„Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · nú myndu ríki austur-evrópu snúa frá...

33

Upload: others

Post on 10-Oct-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,
Page 2: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

„Þetta var kannski ekki svo slæmt“

Nostalgía eftir hrun kommúnismans í Austur-Evrópu

Jóna Björk Gunnarsdóttir

Lokaverkefni til BA-gráðu í mannfræði

Leiðbeinandi: Unnur Dís Skaptadóttir

Félags- og mannvísindadeild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Febrúar 2017

Page 3: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í mannfræði og er óheimilt að afrita

ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Jóna Björk Gunnarsdóttir 2017

Húsavík, Ísland 2017

Page 4: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

3

Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um minni og nostalgíu, eða fortíðarþrá, í kjölfar hruns

kommúnismans í Austur-Evrópu. Markmiðið er að skoða úr hvaða aðstæðum nostalgía til

sósíalismans sprettur, og af hvaða tilefni. Einnig skoða ég hvernig þessi nostalgia birtist og

hvernig hún er hagnýtt í pólitískum og efnahagslegum tilgangi. Til að nálgast efnið fer ég yfir

rannsóknir á minni og nostalgíu og færi yfir á póstsósíalískan veruleika. Vonir og væntingar

voru í hámarki við fall sósíalísku ríkjanna og vonbrigðin að mörgu leyti í samræmi við það. Í

kjölfar hrunsins myndaðist óvissuástands þar sem fólk upplifði sig á milli tveggja kerfa – þess

sósíalíska og þess kapítalíska án þess þó að tilheyra öðru þeirra.

Page 5: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

4

Efnisyfirlit

Inngangur.............................................................................. 5

1. Austur-Evrópa í fræðilegu samhengi..................................7

1.1 Fyrir 1989 ....................................................................8

1.2 Eftir 1989 ....................................................................9

1.3 Áhrif kalda stríðsins.....................................................10

1.4 Á hvaða leið? ..............................................................11

2. Milli tveggja kerfa............................................................12

2.1 Frá einni útópíu til annarrar? .................................... 13

2.2 Sæluvíma, svartsýni og allt þar á milli ....................... 15

2.3 Væntingar og vonbrigði..............................................17

2.4 Efasemdir ...................................................................17

3. Mannfræði og minni ........................................................19

3.1 Minni og fortíð...........................................................20

3.2 Nostalgía – fortíðarþrá...............................................21

3.3 „Ostalgía“ .................................................................. 22

4. Hagnýting nostalgíu..........................................................23

4.1 Gjaldfelling fortíðar og upphaf sjálfmyndar................23

4.2 Pólitískar hliðar nostalgíu........................................... 25

4.3 Sósíalísk fortíð á kapítalískum markaði.......................26

Lokaorð ....................................................................................27

Heimildaskrá ............................................................................30

Page 6: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

5

Inngangur

1989. Árið sem fyrsti Simpsons þátturinn fór í loftið. Árið sem Dalai Lama hlaut

friðarverðlaun Nóbels. Árið sem George Bush eldri sór embættiseið sem forseti

Bandaríkjanna, Hirohito Japanskeisari lést og Íslendingar urðu B-heimsmeistarar í handbolta.

Árið sem ég varð 11 ára. Árið sem kalda stríðinu lauk.

Einar stærstu þjóðfélagsbreytingar sögunnar áttu sér stað þetta ár þegar

Berlínarmúrinn var brotinn niður, en hann hafði um langt skeið verið tákngervingur

aðskilnaðar Austur- og Vestur-Evrópu. Kalda stríðinu var lokið, landamæri opnuðust og

heimsmyndin var skyndilega gjörbreytt. Sjálf man ég óljóst eftir fréttaflutningi af því þegar

Berlínarmúrinn féll án þess þó að hafa almennilegan skilning á því sem var að gerast, en gat

þó áttað mig á að þarna var eitthvað stórmerkilegt að eiga sér stað. Það er líklega vægt til

orða tekist að heimsbyggðin hafi staðið á öndinni enda hafði þetta hugmyndafræðilega stríð

Bandaríkjanna í vestri og Sovetríkjanna í austri sett mark sitt á heiminn frá lokum seinni

heimsstyrjaldarinnar. Miklar væntingar voru gerðar til þessara pólitísku og efnahagslegu

umbreytinga, jafnt innan sem utan Austur-Evrópu, jafnvel svo miklar að í einni svipan átti

lífið í Austur-Evrópu að falla í „réttan“ farveg. Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns

vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu, kapítalíska neysluparadís

(Louyest og Roberts, 2015: 175). Í hönd fór tími sem, að minnsta kosti á sviði félagsvísinda,

hefur verið kallaður póstsósíalismi eða póstkommúnismi1 og einkenndist að mörgu leyti af

umróti og óvissu um framhaldið. Vissulega er hugtakið póstsósíalismi og notkun þess í dag

ekki hafið yfir gagnrýni, og ólíklegt þykir mér að það standi undir sér sem slíkt núna þegar

meira en aldarfjórðungur er síðan kalda stríðinu lauk. Hins vegar er það gagnlegt til að vísa í

tíma og rými á árunum eftir að járntjaldið svokallaða var dregið frá.

Þessi umskipti höfðu ekki aðeins áhrif á efnahagskerfi svæðisins heldur líka tengsl

fólks við hvort annað, samfélagið og fortíðina. Þau settu mark sitt á hvern kima samfélagsins.

Biðin eftir neysluparadísinni reyndist lengri en áætlað hafði verið og í slíku millibilsástandi var

1 Á íslensku gæti hugtakið útlagst sem síð-sósíalismi og vísar í tímabilið eftir að sósíalíska kerfið í

Austur-Evrópu hrundi. Ég kýsa að nota heitin póstsósíalismi og póstkommúnismi í þessari umfjöllun og

eru þau notuð til að vísa í sama fyrirbæri.

Page 7: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

6

ekki laust við að fólk hugsaði með hlýju til stöðugleika fyrri tíma. Það má kannski segja að

fólk hafi syrgt sósíalismann að vissu leyti, þrá eftir einfaldleika fortíðarinnar lét á sér kræla í

óvissunni sem ríkti, sérstaklega þegar einhver tími hafði liðið. Fortíðarþrá, eða nostalgía, er

sá hluti minninga sem oftar en ekki er sveipaður rósrauðum bjarma og vekur sterkar

tilfinningar. Söknuður fortíðar sem er með öllu horfin og í tilfinningasemi fær okkur jafnvel

stundum til að muna eitthvað sem aldrei var (Haukanes og Trnka, 2013: 4).

Mannfræðingurinn Daphne Berdahl, sem var einn þekktasti fræðimaður á sviði sósíalisma

bendir á að minni og minningar séu hluti af mótun sögunnar en í fjölradda póstmódernísku

samhengi er vert að benda á að minni er ekki fasti, minnið er margbreytilegt og fljótandi

(1999: 207). Sameiginlegt minni samfélags mótar þannig sögu þess og getur verið þvert á

minni einstaklinga. Mannfræðingar hafa í auknum mæli sýnt áhuga á minni, og eftir hrun

kommúnismans urðu rannsóknir á minningum og nostalgíu áberandi. Spurningar sem ég

leitast meðal annars eftir að svar snúast um nostalgíu og póstsósíalíska óvissu. Úr hvers

konar ástandi sprettur nostalgía til sósíalismans og af hverju? Hvaða tilgangi þjónaði hún og

hver er birtingarmynd hennar? Hvernig hefur þessi nostalgía, og sá urmull tilfinninga sem

henni fylgir, verið virkjuð og hagnýtt í pólitískum og efnahagslegum tilgangi? Að auki leitast

ég við að varpa ljósi á væntingarnar sem fylgdu þessum kerfisbreytingum og hvort þessum

væntingum hafi verið mætt.

Áður en lengra haldið vil ég gera grein fyrir hvernig ákveðnum þáttum er varða

efnistök ritgerðarinnar. Fyrir það fyrsta vil ég taka fram að ég hef ákveðið að halda Balkan-

ríkjunum, þ.e. ríkjum fyrrum Júgóslavíu, utan við þessa umfjöllun. Ástæðan er einkum sú að

ekki svo löngu eftir hrun kommúnistastjórnar Tito braust út stríð á Balkanskaganum sem

markað hefur djúp spor í upplifun íbúa svæðisins, langt umfram það sem rúmast í þessari

umfjöllun um afmarkað svið minnis og nostalgíu til kommúnisman. Ég reyni eftir fremsta

megni að taka fram frá hvaða ríkjum heimildirnar koma, en margar þeirra snúa að Þýskalandi

því aðstæður þar voru um margt sérstakar enda sameinuðust hlutar þess í kjölfar atburðanna

1989, á meðan meira var um að ríki liðuðust í sundur (sbr. Sovétríkin, Júgóslavía og

Tékkoslóvakía). Í öðru lagi vil ég vekja athygli á því að ég nota hugtökin kommúnismi og

sósíalismi jöfnum höndum til að vísa í sama fyrirbærið.

Í opnun umfjöllunarinnar set ég Austur-Evrópu stuttlega í sögulegt samhengi sem og

fræðilegt. Það tel ég nauðsynlegt til að umfjöllunin sem á eftir kemur fái meiri dýpt, enda

mikilvægt að líta til sögunnar til að skilja þá ferla sem eru í gangi við hrun pólitísks

Page 8: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

7

efnahagskerfis af þessari stærðargráðu. Í kaflanum velti ég einnig upp framlagi

mannfræðinnar til rannsókna á svæðinu sem og áhrifum kalda stríðsins á heimsmyndina. Í

öðrum kafla verður skoðað hvernig efnahagsleg og félagsleg staða almennings breyttist í

kjölfar hrunsins, ég skoða hvað liggur til grundvallar sósíalískum samfélögum með tillliti til

félagslegra tengsla. Það sem áður skipti máli til að halda velli varð skyndilega einskis nýtt og

hið falda hagkerfi sem blómstraði undir yfirborðinu svo að segja hvarf á einni nóttu. Í

kaflanum geri ég einnig grein fyrir vonum og væntingum og hinum teygjanlega póst-

sósíalíska veruleika, sem ég set í samhengi við þekktar kenningar um millibilsástand

manndómsvíglsna. Með því að nálgast tímabilið á þann hátt vonast ég til að umfjöllunin fá

örlítið meiri kraft, og eins eru þessar klassísku kenningar nytsamlegar til að varpa ljósi á hvers

konar óvissutímabil. Í þriðja kafla beini ég sjónum mínum að minni og mannfræði, hvernig

mannfræði hefur nálgast það viðfangsefni Í seinni hluta þriðja kafla tek ég fyrir fortíðarþrá,

eða nostalgíu eins og flestum er tamt að kalla fyrirbærið, sérstaklega fyrir. Ég skoða hana

bæði almennt og svo hvernig hún birtist í Austur-Evrópu sem nostalgía til kommúnismans. Í

fjórða og síðasta kaflanum geri ég að umfjöllunarefni hvernig þessi nostalgía hefur verið

hagnýtt í efnahagslegum og pólitískum tilgangi.

Eins og mun koma í ljós voru, og eru, miklar tilfinningar tengdar hruni

kommúnismans. Vonir og væntingar en einnig vonbrigði og reiði. Þegar allt það sem fólk

hafði óskað sér gekk ekki eftir, myndaðist ákveðið rými fyrir andóf og eins og ég mun sýna

fram á er nostalgía hluti af þessu andófi. Einnig myndaðist rými fyrir vafasama

hugmyndafræði þjóðernishyggju sem að stórum hluta spilar inn á tilfinningar fólks og getur

orðið einskonar haldreipi á óvissutímum. Einnig skoða ég hvernig nostalgían hefur verið

hagnýtt á efnahagslegan máta, til að mynda með endurframleiðslu hluta sem eingöngu

þekktust í Austur-Evrópu á sínum tíma og hvernig kommúnistatíminn hefur verið

safnavæddur víða á svæðinu. Ekki bara fyrir forvitin augu utanaðkomandi heldur líka til að

skapa aðstæður til að muna fyrir íbúa Austur-Evrópu.

1. Austur-Evrópa í fræðilegu samhengi

Það verður ekki fjallað um hrun fyrirferðamikils stjórnmálakerfis og áhrif þess án þess að

setja atburðinn í viðeigandi samhengi. Ekki bara sögulegt og pólitískt samhengi, heldur líka

fræðilegt samhengi. Með því er átt við umfjöllun og rannsóknir á innan félagsvísindanna,

einkum á mannfræðisviði þó óhjákvæmilega komi aðrar fræðigreinar við sögu. Það er einmitt

Page 9: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

8

vegna kalda stríðsins sem Austur-Evrópa hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í

fræðasamfélaginu, en með endalokum þess opnuðust áður luktar dyr og mýmörg tækifæri til

rannsókna litu dagsins ljós. Þó að kalda stríðinu hafi lokið þá gætti áhrifa þess á

heimsmyndina og orðræðu, einkum fjölmiðla, lengi á eftir og gerir enn að einhverju marki.

Mikilvægt er að líta til þess hvernig aðgengi að svæðinu var háttað bæði fyrir og eftir 1989,

hvaða línur voru lagðar í rannsóknum og með hvaða hætti mannfræðin hefur þróast á

svæðinu.

1.1 Fyrir 1989

Í grein frá árinu 1983 fara mannfræðingarnir Joel Halpern og David Kideckel yfir stöðu

mannfræðinnar í Austur-Evrópu og benda á að einn helsti dragbítur rannsókna á svæðinu

hafi verið erfiðleikarnir við að komast inn fyrir (1983: 377). Það var ekki hlaupið að því að

stunda vettvangsrannsóknir í sósíalísku ríkjunum, enda hefðu slíkar rannsóknir mögulega

getað haft neikvæð áhrif á ásýnd kommúnismans eða orðið til þess að hrikti í

undirstöðunum. Í stærra sögulegu samhengi benda þeir þó á að menningararfur ríkja Austur-

Evrópu hafi þá þegar verið orðinn ansi ríkulegur er járntjaldið var dregið fyrir, sem og löng

hefð fyrir akademískum afrekum. Þess vegna hafi áhugi á Austur-Evrópu verið takmarkaður

meðal mannfræðinga sem höfðu til þessa beint athygli sinni að samfélögum utan Evrópu

(1983: 377-378). Í sama streng tekur Katherine Verdery, vel þekktur mannfræðingur á sviði

sósíalisma, en hún fékk leyfi til að gera rannsókn í Rúmeníu á seinni hluta 8. áratugarins. Á

þessum tíma var helsta rannsóknarsvið mannfræðinnar enn bundið við Afríku, Eyjaálfu eða

sambærilegar slóðir, með áherslu á einangruð samfélög. Evrópa kom tiltölulega seint til álita

sem vettvangur og upp úr 1970 höfðu nánast engar rannsóknir verið gerðar í austurhluta

álfunnar, enda aðgengi afar takmarkað eins og áður sagði. Það skal því engan undra að á

þessum tíma hafi Austur-Evrópa verið minna þekkt meðal mannfræðinga en Nýja Gínea

(Verdery, 1996: 5). Eftir því sem tíminn leið, breyttust áherslur innan mannfræðisamfélagsins

og rannsakendur fóru í auknum mæli að stunda vettvangsrannsóknir á heimslóðum.

Áhugi á austurhluta Evrópu jókst samhliða þessum áhugasviðsbreytingum en ekki

fékk hver sem vildi. Austur-Evrópa reyndist fræðasamfélaginu erfiður ljár í þúfu þrátt fyrir að

áhuginn á rannsóknum þar færi vaxandi. Ekki einungis var aðgengi að löndunum sjálfum

takmarkað og erfitt að fá rannsóknarleyfi, heldur gerði ritskoðun sósíalísku stjórnanna það

erfitt verk að skrifa sögu daglegs lífs kommúnistatímans eins og mannfræðingurinn Martha

Page 10: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

9

Lampland bendir á. Hún segir ríkið hafa ráðið öllu um það sem sett var fram fyrir augu

almennings, allt var ritskoðað – skólabækur, dagblöð og aðrir fjölmiðlar og „sérvalin“ saga

sett fram á sýningum safna svo dæmi séu tekin. Ríkið hafði ákveðnar hugmyndir um hvernig

sögulegir atburðir, og ekki síst ætlaðar framfarir, innan sósíalismans skyldu vera matreiddir

ofan í heimsbyggðina. Það er varla ofsögum sagt að ein saga sósíalismans hafi verið skrifuð í

Austur-Evrópu, önnur saga var skrifuð utan Austur-Evrópu, af þeim sem ekki bjuggu í

viðkomandi ríkjum. Eftir 1989 hefur það áfram reynst þrautin þyngri að varpa ljósi á daglegt

líf kommúnistatímans vegna ólíkrar sögulegrar (og pólitískrar) nálgunar austurs og vesturs á

viðfangsefnið (Lampland, 2000: 214).

1.2. Eftir 1989

Hinn nýfallna veröld kommúnismans varð eftirsóknarvert rannsóknarefni innan félagsvísinda

strax eftir 1989, enda opnuðust ekki aðeins landamæri heldur líka skjalasöfn, og endir var

bundinn á þá ritskoðun sem einkennt hafði ríkin fram til 1989 (Main, 2014: 116). Það var því

af nógu að taka, þó reynt hafi að verið eftir megni að farga skjölum tengdum öflugum

leyniþjónustum ríkjanna áður en þau skjöl kæmust upp á yfirborðið fyrir allra augu.

Framlag mannfræðinnar til rannsókna á kommúnismanum í Austur-Evrópu er bæði

yfirgripsmikið og fjölbreytt. Rannsóknir í mannfræði hafa komið fram með önnur og jafnvel

ögrandi sjónarhorn á sósíalísk samfélög og umbreytingarnar sem fylgdu í kjölfar þess er

sósíalíska kerfið hrundi. Með því að beina sjónum að reynslu og upplifun fólks - smáatriðum

daglegs lífs sem af öðrum voru talin skipta litlu fyrir heildarmyndina – hafa mannfræðingar

að mörgu leyti náð að skapa meiri dýpt í umfjöllun sinni en hefðbundnar greiningar

hagfræðinga og stjórnmálafræðinga (Berdahl, 1999: 9), sem margir töldu vera þær

fræðigreinar sem „tækju við“ kommúnismanum. Viðfangsefni mannfræðinga er raunverulegt

fólk í raunverulegum aðstæðum. Litlu hlutirnir í stóra samhenginu, ef svo má að orði komast.

Mannfræðingarnir Chris Hann og Caroline Humphrey ásamt Katherine Verdery, en öll hafa

þau sérhæft sig í rannsóknum á sósíalisma og póstsósíalisma, benda á að saga og fortíð

viðfangsefnis sé sýnilegur þáttur í mannfræðirannsóknum og eftir hrun kommúnismans hafi

sjónum í auknum mæli verið beint að fortíðinni í nútímanum, þ.e. áhrifum fortíðarinnar á

upplifun nútímans. Þannig hefur samstarf mannfræðinnar og annarra fræðigreina, ekki síst

sagnfræði, hafi gefið vel af sér (2002: 7).

Page 11: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

10

Það er þó vert að minnast á gagnrýni Mörthu Lampland sem segir að þrátt fyrir að

Austur-Evrópa hafi opnast fyrir rannsóknum þá var ákveðin gjá milli fræðimanna austurs og

vesturs. Ólíkar nálganir, ólíkt aðgengi að rannsóknarstyrkjum - fyrir utan óþarflega lífsseiga

tilhneigingu til að setja vestræna þekkingu skör framar en þekkingu annars staðar frá. Því

hafi hallað töluvert á fræðimenn frá Austur-Evrópu innan félagsvísindanna. Auk þess bendir

Lampland á að á meðan efnahagsvanda sé hægt að snúa til betri vegar þá sé erfiðara að

yfirstíga þekkingarfræðilega misskiptingu (Lampland, 2000: 215-217).

1.3. Áhrif kalda stríðsins

Kalda stríðið hafði ríkt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinna og má lýsa því sem

hugmyndafræðilegu stríði milli austurs og vesturs, vígbúnaðarkapphlaup tveggja stórvelda -

Bandaríkjanna vestri og Sovétríkjanna í austri auk „fylgiríkja“. Ætluð endalok þess fylgdu í

kjölfar hruns sósíalismans 1989 og síðar sundurlimun Sovíetríkjanna árið 1991. Miðað

stærðargráðu veldanna tveggja og áhrifa þeirra á heimspólitíkina er ekki ósanngjarnt ætla að

heimsmyndin hafi tekið stakkaskiptum í kjölfarið. Það er ekki óviljandi sem hér sé notað

orðasambandið „ætluð endalok“ um kalda stríðið því áhrifa þess gætti lengi þó að

kommúnisminn heyrði sögunni til.

Áhrif kalda stríðsins endurpeglast kannski best í lífseigri orðræðu um skiptingu

heimsins eftir seinni heimsstyrjöldina, en suður-ameríski mannfræðingurinn Arturo Escobar

hefur látið sig þá umræðu varða. Í skiptingu heimsins urðu frjáls iðnaðarríki þekkt sem „fyrsti

heimurinn“, iðnvæddar þjóðir undir kommúnisma flokkuðust sem „annar heimurinn“ og

restin – fátækar, óiðnvæddar þjóðir – „þriðji heimurinn“ (Escobar, 1995: 31; Wolf, 1982: 7).

Þessi þrískipting er reyndar fyrir löngu úrelt. Járntjaldið sem skildi að „fyrsta og annan

heiminn“ er horfið, að minnsta kosti á pappírum. Sjaldan er talað um „fyrsta heiminn lengur,

hann er einfaldega kallaður Vesturlönd. En þó svo að hinn svokallaði „annar heimur“ hafi átt

að heyra sögunni til við endalok kalda stríðsins þá er hugtakinu „þriðji heimurinn“ enn haldið

á lofti í almennri orðræðu (Berdahl, 2000: 1). Það eitt nægir til þess að gefa vísbendingar um

áðurnefnda úrelta flokkun heimsins. Ef „þriðji heimurinn“ er til þá hlýtur fyrsti og annar að

vera til líka. Vissulega má halda því fram að hugtök og skipting heimsins á þennan hátt sé

hentug til að hugsa með en gleymum í því samt ekki að með því að nota þau þá er verið að

viðhalda þessari flokkun sem er afsprengi Vesturlanda og vísar í ákveðna goggunarröð

Page 12: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

11

samfélagsþróunar frá vestrænu sjónarhorni (Verdery, 1996: 4-5). Sjónarhorni sem flestir

horfðu frá þegar Berlínamúrinn féll.

Þó að liðin séu rúmlega tuttugu ár frá því að bæði Verdery og Escobar gerðu þessa

flokkun heimsins að umfjöllunarefni þá virðist eima töluvert eftir af henni, því enn verður

hennar vart í fjölmiðlum. Áhrifa kalda stríðsins á heimsmyndina gætir því enn að einhverju

leyti þrátt fyrir að yfir aldarfjórðungur sé síðan járntjaldið var dregið frá.

1.4. Á hvaða leið?

Það er ágætt að staldara aðeins við enska hugtakið transition, sem getur verið þýtt sem

umskipti eða umbreytingar á íslensku. Að sögn félagsfræðingsins Dominik Bartmanski hefur

hugtakið mikið verið notað innan þess þekkingargeira sem stundar rannsóknir á svæðum

sem eru að gangast undir stórkostlegar breytingar. Hugtakið transition vísar til breytingaferlis

eða tímabils breytinga úr einu ástandi í annað, í þessu tilfelli var það úr sósílískum veruleika

yfir í kapítalískan, eða að minnsta kosti var það í upphafi gefið að sósíalísku ríkin myndu nú

snúa frá villu vegar og marsera í átt að kapítalismanum eins og allir „allir hinir“ (2011: 214).

Þó að hugtakið sé frekar notað í eintölu þá er það fræðilega séð betur við hæfi að tala um

fjölda margslunginna breytingaferla (Svašek, 2006: 2), enda engin leið að smætta

kerfisbreytingu af slíkri stærðargráðu niður í einn feril. Fljótlega var þó varað við því að vera

búin að ákveða fyrirfram hvaða stefnu ríkin myndu taka, til að mynda gerir Verdery grein

fyrir því árið 1996 að mörg ár gæti tekið fyrir þessi umskipti að ganga yfir og alls ekki

sjálfgefið að öllum ríkin feti sömu slóð þó vissulega hafi verið augljós merki um að hinn frjálsi

markaður kapítalismans næði yfirhöndinni (1996: 15). Því hefur reyndar verið haldið fram að

það verði að líta á hugtakið sjálft sem menningarlega afurð „vestursins“, það sé litað af

reynslu vestrænna fræðimanna og rannsóknum í löndum þriðja heimsins og feli í sér

fyrirframgefna vestræna yfirburði hvað varðar þekkingu, og eins gefi það sér í hvaða átt

samfélög stefna (Berdahl, 2000: 2).

Eitt af því sem gerði Austur-Evrópu mikið gósenland fræðasamfélagsins við hrun

kommúnismans var ljóslifandi tækifæri til að skoða hvaða stefnu ríkin taka í kjölfar þessara

kerfisbreytinga. Óhjákvæmilega töldu margir að nú tæki við sama stefna og Vesturlönd höfðu

siglt eftir á meðan austurblokkin staldraði við í misheppnaðri lautarferð um útópíu

sósíalismans. Oft hefur verið minnst á orð Tékkans Václav Havel - rithöfundar, pólitísks

umbótasinna og andófsmanns sem seinna varð síðasti forseti Tékkoslóvakíu (1989-1992) og í

Page 13: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

12

kjölfarið fyrsti forseti Tékklands (1993-2003) - um endurkomu íbúa Austur-Evrópuríkja í

„þróunina“: „Eftir að hafa um áratugaskeið fetað ranga braut, þráum við að komast aftur á

þann veg sem eitt sinn var okkar líka“2 (Louyest og Roberts, 2015: 175). Í orðum hans má

greina augljósa eftirvæntingu, og vonir til þess að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Að

auki voru, samkvæmt Bartmanski, fyrst um sinn allir tilbúnir til að kasta kommúnískri fortíð

út í hafsauga og afskrifa sem misheppnaða samfélagslega tilraun (2011: 214). Eftir fall

sósíalismans var víða dregin upp hugmyndafræðilega gildishlaðin mynd af vestrænum

riddurum koma þjáðum og þjökuðum sálum Austur-Evrópu til bjargar. Slík ímynd útmálar

sósíalisma sem eingöngu þróunarfræðilegan botnlanga á veginum til framsækins kapítalisma

– þangað sem hinar þjökuðu sálir skyldu nú halda áfram för sinni - en ekki endastöð

samfélagsþróunar mannsins eins og hugsjón sósíalismans bar með sér (Verdery, 1996: 204).

Bent hefur verið á að fljótlega eftir atburðina 1989 hafi hagfræðingar hafi varað við

vonbrigðum, væntingarnar vorum alltof miklar, einkum til betri efnahagsskilyrða og hins

frjálsa markaðar (Bartmanski, 2011: 214).

Þrátt fyrir að hruni kommúnismans hafi verið fagnað víða um heim, bæði austan og

vestan megin Berlínarmúrsins og fólk talið sig meira en tilbúið að kasta sér til sunds í

kapítalískt neysluhafið, þá rann fljótt upp fyrir íbúum austursins að þetta væri ferli sem tæki

lengri tíma en eina nótt. Við tók óvissa, hálfgerð ringulreið á köflum og ótti – eitthvað sem

íbúar austursins höfðu í gleðinni ekki séð fyrir.

2. Milli tveggja kerfa

Í hugmyndafræði sósíalisma er félagslegur jöfnuður lagður til grundvallar. Hugsjónin er að

allir eigi jafn mikið, jafnt skuli yfir alla ganga. Falleg hugmyndafræði, svo ekki sé meira sagt.

Hins vegar var það að flestu leyti svo að jöfnuðurinn var helst fólginn í þvi að allir ættu jafn

lítið, eins kaldhæðið og það nú er, auk þess sem vöruskortur var viðvarandi ástand og

einkennandi fyrir sósíalísk ríki Austur-Evrópu (Verdery, 1996: 22). Allir höfðu skyldum að

2 After decades of following the wrong track, we are yearning to rejoin the road which was once

ours too.

Page 14: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

13

gegna gagnvart ríkinu, þ.e. atvinnu að sækja enda verksmiðjur og samyrkjubú þær

atvinnustofnanir sem flestir tengja við kommúnistaríki Austur-Evrópu.

2.1. Frá einni útópíu til annarrar?

Hin sósíalíska útópía, jafnaðarmannasamfélag sem átti sér enga hliðstæðu, lá til grundvallar

samfélagsskipan ríkjanna austan Járntjaldsins. Útópían var markmiðið sem unnið var að og

sósíalísk orðræða var full af loforðum um sátt, samlyndi og jafnræði allra, efnislega

fullnægingu þarfa og fullkomnun „sjálfsins“. Skilaboð ríksvaldsins voru þau að ef fólk myndi

haga lífi sínu í samræmi við sósíalískar reglur og hugsjónir þá myndi þessi gullslegna framtíð

blasa við. Skilaboð sem þessi birtust fólki jafnt í barnabókum sem dagblöðum enda

áróðursmaskína sósíalísku stjórnanna vel smurð (Veenis, 1999: 86, 88). Verdery segir svo frá

að í miðstýrðu kerfi sósíalísku ríkjanna hafi gróðasjónarmið ekki ráðið ferðinni – öfugt við það

sem gegnur og gerist í kapítalísku hagkerfi. Markmið ríkisins segir Verdery frekar hafa verið

að að selja ekki hluti, og halda sem mestu undir sinni stjórn í því skyni að hafa vald til

endurdreifingar vörunnar. Afganginn skyldi gefa og því þannig undirstrikaði ríkið lögmæti sitt

í augum almennings (1996: 26). Samfélagsleg skylda kommúnistastjórna var að tryggja fólki

mat og klæði en það sem ríkið hins vegar skuldbatt sig ekki til að gera var að tryggja gæði,

framboð og val, en þetta varð til þess að vöruskortur og hamstursmenning var einkennandi

fyrir kommúnistatímann (ibid: 27).

Ekki þurftu íbúar sósíalísku ríkjanna að óttast atvinnuleysi, því öllum bar skylda til að

leggja sitt af mörkum. Að mæta til vinnu með það að aðalmarkmiði að standa sig sem best og

auka þannig verðmæti sitt í atvinnulífinu, er ríkjandi hugsun í kapítalísku efnahagskerfi. Undir

stjórn sósíalísks ríkisvalds var hins vegar önnur félagslegri sýn ríkjandi hvað varðar

vinnustaðinn. Til að mynda bendir Berdahl á að vinnustaðurinn í gamla Austur-Þýskalandi

hafi haft meira félagslegt og táknrænt gildi en hann gerði eftir sameiningu Þýskalands.

Vinnan var miðpunktur félagslífsins og einnig var hann táknrænt rými samfélags, og

þjóðarinnar, enda var það greypt í sjálfsmynd fólks að vera vinnandi (Berdahl, 2010/1999:

49). Sérstaklega voru berskjaldaðar gangvart breytingunum, og þær sem töpuðu félagslegum

og efnahagslegum tengslum eftir að sósíalisminn leið undir lok og verksmiðjum,

vinnustöðum þeirra, var lokað hverri á fætur annarri. Konur einangruðust því meira þegar

sósíalisminn leið undir lok (Ten Dyke, 2000: 150; Pine, 2002: 96). Á þann hátt var

Page 15: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

14

vinnustaðurinn miðdepill samfélagsins, staðurinn þar sem fólk sótti félagsleg tengsl og fékk

þannig þá tilfinningu að það tilheyrði samfélagi.

Annað sem mikilvægt er að hafa hugfast í þessari umfjöllun er að undir sósíalískri

stjórn, til að mynda í fyrrum Austur-Þýskalandi þar sem Daphne Berdahl gerði sína rannsókn,

var tengslanetið það sem skipti máli ef það var eitthvað sem íbúana vanhagaði um. Elíta

samfélagsins var ekki fólkið sem átti peninga (enda átti þá svo sem engin), heldur fólkið með

réttu tengslin (Berdahl, 1999: 115-116). Í þessu umhverfi sem einkenndist af vöruskorti skipti

það sköpum að búa yfir góðum félagslegum tengslum til að komast yfir það sem hugurinn

girntist (Ten Dyke, 2000: 147). Undir þessum kringumstæðum myndaðist rými fyrir annað

hagkerfi, óformlegt hagkerfi sem varð til undir yfirborðinu. Þetta óformlega hagkerfi var sem

sníkill á ríkishagkerfinu, en óaðskiljanlegur hluti þess engu að síður. Í umræðunni sinni nýtir

Berdahl sér kenningar franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu um ólíkar tegundir

auðmagns (e. capital) og hér verður því meðal annars stiklað á stóru í greiningu Berdahl á

Bourdieu enda mjög lýsandi fyrir hagrænt umhverfi einstaklinga í sósíalísku samfélagi.

Það er vel við hæfi að nota hugmyndir um annars konar auðmagn í umfjöllun um

sósíalisma enda hugtakið auðmagn að miklu leyti tengt Karli Marx sjálfum. Marx hugsaði þó

um efnahagslegt auðmagn, en Bourdieu víkkar hugtakið út og vísar til félagslegs auðmagns,

táknræns og menningarlegs og nýtist við að skoða lagskiptingu samfélags sem í efnahagslegu

tilliti á að byggjast á jöfnuði. Félagslegt auðmagn byggir á félagslegum tengslum, á meðan

orðspor, heiður og samfélagsstaða byggja upp táknrænan auð einstaklings. Menningarlegu

auðmagni er helst safnað með menntun og getur alið af sér fjármagn og forréttindi (Berdahl,

1999: 113). Í ákveðnu sögulegu og félagslegu rými verður félagslegt og táknrænt auðmagn

mikilvægara en efnahagslegt. Ný stétt myndast í gegnum óformlegt hagkerfi sósíalismans, ný

elíta, en hún samanstendur af þeim sem hafa gott tengslanet (ibid.: 111). Þetta óformlega

hagkerfi var byggt upp á annars konar auðmagni og (auðvitað) mútum (ibid: 118). Eins má

segja að að óformlega hagkerfið hafi verið sníkill á ríkishagkerfinu, en óaðskiljanlegur hluti

þess engu að síður. Það þróaðist einmitt vegna þess að með ríkisvaldið leit framhjá neyslu

almennings að öðru leyti en því uppfylla fyrirframgefnar grunnþarfir sem ríkið sjálft hafði

gefið sér vald til að skilgreina (Verdery, 1996: 27). Í ljósi þess að ríkisvaldið gaf sér áðurnefnt

vald til að skilgreina þarfir þegnanna, myndaðist rými til andófs í gegnum neyslu og

óformlega hagkerfið. Það fólst meðal annars í því að verða sér úti um hlut sem ríkið taldi þig

ekki þurfa (ibid: 28).

Page 16: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

15

Það hefur verið svo að orði komist að við fall Berlínarmúrsins hafi hið óformlega,

falda hagkerfi nánast þurrkast út á einni nóttu og með það út af borðinu var óhjákvæmilegt

að félagsleg lagskipting samfélagsins myndi breytast. Berdahl tekur dæmi um iðnaðarmenn

sem áður tilheyrðu elítu samfélagsins vegna verkkunnáttu sinnar, en börðust seinna í

bökkum í sjálfstæðum atvinnurekstri og margir hafi þurft að leggja upp laupana (1999: 132).

Í umhverfinu var hrun kerfisins einnig fljótt sjáanlegt. Ekki einungis var um að ræða

augljós merki eins og brotinn Berlínarmúrinn heldur mátti fljótlega sjá stór auglýsingaskilti

fyrir vestrænan neysluvarning í stað fölnaðra áróðursplakata frá „flokknum“ (Berdahl, 2000:

6). Í kjölfarið varð hálfgerð gjaldfelling varnings sem framleiddur var í austrinu. Þeim var

skyndilega hafnað af íbúunum sjálfum og tóku sífellt minna hillupláss í verslunum (Berdahl,

2010/1999: 50).

2.2 Sæluvíma, svartsýni og allt þar á milli

Eins og áður sagði voru í Austur-Evrópu miklar vonir bundnar við hrun kommúnismans .

Sósíalíski draumurinn var afturkallaður, en í staðinn skyldi koma önnur og betri útópía,

lýðræðisleg neysluparadís með tilheyrandi frelsi (Louyest og Roberts, 2015: 175). Fyrstu

vikurnar var sem fólk væri að upplifa draum. Núna gætu íbúar Austur-Evrópu keypt alla þá

fallegu hluti sem áður voru eingöngu til í dagdraumum (Veenis, 1999: 80). Kona ein frá

Austur-Þýskalandi orðaði það sem svo að „í nokkrar vikur voru þeir [íbúar Austur-

Þýskalands] raunverulega það fólk sem þeir höfðu vonast til þess að geta orðið“3 (ibid: 95).

En hvað svo? Einhvern tímann hlaut rjóminn að fljóta ofan af og hvað var þá afgangs? Var

þetta Paradísarmissir eða Paradísarheimt? Eftir að hafa „fundið sig“ í stutta stund eftir hrun

sósíalíska kerfisins voru margir áttavilltir þegar gleðivíman rann af.

Miklar tilfinningar einkenndu atburðina 1989. Mannfræðingurinn Maruška Svašek,

sem hefur meðal annars beint áhuga sínum að póstsósíalisma og tilfinningum, bendir á að

þessar stórkostlegu pólitísku og efnahagslegu breytingar hafi vakið upp sterkar tilfinningar á

breiðu rófi – frá von og sæluvímu til vonbrigða, öfundar, sorgar og haturs (2006: 2). Hún segir

segir engan vafa leika á því að hrun sósíalísku ríkjanna og fyrirheit um frelsi og lýðræði hafi

3 For a couple of weeks, they were really whom they had hoped they could be.

Page 17: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

16

skapað sæluvímu í hugum margra í búa Austur-Evrópu, í það minnsta í fyrstu. Stórir hópar

fólks voru yfir sig komnir af hamingju, sannfærðir að með innkomu lýðræðis og ekki síst

markaðsstýrðs kapítalisma mynd líf þeirra breytast til hins betra. Vestrænir fjölmiðlar

kepptust við að semja tilfinningaríkar fyrirsagnir til að skýra frá gleðinni (ibid: 9).

Mikilfenglegt orðalag var valið til að lýsa því sem var að gerast, líkt og „afturhvarf til Evrópu“

eða „afturhvarf til raunveruleikans“ (Bartmanski, 2014: 214). Svašek segir ennfremur að eina

ástæðu augljósrar og óbilandi hamingju á þessum umbyltingartímum hafi verið að fólk bjóst

við mun hagsæld á „vestrænum skala“ og vitnar í Verdery (2003: 364) því til stuðnings sem

segir íbúa austursins hafa í huga sér ýkt vestræn lífsskilyrði til muna. Til hafi orðið eins konar

mýta um vestrið, mýta um hagsæld úr annarri vídd í samanburði við líf þeirra undir sósíalískri

stjórn. Við fall sósíalismans hafi væntingarnar leitt fólk til að trúa að, á einni nóttu, myndi

lífið taka stakkaskiptum og íbúar austursins fengju loksins að upplifa mýtuna í eigin ranni

(Svašek, 2006: 10).

Bartmanski (2011: 214) og Verdery (1996: 231) setja ástandið í þessu umróti í

samhengi við liminality, eða millibilsástand sem er þekkt úr klassískum kenningum Arnold

van Gennep um manndómsvígslur. Þó ekki sé um að ræða eiginlega manndómsvígslu í þessu

samhengi þá er áhugavert að yfirfæra við þessar kenningar til að undirstrika óvissuna sem

ríkti. Mannfræðingurinn Victor W. Turner hefur fjallað töluvert um millibilsástand

manndómsvíglsna, sem hann kallar „bewixt and between“ – sem getur útlagst á íslensku sem

„hvorki fugl né fiskur“. Í hefðbundnum samfélögum eru mörg dæmi þess að þegar

einstaklingar hafa verið teknir úr sínum félagslega veruleika, og þar með frá viðmiðum,

siðum og tilfinningum tengdar honum, er þeim gefið rými til íhugunar um lífið og tilveruna,

samfélagið og heimsmyndina. Þeir geta því snúið til baka sem hæfari einstaklingar með

aukna þekkingu á samfélagi sínu (Turner, 2001: 53). Ennfremur bendir Turner á að tímabilið

sé á margan hátt tvírætt. Það felur hvorki í sér tengsl við fortíðina né það sem framtíðin ber í

skauti sér (ibid: 47-48). Þannig er óvissuástandið sem kemur upp í kjölfar þess að járntjaldinu

er svipt til hliðar sett upp sem millibilsástand í ferlinu frá einu pólitísku hagkerfi til annars.

Tengsl við kommúníska fortíð hafa verið rofin, ástandið er óstöðugt, umrótasamt og litað

óvissu. Munurinn er kannski sá að lengi vissi enginn hvert „ferðinni“ væri heitið (Verdery,

1996: 231). Félagsfræðingurinn Milena Veenis (1999: 101) lýsir þessu sama ástandi í póst-

módernískum stíl og segir reynsluna ýmist þá að ekkert bara „er“ lengur – eða – allt sé

margbreytilegt, afstætt og tilgerðarlegt. Einskonar póstmódernískt Ginnungagap. Þegar ekki

Page 18: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

17

er samræmi milli félagslegs umhverfis sem mótar einstakling, og umhverfis sem hann dvelur í

á gefnum tímapunkti er hætt við að hann tapi áttum (Shevchenko, 2002: 847). Það varð

raunin víða í Austur-Evrópu eftir 1989 þegar kerfið sem mótað hafði líf íbúanna undanfarin

40 ár var skyndilega ekki til staðar lengur.

2.3 Væntingar og vonbrigði

Í kjölfar markvissrar „af-iðnaðarvæðingu“ í Austur-Evrópu eftir 1989, til dæmis í pólsku

iðnaðarborginni Lódz, blasti við nýr veruleiki – áður óþekkt atvinnuleysi, hátt hlutfall fólks á

félagslegum bótum, eldri konur og mæður með ung börn að betla fyrir mat á götunum,

eitthvað sem var óhugsandi á tímum sósíalísku ríkjanna (Pine, 2002: 95). Dæmi voru um að

eldra fólk í austurhluta Þýskalands hefði áhyggjur af framtíð fullorðinna barna sinni og

samfélagslegum fórnarkostnaði við sameiningu Þýskalands, og vísar Ten Dyke til foreldra

ungrar konu í Dresden. Unga konan hafði hafði nefnilega hlotið þjálfun í sósíalískri hagfræði

sem svo gott sem úreltist á einni nóttu og framtíð hennar þar með skyndilega óljós. Íbúa

austursins skorti hreinlega forsendur til að skilja þennan veruleika - atvinnuleysi,

heimilisleysi, fátækt - sem kom upp á yfirborðið eftir 1989 (Ten Dyke, 2002: 145).

Atvinnuleysi varð líka áberandi í austurhluta Þýskalands eftir sameiningu landsins og gróf

þannig undan sjálfsmynd fólks (Berdahl, 2010/1999: 53). Í hinu sósíalíska Austur-Þýskalandi,

sem og í öðrum ríkjum þar sem sósíalískri hugmyndafræði var fylgt eftir, var vinna lögð til

grundvallar í lífi einstaklinga. Flestir áttu sér stað á verksmiðjugólfinu, ef svo má að orði

komast. Bara ógnin ein og sér um mögulegt atvinnuleysi var ný upplifun, og samkvæmt Pine

voru konur sérstaklega berskjaldaðar auk þess sem þunglyndi allara hópa jókst (Berdahl,

2002: 96). Einnig benda Hann o. fl. á merki um félagslegan ójöfnuð um og fátækt á svo til

öllum svæðum sem áður tilheyrðu kommúnistaríkjum Austur-Evrópu (2002: 4)

2.4 Efasemdir

Upplifun á andstæðum austurs og vesturs birtust kannski hve skýrast í nýsameinuðu

Þýskalandi. Bartmanski segir sameininguna hafa verið ójafna og að í henni hafi verið fólgin

hálfgerð niðurlæging fyrir Austur-Þýskaland enda hafi hún farið fram á forsendum vestursins

(2011: 214). Ólík staða þýsku ríkjanna er bersýnileg þegar Berlínarmúrinn fellur og

landamæri opnast milli Austur- og Vestur-Berlínar en þá ríkti nánast algjör einstefna var í

streymi fólksins. Straumurinn lá til vesturs. Úskýringarnar á vonbrigðunum segir hann vera að

Page 19: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

18

finna í því að „hver bylting þarfnist samfélagslegs afls, sem aðeins ýktar væntingar geta

virkjað, og í hverri byltingu verða þessar væntingar hlutfallslega alltof miklar miðað við

útkomuna, og hver bylting skapi þannig gífurlegt magn vonbrigða“4.

Í miðju þessara vonbrigða, sem byltingin bjó til rými fyrir, varð vart við aukna

samþjöppun íbúa austan megin járntjalds sem átti nú að heyra sögunni til. Samstaðan var

einkum fólgin í baráttu gegn vestrænu yfirvaldi. Aukin áhersla var lögð á sameiginlega

sjálfsmynd sem íbúa austurhlutans, en hér er aðallega átt við Þýskaland, og skapa þannig

ákveðið andóf gegn (yfirvofandi) Vesturlandavæðingu (Berdahl, 1999:57). Bartmanski bendir

einnig á auknar efasemdir í garð hins nýja efnahagskerfis, þess kapítalíska, og gjarnan var

talað um hálfgerða nýlenduvæðingu af hálfu Vesturlanda á svæðinu (2011: 214).

Við slíkar aðstæður, ótta og óvissu, skal þá nokkurn undra að litið hafi verið til

fortíðar með blik í auga? Við þessar róttæku, og að því er virtist óyfirstíganlegu

samfélagsbreytingar sem fylgdu falli kommúnismans ásamt ísköldum veruleika nýs

efnahagskerfis sem stjórnaðist af markaðslögmálunum einum saman, var kannski ekki svo

undarlegt að löngun í „gömlu góðu dagana“ hafi látið á sér kræla (Ten Dyke, 2000: 152)?.

Meira en 10 árum eftir endalok kommúnismans í Austur-Evrópu, hafði upphafleg von um

betri framtíð í mörgum tilfellum verið skipt út fyrir efasemdir og þá tilfinningu að þessi von

hafði verið of góð til að vera sönn. Þynnkan var að koma í ljós, oft líta hlutirnir öðruvísi út í

morgunskímunni. Þessi nýja útópía gerði það. Það sem blasti við þegar almenningur hafði

nuddað stírurnar úr augunum og fengið sér kaffibolla var útbreitt atvinnuleysi, stéttaskipting,

fátækt, spilling, átök um endurheimt ríkiseigna og efnahagslegt forskot þeirra sem höfðu

verið í lykilstöðum kommúnistastjórnanna. Allt hefur þetta átt þátt auknu vantrausti innan

nýju lýðræðisríkjanna í Austur-Evrópu (Svašek, 2006: 11-12). Minningarnar virtust allt í einu

ekki svo slæmar, jafnvel fer að blunda þrá eftir fyrri tíð, þar sem fólk vissi að minnsta kosti

stöðu sína.

4 Every revolution needs social energies, which only broadly exaggerated expectations can

mobilize, and in every revolution these hopes must be disproportionately great in relation to the

outcome; every revolution thus creates a great mass of disappointments

Page 20: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

19

3. Mannfræði og minni

Minni einstaklinga hefur um langt skeið vakið athygli fræðimanna. Hvernig er munað, hvað

er munað og jafnvel hvað er talið best að gleyma. Minningar eru það sem tengir fólk við

fortíðina, fortíðina sem mótar einstaklinginn í nútímanum og hefur áhrif á það hvernig

viðkomandi lítur til framtíðar. Að sama skapi er sameiginlegt minni samfélags samofin sögu

þess, og þannig mótar hún sameiginlega sjálfsmynd hópsins í nútímanum og leggur línurnar

fyrir framtíðina. Tiltölulega nýlegan áhuga mannfræðinga á minni og minningum má rekja til

nokkurra þátta. Þeirra á meðal frelsun nýlenda og í kjölfar þess tilraunir til að endurskrifa

söguna frá sjónarhorni þeirra sem, séð frá hlutdrægu vestrænu sjónarhorni, áttu sér enga

sögu svo vísað sé í þekkta bók mannfræðingsins Eric Wolf Europe and the People Without

History (1983); aukinn áhugi á sálgreiningu; póst-módernískir straumar sem kölluðu á að

fleiri raddir skyldu heyrast og þar með fleiri minningar. Ekki síst var það hrun sósíalísku

einræðisríkjanna sem kynti enn frekar undir áhuga á minni (Haukanes og Trnka, 2013. 4).

Minni og saga eru vissulega samofin viðfangsefni en mann- og sagnfræðingurinn Isabella

Main, sem hefur m.a. stundað rannsóknir sem snúa að félagssögu kommúnistatímans í

Póllandi, bendir á að minningar um kommúnistatímann eru ekki þar með sagt „saga“

kommúnismans. Með því á hún við að til að skapa heildstæða frásögn þurfi að líta til ólíkra

ferla túlkunarfræðlegs eðlis, og taka þannig tillit til huglægs mats viðfangsins og hvernig það

upplifir og dæmir kommúnistatímann (2014: 117). Sameiginlegt minni hóps er því sífellt í

„samtali“ við tiltæk söguleg gögn, fengna reynslu og félagsleg og pólitísk markmið líðandi

stundar á sama tíma og ólíkar hliðar eru settar í brennidepil, eða bældar niður, allt eftir því

hvað hentar (ibid: 105). Bent hefur verið á í þessu samhengi að ritun sögunnar er samofið

valdi, og vel þekkt sé að valdhafar nýti sér aðstöðu sína til að draga fram ákveðin atriði

sögunnar. Róttækar kerfisbreytingar eins og þær sem áttu sér stað í Austur-Evrópu 1989

snúast ekki bara um að endurskoða efnahagslegt umhverfi, endurskipulags stjórnmála og

félagslegra tengsla. Þær snúast einnig um að endurskapa sameiginlega sjálfsmynd

samfélagsins og það er ekki hægt nema líta yfir fortíð hópsins – þ.e. sögulegt minni hans.

Hins vegar er sjaldnast hægt að líta á mótun sögulegs minnis sem hinn eina „sannleik“ um

fortíðina, frekar að það sé notað til að skapa ákveðna sýn á fortíðina en með því að velja

markvisst hvað skal muna og hverju skal gleyma mótast sérvalið sögulegt minni, valdhöfum

til handa (Kubik og Bernhard, 2014: 8).

Page 21: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

20

3.1 Minni og fortíð

Minni er viðfangsefni sem, á fræðilegum grundvelli, gefur möguleika á að tengja saman

ólíkar fræðigreinar á borð við sálfræði, mannfræði og sagnfræði. Nálgun þessara fræðigreina

er þó oft ólík, en þó hafa fræðimenn í auknum mæli kallað eftir meiri samvinnu félagsvísinda

og sagnfræði í rannsóknum á minningum um kommúnismann (Main, 2014: 116). Sálfræðin

var þó lengst af sú fræðigrein sem rannsóknir á minni voru taldar heyra undir, til að mynda

hafa sálfræðingar lengi skoðað hvernig einstaklingar muna, en innan mannfræðinnar hafa

rannsóknir fremur beinst að því hvað það er sem viðkomandi einstaklingar muna og hvað

hefur áhrif á það sem talið er „æskilegt“ að muna, auk þess sem mannfræðingar hafa skoðað

tengsl félagslegs minnis og minnis einstaklingsins, þ.e. hvað er hluti af persónulegri reynslu

og hvað hefur einstaklingur tileinkað sér gegnum samfélagið sem hann tilheyrir og tengir

hann við það (Bloch, 2002: 361). Innan félagsvísindanna hefur sameiginlegu minni hópa og

svo minnis einstaklingsins oft verið stillt upp sem andstæðum pólum - hið fyrra talið stuðla

að samheldni og stöðugleika innan hóps, hið seinna sem persónuleg upplifun (Ten Dyke,

2000: 139).

Það getur einnig verið gagnlegt og ekki síður áhugavert að beina sjónum að

„gleymsku“, og því sem fólk og samfélög velja að gleyma. Bartmanski bendir réttilega á

áhuga mannfræðinga á táknum í tengslum við minni og hvernig samfélög muna, og einnig

hvernig menningarlegir hlutir verða sameiginlega mikilvægir í ákveðnu formi. Ennfremur

segir hann að fólk noti ýmsar aðferðir – efnislegar, táknrænar, orðræðutengdar - til að brúa

bilið milli fortíðar og nútíðar (2011: 220). Þegar miklar pólitískar kerfisbreytingar eiga sér

stað, líkt og hrun sósíalíska kerfisins, ætti að vera lögð rík áhersla að ná að tengja saman

fortíð og nútíð til þess að einstaklingar í hringiðu breytinganna nái áttum. Til að hægt sé að

skapa sér sjálfsmynd í nútíðinni og komandi framtíð er mikilvægt að viðhalda einhvers konar

tengslum við fortíðina (Ten Dyke, 2000: 149). Verði rof þarna á milli er hætt við að upplifun

fólks verði lituð óvissu, en það er alveg í takt við þá óvissutíma sem sköpuðust í þegar

sósíalísku ríki Austur-Evrópu gáfu upp öndina hvert af öðru

Daphne Berdahl var einn af þekktari mannfræðingum sem stunduðu rannsóknir í

Austur-Evrópu en hún stundaði meðal annars rannsóknir sósíalískri nostalgíu. Hún bendir

réttilega á að minnið er gagnvirkt, sveigjanlegt og afar umdeilt fyrirbæri (1999: 207). Þetta

minni, sem virðist vera til margra hluta nytsamlegt getur því ekki verið hlutlaust og þó að

opinbert minni samfélaga og þjóða (þ.e. sagan) sé oft talinn sannleikurinn eini þá getur slíkt

Page 22: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

21

sögulegt minni ekki verið algilt (Todorova, 2014: ). Sem dæmi má taka er að meðal þess sem

Berdahl skoðar í rannsókn sinni í Kella er ósamræmi minnis og minninga í sameinuðu

Þýskalands (1999: 207) en það var einn liður í því sem gerði sameininguna erfiða á margan

hátt. Austur- og Vestur-Þýskaland loksins sameinað án ný en sú fortíð sem fólkið sjálft tekur

með sér inn í nútíðina, og komandi framtíð, er runnin úr tveimur ólíkum veröldum og

stangast töluvert á. Einn angi minninga er svo þessi rómantíska fortíðarþrá sem sveipar

minningar rósrauðum bjarma og jafnvel smá dulúð. Þrá eftir fortíð sem kannski aldrei var.

3.2. Nostalgía – fortíðarþrá

Uppruni orðsins nostalgia er mjög lýsandi. Upprunann má rekja til grísku orðanna algia sem

þýðir þrá og nostos sem merkir heima eða heimili. Nostalgía, sem á íslensku útleggst sem

„fortíðarþrá“, er þannig skilgreind sem þrá eftir heimkynnum sem ekki eru lengur til - eða

voru jafnvel aldrei til (Legg, 2004: 100). Í mörgum tilfellum er minningin um það sem saknað

er töluvert önnur en það sem raunverulega átti sér stað í fortíðinni (Haukanes og Trnka,

2013: 4). Að gera fortíðinni hátt undir höfði, vísa í glæsta fortíð er partur af því að vera hluti

af samfélagi og þjónar ýmsum tilgangi, ekki síst pólitískum. Að horfa með eftirsjá til fortíðar

litar oftar en ekki sýn einstaklings á heiminn og að minnast þannig liðinna tíma ýtir undir

söknuð og undirstrikar enn frekar að tímanum verður ekki snúið við (Louyest og Roberts,

2015: 175). Í nostalgíu er fólgin töluverð rómantík, og áberandi er notkun sifja- og

samfélagsmyndlíkinga í orðræðu nostalgíunnar, til að mynda vitnar Berdahl í einn

viðmælanda sinn sem segir að „áður bjuggum við hérna sem ein stór fjölskylda, en núna

hefur enginn tíma fyrir aðra en sjálfa sig“5 (Berdahl, 1999: 219). Upplifun stórra áfalla hefur

líka verið tengt nostalgíu-hugtakinu á þann hátt að tilfinningin beinist oft að þeim tíma og

rými áður en erfið lífsreynsla umturnar lífi okkar (Legg, 2004: 104), sem má alveg leggja að

jöfnu við pólitískt umrót í kringum endalok sósíalismans.

Nostalgía á sér langa sögu í fræðilegri umfjöllun og kemur snemma við sögu meðal

annars innan sálfræði og sálgreiningar, sagnfræði, bókmenntafræði og heimspeki, að sögn

mannfræðinganna Angé og Berliner. Með tímanum hvarf hún úr klínískum kima fræðigreina

5 We used to live like one big family here, now no one has time for any one else.

Page 23: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

22

og tók á sig rómantískari mynd. Í Evrópu á 19. öld blómstraði nostalgía til liðinna tíma, en

hraðar breytingar voru þá í álfunni með iðnvæðingu og þéttbýlismyndun (2015: loc. 83).

Lengi vel var þessi fortíðarþá álitin hálfgerður krankleiki. Nostalgía taldist til lélegrar

sagnfræði og var, og er, oftar en ekki afskrifuð fyrir óþarfa tilfinningasemi og sögufölsun.

Angé og Berliner benda ennfremur á að mannfræðingar hafa dregist að rannsóknum á

nostalgíu frá því að rannsóknir á minni og minningum tóku að spila stærra hlutverk í

félagsvísindunum, enda nostalgía vettvangur til að skoða sögu, pólitík og sjálfsmyndasköpun

samtímans. Að auki benda þau á að rannsóknir á nostalgíu séu að miklu leyti bundnar við

Austur-Evrópu (ibid: loc. 57). Sagnfræðingurinn Maria Todorova bendir að sama skapi á að

það hafi orðið sprenging í umfjöllun á fyrirbæri sem varð þekkt undir regnhlífarhugtakinu

post-communist nostalgia (2014: 2), og undir það fellur til dæmis „Ostalgía“ – nostalgía til

austursins.

3.3 „Ostalgía“

Nostalgíu hefur verið lýst sem þrá eftir því sem vantar í nýlega breyttri nútíð, þrá eftir því

sem er núna ómögulegt að ná til einfaldlega vegna þess að framgöngu tímans verður ekki

snúið við (Angé og Berliner, 2015: loc. 61). Í fyrrum sósíalísku ríkjum Austur-Evrópu hefur

nostalgía verið skilgreind sem söknuður eftir stöðugu og fyrirsjáanlegu ástandi, ekki síst hvað

varðar atvinnu og félagslegar aðstæður (Haukanes og Trnka, 2013: 4). Er leið á hið (að því er

virtist) óendanlega breytingaskeið póst-sósíalismans fór að bera sífellt meira á fortíðarþrá til

kommúnistatímans, og sem dæmi má taka að gerð könnun á viðhorfi til sósíalismans í átta

ríkum Austur-Evrópu árið 2004, sem yfir 50% svarenda lýstu jákvæðu viðhorfi til

kommúnismatímans (Louyest og Roberts, 2015: 176). Svipaða niðurstöðu er að finna í

könnun gerða í Þýskalandi fimm árum seinna þar sem rétt tæplega helmingur Austur-

Þjóðverja voru samþykkir fullyrðingunni um að gamla, sósíalíska Austur-Þýskaland hafi haft

„fleiri góðar hliðar en slæmar“ (Art, 2014: 205).

Í Þýskalandi fékk þessi „nostalgíska tilfinning“ til gamla austursins sitt eigið hugtak –

Ostalgie – en þýska orðið yfir austur er Ost. Daphne Berdahl segir að úr „ostalgíu“ Austur-

Þýskalands hafi sprottið heilmikill iðnaður, eins og mun koma betur í ljós síðar, þar sem vörur

sem áður voru framleiddar í austrinu voru vaktar til lífsins á ný, og hversdagslífið undir

sósíalismanum varð að safnsýningum. „Ostalgían“ var þó verið aðgreind frá því sem talið var

„ekta“ sögulegt, og vísað frá alvöru umræðu enda aðeins talin rómantísk afþreying sem

Page 24: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

23

byggðist á skemmtanagildi og húmor frekar en alvöru sögu (Berdahl, 2010/1999: 48). Það má

þó ekki líta framhjá því að þessi nostalgía til sósíalismans verður ekki til í tómarúmi, heldur

sprettur upp úr samfélagslegum aðstæðum. Þannig segir Berdahl „ostalgíu“ á sama tíma

bæði andæfa og staðfesta hina þá nýju samfélagsskipan sem tekur við að sósíalíska ríkinu.

4. Hagnýting nostalgíu

Með minni bæði margrætt og umdeilt er óhætt að fullyrða á póstmódernískan máta að engin

er einokunin á túlkun fortíðarinnar – það sést glögglega á hagnýtingu minnis og fortíðarinnar

bæði í efnahagslegum og pólitískum tilgangi (Todorova, 2014: 3). Ólík upplifun og ólík reynsla

er óumdeilanlegt – en þó að einhver „sannleikur fortíðar“ sé settur fram sem heilagur

sannleikur þá þarf það ekki að vera sá „rétti“ fyrir alla. Fortíð austantjaldsríkjanna hefur

ýmist verið upphafin eða rifin niður, skrumskæld eða rómantíseruð – allt eftir því sem hentar

hverjum og einum hverju sinni. En það er varla auðvelt velta upp minningum þegar sú fortíð

sem viðkomandi vill muna er lítilsvirt og hafnað sem „gleymanlegri, vonbrigðum og ljótri“

(Lampland, 2000: 214). Undirliggjandi þversögn er að finnna í nostalgíu til sósíalismans, það

er, af hverju fólk lítur hýru auga til kerfis sem það var að flýja undan, þegar það upplifir

misheppnaða tilraun til umbóta (Bartmanski, 2011: 215). Vildi fólk sama kerfið yfir sig aftur?

Ennfremur má benda á að við hrun kommúnismans þar sem sum ríki liðuðust í sundur, eins

og Sovétríkin og Júgóslavía, og önnur sameinuðust í eitt Þýskaland, þá virtist verða þörf á

nýju upphafi (þjóðar), eða þörf fyrir að endurvekja gamlar hefðir, sem en slík þörf séð

mannfræðingum fyrir rannsóknarefni núna um árabil (Haukanes og Trnka, 2013: 4).

4.1 Gjaldfelling fortíðar og upphaf sjálfsmyndar

Í takt við það sem áður hefur komið fram hjá Bartmanski um niðurlæginguna fyrir Austur-

Þjóðverja við sameiningu heldur Daphne Berdahl því fram að fortíð Austur-Þýskalands hafi í

vissu tilliti verið gjaldfelld við sameininguna. Meðal annars hafi orðræðan sem skapaðist í

kjölfarið verið til þess fallin að hæða Austur-Þýskaland fyrir „afkáralegheit“ og afturhaldssemi

sósíalismans, en á meðan havi verið horft framhjá því félagslega og sögulega samhengi sem

skóp þessar aðstæður (2010/1999: 51). Sem merki um þá rýrð sem kastað var á fortíð fyrrum

Page 25: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

24

sósíalísku ríkjanna af íbúunum sjálfum má nefna að í sögu landsins skapaðist ákveðið

„hugmyndafræðilegt tómarúm“6, eins og Ten Dyke orðar það. Hún tekur dæmi um að eftir

sameiningu Þýskalands hafi austur-þýskum sögubókum verið kastað fyrir róða og skólar

austurhlutans aðlöguðu sig hratt að námskrá og hugmyndafræði vesturhlutans án þess að

blikna. Einnig segir hún frá því að þjóðminjasafn sem hélt utan um sögu austur-þýsku

borgarinnar Dresden, hafi lokað sýningunni og aðspurð hafi sýningarstjóri safnsins sagt

„gamla sagan var ekki rétt. Nú þurfum við að skrifa nýja sögu“7. Enn önnur birtingarmynd

var hvernig austur-þýskar vörur hurfu úr hillum verslana í Þýskalandi eftir sameiningu, þegar

íbúar austan megin gátu loks keypt hinn forboðna vestræna varning (Berdahl, 2010/1999:

50).

Vörur framleiddar handan járntjaldsins voru oft hafar að háði og spotti og bent á

áherslu sósíalistaríkjanna að framleiða „meira úr minna“ á kostnað gæða, enda sagt að tíu

eldspýtur hafi þurft til að kveikja á austur-þýsku kerti (Veenis, 1999: 92). Einnig má nefna

sem dæmi Trabantinn en af einhverjum ástæðun varð hann tákngervingur, ekki bara Austur-

Þýskalands, heldur tákngervingur sósíalískra vankanta. Þannig varð hann einhverskonar

bitbein í togstreitunni milli austur og vesturhluta Þýskalands eftir fall (Berdahl, 2010/1999:

50).

Í sameinuðu Þýskalandi eftir 1989 reyndist það afar erfitt fyrir marga Austur-

Þjóðverja að samsama sig sameiginlegri þýskri sjálfsmynd (Ten Dyke, 2000: 149), en líkast til

hefur sú tilbúna sjálfsmynd í grunninn ætlað austurhlutanum að aðlagast vesturhlutanum, en

ekki á hinn veginn. Í þessu samhengi bendir Berdahl á algenga, og neikvæða, vestræna

staðalmynd af íbúum austurhlutans sem „Ossie“. Seinna meir tóku íbúar austurhlutans upp á

því að kalla sig „Ossie“ með stolti (Berdahl, 1999: 174). Með því að neyta austur-þýskra vara

(á ný) var til að undirstrika austur-þýska sjálfsmynd – og einnig til að minna á sjálfsmynd sína

sem framleiðendur en það var sjálfsmynd sem fólk samsamaði sig í sósíalísku ríkjunum

(Berdahl, 2010/1999: 53). Á svipuðum nótum skrifar Pine í rannsókn sinni í Póllandi að um

strax um miðjan tíunda áratuginn reyndu konur, sem börðust í bökkum við að halda sér og

6 Ideological void.

7 The old history was false. Now we have to write a new history.

Page 26: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

25

fjölskyldu sinni á floti fjárhagslega í nýtilkomnu afturhvarfi þeirra til heimilishaldins enda

atvinnulausar, eftir fremsta megni að kaupa mat úr heimahéraði enda báru þær ekki traust

til innfluttrar framleiðslu (Pine, 2002: 96).

Það bar á því að tími kommúnismans hafi verið í augum margra Austur-Þjóðverja

„okkar tími“. Eins og þekkist þá er það oft ekki fyrr en sjálfsmynd er ógnað að hún fær

ákveðin og sterkari einkenni. Ný sjálfsmynd sem Austur-Þjóðverjar kom fram sem andstaða

við vestur-þýska orðræðu (Berdahl, 1999: 174). Eftir sameiningu Þýskalands þótti mörgum í

búum austurhlutans erfitt að aðlaga sig sameiginlegri þýskri sjálfsmynd (Ten Dyke, 2000:

149). Þessar tilfinningar settu íbúa Austur-Þýskalands á skjön í hinu nýsameinaða Þýskalandi

– Ostalgían var tilraun til að skapa sér heimaland á ný – þó það hafi verið rómantíserað og

upphafið úr hófi fram. Tilgangur, draumar og sjálfsmynd höfðu verið höfð að athlægi og

þannig var ýtt undir aukna áherslu og meðvitund um sjálfsmynd sem „Ossies“ – sem ákveðið

andóf gegn (yfirvofandi) Vesturlandavæðingu (Berdahl, 2010/1999: 51; Haukanes og Trnka,

2013: 4).

4.2 Pólitískar hliðar nostalgíu

Við byltinguna komu fram tilfinningar vonbrigða og missis, jafnvel gremju eins og áður hefur

komið fram. Þessar tilfinningar komu upp á yfirborðið og nánast öðluðust eigið líf. Oftar en

ekki dálítið pólitískt líf. Það var vel merkjanlegt í kosningum strax um miðjan 10. áratuginn

bæði í Póllandi og Ungverjalandi (Bartmanski, 2011:215). Berdahl bendir á samstöðu

austursins gegn vestrænu yfirvaldi (hegemony) (2010/1999: 51). Haukanes og Trnka vísa í

Berdahl og orð hennar um að líta ætti á fortíðarþrá póstsósíalsimans sem verkfæri til að

skilja stjórnmálaumhverfi og markaðsöflum samtímans og einnig sem andóf gegn yfirgangi

Vesturlanda. Ekki ætti að taka hana bókstaflega sem sársaukafulla þrá eftir fyrri tíð (2013: 4).

Á ekki ósvipuðum nótum hefur verið bent á að nostalgía hafi verið ákveðið varnarviðbragð

við mikilli hröðun sögunnar, þ.e. hversu hraðar samfélagsbreytingar eru orðnar (Bartmanski,

2011: 218).

Þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit á árdögum sósíalísku stjórnanna þá tókst þeim ekki

að leysa „vandamálin er varða þjóðerni“ en markmiðið var að með einsleitininni sem fólgin

var í sósíalísku hugmyndafræðinni myndu þjóðernisátök heyra sögunni til (Verdery, 1996:

61). Hins vegar þótti mikilvægt að skapa samstöðu þegnanna og til að mynda var það gert

með hugmyndafræði þjóðernishyggjunnar að vopni. Í Rúmeníu var til að mynda talað um

Page 27: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

26

„sósíalíska þjóð“, og orðræðan á þann veg að, í staðinn fyrir að ýtt væri undir borgaraleg

réttindi og menningarlega samnefnara eins og hugmyndafræði þjóðríkisins segir til um, væru

þegnarnir þakklátir þiggjendur endurdreifingar ríkisvaldsins sem hafði þá þessa föðurlegu

ímynd (ibid: 63). Þó að vissulega hafi þjóðerniseinkenni verið bæld niður í vissum skilningi þá

öðluðust þau aðra merkingu þegar sósíalisminn leið undir lok. Þjóðerniseinkenni voru

upphafin, munur sósíalísku þjóðanna ýktur og um gjörvallt svæðið mátti fljótlega sjá vaxandi

þjóðernishyggju (Verdery, 1996: 79). Ennfremur segir Verdery það hljóta að spila inn í að í

upphafi 20. aldar hafi hugmyndir um þjóðríkið verið miðlægt í pólitískri orðræðu, sem og

fléttast inn í fjölmörg svið samfélagsins, jafnt hagræn sem vísindaleg og einnig í gjöfulan

bókmenntaheim Austur-Evrópu (ibid: 85). Orðræðan um eina þjóð, eitt ríki og sameiginlegan

uppruna og hefðir náði að festa kyrfilega rætur í Evrópu.

Árið 2015 voru ákveðnar vísbendingar um það í austurhluta Evrópu að meirihluti íbúa

væri fyndi fyrir nostalgíu til tíma sósíalismans, svipað og 11 árum þegar könnun þess efnis var

gerð. Það sem veldur hvað mestum áhyggjum er það sem nostalgían hefur verið notuð til að

réttlæta, ótta við hið ókunna – útlendinga, Islam, samkynhneigð og svo framvegis. Ákall á

hina „gömlu, góðu daga“ er nefnilega oft nokkuð traust afsökun til að kynda undir ótta af

þessu tagi og vísbendingar hafa verið um að það sé fremur aukning á því að tilfinningahlaðin

nostalgía sé dregin fram í vafasömum tilgangi (Louyest og Roberts, 2015: 178).

4.3 Sósíalísk fortíð á kapítalískum markaði

Hagnýting nostalgíunnar var ekki einungis pólitísk, heldur líka efnahagsleg. Fjölmargir hafa

hugsað sér gott til glóðarinnar við að markaðssetja og vöruvæða kommúnistatímann. Hér er

ekki síst átt við safnavæðingu en fjölmörg söfn tileinkuð kommúnismatímanum er að vinna

víða um austurhluta Evrópu. Ten Dyke vísar í franska sagnfræðinginn Pierra Nora sem segir

uppbyggingu aðstæðna fyrir minni, eða lieux de mémorie (e. sites of memory), líkt og söfn og

skjalageymslur endurspegla þörf fyir að varðveita minningar (tilbúnar eða ekta) núna þegar

heimurinn og sköpun sögunnar virðast vera á öðru hundraðinu (2000: 140).

Á sama tíma hefur orðið hálfgerð sprenging í „ostalgíu-iðnaðinum“ í sameinuðu

Þýskalandi. Til að mynda hafi daglegt líf almennings á tímum kommúnismans verið safnavætt

(Berdahl, 2010/1999: 48). Vinsældir sýninga á borð við þessar endurspegla dýnamískt

samspil formlegra og óformlegra leiða til að muna (ibid: 54). Fram kemur hjá Ten Dyke að

ekki einungis voru söfnin markaðssett fyrir vestræna ferðamenn sem vilja svala forvitninni

Page 28: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

27

heldur líka fyrir íbúa fyrrum sósíalísku ríkjanna til að koma og rifja upp gamla daga. Það sem

eitt sinn voru bara hversdagslegir hlutir og athafnir urðu skyndilega „sögulegir“ eftir 1989.

Hversdagslegir hlutir fá fast sæti í sögunni með því að verða safngripir, enda söfnum ætlað

að varðveita minningar sem framganga sögunnar hefur úrelt veröldina sem minningarnar

tilheyra (2000: 150-151).

Til að kitla nostalgíuna hefur líka verið ráðist í framleiðslu og markaðssetningu

varnings frá gamla Austur-Þýskalandi, bara í nýjum umbúðum og öðru samhengi. Þessi

viðskiptahugmynd hafi gefið austur-þýskum hlutum nýja merkingu (Berdahl, 2010/1999: 52).

Með þessu er verið að nýta sífellt verðminni og óþægilegri austur-þýska sjálfsmynd til að

skapa efnahagslegan ávinning (ibid: 53). Berdahl segir einnig í umræðu um söfn sem sprottið

hafa upp við gömlu landamæri austurs og vesturs að ummerki um fortíðina muni smám

saman hverfa úr landslaginu og komið fyrir á söfnum, enda séu söfn séu opinber vettvangur

minnis og, í sumum tilfellum, minnisleysis (1999: 224). Bartmanski segir þó um vöruvæðingu

minnis og nostalgíu sé að ræða þá séu samt til angar af nostalgíu sem ekki eru ætlaðir til

gróða – eingöngu minningar sem ylja (2011: 218).

Lokaorð

Á meðan kalda stríðið stóð yfir var það næsta ómögulegt að stunda rannsóknir handan

járntjaldsins svokallaða. Við upphaf þess voru mannfræðingar þó ekki enn farin að líta sér

nær og Austur-Evrópa því ekki álitin rannsóknarvettvangur fræðigreinarinnar. Þegar á leið

vaknaði áhugi á svæðinu en austantjaldslöndin voru lokuð sem gerði aðgengi afar erfitt auk

þess sem ritskoðun var mikil. Það hefur stundum verið grínnast með það að undir

kommúnískri stjórn var framtíðin augljós, en fortíðin var hins vegar sífellt endurskrifuð

(Haukanes og Trnka, 2013:11). Aðgengið breyttist þegar sósíalísku ríkin liðu undir lok og

svæðið var að mörgu leyti óskrifað blað fyrir félagsvísindin þegar tjaldinu var svipt frá. Eitt af

nýlegri viðfangsefnum í rannsóknum á póstsósíalisma er minni og nostalgía. Þegar sósíalíski

draumurinn var afturkallaður og kalda stríðinu lauk bjuggust flestir við því að sósíalísku ríkin

myndu aðlaga sig að kapítalísku hagkerfi hratt og örugglega. Að minnsta kosti var það von

margra. Sæluvíman sem fólk upplifði allra fyrstu dagana eftir að kommúnisminn féll reyndist

þó aðeins skammgóður vermir. Væntingarnar voru ekki í réttu hlutfalli við útkomuna og

vonbrigðin eftir því. Kapítalíski draumurinn hafði kannski ekki verið afturkallaður en hann lét

bíða eftir sér. Í hönd fór tími óvissu og umróts, fólki hafði verið kippt út úr þeim

Page 29: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

28

raunveruleika sem það þekkti og var statt innan kerfis sem var hvorki fugl né fiskur – hvorki

sósíalískt eða kapítalískt. Miklar félagslegar breytingar áttu sér stað. Til að mynda kynntust

íbúar fyrrum kommúnistaríkjanna atvinnuleysi en slíkt hafði verið óhugsandi í „gamla

kerfinu“, en hafði mikla óvissu í för með sér. Tengslanet sem áður var treyst á innan

óformlega hagkerfisins urðu einnig einskis nýt. Í aðstæðum sem þessum er ekki að undra að

fólk hafi hugsað með hlýju til gömlu daganna. Það er þó ákveðin þversögn fólgin í því að

finna til nostalgískra tilfinninga í garð kerfis sem verið var að flýja undan. Það verður þó að

hafa í huga að minnið er ekki fasti heldur hafa ólíkar aðstæður og ferlar áhrif á það hvernig

við munum og hvað við munum. Og kannski ekki síst hvað við veljum að gleyma. Nostalgían

tók á sig ýmsar myndir, jafnt skoplegar sem átakanlegar. Miklar tilfinningar eru tengdar

nostalgíu, eins og felst dálítið í orðinu á íslensku – fortíðarþrá – það hefur einhvers konar

rómantíska skírskotun. Nostalgía og tilfinningar henni tengdar hafa verið nýttar bæði í

pólitískum og hagrænum tilgangi. Á pólitíska sviðinu hefur það einkum verið í tenglsum við

vaxandi þjóðernishyggju og nostalgía til einfaldari sósíalískra tíma jafnvel verið notuð til að

réttlæta vafasaman málstað og ala á ótta við hið óþekkta. Á hagræna sviðinu má segja að

kommúnisminn hafi verið gerður að söluvöru. Með því er til dæmis átt við safnavæðingu, en

víða um Austur-Evrópu hafa sprottið upp söfn tengd kommúnistatímanum sem bæði sýna

alvarlegar og skoplegar hliðar hans, en ætluð afturhaldssemi sósíalismans hefur ítrekað verið

höfð að háði. Fjölbreytileiki safnanna og annarrar afþreyingar spannar allt frá því að hafa til

sýnis a lítt gleðilegar skýrslur Stasi, leyniþjónustu Austur-Þýskalands, til þess að bjóða

ferðamönnum í Búdapest upp á „pöbbarölt með Lenín“ eða The Tipsy Lenin Tour.

Það er rétt að geta þess að þrátt fyrir að fall kommúnistastjórna í Austur-Evrópu hafi

falið í sér efnahagslegan og pólitískan viðsnúning sem á sér fá fordæmi er mælt gegn því að

draga í huganum of skörp skil á milli sósíalisma og póst-sósíalisma. Sé það gert er ekki hægt

að gera ráð fyrir flæði milli þessa tveggja „ástanda“ því er fortíðin rofin frá nútíðinni, sem og

komandi framtíð, og ekki gert ráð fyrir samfellu í sögu svæðisins (Lampland, 2000: 210).

Núna eru liðin næstum 28 ár frá því ég horfði agndofa á íbúa Þýskalands í

fréttatímanum án þess að gera mér grein fyrir stærð þessa atburða á sögulegum skala.

Óhjákvæmilega fækkar í röðum þeirra sem muna vel eftir daglegu lífi undir stjórn sósíalísku

ríkjanna. Ég vil samt meina að þrátt fyrir að svona langt sé liðið þá gæti enn áhrifa kalda

stríðsins á heimsmyndina og svo verður þangað til við erum hætt að nota hugtök eins og

Page 30: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

29

„Vesturlönd“ og „þriðji heimurinn“, en þau hugtök eru orðin ansi rótgróin í almennri

orðræðu.

Page 31: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

30

Heimildaskrá

Angé, Olivia og Berliner, David. Introduction: Anthropology of Nostalgia – Anthropology as

Nostalgia. Í D. Berliner og O. Angé (ritstjórar), Anthroplogy and Nostalgia, (Kindle

útgáfa), loc. 57-365). New York: Berghahn Books.

Art, David. 2014. Making Room for November 9, 1989? The Fall of the Berlin Wall in German

Politics and Memory. Í M. Bernhard og J. Kubik (ritstjórar), Twenty Years after

Communism: The Politics of Memory and Commemoration (bls. 195-212)

Bartmanski, Dominik. 2011. Successful Icons of failed Time: Rethinking Post-Communist

Nostalgia. Acta Sociologica, 54(3), 213-231.

Berdahl, Daphne. 1999. Where the World Ended: Re-Unification and Identity in the German

Borderland. Berkeley: University of California Press.

Berdahl, Daphne. 2000. Introduction: An anthropology of Postsocialism. Í D. Berdahl, M.

Bunzl og M. Lampland (ritstjórar), Altering States: of Transition in Eastern Europe and

the Former Soviet Union, bls. 1-13. Ann Arbour: University of Michigan Press.

Berdahl, Daphne. 2010. „(O)stalgie for the present: Memory, longin and East German Things.

Í M. Bunzl (ritstjóri), On the social life of postsocialism: Memory, consumption,

Germany, (bls. 48-59). Bloomington. Indiana University Press. (Birtist fyrst í Ethnos

64(2) (1999): 192-211.

Bloch, Maurice. 2002. Memory. Í, A. Barnard og J. Spencer (ritstjórar), Encyclopedia of Social

and Cultural Anthropology, bls. 361-363. London: Routledge.

Eriksen, Thomas Hylland. 2001. Small Places, Large Issues: An Introduction to Social and

Cultural Anthropology (2. útgáfa). London: Pluto Press.

Escobar, Arturo. 1995. Encountering Development: The Making and Unmaking of the Third

World. Princeton: Princeton University Press.

Hann, C. M. 2002. Europe: Central and Eastern. Í A. Barnard og J. Spencer (ritstjórar),

Encyclopedia of Social and Cultural Anthropology, bls. 203-207. London: Routledge.

Page 32: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

31

Hann, C., Humphrey, C. og Verdery, K. 2002. Introduction: Postsocialism as a topic of

anthropological investigation. Í, C. M. Hann (ritstj.), Postsocialism: Ideals, Ideologies

and Practices in Eurasia, bls. 1-28. London: Routledge.

Haukanes, Haldis og Trnka, Susanna. 2013. Memory, imagination, and belonging across

generations: Perspectives from postsocialist Europe and beyond. Journal of Global and

Historical Anthropology, 66, 3-13.

Kubik, Jan og Bernhard, Michael. 2014. A Theory of the Politics of Memory. Í M. Bernhard og

J. Kubik (ritstjórar), Twenty Years after Communism: The Politics of Memory and

Commemoration (bls. 7-34). Oxford: Oxford University Press.

Lampland, Martha. 2000. Afterword. Í D. Berdahl, M. Bunzl og M. Lampland (ritstjórar),

Altering States: Ethnographies of transition in eastern Europe and the former Soviet

Union (bls. 209-218). Ann Arbor: University of Michigan Press.

Legg, Stephen. 2004. Memory and nostalgia. Cultural Geographes, 11, 99-107. Sótt 24.

febrúar 2011.

Louyest, Anna og Roberts, Graham H. 2015. Guest editors´ introdution: Nostalgia, Culture

and Identity in Central and Eastern Europe. Canadian Slavonic Papers, 57(3-4), 175-

179.

Main, Isabella. 2014. The memory of communism in Poland. Í M. Todorova, A. Diomu og S.

Troebest (ritstjórar), Remembering communism: Private and public recollections of

lived experience in southeast Europe, bls. 97-117. Budapest: Cenetral European

University Press.

Pine, Frances. 2002. Retreat to the household? Gendered domains in postsocialist Poland. Í

C. Í, C. M. Hann (ritstj.), Postsocialism: Ideals, Ideologies and Practices in Eurasia, bls.

95-113. London: Routledge.

Shevchenko, Olga. (2002). ´Between the Holes´: Emerging Identities and Hybrid Patterns of

Consumption in Post-Socialist Russia [rafræn útgáfa]. Europe-Asia Studies 54(6), 841-

866.

Page 33: „Þetta var kannski ekki svo slæmt“ lokaloka.pdf · Nú myndu ríki Austur-Evrópu snúa frá villu síns vegar, frá misheppnaðri sósíalískri útópíu yfir í aðra útópíu,

32

Svašek, Maruška. 2006. Introduction and the politics of emotions. Í M. Svašek (ritstjóri),

Postsocialism: Politics and Emotions in Central and Eastern Europe (bls. 1-33). New

York: Berghahn Books.

Ten Dyke, Elizabeth A. 2000. Memory, History, and Remembrance Work in Dresden. Í D.

Berdahl, M. Bunzl og M. Lampland (ritstjórar), Altering States: Ethnographies of

Transition in Eastern Europe and the Former Soviet Union (bls. 139-157). Ann Arbor:

University of Michigan Press.

Todorova, Maria. 2014: Introduction: Similar trajectiories, different memories. Í M.

Todorova, A. Diomu og S. Troebest (ritstjórar), Remembering communism: Private and

public recollections of lived experience in southeast Europe, bls. 1-25. Budapest:

Cenetral European University Press.

Turner, Victor W. 2001. Betwixt and Between: The Liminal Period in Rites de Passage. Í

Arthur C. Lehmann og James E. Myers (Ritstj.), Magic, Witchcraft, and Religion: An

Anthropological Study of the Supernatural, (bls. 46-55). (5. útgáfa). Mountain Wiew,

CA: Mayfield Publishing Company.

Veenis, Milena. 1999. Consumption in East Germany: The seduction and betrayal of things

[rafræn útgáfa]. Journal of Material Culture 4(1), 79-112.

Verdery, Katherine. 1996. What was socialism and what comes next? Princeton: Princeton

University Press.

Verdery, Katherine. 2003. The Vanishing Hectare: Property and Value in Postsocialist

Transylvania. Ithaca, NY: Cornell University Press.

Wolf, Eric R. 1982. Europe and the People Without History. Berkeley: University of California

Press.