olíufélög auka álagningu - deloitte us · olíufélög auka álagningu 20 milljarðar í auknar...

3
12 | fréttir FIMMTUDAGUR 8. JANúAR 2015 Forstjóri Skeljungs segir meira lagt á bensín nú en áður, en það eigi sér eðli- legar skýringar. Viðbúið er að bensínverð haldi áfram að lækka. Lægra bensínverð gæti hækk- að ráðstöfunartekjur um 20 milljarða á ári. JÓHANNES STEFÁNSSON [email protected] Á lagning íslenskra olíufélaga á bensín og dísil er meiri nú en áður hefur verið. Þetta staðfestir Valgeir Baldurs- son, forstjóri Skeljungs, í samtali við Viðskiptablaðið. „Já það er rétt að álagning er hærri,“ segir hann. Runólfur Ólafsson, forstjóri FÍB, segir álagninguna 3-6 krón- um hærri á lítra af eldsneyti sein- ustu þrjá mán- uði 2014 miðað við fyrstu níu mánuði þess eða 39-41 krónur á hvern lítra borið saman við 43-45 krónur lítrinn. Greiningardeild Arion banka tekur í svipaðan streng, en í markaðspunktum frá síðari hluta desember er því hald- ið fram að álagning olíufélaganna sé allt að 52 krónur á lítrann, bor- ið saman við 34-48 krónur sem hafi verið álagning undanfarinna ára á föstu verðlagi. Reiknar með frekari lækkunum Vegna hærri álagningar er ábati ís- lenskra neytenda minni af lægra olíu- verði á heimsmarkaði en ella. Valgeir segir hærri álagningu eiga sér eðlileg- ar skýringar, enda sé olía sem seld sé í smásölu hér á landi keypt fyrirfram á meðalverði hvers mánaðar og því skili verðlækkun á Brent hráolíu sér ekki út í verðlag samstundis. Þá sé verðþróun á afurðum hráolíu, svo sem bensíni og dísilolíu, ekki endi- lega sú sama og á hráolíunni sjálfri. „Ég reikna passlega með að við sjáum verð þokast áfram niður. Óháð því hvort heimsmarkaðsverð lækki eða ekki þá reynum við að stilla okkur af þannig að þær breytingar sem koma inn í okkar innkaupsverð skili sér jafnharðan til neytenda,“ segir hann. Skattar halda aftur af verðlækkun Verð á Brent hráolíu hefur lækk- að um meira en 52% í Bandaríkja- dölum frá byrjun seinasta árs til dagsins í dag. Sambærileg lækk- un er tæp 47% sé gengishækkun Bandaríkjadals gagnvart íslenskri krónu tekin með í reikninginn. Aftur á móti hefur smásöluverð á bensíni einungis lækkað um rúm 17%. Verð á bensíni samanstendur af bensínskatti, sérstökum bensín- skatti og kolefnisgjaldi sem eru fastir krónutöluskattar og nema 69,71 kr. á hvern lítra. Ofan á leggst síðan innkaupsverð, sem hefur farið mjög lækkandi síðustu mánuði. Síðan bætist við álagning olíufélaganna og að lokum 24% virðisaukaskattur sem reiknast af samtölu hinna þáttanna. Engu að síður telja Skeljungur, FÍB og greiningardeild Arion banka að lækkun á olíuverði hafi ekki að fullu skilað sér út í verðlag og lík- legt að það haldi áfram að lækka á næstu misserum. Olíuverð Viðbúið er að verð á bensíni haldi áfram að lækka Olíufélög auka álagningu 20 milljarðar í auknar ráðstöfunartekjur R unólfur Ólafsson segir að hver króna í aukna álagningu, og þar með hærra bensínverð, sé mikið hagsmunamál fyrir neytendur. „Ef ein króna nær að haldast inni í álagningu yfir 12 mánuði ársins þá er sú króna um 340-350 milljónir fyrir olíufélögin. Ofan á þetta leggst síðan virðisaukaskattur. Þá erum við komin með 500 millj- ónir á ári úr vösum neytenda til olíufélaga,“ segir Runólfur. Meðalútsöluverð á bensíni á seinasta ári var um 240 krónur á lítrann. Haldist meðalverðið 200 krónur út árið má með nokkurri einföldun reikna með því að ráðstöfunar- tekjur íslenskra heimila og fyrirtækja aukist um 20 milljarða á milli ára. Valgeir Baldurs- son. Smásöluverð á bensíni hefur lækkað um 17% en verð á Brent hráolíu um 52%. VB MYND/HAG Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent fimmtudag- » inn 19. febrúar á Hilton Reykjavík. Nú er óskað eftir tilnefn- ingum um fyrirtæki sem staðið hafa sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Leitað er eftir mennta- fyrirtæki sem stuðlar að menntun og fræðslu um- fram það sem ætlast er til í lögum og reglugerð- um. Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru að lögð sé stund á nýsköp- un og að verkefnið leiði af sér að menntastig hækki. Verðlaun eru veitt fyir menntafyrirtæki og menntasprota ársins. Menntadagur at- vinnulífsins er haldinn í annað sinn en þetta er samstarfsverk- efni SAF, SFF, SFS, Samorku, SI, SVÞ og SA. Fjármálaráðherra á skattadegi Deloitte Skattadagur Deloitte verður haldinn á þriðjudagsmorgun á » Grand Hótel Reykjavík. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun setja daginn en svo verða fjögur erindi haldin. Frosti Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, mun fjalla um skattstofna sveitarfélaga. Vala Val- týsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræði- sviðs Deloitte, mun fjalla um skattabreyt- ingar frá virðisaukaskatti til nýsköpunar. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, mun tala um brotalamir og umbætur í skattfram- kvæmd og Haraldur Ingi Birgisson hjá skatta- og lögfræðisviði Deloitte mun ræða reglubyrði og rekstraráhættu í milliverðlagningu. Markþjálfunardagurinn í febrúar Félag markþjálfa á Íslandi heldur Markþjálfunardaginn » í þriðja sinn þann 5. febrúar næstkomandi og verður hann á Hilton Reykjavík Nordica. „Þinn árangur!“ er yfirskrift dagsins í ár og er ætlunin að segja árang- urssögur, hugmyndir og kynna ýmis tæki og tól markþjálfunar til árangurs. Meðal þeirra sem halda erindi á deginum eru Einar Birkir Einarsson, fram- kvæmdastjóri Reiknistofu Bankanna, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkj- unar, og Viðar Erlingsson. Icelandair opnar flughermi í Hafnarfirði Icelandair opnaði í gær nýjan flughermi á Völlunum í » Hafnarfirði. Um er að ræða Boeing 757-200 „Level D“ hermi sem er rekinn í samstarfi við bandaríska félagið Opini- cus. Hermir- inn mun nýt- ast við þjálfun fyrir starfs- menn félags- ins. Hingað til hafa flugmenn Icelandair, sem þurfa að hljóta endurþjálfun á sex mánaða fresti, þurft að sækja slíka þjálfun til Kaupmannahafnar eða London. „Hinn mikli vöxt- ur sem verið hefur í starfseminni að undanförnu með fjölgun flugvéla og flugmanna gerir það að verkum að þessi samningur eykur hagkvæmni og sparnað í okkar rekstri. Jafnframt er um að ræða nýjasta og fullkomnasta tækjabúnað sem völ er á sem bætir þjálfun áhafna og styrkir hana til framtíðar. Það er einn- ig ánægjulegt fyrir Icelandair að fá þjálfunina inn í landið, það treystir undirstöður atvinnugreinarinnar og eykur almenna þekkingu og reynslu hér á landi,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu. Í STUTTU MÁLI

Upload: others

Post on 01-Aug-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Olíufélög auka álagningu - Deloitte US · Olíufélög auka álagningu 20 milljarðar í auknar ráðstöfunartekjur R unólfur Ólafsson segir að hver króna í aukna álagningu,

12 | fréttir fimmtudagur 8. janúar 2015

Forstjóri Skeljungs segir meira lagt á bensín nú en áður, en það eigi sér eðli-legar skýringar. Viðbúið er að bensínverð haldi áfram að lækka. Lægra bensínverð gæti hækk-að ráðstöfunartekjur um 20 milljarða á ári.

Jóhannes stefá[email protected]

Álagning íslenskra olíufélaga á bensín og dísil er meiri nú en áður hefur verið.

Þetta staðfestir Valgeir Baldurs-son, forstjóri Skeljungs, í samtali við Viðskiptablaðið. „Já það er rétt að álagning er hærri,“ segir hann.

Runólfur Ólafsson, forstjóri FÍB, segir álagninguna 3-6 krón-

um hærri á lítra af eldsneyti sein-ustu þrjá mán-uði 2014 miðað við fyrstu níu mánuði þess eða 39-41 krónur á hvern lítra borið saman við 43-45 krónur lítrinn. Greiningardeild

Arion banka tekur í svipaðan streng, en í markaðspunktum frá síðari hluta desember er því hald-ið fram að álagning olíufélaganna sé allt að 52 krónur á lítrann, bor-ið saman við 34-48 krónur sem hafi verið álagning undanfarinna ára á föstu verðlagi.

Reiknar með frekari lækkunumVegna hærri álagningar er ábati ís-lenskra neytenda minni af lægra olíu-verði á heimsmarkaði en ella. Valgeir segir hærri álagningu eiga sér eðlileg-ar skýringar, enda sé olía sem seld sé í smásölu hér á landi keypt fyrirfram á meðalverði hvers mánaðar og því skili verðlækkun á Brent hráolíu sér ekki út í verðlag samstundis. Þá sé verðþróun á afurðum hráolíu, svo sem bensíni og dísilolíu, ekki endi-lega sú sama og á hráolíunni sjálfri.

„Ég reikna passlega með að við sjáum verð þokast áfram niður. Óháð því hvort heimsmarkaðsverð lækki eða ekki þá reynum við að stilla okkur af þannig að þær breytingar sem koma inn í okkar innkaupsverð skili sér jafnharðan til neytenda,“ segir hann.

Skattar halda aftur af verðlækkunVerð á Brent hráolíu hefur lækk-að um meira en 52% í Bandaríkja-

dölum frá byrjun seinasta árs til dagsins í dag. Sambærileg lækk-un er tæp 47% sé gengishækkun Bandaríkjadals gagnvart íslenskri krónu tekin með í reikninginn. Aftur á móti hefur smásöluverð á bensíni einungis lækkað um rúm 17%.

Verð á bensíni samanstendur af bensínskatti, sérstökum bensín-skatti og kolefnisgjaldi sem eru fastir krónutöluskattar og nema 69,71 kr. á hvern lítra. Ofan á leggst síðan innkaupsverð, sem hefur farið mjög lækkandi síðustu mánuði. Síðan bætist við álagning olíufélaganna og að lokum 24% virðisaukaskattur sem reiknast af samtölu hinna þáttanna. Engu að síður telja Skeljungur, FÍB og greiningardeild Arion banka að lækkun á olíuverði hafi ekki að fullu skilað sér út í verðlag og lík-legt að það haldi áfram að lækka á næstu misserum.

Olíuverð Viðbúið er að verð á bensíni haldi áfram að lækka

Olíufélög auka álagningu20 milljarðar í auknar ráðstöfunartekjur

Runólfur Ólafsson segir að hver króna í aukna álagningu, og þar með hærra bensínverð, sé mikið hagsmunamál

fyrir neytendur. „Ef ein króna nær að haldast inni í álagningu yfir 12 mánuði ársins þá er sú króna um 340-350 milljónir fyrir olíufélögin. Ofan á þetta leggst síðan virðisaukaskattur. Þá erum við komin með 500 millj-ónir á ári úr vösum neytenda til olíufélaga,“ segir Runólfur. Meðalútsöluverð á bensíni á seinasta ári var um 240 krónur á lítrann. Haldist meðalverðið 200 krónur út árið má með nokkurri einföldun reikna með því að ráðstöfunar-tekjur íslenskra heimila og fyrirtækja aukist um 20 milljarða á milli ára.

Valgeir Baldurs­son.

Smásöluverð á bensíni hefur lækkað um 17% en verð á Brent hráolíu um 52%. VB MYND/HAG

Menntaverðlaun atvinnulífsins veittMenntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent fimmtudag- »

inn 19. febrúar á Hilton Reykjavík. Nú er óskað eftir tilnefn-ingum um fyrirtæki sem staðið hafa sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Leitað er eftir mennta-fyrirtæki sem stuðlar að menntun og fræðslu um-fram það sem ætlast er til í lögum og reglugerð-um. Helstu viðmið vegna mennta sprota ársins eru að lögð sé stund á nýsköp-un og að verkefnið leiði af sér að menntastig hækki. Verðlaun eru veitt fyir

menntafyrirtæki og menntasprota ársins. Menntadagur at-vinnulífsins er haldinn í annað sinn en þetta er samstarfsverk-efni SAF, SFF, SFS, Samorku, SI, SVÞ og SA.

Fjármálaráðherra á skattadegi DeloitteSkattadagur Deloitte verður haldinn á þriðjudagsmorgun á »

Grand Hótel Reykjavík. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun setja daginn en svo verða fjögur erindi haldin. Frosti Ólafsson, fram-kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, mun fjalla um skattstofna sveitarfélaga. Vala Val-týsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræði-sviðs Deloitte, mun fjalla um skattabreyt-ingar frá virðisaukaskatti til nýsköpunar. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda-stjóri Samtaka atvinnulífsins, mun tala um brotalamir og umbætur í skattfram-kvæmd og Haraldur Ingi Birgisson hjá skatta- og lögfræðisviði Deloitte mun ræða reglubyrði og rekstraráhættu í milliverðlagningu.

Markþjálfunardagurinn í febrúarFélag markþjálfa á Íslandi heldur Markþjálfunardaginn »

í þriðja sinn þann 5. febrúar næstkomandi og verður hann á Hilton Reykjavík Nordica. „Þinn árangur!“ er yfirskrift dagsins í ár og er ætlunin að segja árang-urssögur, hugmyndir og kynna ýmis tæki og tól markþjálfunar til árangurs. Meðal þeirra sem halda erindi á deginum eru Einar Birkir Einarsson, fram-kvæmdastjóri Reiknistofu Bankanna, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkj-unar, og Viðar Erlingsson.

Icelandair opnar flughermi í HafnarfirðiIcelandair opnaði í gær nýjan flughermi á Völlunum í »

Hafnar firði. Um er að ræða Boeing 757-200 „Level D“ hermi sem er rekinn í samstarfi við b a n d a r í s k a félagið Opini-cus. Hermir-inn mun nýt-ast við þjálfun fyrir starfs-menn félags-ins. Hingað til hafa flugmenn I c e l a n d a i r , sem þurfa að hljóta endurþjálfun á sex mánaða fresti, þurft að sækja slíka þjálfun til Kaupmannahafnar eða London. „Hinn mikli vöxt-ur sem verið hefur í starfseminni að undanförnu með fjölgun flugvéla og flugmanna gerir það að verkum að þessi samningur eykur hagkvæmni og sparnað í okkar rekstri. Jafnframt er um að ræða nýjasta og fullkomnasta tækjabúnað sem völ er á sem bætir þjálfun áhafna og styrkir hana til framtíðar. Það er einn-ig ánægjulegt fyrir Icelandair að fá þjálfunina inn í landið, það treystir undirstöður atvinnugreinarinnar og eykur almenna þekkingu og reynslu hér á landi,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu.

Í STUTTU MÁLI

Page 2: Olíufélög auka álagningu - Deloitte US · Olíufélög auka álagningu 20 milljarðar í auknar ráðstöfunartekjur R unólfur Ólafsson segir að hver króna í aukna álagningu,

fimmtudagur 8. janúar 2015 fréttir | 17

ungis í máli Sævars Jóns. Í sínum málflutningi vísaði Einar Páll samt ítrekað í svar EFTA-dómstólsins við þessari spurningu en eins og áður sagði telur dómstóllinn að það samrýmist ekki Evróputilskip-un að miða við 0% verðbólgu.

Verðtryggt samfélag?Í málflutningi sínum sagði Áslaug Árnadóttir, lögmaður Íslandsbanka, að Evróputilskipun um órétt-mæta skilmála í neytendasamn-ingum ætti ekki við í máli Gunnars. Ákvæði samningsins, sem Gunn-ar hefði skrifað undir, væru í full-komnu samræmi við reglur og lög um verðtryggingu. Vísitala neyslu-verðs væri hlutlaus verðmælikvarði sem samningsaðilar hefðu komið sér saman um að nota.

Áslaug benti einnig á að Gunnar hefði árið 2005 tekið tvö verð-tryggð lán hjá Íslandsbanka (Glitni). Árið 2007, þegar hann tók lánið sem dómsmálið snýst um, hlyti hann því að hafa gert sér grein fyrir því að verðtryggð lán myndu hækka í sam-ræmi við hækkun vísitölu neyslu-verðs. Hún benti einnig á að Gunnar hefði um skeið verið sérfræðingur á lánasviði Íslandsbanka. Í gegn-

um árin hefði hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og meðal annars verið stjórnarformaður í fjárfest-ingarfélaginu Atorku. Vegna alls þessa hlyti hann að hafa verið með-vitaður um verðtryggingarákvæði í lánasamningum.

Áslaug fór yfir sögu verðtrygg-ingarinnar á Íslandi og fullyrti að í raun væri hægt að segja að íslenskt samfélag væri verðtryggt. Þá sagði hún Einar Pál gera ansi lítið úr gáf-um og burðum íslenskra neytenda til að skilja verðtrygginguna. Allir meðalgreindir einstaklingar sem komnir væru af barnaskólaaldri viti hvað verðtrygging feli í sér.

„Verðtrygging er engin geimvísindi,“ sagði Áslaug.

Í andsvörum sagði Einar Páll að laun á Íslandi væru ekki verð-tryggð. Íslenskt samfélag væri því mjög fjarri því að vera verðtryggt. Hann tók undir með Áslaugu og sagði að verðtrygging væri engin geimvísindi enda væru geimvís-indi raunvísindi. Til að mynda væri hægt að senda geimflaug á spor-baug og reikna mjög nákvæmlega út hvenær flaugin myndi ferðast um geiminn og tilbaka til jarðar. Þetta væri ekki hægt að gera með vísitölu neysluverðs.

Einar Páll vísaði því næst í skýrslur og gögn sem sýndu fram á að fjármálalæsi Íslendinga væri ábótavant. Það væri því ekki hægt að segja að allir meðalgreindir ein-

Góð samskipti við EFTA-dómstólinn

Skúli Magnússon, héraðsdómari og einn »af þremur dómurum í verðtryggingamál-unum, starfaði um fimm ára skeið sem ritari eFTA-dómstólsins. Þegar hann sneri heim frá lúxemborg fyrir um tveimur árum var viðtal við hann í fréttabréfi lögfræðinga-félags Íslands. Þar var hann meðal ann-ars spurður hvort samskipti íslenskra

dómstóla og eFTA-dómstóls-

ins væru í góðum farvegi?

„Já, það má fullyrða það,“ svaraði Skúli. „Íslenskir dómstólar hafa almennt séð verið

jákvæðir gagnvart forúrlausnar málsmeðferðinni, sem felst í því að fá ráðgefandi álit eFTA-dómstólsins þegar upp koma spurningar um túlkun eeS-samningsins.

Tölfræðilega standa íslenskir dómstólar langtum framar norskum dómstólum að þessu leyti,

ekki síst Hæstiréttur Íslands miðað við Hæstarétt Noregs. Hitt er svo annað mál að það fyrirkomulag sem við höfum enn þann dag í dag að mögulegt sé að kæra úrskurð héraðsdómara um að vísa málum til eFTA-dómstólsins er ekki hafið yfir gagnrýni.“

staklingar skilji verðtrygginguna.

Málið gegn ÍbúðalánasjóðiÁ mánudaginn fór einnig fram aðal-meðferð í máli Theodórs og Helgu Margrétar gegn Íbúðalánasjóði. Ólíkt málum Gunnars og Sævars

Jóns fór þetta mál ekki fyrir EFTA-dómstólinn. Málið er mjög merki-legt engu að síður enda hefði Hér-aðsdómur annars varla ákveðið að sameina það hinum tveimur. Mál-ið varðar húsnæðislán, sem tekið var hjá sjóðnum. Ríflega helmingur allra verðtryggðra húsnæðislána á Íslandi, um 600 til 650 milljarða lán, er hjá Íbúðalánasjóði. Upp-haflega fór Íbúðalánasjóður fram á að málinu yrði vísað frá dómi en Ásmundur Helgason héraðsdómari hafnaði þeirri kröfu.

Í málflutningi sínum sagði Þórður Heimir Sveinsson, lög-maður Theodórs og Helgu Mar-grétar, að engin greiðsluáætlun og engar upplýsingar um verðbæt-ur, sem væri stærsti kostnaður við

lán, hefðu verið í lánasamningi Íbúðalánasjóðs. Vegna þessa hefði sjóðurinn blekkt lántakendurna. Í rökstuðningi sínum vitnaði Þórð-ur Heimir í ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í málum Gunnars og Sævars Jóns. Enn fremur vitnaði hann í dóm Evrópudómstólsins í máli frá Slóvakíu. Niðurstaða Evr-ópudómstólsins í því máli var sú að ef árleg hlutfallstala kostnaðar sé ekki reiknuð þyrfti ekki að borga neinn kostnað. Verðbætur falla undir árlega hlutfallstölu kostn-aðar og er aðalkrafa Theodórs og Helgu Margrétar sú að vegna skorts á upplýsingum um lánið beri þeim ekki að greiða kostnað af láninu, hvorki vexti, verðbætur né annan kostnað.

Einar Páll tamimi.Áslaug Árnadóttir. Þórður Heimir Sveinsson.

Ríflega helmingur allra verðtryggðra húsnæðislána á Íslandi, um 600 til 650 milljarða lán, eru hjá Íbúðalánasjóði.

Page 3: Olíufélög auka álagningu - Deloitte US · Olíufélög auka álagningu 20 milljarðar í auknar ráðstöfunartekjur R unólfur Ólafsson segir að hver króna í aukna álagningu,

fimmtudagur 8. janúar 2015 umræða | 21

Síðustu ár hefur fjölgað í hópi fyrirtækja sem und-irgangast sérstaka úttekt á stjórnarháttum sínum, þar

sem metið er hvernig stjórnend-ur þeirra fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Úttektin var upphaflega kynnt í byrjun árs 2011 af Viðskiptaráði Íslands, Sam-tökum atvinnulífsins, NASDAQ OMX Iceland og Rannsóknarmið-stöð um stjórnarhætti.

Stórt „hagkerfi“ fyr-irmyndarfyrirtækjaÁ þessum tæpu 4 árum hafa 14 fyrirtæki lokið úttektarferlinu og fengið fyrir það viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórn-arháttum. Sum þeirra hafa klárað ferlið oftar en einu sinni til að við-halda viðurkenningunni. Þá eru fleiri fyrirtæki í ferli og því viðbúið að það fjölgi í hópi fyrirmyndarfyr-irtækja á næstu misserum.

Þótt ávallt megi gera betur þá verður ekki framhjá því litið að efnahagslegt umfang þessara 14 fyrirtækja er verulegt. Samkvæmt grófri samantekt má áætla að „hag-kerfi“ fyrirmyndarfyrirtækjanna velti hátt í 400 mö. kr., spanni eign-ir uppá ríflega 2.300 ma. kr. og að þar starfi um 6.000 starfsmenn. Framlag fyrirtækjanna til þessara þátta er vissulega misjafnt en þessi samantekt endurspeglar hversu vel hefur tekist til á ekki lengri tíma.

Einfalt en ítarlegt ferliEins og kemur fram í matsferl-inu þá nýtir fyrirmyndarfyrir-tæki í góðum stjórnarháttum sér góða stjórnarhætti sem tæki til að efla skilvirkni og ákvarðanatöku stjórnar og framkvæmdastjóra. Þá vill fyrir myndarfyrirtæki jafn-framt skapa trúverðugleika gagn-vart hluthöfum og öðrum hags-munaaðilum með því að sýna að það sé til fyrirmyndar, hvað varðar góða stjórnarhætti.

Þrátt fyrir yfirgripsmikil mark-mið og að matið spanni alla helstu þætti stjórnarhátta þá er ferlið í raun tiltölulega einfalt. Er þar horft á fimm meginþætti, þ.e. hlutverk, verkefni, skipulag og starfshætti stjórnar auk þess sem stjórnar-menn eru sjálfir metnir. Þá er ferl-ið tvískipt þannig að annars veg-ar framkvæmir stjórn svokallað sjálfsmat og hins vegar eru fengnir

óháðir utanaðkomandi úttektarað-ilar sem hafa hlotið viðurkenn-ingu til verksins – Deloitte er einn þeirra aðila.

Ætti að vera hluti af skráningarferlinuÞrátt fyrir að henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum er úttektarferlinu og leiðbeiningum um góða stjórnarhætti sérstak-

lega beint til stærri fyrirtækja og þá svokallaðra eininga tengdra al-mannahagsmunum. Undir þann flokk falla skráð fyrirtæki, lífeyris-sjóðir, lánastofnanir og vátrygging-arfyrirtæki. Það er ekki að ósekju enda eru áhrif þessara fyrirtækja í hagkerfinu alla jafna talin töluvert meiri en annarra.

Síðustu ár hefur fjölgað tals-vert í hópi fyrstnefndu fyrirtækj-anna en átta fyrirtæki hafa verið skráð í Kauphöllina frá árinu 2011. Þá hafa fleiri fyrirtæki lýst áhuga á skráningu og því fyrirséð að um-fang skráðra fyrirtækja muni vaxa í náinni framtíð, en undir lok síðasta árs nam markaðsvirði skráðra fyr-irtækja tæplega 700 mö. kr. eða um 37% af landsframleiðslu.

Það væri því ekki úr vegi að úttekt á stjórnarháttum væri árlegur lið-ur hjá skráðum fyrirtækjum, enda myndu þau með því sýna mikilvægt fordæmi. Eins liggur beint við að fyrirtæki sem stefna á skráningu geri slíkt hið sama í aðdraganda skráningar. Þó svo að flækjustig skráningar sé eflaust nægjanlegt þá er úttektarferlið tiltölulega einfalt, það snýr að kjarna fyrirtækjanna, eykur gagnsæi gagnvart lykilhags-munaaðilum þeirra – hluthöfunum – og tekur skamman tíma í undirbún-ingsferlinu.

Höfundar eru lögfræðingar á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.

NeðANMáLs HAlldór BAldursson

Stjórnarhættir hluti af skráningarferlinuskoðUN

týr

Hjartaflökt hagkerfisÞeir kjarasamningar sem skrifað verður undir á árinu munu skipta miklu máli fyrir framgang efnahagsmála á Íslandi næstu miss-erin. Það eru engin ný sannindi að launahækkanir umfram verðbólgu og framleiðniaukningu leiða óhjákvæmilega til meiri verðbólgu í framtíðinni og svo gengisfalls krónunnar. Þetta er þróun sem Íslendingar þekkja mætavel og raunar svo vel að nánast má kalla þessar reglulegu sveiflur hjartslátt íslenska hagkerfisins. Væri hagkerfi okkar mennskt væri fyrir löngu búið að græða í það gangráð, enda er þetta hagræna flökt ekki hollt.

H H H

Týr er ekki alltaf sammála Þorsteini Pálssyni, einkum þegar kemur að alþjóðamálum, en hann kemst mjög vel að orði í pistli sem hann skrifaði á dögunum.

H H H

„Launaleiðréttingar eru í eðli sínu allt annar hlutur [en launa-bætur] þó að gert sé út um þær í kjarasamningum. Þær eru sjaldnast ákveðnar í einhverjum tengslum við efnahagslegar framfarir. Þeim eru því lítil takmörk sett í sjálfu sér. Hækka má laun við einn starfshóp í krónum talið til jafns við annan heima eða erlendis nokkurn veginn að vild. Verðgildi hverrar krónu minnkar bara.

H H H

Með ákveðinni einföldun má segja að munurinn á launabót og launa-leiðréttingu sé að launabótina greiða fyrirtækin á grundvelli framleiðniaukningar en launa-leiðréttinguna borga launamenn oftast nær úr eigin vasa í gegnum verðbólgu,“ segir Þorsteinn.

H H H

Þetta er hárrétt hjá Þorsteini. Laun hækkuðu almennt um 6% að nafnvirði í fyrra á meðan verðbólga var um 1%. Framleiðniaukning var langt frá því að nema 5% og því voru launahækkanir í fyrra umfram það sem hagkerfið þolir til lengri tíma. Ekki er hins vegar að sjá að talsmenn launþega hafi meðtekið þetta og ætla að gera kröfur um ennþá rýmri launahækkanir í næstu samningum. Gangi það eftir er nær öruggt að verðbólga muni aukast, Seðlabankinn muni aftur hækka stýrivexti sína og að sagan frá árinu 2011 verði endurtekin.

H H H

Oft er talað um að Íslendingar eigi að læra hitt og þetta af hruninu. Við virðumst hins vegar ætla að falla einu sinni enn í Verðbólgu 101.

HArAldur i. Birgisson

Pétur stEinn guÐMundsson Samkvæmt grófri

samantekt má áætla að „hagkerfi“ fyrirmyndarfyrir-tækjanna velti hátt í 400 mö. kr., spanni eignir uppá ríflega 2.300 ma. kr. og að þar starfi um 6.000 starfsmenn.