ÁrsskÝrsla 2011 - sýslumenn · farið fækkandi síðustu árfrá því í lok árs 2008 eða á...

36
SÝSLUMAÐURINN Í REYKJAVÍK 2011 ÁRSSKÝRSLA 2011

Upload: others

Post on 12-Jan-2020

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

SÝSLUMAÐURINN Í REYKJAVÍK

2011

ÁRSSKÝRSLA 2011

Page 2: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Sýslumaðurinn í Reykjavík, október 2011

Prentun: Prentmet - umhverfisvottuð prentsmiðja

Page 3: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 3

EfnisyfirlitInngangur 4

Umdæmið 5

Húsnæði embættisins og aðbúnaður 6

Stjórnskipurit 7

Skipurit verkþátta 8

Starfsfólk 9

Fjármál 10

Starfsemi fagdeilda og tölulegar upplýsingar 13

Þinglýsinga- og skráningadeild 13

Fullnustudeild 18

Sifja- og skiptadeild 24

Page 4: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

4 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

InngangurÍ skýrslu þessari er leitast við að gefa sem bestar upplýsingar um starfsemi sýslumannsembættisins í Reykjavík á árinu 2011 með því að skýra frá stöðu helstu málaflokka og birta samanburðartölur Það vekur athygli að nokkrar sveiflur voru á fjölda mála milli ára í einstökum deildum Í sifjadeild fjölgaði einkum meðlags- og umgengnismálum Ætla má að erfitt efnahagsástand hafi þar áhrif Nýjum beiðnum um aðför fækkaði en aðfarargerðum fjölgaði verulega og er skýringin sú að á árinu var gert átak til að ljúka eldri málum Útburðarmálum fjölgaði en nauðungarsölum á fasteignum fækkaði lítils háttar Nýjum beiðnum fjölgaði hins vegar

Innlögðum skjölum til þinglýsingar fjölgaði Mörg skjöl eru flóknari en áður og taka meiri tíma í vinnslu Þá hefur færst mjög í vöxt að embættið veiti upplýsingar um skjöl og veðbönd sem skráð eru í öðrum umdæmum

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave fór fram á árinu og sem fyrr gegndi sýslumannsembættið í Reykjavík mikilvægu hlutverki við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna Embættið er miðstöð aðsendra atkvæða fyrir allt landið

Þrátt fyrir erilsamt ár gekk rekstur embættisins að mestu vel og voru rekstargjöld innan fjárheimilda

Í ársskýrslunni gera deildarstjórar nánari grein fyrir starfsemi hverrar fagdeildar

Til embættisins er sótt margvísleg þjónusta sem borgararnir eiga rétt á að fá og geta ekki verið án Gríðarlegur fjöldi erinda berst embættinu á hverju ári Embættið hefur í gegnum tíðina náð að sinna sínu lögbundna hlutverki sem mikilvæg stjórnsýslustofnun þótt fjármunir hafi á stundum verið naumir Og þrátt fyrir mikinn niðurskurð á allra síðustu árum og fjórðungsfækkun starfsmanna hefur embættinu tekist að halda að mestu uppi eðlilegri þjónustu Því er að þakka að starfsmenn hafa tekið á sig miklar byrðar En nú er komið að þolmörkum og að óbreyttu blasa við óviðunandi tafir á afgreiðslum í stórum og mikilvægum málaflokkum

Guðmundur Sophusson sýslumaður

Page 5: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 5

UmdæmiðÍ stjórnsýsluumdæmi sýslumannsins í Reykjavík eru sveitarfélögin Reykjavík, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Kjósarhreppur Þann 1 desember 2011 var íbúafjöldi sveitarfélaganna sem hér segir:

Reykjavík 118 785 (fækkun um 123 frá fyrra ári), Mosfellsbær 8 822 (fjölgun um 191 frá fyrra ári), Seltjarnarnes 4 304 (fækkun um 23 frá fyrra ári) og Kjósarhreppur 219 (fjölgun um 15 frá fyrra ári) eða samtals 132 130 íbúar

Á árinu 2010 fjölgaði íbúum í umdæminu um 515 frá fyrra ári og á árinu 2011 fjölgaði þeim um 60

Frá stofnun embættisins á árinu 1992 hefur íbúum umdæmisins fjölgað um 22 267 eða liðlega 20%

Íbúafjöldi í umdæmi sýslumannsins í Reykjavík var 132.130 þann 1. desember 2011

Þróun íbúafjölda í umdæmi sýslumannsinsí Reykjavík 1992 til 2011

140,000

120,000

100,000

80,000

60,000

40,000

20,000

01992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011

Page 6: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

6 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

Húsnæði embættisins og aðbúnaðurSýslumannsembættið í Reykjavík er með aðsetur að Skógarhlíð 6 í Reykjavík sem er 2 370 fermetra leiguhúsnæði í eigu Fasteigna ríkissjóðs Á árinu 2011 var unnið að nokkrum endurbótum á húsnæðinu, aðallega á 4 hæðinni

Nostra ehf sér um ræstingar fyrir embættið en öryggiskerfin eru í umsjón Securitas hf

Útlendingastofnun hefur einnig aðsetur að Skógarhlíð 6 og samnýta embættin kaffistofu og matsal á jarðhæð

Allur tölvubúnaður embættisins er kominn til ára sinna og er brýn þörf á að endurnýja hann hið fyrsta Það sama má segja um annan aðbúnað en það er að sjálfsögðu skortur á fjármunum sem kemur í veg fyrir það

Tölvuker f i

Ákveðið hefur verið að endurskrifa tvö af stærstu tölvukerfum sýslumanna, aðfarar- og nauðungasölukerfið og er áætlað að þeirri vinnu ljúki á árinu 2013 Sifja- og skiptamálin eru skráð í GoPro kerfið en starfsmenn embættisins hafa lagt fram mikla vinna við að skrifa og þróa lausnir í því kerfi

Eitt stærsta og mikilvægasta tölukerfi embættisins er tölvukerfi þinglýsinga sem er hluti af gagna- og upplýsingakerfi fyrir allar fasteignir á Íslandi en það er Þjóðskrá sem heldur utan um það

Fjársýsla ríkisins hefur umsjón með tekjubókhaldskerfi TBR en upplýsingar úr þjóðskrá fær embættið frá Advania

Heimasíða sýslumannsembættisins í Reykjavík er www syslumadur is en sýslumannsembættin halda úti síðunni www syslumenn is en á báðum síðunum eru gagnlegar upplýsingar og leiðbeiningar um starfsemi embættanna

Page 7: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 7

StjórnskipuritEmbættið starfar eftir stjórnskipulagi sem samþykkt var af dómsmálaráðuneytinu og tók gildi í ársbyrjun 1999 Endurútgáfa þess fór fram á árinu 2000 vegna smávægilegra breytinga

SkrifstofumennSkrifstofumenn Skrifstofumenn

Umsjón, húsnæði og kaffistofa

Skrifstofa

Skrifstofustjóri/ staðgengill sýslumanns

Sýslumaðurinn í Reykjavík

Fullnustudeild

Deildarstjóri

Þinglýsinga- og skráningadeild

Deildarstjóri

Sifja- og skiptadeild

Deildarstjóri

Gjaldkeri

Bókhald

Afgreiðsla og innri þjónusta

Skjalavörður

Aðstoðardeildarstjóri

Fulltrúar

Aðstoðardeildarstjóri

Fulltrúar

Aðstoðardeildarstjóri

Fulltrúar

Page 8: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

8 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

Skipurit verkþátta

Sýslumaðurinn í Reykjavík

Skrifstofa

Starfsmannamál

Bókhald og fjárreiður

Skjalavarsla

Umsjón húss

Ritvinnsla

Sifja- og skiptadeildÞinglýsinga- og skráningadeildFullnustudeild

Fjárnám, útburðir og aðrar aðfararaðgerðir

Kyrrsetningar, lögbönn og löggeymslur

Nauðungarsölur

Þinglýsingar

Aflýsingar

Firmaskrá

Lögbókandagerðir

Leyfisveitingar

Skráning kaupmála

Utankjörfundar-atkvæðagreiðsla

Sifjamálefni

Meðferð dánarbúa

Lögráðamál

Erfðafjárskattur

Page 9: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 9

StarfsfólkÍ lok árs 2011 voru fastráðnir starfsmenn embættisins 48 í 46,45 stöðugildum og er það svipaður starfsmannafjöldi og árið 2010 Vegna niðurskurðar í fjárveitingum til embættisins hefur starfsfólki farið fækkandi síðustu ár Frá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks má geta að í lok árs 2005 voru fastráðnir starfsmenn 62 Frá þeim tíma hefur íbúum umdæmisins fjölgað um 5 550 eða 4,4% á sama tíma og starfsmönnum hefur fækkað um 14 eða um 15,5%

Í lok árs 2011 voru 18 lögfræðingar í jafn mörgum stöðugildum fastráðnir við embættið Aðrir fastráðnir voru 30 í 28,45 stöðugildum

Fastráðnar konur voru 39 í 37,45 stöðugildum en fastráðnir karlmenn voru 9 í jafn mörgum stöðugildum

2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011

Fjöldi starfsmanna embættisins

56 5558 60 62 60

55 5450 49 48

Page 10: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

10 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

FjármálREKSTR ARKOSTNAÐUR – FJÁRHEIMILDIR:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Launakostnaður 253,8 267,9 259,9 247,1 262,9

Annar rekstrarkostnaður 65,1 72,5 72,4 68,2 64

Eignakaup 2,4 1,5 1,5 0,8 0,6

Samtals 321,3 341,9 333,8 316,1 327,5

Framlag úr ríkissjóði 319,6 325,9 335,9 312,2 305,8

Page 11: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 11

HEILDARINNHEIMTA – FJÁRHEIMILDIR:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Heildarinnheimta ársins 4.820.403.000 3.145.802.000 2.368.018.781 2.900.444.553 2.447.745.641

Erfðafjárskattur 826.371.000 656.492.000 842.412.277 1.407.348.521 765.728.141

Stimpilgjöld 3.656.902.000 2.205.432.000 1.226.783.815 1.119.743.301 1.337.472.961

Þjónustugjöld 337.130.000 283.877.000 298.822.689 373.352.731 344.544.539

Fjárheimildir 319.675.000 325.946.000 335.900.000 320.837.000 305.800.000

Page 12: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

12 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

REKSTR ARREIKNINGUR 2011:

Tekjur 2011 2010

Sértekjur 29.824.815 3.989.172

Markaðar tekjur 0 0

Aðrar rekstrartekjur 0 0

Tekjur samtals 29.824.815 3.989.172

Gjöld

Almennur rekstur 327.545.699 320.073.796

101 yfirstjórn 327.545.699 320.073.796

Gjöld samtals 327.545.699 320.073.796

Tekjur umfram gjöld -297.720.884 -316.084.624

Framlag úr ríkissjóði 305.800.000 312.200.001

Hagnaður/tap ársins 8.079.116 -3.884.623

Page 13: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 13

Starfsemi fagdeilda og tölulegar upplýsingar

Þinglýsinga- o g sk ráningadeild

Miklar annir voru árið 2011 í þinglýsinga- og skráningadeild Lítið mátti út af bregða til að bið eftir skjölum lengdist verulega en fækkun starfsfólks undanfarin ár hefur sífellt meiri áhrif á starfsemi og þjónustu sem deildin veitir

Á árinu 2011 voru 36 807 innlögð skjöl til þinglýsingar, sem er fjölgun frá fyrra ári Skjöl sem koma inn til þinglýsingar eru enn mörg hver flókin, m a vegna stöðu mála í þjóðfélaginu Þau taka því lengri tíma í vinnslu Þá hafa sumir fastir viðskiptavinir breytt verklagi sínu og setja inn fleiri efnisatriði og fleiri eignir í hvert skjal, jafnvel milli umdæma sýslumanna, sem seinkar vinnu starfsmanna embættisins verulega Tímabundnar lagabreytingar m a um stimpilgjöld, þinglýsingagjöld, greiðsluaðlögun o fl leiða til aukinnar vinnu og flækjustigið hefur jafnframt aukist verulega

Þann 2 janúar 2012 voru samtals 62 759 eignir staðfestar í umdæmi sýslumannsins í Reykjavík í þing-lýsingar hluta Þjóðskrár Íslands eða 97,2827% eigna Eftir eru 1 753 eignir sem ekki hafa verið staðfestar Í fæstum tilvikum liggja fyrir þinglýstar eignarheimildir vegna þessara eigna og hafa þær því ekki verið inn-færðar í þinglýsingabækur Í mörgum tilvikum er um eignir hins opinbera að ræða Þá á eftir að ganga frá nokkrum eignum þar sem misræmis gætir milli þinglýsingabóka og eigna skráðum hjá Þjóðskrá Íslands

Öll skjöl sem koma inn til þinglýsingar eru skönnuð og hefur sú ráðstöfun leitt til meiri skilvirkni og er til mikils hagræðis fyrir viðskiptavini embættisins Þann 30 janúar 2012 höfðu svo til öll virk þinglýsingaskjöl embættisins verið skönnuð frá og með árinu 1997 Skönnun eldri skjala fer fram hjá sýslumanninum á Ísafirði

Á árinu 2011 voru 3 302 lögbókandagerðir vegna staðfestingar á undirritunum aðila sem er nokkur aukning frá fyrra ári

Á árinu 2011 voru firmatilkynningar 368, þar af voru 201 tilkynning vegna skráningar nýrra félaga Ekki hefur enn fengist fjármagn til að tölvuvæða firmaskrá embættisins Þjónusta við viðskiptamenn embættis-ins er erfið og tímafrek af þeim sökum Rætt hefur verið við ýmsa aðila um það á hvern hátt best er að haga framkvæmd þessa málaflokks með hliðsjón af framansögðu, m a við viðkomandi ráðuneyti og Ríkisskattstjóra

Á árinu 2011 fóru fram einar kosningar, síðari þjóðaratkvæðagreiðslan um ICESAVE Deildin hafði umsjón með utankjörfundaratkvæðagreiðslunni Embætti sýslumannsins í Reykjavík var miðstöð aðsendra atkvæða fyrir allt landið Starfsfólk embættisins hefur að mestu annast vinnu við atkvæðagreiðsluna og hefur það gengið mjög vel Alls kusu 13 852 og aðsend atkvæði voru 2 069, samtals 15 921 atkvæði

Önnur starfsemi deildarinnar var svipuð og liðin ár, þ e staðfesting erfðaskráa, skráning kaupmála, útdráttur í happdrættum, útgáfa ýmissa leyfa, svo sem útgáfa meistarabréfa, útgáfa iðnaðarleyfa, útgáfa bílasöluleyfa og útgáfa happdrættisleyfa vegna minni happdrætta og eftirlit með atburðum ýmis konar Nokkur fækkun er þó á útgáfu meistarabréfa sem var mest árið 2009 en þá voru gefin út 101 leyfi, 88 árið 2010 og árið 2011 voru þau 65

Almennar fyrirspurnir og óskir um aðstoð frá almenningi voru verulegar sem m a má rekja til stöðu mála í þjóðfélaginu Starfsfólk deildarinnar reyndi nú sem endranær að koma til móts við viðskiptavini eins og unnt var en lausnin lá á stundum ekki hjá embættinu Þá hefur færst mjög í vöxt að deildin veiti upplýsingar um skjöl og veðandlög sem eru skráð í öðrum umdæmum og sinni öðrum beiðnum vegna eigna í öðrum umdæmum

Bergþóra Sigmundsdóttir deildarstjóri

Page 14: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

14 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

Tölulegar upplýsingar úr þinglýsinga- og sk ráningadei ld

MÓT TEKIN SK JÖL TIL ÞINGLÝSINGAR:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Fjöldi móttekinna skjala til þinglýsingar 62855 42504 37336 33807 36662

Page 15: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 15

LÖGBÓK ANDAGERÐIR:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Fjöldi lögbókandagerða 3440 4608 4042 3103 3302

Page 16: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

16 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

ÚTG E FIN LE YFI , VOT TOR Ð OFL . :

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Fjöldi happdrætta 23 41 28 28 32

Útg. bílasöluleyfi 3 11 9 11 6

Endurnýjun bílasöluleyfa 8 7 3 7 1

Útg. iðnaðarleyfi 3 1 1 3 2

Útg. meistarabréf 45 80 101 88 65

Page 17: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 17

E R FÐASK R ÁR , K AUPMÁL AR , FIR MASK R Á

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Fjöldi erfðaskráa* 120 226 89 76 67

Fjöldi skráðra kaupmála 165 187 158 115 110

Skráning nýrra firma 100 63 111 277 199

Aukatilkynningar firma 134 132 181 206 143

*lögbókandavottaðar erfðaskrár

Page 18: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

18 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

Fullnustudeild

Verkefni fullnustudeildar eru aðallega samkvæmt lögum nr 90/1989 um aðför, lögum nr 31/1990 um kyrrsetningu og lögbann, lögum nr 90/1991 um nauðungarsölu og lögum nr 53/2006 um öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkarétti

Fullnustudeild annast samkvæmt þessu, fjárnám, útburðar- og innsetningarmál, lögbannsmál, kyrrsetningarmál, löggeymslu og mál vegna öflunar sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkarétti Þá annast deildin nauðungarsölu á fasteignum, skipum, flugvélum, bifreiðum og öðru lausafé og sér um innheimtu og úthlutun fjár sem kemur fyrir eignir við nauðungarsölu, útgáfu afsala og annarra heimildarbréfa vegna eignanna Í tengslum við nauðungarsölu á lausafé eru gefnar út heimildir til vörslutöku lausafjár og veitt aðstoð við vörslutöku ef þörf krefur

Starfsemi fullnustudeildar var með hefðbundnum hætti árið 2011 en nokkrar sveiflur urðu á milli ára á fjölda þeirra mála sem deildin annast Þannig voru útburðarmál á árinu 2011 meira en tvöfalt fleiri en árið 2010 og nauðungarsölubeiðnum fjölgaði lítillega Á hinn bóginn fækkaði mótteknum beiðnum um aðför talsvert og beiðnir um innsetningu, kyrrsetningu, löggeymslu og lögbann voru einnig nokkuð færri en árið á undan

Á árinu 2011 var gert sérstakt átak til að ljúka eldri aðfararmálum í framhaldi af breytingu á lögum um aðför sem gerð var með lögum nr 95/2010 og heimilar að aðfarargerð verði lokið án árangurs á skrifstofu sýslumanns þótt enginn mæti til gerðarinnar af hálfu gerðarþola ef hann hefur sannanlega verið boðaður til hennar og engin vitneskja liggur fyrir um eign sem gera má fjárnám í Átakið skilaði þeim árangri að fjöldi lokinna fjárnámsgerða á árinu var alls 20 107, en árið 2010 var alls lokið 14 098 fjárnámsgerðum hjá embættinu

Fjöldi starfsmanna fullnustudeildar hélst óbreyttur þrátt fyrir mikið álag

Sigríður Eysteinsdóttir deildarstjóri

Page 19: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 19

Tölulegar upplýsingar úr ful lnustudei ld

NAU ÐUNGARSÖLUR:

Skráðar beiðnir:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Uppboðsbeiðnir - fasteignir 2482 2277 2504 1961 2251

Uppboðsbeiðnir - bifreiðar 1970 2019 1068 723 718

Uppboðsbeiðnir - annað lausafé 193 130 224 212 348

Page 20: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

20 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

SE LDAR E IG NIR:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Fjöldi seldra fasteigna 137 161 207 453 384

Fjöldi seldra bifreiða 419 491 441 289 168

Annað lausafé selt 193 30 253 213 315

Page 21: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 21

FJÁR NÁM:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Fjöldi fjárnámsbeiðna 19758 18541 18211 16495 11589

Fjöldi lokinna gerða 19731 17591 15355 14098 20107*

*Í kjölfar breytinga á aðfararlögum var á árinu 2011 gert sérstakt átak í að ljúka eldri aðfararmálum sem safnast höfðu upp hjá embættinu

Page 22: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

22 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

ÚTBURÐIR - INNSE TNINGAR

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Fjöldi útburðabeiðna 70 55 49 43 98

Fjöldi innsetningabeiðna 20 3 9 18 8

Page 23: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 23

KYRRSE TNINGAR, LÖGBÖNN OG LÖGGEYMSLUR:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Fjöldi kyrrsetningabeiðna 15 25 37 48 26

Fjöldi lögbannsbeiðna 11 10 20 14 10

Fjöldi löggeymslubeiðna 4 2 6 7 4

Page 24: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

24 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

Sif ja- o g sk iptadeild

Ný sifjamál sem komu til meðferðar árið 2011 voru í kringum 10% fleiri en árið 2010 Til sifjamála teljast skilnaðir og hjónavígslur, mál vegna sambúðarslita, forsjár, meðlags, sérframlags, menntunarframlags, umgengni og dagsekta Fjölgunin var að mestu leyti í faðernismálum, meðlagsmálum og hjónavígslumálum Almennt hefur þó erindum vegna faðernis farið fækkandi undanfarin ár hjá sýslumanni Þyngstu málin eru mál vegna umgengni og dagsekta, slík mál voru samtals 257 árið 2011 og hafa aldrei verið fleiri Þessum málum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og voru til samanburðar 205 árið 2007

Fjölgun í hjónavígslumálum hefur verið stöðug undanfarin ár og hafa aldrei verið fleiri Ný mál ársins 2011 voru 352 Einnig fjölgar þeim sem leita til sýslumanns til að fá útgefið könnunarvottorð vegna hjónavígslu sem fram fer annars staðar Umtalsverður fjöldi þeirra sem leita til embættisins vegna hjónavígslu eða könnunarvottorðs eru erlendir ferðamenn Tímafrekara er að meðhöndla mál þeirra sem koma erlendis frá en þeirra sem leggja fram innlend gögn

Nokkuð er um að forsjárforeldrar komi til sýslumanns í því skyni að lýsa yfir hver eigi að taka við forsjá barns ef foreldri fellur frá Erindi af þessu tagi hafa verið að jafnaði 30 á ári frá gildistöku barnalaga 76/2003

Verkefni vegna dánarbúa og álagning á erfðafjárskatti heyra undir deildina Afgreiddar voru 581 erfðafjárskýrsla sem er rétt innan við helmingsfækkun frá því árinu á undan sem var metár og skýrðist af hækkun erfðafjárskatts sem tók gildi 1 janúar 2011 Munar mest um fækkun á erfðafjárskýrslum vegna fyrirframgreiðslu á arfi

Lögráðamál heyra einnig undir deildina, þ e verkefni sýslumanns á grundvelli lögræðislaga Um er að ræða málefni þeirra sem sviptir eru sjálfræði eða fjárræði og þeirra sem hafa ráðsmann Ný mál af því tagi hafa að jafnaði verið í kringum 30 á ári en voru 49 árið 2011 Þá sinnir deildin lögboðnum verkefnum vegna fjárhalds fyrir börn

Í árslok barst tilkynning innanríkisráðuneytisins um að embættinu væri falin meðferð ættleiðingarmála, þ e mál á grundvelli laga 130/1999 um ættleiðingar, og hófst þá undirbúningur vegna þeirra breytinga sem komu til framkvæmda 1 janúar 2012

Gerðar voru töluverðar breytingar á árinu 2011 í afgreiðslu deildarinnar og á vinnuaðstöðu skrifstofumanna Horfa þær til betra öryggis starfsmanna

Í árslok 2011 voru starfsmenn deildarinnar 12 talsins

Eyrún Guðmundsdóttir deildarstjóri

Page 25: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 25

Tölulegar upplýsingar úr s i f ja- og sk iptadei ld

UMG E NG NIS - OG DAGSE K TAR MÁL:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Fjöldi umgengnismála 186 177 207 216 228

Umgengnisúrskurðir 24 34 35 22 39

Samningar um umgengni 57 55 55 71 84

Fjöldi dagsektarmála 19 14 26 20 29

Dagsektarúrskurðir 9 8 8 8 8

Page 26: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

26 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

M E ÐL AGSMÁL O FL . :

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Faðernis- og meðlagsmál 285 309 239 175 258

Almenn meðlagsmál 229 264 241 208 260

Forsjár- og meðlagsmál 328 338 343 289 323

Úrskurðir um meðlag 75 89 89 72 77

Page 27: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 27

M E NNTUNAR FR AM LÖG:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Menntunarframlag (fjöldi mála) 130 103 115 136 150

Samningar um menntunarframlag 70 55 62 69 72

Úrskurðir um menntunarframlag 18 39 38 43 55

Page 28: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

28 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

SÉ R FR AM LÖG:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Sérframlag (fjöldi mála) 72 71 74 74 57

Samningar um sérframlag 14 8 6 12 16

Úrskurðir um sérframlag 33 39 38 39 30

Page 29: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 29

SK ILNAÐAR MÁL O FL . :

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Skilnaðarmál (alls) 535 591 563 575 539

Leyfi til skilnaðar að borði og sæng 206 218 216 235 210

Leyfi til lögskilnaðar 227 278 259 264 250

Framfærslumál* 18 15 15 23 26

* Hér er um að ræða þann hluta skilnaðarmála þar sem samið er eða úrskurðað um lífeyri eða framfærslueyri

Page 30: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

30 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

HJÓNAVÍGSLUR:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Hjónavígslumál* 314 327 319 301 352

Hjónavígslur 231 244 211 204 244

*Könnun á skilyrðum hjónavígslu getur farið fram þó vígsla fari ekki fram hjá embættinu

Page 31: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 31

LÖGR ÁÐAMÁL:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Svipting sjálfræðis, ný mál 5 14 8 11 15

Svipting fjárræðis/lögræðis, ný mál 23 19 23 11 28

Erindi um ráðsmann, ný mál 5 7 0 8 6

Ný mál vegna barna 132 87 114 124 99

Önnur mál ársins 0 10 1 0 4

Page 32: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

32 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

DÁNAR BÚ:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Ný mál á skrá* 940 944 949 955 939

Búsetuleyfi 239 251 247 240 237

Lok einkaskipta 529 437 462 511 391

Opinber skipti 46 40 36 71 69

Eignalaus bú skv. 25. og 26. gr. skl. 158 178 154 156 169

Lokið með öðrum hætti 25 40 44 41 47

Lokin mál alls 997 946 943 1019 913

*Fjöldi skráðra mála það árið, ekki tala látinna það ár

Page 33: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 33

SIFJAMÁL:

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Ný mál alls 2107 2200 2139 1994 2196

Úrskurðir í ágreiningsmálum 161 209 210 187 209

Niðurstaða á grundvelli samkomulags 1420 1537 1517 1367 1477

Page 34: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

34 Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík

R ÁÐG JÖ F SÁLFR Æ ÐINGA: *

Hér er um að ræða sérfræðiráðgjöf sem hefur þann tilgang að sætta foreldra sem deila um forsjá og um-gengni Ráðgjöfin er boðin á grundvelli 33 gr barnalaga nr 76/2003 og hefur verið veitt frá árinu 2001 Sér fræði ráðgjöf fyrir íbúa umdæma sýslumannsembætta á Suðvesturlandi** fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík

Fjöldi mála vísað til ráðgjafa

ÁR 2007 2008 2009 2010 2011

Alls á Suðvesturlandi 175 165 166 129 138

Reykjavík 107 107 88 79 98

*Heimild: Ársskýrslur Gunnars H Birgissonar og Jóhanns Loftssonar **sýslumannsembættin Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Hafnarfirði, Hvolsvelli, Keflavík, Kópavogi, Reykjavík, Selfossi, Stykkishólmi, Vestmannaeyjum, Vík

Page 35: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks

Ársskýrsla 2011 – Sýslumaðurinn í Reykjavík 35

FORS JÁ E FTIR ANDL ÁT:

ÁR 2006 2007 2008 2009 2010 2011

Yfirlýsing um hver eigi að hafa forsjá barns eftir andlát foreldris

35 30 29 29 29 30

Page 36: ÁRSSKÝRSLA 2011 - Sýslumenn · farið fækkandi síðustu árFrá því í lok árs 2008 eða á þremur árum hefur starfmönnum fækkað um 6 og stöðugildum um 5,75 Til fróðleiks