá nemendum skólans.

Þessar miklu skvísur sjá um að farða fyrir allt mögulegt í félagslífinu okkar. Þær eru svo sannarlega með réttu trixin á hreinu þegar kemur að förðun.

Talið við þau ef ykkur finnst á einhvern hátt brotið á rétti ykkar innan veggja skólans. Þeirra hlutverk er að gæta hagsmuna okkar.

Gabríel spilar á trompet þegar Sigrún forsetinn okkar kemur opinberlega fram.

Nefndin sér um grafíska hönnun innan veggja NFVÍ. Sumir kalla þá The A-Team, aðrir ekki.

Grillar ofan í nemendur á bestu stundum s.s. daginn eftir ball, í miðstjórnarferðinni, busaferðinni og fleira. Þess má geta að þau óska eftir nýju grilli.

Þetta mikla tónlistarfólk spilar á ýmsum atburðum á skólaárinu.

Var stofnað árið 2012 og hefur verið á hraðri uppleið síðan þá. Á skólaárinu mun félagið halda uppi Facebooksíðu ásamt því að vera með fundi sem tengjast femínisma.

NEFNDIR NFVÍ

Page 8: Viljinn 3. tbl 2014

8

NEFNDIR NFVÍ

Ívarsmenn

Kókómjólkurgoðsagnirnar

Kvasir

Markaðsnefnd

KeNem

Kórnefnd

Ljósmyndanefnd

Marmarinn

KINO

Kósýnefnd

Lögsögumenn

NFVÍ TV

Ívarsmenn sjá um að tónlist ómi um Marmarann í öllum hléum, alltaf. Því miður heitir enginn Ívar í nefndinni. Viðtöl fyrir nefndina verða bráðum haldin.

Nýjung í nemendafélginu. Þessi nefnd sér um það að streama viðburðum fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta, mjög hentugt! Dreifa einnig kókómjólk á öllum viðburðum.

Þessar slúðurdrósir sjá um slúðurblaðið okkar, Kvasi. Hver var að byrja með hverjum? Hver fór í sleik við hvern? Þær eru með það á hreinu.

Krakkarnir í Markaðsnefnd sjá um að safna peningum, styrkjum og gera samninga við hin og þessi fyrirtæki fyrir allar nefndir skólans.

KeNem nefndin sér um halda keppnir milli nemenda og kennara innan skólans. Mjög skemmtileg konsept sem hefur gengið mjög vel undanfarin ár.

Starfrækir hinn vinsæla Verzlunarskólakór. Lokatónleikar kórsins í voru magnaðir. Virkilega spennandi nefnd fyrir alla söngfugla skólans.

Þetta er fólkið á bak við myndavélarnar. Þau taka myndir á böllum og öðrum skemmtilegum viðburðum á skólaárinu.

Sjá um að halda uppi stuðinu á Marmaranum. Eru í stöðugri samkeppni við Marmaramafíuna.

Markmið og stefna KINO er að efla kvikmyndaáhuga meðal nemenda innan skólans. Stay tuned, krakkar.

Ný nefnd innan nemendafélagsins sem samanstendur af kósý fólki. Þeirra hlutverk er að gera skólaárið okkar eins kósý og mögulegt er.

Einkennast af peppaðasta fólki skólans. Lögsögumenn sjá um að halda uppi stemningunni á alls konar viðburðum, t.d. VÍ – mr dagurinn, Morfís og Gettu betur.

NFVÍ TV sér um að fjalla um hvað er að frétta innan Verzló ásamt því að fá ýmsa Verzlinga með sér í ýmist flipp.

Page 9: Viljinn 3. tbl 2014

9

NEFNDIR NFVÍ

Nördafélagið

Skátafélagið

Verzló Waves

Vísindafélagið

Ritnefnd NFVÍ

12:00

Veðurstofa NFVÍ

Örkin

Rjóminn

Vefnefnd

Videonefnd

Quasimodo

Þessir sjá um lanið og aðra nördalega viðburði á skólaárinu og ef til vill kynningar-ferðir í tengslum við tölvuleikjagerð og annað sem er nördum efst í huga.

Eitt sinn skáti, ávallt skáti. Sirka. Skátafélagið kom sterkt inn á síðasta ári og stóð sig mjög vel. Fjallgöngur og fleiri atburðir tengdir útivist eru á dagskrá nefndarinnar í ár.

Verzló Waves er vikutónlistarhátíð á Marmanum þar sem fjöldinn allur af hljómsveitum koma og spila. Nefndin sjálf er líka töff.

Ný nefnd sem ætlar að fræða samnemendur sína um vísindi, halda viðburði tengda vísindum, gera tilraunir og gefa út skýrslur.

Þessar nýbökuðu mæður sjá um að halda síðunni nfvi.is uppi á milli brjóstagjafa og bleyjuskipta.

12:00 segir sig sjálft. Skemmtiþáttur sem 92% af öllu landinu þekkir samkvæmt könnun Gallup.

Sjá um að færa Verzlingum brakandi ferskar veðurfréttir í hverri viku.

Ný nefnd og nýtt blað. Öflugasta nefnd síðasta árs, Ólympía, er horfinn á braut og Örkin er mætt í staðinn. Í stuttu máli er Örkin tímarit um tísku, heilsu, íþróttir og margt fleira.

Þriðja árið í röð sem skemmtiþátturinn Rjóminn starfar eftir nokkurt hlé. Þættirnir hafa hitt algjörlega í mark síðustu tvö ár og því er ekki búist við neinu minna í ár.

Vefnefnd sér um að halda uppi hinni mikilsvirtri síðu NFVÍ.is.

Þeir hjálpa til við trailer-a og annað myndefni. Í rauninni mynda þeir efni sem 12:00, Rjóminn og NFVÍ TV mynda ekki.

Þeirra hlutverk er að hringja bjöllunni á marmaranum þegar eitthvað merkilegt á sér stað þar.

Page 10: Viljinn 3. tbl 2014

10

Justin Timberlake

Að eiga peninga eftir sumarið

Metallic lipstick

Rúllukragi

Lava lamps

D-VítamínBirkenstock

GusGus

He’s bringing sexy back.

Pabbi getur ekki splæst endalaust.

Again, EXTRA sexý.

Samt bara stuttur.

Góð upphitun fyrir eldgos.

Þetta kalk vinnur sig ekki sjálft, krakkar.Ekki bara fyrir afa.

Af því þeir eru EXTRA sexý.

Page 11: Viljinn 3. tbl 2014

11

Þverslaufa

Tinder

Snapchat

Snapback Roshe Run

Smartland

Hreinn kanillFegan

Bara Timberlake má, engin annar.

,,Við kynntumst á Tinder”

Mesti sjarminn er horfinn í kringum snappið.

Átti sínar stundir, búið spil.Löngu orðið þreytt.

Það er ekkert smart í þessu landi. Ekkert.

Sykurlaus kanilsykur í grautinn er bara ekki næs.Fake vegan, allt eða ekkert.

SMARTLANDMÖRTU MARÍU

Page 12: Viljinn 3. tbl 2014

12

hm yfirlit

topp 5 hárgreiðslur topp 5 uppákomur

Það hefur varla farið framhjá neinum að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór fram í sumar. Þeir sem reyndu að láta keppnina framhjá sér fara hafa án efa okkar undirritaðra mistekist það. Keppnin fór fram í Brasilíu ár. Þýskaland stóð uppi sem sigurvegari eftir 1-0 sigur á Argentínu í framlengdum úrslitaleik. Við ætlum þó ekki fara í skraufþurra umfjöllun á mótinu sjálfu og öllu tengdu undirbúningnum í Brasilíu. Við ætlum að skoða áhugaverðustu hárgreiðslurnar hjá leikmönnunum sem tóku þátt og líta yfir helstu uppákomunar á mótinu.

Paletta Suarez

Palacio Enski læknirinn

Beckerman Kosta Ríka

Pirlo Krul - cillesen

sagna Brasilía - Þýskaland

Gabriel Paletta er að vinna með klippingu sem að verður næsta trend í tískuheiminum. Sítt í hliðum og hnakka, verulega þunnt hár á kollinum. Mjög skemmtilegt kombó.

Æ, þú þekkir alveg söguna með Suarez þegar hann beit Chiellini. Ef ekki, spurðu sessunaut þinn.

Fallega skottið hefur fylgt Palacio í mörg ár. Skottið leit aðeins betur út þegar Palacio var með aðeins meira hár en alltaf gaman af fólki sem að heldur tryggð við klippinguna í gegnum allt.

Ótrúlegt atvik gerðist í leik Englendinga og Ítala. Í fagn-aðarlátum Englendinga eftir að þeir höfðu jafnað metin, lenti læknir þeirra ensku í smá veseni. Hann stökk upp til að fagna en lenti frekar illa og missteig sig hryllilega. Læknirinn sendur heim af HM til frekari skoðunar. Má segja að fokið sé í flest skjól þegar læknirinn meiðist.

Einn af fjórum mönnum sem að púlla dreadlocks (kaðlalokkar, áfram nýyrðasköpun). Kyle var eins og skepna á miðjunni hjá Banda-ríkjunum á HM. Hvers vegna? Af því hann er grjótharður með góða skeggrót og púllar dreadlocks.

Kosta Ríka kom á óvart. Þeir stóðu sig vel. Liðið komst í 8-liða úrslit og er besti árangur liðsins frá upphafi. Liðið spilaði skemmtilega og innihélt marga skemmtilega leikmenn eins og Joel Campbell, Celso Borges og Keylor Navas.

Kyngoð HM 2014. Óaðfinnalegt hár og alskegg sem að lætur gríska guði líta illa út. Upphitun hans fyrir leiki felst í tveimur rauðvínsglösum og skeggsnyrtingu.

Tim Krul var skipt inn á fyrir Jasper Cillesen í leik gegn Kosta-Ríka í 8-liða úrslitum. Krul var síðan hetja Hollendinga í vítaspyrnukeppni og tryggði liðinu sæti í undanúrslitum. Svo kom #BigGiantsBallGaal rúnkið á Twitter.

Orð Þórunnar um Bacary Sagna: „Þetta er eins og einhver tarantúla á hausnum á honum“. Annað hvort hatarðu eða elskarðu þessa hárgreiðslu.

Ok. Hörkuleikur í undanúrslitum HM eða það bjuggust allir á plánetunni við. Svo var þó ekki. Þýskaland gjörsamlega niðurlægði brasilíska liðið. Lokatölur voru 7-1 fyrir Þýskaland. Eftir sat brasilíska liðið furðu lostið á vellinum og brasilíska þjóðin í sorg.

Axel Helgi | 6-A

Page 13: Viljinn 3. tbl 2014

13

GUSGUS

GusGus er hljómsveit sem flest allir Íslendingar þekkja. Hún hefur starfað í tæp 20 ár og gaf nýverið út sína níundu breiðskífu, Mexico. Í tilefni þess verða haldnir útgáfutónleikar í Listasafni Reykjavíkur 5. september næstkomandi. Hljómsveitin er þekkt víðsvegar um heim og hefur náð að heilla ýmsar þjóðir með raftónlist sinni. Við ræddum við GusGus og spurðum þá út í upphaf, sögu og framtíð hljómsveitarinnar.

Þórunn Salka | 6-D

Alma Karen | 5-V

Page 14: Viljinn 3. tbl 2014

14

Hvernig varð GusGus til?GusGus byrjaði við gerð stutt-myndarinnar Nautn árið 1995. Flestir sem komu að myndinni voru tónlistarfólk; Daníel Ágúst, Emilíana Torrini, Hafdís Huld og Magnús Jónsson léku öll í myndinni. Fljótlega kom upp hugmynd hjá hópnum um að gera plötu saman, alveg ótengt myndinni.

Þeim var bent á að hafa samband við Bigga sem var að vinna með Magga Lego, þeir voru saman í bandinu T-World. Þeir leyfðu þeim að heyra eitthvað af lögunum sínum og þeim leist mjög vel á. Þannig voru Biggi og Maggi Lego teknir inn í GusGus.

Við gáfum þessa plötu út hérna heima og hún hét GusGus. Við héldum nokkra tónleika en eftir það var ekkert víst með framhaldið. Þegar það leit allt út fyrir að bandið myndi flosna upp fengum við fax frá plötufyrirtæki í Bretlandi sem heitir 4AD. Þeir spurðu hvort við hefðum áhuga á að gefa plötuna út worldwide. Við héldum fund og þar var ákveðið að kýla á þetta. Það vildu flestir vera með en við enduðum sem 9 manna hópur og það má segja að þarna hafi GusGus bandið orðið til, við þennan plötusamning sem við gerðum árið 1996.

Hvernig kom nafnið til?Nafnið kom frá Sigga Kjartans sem var annar leikstjóri myndarinnar og vann mjög mikið af textunum á fyrstu plötunni með Daníel. Hann var mikill kvikmyndaáhugamaður og var nýbúinn að sjá mynd sem heitir Fear Eats the Soul. Myndin var um samband milli tveggja einstaklinga, konu og manns. Konan var að reyna að tæla manninn og bauð honum oft í mat sem átti að tákna ástina sem hún var að reyna að tjá honum. Hún eldaði alltaf kúskús rétti og þaðan kemur hugmyndin að nafninu GusGus.

Hvernig finnst ykkur að spila saman live?Það hefur alltaf gengið nokkuð vel en

tekur auðvitað stundum á. Þetta geta alveg verið erfið ferðalög en við höfum samt alltaf gaman af þeim. Það er alltaf gaman að spila live, sérstaklega því það er ekkert niðurneglt hjá okkur, set-upið hjá okkur er alltaf frekar ferskt. Lögin okkar eru ekki að spilast á playback heldur þurfum við að gera allt arrangementið, skipta á milli kaflanna og stjórna öllum filterum og effectum, þetta er allt svona hands on. Þar af leiðandi verða lögin aldrei alveg eins á milli tónleika, þetta fer allt svolítið eftir tilfinningunni og stemningunni hverju sinni.

Hvernig er dagur í lífi GusGus?Við erum rosa mikið í sitt hvoru lagi dags daglega, við erum allir að vinna í öðrum verkefnum og sinna fjölskyldum. Við höfum þó gert það svolítið þegar við erum að vinna að plötum að fara saman upp í sumarbústað í viku eða tvær. Þá chillum við saman, eldum góðan mat og semjum tónlist. Þær ferðir eru mjög skemmtilegar.

Er eitthvað eftirminnilegt gigg sem hefur farið öðruvísi en það átti að fara?Já fyrir mjög löngu síðan, árið 1999, vorum við að spila í Mexico. Þegar við mættum á svæðið voru græjurnar okkar ekki komnar. Þær voru ennþá í LA og það var klukkutími í show. Þegar áhorfendur voru mættir var verið að stafla græjunum í vélina í LA og 2 tímar í þær. Við spurðum fólkið hvort það vildi bíða og allir voru til í það. Þetta endaði með því að við vorum að stilla upp þremur tímum eftir að tónleikarnir áttu að byrja, showið byrjaði svo fjórum tímum of seint. Það hafði samt enginn farið og allir voru ánægðir með tónleikana.

Hvert er skemmtilegasta giggið ykkar hingað til?Þegar við vorum að spila á Airwaves

á Nasa 2006/2007. Þá var geðveik stemning í húsinu, það var erfitt að komast inn og röð alla leið að Alþingishúsinu. Allir voru svo fegnir þegar þeir komust inn að það gerði stemninguna rafmagnaða. Við vorum svo að fara að spila Hold You, sem var ekki komið út á þeim tíma, og þá kemur Páll Óskar allt í einu á sviðið og það öskruðu gjörsamlega allir af lífs og sálar kröftum, við kláruðum lagið og við höfum aldrei upplifað aðra eins stemningu.

Hvert er draumagiggið?Það er alltaf gaman að spila fyrir stórt crowd. Einu sinni spiluðum við fyrir 15 þúsund manns á útihátíð í Úkraínu. Í haust erum við að fara til Mexico á útihátið þar sem eiga að vera um 80 þúsund manns. Ætli draumurinn sé ekki bara að spila á einhverju alvöru main stage á prime time, skiptir ekki máli hvort það sé á Glastonbury eða Melt.

Hafa komið upp einhver vandamál innan hljóm-sveitarinnar?Vandamál? Það eru alltaf einhver vandamál. Það er ekki hægt að vera í svona nánu samstarfi án þess að reka sig á. Við reynum bara oftast að leyfa öllum að gera eitthvað sem þeir vilja gera í staðinn fyrir að vera að rembast á einhverjum meðalvegi. Það eiga allir svolítið sín lög.

Hver semur lögin og textana?Það er pínu mismunandi. Sum lög verða til þegar við komum öll saman eins og í sumarbústaðaferðunum en þá er Biggi kannski með einhverja hljómapælingu eða bassa svona til þess að byrja á. Þegar við gerðum Crossfade þá var það eitthvað sem Stebbi var byrjaður á og

fara til Mexico á 80 þúsund manna útifestival

Page 15: Viljinn 3. tbl 2014

15

svo kom Daníel inn í og fann sinn fíling. En stundum er það þannig að Biggi er kominn með demó sem hann sýnir Danna og Högna.

Stundum gerist það að lagið kemur alfarið frá söngvaranum, það gerist ekki oft en það gerðist á nýju plötunni með God application. Þá vorum við byrjuð á einhverri pælingu með Högna og hann fór svo í burtu. Þegar hann kom til baka var hann með allt annað lag og við unnum það síðan út frá hans pælingu. Þetta er dálítið þannig að það verður til músík sem einhver söngvarinn tengir við. Þegar hann tengir við hana og kemur með sínar pælingar og tillögur þá dettur allt í gang. Söngvararnir semja yfirleitt textana sjálfir, en við hjálpumst samt allir að og það eiga allir sína textabúta.

Hvert er uppáhalds lagið ykkar?Sumir myndu nú ekki vilja svara þessari spurningu, en fyrir okkur er það þannig að þegar við erum að semja tónlist erum við að búa til okkar uppáhalds plötu. Við hlustum svo á hana þangað til við fáum alveg ógeð. En varðandi uppáhalds lag þá er þetta svo mismunandi, þau eru öll svolítið uppáhalds á mismunandi hátt. Add this song er í dálitlu uppáhaldi aðallega vegna þess að það er svo ógeðslega gaman að spila það live. Á nýju plötunni er Sustane uppáhaldið, beatið á því er töff, svona new wave fílingur sem hefur ekki verið mikið í GusGus áður. Beatið í Arabian horse er geðveikt og Over er svo smooth. Maður elskar þau öll fyrir eitthvað og svo eru uppáhalds lögin manns oft þau lög sem maður er að vinna í þá stundina.

Nú kom platan ykkar Mexico út í sumar, hvernig hafa viðbrögðin verið?Bara svona blendin, yfirleitt mjög fín. Aðdáendum okkar finnst þessi plata náttúrulega æðisleg en eitthvað af fólkinu sem kom inn á arabahestinum finnst hún kannski eitthvað síðri.

Gagnrýnin hefur verið svona upp og ofan, úti hefur henni verið tekið nokkuð vel. Við höfum bara verið að fá ágætis dóma.

Í haust eruð þið að fara að túra bæði í Evrópu og Ameríku, er einhver áfangastaður sem þið hlakkið sérstaklega til að heimsækja?Já það verður mjög gaman að fara til Mexico á 80 þúsund manna útifestival. Svo er líka alltaf gaman að koma til Rússlands, það var mjög gaman seinast þegar við vorum þar. Við erum dálítið mikið að túra í Austur-Evrópu, þar eru stærstu giggin okkar en svo er þetta minna í Frakklandi og Bretlandi. Núna erum við að fara í fyrsta skipti til Bandaríkjanna í meiri en 10 ár, það verður spennandi að sjá hvort krakkarnir þar séu að komast yfir þetta EDM (electronic dance music) tímabil og séu til í eitthvað annað elektrónískt.

Núna var Justin Timberlake að halda tónleika þar sem þið hituðuð upp, hvernig kom það til?Það var Sena sem hafði samband við okkur, þau voru að halda tónleikana og þau gefa okkur út þannig þau vildu endilega að við myndum taka nokkur lög þarna á undan honum. Við tókum nokkur hress lög og komum stemningunni í gang.

Síðasta haust spiluðuð þið á Raveballi Versló, eru Verslingar gott crowd?Okkur fannst það ógeðslega gaman! Það var fínt sound og vel að þessu staðið, við vorum virkilega ánægð með giggið.

Nú eru sum ykkar í fleiri en einni hljómsveit, er það ekkert erfitt?Já, það dreifir aðeins fókusnum en það er að vissu leiti bara gott fyrir okkur. Högni er í Hjaltalín og er með sóló project líka, þar er hann að gera svolítið öðruvísi hluti. Svo er Daníel í Nýdönsk og Stebbi með Gluteus Maximus verkefnið sitt með DJ Margeiri. Biggi er bara í GusGus en er líka að pródúsera fyrir aðra, hann pródúseraði t.d. John Grant plötuna sem kom út í fyrra. Það er bara gott að menn hafi nóg að gera.

Hvaða ráð hafið þið til upprennandi tónlistar-fólks sem er að hefja feril sinn?Við höfum svo sem ekki mörg ráð, þau þurfa bara að reyna að finna sjálf sig í tónlistinni og læra á það sem þau fíla. Það þarf að fatta sitt sound og hafa einhverja sérstöðu/identity þegar þú ert að koma þér á framfæri. Svo er það bara fyrst og fremst að gera tónlistina fyrir sjálfan þig.

Hver eru framtíðarplön hljómsveitarinnar?Ætli við reynum ekki að gefa út aðra plötu, svo erum við náttúrulega að fara í þetta tónleikaferðalag í haust. Við erum með 36 gigg bara núna fyrir jól svo það er nóg að gera. Við höldum svo áfram að túra í febrúar. Tónlistarmenn í dag fá mestar tekjur út frá því að halda tónleika, maður græðir ekkert lengur á því að gefa út plötur. En næst á dagskrá eru útgáfutónleikarnir í Listasafninu 5. september, be there!

Þegar við mættum á svæðið voru græjurnar okkar ekki komnar

við höfum aldrei upplifað aðra eins stemningu

Page 16: Viljinn 3. tbl 2014

16

Brjánn er að klára seinustu vaktina sína í prentsmiðjunni. Hann er búinn að vinna þar sex daga vikunnar í hartnær þrjú ár en nú hefur hann ákveðið að fara í skóla. Í marga mánuði hefur hann eytt heilu og hálfu dögunum í dagdrauma um hvernig líf hans væri ef hann væri sálfræðingur og nú er hann loksins á leiðinni að láta draum sinn rætast. Hann stimplar forsíðu bókarinnar „Sálfræði er mannsins megin eftir Oliver Kahn“ og hripar undirskrift sína smáum stöfum á öftustu síðu bókarinnar, Brjánn Gissurarson.

Degi síðar kemur Axel sendibílsstjóri og sækir heilan bílfarm af skólabókum til að fara með í nærliggjandi bókabúðir. Í bókabúðinni á horninu tekur Aníta á móti kössunum og fer að raða í hillur. Fyrst raðar hún íslenskubókunum, svo sagnfræðibókunum og loks tekur hún upp kassa af sálfræðibókum. Þar taka við henni splunkuný eintök af bókinn „Sálfræði er mannsins megin“. Hún raðar þeim snyrtilega upp í hillur eins og öllum öðrum bókum og bíður eftir því að einhver fróðleiksfús sálfræðinemi sæki leið sína til hennar.

Rúmum tveimur tímum seinna kemur Goggi, sérvitri unglingurinn í íbúðinni fyrir ofan bókabúðina og segir við Anítu: „Aníta! Ég ætla að gerast sálfræðingur!“. Anítu lýst nú ágætlega á þær áætlanir og sýnir honum strax nýju sálfræðibækurnar. Goggi kaupir bókina og virðist kampakátur með kaupin. Hann hleypur í ofvæni upp í íbúðina fyrir ofan og byrjar að lesa. En fljótt dalar áhuginn hjá Gogga og hann fleygir bókinni upp í hillu, við hliðina á mannfræðibókinni og alfræðibókinni.

Fjórum árum síðar, deyr Goggi í róluslysi. Þegar herbergið hans Gogga er tæmt finnur Alfa systir

hans sálfræðibókina, sem nú hefur legið og safnað ryki í fjögur ár. Alfa ákveður að taka allar bækurnar hans og fara með þær á skiptibókamarkað. Þar fær hún innlegsnótu sem hún notar til að kaupa strikapenna fyrir dóttur sína. Þetta er þó ekki í seinasta skipti sem bókin fer á skiptibókamarkað því að þar kemur hún haust eftir haust í leit að nýjum eiganda. Í áraraðir safnar bókin nýjum nöfnum í fyrstu blaðsíðuna sína þangað til eitt haustið að Barbara, sálfræðinemi frá Ísafirði, fær þær fréttir að ný útgáfa bókarinnar sé komin á markað og hún geti því ekki fengið henni skipt. Barbara fleygir bókinni í körfuna hjá afgreiðsluborðinu, sem ætlaðar eru fyrir bækur sem gefnar eru til góðgerðamála.

Á munaðarleysingjaheimilinu á Vitastíg berast fagnaðarerindi um matsalinn því frést hefur að ný sending af bókum sé væntanleg seinna um daginn. Eva, asturrísk nunna og jafnframt forstöðumaður heimilisins tekur á móti bókakassanum og dreifir bókunum til barnanna. Á botni kassans liggur gömul og veðruð bók, bundin í leður. Sálfræði er mannsins megin eftir Oliver Kahn. Hún tekur bókina og röltir með hana yfir götuna til Helga fornbókasala. Helgi segir bókina vera hátt í fjörutíu ára gamla og leggur hana á búðarborðið. Eva gengur út.

Nokkrum dögum síðar kemur inn í bóksöluna miðaldra maður klæddur í köflóttan ullarjakka. Hann skoðar bækur í nokkra stund og spjallar við Helga. Eftir stundarkorn rekur hann augun í hlut sem hann kannast við, bók. Sálfræði er mannsins megin eftir Oliver Kaahn. Hann les nöfn bugaðra sálfræðinema sem prýða fyrstu síðu bókarinnar. Hann flettur upp á öftustu síðu og sér undirskriftina sína, Brjánn Gissurarson. Brjánn greiðir fyrir bókina og gengur út.

Kaupum skiptibækurHöfundur: Teitur Gissurarson

Page 17: Viljinn 3. tbl 2014

17

Hráefni:3 stk sítrónur

1 stk fersk minta

10 stk ástaraldin

5 cm langt engiferstykki

200g af sykri

500ml vatn

Kolsýrt vatn

Hráefni:1 pakki af bláberjum

10 stk kiwi

15-20 mintulauf

1-2 stk lime

½ bolli af sykri

Kolsýrt vatn, sprite eða 7up

Hráefni:1 tsk af sykri

15-20 mintulauf

4 tsk af kreistum lime-safa

3 bollar af vatnsmelónu-bitum, skornir sem teningar

1 bolli af jarðarberjum

Leiðbeiningar:1. Setjið sykurinn og vatnið í pott og hitið til að búa til síróp.

2. Þegar sykurinn er orðinn uppleystur er engiferið skorið í litlar sneiðar og því bætt í pottinn ásamt ástaraldinum og tveimur sítrónum. Þegar allt er komið í pottinn er hann tekinn af hitanum og látinn kólna.

3. Setjið klaka í glös og hellið sírópinu í þau, fyllið síðan glösin af kolsýrðu vatni og skreytið með sítrónu sneiðum og mintu.

Leiðbeiningar:1. Skrælið 6 stk kiwi og setjið í blandara ásamt sykrinum og mintulaufunum. Þegar það er orðið vel blandað saman þá hellið því þá í stóra könnu.

2. Setjið bláberin í litla skál og kremjið þau vel og vandlega, þau eru síðan sett í könnuna.

3. Fyllið könnuna af gosinu sem þið völduð, skerið restina af ávöxtunum í bita og notið sem skraut í könnuna/glösin.

4. Til að gera þennan drykk ennþá betri mælum við með því að skreyta brúnina á glösunum með sykri.

Leiðbeiningar:1. Sykurinn, lime-safinn og mintulaufin eru sett saman í stóra könnu.

2. Melónurnar og jarðarberin eru sett í blandara og blönduð vel og vandlega saman.

3. Þá er ekkert annað eftir en að setja melónu- og jarðarberjablönduna ofan í könnuna og hella í glös. Skreytið glösin að vild!

Svalandi SumardrykkirÞegar maður býr á landi eins og Íslandi þar sem að það sést varla til sólar allan ársins hring er tilvalið að geta fengið sér sumar í glasi. Hér fyrir neðan eru uppskriftir að nokkrum fljótlegum og gómsætum sumardrykkjum. Í næstu viku er einmitt busaball og þá er tilvalið að bekkurinn prufi þá saman fyrir ballið.

Þórunn Salka | 6-D

Page 18: Viljinn 3. tbl 2014

18

TWITTER

Birta Kristrún @birtakristrunÉg mun fá svo mikla minnimáttakennd þegar ég fer í Verzló, það eru svo sjúklega sætar stelpur að fara :’(

19 21

Auður Arna @auddaboStaða á bankareikningi: 60kSkuldastaða: 120kSkólagjöld: Ógreidd, Lífið: Erfitt

0 18

Unnur Larusdottir @UnnurLar I’m going canoeing with the Hanback family, so excited

0 1

Aron Kingstin @aronKristinn mest böggandi við að vera í 12:00 er að vita eki hvort gellur vilji mig fyrir hver ég er í raun og veru eða fyrir athyglina #AttentionWhores

1 67

Árni St1 Viggósson @ArniSt1 Bara af þvi eg nennti ekki með family til útlanda ákváðu þau að upgradea ferðina og fara á skemmtiferðaskipi til Bahama, takk f ekkert drösl

0 46

Sylvía Hall @sylviahall EG VAR AÐ MATCHA VIÐ VERZLOKENNARA A TINDER HRIKALEGT

0 20

Magnús Ragnarsson @gnusiwhiteKem heim og sé litla bróðir minn og skvísu sem var komin á brjóstahaldarann í rúminu mínu #busted #sekur #donthatetheplayerhatethegame

1 26

Birna María @BibbaMplís ekki læst insta, plís ekki læst insta, plís ekki læst insta, plís ekki læst insta, plís ekki læst insta, plís ekki læst insta

1 8

Sigurgeir Jónasson @sgeiriÞað féllu tár þegar Ingi tilkynnti að Bergþór Reynisson sé hættur að kenna í Verzló #sosad

0 6

Gunnar Birgisson @grjotze Ég á inneign í Griffli uppá 6.500 kr. Viss skellur.

1 12

Just Brynjar @PrynjarHver er til að skipta við mig þúsund hoes fyrir eina loyal??

1 26

Sigurgeir Jónasson @sgeiri Mínútu þögn fyrir allt fólkið sem toppaði í 10. bekk

3 33

Hrafnhildur Kjartans @hrafnhildurkja Sögukennarinn minn tilkynnti bekknum á skólasetningunni að áfanginn væri helvíti, erfiðasti áfangi skólans og um 25% fall :) #spennt

0 20

Auður Arna @auddabo Hlakka til þess þegar hárið mitt verður nógu sítt til að bjóða upp á aðrar greiðslur en “12 ára strákur” og “miðaldra húsmóðir”

2 16

Sverrir Karim Jamil @sveppalicious ef þú tekur top friends á Snapchat alvarlega mun ég ekki taka þig alvarlega

16 39

B-Raww @beemasson#HlutirSemGætuGerstÁÞjóðhátíð Stjórnin tekur flippaða mynd af sér í dalnum

0 31

Hjördís Lilja @HjordisLiljaHEr búin að missa viljan á að finna goð tweet því þau eru ekki að fara vera postuð í viljanum #fgproblems

0 7

Þorgeir K. Blöndal @toggibla Af hverju eru ekki fleiri heitar 95 gellur

4 29

Page 19: Viljinn 3. tbl 2014

19

VILJINN MÆLIR MEÐ

Að prófa allt ef þú ert nýnemiÁ næstu vikum, mánuðum og árum munt þú kæri lesandi fá óteljandi stofukynningar frá ofvirkum athyglissjúkum Verzlingum í leit að fórnarlömbum fyrir leikrit, söngkeppnir, ræðunámskeið eða eitthvað annað álíka sniðugt. Við í Viljanum ráðleggjum þér hiklaust að prófa allt sem verður þér á vegi... nema eiturlyf... ekki prófa eiturlyf.

Að skipta um hárgreiðsluErtu búinn að skarta rökuðum hliðum í allt sumar? Er snúðurinn sem móður þinni finnst líta út eins og geirvarta farinn að skrælna? Nú þegar laufin falla af trjánum og skólabjallan hringir meira en fyrrverandi er kjörið tækifæri að endurskoða karakterinn, skella sér í klippingu og íhuga vandlega hvort þú vilt halda áfram að eltast við greiðsluna sem Beckham eltist við fyrir fimmtán árum.

TannþráðarstönglumManstu þegar þú varst í gúllassúpu hjá Soffíu frænku í seinustu viku? Manstu hvernig hún eyddi hálfu kvöldinu í að bölva því hvernig þú villimannslega stangaðir úr tönnunum með nöguðu, útrunnu ökuskírteini frá systur vinar þíns? Nú eru þjáningar þínar á enda. Næst

þegar þú kíkir til tannsa skaltu biðja hann að gefa þér eitt stykki ´dental floss pick´ eða eins og við í Viljanum kjósum að kalla hann, tannþráðarstöngul.

NýyrðasköpunBúðu til nýyrði eða nýjan frasa. Við í Viljanum erum með örlítið hærri standard en Mjólkursamsalan og köllum því orðið ́Þyrla´ ekki nýyrði. Við erum að tala um „gamechanging“ nýyrði og frasa eins og ´þráðarstöngull´, ´lol í óloli´ eða ´viltu vinna vilja!´. Þegar þú ert búinn að skapa orðið skaltu reyna sem harðast að koma því í umferð meðal vina og kunningja og sjá móttökurnar. Hver veit? Kannski verðuru næsti Kiddi Casio.

BekkjarhittingumSértu nýnemi skaltu ekki stinga upp á bekkjarhittingi. Reyndu að halda vandræðaleikanum úti sem lengst. Fyrirpartýið fyrir busaballið á að vera vandræðalegt. Þið eigið að sitja í hring með stjörnusnakk og fanta og tala um dönskuverkefnið. Sértu ekki nýnemi mælum við eindregið með því að þú og bekkurinn skellið ykkur á Grillhúsið á Sprengisandi og hlæjið svolítið saman. Sum ykkar hafa stækkað, önnur hafa fitnað en þið eruð öll uppfull af orku og fortíðarþrá. Sameinist í hlátrasköllum og kossum og gleymið því í stundarkorn að kaldur, blautur, leiðinlegur vetur með sama fólki og seinustu ár er að hefjast.

Að koma með nestiHlustaðu nú kæri lesandi og hlustaðu vel. Stemningin á Stjörnutorgi er asnaleg, subbuleg og plebbaleg. Ef þú vilt finna góða og hlýja stemningu tekuru með þér afgangana af svikna héranum sem pabbi þinn

sofnaði í í fyrradag, hitar hann upp og hendir þér á marmarann. Það eina sem stjörnutorgið hefur upp á að bjóða fram yfir marmarann er rykmaura-húðflögu-ólífuolían á borðunum í kringum Dominos sem þú getur bætt á pizzuna þína. Ef þú vilt svo gera þér þvílíkan dagamun kemurðu með tvöfaldan skammt af bjúgum, sest við hliðina á einhverjum ókunnugum og býður honum með þér.

LottóVitur maður sagði eitt sinn: “peningar eru það eina sem allt of mikið er til af í heiminum”. Sigurvíma er góð víma. Veldu þér góða talnarunu og kauptu þér miða. Hvort sem þú þarft að eyða allri ævinni í leit að vinningi eða þú færð hann í fyrsta drætti er það þess virði. Peningarnir sem þú á endanum ert búinn að eyða í lottómiða eru smáræði miðað við spennuna og eftirvæntinguna sem lottó mun veita þér.

Lögn eftir skólaLoksins er komið að því að þú getur tekið síðdegislögn aftur upp í þína daglegu rútínu. Það er fátt betra en að koma heim eftir frekar litlausan skóladag og detta beint í lögn. Sumarvinnan er búin og því gefst nægur tími til að leggja sig. Skólaárið er nýhafið og þetta er því upplagður tími til að taka lagna tímabil þar sem að álagið er nokkuð lítið eins og er. Það er enginn að fara segja mér að þið hafið náð ykkar 8 tíma svefni nóttina á undan þannig að skottastu í rúmið eftir skóla og taktu stutta lögn. Þú átt það skilið.

Viljinn tók saman nokkra hluti sem að hann vill endilega mæla með. Sumir gætu kannski verið þreyttir og eitt af þessu sem alltaf er talað um, eins og það að muna eftir því að anda. Aðrir hlutir eru nýir og gætu kannski vakið upp áhuga þinn á þeim hlutum. Við mælum sérstaklega með nýyrðasköpuninni. Þetta er þriðja tölublað Viljans árið 2014 og þetta eru hlutirnir sem við mælum með.

Page 20: Viljinn 3. tbl 2014

20

HEIMSREISA Flakkað um heiminn í rúma fjóra mánuði

Hvað varð til þess að þið ákváðuð að fara í reisu?Þrátt fyrir að Verzlóárin hafi verið frábær (og áherslan hjá okkur reyndar oft á flest annað en nám) þá var almennt spenningur í hópnum fyrir að kanna fjarlægar slóðir og sleppa öllu heimanámi og almennum áhyggjum í eitt ár. Það hefur eflaust sín áhrif að heimsreisur hafa undanfarið orðið að nokkurs konar “tískufyrirbæri” - manni finnst allavega helmingur þeirra sem útskrifast vera að taka árspásur og njóta lífsins í dag. Nám beint eftir Verzló var í rauninni aldrei inni í myndinni.

Á vegum hvers fóruð þið?Við bókuðum öll flug með Kilroy auk nokkurra aukaferða. Flugin reyndust okkur mjög vel og við flugum alltaf með góðum flugfélögum á almennt betra verði en við gátum fundið lággjaldaflug á. Við flugum m.a. með Malaysian Airlines stuttu fyrir slysið/hvarfið/hvað sem það var - á Kuala Lumpur -> Peking fluginu í vor. Ferðirnar sáum við hins vegar margar hverjar eftir að hafa bókað með Kilroy, enda hefðum við getað græjað þær flestallar talsvert ódýrari á staðnum - það er ótrúlega lítið mál að redda sér sjálfur í köfun, Full Moon o.s.frv. Aftur á móti vorum við í staðinn oft með mjög mörgum Íslendingum og það skapaði auðvitað skemmtilega stemningu og minningar.

Hvað var það sem heil laði ykkur mest við Asíu?Asía virðist einhvern veginn vera sú heimsálfa sem “meikar mest sens” þegar kemur að heimsreisu. Hún er víðast hvar mjög örugg, endalaust af flottum stöðum að sjá og mjög ódýrt að lifa í löndum eins og Tælandi, Víetnam,

Kambódíu o.s.frv. Það eru þó margir nokkuð dýrir staðir sem við heimsóttum líka, eins og Dubai, Singapore, Japan og Hong Kong. Enginn þeirra var þó dýrari en Ísland þannig að maður kemst temmilega óskaddaður út úr því. Það sem stóð þó upp úr við Asíu var fólkið, flestir voru ótrúlega einlægir og næs langt umfram það sem maður á að venjast í Evrópu. Auk þess sáum við aðstæður og fátækt sem við höfðum ekki komist í kynni við áður, t.d. fólk að baða sig í pollum við lestarteina í Sri Lanka og fjölskylduheimili byggð úr bambus í Kambódíu.

Hver var skemmtilegasti áfanga-staðurinn að ykkar mati?Við fórum á marga mjög ólíka staði og því erfitt að velja einhvern einn sem stóð upp úr. Við vorum þó öll sammála um að Tæland hefði verið frábært. Þar eyddum við alls um einum og hálfum mánuði og skoðuðum landið og eyjarnar í kring þvert og endilangt. Þar er alltaf sól, maturinn er frábær og ódýr og það eru ferðalangar allsstaðar. Tæland er því að mörgu leyti svona “fyrirheitna landið”. Tveir áfangastaðir stóðu einnig mjög áberandi upp úr. Annars vegar voru það Maldíveyjar, en það

Þeir Hersir Aron, Hrafnkell, Aron Björn og Leifur útskrifuðust allir úr Verzlunarskóla Íslands vorið 2013. Eftir fjögur frábær ár í Versló ákváðu þeir félagar að leita út fyrir landssteinana og kanna framandi slóðir víðs vegar um heiminn. Strákarnir voru á ferðalagi í fjóran og hálfan mánuð en Anna Björk vinkona þeirra og fyrrverandi Verzlingur var ferðafélagi þeirra hálfa ferðina. Svanhildur Gréta og Ída voru einnig með þeim í tvær vikur auk þess sem þeir kynntust mörgum öðrum Íslendingum. Ég ræddi við strákana um ævintýrið og fékk að spyrja þá spjörunum úr. Guðrún | 5-U

Page 21: Viljinn 3. tbl 2014

21

er safn fjölmargra eyja með um 400 þúsund íbúa. Flestir sem koma þangað eru vel efnaðir og fara á lúxus “resort” hótel á einkaeyjum, en við gistum í höfuðborginni Male sem er byggð út í alla kanta lítillar eyju og þar er varla einn einasti ferðamaður. Landið er strangtrúað múslimaríki og því enginn bjór eða bikiní í gangi. Lókallinn var frábær, við eyddum löngum eftirmiðdögum í að fylgjast með mannlífinu, borða túnfisk og tefla við sultuslaka borgarbúa á götuhornum. Auk þess heimsóttum við sannkallaða paradísareyju í einn dag. Hins vegar var Japan svakalegt land, en Tókýó er einhver flottasta borg sem við höfum komið til á ævinni. Allt gengur fullkomlega fyrir sig og er mega tæknilegt, auk þess sem Japanir eru kurteisustu fyrirbæri sem nokkursstaðar fyrirfinnast. Við fórum i skemmtigarð með heimsmetarússíbönum, borðuðum sushi sem

skaust til okkar á færibandi, sáum fjöldann allan af fullorðnu fjölskyldufólki spila kúluspil í spilasölum eins og það ætti lífið að leysa og sáum furðulegustu gerðir kláms í venjulegum matvöruverslunum. Magnaður staður og við mælum eindregið með því að fólk kíki á Japan þó því fylgi nokkur aukakostnaður.

Er eitthvað atvik sem er eftir-minnilegra en önnur?Öll tveggja vikna ferðin okkar upp Víetnam var mjög eftirminnileg, en við ferðuðumst meirihluta hennar með vinum okkar Arnaldi og Kristínu í svokölluðum “næturrútum” sem einkenndust gjarnan af pissulykt og “svefnstólum” sem voru hannaðir fyrir 1,60 metra háa Víetnama. Einn dagur stóð

sérstaklega upp úr en þá leigðum við okkur öll vespur og keyrðum yfir einn fallegasta fjallveg heims frá Hoi An til Hue, sem m.a. hefur komið í Top Gear. Við keyrðum þar inn í skýin upp á hátt fjall með einhverju flottast útsýni sem við höfum séð. Síðari hluti ferðarinnar var á víetnamskri hraðbraut, og við getum líklega fullyrt að sá akstur milli flautandi trukka og flutningabíla fullum af svínum hafi verið eitthvað það hættulegasta sem við höfum gert. Ótrúleg upplifun samt sem áður. Eitt kvöld var líka alveg frábært, en þá fórum við með vinum okkar Árna Þórmari, Agli, Danna og Mími til spilavítaborgarinnar Macau og vorum í Casino-unum þar langt fram á nótt. Menn komu MJÖG misvel út úr þeirri reynslu fjárhagslega, en þetta var eitt skemmtilegasta kvöld sem við höfum upplifað. Bæði var borgin klikkuð og tilfinningin að sitja í Black Jack með leiðinlega háa upphæð undir á hverjum spilapening ólýsanleg.

Nú leynast hætturnar víða, lent uð þið einhvern tímann í vandræðum eða hættulegum aðstæðum?Það komu upp ýmis atvik, en þó engin beinlínis ógnandi eða lífshættuleg. Símanum hans Kela var stolið á meðan við vorum í Tuk-Tuk vagni á ferð, en þá renndi maður upp að hliðinni og kippti bara símanum úr höndunum á honum - það var létt sjokk. Hersis síma var síðan stolið af barnahóp á götuhorni í Víetnam eftir smá djamm - það var annað létt sjokk. Nokkuð eftirminnileg er einnig bílferð sem við strákarnir fórum í í Tælandi, en henni er varla hægt að lýsa með orðum. Við höfðum bókað flutning með sérstöku fyrirtæki, en í ljós kom að mjög sérkennilegur miðaldra Tælendingur

Page 22: Viljinn 3. tbl 2014

22

á venjulegri Toyotu annaðist hins vegar þennan flutning. Hann keyrði alla leiðina á um 120 km hraða, tók snarpar beygjur og lék sér að því stöku sinnum að sleppa stýrinu og sjá hvað myndi gerast. Auk þess var hann með skrýtna kippi í andlitinu á meðan hann keyrði. Þarna óttuðumst við vissulega um líf okkar. Leifur varð síðan fyrir árás nokkurra Tælendinga í Chiang Mai og þurfti að fara á sjúkrahús og láta gera að nokkrum sárum. Sagan skilaði sér hins vegar heim í Verzló þannig að hann hefði verið stunginn “margoft í andlitið”, þurft að fara í “lýtaaðgerðir”, við værum allir á heimleið o.s.frv. Þeim ágæta húmorista sem kom þeirri sögu á flakk er hér með þakkað fyrir.

Í hverju fólst helsta menningar-sjokkið?Sú pæling að vera bara algjörlega á eigin vegum með bakpoka og enga mömmu og pabba til að græja hlutina var auðvitað stórt sjokk út af fyrir sig. Hlutirnir í Asíu ganga líka oft hægar og óskilvirkar fyrir sig heldur en á Íslandi og þjónustan getur oft gert mann gráhærðan. Við upplifðum annars minni menningarsjokk en við kannski bjuggumst við en ýmislegt má nefna. T.d. var enskukunnátta Kínverja svo slöpp að það þurfti að fara í kælinn á veitingastöðum og benda á vatns- og kókflöskur því “coke” og “water” voru engan veginn í orðabókinni. Hersir og Keli sáu einnig nokkra hunda snúast á grillteinum í Víetnam og voru sammála um að það væri frekar óskemmtileg reynsla. Ofangreindar næturrútur

í Víetnam voru síðan mikill ófögnuður auk þess sem Shot-gun vopnaðar löggur í 7-11 búðum í Mexico City voru aðeins annað en maður átti að venjast. Klósett með stjórnborði fyrir hita í setunni, heitum blæstri, tónlist og sápuskolun í Japan komu líka nokkuð á óvart (eins og flest annað í því landi)!

Maturinn hlýtur að hafa verið frábrugðinn því sem við þekkjum, vandist það fljótt?Maturinn í Asíu var frábær og ódýr og við fengum aldrei nóg af honum - þá sérstaklega í Tælandi. Við prófuðum líka ýmsa skrýtna hluti, eins og snák, krókódíl og tarantúlu í Kambódíu. Fyrsta máltíðin okkar í Mexókó var síðan Quesadilla, en við vorum mjög þreyttir eftir 12 tíma flug frá Tókýó. Á borðið komu síðan engisprettu-quesadilla! Spretturnar voru hins vegar furðu gómsætar. Annars er frábær og ódýr matur líklega það sem við söknum einna helst úr ferðinni.

Hvernig er að vera komnir á klak-ann aftur og hvað tekur nú við hjá ykkur eftir sumarið? Undir lokin vorum við orðnir mjög spenntir að koma heim, enda margt sem maður saknaði. Að koma beint í íslenskt sumar og djammið og fjörið sem því fylgir var frábært. Svo er mikill lúxus að sofa í eigin rúmi, borða mat heima

og hitta loksins alla hina vini sína og fjölskyldu aftur. Maður saknar þó óneitanlega sólarinnar og ljúfa lífsins í rigningunni á mánudagsmorgni á leið í vinnuna. Hver veit líka hvort haldið verður í aðra svipaða ferð eitthvert annað einn daginn. Í sumar var Aron að vinna á fasteignasölunni Mikluborg og fer síðan í nám í rekstrarverkfræði í HR í haust. Leifur var að vinna sem þjónustufulltrúi hjá Distica og stefnir síðan á viðskiptafræðinám í HR. Hersir og Hrafnkell eru báðir á leið í lögfræði í HÍ, en í sumar vann Hersir sem blaðamaður á mbl.is og Hrafnkell við móttöku á Luna Apartments hótelíbúðum í miðbænum.

Mynduð þið mæla með því að fara í reisu eftir stúdentspróf?Við myndum hiklaust mæla með því að fara í reisu. Reynslan að upplifa ævintýrin sem við upplifðum og sjá öll þessi fjarlægu lönd beint eftir menntaskóla er algjörlega þess virði þó háskólagráðunni seinki um eitt ár. Svona ferð er að mörgu leyti ekkert minni skóli en kúrs í háskóla.

Það má með sanni segja að það sé kjörið að taka sér frí og ferðast eftir stúdentspróf. Það er um að gera að nýta tækifærin sem manni gefast til þess að kynnast þeirri menningu og siðum sem ríkja fyrir utan litla landið okkar. Ég þakka strákunum kærlega fyrir spjallið og óska þeim öllum góðs gengis í þeim verkefnum sem eru framundan.

Page 23: Viljinn 3. tbl 2014

08:00 – 21:00 mán.-fös.11:00 – 15:00 lau. og sun.

SALAT HEFUR ALDREI VERIÐ SVONA GOTT

localsaladlocalsaladlocalsalad.is

Page 24: Viljinn 3. tbl 2014

24

INSTAGRAM

@aripkar @maggistark @karieldjarn @alexanderpk

@asdiseinars@frodigud@skemmtoverzlo@asgeiringi

@peturkiernan @gudrundism @vakanjals @jasmindufapitt

Ég elska útilegur #nfvi #midstjorn Sumarklúbburinn hjá Hr. Pepp #nfvi

Jæjaaa seinasta skóladeginum lokið sem 3-R! Frábærar stundir með þessum bekk sem munu seint gleymast! #nfvi #verslo #3r #vivaverslo

SUMARFRÍpretty girls i utileguFyrsta vakning sumarsins tók sér stað í nótt. Greyið litla busastelpan hún Rakel þurfti að fara í gegnum mikið til að heyra gleðilegu orðin VELKOMIN Í VERZLÓ

Góður dagur á ströndinni #lambágrillið #sumartíminn #nfvi

Ég elska vinkonur Peysó Selfie Eitt stykki frábær ferð! #midstjorn #3bekkur #wenolongerbusar #sosad

42 likes 36 likes 91 likes 32 likes

38 likes43 likes78 likes64 likes

102 likes 49 likes 104 likes 97 likes

Page 25: Viljinn 3. tbl 2014

25

HVAÐ FINNST ÖÐRUMum verzlinga?Fannar Guðni Guðmundsson - MS

Ísak Hinriksson - MH

Rögnvaldur þorgrímsson - ms

Vigdís Hafliðadóttir - MH

Guðrún ýr Eyfjörð - mr

gunnar logi gylfason - kvennó

Ég get að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd allra Ms-inga en þegar ég heyri Verzló eru nokkrar setningar og orð sem mig dettur í hug.1)Landsliðs2)Vá hvað þetta er mikil snilld. 3)Nemó4)Joe &The Juice5)Marmarinn6)Viva VerzlóOg að lokum ,,Pabbi splæsir’’

Hvern einasta morgun er ég vakna í skólann (ákaflega morgunfúll) hugsa ég alltaf: ,,afhverju er ég ekki í Verzló?”. Þá myndi ég kannski vakna glaður.. Ef ég væri í Verzló þá myndi ég keyra um á nýja Range Rover-num sem pabbi gaf mér og fá mér alltaf Dominos pizzu í hádegismat. Í staðinn vakna ég fúll tek strætó í skólann og borða brauð með mysing.HVER VILL EKKI VERA VERZLINGUR?

Þegar ég ímynda mér stemninguna í versló þá sé ég fyrir mér mikla fegurðarstaðla, fallegir með fallegum, engin drykkja (þá meina ég engin), blússandi einkahúmor og fullt af fótboltastrákum sem æfa ekki einu sinni fótbolta.. En þrátt fyrir það er Verslunarskóli islands stútfullur af nautuðum fagmönnum og vel gefnum huggulegum dömum.

MH-ingar eru jafn ólíkir og þeir eru margir og því erfitt að vita hvað heildinni finnst um nágranna sína handan Kringlumýrarbrautar. Sumum finnst verslingar eflaust yfirþyrmandi peppaðir, aðrir þrá bjarta ganga Verzlunarskólans og metnaðarfullu tímaritin og sketsaþættina en enn öðrum er eflaust bara frekar drull. Vissulega er ímyndin sú að hér mætist mjög ólíkir heimar, annarsvegar heimur markaðssetningar og yfirborðsins en hins vegar heimur dýptarinnar og frumleikans. En staðalímynd er og verður byggð á takmörkuðum rökum en ég get sagt fyrir mitt leyti að allir þeir sem ég þekki í Verzló eru vænsta fólk.

Ég þekki fullt af fólki í Verzló sem er bæði frábært og skemmtilegt! Það mætti samt hætta að ganga í lopapeysum alla daga, og hætta að pæla svona mikið í stærðfræði. Svo eru Casio reiknivélarnar ekki að gera sig þessa dagana, fáið ykkur frekar iPhone 5 og Nike free!

Mér finnst Verzlingar alltaf reyna að klæða sig vel hvert sem þeir eru að fara og hvað þeir eru að fara að gera þess vegna eru eiginlega allir þarna eins... en samt ekki.Það eru einhvernveginn langflestir góðir í einhverjum íþróttum þarna og frábært fólk.

Teitur | 5-B

Page 26: Viljinn 3. tbl 2014

26

Vatnss t íg | Kr ing lunn i

Page 27: Viljinn 3. tbl 2014

27

Page 28: Viljinn 3. tbl 2014

28

Page 29: Viljinn 3. tbl 2014

29

LOGNIÐ

Page 30: Viljinn 3. tbl 2014

30

Gettu beturFinnst þér pizzur góðar? Langar þig að borða fríar pizzur oft í viku yfir skólaárið? þá er Gettu betur eitthvað fyrir þig, því að Gettu betur snýst um lítið annað en að borða pizzur lesa (hafa “lesa” í ógeðslega litlum stöfum) og vita meira en skrítni mr-ingurinn á borðinu á móti. Ef að þig langar að verða sjónvarpsstjarna, mættu þá í Gettu betur forprófið - sýndu og sannaðu að þú hatir mr af öllu hjarta.

MORFÍsMORFÍs eða Mælsku or Rökræðukeppni Framhaldsskóla á Íslandi er ræðukeppni sem haldin er á hverju ári. Hvaða sanni verzlingur sem er veit að Morfís bikarinn á heima í Ofanleitinu. Á hverju ári er haldið ræðunámskeið og prufur fyrir ræðuliðið. Fyrir Málfó er ræðunámskeiðið sem við höldum í september eitt það besta sem skólinn býður uppá. Það hafa allir gott af því að læra að halda ræður og tala fyrir framan fólk, nýtist bæði í lífið og skólann og svo er almennt séð bara töff að geta unnið einhvern í rökræðu. Málfó veit nefnilega að orðið sigrar.

Í enda ræðunámskeiðsins eru prufur fyrir MORFÍs liðið sem eru ótrúlega skemmtilegar og gaman að taka þátt. Það er heldur alls ekki amalegt að hafa ræðunámskeiðið á ferilskránni.Því MORFÍs er snilld.

SPURErt þú adrenalínfíkill? Ef svarið er já þá er Spur tvímælalaust fyrir þig! Ef svarið er nei þá er Spur samt eitthvað fyrir þig. Því hvort sem þú elskar trylltu spennuna sem fylgir hraðaspurningum þar sem hraðinn jafnast á við puttana á Oscar Peterson. Eða streituröskunina sem bjölluspurningarnar valda þér þá er Spur snilld. Spur er einmitt innanskólaspurningakeppni með sama sniði og gettu betur. Keppnin fer fram á haustönn og eru vegleg verðlaun í boði fyrir fyrsta sæti. Liðin skipa 3 einstaklingar sem geta verið úr blönduðum bekkjum. Skráningarblöð munu koma í bekkina innan skamms. Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að kafa ofan í heim spurningakeppninnar.

Mælskasti maðurinnMælskasti maðurinn? Hvað er nú það? Jú, kæri nýnemi/Verzlingur, mælskasti maðurinn er keppni sem fer fram í VÍ-mr vikunni. “Hvernig keppni?” spyrðu þig kannski, en svarið við þeirri spurningu er einstaklings ræðukeppni sem fer þannig fram að einstaklingar sem taka þátt fá afhent umræðuefni og hafa þeir 15 mínútur til að semja ræðu um það sem þeir svo flytja í fyrri umferð. Eftir það hefst fjörið fyrir alvöru en þá draga keppendurnir umræðuefni upp í ræðupúlti og þurfa að tala í 30 sekúndur með og 30 sekúndur á móti. Þetta reynir heldur betur á húmor og spunahæfileika keppenda og býður upp á stórkostlega skemmtun. Hver man til dæmis ekki eftir B5 ræðunni hans Árna Reynis fyrir tveimur árum? Taktu þátt, skjóttu þér upp á stjörnuhimininn og hver veit, kannski ert þú MÆLSKASTI VERZLINGURINN?

BEKEVÍBekeví er ræðukeppni sem fer fram innan veggja Verzlunarskólans, í raun eins og smækkuð útgáfa af MORFÍs. Hún fer þannig fram : tvö lið koma sér saman um umræðuefni og mæla ýmist með eða á móti. Liðin skipa liðsstjóri og þrír ræðumenn; frummælandi, meðmælandi og stuðningsmaður. Keppnin fer fram á vorönn og þau lið sem dragast saman fá tilkynntar dagsetningar og þurfa þá að semja um umræðuefni fyrir þann tíma. Einnig eru vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegara keppnarinnar. Við hvetjum alla til að taka þátt. Þetta er bæði skemmtilegt og gott tækifæri til að kynnast fólki úr öðrum bekkjum

Þetta hér sem þið eruð að lesa er Lognið. Við í Málfó skrifuðum Lognið í þeim tilgangi kynna hina ýmsu starfsemi Málfó og sanna í eitt skipti fyrir öll að við erum ekki bara Peysusölunefndin. Við seljum samt líka peysur sem eru skyldueign fyrir hvern þann sem kallar sig Verzling. Í ár ætlar Málfó að vera dugleg nefnd og halda fullt af málfundum þar sem

hægt er að koma fram sínum skoðunum á helstu málefnum líðandi stunda. Enda erum við Málfundafélagið. Hápunktur ársins hjá okkur er svo VÍ-mr vikan og Ví-mr dagurinn sem við ætlum okkur svo sannarlega að sigra. Að lokum vil ég þakka ykkur fyrir að eyða tíma í lestur á Logninu.

ELSKU VERZLINGAR

Page 31: Viljinn 3. tbl 2014

31

Af hverju ætti ég að mæta á ræðu-námskeiðið?

“Ég hefði aldrei orðið forseti hefði ég ekki verið í ræðuliðinu” Sigurður Kristinsson (MORFÍs 2011-2014)

Að tala fyrir framan hóp af fólki er einn algengasti ótti fólks, ásamt því ad vera bođinn í mat til tengdó í fyrsta skipti. Á ræđunámskeidinu getur þú ekki bara sigrast á þessum ótta, þú getur gert hann ad styrkleika þínum. Þad kostar ekki krónu. Þađ er skemmtilegt. Gríptu tækifærið. Lifðu lífinu þínu. Hrafnkell Ásgeirsson (MORFÍs 2011-2013)

Gæti breytt lífi þínu! Gefur manni aukið sjálfstraust og aukna þekkingu.Auðveldar manni að tjá sig og tala opinberlega!Af hverju ættiru ekki að vera þarna?? Bára Lind Þórarinsdóttir (MORFÍs 2013-2014)

Námskeiðið er algjör snilld. Fróðlegt og skemmtilegt. Tilvalið fyrir þá sem vilja kunna betur inn á ræðuskrif- og höld, eða bara til að skyggnast betur inn í heim MORFÍs. Arnar Ingi Ingason (MORFÍs 2013-2014)

Það er hægt að telja upp óendanlega kosti viðþátttöku í MORFÍs. Æfingin í að stíga út fyrir þægindahringinn, skrifa ræður,pæla djúpt í hinum ýmsu málefnum og halda þrumuræðu fyrir framan fullan sal affólki. Auk þess er ótrúlega töff að standa fyrir framan fullan sal afskólafélögum sem garga nafnið þitt stanslaust og fagna eins og stungnir grísirþegar þú sigrar erkióvininn. Allt bliknar þetta þó í samanburði við að fáókeypis Serrano á hverjum einasta degi í heila viku, nokkrum sinnum yfirskólaárið. Og að geta valið kjúklinga-feta burrito alltaf, alltaf með aukakjúkling. Og að vita að þetta er allt greitt með pening skólafélaganna. Það er ótrúlega fullnægjandi.Hersir Aron Ólafsson (MORFÍs 2012-2013)

Af hverju Gettu betur?Egill: “það sem þú lærir í gettu betur mun nýtast þér alla ævi sem ice-breaker við tengdarforeldra””

Gísli: “Gettu betur er ekki bara strit. Þar eignast maður líka vini fyrir lífstíð. Flestir eru reyndar bækur en það eru samt alveg nokkrir sem geta talað.”

Úlfur: “Gettu betur kenndi mér að herðatré eru virkilega góð tól til þess að meiða fólk mjög, mjög mikið.”

Hvað fékk þig til að taka þátt í Gettu betur og MORFÍs?Fyrst og fremst athyglissýki. Ég sá ekki fram á að meika það í Nemó því Jón Ragnar var betri söngvari en ég og Þorvaldur Davíð betri leikari. Þannig að ég fór all-in í nördasportið.

Hvað var skemmtilegast við að vera í liðunum?Félagsskapurinn var frábær. Það var sérstaklega góð stemning í undirbúningsvikunum í Morfís, enda verða menn létt ruglaðir af því að vera svona mikið saman í heila viku. Svo var auðvitað hrikalega gaman í keppnunum sjálfum. Hálfur skólinn mætti að hvetja og allt brjálað.

Hefur þessi reynsla gagnast þér eitthvað?Já ekki spurning. Hún hefur nýst mér helling í því sem ég fór síðan að starfa við. Maður lærir ekki minna af því að taka þátt í félagslífinu en náminu.

Þú varst bæði í Gettu betur og MORFÍs, áttir þú þér eitthvað líf utan þess?Ég var kannski ekkert mikið að sinna skólanum á meðan. Ég gerði það yfirleitt ekki fyrr en korteri áður en lokaprófin byrjuðu.

Varstu með einhverja rútínu fyrir keppnir?Ég fórnaði alltaf geit nóttina fyrir keppni.

Nú átt þú eitt eftirminnilegasta móment í sögu Gettu betur, bráðabaninn á móti Borgó árið 2004. Hvernig var tilfinningin að sigra?Þetta var með því skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Það var auðvitað fáránlega sætt að vinna keppnina og ennþá sætara að gera það á svona dramatískan hátt.

RÆÐUNÁMSKEIÐ

Viðtal við björn braga

Page 32: Viljinn 3. tbl 2014

32

starfsnám í bandaríkjunumSíðastliðinn maí lagði ég land undir fót og fór hinum megin á hnöttinn til næst stærstu borgar Bandaríkjanna, Los Angeles. Ég hafði enga hugmynd um að þessi ferð ætti eftir að breyta mér, skoðunum mínum og framtíðarplönum. Ég lærði meira en ég hef nokkurn tíma lært alla mína skólagöngu (sorry Versló).

Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf verið mikill heimsborgari. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að kynna mér menningar annarra landa og lifnaðarhætti þeirra sem þar búa. Í ár ákvað ég að stíga út fyrir þægindarrammann og sótti um starfsnám (e. Internship). Hugmyndin um að sækja um starfsnám kviknaði eftir að ég horfði á þættina Gossip Girl. Þar fór Serena van der Woodsen ein af aðalleikkonunum til Los Angeles að læra kvikmyndagerð. Fyrst var þetta einungis hugmynd sem þróaðist síðan í draum sem mér fannst ég skuldbundin til að láta verða að veruleika. Þetta var langt og strangt ferli en algjörlega þess virði. Ég sótti um mörg námskeið og sjálfboðavinnur, lærði að búa til ferilskrá og tók enskupróf (TOEFL) áður en ég sótti um starfið. Ég hugsaði mig lengi um hvort ég ætti að fara til New York eða Los Angeles. Að lokum varð Los Angeles fyrir valinu af einhverjum ástæðum sem ég er ekki alveg viss um sjálf. Ég er þó mjög ánægð með þetta val í dag. Að flytja hingað á þessum aldri er stórt skref og alls ekki auðveldasti staðurinn til þess að fara einn og búa á þar sem þetta er mjög útbreidd og ekki síður hættuleg borg.

Starfsnámið sem ég sótti um kallast almannatengsl (e. Public Relations) þar sem reynslan mín er helst tengd því sviði. PR (e. Public Relations) störf ganga út á að auglýsa önnur fyrirtæki, stofnanir eða einstaklinga og

reyna að fá blaðamenn út um allan heim til að tala um tiltekna viðskiptavini. 30 ósvöruðum tölvupóstum og fjórum ólærðum skyndiprófum

seinna fékk ég nokkur svör til baka og að lokum fékk ég viðtal í PR fyrirtæki í hjarta Beverly Hills. Ég flaug til Los Angeles nokkrum vikum síðar til að fara í viðtalið sem gekk mjög vel. Mánuði seinna eftir að hafa reddað húsnæði og atvinnuleyfi flaug ég út með ekkert nema opinn huga, tvær ferðatöskur og engar væntingar. Fyrstu dagarnir voru spennandi og sólríkir en aðallega erfiðir þar sem ég þekkti nákvæmlega engan í 12 þúsund fermetra borg. Eftir að hafa komið mér fyrir í litlu íbúðinni minni tók fyrsti vinnudagurinn við. Starfsnemarnir fengu um 5-10 verkefni á dag m.a. að hafa samband við blaðamenn, mæta á fundi með nýjum viðskiptavinum og skrifa

“..flaug ég út með ekkert nema opinn huga, tvær ferðatöskur og engar væntingar.”

Áshildur

Page 33: Viljinn 3. tbl 2014

33

greinar um viðskiptavini. Til að byrja með nýtti ég frítímann í að skoða hverfið sem ég bjó í þar sem ég vissi ekki nafn á einni götu til að byrja með. Nú sit ég á kaffihúsinu sem ég fer á á hverjum einasta degi og labba síðan heim þar sem ég þekki hvern krók og kima í hverfinu mínu eins og það væri heimilið mitt. Þegar ég var farin að venjast því að tala ensku daglega var ekki lengur erfitt að kynnast fólkinu og ég fór að sjá að þessi ferð er líklega ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið. Borgin er mjög alþjóðleg, ég kynntist fjölbreyttri

menningu þar sem meirihluti íbúa voru ekki frá Bandaríkjunum. Áður en ég flutti hingað hafði ég ekki hugmynd um hversu mikilvægt það er fyrir einstaklinga að flytja í nýtt umhverfi þar sem maður þekkir ekki sálu en það stækkar yfirsýn fólks á heiminum, veitir manni frelsi og gefur manni tækifæri til að vera nákvæmlega

eins og maður vill vera. Það opnar einnig fyrir ný áhugamál sem þú vissir aldrei að þú hafðir hvort sem það er bók sem þú hafðir ekki hugmynd um að þú myndir lesa eða starfssvið sem þú hefur nú áhuga á að vinna við í framtíðinni. Ég hef ferðast tiltölulega mikið til annarra landa en ég sé núna að maður kynnist annarri menningu ekki almennilega fyrr en maður kynnist fólkinu, siðum og venjum. Einnig kynnist maður hlutum sem maður myndi kannski ekki kynnast ef maður væri með vinum eða foreldrum sínum. Ég kem til baka til Íslands með opnari huga, fleiri áhugamál og nýja innsýn á lífið. Einnig er ég búin að læra að standa á eigin fótum, vera ein án þess að vera einmana, pæla ekki í því hvað öðrum finnst um mig og gera nákvæmlega það sem ég vil gera. Það er ekki auðvelt að útskýra í einni grein hvað ég er búin að upplifa en ég mæli með að ef þú ert búin að vera að hugsa um skiptinám, starfsnám eða eitthvað annað að gera það því það er sérstaklega þroskandi fyrir fólk á menntaskólaaldri að ferðast eitt til að geta séð um og lært á sjálfan sig.

“..þessi ferð er líklega ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið.”

Page 34: Viljinn 3. tbl 2014

34

Sælla MINNINGA

Okkar kynslóð, a.k.a. Keyrða kynslóðin eða Klámkynslóðin eða eitthvað svipað í þessum dúr, hefur farið í gegnum ýmis tímabil. Helst má nefna Carhartt-tímabilið sem að var það allra svalasta á sínum tíma en er svo lengst frá eðlilegri siðmenningu okkar kynslóðar í dag, hvernig sem það nú þróaðist. Betur verður fjallað um Carhartt útlitið seinna í þessari afar sérstöku grein. Önnur dæmi um gömul tískutrend eru t.d. mjög stórar beltissylgjur, gallabuxur girtar ofan í sokka (sem er graníthart) og stutta tímabilið þegar allir voru bara allt í einu alltaf í náttbuxum. Það var spes. Svipuð stutt tískutímabil er t.d. þegar allir þurftu að fá sér ljósar strípur. Eins og er eru strípur litnar hornauga.

Fyrir utan þessi tískutímabil eru einnig margir aðrir hlutir og tæki sem voru skíturinn (þetta er ekki eins töff og á ensku; e. the shit) á sínum tíma. Vert er að nefna notkun armbanda. Á árum áður voru margir með fulla framhandleggi af gelarmböndum. Þau voru oftar en ekki í öllum litum heimsins og sum jafnvel einnig með léttu glimmeri svona upp á stemninguna. Fyrir örfáum árum, sirka 2010-11, gerðust allir rosalega kaþólskir og trúaðir og hrúguðu á sig armböndum með myndum af Jesú krist eða öðrum helgimyndum úr mest seldu bók allra tíma, Biblíunni. Armbandatískan er áhugaverð (en samt alveg rosalega lítið).

Fjallahjól með diskabremsumÚtivistartæki eins og t.d. hjól hafa ekki farið hljóðlaust í gegnum líf okkar heldur. Fjallahjól

með diskabremsum var gjörsamlega lykilatriði þegar maður var í grunnskóla. Ef þú varst ekki á glænýju Scott Voltage eða Mongoose Fireball með diskabremsum þá gastu alveg eins hringt þig inn veikan. Einnig var gríðarlega mikilvægt að tékka á dempurunum öllum stundum en það var ekki allt. Hluti af því að vera töff á hjóli með diskabremsum var að sýna hversu langt þú gast skransað á hjólinu. Oft kepptu tveir og tveir gegn hvor öðrum um hvor gæti náð lengra skransi. Þá var sett upp eins konar spyrnubraut, sett í Tour de France gír og brunað af stað. Þegar rétti hraðinn var kominn eða komið var að markinu þar sem skransið átti að byrja, var gripið af lífs og sálarkrafti í afturbremsuna og beðið til Guðs að þú myndir ná að skransa lengur en hinn. Það er fátt verra en að tapa skranskeppni, það er á svipuðum stalli og að drekka kalt kaffi og augnablikið þegar brauðsneiðin fer í spað þegar það er smurt með vel hörðu smjöri.

Rugluð fjallahjól með diskabremsum var ekki það eina á tveimur hjólum sem að var swagið á sínum tíma. Hlaupahjól voru einnig rosalega vinsæl. Fólk rúllaði um á hlaupahjólum þegar það var ekki alveg komið upp í fjallahjólaaðild. Ef þú rúllaðir um á hlaupahjóli fyrri part grunnskólans og gast gert „bunny jump“ á hjólinu þá varstu kóngurinn.

DraccoYfir í annað, gömlu góðu Dracco karlarnir. Þessar skemmtilegu fígurur voru til í tonnatali á hverju heimili. Dracco karlarnir voru smáar verur í ýmsum litum úr plasti og voru í raun veru einungis höfuð. Rosalega töff verur, sumar

gegnsæjar og ekki var verra ef þær voru með léttu glimmeri. Magnað hvað glimmer skipti máli á öllum hlutum. Dracco karlarnir voru keyptir og keyptir og einhvern veginn var hægt að spila eitthvað með karlana en enginn vissi nákvæmlega hvernig það spil í raun og veru virkaði. Ekki beint í fyrsta sinn sem að það gerist.

VídeóleigurVenjulegt föstudagskvöld í dag er oftast chill, mölvun niðri í bæ, besta á afmæli, djamm eða djamm/mölvun í bænum/besta á afmæli + snapchat story. Það er bara þannig. Á árum áður var það ekki þannig, væntanlega þar sem maður var svona 12 ára þá og sat fastur á Leikur1.is. Á þeim föstudagskvöldum var oft komið við á einum af vinalegustu stöðum Íslands, vídeóleigunum. Leigja spólu, jafnvel tvær, bland í poka og þá varstu kominn með uppskrift að föstudagskvöldi. Vídeóleigur voru að raða inn peningum þá eða a.m.k. líklega eitthvað meira en í dag. Sérstaklega græddu þær á öllum sektunum sem fólk staflaði á sig fyrir að gleyma að skila spólunni/disknum á réttum tíma. Jafnvel týndist hann í margar vikur eða mánuði og þá var farið að vinna með þá taktík að segjast aldrei hafa leigt umrædda mynd sem var í vanskilum. Í dag er rekstrarreikningur þessara fáu vídeóleiga sem eftir eru í miklum halla. Ég hef þó trú á endurkomu frá þeim. Svona sirka, þ.e.a.s. einungis ef Internetið hættir að vera til.

Cartoon NetworkEin sjónvarpsstöð réð ríkjum þegar þú varst yngri. Cartoon Network, væntanlega. Þegar heim var komið eftir skóla þá tók við Cartoon Network maraþon. Þetta var líka þegar Cartoon Network var góð sjónvarpsstöð, ekki sama sorp og er í gangi í dag. Klassískir þættir eins og Samurai Jack, Johnny Bravo, Scooby Doo og Tommi Jenni voru það eina sem kom til greina í sjónvarpinu.

Það er loksins komið að hinum mjög svo vinsæla lið Viljans sem hefur verið það allt frá árinu 2001. Jú, mikið rétt, það er komið að sælla minninga hlutunum. Margir pæla oft í þessum hlutum sem gjörsamlega áttu sviðið á ákveðnum tímapunktum í lífinu. Við, saman, já við erum í þessu saman þar sem að þú ert að lesa þetta, munum fara yfir nokkra hluti sem að settu stórt mark á líf okkar eða fóru a.m.k. ekki óséðir framhjá þróuninni í hinum ávallt stækkandi tískuheimi allra hluta. Þetta er tímabilið þegar þú chillaðir í GameBoy með svellkaldan Tomma & Jenna svala á kantinum. Tímabilið þegar þú varst að skipta á Pokemon og HM spjöldum. Tímabilið þegar Stundin okkar var ómissandi. Tímabilið þegar RÚV var með lagalista í staðinn fyrir skjámynd þegar engin dagskrá var í gangi. Tímabilið þegar aðallagið var I‘m a Scatman með Scatman John.

Axel Helgi | 6-A

Page 35: Viljinn 3. tbl 2014

35

BloggsíðurÁfram höldum við í tækniheiminum eða þá hefta tækniheiminum, þ.e. bloggsíður. Það var samt hinn raunverulegi samningur (þetta er líka ekki jafn töff og á ensku, e. the real deal.) á sínum tíma að eiga og halda úti (mis) skemmtilegri Blog Central síðu. Vina- eða vinkonuhópar voru oft með Blog Central síðu. Þannig smátt og smátt mynduðust svokölluð “Blog Crew”. Ýmis nöfn eins og t.d. Beibzlur, Nokkrir Nettir og 95Boys voru klassísk heiti á bloggsíðum. Það var líka rosalega mikið pepp. Ýmsir skemmtilegir liðir eins og: Um mig, Áhugamál, Fótboltagaurar, Myndaalbúm og Mánaðarins (einnig þekkt sem Mánaðarinz eða Mánaðarinzzzzz) voru á hverri einustu bloggsíðu. Dagbók síðunnar þar sem allar færslur og verulega óformlegar greinar (líkt og þessi) þurfti einnig að vera mjög reglulega uppfærð.

Bloggliðurinn, Mánaðarins, er sennilega besti liður á bloggsíðu síðan stofnun bloggsins árið 1337 í Lundi, Svíþjóð. Þetta með stofnun Bloggsins er bull en hitt er rétt. Liðurinn, Mánaðarins, fólst í því að bloggarinn valdi hluti, fólk, lög eða eitthvað því um líkt sem hafði skarað fram úr í hverjum mánuði fyrir sig. Fólk beið nánast undantekningarlaust með öndina í hálsinum eftir nýrri uppfærslu á Mánaðarins.

Gestabók hverrar bloggsíðu var einn mikilvægasti hlekkur þess. Þar gat fólk sem heimsótti síðuna skrifað umsögn um t.d. hversu flott hin hallærislega bloggsíða væri og oftar en ekki setti viðkomandi hlekk inn á sína bloggsíðu og krafðist þess nánast að hún myndi einnig verða skoðuð. Oftar en ekki urðu vinaslit þegar annar vinurinn gleymdi að skrifa í gestabókina hjá hinum. Því miður kom svo að þeim degi að Blog Central var lagt niður. Undirritaður skilur ekki enn af hverju 365 datt það í hug.

Þegar heimur netsins var minna þróaður voru til topp 2 svindl þar á bæ. MSN og LimeWire. MSN var og verður besti samskiptamiðill sem maðurinn hefur fundið upp, á undan Morse-kóðanum og Viber. Af hverju? Af því að það var hægt að „nudge-a“ fólk á spjallinu. Máli lokað.

LimewireLimeWire var einn af þessum hlutum sem virtust of góðir til að vera sannir (og var það á endanum). Fyrir þá sem eru ekki alveg með á hreinu hvað LimeWire var þá var það niðurhalsforrit líkt og BitTorrent í dag. Ólíkt BitTorrent gastu fundið flest sem þig langaði að niðurhala einnig á LimeWire í stað þess að fara inn á tilheyrandi síður til að finna ólöglegt efni (skamm, skamm). Þess vegna var þetta algjör snilld, bara niðurhala helling af efni, töff tónlist þó aðallega. Stundum gat það þó gerst að allt í einu var frekar vafasamt efni mætt í tölvuna þína, viss skellur. Það kom þó að því að fundið var út að LimeWire var afskaplega tæpt dæmi. Eins konar Hlemmur fyrir vírusa sem gátu síðan dreift sér í ýmsar tölvur og já, skemmt þær. Bannað að dæma LimeWire samt sem áður.

KawasakiFærum okkur aðeins úr tækniheiminum og yfir í tískuna. Kawasaki skór hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, næstum því í jafn miklu uppáhaldi og hjólaskór. Þó gerðist ég aldrei svo frægur að fjárfesta í þessum afar vönduðu skóm. Til voru bæði háir og og lágir Kawasaki skór. Þeir voru aðallega gæddir þeim hæfileikum að það var hægt að vinda meira upp á þá en nánast allt, sem að er virkilega mikilvægur eiginleiki t.d. hjá tuskum og viskustykkjum en kannski ekki hjá skóm en hey, bannað að dæma. Kawasaki-tímabilið fer klárlega á stall með Carhartt-tímabilinu.

CarharttÞá er komið að máli málanna, Carhartt. Á þeim tíma sem að maður var enn kjánalegri, minni og með frekar fátt á hreinu, þ.e. 8. – 10.bekkur, átti Carhartt alla fatatískuna. Alla. Vinsælustu fötin frá þessu mikla bandaríska vinnufatamerki voru til dæmis: 1) Svört hettupeysa með einföldu en áhrifaríku Carhartt orði framan á peysunni. 2) Pokabuxurnar, líklega bestu buxur allra tíma, ef þú áttir ekki a.m.k. tvennar buxur varstu einfaldlega ekki með þetta. Það var eitthvað við þessar þægilegu iðnaðarbuxur sem gerði alla að tískugoðum á þeim tíma. 3) Carhartt úlpa með loðkraga. Líkt og með fyrrnefnd föt var Carhartt úlpan eitthvað sem allir áttu. Líklega hefur hún verið afar vinsæl jólagjöf

því fatahengin í skólunum voru einungis með svartar Carhartt úlpur með loðkraga á snögunum. Svo bara eins og hendi væri veifað var þetta ekkert töff lengur.

Þessi ár voru einnig gullár verslunarinnar Smash en það var aðallega hún sem seldi þessi föt. Hversu marga gáma Smash seldi af pokabuxunum vinsælu er óljóst en sú tala er án efa óþægilega há.

AdidasAð lokum skulum við snúa okkur að tísku sem er enn mikils virt í dag ólíkt öllum hinum hlutunum hér að ofan. Adidas. Eins og með allt hitt sem talað hefur verið um í þessari grein þá var Adidas klæðnaður virkilega mikið í sviðsljósinu á sínum tíma. Alls konar Adidas peysur í ýmsum litum með klassísku Adidas línunum meðfram ermunum. Svartar buxur með hvítum röndum voru og eru einnig gríðarlega vinsælar. Undanfarin misseri hefur Adidas klæðnaður fengið á sig leiðinlega ímynd. Ástæðan fyrir því er ekki beint skemmtileg en hún er sú, eins og flestir kannast við, að stundum berast fréttir um unga krakka sem er verið að leita að og oftar en ekki eru þau akkúrat klædd í Adidas föt. Því er talað um það í dag að maður sé líklegri til að týnast ef maður klæðist Adidas fötum, sem er virkilega fyndið allt saman. Þar með eru frekar fáir sem klæðast Adidas fötum dags daglega fyrir utan íþróttafatnað til æfinga. Þeir sem klæðast merkinu fá á sig „týndur krakki“ stimpill og oftar en ekki vel þreytta brandara. Hins vegar eru tveir menn í Verzlunarskólanum sem kunna að klæðast Adidas fötum svo vel að engum dettur í hug að skella „týnda gaurnum“ stimpil á þá. Þú átt að vita hverjir þeir eru. Þeir eru flaggberar Adidas tískunnar í Verzlunarskólanum. Það eru engir aðrir sem að púlla þetta betur. Ef þú heldur það þá ertu einfaldlega eitthvað týndur.

Fjallað hefur verið um nokkra hluti sem við öll munum eftir sem einkennisatriði einhverra ára í lífi okkar.

Ýmiss atriði fengu ekki sitt pláss í þessari grein, helst ber að nefna huti eins og: Týpugleraugu, Everlast buxur, Kanye West sólgleraugun, símafyrirtækið Valdi og Freyr, Henson gallinn, iPod Nano og að lokum tæpasti vefur sem Internetið hefur litið augum, Formspring.

Við segjum það þá í bili, krakkar. Þar til næst.

Page 36: Viljinn 3. tbl 2014

36

INSTAGRAM

@addasmara @aripkar @bjober95 @agnesgisla

@einargunn95@karieldjarn@benniben@bjober95

@asdiseinars @hallveig @snaebjorts @agusteli

Vinkonur að fagna að vera loksins byrjaðar í framhaldsskóla #nfvi #busalingar

Ruglið sem maður gerir í prófalestri @filippusdarri #GameofThrones #Joffrey #ThroneofChairs

Sumarlegur dagur á Klambratúni í dag!

#midstjorn

Í dag þurfti ég að skila elskunum mínum. Ég skaut mér í gegnum arininn heima í tilefni þess. Búið að vera gott ár með þeim! #nfvi #vaff81 #bókfærslubikarinn

Þetta er það besta í heimi #dalurinn #nfvi

Sumarfríið fer virkilega vel í okkur #yoloswaggins #nfvi #girturuppáháls

Ásamt fullt af fínklæddum fjórðubekkingum!:) #nfvi #selfie

Tveri rosalega góðuð vinir mínir eiga afmæli í dag og við fórum á Fabrikkuna í hádeginu í tilefni þess. Til hamingju með daginn elsku Ástgeir og Dagur

ÚTILEGA Stöllur með pullur #midstjorn Hafa það kósý #midstjorn #teamedrú #temballerina

65 likes 63 likes 93 likes 43 likes

39 likes77 likes50 likes105 likes

33 likes 101 likes 32 likes 43 likes

Page 37: Viljinn 3. tbl 2014

37ÍSBARINN10% afsláttur

2% aukaafsláttur fyrir verzlingamuna nemendaskírteini

af boozt, safa, smoothies og orkubombumfyrir framhalds- og háskólanema

Stjörnutorgi - Kringlunni

Boozt - safi - smoothies orkubombur (þú getur valið sjálf/

ur hráefni í boozt) - Joger ís - Kúluís - Shake - ís með dýfu

Page 38: Viljinn 3. tbl 2014

38

TímaskekkjaMódel:

Bjarki LilliendahlKristján Þór Sigurðsson

Sigríður Ylfa ArnarsdóttirSigrún Hrefna Sveinsdóttir

Sverrir Þór Sigurðsson

Ljósmyndari og myndvinnsla:Haukur Kristinsson

Page 39: Viljinn 3. tbl 2014

39

Page 40: Viljinn 3. tbl 2014
Page 41: Viljinn 3. tbl 2014
Page 42: Viljinn 3. tbl 2014
Page 43: Viljinn 3. tbl 2014
Page 44: Viljinn 3. tbl 2014

44

Page 45: Viljinn 3. tbl 2014

45

Page 46: Viljinn 3. tbl 2014
Page 47: Viljinn 3. tbl 2014
Page 48: Viljinn 3. tbl 2014

www.facebook.com/fabrikkan www.youtube.com/fabrikkan. www.instagram.com/fabrikkan

HÖFÐATORGI – KRINGLUNNI – HÓTEL KEA

WWW.FABRIKKAN.IS BORÐAPANTANIR Í SÍMA 575 7575

INSTAGRAM LEIKUR FABRIKKUNNAR OG VERSLÓ

#verslofabrikkanTaktu mynd af einhverju sem minnir þig á Fabrikkuna og merktu hana #verslofabrikkan. Í hverjum mánuði vinnur besta myndin 2 hamborgaramáltíðir! Í lok skólaársins drögum við út einn heppinn sem getur boðið bekknum sínum í burger!

Munið skólaafsláttinn: 10% afsláttur af hamborgurum alla daga til kl. 17

NR. 15Sigurjón digri