muninn haust 2008

60

Upload: muninn-huginsson

Post on 27-Mar-2016

276 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Haustblad Munins 2008

TRANSCRIPT

Page 1: Muninn haust 2008
Page 2: Muninn haust 2008

BÝÐUR YKKUR VELKOMIN

TIL NÁMS

KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.HASKOLANAM.IS EÐA Á WWW.UNAK.IS

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI BÝÐUR UPP Á EFTIRTALDAR NÁMSLEIÐIR Á HAUSTÖNN 2009

AuðlindafræðiHeimskautaréttur

Samfélags- og hagþróunarfræði

Fjölmiðlafræði

Sálfræði

Umhverfis- og orkufræði

Viðskiptafræði

Sjávarútvegsfræði

Lögfræði

Nútímafræði

Menntunarfræði

Grunnskólakennarafræði

Hjúkrunarfræði

LíftækniLeikskólakennarafræði

Heilbrigðisvísindi

Iðjuþjálfunarfræði

Kennslufræði

Þjóðfélagsfræði

Page 3: Muninn haust 2008

BÝÐUR YKKUR VELKOMIN

TIL NÁMS

KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.HASKOLANAM.IS EÐA Á WWW.UNAK.IS

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI BÝÐUR UPP Á EFTIRTALDAR NÁMSLEIÐIR Á HAUSTÖNN 2009

AuðlindafræðiHeimskautaréttur

Samfélags- og hagþróunarfræði

Fjölmiðlafræði

Sálfræði

Umhverfis- og orkufræði

Viðskiptafræði

Sjávarútvegsfræði

Lögfræði

Nútímafræði

Menntunarfræði

Grunnskólakennarafræði

Hjúkrunarfræði

LíftækniLeikskólakennarafræði

Heilbrigðisvísindi

Iðjuþjálfunarfræði

Kennslufræði

Þjóðfélagsfræði

NÝ MENNTASTEFNA - NÁM ALLA ÆVI HVAÐA TÆKIFÆRI FELAST Í NÝRRI MENNTASTEFNU?

www.nymenntastefna.is

Ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda skapa nýja umgjörð um skólastarf hér á landi. Framundan er mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu og hvetur menntamálaráðuneytið alla til að leggja þar sitt af mörkum.

Kynntu þér málið á www.nymenntastefna.is

Page 4: Muninn haust 2008

4

Efnisyfirlit

Pennar:Alma Rún VignisdóttirAnna Elvíra Þórisdóttir HerreraAnna Gerður ÓfeigsdóttirÁgúst StefánssonBjarni ÞóroddssonBjörn Páll PálssonDagur BollasonEgill Örn EiríkssonEyrún Inga JóhannsdóttirFreyr GuðnasonGuðrún VeturliðadóttirHeiða Berglind MagnúsdóttirHuginn RagnarssonHulda HólmkelsdóttirMarta Sigríður RóbertsdóttirPalliSigríður ÁrdalSveinn HólmkelssonSölvi Rúnar VignissonValur SigurðssonVigfús Fannar RúnarssonÞorlákur Axel JónssonÞóra Björg Stefánsdóttir

ljósmyndarar:Alexander ÞorvaldssonGuðrún VeturliðadóttirJóhanna StefánsdóttirSindri Geir Óskarsson

ritstjórn:Anna Gerður ÓfeigsdóttirAtli Geir HallgrímssonEinar Tryggvi LeifssonGuðrún VeturliðadóttirHeiða Berglind MagnúsdóttirJóhanna StefánsdóttirMarta Sigríður RóbertsdóttirSveinn Hólmkelsson

Prófarkalestur:Eyrún Huld HaraldsdóttirStefán Þór SæmundssonSverrir Páll ErlendssonValdimar Gunnarsson

Ritstjórnarkynning 5Inspectrix Scholae 6Félagakynning 11Plöturýni 14HEBBMA 19Morfís 20HEMMA 22Kosningar strax! 25Kreppa 26Árshátíðin 28Rokk í Þýskalandi 34Mentor 37Icelandic Airwaves 38Dagbók Palla 40Ljósmyndakeppni 41Rhodos 42Gettu Betur 48Skiptinemar 50FRÍMA 57

MuninnSkólablað Menntaskólans á AkureyriHaustið 2008, 82. árgangur, 1. tölublað

Ábyrgðarmaður:Sveinn Hólmkelsson

Umbrot og hönnun:Atli Geir HallgrímssonEinar Tryggvi LeifssonSindri Geir Óskarsson

Upplag:800 eintök.

Sveinn Hólmkelsson – ritstjóri

Flugstjóri Munins með meiru. Hefði ekkert á móti því að hafa setið í ritstjórn þegar einhverjir peningar voru til í landinu.

„Ég er ekki par sáttur með þetta!”

Einar Tryggvi Leifsson – aðstoðarritstjóri og yfirhönnuður

James Bond tækjanna. Á það til að hlæja að fáranlegum hlutum og líta út fyrir að vera að deyja á meðan því stendur.

„Æi, þegiðu.”

Atli Geir Hallgrímsson – aðstoðarritstjóri og yfirhönnuður

Oft er erfitt fyrir aðra ritstjórnarmeðlimi að komast að á fundum vegna gífurlegs málæðis Atla Geirs.

„Hey, hárið mitt er frosið. Vó, ég er með geggjaðan hausverk…hvernig er heilahimnubólga? Ég skoða það á Doktor.is…”

Anna Gerður Ófeigsdóttir – auglýsingastýra

Mamma Munins. Passar upp á að allir séu búnir að borða og læra heima.

„Svo var ég bara allt í einu komin í eitthvað húsasund og Geir Jón yfirlögregluþjónn var þarna og…”

Guðrún Veturliðadóttir – gjaldkeri

A. k. a. Gudda/Gurrý. Svo virðist sem hún tali á allt annarri tíðni en aðrir ritstjórnarmeðlimir sem veldur því að það heyrir aldrei neinn í henni, sama hvað hún reynir.

„Halló, er einhver að hlusta á mig? Ég bað um kokteilsósu!”

Heiða Berglind Magnúsdóttir – yfirumsjón með greinum

Sú sem skipuleggur allt í þaula með töflutússinn að vopni.

„Er búið að prófarkalesa þetta?”

Jóhanna Stefánsdóttir – yfirumsjón ljósmynda

Sjarmatröll Munins. Á það til að vera veik og brjóta almenningssalerni á kaffihúsum.

„Æ, ég prumpaði!”

Marta Sigríður Róbertsdóttir – auglýsingastýra

Kærleiksbjörn Munins. Finnst allt frááábært og æææðislegt.

,,Allamalla!”RITSTJÓRN MUNINS

Page 5: Muninn haust 2008

Efnisyfirlit

Sveinn Hólmkelsson – ritstjóri

Flugstjóri Munins með meiru. Hefði ekkert á móti því að hafa setið í ritstjórn þegar einhverjir peningar voru til í landinu.

„Ég er ekki par sáttur með þetta!”

Einar Tryggvi Leifsson – aðstoðarritstjóri og yfirhönnuður

James Bond tækjanna. Á það til að hlæja að fáranlegum hlutum og líta út fyrir að vera að deyja á meðan því stendur.

„Æi, þegiðu.”

Atli Geir Hallgrímsson – aðstoðarritstjóri og yfirhönnuður

Oft er erfitt fyrir aðra ritstjórnarmeðlimi að komast að á fundum vegna gífurlegs málæðis Atla Geirs.

„Hey, hárið mitt er frosið. Vó, ég er með geggjaðan hausverk…hvernig er heilahimnubólga? Ég skoða það á Doktor.is…”

Anna Gerður Ófeigsdóttir – auglýsingastýra

Mamma Munins. Passar upp á að allir séu búnir að borða og læra heima.

„Svo var ég bara allt í einu komin í eitthvað húsasund og Geir Jón yfirlögregluþjónn var þarna og…”

Guðrún Veturliðadóttir – gjaldkeri

A. k. a. Gudda/Gurrý. Svo virðist sem hún tali á allt annarri tíðni en aðrir ritstjórnarmeðlimir sem veldur því að það heyrir aldrei neinn í henni, sama hvað hún reynir.

„Halló, er einhver að hlusta á mig? Ég bað um kokteilsósu!”

Heiða Berglind Magnúsdóttir – yfirumsjón með greinum

Sú sem skipuleggur allt í þaula með töflutússinn að vopni.

„Er búið að prófarkalesa þetta?”

Jóhanna Stefánsdóttir – yfirumsjón ljósmynda

Sjarmatröll Munins. Á það til að vera veik og brjóta almenningssalerni á kaffihúsum.

„Æ, ég prumpaði!”

Marta Sigríður Róbertsdóttir – auglýsingastýra

Kærleiksbjörn Munins. Finnst allt frááábært og æææðislegt.

,,Allamalla!”RITSTJÓRN MUNINS

Page 6: Muninn haust 2008

6

Elsku nemendur

Senn líður að jólafríi og vona ég að þeir sem eru jólabörn séu

ekki vel! Ég ætlaði að segja: Slappið af, liggið í rólegheitum-

held að það sé best.

pússi – skemmta sér og vera fallegir. Allir undirbúningur gekk

aldrei, gengið svona vel! Heyr, heyr. •

stjórninni og hlýdduð okkur í einu og öllu þó ykkur hefði miklu meira langað upp í rúm.

• um salinn og færðu okkur kræsingar á borðin – og hreinsuðu

mörg ár.•

4. bekkingar, ó þið fallegustu og vitrustu nemendur

skólans. Ég tala nú ekki um þegar við gengum inn í salinn í þjóðbúningunum. Guðdómlega fallegur hópur. Mig langaði

að trúa þessu.

ómetanleg í alla staði. Ég get ekki talið upp hvern og einn

kasta þess í stað hér með þökkum á þá alla fyrir ómetanlegt framlag og þeirra sem fengu þess að njóta.

langþráðu. Það verður margt annað í boði fyrir alla árganga

og sjá aðra á viðburðum vorannarinnar.

vona ég að aðrir geri slíkt hið sama. Þess vegna er ég ekki full kvíða þegar vorönninni lýkur því Menntaskólinn á Akureyri

Inspectrix Scholae2008-2009

Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir

Page 7: Muninn haust 2008

7

Elsku nemendur

Senn líður að jólafríi og vona ég að þeir sem eru jólabörn séu

ekki vel! Ég ætlaði að segja: Slappið af, liggið í rólegheitum-

held að það sé best.

pússi – skemmta sér og vera fallegir. Allir undirbúningur gekk

aldrei, gengið svona vel! Heyr, heyr. •

stjórninni og hlýdduð okkur í einu og öllu þó ykkur hefði miklu meira langað upp í rúm.

• um salinn og færðu okkur kræsingar á borðin – og hreinsuðu

mörg ár.•

4. bekkingar, ó þið fallegustu og vitrustu nemendur

skólans. Ég tala nú ekki um þegar við gengum inn í salinn í þjóðbúningunum. Guðdómlega fallegur hópur. Mig langaði

að trúa þessu.

ómetanleg í alla staði. Ég get ekki talið upp hvern og einn

kasta þess í stað hér með þökkum á þá alla fyrir ómetanlegt framlag og þeirra sem fengu þess að njóta.

langþráðu. Það verður margt annað í boði fyrir alla árganga

og sjá aðra á viðburðum vorannarinnar.

vona ég að aðrir geri slíkt hið sama. Þess vegna er ég ekki full kvíða þegar vorönninni lýkur því Menntaskólinn á Akureyri

Inspectrix Scholae2008-2009

Page 8: Muninn haust 2008

8

Verstu meiðsli sem hafa hent þig?

Uuu, ég var með eitthvað aukabein í hnénu og fór í aðgerð þar sem það var tekið. Beinið stóð út.

Hvað er það síðasta sem þú fékkst þér að drekka?

Appelsínudjús í matsalnum.

Hefur þú hitt einhvern frægan?

Uuu.. Sigfús í íslenska handboltalandsliðinu, hann gisti einu sinni heima hjá mér.

Hefur þú farið í skemmtistaðasleik?

Jámm

Uppáhalds lag á söngsal?Hesta-Jói.

Hvað stendur í síðasta sms-i sem þú fékkst?

,,Þú getur skráð 5 vini... “ Vodafone.

Hefur þú tekið þátt í íþróttamóti innan skólans? Ef svo er, hvaða?

Já, ég hef tekið þátt í öllum.

Page 9: Muninn haust 2008

Verstu meiðsli sem hafa hent þig?

Uuu, ég var með eitthvað aukabein í hnénu og fór í aðgerð þar sem það var tekið. Beinið stóð út.

Hvað er það síðasta sem þú fékkst þér að drekka?

Appelsínudjús í matsalnum.

Hefur þú hitt einhvern frægan?

Uuu.. Sigfús í íslenska handboltalandsliðinu, hann gisti einu sinni heima hjá mér.

Hefur þú farið í skemmtistaðasleik?

Jámm

Uppáhalds lag á söngsal?Hesta-Jói.

Hvað stendur í síðasta sms-i sem þú fékkst?

,,Þú getur skráð 5 vini... “ Vodafone.

Hefur þú tekið þátt í íþróttamóti innan skólans? Ef svo er, hvaða?

Já, ég hef tekið þátt í öllum.

Page 10: Muninn haust 2008

10

Ást við fyrstu sýn Egils Malt og Aappelsín

ÍMAAðalbjörn Hannesson Aðalbjörn Hannesson úr 3. X er formaður Íþróttafélags MA (ÍMA). Hann hefur verið formaður ÍMA í tvö ár og þar áður sat hann í stjórn félagsins sem fulltrúi 1. bekkjar. Hann svaraði fáeinum spurningum fyrir okkur um starfsemi félagsins og fleira.

Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram sem formann ÍMA? Það gekk mjög vel að vera í stjórninni í 1. bekk og mér finnst gaman að hafa áhrif á félagslíf skólans.

Hverjir sitja með þér í stjórn ÍMA? Arna Sif 1.G, Guðmundur 3. F og Sesselja 3.U.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við héldum bandýmót í byrjun október en þar bar 3. X sigur úr býtum. Svo héldum við fótboltamót í byrjun desember þar sem 1.G vann í strákaflokki og 3.U vann í stelpuflokki.

Hvað er á döfinni? Það verður blakmót eftir áramót. Þar munu úrslit ráðast í bekkjarkeppninni um Íþróttameistara skólans.

Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Það er ekki planið en það er aldrei að vita!

Veistu hvaða ár ÍMA var stofnað? Ekki hugmynd!

Hver er tilgangur félagsins? Hann er að efla íþróttalíf innan skólans.

Hver vinnur Íþróttameistarann í ár? Mér finnst mjög líklegt að 3. X taki þetta.

Ertu að æfa einhverja íþrótt? Já, ég er að æfa fótbolta með KA.

Af hverju vildir þú ekki vera nakinn í myndatökunni fyrir ÍMA? Af því að mér finnst mjög asnalegt að vera nakinn í myndatöku!

Ef þú mættir velja (hvorugt er ekki valmöguleiki) hvort myndir þú sofa hjá Bjarna eða Siguróla? Ég myndi velja Siguróla.

Pálína Dagný Guðnadóttir Pálína Dagný Guðnadóttir, eða Pála eins og hún er oftast kölluð, úr 4. F er formaður Leikfélags MA. Þetta er hennar fyrsta ár sem formaður LMA en hún hefur tekið þátt í starfsemi LMA öll árin sem hún hefur stundað nám við skólann. Í fyrsta bekk sá hún um hárgreiðsluna, í öðrum bekk lék hún álf í Draumi á Jónsmessunótt og í þriðja bekk lék hún Hörpu Sjöfn í árshátíðaratriðinu. Pála svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur um starfsemi félagsins og fleira.

Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram sem formann LMA? Ég er með nýjar hugmyndir fyrir félagið og mig langaði að gera eitthvað fyrir félagslíf skólans.

Hverjir sitja með þér í stjórn LMA? Axel Ingi konsertmeistari, Gréta Kristín, sem allir ættu að þekkja úr Morfís, Elva Rún sem er með mér í 4. F og Sólveig úr 2. H.

Hvað er á döfinni? Við erum að taka þátt í Leiktu betur. Fyrir þá keppni héldum við spunanámskeið og spunakvöldvöku, en á þeirri kvöldvöku var ákveðið hverjir myndu keppa fyrir hönd MA í Leiktu betur. Einnig ætlum við að vera með flott árshátíðaratriði og eftir áramót ætlum við að setja Kabarett á svið.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við erum búin að halda spunanámskeið og spunakvöldvöku. Einnig tókum við þátt í Leiktu betur 8. nóvember s.l. þar sem lið MA varð í öðru sæti.

Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Við gerðum rosalega mikið úr prufunum fyrir Kabarett sem við munum setja á svið eftir áramót. Þetta voru opnar prufur en það hefur ekki verið gert áður.

Veistu hvaða ár LMA sýndi sitt fyrsta leikrit? Elstu upplýsingar sem ég hef eru frá árinu 1937. Þá var verkið Andbýlingarnir sett á svið og Árni Jónsson leikstýrði.

Ef þú mættir velja, hjá hvaða íslenska leikara myndir þú sofa hjá? Úff, þetta er erfitt en ég held að ég myndi segja Hilmi Snæ.

Myndir þú ráða Paris Hilton í uppfærslu LMA? Nei, alls ekki! Hver er þinn uppáhaldsleikari? Ég veit það ekki, enginn sérstakur.

Stefnir þú á nám tengt leiklist? Það er aldrei að vita, ekkert ákveðið.

Félagakynning

ÍMA

LMA

Page 11: Muninn haust 2008

Ást við fyrstu sýn Egils Malt og Aappelsín

ÍMAAðalbjörn Hannesson Aðalbjörn Hannesson úr 3. X er formaður Íþróttafélags MA (ÍMA). Hann hefur verið formaður ÍMA í tvö ár og þar áður sat hann í stjórn félagsins sem fulltrúi 1. bekkjar. Hann svaraði fáeinum spurningum fyrir okkur um starfsemi félagsins og fleira.

Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram sem formann ÍMA? Það gekk mjög vel að vera í stjórninni í 1. bekk og mér finnst gaman að hafa áhrif á félagslíf skólans.

Hverjir sitja með þér í stjórn ÍMA? Arna Sif 1.G, Guðmundur 3. F og Sesselja 3.U.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við héldum bandýmót í byrjun október en þar bar 3. X sigur úr býtum. Svo héldum við fótboltamót í byrjun desember þar sem 1.G vann í strákaflokki og 3.U vann í stelpuflokki.

Hvað er á döfinni? Það verður blakmót eftir áramót. Þar munu úrslit ráðast í bekkjarkeppninni um Íþróttameistara skólans.

Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Það er ekki planið en það er aldrei að vita!

Veistu hvaða ár ÍMA var stofnað? Ekki hugmynd!

Hver er tilgangur félagsins? Hann er að efla íþróttalíf innan skólans.

Hver vinnur Íþróttameistarann í ár? Mér finnst mjög líklegt að 3. X taki þetta.

Ertu að æfa einhverja íþrótt? Já, ég er að æfa fótbolta með KA.

Af hverju vildir þú ekki vera nakinn í myndatökunni fyrir ÍMA? Af því að mér finnst mjög asnalegt að vera nakinn í myndatöku!

Ef þú mættir velja (hvorugt er ekki valmöguleiki) hvort myndir þú sofa hjá Bjarna eða Siguróla? Ég myndi velja Siguróla.

Pálína Dagný Guðnadóttir Pálína Dagný Guðnadóttir, eða Pála eins og hún er oftast kölluð, úr 4. F er formaður Leikfélags MA. Þetta er hennar fyrsta ár sem formaður LMA en hún hefur tekið þátt í starfsemi LMA öll árin sem hún hefur stundað nám við skólann. Í fyrsta bekk sá hún um hárgreiðsluna, í öðrum bekk lék hún álf í Draumi á Jónsmessunótt og í þriðja bekk lék hún Hörpu Sjöfn í árshátíðaratriðinu. Pála svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur um starfsemi félagsins og fleira.

Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram sem formann LMA? Ég er með nýjar hugmyndir fyrir félagið og mig langaði að gera eitthvað fyrir félagslíf skólans.

Hverjir sitja með þér í stjórn LMA? Axel Ingi konsertmeistari, Gréta Kristín, sem allir ættu að þekkja úr Morfís, Elva Rún sem er með mér í 4. F og Sólveig úr 2. H.

Hvað er á döfinni? Við erum að taka þátt í Leiktu betur. Fyrir þá keppni héldum við spunanámskeið og spunakvöldvöku, en á þeirri kvöldvöku var ákveðið hverjir myndu keppa fyrir hönd MA í Leiktu betur. Einnig ætlum við að vera með flott árshátíðaratriði og eftir áramót ætlum við að setja Kabarett á svið.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við erum búin að halda spunanámskeið og spunakvöldvöku. Einnig tókum við þátt í Leiktu betur 8. nóvember s.l. þar sem lið MA varð í öðru sæti.

Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Við gerðum rosalega mikið úr prufunum fyrir Kabarett sem við munum setja á svið eftir áramót. Þetta voru opnar prufur en það hefur ekki verið gert áður.

Veistu hvaða ár LMA sýndi sitt fyrsta leikrit? Elstu upplýsingar sem ég hef eru frá árinu 1937. Þá var verkið Andbýlingarnir sett á svið og Árni Jónsson leikstýrði.

Ef þú mættir velja, hjá hvaða íslenska leikara myndir þú sofa hjá? Úff, þetta er erfitt en ég held að ég myndi segja Hilmi Snæ.

Myndir þú ráða Paris Hilton í uppfærslu LMA? Nei, alls ekki! Hver er þinn uppáhaldsleikari? Ég veit það ekki, enginn sérstakur.

Stefnir þú á nám tengt leiklist? Það er aldrei að vita, ekkert ákveðið.

Félagakynning

ÍMA

LMA

Page 12: Muninn haust 2008

Egill Logi Jónasson Egill Logi Jónasson úr 4. AB er formaður Tónlistarfélags MA. Þetta er fyrsta árið sem Egill Logi er formaður TóMA. Við spurðum hann nokkurra spurninga um starfsemi félagsins og fleira.

Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram sem formann TóMA? Það var enginn búinn að bjóða sig fram og mér fannst töff að vera formaður. Mig langaði líka að gera eitthvað skapandi fyrir skólann þar sem þetta er nú síðasta árið mitt í skólanum.

Hverjir sitja með þér í stjórn félagsins? Fulltrúi 1. bekkjar er Almar Daði Kristjánsson, fulltrúi 2. bekkjar er Jón Már Ásbjörnsson, fulltrúi 3. bekkjar er Ninna Rún Pálmadóttir og fulltrúi 4. bekkjar er Elín Rún Birgisdóttir.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Það vantar ennþá dagsetningu fyrir kvöldvökuna en vonandi tekst að halda hana fyrir útgáfu blaðsins.

Hvað er á döfinni? Það stendur til að hafa TóMA kvöldvöku, við myndum láta kosta

örlítið inn til að safna pening. Af því að það gengur svo illa að safna núna út af ástandinu. Hljómsveitakeppnir yrðu svo í framhaldinu ef að vel tekst að safna pening.

Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Já, ef ég held Stiðarvauk þá er mögulegt að hann verði haldinn í Gamla salnum til að hafa smá krútt og notalegheit.

Veistu hvaða ár TóMa var stofnað? Pff, nei!

Æfir þú á eitthvert hljóðfæri? Ef svo er, hvaða? Já, ég æfi á rafbassa.

Ef þú gætir fengið hvaða hljómsveit sem er til að spila í kvosinni, hver yrði fyrir valinu? Hmm, ætli ég myndi ekki velja The Stooges.

Tónlistasmekkur? Uppáhaldshljómsveit? Það er nú svo margt. Til dæmis 80‘s og 60‘s tónlist, popp pönk, proto-ponk, Zombies, Gang of four og fleira.

Sindri Geir Óskarsson Sindri Geir Óskarsson úr 3. G er formaður félags áhugaljósmyndara í MA. Þetta er fyrsta árið hans sem formaður, reyndar er hann fyrsti formaður félagsins í einhver ár. Við spurðum hann nokkurra spurninga um starfsemi félagsins og fleira.

Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram í formannsstöðuna? Ég var mjög bitur í fyrra af því að það var ekkert að gerast í félaginu. Þannig að ég ákvað að gera eitthvað mikið í ár. Í fyrra

var 50 ára afmæli félagsins og þá var ekkert í gangi þannig að við ætlum að bæta fyrir það núna og halda t.d. ljósmyndasýningu.

Hverjir sitja með þér í stjórn félagsins? Jóhanna Stefánsdóttir varaformaður, Krista Björk, Helga Margrét og Axel.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við erum búin að halda námskeið fyrir byrjendur og síðan verður ljósmyndaferð í lok nóvember.

Hvað er á döfinni?

Já, það eru alla vega tvö námsskeið á vorönn og vonandi þrjár ljósmyndaferðir. Dæmi um ljósmyndaferð er að mig langar að fara með krökkum og skoða norðurljósin, kenna þeim að taka myndir af norðurljósunum. Einnig stefnum við á að halda ljósmyndasýningu á ganginum á milli Gamla skólans og Hóla.

Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Allt sem fyrr hefur verið nefnt.

Veistu hvenær FálMA var stofnað? Já, það var 1967.

Er nauðsynlegt að eiga flotta myndavél til að vera meðtekinn í FálMA?

Alls ekki, það eru sumir með rosalega flottar myndavélar en aðrir eru með venjulegar. Þannig að það skipir engu máli.

Hvernig tekur fólk því þegar þú mætir með myndavélina? Forðar það sér eða pósar? Það er rosalega mismunandi. Stundum þarf maður að biðja fólk um að vera rólegt en yfirleitt er það ekkert mál.

Karen Jóhannsdóttir Karen Jóhannsdóttir úr 4. AB er formaður dansfélags MA, PríMA ásamt Brinu Bolladóttur. Þetta er fyrsta árið hennar sem formaður félagsins. Áður en hún varð formaður þá sat hún í stjórn félagsins í öðrum og þriðja bekk. Við spurðum hana nokkurra spurninga um starfsemi félagsins og fleira.

Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram sem formann? Ég er búin að vera í þessu félagi síðan ég byrjaði í skólanum og mér finnst þetta mjög gaman.

Hverjir sitja með þér í stjórn félagsins? Birna Bolladóttir, Sesselja Sigurðardóttir, Elva Friðjónsdóttir og Líneik Þóra Jónsdóttir.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við sýndum á félagakynningunni og á kvöldvöku. Við vorum einnig með veglegt árshátíðaratriði.

Hvað er á döfinni? Það verður örugglega breiknámskeið og svo verður stór atburður á næstu önn. Við ætlum að halda fyrstu freestyle keppnina sem hefur verið haldin utan höfuðborgarsvæðisins.

Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Já, freestyle keppnina.

Veistu hvenær PríMA var stofnað? Ekki hugmynd, en það er alla vega 11 ára gamalt.

Fyrir hvað stendur PríMA? EKKI prímadonnur í MA. Príma þýðir aðaldansari á einhverju tungumáli og við höldum að þaðan komi nafnið, við erum samt ekki alveg vissar.

Ertu að æfa dans? Hvar? Já ég er bæði að æfa og kenna í Point Studio.

Hefuru verið að æfa dans lengi? Já ég æfði ballet í mörg ár þegar ég var lítil en ég byrjaði að æfa í Point Studio þegar það var stofnað fyrir þremur árum.

Stefnir þú á frekara nám tengt dansi? Já, samt ekki ákveðið hvaða nám.

Er nauðsynlegt að vera góður dansari til þess að geta skráð sig í PríMA? Alls ekki, engan veginn.

Hver er þinn uppáhaldsdansari? Dan Karaty, hann var alltaf dómari í So you think you can dance.

Heldur þú að So you think you can dance myndi slá í gegn á Íslandi?Nei, engan veginn.

Huginn Ragnarsson og Sigmar Huginn, Sigmar og Björn eru allir í þriðja bekk og stofnuðu félagið SviMA í haust. Okkur fannst tilvalið að taka viðtal við þá til að fræðast meira um þetta nýja félag í MA.

Af hverju stofnuðuð þið félagið SviMA? Af því að okkur langaði að koma með eitthvað nýtt, við vorum komnir með leið á „sketchum“ bara með Jóni Má, gangavörðunum og Sverri Páli. Okkur fannst vanta umfjöllun um félagslífið í skólanum. Það vantaði líka eitthvað gott grill t.d. video með heitum sleikum og svona, en sá draumur hefur ræst.

Hverjir sitja í stjórn SviMA? Við erum eiginlega bara þrír í SviMA, Sigmar, Huginn og Björn. Samt getur fólk sent okkur „sketcha“ til að sýna ef það vill eða komið með hugmyndina og við framkvæmum hana.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við erum búnir að sýna eitt myndband og taka upp fullt af efni sem á eftir að sýna. Einnig erum við með mikið af hugmyndum af „sketchum“ sem á eftir að taka upp. Okkur vantar flugvél til að framkvæma einn „sketch“ en það verður gert þegar við fáum pening, það er bara allt svo erfitt í efnahagsástandinu eins og það er í dag.

Hvað er á döfinni? Formaður Hugins bað okkur um að hafa atriði á kvöldvöku sem á að vera fyrir jól og líka á kvöldvöku sem verður á vorönninni.

Fyrir hvað stendur SviMA? Nafnið kom eiginlega á undan félaginu. Við vorum að rölta og okkur datt í hug að stofna félag sem héti SviMA. Okkur fannst svo svalt að stofna „sketcha“ og Video félag MA, þá var nafnið og félagið komið.

Ætlið þið að vera með myndavélina á lofti í allan vetur til þess að ná einhverjum svæsnum myndum af samnemendum? Já, við reynum það alla vega. Við reynum sérstaklega að vera með myndavélina á uppákomum af ýmsu tagi. Við þurfum samt eiginlega alltaf að vera með hana til að ná augnablikum eins og þegar gellan öskraði á busana og skipaði þeim að þegja í Kvosinni. Við þurfum að eiga svoleiðis á myndbandi en maður getur ekki verið viðbúinn öllu, alltaf. Við værum líka til í að gera raunveruleikaþátt um okkur.

Yfirumsjón: Heiða Berglind Magnúsdóttir

Eftir að þið yfirgefið skólann, haldið þið að einhverjir munu taka við félaginu af ykkur? Við erum að vonast eftir því. Huginn: Mig langar að skilja eitthvað meira eftir mig í þessum skóla heldur en gat á veggnum á milli Gamla skóla og Hóla.

TÓMA

FÁLMA

PRÍMA

SVIMA

Page 13: Muninn haust 2008

Egill Logi Jónasson Egill Logi Jónasson úr 4. AB er formaður Tónlistarfélags MA. Þetta er fyrsta árið sem Egill Logi er formaður TóMA. Við spurðum hann nokkurra spurninga um starfsemi félagsins og fleira.

Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram sem formann TóMA? Það var enginn búinn að bjóða sig fram og mér fannst töff að vera formaður. Mig langaði líka að gera eitthvað skapandi fyrir skólann þar sem þetta er nú síðasta árið mitt í skólanum.

Hverjir sitja með þér í stjórn félagsins? Fulltrúi 1. bekkjar er Almar Daði Kristjánsson, fulltrúi 2. bekkjar er Jón Már Ásbjörnsson, fulltrúi 3. bekkjar er Ninna Rún Pálmadóttir og fulltrúi 4. bekkjar er Elín Rún Birgisdóttir.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Það vantar ennþá dagsetningu fyrir kvöldvökuna en vonandi tekst að halda hana fyrir útgáfu blaðsins.

Hvað er á döfinni? Það stendur til að hafa TóMA kvöldvöku, við myndum láta kosta

örlítið inn til að safna pening. Af því að það gengur svo illa að safna núna út af ástandinu. Hljómsveitakeppnir yrðu svo í framhaldinu ef að vel tekst að safna pening.

Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Já, ef ég held Stiðarvauk þá er mögulegt að hann verði haldinn í Gamla salnum til að hafa smá krútt og notalegheit.

Veistu hvaða ár TóMa var stofnað? Pff, nei!

Æfir þú á eitthvert hljóðfæri? Ef svo er, hvaða? Já, ég æfi á rafbassa.

Ef þú gætir fengið hvaða hljómsveit sem er til að spila í kvosinni, hver yrði fyrir valinu? Hmm, ætli ég myndi ekki velja The Stooges.

Tónlistasmekkur? Uppáhaldshljómsveit? Það er nú svo margt. Til dæmis 80‘s og 60‘s tónlist, popp pönk, proto-ponk, Zombies, Gang of four og fleira.

Sindri Geir Óskarsson Sindri Geir Óskarsson úr 3. G er formaður félags áhugaljósmyndara í MA. Þetta er fyrsta árið hans sem formaður, reyndar er hann fyrsti formaður félagsins í einhver ár. Við spurðum hann nokkurra spurninga um starfsemi félagsins og fleira.

Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram í formannsstöðuna? Ég var mjög bitur í fyrra af því að það var ekkert að gerast í félaginu. Þannig að ég ákvað að gera eitthvað mikið í ár. Í fyrra

var 50 ára afmæli félagsins og þá var ekkert í gangi þannig að við ætlum að bæta fyrir það núna og halda t.d. ljósmyndasýningu.

Hverjir sitja með þér í stjórn félagsins? Jóhanna Stefánsdóttir varaformaður, Krista Björk, Helga Margrét og Axel.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við erum búin að halda námskeið fyrir byrjendur og síðan verður ljósmyndaferð í lok nóvember.

Hvað er á döfinni?

Já, það eru alla vega tvö námsskeið á vorönn og vonandi þrjár ljósmyndaferðir. Dæmi um ljósmyndaferð er að mig langar að fara með krökkum og skoða norðurljósin, kenna þeim að taka myndir af norðurljósunum. Einnig stefnum við á að halda ljósmyndasýningu á ganginum á milli Gamla skólans og Hóla.

Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Allt sem fyrr hefur verið nefnt.

Veistu hvenær FálMA var stofnað? Já, það var 1967.

Er nauðsynlegt að eiga flotta myndavél til að vera meðtekinn í FálMA?

Alls ekki, það eru sumir með rosalega flottar myndavélar en aðrir eru með venjulegar. Þannig að það skipir engu máli.

Hvernig tekur fólk því þegar þú mætir með myndavélina? Forðar það sér eða pósar? Það er rosalega mismunandi. Stundum þarf maður að biðja fólk um að vera rólegt en yfirleitt er það ekkert mál.

Karen Jóhannsdóttir Karen Jóhannsdóttir úr 4. AB er formaður dansfélags MA, PríMA ásamt Brinu Bolladóttur. Þetta er fyrsta árið hennar sem formaður félagsins. Áður en hún varð formaður þá sat hún í stjórn félagsins í öðrum og þriðja bekk. Við spurðum hana nokkurra spurninga um starfsemi félagsins og fleira.

Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram sem formann? Ég er búin að vera í þessu félagi síðan ég byrjaði í skólanum og mér finnst þetta mjög gaman.

Hverjir sitja með þér í stjórn félagsins? Birna Bolladóttir, Sesselja Sigurðardóttir, Elva Friðjónsdóttir og Líneik Þóra Jónsdóttir.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við sýndum á félagakynningunni og á kvöldvöku. Við vorum einnig með veglegt árshátíðaratriði.

Hvað er á döfinni? Það verður örugglega breiknámskeið og svo verður stór atburður á næstu önn. Við ætlum að halda fyrstu freestyle keppnina sem hefur verið haldin utan höfuðborgarsvæðisins.

Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Já, freestyle keppnina.

Veistu hvenær PríMA var stofnað? Ekki hugmynd, en það er alla vega 11 ára gamalt.

Fyrir hvað stendur PríMA? EKKI prímadonnur í MA. Príma þýðir aðaldansari á einhverju tungumáli og við höldum að þaðan komi nafnið, við erum samt ekki alveg vissar.

Ertu að æfa dans? Hvar? Já ég er bæði að æfa og kenna í Point Studio.

Hefuru verið að æfa dans lengi? Já ég æfði ballet í mörg ár þegar ég var lítil en ég byrjaði að æfa í Point Studio þegar það var stofnað fyrir þremur árum.

Stefnir þú á frekara nám tengt dansi? Já, samt ekki ákveðið hvaða nám.

Er nauðsynlegt að vera góður dansari til þess að geta skráð sig í PríMA? Alls ekki, engan veginn.

Hver er þinn uppáhaldsdansari? Dan Karaty, hann var alltaf dómari í So you think you can dance.

Heldur þú að So you think you can dance myndi slá í gegn á Íslandi?Nei, engan veginn.

Huginn Ragnarsson og Sigmar Huginn, Sigmar og Björn eru allir í þriðja bekk og stofnuðu félagið SviMA í haust. Okkur fannst tilvalið að taka viðtal við þá til að fræðast meira um þetta nýja félag í MA.

Af hverju stofnuðuð þið félagið SviMA? Af því að okkur langaði að koma með eitthvað nýtt, við vorum komnir með leið á „sketchum“ bara með Jóni Má, gangavörðunum og Sverri Páli. Okkur fannst vanta umfjöllun um félagslífið í skólanum. Það vantaði líka eitthvað gott grill t.d. video með heitum sleikum og svona, en sá draumur hefur ræst.

Hverjir sitja í stjórn SviMA? Við erum eiginlega bara þrír í SviMA, Sigmar, Huginn og Björn. Samt getur fólk sent okkur „sketcha“ til að sýna ef það vill eða komið með hugmyndina og við framkvæmum hana.

Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við erum búnir að sýna eitt myndband og taka upp fullt af efni sem á eftir að sýna. Einnig erum við með mikið af hugmyndum af „sketchum“ sem á eftir að taka upp. Okkur vantar flugvél til að framkvæma einn „sketch“ en það verður gert þegar við fáum pening, það er bara allt svo erfitt í efnahagsástandinu eins og það er í dag.

Hvað er á döfinni? Formaður Hugins bað okkur um að hafa atriði á kvöldvöku sem á að vera fyrir jól og líka á kvöldvöku sem verður á vorönninni.

Fyrir hvað stendur SviMA? Nafnið kom eiginlega á undan félaginu. Við vorum að rölta og okkur datt í hug að stofna félag sem héti SviMA. Okkur fannst svo svalt að stofna „sketcha“ og Video félag MA, þá var nafnið og félagið komið.

Ætlið þið að vera með myndavélina á lofti í allan vetur til þess að ná einhverjum svæsnum myndum af samnemendum? Já, við reynum það alla vega. Við reynum sérstaklega að vera með myndavélina á uppákomum af ýmsu tagi. Við þurfum samt eiginlega alltaf að vera með hana til að ná augnablikum eins og þegar gellan öskraði á busana og skipaði þeim að þegja í Kvosinni. Við þurfum að eiga svoleiðis á myndbandi en maður getur ekki verið viðbúinn öllu, alltaf. Við værum líka til í að gera raunveruleikaþátt um okkur.

Yfirumsjón: Heiða Berglind Magnúsdóttir

Eftir að þið yfirgefið skólann, haldið þið að einhverjir munu taka við félaginu af ykkur? Við erum að vonast eftir því. Huginn: Mig langar að skilja eitthvað meira eftir mig í þessum skóla heldur en gat á veggnum á milli Gamla skóla og Hóla.

TÓMA

FÁLMA

PRÍMA

SVIMA

Page 14: Muninn haust 2008

14

PLÖTUGAGNRÝNI Nýjasta plata Emiliönu Torrini er ótrúlega þægileg og falleg. Það má segja að með henni blandi Emiliana saman mörgum af þeim mismunandi tónlistarstefnum sem hún hefur fylgt á fyrri plötum sínum. Hún prófar sig áfram með popp og raftónlist líkt og í Love in the Time of Science og á plötunni eru líka róleg og ljúf kassagítarslög sem svipa til laganna Fisherman’s Woman. Auk þess eru þar hress reggískotin lög, jazz og blús. Fjölbreytni plötunnar er því rosalega mikil, og framförin frá fyrri plötum, en flutningur laganna er í heild sinni góður og rödd Emiliönu nýtur sín einstaklega vel í öllum lögunum. Textarnir eru vel gerðir og skýrir. Þeir fjalla mikið um ástina og náttúruna, en verða aldrei væmnir heldur einfaldlega ljúfir og einlægir. Mér finnst snilld í hvaða röð lögin eru, því það má segja að hún breyti um stefnu í hverju lagi svo það er aldrei hægt að giska á hvað kemur næst. Mjög skemmtilegt. Með þessari plötu er Emiliana ekki að festa sig í sessi sem tónlistarkona einnar vissrar tegundar, heldur sannar það að hún getur gert hvað sem hana langar til að gera.Hún fær heila fjóra banana frá mér. Guðrún Veturliðadóttir

Hún er með yndislega rödd og þessi plata er frábær. Lögin eru ólík, en samt eiga þau vel saman. Þau eru mjög vel samin og nánast óaðfinnanlega upp byggð. Tilraunirnar á plötunni eru snilld, hún leikur sér mikið með svolítið djarfan blúsgítar, oft mikið hljóðbreyttan og bætir svo electro áhrifum inn í það. Ekki er heldur langt í reggiið á köflum. Síðan er líkast því að Pink Floyd séu bara mættir í miðju lagsins “Birds”. Stefán Þór myndi ekki fúlsa við því. Plata sem nær því að vera tilraunakennd, samheldin, fjölbreytt og nýstárleg allt í senn. Fjórir bananar. Egill Örn Eiríksson

Emilíana festir sig í sessi sem ein fremsta söngkona Íslands með þessari plötu en á henni fer hún nýjar leiðir í sinni sköpun og er hún talsvert frábrugðin seinustu plötu. Me and Armini er heilsteypt plata, létt og þægileg og rödd Emilíönu stemmir vel við rólegan undirleikinn. Platan er einnig talsvert útvarpsvæn og kæmi mér það alls ekki á óvart að heyra lög eins og Fireheads og Big Jumps á öldum ljósvakans. 4/5 Dagur Bollason

Emilíana hefur aldrei verið neitt sérstaklega í uppáhaldi hjá mér, hún var bara einn af þessum stóru íslensku tónlistarmönnum sem voru að “meikaða” úti í heimi. Þangað til núna. Hún er með alveg ótrúlega fallega og þægilega rödd og tónlistarsköpunin er greinilega ódrepandi, textarnir eru þá einnig alveg rosalega flottir. Þetta er rosalega góð tjill plata og þægileg hlustunar. Emilíana er glæsileg tónlistarkona og Me and Armini er alveg stórgóð plata.4 bananar. Hulda Hólmkelsdóttir

Bestu lögin:FireheadsBirdsBig Jumps

Emilia Torrini - My and Armini

Celestine - This Home Celestine er ung, íslensk þungarokksveit sem spilar einhvers konar blöndu af Sludge og Metalcore af gamla skólanum, gjarnan er sú stefna nefnd Post-Metal. Þeir sækja áhrif sín til sveita eins og Neurosis, Isis og Cult of Luna og eru því þyngslin í tónlist Celestine gríðarleg. Platan, sem er önnur útgáfa Celestine á árinu, byrjar af krafti og gefur manni strax til kynna hvað koma skal. Níðþung riff og brjálæðislega kraftmiklar trommur toppaðar af einstaklega angistarfullum öskrum söngvarans. Platan líður áfram með ofangreindum áhrifum og er brotin upp með svakalegum breakdown-um þar sem brjálaðar trommurnar fá helst að njóta sín og inngripsöskrum bassaleikarans. Einnig er merkilegt að fylgjast með gítarleikurunum skipta með sér hlutverkum í þungum, mónótónískum drunum og öskrandi hljómum sem kemur ákaflega skemmtilega út. Helstu ókostir This Home Will Be Our Grave er hversu mónótónísk hún er á köflum og hljóðgæðin eru ekki frábær og þar af leiðandi fær þunginn ekki að njóta sín eins mikið og hann ætti að gera, einnig er svekkjandi að Celestine nær ekki alveg að grípa þéttleikann og geðveikina sem fylgir þeim á sviði.4/5 Dagur Bollason

Þungt og angistarfullt. Maður fær nánast köfnunartilfinningu við að hlusta á skerandi orgið í Axeli söngvara. Ég elska gítarinn á þessari plötu. Það er augljóst að þessir kauðar koma úr hardcore tónlistinni þar sem gítarinn er hrár og brútal og bilið milli hljóma og “hljómleysu” er oft þungamiðja riffanna. Hljómblöndun plötunnar er dálítið undarleg og heldur flatari en á síðustu plötu þeirra. Kannski notast þeir við það í bland við áferð tónlistarinnar sjálfrar til að ná upp meiri hardcore effect í allt saman, ég veit það ekki, það eina sem ég veit er að platan lemur mann í spað og ég fíla það.Þrír og hálfur banani. Egill Örn Eiríksson

Það verður nú seint sagt að þessi plata sé hress.Þetta er ekki það sem mann langar til að hlusta á til að gleðja sig við eftir erfiðan mánudag. Eða þegar maður er að fara að skralla. Því This Home Will Be Our Grave er þung, þung plata og stundum einfaldlega erfið áheyrnar. Öskur söngvarans eru fáránlega grimm og hljóðfæraleikurinn þéttur.Þetta eru allt virkilega færir tónlistarmenn, þótt þeir séu ekki beint að spila auðmeltustu tónlistina. Gítarleikurinn er góður og fjölbreyttur, og þá finnst mér hann flottastur í She Is Queen og Ghost Orchid, sem mér finnst jafnframt vera bestu lögin. Þeir fá tvo og hálfa banana

Guðrún Veturliðadóttir

Ég get nú ekki sagt að þungarokk sé minn bolli af tei, hvað þá þegar það er farið að verða svona rosalega hart. Þetta er rosalega þétt tónlist og eflaust finnst mörgum metalhausnum hún hrein og tær snilld. Gítarleikurinn er mjög góður og ég viðurkenni að þetta eru greinilega rosalegir tónlistarmenn, en fátt annað get ég sagt uppbyggjandi. 2 bananar. Hulda Hólmkelsdóttir

Bestu lögin:Les AutresShe is QueenGhost Orchid

Fjórða plata Kings of Leon er gjörsamlega frábrugðin fyrstu þrem plötunum. Þeir hafa vissulega verið að þróast hægt og rólega úr þessu hressa suðurríkjarokki en þessi plata er stórt stökk. Þeir eru farnir meira út í indie og gítarsándið fær aðeins að taka baksætið fyrir söngmelódíum Calebs Followill. Caleb er að mínu mati einn af bestu söngvurum tónlistarbransans og röddin hans er alveg einstök. Mér finnst alveg einstaklega skemmtilegt hvað hún fær að njóta sín vel. Textarnir eru eins og fyrri daginn frábærir. Lögin eru ef til vill orðin aðeins stærri. Bakraddir og gítareffektar gefa þeim aðeins meiri vídd. Það eru fáir tónlistarmenn sem þora að taka svona stórt stökk á milli diska og fá KOL mikið props fyrir það frá mér. Mér finnst Kings of Leon ein af bestu hljómsveitum heims í dag.3.5 bananar. Hulda Hólmkelsdóttir

Kings of Leon - Only By the Night

Þessi plata er öðruvisi en aðrar KOL plötur. Hún er í raun stærra stökk áfram heldur en stökkin milli fyrri platna þeirra og hefur fyrir vikið annað og e.t.v. meira að bjóða, en í staðinn eru Kings of Leon ekki lengur hresst og flippað suðurríkjasveitaballaband, heldur alvarlegir tónlistarmenn sem búa til mun flóknari tónlist sem er einnig svolítið “gloomy”. Þetta kann að verða til þess að sumir segi skilið við þá en ég verð að segja að lögin á plötunni heilla mig á ákveðinn hátt, jafnvel þótt að ég sakni gömlu sveitastrákanna minna.Þrír og hálfur bananiUppáhalds lög: Closer, I Want You, Be Somebody Egill Örn Eiríksson

Fjórða plata einnar fremstu rokksveitar heimsins nú um mundir er komin út og ber hún nafnið Only By The Night. Fljótlega heyrir maður hvað koma skal á plötunni en minna er um gítardrifið rokk heldur er hún lágstemmdari og rólegri og er gert meira út á söngmelódíur frekar en þær á gítarinn. Ekki finnst mér það takast nógu vel og ég sakna kröftugra gítarsándsins og platan líður hjá án þess að skilja neitt alltof mikið eftir sig, Kings of Leon eru að taka stefnu sem aðrar hljómsveitir gera bara miklu betur. Þó eru nokkur góð lög á plötunni en Sex On Fire, 17 og Revelry standa þar helst uppúr.2/5 Dagur Bollason

Kings of Leon taka stórum breytingum við hverja nýja plötu, og mér finnst sú breyting sem þeir hafa tekið með Only By The Night vera sú stærsta hingað til. Þeir segja skilið við einfaldar og ærslafullar lagasmíðar, sem einkenna fyrri plötur þeirra að stórum hluta, og snúa sér að rólegri og flóknari lögum.Platan í heild sinni hljómar mjög vel, lögin eru vönduð og flott og söngur Calebs Followill er svakalega flottur. En þrátt fyrir það finnst mér þeir missa kraftinn ansi mikið, og þá sérstöðu sem þeir höfðu áður skapað sér í hressum lögum með gítarinn í aðalhlutverki.Þrír bananar á þá. Guðrún Veturliðadóttir

Bestu lögin:Sex On FireRevelryI Want You

Eagles of Death Metal finna ekki upp hjólið... enda spila þeir á hljóðfæri. Nýjasta plata þeirra, Heart On, er engin undantekning. Tónlistin á henni, líkt og á tveimur fyrri plötum sveitarinnar, einkennist af gömlum, klassískum rokkabillíhugmyndum í nýlegri búningi. Er eitthvað gaman að svoleiðis endurtekningum og bulli? Já. Það er nefnilega þannig að Eagles of Death Metal spila gamaldags rokk og ról sem svipar mjög til hins kynóða og ástsjúka rokks sem var við lýði í gamla daga, meira að segja með öllum sömu “slísí” og “dörtí” töktunum, svo maður noti nú enskuna. En þeir gera það ekki af fullri alvöru. Þeir gera það af léttleika og húmor og miða frekar að því að gera góðlátlegt gys að gömlu rokkhundunum sem sungu um villtar meyjar og vín. Plötuheitið sjálft gefur þetta til kynna, hugtakið “Heart On” er sambland af “Heart” og “Hard On”, sem væri hægt að þýða sem “Standhjarta” eða “Hjartris”... eða jafnvel “Hjartabóner” hehe. Tónlistin er einfaldlega gamalt og gott, röff og subbulegt rokkabillí. Tónlist sem vel mætti hlusta á við gleðskap eða þegar maður keyrir um göturnar og ullar á fólk út um bílrúðuna. Hress gítarleikurinn er catchy og oft skemmtilega tilraunakenndur og á stóran þátt í heildarhljóm plötunnar. Trommurnar eru hráar og taktarnir oftast einfaldir “balls out” rokk taktar. Síðast en ekki síst ber að nefna kynæsandi rödd Jesse James, söngvara. Allt gott er um þessa plötu að segja, svo lengi sem hún er aðallega notuð til hreinnar, hugsunarlausrar skemmtunnar. Þrír bananar Egill Örn Eiríksson

Eagles of Death Metal eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni áður með sína þriðju plötu. Yfirvaraskegg, þröngar buxur og sólgleraugu, þessir menn vita nákvæmlega hvað þeir vilja og ná því alveg fullkomlega fram í sveittu greddurokki sínu. Eins og gefur að skilja er platan einstaklega hress og tilvalin til að skella á fóninn til að koma sér í gírinn á föstudagskvöldi, þó er platan merkilega fjölbreytt og heyrir maður snert úr eyðimerkurrokki, þungarokki og jafnvel diskói á stöðum sem gerir það að verkum að platan verður ákaflega skemmtilegur og dansvænn kokteill. EoDM eiga það þó til að missa sig í gleðinni og gítareffektunum og verður þá stundum aðeins of mikið.3/5 Dagur Bollason

Það er alltaf gaman þegar hljómsveitir komast upp með það að leika sér að tónlistinni sinni og það er nákvæmlega það sem Eagles of Death Metal eru snillingar í.Húmorinn skín í gegn á allri plötunni og þeir semja góða og grípandi tónlist. Að vísu eru þeir að gera hluti sem hafa flestallir verið gerðir margoft áður, svo frumleikinn er ekki mikill. En það skemmtilega við það er að frumleikinn er ekkert markmið í sjálfu sér, og það er ansi augljóst í gegnum lögin og textana. Markmiðið virðist frekar vera að hafa gaman og gera hressa tónlist, og það tekst þeim virkilega vel.Þrír bananar á þessa kalla. Guðrún Veturliðadóttir

Það er alltaf gaman að stuðrokki, sérstaklega ef Josh Homme kemur nálægt því. Hressleikinn og húmorinn er í hámarki og þetta er bara ansi góð ”fíl-gúd” rokk plata. Fín til að rúnta við, dansa við eða hanga við. 3 bananar Hulda Hólmkelsdóttir

Eagles Of Death Metal – Heart On

Bestu lögin:High VoltageSectret PlansHeart On

Page 15: Muninn haust 2008

15

PLÖTUGAGNRÝNI Nýjasta plata Emiliönu Torrini er ótrúlega þægileg og falleg. Það má segja að með henni blandi Emiliana saman mörgum af þeim mismunandi tónlistarstefnum sem hún hefur fylgt á fyrri plötum sínum. Hún prófar sig áfram með popp og raftónlist líkt og í Love in the Time of Science og á plötunni eru líka róleg og ljúf kassagítarslög sem svipa til laganna Fisherman’s Woman. Auk þess eru þar hress reggískotin lög, jazz og blús. Fjölbreytni plötunnar er því rosalega mikil, og framförin frá fyrri plötum, en flutningur laganna er í heild sinni góður og rödd Emiliönu nýtur sín einstaklega vel í öllum lögunum. Textarnir eru vel gerðir og skýrir. Þeir fjalla mikið um ástina og náttúruna, en verða aldrei væmnir heldur einfaldlega ljúfir og einlægir. Mér finnst snilld í hvaða röð lögin eru, því það má segja að hún breyti um stefnu í hverju lagi svo það er aldrei hægt að giska á hvað kemur næst. Mjög skemmtilegt. Með þessari plötu er Emiliana ekki að festa sig í sessi sem tónlistarkona einnar vissrar tegundar, heldur sannar það að hún getur gert hvað sem hana langar til að gera.Hún fær heila fjóra banana frá mér. Guðrún Veturliðadóttir

Hún er með yndislega rödd og þessi plata er frábær. Lögin eru ólík, en samt eiga þau vel saman. Þau eru mjög vel samin og nánast óaðfinnanlega upp byggð. Tilraunirnar á plötunni eru snilld, hún leikur sér mikið með svolítið djarfan blúsgítar, oft mikið hljóðbreyttan og bætir svo electro áhrifum inn í það. Ekki er heldur langt í reggiið á köflum. Síðan er líkast því að Pink Floyd séu bara mættir í miðju lagsins “Birds”. Stefán Þór myndi ekki fúlsa við því. Plata sem nær því að vera tilraunakennd, samheldin, fjölbreytt og nýstárleg allt í senn. Fjórir bananar. Egill Örn Eiríksson

Emilíana festir sig í sessi sem ein fremsta söngkona Íslands með þessari plötu en á henni fer hún nýjar leiðir í sinni sköpun og er hún talsvert frábrugðin seinustu plötu. Me and Armini er heilsteypt plata, létt og þægileg og rödd Emilíönu stemmir vel við rólegan undirleikinn. Platan er einnig talsvert útvarpsvæn og kæmi mér það alls ekki á óvart að heyra lög eins og Fireheads og Big Jumps á öldum ljósvakans. 4/5 Dagur Bollason

Emilíana hefur aldrei verið neitt sérstaklega í uppáhaldi hjá mér, hún var bara einn af þessum stóru íslensku tónlistarmönnum sem voru að “meikaða” úti í heimi. Þangað til núna. Hún er með alveg ótrúlega fallega og þægilega rödd og tónlistarsköpunin er greinilega ódrepandi, textarnir eru þá einnig alveg rosalega flottir. Þetta er rosalega góð tjill plata og þægileg hlustunar. Emilíana er glæsileg tónlistarkona og Me and Armini er alveg stórgóð plata.4 bananar. Hulda Hólmkelsdóttir

Bestu lögin:FireheadsBirdsBig Jumps

Emilia Torrini - My and Armini

Celestine - This Home Celestine er ung, íslensk þungarokksveit sem spilar einhvers konar blöndu af Sludge og Metalcore af gamla skólanum, gjarnan er sú stefna nefnd Post-Metal. Þeir sækja áhrif sín til sveita eins og Neurosis, Isis og Cult of Luna og eru því þyngslin í tónlist Celestine gríðarleg. Platan, sem er önnur útgáfa Celestine á árinu, byrjar af krafti og gefur manni strax til kynna hvað koma skal. Níðþung riff og brjálæðislega kraftmiklar trommur toppaðar af einstaklega angistarfullum öskrum söngvarans. Platan líður áfram með ofangreindum áhrifum og er brotin upp með svakalegum breakdown-um þar sem brjálaðar trommurnar fá helst að njóta sín og inngripsöskrum bassaleikarans. Einnig er merkilegt að fylgjast með gítarleikurunum skipta með sér hlutverkum í þungum, mónótónískum drunum og öskrandi hljómum sem kemur ákaflega skemmtilega út. Helstu ókostir This Home Will Be Our Grave er hversu mónótónísk hún er á köflum og hljóðgæðin eru ekki frábær og þar af leiðandi fær þunginn ekki að njóta sín eins mikið og hann ætti að gera, einnig er svekkjandi að Celestine nær ekki alveg að grípa þéttleikann og geðveikina sem fylgir þeim á sviði.4/5 Dagur Bollason

Þungt og angistarfullt. Maður fær nánast köfnunartilfinningu við að hlusta á skerandi orgið í Axeli söngvara. Ég elska gítarinn á þessari plötu. Það er augljóst að þessir kauðar koma úr hardcore tónlistinni þar sem gítarinn er hrár og brútal og bilið milli hljóma og “hljómleysu” er oft þungamiðja riffanna. Hljómblöndun plötunnar er dálítið undarleg og heldur flatari en á síðustu plötu þeirra. Kannski notast þeir við það í bland við áferð tónlistarinnar sjálfrar til að ná upp meiri hardcore effect í allt saman, ég veit það ekki, það eina sem ég veit er að platan lemur mann í spað og ég fíla það.Þrír og hálfur banani. Egill Örn Eiríksson

Það verður nú seint sagt að þessi plata sé hress.Þetta er ekki það sem mann langar til að hlusta á til að gleðja sig við eftir erfiðan mánudag. Eða þegar maður er að fara að skralla. Því This Home Will Be Our Grave er þung, þung plata og stundum einfaldlega erfið áheyrnar. Öskur söngvarans eru fáránlega grimm og hljóðfæraleikurinn þéttur.Þetta eru allt virkilega færir tónlistarmenn, þótt þeir séu ekki beint að spila auðmeltustu tónlistina. Gítarleikurinn er góður og fjölbreyttur, og þá finnst mér hann flottastur í She Is Queen og Ghost Orchid, sem mér finnst jafnframt vera bestu lögin. Þeir fá tvo og hálfa banana

Guðrún Veturliðadóttir

Ég get nú ekki sagt að þungarokk sé minn bolli af tei, hvað þá þegar það er farið að verða svona rosalega hart. Þetta er rosalega þétt tónlist og eflaust finnst mörgum metalhausnum hún hrein og tær snilld. Gítarleikurinn er mjög góður og ég viðurkenni að þetta eru greinilega rosalegir tónlistarmenn, en fátt annað get ég sagt uppbyggjandi. 2 bananar. Hulda Hólmkelsdóttir

Bestu lögin:Les AutresShe is QueenGhost Orchid

Fjórða plata Kings of Leon er gjörsamlega frábrugðin fyrstu þrem plötunum. Þeir hafa vissulega verið að þróast hægt og rólega úr þessu hressa suðurríkjarokki en þessi plata er stórt stökk. Þeir eru farnir meira út í indie og gítarsándið fær aðeins að taka baksætið fyrir söngmelódíum Calebs Followill. Caleb er að mínu mati einn af bestu söngvurum tónlistarbransans og röddin hans er alveg einstök. Mér finnst alveg einstaklega skemmtilegt hvað hún fær að njóta sín vel. Textarnir eru eins og fyrri daginn frábærir. Lögin eru ef til vill orðin aðeins stærri. Bakraddir og gítareffektar gefa þeim aðeins meiri vídd. Það eru fáir tónlistarmenn sem þora að taka svona stórt stökk á milli diska og fá KOL mikið props fyrir það frá mér. Mér finnst Kings of Leon ein af bestu hljómsveitum heims í dag.3.5 bananar. Hulda Hólmkelsdóttir

Kings of Leon - Only By the Night

Þessi plata er öðruvisi en aðrar KOL plötur. Hún er í raun stærra stökk áfram heldur en stökkin milli fyrri platna þeirra og hefur fyrir vikið annað og e.t.v. meira að bjóða, en í staðinn eru Kings of Leon ekki lengur hresst og flippað suðurríkjasveitaballaband, heldur alvarlegir tónlistarmenn sem búa til mun flóknari tónlist sem er einnig svolítið “gloomy”. Þetta kann að verða til þess að sumir segi skilið við þá en ég verð að segja að lögin á plötunni heilla mig á ákveðinn hátt, jafnvel þótt að ég sakni gömlu sveitastrákanna minna.Þrír og hálfur bananiUppáhalds lög: Closer, I Want You, Be Somebody Egill Örn Eiríksson

Fjórða plata einnar fremstu rokksveitar heimsins nú um mundir er komin út og ber hún nafnið Only By The Night. Fljótlega heyrir maður hvað koma skal á plötunni en minna er um gítardrifið rokk heldur er hún lágstemmdari og rólegri og er gert meira út á söngmelódíur frekar en þær á gítarinn. Ekki finnst mér það takast nógu vel og ég sakna kröftugra gítarsándsins og platan líður hjá án þess að skilja neitt alltof mikið eftir sig, Kings of Leon eru að taka stefnu sem aðrar hljómsveitir gera bara miklu betur. Þó eru nokkur góð lög á plötunni en Sex On Fire, 17 og Revelry standa þar helst uppúr.2/5 Dagur Bollason

Kings of Leon taka stórum breytingum við hverja nýja plötu, og mér finnst sú breyting sem þeir hafa tekið með Only By The Night vera sú stærsta hingað til. Þeir segja skilið við einfaldar og ærslafullar lagasmíðar, sem einkenna fyrri plötur þeirra að stórum hluta, og snúa sér að rólegri og flóknari lögum.Platan í heild sinni hljómar mjög vel, lögin eru vönduð og flott og söngur Calebs Followill er svakalega flottur. En þrátt fyrir það finnst mér þeir missa kraftinn ansi mikið, og þá sérstöðu sem þeir höfðu áður skapað sér í hressum lögum með gítarinn í aðalhlutverki.Þrír bananar á þá. Guðrún Veturliðadóttir

Bestu lögin:Sex On FireRevelryI Want You

Eagles of Death Metal finna ekki upp hjólið... enda spila þeir á hljóðfæri. Nýjasta plata þeirra, Heart On, er engin undantekning. Tónlistin á henni, líkt og á tveimur fyrri plötum sveitarinnar, einkennist af gömlum, klassískum rokkabillíhugmyndum í nýlegri búningi. Er eitthvað gaman að svoleiðis endurtekningum og bulli? Já. Það er nefnilega þannig að Eagles of Death Metal spila gamaldags rokk og ról sem svipar mjög til hins kynóða og ástsjúka rokks sem var við lýði í gamla daga, meira að segja með öllum sömu “slísí” og “dörtí” töktunum, svo maður noti nú enskuna. En þeir gera það ekki af fullri alvöru. Þeir gera það af léttleika og húmor og miða frekar að því að gera góðlátlegt gys að gömlu rokkhundunum sem sungu um villtar meyjar og vín. Plötuheitið sjálft gefur þetta til kynna, hugtakið “Heart On” er sambland af “Heart” og “Hard On”, sem væri hægt að þýða sem “Standhjarta” eða “Hjartris”... eða jafnvel “Hjartabóner” hehe. Tónlistin er einfaldlega gamalt og gott, röff og subbulegt rokkabillí. Tónlist sem vel mætti hlusta á við gleðskap eða þegar maður keyrir um göturnar og ullar á fólk út um bílrúðuna. Hress gítarleikurinn er catchy og oft skemmtilega tilraunakenndur og á stóran þátt í heildarhljóm plötunnar. Trommurnar eru hráar og taktarnir oftast einfaldir “balls out” rokk taktar. Síðast en ekki síst ber að nefna kynæsandi rödd Jesse James, söngvara. Allt gott er um þessa plötu að segja, svo lengi sem hún er aðallega notuð til hreinnar, hugsunarlausrar skemmtunnar. Þrír bananar Egill Örn Eiríksson

Eagles of Death Metal eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni áður með sína þriðju plötu. Yfirvaraskegg, þröngar buxur og sólgleraugu, þessir menn vita nákvæmlega hvað þeir vilja og ná því alveg fullkomlega fram í sveittu greddurokki sínu. Eins og gefur að skilja er platan einstaklega hress og tilvalin til að skella á fóninn til að koma sér í gírinn á föstudagskvöldi, þó er platan merkilega fjölbreytt og heyrir maður snert úr eyðimerkurrokki, þungarokki og jafnvel diskói á stöðum sem gerir það að verkum að platan verður ákaflega skemmtilegur og dansvænn kokteill. EoDM eiga það þó til að missa sig í gleðinni og gítareffektunum og verður þá stundum aðeins of mikið.3/5 Dagur Bollason

Það er alltaf gaman þegar hljómsveitir komast upp með það að leika sér að tónlistinni sinni og það er nákvæmlega það sem Eagles of Death Metal eru snillingar í.Húmorinn skín í gegn á allri plötunni og þeir semja góða og grípandi tónlist. Að vísu eru þeir að gera hluti sem hafa flestallir verið gerðir margoft áður, svo frumleikinn er ekki mikill. En það skemmtilega við það er að frumleikinn er ekkert markmið í sjálfu sér, og það er ansi augljóst í gegnum lögin og textana. Markmiðið virðist frekar vera að hafa gaman og gera hressa tónlist, og það tekst þeim virkilega vel.Þrír bananar á þessa kalla. Guðrún Veturliðadóttir

Það er alltaf gaman að stuðrokki, sérstaklega ef Josh Homme kemur nálægt því. Hressleikinn og húmorinn er í hámarki og þetta er bara ansi góð ”fíl-gúd” rokk plata. Fín til að rúnta við, dansa við eða hanga við. 3 bananar Hulda Hólmkelsdóttir

Eagles Of Death Metal – Heart On

Bestu lögin:High VoltageSectret PlansHeart On

Page 16: Muninn haust 2008

Þrífur þú bílinn þinn sjálf eða lætur þú einhvern annan gera það?

Ég hef aldrei gert það, pabbi gerir það.

Hvenær fórstu síðast í kirkju?

Man ekki , eða jú í giftingu hjá bróðir mínum í sumar.

Hefur þú hitt einhvern frægan?

Ég hef hitt fullt af frægu fólki, t.d. Brad Pitt á flugvellinum í Þýskalandi.

Á skalanum 1-10, hvað myndir þú segja að þú værir góð að keyra?

5, af því að ég bakkaði á í gær.

Ef þú mættir vera formaður hvaða félags sem er, hvaða félag væri það? Hmmm... félag á móti snípstuttum pilsum. Hvort er Hildur Hauks eða Þorlákur meira krútt? Þorlákur, ég dansaði við hann á árshátíðinni. Hver er formaður Tóma?Uuuu...Jón Már?!?

AFS á Íslandi

R A N G Á R V Ö L L U M · P Ó S T H Ó L F 9 0 · 6 0 2 A K U R E Y R I

BUSUN 2008Þetta byrjaði allt með því að ég var rifinn upp úr rúmi sem ég hafði aldrei sofið í áður og ekki nóg með það heldur þá svaf karlmaður nánast nakinn mér við hlið. Ég var lengi að átta mig á því hvar ég var og hvernig ég hefði komist þangað. Eftir að ég náði áttum og fattaði að ég var staddur á Rhodos þá var ég dreginn á fund. Mér skilst að ég hafi í fávitaskap mínum komið mér í stjórn busunar. Í fyrstu bölvaði ég sjálfum mér fyrir of mikið mjókurþamb kvöldið áður en eftir fundinn þegar rætt hafði verið um hvað til stóð að gera við busana okkar þá leið mér strax betur. Þarna sat ég með snillingunum Þóru, Fannari, Pétri, Erlu og Kára. Við ræddum hvað við ættum að gera við þessi busaógeð og hvernig við gætum gert þessa upplifun ógleymanlega. Nasistinn hún Þóra vildi helst bara lóga þeim öllum og segja það gott en hjartagullið hann Pési hélt því fram

að Jón Már myndi eflaust ekki leyfa það. Eftir dágóðar vangaveltur og nokkra fundi, sem náðist þó aldrei 100% mæting á, því þetta var á Rhodos og heilsan ýmist ekki í topp standi eða enginn gat vakið Pésa, þá vorum við komin með ansi góða hugmynd sem allir voru sáttir við. Þegar við komum til Íslands fórum við strax að skipuleggja. Eftir blóð og svita þá náðum við að redda sem flestu og allt gekk vel fyrir utan við það að ég fékk skróp í íþróttum. Nokkrir aumingjar sem ekki vildu hlýða reglunum voru einfaldlega teknir í gegn og plastaðir. Dansarnir voru snilld, þar var 4.AB með rosalega sýningu og rapegríman hans Gússa kom að góðum notum. 4.X var með flottustu búningana að mínu mati en 4.TU var bara svo fallegur að busarnir skiptu eignlega engu máli. Þegar litlu ræpukögglunum var smalað í stíuna þá magnaðist

svitalyktin og dreifðist um allan skólann og busaþefurinn var fastur í viðinum í gamla skóla fram í nóvember. Eftir öskur, læti , réttir og bílaþvott þá voru þau vígð og lögðu svo í gönguna niður í bæ. Þar sýndum við þeim búðina sem ekki má segja frá og þar fékk ónefndur Óli sér gott mjólkurglas og rúllaði svo í burtu með stíl. Stefnan var síðan tekin á torgið og hókí pókí dansinn stiginn. Einhver gella slasaðist svo Fúsi sjúkrabíll fór með hana heim og lagaði hana til. Gamli góði menntavegurinn var genginn og þar litu flest allir busar niður. Að lokum tók svo stjórnin busana á fund og gaf þeim kleinur frá því í fyrra og dropa af kókómjólk. Frábær busun hjá frábærum böðlum.

Sölvi Rúnar Vignisson

P.S. Mjólk er góð!

,,RAPEGRÍMAN HANS GÚSSA KOM AÐ GÓÐUM NOTUM”

Page 17: Muninn haust 2008

Þrífur þú bílinn þinn sjálf eða lætur þú einhvern annan gera það?

Ég hef aldrei gert það, pabbi gerir það.

Hvenær fórstu síðast í kirkju?

Man ekki , eða jú í giftingu hjá bróðir mínum í sumar.

Hefur þú hitt einhvern frægan?

Ég hef hitt fullt af frægu fólki, t.d. Brad Pitt á flugvellinum í Þýskalandi.

Á skalanum 1-10, hvað myndir þú segja að þú værir góð að keyra?

5, af því að ég bakkaði á í gær.

Ef þú mættir vera formaður hvaða félags sem er, hvaða félag væri það? Hmmm... félag á móti snípstuttum pilsum. Hvort er Hildur Hauks eða Þorlákur meira krútt? Þorlákur, ég dansaði við hann á árshátíðinni. Hver er formaður Tóma?Uuuu...Jón Már?!?

BUSUN 2008Þetta byrjaði allt með því að ég var rifinn upp úr rúmi sem ég hafði aldrei sofið í áður og ekki nóg með það heldur þá svaf karlmaður nánast nakinn mér við hlið. Ég var lengi að átta mig á því hvar ég var og hvernig ég hefði komist þangað. Eftir að ég náði áttum og fattaði að ég var staddur á Rhodos þá var ég dreginn á fund. Mér skilst að ég hafi í fávitaskap mínum komið mér í stjórn busunar. Í fyrstu bölvaði ég sjálfum mér fyrir of mikið mjókurþamb kvöldið áður en eftir fundinn þegar rætt hafði verið um hvað til stóð að gera við busana okkar þá leið mér strax betur. Þarna sat ég með snillingunum Þóru, Fannari, Pétri, Erlu og Kára. Við ræddum hvað við ættum að gera við þessi busaógeð og hvernig við gætum gert þessa upplifun ógleymanlega. Nasistinn hún Þóra vildi helst bara lóga þeim öllum og segja það gott en hjartagullið hann Pési hélt því fram

að Jón Már myndi eflaust ekki leyfa það. Eftir dágóðar vangaveltur og nokkra fundi, sem náðist þó aldrei 100% mæting á, því þetta var á Rhodos og heilsan ýmist ekki í topp standi eða enginn gat vakið Pésa, þá vorum við komin með ansi góða hugmynd sem allir voru sáttir við. Þegar við komum til Íslands fórum við strax að skipuleggja. Eftir blóð og svita þá náðum við að redda sem flestu og allt gekk vel fyrir utan við það að ég fékk skróp í íþróttum. Nokkrir aumingjar sem ekki vildu hlýða reglunum voru einfaldlega teknir í gegn og plastaðir. Dansarnir voru snilld, þar var 4.AB með rosalega sýningu og rapegríman hans Gússa kom að góðum notum. 4.X var með flottustu búningana að mínu mati en 4.TU var bara svo fallegur að busarnir skiptu eignlega engu máli. Þegar litlu ræpukögglunum var smalað í stíuna þá magnaðist

svitalyktin og dreifðist um allan skólann og busaþefurinn var fastur í viðinum í gamla skóla fram í nóvember. Eftir öskur, læti , réttir og bílaþvott þá voru þau vígð og lögðu svo í gönguna niður í bæ. Þar sýndum við þeim búðina sem ekki má segja frá og þar fékk ónefndur Óli sér gott mjólkurglas og rúllaði svo í burtu með stíl. Stefnan var síðan tekin á torgið og hókí pókí dansinn stiginn. Einhver gella slasaðist svo Fúsi sjúkrabíll fór með hana heim og lagaði hana til. Gamli góði menntavegurinn var genginn og þar litu flest allir busar niður. Að lokum tók svo stjórnin busana á fund og gaf þeim kleinur frá því í fyrra og dropa af kókómjólk. Frábær busun hjá frábærum böðlum.

Sölvi Rúnar Vignisson

P.S. Mjólk er góð!

,,RAPEGRÍMAN HANS GÚSSA KOM AÐ GÓÐUM NOTUM”

Page 18: Muninn haust 2008

HER

BERT

GU

ÐM

UN

DSS

ON

Í M

A

9. október 2008 er einn af merkari dögum í Menntaskólanum á Akureyri. Þennan dag stóð HEBBMA (Aðdáendafélag Herberts Guðmundssonar) fyrir því að fá Hebba sjálfan til að troða upp í skólanum. Gríðarleg stemming var í skólanum og má með sanni segja að sjaldan hafi annað eins andrúmsloft verið hér. En hver er þessi Herbert Guðmundsson sem er svona hrikalega vinsæll í MA? Herbert Guðmundsson er einn af dáðustu íslensku tónlistarmönnum en hann samdi ódauðlega 80‘s smellinn

Can‘t Walk Away. Herbert fæddist 15. desember 1953 og hefur verið frá barnsaldri kenndur við tónlist. Eftir að hafa sungið með hljómsveitum á borð við Eik, Pelican og KAN frá Bolungarvík gerðist Herbert sólólistamaður. Í desember 1985 gerði Hebbi Can‘t Walk Away og fór það strax í fyrsta sæti á vinsældalista Rásar 2. Herbert varð þar fyrsti íslenski sólólistamaðurinn til að ná efsta sætinu á þeim lista. Árið 1986 kom svo út hljómplatan The Dawn Of The Human Revolution sem innihélt slagarann góða. Síðar hafa plöturnar Being Human (1993), Faith (1998), Ný spor á íslenskri tungu (2001) og Spegill sálarinnar (2008) fylgt á eftir. Eftir að formaður HEBBMA hafði átt

í stöðugu símasambandi við Herbert féllst hann á að koma til Akureyrar og taka lagið fyrir nemendur MA. Það má segja að stemmingin í Kvos MA hafi verið rafmögnuð er Herbert var kynntur upp á svið í löngu frímínútum. Hebbi kom með miklum krafti fram á sviðið og tók lagið Day of Freedom sem er einmitt í „power-play“ á Bylgjunni og á Rás 2. Því næst tók hann aukalag af nýja diskinum sínum, sem er í gospel kantinum. Það ætlaði svo allt að verða vitlaust þegar Hebbi kynnti næsta lag til sögunnar

en eins og Hebbi sagði sjálfur „lagið sem gerði mig að því sem ég er í dag“. Kvosin sem var smekkfull trallaði og klappaði með enda fátt annað í stöðunni! Herbert þakkaði fyrir sig að laginu loknu og gekk af sviðinu, en áhorfendur létu vel í sér heyra og heimtuðu meira. Herbert kom því aftur upp á svið og tók Remix af Can‘t Walk Away af sinni alkunnu snilld. Herbert seldi svo hljómplötur sínar í matarhléinu og veitti eiginhandaráritanir. Það má með sanni segja að salan hafi tekist vel og þá fékk fjöldinn allur af námsbókum þann heiður að fá nafn Herberts á sig. Herbert hitaði svo upp fyrir handboltaleik um kvöldið hjá Akureyri og gerði það gæfumuninn og vannst öruggur sigur á HK. Rétt áður en ég kvaddi goðið á

flugvellinum eftir afar vel heppnaðan dag tók ég örstutt viðtal við hann:ÁS: Hvernig var að koma til Akureyrar?Herbert: Það var hreint út sagt frábært að koma hingað, mjög vel tekið undir í Menntaskólanum og ég er ekki frá því að MA sé allra flottasti skólinn á landinu, svo var flott stemmning á vellinum þannig að þetta var bara stórkostlegt. Alveg æðislegt að koma norður.

ÁS: Nú er búið að vera starfræktur aðdáendaklúbbur um þig í

Menntaskólanum í nokkur ár, er ekki gaman að vita af því?Herbert: Jú, það er bara meiriháttar. Virkilega gaman af þér Ágúst sem og forvera þínum honum Örlygi Hnefli Örlygssyni. Þið eruð báðir flottir strákar, nú er bara vonandi að þú finnir einhvern til að taka við og halda þessu gangandi því ég vil endilega koma oftar í MA!

ÁS: Eitthvað að lokum fyrir nemendur MA?Herbert: Takk æðislega fyrir frábærar móttökur. Munið bara að hafa gaman af lífinu og vinna markvisst að því sem maður er að stefna að.”

Ágúst Stefánsson, formaður HEBBMA

Page 19: Muninn haust 2008

19

HER

BERT

GU

ÐM

UN

DSS

ON

Í M

A

9. október 2008 er einn af merkari dögum í Menntaskólanum á Akureyri. Þennan dag stóð HEBBMA (Aðdáendafélag Herberts Guðmundssonar) fyrir því að fá Hebba sjálfan til að troða upp í skólanum. Gríðarleg stemming var í skólanum og má með sanni segja að sjaldan hafi annað eins andrúmsloft verið hér. En hver er þessi Herbert Guðmundsson sem er svona hrikalega vinsæll í MA? Herbert Guðmundsson er einn af dáðustu íslensku tónlistarmönnum en hann samdi ódauðlega 80‘s smellinn

Can‘t Walk Away. Herbert fæddist 15. desember 1953 og hefur verið frá barnsaldri kenndur við tónlist. Eftir að hafa sungið með hljómsveitum á borð við Eik, Pelican og KAN frá Bolungarvík gerðist Herbert sólólistamaður. Í desember 1985 gerði Hebbi Can‘t Walk Away og fór það strax í fyrsta sæti á vinsældalista Rásar 2. Herbert varð þar fyrsti íslenski sólólistamaðurinn til að ná efsta sætinu á þeim lista. Árið 1986 kom svo út hljómplatan The Dawn Of The Human Revolution sem innihélt slagarann góða. Síðar hafa plöturnar Being Human (1993), Faith (1998), Ný spor á íslenskri tungu (2001) og Spegill sálarinnar (2008) fylgt á eftir. Eftir að formaður HEBBMA hafði átt

í stöðugu símasambandi við Herbert féllst hann á að koma til Akureyrar og taka lagið fyrir nemendur MA. Það má segja að stemmingin í Kvos MA hafi verið rafmögnuð er Herbert var kynntur upp á svið í löngu frímínútum. Hebbi kom með miklum krafti fram á sviðið og tók lagið Day of Freedom sem er einmitt í „power-play“ á Bylgjunni og á Rás 2. Því næst tók hann aukalag af nýja diskinum sínum, sem er í gospel kantinum. Það ætlaði svo allt að verða vitlaust þegar Hebbi kynnti næsta lag til sögunnar

en eins og Hebbi sagði sjálfur „lagið sem gerði mig að því sem ég er í dag“. Kvosin sem var smekkfull trallaði og klappaði með enda fátt annað í stöðunni! Herbert þakkaði fyrir sig að laginu loknu og gekk af sviðinu, en áhorfendur létu vel í sér heyra og heimtuðu meira. Herbert kom því aftur upp á svið og tók Remix af Can‘t Walk Away af sinni alkunnu snilld. Herbert seldi svo hljómplötur sínar í matarhléinu og veitti eiginhandaráritanir. Það má með sanni segja að salan hafi tekist vel og þá fékk fjöldinn allur af námsbókum þann heiður að fá nafn Herberts á sig. Herbert hitaði svo upp fyrir handboltaleik um kvöldið hjá Akureyri og gerði það gæfumuninn og vannst öruggur sigur á HK. Rétt áður en ég kvaddi goðið á

flugvellinum eftir afar vel heppnaðan dag tók ég örstutt viðtal við hann:ÁS: Hvernig var að koma til Akureyrar?Herbert: Það var hreint út sagt frábært að koma hingað, mjög vel tekið undir í Menntaskólanum og ég er ekki frá því að MA sé allra flottasti skólinn á landinu, svo var flott stemmning á vellinum þannig að þetta var bara stórkostlegt. Alveg æðislegt að koma norður.

ÁS: Nú er búið að vera starfræktur aðdáendaklúbbur um þig í

Menntaskólanum í nokkur ár, er ekki gaman að vita af því?Herbert: Jú, það er bara meiriháttar. Virkilega gaman af þér Ágúst sem og forvera þínum honum Örlygi Hnefli Örlygssyni. Þið eruð báðir flottir strákar, nú er bara vonandi að þú finnir einhvern til að taka við og halda þessu gangandi því ég vil endilega koma oftar í MA!

ÁS: Eitthvað að lokum fyrir nemendur MA?Herbert: Takk æðislega fyrir frábærar móttökur. Munið bara að hafa gaman af lífinu og vinna markvisst að því sem maður er að stefna að.”

Ágúst Stefánsson, formaður HEBBMA

Page 20: Muninn haust 2008

Morfís lið Menntaskólans á Akureyri í ár skipa þau Valur Sigurðarson (4. X), Gísli Björgvin Gíslason (3.F), Gréta Kristín Ómarsdóttir (3.F), Inga Heinesen (3.G), en sú síðastnefnda er nýr meðlimur liðsins. Æfingar eru hafnar hjá liðinu og er fyrsta keppni þeirra við lið MÍ þann 10. janúar.

Sérsvið/hlutverk innan Morfís ef það er eitthvað:I: Liðsstjóri. V: Frummælandi.GB: Meðmælandi. GK: Stuðningsmaður, ritari og ofstuðlaður Freud-yfirdrullari.Hvað eru þið búin að vera að gera síðan skólinn byrjaði og hvað er á döfinni?GK: Það er æfing einu sinni í viku þar sem við æfum okkur að semja og flytja ræður, horfum á ræður, ræðum um ræður og eigum áhrifamiklar hitaumræður um ræðumennsku, áróður og gróðurhúsaáhrif… Svo stuðlum við mikið, eða það er kannski bara ég.Hvernig leggst keppnin í ykkur þetta skólaárið? GB: Bara mjög vel. Við mætum sterkari en í fyrra, reynslunni ríkari.Af hverju fóru þið í Morfís? I: Af því að mig langaði til þess.GK: Til þess að bjarga fátæku börnunum í Afríku og láta Geir H. Haarde hætta að prumpa á áruna mína... Svo var ég bara rosa þreytt á því að hanga á Facebook, langaði að gera eitthvað við líf mitt. GB: Það var eiginlega bara af forvitni í fyrra. Að vísu var bróðir minn í Morfís fyrir mörgum árum, í VMA, ekki segja.Ef þið mættuð velja einn hlut til að taka með ykkur á eyðieyju hvað væri það? I: Tölvan held ég bara. V: Rúbikstening. Hvað er það vandræðalegasta sem þið hafið lent í? V: Ég fór í trúnó við stelpu úti á Ródos, án þess að fatta að hálfur árgangurinn væri fyrir aftan mig að hlusta með mikilli athygli.GK: Að labba inn á indverskan lyftingadverg í Verzló, að tefla við páfann með leðurhanska og sleipiefni frá FS. Það var geðveikt vandræðalegt.

Pylsur

Page 21: Muninn haust 2008

21

Morfís lið Menntaskólans á Akureyri í ár skipa þau Valur Sigurðarson (4. X), Gísli Björgvin Gíslason (3.F), Gréta Kristín Ómarsdóttir (3.F), Inga Heinesen (3.G), en sú síðastnefnda er nýr meðlimur liðsins. Æfingar eru hafnar hjá liðinu og er fyrsta keppni þeirra við lið MÍ þann 10. janúar.

Sérsvið/hlutverk innan Morfís ef það er eitthvað:I: Liðsstjóri. V: Frummælandi.GB: Meðmælandi. GK: Stuðningsmaður, ritari og ofstuðlaður Freud-yfirdrullari.Hvað eru þið búin að vera að gera síðan skólinn byrjaði og hvað er á döfinni?GK: Það er æfing einu sinni í viku þar sem við æfum okkur að semja og flytja ræður, horfum á ræður, ræðum um ræður og eigum áhrifamiklar hitaumræður um ræðumennsku, áróður og gróðurhúsaáhrif… Svo stuðlum við mikið, eða það er kannski bara ég.Hvernig leggst keppnin í ykkur þetta skólaárið? GB: Bara mjög vel. Við mætum sterkari en í fyrra, reynslunni ríkari.Af hverju fóru þið í Morfís? I: Af því að mig langaði til þess.GK: Til þess að bjarga fátæku börnunum í Afríku og láta Geir H. Haarde hætta að prumpa á áruna mína... Svo var ég bara rosa þreytt á því að hanga á Facebook, langaði að gera eitthvað við líf mitt. GB: Það var eiginlega bara af forvitni í fyrra. Að vísu var bróðir minn í Morfís fyrir mörgum árum, í VMA, ekki segja.Ef þið mættuð velja einn hlut til að taka með ykkur á eyðieyju hvað væri það? I: Tölvan held ég bara. V: Rúbikstening. Hvað er það vandræðalegasta sem þið hafið lent í? V: Ég fór í trúnó við stelpu úti á Ródos, án þess að fatta að hálfur árgangurinn væri fyrir aftan mig að hlusta með mikilli athygli.GK: Að labba inn á indverskan lyftingadverg í Verzló, að tefla við páfann með leðurhanska og sleipiefni frá FS. Það var geðveikt vandræðalegt.

Pylsur

Page 22: Muninn haust 2008

22

Kaeridida eru menn að djamma?

HemMa er eitt fjölmennasta og besta rekna félag Menntaskólans á Akureyri. HemMa var stofnað nú í haust í þeim tilgangi að breyta heiminum, lækna krabbamein, alnæmi, sóríasis, lesblindu og helgarbundið samviskubit... - þannig teljum við þetta vera framlag okkar til þess að gera heiminn að betri stað, lol. Í stjórn HemMa er fólk úr ólíkum þjóðfélagshópum. Vigfús og Björn: Formenn og forsprakkar skemmtanabyltingar Menntaskólans á Akureyri. Hermann: Andlegur leiðtogi, lýðræðisherra og leprikón.Sven: Eini lesblindi ritari HemMa til þessa.Þorsteinn: YfirSveppur og tengiliður við Björn Jörund. Þar kemur inn að við erum það félag í skólanum sem er með hæst hlutfall lesblindra í stjórn eða 40 prósent. Einnig á HemMa stjórnin fleiri börn heldur en næstum allur menntaskólinn samtals. HemMa er núna búið að standa í strangri fjáröflun og stendur á fjárhagslega sterkum grunni sem nýttur verður sem gleðibanki undir komandi fjör og fleriler. HemMa mun standa fyrir nýjum baráttusöngvum fyrir Menntaskólann eins og ræræ-laginu og öskursöngnum.Vinsamlegast skráið ykkur.

Hasta la victoria!HemMa.

HEMMA

Sjoppan: „Ein stjarna fyrir nýtt samlokugrill. Mínus fyrir að hafa alltof fáar pizzur, aldrei neinar pepperónísnittur og lítið gos.“

Huginn: Hálf * fyrir hvern stjórnarmeðlim, ein* fyrir að enginn hefur ennþá verið rekinn úr skólanum og ein* fyrir fötin sem Snorri var í á ár-shátíðinni

SviMA: Fyrir gott myndband

KvikMA: Fyrir hverja mynd sem hefur verið sýnd

PríMA: S-T-O-M-P. Ha?

HebbMA: Fyrir að koma með Hebba

Flugstjóri Munins: Fyrir hverja fjöl sem brotnaði í skjólveggnum

GlíMA: Bíddu er það ennþá til?

MyMA: Þið tókuð fkn sófann okkar og voru með dólg út af því. Svo þurfti Muninsmeðlim til að græja árshátíðina. P.s. hvar er hlaupahjólið hans Fúsa?

Mötuneytið: Ein fyrir jólahlaðborðið og og önnur fyrir Gunnu

LMA: Ein fyrir að halda áheyrnarprufur, ein fyrir 2. sætið í Leiktu betur og ein fyrir Axel Inga Árnason

Söngsalir: Fyrir rokksöngsal

Tryggvi og Þorlákur: Hvor fyrir að hafa tekið beer bongið á Rhodos

Hlynur í afgreiðslunni: Fyrir að vera krútt og næstum alltaf til staðar

3. bekkjarráð: Ein fyrir að fylla Iðavelli af klósettpappír og önnur fyrir að rífa niður virkið

ÍMA: Fyrir að halda bæði bandý- og fótboltamót

HemMA: Fyrir að vera svona klikkað svalir gaurar

FálMA: Fyrir alla hjálpina og fyrir að halda námskeið

GraMA: Fyrir að halda Photoshop námskeið

Kórinn: Bítlasyrpan var of löng og bara ekkert spes

Axel Ingi Árnason:Fyrir að spila Star Wars lagið á meðan 4. bekkingar gengu inn á árshátíðina

Stjörnugjöf haustannar 2008

Page 23: Muninn haust 2008

Kaeridida eru menn að djamma?

HemMa er eitt fjölmennasta og besta rekna félag Menntaskólans á Akureyri. HemMa var stofnað nú í haust í þeim tilgangi að breyta heiminum, lækna krabbamein, alnæmi, sóríasis, lesblindu og helgarbundið samviskubit... - þannig teljum við þetta vera framlag okkar til þess að gera heiminn að betri stað, lol. Í stjórn HemMa er fólk úr ólíkum þjóðfélagshópum. Vigfús og Björn: Formenn og forsprakkar skemmtanabyltingar Menntaskólans á Akureyri. Hermann: Andlegur leiðtogi, lýðræðisherra og leprikón.Sven: Eini lesblindi ritari HemMa til þessa.Þorsteinn: YfirSveppur og tengiliður við Björn Jörund. Þar kemur inn að við erum það félag í skólanum sem er með hæst hlutfall lesblindra í stjórn eða 40 prósent. Einnig á HemMa stjórnin fleiri börn heldur en næstum allur menntaskólinn samtals. HemMa er núna búið að standa í strangri fjáröflun og stendur á fjárhagslega sterkum grunni sem nýttur verður sem gleðibanki undir komandi fjör og fleriler. HemMa mun standa fyrir nýjum baráttusöngvum fyrir Menntaskólann eins og ræræ-laginu og öskursöngnum.Vinsamlegast skráið ykkur.

Hasta la victoria!HemMa.

HEMMA

Sjoppan: „Ein stjarna fyrir nýtt samlokugrill. Mínus fyrir að hafa alltof fáar pizzur, aldrei neinar pepperónísnittur og lítið gos.“

Huginn: Hálf * fyrir hvern stjórnarmeðlim, ein* fyrir að enginn hefur ennþá verið rekinn úr skólanum og ein* fyrir fötin sem Snorri var í á ár-shátíðinni

SviMA: Fyrir gott myndband

KvikMA: Fyrir hverja mynd sem hefur verið sýnd

PríMA: S-T-O-M-P. Ha?

HebbMA: Fyrir að koma með Hebba

Flugstjóri Munins: Fyrir hverja fjöl sem brotnaði í skjólveggnum

GlíMA: Bíddu er það ennþá til?

MyMA: Þið tókuð fkn sófann okkar og voru með dólg út af því. Svo þurfti Muninsmeðlim til að græja árshátíðina. P.s. hvar er hlaupahjólið hans Fúsa?

Mötuneytið: Ein fyrir jólahlaðborðið og og önnur fyrir Gunnu

LMA: Ein fyrir að halda áheyrnarprufur, ein fyrir 2. sætið í Leiktu betur og ein fyrir Axel Inga Árnason

Söngsalir: Fyrir rokksöngsal

Tryggvi og Þorlákur: Hvor fyrir að hafa tekið beer bongið á Rhodos

Hlynur í afgreiðslunni: Fyrir að vera krútt og næstum alltaf til staðar

3. bekkjarráð: Ein fyrir að fylla Iðavelli af klósettpappír og önnur fyrir að rífa niður virkið

ÍMA: Fyrir að halda bæði bandý- og fótboltamót

HemMA: Fyrir að vera svona klikkað svalir gaurar

FálMA: Fyrir alla hjálpina og fyrir að halda námskeið

GraMA: Fyrir að halda Photoshop námskeið

Kórinn: Bítlasyrpan var of löng og bara ekkert spes

Axel Ingi Árnason:Fyrir að spila Star Wars lagið á meðan 4. bekkingar gengu inn á árshátíðina

Stjörnugjöf haustannar 2008

Page 24: Muninn haust 2008

Vofa gengur nú ljósum logum um íslenskt samfélag - vofa lýðræðis. Vofa þessi holdgervist í mótmælendum á Austurvelli og Ráðhústorgi, fólki alls staðar að, hörðustu sjálfstæðismönnum, verstu kommum og öllum þar á milli. Mótmælendur krefjast þess að fá að nýta sér þann rétt sem er sjálfsagður hverjum íbúa lýðræðisríkis, að fá að kjósa sér sína eigin framtíð. Vofa þessi býr í hverjum Íslendingi sem hefur vilja fyrir hendi, vilja til þess að reisa nýtt Ísland úr rústum nýfrjálshyggjunnar og stefna á ný að lýðveldi í verki en ekki aðeins orði.

Eftir 17 ára fyllirí íslenskra fjármála-manna vaknaði íslenska þjóðin með dúndrandi hausverk sem hún bar ekki ábyrgð á. Þjóðin sá skýrum augum hverslags ástand góðærisvíman í

stjórnarráðinu og á fjármálamörkuðum hafði gefið henni. Svo virðist sem þjóðin eigi engra kosta völ annarra en að taka út þjáningarnar fyrir sukkarana. Spurningin er hins vegar: Hvað ætlum við að gera til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur?

Sem lausn á þessu leggja margir fram Evrópusambandið. Stuðningsmenn ESB-aðildar lofa stöðugu efnahagskerfi, sterkum gjaldmiðli og ódýrum vörum. Þeir minnast þó ekki á að tollamúrarnir sem lækka verðið innan sambandsins koma niður á þriðja heiminum og gera bændum þar ómögulegt að fá sanngjarnt verð fyrir vörur sínar. Evrópusambandið er ólýðræðislegt kerfi sem tekur völdin frá grasrótinni og færir þau til fjarlægra embættismanna sem aldrei hafa verið kosnir til valda. Það getur því ekki talist raunhæf lausn

á vanda Íslands á tímum sem þessum, þar sem kröfur um aukið lýðræði hljóma.

Okkur í menntaskólum landsins ber að krefjast kosninga því afleiðingarnar lenda á okkur en ekki þeim sem tóku lánin. Krafan er skýr - að ný ríkisstjórn taki við völdum. Nýrrar ríkisstjórnar bíður það verkefni að vernda velferðarkerfið og endurreisa efnahag landsins.

Kosningar strax!

Greinarhöfundur: Bjarni Þóroddsson 3.HMynd: Sindri Geir Óskarsson 3.G

Page 25: Muninn haust 2008

Vofa gengur nú ljósum logum um íslenskt samfélag - vofa lýðræðis. Vofa þessi holdgervist í mótmælendum á Austurvelli og Ráðhústorgi, fólki alls staðar að, hörðustu sjálfstæðismönnum, verstu kommum og öllum þar á milli. Mótmælendur krefjast þess að fá að nýta sér þann rétt sem er sjálfsagður hverjum íbúa lýðræðisríkis, að fá að kjósa sér sína eigin framtíð. Vofa þessi býr í hverjum Íslendingi sem hefur vilja fyrir hendi, vilja til þess að reisa nýtt Ísland úr rústum nýfrjálshyggjunnar og stefna á ný að lýðveldi í verki en ekki aðeins orði.

Eftir 17 ára fyllirí íslenskra fjármála-manna vaknaði íslenska þjóðin með dúndrandi hausverk sem hún bar ekki ábyrgð á. Þjóðin sá skýrum augum hverslags ástand góðærisvíman í

stjórnarráðinu og á fjármálamörkuðum hafði gefið henni. Svo virðist sem þjóðin eigi engra kosta völ annarra en að taka út þjáningarnar fyrir sukkarana. Spurningin er hins vegar: Hvað ætlum við að gera til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur?

Sem lausn á þessu leggja margir fram Evrópusambandið. Stuðningsmenn ESB-aðildar lofa stöðugu efnahagskerfi, sterkum gjaldmiðli og ódýrum vörum. Þeir minnast þó ekki á að tollamúrarnir sem lækka verðið innan sambandsins koma niður á þriðja heiminum og gera bændum þar ómögulegt að fá sanngjarnt verð fyrir vörur sínar. Evrópusambandið er ólýðræðislegt kerfi sem tekur völdin frá grasrótinni og færir þau til fjarlægra embættismanna sem aldrei hafa verið kosnir til valda. Það getur því ekki talist raunhæf lausn

á vanda Íslands á tímum sem þessum, þar sem kröfur um aukið lýðræði hljóma.

Okkur í menntaskólum landsins ber að krefjast kosninga því afleiðingarnar lenda á okkur en ekki þeim sem tóku lánin. Krafan er skýr - að ný ríkisstjórn taki við völdum. Nýrrar ríkisstjórnar bíður það verkefni að vernda velferðarkerfið og endurreisa efnahag landsins.

Kosningar strax!

Greinarhöfundur: Bjarni Þóroddsson 3.HMynd: Sindri Geir Óskarsson 3.G

Page 26: Muninn haust 2008

26

Í byrjun nóvember var ég að velta fyrir

blaðinu. Ég hugsaði með mér að allir væru

og eggjakastandi mótmælenda. Ég fór svo að pæla í þessu aðeins betur

daginn, þar sem ég botnaði hvorki upp né niður í hugtökum eða tölum, þá fékk ég hugmynd.

Ég ákvað að hafa samband við Guðmund

betri sýn á kreppuna. Ég valdi Guðmund af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi er hann fyrrum MA-ingur, í öðru lagi er hann vanur

og í þriðja lagi er hann þekktur fyrir að segja

ekkert að skafa utan af hlutunum.Ég byrjaði að spyrja hann um nokkur

hvað þýði.

áhrif á þau lán sem viðskiptavinir bankanna hafa tekið.

Verðtryggð- og óverðtryggð lán: Ef lán

í kringum 5%. Á óverðtryggðu láni er engin

láni. Það hefur sýnt sig síðastliðin 20 ár að

að það er hagstæðara að taka verðtryggð lán ef það er í boði.

lan%20og%20raunvx.htm )Verðbólga: Meðaltalshækkun á vörum

og þjónustu sem reiknuð er á mánaðar- og ársgrundvelli.

Myntkörfulán: Lán sem er tekið erlendum

samkvæmt því gengi sem er á gjaldmiðlum

svissneskur franki og 50% japanskt jen.

Guðmund um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ekki stóð á svari:

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er

seinna stríð. Þá komu þjóðir heims saman

mundu varðveita stöðugleika og auðvelda

Alþjóðaviðskiptastofnunin (áður GATS).

Tilgangur gjaldeyrissjóðsins er að hlaupa

og hann gerði hjá okkur. Þá gætu einhverjir spurt sig hvaðan peningar sjóðsins koma? Öll aðildarlönd samtakanna borga í sjóðinn árlega. Einnig eru þau lán sem sjóðurinn lánar með vöxtum. Þar af leiðandi er sjóðurinn nokkuð traustur. Orð hefur legið á að Bretar og Bandaríkjamenn séu

Ég vissi að Guðmundur er maður með skoðanir og ákvað að fá álit hans á

að segja:

verið að gera mistök. Í fyrstalagi með því

í gegnum Íbúðalánasjóð. Í öðru lagi að

erlendum gjaldeyri. Í þriðja lagi með því

að gengið hækkaði og enn meiri erlendur gjaldeyrir kom inn á markaðinn gegnum svo

kölluð Jöklabréf. Þessi þrjú atriði ollu því að

um efni fram og það hlóðust upp erlendar skuldir, sem síðar kom í ljós að bankarnir

Aðgerðaleysi í þessum málum er meginsök íslenskra stjórnvalda, sem olli því að þegar skortur varð á gjaldeyri og ekki fengust

og spilaborg.Mér lék forvitni á að vita hvað

Guðmundur hefði að segja um nú verandi seðlabankastjóra og þær ákvarðanir sem hann hefur tekið á haustmánuðum.

Hann telur að það sé nokkuð ljóst að það megi tengja þau ummæli sem komu frá Davíð Oddssyni seðlabankastjóra í Kastljósi nú á dögunum, við viðbrögðum Breta þegar

á reikninga Ice Save í Bretlandi. Það er í

er stjórnmálamaður og menntaður lögfræðingur og virðist ekki hafa mikið vit á efnahagsmálum hvað þá peningamálum, sem er það sem Seðlabankinn á að sjá um. Guðmundur líkir ráðningu Davíðs í

segi að það sé hlegið að Íslendingum fyrir

gera þá varð ég að spyrja hann um Evrópusambandið og hvaða áhrif það myndi hafa á efnahag þjóðarinnar að ganga í ESB.

hvaða áhrif það hefði en gera má ráð fyrir ef við göngum þar inn og verðum aðilar að myntsamstarfinu að þá myndu v e x ti r lækka úr 25-30% í 4-6% og verðbólgan úr

tæki okkur vel.

mánuði. Hann sér fyrir mikið atvinnuleysi,

heimilanna. Sérstaklega þar sem þau sem eiga að stjórna björgunaraðgerðum voru þau sem keyrðu okkur út af veginum. Því það séu þau sem eigi að ráðstafa þeim lánum sem við höfum fengið hjá AGS og þeim þjóðum sem hafa lánað okkur.

að borga þessa skuld segir hann að það fari

þess að það sé ekki sama fólkið við völd og keyrði okkur út í skurð. Þó bendir hann á að það komi ekki endilega betra fólk í staðinn ef fyrirvarinn er naumur og fólk getur ekki

stjórn í landinu.

ef það komi þá heim á annað borð. Mikið

verði fyrir ungt fólk að fá vinnu sem leiðir

á EES svæðinu. Hann hefur heyrt að fólk sé nú þegar farið að leita út og þar nefnir hann Norðurlöndin og Kanada sem þá staði sem

Að lokum spurði ég Guðmund hvort hann væri bjartsýnn eða svartsýnn

að svo lengi sem „klúðurhænsnin“ í

væru horfurnar ekki góðar.

Page 27: Muninn haust 2008

27

Í byrjun nóvember var ég að velta fyrir

blaðinu. Ég hugsaði með mér að allir væru

og eggjakastandi mótmælenda. Ég fór svo að pæla í þessu aðeins betur

daginn, þar sem ég botnaði hvorki upp né niður í hugtökum eða tölum, þá fékk ég hugmynd.

Ég ákvað að hafa samband við Guðmund

betri sýn á kreppuna. Ég valdi Guðmund af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi er hann fyrrum MA-ingur, í öðru lagi er hann vanur

og í þriðja lagi er hann þekktur fyrir að segja

ekkert að skafa utan af hlutunum.Ég byrjaði að spyrja hann um nokkur

hvað þýði.

áhrif á þau lán sem viðskiptavinir bankanna hafa tekið.

Verðtryggð- og óverðtryggð lán: Ef lán

í kringum 5%. Á óverðtryggðu láni er engin

láni. Það hefur sýnt sig síðastliðin 20 ár að

að það er hagstæðara að taka verðtryggð lán ef það er í boði.

lan%20og%20raunvx.htm )Verðbólga: Meðaltalshækkun á vörum

og þjónustu sem reiknuð er á mánaðar- og ársgrundvelli.

Myntkörfulán: Lán sem er tekið erlendum

samkvæmt því gengi sem er á gjaldmiðlum

svissneskur franki og 50% japanskt jen.

Guðmund um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ekki stóð á svari:

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er

seinna stríð. Þá komu þjóðir heims saman

mundu varðveita stöðugleika og auðvelda

Alþjóðaviðskiptastofnunin (áður GATS).

Tilgangur gjaldeyrissjóðsins er að hlaupa

og hann gerði hjá okkur. Þá gætu einhverjir spurt sig hvaðan peningar sjóðsins koma? Öll aðildarlönd samtakanna borga í sjóðinn árlega. Einnig eru þau lán sem sjóðurinn lánar með vöxtum. Þar af leiðandi er sjóðurinn nokkuð traustur. Orð hefur legið á að Bretar og Bandaríkjamenn séu

Ég vissi að Guðmundur er maður með skoðanir og ákvað að fá álit hans á

að segja:

verið að gera mistök. Í fyrstalagi með því

í gegnum Íbúðalánasjóð. Í öðru lagi að

erlendum gjaldeyri. Í þriðja lagi með því

að gengið hækkaði og enn meiri erlendur gjaldeyrir kom inn á markaðinn gegnum svo

kölluð Jöklabréf. Þessi þrjú atriði ollu því að

um efni fram og það hlóðust upp erlendar skuldir, sem síðar kom í ljós að bankarnir

Aðgerðaleysi í þessum málum er meginsök íslenskra stjórnvalda, sem olli því að þegar skortur varð á gjaldeyri og ekki fengust

og spilaborg.Mér lék forvitni á að vita hvað

Guðmundur hefði að segja um nú verandi seðlabankastjóra og þær ákvarðanir sem hann hefur tekið á haustmánuðum.

Hann telur að það sé nokkuð ljóst að það megi tengja þau ummæli sem komu frá Davíð Oddssyni seðlabankastjóra í Kastljósi nú á dögunum, við viðbrögðum Breta þegar

á reikninga Ice Save í Bretlandi. Það er í

er stjórnmálamaður og menntaður lögfræðingur og virðist ekki hafa mikið vit á efnahagsmálum hvað þá peningamálum, sem er það sem Seðlabankinn á að sjá um. Guðmundur líkir ráðningu Davíðs í

segi að það sé hlegið að Íslendingum fyrir

gera þá varð ég að spyrja hann um Evrópusambandið og hvaða áhrif það myndi hafa á efnahag þjóðarinnar að ganga í ESB.

hvaða áhrif það hefði en gera má ráð fyrir ef við göngum þar inn og verðum aðilar að myntsamstarfinu að þá myndu v e x ti r lækka úr 25-30% í 4-6% og verðbólgan úr

tæki okkur vel.

mánuði. Hann sér fyrir mikið atvinnuleysi,

heimilanna. Sérstaklega þar sem þau sem eiga að stjórna björgunaraðgerðum voru þau sem keyrðu okkur út af veginum. Því það séu þau sem eigi að ráðstafa þeim lánum sem við höfum fengið hjá AGS og þeim þjóðum sem hafa lánað okkur.

að borga þessa skuld segir hann að það fari

þess að það sé ekki sama fólkið við völd og keyrði okkur út í skurð. Þó bendir hann á að það komi ekki endilega betra fólk í staðinn ef fyrirvarinn er naumur og fólk getur ekki

stjórn í landinu.

ef það komi þá heim á annað borð. Mikið

verði fyrir ungt fólk að fá vinnu sem leiðir

á EES svæðinu. Hann hefur heyrt að fólk sé nú þegar farið að leita út og þar nefnir hann Norðurlöndin og Kanada sem þá staði sem

Að lokum spurði ég Guðmund hvort hann væri bjartsýnn eða svartsýnn

að svo lengi sem „klúðurhænsnin“ í

væru horfurnar ekki góðar.

Höfundur: Sveinn Hólmkelsson

Page 28: Muninn haust 2008

28

Þann 28. nóvember fylltist Íþróttahöllin á Akureyri af prúðbúnum Menntskælingum. Tilefnið var árshátíð Menntaskólans á Akureyri sem er einn af hátíðlegustu viðburðum skólans.

Það leynir sér ekki á árshátíðum skólans að MA á marga hæfileikaríka nemendur sem eiga bjarta framtíð í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Í ár var engin undantekning frá því. Kvöldið hófst formlega þegar stúdentsefni skólans gengu inn í salinn, flest íklædd þjóðbúningi eða hátíðabúningi og sungu fyrir gesti skólasöng MA og Gaudeamus. Atriðin voru hvert öðru glæsilegra. Kór MA byrjaði kvöldið á því að syngja fyrir gesti skólasönginn og Bítlasyrpu sem vakti mikla lukku. PRÍMA-félagar voru með sitt árlega atriði og var atriðið í ár heldur frábrugðið því sem gert hefur verið undanfarin ár en þeir sýndu STOMP dans. Hljómsveitirnar Arty Kristofers, Tussuduft og Djassdúettinn Baldursbörn voru með tónlistaratriði og einnig Kalli í kerinu sem tók nokkur vel valin lög. Þóra Björg Stefánsdóttir og Valur Sigurðarson fluttu minni karla og kvenna af mikilli snilld. Hefðin er að eftir ræðu konunnar syngja allar konur í salnum Minni karla fyrir karlana og öfugt, þetta tókst með stakri prýði. LMA var ekki með neitt atriði í ár en einbeitti sér þess í stað að gera skaupið veglegt ásamt fleiri nemendum skólans. Í skaupinu var hið sígilda grín um rauða herinn og VMA – inga, það lukkaðist vel og veltist salurinn um af hlátri þegar skaupið var sýnt.

Ræðuhöldin voru á sínum stað. Hildur Sara ritari stjórnar Hugins var veislustjóri að

þessu sinni og flutti hún stutt ávarp. Hún bauð veislugesti velkomna og þakkaði sérstaklega yfirþjónunum, þeim Helgu Sigfúsdóttur og Gísla Björgvini Gíslasyni, fyrir þeirra hjálp. Ræða Önnu Elvíru Þórisdóttir, Inspectrix Scholae, kom í kjölfarið. Þar þakkaði Anna Elvíra öllum þeim nemendum sem höfðu hjálpað til við undirbúninginn. Nemendur skólans voru aðalatriðið í hennar ræðu og hrósaði hún nokkrum nemendum skólans sem eru afreksmenn í íþróttum. Heiðursgesturinn, Þórhildur Þorleifsdóttir, hélt einnig ræðu og sagði hún frá nokkrum skemmtilegum atvikum sem áttu sér stað þegar hún var nemandi skólans. Síðast en ekki síst var Jón Már Héðinsson með sína ræðu. Í miðri ræðu hans birtist Ingólfur Páll, nemandi úr 4.H, sem oft hefur verið líkt við Jón Má. Það var skemmtileg tilbreyting en Ingólfur greindi nemendum frá nokkrum breytingum sem áttu að verða á skólahaldi vegna efnahagsástandsins.

Formlegri dagskrá kvöldsins lauk með flugeldasýningu, við tók dansleikur með Sometime og Landi og sonum á neðri hæðinni og á efri hæðinni spiluðu Þuríður og hásetarnir og plötusnúðurinn Pétur Guð.

Munin langar að hrósa stjórninni og öllum þeim nemendum sem tóku þátt í undirbúningi árshátíðarinnar fyrir þau frábæru störf sem þau unnu. Árshátíð Menntaskólans á Akureyri er einstakur viðburður og er það ykkur, nemendum skólans, að þakka.

Höfundur: Heiða Berglind Magnúsdóttir

Page 29: Muninn haust 2008

29

Þann 28. nóvember fylltist Íþróttahöllin á Akureyri af prúðbúnum Menntskælingum. Tilefnið var árshátíð Menntaskólans á Akureyri sem er einn af hátíðlegustu viðburðum skólans.

Það leynir sér ekki á árshátíðum skólans að MA á marga hæfileikaríka nemendur sem eiga bjarta framtíð í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Í ár var engin undantekning frá því. Kvöldið hófst formlega þegar stúdentsefni skólans gengu inn í salinn, flest íklædd þjóðbúningi eða hátíðabúningi og sungu fyrir gesti skólasöng MA og Gaudeamus. Atriðin voru hvert öðru glæsilegra. Kór MA byrjaði kvöldið á því að syngja fyrir gesti skólasönginn og Bítlasyrpu sem vakti mikla lukku. PRÍMA-félagar voru með sitt árlega atriði og var atriðið í ár heldur frábrugðið því sem gert hefur verið undanfarin ár en þeir sýndu STOMP dans. Hljómsveitirnar Arty Kristofers, Tussuduft og Djassdúettinn Baldursbörn voru með tónlistaratriði og einnig Kalli í kerinu sem tók nokkur vel valin lög. Þóra Björg Stefánsdóttir og Valur Sigurðarson fluttu minni karla og kvenna af mikilli snilld. Hefðin er að eftir ræðu konunnar syngja allar konur í salnum Minni karla fyrir karlana og öfugt, þetta tókst með stakri prýði. LMA var ekki með neitt atriði í ár en einbeitti sér þess í stað að gera skaupið veglegt ásamt fleiri nemendum skólans. Í skaupinu var hið sígilda grín um rauða herinn og VMA – inga, það lukkaðist vel og veltist salurinn um af hlátri þegar skaupið var sýnt.

Ræðuhöldin voru á sínum stað. Hildur Sara ritari stjórnar Hugins var veislustjóri að

þessu sinni og flutti hún stutt ávarp. Hún bauð veislugesti velkomna og þakkaði sérstaklega yfirþjónunum, þeim Helgu Sigfúsdóttur og Gísla Björgvini Gíslasyni, fyrir þeirra hjálp. Ræða Önnu Elvíru Þórisdóttir, Inspectrix Scholae, kom í kjölfarið. Þar þakkaði Anna Elvíra öllum þeim nemendum sem höfðu hjálpað til við undirbúninginn. Nemendur skólans voru aðalatriðið í hennar ræðu og hrósaði hún nokkrum nemendum skólans sem eru afreksmenn í íþróttum. Heiðursgesturinn, Þórhildur Þorleifsdóttir, hélt einnig ræðu og sagði hún frá nokkrum skemmtilegum atvikum sem áttu sér stað þegar hún var nemandi skólans. Síðast en ekki síst var Jón Már Héðinsson með sína ræðu. Í miðri ræðu hans birtist Ingólfur Páll, nemandi úr 4.H, sem oft hefur verið líkt við Jón Má. Það var skemmtileg tilbreyting en Ingólfur greindi nemendum frá nokkrum breytingum sem áttu að verða á skólahaldi vegna efnahagsástandsins.

Formlegri dagskrá kvöldsins lauk með flugeldasýningu, við tók dansleikur með Sometime og Landi og sonum á neðri hæðinni og á efri hæðinni spiluðu Þuríður og hásetarnir og plötusnúðurinn Pétur Guð.

Munin langar að hrósa stjórninni og öllum þeim nemendum sem tóku þátt í undirbúningi árshátíðarinnar fyrir þau frábæru störf sem þau unnu. Árshátíð Menntaskólans á Akureyri er einstakur viðburður og er það ykkur, nemendum skólans, að þakka.

Höfundur: Heiða Berglind Magnúsdóttir

Page 30: Muninn haust 2008

Oft má glaðan öðling sjáúti í náttúrunni hafa báðar hendur áhengiplöntu sinni.

Þessa vísu orti Hákon Aðalsteinsson um kynþátt þann sem situr hér óæðri í kvöld. Þá meina ég auðvitað ykkur, já ég er svo sannarlega að tala um ykkur, elskulegu strákar. Nú spyr ég, hversu oft hefur maður ekki séð þessa strákstaula með hendur ofan í buxunum til þess rétt að tékka hvort að litli vinurinn sé ekki alveg örugglega ennþá til staðar. Jú, svo oft.

En það er kannski ekki skrítið að þið séu hræddir um hann, því það má jú segja að þessi litli vinur sé heilinn ykkar. Og ekki viljið þið nú missa hann þó lítill sé. Lofið mér að útskýra þetta aðeins.

Það vita sjálfsagt allir að kyn manna ákvarðast af svokölluðum kynlitningum, eða X og Y litningunum. Og þið sem eruð enn klárari ættuð því að vita að við stelpurnar höfum tvo X litninga en strákarnir x og y litning. Það er kannski ekkert athugavert við það...og þó. Það hefur nefnilega verið leitt í ljós að Y litningurinn er aðeins gallaður X litningur sem vantar á einn fót. Svo þið eruð í rauninni ekkert meira en gallaðir kvenmenn!

En menn hafa mikið velt því fyrir sér hvar þessi týndi fótur af Y litningnum lenti og eftir miklar rannsóknir og annað stúss kom það loksins í ljós. Þessi dularfulli týndi fótur hafði tekið sér bólfestu utan á líkama ykkar drengjanna, nefnilega rétt fyrir neðan mitti á milli fótleggjanna.

Stundum er hann kallaður þriðji fóturinn en ég hef virkilega enga trú á að það sé réttnefni fyrir nokkurn ykkar... nema þá kannski fyrir Lókinn sjálfan.

Rannsóknir leiddu það einnig í ljós að á þessum hluta litningsins sem vantar hjá ykkur strákunum, eru vitsmunir karlmanna geymdir. Þetta veldur því að þið strákarnir eruð ægilega duglegir í því að láta typpið taka flestar ákvarðanir fyrir ykkur.

Þá er loksins komin útskýring á því hvers vegna þið eruð svona hrikalega vitlausir. Eruð þið ekki sáttar, mínar kæru kynsystur, að vita núna með vissu að við erum göfugra kynið!?

Hér er einmitt gott dæmi um hugusnarhátt með typpinu:

Þið eruð í Sjallanum, það eru 10 mínútur í lokun og þið sjáið heita gellu sem þið hafið ekkert talað við um kvöldið. Þið takið samt sem áður þá heimskulegu ákvörðun að labba upp að henni og hvísla í eyra hennar „nú eru 10 mín í lokun, viltu koma heim með mér eða á ég að fara og finna eeinhverja aðra?“. UUUU finndu aðra! Hvað haldiði að þið séuð, prince charming? Þið þyrftuð allavega að vera það ef þetta ætti að virka!

En fyrst ég er komin í djammtal, þá er hér aðeins meira:

Það er svo mikið bannað að hvísla einhverjum óþverra í eyrað á stelpum á djamminu, reyndar er það bara almennt bannað. Þegar ég tala um óþverra er ég einmitt að tala um fleygar setningar eins og “you are my miracle”. Þær virka bara ekki!

En jæja, þrátt fyrir þessar lélegu

viðreynslur og annað rugl, segjum þá sem svo að þið náið á einhvern ótrúlegan hátt að lokka heim með ykkur stelpu, plís viljiði muna eitt: FARIÐI ÚR SOKKUNUM!

En kannski útskýrir þetta allt saman, t.d. af hverju þið getið ekki sýnt neinar tilfinningar og af hverju þið talið bara um rassgatið á sjálfum ykkur! En svo það sé á hreinu, þá er okkur alveg sama hvað þið takið í bekk, hvernig United leikurinn fór eða hvenær þið rúnkuðuð ykkur síðast! Já í alvöru, við höfum „núll“ áhuga á vita þetta!

En ef við höldum áfram með þessar tilfinningar, þá er spurning hvort þið yfirleitt hafið einhverjar. Allavega myndi það útskýra margt, eins og t.d. af hverju þið eruð svona hrikalega einfaldir og sjáið ekkert annað en brjóst og rassa á stelpum. Við höfum einmitt líka andlit og persónuleika!

En það virðist vera algengur misskilningur hjá ykkur að það sé betra að horfa á brjóstin hreyfast í staðinn fyrir varirnar þegar við tölum við ykkur. Ég bara get ekki skilið hvaðan það kemur.

En ég meina, það geta ekki allir verið fullkomnir. Þið getið ekkert gert að því að guð skapaði ykkur sem drög af hinni fullkomnu manneskju, en það eru auðvitað við konurnar.

En hvað sem öllu þessu líður þá elska ég ykkur alla saman og vildi svo sannarlega ekki vera án ykkar! Skál fyrir veikara kyninu!

Þóra Björg Stefánsdóttir

Minni karla Minni kvennaÉg elska kvenmenn

Þetta gæti komið sumum á óvart, þar sem fyrirrennarar mínir hafa haldið hér ræðu um það hversu ömurlegar konur eru, þær kunna ekki að keyra, kunna ekki að fara einar á klósettið og svo framvegis. Ja, ég veit ekki með ykkur, en mér finnst það að halda heillanga ræðu um hvað maður gjörsamlega hatar hitt kynið vera frekar samkynhneigt.

En sannleikurinn er sá að ég er rammgagnkynhneigður rétt eins og allir karlmenn. Allir alvöru karlmenn. Þegar ég er langt niðri, og mér finnst eins og heimurinn hafi sameinast gegn mér, er fátt sem getur lyft skapi mínu upp eins og að hjúfra mig upp að hlýjum, þrýstnum barmi kvenmanns. Ég er vís til að vaða eld og kaldan sjó til þess að mæta við dyrnar, sviðinn og frosinn með bauga undir augunum og þrjár rauðar rósir í hendi til að þóknast kvenmanni sem ég hef mætur á. Þegar mér gengur illa í kvennamálum verð ég þunglyndur, veikur og árásargjarn. Ég fæ fráhvarfseinkenni. Lífshamingja mín stjórnast af framboði og þóknun kvenmanna. Þetta er vandamál. Vandamál sem allir karlmenn þjást af, en samt er aldrei talað um það. Þetta svipar mjög til annars, mun umtalaðra, vandamáls. Eiturlyfjafíknar.

Kvenmenn eru kókaín. Það stuðlar meira að segja, og þetta kemur allt heim og saman! Fráhvarfseinkennin, geðveikin og fórnirnar sem maður færir fyrir örlítinn skammt, einn koss, eitt milligramm. Strákar, það er kominn tími til þess að við horfumst í augu við eina galla karlkynsins, en það er tussufíknin sem hrjáir okkur

alla. Ég skal taka fyrsta skrefið:Hæ, ég heiti Valur Sigurðarson og ég er

kvenfíkill.En það þýðir ekki að ég hafi sætt mig

við það. Ég gerði eina síðustu tilraun í dag til þess að kasta af mér fjötrunum sem kvenskepnurnar hafa hlekkjað okkur með frá örófi alda, svo ég gæti komið hingað með sigurbros á vör og sagt ykkur að tími okkar væri kominn. En allt kom fyrir ekki. Fjörutíu vaxkerti, The Notebook á fimmtíu tomma flatskjá, tveggja fermetra plakat af Brad Pitt og túba af sleipiefni frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, en samt gat ég ekki hugsað um annað en að afklæða Rachel McAdams með augunum.

Þetta er sýki! Sýki sem ég hef þurft að kljást við allt frá því að ég varð meðvitaður um eigið kyn. Sýki sem heftir mig í daglegu lífi. Á hverjum einasta degi bölva ég Guði fyrir að hafa gert mig gagnkynhneigðan.

Ég meina það! Lítum á málin. Við höfum konuna, veikbyggða og í rauninni sérhannaða fyrir ekkert annað en að skyrpa út úr sér barnhelvíti á ársfresti. Þær lifa eins og sníkjudýr á mönnum sínum og kæra sig um ekkert annað en að skreyta sig eins og jólatré, mála sig eins og látbragðsleikarar og kaupa svo eins dýrar töskur og þær geta til að troða öllu þessu dóti í á milli þess að þær nota það. Ekkert gleður kvenmann jafn mikið og að spandera peningum óheppins maka síns í rándýrar merkjavörur framleiddar af asískum barnaþrælum.

Á hinn bóginn höfum við karlmanninn. Hávaxinn og stæltur, er hann svo vel hannaður til þess að lifa af að hann tók það að sér að verja konuna sína líka, ákvörðun sem hann sá síðan innilega eftir

til æviloka. Karlmaðurinn hefur áhuga á að auðga heiminn og sjálfan sig með vinnu sinni, og er svo örlátur að leyfa konunni að halda sér heima í góðum fíling með börnunum á meðan hann fer út til að strita fyrir fæði og skjóli.

Núna hugsið þið kannski með fyrirlitningu að ég sé síðan á fimmta áratugnum, og konur séu nú ekki lengur allar heimavinnandi húsmæður, en halló, það vita nú allir að jafnréttið er óheppileg og tímabundin bylgja sem er að ganga yfir vestrænt nútímasamfélag, svona eins og Myspace og nasisminn hér í denn. Það er staðreynd að konum líður langbest þegar þær fá nákvæmlega jafn mikla virðingu og réttindi og þær eiga skilið, sem er afskaplega lítið. Af hverju haldið þið að fæðingarþunglyndi hafi ekki þekkst áður en femínisminn varð til?

Núna er væntanlega einhverjum kvenskörungum farið að verða heitt í hamsi og hugsa með sér í háði að fyrst að ég búi yfir þvílíkri kvenfyrirlitningu, af hverju gerist ég ekki bara hommi?

Ég gæti komið með hnyttið tilsvar. Ég gæti sagt að mamma þín sé hommi og sé ólétt eftir Magga Villa. Ég gæti sagt að aðeins kerlingar séu hommar. En hinn grátlegi sannleikur er sá að ó, Guð, ef ég aðeins gæti, gæfi ég allt til að vera snarsamkynhneigður. Við ættum allir að vera snarsamkynhneigðir. Þessi Akkillesarhæll karlkynsins, gagnkynhneigðin, hefur fylgt okkur nógu lengi, það er kominn tími til þess að kasta honum af okkur. Einhvern veginn hafa konurnar áttað sig á þessu fyrir löngu en kvenfólkið er nú þegar upp til hópa örgustu trukkalessur.

Page 31: Muninn haust 2008

31

Oft má glaðan öðling sjáúti í náttúrunni hafa báðar hendur áhengiplöntu sinni.

Þessa vísu orti Hákon Aðalsteinsson um kynþátt þann sem situr hér óæðri í kvöld. Þá meina ég auðvitað ykkur, já ég er svo sannarlega að tala um ykkur, elskulegu strákar. Nú spyr ég, hversu oft hefur maður ekki séð þessa strákstaula með hendur ofan í buxunum til þess rétt að tékka hvort að litli vinurinn sé ekki alveg örugglega ennþá til staðar. Jú, svo oft.

En það er kannski ekki skrítið að þið séu hræddir um hann, því það má jú segja að þessi litli vinur sé heilinn ykkar. Og ekki viljið þið nú missa hann þó lítill sé. Lofið mér að útskýra þetta aðeins.

Það vita sjálfsagt allir að kyn manna ákvarðast af svokölluðum kynlitningum, eða X og Y litningunum. Og þið sem eruð enn klárari ættuð því að vita að við stelpurnar höfum tvo X litninga en strákarnir x og y litning. Það er kannski ekkert athugavert við það...og þó. Það hefur nefnilega verið leitt í ljós að Y litningurinn er aðeins gallaður X litningur sem vantar á einn fót. Svo þið eruð í rauninni ekkert meira en gallaðir kvenmenn!

En menn hafa mikið velt því fyrir sér hvar þessi týndi fótur af Y litningnum lenti og eftir miklar rannsóknir og annað stúss kom það loksins í ljós. Þessi dularfulli týndi fótur hafði tekið sér bólfestu utan á líkama ykkar drengjanna, nefnilega rétt fyrir neðan mitti á milli fótleggjanna.

Stundum er hann kallaður þriðji fóturinn en ég hef virkilega enga trú á að það sé réttnefni fyrir nokkurn ykkar... nema þá kannski fyrir Lókinn sjálfan.

Rannsóknir leiddu það einnig í ljós að á þessum hluta litningsins sem vantar hjá ykkur strákunum, eru vitsmunir karlmanna geymdir. Þetta veldur því að þið strákarnir eruð ægilega duglegir í því að láta typpið taka flestar ákvarðanir fyrir ykkur.

Þá er loksins komin útskýring á því hvers vegna þið eruð svona hrikalega vitlausir. Eruð þið ekki sáttar, mínar kæru kynsystur, að vita núna með vissu að við erum göfugra kynið!?

Hér er einmitt gott dæmi um hugusnarhátt með typpinu:

Þið eruð í Sjallanum, það eru 10 mínútur í lokun og þið sjáið heita gellu sem þið hafið ekkert talað við um kvöldið. Þið takið samt sem áður þá heimskulegu ákvörðun að labba upp að henni og hvísla í eyra hennar „nú eru 10 mín í lokun, viltu koma heim með mér eða á ég að fara og finna eeinhverja aðra?“. UUUU finndu aðra! Hvað haldiði að þið séuð, prince charming? Þið þyrftuð allavega að vera það ef þetta ætti að virka!

En fyrst ég er komin í djammtal, þá er hér aðeins meira:

Það er svo mikið bannað að hvísla einhverjum óþverra í eyrað á stelpum á djamminu, reyndar er það bara almennt bannað. Þegar ég tala um óþverra er ég einmitt að tala um fleygar setningar eins og “you are my miracle”. Þær virka bara ekki!

En jæja, þrátt fyrir þessar lélegu

viðreynslur og annað rugl, segjum þá sem svo að þið náið á einhvern ótrúlegan hátt að lokka heim með ykkur stelpu, plís viljiði muna eitt: FARIÐI ÚR SOKKUNUM!

En kannski útskýrir þetta allt saman, t.d. af hverju þið getið ekki sýnt neinar tilfinningar og af hverju þið talið bara um rassgatið á sjálfum ykkur! En svo það sé á hreinu, þá er okkur alveg sama hvað þið takið í bekk, hvernig United leikurinn fór eða hvenær þið rúnkuðuð ykkur síðast! Já í alvöru, við höfum „núll“ áhuga á vita þetta!

En ef við höldum áfram með þessar tilfinningar, þá er spurning hvort þið yfirleitt hafið einhverjar. Allavega myndi það útskýra margt, eins og t.d. af hverju þið eruð svona hrikalega einfaldir og sjáið ekkert annað en brjóst og rassa á stelpum. Við höfum einmitt líka andlit og persónuleika!

En það virðist vera algengur misskilningur hjá ykkur að það sé betra að horfa á brjóstin hreyfast í staðinn fyrir varirnar þegar við tölum við ykkur. Ég bara get ekki skilið hvaðan það kemur.

En ég meina, það geta ekki allir verið fullkomnir. Þið getið ekkert gert að því að guð skapaði ykkur sem drög af hinni fullkomnu manneskju, en það eru auðvitað við konurnar.

En hvað sem öllu þessu líður þá elska ég ykkur alla saman og vildi svo sannarlega ekki vera án ykkar! Skál fyrir veikara kyninu!

Þóra Björg Stefánsdóttir

Minni karla Minni kvennaÉg elska kvenmenn

Þetta gæti komið sumum á óvart, þar sem fyrirrennarar mínir hafa haldið hér ræðu um það hversu ömurlegar konur eru, þær kunna ekki að keyra, kunna ekki að fara einar á klósettið og svo framvegis. Ja, ég veit ekki með ykkur, en mér finnst það að halda heillanga ræðu um hvað maður gjörsamlega hatar hitt kynið vera frekar samkynhneigt.

En sannleikurinn er sá að ég er rammgagnkynhneigður rétt eins og allir karlmenn. Allir alvöru karlmenn. Þegar ég er langt niðri, og mér finnst eins og heimurinn hafi sameinast gegn mér, er fátt sem getur lyft skapi mínu upp eins og að hjúfra mig upp að hlýjum, þrýstnum barmi kvenmanns. Ég er vís til að vaða eld og kaldan sjó til þess að mæta við dyrnar, sviðinn og frosinn með bauga undir augunum og þrjár rauðar rósir í hendi til að þóknast kvenmanni sem ég hef mætur á. Þegar mér gengur illa í kvennamálum verð ég þunglyndur, veikur og árásargjarn. Ég fæ fráhvarfseinkenni. Lífshamingja mín stjórnast af framboði og þóknun kvenmanna. Þetta er vandamál. Vandamál sem allir karlmenn þjást af, en samt er aldrei talað um það. Þetta svipar mjög til annars, mun umtalaðra, vandamáls. Eiturlyfjafíknar.

Kvenmenn eru kókaín. Það stuðlar meira að segja, og þetta kemur allt heim og saman! Fráhvarfseinkennin, geðveikin og fórnirnar sem maður færir fyrir örlítinn skammt, einn koss, eitt milligramm. Strákar, það er kominn tími til þess að við horfumst í augu við eina galla karlkynsins, en það er tussufíknin sem hrjáir okkur

alla. Ég skal taka fyrsta skrefið:Hæ, ég heiti Valur Sigurðarson og ég er

kvenfíkill.En það þýðir ekki að ég hafi sætt mig

við það. Ég gerði eina síðustu tilraun í dag til þess að kasta af mér fjötrunum sem kvenskepnurnar hafa hlekkjað okkur með frá örófi alda, svo ég gæti komið hingað með sigurbros á vör og sagt ykkur að tími okkar væri kominn. En allt kom fyrir ekki. Fjörutíu vaxkerti, The Notebook á fimmtíu tomma flatskjá, tveggja fermetra plakat af Brad Pitt og túba af sleipiefni frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, en samt gat ég ekki hugsað um annað en að afklæða Rachel McAdams með augunum.

Þetta er sýki! Sýki sem ég hef þurft að kljást við allt frá því að ég varð meðvitaður um eigið kyn. Sýki sem heftir mig í daglegu lífi. Á hverjum einasta degi bölva ég Guði fyrir að hafa gert mig gagnkynhneigðan.

Ég meina það! Lítum á málin. Við höfum konuna, veikbyggða og í rauninni sérhannaða fyrir ekkert annað en að skyrpa út úr sér barnhelvíti á ársfresti. Þær lifa eins og sníkjudýr á mönnum sínum og kæra sig um ekkert annað en að skreyta sig eins og jólatré, mála sig eins og látbragðsleikarar og kaupa svo eins dýrar töskur og þær geta til að troða öllu þessu dóti í á milli þess að þær nota það. Ekkert gleður kvenmann jafn mikið og að spandera peningum óheppins maka síns í rándýrar merkjavörur framleiddar af asískum barnaþrælum.

Á hinn bóginn höfum við karlmanninn. Hávaxinn og stæltur, er hann svo vel hannaður til þess að lifa af að hann tók það að sér að verja konuna sína líka, ákvörðun sem hann sá síðan innilega eftir

til æviloka. Karlmaðurinn hefur áhuga á að auðga heiminn og sjálfan sig með vinnu sinni, og er svo örlátur að leyfa konunni að halda sér heima í góðum fíling með börnunum á meðan hann fer út til að strita fyrir fæði og skjóli.

Núna hugsið þið kannski með fyrirlitningu að ég sé síðan á fimmta áratugnum, og konur séu nú ekki lengur allar heimavinnandi húsmæður, en halló, það vita nú allir að jafnréttið er óheppileg og tímabundin bylgja sem er að ganga yfir vestrænt nútímasamfélag, svona eins og Myspace og nasisminn hér í denn. Það er staðreynd að konum líður langbest þegar þær fá nákvæmlega jafn mikla virðingu og réttindi og þær eiga skilið, sem er afskaplega lítið. Af hverju haldið þið að fæðingarþunglyndi hafi ekki þekkst áður en femínisminn varð til?

Núna er væntanlega einhverjum kvenskörungum farið að verða heitt í hamsi og hugsa með sér í háði að fyrst að ég búi yfir þvílíkri kvenfyrirlitningu, af hverju gerist ég ekki bara hommi?

Ég gæti komið með hnyttið tilsvar. Ég gæti sagt að mamma þín sé hommi og sé ólétt eftir Magga Villa. Ég gæti sagt að aðeins kerlingar séu hommar. En hinn grátlegi sannleikur er sá að ó, Guð, ef ég aðeins gæti, gæfi ég allt til að vera snarsamkynhneigður. Við ættum allir að vera snarsamkynhneigðir. Þessi Akkillesarhæll karlkynsins, gagnkynhneigðin, hefur fylgt okkur nógu lengi, það er kominn tími til þess að kasta honum af okkur. Einhvern veginn hafa konurnar áttað sig á þessu fyrir löngu en kvenfólkið er nú þegar upp til hópa örgustu trukkalessur.

Page 32: Muninn haust 2008

Það þarf ekki nema örlítinn rúnt niður í bæ til að sjá ótal kvenmenn í sleik við vinkonur sínar, að pota í brjóstunum hvor á annarri og að öðru leyti sýna hver annarri óhóflega ástúð, sem er auðvitað eitthvað sem ég get ómögulega haft augun af! Hvað er það?! Lesbíukynlíf er eitthvað það tilgangslausasta og kjánalegasta sem er til í heiminum! OK, ég get skilið kynlíf milli tveggja karla, það er prik og gat á hverjum. Möguleikarnir eru endalausir, eins og Legó, og ef ímyndunaraflið þrýtur, er bara hægt að bæta einum við! En þetta virkar ekki þegar tveir kvenmenn eiga í hlut! Hvernig setur maður gat í annað gat? Það er ekki hægt!

En það er allavega eitt sem bæði kynin eiga sameiginlegt, og það er óútskýranlegt dálæti þeirra á samkynhneigðum einstaklingum af hinu kyninu, en þó eru konurnar heldur betur verri í þessum efnum. Ég get ekki farið í partý og litið upp af drykknum mínum án þess að sjá ónefndan samkynhneigðan vin minn, hann Axel Inga Árnason, sitjandi í mjúku sófahorni með pina colada í annarri og brjóstið á vinkonu sinni í hinni. Svo er ómögulegt að koma sér af stað niður í

bæinn með honum því fyrst þarf hann að safna saman kvennabúri af þvílíkum fjölda að jafnvel Hugh Hefner mundi segja „vó“.

Það er því staðreynd að eina 100% pottþétta leiðin til þess að komast í buxurnar á kvenmanni, jafnvel áhrifaríkara en að „detta í Friends,“ sem sýndi aðeins 98% skilvirkni, er að sannfæra hana um að maður hafi alls engan áhuga á henni. Enn ein vísbendingin um að æðsta ósk allra kvenmanna er að vera óáhugaverð og auðmýkt. Þannig að næst þegar þú ert á Pallaballi og sérð ekta dæmi um princess við barinn skaltu skella á þig hommagrímunni, setjast við hliðina á henni, panta Sex on the Beach og segja „Hei beibí, ég er bara fyrir typpin.“ Ég garantera það að þú munt fá meiri boob heldur en þú veist hvað þú ættir að gera með.

Kannski af því að þú ert samkynhneigður og veist ekkert hvað á að gera við kvenmannsbrjóst!

Góðu gestir. Ég elska kvenmenn. Og ég hata það. En það er til lausn! Við getum brotist undan ofríki kvenna! Við getum kastað af okkur fjötrum okkar og lifað í veröld frelsis og örlætis!

Heyrið orð mín, synir Adams! Félagsfræðinemar, málabrautanemar og náttúrufræðinemar! Ég sé í augum ykkar sömu hræðslu sem myndi heltaka mig! Dagur mun koma þar sem hugrekki manna sigrar freistinguna! Dagur þar sem við afneitum vagínunni og brjótum öll hjúskaparloforð! Og þessi dagur er í nánd! Ný öld mun rísa! Hommaöld! Faggaöld, þar sem veldi kvenna hrynur niður! Tíminn er kominn! Fyrir allt það sem ykkur er kært þá segi ég ykkur að koma út úr skápnum! Í nafni föður, sonar og Axels Inga Árnasonar!

FRELSI!!!FRELSI!!!FRELSI!!!

Valur Sigurðsson

Page 33: Muninn haust 2008

Það þarf ekki nema örlítinn rúnt niður í bæ til að sjá ótal kvenmenn í sleik við vinkonur sínar, að pota í brjóstunum hvor á annarri og að öðru leyti sýna hver annarri óhóflega ástúð, sem er auðvitað eitthvað sem ég get ómögulega haft augun af! Hvað er það?! Lesbíukynlíf er eitthvað það tilgangslausasta og kjánalegasta sem er til í heiminum! OK, ég get skilið kynlíf milli tveggja karla, það er prik og gat á hverjum. Möguleikarnir eru endalausir, eins og Legó, og ef ímyndunaraflið þrýtur, er bara hægt að bæta einum við! En þetta virkar ekki þegar tveir kvenmenn eiga í hlut! Hvernig setur maður gat í annað gat? Það er ekki hægt!

En það er allavega eitt sem bæði kynin eiga sameiginlegt, og það er óútskýranlegt dálæti þeirra á samkynhneigðum einstaklingum af hinu kyninu, en þó eru konurnar heldur betur verri í þessum efnum. Ég get ekki farið í partý og litið upp af drykknum mínum án þess að sjá ónefndan samkynhneigðan vin minn, hann Axel Inga Árnason, sitjandi í mjúku sófahorni með pina colada í annarri og brjóstið á vinkonu sinni í hinni. Svo er ómögulegt að koma sér af stað niður í

bæinn með honum því fyrst þarf hann að safna saman kvennabúri af þvílíkum fjölda að jafnvel Hugh Hefner mundi segja „vó“.

Það er því staðreynd að eina 100% pottþétta leiðin til þess að komast í buxurnar á kvenmanni, jafnvel áhrifaríkara en að „detta í Friends,“ sem sýndi aðeins 98% skilvirkni, er að sannfæra hana um að maður hafi alls engan áhuga á henni. Enn ein vísbendingin um að æðsta ósk allra kvenmanna er að vera óáhugaverð og auðmýkt. Þannig að næst þegar þú ert á Pallaballi og sérð ekta dæmi um princess við barinn skaltu skella á þig hommagrímunni, setjast við hliðina á henni, panta Sex on the Beach og segja „Hei beibí, ég er bara fyrir typpin.“ Ég garantera það að þú munt fá meiri boob heldur en þú veist hvað þú ættir að gera með.

Kannski af því að þú ert samkynhneigður og veist ekkert hvað á að gera við kvenmannsbrjóst!

Góðu gestir. Ég elska kvenmenn. Og ég hata það. En það er til lausn! Við getum brotist undan ofríki kvenna! Við getum kastað af okkur fjötrum okkar og lifað í veröld frelsis og örlætis!

Heyrið orð mín, synir Adams! Félagsfræðinemar, málabrautanemar og náttúrufræðinemar! Ég sé í augum ykkar sömu hræðslu sem myndi heltaka mig! Dagur mun koma þar sem hugrekki manna sigrar freistinguna! Dagur þar sem við afneitum vagínunni og brjótum öll hjúskaparloforð! Og þessi dagur er í nánd! Ný öld mun rísa! Hommaöld! Faggaöld, þar sem veldi kvenna hrynur niður! Tíminn er kominn! Fyrir allt það sem ykkur er kært þá segi ég ykkur að koma út úr skápnum! Í nafni föður, sonar og Axels Inga Árnasonar!

FRELSI!!!FRELSI!!!FRELSI!!!

Valur Sigurðsson

Page 34: Muninn haust 2008

Rokk íÞýskalandi

Í byrjun annar var auglýst eftir þátttakendum í ferð til Þýskalands til að vinna samskiptaverkefni með þýskum skóla í Potsdam, verkefni sem er styrkt af Comeniusarsjóði Evrópusambandsins. Fórum við, 21 nemandi úr 3. bekk og 3 rokkaðir kennarar, á vit ævintýranna.Í rauninni vissi enginn við hverju væri að búast þegar út væri komið, aðeins að jákvætt og opið hugarfar væri forsenda þátttöku. Undirbúningur hófst nokkrum vikum fyrir brottför og vorum við pöruð saman, Íslendingur og Þjóðverji, gestur og gestgjafi.Við lentum í Berlín þann 3. nóvember síðastliðinn, þar sem gestgjafarnir tóku á móti okkur með bros á vör, spenningurinn í íslenska hópnum var gríðarlegur og ekki minnkaði hann þegar á heimilin var komið.Heimilisaðstæður voru mismunandi, t.d. fékk Inga lítinn sem engan svefn í „köldu rottuholunni“ sem hún sagðist búa í, sumir fengu konunglegar máltíðir í hvert mál en aðrir fengu engan mat. Flestir voru „nestaðir“ fyrir skólann en nestið var mjög mismunandi, sem dæmi má nefna fékk Alma einn daginn 2 harðsoðin egg (með skurninni), 4 pepperónistangir og 2 lítra af jarðaberjavatni (hmm, hefði samloka með skinku og osti ekki nægt henni?). Einhverjir ferðuðust í marga tíma í skólann, sem eru mikil viðbrigði fyrir þá Íslendinga sem eru vanir 10 mínútna leið í skólann. Fyrsta skóladaginn voru myndaðir vinnuhópar og verkefnið útskýrt fyrir okkur. Við fengum það verkefni að gera ferðabækling fyrir ungt fólk um hvað hægt væri að gera á ferðalagi um Berlín og nágrenni. Verkefnið stal smá tíma af okkur þarna úti, en við létum það ekki hafa áhrif okkur. Nú stöndum við frammi fyrir því að klára verkefnið hérna heima og undirbúa komu Þjóðverjanna, en þau munu koma til landsins um mánaðamótin mars/apríl til að gera samskonar verkefni um Ísland.Fyrsta daginn fórum við í stutta

skoðunarferð um Potsdam sem endaði á kínverskum veitingastað. Almannarómur heldur því fram að Þjóðverjarnir hafi haft meira gaman af skoðunarferðinni en íslenski hópurinn þar sem þau skiptu okkur upp í hópa og létu okkur gera ýmsar þrautir, á þýsku... Toll?Vikan í Potsdam og Berlín var frábær og skemmtilegri en nokkurn gæti grunað. Við gerðum margt, skoðuðum meira en löbbuðum mest. Flestum kvöldum eyddum við á karókíbarnum þar sem við fengum útrás fyrir sönghæfileika okkar og tókum allt frá Tokio Hotel

til Backstreet Boys, við lærðum þýsk blótsyrði og kenndum íslensk. Það ríkti engin kreppa hjá okkur í Þýskalandi og við urðum ekkert vör við hana, (nema þeir sem fóru í hagfræðitíma í skólanum og ræddu íslenska efnahagsástandið á þýsku... (vandræðalegt?). Þar af leiðandi versluðum við eins og fávitar og voru kennararnir ekkert skárri en yngismeyjarnar í þeim efnum.Berlín var skoðuð frá A-B þótt sumum fyndist þeir hafa farið alla leið frá A-Ö en jújú, Berlín er stór borg og mikið af búðum sem vöktu athygli og þörfnuðust nánari skoðunar, þvert á vilja SvP. Orðið á götunni er að hann hafi verslað meira en margur þann daginn.Kreuzberg ferðin var eftirminnileg, en Kreuzberg er tyrkneskt hverfi í miðri Berlín. Þegar við stigum út úr lestinni tók við nýr heimur, ólíkur þeim sem við

höfum séð. Tyrkir með höfuðklúta í öllum regnbogans litum, öðruvísi búðir (ódýrir skór!), vatnspípur og glingur, ávextir á hverju götuhorni og framandi matur.

Mánudagsmorguninn 10. nóvember var tárum þrungin kveðjustund þegar við kvöddum nýju vini okkar og héldum á vit nýrra ævintýra. Við byrjuðum á því að keyra til Dresden þar sem við skoðuðum byggingar í gotneskum stíl sem minntu margar á útibú Drakúla. Þar var m.a. Jónas jarðfræðikennari skammaður af Sigrúnu Aðalgeirs fyrir að trufla skoðunarferð með því að versla (btw. hann var að kaupa steina. Af hverju Jónas?) Síðan var ferðinni heitið til Leipzig, byggðar sítrónutrjánna, þar sem Bach var einsöngvari, Gothe borðaði og hægt var að kaupa Chilli-hlaup (ekki reyna að skilja þetta nema þið séuð í PotMA). Í Leipzig gerðist fólk djarft og litaði hárið á sér, sumir misstu sig í gleðinni og vildu endilega lita öll líkamshár en aðrir höfðu vit fyrir þeim. Við gistum á Hostel Sleepy Lion sem var ekki svo sleepy eftir allt saman og okkur leið öllum eins og í frumskógi, oh what a wild night ! Daginn eftir fórum við til Frankfurt. Frankfurt er vændiskona, nei djók... en þær eru þar! Það kom mjög fljótlega í ljós að ýmis vafasöm starfsemi fór fram í hverfinu, t.d. var húsaröðin í götunni okkar svona: Frankfurt Haubtbahnhof (lestarstöð), kebab-staður, farfuglaheimlið okkar, World of sex, kebab-staður, Dr. Müller („geðt dark gotha sexshop“), kebab-staður, svo kom hliðargata. Í hliðargötunni var að finna byrjunina að þriðja stærsta rauða hverfi Evrópu... nice neigbourhood!!! Nokkrar kvenkyns fengu atvinnutilboð á klassastrippbúllum en flestar afþökkuðu kurteislega (með því að hlaupa öskrandi í burtu.) Sagan segir að ákveðinn aðili hefði lent í slagsmálum við melludólg en við seljum það ekki dýrara en við

keyptum það. Við áttum allavegana ógleymanlegar stundir í Frankfurt og sáum svo sannarlega margt sem við höfðum aldrei séð áður.Fimmtudaginn 13. nóvember lögðum við á stað heim til Íslands, allir voru sammála um að gott væri að koma heim þótt öllum fyndist leiðinlegt að ferðin væri á enda.Í heildina litið var þessi ferðpottþétt eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert. Við lærðum margt, kynntumst nýrri menningu og nýju fólki bæði þýsku og íslensku. Íslenski hópurinn var frábær og við vorum öll vinir, oftast a.m.k. (enda eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir svo við vitnum nú í Jónas). Þetta var eitt, stórt djamm, risa ævintýri og tvær einingar fyrir. Feis!

Greinarhöfundar: Alma Rún, 3H & Sigríður Árdal, 3Y

Page 35: Muninn haust 2008

Rokk íÞýskalandi

Í byrjun annar var auglýst eftir þátttakendum í ferð til Þýskalands til að vinna samskiptaverkefni með þýskum skóla í Potsdam, verkefni sem er styrkt af Comeniusarsjóði Evrópusambandsins. Fórum við, 21 nemandi úr 3. bekk og 3 rokkaðir kennarar, á vit ævintýranna.Í rauninni vissi enginn við hverju væri að búast þegar út væri komið, aðeins að jákvætt og opið hugarfar væri forsenda þátttöku. Undirbúningur hófst nokkrum vikum fyrir brottför og vorum við pöruð saman, Íslendingur og Þjóðverji, gestur og gestgjafi.Við lentum í Berlín þann 3. nóvember síðastliðinn, þar sem gestgjafarnir tóku á móti okkur með bros á vör, spenningurinn í íslenska hópnum var gríðarlegur og ekki minnkaði hann þegar á heimilin var komið.Heimilisaðstæður voru mismunandi, t.d. fékk Inga lítinn sem engan svefn í „köldu rottuholunni“ sem hún sagðist búa í, sumir fengu konunglegar máltíðir í hvert mál en aðrir fengu engan mat. Flestir voru „nestaðir“ fyrir skólann en nestið var mjög mismunandi, sem dæmi má nefna fékk Alma einn daginn 2 harðsoðin egg (með skurninni), 4 pepperónistangir og 2 lítra af jarðaberjavatni (hmm, hefði samloka með skinku og osti ekki nægt henni?). Einhverjir ferðuðust í marga tíma í skólann, sem eru mikil viðbrigði fyrir þá Íslendinga sem eru vanir 10 mínútna leið í skólann. Fyrsta skóladaginn voru myndaðir vinnuhópar og verkefnið útskýrt fyrir okkur. Við fengum það verkefni að gera ferðabækling fyrir ungt fólk um hvað hægt væri að gera á ferðalagi um Berlín og nágrenni. Verkefnið stal smá tíma af okkur þarna úti, en við létum það ekki hafa áhrif okkur. Nú stöndum við frammi fyrir því að klára verkefnið hérna heima og undirbúa komu Þjóðverjanna, en þau munu koma til landsins um mánaðamótin mars/apríl til að gera samskonar verkefni um Ísland.Fyrsta daginn fórum við í stutta

skoðunarferð um Potsdam sem endaði á kínverskum veitingastað. Almannarómur heldur því fram að Þjóðverjarnir hafi haft meira gaman af skoðunarferðinni en íslenski hópurinn þar sem þau skiptu okkur upp í hópa og létu okkur gera ýmsar þrautir, á þýsku... Toll?Vikan í Potsdam og Berlín var frábær og skemmtilegri en nokkurn gæti grunað. Við gerðum margt, skoðuðum meira en löbbuðum mest. Flestum kvöldum eyddum við á karókíbarnum þar sem við fengum útrás fyrir sönghæfileika okkar og tókum allt frá Tokio Hotel

til Backstreet Boys, við lærðum þýsk blótsyrði og kenndum íslensk. Það ríkti engin kreppa hjá okkur í Þýskalandi og við urðum ekkert vör við hana, (nema þeir sem fóru í hagfræðitíma í skólanum og ræddu íslenska efnahagsástandið á þýsku... (vandræðalegt?). Þar af leiðandi versluðum við eins og fávitar og voru kennararnir ekkert skárri en yngismeyjarnar í þeim efnum.Berlín var skoðuð frá A-B þótt sumum fyndist þeir hafa farið alla leið frá A-Ö en jújú, Berlín er stór borg og mikið af búðum sem vöktu athygli og þörfnuðust nánari skoðunar, þvert á vilja SvP. Orðið á götunni er að hann hafi verslað meira en margur þann daginn.Kreuzberg ferðin var eftirminnileg, en Kreuzberg er tyrkneskt hverfi í miðri Berlín. Þegar við stigum út úr lestinni tók við nýr heimur, ólíkur þeim sem við

höfum séð. Tyrkir með höfuðklúta í öllum regnbogans litum, öðruvísi búðir (ódýrir skór!), vatnspípur og glingur, ávextir á hverju götuhorni og framandi matur.

Mánudagsmorguninn 10. nóvember var tárum þrungin kveðjustund þegar við kvöddum nýju vini okkar og héldum á vit nýrra ævintýra. Við byrjuðum á því að keyra til Dresden þar sem við skoðuðum byggingar í gotneskum stíl sem minntu margar á útibú Drakúla. Þar var m.a. Jónas jarðfræðikennari skammaður af Sigrúnu Aðalgeirs fyrir að trufla skoðunarferð með því að versla (btw. hann var að kaupa steina. Af hverju Jónas?) Síðan var ferðinni heitið til Leipzig, byggðar sítrónutrjánna, þar sem Bach var einsöngvari, Gothe borðaði og hægt var að kaupa Chilli-hlaup (ekki reyna að skilja þetta nema þið séuð í PotMA). Í Leipzig gerðist fólk djarft og litaði hárið á sér, sumir misstu sig í gleðinni og vildu endilega lita öll líkamshár en aðrir höfðu vit fyrir þeim. Við gistum á Hostel Sleepy Lion sem var ekki svo sleepy eftir allt saman og okkur leið öllum eins og í frumskógi, oh what a wild night ! Daginn eftir fórum við til Frankfurt. Frankfurt er vændiskona, nei djók... en þær eru þar! Það kom mjög fljótlega í ljós að ýmis vafasöm starfsemi fór fram í hverfinu, t.d. var húsaröðin í götunni okkar svona: Frankfurt Haubtbahnhof (lestarstöð), kebab-staður, farfuglaheimlið okkar, World of sex, kebab-staður, Dr. Müller („geðt dark gotha sexshop“), kebab-staður, svo kom hliðargata. Í hliðargötunni var að finna byrjunina að þriðja stærsta rauða hverfi Evrópu... nice neigbourhood!!! Nokkrar kvenkyns fengu atvinnutilboð á klassastrippbúllum en flestar afþökkuðu kurteislega (með því að hlaupa öskrandi í burtu.) Sagan segir að ákveðinn aðili hefði lent í slagsmálum við melludólg en við seljum það ekki dýrara en við

keyptum það. Við áttum allavegana ógleymanlegar stundir í Frankfurt og sáum svo sannarlega margt sem við höfðum aldrei séð áður.Fimmtudaginn 13. nóvember lögðum við á stað heim til Íslands, allir voru sammála um að gott væri að koma heim þótt öllum fyndist leiðinlegt að ferðin væri á enda.Í heildina litið var þessi ferðpottþétt eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert. Við lærðum margt, kynntumst nýrri menningu og nýju fólki bæði þýsku og íslensku. Íslenski hópurinn var frábær og við vorum öll vinir, oftast a.m.k. (enda eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir svo við vitnum nú í Jónas). Þetta var eitt, stórt djamm, risa ævintýri og tvær einingar fyrir. Feis!

Greinarhöfundar: Alma Rún, 3H & Sigríður Árdal, 3Y

Page 36: Muninn haust 2008

36

Árið 2001 hóf mentorverkefnið Vinátta göngu sína á Íslandi. Verkefnið var fyrst í samvinnu við Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og tvo grunnskóla í Reykjavík en undanfarin þrjú ár hefur Velferðarsjóður barna á Íslandi rekið það. Til að byrja með átti verkefnið að vera þriggja ára tilrauna– og þróunarverkefni en í dag hefur verkefnið fest sig í sessi hér á landi. Fyrirmynd mentorverkefnisins Vináttu kemur frá Ísrael en það hóf göngu sína fyrir rúmlega 30 árum þar. Markmiðið var að mentorar sem koma úr háskólum og framhaldsskólum áttu að eyða tíma með grunnskólabörnum sem búa á láglaunasvæðum og áttu að vera þeim jákvæð fyrirmynd. Frá Ísrael barst mentorverkefnið til fleiri landa, m.a. til Svíþjóðar árið 1997. Í öll þau ár sem mentorverkefnið hefur verið starfrækt í Svíþjóð hefur rúmlega helmingur barnanna verið innflytjendur. Þaðan kom sú hugmynd að þetta verkefni væri gott fyrir innflytjendur til að börnin fengju tækifæri til að kynnast menningu og öðlast betri tungumálakunnáttu.

Markmið verkefnisins er fyrst og fremst það að háskóla- og framhaldsskólanemar veiti grunnskólanemendum stuðning og hvatningu. Mentorar eiga að vera börnunum góð fyrirmynd og börnin eiga að geta treyst sínum mentorum. Hugmyndin er að börnin fái tækifæri til að mynda tengsl við þroskaðan, fullorðinn einstakling utan fjölskyldu sinnar. Verkefnið á að leiða til aukins þroska beggja aðila og stuðla að auknu sjálfstrausti barna. Það er mjög mikilvægt fyrir barn að fullorðinn einstaklingur gefi því tíma og athygli og hafi áhuga á því sem barnið er að gera. Því miður njóta ekki öll börn þeirra forréttinda að eiga náin tengsl við foreldra sína eða að hafa aðgang að félagsskap ábyrgra einstaklinga en þessi tengsl eru talin nauðsynleg fyrir börn til að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og gott sjálfstraust. Fyrir

þessi börn er mentorverkefnið Vinátta mjög góður kostur til að efla sjálfsmyndina og sjálfstraustið, rannsóknir hafa nefnilega sýnt að þrátt fyrir að foreldrar barna geta ekki veitt þeim þessi tengsl þá getur verið nóg að barnið hafi átt traustan tengslaaðila í lengri eða skemmri tíma í æsku. Fyrir mentora er þetta verkefni talið vera gott til að leyfa þeim að kynnast því að starfa með börnum, skipuleggja uppbyggjandi fundi fyrir börnin, öðlast nýja reynslu og þekkingu og þroska sköpunarhæfni sína.

Verkefnið er hugsað fyrir börn á aldrinum 7 – 10 ára. Þau börn sem ganga fyrir í þessu verkefni eru t.d. börn sem hafa orðið fyrir einelti, börn sem einangra sig eða passa illa í hópinn, einbirni eða börn úr stórum systkinahóp, börn með ýmis hegðunarvandamál, börn sem vantar föður- eða móðurímynd, börn af erlendum uppruna, börn sem eru óframfærin og feimin. Það hefur sýnt sig að þetta verkefni hefur stuðlað að því að börn sem hafa átt í erfiðleikum með samskipti eiga auðveldara með það eftir verkefnið. Börn sem hafa tekið þátt í þessu verkefni eru talin vera með betri félagslega færni og aukna samskiptahæfni, einnig hafa þau börn sem eru af erlendum uppruna tekið framförum í íslenskukunnáttu sinni. Skilyrðin fyrir mentora eru að þeir hafi náð 18 ára aldri, að þeir hafi áhuga á verkefninu, þeir þurfa að geta skuldbundið sig verkefninu og gefið þrjá tíma á viku í það, þurfa að vera ábyrgir en fyrst og fremst eru mentorarnir mest metnir eftir umsókn sem þeir þurfa að skila inn.

Mentorverkefnið er starfrækt í báðum framhaldsskólunum á Akureyri og er í samstarfi við fjóra grunnskóla, þeir eru Oddeyrarskóli, Giljaskóli, Glerárskóli og Síðuskóli. Í ár er Menntaskólinn á Akureyri að taka þátt í mentorverkefninu Vináttu í áttunda skiptið. Verkefnið er sett upp sem

heilsársáfangi og fást þrjár einingar fyrir hann.

Það eru 13 nemendur af öllum brautum að taka þátt í mentorverkefninu hér í MA. Ég talaði við nokkra nemendur sem eru að taka þátt í verkefninu og spurði þá nokkurra spurninga. Ástæðan fyrir þátttöku í verkefninu var aðallega sú að nemendur langaði að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Margir vildu öðlast frekari reynslu af börnum og fannst það krefjandi að þurfa að finna eitthvað skapandi að gera fyrir börn á þessum aldri. Það sem mentorarnir hafa lært af þessari reynslu er aðallega það að þurfa að setja sig í spor 7 – 10 ára barna og reyna að finna út það sem þeim þykir skemmtilegt að gera. Hingað til hefur verkefnið gengið vel hjá langflestum Mentorunum og finna þeir börnin vera að koma smátt og smátt úr skelinni. Þau eru að byrja að kynnast betur og sjá flestir fram á góðan vetur með börnunum sínum.

Verkefnið hefur farið vel af stað hjá mentorunum í MA og hafa margir gert eitthvað skemmtilegt með börnunum sínum. Þau hafa farið í göngutúra, bakað, á kaffihús, í keilu, í bíó og svo mætti lengi telja. Mentorar hafa tvisvar hist allir saman með börnum sínum, fyrst horfðu allir saman á bíómynd upp í MA og svo var jólastund mentora haldin mánudaginn 24. nóvember. Þá hittust allir mentorar upp í VMA, þar sem þeir bjuggu til jólasultu og skreyttu krukkur.

Heimildir eru fengnar af www.vinatta.is, þar er hægt að kynna sér verkefnið betur og einnig sent fyrirspurnir til starfsfólks verkefnisins.

Heiða Berglind Magnúsdóttir

Er síminn til þín?

Lifðu núna

Settu flottan síma í jólapakkann

Lifðu núna

Nokia 5310 Xpress Music

0 kr. út1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán.

Þú greiðir 0 kr. út og 3.000 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 34.900 kr.

Nokia 2630

0 kr. út1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán.

Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 15.900 kr.

Nokia 1680

0 kr. út1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán.

Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 12.900 kr.

to

n/

A

Page 37: Muninn haust 2008

37

Árið 2001 hóf mentorverkefnið Vinátta göngu sína á Íslandi. Verkefnið var fyrst í samvinnu við Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og tvo grunnskóla í Reykjavík en undanfarin þrjú ár hefur Velferðarsjóður barna á Íslandi rekið það. Til að byrja með átti verkefnið að vera þriggja ára tilrauna– og þróunarverkefni en í dag hefur verkefnið fest sig í sessi hér á landi. Fyrirmynd mentorverkefnisins Vináttu kemur frá Ísrael en það hóf göngu sína fyrir rúmlega 30 árum þar. Markmiðið var að mentorar sem koma úr háskólum og framhaldsskólum áttu að eyða tíma með grunnskólabörnum sem búa á láglaunasvæðum og áttu að vera þeim jákvæð fyrirmynd. Frá Ísrael barst mentorverkefnið til fleiri landa, m.a. til Svíþjóðar árið 1997. Í öll þau ár sem mentorverkefnið hefur verið starfrækt í Svíþjóð hefur rúmlega helmingur barnanna verið innflytjendur. Þaðan kom sú hugmynd að þetta verkefni væri gott fyrir innflytjendur til að börnin fengju tækifæri til að kynnast menningu og öðlast betri tungumálakunnáttu.

Markmið verkefnisins er fyrst og fremst það að háskóla- og framhaldsskólanemar veiti grunnskólanemendum stuðning og hvatningu. Mentorar eiga að vera börnunum góð fyrirmynd og börnin eiga að geta treyst sínum mentorum. Hugmyndin er að börnin fái tækifæri til að mynda tengsl við þroskaðan, fullorðinn einstakling utan fjölskyldu sinnar. Verkefnið á að leiða til aukins þroska beggja aðila og stuðla að auknu sjálfstrausti barna. Það er mjög mikilvægt fyrir barn að fullorðinn einstaklingur gefi því tíma og athygli og hafi áhuga á því sem barnið er að gera. Því miður njóta ekki öll börn þeirra forréttinda að eiga náin tengsl við foreldra sína eða að hafa aðgang að félagsskap ábyrgra einstaklinga en þessi tengsl eru talin nauðsynleg fyrir börn til að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og gott sjálfstraust. Fyrir

þessi börn er mentorverkefnið Vinátta mjög góður kostur til að efla sjálfsmyndina og sjálfstraustið, rannsóknir hafa nefnilega sýnt að þrátt fyrir að foreldrar barna geta ekki veitt þeim þessi tengsl þá getur verið nóg að barnið hafi átt traustan tengslaaðila í lengri eða skemmri tíma í æsku. Fyrir mentora er þetta verkefni talið vera gott til að leyfa þeim að kynnast því að starfa með börnum, skipuleggja uppbyggjandi fundi fyrir börnin, öðlast nýja reynslu og þekkingu og þroska sköpunarhæfni sína.

Verkefnið er hugsað fyrir börn á aldrinum 7 – 10 ára. Þau börn sem ganga fyrir í þessu verkefni eru t.d. börn sem hafa orðið fyrir einelti, börn sem einangra sig eða passa illa í hópinn, einbirni eða börn úr stórum systkinahóp, börn með ýmis hegðunarvandamál, börn sem vantar föður- eða móðurímynd, börn af erlendum uppruna, börn sem eru óframfærin og feimin. Það hefur sýnt sig að þetta verkefni hefur stuðlað að því að börn sem hafa átt í erfiðleikum með samskipti eiga auðveldara með það eftir verkefnið. Börn sem hafa tekið þátt í þessu verkefni eru talin vera með betri félagslega færni og aukna samskiptahæfni, einnig hafa þau börn sem eru af erlendum uppruna tekið framförum í íslenskukunnáttu sinni. Skilyrðin fyrir mentora eru að þeir hafi náð 18 ára aldri, að þeir hafi áhuga á verkefninu, þeir þurfa að geta skuldbundið sig verkefninu og gefið þrjá tíma á viku í það, þurfa að vera ábyrgir en fyrst og fremst eru mentorarnir mest metnir eftir umsókn sem þeir þurfa að skila inn.

Mentorverkefnið er starfrækt í báðum framhaldsskólunum á Akureyri og er í samstarfi við fjóra grunnskóla, þeir eru Oddeyrarskóli, Giljaskóli, Glerárskóli og Síðuskóli. Í ár er Menntaskólinn á Akureyri að taka þátt í mentorverkefninu Vináttu í áttunda skiptið. Verkefnið er sett upp sem

heilsársáfangi og fást þrjár einingar fyrir hann.

Það eru 13 nemendur af öllum brautum að taka þátt í mentorverkefninu hér í MA. Ég talaði við nokkra nemendur sem eru að taka þátt í verkefninu og spurði þá nokkurra spurninga. Ástæðan fyrir þátttöku í verkefninu var aðallega sú að nemendur langaði að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Margir vildu öðlast frekari reynslu af börnum og fannst það krefjandi að þurfa að finna eitthvað skapandi að gera fyrir börn á þessum aldri. Það sem mentorarnir hafa lært af þessari reynslu er aðallega það að þurfa að setja sig í spor 7 – 10 ára barna og reyna að finna út það sem þeim þykir skemmtilegt að gera. Hingað til hefur verkefnið gengið vel hjá langflestum Mentorunum og finna þeir börnin vera að koma smátt og smátt úr skelinni. Þau eru að byrja að kynnast betur og sjá flestir fram á góðan vetur með börnunum sínum.

Verkefnið hefur farið vel af stað hjá mentorunum í MA og hafa margir gert eitthvað skemmtilegt með börnunum sínum. Þau hafa farið í göngutúra, bakað, á kaffihús, í keilu, í bíó og svo mætti lengi telja. Mentorar hafa tvisvar hist allir saman með börnum sínum, fyrst horfðu allir saman á bíómynd upp í MA og svo var jólastund mentora haldin mánudaginn 24. nóvember. Þá hittust allir mentorar upp í VMA, þar sem þeir bjuggu til jólasultu og skreyttu krukkur.

Heimildir eru fengnar af www.vinatta.is, þar er hægt að kynna sér verkefnið betur og einnig sent fyrirspurnir til starfsfólks verkefnisins.

Heiða Berglind Magnúsdóttir

Er síminn til þín?

Lifðu núna

Settu flottan síma í jólapakkann

Lifðu núna

Nokia 5310 Xpress Music

0 kr. út1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán.

Þú greiðir 0 kr. út og 3.000 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 34.900 kr.

Nokia 2630

0 kr. út1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán.

Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 15.900 kr.

Nokia 1680

0 kr. út1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán.

Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 12.900 kr.

to

n/

A

Page 38: Muninn haust 2008

FimmtudagurinnFerðin hófst með miklum erfiðleikum

og lengi var rúntað um bæinn að sækja drasl sem hafði gleymst. Ég keyrði fyrsta spölinn og fékk mér svo einn Svala. Stoppað var í nýja Staðarskála sem lítur út eins og geimskipið úr Independence Day (busar ath! Vinsæl mynd frá 10. áratugnum) hafi kúkað á Hrútafjörðinn. Við hlóðum rafhlöðurnar með pylsu og kók, allir nema Hlynur Örn sem borðar ekki kjöt (á bak við það er reyndar önnur og skemmtileg saga sem þið ættuð endilega að spyrja hann að við tækifæri). Hann fékk sér bara Doritos og fannst við vera einhverskonar “Jerks“.

Þegar komið var á höfuðborgarsvæðið voru menn orðnir misskrýtnir eftir mismikla Svala- og Frissa fríska-drykkju á leiðinni og stefnan var tekin beint á KFC þar sem hópurinn ætlaði að bomba í sig steiktum kjúklingi, nema Hlynur sem ætlaði bara að fá salat. Ekki vildi betur til en svo að salatið hans var stútfullt af kjúklingi og þegar hann sagðist bara hafa beðið um venjulegt salat fékk hann svörin: „þetta er KFC, það er kjúklingur í öllu“. Hlynur fékk þennan misskilning ekki leiðréttan þrátt fyrir grát og gnístran tanna en Svaladrykkjumenn urðu ekki par sáttir við framkomu starfsfólks KFC og ákváðu að svara í sömu mynt og neituðu að ganga frá eftir sig. Einn ónefndur ritstjóri Munins ákvað að ræna búlluna á leið sinni út og tók með úr pleisinu öll tómatssósubréfin. Eftir að menn höfðu jafnað sig var mér skutlað í Vesturbæinn þar sem ég náði í miðann minn. Restin af genginu hélt þá niður að sjó til þess að ná í miða þeirra Sveins og Hlyns. Gekk þetta allt snurðulaust fyrir sig. En það sem átti eftir að henda þessar hugrökku sálir gat engan órað fyrir, því næst lá leiðin inn í handakrika Reykjavíkur eða Garðabæinn. Eftir að hafa rúntað þar í dágóðan tíma fundu þeir húsið þar sem miðinn hans Steinbjarnar var. Þá var ekkert annað í stöðunni en að bomba í bæinn.

Á meðan skytturnar þrjár krúsuðu um Garðabæ í leit sinni að tónleikamiðanum hans Steinbjarnar var ég farinn að skvera mig niður í bæ og komst heilu og höldnu þangað þar sem ég, ólíkt þjáningarbræðrum mínum, náði takmarki kvöldsins - að sjá Rottweilerhundana urra og gelta í tæpan klukkutíma (gott á ykkur). Eftir að hafa bombað í rass og breytt Reykjavík í Belfast kíkti ég á pönksveitina Ælu sem spilaði á Hressó og þótti það mikið fjör, aldrei þó jafnmikið en þegar söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Halli Valli, tók sig til og gekk út spilandi á gítarinn með hjálp þráðlausrar tækni en kom að lokum aftur inn og fór að rokka. Eftir það hitti ég ferðafélaga mína og við gerðum misheppnaða tilraun til þess að komast inn á FM Belfast en enduðum á Nasa á tónleikum með bresku sveitinni The Young Knives sem komu mér skemmtilega á óvart með fínum tónleikum. Að því loknu röltum við svo upp á hótelherbergi hjá strákunum, sem var í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá miðbænum, og ákvað ég að gista þar vegna þess að ég nennti ekki að fara fótgangandi heim á leið.

FöstudagurinnMorguninn eftir vaknaði ég á gólfinu

á hótelherbergi strákanna, vafinn í rúmteppinu sem ég tók traustataki kvöldið áður. Gólfið var kalt, mér var kalt og kom það varla til með að skána, því þegar hinir strákarnir vöknuðu var það fyrsta sem þeir gerðu var að skella Gossip Girl þætti í tækið. Eftir að hafa horft á snögga yfirferð yfir það sem gerðist í fyrstu seríu gafst ég upp, eins og vinur minn orðaði það “I want some real rock, not some stupid rock”. Með þessi orð í huga stóð ég upp og hélt mjög svo sannfærandi ræðu um að við ættum að fara út, en allt kom fyrir ekki, enginn nennti með mér á snilldina sem er “Rokk og Beikon”. Þar sá ég hljómsveitirnar Johnny and the Rest og Agent Fresco og fékk góðan

morgunverð. Þegar þessari rimmu var lokið skellti ég mér í eitt gott strævintýri (strætó+ævintýri), fann upprunaleg híbýli mín og lagði mig.

Kvöldið hófst svo á Hressó þar sem ég fékk mér einn Svala á meðan ég hlustaði á tvíeykið Dlx Atx sem samanstendur einungis af bassaleikara og trommara. Þeim félögum tókst að skapa gullfallegan hljóðvegg og gerði bassaleikarinn í raun og veru allt við bassann nema að brjóta hann. Hljómsveit á ferðinni sem vert er að fylgjast með.

Síðan lá leiðin á Bloodgroup þar sem ég hitti ferðafélaga mína sem höfðu verið að fylgjast með BB & Blake á Tunglinu en ég skemmti mér konunglega á meðan Bloodgroup keyrði upp stuðið. Ætlunin var svo að sjá sænsku rafsveitina Familjen, en þegar dyraverðir Tunglsins héldu áfram að hleypa fólki inn í pakkaðan staðinn fór gamanið að kárna og varð hitinn mér um megn. Ég samdi í flýti nýja áætlun: Fá mér Svala og finna aðra tónleika. Eftir að hafa lesið vitlaust á tónleikabæklinginn missti ég af nokkrum áhugaverðum tónleikum og að lokum ráfaði ég inn á ömurðarviðbjóðsógeðshljómsveitina sem kallar sig Seabear. Á meðan eyrunum á mér var nauðgað reyndi ég í örvæntingu minni að finna sæti en ekkert fannst, ég rak þá augun í ruslafötu sem ætluð var undir dósir og lagði til atlögu, ég gekk að henni, spurði mennina tvo sem stóðu hjá henni hvort þeir væru starfsmenn og þegar þeir svöruðu neitandi sneri ég fötunni við og settist á hana. Til að gera langa sögu stutta gaf ruslafatan sig og ég datt á rassinn og lá í dósahrúgu og blóði eigin sjálfsvirðingar á miðju gólfi Listasafns Reykjavíkur. Þegar félagi minn kom af klósettinu stóðum við í smástund og fylgdumst með Seabear, en í sömu andrá tók ég eftir unglingsstúlku af erlendum uppruna sem gekk þarna um með bjórdós á höfðinu, geiflandi sig framan í tónleikagesti, fullkomlega asnaleg. Þegar hún gekk að mér og dansaði þarna með dósina á höfðinu

eins og einhver fáviti brá ég á það þjóðráð að slá dósina rembingsfast af höfðinu á henni og flaug dósin eitthvað inn í sal. Þá brást stelpan við eins og ég hefði sagt gyðingabrandara í Auschwitz-reunioni og öskraði á mig á einhverju hrognamáli, reif í heyrnartólið sem ég var með í öðru eyranu og sleit það af. Ég var ekki par sáttur en sem betur fer voru þetta heyrnartól keypt í Euroshopper á 200 krónur svo ég brosti bara út í annað og hélt út í nóttina.

Nóttin var ung og einnig drengirnir í Agent Fresco sem ég fór að sjá þar á eftir á skemmtistaðnum Hressó. Þessir drengir kunna svo sannarlega að fara með hljóðfærin sín og efast ég ekki um að þeir eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Leiðin lá svo á íslensku stuðhljómsveitina Motion Boys sem gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi seinna en næsta hljómsveit á svið var Últra mega teknóbandið Stefán sem gjörsamlega ærði tónleikagesti með hömlulausri og oft á tíðum sódómískri sviðsframkomu sinni. Í tilefni af því að vera orðnir lögráða einstaklingar (þrátt fyrir það að vera ekki komnir með aldur til áfengiskaupa) ákvað ónefndur ritstjóri Munins að bjóða mér upp á áfengan drykk. Það átti eftir að hafa geigvænlegar afleiðingar og ég óska þess núna þegar ég lít aftur á þetta kvöld að ég hafi hlustað á hann Stefán Þór og forðast áfengisneyslu, en þannig var mál með vexti að drykkurinn sem varð fyrir valinu var Hvítur Rússi sem var blandaður vodka, einhverju sem líktist Kaluah og sprauturjóma. Þetta var versti Hvíti Rússi sem boðið hefur verið uppá á íslenskum bar. Eina bjarta hliðin á þessari barferð var sá að hin útúrdrukkna erlenda vinkona mín frá því í Listasafni Reykjavíkur skaut aftur upp kollinum og spurði félaga mína hvar klósettið væri. Þeir náðu að benda henni á útlensku á karlaklósettið, þangað fór hún en kom út stuttu seinna skömmustuleg með skottið á milli lappana. Eftir svaðilfarir föstudagsins var haldið

heim þar sem ég sofnaði aftur á gólfinu á hótelherbergi strákanna umvafinn rúmteppi.

LaugardagurinnDaginn eftir var hvílst og skoðað í

höfuðborginni. Kvöldið hófst svo á einni af betri rokksveitum Íslands, Jan Mayen, sem hóf leik í Listasafni Reykjavíkur og sannaði fyrir áhorfendum að Nick Cave er alvöru moðerfokker. Að fylgja þeim eftir var ekki lítið verk en félagarnir í Dikta leystu það ágætlega af hendi og stórhækkuðu í áliti hjá mér eftir þessa tónleika. Þegar þeim tónleikum lauk fórum við Sveinn upp á hótelherbergi í leit að vistum en þegar við komum til baka að Listasafni Reykjavíkur var röðin þar fyrir utan orðin nokkur hundruð metra löng, greinilega spenna í fólki fyrir brasilísku rafsveitinni C.S.S. Eftir vangaveltur og stutt spjall við bekkjarsystur okkar sem voru þarna aftarlega í röðinni, sáum við fram á það að ná ekki CSS með þessu áframhaldi, því var sú siðlausa ákvörðun að fara framfyrir í röðinni tekin og ekki var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur heldur fórum við gott sem fremst í röðina. Ekki var laust við að það hleypti pirringi í fólk, alla nema einn en sá var sonur Luka Kostic þjálfara U-21 landsliðs Íslands í knattspyrnu. Þrátt fyrir allt komumst við inn í listasafnið og sáum CSS sem voru með hressa og skemmtilega sviðsframkomu og ekki var tónlistin síðri. Showinu í Listasafninu lauk svo á New York sveitinni Vampire Weekend sem ollu mér miklum vonbrigðum með slökum tónleikum og ætla ég ekki að eyða fleiri orðum í þá.

Franska raftónlistarpían Yelle var ofarlega á óskalistanum fyrir ferðina en sökum þess að hún var hýst á Tunglinu sem var alltof lítill staður fylltist hann alltaf snemma á kvöldin. Á ótrúlegan hátt tókst mér þó að lauma mér framhjá dyraverði sem stóð við hurð sem átti einungis að þjóna þeim

tilgangi að hleypa fólki út af staðnum en alls ekki inn og á því átti Sveinn eftir að fá að kenna þegar hann reyndi að komast inn á eftir mér en dyravörðurinn reif hann út á hnakkadrambinu. Þarna var hver maður fyrir sjálfan sig þannig að ég gerði það eina rétta í stöðunni og skildi Svein eftir. Það sem ég fann inn á Tunglinu var Yelle, Steinbjörn og stuðið var svo stanslaust að Páli Óskari hefði verið um og ó. Eftir að hafa lokið einni mestu djammrimmu sem ég hef lent í þarna með Steinbirni (og já ég tek Rhodos með) héldum við af stað að sjá krúttin í FM Belfast.

Áður en við komumst á FM Belfast heyrðum við sögu af einum ferðafélaga okkar sem var einmitt á leiðinni á Nasa að sjá FM Belfast en rak í rogastans þegar hann heyrði tónlistina sem barst frá Thorvaldsen og skellti sér þar inn og eignaði sér dansgólfið með nokkrum eldri konum í dágóða stund, eða þangað til að ein konan sem var vitlausu megin við fertugt reif í hann, dró hann með sér inn á kvennaklósettið og spurði hvort að hann vildi ekki koma með henni heim. Drengurinn brást hinn versti við og hváði konuna “Hvað heldur þú eiginlega að ég sé gamall?” og lét það vera sitt síðasta verk inn á Thorvaldsen og gekk út.

Eftir að hafa heyrt af þessari svaðilför gekk ég inn á Nasa og sá þar FM Belfast spila og vöktu þeir mikla kátínu á meðal tónleikagesta. Vinir þeirra í Retro Stefson voru með þeim á sviðinu og stemmingin var mögnuð. Það var mjög viðeigandi að enda þessa tónleikaferð okkar á Iceland Airwaves á þessari stórgóðu stemmingshljómsveit. Að henni lokinni lét ég mig hafa það að ganga í Vesturbæinn í skítakulda en það var alveg þess virði þegar ég lagðist á heitu dýnuna sem beið mín þar.

Höfundur: Vigfús Rúnarsson.

Page 39: Muninn haust 2008

FimmtudagurinnFerðin hófst með miklum erfiðleikum

og lengi var rúntað um bæinn að sækja drasl sem hafði gleymst. Ég keyrði fyrsta spölinn og fékk mér svo einn Svala. Stoppað var í nýja Staðarskála sem lítur út eins og geimskipið úr Independence Day (busar ath! Vinsæl mynd frá 10. áratugnum) hafi kúkað á Hrútafjörðinn. Við hlóðum rafhlöðurnar með pylsu og kók, allir nema Hlynur Örn sem borðar ekki kjöt (á bak við það er reyndar önnur og skemmtileg saga sem þið ættuð endilega að spyrja hann að við tækifæri). Hann fékk sér bara Doritos og fannst við vera einhverskonar “Jerks“.

Þegar komið var á höfuðborgarsvæðið voru menn orðnir misskrýtnir eftir mismikla Svala- og Frissa fríska-drykkju á leiðinni og stefnan var tekin beint á KFC þar sem hópurinn ætlaði að bomba í sig steiktum kjúklingi, nema Hlynur sem ætlaði bara að fá salat. Ekki vildi betur til en svo að salatið hans var stútfullt af kjúklingi og þegar hann sagðist bara hafa beðið um venjulegt salat fékk hann svörin: „þetta er KFC, það er kjúklingur í öllu“. Hlynur fékk þennan misskilning ekki leiðréttan þrátt fyrir grát og gnístran tanna en Svaladrykkjumenn urðu ekki par sáttir við framkomu starfsfólks KFC og ákváðu að svara í sömu mynt og neituðu að ganga frá eftir sig. Einn ónefndur ritstjóri Munins ákvað að ræna búlluna á leið sinni út og tók með úr pleisinu öll tómatssósubréfin. Eftir að menn höfðu jafnað sig var mér skutlað í Vesturbæinn þar sem ég náði í miðann minn. Restin af genginu hélt þá niður að sjó til þess að ná í miða þeirra Sveins og Hlyns. Gekk þetta allt snurðulaust fyrir sig. En það sem átti eftir að henda þessar hugrökku sálir gat engan órað fyrir, því næst lá leiðin inn í handakrika Reykjavíkur eða Garðabæinn. Eftir að hafa rúntað þar í dágóðan tíma fundu þeir húsið þar sem miðinn hans Steinbjarnar var. Þá var ekkert annað í stöðunni en að bomba í bæinn.

Á meðan skytturnar þrjár krúsuðu um Garðabæ í leit sinni að tónleikamiðanum hans Steinbjarnar var ég farinn að skvera mig niður í bæ og komst heilu og höldnu þangað þar sem ég, ólíkt þjáningarbræðrum mínum, náði takmarki kvöldsins - að sjá Rottweilerhundana urra og gelta í tæpan klukkutíma (gott á ykkur). Eftir að hafa bombað í rass og breytt Reykjavík í Belfast kíkti ég á pönksveitina Ælu sem spilaði á Hressó og þótti það mikið fjör, aldrei þó jafnmikið en þegar söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Halli Valli, tók sig til og gekk út spilandi á gítarinn með hjálp þráðlausrar tækni en kom að lokum aftur inn og fór að rokka. Eftir það hitti ég ferðafélaga mína og við gerðum misheppnaða tilraun til þess að komast inn á FM Belfast en enduðum á Nasa á tónleikum með bresku sveitinni The Young Knives sem komu mér skemmtilega á óvart með fínum tónleikum. Að því loknu röltum við svo upp á hótelherbergi hjá strákunum, sem var í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá miðbænum, og ákvað ég að gista þar vegna þess að ég nennti ekki að fara fótgangandi heim á leið.

FöstudagurinnMorguninn eftir vaknaði ég á gólfinu

á hótelherbergi strákanna, vafinn í rúmteppinu sem ég tók traustataki kvöldið áður. Gólfið var kalt, mér var kalt og kom það varla til með að skána, því þegar hinir strákarnir vöknuðu var það fyrsta sem þeir gerðu var að skella Gossip Girl þætti í tækið. Eftir að hafa horft á snögga yfirferð yfir það sem gerðist í fyrstu seríu gafst ég upp, eins og vinur minn orðaði það “I want some real rock, not some stupid rock”. Með þessi orð í huga stóð ég upp og hélt mjög svo sannfærandi ræðu um að við ættum að fara út, en allt kom fyrir ekki, enginn nennti með mér á snilldina sem er “Rokk og Beikon”. Þar sá ég hljómsveitirnar Johnny and the Rest og Agent Fresco og fékk góðan

morgunverð. Þegar þessari rimmu var lokið skellti ég mér í eitt gott strævintýri (strætó+ævintýri), fann upprunaleg híbýli mín og lagði mig.

Kvöldið hófst svo á Hressó þar sem ég fékk mér einn Svala á meðan ég hlustaði á tvíeykið Dlx Atx sem samanstendur einungis af bassaleikara og trommara. Þeim félögum tókst að skapa gullfallegan hljóðvegg og gerði bassaleikarinn í raun og veru allt við bassann nema að brjóta hann. Hljómsveit á ferðinni sem vert er að fylgjast með.

Síðan lá leiðin á Bloodgroup þar sem ég hitti ferðafélaga mína sem höfðu verið að fylgjast með BB & Blake á Tunglinu en ég skemmti mér konunglega á meðan Bloodgroup keyrði upp stuðið. Ætlunin var svo að sjá sænsku rafsveitina Familjen, en þegar dyraverðir Tunglsins héldu áfram að hleypa fólki inn í pakkaðan staðinn fór gamanið að kárna og varð hitinn mér um megn. Ég samdi í flýti nýja áætlun: Fá mér Svala og finna aðra tónleika. Eftir að hafa lesið vitlaust á tónleikabæklinginn missti ég af nokkrum áhugaverðum tónleikum og að lokum ráfaði ég inn á ömurðarviðbjóðsógeðshljómsveitina sem kallar sig Seabear. Á meðan eyrunum á mér var nauðgað reyndi ég í örvæntingu minni að finna sæti en ekkert fannst, ég rak þá augun í ruslafötu sem ætluð var undir dósir og lagði til atlögu, ég gekk að henni, spurði mennina tvo sem stóðu hjá henni hvort þeir væru starfsmenn og þegar þeir svöruðu neitandi sneri ég fötunni við og settist á hana. Til að gera langa sögu stutta gaf ruslafatan sig og ég datt á rassinn og lá í dósahrúgu og blóði eigin sjálfsvirðingar á miðju gólfi Listasafns Reykjavíkur. Þegar félagi minn kom af klósettinu stóðum við í smástund og fylgdumst með Seabear, en í sömu andrá tók ég eftir unglingsstúlku af erlendum uppruna sem gekk þarna um með bjórdós á höfðinu, geiflandi sig framan í tónleikagesti, fullkomlega asnaleg. Þegar hún gekk að mér og dansaði þarna með dósina á höfðinu

eins og einhver fáviti brá ég á það þjóðráð að slá dósina rembingsfast af höfðinu á henni og flaug dósin eitthvað inn í sal. Þá brást stelpan við eins og ég hefði sagt gyðingabrandara í Auschwitz-reunioni og öskraði á mig á einhverju hrognamáli, reif í heyrnartólið sem ég var með í öðru eyranu og sleit það af. Ég var ekki par sáttur en sem betur fer voru þetta heyrnartól keypt í Euroshopper á 200 krónur svo ég brosti bara út í annað og hélt út í nóttina.

Nóttin var ung og einnig drengirnir í Agent Fresco sem ég fór að sjá þar á eftir á skemmtistaðnum Hressó. Þessir drengir kunna svo sannarlega að fara með hljóðfærin sín og efast ég ekki um að þeir eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Leiðin lá svo á íslensku stuðhljómsveitina Motion Boys sem gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi seinna en næsta hljómsveit á svið var Últra mega teknóbandið Stefán sem gjörsamlega ærði tónleikagesti með hömlulausri og oft á tíðum sódómískri sviðsframkomu sinni. Í tilefni af því að vera orðnir lögráða einstaklingar (þrátt fyrir það að vera ekki komnir með aldur til áfengiskaupa) ákvað ónefndur ritstjóri Munins að bjóða mér upp á áfengan drykk. Það átti eftir að hafa geigvænlegar afleiðingar og ég óska þess núna þegar ég lít aftur á þetta kvöld að ég hafi hlustað á hann Stefán Þór og forðast áfengisneyslu, en þannig var mál með vexti að drykkurinn sem varð fyrir valinu var Hvítur Rússi sem var blandaður vodka, einhverju sem líktist Kaluah og sprauturjóma. Þetta var versti Hvíti Rússi sem boðið hefur verið uppá á íslenskum bar. Eina bjarta hliðin á þessari barferð var sá að hin útúrdrukkna erlenda vinkona mín frá því í Listasafni Reykjavíkur skaut aftur upp kollinum og spurði félaga mína hvar klósettið væri. Þeir náðu að benda henni á útlensku á karlaklósettið, þangað fór hún en kom út stuttu seinna skömmustuleg með skottið á milli lappana. Eftir svaðilfarir föstudagsins var haldið

heim þar sem ég sofnaði aftur á gólfinu á hótelherbergi strákanna umvafinn rúmteppi.

LaugardagurinnDaginn eftir var hvílst og skoðað í

höfuðborginni. Kvöldið hófst svo á einni af betri rokksveitum Íslands, Jan Mayen, sem hóf leik í Listasafni Reykjavíkur og sannaði fyrir áhorfendum að Nick Cave er alvöru moðerfokker. Að fylgja þeim eftir var ekki lítið verk en félagarnir í Dikta leystu það ágætlega af hendi og stórhækkuðu í áliti hjá mér eftir þessa tónleika. Þegar þeim tónleikum lauk fórum við Sveinn upp á hótelherbergi í leit að vistum en þegar við komum til baka að Listasafni Reykjavíkur var röðin þar fyrir utan orðin nokkur hundruð metra löng, greinilega spenna í fólki fyrir brasilísku rafsveitinni C.S.S. Eftir vangaveltur og stutt spjall við bekkjarsystur okkar sem voru þarna aftarlega í röðinni, sáum við fram á það að ná ekki CSS með þessu áframhaldi, því var sú siðlausa ákvörðun að fara framfyrir í röðinni tekin og ekki var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur heldur fórum við gott sem fremst í röðina. Ekki var laust við að það hleypti pirringi í fólk, alla nema einn en sá var sonur Luka Kostic þjálfara U-21 landsliðs Íslands í knattspyrnu. Þrátt fyrir allt komumst við inn í listasafnið og sáum CSS sem voru með hressa og skemmtilega sviðsframkomu og ekki var tónlistin síðri. Showinu í Listasafninu lauk svo á New York sveitinni Vampire Weekend sem ollu mér miklum vonbrigðum með slökum tónleikum og ætla ég ekki að eyða fleiri orðum í þá.

Franska raftónlistarpían Yelle var ofarlega á óskalistanum fyrir ferðina en sökum þess að hún var hýst á Tunglinu sem var alltof lítill staður fylltist hann alltaf snemma á kvöldin. Á ótrúlegan hátt tókst mér þó að lauma mér framhjá dyraverði sem stóð við hurð sem átti einungis að þjóna þeim

tilgangi að hleypa fólki út af staðnum en alls ekki inn og á því átti Sveinn eftir að fá að kenna þegar hann reyndi að komast inn á eftir mér en dyravörðurinn reif hann út á hnakkadrambinu. Þarna var hver maður fyrir sjálfan sig þannig að ég gerði það eina rétta í stöðunni og skildi Svein eftir. Það sem ég fann inn á Tunglinu var Yelle, Steinbjörn og stuðið var svo stanslaust að Páli Óskari hefði verið um og ó. Eftir að hafa lokið einni mestu djammrimmu sem ég hef lent í þarna með Steinbirni (og já ég tek Rhodos með) héldum við af stað að sjá krúttin í FM Belfast.

Áður en við komumst á FM Belfast heyrðum við sögu af einum ferðafélaga okkar sem var einmitt á leiðinni á Nasa að sjá FM Belfast en rak í rogastans þegar hann heyrði tónlistina sem barst frá Thorvaldsen og skellti sér þar inn og eignaði sér dansgólfið með nokkrum eldri konum í dágóða stund, eða þangað til að ein konan sem var vitlausu megin við fertugt reif í hann, dró hann með sér inn á kvennaklósettið og spurði hvort að hann vildi ekki koma með henni heim. Drengurinn brást hinn versti við og hváði konuna “Hvað heldur þú eiginlega að ég sé gamall?” og lét það vera sitt síðasta verk inn á Thorvaldsen og gekk út.

Eftir að hafa heyrt af þessari svaðilför gekk ég inn á Nasa og sá þar FM Belfast spila og vöktu þeir mikla kátínu á meðal tónleikagesta. Vinir þeirra í Retro Stefson voru með þeim á sviðinu og stemmingin var mögnuð. Það var mjög viðeigandi að enda þessa tónleikaferð okkar á Iceland Airwaves á þessari stórgóðu stemmingshljómsveit. Að henni lokinni lét ég mig hafa það að ganga í Vesturbæinn í skítakulda en það var alveg þess virði þegar ég lagðist á heitu dýnuna sem beið mín þar.

Höfundur: Vigfús Rúnarsson.

Page 40: Muninn haust 2008

Hæ, ég heiti Palli. Ég er í þriðja bekk. Mér finnst alltaf svo gaman í skólanum. Þar er mikið af fólki og allir skemmta sér og eru stuði í. Stundum kemur Jón Már í Kvosina og heldur ræður. Þá er kátt í höllinni. Hann er svo grípandi og snarorður. Hann fer líka oft í sund. Það finnst honum góð líkamsrækt. Þrisvar sinnum í viku fer ég í tíma sem heita heimspeki. Þar kennir Sigurður Ólafsson. Hann er alltaf svo góður og uppbyggjandi við nemendur sína. Svo er hann líka með skegg, eins og jólasveinninn, nema sína. Svo er hann líka með skegg, eins og jólasveinninn, nema bara minna. Það er frábært! Stefán Þór kenndi mér einu sinni líka. Hann er líka skemmtilegur. Hann hlustar á Genesis og finnst það gaman. Það finnst mér líka! Stefán Þór er á móti fíkniefnum. Stundum segir hann samt sögur um það þegar hann var að nota fíkniefni þegar hann var ungur. Það þýðir að hann veit hvað er gott og hvað er slæmt. Við erum heppin að hafa hann! Ég ætla að verða alveg eins og hann þegar ég verð stór. Núna er Gunnhildur verða alveg eins og hann þegar ég verð stór. Núna er Gunnhildur Ottósdóttir að kenna mér. Hún veit sko allt! Ef maður er ekki alveg viss þá spyr maður hana bara og hún getur sko alltaf svarað. Hún hugsar líka svo vel um mann. Hún segir að maður eigi ekki að drekka gos og borða nammi því það er svo óhollt og þá komi Karíus og Baktus og höggvi í tennurnar manns. Það er líka alveg rétt sko. Svo er Valdís stærðfræðikennari alveg rosalega skemmtileg! Hún er alltaf að segja skrítlur um námsefnið og stunskemmtileg! Hún er alltaf að segja skrítlur um námsefnið og stun-dum er hún í stuttermabolum með fyndnum myndum og merkjum sem tengjast stærðfræðinni. Þannig nær hún að ná svo vel til allra nemendanna sinna. Það geta sko ekki allir! Ég þoli samt ekki fólk sem fer ekki eftir reglum. Það á að fylgja reglunum í skólanum sínum. Sumir fara ekki úr útiskónum þegar þeir koma inn. Þá verður gólfið blautt og skítugt og þá þurfa sokkarnir mínir að fara í þvott. Þá verður mamma leið. Svo verða líka konurnar sem skúra í skólanum svo leiðar ef allir fara inn á skónum. Þá er alltof mikið að gera fyrir þær. Svo er líka svona ótrúlegt fólk sem mætir stundum ekki í tímana sem það á að mæta í. Eða mætir jafnvel of seint í þá! Fólk á sko alltaf að mæta á réttum tíma. Nema þegar maður er veikur. Þá fær maður vottorð. En ég verð að kveðja núna, litlu jólin eru að byrja og ég verð að drífa mig svo ég fái að dansa í kringum jólatréð. Það er svo gaman.ég fái að dansa í kringum jólatréð. Það er svo gaman.

Page 41: Muninn haust 2008

Hæ, ég heiti Palli. Ég er í þriðja bekk. Mér finnst alltaf svo gaman í skólanum. Þar er mikið af fólki og allir skemmta sér og eru stuði í. Stundum kemur Jón Már í Kvosina og heldur ræður. Þá er kátt í höllinni. Hann er svo grípandi og snarorður. Hann fer líka oft í sund. Það finnst honum góð líkamsrækt. Þrisvar sinnum í viku fer ég í tíma sem heita heimspeki. Þar kennir Sigurður Ólafsson. Hann er alltaf svo góður og uppbyggjandi við nemendur sína. Svo er hann líka með skegg, eins og jólasveinninn, nema sína. Svo er hann líka með skegg, eins og jólasveinninn, nema bara minna. Það er frábært! Stefán Þór kenndi mér einu sinni líka. Hann er líka skemmtilegur. Hann hlustar á Genesis og finnst það gaman. Það finnst mér líka! Stefán Þór er á móti fíkniefnum. Stundum segir hann samt sögur um það þegar hann var að nota fíkniefni þegar hann var ungur. Það þýðir að hann veit hvað er gott og hvað er slæmt. Við erum heppin að hafa hann! Ég ætla að verða alveg eins og hann þegar ég verð stór. Núna er Gunnhildur verða alveg eins og hann þegar ég verð stór. Núna er Gunnhildur Ottósdóttir að kenna mér. Hún veit sko allt! Ef maður er ekki alveg viss þá spyr maður hana bara og hún getur sko alltaf svarað. Hún hugsar líka svo vel um mann. Hún segir að maður eigi ekki að drekka gos og borða nammi því það er svo óhollt og þá komi Karíus og Baktus og höggvi í tennurnar manns. Það er líka alveg rétt sko. Svo er Valdís stærðfræðikennari alveg rosalega skemmtileg! Hún er alltaf að segja skrítlur um námsefnið og stunskemmtileg! Hún er alltaf að segja skrítlur um námsefnið og stun-dum er hún í stuttermabolum með fyndnum myndum og merkjum sem tengjast stærðfræðinni. Þannig nær hún að ná svo vel til allra nemendanna sinna. Það geta sko ekki allir! Ég þoli samt ekki fólk sem fer ekki eftir reglum. Það á að fylgja reglunum í skólanum sínum. Sumir fara ekki úr útiskónum þegar þeir koma inn. Þá verður gólfið blautt og skítugt og þá þurfa sokkarnir mínir að fara í þvott. Þá verður mamma leið. Svo verða líka konurnar sem skúra í skólanum svo leiðar ef allir fara inn á skónum. Þá er alltof mikið að gera fyrir þær. Svo er líka svona ótrúlegt fólk sem mætir stundum ekki í tímana sem það á að mæta í. Eða mætir jafnvel of seint í þá! Fólk á sko alltaf að mæta á réttum tíma. Nema þegar maður er veikur. Þá fær maður vottorð. En ég verð að kveðja núna, litlu jólin eru að byrja og ég verð að drífa mig svo ég fái að dansa í kringum jólatréð. Það er svo gaman.ég fái að dansa í kringum jólatréð. Það er svo gaman.

Page 42: Muninn haust 2008

42

RHO

DO

TSKR

IFTA

FERÐ

Fyrir 2300 árum ákvað Antigonus, einn af arftökum Alexanders mikla og höfðingi yfir Frygíu og fleiri landsvæðum í Litlu-Asíu, að hann vildi bæta Ródoseyju við ríki hans. Ródos var á þessum tímum mikilvægur staður fyrir sjávarverslun um Miðjarðarhaf, því bandalag þeirra við Egypta þýddi að þeir réðu yfir öllum varningi sem vildi fara milli austurs og vesturs. Antigónus sendi son sinn, Demetríus, til að vinna skítverkið, ásamt 40.000 hermönnum, og byggði hann gríðarlegar vélar, 55 metra múrbrjót og 163 tonna umsátursturn. En Ródos var vel varin borg og reyndist erfitt að vinna veggina. Næsta ár mætti Egyptaher til að styrkja vini sína og þá ákvað Demetríus að hann nennti ekki að standa í þessu og fór heim, en skildi eftir sig gríðarlegt magn hergagna. Ródosbúarnir sáu hér gullið tækifæri, seldu allt draslið og bjuggu til tröllaukna styttu af sólarguðinum, standandi yfir hafnaropið þannig að allir sem komu að borginni sjóleiðis þurftu þareftir að líta upp í Hans eilífa skínandi einkalíf.Styttan hrundi 56 árum seinna.Árið er núna 2008 og Ródos hefur svo sannarlega minnst betri tíma. Landið einkennist af hræðilegum tónlistarsmekk, sem samanstendur af því allra versta frá Bandaríkjunum og Bretlandi, kryddað með smá eðaldrasli frá Tyrklandi. Einstaka sinnum má heyra sanna gríska tónlist, sem er þá trúbador með lýru að syngja „What ees lof, beibee don hort mee, now moar“. Ródos stendur í skugganum af hinu mikla Tyrkjaveldi, sem situr á sjóndeildarhringnum eins og tígrisdýr að eygja feitt villisvín í frumskóginum. Grísk menning nær þó að halda sér á þessu skeri,

enda hver einasta gata innrömmuð með jafnmörgum bílum og stöðvunarbannsskiltum. Skiltin með númerunum sýna ekki hámarkshraða eins og á Íslandi, heldur lágmarkshraða. Lögreglan gæti stöðvað hvern þann sem fer undir 30 km/klst í íbúðarhverfi.En þó er eitt sem stóð upp úr á þessum menningarsnauða kletti. Það var heimsókn akureyrskra menntskælinga og verður greinahöfundur að koma því strax á framfæri að hann vorkennir hverjum þeim sem hlakka til slíkrar heimsóknar. Því miður fór sem fór og samfélag eyjunnar efldist um 157 siðlausa og áfengissjúka táninga. Þegar búið var að koma sér fyrir á Hotel Forum, sem tók heillangan tíma, var auðvitað fyrsta verk flestra að kynna sér næturmenningu borgarinnar. Strax eftir þetta kvöld var Bar Street búið að festa sig í sessi sem goðsögn meðal allra útskriftarfara, sérstaklega þar sem enginn man eftir því að hafa farið þangað.Næstu daga var rútínan fest með dúndrandi þynnku í kringum hádegi þegar fólk

fór á fætur, hún réttuð af með einum (eða tveimur... eða fleiri) köldum á sólbekk undir refsandi Miðjarðarsólinni, en undir henni var tanið illilega wörkað. Fyrsta máltíð dagsins var svo milli þrjú og fjögur, og samanstóð yfirleitt af einhverju drasli sem fannst í hótelbúðinni, skolað niður með einum köldum. Fáum datt í

hug að nýta sér morgunverðarhlaðborðið, enda ógirnilegt með eindæmum. Sumir létu sig þó hafa það, enda búið að borga fyrir hálft fæði. Verra þótti að maður skyldi þurfa að vakna fyrir allar aldir til að geta fengið mat. Hlaðborðinu var nefndilega lokað klukkan tíu hvern morgun.Milli fjögur og sjö var tíminn drepinn með ferðum í hraðbankana til að endurfylla veskin sem á dularfullan hátt tæmdust síðasta kvöld („Hvað var ég að gera í gær?“) símtal við foreldra sína þar sem beðið var um lán þar sem bankainneignirnar höfðu einhvern veginn tæmst síðasta kvöld („Vá, ég man ekki neitt!“), augljóslega vegna einhverrar kerfisvillu, og leit að símum sem höfðu týnst kvöldið áður („Fokk hvað það var gaman, samt.“~Týpiskur útskriftarfari).Á meðan öllu þessu stóð var aðalumræðuefnið Bar Street, áfengi, og hvað fólk ætlaði að gera um kvöldið. Stundum var einnig talað um föt. Ég er strákur, þannig að ég var ekki með í þeim umræðum.Þá ætti maður kannski að minnast á hinar fjölmörgu ferðir sem voru skipulagðar á meðan dvöl okkar á Ródos stóð. Fyrsta virka daginn sem við vörðum á eyjunni (HAHAHAHAHAHA, virkur dagur! HAHAHAHA, ó vá...úff...erhem...) var ferðin Perlur Ródoseyjar í boði, en þá var farinn epískur rúntur um alla eyjuna og allir eftirtektarverðir staðir teknir eftir, öllu athyglisverðu veitt athygli og sumu áhugaverðu sýndur áhugi. Of lítið af áfengi og kynlífi til þess að vera áhugavert Muninsgreinarefni. Ég fékk mér ís. Síðan voru grískir réttir prófaðir, ásamt ouzo, sem er eins og Tópas, nema vont.Á þriðjudaginn var farið í Water Park í Faliraki, en það er klukkutíma keyrsla frá hótelinu. En Grikkir keyra ekki, þeir fljúga á hjólum og komast aðeins undan árekstri vegna Jedi-viðbragðanna þeirra, þannig að ferðin tók bara hálftíma. Vatnsgarðurinn sjálfur vakti ekki vonbrigði, en okkur var þó sagt að klæðast sokkum vegna þess að hellurnar sem gengið var á hitnuðu mikið kringum hádegið. Þetta olli því að tugir fölra Íslendinga gengu um vatnsgarðinn í sundfötum og sokkum eins og eskimóar. Ekki leið á löngu þangað til að tískuvit menntskælingana yfirtók heilbrigða skynsemi þeirra og þeir bitu á jaxlinn, fóru úr sokkunum og steiktu iljarnar á steinunum. Enginn sá eftir neinu.Vel á minnst, allir brunnu. Að fara í vatnsgarð í sólarlöndum um hádegið hefur aldrei verið góð hugmynd, en samt lærir maður aldrei...Á miðvikudag var farin hringferð um eyjuna í ferð sem nefndist Töfrar Rhodos og Lindos, en Lindos er frægur bær sem var endastöð í þessari rólyndisferð. Heyrst

hefur að ástæðan fyrir því hversu róleg þessi ferð var hafi verið sú að þynnka og sjóferðir fara illa saman. Ekki hefur vínsmökkunin bætt ástandið.Fimmtudagurinn var svo dagurinn sem allar stelpurnar höfðu beðið óþreyjufullar eftir, en það var hin rómaða Tyrklandsferð. Hér gátu menn (kven- sem og karl-) reynt fyrir sér í þeirri eftirsóttu list að prútta, og

stigið fæti á aðra heimsálfu í leiðinni. Þar gerði Margrét Kristín þau kostakaup að kaupa sér leðurjakka á 100 evrur þegar búðareigandinn hafði fyrst gefið upp verð yfir þúsund evrur. Ekki það að hana langaði neitt í þennan jakka, þetta var bara svo góður díll. Að lokum sigldu allir til baka mjög hamingjusamir, með veskin tóm og pokana fulla. Allir fengu hlut við sitt hæfi, og fimm aðra hluti sem þeir vissu aldrei að þeir þurftu, og munu líklegast týnast í fataskápnum um ókomna framtíð, gleymd áminning um þá villu að kaupa í skyndi.Þá var loksins föstudagurinn runninn upp. Miðað við hversu awesöm þetta partý hefur verið hingað til, hvernig verður það á föstudegi? Slegið var upp grísku kvöldi, með grískri tónlist og grískum mat. Sem sagt, frekar venjulegt kvöld, allir voru sótaðir, með læti, og sofnuðu á handahófskenndum stöðum sem voru yfirleitt ekki rúmin þeirra.Laugardagurinn var heldur merkilegri. Ímyndaðu þér að þú sért í villtasta teiti sem þú hefur upplifað. Margfaldaðu það með sautján, settu alla í sundföt og láttu allt vagga rólega á Miðjarðarhafinu undir brennandi sólu, og þá hefur þú Súpersiglinguna. Rifrildið milli þynnkunnar og vaggandi hafsins var róað með einum, tveimur, þremur köldum.Stefni bátsins klauf öldurnar mjúkt eins og adagio sonnata og hafið glitraði af gylltum geislum sólarinnar, eins og gullið teppi sem lagðist yfir jörðina og hjúfraði henni upp að sér og fyllti hana varma, og ást. Það var undir þessum kringumstæðum sem tveir piltar mættust á báti einum. Í kringum þá hægðu allir á sér og dúndrandi tónlistin dofnaði og varð að blíðum tóni sem ómaði í gegnum hjörtu þeirra. Loftið varð að silfruðu dúni og strákarnir tveir tóku hvor utan um annan. Berar herðarnar snertust og síðan mættust varir þeirra. Slík var

ástríðan að þeir féllu báðir fyrir borð og í hafið, en í söltu, köldu vatninu fundu þeir hlýju og sætu... hvor hjá öðrum.~Dramatísk lýsing á Sleik ferðarinnar, milli Böbba og Fúsa, en hann átti sér stað í Súpersiglingunni og var viðurkenndur á tógakvöldinu.Ójá, tógakvöldið. Einmitt þegar Ródos var farið að hugsa að núna fara þessir helvítis Íslendingaandskotar að drulla sér heim þá taka MA-ingar eitt síðasta ælukast yfir æru og arfleifð Grikkjana og klæða sig öll í tóga og halda partý á ströndinni síðasta kvöldið af dvöl þeirra á Ródos. En partýið á ströndinni stóð ekki lengi, enda hávær öldugangur og dimmt, þar sem fæstum dytti í hug að setja upp ljósastaura á sólarströnd. Eftir að hafa borðað hjá veitingastaðnum sem var pantaður, var gerð einkennisklædd innrás í næturlíf Ródosbúa. Gestir Bar Street skulfu í hnjánum þegar hinn norræni táningaher marséraði í framfylkingu inn á alla barina og ekki leið á löngu þar til maður mátti sjá fleira tógaklætt fólk heldur en eðlilega menn. Aðalstaðurinn var auðvitað Colorado, sem er í raun þrír staðir og fær því þrefalt fleiri gesti. Þar á efstu hæð var ekkert spilað nema dynjandi R&B, og skoruðu menn hvor á annan í dans-battl. Tógaklæddir MA-ingar mættu Márum og svertingjum í tónfræðilegum hólmgöngum sem minntu um margt á hina goðsagnakennda baráttu milli Akkilesar og Hektors, og ætlaði oftar en einu sinni að sjóða upp úr og alvöru bardagi að hefjast. En allt kom fyrir ekki og komust allir heim, heilir og ómarnir. Nema Ingi Steinn, sem skilaði sér ekki fyrr en um síðdegið eftir mikla ævintýraför til Aþenu. Ekki spyrja.Næsta dag var svo flogið aftur til klakans. Allir grútmyglaðir og gegnsæir af tíu daga fyllerí. Það var bara ein leið til þess að endurheimta ferskleika sinn. Það var haldið áfram að djamma. Frá sirka tólf til sjö. Við mættumst þar. Með hjörtun okkar brotin bæði tvö. Og þú sérð að ástin er international, því óendanleikinn er lykilheimspeki mín og hún fór lágt lágt lágt lágt...

Valur Sigurðsson

,,En Grikkir keyra ekki, þeir fljúga á hjólum og komast aðeins undan árekstri vegna Jedi-viðbragðanna þeirra"

,,Ímyndaðu þér að þú sért í villtasta teiti sem þú hefur upplifað. Margfaldaðu það með sautján, settu alla í sundföt og láttu allt vagga rólega á Miðjarðarhafinu undir brennandi sólu"

Page 43: Muninn haust 2008

RHO

DO

TSKR

IFTA

FERÐ

Fyrir 2300 árum ákvað Antigonus, einn af arftökum Alexanders mikla og höfðingi yfir Frygíu og fleiri landsvæðum í Litlu-Asíu, að hann vildi bæta Ródoseyju við ríki hans. Ródos var á þessum tímum mikilvægur staður fyrir sjávarverslun um Miðjarðarhaf, því bandalag þeirra við Egypta þýddi að þeir réðu yfir öllum varningi sem vildi fara milli austurs og vesturs. Antigónus sendi son sinn, Demetríus, til að vinna skítverkið, ásamt 40.000 hermönnum, og byggði hann gríðarlegar vélar, 55 metra múrbrjót og 163 tonna umsátursturn. En Ródos var vel varin borg og reyndist erfitt að vinna veggina. Næsta ár mætti Egyptaher til að styrkja vini sína og þá ákvað Demetríus að hann nennti ekki að standa í þessu og fór heim, en skildi eftir sig gríðarlegt magn hergagna. Ródosbúarnir sáu hér gullið tækifæri, seldu allt draslið og bjuggu til tröllaukna styttu af sólarguðinum, standandi yfir hafnaropið þannig að allir sem komu að borginni sjóleiðis þurftu þareftir að líta upp í Hans eilífa skínandi einkalíf.Styttan hrundi 56 árum seinna.Árið er núna 2008 og Ródos hefur svo sannarlega minnst betri tíma. Landið einkennist af hræðilegum tónlistarsmekk, sem samanstendur af því allra versta frá Bandaríkjunum og Bretlandi, kryddað með smá eðaldrasli frá Tyrklandi. Einstaka sinnum má heyra sanna gríska tónlist, sem er þá trúbador með lýru að syngja „What ees lof, beibee don hort mee, now moar“. Ródos stendur í skugganum af hinu mikla Tyrkjaveldi, sem situr á sjóndeildarhringnum eins og tígrisdýr að eygja feitt villisvín í frumskóginum. Grísk menning nær þó að halda sér á þessu skeri,

enda hver einasta gata innrömmuð með jafnmörgum bílum og stöðvunarbannsskiltum. Skiltin með númerunum sýna ekki hámarkshraða eins og á Íslandi, heldur lágmarkshraða. Lögreglan gæti stöðvað hvern þann sem fer undir 30 km/klst í íbúðarhverfi.En þó er eitt sem stóð upp úr á þessum menningarsnauða kletti. Það var heimsókn akureyrskra menntskælinga og verður greinahöfundur að koma því strax á framfæri að hann vorkennir hverjum þeim sem hlakka til slíkrar heimsóknar. Því miður fór sem fór og samfélag eyjunnar efldist um 157 siðlausa og áfengissjúka táninga. Þegar búið var að koma sér fyrir á Hotel Forum, sem tók heillangan tíma, var auðvitað fyrsta verk flestra að kynna sér næturmenningu borgarinnar. Strax eftir þetta kvöld var Bar Street búið að festa sig í sessi sem goðsögn meðal allra útskriftarfara, sérstaklega þar sem enginn man eftir því að hafa farið þangað.Næstu daga var rútínan fest með dúndrandi þynnku í kringum hádegi þegar fólk

fór á fætur, hún réttuð af með einum (eða tveimur... eða fleiri) köldum á sólbekk undir refsandi Miðjarðarsólinni, en undir henni var tanið illilega wörkað. Fyrsta máltíð dagsins var svo milli þrjú og fjögur, og samanstóð yfirleitt af einhverju drasli sem fannst í hótelbúðinni, skolað niður með einum köldum. Fáum datt í

hug að nýta sér morgunverðarhlaðborðið, enda ógirnilegt með eindæmum. Sumir létu sig þó hafa það, enda búið að borga fyrir hálft fæði. Verra þótti að maður skyldi þurfa að vakna fyrir allar aldir til að geta fengið mat. Hlaðborðinu var nefndilega lokað klukkan tíu hvern morgun.Milli fjögur og sjö var tíminn drepinn með ferðum í hraðbankana til að endurfylla veskin sem á dularfullan hátt tæmdust síðasta kvöld („Hvað var ég að gera í gær?“) símtal við foreldra sína þar sem beðið var um lán þar sem bankainneignirnar höfðu einhvern veginn tæmst síðasta kvöld („Vá, ég man ekki neitt!“), augljóslega vegna einhverrar kerfisvillu, og leit að símum sem höfðu týnst kvöldið áður („Fokk hvað það var gaman, samt.“~Týpiskur útskriftarfari).Á meðan öllu þessu stóð var aðalumræðuefnið Bar Street, áfengi, og hvað fólk ætlaði að gera um kvöldið. Stundum var einnig talað um föt. Ég er strákur, þannig að ég var ekki með í þeim umræðum.Þá ætti maður kannski að minnast á hinar fjölmörgu ferðir sem voru skipulagðar á meðan dvöl okkar á Ródos stóð. Fyrsta virka daginn sem við vörðum á eyjunni (HAHAHAHAHAHA, virkur dagur! HAHAHAHA, ó vá...úff...erhem...) var ferðin Perlur Ródoseyjar í boði, en þá var farinn epískur rúntur um alla eyjuna og allir eftirtektarverðir staðir teknir eftir, öllu athyglisverðu veitt athygli og sumu áhugaverðu sýndur áhugi. Of lítið af áfengi og kynlífi til þess að vera áhugavert Muninsgreinarefni. Ég fékk mér ís. Síðan voru grískir réttir prófaðir, ásamt ouzo, sem er eins og Tópas, nema vont.Á þriðjudaginn var farið í Water Park í Faliraki, en það er klukkutíma keyrsla frá hótelinu. En Grikkir keyra ekki, þeir fljúga á hjólum og komast aðeins undan árekstri vegna Jedi-viðbragðanna þeirra, þannig að ferðin tók bara hálftíma. Vatnsgarðurinn sjálfur vakti ekki vonbrigði, en okkur var þó sagt að klæðast sokkum vegna þess að hellurnar sem gengið var á hitnuðu mikið kringum hádegið. Þetta olli því að tugir fölra Íslendinga gengu um vatnsgarðinn í sundfötum og sokkum eins og eskimóar. Ekki leið á löngu þangað til að tískuvit menntskælingana yfirtók heilbrigða skynsemi þeirra og þeir bitu á jaxlinn, fóru úr sokkunum og steiktu iljarnar á steinunum. Enginn sá eftir neinu.Vel á minnst, allir brunnu. Að fara í vatnsgarð í sólarlöndum um hádegið hefur aldrei verið góð hugmynd, en samt lærir maður aldrei...Á miðvikudag var farin hringferð um eyjuna í ferð sem nefndist Töfrar Rhodos og Lindos, en Lindos er frægur bær sem var endastöð í þessari rólyndisferð. Heyrst

hefur að ástæðan fyrir því hversu róleg þessi ferð var hafi verið sú að þynnka og sjóferðir fara illa saman. Ekki hefur vínsmökkunin bætt ástandið.Fimmtudagurinn var svo dagurinn sem allar stelpurnar höfðu beðið óþreyjufullar eftir, en það var hin rómaða Tyrklandsferð. Hér gátu menn (kven- sem og karl-) reynt fyrir sér í þeirri eftirsóttu list að prútta, og

stigið fæti á aðra heimsálfu í leiðinni. Þar gerði Margrét Kristín þau kostakaup að kaupa sér leðurjakka á 100 evrur þegar búðareigandinn hafði fyrst gefið upp verð yfir þúsund evrur. Ekki það að hana langaði neitt í þennan jakka, þetta var bara svo góður díll. Að lokum sigldu allir til baka mjög hamingjusamir, með veskin tóm og pokana fulla. Allir fengu hlut við sitt hæfi, og fimm aðra hluti sem þeir vissu aldrei að þeir þurftu, og munu líklegast týnast í fataskápnum um ókomna framtíð, gleymd áminning um þá villu að kaupa í skyndi.Þá var loksins föstudagurinn runninn upp. Miðað við hversu awesöm þetta partý hefur verið hingað til, hvernig verður það á föstudegi? Slegið var upp grísku kvöldi, með grískri tónlist og grískum mat. Sem sagt, frekar venjulegt kvöld, allir voru sótaðir, með læti, og sofnuðu á handahófskenndum stöðum sem voru yfirleitt ekki rúmin þeirra.Laugardagurinn var heldur merkilegri. Ímyndaðu þér að þú sért í villtasta teiti sem þú hefur upplifað. Margfaldaðu það með sautján, settu alla í sundföt og láttu allt vagga rólega á Miðjarðarhafinu undir brennandi sólu, og þá hefur þú Súpersiglinguna. Rifrildið milli þynnkunnar og vaggandi hafsins var róað með einum, tveimur, þremur köldum.Stefni bátsins klauf öldurnar mjúkt eins og adagio sonnata og hafið glitraði af gylltum geislum sólarinnar, eins og gullið teppi sem lagðist yfir jörðina og hjúfraði henni upp að sér og fyllti hana varma, og ást. Það var undir þessum kringumstæðum sem tveir piltar mættust á báti einum. Í kringum þá hægðu allir á sér og dúndrandi tónlistin dofnaði og varð að blíðum tóni sem ómaði í gegnum hjörtu þeirra. Loftið varð að silfruðu dúni og strákarnir tveir tóku hvor utan um annan. Berar herðarnar snertust og síðan mættust varir þeirra. Slík var

ástríðan að þeir féllu báðir fyrir borð og í hafið, en í söltu, köldu vatninu fundu þeir hlýju og sætu... hvor hjá öðrum.~Dramatísk lýsing á Sleik ferðarinnar, milli Böbba og Fúsa, en hann átti sér stað í Súpersiglingunni og var viðurkenndur á tógakvöldinu.Ójá, tógakvöldið. Einmitt þegar Ródos var farið að hugsa að núna fara þessir helvítis Íslendingaandskotar að drulla sér heim þá taka MA-ingar eitt síðasta ælukast yfir æru og arfleifð Grikkjana og klæða sig öll í tóga og halda partý á ströndinni síðasta kvöldið af dvöl þeirra á Ródos. En partýið á ströndinni stóð ekki lengi, enda hávær öldugangur og dimmt, þar sem fæstum dytti í hug að setja upp ljósastaura á sólarströnd. Eftir að hafa borðað hjá veitingastaðnum sem var pantaður, var gerð einkennisklædd innrás í næturlíf Ródosbúa. Gestir Bar Street skulfu í hnjánum þegar hinn norræni táningaher marséraði í framfylkingu inn á alla barina og ekki leið á löngu þar til maður mátti sjá fleira tógaklætt fólk heldur en eðlilega menn. Aðalstaðurinn var auðvitað Colorado, sem er í raun þrír staðir og fær því þrefalt fleiri gesti. Þar á efstu hæð var ekkert spilað nema dynjandi R&B, og skoruðu menn hvor á annan í dans-battl. Tógaklæddir MA-ingar mættu Márum og svertingjum í tónfræðilegum hólmgöngum sem minntu um margt á hina goðsagnakennda baráttu milli Akkilesar og Hektors, og ætlaði oftar en einu sinni að sjóða upp úr og alvöru bardagi að hefjast. En allt kom fyrir ekki og komust allir heim, heilir og ómarnir. Nema Ingi Steinn, sem skilaði sér ekki fyrr en um síðdegið eftir mikla ævintýraför til Aþenu. Ekki spyrja.Næsta dag var svo flogið aftur til klakans. Allir grútmyglaðir og gegnsæir af tíu daga fyllerí. Það var bara ein leið til þess að endurheimta ferskleika sinn. Það var haldið áfram að djamma. Frá sirka tólf til sjö. Við mættumst þar. Með hjörtun okkar brotin bæði tvö. Og þú sérð að ástin er international, því óendanleikinn er lykilheimspeki mín og hún fór lágt lágt lágt lágt...

Valur Sigurðsson

,,En Grikkir keyra ekki, þeir fljúga á hjólum og komast aðeins undan árekstri vegna Jedi-viðbragðanna þeirra"

,,Ímyndaðu þér að þú sért í villtasta teiti sem þú hefur upplifað. Margfaldaðu það með sautján, settu alla í sundföt og láttu allt vagga rólega á Miðjarðarhafinu undir brennandi sólu"

Page 44: Muninn haust 2008

44

Vindbarin, hrjóstrug og grýtt eyja í hafinu. Ákafir ferðalangar stara drukknir svefni eða veigum út um flugvélarglugga á ferköntuð hús í röðum. “Þarna er hótelið okkar” hrópar einn farþeganna. “Hvernig veit hún þetta?” hugsa ég. Ferðalangurinn tekur með sér heimabyggðina hvert sem hann fer. Ferðalangurinn er ómálga, skilur ekkert, veit ekkert, fylgir boðum og bönnum, bíður eftir því að eitthvað gerist. Eins og samlandi þeirra Rhodos-eyinga, hann Sókrates, þá höfum við líka tvo möguleika. Hann varð að velja á milli þess að hlýða lögum og rétti eða deyja ella. Við verðum að velja á milli þess að vera heimskir ferðamenn, bíða í röð, elta barnaleg skilti, spyrja til vegar, dansa þjóðdansa, lesa bresk blöð, drekka kaffi í morgunmat, eða vera Íslendingar í útlöndum, tala íslensku, kenna þjóninum að segja “úldinn matur”, drekka bjór í morgunmat, kaupa ouzo í kjörbúðinni til að hafa með á hótelbarinn, brenna í sólinni, taka leigubíl, kaupa mikið, sofa fram á kvöld. Nóttin er lifandi, tístir á mann, er hávaðasöm heima á hóteli þangað til sænski ferðamaðurinn hefur komið agalausum Íslendingum í skilning um að “nu holder de kjeften!” er ekki brandari eða tilboð um að vilja vera með, þiggja veitingar eða taka í spil, heldur örvæntingarfullt ákall um að rjúfa mörg hundruð ára menningarlega einangrun og taka upp þó ekki væri nema brot af hirðsiðum fornaldar, sem bárust á miðöldum norður eftir Evrópu frá hámenningarríkjum Miðjarðarhafsins og Svíar gerðu að sínum á Nýöld en Íslendingar virðast aldrei hafa skilið og óvíst hvort þeir hafi nokkru sinni lært frekar en svo margt annað sem þessi þokuþjóð hefur farið á mis við, til dæmis að fara að sofa á skikkanlegum tíma. Þegar hótelreglurnar segja að það eigi að vera hljótt eftir klukkan 11, hvers vegna eru Íslendingarnir þá með hávaða eftir þann tíma? Skáldið barðist í kafaldsbylnum á nesinu undir fránum augum næturflugunnar, þúsund ljóstýrur stungust í óvarið andlitið með næðingnum. Hér er nóttin hlý og litskrúðug, það er erfitt að rata, auðvelt að þvælast á milli staða, fjöldi fólks út um allt, fólk að blóta guði skemmtunar og ærsla. Mætti gleðskapurinn ekki að ósekju vera lágstemmdari, þurfa að vera þessi læti, þarf að hafa hátt, þarf að drekka sterkt vín, þarf að stilla

tónlistina svona hátt, á ekki að vera hægt að rata um á diskóteki, er lyfta upp á næstu hæð, hvar er farið út, á ekki að vera hægt að tala saman? Við förum þá bara eitthvað annað – gamla liðið. Margir drekka ekki áfengi af neinu tagi og ætla ekki að gera það, enda stóð í flugvélarbæklingnum að enginn kæmi til eyjar þessarar út af matnum eða víninu. Er þetta ekki ágætur matur? Lambakjöt, geitaostur, rauðar baunir, tómatar, ólívur, franskar kartöflur, pizzur, marsipankökur fyrir hádegi, eggjabaka, eggjahræra, smápylsur, beikonhaugur, tómatsósukerald. “Sama og í gær takk.”Það er kominn morgun. Út að hlaupa með hinum í morgunsvalanum, það á eftir að verða heitara seinna í dag. Lokahlaupið verður upp á fjallið þarna inni í landinu. Nú er það ströndin, steinaströndin með sólbekkjunum, jöfnum og góðum öldum hérna Eyjahafsmeginn, gaman að synda í þeim en skyldi vera hætta á að seglbrettafólkið sneiði af eyrað ef það brunar of nálægt? Best að skrá sig í köfunina, láta loka sig inni í búningi á hafsbotni, svamla innan um fiska og vera ekkert að hugsa um hvort maður geti villst yfir til Tyrklands og týnst, þeir hljóta að passa upp á þetta mennirnir. Tyrkneskt bað, heit marmaraplata, ungir nuddarar, sápulöður, rassaskellir, afslöppun, prúttmarkaður, hiti, seglskútur – Tyrkland. “Þangað hef ég aldrei farið” svaraði veitingamaðurinn “og pabbi gamli dræpi mig ef ég gerði það” bætti hann við. Þarf nú að láta svona? - það voru Grikkir með okkur í tyrkneska baðinu. Tíminn komst á flug, eins og Ikarus forðum, flaug of nálægt sólinni og við féllum til jarðar. Peningarnir búnir, best að drífa sig heim á leið. Tilhlökkun út um allt í flugstöðinni, það verður gaman að koma heim og byrja í skólanum, komast heim á eyjuna okkar, heim til Íslands, vindbarið, hrjóstrugt og grýtt.

Þorlákur Axel Jónsson

hin sólríka eyja vindannaRhodos

verðlaunaafhending Kroppur stelpur Sorry strákar, Freyja er á föstu.

Freyja Rúnarsdóttir Þorsteinn H. GuðmundssonKroppur strákurHey, stelpur! Þorsteinn er á lausu.

Óskar Helgi Adamsson – Kom mest á óvart í ferðinni og kk hössler ferðarinnar.Pikköp línan hans Óskar út á Rhodos „you are my miracle“Óskar kom mest á óvart af því að hann hafði aldrei dottið í það fyrr en á Rhodos og nú getur hann ekki hætt!

Bjarni Jónasson – Dólgur ferðarinnarBjarni afrekaði það að míga á bak við stigann í herbergi 94 og hrækja þar upp á alla veggi.

Siguróli Magni Sigurðsson – StilltasturÓli labbaði í kringum sundlaugina á g-strengnum einum fata. Hann gerði allt til þess að fá verðlaunin dólgur ferðarinnar en það mistókst hræðilega.

Steinbjörn Jónsson – Bytta ferðarinnarSteinbjörn afrekaði það að vera ekki eina klukkustund edrú út á Rhodos. Einnig er eftirminnilegt þegar hann steig trylltan dans við sjálfan Jack Daniels á sundlaugarbarborðinu.

Helga BirgisdóttirKvk hössler ferðarinnarMyndir segja meira en 1000 orð.

TÓGA

Page 45: Muninn haust 2008

45

Vindbarin, hrjóstrug og grýtt eyja í hafinu. Ákafir ferðalangar stara drukknir svefni eða veigum út um flugvélarglugga á ferköntuð hús í röðum. “Þarna er hótelið okkar” hrópar einn farþeganna. “Hvernig veit hún þetta?” hugsa ég. Ferðalangurinn tekur með sér heimabyggðina hvert sem hann fer. Ferðalangurinn er ómálga, skilur ekkert, veit ekkert, fylgir boðum og bönnum, bíður eftir því að eitthvað gerist. Eins og samlandi þeirra Rhodos-eyinga, hann Sókrates, þá höfum við líka tvo möguleika. Hann varð að velja á milli þess að hlýða lögum og rétti eða deyja ella. Við verðum að velja á milli þess að vera heimskir ferðamenn, bíða í röð, elta barnaleg skilti, spyrja til vegar, dansa þjóðdansa, lesa bresk blöð, drekka kaffi í morgunmat, eða vera Íslendingar í útlöndum, tala íslensku, kenna þjóninum að segja “úldinn matur”, drekka bjór í morgunmat, kaupa ouzo í kjörbúðinni til að hafa með á hótelbarinn, brenna í sólinni, taka leigubíl, kaupa mikið, sofa fram á kvöld. Nóttin er lifandi, tístir á mann, er hávaðasöm heima á hóteli þangað til sænski ferðamaðurinn hefur komið agalausum Íslendingum í skilning um að “nu holder de kjeften!” er ekki brandari eða tilboð um að vilja vera með, þiggja veitingar eða taka í spil, heldur örvæntingarfullt ákall um að rjúfa mörg hundruð ára menningarlega einangrun og taka upp þó ekki væri nema brot af hirðsiðum fornaldar, sem bárust á miðöldum norður eftir Evrópu frá hámenningarríkjum Miðjarðarhafsins og Svíar gerðu að sínum á Nýöld en Íslendingar virðast aldrei hafa skilið og óvíst hvort þeir hafi nokkru sinni lært frekar en svo margt annað sem þessi þokuþjóð hefur farið á mis við, til dæmis að fara að sofa á skikkanlegum tíma. Þegar hótelreglurnar segja að það eigi að vera hljótt eftir klukkan 11, hvers vegna eru Íslendingarnir þá með hávaða eftir þann tíma? Skáldið barðist í kafaldsbylnum á nesinu undir fránum augum næturflugunnar, þúsund ljóstýrur stungust í óvarið andlitið með næðingnum. Hér er nóttin hlý og litskrúðug, það er erfitt að rata, auðvelt að þvælast á milli staða, fjöldi fólks út um allt, fólk að blóta guði skemmtunar og ærsla. Mætti gleðskapurinn ekki að ósekju vera lágstemmdari, þurfa að vera þessi læti, þarf að hafa hátt, þarf að drekka sterkt vín, þarf að stilla

tónlistina svona hátt, á ekki að vera hægt að rata um á diskóteki, er lyfta upp á næstu hæð, hvar er farið út, á ekki að vera hægt að tala saman? Við förum þá bara eitthvað annað – gamla liðið. Margir drekka ekki áfengi af neinu tagi og ætla ekki að gera það, enda stóð í flugvélarbæklingnum að enginn kæmi til eyjar þessarar út af matnum eða víninu. Er þetta ekki ágætur matur? Lambakjöt, geitaostur, rauðar baunir, tómatar, ólívur, franskar kartöflur, pizzur, marsipankökur fyrir hádegi, eggjabaka, eggjahræra, smápylsur, beikonhaugur, tómatsósukerald. “Sama og í gær takk.”Það er kominn morgun. Út að hlaupa með hinum í morgunsvalanum, það á eftir að verða heitara seinna í dag. Lokahlaupið verður upp á fjallið þarna inni í landinu. Nú er það ströndin, steinaströndin með sólbekkjunum, jöfnum og góðum öldum hérna Eyjahafsmeginn, gaman að synda í þeim en skyldi vera hætta á að seglbrettafólkið sneiði af eyrað ef það brunar of nálægt? Best að skrá sig í köfunina, láta loka sig inni í búningi á hafsbotni, svamla innan um fiska og vera ekkert að hugsa um hvort maður geti villst yfir til Tyrklands og týnst, þeir hljóta að passa upp á þetta mennirnir. Tyrkneskt bað, heit marmaraplata, ungir nuddarar, sápulöður, rassaskellir, afslöppun, prúttmarkaður, hiti, seglskútur – Tyrkland. “Þangað hef ég aldrei farið” svaraði veitingamaðurinn “og pabbi gamli dræpi mig ef ég gerði það” bætti hann við. Þarf nú að láta svona? - það voru Grikkir með okkur í tyrkneska baðinu. Tíminn komst á flug, eins og Ikarus forðum, flaug of nálægt sólinni og við féllum til jarðar. Peningarnir búnir, best að drífa sig heim á leið. Tilhlökkun út um allt í flugstöðinni, það verður gaman að koma heim og byrja í skólanum, komast heim á eyjuna okkar, heim til Íslands, vindbarið, hrjóstrugt og grýtt.

Þorlákur Axel Jónsson

hin sólríka eyja vindannaRhodos

verðlaunaafhending Kroppur stelpur Sorry strákar, Freyja er á föstu.

Freyja Rúnarsdóttir Þorsteinn H. GuðmundssonKroppur strákurHey, stelpur! Þorsteinn er á lausu.

Óskar Helgi Adamsson – Kom mest á óvart í ferðinni og kk hössler ferðarinnar.Pikköp línan hans Óskar út á Rhodos „you are my miracle“Óskar kom mest á óvart af því að hann hafði aldrei dottið í það fyrr en á Rhodos og nú getur hann ekki hætt!

Bjarni Jónasson – Dólgur ferðarinnarBjarni afrekaði það að míga á bak við stigann í herbergi 94 og hrækja þar upp á alla veggi.

Siguróli Magni Sigurðsson – StilltasturÓli labbaði í kringum sundlaugina á g-strengnum einum fata. Hann gerði allt til þess að fá verðlaunin dólgur ferðarinnar en það mistókst hræðilega.

Steinbjörn Jónsson – Bytta ferðarinnarSteinbjörn afrekaði það að vera ekki eina klukkustund edrú út á Rhodos. Einnig er eftirminnilegt þegar hann steig trylltan dans við sjálfan Jack Daniels á sundlaugarbarborðinu.

Helga BirgisdóttirKvk hössler ferðarinnarMyndir segja meira en 1000 orð.

TÓGA

Page 46: Muninn haust 2008

46

RHODOS

Page 47: Muninn haust 2008

RHODOS

Page 48: Muninn haust 2008

...500 kr. í bíó á þriðjudögum

Þarft bara hálfan þúsund kall..

Ertu með leynivopn til að tæla/laða hitt kynið að?

Nei, eða bara brosið. Hvað stendur í síðasta sms-i sem þú fékkst?,,Hringja eða senda sms?”Hefur þú kysst VMA- ing? Já. Hefur þú farið á árshátíð VMA?Já.

Trefill eða gel? Trefill.

Hvaða kennari klæðir sig best?

Hildur Hauks.Uppáhalds lag á söngsal?Hey Jude.Ertu með einhverja fóbíu?

Já, skordýr.

Gettu betur drottningin Svala Lind Birnudóttir (4AB) hefur fengið tvo nýja drengi í lið með sér í ár, þá Einar Bessa Gestsson (2U) og Gunnar Kristjánsson (3Y). Keppnin hefst af fullum krafti eftir áramót og fer fyrsta útvarpsviðureign liðsins okkar fram þann 14. janúar í beinni útsendingu á Rás 2.

Hvert er ykkar sérsvið innan liðsins? E: Íþróttir, innlend landafræði, jarðfræði og tónlist. G: Erlend landafræði og stjórnmál.S: Bókmenntir, trúarbrögð, saga og klassísk tónlist. Hver er mesta nördið í liðinu?S: Örugglega ég. (Engin mótmæli heyrðust)Nú er Svala sú eina í liðinu sem áður hefur tekið þátt í Gettu betur. Hvernig tók hún á móti ykkur, strákar?G: Bara mjög vel, ég tók allavega ekki eftir neinum leiðindum. Hvaða Gettu betur lið er lélegast?S: Ég myndi segja lið iðnskólanna fyrir sunnan og svo lið VMA síðustu árin.Eru hommar í Verzló?Öll: Já. Takið þið lýsi?S: Já. E & G: Nei. (Einmitt það sem blaðamönnum datt í hug)Ef þið mættuð velja einn hlut til að taka með ykkur á eyðieyju, hvað yrði það?G: Andalampa. S: Vasahníf. E: Bát. Hvaða sjónvarpspersóna mynduð þið helst vilja vera?S: Blair Waldorf. E: Barney Stinson. G: Gregory House.

Page 49: Muninn haust 2008

49

Ertu með leynivopn til að tæla/laða hitt kynið að?

Nei, eða bara brosið. Hvað stendur í síðasta sms-i sem þú fékkst?,,Hringja eða senda sms?”Hefur þú kysst VMA- ing? Já. Hefur þú farið á árshátíð VMA?Já.

Trefill eða gel? Trefill.

Hvaða kennari klæðir sig best?

Hildur Hauks.Uppáhalds lag á söngsal?Hey Jude.Ertu með einhverja fóbíu?

Já, skordýr.

Gettu betur drottningin Svala Lind Birnudóttir (4AB) hefur fengið tvo nýja drengi í lið með sér í ár, þá Einar Bessa Gestsson (2U) og Gunnar Kristjánsson (3Y). Keppnin hefst af fullum krafti eftir áramót og fer fyrsta útvarpsviðureign liðsins okkar fram þann 14. janúar í beinni útsendingu á Rás 2.

Hvert er ykkar sérsvið innan liðsins? E: Íþróttir, innlend landafræði, jarðfræði og tónlist. G: Erlend landafræði og stjórnmál.S: Bókmenntir, trúarbrögð, saga og klassísk tónlist. Hver er mesta nördið í liðinu?S: Örugglega ég. (Engin mótmæli heyrðust)Nú er Svala sú eina í liðinu sem áður hefur tekið þátt í Gettu betur. Hvernig tók hún á móti ykkur, strákar?G: Bara mjög vel, ég tók allavega ekki eftir neinum leiðindum. Hvaða Gettu betur lið er lélegast?S: Ég myndi segja lið iðnskólanna fyrir sunnan og svo lið VMA síðustu árin.Eru hommar í Verzló?Öll: Já. Takið þið lýsi?S: Já. E & G: Nei. (Einmitt það sem blaðamönnum datt í hug)Ef þið mættuð velja einn hlut til að taka með ykkur á eyðieyju, hvað yrði það?G: Andalampa. S: Vasahníf. E: Bát. Hvaða sjónvarpspersóna mynduð þið helst vilja vera?S: Blair Waldorf. E: Barney Stinson. G: Gregory House.

1000 kallinnHjarta-Matseðill

Grillsteiktur hamborgarimeð osti og sósu, frönskum

kartöflum, sósu og fersku salati

Grillsteikt kjúklingaspjót BBQmeð steiktum grænmetishrísgrjónum,

salati og hvítlaukssósu

Pasta með kjúklinggrænmeti og ostasósu, ásamt

hvítlauksbrauði og salati

Mínútusteikmeð sveppasósu, bakaðri kartöflu og salati

1.000 kr.-BautinnBautinn

Allir réttir á 1.000 kr.-7. janúar - 15. mars

www.bautinn.is - [email protected] - S:462-1818

Page 50: Muninn haust 2008

50

Hver fannst þér vera stærsti munurinn á skólakerfinu í Perú og á Íslandi? Það sem mér dettur fyrst í hug er stærðfræðin. Ég er í öðrum bekk í framhaldsskóla og þau í 10. bekk og í dag myndi ég ekki skilja stærðfræðina sem þau voru að læra. Í skólum í Perú er kenndur dans og þjóðtónlist, eitthvað sem er ekki kennt hér og spilar miklu stærra hlutverk fyrir Perúbúa en Íslendinga. Hver fannst þér vera stærsti munurinn á fjölskylduháttum í Perú og á Íslandi?Allir eru miklu nánari úti en hér. Ég var hálfrekin frá fyrstu fjölskyldunni minni af því að ég var ekki alltaf að kyssa þau og knúsa. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrst, ég var bara freðinn Íslendingur sem vissi ekki neitt. En þó svo að Perúbúar séu opnir þá segja þeir manni ekki ef eitthvað er að. Þeir brosa bara til manns og fara aftur í fýlu. Hver fannst þér vera stærsti munurinn á skemmtanalífinu í Perú og á Íslandi?Perúbúar drekka ekki þannig að þau verði dauðadrukkin eins og Íslendingar eru þekktir fyrir. Í stað þessu eru allir hressir og skemmta sér konunglega allan tímann. Þess má geta að leigubíllinn heim af djamminu í Perú er mjög ódýr en klukkutíminn kostar 300 krónur íslenskar!Tókstu mikið eftir fátæktinni?Já, stéttaskiptingin er rosaleg í Perú. Ég bjó hjá þremur fjölskyldum á meðan ég var úti og fyrsta fjölskyldan var hálfgerð „rich bitch” fjölskylda en hjá seinni fjölskyldunni varð ég vör við meiri fátækt. Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom til þeirra voru lítil börn í rifnum fötum í fótbolta og þá vissi ég að ég var komin þangað sem ég vildi vera.Lentirðu í einhverjum ævintýrum?Ég myndi segja að þetta hafi verið heilt ár af ævintýrum. En ég fór til Machu Picchu sem er eitt af sjö undrum veraldar og það var algjör snilld. Ég vaknaði einu sinni um miðja nótt við að eitthvað ískalt og slímugt hljóp yfir bakið á mér sem reyndist svo vera mús.Hvers saknarðu mest frá Perú?Systur minnar, alveg klárlega. En það sem ég sakna mest frá Perú almennt er hversu almennilegt og hlýlegt fólkið er þar og hvað það sýnir mikla væntumþykju. Það heilsa manni allir, meira að segja heimilislausa fólkið á götunni.Breytti þessi reynsla þér mikið? Hvernig þá?Ég er miklu meira „open minded” og veit betur hvað ég vil. Eftir MA langar mig að fara til Afríku í sjálfboðaliðastarf, taka ljósmyndir og myndbönd þar og tvinna þetta allt saman.

Hver fannst þér vera mesti munurinn á fjölskylduháttunum á Íslandi og í Taílandi?Vatnið tvímælalaust. Ég man eftir því fyrsta daginn að þegar ég smakkaði taílenskt hreinsað vatn að það var eins og að drekka úr íslen-skri sundlaug. Það var fyrsta og eiginlega eina menningarsjokkið. Síðan var mjólkin líka eins og mysingur á bragðið. Það er líka svo mikil matarmenning þar, eins og eiginlega alls staðar nema á Íslandi. Á taílensku þá segir fólk ekki hvernig hefur þú það? heldur ,,ertu búinn að borða?”. Fólk er mikið fyrir það að borða saman, og maður getur borðað úti í hvert mál þar sem það er alveg jafn ódýrt að borða úti og heima hjá sér.Hvers saknarðu mest frá Taílandi?Að geta keypt mér mat fyrir 40 krónur á veitingahúsi, og mig langar að hitta suma vini mína aftur en annars kann ég mjög vel við mig á Íslandi og sakna ekki margs.Hvernig var skólinn?Hann var öðruvísi, það voru skólabúningar í skólanum, ég var í skyrtu og stuttbuxum og þurfti alltaf að vera vel girtur annars fékk maður að heyra það. Í skólanum voru 4000 nemendur og það var alltaf kallað á mig því ég var eini „minnar tegundar“ innan veggja skólans og fólk

fylgdist vel með mér. Svo var líka mjög vinsælt að hópur fólks kom til mín og ég var spurður hver þeirra væri fallegastur eða þá feitastur.Ég lenti þrisvar í því að fara upp á svið og halda ræðu fyrir skólann. Fyrsta daginn flutti ég hana á ensku, en hefði allt eins getað gert það á íslensku því að enginn skildi neitt. Seinasta daginn flutti ég þó óundirbúna ræðu á taílensku fyrir alla og það var bæði hlegið og klappað fyrir mér.Breytti þessi reynsla þér mikið?Já, alveg gífurlega mikið. Það tók rosalega mikið á, bara að búa þarna í einn dag, fólk getur ekki ímyndað sér athyglina sem maður fær á hverjum degi. Bara það að fara út úr húsi og þá var fólk farið að flauta á þig og kalla á eftir þér ,,hey you, whe you go ?“ Menn komu og vildu taka í höndina á mér og kreista á mér upphandleggina, því Taílendingar faðmast ekki heldur kreista bara upphandleggi í staðinn. Og hvað það getur líka verið þreytandi að vera spurður sömu spurninga á hverjum degi.Ég var spurður oft á hverjum degi, ,,Hvaðan ertu?“ ,,Frá æ-sa-len“ (eins og Taílendingar segja) svaraði ég. ,,Já Írlandi segirðu? Sem er við hliðina á Bretlandi?“ Það þekkti náttúrulega enginn Ísland og ég endaði yfirleitt með að játa þeim bara að ég væri Íri. En örfáir einstak-lingar þekktu samt Guddjonnsen, og ástæða til að þakka honum fyrir að kynna landið fyrir Asíubúum.

Hver fannst þér vera stærsti munurinn á skólakerfinu í Kína og á Íslandi?Í Kína er miklu strangari eftirseta, ef maður skilar ekki heimaverkefnum þá er refsing, annað en bara lág einkunn hér á Íslandi. Þannig að það er lág einkunn og eftirseta. Fólk er næstum alltaf í prófum, stundum oft í viku. Líka að ef kennurum finnst að nemendur skilja ekki námsefnið heldur hann öllum bekknum bara lengur í tímum, þótt það séu frímínútur. Svo skólinn úti er miklu erfiðari og strangari.Hvers saknarðu mest við Kína?Vinanna og fjölskyldunnar. Það er náttúrulega mjög auðvelt að eignast vini þarna, en það var svolítið erfitt að halda sig við vinina af því að ef ég gerði eitthvað sem fólki líkaði ekki ákvað það einfaldlega að ég væri ekki vinur þeirra lengur. Ef maður brýtur harðar siðareglur þá er hart tekið á því. T.d ef maður neitar að borða eitthvað sem lítur illa út þá er það eitthvað mjög óvenjulegt og skrítið.

Hvernig var athyglin sem þú fékkst úti?Af því ég er ljóshærður og bláeygður, þá kom fólk upp að mér alveg fyrsta helminginn af árinu og spurði mig hvort það mætti vera vinur eða vinkona mín. Það er mikið borðað úti í Kína og í hádegishléum komu oft hópar upp að mér og spurðu hvort þau mættu bjóða mér út að borða. Hvernig atvikaðist það að þú fórst til Kína?Ég ætlaði fyrst til Japan, og byrjaði að læra japönsku. Þegar ég var búinn að vera að læra japönsku sjálfur í hálft ár fattaði ég það að ég væri að fara til Kína. Ég vissi það ekki að í Kína eru töluð yfir 250 tungumál, og öll kölluð kínverska á íslensku. Svo ég byrjaði að læra Putonghua, algengasta málið í Kína, en viti menn! Ég fór á annan stað þar sem annað tungumál var talað svo ég vissi ekki hvernig ég gat sagt neitt. Breytti þessi reynsla þér mikið? Hvernig þá?Ekkert svo, en ég veit núna að heimurinn er miklu minni en maður hefði haldið. Það er hægt að skilja hvaða persónu sem er ef maður bara setur sig í hennar spor. Mér finndist ekkert skrítið núna að fara til Kenýa og búa með frumbyggjunum þar. Maður myndi venjast því strax og finnast það alveg eðlilegt. Þótt maður sé búinn að venjast því að hafa krana, og sjónvarp og tölvu fyrir framan sig þá yrði ekkert mál að aðlagast.

Ingibjörg Bryndís ÁrnadóttirSalamanca á Spáni

Hvernig líkar þér dvölin?Mér líkar dvölin alveg ótrúlega vel.Ætlar þú að koma aftur í MA?Já, auðvitað.Ertu búin að lenda í einhverju flippi?Hahah, jájá. Ég hef lent í nokkrum skrautlegum salsadjömmum, sem skildu eftir sig misstóra marbletti, lögguveseni við landamæri, of miklu sangríuþambi, týnst, verið misskilin, rænd, ferðast og djammað hvern einasta fimmtudag.Saknar þú MA mikið?Ég sakna MA bara svona hæfilega mikið. Sakna krakkanna í MA miklu meira

Fanney KristjánsdóttirÁ norður Spáni

Hvernig líkar þér dvölin? Þetta er fínt sko, það koma auðvitað bæði mjög góðir og slæmir dagar, samt miklu færri slæmir. En það er rosalega gaman að búa hérna. Finnur þú fyrir miklum muni á Íslandi og Spáni? Nei, ég myndi nú ekki segja það. Ætlarðu að koma aftur í MA? Klárlega, kemur ekkert annað til greina. Gætir þú hugsað þér að búa þarna í framtíðinni? Já ég hugsa það, allavega að sumri til, aðeins hlýrra en á Íslandinu góða.

Jenný SvansdóttirBrugg í Sviss

Hvernig líkar þér dvölin?Mér líkar rosalega vel hérna í Sviss, þetta er ósköp ljúft land og fólkið er alveg yndislegt.Hvað er það skemmtilegasta sem þú ert búin að gera?Það skemmtilegasta sem ég hef gert eru allar þessar ferðir t.d. fjallgöngur um Sviss. Það er líka gaman að kynnast mörgu nýju fólki og skemmta mér.Ætlar þú að koma aftur í MA?Ég er harðákveðin í að koma aftur í MA, maður sér alltaf betur hvað þetta er góður skóli, ég sakna þess að vera í MA!Gætir þú hugsað þér að búa þarna í framtíðinni?Ég gæti vel hugsað mér að búa í Sviss, þetta er öruggt land en frekar dýrt. Fyrst ég er komin inn í þetta allt verður það ekkert mál fyrir mig.

Logi IngimarssonBrasilíu

Hvernig líkar þér dvölin?Hún er alveg snilld! Sól, strönd og strandblak. Þarf að segja meira? Hvernig er skólinn?Hann er mjög fínn, var mjög létt að kynnast fólki því allir hérna eru svo opnir. Ætlar þú að koma aftur í MA?Án nokkurs efa. Mesta ævintýrið?Þegar ég fór með 40 öðrum skiptinemum til Bonito og Pantanal svæðanna. Það var alveg frábær upplifun og já, ég var kysstur af slöngu.

Alexandra ArnardóttirBruxelles í Belgíu

Hvernig líkar þér dvölin?Rosa velErtu búin að lenda í einhverju flippi?Haha. JáÆtlarðu að koma aftur í MA?Já pottþétt.Hvers saknar þú mest?Fólksins míns, djammsins, MA og íslenskra mjólkurvara.

Page 51: Muninn haust 2008

51

Hver fannst þér vera stærsti munurinn á skólakerfinu í Perú og á Íslandi? Það sem mér dettur fyrst í hug er stærðfræðin. Ég er í öðrum bekk í framhaldsskóla og þau í 10. bekk og í dag myndi ég ekki skilja stærðfræðina sem þau voru að læra. Í skólum í Perú er kenndur dans og þjóðtónlist, eitthvað sem er ekki kennt hér og spilar miklu stærra hlutverk fyrir Perúbúa en Íslendinga. Hver fannst þér vera stærsti munurinn á fjölskylduháttum í Perú og á Íslandi?Allir eru miklu nánari úti en hér. Ég var hálfrekin frá fyrstu fjölskyldunni minni af því að ég var ekki alltaf að kyssa þau og knúsa. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrst, ég var bara freðinn Íslendingur sem vissi ekki neitt. En þó svo að Perúbúar séu opnir þá segja þeir manni ekki ef eitthvað er að. Þeir brosa bara til manns og fara aftur í fýlu. Hver fannst þér vera stærsti munurinn á skemmtanalífinu í Perú og á Íslandi?Perúbúar drekka ekki þannig að þau verði dauðadrukkin eins og Íslendingar eru þekktir fyrir. Í stað þessu eru allir hressir og skemmta sér konunglega allan tímann. Þess má geta að leigubíllinn heim af djamminu í Perú er mjög ódýr en klukkutíminn kostar 300 krónur íslenskar!Tókstu mikið eftir fátæktinni?Já, stéttaskiptingin er rosaleg í Perú. Ég bjó hjá þremur fjölskyldum á meðan ég var úti og fyrsta fjölskyldan var hálfgerð „rich bitch” fjölskylda en hjá seinni fjölskyldunni varð ég vör við meiri fátækt. Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom til þeirra voru lítil börn í rifnum fötum í fótbolta og þá vissi ég að ég var komin þangað sem ég vildi vera.Lentirðu í einhverjum ævintýrum?Ég myndi segja að þetta hafi verið heilt ár af ævintýrum. En ég fór til Machu Picchu sem er eitt af sjö undrum veraldar og það var algjör snilld. Ég vaknaði einu sinni um miðja nótt við að eitthvað ískalt og slímugt hljóp yfir bakið á mér sem reyndist svo vera mús.Hvers saknarðu mest frá Perú?Systur minnar, alveg klárlega. En það sem ég sakna mest frá Perú almennt er hversu almennilegt og hlýlegt fólkið er þar og hvað það sýnir mikla væntumþykju. Það heilsa manni allir, meira að segja heimilislausa fólkið á götunni.Breytti þessi reynsla þér mikið? Hvernig þá?Ég er miklu meira „open minded” og veit betur hvað ég vil. Eftir MA langar mig að fara til Afríku í sjálfboðaliðastarf, taka ljósmyndir og myndbönd þar og tvinna þetta allt saman.

Hver fannst þér vera mesti munurinn á fjölskylduháttunum á Íslandi og í Taílandi?Vatnið tvímælalaust. Ég man eftir því fyrsta daginn að þegar ég smakkaði taílenskt hreinsað vatn að það var eins og að drekka úr íslen-skri sundlaug. Það var fyrsta og eiginlega eina menningarsjokkið. Síðan var mjólkin líka eins og mysingur á bragðið. Það er líka svo mikil matarmenning þar, eins og eiginlega alls staðar nema á Íslandi. Á taílensku þá segir fólk ekki hvernig hefur þú það? heldur ,,ertu búinn að borða?”. Fólk er mikið fyrir það að borða saman, og maður getur borðað úti í hvert mál þar sem það er alveg jafn ódýrt að borða úti og heima hjá sér.Hvers saknarðu mest frá Taílandi?Að geta keypt mér mat fyrir 40 krónur á veitingahúsi, og mig langar að hitta suma vini mína aftur en annars kann ég mjög vel við mig á Íslandi og sakna ekki margs.Hvernig var skólinn?Hann var öðruvísi, það voru skólabúningar í skólanum, ég var í skyrtu og stuttbuxum og þurfti alltaf að vera vel girtur annars fékk maður að heyra það. Í skólanum voru 4000 nemendur og það var alltaf kallað á mig því ég var eini „minnar tegundar“ innan veggja skólans og fólk

fylgdist vel með mér. Svo var líka mjög vinsælt að hópur fólks kom til mín og ég var spurður hver þeirra væri fallegastur eða þá feitastur.Ég lenti þrisvar í því að fara upp á svið og halda ræðu fyrir skólann. Fyrsta daginn flutti ég hana á ensku, en hefði allt eins getað gert það á íslensku því að enginn skildi neitt. Seinasta daginn flutti ég þó óundirbúna ræðu á taílensku fyrir alla og það var bæði hlegið og klappað fyrir mér.Breytti þessi reynsla þér mikið?Já, alveg gífurlega mikið. Það tók rosalega mikið á, bara að búa þarna í einn dag, fólk getur ekki ímyndað sér athyglina sem maður fær á hverjum degi. Bara það að fara út úr húsi og þá var fólk farið að flauta á þig og kalla á eftir þér ,,hey you, whe you go ?“ Menn komu og vildu taka í höndina á mér og kreista á mér upphandleggina, því Taílendingar faðmast ekki heldur kreista bara upphandleggi í staðinn. Og hvað það getur líka verið þreytandi að vera spurður sömu spurninga á hverjum degi.Ég var spurður oft á hverjum degi, ,,Hvaðan ertu?“ ,,Frá æ-sa-len“ (eins og Taílendingar segja) svaraði ég. ,,Já Írlandi segirðu? Sem er við hliðina á Bretlandi?“ Það þekkti náttúrulega enginn Ísland og ég endaði yfirleitt með að játa þeim bara að ég væri Íri. En örfáir einstak-lingar þekktu samt Guddjonnsen, og ástæða til að þakka honum fyrir að kynna landið fyrir Asíubúum.

Hver fannst þér vera stærsti munurinn á skólakerfinu í Kína og á Íslandi?Í Kína er miklu strangari eftirseta, ef maður skilar ekki heimaverkefnum þá er refsing, annað en bara lág einkunn hér á Íslandi. Þannig að það er lág einkunn og eftirseta. Fólk er næstum alltaf í prófum, stundum oft í viku. Líka að ef kennurum finnst að nemendur skilja ekki námsefnið heldur hann öllum bekknum bara lengur í tímum, þótt það séu frímínútur. Svo skólinn úti er miklu erfiðari og strangari.Hvers saknarðu mest við Kína?Vinanna og fjölskyldunnar. Það er náttúrulega mjög auðvelt að eignast vini þarna, en það var svolítið erfitt að halda sig við vinina af því að ef ég gerði eitthvað sem fólki líkaði ekki ákvað það einfaldlega að ég væri ekki vinur þeirra lengur. Ef maður brýtur harðar siðareglur þá er hart tekið á því. T.d ef maður neitar að borða eitthvað sem lítur illa út þá er það eitthvað mjög óvenjulegt og skrítið.

Hvernig var athyglin sem þú fékkst úti?Af því ég er ljóshærður og bláeygður, þá kom fólk upp að mér alveg fyrsta helminginn af árinu og spurði mig hvort það mætti vera vinur eða vinkona mín. Það er mikið borðað úti í Kína og í hádegishléum komu oft hópar upp að mér og spurðu hvort þau mættu bjóða mér út að borða. Hvernig atvikaðist það að þú fórst til Kína?Ég ætlaði fyrst til Japan, og byrjaði að læra japönsku. Þegar ég var búinn að vera að læra japönsku sjálfur í hálft ár fattaði ég það að ég væri að fara til Kína. Ég vissi það ekki að í Kína eru töluð yfir 250 tungumál, og öll kölluð kínverska á íslensku. Svo ég byrjaði að læra Putonghua, algengasta málið í Kína, en viti menn! Ég fór á annan stað þar sem annað tungumál var talað svo ég vissi ekki hvernig ég gat sagt neitt. Breytti þessi reynsla þér mikið? Hvernig þá?Ekkert svo, en ég veit núna að heimurinn er miklu minni en maður hefði haldið. Það er hægt að skilja hvaða persónu sem er ef maður bara setur sig í hennar spor. Mér finndist ekkert skrítið núna að fara til Kenýa og búa með frumbyggjunum þar. Maður myndi venjast því strax og finnast það alveg eðlilegt. Þótt maður sé búinn að venjast því að hafa krana, og sjónvarp og tölvu fyrir framan sig þá yrði ekkert mál að aðlagast.

Ingibjörg Bryndís ÁrnadóttirSalamanca á Spáni

Hvernig líkar þér dvölin?Mér líkar dvölin alveg ótrúlega vel.Ætlar þú að koma aftur í MA?Já, auðvitað.Ertu búin að lenda í einhverju flippi?Hahah, jájá. Ég hef lent í nokkrum skrautlegum salsadjömmum, sem skildu eftir sig misstóra marbletti, lögguveseni við landamæri, of miklu sangríuþambi, týnst, verið misskilin, rænd, ferðast og djammað hvern einasta fimmtudag.Saknar þú MA mikið?Ég sakna MA bara svona hæfilega mikið. Sakna krakkanna í MA miklu meira

Fanney KristjánsdóttirÁ norður Spáni

Hvernig líkar þér dvölin? Þetta er fínt sko, það koma auðvitað bæði mjög góðir og slæmir dagar, samt miklu færri slæmir. En það er rosalega gaman að búa hérna. Finnur þú fyrir miklum muni á Íslandi og Spáni? Nei, ég myndi nú ekki segja það. Ætlarðu að koma aftur í MA? Klárlega, kemur ekkert annað til greina. Gætir þú hugsað þér að búa þarna í framtíðinni? Já ég hugsa það, allavega að sumri til, aðeins hlýrra en á Íslandinu góða.

Jenný SvansdóttirBrugg í Sviss

Hvernig líkar þér dvölin?Mér líkar rosalega vel hérna í Sviss, þetta er ósköp ljúft land og fólkið er alveg yndislegt.Hvað er það skemmtilegasta sem þú ert búin að gera?Það skemmtilegasta sem ég hef gert eru allar þessar ferðir t.d. fjallgöngur um Sviss. Það er líka gaman að kynnast mörgu nýju fólki og skemmta mér.Ætlar þú að koma aftur í MA?Ég er harðákveðin í að koma aftur í MA, maður sér alltaf betur hvað þetta er góður skóli, ég sakna þess að vera í MA!Gætir þú hugsað þér að búa þarna í framtíðinni?Ég gæti vel hugsað mér að búa í Sviss, þetta er öruggt land en frekar dýrt. Fyrst ég er komin inn í þetta allt verður það ekkert mál fyrir mig.

Logi IngimarssonBrasilíu

Hvernig líkar þér dvölin?Hún er alveg snilld! Sól, strönd og strandblak. Þarf að segja meira? Hvernig er skólinn?Hann er mjög fínn, var mjög létt að kynnast fólki því allir hérna eru svo opnir. Ætlar þú að koma aftur í MA?Án nokkurs efa. Mesta ævintýrið?Þegar ég fór með 40 öðrum skiptinemum til Bonito og Pantanal svæðanna. Það var alveg frábær upplifun og já, ég var kysstur af slöngu.

Alexandra ArnardóttirBruxelles í Belgíu

Hvernig líkar þér dvölin?Rosa velErtu búin að lenda í einhverju flippi?Haha. JáÆtlarðu að koma aftur í MA?Já pottþétt.Hvers saknar þú mest?Fólksins míns, djammsins, MA og íslenskra mjólkurvara.

Page 52: Muninn haust 2008

52

Hvað stendur í síðasta sms-i sem þú fékkst?

,,Sæll, heyrðu það er böggur, get það ekki heldur, sendi stefnu email, vonandi kmr í lag seinna.”

Hefur þú hitt einhvern frægan?

Já, trommarann úr Sometime.

Hvenær fórstu síðast í kirkju?

Vá, heyrðu örugglega 2 ár síðan.

Hvaða kennari klæðir sig best?

Uuu... vá, hvernig meinar þú að klæði sig best? Árný enskukennari.

Uppáhalds lag á söngsal?

Uuu.. eitthvað í mollsyrpu.

Ætlar þú að gefa blóð?

Já.

Undarenna, léttmjólk eða nýmjólk?

Léttmjólk.

Á hæð sem rís fyrir ofan lítið einangrað sjávarþorp á austurströnd Englands stendur ríkulegt setur. Húsið, sem er í eigu ríkasta manns þorpsins sem býr þar með konu sinni og einkasyni þeirra, stendur mikilfenglegt, jafnvel ógnandi, yfir hógværa litla þorpinu fyrir neðan. Dimmar rúðurnar gefa húsinu grimmilegt yfirlit, sem gæti jafnvel valdið óróleika meðal þeirra sem eru óvanir þessari sjón. En fyrir þorpsbúana er húsið orðið sár sjón, sífelldur minnisvarði um þeirra eigin fátækt og ríkidóm eðalmannsins, og í gegnum árin hefur öfund þeirra orðið að hatri. „Ég skil ekki hvað þau þykjast svosem vera“ sögðu sumir. „Já, hví geta þau ekki búið hér meðal okkar, of góð fyrir okkur eða hvað? Snobbuðu svín.“ Slíkt tal átti hinsvegar aðeins heima á kránum að kvöldi til, þegar hvorki Herrann né Frúin heyrðu til. Uppi á hæðinni, í herbergi á efstu hæð vesturálmunnar, situr ungur drengur og horfir út um gluggann. Hann lítur niður til þorpsins, og sér skólann þar sem hann byrjar bráðum að ganga til náms. Hann getur ekki beðið. Hann hefur aldrei átt marga vini. Mamma er ekki hrifin af því þegar hann fer út fyrir lóðarmörkin, svo hann leikur sér yfirleitt einn hérna heima. En bráðum myndi það allt breytast. Hann getur ekki beðið eftir því að bjóða öðrum krökkum heim til sín til að fara í sjóræningjaleiki eða feluleiki. Hann getur ekki beðið. „Ég sagði, hvað heitir þú?“ sagði kennslukonan í annað sinn. „J..Ja..j.ja..Jack“ svaraði drengurinn loksins. „Frábært, annar fáviti“ andvarpaði hún. Fyrsti skóladagurinn gekk ekki jafn vel og ungi strákurinn, þekktur sem Jack, hafði vonað. Hin börnin voru ólík honum. Þau voru mun sjálfsöruggari, fannst honum, og þau þekktust öll nú þegar frá því þau léku sér saman á götum þorpsins, en hann hlakkaði til að kynnast þeim nánar og bjóða þeim í heimsókn. Í frímínútunum söfnuðust krakkarnir saman á leikvellinum til að spila fótbolta. Í fyrstu stóð Jack á hliðarlínunum og horfði á, hann hafði aldrei spilað fótbolta áður. „Almúgaíþrótt“ kallaði faðir hans það. En Jack ætlaði ekki að láta neitt stoppa sig lengur, og bað því um að fá að vera með. „Já já!“ svöruðu krakkarnir. „Þú mátt vera í marki.“ En eftir því sem leikurinn hélt áfram

kom það fljótt í ljós að Jack hafði aldrei spilað fótbolta áður, og í hita leiksins byrjuðu börnin að öskra í sífellu á Jack þegar hann stóð sig ekki í markinu. „Mm..mm..mér þ..þ..þykir þ.þetta le..le..leitt!“ sagði Jack, en krökkunum var alveg sama. Hann hafði brugðist þeim. Jack reyndi aldrei aftur að spila fótbolta. Þegar Jack kom heim þennan dag hljóp hann beint upp í herbergið sitt og grét. Það heyrði ekki sála í honum í stóra, kalda húsinu, og enginn kom til að hugga hann. En er hann þurrkaði tár sín á erminni og leit upp blasti við honum sannarlega sérkennileg sjón. Hrafn, svartur sem alnættið sat á gluggasyllunni, og er sólarljósið endurspeglaðist af svörtum fjöðrunum virtist hann lýsast dimmum drunga sem hótaði að gleypa alla birtu í herberginu. Þessi skuggalega sýn hefði hrætt flesta, en ungi drengurinn fann furðulega ró í þessari nærveru, og fannst hann jafnvel skynja samúð í djúpum augum dýrsins. Og þar sat hann; Hrafninn. Að alast upp sem úrhrak hafði gjöreytt ljúfu eðli drengsins. Nú var hann bitur ungur maður, þekktur sem furðufugl meðal þorpsbúanna. Hann bjó einn í stóra setrinu fyrir ofan þorpið, því bæði faðir hans og móðir höfðu látist vegna veikinda þegar hann var unglingur. Hann sást sjaldan í þorpinu þessa dagana og hélt sig yfirleitt innandyra uppi á hæðinni, og í þau fáu skipti sem hann heimsótti þorpið var það til þess að heimsækja sölumanninn. Hann talaði mjög sjaldan, og þegar hann gerði það þá talaði hann hægt í djúpum, flötum tón. En það sem reyndist þorpsbúunum torskildast við þennan furðulega unga mann var sú staðreynd að hann sást aldrei einn, því það var ávallt stór svartur hrafn sitjandi sperrtur á öxlum hans líkt og páfagaukur sjóræningja. Hrafninn hræddi yngstu börnin, og fullorðna fólkið gat ekki neitað því að því fyndist þetta nokkuð óþægilegt, en Jack var sama. Í raun virtist svo vera að Hrafninn væri eini félagsskapurinn sem hann hefði þörf fyrir. Í illa upplýstu herbergi sem snýr í austur situr ungur maður í gömlum stól. Þung gluggatjöldin loka fyrir allt ljós sem dirfist að skína inn gegnum glerið, svo ómögulegt er að þekkja dag frá nóttu. Eina ljóstýran í öllu herberginu skín frá síðustu glóðinni

í arninum, sem heldur örvæntingarfull í líf sitt en fölnar hratt. Á syllunni fyrir ofan arininn situr stór svartur hrafn, sem fylgist rólegur með eiganda sínum með djúpum, svörtum augunum. Ungi eigandi hans var myndarlegur maður, eða svo hefði hann verið ef ekki væri fyrir þær dimmu línur sem klufu andlitsdrætti hans, og gáfu honum lífsþreytta ásjónu mun eldri manns. Manns sem hefur borið allar heimsins bygrðir á herðum sínum. „Allt búið!“ sagði maðurinn í djúpum dimmum tón, er hann hristi tóma flösku í hendinni. Hann henti henni kæruleysislega út í horn þar sem hún lenti með dynk á gólfinu meðal margra annara flaska. „Jafnvel f..f..fjandans drykkurinn vill e..ekkert með mig ha..hafa. Um le..leið og ég opna flöskuna er hann ho..horfinn.“ Og svo hló hann. En það var enginn galsi í hlátrinum, augu hans tjáðu enga gleði. Í staðinn hljómaði þurr, manískur hlátur um allt húsið sem virtist bergmála lengur en eðlilegt var. „En er það nokkur furða?“ Hann virtist beina orðum sínum til hrafnsins á arinsyllunni. „Hv..Hví ætti nokkur að vi..vilja umgangast mig? St..stamandi H..Há..Hálfvitann á hæðinni?“ Hrafninn hlustaði á og blakti við fjöðrunum. „En þú he..hefur alltaf verið til staðar fy..fyrir mig, ekki satt, Vi..vinur?“ sagði maðurinn eftir nokkra þögn. Hann brosti til fuglsins gegnum tárvot augu, en jafn snögglega og það hafði birst hvarf brosið, og skuggi færðist yfir andlit hans. „Heyrirðu í sjálfum þér? Ta..talandi við eitthvað fi..fi..fiðurfé, sem vinur væri. Ekki fu..furða að fólk vilji ekkert með þig ha..hafa. Það er ekki pláss fyrir vi..viðrini eins og þig í þ..þ..þessum heimi.“ Það var sem veggirnir drægjust nær með hverju orði, og þrengdu sífellt að kvalinni sálinni í miðju herberginu. „Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta! Hví er ég dæ..dæmdur til að lifa lífi m..mínu einn? Að heyra aldrei vi..vinarorð í eyra, né kynnast því að hv..hvíla í elskandi ö..örmum ljúfrar k..konu? Kaldur barmur Bakkusar er sá ei..eini sem mér b..bý..býðst.“ Skyndilega stóð hann upp og gekk, hægt en ákveðið, til dyranna og gekk út. Hann hélt áfram niður

stigann, gegnum eldhúsið og út um bakdyrnar. Hrafninn elti. Það rigndi, en það hægði ekki á unga manninum er hann hélt áfram í gegnum myrkrið. Hann stoppaði ekki fyrr en hann náði áfangastað sínum, og nú stóð hann efst á miklu bjargi og horfði út yfir hafið. En er hann steig áfram til að ganga fram af bjarginu var hann skyndilega stöðvaður. Hrafninn, sem hafði elt hann alla leiðina, var að rífa í frakkann hans, skríkjandi, grátbiðjandi meistara sinn um að stoppa. „Hættu! Farðu burt! FARÐU BURT SAGÐI ÉG!“ öskraði maðurinn. En hrafninn neitaði að hætta. Í bræðskasti, líklega orsakað að mestu vegna áfengisins sem flæddi um æðar hans, sló hann til fuglsins. Höggið rotaði hrafninn, og er hann lá á regnvotri jörðinni virtist hann furðu smár, brothættur jafnvel. Algjör andstæða við hans vanalega, mikilfenglega form. „Guð minn góður, hvað...hvað hef ég gert?“ grét maðurinn, er hann féll á hnén við hliðina á fuglinum, sínum eina vini. „Sérðu hvað ég he..hef gert þér? Þú hefðir ekki átt að reyna að stö..stöðva mig. Þetta er fyrir be.., fyrir bestu.“ Og hann stökk.Gnauðið í vindinum og dynurinn í rigningunni drekktu þeim þunga dynk sem heyrðist er lífvana form ungs manns, áður saklaust og fallegt barn, skall í kaldan steininn undir bjarginu. Í hógværri gröf þorpskirkjugarðsins lá lík unga mannsins. Það kom aldrei nokkur til að heimsækja leiði hans, en þeir sem komu þar nálægt lýstu nær allir sömu furðulegu sýn; stór svartur hrafn, með augu svört sem kol, sitjandi einmana á grafsteininum. Aðrir sögðu jafnvel, að ef þú hættir þér nógu nálægt, og ef næg kyrrð væri í lofti, gætir þú heyrt vesælt kjökur, er dimm tár hans féllu hljóðlega á einmanalegustu gröfina í kirkjugarðinum. Árni Pétur Arnason The best often die by their own hand just to get away, and those left behind can never quite understand why anybody would ever want to get away from them

-Charles Bukowski

TÁR HRAFNSINS

Page 53: Muninn haust 2008

flugfelag.is

REYKJAVÍK

AKUREYRI

EGILSSTAÐIR

VESTMANNAEYJAR

ÍSAFJÖRÐUR

VOPNAFJÖRÐUR

ÞÓRSHÖFN

GRÍMSEY

Skráðu þig íNetklúbbinn

Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti.

Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S F

LU

444

93 1

2.20

08

Hvað stendur í síðasta sms-i sem þú fékkst?

,,Sæll, heyrðu það er böggur, get það ekki heldur, sendi stefnu email, vonandi kmr í lag seinna.”

Hefur þú hitt einhvern frægan?

Já, trommarann úr Sometime.

Hvenær fórstu síðast í kirkju?

Vá, heyrðu örugglega 2 ár síðan.

Hvaða kennari klæðir sig best?

Uuu... vá, hvernig meinar þú að klæði sig best? Árný enskukennari.

Uppáhalds lag á söngsal?

Uuu.. eitthvað í mollsyrpu.

Ætlar þú að gefa blóð?

Já.

Undarenna, léttmjólk eða nýmjólk?

Léttmjólk.

Á hæð sem rís fyrir ofan lítið einangrað sjávarþorp á austurströnd Englands stendur ríkulegt setur. Húsið, sem er í eigu ríkasta manns þorpsins sem býr þar með konu sinni og einkasyni þeirra, stendur mikilfenglegt, jafnvel ógnandi, yfir hógværa litla þorpinu fyrir neðan. Dimmar rúðurnar gefa húsinu grimmilegt yfirlit, sem gæti jafnvel valdið óróleika meðal þeirra sem eru óvanir þessari sjón. En fyrir þorpsbúana er húsið orðið sár sjón, sífelldur minnisvarði um þeirra eigin fátækt og ríkidóm eðalmannsins, og í gegnum árin hefur öfund þeirra orðið að hatri. „Ég skil ekki hvað þau þykjast svosem vera“ sögðu sumir. „Já, hví geta þau ekki búið hér meðal okkar, of góð fyrir okkur eða hvað? Snobbuðu svín.“ Slíkt tal átti hinsvegar aðeins heima á kránum að kvöldi til, þegar hvorki Herrann né Frúin heyrðu til. Uppi á hæðinni, í herbergi á efstu hæð vesturálmunnar, situr ungur drengur og horfir út um gluggann. Hann lítur niður til þorpsins, og sér skólann þar sem hann byrjar bráðum að ganga til náms. Hann getur ekki beðið. Hann hefur aldrei átt marga vini. Mamma er ekki hrifin af því þegar hann fer út fyrir lóðarmörkin, svo hann leikur sér yfirleitt einn hérna heima. En bráðum myndi það allt breytast. Hann getur ekki beðið eftir því að bjóða öðrum krökkum heim til sín til að fara í sjóræningjaleiki eða feluleiki. Hann getur ekki beðið. „Ég sagði, hvað heitir þú?“ sagði kennslukonan í annað sinn. „J..Ja..j.ja..Jack“ svaraði drengurinn loksins. „Frábært, annar fáviti“ andvarpaði hún. Fyrsti skóladagurinn gekk ekki jafn vel og ungi strákurinn, þekktur sem Jack, hafði vonað. Hin börnin voru ólík honum. Þau voru mun sjálfsöruggari, fannst honum, og þau þekktust öll nú þegar frá því þau léku sér saman á götum þorpsins, en hann hlakkaði til að kynnast þeim nánar og bjóða þeim í heimsókn. Í frímínútunum söfnuðust krakkarnir saman á leikvellinum til að spila fótbolta. Í fyrstu stóð Jack á hliðarlínunum og horfði á, hann hafði aldrei spilað fótbolta áður. „Almúgaíþrótt“ kallaði faðir hans það. En Jack ætlaði ekki að láta neitt stoppa sig lengur, og bað því um að fá að vera með. „Já já!“ svöruðu krakkarnir. „Þú mátt vera í marki.“ En eftir því sem leikurinn hélt áfram

kom það fljótt í ljós að Jack hafði aldrei spilað fótbolta áður, og í hita leiksins byrjuðu börnin að öskra í sífellu á Jack þegar hann stóð sig ekki í markinu. „Mm..mm..mér þ..þ..þykir þ.þetta le..le..leitt!“ sagði Jack, en krökkunum var alveg sama. Hann hafði brugðist þeim. Jack reyndi aldrei aftur að spila fótbolta. Þegar Jack kom heim þennan dag hljóp hann beint upp í herbergið sitt og grét. Það heyrði ekki sála í honum í stóra, kalda húsinu, og enginn kom til að hugga hann. En er hann þurrkaði tár sín á erminni og leit upp blasti við honum sannarlega sérkennileg sjón. Hrafn, svartur sem alnættið sat á gluggasyllunni, og er sólarljósið endurspeglaðist af svörtum fjöðrunum virtist hann lýsast dimmum drunga sem hótaði að gleypa alla birtu í herberginu. Þessi skuggalega sýn hefði hrætt flesta, en ungi drengurinn fann furðulega ró í þessari nærveru, og fannst hann jafnvel skynja samúð í djúpum augum dýrsins. Og þar sat hann; Hrafninn. Að alast upp sem úrhrak hafði gjöreytt ljúfu eðli drengsins. Nú var hann bitur ungur maður, þekktur sem furðufugl meðal þorpsbúanna. Hann bjó einn í stóra setrinu fyrir ofan þorpið, því bæði faðir hans og móðir höfðu látist vegna veikinda þegar hann var unglingur. Hann sást sjaldan í þorpinu þessa dagana og hélt sig yfirleitt innandyra uppi á hæðinni, og í þau fáu skipti sem hann heimsótti þorpið var það til þess að heimsækja sölumanninn. Hann talaði mjög sjaldan, og þegar hann gerði það þá talaði hann hægt í djúpum, flötum tón. En það sem reyndist þorpsbúunum torskildast við þennan furðulega unga mann var sú staðreynd að hann sást aldrei einn, því það var ávallt stór svartur hrafn sitjandi sperrtur á öxlum hans líkt og páfagaukur sjóræningja. Hrafninn hræddi yngstu börnin, og fullorðna fólkið gat ekki neitað því að því fyndist þetta nokkuð óþægilegt, en Jack var sama. Í raun virtist svo vera að Hrafninn væri eini félagsskapurinn sem hann hefði þörf fyrir. Í illa upplýstu herbergi sem snýr í austur situr ungur maður í gömlum stól. Þung gluggatjöldin loka fyrir allt ljós sem dirfist að skína inn gegnum glerið, svo ómögulegt er að þekkja dag frá nóttu. Eina ljóstýran í öllu herberginu skín frá síðustu glóðinni

í arninum, sem heldur örvæntingarfull í líf sitt en fölnar hratt. Á syllunni fyrir ofan arininn situr stór svartur hrafn, sem fylgist rólegur með eiganda sínum með djúpum, svörtum augunum. Ungi eigandi hans var myndarlegur maður, eða svo hefði hann verið ef ekki væri fyrir þær dimmu línur sem klufu andlitsdrætti hans, og gáfu honum lífsþreytta ásjónu mun eldri manns. Manns sem hefur borið allar heimsins bygrðir á herðum sínum. „Allt búið!“ sagði maðurinn í djúpum dimmum tón, er hann hristi tóma flösku í hendinni. Hann henti henni kæruleysislega út í horn þar sem hún lenti með dynk á gólfinu meðal margra annara flaska. „Jafnvel f..f..fjandans drykkurinn vill e..ekkert með mig ha..hafa. Um le..leið og ég opna flöskuna er hann ho..horfinn.“ Og svo hló hann. En það var enginn galsi í hlátrinum, augu hans tjáðu enga gleði. Í staðinn hljómaði þurr, manískur hlátur um allt húsið sem virtist bergmála lengur en eðlilegt var. „En er það nokkur furða?“ Hann virtist beina orðum sínum til hrafnsins á arinsyllunni. „Hv..Hví ætti nokkur að vi..vilja umgangast mig? St..stamandi H..Há..Hálfvitann á hæðinni?“ Hrafninn hlustaði á og blakti við fjöðrunum. „En þú he..hefur alltaf verið til staðar fy..fyrir mig, ekki satt, Vi..vinur?“ sagði maðurinn eftir nokkra þögn. Hann brosti til fuglsins gegnum tárvot augu, en jafn snögglega og það hafði birst hvarf brosið, og skuggi færðist yfir andlit hans. „Heyrirðu í sjálfum þér? Ta..talandi við eitthvað fi..fi..fiðurfé, sem vinur væri. Ekki fu..furða að fólk vilji ekkert með þig ha..hafa. Það er ekki pláss fyrir vi..viðrini eins og þig í þ..þ..þessum heimi.“ Það var sem veggirnir drægjust nær með hverju orði, og þrengdu sífellt að kvalinni sálinni í miðju herberginu. „Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta! Hví er ég dæ..dæmdur til að lifa lífi m..mínu einn? Að heyra aldrei vi..vinarorð í eyra, né kynnast því að hv..hvíla í elskandi ö..örmum ljúfrar k..konu? Kaldur barmur Bakkusar er sá ei..eini sem mér b..bý..býðst.“ Skyndilega stóð hann upp og gekk, hægt en ákveðið, til dyranna og gekk út. Hann hélt áfram niður

stigann, gegnum eldhúsið og út um bakdyrnar. Hrafninn elti. Það rigndi, en það hægði ekki á unga manninum er hann hélt áfram í gegnum myrkrið. Hann stoppaði ekki fyrr en hann náði áfangastað sínum, og nú stóð hann efst á miklu bjargi og horfði út yfir hafið. En er hann steig áfram til að ganga fram af bjarginu var hann skyndilega stöðvaður. Hrafninn, sem hafði elt hann alla leiðina, var að rífa í frakkann hans, skríkjandi, grátbiðjandi meistara sinn um að stoppa. „Hættu! Farðu burt! FARÐU BURT SAGÐI ÉG!“ öskraði maðurinn. En hrafninn neitaði að hætta. Í bræðskasti, líklega orsakað að mestu vegna áfengisins sem flæddi um æðar hans, sló hann til fuglsins. Höggið rotaði hrafninn, og er hann lá á regnvotri jörðinni virtist hann furðu smár, brothættur jafnvel. Algjör andstæða við hans vanalega, mikilfenglega form. „Guð minn góður, hvað...hvað hef ég gert?“ grét maðurinn, er hann féll á hnén við hliðina á fuglinum, sínum eina vini. „Sérðu hvað ég he..hef gert þér? Þú hefðir ekki átt að reyna að stö..stöðva mig. Þetta er fyrir be.., fyrir bestu.“ Og hann stökk.Gnauðið í vindinum og dynurinn í rigningunni drekktu þeim þunga dynk sem heyrðist er lífvana form ungs manns, áður saklaust og fallegt barn, skall í kaldan steininn undir bjarginu. Í hógværri gröf þorpskirkjugarðsins lá lík unga mannsins. Það kom aldrei nokkur til að heimsækja leiði hans, en þeir sem komu þar nálægt lýstu nær allir sömu furðulegu sýn; stór svartur hrafn, með augu svört sem kol, sitjandi einmana á grafsteininum. Aðrir sögðu jafnvel, að ef þú hættir þér nógu nálægt, og ef næg kyrrð væri í lofti, gætir þú heyrt vesælt kjökur, er dimm tár hans féllu hljóðlega á einmanalegustu gröfina í kirkjugarðinum. Árni Pétur Arnason The best often die by their own hand just to get away, and those left behind can never quite understand why anybody would ever want to get away from them

-Charles Bukowski

TÁR HRAFNSINS

Page 54: Muninn haust 2008

Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvaða hópur manna, sem kemur saman á heimavistinni í kringum undarlegan bolta og heldur svo út á gras fyrir ofan Lystigarðinn, er nákvæmlega að gera. Þetta eru meðlimir í hinu virta Fríma félagi. Þótt hugmyndin hafi sprottið í prófatíð vorannar 2008 var félagið sjálft stofnað haustið 2008 af Hugin „Power Ranger” Ragnarssyni og Sigmari Erni „Cannon Ball” Hilmarssyni. Eftir góðar viðtökur nemenda og miklar skráningar í félagið gerðu þeir félagar sér grein fyrir því að þeir réðu ekki við þetta verðuga verkefni einir og fengu því til liðs við sig Frey “Bonebraker” Guðnason.

Starfsemi félagsins felst í því að breiða út boðskap listformsins amerísks fótbolta og tengja saman unnendur þáttanna Friday Nigth Lights, en sá liður starfsins hefur ekki litið dagsins ljós vegna ástandsins

í þjóðfélaginu. Amerískur fótbolti gengur út á að koma egglaga bolta 91 metra áfram og yfir endalínu andstæðingsins. Inni á vellinum eru 11 leikmenn og færa má boltann með köstum eða hlaupum.

Á næstu önn er markmið félagsins að reyna að fá einhvern skóla á Norðurlandi til að spila vináttuleik við og jafnvel, ef virðulegri stjórn ÍMA líst vel á þá hugmynd, að halda bekkjamót þar sem verðlaunin verða Huginsskálin. Hvað varðar Friday Night Lights hluta félagsins er ætlunin að sýna síðar myndina sem var byggð á metsölubókinni og sem þættirnir eru byggðir á.

Huginn Ragnarsson

Geturu nefnt nafn einhvers úr rauða hernum? Já, Heiðdís.Hvenær fórstu síðast í kirkju?

Þarsíðasta sunnudag.

Hvað er fáránlegasta slúður sem þú hefur heyrt um þig (sem var ekki satt)?

Að ég hafi verið barin af gettó stelpu í Breiðholtinu. Út af skurði, en það gerðist í handboltaleik

Ertu með einhverja fóbíu?

Fyrir stafsetningarvillum. Hvaða kennari klæðir sig best? Heiðdís Halla.

Uppáhalds lag á söngsal? Skólasöngurinn.Hefur þú stolið einhverju?

Já, nammi.

Page 55: Muninn haust 2008

55

Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvaða hópur manna, sem kemur saman á heimavistinni í kringum undarlegan bolta og heldur svo út á gras fyrir ofan Lystigarðinn, er nákvæmlega að gera. Þetta eru meðlimir í hinu virta Fríma félagi. Þótt hugmyndin hafi sprottið í prófatíð vorannar 2008 var félagið sjálft stofnað haustið 2008 af Hugin „Power Ranger” Ragnarssyni og Sigmari Erni „Cannon Ball” Hilmarssyni. Eftir góðar viðtökur nemenda og miklar skráningar í félagið gerðu þeir félagar sér grein fyrir því að þeir réðu ekki við þetta verðuga verkefni einir og fengu því til liðs við sig Frey “Bonebraker” Guðnason.

Starfsemi félagsins felst í því að breiða út boðskap listformsins amerísks fótbolta og tengja saman unnendur þáttanna Friday Nigth Lights, en sá liður starfsins hefur ekki litið dagsins ljós vegna ástandsins

í þjóðfélaginu. Amerískur fótbolti gengur út á að koma egglaga bolta 91 metra áfram og yfir endalínu andstæðingsins. Inni á vellinum eru 11 leikmenn og færa má boltann með köstum eða hlaupum.

Á næstu önn er markmið félagsins að reyna að fá einhvern skóla á Norðurlandi til að spila vináttuleik við og jafnvel, ef virðulegri stjórn ÍMA líst vel á þá hugmynd, að halda bekkjamót þar sem verðlaunin verða Huginsskálin. Hvað varðar Friday Night Lights hluta félagsins er ætlunin að sýna síðar myndina sem var byggð á metsölubókinni og sem þættirnir eru byggðir á.

Huginn Ragnarsson

Geturu nefnt nafn einhvers úr rauða hernum? Já, Heiðdís.Hvenær fórstu síðast í kirkju?

Þarsíðasta sunnudag.

Hvað er fáránlegasta slúður sem þú hefur heyrt um þig (sem var ekki satt)?

Að ég hafi verið barin af gettó stelpu í Breiðholtinu. Út af skurði, en það gerðist í handboltaleik

Ertu með einhverja fóbíu?

Fyrir stafsetningarvillum. Hvaða kennari klæðir sig best? Heiðdís Halla.

Uppáhalds lag á söngsal? Skólasöngurinn.Hefur þú stolið einhverju?

Já, nammi.

Page 56: Muninn haust 2008

56

Þeir Valur Sigurðarson (4. X), Gísli Björgvin Gíslason (3. F), Ásgeir Andri Adamsson (1. E) og Freyr Brynjarsson (1. A) skipa Leiktu betur lið Menntaskólans á Akureyri í ár. Liðið hélt suður yfir heiðar í nóvember síðastliðnum og keppti í Leiktu betur, spunakeppni framhaldsskólanna, á vegum Unglistar og lentu í öðru sæti. Muninn ákvað að kynnast þessum fjallmyndarlegu drengjum örlítið nánar.

Af hverju fóru þið í Leiktu betur? G: Það var nú bara áhugi minn á leiklist sem dróg mig á spunanámskeið hjá Góa í 1. bekk, án þess að hafa hugmynd um að Leiktu Betur væri til.Á: Draumurinn hefur alltaf verið að standa fyrir framan fólk og láta það fara að hlæja.V: Mig vantaði athygli.F: Ég hef ólæknandi áhuga á leiklist.Ef ykkur byðist tækifæri til að leika í Bollywood kvikmynd með Paris Hilton og Lindsay Lohan, mynduð þið taka því?G: Alveg klárlega. Þó þær væru ekki einu sinni með, Bollywoodmynd er meira en nóg!V: Já, en bara fyrir peningana og af því að Lohan er lessa.Ef þið mættuð velja einn hlut til að taka með ykkur á eyðieyju, hvað yrði það?Á: Ætli ég verði ekki að segja pylsuna sem var gerð í Smáralind um árið, stærsta pylsa í heimi!V: Fjöltengi. Mann vantar alltaf fjöltengi.Hvað er það vandræðalegasta sem þið hafið lent í? F: Ég var valinn í Leiktu betur lið MA.G: Einu sinni fyrir langa löngu var fötluð kona sem hélt að ég væri pólsk kerling..Á: Í gamla daga þegar ég var að leika „The Tin-man“ í Galdrakarlinum í OZ átti ég að syngja ,,ef það væri hjarta í mér“ en ég missti út úr mér ,,ef það væri heili í mér.“ Ég vil líka taka það fram að þetta var síðasta setningin í laginu og það var engin tónlist svo þetta heyrðist skýrt og greinilega!

Hvenær fórstu síðast í kirkju?

Þegar ég fermdist.

Hefur þú hitt einhvern frægan?

Já! Leikstjóra CSI Miami, Björgvin Halldórsson, Bubba Mortens.

Hefur þú stolið einhverju?

Ég kýs að tjá mig ekki um það mál.

Hvað er fáránlegasta slúður sem þú hefur heyrt um þig (sem var ekki satt)?

Að ég hafi migið á eldhúsgólfið heima hjá mér.

Hvort er Hildur Hauks eða Þorlákur meira krútt?

Þessi er mjög erfið. Þorlákur er svo krúttlegur þegar hann brosir, en Hildur hefur þetta.Ef þú gætir verið formaður félags, hvaða félag væri það?

HemMA.Þrífur þú bílinn þinn sjálfur eða læturu einhvern annann gera það?

Hvaða bíl?

Vinnsla blaðsins

Page 57: Muninn haust 2008

Þeir Valur Sigurðarson (4. X), Gísli Björgvin Gíslason (3. F), Ásgeir Andri Adamsson (1. E) og Freyr Brynjarsson (1. A) skipa Leiktu betur lið Menntaskólans á Akureyri í ár. Liðið hélt suður yfir heiðar í nóvember síðastliðnum og keppti í Leiktu betur, spunakeppni framhaldsskólanna, á vegum Unglistar og lentu í öðru sæti. Muninn ákvað að kynnast þessum fjallmyndarlegu drengjum örlítið nánar.

Af hverju fóru þið í Leiktu betur? G: Það var nú bara áhugi minn á leiklist sem dróg mig á spunanámskeið hjá Góa í 1. bekk, án þess að hafa hugmynd um að Leiktu Betur væri til.Á: Draumurinn hefur alltaf verið að standa fyrir framan fólk og láta það fara að hlæja.V: Mig vantaði athygli.F: Ég hef ólæknandi áhuga á leiklist.Ef ykkur byðist tækifæri til að leika í Bollywood kvikmynd með Paris Hilton og Lindsay Lohan, mynduð þið taka því?G: Alveg klárlega. Þó þær væru ekki einu sinni með, Bollywoodmynd er meira en nóg!V: Já, en bara fyrir peningana og af því að Lohan er lessa.Ef þið mættuð velja einn hlut til að taka með ykkur á eyðieyju, hvað yrði það?Á: Ætli ég verði ekki að segja pylsuna sem var gerð í Smáralind um árið, stærsta pylsa í heimi!V: Fjöltengi. Mann vantar alltaf fjöltengi.Hvað er það vandræðalegasta sem þið hafið lent í? F: Ég var valinn í Leiktu betur lið MA.G: Einu sinni fyrir langa löngu var fötluð kona sem hélt að ég væri pólsk kerling..Á: Í gamla daga þegar ég var að leika „The Tin-man“ í Galdrakarlinum í OZ átti ég að syngja ,,ef það væri hjarta í mér“ en ég missti út úr mér ,,ef það væri heili í mér.“ Ég vil líka taka það fram að þetta var síðasta setningin í laginu og það var engin tónlist svo þetta heyrðist skýrt og greinilega!

Hvenær fórstu síðast í kirkju?

Þegar ég fermdist.

Hefur þú hitt einhvern frægan?

Já! Leikstjóra CSI Miami, Björgvin Halldórsson, Bubba Mortens.

Hefur þú stolið einhverju?

Ég kýs að tjá mig ekki um það mál.

Hvað er fáránlegasta slúður sem þú hefur heyrt um þig (sem var ekki satt)?

Að ég hafi migið á eldhúsgólfið heima hjá mér.

Hvort er Hildur Hauks eða Þorlákur meira krútt?

Þessi er mjög erfið. Þorlákur er svo krúttlegur þegar hann brosir, en Hildur hefur þetta.Ef þú gætir verið formaður félags, hvaða félag væri það?

HemMA.Þrífur þú bílinn þinn sjálfur eða læturu einhvern annann gera það?

Hvaða bíl?

Vinnsla blaðsins

Page 58: Muninn haust 2008

58

Hlynur...veitir úrvalsþjónustu

Húsverðirnir...velja gæðin

Rauði herinn ...berst til síðasta Ajaxdropa

Gunnar Kára...kann að redda peningum

Jón Már..veit hvar toppurinn er

1.A ABBA – fyrir innblástur að forsíðu og ritstjórnarmynd. Alexander Nökkvi BaldurssonAlexander ÞorvaldssonAllir greinahöfundarArinbjörn ÞórarinssonArna BaldvinsdóttirÁLKA - stúdíoÁrni JónssonEbba Karen GarðarsdóttirEdda SteingrímsdóttirEyrún Huld HaraldsóttirEyrún Inga JóhannsdóttirFacebook notendurnir sem við stálum myndum afFrostGuðmundur ÓlafssonGunnhildur OttósdóttirHerdís EiríksdóttirHulda Rún StefánssdóttirMaría Magnea SteingrímsdóttirRósenborgSigurlaug Anna GunnarsdóttirSilja Björk BjörnsdóttirStefán Ernir ValmundarsonStefán Þór SæmundssonSteinar ÓlafssonSverrir Páll ErlendssonTryggvi GunnarssonValdi í ÁsprentValdimar GunnarssonVinir&vandamenn ritstjórnarÞátttakendur í Ljósmynda-, ljóða- og smásagnakeppni.Þorsteinn IngasonÞórhallur Jónsson

Björg FriðjónsdóttirGunnar KárasonHlynur JónassonJón Ágúst AðalsteinssonJón Már HéðinssonMaría Lilja HalldórsdóttirSindri Geir ÓskarssonSnorri S. Kristinsson

Page 59: Muninn haust 2008

Hlynur...veitir úrvalsþjónustu

Húsverðirnir...velja gæðin

Rauði herinn ...berst til síðasta Ajaxdropa

Gunnar Kára...kann að redda peningum

Jón Már..veit hvar toppurinn er

Page 60: Muninn haust 2008

Að vera í ritstjórn er eins og að borða risastóra og geggjað góða köku. Fyrst er hún frábærlega góð og bragðið spennandi. Hún heldur svo áfram að vera frábær en þú byrjar að verða saddur. Þú heldur áfram að borða af því að þú getur ekki hætt, þú verður að klára hana. Undir lokin ertu alveg að springa en klárar hana samt. Eftir þetta ofát þarf svo að koma öllum þessum úrgangi út. Þá bombar maður á dolluna og losar það sem niður fór og líður eins og maður ha� verið að skíta gervihnetti.Þessi til�nning er ekki alls kostar ólík því að gefa út blað líkt og Munin. Þetta byrjar sem spennandi og skemmtilegt verkefni en svo byrjar það að taka frá þér tíma sem þú hafðir ætlað nota í það sem sumir kalla að eiga sér líf. Að lokum er maður hættur að sofa, borða og svo hættir maður að skilja hvað er að gerast í kringum sig. Þeir sem upplifa þann pirring, það stress og þær löngu nætur sem fara í að gera blað eins og Munin eru e�aust sammála um að sú til�nning sem fylgir því að koma út slíku blaði sé sambærileg því að skíta gervihnetti.

Nú munu e�aust einhverjir hugsa með sér að þetta hljómi eins og hinstu orð ritstjórnarinnar og að hún sé búin að leggja árar í bát.Því fer víðs�arri. Að loknu jólafríi og taumlausri gleði í prófatíð hefst djammið að nýju og Muninn mun rísa áður en skólinn er liðinn. Eins og fönix úr ösku djammviskubita og löngu týndra sjálfsvirðinga mun hann stíga í átt til skýjanna. Í kjölfarið mun hann dreifa boðskap úr félagslí� Menntaskólans á Akureyri.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Við vonum að þið borðið y�r ykkur og í framhaldi af því skítið gervihnöttum.

Bestu kveðjur, Ritstjórn Munins

P.s: Það væri gaman ef �eiri væru til í að hjálpa okkur við gerð næsta blaðs.