uppgræðslur með landsneti · 2019. 2. 5. · endurheimt í landi Þingeyjarsveitar var látin...

9
Uppgræðslur með Landsneti Endurheimt gróðurs vegna Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu 1 Landgræðslan 2018 Lr 2018/44

Upload: others

Post on 02-Mar-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Uppgræðslur með Landsneti · 2019. 2. 5. · Endurheimt í landi Þingeyjarsveitar var látin bíða þar sem þar er enn nóg af uppgræðsluverkefnum. Áætlað er að hefja

Uppgræðslur með Landsneti

Endurheimt gróðurs vegna Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu 1

Landgræðslan 2018

Lr 2018/44

Page 2: Uppgræðslur með Landsneti · 2019. 2. 5. · Endurheimt í landi Þingeyjarsveitar var látin bíða þar sem þar er enn nóg af uppgræðsluverkefnum. Áætlað er að hefja

Endurheimtaraðgerðir Landsnets og Landgræðslunnar eru vegna rasks við gróður hjá Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu 1. Aðgerðir hófust sumarið 2017 en áætlað er að endurheimta sem svarar 120 ha lands í staðinn fyrir það land sem raskað var vegna framkvæmda við þessar línur. Línurnar liggja í gegnum þrjú sveitarfélög og miðast aðgerðirnar við rask í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Í Norðurþingi voru gróðursettar 33.680 plöntur og borin á 10,8 tn af áburði og 320 kg af fræi. Í Skútustaðahreppi var dreift 10,8 tn af tilbúnum áburði í landi Grímsstaða. Aðgerðum í Þingeyjarsveit var frestað til ársins 2019.

Skýrsla nr.: Dagsetning:

Fjöldi blaðsíðna:

Heiti:

Höfundur:

Ljósmyndari:

Verkefnisstjóri:

Unnið fyrir:

Samstarfsaðilar:

Útdráttur:

LANDGRÆÐSLAN

Daði Lange Friðriksson

Daði Lange Friðriksson

Daði Lange Friðriksson

Landgræðsluna

Efnisorð: Landsnet, Landgræðslan, Kröflulína 4, Þeistareykjalína 1, kastdreifing, uppgræðsla, tilbúinn áburður, möstur, línuvegur, Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit, gróðursettar, sveitarfélög, endurheimt.

Uppgræðslur með Landsneti. Endurheimt gróðurs vegna Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu 1

6

Lr 2018/44 20/01/2019

Undirskrift verkefnisstjóra

Landsnet hf.

Page 3: Uppgræðslur með Landsneti · 2019. 2. 5. · Endurheimt í landi Þingeyjarsveitar var látin bíða þar sem þar er enn nóg af uppgræðsluverkefnum. Áætlað er að hefja

Endurheimtaraðgerðir vegna Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu 1

Framkvæmdir við Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu 1 hófust árið 2016 með gerð línuvega og

undirbúningi vegna mastra. Byrjað var síðan að reisa línurnar og aðgerðum við þær lauk haustið

2017. Landsnet ákvað að fara í endurheimt á gróðri og vinna verkið á svipaðan hátt og

Landsvirkjun hefur gert á svæðinu frá 2014 vegna framkvæmda við Þeistareykjavirkjun.

Verklagið felst í því að græða upp tvo til þrjá hektara í móti hverjum einum hektara sem fer t.d.

undir vegi, hús, gufulagnir og borteiga. Landið sem valið er til uppgræðslu er með u.þ.b. 10-15%

gróðurþekju og stefnt er að fara með hana upp í 60-80% en þá getur náttúrulegur gróður tekið

yfir. Landsnet mælir það land sem fer undir vegi en frágangur vegna rasks við möstur er

undanskilinn þessum útreikningum.

Aðferðafræðin við útreikninga endurheimtarsvæða

Landsnet mældi fjölda hektara sem fóru undir línuvegi og var línuleiðunum skipt upp eftir

sveitarfélögum sem eru Norðurþing, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit. Gert var ráð fyrir 4

m breiðum slóðum og lengd áætlaðra slóða áætluð. Niðurstöður má sjá í töflu 1 en samtals

fara 46,5 ha undir línuvegi. Fyrir hvern einn hektara í grónu landi þarf að endurheimta þrjá en

tvo hektara fyrir hvern einn ógróinn hektara. Niðurstöður úr þeim útreikningum má sjá í töflu 2

en samtals eru þetta 123,9 ha hjá þessum sveitarfélögum.

Tafla 1. Fjöldi hektara sem fór undir línuvegi eftir sveitarfélögum. Flokkað í gróið og ógróðið

land.

Línuvegir (breidd 4 m) Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Heildarflatarmál (ha)

Gróið land (ha) 9,0 12,3 9,6 31,0

Ógróið land (ha) 8,0 5,5 2,1 15,5

Samtals hektarar 17,0 17,8 11,7 46,5

Tafla 2. Fjöldi hektara sem þarf að endurheimta eftir sveitarfélögum og flokkað í gróið og

ógróðið. Ógróið land margfaldað með 2 en gróið land með 3 miðað við töflu 1.

Línuvegir (breidd 4 m) Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Heildarflatarmál (ha)

Gróið land (ha) 27,0 36,9 28,8 92,7

Ógróið land (ha) 16,0 11,0 4,2 31,2

Samtals hektarar 43,0 47,9 33,0 123,9

Við áburðardreifingu er reynt að hafa 280-330 kg/ha af tilbúnum áburði í gróðurstyrkingu og

sáningu þegar fyrst er farið um svæðin. Í enduráburðargjöf er reynt að hafa 180-220 kg/ha af

Page 4: Uppgræðslur með Landsneti · 2019. 2. 5. · Endurheimt í landi Þingeyjarsveitar var látin bíða þar sem þar er enn nóg af uppgræðsluverkefnum. Áætlað er að hefja

tilbúnum áburði en áburðarskammtar geta ráðist töluvert af aðstæðum við akstur á

uppgræðslusvæðum.

Staðarval

Við ákvörðun á svæðum var haft samráð við landeigendur á svæðinu. Horft var til reynslu við

endurheimt svæðaLandsvirkjunnar og áhersla lögð á að ný svæði væru sköruðust ekki við þau.

Í landi Norðurþings var ákveðið að hafa endurheimtarsvæðin tvö, annað innan

Húsavíkurgirðingar, norðan og vestan við Höskuldsvatn og hitt í landi Skarðaborgar í nágrenni

við Höfuðreiðarmúla. Í Þingeyjarsveit er svæðið ógrónir melar norðan við Gæsafjöll en endanleg

ákvörðun um það verður tekin vorið 2019 þegar framkvæmdir hefjast. Í landi Skútustaðahrepps

voru tvö svæði ákveðin í landi Grímsstaða.

Framkvæmdir 2018

Í land Norðurþings, á svæðinu við Höskuldarvatn, voru gróðursettar 33.680 plöntur af birki og

lerki. Gróðursett var mest í lúpínurákir og vestan og norðan við þau svæði sem Landsvirkjun

hefur þegar gróðursett í. Reynt var að hafa 2-4 m á milli plantna og má því segja að um 1800

plöntur hafi farið í hektarann.

Í landi Skarðaborgar í Norðurþingi var kastdreift 10,8 tn af tilbúnum áburði og notuð 320 tn af

húðuðum túnvingli. Aðgerðarsvæðið er austan og sunnan við Þeistareykjalínu 1 þar sem hún

kemur niður frá Jónsnýpu og norðvestan við Höfuðreiðarmúla (kort 2). Þessar aðgerðir voru GPS

mældar og reyndust vera 30 ha.

Endurheimt í landi Þingeyjarsveitar var látin bíða þar sem þar er enn nóg af

uppgræðsluverkefnum. Áætlað er að hefja aðgerðir í landi Þingeyjarsveitar 2019.

Borin voru á 10,8 tn í landi Grímsstaða (enduráburðargjöf) og var tilbúinn áburður borinn á um

33 ha á tvo staði í landi Grímsstaða. Borið var á sömu svæði og sumarið 2017 og árangurinn að

verða nokkuð góður (mynd 1 og 2). Aðgerðir voru teiknaðar inn á kort þar sem ekki náðist að

GPS mæla svæðið

Page 5: Uppgræðslur með Landsneti · 2019. 2. 5. · Endurheimt í landi Þingeyjarsveitar var látin bíða þar sem þar er enn nóg af uppgræðsluverkefnum. Áætlað er að hefja

Tafla 3. Kostnaður Landgræðslu ríksins við endurheimt gróðurs vegna Kröflulínu 4 og

Þeistareykjalínu 1 sumarið 2018 ásamt vinnu við gróðurskemmdir.

Texti Magn Eining Einingarverð Samtals

Gróðursetning við Höskuldsvatn 33.680 stk 23 kr. 774.640 kr.

Áburðurdreifing og flutningur 21,6 tn 29.789 kr. 643.447 kr.

Áburður 21,6 tn 66.000 kr. 1.425.600 kr.

flutningur 21,6 tn 2.608 kr. 56.333 kr.

Grasfræ, húðaður túnvingull 360 kg 869 kr. 312.840 kr.

Umsjón 1 15% 481.681 kr. 481.681 kr.

Samtals 3.694.541 kr.

Framkvæmdir 2019

Framkvæmdir sumarið 2019 verða talsvert öðruvísi en fyrir árið 2018 þar sem ekki þarf að

gróðursetja í landi Norðurþings auk þess sem á að byrja í landi Þingeyjarsveitar. Bera þarf á

meiri hluta þeirra svæða sem fengu áburð og fræ 2017 og 2018. Fylgjast þarf með

gróðursetningu frá 2017 og bera áburð á plöntur ef þarf.

Tafla 4. Kostnaður Landgræðslu ríksins við endurheimt gróðurs vegna Kröflulínu 4 og

Þeistareykjalínu 1 sumarið 2019.

Texti Magn Eining Einingarverð Samtals

Áburðurdreifing og flutningur 26,4 tn 29.789 kr. 786.435 kr.

Áburður 26,4 tn 72.000 kr. 1.900.800 kr.

flutningur 26,4 tn 2.700 kr. 71.280 kr.

Grasfræ, húðaður túnvingull 600 kg 870 kr. 522.000 kr.

Umsjón 1 15% 492.077 kr. 492.077 kr.

Samtals 3.772.592 kr.

Page 6: Uppgræðslur með Landsneti · 2019. 2. 5. · Endurheimt í landi Þingeyjarsveitar var látin bíða þar sem þar er enn nóg af uppgræðsluverkefnum. Áætlað er að hefja

Mynd 1. Endurheimtarsvæði í landi Grímsstaða á öðru ári uppgræðslu.

Mynd 2. Endurheimtarsvæði í landi Grímsstaða á öðru ári uppgræðslu sést í bakgrunni.

Page 7: Uppgræðslur með Landsneti · 2019. 2. 5. · Endurheimt í landi Þingeyjarsveitar var látin bíða þar sem þar er enn nóg af uppgræðsluverkefnum. Áætlað er að hefja

Kort 1. Aðgerðarsvæði í landi Skarðaborgar 2018 ásamt gróðursetningarsvæði í landi

Norðurþings, samtals 30 ha.

Page 8: Uppgræðslur með Landsneti · 2019. 2. 5. · Endurheimt í landi Þingeyjarsveitar var látin bíða þar sem þar er enn nóg af uppgræðsluverkefnum. Áætlað er að hefja

Kort 2. Aðgerðarsvæðin í landi Grímsstaða 2018, borið á 33 ha.

Page 9: Uppgræðslur með Landsneti · 2019. 2. 5. · Endurheimt í landi Þingeyjarsveitar var látin bíða þar sem þar er enn nóg af uppgræðsluverkefnum. Áætlað er að hefja