sæmundur juni 2011

36
SAMBAND ÍSLENSKRA NÁMSMANNA ERLENDIS 30.ÁRGANGUR JÚNÍ 2011

Upload: sine-sine

Post on 28-Mar-2016

237 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Timarit SINE

TRANSCRIPT

Page 1: sæmundur juni 2011

S A M B A N D Í S L E N S K R A N Á M S M A N N A E R L E N D I S

3 0 . Á R G A N G U R J Ú N Í 2 0 1 1

Page 2: sæmundur juni 2011

Samband íslenskra námsmanna erlendisskrifstofa SÍNEPósthússtræti 3-5101 ReykjavíkNetfang : [email protected] : www.sine.isSkrifstofan er opin alla virka daga frá 9-12

Stjórn SÍNEFormaður: Auður SigrúnardóttirVaraformaður: Sólveig Lísa TryggvadóttirLÍN fulltrúi: Valur ÞráinssonRitstjóri: Hjördís JónsdóttirUmbrot og hönnun: Fanney Sizemore

Page 3: sæmundur juni 2011

EfnisyfirlitFrá formanni og framkvæmdastjóra.............................................................4Evgenia Ilyinskaya - viðtal.....................................................................6-7Helstu breytingar á úthlutunarreglum LÍN........................................10-11Kokkað í kreppunni..................................................................................12Hreyfigrafík og umhverfissálarfræði í Stokkhólmi................................12-15Smásaga skrifuð í svefngalsa á Heathrow ............................................20-21Kilroy Education.................................................................................22-23Að koma jákvæðu til leiðar- vettvangsferð til Kenýa.............................24-26Hvenær er maður ungur?.....................................................................28-29Frímann Sigurðsson-viðtal..................................................................30-31Heimsókn til Ansa í Noregi.......................................................................32

Page 4: sæmundur juni 2011

Kæru félagsmenn og konur!

Fólk sem hefur farið erlendis í nám er reglulega spurt af hverju það hafi farið í nám erlendis þegar hægt er að fara í mjög góða skóla á Íslandi og jafnvel fá sambærilega námsgráðu. Einfaldasta svarið er að það sé einfaldlega frábært að fara til náms erlendis. Lærdómurinn og ávinningurinn sem af því hlýst er margbrotinn; ný viska, nýtt tungumál, nýtt samfélag, ný menning, nýjir vinir, ný og fersk sýn. Sjóndeildarhringurinn víkkar, breikkar og hreinlega þenst út. Það hefur svo hver og einn sínar ástæður fyrir því að velja að sækja nám sitt út fyrir landsteinana, en kostirnir fylgja í kjölfarið og helga tilganginn. Lítum aðeins nánar á nokkra kosti náms erlendis.

Tungumálakunnáttan eykstEf þú stundar nám þitt erlendis, þá áttu auðveldara með að læra nýtt tungumál. Besta leiðin til þess, er að dvelja í því landi þar sem að fólkið talar viðkomandi tungumál. Dagsdaglega ertu þá í umhverfi þar sem að tungumálið er talað og þú heyrir það notað á réttan hátt.

Upplifir margt hagnýtt sem ekki er hægt að læra í kennslustofunniÞú þróar með þér nýja eiginleika og bætir í reynslubankann upplifun sem ekki er hægt að læra í kennslustofunni. Að vera umvafin nýjum menningarheimi getur verið ógnvekjandi í fyrstu, en það er líka spennandi. Það er tækifæri að uppgötva styrkleika sína og þróa með sér nýja eiginleika, fást við krefjandi áskoranir og leysa vandamál.Þar með eykst aðlögunarhæfnin.4

Frá formanni og framkvæmdastjóra

SÍNE

Þú verður bitinn af ferðabakteríunniÞú færð möguleika á að ferðast, oft er hægt að nýta helgarnar og skólafrí og skoða nýja staði og upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt.

Atvinnumöguleikar þínir aukast eftir útskriftAtvinnurekendur, líta í mörgum tilfellum á námsmenn sem hafa stundað nám erlendis, sem sjálfstæða og ábyrgðarfulla og færa um að leysa fjölbreytt vandamál.

Víðsýni eykstNámsmenn sem stunda nám erlendis, koma heim með nýjar hugmyndir og víðsýni sem endurspeglast í viðhorfi þeirra til sjálfs síns, námslandsins og heimalandsins. Einnig kann maður oft betur að meta það sem að áður var talið sjálfsagt. Haft er eftir Gilbert Chesterton; „The whole object of travel is not to set foot on foreign land; it is at last to set foot on one's own country as a foreign land".

Kostir náms erlendis eru ótvíræðir; þú hefur engu að tapa og allt að vinna.

Gangi þér vel í náminu Auður og Hjördís

Page 5: sæmundur juni 2011

SAFNAÐU VILDARPUNKTUM FYRIR ÖLL FLUG MEÐ ICELANDAIR

Notaðu Vildarpunktana í það sem þig langar til að gera: I Vildarferð með Icelandair

I Vildarferð fyrir börnin — öll börn fá 50% afslátt að 16 ára aldri

I Hótelgisting um allan heim

I Gjafabréf hjá Amazon, Gap, Target og víðar SAGA CLUB

Page 6: sæmundur juni 2011

Evgenia Ilyinskaya -viðtal

Ég heiti Evgenia Ilyinskaya og er Íslendingur af

rússnesku bergi brotinn. Ég fæddist í Sovétríkjunum

árið 1983 en flutti til Íslands þegar ég var 10 ára.

Ég kláraði grunnskóla og menntaskóla (MH)

hér heima en hélt síðan til Bretlands í háskólanám.

Ég útskrifaðist árið 2006 sem dúx í jarðfræði (B.Sc) frá

University of London. Ég fór í doktorsnám (Ph.D) í

eldfjallafræði í University of Cambridge á námsstyrk

frá Bill & Melinda Gates sjóðnum, og kláraði það 2010.

Ég kom aftur heim í febrúar 2011 og hóf störf sem

eldfjallasérfræðingur á Veðurstofu Íslands.6

Page 7: sæmundur juni 2011

Segðu okkur aðeins frá náminu þínu og afhverju þú valdir það?Ég hef alltaf haft gaman af náttúru- og raunvísindum hverskonar en átti þó bágt með að velja eitt þeirra sem aðalfag. Ég skráði mig fyrst í líffræði, en tók þó nokkra áfanga í jarðfræði með. Eftir eina önn ákvað ég að helga mig jarðfræðinni 100%. Það sem mér fannst skemmtilegast við jarðfræðina var hversu mikið maður fékk að ferðast í gegnum námsárin – oft á ári og til allra mismunandi heimshorna.

Afhverju ákvaðstu að fara erlendis í nám?Mig hefur einhverra hluta vegna alltaf dreymt um það. Ég tók stúdentspróf á IB-braut (International Baccalaureate) sem er kennd í samræmi milli fjölmargra landa og veitir þess vegna „alþjóðlegt” stúdentspróf. Það var ekkert mál að komast inn í erlendan háskóla með þetta prófskírteini því ég þurfti ekki að taka stöðupróf eða sanna enskukunnáttu mína.

Af hverju þetta námsland ?Mig langaði að prófa að búa í öðru Evrópulandi og Bretland varð fyrir valinu aðallega vegna þess að ég kunni ensku vel. Ég íhugaði að fara til annars lands í doktorsnám en fékk góðan námsstyrk frá Cambridge háskólanum; ég ákvað að taka honum og verða áfram í Bretlandi.

Er eitthvað sem kom þér á óvart?Nei, svo sem ekki, ég reyndi að lesa mér til um allt mögulegt áður en ég fór út. Öll reynslan var mjög ánægjuleg.

Er mikill munur á því hvernig námið fer fram í þínu námslandi og þú hefur áður átt að venjast?Eftir því sem ég kynnist fleiri háskólum þá finnst mér vera minni og minni munur á milli þeirra. Það sem ég hef aðallega tekið eftir sem er ólíkt milli Íslands og Bretlands, er að í Bretlandi, að meðaltali, eru námsgráðurnar kláraðar mun fyrr en hér. Fólk nánast „þýtur” í gegnum gráðurnar, koll af kolli. B.Sc. er klárað 21 árs, masterinn tekinn á einu ári, og doktorsgráðan ósjáldan komin um 25 ára aldurinn.

Telurðu að stuðningur við íslenska námsmenn erlendis sé nægjanlegur? Hvað er gott og hvað mætti betur fara?Ég hafði reyndar lítil sem engin samskipti við SÍNE og önnur samtök á námsárum mínum, en ég lenti aldrei í neinum verulegum vandræðum þar sem mér fannst ég ekki hafa stuðning sem skyldi.

Myndirðu mæla með því að fólk fari utan til náms?Algjörlega, ég held að „að fara að heiman” sé mjög lærdómsríkt í öllum merkingum þess hugtaks. Mér fannst að ég lærði að meta heimalandið á nýjan og dýpri hátt eftir að hafa séð það að utan.

7

Page 8: sæmundur juni 2011

> Ertu að flytja yfir hafið?

Saman náum við árangriwww.samskip.is

Alhliða þjónusta vegna búslóðaflutninga

Á vef Samskipa www.samskip.is má finna gagnlegar upplýsingar um búslóðaflutninga til og frá Íslandi.

Gott er að byrja á að:> Gera sér grein fyrir umfangi búslóðar – þarftu 20 feta gám, heilan 40 feta gám eða nokkur bretti?> Kynna sér hvaða lög gilda um tollafgreiðslu í landinu sem flutt er til> Fá skriflegt verðtilboð og aðrar upplýsingar> Ganga frá nauðsynlegum pappírum> Tryggja búslóðina> Bóka flutning

Þjónustulipurt starfsfólk Samskipa og umboðsmenn um allan heim gera sitt besta svo flutningurinn verði sem þægilegastur.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

39

53

8

8

Af hverju SÍNE?

Meginhlutverk Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) er að gæta hagsmuna

félagsmanna sinna og vera tengiliður þeirra við stjórnvöld og LÍN.

SÍNE hefur starfað í hálfa öld og á þeim tíma styrkt stöðu íslenskra námsmanna erlendis

í hagsmunabaráttu þeirra. Verkefni samtakanna taka aldrei enda, m.a. vegna þess að

skilyrði til náms og g jöld eru síbreytileg.

SÍNE veitir þjónustu við námsmenn á leið út í nám og við námsmenn erlendis og

leitar SÍNE allra leiða til að uppfylla þarfir þessara tvegg ja hópa, en langstærsti

hluti námsmanna erlendis eru félagar í SÍNE. SÍNE er einnig rödd námsmanna sem

hafa lokið námi erlendis og leitar sífellt leiða til að létta endurgreiðslubyrði námslána.

Meðlimir SÍNE fá meðal annars:

-12% afslátt af flutningsg jöldum hjá Samskipum

-Regluleg netfréttabréf með gagnlegum upplýsingum um styrki ofl.

-Fréttabréf SÍNE, Sæmund, tvisvar á ári

Við hvetjum þig til að kíkja á heimasíðu okkar, www.sine.is og skoða

hvað við getum gert fyrir þig.

SÍNE fagnar 50 ára afmæli í ár

Page 9: sæmundur juni 2011

> Ertu að flytja yfir hafið?

Saman náum við árangriwww.samskip.is

Alhliða þjónusta vegna búslóðaflutninga

Á vef Samskipa www.samskip.is má finna gagnlegar upplýsingar um búslóðaflutninga til og frá Íslandi.

Gott er að byrja á að:> Gera sér grein fyrir umfangi búslóðar – þarftu 20 feta gám, heilan 40 feta gám eða nokkur bretti?> Kynna sér hvaða lög gilda um tollafgreiðslu í landinu sem flutt er til> Fá skriflegt verðtilboð og aðrar upplýsingar> Ganga frá nauðsynlegum pappírum> Tryggja búslóðina> Bóka flutning

Þjónustulipurt starfsfólk Samskipa og umboðsmenn um allan heim gera sitt besta svo flutningurinn verði sem þægilegastur.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

39

53

8

Page 10: sæmundur juni 2011

Frá því að fjármálakerfið hrundi á Íslandi haustið 2008 hefur ríkt nokkuð mikil óvissa um þróun sjálfsfjármögnunar skólagjaldalána en undanfarin tvö skólaár hefur verið tiltekið í úthlutunarreglum LÍN að sjálfsfjármögnun námsmanna er kemur að skólagjöldum geti orðið allt að 30%. SÍNE hefur barist fyrir því að þetta ákvæði verði afnumið úr úthlutunar-reglunum og aðgengi íslenskra nema að námi haldist óskert. Nú á vormánuðum ársins 2011 líta úthlutunarreglur LÍN dagsins ljós. Við hjá SÍNE fögnum því að náðst hefur samstaða í stjórn LÍN um að nema fyrrgreint ákvæði á brott. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir nemar sem ákveða að fara erlendis til að afla sér menntunar og hafa ekki sterka fjárhagslega bakhjarla, hafi sömu tækifæri og þeir sem efnameiri eru.

SÍNE hefur einnig barist fyrir því að framfærsla íslenskra nema sem stunda nám erlendis verði miðuð við þá framfærslu sem miðað er við hjá lánasjóðunum á hinum Norður-löndunum. Hefur verið að störfum nefnd undir stjórn LÍN sem hefur tekið málið fyrir og að svo stöddu er niðurstaðan sú að ekki sé ráðlegt að samræma framfærslu íslenskra nema

erlendis við hina norrænu lánasjóðina. Ein ástæðan fyrir því er t.d. sú að í Noregi og Danmörku er einungis miðað við framfærsluna í heimalandinu fyrir þá nema sem fara í nám út, en ekki gert ráð fyrir mismunandi framfærslu á milli náms-landa. Í Svíþjóð er svipað kerfi og á Íslandi en skv. upplýsing-um frá sænska lánasjóðnum stendur yfir endurskoðun á því kerfi og þar af leiðandi var það ekki talið hyggilegt að samræma framfærsluna hjá LÍN og sænska lánasjóðnum. Þegar framtíðarskipulag á útreikningi framfærslu nema erlendis hjá sænska lánasjóðnum liggur fyrir ætti að vera auðveldar að taka ákvörðun um framhaldið.

Ein veigamesta breytingin sem gerð er nú á úthlutunar-reglum LÍN snýr að breyttum takmörkunum á lánsrétti nema. Hingað til hefur verið miðað við þá reglu að nemar geti þegið námslán í 5 aðstoðarár frá sjóðnum til grunnnáms og önnur fimm til framhaldsnám, samtals tíu ár. Nú hins vegar hefur verið ákveðið að fara þá leið að hætta að miða við ár, og þess í stað við einingar. Sú framkvæmd að miða við ár hefur í gegnum tíðina valdið ákveðnum hópum vandræðum, þar sem

Helstu breytingar á úthlutunarreglum

LÍNValur Þráinsson fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN

10

Page 11: sæmundur juni 2011

sjóðurinn hefur t.d. túlkað það svo að nemar sem hafa þegið lán í framhaldsnámi eigi ekki rétt á lánum fyrir grunnnámi. Samkvæmt nýju úthlutunarreglunum verður alfarið miðað við loknar ECTS einingar þegar lánsréttur verður reiknaður út. Nemar munu eiga rétt á 180 ECTS einingum fyrir grunnnám og 120 ECTS einingum fyrir framhaldsnám. Að auki hefur neminn til umráða 120 ECTS einingar sem hann getur notað hvort heldur í grunnnámi eða framhaldsnámi. Ef viðkomandi nemi hefur nýtt lánsrétt sinn og á ólokið 60 ECTS einingum, eða minna, á hann rétt á því að fá allt að 60 ECTS eininga viðbótarlán. Nemar í doktorsnámi eiga til viðbótar hinum almenna lánsrétt, sem er 420 ECTS einingar, rétt á 180 ECTS láni til doktorsnáms. Ein meginástæðan fyrir því að ákveðið var að breyta lánsrétti nema er sú að færa reglur lánasjóðsins í átt til hinna Norðurlandanna. Undirritaður gerði ekki athugasemdir við þessa nálgun að öðru leyti en að sú skiptingin sem nú er ákveðið að hafa áfram milli láns-réttar í grunnháskólanámi og framhaldsáskólanámi er óþörf. Ástæðan er einföld. Nemar eru í betri aðstöðu til að ákveða hvort sé hagkvæmara fyrir þá að verja tíma sínum grunnnámi

eða framhaldsnámi. Meirihluti stjórnar LÍN tók ekki undir þessa afstöðu.

Þegar litið er til breytinga á framfærslu nema erlendis var tekin sú ákvörðun að grunnframfærsla í öllum löndum myndi hækka í það minnsta um 4%, sem er meiri hækkun en verðbólga í flestum þeim löndum sem félagsmenn SÍNE stunda nám í. Í þeim löndum þar sem verðbólga hefur verið hærri en 4% verður grunnframfærsla hækkuð í takt við verðbólguþróun í viðkomandi landi. Gert er ráð fyrir því að viðbótarlán vegna barna haldist óbreytt. Hækkun grunnframfærslu á Íslandi er 10%, í samræmi við ákvörðun stjórnar LÍN. Helstu rök fyrir hærri hækkun á Íslandi en erlendis er sú að færð voru rök fyrir því að sú framfærsla sem í gildi er hafi verið of lág ef miðað er t.d. við neysluviðmið Velferðarráðuneytisins. Við hjá SÍNE gerum okkur grein fyrir að sama staða getur verið fyrir hendi í löndum erlendis. Þar af leiðandi hvetjum við félagsmenn okkar til að senda okkur línu, og helst ítarlegan rökstuðning, ef þeir telja að framfærsla í sínu námslandi sé vanmetin. Með óskir um gott sumar.

11

Page 12: sæmundur juni 2011

auralaus í), en ég stefni íumfangsmikla rannsóknarövinnu til að geta undirbúið alþjóðlegri útgáfu af bókinni.

Meðal kafla sem finna má í bókinni eru:

-101 hugmynd að heillandi hafragraut-Dúfnakjöt – Villibráð borgarbarnsins-Húsamúsin – Fjandi? Eða fjandi góð með tómatsósu?-Uppskriftir að brauðlausum og áleggslausum samlokum (kafli sérstaklega ætlaður fólki með glútenóþol)-Eldað úr annarra manna afgöngum - Fjársjóðkistan í ruslatunnu nágrannans-Hvað á að drekka með kvöldmatnum? Leyndarmálið á bak við lystaukandi kranavatn-Boðið til veislu sem banar hvorki buddu né bumbu-Sætmeti úr sykurmolum – Kræsingar úr því sem fæst gefins á kaffihúsum

Sömuleiðis fylgja með aftast í bókinni ýmis konar sparnaðar-ráð og húsráð til þess að auðvelda auralaust líferni og gera það að athyglisverðum lífsstíl, s.s. nokkrar leiðir til að fara út að borða án þess að fara yfir um (þar á meðal skref-fyrir-skref kennsla í amerísku aðferðinni „Dine and dash", eða Gripið ógreitt á hinu ástkæra ylhýra) og hvernig má spara í kyndingu með huggulegum innanhúsvarðeldum sem sameina bæði fjölskyldur og hagkvæmni. Það þarf ekki að deyja ráðalaus þó maður sé auralaus!

Það eina sem ég sé fram á að vera í vandræðum með er að finna einhvern til að gefa út þetta tímamótaverk, en það er höfuðverkur sem bíður næstu prófatarnar. Í millitíðinni ætla ég að snúa mér að ruslatunnuvarðeldinum og halda áfram að safna í sarpinn.

Látum ekki skort á skotsilfri valda skorti á skynsemi,

Það er svo sannarlega ekki auðvelt að vera Íslendingur þessa dagana, og enn verra ef maður er matgæðingur og áhuga-manneskja um framúrstefnulega eldamennsku. Ef þetta tvennt er svo sameinað því ljúfa böli að vera fátækur námsmaður í öðru landi þá er svo sannarlega orðið vandlifað. Þetta vandamál þekkir undirrituð of vel af eigin raun, en þar sem ein af röddunum í hausnum á mér hefur vott af Pollýönnu í sér sá undirrituð sér hreinlega ekki annað fært en að snúa þessarri tilvistarkreppu upp í eitthvað jákvætt.

Þeir sem hafa einhvern tímann sest á skólabekk þekkja vel þá tilfinningu að finnast allt í einu allar aðrar athafnir og erindi vera mikilvægari en það að einbæta sér að skólabókunum. Meðan á prófum og verkefnaskilum stendur hefur afi aldrei verið jafn oft heimsóttur, aldrei hefur áhuginn fyrir frímerkjasöfnun og sokkaflokkun verið meiri og sköpunar-gáfan aldrei virkari, hvort sem það er á sviði keramiks, prjónaskapar, ævisöguskrifa eða naflakuskhreinsunar. Það myndi því ekki koma mér á óvart að merkustu bókmenntaverk okkar samtíma skuli hafa verið skrifuð og fegursta tónlistin samin á meðan höfundarnir áttu að vera að læra undir líffræði- eða þýskupróf.

Á dögunum fann ég mig einmitt í þessarri sömu stöðu og þar sem ég hef ekki náð að sanka að mér nógu miklu skrani til að flokka í stað þess að stúdera franska setningafræði ogtilvistarfræði 20. aldar bókmennta, ákvað ég þess í staðinn að ráðast í bókaskrif. Proust og Camus máttu því gjöra svo vel að bíða meðan kokkabókin „Kokkað í kreppunni – Unaðsleg auralaus eldamennska við öll tækifæri" leit dagsins ljós. Í hana hef ég safnað saman uppskriftum að ýmis konar góðgæti, eldað úr ljúffengu og hollu hráefni sem er auðvelt að nálgast ef maður hefur aðgang að annarra manna ruslatunnum og fjölbreyttu stórborgarlífríki. Í bókinni má finna bæði uppskriftir fyrir íslenskar og franskar aðstæður (sem ég þekki hvað best, enda þau tvö lönd sem ég hef verið hvað lengst

Kokkað í kreppunniHöfundur:Guðrún „Nigella Lawson“ Ingimundardóttir

12

Page 13: sæmundur juni 2011

Aðalfundur SÍNE verður haldinn í ágúst, nánari dagsetning auglýst þegar nær dregur.Fylgist með á Facebook síðu SÍNE og heimasíðunni www.sine.is

Á dagskrá sumarráðstefnu SÍNE skulu vera eftirtaldir liðir:

•Setningsumarráðstefnu. •Kosningfundarstjóraogfundarritara. •SkýrslastjórnarogfulltrúaSÍNEístjórnLÍN um vormisseri lögð fram ásamt umræðum •Endurskoðaðirreikningarfyrir starfsárið teknir til afgreiðslu •Stjórnarskipti •Kosningtveggjaendurskoðendaogtveggjatilvara. •Ákvörðunumupphæðárgjaldafyrir komandi starfsár •Önnurmál •Sumarráðstefnuslitið

HvetjumáhugasamaaðgefakostásérístjórnSÍNEþegar heim er komið

AÐALFUNDURSÍNE

Page 14: sæmundur juni 2011

Það er erfiðara en ég hélt að sitja úti í sólinni og skrifa lokaverkefni. Enn erfiðara finnst mér samt að sitja inni. Þetta er fyrsta sumarið okkar fjölskyldunnar í Stokkhólmi og sólin er heldur betur farin að skína. Helst vildi ég vera á ferðalagi milli kaffihúsa, leikvalla og dýragarða, fara í siglingar um Skerjagarðinn eða heimsækja strendurnar sem finna má víða í borginni. En verkefnavinna er í forgangi núna þar til sumar-fríið hefst í byrjun júlí. Stokkhólmur er ótrúlega fögur borg og hér er yndislegt að vera. Ég gæti talið upp svo marga kosti sem borgin hefur en fyrst upp í hugann kemur fjölskylduvæn og gróðursæl, sjaldan vindur og mikið líf á götunum. Hér er hægt að fara á snjóþotu og skíði á veturna og leika sér á ströndinni á sumrin. Garðarnir eru vel nýttir, alls staðar sér maður fjölskyldufólk og svo má auðvitað ekki gleyma kaffihúsamenningunni sem blómstrar sérstaklega núna í sólinni. Það gerist varla betra!

En aftur að skólanum. Námið er allt á sænsku og það hefur gengið mjög vel að lesa og gera verkefnin. Lokaverkefnið aftur á móti gengur aðeins hægar. Ég held það sé sjálfsaginn sem spilar þar stórt hlutverk. Sólin lokkar mig út og bækurnar fá stundum að fylgja með. Ég er að læra umhverfissálarfræði við Landbúnaðarháskólann í Svíþjóð. Námið er 60 eininga magisternám, byggt upp sem tveggja ára fjarnám og er kennt við landslagsarkitektadeildina sem staðsett er í Alnarp í suður Svíþjóð. Umhverfissálarfræðin fjallar aðallega um áhrif umhverfis á fólk. Hvar líður okkur vel? Hvar líður okkur ekki vel? Hvaða þættir eru það í umhverfinu sem hafa þessi áhrif á okkur? Og hvernig getum við bætt umhverfi okkar til hins betra? Þetta eru allt saman spurningar sem við leitum svara við í náminu. Við lærum að greina umhverfi með tilliti til þarfa, heilsu og vellíðunar þeirra sem það nota. Farið er yfir greiningaraðferðir til að greina mismunandi umhverfi svo sem villta náttúru, íbúahverfi í borg, leikskólalóð eða borgargarða. Einnig er mikilvægt að fá upplýsingar um upplifun og mat notenda á umhverfinu því mikið er hægt að læra af reynslu annarra.(framhald á næstu síðu).

Katrín Karlsdóttir og

Steinar Júlíusson fluttu til

Stokkhólms haustið 2010.

Með í för var þrigg ja ára

dóttir þeirra, Júlía Ósk.

Katrín er með B.S. gráðu í

umhverfis- og byggingarverkfræði

frá Háskóla Íslands og Steinar

er með B.A. gráðu í grafískri

hönnun frá Listaháskóla Íslands.

Þau leituðu út fyrir landssteinana

til að legg ja stund á frekara nám

sem ekki er í boði á Íslandi.

Hreyfigrafík og umhverfissálarfræði í

Stokkhólmi

14

Page 15: sæmundur juni 2011
Page 16: sæmundur juni 2011

Áhersla er lögð á það að nemendur nýti sitt grunnnám til að koma með ólík þverfagleg sjónarmið á námsefnið. Nemendurnir sem voru valdir í bekkinn hafa mjög ólíkan bakgrunn og er minn bekkur til dæmis samsettur af landslagsarkitekt, kennurum, garðyrkjufræðingum, verk-fræðingi, skúlptúrlistamanni og félagsfræðingi. Eina viku í mánuði hittist bekkurinn í Alnarp og tekur þátt í málstofum, hópaverkefnum og fyrirlestrum. Þess á milli er mikill lestur og einstaklingsvinna. Ég byrjaði sem sagt í náminu haustið 2009 og eftir rúmt ár með mánaðarlegu flugi til og frá Íslandi var kominn tími til að flytja út.

Stokkhólmur varð fyrir valinu því þar komst Steinar inn í nám í hreyfigrafík (Motion Graphic Design) við skóla sem heitir Hyper Island. Þetta er eins árs nám sem leggur mikla áherslu á hópavinnu og felst aðal lærdómurinn í því að framkvæma og prófa sig áfram sjálfur. Hreyfigrafík er ansi vítt hugtak og spannar það allt frá svokölluðu „stop-motion” yfir í þrívíðar hreyfimyndir eins og t.d. Toy Story. Víða má sjá hreyfigrafík notaða, til að mynda í kvikmyndum, tölvuleikjum og á

vefnum. Mistök eru mikilvægur hluti námsins og notuð sem tækifæri til að greina hvað má betur fara. Sífellt er verið að skoða hvernig hlutirnir eru framkvæmdir ekki síður en hvers vegna. Fjöldinn allur af fólki úr faginu kemur í skólann og heldur fyrirlestra og miðlar af reynslu sinni yfir veturinn. Í lok námsins er gert ráð fyrir því að nemandinn afli sér reynslu með því að starfa sem lærlingur á vinnustað í 12 vikur. Oftast nær verða auglýsingastofur og framleiðslufyrirtæki fyrir valinu. Þannig hafa nemendur tækifæri á því að fá vinnu á þeim stað sem þeir eru í starfsnámi, en um þriðjungur nemenda úr Hyper Island fá vinnu hjá því fyrirtæki sem þeir eru í starfsnámi hjá.

Við erum bæði að klára skólann núna í sumar en ætlum að gefa Stokkhólmi aðeins meira af tíma okkar og stefnum á að vera hér næsta vetur líka. En nú kallar sólin á mig og bækurnar...

Sumarkveðjur frá Stokkhólmi,Katrín, Steinar og Júlía Ósk

www.slu.sewww.hyperisland.se

16

Page 17: sæmundur juni 2011
Page 18: sæmundur juni 2011

18

Styrkir í boði fyrir námsmenn erlendis

Það er oft leitað til skrifstofu SÍNE og spurst fyrir um hvort að einhverjir styrkir séu í boði fyrir námsmenn í ákveðnum námsgreinum eða námslöndum. Af því tilefni hafa verið tekin saman ýmis góð ráð og vefsíður sem að hægt er að benda námsmönnum á að skoða vel og kynna sér hvort að þaðsé ekki þess virði að senda inn umsókn.

Það getur verið vinna að koma sér ákveðnum umsóknarpakka fyrir styrkumsóknir, en um leið og það hefur verið gert má aðlaga þau gögn að hverri umsókn fyrir sig.

Það helsta sem mætti nefna að væri gott að hafa íumsóknarpakkanum er:

-Starfsferilskrá-Einkunnir úr fyrra námi og núverandi námi-Umsóknarbréf, þar sem umsækjandi rökstyður hvers vegna hann ætti að fá styrkinn og framtíðarplön-Meðmælabréf-Fjárhagsáætlun um hvernig námsmaðurinn hyggst fjármagna námið og þá hvernig styrkurinn gæti hjálpað til við það-Annað sem að umsækjandi telur mikilvægt

Mikilvægt er að fara vel yfir þær leiðbeiningar sem að fylgja styrknum og láta fylgja öll þau gögn semað farið er fram á svo að umsóknin verði ekki lögð til hliðar vegna ónægra gagna.

Gangi ykkur vel í að sækja um styrki og endilega sendið okkur línu ef þið lumið á góðum ráðum eða vefsíðum sem að þið getið bent okkur á, netfangið okkar er : [email protected].

Vefsíður:

Handbók um styrkihttp://www.ask.hi.is/page/styrkirhandbok

Styrkir í Bandarikjunum www.fulbright.is, www.iceam.is

Heimasíða SÍNE (en þar eru reglulega birtar auglýsingar um styrki)www.sine.is

Mennta- og menningarmálaráðuneytið www.menntamalaraduneyti.is

Page 19: sæmundur juni 2011

Norræna ráðherranefndin og mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsa styrki til íslenskra námsmanna á Norðurlöndum sumarið 2011.

Styrkirnir eru ætlaðir námsmönnum sem eru í fjárhagsvanda vegna atvinnuleysis yfir sumarmánuðina og hafa hvorki möguleika á námslánafyrirgreiðslu né rétt á atvinnuleysisbótum milli námsára.

Skilyrði umsóknar: Umsækjandi er íslenskur ríkisborgari búsettur Norðurlöndunum (utan Íslands).•Umsækjandi er þegar við nám í skóla á Norðurlöndunum og hyggst halda áfram •námi haustið 2011.Nám umsækjanda er lánshæft skv. úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra •námsmannaog umsækjandi fær ekki námslán fyrir meira en 60 ECTS einingum á námsári.Umsækjandi er ekki í lánshæfu sumarnámi.•Umsækjandi er án atvinnu og á ekki rétt á atvinnuleysisbótum, hvorki á Íslandi né á •hinum Norðurlöndunum.Umsækjendur sem ekki hafa hlotið þennan styrk s.l. tvö ár njóta forgangs.•Umsækjendur skulu vera í fullu námi.•

Ekki er tekið við umsóknum frá:Nemendum sem útskrifast árið 2011 og eru ekki að fara í áframhaldandi nám.•Nemendum í fjarnámi, hvorki við íslenska né erlenda háskóla.•Nemendum í skiptinámi.•Nemendum sem þiggja aðra námsstyrki s.s. SU. •

Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins hefur verið að falið að annast umsýslu styrkjanna. Umsóknareyðublöð, leiðbeiningar og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skrifstofunnar http://www.ask.hi.is

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2011.

Styrkir til íslenskra námsmanna á Norðurlöndum sumarið 2011

19

Vefsíður:

Handbók um styrkihttp://www.ask.hi.is/page/styrkirhandbok

Styrkir í Bandarikjunum www.fulbright.is, www.iceam.is

Heimasíða SÍNE (en þar eru reglulega birtar auglýsingar um styrki)www.sine.is

Mennta- og menningarmálaráðuneytið www.menntamalaraduneyti.is

Page 20: sæmundur juni 2011

Bretar voru fáfróðir um snjó. Því er ekki að neita. Stundum mátti jafnvel halda að þeir hefðu aldrei litið hann augum áður. Vegna þess að þeir höfðu bara ekki hugmynd umhvað þeir áttu að gera við hann. Jújú að sjálfsögðu kunnu þeir að búa til snjókarla og kerlingar, hnoða í bolta og kasta í einhvern. En það náði ekki mikið lengra en það.

Svo gerðist það. Þið vitið alveg hvað ég er að tala um. Það gerðist árið 2035... í 23 ár hafði snjóað á hverju ári í Englandi og hefði nú hver heilvita maður haldið að fólkið myndi læra eitthað af því, jafnvel prófa sig áfram í nýjum aðferðum við að höndla ástandið. En nei nei. Því einsog er vitað þá er Health and Safety eða Bjúróskasían, alræmt í gervöllu Bretlandi og það er sko stofnun sem ekki er hægt að kljást við auðveldlega.

Einu sinni langaði mig að prófa að bara möffins. Ég fór útí búð og keypti hráefnið, en byrjaði auðvitað marga daga áður og keypti eitt í einu svo að engan myndi gruna neitt. Fyrst fór ég í Co-op og keypti hveitið. Seinni partinn fór ég svo í Tesco og náði í jógúrtið og bananana. Ég átti sykur þannig að það var í

lagi. Og síðast en ekki síst, á þriðja degi, sótti ég lyftiduftið í Morrison. Ég hélt að ég hefði farið huldu höfði með þetta allt saman en þegar kom á daginn þá gerði ég mistökin fyrsta daginn. Keypti hveiti, jógúrt og banana allt á sama deginum. Þau voru ekki lengi að ná í mig. Þau eru slóttug í Bjúrókrasíunni. Ég var við það að byrja, skálin og sleifin komin á bekkinn og Erla Þorsteins kominn á fóninn. Þá var bankað og ekki var það Ágústa með mjólkina sem mig vantaði. Og ekki heldur Stella með eggin. Þetta var Bjúrókrasían. Og ekki voru þau frýnileg að sjá. Kerlingin þarna var með bobba einsog Enskum rósum er siður og karlinn með skalla og unglingabólur þrátt fyrir að vera yfir fimmtugt, en það gerir ævilangt frönsku og flöguát. Þau voru ekki lengi að kynna sig og ryðjast inn, eins og þeim er fyllilega leyfilegt. Í einni andrá vorum við öll sest inní stofu þar sem yfirheyrslan hófst. Alls kyns spurningar dundu yfir mig eins og „Ertu með möffinsleyfi?” „Hefurðu lesið þér til um aukaverkanir banana á þindar í ungabörnum?” „Ertu með háskólagráðu af einhverju tagi?” „Geriru þér grein fyrir þeirri oxun sem á sér stað ef þú gleymir smjörinu?” „Hvenær fórstu síðast í sturtu?” „Hvar er

Smásaga sem var skrifuð í svenfgalsa á Heathrow þegar ég var föst þar 18. desember síðastliðinn.

Höfundur:Erla Steinþórsdóttir,

20

Page 21: sæmundur juni 2011

smjörið?” Þetta eru bara örfá dæmi. Ég hafði engin skjöl undir höndum sem sýndu fram á það að ég gæti bakað möffins þannig að ég var látin borga 50 pund í sekt á staðnum og hráefnið gert upptækt. Það var lítið hægt að gera úr mjólkinni og eggjunum þegar þau loksins komu í hús.

En aftur að snjónum. Eftir 23 ár af stanslausu uppgefelsi kom bjargvættur Englands. Skotland og Írland hafa alltaf kunnað ágætlega á þetta, það er bara England sem er svona óhæft. Hún hét Nanina og var frá Brooklyn. Það var fútt í henni og hún þurfti stundum ekki annað en að horfa á manneskju til að fá hana til að fara að grenja. Hún kenndi þeim sínu einföldu aðferð sem hún hafði lært af því að alast upp í harðgerðu Brooklyn. Aðferðin hét „Suck it up” og svínvirkaði. Stundum var einsog hún stjórnaði fólkinu með huganum, því það eina sem hún þurfti að gera var að horfa djúpt í augun á þeim og segja „Suck it up”. Ef hópurinn var stór setti hún hendurnar á mjaðmirnar á sér og þar með voru allir á hennar bandi. Mannorðið hennar breiddirst út einsog eldur um sinu. Hún var umtöluð sem konan sem lét hlutina gerast. Einn Breti,

Gene 55 ára bankastarfsmaður sagði eitt sinn um hana: „She just looked at me and said it, and I just felt myself starting doing things I´d never done before. I just....started shoveling the pavement!!” Þannig fékk hann starfsmaður mánaðarins verðlaunin því án hans hefðu þeir þurft að loka bankanum þá vikuna. Hann lifir hamingjusamur eftir þetta og nú mokar hann alltaf stéttina ef það snjóar, bæði í vinnunni og heima hjá sér.

Það leið ekki á löngu fyrr en Nanina var búin að ná til allrar þjóðarinnar. Skóflur voru keyptar í massavís og mannbroddar komu til sögunnar. Snjómoksturstækin sem höfðu alltaf bara verið til skrauts því þau voru svo karlmannleg og kúl, voru tekin í notkun, en það gerðist nú ekki fyrr en 2027, þróun tekur tíma. Því miður voru svo heilsársdekk líka sett á markaðinn, þannig að í dag er ekki hægt að fara í göngutúr til að hlæja af Englendinum keyra í snjó. En ég á nokkur myndbönd af því sem ég setti á You Tube, svona til minningar.

21

Page 22: sæmundur juni 2011

Nám erlendis opnar fyrir manni heim möguleika og tækifæra. Það eru mörg háskólasvæði, námsleiðir og lönd að velja úr og valkostirnir virðast endlausir.

Að sækja sér upplýsinga getur verið lýjandi og margar spurningar kvikna hjá flestum námsmönnum; Hvernig á ég að sækja um? Hver er umsóknarfresturinn? Hvert á ég að fara? Hvar á ég að búa? Þarf ég að sækja um stúdentavísa? Hvern hef ég samband við?

KILROY education er frí ráðgjöf fyrir ungt fólk og námsmenn sem vilja fara í nám erlendis. KILROY getur aðstoðað þig við að sækja um nám erlendis og veitt þér upplýsingar um ýmsa háskóla og bóknámsskóla (colleges) sem bjóða upp á það sem þú hefur áhuga á að læra.

KILROY eru fulltrúar fyrir mjög virta háskóla í Kína/Hong Kong, Japan, Singapore, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Englandi, Kanada og Bandaríkjunum. Allt eru þetta gæðaháskólar sem einbeita sér mikið að alþjóðlegum námsmönnum.

Hafið samband:Almennar fyrirspurnir: [email protected] Solveig Berge – námsráðgjafi: [email protected]

Lise – Nám erlendis, Curtin University (Ástralía)

„Það sem mér finnst mest spennandi við nám erlendis er hugmyndin um að þurfa að aðlagast nýju landi, nýrri menningu og nýju fólki á sama tíma og maður er að reyna að hefja nýtt líf. Það er engin spurning að það að læra erlendis víkkar sjóndeildarhringinn og hleypir nýjum áskorunum inn í líf þitt! Ég bjó með ástralskri stelpu sem ég kynntist utan háskólans, og var það virkilega skemmtilegt! Það var skemmtilegt því ég lærði svo mikið um ástralska menningu og lífsstíl og hitti fólk sem ekki var með mér í tímum í háskólanum. Ég hélt að stærsta áskorunin yrði að byrja í nýjum bekk þar sem allir þekktu alla. En fólk í Ástralíu er svo vinalegt og hlýtt! Fyrsta önnin var erfið, en mjög fræðandi. Það er samblanda af tungumálanámskeiðum og hvetjandi umhverfi háskólans sem fær þig til þess að leggja þig 100% fram og – já – ná bestri útkomu! Af öllum nemendum Curtin eru 1/3 alþjóðlegir. Það þýðir að skólinn er að mestu leyti skipulagður með tilliti til þess, sem gerir manni mun auðveldara fyrir.

Ef þú ert að hugsa um að læra erlendis – farðu! Það er þess virði! Öll reynslan, nýjir vinir og viðskiptalegur og persónulegur ávinningur er ómetanlegt! Ég átti ógleymalega dvöl sem skilið hefur eftir sig yndislegar minningar sem engin getur nokkurn tíman af mér tekið. KILROY education gerir þér þetta mögulegt, svo taktu sénsinn!“

Kilroyeducation

Kilroy education reynslusögur

22

Page 23: sæmundur juni 2011

Zina Sørensen – BSc í International Hospitality Management, The Emirates Academy (Dubai)

„Ég heiti Zina og kem frá Danmörku. Ég útskrifaðist árið 2009 frá akademíu furstadæmana (The Emirates Academy). Ég gekk í akademíuna árið 2005 um leið og ég lauk við menntaskóla. Akademía furstadæmana veitti mér ótal tækifæri til að auka við hagnýta þekkingu mína í gegnum starfsnám, starfsreynslu og hlutastörf. Á lokastigum námsins leggur skólinn aukna áherslu á að að kynna útskriftarnemunum fyrir forkólfum úr viðskiptalífinu og stuðla að tengslamyndun (networking ). Þetta gera þeir í gegnum framakynningar í háskólanum (career fairs), líkt og Framadaga, og einnig með því að bjóða athafafólki úr iðnaðinum að koma og vera með kynningar. Hvað sjálfa mig varðar, er ég um þessar mundir að vinna í Cairo, Egyptalandi, fyrir alþjóðlega hótelkeðju á fimm stjörnu hóteli í hjarta borgarinnar. Hvernig fékk ég þetta starf ? Ég var hvött áfram af starfsmanni skólans að sækja um starfið á meðan á framakynningu stóð í Akademíunni og var ég ráðin áður en ég hafði einu sinni náð að ljúka við gráðuna mína. Gráða úr The Emirates Academy veitir þér réttindi til þess fara út á vinnumarkaðinn með traustan námsbakgrunn. Reynslan að hafa lært í Dubai auðgar sannarlega lífið og veitir manni víðari sýn á hlutina. Að læra erlendis á einstökum stað eins og Dubai þróar með manni marga eiginleika, líkt og menningarlegt umburðarlyndi og góða þekkingu á iðnaðinum. Ef ég gæti gert þetta allt aftur myndi ég ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut.“

Tine Cecilie – Master of Business, University of Sidney (Ástralía)

„KILROY education reyndist mjög vel þegar kom að því að finna rétta háskólann fyrir mig. Það var gott að geta talað við einhvern sem þekkti til mismunandi háskóla og hvað þeir höfðu upp á að bjóða. Ég ákvað að fara í Háskólann í Sidney. Sá skóli hafði þær greinar og einingar sem mér fannst vera áhugaverðastar og mest spennandi. Ég hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun minni!Ég mæli með því við alla sem hafa færi á að fara í nám erlendis að grípa tækifærið! Þú hittir fólk allstaðar að úr heiminum og myndar ný tengsl sem geta gagnast þér bæði í vinnu og í þínu persónulega lífi. Ég hef lært svo mikið um sjálfa mig og um fólk með ólíkan bakgrunn og menningu. Ég mun taka þess reynslu og þekkingu með mér út í lífið!“

Kilroy travelsKILROY er fyrirtæki sem er sérhæft í því að bjóða upp á vörur og þjónustu sem er sniðið að þörfum ungs fólks og námsmanna gagnvart ferðum og menntun.

KILROY travels býður upp á bakpokaferðirog ferðir um ótroðnar slóðir fyrir ungt fólk og nemendur aðra ævintýragjarna ferða-langa. „Vertu könnuður!“, segja KILROY ráðgjafar við ferðalanga. Þetta snýst allt um að rannsaka og kanna mannlega eigin-leika sína; að velja slóðir sem maður hefur ekki áður gengið. Þetta snýst um lífsstíl þar sem þú hefur óslökkvandi ástríðu gagnvart því að finna nýjar áskoranir hvar svo sem þær kunna að leynast í hinum stóra heimi! Ferðaráðgjafar KILROY hafa næga reynslu sem bakpokaferðamenn og hafa ferðast um gjörvallan heiminn! 23

Page 24: sæmundur juni 2011

Í janúar fór ég í vettvangsferð til Kenya. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að gefa okkur reynslu af því að vinna að rannsóknum í þróunarlandi og það er engin spurning að þótt þetta hafi bara verið 10 dagar þá hefur þessi upplifun kennt mér mikið.

Við flugum til Nairobi, höfuðborgar Kenya, yfir nótt og lentum snemma um morguninn. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði komið til Afríku og ég iðaði af spenningi. Við keyrðum í 4 tíma frá flugvellinum að hóteli sem heitir Lake Elementaita Lodge þar sem við sváfum í eina nótt. Það var ágætis frí áður en við fleygðum okkur í djúpu laugina. Við fengum smá tíma til að hvíla okkur eftir langt ferðalag og undirbúa okkur fyrir rannsóknirnar sem við áttum eftir að framkvæma þegar komið væri á leiðarenda.

Daginn eftir lögðum við eldsnemma af stað og keyrðum í 8 klukkutíma. Á leiðinni fengum við góða mynd af landinu, en við keyrðum í gegnum borgir, bæi og þorp og sáum fólk

af öllum gerðum. Við sáum risastór einbýlishús við hliðina á fátækrahverfum fullum af bárujárnskofum. Alls staðar fengum við heilmikla athygli. Hvítt fólk er greinilega ekki mjög algengt þarna og þessi tilfinning varð bara sterkari eftir því sem lengra inn í landið var komið.

Að lokum komum við að litlu þorpi sem heitir Marich. Það er staðsett neðst ofan í The Great African Rift Valley þar sem Afríku og Kyrrahafsflekarnir eru smátt og smátt að gliðna í sundur (??). Þetta er mjög þurrt landsvæði og vatnsskortur er þarna viðvarandi vandamál, sérstaklega á þurrkatímum. Janúar er einmitt á miðju þurrkatímabili og vatnsskorturinn var augljós.

Þetta þorp er gífurlega fátækt. Í þorpinu er lítil rannsóknarmiðstöð sem heitir Marich Pass Field Study Centre. Þar er smá aðstaða fyrir rannsakendur til að dveljast um tíma í þorpinu og er landfræðideild Sheffield Háskóla í nánu samstarfi við þessa miðstöð.

Um mig:

Ég heiti Halldóra Theódórsdóttir,

ég er 27 ára gömul, ég er með BS gráðu

í Landfræði frá Háskóla Íslands.

Ég er núna í mastersnámi í

Sheffield Háskóla þar sem heitir

„Master in Public Health in

International Development”

og snýst um heilsu og þróunarmál.

Að koma jákvæðu til leiðar -Vettvangsferð til Kenya

24

Page 25: sæmundur juni 2011

Við sváfum í litlum steypukofum á einföldum rúmum umkringd moskítónetum. Ég hafði talsverðar áhyggjur áður en ég kom á staðinn að ég myndi eyða öllum tímanum taugaveikluð af hræðslu við skordýr og köngulær, en sem betur fer er minna um slík kvikyndi á þurrkatímum og mér fannst ég vel örugg undir moskítónetinu á nóttunni. Það var lítið um renndandi vatn. Við höfðum aðgang að venjulegum klósettum á nóttunni, en annars notuðum við klósett sem voru bara klósettsetur yfir holum. Við höfðum einnig aðgang að köldum sturtum utandyra. Það var lítið rafmagn í boði og því varð mjög dimmt á kvöldin. Við gengum öll um með vasaljós og notuðum kerti til að lýsa upp kofana okkar. Þetta var ótrúleg upplifun fyrir mig, ég hef aldrei þurft að vera án rafmagns og rennandi vatns og ég hef í kjölfarið lært að taka slíkum lúxus ekki sem sjálfsögðum hlut.

Við unnum í nokkra daga í hópum og rannsökuðum alls konar hluti eins og til dæmis kynjamisrétti, notkun getnaðarvarna, aðgang að og nýtingu heilsugæslu, umhverfisáhrif, lífsviður-

væri fólksins og ýmislegt fleira. Ég kortlagði aðgang að vatni í þorpinu með því að taka viðtöl við fólk og spyrja þau út í hvar þau ná í vatn. Ég notaði GPS tæki til að geta fært upplýsingarnar á stafrænt form. Ég ræddi einnig við höfðingjann og lækna á svæðinu um kóleru og aðra vatns-tengda sjúkdóma. Auk þess mældi ég hversu öruggt vatnið í ánni sem rennur í gegnum þorpið er. Með mér í þessari vinnu var samnemandi minn Farida og við höfðum með okkur túlk úr þorpinu sem heitir Thomas.Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að vatnið í ánni er alls ekki drykkjarhæft og þar sem fólkið hefur ekki aðgang að vatni annars staðar þá er ástandið háalvarlegt. Kólerufaraldur átti sér stað í þorpinu 2007 en eftir að hann var yfirstaðinn var lítið í boði til að bæta aðstæður annað en tveir brunnar sem nú eru báðir bilaðir. Fátækasta fólkið í þorpinu býr lengst frá ánni og þar þurfa konurnar að ferðast í allt að 2 klukkutíma, þrisvar á dag, að ánni til að ná í vatn. Þær bera vatnið í 20 lítra flöskum á bakinu.(framhald bls 26)

25

Page 26: sæmundur juni 2011

Sem betur fer var okkur tilkynnt í lok ferðarinnar að vegna þess hversu alvarlegt ástandið er þá ætli háskólinn að safna pening til að bæta vatnsaðgengi í þorpinu og höfðinginn sagðist ætla að ráða einhvern til að laga brunnana.

Ég hafði á þessum tímapunkti aðeins verið í þróunartengdu námi í nokkra mánuði og mér fannst strax að ég hefði komið einhverju jákvæðu til leiðar. Það var virkilega góð tilfinning og mjög hvetjandi fyrir mig.

Það mikilvægasta sem ég lærði af ferðinni var ekki bara hvernig raunveruleg tilvera fólks í þróunarlöndum er, heldur einnig mikilvægi þess að framkvæma rannsóknir almen-nilega. Ég hafði í rauninni aldrei gert neitt þessu líkt áður og ég var því óörugg og feimin. Ég áttaði mig á því seinna að ég var ekki bara að gera sjálfri mér óleik með því, heldur er það einnig ákveðin óvirðing við fólkið sem ég var í sam-skiptum við og getur haft neikvæðar afleiðingar fyrir aðra rannsakendur sem koma á eftir mér. Það er einnig erfitt að framkvæma rannsóknir án þess að rekast á siðferðisleg vandamál sem erfitt getur verið að leysa. Til að mynda hafði það verið hefð hingað til að rannsakendur greiddu fólki fyrir viðtöl með litlum pokum af sykri eða sápustykkjum. Nú átti hins vegar að hætta því vegna þess að fólkið sem stýrir rannsóknarmiðstöðinni hafði áhyggjur af því að slíkt gæti

gert fólkið háð gjöfunum. Þetta er ákvörðun sem við tókum algerlega einhliða og við lentum í smá vandræðum þegar svo kom að því að tilkynna fólkinu það. Sem betur fer fór þetta vel á endanum, en það sýndi svo vel hversu mikið valdaójafnvægi ríkir á milli rannsakenda og íbúa þróunarlanda. Þetta er eitthvað sem allir sem vilja fara út í rannsóknir af þessu tagi þurfa að hafa í huga.

Þegar rannsóknum okkar var lokið áttum við eina góða kvöld-stund þar sem við fengum að versla hluti af fólkinu í þorpinu og hópur af þeim kom og dansaði fyrir okkur. Einnig var geit slátrað til að gefa okkur fínan mat að borða. Daginn eftir lá leið aftur að Lake Elementaita Lodge þar sem við gistum eina nótt. Hótelið var ómetanlega yndislegt eftir dvölina í Marich og við nutum þess öll að geta farið í heita sturtu. Síðasta daginn fengum við síðan að fara í nokkurra tíma safari bíltúr þar sem við sáum ljón, nashyrninga, sebrahesta, gíraffa og mörg fleiri skemmtileg dýr.

Þessi ferð var ómetanleg reynsla og ég er mjög þakklát fyrir tækifærið. Í sumar fer ég í 6 vikur til Nepal til að vinna að lokaverkefninu mínu og ég væri ekki nálægt því eins undirbúin fyrir þá ferð ef ég hefði ekki fengið að fara fyrst til Kenya með meiri stuðning en mun vera í boði í Nepal.26

Page 27: sæmundur juni 2011

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Reglubundinn sparnaður

Jón

ss

on

& L

e’m

ac

ks

jl.

is

• s

Ía

Ein besta leiðin til að spara er með reglubundnum sparnaði.

Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú

vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag.

Page 28: sæmundur juni 2011

Á Íslandi hafa orðin æska, æskulýður og æskulýðsstarf verið notuð í fjölda ára og orðið ungmenni hefur einnig verið notað samhliða þeim. En hvað merkja eiginlega þessi hugtök? Hvað er æska? Hvað fellst í æskulýðsstarfi? Hvenær hættir maður að vera ungmenni? Hver er munurinn á barni og ungmenni? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Þrátt fyrir notkun þessara orða í lögum, reglugerðum, á vettvangi ráðuneyta og sveitafélaga, hjá félagsamtökum og í háskólasamfélaginu hafa þau ekki verið skilgreind sérstakleg né nákvæmt mat lagt á það hvað fellst í þessum orðum. Skilgreiningar á þeim hafa því oftast verið háðar mati hvers og eins sem hefur þurft að taka afstöðu til orðanna og nota þau.

Árið 2007 voru þó sett ný Æskulýðslög á Íslandi (lög nr. 70/2007) og var þeim meðal annars ætlað að skilgreina hugtakið æskulýðsstarf. Lögin gilda um starfsemi félaga og félagasamtaka sem sinna æskulýðsmálum á frjálsum áhuga-mannagrundvelli, æskulýðsstarfs á vegum ríkis, sveitafélaga og í skólum eins og við á og aðra starfsemi þar sem ófélagsbundu æskufólki í skipulögðu æskulýðsstarfi er sinnt.1 Til að reyna ramma betur af um hverja lögin gilda er í 1.gr. laganna sett fram skilgreining á hugtakinu æskulýðsstarf og aldursrammi

Hvenær er maður ungur?

Höfundur:Hildur Tryggvadóttir FlóvenzFélagsmaður í SÍNE og varamaður í stjórn Landssambands æskulýðsfélaga

28

settur. Þar segir: ,,Með æskulýðsstarfi er átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum.”2 Jafnan kemur fram í 1.gr. að lögin miðist við æskulýðsstarf barna og ungmenna einkum á aldrinum 6-25 ára. Í lögunum er starfsemi Æskulýðssjóðs lögbundin en um úthlutanir úr honum gildar reglur nr. 60/2008. Í 1.gr. þeirra reglna sem og 9.gr. Æskulýðslaga kemur fram að hlutverk hans sé að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélga og æskulýðssamtaka. Hvergi kemur fram í Æskulýðslögum né reglum um Æskulýðssjóð hvað sé æskulýðsfélag og hvað séu æskulýðs-samtök eða hvort munur sé þar á og ef hann er í í hverju hann fellst. Þessi lagaákvæði og reglur verða að teljast frekar víðar og í mörgum tilvikum óljósar, einkum orðfarið ,,einkum á aldrinum 6-25 ára” og hvað teljist sem æskulýðssamtök/félag. Hvergi er lagt mat á hvaða hópur telst vera ungmenni, né hvað æska eða æskulýður sé. Þessi skortur á skýrum skilgreingum á þessum hugtökum hefur leitt til þess að skilgreining á því hvaða aðilar teljast vera ungmenni og til heyra æsku landsins, sinna æskulýðsstarfi og hvaða aðilar teljast vera æskulýðsfélag hefur í mörgum tilvikum verið óljós hér á landi.

Page 29: sæmundur juni 2011

Ísland er ekki eina landið það sem þessar skilgreingar eru ekki á hreinu. Í fjölmörgum löndum eru í gildi allskyns lög er varða ungmenni og æskulýðsstarf og getur það janvel verið misjafnt á milli laga í landi hvað telst vera ungmenni og hvað telst vera æskulýðstarf. Sem dæmi má nefna að í Finnlandi er að finna þrjár mismunandi aldursskilgreiningar á hugtakinu ungmenni. Í æskulýðslögum eru ungmenni skilgreind allir yngri en 29 ára, í lögum um opinbera atvinnuþjónustu kemur fram til ungmenna teljist þeir sem eru yngri en 25 ára og loks teljast ungmenni vera á aldrinum 18-22 ára í lögum um þjóðerni. Fleiri dæmi má nefna t.d. frá Austurríki og Bretlandi. Það er ekki eingöngu á landsvísu sem skilgreingar af þessu tagi eru óljósar.

Á vettvangi Evrópusambandsins, Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna fer fram mikið starf er varðar ungmenni og æskulýðsstarf. Meira að segja vinna Evrópusambandið og Evrópuráðið formlega saman að málefnum ungmenna og æskulýðsstarfs. Þrátt fyrir það er enginn ein skilgreining til á því hvaða hópur telst sem ungmenni og hvað fellst í æskulýðsstarfi. Það er þó ekki svo að engar skilgreiningar séu til, reyndar fer því fjarri. Skilgreiningarnar eru raunar margar og dreifðar víða um lög, reglur, tilskipanir og tilmæli frá þessum stofnunum og er ekki alltaf samhljómur á milli þeirra. Auk þess skilgreinir svo Evrópski æskulýðs-vettvangurinn (European Youth Forum), sem er regnhlífasamtök fyrir æskulýðsfélög í Evrópu, æskulýðsstarf sérstaklega og hefur með samþykktum sínum einnig skilgreint hvað felst í því að vera ungmenni og hvaða félög teljist til æskulýðsfélaga. Allar skilgreiningar á æskulýðsstarfi sem fyrir finnast á þessum vettvangi eiga það þó sameiginlegt að vera nokkuð víðtækar og horfa á æskulýðsstarf í víðum skilningi frekar en þröngum og flestar þeirra virðast vera sammála um að til æskulýðsstarf teljist bæði starfsemi sem er rekin af ungu fólki og starfsemi sem rekin er fyrir ungt fólk. Skilgreining

á því hvaða hópur telst til ungmenna er einnig misjafn. Sem dæmi má nefna að í félagsmálasáttmála Evrópu, sem sam-þykktur er af Evrópuráðinu, er víða fjallað um börn og ung-menni þó hvergi sé neinn aldur nefndir í því samhengi. Hjá Evrópusambandinu eru aldurslínurnar skýrari en í ung-mennaáætlun sambandsins (Youth in Action) kemur fram að hún sé ætluð ungmennum á aldrinum 15-28 ára og í einhverjum tilfellum á aldrinum 13-30 ára. Hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki til nein bindandi skilgreining á því hvaða hópur telst sem ungmenni líkt og er til er varðar hópinn börn (allir yngri en 18 ára eru börn) en til er óbindandi vinnu skilgreining frá árinu 1985 þar sem ungmenni eru allir á aldrinum 15-24 ára. Þrátt fyrir að alþjóðlegar skilgreiningar séu víða til að einhverju marki duga þær þó ekki til þegar kemur að landsvísu. Hvert og eitt land, þar með talið Ísland, verður að skilgreina það sjálft hvað nákvæmleg er átt við með hugtökum eins og ungmenni, æskulýðsstarf, æskulýðsfélag og æska þegar þau eru notuð í lögum og reglugerðum. Stjórn-völd í hverju landi fyrir sig verða að geta skýrt gjörðir sínar er snúa að ungmennum, æsku landsins, æskulýðsfélögum og æskulýðsstarfi með vísan í lög og reglugerðir. Óskýrar skilgreiningar á þessum hugtökum bjóða upp á geðþótta-ákvörðunartöku og ógegnsæi í málum er varðar ungmenni, æskulýðsstarf og æskulýðsfélög sem gæti leitt til mismununar. Alþjóðlegar skýringar geta þó hjálpað til við skilgreininga vinnu heima fyrir og getur verið gott að hafa þær að leiðarljósi.

Að ofangreindu er ljós að það er ekkert auðvelt svar við því hvað fellst í orðum á borð við æsku, ungmenni og æskulýðsstarf en að sama skapi er mikilvægt að skilgreina þau til að hægt sé að takast á við málaflokkin á sem jafnasta og gegnsæjastan hátt. Ungmenni og æskulýðsstarf eru mikilvæg hverju þjóðfélagi og því mikilvægt fyrir alla er koma að æskulýðsstarfi að hafa skýrar skilgreiningar á þessum hugtökum. 29

Page 30: sæmundur juni 2011

Segðu okkur aðeins frá náminu þínu ogafhverju þú valdir það?Ég byrjaði á að flytja til Svíþjóðar og hóf undirbúningsnám fyrir leiklist því áhuginn lá þar um tvítugt. Eftir að ég komst að því að leiklistin væri ekki fyrir mig lá leiðin til Árósa þar sem ég lauk háskólanámi í skapandi verkefna- og verkferlastjórnun, ég hafði heyrt af þessu námi í gegn um kaffihúsaspjall í Stokkhólmi. Inntökuprófið var langt og mjög skemmtilegt og ég fann í inntökuprófinu að ég hafði fundið mína hillu. Þetta nám hafði mikil áhrif mig allt frá sýn mína á heiminn yfir í sjálfsmynd mína og allt þar á milli. Eftir að ég lauk náminu í Árósum með öllum þeim ævintýrum sem því fylgdi s.s að flytjast til Kúbu í 3 mánuði og vinna að verkefni fór ég aftur til Svíþjóðar og lauk námi í markþjálfun og endaði í San Fransisco þar sem ég lærði leiðtogaþjálfun. Í gegn um allt þetta ferðalag hef ég kynnst mörgu góðu fólki, lært mikið um sjálfan mig og fengið fullt af skemmtilegum áskorunum ma. að þjálfa starfsfólk diplómataskóla í Washington DC og haldið fyrirlestur á leiðtogaráðstefnu í NYC.

Þegar ég lít til baka þá hef ég aldrei haft ákveðna hugmynd um hvað ég vildi læra, ég virðist hafa ákveðið allt út frá innsæi og magatilfinningu og á einhvern hátt slysast áfram. Í dag er ég ákaflega ánægður með þá leið sem ég hef valið og þakklátur fyrir þá reynslu sem ég hef fengið.

Frímann Sigurðsson 33 ára

miðbæjaríbúi. Starfa í Hinu

Húsinu sem hópstjóri/

atvinnuráðg jafi auk þess að ég

kenni og þjálfa ýmsa hópa í

markmiðasetningu og hópefli og

sinna ráðg jafastörfum í

verkefnastjórnun

Líður ákaflega vel að búa í

miðbænum og fá tækifæri á að

rölta Laugaveginn til og frá

vinnu, fá sér gott kaffi og sjá

fólk, upplifa miðbæjarstemningu.30

Frímann Sigurðsson -viðtal

Page 31: sæmundur juni 2011

Afhverju ákvaðstu að fara erlendis í nám?Ég var einungis tvítugur þegar ég flutti út og það var ævintýraþráin sem dró mig út og löngun til þess að prófa eitthvað nýtt, fannst ekki gaman í framhaldsskóla á Íslandi og trúði því að ég þyrfti eitthvað annað. Auk þess hafði ég þörf á að standa á eigin fótum.

Af hverju þetta námsland?Ég hefði getað dregið land upp úr hatti og verið ánægður með niðurstöðuna, staðsetningin hefur aldrei skipt mig máli, hef búið í Gautaborg, Malmö, Kaupmannahöfn, Árósum, Havana og San Fransisco. Þessir staðir eiga allir stóran stað í hjartanu og þykir mér ákaflega vænt um þá á mismunandi hátt. Borgirnar allar hafa gefið mér dýrmæta reynslu og verið hluti af mínu þroskaferli

Telurðu að stuðningur við íslenska námsmenn erlendis sé nægjanlegur? Hvað er gott og hvað mætti betur fara?Ég hef ekki reitt mig mikið á stuðning, ég þurfti einungis að

taka námslán í tvö ár og hef því miður ekki góða sögu að segja frá þjónustulund LÍN. Ég mundi gjarnan vilja sjá starfsfólk stofnunarinnar fara á námskeið í samskiptafærni, þjónustunámskeið og jafnvel eitthvað tengt jákvæðu viðhorfi til viðskiptavina.

Ég valdi að fara í nám þ.e. Markþjálfun og leiðtogaþjálfun sem hvorugt er samþykkt af LÍN. Að sjálfsögðu hefði það getað dregið úr vilja mínum til frekari náms að námið var ekki samþykkt af íslenskri stofnun en ég var tilbúinn að berjast til að komast í gegnum námið sem þýddi að ég þurfti að sækja um styrki og lán á öðrum stöðum og sem betur fer tókst mér það.

Myndirðu mæla með því að fólk fari utan til náms?Ég hvet alla til þess að fara utan til náms, til lengri eða styttri tíma, ég tel það vera mannbætandi. Það eru svo mörg tækifæri út um allt – það er bara að stökkva á þau og nýta og njóta þeirra. 31

Page 32: sæmundur juni 2011

Á haustmánuðum 2010 kom upp sú hugmynd að fulltrúar frá Sambandi íslenskranámsmanna erlendis (SÍNE) myndu heim-sækja Association of Norwegian Students Abroad (ANSA) til að koma á góðu sambandi á milli samtakanna. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast starfi ANSA, styrkja vinaböndin og læra nýjar aðferðir og leiðir sem að gætu nýst vel í starfi SÍNE.

Undanfarin ár hafa félögin ekki verið í miklu sambandi en stjórn SÍNE hefur fylgst með starfi ANSA úr fjarlægð og þótt mikið til koma. Það var því tilvalið að koma á sambandi íár en bæði félögin hafa starfað í um 50 ár að hagsmunum námsmanna erlendis. Þrátt fyrir stærðarmun, ANSA hefur um 8500 félaga en SÍNE 1500 félagsmenn, geta bæði félöginhagnast af nánara samstarfi og samvinnu í framtíðinni. Ekki er að finna sambærileg félög á hinum Norðurlöndunum.

Ákveðið var að leita til norska sendiráðsins á Ísland og biðja um styrk til ferðarinnar. Per Roald Landrö, menningarfulltrúi var tengiliður okkar við sendiráðið og kunnum við honum bestu þakkir fyrir góð samskipti og velvild í okkar garð.

Eftir að sendiráðið hafði tekið vel í beiðni okkar og lofað styrk til fararinnar, var haft samband við forseta ANSA, Kristoffer Moldekleiv. Hann bauð okkur velkomin í heimsókn til Osló

og útbjó dagskrá fyrir okkur þar sem að við fengum möguleika á að kynnast starfsemi ANSA frá mörgum hliðum.

Stjórn SÍNE tók þá ákvörðun að tveir fulltrúar samtakanna skyldu fara á fundinn og var ákveðið að varaformaðurinn, Sólveig Lísa Tryggvadóttir og starfsmaður, Hjördís Jónsdóttir færu sem fulltrúar samtakanna.

Skrifstofur ANSA eru staðsettar í miðbæ Osló og fengum við að kynnast margvíslegri starfsemi félagsins, m.a. útgáfu-starfssemi, þjónustu við félagsmenn, tryggingaþjónustu,starfi námsmanna sjálfra í námslöndunum og upplýsinga-miðstöð sem rekin er af ANSA. Næstu vikur og mánuði mun svo starfsmaður og stjórn SÍNE vinna úr öllum þeimupplýsingum og sjá hvernig þær munu best nýtast í starfinu fyrir íslenska námsmenn erlendis.

Það er ómetanlegt að vita af samtökum eins og ANSA sem að vinna að sömu málefnum og SÍNE og vita að við eigum góða vini í Noregi sem að við getum leitað til og skipst áhugmyndum við í framtíðinni.

Norska sendiráðinu í Reykjavík, færum við okkar bestu þakkir en án þeirra stuðnings hefði þessi ferð ekki verið möguleg.

Heimsókn til

ANSA í Noregi

32

Page 33: sæmundur juni 2011

Heimsókn til

ANSA í Noregi

Dreymir þig um að fara í nám erlendis? Taka eina önn eða fara í fullt nám?

Þá skaltu fá Kilroy með þér í lið. Hjá okkur færðu aðstoð reyndra námsráðgjafa sem hjálpa þér að rata um frumskóg tækifæranna.

Fáðu FreKari upplýsingar og HaFðu sambanD við oKKur á Kilroy.is

loKsins Kilroy á ÍslanDi

ný og spennanDi leið ÚT Í Heim

Kilroy blogs – DeilDu FerðasÖgum

ÞÍnum með Öðrum

Kilroy eDucaTion – ráðFÆrðu Þig við

oKKur varðanDi nám erlenDis

Kilroy Travels – baKpoKaFerða lÖg og ÆvinTýraFerðir umHverFis JÖrðina

Page 34: sæmundur juni 2011

Verkfræðingafélag Íslands og Stéttarfélag verkfræðinga hafa sameinast undir heiti þess fyrrnefnda. Eitt öflugt félag verkfræðinga tryggir

faglega og kjaralega hagsmuni allra verkfræðinga.

Ert þú ungfélagi? Nemendur í verkfræði geta orðið ungfélagar í Verkfræðingafélagi Íslands.

Ungfélagaaðild er ókeypis en hún veitir aðgang að þjónustu félagsins. Umsóknareyðublöð eru á vfi.is

• Virðing og jafnrétti • Fagleg ábyrgð og ráðvendni

• Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni

Sameinað félag tekur til starfa 1. júlí 2011. Upplýsingar um starfsemi félagsins

eru á vfi.is og sv.is

Stjórnenda- og sérfræðiráðningar - ráðningar sem skila árangri -

Ráðningar stjórnenda og háskólamenntaðra sérfræðinga er ein af okkar megin áherslum. Ráðgjafar Intellecta á sviði ráðninga búa yfir margra ára reynslu af ráðningum sérfræðinga og lykilmanna fyrirtækja. Leitir þú að starfi, skaltu skrá þig á www.intellecta.is.

Intellecta byggir starfsemi sína á þremur meginstoðum; ráðgjöf, ráðningum og rannsóknum.

Að gera betur í dag en í gær er drifkraftur nýrra hugsana og betri árangurs

Réttir starfsmenn í réttum hlutverkum ráða mestu um árangur fyrirtækja

Rannsóknir auka þekkingu og gera ákvarðanir markvissari

• Stefnumótun• Stjórnskipulag• Breytingastjórnun • Mannauðsstjórnun

• Ráðningar• Stjórnendaleit• Ráðgjöf um valferli • Persónuleikapróf

• Vinnustaðagreiningar• Þjónustukannanir• Kjarakannanir • 360° stjórnendamat

Ráðgjöf Ráðningar

Intellecta ehf - Síðumúla 5, 108 Reykjavík - 511 1225 - www.intellecta.is

Rannsóknir

34

Page 35: sæmundur juni 2011

Styrktaraðilar

35

Þökkum kærlega fyrir stuðninginn

Page 36: sæmundur juni 2011

Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni.

Þátttaka í Happdrætti Háskólans borgar sig – fyrir þig!

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

Er þetta hús byggtfyrir happdrættisfé?

Já, áttu ekki örugglega miða?