sæmundur 50 ára

21

Upload: sine-sine

Post on 24-Mar-2016

257 views

Category:

Documents


13 download

DESCRIPTION

A magazine for the Association of Icelandic students abroad 50 year anniversary

TRANSCRIPT

Grein úr Stúdentablaðinu 1.desember 1961

Ekki alls fyrir löngu voru stofnuð samtök, er nefnast Samband íslenzkra stúdenta

erlendis. Þykir hlýða, að Stúdentablaðið geri nokkra grein fyrir aðdraganda

þessara samtaka og tilgangi þeirra.

Í september s.l. komu saman nokkrir stúdentar, sem stunda nám erlendis og lögðu

drög að því, að boðað yrði til fundar til að ræða kjör íslenzkra námsmanna er-

lendis, en þau þrengdust eðlilega við efnahagsráðstafanir núverandi ríkistjórnar

s.l. vetur. Einkum voru áhrif gengisfellingarinnar tilfinnanlega, auk þess sem

stórhækkuð fargjöld og vaxandi dýrtíð í landinu komu hart niður á námsmönnum.

Við þetta bætist, að námsmenn njóta yfirleitt ekki góðs af þeim gagnráðstöfunum

sem vega skyldu upp á móti kjararýrnun almennings.

Haldnir voru tveir fundir um þetta mál og var á hinum fyrri samþykkt að

senda nefnd manna á fund menntamálaráðherra og færa honum samþykkt fundarins

um kjaramálin.

Í samþykkt þessari eru gerðar kröfur um hærri námslán og styki námsmönnum til

handa og raktar þær ástæður er fyrr greinir. Ennfremur er bent á þær afleiðingar

sem af kunna að hljótast, ef stúdentum yrði illmögulegt að sækja menntun sína til

annarra landa vegna efnaleysis. En viðbúið er að svo verði, ef hið opinbera

hleypur ekki undir bagga hið fyrsta.

Síðari fundurinn var haldinn eftir að nefnd sú er áður getur um hafði átt viðræður

við menntamálaráðherra og framkvæmdastjóra menntamálaráðs. Höfðu aðilar þes-

sir fullan skilning og vilja á að koma málum þessum í viðunandi horf og lofaði

menntamálaráðherra að leggja fram frumvarp á Alþingi um sameiningu lánasjóðs stú-

denta er náms stunda heima og erlendis, og beita sér fyrir að lán og styrkir yrðu

hækkaðir, svo að næmi tveimur þriðju hlutum árlegs námskostnaðar.

Á fyrrnefndum fundum kom einnig fram hugmynd um að stofnun heildarsamtaka fyrir

íslenzka námsmenn erlendis til að ,,gæta hagsmuna íslenzkra stúdenta erlendis,

efla samheldni þeirra í millum og kynna námsmönnum tilhögun náms og kjör erlen-

dis”.

Aðilar að sambandinu geta orðið félög íslenzkra stúdenta erlendis eða hópar, sé

ekki félög á viðkomandi stað. Stjórn sambandsins er skipuð 5 mönnum og er lön-

dum þeim, sem íslenzkir stúdentar nema í, skipt í svæði eftir fjölda námsmanna og

er einn stjórnarmeðlimur frá hverju. Stjórnin er kosin af fulltrúaráði, en í því

eiga sæti fulltrúar frá hverju félagi eða hóp, sem í samtökunum er.

Sambandið hefur ráðis sér starfsmann sem hefur aðsetur í Reykjavík og annast öll

störf, sem stjórnin felur honum hér heima, þar sem hún er dreifð víða um Evrópu.

Starfsmaður sambandsins er Hilmar Ólafsson.

Einnig hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands verið hinum nýstofnuðu samtökum innan

handar og veitt þeim ýmiss konar fyrirgreiðslu. Er vonandi að samtök þessi megi

vel dafna og gegna hlutverki sínu til sóma og stúdentum til hagsbóta.

SÍNE 50 ára.......................................................................................................bls. 4Afmæliskveðjur..............................................................................................bls. 6-8Lækkaðu símareikninginn .............................................................................bls. 10Forvitnin rekur mig áfram ..............................................................................bls.12Sæmundur Fróði..............................................................................................bls.14Búsetureglur LÍN.............................................................................................bls.16Arkitektúr í Glasgow.......................................................................................bls. 18Viðtal Halldór Gíslason..................................................................................bls. 20Starfsþjálfun í Utanríkisþjónustu...................................................................bls. 24Saga LÍN.........................................................................................................bls. 31Viðtöl við fyrrverandi framkvæmdastjóra SÍNE.............................................bls.33Doktorsmenntun Íslendinga...........................................................................bls. 36

Samband íslenskra námsmanna erlendisskrifstofa SÍNEPósthússtræti 3-5101 ReykjavíkNetfang : [email protected] : www.sine.isSkrifstofan er opin alla virka daga frá 9-12

Stjórn SÍNEFormaður og Lín fulltrúi: Auður SigrúnardóttirVaraformaður: Sólveig Lísa Tryggvadóttir Meðstjórnandi: Erla Björk BaldursdóttirRitstjóri: Hjördís JónsdóttirUmbrot og hönnun: Fanney Sizemore

Þann 13.ágúst 1961 var Samband íslenskra námsmanna stofnað. Undirbúningur hófst þó þegar árið 1960. Efnahagsleg og pólitísk kveikja að stofnuninni var sú að í febrúar 1960 var gengi íslensku krónunnar fellt geysimikið og afnuminn svonefndur námsmanna g jaldeyrir. Á þessum árum var margflókið gengis-kerfi og var sölugengi íslensku krónunnar miðað við til hverra nota g jaldeyrinn átti að fara í.

Helstu forgöngumenn stofnunar voru Andri Ísaksson og Ólafur Jónsson. Var það mat þeirra að ekki væri hægt að láta bjóða sér þessa miklu kjaraskerðingu án þess að bera hönd yfir höfuð sér. Könnuðu þeir undirtektir meðal námsfélaga sinna í Frakklandi og í Svíþjóð. Voru undirtektir að vonum góðar og var undirbúningsfundur haldinn í Menntaskólanum í Reykjavík í ágúst sama ár. Á fundinum var kosin fimm manna undirbúningsnefnd sem undirbjó og samdi áætlun um hvernig haldið yrði uppi samræðum á milli landa og námsstaða yfir veturinn. Einnig voru menn sendir á fund menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gísla-sonar, til að kynna honum hugmyndirnar.

Með þessu var grunnurinn lagður og SÍSE ( Samband íslenskra stúdenta erlendis) var síðan formlega stofnað þann 13.ágúst 1961. Fyrstu árin voru aðaltekjur SÍSE styrkur af fjárlögum en menntamálaráðherra þótti

rétt að veita SÍSE sambærilegan styrk og Stúdentaráði Háskóla Íslands þar sem SÍSE var fulltrúi stór hóps námsmanna. Styrkurinn dugði fyrir opnun skrifstofu og var hún í fyrstu opin tvo daga í viku í nokkra tíma í senn. Á aðalfundi SÍSE árið 1969 var nafni samta-kanna breytt í Samband íslenskra námsmanna erlendis. Í röksemdum þáverandi stjórnar kemur fram að það sé gert til að ,,taka tillit til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað erlendis og skilin milli háskólamenntunar og annarrar æðri menntunar t.d. tæknimenntunar verða æ óskýrari. Er það víða undir hælinn lagt, hvort sumar námsgreinar eru kenndar við hina svokölluðu klassísku háskóla eða við fag- og tækniskóla.” Eftir breytinguna eiga allir námsmenn erlendis þess kost á að ganga í SÍNE svo fremi að þeir stundi nám erlendis að minnsta kosti eitt ár. Þar með voru komin á fót heildarsamtök námsmanna erlendis sem láta sig hagsmuni allra varða.

LÍN

Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) var stofnaður árið 1961 og fagnar því einnig 50 ára afmæli í ár. Undanfarnar áratugi hefur SÍNE fylgst með og haft þróun á starf LÍN. SÍNE fékk fulltrúa í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ásamt námsmannah-reyfingunum, Bandalag íslenskra sérskólanema (BÍSN), Iðnnemasambandinu (INSÍ) sem nú hefur sameinast

félaginu Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Stúdentaráði Háskóla Íslands (SHÍ). Námsmanna-hreyfingarnar hafa í gegnum tíðina átt í góðu samstarfi og stutt við mál hver annarra. Endurskoðun úthlutu-narreglna LÍN á hverju vori hefur verið hluti af þessu samstarfi og einnig hafa fulltrúar þeirra átt sæti í ým-sum nefndum á vegum LÍN. SÍNE hefur undanfarin ár átt fulltrúa í vafamálanefnd LÍN. En þar eru haldnir fundir 1-2 í mánuði og farið yfir vafmál sem upp geta komið. Þar hefur fulltrúi SÍNE getað talað máli námsmanna í samskiptum við sjóðinn.

Útgáfa

Í gegnum árin hefur útgáfa verið mismikil á vegum sambandsins. Í ár fagnar Sæmundur tímarit SÍNE 30. árgangi sínum en áður fyrr komu út blöð og ritlingar frá stjórninni og á tímabili var SÍNE í samtarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands um útgáfu á Stúdentablaðinu. Handbók um nám erlendis var gefin út á árum áður og var sú bók mjög mikilvæg þeim sem hugðu á nám erlendis þar sem upplýsingar voru af skornum skammti. Nú hefur handbókin verið færð á vefsíðuna, www.sine.is. Einnig hefur verið sent út net-fréttabréf reglulega til félagsmanna til að miðla mikilvægum upplýsingum.

Kynning á námi erlendis

SÍNE hefur einnig verið ötult að kynna nám erlendis. Haldnar hafa verið ófáar kynningar í framhaldsskólum landsins í gegnum tíðina, þáttaka í Alþjóðadegi Háskóla Íslands og öðrum þeim kynningum og ráðstefnum sem að SÍNE hefur verið boðin þáttaka á.Haldnar hafa verið ráðstefnur um mikilvægi náms er-lendis, áhrif gengisþróunar á kjör námsmanna erlendis og önnur mikilvæg mál sem hafa brunnið á náms-mönnum erlendis á hverjum tíma fyrir sig.

Baráttumál SÍNE

LÍN hefur löngum tengst baráttumálum SÍNE í gegnum tíðina. Í samvinnu við hinar námsmanna-hreyfingarnar hafa jákvæðum breytingum verið komið til leiðar. Mjög mikilvægt er fyrir fulltrúa SÍNE að sitja í stjórn LÍN og fá að fylg jast með og reyna að hafa áhrif á þær breytingar og ákvarðanir sem teknar eru vegna námsmanna erlendis. SÍNE félagar hafa verið duglegir að koma með ábendingar og leitað til SÍNE með sín áhygg juefni og vafamál sem svo seinna hafa verið undirstaðan að leiðréttingu á þeirra hag og annarra í sömu stöðu.

Stjórn og framkvæmdastjóri SÍNE

4 5

Þegar Þorlákur helgi biskup fór út til náms í Frakklandi á 12. öld er ekki vitað hvort hann lenti í miklum vandræðum við að finna sér húsnæði, fá g jaldeyri eða við að senda bréf heim. Raunar segir fátt í Þorláks sögu um dvöl hans annað en að hann hafi löngum verið í bóknámi og oft að riti, á milli þess sem hann lá í ættfræði og mannfræði. Löngu seinna fóru stúdentar til annarra landa í öðrum tilgangi. Stefán Ólafsson dvaldi hjá Ole Worm í Kaupmanna-höfn um miðja 17. öld og þýddi Völuspá á latínu. Rúmri öld síðan fór Þórður Thoroddi til Svíþjóðar að læra um landbúnað og varð síðar sér-fræðingur í brennisteinsvinnslu. Þannig hafa Íslendingar löngum farið til útlanda og sótt sér nýja þekkingu, menntun og fært hana heim, löndum sínum til hagsbóta. Fimmtíu ár eru liðin síðan Samband íslenskra náms-manna erlendis, SÍNE, var stofnað en félagið hefur sinnt íslenskum námsmönnum í útlöndum, gætt hagsmuna þeirra og veitt þeim ráðg jöf í ýmsum hagnýtum efnum. Félagið gefur út málgagnið Sæmund og bókina Nám erlendis og sinnir ýmiss konar þjónustu við íslenska námsmenn erlendis. Íslendingar hafa ávallt sótt til útlanda eftir menntun og þekkingu. Það er okkur sem lítilli eyþjóð sérlega mikilvægt, ekki síður nú en þegar Þorlákur helgi sótti menntun sína til útlanda. Íslendingar hafa um aldir sótt ná um allan heim og þannig viljum við að það verði áfram. Þar skiptir SÍNE máli sem öflugur talsmaður þegar kemur að ýmsum framfaramálum fyrir námsmenn, meðal annars í samskiptum við stjórnvöld á hverjum tíma. Ég óska Sambandi íslenskra námsmanna erlendis hjartanlega til haming ju með 50 ára afmælið og óska öllum námsmönnum um heim allan velgengni í námi og starfi.

Katrín JakobsdóttirMennta- og menningarmálaráðherra

Dear SINE and dear Icelandic students abroad, con-gratulations on 50 completed years! This is quite the milestone.On behalf of your sister organization in Norway, ANSA - Association of Norwegian Students Abroad -I would also like to take this opportunity to congratulate all of you on your choice of going abroad.

Norway and Iceland are both relatively small nations and need the impulses and experiences we gain in going abroad and can bring back to our countries. That is why we in ANSA like to say ‘Make Norway a better place - study abroad’.

Each one of you have taken the challenge and are helping to make Iceland an even better place. The languages and cultural understanding that we bring back are invaluable, but each also experience personal growth in going abroad. Learning to be independent,

Kristiane Roe Hammer,President of ANSA(Association of Norwegian students abroad)

curious, flexible and open minded. We explore our-selves just as we explore our surroundings.

While you are celebrating your 50th anniversary we in Norway are celebrating two of our great explorers this year; Fridtjof Nansen was born 150 years ago and Roald Amundsen reached the Southpole 100 years ago this year. Nansen was the first to cross Greenland on skies and was also a great humanitarian and aid worker which eventually earned him the Nobel Peace Prize. Amundsen became the first person to reach the Southpole and also carried out several other dearing expeditions that at the time helped gather important data about the world we are living in. Both of these men took a challenge, rose to the task and explored new frontiers. They wanted to make the world a better place.

Good luck, and I hope you keep exploring frontiers.6 7

Fyrir hálfri öld bar samfélagið enn svipmót ríkra hefða sem áttu djúpar rætur í fyrri tíð. Lærði skólinn við Lækjargötu og vettvangur stúdenta í Kaupmanna-höfn höfðu lengi verið helstu áfangarnir á þeirri menntabraut sem Íslendingar þekktu best.Svo ruddist SÍNE inn í þessa rólegu veröld, samtök námsmanna sem haldið höfðu í margar áttir, sótt lærdóm og áhrif um Evrópu alla og einnig vestur yfir Atlantshaf.Hagsmunirnir voru vissulega meginhvati að samtökunum, hin samfellda barátta fyrir námslánum og betri kjörum, en viljinn til að umbylta og sjá veg vísa til nýrra tíma varð snemma að köllun margra sem gerðu SÍNE að vettvangi baráttunnar fyrir betri heimi.Árin sem nú eru oft kennd við róttækni unga fólksins tengdust SÍNE í íslenskri vitund. Þau sem heima sátu og sóttu fyrirlestra á Melunum hlökkuðu jafnan til sumardaga þegar órólega deildin kom til Íslands með hugsjón byltingar í farteskinu.Fyrir þessa kynslóð er fimmtugsafmæli SÍNE kjörið tilefni til að líta um öxl og spyrja : Hvað ávannst í hita leiksins? Breyttist Ísland vegna baráttunnar?Þessu svarar hver og einn en hitt er víst að sú fjölmenna sveit sem sótt hefur nám vítt og breitt um veröldina hefur heim komin látið ríkulega að sér kveða: í menningu og vísindum, í atvinnulífi og þjónustu í þágu velferðar og heilbrigðis, í menntun og tækni, nýsköpun og rannsóknum.Sú söguskýring er nokkuð trúverðug að mestu hafi ráðið um árangur Íslendinga að ungu fólki var strax á fyrstu áratugum lýðveldisins gert kleift að sækja skóla hvert sem hugurinn girntist. Námslánin, þótt oft væru umdeild, opnuðu öllum nýjar leiðir, tækifærin voru ekki lengur bundin við hástéttina eina.SÍNE hefur þjónað þessu fólki vel, verið rödd þess og traustur hagsmunavörður en líka haldið á lofti kröfunni um jafnrétti til náms.Á þann hátt hefur SÍNE átt ríka hlutdeild í nýrri samfélagsskipan sem færði fátækri þjóð meiri farsæld en flestar aðrar hafa notið.

Ólafur Ragnar GrímssonForseti Íslands

8

Ljósmynd: Hermann Sigurðsson

Amivox er nýtt íslenskt forrit fyrir farsíma sem gerir fólki mögulegt að lækka verulega kostnað vegna símtala til útlanda. Sparnaðurinn getur hlaupið á tugum prósenta miðað við hefðbundnar áskriftaleiðir ef hringt er úr farsíma á milli landa. Amivox ætti því að henta sérstaklega þörfum námsmanna erlendis sem dvelja fjarri vinum og ætting jum og þurfa að velta hverri krónu fyrir sér.

Helsti kosturinn við Amivox er að það er hægt að nota í venjulegum farsímum og er notandinn því ekki bundinn við tölvu eða snjallsíma líkt og raunin er með Skype og álíka forrit sem notið hafa vinsælda meðal námsmanna erlendis. ,,Fólk spyr okkur alltaf af hverju notið þið ekki bara Skype? Það er frítt. Okkur finnst fínt ef fólk getur notað Skype og það er rétt að það er frítt þegar hringt er úr tölvu í tölvu. Ef þú ætlar að hring ja í gsm-síma eða heimasíma úr Skype þá er það miklu dýrara en Amivox,” segir Birkir Marteinsson hjá Amivox.

Einfalt og þægilegt

Notendaviðmót Amivox er einfalt og auðskiljanlegt enda er forritið fyrst og fremst sniðið að þörfum almennings en ekki tæknigrúskara. Ekki er heldur nauðsynlegt að eiga fínustu og dýrustu farsímana til að geta nýtt sér þessa tækni þar sem hana má nota í nær öllum símum. Síðast en ekki síst þarf fólk ekki að hlaupa til og skipta um símafyrirtæki því að Amivox virkar með hefðbundnum áskriftarleiðum síma-fyrirtækja. Það eina sem maður þarf að gera er að fara inn á www.amivox.com, skrá símanúmerið sitt og fá lykilorð. Engin mánaðarg jöld eru innheimt heldur er aðeins greitt fyrir notkun.

En hvernig er þetta hægt ?

Amivox heimalína er bein símalína milli landa á innanlands verði. Tæknin sem Amivox-kerfið byggist á gengur út á að notandinn getur valið úr hvaða símanúmeri hann hringir, óháð því símtæki sem hann hefur í hendinni. Hann getur því talað úr borð-símanum sínum þó að hann hringi með farsíma númerinu. Amivox býður upp á ýmsa aðra þjónustu svo sem talskilaboð sem virka að flestu leyti eins og sms en í stað þess að rita skilaboðin er einfaldlega hægt að lesa þau og senda hvort heldur er úr farsíma eða tölvu.

Sparnaður sem munar um

Sem dæmi um verðskrá Amivox má benda á að það kostar tæplega 14 íslenskar krónur á mínútu að hring ja í íslenskan farsíma með Amivox frá Bandaríkjunum.

Skype-out hringt í íslenskan farsíma = 39 kr / min -Amivox-sip hringt í danskan farsíma = 13 kr / min

Hringt með Skype-out í danskan farsíma = 32 kr / min -Amivox-sip hringt í danskan farsíma = 13 kr / min

Þá er hægt að spara milli 25-90 % þegar maður notar Amivox í íslenskum farsíma á ferðalagi.

Verðskrá Amivox má sjá á www.amivox.com.

Íslenskt og alþjóðlegt í senn

Amivox var stofnað árið 2007 af þremur ungum mönnum sem allir bjuggu yfir víðtækri starfsreynslu af símamarkaðinum.Frá upphafi var stefnan sett á alþjóðlegan símamarkað og eru viðskiptavinir þess um allan heim.Notendur Amivox eru nú þegar um 22.000 og fjölgar stöðugt. Þar á meðal eru stórfyrirtæki og stofnanir á borð við Grupo Simon (Spáni) og Landspítalann sem eiga í miklum samskiptum við útlönd og þurfa að senda starfsmenn sína reglulega út fyrir landsteinana. Nánari uppýsingar um fyrirtækið og þjónustu þess má finna á www.amivox.com.

Heimalína um allan heim

Amivox heimalínu er nú hægt að fá í eftirfarandi löndum: Alsír, Argentína, Ástralía, Austurríki, Barein, Bandaríkin, Belgía, Brasilía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Dominikanska Lýðveldið, El Salvador, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Gvatemala Hong Kong , Holland, Kanada, Kína, Kólumbía Kosta Rica Króatía Kýpur, Írland, Ísrael, Ítalía, Japan, Jórdanía, Lettland, Litháen, Luxemborg , Malasía, Malta, Mexíkó, Nýja Sjáland, Noregur, Panama, Peru, Pólland, Portugal, Porto Riko, Rúmenia, Rússland, Singapore, Síle, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland,Ung verjaland, Úkraína, Venesúela og Þýskaland.

Til að fá nánari upplýsingar um Amivox heima-línu er best að senda tölvupóst á [email protected]. 11

Það er óhætt að seg ja að Karl Birgir Björnsson, nemi á lokaári í viðskiptafræði við Háskólann í Kent í Canter-bury í Englandi, sé sannkallaður heimsborgari. Hann hefur búið erlendis frá því að hann var tíu ára, stundað háskólanám í tveimur heimsálfum og ferðast vítt og breitt um heiminn. Í námi sínu leggur Karl Birgir áherslu á asískar viðskiptavenjur og fór því á þriðja ári sem skiptinemi til Hong Kong. ,,Ég hef mjög mikinn áhuga á Asíu og asískum mörkuðum, sérstaklega Kína. Það er mjög merkilegt hvernig þetta land þróaðist frá byltingu kommúnista fram til 1978 þegar Deng Xiao Ping tók við og breytti landinu með því að innleiða hagkerfi sem virkaði. Þeir gerðu þetta á sinn eigin hátt sem hafði aldrei verið reyndur áður. Um leið hef ég áhuga á að læra meira um menninguna sem býr að baki þessu.“

Lifi mig inn í menninguna

Á meðan Karl Birgir var við nám í Hong Kong notaði hann tækifærið og ferðaðist til ýmissa landa í Suðaustur-Asíu svo sem Tælands, Víetnam, Filipseyja og Kampútseu. Einnig hefur hann ferðast um flest lönd Evrópu, Bandaríkin, Norður-Afríku og Eyjaálfu þar sem hann dvaldi um fjögurra mánaða skeið áður

en hann hóf háskólanám. ,,Mér finnst mjög gaman að ferðast og sjá nýja staði. Ég er búinn að kynnast ólíkum venjum og háttum á þessum stöðum og lifa mig aðeins inn í menninguna. Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við að ferðast er einmitt að kynnast nýrri menningu,“ segir Karl Birgir sem telur að forvitnin reki hann áfram í öll þessi ferðalög. ,,Maður heyrir um einhvern stað sem mann langar til að skoða. Þegar maður er kominn af stað verður maður einhvern veginn að halda áfram, skoða meira og fara lengra. Svo er maður eiginlega orðinn vanur því að vera ekki alltaf á sama stað,“ segir Karl Birgir og tekur undir að það geti verið erfitt að venja sig af ferðaáráttunni.

Eins og aðrir Íslendingar sem dvelja langdvölum erlendis þarf Karl Birgir að vera í miklu sambandi við fólk heima á Fróni. ,,Þar sem ég hef ferðast mikið hef ég oft þurft að redda auðveldum og ódýrum leiðum til þess að hring ja heim í vini og fjölskyldu,“ segir Karl Birgir sem hefur prófað ýmis forrit og símkerfi svo sem Skype, Viper og Whatsapp. Fyrir skömmu fór að hann að nota Amivox og segir að það hafi reynst sér vel. ,,Amivox er ódýrt í notkun. Þegar ég hef notað Skype hefur inneignin mín oft klárast á nokkrum dögum þó að símtölin hafi ekki verið sérstaklega löng.“

Amivox bætti sambandið við kærustuna

Hann lýkur einnig lofsorði á hljóðgæði Amivox-kerfi-sins. ,,Þegar ég hringi heim til Íslands hringi ég oftast í kærustuna mína. Hún kvartaði oft yfir því að það heyrðist illa í mér gegnum Skype, hvort sem ég hringdi úr Skype í síma eða úr Skype í Skype. Þegar ég byrjaði að nota Amivox tók hún strax eftir því að það heyrðist mun betur í mér en áður,“ segir Karl Birgir sem heyrir sjálfur betur í þeim sem hann talar við eftir að hann fór að nota Amivox.

,,Fyrir stuttu reddaði Amivox foreldrum mínum bresku númeri sem þýðir að ég get hringt beint úr breska númerinu mínu heim til Íslands án þess að ég sé rukkaður fyrir að hring ja út úr landi. Þetta hefur gert

Karl Birgir ásamt unnustu sinni á ferðalagi um framandi slóðir. Amivox

gerir þeim kleift að vera í meira og betra sambandi en áður þrátt fyrir að

þau búi hvort í sínu landinu.

12 13

það að verkum að það er ódýrara fyrir mig að hring ja í heimasímann hjá foreldrum mínum heldur en það er að hring ja í gemsa hjá vinum mínum á Bretlandi,“ segir Karl Birgir en þessi þjónusta stendur öllum notendum hugbúnaðarins til boða. ,,Amivox er líka að vinna í því að teng ja kærustuna mína við breska númerið heima á Íslandi sem þýðir að ég mun geta hringt í hana að kostnaðarlausu. Þá mun ég geta valið við hvern ég tala þegar ég hringi í breska númerið á Íslandi,“ segir Karl Birgir Björnsson að lokum.

Við Kínamúrinn. Áhugi Karls Birgis á asískri menningu og

viðskipta-háttum leiddi hann í skiptinám til Hong Kong. Meðan

hann var þar nýtti hann tækifærið og ferðaðist víða um Asíu.

En hver var Sæmundur fróði? Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands, var hann goðorðsmaður og prestur í Odda og hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu.

Um menntun Sæmundar eru fáar heimildir. Í Íslendingabók segir að hann hafi komið sunnan frá Frakklandi og tekið vígslu á ofanverðum dögum Ísleifs biskups Gissurarsonar (í annálum segir að þetta hafi verið 1076). Sagnfræðingar hafa sett fyrirvara við þessar upplýsingar og meðal annars hefur verið bent á að landið sunnan við Saxland og ofan við Rín í Þýska-landi hafi verið nefnt Franconia eða Franken á þessum tíma. Hugsanlegt sé að Sæmundur hafi lært þar, fremur en í París eða annars staðar í Frakklandi. Eiginlegur háskóli var ekki til í París á þessum tíma, né annars staðar í Evrópu, svo að Sæmundur hefur ekki stundað nám í háskóla.

Síðar mynduðust hins vegar þjóðsögur af ýmsu tagi um háskólanám Sæmundar. Í munnmælasögum sem skrifaðar voru niður á 17.öld segir að það sé mál manna að Sæmundur fróði hafi numið fjölkynngi eður svartra rúna list utanlands, þar sem almennilega er nafnken-ndur Svartiskóli.

Var hald manna að djöfullinn væri skólameistari þar og hirti hann sál þess nemenda sem síðastur gengi út. Kom það í hlut Sæmundar, en hann var með skikkjuna lausa á öxlunum og greip fjandinn hana, en Sæmundur slapp.

Margir þekkja söguna af því þegar Sæmundur fróði fór heim úr Svartaskóla og lét kölska breyta sér í sel og synda með sig til Íslands.

Þegar þeir Sæmundur, Kálfur og Hálfdán komu úr Svarta-skóla, var Oddinn laus, og báðu þeir þá allir kónginn að veita sér hann. Kóngurinn vissi dável, við hverja hann átti, og segir, að sá þeirra skuli hafa Oddann, sem fljótastur verði að komast þangað. Fer þá Sæmundur undir eins og kallar á kölska og segir ,,Syntu nú með mig til Íslands, og ef þú kemur mér þar á land án þess að væta kjóllafið mitt í sjónum, þá máttu eiga mig.” Kölski gekk að þessu, brá sér í selslíki og fór með Sæmund á bakinu. En á leiðinni var Sæmundur alltaf að lesa í Saltaranum. Voru þeir eftir lítinn tíma komnir undir land á Íslandi. Þá slær Sæmundur Saltaranum í hausinn á selnum, svo hann sökk, en Sæmundur fór í kaf og synti til lands. Með þessi varð kölski af kaupinu; en Sæmundur fékk Oddann.

Heimildir: www.visindavefur.is, www.snerpa.is

Blað Sambands íslenskra námsmanna erlendis, er nefnt Sæmundur eftir ekki ómerkari manni en Sæmundi fróða Sig fússyni ( 1056-1133).

14

ISIC er eina alþjóðlega viðurkennda kortið sem stað-festir skólavist. Kortið hefur fengið viðurkenningu frá stofnunum eins og UNESCO og the European Council on Culture. Einnig eru kortin viðurkennd af menntastofnunum, háskólum, stúdentafélögum, ríkisstjórnum og menntamálaráðuneytum um allan heim. Meira en 4.5 milljón stúdenta frá 120 löndum nýta sér ár hvert ISIC kortið til að fá tilboð á fer-ðalögum, hótelum, smásölu, menningu, íþróttum, viðburðum og fleira, út um allan heim. ISIC er gefið út í gegnum hinar ýmsu dreifileiðir um allan heim. KIL-ROY hefur einkaleyfið á ISIC á Íslandi og selur kortin í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ). Kortið mun einnig veita allskonar afslætti hér á Íslandi. Hægt er að panta kort í gegnum heimasíðu KILROY, www.kilroy.is.

Búsetuskilyrði á Íslandi

Umsækjendur þurfa að uppfylla tiltekin búsetuskilyrði til að eiga rétt á námslánum.

Íslenskir ríkisborgarar:

* Verða að hafa starfað hér á landi í 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft búsetu hér á landi á sama tíma eða; * starfað skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í samanlagt 2 ár á samfelldu 5 ára tímabili fyrir umsóknardag. * Ef viðkomandi hefur ekki stundað vinnu hér þá þarf hann að hafa búið hér í samfellt 5 ár fyrir umsóknardag ef búseta hefur hafist í öðru augnamiði en að stunda nám. * Ef viðkomandi uppfyllir ekki ofangreind skilyrði er stjórn sjóðsins heimilt í sérstökum tilfellum að legg ja sterk tengsl íslensks ríkisborgara við Ísland að jöfnu við framgreind skilyrði. Verður umsækjandi þá að gera grein fyrir sterkum tengslum við Ísland í erindi til sjóðsins. Nánari upplýsingar um efnis slíks erindis, æskileg fylgiskjöl og þau sjónarmið sem stjórn sjóðsins byggir ákvörðun sína á má finna á heimasíðu LÍN.

Erlendir ríkisborgarar:

* Erlendir ríkisborgarar af EES-svæðinu með búsetu hér á landi vegna starfs síns, fjölskyldur þeirra og aðrir sem eru eða hafa verið á þeirra framfæri eiga rétt á námslánum eins og íslenskir námsmenn, þegar samhengi er á milli náms og fyrra starfs hér á landi. * Erlendir ríkisborgarar sem eru giftir íslenskum ríkisborgurum og hafa átt lögheimili á Íslandi að lágmarki í 2 ár af síðustu 5 árum, geta sótt um lán vegna náms á Íslandi eða Norðurlöndunum. * EES-borgarar sem ekki eru farandlaunþegar geta átt rétt á lánum hér eftir samfellda 5 ára búsetu. * Aðrir erlendir ríkisborgarar geta átt rétt á náms lánum ef íslenskir ríkisborgarar njóta sambærilegra réttinda í heimalandi þeirra.

Teljir þú þig eiga rétta á námslánum frá LÍN, sbr. framangreint, verður þú að legg ja fram staðfestar upplýsingar um stöðu þína, til að mynda skattframtöl og skráningu Þjóðskrár á komu þinni til landsins eða önnur sambærileg gögn. Ef umsækjandi er farand-launþegi frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) óskar sjóðurinn eftir því að gert sé grein fyrir samhengi milli náms og fyrra starfs hér á landi.

Margir hafa sent inn fyrirspurnir til SÍNE varðandi nýja búsetureglu hjá LÍN.Á heimasíðunni www.lin.is, má finna eftirfarandi upplýsingar:

16

Í hvaða landi stundar þú nám? Skotlandi

Hvaða nám stundar þú? Arkitektúr

Afhverju valdir þú þetta land/skóla? Skotland er mjög svipað Íslandi á marga vegu og Skotar eru mjög skemmtilegir, ég vildi fá tækifæri til að gera eitthvað nýtt og eitthvað sem ekki margir aðrir hafa gert áður, og ég vildi ekki vera eins og allir aðrir og fara til Danmerkur þó svo að það sé mikið ódýrara. Og hvað skólann varðar er þetta einn besti Arkitekta skólinn í Evrópu.

Segðu okkur aðeins frá skólanum og náminu?Glasgow School of Art er elsti listaháskólinn í Bretlan-di og Arkitekta deildin í skólanum er talin ein sú besta í Evrópu. Skólinn hefur ótrúlega marga möguleika upp á að bjóða, hann er með þrjár megin deildir Architec-ture, Design og Fine Art. Og innan hverrar deildar eru margar deildir.

Hvað hefur komið þér á óvart ?Hvað allir eru almennilegir í þinn garð, ef það er eit-thvað sem þig vantar þá færðu ávallt leiðsögn um leið, til dæmis fyrsta daginn minn hérna viltist ég og ég var búinn að standa á sama staðnum í svona 1mínútu þegar maður kom að mér og spurði hvert ég væri að fara og hvort hann gæti hjálpað.

Mælir þú með námi erlendis?Já tvímælalaust þetta er frábært tækifæri til að komast í burtu frá Íslandi og standa á eigin fótum í nokkur ár og koma svo aftur eftir það.

Stefnir þú á að koma til Íslands eftir útskrift ?Já og ég hyggst búa til mína eigin arkitekta stofu.

Annað sem að þú vilt koma á framfæri?Þó svo að það rigni hér öðru hvoru þá er alltaf eitthvað um að vera hérna í Glasgow, ótrúlega mikið háskóla líf og mikið af tónleikum og leiksýningum. Hæsta bíó í Evrópu með 18 kvikmyndasali, mjög mikið af pub-bum sem eru mjög góðir fyrir veskið, bjór fyrir 1pund sem eru 185 kr. Hérna í Glasgow er einnig mjög stór háskóli sem kennir mjög margt og í honum eru u.þ.b. 300.000 nemendur. Það má því seg ja að Glasgow sé háskólaborg

Andri Ingólfsson SÍNE félagi deilir reynslu sinni af námi erlendis

Vefsíður sem Andri mælir með:

Vefsíða Glasgow School of Art: http://www.gsa.ac.uk/

Bókasafn skólans: http://www.guardian.co.uk/artanddesign/

interactive/2011/sep/09/glasgow-school-art-library-360-interactive-panoramic?intcmp=239

Vefsíða University of Glasgow: http://www.gla.ac.uk/

Tónleikar á næstunni: http://www.gigsinscotland.com/

19

mynd 1: Andri við vinnu í skólanum

mynd 2: Glasgow School of Art

Við fengum að skyggnast inn í hugarheim Halldórs Gíslasonar sem að undanfarna áratugi hefur helgað störf sín hönnun ásamt kennslu hennar og miðlun. Hann er menntaður í arkitektúr í Bretlandi og stofnaði hönnunardeildina við Listaháskóla Íslands og stjórnaði henni í 10 ár.

Listaháskólinn í höfuðborginni Osló í Noregi hefur einnig notið krafta hans og í gegnum þá vinnu hefur hann verið viðriðinn stofnun hönnunardeildar í Listaháskóla í Mósambík. Hann er prófessor í stef-numótandi hönnun og verkefnastjóri í kennsludeild hönnunar í National Academy of Arts í Noregi og Institute Superiore de Artes e Cultura í Maputo í Mósambík.

Í dag starfar hann að mestu í Mapútó í Mósambík ásamt því að vera með annan fótinn í Osló, verkefni hans er að styðja fyrstu æðri menntastofnun í listum og hönnun í landinu og samfélagsleg verkefni, þar sem hann einblínir á nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, hönnun og jafnrétti.Í Listaháskólanum í Osló sér hann m.a. um náms-brautir í hönnun samskipta, tísku, búninga, húsgagna og innanhús hönnun. Sinnir rannsóknarstörfum og kennir námskeið í fjölbreyttum greinum. Samhliða því rekur hann hönnunar og arkitekta stofu.Í gegnum störf sín hefur rauði þráðurinn verið sjálf-bær þróun og hvernig bæta má líf fólks með hönnun. Félagslegar lausnir og jafnrétti eru honum mikilvægir þættir hönnunar.

Verkefni sem að hann hefur komið að eru t.d. sjálf-bær hreinlætisaðstaða sem að hefur hlotið styrk frá góðgerðarsjóði Bill og Melindu Gates. ENZA í S-Afríku en þar eru innfæddum kennt að búa til kredit-kortaveski úr endur vinnanlegum umbúðum sem eru í

umhverfi þeirra, t.d. úr fernum ávaxtasafa. Sólarorku GSM er annað verkefni í þar sem aðilum er kennt að nýta sér sólarorku til að hlaða farsíma sína.

Við lögðum fyrir hann nokkrar spurningar og byr-juðum á því að biðja hann að segja okkur frá reynslu sinni á því að vera námsmaður erlendis.Ég var alltaf með þann draum að verða arkitekt. Fannst þannig kallar ansi kúl held ég (er að meina þegar ég var ca 10 ára) og svo fannst mér alltaf gaman að skálda eit-thvað, smíðaði endalaust kofa og kassabíla.Ég ákvað að fara í nám til Englands því að svotil allir fóru til Norðurlanda og mig langaði að fá aðra reynslu. Ég var líka lélegur í málum og skást var enskan.Að koma í skóla í fagi sem ég elskaði var alg jör up-plifun ég naut hvers dags að skapa, fikta, smíða módel og líka pæla og skemmta mér með álíka liði. Við vorum allt öðru vísi en liðið í tækninámi osfrv. Samskipti okkar voru meira með listadeildinni og við vorum nok-kuð mörg frá öðrum löndum en Englandi. Kennarar voru líka margir erlendir og sá sem hafði mest áhrif á mig var Spánverji með menntun í listaheimspeki en mátti ekki vera í sínu landi vegna Frankos sem hann var pólitískt búinn að vinna gegn.Eftir að ég lauk meistaranámi með sérstefnu á semíólógíu (táknfræði) fór ég til Bologna á Ítalíu og lærði meira í því hjá Umberto Eco. Að lokum kom ég heim og fór í BA í heimspeki þar sem ég var búinn að finna út að grunnurinn þar er mikilvægur fyrir ska-pandi- og uppbyggingarstarf.

Okkur langaði að vita hvað heillaði hann einna mest við alþjóðasamtarf.Það sem heillar mig er þróun og hvernig skapandi fólk getur stutt þjóðfélagsþróun. Nokkuð sem er ekki vel metið, heldur monta stjórnmálamenn sig af verkum sínum.

Þegar ég fór frá Noregi ákvað ég að fara þangað sem hönnun getur breytt aðstæðum fólks sterkt og ekki til landa þar sem hellingur af hönnuðum eru nú þegar að starfa. Því miður að vísu stýrt af hörðum viðskip-tasjónarmiðum. En hönnun snýst um fólk og lausnir á lífinu, ekki að selja rusl á milli heimsálfa.

En að mati Halldórs hver er helsti munur á Listaháskóla á Íslandi, Noregi, Mósambík?Mjög áhugaverð spurning get svarað í tæknilegum þáttum og kanski með menninguna.Það er mjög mikill munur á þessum skólum. Noregur hefur mjög mikil fjárráð sem getur gert kennara og nemendur fjarlæga raunveruleikanum og áhugalaust um starfið. Íslenski skólinn er með mjög lítil fjárráð en með sérstaklega áhugasama nemendur sem basla við það litla sem þau hafa en eru um leið mjög vel að sér um það sem er að gerast á alþjóðavettvangi. Í Mo-zambík er skólinn nú á 3ja ári og frumherjastarf enn ráðandi en einnig eru fjárráð af mjög skornum skam-mti. Sá skóli minnir mig meira á fyrstu árin mín með hönnunardeildina í Reykjavík. Áhugi nemenda mikill en stuðningur lítill. Hinn þátturinn gæti verið að í raun eru þetta ekki svo ólíkir skólar hvað varðar áhuga, fókus og vinnubrögð.

Hönnun er fag sem snertir alla þætti lífsins.Við notum í dag leiðandi stefnumótun sem heitir Triple Bottom Line (Grundvallar Þættirnir Þrír) þar sem mat á hönnun miðar við að allar lausnir í hönnun verða að sinna þessum þremur þáttum: (people, planet, profit) Maðurinn, Jörðin og Hagnaður. Í dag er orðið meira ráðandi að öll hönnun verður að uppylla allar þessar kröfur en ekki bara tvær eins og var oft áður þegar voru gerðar lausnir sem eingöngu stíliseruðu fyr-rverandi lausnir og jafnvel oft til meiri vandræða vegna stæla í hönnun. Hönnun er á þessum grundvelli alfarið alþjóðleg en um leið eru alltaf að aukast ráðandi lókal aðstæður vegna umhverfisástæðna, orkuverðs og það er einnig aukin tíska. Þessi mæliaðferð var sköpuð til að hönnun meti alltaf líka umhverfis og félagslega þætti lausna en ekki eingöngu efnahagslegan ávinning.

En getur þú skilgreint fyrir okkur hönnun í nokkrum orðum?Það sem ég geri alltaf í dag er að nota Þættina Þrjá til að meta góða hönnun. Þá hef ég viðmið þar sem ég get notað við mat mitt. Síðan er afstætt hvað manni finnst fegurð vera eða stíll osfrv. En nú orðið er mikið meira um það að hönnun sem kemur frá hjarta fólks til laus-nar eða skemmtunar er mikið vinsælli en bara stælar.20 21

Viðtal við Halldór Gíslason arkitekt og prófessor í hönnun

Halldór Gíslason í Maputo ásamt innfæddum listamanni.

Ég á margar skilgreiningar á hönnun í fyrirlestrum mínum en einmitt því miður varð ráðandi verkfræðileg stefna um hönnun í upphafi 20. aldar þar sem ráðandi varð að allt fólk sé eins og það væri hægt að gera lausnir sem passa öllum. Þetta varð mjög ráðandi um miðbik síðustu aldar og við erum enn að reyna að hrista það af okkur. Tækniheimurinn og verkfræðin er með tilbúnar lausnir með ,,universal” röksemdir að baki að svona sé besta lausnin fyrir alla. Í dag erum við loks að komast að þeirri niðurstöðu að það sé grundvallar misskilnin-gur og mun meira ráðandi í dag er að við erum öll mismunandi og það þarf að sinna okkur þannig. Við blómstrum ekki sem persónur ef við fáum ekki að vera við sjálf. Þar liggur skilgreining hönnunar fyrir fólk í dag á hvaða sviði sem er: fata, matar, bygginga, leikfanga, íþrótta, myndrænt og svo framvegis. Í dag eru í ensku máli 2500 orðasamsetningar þar sem orðið ,,design” kemur fram sem í raun sýnir að við erum með í öllum fögum og aðgerðum mannsins.

Að lokum báðum við hann um góð ráð handa íslenskum námsmönnum erlendis, einhver lífsspeki sem að hefur reynst honum vel?Að vera Íslendingur hefur reynst mér vel. Ekki að apa eftir lókal aðferðum og hefðum þar sem ég vil heldur fá að vera ég og vinna út frá mínum uppvexti og reynslu. En helst án þess að þurfa að nota það til að monta sig. Við Íslendingar erum soldið sérstök þar sem við erum svo fá og lifum svo einangrað og þá er um að gera að njóta þess.

Það er forvitnilegt að skoða vefsíðu Halldórs og skoða þar hin marg víslegu verkefni sem hann hefur og er að vinna að. Hann er duglegur að setja upplýsingar og myndir um verkefnin sín á netið.

Nokkur verkefni sem Halldór Gíslason hefur komið að:Dig Equality (Hönnun = jafnrétti), verkefni sem að nýlega hlaut styrk úr Hönnunarsjóðinum en verkefnið er unnið í samvinnu við Sóleyju Stefánsdóttur. DIG-Equality (Design Innovation for Gender Equality), sem byggir á þeirri hugsjón að hönnun sé afl til samfé-lagslegra breytinga.

PorthöfnInnrás í Hornafjörð Iceland dialogue (kúrs í LHÍ)Hönnunarnemar heimsóttu þennan áhugaverða bæ, sem hefur upp á svo margt að bjóða bæði menningu og fallega náttúru. Framleiðslan í bænum er fjölbreytileg en ákveðið var að einbeita sér að því sem að fangað er í sjónum og fengu nemarnir að spreyta sig á því fjöl-breytilega hráefni í sköpun sinni.

Sjónræna GrænlandÁfangi sem haldinn var í samstarfi við NAPA, Cirrus, Listaháskólanum í Osló og Listaháskóla Íslands. Þar var áherslan á myndrænt tungumál Inúíta og mennin-garlegrar þróunar í grafískri hönnun. Nemarnir tóku þátt í rannsóknum og námskeiðum í Nuuk. Halldór og Guðmundur Oddur Magnússon prófessorar leiddu námskeiðið.

Áhugaverðar vefsíður þar sem hægt er að kynna sér ná-nar þau verkefni sem Halldór hefur komið að á undan-förnum árum:www.dorigislason.com22

Mynd 1: Veggmynd eftir listanema í Mósambík

Mynd 2: Hönnunarnemar einbeittir á svip.

Utanríkisráðuneytið hefur frá árinu 2002 auglýst árlega eftir almennum starfsnemum í starfsþjálfun. Starfsþjálfunin fer fram á einhverri starfstöð utan-ríkisráðuneytisins erlendis eðaá aðalskrifstofu ráðuneytisins og stendur yfir í um sex mánuði. Markmiðið er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn færi á að kynnast störfum utanríkis-þjónustunnar. Auglýst er tvisvar á ári, að hausti fyrir tímabilið janúar til júní og að vori fyrir tímabilið júlí til desember. Allt að fjórir starfsnemar hafa verið ráðnir hvort tímabil, samtals 8 á ári, og hefur hver þeirra starfað í einni af sendiskrifstofum Íslands erlendis eða á aðalskrifstofu ráðuneytisins. Mismunandi er frá ári til árs hvaða sendiskrifstofur um ræðir.

Menntunarkröfur fyrir starfsþjálfun eru a.m.k. B.A. eða B.S. gráða eða samsvarandi nám. Þá er krafist góðrar kunnáttu í íslensku, ensku og Norðurlandamáli, auk þess sem æskilegt er að viðkomandi hafi vald á

frönsku eða þýsku og eða öðrum tungumálum sem nýst geta á þeim starfsstöðvum sem í boði eru hverju sinni. Leitað er að duglegum og samviskusömum einstaklingum með góða aðlögunarhæfni.

Ráðuneytið býður einnig skv. sérstökum samningum uppá starfsnám í ráðuneytinu fyrir nemendur í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri.

Starfsþjálfun er launað starf, og er upphæð launa miðuð við að duga til framfærslu að mestu leyti. Nánari upplýsingar veitir Anna Ósk Kolbeinsdóttir, mannauðs- og launafulltrúi á mannauðsskrifstofu ráðuneytisins.

Heimild: www.utanrikisraduneyti.is

Sæmundur hafði samband við nokkra starfsnema og fékk að spyrja þá spurninga um þeirra upplifun:

Ég heiti Snorri Matthíasson og er 24 ára gamall stjórnmálafræðingur. Ég er fæddur á Sauðárkrók og bjó líka á Akureyri en flutti til Noregs þegar ég var sjö ára. Ég bjó þar þangað til 2006 þegar ég flutti til Bretlands í nám. Bachelornámið stundaði ég við háskólann í Aberystwyth í Wales, og fór svo áfram í meistaranám við the London School of Economics. Ég lærði alþjóðasamskipti (International Relations) í Aber og alþjóðakenningar við LSE. Ég byrjaði svo í vinnu við Utanríkisráðuneytið í janúar sl. Hvar fer þitt starfsnám fram? Ég er við Utanríkisráðuneytið í Reykjavík, og starfa við alþjóða- og öryggissvið. Í hverju felst starfsnámið? Það er svolítið flókið hjá mér – það mætti í raun seg ja að ég sé aðstoðarmaður embættismanna hérna á sviðinu mínu. Sumir starfsnemar hafa föst verkefni yfir lengri tíma sem þau bera ábyrgð á, en ég sinni fyrst og fremst verkefnum sem koma upp þegar starfsmenn alþjóða- og öryggissviðsins þurfa á aðstoð að halda. Þá kem ég oft fyrst að verkefni áður en það fer áfram upp stigann - jarðýtuvinnan, eins og einn yfirmaður minn kallar það. Það þýðir þó samt ekki að verkefnin eru leiðinleg eða ómerkileg – alls ekki! Sem dæmi má nefna undurbúningur fyrir embættis- og ráðherrafunda, skýrslugerð, samantektir, fyrstu drög að ræðum og formleg samskipti við erlend sendiráð. Allt á milli himins og jarðar á alþjóða- og öryggissviði. Týpískt verkefni hjá mér væri að skrifa skýrslu sem fer til

yfirmanns, sem gerir breytingar og sendir hana áfram á næsta mann og svo verður þetta að lokum samþykkt og sent til ráðherra, ráðuneytisstjóra eða utan-ríkismálanefnd.

Afhverju ákvaðstu að sækja um starfsnámið? Ég hef alltaf haft áhuga á Utanríkisráðuneytinu og vildi hefja starfsferilinn minn hér. Ég fylgdist aðeins með umsóknarferlinu fyrir starfsnámið og sótti svo um þegar ég kláraði meistaranámið. Eitthvað sem hefur komið þér á óvart ? Ég vissi ekki alveg hverju ég átti að búast við þegar ég kom, svo það kom mér ekki mikið á óvart. En ég gæti nefnt hversu frábært mötuneytið er hérna – kokkurinn okkar, Friðrik Sigurðsson er landsliðskokkur og býður upp á glæsilegan hádegismat hvern einasta dag. Það finnst mér vera helsti kosturinn við að vinna hérna, fyrir utan yndislega starsfólkið, að sjálfsögðu...

Góðar ábendingar um þá borg sem að þú dvelur í: t.d. veitngastaðir, vefsíður, ókeypis í borginni (eitthvað skemmtilegt sem má benda á t.d. söfn etc.) Ef þú þekkir starfsmann við Utanríkisráðuneytið hérna í Reykjavík, spurðu þá hann/hana hvort þeir eru til í að bjóða þér í mat í vinnunni á fimmtudögum – þá er sem oftast besti maturinn í boði. ;) 24 25

Í hverju felst starfsnámið? Í starfsnáminu felst í raun allt milli himins og jarðar! Við gerum vikulegt fréttabréf um hvað er í gangi í ESB og umdæmisríkjum sendiráðsins og lesum því afar mikið af fréttum. Við sitjum hina ýmsu fundi og gerum saman-tektir upp úr þeim. Við söfnum saman upplýsingum og gerum yfirlitsskjöl yfir allt mögulegt. Það sem er skemmtilegt við svona starfsnám er að enginn dagur er eins og maður veit aldrei hverju maður á von á og endar þess vegna í mjög fjölbreyttum verkefnum. Afhverju ákvaðstu að sækja um starfsnámið? Sandra: Eins ótrúlega hallærislegt og það hljómar þá sá ég sambærilega auglýsingu í Morgunblaðinu þegar ég var svona 17 ára. Ég hugsaði þá með mér að einn dag-inn ætlaði ég að sækja um þetta starf. Fyrir tilviljun sá ég þessa auglýsingu fyrir ári síðan í sama blaði og ákvað að henda inn umsókn áður en það yrði um seinan. Svo einfalt var það nú, en annars hef ég alla tíð haft lúm-skan áhuga á utanríkismálum og fannst mér þetta því kjörið tækifæri til að fá innsýn í þann heim. Sigrún: Ég er á síðasta árinu mínu í lögfræðinni og var að velta fyrir mér að fara í skiptinám eina önn en sá síðan auglýst starfsnám í utanríkisþjónustunni og ákvað að sækja frekar um það. Ég vissi auðvitað ekkert hvort ég fengi það og hvað þá hvort ég yrði send eit-thvert erlendis en hugsaði með mér að það gæti verið skemmtilegt tækifæri og ef ég yrði svo heppin að vera send erlendis myndi ég slá tvær flugur í einu höggi, búa erlendis og fá starfsreynslu í leiðinni. Mér fannst áhugavert að fá innsýn inn í störf utanríkisþjónustun-nar enda hef ég lagt áherslu á evrópurétt og þjóðarétt í lögfræðinni.

Eitthvað sem hefur komið ykkur á óvart ? Við vissum hvorugar hvað við vorum að fara út í, svo eiginlega kom allt og ekkert á óvart! Það sem kom okkur sérstaklega á óvart voru tækifærin sem við fáum til að sækja áhugaverða fundi, en það er eflaust helsti kosturinn við að koma frá þetta lítilli þjóð!

Góðar ábendingar um þá borg sem þið dveljið í: Borgin er mjög falleg og skemmtileg þegar maður veit hvert maður á að fara. Áður en við komum hingað höfðum við heyrt ansi margar hryllingssögur af Brussel og hvað bæri að varast. Við vorum hins vegar ekki lengi að afskrifa þessar sögur þegar við fórum að kynnast borginni og getum sagt með fullri vissu að það er allt í lagi að taka metró-ið á kvöldin og sunnudögum! Auðvitað þarf alltaf að hafa varann á eins og á við um aðrar borgir, en af okkar reynslu er Brussel ekkert öðruvísi en aðrar stórborgir þegar kemur að þessu. Það sem er skemmtilegt að gera í borginni er m.a. að fara í hverfið í kringum Bourse, gömlu verðbréfahöl-lina, þar er mikið af litlum og sætum búðum, skem-mtileg kaffihús, veitingastaðir og barir. Mælum við eindregið með kaffihúsi sem heitir Coffee company, en þar er að finna bestu cupcakes í bænum. Við mælum einnig sérstaklega með að fara í Sablon á sunnudögum, en það er eini parturinn af borginni sem er opinn á sunnudögum, annars er g jörsamlega allt lokað. Í því hverfi er mikið líf en þar er alltaf haldinn markaður á sunnudögum, þar er einnig að finna mikið af antík og vintage búðum sem er gaman að glugga í. Að öðru leyti er í raun það besta við Brussel hvað það er fljótlegt og auðvelt að komast út úr Brussel, en af lestarstöðvum borgarinnar er hægt að komast hvert sem er í Belgíu og Evrópu. Við höfum verið ansi duglegar að ferðast um Belgíu um helgar. Það er ódýrara að ferðast um helgar heldur en á virkum dögum svo við mælum hiklaust með dagsferðum til Bruges, Gent og Antwerpen fyrir þá sem eru í Brussel! Einnig er afar auðvelt og fljótlegt að fara til Parísar, Amsterdam og London og gaman að skella sér í helgarferð ef færi gefst.

Hinrika Sandra Ingimundardóttir, útskrifaðist með Mag.jur próf frá Lagadeild Háskóla Íslands í október 2011.

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, stundar meistarnám í lögfræði við Lagadeild Háskóla Íslands.

26

Nafn: Elín Sif Kjartansdóttir.Menntun: LL.M í þjóðarétti með áherslu á mannréttindi frá Maastricht University, B.A. í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri og er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri.

Hvar fer þitt starfsnám fram? Starfsnámið fer fram í New York, hjá Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Í hverju felst starfsnámið? Starfsnámið felst í því að taka þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Fastanefndar Íslands. Verkef-nin eru afar fjölbreytt líkt og starfsemi Sameinuðu þjóðanna, en ég hef verið að sitja fundi 6. nefndar sem sér um þjóðréttarmál og ýmsa óformlega fundi hjá 3. nefnd sem sér um félags og mannréttindamál svo eitthvað sé nefnt.

Af hverju ákvaðstu að sækja um starfsnámið? Ég hef lengi haft áhuga á utanríkismálum og þá sérstaklega málefnum sem snúa að mannréttindum og þjóðarétti. Að loknu námi fannst mér það kjörið tækifæri að sækja um starfsnámið og eiga möguleika á að kynnast starfsemi utanríkisþjónustunnar.

Eitthvað sem hefur komið þér á óvart ? Ef eitthvað, þá helst hvað tíminn hefur liðið hratt, en það ætti þó ekki að koma mikið á óvart þar sem það er mjög gaman í vinnunni.

Góðar ábendingar um þá borg sem að þú dvelur í: t.d. veitingastaðir, vefsíður, ókeypis í borginni (eitthvað skemmtilegt sem má benda á t.d. söfn etc.): Það fyrsta sem kemur upp í huga minn eru höfuð-stöðvar Sameinuðu þjóðanna. Það ættu allir sem koma til New York að nota tækifærið og skoða þær. Annar staður sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er High Line Park. Svo er alltaf ókeypis að ganga um

götur New York borgar.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Það munar miklu að vera í Námunni

Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, 16 ára og

eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem sniðin er að þörfum

hvers og eins, betri kjör og fjölbreytt fríðindi.

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa

28

1961: Lög um LÍN samþykkt í fyrsta sinn þann 20. mars. Lán og styrkir, M- og N-lán. Stúdentarvið Háskóla Íslands eiga kost á láni frá og með 3. ári náms, en námsmenn erlendis frá byrjun.1967: Lagabreyting , L-lán. Stúdentar við H.Í. eiga kost á láni frá byrjun náms eins og námsmennerlendis. Endur-greiðslur hefjast 5 árum eftir námslok og greiðast á 15 árum með jöfnumafborgunum. Fyrsti starfsmaðurLÍN ráðinn.1969: Aðrir nemendur á Íslandi en í H.Í. fengu aðgang að LÍN í fyrsta skipti. Það voru nemendur við Kennaraskóla Íslands og Tækniskóla Íslands.1970: Byrjað að afgreiða svokölluð haustlán til námsmanna erlendis, þ.e. hluta lánsins fyrirfram.1971: Haustlán líka afgreidd til námsmanna við H.Í.1972: Lagabreytingar sem trygg ja nemendum enn fleiri skóla á Íslandi aðgang að LÍN. Allir nemar á Íslandi eiga kost á haustúthlutun nema 1. árs nemar.1975: Tölvuskráning lánþega LÍN hefst í upphafi árs.1976: Ný lög um LÍN, V-lán. Lánin eru nú verðtryggð, en vaxtalaus. Afborganir hefjast þremur árum eftir námslok.Afborganir eru tekjutengdar og greitt af þeim í 20 ár.

1982: Ný lög um LÍN, S-lán. Sett í lög að námslán skuli vera 100% af framfærsluþörf námsmanna. Lánin eru nú til 40 ára.1992: Ný lög um LÍN, R-lán. Verðtryggð lán með 1-3% vöxtum. Greitt af lánum þar til þau eru uppgreidd. Áfram tekjutengd afborgun, nú 4,75% af tekjum. Fyrirframgreiðslu framfærslulána er hætt og upphæð lána tengd námsframvindu. Námslán greidd út eftir hverja önn þegar námsárangur hefur borist. Samkomulag gert við banka um að þeir veiti náms-mönnum fyrirgreiðslu meðan beðið er eftir náms-lánum. Hætt er að lána fyrir skólag jöldum erlendis í grunnnámi. Í staðinn er boðið upp á svokölluð markaðskjaralán (lán á almennum bankakjörum) fyrir skólag jöldum. Hámark sett á lán til skólag jalda.1997: Lög sett um Málskotsnefnd LÍN.2002: Í fyrsta sinn hafa makatekjur ekki áhrif á upphæð námsláns hjá námsmanni, nema í þeim tilfellum þegar námsmaður sækir um viðbótarlán vegna maka.2005: Nýr lánaflokkur, G-lán þar sem tekjutengd afborgun lækkar í 3,75% af launum, en í staðinn er líka horft á fjármagnstekjur. Lánþegum með R-lán var gefinn kostur á að sækja um skuldbreytingu. Hætt er að veita markaðskjaralán fyrir skólag jöldum erlendis í grunnnámi.2007: Byrjað er aftur að veita almenn námslán fyrir skólag jöldum erlendis í grunnnámi, þó með árlegum takmörkunum.2009: Breyting á lögum umLÍN. Ábyrgðarmannakerfið er afnumið. Nú þarf ekki lengur ábyrgðarmann fyrir námslánum.

Heimild: Lín31

Ég var framkvæmdastjóri SÍNE í 2 ár, 1982-1984. Baráttumálin voru þau sömu og oftast, lánamálin en einnig það að berjast fyrir tilverurétti SÍNE sem hagsmunasamtaka. Stjórn SÍNE vildi að LÍN innheimti félagsg jöld fyrir SÍNE en sjálfstæðismenn (Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra 1983-85) töldu að ekki ætti að skylda námsmenn til þátttöku í félaga-samtökum og vildu því fella niður þessa innheimtu og gera hana að valmöguleika fyrir þá sem vildu. En aðalverkefni skrifstofunnar sem slíkrar voru eftirfarandi: 1) Sæmundur. Í fyrsta lagi var ákveðið að stofna blað til að koma upplýsingum til námsmanna erlendis. Nafnið var Sæmundur fróði. Þröstur Haraldsson var ráðinn ritstjóri. Sæmundur kom út annan hvern mánuð eða 6 sinnum hvern vetur. 2. Fyrsta verkefni mitt sem framkvæmdastjóra var að koma á fót samræmdri heimilisfangaskrá námsmanna erlendis. Á þeim tíma hafði LÍN ekki heimilisföng námsmannanna sjálfra heldur umboðsmanna þeirra. Ég fékk heimilisföng umboðsmanna hjá LÍN og sendi bréf til allra og náði þannig smátt og smátt að bygg ja upp námsmannaskrá fyrir SÍNE. Markmið SÍNE var að hafa beint samband við námsmenn i gegnum Sæmund. 3. Nám erlendis. Fljótlega rak ég mig á að upplýsingaþjónusta fyrir þá sem höfðu áhuga á að komast í nám erlendis var lítil sem engin. Menntamálaráðuneytið var með námsráðg jafa sem hafði viðtalstíma milli kl 15:00-15:30 aðra hverja viku. Fyrsta tilraun mín til að heimsækja hann gekk ekki því hann var ekki við. Í annarri tilraun tók kurteis og velviljaður maður á móti mér á Hverfisgötu 6 en gat ekki sagt annað en að benda á sendiráð og Fulbright-stofnunina, ásamt því að sýna mér nokkra bæklinga frá einstökum skólum.

Í kjölfarið lagði ég fram þá tillögu við stjórn SÍNE að SÍNE tæki að sér að útbúa leiðbeiningarit fyrir náms-menn. Markmiðið var að hafa á einum stað yfirlit yfir þær upplýsingar sem gætu gagnast námsmönnum. Þetta var samþykkt. Nám erlendis kom út árið 1983,80 síðna rit. Margt var minnistætt. Ef velja á eitt má nefna kvöldin þegar Sæmundur kom út og stjórn og starfsmenn sátu á skrifstofunni á 2. hæð í Félagsstofnun stúdenta og límdu heimilisföng á blöðin. Skrifstofan var væntanlega 15-20 fm og þar sátu 4-5 manns saman og reyktu flestir eftir bestu getu. Ekki hefur þetta verið heilsusamlegt, en engum fannst neitt athugavert við athæfið. Og framkvæmdastjórinn sem ekki reykti sá enga ástæðu til að kvarta. En í minningunni eru bláir Gauloises pakkar og sterk lyktin af þessum upprunalega tyrknesku sígarettum ansi fyrirferðamiklir. 33

Á hvaða tímabili starfaðir þú fyrir SÍNE?Ég byrjaði hjá SÍNE vorið 2000 og hætti eftir annað fæðingarorlofið á tveimur árum, árið 2005. Á þessum tíma átti ég yndislegt samstarf við metnaðarfulla stjór-narmeðlimi og afar vandaða einstaklinga, sem voru tilbúnir að fórna frítíma sínum í hagsmunagæslu fyrir félaga sína erlendis.

Hver voru helstu baráttumálin á þeim tíma? Það sem stendur upp úr í baráttumálum eru auðvitað lánamálin eilífu. Íslenzka krónan styrktist töluvert á þessum tíma og það hafði þau áhrif að námsmenn fengu lægri lán í íslenzkum krónum en lánsloforðið gerði ráð fyrir því erlenda upphæðin var útgangspunktur. Það hafði þau áhrif að námslánin dugðu ekki fyrir yfir-dráttarlánum bankanna. Þetta gat munað töluverðum upphæðum og kom sér afskaplega illa fyrir okkar fólk. Mitt síðasta verk var því að gera samning við SPRON sem kom í veg fyrir þessa miklu gengisáhættu sem námsmenn erlendis þurftu að taka. Ég var mjög ánægð með að ljúka þeim samningi en veit síðan ekki hversu margir nýttu sér þessa leið. Vonandi sem flestir. Eins var ég í forsvari, ásamt Gísla Trygg vasyni, þáverandi framkvæmdastjóra BHM, fyrir vinnuhópi námsmanna og launþega um endurskoðun á endurgreiðslubyrði námslána. Sú nefnd skilaði mjög merkilegri skýrslu sem Þórólfur Matthíasson gerði fyrir okkur, og sýndi fram á ábata ríkisins af lánveitingum vegna náms. Ríkið hagnast, í formi skatttekna, af auknu eða hærra menntunarstigi landsmanna, umfram þann kostnað sem lánveiting hefur í för með sér. Mjög merkilegt og ekki næg janlega vel haldið á lofti. Einhver atvik eða viðburðir sem eru þér minnistæðir ? Þeir gátu verið býsna skrautlegir margir fundirnir sem ég sat á þessum árum og margt sem ég upplifðu í pólitíkinni, sem var bæði einkennilegt og ergilegt – en lærdómsríkt. Sem betur fer standa góðu

stundirnar uppúr í minningaflórunni og sigrarnir sem unnust á þessum tíma. Ég átti góð samskipti við hagsmunaaðila á þessum tíma og lagði mikið upp úr því að vinna á jafnréttisgrundvelli með námsmannah-reyfingunum og stjórnendum og starfsfólki LÍN. Það skildi eftir sig góð vinatengsl og skemmtilegar minnin-gar. Þetta var góður tími.

Fylgist þú með starfi SÍNE enn í dag ? Já, ég les alltaf greinar og fréttatilkynningar sem koma frá félaginu og fór lengi vel reglulega inn á heima-síðuna til að sjá hvað væri á döfinni. Ég er ánægð að sjá hvað kynningarefnið – myndirnar á heimasíðu - sem ég lét gera á sínum tíma lifir vel. Það var virkilega skemm-tilegt PR verkefni og hugmyndavinna sem ég vann með Oddvari ljósmyndara.

Eitthvað að lokum? Haldið áfram baráttunni, verið sýnileg og þjarmið að stjórnvöldum svo hagur félagsmanna, og námsmanna allra, megi verða betri en í gær. Þetta er eilíf barátta, sem aldrei má hætta. Mikilvægt að senda líka súkkulaði

til tengiliða í desember. Mjög mikilvægt!!

Who is the leader?

Change is on the horizon...We find ourselves full of hope,Our hands reaching to the sky waiting for the sun to break through.

Change is on the horizon…We find ourselves waiting,Our hands getting tired and you being less admired.

Change is not here...We find ourselves angry, sad, and scared,Our hands down by our sides, seemingly helpless to act.

Change is everywhere...We find ourselves doing something different every day,Our hands are never idle, when filled with purpose.

Change is coming...We purposefully seek what the world needs,Our hands are those of an activist, a loving friend, a citizenconcerned with the world We live in.

It is you...

Some people like to say that love is not enough…

We argue that it is… Love is powerful. Love is strong.

Love is giving. Love has no boundaries…

Love is all We need.

With love We will lack for nothing… If you are thirsty, you will be given water. If you are hungry, you will be given food. If you are lonely you, will be given company.

The only way love may not be enough is when nobody has enough…

That is not the case with the world today. In fact… a few have way more than they need, while most have less than they deserve.

All We need is love...34 35

Höfundur: Gunnar Örn IngólfssonDoktorsnemi í sálfræðiBall State University

Rannís hefur tekið saman upplýsingar um útskriftir Íslendinga með doktorsgráðu, bæði frá íslenskum og erlendum háskólum. Markmiðið með þessari samantekt er að hafa á takteinum upplýsingar um fjölda eins-taklinga sem útskrifast með doktorsgráðu, námssvið, kyn og útskriftarland. Doktorsmenntun er sérlega góður undirbúningur að kröfuhörðu starfi svo sem við rannsóknir og þróun og er því að mörgu leyti drifkraftur nýsköpunar. Fjöldi doktorsútskrifta er einmitt mælikvarði sem fjölmargar alþjóðastofnanir nota til að meta möguleika landa til að stunda rannsóknir og nýsköpun. Þó menntun þýði ekki endilega sama og færni til að leysa flókin verkefni er hún þó sá þáttur sem vegur hvað þyngst við uppbyggingu á færni. Útskriftir doktorsmenntaðra á Íslandi hafa jafnan verið frá Háskóla Íslands en nýverið hafa einnig komið doktorsútskriftir frá Háskólanum í Reykjavík og Landbúnaðarháskólanum. Fjöldi Íslendinga sem útskrifast með doktorsgráðu frá erlendum háskólum hefur verið nokkuð mismunandi eða allt frá rúmlega 25 til 60 einstaklinga ár hvert. Frá 2007 hefur útskriftum doktorsmenntaðra á Íslandi fjölgað úr 10 manns í tæplega 40 með toppi árið 2010 þegar útskriftir þar voru tæplega 40. Það er áhugavert að skoða fjöldaþróun útskrifaðra doktora bæði frá háskólum á Íslandi og frá erlendumháskólum. Fram til 2007 eru útskriftir á Íslandi nokkuð jafnstór hópur eða í kringum einn tugur. Frá erlendum háskólum er mikil fjölgun árin 2002 og 2003 en þá dregur úr fjölguninni og fækkun verður frá 2003 til 2009 úr rúmlega 60 manns í um 25 manns.

Þorvaldur FinnbjörnssonSviðstjóri Greiningar Rannís

Árið 2008 og 2009 fjölgar útskriftum á Íslandi verulega og fór árið 2009 í fyrsta sinn fram úr útskriftum frá erlendum háskólum. Árið 2010 er fjöldinn mjög svipaður í báðum hópunum. Heildar-fjöldi útskrifaðra doktora á Íslandi og erlendis nær toppi árið 2009 þegar 82 einstaklingar útskrifast með doktorsgráðu. Það dregur aðeins úr fjöldanum árið 2010. Talið er að aukinn fjöldi útskrifta doktora á Íslandi megi meðal annars þakka markmiðum Háskóla Íslands um að komast í hóp 100 bestu háskóla í heiminum. Það er áhugavert að skoða hlutfall allra útskrifaðra doktora frá íslenskum háskólum og útskriftir Íslendinga frá erlendum háskólum af öllum útskrifuðum doktorum á Norðurlöndum. Á tímabilinu frá árinu 2000 til 2010 er þetta hlutfall á bilinu 0,9% til 1,2%. Hlutfallið helst í hendur við fjöldaþróunina í heild fyrir Ísland en fjöldi doktorsútskrifta árið 2010 á öllum Norðurlöndunum var tæplega sjö þúsund. Ef skoðuð er skipting þeirra sem fengið hafa doktors-gráðu á fimm ára tímabili frá 2006 til 2010 eftir fagsviðum og kyni, kemur í ljós að doktorsútskriftir kvenna eru nokkuð fleiri en karla.

Flestar doktorsútskriftir eru á sviði raunvísinda og félagsvísinda. Heilbrigðisvísindi fylg ja þar fast á eftir. Þetta eru einnig þau svið sem þar sem konur eru í meirihluta. Dreifing karla eftir fagsviðum er nokkuð jafnari þó mismunur sé á milli sviða. Það vekur athygli að á sviði verkfræði og tækni og á sviði landbúnaðar eru karlar í meirihluta.

Þess má geta að Rannís hefur lagt áherslu á að afla upplýsinga um sem flesta Íslendinga sem hafa fengið doktorsgráðu fyrr og síðar. Í doktoragrunni Rannís eru um 2.100 nöfn og var fyrsta útskriftin árið 1666 en það var Þórður Þorláksson sem útskrifaðist með doktorsgráðu frá Martin Luther-Universität í Þýska-landi. Samtals 20 doktorsútskriftir fóru fram fyrir árið 1900. Rannís hefur áhuga á að allir nýútskrifaðir doktorar láti vita af sér svo hægt sé að átta sig á umfangi þessa mikilvæga mannauðs.

Heimild: Rannís og Norbal

Útskriftir Íslendinga með doktorsgráðu á Íslandi og í öðrum löndum eftir

kyni og fagsviði á fimm ára tímabili frá 2006 til 2010.

36

39

Alþýðusamband Íslands • Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins • DMM lausnir Faxaflóahafnir • Fjölbrautaskóli Norðurlands • Flugstöð Leifs Eiríkssonar Garðabær • Guðmundur Jónasson • Hallo Norden • Krappi ehf • Litlaland

Margmiðlun Jóhannesar & Sigurjóns • Menntaskólinn á Egilsstöðum Pökkun og Flutningar • Reykjanesbær • Síldar vinnslan

Með kæru þakklæti fyrir stuðninginn

> Ertu að flytja yfir hafið?

Saman náum við árangriwww.samskip.is

Alhliða þjónusta vegna búslóðaflutninga

Á vef Samskipa www.samskip.is má finna gagnlegar upplýsingar um búslóðaflutninga til og frá Íslandi.

Gott er að byrja á að:> Gera sér grein fyrir umfangi búslóðar – þarftu 20 feta gám, heilan 40 feta gám eða nokkur bretti?> Kynna sér hvaða lög gilda um tollafgreiðslu í landinu sem flutt er til> Fá skriflegt verðtilboð og aðrar upplýsingar> Ganga frá nauðsynlegum pappírum> Tryggja búslóðina> Bóka flutning

Þjónustulipurt starfsfólk Samskipa og umboðsmenn um allan heim gera sitt besta svo flutningurinn verði sem þægilegastur.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

39

53

8