inngangur að mannfræði

183
Þróun, menning og samfélag | Rúnar H. Haraldsson INNGANGUR AÐ MANNFRÆÐI

Upload: runar-haraldsson

Post on 14-Mar-2016

298 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Inngangur að helstu hugtökum og aðferðum mannfræðinnar. Ætlað framhaldskólanemendum

TRANSCRIPT

Page 1: Inngangur að mannfræði

Þróun, menning og samfélag | Rúnar H. Haraldsson

INNGANGUR AÐ MANNFRÆÐI

Page 2: Inngangur að mannfræði

2

Efnisyfirlit 1. Hvað er mannfræði? ............................................................................................................................ 6

Grundvallarviðhorf félagsmannfræðinnar .......................................................................................... 6

Heildarhyggja (Holism) ........................................................................................................................ 6

Samanburðarhyggja (Comparitivism) .................................................................................................. 7

Afstæðishyggja (Relativism) ................................................................................................................ 8

Undirgreinar mannfræðinnar .............................................................................................................. 9

Líkamsmannfræði ................................................................................................................................ 9

Fornleifafræðin .................................................................................................................................. 10

Mannfræði tungumála ...................................................................................................................... 11

Félagsmannfræði ............................................................................................................................... 12

Verkefni úr kafla 1. ............................................................................................................................ 14

2. Menningarhugtakið ........................................................................................................................... 15

Félagslega miðuð ............................................................................................................................... 15

Þekking .............................................................................................................................................. 17

Sem fólk deilir með sér ...................................................................................................................... 19

Menningarleg þekking ....................................................................................................................... 20

Verkefni úr kafla 2. ............................................................................................................................ 24

3.Þróun mannsins .................................................................................................................................. 25

Lífmenningarlegt sjónarhorn (biocultural view) ................................................................................ 25

r og K val. ........................................................................................................................................... 25

Prímatar ............................................................................................................................................. 26

Þróunarkenningin .............................................................................................................................. 28

Fruman .............................................................................................................................................. 30

DNA.................................................................................................................................................... 31

Gen .................................................................................................................................................... 31

Samsæta ............................................................................................................................................ 32

Litningur ............................................................................................................................................ 32

Frumuskipting .................................................................................................................................... 33

Samsetning gena á litningum ............................................................................................................ 35

Stöðugleiki stofna .............................................................................................................................. 36

Stökkbreytingar ................................................................................................................................. 37

Genaflökt ........................................................................................................................................... 38

Takmarkað makaval ........................................................................................................................... 38

Page 3: Inngangur að mannfræði

3

Genaflæði .......................................................................................................................................... 39

Einkenni mannlíkra vera .................................................................................................................... 39

Suðurapi ............................................................................................................................................ 41

Homo Habilis ..................................................................................................................................... 43

Homo Ergaster / Homo Erectus ......................................................................................................... 45

Nútímamenn koma fram ................................................................................................................... 47

Neaderdalsmenn ............................................................................................................................... 47

Tilkoma nútímamanns ....................................................................................................................... 51

Verkefni úr kafla 3 ............................................................................................................................. 55

4. Nokkrir forvígismenn mannfræðinnar............................................................................................... 56

Franz Boas ......................................................................................................................................... 57

Ruth Benedict .................................................................................................................................... 60

Bronislaw Malinowsky ....................................................................................................................... 62

Margaret Mead ................................................................................................................................. 66

E. Evans-Pritchard og A. Radcliffe-Brown .......................................................................................... 68

Clifford Geertz ................................................................................................................................... 73

Verkefni úr kafla 4 ............................................................................................................................. 77

5. Aðlögun mannsins að umhverfi sínu ................................................................................................. 78

Svið mannlegar aðlögunar ................................................................................................................. 79

Lífbelti ................................................................................................................................................ 80

Framleiðsla ........................................................................................................................................ 81

Safnarar og veiðimenn ...................................................................................................................... 83

Ræktun .............................................................................................................................................. 86

Garðræktendur .................................................................................................................................. 87

Hirðingar ............................................................................................................................................ 91

Áköf akuryrkja ................................................................................................................................... 95

Verkefni úr kafla 5 ............................................................................................................................. 99

6. Skipulag samfélaga .......................................................................................................................... 100

Efnahagsleg kerfi ............................................................................................................................. 100

Viðskipti ........................................................................................................................................... 100

Tegundir viðskipta ........................................................................................................................... 100

Markaðir .......................................................................................................................................... 103

Peningar ........................................................................................................................................... 104

Markaðslögmál ................................................................................................................................ 106

Page 4: Inngangur að mannfræði

4

Markaðskerfi ................................................................................................................................... 106

Sifjafræði ......................................................................................................................................... 107

Aðferðir við flokkun ættingja .......................................................................................................... 109

Hawaii sifjaheitakerfið. .................................................................................................................... 111

Eskimo sifjaheitakerfið .................................................................................................................... 112

Iroquios sifjaheitakerfið................................................................................................................... 112

Omaha sifjaheitakerfið .................................................................................................................... 113

Crow sifjaheitakerfið ....................................................................................................................... 113

Ættrakningarhópar .......................................................................................................................... 114

Pólitískt skipulag .............................................................................................................................. 116

Bönd ................................................................................................................................................ 117

Ættflokkar ........................................................................................................................................ 119

Höfðingjadæmi ................................................................................................................................ 121

Ríki ................................................................................................................................................... 122

Verkefni úr kafla 6 ........................................................................................................................... 124

7. Trú og trúarbrögð ............................................................................................................................ 125

Hvað er trú? ..................................................................................................................................... 125

Trú á yfirnáttúrulega krafta eða verur ............................................................................................. 125

Goðsagnir ........................................................................................................................................ 126

Helgiathafnir (Ritúöl) ....................................................................................................................... 128

Öll samfélög eiga sér trúarbrögð ..................................................................................................... 130

Hugrænar skýringar ......................................................................................................................... 130

Tilfinningalegar skýringar ................................................................................................................ 131

Félagslegar skýringar ....................................................................................................................... 133

Umhverfi og trú ............................................................................................................................... 134

Yfirnáttúrulegar skýringar á atburðum............................................................................................ 135

Galdrar með helgiathöfunum (Sourcery) ........................................................................................ 136

Að hverjum beinast ásakanir um helgiathafnagaldra? .................................................................... 137

Helgiathafnagaldrar sem pólitískt vopn .......................................................................................... 138

Galdrar með innri krafti (Witchcraft) .............................................................................................. 138

Fjórskipting trúarbragðanna ............................................................................................................ 140

Einstaklingsbundin átrúnaður ......................................................................................................... 141

Sambandsátrúnaður (Shamanismi) ................................................................................................. 142

Hópátrúnaður .................................................................................................................................. 144

Page 5: Inngangur að mannfræði

5

Forfeðradýrkun ................................................................................................................................ 145

Tótemismi ........................................................................................................................................ 146

Skipulegur átrúnaður ....................................................................................................................... 147

Spámenn og opinberanir ................................................................................................................. 149

Vöruátrúnaður ................................................................................................................................. 150

Verkefni úr kafla 7 ........................................................................................................................... 152

8. Heilbrigðismál .................................................................................................................................. 153

Hvað er heilsa? ................................................................................................................................ 154

Veikindi og sjúkdómsgreiningar ...................................................................................................... 155

Heilbrigðismódel ............................................................................................................................. 158

Menning og mannslíkaminn ............................................................................................................ 159

Innri gerð mannslíkamans ............................................................................................................... 164

Kenningar um heilsu og vanheilsu að fornu og nýju ....................................................................... 166

Heilsugæsla og menning .................................................................................................................. 169

Sjúkdómur eða siðferðisbrestur ...................................................................................................... 175

Verkefni úr kafla 8 ........................................................................................................................... 177

Heimildaskrá ........................................................................................................................................ 178

Page 6: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

6

1. Hvað er mannfræði?

Mannfræðin er fræðigrein sem er ansi víðfeðm. Hún fjallar um

mannveruna útfrá mörgum sjónarhornum, bæði í fortíð og nútíð.

Þannig hefur mannfræðin sem fræðigrein áhuga á því hvernig við

urðum mannverur, hvernig líkamsgerð okkar breyttist í gegnum

milljónir ára. Hvernig hinir nýju menn aðlöguðust umhverfi sínu,

hvernig fyrstu samfélögin voru, fyrstu borgirnar litu út og hvers

vegna þessi fyrstu borgarsamfélög liðu undir lok.

En mannfræðin hefur ekki einungis áhuga á mannverum fortíðar.

Mannfræðin hefur mikinn áhuga á að skilja samskipti

nútímamanna, aðstæður þeirra og samfélög.

Það gefur því auga leið að hver og einn mannfræðingur getur ekki

haft yfirsýn yfir allt þetta. Þess vegna hefur mannfræðin skipt sér

niður í fjögur meginsvið; félagslega mannfræði, fornleifafræði,

líkamsmannfræði og mannfræði tungumála. Yfirleitt er það þannig

að mannfræðingar tileinka sér einhverja undirgrein frá fyrsta degi í

háskóla, og hafa því einungis yfirborðslega þekkingu á öðrum

greinum mannfræðinnar en sinni eigin.

Þó eiga allar undirgreinar mannfræðinnar nokkuð sameiginlegt,

nokkuð sem við getum kallað grundvallarviðhorf mannfræðinnar.

Grundvallarviðhorf félagsmannfræðinnar

Heildarhyggja (Holism)

Heildarhyggja vísar til þess að við getum ekki skoðað einn hluta

samfélags eða menningar úr samhengi við aðra hluta þeirrar sömu

menningar. Tökum sem dæmi trúarhugmyndir fólks. Mannfræðin

leggur áherslu á að skilja hvernig trúarlegar hugmyndir tengjast

heimsmynd viðkomandi samfélags, fjölskyldulífi fólksins á

staðnum, hvort efnahagslegir þættir (eins og óörugg afkoma) hafi

áhrif auk fjölda annarra þátta. (Peoples & Bailey, 1988)

Það er vitað af fyrri rannsóknum að allir hlutar samfélaga tengjast

hverjum öðrum. Mannfræðingar þurfa einnig að gera sér grein fyrir

Page 7: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

7

því að sum þeirra samfélaga (sumir mannfræðingar rannsaka sitt

eigið samfélag) eru mjög ólík því sem þeir hafa áður persónulega

komist í kynni við. Þeir þurfa því að leggja mikið á sig að kynnast

nýjum lífsháttum, og geta ekki gengið útfrá einhverju sem gefnu

um það hvernig hinir ýmsu þættir samfélagsins tengjast hverjir

öðrum.

Þetta grundvallarviðhorf hefur margvísleg áhrif á það hvernig

mannfræðingar starfa, nefnilega að þeir reyna að safna sem

mestum upplýsingum um viðkomandi einstaklinga og samfélag

sem kostur er, og eyða til þess ómældum tíma, stundum

áratugum. (Peoples & Bailey, 1988)

Samanburðarhyggja (Comparitivism)

Félagsmannfræði leggur sig í líma við skilja orsakir mannlegrar

hegðunar og menningu mannsins. Seinna í þessum texta verður

farið rækilega í saumana á því hvað menning er, en að sumu leyti

(en ekki öllu) getum við líkt menningu við einskonar forrit sem er

til staðar í kollinum á okkur.

Við getum því ekki leyft okkur að draga ályktanir um hegðun

tegundarinnar allrar útfrá því sem gerist og þykir eðlilegt á einu

menningarsvæði. (Peoples & Bailey, 1988)

Ef mannfræðingar legðu slíkt í vana sinn, yrðu þeir fljótlega sekir

um alvarleg glappaskot. Fræg er sagan af líffræðingnum sem taldi á

sjöunda áratug síðustu aldar að hann hefði fundið sannanir fyrir

því að það væri bundið í erfðamengi mannsins að mynda einungis

tengsl við einn maka. Slíkt er auðvitað fráleitt, á þeim tíma vissu

mannfræðingar að víða er ekki stundað einkvæni, heldur fjölkvæni,

og þar er eðlilegt að karlar sé kvæntir fleiri en einni konu.

Samanburðarhyggja er því mjög mikilvægt verkfæri fyrir

mannfræðina til þess að bregða ljósi á nýjar kenningar, sé þeim á

annað borð ætlað að gilda fyrir mannkynið í heild sinni. (Peoples &

Bailey, 1988)

Page 8: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

8

Afstæðishyggja (Relativism)

Afstæðishyggja er eitt af þeim hugtökum sem margar fræðigreinar

hafa nýtt sér. Heimspekin til dæmis nýtir sér hugtækið þegar verið

er fjalla um siðræn málefni. Hvað mannfræðina áhrærir hefur

hugtakið aðallega verið notað í tvennum tilgangi:

1. Að gefa til kynna að það er ekki okkar sem fræðimanna að

dæma um mismunandi lífsmáta og lífstíl fólks. Þetta gerir

miklar kröfur til okkar sem persóna. Það að sleppa því að

dæma það hvernig annað fólk lifir, hugsar og hegðar sér er

mjög erfitt.

2. Afstæðishyggjan er verkfæri mannfræðinnar til að horfa

hlutlaust önnur menningarsvæði. (Peoples & Bailey, 1988)

Glöggir lesendur eru vafalaust búnir að átta sig á að þessi tvö atriði

eru nátengd. Hvernig er til dæmis hægt að ætlast til þess að

mannfræðingur sem er fullur viðbjóðs á einhverju sem heimamenn

gera á því svæði sem hann er staddur á, geti skrifað hlutlaust um

atburði og sett sig í spor heimamanna?

Menn skyldu halda að þetta sé frekar óalgeng staða, en svo er í

raun alls ekki. Í mörgum ríkjum sunnan Sahara eyðimerkurinnar

tíðkast til dæmis siður sem margir íbúar Vesturlanda sætta sig alls

ekki við; umskurður stúlkubarna, þar sem hlut kynfæra ungra

stúlkna er fjarlægður (oft með valdi) með engri deyfingu og við

aðstæður sem ekki þættu boðlegar til skurðaðgerða á

Vesturlöndum. Talið er að hundruð ef ekki þúsundir stúlkna láti

lífið á hverju ári vegna þessa, þær sem lifa hafa mjög skerta ef

nokkra tilfinningu eftir í kynfærum sínum og kynlíf verður þeim

ákaflega sársaukafullt.

Siður þessi er síst á undanhaldi í heiminum, og hefur hann meira

að segja borist til Vesturlanda með óbeinum hætti, stúlkur

búsettar þar hafa verið „umskornar“ með valdi þegar þær hafa

verið í heimsókn hjá ættingjum.

Umskurður kvenna er bara eitt dæmi af mörgum þar sem

mannfræðingar þurfa að taka siðræna afstöðu með eða á móti

Page 9: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

9

atburðum sem þeir verða vitni að. Mannfræðingar hafa mjög oft

kosið undir slíkum kringumstæðum að reyna að skýra rétt og

heiðarlega frá því sem gerist, skýra út sjónarmið og tilfinningar

bæði sitt og heimamanna eftir getu, en skipta sér að öðru leyti ekki

af. (Hollis & Lukes, 1982)

Til umhugsunar: Hvað finnst þér um þetta viðhorf mannfræðinnar?

Undirgreinar mannfræðinnar

Mannfræðin er býsna víðfeðmt svið eins og áður hefur verið farið í

hér á undan. Mannfræðingar hafa því tekið upp á því að skipta

greininni niður í allmörg sérsvið, sem þó skarast að einhverju leyti.

Upp að einhverju marki er um meðvitaða skiptingu að ræða, í

öðrum tilfellum er þessi skipan nánast komin til af tilviljunum eða

vegna skiptinga háskóla í deildir. Hver svo sem orsakirnar eru þá

sitjum við uppi með hana í dag.

Helstu undirgreinar mannfræðinnar eru:

1. Líkamsmannfræði

2. Fornleifafræði

3. Mannfræði tungumála

4. Félagsmannfræði.

Í þessari bók verður einungis farið yfir svið líkamsmannfræðinnar

og félagsmannfræðinnar svo nokkru nemur, en þó er minnst á

hinar tvær greinarnar í framhjáhlaupi. (Peoples & Bailey, 1988)

Líkamsmannfræði

Líkamsmannfræðin fjallar um þróun mannsins sem tegundar, og

líkamsgerð hans. Líkamsmannfræðingar hafa mikið notast við

steingervinga og aðrar líkamsleifar (til dæmis yngri bein) í

rannsóknum sínum, en einnig hafa þeir stundað mælingar á lifandi

fólki.

Page 10: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

10

Nýjasta viðbótin við verkfærasafn líkamsmannfræðinnar er

greining erfðaefnis, en þannig má til dæmis finna skyldleika hópa

og jafnvel rekja uppruna erfðaefnis langt aftur í tímann.

Líkamsmannfræðin á Charles Darwin mikið að þakka, án þess

grundvallarskilnings sem þróunarkenning hans veitir okkur væri

varla hægt að skoða þróun mannsins svo vit sé í.

Allnokkuð verður fjallað um þróun mannsins sem tegundar í

sérkafla hér á eftir. Farið verður yfir nokkrar undirtegundir

mannsins og hvernig þessar undirtegundir koma fyrir í tíma og

rúmi. Einnig verður nokkuð fjallað um þróun mannsins útfrá

erfðum, þ.e. hvernig erfðir virka á stóran fjölda lífvera og undir

hvaða kringumstæðum má vænta þess að stökkbreytingar komi

fram (Peoples & Bailey, 1988).

Fornleifafræðin

Fornleifafræði má með grófum hætti skipta niður í tvennt. Annars

vegar er talað forsögulega fornleifafræði, og hins vegar

forleifafræði sem einbeitir sér að því sem hefur gerst á sögulegum

tíma.

Hugtakið sögulegur tími merkir það sem gerist hjá einhverri þjóð

eftir að hún hefur tekið upp á því að skrásetja atburði með

einhverjum hætti, til dæmis á stein, leir, papýrus, pappír eða með

hnútaletri. Þetta gerðist á mismunandi tímum í mannkynssögunni

hjá mismunandi fornþjóðum. Að öllum líkindum voru Forn-Egyptar

með þeim fyrstu til að þróa með sér letur, Kínverjar hafa

væntanlega fylgt þétt á eftir auk þjóðanna í mánasigðinni frjósömu

(þar sem Írak stendur núna).

Tengsl hefðbundinnar mannfræði við þá fornleifafræði sem

rannsakar forsögulegan tíma hafa í gegnum tíðina verið meiri en þá

sem rannsakar söguleg samfélög.

Eina leiðin til að skoða hvernig mannleg menning hefur breyst í

gegnum aldirnar og árþúsund er að tileinka sér aðferðir

forsögulegrar fornleifafræði. Með þessum aðferðum er reynt að

Page 11: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

11

rýna í hvernig fólk lifði og bjó í árdaga, hvaða tækniþekkingu menn

bjuggu yfir, hvaða sjúkdómar herjuðu á fólk og hvert samspil

manns og umhverfis var á hverjum stað og tíma.

Önnur mikilvæg spurning sem fræðimenn hafa lengi velt fyrir sér

er hvers vegna fyrstu borgríkin þróuðust og hvers vegna þau

lögðust í eyði. Hvernig stóð til dæmis á því að slíkt fyrirkomulag

þróaðist með sjálfstæðum hætti ekki á einum eða tveimur stöðum

í heiminum, heldur fjórum, í kringum Níl, í núverandi Írak, í Kína og

í Suður Ameríku? Mörgum spurningum er enn ósvarað og hlýtur

þetta að teljast eitt af mest spennandi sviðum mannfræðinnar,

þótt ekki gefist rými fyrir miklar pælingar í þá veruna í þessari

kennslubók (Peoples & Bailey, 1988).

Mannfræði tungumála

Málfræðin er sú vísindagrein sem leitast við að bera saman

tungumál, hvernig þau eru samansett, hljóðfræði þeirra og hvernig

merking er búin til. Málfræðin reynir einnig að greina hvernig

tungumál er skyld og hvernig þau hafa þróast í gegnum tíðina

(tungumálum í Evrópu er til dæmis skipt niður í rómönsk mál og

germönsk mál).

Mannfræði tungumála reynir fyrst og fremst að skilja hvernig

samband tungumáls, hugsunar og menningar er háttað. Hvernig

skyldi til dæmis standa á því að íslendingar lögðu af þéringar um

miðja 20. öld? Hvaða breytingar á samfélaginu endurspeglar það?

Þetta gæti verið tilkomið vegna þess að þérun á Íslensku gefur til

kynna hverrar stéttar menn séu. Maður þérar yfirboðara sinn, eða

manneskju sem maður þekkir lítið. Því má halda fram með

allgóðum rökum að um miðja tuttugustu öldina hafi fjarlægðir á

milli manna í félagslegum skilning minnkað. Að minni munur hafi

verið talin á þeim sem stundaði verkamannavinnu og þeim sem

stundaði skrifstofuvinnu svo dæmi sé tekið. Þess vegna hafi menn

„tekið í mál“ að leggja þéringar af (Peoples & Bailey, 1988).

Til umhugsunar: Undir hvaða kringumstæðum finnst þér eðlilegt

að þéra fólk?

Page 12: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

12

Þannig endurspeglast breytingar á menningu og samfélagsgerð í

því hvernig menn nota tungumálið. Margir mannfræðingar sem

hafa rannsakað tungumálið vilja einnig halda því fram að menning

mannsins og tungumálin sem hann talar sé uppbyggð á sama hátt.

Þessar kenningar eru um margt of flóknar til að fjalla um þær hér,

en áhugasömum er bent á að kynna sér verk franska

mannfræðingsins C. Lévi-Strauss (Levi-Strauss, 1969).

Félagsmannfræði

Félagsmannfræðin (eða socio-cultural anthropology) eins og hún

nefnist á ensku skiptist niður í allmörg svið eftir því á hvaða sviði

mannlegrar hegðunar menn rannsaka í hvert skipti. Algjör óþarfi er

að fara út í slíkar hártoganir hér, heldur er ætlunin að greina frá

meginviðfangsefni félagsmannfræðinnar, sem er að rannsaka

mannlega menningu, hegðun og félagsgerð.

Ef þú hefur tekið áfanga í félagsfræði lesandi góður, þá sérðu

vafalaust í hendi þér að þessi skilgreining félagsmannfræðinnar er

alls ekki svo ólík skilgreiningu félagsfræðinnar sjálfrar. Það sem

skilur þó á milli félagsmannfræði og félagsfræði er einkum tvennt.

Annarsvegar þær aðferðir sem þessar tvær greinar beita, og

hinsvegar þau samfélög sem þær rannsaka.

Á meðan félagsfræðin hefur í meira mæli beint sjónum sínum að

hinum iðnvædda vestræna heimi, og þeim stóru þjóðfélögum sem

þar er að finna hefur félagsmannfræðin rannsakað miklu smærri

einingar, oft hópa sem er tiltölulega einangraðir landfræðilega og

frekar fámennir. Margar klassískar rannsóknir mannfræðinga eru

til marks um þetta.

Síðari tíma mannfræðingar hafa þó í auknum mæli beint sjónum

sínum að sínum eigin samfélögum (flestir þeirra eru upprunnir frá

Evrópu eða öðrum vestrænum ríkjum), en þó með þeim

formerkjum að þeir nota aðferðir og hugtök mannfræðinnar til að

greina viðkomandi samfélög. Margar mjög athyglisverðar

rannsóknir hafa verið framkvæmdar með þessum aðferðum, og

hefur til dæmis komið í ljós að viðbrögð fólks við veikindum og

Page 13: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

13

hugmyndir um sjúkdóma eru um margt skyldar þótt samfélög

manna séu ólík (Peoples & Bailey, 1988).

Þessi munur á stærð og staðsetningu viðfangsefna félagsfræðinnar

og mannfræðinnar hefur endurspeglast einna best í þeim

aðferðum sem fræðimennirnir hafa beitt í gegnum tíðina.

Félagsfræðin hefur eins og áður hefur komið fram rannsakað

mannmörg samfélög. Þetta hefur leitt það af sér að menn hafa

beitt ýmiskonar aðferðum þar sem stuðst er við tölfræði af ýmsu

tagi. Félagsfræðingar hafa til dæmis rannsakað viðhorf, skoðanir

og hegðun með spurningalistum, símakönnunum og

viðhorfshópum (focus groups). Þetta á ágætlega við í löndum eins

og Bandaríkjum Norður Ameríku, Frakklandi og víðar. Hætt er þó

við að þessar aðferðir dugi skammt þegar verið er að gera

rannsókn meðal einangraðs hóps í miðjum Amazon skógi, og hægt

er að tína ýmislegt til í því sambandi: Tungumálaerfiðleika,

ókunnugleika á samfélaginu (hvaða viðhorf er til dæmis rétt að

spyrja um og hvernig?) mannfæðar, ólæsis o.s.frv (Giddens,

Sociology, 1989).

Mannfræðingar hafa því þurft að þróa með sér annarskonar

aðferðir og þar ber helst að telja svokallaðar þátttökuathuganir

eða etnografíu (eftir etnos = maður og grafía eftir graphos =

skrifa). Í því felst í stuttu máli að viðkomandi mannfræðingur sest

að tímabundnir á því svæði sem um ræðir og gerir sér far um að

reyna að kynnast fólkinu og aðstæðum þess sem best. Í því felst

auðvitað að viðkomandi fræðimaður þarf að læra tungumálið sem

talað er á staðnum tali hann það ekki fyrir. Þetta er auðvitað

gífurlega krefjandi aðferð, og þess eru dæmi að mannfræðingar

hafi ekki snúið aftur úr slíkum ferðum (Peoples & Bailey, 1988).

Page 14: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

14

Verkefni úr kafla 1.

Skilgreindu eftirfarandi hugtök:

Heildarhyggja

Samanburðarhyggja

Afstæðishyggja

Líkamsmannfræði

Fornleifafræði

Etnografía

Fjölkvæni

Einkvæni

Svaraðu eftirfarandi spurningum:

Hvernig hefur afstæðishyggjan mótað hugmyndir mannfræðinga

um önnur menningarsvæði?

Hver eru helstu viðfangsefni félagsmannfræðinnar?

Hvaða munur er á rannsóknaraðferðum félagsmannfræðinnar og

félagsfræðinnar?

Page 15: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

15

2. Menningarhugtakið

Öll umræða innan mannfræðinnar snýst að einhverju leyti um eitt

hugtak: menningu. Mannfræðin hefur þó annan skilning á þessu

hugtaki en almennt gengur og gerist í samfélaginu, þ.e.

mannfræðingar nota hugtakið á víðtækari hátt, þeir eiga ekki

einungis við leikhús, málaralist, tónlist og þessháttar þegar þeir

tala um menningu, heldur einnig við hluti sem hver og einn fæst

við í sínu daglega lífi, siði, viðmið og tæknilega þekkingu svo lítið

eitt sé nefnt.

Aðrar fræðigreinar fjalla einnig um það hvernig fólk hefur

samskipti sín á milli og hvernig manneskjur læra inn á hverja aðra.

Félagsfræðingar hafa til dæmis fjallað töluvert um félagsmótun í

rannsóknum sínum og eiga þá við það ferli sem fer í gang þegar

ung manneskja lærir að umgangast aðra samkvæmt þeim reglum

gengur og gerist innan þess samfélags sem viðkomandi elst upp í.

Sálfræðin fjallar einnig um það hvernig við lærum hluti með því að

horfa á annað fólk og hafa samskipti við það, má þar benda á

athyglisverðar kenningar A. Bandura um félagsnám í því sambandi.

Formlegar skilgreiningar

Áður en lengra er haldið er best að skilgreina fyrirbærið menning

formlega, og fara svo í hvern hluta skilgreiningarinnar nánar.

Menning er: Félagslega miðluð þekking sem hópur af fólki deilir

með sér (Peoples & Bailey, 1988).

Félagslega miðuð

Hvað merkir það í raun að eitthvað sé félagslega miðlað? Í

grunninn eru til tvær tegundir af námi: það sem við lærum af

sjálfum okkur með því að prófa okkur áfram (sumir vilja meina að

umhverfið kenni okkur það með því að nota svokallaðar

skilyrðingar, en við förum ekki út í þá sálma hér) og svo það sem

við lærum af öðru fólki, þ.e. félagslegt nám.

Það að læra hluti af öðrum hefur ýmsa kosti. Maður þarf ekki að

eyða eins miklum tíma í að prófa sig áfram, maður getur

Page 16: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

16

einfaldlega gengið að einhverjum sem hefur reynslu og spurt, eða

beðið hann að sýna sér hvað maður á að gera sem er á margan

hátt betra.

Þetta hefur einnig þann kost að reynsla kynslóðanna safnast

saman í einskonar gagnabanka sem einstaklingar geta síðan nýtt

sér við dagleg störf. Tökum bara hversdagslega hlut fyrir eins og

tölvutæknina. Það að hægt sé að smíða hlut eins og einkatölvur er

niðurstaða margra alda af tilraunastarfsemi með efni, hluti og

hugmyndir, þar sem ein uppgötvun er nýtt til að prófa sig áfram

með aðra hluti. Þannig má segja að öll nútímatækni sé byggð upp

með því að vísindamennirnir standi hver á annars öxlum svona

fræðilega séð.

Það ferli sem notað er við að koma þekkingu á milli kynslóða hafa

mannfræðingar nefnt menningarmótun (enculturation).

Menningarmótun merkir það einfaldlega að hinir eldri kenna

hinum yngri á veröldina, ekki einungis hvað tæknileg atriði varðar

heldur einnig tungumálið, siði, sögur, samskiptahætti og svo má

lengi telja (Peoples og Bailey 1988, Giddens 1989).

Þó gerist það alltaf öðru hvoru að svokallað kynslóðabil

(generation gap) myndast. Kynslóðabil getur myndast þegar

þekking eldri kynslóðarinnar á ekki lengur við, eða er hreinlega ekki

til staðar. Slíkt getur komið upp á þegar aðstæður í samfélaginu

breytast mikið og snögglega, við skoðuðum dæmi um tölvutækni

hér á undan og það á einnig við hér, það var ekkert í reynslu fyrri

kynslóða sem bjó íslenskt samfélag undir þá miklu breytingu sem

varð að starfi fólks eftir að tölvutæknin kom fram; þar er vissulega

um kynslóðabil um að ræða.

Alnæmisfaraldurinn er einnig dæmi um nokkuð sem getur valdið

kynslóðabili í þekkingu. Sum svæði í Afríku (til dæmis í Tansaníu)

hafa orðið svo illa úti að heil kynslóð af fólki (á aldrinum 20 – 40

ára) er varla nema svipur hjá sjón. Börn alast að mörgu leyti upp

hjá ömmu og afa ef það er þá einhver til að sjá um þau. Börn sem

alin eru upp undir þessum kringumstæðum missa af mjög

Page 17: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

17

mikilvægu tækifæri til að kynnast hvernig hlutir eru framkvæmdir

og hætta er á að börnin alist upp í einhverskonar menningarlegu

tómarúmi (Setel, 1999) (þetta á einnig að einhverju leyti við um þá

sem eru teknir í her mjög ungir og kynnast engu nema ofbeldi)

Félagsleg miðlun þarf ekki endilega að miðlast niður. Hún getur

einnig borist á milli menningarsamfélaga með útbreiðslu

(diffusion). Með hugtakinu útbreiðsla (nánar verður fjallað um

hugtakið í kafla hér á eftir) er átt við að siðir og þekking geti borist

á milli menningarsvæða með þeim hætti að fólk kynnist siðum, trú

og viðhorfum annarra og taki þau upp að einhverju eða öllu leyti.

Menn hafa það fyrir satt nú á dögum að heimurinn sé alltaf að

verða minni (sem er varla rétt mælt í kílómetrum) og það er

vissulega rétt í menningarlegum skilningi, við eru sífellt í sambandi

við fólk frá ýmsum stöðum í heiminum, og fáum fréttir víða að.

Fatatíska í Bandaríkjum Norður Ameríku hefur miklu meiri áhrif á

tískuna á Íslandi heldur hvernig menn klæddu sig hér á árum áður,

og tískan er fljót í förum (Peoples & Bailey, 1988).

Til umhugsunar: Hvers vegna skiptir tískan í BNA meira máli á

Íslandi heldur en tískan í Zimbabwe?

Þekking

Þegar við tölum um menningarlega þekkingu fólks á veröldinni

erum við að tala um þekkingu sem fólki finnst í raun og sann að sé

hafinn yfir allan vafa. Eitthvað sem við finnum að sé satt og rétt.

Hvers vegna heldur þú til dæmis að það hafi verið erfitt fyrri

stofnanir eins og miðaldakirkjuna að kasta þeirri trú frá sér að

jörðin sé flöt? Menn einfaldlega vissu það á sínum tíma að hún

væri flöt, nokkuð sem menn töldu sig sjá með eigin augum.

Dæmið hér að ofan er býsna skemmtilegt að því leyti að það segir

okkur mjög mikið um eðli menningarlegar þekkingar.

Menningarleg þekking er nefnilega eitthvað sem fólk hefur fyrir

satt og trúir því að það sé satt, en hvort það standist gagnrýna

vísindalega skoðun er allt annar hlutur (Berger & Luckmann, 1966).

Page 18: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

18

Menningarleg þekking er því afstæð á milli samfélaga, en hún gerir

meðlimum sama hóps kleyft að skilja hegðun og merkingu hvers

annars.

Menningarleg þekking þarf allavega að vera það nákvæm og að

virka það vel að fólk fái þrifist á þeim stað sem það býr á. Hvað

gerðist til dæmis með Íslendingabyggðina á Grænlandi? Hvers

vegna hvarf hún? Í raun og sanni veit það enginn, fólki bara

fækkaði um langt tímabil og svo hvarf fólkið með öllu og enginn

veit hvert. Samt sem áður er ýmislegt vitað. Það er til dæmis vitað

að hitastig lækkaði nokkuð á jörðinni um þessar mundir. Einnig er

það vitað að norrænir menn gerðust ekki veiðimenn að sama skapi

og þeir Ínúítar sem fyrir voru á svæðinu, heldur voru áfram

bændur, nokkuð sem virðist hafa komið þeim í koll (Guðmundsson

G. J., 2005) (Vilhjálmsson, 1987).

Menningarleg þekking þarf einnig að vera rökleg í eðli sínu, það er

ekki hægt að standa frammi fyrir einhverjum þeim veruleika á

hverjum degi að þekking manns á veröldinni reynist haldlítil.

Miðaldamenn gátu til dæmis haldið þessu fram að jörðin væri flöt

af þessum sökum, menn sáu þetta með eigin augum. Í dag er

hinsvegar erfiðara að halda þessu fram af nákvæmlega sömu

ástæðu, við höfum mikið að gögnum sem sanna fyrir hið fólki hið

gagnstæða, að jörðin sé hnöttur (Vilhjálmsson, 1987).

Fólk reynir þó oft að fremsta megni að halda í trú sína eða

þekkingu á veröldina í lengstu lög. Regndans gæti þjónað okkur

sem dæmi um slíkt. Segum sem svo að þjóðflokkur einn noti

regndansa til að hjálpa náttúrunni aðeins af stað þegar svo illa

stendur á að það hafi ekki rignt þegar ræktun manna þarf á því að

halda. Dag einn er regndansinn framkvæmdur en árangurinn lætur

á sér standa. Þá standa menn frammi fyrir nokkrum kostum; Menn

geta kastað trú sinni á regndansa, fundið eftiráskýringar eins og að

óvinir hafi notað öflugan galdur til að koma í veg fyrir að

regndansinn virki, of öflugan fyrir venjulegan regndans, eða að

regndansinn þurfi bara smá tíma til þess að fara virka almennilega,

regnið komi víst (Peoples & Bailey, 1988).

Page 19: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

19

Til umhugsunar: Getur þú hugsað upp eitthvert dæmi um svipaða

trú úr þínum eigin umhverfi?

Sem fólk deilir með sér

Menning virkar ekki nema menn deili henni með öðrum. Hún er

tæki hópsins til að komast af í óblíðri veröld. Þess vegna er út i hött

að tala um það að menn búi sér til einkamenningu. Slíkir

einstaklingar geta ekki á merkingarbær tjáskipti við aðra menn,

hegðun þeirra og tal yrði óskiljanlegt og hugmyndir þeirra þegar

þeir næðu að tjá okkur þær yrðu okkur framandi (Berger &

Luckmann, 1966).

Slíkir einstaklingar eru einfaldlega stimplaðir sem veikir á geði, á

miðöldum hefðu þeir verið taldir vera haldnir illum anda. Þetta

kann að virðast harkalega sagt, en eftir stendur að til þess að gera

sig skiljanlega þarf fólk að hafa einhvern hóp til að gera sig

skiljanlegan við (Berger & Luckmann, 1966).

Í samfélögum nútímans eru að vitaskuld til margir hópar með

önnur gildi, aðra sögu og tala jafnvel önnur tungumál heldur en

menn tala almennt í hinu stærra samfélagi sem umlykur þá.

Þessa hópa flokkar mannfræðin sem menningarkima.

Menningarkimi samanstendur semsagt af fólki sem sker sig úr

menningarlega frá öðrum þegnum þess lands sem þeir búa í.

Skiptingin getur verið tilkomin vegna kynþáttar, uppruna,

tungumáls, trúarbragða o.sv.frv (Peoples & Bailey, 1988).

Mikið hefur borið á umræðu um hið svokallaða

fjölmenningarsamfélag á undarförnum árum. Með hugtakinu er átt

við að fólki innan hinna ýmsu menningarkima (sérstaklega þeim

sem hafa mjög ólíkan menningarlegan bakgrunn en landið í heild)

hefur fjölgað mikið undanfarinn 50 ár í Evrópu og Bandaríkjum

Norður Ameríku. Þetta kalli á aðra hugsun í sambandi við samskipti

þegna hinna ýmsu landa sín á milli og samskipti ríkisins við þá

þegna sína sem ekki eru ættaðir af svæðinu. Fólk þurfi að vera

tilbúnara en áður að sýna umburðarlyndi, og ríki og sveitarfélög

Page 20: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

20

þurfi að stuðla að bættum tækifærum nýrra þegna til að aðlagast

nýju landi (Parekh, 2005).

Vandamálin eru þó til staðar og mörg hver mjög alvarleg. Hvað

með þá hegðun hinna nýju þegna sem öðrum íbúum landsins

finnst vera mjög óæskilegar, eins og til dæmis hvað varðar

samskipti kynja og kröfur minnihlutans um að hinum ýmsu

trúarhefðum sem þeir hafa haft með sér frá gamla landinu sé

hafðar í heiðri í því nýja (Parekh, 2005).

Til umhugsunar: Á að láta foreldra komast upp með það að velja

maka handa börnum sínum á unga aldri og gifta þau áður en þau

komast á lögaldur? Skiptir lögaldur máli í þessu sambandi?

Menningarleg þekking

En hvaða færni er þetta þá sem menningin gefur okkur? Hún er af

ýmsu tagi og má fyrst nefna ýmiskonar tæknilega þekkingu sem

fyrri kynslóðir hafa safnað að sér og skilað til okkar sem nú lifum.

Mikið af þessari þekkingu er öllum aðgengilegt í gegnum

skólakerfið, sérstaklega nú í seinni tíð (frá byrjun 20. aldar á

Vesturlöndum). Annað einfaldlega lærum við í uppvextinum af

foreldrum okkar.

Þrátt fyrir uppbyggingu skóla víða um heiminn er margskonar

tækniþekking einungis til staðar á ákveðnum stöðum, í fyrirtækjum

og hjá þeim sem hafa stundað ýmiskonar iðnir lengi. Þessari

þekkingu er viðhaldið af einhverskonar meistarakerfi og flokkast

því sem esóterísk, þ.e. það eru einungis fáir einstaklingar af hverri

kynslóð sem geta átt þess kost að tileinka sér þá þekkingu sem um

ræðir (Peoples & Bailey, 1988).

Viðmið og gildi eru einnig hluti af þeirri þekkingu sem berst á milli

kynslóða. Gildi eru þær hugmyndir sem fólk hefur um það sem er

rétt (siðferðilega) og æskilegt fyrir sjálft sig og annað fólk. Sem

dæmi um gildir má nefna heiðarleika. Á Íslandi og reyndar um

heim allan er það gildi mjög sterkt að fólk skuli sýna heiðarleika í

samskiptum sínum við aðra. Hvað í því felst er þó mismunandi eftir

menningarsvæðum, hugtakið tekur á sig þá merkingu sem passar

Page 21: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

21

aðstæðum hópa og einstaklinga hverju sinni. Viðmið aftur á móti

eru þær reglur sem við getum dregið þeim gildum sem sá hópur

sem við tilheyrum viðurkennir. Til að skýra þetta nánar getum við

haldið áfram að taka hugtakið heiðarleika sem dæmi: Við stelum

ekki vegna þess að við viljum vera heiðarleg. Þannig er viðmiðið:

„þú skalt ekki stela“ dregið af gildinu heiðarleiki (Peoples & Bailey,

1988).

Við lærum einnig að skilja hegðun annarra í gegnum menningu

okkar. Við lærum að lesa í látbragð, blæbrigði raddar og hvað orð

þýða. Það er nefnilega þannig að það sem við gerum og segjum

getur í sjálfu sér þýtt hvað sem er, þ.e. það er samkomulag milli

fólks innan sömu menningar hvað þetta og hitt þýðir. Hér erum við

komin að ákaflega merkilegu hugtaki, hugtaki sem mannfræðingar

hafa lengi velt fyrir sér, og eru í raun ákaflega uppteknir af.

Hugtakið sem hér um ræðir er tákn. Tákn getur verið í raun hvað

sem er. Orðin sem þú ert að lesa eru tákn. Það er ekkert við stafinn

„A“ sem segir í sjálfu sér að akkúrat sá stafur eigi á tákna hljóðið

„A“. Það er hinsvegar samkomulag um að svo sé (Berger &

Luckmann, 1966). Þannig virka öll tákn í raun, hvort sem þau eru

hljóð, látbragð, föt eða jafnvel byggingar. Hvernig þekkir þú til

dæmis lögregluþjón frá öðru fólki? Hvaða tákn hafa verið saumuð

á fötin hans (sem eru tákn í sjálfu sér)?

Með táknum og þeim sameiginlega skilningi sem þeim fylgir getum

við svo gengið skrefinu lengra og skipt heiminum niður í kerfi sem

okkur finnst passa röklega saman. Þetta kalla félagsvísindamenn að

raunveruleikinn sé félagslega skilgreindur, vegna þess að

flokkunarkerfið sjálft verður einskonar sannleikur fyrir okkur.

Við skulum skoða þetta útfrá einföldu dæmi; andatrú. Víða í

heiminum er því trúað að manneskjan búi yfir einhverskonar

kjarna sem sé ekki bundinn líkamanum, sé jafnvel hafin yfir

líkamlegan dauða manneskjunnar. Því er trúað á mörgum

menningarsvæðum að andar þeirra sem látnir vaki yfir þeim sem

Page 22: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

22

eftir lifa og hafi skoðanir á því hvað þeir gera og segja. Þeir sem

aldir eru upp við þessar skýringar á heiminum og hvers vegna

hlutirnir séu eins og þeir séu taka því sem gefnum hlut að andar

forfeðranna geti refsað einstaklingum og samfélaginu í heild sinni

sé siðum ekki fylgt til hins ýtrasta. Með öðrum orðum andar

forfeðranna eru raunverulegir. Sá sem ekki er alinn upp við þessar

hugmyndir, eða hefur seinna í lífinu tekið upp aðrar skýringar á

raunveruleikanum myndi hafna þessum hugmyndum sem

raunverulegum, heimsmynd viðkomandi er önnur (Peoples &

Bailey, 1988).

Með hugtakinu heimsmynd er átt við það hvernig manneskja

upplifir og túlkar þann raunveruleika sem hún býr við. Heimsmynd

fólks er komin undir því hvernig við flokkum niður hina félagslegu

og náttúrulegu veröld sem umlykur okkur. Með heimsmynd er

einnig átt við það hvernig fólk staðsetur sjálft sig og mannkynið í

heild sinni í alheiminum (eða eins og sumir myndu segja;

sköpunarverkinu) (Peoples & Bailey, 1988).

Trúarhugmyndir okkar eru hluti af heimsmyndinni. Hvaða atburðir

leiddu til þess að mannkynið varð til? Hver er staður mannsins í

sambandi við náttúrunna, er hann hluti af henni? Er okkur ætlað

að drottna yfir nátúrunni eða erum við duttlungum hennar

ofurseld? Hvernig virkar alheimurinn? Hvað þurfa menn að gera til

að ná stjórn á atburðarásinni? Er það yfirleitt hægt?

Þessum spurningum og mörgum fleiri er trúarbrögum manna

ætlað að svara, og svörin verða óðaðskiljanlegur hluti af

heimsmynd okkar. Frumbyggjar Ástralíu hafa til dæmis lagt áherslu

á að maðurinn sem vera sé hluti af náttúrunni og tilheyri landinu

frekar en öfugt. Kristni aftur á móti, hefur í anda gyðingdómsins

lagt áherslu á að drottinn hafi fært manninum veröldina til að

stjórna og uppfylla. Hvorug heimsmyndin er „rétt“ heldur verður

að skoðast í miklu stærra samhengi, og það samhengi er einungis

að finna í aðstæðum og menningu fólksins sjálfs (Peoples & Bailey,

1988).

Page 23: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

23

Page 24: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

24

Verkefni úr kafla 2.

Skilgreindu eftirfarandi hugtök:

Menning

Menningarmótun

Kynslóðabil

Útbreiðsla

Regndans

Menningarkimi

Menningarleg þekking

Gildi

Viðmið

Svaraðu eftirfarandi spurningum:

Hvað er átt við með því að menning sé félagslega miðuð?

Hvers vegna er ekki hægt að skýra öll sambærileg atriði milli

menningarsvæða með útbreiðslu sviða?

Hvað kom fyrir norræna menn á Grænlandi?

Hvað héldu menn að væri að einstaklingum sem ekki var hægt að

skilja? Hvernig var farið með slíkt fólk, og hvaða skilning leggja

menn í slíka hegðun nú á dögum?

Hvað er átt við með hugtakinu heimsmynd?

Page 25: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

25

3.Þróun mannsins

Eins og áður hefur komið fram fjallar félagsmannfræðin um það

sem menn hafa lært að gera og eru að gera með það að markmiði

að lifa af, í einu orði nefnt menning. Hvaða tengsl eru á milli

menningar og líffræði mannsins? Var þróun mannsins komin undir

menningunni? Var þessu kannski öfugt farið, er menningin tilkomin

vegna líkamsbyggingar mannsins?

Lífmenningarlegt sjónarhorn (biocultural view)

Svar líkamsmannfræðinnar við þessum spurningum, eða kannski

aðferð líkamsmannfræðinnar við að svara þeim er að notast við

það sem hefur verið kallað lífmenningarlegt sjónarhorn. Það felur

það í sér að ef við værum ekki komin af prímötum þá hefði

menningin ekki ná að þroskast. Ef forfeður okkar og mæður hefðu

ekki þroskað með sér menninguna hefði líkami okkar ekki þróast á

þann hátt sem hann gerði. Þetta tvennt er því tengt órjúfanlegum

böndum (Haviland, 1983).

Líkamsbygging okkar er því ekki tilviljun. Heili mannsins gerði

tegundinni kleift að þroska með sér menninguna sem aftur á móti

kallaði á breytingar á líkamsgerð hans, til dæmis á þróun handa og

breytingar á byggingu andlits. Þessar breytingar aftur á móti gerðu

kröfur til frekari andlegrar virkni sem kölluðu á stærri heila.

Líkamsbygging okkar er því tilkomin vegna sífelldrar endurgjafar

milli líkama og menningar þar sem menn hafa nýtt sér til fullnustu

þá möguleika sem felast í menningarlegri aðlögun að umhverfi sínu

(Haviland, 1983).

Við finnum ekki bara upp verkfæri og tungumál og látum okkur

detta í hug listir og vísindi, við erum sjálf afurðir þessara atburða

og hluta.

r og K val.

Almennt má segja að tegundir geti farið tvær leiðir í aðlögun sinni

að umhverfinu. Annars vegar að treysta eingöngu á

erfðafræðilegan fjölbreytileika og treysta því að þeir sem bera í sér

heppileg gen komist á legg og fjölgi sér. Til að ná fram þessu

Page 26: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

26

markmiði eignast hver einstaklingur mikinn fjölda afkvæma sem

dýrið skilur oftast eftir og heldur sína leið eftir klak. Þessi aðferð

við að koma afkvæmum í heiminn nefnist r val. Skordýr af ýmsu

tagi eru meistarar í þessu, svo og fiskar.

Prímatar „fjárfesta“ mikið í hverju og einu afkvæmi sínu.

Fjárfestingin er meðal annars fólgin í því að foreldri kennir afkvæmi

sínu þær aðferðir sem foreldrið hefur lært til að bjarga sér. Oftar

en ekki halda dýrin einnig saman eftir að afkvæmin eru komin á

legg. Þetta nefnist K val og fyrirfinnst hjá dýrum sem hafa tamið

sér félagslega lifnaðarhætti eins og úlfar, ljón og prímatar

(Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Það er ljóst að þessar tvær aðferðir við aðlögun hafa sína kosti og

galla. Þær tegundir sem nota r val geta aðlagast fljótt og vel þegar

um minniháttar breytingar á umhverfinu er að ræða.

Tegundir sem nota K val eru oftar en ekki viðkvæmari fyrir mjög

miklum afföllum vegna umhverfisbreytinga, en aftur á móti sýna

einstaklingar þessara tegunda oft mjög mikla aðlögunarhæfni

(Haviland, 1983).

Prímatar

Menn hafa þróast á mjög löngum tíma. Að grunninum til eru apar,

mannapar og menn allir komnir af sama stofni, við erum prímatar.

Prímatar hafa nokkur einkenni sem fyrirfinnast hjá öllum

tegundum prímata að meira eða minna leyti. Alls er um 13

einkenni að ræða, en hafa verður í huga að einkenni þessi teljast

vera tilhneiging, þ.e. einkennin fyrirfinnast í mismiklum mæli hjá

hverri tegund fyrir sig. Einkennin eru eftirfarandi:

1. Bæði hendur og fætur hafa fimm fingur og fimm tær. Þetta á

við allar tegundir prímata, þrátt fyrir að sumar tegundir hafi

minnkaðan þumalfingur (þetta á t.d. við um kóngulóarapa)

eða vísifingur (t.d. refapa).

Page 27: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

27

2. Allar prímatategundir hafa neglur í staðin fyrir klær. Þetta

gefur prímötum færi á að grípa um hluti eins og trjágreinar,

og er ein af forsendum nákvæmisgrips mannsins.

3. Hendur prímata eru mjög sveigjanlegar og góðar til grips.

Þetta er nátengt þeim atriðum sem nefnd hafa verið hér á

undan, það að hafa neglur og fimm fingur.

4. Allar tegundir prímata sýna tilhneigingu til þess að hafa efri

hluta búksins uppréttan. Þessi tilhneiging kemur berlega í

ljós þegar dýrin sitja, standa og stökkva. Þetta kemur einnig

fram hjá nokkrum tegundum þegar dýrin ganga (til dæmis

mannapar og menn).

5. Allir prímatar hafa haldið viðbeininu, nokkuð sem er ekki

algengt í núverandi spendýrum, sérstaklega þeim sem ganga

á fjórum fótum. Tilgangur viðbeinsins hjá prímötum er að

stuðla að auknum sveigjanleika axlarinnar.

6. Tennur prímata eru tiltölulega óbreyttar frá upphafi, og á

þetta sérstaklega við um jaxla. Tennur prímata hafa í raun

ekki þróast mikið, og alls ekki jafn mikið og hjá þeim

spendýrum sem eru jurtaætur.

7. Mataræði prímata einkennist í raun af því að þeir eru

alætur, þeir leggja sér það til munns sem þeir finna og veiða,

jurtir, rætur, hræ og bráð. Þetta skýrir einnig hvers vegna

tennur prímata eru jafn upprunalegar og raun ber vitni,

mynstur og gerð tanna þeirra þarf að veita eigandanum

sveigjanleika í mataræði.

8. Almennt séð hefur trýni prímata minnkað í þróunarferli

þeirra, þar sem lykt skiptir þá minna máli en aðrar

dýrategundir. Þetta endurspeglast líka í heila þeirra, en sá

hluti heilans sem sér um lyktarskyn hefur minnkað

hlutfallslega miðað við önnur skynfæri.

9. Það sama verður ekki sagt um sjónina. Prímatar hafa lagt

mjög mikla áherslu á að þróa sjónskynjun, enda eru þau

svæði sem sjá um sjónræna úrvinnslu háþróuð í þeim. Þetta

kemur auðvitað til af því að þeir hafa lagt undir sig trén en til

þess að það sé mögulegt þurfa dýrin að hafa háþróað

Page 28: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

28

dýptarskyn. Þetta er framkvæmt þannig að sjónsvið

augnanna skarast, þannig að bæði augu senda mynd af sama

hlutnum til heilans. Þetta verður til þess að heilinn getur

dæmt um fjarlægð hluta af mikilli nákvæmni. Annað sem

einkennir sjónskynjun prímata er litasjón, en talið er að

flestar tegundir prímata búi yfir henni, ef frátalin eru

nokkrar tegundir sem eru næturdýr.

10. Prímataheilinn hefur haft tilhneigingu til stækkunar (þetta á

reyndar við um flest spendýr, en sértaklega um prímata) .

Þetta kemur sérlega vel í ljós þegar skoðaður er litli heili

(cerebellum), hreyfisvæði (motor cortex) auk svæða sem sjá

um hugræna úrvinnslu.

11. Prímatar hafa þroskaðri fylgju, lengri meðgöngu (þar sem

almenna reglan er sú að aðeins eitt fóstur þroskist í einu) og

almennt er ævilengd dýranna meiri.

12. Tegundirnar hafa þróað með sér flókna lærða hegðun sem

hluta af aðlögun sinni að umhverfinu. Þetta gerir það að

verkum að ungviði er lengur háð foreldrum sínum. Með

örðum orðum, tegundirnar „fjárfesta“ meira í hverjum og

einum einstakling, í stað þess að treysta á fjölda (sjá fyrr í

þessum kafla).

13. Fullorðin karldýr eru oftar en ekki hluti af hópnum í stað

þess að verða einfarar.

(Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002)

En hvaða kraftar voru að verki sem gerðu það að verkum að

tegundir eins og Simpansar, Fjallagórillur og Homo Sapiens

(Vitmaður) þróuðust frá frumstæðum prímötum á stærð við

húskött? Til þess að skilja þessar miklu breytingar (við höfðum

reyndar tímann með okkur, þessi þróun hefur tekið um 65 milljón

ár) þurfum við að skoða þróunarkenningu Darwins.

Þróunarkenningin

Darwin var ekki fyrsti maðurinn til að velta fyrir sér þeim

möguleika að tegundir hefðu ekki sprottið fram úr huga skaparans

Page 29: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

29

fullbúnar í núverandi mynd. Reyndar má segja að Darwin hafi

fengið hugmyndina í arf, því afi hans Erasmus Darwin skrifaði á

sínum tíma grein til varnar hugmyndinni. Einnig hafði franskur

vísindamaður Lamarck sett upp skema þar sem hann reyndi að

skýra þróun tegundanna. Þessum fyrri tilraunum var fálega tekið,

ef til vill var tími hugmyndarinnar ekki kominn, en að auki mistókst

þessum höfundum að skýra hvers vegna tegundir þróuðust. Þar

kom Charles Darwin til sögunar, hann náði að tengja þessar

mismunandi hugmyndir saman í eitt auk þess sem hann bætti við

mikilvægri hugmynd: náttúruvali. Við skulum líta aðeins nánar á

kenningu Darwins eins og hann setti hana fram:

1. Tegundirnar fjölga sér hraðar en fæðuframboðið eykst.

2. Allar lifandi verur sýna fjölbreytileika, engar tvær lífverur eru

eins.

3. Vegna þess að fleiri einstaklingar verða til en geta lifað af, er

samkeppni milli þeirra um þær bjargir sem þeir þurfa til að

lifa af. Samkeppnin ýtir undir það að þeir sem hafa bestu

eiginleikanna í einhverju gefnu umhverfi lifa af (getan til að

hlaupa hratt, hugsa betur, líkamsstyrkur o.s.frv.).

4. Eiginleikar lífveranna erfast á milli kynslóða.

5. Með tímanum koma fram nýjar tegundir sem búa yfir

hagstæðum eiginleikum forvera sinna.

Darwin kallaði þetta ferli náttúruval. Kenning hans hefur ólíkt

mörgum öðrum staðist tímans tönn vegna þess hversu vel hún

útskýrir bæði breytingar á tegundum með tímanum og aðlögun

tegunda að umhverfi sínu (Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson,

2002).

Það sem Darwin tókst hins vegar ekki að skýra er hvers vegna það

fyrirfinnst svona mikill breytileiki innan tegunda til að byrja með,

kenning hans tekur í raun einungis á því hvernig tegundir nýta sér

þennan breytileika til aðlögunar. Þarna þurfti Darwin að játa sig

sigraðan, enginn á 19. öld gat útskýrt fyrirbærið, og var það ekki

skýrt fyrr en með tilkomu erfðafræðinnar.

Page 30: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

30

Til þess að geta skoðað erfðir þurfum við að líta nánar að

„byggingarefni mannsins“ sjálfa frumuna og hvernig hún starfar.

Fruman

Að grunninum til er mannslíkaminn búinn til úr tveimur gerðum

frumna. Annars vegar höfum við almennar frumur (sómatískar) og

hins vegar höfum við kynfrumur.

Almennu frumurnar eru byggingarblokkir allra vefja líkamans,

blóðs, vöðva, líffæra og beina. Það eru billjónir frumna í okkur og

endurnýjun þeirra er massíf. Talið er að allar frumur manna

endurnýi sig yfir sjö ára tímabil (Jurmain, Kilgore, Trevathan, &

Nelson, 2002).

Kynfrumur eru um margt líka sómatískum frumum, nema þær

gegna mjög sérstöku hlutverki, hlutverk þeirra er að koma

eiginleikum lífverunnar áfram til næstu kynslóðar, og tryggja

fjölbreytileika tegundarinnar í leiðinni. Kynfrumur eru framleiddar í

miklu magni í eistum karldýra og finnast í sæði þeirra. Kvenkyns

einstaklingar meðal manna og skyldra tegunda fæðast með sínar

kynfrumur og fjöldi þeirra er takmarkaður, en þær taka ekki út

lokaþroska sinn fyrr en á réttum tíma innan tíðahringsins, þegar

þeirra er þörf.

Hjá öllum lífverum er miðpunkt erfða að finna í kjarna frumunnar.

Kjarninn er aðskilinn frá öðrum hlutum frumunnar með örþunnri

himnu. Inni í kjarnanum er að finna svokallaðar kjarnsýrur, þar sem

allar upplýsingar um viðkomandi lífveru er að finna. Tvennskonar

kjarnsýrur eru til staðar inni í kjarnanum; svokallaðar RNA

(ribonucleic acid) kjarnsýrur og DNA (deoxyribonucleic acid)

kjarnsýrur (Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Hér gefst ekki pláss til að fjalla nánar um RNA kjarnsýruna, en RNA

gegnir m.a. lykilhlutverki við að skeyta saman og flytja til parta af

DNA kjarnsýrunni við frumuskiptingu. DNA kjarnsýran er hins vegar

flutningsmáti erfðaupplýsinganna, og beinist athygli okkar því að

henni.

Page 31: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

31

DNA

DNA er tvístrent sameind sem samanstendur af fjórum efnum eða

bösum. Þau eru Adenín (A), Gvanín (G), Sítósín (C) og Týmín (T).

Hver basi getur einungis bundist sínum félaga; andenín getur

bundist týmini og gvanín getur bundist sítósíni. Sé þessi regla

brotin verða afleiðingarnar alvarlegar (vansköpun).

Hver basi binst einnig fosfati og sykru sem mynda saman kirni. (Sjá

mynd). Kirnin tengjast síðan saman og mynda tvöfalt gormlaga

sameind sem líkist stiga sem búið er snúa upp á. Á lengdina eru

fosfötin og sykrurnar tengd saman og mynda lengd stigans, en

basapörin (A-T og S-C) mynda þverbönd stigans.

Myndin hér að ofan sýnir uppbyggingu DNA gormsins.

Fruman nýtir sér þær upplýsingar sem er að finna innan DNA

gormsins til að búa til nýjar frumur þegar venjuleg frumuskipting á

sér stað, og til að búa til fjölbreytileika þegar kynfrumur eru búnar

til.

Gen

Þeir staðir á DNA keðjunni sem eru notaðir til að geyma

upplýsingar um tiltekna eiginleika nefnast gen. Gen eru því ekki

einhverjir hlutir fljótandi um inni í frumkjarnanum, genin eru

punktar á DNA keðjunni og hluti af henni (Haviland, 1983).

Page 32: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

32

Samsæta

Þegar talað er um fjölbreytileika gena er yfirleitt vísað til

svokallaðra samsætna. Samsæta er afbrigði af sama geni, þ.e. gen

er eins og vísað var til áðan punktur á einhverjum stað á DNA

keðjunni. Samsæta er því eitthvað sem sest í sama sæti, en býr yfir

einhverjum öðrum upplýsingum sem veldur því líffræðilegum

fjölbreytileika innan tegundar. Dæmi um þetta er

blóðflokkaskipting manna, Menn geta tilheyrt blóðflokki A,B AB og

O. Allt eru þetta dæmi um samsætur.

Litningur

Undir venjulegum kringumstæðum er DNA keðjan óbundin inni í

frumukjarnanum. Erfðaefnið í þessu ástandi nefnist litni, og því

hefur verið lýst sem löngu þunnu efni sem troðið er í mjög þröngt

pláss. Reyndar hefur verið áætlað að um 1,8 metri af DNA sé troðið

inn í frumukjarnann. Þetta skýrist af því að venjulega er DNA efnið í

notkun á líftíma frumunnar.

Málið vandast hinsvegar þegar fruman þarf að skipta sér. Það

fyrsta sem gerist við venjulega frumuskiptingu (það verður farið

nánar í þá sálma síðar í þessum kafla) er að það þarf að tvöfalda

erfðaefnið. Það þarf því að pakka og skipta því erfðaefni sem er til

staðar niður í tvo eins hluta. Þetta er gert með því að skipta

erfðaefninu niður og pakka því inn í svokallaða litninga. Litningar

eru einungis til staðar þegar fruman er að skipta sér.

Þegar litningar eru til staðar líta þeir svolítið út eins og

flugvélahreyfill, þeir hafa miðju og tvo arma (sjá mynd). Mjög

mismunandi er hversu marga litninga tegundir notast við.

Ávaxtaflugan hefur 8 litninga, rækjan hefur 320 og menn 46.

Page 33: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

33

Myndin sýnir svokallað karyogram af litningum karlmanns.

Venjulega er talað um litninga sem litningapör, vegna þess að við

fáum helming erfðaefnis okkar frá föður okkar og hinn helminginn

frá móður. Þetta er best að útskýra með dæmi. Á tuttugasta og

þriðja litningapari mannsins er að finna upplýsingar um kyn okkar.

Karlar hafa þar litningasamsetninguna XY en konur XX. Y

litningurinn ræður því hvort að fóstur þroskast sem karl eða ekki,

þennan litning fá drengir eingöngu frá föður sínum vegna þess að

hann er ekki til staðar hjá móðurinni. Á Y litningunum er því að

finna flestar þær upplýsingar sem þarf til að búa til karlkyns fóstur

(Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Frumuskipting

Til þess að vaxa og viðhalda sér þarf líkami hverrar lífveru með

fleiri eina frumu að endurnýja frumur sínar. Þetta gerir líkaminn

með frumuskiptingu. Frumuskiptingin fer af stað með því að

fruman pakkar DNA keðjunni niður í litninga og gerir afrit af þeim.

Þetta tvöfaldar þann fjölda af litningum sem eru þá tímabundið til

staðar í frumunni.

Því næst skiptir fruman sér. Í sómatískum frumum verður til ný

fruma með eigin frumulíffærum og frumuhimnu. Þessi tegund af

frumuskiptingu er kölluð mítósa og afleiðing hennar verður sú að

ný fruma hefur myndast með jafn marga litninga og móðurfruman

(Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Page 34: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

34

Þegar nýir einstaklingar verða til með æxlun felur það í sér að

erfðaefni frá báðum foreldrum rennur saman og myndar hin nýja

einstakling. Það sem gerist er í raun að tvær frumur renna saman.

Ef þær frumur væru bara venjulegar frumur með öll sín litningapör

yrðu afleiðingarnar þær að afkvæmið væri með helmingi fleiri

litninga en foreldrarnir. Slíkt má auðvitað ekki gerast. Því er

sérhæfðum frumum, kynfrumunum falið það verkefni að renna

saman við aðrar kynfrumur.

Munurinn á erfðaefni kynfrumna og venjulegra frumna er

tilkominn vegna þess að það er notuð önnur aðferð við

frumuskiptinguna, svokölluð rýriskipting eða meiósa. Meiósa byrjar

eins og mítósa, þ.e. með því að tvöfalda alla litninga en þar skilja

leiðir. Kynfrumurnar halda nefnilega áfram að skipta sér, þær

„skera“ af sér helminginn af litningunum og búa til fjórar frumur í

stað tveggja, þar sem hver fruma hefur einungis 23 litninga í stað

46 áður (Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Þetta ferli hefur í raun úrslitaáhrif fyrir erfðir einstaklings. Sem

dæmi um það skulum við aftur líta til blóðflokka. Gefum okkur að

einstaklingur sé í blóðflokki A. Viðkomandi makast við einstakling í

blóðflokki O. A er ríkjandi gen, sem merkir að það kemur fram sé

það til staðar í einstaklingi, að öðrum kosti eru gen víkjandi. Gefum

okkur einnig að foreldrar þess foreldris sem er í blóðflokki A hafi

ekki verið í sama blóðflokki annað hafi verið í A en hitt í O. Þetta

merkir að okkar einstaklingur er með arfgerðina AO. Samkvæmt

þessu eru þá helmingslíkur á að viðkomandi láti afkomendum

sínum A genið í té, og helmingslíkur að O genið fari áfram. Vegna

þess að við vitum að A genið er ríkjandi og maki viðkomandi er í O

blóðflokki sem er víkjandi gen, þá eru helmingslíkur á að barnið

verði í O og helmingslíkur á að það verði í A.

Í raun er ekki hægt að segja fyrir með neinni vissu um það hvaða

gen foreldris komast áfram og hver ekki, það er einungis hægt að

leiða að því tölfræðilegar líkur (Jurmain, Kilgore, Trevathan, &

Nelson, 2002).

Page 35: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

35

Samsetning gena á litningum

Þegar sama samsæta situr báðu megin á litningapari er sagt að

viðkomandi einstaklingur sé arfhreinn (homozygous). Þegar

mismunandi samsætur sama gens sitja sitt hvoru megin á

litningapari er talað um að einstaklingurinn sé heterozygous eða

arfblendinn.

Eins og rakið hefur verið hér á undan, er DNA keðjan full af

upplýsingum um það hvernig við séum búin til. Það hefur einnig

komið fram að sum gen koma alls ekki fram í einstaklingnum sem

ber genið heldur liggja þau til baka og bíða þess að verða arfhrein

(Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Þetta á við um marga erfðasjúkdóma, sjúkdóma eins og

sigðblóðkornaleysi (sickle cell anemia). Þar er um að ræða gallað

víkjandi gen. Flestir þeir sem bera genið í sér verða þess aldrei

varir, en hluti fólks fær sjúkdóminn, eða um 25% af þeim börnum

þar sem báðir foreldrar bera í sér genið.

Við verðum því að gera greinarmun á raunverulegri erfðafræðilegri

samsetningu einstaklings og þeirri birtingarmynd erfðanna sem er

sýnileg eða kemur fram að öðru leyti. Hina undirliggjandi

samsetningu lífveranna köllum við arfgerð, og er einungis hægt að

skoða með erfðafræðilegri rannsókn, en það sem að öllu jöfnu

birtist okkur sem sjáanlegir og mælanlegir eiginleikar lífverunnar

köllum við svipgerð (Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Einstaklingar erfa einungis það sem arfgerð þeirra ber með sér.

Segjum sem svo að erfðasjúkdómur hafi skotið sér niður í einhverri

ætt. Þeir einstaklingar sem ekki bera í sér hið gallaða gen er

algjörlega óhætt að geta af sér afkvæmi, og einnig þeir sem bera í

sér genið svo fremi sem það er víkjandi og þeir makist við óskyldan

aðila. Annað mál er svo með erfðasjúkdóma þar sem um ríkjandi

gen er um að ræða eins og Huntingtons sjúkdóm, allir þeir sem

bera genið í sér veikjast og deyja langt um aldur fram (Jurmain,

Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Page 36: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

36

Stöðugleiki stofna

En hvers vegna breytast sumir stofnar lífvera og sumir ekki? Þrátt

fyrir allan þessa möguleika á fjölbreytileika sem líst hefur verið í

kaflanum fram að þessu hafa sumar dýrategundir lítið breyst í

milljónir ára, á meðan aðrar hafa tekið algjörum stakkaskiptum.

Hardy-Weinberg lögmálið segir til um hvaða aðstæður þurfa að

vera fyrir hendi til þess að stofnar dýra brytist ekki. Þegar Hardy-

Weinberg lögmálið er í gildi hafa öll gen jafnan möguleika á að

dreifa sér yfir eina kynslóð, sem merkir að heildarhlutfall ríkjandi

og víkjandi gena helst stöðugt. Það eru þó ákveðin skilyrði fyrir því

að Hardy-Weinberg haldist í gildi. Þau eru:

1. Mökun þarf að vera tilviljanakennd.

2. Stofn dýranna sem eru til staðar þarf að vera stór (Haviland,

1983).

Eins og rakið verður í kafla 6, að þá er mökun manna sjaldnast

tilviljun, heldur eru mjög mörg samfélög skipulögð samkvæmt

sifjum (sifjar er hugtak sem vísar til skyldleika manna, sú grein

mannfræðinnar sem rannsakar hvernig fólk skipuleggur sig eftir

ættum er kölluð sifjafræði) og hópar manna á forsögulegum tíma

hafa sjaldnast verið stórir, þannig að það þarf í raun ekki að

undrast að tegundin hafi breyst jafn mikið og raun ber vitni.

Þeir þættir sem helst stuðla að genabreytingum á stofnum eru

fjórir. Þar er um að ræða svokallaðar stökkbreytingar, genaflökt,

genaflæði og takmarkað makaval. Þessir þættir koma sterkir inn

þegar Hardy-Weinberg lögmálið gildir af einhverjum ástæðum ekki

lengur, eins og til dæmis að viðkomandi hópur hafi orðið fyrir

einhverskonar skakkaföllum, til forna hefur ekki þurft mikið til;

menn hafa til dæmis getað lent í erfiðum aðstæðum við veiðiskap

sem hefur þess vegna getað haft þær afleiðingar að allt að

helmingur veiðimannanna (eða fleiri) hefur ekki snúið aftur. Þetta

myndi hafa mjög takamarkandi áhrif á viðkomandi hóp varðandi

mökun; skyldleikaræktun hefur undir slíkum kringumstæðum verið

Page 37: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

37

nánast óumflýjanleg. Við þær aðstæður upphefst Hardy-Weinberg

lögmálið (Haviland, 1983).

Stökkbreytingar

Stökkbreytingar eru yfirleitt flokkaðar í tvennt: annars vegar er

talað um svokallaðar punktbreytingar, og hins vegar er talað um

litningabreytingar.

Genabreytingar sem snerta aðeins eitt kirni (punkt) í DNA-gormi

eru kallaðar punktbreytingar. Slíkra breytinga sér víða merki í

erfðaefni lífvera. Menn eru til dæmis arfblendnir um fjöldann allan

af slíkum breytingum.

Orsakir litningabreytinga má oft rekja til mistaka við

frumuskiptingu. Úrfelling á litningsbút eða tvöföldun búts getur

orsakast af óreglulegum litningavíxlum við rýriskiptingu (meiósu).

Hið sama getur átt við um umsnúning litningshluta eða yfirfærslu

erfðaefnis milli ósamstæðra litninga.

Það fer ekki á milli mála að flestar stökkbreytingar á erfðaefninu

eru til skaða og á það bæði við um litningabreytingar og

genabreytingar, erfðasjúkdómar sem koma fram í fólki hafa

flestallir byrjað sem stökkbreyting í einum einstaklingi sem að

öllum líkindum hefur ekki haft svipgerð sjúkdómsins. Það er fyrst

að þegar tveir einstaklingar sem bera báðir genið makast að

sjúkdómurinn kemur fram (Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson,

2002).

Til eru þó breytingar sem eru til gagns, til dæmis með því að þegar

prótín breytast þannig að þau starfa betur en áður við tilteknar

aðstæður. Slíkar stökkbreytingar kunna að festast með tegundinni

fyrir náttúrlegt val.

Stökkbreytingar ásamt blöndun gena milli litninga í rýriskiptingu

(meiósu) eru því í raun uppspretta þess breytileika sem náttúruval

vinnur úr.

Page 38: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

38

Genaflökt

Genaflökt hefur í raun verið lýst áður hér að ofan (sjá umfjöllun um

Hardy-Weinberg lögmálið), en það sem gerist er það að

erfðafræðileg samsetnings hóps (stofns) breytist skyndilega vegna

þess að möguleikar dýranna til mökunar þrengjast.

Hjá mannlegum verum gerist þetta þegar litlir hópar verða fyrir

áföllum eða hluti hópsins ákveður að skera sig úr hópnum. Við

slíkar aðstæður er líklegt að samsetning hópsins verði önnur en

tegundarinnar í heild vegna þess að fjölbreytileiki hópsins er minni

en hann var áður.

Hópar veiðimanna og safnara eru oft á bilinu 25-50 manns, og

mega því við litlu í þessu tilliti, veiðar eru hættuleg iðja. Nútíma

veiðimenn og safnarar komast hjá þessu vandamáli að hluta til

með því að vera hreyfanlegir, þ.e. hópar þeirra ferðast um langan

veg í leit að lífsbjörg og hitta þá aðra hópa í leiðinni og einnig með

því að hafa strangar reglur um útvensl (útvenslaregla segir til um

það hverjum má ekki giftast eða eiga kynferðislegt samneyti við)

(Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Takmarkað makaval

Stofnar dýra hafa oft takmarkaða möguleika á að hafa mökun

algjörlega tilviljanakennda, og spila þar landfræðilegar aðstæður

oftast inn í. Hjá mönnum er þetta flóknara ferli og kemur þar til

hversu félagsgerð manna er flókin.

Þegar makaval er ekki tilviljunum háð verður samsetning

erfðaefnis fólks einsleitari. Þegar það gerist er líklegra að víkjandi

samsætur komi fram í svipgerð.

Gott dæmi um þetta eru konungsættir Evrópu á seinni hluta

nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu. Eins og frægt er

tengdust allar helstu konungsættir Evrópu í gengum Kristján IX,

sem oft var nefndur „tengdafaðir Evrópu“. Þetta stuðlaði eins og

gefur að skilja, að mikilli skyldleikaræktun, sem átti eftir að koma

verulega niður á fólkinu, dreyrasýki stakk sér niður meðal þess, en

þar er um að ræða erfðasjúkdóm sem hefur áhrif á storkuþætti

Page 39: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

39

blóðsins þannig að minnstu sár eða mar leiðir af sér miklar

blæðingar, svo miklar að fólki blæðir út. Í þá daga voru miklar

kvalir og þrautir lagðar á svokallaða blæðara, og meðal ævilengd

þeirra sem voru með sjúkdóminn var innan við 20 ár (Jurmain,

Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Genaflæði

Segja má að genaflæði sé andstæða Genaflöktar. Með genaflæði

koma gen sem ekki hafa verið til staðar inn í stofn eða hóp.

Genaflæði er í raun eitt öflugasta aflið sem stuðlað hefur að

breytingum á mannkyninu svo lengi sem það hefur verið til.

Eins og áður var getið eru safnarar og veiðimenn mjög hreyfanlegir

(og hafa sterkar útvenslareglur). Tengsl hafa því myndast við aðra

hópa sem hafa verið til staðar á sama svæði, sambönd hafa

myndast á milli hópanna.

Fólksflutningar á miklum fjölda fólks er einnig þekkt úr sögunni.

Gott dæmi um það eru hópar Indíána í Suður Ameríku. Hópar

þessir hafa auðvitað verið misjafnlega eingangraðir í gegnum

tíðina, en segja má án þess að taka of djúpt í árinni að margir

þessara hópa hafi verið skyldir hver öðrum erfðafræðilega. Eftir að

Evrópumenn lögðu Suður Ameríku undir sig hafa komið inn í

erfðamengi Indíánanna svipgerðir frá Evrópu og Afríku sem hafa

breytt menginu töluver (Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson,

2002)t.

Einkenni mannlíkra vera

Hlutarnir hér á undan hafa einkum beinst að almennum atriðum

sem beinast að þróun lífvera. Það að skoða náttúruval almennt og

það sem knýr náttúruvalið áfram (erfðir) svarar samt sem ekki

spurningunni hvernig forfeður mannkyns litu út og hegðuðu sér.

Mannlíkar verur hafa nokkur sameiginleg líkamseinkenni. Andlit

þeirra er flatara og smágerðara, tennur smærri og kjálkinn almennt

ekki eins verklegur, heilabúið er stærra og þær ganga á tveimur

fótum. Eftir því sem tímar liðu urðu þessir þættir meira áberandi í

líkamsgerð okkar. Heilabúið stækkaði, hendur okkar urðu færari í

Page 40: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

40

að vinna ýmiskonar fínlega vinnu og á sama tíma réttist úr okkur og

andlitið breyttist.

Hegðun okkar breyttist einnig töluvert á þessum tíma, um það

bera ýmiskonar mannvistarleifar merki, þá sérstaklega gömul

steinverkfæri sem fundist hafa. Verkfærin urðu æ betri eftir því

sem tímar liðu, og vegna þessara sjáanlegu framfara í

verkfæragerðinni draga menn þá ályktun (sem er mjög líklega ekki

mjög lagsótt) að menning manna hafi tekið stakkaskiptum á sama

tíma.

Áður hefur verið rakið í þessum kafla að víxlverkan hafi verið milli

líkamlegrar þróunar mannsins og menningar hans. Þetta á

sérstaklega vel við þegar talað er um menningarlega þætti eins og

verkfæragerð. Með aukinni færni í gerð verkfæra og tilkomu

eldsins varð smá saman minni þörf á því að menn væru að rífa í sig

hrámeti. Þannig varð smá saman minni þörf á stórum og

stæðilegum kjálkum, andlit og háls manna breyttust í þá átt að tali

varð gert hærra undir höfði af náttúruvali, auk þess sem hendur

manna urðu sífellt betri „verkfæri“ til þess að smíða og nota enn

betri verkfæri (Haviland, 1983).

Með öðrum orðum, víxlverkun líkama og menningar gerði það að

verkum að menn urðu sífellt færari að lifa í flóknara og

tæknivæddara (tækni er jú fleira en hátækni nútímans) samfélagi,

sem aftur kölluðu á enn flóknara og tæknivæddara samfélag.

Hér á eftir verða skoðaðar nokkrar tegundir manna sem að öllum

líkindum eru forfeður mannsins. Til þess að gera þessum

manntegundum þau skil sem væru við hæfi þyrfti höfundur

þessarar bókar trúlega að skrifa eina bók um hverja þeirra. Þótt

gaman væri er þess ekki kostur að sinni, og því verður lítið

kaflabrot að nægja um hverja og eina tegund. Til eru samt ógrynni

af upplýsingum um forfeður okkar, og eru nokkrar bækur og

vefsíður nefndar í lok þessa kafla sem fólk getur aflað sér frekari

upplýsinga í (Haviland, 1983).

Page 41: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

41

Við byrjum á Suðurapanum, mannlíkrar veru sem kom fram í

sunnanverðri Afríku fyrir um 6 milljón árum síðan.

Suðurapi

Fræðimönnum hefur reynst erfitt og flókið að ráða í forsögu

mannættarinnar. Fyrsta mannlíka veran sem virkilega er hægt að

slá föstu að sé forveri mannsins er Suðurapinn.

Sjálfur hefur suðurapinn reynst mannfræðingum erfiður viðfangs,

tegundin virðist hafa skipt sér niður í nokkrar undirtegundir sem

sýna töluverða fjölbreytni í líkamsgerð, allt frá því að vera mjög

sterklega vaxinn yfir í það að vera fíngerðari vera með nokkuð

stærra heilabú en aðrar gerðir sömu tegundar. Freistandi er að

álíta sem svo að við séum komin af þeirri undirtegund sem virðist

líkjast þeim tegundum sem á eftir komu, en það er ósannað mál.

Aldur leifanna (um er að ræða yngstu leifar Suðurapa) gefur þó

vísbendingar í þá átt. Undirtegundin sem um ræðir kallast

Australopithecus Afarensis, oft nefnd A. Afarensis til styttingar

(Australopithecus = Suðurapi) (Haviland, 1983).

Líkamsgerð Suðurapans líkist um margt nánum ættingjum okkar í

dýraríkinu, en einnig eru ákveðnir þættir í líkamsgerð hans sem eru

mannlíkir. Gerð fótleggjabeina og mjaðmagrindar bendir til að

suðurapar hafi gengið uppréttir, en ekki notað hendur sínar til að

styðja sig til gangs eins og mannapar gera gjarnan. Tennur þeirra

eru líkar tönnum mannlegra vera. Þetta gefur okkur ákveðnar

vísbendingar um matarræði þeirra, nefnilega það að þeir hafi ekki

verið neitt sérstaklega matvandir; þeir voru alætur (Haviland,

1983).

Stærð og gerð kjálka Suðurapans minnir hins vegar mjög á

mannapa, sem kemur heim og saman við það að þeir hafi ekki

þekkt eða notað eld, né heldur skurðarverkfæri, heldur hafi þeir

þurft að rífa í sig fæðuna. Til þess þarf sterka kjálka og kjálkavöðva,

nokkuð sem kallar á sterka höfuðkúpu með öflugum

vöðvafestingum. Vöðvafestingar þessar hafa væntanlega verið

svipaðar og hjá nútíma Górillum, eins og sést á myndinni (sjá

Page 42: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

42

mynd) hafa Górillur beinbrú efst á höfðinu til að veita öflugum

kjálkavöðvunum festu.

Ein af merkilegustu uppgötvunum mannfræðinnar var gerð árið

1974, þegar þeir Coppens og Johanson fundu merkilega heillega

beinagrind af Suðurapa af undirtegundinni A. Afarensis nálægt

þorpinu Hadar í Eþíópíu. Beinagrindin er um 3,18 milljón ára

gömul. Formlega séð er vísað til beinagrindar þessarar sem AL 288-

1, en svo vill til að bítlalagið „Lucy in the sky with diamonds“ var

spilað oft og hátt á meðan á leiðangri þeira Coppens og Johansons

stóð, og því festist nafnið Lucy við beinagrindina. Lucy er varðveitt í

þjóðminjasafni Eþíópíu í Addis Ababa. Lucy er eins og nafnið

bendir til kvenkyns. Hún hefur verið um það bil jafn stór og

Simpansar nútímans eða um rúmur metri á hæð. Þetta segir þó

aðeins hálfa söguna varðandi stærð þessara dýra, mikill munur

virðist hafa verið á karl og kven Suðuröpum, bæði hvað varðar

hæð og þyngd (Haviland, 1983).

Lucy virðist hafa verið um 25 – 30 ára gömul þegar hún lést, sem er

hár aldur fyrir prímata að ná (reyndar eru til staðir þar sem

meðalaldur nútímamanna verður ekki mikið hærri en 40 ár

(Sameinuðu Þjóðirnar2010)).

Lögun mjaðmagrindar, mjóbaks og fótbeina hennar benda

eindregið til þess að hún hafi gengið upprétt að staðaldri (hún

hefur samt sem áður verið klofstutt). Höfuðkúpa hennar er hins

vegar ekki stærri heldur en hjá Simpönsum nútímans, sem gefur

vísbendingu um það að mannlíkar verur hafi byrjað að ganga

uppréttar áður en höfuðkúpan stækkaði verulega. Þrátt fyrir þetta

hafa ef til vill verið ákveðin líkindi með heila hennar og manna,

rannsóknir á örðum einstaklingum sömu tegundar benda til þess

að heilahvel Suðurapans hafi verið ósamhverf, klárt mannlíkt

einkenni sem bendir til aukinnar sérhæfingar lykilheilastöðva og

hugsanlega meiri vitrænnar starfsemi (Jurmain, Kilgore, Trevathan,

& Nelson, 2002).

Page 43: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

43

Myndin hér að ofan sýnir teikningu gerða eftir höfuðkúpu Lucyar.

Margt bendir einnig til þess að Suðurapinn hafi haft gott

nákvæmnisgrip, þótt verkleg „menning“ hans hafi trúlegast verið á

mjög lágu plani, svipuðu og hjá nútíma Simpönsum.

Homo Habilis

Meðal elstu leifa af mannverum (einstaklingur af tegundinni

Homo) eru leifar Homo Habilis. Nafnið merkir einfaldlega laghenti

maðurinn, nafngift sem hann á virkilega skilið því í kringum hann

hafa fundist einhverjar elstu leifar af steinverkfærum sem vitað er

um.

Helstu svæði þar sem leifar af H. Habilis hafa fundist eru í

Tansaníu, nánar tiltekið í gili nokkru sem nefnist Olduwai gil.

Heiðurinn af mörgum helstu uppgötvunum á því svæði eiga

mannfræðingarnir Mary og Louis Leakey á árunum 1962 til 1964.

Fundist hafa leifar einstaklinga af tegundinni sem eru um 2,2 til 1,6

milljón ára gamlar. Þetta virðist vera langur tími, en er það í raun

ekki, enn í dag fyrirfinnast tegundir (til dæmis risaskjaldbakan og

krókódílar) sem hafa lítið sem ekkert breyst frá tíma risaeðlanna.

Reyndar virðist þetta vera einkenni á þróun mannsins, tegundirnar

staldra stutt við, og því styttra sem þær eru nær okkur í tíma.

Page 44: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

44

H. Habilis var tiltölulega smávaxin vera, þó aðeins hávaxnari heldur

en forveri hans Suðurapinn. Handleggir hans voru einnig tiltölulega

langir miðað við Nútímamann, en töluvert styttri heldur en hjá

Suðurapa. Höfuðkúpan er umtalsvert stærri, en áætluð heilarýmd

hans var í kringum 680 cm3 (rúmsentímetrar) sem er um það bil

einn þriðji af heilarýmd nútímamanns. Andlit H. Habilis var einnig

töluvert smágerðara heldur en hjá Suðurapa, það var flatara og

kjálkarnir ekki eins verklegir. H. Habilis hefur einnig borið höfuð sitt

hærra í eiginlegri merkingu vegna þess að þær beinagrindur sem

fundist hafa bera þess greinileg merki að barki hans var að þróast í

átt til þess sem gerist og gengur hjá Nútímamanni (Jurmain,

Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Myndin hér að ofan sýnir höfuðkúpu H. Habilis.

Homo Habilis er einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann skilur

eftir sig mikið af mannvistarleifum. Bæði hafa fundist frumstæð

skýli sem hann hefur gert sér í nánd við líkamsleifar svo og hafa

fundist steinverkfæri.

Greinileg þróun varð í verkfærasmíð H. Habilis á þeim tíma sem

hann var uppi. Verkfæri eins og hnífar (skurðverkfæri) af ýmsu tagi

þróast frá því að vera einungis nothæf á hræ upp í það að verða

flugbeittir og nothæfir til veiða. Þetta er einkar athyglisvert í ljósi

þess að fræðimenn telja að á svipuðum tíma (tímasetning er þó

Page 45: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

45

nokkuð á reiki) hafi tegundin tekið upp á því að veiða í hópum sér

til matar í stað þess að treysta á það að finna og éta hræ (Jurmain,

Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Þessi breyting á lifnaðarháttum og mataræði H. Habilis er þess

vegna afleiðing betri verkmenningar og aukinnar samskiptahæfni.

Hvort tveggja virkar síðan sem hvati til frekari þróunar í einmitt þá

átt sem við höfum fyrir augunum í dag: Nútímamann.

Homo Ergaster / Homo Erectus

Þær tegundir manna sem taldar eru vera arftakar H. Habilis eru

tvær tegundir þar sem önnur er hugsanlega undirtegund hinnar,

eða þá að um tvær mismunandi tegundir er um að ræða. Almennt

er talið að fyrri kosturinn sé líklegri.

Einnig er ljóst að önnur þessara tegunda (Homo Erectus) var að

hluta til uppi á sama tíma og H. Habilis, þannig að ekki er að fullu

ljóst hvort að þessar tegundir eru beinir afkomendur H. Habilis eða

hvort þessar tegundir eiga sér sameiginlegan forföður (Jurmain,

Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Tegundirnar tvær; Homo Erectus og Homo Ergaster virðast hafa

lifað alllengi saman, en önnur með tíð og tíma byrjað að breiðast

út og virðist hafa farið bæði til Asíu og Evrópu. Sú tegund sem

breiddist út var í upphafi nefnd Java-maðurinn eftir þeim stað þar

sem leifar tegundarinnar fundust fyrst árið 1891. Seinna eftir að

fræðimenn byrjuðu að finna og greina leifar tegundarinnar á fleiri

stöðum festist nafnið Upprétti maðurinn við hana (Homo Erectus).

Báðar þessar tegundir eru ólíkar H. Habilis að því leiti að þær eru

hávaxnari, hafa meiri heilarýmd, andlitin eru smágerðari og

kjálkinn líkari því sem gerist og gengur hjá Nútímamanni. Almennt

telja fræðimenn að örlög H. Erectus hafi verið sú að þrátt fyrir

mikla útbreiðslu hafi hann ekki náð að standast samkeppni við þá

sem síðar komu og hafi orðið útdauður fyrir um 1,6 milljón árum

síðan, án þess að skilja eftir sig beina afkomendur (Jurmain,

Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Page 46: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

46

Homo Ergaster biðu önnur örlög, en hann er talinn beinn forfaðir

Nútímamanns. Nafngiftin Ergaster þýðir „Vinnumaður“, nokkuð

sem er mjög skiljanlegt í ljósi þess að steinverkfæri taka annan

þróunarkipp í höndum hans, til viðbótar við hnífa hafa fundist

steinaxir hjá leifum H. Ergaster auk þess sem hann notaði einnig

stærri og þyngri skurðverkfæri, einskonar steinsöx.

Leifar af H. Ergaster hafa hingað til eingöngu fundist í sunnanverðri

Afríku, á svipuðum svæðum og leifar H. Habilis. Hann er talinn hafa

verið uppi á fyrir 1,9 til 1,6 milljón árum síðan (Jurmain, Kilgore,

Trevathan, & Nelson, 2002).

Hvað líkamsgerð varðar er beinabygging H. Ergaster fíngerðari

heldur en H. Erectus, það er minni munur á stærð karla og kvenna

auk þess sem andlitið verður enn og aftur smágerðara. H. Ergaster

virðist einnig hafa verið frekar hávaxinn, það hafa fundist

einstaklingar af tegundinni sem eru um 1,9 metrar á hæð.

Heilarýmd H. Ergaster er talin hafa verið frá um 700 cm3 upp í um

850 cm3.

Hér að ofan getur að líta H. Ergaster höfuðkúpu. Takið eftir að

myndin er teiknuð eftir ófullkominni kúpu, ekki tókst að finna öll

brotin af neðri hluta andlitsins.

Page 47: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

47

Auðvitað er lítið hægt að fullyrða um málhæfni H. Ergaster annað

en það að talfæri hans virðast þróaðri heldur en H. Habilis, þannig

að trúlega hefur hann átt betra með að búa til hljóð. Það er síðan

allt annað mál að segja nokkuð til um það að maður með svo litla

heilarýmd sem raun ber vitni hafi getað búið sér til málfræðilega

fullbúið talmál, úr því fæst að öllum líkindum aldrei úr skorið

(Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Nútímamenn koma fram

Við höfum hér á undan farið yfir helstu tegundir mannlíkra vera

sem við höfum bein gögn (mannvistarleifar) um að hafi verið til.

Sumar þessar tegundir eins og H. Habilis og H. Ergaster eru líklegir

forfeður mannsins, en aðrar tegundir hafa aftur á móti ekki skilið

eftir sig afkomendur svo vitað sé.

Við skulum nú fara nær samtíma okkar, og skoða þær

(undir)tegundir sem flokkast til Homo Sapiens (Vitmaður).

Tegundirnar sem hér verður fjallað um eru tvær, Homo Sapiens

Neanderthalensis (Neanderthalsmaður) og Home Sapiens Sapiens

(Nútímamaður).

Neaderdalsmenn

Eru nefndir eftir samnefndum dal í Frakklandi þar sem töluvert af

beinum Neanderdalsmanna hefur fundist. Reyndar hafði fundist

nokkuð af beinum sem menn eigna tegundinni nokkru áður en

tilkynnt var um fundinn árið 1857, en menn gerðu sér ekki grein

fyrir því hvað þeir höfðu í höndunum. Þetta breyttist ekki fyrr en

hluti höfuðkúpu, handleggsbeina og mjaðmagrindar rötuðu í

hendur líffærafræðings nokkurs Hermann Schaaffhausen að nafni.

Hr. Schaaffhausen gerði sér strax grein fyrir því hve merkileg beinin

voru og er greining hans á beinunum jafnan talin marka upphaf

líkamsmannfræðinnar (Haviland, 1983).

Elstu leifar Neanderdalsmanna eru taldar um það bil 150 þúsund

ára gamlar. Yngstu leifar tegundarinnar eru hins vegar taldar á

bilinu 50 til 30 þúsund ára gamlar. Það er því ljóst að tegundin sem

slík hefur lifað í um 100 þúsund ár að minnsta kosti, ef ekki lengur.

Page 48: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

48

Þó er ljóst af leifum að dæma að tegundin hefur ekki hafst við jafn

lengi á sumum heimsálfum eins og á öðrum. Yngstu leifar

Neanderdalsmanna sem fundist hafa í Asíu eru um 50 þúsund ára

gamlar, en þær yngstu í Evrópu eru um 30 þúsund ára gamlar

(Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Það er erfitt að draga ályktanir af gögnum sem þessum, ef til vill

voru lífsskilyrði í Asíu á þessum tíma orðin Neanderdalsmanninum

mótdræg, eða þá að fólkið hafi hrökklast undan hæfari og ef til vill

árásargjarnari tegund. Elstu leifar manna með mjög nútímalega

líkamsgerð í Evrópu eru um 40 þúsund ára gamlar, þannig að ljóst

er að tilvera tegundanna tveggja skarast í álfunni.

Líkamsgerð Neanderdalsmanna var á margan hátt svipuð og

nútímamanna. Þeim væri kannski best lýst þannig að miðað við

núlifandi meðaljón myndu þeir koma okkur fyrir sjónir sem

stórgerðir. Bein þeirra eru þessu marki brennd; þau eru stórgerðari

heldur en bein okkar sem nú lifum og vöðvafestingar þeirra eru

öflugari (Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Höfuð þeirra var nokkuð stærra heldur en hjá nútímamanni (um

1500cc á móti 1200cc hjá nútímamanni). Freistandi er því að álíta

sem svo að heilabú þeirra hafi verið jafn þróað og nútímamanns.

Að mati flestra fræðimanna stenst það álit ekki nánari skoðun.

Skiptir þar öllu máli lögun höfuðkúpunnar. Eins og sjá má á

myndinni hér að neðan er höfuðkúpa Neaderdalsmanna lengri en

kúpa nútímamanns, og ekki jafn skálarlaga. Þetta bendir til að

Neanderdalsmenn hafi ekki haft jafn þykkan heilabörk og

nútímamaður, en heilabörkurinn liggur í fellingum utan um allt

heilabúið. Heilabörkurinn er sá staður mannsheilans þar sem flest

af svokallaðri æðri vitrænni starfsemi fer fram; úrvinnsla

tungumálsins þar á meðal (Guðmundsson & Úlfasdóttir, 2008).

Page 49: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

49

Höfuðkúpa Neanderdalsmanns.

Lengi vel var talið að Neanderdalsmenn hefðu ekki getað haft með

sér þróað tungumál af líkamlegum ástæðum; malbein þeirra (hyoid

bone) hafi ekki veitt svigrúm til þess að málhljóð hafi getað

myndast í hálsi þeirra. Malbein manna liggur ofarlega á hálsinum

að framanverðu, og til þess að mál sé hugsanlegt þarf beinið að

vera nógu gleitt eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Í dag hins

vegar telja menn að malbeinið hafi ekki staðið

Neanderdalsmönnum fyrir þrifum að þessu leyti (Jurmain, Kilgore,

Trevathan, & Nelson, 2002).

Á myndinni sést svokallað Malbein og staðsetning þess.

Page 50: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

50

Spurningunni um það hversu vel talandi Neanderdalsmenn voru

raunverulega verður samt sem aldrei svarað nema með óbeinum

hætti, trúlegast er best að rýna í menningarlegar leifar hans til að

fá vísbendingar um það.

Tvennskonar menningarleifar hefur Neanderdalsmaðurinn skilið

eftir sig. Annars vegar verkfæri og skýli og hins vegar ýmiskonar

vísbendingar um andlegt og félagslegt líf.

Þó nokkuð hefur fundist af verkfærum Neanderdalsmanna.

Aðallega er um að ræða kylfur, axir og spjót. Allt eru þetta

steinverkfæri. Þó að verkfærin séu ekki jafn góð og þau sem síðar

varð undir lok nýsteinaldar (um 7000 fyrir Krist) hafa þetta verið

flugbeitt vopn og áhrifamikil. Spjót Neanderdalsmanna hafa að

öllum líkindum verið lagspjót en ekki kastspjót; mikla nákvæmni

þarf til að nota kast eða skotvopn af hvaða tagi sem er bæði af

hálfu þess sem beitir vopninu sem og við smíði þess. Ljóst er þó að

Neanderdalsmenn hafa veitt stór veiðidýr með þessum vopnum og

hefur þurft mikið hugrekki og skipulagningu til (Haviland, 1983).

Neanderdalsmenn í Evrópu hafa að öllum líkindum lifað

einhverskonar flökkulífi, þeir hafa þekkt til skinnverkunnar til að

gera sér klæði og skýli. Menn þykjast sjá á þeim stöðum þar sem

þeir hafa haldið til að þeir hafi þekkt eld.

Líkamsleifar þeirra bera ýmis forvitnileg merki um andlegt og

félagslegt líf þeirra. Nokkuð víst er að samkennd meðal

einstaklinga tegundarinnar hefur verið mikil. Hlúð hefur verið að

veikum og særðum einstaklingum, sumar beinagrindur bera merki

um sár sem hafa á þessum tíma verið mjög alvarleg en samt náð að

gróa. Slíkt gerist varla nema með aðstoð og umhyggju þeirra sem í

kringum viðkomandi er. Einnig virðist mönnum sem

Neanderdalsmenn hafi þekkt inn á ýmiskonar lækningajurtir sem

þeir hafi notað til að lina þjáningar. Síðast en ekki síst bera

líkamsleifarnar með sér að Neanderdalsmenn hafi viðhaft

útfararsiði. Slíkir siðir eru sterk vísbending um að

Page 51: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

51

Neanderdalsmenn hafi átt sér einshvers konar trúarbrögð eða

átrúnað (Haviland, 1983).

Öll þessi atriði sem talin hafa verið upp hér að ofan eru

vísbendingar (takið eftir að þetta eru ekki beinar sannanir) um að

talmál Neanderdalsmanna hafi verið allvel komið á legg þegar

tegundin deyr út fyrir um 30 þúsund árum síðan.

En hver urðu þá örlög þeirra? Þrjár meginkenningar hafa verið

settar fram um hugsanleg afdrif Neanderdalsmanna:

– A. Neanderdalsmenn þróuðust í aðra átt en nútímamaður og

urðu síðan útdauðir (var útrýmt).

– B. Neanderdalsmenn mökuðust við nútímamenn og

afkomendur þeirra eru á lífi í dag.

– C. Neanderdalsmenn þróuðust aldrei frá meginættkvísl

manna heldur eftir sömu línum.

Þessa dagana hallast vísindamenn helst að kenningu A. Það álit sitt

rökstyðja menn meðal annars í ljósi nýjustu framfara í erfðafræði

þar sem tekist hefur að ná sýnum af erfðaefni mjög gamalla

beinaleifa. Þessar rannsóknir gefa í skyn að yngsti sameiginlegi

forfaðir Neanderdalsmanna og núlifandi einstaklinga sé að finna

fyrir um 760 árum síðan. Í ljósi þessa er nánast hægt að slá því

föstu að Neanderdalsmenn hafi verið undirtegund manna sem

þróast hafi eftir svipuðum línum og nútímamenn en síðan verið ýtt

til hliðar eða dáið út af einhverjum öðrum orsökum (Wikipedia,

2010).

Tilkoma nútímamanns

Vísindamenn tala oft um erfðafræðilegan fjölbreytileika tegunda,

og í því skyni er oft talað um erfðamengi. Erfðamengi tegundar er

einfaldlega sá fjölbreytileiki sem tegund hefur í erfðavísum sínum á

tilteknum tíma. Erfðamengi mannsins er því sá fjölbreytileiki sem

tegundin hefur í dag, meðal núlifandi einstaklinga (því engir aðrir

geta fjölgað sér nema með einhverjum erfðafræðilegum

„töfrabrögðum“ eins og klónun).

Page 52: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

52

Við getum einnig talað um af einhverju viti um erfðamengi

horfinna tegunda ef við höfum leifar af tegundinni sem við getum

tekið sýni út (þá mega leifarnar til dæmis ekki vera of gamlar, við

getum til dæmis ekki tekið sýni úr Lucy). Nýjustu framfarir í

erfðavísindum gera okkur kleift að nálgast sýni úr

Neaderdalsmanninum. Það sem helst stendur í vegi fyrir nákvæmni

slíkrar greiningar er takmarkaður fjöldi einstaklinga sem varðveist

hefur, auk þess sem bein eru að öllum líkindum í mismunandi

ásigkomulagi, en um 400 einstaklingar af tegundinni hafa fundist.

Rannsóknir þessar hafa leitt í ljós að erfðaefni Neaderdalsmannsins

féll að 99,5% innan marka genamengis nútímamannsins. Þeir sem

á eftir komu, á þeim svæðum sem helst er að finna bein

Neanderdalsmanna (s.s. í Evrópu), höfðu gen sem falla alveg inn í

genamengi nútímamannsins. Með öðrum orðum, það fólk sem tók

við að Neanderdalsmanninum eru beinir forfeður okkar (Jurmain,

Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Það gefur því nokkurn vegin auga leið að beinaleifar þessa fólks eru

nokkurn vegin eins og hjá nútímamanni. Rannsóknir á svokölluðu

Cro-Magnon svæði hafa þrátt fyrir þetta leitt í ljós að höfuðkúpa

fólksins sem bjó á svæðinu var öllu stærri en hjá nútímamanni, en

samt sem áður minni en Neaderdalsmanns. Lögun höfuðsins var

einnig líkari nútímamanni en Neanderdalsmanni eins og sjá má á

myndinni hér að neðan.

Page 53: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

53

Á myndinni getur að líta höfuðkúpu Cro-Magnon manns.

Líkamsleifar sem bera þessi einkenni hafa fundist víða í Evrópu, og

hafa verið aldursgreindar á bilinu 40 þúsund til 10 þúsund ára

gamlar (Jurmain, Kilgore, Trevathan, & Nelson, 2002).

Menningarlegar leifar fólksins gefa til kynna að það hafi kunnað að

vefa, það hafi verið mjög fært í því að súta og verka skinn og

matarræði þess hefur að öllum líkindum verið sett saman af

grænmeti, kjöti og kornmeti. Allt þetta eru atriði sem benda til

tiltölulega fastrar búsetu. Steinverkfæri þess eru svipuð og við

sjáum hjá núlifandi hópum sem enn notfæra sér steinaldartækni.

Andlegt líf fólksins hefur trúlega verið eitthvað í átt að því sem við

sjáum hjá nútímamönnum, þessir einstaklingar skildu til dæmis

eftir sig hellamálverkin frægu í Frakklandi (Jurmain, Kilgore,

Trevathan, & Nelson, 2002).

Page 54: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

54

Að myndinni hér að ofan getur að líta hellamálverk gert af

Neanderdalsmönnum. Málverkið er 35.000 ára gamalt.

Hér með tilkomu nútímamannsins endar þessi kafli. Ég ætla mér

ekki að fjalla um félagsgerð og andlegt líf Cro-Magnon mannsins

frekar þar sem ég lít svo á að lífshættir Cro-Magnon mannsins hafi

einfaldlega verið svipaðir (en ekki endilega alveg eins) og núlifandi

manna.

Page 55: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

55

Verkefni úr kafla 3

Skilgreindu eftirfarandi hugtök:

Lífmenningarlegt sjónarhorn

DNA keðja

Litningur

Gen

Rýriskipting

r val

K val

Erfðamengi

Lucy

Cro-Magnon menn

Svaraðu eftirfarandi spurningum:

Hver urðu örlög Neanderdalsmanna að talið er?

Skýrðu Hardy Veinber lögmálið

Hvaða máli skiptir svokallað malbein?

Hvað einkennir prímata?

Hvernig getur takmarkað makaval stuðlað að breytingum á

dýrategundum?

Skýrðu frá kenningu Darwin um náttúruval

Page 56: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

56

4. Nokkrir forvígismenn mannfræðinnar.

Í þessum kafla mun ég leitast við að skoða kenningar nokkurra

helstu mannfræðinga á tuttugustu öld. Ég mun ekki eyða miklu

púðri í seinasta hluta nítjándu aldar, né heldur í það sem liðið er af

þeirri tuttugustu og fyrstu, þó ég byrji vissulega á þeirri nítjándu.

Saga mannfræðinnar sögð útfrá persónum er að mörgu leyti

áhugaverð nálgun, sérstaklega vegna þess að þráður kenninganna

og persónulegra tengsla fræðimannanna er óslitinn. Ég hef þó

kosið að fjalla frekar lítið um einkamál viðkomandi fræðimanna

nema þegar það á við, sérstaklega þegar til þess er litið að

kenningar viðkomandi hafi litast að einhverju leyti af fyrri reynslu

hans eða hennar.

Reyndar er það svo að það er fjallað um fleiri karlkyns fræðimenn í

þessum kafla heldur en kvenkyns. Hverju sætir það? Fyrir því eru

þrjár ástæður. Í fyrsta lagi voru á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri

hluta þeirrar tuttugustu mun færri konur starfandi sem

mannfræðingar, það þótti einfaldlega ekki vera við hæfi að konur

menntuðu sig, eða sinntu slíkum störfum. Tvær mikilvægar

undantekningar eru þó á þessu, ferill bæði M. Mead og R. Benedict

voru sérlega skapandi og glæsilegir. Um báðar þessar konur verður

fjallað í kaflanum.

Þegar leið á tuttugustu öld tók konum í stétt mannfræðinga að

fjölga, en mun færri konur „slógu í gegn“ með kenningar sínar

heldur en karlar. Leiða má rök að því að þarna hafi verið um

ákveðna þöggun að ræða, að konur hafi ekki haft sömu tækifæri til

framgangs innan háskólakerfisins og karlar.

Á síðustu áratugum hefur þetta sem betur fer breyst nokkuð til

hins betra. Konum sem brjótast til mennta hefur fjölgað mikið.

Kenningar síðustu áratuga eru einfaldlega of nálægt okkur í tíma til

þess að ég taki eina fram yfir aðra, gildi þeirra kemur endalega í

ljós eftir um það bil tuttugu ár þegar sagan kveður upp dóm sinn.

Page 57: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

57

Eftir því sem fjallað verður um störf fræðimannanna þurfum við að

takast á við mörg af grundvallarhugtökum mannfræðinnar. Þegar

þarf munum við því skoða viðkomandi hugtök í samræmi við

umræðuna um störf viðkomandi fræðimanns.

Fræðimennirnir eru kynntir til sögunnar í nokkurn vegin réttri

tímaröð. Hvað varðar goggunarröð þeirra með tilliti til fræðanna er

í raun ómögulegt að segja, allir þessir fræðimenn eru látnir og

sagan hefur þegar skorið úr um það að framlag hvers og eins er

mikilvægt.

Franz Boas

Franz Boas hefur oft verið nefndur „faðir Bandarískrar

mannfræði“, titill sem hann á reyndar vel skilið í ljósi þess að hann

lifði og starfaði í Bandaríkjunum stærstan hluta ferils síns, en samt

er nafnbótin sérkennileg að því leytinu til að Boaz var alls ekki

Bandaríkjamaður heldur Þjóðverji.

Boaz byrjaði háskólagöngu sína innan náttúruvísindanna. Það hefur

að einhverju leyti mótað hugsun hans því hann hugsaði sér

ævinlega að félagsvísindin ættu að nálgast viðfangsefni sín með

sömu nákvæmni og tíðkast innan náttúrvísindanna. Með öðrum

orðun Boaz var mikill raunhyggjumaður, nokkuð sem verður skýrt

nánar hér á eftir.

Boaz fæddist í bænum Minden í Þýskalandi árið 1858. Fjölskylda

hans var tiltölulega efnuð, en faðir hans var kaupsýslumaður. Hann

var upphaflega raunvísindamaður eins og áður var getið, hann

útskrifaðist árið 1881 með doktorspróf í eðlisfræði frá háskólanum

í Kiel. Meðfram námi í eðlisfræði stundaði hann nám í landfræði,

nokkuð sem átti eftir að reka hann út á brautir mannfræðinnar.

Árið 1883 réðst hann til starfa í leiðangri sem ferðaðist til

Inúítabyggða í þeim tilgangi að kynna sér þekkingu Inúíta á landi og

staðháttum. Þegar heim til Þýskalands var komið fékk hann starf

við konunglega mannfræðisafnið í Berlín, og skömmu síðar var

hann skipaður dósent í landafræði við Háskólann í Berlín. Hans

biðu frekari ferðalög, og nokkru síðar hélt hann af stað til frekari

Page 58: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

58

rannsókna meðal Bella Coola fólksins á norðvesturströnd Norður

Ameríku (Hatch, 1973).

Boaz vildi komast burt frá íhaldssömu viðhorfi manna í Berlín (það

hafði einnig áhrif að Boaz var gyðingur) og þess vegna ákvað hann

að flytjast til Bandaríkjanna. Árið 1896 gerðist hann kennari við

Colombia háskólann (sem er einn af virtustu háskólum

Bandaríkjanna) þar sem hann starfaði þar til hann fór á eftirlaun

1937. Boaz lést í New York árið 1942.

Þrátt fyrir uppeldi innan náttúruvísinda var Boaz skilgetið afsprengi

þýsku hugmyndahyggjunnar. Hugmyndahyggja sú sem var við lýði

þegar Boaz var við nám gekk út á að höfuðáhersla var lögð á hið

huglæga fremur en hið hlutlæga. Mönnum fannst sem að hinn

áþreifanlegi hluti tilverunnar væri svið náttúruvísindanna, en það

sem snéri að hugsun og athöfnum mannsins væri einungis hægt að

nálgast sem huglæga reynslu. Sögu mannsins væri þess vegna í

raun ekki hægt að skilja útfrá einhverskonar hlutlægum lögmálum

(þessi afstaða er í raun gagnrýni á hugmyndir Marx, nemendur

geta áttað sig á þeim til dæmis í bók Garðars Gíslasonar,

„Félagsfræði 2“) heldur útfrá því hvernig menn hefðu komið

hugmyndum sínum í verk.

Fylgismenn hugmyndahyggjunnar álitu að hverju tímabili og

hverjum stað fylgdi einhverskonar „andi“ sem væri í raun

sérstæður fyrir hvern stað og tíma. Það væri því verkefni

félagsvísindamanna að gera grein fyrir þeim anda sem ríkti á

hverjum stað, til að geta gert grein fyrir upplifunum fólksins á

staðnum. Af þessum sökum væri það nauðsynlegt hverjum þeim

sem vildi rannsaka mismunandi staði og tímabil sögunnar að skilja

sínar eigin hugmyndir um veröldina eftir.

Það er erfitt fyrir nútímalesendur að átta sig á hversu róttækar

hugmyndir sem þessar eru í raun. Um þar síðustu aldamót álitu

flestir fræðimenn (og reyndar endurspegluðust þau viðhorf í áliti

almennings) að öll frávik frá þeirri ströngu vestrænu rökhyggju

sem ríkti meðal þeirra (og ríkir ef til vill enn) væri tilkomin vegna

Page 59: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

59

þess að hinir fávísu villimenn sem mannfræðingar væru að skoða

vissu einfaldlega ekki betur (sjá umfjöllun framar í þessum kafla).

Mannskilningur Boaz er því alls ekki sá að maðurinn sé í „eðli“ sínu

rökleg vera, heldur þvert á móti. Festi samfélagsins eru samkvæmt

mannfræði Boaz í grunninum til byggð á tilfinningum, og það sé

þess vegna grundvallaratriði að rannsaka önnur samfélög útfrá

þeirri tilfinningalegu merkingu sem íbúar þess leggja í festi þess.

Áratugurinn frá 1890 fram að aldamótunum 1900 á ferli Boaz

markast af söfnun hans á þjóðsögum og mýtum ýmissa

frumbyggjahópa, aðallega innan Bandaríkjanna. Tilgangur þessa

var ekki einungis að safna saman þjóðlegum fróðleik áður en hann

hyrfi (ef Boaz og nemendur hans hefðu ekki tekið sér þetta fyrir

hendur hefði vafalaust margur fjársjóðurinn farið endanlega í

glatkistuna), heldur var tilgangurinn í og með að kanna sögu

samfélaganna sem viðkomandi þjóðsögur kæmu frá (Hatch, 1973).

Boaz áleit, alla vega á fyrri hluta ferils síns að eina leiðin til þess að

gera sér grein fyrir sögu samfélaga væri að skoða þær hugmyndir

sem væru til staðar innan menningarsvæðisins. Með því að skoða

hugmyndir og bera þær saman á milli menningarsvæða áleit hann

að hann væri í raun að stunda sögulegar rannsóknir í anda

útbreiðsluhyggju sem reyndar var minnst á í fyrsta kafla (Hatch,

1973).

Útbreiðsluhyggja (Diffusionism) er tilraun til að útskýra hvernig og

hvers vegna menning breytist. Fræðimenn sem aðhyllast

útbreiðsluhyggju álykta sem svo (og réttilega að minnsta kosti að

hluta til) að siðir og venjur ásamt verklegri þekkingu breiðist út um

heiminn og hlaupi þannig á milli samfélaga. Fólk tekur þó siði og

venjur ekki upp hráar heldur breytist merking athafnarinnar í

samræmi við menningu hvers staðar fyrir sig. Siðir geta breyst

mismikið eftir því sem þeir hlaupa á milli menningarsvæða, hin

kristnu jól eru dæmi um sið sem ekki breytist mikið (en eitthvað

þó) eftir því sem hann hleypur á milli svæða. Menn þurfa þó að

gæta sín í því að ganga ekki of langt með þá hugmynd að menning

Page 60: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

60

breytist fyrst og fremst vegna útbreiðslu. Það er aldrei hægt að

gera svo lítið úr uppfinningasemi mannsins að það sé hægt að gera

ráð fyrir því að hugmyndir eða tækni eigi sér bara einn upphafstað.

Pýramídabyggingar þær sem er að finna víða í Suður Ameríku eru

til dæmis að öllum líkindum ekki tilkomnar vegna þess að menn

hafi ferðast frá Egyptalandi til Suður Ameríku ( eins og menn hafa

reyndar reynt að „sanna“ með því að sigla á papírusskipum yfir

Atlantshaf) heldur hafa heimamenn trúlega fundið

pýramídaformið upp sjálfir (Peoples & Bailey, 1988).

Seinna á ferlinum lagði Boaz jafn mikið upp úr útbreiðslu

hugmynda og þeirri staðreynd að merking þeirra breytist í

viðtökusamfélaginu. Hann með tímanum féll frá þeirri hugmynd að

hægt væri að setja saman heildstæða kenningu sem skýrði

útbreiðslu hugmynda um veröldina, heldur lagði þess í stað áherslu

á að hver menning væri einstæð, og það beri að skilja siði hennar

og venjur útfrá þeirri merkingu sem íbúarnir sjálfir leggja í athafnir

sínar. Þessi niðurstaða Boaz hlýtur að teljast merkilegasta framlag

hans til mannfræðinnar, og er í raun eitt af grundvallarviðhorfum

fræðigreinarinnar í hnotskurn (Boaz, 1932).

Ruth Benedict

Benedict (upphaflega Foulton) fæddist árið 1887 í New York. Hún

átti frekar erfiða æsku, hún missti föður sinn ung og átti ætíð erfitt

samband móður sína. Þetta hafði þær afleiðingar að hún dró sig í

hlé frá öðrum börnum. Einnig hafði það áhrif á hana sem barn (og

ekki til góðs) að hún var heyrnaskert.

Þrátt fyrir þessa erfiðleika komst hún að í Akademíu heilagrar

Margrétar í Buffalo. Akademían hafði þá, rétt eins og í dag það orð

á sér að vera frábær skóli, og tók einungis inn námslega sterka

nemendur. Árangur Benedict við skólann gerði henni kleyft að

komast að hinum virta Vassar háskóla þaðan sem hún lauk prófi í

bókmenntum 1909.

Eftir að hafa gift sig árið 1914 og tekið upp ættarnafnið Benedict

fluttist hún ásamt manni sínum aftur til New York, þar sem hún tók

Page 61: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

61

að læra mannfræði undir leiðsögn Franz Boas við Columbia

háskólann (Hatch, 1973).

Margar heimildir er að finna um hlutverk Boaz í lífi Benedict, og má

segja að hann hafi á margan hátt gengið henni í föður stað. Smituð

af áhuga Boaz á indíánaþjóðum Mið-Vesturríkja Bandaríkjanna tók

hún þátt í vettvangsrannsóknum meðal Zuni, Cochiti, Apahce, Pima

og Blackfoot fólks. Benedict var þess vegna meðal þeirra

bandarísku fræðimanna sem hafði hvað einna mesta

vettvangsreynslu í byrjun tuttugustu aldarinnar.

Það var einmitt á grunni þessarar miklu vettvangsreynslu sem hún

tók að velta fyrir sér hinum mikla mun á milli menningarsvæða,

svæða sem þrátt fyrir allt voru tiltölulega nálægt hvert öðru

landfræðilega, og á svipuðu stigi tækniþekkingar. Þessi munur sem

Benedict var svo hugstæður fólst meðal annars í

grundvallarviðhorfum til lífsins, skapgerðar, og sjálfsmyndar. Þetta

leiddi meðal annars til þess að Benedict áleit að menning væri í

raun einskonar persónuleiki samfélagsins, og að ef fræðimenn

gerðu sér skýra grein fyrir þessum persónuleika samfélaga þá væri

unnt að spá fyrir um viðbrögð þess (Hatch, 1973).

Þarna er auðvitað kominn vísir að einskonar hagnýtri mannfræði,

nokkuð sem Bandaríkjaher nýtti sér þegar seinni heimstyrjöld skall

á. Benedict var fengin til að greina Japanskt samfélag fyrir

herstjórn Bandaríkjanna. Mikið af efninu sem Benedict lagði

hernum til er enn þann dag í leyndarmál, en almennar niðurstöður

sínar birti hún árið 1946 undir heitinu „Vatnaliljan og sverðið“ og

varð bókin gífurlega vinsæl meðal fræðimanna og almennings

(Benedict R. , The Chrysanthemum and the Sword, 1946).

Þrátt fyrir þessa áherslu á persónuleika samfélaga samþykkti

Benedict aldrei þá hugmynd að fólk væri algjörlega mótað af þeirri

menningu sem það væri alið upp í. Benedict hafði mikinn áhuga á

þeim valkostum sem fólk tekur í lífinu; því flæði sem er á milli þess

sem fólk vill og þráir og því sem samfélagið og menningin krefst af

fólki. Þetta er ef til vill í takt við lífshlaup Benedict sjálfrar, hún var

Page 62: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

62

þegar allt kemur til alls kona innan um fjölda karla í

háskólasamfélaginu, karla sem sumir hverjir vildu leggja stein í

götu hennar vegna kynferðis hennar. Benedict tók undir með

læriföður sínum Boaz að menning væri þegar allt kæmi til alls afurð

þeirra ákvarðana sem menn hafa sjálfir tekið (Benedict R. ,

Patterns of Culture, 1934).

Þetta grundvallarviðhorf Benedict til menningarinnar, og til frelsi

einstaklingsins er fullkomlega í takt við skrif hennar um stöðu

þeirra sem höllum fæti stóðu í samfélaginu, til dæmis vegna

kynhneigðar sinnar.

Benedict lést um aldur fram árið 1948, einungis tveimur mánuðum

eftir að hún tók við prófessorstöðu við Columbia háskóla. Eftir

stóðu verk hennar og það fordæmi sem hún setti sem femínískur

brautryðjandi.

Bronislaw Malinowsky

Malinowsky tilheyrði næstu kynslóð á eftir Boaz (var

samtíðamaður Benedict). Hann fæddist í Kracow, Póllandi árið

1884. Hann var af aðalsættum og fjölskylda hans var sterkefnuð.

Hann erfði eftir föður sinn greifatign, en neitaði ætíð að nota þann

titil. Faðir hans var starfaði við fræðistörf, og sem ungur maður

ákvað hann að feta í fótspor föður síns. Hann útskrifaðist með

doktorspróf í stærðfræði frá Háskólanum í Kracow árið 1908.

Heilsuleysi aftraði honum þó frá því að hefja störf eftir útskrift, en

á meðan hann var að jafna sig las hann bók Frazers „The Golden

Bow“, og í kjölfarið ákvað hann að leggja fyrir sig mannfræði.

Malinowsky beið ekki boðanna, heldur dreif sig til Þýskalands, og

hóf nám við stofnun Wilhelm Wundt (sem er best þekktur sem

faðir tilraunasálfræðinnar).

Árið 1910 hóf Malinowsky síðan nám við London School of

Economics, þar sem hann lagði meðal annars stund á

bókasafnsrannsóknir á frumbyggjum Ástralíu. Árið 1913 lagði hann

Page 63: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

63

síðan af stað með kyrrahafsleiðangri nokkrum. Það átti eftir að

reynast afdrifaríkt, bæði fyrir hann sjálfan persónulega, og einnig

fræðigreinina í heild sinni (Hatch, 1973).

Þegar til Ástralíu var komið hafði brotist út styrjöld; heimstyrjöldin

fyrri. Þar sem Malinowsky taldist Austurrískur þegn var hann

kyrrsettur í landinu. Þrátt fyrir það naut Malinowsky töluverðs

frelsis sem hann og nýtti sér. Það sem Malinowsky gerði var að

hann fór og gerði tvær vettvangsrannsóknir sem áttu eftir að

gerbreyta því hvernig mannfræðingar nálgast viðfangsefni sín.

Fyrst gerði hann tiltölulega hefðbundna rannsókn meðal

frumbyggja á eyjunni Mailu, suðaustur af strönd Nýju Gíneu. Síðan

færði hann sig um set og flutti sig til Trobriand eyja sem eru

staðsettar um 100 mílur norðaustur af Nýju Gíneu. Þar eyddi hann

alls 26 mánuðum við rannsóknir og störf, nokkuð sem var án

fordæmis á þeim tíma (Hatch, 1973).

Aðferð Malinowsky virðist í raun sáraeinföld , í stað þess að ganga

um og safna nokkrum þjóðsögum og munum og halda síðan heim á

leið eins og tíðkaðist meðal leiðangra þess tíma tók Malinowsky sig

til og tjaldaði í þorpinu miðju. Hann lagði sig fram um að læra eins

vel og hann gat á þeim tíma sem hann hafði tungumál innfæddra,

og fylgdi þeim eftir við líf og störf allan sólarhringinn. Vegna þess

hversu fær vettvangsrannsakandi og iðinn rithöfundur Malinowsky

var vitum við meira um samfélag fólksins á Trobriand eyju á þeim

tíma heldur en flest öll önnur samfélög af svipaðri gerð (Trobriand

menn eru matrilineal sviðaræktendur).

Mannskilningur Malinowsky er um margt sérstæður. Flestir

fræðimenn fram að þeim tíma lögðu þann skilning í það sem þeir

sáu að menn sköpuðu menninguna. Menning væri þess vegna

einskonar birtingarmynd „eðlis“ mannsins. Í þessari

hugmyndafræði liggur að þeir menn sem byggju við aðstæður sem

í hagfræðilegum skilningi mörkuðust af skorti á afurðum

iðnvæddra samfélaga og stunduðu siði sem komu fólki frá Evrópu

og Bandaríkjunum skringilega fyrir sjónir hlutu því að vera

Page 64: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

64

frumstæðir og þess vegna í bráðri þörf fyrir að vera ýtt áfram á

þróunarbrautinni eða einfaldlega haft vit fyrir þeim (Hatch, 1973).

Eins og áður hefur verið sagt frá voru fræðimenn eins og Boaz alls

ósammála þessu. Boaz taldi að hver menning væri einstæð afurð

sögulegra afla á hverjum stað ásamt því að siðir hefðu flakkað

mjög á milli staða. Boaz áleit einnig að maðurinn mótaðist nánast

algjörlega af menningunni. Reyndar áleit hann að menn væru svo

algjörlega mótaðir af menningu sinni að það væri ekkert til sem

héti eðli mannsins.

Malinowsky fór aðra leið. Eins og kom fram í kynningunni hér á

undan hafði hann áður en hann byrjaði að leggja stund á

mannfræði við LSE kynnt sér kenningar fyrstu sálfræðinganna,

manna eins og Wilhelm Wundt. Þetta hefur að öllum líkindum haft

áhrif á hugsun hans, vegna þess að Malinowsky beindi töluverðri

athygli að einstaklingum. Upp úr 1920 hafnaði hann því að

mannfræðin ætti að vera með getgátur um það hvernig menning

og félagsgerð samfélaga hefði þróast, menn ættu frekar að beina

athygli sinni að því hvernig þær virka. Menningin og hinar

félagslegu stofnanir samfélagsins væru ennfremur tæki

einstaklinga til þess að láta ljós sitt skína, þar kæmi eðli okkar fram,

bæði sem tegundar og sem einstaklinga (Hatch, 1973).

Einstaklingar hafa því ákveðin hvata til að taka þátt í samfélaginu;

menn eru metnaðargjarnir, fólk hefur sjálfsbjargarhvöt o.s.frv.

Menningunni er því ekki þröngvað upp á neinn, né heldur er

persónuleika einstaklinga beint í ákveðnar áttir af menningunni.

Þvert á móti skín persónuleiki einstaklinga í gegn og birtist meðal

annars í því hvernig fólk bregst við aðstæðum sínum.

Malinowsky var þrátt fyrir þetta vel meðvitaður um það hvernig

menning mótar hegðun manna og þau gildi sem þeir keppa að. Til

þess að skoða þetta nánar skulum við kíkja aðeins betur á þá bók

sem Malinowsky er þekktastur fyrir. Bókin heitir á frummálinu

„Argonauts of the Western Pacific“, en titill hennar á Íslensku gæti

verið „Sægarpar Vestur-Kyrrahafsins“.

Page 65: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

65

Eitt af meginviðfangsefnum bókarinnar var að takast á við ríkjandi

viðhorf til þess hvernig „villimenn“ (þýðing á enska orðinu

„savage“) sjá sér farborða. Hið ríkjandi viðhorf var eitthvað á þá

leið að „villimenn“ tækju einungis þátt í efnahagslegri starfsemi til

þess að sjá sér fyrir allra brýnustu nauðsynjum og þá einungis

þannig að þeir geri eins lítið og þeir mögulega komast af með.

Menn álitu einnig að það væru töluverð tregða hjá umræddu fólki

til að deila því sem það aflaði með öðrum.

Til að skýra þetta er best að orða þetta bara með þess tíma hætti:

„villimenn“ eru letingjar og nískupúkar.

Malinowsky var algjörlega ósammála þessu, enda hafði hann fylgst

með fólki sem taldist vera „villimenn“ samkvæmt þeirra tíma

skilgreiningu sýna allt aðra hegðun. Malinowsky hélt því fram að

efnahagsleg starfsemi fólksins á Trobriand eyjum snérist um fleira

heldur en það afla brýnustu nauðsynja. Hann hélt því fram að fólk

stundaði ræktun bæði samkvæmt hefðum og siðum, en einnig til

að fullnægja metnaði sínum (Malinowsky, 1961).

Trobriand menn framleiða miklu meira af rótarávöxtum heldur en

þeir þurfa til neyslu. Umframframleiðslu sína hafa þeir til sýnis í

einskonar vöruskemmum, og stærstu rótarhnýðin eru höfð fremst

til að þeir sem leið eiga framhjá geti dáðst að þeim. Menn eru

stoltir af þeim árangri sem þeir ná í ræktun, og nota ýmis tækifæri

til að sýna mátt sinn og megin hvað það varðar, til dæmis með því

að sýna afrakstur ræktunar sinnar við jarðarfarir.

Menn á Trobriand eyjum nota heldur ekki nema lítinn hluta af því

sem þeir rækta sjálfir. Vegna þess hvernig sifjakerfi þeirra er

uppbyggt fara um tveir þriðju hlutar þess sem ræktað er til höfuðs

ættarlínunnar og annarra ættingja, og þá helst til giftra systra

manna (Malinowsky, 1961).

Trobriand menn eyða einnig talsverðum tíma í að gera garða sína

aðlaðandi, þeir skipta þeim til dæmis niður í ferninga og eyða öllu

illgresi úr þeim (meira en væri strangt til tekið nauðsynlegt).

Page 66: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

66

Þannig stýrist efnahagsleg framleiðsla á Trobriand eyjum ekki

einungis af sjálfsbjargarhvöt, heldur einnig af hefðum, metnaði og

það að sjá öðrum en manni sjálfum farborða, sá maður sem sýnir

mikla getu í ræktun er mikils virtur af samborgurum sínum

(Malinowsky, 1961).

Margaret Mead

Mead fæddist í Philadelfiu árið 1901. Hún átti sterkar rætur í Mið-

Vesturríkjum Bandaríkjanna, en líkt og fleiri brautryðjendur innan

Bandarískrar mannfræði var hún nemandi Boaz við Colombia

háskóla í New York.

Árið 1925 ferðaðist hún til Samóa eyjaklasans, sem þá var undir

beinni stjórn Bandaríkjanna til að stunda vettvangsrannsóknir.

Segja má að hún hafi linnulítið stundað slíkar rannsóknir fram

undir 1960, sem er ansi langur tími. Þessar löngu

vettvangsrannsóknir hafa vafalaust sett mark sitt á einkalíf hennar,

en hún var þrígift (tveir eignmanna hennar voru vel þekktir

mannfræðingar). Mead er aðallega þekkt fyrir rannsóknir sínar á

Bandarísku Samóa eyjum, á meginlandi Nýju Gíneu og eyjunni

Manus fyrir undan strönd Nýju Gíneu (American Museum of

Natural History, 2009) .

Þegar Mead lést var hún ef til vill þekktasti þálifandi

mannfræðingur Bandaríkjanna. Hún hafði einstaklega gott lag á að

skrifa læsilegan texta og hún valdi sér gjarnan viðfangsefni sem

fólk hefur mikinn áhuga og miklar skoðanir á; til dæmis

kynhlutverk og barnauppeldi.

Bók hennar „Að verða fullorðin á Samóa“ (Coming of age in

Samoa) varð metsölubók þegar hún var gefin út í Bandaríkjunnum,

og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Í verkinu kynnti Mead þá

hugmynd sína að fólk upplifi hin ýmsu þroskastig sem barn þarf að

fara í gegnum í uppvexti sínum á misjafnan hátt, og það sé undir

menningarbundnum og persónulegum aðstæðum komið hversu

vel eða illa það gangi að fara í gegnum þau. Þetta ætti sérstaklega

Page 67: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

67

við unglingsárin og kynþroskaskeiðið, í menningu þar sem litið er á

tilraunir unglinga til að þroska með sér kynferðislega sjálfsmynd

(eins og hver og einn einstaklingur gengur í gegnum á

unglingsárum) sem sjálfsagðan hlut er kynþroskaskeiðið miklu

átakaminni tími fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans/hennar.

Verkinu var sértaklega beint að kennurum og uppalendum og gaf

sterklega í skyn að hið bælda Bandaríska samfélag gæti sitt hvað

lært af fólki á Samóa eyjum (Mead, 2009 (1928)).

Seinni verk hennar, byggð á vettvangsrannsóknum á meginlandi

Nýju Gíneu og á Manus eyjum voru einnig mjög róttæk. Í þeim

verkum tókst Mead á við þær hugmyndir fólks á vesturlöndum að

rökhugsun og ályktunargeta „frumstæðra“ manna sé barnaleg og

fullorðnir einstaklingar aldir upp í slíkum samfélögum ekki á sama

þroskastigi og fullorðnir á vesturlöndum. Þetta gerði Mead með því

að skoða viðkomandi samfélög útfrá kenningum um þroska

manneskjunnar, og tókst henni að sanna svo að eftir var tekið að

sú hugmynd að hugsanaferli og ályktunarhæfni fólks í samfélögum

sem skemur eru á veg kominn í tæknilegri þróun, er fullkomlega út

í hött.

Einnig skoðaði Mead kynhlutverkin útfrá þvermenningarlegu

sjónarhorni á þessum tíma. Fram að þeim tíma höfðu menn álitið

að kynhlutverk manna væru að mestu líffræðilega ákvörðuð, og í

raun gefið þeim frekar lítinn gaum. Reyndar má segja að

viðfangsefnið væri alls ekki á dagskrá fræðimanna. Mead aftur á

móti beindi athygli sinni að þessu viðfangsefni, ekki síst með tilliti

til barnauppeldis, nokkuð sem fræðimenn á Vesturlöndum töldu

að félli einfaldlega undir áhrifasvið kvenna í öllum samfélögum, og

væri þess vegna hluti mannlegrar tilveru sem væri alls ekki undir

menningarlegum áhrifaþáttum komin heldur líffræðilega

ákvarðaður.

Mead sá að barnauppeldi var alls ekki einkamál kvenna í þeim

samfélögum á Nýju Gíneu sem hún skoðaði. Karlar tóku mjög

mikinn þátt í uppeldi þeirra, og þótti eðlilegur þáttur í kynhlutverki

þeirra. Hún komst einnig að því að þessi hluti kynhlutverks karla

Page 68: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

68

var táknrænt tengdur öðrum þáttum í menningu fólksins, þ.e.

hugmyndum þess um kynlíf, getnað, meðgöngu og líf eftir andlátið.

Með öðrum orðum, Mead leiddi kollegum sínum (og almenningi að

hluta til einnig) fyrir sjónir að kynhlutverk og barnauppeldi væri

ekki einungis komið undir líffræðilegum og menningarlegum

þáttum, heldur einnig að hugmyndir fólks um þessa hluti væri

nátengdar hugmyndum þess um veröldina í heild sinni (American

Museum of Natural History, 2009).

Ólíkt karlkyns mannfræðingum hafði Mead aðgang að heimi

kvenna í þeim samfélögum sem hún rannsakaði (oft vill það brenna

við að strangur aðskilnaður karla og kvenna geri fræðimönnum

erfitt fyrir í rannsóknum sínum, þeir þurfa að beygja sig undir

kynhlutverk sitt eins og aðrir). Það veitti henni aðgang að ýmsum

hlutum sem höfðu ekki komið upp á yfirborðið eða eins og dæmin

sanna að höfðu aðeins verið fjallað um útfrá sjónahóli karla. Verk

hennar höfðu því gífurleg áhrif innan greinarinnar í þá átt að

fræðimenn tóku að beina sjónum sínum að þætti kvenna í auknum

mæli (American Museum of Natural History, 2009).

E. Evans-Pritchard og A. Radcliffe-Brown

Evans- Pritchard fæddist árið 1902 í Sussex, Englandi. Eftir að hafa

lokið M.A. námi við Oxford 1924 flutti hann sig til Lundúna, þar

sem hann varð einn af fyrstu nemendum B. Malinowsky.

Á árunum 1926 og fram til seinni heimstyrjaldar framkvæmdi

Evans-Pritchard nokkrar vettvangsrannsóknir í Mið, Austur og

Norður-Afríku, en hann er þó þekktastur fyrir rannsóknir sínar á

tveimur samfélögum, Zande og Nuer mönnum. Bæði samfélögin

eru í Súdan (Hatch, 1973).

Kenningar Evans-Pritchard tóku töluverðum breytingum eftir því

sem á feril hans leið. Upphaflega skrifaði hann í mjög í anda

kennara síns Malinowsky, en einnig tóku kenningar hans í upphafi

mikið mið af kenningum Durkheim (hann tók þær kenningar í arf

svo að segja frá öðrum áhrifamiklum breskum mannfræðingi:

Page 69: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

69

Radcliffe-Brown). Önnur breyting sem vert er að nefna er sú að á

þeim tíma sem Evans-Pritchard byrjaði feril sinn var mannfræðin

enn mótuð af hugsunarhætti raunhyggjunnar. Kenningar Evans-

Pritchard byrjuðu að sveigja frá raunhyggjunni á þriðja áratug

tuttugustu aldar, og má segja að á fjórða áratugnum hafi hann

skilið við hana að öllu leyti. Þessi viðskilnaður við raunhyggjuna er

merkilegur fyrir þær sakir að hann er einskonar forsmekkur að

póstmódernískri mannfræði, þar sem áherslan er lögð á að greina

hvernig raunveruleikinn (þar á meðal völd til breytinga og valdið til

að skilgreina hluti sér í hag) mótast í gegnum táknræn samskipti

manna og hópa á milli, nokkuð sem póstmódernistar kalla

orðræðu. Til þess að skilja þetta betur skulum við líta aðeins nánar

á kenningar Radcliffe-Brown sem og raunhyggjuna (Hatch, 1973).

Radciffe-Brown er sá mannfræðingur í Bretlandi sem nátengdastur

er „Franska Skólanum“, þ.e. kenningum Emile Durkheim og

fylgismanna hans; oftast kennt við virknihyggju.

Virknihyggja býður mönnum að skoða siði, venjur og stofnanir

samfélaga eins og hjónabands útfrá því hlutverki sem viðkomandi

stofnun gegnir við að halda samfélaginu saman (Giddens,

Sociology, 1989).

Radcliffe-Brown taldi (ásamt fleiri virknihyggjumönnum) að það

væri alls ekki sjálfgefið að samfélög héldust saman, það væri þvert

á móti ákveðin tilhneiging innan þeirra sem sífellt leitast við að

skapa óeiningu innan þeirra. Til að bregða ljósi á þessa skoðun sína

tók Radcliffe-Brown dæmi um mann sem giftist inn í ætt í einnar

línu ættrakningarkerfi (sem fjallað er á öðrum stað í þessari bók).

Þegar fólk giftist eiga bæði einstaklingarnir og viðkomandi ættir

(og reyndar samfélagið allt) mikið undir því að hjónabandið

heppnist sem best. Ósætti meðal manns og ættingja konu hans er

því þáttur sem gæti splundrað hjónabandi. Fólkið samkvæmt

Radcliffe-Brown gerir sér grein fyrir þessu, og því eru settar hömlur

eða takmarkanir á samskipti þessara aðila sem hafa þá virkni að

vernda sambandið. Þessar hömlur geta verið af tvennu tagi:

Page 70: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

70

Annars vegar getur verið um svokallað forðunarsamband

(avoidance relationship) að ræða og hins vegar svokallað

spaugsamband (joking relationship) (Hatch, 1973).

Fólki sem á í forðunarsambandi er bannað að hittast og talast við.

Það er nokkuð algengt í eyjaálfu að karlar eigi í slíku sambandi við

tengdamóður sína. Þó ber ekki að líta svo á að fólki sé illa við hvort

annað, aðspurðir um ástæður þess að slíku banni hafi verið komið

á segja viðkomandi að þetta sé vegna þess að tengdamóðirin sé

besti vinur viðkomandi (hún hafi „gefið“ honum eiginkonu sína) og

ekki megi falla skuggi á samband þeirra (Hatch, 1973).

Spaugsamband aftur á móti gengur í þveröfuga átt. Fólk sem á í

slíku sambandi er hvatt til þess að stríða og gantast hvort í öðru, og

það er beinlínis ætlast til að þeir sem verði fyrir spauginu í það sinn

skipti ekki skapi heldur hlæi með.

Dæmið sem rakið er hér að ofan er dæmi sem Radcliffe-Brown

notaði sjálfur til að skýra virknihyggju sína. Siðir og stofnanir

samfélagsins mynda einskonar heild, þar sem hver hluti hefur

virkni sem gagnast samfélaginu (Hatch, 1973).

Greining eins og þessi er einnig mjög í anda raunhyggju. Radcliffe-

Brown var einnig einn af sterkustu fylgismönnum raunhyggjunnar

innan mannfræðinnar á sínum tíma, og í upphafi má telja Evans-

Pritchard með fylgismönnum hans, þótt hann sveigði síðan af þeirri

braut (Hatch, 1973).

Raunhyggja er heimspekistefna sem var mótandi fyrir vísindin (eða

kannski væri réttara að segja að boðskapur stefnunnar hafi verið

undirliggjandi í starfi vísindamanna) á nítjándu öld og fyrri hluta

þeirrar tuttugustu. Til einföldunar er hægt að segja að raunhyggjan

leggi fram fimm fullyrðingar um eðli vísindastarfs, þekkingarleitar

og hvað sé raunveruleg þekking. Að auki leggja raunhyggjumenn

fram nokkrar fullyrðingar um eðli náttúrunnar og heimsins máli

sínu til stuðnings. Fullyrðingar þær sem tilheyra fyrri flokknum eru

eftirfarandi:

Page 71: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

71

1. Öll vísindi (bæði náttúruvísindi og félagsvísindi) þurfa að

nálgast þekkingarleitina á sama hátt. Þetta merkir að sömu

kröfur þarf að gera varðandi aðferðafræði allra vísinda.

2. Markmið vísindanna er að lýsa, skýra og spá fyrir um

framvindu.

3. Öll raunveruleg þekking er prófanleg. Þetta merkir að það er

hægt að mæla fyrirbæri, endurtaka tilraunir og að kenningar

eru lagðar fram þegar (og ef)tilgátur hafa verið

sannreyndar.

4. Vísindi og „það sem allir vita“ (common sense) eru ekki eitt

og hið sama.

5. Vísindin eru hlutlaus og vísindaleg þekking er laus við

fordóma, mórölsk gildi og pólitík (Giddens, 1974).

Raunhyggjan kemur einnig með nokkrar fullyrðingar um það

hvernig veröldin er samsett eða starfar í raun:

1. Náttúran lýtur lögmálum.

2. Mönnum er gerlegt að þekkja náttúruna.

3. Þekking er ávalt betri (skárri) en vanþekking.

4. Náttúruleg fyrirbæri eiga sér náttúrulegar orsakir.

5. Þekking kemur í gegnum reynslu manna (t.d. með

mælingum) af fyrirbærum (Wikipedia, 2009).

Heimspekingar hafa ásamt starfandi vísindamönnum rökrætt

þessar fullyrðingar í næstum 100 ár. Í dag efast menn um að

nokkrum vísindum takist að standast þessar kröfur, en sú umræða

er vel fyrir utan svið þessarar bókar, hér er einungis ætlunin að

skoða hvernig þessi umræða kom við eina fræðigrein;

mannfræðina.

Fram að þeim tíma sem Evans-Pritchard hóf feril sinn var þekking á

samfélaginu í anda raunhyggjunnar það markmið sem flestir

mannfræðingar settu sér (þið hafið væntanlega tekið eftir því að

fyrstu mannfræðingarnir voru flestir raunvísindamenn). Lýsingar

þeirra á samfélögunum voru flestar í þeim anda að þær áttu að

vera sem hlutlausastar, tilfinningar og hugsanir viðkomandi komu

Page 72: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

72

málinu ekkert við og raddir heimamanna voru á margan hátt

fjarverandi. Þetta er auðvitað mjög í anda þeirra kenninga sem

ríkjandi voru á tímabilinu og lýst var hér á undan.

En það er til önnur aðferð við að lýsa því sem fram fer.

Félagsvísindi eru ólík náttúruvísindum að viðfangsefnið hefur

skoðanir á því sem fram fer, hefur tilfinningar,hagsmuni og tengsl

við annað fólk. Það má auðvitað líta á þetta sem ókost, en i þessu

er einnig fólgið tækifæri, félagsvísindamenn geta sett sig í spor

viðfangsefna sinna og þannig reynt að sjá hlutina innan frá (þetta

er auðvitað erfitt, og því erfiðara sem menningin er

fræðimanninum fjarlægari).

Með öðrum orðum; Radcliffe-Brown og fleiri litu á samfélagið sem

einhverskonar náttúrulegt kerfi sem ætti að rannsaka með

aðferðum náttúruvísinda.

Evans-Pritchard varð smátt og smátt ósammála þessu, hann komst

á þá skoðun þegar líða tók á feril hans að samfélagið væri ekki

náttúrulegt kerfi, heldur hugrænt kerfi, og þyrfti því að skoða með

aðferðum sem gerði fræðimanninum kleift að setja sig í spor

viðfangsefna sinna.

Hann taldi að virkni og raunhyggjumenn áliti að fólk væri

einhverskonar viljalaus verkfæri eða „einingar“ inni í samfélaginu.

Grunnforsenda Evans-Pritchard var að hugmyndir og hegðun fólks

væri ekki bundið einhverskonar náttúrulögmálum sem gerði það

að verkum að félagsvísindi væru annarrar gerðar en náttúrvísindi.

Skoðum dæmi um þetta, tekið frá Collingwood sem var þekktur

sagnfræðingur og samtímamaður Evans-Pritchard. Collingwood

taldi að menn gætu og þyrftu að nálgast náttúruna sem fyrirbæri

sem lyti eigin lögmálum, og væri manninum á vissan hátt

framandleg, hann gæti ekki skilið náttúruleg fyrirbæri innan frá.

Það sama þyrfti ekki að vera um fólk, að mati Collingwood, og tók

dæmi um sagnfræðing sem var að rannsaka keisara nokkurn sem

stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Collingwood sagði að það fyrsta

Page 73: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

73

sem sagnfræðingurinn þyrfti að gera væri að gera sér í hugarlund

hvernig keisarinn hefði séð vandamálið fyrir sér. Hann þyrfti einnig

að gera sér grein fyrir því hvernig málið var vaxið útfrá sjónarhóli

fólksins í kringum keisarann, hvaða aðra kosti keisarinn átti

hugsanlega í stöðunni og hverjar afleiðingar þeir kostir hefðu

hugsanlega haft, bæði frá sjónarhóli keisarans og fólksins.

Sagnfræðingurinn þyrfti með öðrum orðu að fara gegnum sama

ferli í huganum og keisarinn sjálfur fór í gegnum þegar hann tók

ákvörðunina (Collingwood, 1970).

Evans-Pritchard var sammála þessu, hann taldi að fólk framkvæmdi

hluti með tilgang í huga; að við hefðum eigin vilja og mætum kosti

okkar. Við séum ekki vélrænar verur sem framkvæmum hluti bara

vegna þess að samfélagið krefjist þess af okkur. Þetta merkir að

stofnanir samfélagsins eru birtingarmynd af markmiða, vilja og

hugmynda manna sem þurfi að greina og setja í samhengi til þess

að vera skiljanlegar fræðimönnum (Hatch, 1973).

Clifford Geertz

Geetz fæddist árið 1926 í Kaliforníu. Árið 1943 gerðist hann

sjálfboðaliði í Bandaríska sjóhernum, nokkuð sem varð til þess að

hann sótti sér háskólamenntun þegar seinni heimstyrjöld lauk (á

þeim tíma var fyrrverandi Bandarískum hermönnum gert kleift að

stunda nám með stuðningi ríkisins), nokkuð sem hann hefði ef til

vill ekki gert annars því Geertz var alin upp af fjarskyldum frænda

sínum út í sveit. Geertz lést árið 2006.

Geertz byrjaði feril sinn innan heimspeki, nokkuð átti eftir að

marka djúp spor í hugsun hans. Segja má með nokkrum sanni að

ferill hans hafi markast af andstöðu hans við bæði virknihyggju og

formgerðarhyggju, og hann hafi raunverulega tekið við þar sem

hugsun Evans-Pritchard og fleiri efasemdarmanna formgerðar og

virknihyggju sleppti (Wilk, 2006).

Andstætt virkni og formgerðarhyggjumönnum áleit Geertz að

kjarni menningarinnar væri merking sú er menn leggja í athafnir

sínar. Merking samkvæmt Geertz er komið til skila á táknrænan

Page 74: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

74

hátt. Menning er því þekking sem menn hljóta í arf, og er komið á

milli manna og kynslóða á táknrænan hátt. Menn koma

menningunni á milli sín með tjáningu, með því að viðhalda henni,

bæta við hana og þróa viðhorf sín til lífsins og tilverunnar (Hatch,

1973).

Áður en lengra er haldið er vert að velta fyrir sér hugtakinu tákn.

Við lifum að mörgu leiti í táknrænum heimi. Tákn eru tæki

mannanna til þess að flytja merkingu, hugmyndir og hugsanir á

milli sín. Tákn eru því einhver hlutur (stafirnir sem þú ert að lesa

núna eru tákn fyrir hljóð, sem saman mynda orð sem þú leggur

merkingu í), sem stendur fyrir einhvern annan hlut eða hugmynd.

Með öðrum orðum; tákn merkja eitthvað.

Hvað táknin merkja er samkomulagsatriði milli manna. Menn þurfa

að vera sammála um hvað átt er við til að merking geti flust á milli

manna, annars færi allt í vitleysu. Merking tákna breytist líka með

tímanum. Áður en Rósettu-steinninn svokallaði fannst gátu

fræðimenn til dæmis ekki lesið þau tákn sem Forn-Egyptar skildu

eftir sig; merking táknanna hafði glatast með tímanum (ég hvet

ykkur til að skoða Rósettu-steininn á British Museum ef þið hafi

ekki þegar gert það).

Sama táknið getur einnig haft margar mismunandi merkingar eftir

því samhengi sem það er sett fram í. Fáni Bandaríkjanna er

þarlendum uppspretta þjóðarstolts og samheldni, nánast heilagt

tákn. Fyrir pólitíska andstæðinga Bandaríkjamanna í hinum

múslímska heimi er fáni Bandaríkjanna hatað tákn og nánast álitið

djöfullegt.

Glöggir lesendur hafa vafalaust tekið eftir að þeir mannfræðingar

sem fjallað var um hér að ofan gerðu sjaldnast mikinn greinarmun

á því samfélagi sem menning er sprottin upp út og menningunni

sjálfri. Ef til vill endurspeglast þetta best í kenningum Radcliffe-

Brown, þar sem áherslan var á að skýra hvernig siðir fólks á

tilteknu svæði hjálpaði samfélaginu að haldast saman og virka

„rétt“.

Page 75: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

75

Geertz áleit þvert á móti að „menning sem slík sé ekki beinn

gerandi eða orsakavaldur í veröldinni heldur það samhengi sem

fólk lifir í“ (Geertz, 1973, bls. 14). Þannig gerir Geertz greinarmun á

menningu sem hann áleit að sé merkingarlegt fyrirbæri og

félagslegri formgerð samfélaga. Félagsleg formgerð er aftur á móti

efnahagsleg, félagsleg pólitísk tengsl milli einstaklinga. Geertz var

ekki alfarið á móti því að mannfræðingar rannsökuðu félagsgerð

samfélaga, en hann valdi að rannsaka menningu eingöngu

(Wikipedia, 2008).

Geertz áleit ennfremur að menning væri ekki fyrirbæri sem ætti

sér einvörðungu stað inni í höfði fólks. Hann lét þau orð meðal

annars falla að „menning tilheyrir opinberum vettvangi, vegna þess

að merking er það einnig“ (Geertz, 1973, bls. 12) og á hann þar við

að merking sú sem við leggjum í tákn er samkomulagsatriði á milli

fólks eins og skýrt var frá hér að ofan (Wikipedia, 2008).

Eins og gefur að skilja var Geetz, líkt og Evans-Pritchard ekki

raunhyggjumaður. Viðhorf hans til vettvangsrannsókna bera keim

af þessu. Hann sagði að skýrslur mannfræðinga af vettvangi,

svokallaðar ethnógrafíur, væru „túlkanir okkar af því sem

viðmælendur okkar gera, eða við höldum þau gera, og við setjum

þessar túlkanir okkar síðan skipulega fram“ (Wikipedia, 2008)

(Geertz, 1973, bls. 15). Vettvangsskýrslur mannfræðinga eru því

ekki settar fram á grundvelli skipulega framsettra og prófaðra

tilgátna. Þær eru þvert á móti túlkanir á aðila á samskiptum. Það

að halda því fram að þekking af vettvangi sé þekking af sama tagi

og afrakstur tilraunar á vísindastofu stenst ekki (Wilk, 2006).

Þar með er Geertz ekki að halda því fram að vettvangsþekking

mannfræðinga sé fölsun, eða ósönn. Góð vettvangsskýrsla er

túlkun á aðstæðum sem kemst að kjarna menningar eða

menningarhluta á ákveðnum stað og á ákveðnum tíma.

Menningunni má þess vegna að mati Geertz líkja við texta sem

settur er saman og lesin af því fólki sem lifir innan hennar. Það sem

mannfræðingar reyna að gera er að lesa yfir öxl þess les

(Wikipedia, 2008).

Page 76: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

76

Page 77: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

77

Verkefni úr kafla 4

Svarið eftirfarandi spurningum:

Hvaða heimspekistefna hafði mest áhrif á Boaz í upphafi ferli hans.

Á hvaða hátt voru skoðanir Boaz á rökhugsun „frumstæðra

manna“ á skjön við skoðanir annarra á sama tíma?

Hvaða breytingar urðu á hugmyndum Boaz frá upphafi ferils hans

og við lok hans?

Hvaða fræðimaður hafði mest áhrif á Benedict?

Hver voru helstu viðfangsefni Benedict?

Benedict skrifaði mjög fræga bók, hvað hét hún og um hvað fjallaði

hún?

Fyrir hvað er Malinowsky helst þekktur?

Hvernig stóð á því að Malinowsky varð strandaglópur í eyjaálfu?

Hvaða skilning hafði Malinowsky á efnahagslegri starfsemi

frumbyggjanna sem hann kynntist?

Skýrðu frá helstu viðfangsefnum og kenningum Mead.

Hvaða áhrif höfðu Radcliffe-Brown og Evans-Prichard á

mannfræðina?

Á hvaða hátt má segja að þeir félagar Radcliffe-Brown og Evans-

Prichard séu lærisveinar Durkheim?

Page 78: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

78

5. Aðlögun mannsins að umhverfi sínu

Til þess að lifandi verur fái lifað og fjölgað sér þá verða þær að

koma málum sínum þannig fyrir að líkami þeirra og hegðun hæfi

því umhverfi sem þær lifa og hrærast í. Þær sem búa í köldu

umhverfi verða að þróa með sér feld eða fitulag sem hæfir, þær

sem lifa á veiðum og bráðin er fljót að forða sér verða að vera enn

fljótari eða læra að læðast. Svo má lengi halda áfram að telja upp

þær leiðir sem lífverur nota til að komast af.

Ferlið sem lífverur nota til þess að takast á við þau vandamál sem

umhverfi þeirra leggur þeim í skaut nefnist aðlögun. Vegna þess að

umhverfi lífvera er sífellt að breytast verða lífverurnar sífellt að

aðlaga sig að nýjum aðstæðum. Aðlögun lífvera er því stöðugt ferli

en ekki ástand.

Eins og farið var yfir í kafla þrjú, þá er breytast líkamar lífandi vera í

átt til þess að líkamsgerð þeirra hæfir þeim aðstæðum sem þær

lifa í (eða þær deyja út). Þannig er þessu einnig háttað með

manninn.

Þó er mikilvægt að gera nokkurn greinarmun á manninum og

öðrum lífverum að þessu leyti. Á meðan flestar aðrar lifandi verur

breytast fyrst og fremst líkamlega (þær þurfa alltaf að breyta

hegðun sinni að nokkru leyti) þá er þessu öfugt farið með

manninn. Mannlegar verur aðlagast fyrst og fremst umhverfi sínu

með því að breyta hegðun sinni. Þessar breytingar á hegðun eru

fyrst og fremst menningarlegar breytingar, og taka fyrst og fremst

til ákveðinna þátta innan menningarinnar, nefnilega þeirrar tækni

sem maðurinn beitir til að lifa af og auðvelda sér lífsbaráttuna.

Það kom einnig fram í kafla þrjú að maðurinn þróaðist í heitu

umhverfi á sléttum sunnanverðrar Afríku. Við erum feldlausar og

varnarlausar skepnur. Það þarf varla að taka það fram fyrir

lesendum að við aðlöguðumst kulda með því að byggja okkur skýli,

temja eld og búa okkur til föt. Við veiðum dýr með því að veiða

Page 79: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

79

saman í skipulögðum vopnuðum hópum, en ekki með því að þróa

með okkur hæfileikann til að hlaupa hraðar en bráð okkar.

Svið mannlegar aðlögunar

Fólk sem býr á tilteknu svæði þarf að aðlaga sig að umhverfi sínu á

þremur mismunandi sviðum samtímis. Í fyrsta lagi þurfa menn að

laga sig að ytra umhverfi sínu, þ.e. þeim þáttum sem eru ekki af

völdum lifandi vera (eru ólífrænir eða abiotic). Þarna er átt við

þætti eins og hitastig, úrkomu og annan aðgang að vatni o.s. frv.

Í öðru lagi þarf fólk að laga sig að hinu lifandi umhverfi sínu (biotic

environment). Með því er átt við að menn þurfa að læra að lifa

með og nýta sér það plöntu og dýralíf sem er á viðkomandi stað.

Eins og farið verður yfir í kaflanum um heilbrigðismál getur verið

töluvert erfitt fyrir fólk að búa á tilteknum svæðum vegna þeirra

dýra sem þar finnast (til dæmis skordýra eins og

moskítóflugunnar), en önnur dýr, og þá aðallega veiðidýr og

húsdýr, gera manninum beinlínis kleift að lifa á öðrum svæðum

(Peoples & Bailey, 1988).

Í þriðja og síðasta lagi þarf fólk að aðlagast öðrum

menningarheildum sem fyrirfinnast í nágreninu. Menningarheildir

hafa ýmiskonar samskipti sín á milli í formi samkeppni, samvinnu,

viðskipta og átaka svo eitthvað sé nefnt.

Fólk þarf að taka tillit til allra þessara þátta í aðlögun sinni að

umhverfinu. Niðurstaða þess er hin mikla menningarlega

fjölbreytni sem fyrirfinnst í heiminum. Menn eru þó ekki

einvörðungu þiggjendur í þessu ferli, menn hafa einstakan

eiginleika til að móta umhverfi sitt ekki síður en þeir eru sjálfir

mótaðir. Það sem eftir lifir þessa kafla verður farið í mismunandi

aðferðir fólks til að laga sig að umhverfi sínu. Fyrst verður farið í

elstu aðferðina; veiðimennsku og söfnun. Aðferðirnar verða síðan

raktar nokkurn vegin í tímaröð, en lítilli athygli verður beint að

nútímavæddum samfélögum í þessum kafla (einhverri þó).

Page 80: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

80

Lífbelti

Til þess að gera sér betur grein fyrir þeim takmörkunum sem menn

stóðu frammi fyrir þegar jörðin var að komast í byggð (þegar

mannkynið byrjaði fyrst að dreifa sér yfir jörðina; eins og rakið

hefur verið að nokkru í kafla hér á undan gerðist það að öllum

líkindum í nokkrum bylgjum þar sem mismunandi tegundir manna

hafa þurft að keppa um takmörkuð gæði) þarf að leiða hugann að

svokölluðum lífbeltum jarðar.

Lífbelti ná yfirleitt yfir stór landflæmi, og í lífbeltinu eru svipuð

veðurskilyrði, jarðvegur er svipaður auk þess sem jurta og dýralíf er

margt svipað innan lífbeltisins.

Þetta ræðst að sjálfssögðu af hnattrænni stöðu beltisins þar sem

þættir eins og úrkoma, hitastig og magn sólargeisla skipta

höfuðmáli.

Kortið sem sést hér fyrir neðan sýnir lífbelti jarðarinnar. Lesendur

eru þó beðnir um að hafa ákveðin vara á sér, skil lífbelta eru ekki

eins skýr og ætla mætti við aflestur kortsins, né heldur eru skilyrði

algjörlega þau sömu innan þeirra.

Myndin hér að ofan sýnir helstu lífbelti jarðarinnar.

Mikilvægi lífbeltanna til að skýra aðlögun mannsins er óumdeilt,

hugtakið varpar til dæmis ágætu ljósi á það að það gangi illa að

rækta korn í regnskógi þar sem jarðvegur er tiltölulega ófrjór þrátt

fyrir mikinn trjágróður og töluvert mikið regn. Skýringin liggur í því

Page 81: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

81

að næringarefnin liggja ofarlega í jarðvegi og eru fljótlega uppurin.

Það kallar á annars konar aðlögun fólksins sem býr á svæðinu,

menn taka til þess að rækta hvern reit aðeins í stuttan tíma og

færa sig þá um set. Einnig rækta menn aðrar jurtir en á frjósömum

sléttum, til dæmis rótarávexti ýmiskonar. Hvert lífbelti fyrir sig

setur fólki því margháttaðar skorður í lifnaðarháttum sínum

(Peoples & Bailey, 1988).

Framleiðsla

Þær athafnir manna sem beinast að því að nýta þá orku og hráefni

sem fólk hefur aðgang að á hverjum stað er nefnt framleiðsla.

Framleiðsla breytir hráefni í hluti sem uppfylla efnislegar þarfir

manna. Hráefni er með öðrum orðum breytt í vörur. Þessar vörur

eru hverjum manni nauðsynleg til að komast af, við endumst ekki

nema nokkrar vikur án fæðu (í um það bil þrjár vikur, en það er

mismunandi eftir aðstæðum og einstaklingum), og án vatns getum

við ekki verið nema í nokkra daga.

Framleiðsla felur yfirleitt í sér þrennt: Tíma og orku, tækni og

hráefni. Allir þessir þættir koma saman þegar eitthvað er framleitt,

en á mismunandi hátt. Hér á eftir verða þessir þættir skoðaðir

nánar.

Sá tími og orka sem fer í að búa eitthvað til eru í daglegu tali

einfaldlega nefnt vinna. Þegar sagt er að einhver hafi unnið að

einhverju er þá átt við að viðkomandi hafi eytt tíma og vöðvaorku í

að gera hlutinn. Það er hægt að mæla hversu mikil vinna hafi farið í

að búa hlut til (bæði tíma og orku) og þannig fengið út þann

kaloríufjölda sem notaður var í að búa hlutinn til. Þetta kalla

mannfræðingar gjarnan mannlegt orku-innlegg (human energy

input). Ef maður leggur mikla orku í hlut sem skilar manni litlu sem

engu í staðinn, er trúlega verr af stað farið en heima setið. Hversu

miklu hluturinn skilar er að hluta til huglægt mat eigi að síður,

gjafir eru til dæmis eitthvað sem skilar manni engri næringu beint,

en geta hjálpað manni í lífsbaráttunni engu að síður í formi

samhjálpar (Hatirli, Ozkan, & Fert, 2005).

Page 82: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

82

Hvað tæknina varðar er gott að hafa í huga að annars vegar er um

að ræða hlutina sjálfa sem notaðir eru til að búa til hluti, svo sem

verkfæri og hins vegar er um að ræða þekkinguna á því hvernig á

að búa til verkfærin og nota þau. Eins og farið var í kafla 2 hér á

undan þá er verkleg þekking mikilvægur hluti af menningu

mannsins. Það veitir manninum töluvert forskot að hafa aðgang að

uppsafnaðri reynslu forfeðranna og annarra manna (ef viðkomandi

þekking hefur dreift sér og er kominn utanfrá) þegar kemur að því

að gera eitthvað. Ný þekking er fljót að bætast við það sem fyrir

var ef menn komast að því að eitthvað gengur betur með nýrri

aðferð.

Hráefni fá menn yfirleitt með því að nýta sér landfræðilegar

aðstæður á hverjum stað. Við fyrstu sýn mætti ætla að hvernig

menn nýta umhverfi sitt væri algjörlega undir landkostum komið.

Þannig er málum ekki háttað, heldur er um nokkuð flóknara

fyrirbæri um að ræða (Peoples & Bailey, 1988).

Fólk ýmist kýs að nota landkosti á ákveðin hátt (þar á meðal

hráefni), og er það að nokkru leyti undir tæknilegri getu

samfélagsins komið hvernig menn kjósa að nýta sér landkosti.

Til þess að skýra þetta nánar skulum við taka sem dæmi einfalt

hráefni sem er að finna víða í umhverfi manna: grjót. Fyrir um það

bil 40 þúsund árum voru uppi svokallaðir Cro-Magnon menn, eins

og rakið var í kafla þrjú. Þessir menn kusu að búa sér til verkfæri úr

grjóti sem var við höndina, og reyndar dugði ekki hvaða steinn sem

er, þekking þeirra á mismunandi tegundum steina gerði þeim kleift

að búa sér til flugbeitta hnífa úr hrafntinnu til dæmis. Forfeður

okkar Íslendinga sem fyrst komu hingað til lands bjuggu hins vegar

yfir meiri tækni en svo að þeir þyrftu að búa sér til verkfæri úr

grjóti, þeir notuðu það til annarra hluta, svo sem til

mannvirkjagerðar ýmiskonar (til húsa og girðingagerðar svo

nokkuð sé nefnt). Enn þann dag í dag nota Íslendingar grjót sem

hráefni, svo sem til vegagerðar, það eru unnir úr því legsteinar og

svo mætti lengi telja, en það telst til algjörra undantekninga ef

menn hlaða sér hús að gömlum sið.

Page 83: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

83

Dæmið hér á undan varpar ljósi á það hvers vegna mannfræðingar

kjósa annars vegar að tala um hráefni, sem það efni sem er til

staðar á hverjum stað, og bjargir hins vegar; það hráefni sem fólk

kýs að nýta sér á hverjum stað og tíma. Orðað öðruvísi þá stendur

hugtakið hráefni fyrir það efni sem menn geta hugsanlega nýtt sér,

og bjargir fyrir það efni sem raunverulega er notað.

Hráefni verður þannig ekki að björg nema menn hafi þekkingu og

verkfæri til að nýta sér þá möguleika sem í hráefninu felast. Í

mörgum tilfellum hefur það einnig áhrif hvaða augum viðkomandi

menning lýtur hráefnið, raunveruleikinn er að vissu leyti

skilgreindur í gegnum menningu manna, og sumt hráefni geta

menn einfaldlega ekki hugsað sér að nota. Bann gyðinga og

múslima við neyslu svínakjöts er ef til vill þekktasta dæmið um

þetta, en þau er víða að finna (Peoples & Bailey, 1988).

Safnarar og veiðimenn

Þeir sem hafa viðurværi sitt að því að safna til sín þeim jurtum sem

er að finna á tilteknu svæði (en rækta ekkert sjálfir) og veiða þau

dýr sem þeir hafa færi á teljast vera safnarar og veiðimenn.

Fræðimenn eru almennt á þeirri skoðun að allir menn lifðu sem

safnarar og veiðimenn þar til fyrir um það bil 10-12 þúsund árum

síðan. Þrátt fyrir þá efnahaglegu þróun sem hefur orðið síðan lifir

enn nokkur fjöldi manna tiltölulega góðu lífi sem safnarar og

veiðimenn, þrátt fyrir að hafa verið ýtt til hliðar af

akuryrkjusamfélögum inn á svæði sem teljast harðbýl (önnur

skýring er auðvitað sú að menn hafi séð að það borgaði sig ekki að

reyna að nýta viðkomandi svæði á annan hátt).

Það að safna saman því sem er til staðar ásamt því að stunda

veiðar er trúlega sveigjanlegasta aðferð við að lifa af sem menn

geta tamið sér. Þessi aðferð hefur gert fólki kleift að leggja undir

sig svæði á öllum lífbeltum jarðarinnar.

Þessi sveigjanleiki gerir það að verkum að aðferðir safnara og

veiðimanna eru fjölbreyttar og það sama á við um þær bjargir sem

fólkið notar til að komast af. Sumir safnarar og veiðimenn leggja

Page 84: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

84

megináherslu á söfnun, eins og til dæmis San fólkið í sunnanverðri

Afríku sem lifir aðallega á hnetum, fræjum, rótum og ávöxtum á

meðan aðrir leggja megináherslu á veiðar eins og Inúítar gera.

Aðferðir bæði Inúíta og San manna endurspegla þær kröfur sem

umhverfið leggur þeim á herðar, San menn búa í eyðimörk, en

Inúítar á heimskautasvæði.

Fræðimenn sem rannsakað hafa samfélög safnara og veiðimanna

eru flestir á þeirri skoðun að lífshættir þeirra hafi ákveðin einkenni

sem flest þessara menningarsvæða fylgja að einhverju leyti, þó svo

að ekkert þeirra fylgi formúlunni algjörlega, til þess eru lífshættir

safnara og veiðimanna alltof fjölbreyttir. Einkenni þessi eru:

tilflutningur eftir árstíðum, breytileg þéttni „byggðar“ og

tilhneiging til að skipuleggja sig í smáum hópum (Peoples & Bailey,

1988).

Flestir safnarar og veiðimenn flytja sig á milli staða eftir árstíðum.

Þetta er sjálfsagt tilkomið vegna þess að ekkert lífbelti hefur að

geyma sömu hráefnin allan ársins hring. Árstíðirnar markast af

mun á úrkomu og hitastigi til dæmis, þannig að veiðidýr manna

flytja sig til, auk þess sem vöxtur ávaxta, hnotna og róta er

breytilegur eftir árstíðum. Vegna þess að safnarar og veiðimenn

reyna yfirleitt ekki að hafa áhrif á það hvar hlutir vaxa eða dýr

halda sig til, flytur fólk sig því til þangað sem bjargirnar er að finna.

Tilflutningur safnara og veiðimanna eftir árstíðum gerir það einnig

að verkum að þéttni „byggðar“ þeirra (eða hópa) er mjög

mismunandi. Almennt séð fylgir þéttni hópanna því úrvali af fæðu

sem er í boði á hverjum stað og tíma. Fólk flytur sig því ekki

einungis úr stað, heldur stækka hópar þess eða minnka eftir því

sem aðstæður leyfa. Þetta mynstur hefur auðvitað nokkra kosti.

Þetta gerir það að verkum að ákveðin hluta úr ári eru meiri líkur

fyrir ungt fólk að finna sér maka (eða að maki sé fundinn fyrir það)

þegar margt fólk kemur saman, vöruskipti eru stunduð,

trúarathafnir stundaðar o.s.frv. Peoples og Bailey taka gott dæmi

um þetta í bók sinni „Humanity“, þar sem þeir skýra út hina

mismunandi stærð byggðar Cheyenne indíána:

Page 85: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

85

„Eftir að villihestar höfðu dreift sér um slétturnar miklu lifðu

Cheynne fólkið aðallega á að veiða hinar risastóru vísundahjarðir

sem einu sinni ráfuðu um sléttur Norður Ameríku. Eins og allir vita

sem búa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna þá er mest úrkoma á

svæðinu á vorin og fram á mitt sumar. Á þeim árstíma eru grös

með miklum blóma sem gerir það að verkum að vísundahjarðirnar

verða risastórar, þúsundir dýra safnast saman á beit. Eftir því sem

á sumarið leið varð land þurrara og grösin því ekki í eins miklum

blóma. Vísundahjarðirnar brotnuðu upp og urðu ekki aftur jafn

stórar fyrr en næsta vor. Það sama á við um Cheynne fólkið. Það

fylgdi eftir því mynstri sem þeirra helsta veiðidýr, vísundurinn

fylgdi. Það safnaðist saman á vorin, og tvístraðist aftur síðsumars.

Frá Júní fram á haustið lifði Cheynne fólkið saman í risastórum

búðum (á mælikvarða safnara og veiðimanna innskot höf.)) þar

sem veiðimennirnir veiddu úr vísundahjörðunum saman. Eftir því

sem hjarðir vísundanna tvístruðust, þá tvístruðust búðir Cheyenne

fólksins einnig, vegna þess að það var of erfitt að halda

sameiginlegar búðir eftir að vísundarnir höfðu tvístrast. Frá því á

haustin fram á vor lifði Cheynne fólkið því í miklu smærri búðum.

Þetta gerði skipulag veiðanna ekki bara auðveldari heldur sá það

hestunum einnig fyrir betri vetrarhögum. Í þessu lífbelti; sléttunni

er ekki mikið um tré, og þetta búsetumynstur gerði fólki einnig

betur kleift að safna saman mykju til að kveikja upp með og halda

þannig á sér hita.“ (Peoples og Beiley 1988: 138)

Eins og minnst var á hér að ofan skipuleggja safnarar og veiðimenn

sig oftast í smáum hópum. Dæmigerð stærð hóps sem heldur

saman, safnar og veiðir, er oftar en ekki um fimmtíu einstaklingar.

Hópa safnara og veiðimanna af þessu tagi kalla mannfræðingar

gjarnan bönd.

Hópar af þessu tagi eru sjaldnast viðvarandi einingar. Einstaklingar

og fjölskyldur eru ekki skyldugir til að fylgja hópnum gegnum þykkt

og þunnt, heldur eru frjálsir til þess að binda trúss sitt við aðra

hópa ef þeir kjósa svo. Þetta á auðvitað enn frekar um þá sem eiga

ættingja í öðrum hópum (Sebastian, 2005).

Page 86: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

86

Þessi frjálslega skipulagning hópanna er má segja hluti af

menningarlegri aðlögun fólks að umhverfi sínu. Því stærri sem

hópurinn er því sneggri er hann að nýta þær náttúruauðlindir sem

eru á staðnum sem gerir það að verkum að hópurinn þarf að flytja

sig oftar úr stað. Þess vegna borgar það sig að hafa hópanna smáa.

Safnarar og veiðimenn safna yfirleitt ekki miklum umframbirgðum

af mat eða hlutum sem þeir þurfa ekki að nota í mjög náinni

framtíð. Þess í stað flytja þeir sig af stað þegar bjargir í umhverfi

þeirra eru svo að segja uppurnar (þeir ganga þó yfirleitt ekki mjög

nærri umhverfi sínu). Ef að hópur sem hefur haldið saman í

einhvern tíma gengur ekki vel af einhverjum ástæðum, getur það

borgað sig að minnka hópinn, þannig að það að hafa frekar

frjálslega og óformlegt skipulag á því hverjir tilheyra hópnum

borgar sig fyrir heildina þegar til langs tíma er litið (Peoples &

Bailey, 1988).

Ræktun

Í tugþúsundir ára var söfnun og veiðimennska hin eina sanna

aðferð mannkyns til að lifa af, og menn voru ansi hreint góðir í

þeirri list að lifa af í margskonar umhverfi. Þrátt fyrir það hefur

söfnun og veiðimennska sína ókosti. Helsti ókosturinn við söfnun

og veiðimennsku er sá að fólk hefur ekki neina stjórn yfir

fæðuframboði sínu, heldur verður að treysta á guð(i) og lukkuna í

þeim efnum. Hver einasti einstaklingur sem stundar söfnun og

veiðimennsku þarf marga ferkílómetra af landi til að fæða sig og

klæða. Ef fjöldi manna fer fram yfir það sem landið ber, byrja

landgæði mjög fljótlega að hnigna. Til þess að forðast þetta þurfa

menn því að flytja sig um set. Aukin fjöldi manna á svæðinu gerir

það að verkum að fólk þarf að flytja sig enn lengra. Fræðimenn

hafa velt vöngum yfir því hvort þarna sé komin hugsanleg skýring á

landfræðilegri útbreiðslu mannkyns; aukin fjöldi sem kemst á legg

þarf æ stærra landsvæði til að framfleyta sér.

Fyrir um það bil tíu til tólf þúsund árum síðan (þessar tölur eru

sífellt að taka breytingum með nýjum uppgötvunum í

fornleifafræði, þannig að það er best að taka þeim með smávegis

Page 87: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

87

fyrirvara) byrjuðu menn að reyna að ná meiri stjórn yfir því

fæðuframboði sem til var, með því að rækta plöntur og halda dýr.

Þetta er einu nafni nefnt akuryrkjubyltingin. Það er að öllum

líkindum ekki tilviljun að ræktun hófst á frjósömum og fjölbýlum

stöðum jarðar. Það kann að vera að menn hafi ekki haft neina

úrkosti aðra en að fara rækta plöntur og halda dýr, því þeir ekki var

um neina aðra staði til að fara á, aðrir hópar voru þegar komnir á

alla vænlega staði á næsta leiti (Pringle, 1998).

Hvernig sem því var annars háttað þó hófst ræktun fyrst í Mið-

Austurlöndum fyrir um 10-12 þúsund árum síðan, fyrir um 9

þúsund árum síðan í Sunnanverðri Asíu og fyrir um 5 þúsund árum

í Suður Ameríku.

Ræktun getur þó verið með ýmsu móti. Fræðimenn eru almennt

sammála að það er hægt að skipta fólki með fasta búsetu gróflega

niður í þrjá hópa: Garðræktendur, hirðingja og þá sem stunda

ákafa akuryrkju. Þeir sem stunda síðan ákafa akuryrkju má síðan

aftur skipta niður í tvo hópa: Þeir sem notast eingöngu við dýraafl

og þá sem nota vélar við landbúnaðarframleiðslu (Peoples &

Bailey, 1988).

Hér á eftir verður leitast við að skýra hverja aðferð fyrir sig, og ég

ætla að byrja á garðræktendum.

Garðræktendur

Þeir sem teljast vera garðræktendur notast eingöngu við

handverkfæri við ræktun sína; svo sem prik með oddi á, steinaxir

og spaða. Unir venjulegum kringumstæðum felur

ræktunaraðferðin í sér að land er hreinsað og sáð í, en ekki er

notast við neinskonar áveitur. Garðræktendur notast heldur ekki

við húsdýr til að plægja með.

Þótt garðræktendur hafi garða er algengt að þeir notist við

margskonar aðferðir aðrar til að hjálpa sér í lífsbaráttunni, margir

stunda einnig veiðar meðfram garðræktinni og aðrir halda húsdýr

sem þeir nýta sem mat eða til annarra hluta (Peoples & Bailey,

1988).

Page 88: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

88

Lífstíll garðræktenda er í mörgu frábrugðin þeirra sem eingöngu

stunda söfnun og veiðar. Sú stjórn sem menn hafa á fæðuframboði

leiðir það yfirleitt af sér að fólki fjölgar umtalsvert á svæðinu. Í stað

þess að um sé að ræða flökkuhópa með um fimmtíu manns, eru

komin varanleg þorp og oftar en ekki með um hundrað eða fleiri

íbúa.

Garðrækt gerir einnig þá kröfu til fólks að það skipuleggi vinnu

sína, og þar sem aðgangur að landi er takmarkaður þá þarf einnig

að ákveða hver hafi aðgang að hvaða landi. Það sem um ræðir er

að garðrækt kallar á flóknara skipulag í kringum ræktunina heldur

en safnarar og veiðimenn þurfa að standa í. Garðræktendur sýna

mikinn fjölbreytileika þegar kemur að þessari skipulagningu,

sumstaðar er skipulagið byggt á stöðu manna innan þorpsins og

þorpið sem heild vinnur saman, en á öðrum svæðum eru það stórir

ættarhópar sem vinna saman og þar fer virðingarröðin eftir

hverjum maður er skyldur svo og aldri.

Aðgengi að landinu er einnig mismunandi, sumstaðar er hvert það

land sem ekki er í notkun til frjálsra afnota. Annarsstaðar er

aðgengi að landi bundið ættum og á enn öðrum stöðum tilheyrir

landið tilteknum kjarnafjölskyldum. Það að slá einhverju föstu um

aðgengi að landi hjá garðræktendum er því mjög erfitt.

Fræðimenn hafa þó komist að, að í flestum þessara samfélaga er

aðgengi að landi bundið ætt eða fjölskyldu, og aðgengi að landinu

gengur í erfðir, vegna þess að fjölskyldan eða ættin slær eign sinni

á landið sjálft, en ekki bara þeim björgum sem finnast á tilteknu

svæði eins og safnarar og veiðimenn gera. Þetta er sá

grundvallarmunur sem er á þessum tilteknu aðferðum við að

bjarga sér í náttúrunni, safnarar og veiðimenn nýta bjargir sem

finnast á tilteknu landi, en fyrir ræktandann er landið sjálft

nýtanleg auðlind sem fólk nýtir með vinnu sinni. Tvær tegundir af

garðrækt eru algengastar: Þurr garðrækt og sviðarækt (einnig er

hægt að kalla aðferðina skiptirækt) (Peoples & Bailey, 1988).

Page 89: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

89

Þurr garðrækt er eins og önnur garðrækt að því leytinu til að þar er

eiðeins notast við handverkfæri til að yrkja jörðina. Munurinn á

þessari tegund ræktunar á öðrum tegundum garðræktunar er því

helst fólginn í því hversu þurr jarðvegurinn er þar sem hún er

stunduð. Þessi tegund ræktunar er (og var) helst stunduð þar sem

nú eru suðvesturríki Bandaríkjanna (af ýmsum hópum Indíána), í

Mið-Ameríku og í Afríku sunnan Sahara þar sem aðferðin er enn

stunduð (Peoples & Bailey, 1988).

Þeir sem stunda þurra garðræktun þurfa að takast á við umhverfi

sem er í raun ekki mjög hagstætt til ræktunar. Þess vegna neyðast

menn til að takmarka ræktun sína við svæði sem eru nálægt ám og

vötnum og rætur plantnanna geta teygt sig niður í hátt

grunnvatnið eða við þau svæði sem vatn flýtur reglulega yfir (líkt

og Pueblo Indíánar í Suðvesturríkjum Bandaríkjanna eru þekktir

fyrir). Jafnvel þótt að fólk geri þetta þurfa menn að horfast í augu

við uppskerubrest af og til, aðallega vegna þurrka. Af þessum

sökum hafa margir hópar sem stunda þessa tegund ræktunar tekið

sig til og stunda búgriparækt samhliða akuryrkju sinni.

Sviðarækt aftur á móti eru nokkuð flóknari aðferð við ræktun, og

ræðst það af því hversu krefjandi umhverfið er þar sem hún er

stunduð. Sviðarækt sem slík er forn aðferð, hún hefur að öllum

líkindum verið stunduð um allan heim til forna, en í dag er notkun

aðferðarinnar nánast eingöngu bundin við regnskóga Afríku, Suður

Ameríku og Suð-Austur Asíu (O'Neil., 2009).

Aðferðin felur í sér að menn fella skika af skóginum undir akur

sinn. Einungis einföld handverkfæri eru notuð svo sem axir og

langir hnífar. Mjög oft láta menn stærstu trén halda sér til að veita

skjól gagnvart sól, því sé það ekki gert skrælna plönturnar sem

verið er að rækta (sólin yfir regnskógum jarðar er mjög sterk, enda

fyrirfinnast regnskógar einvörðungu við miðbaug). Önnur aðferð til

þess að vernda plöntur gegn sterkri sól er sú að setja niður margar

mismunandi tegundir í sama akur, hlið við hlið, þannig að lægri

plönturnar hafi skjól af þeim sem hávaxnari eru. Þegar búið er að

höggva niður það sem fyrir er, er akurinn látinn standa í nokkurn

Page 90: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

90

tíma til að þurrka plönturnar sem höggnar hafa verið. Þegar þær

eru orðnar nægilega þurrar er kveikt í og látið brenna þar til

eldurinn hefur hreinsað akurinn. Tilgangur þess að kveikja í

plöntumassanum er tvíþættur, annars vegar er kveikt í til þess að

hreinsa akurinn, og hins vegar til þess að færa á milli þau

næringarefni sem fyrirfinnast í plöntumassanum niður í jarðveginn

(Peoples & Bailey, 1988).

Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir gífurlega mikla fjölbreytni í plöntu

og dýralífi er jarðvegur í regnskógunum mjög snauður af

næringarefnum, næringarefnin er öll að finna í plöntumassanum

sem er ofan jarðar. Þetta gerir regnskóginn erfiðan þótt ekki sé

meira sagt til ræktunar af nokkru tagi þrátt fyrir að menn notist við

aðferðir eins og hér hefur verið lýst. Menn verða því að flytja akra

sína eftir um það bil þrjár til fjórar uppskerur. Eftir að hafa verið í

ræktun er akurinn látinn bíða þar til hann er alveg orðinn vaxinn

gróðri, í það minnsta tíu ár. Þessi langi tími gefur landinu tækifæri

til að jafna sig alveg, en gerir það einnig að verkum að sníkjudýr,

sveppir og veirur sem leggjast á þær plöntur sem fólk ræktar eru

yfirleitt farnar af svæðinu þegar akurinn kemur næst undir ræktun

(Peoples & Bailey, 1988).

Sú staðreynd að menn neyðast til að flytja akur sinn mjög ört, og

láta land bíða í tíu ár gerir það að verkum að sviðrækt getur ekki

staðið undir mjög miklum fjölda fólks, alla vega ekki nærri eins

miklum fjölda og áköf akuryrkja getur. Einfalt dæmi getur leitt

okkur þetta fyrir sjónir: Ef akur er ræktaður þannig að tvær

uppskerur fást af honum, og hann látinn bíða í tuttugu ár (sem er

ekki óalgengt fyrirkomulag hjá sviðaræktendum) þarf um það bil

tíu sinnum meira land til að afla einni manneskju fæðis en þarf

þegar akur er ekki látinn bíða eins og gerist hjá fólki sem notar

nútímaaðferðir (tilbúinn áburð og skordýraeitur ásamt vélknúnum

plógi).

Menn skyldu samt fara varlega í að álykta sem svo að sviðarækt sé

óhagkvæm aðferð við að afla sér viðurværis. Reynslan af því að

nota nútímaaðferðir á svæðum þar sem áður var regnskógur er

Page 91: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

91

vægast sagt ekki góð. Ásókn sveppa, veira og sníkjudýra er gífurleg

á ökrunum, sem gerir það að verkum að menn þurfa að nota efni í

mun meira mæli en heppilegt er (eða hagkvæmt), og þar að auki

hefur það sýnt sig að jarðvegurinn er svo rýr að gæðum að hann er

nánast ónothæfur fyrir venjulega ræktun. Úrkoma á svæðinu er

einnig það mikil að vandræðum veldur, næringarefnin sem menn

hafa dreift á akra sína með miklum tilkostnaði hefur tilhneigingu til

að skola burt, þannig að þegar öllu er á botninn hvolft er sviðarækt

nánast eina ræktunaraðferðin sem virkar á sjálfbæran hátt á

svæðinu (O'Neil., 2009).

Hirðingar

Flestar þjóðir sem á annað borð stunda ræktun að einhverju marki

halda dýr. Með þessu hafa menn náð að bæta upp einhæft

matarræði og að nýta sér dýraafurðir sem til falla. Eins og rakið

verður hér á eftir er dýrahald einnig nauðsynlegt þeim sem stunda

ákafa akuryrkju, menn nota hesta, nautgripi eða vatnabuffalóa til

þess að draga plóga á eftir sér og ná þannig að nýta land sitt betur

en ella.

Þeir sem stunda svokallað hirðingjalíf ganga þó lengra heldur en

þetta, þeir eru miklu háðari dýrahaldi sínu heldur en aðrir, og

lífsmynstur þeirra ræðst að mjög miklu leyti af því uppfylla þörf

dýranna fyrir fæðu. Þetta merkir að þeir hafa ekki fasta búsetu á

tilteknum stað allt árið heldur færa sig frá einum stað til annars í

leit að besta beitarlandinu (Peoples & Bailey, 1988).

Þeir leggja þó yfirleitt ekki upp í ferðir án tiltekins áfangastaðar,

flestir hirðingjar leita á sömu staðina ár eftir ár, og færast yfirleitt

til lóðrétt, á sumrin þegar jörð gerist þurr færa þeir sig ofar í fjöllin

þar sem hiti er minni og betra beitarland.

Hirðingja er að finna í öllum heimsálfum, en dreifing þeirra um

jörðina er ekki tilviljun, þá er yfirleitt að finna á þeim svæðum sem

eru of þurr til að þar sé hægt að stunda garðrækt eða ákafa

akuryrkju, eða eru hreinlega of köld svo sem Sama í Skandínavíu

Page 92: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

92

eða Chuckchee menn í Síberíu (báðar þjóðir halda hjarðir af

hreindýrum).

Þrátt fyrir að hirðingjar láti líf sitt stjórnast af þörfum hjarðar

sinnar og hafi lífsviðurværi sitt af þeim að mestu leyti fá þeir einnig

töluvert af mat frá þeim sem stunda ræktun, aðallega í gegnum

eigin takmörkuðu ræktun eða ræktun. Það er algengt (og var

einnig algengt á sögulegum tíma) að hirðingjar hafi stundað

verslun og skipts á vörum við þá sem þeir hafa hitt á leið sinni milli

beitarhaga. Einnig hefur viðgengist í ríkum mæli að hirðingjar

gerist kaupmenn og ferðist langar leiðir milli svæða og noti þar

hjarðir sínar sem burðardýr; hin forna silkileið milli Kína og Evrópu

er einmitt dæmi um slíkt.

Á þeim svæðum þar sem það telst frekar óhentugt eða erfitt að

stunda ræktun eingöngu geta menn því minnkað hættuna á

hungursneyð með því að gerast hirðingjar. Einnig hefur verið rakið

hér á undan að hirðingjalíf gerir fólki kleift að ferðast á milli og

stunda verslun og takmarkaða ræktun. En hvers vegna er

hirðingjalífið þá ekki það form sem menn hafa helst valið sér um

alla jörð?

Svarið við því er að plánetan sjálf setur líferni sem þessu töluverðar

skorður. Í fyrsta lagi þá gengur hirðingjalífið illa eða ekki upp í

sumum lífbeltum jarðar. Í frumskógum Suður-Ameríku myndi

ræktun húsdýra ganga illa upp, þótt menn hafi í seinni tíð rutt burt

miklu að regnskóginum til að fá beitarland fyrir nautgripi, en kjöt

þeirra er mikið selt til stórra fyrirtækja í Bandarískum

skyndibitaiðnaði. (Kradin, 2002)

Í öðru lagi setja sníkjudýr töluvert strik í reikninginn hjá fólki. Á

svæðum þar sem tse-tse flugan er algeng er nánast ómögulegt að

halda hjarðir sem nokkru nemur, flugan leggst bæði á dýr og menn

og ber með sér smit svefnsýkinnar. Árlega látast mörg hundruð

þúsund manns úr svefnsýki í Afríku.

Í þriðja og síðasta lagi (ef til vill er þetta mikilvægasti þátturinn) þá

er sú aðferð að breyta orku sólar í orku sem menn geta nýtt sér

Page 93: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

93

með tilstuðlan dýra mjög óhagkvæm. Til þess að skoða þetta betur

skulum við líta á eftirfarandi dæmi: Ef plöntur hafa aðgang að

vatni, koltvísýringi og steinefnum geta þær breytt orku sólarinnar í

einfaldar sykrur. Þessar sykrur geta grasætur nýtt sér til að knýja

líkama sinn áfram og sér til vaxtar og viðhalds. Rándýr og hræætur

(ef til mætti setja manninn í báða flokka) nýta sér hold grasætanna

til að knýja líkama sinn áfram og sér til vaxtar og viðhalds. Um það

bil 90% af þeirri orku sem safnast hefur saman á hverju stigi fyrir

sig tapast þegar hoppað er upp um hvert þrep í fæðukeðjunni.

Þannig geta grasætur einungis nýtt sér um 10% af þeirri orku sem

býr í þeim plöntum sem þær neyta, og kjötætur einungis 10% af

þeirri orku sem býr í þeim dýrum sem þær drepa (Peoples &

Bailey, 1988).

Það er því frekar slæm nýting á ræktarlandi að rækta einungis gras

fyrir t.d. nautgripi þegar hægt er að rækta korn til manneldis. Þetta

hefur fólk uppgötvað fyrir löngu, án þess að vera sérstaklega að

velta fyrir sér orkunýtingunni; menn hafa einfaldlega nýtt það land

sem þeir geta í ræktun á plöntum ætluðum til manneldis, og þar

sem það hefur ekki gengið upp hefur fólk frekar kosið að nýta land

til búfjárræktunar.

Búfjárrækt krefst þess af mönnum að þeir skipuleggi líf sitt á

ákveðin máta. Það þarf að ákveða hverjir fái aðgang að hvaða landi

og á hvaða tímum ársins. Einnig þarf að ákveða verkaskiptingu milli

fólks, og með hvaða hætti fólk hagar samskiptum sínum við aðra

(Peoples & Bailey, 1988).

Lífshættir Basseri fólksins sem býr í sunnanverðu Íran er lýsandi

dæmi um það félagslega skipulag sem þarf að vera til staðar meðal

hirðingja. Norski mannfræðingurinn Frederic Barth var fyrsti

mannfræðingurinn sem dvaldist meðal þeirra seint á fimmta

áratug síðustu aldar. Frásögnin er tekin úr bókinni „Mannkyn“ eftir

þá Peoples og Bailey.

Þegar Barth dvaldist hjá Basseri fólkinu taldist ættbálkurinn vera

um 16 þúsund manns. Þeir stunduðu blandaða búfjárrækt, þ.e.

Page 94: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

94

þeir héldu margskonar húsdýr, kjöt, ull og mjólk kom aðallega frá

sauðfé og geitum. Asnar, kameldýr og hestar voru notuð til burðar.

Basseri menn skiptu gjarnan á dýraafurðum ýmiskonar og korni og

brauði við það fólk sem þeir hittu og áttu samskipti við á ferðum

sínum. Basseri menn fengu þannig mikið af mat sínum frá fólki sem

stundaði ákafa akuryrkju, en þrátt fyrir það litu þeir gjarnan niður á

bændurna sem þeir áttu viðskipti við (Peoples & Bailey, 1988).

Leiðir Basseri manna vor ekki tilviljunum háðar, um sumarið beittu

þeir hjörðum sínum í fjallendi til norðurs, en um vetur fóru þeir

sunnar og beittu þá hjörðum sínum á þá akra sem skornir höfðu

verið. Bæði bændur og Basseri menn högnuðust á þessu, Basseri

menn fengu bithaga, en bændur áburð eftir dýrin.

Vegna þess hversu Basseri menn þurftu að vera hreyfanlegir

bjuggu þeir í ullartjöldum. Venjulega bjó ein fjölskylda í hverju

tjaldi, og átti hver og ein að meðaltali um 300 dýr (ýmist geitur eða

sauði). Til að spara vinnuafl og beina kröftum fólks á rétta staði

héldu venjulega um þrjár til fimm fjölskyldur saman í það sem má

ef til vill kalla „beitarflokk“. Um veturinn voru beitarflokkarnir

yfirleitt frekar einangraðir, en að sumri til þegar menn héldu til í

opnum bithögum fjallanna mátti gjarnan sjá um fjörtíu tjöld saman

í tjaldbúðum.

Basseri menn létu ekki þar við sitja í því hvernig þeir skipulögðu

samfélag sitt. Tjaldbúðum var steypt saman í flokk sem á máli

Basseri manna kallaðist „oulad“ og er eiginlega óþýðanlegt. Hvert

oulad samanstóð af nokkrum tjaldbúðum, og átti samkvæmt hefð

aðgang að tilteknu landi. Rétt er þó að taka fram að þarna var um

rétt að aðgengi um ræða, ekki eignarrétt, ouladið gat ekki framselt

réttinn eða veðsett hann, en þó gat ouladið misst réttinn ef

höfðingi allra Basseri manna ákvað að eitthvert oulad skyldi gefa

eftir aðgengi að landi, eða oulad gat fengið aðgengi að landi sem

það hafði ekki haft áður eð höfðingjanum sýndist svo (Peoples &

Bailey, 1988).

Page 95: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

95

Eins og glöggir lesendur eru ef til vill búnir að átta sig á þá töldu

allir Basseri menn sig tilheyra einum áttbálki (tribe). Ættbálkurinn

átti sér einn höfðingja, og gekk embættið frá föður til sonar.

Höfðinginn hafði vald til að breyta aðgengi að landi (yfirleitt eftir

stærð þeirra oulada sem um var að ræða), hann var andlit

ættbálksins út á við auk þess sem hlutverk hans var að skera úr í

deilum manna.

Eins og sjá má af lýsingunni hér að ofan var félagslegt skipulag

Basseri manna frekar flókið, alla vega þegar það er borið saman við

skipulag safnara og veiðimanna sem kjósa frekar að hafa frekar

einfalt skipulag á sínum málum. Skipulag samfélaga verður þó fyrst

flókið þegar menn fara að stunda það sem mannfræðingar kalla

ákafa akuryrkju, og má segja að í því skipulagi liggi frækorn nútíma

og iðnvæddra samfélaga vesturlanda.

Menn skyldu þó ekki falla í þá gryfju að halda að nútímavæðingu

fylgi eintóm hamingja, slík samfélagsgerð er að mörgu leiti

óþægilega flókin og ef til vill viðkvæm. Mat á gæðum félagslegs

skipulags er ekki á dagskrá þessa rits, og ef til vill ekki á færi

mannfræðinnar að leggja mat á hvert skuli eða skuli ekki halda,

slíkt fellur undir verksvið stjórnmálanna. Hitt er svo annað mál að

þegar menn hófu að stunda ákafa akuryrkju fyrir um tíu til tólf

þúsund árum síðan þá sköpuðust í fyrsta skipti í sögunni forsendur

fyrir stórauknum fjölda manna og borgmenningu.

Áköf akuryrkja

Áköf akuryrkja er ólík garðrækt að því leytinu til að þar eru akrar

ekki hvíldir eftir að hafa verið notaðir í eitt til þrjú skipti. Við fyrstu

sýn er þetta ekki mikill munur, en þetta merkir í raun algjöra

byltingu; land sem er undir ákafri akuryrkju getur séð fyrir allt að

tuttugu sinnum fleiri manneskjum á hvern hektara heldur en land

sem er ræktað með aðferðum garðræktar.

Til þess að þetta gangi upp þurfa nokkrir hlutir að vera til staðar: Í

fyrsta lagi þurfa menn að hafa aðgang að hestum eða nautgripum.

Tvennt er unnið með því að halda slík dýr, annars vegar eru dýrin

Page 96: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

96

notuð til þess að draga á eftir sér plóga, og hins vegar þurfa menn

á áburði að halda, akrar sem ekki eru hvíldir nema í eitt til tvö ár í

senn (á nokkra ára fresti) eru fljótir að klárast af næringarefnum

nema við þau sé bætt (Peoples & Bailey, 1988).

Plógurinn er ein af höfuðuppfinningum mannkyns. Áköf akuryrkja

hefði ekki orðið að veruleika án hans. Plógurinn gerir það að

verkum að hægt er að snúa miklu magni af jarðvegi og gernýta

þannig þau næringarefni sem í jarðveginum búa, auk þess sem

sáning í akra verður miklu auðveldari en ella.

Áköf akuryrkja gerir einnig auknar kröfur um umhirðu akranna að

tvennu leyti. Í fyrsta lagi þarf að hreinsa allt illgresi af ökrum, betur

heldur en þeir gera sem stunda garðrækt. Í öðru lagi þarf að

tryggja að plönturnar hafi nægilega mikið vatn. Það gera menn

helst með því að byggja einhverskonar áveitukerfi, þar sem vatn er

flutt til plantnanna. Margar fornaldarþjóðir áttu velgengni sinni að

fagna þeirri staðreynd að ríki þeirra risu fyrst nálægt ám með

nægilega miklu af vatni til þess að hægt væri að byggja áveitur og

stunda þar með ákafa akuryrkju. Það er ekki tilviljun að ríki

Súmera, Rómverja og Forn-Egypta risu öll við stórar ár.

Félagslega séð gerir áköf akuryrkja miklar kröfur, en það að stunda

ákafa akuryrkju hefur einnig stórar félagslegar afleiðingar eins og

minnst hefur verið á.

Þær kröfur sem áköf akuryrkja gerir til þeirra sem hana stunda

felast helst í því skipulagi sem þarf að vera til staðar. Í fyrsta lagi

þarf að skipuleggja aðgang og eignarhald að landi. Oftar en ekki er

land ekki í eigu einstaklinga sem slíkra, heldur hefur tiltekin

fjölskylda aðgang að landi í krafti sifja (nánar verður fjallað um

sifjar í kaflanum hér á eftir, en hugtakið vísar til þess hvernig menn

rekja ættir sínar og hvaða réttindi og skyldur þeir hafa gagnvart

öðru fólki í kjölfar þess) (Peoples & Bailey, 1988).

Verkaskipting milli kynslóða og kynja verður yfirleitt miklu stífari í

samfélögum sem stunda ákafa akuryrkju heldur en í samfélögum

sem notast við aðrar aðferðir við að afla sér lífsviðurværis; yfirleitt

Page 97: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

97

er misrétti milli karla og kvenna meira í þessum samfélögum meira

heldur en í samfélögum garðræktenda til dæmis, þótt það sé eins

og oft er í mannfræði erfitt að setja fram algilda reglu í því

sambandi. Yfirleitt fellur það undir verksvið karla að sjá um akra

(undantekningin á því er þó sú að oftar en ekki hjálpast allir saman

við að koma uppskerunni í hús) og húsdýr, en konur sjá um

barnagæslu, eldun og söfnun eldiviðar ásamt því að ná í vatn

(Peoples & Bailey, 1988).

Hvað varðar félagslegar afleiðingar þess að fólk stundi ákafa

akuryrkju þá kjarni málsins í afkastagetu aðferðarinnar. Það er

einfaldlega minni þörf á því að allir meðlimir samfélagsins starfi

beint við framleiðslu matvæla, og reyndar er innbyggt í kerfið

ákveðin umframframleiðsla sem bóndinn þarf að losa sig við. Þar

með eru komnar forsendur fyrir því að sumir starfi við eitthvað

annað, og þá einhverja þá iðju sem annað fólk telur að sé einhvers

virði. Sá sem er til dæmis hagur á tré (flinkur smiður) getur einbeitt

sér að því og selt smíðisgripi sína í staðin fyrir mat og aðrar

nauðsynjar. Þar með hefur nokkuð merkilegt átt sér stað; bæði

markaðir og sérhæfing eru komin til sögunnar. Bæði markaðir og

sérhæfing eru merkileg fyrirbæri. Um markaði verður fjallað í

kaflanum hér á eftir, en lítum aðeins nánar á sérhæfinguna

(Peoples & Bailey, 1988).

Sérhæfing leiðir til þess að fólk nær mikilli hæfni í störfum sínum,

og framfarir verða í því sem framleitt er, slík er sköpunargáfa

mannsins. Nægir að líta á þróun ýmiskonar nytjahluta í gegnum

söguna til þess að koma auga á þetta.

Sérhæfing leiðir einnig til þess að sumir njóta meiri virðingar en

aðrir fyrir störf sín. Hún leiðir þannig til stéttskiptingar þar sem

bændurnir sem með vinnuframlagi sínu fæða heilu samfélögin

lenda yfirleitt alltaf nærri botninum, en sérfræðingar á sviði

hermála eða trúariðkunar á toppnum. Slíkt var einmitt skipulag

flestra fornþjóðanna og er sama hvar borið er niður. Venjulega

blönduðust saman félagsgerð og átrúnaður í þessum samfélögum

þar sem trúin var sterkur þáttur í því að halda samfélaginu saman

Page 98: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

98

(þarna var um fyrirbæri sem mannfræðingar hafa nefnt skipulegan

átrúnað og fjallað er um nánar í kafla 7). Forn-Egyptar eru mjög

skýrt dæmi um þetta, þeir trúðu því að konungur þeirra (nefndur

Faraó) væri guðleg vera og fyrir tilverknað hans flæddi Níl yfir

bakka sína og gerði jörðina frjósama (Pringle, 1998).

Í þessum kafla höfum við fjallað um helstu aðferðir sem menn hafa

beitt í gengum skráða og óskráða sögu mannkyns við að afla sér

viðurværis. Út af stendur einungis hið iðnvædda samfélag, en út í

þá sálma verður ekki farið í þessu riti. Í kaflanum hér á eftir verður

litið á það skipulag sem menn hafa á samfélögum sínum og

samskiptum.

Page 99: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

99

Verkefni úr kafla 5

Skilgreindu eftirfarandi hugtök:

Framleiðsla

Mannlegt orku-innlegg

Band (Bönd)

Hirðingjar

Þurr garðrækt

Svefnsýki

Oulad

Áköf akuryrkja

Svaraðu eftirfarandi spurningum:

Á hvaða hátt aðlagast mannlegar verur umhverfi sínu?

Hvaða munur er á hráefni og björgum?

Skýrðu frá helstu sérkennum safnara og veiðimanna.

Hvaða munur er á garðrækt og akuryrkju?

Hvenær byrjuðu menn að stunda ræktun að talið er?

Hvers vegna þurfa sviðaræktendur að flytja akra sína reglulega?

Hvers vegna telst plógurinn vera eins mikilvæg uppfinning og raun

ber vitni?

Page 100: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

100

6. Skipulag samfélaga

Efnahagsleg kerfi

Í kaflanum hér á undan var rakið helstu aðferðir sem menn notuðu

fyrir daga iðnvæðingar við framleiðslu helstu nauðsynja. En það að

framleiða matvæli nægir í sjálfu sér ekki til að viðhalda

samfélaginu. Til þess að það takmark náist þarf meðal annars að

dreifa matnum og öðrum vörum sem framleiddar eru.

Viðskipti

Í undirkaflanum hér á eftir verður rakið helstu aðferðir manna við

að dreifa vörum á milli sín; þ.e. nokkuð sem í daglegu tali er kallað

viðskipti. Þótt að framleiðsluhættir í iðnvæddum samfélögum hafi

breyst mikið frá því að áköf akuryrkja kom fyrst til sögunnar fyrir

um tíu til tólf þúsund árum síðan hafa viðskipti manna á milli

ekkert breyst í grundvallaratriðum síðan þá. Skiptir þá engu máli

hvort við skoðum samfélög veiðimanna og safnara, hvernig málum

var háttað í Sovétríkjum Stalíns (tímabilið frá 1927 til 1953) eða

hvernig málum er háttað í kauphöllinni í New York.

Hugakið viðskipti vísar til þess að vörur skipta um hendur (annað

hvort beinn eignarréttur eða yfirráða/notkunarréttur) frá þeim

tíma þegar þær voru framleiddar til þess tíma að þeirra er neytt. Á

vesturlöndum tíðkast að menn geti átt bein viðskipti með land, en

enn í dag fyrirfinnast samfélög þar sem almennur eignarréttur nær

ekki til lands sem samkvæmt hefð tilheyrir tilteknum ættum og

menn geta því ekki stundað viðskipti með land í venjulegum

skilningi. Um þetta verður fjallað nánar þegar peningar verða

skoðaðir.

Tegundir viðskipta

Almennt séð eru til þrjár tegundir af viðskiptum. Í fyrsta lagi er

talað um svokallaða gagnkvæmni (sem hefur þrjár undirtegundir,

nokkuð sem verður skoðað hér fyrir neðan), í öðru lagi er talað um

Page 101: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

101

endurdreifingu og í þriðja og síðasta lagi eiga viðskipti sér stað á

markaði (Sahlins, 1972).

Gagnkvæmni á sér stað milli aðila sem skiptast á vörum án þess að

bein borgun í peningum komi í staðin. Þegar þú lesandi góður

gefur einhverjum afmælisgjöf eru í raun að stunda gagnkvæmni.

Fræðimenn hafa komið auga á og skilgreint þrjár tegundir

gagnkvæmni:

Almenn gagnkvæmni á sér stað þegar vörur eða peningar eru

gefnar aðila sem þarfnast þeirra, án þess að sá sem gefur búist við

því að fá eitthvað jafn verðmætt í staðinn þegar í stað (og jafnvel

aldrei). Almenn gagnkvæmni á sér stað milli aðila sem eru tengdir

sterkum félagslegum eða tilfinningalegum böndum. Foreldrar sem

veita börnum sínum mat, húsaskjól, o.s.frv. stunda almenna

gagnkvæmni. Almenn gagnkvæmni er einnig stunduð af börnum

gagnvart öldruðum foreldrum, systkinum, maka og mjög nánum

vinum (Peoples & Bailey, 1988).

Jafnvægisgagnkvæmni kallast það þegar að sá sem gefur eitthvað

ætlast til að fá eitthvað til baka sem er um það bil jafn verðmætt

og það sem gefið var. Gagnkvæmni af þessu tagi tíðkast mjög

meðal safnara og veiðimanna, veiðimaður sem kemur með

þokkalega stóra bráð í búðir hlutar hana niður þannig að allir

meðlimir hópsins fái sinn skerf. Þegar aðrir koma með bráð heim

er svo komið að honum og hans fjölskyldu að vera þiggjendur og

svo koll af kolli. Því má halda fram með góðum rökum að

gagnkvæmni í jafnvægi þrífist vel meðal fólks sem stendur í

framapoti ýmiskonar, hvor heldur sem um er að ræða höfðingja á

Trobriand eyjum eða á Arnarhóli í Reykjavík. Ef einhver er í

aðstöðu til að leggja mönnum til eitthvað sem þeir girnast, hvort

heldur sem það eru auðævi eða vegtyllur á gefandinn inni greiða á

móti. Í almennu tali eru slík kerfi oft nefnd samtryggingarkerfi, þar

sem hópar af tengdu fólki skiptist á „gjöfum“ og greiðum og halda

þannig í raun utanaðkomandi frá kjötkötlunum því alltaf er verið

að gjalda greiða eða skora stig hjá einhverjum (Sahlins, 1972).

Page 102: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

102

Þeir sem eiga í samböndum sem snúast um gagnkvæmni í jafnvægi

þurfa þó að gæta af því að þeir þurfa að gjalda greiðann til baka

áður en of langur tími er liðinn. Ef það gerist ekki innan þess tíma

sem fólk álítur sanngjarnan (það fer eftir hverju er verið að skiptast

á og svo menningu viðkomandi svæðis) fylgir pirringur í kjölfarið,

viðkomandi minnist á það við aðra hversu herra eða frú X sé

lélegur pappír, upprunalegi gefandinn reynir ef til vill að neyða

þiggjandann til þess að standa við sinn hluta eða hreinlega hunsar

viðkomandi algerlega þar til endurgjald hefur verið innt af hendi.

Þegar vöru eða gjafaskipti ganga þannig fyrir sig að hvor um sig er

að reyna að fá sem mest, en gefa sem minnst á móti nefnist telst

gagnkvæmnin vera neikvæð. Í raun er sáralítill munur á þessum

viðskiptum og því sem fram fer á markaði, báðir aðilar eru að

reyna að komast af með sem minnstan kostnað. Eini munurinn er í

raun sá að oftar en ekki eru notaðir einhverskonar peningar á

markaði, en þegar viðskiptin teljast til neikvæðrar gagnkvæmni eru

peningar ekki notaðir sem miðill (Peoples & Bailey, 1988).

Hægt er að líta á neikvæða gagnkvæmni sem einskonar forvera

markaðsins, enda getur það verið fólki nauðsynlegt að hafa

aðgangi að vörum sem það getur ekki framleitt sjálft einhverra

hluta vegna, í hagkerfum sem ekki hafa peninga og markaði.

Forleifafræðingar hafa uppgötvað mörg dæmi um þetta, Í

vestanverðum Bandaríkjanna áður en hvíti maðurinn kom til

sögunnar voru til verslunarleiðir þar sem steinar (yfirleitt

náttúrulegt gler), hentugir til verkfæra og vopnagerðar gengu

manna á milli. Verslunarleiðir þessar teygðu sig yfir hundruð

kílómetra með fjölmarga milliliði, þrátt fyrir að ekkert peningakerfi

væri til staðar á þeim tíma.

Endurdreifing er annað form af viðskiptum sem er mjög ólíkt

gagnkvæmni eða samskiptum milli fólks á markaði. Þegar hópur

manna leggur fram hluta af eigum sínum í sameiginlegan sjóð,

hvort heldur sem eru peningar eða vörur (í óiðnvæddum löndum

eru matvæli oft lögð fram), og einhver fer með vald til að dreifa

Page 103: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

103

sjóðnum þangað sem viðkomandi telur að komi sér vel (en vel fyrir

hvern er oft deilt um) kallast það endurdreifing (Peoples & Bailey,

1988).

Birtingarmynd fyrirbærisins í nútímavæddum ríkjum kemur skýrast

fram í sköttum þeim sem borgararnir borga; tekjuskattar,

eignarskattar, fjármagnstekjuskattar og virðisaukaskattar svo

eitthvað sé nefnt. Yfirvöld fara síðan með vald yfir sjóðnum (á

Íslandi heitir sjóðurinn Ríkissjóður) og nota peninganna til að

standa straum af menntakerfinu, heilsugæslu,

almannatryggingum, samgöngum, löggæslu og svo mætti lengi

telja.

Það er síðan pólitískt úrlausnarefni hvers tíma hversu mikið fólk á

að leggja fram til endurdreifingar, og í hvað á að leggja þá fjármuni

sem í sjóðnum er. Vitað er að sumir hópar innan samfélagsins hafa

meiri slagkraft en aðrir í að krefjast hluta af þessum sameiginlega

sjóði, í flestum löndum eru til þrýstihópar af ýmsu tagi sem krefjast

þess að þeir njóti stuðnings úr sjóðnum, ýmist í nafni félagslegs

réttlætis eða valdastöðu sinnar innan samfélagsins.

Þegar fólk skiptir á vörum eða þjónustu einhverskonar fyrir

peninga, þ.e. peningar eru notaðir sem gjaldmiðill, er talað um að

fólk eigi í viðskiptum á markaði.

Markaðir

Heilu fræðigreinarnar hafa verið byggðar upp í kringum viðskipti og

á ég þar við viðskiptafræði og hagfræði. Umfjöllum mín í þessu riti

er þess vegna mjög yfirborðskennd, en ekki er hægt að tala um

þessi mál án þess að tala nokkuð um markaði.

Það sem þarf til að búa til markað er þrennt: Það þarf

einhverskonar hluti sem notaðir eru sem milliliður í viðskiptunum

þ.e. gjaldmiðil/peninga. Í öðru lagi þarf að ákveða hlutfallið milli

þess sem selt er og þess sem látið er í staðin, þ.e. verð. Í þriðja og

síðasta lagi þurfa bæði kaupandi og seljandi að hafa nokkra kosti í

stöðunni varðandi viðskiptavini, kaupandinn þarf að geta keypt

það sem hann þarf einhverstaðar annars staðar, og seljandinn þarf

Page 104: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

104

ekki að reiða sig á að einmitt þessi viðskiptavinur kaupi af honum

(Peoples & Bailey, 1988).

Þriðja atriðið er sérstaklega mikilvægt, án þess er ekki hægt að tala

um frjálsan markað, það þarf með öðrum orðum að vera

samkeppni á markaði til þess að hann starfi rétt. Á síðari tímum

hafa menn lært þessa lexíu af erfiðri reynslu af auðhringjum og

einokunarfyrirtækjum, við Íslendingar höfum einnig marga fjöruna

sopið í þessum efnum og nægir að nefna einokunarverslunina sem

átti sér stað á öldum áður í því sambandi. Viðbrögð flestra ríkja

hafa verið sú að setja á stofn sérstakar stofnanir sem eiga að

tryggja rétta hegðun og samkeppni á markaði, hér á landi heitir

viðkomandi stofnun því frumlega nafni Samkeppnisstofnun.

Peningar

Eins og áður hefur komið fram eru markaðsviðskipti byggð á því að

peningar eru notaðir sem gjaldmiðill, þ.e. annar aðili reiðir fram

einhverskonar peninga og fær í staðin vörur eða þjónustu. Þetta

gerir öll viðskipti manna á milli miklu auðveldara en ella væri,

seljandinn skiptir peningunum seinna í eitthvað sem hann þarf.

En peningar gegna í raun fleiri hlutverkum en því sem lýst var hér

að ofan. Í fyrsta lagi er hægt að reikna út verð hluta borið saman

við aðra hluti. Þannig geta menn ná einhverskonar samkomulagi

um það hversu mikils einhver hlutur sé virði. Peningar eru einnig

nokkurskonar geymslumiðill verðmæta. Segjum sem svo að ég hafi

ræktað 2 tonnum meira af korni en ég þarf til þess að fæða sjálfan

mig og mína yfir árið. Það að geyma þessi 2 tonn yfir á þar næsta

ár er varla í stöðunni, kornið verður orðið skemmt þegar á að gera

brauð úr því. Ég þarf því að geyma verðmætin sem ég skapaði en

losa mig við kornið sjálft. Lausnin er að sjálfsögðu fólgin í því að

selja kornið á markaði en geyma peninganna síðan á góðum stað

þar til ég þarf á þeim að halda.

Öll þessi hlutverk peninganna gera það að verkum að sumir hlutir

henta betur en aðrir til þess að verða notaðir sem peningar. Það

þarf til dæmis að vera erfitt að nálgast þá, annars missir fólk trúna

Page 105: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

105

á að peningurinn sé raunverulega einhvers virði (lykilorðið hér er

trú), peningarnir missa verðgildi sitt og fyrirbæri sem nefnist

verðbólga fer af stað, menn þurfa að borga meira heldur en áður

fyrir hluti eða eins og hefur gerst í verstu tilfellum; fólk hættir að

taka við viðkomandi gjaldmiðli sem borgun. Þetta hefur gerst

alloft, frægasta dæmið er þýska markið rétt eftir fyrri heimsstyrjöld

en þar grófu stjórnvöld sjálf undan gjaldmiðlinum með óhóflegri

prentun peningaseðla.

Aðalatriðið í þessu sambandi er að það þarf að stjórna magni

þeirra peninga sem er í umferð hverju sinni. Oft hefur þetta verið

gert með því að nota sjaldgæfa hluti í peninga (mörg dæmi eru um

notkun sjaldgæfra skelja í þessum sama tilgangi, til dæmis frá

Trobriand eyjum í Nýju Gíneu, með notkun gulls víða um heim eða

sjaldgæfra steintegunda eins og demanta) eða með því að veita

einhverjum einum aðila einkarétt á því að gefa út og búa til

peninga. Í yfirgnæfandi fjölda tilfella eru þetta stjórnvöld eða

sérstök stofnun eins og seðlabanka, en sumstaðar staðar tíðkast að

einungis er hægt að kaupa tiltekna hluti með peningum

(Malinowsky, 1961).

Þau samfélög þar sem það tíðkast að hægt sé að kaupa nokkurn

vegin það sem hugurinn girnist fyrir peninga teljast vera með

víðtæka peninga. Takið eftir að þeir peningar sem eru notaðir

teljast til víðtækra peninga, en þeir eru þó ekki altækir, það er ekki

hægt að kaupa allt fyrir peninga hér á landi, alla vega ekki löglega;

til þess að komast að raun um þetta skulið þið til dæmis reyna að

setja fram tilboð í Þingvelli undir verksmiðjuhúsnæði og sjá hvernig

því yrði tekið.

Í sumum samfélögum er aðeins hægt að kaupa tiltekna hluti fyrir

peninga, en ekki aðra. Slíkir peningar nefnast takmarkaðir

peningar. Eitt frægasta dæmið um takmarkaða peninga er frá Tiv

fólkinu í Nígeríu sem lýst var af Paul Bonhannon. Lýsingin hér á

eftir er tekin úr bókinni „Mannkyn“ eftir þá Peoples og Bailey. Tiv

fólkið notast við peninga sem eru nokkurskonar málmstangir.

Málmstöngunum var þó ekki hægt að skipta fyrir hvað sem er

Page 106: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

106

heldur einungis vissa hluti. Land var svo dæmi sem tekið með öllu

óseljanlegt. Vinnu manna var einnig ekki hægt að kaupa, ef

ættingjar hittust til að gera eittvað eða maður fékk vin sinn til

aðstoða sig við eitthvert viðvik var ekki hægt að greiða fyrir slíka

vinnu með peningum Tiv manna. Vinnu skiptist fólk á samkvæmt

lögmáli almennrar gagnkvæmni (að þegar ég geri einhverjum

greiða ætlast ég til að fá nokkurn vegin það sama á móti)

(Bonhannon, 1955).

Öðru en vinnu og landi var skipt niður í tvennt; annars vegar það

sem menn þyrftu sér til framfærslu, og hins vegar það sem færði

mönnum völd og virðingu.

Peningar virka að sjálfsögðu einungis á markaði. Þegar rætt er um

markaði þá er í raun verið að tala um tvo mismunandi hluti. Annars

vegar er átt við svokallað markaðslögmál (sem fólk um allan heim

greinir á um hvort sé raunverulegt lögmál eða ekki, það er

auðvitað spurning sem er stjórnmálalegs eðlis og því verður ekki

farið út í þá sálma í þessum kafla) og hinsvegar er átt

markaðshagkerfið sjálft (Bonhannon, 1955).

Markaðslögmál

Það sem menn eiga við með hugtakinu markaðslögmál er

einfaldlega það að menn skiptast á vörum og þjónustu á verði sem

ræðst af framboði og eftirspurn. Framboð merkir það hversu

auðveldlega kaupandi getur nálgast vöru. Eftirspurn vísar til þess

hversu margir eru viljugir til að kaupa tiltekna vöru. Ef mikið er

framleitt af einhverri tiltekinni vöru (og umfram það sem fólk er

viljugt til að kaupa) fellur verð hennar undir „eðlilegum“

kringumstæðum vegna þess að framboð er umfram eftirspurn.

Markaðskerfi

Hugtakið markaðshagkerfi er hins vegar miklu víðtækara. Það vísar

til eftirfarandi:

1. Nánast allar vörur og öll þjónusta (þar á meðal land) er hægt

að selja eða skipta fyrir peninga á einhverju tilteknu verði.

Page 107: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

107

2. Flestir einstaklingar samfélagsins lifa á því að selja eitthvað,

vörur, þjónustu eða eigin vinnuafl, sem reyndar á við flesta,

því fæstir eiga land, hráefni eða auðmagn til að stunda beina

framleiðslu.

3. Hvað og hvernig eitthvað er framleitt stjórnast af

markaðnum, vegna þess að fjármagn, náttúruauðlindir og

vinnuafl er keypt og selt á markaði. Undir venjulegum

kringumstæðum leita þessir hlutir þangað sem þeir skila

mestum hagnaði.

4. Efnahagslífið stjórnar sér að mestu sjálft. Það merkir að

framboð og eftirspurn stjórna því hvernig vörur eru

framleiddar og þeirra er neytt, en ekki þriðji aðili eins og

ríkisvaldið eða einstaklingar. Þessi síðasti punktur er mjög

hugmyndafræðilegur og hefur alla tíð verið gagnrýndur

mjög. Ekkert hagkerfi í heimi stjórnar sér algjörlega sjálft, og

þessi hugmynd að markaðurinn eigi að geta stjórnað sér

sjálfur er því meira hugmynd sem gengur upp í fullkomnum

heimi, en varla í raunveruleikanum (Peoples & Bailey, 1988).

Ekki má gleyma því að markaðurinn er staður. Staður þar sem

seljendur og kaupendur hittast., og samskipti eiga sér stað,

samskipti sem lúta ýmiskonar reglum bæði skráðum og óskráðum.

Reglurnar eru auðvitað mismunandi eftir menningarsvæðum, og

verður ekki farið nánar út í þá sálma hér.

Sifjafræði

Hvarvetna í heiminum gera menn greinarmun á ættingjum sínum,

eða þeim sem teljast skyldir þeim og öðru fólki. Það að teljast vera

ættingi einhvers hefur í för með sér bæði boð og bönn fyrir

viðkomandi, þ.e. það er ætlast til af okkur að við sinnum

ættingjum okkar og það ríkir oftast einhverskonar samkomulag

(ýmist skráð eða óskráð) um að ættingjar hjálpist að í

lífsbaráttunni. Það að vera ættingi einhvers fylgja einnig ýmiskonar

bönn, það er nánast menningarlega algilt að nánir ættingjar mega

ekki giftast eða stunda kynlíf (þetta er kallað útvenslaregla eins og

vikið verður að síðar), en einnig þekkist að ættingjum séu meinuð

Page 108: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

108

samskipti af ýmsu öðru tagi, eða jafnvel alveg meinað að hafa

samskipti sín á milli (slíkt er kallað avoidance relationship eða

forðunarsamband) (Peoples & Bailey, 1988).

Öll menningarsvæði sem mannfræðin kann að greina frá flokka

ættingja niður eftir kyni og aldri, og flest gera einnig greinarmun á

því hvernig tengslunum er háttað. Hvernig nákvæmlega þetta er

gert er mjög mismunandi eftir menningarsvæðum, það þekkist til

dæmis sums staðar að föðurbræður einstaklings séu einfaldlega

kallaðir „faðir“, en á Íslandi væri slíkt ekki tekið gilt, einungis sá

sem annað hvort gat barn eða ól það upp er faðir barns (í mjög

mörgum tilfellum sami maðurinn, en íslensk menning á einnig

sérheiti yfir þá menn sem einungis ala börn upp, sumsé

fósturfaðir/stjúpi, þótt ekki sé algilt nú til dags að það sé notað).

Hvernig tiltekin menning flokkar ættingja saman kallast sifjakerfi.

Síðar í þessum kafla komum við til með að skoða nokkur

mismunandi sifjakerfi, en þótt að fólk sýni mikla fjölbreytni í

hegðun almennt hafa mannfræðingar greint sifjakerfi mannkyns

niður í nokkrar tegundir sifjakerfa sem hafa sameiginleg einkenni.

Sifjar eru gríðarlega mikilvægt hugtak innan mannfræðinnar, og

engar ýkjur að segja hugtakið vera miðlægt í tilraunum

mannfræðinga til að reyna að öðlast skilning á óiðnvæddum

samfélögum. Til að bregða frekara ljósi á þessa fullyrðingu skilum

við bera saman hópamyndun í iðnvæddum samfélögum og

samfélögum sem ekki hafa nútímavæðst.

Einstaklingur í iðnvæddu samfélagi tilheyrir mörgum hópum sem

hafa mikil áhrif á líf hans. Hann tilheyrir til dæmis fjölskyldu, hópi á

vinnustað sínum, hópum mynduðum utan um áhugamál ýmiskonar

og ef til vill tilheyrir hann einnig einhverskonar trúarhópi. Með

öðrum orðum: hópamyndun í iðnvæddum samfélögum er dreifð.

Hóparnir hafa hver um sig takmarkað áhrifasvið (Giddens,

Sociology, 1989).

Í flestum óiðnvæddum samfélögum er þessu öfugt farið,

sifjahópurinn sem viðkomandi einstaklingur tilheyrir tekur að sér

Page 109: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

109

hlutverk sem í iðnvæddu samfélagi myndi tilheyra mörgum

hópum. Trúarlíf samfélagsins er skipulagt í gegnum sifjahópa,

sifjahóparnir eru efnahagslegar einingar í gegnum eignarhald sitt á

landi eins og minnst var í kaflanum hér á undan, og þeir eru helstu

(og stundum einu) félagsmótunaraðilar samfélagsins. Sifjarnar eru

því grundvallarskipulag samfélagsins, og án skilnings á því væru

fræðimennirnir á flæðiskeri staddir.

Aðferðir við flokkun ættingja

Áður en hin mismunandi sifjaheitakerfi verða kynnt til sögunnar, er

rétt að skoða hinar mismunandi aðferðir sem fólk notar til að

flokka ættingja sína niður. Þessar mismunandi aðferðir

endurspeglast svo í sifjakerfunum sjálfum.

1. Umfang. Hvert og eitt okkar á hundruð fjarskyldra ættingja

sem við þekkjum ekki neitt. Það að við þekkjum þessa

einstaklinga ekki er ekki tilviljun, hvert menningarsvæði fyrir

sig dregur ákveðin mörk milli líffræðilega skyldra aðila sem

ákveða hverjir teljast ættingjar og hverjir ekki. Í hinum

hópadreifðu iðnvæddu samfélögum vesturlanda hefur

dregið mjög úr þeirri áherslu sem einstaklingar leggja á að

rækta ættingja sína, mörkin hafa skroppið umtalsvert

saman. Þannig er þessu ekki farið í mörgum óiðnvæddum

samfélögum þar sem menn geta rakið nákvæmlega hvernig

þeir eru skyldir fjarskyldum ættingjum, þetta endurspeglar

vel mikilvægi sifjahópanna milli þessara samfélagsgerða, á

vesturlöndum skipta sifjar miklu minna máli heldur en áður.

2. Hópaaðild. Einstaklingar eru meðlimir í sifjahópum vegna

þess að annað foreldri þeirra var eða er meðlimur í sama

hóp. Það gildir með öðrum orðum einhverskonar

inntökuregla inn í hópinn. Í sumum samfélögum verða

menn einungis meðlimir í sifjahóp annars foreldrisins en

ekki hins.

3. Umgengnisreglur. Eins og minnst var lítillega á hér á undan

er samband milli tveggja manna sem teljast ættingjar

sérstakt. Sérstakar reglur gilda um samskiptin en inntak

Page 110: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

110

þessara reglna er mjög mismunandi eftir

menningarsvæðum.

4. Flokkun ættingja. Mjög mismunandi er hvernig fólk kýs að

flokka ættingja sína. Á Íslandi er álitið að systir móður barns

sé jafn skyld og systir föðurins. Á sumum

menningarsvæðum (við sjáum dæmi um þetta hér á eftir) er

álitið að móðursystir sé allt önnur tegund af ættingja heldur

en föðursystir, eða þá að önnur hvor frænkan teljist alls ekki

til skyldmenna barns. Þarna skiptir svokölluð

ættrakningarregla höfuðmáli. Hægt er að skipta

ættrakningarreglum í tvennt: Annars vegar er talað um

tvíhliða ættrakningarreglur, eða einhliða

ættrakningarreglur. Báðir þessir flokkar eiga sér síðan

undirflokka. Fyrst skulum við líta á tvíhliða

ættrakningarreglurnar, en þær geta verið af tvennu tagi: Í

fyrsta lagi er um ættrakningarreglu að ræða eins og við

þekkjum úr íslenskri menningu, þ.e. ekki er gerður

greinarmunur á ættingjum móður og föður. Í öðru lagi er

tvíræðna (ambilineal) ættrakningarreglu að ræða, þar sem

einstaklingur hefur í upphafi val um það hvort hann leggur

meiri áherslu á samskipti við föðurætt sína eða móðurætt.

Viðkomandi hlýtur síðan stuðning frá og að lokum erfir

eignir frá þeirri hlið sem hann hefur lagt áherslu á, en minna

og jafnvel ekki neitt frá þeirri ætt sem viðkomandi hefur

kosið að vanrækja. Hvað einhliða ættrakningarreglurnar

varðar þá tilheyra þeim flokki þrír undirflokkar. Í fyrsta lagi

ber að nefna ættrakningu í föðurætt (patrilineal decent).

Þegar þessháttar reglu er fylgt erfa börn ættingja sína sem

skyldir eru í beinan karllegg (sjá skýringarmynd). Í öðru lagi

er um ættrakningu í móðurætt að ræða, en þá erfa menn

eignir að aðgang að landi í gegnum kvenkyns ættingja sína.

Síðasta ættrakningarreglan í flokki einhliða

ættrakningarreglna er síðan svokölluð tvöföld ættrakning,

en þá hafa menn samskipti við ættingja sína í móðurætt

með einhvern tiltekin tilgang í huga, en svo samband við

Page 111: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

111

ættingja sína í föðurætt með annan tilgang í huga, þannig

að ættrakningarkerfið verður í raun tvöfalt (Peoples &

Bailey, 1988).

Fræðimenn hafa í gegnum tíðina komið auga á og flokkað saman

fimm tegundir af sifjaheitakerfum. Kerfi þessi heita öll eftir þjóðum

sem lifðu á svæðum sem núna tilheyra Bandaríkjum Norður

Ameríku og er skýringin á nafngiftinni einfaldlega sú að

sifjaheitakerfinu var fyrst lýst meðal viðkomandi þjóðar.

Áður en kerfin eru kynnt til sögunnar sem slík er rétt að fara

nokkrum orðum um skýringarmyndirnar (sem eru samskonar og

voru notaðar hér áðan til að lýsa ættrakningu í móður eða

föðurætt). Táknin eru stöðluð innan mannfræðinnar. Ferhyrningur

merkir „ego“ eða einhvern einstakling sem unnið er útfrá. Hringur

er kona, þríhyrningur karl. Tengsl táknuð með línu undir

einstaklingum er hjónaband, tengsl táknuð með línu yfir

einstaklingum eru systkin. Þegar sama táknið er á tveimur

einstaklingum, merkir það að þeir bera sama sifjaheiti, alveg sama

þótt að um einstaklinga af mismunandi kynslóð sé um að ræða.

Kynslóðir eru eins og glöggir lesendur hafa vafalaust áttað sig á eru

táknaðar með því að raða einstaklingum í láréttar línur.

Hawaii sifjaheitakerfið.

Hawaii sifjaheitakerfið er ef til vill einfaldasta sifjaheitakerfið fyrir

utanaðkomandi að skilja. Það flokkar saman ættingja fyrst og

fremst eftir kyni og kynslóð. Þannig verða allir ættingjar ego af

sömu kynslóð og hann sjálfur bræður og systur, ættingjar af

kynslóðinni fyrir ofan móðir og faðir og þar fyrir ofan afi og amma.

Page 112: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

112

Eskimo sifjaheitakerfið

Er okkur Íslendingum og flestum vesturlandabúum kunnuglegt; við

notum það nefnilega sjálf. Sifjaheitakerfið gerir greinarmun á

kynslóðum, kyni og þeirri fjarlægð sem er á milli ættingja, en það

gerir ekki greinarmun á því hvort að ættingjar eru skyldir í karl eða

kvenlegg.

Iroquios sifjaheitakerfið

Heitir efir indíánaþjóð sem áður bjó í New York fylki í

Bandaríkjunum (frá þeim er einnig komin hin fræga

móhíkanagreiðsla). Iroquios sifjaheitakerfið virðist flókið við fyrstu

sýn en þegar það er borið saman við Hawaii sifjaheitakerfið sést að

það er um margt líkt; afkomendur föðurbróður manns verða

bræður ego og systur, og sömuleiðis afkomendur móðursystra.

Afkomendur föðursystra heita aftur á móti öðrum sifjaheitum, og

einnig afkomendur móðurbræðra ego. Að sama skapi verður

föðurbróðir að föður, og móðursystir að móður. Systkin foreldra af

gagnstæðu kyni heita síðan öðrum sifjaheitum, svo og afkomendur

þeirra.

Page 113: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

113

Omaha sifjaheitakerfið

Omaha sifjaheitakerfið virðist vera mjög flókið við fyrstu sýn, en

þegar nánar er skoðað sést að það er um sumt líkt Iroqois

sifjaheitakerfinu, þ.e. í tilfelli nánustu ættingja ego. Það skiptir hins

vegar máli hvort að fólk sé tengt ego í karl eða kvenlegg, í kvenlegg

skiptir kynslóð að einhverju leiti ekki máli, frænka í móðurætt sem

er dóttir móðurbróður er til dæmis kölluð sama sifjaheiti og

móðursystir ego.

Crow sifjaheitakerfið

Crow sifjaheitakerfið er fimmta og síðasta sifjaheitakerfið sem

fræðimenn hafa lýst. Við fyrstu sýn virðist það jafn óaðgengilegt og

Omaha sifjaheitakerfið, en Crow og Omaha kerfin eru að vissu leyti

spegilmynd hvort af öðru.

Page 114: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

114

Eftir að hafa farið lauslega yfir sifjaheitakerfin og skoðað þau á

myndum stendur eftir sú spurning hvers vegna þau séu eins og þau

eru. Við því er auðvitað ekkert einhlítt svar að öðru leiti en það að

þau hafa mótast af þörfum þess samfélags sem notar þau. Í tilfelli

Eskimo og Hawaii sifjaheitakerfanna þá er það tilfellið að þau er

aðallega að finna í samfélögum sem notast við ættrakningarkerfi í

báðar áttir; ættrakningarreglan er tvíhliða. Þá liggur beinast við að

álykta réttilega að Iroqois, Omaha og Crow ættrakningarkerfin séu

mest notuð í þeim samfélögum þar sem einhliða ættrakningarregla

er við lýði. Omaha og Crow sifjaheitakerfin eru einskonar

spegilmyndir hvort af öðru, Omaha kerfið er í miklum fjölda tilfella

notað þar sem ættrakning er í karllegg, og Crow kerfið notað þegar

rakið er í kvenlegg. Þó er rétt að slá varnagla hér eins og oft áður

þegar verið er að fjalla um margbreytileika manna, það að Omaha

sifjaheitakerfið sé notað þegar um ættrakningu í karllegg er að

ræða er ekki fullkomlega einhlítt (Peoples & Bailey, 1988).

Ættrakningarhópar

Eins og áður hefur verið minnst á eru sifjar oftar en ekki

órjúfanlegur hluti af grundvallarskipulagi samfélagsins í

óiðnvæddum samfélögum. Gott dæmi um slíkt er skipting

samfélaga niður í ættarlínur, klön, bræðrabönd (phratry) og í

helminga (moiety).

Í þeim samfélögum sem stunda einhliða ættrakningu, þ.e. rekja

ættir annað hvort í karl- eða kvenlegg er ættarlínan mjög miðlæg í

eignarhaldi á landi og sem pólitísk eining. Ættarlínur eru einnig

nánast undanlaust eining sem stundar útvensl. Útvenslaregla

merkir einfaldlega það að þeir sem tilheyra einhverri einingu þurfa

að leita sér maka fyrir utan þá einingu. Andstæða útvenslareglunar

er svokölluð innvenslaregla og kallar á það að fólk leiti sér að maka

Page 115: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

115

innan einhvers tiltekins hóps. Innvenslareglur geta verið af ýmsu

tagi og þær geta verið af ýmiskonar ástæðum, bæði

menningarlegum og trúarlegum (heittrúaðir einstaklingar finna sér

sjaldan maka sem tilheyra öðrum trúarbrögðum til dæmis).

Klön eru skipulagseining sem eru um margt sérstæð. Dæmigert

klan er samsett úr nokkrum ættarlínum, yfirleitt þrem til fjórum.

Yfirleitt líta meðlimir klansins svo á að þeir eigi sér einhvern

sameiginlegan forföður, þótt oft geti verið um goðsögulegan

forföður að ræða. Jafnvel þótt að um goðsögulegan forföður sé um

að ræða geta meðlimir klana oft rakið saman ættir sínar af

töluverðri nákvæmni. Klön geta verið pólitískar einingar. Þeim er

oftast stjórnað af einhverskonar höfðingja eða öldungaráði sem

tekur ákvarðanir sem varða hagsmuni meðlima hópsins og eru

andlit hans út á við. Rétt eins og ættarlínur er útvenslaregla í gildi

hvað varðar þá sem teljast til þess, fólk verður að finna sér maka af

öðru klani. Klön eiga sér einnig trúarlega eða andlega vídd, uppruni

klansins er oftar en ekki goðsögulegur eins og áður hefur verið

minnst á, og þau eru ennfremur oft tótemísk, það er þau eiga sér

eitthvert sértakt tákn sem um leið er verndardýr eða verndarandi

meðlima klansins og þeir teljast tengdir tóteminu sérstökum

böndum (sjá nánar í kaflanum um trúarbrögð) (Peoples & Bailey,

1988).

Bræðrabönd eða phratry samanstanda af tveimur klönum sem

tilheyra hvort öðru. Á meðan útvenslaregla gildir innan klanana,

gildir oftast innvenslaregla innan bræðrabandsins. Meðlimir annars

klansins í bræðrabandinu þurfa að leita sér að maka innan hins.

Þetta gerir auðvitað að verkum að bræðrabandið binst enn sterkari

böndum fyrir vikið og getur verið ansi öflug pólitísk eining þar

slíkar skipulagseiningar er að finna.

Helmingar eða moities eru skipulagseiningar þar sem mörgum

klönum er safnað saman, og samfélaginu þannig skipt í tvo

helminga. Rétt eins og með bræðrabönd var algengt að

útvenslaregla væri höfð í heiðri innan helmingsins en

innvenslaregla innan menningarsamfélagsins. Þetta merkir

Page 116: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

116

auðvitað að tilvonandi makar þurfa að tilheyra hinum helmingnum

(Peoples & Bailey, 1988).

Pólitískt skipulag

Aðgangur að landi til nytja skiptir fólk gífurlega miklu máli eins og

ráða má af umfjöllun í þessari bók. Það er þess vegna vandfundið

það svæði á jörðinni sem ekki tilheyrir einhverju ríki.

Undantekningin er trúlega Suðurheimskautið, en þar hafa nokkur

ríki saman tekið að sér í umboði sameinuðu þjóðanna að vernda og

stunda rannsóknir á svæðinu. Síðan á 19. öld hafa flest nýtileg

svæði jarðarinnar tilheyrt skipulögðum ríkjum. Ríkið er auðvitað

miklu eldra fyrirbæri, en það náði ekki 100% útbreiðslu fyrr en þá.

Þó eru milljónir manna sem tilheyra því sem stjórnmálafræðingar

kalla pólitíska jaðarmenningu (Almond & Verba, 1963). Það sem

þeir eiga við með því er að ríkisvaldið snertir líf þessa fólks ekki

neitt og er trúlega ekki á skrá hjá opinberum aðila neins staðar.

Þar með er þó ekki hægt að halda því fram að fólkið taki ekki þátt í

neinni pólitískri starfsemi. Menn eru einfaldlega undir áhrifum frá

smærri pólitískum einingum heldur en hinu formlega ríkisvaldi.

Áður en við byrjum á því að fjalla um pólitískt skipulag er gott að

gera grein fyrir tveimur grunnhugtökum; annars vegar valdi og

hins vegar áhrifum. Formlegt vald byggist á því að einstaklingur

telji sig hafa rétt á því að segja fólki fyrir verkum og annað fólk

tekur það gott og gilt. Áhrif aftur á móti telst sá einstaklingur hafa

áhrif vegna þess að hann nýtur trausts í krafti orðspors án þess að

hafa formlegt vald.

Mannfræðingar hafa í gegnum tíðina borið kennsl á nokkrar

tegundir af pólitísku skipulagi. Það sem greinir á milli er stærð

eininganna og flækjustig. Einföldustu hóparnir eru kallaðir bönd

(sem geta verið bæði einföld og samsett), þar fyrir ofan höfum við

ættflokka (tribes), þá höfðingjadæmi (chiefdoms) og síðan ríki

(Peoples & Bailey, 1988).

Page 117: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

117

Bönd

Einföldustu skipulagseiningar sem fyrirfinnast meðal fólks kallast

bönd. Eins og sagði hér á undan geta þau verið ýmis einföld eða

samsett. Bönd eru trúlega elstu skipulagseiningar mannkyns, enda

eru einföld bönd í rauninni það sem við myndum þekkja á Íslandi

sem stórfjölskylda. Slík bönd eru yfirleitt smá, og allir einstaklingar

þess skyldir, annað hvort í gegnum mægðir eða blóðbönd.

Ákvarðanataka í svona nátengdri og smárri einingu er yfirleitt ekki

flókin, yfirleitt koma allir að umræðunni bæði ungir og gamlir,

karlar og konur. Í þessu skipulagi eru því töluvert mikið jafnrétti.

Vegna þess hversu nátengdir einstaklingarnir eru yfirleitt, gildir

nánast undantekningalaust útvenslaregla í böndum sem þessum,

og vegna hennar neyðast böndin til að stofna til bandalaga við

nágranna sína í gegnum og vegna vensla (Peoples & Bailey, 1988).

Í dag fyrirfinnast einföld bönd einvörðungu á jaðarsvæðum

jarðarinnar, þ.e. á svæðum sem teljast of harðbýl til þess að stunda

ræktun eða annan búskap. Lífshættir fólks sem lifa við skipulag

bandsins enn þann dag í dag markast því af veiðum og söfnun (sem

er fjallað um annars staðar í þessu riti). Fólk í einföldum böndum

veiðir aðallega smágerða bráð eða bráð sem safnast ekki saman í

stórar hjarðir, enda hentar skipulagið best þegar nokkrir karlmenn

veiða saman bráð í umhverfi sem þeir þekkja vel, bæði hættur og

breytingar eftir árstíðum.

Stærri bönd, eða samsett bönd telja yfirleitt nokkuð fleiri

einstaklinga. Þar getur talan hlaupið á nokkrum hundruðum

manna. Þó að samsett bönd eigi það sameiginleg með einfaldari

böndum að þar eru ekki formlegir leiðtogar, þá fyrirfinnast í

böndum af þessari stærð stórir menn (big men). Stórir menn hafa

ekki formlegt vald en þeir hafa áhrif. Val á stórum mönnum fer

yfirleitt ekki eftir neinu sérstöku ferli, menn kunna að hafa

nokkurskonar náðargáfu í samskiptum, viðkomandi kann að hafa

orðspor á sér fyrir samskipti við hið yfirnáttúrulega eða unnið

eitthvað sérstakt afrek (Peoples & Bailey, 1988).

Page 118: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

118

Líkt og einfaldari bönd eru samsett bönd oftast á faraldsfæti innan

vel afmarkaðs svæðis. Samsett bönd eru yfirleitt til komin vegna

þess að menn eru að eltast við eitthvert veiðidýr sem safnast

saman í stórar hjarðir á ákveðnum tímum árs, og menn vilja nýta

tækifærið sem þá gefst til þess að slátra miklum fjölda dýra í einu

til að nýta afganginn úr árinu.

Samsett bönd eru yfirleitt ekki mjög stöðugar einingar, fólki bæði

fjölskyldum og minni böndum er frjálst að kljúfa sig frá bandinu,

stofna nýtt eða ganga í önnur bönd. Deilumál höfðu einatt einmitt

þessar afleiðingar.

Sem dæmi um pólitískt skipulag bands ætla ég að taka Comanche

fólkið sem bjó á sunnanverðum sléttunum miklu í Bandaríkjunum.

Comanche fólkið skipulagði sig í samsettum böndum og lífshættir

þeirra einkenndust af hrossarækt og veiðum á vísundum.

Stjórnskipulega voru þeir sjálfstæðir þangað til 1875 (þegar

stríðinu um Rauðá lauk). Á nítjándu öld er talið að þeir hafi verið

um sex til sjö þúsund, í á milli fimm til sextán böndum. Talan er

nokkuð á huldu, vegna þess að fólki var frjálst að flytja sig á milli

banda eins og því sýndist. Þrátt fyrir þetta var mikil samstaða

meðal þjóðarinnar, fólk hafði mikla tilfinningu fyrir því að tilheyra

þjóð Comanche fólksins, böndin sýndu mikla stillingu gagnvart

öðrum Comanche böndum í nágreninu, en herjuðu oft á aðra

nágranna sína (Hoebel, 1940).

Leiðtogi bandsins var nokkurs konar „stór maður“, en í tilfelli

Comanche fólksins nefndust slíkir menn friðarhöfðingjar (peace

chief). Aðspurðir um það hvernig friðarhöfðingjar öðluðust

embætti sín ypptu menn gjarnan öxlum og sögðu að viðkomandi

„hefði bara orðið þannig“. Hitt er svo annað mál að

friðarhöfðingjar höfðu gjarnan á sér orð fyrir visku og góðsemi.

Árásargjarnir menn og menn með mikla metorðagirnd áttu þess

ekki kost að verða friðarhöfðingjar (menn þurftu samt sem áður að

sanna sig í stríði og við veiðar en það var annað mál). Á áhrifasviði

friðarhöfðingjans voru mál eins og almenn velferð bandsins,

Page 119: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

119

skipulag veiða, að setja niður deilur og svo framvegis.

Friðarhöfðingjar skipuðu ekki fyrir, þeir náðu sameignlegri

niðurstöðu með því að tala menn til svo fólk væri sammála

(Hoebel, 1940).

Stríð aftur á móti var undir áhrifasviði stríðshöfðingjanna (war

chief), þeir söfnuðu gjarnan liði til að gera árásir á nágranna (og

landnema eftir að þeir komu til sögunnar) og höfðu orð á sér fyrir

að vera miskunnarlausir stríðsmenn. Slíkir menn höfðu lítil sem

engin áhrif á friðartímum (Hoebel, 1940).

Ættflokkar

Ættflokkar (tribes) eru einu skrefi fyrir ofan bönd hvað flækjustig

varðar. Ættflokkasamfélög eru einatt byggð á grundvelli tiltölulega

mikils jöfnuðar í samfélaginu, en hafa þó formlega skipulögð

embætti með tiltölulega vel afmörkuð valdsvið. Rétt er þó að taka

fram að samfélög með ættbálkaskipulagi eru frekar ólík innbyrðis,

þannig að rétt er að stíga varlega til jarðar í fullyrðingum.

Til að bregða nánara ljósi á skipulag ættbálks er rétt að skoða

ethnografískt dæmi. Osage fólkið sem átti lengi veiðilendur í

Missouri ríki í bandaríkjunum er ágætis dæmi um fólk sem lifði

samkvæmt ættbálkaskipulaginu.

Lífshættir Osage fólksins mörkuðust af því að þeir stunduðu bæði

veiðar og garðrækt. Osage fólkið bjó í fimm þorpum, og átti hvert

þorp sínar veiðilendur og sína garða. Pólitískt skipulag Osage

manna var með þeim hætti að ábyrgð á innri málefnum og málum

sem snéru að ytri þáttum eins og samningum og stríði var skipt

niður í tvo aðskilda þætti (Bailey, 1973).

Innri mál hvers þorps fyrir sig voru á ábyrgð tveggja höfðingja, sem

hvort fyrir sig þáði vald sitt frá sifjahóp. Osage menn skiptust niður

í tuttugu og fjögur klön sem ráku ættir sínar einhliða í karllegg (þeir

voru með öðrum orðum patrilineal). Þeir höfðu einnig

helmingaskipti á samfélaginu, níu klön töldust tilheyra himin-

helmingnum (helmingur er eins og kom fram í kaflanum hér undan

þýðing á hugtakinu moiety) og fimmtán klön töldust tilheyra

Page 120: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

120

jarðar-helmingnum. Hvor helmingur skipaði sinn höfðingjann, sem

valdi sér fimm „hermenn“ sem meðstjórnendur. Þorpum Osage

manna var tvískipt með götu, einskonar aðalstræti sem lá þvert í

gegnum þorpið frá austri til vesturs. Fólk sem tilherði einhverju

klani sem var hluti af himin-helmingnum bjó sunnan megin við

aðalstrætið, en þeir sem tilheyrðu jarðar-helmingnum bjuggu

norðanmegin við (Bailey, 1973).

Hvor höfðingi fyrir sig var ábyrgur fyrir innri málum ættbálksins í

sínu þorpi. Þeir höfðu það hlutverk að jafna deilur innan þorpsins,

auk þess sem munaðarlaus börn og ekkjur voru á þeirra framfæri,

veiðar í þá daga voru hættuleg iðja, veiðimenn voru í sífelldri

hættu með að verða fyrir árásum hrossaþjófa af öðrum

ættbálkum, og oftar en ekki var fórnarlambið drepið í árásinni.

Veiðar voru einnig á ábyrgð þeirra, en þeirri ábyrgð skiptu þeir

með sér, ef jarðar höfðinginn hafði skipulagt síðustu veiðar var

röðin komin að himin höfðingjanum.

Ábyrgð á hinum ytri málefnum ættbálksins bæði hvað varðar

annað fólk og hið yfirnáttúrulega var í höndum manna sem höfðu

hlotið sérstaka þjálfun í umgengni við hið yfirnáttúrulega, þ.e. þeir

kunnu hinar leynilegu bænir og helgisiði sem voru leyndarmál

hvers klans fyrir sig. Þessir menn kölluðust non-hon-zhin-ga eða

litlu stóru mennirnir (little big men). Það tók menn mörg ár að

verða fullnuma í þessum helgiathöfnum, menn voru orðnir gamlir

þegar vígslu þeirra var loks lokið (Bailey, 1973).

Hvert af þorpunum fimm hafði nokkra litla stóra menn úr hverju

klani búsetta á staðnum. Saman mynduðu allir litlu stóru mennirnir

í hverju þorpi öldungaráð þorpsins. Það var á þeirra ábyrgð að

framkvæma þær helgiathafnir sem þurfti en að auki sáu þeir um

allar ákvarðanir í sambandi við stríðsrekstur, vegna þess að fyrir

Osage mönnum var stríð og ákveðnar helgiathafnir tengt sterkum

böndum. Einungis Litlu stóru mennirnir kunnu þessar athafnir,

þannig að þeir voru þeir einu sem máttu lýsa yfir stríði.

Page 121: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

121

Framkvæmdin sjálf, þátttaka í árásum og skipulag því tengt var í

höndum átta „hershöfðingja“ sem litlu stóru mennirnir skipuðu.

Hvar sem hópur lítilla stórra manna kom saman, og viðstaddir voru

litlir stórir menn úr hverju einasta af hinum tuttugu og fjórum

klönum ættflokksins litu Osage menn svo á að allur ættflokkurinn

væri saman komin. Ákvarðanir teknar á slíkum fundum, til dæmis

varðandi stríð, voru því bindandi fyrir alla Osage menn (Bailey,

1973).

Á þessu sést styrkur klansins sem einingar, tryggð manna liggur í

gegnum klanið, en ekki sjálfan ættflokkinn og hafi klanið sem slíkt

ákveðið eitthvað bar mönnum að fylgja því eftir.

Höfðingjadæmi

Líkt og í dæminu hér á undan þá teigðu höfðingjadæmi sig oftar en

ekki yfir fleiri en eitt þorp. Formleg höfðingjadæmi eru þó ólík

ættbálkaskipulaginu að mörgu leyti. Mikilvægasti munurinn liggur

þó trúlega í því að í höfðingjadæmum stjórna menn með tilstuðlan

formlegs valds, en ekki með áhrifum eins og gerðist oft meðal

þeirra sem lifðu í ættbálkaskipulagi og var reglan meðal þeirra sem

lifa saman í böndum.

Ólíkt ættbálkaskipulaginu sem sagt var frá hér á undan þar sem

menn tískiptu valdinu í hið jarðneska vald til að setja mönnum

reglur og jafna deilur og í hið guðlega vald sem hefur sambandi við

guði og anda þá er í höfðingjadæmum fyrirkomulag sem byggir á

því að allt vald er samankomið í einum og sama einstaklingnum

(Peoples & Bailey, 1988).

Fyrirkomulagið byggir á því að staða manna erfist í beinan legg

(ýmist í gegnum karla eða konur eins og við höfum farið í áður), og

vegna þess hversu formlegt valdið er þá gilda um það skýrar reglur,

svona yfirleitt, hvernig staðan færist á milli kynslóða.

Almennt séð eru einingar sem búa við höfðingjadæmi lagskiptar

samkvæmt einhverskonar erfðastéttakerfi (en misjafnt er hvernig

það er útfært). Það merkir í raun að fólk fæðist inn í tilteknar

Page 122: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

122

stöður og á litla möguleika á að breyta þeirri stöðu. Jöfnuður er því

miklu minni innan höfðingjadæma en í skipulagi ættflokkanna eða

bandanna (Peoples & Bailey, 1988).

Algengt er að Höfðingjar stundi einhverskonar endurdreifingu

meðal þegna sinna í tengslum við hátíðir, þótt að jafnvel meirihluti

þeirra skatta og gjafa sem höfðingjanum hafa verið gefnar á árinu

fari til hans sjálfs og embættismanna hans, þá fer töluvert að auði

hans á hverjum tíma til almennings annað hvort sem ölmusa til

fátækra eða sem hluti af hátíðahöldum af ýmsu tagi.

Höfðingjadæmi voru útbreidd í Evrópu á forsögulegum tímum og

nokkuð er um heimildir frá Rómverjum til dæmis um skipulag

þessara höfðingjadæma. Sum ríki hafa einnig staðið á þröskuldi

þess að vera skipulögð ríki og höfðingjadæmi bæði í fornöld og svo

nær okkur í tíma. Egyptar hinir fornu dýrkuðu til dæmis konunga

sína, töldu þá vera einskonar lifandi guði, nokkuð sem

mannfræðingar hafa orðið vitni að í Eyjaálfu, Tahíti til dæmis.

Útbreiðsla höfðingjadæma er í raun um alla jörð. Mannfræðingar

hafa rannsakað höfðingjadæmi í Eyjaálfu, Norður og Suður

Ameríku auk Afríku (Peoples & Bailey, 1988).

Ríki

Ríki eru síðasta pólitíska skipulagið sem verður fjallað um hér. Ríki

líkjast að nokkru höfðingjadæmum; þau byggja einnig á formlegu

valdi. Það sem greinir þau að er aðallega flækjustigið.

Höfðingjadæmi eru lagskipt eins og áður hefur komið fram. Ríki

eru það einnig. Mörg nútímaríki eins og Ísland til dæmis hafa

mikinn félagslegan hreyfanleika. Fólk er ekki dæmt til að sitja kyrrt

á sama staðnum alla ævi, félagslega séð, það færist bæði upp og

niður eins og gengur. Sum ríki aftur á móti, eins og hefur lengi

þekkst á Indlandi, búa við kerfi erfðastétta, og reyndar er það svo

að hugtakið kemur þaðan.

En hvort sem menn búa við félagslegan hreyfanleika eða ekki, það

hafa flest höfðingjadæmi skipulagið frekar einfalt, þau hafa

Page 123: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

123

einhverskonar elítu (eða yfirstétt) og svo alla aðra. Ríki aftur á móti

hafa elítu, skrifræðisvald og svo alla hina (Peoples & Bailey, 1988).

Mjög misjafnt er hvernig yfirstéttin réttlætir völd sín, sums staðar

eins og þekktist í Egyptalandi hinu forna og í hinum gömlu ríkjum

Azteka og Inka réð yfirstéttin í krafti guðlegs valds. Konungar í

Evrópu, sérstaklega á miðöldum vísuðu einnig til þessa. Annars

staðar, og yfirleitt nær okkur í tíma hafa menn vísað til fólksins

sjálfs sem valdauppsprettu ríkisins.

Hvernig svo sem því er háttað býr fólk sem lifir í ríkjum yfirleitt við

minnstan jöfnuð allra, sumir eru bláfátækir, aðrir ríkir.

Annað einkenni ríkja sem minnst hefur verið á hér að ofan er ekki

síður merkilegt. Með skrifræði deilir sá sem hefur valdið formlega

því niður til aðila sem starfa í umboði þess. Þetta hefur

margháttaðar afleiðingar. Í fyrsta lagi gefur þetta ríkinu tækifæri til

þess að teygja sig inn á miklu fleiri svið mannlegrar tilveru heldur

en áður, höfðinginn er aðeins einn maður, en þjónar ríkisins eru

her manna (Peoples & Bailey, 1988).

Skrifræðið gefur ríkinu einnig tækifæri til að teygja anga sína yfir

miklu stærra svæði en áður, leiðtoginn sendir einfaldlega menn út

af örkinni með skilaboð til embættismanna á staðnum um hvað

eigi að gera. Með aukinni landfræðilegri útbreiðslu ríkisins fjölgar

einnig þegnum þess og pólitískum styrk þess miðað við nágranna

þess. Þessi staðreynd hefur hvatt margan konunginn og aðra

leiðtoga til þess að stunda svokölluð landvinningastríð, nokkuð

sem fyrstu sögur fara af á fornöld allt fram á okkar daga (Peoples &

Bailey, 1988).

Page 124: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

124

Verkefni úr kafla 6

Svaraðu eftirfarandi spurningum:

Hvað eru viðskipti?

Skýrðu út hinar ýmsu tegundir gangkvæmni.

Hvað eru markaðir?

Hvað eru peningar og hvaða hlutverki gegna þeir?

Hvaða tegundir af peningum hafa mannfræðingar skilgreint?

Hvað vísar hugtakið markaðskerfi til?

Hvernig flokka menn ættingja sína?

Hvaða ættrakningakerfi nota Íslendingar?

Hvað eru bönd?

Hvað eru ættflokkar?

Hvaða hlutverki gegna litlir stórir menn í samfélagi Osage manna?

Hvernig eru höfðingjadæmi yfirleitt skipulögð?

Hvað eru ríki?

Page 125: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

125

7. Trú og trúarbrögð

Hvað er trú?

Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað trú er, vegna þess

hversu gífurlega fjölbreytt og flókin trúarbrögð mannkyns eru.

Vegna þess hversu stórt hlutverk trúarbrögðin leika jafnt opinberu

sem einkalífi milljarða manna um allan heim hafa mannfræðingar

skrifað mikið um trú og trúarbrögð. Einna fyrstur til að skilgreina

trúarbrögð var E.B. Tylor, einn af frumkvöðlum mannfræðinnar í

Bretlandi. Hann skilgreindi trú sem „Trú á yfirnáttúrulegar verur“

(Taylor, 1865). Hann fer kannski nokkuð nærri í skilgreiningu sinni,

en það fyrirfinnast trúarbrögð þar sem guðshugmyndin er ekki

miðlæg í trúnni (til dæmis Búddatrú) auk þess sem skilgreiningin

nær alls ekki utan um þann fjölbreytileika sem fyrirfinnst í

trúarbrögðum mannkyns.

Vænlegra er að skilgreina og fjalla um trúarbrögð útfrá þeim

þáttum sem einkenna þau; þ.e. Trú á yfirnáttúrulega krafta eða

verur, goðsagnir og helgiathafnir (Peoples & Bailey, 1988).

Trú á yfirnáttúrulega krafta eða verur

Þegar rætt er um yfirnáttúrulega krafta þá er verið að tala um

einhverskonar kraft sem ekki er af náttúrulegum eða jarðneskum

toga. Kraftar þessi geta í huga fólks verið skýringin á ýmsum

atburðum sem erfitt er annars að finna skýringar á. Við skulum

skoða lítið dæmi. Í eyjaálfu er mjög útbreidd trú á yfirnáttúrulegan

kraft sem innfæddir nefna mana. Mana finnur sér bólstað á

ólíklegustu stöðum, í fólki, hlutum eða dýrum. Mana gefur þeim

hlut eða lifandi veru kraft umfram aðrar verur. Þarna er komin

skýring á því hves vegna sumir menn ná meiri árangri í því sem þeir

gera heldur en aðrir og þarna er einnig komin skýring á því hvers

vegna sumir garðar gefa meiri uppskeru heldur en garðurinn við

hliðina; þeir hafa einfaldlega meira mana.

Mana er því yfirnáttúrulegur kraftur sem menn geta haft, en

guðirnir geta einnig svipt menn þessum krafti ef þeir lifa ekki

samkvæmt þeim siðaboðum sem þeir er uppálagt að fylgja.

Page 126: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

126

Eyjaálfumenn trúa einnig á nokkuð dæmigerða guði, eða

yfirnáttúrulegar verur. Yfirnáttúrulegar verur eru yfirleitt taldar

annað hvort hafa eitthvert líkamlegt form eða geta líkamnast í

eitthvað slíkt (að líkamnast merkir að vera getur umbreytt sér í

líkamlegt form). Þær geta átt samskipti við menn með einhverjum

hætti og menn geta sagt til um nokkurri vissu hvernig þessar verur

bregðast við gjörðum manna (Malinowsky, 1961). Verur eru einnig

taldar vera ýmist vinveittar eða óvinveittar fólki svona almennt og

það gefur auga leið að það er verra að eiga við óvinveittar verur;

þær gera meiri kröfur.

Uppruni veranna getur verið mismunandi rétt eins og eðli þeirra.

Sumar þessara vera eiga sér mennskan uppruna, andar

forferðanna eru þar ef til vill skýrasta dæmið, en einnig geta sálir

manna umbreyst eftir líkamsdauðann og öðlast einhverskonar

guðlegan mátt. Dæmi eru til að sumir menn hafi verið taldir

guðlegir í lifanda lífi og dýrkaðir sem slíkir; nærtækast er að líta til

faraóa Forn-Egypta sem dæmi.

Sumar guðlegar verur eiga sér þó ekki mennskan uppruna, eru

taldar hafa verið til löngu áður en menn komu til sögunnar, eða að

mennirnir eru á einhvern hátt komnir til vegna tilvistar þessara

guðlegu vera. Slíkt er hluti af heimsmynd viðkomandi

menningarsvæðis eins og minnst var á í kafla 2, og eru almennt

kallað upprunasaga, eða sagan af því hvernig mannkynið varð til

(Peoples & Bailey, 1988).

Til umhugsunar: Hver er upprunasaga Gyðingdóms, Kristni og

Íslam?

Goðsagnir

Goðsagnir eru sögur af guðum, guðlegum kröftum, hetjum og

skúrkum. Venjulega er sögusvið þeirra fjarlæg fortíð. Þær segja frá

því hvernig heimurinn var skapaður (upprunasögur eru því

goðsögur), hvernig menn komust yfir einhverja þekkingu, hvernig

siðir og helgidagar manna eru til komnir o.s.frv. Mjög algengt er að

goðsögur skýri hvernig það kom til að tilekinn flokkur manna býr á

Page 127: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

127

eða hefur eignarhald á landi. Getur verið að hægt sé að rannsaka

íslendingasögurnar sem goðsagnir frekar en sannleika?

Hvað sem er satt og rétt í því máli þá eru goðsagnir ýmist skrifaðar

eða í munnlegri geymd. Goðsögur okkar samfélags, allavega þessar

opinberu, eru vandlega skrifaðar niður, og á það jafnt við

biblíusögurnar og íslendingasögurnar.

Víða eru goðsögur samfélaga þó enn í munnlegri geymd, eldra fólk

segir sögurnar þegar næði gefst, goðsögurnar eru sungnar á

meðan fólk vinnur, og þær eru endursagðar við ýmis opinber

tækifæri, til dæmis trúarathafnir (þetta á reyndar einnig við um

Vesturlönd).

Goðsagnir eru nátengdar heimsmynd viðkomandi samfélags, þær

skýra út samband einstaklings og umhverfis og hver þáttur manna

er í náttúrunni. Hvers vegna trúðu íslendingar til dæmis á og sögðu

sagnir af ýmsum vættum í náttúrunni? Getur verið eitthvað hæft í

þeirri skýringu sem haldið hefur verið fram að vegna þess að

landar okkar fyrr á öldum hafi þurft að sækja sér lífsbjörg í óblíða

náttúru að sögur hafi verið spunnar upp til að vara menn við

hættulegum stöðum og aðstæðum? Hvað með söguna af því þegar

Drangey var vígð í því sambandi?

Mannfræðingar hafa lengi haft áhuga á goðsögnum. Goðsögurnar

segja fræðimönnum mjög mikið um það hvernig sambandi manns

og umhverfis er háttað og hvaða hlutverki trúarbrögðin gegna í lífi

fólks. Í því sambandi er rétt að geta þess að nú til dags, í flóknum

samfélögum nútíma vesturlandabúa ganga goðsagnir ljósum logum

milli fólks rétt eins og milli manna á sléttum Afríku. Sögur þessar

eru einnig nefndar flökkusögur; þær hafa allar einhverskonar

siðaboðskap og með því að greina þær segja þær okkur mikið um

samskipti manna í nútímanum, um samband manns og umhverfis

og þær hættur sem sögusmiðir telja að stafi að fólki í nútímanum

(Pálsdóttir, 2001). Hafir þú áhuga á kynna þér þetta frekar er vert

að geta þess að það kom nýlega út bók sem ber heitið „Kötturinn í

örbylgjuofninum“ eftir Rakel Pálsdóttur þjóðfræðing.

Page 128: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

128

Til athugnar: skoðaðu söguna af því þegar Drangey var vígð með

tilliti til þeirrar kenningar sem reifuð var hér á undan.

Helgiathafnir (Ritúöl)

Þriðja og síðasta atriðið sem mannfræðingar telja að einkenni

trúarbrögð eru helgiathafnir. Helgiathöfnum er ætlað að hafa áhrif

á hin yfirnáttúrulegu öfl, eða koma guðlegum verum í skilning um

að mennirnir hafi þær í heiðri og fylgi þeim siðaboðum sem þeim

er ætlað að fylgja.

Helgiathöfnum er einnig ætlað að friða guðina eða hin

yfirnáttúrulegu öfl þegar eitthvað hefur bjátað á. Einnig þekkist að

menn biðji sér almennrar blessunar, biðji um aðstoð við ýmiskonar

verkefni eða í erfiðleikum og síðast en ekki síst; að menn biðji

óvinum sínum bölvunar (Peoples & Bailey, 1988).

Helgiathafnir eru mjög svo táknrænar athafnir. Í fyrsta lagi eiga

þær sér yfirleitt stað á sérstökum stöðum sem eiga sér táknræna

skírskotun með tilliti til ýmist sögu staðarins eða hann hefur verið

helgaður þessum sértaka tilgangi. Sem dæmi um þetta má nefna

gamla kirkjustaði á Íslandi, þar sem helgi og saga staðarins magna

upp athöfnina sem fram fer.

Í helgiathöfnum sínum notast menn oft við einhverskonar gripi

sem hafa táknræna merkingu um það sem fram fer.

Giftingarhringar eins og tíðkast á Íslandi og víðar eru dæmigerðir

sem tákn fyrir hjónabandið og giftingarathöfnina sem slíka (þeir

eru reyndar mjög hlaðnir táknrænum vísunum). Aðrir táknrænir

hlutir sem lesendur þessarar bókar ættu að kannast við úr sínu

umhverfi eru til dæmis krossar, altari hempa presta o.sv.frv.

Þessir táknrænu hlutir og staðir sem nefndir hafa verið hér að ofan

tengjast einnig því atferli sem á sér stað innan athafnarinnar. Það

sem sagt er og gert hefur einnig táknræna skírskotun sem yfirleitt

gegnir því hlutverki að veita mönnum hlutdeild í hinu guðlega eða

yfirnáttúrulega. Það að ganga til altaris er táknræn athöfn þar sem

menn neyta blóðs og holds Krists á táknrænan hátt. Það að

innbyrða hluti eða líkamsparta er ævagömul aðferð við að öðlast

Page 129: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

129

hlutdeild í guðdómi eða að tileinka sér kraft þess sem neytt er.

Helgiathafnir gefa eru því hluti af því ferli innan menningarinnar

sem miðar að því að ljá veröldinni merkingu (Geertz, 1973).

Mannfræðingar hafa löngum skipað helgiathöfnum í flokka eftir

tveimur „víddum“ ef svo má segja. Annarsvegar eru athafnirnar

flokkaðar eftir tilgangi sínum; við höfum athafnir sem er ætlað að

nálgast upplýsingar sem ekki er hægt að nálgast með öðrum

leiðum, til dæmis fréttir úr andaheimum (divination), það eru

haldnar helgiathafnir í lækningaskyni, það eru færðar fórnir, menn

stunda galdra af ýmsu tagi (um það verður fjallað síðar í þessum

kafla), það eru haldnar athafnir sem er ætlað að endurnýja

veröldina og auka frjómagn jarðar, það eru haldnar athafnir til að

breyta pilti í fullorðin mann og stúlku í konu, fólk er gefið saman,

það eru haldnar athafnir sem er ætlað að frelsa sál látins manns frá

líkamanum þannig að hann geti ferðast til andaheima. Svona má

lengi telja. Dettur þér eitthvað fleira í hug kæri lesandi?

Seinni „víddin“ sem mannfræðingar flokka athafnir eftir hefur með

tímasetningar þeirra að gera. Annarsvegar höfum við athafnir sem

hafa sinn fasta tíma á dagatalinu. Þar má nefna þessa dæmigerðu

hluti eins og Jól, Páska, Ramadan (föstumánuður múslima) og

Saraswati Puja (trúarhátíð Hindúa þar sem Saraswati, gyðju dans,

tónlistar og þekkingar er tignuð). Mannfræðin kallar þessar

athafnir einfaldlega dagatalsathafnir (Peoples & Bailey, 1988).

Líf manna er og hefur alltaf verið ófyrirsjáanlegt. Þess vegna koma

fyrir okkur öll atburðir sem eru dramatískir og jafnvel hræðilegir. Á

stundum sem þessum grípa menn til trúar sinnar, og haldnar eru

athafnir til að sefa og veita aðstoð eða að hugga þá sem eftir lifa

og veita sálum hinna látnu frið. Jarðarfarir (funeral rites) eru

dæmigerðar fyrir þennan flokk, en það eru lækningaathafnir og

særingar einnig. Mannfræðin nefnir þennan flokk athafna

einfaldlega krísuathafnir.

Til athugunar: Hvers vegna er svo vinsælt að gifta sig á Þingvöllum?

Page 130: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

130

Öll samfélög eiga sér trúarbrögð

Það er ekki margt sem öll samfélög í heiminum eiga sér

sameiginlegt, undantekningarlaust. Trú og trúarbrögð eru eitt af

þessum örfáu atriðum (hin atriðin eru innvensla og útvenslareglur

og að í öllum mannlegum samfélögum eru stundaðar lækningar).

Trúarbrögðin ná því þess vegna að vera það sem kallað er á máli

mannfræðinnar altækt menningarfyrirbæri (cultural universal)

(Peoples & Bailey, 1988).

Þrátt fyrir það að allir menn séu aldir upp við einhverskonar

trúarbrögð þá eru mörg trúarbragða mannkyns (kannski öll) hálf

ólíkindaleg í augum þess sem ekki trúir, og næsta víst að þeim sem

trúa myndi ganga illa að leggja fyrir sannanir um sannleiksgildi

goðsagna þeirra sem hann trúir á eða sýna fram á gagnsemi

helgiathafna gagnvart þeim sem ekki trúa (hér er átt við sannanir í

vísindalegum prófanlegum skilningi).

En hvers vegna trúa menn? Það er út í hött að skýra trúarbrögð

með þeim hætti að vesalings ómenntaða fólkið bara viti ekki betur.

Fyrir utan það að slíkur hugsanagangur sé augljóst dæmi um mjög

þjóðhverfan (og ef til vill sjálfhverfan einnig) hugsanagang, námum

við ekki að skýra fyrirbærið trú á neinn hátt með slíkum hætti. Það

sem fræðimenn þurfa að spyrja sig að hvaða hlutverki trúin gegni í

lífi þeirra einstaklinga sem hana stunda, og hvaða samfélagslegu

þættir spili þar inn í (Peoples & Bailey, 1988).

Þar með erum við komin að þeim kenningum sem mannfræðingar

hafa smíðað sér um trúarbrögðin og hvaða skýringar þeir hafa á

gagnsemi trúarbragðanna fyrir einstaklinganna og samfélagið í

heild sinni. Við byrjum á að skoða trúarbrögðin úfrá

einstaklingnum, en færumst svo nær því sem mætti kalla

félagslegar og efnislegar skýringar.

Hugrænar skýringar

Með hugrænum skýringum er átt við að menn reyni að skýra

heiminn og hvernig hann virkar með tilvísun í einhverskonar

(trúarleg) rök. Með þessum hætti nái menn að skýra hluti og

Page 131: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

131

fyrirbæri sem annars væru óútskýranleg. Margar af þeim

kenningum sem eru kenndar við þetta viðhorf eru komnar mjög til

ára sinna. Ein fyrsta kenningin sem sett var fram um uppruna

trúarbragða er kenning E.B. Taylor sem sett var fram 1871 í bókinni

„Primitive Cultures“. Þar er því haldið fram að trú manna útskýri

tilveru og tilgang sólar, tungls, dýra og mannfólks. Taylor heldur því

einnig fram að skýringar í þessa átt séu for eða frumvísindalegar,

og því tilraun til að setja náttúruleg fyrirbæri í rökrænt kerfi

(Taylor, 1865).

Að vissu leyti hafði Taylor rétt fyrir sér, en einungis að vissu leyti.

Allir menn nýta sér umhverfi sitt eftir bestu getu og nýta sér þann

hagnýta fróðleik sem menning þeirra býður upp á og á við í hvert

sinn. Trúarbrögðin með skýringum sínum koma ekki í staðin fyrir

það sem reynslan hefur kennt mönnum, heldur virðist hún bæta

við það sem menn vita um náttúruna. Hvernig og hvers vegna það

gerist er óljóst.

Nýrri kenningar úr þessum geira eru til dæmis kenningar hins virta

bandaríska mannfræðings Clifford Geertz sem heldur því fram að

trú manna viðhaldi merkingarbærum skilningi þeirra á umhverfi

sínu. Þarna er átt við að enginn þoli það til lengdar að veröldin

virðist merkingarsnauð og í algjörri óreiðu. Trúin hjálpi mönnum að

viðhalda heimsmynd sinni þrátt fyrir að atburðir gerist í sífellu sem

séu í mótsögn við hana, að þrátt fyrir allt sé lífið í

grundvallaratriðum fyrirsjáanlegt og skikkan skaparans sé í fullu

gildi (Geertz, 1973).

Tilfinningalegar skýringar

Önnur skýring á því hvers vegna trúarbrögð fyrirfinnast yfirleitt og

hvers vegna þau eru slíkt akkeri í lífi fólks er sú að þau veita fólki

tilfinningalegt skjól í stormum sinnar tíðar. Einnig er líf mannsins

þeim takmörkunum háð að hann er dauðlegur eins og öll önnur

dýr, en sá kann að vera munurinn á mannlegum verum og öðrum

dýrum að maðurinn er eina veran á jörðinni sem veit og skilur að

dauði hans er óumflýjanlegur. Þess vegna telja sumir fræðimenn

Page 132: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

132

að maðurinn hafi trúarbrögð, til að veita honum skjól gagnvart

dauðanum.

Bronislaw Malinowsky einn frægasti fræðimaður innan mannfræði

bæði fyrr og síðar skýrði tilurð trúarbragða með svipuðum hætti,

hann taldi að trúarbrögðin í heild sinni (og átti þar bæði við

goðsagnir, helgiathafnir og galdra) hjálpuðu mönnum til að

„stjórna“ því sem í raun væri ekki hægt að stjórna, að menn vildu

eyða óvissu í sambandi við veiðar, veikindi, uppskeru, sjólag

o.sv.frv. Það að framkvæma helgiathafnir sem miðuðu í átt til þess

að ná stjórn yfir því sem er í óvissu gæfi mönnum aukið sjálfsöryggi

og blési þeim fítonsanda í brjóst (Malinowsky, 1961).

Það er í raun ekki hægt að afskrifa kenningar þessar þótt gamlar

séu. Það er alveg ljóst að mjög margir sækja styrk í trúna á erfiðum

stundum. Þó eru á þessum kenningum nokkrir alvarlegir gallar. Í

fyrsta lagi eru sum trúarbrögð þannig samansett að þau veita fólki

alls ekki neina vissu fyrir því á menn verði hólpnir í framhaldslífinu.

Kalvínisminn er dæmi um þetta, eftir siðaskiptin reis upp hreyfing

stuðningsmanna Jóhannesar Kalvín. Hreyfingin varð nokkuð sterk í

Hollandi til dæmis. Þeir trúðu því að aðeins lítill hluti fólks yrði

hólpinn og endaði í himnaríki, og það sem verra var; það var

nánast engin leið að sjá það fyrir hverjir það væru (þótt menn

reyndu að sjá teikn þess hjá einstaklingum). Trú sem þessi er ekki

líkleg til að veita fólki mikla líkn gagnvart dauðanum, og reyndar

þvert á mót, fólk sá fram á vist í hreinsunareldi ef það var heppið,

og flestir reyndar fram á hreina vítisvist eða endanlegan dauða

(Benedict P. , 2002).

Í öðru lagi eru kenningar af sálfræðilegu / tilfinningalegu tagi ekki

heppilegar þegar reynt er að skýra af hverju trúarbrögð manna eru

jafn fjölbreytt og raun ber vitni. Til að leita skýringa á þessum

atriðum verður að leita útfyrir einstaklinginn og hans hugrænu og

tilfinningalegu þarfir.

Page 133: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

133

Félagslegar skýringar

Öll samfélög hafa ákveðna þörf fyrir félagslegt taumhald. Með

félagslegu taumhaldi er átt við þær aðgerðir sem samfélagið getur

gripið til í þeirri viðleitni sinni að láta fólk fylgja þeim skráðu og

óskráðu reglum sem gilda.

Margir fræðimenn hafa skýrt trúarbrögð útfrá félagslegu

taumhaldi. Þeir halda því fram að trúarbrögð virki sem hvati á fólk

til þess að halda sig innan þess sem „siðlegt“ má teljast á hverjum

stað og tíma.

Í þessu sambandi er nærtækast að taka sem dæmi þau trúarbrögð

sem algengust eru á Íslandi; Kristni. Kristin trú býður mönnum að

gera einungis það sem lög guðs heimila. Lög guðs eru sett bæði

fram sem boð og bönn; dæmi um boð má nefna þá kröfu Krists

sjálfs að menn eigi að elska náunga sinn eins og sjálfan sig, og gera

einungis það sem þeir vilji að aðrir menn geri þeim sjálfum. Annað

nærtækt dæmi í þessu sambandi eru boðorðin tíu, en þar er bæði

kveðið á um boð og bönn.

Afleiðingar þess að brjóta lög guðs eru þær að viðkomandi

einstaklingur er fordæmdur, bæði af guði og mönnum. Flest af

hinum stóru trúarbrögðum mannkyns innihalda eitthvað af þessu

tagi, bæði Hindúismi og Búddatrú hafa hugmyndir um Karma;

þeirra sem eru illir í þessu lífi bíða ömurleg örlög í því næsta,

hugmyndir Kristninnar hafa þegar verið raktar og í raun eru Íslam

og Gyðingdómur af sama meiði.

Þó ber þess að geta að það er ekki altækt menningarlegt fyrirbæri

að þessar hugmyndir um móralskt réttlæti séu til staðar inni í

trúarbrögðunum. Swanson gerði á þessu mjög merkilega athugun.

Hann bar saman þau samfélög þar sem mikil misskipting

veraldlegra gæða viðgengst (mikill munur ríkra og fátækra) með

tilliti til trúarhugmynda þeirra. Hann komst að því að sú hugmynd

að illvirkjar og þeir sem beittu annað fólk órétti fengju makleg

málagjöld fyrir tilverknað einhvers æðri máttar eða fyrir milligöngu

Page 134: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

134

æðri veru voru miklu algengari í þeim samfélögum þar sem

misskipting var mikil (Swanson, 1960).

Ein skýring á þessu fyrirbæri er sú að þarna sé komin ákveðin

réttlæting á núverandi ástandi (eins og Karmalögmálið segir til

um), eða að trúin sé einhverskonar haldreipi þeirra sem kúgaðir

eru og fái þá frekar til að sætta sig við stöðu sína.

Umhverfi og trú

Skýringar sem leitast við að skýra trú manna útfrá aðlögun þeirra

að umhverfi sínu falla í þennan síðasta flokk kenninga um

trúarbrögð. Þeir mannfræðingar sem aðhyllast þennan flokk

skýringa líta almennt á menningu sem aðlögunartæki mannsins að

umhverfi sínu, og menningarleg fyrirbæri hafa því fyrst og fremst

þá virkni að hjálpa fólki að lifa af.

Boð og bönn samfélaga hjálpa til við að viðhalda því skipulagi sem

sé samfélaginu nauðsynlegt til að lifa af við þær

umhverfisaðstæður sem er á hverjum stað fyrir sig, auk þess að

passa upp á að fólk neyti ekki einhvers sem sé því óhollt.

Það að trúarleg boð og bönn ásamt þeim sem menn gætu flokkað

sem „veraldleg“ hafa þess vegna sömu virkni í augum þeirra sem

aðhyllast umhverfisskýringar. Virkni þeirra er óbein, þau hjálpa

mönnum ekki til að lifa af með beinum hætti eins og til dæmis

þekking og reynsla af veiðum gerir, en þau koma í veg fyrir að fólk

verði svo upptekið af deilum að veiðimennirnir geti ekki haldið sér

að verki.

Seinna atriðið er beinskeyttara. Mörg dæmi um trúarleg boð og

bönn í sambandi við matvæli eru þekkt. Nægir að nefna bann

gyðinga við svínakjötsáti í þessu sambandi, nokkuð sem kristnum

Evrópubúum hefur löngum fundist óskiljanlegt, enda hafa svín

lengi verið á evrópskum borðum. Þeir sem aðhyllast

umhverfisskýringar benda hinsvegar á að það sé mjög óhentug

aðferð við mataröflun að rækta korn handa svínum og öðrum

slíkum dýrum í Mið-Austurlöndum, það borgi sig miklu frekar fyrir

Page 135: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

135

menn að leggja sér kornið sjálfir til matar, þannig geti þeir komist

af með einum fimmta minna land (Harris, 1979).

Yfirnáttúrulegar skýringar á atburðum

Eins og sjá má á umfjölluninni hér að ofan, er varla það svið

mannlegrar tilveru sem menn telja að yfirnáttúrulegir kraftar eða

verur hafi ekki áhrif á. Sérstaklega virðist það vera ríkt í fólki ef

marka má rannsóknir mannfræðinga að kenna ýmiskonar kröftum

eða verum um ófarir sínar.

Þess vegna hafa menn sjálfsagt farið út í það að reyna að hafa áhrif

á þessar verur eða krafta (þótt við náttúrulega vitum það ekki).

Þaðan er síðan tiltölulega stutt leið í það að reyna að hafa áhrif á

títtnefndar verur eða krafta til að ná sér niður á óvinum sínum, og

jafnframt því að verjast slíkum sendingum frá sömu óvinum

(Peoples & Bailey, 1988).

Hér erum við auðvitað farin að tala um galdra, nokkuð sem

íslendingar hafa ekki farið varhluta af frekar en öðru, en á Íslandi

voru um 20 einstaklingar brenndir á báli á galdraöldinni svokölluðu

(sem var auðvitað hluti af stærra galdrafári í Evrópu)

(Strandagaldur, 2007).

Mannfræðin skiptir galdratrú í tvennt: Annarsvegar er talað um

einstaklinga sem taldir eru hafa í sér einhverskonar kraft til að hafa

áhrif á fólk, hluti eða atburði og hinsvegar er talað um ýmiskonar

aðferðir sem menn beita í því sama skyni (Frazer, 1963).

Þeir einstaklingar sem fyrr var minnst á eru ekki alltaf taldir eiga

beinlínis sök á atburðum, stundum beita þeir krafti sínum óviljandi,

stundum viljandi. Í seinna tilvikinu getur ekki verið um neitt slíkt að

ræða, menn nota helgiathafnir ávalt í einhverjum yfirlýstum

tilgangi.

Íslensk tunga (og menning) gerir ekki greinarmun á galdrafólki í

þessum skilningi. Hún gerir einungis mun á galdramönnum eftir

kyni, ekki eftir eðli krafta þeirra. Þess vegna er nauðsynlegt að tala

um galdramenn /nornir eða menn sem búa yfir innri krafti

Page 136: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

136

(mannfræðin nefnir þetta witchcraft) og hins vegar galdramenn /

nornir sem nota helgiathafnir eða ritúal til að ná fram ætlunarverki

sínu (sem mannfræðin nefnir sourcery). Í undirköflunum hér á eftir

verður þetta skoðað nánar (Peoples & Bailey, 1988).

Takið eftir að mannfræðin flokkar galdra ekki í „hvítagaldur“ og

„svartagaldur“ eins og íslensk menning gerir. Það sem myndi

flokkast sem „hvítur“ galdur á Íslandi myndi mannfræðin

einfaldlega flokka sem helgiathafnir í lækningaskyni, eða

helgiathafnir (og gripi) til verndar einhverjum hagsmunum eins og

heilsu. Mannfræðin flokkar einungis það til galdra sem menn áliti

að skaði fólk annað hvort viljandi eða óviljandi. Þetta kann að valda

misskilningi, og fræðimenn úr öðrum greinum eins og þjóðfræði

eru ekki fyllilega sammála þessari skilgreiningu, en eins og

maðurinn sagði: „það verður bara að hafa það“.

Galdrar með helgiathöfunum (Sourcery)

Þegar fólk beitir göldrum á þann hátt að það fremur einhverskonar

helgiathöfn (ritúal) til að skaða aðra á einhvern hátt, er yfirleitt

verið að biðla til einhverskonar yfirnáttúrulegra krafta eða

yfirnáttúrulegra vera að ganga í verkið fyrir hönd þess sem fremur

helgiathöfnina eða viðskiptavina hans / hennar.

Fólk getur valið um tvær meginleiðir til að framkvæma

helgiathafnagaldra. Aðferðirnar eru auðvitað misjafnar og

þrungnar merkingu fyrir þá sem taka þátt í þeim, en mannfræðin

skiptir þessum athöfnum annarsvegar í hermigaldra (immitative

principle magic) og smitunargaldra (contagious principle of magic)

(Peoples & Bailey, 1988).

Hermigaldrar gagna út á að líkir hlutir geti tengst fyrir tilstuðlan

yfirnáttúrulegra vera eða krafta. Til þess að hafa áhrif grípur

galdramaðurinn til þess ráðs að ýmist herma eftir þeim sem galdur

beinist að (til dæmis með hreyfingum / dansi og þá ýmist með eða

án grímu) eða búa til líkneski af þeim sem ætlunin er að ráðast

gegn.

Page 137: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

137

Voodoogaldrar eru eitt þekktasta dæmið um þetta. Þar hefur

tíðkast að búa til eftirlíkingu af einhverjum (svokölluð

voodoodúkka) og framkvæma galdur á þeirri eftirlíkingu, í þeirri

von að manneskjunnar bíði sömu örlög (Peoples & Bailey, 1988).

Smitunargaldrar eru af nokkuð öðru tagi. Þar er gert ráð fyrir að

galdramaðurinn þurfi beinlínis að vera í snertingu við fórnarlamb

sitt til þess að ná völdum yfir því. Í þessu skyni sanka menn að sér

ýmiskonar dóti; saur, hári, nöglum, bútum úr fatnaði eða

skartgripum, allt eftir því sem talið er við hæfi á hverjum stað. Með

því að fremja galdur yfir þessum hlutum (það eru ýmsar aðferðir

notaðar, stundum er þessara hluta neytt, stundum er þeim komið

fyrir einhverstaðar eða þeir jafnvel brenndir) telja menn sig geta

náð tilætluðum áhrifum.

Þessar aðferðir eiga eitt sameiginlegt; með því að reyna að líkja

eftir þeim sem ætlunin er ná tökum á eða notfæra sér einhvern

hluta viðkomandi, nær galdramaðurinn nokkurskonar táknrænum

tengslum við viðkomandi sem hann getur nýtt sér, örlög

galdramannsins og fórnarlambsins eru tengd (Peoples & Bailey,

1988).

Að hverjum beinast ásakanir um helgiathafnagaldra?

Það getur verið mjög upplýsandi fyrir fræðimenn að skoða í hverju

samfélagi fyrir sig að hverum ásakanir um helgiathafnagaldra

beinast. Segjum sem svo að eiginkona bróður míns veikist

hastarlega, sé jafnvel ekki hugað líf, nú eða þá að þeim verði ekki

barna auðið. Sé galdratrú útbreidd í því samfélagi sem við lifum í

fer okkur strax að gruna að ekki sé allt með felldu, og einhver sé að

beita göldrum gegn fjölskyldunni.

Þegar ég segi „einhver“ þá meina ég auðvitað ekki bara einhver.

Okkur myndi strax fara að gruna einhvern ákveðin aðila, sem

annað hvort ætti opinskátt í deilum við okkur eða þá að um sé á

ræða keppinaut um völd, land eða áhrif (oftar en ekki er allt þetta

samtvinnað).

Page 138: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

138

Ásakanir um helgiathafnagaldra eru sjaldnast tilviljun, þegar

ásakanirnar eru skoðaðar nokkrar saman yfir einhvern tíma,

kannski nokkur ár, koma gjarnan í ljós átakapunktarnir í

samfélaginu, hverjir eiga hagsmuna að gæta gagnvart hverjum og

hvert samkeppnin um hin takmörkuðu gæði samfélagsins er að

leiða menn.

Helgiathafnagaldrar sem pólitískt vopn

Helgiathafnagaldrar eru mikið notaðir sem pólitískt vopn í þeim

samfélögum þar sem trú á slíka galdra er útbreidd. Oftar en ekki

beinast ásakanir fólks að einstaklingum sem eiga í beinni

samkeppni við það, af ástæðum sem voru raktar hér að ofan.

Það er nauðsynlegt fyrir einstaklinga sem verða fyrir slíkum

ásökunum að verja sig, allavega að nokkru leyti, en slíkar varnir eru

tvíeggjað sverð. Eins og áður hefur verið rakið er trú manna

nátengd öðrum grunnfestum samfélagsins, til dæmis

stjórnarháttum þess. Ef sá sem er álitinn nægilega öflugur

galdramaður til að koma veikindum eða annarri óáran fyrir í

óvinum sínum, þá byggir persónulegt vald hans og almenn áhrif í

samfélaginu á þeim orðrómi. Viðkomandi getur því ekki varið sig á

þann hátt að hann sé hreinsaður af öllum grun um galdur, en hann

getur heldur ekki játað á sig sök, vegna þess að þá yrði hann opinn

fyrir árásum af hendi þeirra sem fyrir galdrinum hafa orðið og yrði

jafnvel gerður útlægur (eða verra). Það er því ljóst að það nota sér

galdur í pólitísku skyni er hættulegur leikur, en samt sem áður

leikur sem fólk þarf að taka þátt í ætli það sér að öðlast áhrif.

Galdrar með innri krafti (Witchcraft)

Eins og áður hefur verið skýrt frá eru til samfélög þar sem fólk

stundar galdur með hjálp ýmiskonar helgiathafna eða hluta. Hin

skýringin á krafti þeirra sem ásakaðir eru um galdur er sú að

viðkomandi þurfi ekki annað en að hugsa neikvætt til einhvers

aðila og þá leggist viðkomandi veikur, eða verði fyrir einhverjum

öðrum skakkaföllum. Með öðrum orðum; andlegur kraftur

galdrakindarinnar verður sjálfkrafa að illum verkum.

Page 139: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

139

Tvískipting sem þessi er auðvitað fyrst og fremst hjálpartæki

fræðimanna til að skilja fyrirbærið. Í þeim samfélögum þar sem því

er trúað að galdur sé stundaður fyrirfinnast mjög oft fyrirbæri sem

eru samblanda af þessu tvennu, helgiathafnagöldrum og göldrum

með innri krafti. Ekki þarf að leita lengi eða langt að þessu.

Íslenskar þjóðsögur eru uppfullar af sögum þar sem ýmist er sótt í

skýringar byggðar á innri krafti einstaklinga, sögum af hlutum með

galdramátt og síðast en ekki síst; særingum galdramanna þar sem

þeir eru að vekja upp drauga til að hefna sín á óvinum sem er

auðvitað skýrt dæmi um helgiathafnagaldur.

Gagntætt þeim sem stunda helgiathafnagaldur sem leið til valda og

áhrifa eru þeir sem stunda galdur með innri krafti í besta falli álitnir

óviljugir sakleysingar en í því versta illir einstaklingar sem fremja

viðbjóðslegustu glæpi sem hægt er að ímynda sér.

Til að bregða frekara ljósi á þetta er best að kíkja á frásögur víða úr

heiminum af galdrakindum sem beita innri krafti (sögurnar eru

fengnar að láni úr bók Peoples og Bailey „Humanity“:

Navaho indíánar tengja galdrakindur við verstu glæpi sem hægt er

að ímynda sér; Sifjaspell, kynlíf með líkum og dýrum, þeir breyta

sér í dýr, og éta smábörn. Listinn heldur áfram og áfram.

Naykyusa menn (Tansanía) trúa því að galdrakindur sé fyrst og

fremst reknar áfram af matgræðgi. Trúar þessu eðli sínu sjúga

galdrakindurnar kýr fólks þurrar, og éta líffæri nágranna sinna

innan frá á meðan þeir sofa.

Zande menn (Norður Súdan) trúa því að galdrakindur erfi

galdramátt sinn frá forfeðrum sínum, mátt þennan sem er nánast

efniskenndur er að finna undir bringubeini viðkomandi. Þetta efni

eða kjarni ferðast út úr líkamanum að nóttu til, til að leita sér

fórnarlambs. Kjarninn étur síðan hold eða líffæri fórnarlambsins.

Galdrakindin er álitin vera saklaus aðili að öllu þessu, og að fullt af

fólki séu galdrakindur án þess að vera sér meðvituð um það.

Galdrakindin getur ekkert gert til að losa sig að fullu og öllu við

þennan mátt, en viðkomandi getur þó hætt að leggjast á tiltekna

Page 140: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

140

aðila með því að losa sig við allar neikvæðar tilfinningar í garð

viðkomandi.

Ibibio menn (Nígería) trúa því að galdrakindur ferðist um að nóttu

til og steli sálum. Sálunum komi þær venjulega fyrir í húsdýrum af

einhverju tagi, og þannig nái þær stjórn yfir heilsu viðkomandi,

vegna þess að um leið og sálin er farin verður viðkomandi veikur.

Fórnarlambið andast síðan þegar galdrakindin slátrar dýrinu og

leggur það sér til munns. Þetta er þó ekki algilt, vegna þess að

stundum ákveður galdrakindin að pína fórnarlamb sitt. Í þeim

tilfellum er sál fórnarlambsins komið fyrir í vatni eða yfir eldstæði

þar sem hægt er að pína sálina á kvöldin. Veikindi fórnarlambsins

standa yfir þar til galdrakindin er búin að fá út úr viðkomandi það

sem hún vill.

Trú af þessu tagi virðist vera furðuleg við fyrstu sýn. Hafa verður þó

í huga að dæmin eru tekin úr samhengi við trúarbrögð viðkomandi

samfélags sem mynda eins og áður hefur verið útskýrt eina heild.

Dæmi sem þessi bregða þó ljósi á hegðunarmynstur sem

mannlegar verur sýna ansi oft; við virðumst hafa einhverja þörf

fyrir að finna blóraböggla fyrir ófarir okkar.

Þetta hegðunarmynstur virðist fyrirfinnast í nánast öllum

samfélögum, ef það eru ekki galdramenn þá er verður einhver

annar hópur fyrir valinu sem hentar betur; yfirleitt alltaf hópur sem

virðist ganga í berhögg við tiltekin gildi og viðmið samfélagsins.

Þetta geta verið hópar af ýmsu tagi: Samkynhneigðir, gyðingar,

ölmusumenn, kommúnistar, fólk haldið geðvillu o.s.frv. , svo dæmi

séu tekin um ýmsa þjóðfélagshópa sem hafa verið gerðir að

blórabögglum á vesturlöndum á tuttugustu öld (Conrad &

Schneider, 1980).

Fjórskipting trúarbragðanna

Trúarbrögð mannkyns eru gífurlega flókið fyrirbæri eins og

lesendur eru farnir að átta sig á. Mannfræðin stendur því frammi

fyrir þeim vanda að gera grein fyrir þessum fjölbreytileika, en

jafnframt að flokka þau niður á einhvern skynsamlegan hátt.

Page 141: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

141

Wallace (1966) greip til þess ráðs að tala um átrúnað eða cult.

Átrúnaður er samkvæmt Wallace skipuleg þekking og / eða

aðferðir sem tekur til tiltekins yfirnáttúrulegs krafts (eða vera).

Kerfi Wallace er fjórskipt. Hann talar um einstaklingsbundinn

átrúnað, sambandsátrúnað (shamanismi), hópátrúnað og

skipulegan átrúnað. Best er að átta sig strax á því að fleiri en ein

tegund átrúnaðar getur þrifist innan sömu trúarbragða (Wallace,

1966).

Einstaklingsbundin átrúnaður

Það er útbreitt fyrirbæri meðal trúarbragða heimsins að menn geti

leitað ásjár eða liðsinnis yfirnáttúrulegra afla þegar vandi steðjar

að. Mjög mismunandi er þó hvernig menn reyna að ná sambandi

við hin yfirnáttúrulegu öfl.

Með einstaklingsbundnum átrúnaði er átt við að menn reyna að ná

milliliðalausu sambandi við einhverskonar (náttúru)anda. Andar

þessir geta verið af ýmsu tagi, þeir geta átt sér bólstað í dýri,

klettum tré o.s.frv. Áherslan í átrúnaði af þessu tagi er sá að andi

sá sem tekur viðkomandi að sér, er til staðar fyrir þá manneskju og

engan annan (Wallace, 1966).

Átrúnaður sem þess var sérstaklega algengur á því svæði sem nú

kallast miðríki Bandaríkja Norður Ameríku. Þær þjóðir sem áttu

heima á svæðinu áttu þann sið að ungir menn fóru í leiðangur til

að finna sinn verndaranda, fyrr en það hafði tekist voru þeir í raun

ekki fullorðnir.

Þetta fór þannig fram að menn lögðu af stað í leiðangur yfirleitt

með vopn sín og ýmsan annan búnað, en sjaldnast mikinn mat.

Þegar menn voru komnir á einhvern þann stað sem þeim þótti

vænlegur (það var enginn föst forskrift að því hvernig sá staður

ætti að vera, hvað þá fastir staðir). Á staðnum tóku við föstur,

bænir, reykingar o.s.frv. til að laða til sín einhvern þann anda sem

væri viljugur til að taka manninn að sér (Wallace, 1966).

Mjög mismunandi var hvernig andarnir birtust mönnum. Ýmist

heyrðu þeir til andanna, sáu þá eða upplifðu einhverskonar

Page 142: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

142

draumkennt ástand. Andinn gat tekið á sig ásýnd bjarnar, vísunds,

arnar eða einhvers annars stórs dýrs. Ekki var eins algengt að mýs,

hundar eða kanínur birtust mönnum, en það þekktist þó. Annað

einkenni var á þessum sýnum að þar fór yfirleitt einhverskonar

kennsla fram; unga manninum voru sett skilyrði fyrir vernd andans,

hann þurfti að syngja tiltekna söngva, mála skjöld sinn á tiltekinn

hátt, greiða hár sitt samkvæmt forskrift og hann mátti auðvitað alls

ekki drepa „bróður sinn“ eða leggja kjöt hans sér til munns.

Héldu menn þessi skilyrði máttu menn búast við að andi þeirra

veitti þeim ýmiskonar mátt sem ekki voru á annarra færi; máttur

þessi gat verið ýmiskonar, til dæmis spádómsgáfa, geta til að finna

bráð, lækningamáttur eða hugrekki í bardaga (Wallace, 1966).

Einstaklingsbundinn átrúnaður er útbreiddur víða, en það er

athyglisverð staðreynd að hvergi virðist þetta vera eini

átrúnaðurinn sem stundaður er, meðfram einstaklingsbundnum

átrúnaði er alltaf stundaður ýmist hópátrúnaður eða

sambandsátrúnaður.

Sambandsátrúnaður (Shamanismi)

Með orðinu sambandsátrúnaður er átt við að fólk trúi því að

tilteknir einstaklingar hafi betra samband við andaheiminn heldur

en aðrir. Þessir einstaklingar eru yfirleitt kallaðir shaman eða

medicine man, og þessi tegund átrúnaðar er því oft nefndur

shamanismi.

Sambandsárúnaður er útbreiddur. Hann fyrirfinnst (eða fannst) í

Síberíu, Norður Ameríku og Grænlandi auk þess sem átrúnaður af

þessu tagi fyrirfinnst meðfram öðrum tegundum átrúnaðar á

áhrifasvæðum hinna fimm stóru trúarbragðakerfa mannkyns;

Kristni, Islam, Gyðingdóms, Hindúisma og Búddasiðs (Wallace,

1966).

Shamanar eru einstaklingar sem eru gæddir ýmsum eiginleikum

umfram venjulegt fólk. Þeir hafa mátt til þess að ná beinu

sambandi við andaheiminn, ýmist með því að ferðast þangað sjálfir

eða verða nokkurskonar sími fyrir andanna.

Page 143: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

143

Í fyrra tilfellinu fellur shamaninn í trans eftir að hafa fastað, dansað

framið helgiathafnir. Á sumum menningarsvæðum tíðkast að

shamanar taki inn ýmiskonar lyf til að verða móttækilegri. Hver svo

sem aðferðin er sem menn nota þá fylgir transinum breytt

hugarástand og í sumum tilfellum mun hægari líkamsstarfsemi

(utansemjukerfi1 líkamans virðist vera miklu virkara).

Í seinna tilfellinu verður shamaninn einskonar sími eða miðill fyrir

andanna. Því er trúað að andarnir komi til shamansins og taki yfir

líkama hans. Þannig sé hægt að ná sambandi við handanheima.

Yfirleitt lifðu menn ekki á því einu saman að vera shamanar, þeir

hópar sem notfærðu sér helst þjónustu þeirra voru yfirleitt litlir og

einangraðir, þannig að mestu leyti þurfti shamaninn að sjá sér

farborða með venjulegum hætti.

Yfirleitt nota shamanar þennan mátt sinn til góðra verka. Þeir eru

kallaðir til þegar ýmsir erfiðleikar steðja að, einhver er veikur, veiði

er lítil, úrkoma ýmist of mikil eða ekki nægileg o.s.frv. Tökum

veikindi sem dæmi. Einstaklingur hefur veikst og menn grunar að

annað hvort viðkomandi einstaklingur eða hópurinn í heild sinni

hafi brotið gegn vilja einhverskonar yfirnáttúrulegrar veru. Það

fellur í hlut shamansins að ferðast til andaheima og spyrja frétta og

reyna að fá viðkomandi lausan úr þeim viðjum sem hann er í.

Annað dæmi gæti verið að shamanin reyni að kalla til hjálparanda

sína til þess að freista þess að lækna hinn sjúka, ýmist með því að

koma á jafnvægi á sál/sálir hans eða með því að reka út hið illa

(hvort sem það er í formi galdurs eða illra anda) Þó fyrirfinnast

nokkur svæði í heiminum þar sem menn trúa á illa shamana (sem

eru samkvæmt skilgreiningu mannfræðinnar maður sem fremur

helgiathafnagaldur). Lækningatilraunir shamana í þessum

samfélögum eru þá skilgreindar af aðstandendum sjúklingsins sem

barátta milli hins góða shamans og hins illa (Peoples & Bailey,

1988).

1 Utansemjukerfið er hluti af sjálfvirka úttaugakerfinu og hjálpar líkamanum að slaka á, þegar

það er virkt er til dæmis hjartsláttur hægari og öndun rólegri. Utansemjukerfið er undir venjulegum kringumstæðum virkast í svefni (Guðmundsdóttir, 1981).

Page 144: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

144

Maður vaknar ekki upp shaman einn daginn, né heldur ákveða

einstaklingar upp úr þurru að gerast shamanar. Þeir einstaklingar

sem veljast til slíks hafa í mjög mörgum tilfellum sýnt og sannað að

þeir hafi sterkara samband við handanheima heldur en gengur og

gerist. Mjög algengt er að fólk hafi lifað af alvarlegan áverka eða

veikindi; í raun lifað um stund á mörkum milli lífs og dauða.

Þegar menn eru orðnir nokkuð vissir um köllun sína tekur yfirleitt

allaf við tímabil þjálfunar hjá starfandi shaman. Menn þurfa að

læra söngva, öndunartækni, að nota trommu, hvaða lyf eru notuð

og í hvaða skömmtum (þegar slíkt er til staðar sem er ekki algilt).

Shamanar þurfa líka að leggja á sig tímabil mikils harðræðis á

meðan á þjálfum þeirra stendur. Algengt er að menn svelti sig og

neiti sér um svefn, einnig er algengt að menn fari í leiðangra til að

kynnast sínum verndaröndum eða verða fyrir dulrænni reynslu af

ýmsu tagi. Frásagnir um slíkt eru til frá Inúítum, þjálfun shamans

var ekki lokið fyrr en hann hefur farið út á ísinn og orðið fyrir slíkri

reynslu, algengt var að menn hittu sjálfan sig fyrir sem beinagrind.

Sambandsátrúnaður er síður en svo horfinn úr samtíma okkar.

Ýmiskonar fólk segist geta læknað hina ýmsu kvilla eða

hegðunareinkenni fólks með tilstuðlan yfirnáttúrulegra krafta og

má í því sambandi nefna kristna trúboða sem fá fólk á samkomur

og leggja hendur yfir fólk í lækningaskyni, eða reynir fyrir tilstuðlan

sömu krafta að „lækna“ samkynhneigða. Viðkomandi einstaklingar

kalla sig yfirleitt ekki shamana og myndu sjálfsagt móðgast mjög ef

slíkur stimpill yrði notaður enda elda þeir hópar sem þessir

læknendur tilheyra grátt silfur við hópa sem gjarnan eru kenndir

við „nýöld“. Nýaldarsinnar væru hinsvegar vísir til að stunda sömu

starfsemi og kenna sig við shamanisma, með tilvísun til einhverrar

þekkingar sem þeir telja vera „upprunalega“.

Hópátrúnaður

Hópátrúnaður og einstaklingsbundinn átrúnaður eiga nokkuð

sameiginlegt. Þeir eiga það sameiginlegt að ýmiskonar andar eða

yfirnáttúrulegir kraftar eru ákallaðir eða dýrkaðir til að gæta

Page 145: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

145

hagsmuna fólks eða veita því einhverskonar kraft eða jafnvel

þjónustu.

Það sem er ólíkt er sú staðreynd að grunneiningin er ekki

einstaklingurinn heldur hópurinn sem viðkomandi tilheyrir. Það

sem viðkomandi einstaklingur gerir kemur hópnum við vegna þess

að athafnir einstaklinga geta valdið því að andarnir reiðist með

skelfilegum afleiðingum fyrir alla.

Líkt og hjá hópum sem leggja stund á einstaklingsbundin átrúnað

og sambandsátrúnað er sjaldnast um það að ræða að einhver

stundi trú sína að atvinnu. Reyndar er það sjaldnast þannig að

einhver einn einstaklingur fremji helgiathafnir frekar en einhver

annar, yfirleitt fellur slíkt í hlut þeirra sem eiga einhverra

hagsmuna að gæta, ef verið er að kalla eftir regni eða frjómagni

jarðar þá eru þeir sem hafa aðgang að landi hópsins látnir um

athöfnina, en ef um athöfn í lækningaskyni er að ræða fellur stjórn

og ábyrgð á aðstandendur sjúklingsins.

Yfirleitt er talað um tvær tegundir af hópátrúnaði: forfeðradýrkun

og tótemisma. Forfeðradýrkun felur í sér eins og nafnið gefur til

kynna mikið og náið samband fólks við látna ættingja sína, en

tótemismi snýst um samband fólks við krafta eða verur úr

náttúrunni. Skoðum þessa skiptingu aðeins nánar:

Forfeðradýrkun

Forfeðradýrkun gengur út á þá grunnhugsun að fólk hafi sál sem

myndi einskonar kjarna manneskjunnar, hugsanir hennar og

tilfinningar. Reyndar er þessi hugsun svo algeng meðal trúarbragða

mannkyns að þetta atriði er nánast menningarlega algilt.

Það sem er sérstakt við forfeðradýrkun er að fólk gerir ráð fyrir því

að látnir ættingjar þess hafi áhuga á því sem fram fer þess eftir

andlátið (og þá er ekki alltaf átt við að forfeðurnir séu endilega

velviljaðir).

Til þess að hafa samskipti við forfeðurna þarf að halda

helgiathafnir, þetta er ýmist gert reglulega (dagatalsathafnir) eða

Page 146: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

146

þegar mikið liggur við (krísuathafnir). Í þessum helgiathöfnum eru

andar forfeðranna ýmist beðnir um greiða eða einfaldlega að láta

fólk í friði, allt eftir því samhengi sem athöfnin fer fram í, stundum

lítur fólk svo á að forfeðurnir séu velviljaðir og stundum ekki.

Til að skoða þetta nánar skulum við líta aðeins frá Úganda.

Lugbaramenn skipuleggja samfélag sitt útfrá einnar línu

ættrakningu í karllegg. Mikilvægasti hópur sem einstaklingarnir

tilheyra í þessu samfélagi er ættarlínan þaðan sem menn sækja

þær bjargir og stuðning sem menn þurfa í lífsbaráttunni (sjá nánari

umfjöllun um sifjar í kafla 6).

Öll brot sem menn fremja gagnvart þeim sem tilheyra sömu

ættarlínu eða óhlýðni við öldunga ættarinnar hafa þær afleiðingar

að andar forfeðranna reiðast og hefna sín, annað hvort á

viðkomandi manneskju eða ættarlínunni eins og hún leggur sig.

Stundum gerist þetta vegna þess að andinn verður vitni að

atburðum, en oftast samt vegna þess að öldungurinn hefur beint

hugsunum sínum að broti viðkomandi, nokkuð sem öldungar þessa

samfélags gera reglulega sé þeim ögrað. Ef þeir gerðu það ekki

væru þeir að bregðast skyldu sinnar við ættarlínuna (Middleton,

1965).

Margir mannfræðingar telja að því stærra hlutverk sem ættarlínan

leikur í lífi fólks og því meira sem skipulag samfélagsins er undir

þeim komið, þeim mun líklegra er að samfélagið þrói með sér

einhverskonar átrúnað sem feli í sér forfeðradýrkun (Peoples og

Bailey, 1988).

Tótemismi

Annað form átrúnaðar sem byggist á hópum er svokallaður

Tótemismi. Tótemismi fyrirfinnst aðallega á svæðum þar sem

einnar línu ættrakning er notuð. Tótemið er táknrænt í eðli sínu,

yfirleitt notast menn við einshvers konar dýr sem tótem; eins og

birni, erni, bjóra o.s.frv. og nefnist þá ættarlínan eftir tóteminu.

Mjög misjafnt er hvernig sambandi hópsins við tótemið sitt er

háttað. Í sumum tilfellum er einungis um nafngift að ræða, en það

Page 147: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

147

er sjaldgæft. Mun algengara er að menn finni einhverskonar

dulræn tengsl á milli ættarlínunnar og tótemsins, fólki sem tilheyrir

ættarlínunni eru eignaðir einhverjir þeir eiginleikar sem

tótemdýrið er talið búa yfir. Dæmi um slíkt gæti verið ættarlína

refsins, en fólk af þeirri ættarlínu er talið sérlega slungið. Hin

táknrænu tengsl ættarlínunnar við tótemið eru yfirleitt skýrð með

einhverskonar upprunasögu; Sú hugsun er algeng að tótemið sé

einhverskonar forfaðir ættarlínunnar eða hafi átt þátt í sköpun

hennar með öðrum hætti (Peoples & Bailey, 1988).

Nánast algilt er að þeir sem tilheyra tiltekinni ættarlínu leggja ekki

kjöt tótemdýrsins sér til munns, enda væri slíkt athæfi nánast eins

og að borða ættingja sinn.

Skipulegur átrúnaður

Skipulegur átrúnaður hefur í rannsóknum mannfræðinga aðallega

tengst hinum stærri samfélögum manna, samfélögum sem urðu til

eftir akuryrkjubyltinguna (sjá kafla 5). Auðvitað er ekki víst að

skipulegur átrúnaður hafi fyrst orðið til eftir að menn voru byrjaðir

að byggja borgir, en það hlýtur samt að teljast líklegt.

Það sem einkennir átrúnað af þessu tagi er fyrst og fremst tvennt:

Annars vegar tengsl átrúnaðarins við hið formlega skipulag

samfélagsins og hins vegar fjarlægð venjulegs fólks frá hinu

guðlega. Hvort tveggja endurspeglast í tilkomu prestastéttarinnar.

Eitt einkenni þeirra samfélaga sem örast og mest uxu eftir

akuryrkjubyltinguna var hin aukna verkaskipting sem þá kom til

sögunnar. Menn höfðu auðvitað alltaf vitað að menn eru

misjafnlega lagnir við þetta og hitt; en það var nýtt í sögunni að

menn störfuðu við eitthvað ákveðið svið einvörðungu (að minnsta

kosti í borgum)

Verkaskiptingunni fylgdi aukið ójafnræði milli borgaranna (um

ástæður þess verður ekki fjallað hér), neðstir voru bændur, þá

handverksmenn og kaupmenn, prestastétt og loks aðall. Þessi

klassíska stéttaskipting hélt sér óbreytt, með tilbrigðum fram undir

lok 18. aldar í Evrópu.

Page 148: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

148

Flestar fornþjóðirnar álitu að konungar þeirra stæðu nærri

guðdómnum, eða væru jafnvel guðlegrar náttúru. Þannig var vald

konungs, trúin og þjóðskipulagið nátengt.

Prestastéttin var (og er að sumu leyti enn) einskonar milliliður milli

fólks og hins yfirnáttúrulega. Þeir einir sem höfðu fengið til þess

sérstaka þjálfun og vígslu máttu framkvæma hinar flóknu

helgiathafnir sem fylgja átrúnaði sem þessum (sem oftar en ekki

eru dagatalshelgiathafnir) (Peoples & Bailey, 1988).

Prestastéttin sem slík endurspeglar einnig þjóðskipulagi að vissu

leyti vegna þess að hún er gjarnan skipulögð sem þríhyrningur með

fjölda óbreyttra presta á botninum og einn æðsta prest sem hefur

náin tengsl við æðstu embættismenn og þjóðhöfðingja ríkisins.

Prestastéttin hefur einnig í gegnum aldirnar átt leyndarmál

tengdum guðdómnum sem einungis fáeinir útvaldir máttu vita,

nægir þar að benda á ritmálið, það er alls ekki þannig að eftir að

ritmálið kom til sögunnar hafi það verið almenningseign, einungis

örfá prósent manna á hverjum tíma hafa kunnað að lesa.

Prestum hafa verið falin í gegnum tíðina mjög mikilvæg hlutverk í

samfélaginu. Þeir hafa komið að vígslu nýrra meðlima samfélagsins

(skírnir), að kveðja hina látnu, þeir hafa komið að ýmiskonar

tímamótum í lífi fólks (t.d. fermingar og giftingar) og þeir hafa séð

um það að skrásetja tíma og passa upp á það með helgiathöfnum

sínum að veröldin gangi sinn vanagang. Sem dæmi um þetta má

nefna hin opinberu dagtöl ríkja (sem voru mjög mismunandi að

gæðum) og athafnir sem miðuðu að því að tæla sólina fram á

morgnanna, eða að tryggja frjómagn jarðar.

Ýmis menningarsamfélög gengu ansi langt í þessu, Aztekarnir (þar

sem nú er Mexíkó) stunduðu til dæmis mannfórnir (oftast var um

að ræða stríðsfanga) í því skyni að friða guði sína, ef það var ekki

gert var hreinlega hætta á heimsendi.

Á síðustu tveimur öldum hefur sú þróun orðið í Evrópu að menn

hafa skilið að ríki og kirkju, og kirkjan misst nokkuð af völdum

Page 149: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

149

sínum í kjölfarið. Ekki hafa öll ríki farið þá leið, eins og nýleg saga

Íran ber vitni um, tíminn mun leiða í ljós hver þróunin verður.

Spámenn og opinberanir

Hreyfingar byggðar á opinberunum eru yfirleitt grundvallaðar á

einstaklingi sem hefur fengið einhverskonar opinberun, og þá

yfirleitt frá einhverskonar yfirnáttúrlegri veru, þó það sé ekki algilt.

Spámennirnir komast yfirleitt í snertingu við hið yfirnáttúrulega í

gegnum annað hvort sýn, eða draum. Almennt má segja að

opinberanirnar innhaldi tvennt: Í fyrsta lagi útskýringu á því hvers

vegna eitthvað hafi farið úrskeiðis í sambandi manna við

yfirnáttúrulega og í öðru lagi innsýn í vilja hinnar yfirnáttúrulegu

veru hvernig framtíð samskipta hennar og manna eigi að vera, og

hvaða blessun mennirnir eigi að hljóta fari þeir að vilja hinnar

yfirnáttúrulegu veru (Peoples & Bailey, 1988).

Mjög oft fylgja sýnum spámanna einhverskonar forspá um endi

veraldarinnar, og að í kjölfar þessa endis rísi veröldin aftur upp úr

öskunni, hreinni heldur en áður og fullkomnari að öllu leyti; þeir

sem hafa verið kúgaðir verða nú settir í öndvegi, útlendingar verða

reknir frá kjötkötlunum og aðrir sem verðskulda það meira að

stjórna verða við stjórnvölin, syndugum verður drekkt í flóði eða

þeir farast í eldgosum og/eða jarðskjálftum.

Í næstum öllum tilfellum taka spámennirnir mið af þeim siðum og

átrúnaði sem fyrir er á því menningarsvæði sem þeir starfa á, þeir

draga fram goðsögur og helgiathafnir sem þegar þekkjast á

svæðinu og bæta við þær, eða túlka upp á nýtt.

Til þess að bregða frekara ljósi á opinberunarhreyfingar af þessu

tagi skulum við skoða dæmi frá Suðvestur Kyrrahafi, en svæðið

gekk í gegnum miklar samfélagslegar breytingar á 20. öld,

sérstaklega í kringum seinni heimstyrjöld. Á svæðinu spratt fram

átrúnaður sem við fyrstu sýn virðist nokkuð sérkennilegur, en um

er að ræða svokallaðan vöruátrúnað (cargo cult).

Page 150: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

150

Vöruátrúnaður

Menning Eyjaálfubúa hefur löngum lagt áherslu á að vegurinn til

valda innan samfélagsins liggi í gegnum getu einstaklingsins til að

stofna til tengsla við aðra menn, og þar skiptir miklu máli að vera

farsæll í að safna að sér veraldlegum auði og dreifa honum til

stuðningsmanna sinna.

Það kemur því ekki svo mikið á óvart að fólk á þessu svæði hafi

haft alveg sérstaklega mikinn áhuga á þeim varningi sem

Evrópumenn fluttu með sér til eyjanna þegar nýlendutímabilið

hófst, og hélst fram til loka seinni heimstyrjaldar. Evrópubúarnir

voru stórkostlega efnaðir á mælikvarða heimamanna, og það sem

meira var, þeir virtust ekki þurfa mikið að hafa fyrir auði sínum;

ekki bjuggu þeir Evrópubúar sem voru búsettir á eyjunum til

skriðdreka, niðursuðudósir, útvörp, ofna o.s.frv (Lawrence, 1964).

Í mörgum samfélögum (eins og rakið hefur verið í kaflanum) eru

skýringar á fyrirbærum oft sett í samhengi við yfirnáttúrlegar verur

eða krafta. Í þessu tilfelli átti það við skýringar Eyjaálfumanna á

tækni Evrópubúanna. Það sem þeir upplifðu var þetta:

Evrópumanninn vantaði eitthvað, og þess vegna talaði hann í

málmstykki sem tengt var málmspotta, eða gerði einhverskonar

merki á blað, setti í umslag sem síðan var sent á einhvern ókunnan

stað. Nokkrum vikum síðar birtust svo vörur (cargo) að því að

virtist að himnum ofan (í sumum tilfellum var það réttmæt lýsing

þegar vörur bárust með flugi) (Lawrence, 1964).

Eyjaálfumenn tengdu þessa atburði mjög skiljanlega við hið

yfirnáttúrulega, það sem hvíti maðurinn var að gera voru

helgiathafnir, guðir hvíta mannsins sáu um það að senda þeim

vörur. Mjög margir Eyjaálfubúar trúðu því staðfastlega að þeir

gætu einnig nálgast þessar vörur með því að fylgja réttum

helgisiðum en Evrópumennirnir væru á mjög eigingjarnan hátt að

halda því leyndu hvernig farið væri að því.

Margir spámenn spruttu upp á eyjunum, hver með sýna útgáfu af

því hvernig mætti nálgast vörur. Í mörgum tilfellum kváðust þeir

Page 151: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

151

hafa hitt fyrir anda forfeðranna og/eða guði sem dýrkaðir voru á

staðnum, í draumi eða sýnum, og þessir andar hafi kennt þeim

rétta helgisiði.

Vöruátrúnaðurinn sem spratt upp á eyjunni Garía undan ströndum

Papúa Nýju Gíneu er nokkuð einkennandi fyrir þetta. Eins og svo

margir frumbyggjar komust íbúar á Garía í kynni við trúboða

snemma á 20. öld. Margir þeirra snérust til Kristni, ekki vegna

trúarhita heldur vegna þess að þá langaði í vörur. Þeir trúðu því að

með því að taka upp siði hvíta mannsins þá myndi þeim einnig

áskotnast það sem þá vanhagaði um, þessir siðir voru til dæmis að

mæta til kirkju, taka upp einkvæni, hætta iðkun galdra o.s.frv

(Lawrence, 1964).

En vörurnar komu ekki. Fólkið á Garía reiddist trúboðunum, töldu

þá ekki standa við gefin loforð, þeir höfðu ekki kennt

Garíamönnum sín raunverulegu leyndarmál, heldur héldu

vörunum fyrir sjálfa sig. Milli 1930 og 1940 komu fram tveir

spámenn sem sögðu fólki að það hefði tignað ranga guði. Guð og

Jesús væru í raun andar Garíamanna en ekki hinna hvítu, en

Evrópumennirnir þekktu hin leyndu nöfn þeirra og bæðu þá um

vörur með leynibænum. Allan tímann hefðu Jesús og Guð reynt að

láta Garíamönnum vörur í té, en Gyðingarnir héldu Jesú föngnum í

himnaríki. Til að frelsa hann þyrftu Garíamenn að fórna

veraldlegum auði sínum, og sýna þannig fram á fátækt sína. Ef

þetta yrði gert myndi Jesús sjá aumur á Garíamönnum og láta

forfeðraanda Garíamanna hafa vörurnar í stað hvíta mannsins

(Lawrence, 1964).

Page 152: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

152

Verkefni úr kafla 7

Skilgreinið eftirfarandi hugtök:

Trú

Goðsagnir

Helgiathafnir

Galdur

Fjórskipting trúarbragða

Sambandsátrúnaður

Forfeðradýrkun

Tótemismi

Svarið eftirfarandi spurningum:

Hvaða skýringar hafa mannfræðingar gefið á tilvist trúarbragða?

Hvaða tegundir af göldrum eru til og hvernig trúir fólk því að

galdrar virki?

Hvað eru spámenn?

Hvað er fólgið í hugtakinu vöruátrúnaður og undir hvaða

kringumstæðum urðu þessi trúarbrögð til?

Page 153: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

153

8. Heilbrigðismál

Heilsa og heilbrigði eru mál sem mönnum hafa að öllum líkindum

verið hugleikin eins lengi og meðvituð hugsun hefur átt sér stað hjá

tegundinni. Mannvistarleifar frá tímum Neanderdals-manna sýna

að hlúð hefur verið að fólki með ýmsa kvilla og áverka, og leitt

hefur verið getum að því að grasalækningar hafi verið stundaðar

meðal þeirra (Haviland, 1983).

Við eyðum í mikilli orku, tíma og fjármunum í hverjum mánuði í

þetta viðfangsefni okkar, og það er því verðugt viðfangsefni

félagsvísindanna (mannfræði þar á meðal) að skoða það nánar, og

það verður gert í þessum kafla, sem dæmi um hagnýta mannfræði.

Áður en lengra er haldið er rétt að skýra aðeins út hugtakið

hagnýta mannfræði. Eins og skýrt var frá í fyrsta kafla bókarinnar

er ákveðin afstæðishyggja nánast innbyggð í mannfræði, í þjálfun

mannfræðinga er nánast hamrað á því að það sé ekki hægt að

rannsaka af sanngirni samfélög og það sem gerist innan

menningarsvæða ef fræðimaðurinn missir hlutleysi sitt gagnvart

viðfangsefninu. Hagnýt mannfræði snýst um það að nýta þekkingu

mannfræðinnar til að bæta aðstæður fólks. Þar með er

fræðimaðurinn stiginn á ákveðin hátt út úr hlutverki sínu sem

áhorfandi og orðinn gerandi.

Hagnýt mannfræði snýst meðal annars að taka afstöðu á móti

ýmsum hlutum; kúgun minnihlutahópa, fátækt, þöggun og

sjúkdómum svo fátt eitt sé nefnt. Fræðimenn sem starfa í þessum

anda taka með öðrum orðum siðferðilega afstöðu. Þeir nota

þekkingu sína á aðstæðum fólks til að knýja á um breytingar séu

þeir í aðstöðu til þess eða koma með tillögur til breytingar.

En víkjum að aftur að heilbrigðismálunum. Sú undirgrein

mannfræðinnar sem skoðar heilbrigðismálin sérstaklega nefnist á

ensku „Medical Anthropology“ eða mannfræði heilsufars /

heilbrigðismannfræði.

Heilbrigðismannfræðin nálgast að mörgu leyti viðfangsefni sitt á

sama hátt og aðrar greinar mannfræðinnar, þ.e. sú viðleitni

Page 154: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

154

manneskjunnar að viðhalda heilsu sinni og takast á við sjúkdóma

verður að skoða í samhengi við aðra þætti í menningu hennar.

Heilbrigðistengdar athafnir okkar eru því merkingarbærar og eiga

sér stað innan félagslegs samhengis þess umhverfis sem við finnum

okkur í hverju sinni. Félagslegar og menningarlegar aðstæður okkar

hafa ennfremur bein áhrif á heilsu okkar hverju sinni, bæði til góðs

og ills. Lengi hefur verið vitað að stétt og staða manna, auk kyns

hefur áhrif á þætti eins og reykingar. Í nýlegri Íslenskri rannsókn

hefur verið sýnt fram á að dánartíðni Íslenskra iðnverkakvenna úr

reykingatengdum krabbameinum í öndunarfærum (aðallega

lungnakrabbameins) er meiri heldur en í samanburðarhópum

(Gunnarsdóttir & Tómasson, 2002). Þetta er skýrt dæmi um

hvernig félagslegar aðstæður hafa áhrif á hegðun einstaklinga sem

aftur hefur bein áhrif á heilsu þeirra, í þessu tilfelli til hins verra.

Hvað er heilsa?

Í rannsókn sem framkvæmd var á Íslandi af lækni og mannfræðingi

(höfundi þessa rits) kom fram að flestir af þeim sem rætt var við

skilgreindu heilsu sem einhverskonar ástand þar sem einstaklingur

er ekki veikur, finnur ekki til, og almennt séð gat gert það sem

hann eða hún þyrfti að gera (Jónsson & Haraldsson, 2010).

Með öðrum orðum, fólk skilgreindi heilsu útfrá ákveðinni virkni

mannslíkamans, hann starfaði rétt. Það er tilfinning höfundar að

flestir skilgreini heilsu á þennan hátt, alla vega gagnvart sér sjálfum

og þeim sem standa manni næst. Þetta er samt sem áður frekar

þröng skilgreining, hún tekur ekki mikið til andlegrar vellíðunar eða

félagslegar virkni einstaklingsins.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin, (hér eftir nefnd WHO), notast við víða

skilgreiningu á sjúkdómum, en hún skilgreinir heilbrigði sem svo:

Heilbrigði er ástand líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar

velmegunar / vellíðunar en ekki einungis það að vera laus við

sjúkdóma eða óáran (þýðing höf) (World Health Organization,

2003).

Page 155: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

155

Maður kynni þá að spyrja sig hvor skilgreiningin sé „rétt“. Vera

kann að sú spurning sé ekki fullkomlega viðeigandi, það getur verið

gagnlegt að velta báðum skilgreinungum fyrir sér.

Skilgreining WHO er klárlega leiðbeinandi fyrir stjórnvöld víða um

heim, sem ættu að taka það til sín að auka velferð almennings að

þessu leyti. Á Íslandi er málum þannig háttað að þessi mál falla

gróft á litið undir tvo málaflokka, annars vegar félagsmál og hins

vegar heilbrigðismál. Ísland hefur notið þeirrar gæfu að hafa nóga

peninga til að eyða í þessi mál, þannig að miðað við mörg lönd

stendur landið vel að þessu leyti.

Hvað fyrri skilgreininguna varðar er athyglisvert að skoða hana úfrá

hegðun fólks. Í sömu rannsókn kom fram að þeir eru líklegastir til

að þiggja ókeypis bólusetningu gegn inflúensu sem sáu fram á að

hafa mikið að gera á næstunni eða voru með undirliggjandi

sjúkdóma og höfðu þar af leiðandi áhyggjur af heilsu sinni. Fyrir

viðmælendurna í rannsókninni var því samræmi milli

skilgreiningarinnar á heilbrigði (sem var skilgreind útfrá virkni) og

hegðunar fólksins sem miðaðist við áframhaldandi virkni (Jónsson

& Haraldsson, 2010).

Veikindi og sjúkdómsgreiningar

Eins og dæmið hér að ofan skýrir leggur þorri manna annan

skilning í veikindi heldur en heilbrigðiskerfið almennt, og

heilbrigðisstarfsmenn sérstaklega. Þennan mun er áhugavert að

skoða aðeins nánar.

Heilbrigðiskerfi vesturlanda hefur sumpart sömu einkenni og

menningarkimar, heilbrigðiskerfið hefur sína eigin ákveðnu

heimsmynd, það tekur fólk langan tíma að verða fullgildir meðlimir

og nýir meðlimir þurfa að gangast undir ákveðna menningar og

félagsmótun í því ferli. Að sumu leyti er þó ekki rétt að bara

heilbrigðisstarfsmenn saman við þá sem búa innan

menningarkima, hugtakið menningarkimi er oftast notað um þá

sem hafna samfélaginu að meira eða minna leyti.

Page 156: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

156

Heilbrigðisstarfsmenn, og þá sérstaklega læknar, hafa mjög sterka

stöðu innan samfélagsins og hljóta góð laun.

En hvað einkennir þá hugmyndafræði heilbrigðiskerfisins, hvað

einkennir heimssýn vestrænna læknavísinda? Um er að ræða

nokkur atriði:

1. Vísindaleg aðferð. Læknavísindin eiga margt sameiginlegt

með vísindum almennt, tilgátur verða að vera prófanlegar

og það verður að vera hægt að endurtaka þær.

2. Hlutir verða einungis raunverulegir ef það er hægt að mæla

þá og skoða á hlutlægan (objective) hátt.

3. Mikil áhersla er lögð á rannsóknir á lífsýnum af ýmsu tagi.

4. Almennt eru sett skörp skil á milli andlegra og líkamlega

þátta.

5. Sjúkdómar eru hlutgerðir, þ.e. litið er á sjúkdóma sem bilanir

í einstökum kerfum líkamans (einum eða fleiri) og

meðferðinni er beint að því kerfi sem vandanum veldur

hverju sinni.

6. Þessi hlutgerving viðfangsefnisins veldur því að

læknavísindin stunda það sem vísindaheimspekin hefur

nefnt smættarhyggju, þ.e. orsakir viðfangsefnisins eru

smækkaðar niður í eins smáar einingar og hægt er. Þetta

merkir til dæmis að læknavísindin líta ekki til orsaka kvefs í

félagslegu umhverfi sjúklinga heldur líta á sýkinguna sem

viðkomandi sjúklingur ber í sér sem orsökina (þetta merkir

þó ekki að læknavísindin skoði ekki sýkingar í ljósi

umhverfisþátta, hér er átt við frumorsakir sem hægt er að

ráðast gegn hjá einstökum sjúklingum).

7. Almennt beina læknavísindin sjónum sínum að

einstaklingum en ekki fjölskyldum þeirra. (Hér er þó rétt að

slá varnagla, hemilslæknar reyna að setja sjúklinga sína í

félagslegt samhengi enda eiga þeir samskipti við sama

sjúklingahóp í langan tíma og hjúkrunarfræðingar reyna

einnig að hlúa að fjölskyldu sjúklinga sinna eins og hægt er.

Page 157: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

157

Vinnuálag á báðar þessar stéttir getur þó komið í veg fyrir að

þessu sé sinnt eins og vel og æskilegt er) (Helman, 2000).

Þegar listinn er skoðaður sést vel að læknavísindin reyna að

fremsta megni að skoða sjúkdóma sem staðreyndir, og menn

reyna almennt að ná samstöðu um þessar staðreyndir með því að

leggja áherslu á prófanlega hluti. Þessar staðreyndir nefna

læknavísindin sjúkdóma, og ætla mætti að þær væru högnar í

stein eins og lögmál Mósessar. Þó er svo ekki, skilgreiningar á

sjúkdómum breytast stöðugt, bæði í takt við tíðaranda

samfélagsins og með aukinni tæknilegri getu læknavísindanna.

Sem dæmi um fyrra atriðið má nefna að samkynhneigð var lengi á

skrá yfir geðsjúkdóma (allt fram á sjötta áratug síðustu aldar).

Dæmin um seinna atriðið eru mýmörg, nánast daglega uppgötvast

nýir sjúkdómar eða menn greina mismunandi afbrigði einhvers

sjúkdóms (Helman, 2000).

Þeir sem veikir eru hugsa að sjálfsögðu ekki á þennan hátt um

sjúkdóma sína. Almennt þá hlutgerir fólk ekki líkama sinn að slíku

marki sem læknavísindin gera. Mannslíkaminn er lykill

manneskjunnar að umhverfi sínu og á þann veg upplifum við ef til

vill líkama okkar sem hlut að einhverju marki, en við upplifum

einnig að vera líkamlegar verur, við drögum andann, finnum til,

sjáum og heyrum. Við erum því hlutur og viðfang okkar sjálfs á

sama tíma.

Sjúkdómar hafa því einkenni sem læknavísindin skoða, en við sem

manneskjur upplifum. Það að vera veikur getur verið (og er mjög

oft) sárt, streituvaldandi og ruglandi. Daglegar venjur riðlast, og

fólk ýmist er ýtt út úr sínu venjulega félagslega hlutverki, eða það

getur ekki sinnt því.

Þegar sjúkdómar eru skoðaðir í þessu samhengi sést að við verðum

að gera greinarmun á því sem læknavísindin vilja skoða, og þess

sem fólk upplifir. Heilbrigðismannfræðin gerir það með því að tala

um sjúkdóma annars vegar, og veikindi hins vegar (Helman, 2000).

Page 158: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

158

Sjúkdómar eru því það sem fólk telur vera orsök þess að

manneskjunni líður ekki vel, en veikindi eru það sem manneskjan

upplifir. Og sá skilningur sem sjúklingurinn og aðstandendur hans

leggja í orsakir og einkenni veikinda.

Eins og farið var yfir í undirkaflanum um galdra er því trúað á

nokkrum stöðum í heiminum að allt mótlæti orsakist af athöfnum

galdramanna, eða vegna þess að fólk hegðaði sér ekki samkvæmt

þeim siðaboðum sem forfeðurnir lögðu upp með. Það skiptir því

engu hvort um er að ræða hitasótt, fósturlát eða uppskerubrest,

orsökin er hin sama.

Það fer einnig mikið eftir skilningi manna á veikindum sínum hvað

þeir ákveða að gera, hvernig þeir takast á við vandann. Ef

orsakanna er að leita í galdri, þá þarf að létta álögunum af þeim

sem fyrir þeim varð. Ef orsakanna er að leita innan líkamans sjálfs

þá þarf að bregðast við með allt öðrum hætti. Með öðrum orðum,

skilningur manna á orsökum veikinda beinir fólki inn á ákveðna

braut viðbragða og segir okkur einnig að einhverju leiti á hverju

fólk getur átt von á.

Bandaríski mannfræðingurinn A. Kleinman (hann er einnig

menntaður geðlæknir) hefur rannsakað með hvaða hætti fólk

hugsar um veikindi ásamt því hvernig það bregst við.

Heilbrigðismódel

Hann hefur reynt að skýra ferlið sem fer í gang þegar manneskja

verður veik, og hefur í þeim tilgangi sett fram hugtakið

heilbrigðismódel. Heilbrigðismódel tekur til orsaka veikindanna,

tímasetningar á og hvernig einkenni sjúkdóms koma fram ,

skýringa á því hvað sé að gerast í líkama sjúklings, hversu alvarleg

veikindin séu eða séu líkleg til að verða og til hvaða ráða sé hægt

að grípa.

Heilbrigðismódel eru hvert öðru líkt innan menningarsvæða en

persónubundnir þættir skipta einnig máli. Þannig hefur hver og

einn einstaklingur sitt heilbrigðismódel, almennar hugmyndir sínar

hefur viðkomandi auðvitað frá samfélaginu, en fyrri reynsla

Page 159: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

159

einstaklingsins af veikindum hefur áhrif, samskipti við

aðstandendur og aðra sem að málinu koma skipta máli svo og

sálrænir þættir (Kleinman, Patients and Healers in the Context of

Culture, 1980).

Heilbrigðismódel einstaklinga eru þess vegna einstaklingsbundin

og síbreytileg, við söfnum sífellt reynslu í sarpinn og erum í sífellt í

samskiptum við einstaklinga sem móta skoðanir okkar.

Kleinman lýsir heilbrigðismódeli einstaklinga sem ekki hafa hlotið

menntun í læknisfræði (eða skyldum greinum) sem nokkurskonar

andstæðu við heilbrigðismódel heilbrigðisstarfsmanna sem hann

telur að breytist hægar og séu miklu bundnari við hinar vísindalegu

skýringar sem áður hefur verið farið í, í þessum kafla (Kleinman,

Patients and Healers in the Context of Culture, 1980).

Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma mikið á óvart, því eins og rakið

hefur verið hér að ofan er það einstaklingurinn sem upplifir

veikindi, en sá sem læknar skoðar sjúkdóma hlutlægt.

Samskipti lækna og sjúklinga eru að vissu leyti mótuð af

mismunandi sjónarhóli þeirra. Læknar hafa í samskiptum sínum við

sjúklinga mjög mikið kennivald. Með kennivaldi er átt við að

viðhorf þeirra og skoðanir eru miklu líklegri til að móta þann

sameiginlega skilning sem skapast í viðtalinu.

Þetta valdaójafnvægi milli læknis og sjúklings getur leitt til þess að

spurningar og áhyggjur sjúklings nái ekki nógu vel að leita upp á

yfirborðið, jafnvel í svo miklum mæli að sjúklingur fari ekki eftir

fyrirmælum viðkomandi læknis eða leiti annað.

Menning og mannslíkaminn

Í hverju samfélagi fyrir sig hefur líkami okkar bæði líkamlega (eða

hlutlæga), sem og félagslega vídd. Það merkir að lögun, stærð og

skreytingar eru aðferð við að tjá á táknrænan hátt upplýsingar um

aldur, kyn, stöðu, starf og hvort að viðkomandi manneskja er

meðlimur í ýmsum trúarlegum og veraldlegum hópum. Að auki ber

Page 160: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

160

líkamstáknmál viðkomandi einnig með sér hver hann er og

hverjum hann tilheyrir.

Föt eru einnig mikilvægur tjáningarmáti að þessu leyti, hver

kannast ekki við að hafa fallið fyrir merkjavöru sem í öllum

aðalatriðum er eins og önnur vara, einmitt vegna þess að það sá

merkjavara og þar af leiðandi stöðutákn.

Hvíti sloppur læknisins og búningur hjúkrunarfræðingsins er af

sama meiði, fötin eru vissulega hagnýt, en þau eru einnig

óumdeilanlega tákn um stöðu þess sem fötin ber.

Víða um veröld tíðkast einnig að breyta líkamanum sjálfum með

margvíslegum hætti. Sumar þessar aðferðir hljóma framandi í

augum íslendinga, en allar þessar aðferðir eiga það sameiginlegt að

þær fá líkama fólks (og oftar kvenna en karla) til að falla betur að

hugmyndum viðkomandi samfélags um fegurð og kynhlutverk. Til

að bregða aðeins nánara ljósi á þetta er rétt að líta aðeins á listann

hér að neðan, en þar getur að líta nokkrar aðferðir sem tíðkast

hafa í gegnum tíðina utan vesturlanda:

Í Perú hafa menn lengi stundað að móta höfuðkúpur

ungbarna áður en beinin gróa saman.

Fyrir nýlendutímann tíðkaðist það að sverfa niður tennur

fólks í Mexíkó og Ekvador, þannig að tennurnar urðu

oddhvassar.

Mynstur búin til úr örvef (scarification) tíðkast víða í Nýju

Gíneu og Mið-Afríku.

Á tímum keisaraveldisins í Kína tíðkaðist það meðal

hástéttarkvenna að reyra fætur þeirra í æsku þannig að þeir

afmynduðust og urðu allt of litlir (og þar með nánast ófærir

til gangs).

Húðflúrun á stórum svæðum líkamans tíðkaðist á Tahítí og

einnig meðal indíána Norður-Ameríku.

Að bera risaskartgripi í vörum og eyrum á meðal indíána

Amason svæðisins, og einnig meðal fólks í Austur-Afríku og

Eyjaálfu (Helman, 2000).

Page 161: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

161

Þegar litið er yfir sviðið kann að virðast sem svo að þetta séu

svæsnar aðgerðir í þágu hinnar mjög svo breytilegu og afstæðu

fegurðar. En hvað gerum við hér á Vesturlöndum? Lítum aðeins

nánar á það:

Strekkjum á húð í andliti með skurðaðgerð.

Sprautum fitu og collageni (gerviefni) í varir til að stækka

þær.

Tökum hár héðan og þaðan til að „gróðursetja“ á skallabletti

karla.

Stækkum brjóst.

Stækkum rasskinnar með fyllingum líkt og gert er í

brjóstaaðgerðum.

Minnkum brjóst með skurðaðgerð.

Sjúgum fitu af maga, undirhöku og lærum.

Breytum nefi fólks (Helman, 2000).

Og svona mætti lengi telja.

Ekki er hægt að skilja við þetta umræðuefni án þess að minnast á

svonefndan umskurð karla og kvenna. Hvort tveggja er flókið

umræðuefni, og tengist bæði trúarhugmyndum, hugmyndum um

hreinleika og þá staðreynd að mjög oft er verið að taka skref í átt

til þess að „breyta“ barni í fullorðin einstakling.

Umskurður (karla og kvenna) er algengasta

líkamsbreytingaraðgerð í heimi. Talið er að einn sjötti hluti

mannkyns hafi undirgengist slíka aðgerð eða um einn milljarður

manna, aðallega í ríkjunum sunnan Sahara eyðimerkurinnar, á

Arabíuskaganum, Malasíu, Indónesíu og á Vesturlöndum (bæði

innflytjendahópar og innfæddir). Á Vesturlöndum hefur það

tíðkast meðal ýmissa hópa innflytjenda að stúlkur séu umskornar.

Drengir aftur á móti eru umskornir innan heilbrigðiskerfisins á

Vesturlöndum, og er aðgerðin trúlega algengust í Bandaríkjunum

(World Health Organization, 2010).

Page 162: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

162

Umskurður kvenna er miklu stærri og meira inngrip en hjá körlum.

Karlar hafa trúlega minni næmi í limnum eftir umskurð en áður, en

ef sýking hleypur ekki í sárið eru fylgikvillar slíkrar aðgerðar

almennt minni.

Fyrir utan sýkingarhættuna sem fylgir umskurði kvenna, og hún er

umtalsverð þar sem verkfærin sem notuð eru, eru sjaldnast

dauðhreinsuð, er aðgerðin sjálf konunni hættuleg. Þó nokkur fjöldi

stúlkna deyr á hverju ári á meðan á umskurðinum stendur vegna

blæðingar og losts (tölur þar um eru mjög á reiki).

Umskurður kvenna hefur verið flokkaður niður eftir því hversu

mikið af kynfærum stúlkunnar er fjarlægður:

I: Snípur og/eða snípshetta konunnar er tekinn.

II: Snípur konunnar ásamt innri kynfærum er fjarlægður.

III: Öll ytri kynfæri konunnar eru fjarlægð. Oft eru kynfærin síðan

saumuð saman og „þrengd“ þannig að legagnaopið verður mjög

þröngt.

IV: Aðrar aðferðir s.s skröpun, götun eða innsetning aðskotahluta.

Afleiðingar slíkrar aðgerðar eru konum erfiðar. Almennt séð þá

minnkar ánægja þeirra af kynlífi mjög mikið eða hverfur, blæðingar

verða erfiðar (sérstaklega þar sem harkalegri gerðir umskurðar eru

stundaðar) og þvaglát sömuleiðis. Umskurður kvenna hefur einnig

verið tengdur erfiðari meðgöngu og fæðingu (World Health

Organization, 2010).

Vegna þessa alls hafa Sameinuðu Þjóðirnar markað sér skýra

stefnu í þessu máli með WHO (World Health Organization) í

fararbroddi. SÞ líta á umskurð kvenna sem heilbrigðisvandamál og

mannréttindabrot sem beri að berjast gegn með skipulegum hætti.

Þrátt fyrir það gengur víða erfiðlega að berjast gegn siðnum.

Ástæður þess hversu illa gengur að berjast gegn umskurði kvenna

eru marþættar. Í raun er ansi upplýsandi fræðilega séð að skoða

Page 163: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

163

þessar ástæður vegna þess hversu skýru ljósi þær bregða á

samband menningar og mannslíkama.

1. Fyrst ber að nefna að það er gífurlegur þrýstingur á ungar

konur að gangast undir aðgerðina, bæði frá fjölskyldu og

samfélaginu almennt. Óttinn við að fara ekki í aðgerðina er

heldur ekki út í hött, konur óttast að þær geti ekki gengið í

hjónaband og verði úthýst af ættingjum sínum samþykki

þær ekki að fara í aðgerðina (reyndar er afskaplega

vafasamt að tala um samþykki þegar um ung stúlkubörn er

að ræða).

2. Umskurður er oftar en ekki talinn nauðsynlegur hluti

uppeldis stúlkubarna.

3. Þar sem harkalegri gerðir umskurðar eru stundaðar (sjá

gerð III) er tilgangur aðgerðirnar beinlínis að hindra konur í

að stunda kynlíf. Á þessum menningarsvæðum eru konur

oft álitnar veiklundaðar og syndugar; umskurðurinn á að

„hjálpa“ þeim að standast freistingar holdsins. Rétt fyrir

giftingu þarf síðan að opna leggangnaopið með annarri

skurðaðgerð.

4. Sumstaðar tengis aðgerðin beinlínis hugmyndum um það

hvað er kvenlegt. Óumskornar konur eru álitnar

„karlmannlegar“ og óhreinar.

5. Umskurður tengis oft trúarhugmyndum fólks á tilteknum

svæðum. Þetta á við bæði kynin. Gyðingdómur hefur til

dæmis hugmyndir um sáttmála milli guðs og manna um að

fórna honum forhúð drengja. Engin skipulögð trúarbrögð

hafa kennisetningar um umskurð kvenna, og mjög

mismunandi er hvernig trúarleiðtogar á hverjum stað taka á

málinu.

6. Á þeim stöðum þar sem umskurður kvenna tíðkast eru oftar

en ekki öfl til staðar sem hafa hagsmuni af því að viðhalda

siðnum. Umskerarinn nýtur oft forréttinda í samfélaginu,

hún er oftar en ekki í sérstöku sambandi við hið

yfirnáttúrulega og nýtur virðingar samkvæmt því.

Page 164: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

164

7. Umskurður kvenna er rótgróin hefð og fólk notar hefðina

mjög oft sem réttlætingu á því að siðnum er viðhaldið.

8. Á sumum svæðum hefur siðurinn verið lífgaður við sem

þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóða og hópa.

9. Sums staðar ástunda menn umskurð á konum vegna þess

að nágrannaþjóðflokkar gera það einnig; það hefur þekkst í

Afríku að hópar sem hafa flutt á svæði þar sem siðurinn er

útbreiddur hafi tekið hann upp þótt þeir hafi ekki stundað

hann áður (World Health Organization, 2010).

Innri gerð mannslíkamans

Innri gerð mannslíkamans er flestu fólki nokkur ráðgáta, alla vega

fyrir þau okkar sem ekki eru líffræðingar eða

heilbrigðisstarfsmenn. Hugmyndir okkar um innri gerð

mannslíkamans eru almennt byggðar á þjóðlegum fróðleik af ýmsu

tagi, bókum og blöðum auk persónulegrar reynslu okkar.

Eiginlega má segja að mannslíkaminn hafi verið sem lokuð bók í

gegnum aldirnar, nokkuð sem byrjaði að færast til betri vegar á 18

öld, þegar læknar og líffærafræðingar eins og J. Hunt (1728 – 1793)

byrjuðu að rannsaka mannslíkamann með því að kryfja látna

einstaklinga og lýsa því sem þeir sáu í máli og myndum.

Sagan af því hvernig mannslíkaminn opnaðist og læknar byrjuðu að

hafa raunsanna mynd af því hverju þeir stóðu frammi fyrir þegar

þeir gerðu aðgerðir á fólki er mjög merkileg, en því miður nokkuð

fyrir útfyrir það efni sem hér er ætlunin að fjalla um.

Aðalatriðið er þetta: Það er mjög mikill munur á þekkingu

almennings á mannslíkamanum annars vegar og þekkingu

heilbrigðisstarfsmanna hins vegar, nokkuð sem getur haft áhrif á

það hvernig sjúklingar lýsa veikindum sínum fyrir

heilbrigðisstarfsmönnum og einnig á það hversu viljugt fólk er að

fara eftir tilmælum þeirra eins og eftirfarandi dæmi sýnir:

„20 ára kvenkyns Lundúnabúa var ávísað lyf gegn brjóstsviða

(heartburn). Viku síðar fór hún til annars læknis. Einkenni

hennar voru þau sömu. Aðspurð viðurkenndi hún að hafa

Page 165: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

165

ekki tekið inn lyfin hún hafði verið ávísað frá hinum fyrri.

Þegar hún var spurð hverju það sætti svaraði hún: „hvers

vegna ætti ég að taka inn brjóstsviðalyf þegar ég hafði ekki

verið skoðuð almennilega?“ („Of course I didn‘t take his

mixture. How could he know I had heartburn if he didn‘t

even listen to my heart? “ (Helman, 2000, bls. 16)

Allmargar rannsóknir hafa farið fram á þekkingu almennings á

staðsetningu, stærð og hlutverki helstu líffæra. Boyle (1970) lagði

spurningalista fyrir 234 inniliggjandi sjúklinga þar spurt var um

staðsetningu, hlutverk og gerð helstu líffæra. Til samanburðar lagði

hann sama spurningalista fyrir 35 lækna.

Mjög mikill munur var á svörum sjúklinganna og læknanna eins og

búast mátti við (og ef til vill sem betur fer). Sem dæmi um svör

sjúklinganna þá staðsettu 58.5 % þeirra magann í öllu kviðarholinu,

48, 7 % staðsettu nýrun neðst í kviðarholinu (niður við nára) og

önnur 45,5 % staðsettu lifrina nokkurn vegin á því sama svæði

(Boyle, 1970).

Hugmyndir fólks um hvernig líkami þess er samsettur virðist einnig

vera breytilegur eftir líkamlegu ástandi, sálrænu ástandi og aldri.

Það virðist vera að þau líffæri sem valda fólki vandræðum verði

stærri í huga viðkomandi, fólk í annarlegu sálrænu ástandi (eins og

til dæmis sjúklingar í virkum fasa geðklofasjúkdóms) hafi mjög

þokukenndar hugmyndir um líkama sinn. Rannsóknir meðal barna

sýna einnig oft að þau leggja mikla áherslu á bein (börn virðast

hafa mjög gaman af því að teikna beinagrindur), en hafa litla

hugmynd um innri gerð líkamans. (Tait & Asher, 1982).

Hugmyndir almennings um gerð mannslíkamans geta einnig haft

áhrif á hegðun fólks eftir sjúkdómsgreiningu, fólk getur gripið til

ýmissa ráða til að hjálpa líkamanum til að batna, ráða sem geta

verið stórhættuleg eða hreinlega furðuleg:

„60 ára hvít kona var lögð inn á sjúkrahús í Massachusetts

með lungnabjúg og hjartabilun. Smátt og smátt tók konunni

Page 166: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

166

að batna, en á sama tíma byrjað hegðun hennar að vera

undarleg. Hún neyddi sjálfa sig í sífellu til að kasta upp og

byrjaði að væta rúm sitt af miklum móð. Geðlæknir var

kallaður til. Þegar geðlæknirinn byrjaði að spyrja hana út í

ástæður hegðunarinnar kom í ljós að hegðun hennar var

fullkomlega rökrétt frá hennar sjónarhóli séð. Hún var dóttir

pípulagningamanns (og reyndar eiginkona líka) og hafði þá

mynd af samsetningu mannslíkamans að hann væri að innan

eins og pípurnar sem hún hafði séð föður sinn vinna með

þegar hún var ung stúlka. Hún var þess vegna að reyna að

fjarlægja eins mikið af vatninu í lungum sínum og hún gat,

með því að kasta upp og pissa eins mikið og hún mögulega

gat (rök hennar voru að allar pípurnar væru samtengdar, og

að bjúgtöflurnar sem hún fékk tækju vatnið úr lungunum

með því að láta hana pissa). Eftir að geðlæknirinn hafði

útskýrt fyrir henni hvernig „pípurnar“ voru raunverulega

tengdar inni henni hætti hún bæði að væta rúm sitt og að

kasta upp“ (Kleinman, Eisenber, & Good, 1978, bls. 258)

Kenningar um heilsu og vanheilsu að fornu og nýju

Til þess að skilja hegðun fólks varðandi heilsu sína og hvernig fólk

reynir að viðhalda henni er ekki nóg að skoða hugmyndir um gerð

mannslíkamans. Til þess að fá skýra mynd þarf einnig að skoða

hugmyndir fólks um það hvernig líkaminn starfar auk þess að rýna í

hugmyndir manna um það hvað það sé sem haldi líkamanum

heilbrigðum.

Fræðimenn hafa í gegnum aldirnar skoðað og velt fyrir sér

hugmyndum almennings um þetta efni eins og reyndar kemur

fram í kaflanum um galdra hér á undan.

Kenningar fólks um starfsemi mannslíkamans taka yfirleitt til

nokkurra þátta:

1. Hvernig líffærin starfa saman.

2. Áhrif mataræðis á heilsu.

Page 167: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

167

3. Áhrif umhverfisins á heilsu manna auk annarra

utanaðkomandi þátta (eins og til dæmis galdra).

4. Eðli úrgangsefna mannslíkamans eins og saurs, þvags og

tíðablóðs og hvernig skuli staðið að því að losna við þessi

úrgangsefni (Helman, 2000).

Hugmyndir manna um þessi viðfangsefni eru eins og glögga

lesendur er sjálfsagt farið að gruna mjög mismunandi eftir

menningarsvæðum. Þó hafa kenningar manna um heilsu mjög oft

eitt sameiginlegt: flestar þessar hugmyndir byggja á þeirri

grunnhugsun að líkaminn þurfi að vera í einhverskonar jafnvægi

milli grunnþátta af ýmsu tagi. Þessir grunnþættir geta verið

ýmiskonar; þeir geta verið utanaðkomandi (til dæmis er algengt að

lögð sé áhersla á rétt matarræði) eða þessir þættir geta verið innra

með manninum (Helman, 2000).

Til að bregða nánara ljósi á þetta er rétt að skoða eina af þessum

kenningum (sem jafnframt er sú útbreiddasta); Vessakenninguna.

Vessakenningin er ævaforn, og reyndar er hægt að rekja hana í

gegnum hugmyndasöguna til Kína og Indlands, en þaðan barst hún

til Forn Grikkja þar sem Hippókrates tók hana upp á sína arma og

gerði að sinni.

Kenningin gengur út á að líkaminn innihaldi fjóra vessa: Blóð, slím,

Svartagall og Gulagall. Í heilbrigðum líkama eru þessir vessar í

jafnvægi, óheilbrigði stafar af því að annað hvort vantar upp á

magn einhverra þeirra eða það er of mikið af þeim.

Samkvæmt kenningum Hippókratesar eru ýmsir þættir sem geta

haft áhrif á þetta jafnvægi, svo sem matarræði, umhverfi og

árstíðir. Læknisráðin sem boðið er upp á eru í síðan í samræmi við

útlistanir kenningarinnar á orsökum veikindanna. Meðferðin er

fyrst og fremst fólgin í því að endurreisa það jafnvægi sem hefur

glatast. Það má ýmist gera með því að losna við það sem of mikið

er af í líkamanum til dæmis með blóðtökum, uppsölum og föstum

eða með því að taka inn ýmiskonar lyf eða matvæli til að vega á

móti því sem upp á vantar (Helman, 2000).

Page 168: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

168

Vessakenningin gerði einnig tilraun til að skýra út skapgerð manna

og tengja hana hinum fjórum vessum. Persónugerðirnar voru því

fjórar og nefndust eftir tvær fyrstu eftir blóði og slími og var talið

að of mikið væri af þeim vessum í líkama viðkomandi. Heitir

persónuleikar töldust vera með of mikið af gulagalli og þungir

(þunglyndir) persónuleikar voru taldir vera með of mikið af

svartagalli (og er þar komin hugsanleg skýring á íslenska orðinu

svartagallsraus sem notað er til að lýsa svartsýnni framíðarsýn).

Kenningar Hippókratesar barst víða. Þær bárust eftir gullöld

hellenismans til Rómaveldis þar sem læknirinn Galen (130 -200

e.kr.) tók þær upp á arma sína. Næstu aldirnar á eftir bárust skrif

Galens um hinar dreifðu byggðir Rómaveldis, og bárust þaðan til

hins Íslamska heims á níundu öld þar sem þær voru þýddar. Á

miðöldum bárust kenningar Galens og Hippókratesar aftur

vesturlanda þegar Spánn og Portúgal slitu sig frá hinum íslamska

heimi á fimmtándu öld, en læknar á Spáni og Portúgal höfðu haft

aðgang að hinum ríkulega fræðaheimi sem til staðar var undir

verndarvæng Íslamskra yfirvalda á þeim tíma. Spánskir og

Portúgalskir læknar (og aðrir fræðimenn) tóku þennan arf síðan

yfir til Suður og Mið Ameríku og Filippseyja þar sem hugmyndirnar

hafa trúlegast runnið saman við þá hefð sem fyrir var og hefur

trúlega byggt á svipaðri grunnhugsun (um þetta er mannfræðingar

þó ekki sammála og skiptar skoðanir um það að hversu miklu leyti

hugmyndirnar voru til staðar áður en Portúgalar og Spánverjar

lögðu svæðin undir sig).

Eftir stendur að vessakenningin er einhver útbreiddasti grunnur að

hugmyndum almennings um víða veröld. Hugmyndir af þessu er að

finna á Indlandi, Kína, Evrópu og Ameríku (Helman, 2000).

Það að skoða þessar hugmyndir og velta þeim fyrir sér felur í sér

annan tilgang en bara fræðilega forvitni. Hegðun sem er í samræmi

við hugmyndir sem þessar getur haft neikvæðar afleiðingar í för

með sér fyrir heilsu fólks.

Page 169: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

169

Gott dæmi um það er hegðun kvenna sem eru á blæðingum eða

hafa nýlega gengið í gengum barnsburð. Líkamsástand kvenna (og

þá sérstaklega blóð þeirra) á slíkum tímum er álið vera heitt. Til

þess að forðast það að blóðið hlaupi í kekki forðast konur á

þessum tímabilum matvæli sem flokkuð eru sem köld. Þetta getur

haft það í för með sér að fólk sem þegar býr við eða er á mörkum

þess að búa við næringarskort takmarkar fæðuinntöku sína enn

frekar, og afleiðingin verður alvarlegur skortur á vítamínum og

snefilefnum, einmitt á þeim tíma sem líkaminn þarfnast þeirra

mest eins og þegar kona er nýbúin að eignast barn.

Heilsugæsla og menning

Nokkuð góð samstaða er um það meðal fræðimanna að

fyrirbærinu heilsugæsla eða „health care“ megi skipta niður í þrjá

aðskilda geira. (Hér þurfa íslenskir lesendur þó að hafa varan á sér,

hér er talað um heilsugæslu í mun víðari skilningi en þeir eiga að

venjast, þeir eru vanir því að orðið heilsugæsla eigi við

heilsugæslustöðvar og þá starfsemi sem þar er að finna, en hér er

átt við að heilsugæsla taki til allrar starfsemi sem hafi með heilsu

fólks að gera.) Heilsugæsla samkvæmt þessum víðara skilningi

skiptist í þrennt:

1. Almenna geirann (fjölskylda og vinir)

2. Hliðræna (eða hliðræna geirann, fólk sem stundar

óhefðbundnar lækningar í vestrænu samhengi).

3. Atvinnugeirann (háskólamenntaðir læknar og hjúkrunarfólk)

(Helman, 2000).

Almenni geirinn er í raun sú heilsugæsla og meðferð sem hinir

almennu borgarar veita sjálfum sér og öðrum. Öflugasta stofnunin

innan geirans er fjölskyldan, en menn hafa áætlað að 70 til 90 %

allra sjúkdómstilfella séu fyrst greind og meðhöndluð innan

hennar. Allnokkur munur er á hlutverkum kynjanna hvað þetta

varðar eins og fræðimaðurinn Chrisman hefur bent á, konur eru

miklu líklegri til að skipta sér af og hjúkra veikum ættingjum en

karlar (Chrisman, 1977).

Page 170: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

170

Þegar fólk veikist þá fer venjulega í gang ferli sem hefst á því að

fólk reynir að takast á við veikindi sín sjálft eða með aðstoð sinna

nánustu. Ferlið sjálft er í raun einskonar goggunarröð úrræða, þar

sem fólk byrjar á því að meðhöndla veikindi sín sjálft en endar (ef

veikindum linnir ekki eða auðsýnt er að þau séu alvarleg) hjá

sérfræðingi.

Fólk byggir þá meðferð sem það beitir auðvitað á þeim skilningi

sem það hefur á gerð og starfsemi mannslíkamans, bæði hvað

varðar lyf sem hægt er að kaupa á opnum markaði og matvöru af

ýmsu tagi sem fólk beitir til dæmis í þeim tilgangi að koma á og

viðhalda „jafnvægi“ líkamans.

Tengsl þeirra einstaklinga sem eiga samskipti innan almenna

geirans eru oft náin, um er að ræða fjölskyldu, vina og

kunningjatengsl. Með öðrum orðum: hægt er að líta á almenna

geirann sem nýtingu á félagslegu tengslaneti einstaklings í þágu

heilsu. Vissir einstaklingar þykja þó trúverðugri en aðrir:

1. Einstaklingar sem hafa reynslu af tilteknum sjúkdómum eða

meðferð.

2. Einstaklingar með mikla lífsreynslu á tilteknum sviðum, til

dæmis konur sem hafa alið mörg börn.

3. Ýmiskonar fagmenn aðrir en læknar, svo sem sálfræðingar,

hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar og jafnvel móttökuritarar

lækna.

4. Makar lækna sem deila ýmiskonar reynslu með maka sínum.

5. Einstaklingar sem hafa mikil samskipti við allskonar fólk, svo

sem hárgreiðslufólk, barþjónar og bankastarfsmenn.

6. Umsjónarmenn sjálfshjálparhópa.

7. Meðlimir og umsjónarmenn í trúarhópum sem stunda

lækningastarfsemi (Helman, 2000).

Af lista þessum sést að sumir einstaklinganna hafa nokkra formlega

þjálfun, en aðrir ekki.

Rétt er að hafa í huga varðandi hina ýmsu geira heilsugæslunnar

að þótt að um nokkurskonar goggunarröð sé að ræða geta

Page 171: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

171

einstaklingar leitað sér ráða í hinum ýmsu geirum samtímis. Einnig

er ekki sjálfgefið að fólk leiti fyrst í hliðræna geirann áður en það

leitar sér aðstoðar í atvinnugeiranum (hjá menntuðum lækni) og

reyndar er það mun oftar þannig á vesturlöndum að fólk leitar í

hliðræna geirann þegar því finnst að læknisfræðin hafi brugðist og

það geti ekki fengið meina sinna bót innan atvinnugeirans (hjá hinu

opinbera heilbrigðiskerfi.

Hliðræna geirann er erfitt að nefna á íslensku. Á ensku nefnist

hann „the folk sector“ sem gefur til kynna að verið sé að vísa í trú,

þekkingu og venjur fólks á hverjum stað. Lækningaaðferðir þær

sem verið er að fjalla um eru því hefðbundnar aðferðir fólksins á

viðkomandi menningarsvæði. Á vesturlöndum hefur myndast sú

hefð að tala um lækningaaðferðir þær sem nota aðrar aðferðir en

hina vísindalegu aðferð sem óhefðbundnar lækningar. Að mínu

mati er slík nafngift út í hött, að flestu leyti eru þessar aðferðir

þvert á móti hefðbundnar innan þeirra menningarsvæða þar sem

þær þróuðust, þær eru bara ekki hefðbundnar á vesturlöndum. Ég

hef því kosið að nota hugtakið hliðræni geirinn (eða alternatívi

geirinn) í stað þess að nefna fyrirbærið óhefðbundnar lækningar

vegna þess að þessi geiri á sér tilvist til hliðar við hið opinbera kerfi

(Helman, 2000).

Þær lækningaaðferðir sem tilheyra hliðræna geiranum eru mjög

fjölbreyttar og skiptast í tvennt: Annars vegar eru aðferðir sem eru

veraldlegar og hins vegar er um aðferðir að ræða sem notfæra sér

yfirnáttúrulega krafta við lækningar.

Til veraldlegra aðferða teljast til dæmis grasalækningar,

nálarstungur, að stilla af bein eftir slys, að draga úr tennur og að

hjálpa konum við barnsburð.

Andalæknar, shamanar og þeir sem lækna með tilstuðlan bæna

teljast nota yfirnáttúrulegar aðferðir.

Flestir þeir sem stunda lækningar innan hliðræna geirans hafa

svipaðan skilning á virkni og gerð mannslíkamans og sjúklingar

þeirra, en þeir hafa þó þekkingu á ýmiskonar aðferðum sem

Page 172: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

172

almenningur hefur ekki eða þeir hafa hlotið sérstaka vígslu til þess

að mega hafa samband við andaheima ýmiskonar. Á þeim svæðum

þar sem sjúkdómar og önnur óáran er talin eiga sér þá orsök að

menn hafi brotið af sér gagnavart fólki eða gengið gegn vilja

forferðanna er meðferð læknadans oftar en ekki heildræn; þ.e.

meðferðin og sjúkdómsgreiningin tekur ekki einungis til líkamlegra

einkenna heldur einnig til margs í lífi viðkomandi eins og samskipta

viðkomandi við ástvini og nágranna, þátttöku í samfélaginu og

hvort hegðun viðkomandi stangist á við „rétta“ hegðun (til dæmis í

kynferðismálum) (Helman, 2000).

Þjálfun fólks í hliðræna geiranum er mjög mismunandi, og fer

nokkuð eftir því hversu styrkum fótum lækningaaðferðin stendur í

samfélaginu. Fólk getur því hafið störf í hliðræna geiranum á

ýmsan hátt;

1. Fólk fæðist sumt hvert inn í fjölskyldur þar sem menn hafa

haft lifibrauð sitt af lækningastarfsemi kynslóðum saman.

2. Vegna eiginleika sem eru tilkomnir vegna systkinaraðar eða

aðstæðna sem voru til staðar þegar viðkomandi fæddist.

Frægasta dæmið um slíkt er þegar sjöundi sonur sjöunda

sonar fæðist á Írlandi, en slíkt barn er talið búa yfir

yfirnáttúrulegum eiginleikum. Sértakir fæðingarblettir og að

fæðast með líknarbelginn yfir andlitinu eru einnig álitnir

sérstakir fyrirboðar.

3. Sérstakir hæfileikar eða vilji yfirnáttúrulegra krafta geta

skyndilega opinberast fyrir fólki og ýtt því á ákveðnar brautir

í lífinu, þeir sem verða shamanar þurfa að fá yfirnáttúrulegar

sýnir af þessu tagi.

4. Sumir kjósa að fara að gerast lærisveinar fólks sem hefur

aflað sér góðs orðspors á einhverju sviði lækninga.

5. Að lokum ber að nefna þá sem einfaldlega byrja að

meðhöndla fólk án mikils undirbúnings eða læra „af sjálfum

sér“ (Helman, 2000).

Fæstir fara einhverja eina leið að því að afla sér orðspors. Margir

fæðast inn í fjölskyldur sem hafa stundað lækningar lengi og fara

Page 173: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

173

samt í læri hjá einhverjum sem hefur stundað slíkar lækningar

lengi, menn finna þá leið sem hentar.

Í kaflanum hér á undan eru rakin nokkur dæmi um yfirnáttúrulegar

aðferðir sem menn beita gegn sjúkdómum og annarri óáran (sjá til

dæmis umfjöllun um galdra og shamanisma). Hér verður því

skoðað dæmi um veraldlegar aðferðir. Aðferðin sem verður

skoðað er fyrirbæri sem hefur rutt sér til rúms víða á

þróunarlöndum síðustu áratugi og sýnir gróskuna í þessum geira

mannlífsins og það hversu fljótt fólk er að reyna að tileinka sér þær

aðferðir sem duga, þótt að með vanefnum sé. Það verður þó einnig

að segjast eins og er að aðferðin sem um ræðir, að sprauta

þekktum eða óþekktum efnum í fólk með sprautu er stórhættuleg

vegna sýkingarhættu og vanþekkingar á virkni efnanna sem

sprautað er í fólk.

Aðferðin er sem sagt fólgin í því að líkja eftir meðferð vestræns

læknis með því að efnasamböndum (eða þess vegna bara vatni) er

sprautað í fólk. Aðferðin er sérstaklega algeng á meðal fátækra

íbúa Arabíuskagans og í Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar.

Þeir sem stunda lækningar af þessu tagi hafa venjulega einhverja

reynslu af hinu opinbera heilbrigðiskerfi, hafa verið aðstoðarmenn

lækna eða unnið við sjúkrahús (Underwood & Underwood, 1981).

Til dæmis hafði einn af þeim sem Underwood ræddu við í frægri

rannsókn hafði til dæmis unnið sem ræstitæknir á sjúkrahúsi í

nokkra mánuði.

Í löndunum sem um ræðir eru nálastungur álitnar vera einskonar

kjarni vestrænnar læknisfræði þannig að meðferðin hefur á sér

nokkur einkenni hermialdurs. Hitt er svo annað mál að oftar en

ekki líður fólki betur í einhvern tíma eftir meðferð, sérstaklega ef

það er sprautað með uppleystu verkjalyfi. Önnur áhrif má vafalaust

rekja til lyfleysuáhrifa.

Til atvinnugeirans (the professional sector) teljast þær starfsstéttir

sem hafa hlotið formlega þjálfun í háskólum sem

Page 174: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

174

heilbrigðisstarfsmenn og lúta eftirliti hins opinbera á starfsemi

sinni.

Mjög mismunandi er eftir löndum og menningarsvæðum hversu

mikinn aðgang fólk hefur að háskólamenntuðum lækni. Í Afríku

Sunnan Sahara eyðimerkurinnar eru til dæmis 0,12 læknar á hverja

þúsund í búa á meðan þeir eru að meðaltali 3,09 á hverja þúsund

íbúa á Vesturlöndum (Word Bank, 1993).

Í kaflanum „Veikindi og sjúkdómsgreiningar“ hér á undan var farið í

hugmyndafræðilegar undirstöður vestrænna læknavísinda. Sú

umræða verður ekki endurtekin hér, en rétt er að benda á að

Vestræn læknavísindi og hvernig þau eru stunduð, eru afsprengi

þeirrar menningar því félagslega umhverfi sem þau eru sprottin úr.

Heilbrigðisstarfsmenn njóta ýmiskonar forréttinda innan

vestrænna samfélaga (bæði hvað varðar stöðu, kennivald og

efnahag). Starfsfólki innan kerfisins er einnig raðað í stífa

virðingarröð sem endurspegla hið stærra samfélag sem styður það.

Hin opinberu heilbrigðiskerfi eru einnig mjög ólík innbyrðis, þ.e.

milli landa. Það skiptir miklu máli fyrir sjúklinga (sérstaklega þá

efnaminni) hvort að heilbrigðiskerfi eru rekin í umhverfi

velferðarríkisins, kapítalisma eða í einhverskonar kommúnísku

kerfi. Þessi munur á hinum opinberu heilbrigðiskerfum

endurspeglast meðal annars í lífslíkum almennings í mismunandi

löndum. Lífslíkur í Bandaríkjunum þar sem einna mest af peningum

er lagt í heilbrigðismál af öllum ríkjum eru til dæmis ekkert sérlega

góðar; landið er í fimmtugasta sæti yfir þau lönd þar sem lífslíkur

eru bestar (Central Intelligence Agency, 2009). Þetta misræmi

stafar trúlegast af því að þeir sem hafa meira milli handanna geta

keypt sér þá bestu þjónustu sem völ er á, á meðan þeir sem minnst

hafa geta ekki veitt sér það að leita til læknis og þannig dreifast

þær bjargir sem hið opinbera heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum mjög

ójafnt.

Gagnrýnendur kerfisins hafa einnig bent á að það sé aukin

tilhneiging innan þess að stjórna æ fleiri þáttum lífs okkar og þetta

Page 175: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

175

sé hvergi eins augljóst eins og þegar fólk stundi einhverja þá iðju

sem fer í taugarnar á samfélaginu yfirleitt.

Sjúkdómur eða siðferðisbrestur

Félagsfræðingurinn T. Parsons benti fyrstur manna á það að

frávikshegðun ýmiskonar kallaði á tvennskonar viðbrögð. Annars

vegar voru frávik þar sem fólk var talið bera ábyrgð á hegða sinni

og var refsað fyrir, en hins vegar voru þeir sem höfðu lent í því að

eitthvað hafði komið fyrir sem var ekki þeim að kenna, og þeir báru

því ekki ábyrgð á ástandi sínu. Slíkt fólk var veikt, og fékk frí frá

almennum skyldustörfum auk þess að vera sýnd annars konar

tillitsemi svo fremi sem það sýndi samstarfsvilja og sýndi að því

væri umhugað um að ná bata.

Þeir sem eru veikir og því ekki hægt að kenna um ástand sitt eru í

því í sjúklingshlutverki eins og Parsons orðaði það (Giddens, 1989).

Í byrjun tuttugustu aldarinnar var ástand mála innan vestrænna

læknavísinda frekar aumt miðað við tæknilega getu þeirra í dag.

Félagsfræðingurinn J. Henderson hefur reiknað út að á milli 1810

og 1812 hafi í fyrsta skipti í sögunni verið um helmingslíkur þess að

sjúklingur sem leitaði sér lækninga hefði mælanlegt gagn af því að

hitta lækni (Helman, 2000).

Eftir það byrjuðu hlutirnir að gerast hratt í lækningasögunni. Því

miður er ekki pláss til þess að fara ofan í þá sögu hér, en menn

náðu tökum á grundvallaratriðum í sótthreinsun aðeins fyrr, og

byrjuðu nú að takast á við útbreiðslu smitsjúkdóma að gagni, með

bólusetningum, lyfjum (fyrst svokölluðum súlfatlyfjum og síðan

nútímalegum sýklalyfjum) og almennum faraldursfræðilegum

aðgerðum.

Þetta leiddi til þess að menn öðluðust mikla trúa á læknisfræðinni ,

trú sem hefur haldist í hendur við framfarahyggju Vesturlanda

fram á vora daga. hefur bent á, að í kjölfarið á þeim árangri sem

læknavísindin hafa náð hafi þau öðlast óskorað einkaleyfi á að

skilgreina veikindi og allt það sem getur tengst veikindum fólks að

Page 176: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

176

einhverju leyti og þá skipti engu hvort læknavísindin geti í raun

tekist á við vandann eða ekki (Freidson, 1970).

Undir lok nítjándu aldar fóru menn að fyrst að hugsa til þess hvort

ekki væri skynsamlegt og mannúðlegt að láta læknavísindin og

heilbrigðiskerfið takast á við ýmiskonar frávikshegðun sem þangað

til hafi verið skilgreind af samfélaginu sem eitthvað sem menn

gerðu af því að þeir væru slæmir.

Þessi tilhneiging varð sterkari eftir því sem leið á tuttugustu öldina

vegna uppgangs læknavísindanna. Þessu fylgdi líka ákveðin

hugarfarsbreyting, þegar meðferð er orðin viðurkennd aðferð til

þess að takast á við frávikshegðun er ákveðin tilhneiging til þess að

skilgreina æ fleiri hegðunarfrávik sem veikindi heldur en áður.

Sum frávik eru auðvitað innrammaðri í heim læknavísindanna

heldur en önnur (til dæmis geðsjúkdómar) en á síðustu áratugum

hefur færst í vöxt að vandamál eins og fíkniefnaneysla, alkóhólismi,

ofvirkni/athyglisbrestur, sjálfsvígstilraunir, offita, greindarskerðing,

glæpir, ofbeldi, misnotkun á börnum og námsörðugleikar hafi

færst að meira eða minna leyti inn í heilbrigðiskerfið.

Með þessu hefur mannskilningur okkar sem samfélags breyst, við

lítum á mannlega breytni og breyskleika með öðrum hætti:

Með því að menn hættu að líta á manneskjuna útfrá

trúarlegum forsendum og hófu að beita hinu vísindalega

módeli til skilnings á manninum, nokkuð sem menn færðu í

orð á nítjándu öld, hefur orðið róttæk breyting í átt frá því að

líta á manneskjuna sem veru sem beri ábyrgð á sjálfri sér í

átt til þess að líta á manninn sem veru sem einungis bregst

við félagslegum og líffræðilegum kröftum sem feykja henni

til (Szasz, 1974, bls. 149).

Page 177: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

177

Verkefni úr kafla 8

Skilgreindu eftirfarandi hugtök:

Hagnýt mannfræði

Heilsa

Veikindi

Heilbrigðismódel

Umskurður

Vessakenning

Hin almenni geiri heilsugæslunnar.

Svaraðu eftirfarandi spurningum:

Hvað einkennir heimssýn vestrænna læknavísinda?

Hvaða greinarmun gera mannfræðingar á hugtökunum sjúkdómur

og veikindi

Er einhver munur á þeim „fegrunaraðgerðum“ sem menn stunda á

Vesturlöndum og á öðrum menningarsvæðum?

Lýstu aðferðum við umskurð kvenna.

Lýstu hugmyndum Hippókratesar um starfsemi mannslíkamans.

Hvaða munur er á hinum hliðræna geira og atvinnugeira

heilsugæslunnar?

Hvers vegna eru æ fleiri vandamál að færast inn í heilbrigðiskerfið?

Page 178: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

178

Heimildaskrá

Almond, G., & Verba, S. (1963). The Civic Culture: Political

Attituudes and Democracy in Five Nations. Princeton: Princeton

University Press.

American Museum of Natural History. (2009). Margaret Mead.

Sótt 18. Mars 2010 frá

http://www.amnh.org/exhibitions/expeditions/treasure_fossil/Tre

asures/Margaret_Mead/mead.html

Bailey, G. (1973). Changes in Osage Organization:1673-

1904.University of Oregon Anthropological Papers no. 5,. Eugene:

University of Oregon.

Benedict, P. (2002). Christ's Churches Purely Reformed: A Social

History of Calvinism. New Haven: Yale University Press.

Benedict, R. (1934). Patterns of Culture. New York: Mentor.

Benedict, R. (1946). The Chrysanthemum and the Sword. Boston:

Houghton Mifflin.

Berger, P., & Luckmann, T. (1966). The Social Construction of

Reality. New York: Anchor Books.

Boaz, F. (1932). Antropology and Modern Life. New York: Norton

and Co.

Bonhannon, P. (1955). Some Principles of Exchange and

Investment Among the Tiv. American Anthropologist , 60-70.

Boyle, C. M. (1970). Difference between doctors and patients'

interpitation of some common medical terms. British Medical

Journal , 286-289.

Central Intelligence Agency. (2009). The world factbook. Sótt 9.

April 2010 frá https://www.cia.gov/library/publications/the-world-

factbook/

Page 179: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

179

Chrisman, N. J. (1977). The health seeking process: An approach to

the natural history of illness. Cult. Med. Psychiatry , 351-377.

Collingwood, R. G. (1970). The Idea of History. London: Oxford

University Press.

Conrad, P., & Schneider, J. W. (1980). Deviance and Medicalization,

From Badness to Sicness. Columbus: Merrill Publishing Company.

Frazer, S. J. (1963). The Golden Bough. Toronto: McMillan.

Freidson, E. (1970). Professional dominance: The social structure of

medical care. New York: Atherton Press.

Geertz, C. (1973). The Interpretation of Cultures (), Basic Books

2000. New York: Basic Books.

Giddens, A. (1974). Positivism and Sociology. London: Heineman.

Giddens, A. (1989). Sociology. Oxford: Polity Press.

Guðmundsdóttir, A. (1981). Sálfræði: Hugur og Hátterni. Reykjavík:

Mál og menning.

Guðmundsson, G. J. (2005). Á hjara veraldar, Saga norrænna

manna á Grænlandi. Reykjavík: Sögufélag.

Guðmundsson, K., & Úlfasdóttir, L. Ó. (2008). Inngangur að

sálfræði. Reykjavík: JPV útgáfa.

Gunnarsdóttir, H., & Tómasson, K. (2002). Dánarmein

iðnverkakvenna. Læknablaðið ( , 195-201.

Harris, M. (1979). Cultural Materialism. New York: Vintage Books.

Hatch, E. (1973). Theories of Man and Culture. Columbia:

University of Columbia Press.

Hatirli, S. A., Ozkan, B., & Fert, C. (2005). An econometric analysis

of energy input–output in Turkish agriculture . Renewable and

Sustainable Energy Reviews , 608-623.

Page 180: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

180

Haviland, W. A. (1983). Human Evolution and Prehistory. New

York: Holt, Reinhart and Winston Inc.

Helman, C. G. (2000). Culture, Health and Illness. London:

Butterworth Heineman.

Hoebel, E. A. (1940). The Political Organzation and Law Ways of

the Comanche Indians. Memoirs 54. Arlington: Amercian

Anthropological Association.

Hollis, M., & Lukes, S. (1982). Rationality and Relativism. Oxford:

Basil Blackwel.

Jónsson, H., & Haraldsson, R. H. (2010). Rannsókn á viðhorfum

starfsmanna til inflúensubólusetningar (óbirt handrit). Óvíst , xx-yy.

Jurmain, R., Kilgore, L., Trevathan, W., & Nelson, H. (2002).

Introduction to Physical Anthropology. Wadsworth: Wadsworth

Pub Co.

Kleinman, A. (1980). Patients and Healers in the Context of Culture.

Berkeley: University of California Press.

Kleinman, A., Eisenber, L., & Good, B. (1978). Clinical lessons from

anthropologic and and cross cultural research. Ann. Innern. Med. ,

251-258.

Kradin, N. (2002). Nomadism, Evolution, and World-Systems:

Pastoral Societies in Theories of Historical Development. Journal of

World-System Research , 368-388.

Lawrence, P. (1964). Road Belong Cargo. Manchester: Manchester

University Press.

Levi-Strauss, C. (1969). The raw and the cooked: Introduction to a

science of mythology. New York: Harper and Row.

Malinowsky, B. (1961). Argaunots of the Western Pacific. New

York: Dutton and Company.

Page 181: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

181

Mead, M. (2009 (1928)). Coming of Age in Samoa. New York:

Books LLC.

Middleton, J. (1965). The Lugbara of Uganda. New York: Holt,

Reinhart and Winston.

O'Neil., D. (4. Ágúst 2009). Horticulture. Sótt 21. Mars 2010 frá

http://anthro.palomar.edu/subsistence/sub_4.htm

Parekh, B. (2005). Unity and Diversity in Mulicultural Societies.

Geneva: International Institue for Labor Studies.

Pálsdóttir, R. (2001). Kötturinn í örbyljuofninum og fleiri

flökkusagnir úr samtímanum. Reykjavík: Bjartur.

Peoples, J., & Bailey, G. (1988). Humanity, An Introduction to

Cultural Anthropology. St. Paul MN: West Publishing Company.

Pringle, H. (1998). NEOLITHIC AGRICULTURE:. Science , 1446- 1448.

Sahlins, M. (1972). Stone Age Economics. Chicago: Aldine-

Atherton.

Sameinuðu Þjóðirnar. (2010). Lífslíkur. Sótt 19. Mars 2010 frá

http://www.globalis.is/Toelfraedi/Lifslikur#bars

Sameinuðu, Þ. (2010). Lífslíkur. Sótt 19. Mars 2010 frá

http://www.globalis.is/Toelfraedi/Lifslikur#bars

Sebastian, E. (21. Nóvember 2005). An Anthropological View of

Bands, Tribes, Chiefdoms, and States. Sótt 21. Mars 2010 frá

http://www.associatedcontent.com/article/12144/an_anthropolo

gical_view_of_bands_tribes.html

Setel, P. W. (1999). A Plague of Paradoxes; AIDS culture and

demography in Northern Tanzania. Chicago: University of Chicago

Press.

Strandagaldur. (2007). Galdrasýning á Ströndum. Sótt 3. Apríl 2010

frá http://www.vestfirdir.is/galdrasyning/sida1.php

Page 182: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

182

Swanson, G. (1960). The Birth of the Gods: The Origin of Primitive

Beliefs. Jackson TN: University of Michigan Press.

Szasz, T. (1974). The Myth of Mental Illness: Foundations of a

Theory of Personal Conduct. New York: Harper & Row.

Tait, C. D., & Asher, R. C. (1982). Inside of the body test.

Pshycosomatic Medicine , 1545-1546.

Taylor, E. B. (1865). Primitive Culture. London: J. Murray.

Underwood, P., & Underwood, Z. (1981). New spells for old:

expectations and realities of western medicine in a remote tribal

society in Yemen, Arabia. Í N. F. Stanley, & R. A. Joshe, Changing

disease patterns and human behaviour (bls. 271-297). London:

Academic Press.

Vilhjálmsson, Þ. (1987). Heimsmynd á hverfanda hveli, saga

vísindanna frá öndverðu fram yfir dga Newtons. Reykjavík: Mál og

Menning.

Wallace, A. F. (1966). Religion: An Anthropological View. New York:

Random House.

Wikipedia. (2008). Clifford Geertz. Sótt 20. Mars 2010 frá

http://en.wikipedia.org/wiki/Clifford_Geertz

Wikipedia. (2010). Neanderthal extinction hypotheses. Sótt 18.

Mars 2010 frá

http://en.wikipedia.org/wiki/Neanderthal_extinction_hypotheses

Wikipedia. (2009). Positivism. Sótt 20. Mars 2010 frá

http://en.wikipedia.org/wiki/Sociological_positivism#Sociological_

positivism

Wilk, R. (2006). BIOGRAPHIES: Clifford Geertz. Sótt 20. Mars 2010

frá http://www.indiana.edu/~wanthro/theory_pages/Geertz.htm

Word Bank. (1993). World development report. Oxford: Oxford

Univesity Press.

Page 183: Inngangur að mannfræði

Rúnar H. Haraldsson – Inngangur að mannfræði: Þróun, menning og samfélag.

183

World Health Organization. (February 2010). Female genital

mutilation fact sheet. Sótt 9. April 2010 frá

http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs241/en/index.html

World Health Organization. (2003). WHO definition of Health. Sótt

9. April 2010 frá

http://www.who.int/about/definition/en/print.html