skÓlablaÐ grundaskÓla...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og...

48
SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA 1. tbl. - 7. árg. Mars 2001

Upload: others

Post on 13-Jan-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

SKÓLABLAÐGRUNDASKÓLA

1. tbl. - 7. árg.Mars 2001

Page 2: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN2

Efni þessa blaðs er að grunnitil vinna sem við inntum afhendi í blaðaútgáfuvali s.l.

haust. Einn liðurinn í því námivar viðtalstækni. Við völdumokkur viðmælendur sem áttu þaðallir sameiginlegt að tengjastskólanum með ýmsum hætti.Magga Áka er kennari, Kolbrúnfyrrverandi nemandi, Hjörleifur ísundlauginni og Einar Skúla hafaum langt árabil átt dagleg sam-skipti við bæði nemendur ogstarfsfólk skólans, Lilja Ingimarsfrá Arnardal hefur frætt nemend-ur um gamla tímann, Bjarni Ár-manns átti leiksvæði sitt á þeimslóðum sem Grundaskóli reis síð-

ar á og félagarnir Doddi og Péturhafa með Ding Dong þætti sín-um á Radio X átt vinsældum aðfagna meðal unglinganna.

Að öðru leyti er efni blaðsinsmeð hefðbundnu sniði þar semmarkmiðið er að varpa ljósi áýmsa þætti skólastarfsins til bæðifróðleiks og skemmtunar. Von-andi finna allir eitthvað við sitthæfi.

Að lokum viljum við færa öll-um þeim sem lögðu okkur tilefni í blaðið og aðstoðuðu okkurvið útgáfuna bestu þakkir.

Með kveðju.Ritnefndin.

Frá ritstjórn PúlsinnSkólablað

Grundaskóla, Akranesi

Ábm.: Guðbjartur Hannesson

Umsjón með útgáfu:Sigurður Arnar Sigurðsson

Umsjón með efni:Leó Jóhannesson

Prentvinnsla:Prentverk Akraness hf.

Heimsíða Grundaskóla:http://grundaskoli.ismennt.is

Netfang Grundaskóla:[email protected]

Hér eru nokkur ljóð sem eruafrakstur af valsvæðinu Skapandiritun í 6. og 7. bekk í Grundaskóla2000-2001.

Til þínHér sit ég og yrki ljóð handa þér.Þetta ljóð á að vera eins fallegt og þú.Þú sem ert eins ogskærasta stjarna í heimiog munt aldrei dofna

Aníta Lísa 6. SKr

DulúðÞá lýsist upp himinninnmeð eldum og norðurljósum.Fólkið horfir hugfangið á eldana.Áramót eru svört sumarkvöld.

Páll Straumberg 6. SS

NæturdansAð dimmu næturlagidansa ljósastaurareins og ballettdansarará skautasvelli.

Arnór Smárason 7. KH

Ljóð

Page 3: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

Ágætu nemendur og foreldrar!

Til hamingju með nýjan Púls,fullan af vönduðu efni, við-tölum, fréttum og myndum

úr skólastarfinu. Nemendur hafaundir stjórn Leós Jóhannessonarkennara lagt mikla vinnu í blaðiðog þakka ég þeim það. Ég vona aðbæjarbúar kunni að meta að fáblaðið sent heim ókeypis og um

leið þakka ég viðskiptaaðilumskólans sem með auglýsingumgera það mögulegt.

Framundan eru spennandi tím-ar í starfi Grundaskóla. Einsetn-ingin innan seilingar, nýir kjara-samningar gefa ný tækifæri, nýttfólk er að koma til kennslu og eldrihópurinn að sækja sér enn betrimenntun. Grundaskóli hefur settsér það markmið að vera í fremsturöð grunnskóla í landinu, en til aðsvo megi verða þarf sameiginlegtátak allra; starfsmanna, nemendaog foreldra. Allar forsendur eru til

staðar. Aukið samstarf ofan-greindra aðila og auknar kröfur tilokkar sjálfra, aukinn metnaður,hvort sem við erum nemendur,foreldrar eða starfsmenn, ætti aðtryggja að þetta markmið náist.

Skólinn hefur það mikilvægahlutverk að veita nemendumögrandi, hvetjandi námsumhverfi,sem tekur tillit til ólíkra þarfa oggetu einstaklinga og dregur framþað besta í hverjum og einum.

Fjölbreytt viðfangsefni, góðblanda verklegra og bóklegra við-fangsefna, nýting nýrrar tækni,góð hreyfing og líkamsrækt, sjálf-sögun og þjálfun í tillitsemi ogsamstarfi, allt þetta þarf að verahluti af skólastarfinu. Skólinn þarfað útskrifa nemendur fulla afsjálfstrausti tilbúna til að takast ávið frekara nám eða störf. Skólinnþarf að útskrifa nemendur meðgóða kunnáttu í íslensku og tungu-málum, færni í að leysa verkefniog leita upplýsinga og hæfileika tilsamstarfs og tjáningar hvort semer í minni eða stærri hópum.

Útgáfa skólablaðs, sem nem-endur eiga stóran þátt í að vinna,er hluti af fjölbreyttum viðfangs-efnum skólans, verkefni sem ermjög mikilvægur hluti þjálfunarnemenda. Njótið lestrar Púlsins.

PÚLSINN3

Guðbjartur Hannesson, skólastjóri:

Ávarpskólastjóra

Page 4: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann
Page 5: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN5

Grundaskóli var settur meðhefðbundnum hættiföstudaginn 1. september

2000. Allir nemendur komu á salásamt sínum umsjónarkennurum,þar sem þeir voru boðnir vel-komnir í skólann. Nemendur eruum það bil 455 í 25 bekkjardeild-um. Almennir fastráðnir kennarareru 39 auk skólastjóra og aðstoð-arskólastjóra. Einnig eru starfandivið skólann 4 stundakennarar.Skólinn er enn tvísettur.

Nám og starf

Kennsla hófst mánudaginn 4.september samkvæmt stundaskrá.Skólastarfið hefur að mestu veriðmeð hefðbundnum hætti. Það ergaman að vekja athygli á nokkrumviðfangsefnum sérstaklega. Þar mánefna fyrirhugaða ritgerðar- og

verkefnasamkeppni íslenskra ogfæreyskra grunnskólanemenda þarsem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann og bekkj-arfélaga hans. Einnig kemur fram íhugann stórskemmtilegt verkefnisem nemendur í 4. bekk hafa ívetur unnið um heit og köld löndundir stjórn umsjónarkennarasinna. Að lokum er vert að getaþess að Karl Hallgrímsson, kennarií 7. bekk er þátttakandi í verkefnisem heitir Víðátta. Í verkefninu erfjallað um kennsluhætti og þeirskoðaðir.

7. bekkur fór í Reykjaskóla áhaustdögum og bæði 6. og 10.bekkur hafa farið í Skorradal áskólaárinu. Skíðaferðir eru þegarþetta er skrifað enn á dagskrá þeg-ar snjórinn kemur. Lokaferð 10.bekkjar verður farin í maí og stefntá Þórsmörk að venju.

Stóra upplestrarkeppnin verður

í mars. Þetta er í þriðja sinn semnemendur Grundaskóla taka þátt íþessari keppni og það eru nem-endur 7. bekkjar sem það gera.Árshátíð skólans verður í mars oger undirbúningur þegar hafinn.Knattspyrnumót innan húss ogutan hafa farið fram og þauóvæntu tíðindi gerðust að nem-endum tókst að sigra kennara í ár-legum knattspyrnuleik. Hæfileika-keppni grunnskólanna var haldin íoktóber og var mjög glæsileg. Þaðer mjög ánægjulegt að sjá hve al-varlega nemendur taka þessakeppni og ekki má gleyma fram-lagi kennara. Vart er á nokkurnhallað þótt Flosi Einarsson sénefndur þar sérstaklega.

Sjávarútvegsþema sem verður í9. bekk á vordögum er orðinn ár-viss og ómissandi þáttur í skóla-starfinu. Þar er um að ræða mjögskemmtilega og fróðlega nem-

endavinnu, sem lýkur með því að9. bekkingar bjóða til sjávarrétta-veislu.

Vorþema verður líkt og und-anfarin ár í maí og þá víkur hefð-bundið skólastarf fyrir útiveru ogleik. Vorskólinn verður í maí. Þarer um að ræða samstarf leikskólaog grunnskóla sem byggir á verk-efninu Brúum bilið .

Nemendur í 4. og 7. bekk fóruí samræmd próf í október og 10.bekkur undirbýr sig af krafti fyr-ir sín próf sem verða í lok apríl.

Hér hefur aðeins verið stiklaðá stóru. Vissulega mætti nefnafleira en engu að síður verður lát-ið staðar numið.

Hrönn Ríkharðsdóttir, aðstoðarskólastjóri:

SkólastarfGrundaskóla2000 - 2001

Page 6: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN6

Flestir, ef ekki allir unglingar áAkranesi hafa átt viðdvöl ífélagsmiðstöðinni í Arnardal

og sumir hafa dvalið þar langdvöl-um í góðra vina hópi. Arnardalurer gamalt hús og gömul hús eigasér sögu.

Til að fræðast nánar um húsiðog mannlífið í kringum það höfumvið á Púlsinum fengið tvo valin-kunna Skagamenn til að spjallasvolítið við okkur. Viðmælendurokkar eiga það sameiginlegt aðvera mjög nátengdir húsinu, hvormeð sínum hætti. Lilja Ingimars-dóttir ólst hér upp sem barn ogunglingur, það var pabbi hennarsem byggði húsið og hún ber eðli-lega hlýjar tilfinningar í brjósti tilæskustöðvanna. Hún er orðin 82ára gömul en ung í anda og stutt íhressileikann og glettnina semhefur verið hennar aðalsmerki allatíð. Einar Skúlason þarf vart aðkynna. Hann hefur sem umsjónar-maður Arnardals og síðar æsku-lýðsfulltrúi Akranesbæjar veriðhúsráðandi hér í tæp 15 ár.

Fyrst langar okkur til að spyrjahvort þið þekkist.

Einar: Já, við Lilja erum góðirvinir frá fornu fari. Við Ingimarsonur hennar erum jafnaldrar oggamlir skólafélagar. Manstu Lilja,þegar við Ingimar vorum í kjallar-anum hjá ykkur Árna á Brekku-brautinni að hlusta á Rollinganaog Dylan?

Lilja: Jú, ég man vel eftir því.Það var svoddan andskotans há-

vaði að drundi um allt hús og framá götu.

Einar: Þú lést okkur nú oftheyra það. Enda kannski ekki van-þörf á. En þú leyfðir okkur samtalltaf að vera ef við lofuðum aðhafa lægra.

Lilja: Já, já greyin. Og ætli éghafi ekki bara haft eitthvað gamanað því líka, þessu bítlaæði. Þaðvoru sum lögin ykkar ekkert verrien symfóníurnar.

Lilja, þú varst sjö ára þegar þiðfluttuð í húsið snemma á 3. ára-tugnum! Var Arnardalur hálfgerð-ur bóndabær þegar þú áttir heimahérna sem barn?

Lilja: Það má segja það. Þegarfaðir minn byggði þetta hús þávoru hér garðar og tún með skepn-um allt í kring.

Hvað bjuggu hérna margir þegarmest var?

Lilja: Það voru ábyggilega svonamilli 10 og 15 manns í heimiliþegar mest var. Það voru pabbi ogmamma, afi og amma, við systkin-in og svo fjöldinn allur af vinnu-konum og lærlingum.

Bjuggu lærlingar í húsinu?Lilja: Já, pabbi var trésmíða-

meistari og lærlingarnir bjugguhérna sumir og vinnukonurnar.Þar á meðal Siggi í Tryggvaskálaog Þóra kona hans. Nína, skólarit-arinn ykkar var í hópi barna þeirrasem fæddist hér.

Hvar í húsinu var trésmíðaverk-stæðið hans pabba þíns?

Lilja: Það var þarna fyrir innanog svo fjósið inn af því.

Var fjós í Arnardal?Lilja: Já, elskan mín góða og

meira segja hlaða og hænsnahús.Hænsnaræktin hjá honum pabbavar mjög sérstök.

Segðu okkur frá því.Lilja: Hann var svo braskennd-

ur hann pabbi.Braskenndur?Lilja: Já hann útbjó svona hálf-

gerða flæðilínu þar sem hver hænavar með sitt númer og sinn stað.Þá gat hann séð hvað hver og einverpti mikið. Þær sem verptu lítiðsem ekkert voru drepnar og hafð-ar í matinn. Svo útbjó hann stimp-il og stimplaði mánaðardaginn áeggin þannig að allir sem keyptu afhonum egg gátu vitað hvort þauvoru gömul eða ný. Hann lét sumatrúa því að hænurnar verptu þeimsvona. Með dagsetningu og öllu.Hahaha..., þetta var helvíti gotthjá honum.

Segðu okkur meira frá húsinu.Lilja: Hérna niðri var verkstæð-

ið og fjósið. Og eldhúsið á samastað og núna. Það var nú aðal stað-urinn í húsinu. Þar sat heimilis-fólkið og gestirnir og drakk kaffi,sagði fréttir, spilaði og saumaði oghlustaði á sögur. Sumir sem komuvoru svo asskoti skemmtilegir aðmaður sætti færis að smokra sérinn og hlusta. Það var líka fariðmeð vísur og sungið og spilað áharmoníku. Stundum endaðiþetta með því að einhverjir fóruað dansa. Það dansaði stundummeð svoddan hamagangi að alltætlaði um koll að keyra. Stundumheld ég beljunum hafi þótt nógum lætin og létu heyra í sér ámóti. En þetta var nú allt samansaklaust gaman.

Þetta hefur þá verið eins og hálf-gert félagsheimili í gamla daga líka?

Lilja: Já, já, það var oft líf ogfjör.

Hér hefurRætt við

Page 7: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN7

Var svona mikið fjör uppi á lofti?Lilja: Nei, nei, biddu fyrir þér ,

elskan mín. Þó kom það fyrir. Þarsváfu allir á næturna og stutt ámilli eins og gengur. Stundum varþað að rekast hvað á annað ímyrkrinu. Einu sinni kom þarnalærlingur með forláta kopp aðaustan. Þetta var svona útlent fín-erí, emaleraður postulínskoppurmeð handfangi. Nema hvað, strák-urinn með koppinn var látinn sofaí herberginu hjá okkur Steinu syst-ur, við vorum saman í rúmi viðgluggann en lærlingurinn beint ámóti og svo vinnukona undir súð.En hún var nefnilega vön því aðtaka alltaf koppinn hans. Þá vorunú ekki til klósett eins og er í dagog kalsasamt að fara á kamarinn ískammdeginu. Það var svoddangegnumtrekkur út af túðunum áhonum. Svo fór strákurinn aðkvarta yfir þessu við Sigga, aðhann fengi ekki frið með koppinnog hann gæti ekki hugsað sér aðfara út um miðjar nætur til aðpissa. ,,Við reddum þessu, " sagðiSiggi. ,,Við þurfum að fá okkursnæri." Hann útvegar sér snæri ogbindur það við innri löppina árúminu og svo í haldið á koppnumog mátar það svona við sig. Þannigað þegar staðið er upp með kopp-inn þá kippir í. Svo segir Siggi:,,Það er ómögulegt að hafa kopp-inn tóman. Við verðum bara aðpissa í hann." Og svo rembast þeirog pissa í koppinn og setja hannsvo undir rúmið hjá stráknum.Síðan þegar líður á kvöldið kemurvinnukonan með þessum voðahamagangi í mórauða undirpilsinusínu og rífur í koppinn. Við þorð-um ekki að sofna við Steina, vild-um ekki missa af þessum ósköp-um. Og svo þegar hún kippir íkoppinn, þá skvettist allt framan íhana. Það voru aldeilis vein og

læti. Hahaha, jájá.Var þetta ekki bara mátulegt á

hana fyrst hún tók koppinn alltaf íleyfisleysi?

Lilja: Æ, ég veit það nú ekkigóða mín. En það féll nú allt í ljúfalöð á eftir, fólk var bara að hafasvona saklaust grín að þessu.

Einar! Meðan Lilja leitar aðkvæðinu eftir Brautarholtsbræður,sem hún ætlar að lesa fyrir okkur áeftir, geturðu þá ekki sagt okkur svo-lítið frá starfsseminni í Arnardal.

Einar: Af mörgu er að taka.

Ýmisleg klúbbastarfssemi og nám-skeið eru í gangi á hverjum vetri.Það getur verið mjög fjölbreyti-legt, allt eftir því hver áhuginn erhjá krökkunum. En stærstur hlutiaf starfsseminni er þó alveg frjálsog opinn. Hér geta unglingar kom-ið og verið eins og þeim sýnist, svolengi sem þeir virða reglur hússins.

Er húsið vel sótt?Einar: Já, ég held ég megi segja

það. Flestir krakkar á Akranesihafa átt hér viðkomu á unglingsár-unum. Í mismiklum mæli þó. Þaðer ekki óalgengt að krakkar takiþetta í törnum á ákveðnu skeiði.Mæta þá alla daga og dvelja lang-dvölum.

Eyða kannski sumir of miklumtíma hér?

Einar: Það vil ég ekki segja.Hins vegar verður að minnakrakkana á að svona tómstunda-starf er bara aukageta. Þau eiga aðsinna skólanum og því sem þau

hafa bundist í t.d. íþróttafélögum,tónlistarskóla ofl. Allt slíkt á auð-vitað að hafa forgang.

Hvernig sérðu fyrir þér framtíðArnardals?

Einar: Ég sé ekki annað en Arn-ardaldur muni standa sem félags-miðstöð í næstu framtíð. Þetta erað vísu ekki nútímalegt hérna ogherbergin lítil miðað við t.d. stórusalina í félagsmiðstöðvunum í

r alltaf verið góður andiEinar Skúlason og Lilju Ingimarsdóttur um Arnardal

Lilja og Einar minnast góðra daga í Arnardal.

Page 8: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN8

Reykjavík. En kannski er það ein-mitt kostur. Þannig er þetta meiraeins og heimili en stofnun. Ég hefaldrei litið á Arnardal sem stofn-un. Aldrei.

Lilja: Heyrðu! Það var ein semfór héðan, nei , hún leigði nú hjáEyva og Möggu, hérna í Stautinusem við köllum, á móti Esjubergi.Hún var þar í súðarherbergi. Svofer hún upp á Höfða þegar opnaðiþar. Hún svaf ekkert í fleiri nætur.Og veistu af hverju?

Nei.Lilja: Það var svo hátt til lofts

og vítt til veggja. Hún hafði alltafsofið undir súð. Og hún var færðaftur niður eftir til Eyva og Mögguog fékk sitt herbergi og dó þar eft-ir tvo daga. Sæl og södd eins ogþar stendur. Henni fannst þetta al-veg voðaleg víðátta.

Einar: Á báðum þessum stöð-um, Arnardal og Höfða held ég aðsé unnið í þeim anda að hafa þettaheimilislegt. Reynt að forðaststofnanabraginn eins og mögulegter. Ertu ekki sammála því Lilja.

Lilja: Jú. Það fer fjarska vel ummann þarna innfrá. Eg held aðþetta séu góð hús hvorutveggja þóólík séu.

Fylgir húsinu góður andi?Einar: Já. Hér hefur alltaf verið

góður andi. Ef ég á að vera hrein-

skilinn þá þykir mér afar vænt umþennan stað, þetta er gott hús semhefur gert mikið gagn í langantíma. Hér var, eins og Lilja hefurlýst fyrir ykkur iðandi mannlífmeð skepnuhaldi, garðrækt og tré-smíði á 3. áratugnum. Þar á eftirvar dvalarheimili aldraðra til húsahérna í rúma þrjá áratugi og núsíðast eins og þið sjálf vitið félags-heimili fyrir unglinga. Hér varmeira að segja rekið útibú fyrirgrunnskólann haustið 1980 ogminnir mig að kennari ykkar hannSigurður Arnar hafi verið nemandihér part úr vetri.

Lilja: Ég man nú ekki hvaðpabbi sagði þegar þetta var gert aðelliheimili. Það var árið 1938minnir mig. Ég held hann hafiekki verið ósáttur við það. En égman að hann var mjög glaður þeg-ar hann skömmu fyrir andlátiðfrétti að það ætti að starfrækja héræskulýðsheimili. Það stóð jafnveltil að rífa þetta á sínum tíma.

Það var nú gott að þetta var ekkirifið. Og vonandi fær Arnardalurað standa lengi enn. Við þökkumykkur kærlega fyrir skemmtilegt ogfræðandi viðtal.

Eftirtaldir viðskiptaaðilar skólans styrktu útgáfu blaðsins

Blikkverk sf.

PK lagnir

Jónatan PálssonmálarameistariTölvuþjónustan

Akranesi

Page 9: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN9

Síðari hluta haustannar vorufjórir danskir kennaranemarfrá Svendborg á Jótlandi í

starfsnámi í Grundaskóla undirhandleiðslu Sigríðar Ragnarsdótt-ur. Það voru aðallega nemendur í9. bekk sem nutu góðs af veruþeirra og fengu ríkulegan skammtaf dönsku eins og innfæddir talahana. Vonandi nýtist það krökk-unum þegar fram í sækir.

Í stuttu spjalli við blaðamennPúlsins kváðust þeir vera mjögánægðir með dvöl sína við skól-

ann. Þetta hafi verið bæðiskemmtileg og gagnleg lífsreynslafyrir þá. Aðspurðir kváðust þeirekki skynja neinn reginmun áskólahaldi hér og í Danmörku.Krakkarnir hér virtust glaðir ogfrjálsir í fasi ekki síður en jafnaldr-ar þeirra í Danmörku en náms-áhugi þeirra misjafn eins og geng-ur.

En þá er spurningin þessi:,,Hvernig stendur á veru þeirrahér? Af hverju að fljúga þessalöngu leið yfir Atlantshafið til aðþjálfa sig í kennslu unglinga á Ís-landi?“

„Ævintýralöngun“ sögðu þaueinum rómi. Að viðbættri lönguntil að víkka sjóndeildarhringinn ogafla sér sem víðtækastrar reynslu.Og þegar valið stóð á milli Íslandsog einhvers annars lands í N-Evr-ópu þá var ekkert hik á þeim.Sögueyjan með sinni víðfrægunáttúru skyldi sótt heim fyrsttækifærið gafst. Og varla hafa þauverið svikin af dvöl sinni hér þvíþau eru öll harðákveðin í því aðkoma hingað aftur við fyrsta tæki-færi. Púlsinn óskar þeim velfarn-aðar og þakkar góð kynni.

F.v.:. Anna,Tina,Lise og Morten.

Danskirkennaranemarí Grundaskóla

Eins og fram kemur annarsstaðar í blaðinu hætti NínaSigurðardóttir skólaritari í

febrúar. Lilja Kristófersdóttir varráðin í hennar stað og hún byrjaði1. febrúar.

Allmargir kennarar eru í leyfi ívetur. Ragnheiður Ásgeirsdóttir erí námsleyfi í Danmörku, JóhannaKarlsdóttir og Karl Ómar Karlssoneru í námi, Rósa Einarsdóttir ogSigtryggur Karlsson eru við störfannars staðar. Eygló Gunnarsdótt-ir er í barneignarleyfi. Dóra Lín-dal, Eygló Karlsdóttir, HallberaJóhannesdóttir og Sif Þráinsdóttirsögðu upp sínum stöðum. Nýirkennarar eru Heiðrún Hámundar-dóttir, Karl Hallgrímsson og Mar-grét Ákadóttir. Borghildur Jósúa-dóttir, Elmar Þórðarson, GunnarSturla Hervarsson, HelenaBergström og Ólöf Guðjónsdóttirkomu aftur til starfa.

Guðríður Árnadóttir og Hrafn-hildur Sigurðardóttir, gangaverðirsögðu upp, í stað þeirra voru ráðn-ar Ingveldur Jónsdóttir og RutHjartardóttir. Vigdís Eyjólfsdóttir,skólahjúkrunarfræðingur kom ístað Bjarkar. Sigrún Vigdís Gylfa-dóttir var ráðin í skóladagvistina.

Sími: 431 2303 & 431 2703 - Fax: 431 1010NÓTASTÖÐIN hf.

StarfsfólkGrunda-

skóla

Page 10: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN10

Ídesemberlok var undirritaðursamningur Akranesbæjar ogLoftorku Borgarnes ehf um ný-

byggingu við Grundaskóla, semtaka á í notkun haustið 2002.Hönnun er unnin af MarkstofunniAkranesi.

Með tilkomu nýbyggingarinnarnæst mjög mikilvægur áfangi meðeinsetningu Grundaskóla og til-heyrandi breytingum og tækifær-um í skólastarfinu.

Nýbyggingin byggist í suðvesturút frá bókasafni í átt að íþrótta-svæði. Um er að ræða rúmlega1000 fermetra byggingu á tveimur

hæðum, tíu nýjar kennslustofur,sem ætlaðar eru nemendum ámiðstigi, 5. - 7. bekk. Tvö tónlist-arherbergi eru fyrir kennslu á veg-um Tónlistarskólans, geymslur ogaðstaða fyrir gangaverði og nýttanddyri. Þá verður tölvustofan viðbókasafnið færð til og endurnýjuð.

Fatahengi og salerni eru inni ískólastofunum og hópherbergi viðflestar þeirra.

Samhliða þessum framkvæmd-um þarf að gera ýmsar lagfæringará eldri byggingum. Skóladagvistverður flutt á efri hæð C-hluta

(elsta bygging) og verður hún þarí tengslum við kennslusvæði yngribarna. Innrétta þarf aðstöðu ráð-gjafa og skólahjúkrunarfræðingsog tölvustofu þar sem skóladagvister nú. Einnig þarf að útbúa að-stöðu fyrir afgreiðslu eða hitun ámat fyrir nemendur auk þess semlyftu vantar í elstu bygginguna.

Skólinn hefur búið við ágætaaðstöðu en eftir þessar breytingarallar verður aðstaðan til mikillarfyrirmyndar og tilhlökkunarefniað takast á við fjölmörg tækifærisem einsetningin og bætt húsnæðigefur.

rafþjónustasigurdórs ehf

SKAGABRAUT 6 – 300 AKRANES SÍMI: 431 1902 & 431 2156NETFANG: [email protected]

ZANUSSI

Nýbygging og einsetningárið 2002

Page 11: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN11

Þegar unglingar eru spurðir útí áhugamál sín, nefna þeiroftast, tónlist, tölvur, íþrótt-

ir, kvikmyndir og fleira í þeim dúr.Því skýtur dálítið skökku við aðtónlistarkennslu er sleppt á ungl-ingastigi í flestöllum grunnskólumlandsins. Því er hins vegar ekkiþannig farið í Grundaskóla þarsem tónlistarkennsla hefur verið,frá upphafi í öllum árgöngumskólans. Síðustu árin hefur áhug-inn fyrir tölvum aukist verulega ogí kjölfarið hefur tónlistarkennslaná unglingastigi tekið sífellt meiramið af því. Tölvukostur skólanshefur stórbatnað og því hafa skap-ast mörg tækifæri fyrir fjölbreyttog skemmtileg verkefni á þessusviði.

Í unglingadeild er tónmennt einaf valgreinunum og fjölmargirnemendur sem hafa komið þar viðsögu. Í gegnum tíðina hafa veriðgerð kynstrin öll af lögum ogmyndböndum auk þess sem nem-endur hafa gert heilu kvikmynd-irnar sem byggðar hafa verið átónlist þeirra sem samin var í tölv-

um. Ný tækni gerir það síðankleift að fullklára tónlistina inn ágeisladiska, prenta hana út á nótureða setja inn á vefsíður. Einnighafa nemendur gert útsetningar álögum annarra, samið tónlist viðtölvumyndverk, unnið margmiðl-unarverkefni þar sem blandað hef-ur verið saman frumsaminni tón-

list, myndverkum, texta og hreyfi-myndum. Ljóst er að slík verkefnieru af hinu góða vegna þess aðnemendur fá svo sannarlega útrásfyrir sköpunarþörf sína auk þesssem þeir læra að nýta sífellt fjöl-breytilegri möguleika sem tölv-urnar bjóða upp á.

Tölvur og tónlist í Grundaskóla

Þegar erfiðum miðannarprófum lauk upp úr miðjumfebrúar stigu nemendur léttan dans undir stjórnJóhönnu Árnadóttur. Ekki er annað að sjá á meðfylgj-andi mynd en að æfingaprógram danskennarans hafi

skilað góðum árangri. Að minnsta kosti höfðukrakkarnir gaman af þessum óvænta viðburði í skóla-starfinu og verður vonandi framhald á.

Dansinn dunar

Page 12: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN12

Flesta íþróttamenn dreymirum það í æsku að keppa áÓlympíuleikum. En vegna

þess hve samkeppnin er hörð ogkröfurnar gríðarlegar þá verðaflestir að sætta sig við að komastaldrei.

Hjá Kolbrúnu varð draumurinnað veruleika þegar hún aðeins 16ára gömul keppti á Ólympíuleik-unum í Sydney sumarið 2000. Þaðþarf varla að taka fram að meðþessu varð hún fyrsti, en vonandiekki síðasti nemandi Grundaskólatil að ná þessum einstæða árangri.

Hvenær léstu þig fyrst dreymaum að keppa á Ólympíuleikum?

Ég var þrettán ára. Og ég varnógu vitlaus til að glopra því út úrmér við einhvern blaðamann semsló því upp í fyrirsögn. Eftir þaðvar ekki aftur snúið.

Hvaða fórnir þarf að færa til aðkomast á Ólympíuleika?

Bara æfa og æfa. Á morgnanaáður en skólinn byrjar og svo ákvöldin. Maður hefur ekki miklaorku afgangs fyrir annað og ekkiheldur mikinn tíma. Maður fer ámis við margt af því sem jafnaldr-arnir eru að gera. Stundum komatímabil þar sem maður er alvegrosalega þreyttur.

En er það samt þess virði?Já. Ég fann það svo greinilega á

Ólympíuleikunum að allt erfiðiðvar þess virði. Ég hefði ekki viljaðfara á mis við þetta. Þetta er svostórkostleg upplifun að það ererfitt að lýsa því. Maður er í svogóðum félagsskap, bæði meðlöndum sínum og svo fólki allstað-ar að og andrúmsloftið einhvern-veginn rafmagnað af góðum til-finningum.

Hvernig leið þér kvöldið og nótt-ina fyrir fyrstu keppnisgrein þína?

Ég var rosalega þreytt. Ég varbúin að vera að drepast í bakinualla vikuna og svo þurfti maður að

standa svo lengi á opnunarhátíð-inni. Ég reyndi samt eins og ég gatað slaka á og fara yfir sundið í hug-anum áður en ég sofnaði.

Hvernig leið þér þegar þú gekkstinn í sundhöllina og fram á laugar-bakkann?

Það var eins og að labba inn íannan heim. Þarna voru tæplegatuttugu þúsund áhorfendur semklöppuðu og öskruðu. Maginn varalveg á fleygiferð og augun út umallt.

Manstu hvaða hugsanir leituðuá þig?

Guð ég veit það ekki! Ég baraveit það ekki. Ég held að ég hafialveg blokkerast. Bara að standasig sem best. Það var mjög erfitten ég tók á öllu sem ég átti.

Þetta hefur verið dýrmæt reynslafyrir þig upp á framtíðina. Stefnirþú á næstu Ólympíuleika?

Já, pottþétt! Aþena 2004! Þaðhlýtur að verða alveg sérstakt þvíGrikkland er föðurland Ólympíu-leikanna. Ég man þegar ég var aðlesa um þetta í mannkynssögu-bókunum hvað þetta var allt mik-ill ævintýraheimur með marmara-höllum, hetjum og öllu mögulegu.

Ég vona svo sannarlega að ég náiað keppa þar.

Ætlar þú kannski að leggja ennharðar að þér næstu árin?

Já, ef allt gengur eftir þá ætla égað gera það. Ég veit núna enn bet-ur hverju þarf að kosta til að kom-ast í hóp hinna bestu. En auðvitaðþarf ég líka að hugsa um skólann.Ég verð þá vonandi búin að ljúkastúdentsprófi.

Hvernig líkar þér í Fjölbraut?Mér líkar vel. En það tók tíma

að venjast breytingunni. ÍGrundaskóla höfðum við greiðariaðgang að kennurum okkar. Efþað var eitthvað sem við skildumekki þá gátum við bara kallað upp:„Heyrðu, ég kann þetta ekki, égþarf hjálp“ og þá var kennarinn hjáþér og reyndi að kenna þér þetta.Í Fjölbraut verður hver og einn aðfylgjast vel með og treysta svomeira á sjálfan sig. En auðvitaðhöfum við meira frelsi í Fjölbraut.Við erum þarna meira fyrir sjálfokkur en t.d. mömmu og pabba.Og þegar vel gengur er mjög gam-an.

Hvernig voru árin í Grunda-skóla?

„Eins og að labba inn í annViðtal við Kolbrúnu Ýr Kristjánsdóttur

Page 13: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN13

Þau voru frábær. Ég man ennþáeftir því þegar við vorum á hóln-um að leika okkur í snjókasti eðafórum í „kyss kyss og út af.“ Þaðvoru alveg ótrúleg uppátæki áþessum árum. Þegar ég var 7 áraþurfti ég alltaf að koma með auka-pör af sokkum. Ég óð svo mikið ípollunum, sérstaklega í stóra poll-inum á krúsarsvæðinu. Stundumlét mamma mig líka hafa aukaparaf buxum. Dag eftir dag varð égrennandi blaut. Þetta var einhvervaðárátta sem seinna meir breytt-ist kannski í sundáráttu.

Hvert er eftirminnilegasta atvikiðúr Grundaskóla.

Þau eru nú mörg og erfitt aðvelja eitt. Ég man þó alltaf eftirerjunum á milli Sigga og Flosa.Það var auðvitað allt í góðu á milliþeirra, þeir voru að þessu til aðskemmta bæði sjálfum sér ogkrökkunum. Stundum gat þettaþó orðið ansi vígalegt. Einu sinnihafði Flosi bundið hurðina afturmeð trefli á stofunni þar sem viðvorum inni með Sigga. Það varekki nokkur leið að leysa hnútinnog við urðum að hírast þarna inniþangað til gangaverðirnir skárutrefilinn í sundur. Þetta kostaðisem sagt trefil sem ég man ekkihver átti. En Siggi bætti um beturþegar hann borgaði fyrir sig næstadag. Þá lokaði hann stofunni hjáFlosa með enn öðrum trefli ogsprautaði svo skítafýluspreyi undirhurðina. Það var ægileg lykt semvar til vandræða í marga daga áeftir.

Voru þeir svona svakalegir þá?Ja, kannski verð ég nú aðeins að

draga í land. Kannski voru þaðekki þeir sem gerðu þetta heldureinhverjir nemendur. En svona varsagan samt.

Eitthvað að lokum, Kolbrún.Bara að skila góðri kveðju upp í

skóla og þakka fyrir gömlu góðu.

nan heim“

Page 14: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN14

Hún Magga Áka, sem áðurfyrr skottaðist hér umGrundirnar í eltingaleik

við stráka og stelpur í hverfinu,hún var sjálf sjö ára þá, er nú orð-in ráðsettur kennari hér við skól-ann. Það er annars merkilegt hvaðgamlir nemendur við Grundósækja hingað til baka eftir að hafagert garðinn frægan út um ölllönd. Nægir þar að nefna ElluDavíðs, Jón Þór Þórðar, Lóu Guð-jóns og Siggu Indriða.

Vonandi er máltækið „þangaðleitar klárinn sem hann er kvaldast-ur“ ekki lýsandi fyrir þessa tilhneig-ingu?

Nei. Mér hefur alltaf liðið vel íGrundaskóla. Bæði sem nemandaog kennara. Ég kann vel við and-ann sem ríkir hér.

Hefur þá ekkert breyst frá því þúvarst hér?

Ja, fyrir utan það að sum „hús-gögnin“ hafa víst elst um hálfanannan áratug þá finnst mér lítiðhafa breyst. Þessi gömlu góðuvirðast enn í fullu fjöri þótt ótrú-legt sé, andinn er sá sami ogvinnulagið svipað. Þó er það nátt-úrlega bara eins og í öllum skólumaðeins meiri kröfur og farið aðtaka fyrr á vandamálum sem komaupp eins og t.d. einelti.

Nú ert þú að kenna í 6 ára bekk.Hver er munurinn á því og í eldribekkjum?

Í sex ára bekk þarf að leggjamikla áherslu á að kenna þeimrétta hegðun eins og t.d. að sitjakyrr og hlusta. Einnig svona prak-tíska hluti eins og að reima skónasína og fleira í þeim dúr.

Þarf ekki líka stundum að huggaþau?

Jú, það er næstum því daglegrútína.

Hvað grætir þau helst?Oftast nær eitthvað sem við

stóra fólkið mundum segja aðværu algjör smáatriði. Stundum

eru þau kannski að kljást út af eft-irsóttu leikfangi og eiga erfitt meðað þurfa að gefa sinn hlut eftir.Stundum er einhver einmana,finnst hann vera skilinn eftir út-undan. Oft eru þau líka að dettaog meiða sig á leikvellinum ogkoma skælandi inn í stofu. Ein-staka sinnum kemur fyrir að þaufara að skæla upp úr þurru, eru þákannski eitthvað leið eða hrædd.

En sem betur fer eru þau oftastfljót að taka gleði sína á ný.

Hvað er skemmtilegast viðkennslu yngri barnanna?

Það er eiginlega skemmtilegastað horfa á þau fást við einhver við-fangsefni sem þau gleyma sér í afeinskærum áhuga. Maður kannskier búinn að vera að útskýra eitt-hvað fyrir þeim og hjálpa þeim afstað og horfir svo úr fjarlægð áhvernig þau halda áfram og takaframförum hægt og sígandi. Þá ereins og maður sjái árangur af starf-inu.

Finnst þér gaman að kenna?Já, það er gaman. En líka erfitt.Hvað er erfitt?Ja, það er stundum heilmikið

álag sem fylgir þessu. Manni finnstað maður beri svo mikla ábyrgð.Því hjá sumum börnum fer fljót-lega að bera á erfiðleikum bæðihvað varðar nám og líðan. Það er

víst ekki hjá því komist því viðerum svo misjöfn. En það er auð-vitað alltaf reynt að taka mið afþörfum einstaklinganna t.d. meðstuðningi og sérkennslu.

Að lokum Magga! Varstu aldreisend til fundar við Gutta?

Neei!.... En einu sinni fór égþangað sjálfviljug.

Hvernig atvikaðist það?Æ, við vorum í einhverjum elt-

ingaleik ég og einn strákur íbekknum . . . ég man ekki hvaðvið vorum gömul, svona átta eðaníu og hann hafði eitthvað veriðað stríða mér . . . eða kannski hafðiég byrjað og ég var harðákveðin íþví að ná honum hvað sem þaðkostaði. Leikurinn barst alla leiðniður á kennarastofu þar semGutti sat ásamt nokkrum kennur-um yfir kaffibolla. Þar hélt leikur-inn áfram í einn hring kringumborðin áður en ég náði stráknumog lét hann hafa einn umgang fyr-ir framan nefið á skólastjóra.Fundurinn með honum kom svoauðvitað í beinu framhaldi og égvarð að gjöra svo vel að laglegaskammast mín á eftir.

Já, Möggu Áka var ekki fisjaðsaman og vonandi fær skólinn aðnjóta krafta hennar sem allralengst. Við þökkum henni fyrir við-talið.

Harðákveðin í að ná honumViðtal við Margréti Ákadóttur, kennara

Page 15: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN15

Starfsfólkið á Jaðarsbökkum ámikil og góð samskipti viðnemendur Grundaskóla. Á

hverjum virkum degi tekur það ámóti heilum herskara af börnumog unglingum sem eru komnir tilað iðka leikfimi eða sund.

Oft er líf og fjör og eins og veraber. En þegar ærslagangurinnkeyrir úr hófi kemur til kastastarfsfólksins að stilla til friðar oghalda uppi röð og reglu. Það er ör-ugglega vandasamt starf og stund-um vanþakklátt, ekki síst þegarupp koma óhjákvæmilegir árekstr-ar á milli hagsmunaaðila.

Hjörleifur Helgason hefurgegnt þessu starfi með mikilliprýði síðastliðin 17 ár. Til að fræð-ast nánar um manninn og starfiðskruppum við út í sundlaug ogtókum hann tali.

Hvað ertu búinn að starfa lengisem sundlaugarvörður?

Ég byrjaði hér á Jaðarsbökkumhaustið 1988 en hafði áður unniðí 5 ár í Bjarnalaug. Samtals eruþetta víst um 17 ár.

Eru krakkar ekki miklu óþekkarií dag en fyrir 17 árum þegar þúvarst að byrja?

Nei, það finnst mér ekki. Égheld meira að segja að þau séu aðsumu leyti meðfærilegri en áðurvar.

Samt er oft verið að tala um aga-leysi hjá unglingum.

Já, auðvitað mætti aginn verameiri, ekki síst hjá yngri börnun-um. Það tekur oft tíma fyrir þauað tileinka sér ýmsar þær reglursem verða að vera og eins finnstmér að þau séu ekki alltaf nógu til-litssöm hvert við annað. En hjáflestum lagast þetta með aldrin-um. Mörg þeirra eru líka í íþrótt-um og læra þá smátt og smátt aðbeygja sig undir ákveðinn aga.

Hvað er skemmtilegast við starf-ið?

Það er að umgangast krakkaeins og ykkur. Það er mjög gefandiað fá tækifæri til að kynnast svonamörgum krökkum og fylgjast meðþeim frá fyrsta bekk og upp úr. Sjáþá breytast úr litlum börnum íhálffullorðið fólk.

Hvað er erfiðast við starfið?Það er þegar upp koma árekstr-

ar og maður þarf að beita hörðu.Það getur maður tekið nærri sér ensem betur fer er það sjaldan.

Eru ekki sumir krakkar erfiðarien aðrir?

Jú, en það eru sem betur fer fáirsem hafa verið til stórvandræða.Þó er alltaf einn og einn sem mað-ur á í erfiðleikum með. En þaðhefur nú samt farið þannig að erf-iðustu krakkarnir hafa oft orðiðbestu vinir manns þegar þeir kom-ast til vits. Óþekkir krakkar getanefnilega oft verið svona fínirkarakterar inn við beinið.

Þetta látum við verða síðustuorðin í viðtalinu og þökkum Hjör-leifi sem og öllu öðru starfsfólki áJaðarsbökkum kærlega fyrir sittgóða framlag til skólastarfsins.

Erfiðustu krakkarnir hafa oftorðið bestu vinir manns

Viðtal við Hjörleif í sundlauginni

Eftirfarandi gullkorn er úr prófritgerð tólf ára nemanda um Sviss:„Höfuðborg Sviss heitir Amsterdam. Þar var mjög skakkur turn ogmikill fjöldi kvalveiðibáta sem eru nú að mestu útdauðir.“ Þá vitumvið það.

Úr gamalli prófritgerð nemanda í 9. bekk um Frönsku byltinguna:„Byltingin hófst vegna þess að enginn matur var til í landinu. Þá urðukonurnar svo máttfarnar að þær neituðu að sofa hjá mönnum sínum.Þetta ástand leiddi til mikils óróa sem smátt og smátt magnaðist upp.Að lokum var þrýstingurinn á konurnar orðinn svo mikill að kallavarð út Rauða krossinn til að lægja öldurnar.“ Söguskýring sem segirsex.

Page 16: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN16

158.900* 264.900*

Page 17: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN17

Trausti.Hver bjó til Akranes? Guð.Hvar sofa fuglarnir á næturna? Undir vængjunum sínumAf hverju kemur veturinn?Svo hitinn geti farið hinumegin á hnöttinn.

Inga María.Hver bjó til Akranes? Guð.Af hverju gerði hann það? Svo fólkið geti lifað.Hvernig verður snjórinn til? Hann dettur niður úr skýjunum.

Sólveig.Hver bjó til Akranes? Víkingarnir.Af hverju gerðu þeir það? Til að þeir mundu eiga heima í húsunum.Hvar sofa víkingarnir? Í rúmunum sínum.

Kristrún.Er gaman í skólanum? Já.Hvað er skemmtilegast? Teikna.Hvað ertu nú að teikna? Sveitina.Er hundurinn góður við kisu? Já, hann hjálpar henni stundum.

Elísa.Finnst þér líka gaman að teikna? Já.Teiknarðu voða fínar myndir? Jebb.Hvaða myndir? Kisumyndir.Er ekkert annað á myndinni. Nei, þau eru ekki komin.

Ómar Logi.Hvað finnst þér skemmtilegast? Í bílabrautinni.Keyrir þú hratt? Nei.Glannar þú aldrei? Bara stundum.

Viðtöl við 6 ára börnSólinSólin er uppi á vegg en hún skín ekki enda er hún úr pappa og brosir til mín eins og nýfætt barn.

Ylfa Flosadóttir 6. SKr

VetrarnætursólinVetrarnætursólinsem er köld og drungaleg,skær og hvít.

Vetrarnætursóliná sér vini og vinkonuruppi á himni.

Vetrarnætursóliná sér bjarta systurfrá morgni til kvölds um sumur.

Vetrarnætursólintekur sér frí öðru hverjuog þá söknum við hennar.Inga Guðlaug Valdimarsd. 7. KH

BréfiðÉg sit úti á tröppumog yrki ljóð um þig.Það á að vera eins sætt og þúþví ég elska þig.

Rikka Emilía 6. SS

Ljóð

Kennari í kristinfræði var eittsinn að útskýra söguna um„góða hirðinn“ fyrir ungumnemendum sínum og gaf dæmi:„Ef þið væruð týnd lömb semmér væri annt um, hvað mundiég þá gera?“

Nemendur hugsuðu sig lengium þangað til gall í einum: „Þúmundir auðvitað jarma hástöf-um.“

Ónefnd ljóshærð stúlka íGrundaskóla mætti einu sinniof seint í fyrstu kennslustunddagsins. Hún gekk hikandi tilkennarans og sagði í lágumhljóðum: „Ég vaknaði bara yfirmig.“

Page 18: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN18

Það er ótrúlegt til þess aðhugsa að við förum bráðumað kveðja skólann okkar.

Hver hefði trúað því að tíminnyrði svona fljótur að líða. Það eruheil 10 ár síðan við byrjuðum ískólanum, heil eilífð en í rauninnihefur þetta liðið svo hratt að þaðer eins það hafi gerst í gær.

Fyrstu árin!

Það var í september árið 1991sem þessi umtalaði árgangur hófskólagöngu sína. Það voru þærÁsta Egilsdóttir, Hrönn Jónsdóttirog Edda Agnarsdóttir sem tóku ámóti okkur og vorum við undirþeirra stjórn fyrsta árið. Og Eddavar svo ótrúlega köld að hún héltáfram með okkur upp í 6. bekkmeð Guðrúnu Geirsdóttur ogBorghildi Jósúadóttur.

Á þessum tíma var hóllinn ímiklu uppáhaldi hjá krökkunum ískólanum. Hver man ekki eftirstanslausum bardögum millistráka og stelpna? Þær reyndu aft-ur og aftur að komast upp en var

Árgangu

Page 19: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN19

hrint niður jafnóðum. Það vorumikil ærsl og fólk sá fljótt að ekkimundi vanta fjörið í þennan ár-gang. Og þetta var bara byrjunin.

Brjálaða tímabilið!

Í 6. bekk voru bekkirnir stokk-aðir upp og fengum við nýja kenn-ara, þau Hallberu Jóhannesdótturog Sigtrygg Karlsson, en Edda héltenn áfram og voru þau stjórarnirokkar þar til í 8.bekk og Sigtrygg-ur þangað til í níunda bekk. Flestgleymum við seint okkar fyrstaferðalagi þar sem við áttum aðgista yfir nótt. Það var ferðin íSkorradal. Ferðin var róleg svona ífyrstu en þegar líða tók á kvöldiðhitnaði heldur betur í kolunumþar til Sigtryggur var loks búinn aðfá nóg af okkur og aflýsti kvöld-vökunni með þeim orðum að viðværum ekki húsum hæf, sem vareflaust rétt. Við vorum nú samtekki alveg á sömu skoðun og varhann vægast sagt í litlu uppáhaldihjá okkur þetta kvöld. Honum varnú fyrirgefið seinna og ef litið er tilbaka þá var þetta eiginlega okkurað kenna. Í þessari ferð fékk SiggiBjössi að sofa í skógeymslunni hjáilla lyktandi blautum skóm vegnaþess að hann hafði ekki hagað séreins og hann átti að gera.

Í 7. bekk stendur Reykjaskóla-ferðin eflaust upp úr hjá flestum.Mörg skemmtileg atvik gerðustþar, t.d. þegar Sigrún og Raggavoru læstar inni í skáp hjá Viðariog Hauki og þurftu að dúsa þar íeinhvern tíma, vegna þess að þærmáttu ekki vera frammi á gangisvona seint. En á endanum fund-ust þær og voru sendar á fund meðkennurum og voru þær skíthrædd-ar um að verða sendar heim.

Í þessari ferð hélt Marella aðhún hefði fundið draumaprinsinn.Í næsta skipti sem hún hitti þenn-an tilvonandi eiginmann sinn, þávar það á ættarmóti sumarið eftir.Sambandið fékk því snöggan endi.

Í 8. bekk var enn og aftur skiptum kennara, tóku þeir GunnarSturla og Leó við af þeim Eddu ogHallberu.

Þennan vetur urðu merk tíma-

mót í lífi okkar. Við vorum kominí unglingadeild og loksins orðinfullorðin, að okkur fannst.

Seinna um veturinn var farið ífermingarferðalag í Skálholt einsog venja er. En strákarnir mis-skildu örlítið merkingum orðsins,,Skál"holt og settu upp bar inni áherbergi. Var þetta ein umtalað-asta saga bæjarins næstu vikur áeftir og fréttist reyndar út um alltland.

Á þessum árum vorum viðfrekar erfiðir nemendur og þettamótþróaskeið virtist engan endiætla að taka, enda voru þau ófábrjálæðisköstin sem kennararnirtóku yfir okkur á þessum tíma. Eneinhvern tímann tekur allt endaog von bráðar var hægt var að sjáfram á bjartari tíma í þessum mál-um.

ur1985.is

Lága verðiðléttir lífið

VERSLUNIN EINAR ÓLAFSSONSkagabraut 9-11 - Sími 431 2015 og 431 1015

Page 20: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN20

Þrælkunartímabilið!

Í 9. bekk tók Sigurður Arnar viðgamla 8. GSH en þeir Leó og Sig-tryggur voru áfram. Þegar þarna erkomið við sögu vorum við byrjuðað róast þó nokkuð (kannski ekkiseinna vænna).

Seinna þennan sama vetur varfarið í tveggja daga skíðaferðalag.Fyrri daginn var svo vont veður aðallar lyftur voru lokaðar. Sumirreyndu samt með misjöfnum ár-angri að renna sér smávegis þenn-an dag. Þar á meðal voru Leó ogValur. Um leið og þeir vorukomnir út fyrir dyrnar kom vind-hviða sem feykti þeim aftur á bakupp í miðja hlíðina fyrir ofan. Þargerðu þeir ítrekaðar tilraunir til aðstanda á skíðunum en fuku jafnóð-um um koll. Það var ekki fyrr enþeir sættu sig við orðinn hlut ogmjökuðu sér niður á rassinum semhlutirnir fóru að ganga. Þessi barn-ingur tók óratíma og var algjörtbíó fyrir þá sem horfðu á inni ískálanum. En seinni daginn varblíðskaparveður og skemmtu allirsér konunglega og komust flestirheim heilir á húfi.

Eftir 9. bekk var Sigtryggur bú-inn að fá nóg og í haust settistFlosi í kennarastólinn í hans stað.Á þessum tveimur árum höfumvið verið látin læra meira en öllhin árin til samans.

Í haust var svo gerð önnur til-

raun og farið í Skorradal. Þessiferð gekk mun betur en í 6. bekkog í þetta skiptið var kvöldvök-unni ekki aflýst. Kennararnirfluttu leikritið ,,Gullbrá og birn-irnir tveir" á dönsku af stakri snilldþó að grunsemdir hafi vissulegavaknað um að danskan hafi fariðfyrir ofan garð og neðan hjá sum-um þeirra í ,,den." Eftir kvöldvök-una voru svo sagðar draugasögur,sem lögðust misvel í mannskap-inn. En flestir hrukku duglega viðþegar stóllinn brotnaði undan Sig-urði Arnari í miðri draugasögu.

Eins og sést hér að framan höf-um við haft marga og mismunandikennara undanfarin ár. Þeir hafaverið stórir, litlir, mjóir, feitir,frekir, skemmtilegir, skapmiklir,

viðkvæmir og svo mætti lengitelja.

En við erum nú lang flest sam-mála um að 10. bekkurinn hafiverið skemmtilegasti tími okkar ískólanum. Við erum öll góðir vin-ir og erum með frábæra kennaraþá Sigga, Leó og Flosa. Þeir eruallir rosa flottir karlar. Við þökk-um guði fyrir hvern þann dag semLeó ratar í skólann, þegar Flosiman hvaða tíma hann á að mæta íog man hvað hann á að hafa meðsér og þegar Siggi sest niður ogætlar ekki að taka rispur í nám-inu. Þrír af kennurunum sem viðhöfum haft eiga víst konur semeru félagsráðgjafar ( Siggi, Leó ogSigtryggur). Það er kannski ekkivanþörf á þegar þeir koma heim í

sjokki eftir erfiðanvinnudag með brjáluð-um krökkum.

Mórallinn í hópnumhefur aldrei verið betrien nú og er það góðurendir á þessum 10 frá-bæru árum okkarhérna í Grundaskólaog eigum við flest ölleftir að sakna skólansog starfsfólksins ogekki síst kennarannaokkar og eigum við eft-ir að fara úr skólanummeð minningar í hug-anum sem seint verðagleymdar.

Kær kveðjaÁrgangur ´85

Page 21: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN21

Aðalfundur ForeldrafélagsGrundaskóla var haldinn26. október s.l. Á fundin-

um var kosin ný stjórn, sem erþannig skipuð starfsárið 2000-2001:Daníel Elíasson, formaður,Katrín Leifsdóttir, varaformaður,Bryndís Rósa Jónsdóttir, ritari,Rut Karol Hinriksdóttir, gjaldkeri,Ásdís Kristmundsdóttir, meðstjórn-andi.

Úr stjórn gengu Steinunn Sig-urðardóttir, Edda Agnarsdóttir ogÞóranna Halldórsdóttir.

Stjórnin heldur fundi hálfsmán-aðarlega. og viljum við benda fólkiá að hafa samband við okkur meðhugmyndir og eða ábendingar semstyrkt gætu starf foreldrafélagsins.

Stjórnin hefur ákveðið, að ein-beita sér að þeim verkefnum semunnið hefur verið að síðastliðin árs.s. gerð foreldrasamninga, semeru gerðir árlega í sjötta bekk oghaldið áfram upp grunnskólann.Foreldrafélagið telur, að því fyrrsem foreldrasamningarnir eruræddir og gerðir, því meiri árangriskili þeir síðar á unglingsárumbarnanna. Einnig hefur For-eldraröltið verið vel mannað í vet-ur, af báðum skólum og viljum viðþakka foreldrum samstöðu ogdugnað við að manna það. Sú ný-breytni var tekin upp í haust aðhefja röltið fyrr á föstudagskvöld-um þegar dansleikir hafa veriðhaldnir hjá grunnskólunum. Umáramótin var tekið í notkun eyðu-blað sem foreldrar fylla út eftirröltið hverju sinni og kemur í staðdagbókar sem haldin var um rölt-ið.

Í desember 2000 var komið ásamstarfi við NemendaráðGrundaskóla. Foreldrafélagiðskipulagði í samráði við nemendur

kynningafund á Opnu Húsi íGrundaskóla og áhugi er fyriráframhaldandi samstarfi.

Til að samskipti heimila ogskóla verði árangursrík og ánægju-leg þurfa bæði kennarar og for-eldrar að leggja sitt af mörkum. Íþessu sambandi hafa verið reyfað-ar hugmyndir um svokallað for-eldraborð í kennslustofum, semgerði foreldrum kleift að koma ogfylgjast með námi og störfumbarna sinna, þegar þeir geta kom-ið því við.

Ákjósanlegt væri að foreldrargætu skipulagt tíma sinn þannigað þeir hefðu tök á að dvelja ískólanum t.d. einn dag á hverjuskólaári. Þessa hugmynd þarf aðmóta og útfæra í samráði viðkennara og foreldra. Gaman væriað heyra viðbrögð fólks við þessu.

Ákveðið hefur verið, í samráðivið Foreldrafélag Brekkubæjar-skóla, að halda sameiginlegafræðslufundi fyrir foreldra ogáhugafólk um uppeldismál. Fyrstifundurinn var haldinn 13. febrúars.l.

Hugó Þórisson var með fyrir-lestur um samstarf foreldra ogbarna. Um 160 manns mættu ogvar þetta mjög skemmtilegt kvöld.

Nú þegar líður að einsetninguGrundaskóla, haustið 2002, ervert að foreldrar velti fyrir sérþeirri breytingu sem verður á ölluskólastarfi og þeim áhrifum semþað mun hafa á heimilin, eins ogt.d:

Hvernig verður máltíðum nemendaháttað í skólanum?

Hvernig breytist sá tími er börninhafa til tómstundaiðkunar?

Hvernig verður tónlistarnámi kom-ið fyrir í einsetnum grunnskóla?

Hvernig verður dagvistun háttað?

Er áhugi meðal foreldra fyrir aðstoðvið heimanám barna sinna ískólanum.

Foreldrar eru besta forvörnin,forvarnir hefjast heima.

Frá foreldrafélagiGrundaskóla

Page 22: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN22

Café 15Málningarbúðin

Haraldur BöðvarssonS. Sverrisson

Verkfræðiþjónusta AkranessÞorgeir og Ellert hf.

TricoSkaginn hf.

Akrafjall - Rammar og myndirMatthías Hallgrímsson (Rafnes)Magnús H. Ólafsson, arkitekt

SjóngleriðBílaverkstæði Hjalta ehf.Útlit ehf., Akurgerði 23

Barðinn ehf., Skútuvogi 2, Reykjavík.BÓB sf. VinnuvélarSjóvá - Almennar

Sementsverksmiðjan hf.Híbýlamálun Garðars Jónssonar ehf.

Þorgeir og HelgiTrésmiðjan Kjölur ehf.Runólfur Hallfreðsson

Axel Sveinbjörnsson ehf.Akrasport ehf.

Endursk. Jóns Þórs HallssonarOlís - Nesti

HjólbarðaviðgerðinKnörr

Gámaþjónusta Akraness ehf.Straumnes

Íslenska Járnblendifélagið hf.Olíuverslun Íslands hf.

Smurstöð AkranessBrauða- og kökugerðin

Fasteignamiðlun VesturlandsHljómsýn

Hárstýll ehf.Fasteignasalan Hákot

Sjúkraþjálfun Georgs V. JanussonarHárhús Kötlu

GrundavalFiskverkun Jóhannesar

Hrói HötturVerslunin Bjarg

SkútanReynir Jóhannsson

Sæmundur SigmundssonBjarmar ehf.

Vélaleiga- Sími 893 3365

Bókhalds- og tölvuþjónusta SonjuBókhaldsþjónustan sf.

NorðurálMyndbandaleigan Ás

Gísli JónssonTónastöðin

JGR BorgarnesiHarðarbakarí

Tungusól

Eftirtaldir aðilar styrkjaútgáfu þessa blaðs

Page 23: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN23

Í Grundaskóla er fremur blönduð tíska og þónokkuð margir fara sínar eigin leiðir í klæðaburði.

Sjáiði línurnar, vá!?! Það er Sturla Birgisson

sem þið sjáið svonasnyrtilega klæddan sam-kvæmt sinni eigin tísku.Þennan dag var hann íblárri prjónapeysu semþrengir vel að til að und-irstrika stæltan efrilík-ama. Að neðanverðu erhann í efnismiklum galla-buxum með rifnum rass-vasa svo að stelpurnargeti virt betur fyrir sérrassinn.

Frumleg og fín!Sóley Sigurborg er

með glæstan fatasmekksem enginn getur apaðeftir.

Í dag var hún með fag-urlega litaðan klút umhöfuðið, í rauðri peysu ogsvörtum buxum. En takiðeftir einu. Um úlnliðinaber hún listilega smíðuðarmbönd úr tölum.Áfram Sóley, þú ert cool!

Sætir í Næk.Hér koma svo tvö krútt í Nike fötum en það merki

er mjög vinsælt meðal nemenda. Enginn er eins mik-ill nækari og hann Silli sem vildi ekki sitja einn fyrirá myndinni og fékk Kára Dan sem líka er nækari tilað vera með sér. Strákar, standið saman og styrkiðNike!

Glæstar í gallabuxum.Hér má sjá „Kyndurnar“ í gallabuxum. Þær eru

níðþröngar um mittið en síðan taka við útvíðarskálmar sem flaksa þegar þær ganga hratt. Sokkarnir

sjást ekki vel en ég get trúað ykkur fyrir því að þeireru alveg spes. Geðveikt glæstar!

Peysutískan í ár.Flíspeysurnar hafa slegið í gegn í vetur og eru sum-

ar sérsaumaðar.Venjulega koma þær hátt upp í hálsinn og oft með

leðurbandi um mittið. Til eru mjög margar gerðir oglitir af þessum vinsælu peysum. Hér eru módelin mínþær Karitas, Sigrún, Friðmey og Ragga Rún. Takkfyrir gellurnar mínar.

Tískuhornið

LífiðÁstin blómstrar en annað ekkisamt heldur himinninn áfram að vera blársvo kemur nóttin og blikandi stjörnurmeðan sumt deyr en annað ekki.

Eva 7.KH

Page 24: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN24

Ínæsta nágrenni við Grunda-skóla er snyrtilegur sveitabærsem heitir Steinsstaðir. Hefur

hann staðið þar svo lengi sem elstumenn muna og sjálfsagt mikiðlengur. Á Steinsstöðum átti ífirndinninni heima lítill snáði semað hætti fornmanna undi sér glað-ur í túninu við legg og skel.Kannski lét hann sig dreyma umþúsund feita sauði á fjalli. Ekkivitum við hvað bærðist með snáð-anum þá. Við vitum hins vegar velað nú er hann bankastjóri í stórabankanum í Reykjavík. Bjarni Ár-mannsson heitir hann.

Leiðir þú stundum hugann upp áAkranes?

Já, ég geri það. Ég horfi líkaþangað yfir þegar færi gefst. Þaðsýnist stundum svo stutt að maðurtelur sig geta greint ýmsa hlutieins og þeir væru í nálægð.

Færðu þá stundum heimþrá?Já. Ég held að það sé alltaf þan-

nig að þar sem ræturnar liggja,þangað leitar hugurinn oft. Þaðeru svona ljúfsárar minningar.

Um hvað hugsar þú?Ég held að það fari nú eftir því

hvernig andleg líðan er hverjusinni. Hvort maður hugsar til for-eldrahúsanna, leikja með leik-

félögum, skemmtilegra eða leiðin-legra skólatíma eða . . . eðakannski bara fyrstu ástarinnar.

Viltu segja okkur frá henni?Neee . . . (brosir og skellihlær).

Ég verð víst að viðurkenna að égman þetta ekki svo glöggt.Kannski var ástin líka svo víðfeðmá þessum tíma að engin nöfn náyfir hana. Ég var nú svo ungur þá.

Humm . . . En segðu okkur þámeira frá lífinu á Steinsstöðum í þágömlu góðu.

Ja, þetta var nú að sumu leytisvona hálfgert sveitalíf eins og þiðsjálf segið í innganginum. Steins-staðir voru þá meira utan við bæ-inn en í dag og dálítil einangrunheld ég megi segja fyrir lítinnkrakka. Það var líka allt miklu ein-faldara í þá daga. Maður var svonadálítið mikið á áhyggjulausu vappií kringum fullorðna fólkið, í tún-inu eða móunum að hugsa umkindur og kýr og leiddi ekki mikiðhugann að t.d. skólasystkinunum.Sem svo kannski breyttist þegarmaður færðist meira inn í bæinnog varð eldri.

Manstu eftir einhverju eftir-minnilegu atviki frá Steinsstöðum?

Það er eitthvað tengt vorinu ogsauðburðinum. Að fylgjast með

því þegar lömbin voru að koma íheiminn, sjá þau blaut og vesæld-arleg skreiðast á spenann í fyrstaskipti og horfa á hvernig þau fyllt-ust fjöri á nánast samri stundu.Maður horfði á þetta sem barn ogætli maður hafi ekki fundið tilgleði og bjartsýni að vera í svonanánum tengslum við náttúruna.

Hvernig var umhorfs á svæðinuþar sem Grundaskóli er núna?

Það var mjög fjölskrúðugt. Ámiðju svæðinu var gömul malar-gryfja eða krús og í nágrenni viðhana kindakofar og hesthús. Krús-in var full af vatni þar sem við vor-um að vaða og vesenast eins oggengur. Stundum sigldum við umkrúsina á gúmmíslöngum eðatimburflekum. Á veturna varþarna ágætis skautasvell með róm-antískum stemmningum ástjörnubjörtum vetrarkvöldum.Þegar nýja hverfið var að byggjastupp komu krakkar oft samanþarna og léku sér. Þarna var líka

Í skjóli hjá rósarunnanum.

Á leið í útreiðartúr.

Bjarni Ármanns frá Steinsstöðum:

Sigldum um Krúsina á gúmm

Page 25: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN25

land sem hét Kúastykki og mikiðnjólaumhverfi.

Njólaumhverfi?Bjarni: Já, það voru heilu skóg-

arnir af njóla sem var mikið notað-ur, þó ég viðurkenni aldrei að hafanokkurntíma reykt njóla þarna ásvæðinu.

Þú gekkst í skóla niðri á Skagavar það ekki?

Jú. Ég var í Barnaskóla Akra-ness sem síðar var kallaðurBrekkubæjarskóli til aðgreiningarfrá Grundaskóla. Þetta var löngleið að fara fyrir litla krakka, þan-nig að ég fór yfirleitt með pabba ámorgnana en þurfti svo að labbatil baka. Ég man að það var oftmikill barningur í strekkingnum áGarðabrautinni. En minningarmínar frá skólanum eru að mestuleyti góðar. Krakkarnir voru sam-hentir og kennararnir góðir en égverð þó að viðurkenna að ég hefðimátt sinna náminu betur.

Varstu sendur til skólastjóra?Hahahaha. Jú ég held að það

hafi nú gerst nokkrum sinnumen...

Nokkrum sinnum?!Eða . . . kannski ekki nokkrum

sinnum en ég man að ég þurfti aðfara í einhver fá skipti.

Hvað hafðir þú gert af þér?Það var nú ekkert alvarlegt. Við

vorum svona að hanga í snögumog fela okkur á bak við gardínur.

Þurftir þú virkilega að fara til

skólastjóra út af þannig smámun-um?

Ja, við vorum svona að óhlýðn-ast og ærslast og stundum kom núfyrir að þetta brotnaði eða slitnaðiniður og . . .

Nú ert þú bankastjóri. Langaðiþig aldrei til að verða bóndi eða sjó-maður eins og forfeður þínir?

Jú. Reyndar var ég lengi framanaf harðákveðinn í því að verðabóndi. Ég hafði gaman að dýrumog leið vel í sveitinni. Ég lék mérvið leggi og skel eins og fornmað-ur og lét mig dreyma um alvörubúskap þegar ég yrði stór. Á sjóinnfór ég í nokkur sumur en var alltafsjóveikur þannig að ég held að éghafi ekki verið tilbúinn til aðleggja það á mig alla ævi. Síðangerðist það að eftir því sem ég héltáfram í skóla þá fannst mér svogaman í skólanum að ég vildi vera

þar sem lengst og ætlaði þessvegna að verða kennari. Það varmarkmiðið þegar ég hóf nám ítölvunarfræðum á sínum tíma. Aðkoma hingað til baka og kenna.

Þú hefðir örugglega orðið góðurkennari.

Heldurðu það?Já, og bóndi líka. Hvað áttu

margar kindur í dag?Ég held ég eigi bara enga kind í

dag..Hvernig var kartöfluuppskeran

hjá þér í haust?Hún var góð, þakka þér fyrir.

Enda var hlýtt í veðri, ekki mjögblautt og frysti seint svo að kart-öfluuppskeran var bara með al-besta móti.

Það var nú gott og þakka þérkærlega fyrir viðtalið.

Takk sömuleiðis. Það var gam-an að fá ykkur í heimsókn.

míslöngum

Page 26: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN26

Eins og fram kemur í viðtal-inu við Bjarna Ármanns þástendur Grundaskóli á svæði

sem kennt var við „Krúsina“svokölluðu. Krúsin var malargryfjasem Akurnesingar höfðu árumsaman tekið úr efni til uppfylling-ar í götur bæjarins. Eftir því semárin liðu þá stækkaði hún og dýp-kaði og safnaðist fyrir í henni vatnsem fraus á vetrum. Fyrir bragðiðvarð hún vinsælt skautasvæði ogflykktust börn og unglingar þang-að í tugatali á „stjörnubjörtum

vetrarkvöldum“ eins og Bjarni seg-ir í viðtalinu.

Myndin hér að ofan sem er íeigu Ármanns Gunnarssonar föð-ur Bjarna er tekin úr flugvél fránorðri til suðurs. Vel er mögulegtað flugvélin hafi lent á Langasandiað lokinni myndatöku því slíkarlendingar voru ekki óalgengar áþessum árum. Fremst eru Steins-staðir og núverandi Flatahverfi enfjærst til vinstri sér móta fyrir bæj-unum við Leyni. Krúsin er aðeinsfyrir ofan miðja mynd. Svo er að

sjá sem hún hafi verið um 150-200 metrar að lengd. Elsta álmaGrundaskóla er við vesturendanneða þar um bil en austurendinnnálægt mótum Garðagrundar ogVíkurbrautar. Takið eftir skreiðar-trönunum sem eru að norð-vest-anverðu við Sólmundarhöfða. Þærnáðu yfir nær allt svæðið þar semknattspyrnufélagið er nú meðæfingavelli. Það glittir aðeins í gulavitann í Krossvík handan við þær.Myndin er tekin árið 1958 og einsog sjá má þá hefur margt breyst.

Krúsin

Page 27: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN27

Áaðalfundi foreldraráðs hinn18. október sl. voru tveiraðal- og tveir varafulltrúar

kjörnir, en það voru þær DroplaugEinarsdóttir, Guðlaug Sigurjóns-dóttir, Hildur Bernódusdóttir ogSigþóra Ársælsdóttir. Áfram sitja íráðinu frá fyrra ári Dóra BjörkScott og Unnur H. Arnardóttir.

Foreldraráðið skipti síðan meðsér verkum þannig: Unnur H.Arnardóttir, formaður, DóraBjörk Scott, varaformaður ogDroplaug Einarsdóttir, ritari. Alliraðal- og varamenn sitja fundi for-eldraráðs, sem haldnir eru hálfs-mánaðarlega.

Foreldraráð grunnskólanna áAkranesi eiga að tilnefna fulltrúasinn í skólanefnd og hafa skólarnirskipt því bróðurlega á milli sín

þannig að fulltrúi frá Brekku-bæjarskóla situr í tvö ár og fulltrúifrá Grundaskóla næstu tvö. Í árvar komið að okkur í Grundaskólaog var Droplaug Einarsdóttir kjör-in sem fulltrúi foreldra í nefndinaog Sigþóra Ársælsdóttir til vara.

Hlutverk foreldraráðs er aðfylgjast með skólanámskrá og öðr-um áætlunum um skólahald.Einnig skal foreldraráðið hlutasttil um að skólanámskráin sé kynntöllum foreldrum við skólann og aðáætlunum hennar sé framfylgt. Þáber foreldraráði að huga að fram-tíðarsýn varðandi skólahaldið.

Starf ráðsins í vetur hefur farið

í að skoða skólanámskrána og fjár-hagsáætlun skólans. Hefur skóla-stjóra verið sent bréf varðandi at-hugasemdir og umfjöllun foreldra-ráðsins um fjárhagsáætlunina ogmunu verða haldnir fundir meðskólastjóranum um málefni skól-ans á næstu vikum. Þá hefur ætíðverið mjög gott samstarf við for-eldrafélag Grundaskóla og hafahóparnir fundað saman tvisvar áþessum vetri.

Að lokum óskar foreldraráðiðGrundaskóla alls hins besta ogþakkar gott samstarf við starfsfólkskólans í vetur.

Frá foreldraráðiGrundaskóla

Nína hættirGuðjónína Sigurðardóttir, skólaritari, eða Nína eins og við köll-

um hana hætti störfum við Grundaskóla 1. febrúar síðastlið-inn. Nína starfaði við skólann í 17 ár, en sagði starfinu lausu

þar sem hún var komin á aldur eins og sagt er.

Starfsfólk skólans kvaddi Nínu verðskuldað með pompi og pragt,rauðum dregli, kampavíni og orðuveitingu. Nína hefur unnið gottstarf við skólann og við munum sakna hennar. Starfsfólk og nemend-ur Grundaskóla þakka Nínu fyrir samstarfið og óska henni velfarnað-ar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Nú tíðkast svokölluð sögu-dæmi hjá stærðfræðikennurum.Í 5. bekk áttu nemendur aðsemja sögu út frá dæminu ,,tólfdeilt með þremur."

Ein sagan skar sig algjörlegaúr og var hún svohljóðandi:,,Einu sinni var maður sem áttitólf dætur. Hann skipti þeimjafnt á milli þriggja manna ogþví fékk hver maður fjórar kon-ur."

Page 28: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN28

Myndir úr skólalífinu

Page 29: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN29

Myndir úr skólalífinu

Page 30: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

Tónlistarfrík skólans.Fyrir valinu varð SturlaBirgisson hinn gamal-reyndi rappari og KimLarsen aðdáandi meðmeiru. Í öðru og þriðjasæti urðu Kári Rafn ogEdda Ósk.

Íþróttagarpur skólans.Sigurkarl Gústavssonvarð fyrir valinu ogkomst enginn með tærn-ar þar sem hann hafðihælana. Vonandi sjáumvið hann á Ólympíuleik-um í framtíðinni. Til sig-urs Sigurkarl!

Stjórnmálamaður fram-tíðarinnar heitir ÞórðurMár Gylfason en hann ereins og alþjóð veit for-maður nemendaráðsGrundaskóla. Í humátt á

eftir sem verðugir stjórn-arandstæðingar komuþeir Máni og Steindór.

Hrakfallabálkar eru einsog allir vita afsakaplegavinsamlegt fólk sem tek-ur m.a. fallið af náungan-um sem kemur á eftir.Bestur í þeirri kúnst er aðmati nemenda riddarinnhugumprúði Ástþór í 9.LK. Síðan fylgdu í kjöl-farið Bjarki Jens ogMagga.

Þó sumir vísindamenndeili um það hvort sálinsé raunverulega til þávafðist það ekki fyrirunglingum í Grunda-skóla að finna hana áförnum vegi. Besta sáliner Leifur. Í öðru sæti

Svavar og Bjarnfríður íþriðja.Og Leifur gerir það ekkiendasleppt. Hann varlíka kosinn mesta Dúllaní skólanum skammt áundan þeim Silla ogSvavari.

Og þá er komið að glæsi-legustu stelpunni. Fyrirvalinu varð engin önnuren hin yndisfríða ÍrisÓsk. Í öðru sæti varðDagrún og Edda Ósk íþriðja.Strákar! Þið verðið núheldur betur að vandaykkur ef þið ætlið aðkrækja í þessar dísir.

Glæsilegasti strákurinn!Hver skyldi hann hafaverið? Jú, mikið rétt!Haukur heitir hann Ár-mannsson. Í öðru sæti

varð Sturlaugur og Sturlaí því þriðja. Brad Pitt!,hver er nú það?

Flippaðasti kennarinn.Sigurður Super-Arnarvarð hlutskarpastur eftirharða keppni við SigguRagg og Láka. Eins gottað vera ekki með neittmúður, krakkar mínir.

Fjörkálfur skólans. Hinsöngelska og brosmildaEdda Ósk Einarsdóttir

PÚLSINN30

SkoðanakönnunVegna fjölda áskorana var ákveðið að bregða ekki út af venjunni og hafa skoðana-könnun meðal nemenda í unglingadeildinni um hverjir ættu að bera sæmdarheiti í

hinum ýmsu greinum. Niðurstöður urðu sem hér segir:

Page 31: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

tryggði sér þetta sæmd-arheiti þriðja árið í röð. Íöðru og þriðja sæti voruÖlli og Þórður sem slógusvo eftirminnilega í gegná Hæfileikakeppninni.

Efnilegasta húsmóðiriner hún Maren sem er svomyndarleg í alla staði.Þar á eftir kemur Eddasem þolir ekki drasl íkringum sig og í þriðjasæti kom Valgerður semá framtíðina fyrir sér áþessu sviði sem öðrum.

Efnilegasti húsfaðirinn.Þetta eftirsótta sæmdar-heiti kom í hlut ÞórsBínós enda drengurinnbæði ábyrgðarfullur og

tillitssamur. Í öðru sætilenti hann Unnar ogHaukur í því þriðja.

Bjartasta vonin er MániAtlason sem margir trúa

að verði heimspekingureins og pabbi hans. Íöðru sæti varð Þóra Þórisog Birna Björns í þvíþriðja.

PÚLSINN31

Jóhanna Karlsdóttir hefur ver-ið kennari við Grundaskólafrá stofnun hans. Árið 1999

varð hún þátttakandi í græn-lensk/íslensku samstarfsverkefnivegna 1000 ára afmælis landa-fundanna. Helstu samstarfsaðilarhennar voru kennarinn Leif Aidtog teiknarinn Jette Jörgensen,bæði frá Danmörku. Afraksturinnaf starfi þeirra leit dagsins ljós s.l.sumar þegar út kom samtímis áíslensku, grænlensku og dönskubók þeirra ,,Leifur Eiríksson- áferð með Leifi heppna". Hér er áferðinni söguleg skáldsaga semjafnframt er ætluð sem kennslu-efni í samfélagsfræði fyrir 5.-6.bekk. Bókin er að mati Púlsinsbæði skemmtileg og gagnleg enauk þess óvenju spennandi afkennslubók að vera. Sögulegarstaðreyndir um lífshætti og at-burði eru settar fram á skýran enjafnframt lifandi hátt og þar semað þeim sleppir fær ímyndunar-aflið að njóta sín. Lystilega gerðarmyndir Jette Jörgensen skjótaenn frekari stoðum undir þá sýnsem höfundar vilja halda á loftifyrir lesendum. Að sögn Elísabet-

ar Jóhannesdóttur kennara í 5.bekk þá urðu nemendur hennarstrax hugfangnir af efninu og erufullir áhuga að fræðast meir ogmeir. Bókinni fylgir hefti meðfjölbreytilegum verkefnum aukþess sem útbúin hefur verið sér-stök vefsíða með bæði texta og

myndum. (vefslóð: http: //www.namsgagnastofnun.is/leifur/ index.html). Útgefandi á Íslandi erNámsgagnastofnun.

Púlsinn óskar Jóhönnu til ham-ingju með frábæra bók og óskarhenni velfarnaðar í framhaldinu.

Nýtt námsefni frá kennaravið Grundaskóla

Page 32: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN32

Þeir heita Doddi og Pétur,stundum kallaðir Ding Dong(Sbr. Gög og Gokke) eftir

samnefndum útvarpsþætti semþeir stýra á Radio-X. Þátturinnþeirra hefur notið tölvuverðra vin-sælda meðal unglinga og á síðastaári var Pétur kosinn fyndnastimaður Íslands. Við á Púlsinumákváðum að bregða okkur undirfjörð til að komast að því af eiginraun hvort þeir væru jafn fyndnireða jafnvel fyndnari en af er látið.

Ding, Dong!Ekkert svar.Ding, Ding, Dong!!Doddi: Kom inn. Tylliði ykkur.

Halló, Pétur ertu tilbúinn?Rödd í símahátalara: Halló, já

ég er tilbúinn.Hver er þetta?Doddi: Þetta er hann Pétur.

Hann komst ekki hingað. Þurfti aðþvo sér eða eitthvað.

Hvers konar kímnigáfu hafiðþið?

Pétur: Ha, silikonsápu? Nei égnota bara svona venjulega græn-sápu.

Doddi: Þið verðið að talahærra, hann heyrir ekkert.

Kímnigáfu!!! Hvernig kímnigáfuhafið þið?

Pétur: Þið þurfið ekki að hafasvona hátt. Við erum bara meðsvona græna kímnigáfu .

Doddi: Hann meinar að viðhlæjum að bulli.

Viljiði vera svo góðir að lýsastarfi ykkar.

Doddi: Þið sjáið það eiginleganúna. Hann er heima að bora ínefið þegar klukkan er bráðumeitt. Ég mæti hérna um tólfleytiðog byrja að kíkja á efni meðanhann er ennþá heima að bora ogsvo kemur hann svona hálf þrjúalveg nývaknaður og veifar og tek-ur í höndina á fólki og allir segja íkór: ,,Sæll Pétur, gaman að sjá þig,Pétur minn."

Pétur: Já, svona er þetta krakk-ar. Nóg að gera alla daga.

Hvernig manneskjur eruð þið?Pétur: Við erum svona harðir

að utan en mjúkir að innan.Doddi: Semsagt, ekki jafn

slæmir og sýnist.

Getið þið rakið feril ykkar ístuttu máli.

Doddi: Ég er búinn að vera aðfikta í útvarpi í nokkur ár. Var áX-inu og Mónó en byrjaði svohérna á Radio með Pétri.

Pétur: Ég byrjaði og endaði fer-ilinn á BYKÓ

Hver eru helstu áhugamál ykk-ar?

Doddi: Það eru eiginlega barasvona jullur

Pétur: Já, ég er sammála því.Svona jullur og berar tær.

Hvenær komust þið seinast ísnertingu við ykkar innri mann?

Doddi: Kvesslags spurningareru þetta eiginlega.

Pétur: Já, þetta er nú svolítiðnærgöngult. Ætli ég komist ekkihelst í snertingu við minn innri

mann þegar ég er allsber úti í nátt-úrunni. Hvenær það var síðastman ég ekki.

Hafið þið komið upp á Akranes?Pétur: Það er orðið langt síðan.

En meðan Boggan var þá fórumvið strákarnir stundum nokkrarferðir á dag. Rúntuðum á milli ogátum ís.

Doddi: Við komum líka í sum-ar í opinbera heimsókn meðRadio. Ég plantaði kaktusi í bak-garði og tók lagið með Naglbítun-um. Það var mikið klappað ogmóttökur í alla staði lofsamlegar.

Hvað finnst ykkur um unglinga ídag. Eruð þið bjartsýnir á framtíðþeirra?

Doddi: Já, meðan þeir halda sérungum og hressum í anda þá erþetta í góðu lagi.

Ein spurning að lokum! Vitið þiðeitthvað sem við vitum ekki?

Doddi: Nei! Því miður.Viðerum svona að jafnaði heimskustumenn sem ég þekki.

Pétur: Ég veit nú margt umBYKO.

Doddi: Já BYKO og búið.Takk kærlega fyrir spjallið.

Ding Dong á Radio X

Page 33: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN33

Page 34: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN34

Hæfileikakeppni 2000

Hin árlega hæfileikakeppnigrunnskólanna á Akranesi varhaldin 1. nóvember s.l. Keppninnivar skipt niður í tvo hluta, annarsvegar var „Hátónsbarkinn“ og hinsvegar „Hæfileikakeppnin“. Hátóns-barkakeppnin er söngvakeppni þarsem ungir og efnilegir söngvararkoma fram. Á úrslitakvöldinuvoru sex keppendur mættir tilleiks en þeir höfðu komist áframúr undankeppninni. Allir söngvar-arnir stóðu sig mjög vel enda nutuþeir undirspils hjá þrautþjálfuðummúsíköntum úr hljómsveitinni Tí-brá þeim Eðvarði Lárussyni, EiríkiGuðmundssyni, Jakobi Garðars-syni og síðast en ekki síst FlosaEinarssyni sem eins og undan-gengin ár hafði veg og vanda afundirbúningi allra tónlistaratriðakvöldsins.

Að loknum söng hátóns-barkanna hófst hæfileikakeppninþar sem fjöldi hæfileikaríkra nem-enda tróð upp. Atriðin voru allsníu og mjög fjölbreytileg. Ný-stofnaðar hljómsveitir litu dagsinsljós, magadansarar og breikararsvifu um sviðið af mikilli innlifunog kúnst, sagnaþulir, leikarar ogfjöllistamenn í hinum ýmsu gerv-um létu ljós sitt skína og áhorfend-ur gátu ekki leynt hrifningu sinni

og klöppuðu og stöppuðu í taktvið gjörninginn.

Þegar allir keppendur höfðulokið þátttöku fór dómnefndin af-síðis en við tók ball þangað til úr-slitin voru kynnt um kl. 23:30.Andrúmsloftið var rafmagnað afeftirvæntingu þegar kynnirinn lasupp niðurstöður dómnefndarinn-ar. Fyrst var lýst yfir kjöri á frum-legasta atriðinu sem var dans- ogleikatriði „Feitu perranna“ Mána,Þórðar og Örlygs. Besta hljóm-sveitin var valin „ Nafnleysa“ meðþeim Arnari, Ólafi Pétri, AxelFrey og Vésteini. Því næst voruveitt verðlaun fyrir besta atriðikeppninnar og komu þau í hluthljómsveitarinnar „Zakralist“ með„kyndunum“ úr 10. LJ. þeim

Fanneyju, Ragnheiði, Sigrúnu,Tinnu, Unni og Valgerði. Að lok-um var komið að stóru stundinni,krýningu Hátónsbarka grunnskól-anna árið 2000. Fyrir valinu varð13 ára stúlka úr Brekkubæjarskóla,Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir.Eftir að hafa tekið við verðlaunun-um söng hún sigurlagið „KarenEir“ við mikinn fögnuð áhorfenda.Að þessu loknu hélt dansleikurinnáfram til 00:30 og skemmtu allirsér konunglega á þessu velheppn-aða kvöldi.

Húllum hæ dagurinn

Húllum hæ dagurinn varfimmtudaginn 28. september.Þessi dagur hefur öðlast fastan sessí skólastarfi Grundaskóla. Mark-mið með honum er að efla sam-kenndina í unglingadeildinni í leikog starfi. Þá eru oft tekin ákveðinálitamál til umræðu í bekkjunumundir handleiðslu umsjónarkenn-ara og síðan farið út í íþróttahús tilýmissa leikja. Að þessu sinni varkeppt í skutlukasti, limbó, troðsluog sundi á þurru landi. Ekki farasögur af árangri enda meira tilgamans gert en að alvara búi aðbaki. Til alvörunnar kom ekki fyrren hin hefðbundna viðureignnemenda og kennara í knatt-

Félagslíf og íþróttir

Page 35: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN35

spyrnu hófst. Þá ætlaði allt umkoll að keyra eins og venjulega. Tilað gera langa sögu stutta þá fór núeins og margir höfðu búist við aðnemendur gjörsigruðu kennarana.Það áttu hinir síðarnefndu erfittmeð að sætta sig við og gerðu íleikslok aðsúg að dómaranum ogsögðu að hann hefði verið hlut-drægur, sem var tóm vitleysa þvíef eitthvað var þá reyndi hann aðhjálpa þeim, leyfði þeim t.d. aðvera einum fleiri á löngum köflumí leiknum. Staðreyndin er hinsvegar sú að aldurinn er farinn aðfærast yfir karlana í kennaraliðinuog yfirþungi og slitgigt farin aðverða þeim til trafala enda þeirralangbestu menn orðnar konur. Enhvort sem það var vegna þreytueða bara blákaldrar skynsemi þábráði fljótt af þeim og þeir gengusáttir að kalla með nemendum sín-um út í skóla. Þar biðu þátttak-enda veisluföng, grillaðar pylsurog djús sem Ingó og Rut skenktuaf miklum myndarskap. Allir urðuþá saddir og sælir að lokum oggóður dagur fékk góðan endi.

KnattspyrnumótGrunda-skóla

Knattspyrnumót Grundaskólaer stórviðburður á hverju ári. Ogmikið metnaðarmál fyrir hverjabekkjardeild að stilla upp sterkuliði í bæði karla og kvennaflokki.

Að þessu sinni var þátttakamjög góð og sendu allir bekkir lið

í keppnina hjá báðum kynjum.Veðurguðirnir voru keppendumhliðhollir, sól skein í heiði og vell-irnir iðagrænir þó komið værihaust. Áhorfendur lét sig heldurekki vanta. Þarna mátti sjá nokkrametnaðarfulla kennara gefabekkjarliðum sínum holl ráð, eldriog yngri nemendur hvetja átrún-

aðargoðin sín og öðru hverjukomu einstaka foreldri og jafnvelafar og ömmur sem áttu leið hjá.Keppnin í riðlunum var geysihörðen drengskapur og léttleiki þóávalt í fyrirrúmi. Svo fór að lokumað 9. LK. varð sigurvegari í stráka-keppninni eftir spennandi úrslita-leik við 9. SR. Hjá stúlkunum varþað hins vegar 10. FE sem vannyfirburðasigur á 10. LJ. í úrslita-leiknum og hafa þær unnið þettamót í öll skiptin síðan þær hófuþátttöku í 8. bekk. Húrra fyrirþeim, húrra fyrir 9. LK. og húrrafyrir öllum sem tóku þátt í þessuskemmtilega móti.

Norræna skólahlaupið 2000

Norræn samvinna kemur frammeð ýmsum hætti. Á hverjuhausti þyrpast grunnskólanemar áöllum Norðurlöndunum út úr

skólunum til að dusta af sér lær-dómsrykið og hlaupa af sér horninúti í guðsgrænni náttúrunni. Lág-marksvegalengd á hvern hlauparaer 2,5 km en hámark 10,0 km.og sjá umsjónarkennarar og eðaíþróttakennararnir um að skrá nið-ur hlaupna kílómetra hjá hlaupur-um þegar þeir koma í mark. Af-rakstur í km. var sem hér segir:300 nemendur hlupu 2,5 km, 69nemendur hlupu 5,0 km, 34 nem-endur hlupu 7,5 km, 20 nemend-ur hlupu 10,0 km, og 4 nemendurgerðu sér lítið fyrir og hlupu 12,5km. hver. Samtals hlupu því 427nemendur af 453 sem eru skráðir ískólanum samtals 1600 km. eðarúmlega einn hring í kringum Ís-land eða aðra leiðina til Noregs ogrúmlega það. Á þessu sést hvaðhægt er að afreka þegar allir leggj-ast á eitt.

Page 36: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN36

Page 37: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN37

ÍGrundaskóla er komin lönghefð fyrir sjávarútvegsþema í9. bekk. Hér er um samþætt

verkefni að ræða milli samfélags-greina, náttúrufræði og heimilis-fræði. Hvað samfélagsfræðinniviðvíkur er lögð áhersla á mikil-vægi sjávarútvegs fyrir heima-byggðina í fortíð og nútíð og eiganemendur að kynna sér í megin-atriðum þá tækniþróun sem orðiðhefur í bæði veiðum, vinnslu ogmarkaðsmálum í aldanna rás aukþess sem þeir leitast við að fá yfir-sýn yfir starfshætti þeirra fyrir-tækja sem starfa í sjávarútvegi oghliðargreinum hans hér á Akra-nesi.

Þáttur náttúrufræðinnar lýturhins vegar að fræðslu um helstunytjastofna, vistfræði sjávar, sjálf-bæra nýtingu ofl.

Í heimilisfræðinni er fjallað umhollustugildi sjávarafurða og lögðáhersla á að kynna fyrir nemend-um þá fjölbreytilegu möguleikasem sjávarfang býður upp á í mat-argerð. Í framhaldi af því vinnanemendur að undirbúningi sjávar-réttahlaðborðs undir handleiðsluheimilisfræðikennara sinna.

Þemavinnan tekur fimm daga,frá mánudegi til föstudags. Heppi-legasti tíminn er um hávertíðina,þá er best að fá ferskt og fjölbreytthráefni. Oft hafa foreldrar veriðnemendum innan handar við að

útvega fisk og jafnvel gefið hann.Unnið er í hópum. Í sumum til-

vikum hefur verið skipt niður íhópa eftir fisktegundum þar semhver hópur vinnur með sína teg-und. Einnig hefur verið skipt nið-ur í hópa eftir verkþáttum þar semhver hópur hefur sitt sérsvið. Þarfyrir utan er alltaf einn hópur semsér um matargerðina og undirbún-ing hlaðborðsins.

Samhliða hinni bóklegu fræðslufara nemendur í skoðunarferðir íýmis fyrirtæki og stofnanir hér íbæ. Þessi þáttur námsins er afarmikilvægur enda opnast í mörgumtilvikum ný sýn hjá þeim nemend-um sem ekki hafa fengið tækifæritil að kynnast starfsseminni afeigin raun. Eiga fyrirtækin þakkirskyldar fyrir þeirra hlut í náminu.

Þemanu lýkur með sýningu ogsjávarréttahlaðborði. Boðsgestir,sem eru foreldrar nemenda, full-trúar fyrirtækja sem tóku á mótinemendum og starfsfólk skólans,fá þá tækifæri til að virða fyrir sérverkefnin um leið og þeir gæða sérá ljúffengum sjávarréttum. Stund-um er líka boðið upp á skemmti-dagskrá meðan á borðhaldi stend-ur svo sem hljóðfæraleik, söng ogleikþætti, allt tengt þemanu.

Gefinn er út uppskriftabækling-ur með öllum þeim réttum semboðið er upp á, oft myndskreyttur

af nemendum og stundum meðfróðleikskornum um þær fiskteg-undir sem unnið er með. Oftast ergestum gefinn bæklingurinn eneinstaka sinnum hefur hann veriðseldur til fjáröflunar fyrir árgang-inn.

Við undirbúning sjávarrétta-hlaðborðsins er unnið samkvæmteftirfarandi lýsingu:

Nemendur- velja sér uppskriftir úr ýmsum

bókum, bæklingum og netinu ísamráði við kennara. Manneldis-markmið skulu höfð að leiðar-ljósi.

- vinna uppskriftabækling í tölvu.- útbúa innkaupalista.- baka brauð, m.a. rúgbrauð og

smábrauð.- laga síldarrétti sem þarf að útbúa

með fyrirvara.- grafa fisk.- huga að borðskreytingu og fara í

fjöruferð til að finna t.d. grjót,þara, skeljar ofl. Þvo og þurrkaefnið.

- búa til sósur og hlaup og réttisem geta beðið.

- útbúa merkimiða til að merkjaréttina á hlaðborðinu.

- matreiða alla heita rétti.- leggja á borð og skreyta með net-

um, netakúlum, grjóti, þara ogefni sem er tengt hafinu.

- framreiða matinn og þjóna tilborðs.

Sjávarútvegsþemaí Grundaskóla

Page 38: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN38

1. HJ

1. MÁ

2. ÁE

2. SÓ

2. SRR

Page 39: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN39

3. SIG

3. SI

3. SKR

4. GB

Page 40: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN40

4. SG

5. EJ

5. MRJ

4. LK

Page 41: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN41

6. SS

7. KH

6. SKR

7. GSH

Page 42: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN42

8. EBD

8. ÓG

8. EÞS

9. LK

Page 43: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN43

9. SR

10. bekkur

Page 44: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

Starf nemendafélagsins hefurgengið mjög vel í vetur. Við feng-um samhenta stjórn og frábæranumsjónarmann.

Byrjunin lofaði líka góðu. Viðskipulögðum hópferð á hinnglæsilega bikarúrslitaleik ÍA-ÍBVog unnum eins og allir vita 2:1.

Eins og venjan hefur verið und-anfarin ár þá gaf nemendafélagiðút nemendaskírteini og gekk salaná þeim mjög vel. Flestir krakkareru búnir að átta sig á því að þaðborgar sig að kaupa þau.

Opin hús hafa verið haldin ann-an hvern miðvikudag í allan veturog höfum við verið með ýmis atriðiá þeim s.s. diskotek, borðtennis,bingó ofl. Í eitt skiptið var Björgun-arsveitin með kynningu sem varmjög fróðleg og skemmtileg.

Skólarnir hafa skipst á að vera

með böll í samvinnu við Arnardal,þar af mörg glæsileg t.d. Hrekkja-vökuballið (grímuball) og 60´ball-ið. Lokaballið í vor verður þó ör-ugglega toppurinn.

Fyrir utan opin hús og böll þávorum við einnig með hinn árvissaHúllumhædag og Hæfileika-keppnina sem var alveg frábær.

Að lokum viljum við þakka öll-um fyrir ánægjulegt samstarf í vet-ur.

Kær kveðja. Stjórn N.F.G.

Stjórnina skipa eftirtaldir: Form.: Þórður Már Gylfason. Gjaldk.: Vigdís Elva Jónsdóttir. Ritari: Karítas Gissurardóttir. Meðstj.: Bjarnfríður Leósdóttir,Sturlaugur Agnar Gunnarsson,Valgerður Valsdóttir, KristinnDarri Röðulsson, Maren LindMásdóttir, Birkir Örn Gylfasonog Íris Bjarnadóttir.

Umsjónarmaður:Gunnar Sturla Hervarsson.

PÚLSINN44

AlmenniÖkuskólinn ehf

Almenn ökuréttindi – Æfingaakstur – ÖkuskóliSkellinöðrur - Dráttarvélar

MótorhjólaprófMeirapróf

Vilhjálmur Gíslason, löggiltur ökukennari 862-1308Sigurður Arnar Sigurðsson, löggiltur ökukennari 898-1208

Nemenda-félagið

Kennarar á unglingastigiGrundaskóla sóttu um þróunar-styrk til menntamálaráðumeytis-ins og fengu jákvætt svar. Verk-efnið heitir Meiri metnaður,magnaðir nemendur

Talið er að í hverri bekkjardeildséu 2-3 afburðanemendur. Hug-myndin að baki verkefninu er aðvirkja þessa nemendur, styrkja þátil meiri áhrifa og betra náms ískólanum. Það viljum við gerameð alhliða þjálfun og fjölþættumverkefnum.

Markmiðið er að koma til mótsvið þarfir getumikilla nemendameð spennandi verkefnum semtaka mið af þörfum þeirra. Einnigað efla sjálfstæði, samvinnu ogmetnað afburðanemenda, eflagetu þeirra og áhuga til að takast ávið kefjandi verkefni og nám íframhaldsskóla.

Þróunarstarf áunglingastigi

Page 45: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN45

Page 46: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

PÚLSINN46

Risaeðluveröld í 3. bekkKrakkarnir í 3. bekk í Grunda-

skóla unnu þemaverkefni um risa-eðlur í vetur. Það var mjögskemmtileg vinna, þar sem meðalannars var búið til stórt risaeðlu-land sem hægt var að leika sérmeð. Þá teiknuðu allir og smíðuðusína eigin risaeðlu, sem fékk nafn,fjölskyldu, heimkynni og allt þaðsem risaeðla þarfnaðist.

Krakkarnir voru mjög duglegir

að afla sér alls kyns upplýsinga umeðlurnar og tímabilið sem þærlifðu á. Þeir notuðu internetið ogbókasafnið, dagblöð og sjónvarps-þætti og allt það sem veitti þeimmeiri þekkingu og innsýn í lífheimrisaeðla. Þau unnu frábæra vinnu,skemmtu sér vel við spennandiviðfangsefni og lærðu alveg heil-mikið á þessu öllu saman!

Risaeðlulandið var búið til úr dagblöðum, mjólkurkössum og veggfóðurslí-mi. Svo var það málað og þá var hægt að leika sér í alvöru risaeðluheimi!

Einn daginn kom Tómas með eftirlíkingu af risaeðlubeinagrind í skólann.Hér sjáum við krakkana í 3. SI eftir að þau höfðu sett beinagrindina sam-an.

Smágaddi.Ég heiti Smágaddi. Ég er 8 ára

gaddeðla. Mamma mín heitirStórgadda. Hún er alveg eins ogég, bara miklu stærri. Pabbi minnheitir Beitti-Gaddi. Hann erstærstur í allri fjölskyldunni. Ég álíka einn stóran bróður. Hannheitir Stórgaddi. Við búum í stór-um helli.

Bernódus Örn, 3. SI.

Risaeðlan mín.Rósa röndótta á mömmu og

pabba. Þau heita Ágústa og Palli.Hún Rósa er 37 ára. Hún er rokk-stjarna. Hún æfir með rokkinu.Hún er með hanakamb upp í loft-ið. Henni finnst gaman að syngja ímíkrafón. Hún er með margarrendur. Þær eru alls konar á litinn.

Móeiður, 3. SKr.

Page 47: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann

Um risaeðlur.Sumar risaeðlur voru kjötætur.

Aðrar voru jurtaætur. Þær vorumisstórar. Þvengeðla er talinminnsta risaeðlan og Þórseðlu-bróðir er talin sú stærsta. Kjötæturþurftu ekki að éta daglega. Samabráðin entist þeim dögum saman.Sumar risaeðlur veiddu ekki önn-ur dýr. Þær voru hræætur sem átuallar dauðar skepnur sem urðu ávegi þeirra.

Bjarki Stefáns., 3. SKr.

Risaeðlur.Risaeðlurnar komu fram á Jörð-

inni fyrir 228 milljónum ára.Sumar þeirra urðu gríðarstórar.Þær eru stærstu skepnurnar semnokkurn tímann hafa lifað á landi.Aðrar voru þó ekki stærri en hæn-ur. Risaeðlurnar urðu aldauðarfyrir 64 milljónum ára. Allar teg-undir risaeðla höfðu hreistur-

kennda húð og verptu eggjum líktog skriðdýr á okkar dögum.

Kristjana Bjarnad., 3. SiG.

Uppi í loftinu.Fyrir ofan risaeðlurnar flögruðu

og svifu einkennileg skriðdýr semminna á leðurblökur; flugeðlur.Sumar voru litlar eins og spörvaren aðrar voru með vænghaf á viðlitla flugvél. Allar voru með mjóog hol bein, og vængi úr skinni.

Sóley Bára, S. SiG.

Um mig.Ég heiti Grár.Ég er 5 ára risaeðluungi.Ég á 3 systkini.Þau eru öll eldri en ég.

Jón Þór, 3. SI.

PÚLSINN47

Hér eru krakkar úr 3. SiG og 3. SKr. hjá risaeðlulandinu.

VíðáttaVelferðarsjóður íslenskra barna

var stofnaður í janúar 2000 af Ís-lenskri erfðagreiningu. Fyrsta um-fangsmikla verkefnið sem sjóður-inn leggur fé til heitir Víðátta semer gagnvirkt myndsamskiptaverk-efni á milli íslenskra skóla. MeðVíðáttu opnast möguleikar fyrirkennara til að vinna saman í gegn-um gagnvirk myndsamskipti, inni íbekkjum og á fundum og þróaþannig kennslu með framtíðarað-stæður í huga.

Markmiðið með Víðáttu er aðskapa aðstæður til þess að vaxandifjöldi íslenskra nemenda njótivandaðrar kennslu, og að nýjungarí kennsluháttum svo sem nýtingupplýsingatækni í námsgreinum,nái til allra nemenda.

Grundaskóla var boðið að takaþátt í verkefninu ásamt 6 öðrumgrunnskólum á landinu. Ákveðiðvar í upphafi að í fyrsta áfangayrðu sjö skólar sem skiptust á tvöverkefni, á sviði íslensku og stærð-fræði. Miðstig grunnskóla var valiðsem fyrsti aldurshópur.

Grundaskóli og Karl Hallgríms-son kennari í 7. bekk verða þátt-takendur í verkefni um íslensku.

Alþjóða-samskiptiGrundaskóli mun á næsta

skólaári í fyrsta sinn taka þátt íComenius, Menntaáætlun Evr-ópusambandsins. GuðbjarturHannesson, skólastjóri, hefursótt um styrk til að vinna að 3ára verkefni um gæðastjórnun ískólastarfi. Samstarfsaðilar aðverkefninu eru skólar í Dan-mörku, Noregi, Lettlandi, ogPortúgal. Með verkefninu erætlun að vinna og þróa aðferðirtil þess að tryggja og meta gæðiskólastarfs, auka samstarf ogsamvinnu allra hagsmunaaðilaskólans.

Page 48: SKÓLABLAÐ GRUNDASKÓLA...nefna fyrirhugaða ritgerðar- og verkefnasamkeppni íslenskra og færeyskra grunnskólanemenda þar sem verðlaunin eru ferð til Fær-eyja fyrir sigurvegarann