ÚrskurÐur 12. júlí 2019 mál nr. e-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins...

28
ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017: Stefnandi: ÞS69 ehf. (Sigurður G. Guðjónsson lögmaður) Stefndi: Guðmundur Ágúst Pétursson (Ásgeir Þór Árnason lögmaður) Dómari: Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari

Upload: others

Post on 15-Mar-2021

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

ÚRSKURÐUR

12. júlí 2019

Mál nr. E-1620/2017:

Stefnandi: ÞS69 ehf.

(Sigurður G. Guðjónsson lögmaður)

Stefndi: Guðmundur Ágúst Pétursson

(Ásgeir Þór Árnason lögmaður)

Dómari: Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari

Page 2: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

1

I. Dómkröfur

Mál þetta var höfðað 18. maí 2017 og dómtekið 17. maí 2019. Stefnandi er

ÞS 69 ehf., Sundlaugavegi 30a, Reykjavík en stefndi Guðmundur Ágúst

Pétursson, Melahvarfi 9, 203 Kópavogi.

Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 103.019.818 kr.,

með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og

verðtryggingu frá 15. mars 2015, í kjölfar breytingar við aðalmeðferð málsins, til

greiðsludags vegna endurkröfu á hendur honum vegna sjálfskuldarábyrgðar á

lánasamningi dagsettum 24. nóvember 2006 upphaflega milli Kaupþings banka

hf. og Þrek Holding ehf. að fjárhæð 10.215.000 danskar krónur.

Stefndi krefst þess aðallega að kröfu stefnanda verði vísað frá dómi og

stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað eftir mati dómsins. Til vara

gerir stefndi þær dómkröfur að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda,

en til þrautavara að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar. Þá er gerð krafa til

þess, hvort sem fallist verði á vara eða þrautavarakröfu, að stefnanda verði gert að

greiða stefnda málskostnað.

II. Málavextir

Málatilbúnaður stefnanda í málinu byggist á því að hann eigi endurkröfu á

stefnda þar vegna þess að hann hafi sem ábyrgðarmaður greitt kröfu samkvæmt

skuldabréfaláni sem Kaupþing hf. veitti á grundvelli lánasamnings frá 24.

nóvember 2006 og stefndi var einnig ábyrgðarmaður að. Lánið sem um ræðir var

að fjárhæð 10.215.000 danskra króna og var veitt til félagsins Þrek holding ehf. í

þeim tilgangi að kaupa danska líkamsræktarfyrirtækið Equinox.

Stefnandi átti á þessum tíma helmingshlut í Þrek holding ehf. en stefnandi bar

á þessum tíma heitið Þrek ehf. Hinn helminginn í félaginu átti síðan félagið

Sportfitness ehf. Gengust stefnandi og Sportfitness ehf. sem eigendur í ábyrgð

fyrir láni Kaupþings til Þreks holding hf. Að kröfu bankans gengust

fyrirsvarsmenn félaganna, Björn Leifsson, fyrir hönd stefnanda, og stefndi,

fyrirsvarsmaður Sportfitness, einnig í persónulega ábyrgð fyrir láninu.

Gjalddagi lánsins var ákveðinn 26. nóvember 2007 en í lánaskilmálum var

kveðið á um að greiða skyldi vexti á sex mánaða fresti. Félagið Þrek Holding ehf.

átti hins vegar í erfiðleikum með greiðslu lánsins og var lánstíminn því

Page 3: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

2

framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing

banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október 2008. Með ákvörðun

Fjármálaeftirlitsins á grundvelli laga nr. 125/2008, var lánið flutt til bankans Nýja

Kaupþings hf., sem síðar fékk heitið Arion banki hf.

Arion framlengdi síðan lánstímann í tvígang með samþykki allra sem í hlut

áttu, síðast til 20. júlí 2009 sem taldist þá nýr gjalddagi. Fyrir liggur að

ábyrgðaraðilar lánsins samþykktu þessar breytingar.

Þann 1. október 2009 seldi Arion banki hf., þá Nýi Kaupþing banki hf.,

Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka hf., lánssamninginn frá 24. nóvember 2006.

Í framhaldinu gerði Straumur-Burðarás kröfu um greiðslu lánsins. Í samræmi við

ákvæði í lánssamningnum var Þreki holding ehf. tilkynnt um kröfuhafaskiptin

sama dag og afrit sent til sjálfskuldarábyrgðaraðila. Straumur-Burðarás

fjárfestingarbanki hf. var í slitameðferð á þeim tíma er hann tók yfir

lánssamninginn frá 24. nóvember 2006. Félagið fékk síðar nafnið ALMC hf.

Með greiðsluáskorun, dags. 6. október 2009, krafðist Straumur-Burðarás þess

að stefnandi greiddi höfuðstól lánsins ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Hvorki

stefnandi né ábyrgðaraðilar urðu við kröfu um greiðslu. Þegar lánið var ekki greitt

gjaldfelldi Straumur lánið með tilkynningu til stefnanda og ábyrgðaraðila 13.

október 2009. og krafðist í kjölfarið kyrrsetningar á eigum stefnanda 10.

nóvember 2009.

Í kyrrsetningarbeiðninni tilgreindi Straumur tvær kröfur á hendur stefnanda.

Annars vegar var um að ræða kröfu samkvæmt lánasamningi Straums og

stefnanda frá 13. júní 2008 að fjárhæð 57.000.000 danskra króna. Hins vegar var

um að ræða kröfu samkvæmt lánasamningnum frá 24. nóvember 2006 sem að

viðbættum vöxtum nam þá samtals 288.003.952 íslenskra króna. Sú gerð var hins

vegar árangurslaus. Í kjölfarið, eða þann 18. nóvember 2009, krafðist Straumur-

Burðarás gjaldþrotaskipta á búi stefnanda.

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 12. janúar 2010, var krafan um

gjaldþrotaskipti stefnanda tekin til greina. Hæstiréttur staðfesti síðan þann úrskurð

26. febrúar 2010 með dómi í máli nr. 40/2010.

Samkvæmt skýrslu sem skiptastjóri tók af Birni Leifssyni, fyrirsvarsmanni

stefnanda, 15. mars 2009 mun eina eign stefnanda hafi verið skuldabréf á hendur

Laugum ehf.

Page 4: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

3

Straumur-Burðarás lýsti 25. maí 2010 kröfu í búið vegna lánasamningsins frá

24. nóvember 2006 að fjárhæð 295.506.630 krónur, auk dráttarvaxta frá 13.

október 2009 til 12. janúar 2009, samtals 13.552.825 krónur. Skiptastjóri

samþykkti kröfuna sem almenna kröfu að fjárhæð 309.059.454 krónur.

ALMC hf. höfðaði 2. desember 2010 mál á hendur Birni Leifssyni,

fyrirsvarsmanni stefnanda, vegna sjálfsskuldarábyrgðar hans á lánasamningnum

frá 24. nóvember 2006. Í stefnu málsins var Björn krafinn um greiðslu á kr.

295.506.630, auk dráttarvaxta frá 13. nóvember 2009 til greiðsludags. Í

málatilbúnaði Björns fyrir dómi var því borið við að hann hefði orðið fyrir

fjárhagslegu tjóni sem hluthafi í stefnanda vegna ráðgjafar starfsmanna ALMC.

Skiptastjóri þrotabús stefnanda þingfesti 16. desember 2010 fjögur

riftunarmál á hendur Laugum ehf., þar sem settar voru fram kröfur að fjárhæð kr.

1.172.000.000, kr. 300.000.000, kr. 40.640.086 og kr. 24.675.430. Var Laugar

ehf. sýknað í öðru málinu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur en málið fellt niður

28. janúar 2013 eftir að því hafði verið áfrýjað en áður en kom til flutnings þess í

Hæstarétti. Í þriðja málinu gerðu Laugar ehf. dómsátt en fjórða málinu lauk með

22. desember 2012 með því að ALMC hf., Laugar ehf. og Björn Leifsson gerðu

samning um lyktir ágreiningsmála sinna og uppgjör kröfuréttinda vegna

riftunarmála á milli ALMC hf., Lauga ehf., og Björns Leifssonar, svo og uppgjör

vegna lánasamningsins frá 24. nóvember 2006.

Í samningnum frá 22. desember 2012 var kveðið á um að Laugar ehf. keyptu

allar kröfur og kröfuréttindi, þ.m.t. tryggingarréttindi sem ALMC hf. átti á hendur

stefnanda og á hendur Þreki Holding ehf. og Birni Leifssyni og tilgreindar væru í

viðauka 1 við samninginn. Samkvæmt viðaukanum var þar annars vegar um að

ræða kröfur á hendur Þrek holding ehf. samkvæmt lánasamningnum frá 24.

nóvember 2006 að jafnvirði 10.215.000 danskar krónur með persónulegri ábyrgð

tiltekinna aðila en hins vegar kröfur á hendur ÞS69 ehf. samkvæmt lánasamningi

13. júní 2008 að fjárhæð 57.000.000.

Með samningnum frá 22. desember 2012 voru kröfuréttindin seld til

Lauga á 350.000.000 króna. Samhliða þessum samningi veitti ALMC ehf.

Laugum ehf. lán til kaupanna með sjálfskuldarábyrgð Björns Leifssonar,

fyrirsvarsmanns stefnanda, sem var einnig framkvæmdastjóri og einn eigenda

Lauga ehf. Til tryggingar skilvísum og réttum efndum lánssamningsins veitti

Page 5: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

4

Laugar ehf. ALMC ehf. ýmsar tryggingar, m.a. veð í kröfunum sem það hafði

framselt samkvæmt kaupsamningnum 22. desemer 2012.

Þann 21. janúar 2013 gerðu stefnandi, Laugar ehf., ALMC ehf. og Björn

Leifsson síðan samkomulag um að Laugar ehf. afturkölluðu kröfur sínar á hendur

þrotabúi stefnanda. Í samkomulaginu er bókun þar sem fram kemur að í tengslum

við afturköllun krafna skuli skiptastjóri stefnanda framselja allar eignir búsins til

ALMC hf. eftir nánari fyrirmælum félagsins. Segir að öllum peningum sem til séu

á reikningum þrotabúsins skuli ráðstafað inn á tilgreindan reikning í eigu ALMC

hf.

Gjaldþrotaskiptum í búi stefnanda lauk þann 30. ágúst 2013 með vísan til 2.

mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. en fyrir liggur staðfesting

skiptastjóra um skiptalok og að allar kröfur í þrotabúið hefðu verið afturkallaðar.

Í fyrirtækjaskrá segir að Þrek Holding ehf. hafi verið úrskurðað gjaldþrota 22.

janúar 2014. Þá segir að félagið Sportfitness hafi verið úrskurðað gjaldþrota 16.

apríl 2014.

III. Málsástæður aðila

Málsástæður og lagarök stefnanda

Stefnandi byggir kröfu sína á því að hann og Björn Leifsson hafi sem

ábyrgðarmenn greitt Laugum ehf. kröfuna, sem Straumur hf. hafði lýst á hendur

þrotabúi stefnanda, og skiptastjórinn hafði samþykkt að fjárhæð 309.059.454 kr.

Samið hafi verið um uppgjör áður en stefnandi fékk aftur forræði yfir búi sínu 30.

ágúst 2013. Er jafnframt byggt á því að stefnandi hafi innt hluta af greiðslum

sínum af hendi fyrir þann tíma. Formlegt og endanlegt uppgjör hafi þó ekki farið

fram fyrr en í mars 2014 og greiðslum hafi lokið fyrir áramót það ár.

Af hálfu stefnanda er uppgjöri hans og Lauga ehf., að teknu tilliti til ábyrgðar

Björns Kr. Leifssonar á samþykktri kröfu samkvæmt lánasamningnum frá 24.

nóvember 2006, lýst með þessum hætti.:

(i) Greitt inn á skuld Lauga ehf. við ALMC hf. 2013 kr. 19.290.185

(ii) Afborgun skuldabréfs 5. október 2013 kr. 10.941.448

(iii) Afborgun skuldabréfs 5. október 2014 kr. 11.265.757

(iv) Skuld Lauga ehf. á viðskiptareikningi kr. 14.868.796

(iv) Eftirstöðvar skuldabréfs frá 17. febrúar 2009. kr. 44.893.364

Page 6: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

5

(v) Kostnaður vegna skiptameðferðar stefnanda kr. 62.220.213

(vi) Með skuldajöfnuði og lúkningu allra krafna vegna, m.a. vegna þriggja

riftunarmála þrotabús stefnanda á hendur Laugum ehf.

kr. 42.559.873

Samtals uppgert af stefnanda kr. 206.039.636

Stefnandi telur að við framangreint uppgjör hafi hann eignast endurkröfu á

hendur stefnda sem samábyrgðarmanni að láninu. Telur stefnandi að endurkrafa

hans á hendur stefnda nemi helmingi uppgjörsfjárhæðarinnar eða kr. 103.019.818,

sem sé stefnufjárhæð máls þessa, þar sem aðrir ábyrgðarmenn eru ýmist

gjaldþrota eða hafi greitt sinn skerf af ábyrgðinni. Stefnandi gerir kröfu um að

endurkrafan beri dráttarvexti frá og með 3. apríl 2014. Þann dag hafi mál verið

þingfest sem Hæstiréttur vísaði frá héraðsdómi 8. desember 2016 um sömu kröfu.

Stefnandi byggir málssókn sína á almennum reglum samninga- og kröfuréttar

um að gerða samninga beri að efna, jafnt af hálfu aðalskuldara og þess eða þeirra

sem ábyrgst hafi skuld aðalskuldara sameiginlega með honum. Stefnandi hafi gert

skuldina samkvæmt lánasamningnum upp við kröfuhafa með greiðslu á

206.039.636 kr., sem og Björn Leifsson. Stefndi sé því eini skuldarinn lánsins

sem ekkert hafi greitt.

Stefnandi telur að krafa sín sé ófyrnd samkvæmt þeim reglum um fyrningu

kröfuréttinda, sem gilda um lánasamning frá 24. nóvember 2006. Stefndi hafi

aldrei verið leystur undan skuldbindingum sínum samkvæmt lánasamningnum frá

24. nóvember 2006, og honum beri því að efna þær gagnvart stefnanda. Fyrningu

gagnvart stefnanda hafi verið slitið með kröfulýsingu í þrotabú hans sem

skiptastjóri tók við 26. maí 2010, og endurgreiðslukrafa hans sem ábyrgðarmanns

lánasamningsins á hendur öðrum ábyrgðarmönnum er dómtæk eins lengi og

innleysta krafan hefði verið.

Um lagarök fyrir endurkröfu sinni vísar stefnandi til almennra reglna

samninga- og kröfuréttar svo og ákvæða í 2. tölulið 4. gr., sbr. og 4. tölulið 1.

mgr. 3. gr. 11. og 13. gr. laga 14/1904, um fyrningu skulda og annarra

kröfuréttinda, sem gilda um lánasamning þann sem endurkrafan byggir á, sbr. 28.

gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda. Þá er vísað til 6. mgr. 117. gr.

laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991, sem og 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og

verðtryggingu nr. 38/2001.

Page 7: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

6

Málsástæður stefnda

Til stuðnings aðalkröfu sinni um frávísun vísar stefndi til dóms Hæstaréttar í

máli nr. 118/2016 milli aðila um sama sakarefni. Þar hafi kröfum stefnanda verið

vísað frá héraðsdómi vegna þess að slíkir annmarkar þóttu vera á málatilbúnaði

stefnanda í öndverðu að ekki yrði úr bætt. Hæstiréttur hafi í dómi sínum vísað til

þess að í stefnu til héraðsdóms hafi það eitt komið fram að með samkomulagi

stefnanda, Lauga ehf. og Björns við ALMC hf. 22. desember 2012 hefði verið

gengið frá uppgjöri stefnanda á skuld samkvæmt lánssamningnum. Þannig hafi

efni þess samkomulagsins ekki verið lýst nánar svo og hvernig stefnandi hafi

staðið skil á greiðslum eftir því þannig að endurkrafa stofnaðist á hendur stefnda.

Hafi Hæstiréttur talið að beint tilefni hafi verið til að lýsa aðild stefnanda nánar í

ljósi þess að Laugar ehf., sem fékk kröfu samkvæmt lánasamningum framselda,

hafði skömmu áður höfðað mál á hendur stefnda þar sem byggt var á því að

skuldin væri að öllu leyti ógreidd. Þótti Hæstarétti þessi vanreifun vera svo

veruleg að úr henni yrði ekki bætt undir rekstri málsins. Þá hafi það ekki skipt

máli þótt stefnandi hafi á síðari stigum bent á að krafan hafi í öllu falli verið

greidd að hluta með tilteknum skuldajöfnuði milli stefnanda og Lauga ehf. og að

greiðsla frá þrotabúi stefnanda til ALMC hf., hafi komið til lækkunar á skuld

Lauga ehf. við það félag.

Að mati stefnda ber enn og aftur að vísa málinu frá dómi vegna þess að í

málatilbúnaði stefnanda er í engu farið að þessum fyrirmælum Hæstaréttar. Málið

sé því áfram verulega vanreifað.

Stefndi telur enn fremur að í stefnu sé hvergi að finna nokkra

grundvallarútskýringu á því hvernig stefnukrafan er til komin. Þannig sé ekki frá

því greint í stefnu hvenær skuldin hafi verið umreiknuð í íslenskar krónur að

fjárhæð 309.059.454 krónur, hvernig það hafi verið gert, og hvernig sú fjárhæð er

til fundin eða hvernig sá útreikningur er nánar sundurliðaður. Þá sé heldur ekki að

finna í gögnum málsins kvittun til stefnanda um greiðslu kröfunnar eða reynt að

sýna fram á það með öðrum hætti að hann hafi greitt hana í raun og veru og þá

hvenær, heldur er einungis fullyrt að stefnandi hafi gengið frá „uppgjöri“ við

Laugar ehf. í mars 2014. Af þeim sökum skorti mjög á að uppfyllt séu ákvæði e-

liðar 80. gr. laga nr. 91/1991. Þá beri enn fremur að vísa málinu frá dómi vegna

þess að stefnandi gerir enga grein fyrir því í stefnu hvers vegna hann höfðar málið

Page 8: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

7

fyrir héraðsdómi Reykjavíkur en varnarþing stefnda sé fyrir héraðsdómi

Reykjaness vegna búsetu hans í Kópavogi sbr. 1. mgr. 32. gr. laga nr. 91/1991.

Krafa stefnda um sýknu

Stefndi vísar til þess að það sé grundvallarregla að skuldari geti þá fyrst borið

upp endurkröfu gegn meintum samskuldara sínum að hann hafi sjálfur greitt

kröfuhafa meira en honum ber miðað við endanlegt uppgjör milli

samskuldaranna. Ekkert liggi fyrir um það í málinu að stefnandi hafi í raun sjálfur

greitt upp lánssamninginn og hvað þá að hann hafi greitt meira en 1/3 hluta

kröfunnar, sem hann sjálfur telur sig eiga að bera. Vísar stefndi til þess að

stefnandi hafi ekki lagt fram neinar kvittanir um greiðslu sína á kröfunni. Hann

geti því ekki krafið stefnda, sem meintan meðábyrgðarmann sinn, um greiðslu til

uppgjörs þeirra á milli. Þegar af þeirri ástæðu beri að sýkna stefnda af öllum

kröfum stefnanda.

Stefndi vísar til þess að í gögnum málsins sé samningur frá 22. desember

2012 á milli Straums-Burðaráss hf., sem þá heitir ALMC hf. og Lauga ehf., þar

sem Laugar ehf. kaupa kröfuna samkvæmt lánssamningnum á hendur Þrek

Holding ehf. og ábyrgðarmönnum, ásamt annarri kröfu á hendur stefnanda að

fjárhæð 57.000.000 danskar krónur, viðauki 1.

Stefndi bendir á að í grein 3.29 í stefnu sé frá því greint að með þessum

samningi hafi verið ætlunin að jafna allan ágreining „bæði milli stefnanda og

ALMC, Björns Kr. Leifssonar og ALMC, og í kjölfarið ganga frá uppgjöri milli

stefnanda og Lauga ehf. vegna riftunarmála, og Björns Kr. Leifssonar, Lauga og

stefnanda vegna ábyrgðar á lánssamningnum frá 24. nóvember 2006.“ Stefndi

telur þetta hins vegar ekki standast, þegar af þeirri ástæðu að stefnandi ÞS 69 ehf.

var ekki aðili að þessari samningsgerð, enda hafi hans hvergi verið getið sem

aðila í samningnum, auk þess sem bú hans var þá undir gjaldþrotaskiptum.

Stefndi bendir einnig á að ALMC hf. hafi framselt kröfuna samkvæmt

lánssamningnum til Lauga ehf. hinn 24. september 2013. Þá liggi fyrir að Laugar

ehf. höfðuðu síðan mál á hendur stefnda til innheimtu heildarkröfu samkvæmt

lánssamningnum, á grundvelli meintrar sjálfsskuldarábyrgðar hans, með stefnu

útgefinni 20. október 2013. Í þeirri stefnu sé fullyrt í greinum 3.10 og 3.11 að

krafan sé í eigu Lauga ehf. og í því sambandi vísað til framsalsyfirlýsingarinnar

frá 24. september 2013. Í stefnunni sé þó í engu getið um það að stefnandi eða

Page 9: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

8

Björn Leifsson hafi greitt Laugum ehf. einhvern hluta kröfunnar. Laugar ehf. hafi

síðan fellt málið niður 22. janúar 2014. Ekkert hafi þá verið komið fram um að

Laugar ehf. teldu sig ekki lengur vera eiganda kröfunnar enda var bókað að fallið

væri frá málssókn að svo stöddu en höfðun nýs máls boðuð.

Laugar ehf. hafi þó ekki höfðað nýtt mál, heldur höfðaði stefnandi,

systurfélag Lauga ehf., mál á hendur stefnda tveimur mánuðum síðar sem síðan

var vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar í máli nr. 118/2016. Engar

skýringar hafi komið fram við munnlegan málflutning á breyttri aðild.

Samkvæmt málatilbúnaði stefnanda kveðst hann nú í grein 4.1 í stefnu bls. 8

hafa greitt kröfu samkvæmt lánssamningnum ásamt Birni Leifssyni að fjárhæð kr.

309.059.454. Lúti málatilbúnaður hans nú að því að hann eigi því rétt til

endurgjalds úr hendi annarra ábyrgðarmanna lánssamningsins. Ekki komi þó fram

í málatilbúnaðinum með nákvæmum hætti hvenær stefnandi greiddi eigandanum,

Laugum ehf., lánssamninginn, hvað hann greiddi mikið og hvað Björn Leifsson

greiddi mikið. Virðist stefnandi þó byggja núna á því að hann hafi greitt Laugum

ehf. vegna sjálfsskuldarábyrgðar sinnar á lánssamningnum þær fjárhæðir sem

tíundaðar eru í stefnu í kafla 4.2.

Stefndi bendir á að í fyrra málinu gerði stefnandi kröfu um að stefndi myndi

greiða sér dráttarvexti frá 30. ágúst 2013 þegar hann sagðist hafa gengið frá

uppgjöri lánssamningsins. Um það var þó ekkert í málinu, aðeins var upplýst að

skiptum hafi lokið á búi stefnanda á þeim degi. Stefndi vekur einnig athygli á því

að þegar Laugar ehf. keyptu lánasamninginn var hann af hálfu Lauga ehf.

veðsettur ALMC hf. Því var ljóst að stefnandi var þá ekki búinn að greiða

samninginn og hafði því ekki innleyst hann og hafi ekki gert það enn. Þegar af

þeirri ástæðu geti hann ekki krafið stefnda sem meðábyrgðarmann um greiðslu.

Stefndi vísar einnig til þess að ekkert komi fram um þessi meintu

kröfuréttindi stefnanda í ársreikningum hans fyrir árin 2013 og 2014. Einnig komi

fram í grein 5.9. í kaupsamningnum, að Laugum ehf. hafi verið kunnugt um að

endurgreiðslugeta stefnanda væri takmörkuð. Eigið fé stefnanda í árslok 2013 hafi

verið neikvætt um 306 milljónir króna og engin von hafi því verið til þess að

stefnandi gæti greitt lánssamninginn eins og málatilbúnaður hans byggir á. Þá hafi

hækkun eiginfjár stefnanda milli áranna 2013 og 2014 samkvæmt ársreikningum

hans eingöngu skýrst á leiðréttingu vegna ólögmæts gengistryggðs láns hjá

Landsbankanum hf. enda engin regluleg starfsemi hjá stefnanda. Þá hafi Björn

Page 10: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

9

Leifsson fyrirsvaramaður Lauga ehf. og stefnanda ekki getað staðfest það í

framburði sínum fyrir héraðsdómi í fyrra málinu, að stefnandi hafi greitt

lánssamninginn til Lauga ehf.

Stefndi bendir á að stefnandi byggi á þeirri málsástæðu að vegna greiðslu

hans á kröfu samkvæmt lánssamningnum að fjárhæð kr. 206.039.636 eigi hann

kröfu á hendur stefnda um 1/2 þeirrar fjárhæðar. Áður hafi hann hins vegar byggt

á því að vegna greiðslu sinnar á 309.059.454 ætti hann kröfu á hendur stefnda um

1/3 þeirrar fjárhæðar. Hvernig sem á það er litið þá sé ekki um „greiðslu“ á kröfu

að ræða sem veitir stefnanda sem sjálfskuldarábyrgðarmanni heimild til að ganga

að stefnda sem meðskuldara sínum.

Stefnda virðist sem málatilbúnaður stefnanda byggi nú á því að hann hafi

með einhverjum hætti eignast endurgjaldskröfu vegna þess að Laugar ehf. hafi

fært honum þá endurgjaldskröfu við heildaruppgjör þeirra í milli í mars 2014.

Engin gögn hafi þó verið lögð fram um þetta meinta uppgjör. Hvorki sérstakur

uppgjörssamningur né kvittun Lauga ehf. um að stefnandi hafi leyst til sín

kröfuna á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar og þá við hvaða fjárhæð. Ekki sé getið

um slíkt uppgjör í ársreikningi stefnanda vegna rekstrarársins 2014 þrátt fyrir

skyldu til þess samkvæmt ársreikningalögum nr. 3/2006, sbr. t.d. 65. gr., ef slíkt

uppgjör hefði þá farið fram. Stefnandi hafi þannig ekki sýnt fram á að hann hafi

greitt Laugum ehf., kröfuna sem sjálfskuldarábyrgðarmaður.

Af hálfu stefnda er bent á að þessu meinta uppgjöri stefnanda og Lauga ehf.

sé lýst í kafla 4.2. í stefnu þar sem tíundað sé hvernig stefnandi eigi að hafa greitt

Laugum ehf. kr. 206.039.636 vegna sjálfskuldarábyrgðar á lánssamningnum.

Stefndi mótmælir því að þessir sundurliðuðu liðir verði taldir marka greiðslu

stefnanda vegna sjálfskuldarábyrgðarinnar og bendir á að málið sé algerlega

vanreifað um þetta atriði. Ekki sé heldur skýrt af hálfu stefnanda, ef viðurkennt

verður að eitthvað af þessum tilgreindu greiðsluliðum hafi í raun verið greiðsla frá

stefnanda til Lauga ehf., hvort hann hafi þá ekki alveg eins verið að greiða hina

kröfuna sem Laugar ehf. fengu framselda á hendur stefnanda, hinn 22. desember

2012, samkvæmt grein 1.1.1. í kaupsamningnum og viðauka 1, en hún var mun

hærri en krafa samkvæmt sjálfskuldarábyrgð stefnanda á skuld Þreks Holdings

samkvæmt grein 1.1.2.

Stefndi gerir annars eftirfarandi athugasemdir við þá liði sem sundurliðaðir

eru í kafla 4.2 í stefnu:

Page 11: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

10

(i) Stefnandi kveðst hafa greitt inn á skuld Lauga ehf. við ALMC hf. á árinu

2013 kr. 19.290.185. Stefndi bendir á að þetta sé sama fjárhæð og þær greiðslur

sem gengu til ALMC hf., af reikningi stefnanda hjá skiptastjóra, sbr. yfirlýsingu

frá 21. janúar 2013 og skilareikning skiptastjóra, þ.e. 17.000.000 krónur hinn 29.

apríl 2013, 2.000.000 krónur hinn 19. júní 2013 og 290.185 krónur hinn 5.

september 2013. Greiðslurnar virðast hafa verið inntar af hendi í þágu Lauga ehf.

vegna skuldar Lauga ehf. við ALMC ehf. samkvæmt skuldabréfinu sem Laugar

ehf. gáfu út til ALMC ehf. að fjárhæð kr. 350.000.000, til greiðslu kaupverðs

þeirra krafna sem kaupsamningur þeirra frá 22. desember 2012 tók til. Hins vegar

hefur í málatilbúnaði stefnanda ekki verið greint á milli þess hvort þessar

greiðslur, í viðskiptum stefnanda og Lauga ehf., teljist hafa verið greiddar vegna

hvorrar kröfu Lauga ehf. á hendur stefnanda, sem hann eignaðist frá ALMC hf.

(ii) Stefndi mótmælir fullyrðingu stefnanda um að hann hafi greitt

„[a]fborgun skuldabréfs 5. október 2013“ að fjárhæð kr. 10.941.448. Stefndi telur

að þarna sé væntanlega verið að vísa til greiðslu Lauga ehf. á afborgun af

skuldabréfi því sem Laugar ehf. gáfu út til ALMC ehf. að fjárhæð kr. 350.000.000

til greiðslu kaupverðs krafnanna sem kaupsamningur þeirra frá 22. desember

2012 greinir frá. Ef Laugar ehf. greiddi raunverulega þessa afborgun telur stefndi

að ganga verði út frá því að þeir fjármunir hafi komið frá Laugum ehf. sjálfum en

ekki frá stefnanda enda hafði hann ekkert bolmagn á þeim tíma til inna slíka

greiðslu af hendi fyrir Laugar ehf.

(iii) Stefndi mótmælir fullyrðingu stefnanda um að hann hafi greitt

„[a]fborgun skuldabréfs 5. október 2014“ að fjárhæð kr.11.265.757. Þarna sé

væntanlega verið að vísa til greiðslu Lauga ehf. á afborgun af skuldabréfi því sem

það félag gaf út til ALMC ehf. að fjárhæð kr. 350.000.000 til greiðslu kaupverðs

þeirra krafna sem kaupsamningur þeirra í millum frá 22. desember 2012 greinir

frá. Ef Laugar ehf. greiddu raunverulega þessa afborgun þá verði einnig að ganga

út frá því að þeir fjármunir hafi komið frá Laugum ehf. sjálfum en ekki frá

stefnanda sem á þessum tíma hafði ekkert bolmagn til inna slíka greiðslu af hendi

fyrir Laugar ehf.

(iv) Að því er varðar fullyrðingu stefnanda um að hann hafi greitt „[s]kuld

Lauga ehf. á viðskiptareikningi“ að fjárhæð kr. 14.868.796 telur stefndi að þarna

sé væntanlega um það að ræða að stefnandi telji sig hafa átt kröfu á hendur

Page 12: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

11

Laugum ehf. að þessari fjárhæð sem hann hafi þá látið ganga upp í kröfu Lauga

ehf. á hendur sér vegna sjálfskuldarábyrgðarinnar með skuldajöfnuði. Stefndi

mótmælir því hins vegar að stefnandi hafi átt þessa viðskiptakröfu á hendur

Laugum ehf. Engin gögn séu lögð fram um tilvist hennar, eins og t.d. á hverju hún

byggir, stofnun hennar eða aðrar haldbærar upplýsingar. Þá hafi kröfunnar ekki

verið getið í bókum stefnanda við gjaldþrotið. Þá sé næsta víst, að ef hún hefur

einhvern tíma verið til staðar, þá hafi hún verið fyrnd við meint uppgjör í mars

2014 og því ótæk til skuldajöfnunar með lögfylgjum fyrir stefnda sem þriðja

mann. Hér verði einnig að hafna þessum málatilbúnaði vegna þess að samkvæmt

skýrslu stjórnar stefnanda með ársreikningi fyrir rekstrarárið 2014, voru allar

viðskiptakröfur stefnanda frá árinu 2009 og fyrr afskrifaðar vegna þess að stjórnin

taldi þær fyrndar. Björn Leifsson forráðamaður stefnanda, hafi heldur ekki getið

um tilvist þessarar kröfu við skýrslutöku hjá skiptastjóra, að öðru leyti en því að

hann gat þess að heildar viðskiptaskuld Lauga ehf. við stefnanda við gjaldþrotið

hafi verið að fjárhæð u.þ.b. kr. 75.000.000 og að til væri „formleg

skuldaviðurkenning“, sem síðar kom fram að var skuldabréf.

(v) Stefnandi telur sig hafa greitt Laugum ehf. vegna sjálfskuldarábyrgðar

sinnar kr. 62.220.213 vegna þess kostnaðar sem til féll við skiptameðferð á búi

stefnanda. Stefndi mótmælir því að fjárhæðin verði talin sem greiðsla stefnanda til

skuldareiganda lánssamningsins með þeim lögfylgjum að stefnandi geti öðlast

endurkröfurétt á hendur stefnda vegna hennar. Fjárhæðin sé enn fremur algerlega

vanreifuð í málatilbúnaði stefnanda og í engu samræmi við reikninga skiptastjóra

sem tilgreindir eru í hreyfingarlista skiptastjóra, og eru að fjárhæð kr. 12.689.985.

Stefndi telur að hvernig sem á þetta atriði er litið sé ljóst að miðað við þennan

málatilbúnað stefnanda þá sé um að ræða greiðslu á kostnaði en ekki greiðslu

vegna ábyrgðar að ræða og þó lagt yrði til grundvallar að Laugar ehf. hafi með

einhverjum hætti greitt þennan kostnað þá hafi það ekki verið fyrir milligöngu

stefnanda með hans fjármunum enda jafnframt ljóst að hann hafði ekkert bolmagn

á þeim tíma, sem skipti stóðu yfir, til inna slíka greiðslu af hendi fyrir Laugar ehf.

Algerlega er mótmælt að unnt sé að telja debetfærslur á framangreindum

hreyfingarlista skiptastjóra vera greiðslur frá Laugum ehf. til stefnanda. Þá er

mótmælt, að jafnvel þó svo einhverjar þeirra greiðslna hafi komið frá Laugum

ehf., að stefnanda hafi borið í síðara uppgjöri þeirra í millum, að endurgreiða

Laugum ehf. þær fjárhæðir og hvað þá að við slíkt uppgjör beri að færa þær sem

Page 13: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

12

greiðslur stefnanda vegna sjálfskuldarábyrgðar á lánssamningnum. Sumar

greiðslnanna virðast t.d. hafa verið inntar af hendi vegna dómsáttar eða dómsátta

um alls óskyld mál.

(vi) Stefnandi telur sig hafa greitt Laugum ehf. vegna sjálfskuldarábyrgðar

sinnar kr. 42.559.873 „[m]eð skuldajöfnuði og lúkningu allra krafna, m.a. vegna

þriggja riftunarmála þrotabús stefnanda á hendur Laugum ehf.“ Stefndi mótmælir

því að þessi fjárhæð verði talin sem greiðsla stefnanda til skuldareiganda

lánssamningsins með þeim lögfylgjum að stefnandi geti öðlast endurkröfurétt á

hendur stefnda vegna hennar. Fjárhæðin sé enn fremur algerlega vanreifuð í

málatilbúnaði stefnanda og engin grein er gerð fyrir því hvernig og hvers vegna

slík greiðsla á að hafa verið innt af hendi og öldungis ljóst að stefnanda hefur

aldrei haft bolmagn til að inna slíkar greiðslu af hendi fyrir Laugar ehf. þannig að

þeim verði síðar skuldajafnað við kröfu Lauga ehf. á hendur stefnanda vegna

sjálfskuldarábyrgðar hans á lánssamningnum.

Stefndi telur að þegar öllu er á botninn hvolft sé einungis hægt að rekja það

tvívegis í málatilbúnaði stefnanda hvernig hið meinta „uppgjör“ hans við Laugar

ehf. eigi að hafa verið og hvaða fjármunir eiga að hafa runnið frá honum til Lauga

ehf., án þess að greint verði á milli hvort þar hafi verið um að ræða greiðslu vegna

sjálfskuldarábyrgðar á lánssamningnum sem mál þetta snýst um eða greiðsla

vegna hinnar kröfunnar sem Laugar ehf. keyptu af ALMC hf. á sama tíma.

Í fyrsta lagi geti þar verið um að ræða skuldajöfnun með kröfu Lauga ehf. á

hendur stefnanda vegna sjálfskuldarábyrgðar hans á lánssamningnum, og kröfu

stefnanda á hendur Laugum ehf. samkvæmt skuldabréfi, útgefnu 17. febrúar 2009,

en krafa samkvæmt því skuldabréfi var eina krafan sem stefnandi átti hendur

Laugum ehf. við töku bús stefnanda til gjaldþrotaskipta.

Í öðru lagi geti verið um að ræða skuldajöfnun með kröfu Lauga ehf. á

hendur stefnanda vegna sjálfskuldarábyrgðar hans á lánssamningnum, og greiðslu

úr búi stefnanda til ALMC ehf. í þágu Lauga ehf. við skiptalok að fjárhæð kr.

19.290.185, sbr. kafla 3.34 í stefnu og lið (i) hér að framan.

Stefndi vekur athygli á því að krafa stefnanda á hendur Laugum ehf.

samkvæmt skuldabréfinu frá 17. febrúar 2009 var upphaflega að fjárhæð

94.726.372 krónur. Greiðslur úr þrotabúinu til ALMC ehf. til lækkunar á skuld

Lauga ehf. námu kr. 19.290.185. Að geymdri þeirri málsástæðu stefnda, að ekki

sé gerður greinarmunur í málatilbúnaði stefnanda á því hvaða kröfu Lauga ehf. á

Page 14: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

13

hendur honum hann var að greiða við hið svokallaða uppgjör í mars 2014, þá geti

því einungis komið til greina að játa að stefnandi hafi að hámarki greitt vegna

sjálfskuldarábyrgðar sinnar kr. 114.016.557 og hafna þeim málatilbúnaði

stefnanda að hann hafi greitt Laugum ehf. kr. 206.039.636 vegna hennar.

Verði fallist á með stefnanda að framangreindar kr. 114.016.557 hafi í raun

runnið til greiðslu skuldar hans vegna sjálfskuldarábyrgðarinnar en ekki vegna

skuldar samkvæmt kafla 1.1.1., sbr. kröfu 1.1. samkvæmt viðauka, kaupsamnings

Lauga ehf. við ALMC hf. frá 22. desember 2013, þá verði að skera úr um það

hversu hátt hlutfall af frumskuldinni stefnandi hafi þá greitt Laugum ehf. við

uppgjörið í mars 2014 til að staðreyna hvort hann hafi með greiðslu sinni greitt

meira en honum bar og geti þá eftir atvikum krafið stefnda um það sem hann

hefur greitt umfram.

Stefndi bendir á að verðmæti lánssamningsins sem Laugar ehf. keyptu af

ALMC ehf. hinn 22. desember 2013, sbr. kafla 1.1.2. í kaupsamningnum, sbr.

kröfu 1.2. samkvæmt viðauka, var ekki út reiknað með kaupanda og seljanda á

kaupsamningsdegi en fyrir liggur kröfulýsing ALMC ehf. vegna kröfunnar í bú

stefnanda, dags. 25. maí 2010, að fjárhæð kr. 309.059.454. Hefur stefnandi miðað

við þá fjárhæð í málatilbúnaði sínum. Samkvæmt kröfulýsingunni skiptist

fjárhæðin í höfuðstól að fjárhæð kr. 295.506.630 og dráttarvexti til úrskurðardags

hinn 12. janúar 2010 að fjárhæð kr. 13.552.825.

Við hið meinta uppgjör milli stefnanda og Lauga ehf. í mars 2014 höfðu

fallið á kröfuna dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. nr. 38/2001, í samræmi við

ákvæði 3.6. í lánssamningnum, til viðbótar við þegar áfallna dráttarvexti frá 12.

janúar 2010 til 1. mars 2014 að fjárhæð kr. 201.317.712, sbr. sérstakan útreikning

sem fyrir liggur í málinu. Heildarskuld samkvæmt lánssamningnum var því

samkvæmt efni hans að fjárhæð kr. 510.377.166 við uppgjörið.

Samkvæmt málatilbúnaði stefnanda ber honum sjálfum að greiða 1/3 hluta

skuldarinnar vegna sjálfsábyrgðar sinnar. Honum bar því við hið meinta uppgjör

að greiða kr. 170.125.722 en hann greiddi samkvæmt framansögðu einungis kr.

114.016.557. Þetta þýðir að stefnandi getur ekki átt kröfu á hendur stefnda vegna

þess að hann hefur einungis greitt kröfuhafanum, Laugum ehf., innan við þriðja

hluta kröfunnar. Forsenda þess að einn ábyrgðarmaður geti krafið

meðábyrgðarmenn sína um greiðslu er að hann hafi greitt umfram sinn hluta. Er í

Page 15: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

14

þessu sambandi vísað til almennra reglna kröfuréttar og kenninga fræðimanna um

uppgjör milli samskuldar.

Aðrar málsástæður til stuðnings sýknu

Stefndi telur stefnanda ekki hafa lagt fram sönnunargögn í frumriti um

framsal lánssamningsins, fyrst frá Arion banka hf. til Straums Burðaráss

fjárfestingarbanka hf. og/eða ALMC hf. og síðan til Lauga ehf. Þá sé yfirlýsingin

ekki undirrituð af til þess bærum aðila fyrir hönd ALMC hf. Því beri að virða

hana öldungis að vettugi þegar af þeirri ástæðu en ekki verði séð að sá

einstaklingur sem undirritar samninginn, og gerir það með ólæsilegri hendi, hafi

haft nokkurt umboð til þess að skuldbinda ALMC hf. með slíkum hætti enda

hvorki framkvæmdastjóri félagsins í stjórn þess eða prókúruhafi þó áritunin ber

reyndar með sér að hún sé gerð eftir umboði. Það umboð sé þó ekki að finna í

gögnum málsins. Byggt er á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi

raunverulega greitt skuld samkvæmt lánssamningnum til réttmæts eiganda

kröfuréttindanna.

Byggt er á því að Laugum ehf. hafi verið óheimilt að eignast kröfur

samkvæmt lánssamningnum fyrir framsal frá ALMC hf. þar sem því

fjármálafyrirtæki var óheimilt að framselja meint réttindi sín til annarra en

annarra fjármálafyrirtækja án samráðs eða samþykkis lántakans Þreks Holding

ehf. samkvæmt greinum 15.1. og 15.2 í lánssamningnum. Leiði þessi fortakslausu

ákvæði til þess að stefnandi getur ekki haft uppi kröfur þær á hendur stefnda sem

mál þetta snýst um og ber því að sýkna stefnda af þessari ástæðu þar sem meint

greiðsla stefnanda á skuld samkvæmt lánssamningnum til Lauga ehf., sem meints

skuldareiganda, ef hún hefur þá átt sér stað, getur ekki skapað kröfuréttindi fyrir

stefnanda á hendur stefnda, þar sem Laugum ehf. var óheimilt að eignast

kröfuréttindin á hendur aðalskuldaranum og þar með einnig á hendur meintum

sjálfskuldarábyrgðarmönnum. Telji stefnandi sig síðan hafa orðið fyrir tjóni af

þeim sökum ber honum að snúa sér til Lauga ehf. eða ALMC ehf. og krefjast

skaðabóta vegna þessa óheimila framsals.

Þá er á því byggt að stefnandi hafi ekki getað eignast kröfu á hendur stefnda á

grundvelli lánssamningsins vegna þess að meint sjálfskuldarábyrgð stefnda hafi

fallið niður við framsal Arion banka hf. á lánssamningnum til Straums-Burðaráss

fjárfestingarbanka hf. þar sem sjálfskuldarábyrgð stefnda var eingöngu bundin við

Page 16: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

15

ábyrgð gagnvart Kaupþing banka hf. samkvæmt grein 5.1. lánssamningsins og

bankanum því óheimilt að framselja réttindi sín til sjálfskuldarábyrgðarinnar. Það

varðaði stefnda miklu að geta treyst því að vera í slíku réttarsambandi við

tiltekinn aðila en þurfa ekki að hlíta því að þau réttindi yrðu framseld annað þó að

til fjármálafyrirtækis væri, en ráða má af heimild greina 15.1. og 15.2. í

lánssamningnum um framsalsheimildir að kröfuhafa væri einungis heimilt að

framselja réttindi sín á hendur lántakanum til annarra fjármálafyrirtækja enda er

þar berum orðum sagt að það megi gera „án samráðs eða samþykkis lántaka“ og

að „lántaki“ veiti „lánveitanda heimild til“ enda er þar hvergi getið um að

sjálfskuldarábyrgðarmenn veiti kröfuhafa slíka heimild.

Þá er jafnframt á því byggt að sérstakt samkomulag hafi verið gert með Arion

banka hf. og Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka hf. í tengslum við framsal

kröfuréttinda samkvæmt lánssamningnum um haustið 2009 að stefndi stæði ekki

lengur í sjálfskuldarábyrgð á skuld Þreks Holding ehf. og í því sambandi ljóst að

stefnandi getur ekki öðlast betri rétt á hendur stefnda við framsal lánssamningsins

frá ALMC hf. til Lauga ehf. en þessi viðsemjandi hans eða fyrri kröfuhafar

lánssamningsins áttu á hendur stefnda á grundvelli almennra reglna kröfuréttar

um um framsal þeirra.

Verði ekki fallist á sýknun stefnda vegna framangreindra málsástæðna er

byggt á því að ógilda beri sjálfskuldarábyrgð stefnda á lánssamninginn með vísun

til 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936., sbr. 6.

gr. laga nr. 11/1986 og sýkna þar með stefnda. Sérstaklega er vísað til ákvæðis til

bráðabirgða í lögum um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 og byggt á því að ástæða þess

að aðalskuldari lánssamningsins, Þrek holding ehf. hafi lent í greiðsluþroti hafi

verið vegna atvika er leiddu til setningar laga um heimild til fjárveitingar úr

ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr. 125/2008. Enn

fremur er vísað til þess að dómur verði að líta til þeirra atvika sem komu til eftir

gerð lánssamningsins sem eingöngu tengjast uppgjöri félaga í eigu Björns

Leifssonar og lýst er í stefnu og hann sjálfur og félög honum tengd, þ.á.m.

stefnandi, bera ábyrgð á gagnvart stefnda. En ljóst er að ástæða þess að Straumur-

Burðarás hf. keypti lánssamninginn af Arion banka hf., sbr. kafla 3.5 í stefnu, var

að forráðamenn stefnanda höfðu rýrt eignir félagsins með sölu á rekstri

líkamsræktarstöðva í eigu þess, við undirverði, til Lauga ehf. í óþökk bankans.

Bankinn keypti lánssamninginn til þess að eignast aðfararhæfa kröfu á hendur

Page 17: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

16

stefnanda í því skyni að geta þvingað hann í gjaldþrot og krafist síðan riftunar á

sölunni svo sem heppnaðist, sbr. lýsingu í kafla 3.11 í stefnu. Á því er byggt að ef

forráðamenn stefnanda hefðu ekki selt þennan rekstur hefði lánssamningurinn

áfram verið í eigu Arion banka hf. og ekki hefði reynt á ábyrgðir

sjálfskuldarábyrgðarmanna, a.m.k. ekki með þeim hætti að stefnda yrði gert að

greiða hluta skuldarinnar.

Krafa stefnanda er fyrnd.

Verði talið að stefnandi hafi sýnt fram á að hann hafi greitt eiganda

lánssamningsins kröfu hans að hluta eða einhverju leyti í skjóli

sjálfsskuldarábyrgðar sinnar og að framangreindar málsástæður stefnda leiði ekki

til sýknu er á því byggt að krafa stefnanda á hendur stefnda sé fyrnd. Lög um

fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007 tóku gildi 1. janúar 2008. Samkvæmt 28. gr.

gilda þau einvörðungu um þær kröfur sem stofnast eftir gildistöku þeirra.

Lánssamningur sá sem stefnandi telur sig hafa greitt á grundvelli meintrar

sjálfskuldarábyrgðar sinnar hinn 30. ágúst 2013 og krefur stefnda nú um greiðslu

vegna er útgefinn 24. nóvember 2006. Frumkrafan stofnaðist því fyrir gildistöku

nýju fyrningarlaganna og fer því um fyrningu kröfunnar eftir eldri lögum nr.

14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda.

Krafa samkvæmt lánssamningnum á hendur stefnda er vegna

ábyrgðarskuldbindingar og fyrnist hún á 4 árum skv. 4. tölulið 3. gr. laga nr.

14/1905. Fyrningarfrestur telst frá þeim degi, er krafa varð gjaldkræf skv. 5. gr.

laga nr. 14/1905. Krafan varð gjaldkræf hinn 26. nóvember 2007, skv. grein 2.4.,

en gjalddaga var þrívegis frestað skv. samkomulagi aðila, fyrst til 27. nóvember

2008, þá til 5. janúar 2009 og loks til 20. júlí 2009. Frumkrafan á hendur stefnda

fyrndist því 4 árum síðar eða hinn 20. júlí 2013 enda hafði eigandi kröfunnar ekki

rofið fyrningartímann með málssókn á hendur stefnda skv. 1. mgr. 1. gr. laga nr.

14/1905. Laugar ehf., sem er systurfélag stefnanda, sem taldi sig hafa eignast allar

kröfur á hendur Þrek Holding ehf., samkvæmt lánssamningnum, höfðaði mál fyrir

Héraðsdómi Reykjavíkur nr. E-4363/2013, á hendur stefnda til innheimtu

kröfunnar með stefnu, útgefinni 20. október 2013, sem birt var fyrir stefnda hinn

24. október 2013. Krafan var þá fyrnd þar sem hvorki Laugar ehf. né fyrri

kröfueigandi höfðu, fyrir 20. júlí 2013, hafist handa við fjárheimtu á hendur

stefnda með þeim hætti að ryfi fyrningarfrest. Engu breytti fyrir Laugar ehf. þó

Page 18: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

17

félagið hafi fengið lánssamninginn framseldan frá ALMC hf. hinn 21. desember

2012 eða 21. janúar 2013, því Laugar ehf. voru þá ekki að greiða kröfuhafanum

skuld eins og áskilið er í 4. tölulið 3. gr. laga nr. 14/1905 til þess að nýr

fyrningarfrestur vegna endurgjaldskröfu ábyrgðarmanns eða samskuldara á

hendur aðalskuldara, meðábyrgðarmanni eða samskuldara gæti hafist. Laugar ehf.

eignuðust hina meintu kröfu á hendur stefnda á grundvelli lánssamningsins en

ekki með því að innleysa kröfuna, sem sjálfskuldarábyrgðarmaður, enda ekki í

ábyrgð fyrir greiðslu hennar. Urðu Laugar ehf. af þeim sökum að hlíta því að hin

meinta krafa hafi fyrnst á hendur stefnda hinn 20. júlí 2013 með sama hætti og

framseljandinn, ALMC ehf., enda ljóst að framsalshafi kröfu öðlast ekki betri rétt

en framseljandinn átti.

Þegar stefnandi telur sig hafa innleyst kröfuna í mars 2014 var hún

samkvæmt þessu þegar fallin niður í höndum Lauga ehf. á hendur stefnda fyrir

fyrningu. Stefnandi vísar hins vegar til þess að fyrningu hafi verið slitið gagnvart

honum með kröfulýsingu ALMC hf. í þrotabú hans hinn 25. maí 2010 og krafan

hafi þá ekki verið fyrnd gagnvart honum í höndum Lauga ehf. þegar gengið var til

uppgjörs þeirra í millum í mars 2014 og við það uppgjör hafi hann eignast

endurkröfu þá á hendur stefnda sem mál þetta lítur að með nýjum 4 ára

fyrningarfresti. Kröfulýsing í þrotabú jafngildir málssókn samkvæmt 13. gr. laga

nr. 14/1905. Fyrir liggur að kröfulýsing eða málsókn ALMC hf. á hendur

stefnanda var hins vegar felld niður með afturköllun Lauga ehf. á kröfulýsingunni

hinn 21. janúar 2013. Þá hefði verið nauðsynlegt fyrir kröfueigandann, Laugar

ehf., að höfða nýtt mál á hendur stefnanda innan 6 mánaða samkvæmt 11. gr. laga

nr. 14/1905 til þess að rjúfa fyrningu að nýju. Það gerðu Laugar ehf. ekki og var

krafa samkvæmt lánssamningnum á hendur stefnanda því fyrnd þegar meint

uppgjör þeirra í millum átti sér stað í mars 2014. Hafi stefnandi raunverulega

greitt Laugum ehf. vegna sjálfskuldarábyrgðarinnar á þeim tímapunkti þá var

hann að greiða umfram lagaskyldu enda var þá greiðsla innt af hendi eftir að sex

mánaða fresturinn var liðinn. Getur stefnandi af þeirri ástæðu ekki endurkrafið

stefnda um hluta þeirrar greiðslu. Auk þessa er ljóst að stefnandi beindi engri

tilkynningu til stefnda samkvæmt 14. gr. laga nr. 14/1905 um að hann myndi

krefja hann um greiðslu. Stefndi byggir á því að sjálfskuldarábyrgðarmaður geti

ekki krafið meðskuldara sinn um greiðslu vegna innleystrar ábyrgðar ef hann

hefur innleyst ábyrgðina umfram skyldu. Verður að telja að önnur niðurstaða sé

Page 19: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

18

ótæk með vísun til grunnreglna um lok kröfuréttinda fyrir fyrningu eða

samkvæmt eðli máls enda ljóst að það varðar mann sem staðið hefur í

sjálfskuldarábyrgð, sem fallið hefur niður fyrir fyrningu, miklu að þurfa ekki að

sæta því að krafan verði í raun endurvakin á hendur honum vegna innlausnar

meðskuldara löngu síðar.

Varakrafa um lækkun.

Þess er krafist að einungis verði tildæmt að stefnandi eigi kröfu á hendur

stefnda sem svari til fjórðungs af höfuðstól lánssamningsins í íslenskum krónum

eða kaupverðs Lauga ehf. á kröfunni af ALMC ehf. eins og kaupverð hennar er

tilgreint í samningi stefnanda og ALMC ehf. frá 22. desember 2012, hvor

fjárhæðin sem er lægri.

Stefnandi hafi ekki lagt fram útreikninga er sýna fjárhæð kröfu hans í

tengslum við þær skuldbindingar til greiðslu fjármuna sem formlega séð verða

lesnar úr lánssamningnum og framlögðum viðaukum. Það geti ekki stoðað

stefnanda að vísa til þess að Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hf. hafi reiknað

kröfuna yfir í íslenskar krónur á árinu 2009 og krafist greiðslu á þeim grundvelli

enda séu engir útreikningar bankans eða önnur uppgjör frá honum lögð fram. Þess

er því krafist til vara að kröfur stefnda verði lækkaðar af þessum sökum og taki

einungis mið af höfuðstól lánssamningsins eins og hann var í íslenskum krónum á

útborgunardegi lánsins.

Er jafnframt á því byggt að lánssamningurinn hafi í upphafi eða síðar, vegna

viðauka við hann, verið ólöglega tengdur við gengi erlendra gjaldmiðla með þeim

hætti að ógilda beri greiðsluskuldbindingu sjálfskuldarábyrgðarmanna sem þannig

er tengd öðrum gjaldmiðlum en íslenskri krónu, sbr. 14. gr. laga nr. 38/2001.

Ef fallist verður á að leggja eigi til grundvallar málatilbúnað stefnanda um að

heildarskuld samkvæmt lánssamningnum sem þrír sjálfskuldarábyrgðarmenn

verði að skipta með sér hafi numið kr. 309.059.454, þá er á því byggt að leggja

eigi til grundvallar að stefnandi hafi einungis sýnt fram á að hann hafi greitt kr.

kr. 114.016.557 svo sem að framan er rakið. Hann hefði hins vegar átt að greiða

þriðjapart eða kr. 103.019.818 og getur því krafið meðábyrgðarmenn sína um það

sem hann hefur greitt umfram, þ.e. stefnda um kr. 5.498.370 og Björn Leifsson

um sömu fjárhæð en ekkert liggur fyrir í málinu um að Björn hafi greitt nokkuð

vegna sinnar ábyrgðar.

Page 20: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

19

Samkvæmt kaupsamningnum keyptu Laugar ehf. tvær kröfur af ALMC ehf. á

hendur stefnanda. Önnur var að fjáræð 57.000.000 danskar krónur en sú sem mál

þetta snertir var að fjárhæð 10.215.000 danskar krónur. Samtals voru því

kröfurnar að fjárhæð 67.215.000 danskar krónur. Fyrir þær greiddu Laugar ehf.

kr. 350.000.000. Hlutfallslega greiddu Laugar ehf. því kr. 53.200.000 fyrir kröfu

þá sem mál þetta snýst um. Er þá á því byggt að stefnandi megi ekki hagnast af

viðskiptum sínum við Laugar ehf. og ALMC ehf. á kostnað stefnda og að hann

geti ekki öðlast betri rétt á hendur stefnda en svari til þess sem Laugar ehf.

raunverulega greiddu við kaup á kröfunni.

Vísað er til reglna um ólögmæta auðgun, ógildingareglna samningalaga nr.

7/1936, einkum 36. gr. og óskráðra reglna um brostnar forsendur. Þá er byggt á

reglum kröfuréttar um innbyrðis uppgjör samskuldara og er á því byggt fullum

fetum í þessu sambandi að fullkomin idendification sé með stefnanda og Birni

Leifssyni. Samkvæmt þessu ber því stefnda einungis að greiða stefnanda

fjórðapart af kr. 53.200.000 eða kr. 13.300.000.

IV. Niðurstaða

Samkvæmt e-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, ber

að greina í stefnu svo glöggt sem verða má málsástæður sem stefnandi byggir

málsókn sína á, svo og önnur atvik sem þarf að greina til þess að samhengi

málsástæðna verði ljóst. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur verið á því byggt

að þegar krafist er greiðslu á skuld þar sem einn ábyrgðarmanna hefur innt af

hendi greiðslu og þannig gert upp kröfuna eða hluta að henni fyrir sitt leyti þá

verði að gera grein fyrir því hvernig þeirri fjárhæð var ráðstafað inn á kröfuna og

hvaða áhrif það hafði á skuld annarra ábyrgðarmanna á grundvelli þeirrar

sjálfskuldarábyrgðar sem þeir hafa gengist undir, sjá hér til hliðsjónar dóm

Hæstaréttar frá 18. júní 2014 í máli nr. 36/2014.

Það hvort gerð sé viðunandi grein fyrir málatilbúnaði í stefnu og þá ef, svo

ber undir, með framlagningu frekari gagna undir rekstri málsins, veltur þó mjög á

atvikum málsins hverju sinni. Í því sambandi er vart ofsagt að skuldauppgjörið

sem lýst er í málatilbúnaði stefnanda sé öllu flóknari en gengur og gerist í málum

sem lúta að uppgjöri ábyrgðar.

Page 21: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

20

Málatilbúnaður stefnanda byggist á því að hann eigi því endurkröfu á hendur

stefnda þar sem hann hafi gert upp lán frá 24. nóvember 2006 sem stefndi hafi

gengist í ábyrgð fyrir.

Lánið sem um ræðir var veitt til þess að félagið Þrek holding ehf., sem var í

eigu stefnanda og félagsins Sportfitness ehf., sem stefndi var eigandi að, gæti

keypt danska líkamsræktarfyrirtækið Equinox. Fyrir liggur að gengi Þreks holding

ehf. stóð ekki undir nafni félagsins og kom því til þess að gerð var krafa á hendur

ábyrgðaraðilum um greiðslu lánsins. Stefnandi, sem á þeim tíma hét Þrek ehf. og

félagið Sportfitness ehf. höfðu undirgengist sjálfskuldarábyrgð vegna greiðslu

lánsins. Auk þess höfðu Björn Leifsson, fyrirsvarsmaður stefnanda, og stefndi

sem fyrirsvarsmaður Sportfitness ehf. tekist á hendur persónulega ábyrgð á

láninu.

Eins og rakið er í kafla II hér að framan tók félagið ALMC hf. yfir lánið frá

24. nóvember 2006 yfir í kjölfar þess að hafa keypt það af Arion banka hf. sem

tók við láninu af Kaupþingi hf. eftir greiðsluþrot þess félags og setningu laga nr

125/2008. Þá var stefnandi tekinn til gjaldþrotaskipta með dómi Hæstaréttar 26.

febrúar 2010 í máli nr. 40/2010. Gjaldþrotaskiptum í búi stefnanda lauk síðan 30.

ágúst 2013 með vísan til 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991 og staðfestingu

skiptastjóra um skiptalok og að allar kröfur í þrotabúið hefðu verið afturkallaðar.

Í málatilbúnaði stefnanda er byggt á því að lánið frá 24. nóvember 2006 hafi

verið gert upp með þeim hætti að hann og fyrirsvarsmaður hans, Björn Leifsson,

hafi greitt Laugum ehf. kröfuna sem Straumur Burðaráss hf., sem síðar fékk heitið

ALMC hf., hafði lýst á hendur þrotabúi stefnanda og skiptastjóri hafði samþykkt

að fjárhæð kr. 309.059.454 en Laugar ehf. höfðu síðar keypt 22. desember 2012.

Stefnandi ber því síðan við að hann hafi gert upp kröfuna við Laugar ehf., að

teknu tilliti til greiðslu og ábyrgðar Björns Leifssonar. Í stefnu málsins er þessu

uppgjöri lýst þannig af hálfu stefnanda að það hafi átt sér stað með sex greiðslum.

Af málatilbúnaði stefnanda verður ráðið að uppgjörið tengist meðal annars

skuldum Lauga ehf. við stefnanda á grundvelli skuldabréfs sem Laugar ehf. gáfu

út til stefnanda 17. febrúar 2009, vegna kaupa Lauga ehf. á kröfum ALMC hf. á

hendur stefnanda, sem og skuldum Lauga ehf. við ALMC hf. vegna lántöku

Lauga ehf. í desember 2012 til þess að kaupa kröfur ALMC hf. á hendur

stefnanda.

Page 22: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

21

Telja verður að þegar mál er höfðað í tengslum við úrlausn svo flókins

skuldauppgjörs og raun ber vitni í þessu máli varði miklu að uppgjörinu og

einstökum liðum þess sé lýst á skýran og greinargóðan hátt. Ef sakarefnið er ekki

afmarkað og lýsing málavaxta og málsástæðna skýr er það vandkvæðum bundið

fyrir dóminn að taka afstöðu til ágreiningsatriða í málinu, auk þess sem slík staða

gerir stefnda erfiðara fyrir að taka til varna.

Stefnandi hefur byggt á því í málinu að hann eigi rétt til greiðslu 103.019.818

kr., með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. mars

2015, þar sem hann eigi endurkröfu gagnvart stefnda samkvæmt

sjálfsskuldarábyrgðinni sem bæði stefnandi og stefndi gengust undir vegna

lánasamnings 24. nóvember 2006.

Stefnandi hefur til stuðnings þessari kröfu vísað til reglu kröfuréttarins um að

sá skuldari sem efnir kröfu sem ábyrgðarmaður öðlist við það endurkröfu á

hendur þeim sem hefur gengist í ábyrgð með honum. Til marks um það að

stefnandi hafi sannarlega efnt þá kröfuna sem hann og stefndi gerðust

ábyrgðaraðilar að vegna lánasamningsins 24. nóvember 2006 vísar stefnandi til

samnings sem ALMC hf., Laugar ehf. og Björn Leifsson, fyrirsvarsmaður

stefnanda gerðu 22. desember 2012 um að Laugar ehf. keyptu kröfuréttindi

ALMC hf. samkvæmt fyrrgreindum lánasamningi.

Stefndi hefur krafist þess að kröfu stefnanda verði vísað frá. Hefur stefndi þá

vísað til þess að í stefnu hafi skort á að efni samkomulagsins frá 22. desember

2012 væri lýst nánar, svo og hvernig hvernig stefnandi hafi staðið skil á greiðslum

eftir því þannig að endurkrafa hefði stofnaðist á hendur stefnda. Telur stefndi

jafnframt að ágallarnir sem voru á reifun málsins þegar það kom fyrst til

umfjöllunar dómstóla og lýst er í dómi Hæstaréttar frá 8. desember 2016 í máli nr.

118/2016 eigi enn við um málatilbúnað stefnanda. Þá telur stefndi að málið hafi

verið höfðað á röngu varnarþingi.

Með úrskurði dómara sem þá fór með málið, dags. 18. maí 2018, hafnaði

dómurinn kröfu stefnda um frávísun. Að því er varðaði sjónarmið stefnda um að

málið væri höfðað á röngu varnarþingi vísaði dómari til þess að ákvæði 16.1 í

lánssamningi Kaupþings banka hf. og Þrek Holding ehf., dags. 24. nóvember

2006, væri skýrt um að reka bæri mál um ágreining vegna lánssamningsins fyrir

Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar sem stefnandi byggði á því í málinu að hann sem

sjálfskuldarábyrgðarmaður ætti endurkröfu á hendur samskuldara sínum þá þætti

Page 23: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

22

ekki óvarlegt að líta svo á að hann gæti byggt á þessu ákvæði lánssamningsins,

sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 1993, sem birtur væri á bls. 2340 í

dómasafni. Í þeim dómi væri gengið verið út frá því að

sjálfskuldarábyrgðarmaður, sem greiddi skuldabréf, öðlaðist þann rétt á hendur

samskuldurum sínum, sem kröfuhafi hefði átt, en sá réttur réðist þó framvegis af

innbyrðis réttarsambandi skuldaranna.

Þótt dómari þessa máls sé ekki bundinn af úrlausn fyrri dómara málsins hvað

varðar þessa málsástæðu stefnda fyrir frávísunarkröfu hans, sbr. 3. mgr. 100. gr.

laga nr. 91/1991, er tekið undir þær forsendur fyrri dómara málsins sem lýst er í

þingbók um þetta atriði.

Í bókun dómara í sama þinghaldi kemur einnig fram að dómari hafi

munnlegum rökstuðningi fyrir niðurstöðu sinni um að hafna kröfu stefnda um

frávísun málsins að öðru leyti vegna vanreifunar, sbr. 3. mgr. 112. gr., einkum

vísað til þess að með dómi Hæstaréttar frá 8. desember 2016 í máli nr. 118/2016

hefði verið rakið að hvaða leyti málatilbúnaði stefnanda hafi verið áfátt í fyrri

málshöfðun hans. Taldi dómurinn enn fremur að stefnandi hefði að nokkru leyti

bætt úr þeim annmörkum með nýrri stefnu sem fyrir lægi í málinu en

málatilbúnaðurinn væri þó ekki fyllilega skýr um öll málsatvik. Þar sem

gagnaöflun hefði ekki verið lýst lokið taldi dómari aftur á móti ekki loku fyrir það

skotið að undir rekstri málsins gæti stefnanda tekist að draga fram heildstæðari

mynd af tilurð meintrar kröfu sinnar, einkum því uppgjöri sem hann ræki kröfu

sína til. Þá kæmi til greina að stefnandi leiddi vitni í sama skyni við aðalmeðferð

málsins.

Við aðalmeðferð málsins 17. maí 2019 voru ekki leidd nein vitni af hálfu

stefnanda. Stefnandi lagði hins vegar í kjölfar úrskurðar dómara um að hafna

frávísunarkröfu stefnanda fram alls þrjú gögn til viðbótar í málinu við fyrirtöku

25. október 2018. Þessi gögn voru yfirlýsing eigenda Lauga ehf. og eigenda

stefnanda, dags. 22. október 2018, matsgerð vegna héraðsdómsmálsins E-

7455/2010 og ljósrit af skuldabréfi sem Laugar ehf. gáfu út til stefnanda 17.

febrúar 2009, og þegar lá fyrir í málinu.

Í yfirlýsingunni frá 22. október 2018, sem Björn Leifsson og Hafdís

Jónsdóttir undirrita sameiginlega fyrir hönd Lauga ehf., en Björn einn fyrir hönd

stefnanda, er fjallað frekar ,,um tilurð og fjárhæð krafna“ stefnanda í málinu. Eru

þar rakin tildrög og atvik þessa máls að ýmsu leyti. Þá er þar enn fremur lýst

Page 24: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

23

nánar þeim atvikum sem leiddu til skuldauppgjörs Lauga ehf. og ÞS69 ehf. Er þar

meðal annars rakið að 17. febrúar 2009 hafi Laugar ehf. greitt stefnanda

viðskiptaskuld að fjárhæð kr. 94.726.372 með verðtryggðu skuldabréfi án vaxta

til 10 ára. Fyrsta afborgun hafi verið 5. október 2009. Þá segir að 4. september

2009 hafi stefnandi selt allar rekstrareignir til Lauga ehf. gegn yfirtöku skulda og

greiðslu reiðufjár.

Í yfirlýsingunni er síðan rakið að 5. október 2009 hafi Laugar ehf. greitt

stefnanda fyrstu afborgun af skuldabréfinu frá 17. febrúar 2009. Fyrsta afborgun

skuldabréfsins hafi numið kr. 10.021.525 en eftirstöðvar skuldabréfsins kr.

90.193.720. Þá kemur fram að 26. febrúar 2010 hafi Laugar ehf. greitt kr.

6.000.000 inn á skuldabréfið. Eftir þá greiðslu hafi skuldabréfið staðið í kr.

87.614.154. Einnig er rakið er rakið að 5. október 2010 hafi Laugar ehf. greitt

skiptastjóra stefnanda þriðju afborgun af sama skuldabréfi að fjárhæð kr.

9.799.657 en skiptastjóri hafi bókað hjá sér kr. 9.761.709. Fjórða afborgun af

skuldabréfinu frá 17. febrúar 2009 hafi svo verið greidd 5. október 2011 að

fjárhæð kr. 10.294.235 en skiptastjóri hafi bókað hjá sér kr. 10.275.860.

Eftirstöðvar skuldabréfsins hafi þá verið kr. 71.432.904. Laugar ehf. hafi síðan

greitt fimmtu afborgunina að skuldabréfinu 5. október 2012 að fjárhæð kr.

11.456.733 og hafi eftirstöðvar skuldabréfsins þá numið kr. 62.919.939. Laugar

ehf. hafi síðan 8. október 2013 greitt afborgun að fjárhæð kr. 10.941.448 og 6.

október 2014 að fjárhæð kr. 11.265.757 en þá hafi skuld Lauga ehf. samkvæmt

skuldabréfinu staðið í 45.063.028.

Í yfirlýsingunni er síðan rakið að samkomulagið frá 22. desember 2012 hafi

leitt til þess að Laugar ehf. eignaðist báðar kröfur ALMC hf. á hendur þrotabúi

stefnanda gegn greiðslu á kr. 350.000.000. Laugar ehf. hafi talið kröfuna

samkvæmt lánasamningnum frá 24. nóvember 2006. Segir síðan í yfirlýsingunni

að 21. janúar 2013 hafi Laugar ehf. greitt ALMC hf. umsamið kaupverð.

Í kjölfarið hafi verið boðað til skiptafundar í þrotabúi stefnanda þar sem

gengið var frá niðurfellingu Hæstaréttarmálsins nr. 441/2012 og samþykkt að allt

vörslufé í eigu stefnanda hjá skiptastjóra yrði greitt til ALMC hf. til að lækka

skuld Lauga ehf. vegna kröfukaupanna. Fyrsta greiðslan hafi borist til ALMC frá

skiptastjóra þrotabús stefnanda 29. apríl 2013 að fjárhæð kr. 17.000.000 og hafi

sú innborgun gengið til lækkunar á skuld Lauga ehf. ALMC hf. vegna

kröfukaupanna. 19. júní 2013 hafi síðan borist önnur greiðsla að fjárhæð kr.

Page 25: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

24

2.000.000 frá skiptastjóra þrotabús stefnanda og síðan þriðja greiðslan 5.

september 2013 að fjárhæð kr. 290.185 en allar hafi greiðslurnar gengið til

lækkunar á skuld Lauga ehf. ALMC hf. vegna kröfukaupanna.

Í yfirlýsingunni segir síðan að Laugar ehf. og stefnandi hafi í mars 2014

gengið frá skuldauppgjöri sínu vegna ábyrgðar stefnanda á lánasamningnum frá

26. nóvember 2006. Er því uppgjöri lýst að mestu með sama hætti og sundurliðun

kröfugerðar stefnanda í stefnu. Í yfirlýsingunni er þó tilgreind sérstaklega sú

breyting að tekin sé úr lið (vi) í stefnu skuld að fjárhæð kr. 13.283.369 sem byggi

á matsgerð og sé ekki háð neinu mati aðila. Í yfirlýsingunni segir að eini hluti

uppgjörsins sem segja megi að sé matskenndur sé liður (vii) að fjárhæð kr.

29.330.531. Hann sé þó ,,ekki matskenndari en svo, að skiptastjóri Þrotabús ÞS69

ehf., taldi að auðgun Lauga ehf. vegna vaxtaleysis skuldabréfsins 17. febrúar

2009, hefði verið á bilinu kr. 24.675.430 til kr. 29.100.794.

Stefndi brást við framlagningu yfirlýsingarinnar með því að leggja fram

bókun við fyrirtöku málsins 10. desember 2018. Í bókuninni kemur fram að

samkvæmt lið (xxi) hafi Laugar ehf. eignast ,,báðar kröfur ALMC hf. á hendur

þrotabúi stefnanda“ 22. desember 2012. Ekki sé um það deilt að önnur þessara

krafna væri krafa samkvæmt skuldabréfi sem stefnandi krefur stefnda um greiðslu

vegna í málinu. Enn fremur segir í bókuninni að á þessum tíma hafi Laugar ehf.

einungis staðið í skuld við stefnanda samkvæmt skuldabréfi sem gefið var út 17.

febrúar 2009 og hafi skuld Lauga ehf. við stefnanda þá numið kr. 62.919.939

samkvæmt lið (xx). Þá segir í bókuninni:

,,Með vísun til þeirra málsástæðna sem reifaðar eru í greinargerð

stefnda á bls. 7 getur verið um það að tefla að stefnandi hafi á þessum tíma

greitt vegna sjálfsskuldarábyrgðar sinnar framangreinda fjárhæð og síðan

með vörslufé frá skiptastjóra kr. 19.290.185 á tímabilinu 14. apríl 2013 til 2.

september 2013, sbr. liði (xxiii), (xxiv) og (xxvi).

Heildargreiðsla stefnanda til Lauga ehf. á þessum tíma með

skuldajöfnuði vegna sjálfsskuldarábyrgðar sinnar getur því að hámarki talist

hafa verið kr. 82.210.124 en ekki kr. 114.016.557 eins og getgátur eru uppi

um í greinargerðinni.

Að öðru leyti er vísað til greinargerðar stefnda um allar málsástæður og

þær ítrekaðar.“

Í málatilbúnaði sínum um uppgjör kröfunnar sem stefnandi krefur nú stefnda

um greiðslu á sem meðábyrgðarmann sinn að kröfunni hefur hann byggt á því að

hann hafi gert upp alls kr. 206.039.636 vegna ábyrgðar sinnar. Um það uppgjör

Page 26: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

25

hafur hann vísað til sex greiðslna sem hann hefur tilfært í stefnu og koma einnig

fram í yfirlýsingu stefnanda og Lauga ehf., dags. 22. október 2018.

Stefnandi vísar í fyrsta lagi til þess að með vörslufé stefnanda hjá skiptastjóra

á tímabilinu 24. apríl 2013 til 2. september 2013 hafi verið greiddar kr.

19.290.185 inn á skuld Lauga ehf. við ALMC hf. árið 2013, sbr. yfirlýsingu

stefnanda og Lauga ehf., dags. 22. október 2018.

Hvað þennan lið kröfunnar varðar þá bera gögn málsins með sér að fjárhæð

þessa liðar svari til fjárhæða sem inntar voru af hendi með þremur greiðslum

stefnanda til ALMC hf., af reikningi stefnanda hjá skiptastjóra, sbr. yfirlýsingu frá

21. janúar 2013 og skilareikning skiptastjóra, þ.e. 17.000.000 krónur hinn 29.

apríl 2013, 2.000.000 krónur hinn 19. júní 2013 og 290.185 krónur hinn 5.

september 2013.

Af málatilbúnaði stefnanda og gögnum málsins verður hins vegar ekki ráðið

hvaða kröfum þessum greiðslum var ætlað að standa skil á. Hafi greiðslurnar

verið inntar af hendi í þágu Lauga ehf. vegna skuldar Lauga ehf. við ALMC hf.

samkvæmt láninu að fjárhæð kr. 350.000.000 sem ALMC ehf. veitti Laugum ehf.

til að félagið gæti keypt kröfurnar sem kaupsamningur Lauga og ALMC frá 22.

desember 2012 tók til, verður að telja að sérstök nauðsyn hafi borið til þess að

gera grein fyrir því hvernig greiðslunum var ráðstafað.

Í þessu sambandi verður að hafa í huga að Laugar ehf. voru með samningnum

frá 22. desember 2012 ekki aðeins að kaupa kröfur ALMC hf. á hendur stefnanda

vegna ábyrgðar hans á lánasamningnum frá 24. nóvember 2006, heldur einnig

aðrar kröfur og kröfuréttindi sem ALMC hf. átti á hendur stefnanda og á hendur

Þreki Holding ehf. og Birni Leifssyni og tilgreindar voru í viðauka 1 við

samninginn. Þar á meðal voru kröfur á hendur stefnanda samkvæmt lánasamningi

13. júní 2008 að fjárhæð 57.000.000. Af málatilbúnaði stefnanda og gögnum

málsins verður hins vegar ekki ráðið hvaða kröfur voru greiddar með

millifærslum af reikningi stefnanda hjá skiptastjóra. Verður því að telja að þessi

kröfuliður sé vanreifaður.

Stefnandi hefur í öðru lagi vísað til þess að Laugar ehf. hafi 8. október 2013

greitt ALMC hf. afborgun af skuld sinni við ÞS69 ehf. samkvæmt skuldabréfi frá

17. febrúar 2009 að fjárhæð kr. 10.941.448. Enn fremur kveður stefnandi að

Laugar ehf. hafi greitt aðra afborgun til ALMC hf. af sama skuldabréfi 5. október

2014 að fjárhæð kr. 11.265.757. Hefur stefnandi í því sambandi vísað til

Page 27: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

26

kröfulýsingar sinnar í þrotabú Þrek holding ehf., dags. 3. mars. 2014, sbr.

yfirlýsingu stefnanda og Lauga ehf. frá 22. október 2018 sem áður er nefnd.

Hvorki verður hins vegar ráðið að umræddri kröfulýsingu með hvaða hætti sú

fjárhæð sem stefnandi vísar til að þessu leyti hafi verið greidd né hvernig hún hafi

verið fundin. Verður því ekki séð að nægileg grein hafi verið gerð fyrir þessum

kröfulið.

Þá hefur stefnandi í þriðja lagi byggt á því að hann hafi staðið skil á greiðslu

með skuld Lauga ehf. á viðskiptareikningi að fjárhæð kr. 14.868.796. Af hálfu

stefnda hefur verið bent á í greinargerð að engin gögn hafi verið lögð fram um

tilvist þessarar kröfu eins og t.d. á hverju hún byggir, stofnun hennar eða aðrar

haldbærar upplýsingar. Þá hafi kröfunnar ekki verið getið í bókum stefnanda við

gjaldþrotið.

Að mati dómsins verður ekki annað séð en að athugasemdir stefnda um að

málatilbúnaður stefnanda sé haldinn annmörkum um þennan lið eigi við rök að

styðjast. Þá er ekki að sjá að stefnandi hafi að neinu leyti bætt úr þessum

annmörkum með þeim gögnum sem hann lagði fram í kjölfar synjunar fyrri

dómara málsins á frávísun.

Í fjórða lagi hefur stefnandi um uppgjör sitt vísað til þess að hann hafi greitt

hluta af kröfunni með skuldajöfnun við greiðslu eftirstöðva skuldabréfs frá 17.

febrúar 2009 að fjárhæð kr. 44.893.365.

Stefndi hefur hvað þennan þátt varðar haldið því fram að þessi fjárhæð sé

algerlega vanreifuð í málatilbúnaði stefnanda og engin grein sé gerð fyrir því

hvernig og hvers vegna slík greiðsla eigi að hafa verið innt af hendi. Dómurinn

getur tekið undir þessar athugasemdir. Að mati dómsins verður enn fremur ekki

ráðið að stefnandi hafi bætt úr þessum annmarka með framlagningu frekari gagna.

Þannig verður ekki séð að gerð sé grein fyrir þessari greiðslu í yfirlýsingunni frá

22. október 2018 sem áður er vitnað til. Verður því að telja að þessi liður

kröfunnar sé vanreifaður.

Að því varðar fimmta lið kröfugerðar stefnanda um að hann hafi greitt

kostnað vegna skiptameðferðar stefnanda að fjárhæð kr. 62.220.213 og sjötta lið

kröfugerðarinnar um að stefnandi hafi greitt kr. 42.559.873 með skuldajöfnuði og

lúkningu allra krafna vegna riftunarmála þrotabús stefnanda á hendur Laugum

ehf. þá er hvorki að finna lýsingu í málatilbúnaði stefnanda né gögnum málsins að

öðru leyti því hvernig umrædd fjárhæð sé fundin eða hvernig og á hvaða

Page 28: ÚRSKURÐUR 12. júlí 2019 Mál nr. E-1620/2017...2 framlengdur og nýr gjalddagi lánsins ákveðinn 26. nóvember 2008. Kaupþing banki fór hins vegar i greiðsluþrot 9. október

27

forsendum ofangreindar greiðslur hafi verið inntar af hendi. Loks fær dómurinn

ekki ráðið af málatilbúnaði stefnanda eða gögnum málsins með hvaða hætti Björn

Leifsson hafi greitt sjálfskuldarábyrgð sína vegna lánsins frá 24. nóvember 2006

en í málatilbúnaði stefnanda er byggt á því að svo sé.

Með vísan til þess sem að framan er rakið telur dómurinn ekki liggja fyrir

með nægilega skýrum hætti í málatilbúnaði stefnanda hvernig uppgjöri hans á

kröfunni sem endurgreiðslukrafa hans á hendur stefnda sem ábyrgðarmanni

byggist á hafi verið háttað. Þótt stefnandi hafi vísað til sex liða í kröfugerð sinni

að þessu leyti telur dómurinn að hann hafi ekki gert nægilega grein fyrir neinum

þeirra. Að mati dómsins eru þetta svo verulegir annmarkar á málatilbúnaði

stefnanda að óhjákvæmilegt er að vísa málinu frá dómi.

Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnanda að greiða stefnda

málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn, með tilliti til umfangs málsins, kr.

1.500.000. Er virðisaukaskattur þá meðtalinn í þeirri upphæð.

Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð, að

gættu ákvæði 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómari málsins tók við meðferð þess í

mars 2019 en hafði fram að þeim tíma engin afskipti af málinu.

ÚRSKURÐARORÐ:

Kröfu stefnanda ÞS69 ehf., er vísað frá dómi. Stefnandi greiði stefnda,

Guðmundi Ágústi Péturssyni, kr. 1.500.000 í málskostnað.

Kjartan Bjarni Björgvinsson (sign.)