6. tbl. 77. Árgangur 2017...logos legal services ltd. paternoster house 65 st paul’s churchyard...

28
6. TBL. 77. ÁRGANGUR 2017 Akraneskaupstaður á tímamótum Sjávarútvegur, þekkingariðnaður og ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum

Upload: others

Post on 23-Oct-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • 1

    6 . T B L . 7 7 . Á R G A N G U R 2 0 1 7

    Akraneskaupstaður á tímamótum

    Sjávarútvegur, þekkingariðnaður og ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum

  • Reynsla okkar og stöðugleiki í meira en 100 ár gerir okkur kleift að bregðast örugglega við því sem gerist í dag og undirbýr okkur fyrir það sem gerist á morgun.

    REYKJAVÍK

    LOGOS Efstaleiti 5103 ReykjavíkÍsland+354 540 [email protected]

    LONDON

    LOGOS LEGAL SERVICES LTD.Paternoster House65 St Paul’s ChurchyardLondon EC4M 8ABBretland+44 (0) 207 920 [email protected]

    Persónuverndarfulltrúi frá LOGOS

    LOGOS er leiðandi á sviði persónuverndar og hafa sérfræðingar okkar áralanga reynslu af ráðgjöf á sviðinu.

    Fyrirhugaðar breytingar á persónuverndarlögum kalla á að fjölmargir opinberir aðilar og fyrirtæki skipi sér persónuverndarfulltrúa.

    Hafðu samband ef þú vilt fá ráðgjöf eða sérfræðing frá LOGOS sem persónuverndarfulltrúa.

  • 4

    5 Forystugrein – Samstarfssáttmálinn og sveitarfélögin – Karl Björnsson 6 Marktæk fylgni á milli þjónandi forystu og sjálfræðis í starfi 7 Lækkun fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði 8 Akraneskaupstaður á tímamótum13 Talið að ferðamönnum í Dalabyggð geti fjölgað14 Sjávarútvegur, þekkingariðnaður og ferðaþjónusta18 Nær hundrað þúsund manns hafa heimsótt

    Eldheima á þremur árum

    20 Hugmynd um alþjóðaflugvöll í Árborg20 Óskað eftir sameiningu í Fjarðabyggð22 Fjarðabyggð samtengt sveitarfélag22 Samgöngustofa vill hertar öryggisreglur um hafnir23 Þjóðvegur eitt um firðina – ekki Breiðdalsheiði24 Bláfjöll og Þríhnjúkur eru í Kópavogi24 Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær sameinast25 Ekki kosið um sameiningu á Snæfellsnesi26 Bjarg íbúðafélag byggir 75 nýjar íbúðir á Akureyri26 Hafnarfjarðarbær hlýtur verðlaun Evrópu- stofnunarinnar í opinberri þjónustu

    Efnisyfirlit

    Út gef andi:

    Sam band ís lenskra sveit ar fé laga

    Borgartúni 30, 5. hæ›

    105 Reykja vík · Sími: 515 4900

    sam band@sam band.is · www.samband.is

    ISSN-0255-8459

    Rit stjór ar:

    Valur Rafn Halldórsson (ábm.)

    [email protected]

    Bragi V. Berg mann ·

    [email protected]

    Rit stjórn:

    Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri

    Símar: 461 3666 og 896 8456 · [email protected]

    Bla›amaður:

    Þór›ur Ingimarsson - [email protected]

    Aug l‡s ing ar:

    P. J. Marka›s- og augl‡singaþjónusta

    Sím ar: 566 8262 & 861 8262 · [email protected]

    Um brot:

    Fremri Almannatengsl

    Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri

    Prent un:

    Prentmet

    Dreif ing:

    Pósthúsið

    Forsí›an: Forsíðumyndin sýnir unga stúlku og ungan dreng virða

    fyrir sér kort af umfangi hraunsins sem kom upp á yfir-

    borðið í eldgosinu í Vestmannaeyjum 1973. Myndin er

    tekin í eldgosasafninu Eldheimum í Vestmannaeyjum en

    á þeim þremur árum, sem liðin eru frá opnun þessa

    merka safns, hafa hátt í 100.000 gestir heimsótt það.

    Sjá umfjöllun um Vestmannaeyjar á bls. 14-19.

    Mynd: Óskar Pétur Friðriksson.

    Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út

    7-8 sinnum á ári.

    Áskriftarsíminn er 461 3666.

  • 5

    Forystugrein

    Samstarfssáttmálinn og sveitarfélöginÁ fyrsta virka degi eftir alþingiskosningar senda formaður og framkvæmdastjóri sambandsins öllum nýkjörn-um þingmönnum erindi þar sem hlutverk sambandsins er skýrt og kallað er eftir góðri samvinnu við þing-menn og væntanlega ríkisstjórn. Með erindinu fylgja helstu þættir úr stefnumörkun sambandsins og sett er fram sú ósk að tekið verði tillit til þeirra við gerð stjórnarsáttmála. Þegar eiginlegar stjórnarmyndunarviðræð-ur hefjast er stefnumörkuninni áfram haldið hátt á lofti gagnvart forystumönnum viðkomandi stjórnmála-flokka og þingmönnum þeirra.

    Þetta vinnulag hefur verið tíðkað um margra ára skeið. Í sumum tilfellum hefur greinilega mátt merkja áhrif þess í stjórnarsáttmálum í nokkrum mæli en í öðrum að mjög litlu leyti. Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkis-stjórnar og stjórnarflokka sem nú er að taka við völdum er margt mjög jákvætt er lýtur að sveitarfélögum og meira en sambandið hefur vanist. Öflugt samráð á að hafa við þau, og þar með sambandið, um marg-vísleg mál.

    Fram kemur að það á að treysta enn samráð og stuðning við sveitarfélög að því er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti. Byggðaáhersla stjórnarsáttmálans vegur þungt enda felast mikil verðmæti í því markmiði að landið allt sé í blómlegri byggð. Landsmenn eiga að hafa jafnan aðgang að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum um land allt. Þetta fellur vel að markmiðum sambandsins.

    Það er sérstaklega ánægjulegt að hafa það nú skjalfest að ríkisstjórnin muni auka samráð við sveitarfé-lögin um verkefni þeirra og fjárhagsleg samskipti samfara því að skilgreina styrk sveitarfélaga til að rísa undir nauðsynlegri þjónustu.

    Sambandið hefur beitt sér mikið fyrir eflingu sóknaráætlana landshluta svo það er fagnaðarefni að sjá umfjöllun um mikilvægi þeirra til að reka byggðastefnu á forsendum heimamanna. Þær verða styrktar á kjörtímabilinu og horft til byggðaaðgerða sem tíðkast í nágrannalöndunum, en um leið verði svæðisbundin þekking nýtt sem best. Jafnframt skal unnið að því að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Að auki á að byggja upp almenningssamgöngur um land allt og styðja við uppbyggingu borgarlínu.

    Fjallað er um fjölda annarra mála sem hafa veruleg áhrif á sveitarfélögin, s.s. að gistináttagjald færist yfir til sveitarfélaga í tengslum við boðaðar viðræður ríkis og sveitarfélaga um endurskoðun tekjustofna. Að auki er umfjöllun um þjóðgarð á miðhálendinu, lög um vindorkuver, sameiginlegt átak ríkis og sveitarfélaga í frá-veitumálum og samstarf um að eyða kynbundnu ofbeldi. Einnig á að tryggja jöfn tækifæri barna í frístunda- og menningarstarfi og að framfylgja ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, m.a. um aukin áhrif barna í samfélaginu.

    Að áliti sambandsins er æskilegt að unnin verði tímasett aðgerðaáætlun vegna þeirra verkefna sem sátt-málinn fjallar um og varða sveitarfélögin. Þannig verður sameiginlega hægt að vinna markvisst að lausn þeirra. Slíkt yrði nýjung í samskiptum aðila sem vert er að taka upp. Hagsmunagæsla sambandsins vegna þessa mun fara mikið fram í beinum samskiptum við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórna-ráðherra, og afbragðs gott samstarfsfólk hans í ráðuneyti sveitarstjórnarmála. Sigurður Ingi hefur reynslu af starfi á vettvangi sveitarfélaga auk þess sem hann var ráðherra byggðamála um nokkurt skeið. Hann hefur því góða þekkingu á viðfangsefnum sveitarfélaga og bindur sambandið vonir við gott og árangursríkt sam-starf við hann um eflingu sveitarstjórnarstigsins og samvinnu við að auka og jafna gæði þeirrar þjónustu sem sveitarfélögin veita, öllum landsmönnum til heilla. Ég óska Sigurði Inga til hamingju með embættið og býð hann velkominn til öflugs samstarfs við sambandið. Karl Björnsson

    framkvæmdastjóri

    Danfoss tengigrindur

    Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is

    Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita-,snjóbræðslukerfi, setlaugar og fl.

    Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður.

    Áratuga reynsla stjórnbúnaðarvið íslenskar hitaveituaðstæður.

    Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu ástjórnbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi.

  • 6

    Magnea Steinunn Ingimundardóttir, verk- efnastjóri á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar, lauk sl. vetur rannsókn til meistaraprófs í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst undir leiðsögn Dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur. Rannsóknin var styrkt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga en á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í júlí 2015, var samþykkt að veita árlega á árunum 2016-18 styrki til allt að þriggja meistaranema í tilefni af 70 ára afmæli sambandsins, sem stofnað var árið 1945.

    Í rannsókn Magneu var kannað vægi þjón-

    andi forystu samkvæmt mati starfsmanna í

    stjórnsýslu sveitarfélaga og skoðað hvort

    tengsl væru á milli einkennandi þátta þjón-

    andi forystu og mats starfsmanna á sjálfræði í

    starfi.

    Rannsóknin náði til um 600 starfsmanna

    hjá sjö sveitarfélögum. Mælitækið „Servant

    Leadership Survey“ var notað auk spurninga

    um sjálfræði í starfi og niðurstöður greindar

    eftir undirþáttum þjónandi forystu.

    Fáar rannsóknir til staðar

    Tilurð rannsóknarinnar var sú að rannsóknir á

    stjórnun og starfsumhverfi starfsmanna í

    stjórnsýslu sveitarfélaga eru fáar og mikil-

    vægt, að mati rannsakanda, fyrir stjórnsýslu

    sveitarfélaga að dýpka skilning á efninu, ekki

    síst með hliðsjón af auknum verkefnum og

    áskorunum sem sveitarfélög standa frammi

    fyrir.

    Fyrri rannsóknir hafa gefið vísbendingar

    um að þjónandi forysta sé árangursrík leið til

    að skapa gott starfsumhverfi sem eflir ánægju

    í starfi og virkjar þekkingu og hæfileika hvers

    og eins. Fyrri rannsóknir hafa jafnframt bent

    á að sjálfræði starfsmanna, t.d. frelsi til að

    sjálfstæðra ákvarðana á eigin þekkingarsviði,

    er mikilvægt fyrir árangur í starfi og hefur

    einnig jákvæð tengsl við vellíðan í starfi.

    Tilefni til að rýna enn frekar í forystu og stjórnun

    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þjón-

    andi forysta er til staðar í stjórnsýslu sveitarfé-

    laga og að starfsmenn njóta sjálfræðis í starfi

    að einhverju leyti. Rannsóknin sýndi martæka

    fylgni á milli þjónandi forystu og sjálfræðis í

    starfi, þ.e. að því meira sem vægi þjónandi

    forystu var hjá stjórnendum, þeim mun lík-

    legra var að starfsmenn nytu sjálfræðis í starfi.

    Þessar niðurstöður eru í samræmi við niður-

    stöður fyrri rannsókna á sviði þjónandi for-

    ystu.

    Líklegt má telja að árangur starfsmanna

    sveitarfélaga í starfi sé meðal annars tengdur

    sjálfræði þeirra. Miðað við niðurstöður rann-

    sóknarinnar er tilefni til að rýna enn frekar í

    forystu og stjórnun innan stjórnsýslu sveitar-

    félaga, meðal annars með hliðsjón af skil-

    virkni þeirrar þjónustu sem sveitarfélög veita

    og ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélaga.

    Rannsóknin gefur vísbendingar

    Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst sveit-

    arfélögum til umræðu um forystu- og stjórn-

    endaaðferðir og um sjálfræði starfsmanna í

    starfi.

    Rannsóknin gefur vísbendingar um að

    með því að auka þekkingu stjórnenda um

    þjónandi forystu og með því að styrkja þjón-

    andi forystu innan sveitarfélaga megi auka

    líkur á meira sjálfræði og meiri ábyrgð starfs-

    manna við úrlausn verkefna og betri þjónustu

    við íbúa sveitarfélaganna.

    Ritgerðina má lesa í heild sinni á heima-

    síðu þjónandi forystu

    www.thjonandiforysta.is

    og á www.skemman.is

    Stjórnsýsla sveitarfélaga

    Marktæk fylgni á milli þjónandi forystu og sjálfræðis í starfi- samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem náði til um 600 starfsmanna hjá 7 sveitarfélögum

    Þessi mynd var tekin í mars 2016 þegar Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, veitti fyrir hönd sambandsins, þremur meistaranemum styrk vegna meistararitgerða þeirra, sem fjalla um málefni

    sveitarfélaga og hafa skírskotun til markmiða og aðgerða í stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018. Magnea Steinunn Ingimundardóttir er lengst til hægri á myndinni. Mynd: Ingibjörg Hinriksdóttir.

  • 7

    Ákveðið hefur verið að lækka fasteignaskatt á

    íbúðarhúsnæði í Reykjavík úr 0,2% í 0,18%

    af fasteignamati. Einnig hefur verið ákveðið

    að afslættir af fasteignagjöldum og fráveitu-

    gjöldum til eldri borgara og öryrkja taki mið

    af tekjum þeirra

    Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir

    þessa lækkun til komna vegna mikilla hækk-

    ana á fasteignaverði á undanförnum árum en

    fasteignaskattar taka mið af metnu virði fast-

    eignar. „Þessi lækkun er til þess gerð að

    milda áhrifin af fasteignaverðshækkunum en

    auk þess erum við að taka sérstakt tillit til

    aldraðra og öryrkja með auknum afsláttum,“

    segir Dagur.

    Áhrif skattalækkunarinnar á borgarsjóð

    eru um 456 milljónir króna á næsta ári en

    uppsafnaður munur til loka ársins 2022 um

    2,6 milljarðar króna miðað við fimm ára fjár-

    hagsáætlun borgarinnar.

    OneSystems®sími: +354 660 8551 | fax: +354 588 1057 www.onesystems.is | [email protected]

    OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum sveitarfélaga og þjónustu við íbúa

    VELJUM

    ÍSLENST - VELJUM

    ÍSLE

    NSK

    T -V

    ELJUM

    ÍSLENSKT -

    Þróunarstefna OneSystems styður MoReq2,kröfur evrópulanda um gagnsæi, rekjaleika og öryggi.

    Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi.

    OneSystems hefur hannað og rekur yfir 40 gagnvirkar þjónustugáttir af ýmsum toga, víðsvegar um landið hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum.

    Þar á meðal eru: Íbúagáttir, starfsmannagáttir, nefndarmanna- og gagnagáttir.

    Auktu aðgengi gagna og gagnsæi ákvarðanatöku með öruggu og rekjanlegum hætti. Stórauktu þjónustu án þess að auka yfirbyggingu og sparaðu með skilvirkari stjórnun mála.

    Gagnvirkar þjónustugáttir

    UpplýsingagáttPortal Information

    Vefgátt fyrir íbúaCitizen

    NefndarmannagáttCommittee

    StarfsmannagáttEmployee

    með áherslu á

    Self-ServicePortal ProjectVerkefnavefur

    Fréttir

    Reykjavíkurborg:

    Lækkar fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði

    Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.

  • 8

    Akraneskaupstaður stendur á tímamót-um. Fólk sækist eftir búsetu þar og fjölg-un íbúa er fyrirsjáanleg. Nú búa um 7.200 manns í bænum sem er fjölmenn-asta sveitarfélagið á Vesturlandi. Með þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru munu skapast forsendur fyrir um níu þúsund íbúa bæjarfélagi. Nokkrar blikur hafa þó verið á lofti í atvinnumálum – einkum um tíma eftir að stjórnendur HB Granda ákváðu að flytja fiskiðnaðarstarf-semi sína til Reykjavíkur. En maður kemur í manns stað eins og máltækið segir og nú horfir til betri vegar og ýmsar hugmyndir á kreiki um öflugt atvinnu- og mannlíf á Akranesi. Sævar Freyr Þráinsson var ráðinn í stöðu bæjar-stjóra í mars á þessu ári. Hann hafði þá nýlega látið af forstjórastarfi hjá 365 miðlum. Sævar hefur komið víða við á sínum ferli, ekki síst í tækni- og upplýs-ingageiranum. Hann starfaði sem for-stöðumaður og framkvæmdastjóri og var forstjóri í 6 ár hjá Símanum auk þess sem hann hefur setið í stjórnum og gegnt stjórnarformennsku hjá fyrirtækj-um á borð við Sensa og On-Waves. Sveitarstjórnarmál litu við hjá Sævari á dögunum.

    Sævar segir að þótt aðkoman að bæjarfé-

    laginu hafi verið góð og að hann hafi tekið

    við góðu búi, hafi fyrsta málið sem kom upp

    hjá honum í bæjarstjórastarfinu verið erfitt.

    Það var þegar ákveðið var að flytja fiskvinnslu

    HB Granda til Reykjavíkur.

    „Ég ætlaði mér strax þegar til tals kom að

    ég tæki við þessu starfi að leggja áherslu á

    atvinnumálin. Þessi ákvörðun forsvarsmanna

    HB Grandi ýtti enn frekar undir þessa ákvörð-

    un mína. Nú er farið að rætast úr málum að

    þessu leyti. HB Grandi er enn með öfluga

    starfsemi með Norðanfisk og Vigni G. Jónsson

    og við sjáum ýmsa möguleika á stuðningi til

    að efla þau fyrirtæki á Akranesi. Fyrirtækið

    Ísfiskur er búið að festa kaup á vinnsluhúsi HB

    Granda og mun starfsemi þess hefjast þar á

    árinu 2018.“

    Fasteignaverð um 55% af verði í 101 Reykjavík

    Sævar segir að fólk horfi talsvert til Akraness

    þegar það velti fyrir sér búsetu og verktakar

    hafi einnig sýnt áhuga að koma að upp-

    byggingu í bænum. Hann segir hátt íbúða-

    verð á höfuðborgarsvæðinu eiga þátt í þessari

    þróun og vaxandi eftirspurn eftir búsetuúr-

    ræðum á Akranesi.

    „Verð á fasteignum er um 55% af því sem

    er í 101 í Reykjavík og um 20% undir því sem

    er almennt á höfuðborgarsvæðinu. Verktakar

    sem ég hef átt tal við segja að þeirra kostnað-

    ur við húsnæði sé um 280-320 þúsund á fer-

    metrann og til að þeir fái inn arðsemi séu þeir

    að selja hann á um 400 þúsund.“

    Sævar segir að á höfuðborgarsvæðinu sé

    lóðaþátturinn hins vegar orðinn svo ríkur í

    verðmynduninni á húsnæði að á ákveðnum

    svæðum þar þurfi byggingaraðilar að fá

    allt að 700 þúsund krónur fyrir fermetrann til

    að hafa eðlilega arðsemi. „Því er eðlilegt,

    með tilliti til kaupgetu fólks, að byggingaaðil-

    ar horfi til þess að byggja fyrir utan höfuð-

    borgarsvæðið.”

    Hann segir fólk ekki setja fyrir sig að sækja

    vinnu frá Akranesi inn á höfuðborgarsvæðið

    og fara á milli kvölds og morgna. „Sjálfur hef

    ég gert það. Ég hef búið hér á Akranesi, þar

    sem ég er fæddur og uppalinn, undanfarin

    12 ár og keyrt á milli.“

    Þrír stórir byggingarreitir

    Sævar segir að eitt mikilvægasta verkefni

    bæjarfélagsins í augnablikinu sé að auka

    framboð á lóðum. „Við verðum að bregðast

    fljótt við til þess að svara eftirspurninni og

    laða til okkar bæði fólk og fyrirtæki. Núna

    erum við að ganga frá því að geta boðið þrjá

    stóra byggingarreiti í bænum. Verið er að

    ljúka við gerð deiliskipulags og við það mun

    framboð á lóðum stóraukast.“

    Akraneskaupstaður á tímamótum

    Akraneskaupstaður

    Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.

  • 9

    Akranesvitinn. Vitinn gefur umhverfinu sérstakt gildi.

    Fljúgðu í næsta ævintýri.airicelandconnect.is

    Ævinlega velkominum borð

    Gamla laugin, Ísland, 64° N, +38° C, 27/2, 13:46

  • 10

    Í daglegu tali eru þessir reitir oftast nefndir

    Sementsreitur þar sem gamla sementsverk-

    smiðjan stendur á besta stað í bænum. Nú er

    búið að taka ákvörðum um að rífa hana og ef

    allt gengur eftir ætti því verki að geta lokið

    næsta haust, að sögn Sævars. „Annar er Dal-

    brautarreiturinn og síðan Skógarhverfið. Við

    erum einnig farin að huga að fjórða reitnum

    en það mál er ekki komið eins langt og því

    ekki hægt að fullyrða um hvenær í framtíð-

    inni hann muni verða tilbúinn.“

    Öflugir innviðir

    Sævar segir að þessum möguleikum töldum

    sé alveg forsenda fyrir því að Akraneskaup-

    staður verði um níu þúsund manna bæjarfé-

    lag innan nokkurs tíma. „Við höfum innvið-

    ina. Við getum verið stolt af fjölbreyttu og

    öflugu íþróttastarfi og leik- og grunnskólarnir

    hér á Akranesi hafa komið vel út úr öll-

    um könnunum. Þá má geta þess að hlutfall

    menntaðra kennara er með því hæsta sem

    gerist hér á landi. Þannig að það er ekki að-

    eins íbúðaverðið sem vekur áhuga fólks held-

    ur sækir það einnig í þetta fjölskylduvæna

    umhverfi.“

    Á Akranesi eru fjórir leikskólar, tveir

    grunnskólar og einn framhaldsskóli. „Nú er-

    um við að huga að byggingum sem snúa

    munu að því að efla íþróttastarfsemina. Við

    erum að fara að byggja upp fimleikahús og

    frístundaheimili sem mun gegna hlutverki

    alhliða aðstöðu fyrir bæði yngri og eldri bæj-

    arbúa. Þar eiga eldri bæjarbúar að geta komið

    saman og tekið þátt í leikjum, til dæmis farið

    í boccia og gert fleira sér til ánægju. Við erum

    líka með öflugt sjúkrahús sem stendur á

    gömlum merg og er varasjúkrahús fyrir suð-

    vesturhornið,“ segir hann.

    Byggja þarf upp í kringum ferðaþjónustuna

    „Bæjarfélagið er á þeim tímamótum að það á

    eftir að breytast mjög mikið,“ segir Sævar.

    „Alls skapa þeir þrír byggingarreitir, sem nú

    er unnið að deiliskipulagi á, möguleika fyrir

    allt að níu hundruð íbúðum. Þá á einnig eftir

    að myndast meira miðbæjarsvæði eða þétt-

    býliskjarni utan um verslun og þjónustu.“

    Fólkinu á Akranesi fjölgar og atvinnulífið

    er ekki eingöngu byggt á sjávarútvegi. Sævar

    nefnir sem dæmi um nýjan vaxtarbrodd að

    byggja verði upp meiri starfsemi í kringum

    ferðaþjónustuna. „Hér hefur til dæmis ekkert

    hótel risið enn sem komið er. Í skipulaginu

    sem unnið er að, er gert ráð fyrir hótelbygg-

    Akraneskaupstaður

    Fundahöld eru hluti af störfum bæjarstjórna. Hér er Sævar Freyr í ræðustól.

    Ferjan Akranes við bryggju á Akranesi en með tilkomu hennar hófust sæferðir á milli Akraness og Reykjavíkur að nýju eftir margra ára hlé.

  • 11

    ingu á hluta sementsreitsins og svæðið á

    Breiðunni er einnig til athugunar í því efni.

    Við erum að skoða hvaða möguleikar eru þar

    fyrir hendi.“

    Hann nefnir líka að verið sé að gera heita

    laug sem hefur fengið heitið Guðlaug og er í

    klettabeltinu sem er beint fyrir neðan fót-

    boltastúkuna. „Þarna erum við að undirbúa

    náttúrutengda ferðaþjónustu, ekki ósvipaða

    því sem er í Nauthólsvíkinni í Reykjavík, nema

    hvað Langisandur er miklu stærra svæði en

    Nauthólsvíkin. Þetta er einn besti sjósunds-

    staður hér á landi og við sjáum fyrir okkur að

    hann muni nýtast við að tengja náttúruna við

    ferðaþjónustu.“

    Þurfum að þróa menntun með hliðsjón af breytingum

    - Sævar hefur starfað hjá fjarskiptafyrirtækj-

    um og tekið þátt í þeim miklu breytingum, að

    ekki sé talað um umbyltingu, þegar kemur að

    tæknimálum. Sér hann fyrir sér að þessar

    breytingar geti orðið liður í uppbyggingu Guðlaug er heit laug neðan við klettabeltið fyrir framan íþróttavöllinn.

    Glæsilegur baðstaður við ströndina.

  • 12

    Akraneskaupstaðar og auðgunar mannlífs í

    bæjarfélaginu?

    Hann játar því. „Ég hef mikinn áhuga á að

    finna út hvernig við getum þróað menntun

    hér á landi með hliðsjón af þeim breytingum

    sem eiga eftir að verða á vinnuumhverfi. Við

    sjáum fram á mun meiri sjálfvirkni, jafnvel í

    formi gervigreindar, og það þarf að undirbúa

    ungmenni fyrir þann veruleika. Ég er sann-

    færður um að hvergi hér á landi er frjórri jarð-

    vegur til þess að mæta þessum breyting-

    um og takast á við þær en hér á Akranesi.

    Kennarar eru tilbúnir að þróa störf sín og ég

    er mjög spenntur fyrir því að hægt verði að

    efla þennan málaflokk.“

    Hann segir að reynsla sín af fyrri störfum

    sé sú að nauðsynlegt sé að horfa nokkuð

    langt fram í tímann. „Ég tel að í þessu starfi

    hér geti ég nýtt þessa reynslu að einhverju

    leyti.“

    Sævar nefnir framhaldsskólann á Akranesi.

    „Við erum með öflugan framhaldsskóla hér

    og við þurfum að efla verk- og tækninámið

    verulega frá því sem nú er. Þetta er samspil

    iðnaðar- og tæknináms og verkfræði og þró-

    unin á eftir að verða gríðarleg á ekkert svo

    löngum tíma. Það eru öflug fyrirtæki hér

    handan við hornið. Norðurál og Elkem eru á

    Grundartanga. Við höfum möguleika til að

    þróa menntun og stuðla að því að þessi fyrir-

    tæki nái langt og jafnvel fengið fleiri sterk fyr-

    irtæki inn á svæðið.“

    Sævar segir virkilega skemmtilega pælingu

    felast í að horfa fram á veginn að þessu leyti.

    „Hvernig getum við nýtt það sem við höfum

    til þess að byggja á til framtíðar? Þar tel ég

    Akurnesinga standa vel að vígi.“

    Akraneskaupstaður

    Tölvugerð mynd af byggingum sem hugsanlega gætu risið á Sementsreitnum ofan við höfnina á Akranesi í framtíðinni.

  • 13

    Vínlandssetri í Búðardal, að fyrirmynd Landnámssetursins í Borgarnesi,

    hefur verið úthlutað 40 milljónum króna frá tveimur ráðuneytum.

    Sveitarstjóri Dalabyggðar vonast til að setrið verði segull fyrir sveitar-

    félagið sem glímir við fólksfækkun og skort á atvinnutækifærum.

    Dalabyggð hefur átt undir högg að sækja vegna fólksfækkunar og

    samdráttar í atvinnulífinu og ferðamenn hafa ekki lagt leið sína til

    Búðardals í stórum stíl. Heimamönnum finnst nokkuð vanta upp á að

    svæðið njóti þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna til landsins sem náð

    hafi að einhverju leyti til annarra staða á Vesturlandi og einkum til

    Snæfellsness. Dalamenn þurfi að fá meiri hlutdeild í auknum ferða-

    mannastraumi og Vínlandssetur geti ráðið miklu í þeim efnum.

    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnu- og nýsköpun-

    arráðuneytið hafa samtals úthlutað 40 milljónum króna til Vínlands-

    setursins í formi viðaukasamnings við sóknaráætlun Vesturlands. Það

    byggir á aðgerðaáætlun vegna íbúafækkunar í Dalabyggð og áherslum

    sóknaráætlunar Vesturlands og er verkefninu ætlað að treysta byggð í

    sveitarfélaginu.

    Saga landafunda Eiríks rauða

    Vínlandssetrinu er ætlaður staður í Leifsbúð við höfnina í Búðardal og á

    sér fyrirmynd í Landnámssetrinu í Borgarnesi en verkefnið er samstarfs-

    verkefni Dalabyggðar og Eiríksstaðanefndar auk aðstandenda Land-

    námsseturs í Borgarnesi.

    Sýningin á að fjalla um sögu landafunda Eiríks rauða og Leifs

    heppna, um landnám á Grænlandi og tilraun til landnáms á Vínlandi í

    Ameríku en Eiríkur er talinn hafa búið í Haukadal í Dalabyggð.

    Opinn þriðju- til laugardaga frá kl. 11-17

    Nánari upplýsingar er hægt að fá með tölvupósti á [email protected] eða í síma 894 3010

    Leiðsögn kl. 14 alla virka daga ársins

    15. maí - 15. sep opið alla daga frá kl. 10-17

    www.museum.is - s. 4315566

    Fréttir

    Vínlandssetur í Búðardal:

    Talið að ferðamönnum í Dalabyggð geti fjölgað

    Frá Búðardal.

  • 14

    „Vestmannaeyjabær hefur staðið í gríðarlegum framkvæmdum seinustu ár og þá sérstaklega eftir fjármálahrunið enda skorti þá verkefni. Við höfum þannig byggt upp nýtt útisvæði við sundlaugina, yfirbyggðan knattspyrnuvöll, eldgosasafnið Eld-heima, menningarhúsið Kviku, fráveitustöð og ýmislegt fleira. Á seinustu árum hefur áherslan síðan verið að færast yfir í mýkri málefni og við erum til að mynda að stækka leikskólann Kirkjugerði, byggja nýtt sambýli, bæta við hjúkrunarálmu fyrir heilabilaða á dvalarheimili aldraðra, byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða og almennar leiguíbúðir fyrir fatlaða, segir Elliði Vignis-son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í viðtali við Sveitarstjórnar-mál.

    Hann segir stöðu skólamála einnig mjög sterka í Vestmannaeyjum.

    „Við erum með mjög hátt hlutfall réttindakennara bæði í grunn- og

    leikskóla sem búa vel að börnunum. Á seinustu árum höfum við fengið

    mikið af ungu fólki til starfa í skólunum sem bæst hafa við eldri og

    reynslumikla starfsmenn. Úr því verður afar góð blanda sem við finnum

    að skilar metnaði og lausnamiðuðum nálgunum.“

    Hann segir það vera ósanngjarnt að kvarta yfir stöðunni þótt

    sannarlega hafi seinustu ár markast nokkuð af sterku gengi og þar

    með erfiðari stöðu útflutningsgreina. „Þá finnum við mjög sterkt fyrir

    því hvernig aukin sjálfvirkni í sjávarútvegi fækkar störfum og þar með

    útsvarsgreiðendum.“

    Atvinnuástandið nánast ætíð gott!

    Aðspurður um atvinnuástandið í Vestmannaeyjum segir Elliði að „svo

    furðulegt sem það er, þá er atvinnuástandið í Eyjum nánast ætíð gott!

    Skýringin er þó því miður ekki alltaf að störfum sé að fjölga. Staðreyndin

    er nefnilega sú að þegar fólk missir atvinnuna þá rífur það sig oft upp

    og leitar tækifæra annars staðar.“

    Hann segir að á seinustu árum hafi mörg fyrirtæki í Eyjum eflst

    mikið og framkvæmt gríðarlega. „Það hefur skapað mikið af störfum á

    framkvæmdatíma en um leið fækkar sjálfvirknin störfum. Við erum að

    byrja að finna fyrir því núna.“

    Sjávarútvegurinn upphafið og endirinn

    Elliði segir að að sjávarútvegurinn sé í raun upphafið og endirinn á öllu

    sem gerist í Eyjum. „Flest önnur störf eru afleidd störf af honum.

    Þannig er til að mynda mjög öflugur iðnaður hér í Eyjum og margs

    konar þjónusta við sjávarútveginn. Bein störf í sjávarútvegi er því mikl-

    um mun færri en heildarstörfin sem tengjast honum. Eftir sem áður

    störfuðu um 16% vinnufærra hér við fiskveiðar og 21% við fisk-

    vinnslu.“

    Hann segir sjávarútveginn hafa breyst mikið og þá mest hvað varðar

    meðhöndlun hráefnis og aukna sjálfvirkni. „Þessu fylgir breyting á

    samfélaginu í sjávarsamfélögum. Störfum fækkar sem leggur á kjörna

    fulltrúa okkar nýja ábyrgð en um leið verða störfin betur borguð og

    skapa því tækifæri fyrir menntað fólk. Það má því með sanni segja að

    sjávarútvegur sé bæði alpha og omega hér í Eyjum.“

    Vestmannaeyjabær

    Sjávarútvegur, þekkingar-iðnaður og ferðaþjónusta- undirstaða samfélags í Vestmannaeyjum

    Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

  • 15

    Klasastarf í þekkingu

    - Kallar þetta ekki á ný tækifæri og þá ekki síst í nýsköpunariðnaði sem

    þarf nánast ekkert annað en öfluga og hraðvirka nettengingu til þess

    að vera í alheimssambandi?

    „Jú, það gerir það. Við höfum tekið nýsköpun mjög alvarlega og þá

    einmitt sem svar við þeim breytingum sem eru að verða í sjávarútvegi.

    Þannig stóðum við í samstarfi við HA og HR fyrir uppbyggingu háskóla-

    náms í nýsköpun með áherslu á sjávarútveg. Það hefur tekist mjög vel

    og unnu nemendur héðan einmitt til verðlauna fyrir verkefni sín.“

    Elliði nefnir líka að lögð hafi verið áhersla

    á að skapa einyrkjum, svo sem forriturum

    og öðrum háskólamenntuðum einstakling-

    um, vettvang í gegnum Þekkingarsetur

    Vestmannaeyja. „Þar fer nú fram gríðarlega

    sterkt klasastarf þar sem starfsfólk í hvers

    konar þekkingariðnaði deilir húsnæði og

    styður hvert við annað. Ég held að óvíða séu

    þau tækifæri meiri og ánægjulegt að núna,

    þegar Þekkingarsetrið er á leið í nýtt og tals-

    vert stærra húsnæði, þá þurfum við strax að

    fara að huga að stækkun, enda fyrirséð að

    það mun sprengja utan af sér á fyrstu

    árunum.“

    Nýja skipið mun gerbreyta samgöngunum

    - Svo er það mál málanna – samgöngumálin.

    Er nokkuð annað í stöðunni en stöðugt við-

    hald Landeyjahafnar?

    Elliði tekur undir það. „Landeyjahöfn er

    bara rétt eins og aðrar hafnir og þarf allt hið

    sama viðhald. Munurinn er sá að hún er

    byggð á sandströnd og þarf því meiri dýpkun.

    Það var ætíð ljóst að þannig yrði það.“

    Elliði segir vonir standa til þess að

    Vegagerðin sé að ná betri tökum á því sem

    snýr að dýpkun og sá dælubúnaður sem verið

    er að koma upp sé hluti af því. Einnig sé verið

    að gera breytingar á innri görðum, bæta við-

    legukant og ýmislegt fleira. Í framtíðinni þurfi

    svo að finna leið til að veita skipinu skjól í

    aðsiglingu.

    „Við bindum líka miklar vonir við hið nýja

    og glæsilega skip sem nú er í smíðum og

    verður komið til þjónustu næsta sumar. Það

    er byggt sérstaklega fyrir Landeyjahöfn en

    getur að sjálfsögðu þjónustað einnig í sigling-

    um í Þorlákshöfn. Þetta gerir það að verkum

    að við komum til með að geta siglt mun meira í Landeyjahöfn en núna

    er og með langtum meira öryggi.“

    Hann segir að þetta þýði þó ekki að hætt verði með öllu að sigla til

    Þorlákshafnar. „Við höfum átt mjög gott samstarf við íbúa þar í gegn-

    um áratugina og betri nágranna er vart hægt að hugsa sér. Þótt sigl-

    ingadögum þangað kunni að fækka þá verðum við háð þeim að tals-

    verðu leyti yfir háveturinn. Þannig er búist við að í 20 til 30 daga á ári

    þurfi að sigla í Þorlákshöfn og langmest verður um slíkt í nóvember,

    desember, janúar og febrúar.“

    Frá Vestmannaeyjum.

    Vestmannaeyingar eru góðir gestgjafar og halda árlega landsfrægar hátíðir. Þeirra frægust er eflaust Þjóðhátíðin. Goslokahátíð er einnig einstakur viðburður eins og þessi mynd sýnir vel. Mynd: Egill Egilsson

  • 16

    Þurfum að eiga varaferju

    Aðspurður hvort hann telji nauðsynlegt að eiga gamla Herjólf áfram,

    bendir Elliði á að hér á landi séu nokkur svæði mjög háð ferjusigling-

    um. „Það á til dæmis við um hluta Vestfjarða, Flatey, Hrísey og Grímsey

    auk okkar hér í Eyjum. Þá þarf einnig að hafa það hugfast að

    Vestmannaeyjar eru næststærsti byggðakjarni á landinu öllu utan

    áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Sem sagt ef dregin er lína frá Reykja-

    nesbæ, út í Árborg og upp á Akranes og það sé sem áhrifasvæði borg-

    arinnar þá er bara Akureyri stærri byggðakjarni. Það segir sig sjálft að

    við verðum að eiga varaferju í landi þar sem svona háttar til.“

    Nokkuð hefur verið rætt um að Vestmannaeyjabær taki rekstur

    Vestmannaeyjaferjunnar að sér, annað hvort um skamman tíma og

    síðan verði farið í nýtt útboð eða þá til lengri tíma. Elliði segir allt opið

    í þeim efnum. „Almenningssamgöngur á Íslandi eru oft í opinberum

    rekstri hér á landi og sjá sveitarfélögin til dæmis um rekstur strætis-

    vagna. Það er í raun ekki mikill munur á rekstri ferju og strætisvagns.

    Við verðum svo bara að sjá hvort að við náum samkomulagi við ríkið

    og ef það tekst, þá þarf að skoða hvaða leið sé heppilegust.“

    Þjónusta orðin mjög samþjöppuð á höfuðborgarsvæðinu

    Elliði segir flugvöllinn líka afar mikilvægan Vestmannaeyingum og

    hvergi megi slaka á uppbyggingu honum tengdum. „Mér líst vel á þær

    leiðir sem verið er að skoða til að efla innanlandsflug og tel það vera

    einn af lykilþáttunum í því að efla landsbyggðirnar. Við höfum hagað

    uppbyggingu hér á landi þannig að þjónustan er orðin mjög sam-

    þjöppuð á höfuðborgarsvæðinu. Jafnvel grunnþjónusta eins og heil-

    brigðisþjónusta, ökukennsla og Slysavarnaskóli sjómanna er orðin

    bundin að stóru leyti við borgina. Þessu þarf þá

    að mæta með auknu aðgengi okkar af lands-

    byggðinni og flugið er vissulega hluti af því.“

    Í samstarf við Merlin

    Elliði bendir einnig á ferðaþjónustuna. „Hún

    hefur verið að eflast mjög hratt og er í dag

    orðin önnur helsta stoð undir okkar litla hag-

    kerfi. Við hjá bæjarfélaginu höfum reynt að

    leiða uppbyggingu á innri gerð svo sem með

    því að stuðla að afþreyingu og bæta aðgengi

    að fagþekkingu.“

    Hann segir Eldheima virka sem sterkan

    segul og sundlaugin sé margrómuð. „Hér eru í

    dag reiðhjólaleigur, bátsferðir, Segway-leiga,

    skipulagðar gönguferðir, útsýnisferðir og svo

    margt fleira sem hefur gert flóruna sterkari. Þá

    erum við komin í samstarf við fyrirtækið

    Merlin, sem er næststærsta afþreyingarfyrir-

    tæki í heiminum á eftir einungis Disney. Þetta

    umrædda fyrirtæki á til að mynda Legoland,

    Madam Tussaud, London eye og skemmtigarða víða um heim.“ Hann

    segir þetta fyrirtæki nú að vinna að því að flytja þrjá hvali til Eyja og

    koma upp fiska- og náttúrugripasafni því tengdu.

    „Í okkar huga er því alveg ljóst að við erum rétt að byrja þegar

    kemur að ferðaþjónustu og eigum þar mikið inni,“ segir Elliði Vignisson,

    bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

    Vestmannaeyjabær

    Vestmannaeyjar. Sjávarútvegurinn er í raun upphafið og endirinn á öllu sem gerist í Eyjum, að sögn Elliða bæjarstjóra.- Mynd: Egill Egilsson

    Herjólfur á siglingu. Það ágæta skip verður senn leyst af hólmi en Elliði bæjarstjóri segir augljóst að nauðsynlegt sé að eiga varaferju. Mynd: Egill Egilsson

  • 17

    EINSI KALDIVEISLUÞJÓNUSTA ehf

    LANGA ehf Bílaverkstæði Muggs

    Bylgja VE ehf

    Strandvegi 65 - 900 Vestmannaeyjum Sími 481 2513

  • 18

    Frá því að eldgosasafnið Eldheimar var opnað hefur það notið mikilla vinsælda. Á safninu eru tvær sýningar; annars vegar er saga Heimaeyjargossins 1973 sögð á áhrifamikinn hátt og hins vegar er fræðslusýning um þróun lífs í Surtsey, sem gaus 1963-67. Surtsey er einnig á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna fyrir sérstöðu sína. Greinilegt er að áhugi erlendra ferðamanna á eld-gosum er mikill. Frá opnun Eldheima fyrir tæplega þremur árum hafa hátt í 100.000 gestir heimsótt safnið. Flestir þeirra, eða um 80%, eru erlendir ferðamenn.

    Það styrkir áhrifin af Eldheimum að safnið er við rætur Eldfells, fjalls-

    ins sem varð til í náttúruhamförunum miklu 1973. Miðpunktur safnsins

    eru rústir húss er stóð við Gerðisbraut 10. Það á sér enga hliðstæðu í

    heiminum að jafn ungar gosminjar hafi verið grafnar upp.

    Með hjálp nýjustu margmiðlunartækni við hlið húsarústanna er

    gosnóttin 23. janúar 1973 rifjuð upp. Farið er yfir hvernig það var fyrir

    Vestmannaeyjabær

    Nær hundrað þúsund manns hafa heimsótt Eldheima á þremur árum

    Með hjálp nýjustu margmiðlunartækni við hlið húsarústanna er gosnóttin 23. janúar 1973 rifjuð upp. Myndir. Óskar Pétur Friðriksson

    Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eldheima.

  • um 5.300 íbúa Vestmannaeyja að vakna við drunur eldgossins og flýja

    í skyndi heimili sín. Margir þeirra sáu þau aldrei aftur. Á fjórða hundrað

    hús og byggingar urði hrauni, ösku og eldi að bráð.

    Hlaut hönnunarverðlaun 2015

    Safnið hefur fengið mjög lofsamleg ummæli,

    hvort sem er í fjölmiðlum eða á Tripadvisor.

    Safnið hefur tekið við fjölda viðurkenninga s.s.

    Hönnunarverðlaunum ársins 2015. Það var

    einnig mikil viðurkenning fyrir safnið að The

    Guardian valdi það á lista yfir áhugaverðustu

    nýungar á sviði ferðaþjónustu um víða veröld

    á sl. ári.

    Hönnuður Eldheima er Axel Hallkell Jó-

    hannesson og honum hefur svo sannarlega

    tekist vel til. Arkitektúr hússins hefur vakið

    mikla athygli fyrir einstök frumlegheit. Bygg-

    ingin á sér enga hliðstæðu. Það er hátt til loft

    og vítt til veggja og hægt að virða fyrir sér

    húsarústina frá ýmsum sjónarhornum, frá svöl-

    um á annarri hæð eða brú sem liggur í gegn-

    um bygginguna.

    Veitingasala og menningarviðburðir

    Í safninu er einstaklega skemmtilegt rými fyrir veitingasölu og menn-

    ingarviðburði. Út úr rýminu er gengið út á pall, með stórkostlegu útsýni

    yfir Vestmannaeyjar. Það er ánægjulegt að segja frá því að þetta rými

    býður upp á einn besta hljómburð landsins. Nokkuð sem styrkir og eflir

    svo sannarlega mikilvægi og notagildi þessa rýmis. Arkitekt hússins er

    Margrét Kristín Gunnarsdóttir.

    Fyrir utan það að vera safn á heimsmælikvarða, eru Eldheimar

    einnig menningarmiðstöð. Í safninu eru reglulega metnaðarfullir menn-

    ingarviðburðir svo sem tónleikar, myndlistasýningar, bókmenntadag-

    skrár o.fl.

    Forstöðumaður Eldheima er Kristín Jóhannsdóttir.

    Tvö ungmenni virða fyrir sér kort af umfangi hraunsins sem kom upp á yfirborðið í eldgosinu í Vestmannaeyjum 1973.

    Miðpunktur safnsins eru rústir húss er stóð við Gerðisbraut 10.

  • 20

    Hugmyndir hafa vaknað um hvort hægt sé

    að byggja alþjóðaflugvöll í Sveitarfélaginu Ár-

    borg og kannar sveitarstjórn nú möguleika á

    hugsanlegri framkvæmd.

    Bæjarráð Árborgar samþykkti á dögunum

    að koma á fót starfshópi sem héldi utan um

    vinnuna en hugmyndin er að byggja völlinn á

    svæðinu milli Selfoss og Stokkseyrar.

    Það eru einstaklingar sem eiga hugmynd-

    ina að flugvallarbyggingunni í ljósi þess að

    um 90% þeirra ferðamanna sem koma til

    landsins fari um þessar slóðir en flugvallar-

    stæðið yrði á milli Selfoss og Stokkseyrar.

    Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveit-

    arfélagsins Árborgar, segir eðlilegt að skoða

    hvort um raunhæfa hugmynd sé að ræða og

    fyrsta skrefið í því efni sé að rannsaka jarð-

    vegsaðstæður og veðurgögn.

    Fréttir

    Hugmynd um alþjóðaflugvöll í Árborg

    Rauði hringurinn á myndinni sýnir það svæði þar sem hugsanlega mætti koma fyrir flugvelli í Sveitarfélaginu Árborg.

    Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt

    að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar

    að kannaðir verði möguleikar á sameiningu

    sveitarfélaganna. Breiðdælingar óska að sam-

    einingin geti gengið hratt fyrir sig svo að

    hægt verði að kjósa í sameiginlega bæjar-

    stjórn í sveitarstjórnarkosningunum á kom-

    andi vori.

    Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri

    lagði til í skýrslu, sem unnin var fyrir hrepp-

    inn, að hann sameinaðist Fjarðabyggð.

    Sameining við Fljótsdalshérað var þó ekki úti-

    lokuð, en Breiðdalsheiði skilur sveitarfélögin

    nú að.

    Rekstur Breiðdalshrepps hefur verið þung-

    ur undanfarin ár enda fækkaði íbúum veru-

    lega í kjölfar samdráttar í útgerð og ótryggara

    atvinnuástands í bænum.

    Breiðdalsvík:

    Óskað eftir sameiningu við Fjarðabyggð

    Frá Breiðdalsvík.

  • 21

    VIÐ FLYTJUM RAFMAGN

    Við flytjum raforku á Íslandi og sjáum fyrir

    okkur rafvædda framtíð í takt við samfélagið.

    Markmið okkar er að tryggja örugga

    afhendingu á raforku til framtíðar. Við tökum

    tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma

    og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna.

    Þannig vinnum við að víðtækri sátt um

    uppbyggingu flutningskerfisins.

    Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300

    [email protected] | www.landsnet.is

  • 22

    Nú er Fjarðabyggð samtengt sveitarfélag og

    raunar samfélag. Það gerðist á dögunum

    þegar leiðin um Norðfjarðargöng var opnuð

    fyrir almennri umferð. Göngin eru 7,9 kíló-

    metra löng með vegskálunum sem liggja út

    úr göngunum. Það voru fyrirtækin Suðurverk

    og Metrostav sem grófu göngin og þurftu að

    framkvæma 1.651 sprengingu til þess að

    komast í gegnum fjallgarðinn.

    Göngin eru mikil samgöngubót fyrir alla

    Austfirðinga, ekki síst þá sem þurfa að sækja

    þjónustu á umdæmissjúkrahús Austurlands

    í Neskaupstað. Norðfirðingar börðust fyrir

    þessum samgöngubótum og aðrir lögðu

    einnig hönd á plóg. Með sameiningu sveitar-

    félaganna á Austurfjörðum í Fjarðabyggð fór

    þrýstingur um gerð ganganna vaxandi enda

    góðar samgöngur grundvöllur að fjölkjarna

    sveitarfélögum.

    Mikilvægar stofnanir á Norðfirði

    Neskaupstaður, eða Norðfjörður eins og hann

    er gjarnan nefndur, er endastöð í vegakerfinu

    en þar eru mjög mikilvægar stofnanir eins og

    umdæmissjúkrahúsið á Austurlandi en þar er

    fæðingardeild svæðisins. Þar er einnig Verk-

    menntaskóli Austurlands.

    Neskaupstaður er útvegsbær og útvegs-

    höfn Fjarðabyggðar er í Norðfirði. Miklir fisk-

    flutningar fara því fram frá Neskaupstað til

    annarra staða á landinu.

    Um 1.500 manns búa í Neskaupstað

    og er hann fjölmennasti byggðakjarninn í

    Fjarðabyggð og næst fjölmennastur á Aust-

    urlandi.

    Fréttir

    Norðfjarðargöng tekin í notkun:

    Fjarðabyggð samtengt sveitarfélag

    Vegna ítrekaðra banaslysa við hafnir landsins

    hyggst Samgöngustofa beita sér fyrir því að

    öryggisreglur um hafnir verði endurskoðaðar.

    Þetta var ákveðið eftir að þrír einstaklingar,

    hjón og ungt barn þeirra, fórust þegar bíll

    þeirra fór fram af bryggju við höfnina á

    Árskógsströnd við Eyjafjörð þar sem ferjan til

    Hríseyjar leggur að landi.

    Þrjú banaslys urðu í fyrra þegar bílum var

    ekið fram af bryggjum. Það fyrsta var í

    Ólafsvík í febrúar, annað í Stykkishólmi í apríl

    og á Hvammstanga í ágúst. Ökumennirnir

    voru einir í bílunum og létust þeir allir.

    Rannsóknanefnd samgönguslysa hefur

    beint þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að

    auka kröfur um varnargildi hafnarkanta.

    Formaður Hafnasambands Íslands hefur sagt

    að herða verði öryggisreglur um hafnir og að

    Samgöngustofa endurskoði verkferla þegar

    kemur að hálku- og slysavörnum við hafnir.

    Samkvæmt reglugerð eru kantar við hafn-

    irnar 22 sentímetra háir en þegar snjór safn-

    ast upp við þá geta þeir myndað eins konar

    ramp út í sjó.

    Samgöngustofa vill hertar öryggisreglur um hafnir

    Tilkoma Norðfjarðarganga mun gerbreyta allri aðstöðu í Fjarðabyggð.

    Frá hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Banaslys varð við höfnina þar í fyrra.

  • 23

    Þjóðvegur eitt eða Hringvegurinn liggur nú

    um suðurfirðina á Austurlandi. Þessi breyting

    var gerð fyrir nokkru og þar gegnir vegurinn

    um Breiðdalsheiði því hlutverki ekki lengur.

    Hringvegurinn liggur nú frá Egilsstöðum fram

    hjá Reyðarfirði, í gegnum Fáskrúðsfjarðargöng

    um þjóðveg sem áður var númer 96. Það-

    an liggur vegurinn í gegnum Stöðvarfjörð og

    áfram að Breiðdalsvík. Þetta kemur fram í til-

    kynningu frá Vegagerðinni.

    Málið á sér nokkurn aðdraganda og mörg-

    um fannst eðlilegra að þjóðvegurinn lægi um

    byggðir en fjallveg sem er lokaður um langan

    tíma á hverju ári, þótt fjallaleiðin sé í kílómetr-

    um talin styttri. Fjölgun ferðamanna og aukin

    umferð þeirra ýtti einnig undir þessa ákvarð-

    anatöku þar sem algengt var að ferðamenn

    reyndu að fara um kyrfilega lokaðan fjallveg

    því hann væri skráður sem þjóðvegur eitt og

    vegmerkingar samkvæmt því.

    Fram kemur í tilkynningu Vegagerðarinnar

    að misvísandi vegvísun verði eftir árstíðum á

    svæðinu. Þannig verði ekki vísað á Egilsstaði

    um Breiðdalsheiði að vetri þegar heiðin er

    lokuð því ekki sé forsvaranlegt að vísa vegfar-

    endum á lokaða vegi. Þá segir einnig að

    breytingin muni engin áhrif hafa á fyrirhug-

    aðar framkvæmdir á Austurlandi. Engin

    breyting verði heldur á þjónustu Vegagerð-

    arinnar á svæðinu.

    AFLANN Í ÖRUGGA HÖFN!

    Fiskmarkaðir FMIS í Reykjavík og á Akranesi eru afar álitlegir kostir fyrir alla sem stunda sjósókn, hvort sem um ræðir smærri báta eða togara. Aðstaðan er nýupp-gerð og öll hin glæsilegasta.

    Stutt í alla þjónustu Varahlutir í skip Slippur Veiðarfærasala Höfuðstöðvar helstu viðskiptafyrirtækja Heilsugæsla / Landsspítali Afþreying Góð viðlega, löndunarkranar, rafmagn og vatn

    Aflinn og áhöfnin eru í öruggum höndum hjá FMIS í Reykjavík og á Akranesi, kynntu þér kostina á www.fmis.is

    FMIS

    FMIS

    Austurland:

    Þjóðvegur eittum firðina – ekkiBreiðdalsheiði

    Margir hafa lent í erfiðleikum á leiðinni um Breiðdalsheiði.

  • 24

    Íbúar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar samþykktu samein-

    ingu sveitarfélaganna í kosningu í nóvember. Í Garði samþykktu 71,5%

    íbúa sameininguna og í Sandgerði var sameiningin samþykkt með

    rúmum 55% atkvæða. Kjörsókn var rúm 50% eða 53% í Garði og

    55,2% í Sandgerði. Níu manna bæjarstjórn mun verða kosin í sveitar-

    stjórnarkosningunum í maí 2018 og í framhaldinu mun hið nýja sveitar-

    félag taka til starfa. Íbúar munu einnig kjósa um nafn á nýju sveitarfé-

    lagi.

    Í greiningu KPMG á kostum og göllum sameiningar kom meðal

    annars fram að með sameiningu sveitarfélaganna yrði til fjárhagslega

    sterkt sveitarfélag og eignastaða þess yrði betri en sveitarfélaga að

    meðaltali á landsvísu.

    Einnig kom fram í greiningunni að gæði þjónustu gætu aukist,

    stjórnkerfið einfaldast og samstarf leik- og grunnskóla verið eflt enn

    frekar en þó með þeim hætti að skólar yrðu áfram starfræktir í báðum

    byggðakjörnunum.

    Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms um að Bláfjöll og

    Sandskeið tilheyri þjóðlendu innan bæjarmarka Kópavogsbæjar. Með

    þessum dómi fær Kópavogsbær skipulagsvald yfir um 3.000 hekturum

    lands sem var áður í höndum Reykjavíkurborgar.

    Forsaga þess máls liggur allt aftur til 19. aldar eða frá þeim tíma að

    Reykjavík og fleiri jarðir voru skildar frá Seltjarnarneshreppi hinum

    forna og Reykjavík var skilgreind sem nýtt lögsagnarumdæmi. Um

    miðja síðustu öld var því sem eftir var af hinum forna Seltjarnarneshreppi

    skipt upp í Kópavog og Seltjarnarnes og kom afrétturinn austan og

    sunnan Reykjavíkur þá í hlut Kópavogs.

    Dæmt Kópavogsbæ í vil

    Óbyggðanefnd úrskurðaði afréttinn þjóðlendu fyrir nokkru og í fram-

    haldinu að hún væri öll innan bæjarmarka Kópavogs. Þessu vildi

    Reykjavíkurborg ekki una og fór með málið fyrir dómstóla. Dómur er

    nú fallinn í Hæstarétti og er þjóðlendan innan skipulagssvæðis

    Kópavogsbæjar. Innan svæðisins sem dómurinn tekur til eru auk

    Bláfjalla og Sandskeiðs hvort tveggja Vífilfell og Þríhnjúkar svo nokkuð

    sé nefnt.

    Ég er 10endurvinna

    Það er í þínum höndum að ákveða hvaða úrgang þendurvinnslu. Vel gæti reynst að byrja smátt en bæta svþú venst hugmyndinni. Í öllum sveitarfélögum er tekiðþeirra taka við pappa, pappír og plasti til endurvinnslu

    Nánari upplýsingar og einföld ráð um endurvinnslu máwww.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika

    Fréttir

    Bláfjöll og Þríhnjúkur eru í Kópavogi

    Bláfjallasvæðið, sem er eitt aðalskíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, tilheyrir Kópavogsbæ samkvæmt dómi Hæstaréttar.

    Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær sameinast

    Norðurljósastemming hjá ferðamönnum í Garðinum. Mynd: Jóhann Ísberg.

  • 25

    Ekki verður kosið um sameiningu sveitar-

    félaga á Snæfellsnesi. Það er mat sam-

    starfsnefndar sveitarfélaganna Grundarfjarðar

    bæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólms-

    bæjar.

    Fyrirtækið KPMG var fengið til þess að

    vinna skýrslu um kosti og galla sameiningar

    en í ljósi skýrslunnar og niðurstöðu Jöfnun-

    arsjóðs sveitarfélaga um fjárframlög vegna

    sameiningarinnar er það mat nefndarinnar að

    ekki sé hægt að kjósa um sameiningu fyrir

    sveitarstjórnarkosningar á vori komanda, þar

    sem reglur jöfnunarsjóðs henti ekki til að

    greiða fyrir sameiningunni. Þau jöfnunarfram-

    lög sem sjóðurinn reiknar út eru talin ekki

    nógu hagfelld fyrir þessa sameiningu.

    Vilja hefja viðræður um aukna aðkomu ríkisvaldsins

    Samstarfsnefndin hefur lagt til að hafnar

    verði viðræður við ráðuneyti sveitarstjórnar-

    mála um aðkomu ríkisvaldsins. Í slíkum við-

    ræðum gefist sveitarfélögunum jafnframt

    tækifæri til að koma athugasemdum sínum á

    framfæri. Hvað það varðar vísar nefndin

    einnig til skýrslu ráðuneytisins um stöðu og

    framtíð íslenskra sveitarfélaga frá september

    sl. þar sem m.a. er lagt til að ráðuneyti sveit-

    arstjórnamála taki markvissari þátt í verkefn-

    inu um styrkingu sveitarstjórnarstigsins og

    fjárfesti í því.

    00% nanlegur

    Mig langar að endurvinna

    þig

    Endurvinnsla – í þínum höndum

    g þú ætlar að flokka og skila til a svo smám saman við eftir því sem kið á móti spilliefnum og langflest slu.

    má sjá á

    Ekki kosið um sameiningu á Snæfellsnesi- Reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ekki taldar nægilega hagfelldar

    Frá Stykkishólmi.

  • 26

    EIPA, Evrópustofnunin í opinberri þjónustu, veitti í lok nóvember sl.

    Hafnarfjarðabæ EPSA-viðurkenningu, eða svokölluð „European public

    sector award“. Viðurkenningin er veitt verkefnum í opinberri þjónustu

    sem bera vott um góða starfshætti og nýstárlegar úrlausnir á krefjandi

    viðfangsefnum.

    Þema EPSA-verðlaunanna árið 2017 var nýsköpun í opinberri þjón-

    ustu en viðurkenningin var veitt í Maastricht í Hollandi. Stofnuninni bár-

    ust alls 149 tilnefningar frá 30 aðildarlöndum í öllum geirum og þvert á

    málaflokka. Hafnfirska verkefnið sem hlaut þessa eftirsóttu viðurkenn-

    ingu ber nafnið Geitungarnir, atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk.

    Til marks um metnað og fagmennsku

    „Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu sem er til marks

    um þann metnað og fagmennsku sem stjórnendur og starfsfólk Hafn-

    arfjarðarbæjar sýna í störfum sínum,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir,

    forseti bæjarstjórnar og formaður fjölskylduráðs.

    Hún segir fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar virkilega vel að þessum

    verðlaunum komin og gott að sjá frumkvöðlastarf í þjónustu við fatlað

    fólk vekja athygli á alþjóðlegum vettvangi. „Það er gefandi að fá að

    starfa með skapandi fólki sem hefur auga fyrir nýjum lausnum og er til-

    búið að leggja mikið á sig til að þær nái fram að ganga. Fyrir það erum

    við í fjölskylduráðinu bæði stolt og þakklát,“ segir hún ennfremur.

    Aukinn sveigjanleiki í þjónustu við fatlað fólk

    Verkefnið Geitungarnir, sem sett var á laggirnar haustið 2015, miðar

    að því að auka sveigjanleika í þjónustu við fatlað fólk varðandi at-

    vinnu og félagslega virkni

    og að fatlað fólk fái tæki-

    færi til fullrar þátttöku í

    samfélaginu á eigin fors-

    endum. Markmið verk-

    efnisins er að auka ný-

    sköpunar- og frumkvöðla-

    starf meðal fatlaðs fólks

    með gildisaukandi félags-

    legu hlutverki í starfi og

    vinna þannig að breyttu

    viðhorfi samfélagsins til

    fatlaðs fólks.

    Geitungana má finna

    á facebook (Geitungarn-

    ir vinnuhópur) og einnig

    verða þeir nú þriðja árið í röð með sölubás í Jólaþorpinu í miðbæ

    Hafnarfjarðar.

    EIPA var stofnað árið 1981 í tilefni af fyrsta Evrópuráðsfundinum

    sem haldinn var í Maastricht og er stofnunin studd af aðildarríkjum ESB

    og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Markmið samtakanna er

    að fulltrúar sem starfi innan opinberrar stjórnsýslu hafi vettvang til að

    mynda varanleg tengsl í gegnum starfsemina og vinnunni innan sam-

    takanna er ætlað að efla gæði í stjórnsýslu.

    Fréttir

    Hafnafjarðarbær hlýtur verðlaun Evrópu-stofnunarinnar í opinberri þjónustu

    Miðvikudaginn 28. nóvember sl. var undirrituð viljayfirlýsing um sam-

    starf Akureyrarbæjar og Bjargs íbúðafélags sem felur í sér að bærinn

    veiti 12% stofnframlag til byggingar 75 nýrra íbúða á vegum félagsins

    á Akureyri á næstu þremur árum. Þetta er gert í ljósi þeirra brýnu verk-

    efna sem blasa við í húsnæðismálum og hefur Akureyrarbær nú þegar

    gefið vilyrði um úthlutun á lóð að Guðmannshaga 2 í Hagahverfi fyrir

    a.m.k. 18 íbúðir og fram til ársins 2020 verður úthlutað lóðum fyrir

    samtals 75 leiguíbúðir.

    Við uppbyggingu skal horfa til atriða eins og félagslegrar blöndun-

    ar, yfirbragðs, íbúalýðræðis og hönnunar og skal það útfært nánar í

    samvinnu aðila. Akureyrarkaupstaður gerir það að skilyrði fyrir veitingu

    stofnframlags til verkefnisins að fjölskyldusvið Akureyrarbæjar hafi að

    jafnaði ráðstöfunarrétt að 20% íbúða, samkvæmt sérstöku samkomu-

    lagi sem aðilar gera um hvert verkefni.

    Góð viðbót við húsnæðismarkaðinn í bænum

    Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að þetta framtak

    íbúðafélagsins Bjargs á Akureyri sé góð viðbót við húsnæðismarkaðinn í

    bænum og að Akureyrarkaupstaður komi beint að þessu góða máli í því

    skyni að bæta aðgengi tekjulægri hópa að öruggu leiguhúsnæði.

    „Framundan er krefjandi verkefni sem Bjarg mun leysa af metnaði

    og í samvinnu við heimamenn,“ segir Björn Traustason, framkvæmda-

    stjóri Bjargs, og fagnar samstarfinu við Akureyrarkaupstað.

    Bjarg íbúðafélag byggir 75 nýjar íbúðir á Akureyri- Akureyrarkaupstaður veitir 12% stofnframlag

    Guðlaug Kristjánsdóttir (í miðið) tekur við viðurkenningunni frá EIPA, Evrópustofnun

    um opinbera þjónustu.

    Samkomulagið undirritað. Talið frá vinstri: Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags; Elín Björg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB; Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar og Gylfi Arnbjörnsson,

    stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson

  • 27

    Salernitil leigu fyrir einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir.Gámaþjónustan hf. leigir út snyrtileg salerni sem setja má nánast hvar sem er með lítilli fyrirhöfn. Þau eru einföld í uppsetningu og auðveld í notkun. Tilvalin fyrir afmæli, ættarmót og útihátíðar.

    Allar nánari upplýsingar í síma 535 2510

    Berghella 1 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • [email protected] • www.gamar.is

    LITHOFALT A10

    Hringhella 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2550 • [email protected] • hafnarbakki.is

    Umhverfisvænt viðgerðarmalbik fyrir almenna vegi, torg og bílastæði

    Tilbúið til notkunar samstundis og ekki er þörf á sérstökum verkfærum. Hægt að leggja í öllum veðrum, einnig frosti.

    Gott er að undirbúa undirlagið með Lithoklæb bindiefni til að ná hámarks-viðloðun

    Lithofalt er lagt í þunnum lögum og þjappað á milli.

    Skemmdin er fyllt rúmlega og þjappað vel. Að lokum er sandi stráð yfir svæðið.

    Malbikið er selt í 20 kílóa fötum

    Einnig fáanlegt í 1000 kílóa stórpokum

    Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 535 2550

  • Forysta í fjarvarmaflutningi

    Miklar framfarir hafa orðið við nýtingu á lághitafyrir neysluvatn með Set hitaveiturörum.

    www.set.is

    Set ehf.

    Veljum íslenskt og sköpum með því verðmæti og störf.