maÍ2011 Álftanes › 2011 › 05 › ... · 2011-05-12 · meistaraflokkur karla frÓÐleiks...

8
ÁLFTANES FYRSTU HEIMALEIKIR SUMARSINS KONUR Álftanes - ÍR Föstudagur 18. maí Kl. 20:00 KARLAR Álftanes - Kári Laugardagur 28. maí Kl. 14:00 Nú þegar farið er að vora styttist í að meistaraflokkar Álftaness í knattspyrnu hefji keppni í mótum sumarsins. Meistaraflokkur kvenna spilar í A-riðli 1. deildar og meistaraflokkur karla í C riðli 3. deildar. Auk þess taka bæði lið þátt í Bikarkeppni KSÍ. Í þessu blaði, sem nú er gefið út í fyrsta skipti, má finna kynningar á leikmönnum og starfi flokkanna. MEISTARAFLOKKUR KVENNA Saga meistaraflokks kvenna er ekki löng, en Álftanes sendir nú annað árið í röð lið til keppni í 1. deild kvenna og er það aðeins þriðja árið frá upphafi sem Álftanes tekur þátt í deildarkeppninni. Árið 2004 sendi félagið einnig lið til keppni, sem spilaði eingöngu það tímabil. Haustið 2009 var ráðist í það verk að stofna að nýju meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Töluverður fjöldi af ungum og efnilegum stelpum æfir knattspyrnu undir merkjum Álftaness og þótti tímabært að koma á laggirnar meistaraflokki svo þær stúlkur hefðu að frekari framtíð að stefna hjá félaginu, en neyddust ekki til að hverfa á braut og spila með öðrum liðum þegar upp í 2. flokk væri komið. Heimasíða liðsins er: www.alftaneskonur.wordpress.com Kynning B.1 Meistaraflokkur kvenna B.2-3 Leikmannakynningar B.4-5 Meistaraflokkur karla B.6-7 Þjálfarar og leikir B.8 MAÍ2011 KNATTSPYRNA MEISTARAFLOKKUR KARLA Það er gaman að segja frá því hvernig meistaraflokkur karla á Álftanesi varð til, en upphaflega hófst þetta allt með spjalli milli nokkurra félaga hér á Álftanesi. Fannst þessum félögum mikil þörf á að fá meistaraflokk þar sem mikið brottfall var í íþróttinni eftir 16 ára aldur. Einnig fannst þeim að yngri iðkendur myndi eflaust tolla frekar í íþróttinni ef þeir hefðu tækifæri á að stefna á að komast seinna meir í meistaraflokk Álftaness ásamt því að eiga sér fyrirmynd hér í sveitarfélaginu. Einnig var mikið rætt um hversu gott það gæti verið fyrir allt bæjarfélagið þar sem hægt væri að líta á meistaraflokk í knattspyrnu sem einskonar sameiningartákn þar sem bæjarbúar gætu mætt saman, sýnt samstöðu og stutt sitt eigið lið. Þetta litla spjall milli félaganna varð svo til þess að ákveðið var að reyna á það að stofna meistaraflokk karla á Álftanesi og varð það að veruleika haustið 2006 með miklum stuðning þáverandi bæjarstjórnar. Heimasíða liðsins er: www.umfa.is/meistaraflokkur

Upload: others

Post on 29-Jun-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: MAÍ2011 ÁLFTANES › 2011 › 05 › ... · 2011-05-12 · MEISTARAFLOKKUR KARLA FRÓÐLEIKS MOLAR 6 ÞJÁLFARINN Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka við liði Álftaness?

ÁLFTANES

FYRSTU HEIMALEIKIR SUMARSINS

KONUR

Álftanes - ÍR

Föstudagur 18. maí

Kl. 20:00

KARLAR

Álftanes - Kári

Laugardagur 28. maí

Kl. 14:00

Nú þegar farið er að vora styttist í að meistaraflokkar Álftaness í knattspyrnu hefji keppni í

mótum sumarsins. Meistaraflokkur kvenna spilar í A-riðli 1. deildar og meistaraflokkur

karla í C riðli 3. deildar. Auk þess taka bæði lið þátt í Bikarkeppni KSÍ.

Í þessu blaði, sem nú er gefið út í fyrsta skipti, má finna kynningar á leikmönnum og starfi

flokkanna.

MEISTARAFLOKKUR KVENNA

Saga meistaraflokks kvenna er ekki löng, en Álftanes

sendir nú annað árið í röð lið til keppni í 1. deild kvenna og

er það aðeins þriðja árið frá upphafi sem Álftanes tekur

þátt í deildarkeppninni. Árið 2004 sendi félagið einnig lið til

keppni, sem spilaði eingöngu það tímabil.

Haustið 2009 var ráðist í það verk að stofna að nýju

meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Töluverður fjöldi af

ungum og efnilegum stelpum æfir knattspyrnu undir

merkjum Álftaness og þótti tímabært að koma á laggirnar

meistaraflokki svo þær stúlkur hefðu að frekari framtíð að

stefna hjá félaginu, en neyddust ekki til að hverfa á braut

og spila með öðrum liðum þegar upp í 2. flokk væri komið.

Heimasíða liðsins er:

www.alftaneskonur.wordpress.com

Kynning B.1

Meistaraflokkur kvenna B.2-3

Leikmannakynningar B.4-5

Meistaraflokkur karla B.6-7

Þjálfarar og leikir B.8

MAÍ2011

KNATTSPYRNA

MEISTARAFLOKKUR KARLA

Það er gaman að segja frá því hvernig meistaraflokkur karla

á Álftanesi varð til, en upphaflega hófst þetta allt með spjalli

milli nokkurra félaga hér á Álftanesi. Fannst þessum

félögum mikil þörf á að fá meistaraflokk þar sem mikið

brottfall var í íþróttinni eftir 16 ára aldur. Einnig fannst þeim

að yngri iðkendur myndi eflaust tolla frekar í íþróttinni ef

þeir hefðu tækifæri á að stefna á að komast seinna meir í

meistaraflokk Álftaness ásamt því að eiga sér fyrirmynd hér

í sveitarfélaginu. Einnig var mikið rætt um hversu gott það

gæti verið fyrir allt bæjarfélagið þar sem hægt væri að líta á

meistaraflokk í knattspyrnu sem einskonar sameiningartákn

þar sem bæjarbúar gætu mætt saman, sýnt samstöðu og

stutt sitt eigið lið.

Þetta litla spjall milli félaganna varð svo til þess að ákveðið

var að reyna á það að stofna meistaraflokk karla á Álftanesi

og varð það að veruleika haustið 2006 með miklum

stuðning þáverandi bæjarstjórnar.

Heimasíða liðsins er:

www.umfa.is/meistaraflokkur

Page 2: MAÍ2011 ÁLFTANES › 2011 › 05 › ... · 2011-05-12 · MEISTARAFLOKKUR KARLA FRÓÐLEIKS MOLAR 6 ÞJÁLFARINN Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka við liði Álftaness?

MEISTARAFLOKKUR KVENNA

Fyrirliði liðsins er Sigrún Auður Sigurðardóttir

FRÓÐLEIKS

MOLAR

Meðalaldur

leikmanna mfl.

kvenna er 23 ár

Árið 2010 komu 32 leikmenn við sögu í

Íslandsmótinu

Sigrún Ólöf hefur

spilað flesta

meistaraflokksleiki,

alls 88

Leikmenn liðsins hafa spilað fyrir alls 11 lið

7 leikmenn liðsins

hafa spilað í efstu

deild kvenna

Yngsti leikmaður liðsins er Guðrún Jónsdóttir. Hún er fædd 1996

Elsti leikmaður

liðsins er Halla

Jónasdóttir. Hún

er fædd 1976

2

KOMNAR:

Ashley Faith Hall - Bandaríkin

Gerður S. Stefánsdóttir - FH

Katrín Oddgeirsdóttir - Afturelding

Kolbrún Oddgeirsdóttir - ÍR

Olga Kristina Hansen - Færeyjar

FARNAR:

Ester Rós Jónsdóttir - Nám erlendis

Íris Aníta Eyþórsdóttir - Hætt

Íris Stefánsdóttir - Hætt

Margrét Eva Einarsdóttir - barnseignarfrí

Perla Sif Geirsdóttir - Nám erlendis

Saga Kjæarbech Finnbogadóttir - Grindavík

Sylvía Rakel Guðjónsdóttir - Hætt

Sumarið 2010 tók liðið þátt í deildarkeppninni í fyrsta skipti síðan 2004, og var það um leið annað tímabil meistaraflokks kvenna á Álftanesi frá upphafi. Tímabilið 2010 var hálfgerð tilraun, markvissar æfingar hófust heldur seint og leikmenn komu hvaðan æva af, en um var að ræða góða blöndu af eldri og jafnvel löngu hættum leikmönnum hinna ýmsu félaga sem tóku fram skóna á ný auk ungra og efnilegra stúlkna af Álftanesi. Tímabilið reyndist heldur erfitt fyrir flokkinn, það tók tíma að slípa saman mannskapinn og kynnast þar flestar höfðu aldrei spilað saman áður, né þekkst fyrir, en árangurinn varð stöðugt betri eftir því sem leið á sumarið. Á haustmánuðum 2010 var tekin ákvörðun um að leggja enn meiri alvöru í tímabilið 2011 og hófust markvissar æfingar strax í september. Leikmannakjarninn hefur haldist að mestu leyti, auk þess sem nokkrir nýir leikmenn hafa bæst við. Liðið hefur á undirbúningstímabilinu tekið þátt í Faxaflóamóti og Lengjubikar, auk þess að spila nokkurn fjölda æfingaleikja. Þá fóru stelpurnar í 5 daga æfingaferð til Egilsstaða fyrir páska sem þjappaði hópnum enn frekar saman fyrir átök sumarsins. Í sumar spilar liðið í A-riðli 1.deildar kvenna, auk þess að taka þátt í Valitor-bikarkeppni KSÍ. Stelpurnar bíða spenntar eftir að tímabilið hefjist og hvetja að sjálfsögðu sem flesta Álftnesinga til að kíkja á völlinn í sumar!

TÖLFRÆÐI

Leikjahæstu leikmenn:

Júlíana Sigurgeirsdóttir 28 leikir

Sigrún Auður Sigurðardóttir 27 leikir

Unnur Ágústa Guðmundsdóttir 27 leikir

Guðleif Edda Þórðardóttir 27 leikir

Katrín Ýr Árnadóttir 25 leikir

Erna Birgisdóttir 24 leikir

Saga K. Finnbogadóttir 22 leikir

Markahæstu leikmenn:

Margrét Eva Einarsdóttir 10 mörk

Júlíana Sigurgeirsdóttir 4 mörk

Lilja Guðrún Liljarsdóttir 3 mörk

Sigrún Auður Sigurðardóttir 3 mörk

Saga K. Finnbogadóttir 3 mörk

Frá haustinu 2009, þegar teflt var fram á ný meistaraflokki

kvenna hjá Álftanesi, hefur liðið spilað 28 leiki í mótum á vegum

KSÍ. (Faxaflóamót, Lengjubikar, Bikarkeppni og Íslandsmót)

6 2

Page 3: MAÍ2011 ÁLFTANES › 2011 › 05 › ... · 2011-05-12 · MEISTARAFLOKKUR KARLA FRÓÐLEIKS MOLAR 6 ÞJÁLFARINN Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka við liði Álftaness?

FRÓÐLEIKS

MOLAR

Sirrý Hrönn

Haraldsdóttir,

sem þjálfaði

liðið í fyrra, er

eiginkona

Ásgríms Helga

Unnur spilar bara

hálft tímabilið, en

hún er á leið til

Kenýa að sinna

hjálparstarfi

Margrét Eva Einarsdóttir skoraði fyrsta mótsmark liðsins

2. flokkur kvenna

spilar í sumar

undir merkjum

sameinaðs liðs

Álftanes/Hauka

Börnum í kringum flokkinn mun fjölga í sumar, en tveir leikmenn eru í barneignarfríi. Fyrir eru börn leikmanna 9 talsins

Liðið hefur spilað

flesta leiki við HK/

Víking, alls 6 leiki

3

FYRIRLIÐINN Hver eru markmið liðsins í ár?Auðvitað eru markmiðin

að gera betur en í fyrra og hafa gaman að því sem við erum að gera og spila skemmtilegan fótbolta. En aðal markmiðunum ætlum við að halda fyrir okkur en við látum

ykkur pottþétt vita þegar við erum búnar að ná þeim :) Hver er helsti munurinn á liðinu í ár frá því í fyrra?Helsti munurinn er sá að við vildum vera í betra formi í ár

en í fyrra og erum búnar að vera æfa markvissar í allan vetur með reglulegum prófum frá honum Áka okkar og erum því í mun betra formi. Það eru nokkrar sem eru farnar, í barneignarfrí, nám

erlendis eða hættar, en við vorum svo heppnar að tveir erlendir leikmenn, Olga frá Færeyjum og Ashley frá Bandaríkjunum óskuðu eftir því að spila með okkur í sumar og auðvitað tókum við vel á móti þeim. Hvaða leikmaður heldurðu að eigi eftir springa út í sumar? Ég held ekki að það verði einhver ein sem á eftir að springa út, við höfum allar bætt okkur mikið og það er rosalega gaman að fylgjast með framförunum á æfingum og í leikjum.

Við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum, alveg niður í 3. flokk, sem eru stöðugt að bæta sig og svo er aldrei að vita hvort einhverjar “gamlar” springi út. Viltu segja eitthvað að lokum?Já mér finnst alveg frábært að það hafi verið drifið í því að stofna meistaraflokk hér á nesinu og þeir sem að því stóðu eiga skilið gott klapp á bakið. Þetta eflir íþróttalífið hérna á Álftanesi og gefur ungum

stelpum metnað til þess að halda áfram af kappi að stunda fótbolta og vonandi sjá þær fyrirmynd í okkur. Það krefst mikillar að vinnu halda flokknum gangandi og við höfum staðið í ýmiss konar fjáröflunum og viljum við þakka Álftnesingum

fyrir að taka svona vel á móti okkur og sýna okkur stuðning þegar við bönkum uppá.

ÞJÁLFARINN En af hverju komstu aftur á Álftanesið? Konan mín þjálfaði liðið sumarið 2010 og kynntist ég þá hópnum talsvert. Þegar

síðan var leitað til mín með að taka við liðinu þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um enda er þessi hópur einn sá samheldna sti og skemmtilegasti sem ég hef nokkru sinni þjálfað. Eins liggja taugarnar auðvitað alltaf heim og gaman að taka þátt í uppbyggingu kvennaboltans á Nesinu.

Hver eru markmið liðsins fyrir sumarið? Við fórum í mjög vel heppnaða æfingaferð til Egilsstaða fyrir páska og settum okkur þar ákveðin markmið. Það var mikill stígandi í leik stelpnanna í fyrra og auðvitað á að byggja ofan á það og gera betur en í fyrra. En við höldum markmiðunum fyrir okkur og sjáum til hverju þessi markmið skila okkur.

Hverjir eru styrkleikar liðsins? Eins og ég sagði áður þá er þetta mjög samheldinn hópur og allar hafa gaman að því sem þær eru að gera. Þessi samheldni og liðsandi eru klárlega helsti styrkleiki liðsins. Nú eru tveir útlendingar í liðinu, hvernig kom það til? Við vorum að skoða með að fara í æfingaferð til Færeyja en á endanum varð það of dýrt.

Hins vegar komumst við í samband við aðila í Færeyjum sem vissi af landsliðsstelpu sem vildi komast og spila á Íslandi í suma r. Upp úr því kom Olga Kristina til okkar. Ashley Hall kom hingað á eigin vegum og ætlaði að spila með Aftureldingu í sumar. Það plan gekk hins vega r ekki upp og þá leitaði hún til okkar um að fá að spila með okkur. Báðar þessar stelpur styrkja okkur mikið, sérstaklega í ljósi þess að við höfum mi sst nokkra lykilleikmenn

frá því í fyrra. Því til viðbótar mun Unnur vera hálft tímabilið í Afríku við hjálparstörf, þannig að það er mjög gott að fá þessa viðbót við hópinn. Eins hafa nokkrar íslenskar stelpur bæst við. Eitthvað að lokum? Já ég hvet Álftnesinga til að vera duglega að mæta á völlinn í sumar bæði hjá karlaliðinu og kvennaliðinu. Við erum með einn

besta völl landsins og á góðum sumarkvöldum er ekkert skemmtilegra en að mæta á völlinn og öskra ÁFRAM ÁLFTANES!!!!

ÞJÁLFARATEYMIÐ

Sveinn Guðmundsson

Þjálfari 2. flokks kvenna

Guðbjörn Harðarson

Markmannsþjálfari

Ragnheiður G. Magnúsdóttir

Sjúkraþjálfari

Margrét Eva Einarsdóttir

Liðsstjóri

STYRKTARKVÖLD

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna ætla að ljúka góðu undirbúningstímabili með því að halda styrktarkvöld föstudagskvöldið 13. maí nk.

Kvöldið verður haldið í hátíðarsal íþróttamiðstöðvarinnar og dagskrá kvöldsins er glæsileg, en Magni og Jógvan munu halda uppi stuðinu af stakri snilld og að auki gildir aðgöngumiðinn sem happdrættismiði, en veglegir vinningar verða

dregnir út. Léttar veitingar í fljótandi formi verða til sölu og hægt verður að heita á stelpurnar fyrir markaskorun komandi sumars. Miðaverð er 2.500kr og hægt er að kaupa miða hjá stelpunum, með því að

senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða við innganginn á kvöldinu sjálfu. Við hvetjum alla Álftnesinga og velunnara til að styðja við bakið á stelpurnar fyrir

baráttuna í sumar og mæta og eiga saman skemmtilegt kvöld.

Page 4: MAÍ2011 ÁLFTANES › 2011 › 05 › ... · 2011-05-12 · MEISTARAFLOKKUR KARLA FRÓÐLEIKS MOLAR 6 ÞJÁLFARINN Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka við liði Álftaness?

MEISTARAFLOKKUR KVENNA

LEIKMENN 2011

4

Halla Jónasdóttir Varnarmaður 35 ára

Gerður Stefánsdóttir Varnarmaður 25 ára

Eva Björnsdóttir Varnarmaður 24 ára

Erna Birgisdóttir Varnarmaður 25 ára

Sigrún Eir Einarsd. Markmaður 19 ára

Sigrún Ó. Ingólfsd. Markmaður 29 ára

Júlíana M. Sigurgeirsd. Varnarmaður 18 ára

Guðleif E. Þórðard. Miðjumaður 28 ára

Dagbjört Gunnarsd. Miðjumaður 26 ára

Sigrún A. Sigurðard. Varnarmaður 31 árs

Rakel Pálmarsdóttir Varnarmaður 17 ára

Olga Lára Jónsdóttir Varnarmaður 25 ára

Halldóra Bjarnadóttir Miðjumaður 18 ára

Valgerður Kristjánsd. Miðjumaður 26 ára

Unnur Á. Guðmund. Miðjumaður 24 ára

Olga K. Hansen Miðjumaður 21 árs

Lena Dís Rúnarsd. Miðjumaður 23 ára

Katrín Ýr Árnadóttir Miðjumaður 23 ára

Hulda S. Ingólfsdóttir Miðjumaður 18 ára

Ashley Hall Sóknarmaður 22 ára

Brynja D. Bjarnad. Varnarmaður 17 ára

Lilja Liljarsdóttir Sóknarmaður 25 ára

Herdís Sigurðardóttir Sóknarmaður 18 ára

Guðrún I. Jónsdóttir Sóknarmaður 15 ára

4

Page 5: MAÍ2011 ÁLFTANES › 2011 › 05 › ... · 2011-05-12 · MEISTARAFLOKKUR KARLA FRÓÐLEIKS MOLAR 6 ÞJÁLFARINN Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka við liði Álftaness?

MEISTARAFLOKKUR KARLA

LEIKMENN 2011

Pétur Örn Gíslason Varnarmaður 24 ára

Birkir F. Hilmarsson Miðjumaður

20 ára

Arnþór Sigurðsson Miðju/sóknarmaður 22 ára

Arnar Hóm Einarsson Miðjumaður 21 ára

Ari Leifur Jóhannson Varnarmaður 21 ára

Anton H. Heimdal Varnarmaður 26 ára

Andri Janusson Sóknarmaður 25 ára

Elfar S. Sverrisson Varnarmaður 23 ára

Klemenz Kristjánsson Varnarmaður 23 ára

Gissur H. Gíslason Markmaður 19 ára

Fannar Eðvaldsson Miðjumaður 29 ára

Erlendur Sveinsson Miðjumaður 23 ára

Bjarki Magnússon Miðjumaður 32 ára

Jökull Hauksson Varnarmaður 23 ára

Ingólfur Ingólfsson Varnarmaður 20 ára

Guðbjörn Sæmundsson Miðjumaður 25 ára

Magnús Ársælsson Sóknarmaður 21 ára

Kristján Lýðsson Sóknarmaður 22 ára

Oliver Angenot Miðjumaður 28 ára

Ólafur Sævarsson Miðjumaður 40 ára

Marvin Einarsson Varnarmaður 20 ára

Markús Vilhjálmsson Markmaður 22 ára

Viktor Viktorsson Varnarmaður 23 ára

Sigurður Baldursson Varnarmaður 25 ára

Sigurður Brynjólfsson Varnarmaður 29 ára

Ronnarong Wongmahathai Miðjumaður

24 ára

Þórhallur Björnsson Miðjumaður 23 ára

5

Vífill Traustason Miðjumaður 29 ára

Page 6: MAÍ2011 ÁLFTANES › 2011 › 05 › ... · 2011-05-12 · MEISTARAFLOKKUR KARLA FRÓÐLEIKS MOLAR 6 ÞJÁLFARINN Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka við liði Álftaness?

MEISTARAFLOKKUR KARLA

FRÓÐLEIKS

MOLAR

6

ÞJÁLFARINN Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka við

liði Álftaness? Ég var þannig lagað ekkert farinn að huga að því að taka við meistaraflokk. En eftir að Álftanes hafði sambandi við mig þá fór ég að

hugsa þetta og fannst það spennandi verkefni að taka við liði sem var þannig lagað nýtt og í 3. deild. Ég hef ekki neina reynslu af því að þjálfa

meistaraflokk og þess vegna fannst mér gott tækifæri að fá að þjálfa í friði þar sem engir fjölmiðlar eru að vesenast í mér ef og þegar ég

geri mistök. Ég get fengið að gera mín mistök og lært svo af þeim án þess að einhver eða einhverjir séu að nudda manni upp úr því. Hvernig líst þér á leikmannahópinn? Leikmannahópurinn er flottur hjá

okkur, menn hafa æft vel og eru að koma vel undirbúnir fyrir sumarið. Ég tók strax þá ákvörðun að ég myndi reyna að nota hópinn sem fyrir var og ekki draga á flot gamlar stjörnur sem voru hættar en langaði að

spila eitthvað áfram. Það hefur ekki virkað hingað til nema kannski í einhverja mánuði þannig að ég hef notað þá sem fyrir voru og það hafa komið til okkar nokkrir góðir leikmenn frá öðrum liðum sem hafa fyllt upp

í það sem okkur vantaði uppá. Hvað telur þú vera helstu styrkleikar liðsins? Styrkleikar liðsins eru þau að þetta ansi jafn hópur, enginn sem telur sig vera of stóran fyrir

hópinn þ.e. engir kóngastælar í neinum. Liðið getur spilað fótbolta og þeir eru duglegir og viljugir að læra. Það er fyrir öllu að menn vilji hlusta og læra.

Hver eru markmið liðsins? Markmið okkar eru að vinna hvern einasta leik og sjá svo til hvað það skilar okkur. Telurðu að einhver ákveðinn leikmaður eigi eftir að springa út í

sumar? Ég held að það gæti verið nokkrir leikmenn sem gætu sprungið út. Jafnvel allt liðið miðað við hvað þeir hafa verið duglegir að æfa.

FYRIRLIÐINN Hver eru markmið liðsins í ár? Markmið liðsins

eru einfaldlega þau að hafa gaman af því að spila fótbolta í góðra vina hópi, á einum besta velli landsins og vera öllum Álftnesingum til

skemmtunar og sóma. En að sjálfssögðu stefnir maður aldrei á að gera verr en árið áður, og við förum í alla leiki til þess að vinna þá. Þórhallur Dan var ráðinn þjálfari, telurðu að hann sé að skila miklu til liðsins? Hann getur náttúrulega miðlað af gríðarlegri reynslu sinni

sem leikmaður, þrátt fyrir að vera óreyndur á þjálfarasviðinu. Við berum allir mikla virðingu fyrir honum, enda er annað ekki hægt, þar sem hann náði mun lengra í knattspyrnu en við eigum flestir möguleika á að ná.

Væntanlega mun sú staðreynd að hann reyndi, með áherslu á reyndi, að dekka Kaká, vega upp reynsluleysi hans sem þjálfara. En hann hefur þegar komið sínum áherslum inn í spilið hjá okkur, og mikil sátt ríkir um

hann sem þjálfara Álftaness. Svo held ég enn í vonina að hann dusti rykið af skónum þegar hann finnur lyktina af grasinu í sumar. Hver er helsti munurinn á liðinu í ár frá því í fyrra? Það hafa orðið

nokkrar mannabreytingar eins og oft vill verða í þriðju deildinni, en við teljum að þeim póstum sem skipt hafi verið út, hafi alls ekki verið skipt út fyrir síðri leikmenn. Svo eigum við ennþá eftir að fá uppáhaldsson

Álftaness, Fannar "Basten" Eðvaldsson heim úr námi frá Svíþjóð í vor, og þá er púslinu lokið þetta árið. Hvaða leikmaður helduru að eigi eftir að geta sprungið út í sumar?

Við eigum nokkra unga og efnilega sem hafa verið að spila mjög vel á undirbúningstímabilinu og ég treysti því að þeir eigi eftir að vega upp reynsluleysi sitt með ákefð, áhuga og baráttu. Nokkrir þeirra eiga

möguleika á að spila í efri deildum síðarmeir, en ég vil nú ekkert vera að nafngreina þá, svona aðallega til að halda þeim á tánum. Viltu segja eitthvað að lokum? Ég vil óska heimamönnunum Guðjóni

Lýðs, Mareli Baldvins og Arnari Má Björgvins góðs gengis í sumar, en um leið spyrja þá hvenær þeir ætla að koma í bolta með okkur? Það yrði virkilega skemmtilegt, en þeir myndu samt byrja á bekknum.

FORMAÐURINN Meistaraflokkur karla á Álftanesi er að hefja sitt

fimmta starfsár og er vel við hæfi að verið sé að gefa út þennan bækling til að kynna liðið og umgjörð þess. Mikil vinna og metnaður hefur verið lagður í

að byggja upp sterkan meistaraflokk karla. Með ráðningu Þórhalls verður án efa hægt að halda áfram því uppbyggingarstarfi sem upphaflega var

lagt upp með. Þessi mikla vinna hefur verið unnin af mjög góðu fólki í gegnum tíðina og viljum við færa þeim öllum þakkir fyrir, sérstaklega þá Magnúsi

Böðvarssyni, liðsstjóra, fyrir mikið og gott starf í þágu félagsins. Einnig vill meistaraflokkur karla þakka allan þann stuðning sem hann hefur fengið í gegnum árin frá stuðningsmönnum liðsins sem og

styrktaraðilum. Ég vil enda á að óska strákunum okkar góðs gengis í sumar og vonast til að sjá sem flesta á vellinum í sumar. Áfram Álftanes! David Trevor Park

RAF-FAR ehf. Raflagnaþjónusta

Norðurtúni 17

225 Álftanesi

S:893-7748/

S:770-2422

Fyrirliði liðsins er Sigurður Brynjólfsson

Meðalaldur

liðsins er 2

4 ár

Elsti leikmaður liðsins er 40ára Ólafur Sævarsson

Besta setning í

búningsklefa:

Ef við leggjum

okkur allir 100%

fram þá þurfum

við ekki að

reyna eins mikið

á okkur

Stærsti sigur liðsins er 9-1 gegn UMFL í bikarnum

Yngsti leikmaður

liðsins er 1

9 ára

Gissur H. G

íslason

Fyrsti fyrirliði liðsins var Pétur Guðmundsson sem er nú dómari í næst efstu deild

Stærsta ta

p

liðsins er 6

-0

gegn BÍ/

Bolungarvík

Flest mörk í leik( 5) á Andri Janusson

6

Page 7: MAÍ2011 ÁLFTANES › 2011 › 05 › ... · 2011-05-12 · MEISTARAFLOKKUR KARLA FRÓÐLEIKS MOLAR 6 ÞJÁLFARINN Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka við liði Álftaness?

,

FRÓÐLEIKS

MOLAR

7

Árið 2007 tók liðið þátt í fyrsta skipti í 3. deild karla sem var virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt sumar fyrir liðið. Mikill smábæjarbragur var á liðinu og vakti það skemmtilega athygli meðal andstæðinga hversu fjölmennt var á leikjum liðsins en venjulega mættu yfir 100 stuðningsmenn. Þetta fyrsta ár lenti liðið í 4. sæti í sínum riðli og þótti sá árangur nokkuð góður. Árið 2008 sýndu leikmenn að þeir væru árinu reyndari og liðið fór í undanúrslit Lengjubikarsins. Við tók þó slök byrjun á Íslandsmótinu en liðið sýndi styrk sinn á seinni hluta tímabilsins og var í hörkubaráttu við Hamrana/Vini um sæti í úrslitakeppninni en urðu að láta í minni pokann og sætta sig við 3. sæti riðilsins. Þess má til gamans geta að bæði efstu liðin úr riðli Álftnesinga fóru upp í 2.deild þetta ár, BÍ/Bolungarvík og Hamrarnir/Vinir. Árið 2009 er líklega það merkilegasta í sögu meistaraflokks karla en þá unnu þeir 1. deildarlið ÍR-inga í Vísa-bikarnum. Eftir þennan sigur mætti liðið úrvalsdeildarliði Valsmanna fyrir framan 500 áhorfendur á Vodafonevellinum og náðu að halda marki sínu hreinu fram að 76. mínútu en Valsmenn unnu leikinn að lokum 3-0. Þetta ár komst liðið einnig í fyrsta sinn í úrslitakeppni 3. deildar þar sem liðið beið lægri hlut gegn Ými í hörkuleikjum. Árið 2010 var haldið áfram þar sem frá var horfið en liðið stóð í 1. deildarliði Þróttar en leikurinn tapaðist 1-3 fyrir framan fjölda áhorfenda á Bessastaðavelli. Sæti í úrslitakeppninni náðist, en liðið tapaði þar fyrir Dalvík/Reyni sem fór uppí 2. deild.

KOMNIR:

Arnþór Sigurðsson frá Berserkjum

Bjarki Magnúsarson frá Gróttu

Ingólfur Örn Ingólfsson frá Hetti

Pétur Geir Ómarsson frá Stjörnunni

Pétur Örn Gíslason frá Haukum

Þórhallur Björnsson frá Markaregn

FARNIR:

Annel Helgi Finnbogason til Færeyja

Bjarki Einarsson til Framherji

Egill Einarsson til KH

TÖLFRÆÐI

Leikjahæstu leikmenn:

Andri Janusson 57 leikir

Guðbjörn Alexander Sæmundsson 49 leikir

Fannar Eðvaldsson 47 leikir

Sigurður Brynjólfsson 36 leikir

Sveinn Guðmundsson 34 leikir

Markahæstu leikmenn:

Andri Janusson 40 mörk

Fannar Eðvaldsson 17 mörk

Sigurður Brynjólfsson 13 mörk

Guðbjörn Alexander Sæmundsson 11 mörk

Hér er miðað við leiki í Vísa-bikar og Íslandsmóti frá árinu 2007.

Guðjón Lýðsson spilaði eitt sinn með liðinu. Hann spilar nú með Val

Meistaraflokkur

hefur oftast

spilað við Hvíta

Riddarann

samtals 9 sinnum

5 sigrar 2 jafntefli

og 2 töp

Fyrsti þjálfari liðsins var Brynjar Þór Gestsson

Leikjahæsti og

markahæsti

leikmaður liðsins

er Andri Janusson

með 57 leiki og

45 mörk

Fyrsta mark liðsins á Jón Gunnar Gunnarsson. Hann var líka fyrstur til að skora

þrennu

Árið 2009 var

hópurinn mjög

stór og því

spilaði hluti

hópsins undir

merkjum KFK

Fyrsti opinberi

leikurinn var gegn

Ægi 25. mars

2007. Álftanes

vann 5-2

Page 8: MAÍ2011 ÁLFTANES › 2011 › 05 › ... · 2011-05-12 · MEISTARAFLOKKUR KARLA FRÓÐLEIKS MOLAR 6 ÞJÁLFARINN Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka við liði Álftaness?

MEISTARAFLOKKUR KVENNA

Ásgrímur Helgi Einarsson tók við þjálfun

meistaraflokks kvenna í haust. Ásgrímur hefur

komið víða við í þjálfun en hann hefur þjálfað

frá 1993, þá meistaraflokk kvenna hjá Þrótti

Neskaupsstað. Ásgrímur flutti á Álftanes 1999

og hefur þjálfað hjá Álftanesi síðan 2003 með

hléum. Ásgrímur þjálfaði meistaraflokk karla á

Álftanesi frá miðju sumri 2008 til loka tímabilsins 2009. Í fyrra þjálfaði

hann svo meistaraflokk kvenna hjá Aftureldingu í Pepsi deild kvenna.

MEISTARAFLOKKUR KARLA

Þórhallur Dan Jóhannsson tók við þjálfun

meistaraflokks karla síðastliðið haust.

Hann er 38 ára, fyrrum leikmaður sem

lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Þórhallur á sér langa sögu í boltanum en

hann lék í 22 ár í efstu og næst efstu

deild karla ásamt því að hafa leikið tvö ár

sem atvinnumaður í Danmörku.

Þórhallur lék með Fylki, KR, Velje í Danmörku og Haukum, þar

sem hann endaði feril sinn og í framhaldi tók við liði Álftaness.

ÞJÁLFARAR

LEIKIR SUMARSINS MEISTARAFLOKKUR KVENNA

ÍSLANDSMÓT

BIKARKEPPNI KSÍ

ÆFINGALEIKUR VIÐ GRÆNLENSKA LANDSLIÐIÐ

MEISTARAFLOKKUR KARLA

ÍSLANDSMÓT

Tími Leikur Völlur Dagsetn.

14:00 Keflavík - Álftanes Nettóvöllurinn 21. maí

20:00 Álftanes - FH Bessastaðavöllur 27. maí

20:00 ÍR - Álftanes ÍR-völlur 6. júní

20:00 Álftanes - HK/Víkingur Bessastaðavöllur 15. júní

19. júní 16:00 Álftanes - Sindri Bessastaðavöllur

25. júní 16:30 Fjarðarb./Leiknir - Álftanes Búðagrund

26. júní 14:00 Höttur - Álftanes Vilhjálmsvöllur

13. júlí 20:00 Álftanes - Keflavík Bessastaðavöllur

17. júlí 14:00 Álftanes - Fjarðarb./Leiknir Bessastaðavöllur

20. júlí 20:00 FH - Álftanes Kaplakriki

27. júlí 18:00 Álftanes - ÍR Bessastaðavöllur

4. ágúst 19:00 HK/Víkingur - Álftanes Víkingsvöllur

14. ágúst 16:00 Sindri - Álftanes Sindravellir

20. ágúst 14:00 Álftanes - Höttur Bessastaðavöllur

Tími Leikur Völlur Dagsetn.

20:00 Ísbjörninn - Álftanes Kórinn - gervigras 19. maí

14:00 Álftanes - Kári Bessastaðavöllur 28. maí

14:00 Skallagrímur - Álftanes Skallagrímsvöllur 2. júní

20:00 Álftanes - Björninn Bessastaðavöllur 9. júní

16. júní 20:00 Afríka - Álftanes Leiknisvöllur

25.júní 14:00 Grundarfjörður - Álftanes Grundarfjarðarvöllur

30. júní 20:00 Álftanes - Berserkir Bessastaðavöllur

7. júlí 20:00 Álftanes - Ísbjörninn Bessastaðavöllur

14. júlí 20:00 Kári - Álftanes Akranesvöllur

22. júlí 20:00 Álftanes - Skallagrímur Bessastaðavöllur

26. júlí 20:00 Björninn - Álftanes Fjölnisvöllur

5. ágúst 19:00 Álftanes - Afríka Bessastaðavöllur

13. ágúst 14:00 Álftanes - Grundarfjörður Bessastaðavöllur

19. ágúst 19:00 Berserkir - Álftanes Bessastaðavöllur

Dagsetn. Tími Leikur Völlur

18. maí 20:00 Álftanes - ÍR Bessastaðavöllur

8

Dagsetn. Tími Leikur Völlur

20. júní 18:30 Álftanes - Grænland Bessastaðavöllur