bls. 4 hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að...

56
MARS 2003 • 2. TÖLUBLA‹ • 8. ÁRGANGUR MARS 2003 • 2. TÖLUBLA‹ • 8. ÁRGANGUR Reyklaust Bls. 48 Börn og stéttarfélög Bls. 44 Hver ber ábyrgð? Bls. 9 Nýtt tækifæri Bls. 26 Getum lært af þeim Bls. 4 Dregið úr öryggi Bls. 14

Upload: others

Post on 01-Jan-2020

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

MARS 2003 • 2. TÖLUBLA‹ • 8. ÁRGANGURMARS 2003 • 2. TÖLUBLA‹ • 8. ÁRGANGUR

ReyklaustBls. 48

Börn og stéttarfélögBls. 44

Hver ber ábyrgð?Bls. 9

Nýtt tækifæriBls. 26

Getum lært af þeimBls. 4

Dregið úr öryggiBls. 14

Page 2: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt
Page 3: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

MARS 2003 2. TÖLUBLA‹ • 8. ÁRGANGUR

UPPLAG 20.000 EINTÖK

3F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

E F N I S Y F I R L I T

Á undanförnum vikum hafa launakjör forstjóra nokkurra stórfyrirtækjakomist í sviðsljós fjölmiðlanna. Fram hefur komið að laun þeirra eru á bil-inu 1.5 milljónir allt upp í 6 milljónir á mánuði. Árstekjur þessarra mannaeru því frá 20 og yfir 70 milljónir króna.

Í síðustu kjarasamningum á almennum vinnumarkaði var tekist á umsérstaka hækkun lægstu launa sem nú eru 93.000 kr. á mánuði. Grunnlaunnema því um einni milljón króna á ári. Launamaður með þessi laun þarfað vinna í 70 ár til að ná árstekjum Kaupþingsforstjórans.

Það eru margar alvarlegar þversagnir í þessu máli og áleitnar spurning-ar sem vakna við þessi tíðindi. Ofurforstjórarnir hafa fólk í vinnu. Hjámörgum þeirra byggjast laun forstjóranna á dugnaði og framtaki undir-mannanna. Í þessum fyrirtækjum er nú launabilið þannig að forstjórinngetur verið með tuttuguföld laun starfsmanna sinna.

Rétt er að minna á að þegar stéttarfélögin fara fram með sanngjarnarkröfur um hækkun lágmarkslauna, þá eru það oft sömu ofurforstjórar semákveða launastefnu samninganefnda atvinnuekenda. Er ekki eitthvað bog-ið við þetta?

Í reynd eru þessi launakjör glórulaus. Það er ekki hægt með nokkrumhætti að réttlæta þau. Þau byggjast ekki á vinnuframlagi. Þau bjóða for-stjórunum upp á freistingar að fara út á jaðarinn í viðskiptum og taka gríð-arlega áhættu í fyrirtækjum sínum þar sem atvinnu og öryggi hópa starfs-manna er lagt á lóðarskálar skyndigróðans.

Engin leið er að réttlæta þessi kjör með vísan til ofurlauna forstjóra ímilljónaþjóðfélögum, enda eru slík laun á undanhaldi hvarvetna í vest-rænum þjóðfélögum. Þau eru móðgun við hina almennu launamenn í fyr-irtækjunum sem oft eiga mikla hlutdeild í velgengni fyrirtækjanna.

Þegar illa gengur í fyrirtækjunum er það fáheyrt að forstjórarnir gera til-lögur um lækkun eigin launa. Mun algengara er að þeir varpi boltanumyfir á starfsmennina og geri tillögur um launalækkanir yfir línuna.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeirri breytingu á samfélaginu semhér er að verða. Þeir forystumenn í stjórnmálum og fyrirtækjum sem verjaofurlaunin eru á miklum villigötum. Því miður er staðan sú í mörgum fyr-irtækjum að starfsmenn þora ekki lengur að segja skoðun sína á launa-kjörum forstjóranna.

Gegn þessu nýja hugarfari þarf allt samfélagið að sameinast. Við eigumekki að láta það viðgangast að nýtt hugarfar gríðarlegs launamunar náifótfestu hér á landi. Við hvetjum stjórnir fyrirtækja til að hlusta ásjónarmið almennings um að slík ofurkjör eru algjörlega úr takti viðsamfélagið.

Getum lært af þeim . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4

Viðbrögð ekki í samræmi . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Ábyrgð á einkareknum leikskólum . . . . . . . . 9

Nýir sviðstjórar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Líflegir fundir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Lofsvert framtak . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13

Dregið úr öryggi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

Mikilvægi upplýsinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Störfin fjölbreyttari . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18

Taka miklum framförum . . . . . . . . . . . . . . . . 21

Íþróttakennari . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25

Nýtt tækifæri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26

Skemmtilegir fundir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30

Dvergasteinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33

Ómetanlegur stuðningur . . . . . . . . . . . . . . . . 34

Frumkvæði skiptir mestu . . . . . . . . . . . . . . . . 36

Brottvísun frá USA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40

Vinnumiðlun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42

Börn stofna ekki stéttarfélög . . . . . . . . . . . . . 44

Reyklaust . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48

Lífeyrissjóðirnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48

Krossgátan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54

Útgefandi:Efling-stéttarfélag Sætúni 1

ÁbyrgðarmaðurSigurður Bessason

RitstjóriÞráinn Hallgrímsson

BlaðamaðurRóbert Ágústsson

RitstjórnGuðmundur Þ JónssonSigurður BessasonÞórunn Sveinbjörnsdóttir

Starfsmenn á skrifstofuElva TryggvadóttirFjóla JónsdóttirGarðar VilhjálmssonGuðmundur Þ JónssonGuðrún Kr. ÓladóttirHildur KjartansdóttirHjálmfríður ÞórðardóttirHjördís BaldursdóttirHjördís ÞorsteinsdóttirHulda HafsteinsdóttirIngunn ÞorsteinsdóttirKristjana ValgeirsdóttirMargrét DavíðsdóttirSigurður BessasonSigurlaug GröndalSveinn IngvasonTryggvi MarteinssonViktoría JensdóttirÞórdís AndrésdóttirÞórir GuðjónssonÞórunn SveinbjörnsdóttirÞráinn Hallgrímsson

Úthlutunarnefnd atvinnuleysisbótaBjörk StefánsdóttirElín BaldursdóttirHallsteinn Friðþjófsson

StarfsaflMaríanna Traustadóttir

Útlit og umbrotEinn, tveir og þrír, auglýsingastofa

Prentun og bókbandOddi hf.

AuglýsingarHænir sf

Ljósmyndir og aðstoð við útgáfuRóbert Ágústsson

Aðsetur Efling-stéttarfélagSætún 1sími 510 7500/fax 510 7501

ÚthlutunarnefndÚtborgun atvinnuleysisbóta er annan hvern fimmtu-dag. Atvinnuleysisbætur eru greiddar inn á bankareikn-ing viðkomandi.Sími úthlutunarnefndar er 510 7510myndsendir: 510 7511

L E I Ð A R I

Launakjör ofurforstjóranna

Page 4: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

4 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

L E O N A R D O V E R K E F N I Ð

vorum með fyrstu hópunum sem sóttu umþennan styrk og fengum jákvætt svar, greipBirgir fram í.

Það var svo að morgni 1. febrúar síðastliðinnað við félagarnir lögðum af stað til Osló. Áflugvellinum í Osló tókum við bílaleigubíl ogfórum með farangurinn á hótel þar sem viðgistum fyrstu nóttina. Daginn eftir keyrðumvið til Sandefjord. Það var sunnudagur og eng-inn að vinna, þannig að við komum okkur aft-ur fyrir á hóteli og héldum svo í skoðunarferðum bæinn. Veðrið var mjög gott þetta síðdegi,annars var yfirleitt snjókoma eða rigning,greip Birgir aftur inn í.

Morguninn eftir fórum við eldsnemma áfætur og að loknum morgunverði héldum viðtil aðalstöðva Jötuns. Þær heita Gimle og þartók maður að nafni Hans á móti okkur. Byrjaðvar á að sýna okkur sögusafn sem fyrirtækiðhefur komið sér upp í húsakynnum sínum. Síð-an skoðuðum við skóla sem er ætlaður starfs-mönnum fyrirtækisins víða að úr heiminumþar sem vörur fyrirtækisins eru framleiddar.Þá var komið að stóru stundinni sem við höfð-um verið að bíða eftir. Við vorum leiddir inn ífyrstu málningarverksmiðjuna. Hún er nýleg

Í byrjun febrúar síðastliðinn fóru þrír félags-menn Eflingar í fyrstu mannaskiptaferðina ávegum Leonardo-verkefnisins sem Efling sóttium í lok síðasta árs. Þessir félagsmenn starfahjá Málningu í Kópavogi og heita Stefán Við-ar Egilsson, rannsóknarmaður, Sigurður Við-arsson, verkstjóri og Birgir Guðmundsson,móttökustjóri á hráefnalager. Þeir tóku vel íþað að segja ferðasögu sína í blaðinu, þegareftir því var leitað.

Upphafið að ferðinni var þannig, sagði Stef-án Viðar, að ég var að skoða Fréttablað Efl-ingar þegar ég rakst á auglýsingu um þessarkynnisferðir. Mér fannst þetta forvitnilegt ogákvað að leita eftir frekari upplýsingum hjá fé-laginu. Í beinu framhaldi af því hafði ég sam-band við mína yfirmenn og þeir tóku mér mjögvel. Það var ákveðið að hafa samband við sam-starfsaðila okkar hjá Jötun í Noregi og athugahvort að þeir væru tilbúnir til að taka á mótistarfsmönnum frá okkur í svona ferð. Svarbarst um hæl, þar sem þessari málaleitan varvel tekið og þá var okkur ekkert að vanbúnaðiað sækja um þátttöku. Seinna kom í ljós að við

Noregsfararnir í höfuðstöðvum Jötun í Noregi, frá vinstri Sigurður Viðarsson, Birgir Guðmundsson og Stefán Viðar Egilsson

Getum lært af þeim og þeir af okkurFélagsmenn í Málningu til Jötuns í Noregi

- segja þeir Stefán Viðar, Sigurður og Birgir

Þeir gætu alveghugsað sér að

það yrði tekinnupp sami

vinnutími og erí norsku verk-

smiðjunum.

Page 5: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt
Page 6: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

6 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

L E O N A R D O V E R K E F N I Ð

stakra starfsmanna og ræða við þá um ýmislegtsem fyrir augu bar. Þeir vildu líka fá að vitaýmislegt um okkar störf og reyndum við aðleysa úr spurningum þeirra eftir bestu getu.

Fátt á óvart

Hvað kom ykkur mest á óvart í ferðinni oghvaða lærdóm getið þið dregið af henni?

Nú væri fínt að hafa dagbókina sem við vor-um skyldaðir til að skrá um ferðina, sagðiBirgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekkirétt að segja að það sem við sáum og heyrðumí ferðinni hafi komið okkur mikið á óvart,nema þá birgðastöðin í fjallinu. Flest annaðhöfum við heyrt talað um. En fljótt á litið þávar stórkostlegt að sjá verksmiðjuna, þar semframleiðslunni var nánast alfarið stýrt úr einutölvuherbergi. Efninu var ýmist blásið eðadælt í blönduna sem var í undirbúningi ogátöppunin var sjálfvirk, þannig að varan komtilbúin á bretti á lagerinn. Þar tóku róbotar viðog komu þeim upp í rekka í svarta myrkri.Róbótar sáu líka um að sækja vörur í rekkana.Þarna gætum við örugglega lært eitthvað enþað mundi kosta mikla peninga að nýta þannlærdóm. Varðandi afgreiðslutímann á pöntun-um, þá fer hann eftir ákveðnum reglum og get-ur farið alveg upp í tvær vikur og framleiðslanraskast lítið. Hjá okkur getur afgreiðslutíminná 500 lítrum af málningu verið innan viðklukkustund og valdið truflunum á framleiðsl-unni. Þannig að við getum eflaust lært talsvertaf þeirra skipulagi í afgreiðslumálum. Það semvið gætum hinsvegar kennt Norðmönnumvarðar öryggismálin. Þau virtust vera í slæm-um farvegi í verksmiðjunum sem við skoðuð-um. Starfsmenn notuðu hvorki hjálma eðaeyrnarhlífar á vinnusvæðum og fleiri öryggis-þættir reyndust vera í ólestri. Þannig geta þeirlært af okkur og við af þeim.

Að lokum, kom það fram hjá þeim félögum,að þeir gætu alveg hugsað sér að það yrði tek-inn upp sami vinnutími og er í norsku verk-smiðjunum. Allavega yfir sumarið. En þarhefst vinna klukkan sex á morgnana og lýkurklukkan 14.00 og fólk hefur það sem eftir erdagsins til eigin þarfa. Þá sögðust þeir líka viljaþakka öllum sem gerðu þeim kleift að fara íþessa ferð, og ennfremur að þeir vildu hvetjaalla til dáða sem ættu þess kost að nýta sérsvona tækifæri.

og þar var svo til eingöngu framleidd vatns-málning. Það var hreint ótrúlegt að sjá alla þátækni sem stjórnaði þessari verksmiðju oghvað mannshöndin kemur orðið lítið við söguí framleiðsluferlinu.

Seinna sama dag heimsóttum við líka rann-sóknarstofu og vöruhús og sáum margt mjögáhugavert á báðum stöðum.

Næstu daga skoðuðum við fleiri málningar-verksmiðjur sem voru líkari því sem við eigumað venjast hér heima. Á fimmtudeginum fór-um við aftur í höfuðstöðvarnar og skoðuðumbirgðastöð sem er grafin inn í fjall. Þar eru öllhráefni geymd meðal annars í nokkrum 400þúsund lítra tönkum. Okkur var sagt að upp-haflega hafi þetta rými verið hugsað sem byrgief stríð skylli á. En vegna bruna árið 1976, þeg-ar verksmiðjan hjá þeim brann og 6 mannslétu lífið, hafi verið ákveðið að flytja birgða-stöðina í fjallið. Þarna inni var líka neyðarstöðog sjúkrastofur til að taka á móti slösuðu fólki.Eftir hádegi fórum við að skoða síðustu verk-smiðjuna. Að því loknu fengum við að gangaum á eigin vegum og fylgjast með störfum ein-

Það fengust ýmsar skýringar hjá starfsmönnum Jötun í Noregi

Það sem viðgætum hinsveg-ar kennt Norð-mönnum varðar

öryggismálin.Þau virtust veraí slæmum far-vegi í verk-

smiðjunum semvið skoðuðum

Efling hefur nú þegar sótt um áframhald-andi þátttöku í mannaskiptaáætlunum Le-onardóáætlunarinnar og var lögð inn um-sókn fyrir tæplega 30 starfsmenn frá sex fyr-irtækjum í fyrstu umsóknahrinu þessa árs.

Næsta umsóknarhrina er í haust og munEfling án efa taka þátt í henni einnig. Hérmeð lýsum við eftir áhugasömum félags-mönnum og fyrirtækum sem væru tilbúinnað taka þátt í þeirri umsókn.

Áframhald á þátttöku Eflingar í mannaskiptaáætlun Leonardó

Page 7: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt
Page 8: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

8 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á B Y R G Ð

sagnarbréf, segir að þremur konum sé gefið aðsök að hafa yfirgefið vinnustað sinn til að hitt-ast á fundi þann 14. janúar sl. án þess að óskaleyfis eða gera nauðsynlegar ráðstafanir vegnafjarveru. En tveimur starfsmönnum var gefiðað sök að hafa mætt á fundinn meðan þærvoru í veikindaleyfi. Hún segir að þessar ásak-anir séu fyrirsláttur. Þennan dag var ég heimahjá veiku barni, þegar ég frétti að til stæði aðhalda fund um langvarandi óánægju okkarmeð starfshætti og rekstur leikskólans, segirhún. Fundurinn var haldinn heima hjá einni úrhópnum sem hafði farið veik heim fyrr ummorguninn. Tilefnið var að við höfðum óskaðeftir starfmannafundi með leikskólastjóranumtil að ræða ýmilegt í starfsháttum á leikskólan-um sem við vorum óánægðar með en því varhafnað. Þá var haft samband við eigendur leik-

Efling stéttarfélag stendur nú í málarekstrivið rekstraraðila einkarekna leikskólansKorpukots, vegna uppsagnar fimm starfs-manna. Þrjár eru einstæðar mæður og ein á aðeiga í ágúst. Þær telja uppsögnina vera ólög-mæta og leituðu til félagsins sem hefur tekiðundir það ásamt lögmanni félagsins sem bend-ir á áminningarferli vegna minni háttar brota.Fyrirvaralaus uppsögn á ekki við nema starfs-maður hafi brotið alvarlega af sér í starfi sem áekki við í þessu tilviki.

Samkvæmt upplýsingum Eflingar hefurþessu ákvæði nær eingöngu verið beitt efstarfsmennirnir hafa beinlínis gerst brotlegirvið hegningarlög eða mætt drukknir til um-önnunarstarfa. Ekkert slíkt eigi við í þessumáli og því stefnir í að málið fari fyrir dóm.

Sara Hörn, ein af konunum sem fékk upp-

Fyrrverandi starfsmenn Korpukots talið frá vinstri, Arna Rún Guðmundsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir, Hrefna Núpdal og Sara Hörn. Á myndina vantar Karlottu Jensdóttur

Viðbrögð ekki í neinu samræmi við tilefniFyrirvaralausar uppsagnir á Korpukoti

- segir Sara Hörn, fyrrverandi starfsmaður

Page 9: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

9F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á B Y R G Ð

skólans og kvartað yfir leikskólastjóranum. Íframhaldi af því boðaði hún til starfmanna-fundar en lét vera að boða okkur fimm. Eftirfundinn upplýsti hún okkur um að aðalum-ræðuefnið hefði verið hversu slæman starfs-anda við hefðum skapað á leikskólanum, enað öðru leyti væri efni fundarins trúnaðarmál.Daginn eftir óskuðum við eftir frekari skýring-um og var þá sagt að við yrðum hver um sigkallaðar á fund.

Þetta vildum við ekki sætta okkur við ogákváðum að halda fund í hádeginu á rólegastatíma dagsins á leikskólanum. Sara segir, aðkonurnar sem komu úr vinnunni á fundinnhafi látið leikskólastjórann vita og að hún hafiekki andmælt þessum áformum. Einnig létuþær aðra starfsmenn vita, þannig að við teljumalveg fráleitt að það hafi skapast hættuástandá leikskólanum, þessa einu og hálfu klukku-stund sem fundurinn stóð eins og haldið hefurverið fram. Við gerum okkur grein fyrir aðkonurnar sem fóru úr vinnunni á fundinn vorubrotlegar, en viðbrögðin eru ekki í neinu sam-ræmi við tilefnið. Þess má geta að sólahringsíðar var tveimur okkar boðin vinna aftur oghærri laun gegn algerum trúnaði gagnvart hin-

um sem sagt var upp. En því var hafnað. Ennfremur segir Sara Hörn að konurnar

hafi ekki fengið greidd laun í uppsagnarfrestiog hafi því verið tekjulausar frá 14. janúar. Út-hlutunarnefnd atvinnuleysisbóta hafnaðibeiðni okkar um atvinnuleysisbætur þar semvið eigum inni þriggja mánaða laun í upp-sagnafresti hjá vinnuveitanda til 30. apríl nk.Við búumst hinsvegar ekki við að fá þau laungreidd fyrr en að loknu dómsmáli sem geturtekið 18 mánuði. Við höfum líka leitað til Fé-lagsþjónustunnar, og fengið þau svör að lík-lega uppfyllum við ekki skilyrði til að fá styrkieða bætur hjá þeim þannig að staða okkar ervægast sagt orðin slæm.

Aðspurð, hvað þær hefðu verið að ræða áþessum afdrifaríka fundi, segir Sara að þærhafi t.d. rætt, hvernig hægt væri að fá rekstrar-aðila leikskólans til að gera skil á öllum launa-tengdum gjöldum sem dregin hafi verið afþeim síðan í febrúar 2002. Þá hefðu þær rættum mikið vinnuálag vegna þess að alltof fáirstarfsmenn hefðu verið á leikskólanum.Einnig hefði verið rætt um starfshætti leik-skólastjórans sem þær voru allar mjögóánægðar með.

Góðir leikskólar í Reykjavík

Í áratugi hafa verið reknir leikskólar íReykjavík af öðrum en LeikskólumReykjavíkur og hafa flestir staðið sig meðafbrigðum vel en nú á síðari árum hafa ver-ið að koma upp mál þar sem dæmi eru umað rekstraraðilar valda ekki rekstrinum. Íþeirri stöðu hafa sumir rekstraraðilar ein-faldlega hætt rekstri en aðrir hafa lent íinnheimtuaðgerðum og síðan annaðhvortlokað eða komið sínum málum á hreint.

Á alvarlegra stig

En nú eru í gangi mál hjá tilteknumrekstraraðilum sem eru mun verri viður-eignar. Því miður virðist um að ræðamarkvissan ásetning um að hlunnfarastarfsmenn, brjóta lög og kjarasamningaum lögbundnar greiðslur af starfsmönnumtil opinberra aðila, sjóða og stéttarfélaga.

Það er því kallað eftir ábyrgð þeirra semleggja fé skattgreiðenda í rekstur að innraeftirlit sé með þeim hætti að starfsmönnumsé óhætt að ráða sig til vinnu.

Á undanförnum mánuðum hafa starfs-menn á nokkrum einkareknum leikskólumleitað til Eflingar-stéttarfélags vegna van-goldinna launatengdra gjalda og fleiri þáttasem ekki hafa verið í lagi hjá þessum aðil-um. Auk launa- og réttindamissis hafastarfsmenn af þessum sökum ekki getaðfengið fræðslustyrki eða notið annarraréttinda sem fylgja launagreiðslum. Það al-varlegasta er þó að geiðslur í lífeyrissjóðhafa ekki borist mánuðum saman. Hér erum bein lögbrot að ræða og mál starfs-mannanna eru nú í lögfræðiinnheimtu hjáEflingu.

Sú krefjandi spurning hlýtur að vaknahver beri ábyrgð á rekstri einkarekinnaleikskóla. Skólarnir fá rekstrarfé frá Leik-skólum Reykjavíkur og einnig rekstrar-leyfið. Einkarekstur hefur verið lausnar-orð hjá mörgum opinberum aðilum ogstjórnmálaflokkum á undanförnum árum.Spurningin hlýtur því að vera hvar ábyrgð-in liggi og hvort fé sem tekið er af skatt-peningum borgarbúa megi verja með þess-um hætti.

Hver ber ábyrgð á einkareknum leikskólum?Efling spyr

Page 10: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

10 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

S K R I F S T O F A N

málastjóra. Þá er gert ráð fyrir að sviðsstjórarfylgist með þróun á sínu sviði, bæði innanlands og utan og hafi frumkvæði við gerðkynningar og kennsluefnis. Sviðsstjórar skuluvinna að ákveðnum úttektum á stöðu sjóð-anna og sinna kennslu um sjóðina ef óskað er.Þeir koma að öllum samningum sem gerðireru á sviðinu. Sviðsstjórar sinna nefndarstörf-um fyrir félagið eftir óskum stjórnar Eflingarog tilnefningum hverju sinni.

Þessi breyting á skipulagi skrifstofu Eflingartekur gildi frá og með 1. mars 2003.

Skipulagsbreytingar hafa verið ákveðnar áskrifstofu Eflingar-stéttarfélags. Fjórir sviðs-stjórar taka við daglegri umsjón sviða. Mark-miðið er að gera allt starf á skrifstofu mark-vissara. Garðar Vilhjálmsson verður fræðslu-stjóri Eflingar, Guðrún Óladóttir, forstöðu-maður sjúkrasjóðs, Sveinn Ingvason, forstöðu-maður orlofssjóðs og Kristjana Valgeirsdóttirsem verið hefur gjaldkeri Eflingar verður fjár-málastjóri félagsins. Meginatriði í þessumbreytingum er að skilja daglega ábyrgð og um-sjón betur frá stefnumótandi og félagslegumákvörðunum.

Sviðsstjórar vinna í nánu samstarfi við for-menn sjóða. Meginatriði breytinganna eruþau að leitast er við með nýjum starfslýsingumsviðsstjóra að skilgreina ábyrgð á daglegumrekstri frá ákvörðunum sem tengjast stefnu-mótun. Sviðsstjórnar hafa umsjón með verk-efnum, sjá um undirbúning funda og framlagn-ingu gagna á fundum, samstarf við formennsjóða og aðra tengiliði og bera ábyrgð gagn-vart fjármálum með endurskoðendum og fjár-

Kristjana Valgeirsdóttir, Sveinn Ingvason, Garðar Vilhjálmsson og Guðrún Óladóttir

Sviðsstjórar á skrifstofuEfling-stéttarfélag

Orlofsuppbót

Launamenn athugiðMinnum á orlofsuppbótina.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofuEflingar í síma 510-7500, í

kjarasamningum eða á heimasíðufélagsins www.efling.is

Page 11: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt
Page 12: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

Þorbjörg Kristjánsdóttir, vinnur í fiski hjáGranda hf, og er trúnaðarmaður. Hún varmjög ánægð og sagði að margt áhugavert hefðikomið fram á fundinum. Fyrst fór fram kynn-ing á félaginu og síðan var rætt um kjaramál,orlofsmál og ýmis fleiri mál. Fundarmennkomu með margar áhugaverðar spurningarsem var svarað greiðlega og oft urðu líflegarumræður í framhaldi af því. Það sem kom mérkannski mest á óvart á fundinum, er að þaðvirðist vanta trúnaðarmenn á vinnustaði. Þaðfinnst mér mjög slæmt. Fólk virðist vera hrættvið að taka að sér trúnaðarmannastarfið, sagðiÞorbjörg.

12 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

F É L A G S M A Ð U R I N N

fyrir stjórnarmenn, starfsfólk og einnig hafafélagsmenn verið ánægðir með þessa nýjung ífélagsstarfinu. Fréttablað Eflingar leit við áeinn fundinn og ræddi við Þorbjörgu Krist-jánsdóttur í Granda og Sigurveigu KristínuGuðmundsdóttur, sem starfar hjá Björgun h.f.

Efling-stéttarfélag hefur að undanförnuhaldið morgunverðarfundi með félagsmönn-um sem valdir eru tilviljanakennt af félags-skrá. Markmiðið með fundunum er að leitaeftir skoðunum félagsmanna og viðhorfum tilstarfsemi félagsins. Á fundunum hefur átt sérstað opin umræða um alla helstu þætti í starf-inu, fjallað um þjónustu skrifstofu, orlofsmálog sjúkrasjóð Eflingar svo nokkuð sé nefnt.Einnig hefur farið fram umræða um kjaramálog stöðu þeirra í félaginu. Skemmst er frá þvíað segja að þessir fundir hafa verið gefandi

Þorbjörg Kristjánsdóttir

Líflegir morgunverðarfundirLíflegir morgunverðarfundir

Mjög ánægðmeð fundina - segir Þorbjörg Kristjánsdóttir í Granda

Page 13: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

13F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

F É L A G S M A Ð U R I N N

Sigurveig Kristín Guðmundsdóttir vinnur ímötuneyti hjá Sand og malarsölunni Björgunhf, í Sævarhöfða. Hún sagði að fram að þessuhefði hún bara greitt félagsgjaldið en að öðruleyti hefði hún lítið vitað um félagið. En núna,er ég mun upplýstari um félagsstarfið og rétt-indi mín varðandi kaup og kjör. Ég hef t.d.þurft að sækja sjúkraþjálfun að undanförnuog mér fannst gott að komast að því að ég getsótt um styrk til að greiða hana að hluta.Annars er þetta kannski ekki alveg rétt, því aðég fæ fréttablaðið sent heim og þar eru birtarýmsar gagnlegar upplýsingar. Fyrir skömmu sáég kynningu á Grunnmenntaskólanum ogákvað að sækja um og er í námi þar núna Mérfinnst þetta framtak félagsins, að boða fólk frámörgum fyrirtækjum sem vinna ólík störf, tilmorgunverðarfundar þar sem hægt er að fáupplýsingar og skiptast á skoðunum, mjöglofsvert. Ég á örugglega eftir að kynna mér fé-lagið betur því að nú er áhuginn vaknaður,sagði Sigurveig að lokum.

Sigurður Bessason við hlið Péturs Guðjónssonar sem stjórnaði fundunum

Lofsvert framtak- segir Sigurveig Kristín Guðmundsdóttirhjá Björgun

Page 14: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

14 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M Ó T M Æ L I

breytingar leiði til bætts öryggis á vegum.Þvert á móti telja starfsmenn að verið sé að

draga úr öryggi og að ekki séu gerðar sömukröfur til undirverktaka Vegagerðarinnarvarðandi hvíldartímaákvæði og starfsmannaVegagerðarinnar. Starfsmenn benda á aðVegaeftirlitið fylgist grannt með starfsmönn-um Vegagerðar eins og þeim ber skylda til enþað sama gildi ekki um verktaka hjá Vega-gerðinni. Fram kemur hjá starfsmönnum aðhjá þeim verktökum sem hafa tekið að sérsnjómokstur hjá Vegagerðinni á Hellisheiði ogVesturlandsvegi séu hvíldartímamál þverbrot-in.

Verklýðsfélagið Rangæingur er með mál ígangi á hendur verktakanum sem sér umRangarvallasýslu vegna brota á hvíldartíma.

Það vekur sérstaka athygli starfsmanna aðVegagerðin gerir ráð fyrir að sérstakur bíllverði til aðstoðar við verktaka fyrstu eitt til tvöárin sem umsjón vega er í höndum verktaka.Starfsmenn benda réttilega á að verstu veðrinná til alls þessa svæðis og þá gagnast lítið einnbíll til viðbótar en spyrja jafnframt hvað geristeftir tvö ár þegar þessi bíll fellur út.

Efling mótmælir þessum áformum Vega-gerðarinnar að leggja niður vel rekna rekstrar-einingu og er þá sérstaklega með tilliti tilstarfsmanna Vegagerðarinnar sem þjónaðhafa fyrirtækinu dyggilega og þá ekki síðurvegna öryggissjónarmiða.

Efling mótmælir því að öll verk á sviði Veg-argerðarinnar verði hagkvæmari með því aðsetja þá í verktöku. Ólíklegt verði að telja aðverktakar liggi með þann tækjabúnað sem tilþarf til þess að geta boðið í verk að þessumtoga hjá Vegagerðinni enda hafa stærri verk-takar ekki sinnt því að bjóða í þessi verk. Ver-ið sé að fórna öryggissjónarmiðum vegfarandaog vinnuumhverfi starfsmanna fyrir verulegaminni hagsmuni. Efling bendir á aðrar lausnirtil að spara fé í fyrirtækinu.

Reynslan sýnir okkur að í stað vel skipu-lagðrar þjónusu við vegina taka við einyrkjarsem treysta því að fá að vinna óáreittir langt útfyrir eðlileg tímamörk.

Efling skorar á Vegagerðina að endurskoðamálið, vegna öryggissjónarmiða, ástands ávinnumarkaði og síðast en ekki síst vegnaþeirra starfsmanna sem unnið hafa ötult starfá vegum Vegagerðarinnar. Þá hafa starfsmennsent forsætisráðherra bréf þar sem þeir óskaíhlutunar hans um málið.

Formaður Eflingar, Sigurður Bessason, hef-ur á undanförnum vikum fundað með starfs-mönnum Vegagerðarinnar eftir að fyrirtækiðákvað að leggja niður starfstöðina í Grafar-vogi og segja um leið upp 18 starfsmönnum af33 frá og með næstu áramótum. Jafnframtliggur fyrir að sumarstörfum verður fækkaðsumarið 2003 og ekki verði þörf fyrir þau störfað mati Vegagerðarinnar 2004. Þessi áformhafa vakið mikla reiði og vonbrigði starfs-manna á sama tíma og ríkisstjórnin tilkynnirum milljarða fjárframlög til vegagerðar um alltland. Þá telja starfsmenn að þessi áform muniþýða verulega slökun á öryggiskröfum á þjóð-vegunum þegar þetta er komið til fram-kvæmda.

Ekki hafa samt verið lagðar fram neinar töl-ur um rekstrarlegan sparnað af þessum áform-um eða það hafi verið sýnt fram á að þessar

„Dregið úr öryggi vegfarenda“Efling mótmælir uppsögnum Vegagerðarinnar

- segja starfsmenn

Efling mótmælir því að öll verk á sviðiVegargerðarinnar verði hagkvæmari

með því að setja þá í verktöku

Smelltu á www.efling.is

Page 15: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt
Page 16: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

16 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

V I N N U S T A Ð A H E I M S Ó K N I R

Hvað launamálin varðar, þá voru þær sam-mála um að fólk væri ekki sátt við þau og aðmikið vantaði uppá til að svo gæti orðið. Þaðmætti t.d. athuga hvort ekki væri hægt aðfjölga launatengdum námskeiðum til að bætakjörin.

Öflugri miðlun upplýsinga

Aðspurðar um trúnaðamannastarfið, svör-uðu þær að starfstími þeirra á þeim vettvangiværi skammt á veg kominn. En samt hefðunokkur erfið mál komið upp sem misjafnlegahefði gengið að leysa úr svo vel væri. Vinkon-urnar sögðu jafnframt að hin hliðin á starfinuþ.e. að miðla upplýsingum til vinnufélagannaværi mun jákvæðari og skemmtilegri og þessvegna hefðu þær ákveðið að vera mjög dug-legar við þau störf. Á næstu vikum, langar þærlíka til að halda fund með starfsmönnum þarsem alls konar upplýsingar um réttindi ogskyldur berast til þátttakenda, þeim til mikilsgagns og gleði.

Þær telja að vinnufélagarnir séu frekar illaupplýstir um þessi mál og þær vilja gera semmest til að bæta úr því, sögðu þær Magðalenaog Sigrún að lokum.

Flestir hafa einhvern tíman heyrt minnst ogElliheimilið Grund, og margir vanið komursínar þanga í heimsókn til ættingja og vina ígegnum árin. Dvalar- og HjúkrunarheimiliðGrund, eins og það heitir í dag var vígt við há-tíðlega athöfn 29. október 1922 og varð 80 áraá síðasta ári. Núna starfa þar nokkrir tugir Efl-ingarfélaga við umönnun heimilsfólks, ræst-ingar og fleira, flest konur. Og að þessu sinniheimsækjum við nokkrar af þessum dugmiklukonum til að forvitnast aðeins um líf þeirra ávinnustaðnum.

Fyrst hittum við Magðalenu Kristinsdótturog Sigrúnu Kristjánsdóttur. Þær eru trúnaðar-menn Eflingar á Grund og tóku við starfinu ídesember síðastliðnum. Magðalena hefur unn-ið við umönnun í 6 ár en Sigrún í 15 ár. Þærsögðu að aðbúnaður fyrir starfsmenn og vinnu-aðstaða hefði skánað mikið á undanförnumárum og væri alveg þokkaleg núna. Við höfumaðgang að fataskápum sem hægt er að læsa ogmötuneyti. Svo eru komnar lyftur til að auð-velda samgöngur á milli hæða. Sigrún vinnur ánæturvöktum og vinnutíminn væri frá klukkan11.30 - 07.30 á morgnanna. Magðalena vinnur átvískiptum vöktum, annað hvort á morgunvakteða kvöldvakt. Það er algengasta vinnufyrir-komulagið hjá starfsmönnum á Grund.

Mikilvægast að miðlaupplýsingumMikilvægast að miðlaupplýsingum

Í heimsókn á Grund

- segja Magdalena Kristinsdóttir og Sigrún Kristjánsdóttir

Væri hægt aðfjölga launa-

tengdum nám-skeiðum til að

bæta kjörin

Page 17: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

17F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

V I N N U S T A Ð A H E I M S Ó K N

betur fer mjög sjaldan. Launin eru nokkuðgóð, en það er ekki hægt að segja það sama umveðrið. Sérstaklega á veturna. Stundum eruhaldnar skemmtanir fyrir starfsfólkið, þar semboðið er upp á mat og tónlist. Þá mæti ég til aðborða og dansa, sagði þessi geðþekka kona ogdansaði áfram um gólfið með moppuna íhöndunum.

Jónína Þorvaldsdóttir, vinnur á tvískiptumvöktum við aðhlynningu á Grund. Á morgun-vaktinni er unnið frá 08.00-15.30 en á kvöld-vaktinni frá 15.30-23.30. Einnig er hún aðstarfi aðra hvora helgi. Launin er afskaplegalág, segir hún. Í þessu ábyrgðamiklu starfimundi ég vilja sjá þau svolítið hærri, segir hún.Starfsandinn er mjög góður á deildinni þarsem ég vinn og konurnar eru afskaplega dug-legar í sínum erfiðum störfum, segir hún.

Ég var að koma úr þriggja vikna vetrarleyfi,sem ég notaði aðallega til að vera heima hjámér og finnst ég vera alveg endurnærð. Ég telað það sé alveg nauðsynlegt fyrir okkur semvinnum við aðhlynningu, að geta tekið frí yfirvetrartímann til að endurnýja kraftana.

Við erum með starfsmannafélag sem sér umað halda árshátíð og svo er yfirleitt farin einferð út á land á sumrin. Þá eru haldin spila-kvöld og ýmsar fleiri uppákomur sagði Jónínaað lokum.

Á einum ganginum varð kona á vegi mínum.Hún var mjög kvik í hreyfingu, þar sem húnstýrði moppunni fimlega á gólfinu. Hún sagð-ist heita Dechen Namgyal og vera frá Tíbet, enhefði búið á Indlandi þar til fyrir tveimurárum, þegar hún kom til Íslands til að vinna áGrund. Ég hef allan tímann unnið við ræsting-ar og vinnufélagarnir eru mjög hjálplegir efeinhver vandamál koma upp. En það er sem

Í borðsalnum, var Marta Jensen, að fjarlægjaóhreint leirtau af borðum, en gaf sér samt tímatil að ræða stuttlega við okkur. Marta sagði aðfyrir utan það að hreinsa af borðum, þá sæihún um að skammta matinn og bera á borð.Síðan þyrfti að vaska upp og skúra gólfið. Íkaffitímum gengur þetta eins fyrir sig. Ég vinnfrá sjö að morgni til þrjú síðdegis og aðra hvorahelgi. Launin eru frekar lág eins og verka-mannalaun eru yfirleitt, segir hún.

Við erum fimm hér sem vinnum í borðstof-unni og samvinnan er mjög góð hjá okkursagði Marta að lokum og hélt áfram við leir-tauið.

Jónína Þorvaldsdóttir

Marta Jensen

Dechen Namgyal

Jónína Þorvaldsdóttir

Duglegar konur íerfiðum störfum

Dechen Namgyal

Hjálplegir vinnufélagar

- segir Marta Jensen

Mjög góð samvinna

Page 18: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

18 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

F O R V A R N I R

Eru margir sem leita til ykkar? Til mín á göngudeildir komu um 950 manns

á sl. ári., sem er þá bæði vegna heilbrigðisvið-tals, sem öllum nýjum starfsmönnum er boðiðupp á, ónæmisaðgerða eða annarra vandamálasem eru tengd vinnu, segir Linda.

Ýmsir starfshópar leita til starfsmanna-sjúkraþjálfara. Oftast er fólk að biðja okkurum að meta vinnuaðstæður og leiðbeina umgóða líkamsbeitingu, t.d. eru þeir sem vinnavið skjávinnu duglegir að leita til okkar og viðstundum beðnar um að gefa ráðleggingar þeg-ar verið er að breyta vinnuaðstæðum eðakaupa inn húsgögn. Sumar legudeildir fá okk-ur reglulega í heimsókn og er þá tekin verklegkennsla í góðri líkamsbeitingu, segir Guðný.

Eru einhver sérstök störf tekin og metin meðtilliti til álags?

Ekkert eitt starf er metið frekar en annað, envið vitum að ákveðin störf geta valdið meiri á-lagi en önnur.

Ég vil benda á að í vinnuverndarlögunumfrá 1980 er ekki gerð krafa um áhættumat, ennú er til umræðu á Alþingi, frumvarp til lagaum breytingu á vinnuverndarlögunum og erþar gerð krafa um að fyrirtæki framkvæmi á-hættumat, segir Linda.

Rannsóknir sýna að sá hópur sem minnstnotar af hjálpartækjum eru ósérhæft starfsfólk.Hvernig bregðist þið við því?

Fyrst og fremst með námskeiðum og fræðslu.Á sjúkrahúsinu er til dæmis boðið upp á nám-skeið í vinnutækni, þar sem farið er í líkams-beitingu og notkun hjálpartækja. Það hefurgengið erfiðlega að fá starfsmenn í umönnuntil að koma á þessi námskeið, en mikilvægt erað deildarstjórar hvetji sitt fólk til að sækjaþessi námskeið og auðveldi þeim það t.d. meðþví að leyfa starfsfólki að fara í vinnutíma.

Mikið er um að fólk gefist upp vegna álags íræstingum og mötuneytum. Hafa verið gerðareinhverjar rannsóknir á þessum vinnusvæðum?

Innan LSH hafa verið gerðar rannsóknir umlíðan starfsmanna við hin ýmsu störf t.d. gerðiSigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingurrannsókn á líðan starfsmanna í eldhúsi ogþvottahúsi árið 2000.

Oft virðist fólk hætta vegna þess að því finnstþessi störf vera of einhæf. Þess vegna þarf aðleita leiða til að gera störfin fjölbreyttari ogstarfsumhverfi sem ánægjulegast fyrir starfs-fólk segir Linda.

Heilsuefling-forvarnarátak

Samhliða forvarnarstarfinu höfum við veriðmeð nokkur átök í gangi þar sem fjallað er umsamskipti og heilsu. Í febrúar vorum við meðheilsueflingarátak sem stóð yfir í hálfan mán-uð. Boðið var upp á gönguferðir, æfingar í hlé-um, blóðþrýstingsmælingar, þrekpróf og fitu-mælingar. Einnig bauð eldhúsið upp á hollustu-rétti og fræðslu. Starfsfólki líkaði þetta vel þvíað um tvöhundruð og fimmtíu manns tóku þáttí átakinu, Guðný.

Linda er hjúkrunarfræðingur starfsmanna ogstarfar innan deildar sem fæst við heilsu, ör-yggi og vinnuumhverfi og segir markmið deild-arinnar að stuðla að því að vinnuumhverfistarfsmanna sé í samæmi við lög og reglugerð-ir um heilsu, öryggi og vinnuumhverfi. Lögðer áhersla á vellíðan á vinnustað, að starfs-menn fái tækifæri til að þroskast í starfi, fáihvatningu og stuðning og finni fyrir öryggi.

Guðný er einn af þremur sjúkraþjálfurumstarfsmanna sem vinna á LSH. Sjúkraþjálfararstarfsmanna vinna með ýmsum leiðum að for-vörnum gegn álagseinkennum og starfa oft ísamvinnu við deild skrifstofu starfsmannamála.

Nýlega var gefin út námsskrá á vegum LSHþar sem kynnt eru ýmis námskeið sem starfs-fólk hefur greiðan aðgang að. Sum þessaranámskeiða hafa það meginmarkmið að fræðastarfsfólk um leiðir til að draga úr álagi í vinn-unni t.d. með góðri líkamsbeitingu, hagræðinguí vinnuumhverfi, bættum samskiptum, hreyf-ingu, slökun o.fl. Fréttablað Eflingar ræddi viðþær Lindu og Guðnýju um þetta forvitnilegaefni.

Linda Björnsdóttir og Guðný Gunnsteinsdóttir

Leita leiða til að störfinverði fjölbreyttari- segja þær Linda Björnsdóttir og Guðný Gunnsteinsdóttir

Þær fást viðforvarnir sem

tengjast vinnu-umhverfi starfs-fólks á Lands-spítala - há-

skólasjúkrahúsi.

Page 19: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt
Page 20: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

20 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Í N Á M I

Sigurrós Kristinsdóttir er deildarstjóri áleikskólanum Sólhlíð og hefur verið trúnaðar-maður í rúmt ár. Hún var mjög ánægð meðnámskeiðið og sagði að námsefnið falli mjögvel að starfi trúnaðarmanna. Við höfum lærtheilmikið á síðustu dögum um kjarasamninga,vinnurétt, starfsemi stéttarfélagsins og sam-skipti á vinnustöðum. Ég er ekki í nokkrumvafa um að allir sem tóku þátt í þessu nám-skeiði, eru mun hæfari til að gegna þessu starfi,og hafa meiri möguleika á að aðstoða vinnu-flélaga sína í erfiðum málum, sem geta komiðupp á vinnustöðum. Ég vil nota þetta tækifæritil að þakka starfsmönnum félagsins, sem hafastaðið að þessu námskeiði, kærlega fyrir frá-bæra frammistöðu við skipulag og aðbúnaðþessa daga sem við höfum dvalið í húsakynn-um félagsins, sagði Sigurrós og brosti.

Einar Guðbjartsson, vinnur í Bækistöð 4 hjáGatnamálastjóra og hefur verið trúnaðarmað-ur í tæp tvö ár. Hann sagði að þetta væri fyrstatrúnaðarmannanámskeiðið sem hann hefðisótt, og að fyrirlestrar leiðbeinenda hefðufjallað um ákveðið námsefni sem tengdiststörfum trúnaðarmanna. Núna er verið aðfjalla um vinnurétt og það stendur kannskiupp úr hjá mér í augnablikinu, vegna þess aðleiðbeinandinn setur efnið upp á alveg frábær-an hátt. Haukur Harðarson fjallaði um starf ogstöðu trúnaðarmanna og gerði það mjög vel.Starfsmenn félagsins fjölluðu um kjarasamn-inginn og starfsemi félagsins af skörungsskapog Rannveig Einarsdóttir fór í gegnum náms-efni sem fjallaði um einelti og samskipti ávinnustað. Hópurinn hefur verið mjög samstil-tur og skemmtilegur, og þessi vika hefur veriðafskaplega gagnleg og á örugglega eftir aðbæta samskipti þátttakenda við félagið, sagðiEinar að lokum.

Einar Guðbjartsson

Á trúnaðarmannanámskeiði

- segir Einar Guðbjartsson hjáGatnamálastjóra

Afskaplega gagnlegt

- segir Sigurrós Kristinsdóttir áleikskólanum Sólhlíð

Höfum lært heilmikið

Sigurrós Kristinsdóttir

Page 21: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

21F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Í N Á M I

við íslenskunámið heldur og einnig brá sér íhlutverk barnfóstru þegar þannig stóð á. Þátt-takendur á íslenskunámskeiðinu voru á laun-um frá Hótel Loftleiðum meðan á námskeiðistóð, en það fór fram í þingsölum hótelsins.Áhugi kvennanna var slíkur að þær kom ánámskeiðið á frívöktum sínum og þá vorustundum „auka“ nemendur með í för.

Dagný Jónsdóttir, yfirþerna á hótel Loftleið-um, segir að námskeiðin hafa tekist mjög velog árangur framar vonum. Hún segir einnig aðkonurnar hafið tekið mjög miklum framförumog ekki síður að öll samskipti á vinnustaðnumeru auðveldari þar sem skilningur kvennannaá tungumálinu og íslensku samfélagi hafi auk-ist. Dagný sagði að lokum að áhugi kvennannaá áframhaldandi íslenskunámi sé mikill og ætliþær flestar að halda áfram.

Hópur Eflingarfélaga sem starfa hjá hótelLoftleiðum og hafa ekki íslensku að móður-máli, hafa stundað íslenskunám frá því í nóv-ember á síðasta ári. Dagný Jónsdóttir, yfir-þerna á hótelinu segir að konurnar hafi tekiðmiklum framförum og samskiptin á vinnu-staðnum séu nú mun auðveldari.

Mikil og góð samvinna starfsmanna ogfræðslusjóðs Eflingar-Starfsafls varð til þess aðútlendar þernur sem starfa hjá hótelinu hafasótt starfstengt íslenskunámskeið á vinnu-staðnum frá því í nóvember s.l. Fyrra nám-skeiðið þótti takast það vel að framhaldsnám-skeið var haldið í samvinnu við hótelið aftur íjanúar og febrúar.

Kennari frá Mími-símenntun sá ekki ein-göngu um að fræða þátttakendur og leiðbeina

Gaman að læra íslensku með Hólmfríði kennara sem sinnir barnfóstruhlutverkinu um leið og kennslunni

Taka miklum framförumÞernur á Loftleiðum í starfstengdri íslensku

- segir Dagný Jónsdóttir

Áhugi á áfram-haldandi ís-

lenskunámi ermikill og flestarætla að halda

áfram

Page 22: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

22 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

F R Æ Ð S L A

umsóknir og inngöngu í námið fengu 54 starfs-menn. Farið var eftir starfsaldri og fleiri mats-þáttum.

Námið hófst svo 4. og 5. febrúar s.l. og erannar hópurinn á morgnana og hinn hópurinnsíðdegis einu sinni í viku. Stefnt er að því aðnáminu sé lokið í desember 2004.

Það gleður okkur hve stór hópur er áhuga-samur um þetta nám, segir Þórunn H. Svein-björnsdóttir, sem unnið hefur með samstarfs-fólki að menntamálum þessa hóps í langantíma.

Efling-stéttarfélag og Félagsþjónustan íReykjavík gerðu með sér samkomulag í síð-ustu samningum að boðið yrði upp á náms-braut fyrir starfsmenn heimaþjónustu og um-önnunar. Í náminu yrði tekið tillit til reynslu ogstarfsaldurs. Það hefur verið unnið að þessarileið á mörgum stöðum til að tryggja það aðnámið yrði sniðið að þörfum starfseminnar ogeinnig að það uppfyllti kröfur í menntakerfinu.

Námið var kynnt á haustdögum fyrir starfs-mönnum og þeim gefinn kostur á að sækja umtil Félagsþjónustunnar. Það komu tæplega 90

Námsráðgjöf Eflingar og Starfsafls hefurhaldið áfram á fullum krafti. Um er að ræðanámsráðgjafa sem fer á vegum félagsins út ávinnustaði t.d. í kaffistofu fyrirtækis og ræðirvið félagsmenn Eflingar um áhuga þeirra ánámi eða styttri námskeiðum, styrki til mennt-unar og þá möguleika sem bjóðast.

Það er sívaxandi áhugi á námi meðal félags-manna Eflingar, fólk vill bæta þekkingu sínaen er stundum óöruggt um hvernig skuli stígafyrstu skrefin, segir Gunnlaug Hartmannsdótt-ir námsráðgjafi. Einnig er mikið um það aðfólk viti ekki nákvæmlega hvar þau standi,hvort þau eigi að fara í byrjunarnámskeið íensku eða framhaldsáfanga; hvaða tölvunám-skeið henti þeim o.s.frv. Þá er einnig mikiðspurt um möguleika á styrkjum og hvernigskuli bera sig að við þau mál. Einnig er fólkiboðið að koma í einkatíma í námsráðgjöf íframhaldi af heimsókn okkar á vinnustaðinnog þó nokkrir hafa nýtt sér það, sagði Gunn-laug.

Fréttablað Eflingar leit við niður í Samskip-um um þar sem Gunnlaug var að spjalla viðnokkra hressa Eflingarfélaga sem vildu kynnasér möguleika sína til náms og námsstyrkja.

Frá námsráðgjöf hjá Samskipum

Við upphaf námsins mátti greina mikla eftirvæntingu

Áfram námsráðgjöf á vinnustöðum Þjónusta fyrir þig?????

Samskipsmenn áhugasamir

Stór hópur mjög áhugasamurStór hópur mjög áhugasamurNýtt nám í félagsþjónustu hittir í markNýtt nám í félagsþjónustu hittir í mark

- segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir

Page 23: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt
Page 24: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

24 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

A Ð N E M A L A N D

af stað 28. janúar síðastliðinn, og hófu 16 nem-endur námið. Hólmfríður E. Guðmundsdótturverkefnastjóri, segir að fyrsta skólaárið hafitekist mjög vel, og að nemendur hafi veriðmjög ánægðir með skólann. Núna var mjögmikil aðsókn og færri komust að en vildu. Einsog í fyrra, er aðaláherslan lögð á íslensku-kennslu, en einnig fer fram er kennsla á tölvurog svo er líka mikið fjallað um réttindi ogskyldur í íslensku samfélagi.

Þær breytingar hafa orðið frá því í fyrra aðkennslustundum hefur fækkað úr 240 í 120, ogkennslunni er dreift á vinnutíma og frítímanemenda. Þetta er gert til að koma til móts viðþá vinnuveitendur, sem eiga erfitt með að sjáaf starfsmönnum sínum á vinnutíma. Hólm-fríður segir að nemendur komi víða að. Í þess-um hópi er t.d. fólk frá Póllandi, Rússlandi,Kína, Thaílandi, Filippseyjum og Suður-Am-eríku. Ég held að þessi skóli sé komin til aðvera, vegna þess að hjá okkur er námið lengraog bíður upp á meira námsefni, en stuttu nám-skeiðin sem hafa verið í boði.

Landnemaskólinn hóf starfsemi sína í byrj-un febrúar á síðasta ári og útskrifuðust 13nemendur fyrsta árið. Annað skólaárið fór svo

Hólmfríður E. Guðmundsdóttir kennari með tveimur áhugasömum nemendum

Íslenskan er án efa strembin fyrir marga

Skólinn kominn til að vera Landnemaskóli Eflingar

-segir Hólmfríður E. Guðmundsdóttur, verkefnastjóri

Þetta er gert til að koma til móts við þávinnuveitendur, sem eiga erfitt með aðsjá af starfsmönnum sínum á vinnutíma

Page 25: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

25F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

A Ð N E M A L A N D

Jian Xin Yan, kom frá Peking í Kína árið1993 og hefur búið hér allar götur síðan. Hannsagði, að sér og fjöldskyldu sinn líkaði mjögvel að búa á Íslandi. Ég er búin að vinna ánokkrum stöðum síðan ég kom hingað fyrst.En núna vinn ég hjá fyrirtæki sem heitir Holltog Gott og framleiðir m.a. grænmetissalöt íboxum.

Aðspurður sagðist Jian hafa farið í Land-nemaskólann til að læra betur íslensku. Það eralveg nauðsynlegt fyrir okkur sem komum fráútlöndum að læra málið til að geta haft eðlilegsamskipti við íslendinga í vinnunni, og ekkisíður annarstaðar í samfélaginu. Þá er tölvu-kennslan líka af hinu góða.

Mér hefur liðið mjög vel í þessum hópi. Éghef kynnst mörgu skemmtilegu fólki frá ýms-um þjóðlöndum. Ekki hefur það heldur skyggtá gleðina, að heyra frásagnir af ýmsum sér-kennilegum og oft skemmtilegum siðum ogháttum í heimalöndum þeirra, sagði Jian ogbrosti.

Ludmila Titova, er frá borginni Astrahan íSuður-Rússlandi, og kom til Íslands vorið1999. Hún kennir börnum af erlendum upp-runa frá 6 ára aldri til 15 ára íslensku og ýmis-legt um samfélagið, til að auðvelda þeim aðbúa hér. Ludmila sagði að fyrst þegar hún komtil landsins hafi hún verið ein á ferð. En svokomu tveir synir mínir og móðir og eru hjámér núna. Ég sóttist eftit að komast í Land-nemaskólan til að læra meira í íslensku, vegnaþess að okkur líkar mjög vel að búa hér.

Ég útskrifaðist sem íþróttakennari frá há-skólanum í Sankti Pétursborg og gæti vel hugs-að mér að fara í háskóla hér. Þessir dagar, semeru liðnir síðan skólinn byrjaði, hafa veriðmjög lærdómsríkir og skemmtilegir, ogframmistaða kennarana lofa góðu um fram-haldið, sagði Ludmila að lokum.

Ludmila Titova

Jian Xin Yan

- segir Jian Xin Yan frá Peking

Nauðsynlegt aðlæra málið

- á leið í háskólann!!!!

Íþróttakennari fráSankti Pétursborg

Ludmila Titova

Page 26: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

26 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á H U G I

Þetta er til komið vegna þess að nemendumfannst þeir vera of lengi frameftir á kvöldin ískólanum.

Að öðru leyti störfum við áfram við samaskipulag, kennt er tvo virka daga í viku og ann-an hvern laugardag. Náminu er skipt í tvær lot-ur og er hvor um sig 150 kennslustundir. Í fyrrilotunni er lögð áhersla á íslensku, ensku ogtölvunámið, en svo bætist stærðfræðin við íseinni lotunni. Þá bjóðum við námsráðgjöffyrir nemendur sem hafa áhuga á frekara námi.Að skólaárinu loknu fá nemendur afhent próf-skírteini við hátíðlega athöfn.

Kominn til að vera

Er Grunnmenntaskólinn komin til að vera? Það vona ég, en það er erfitt fyrir mig að

meta það svona í upphafi starfsins. Ég get þósagt að ég hef þá tilfinningu fyrir þessu verk-efni, að sé nauðsynlegt að bjóða upp á fullorð-insfræðsu í skóla eins og þessum. Ef langt ersíðan fólk var í skóla er þetta góður kostur aðbyrja á til að leggja grunn að frekara námi. Þvímörgum þykir ekki vænlegur sá kostur að inn-ritast í almennan framhaldsskóla og treysta sérhreinlega ekki til þess sagði Gunnlaug að lok-um.

Annað skólaár Grunnmenntaskólans hófst 3.febrúar síðastliðinn. Tíu nemendur byrjuðu ífyrri lotu námsins og stendur hún fram á vor.Seinni lotan er svo fyrirhuguð í haust. Gunn-laug Hartmannsdóttir, sem er nýtekin við starfiskólstjóra, segist vera mjög ánægð með aðskólinn sé kominn af stað. Grunnmenntaskól-inn hefur það að markmiði að skapa fólki semhefur litla eða enga menntun ný tækifæri tilnáms og auka þannig möguleika sína á aðbyggja sig upp og skapa sér betri möguleika ílífinu.

Námstíminn hefst á sjálfsstyrkingu oghópefli, og er það gert til að efla hópinn ogskapa betri samstarfsvettvang. Síðan tekur viðbóklegt nám með megináherslu á íslensku,ensku, stærðfræði og tölvunám. Við endumfyrri lotu á starfsráðgjöf þar sem áherslan er áað meta stöðuna og setja markmið varðandifrekara nám og störf, segir hún.

Breytingar á skólanum

En hafa orðið einhverjar breytingar á starf-semi skólans?

Eina breytingin er að nú byrjum við klukk-an fjögur í stað fimm og hættum klukkan átta.Fá þá starfsmenn samþykki vinnuveitenda tilað fara fyrr úr vinnu þá daga sem kennt er.

Gunnlaug með hressum og námsfúsum stelpum í Grunnmenntaskólanum

Nýtt tækifæri til menntunarNýtt tækifæri til menntunarGrunnmenntaskóli Eflingar hefst að nýjuGrunnmenntaskóli Eflingar hefst að nýju

- segir nýr skólastjóri

Mörgum þykirsá kostur ekkivænlegur aðinnritast í al-mennan fram-haldsskóla og

treysta sérhreinlega ekki

til þess

Page 27: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt
Page 28: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

28 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

G R U N N M E N N T A S K Ó L I N N

Ólafur Haraldsson hefur unnið hjá Nóa Sír-íus síðastliðin 7 ár, og sér m.a. um að búa tilNóakroppið vinsæla. Upphaflega ástæða þessað hann hefði sótt um inngöngu í skólann varsú að hann hafði mikinn áhuga á að læraensku. Margir vinnufélagar mínir eru af er-lendum uppruna og það er nauðsynlegt aðgeta talað ensku sæmilega ef maður vill vera ígóðu sambandi við þá, sagði hann.

En eftir að skólinn byrjaði finnst mér allarnámsgreinarnar jafn áhugaverðar. Í upphafilærðum við um sjálfstyrkingu og hópefli, ogþað hafði greinilega mjög góð áhrif á hópinn.Núna er aðal takmarkið hjá mér, að ljúkaþessu námi og hafa það skemmtilegt. Svo sérmaður til með framhaldið, sagði Ólafur aðlokum.

Unnur Finnsdóttir, vinur í mötuneyti í Ís-landsbanka á Kirkjusandi, og hefur unnið þarí fjögur ár. Aðspurð af hverju hún hefði sóttum inngöngu í Grunnmenntaskólann, sagðisthún hafa séð auglýsingu um skólann í Frétta-blaði Eflingar, sem hefði strax vakið áhugasinn. Og eftir smá umhugsun hefði hún svoákveðið að sækja um og telji sig vera mjögheppna að hafa fengið inngöngu.

Hvernig líkar þér svo vistin í skólanum? Ég er mjög ánægð með skólavistina þann

stutta tíma sem liðinn er frá því að skólinnbyrjaði. Og mér líst vel á námsefnið og kenn-arana. Þessi hópur er skipaður frábæru fólki,sem er bæði skemmtilegt og og svo eru nem-endur mjög áhugasamir um námið. Mér finnstað ég hafi nú þegar, fengið mikið út úr þessu,sagði Unnur og geislaði af áhuga.

Frábært fólkFrábært fólk- segir Unnur Finnsdóttir hjá Íslandsbanka

Ólafur Haraldsson

Takmarkið aðljúka þessu námi

Ólafur Haraldsson hjá Nóa Síríusi

Page 29: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

29F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

A Ð T A K A Á F J Á R M Á L U N U M

Námskeiðið verður haldið 10. apríl. frá kl.19:00 - 22:00. Skráning og upplýsingar er áskrifstofu Eflingar (Huldu) í síma 510-7500eða með tölvupósti [email protected]

Efling-stéttarfélag hyggst standa að nám-skeiði um fjármál heimilanna fyrir félagsmennef næg þátttaka fæst. Á námskeiðinu er farið íýmis ráð og leiðir til að halda utan um heimil-isbókhaldið og dæmi tekin af kostnaði við ein-staka rekstrarþætti heimilisins og hvernig ým-islegt má betur fara.

Ungt fólk þarf ekki síst á fjármálaráðgjöf að halda, en tekið skal fram að þessi ungmenni tengjast ekki námskeiðum um fjármál heimilanna

Námskeið um fjármál heimilannaNámskeið um fjármál heimilanna

Smelltu á www.efling.is

Page 30: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

30 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

S K E M M T I L E G I R F U N D I R

Öllum trúnaðarmönnum Eflingar-stéttarfé-lags var boðið til fundar í síðasta mánuði. Áannað hundrað trúnaðarmenn mættu á fund-ina. Fundirnir voru velheppnaðir og hinirskemmtilegustu eins og stefnt var að. SigurðurBessason og Þórunn Sveinbjörnsdóttir skýrðufrá því helsta sem er á döfinni hjá félaginu umþessar mundir og Bjarney Sigurðardóttir,starfsmaður Framsýnar, fræddi fólk um sér-eignasparnað hjá lífeyrissjóðnum og annað þvítengt.

Helga Braga Jónsdóttir leikkona las úr bók-um Böðvars Guðmundssonar um Vesturfar-ana og fór einnig með gamanmál. GuðmundurÞ Jónsson stjórnaði fundunum. Eftir fundinavar trúnaðarmönnunum boðið í mat á GrandHótel það sem fólk spjallaði saman og kynnt-ist. Einn tilgangur fundanna var einmitt aðtrúnaðarmenn félagsins fái tækifæri til aðkynnast og miðla hver öðrum af reynslu sinni.

Eftir fundinn var trúnaðarmönnum boðið til kvöldverðar á Grand Hótel

Glæsilegur hópur trúnaðarmanna í salarkynnum Eflingar

Helga Braga flutti trúnaðarmönnum gamanmál

Skemmtilegirkvöldfundir

Fundað með trúnaðarmönnum

Smelltu á www.efling.is

Page 31: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt
Page 32: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

32 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

F R A M T Í Ð I N

en er nú að verða sífellt meiri þörf fyrir hjá fé-lagsmönnum Eflingar-stéttarfélags.

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir segir að mikiðsé um að fólk leiti eftir hvort nám og starfs-reynsla geti verið metin til frekara náms. Áþessari ráðstefnu kom fram að mikill vilji er tilað vinna frekar að því að Íslendingar reyni aðfara nýjar leiðir til mats á óformlegu námi ákomandi árum svipað og norska leiðin. Viðhöfum fylgst með Norðmönnum og árangriþeirra á undanförnum árum og teljum að þeirgeti verið vegvísar í þessu efni fyrir framtíðina,segir hún.

Nú fyrir stuttu var haldin fjölmenn ráðstefnaum mat á óformlegu námi á vegum mennta-málaráðuneytisins. Til ráðstefnunnar var boðiðNorðmanninum Bård Petterson, sem er sér-fræðingur í menntamálaráðuneytinu þar ílandi. Hann kynnti norsku leiðina svokölluðuen Norðmenn eru mjög framarlega í vinnslu ámatskerfi sem metur bæði óformlegt nám ogstarfsreynslu á vinnumarkaðnum.

Eflingu-stéttarfélagi var boðin þátttaka ogflutti Þórunn Sveinbjörnsdóttir stutt erindi umreynslu af mati á bæði formlegu og óformlegunámi sem unnið hefur verið fyrir samningsaðilasérstaklega innan heilbrigðis- og félagsgeirans

Hluti ráðstefnugesta við upphaf ráðstefnunnar

Þurfum að fara nýjar leiðirÞurfum að fara nýjar leiðirFjölmenn ráðstefna um mat á óformlegu námi

- segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir

Page 33: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

33F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

V I N N U S T A Ð A F U N D I R

Nú í janúar hófust vinnustaðaheimsóknir affullum krafti hjá Eflingu og hefur verið farið áum 10 vinnustaði þegar þetta er skrifað. Einnaf þessum vinnustöðum er leikskólinnDvergasteinn. Þar mættu fulltrúar Eflingar-stéttarfélags og kynntu m.a. starfsmenntunar-leiðir og starfsmenntasjóð Eflingar og Reykja-víkurborgar. Einnig var séreignarsparnaðurLífeyrissjóðsins Framsýnar kynntur fyrirstarfsmönnum. Rætt var um starfsmatið ogþróun þess og að lokum var kosinn trúnaðar-maður fyrir Eflingarfélaga. Sigríður SólveigÞormóðsdóttir var kosin og býður Efling-stétt-arfélag hana velkomna til starfa. Starfsmönn-um gafst kostur á fyrirspurnum og umræðumsem alltaf eru góðar fyrir félagið og starfs-mennina þar sem upplýsingar koma fram.

Ragnar Ólason og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir á fundi með starfsmönnum

LeikskólanumDvergasteini

Trúnaðarmaður kosinn og rætt um menntaog lífeyrismál á

Smelltu á www.efling.is

Page 34: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

34 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

A F M Æ L I

Karls Antonsonar, náttúrufræðingi á Veður-stofu Íslands á næstunni því að hann hefurspilað með lúðrasveitinni í næstum 40 ár. Aðþví tilefni og einnig hálfrar aldar afmælis sveit-arinnar ræddi Fréttablað Eflingar við hann ogspurði fyrst hver aðdragandi að stofnun sveit-arinnar hefði verið.

Eftir því sem ég kemst næst þá voru starf-andi hér tvær lúðrasveitir, Lúðrasveit Reykja-víkur og Lúðrasveitin Svanur og þar sem aðmargt fólk með mismunandi pólitískar skoð-anir starfar saman, reis upp ágreiningur innansveitanna um hvort að þær ættu að taka þátt í1. maí hátíðarhöldunum þá um vorið. Sættirnáðust ekki og þeir sem vildu taka þátt í hátíð-arhöldunum klufu sig út úr þessum sveitum ogstofnuðu Lúðrasveit Verkalýðsins 8. mars1953, heima hjá Sigursveini D. Kristinssyni,sem er betur þekktur fyrir að hafa stofnaðTónskóla Sigursveins. Ég held að 12 til 14 fé-lagar hafi verið í lúðrasveitinni þegar hún spil-aði í fyrsta skiptið opinberlega í 1. maí kröfu-göngunni 1954.

Kynni mín af Lúðrasveit Verkalýðsins hóf-ust á haustdögum árið 1963. Þá var ég á þrett-ánda ári og byrjaður að læra á trompet í Tón-skóla Sigursveins. Ég kynntist Sigursveinireyndar tveim árum áður í Ólafsfirði, þegar ég

Laugardaginn 8. mars síðasliðinn var haldiðupp á 50. ára afmæli Lúðrasveitar Verkalýðs-ins. Hátíðarhöldin hófust á tónleikum í Lang-holtskirkju, þar sem eingöngu var flutt íslensktónlist. Einnig kom fram lúðrasveit skipuðfjölmörgum eldri félögum, og lék fjögur lögundir stjórn fjögurra fyrrverandi stjórnendavið mikin fögnuð tónleikagesta. Um kvöldiðvar svo haldin árshátíð þar sem meðlimir sveit-arinnar fögnuðu þessum merki tímamótum.

Það verða líka merk tímamót í lífi Torfa

Torfi Karl á langan og farsælan feril að baki við lúðrasveitina

Ómetanlegur stuðningurhreyfingarinnarÓmetanlegur stuðningurhreyfingarinnar- segir Torfi Karl Antonsson, fyrrum formaðurog framkvæmdarstjóri sveitarinnar

Framhald á blaðsíðu 37

Page 35: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

35F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

V I N N U S T A Ð I R

Starfsmenn mættu vel á vinnustaðafundi hjáheimaþjónustustarfsmönnum í Aflagranda ádögunum. Á fundinum lá fyrir að kynna ættistarfsmatið og séreignarsparnað á vegumFramsýnar og kjósa trúnaðarmann fyrir starfs-menn í Aflagranda. Kosning trúnaðarmannsfór fram og var Freyja Magnúsdóttir kosin fyr-ir heimaþjónustuna og eldhúsið í Aflagranda.Þessu næst fór fram kynning á starfsmennta-sjóði starfsmanna og svarað fyrirspurnum m.a.um félagsliðanámið. Séreignarsparnaðurinnvar kynntur og gengu nokkrir starfsmenn frásamningi að séreignardeildina um viðbótarlíf-eyrissparnað. Að því loknu fór fram kynning ástarfsmatinu og hvernig sú undirbúningsvinnaer að skila sér m.a. við forprófanir á starfsmat-inu. Líflegar umræður urðu um leiðir til að náfram réttlátara launakerfi fyrir starfsmenn.

Vel tekið á mótifulltrúum Eflingar

Aflagrandi

Page 36: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

36 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

G Ó Ð I R S T A R F S M E N N

Alls ekki, hér er um að ræða starfsmenn semhafa sérþekkingu af einhverju tagi, eru sér-fræðingar á sínu sviði. Þetta eru starfsmennirn-ir sem byggja framlag sitt til vinnunnar frekar áþekkingu og sérkunnáttu en vöðvastyrk, eðaa.m.k. samspili huga og handar. Þannig geturþekkingarstarfsmaður verið starfsmaður viðframleiðslulínu í verksmiðju sem þróar með sértækni eða aðferð við að vinna sitt verk. Þekk-ingarstarfsmaðurinn framleiðir ekki endilegaáþreifanlega hluti heldur hugmyndir, upplýs-ingar, þekkingu og hugtök. Þannig getum viðöll verið þekkingarstarfsmenn og erum það aðvissu leyti flest hver þó í mismunandi miklumæli sé.

Hvernig getum við þekkt út góða þekkingar-starfsmenn í hópi vinnufélaga?

Þetta er flókin spurning en í einni viðamik-illi rannsókn sem var gerð og ég vísa til í rit-gerð minni eru listaðir upp nokkrir þættir semeinkenna þessa starfsmenn öðrum fremur. Ífyrsta lagi skipti frumkvæði miklu máli, frum-kvæði í því að gera meira heldur en ætlast er tilað lágmarki, koma fram með nýjar hugmyndirog fylgja þeim eftir. Þá er mikilvægt að starfs-menn myndi sitt tengslanet, myndi sín sam-bönd og safni þannig og miðli þekkingu. Sjálf-stjórn er einnig mikilvægur kostur samkvæmtþessari rannsókn, þ.e. að geta haft góða stjórná tíma sínum, standa við skuldbindingar og námarkmiðum sínum. Að auki er árangursríkhópvinna mikilvægur þáttur í vinnu þekkingar-starfsmannsins, að hafa hæfileika til þess aðsamræma aðgerðir sínar við aðgerðir sam-starfsmanna og gera þannig ráð fyrir sameigin-legri ábyrgð á vinnunni og útkomunni. Viðþetta má bæta leiðtogahæfni, þ.e. hæfni til aðmóta og setja sameiginlega markmið; vera góð-ur fylgjandi, þ.e. aðstoða leiðtogann við að námarkmiðum fyrirtækis; og svo að geta séð hlutií samhengi, geta sett sig í spor annarra og sjáhluti frá þeirra sjónarhorni, sagði Sandra Fair-bairn að lokum.

Nýverið lauk Sandra Fairbairn við ritgerðsem hún skilaði sem lokaverkefni við Við-skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Í rit-gerðinni tekur Sandra til skoðunar breytingará vinnumarkaði eða öllu heldur hvaða kröfurstarfsmenn þurfi að uppfylla til að þrífast sembest á nútíma vinnumarkaði sem einkennist aðbreytingum þar sem hugvitið tekur í æ ríkaramæli við af líkamlegri vinnu. Fréttablaði Efl-ingar lék forvitni á að vita meira um efnið ogtók Söndru tali um helstu niðurstöður ritgerð-arinnar.

Aðstæður fyrirtækja eru gjörbreyttar frá þvísem áður var. Samkeppnisyfirburðir fyrirtækjagrundvallast í síauknum mæli á þekkingu ogstöðugri nýsköpun og þekking gegnir nú lykil-hlutverki allsstaðar í kringum okkur. En þekk-ing þarf að skila árangri og henni þarf því aðvera hægt að beita á kerfisbundinn hátt. Það erekki nóg að hafa góðar hugmyndir, upplýsing-ar, vitneskju eða þekkingu á tilteknum hlutum,atvinnulífið verður að geta nýtt sér þessa þekk-ingu til að skila árangri. Hér er það hlutverkþekkingarstarfsmanna sem er lykilatriði.

En hvaða kostum þurfa starfsmenn að verabúnir til að geta talist þekkingarstarfsmenn?Verða menn t.d. að hafa háskólagráður til aðgeta talist þekkingarstarfsmenn?

Frumkvæði mestu máli skiptirHvaða kostum þurfa góðir starfsmenn að vera búnir?

- Segir Sandra Fairbairn

Sandra Fairbairn

Sandra skrifaði ritgerð um þekkingar-starfsmanninn og nýjar áskoranir í

stjórnun mannauðs

Er orlof innifalið í launumþínum?

Það er óheimilt að greiða orlofið meðlaunum.

Page 37: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

37F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

A F M Æ L I

í það stórvirki, með góðri aðstoð verkalýðs-hreyfingarinna og kaupa húsnæði í Skúlatúni4. og þar erum við með aðstöðu núna.

Ég spilaði fyrst með sveitinni í 1. maí kröfu-göngunni 1964.

Við höfum spilað fyrir verkalýðshreyfing-una og fleiri aðila við ýmis tækifæri. En viðvildum gjarnan að verkalýðshreyfingin hóaðioftar í okkur til að spila, því að það er einaleiðin fyrir okkur til að þakka fyrir þann ómet-anlega stuðning sem hún hefur veitt okkur áundan förnum árum. Núna eru í kringum 40 til50 manns sem spila í sveitinni og við höldumtvenna tónleikar á ári. Núverandi stjórnandiheitir Tryggvi M. Baldvinsson og hefur veriðmeð okkur í 5 ár, Undanfarin ár hefur lúðra-sveitin farið í nokkrar tónleikaferðir til út-landa, og í tilefni að þessum merku tímamót-um erum við að fara í eina slíka ferð til Rúss-lands í apríl næstkomandi. Til stendur að spilaá tónleikum í Pétursborg og er okkur félögun-um mikið tilhlökkunarefni, sagði Torfi Karl aðlokum.

Torfi Karl er náttúrufræðingur á Veðurstofu Ís-lands sem hefur starfað í Lúðrasveit Verkalýðs-ins í tæp 40 ár. Hann lét af störum sem formað-ur og framkvæmdastjóri sveitarinnar á síðastaári.

var í sveita hjá afa og ömmu. Hann var meðblokkflautunámskeið að sumarlagi í skólanumog ég var einn af þátttakendunum. Sigursveinnvar mjög duglegur að drífa krakka sem vorumí skólanum til þess að spila opinberlega á tón-leikum. Þegar ég var farinn að geta lesið nóturog haldið takti þá bauð hann mér í lúðrasveit-ina.

Mest karlar til að byrja með

Það voru 15 til 20 manns sem sáu um spila-mennskuna fyrstu árin. Allt karlar, en reyndarhafði kona verið í sveitinni áður en hún stóðstutt við. Það er ekki fyrr en á síðari árum aðkonur fóru að koma í einhverju mæli í sveit-inna og hefur farið ört fjölgandi síðan og égheld að það sé bara nokkuð gott jafnræði ídag.

Við æfðum í bílskúr, á baklóð í Tjarnargötu20 þar sem Sósilistaflokkurinn var til húsa. Enfljótlega fluttum við svo inn í húsið og það varstrax miklu betra. Skömmu seinna fluttum viðí Hlaðvarpann á Vesturgötunni og deildumhúsnæði með Ökuskóla á efstu hæðinni. Í saln-um var búið að koma fyrir æfingabílum semvoru fastir í gólfinu og menn þurftu jafnvel aðsitja í þeim á æfingum. Árið 1974 réðumst við

Framhald af blaðsíðu 34

Page 38: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

38 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M A N N R É T T I N D I

sem var stofnuð til að berjast fyrir áframhald-andi dvalarleyfi Rógers í Bandaríkjunum,sagði á fundi hjá Eflingu, þar sem óskað vareftir stuðningi við málstað hans að þessi mála-tilbúnaður væri fráleitur. Þegar Róger var sak-felldur, undirritaði hann samkomulag til aðsleppa við hugsanlegan fangelsisdóm, og hlaut60 daga frelsissviptingu á skilorði í þrjú ár.Róger hefur verið búsettur í Bandaríkjunumfrá árinu 1985, og að allar upplýsingar umþetta mál hefðu legið fyrir þegar honum varveitt varanlegt dvalarleyfi árið 2000.

Þess vegna eru talsverðar líkur á að aðalá-stæður fyrir ofsóknum Útlendingaeftirlitsins áhendur Róger, séu til komnar vegna þátttökuhans í tímamótabaráttu innflytjenda fyrir aðstofna verkalýðsfélag, þegar hann vann í kjöt-pökkunarstöð í St Paul í Minnesota. Það komlíka fram hjá Lawrence að eftir að Róger hafðidvalið í fangelsi í 10 daga var hann látinn laus,aðallega vegna mikils stuðnings heima fyrir.

Enn á þó að vísa honum úr landi og verðurmál hans tekið fyrir 25. mars næstkomandi.Það virðist ekki skipta stjórnvöld neinu máli,þó að Róger sé kvæntur bandarískri konu ogeigi heimili í New York. Ef tekst að afla stuðn-ings bæði innan Bandaríkjana og utan, þá getiþað haft veruleg áhrif á málsmeðferðina sagðiLawrence að lokum.

Efling-stéttarfélag mun mótmæla þessu málien mótmælum má koma á framfæri viðHipolito Acosta, District Director,Immigration and Naturalization Service, 126Northpoint Drive, Houston, TX 77060, fax 281774 5989. Afrit má senda til Róger CaleroDefence committee, c/o PRDF. Box 761,Church ST. Station, NY 10007.

Á dögunum heimsótti heimsótti LawrenceMikesh Eflingu-stéttarfélag til að kynna málRóger Calero, aðstoðarritstjóra ritsins Per-spectiva Mundial og blaðamanns á fréttablað-inu The Militant í Bandaríkjunum. Róger Cal-eró á yfir höfði sér að verða rekinn frá Banda-ríkjunum til Nicaragua þrátt fyrir að hafa búiðum langan aldur í USA. Lawrence Mikesh vará ferð um nokkur Evrópulönd til að kynnaþetta mál og kom við á Íslandi. Með honum íheimsókn voru Gylfi Páll Hersir og Ögmund-ur Jónsson, sem hafa tekið að sér að aðstoðavið kynningu á málinu. Lawrence Mikesh ogRóger Caleró unnu saman á kjötpökkunarstöðí Minnesóta þar sem Róger var í fararbroddibaráttu innflytjenda í verkalýðsmálum, en lík-ur eru á að honum sé nú hótað brottvísun fráUSA vegna þeirra starfa.

Þann 3. desember síðastliðinn var RógerCalero, aðstoðarritstjóri mánaðarblaðsinsPerspectiva Mundial, og blaðamaður á frétta-blaðinu The Militant, handtekinn á flugvellin-um í Houston í Texas og fluttur í fangelsi.Hann var á heimleið frá því að sinna skyldu-störfum sem blaðamaður á alþjóðlegri ráð-stefnu, sem m.a. verkalýðsleiðtogar sóttu íHavana á Kúbu. Hann hafði einnig komið viðá ráðstefnu sem samtök námsmanna íRómönsku Ameríku og Karíbahafi stóðu að íGuadalajara í Mexikó.

Róger sem er 33 ára og fæddur í Nicaragua,fékk þá skýringu að Útlendingaeftirlit Banda-ríkjanna, hefði óskað eftir því að honum yrðimeinuð landganga vegna sakfellingar semhann hlaut árið 1988 fyrir að hafa boðið óein-kennisklæddum lögreglumanni maríhúana tilkaups.

Lawrence Mikesh, fulltrúi varnarnefndar

Lawrence Mikesh með Sigurði Bessasyni á fundi á dögunum

Brottvísun vegna verkalýðsbaráttuMannréttindabrot í USA

Page 39: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

39F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N I N G

Efling-stéttarfélag hefur verið í samstarfi viðBorgarleikhúsið í vetur um að bjóða félags-mönnum leikhúsmiða á sérstaklega hagstæðuverði. Til að ná þessu verði hefur Borgarleik-húsið veitt verulegan afslátt en auk þess kem-ur Efling inn í verðið með niðurgreiðslu til við-bótar. Miðar hafa verið sendir í vetur til Efl-ingarfélaga sem gefst kostur á þessu frábæratilboði.

Nú á vormisseri er Borgarleikhúsið með úr-val skemmtilegra og vandaðra leikverka á fjöl-unum og eru Eflingarfélagar hvattir til að nýtasér þetta leikár til að kynnast leikhúsinu þarsem miðaverði er nú stillt í hóf.

Tilboð Borgarleikhússins stendur til 13.apríl þannig að nú þarf að taka kvöldið frá semvið förum saman í leikhúsið.

Borgarleikhúsið býður einstök kjörÞví ekki að skella sér í leikhúsið?

Smelltu á www.efling.is

Page 40: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

40 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á L Y K T U N

ins þar sem atvinnuleysið er alvarlegast. Efl-ing-stéttarfélag hvetur ríkisstjórnina til aðendurskoða þessar áherslur með það í huga aðleggja meira fé til þeirra svæða þar sem at-vinnuleysið hefur komið harðast niður og þörffyrir vegaframkvæmdir eru um leið brýnastar.

Efling-stéttarfélag vekur athygli á því að íþessum ákvörðunum felist margfeldisáhrif tilannarra starfsgreina. Ljóst er þó að þessarframkvæmdir munu ekki hafa mikil áhrif ámikið atvinnuleysi meðal kvenna. Trúnaðar-ráðið hvetur ríkisstjórnina til að hraða fram-kvæmdum s.s. við hjúkrunarheimili aldraðra áhöfuðborgarsvæðinu og má þar nefna Hjúkr-unarheimilin Eir og Hrafnistu. Aukið framlagtil þessara framkvæmda myndu leysa úrbrýnni hjúkrunarþörf aldraðra og um leið hafajákvæð áhrif á fjölgun umönnunarstarfa á höf-uðborgarsvæðinu.

Þá hvetur Efling-stéttarfélag sveitarstjórnirá höfuðborgarsvæðinu að flýta verkefnum semhægt er að setja í gang með stuttum fyrirvara.

Mikilvægt er að stéttarfélög, atvinnurekend-ur og stjórnvöld einbeiti sér að því að efla alltforvarnarstarf fyrir atvinnulausa meðan at-vinnulífið er að komast úr núverandi lægð.

Vorið 2001 sömdu Landssamtök lífeyris-sjóða við stjórnvöld um fjármögnun sérstaksátaks til byggingar 600 leiguíbúða á árunum2001 til 2005 til viðbótar almennum heimild-um Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða. Ekkihefur enn orðið úr framkvæmdum með þeimhætti, sem að var stefnt við undirritun viljayf-irlýsingar um málið en ekki er við lífeyrissjóð-ina að sakast í þeim efnum. Hins vegar komufram í fyrravor óskir frá félagsmálaráðuneyt-

inu og Búseta að lífeyrissjóðirnir kæmu aðsérstakri fjármögnun leiguíbúða hjá Búseta,sem væri umfram lánsloforð frá Íbúðalána-sjóði. Hefur verið tekið vel í þessa beiðni afhálfu lífeyrissjóðanna. Í umræðum undan-farnar vikur hefur því verið haldið fram aðLífeyrissjóðirnir vilji ekkert leggja fram tilþessara mála en eins og ofangreindar stað-reynir bera með sér má öllum vera ljóst aðlífeyrissjóðirnir eru reiðubúnir að fjármagnaframkvæmdir leiguíbúða sem myndi örugglegaskila sér í betri leigumarkaði en nú er hér álandi.

Trúnaðarráðsfundur Eflingar hefur ályktaðum útspili ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum.Fundur ráðsins fagnar því mikla fjárframlagisem lagt er til vegamála á næstu mánuðummun. Það mun slá á það mikla atvinnuleysisem er í landinu.

Það veldur þó áhyggjum að ekki skuli veralagt til meira fjármagn til höfuðborgarsvæðis-

Meira fé til höfuðborgarsvæðisinsTrúnaðarráðsfundur um atvinnumálin

Veistu þetta um lífeyrissjóðina?

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Hafðu samband á skrifstofuna 510 7500Félagar- fylgist með réttindum ykkar!!!!

Ruth Árelíusdóttir, Dóróthea Einarsdóttir, Jónína Sigurðardóttir, Erla Steingrímsdóttir og GuðrúnAðalsteinsdóttir gæða sér á sólberjasafa við upphaf lokafundar trúnaðarráðs 2002

Page 41: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

41F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

K J A R A M Á L

matsviðtalsins er best háttað. Fulltrúar Efling-ar-stéttarfélags í starfsmatinu eru Ragnar Óla-son sem á sæti í starfsmatsnefndinni og Sigur-lín Ágústsdóttir en þau munu verða fulltrúarstarfsmanna þegar kemur að starfsmatsviðtöl-unum. Ragnar er aðaltrúnaðarmaður Eflingar-stéttarfélags hjá Reykjavíkurborg og Sigurlíner leiðbeinandi á leikskólanum Hamraborg.

Undirbúningsvinna við starfsmatið er í full-um gangi. Aðilar að starfsmatinu áttu sameig-inlegan vinnudag til að kynnast undirbúnings-vinnunni og reyna síðan starfsmatskerfið.

Fjölmenni var á vinnufundinum þar sem far-ið var yfir tilraunaprófanir á starfsmatinu,hvernig forprófanir verða gerðar, innleiðingustarfsmatsins og hvernig uppbygging starfs-

Vinna á réttri leiðVinna á réttri leiðStarfsmat Reykjavíkurborgar

Fundað um starfsmatið með forstöðumanni kjaramálasviðs borgarinnar

Page 42: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

42 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

V I N N U M Á L

Stærstu hóparnir koma úr byggingariðnaðin-um og hugbúnaðariðnaðinum. Athyglisvert erað ungir karlar eru talsvert fjölmennari en kon-ur, sem helgast af því að það eru hefðbundnarkarlagreinar sem hafa verið að fara illa á síð-ustu mánuðum. Annars er mjög breiður hópurfólks að koma til okkar. Það eru t.d. yfir fjögur-hundruð manns með háskólapróf á skrá núna.

Hverjir leita til ykkar eftir starfsfólki? Fyrst og fremst eru það atvinnurekendur

sem eru að leita að fólki í störf sem krefjast lít-illar menntunar. En það er minni eftirspurneftir iðnaðarmönnum og fólki með háskóla-menntun. Samt hefur gengið ágætlega að finnafólk í slík störf að undanförnu.

Hafa stofnanir og fyrtæki hjá ríki og borgverið nógu dulegar að leita til ykkar eftirvinnuafli?

Nei, það finnst mér ekki. Fyrir nokkrum árum var ástandið þannig að

við höfðum nánast ekkert fólk á skrá og flestirþeirra sem komu hér inn og voru frambærileg-ir fengu fjótlega vinnu. En núna er þetta ergjörbreytt og vonandi eigum við eftir að fáfleirri verkbeiðnir frá opinberum aðilum. Viðhöfum sjálf þurft að ráða fólk í vinnu undan-farið vegna mikils annríkis og við höfum fund-ið verulega hæft fólk á einum degi. Það er ein-faldlega mikið af hæfu fólki á skrá og mérfinnst alls ekki nógu mikið leitað til okkar.

Hversu margir atvinnurekendur hafa haftsamband við ykkur frá áramótum?

Hingað hafa borist 95 verkbeiðnir og flestará síðustu tveim vikum, en þær geta verið frátveimur og upp í tuttugu á viku.

Eru einhver námskeið í boði fyrir einstak-linga sem leita til ykkar?

Já, það hefur verið nokkuð fjölbreytt fram-boð á námskeiðum ekki síst á síðustu mánuð-um. Reyndar eru alltaf í gangi sjálfsstyrkingar-námskeið sem eru lang vinsælust bæði hjá körl-um og konum, og tölvunámskeið af ýmsu tagi.Þá vorum við með Joganámskeið sem varðmjög vinsælt. Það nýjasta í þessum málum erað eftir yfirlýsingar yfirvalda um aukið fjár-magn í framkvæmdir til að fjölga störfum,bjóðum við upp á námskeið á ýmsar gerðirvinnuvéla.

Hvað eru margir á skrá hjá ykkur sem eigaekki rétt á atvinnuleysisbótum?

Það eru rúmlega fjögur hundruð manns áskrá núna.

Gilda sömu reglur um atvinnuleysisbæturfyrir útlendinga?

Já, það er að segja þegar þeir eru komnir inní íslenska kerfið og eru komnir með grænakortið. Fram að þeim tíma er félagsþjónustanskyldug til veita þeim aðstoð. En hafi menndvalarleyfi er þeim heimilt að skrá sig hér óháðbótarétti þeirra.

Vinnumiðlun okkar eru öllum að kostnaðar-lausu, segir Hugrún Jóhannesdóttr, forstöðu-maður Vinnumiðlunar Höfuðborgarsvæðisins.Á síðustu árum hefur störfum sem stofnuninmiðlar fækkað úr 2000 ári í 450 á síðasta ári.Um fjögurþúsund manns eru á atvinnuleysis-skrá um þessar mundir. Reyndar hefur afskrán-ingu fjölgað á síðustu vikum og að sama skapihefur verkbeiðnum fjölgað. Fréttablaðið spjall-aði við Hugrúnu um helstu verkefni Vinnu-miðlunarinnar.

Úr hvaða starfsgreinum koma þessir einstak-lingar?

Hugrún Jóhannesdóttir

Vinnumiðlun okkarkostar fólk ekkert- segir Hugrún Jóhannesdóttir hjá Vinnumiðluninni

Smelltu á www.efling.is

Það er einfaldlega mikið af hæfu fólki á skrá og mér finnstalls ekki nógu mikið leitað til okkar

Page 43: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

43F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

to apply for a subsidy applicants must comp-lete a special form, available at the Eflingoffice. This may also be found on the Eflinghomepage under the heading of ”Education“.Applicants must also present receipt(s), forpayment of a course, together with a copy oftheir last salary slip.

Efling provides in cooperation with employ-ers, educational funds which are available toall its members. The role of these educationalfunds is twofold:

• to grant a subsidy to individuals for voca-tional education, chosen by themselves, i.e.individual subsidies.

• to offer courses in vocational education incooperation with educational institutions,specific trade departments or firms.

The link between the planned vocationaleducation course, and the job performed, isevaluated before subsidies are granted (hobbycourses give rights lo lower subsidies).

The main rules of the educational funds ofEfling state that those applying for a subsidymust have been members of the union for a 12month period before applying. Grants to thosein part-time employment are proportional.The amount of any grant offered to an indivi-dual for vocational education they choosethemselves may vary from 35.000 kr. to 44.000per annum, up to 75% of the invoice. In order

WHAT rights do I have?Efling Educational funds

Foreign members of Efling in a study group. It is important to learn about our rights to education.

Page 44: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

44 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

A Ð U T A N

Alþjóðavinnumálastofnunin hefur fylgtþessum málum eftir, meðal annars með sam-þykkt sinni 1999 nr. 182, en um þá samþykktnáðist all góð samstaða meðal aðildarríkjastofnunarinnar. Samþykktin fjallar um barna-vinnu í sinni verstu mynd, það er að segja;barnaþrældóm og börn sem notuð eru í glæpa-starfsemi, klámiðnaði og vændi. Auk þess tek-ur samþykktin til starfa sem eru sérstaklegahættuleg.

Þróunarverkefni ILO

Alþjóðavinnumálastofnunin hefur síðan1999 staðið að sérstöku þróunarverkefni meðfjárhagsstuðningi frá Þýskalandi í þeim til-gangi að draga úr barnavinnu. Í því sambandibeinist starfið sérstaklega að stúlkum og verndþeirra. Þau ríki sem taka þátt í þróunarverk-efninu fá fjárhagsstuðning. Á móti undirritaþau samning við ILO, þar sem þau viðurkennaað barnavinna eigi sér stað í landinu og skuld-binda sig til að vinna markvisst að því að út-rýma henni og að veita eigin fjármagni til þess.Víða er það vandamál að stjórnvöld viður-kenna ekki að barnavinna eigi stað og neitaslíkum ásökunum alþjóðasamtaka. Nú bíðahins vegar mörg ríki eftir því að fá stuðning fráILO og að fá að taka þátt í þessu þróunar-átaki. Verkefnið nær til um 40 landa og rúm-lega 30 önnur lönd hafa óskað eftir að takaþátt í verkefninu. Þar að auki hafa 20 lönd

Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóð-anna, ILO, telur að um 250 milljónir barna íheiminum á aldrinum 5 — 14 ára stundi vinnu.Af þeim stunda 120 milljónir fulla vinna. Millj-ónir barna fara þannig á mis við frjálst og heil-brigt uppeldi, skólagöngu og frístundir við leikmeð jafnöldrum sínu. Barátta Sameinuðuþjóðanna, verkalýðssamtaka og einstakrasamtaka sem vinna að heill barna hefur boriðárangur þrátt fyrir að barnavinna sé enn al-geng víða um heim og aðstæður þeirra og kjöroft hörmuleg. Einn mikilvægasti árangur íþessi efni á alþjóðavísu var samþykktin umBarnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 1998. Ísáttmálans 32. grein segir: “Barn á rétt tilverndar gegn arðráni og gegn vinnuánauðsem spillir eða hindrar skólagöngu barnsinsog stofnar heilsu þess í hættu.”

Börn stofna ekkistéttarfélög

Fátæktin er rót barnavinnu

- segir Tryggi Þór Aðalsteinsson

Sérstök áherslaer lögð á að

fækka börnumvið hættulegstörf og að

hindra að börnséu misnotuð

Page 45: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

45F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

A Ð U T A N

fulls, frekar en lifandi manneskju sem á rétt ásómsamlegu lífi.

Kúguð og pínd

Í raun eru öll fáttæk börn neydd til að vinna.Vinna margra þeirra er fólgin í að hjálpa til viðheimilisstörf og búskap. Þau bera eldivið ogvatn, gæta systkina sinna, annast skepnur,vefa, sauma og smíða. Það er ekki þess konarvinna sem átt er við þegar talað er um barna-vinnu, sem verkalýðshreyfingin berst gegn.Verkalýðshreyfingin vill útrýma barnavinnusem neyðir ung börn til langra vinnudaga viðhættuleg og óholl störf, langt frá foreldrumsínum og vinum. Það varðar börn sem eru seldrétt eins og þrælar. Það varðar börn sem erukúguð og pínd til vinnu sem takmarkar ogjafnvel hindrar möguleika þeirra till menntun-ar og eðlilegs þroska.

Fátækt og vítahringur

Aðalástæða barnavinnu er fátækt og hverfurekki fyrr en fátæktinni er útrýmt. Barnvinnaner óréttlát, ónauðsynleg og hamlar þroska ein-staklinga og framþróun þjófélaga. Svo lengisem fyrirtæki telja það hagkvæmt að láta börnvinna munu þau sækjast eftir þeim sem vinnu-krafti. Það er auðveld að skilja það. Ef fyrir-tæki getur látið sjö ára gamalt barn vinnastörfin gegn smánarlaunum í staðinn fyrir full-orðinn mann og hærri laun, velur fyrirtækiðbarnið. Börnum er líka auðveldara að stjórnaog þau gera sjaldan kröfur um hærri laun eðabetri vinnuaðstæður. Börn stofna ekki stéttar-félög. Barnavinnan er vítahringur því hún ýtirundir atvinnuleysi meðal fullorðinna, sérstak-lega þeirra sem hafa enga starfsmenntun.Börnin sjálf öðlast heldur enga menntun ogþegar þau vaxa út grasi bætast þau við þannstóra hóp fullorðins fátæks fólks sem hefurlitla möguleika til sómasamlegara og viðun-andi starfa, vegna skorts á allmennri menntunsvo sem lestrarkunnáttu og starfsmenntunar.Víða í þróunarlöndunum minnkar þörfin fyrirsvokallaðan “ómenntaðan vinnukraft”. Börn-in sem nú fylla verksmiðjurnar eru flest dæmdtil ævilangrar fátæktar í útjaðri þjóðfélagsins.

Höfundur er framkvæmdastjóri MFA í Örebro

bæst í þann hóp sem veita fé til verkefnisins.

Hættuleg og óholl störf

Þrátt fyrir að barnavinna hafi minnkað íýmsum löndum og á tilteknum svæðum hefurbarnavinna í heild aukist samhliða auknumfólksfjölda og er útbreidd í flestum heimshlut-um. Hlutfallslega er barnavinna algengustu íAfríku, eða 41% í samaburði við 21% í Asíuog 17% í Suður- og Mið-Ameríku. Í Asíu ersamt fjöldi barna sem stundar vinnu mestur.Samkvæmt athugunum ILO vinna meira entveir þriðju hlutar barna, og í vissum löndumallt að 70% allra barna í ýmsum og ólikumstörfum sem eru talin hættuleg. Tuttugu afhundraði þessara barna slasast í vinnunni eðaveikjast vegna hennar. Dæmi um slys erustungusár, brotnar eða afhöggnar hendur eðafætur, brunasár, húðsjúkdómar, sjón- og heyrn-arskaðar, öndursjúkdómar auk maga- ogþarmasjúkdóma. Um það bil 70% vinnandibarna er að finna í landbúnaðarstörfum enflest slys og óhöpp verða í byggingariðnaði,við námuvinnslu og við flutningastörf. Störf ífataverksmiðjum eru einnig hættuleg. Sam-kvæmt upplýsingum Alþjóðsamtaka verka-lýðsfélaga í klæðaiðnaði farast 12000 börn ár-lega í störfum innan klæðaiðnaðarins. Aðrarheimildir benda til þess að þessi að þessi fjöldisé vanmetinn, dauðslysin séu enn fleiri.

Vara eða manneskja

Barnavinna birtist í ýmsum myndum. ÍPakistan er til dæmis algengt að börn byrji aðvinna 6, 7 og 8 ára. Til eru tölur sem sýna aðum það bil helmingur þeirra deyr áður en þauná tólf ára aldri. Í Bangladesh eru fataverk-smiðjur þar sem fjögurra ára gömul börn eru ívinnu. Aðstæður þeirra eru vægast sagt ömur-legar og slys og sjúkdómar auðvitað algengir.Slíkar frásagnir og myndir af því sem er aðgeras í dag minna helst á lýsingar Charles Dic-kens á barnavinnu í Englandi á fyrri hluta 19.aldar, þar sem börn voru rekin áfram harðrihendi við illar aðstæður. Trúlega eru samt að-stæður barnanna núna í þriðja heiminum ogvíðar enn verri. Börnin eru enn fleiri og verk-smiðjurnar mörgum sinnum stærri. Til eru fyr-irtæki og stjónvöld sem líta á börnin frekarsem hverja aðra vöru eða tæki sem nýta eigi til

Barnavinnan eróréttlát, ónauð-synleg og haml-ar þroska ein-staklinga ogframþróunþjófélaga

Page 46: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

46 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

S K A T T F R A M T A L I Ð

Nú er kominn sá tími árs að þörf er á aðhuga að skattframtalsgerð. Síðasti skiladagurskattframtala er 24. mars 2003. Efling-stéttar-félag aðstoðar félagsmenn sína við skattfram-talsgerð um þá helgi. Rétt er að benda á aðsamkvæmt skattalögum geta einstaklingar áttrétt á lækkun á tekju- eða eignaskattstofni afeftirtöldum ástæðum:

1. Vegna andláts náins skyldmennis.2. Vegna veikinda, slysa eða ellihrörleika.3. Vegna barns sem haldið er langvinnum

sjúkdómi, er fatlað og er á framfæri um-sækjenda.

4. Vegna foreldra eða annarra vandamannaá framfæri umsækjanda.

5. Vegna eignatjóns sem umsækjandi hefurorðið fyrir.

6. Vegna tapa á útistandandi kröfum semekki stafa af atvinnurekstri.

7. Vegna mikils námskostnaðar ungmenna áheimilinu.

Bent er á að til að sækja um lækkun skatt-stofna af þessum ástæðum þarf að afla tilskil-inna gagna sem þurfa að fylgja umsókn umlækkun. Nánari upplýsingar um hvaða gögnþurfa að fylgja beiðni um lækkun koma fram íframtalsleiðbeiningum ríkisskattstjóra eða áeyðublaðinu RSK 3.05, „Umsókn um lækkunA“ sem liggur frammi hjá skattstjórum.

Lækkun á tekju- ogeignarskattsstofni

Ýmsir möguleikar í skattframtalinu

Efling would like to draw its membersattention to the web site www.tr.is. This is theofficial web site of the State Social SecurityInstitute and they have information concern-ing rights in the social security system in Eng-lish, Danish, Polish, Thai and Serbian.

Information inforeign languages

UppsagnarfresturVið uppsögn úr starfi er mikilvægt að

kanna hver uppsagnarfrestur er

Page 47: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

47F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

V E L K O M N A R !

Breytingar urðu eftir áramótin í starfs-mannahaldi hjá Eflingu-stéttarfélagi og áskrifstofu atvinnuleysisdeildar nr. 1 í Reykja-vík sem rekin er í tengslum við félagið. Sigríð-ur Ólafsdóttir sem unnið hefur á síma og í af-greiðslu skrifstofu lét af störfum um áramót envið starfi hennar tekur Elva Tryggvadóttir frásama tíma. Elva hefur m.a. unnið við umönn-unarstörf en starfaði síðast hjá TAL h.f. Eflingstéttarfélag býður hana velkomna til starfa.

Vegna aukningar atvinnuleysis hafa umsvif áskrifstofu úthlutunardeildar atvinnuleysisbótanr. 1 sem vistuð er hjá Eflingu-stéttarfélagiaukist mjög mikið undanfarna mánuði. Núhefur verið ráðinn nýr starfsmaður í 60% starftil viðbótar þeim þremur sem fyrir eru. Nýistarfsmaðurinn heitir Jóna Vigdís Kristins-dóttir og hefur unnið m.a. hjá ráðningarstofuog á Landsspítala Háskólasjúkahúsi. Jóna Vig-dís er boðin velkomin til starfa.

Elva Tryggvadóttir

Jóna Vigdís Kristinsdóttir

Elva Tryggvadóttir til starfaSkrifstofu Eflingar

Jóna Vigdís Kristinsdóttirtil starfa

Skrifstofa atvinnleysisbóta hjá Eflingu

Page 48: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

48 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

F Y R I R M Y N D I R

Merk tímamót urðu hjá Eflingu stéttarfélagiþegar allir þátttakendur á námskeiði fyrirtrúnaðarmenn í mars reyndust vera reyklausir.Að sögn þeirra sem eru fróðastir um þessi málhjá félaginu hefur þetta aldrei gerst áður ánokkru námskeiði á vegum félagsins.

Það þótti því tilvalið að festa þetta bráð-hressa fólk á filmu, og á myndinni er í fremriröð t.v. Anna María Clausen, hjá Össuri;Hólmsteinn Eiríksson hjá Ölgerð Egils Skalla-grímssonar; Ólafur Ingólfsson hjá SteinsmiðjuS. Helgasonar; Sigurður Þ. Magnússon, Borg-argörðum. Aftari röð t.v. Halldóra Ragnars-dóttir, eldhúsi Skógarbæ; Hrönn Bjarnþórs-dóttir, Réttarholtsskóla; Nína E. Sandberg,leikskólanum Laufásborg; Jakobína Guðjóns-dóttir, leikskólanum Arnarborg og ÞórhildurSvavarsdóttir, leikskólanum Heiðarborg.

Reyklaust trúnaðarmannanámskeiðReyklaust trúnaðarmannanámskeiðMerk tímamót hjá Eflingu

Frá 17. júlí 2002 er startgjald leigu-bíla kr. 400,- x 2,5. Starfsfólk á veit-ingahúsum sem fær greidda ferða-

peninga fær í dag kr. 1000,-fyrirhverja ferð þegar áætlunarvagnar

ganga ekki.

Page 49: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

49F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

F E R Ð A L Ö G

og endað á Stokkseyri þar sem boðið yrði uppá humarsúpu í Fjöruborðinu og ekin Krísu-víkurleið til Reykjavíkur.

Verð í þessa ferð er kr: 2.500.-

Innritun hefst í byrjun júní.

Nú eru í undirbúningi dagsferðir þegar sumrihallar. Stefnt er að ferð 30.ágúst og 6. septe-member ef þátttaka er mikil.

Verið er að skoða hring um suðurland þarsem farið væri að Urriðafossi og Búðafossi íÞjórsá, og Hellar á Rangárvöllum skoðaðirsíðan í heimsókn til kartöflubónda í Þykkvabæ

Dagsferð Eflingar-stéttarfélagsverður um suðurlandDagsferð Eflingar-stéttarfélagsverður um suðurland

Frá Kleifarvatni

Page 50: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

50 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Nýlega tók Eimskip í notkun eina stærstubyggingu landsins sem byggð var sérstaklegafyrir rekstur Vöruhótelsins og um leið urðuþáttaskil í möguleikum íslenskra fyrirtækja tilhagræðingar í birgðahaldi sínu og vörustjórn-un. Vöruhótelið er hið stærsta og fullkomnastaá Íslandi, en fimm og hálf Laugardalshöll gæturúmast þar. Vöruhótelið var formlega opnaðmeð 3ja daga hátíðarhöldum. Föstudaginn 28.febrúar var viðskiptavinum boðið í móttöku íVöruhótelið þar sem Stuðmenn héldu uppifjörinu. Daginn eftir var árshátíð Eimskipshaldin í Vöruhótelinu og í tilefni þessaramerku tímamóta ákvað Eimskip að bjóða öll-um starfsmönnum sínum og mökum þeirra áárshátíðina. Sunnudaginn 2. mars var síðanhaldin fjölskylduhátíð þar sem almenningi varboðið að koma og lögðu um níu þúsund mannsleið sína þangað þar sem boðið var upp á ýms-ar veitingar og fjölbreytt skemmtiatriði.

Opnun VöruhótelsinsOpnun Vöruhótelsins

Horft yfir mannhafið í Vöruhótelinu við opnun þess

Unga kynslóðin skemmti sér vel á fjölskylduhátíðinni sem haldin varí tilefni opnunnar Vöruhótelsins

Page 51: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

51F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

S A N N L E I K U R I N N E R S A G N A B E S T U R

sjóðfélaga sinna eða um 30 milljarða króna áþessu ári. Á síðasta ári námu lífeyrisgreiðslurlífeyrissjóðanna hærri fjárhæðum en lífeyris-bætur almannatrygginga. Hlutur lífeyrissjóð-anna í lífeyrisgreiðslum hefur aukist um 1,3%af landsframleiðslu frá árinu 1990 en hlutur al-mannatrygginga í lífeyrisgreiðslum um hálftprósentustig á sama tíma. Þannig fer æ stærrihluti af innstreymi til sjóðanna í lífeyrisgreiðsl-ur.

Eignir lífeyrissjóðanna námu um síðustuáramót um 677 milljörðum króna. Stór hlutieigna sjóðanna fer til íbúðabygginga enda erulífeyrissjóðirnir langstærstu kaupendur hús-bréfa, svo dæmi sé tekið. Þannig nam hús-bréfaeign og húsnæðisbréfaeign sjóðanna 144milljörðum króna um síðustu áramót og bein-ar lánveitingar til Íbúðalánasjóðs 22 milljörð-um króna. Lán til sjóðfélaga vegna íbúðar-kaupa námu 84 milljörðum króna. Þannignámu fjármunir lífeyrissjóðanna sem nýttirhafa verið til íbúðarbygginga landsmanna alls250 milljörðum króna um síðustu áramót. Eruþá ótaldar háar fjárhæðir í öðrum eignum, semóbeint fara í þennan málaflokk, s.s. í hlutdeild-arskírteinum verðbréfasjóða, skuldabréfumbæjar- og sveitarfélaga o.s.frv.

Því er gjarnan haldið fram þessa dagana aðfjármunir lífeyrissjóðanna skili sér ekki tilfólksins í landinu. Er helst svo að skilja að pen-ingar sjóðanna séu læstir inni í peningaskápeða liggi undir kodda stjórnenda sjóðanna ogkomi engum að gagni. Nær væri að 3ja mánaðainnstreymi iðgjalda sjóðfélaganna inn í sjóðinarynnu til íbúðabygginga almennings.

Fullyrðingar þessa efnis að fjármunir lífeyr-issjóðanna skili sér ekki til almennings erurangar. Lífeyrissjóðirnir greiða mánaðarlegaum tvo og hálfan milljarð króna í lífeyri til

Veistu þetta um lífeyrissjóðina?

Stór hluti eignasjóðanna fer tilíbúðabygginga

Fyrirvaralaus uppsögnHafðu samband strax við félagið þegarfyrirvaralaus uppsögn á sér stað. Einnigef þú telur að ekki sé rétt staðið að upp-

sögninni eða brotið á þér.

Page 52: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

VerðlaunakrossgátaVeitt verða verðlaun fyrir lausn á krossgátunni. Verðlaunin nema 8.000,- krónumLausnir sendist til: Efling-stéttarfélag /Krossgátan • Sætún 1 • 105 ReykjavíkSvar þarf að berast fyrir 4. apríl nk.

Nafn: Vinnustaður: Sími:

Lausnarorð:

Heimili: Kennitala:

Page 53: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

53F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

K R O S S G Á T A N

Lausn síðustukrossgátu

Dregið var úr réttum lausnum í krossgátusíðasta félagsblaðs og reyndist vinningshafinnvera Rósa Sveinbjarnardóttir. Rósa er ellilíf-eyrisþegi en starfaði um árabil hjá Landvélum.Rósa tekur hér við vinningnum af ViktoríuJensdóttur, starfsmanni Eflingar-stéttarfélags.

Heppin í krossgátunniHeppin í krossgátunniRósa Sveinbjarnardóttir

Page 54: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt

54 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

W H A T I S E F L I N G ?

collective (wage) agreements that Efling haswith employers. Efling has 5 main agreementswith employers depending on the sectorinvolved. Along with those agreements we dohave some 40 special agreements withcompanies in different fields. We also giveinformation on employees rights according tolaw.

Efling offers legal help and consultation toour members. The union offers weekly inter-views with our lawyers in our office. Thelawyers handle the more difficult cases anddisputes with employers. Some of these casesend in court where our lawyers are responsiblefor the legal handling of matters.

Although the union´s most important task isto fight for and defend our members´ wagesand rights the union also offers many otherservices to our members.

Sick benefits

Efling- trade union has “sick-relief—fund”.The fund pays sick benefits to those memberswho have fulfilled minimum requirementsregarding the fund and are unable to workdue to illness. This fund also pays its memberspart of costs due to various health programs,cancer-inspection etc. Last year some 3.000members received payments from the fund.

Summerhouses

Efling — trade union has 50 summerhousesin most parts of the country and can be rentedall year round for a week or for weekends.

Education grants

Efling — trade union also supports ourmembers in their efforts to further theireducation i.e. if they go to school, take coursesin vocational education or if they take hobbycourses. We have special programs for ourmembers who take on the responsibility astrade-union representatives in the workplace(shop-stewards). Today Efling has around 260shop-stewards

Efling has at present cooperation with manyeducational institutions which can help usdevelop and run study programs for peoplewith low or no formal education.

Leadership and office

Sigurður Bessason is chairman of Eflingtrade union. About 25 employees work in theunion office in Reykjavík. On the same floorwe have STARFSAFL, the educational officeof the unions in the Reykjavík area and one oftwo unemployment offices in the city.

If you need any other information please donot hesitate to call us (tel. 510-7500) or visit usat Sætún 1, 105 Reykjavík. We are situated atjust 3 minutes´ walk from Hlemmur Busstation in the center of Reykjavík (see map).

EFLING — trade union is one of the largestunions in Iceland with approximately 16.000members and covers all areas of unskilledlabour in Reykjavík and its suburbs, except foremployees working in commerce and trade.

Our members therefore come from verydifferent areas of the labour market. Efling-union has members in Reykjavík harbour,factory workers (fish and industry factories),unskilled employees in the health sector, publicsector workers (garbage collection, publicservice etc.), transport service, food sector(production and catering service), hotels andrestaurants, assistants to skilled craftsmen, etc.

Services provided by Efling

The services provided by Efling can bedivided into a few sectors

Our main emphasis is giving information on

Read all about EFLING-TRADE UNION

What do you know about your trade-union?

Page 55: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt
Page 56: Bls. 4 Hver ber ábyrgð?efling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl2tbl2003.pdfum skyldaðir til að skrá um ferðina, sagði Birgir, og hélt svo áfram. Það er kannski ekki rétt