kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

48
útskrift haust 2010

Upload: siggi-spaejo

Post on 06-Apr-2015

651 views

Category:

Documents


7 download

TRANSCRIPT

Page 1: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

útskrifthaust 2010

Page 2: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010
Page 3: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Krossgötur og tímamót eru sennilega þau tvö orð sem koma fyrst upp í hugann þegar maður veltir fyrir sér rekstri og framgangi Kvik-myndaskóla Íslands. Þannig var það í lok síðustu annar og þannig verður það ugg-laust í lok þeirrar næstu. KVÍ er einfaldlega, eðli málsins samkvæmt, á eilífðarkross-götum og sérhver lok og sérhvert upphaf marka

tímamót. Hvernig má annað vera? Þetta er kvikmyndaskóli og kvikmyndabransinn er lífrænt og óútreiknanlegt líffæri, athvarf sköpunar og stöðugs endurmats. Þannig mætti einnig segja að kvikmyndabransinn væri einstaklega ótryggur atvinnuvegur og sjaldnast á vísan að róa í þeirri út-gerð. Kvikmyndagerð er ekki fyrir þá sem þrá áhyggjulaust og til þess að gera öruggt líf. En kvikmyndagerð er hins vegar lifandi og skemmtilegt starf og stöðug áskorun um að gera betur.

Því ber ekki að neita að við sem lifum og hrærumst í ólgusjó kvikmyndanna viljum gjarnan sigla lygnari sjó, þó ekki væri nema endrum og sinnum. Við viljum sjá langtímalausnir, vera teknir alvarlega sem fulltrúar einnar af lykillistgreinum samtímans og mikilvægrar atvinnugreinar sem færir íslensku þjóðarbúi umtalsverðar tekjur. Rétt er að minna á nýlegar niðurstöður könnunar á framlagi skapandi greina til þjóðar-búsins.

Útskrift er alltaf tímamót. Þessi útskrift er tímamót fyrir mig. Þetta verður í fyrsta skipti sem ég útskrifa nemendur sem rektor Kvikmyndaskóla Íslands. Þið sem nú útskrifist verðið fyrsti útskriftarárgangurinn minn og fyrir það verðið þið alltaf sérstök og eftirminnileg í mínum huga. Ég hef fylgst með ykkur hátt á þriðju önn, fyrst sem leiðbeinandi margra ykkar og síðan sem rektor og kennari ykkar allra. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að sjá ykkur þroskast og dafna á ekki lengri tíma. Sérhver önn er sannarlega stuttur tími í stóru samhengi, en hún er það ekki á þeirri vegferð sem nám við KVÍ er. Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir þeim breytingum sem verða á flestum ykkar á aðeins einni önn? Við, kennarar og starfsfólk KVÍ, gerum það hins vegar. Við horfum á ykkur eflast að þrótti og áræði, öðlast aukið sjálfstraust. Þið eruð ekki sama fólkið og sótti um skólavist fyrir rúmum tveimur árum.

Og auðvitað verðið þið heldur ekki sama fólkið eftir tvö ár. Þá verðið þið væntanlega búin að öðlast aukna faglega reynslu og verðið eflaust einhverju nær um það hvar þið njótið ykkar best. Einhverjir verða búnir að geta sér gott orð innan geirans en aðrir verða farnir á einhver allt önnur mið. Og það er auðvitað hið besta mál og þýðir engan veginn að tímanum í kvikmyndaskólanum hafi verið sóað. Það er m.a. vegna þess að nám í KVÍ er alvörunám, fyllilega sambærilegt við það sem best er boðið á erlendum vettvangi. Þetta vitum við vegna þess að við fylgjumst með hvað kollegar okkar um heim allan eru að gera. En það þýðir ekki að við séum komin með “réttu” formúluna eða að við séum að nálgast endastöð. Á endastöð komumst við vonandi aldrei og “rétta” formúlan er auðvitað ekki til í þes-su frekar en flestu öðru. Við stefnum alltaf að því að gera betur. Þetta á bæði við um námskrá og þá aðstöðu sem við bjóðum nemendum okkar og kennurum uppá.

Vitnisburðurinn um starf ykkar, allra nemenda skólans, (og okkar) birtist nú í lokaverkefnum sem sýnd eru í Bíó Paradís í útskriftarvikunni 13. -17. desember. Þetta er glæsilegur vitnisburður um sköpunargáfu og fagmennsku og vonandi eigið þið sem flest eftir að verða fastagestir á sýningartjöldum kvikmyndahúsanna um ókomna tíð. En vitnisburðurinn birtist ekki einungis á hvíta tjaldinu, því í Kópavogsleikhúsinu býður 2. önn leiklistardeildar okkur upp á spennandi samfélagsrýni.

Ég vil þakka ykkur sem eruð að kveðja skólann fyrir samveruna undanfarin tvö ár. Vonandi hugsið þið hlýlega til gamla skólans ykkar, bæði samnemenda og kennara. Skólinn hefur á undaförnum tveimur árum gengið í gegnum mikið breytingatímabil. Slíkir tímar eru sjald-nast auðveldir, en þeir eru þeim mun oftar skapandi og eftirminnilegir. Og lífið heldur áfram – E la nave va, eins og meis-tarinn mikli orðaði það – og það er sannarlega engin ládeyða framundan. Stærstu og umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á rekstri og umfangi skólans eru framundan. Og þær hafa allar það eitt aðalmarkmið, að styrkja og efla námið svo við náum að skila öflugum og sterkum einstaklingum út í hinn harða heim kvikmynda og fjölmiðlunar. Það hefur sjaldan verið jafnmikil þörf fyrir skap-andi og vel menntað vinnuafl og nú, mesta orkan fer í að koma flauginni á loft. Er það ekki nokkurn veginn það sem við þurfum að gera núna?

Hilmar OddssonRektor KVÍ

Kæru útskriftarnemar og aðrir nemendur KVÍ

Page 4: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

LEIKSTJÓRN /FRAMLEIÐSLA

deild 1

Í leikstjórnar- og framleiðsludeild er boðið upp á fjölbreytt og krefjandi nám í leikstjórn og fram-leiðslu fyrir kvikmyndir, sjónvarp og aðra myndmiðla. Nemendur læra að tileinka sér helstu vinnuferla framleiðandans og leikstjórans, fá innsýn í vinnu leikara og þjálfun í leikaraleikstjórn. Samhliða eru kennd undirstöðuatriði kvikmyndagerðar, þ.á.m. handritsgerð, greining kvikmynda og myndefnis, myndræn frásögn, grunnkennsla í tækjanotkun sem og aðstoðaleikstjórn og framleiðslustjórn. Mark-miðið er að nemendur öðlist skilning á grundvallar- lögmálum kvikmyndagerðar og vald á beitingu myndmáls sem frásagnarmáta.

Verklegi þátturinn er stór hluti námsins, bæði í hópverkefnum og einstaklingsverkefnum. Tökur fara fram í myndverum eða á tökustöðum úti í bæ og áhersla er lögð á samvinnu og verkaskipt-ingu. Einvala lið leiðbeinenda og kennara miðla af þekkingu sinni og reynslu. Þetta eru allt aðilar sem eru virkir í kvikmyndaiðnaðinum og gefa því nemen-dum mikilvæga innsýn inn í hina fjölbreyttu starfs-flóru iðnaðarins og tengslanet sem getur nýst í framtíðinni.

Tekið er inn í deildina tvisvar á ári og eru nemendur valdir með sérstökum inntökuviðtölum. Við leggjum mikla áherslu á sjálfstæði í skapandi vinnu, aga og fagmannleg vinnubrögð. Þetta er krefjandi nám, en það er markmið okkar að styðja við nemendur þannig að þeir fái að blómsta í öruggu en skapandi umhverfi. Aldrei fyrr hefur verið eins mikilvægt að kvikmyndargerðarmenn framtíðarinnar hafi getu til að spegla samtímann okkar á faglegan hátt og stuðli að stöðugri þróun innan fagsins.

Hera ÓlafsdóttirDeildarforseti

Page 5: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

ÚTSKRIFTHAUST 2010

Eftir tveggja ára nám eiga nemendur sem útskrifast úr leikstjórnar- og framleiðsludeild að vera komnir með töluverðan þroska sem listrænir stjórnendur og höfundar kvikmyndaverka. Þeir hafa öðlast góða þekkingu á hlutverki og hugmyndafræði leikstjórans, þjálfað leikstjórnarhæfileika sína og undirstöðuatriði í vinnu með leikurum. Einnig eiga þeir að hafa öðlast reynslu af því að framleiða kvikmynda- og sjónvarpsefni og hafa þekkingu á eðli og uppbyggingu kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarins. Núna ættu nemendur að vera tilbúnir að láta að sér kveða í hinum harða en spennandi myndmiðlaiðnaði, hvort heldur sem það er við framleiðslu eigin verkefna, í vinnu hjá einu af fjölmörgu framleiðslufyrirtækjum landsins, eða með því að halda utan í frekari nám eða á vit örlaganna.

Page 6: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Lífið er tækifæri. Tækifærin eru til þess að grípa þau, en til þess að ná þeim verðurðu að sjá þau.

Samstarfsverkefni með Tryggva Frey Torfasyni í deild 4.

Marcus Razil lifir fyrir fortíðina. Hann er holur að innan. Jörðinni var kippt undan fótum hans og tilveran því komin í hnút. Hann reynir að setja hlutina í samhengi. Hver dagur er öðrum lengri, en sumir þeirra eru okkur ofviða.

Håvard SkaslienAxel I. Viðarsson

Björgvin OttóssonÓskar Örn Arnarson

Illuminated

1 Missed Call

LEIKSTJÓRNAR-& FRAMLEIÐSLUDEILD

Page 7: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

You can never speak as freely, as when you speak to someone you’ll never see again.

Brynhildur og Eiríkur ákveða að kíkja heim í drykk eftir stutt spjall á barnum. Það sem í upphafi er saklaust daður breytist fljótt í eltinga-leik rándýrs við bráð sína, en hvað gerist þegar bráðin bítur til baka? Áður en kvöldið er á enda hefur heimilið breyst í vígvöll, þar sem verstu hliðar mannskepnunnar eru afhjúpaðar. Hver er fórnarlamb og hver er glæpamaður?

Samstarfsverkefni með Auði Ösp Guðmundsdóttur í deild 4.

Daníel I. Bjarnason

Ingimar Eydal

Overman

HVÖT

ÚTSKRIFT HAUST 2010

Page 8: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Ungur atvinnulaus maður hittir heillandi stelpu. Þau fara að lifa saman kærulausu lífi, en hlutirnir taka óvænta stefnu, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum...

Terry S. K. Devos

Rjúkandi Fönix

LEIKSTJÓRNAR-& FRAMLEIÐSLUDEILD

Page 9: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

ÚTSKRIFT HAUST 2010

Hvort er mikilvægara fyrir táning í áttunda bekk, æskuvináttan eða sæta stelpan? Sagan segir frá strák að nafni Kaleb sem upplifir örlagaríkan dag þar sem allar ákvarðanir hafa afleiðingar.

Samstarfsverkefni með Antoni Smára Gunnarssyni í deild 2.

Erlendur Sveinsson

Kæri Kaleb

Page 10: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

SKAPANDITÆKNIVINNA

deild 2

Í tæknideild færð þú að kynnast öllum helstu tæknigreinum innan kvikmyndagerðarinnar. Kvik-myndataka, klipping og hljóðupptaka/vinns-la eru þungamiðja námsins. Þú kynnist einnig leikmyndahönnun og eftirvinnslu, svo sem lita-leiðréttingu og tæknibrellum. Nemendur fá einnig frábært tækifæri til þess að koma sér snemma inn í iðnaðinn þegar þeir sækja starfs-þjálfun í boði starfandi kvikmyndafyrirtækja á Íslandi.

Áttavitar! Þetta var þéttur hópur sem hefur vaxið og þroskast vel á síðustu tveimur árum og jafnvel talsvert umfram eðlilegar væntingar í einhverjum tilfellum. Fólk sem veit hvert það stefnir. Fagfólk sem hefur kynnst þessum hóp að undanförnu hefur prísað hann mjög og falast eftir starfs- kröftum þeirra. Geysilega vinnusamt og frambæri-legt fólk hér á ferð sem eiga klárlega þá framtíð fyrir sér sem þau kjósa. Áfram veginn!

Hálfdán TheodórssonDeildarforseti

Page 11: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

ÚTSKRIFTHAUST 2010

Page 12: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Það fá ekki öll börn að hlaupa frjáls í sveitinni.

Hvort er mikilvægara fyrir táning í áttunda bekk, æskuvináttan eða sæta stelpan? Sagan segir frá strák að nafni Kaleb sem upplifir örlagaríkan dag þar sem allar ákvarðanir hafa afleiðingar.

Samstarfsverkefni með Erlendi Sveinssyni í deild 1.

Anna G. Guðmundsdóttir

Anton Smári Gunnarsson

TÆKNIDEILD

Þér er Hollast

Kæri Kaleb

Page 13: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Þröstur er feiminn og býr í foreldrahúsum. Hann hefur mikla ánægju af söng og æfir sig á hverju kvöldi í herberginu sínu, við litla hrifningu foreldra sinna. Hann dreymir um að syngja fyrir fjölda manns og þegar honum býðst að taka þátt í karaoke-keppni á Ölveri þarf hann ekki að hugsa sig tvisvar um.Þegar Dögg vinnufélagi hans lýsir yfir áhuga á að koma og horfa á hann syngja í Ölveri áttar hann sig á því, að hann gæti ekki bara fangað hjörtu áhorfenda, heldur Daggar líka.

Sönn íslensk þjóðsaga um prins Sævaríant, prins eyjunnar Neyju og leit hans að hamingjunni.

Hafliði Pálsson

Jón Gauti Jónsson

ÚTSKRIFT HAUST 2010

Þröstur

Nýtt íslenskt ævintýri

Page 14: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Stanislaw er gamanmynd sem fjallar um samband ungs Pólverja við nýjan tengdaföður sinn. Myndin er skrifuð sem ádeila á viðhorf Íslendinga gangvart fólki af erlendum uppruna, án þess þó að halda uppi pólitískum rétttrúnaði eða afstöðu.

Jón Már Gunnarsson

Bragi ValgeirssonAtli Grímur ÁsmundssonEinar A. Eymundsson

TÆKNIDEILD

Stanislaw

Page 15: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

ÚTSKRIFT HAUST 2010

Page 16: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

HANDRIT /LEIKSTJÓRN

deild 3

Í deildinni er boðið upp á margþætt og skapandi nám í handritagerð og leikstjórn.

Innan sviðsins eru kenndar aðferðir við að þróa hugmyndir og skrifa handrit fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og aðra myndmiðla. Nemendur hljóta einnig markvissa þjálfun í að leikstýra handritum eftir sig og aðra. Þá er þeim veitt öll sú grunnþekking sem höfundur á sviði kvikmynda þarf að búa yfir. Próf af sérsviðinu veitir titilinn kvikmyndagerðarmaður með sérhæfingu í handritagerð og leikstjórn. Störf fyrir fólk með slíka þekkingu eru hjá kvikmyndafyrirtækjum, sjónvarpsstöðvum, auglýsingastofum, útgáfufyrirtækjum og víðar.

Leitað er að mjög hugmyndaríkum nemendum með hæfileika og brennandi áhuga á að segja sögur á myndrænan hátt.

Rut HermannsdóttirDeildarforseti

Page 17: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

ÚTSKRIFTHAUST 2010

Page 18: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Leitin að barnapíu getur verið erfið.Tveir heimar mætast þegar ung móðir þarf að grípa til örþrifaráða í verkfalli leikskólakennara. Eini möguleiki hennar á að fá pössun er að hringja í svarta sauðinn í fjölskyldunni. Óvæntir hlutir gerast þegar hann fær barnið í hendurnar.

Baldur er atvinnulaus listamaður sem þorir ekki að ýta á eftir hlutu-num. Hann eyðir mestum tíma sínum í að teikna myndir af dular-fullri stelpu sem hann hefur aldrei hitt, en er samt viss um að sé til. Meðleigjandi hans er kominn með nóg af metnaðarleysinu í honum og skipar honum að fá sér vinnu til þess að geta borgað leiguna, á meðan hann efast um geðheilsu hans.

Andri Björn Birgisson

Arna Björk Pétursdóttir

BARNAPÍA ÓSKAST

Teikn

HANDRITA-& LEIKSTJÓRNARDEILD

Page 19: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Börnin og barnabörnin bíða í eftirvæntingu eftir að móðir þeirra komi heim með manninn sem hún er búin að vera að deita. Inn kemur maður sem þau búast engan veginn við og verða börnin ekki sátt með val móður sinnar. Þau reyna að tala um fyrir móður sinni og koma manninum út úr lífi þeirra. Nú er bara að bíða og sjá hvort það takist.

Hvað gerist þegar maður missir allt sem maður elskar? Er þá ennþá tilgangur með að lifa? Sif missir allt sitt og við það breytist hún.

Eva Jóhannsdóttir

Haraldur Sigurjónsson

Takk Fed-Ex

Engill

ÚTSKRIFT HAUST 2010

Page 20: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Þegar við erum í nánum samskiptum við aðra þá myndast oft togstreita. Togstreita sem getur étið okkur að innan og haft áhrif á áframhaldandi samskipti við fólk. Hvað gerist ef við bara sleppum okkur lausum og látum eftir þrá okkar til að koma þessari togstreitu út?

Í skugga lífsins er rómantísk hrollvekja sem fjallar um ungan mann sem lætur ekkert stöðva sig í leit sinni að ást lífs síns.

Kristín Ýr Gunnarsdóttir

Oddur Elíasson

FRUMIÐ

Í Skugga Lífsins

HANDRITA-& LEIKSTJÓRNARDEILD

Page 21: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Fannar fær tækifæri til að breyta örlögum Óskar, stelpunnar sem hann elskar, til hins betra. En til að gera það verður hann að fórna sinni eigin hamingju.

Sonja Dögg Halldórsdóttir

Ósk

ÚTSKRIFT HAUST 2010

Page 22: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

LEIKLIST FYRIR KVIKMYNDIR

deild 4

Það er óhætt að segja að leiklistardeildin sé vinsælasta deild Kvikmyndaskóla Íslands ef tekið er mið af fjölda umsækjenda. Leiklistarnám er krefjandi list- og fagnám sem þjálfar öguð vinnu-brögð og næmni nemandans. Sérstaða þessarar leiklistardeildar er að nemendur hljóta mikla þjálfun í að leika í kvikmyndum og öðrum myndmiðlum. Einnig fá nemendur að leika á sviði og kynnast muni-num á tæknivinnu leikarans, annarsvegar fyrir kvik-myndir og hinsvegar leiksvið.

Nemendur þjálfa grunntækni í listsköpun leikarans og einnig undirstöðuatriði kvikmyndagerðar í hóp-vinnu með öðrum deildum skólans - er það samhliða leiklistarnáminu allar fjórar annirnar. Lögð er mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð og að leikarinn þekki vel hvernig er að vinna í kvikmyndaumhverfi. Kennarar deildarinnar koma úröllum áttum, eru með ólíkan leiklistar- bakgrunn og afar fjölbreytta reynslu. Leikarar, leikstjórar, söngvarar, dansarar og kvikmynda- gerðarmenn sem starfa við list sína og tengja nemendur við listasamfélagið. Kennarar Kvik- myndaskólans vinna saman að því að undirbúa nemendur fyrir það sem þeir taka sér fyrir hendur eftir að námi lýkur, hvort sem er að fara strax út í kvikmyndagerð, í framhaldsnám eða sérhæfa sig á einhverju sviði listgreinarinnar. Tengslanet nem- andans byrjar að myndast í Kvikmyndaskólanum því allar deildir vinna saman að ótal verkefnum, stórum sem smáum og undir leiðsögn skapandi listamanna. Leiklistardeildin er öflug deild og miklar kröfur eru gerðar til nemenda.

Sigrún GylfadóttirDeildarforseti

Page 23: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

ÚTSKRIFTHAUST 2010

Leiklistardeildin útskrifar 11 nemendur nú á haustönn 2010 og er það fjórði hópurinn sem útskrifast frá leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands. Þessi ungmenni hafa lokið tveggja ára námi í leiklist og kvikmyndagerð og hafa lagt grunn að mótun persónueinkenna sinna sem skapandi listamanna. Þau hafa fengið leiklistarþjálfun sem hefur eflt kunnáttu þeirra, sjálfstraust og sjálfsstæði til að bjóða fram starfskrafta sína á almennum vinnumarkaðieða sækja sér meiri menntun á sviði leiklistar og kvikmyndagerðar. Þetta er afar fjölbreyttur hópur og hafa þau góðan grunn til að byggja á fyrir framtíðina.

Page 24: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Ég var að keyra með vini mínum sem vinnur með mér og hérna.. og Það er rosalega mikið að gera og mikið stress sona á jólunum og ég búnað fá mér smá.. ekkert rosalega bara smá og hérna.. það er svo skítkalt alltaf. Ég var ekki að fylgjast með eins og ég hefði átt að vera gera, þó ég hafi gert þetta þúsund sinnum og ég bara datt út í smá stund. Hreindýrin fældust og ég bara datt út.

Brynhildur og Eiríkur ákveða að kíkja heim í drykk eftir stutt spjall á barnum. Það sem í upphafi er saklaust daður breytist fljótt í eltinga-leik rándýrs við bráð sína, en hvað gerist þegar bráðin bítur til baka? Áður en kvöldið er á enda hefur heimilið breyst í vígvöll, þar sem verstu hliðar mannskepnunnar eru afhjúpaðar. Hver er fórnarlamb og hver er glæpamaður?

Samstarfsverkefni með Ingimar Eydal á deild 1.

Atli Snorrason

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Klás

HVÖT

LEIKLISTARDEILD

Page 25: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Góðar bækur fara vel saman í sömu hillunni.

Skilin milli lífs og dauða eru ekki jafn fjarlæg og sumir vilja halda. Tilveran snýst um tilfinningar fólks, ást, söknuð, sorg, reiði, gremju, afbrýðisemi, langanir og þrár.

Ásgrímur Guðnason

Elsa G. Björnsdóttir

Bókin

Tilvist

ÚTSKRIFT HAUST 2010

Page 26: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Það lifa um 6,8 milljarðar manna á jörðinni. Við fáum að fylgjast með einni manneskju í tvo og hálfan dag, en hvað ætli allir hinir séu að gera?

Myndin Von fjallar um örlagaríkt kvöld í lífi Margrétar.

Hildur Jakobína Tryggvadóttir

Hulda Hrund Sigmundsdóttir

796

Von

LEIKLISTARDEILD

Page 27: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Hvernig ein kvöldstund getur breytt lífi einnar manneskju að eilífu.. Von, þrá og brotin loforð. Hefur hetjan okkar styrkinn eða orkuna?

Þórunn Guðlaugsdóttir

Svo fögur morgunnótt

ÚTSKRIFT HAUST 2010

Lífið er tækifæri. Tækifærin eru til þess að grípa þau, en til þess að ná þeim verðurðu að sjá þau.

Samstarfsverkefni með Axel I. Viðarssyni og Håvard Skaslien í deild 1.

Tryggvi Freyr Torfason

Illuminated

Page 28: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Þú þekkir muninn á draumi og veruleika. Það sem þú veist ekki er að það er til fleiri en ein tegund af veruleika. Er sagan dæmd til að endurtaka sig?

Á einu augnabliki hrynur veröld Brynju. 7 árum síðar reynir hún að endurheimta hluta af sér aftur.

Þórunn Karólína Pétursdóttir

Íris Kristinsdóttir

BERGMÁL

Rue

LEIKLISTARDEILD

Page 29: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

ÚTSKRIFT HAUST 2010

Page 30: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Kínema er nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands og var stofnað af nemendum haustið 2009. Félagið hefur haldið fjöldann allan af viðburðum og má þar nefna bjórkvöld sem nýtast vel fyrir nemendum úr ólíkum deildum til að kynnast enn frek-ar. Árshátíð Kínema er haldin einu sinni á ári með pompi og prakt og er þar gert upp árið í Kvikmyndaskólanum. Verðlaun eru veitt í anda kvikmyndahátíða og meðal annars mynd ársins valin. Þetta er þó allt til gamans gert, en líka til að auka metnað við gerð myndanna.

Lífið í skólanum er fjölbreytt og skemmtilegt. Hér er samankominn ólíkur hópur fólks á öllum aldri sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á kvikmyndagerð en þó oft á ólíkan hátt. Í skólanum er mikið samstarf milli deilda sem er bæði gott og nærandi. Það gefur okkur tækifæri til að kynnast enn betur öðrum nemendum og öðlast þekkingu á ólíkum sviðum kvikmyndagerðar. Samstarf nemenda og kennara er alveg frábært. Hér líta nemendur á kennara sem lærimeistara og kennararnir eru sömuleiðis mjög fúsir og viljugir til að hjálpa og miðla þekkingu sinni. Kennslan í skólanum er góð, hnitmiðuð og krefjandi. Hver dagur er mjög fljótur að líða og stundum má sjá fólk vinna langt fram eftir nóttu, enda er aðgangur að skólanum ótakmarkaður.

Í Kvikmyndaskóla Íslands er mikill vinskapur meðal fólks og samvinna og hjálpsemi einkennisorð nemenda, hvort sem það er innan skólans eða út í hinum harða heimi kvikmyndagerðar.

KÍNEMA

Nemendafélag

Page 31: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Það er gaman í Kvikmyndaskóla Íslands, ekki síst vegna þess að hér njótum við mikils frelsis í námi og listsköpun. Skólinn nýtur töluverðrar sérstöðu á Íslandi, hér má læra um flest allt sem snýr að kvikmyndum og gerð þeirra. Hér er mikil gróska og allir á fullri ferð við að styrkja og bæta skólastarfið og auka þannig við þekkingu okkar og reynslu. En við erum ekki bara hér til að læra. Skemmti-legt og fjölskrúðugt félagslíf er nauðsynleg og þroskandi viðbót við námið og þar kemur Kínema, nemendafélag okkar, til sögunnar. Miklu skiptir að við kynnumst vel sem flest og styrkjum þannig vináttu okkar og tengslanet og aukum samskiptin milli deilda skólans. Reynum því að efla félagsstarfið sem mest.

Vonandi eigum við eftir að taka við íslenskri kvikmynda-gerð með heiðri og sóma! Þar eru miklir möguleikar ef við erum dugleg, hugmyndarík og stöndum saman. Í skólanum er samankomið mikið hæfileikafólk með stóra drauma, sem líklegt er til afreka.

Fastir liðir í starfinu hafa verið nýnemabjórkvöldin við upphaf skólastarfsins og önnur bjórkvöld. Allir nemendur fá nú nemendakortið, sem þeir geta flaggað um veru sína í skólanum og fengið afslætti af margskonar vöru og þjónustu. Unnið er að því að fjölga afsláttartilboðum.

Stjórn nemendafélagsins er í góðu samstarfi við Hilmar Oddsson, rektor skólans, og aðra stjórnendur hans, m.a. um félagslífið og svo höfum við stjórnarliðar milligöngu um að koma á framfæri ábendingum nemenda um það sem betur má fara. Í undirbúningi er að halda jólapartý, vinna upp vef fyrir heimasíðu Kínema og þá erum við að reyna að auka samskiptin við Riff kvikmyndahátíðina.

Ég hvet alla nemendur til að taka virkan þátt í starfi Kínema. Því fleiri sem taka þátt, þeim mun meira verður fjörið.

Kær kveðja,Bíbí

(Hildur Jakobína Tryggvadóttir)

ORÐ FRÁ FORMANNI

Kæru samnemendur

Page 32: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

BEINT FRÁ BÝLI

Björt er 22 ára Reykjavíkursnót sem er send út í sveit á meðferðarheimili gegn hennar vilja. Á heimilinu kynnist hún áhugaverðum persónum og tekst á við ýmis vandamál. Heimilið virkar sem sniðið að hennar þörfum, en ekki er allt sem sýnist.

samstarfsverkefni milli allra deilda

Page 33: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Á hverri önn vinna nemendur allra deilda saman að gerð kynningarþáttar (pilotar) fyrir leikna sjónvarpsþáttaröð. Handritið er skrifað af nemendum á 2. önn í handrita- og leikstjórnardeild. Í kjölfarið eru mynduð tvö teymi sem vinna samhliða að sitt hvorri útgáfunni af sama þættinum og eru skipuð bæði nemendum og utanaðkomandi fagfólki. Ráðinn er utanaðkomandi leikstjóri og kvikmyndatökumaður fyrir sitt hvort teymið, en aðrir listrænir stjórnendur eru fagfólk sem leiðbeina báðum hópunum við handritsgerð, framleiðslu, leikmynd- og búningahön-nun, hljóðupptöku og hljóðvinnslu, klipp og eftirvinnslu.

Nemendur á 2. önn leikstjórnar- og framleiðsludeildar skipa helstu stöður framleiðsluteymanna og nemendur á 1. önn aðstoða við önnur störf framleiðslunnar. Nemendur á 2. önn tæknideildar sjá um leikmynd- og búninga-hönnun auk þess að annast hljóðupptöku og hljóðvinnslu. Þriðja önn tæknideildar aðstoða tökumenn með gripp og ljós auk þess að sjá um klipp og eftirvinnslu. Þriðja önn leiklistarnema leika helstu hlutverk, en einnig eru ráðnir inn 1-2 atvinnuleikarar í hvern þátt til að leika á móti nemendum. Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist reynslu af að vinna með fagfólki að gerð leikins sjónvarpsefnis og fái innsýn í verkaskiptingu og mikilvægi samvinnu í stóru framleiðsluteymi.

Teymi 1Leikstjóri: Marteinn Steinar ÞórssonTökumaður: Ólafur RögnvaldssonFramkvæmdastjóri: Óli Hjörtur ÓlafssonAðstoðarleikstjóri: Ásgrímur Már FriðrikssonTökustaðastjóri: Þórður K. Pálsson

Leikarar:

Edda ArnljótsdóttirEllert IngimundarssonSóley ElíasdóttirÞröstur Leó Gunnarsson

Anna HafþórsdóttirAðalheiður GunnarsdóttirBylgja Gunnur GuðnýjardóttirInga María EyjólfsdóttirJóhanna Lind ÞrastardóttirKári SteinarssonNatalie Tess Aðalsteinsdóttir

Aðrir leiðbeinendur fyrir bæði teymin: Framleiðandi: Anna Katrín GuðmundsdóttirHandrit: Silja HauksdóttirLeikmynd og búningar: Hálfdán PedersenHljóðupptaka/vinnsla: Sindri ÞórarinssonKlipping: Steingrímur KarlssonLitgreining: Hermann Karlsson

Leikinn sjónvarpsþáttur

Teymi 2Leikstjóri: Árni Ólafur ÁsgeirssonTökumaður: Víðir SigurðssonFramkvæmdastjóri: Anton Ingi Sigurðsson Aðstoðarleikstjóri: Garðar Örn ArnarsonTökustaðastjóri: Ottó Gunnarsson

Leikarar:

Hilmar Jónsson Inga María ValdimarsdóttirMaría EllingsenRúnar Guðbrandsson Ásta Júlía ElíasdóttirBylgja Gunnur GuðnýjardóttirJóhanna Lind ÞrastardóttirJónína Guðbjörg GuðbjartsdóttirKatla Rut PétursdóttirKristín Lea SigríðardóttirTómas Ingi Þórðarson

Page 34: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Sjái menn lík af einhverjum ókunnugum, mun einhver fá áhuga á velferð dreymandans og gera hann hamingjusaman. Sjái menn lík náins ættingja í draumi ættu þeir ekki að flýta sér um of í hjónaband, því óhamingja mun hljótast af því. Að betur athuguðu máli kemst dreymandinn sennilega að því að tilvonandi maki á svo fátt sa-meiginlegt með honum að hrein fyrra væri að giftast honum. Sjái menn sitt eigið lík munu þeir brátt finna hamingjuna.

Freyja og maðurinn hennar eru nýbúin að kaupa sér gamalt hús fjarri heimabyggð. Freyja er komin 7 mánuði á leið og bíður ein í húsinu eftir að maðurinn hennar komi með búslóðina þeirra. Eftir nokkra daga er Freyja orðin óróleg. Maðurinn hennar telur að það muni lagast þegar hann kemur til hennar, eftir aðeins eina nótt.

Tilraunir og ljóðræna í Reykjavík. Fortíð og Framtíð takast á. Er á meðan er.

Þórður Þórbergsson er 29 ára gamall War Hammer áhugamaður. Mikil óframfærni í samskiptum við hitt kynið kemur í veg fyrir að Þórður heilli Sunnu Dís, stelpuna sem hann elskar. En kraftaverk í lífi Þórðs setur óvenjulega atburðarás af stað.

DraumkenndurAndri Freyr Ríkarðsson

FreyjaMarsibil Sæmundardóttir

STÚDÍASvala Magnea Georgsdóttir

Fella-ÞórðurStefán Þorgrímsson

2.ÖNNHANDRIT / LEIKSTJÓRN

deild 3

Page 35: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

DauðinnEgill Viðarsson

MAMMA MÁ ÉG MÁArnar Steinn Einarsson

GlerauguFannar Sveinsson

Aktu TaktuGuðrún Jónína Gunnlaugsdóttir

ÞorláksmessaSturla Brynjólfsson

Flókið málValgeir Gunnlaugsson

Myndin fjallar um Ísak, bóhem og ljóðskáld. Hann gengur í gegnum rússíbanareið eina góða nótt sem endar með eftirminnilegum hætti.

Eyjó vantar ný gleraugu, en sama dag eru útlend-ingar að skipta sér að honum og endar það aðeins á einn veg.

Einstakt samband móður og sonar.

Tvær manneskjur neyðast til þess að kynnast betur við skrýtnar aðstæður.

Það er alltaf flókið mál þegar fólk fer hvert í sína áttina, sama hvaða ástæður liggja að baki.

Myndin gerist á miðöldum í kastala þar sem pres-tur fær óvænta beiðni frá biskupnum. Viðfangsefni myndarinnar er dauði.

3.ÖNNLEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

deild 1

Page 36: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

3.önn

Á námskeiðinu var fyrirbærið “fjölkameruvinnsla” í sjónvarpi skoðað nánar. Rannsakaðir voru inn-lendir og erlendir þættir sem teknir eru upp á þennan hátt og var farið ítarlega í vinnsluferli slíkra þátta. Í kjölfarið þróuðu nemendur sjónvarpsþátt, “late-night-talk-show”, og tóku upp í myndveri eins og um beina útsendingu væri að ræða. Nemendur í leikstjórnar- og framleiðsludeild sáu um alla þætti framleiðslunnar, eins og framkvæmdastjórn, ritstjórn, sviðs- og útsendingarstjórn, en hönnun, smíði leikmyndar og tæknimál voru unninn af nemendum á 3. önn tæknideildar.

Þáttastjórnandi: Þorkell Máni á X-inuGestir: Vala Grand og Svavar SigurðssonTónlistaratriði: Friðrik Dór

Um þáttinn:Þorkell Máni, sem er best þekktur sem þáttastjórnandi á X-inu, hefur fært sig um set og er nú kominn með eiginn sjónvarpsþátt. Hann fær til sín forvitnilega og skemmtilega gesti í létt spjall, en þátturinn endar á tónlistaratriði frá Friðriki Dór.

Leiðbeinendur: Heimir Jónasson, Jón Egill Bergþórsson og Júlía Embla Katrínardóttir

Fjölkameruvinnsla fyrir sjónvarpFJÖ - 105

samstarfsverkefni milli deildar 1 og 2

MÁNI Í BEINNI FRÁ GARÐABÆ

Page 37: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

2.önn leiklistardeild

Námskeiðið var tvískipt: Í fyrri hlutanum unnu nemendur með hugmyndir að leikriti fyrir leiksvið undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur, kennara og leikstjóra. Notast var við ýmsar leikaðferðir og frásagnartækni þar sem spuni lék stórt hlutverk. Nemendur þróuðu persónur, söguþráð og atburðarás og eiga því stóran þátt í mótun þeirra hlutverka sem þau leika. Handritshöfundur, sem að þessu sinni var Hlín Agnarsdóttur, vann síðan úr efninu sem varð til í tímum og skrifaði heildstætt leikhandrit, sem er uppistaða leiksýningarinnar.

Á síðari hluti námskeiðsins unnu nemendur með leikstjóranum Guðmundi Inga Þorvaldssyni að uppsetningu verksins á leiksvið fyrir áhorfendur. Afraksturinn, “Hvítt súkkulaði”, verður sýndur í Kópavogsleikhúsinu 12. og 13. desember 2010.

LeiksmiðjaLEI 106

HVÍTT SÚKKULAÐI

Í þessum áfanga tóku nemendur á 2. önn upp leikritið Gauragang sem Borgarleikhúsið hefur verið með til sýninga í vetur. Tekið var upp á 5 vélar og efnið unnið í Multiclip þar sem leitast var við að reyna að halda þeirri stemmingu sem sviðsuppsetningin kallar á. Í því fellst að reynt var að forðast að gera efninu “ný” skil en reynt að halda stílnum sem leikhúsið hefur fundið verkinu.

Klipping/MyndvinnslaKLM - 203

GAURAGANGUR

Page 38: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Í heimi þar sem leikstjóri er aldrei betri en síðasta myndin hans, hefur einum manni tekist hið ómögule-ga. En ef erkifjandi á borð við Kalla Continuity stelur bestu kvikmynd heims úr saklausum höndum hans, er líf konunnar sem hann elskar virkilega myndarin-nar virði?

Tveir einstaklingar sem eru starfsins vegna sjaldan á sama stað á sama tíma, hittast með skuggalegum afleiðingum. Mun þeirra eigin breyskleiki standa í vegi fyrir framförum, eða munu þeir ná að komast að sameiginlegri niðurstöðu?

Í dag tekur það enda, eða hvað?

Gunnar er í vinnunni að bíða eftir lyftu þegar ókunnugur maður gefur sig á tal við hann. Maðurinn er frekar furðulegur og alls ekki Gunnari að skapi. Þegar lyftan stendur á sér ákveður hann að taka stigann en það reynist honum erfitt að losna við manninn.

Sumarlína er roskin kona sem býr ein í kjallaraíbúð í þríbýlishúsi. Íbúðin fyrir ofan Sumarlínu stendur auð eftir lát Margrétar, vinkona og nágranni Sumarlínu til fjölda ára. Á annarri hæðinni býr Sunna sem er ung og önnum kafin námsmær. Sumarlína lifir óskup fábrotnu lífi, hún er mikið ein, fer lítið út og eru nánast allir dagar eins hjá henni. Einn daginn verður Sumarlína vör við að nýir grannar eru komnir á hæðina fyrir ofan hana og eru það engir venjulegir grannar.

Besta mynd heimsArnar Benjamín Kristjánsson

Skip að NóttuEsther Erla Jónsdóttir

KjallarinnEmil Örn Morávek

Á hraðri niðurleiðGuðmundur Benjamínsson

Nýir grannarÞorbjörg Stefánsdóttir

1.ÖNNLEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

deild 1

Page 39: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Ég var búinn að sjá svo mörg verkefni þar sem samtöl enduðu alltaf í ping-pong klippingu milli tveggja karak-tera. Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi og reyndi að hafa senurnar langar og æfðar eins og vel kóríógrafaðan dans. Þetta er stíll sem mig langar til að þróa betur, en þetta er í fyrsta sinn sem ég reyni að takast á við eitthvað í þessa átt.

AfleiðingMagnús Kr. Guðmundsson

Díll!Guðmundur Helgi Harðarson

Á námskeiðinu er fjallað um auglýsingagerð, vinnslu og tækni með sérstakri áherslu á eðli, tilgangi og sérstöðu auglýsinga sem kvikmyndaforms í fyrirlestrum og með skoðun auglýsinga. Til að öðlast færni í nákvæmri beitingu myndmáls vinna nemendur í hópum að gerð auglýsinga fyrir þekkt íslensk vörumerki, sem og annað sem þeim þykir áhugavert. Í þetta sinn voru framleiddar þrjár auglýsingar; Egils Gull, Lottó og sérstakt Jackie Chan sjampó.

Leiðbeinandi: Árni Ólafur Ásgeirsson

Á þessu námskeiði er fjallað um hlutverk, sögu og megingerðir tónlistarmyndbanda og þau skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Nemendur öðlast reynslu í að nota myndmál til túlkunar og með- höndlunar á tónlist með því að vinna í hópum að gerð eigin tónlistar-myndbanda, auk þess að öðlast færni í klippingu og myndvinnslu. Að þessu sinni unnu nemendur þrjú tónlistarmyndbönd í samvinnu við 1. önn tæknideildar: “Peeling skin” með hljóm- sveitinni Ask the Slave, “Sofnaðu” með Gummzter og “Plugg’d” með The Esoteric Gender.

Leiðbeinandi: Vera Sölvadóttir

AuglýsingarAUG 103

TónlistarmyndböndTÓN 103

Daníel er búinn að koma sér í vandræði sem hann veit ekki hvernig hann á að leysa. Hann leitar því til Árna, besta vinar síns, um ráð. En hvað er hægt að gera fyrir mann sem hefur brennt allar brýr að baki sér? Þetta er saga um vináttu, svik, fíkn og lygar.

Page 40: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Ill öfl eru á kreiki í borg óttans. Á myrkum vetrarnóttum læðast verur úr martröðum. Hver getur spornað við þessum djöflum úr iðrum helvítis?

Hugarfar alvöru íþróttamanns sem leggur sig fram af líf og sál til að verða eins góður og hann mögulega getur. Maður sem hræðist ekki neitt og er hvergi banginn, vill bara skara fram úr í því sem hann er að gera.

Ragnar er vanafastur og einmana maður sem stendur sig vel í starfi. Hann hefur lengi verið hrifinn af sam-starfskonu sinni og ákveður að segja henni hug sinn á afmælisdegi hennar. Hvernig sem fer verður þetta sögulegur dagur í lífi Ragnars.

Tónlistarmyndband við lagið “Puddles in the alley” af væntanlegri plötu Epic Rain sem ber titilinn Campfire Rumors. Myndbandið var skotið víðsvegar í kringum höfuðborgarsvæðið og er flakkað á milli sena í lit og svarthvítu. Áhersla var lögð á myndatöku og reynt að gefa laginu sinn eigin heim og stemmningu undir áhrifum frá sirkus, látbragði og dulúð.

ÓttaEyjólfur Ásberg Ámundason

Puddles in the alleyBjörgvin Sigurðarson

NelsonGuðjón Hrafn Guðmundsson

Bjartari FramtíðÍris Arnardóttir

1.ÖNNSKAPANDI TÆKNIVINNA

deild 2

Page 41: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

TónlistarmyndbandJason Egilsson

Óbærilegur léttleiki tilverunnarSolveig Robin Gunnarsdóttir

My husband the corpse Snædís Snorradóttir

NóraViggó Hansson

Artist: IntrobeatsLag: Bæjó

Ung kona lifir við aðstæður sem fæst okkar geta ímyndað okkur. Við vitum að þetta er algengt, við vitum hvað gerist, en sjáum við það einhverntímann ?

Þegar heimurinn bregst þér, hvert geturðu leitað? Á mörkum draums og veruleika leynast hlutir sem þér óraði ekki fyrir.

Maður rekst á gamalt sjónvarp sem liggur á víðavangi og sér í því eitthvað sem ekki getur staðist.

Page 42: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Raunsæ saga um föður á krossgötum í leit að sannleikanum.

Ef þú lofar vini þínum einhverju, er loforðið enn til staðar þótt vinur þinn sé það ekki? Þór stendur frammi fyrir Herkúlesarþrautum þegar draugar fortíðar sækja á hann líkt og orkar á Hjálmsdýpi. Getur hann sigrast á ofureflinu eða mun hann sökkva ofan í hyldýpið?

Krútleg hlið á innri baráttu ungs lyftuvörðs sem nýverið hefur mist ömmu sína. Hann leitar ferlsis en er illa haldinn að víðáttufælni.

Tveir heimar mætast í Reykjavíkurborg um jólaleytið. Tvö ungskáld sjá til þess að kvöldið verði hinu sundraða pari Helgu og Boga miður ógleymanlegt. Sjálfsprottin spévísi flæðir um bárujárnið og Fróði litli er ekki einn í héraðinu.

Feður og synirEllert Scheving Pálsson

ListinnGuðni Líndal Benediktsson

Átta dagar í útförIngvi Hrafn Laxdal Victorsson

Með sand í píkunniJónína Guðrún Eysteinsdóttir

1.ÖNNHANDRIT / LEIKSTJÓRN

deild 3

Page 43: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Af eða áOddur Ingi Þórsson

Blue MountainsKristmundur Helgi Guðmundsson

ErlingurSveinbjörn Hjörleifsson

ÞUNGUR HNÍFURPáll Ingi Ævarsson

FjarlægðVeronika Rut Haraldsdóttir

Jack í Romm í Gin í VodkaFreyr Árnason

Myndin Blue Mountains fjallar um Baldur Valberg, 29 ára helgarpabba, sem er í fjarsambandi við Jennifer Dalmore, 25 ára háskólanema í Bandaríkjunum. Lára, 2 ára dóttir Baldurs, er ljósið í lífi hans, en hún passar ekki inn í heimssýn Jennu. Baldur, sem er góði gæinn, reynir að halda öllum góðum og vill alls ekki segja Sigurlín barnsmóður sinni frá því að Jenna vilji ekki vita af dóttur þeirra og festist því í flækju hvítra lyga á báða bóga.

Bárujárnshús? Á Bergþórugötunni? Davíð? Bíddu, er bara eitt bárujárnshús eða... nee... eða hvað?

Ungt par. Hún ólétt, hann atvinnulaus. Þetta var bara slys.

Strákur tekst á við að þurfa að taka afdrifaríka ákvörðun þegar kærastan hans kemur með stórar fréttir. Myndin er dramatísk með gamansömu ívafi um aðstæður sem margir kannast við.

Sveitalífið er ekki alltaf tekið út með sældinni og það veit hann Arnar á Grund manna best. En þeir Jörgen og Hrannar hafa hins vegar enga hugmynd um sveitalífið og eyða helginni í að sitja við drykkju. Víðs fjarri öllum kindum, ullarpeysum, upphlutum og soðinni ýsu.

Erlingur á ekki sjö dagana sæla. Hann er kvalinn og píndur af fantinum Jóa og skósveinum hans, Gísla og Pétri. Foreldrar hans eru einum of uppteknir til að sjá hvernig honum líður og Siggi, litli bróðir hans, er honum bara til skaprauna. En þegar Jói gengur einum of langt hefur það afdri-faríkar afleiðingar í för með sér.

Page 44: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Á meðan Sturla er atvinnulaus vill Lilja, eiginkona hans, að hann sjái um heimilið og tvær dætur þeirra. Sturla sér fram á að geta kynnst stráknum í sér aftur og notið lífsins í fríinu sínu. En þegar hann tekst á við húsverkin kemst hann að því að það er ekki eins auðvelt að halda heimili einn síns liðs og hann hélt. Á sama tíma kynnist hann nýrri hlið af sjálfum sér.

Ég var bara með einhverja rómantíska gaman-mynd á heilanum. Hún ólétt, allir brosandi, einhver að segja brandara. Og hélt að þetta yrði bara einhvernveginn betra eftir það.

Þegar fjölskylduharmleikur úr fortíðinni hefur fengið að gerjast of lengi stendur Linda frammi fyrir erfiðum valkostum. Tekst henni að snúa á kvalara sinn, sem einnig er faðir hennar?

Dóri er ungur strákur sem átti sér stóra drauma sem fallið hafa í skuggann af erfiðum og dimmum veruleika lömunar. En oftar en ekki geta draumar orðið að veruleika ef viljinn er fyrir hendi.

Hóflegt unglingadrama með vott af kaldhæðni um óforskammanleg örlög grunnskólastúlku í Reykjavík. Sumir eru uppreisnarseggir. Sumir eru vandræðagemsar. Sumir eru einfaldlega bara óheppnir.

HúsfaðirinnAðalsteinn H. Oddsson

Viskí án undirleiksAnna Sæunn Ólafsdóttir

BrenndAlbert Halldórsson

ViljastyrkurAri Birgir Ágústsson

Einu sinni er Allt fyrstAuður B. Snorradóttir

1.ÖNNLEIKLISTARDEILD

deild 4

Page 45: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Helgi og María eru ungt, hamingjusamt par sem lífið leikur við. En stundum virðist grasið grænna hinum megin. En er það grænna?

Getur áfengi og djamm gert þig óábyrga? Er það afsökun að “muna ekki”?Veist þú hverju þú hefur að tapa? Veistu hvað þú átt?

Myndin er byggð á sögu úr Andrésar Andar blaði frá Walt Disney. Tölublað 11, þann 10. mars 1986, 4. árgangur.

Ein á bömmer.

Við höfum þær allar í okkur, dauðasyndirnar sjö. Hver þeirra nær mest tökum á þér? Birgirðu þær inni eða brjótast þær reglulega út?

Þú ert hérna heil. Hvert bein og hver fruma, hver hugsun og hver tilfinning eða þú sleppir því að vera hérna. Ég gerði það. Ég komst hinu megin við fjallið.

Út í SandinnKonráð G. Gottliebsson

Á fölskum nótumÓli Jón Gunnarsson

PANIKKMargrét Þorgeirsdóttir

MannfýlaSaga Líf Friðriksdóttir

Hinu megin við fjallið Sunna Dögg Sigrúnardóttir

7Vanessa Andrea Terrazas

Page 46: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

Anna Katrín GuðmundsdóttirÁrni Ólafur ÁsgeirssonÁsgrímur SverrissonDagur Kári PéturssonHafsteinn Gunnar SigurðssonHeimir JónassonHera ÓlafsdóttirHrafnkell StefánssonHuldar BreiðfjörðJón Egill BergþórssonKári HalldórLárus Ýmir ÓskarssonMaríanna Friðjónsdóttir Marteinn Steinar ÞórssonRut HermannsdóttirSigrún Sól ÓlafsdóttirSteven MeyersSæmundur NorðfjörðVera SölvadóttirÞorgeir GuðmundssonÞorvaldur Þorsteinsson

Ari EldjárnÁrni Ólafur ÁsgeirssonÁsgrímur SverrissonEinar KárasonGuðrún Eva MínervudóttirHafsteinn Gunnar SigurðssonHera ÓlafsdóttirHrafnhildur GunnarsdóttirHuldar BreiðfjörðKári Halldór ÞórssonLárus Ýmir ÓskarssonMarteinn Steinar ÞórssonRut HermannsdóttirSigrún Sól ÓlafsdóttirSilja HauksdóttirSteven MeyersVera SölvadóttirÞorsteinn Jónsson

Ágúst GuðmundssonÁgústa Ósk ÓskarsdóttirBirgitta HaukdalDarren ForemanEva Rún ÞorgeirsdóttirGuðmundur Ingi ÞorvaldssonHelena JónsdóttirHera Björk ÞórhallsdóttirHlín AgnarsdóttirHrafnkell StefánssonKári HalldórPálína JónsdóttirSandra ErlingsdóttirSigrún GylfadóttirSigrún Sól ÓlafsdóttirSteinunn KetilsdóttirTinna GrétarsdóttirVigdís GunnarsdóttirÞorsteinn BachmannÞorsteinn Gunnar BjarnasonÞór TuliniusÞórhildur Örvarsdóttir

Ágústa Margrét JóhannsdóttirEinar KárasonHálfdán TheodórssonHera ÓlafsdóttirHilmar OddssonInga Rut SigurðardóttirKatrín BjarkadóttirMaríanna Friðjónsdóttir Ólöf Ása BöðvarsdóttirRut HermannsdóttirSigrún GylfadóttirSigurður Kristinn ÓmarssonSigurður Kristján JenssonSindri ÞórarinssonViktoría Rut SmáradóttirVilberg SveinssonÞórir Ísleifsson

Ari KristinssonÁrni Páll JóhannssonGuðmundur BjartmarssonHálfdán PedersenHálfdán TheodórssonHermann KarlssonHrafnkell StefánssonJonathan Neil DevaneyÓlafur RögnvaldssonSilja HauksdóttirSindri ÞórarinssonSteingrímur KarlssonVíðir SigurðssonÞóra ÞórisdóttirAnna Lísa BjörnsdóttirJúlía Embla Katrínardóttir

Arnór Pálmi ArnarsonÁgústa Margrét JóhannsdóttirÁsgrímur SverrissonBirgir GrímssonEva Rún ÞorgeirsdóttirFrímann SigurðssonGrímur HákonarsonHálfdán TheodórssonHera ÓlafsdóttirHilmar OddssonLinda StefánsdóttirSigurður Kristinn ÓmarssonSindri ÞórarinssonÞorkell GuðjónssonÞorsteinn Gunnar Bjarnason

LEIKSTJÓRN/FRAMLEIÐSLAdeild 1

HANDRIT /LEIKSTJÓRNdeild 3

LEIKLIST FYRIRKVIKMYNDIRdeild 4

FASTSTARFSFÓLK

SKAPANDITÆKNIVNNAdeild 2

KJARNI

STARFSFÓLK

Page 47: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010
Page 48: Kvikmyndaskóli Íslands - útskrift haust 2010

KVIKMYNDASKÓLI ÍSLANDS

VÍKURHVARF 1203 KÓPAVOGUR

S: 444 3300www.kvikmyndaskoli.is