15 ára afmælisblað mss

24
Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum í 15 ár

Upload: midstoed-simenntunar-a-sudurnesjum

Post on 15-Mar-2016

273 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Afmælisblað MSS og námskrá vetrarins 2012-2013.

TRANSCRIPT

Page 1: 15 ára afmælisblað MSS

Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum í 15 ár

Page 2: 15 ára afmælisblað MSS

2 www.mss.is 421-7500

September 3. Félagsliðabrú 3. Fagnám leikskólastarfsmanna3. Námstækni3. Markþjálfun4. Grunnmenntaskólinn10. Skrifstofuskólinn 12. Handmálun og spaði15. Svæðisbundið leiðsögunám 17. Gítarnámskeið17. Norska I17. Aftur í nám-nám fyrir lesblinda17. Tölvunámskeið fyrir 50+17. Excel grunnur17. Táknmál 2 framhald24. Skrautskrift fyrir byrjendurStarfstengt nám í fullorðinsfræðslu fatlaðra

Október1. Raunfærnimat í skrifstofugreinum1. Qi gong kínversk hreyfiíþrótt3. Indversk matargerð3. Hættu að reykja8. Skapandi skrif17. Sykurmassagerð22. Rússneskt hekl24. Handmálun og spaði framhald 31. LeðurtöskugerðHljóðsmiðja ( fyrirhugað í október )Kvikmyndasmiðja ( fyrirhugað í október )Umhverfissmiðja ( fyrirhugað í október ) Járn- og trésmiðja ( fyrirhugað í október )Vöruflutningaskólinn ( fyrirhugað í október )

Nóvember5. Skrautskrift framhaldsnámskeið5. Heklaðar jólakúlur og snjókorn14. Skartgripagerð 19. Heklaðar jólaseríurKonfektgerð ( fyrirhugað í nóvember )

Viðburðadagatal haust 2012

Anna Lóa ÓlafsdóttiNáms- og starfsráðgjafiNetfang: [email protected] Sími: 412-5951 / 421-7500

Ásdís Vilborg PálsdóttirSkrifstofustjóriNetfang: [email protected]ími: 421-7500 / 412-5956 Birna Vilborg JakobsdóttirVerkefnastjóri atvinnulífsNetfang: [email protected]ími: 412-5952 / 421-7500 Eydna FossádalÞjónustufulltrúi Netfang: [email protected] Eva Agata AlexdóttirRáðgjafi fyrir Pólverja Netfang: [email protected]ími: 412-5954 / 421-7500 Guðjónína SæmundsdóttirForstöðumaðurNetfang: [email protected]ími: 421-7500 / 412-5957 Hjörleifur Þór HannessonVerkefnastjóriNetfang: [email protected]ími: 412-5953 / 421-7500

Hrönn Auður GestsdóttirÞjónustufulltrúiNetfang: [email protected]ími: 421-7500 / 412-5946

Jenný Þórkatla MagnúsdóttirVerkefnastjóriNetfang: [email protected] Sími: 412-5950 / 421-7500

Jónína MagnúsdóttirNáms- og starfsráðgjafiNetfang: [email protected] Sími: 412-5958 / 421-7500

Kristinn BergssonÞjónustufulltrúiNetfang: [email protected]ími: 421-7500 / 412-5956

Kristinn Þór Jakobsson VerkefnastjóriNetfang: [email protected]ími: 412-5947 / 421-7500

Ragnheiður EyjólfsdóttirVerkefnastjóriNetfang: [email protected] Sími: 412-5967 Sveindís ValdimarsdóttirVerkefnastjóri íslenskunámskeiðaNetfang: [email protected]ími: 412-5955 / 421-7500 Særún Rósa ÁstþórsdóttirVerkefnastjóriNetfang: [email protected]ími: 412-5952 / 421-7500 Unnar SigurðssonVerkefnastjóriNetfang: [email protected]ími: 412-5970 / 421-7500

Anna Lóa Ásdís Birna Eva

Eydna Guðjónína Hjörleifur Hrönn

Jenný Jónína Kristinn B Kristinn J

Ragnheiður Sveindís Særún Rósa Unnar

Page 3: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 3

Mennt er máttur

Í desember nk. eru 15 ár síðan framsýnir menn ákváðu að stíga það skref að stofna Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Það er mikil gæfa að það skref var stigið en starfsemi MSS hefur aukist ár frá ári og svo sannarlega sannað tilverurétt sinn. Framan af jókst starfsemin hægt og rólega en undanfarin ár hefur hún aukist mjög mikið, langt umfram allar spár. Eftir mikinn vöxt á öllum sviðum má segja að árið 2011 hafi verið ár stöðugleikans en heildarstarfsemi MSS var þá mjög svipuð og árið á undan. Margar námsleiðir virðast vera að festa sig í sessi sem og náms- og starfsráðgjöfin. Ásamt því að sinna hefðbundnum verkefnum var árið notað til að efla innra starf MSS t.d. með því að setja upp gæðakerfi og efla kennslufræðina.

Sú breyting hefur orðið undanfarin ár að þeir sem nýta sér þjónustu MSS eru gjarnan að fara í lengra nám. Til MSS leita nú margir nemendur sem hafa ekki stundað nám til margra ára, þeir taka þar sín fyrstu skref og halda síðan áfram og eru nú jafnvel að klára háskólanám.

Það geta allir verið sammála um að menntun er máttur og er það keppikefli hvers bæjarfélags að hækka menntunarstig og stuðla að því að tækifæri séu til staðar til þess. Eitt af markmiðum MSS frá stofnun hefur verið að skapa tækifæri fyrir íbúa svæðisins til að stunda nám í heimabyggð. Í framhaldinu fær samfélagið að njóta vinnukrafta þessa einstaklinga. Það er ánægjulegt að sjá allan þann fjölda sem hefur nýtt sér þetta tækifæri og öðlast aukið sjálfstraust, sem skilar sér bæði í vinnu og einkalífi.

Stjórn MSS og starfsfólk er mjög sátt við þróun miðstöðvarinnar og er þetta afmælisrit vitnisburður um fjölbreytta starfsemi MSS. Við hvetjum íbúa Suðurnesja til að kynna sér starfsemina sem ætti að höfða til margra og bjóðum alla velkomna.

Guðjónína SæmundsdóttirForstöðumaður

Page 4: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 4

Á tímum mikilla breytinga þar sem fólk hefur þurft að endurmeta stöðu sína út frá aðstæðum í samfélaginu hefur náms- og starfsráðgjöf reynst mikilvægur hluti af þeim bjargráðum sem eru til staðar hér á Suðurnesjum. Þeim fjölgar milli ára sem nýta sér náms- og starfsráðgjöf MSS en ráðgjöfin er ókeypis og í boði fyrir alla. Það er mjög mismunandi hvað brennur á fólki sem leitar í ráðgjöfina en má þar nefna:

Ráðgjafar MSS hafa líka boðið þjónustuna innan veggja fyrirtækja og stofnana og þá hafa atvinnurekendur gefið starfsfólki tækifæri til að sækja ráðgjöfina á vinnutíma. Þetta hefur mælst vel fyrir enda átta flestir atvinnurekendur sig á því að góður starfskraftur er sá sem er tilbúinn til að skoða stöðu sína og bæta hana ef þörf þykir á.

Samningur er á milli MSS og Vinnumálastofnunar þar sem ráðgjafar MSS taka á móti atvinnuleitendum að aðstoða þá við að takast á við þetta erfiða hlutskipti sem því miður allt of margir standa frammi fyrir á Suðurnesjum. Mikilvægast í því sambandi er að koma öllum í virkni því allir þurfa að hafa tilgang, vakna hvern dag og hafa eitthvað fyrir stafni. Samvinnan hefur gengið mjög vel og mikilvægt traust komið á milli þessara stofnanna, sem er mikilvægt fyrir notendur þjónustunnar.

Ráðgjafar MSS hvetja alla sem telja sig geta nýtt sér þjónustuna að vera í sambandi en heimsókn þangað gæti verið fyrsta skrefið í átt að breyttu og betra lífi.

Náms- og starfsráðgjöf

Starfsráðgjöf upplýsingar um nám aðstoð við að kanna áhugasvið og hæfni (áhugasviðsgreining)upplýsingar um mögulegar námsleiðir og styrkiaðstoð við að setja markmið og útbúa námsáætlun aðstoð vegna lesblindutækifæri til að setjast niður með hlutlausum aðila og skoða stöðu sína almennt ráðgjöf um persónuleg málefni.

.

Ég kynntist námsráðgjöf hjá MSS í fyrsta skipti fyrir mig sjálfa þegar ég kom í Samvinnu hér í Reykjanesbæ. Ég kom þar inn og vissi í raun ekki hvað ég var að fara að gera. Þá kynntist ég lífsleikni og námstækni. Að vita nokkurn veginn hvar áhugasviðið og hæfileikarnir liggja er betra þegar maður hugar að nýrri lífsstefnu eins og það að setjast á skólabekk, orðin 52 ára gömul. Ég fór í 2-3 viðtöl hjá námsráðgjafa og með hennar leiðsögn jókst sjálfstraustið. Ég veit hvað ég vil og hef getað betur nýtt mér áhugasvið mitt, ekki bara í námi heldur líka í starfi, leik og í lífinu. Jóhanna Sigríður Garðarsdóttir

.

.

.

.

.

.

Page 5: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 5

Raunfærnimat er nokkuð nýtt hugtak á Íslandi sem enn á eftir að festa sig betur í sessi. Í raunfærnimati er verið að leggja mat á þekkingu og kunnáttu sem einstaklingur hefur aflað sér í námi, starfi, félagsstörfum og bara í lífinu sjálfu. Matið er ætlað þeim einstaklingum sem hafa starfað á ákveðnu sviði í nokkurn tíma og vilja annað hvort fá yfirlit yfir þekkingu sína eða ná sér í menntun á ákveðnu sviði. Hentar því bæði þeim sem eru nú þegar á vinnumarkaði sem og atvinnuleitendum. Raunfærnimatið er oft hentugt fyrsta skref í átt að meiri menntun en með matinu geta þátttakendur stytt nám á því sviði sem raunfærnimatið nær til.

MSS hefur í tvígang boðið upp á raunfærnimat í skrifstofugreinum. 14 einstaklingar hafa farið í gegnum raunfærnimatið en þessir einstaklingar hafa fengið á bilinu 12-23 einingar metnar. Flestir þátttakenda hafa notað sér matið til að stytta sér nám og í þessu tilviki á Skrifstofubraut I í Menntaskólanum í Kópavogi.

Elenóra Katrín Árnadóttir, skólaritari í Myllubakkaskóla er einn þeirra einstaklinga sem tók þátt í raunfærnimati í skrifstofugreinum í vor.Mig langaði til að mennta mig meira en vissi ekki hvar ég ætti að byrja og hvort ég væri með nógu góða undirstöðu til þess að hella mér út í nám eftir svo langan tíma. Ég var mjög stressuð til að byrja með en róaðist fljótlega þar sem allir sem að matinu komu voru indælis fólk sem var mjög gott að tala við. Útkoman úr raunfærnimatinu kom mér á óvart, fékk fleiri einingar út úr því en ég hafði látið mig dreyma um. Ég er að hugsa um að skella mér á Skrifstofubrautina hjá MK í haust. Sé það núna að ég er ekkert búin að gleyma öllu sem ég hef lært um ævina og held að ég geti skellt mér útí meira nám án þess að hika. Takk kærlega fyrir mig.

Raunfærnimat NÝTT

MSS mun bjóða upp á tvenns konar raunfærnimat haustið 2012, í skrifstofugreinum og verslunarfagnámi. stefnan er sú að raunfærnimat verði reglulegur þáttur í starfi miðstöðvarinnar.

Page 6: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 6

Menntastoðir eru 55 eininga undirbúningsnám fyrir Háskólabrú Keilis og frumgreinadeildir Bifrastar og H.R. Námið hentar vel fyrir þá sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki og hafa jafnvel ekki stundað nám í nokkurn tíma. Segja má að Menntastoðir séu fyrsta skref að áframhaldandi námi en stór hluti þeirra sem lokið hafa Menntastoðum hafa nú þegar hafið háskólanám. Boðið er uppá þrjár leiðir í Menntastoðum, staðnám, dreifinám og fjarnám. Með því að bjóða kennslu með fjarnámssniði er komið til móts við þá sem eru í vinnu eða hafa af einhverjum ástæðum ekki tök á að stunda nám með fullri viðveru. Þá er allt efni aðgengilegt á netinu en notast er við kennslukerfið Moodle í öllum leiðum Menntastoða. Með upptökum og gagnvirku efni má koma betur til móts við nemendur. Til dæmis hefur það gagnast einstaklingum með námsörðugleika mjög vel að geta skoðað upptökur oftar en einu sinni og að kennslustundir og efni sé aðgengilegt hvenær sem er. Mikið er lagt upp úr sjálfstyrkingu nemenda í Menntastoðum og þeir sem hafa lokið náminu nefna langflestir að þeir hafi mun meiri trú á sjálfum sér. Í þessu undirbúningsnámi miðast kennsla og verkefni við það að þjálfa nemendur undir það sem koma skal. Kennsluaðferðir miða að þörfum fullorðinna og mikill metnaður er lagður í það að nemendur nái markmiðum sínum í náminu.

Menntastoðir

Við bjóðum Námsvild

Við bjóðumgóða þjónustu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við léttum þér lífið á meðan þú sinnir náminu.

· 150 fríar færslur á ári (engin færslugjöld fyrir yngri en 18 ára)· Hagstæðari yfirdráttarvextir· Náms- og bókakaupastyrkir· Margvísleg önnur sérkjör, þjónusta og fríðindi með Stúdentakortinu

Skannaðu kóðann til að ná í appið og hafðu bankann með þér hvar sem er.

Page 7: 15 ára afmælisblað MSS

7 www.mss.is 421-7500

Árið 2008 missti ég vinnuna og fór á atvinnuleysisbætur. Mér stóð til boða að fara í undirbúningsnám til þess að komast í áframhaldandi nám, sem hafði verið draumur minn í mörg ár. Menntastoðir er nám sem hentaði mér til þess að komast áfram í nám hjá Keili. Í Menntastoðum opnaðist nýr heimur fyrir mér, heimur sem kom mér í opna skjöldu. Þar komst ég að því að ég get lært stærðfræði, dönsku og íslensku. Hópurinn sem ég lærði með var einstakur og hvöttum við hvort annað þegar halla tók. Ég kláraði 50 eininga nám með glans og hélt svo náminu áfram í fjarnámi hjá Keili. Í dag er ég að hefja mitt annað ár í kennslufræði hjá Háskólanum á Akureyri.Hjá Menntastoðum öðlaðist ég trú á því að ég gæti lært og fór full sjálfstrausts í áframhaldandi nám. Starfsfólkið og kennararnir stóðu við bakið á mér í gegnum námið og get ég aldrei fullþakkað því frábæra fólki sem starfar við Menntastoðir. Ég held enn þann dag í dag sambandi við vinina sem ég eignaðist í náminu.Ég mæli hiklaust með Menntastoðum fyrir fólk sem vantar einingar upp á til þess að geta farið í áframhaldandi nám. Takk fyrir mig.Una Kristín ÁrnadóttirNemandi hjá HA í kennarafræðum

Ég varð ung mamma, 17 ára gömul kom fyrsti erfinginn og þar af leiðandi fór ég ekki í framhaldsskóla. Í dag er ég 46 ára gömul skólastelpa. Núna eru mín börn orðin fullorðin og ég ákvað að drífa mig af stað og hugsaði að ég hefði aldrei getað farið í fjölbraut í 4 ár komin á þennan aldur. Ég náði mér í 50 einingar hjá MSS í Menntastoðum. Menntastoðir hjá MSS er snilldarlausn fyrir einstaklinga á mínum aldri. Frábært námsumhverfi og snilldar kennarar sem og annað starfsfólk sem vill allt fyrir okkur gera. Eins er aðstaðan sem MSS býður upp á framúrskarandi. Það sem kom mér mest á óvart hversu fljótt ég komst uppá lagið við að læra eftir 28 ára hlé. Ég gat svo sannarlega gert þetta. Sjálfstraustið jókst jafn og þétt og ég fór að því loknu í áframhald í Keili og kláraði stúdentinn þar.Í dag stunda ég fjarnám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og hef aðstöðu hjá MSS, sem sagt komin heim aftur. Menntastoðir er nám sem hentar öllum og ég get hiklaust mælt með því, bæði fyrir fólk eins og mig sem er ekki með neinar einingar úr framhaldsskóla og þá sem eru með gamlar einingar og tilbúnir í smá upprifjun. Þá er gott að skrá sig í Menntastoðir og hressa upp á minnið, sérstaklega ef fólk stefnir á framhaldsnám hjá Keili eða öðrum menntastofnunum. Vil ég þakka kærlega fyrir mig og alla þá hjálp sem ég fékk hjá MSS.Gerður Sigurðardóttir (mamma, amma og nemi )

Óskar Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum til hamingju með afmælið

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Page 8: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 8

Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki.Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Heimir Snær Sigurðsson sat Grunnmenntaskólann á haustönn 2010 og hefur síðan verið á fullri ferð í námi. Strax eftir útskrift úr Grunnmenntaskólanum sótti Heimir Snær um í Menntastoðum MSS og útskrifaðist þaðan vorið 2011. Núna stundar hann nám í Háskólabrú Keilis. En hvað varð til að þú settist í Grunnmenntaskóla MSS? „Ég var atvinnulaus og var boðið það af vinnumálastofnun að setjast frekar í skóla en að hanga heima á atvinnuleysisbótum.“ Aðspurður um hvað námið í Grunnmenntaskólanum hefði gefið honum sagði Heimir Snær „Það var farið rólega af stað og við lærðum að læra. Í Menntastoðum var keyrslan meiri og núna í Háskólabrúnni er enn meiri hraði. Námstæknin og íslenskan í Grunnmenntaskólanum er það sem skildi mest eftir. Svo voru góðir kennarar í Grunnmenntaskólanum.

Ég fór strax í Menntastoðir og þar nýttist námið í Grunnmenntaskólann mjög vel. Námstæknin sem við lærðum þar nýttist mjög vel og hefur komið sér vel í náminu hér í Háskólabrú Keilis. Maður sá það þar að fólk sem fór ekki í Grunnmenntaskólann átti erfitt í fyrstu með námið í Menntastoðum og síðan voru þeir sem höfðu ekki tekið Menntastoðir í smá basli í fyrstu í Háskólabrúnni“.

Heimir stefnir á að stunda nám í Mekatrónískri tæknifræði hjá Keili/Háskóla Íslands eftir að Háskólabrúnni lýkur í sumar. Eftir tæknifræðinámið er líklegt að stefnan verði sett á Noreg eða Austurríki í meistaranám.

Viltu styrkja stöðu þínaá vinnumarkaði?

Hröð tækniþróun í atvinnulífinu, vaxandi samkeppni og alþjóðavæðing eru þess

valdandi að sífellt eru gerðar meiri kröfur til hæfni okkar, þekkingar og menntunar.

Þessi þróun hefur haft í för með sér breytingar á viðhorfi okkar – fólk á öllum aldri

og í margvíslegum störfum leitar sér nú í auknum mæli fræðslu og menntunar.

Áður var menntun bundin við ákveðinn aldur, en í dag er litið á menntun sem

ævilangt ferli. Við gerð síðustu kjarasamninga var samþykkt að efla starfsmenntun,

m.a. með því að leggja til aukna fjármuni og setja á laggirnar sérstakan

starfsmenntasjóð.

Allir félagsmenn VS geta sótt um starfsmenntastyrk/styrk til sjóðsins

Endurmenntun er ein forsenda þess að þú getir styrkt

stöðu þína á vinnumarka

Grunnmenntaskólinn Tilgangur skólans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið byggir á frammistöðu og ábyrgð einstaklings en einnig samvinnu og samábyrgð allra sem koma við sögu þess.Námsmenn fá tækifæri til að spreyta sig á margvíslegan hátt. Verkefnavinna, atvikakönnun, verklegar æfingar upp á eigin spýtur eða í hópi, rökræður, umræður og sjálfsmat eru dæmi um aðferðir sem beitt er til að námsmenn finni námstækni og námshraða við sitt hæfi.

Page 9: 15 ára afmælisblað MSS

9 www.mss.is 421-7500

Grunnmenntaskólinn er skóli fyrir fullorðið fólk sem hefur ekki setið á skólabekk í langan tíma. Námsefnið sem kennt er við grunnmenntaskólann er upprifjun á því sem maður hefur lært áður í skóla. Auk þess er lögð áhersla á námstækni og að auka sjálfstraust. Ég mæli með þessu námi fyrir alla þá sem vilja fjárfesta í sjálfum sér. Námið í Grunnmenntaskólanum hefur veitt mér traust sem hjálpaði mér við að finna vinnu. Maciej Ziomek.

Grunnmenntaskóli jest skierowana dla dorosłych którzy dawno się nie uczyli, przedmioty są tak dobrane żeby przypomnieć podstawy. Oprócz tego spory nacisk jest położony na techniki uczenia się oraz zwiększenie pewności siebie.Polecam ją wszystkim którzy chcą inwestować w siebie. Mnie ta szkoła dodała pewności siebie która to pewność pomogła mi w znalezieniu pracy.Maciej Ziomek.

Grunnmenntaskólinn hjá MSS er frábær skóli fyrir fólk sem sér framtíðina fyrir sér á Íslandi. Það að nota tungumálið í náminu og vera stöðugt í íslensku málumhverfi daglega er ómetanleg hjálp til að brjóta hindranir og flýta verulega fyrir því að ná tökum á námsefninu. Grunnmenntaskólinn styrkti mitt sjálfstraust og ávinningurinn er gríðarlegur fyrir mig. Ég ákvað að halda áfram í námi hjá MSS og skráði mig í Menntastoðir. Aneta Scislowicz.

Grunnmenntaskoli przy MSS jest rewelacyjna szkola dla osob, ktore wiaza swoja blizsza czy dalsza przyszlosc z Islandia. Codzienny i bezposredni kontakt z jezykiem jest nieoceniona pomoca w przelamaniu bariery jezykowej i znaczaco przyspiesza nauke. Grunnmenntaskoli wzmocnila moja wiare w siebie, a korzysci sa dla mnie tak ogromne, ze postanowilam kontynuowac nauke w Menntastoðir. Aneta Scislowicz

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

• j

l.is

sÍa

Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn,

16 ára og eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem

sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og

fjölbreytt fríðindi.

Það munar miklu að vera í Námunni

Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is,í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 10: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 10

Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra og vill auka færni sína til að takast á við almenn skrifstofustörf. Námsaðferðir eru byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. Námið er skipulagt þannig að það hentar að stunda það meðfram starfi. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Hagnýtar greinar sem kenndar eru í námsleiðinni eru m.a.:Tölvu- og upplýsingaleikni þar sem megin áhersla er lögð á notkun ritvinnslu, töflureiknis, netsins og tölvupósts.Verslunarreikningur og bókhald, þar er færni námsmanna í almennum reikningi og prósentu reikningi aukin, sem og farið í undirstöðuatriði bókhalds.

Í áfanganum Þjónusta og símsvörum er farið í mikilvægi þess að þekkja tengslin á milli samskipta, þjónustu og sjálfstrausts. Námsmenn verði betur í stakk búnir til þess að tala við erfiða viðskiptavini og að taka á móti kvörtunum. Í Ensku er talmál þjálfað og áhersla lögð á að auka hagnýtan orðaforða í verslunarensku.

Ásta Hjörleifsdóttir sótti Skrifstofuskólann hjá MSS vorið 2011. Ásta hafði verið á atvinnuleysisskrá lengi og námið í Skrifstofuskólanum höfðaði til hennar, því ákvað hún að nota tækifærið. Eftir námið hjá MSS tók hún Skrifstofubraut 1 í fjarnámi Menntaskóla Kópavogs. Aðspurð um hvað námið í Skrifstofuskólanum hefði gert fyrir hana svaraði Ásta „Sú þekking sem ég fékk í Skrifstofuskólanum gerði mikið gagn, það efldi t.d. sjálfstraustið eftir að hafa loksins sest á skólabekk eftir 25 ár“. En hvert stefnir Ásta í framtíðinni?. „Stefnan er tekin á að klára námið Viðurkenndur bókari hjá Opna Háskólanum“ sagði Ásta, áður en hún rauk til starfa í Húsamiðjunni.

Skrifstofuskólinn

Page 11: 15 ára afmælisblað MSS

11 www.mss.is 421-7500

Elísa Rún Ólafsdóttir skráði sig í Aftur í nám námskeiðið vorið 2011. Henni fannst gott að sjá og finna að hún var ekki ein að glíma við námserfiðleika . Eftir að hafa setið námskeiðið segist Elísa Rún mun öruggari við að lesa og skilja. Hún hefur farið á námskeið tengd starfi sínu. „Ég næ að einbeita mer betur í að hlusta og skilja og sjá hlutina fyrir mér myndrænt, sem virkar vel fyrir mig“ segir Elísa Rún. Um framhaldið segir Elísa að tækifæri til að mennta sig sé núna, „ Ég er núna að búa mig undir móðurhlutverkið en stefni á frekara nám í þroskaþjálfun eða sálfræði.“

Námskeiðið er alls 95 kennslustundir, þar af 40 í einkatímum. Aftur í nám er ætlað einstaklingum sem eru lesblindir, tölublindir eða eiga við námsörðugleika að etja. Stuðst er við Ron Davis aðferðina í lesblinduleiðréttingu. Einnig verður farið í sjálfsstyrkingu, íslensku, tölvur og að lokum fá allir þátttakendur tíma hjá náms- og starfsráðgjafa. Námið hentar vel þeim sem hafa hætt snemma í námi og eða þeim sem vilja auka við sitt nám. Sem dæmi um skipulag og framkvæmd má nefna að „Aftur í nám” hefur verið kennt í hópatímum tvisvar í viku, fjórar kennslustundir í senn. Einstaklingstímar eru um 8 kennslustundir á dag, samfellt í fimm daga Aftur í nám hjá MSS fer af stað núna í haust um leið og næg þátttaka næst.

Aftur í nám-Lesblinda

Er maki þinn lesblindur? Áttu fullorðin lesblind börn? Eru fullorðin systkini þín lesblind? Eru fullorðnir vinir þínir lesblindir? Margir lesblindir einstaklingar hafa látið lesblinduna stöðva sig í að láta drauma sína rætast. Þeir þrá að læra meira, en koma sér ekki af stað, m.a. vegna minninga um erfiðleika í skóla. Þú getur skipt sköpum í lífi þeirra með því að benda þeim á námskeiðið Aftur í nám, sem haldið er á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Page 12: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 12

Námið hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu s.s. á hótelum, bílaleigum, veitinga-stöðum, verslunum, bensínstöðvum og við ýmiskonar afþreyingu. Í náminu verður m.a. farið í þjónustu, staðarþekkingu, tungumál, tölvur og upplýsingatækni, umhverfi og ferðaþjónustu auk sjálfseflingar. Námið er 160 stundir að lengd og er kennt í litlum hópum. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að framhaldsskólar geti metið námið til eininga. Þátttakendur fara í starfsþjálfun í fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu.Viðfangsefni eða „vara“ ferðaþjónustu er að miklu leyti óáþreifanleg og tengist mjög upplifun ferðamanna af landi og þjóð. Framleiðsla og afhending vöru í ferðaþjónustu fer venjulega fram á sama tíma. Af þessum ástæðum skiptir samskiptaleikni mjög miklu máli enda hafa samskipti við starfsfólk ferðaþjónustunnar umtalsverð áhrif á heildarupplifun ferðamannsins.

Guðrún Björk sat námskeiðið Færni í Ferðaþjónustu hjá MSS haustið 2011. Hún lýsir aðdragandanum að því að hún sótti námskeiðið; „ég bý á Suðurnesjum, hef unnið í ferðaþjónustunni og hef mikinn áhuga á svæðinu.“ Eftir námið í Færni í ferðaþjónustu settist Guðrún í Flugakademíu Keilis í flugfreyjunám sem snýst um miklu meira en flugliða, þar nýttist námið vel þar sem hún þurfti að kynna svæðið út frá markaðssetningu á því. Guðrún vinnur hjá Icelandair í Leifsstöð við aðstoð við erlenda ferðamenn þar sem hún nýtir alla sína þekkingu til að miðla ferðaupplýsingum um Ísland og Suðurnesin sérstaklega til ferðamanna frá Bandaríkjunum.

Í námskeiðinu Færni í ferðaþjónustu fóru þátttakendur í dagsferð um Suðurnesin, með leið-sögumanni. fegnum þau allt aðra sýn á Suðurnesin. Í ferðinni var farið yfir jarðfræði og gróður á Suðurnesjum. „Í raun er Suðurnesin falin náttúruperla“, segir Guðrún Björg. Guðrún stefnir á Háskólanám í ferðamálafræðum. „Draumurinn er að gera eitthvað fyrir ferðaþjónustu á Suðurnesjum.“

Færni í ferðaþjónustu

„Í raun er Suðurnesin falin náttúruperla“

Page 13: 15 ára afmælisblað MSS

13 www.mss.is 421-7500

Í vetur verður boðið upp á nám í svæðisleiðsögn um Reykjanes. Námið var síðast kennt hjá MSS árið 2005 og útskrifaðist þá flottur hópur sem hefur nýtt þekkingu sína úr náminu á ýmsa vegu enda opnar námið marga möguleika tengda leiðsögu og ferðamennsku. Námið er unnið í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi og fæst hluti námsins metinn til hefðbundins leiðsögunáms svo þeir sem vilja geta síðar farið í Leiðsöguskólann og öðlast fullgild leiðsöguréttindi.Námið samanstendur af kennslustundum, fyrirlestrum og vettvangs- og æfingaferðum.

Megináhersla er lögð á náttúru, menningu og sögu Reykjanesskagans og nágrennis, auk þess sem áhersla er lögð á leiðsögutækni og hagnýta þjálfun fyrir starfið í vettvangsferðum. Námið er áhugavert fyrir þá sem hafa vilja starfa sem leiðsögumenn á Reykjanesi og nágrenni, það nýtist einnig vel þeim sem starfa nú þegar í greininni, m.a. starfsfólki ferðaskrifstofa, upplýsingamiðstöðva, hópferðafyrirtækja, gestamóttöku hótela o.s.frv.

Svæðisbundið leiðsögunám

Svæðisbundið leiðsögunám hefur verið kennt víða um land. Námið hefur farið tvisvar af stað á Suðurnesjum en síðast útskrifuðust leiðsögumenn fyrir Reykjanessvæðið árið 2005. Rannveig Garðarsdóttir var ein af þeim. Rannveig hefur nýtt sér námið mikið og hefur m.a. staðið fyrir gönguferðum á sumrin. Rannveig segir að námið hafi kennt sér margt m.a. að verða öruggari að tala fyrir framan fólk, að tala í míkrafón, hvernig eigi að muna efni utan að og að skipuleggja og tímasetja ferðir. En mesti fróðleikur var allt sem hún lærði um svæðið en Reykjanesið býr yfir gríðarlegri náttúrufegurð og sögu sem hún hefur verið óþreytandi að upplýsa ferðamenn og íbúa Suðurnesja um.

Page 14: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 14

„Ég kaus að velja kvikmyndasmiðjuna því mig langaði til að prufa eitthvað nýtt og spennandi og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Fyrir námskeiðið hafði ég ekki komið nálægt neinu verkefni sem tengdist kvikmyndagerð á nokkurn hátt. Það tók smá tíma að komast af stað og kynnast nýju fólki eins og gengur og gerist. Við vorum með frábæran kennara sem kenndi okkur á alla helstu eiginleika tökuvélanna, allt sem skildi hafa í huga við tökur á myndefni og að lokum var okkur kennt að klippa myndefnið. Námskeiðið kveikti mikinn áhuga á hugsanlegu framhaldsnámi í kvikmyndagerð, eitthvað sem mig hefði aldrei grunað! Þetta var vægast sagt með því skemmtilegasta sem ég hef gert, kennarinn, starfsfólk MSS og fólkið sem ég kynntist og vann lokaverkefnið með. Við höfum haldið hópinn og erum með verkefni í huga sem okkur langar til að fara í við tækifæri.”

,,Frábær tími sem ég myndi vilja endurupplifa hvenær sem er!“

Þjónusta MSS við atvinnulífið hefur verið tvíþætt í gegnum tíðina. Annars vegar hefur MSS sérhæft sig í þarfagreiningum fyrir fyrirtæki, þar sem gerð er úttekt á fræðsluþörf fyrirtækisins og hvaða námskeið koma helst til greina. Með þarfagreiningu er jafnframt hægt að sérsníða námskeið fyrir fyrirtæki og hefur MSS á að skipa öflugum hóp leiðbeinenda sem hægt er að leita til með sértæk námskeið. Dæmi um sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki eru tölvu-, sölu- og hópeflisnámskeið. Segja má að með þarfagreiningu séu fyrirtækin að fá fræðslustjóra að láni frá MSS, því niðurstaða þarfagreiningar er ítarleg skýrsla um núverandi stöðu í fræðslumálum fyrirtækisins og hvaða leiðir bjóðast í framhaldinu.

Hins vegar hefur MSS boðið upp á breitt úrval tilbúinna námskeiða frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem eru sérstaklega sniðin að þörfum fyrirtækja. Um er að ræða námskeið sem eru um og yfir 300 kennslustundir og eru unnin í nánu samstarfi við fyrirtækin sjálf. Má þar helst nefna Vöruflutningaskólann, Svæðisbundið leiðsögunám og Færni í ferðaþjónustu. MSS hefur einnig séð um umsóknir fyrir fyrirtæki í starfsmenntasjóði sem hefur veitt fyrirtækjunum umtalsverðar endurgreiðslur af námskeiðagjaldi og gert þeim kleift að vera með öfluga sí- og endurmenntunarstefnu.

Ísak Örn Þórðarson nemandi í kvikmyndasmiðju MSS og Stúdíó List:

ATVINNULÍFIÐ

Fræðsluáætlanir og nám fyrir fyrirtæki

Page 15: 15 ára afmælisblað MSS

15 www.mss.is 421-7500

Öflug sí- og endurmenntunarstefna IGS Samstarf IGS og MSS hófst árið 2002, fram að þeim tíma hafði IGS séð um að skipuleggja öll sín námskeið sjálf.Mikið er af skyldunámskeiðum sem tengjast starfinu beint auk ýmissa námskeiða sem efla starfsmenn bæði í starfi og auka persónulega færni.Áður fyrr fór mikill tími og vinna í að leita af ráðgjafafyrirtækjum sem gætu haldið hin ýmsu námskeið fyrir okkur, stundum gekk það upp en stundum ekki.Á þessum árum varð mikil vakning um mikilvægi starfsmenntunar fyrir almenna starfsmenn, aukin hæfni og starfstengd menntun starfsmanna væri nauðsynlegur þáttur í aukinni framleiðni og bættri samkeppnisstöðu. Síðast en ekki síst að gefa starfsmönnum kost á að efla og endurnýja þekkingu sína og gera þá hæfari til að takast á við ný og breytt verkefni í umhverfi sem er sífellt að verða kröfuharðara.Eins og fram kom hér að ofan þá hófst samstarf MSS og IGS árið 2002. Byrjaði rólega en hefur á síðustu árum farið vaxandi og er mjög öflugt í dag.

Hvernig erum við hjá IGS að nýta okkur þá frábæru þjónustu sem MSS veitir bæði fyrirtækjum og einstaklingum? Það má segja að sú þjónusta sé tvíþætt.a) MSS sér um að finna þá aðila sem geta haldið þau námskeið sem við köllum eftir.b) MSS hefur séð algjörlega um að sækja um styrki til námskeiðahalds. Það má segja að það hafi verið mikið gæfuspor þegar IGS fór í samstarf við MSS. Það hefur létt okkur vinnuna og gert námskeiðin fjölbreyttari og fagmannlegri á allan hátt. Það er alveg ljóst að IGS mun aðeins efla þetta ágæta samstarf við MSS í framtíðinni. Við hjá IGS höfum mjög góða reynslu af samstarfinu við MSS sem býður upp á fagmennsku, persónuleg samskipti og trúnað. Svala Guðjónsdóttirforstöðumaður starfsmannasviðs IGS

HS Orka hfhsorka.is

HS Veitur hfhsveitur.is

Höldum áframá vit

þekkingar

meðmenntun

rannsóknumog þróun

ÓskumMSS til

hamingju

“Hið eina sanna markmið menntunar er að gera manninn hæfan til að halda endalaust áfram að spyrja spurninga”.

- Mandell Creighton

Page 16: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 16

Haustönn

Leiðtogafærni og forysta er fjögra tíma fyrirlestur um helstu strauma og stefnur í

leiðtogafræðum og forystu. Síðdegisnámskeið.

Samningatækni. Í þessu námskeiði er farið yfir undirstöðuatriði í samningatækni. Færni í

samningatækni hjálpar fólki til að ná hámarksárangri bæði í starfi sem og einkalífi. Námskeiðið er í fyrirlestarformi með verklegum æfingum. Námskeiðið stendur yfir tvisvar sinnum fjórar klukkustundir. Morgunnámskeið.

Námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum leitast sífellt við að mæta endurmenntunarþörfum stjórnenda og fyrirtækja á Suðurnesjum. MSS mun núna á haust- og vorönn bjóða uppá frábær námskeið sem ætluð eru stjórnendum fyrirtækja og stofnana á Suðurnesjum. Námskeiðin verða ýmist haldin á morgnana frá kl 8:30 til 10:30/12:30 eða síðdegis frá kl 15:00 til 17:00/19:00

Kynningar. Hvernig best er að setja upp kynningar og glærusýningar í PowerPoint. Þetta verða þrjú

skipti tvær klukkustundir í senn. Þar sem verður farið í hvað einkennir góðar kynningar og helstu kosti PowerPoint. Á námskeiðinu verða kynnt önnur glæruforrit. Morgunnámskeið.

Vorönn 2013

Excel föll og fjármál. Þrisvar sinnum tvær klukkustundir þar sem farið er yfir helstu atriði

í notkun Excel við stjórnun fjármála í fyrirtækjum. Farið verður yfir fjármálaföll, veltitöflur (pivot table) og kynnt verður stjórnborð (Dashboard) fyrir Excel. Síðdegisnámskeið.

Stjórnun í erfiðum starfsmannamálum. Tvisvar fjögurra klukkustunda námskeið þar sem farið

er yfir nokkur stjórnunarleg verkefni sem flestir stjórnendur veigra sér við að taka á. Eins og að ræða ófullnægjandi frammistöðu við starfsmenn og að færa slæm tíðindi eins og þegar starfsmaður fær ekki stöðuhækkun eða er sagt upp störfum. Námskeiðið hentar þeim sem vilja auka færni sína í að ræða viðkvæm frammistöðumál og læra að færa slæm tíðindi á uppbyggilegan hátt. Morgunnámskeið.

Þjónusta. Þjónustu er ekki hægt að aðskilja frá stjórnun, samstarfi og starfsanda á vinnustað.

Góð þjónusta er endapunkturinn á skilvirku ferli. Skýr tengsl eru á milli starfsánægju og vilja til að veita góða þjónustu. Uppbyggilegt andrúmloft milli starfsmanna er forsenda þess að menn vilji veita framúrskarandi þjónustu. Starfsánægja byggir á því hvernig samstarfsfólk umgengst hvert annað. Nánar um námskeiðsgjöld og dagsetningar verður hægt að finna á www.mss.is

Page 17: 15 ára afmælisblað MSS

17 www.mss.is 421-7500

SMIÐJUR

MSS hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á að eiga í góðu samstarfi við fyrirtæki á Suðurnesjum. Fyrst og fremst hefur samstarfið verið í formi námskeiðahalds fyrir fyrirtæki og hefur það samstarf aukist í gegnum tíðina. Nú þegar eru nokkur fyrirtæki á Suðurnesjum þátttakendur í verkefni með MSS sem kallast Smiðjur.Í smiðju er áhersla lögð á nám til að skipuleggja, undirbúa, vinna og skila verki sem er starf eða hluti starfs á vinnumarkaði. Smiðjurnar sem MSS hefur kennt frá vorönn 2011 eru byggðar á því að veita þátttakendum innsýn inn í hinar ýmsu starfsgreinar með því að leyfa þeim að vinna raunverkefni í samstarfi við fyrirtæki í greinunum.

Nokkrar smiðjur hafa verið unnar áfram sem undirbúningur fyrir framhaldsnám og eru byggðar upp til að veita þátttakandanum grunnundirstöður í áframhaldandi nám. Má þar nefna Umhverfissmiðju sem er unnin í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands sem nám sem metið er inn í Garðyrkjuskóla ríkisins. Hljóðsmiðju sem unnin er í samstarfi við Tækniskólann sem undirbúningur fyrir Hljóðmannsnám Tækniskólans og Kvikmyndasmiðjan er unnin sem undirbúningsnám fyrir áframhaldandi nám í Kvikmyndaskóla Íslands.

Hljóðsmiðja í samstarfi við Geimstein og Studíó Sýrland.Járn- og trésmiðja í samstarfi við Atafl.Kvikmyndasmiðja í samstarfi við Studíó List.Matarsmiðja í samstarfi við Skólamat.Umhverfissmiðja í samstarfi við Lauftækni.Smiðja í grafískri hönnun.

Smiðjurnar sem MSS hefur boðið upp á eru eftirtaldar:

Page 18: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 18

Styrkur þinn til náms

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.sveitamennt.is • [email protected]

Sveitamennt styrkir starfsmenntun innan sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna

Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar

- kynntu þér möguleikana

Menntun skapar tækifæri

Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan stofnana ríkisins á landsbyggðinni

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna

Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar

Þín leið til fræðslu

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.landsmennt.is • [email protected]

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.rikismennt.is • [email protected]

Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni

Verkalýðsfélögin sjá um afgreiðslu einstaklingsstyrkja í umboði sjóðsins

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun í fyrirtækjum

Page 19: 15 ára afmælisblað MSS

19 www.mss.is 421-7500

,,Upplifun mín er sú að námskeið á vegum MSS hafa styrkt mig félagslega og hjálpað mér mikið hvað varðar sjálfstraust. Hef áttað mig á því að ég get miklu meira en ég hef talið hingað til. Það var farið mjög vel yfir allt námsefnið, góðar útskýringar og frábærir kennarar.

Ég hafði sérstaklega gaman af Grunnmenntaskólanum þar sem kennd voru fög eins og íslenska, enska og ég hef áhuga á að komast í svipuð námskeið í framtíðinni.

Einnig hef ég mikinn áhuga og metnað í sambandi við tónlist, hljóðvinnslu og hef gaman af söng. Hljóðsmiðjan hefur gefið mér mikið sjálfstraust hvað söng og tónlistarnám varðar.

Ég hef kynnst mörgu góðu fólki á þessum námskeiðum og vona að ég hafi styrk og getu til að geta haldið áfram á sömu braut. Það ættu allir að skoða hvað er í boði hjá Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, því þar er að finna eitthvað við allra hæfi .”

Friðrik Guðmundsson

Undanfarin ár hefur MSS haldið utan um fullorðinsfræðslu fatlaðra í samvinnu við Fjölmennt símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Það skiptir máli að jafnræði sé á menntun fólks og er það mikilvægt að fatlað fólk fái alla þá fræðslu, ráðgjöf og stuðning sem getur talist sambærileg við það sem þykir sjálfsagt að fólk fái almennt. Það skiptir okkur, hjá MSS máli að tryggja einstaklingsmiðaða, heildræna og sveigjanlega þjónustu sem byggist á markvissu samstarfi við notandann og þá aðila sem best þekkja lífssýn hans, þarfir og áhugamál. MSS hefur undanfarið boðið uppá tómstundanámskeið eins og í tölvu, matreiðslu, hönnun, leiklist og fleira. Á síðasta ári var bætt við fjögra anna starfstengdu námi þar sem nemendur fá kennslu í því sem viðkemur vinnumarkaðnum sem endar svo á starfsþjálfun í fyrirtæki. Þó svo að við séum með nám sem er sérmerkt fullorðinsfræðslu fatlaðra þýðir það ekki að einstaklingar með fötlun geti ekki sótt annað nám hjá MSS. Hér fyrir neðan er upplifun ungs manns sem hefur stundað nám hjá okkur bæði í fullorðinsfræðslu fatlaðra og í almennu námi.

Fullorðinsfræðsla fatlaðra

Page 20: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 20

Íslenska fyrir útlendinga Icelandic for foreigners

Líf í ,,nýju landi”

Útdráttur úr erindi sem Aleksandra Bosnjak hélt á Fjölmenningardegi Reykjanesbæjar í Duushúsum í maí.

Ég er 35 ára gömul. Ég fæddist í landi sem hét Júgóslavía. Þetta var stórt, fallegt land á Balkanskaga í suður Evrópu. Ég man að þetta var land, þar sem hamingjusöm þjóð bjó. Við vorum öll stolt af landinu okkar. Þegar ég var 14 ára gömul byrjaði stríð í landinu mínu. Stríðið breytti öllu. Ég kom til Íslands árið 2008. Ég var mjög þreytt og spennt, en hlakkaði til að byrja nýtt líf á Íslandi. Ísland er óvenjulegt land, land elds og ísa. Það var mjög kalt úti en fólkið var mjög gott og hlýtt. Allir vildu hjálpa okkur. Það voru fyrstu kynni mín af Íslandi. Það var mjög erfitt í upphafi og líka mjög skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt að læra eitthvað nýtt og framandi. Ég ákvað að læra íslenska tungumálið.,,Ég ætla aldrei að læra þetta,“ hugsaði ég þá. En núna er

það ekki svo erfitt fyrir mig að tala og lesa. Fyrir mig og fjölskyldu mína er mjög gott að vera á Íslandi. Þegar eldri sonur minn fæddist þá geisaði stríð í heimalandi mínu. Það voru mikil stríðsátök í borginni og mikið um skotárásir sem vöktu ótta. Ég var svo hrædd og stressuð. Ég var alltaf með tilbúna tösku, þar sem ég var með það nauðsynlegasta ef við þyrftum að flýja í burtu. Ég hafði ekki tíma til að fagna því að eignast barn og njóta þess að vera móðir. Svo þegar yngri sonur minn fæddist hér á Íslandi þá var það allt öðruvísi. Mér leið svo vel og ég var svo róleg hérna. Um kvöldið voru Ísland og Serbía að keppa í handbolta í Evrópukeppninni og horfði ég á leikinn á sjúkrahúsinu. Mig langaði svo mikið til að það yrði jafntefli. Og það var jafnað í lok leiksins. Ég var kannski sú eina sem fagnaði því og áttaði ég mig þá á því hvað Ísland var búið að eignast stóran hluta af hjarta mínu. Hægt og rólega erum við að búa okkur heimili og smám saman erum við öll að læra íslensku og um Ísland. Ég vil þakka kennurunum mínum í MSS og öllum sem hafa tekið okkur vel fyrir stuðninginn við að takast á við líf í nýju landi.

Íslenska er kennd á 5 mismunandi námsstigum og er kennt bæði á daginn og kvöldin eftir því sem hentar best fyrir nemendur. Námskeiðin eru 60 kest að lengd. Þrátt fyrir að megin áherslan sé á íslensku sem tungumál þá er einnig farið nokkuð í íslenskar hefðir auk þess sem menning okkar Íslendinga er skoðuð á margvíslegan hátt. Þar sem nemendur okkar í þessum hópum koma frá mjög ólíkum löndum, er það einnig mjög spennandi að fræðast um ólíka menningu og hefðir nemenda.

Landnemaskólinn er 120 kest nám þar sem kennd er íslenska ásamt samfélagsfræðslu, gerð ferilsskrár og færnimöppu og sjálfsstyrkingu.

Centrum Szkoleniowe MSS na Suðurnesjum oferuje kurs jezyka islandzkiego.Kurs jezyka islandzkiego dotowany jest przez Fundusz Szkolenia przy Zwiazkach Zawodowych. Kurs trwa 60 kodzin i odbywa sie dwa razy w tygodniu.Oferujemy bezplatne egzaminy z jezyka islandzkiego.Blizszych informacji i zapisów dokonac mozna pod numerem 421-7500, [email protected] oraz www.mss.is.

MSS offers courses from level 1 to level 5+ 60 lessons courses.

Page 21: 15 ára afmælisblað MSS

21 www.mss.is 421-7500

SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000

Átt þú rétt á styrk?Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:• starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf • kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika

Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.

Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Árið 2010 opnaði MSS útibú í Grindavík og samnýtir þar aðstöðu með Fisktækniskóla Íslands.

Hólmfríður Karlsdóttir er ein þeirra sem útskrifuðust úr Menntastoðum í Grindavík vorið 2011. Hún hefur nú í kjölfarið lokið frumgreinanámi hjá Keili og er á leið í háskólanám í haust. Að sögn Hólmfríðar gefa Menntastoðir góðan undirbúning fyrir nám við frumgreinadeildir háskólanna og koma fólki á sporið í námi ekki síst ef nokkur ár hafa liðið frá síðustu skólatörn. Það er gaman að segja frá því að Hólmfríður sótti um inngöngu í tvo háskóla og fékk jákvætt svar frá báðum svo nú bíður hennar stór ákvörðun fyrir haustið.

MSS í GrindavíkStofnun útibúsins hefur aukið fjölbreytni í menntunarmöguleikum í Grindavík bæði hvað varðar tómstundanám, stutt námskeið og lengri námsleiðir. Grindvíkingar geta líka haft áhrif á framboðið með því að koma óskum sínum á framfæri. Grunnreglan er sú að ef um 10 einstaklinga vilja fara á tiltekið námskeið þá er hægt að setja það af stað í Grindavík.Framundan í haust er fjölbreytt úrval námskeiða eins og enska 4, íslenska fyrir útlendinga, excel námskeið, grafísk hönnun, ferilskrágerð og atvinnuleit, marokkósk matargerð og fleira spennandi. Ávallt er hægt að panta sér tíma hjá náms- og starfsráðgjafa hjá MSS með því að hringja á skrifstofuna eða senda tölvupóst.

Page 22: 15 ára afmælisblað MSS

www.mss.is 421-7500 22

Fjarnám

Fjarnámsaðstaða á SuðurnesjumFramboð fjarnáms á háskólastigi eykst stöðugt, bæði við innlenda og erlenda háskóla. Kennsluaðferðir eru samkvæmt ákvörðun hvers skóla hverju sinni og geta verið mismunandi eftir námsbrautum. Algengustu kennsluaðferðir í fjarnámi er nám sem fer eingöngu fram í gegnum tölvu og í gegnum myndfundabúnað. Við ákveðnar námsbrautir er einnig gerð sú krafa að nemendur mæti í námslotur.

MSS hefur frá stofnun sinnt nemendum sem vilja stunda fjarnám. Hlutverk MSS hefur verið að kynna fjarnám á háskólastigi og veita fjarnemum þjónustu. MSS hefur til staðar aðbúnað fyrir nemendur, myndfundabúnaði og tölvutengingar. Einnig hefur starfsfólk MSS umsjón með próftöku ásamt því að veita ráðgjöf og upplýsingar til verðandi nema.

Upphaf fjarnáms hjá MSS:Þegar Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum var á sínu fyrsta starfsári kom eindregin hvatning frá íbúum svæðisins til að skapa aðstöðu fyrir nemendur til að stunda fjarnám við háskóla landsins.MSS tók vel í erindið og hefur síðan hvatt íbúa Suðurnesja til að nýta sér fjarnám við háskóla landsins, með því að skapa aðstöðu og vekja athygli á þeim möguleika sem býðst fyrir íbúa til að fara í háskólanám án þess að þurfa að flytja búferlum eða keyra daglega í nám til Reykjavíkur.

Skoðað var sérstaklega hvað þyrfti að vera til staðar til að fjarnám gengi vel og hvaða aðferðafræði myndi henta. Það þótti mikilvægt að fjarnemendur myndu hittast líkt og aðrir háskólanemar gera. Til þess að gera nemendum það hæft varð aðstaðan að vera góð, þannig að þeir gætu skapað sitt samfélag og stutt þannig við hvert annað í námi.

Aðstaða:MSS hefur aðstöðu fyrir fjarnemendur á tveim stöðum þ.e. í Reykjanesbæ og Grindavík. Í Reykjanesbæ eru nýttar fjórar kennslustofur undir fjarfundabúnað, en notast er við fleiri stofur í próflestri og próftöku. Próf fara öll fram í Reykjanesbæ.Í aðstöðu MSS í Grindavík er ein stofa nýtt undir fjarnám.

Nemendur:Fjöldi nemenda sem hafa nýtt sér aðstöðuna undanfarin ár hefur farið hægt og bítandi upp á við og síðustu þrjú ár hafa milli 80-100 nemendur nýtt sér aðstöðu hjá MSS á hverri önn. Það hafa 107 nemendur útskrifast úr fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri frá árinu 2004. MSS hefur staðið fyrir háskólahátíð 17. júní ár hvert til að fagna þessum tímamótum og hefur það verið mikils virði fyrir nemendur að geta fagnað þessum áfanga á þennan hátt.

Nemendur hafa útskrifast sem hjúkrunarfræðingar, grunn- og leikskólakennarar, viðskiptafræðingar og úr sjávar- og auðlindagreinum.

Háskólinn á Akureyri hefur hægt og sígandi verið að fjölga námsbrautum sem boðið er upp á í fjarnámi og í dag stunda nemendur nám í kennarafræðum, viðskiptafræði, sálfræði, sjávarútvegsfræði, iðjuþjálfun, hjúkrunarfræði, félagsvísindum, fjölmiðlafræði, líftækni og nútímafræði.

Það sem einkennir þennan hóp öðru fremur er sú staðreynd að meirihluti fjarnemenda MSS frá upphafi hafa verið konur.

Fjöldi prófa á ári:MSS heldur utan um og skipuleggur próftöku fjarnema og eru haldin í kringum 200 próf árlega á ca. 60 dögum.

Af þeim sem hafa útskrifast búa 87% á Suðurnesjum í dag og því ljóst að menntun þessa einstaklinga nýtist á svæðinu.

Page 23: 15 ára afmælisblað MSS

23 www.mss.is 421-7500

EEA Grants – Employment, Life long learning and networking support MSS tók þátt í erlendu verkefni ásamt stofnuninni Help frá Slóvakíu og Animar frá Portúgal. Verkefnið hófst í febrúar 2010 og var stýrt frá Slóvakíu og snerist fyrst og fremst um að Slóvakarnir voru að læra af Íslendingum og Portúgölum. MSS var því að yfirfæra okkar þekkingu og reynslu til þeirra. þetta er ákveðin útrás, samt með jákvæðum formerkjum, og sköpuðust tekjur fyrir MSS og útflutningstekjur fyrir landið. Þrír starfsmenn frá MSS sinntu þessu verkefni og miðluðu m.a reynslu MSS á sviði ráðgjafar, Markviss, námskeiðahalds, uppbyggingu símenntunarkerfisins á Íslandi og hvernig MSS er rekið. Verkefninu lauk í febrúar 2011.

Nordplus Voksen – REACHMSS tók þátt í verkefninu REACH ásamt Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Modern Didactics Center í Litháen og Pirkanmaa Westcome Adult Education Unit í Finnlandi. Verkefnið hófst á árinu 2010. Á árinu 2011 var unnið að verkefninu í heimalandi ásamt að einn fundur var á Íslandi. Verkefnið snýr að því að ná til hópa sem að öllu jöfnu er erfitt að ná til og sníða námskeið fyrir þá. MSS einbeitti sér að ungum einhleypum mæðrum og var í samstarfi við Reykjanesbæ um verkefnið. Verkefninu lýkur í september 2012.

Leonardo mobility – Motivate the Unmotivated Youth for VET EducationMiðstöð símenntunar átti í samstarfi við Godalen videregåendeskole í Noregi og Sinnen Veritas í Finnlandi um mannaskiptaverkefni á árinu 2011. Í maí fóru 5 einstaklingar bæði starfsmenn og verktakar MSS til Noregs og skoðu skapandi starf og vinnu með atvinnulausum. Í september 2011 fóru 3 einstaklingar bæði starfsmenn og verktakar MSS, til Finnlands og lögðu mat á „workshop,“ sem eru ýmiskonar smiðjur. Þá kom norski hópurinn til Íslands en starfsfólk MSS sá um að skipuleggja og halda utan um dagskrána.

Leonardo Transfer of Innovation – INSIGHTHaustið 2011 hóf MSS tveggja ára samstarfsverkefni með 6 öðrum löndum um verkefni sem ber nafnið INSIGHT. Verkefnið snýr að því að þróa tæki sem nýtist í vinnu með atvinnulausum. Verkefnið er stýrt frá Búlgaríu og Englandi.

Grundtvig – LIMEMSS hóf 2ja ára verkefni með 7 öðrum samstarfslöndum sem ber nafnið LIME. Markmiðið með verkefninu er að miðla upplýsingum um fræðslu til innflytjenda meðal samstarfslandanna s.s. bera saman námsefni og aðferðir sem notaðar eru í hverju landi fyrir sig. Verkefninu er stýrt frá Finnlandi.

MSS hefur átt í erlendu samstarfi frá upphafi. Verkefnin hafa verið fjölbreytileg og hefur MSS bæði verið að miðla til annarra þjóða og læra af öðrum.

Erlent samstarf

Page 24: 15 ára afmælisblað MSS

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ S: 421-7500 www.mss.is