inngangur (2... · web viewbörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við...

58
Kennaraháskóli Íslands, Vor 2007 13.03.81 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson

Upload: others

Post on 09-Feb-2020

10 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Kennaraháskóli Íslands, Vor 200713.03.81 Leikir sem kennsluaðferðKennari: Ingvar Sigurgeirsson

Tinna Rún EiríksdóttirKt. 010483-5229

Leikskólabraut-fjarnám

Page 2: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

InngangurÍ þessum áfanga, Leikir sem kennsluaðferð, var vinna námskeiðsins fólgin í

því að búa til leikjamöppu. Í þessari leikjamöppu eru 12 mismunandi þættir leikja

teknir fyrir, þeir eru; Fræðilegt sjónarhorn, Flokkar og tegundir leikja, Leikjavefurinn

– Leikjabankinn, Nafna- og kynningarleikir, hópstyrkingarleikir, Nokkrir gamlir og

góðir, Leikir sem kveikjur, Söng- og hreyfileikir, Hugþroskaleikir, Námsspil og töfl,

Gátur, þrautir og heilabrjótar, Orðaleikir og Tölvuleikir.

Í áfanganum vann ég eitt hópverkefni, með Guðrúnu Gunnarsdóttur og Skúla

Þórissyni, sem fólst í því að finna leiki til þess að setja inn á Leikjavefinn –

Leikjabankann.

DagbókÞessa leikjamöppu vann ég á vorönn 2007, eða nánar tiltekið frá janúar til

apríl. Ég vann þessa tólf námsþætti innan áfangans Leikir í skólastarfi, jafnt og þétt á

önninni til þess að vinnan yrði skilmerkilegri og skipulagðari. Ég gaf mér góðan tíma

í hvern þátt sem gerði það að verkum að ég naut hvers þáttar betur og lærði meira af

þeim. Þessir tólf námsþættir voru mismunandi en allir veittu þeir mikilvæga sýn á

leiki í skólastarfi.

2

Page 3: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Fræðilegt sjónarhornÞessum námsþætti er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um þýðingu leikja í

uppeldi og menntun. Til þess að læra meira um þýðingu leikja las ég tvær greinar um

leik sem miðast báðar við leikskólastig og byrjendakennslu. Greinarnar heita Back to

Basics: Play in Early Childhood eftir Jill Englebright Fox og Play as Curriculum eftir

Francis Wardle. Jafnframt horfði ég á á tvo þætti úr myndaflokknum The Promise of

Play en þættirnir vekja mann til umhugsunar um ýmsar hliðar atferlis í leikjum ásamt

því að vekja upp ýmsar spurningar um leik.

Áður en ég las greinarnar tvær og horfði á þættina þá velti ég fyrir mér ýmsum

spurningum um það hvers konar fyrirbæri leikur væri. Að mínu mati er leikur ákveðin

skemmtun sem á sér stað milli einstaklinga. Oftast er vísað til þess að börn leiki sér,

en fullorðnir geta þó leikið sér engu að síður. Til eru margsskonar leikir og eru þeir

misjafnir eins og þeir eru margir. Í frjálsum leik eru engar reglur og er leikurinn aldrei

eins. Frjálsi leikurinn breytist eftir því hverjir eru í leiknum og hvar hann er leikinn. Í

„venjulegum” leik er leikurinn byggður á einhverjum ákveðnum reglum sem verður

að fylgja í leiknum. Að mínu mati er leikurinn uppistaða alls þroska barna og því

mjög mikilvægur fyrir uppvöxt og nám barna. Því ætti leikurinn að skipa stóran sess í

uppeldis- og skólastarfi.

Verkefni úr greinum

Í greinunum Back to Basics: Play in Early Childhood eftir Jill Englebright Fox

og Play as Curriculum eftir Francis Wardle kemur fram að leikur sé athöfn sem er

jákvætt metin af leikandanum, er vegna eigin frumkvæðis, er ákveðin á eigin

forsendum og er skemmtun. Ef börn eru þvinguð í eitthvað, þá er það ekki leikur

(Francis Wardle. [án árs]).

Að mati höfunda er leikur mikilvægur því hann stuðlar að þróun tungumálsins,

eykur félagsfærni, sköpunarhæfileika og þróar hugsun barna. Einnig þróar leikurinn

fín- og grófhreyfingar og í leiknum vinna börnin með reynslu sína, þ.e. hvað þau hafa

heyrt og séð (Francis Wardle. [án árs] og Jill Englebright Fox. [án árs]).

Ég er sammála höfundunum að þessu leyti, því að mínu mati er leikurinn mjög

mikilvægur fyrir börn. Mikilvægast finnst mér að félagsfærni barnanna eykst í

3

Page 4: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

leiknum, því að í leik hafa börn mikil samskipti sín á milli. Leikurinn er því að mínu

mati besta leiðin til að öðlast félagsfærni sem þú svo býrð að allt þitt líf.

Samkvæmt Piaget er leikurinn bara til ánægju og veitir börnunum tækifæri til

þess að leika með þá hluti sem þau hafa áður lært, en að börnin öðlist ekki nýja

reynslu í leiknum. Vygotsky segir hins vegar að börn leiki sér ekki aðeins með þá

hluti sem þau hafi áður lært, heldur bætist einnig ný reynsla við í leiknum. Sannað

hefur verið að bæði kenning Piaget og Vygotsky eiga við rök að styðjast (Jill

Englebright Fox. [án árs]).

Samkvæmt Francis Wardle hafa regluleikir þá þýðingu að börn færast frá því

að sjá aðeins sig sjálf í það að uppgötva reglur samfélagsins. Börnin læra með þessum

leikjum að lífið sjálft hefur einnig sínar reglur sem ber að fylgja (Francis Wardle. [án

árs]).

Verkefni úr myndaflokki

Í myndbandinu The Mother of invention er talað um að leikur sé hugarástand

og að allt það sem er skemmtilegt sé leikur. En leikur er svo miklu meira en það.

Leikur hefur ákveðin hlutverk og tengir okkur við annað fólk. Leikurinn vekur upp

tilfinningu og hefur jafnframt áhrif á nám barna (The Promise of Play: Episode 1: The

Mother of Invention. 2000).

Þýðing leikja:

Leikir skemmta okkur

Leikir eru orkugefandi

Í leikjum æfa börnin sig og þróa hæfileika sína

Leikurinn þróar félagsfærni

Leikurinn undirbýr börn fyrir það sem er fram undan

Leikir veita ánægju

Leikir skapa ímyndunarafl

Leikurinn hjálpar börnum að skilja raunveruleikann

Leikir segja til um allan þroska barna

Í leik læra börn samvinnu og að leysa vandamál

4

Page 5: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Mér finnst sjónarhornið sem kennararnir í The Roof Top School hafa frábært, þ.e.

að kenna börnunum í gegnum leik. Ég tel að sú aðferð virki vel til að fá börnin til að

fylgjast með og læra og jafnframt virðist aðferðin vera hvetjandi fyrir börnin.

Í þriðja þættinum í The Heart of the matter fannst mér athyglisvert að í

skólanum sem sýnt var frá þá þróa þau líka og þjálfa leikhæfileikana eins og annað.

Einnig var talað um að börn geti orðið eftir á í leik eins og í stærðfræði og lestri. Þetta

er að sjálfsögðu vitað mál, en að tekið sé á þessu í skólanum, það finnst mér gott. Að

leikurinn sé jafn virtur og önnur fög.

Í þessum þáttum kom í heildina fram hversu mikilvægur leikur sé, bæði fyrir

nám og skemmtun barna. Mér fannst gaman að horfa á þessa þætti til þess að sjá hvað

aðrir segja um leiki, því að þó maður vissi að leikir væru mikilvægir þá er alltaf

gaman að sjá ný sjónarhorn. Eftir að hafa horft á þættina þá hlakkar mig enn meira til

þess að læra nýja leiki til þess að geta kennt börnunum á deildinni minni og sjá hvað

þau læra af þeim (The Promise of Play: Episode 3: The Heart of the Matter. 2000).

5

Page 6: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Flokkar og tegundir leikjaEf ég væri að flokka leiki barna fyrir leikskólakennara/kennara til þess að nota

í skólastofunni þá myndi ég flokka leikina svona.

Fyrst af öllu myndi ég vilja að leikirnir yrðu flokkaðir eftir aldri barna og að

fram kæmu hversu margir þátttakendur gætu verið í leiknum. Að þetta komi fram í

flokkum leikja tel ég mjög mikilvægt. Innan hvers aldurshóps væri svo hægt að flokka

leikina á eftirfarandi hátt:

Útileikir

Boltaleikir

Hlaupaleikir

Ratleikir

Hringleikir

Hreyfileikir og æfingar

Innileikir

Borðleikir

Söng og hreyfileikir

Námsleikir

Orðaleikir

Teikni og litaleikir

Kynningarleikir

Hópskiptingarleikir

Rökleikir

Söguleikir

6

Page 7: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Leikjavefurinn – LeikjabankinnHér skoðaði ég Leikjavefinn / Leikjabankann, hvernig hann er uppsettur,

hvernig leikirnir eru flokkaðir og hvaða leiki er um að velja. Því næst valdi ég þrjá

leikjaflokka sem ég vildi skoða nánar. Eftir að hafa skoðað leikina í þessum þremur

flokkum, þá valdi ég þá leiki sem mér leist vel á og taldi mig geta notað á

leikskólanum þar sem ég vinn.

Leikjaflokkar sem ég valdi að skoða

Ég valdi fyrst flokkinn Hreyfileikir og æfingar, þar sem ég er mikið fyrir

hreyfingu og hefur alltaf fundist gaman í hlaupaleikjum. Í þessum flokki valdi ég

leikinn Hvað er klukkan gamli Refur. Ég tel að nýta megi þennan leik með elstu

börnunum í leikskóla, þ.e. börnum um fimm ára aldur. Jafnvel væri hægt að hafa

hópinn blandaðann og leyfa yngri börnum að vera með og leyfa þeim þá að hlaupa

með. Ég sé fyrir mér að hægt væri að nota leikinn til þess að kenna yngri börnunum

tölurnar með hjálp eldri barnanna. Einnig finnst mér gott í leiknum að þeir sem

refurinn nær fá að aðstoða hann við að ná hinum lömbunum. Þetta finnst mér góð leið

þar sem leikir þar sem börnin verða úr leik veita ekki eins mikla hreyfingu og

skemmtun fyrir börnin (Hvað er klukkan gamli refur? 1993).

Ég prófaði leikinn á leikskólanum mínum með elstu börnunum og leyfði

nokkrum yngri börnum að vera með og gekk leikurinn eins og í sögu. Börnin voru öll

ánægð með leikinn og var ekkert að mínu mati sem þarf að bæta í leiknum.

Næst valdi ég flokkinn Ýmsir hópleikir. Þennan flokk valdi ég þar sem ég

vildi skoða leiki sem gætu nýst mér á leikskólanum mínum. Ég valdi leikinn Hver er

undir teppinu? sem er í miklu uppáhaldi á deildinni minni sem er fyrir börn á

aldrinum 1 ½ -3 ára. Ég valdi þennan leik þar sem hann hentar vel börnunum á minni

deild og vil ég að sjálfsögðu kynna mér leiki fyrir þann aldurshóp. Í lýsingunni á

leiknum stendur að leikurinn sé frá 4 ára aldri, en því er ég ekki sammála. Ég hef farið

í þennan leik með börnum niður í 1 ½ gömul. Þeim finnst rosalega gaman að fá að

fara undir teppið og fela sig, en að sjálfsögðu eiga þau erfitt með að geta á hver er

undir teppinu. Börnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við

7

Page 8: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að sjá í

buxur/peysu barnsins sem er undir teppinu til að auðvelda þeim leikinn. Ef þau geta

ekki rétt eða vilja ekkert segja, sem oft vill verða þá fá þau hjálp frá hinum börnunum

sem eiga oft erfitt með að segja ekki frá hver er undir teppinu. Ef enginn hugmynd

kemur þá gerum við bara spennu úr þessu og þeytum teppinu af barninu og þá verða

allir rosalega kátir (Hver er undir teppinu? 1994).

Að mínu mati er hægt að breyta leikjum sem þessum og auðvelda þá til þess

að hægt sé að nota þá með yngri börnum.

Þriðji flokkurinn sem ég valdi eru Kynningarleikir. Í þeim flokki valdi ég

nafnaleik. Eins og áður sagði þá hef ég verið að velja leiki sem ég tel að hægt sé að

nota á leikskólanum. Þennan leik tel ég vera góðan til þess að læra nöfn barnanna á

leikskólanum, bæði fyrir starfsfólkið og hin börnin. Einnig er þetta söngleikur og er

söngur mikilvægur á leikskólum. Þessi leikur er jafnframt einfaldur og felur í sér

endurtekningu svo auðvelt er fyrir leikskólabörn að læra hann (Nafnaleikur. 2004).

Ég prófaði þennan leik á annarri deild á leikskólanum til þess að læra betur

nöfn barnanna á deildinni og reyndist hann rosalega vel fyrir mig og börnin höfðu

gaman að honum. Ég fékk reyndar að heyra að börnin kynnu leikinn og að hann hefði

verið notaður á þessari deild áður.

Aðrir leikjavefir

Fyrsti vefurinn sem ég skoðaði var PE Central, vefur sem tengist hreyfingu og

hollustua. Á þessum vef valdi ég fyrst að fara undir Lessons ideas, eða leiðbeiningar

að kennslustundum. Þar næst valdi ég Preeschool, eða yngri börn. Þarna undir voru

margar hugmyndir að leikjum sem hægt er að fara í með börnum (PE Central. 2006).

Næsti vefur sem ég skoðaði var vefurinn FunBrain. Þar undir valdi ég All

games, eða alla leiki. Þar fann ég leikinn Guess the number. Þetta er leikur sem fer

fram online, eða á netinu og felst í því að giska á númer og reyna að finna rétta

númerið með því að fá vísbendingar hvort að maður giski of hátt eða lágt (Guess the

number. 2006).

8

Page 9: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Þriðji vefurinn sem ég skoðaði var vefurinn Bill‘s games. Þar valdi ég word

games, eða orðaleiki. Ég valdi að fara í leikinn hengimann, þar sem ég fékk sex

tilraunir til þess að giska á staf sem átti að vera í orðinu (Hangman. 2005).

Það er greinilegt að til eru margar og misgóðar leikjasíður á netinu. Þessar

þrjár sem ég skoðaði voru mismunandi þar sem fyrsta síðan einblíndi á hreyfingu, en

hinar tvær á hugsun. Eftir að hafa skoðað þessar síður, þá er aldrei að vita nema

maður nýti sér svona síður meira í framtíðinni þegar skipuleggja þarf leiki fyrir

kennslustundir eða aðrar uppákomur.

Hvað finnst mér um Leikjavefinn?

Eftir að hafa skoðað Leikjavefinn / Leikjabankann þá finnst mér þetta mjög

skemmtilegur og góður vefur, sem ég hafði ekki hugmynd um áður en ég byrjaði á

þessu námskeiði. Að mínu mati er vefurinn fínn eins og hann er og þarfnast hann ekki

mikilla breytinga. Þó væri gaman að hafa einkunnagjöf svo að hægt væri að sjá

hvernig fólki finnst ákveðnir leikir. Einnig væri gott að hafa flýtihnapp sem gæti gert

manni kleift að komast beint á næsta leik án þess að þurfa að fara til baka.

9

Page 10: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Nafna- og kynningarleikir, hópstyrkingarleikirMarkmið þessa viðfangsefnis er að vekja okkur til umhugsunar um þýðingu

leikja til þess að efla og bæta samskipti bæði barna og fullorðinna.

Þar sem að í verkefninu að ofan var ég búin að prófa leikinn sem heitir

nafnaleikur þá valdi ég mér annan kynningarleik. Þessi leikur heitir Góðan daginn og

felst í því að einn þátttakandinn er blindingi með bundið fyrir augun svo hann sjái

ekki hina sem sitja. Kennarinn gefur svo einum nemenda merki um að standa upp og

segja Góðan daginn (nafnið á blindingjanum). Þegar nemandinn segir þetta þá má

hann breyta röddinni sinni svo að blindinginn þekki hann ekki. Blindinginn segir þá

Góðan daginn og nafnið á þeim sem hann heldur að sé að tala. Blindinginn má geta

þrisvar sinnum og ef hann getur ekki rétt þá er skipt um hlutverk. Ef hann getur

hinsvegar rétt þá er leiknum haldið áfram (Góðan daginn. 1994).

Ég ákvað að prófa þennan leik með elstu börnunum á leikskólanum sem voru

frá fimm til sex ára, þrátt fyrir að leikurinn væri skráður sem leikur frá níu ára aldri.

Krökkunum fannst þetta spennandi leikur þar sem þau höfðu aldrei farið í hann áður

og voru dugleg að giska rétt. Ég tel það vera þar sem þau eru ekki mjög æfð í því að

breyta röddinni og jafnframt eru þetta krakkar sem þekkjast vel. Leikurinn var

skemmtilegur og hættum við þegar allir voru búnir að fá að prófa að geta.

Ástæðan fyrir því að ég valdi leikinn Góðan daginn var að ég sá möguleika á

því að nota hann með elstu börnunum á leikskólanum, sem leik, ekki endilega sem

kynningarleik.

Í heftinu hans Helga Grímssonar sá ég ýmsa skemmtilega hópeflileiki sem ég

hef prófað, bæði sem barn og með börnum.

Þegar ég var yngri fórum við oft í leikinn Stattu í íþróttartímum, leikurinn hét

þá ekki Stattu heldur var eitt afbrigði af eltingarleik. Jafnframt var leikurinn Hvað er

ég með mikið notaður í skátunum og var hann þá notaður sem minnisleikur. Önnur

svipuð útgáfa af honum var að setja hluti undir teppið og svo átti maður að muna hvað

var undir teppinu. Eða að við sátum í hring með lokuð augun og áttum að þreifa á

hinum ýmsu hlutum og svo hjálpuðumst við að við að muna hvaða hlutir voru þarna

(Helgi Grímsson. [án árs]).

10

Page 11: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Ég fór á leitarsíðuna Google.com og leitaði þar að leikjum undir fyrirsögninni

Icebreakers. Þar fann ég nokkra leiki sem mér leist vel á.

Fyrsti leikurinn heitir „Mannahnútur“ en hann felst í því

að þeir sem taka þátt í leiknum standa í hring og teygja sig í

einhverja átt og leiða mismunandi fólk, ekki þá sem standa við

hliðin á þeim. Leikurinn felst svo í því að reyna á að losa

hnútinn án þess að sleppa höndum hvers annars (Icebreakers,

Warmups, Energizers & Deinhibitizers. [1]. [4. apríl 2006]).

Næsti leikur heitir „Dýrahljóð”. Hann felst í því að bundið er fyrir augun á

þátttakendum og þeim er úthlutað dýrahljóði. Leikurinn felst svo í því að

þátttakendurnir eiga að nota dýrahljóðið sitt til þess að finna þátttakendur með

dýrahljóð af sömu tegund. Þessi leikur felur í sér orku, hávaða, skemmtun, kaos og að

lokum röð og reglu (Icebreakers, Warmups, Energizers & Deinhibitizers. [2]. [4. apríl

2006]).

Á leikjavefnum eru fleiri leikir sem hægt er að nýta sem hópstyrkingarleiki. Ég

fann nokkra undir nafninu ýmsir hópleikir. Þessir leikir eru t.d. Ávaxtakarfan,

Ávextirnir og Mjálmaðu nú kisa mín. Þessir leikir geta skapað góða stemmingu og

hrist saman hóp af fólki sem þekkist ekki.

11

Page 12: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Nokkrir gamlir og góðirÍ þessu viðfangsefni skoðaði ég gamla og góða leiki sem ég fann á heimasíðu

Þjóðminjasafnsins. Þar fann ég ýmsa gamla og góða leiki sem hægt er að nota með

börnum í dag.

Fyrsti leikurinn sem ég skoðaði heitir Að stökkva yfir

sauðalegg. Í þessum leik er leggur lagður á gólfið. Sá sem ætlar

að stökkva yfir hann á að taka með höndunum undir tærnar á

sér og reyna síðan að stökkva jafnfætis yfir legginn (Að stökkva

yfir sauðalegg. 2003). Ég prófaði þetta og er þetta erfiðara en

maður heldur.

Næsti leikurinn sem ég valdi á heimasíðu Þjóðminjasafnsins heitir

Útilegumenn. Þessi leikur fer þannig fram að einn þátttakenda er útilegumaður. Hinir

eiga að grúfa í tiltekinn tíma eða á meðan útilegumaðurinn

felur sig. Svo fara allir að leita að útilegumanninum. Ef einhver

sér hann þá hrópar sá að útilegumaðurinn sé fundinn. Þá hlaupa

allir af stað og reyna að komast inn í borgina (ákveðinn staður)

en útilegumaðurinn reynir að klukka sem flesta áður en þeir

komast í borgina. Útilegumaðurinn og þeir sem hann nær að

klukka verða útilegumenn í næstu umferð, en þeir sem náðust ekki endurtaka leikinn.

Leiknum er svo haldið áfram þangað til enginn er eftir (Útilegumenn. 2003).

Þessi gamli leikur er greinilega fyrirmynd margra yngri leikja eins og t.d.

eltingaleiks og stórfiskaleiks.

Þegar ég var yngri þá lærði ég fuglafit. Ég var samt aldrei mjög góð í því, en

komst þó áfram nokkrar umferðir. Það að vera í fuglafit varð þó aldrei mjög vinsælt í

mínum skóla, heldur virtist þetta líða fljótt hjá. Fuglafit fer þannig fram að tekið er

u.þ.b. 80 cm langt band og bundinn hnútur á það.

Það er svo þrætt upp á fingurna eins og myndin

sýnir. Svo á annar að taka bandið af með ýmsum

reglum og kúnstum og svona gengur þetta til

12

Page 13: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

skiptis. Ef maður vill læra fuglafit þá er lang best að biðja einhvern eldri um að kenna

sér það (Fuglafit. 2003).

París er leikur sem fer þannig fram að teiknaðir eru þrír ferhyrningar hver ofan

á annan, t.d. á stétt. Svo eru settir tveir stærri ferhyrningar ofan á hina, hlið við hlið

(þessir eiga að vera fyrir hendur). Ofan á þá er settur einn sem á að vera háls og efst

kemur stór hringur sem á að vera haus. Leikurinn felst svo í því að hoppað er á öðrum

fæti eftir föstum reglum og steini kastað í reitina einnig eftir sérstökum reglum. Þessi

tegund af París er sú algengasta. En einnig eru til aðrar tegundir, t.d. snúðaparís,

gluggaparís og kringluparís (Guðrún Kvaran. [án árs]).

Þegar ég var yngri fór ég oft í parís með vinkonum mínum. Þetta var góð

skemmtun og varð ég ágætlega góð í þessum leik.

13

Page 14: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Leikir sem kveikjurÍ þessum þætti tengi ég leiki við nám barna til þess að skapa jákvætt

andrúmsloft gagnvart náminu. Ég hef valið þrjá leiki sem ég mun nota fyrir kveikju

og útskýra á hvern hátt ég hyggst nýta þá í náminu.

Fyrsti leikurinn sem ég valdi er ratleikur. Þennan leik ætla ég að nota sem

kveikju fyrir landafræði kennslu. Leikurinn fer þannig fram að börnunum er skipt upp

í hópa þar sem tveir til þrír eru saman í hóp. Kennarinn er búinn að útbúa spurningar

sem tengjast landafræðinni sem verið er að læra. Hann setur spurningar öðru megin á

blaðið og númer frá einum upp í 21 hinum megin á blaðið. Kennarinn er svo búinn að

fara með blöðin um svæðið í kringum skólann og festa þau á ýmsa staði.

Leikurinn fer svo þannig fram að hvert lið kastar tening og fer að leita að

blaðinu með þeirri tölu sem kemur upp. Þegar liðið finnur

blaðið þá svarar það spurningunni og kemur aftur til kennarans

með svarið og fær að kasta aftur ef svarið er rétt. Talan sem

kemur upp er því næst plúsuð við fyrri töluna og fer liðið að

leita að tölunni sem kemur út. Leikurinn heldur svo áfram þangað til að fyrsta liðið

hefur svarað spurningu númer 21.

Þessi leikur krefst samvinnu þeirra sem eru saman í liði og ekki er nóg að vera

fljótur að finna rétt númer heldur verður einning að svara spurningunum, því er málið

að vera vel undirbúinn.

Næsti leikur sem ég valdi fann ég á Leikjavefnum. Hann heitir Hver er ég?

Þennan leik tel ég vera gott að nota sem kveikju fyrir nám í Íslendingasögunum.

Leikurinn fer þannig fram að sett eru nöfn á persónum á miða, í þessu tilfelli nöfn úr

Íslendingasögum. Miðarnir eru svo festir á enni þátttakenda og þeir skiptast á að

spyrja hvern annan spurninga til þess að finna út hvaða persóna þeir eru. Einungis er

leyfilegt að svara spurningunum með já og nei. Ef hann sem spyr og fær svarið já þá

má hann spyrja aftur (Hver er ég? 1998).

Þetta er skemmtilegur leikur sem hægt er að nota t.d. í námi í

Íslendingasögunum til þess að læra meira um sögupersónurnar. Kennarinn gæti verið

14

Page 15: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

búinn að útbúa lista áður um hverja sögupersónu til þess að hjálpa börnunum að átta

sig á því hvernig persónurnar voru

Þriðji leikurinn sem ég valdi er hengimann / hengikarl, eða Gálgaleikurinn

eins og hann heitir á Leikjavefnum. Þennan leik er hægt að nota sem kveikju fyrir

margt. T.d. í landafræði.

Leikurinn fer þannig fram að kennarinn ákveður orð sem tengist landafræðinni

sem verið er að læra. Kennarinn teiknar svo strik á töfluna fyrir hvern bókstaf sem er í

orðinu. Nemendurnir mega svo giska á stafi í stafrófinu. Ef stafurinn sem giskað er á

er réttur, þá setur kennarinn hann á sinn stað í orðinu. Ef stafurinn er hinsvegar

vitlaust þá byrjar kennarinn að teikna hengimanninn. Fyrir hvern vitlausan staf kemur

einn líkamshluti, s.s. fætur, hendur, búkur, magi, haus o.s.frv. Ef nemendurnir ná að

mynda orðið áður en karlinn er fullbúinn þá vinna þeir, annars vinnur kennarinn

(Gálgaleikurinn. 1994).

15

Page 16: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Söng- og hreyfileikirÍ þessum þætti horfði ég á sönghreyfileiki sem teknir voru upp í tíma hjá

staðnemum. Af þessum sönghreyfileikjum valdi ég þrjá leiki sem ég ákvað að prófa

með börnum á leikskólanum mínum.

Fyrsti leikurinn sem ég valdi er nafnaleikur og heitir Nú skulum við segja hvað

við heitum. Við gerðum eins og í myndbandinu og byrjuðum á því að búa til stóran

hring. Ég kenndi því næst börnunum lagið og fóru fyrstu mínúturnar í

það að kenna þeim það. Því næst sungum við lagið saman og ég

benti alltaf á eitt barn í hringnum sem sagði nafnið sitt. Fyrsti

hringurinn gekk á þessa leið. Þegar við vorum komin allan hringinn

ákvað ég að fara annan hring, en í seinni hringnum bættum við inn hreyfingum ásamt

nöfnunum. Þessi leikur gekk vel, þar sem lagið var grípandi og sum börnin kunnu það

einnig (Nú skulum við segja hvað við heitum. 2007).

Næsti leikur sem ég valdi er hreyfileikur sem heitir Malena. Við höfum verið

að læra þennan leik á deildinni minni (2-3 ára börn) með aðeins öðruvísi hreyfingum.

Lagið er það sama, en hreyfingarnar eru á þá leið að fyrst klöppum við á bringuna og

smellum svo fingrum, næst sláum við á lærin og smellum svo fingrum og í lokin

sláum við á gólfið, svo klöppum við og því næst sláum við á hausinn áður en við

smellum fingrum (Malena. 2007).

Það tók dálítinn langan tíma að kenna börnunum þetta, en eftir að hafa sungið

þetta nokkrum sinnum voru þau farin að gera hreyfingar ásamt því að syngja. Lagið er

líka svo grípandi að fyrst eftir að við kenndum það voru allir að söngla það á

deildinni, bæði börn og starfsmenn.

Seinasti leikurinn sem ég valdi er klappleikur. Ég fór í þennan leik

með elstu börnunum á leikskólanum. Leikurinn gengur út á það að allir

standa í hring, svo er klapp látið ganga með því að „rétta” næsta aðila

klappið. Í því felst að klappa, en snúa sér jafnframt að þeim sem maður

16

Page 17: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

klappar til. Við fórum fyrst nokkra hringi með því að klappa og láta það ganga. Eftir

nokkra hringi gerðum við leikinn aðeins erfiðari með því að þegar það er klappað

tvisvar þá snýst hringurinn við (Klappleikur. 2007).

Leikurinn gekk mjög vel til þess að byrja með, en oft vildi þó gleymast að

snúa sér að þeim sem maður klappar til. Þegar hægt var að klappa tvisvar til þess að

snúa við, þá vandaðist málið og börnin fóru að ruglast. Börnin höfðu þó rosalega

gaman að leiknum og tel ég að börnin þurfi einungis æfingu í leiknum og þá fer allt að

ganga betur.

Mér fannst þessi þáttur mjög skemmtilegur og er greinilegt að til eru margir

skemmtilegir sönghreyfileikir sem hægt er að fara í jafnt með börnum sem og

fullorðnum.

17

Page 18: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

HugþroskaleikirÍ þessum þætti las ég kver sem Ingvar Sigurgeirsson tók saman um

hugþroskaleiki. Ég prófaði fimm leiki í þessu kveri, einn leik úr hverjum flokki og

segi hér frá því hvernig leikirnir gengu.

Meginhlutverk hugþroskaleikja er að stuðla að alhliða þroska nemenda og búa

þá undir að takast á við viðfangsefni ýmissa námsgreina.

Í hreyfileikjunum prófaði ég leikinn Með.... á bakinu. Ég prófaði þennan leik á

leikskólanum mínum, þar sem er mikið og gott pláss. Ég setti epli á bakið á mér og

skreið varlega eftir ýmsum krókaleiðum, undir borð og í kringum þau. Krökkunum

fannst þetta svo sniðugt að þau vildu líka fá að prófa. Ég leyfði þeim því að prófa

þetta líka, en setti lítið box á bakið á þeim, þar sem það tollir betur en eplið. Börnin

sem voru á aldrinum 2-3 ára skemmtu sér konunglega þótt að ekki gengi öllum

jafnvel. Þeim sem gekk best fóru mjög hægt en hjá þeim sem fóru hratt vildi boxið oft

detta af (Ingvar Sigurgeirsson. 2005:7-8).

Ég tel að hægt sé að nota þennan leik með ýmsum mismunandi hlutum og að

hægt sé að skríða mis erfiðar leiðir. Fer allt eftir aldri barnanna og getu hversu erfitt

þetta á að vera.

Í skoðunarleikjunum valdi ég að prófa leikinn Að skoða í huganum. Til þess að

aðstoða mig í þessum leik þá spurði maðurinn minn mig ýmissa spurninga

um heimilið. T.d. hvað voru mörg glös á borðinu áðan?, hvað var skítugt í

vaskinum? Í hvernig fötum er ég klæddur? Hvernig mynd er á dagatalinu

inni í herbergi? O.s.frv. (Ingvar Sigurgeirsson. 2005:10-11).

Ég tel að hægt sé að nota þennan leik með litlum börnum á þann hátt að setja

ýmsa hluti undir teppi og sýna börnunum. Svo er hægt að láta einn hlut hverfa hverju

sinni og láta börnin geta hvaða hlut vantar. Þegar ég var yngri fór ég oft í þennan leik

þegar ég var í skátunum og þjálfaði þetta mig betur í því að taka eftir því sem er í

kringum mig.

Með börnunum á deildinni minni, sem eru tveggja til þriggja ára, þá förum við

oft í leikinn Hver er undir teppinu, sem felst í því að eitt barn fer fram meðan annað

18

Page 19: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

barn fer undir teppi. Barnið sem fór fram á því næst að geta hvaða barn er undir

teppinu. Það eru því til margir skoðunarleikir sem hæfa mismunandi aldri.

Í snertileikjum prófaði ég leikinn Hvað er í pokanum með börnum sem eru

þriggja ára. Ég útfærði leikinn þannig að hann yrði ekki of erfiður fyrir þessi börn.

Leikinn framkvæmdi ég á þann hátt að ég setti ýmsa smáhluti í poka, m.a. stein, púsl,

kúlu, bíl, bandspotta, penna og bangsa. Börnin sátu í hring og eitt í einu

settu þau hendina ofan í pokann og þreifuðu á einum hlut. Börnin áttu

svo að segja upphátt hvaða hlutur þetta væri. Þetta gekk misvel hjá

börnunum. Sum börnin gátu alltaf hvað þetta var, en önnur voru ekki viss og of feimin

til þess að segja hvaða hlutur þetta væri (Ingvar Sigurgeirsson. 2005:15).

Þótt að leikurinn hafi ekki gengið vel hjá öllum börnunum þá tel ég að svona

leik þurfi að fara oftar í og að æfingin skapi meistarann.

Í hlustunarleikjum prófaði ég leikinn Hvaða hljóð er þetta? Þennan leik

prófaði ég líka ásamt börnunun á deildinni minni. Ég prófaði leikinn

á þann hátt að ég notaði kassettu með dýrahljóðum og leyfði

börnunum að hlusta á og geta svo hvaða dýr ætti hljóðið (Ingvar

Sigurgeirsson. 2005:17).

Ég taldi að dýrahljóðin ættu betur við fyrir þennan aldurshóp, tveggja til

þriggja ára, heldur en önnur tilbúin hljóð. Leikurinn var mjög skemmtilegur og gekk

misvel hjá börnunum að þekkja hljóðin, fór allt eftir því hversu vel börnin þekktu

dýrin sem áttu hljóðin. Þannig þekktu börnin hljóðin betur sem íslensku húsdýrin áttu

heldur en hljóð dýra sem ekki eru til á Íslandi.

Í rökþroskaleikjum valdi ég leikinn Raðir. Þennan leik nýtti ég mér til þess að

skipta börnunum á deildinni minni í hópa fyrir leiktíma. Ég var fyrirfram búin að

ákveða fjóra liti, rauðan, bleikan, bláan og grænan. Svo raðaði ég börnunum í hópa

eftir því í hvaða flokk liturinn á sokkabuxunum þeirra passaði í. Að mínu mati má

nota svona raðanir til þess að skipta börnum í hópa og má þá nota t.d. liti, augnalit,

hárlit, stærð, hvort börnin hafa eitt eða tvö nöfn o.s.frv. til þess að hjálpa sér við

röðunina (Ingvar Sigurgeirsson. 2005:21).

19

Page 20: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Námsspil og töflHvað er spil? Að mínu mati eru spil leikir sem fela í sér allskyns reglur sem

verður að fylgja. Mismunandi er hvort að spil séu handspil eða borðspil og felst

munurinn í því hvort að haldið sé á þeim í höndunum eða hvort að spilið fari fram á

borði. Námsspil eru þar af leiðandi spil sem hægt er að læra eitthvað af.

Í þessum þætti lagði ég áherslu á að skoða námsspil fyrir börn á leikskólaaldri.

Ég skoðaði með það í huga spilin sem til eru á leikskólanum sem ég er að vinna á.

Fyrra spilið sem ég prófaði var Íslenska fuglaspilið. Þetta spil geta bæði börn

og fullorðnir spilað. Með þessu spili fylgir geisladiskur með hljóðum þrjátíu fugla

sem hægt er að finna hér á landi. Þetta spil er hægt að spila á þrjá vegu, sem

hljóðabingó, myndabingó og minnisspil (Óskar J. Sandholt. 2000).

Ég ákvað að spila þetta spil með elstu börnunum á leikskólanum og spiluðum

við þetta sem hljóðabingó. Það gekk ágætlega hjá okkur að spila spilið, en börnin

þekktu mis vel hljóð fuglanna í upphafi spilsins. Þegar við vorum búin að spila það

nokkrum sinnum þá fór að ganga betur og börnin lærðu þá um leið hljóð hinna

mismunandi fugla.

Mér finnst þetta sjálfri vera skemmtilegt spil sem kennir börnum að þekkja

fuglahljóð sem þau geta heyrt hér á Íslandi. Þar sem við prófuðum aðeins hljóðabingó

þá er það næst á dagskrá að prófa bæði myndabingó og minnisspil

Seinna spilið sem ég prófaði var minnisleikur barna (Memory) sem Egilsson

hf. gefur út.

Í þessu spili eru 66 spjöld, þar sem tvö spjöld eru alltaf eins. Þetta er

samstæðuleikur, sem felst í því að finna samstæðu spjaldsins sem þú dregur fyrst

(Memory. [án árs]).

Ég fór í þetta samstæðuspil með þriggja ára barni á deildinni minni. Leikurinn

gekk ágætlega í byrjun en eftir því sem líða fór á leikinn gekk barninu alltaf betur og

betur að finna samstæðuna.

20

Page 21: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Ég tel að það sé mjög mikilvægt að spila svona spil með ungum börnum til

þess að hjálpa þeim að þjálfa minnið sitt. Einnig eru svona samstæðuspil hin besta

skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna.

Gátur, þrautir og heilabrjótarÍ þessum þætti skoðaði ég gátur, þrautir og heilabrjóta og hvernig hægt er að

nota þessa þætti í skólastarfi. Til er mikið af gátum, þrautum og heilabrjótum sem

hægt er að nota við ýmis tækifæri, ekki bara í stærðfræði eins og margir halda. Gátur

og þrautir er hægt að flokka í tvo flokka, þær sem hafa eina lausn og þær sem hafa

margar lausnir.

Helstu flokkar af þrautum, gátum og heilabrjótum eru:

Myndagátur

Rúmfræðiþrautir

Einföld töfl og spil

Sagnagátur

Eldspýtnaþrautir

Rökleitargátur

Raðþrautir

Verkefnið í þessum námsþætti fólst í því að skoða vel alla þessa þætti af

gátum, þrautum og heilabrjótum.

Fyrsti flokkurinn sem ég skoðaði var Myndagátur. Þar eru sýndar myndir af

einhverju og spurningu er varpað sem tengist myndinni. Það sem er mikilvægt í

myndagátum er að segja ekki svarið strax, heldur gefa öllum tíma til þess að hugsa sig

um.

Til þess að skoða flokkinn Rúmfræðiþrautir þá fór ég á netið og skoðaði

síðuna Puzzles.com. Þar eru ýmsir leikir, sem eru misjafnlega erfiðir. Ég prófaði

nokkra þessara leikja og fannst mér þeir frekar erfiðir. En ég tel þó að í þrautum sem

þessum þá þurfi maður að æfa sig til þess að ná árangri.

21

Page 22: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Ég leitaði að fleiri síðum með rúmfræðiþrautum á google.com. Þar skráði ég

inn leitarorðið Geometry Puzzles og fékk upp 1.100.000 síður með þrautum af þessu

tagi. Ég skoðaði nánar síðuna Freepuzzles, þar sem eru fínar þrautir. Það er því af

nógu að taka til að æfa sig frekar í rúmfræði.

Í flokknum Einföld töfl og spil las ég um fimm leiki af þessu tagi og prófaði

tvo þeirra. Ég spilaði leikinn Hex á síðunni

http://web.ukonline.co.uk/arthur.vause/Hex.html Leikurinn fer þannig fram að

spilaborðið er eins og tígull á ská í laginu, með mörgum littlum reitum. Í leiknum á ég

að reyna að mynda lárétta línu á milli hliðanna, en tölvan sem spilar á móti á að reyna

að mynda lóðrétta linu á milli botns og lofts.

Ég þarf greinilega að æfa mig í þessum leik þar sem tölvan sigraði í þeim

fimm leikjum sem ég prófaði.

Í þessum þætti spilaði ég einnig leikinn Krossar og hringir. Þessi leikur er

mjög auðveldur en samt sem áður skemmtilegur. Þegar ég var yngri var þessi leikur

oft spilaður í skólanum.

Í þessum leikjum sem flokkast undir einföld töfl og spil, tel ég að nemendur

þroski með sér hugsun en að þeir skemmti sér jafnframt mjög vel í þessum leikjum,

sem oftast eru einfaldir.

Í flokknum Sagnaþrautir tengjast saman bæði sagnalist og þrautalausn. Hér

skiptir mestu máli að segja frá þrautinni á skemmtilegan hátt. Í þessu verkefni bað ég

systur mína sem er 16 ára að leggja fyrir litla frænda okkar sem er tíu ára eina af

þrautunum sem voru í boði og segja jafnframt frá þrautinni á skemmtilegan hátt til

þess að gera meira úr sögunni og gera þrautina jafnframt spennandi.

Þegar ég fylgdist með því sem fór fram þegar hún lagði þrautina fyrir hann og

sagði skemmtilega frá, þá sá ég að þrautin varð ekki aðal málið, heldur sagan sjálf.

Sagnaþrautir virðast vera skemmtileg leið til þess að leggja ýmsar þrautir fyrir börn

jafnt sem fullorðna.

Í flokknum Eldspýtnaþrautir þá skoðaði ég ýmsar þrautir af því tagi á þessari

síðu http://www.jimloy.com/puzz/match.htm Sjálf hef ég ekki leikið mér mikið í

þrautum af þessu tagi, en ég hef þó heyrt af þessum þrautum. Því fannst mér gaman að

skoða þessar þrautir á síðunni og prófaði ég nokkrar þeirra við misjafnan árangur.

22

Page 23: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Rökleitargátur eru gátur sem byggjast á ákveðnum lýsingum. Með

markvissum spurningum eiga þeir sem leysa gátuna að reyna að gera það á sem

stystum tíma. Til þess að æfa mig í gátum á þessu sviði, þá fór ég á Leikjavefinn og

skoðaði þær rökleitargátur sem þar er að finna.

Eftir að hafa skoðað þær rökleitargátur sem eru þar, komst ég að því að ég er

alls ekki góð í svona gátum. En þær voru engu að síður skemmtilegar og gaman að

lesa þær.

Í flokknum Raðþrautir skoðaði ég leikinn Tangram á Leikjavefnum. Ég man

ekki eftir því að hafa heyrt um þennan leik áður, a.m.k. ekki nafnið. Ég fór því á þessa

síðu http://tangrams.ca/index.htm og prófaði þennan leik. Í leiknum þarf maður að

hafa þolinmæði og tilfinningu fyrir formum og lögun. Það var gaman að reyna sig við

þennan leik, sem gekk dálítið brösulega í byrjun og á ég án efa eftir að prófa hann

aftur.

Eftir að hafa skoðað vel þessa sjö flokka af gátum, þrautum og heilabrjótum þá

komst ég að því að það er til rosalega mikið af góðum síðum um þetta efni á netinu

sem hægt er að nýta sér. Ég verð án vafa að gera það, þar sem ég komst einnig að því í

þessum hluta að ég er ekki nógu góð í mörgum af þessum flokkum. Það var því mjög

gaman að skoða alla þessa flokka og spreyta sig á hinum ýmsu gátum, þrautum og

heilabrjótum.

23

Page 24: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

OrðaleikirÍ þessum þætti byrjaði ég á því að skoða orðaleikina á Leikjabankanum /

Leikjavefnum. Þar skoðaði ég alla leikina og fannst þeir misjafnlega góðir. Þeir leikir

sem mér finnst vera skemmtilegastir eru leikirnir: Að búa til orð, Bókstafaleikur,

Gálgaleikurinn og Öll orð byrja á sama staf.

Leikurinn Að búa til orð fer þannig fram að t.d. kennari setur fram eitt langt

orð og nemendurnir eiga að reyna að búa til sem flest önnur orð úr þessu langa orði

(Að búa til orð. 1997).

Bókstafaleikurinn fer þannig fram að í upphafi leiksins velur stjórnandinn

hvaða bókstaf öll orðin eiga að byrja á. Bekknum er svo skipt í nokkra hópa og eiga

allir í hópnum að hjálpast að við að finna fimm nafnorð á t.d. dýrum, löndum, fötum,

ávöxtum o.s.frv. (Bókstafaleikur. 1997).

Gálgaleikurinn fer þannig fram að stjórnandinn velur eitt orð og setur strik á

töfluna fyrir hvern bókstaf. Nemendurnir eiga svo að giska á bókstafi. Ef þeir giska á

bókstaf sem er í orðinu, þá setur stjórnandinn bókstafinn á réttan stað í orðið. Ef

hinsvegar giskað er á staf sem ekki er í orðinu þá er byrjað að búa til mann í gálga. Ef

búið er að finna orðið áður en maðurinn er fullkláraður vinna nemendurnir, en ef

maðurinn er fullkláraður og ekki er búið að finna orðið, þá vinnur stjórnandinn

(Gálgaleikurinn. 1994)

Leikurinn Öll orð byrja á sama staf er þannig að byrjað er á því að útbúa lista

með ýmsum flokkum, t.d. lýsingarorð, sagnorð, skordýr o.s.frv. Síðan er valinn

bókstafur sem öll orðin eiga að byrja á. Nemendurnir fá svo ákveðið langan tíma til

þess að reyna að finna eins mörg orð sem byrja á þessum bókstaf og passa inn í

flokkana sem beðið er um. Hann vinnur sem finnur flest orðin (Öll orð byrja á saman

staf. 1995).

24

Page 25: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Þegar ég sló inn í leit.is orðinu orðaleikir þá komu upp 11.394 niðurstöður.

Fyrsta síðan sem kom upp er síða nemenda sem hefur verið á námskeiðinu Leikir sem

kennsluaðferð. Þegar ég sló orðinu word games inn í leitina þá komu einungis upp

921 síða, sem má rekja til þess að leit.is er íslensk leitarsíða. Því næst sló ég inn

orðinu word play og þá komu upp 1704 niðurstöður. Að lokum sló ég inn orðið word

puzzles og þá komu einungis upp 88 niðurstöður.

Ég ákvað að nota leitarsíðuna leit.is, þar sem flestir samnemendur mínir virtust

nota google.com.

Ég tel orðaleiki vera skemmtilega leiki sem hægt er að fara í hvenær sem er til

að stytta sér stundir, t.d.í kennslustofunni og á ferðalögum, s.s. í bíl og flugvél. Þetta

eru leikir sem eru auðveldir í framkvæmd og krefjast ekki mikils undirbúnings.

25

Page 26: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

TölvuleikirÍ þessum þætti skoðaði ég tölvuleiki og hvaða námsgildi þeir hafa fyrir börn.

Ég byrjaði á því að skoða átta leiki á síðu Námsgagnastofnunar.

Fyrsti leikurinn sem ég skoðaði var Orðakistur Krillu. Ég tel að þessi leikur

hafi gildi fyrir nám barna. Ég tel leikinn vera góðan fyrir nám barna þar sem börnin

læra að ríma, tengja saman orð, stafrófið og orðaleit.

Börnin fá góðan stuðning í leiknum þar sem talað er

við þau á íslensku og orðin sem þau velja eru sögð á

íslensku. Þau tengja þar með orð við athöfn og tel ég það hafa mikið gildi fyrir nám

barnanna.

Næsti leikurinn sem ég skoðaði var Minnisleikur. Þetta er skemmtilegur leikur

sem börn geta æft minnið á. Þennan leik geta þau leikið ein og þurfa því ekki félaga

eins og í öðrum minnisspilum. Í þessum leik er ekki talað við börnin og sagt hvað þau

eru að velja og tel ég það vera mikinn galla. Í lokin

fá börnin smá glaðning (mynd) fyrir að hafa lokið

verkefninu og tel ég það vera mikilvægt fyrir börnin

að fá glaðning fyrir erfiðið sem þau lögðu í verkið.

Þriðji leikurinn sem ég fór í var Brúsarnir. Þessi leikur fannst mér ekki

skemmtilegur og sé ég ekki neitt námsgildi með honum. Í leiknum er ekki útskýrt

fyrir börnunum hvað þau eiga að gera, né sýnt þeim

á hvaða hátt hægt sé að vinna verkefnið. Hljóðin í

leiknum eru leiðinleg og stuðla ekki að því að

börnin verði ánægð með vinnuna sína og langi til

þess að halda áfram.

26

Page 27: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Fjórði leikurinn sem ég fór í var Þríhyrningarnir. Þetta er stærðfræðileikur þar

sem börnin þurfa að hugsa um að raða tölunum rétt í

þríhyrninginn svo summa allra hliða verði sú sama.

Þetta er ágætur þrautaleikur og læra börnin bæði

stærðfræði í honum ásamt því að leysa þrautina hvaða

tala á að vera hvar.

Fimmti leikurinn sem ég fór í var

Ferhyrningarnir. Þessi leikur er einnig

stærðfræðileikur og er hann alveg eins og leikurinn

hér að ofan, nema hér þarf að raða tölunum rétt í

ferhyrninginn.

Sjötti leikurinn sem ég skoðaði er Þrír í röð.

Ég reyndi að fara í þennan leik, en tölvan gaf mér

ekki aðgang til þess að spila hann. Ég veit því ekki

hvernig hann fer fram eða hvernig gæði hans eru.

Sjöundi leikurinn sem ég fór í var Talnaferningurinn. Þetta er stærðfræði

leikur, svipaður þríhyrningnum og ferhyrningnum hér

að ofan. Leikurinn felst í því að summa allra dálka og

hornalínu á að vera sú sama. Þetta er ágætis

hugsunarleikur og þjálfar stærðfræði hjá börnum.

Áttundi leikurinn sem ég skoðaði er

Lukkuhjólið. Ég reyndi einnig að fara í þennan leik en

fékk ekki aðgang að honum og gat því ekki spilað

hann. Ég veit því ekki hvernig hann fer fram eða

hvernig gæði hans eru.

Að mínu mati er leikurinn Orðakistur Krillu besti leikurinn námslega séð af

þessum átta leikjum sem ég skoðaði. Ef ég væri grunnskólakennari myndi ég helst

nota þennan leik í kennslu hjá mér, á þann hátt að ég myndi leyfa tveimur börnum

saman að fara í leikinn. Annar myndi spila leikinn og hinn vera til aðstoðar, en bara ef

27

Page 28: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

sá sem spilar getur ekki rétt og vill aðstoð. Ég tel að með því að hafa tvö og tvö börn

saman þá geti þau kennt hvoru öðru og jafnframt talað um leikinn og það sem þau eru

að læra hverju sinni.

Ég skoðaði jafnframt forritið Álf. Að mínu mati er þetta leikur. Í þessum leik á

að hlusta á sögu og leysa svo í framhaldinu allskyns verkefni. Þessi verkefni tengjast

ýmsum þáttum s.s. litum, formum og hugtökum tengdum umferðinni. Þessi leikur á að

efla samskiptafærni og tilfinningaþroska barna í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla. Ég

tel að þessi leikur geti verið ágæt skemmtun fyrir börn, þar sem lesin er fyrir þau saga

og þau fá ýmis verkefni til að spreyta sig á. Ég tel

þó ekki að börnin læri neitt sérstakt á leiknum,

heldur sé hann einungis skemmtun fyrir þau.

(Námsgagnastofnun. [án árs]).

Ég fór inn á leitarsíðuna Google.com og skrifaði Learning games í

leitarstikuna. Þar valdi ég síðu BBC og skoðaði þar ýmsa fræðslu leiki. Ég valdi að

skoða leiki sem kenna um tímann / klukkuna og valdi aldurinn 5-7 ára. Leikurinn sem

ég valdi heitir Digger and the gang. Í leiknum er talað á ensku þar sem síðan er ensk.

Digger og vinir hans voru fyrst kynntir og svo hófst leikurinn sem tók stuttan tíma.

Leikurinn fólst í því að Digger og vinir hans voru sofandi og

þurftu að vakna. Mitt hlutverk var að vekja þá með því að

smella á eina klukku af þrem, þá sem átti að hringja klukkan

átta (Digger and the gang. Apríl 2007).

Þessi leikur þjálfar börnin í að læra á klukku og tel ég þetta vera góða leið fyrir

börn til þess að æfa sig á klukkuna.

28

Page 29: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Framlag til Leikjavefjarins – LeikjabankansÞetta hópverkefni saman stóð af því að allir í hópnum áttu að finna eða útfæra

tvo leiki til þess að setja á Leikjavefinn / Leikjabankann. Með mér í hóp voru Guðrún

Gunnarsdóttir og Skúli Þórisson. Þegar við vorum búin að finna tvo leiki hver, þá

ræddum við um leikina og hvernig best væri að setja þá upp. Samvinnan hjá okkur

gekk mjög vel og er ég ánægð með þetta verkefni.

Hér fyrir neðan koma leikirnir sex sem við völdum að senda inn á

Leikjavefinn.

Baunapokakeppni

Þessi leikur er fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Leikmenn geta verið frá 10 – 30.

Markmið

Markmið þessa leiks er að efla samvinnu og æfa fingrafimi. Ásamt því að styrkja bak

með beygju og réttu og teygja á brjóstvöðvum.

Gögn

Baunapokar, borð og stólar.

Leiklýsing

Leikmönnum er skipt í fimm til átta manna hópa og stendur hver hópur í einfaldri röð.

Nokkurt bil er á milli og standa þeir með bil á milli fótanna. Sá sem er fremstur heldur

á baunapoka.

Leikurinn fer þannig fram að þegar stjórnandi gefur merki, réttir fremsti maður

baunapokann milli fóta sér aftur til næsta manns. Hann réttir pokann aftur yfir höfuð

29

Page 30: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

sér til þess sem stendur fyrir aftann hann og þannig alltaf til skiptis undir eða yfir til

aftasta manns. Leikmenn verða að hafa báðar hendur á pokanum.

Þegar aftasti maður fær pokann segir hann „snú” og öll röðin snýst í hálfhring þannig

að aftasti maður verður fremstur í röðinni. Hann réttir nú pokann öfugt við það sem

hann fékk hann og endurtekur leikinn þar til sá sem hóf leikinn fær pokann aftur. Þá

segir hann „snú” og lyftir pokanum upp.

Sú röð vinnur sem er fyrst að snúa og lyfta poka.

Hafa má fleiri umferðir og er það þá ákveðið í upphafi leiks hversu oft pokinn skal

ganga aftur og fram.

Útfærsla

Borðum og stólum er raðað í röð og leikmenn sitja við borðin.

Pokinn er nú eingöngu látinn ganga (með báðum höndum) yfir höfuð. Aftasti maður

segir „snú” þegar hann fær pokann og allir leikmenn setjast klofvega öfugt á stólana.

Pokinn er látinn ganga til baka yfir höfuð þar til sá sem hóf leikinn fær pokann aftur.

Þá segir hann „snú” og allir snúa aftur rétt í stólunum.

Hann lyftir þá pokanum upp. Sú röð vinnur sem er fyrst að snúa og lyfta poka.

Heimild

Bókin Innileikir – hreyfileikir frá árinu 1987. Þórey Guðmundsdóttir tók saman.

Gerðu þetta, gerðu svona

Þessi leikur er fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Fjöldi leikmanna eru 4-30.

Markmið

Markmið þessa leiks er að örva ímyndunarafl, eftirtekt og viðbrögð. Styrkja

sjálfsmynd og veita hreyfingu.

Gögn

Engin gögn eru notuð í þessum leik.

Leiklýsing

30

Page 31: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Einn leikmaður er valinn foringi og aðrir leikmenn eiga að snúa að honum.

Foringinn gerir leikfimisæfingu eða einhverja hreyfingu í sífellu um leið og hann

segir: „Gerið þetta” og aðrir leikmenn herma eftir. Hann breytir um æfingu annað

slagið og endurtekur skipun sína. Foringinn segir einhvern tímann: „Gerið svona” í

stað þess að segja „Gerið þetta”.

Þá mega leikmenn ekki skipta yfir í þá æfingu en halda áfram með æfinguna á undan

þar til foringinn segir aftur „Gerið þetta”. Þeir sem gegna skipuninni „Gerið svona”

eru úr leik og verða að setjast.

Foringinn getur valið um hreyfingar sem flestir þekkja, t.d. hoppa, beygja sig, gera

armbeygjur, dansspor o.fl.

Hvetja ætti foringjann til að skipta um æfingar nokkuð ört. Einnig ætti að skipta oft

um foringja og enginn foringi má nota aftur sömu æfingar og hinir.

Heimild

Bókin Innileikir – hreyfileikir frá árinu 1987. Þórey Guðmundsdóttir tók saman.

Domino

Jákvætt viðhorf gagnvart gildismati og sjálfsmynd annarra.

Gögn

Enginn, bara gott gólfpláss. Fær nemendur til að hugsa um hvað þeir eiga

sameinginlegt og hvað er ólíkt með þeim. Þessi leikur er fyrir börn á öllum aldri.

Æskileg hópastærð 10-20 nemendur.

Markmið

Að efla sjálfsmynd nemenda. Ef börn eru sátt við sjálfan sig eru minni líkur á að þau

hafi þörf fyrir að niðurlægja aðra.

Efla meðvitund um fordóma og ólík viðhorf.

Leiklýsing

31

Page 32: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Einn þátttakandi er beðin að hugsa sér tvö atriði sem honum finnst einkenna hann

sjálfan sem persónu og segja hópnum. Annað einkennið vinstra megin og hitt hægra

megin. T.d. vinstra megin, ég er stelpa og hægra megin, ég á tvo bærður.

Þá er kallað eftir einhverjum sem hefur annað þessara einkenna beggja vegna og þeir

leiðast. Svo er farið hringinn og hver nemandi bætir við einu einkenni þar til allir eru

með í hringnum. Aðeins einn má tengjast í hvert sinn þó fleiri hafi sömu einkenni.

Þannig að hringurinn lokast smátt og smátt út frá þeim sem byrjaði.

Ef einhver nefnir einkenni sem enginn annar getur tengst, er viðkomandi beðinn að

finna annað einkenni svo hringurinn geti lokast.

Umræður

Fólk er meira en það ber utan á sér og það sem sést við fyrstu kynni. Samt myndum

við okkur skoðanir á fólki eftir því sem við sjáum fyrst. Þegar við kynnumst betur

sjáum við hvað við eigum sameiginlegt.

Heimild

Guðrún Pétursdóttir. 2003. Allir geta eitthvað, enginn getur allt. Bls. 91

Að stafa orð með hlutum

Í þessum leik þarf dómara- stjórnanda. Nemendum er skipt í tvo hópa, gott er að skipa

fyrirliða í hópunum sem úthluta verkefnum.

Markmið

Hópstyrkingarleikur. Að hafa gaman, saman.

Gögn

Allt í umhverfinu.

Leiklýsing

Leikurinn hefst með því að dómarinn nefnir nafn og gengur leikurinn út á að finna

hluti sem byrja á stöfunum sem eru í nafninu. Fyrirliðar úthluta stöfum og svo hefst

leitin að hlutunum.

32

Page 33: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Oft kemur fyrir að nemendur rási um allt í leit að hlutunum svo er nothæfur hlutur rétt

innan seilingar. Það gerir leikinn skemmtilegan.

Útfærsla

Þennan leik er einnig hægt að útfæra þannig að allir sitji í hópum og skrifi niður orð

sem byrja á orðunum í nafninu sem dómarinn nefnir. Einnig má þyngja hann talsvert

með því að takmarka orðin við lönd, ávexti og grænmeti, fuglanöfn, fiska eða annað

sem nemendur eru að vinna með í þemaverkefnum.

Heimild

Tómstundabók Iðunnar. 1996.Bls.27.

Tómatur

Þessi leikur er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Fjöldi leikmanna eru 5-15, jafnvel fleiri.

Markmið

Markmið þessa leiks er að auka samhæfingu og liðleika og skemmta sér í hópi.

Gögn

Bolti, má vera brennubolti eða handbolti.

Leiklýsing

Leikendur mynda hring og snúa baki inn í hringinn. Í byrjun spenna allir greipar,

standa gleiðir og beygja sig niður þannig að þeir horfa milli fóta sér inn í hringinn.

Einn þátttakenda byrjar með boltann og kýlir hann með báðum höndum og reynir að

hitta milli fóta annars þátttakanda. Þátttakendur reyna svo að varna því að boltinn fari

milli fóta þeirra með því að kýla boltann og freista þess um leið að skora milli fóta

annarra. Fari boltinn milli fóta einhvers og þannig út úr hringnum sækir sá hinn sami

boltann og hefur leik á ný, en nú aðeins með annarri hendi og hin skal höfð fyrir aftan

bak. Ef skorað er milli fóta leikmanns sem orðinn er einhentur fellur hann úr leik og

þannig fækkar smám saman í hópnum þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

33

Page 34: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Útfærsla

Mögulegt er að ákveða að leik ljúki þegar ákveðinn fjöldi þátttakenda er eftir, t.d.

fimm.

Oftast er betra að leika þennan leik með stærri bolta ef þátttakendur eru mjög ungir.

Heimild

Þessi leikur kemur frá Frakklandi. Munnleg heimild Audrey de Taeye.

Hænur, refir og snákar

Þessi leikur er fyrir börn á aldrinum 6-14 ára. Heppilegur fjöldi þátttakenda er 15-30,

jafnvel fleiri.

Markmið

Markmið þessa leiks er að skerpa athygli, veita hreyfingu og útiveru og skemmta sér í

hópi.

Gögn

Bönd í þremur mismunandi litum eitt band fyrir hvern þátttakanda til að aðgreina

liðin. Stór leikvöllur.

Leiklýsing

Leikendur mynda þrjú lið og fær hvert lið úthlutað böndum í ákveðnum lit, sem

þátttakendur bera til að allir geti séð hvaða liði þeir tilheyra. Stjórnandi leiksins

tilkynnir svo hvaða lið er snákar hvert þeirra eru refir og hverjir eru hænur. Hvert lið

á sér heimili og kemur þar til greina stór steinn, tré, fótboltamark, vegasalt, eða annað

þvílíkt. Leikurinn gengur út á það að refirnir reyna að ná hænunum, hænurnar reyna

að ná snákunum og snákarnir reyna að ná refunum og færa heim til sín. Þetta er

eltingaleikur. Þeir sem nást verða að fylgja þeim sem náði þeim og dvelja á heimili

hans(standa þar og koma við það) þar til einhver úr liðinu þeirra frelsar þá með því að

snerta þá. Leikið er þar til búið er að ná öllum í einhverju liðanna, eða þar til

34

Page 35: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

stjórnanda sýnist þátttakendur vera að missa áhuga á leiknum. Einnig er hægt að leika

í fyrirfram ákveðinn tíma, stöðva leik og telja hvaða lið hefur flesta fanga.

Heimild

Þessi leikur kemur frá Frakklandi. Munnleg heimild Audrey de Taeye.

LokaorðAð vinna leikjamöppu eins og þessa er mjög skemmtilegt og gefandi. Vinnan

sem ég lagði í þessa möppu var mikil og tímafrek, en í lok verks var ég ánægð með

útkomuna og á ég án efa eftir að nýta mér þessa möppu vel. Ég mun geta leitað að

hinum ýmsu leikjum í þessari möppu við vinnu mína í framtíðinni, sem

leikskólakennari.

Núna er ég margs vísari um hinar ýmsu leikjaaðferðir og hvernig ég get nýtt

mér þær í skólastarfinu. Suma þættina í þessari möppu var erfiðara að vinna en aðra

og sumir voru skemmtilegri en aðrir.

35

Page 36: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Heimildaskrá

Að búa til orð. 1997. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=119 [Sótt: 23. mars 2007].

Að stökkva yfir sauðalegg. 2003. Þjóðminjasafn Íslands.

http://www.natmus.is/fraedsla/skemmtimenntun/adstokkvayfirsaudalegg/nr/

114 [Sótt: 11. febrúar 2007].

Audrey de Taeye. (Munnleg heimild, frá Frakklandi).

Ávaxtakarfa. 1994. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=170 [Sótt: 9. febrúar

2007].

Ávextirnir. 1993. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=171 [Sótt: 9. febrúar

2007].

Bókstafaleikur. 1997. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=98 [Sótt: 23. mars 2007].

Digger and the gang. Apríl 2007.

http://www.bbc.co.uk/schools/digger/5_7entry/4.shtml

[Sótt: 3. apríl 2007]

Francis Wardle. [án árs]. Play as Curriculum.

http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?

ArticleID=127 [Sótt: 19. janúar 2007].

36

Page 37: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Fuglafit. 2003. Þjóðminjasafn Íslands.

http://www.natmus.is/fraedsla/skemmtimenntun/fuglafit/nr/108 [Sótt: 13.

febrúar 2007].

Gálgaleikurinn. 1994. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=105 [Sótt: 23. mars 2007].

Góðan daginn. 1994. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=54 [Sótt: 9. febrúar

2007].

Guðrún Kvaran. [án árs]. París. http://www.lexis.hi.is/ordvikunnar/paris.html [Sótt:

13. febrúar 2007].

Guðrún Pétursdóttir. 2003. Allir geta eitthvað, enginn getur allt.

Guess the number. 2006. Funbrain. http://www.funbrain.com/guess/index.html [Sótt

27. febrúar 2007].

Hangman. 2005. Bill‘s games. http://www.billsgames.com/hangman/ [Sótt: 27.

Febrúar 2007].

Helgi Grímsson. [án árs]. Hópeflileikir.

Hex. [án árs]. http://web.ukonline.co.uk/arthur.vause/Hex.html [Sótt 13. mars 2007].

Hvað er klukkan gamli refur? 1993. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=26 [Sótt: 27. janúar 2007].

Hver er ég? 1998. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=235 [Sótt: 13. Febrúar

2007].

Hver er undir teppinu? 1994. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=180 [Sótt: 27. janúar

2007].

37

Page 38: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Icebreakers, Warmups, Energizers & Deinhibitizers. [1]. [4.apríl 2006].

http://wilderdom.com/games/descriptions/HumanKnot.html [Sótt: 9. febrúar

2007].

Icebreakers, Warmups, Energizers & Deinhibitizers. [2]. [4.apríl 2006].

http://wilderdom.com/games/descriptions/AnimalSounds.html [Sótt: 9. febrúar

2007].

Ingvar Sigurgeirsson. 2005. Hugþroskaleikir - Leikir sem örva hugsun.

Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík.

Jill Englebright Fox. [án árs]. Back-to-Basics: Play in Early Childhood.

http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?

ArticleID=240 [Sótt: 19. janúar 2007].

Klappleikur. mms:/streymir.khi.is/efni/Ingvar/Songhreyfileikir/AKristin5.wmv [Sótt:

8. mars 2007].

Malena. mms:/streymir.khi.is/efni/Ingvar/Songhreyfileikir/AKristin4.wmv [Sótt: 8.

mars 2007].

Matchstick Puzzles. 2003. http://www.jimloy.com/puzz/match.htm [Sótt: 13. mars

2007].

Memory. [án árs]. Framleiðandi: Egilsson hf.

Mjálmaðu nú kisa mín! 1992. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=185 [Sótt: 9. febrúar

2007].

Nafnaleikur. 2004. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=244 [Sótt: 27. janúar

2007].

Námsgagnastofnun.[án árs]. Krakkasíður.

38

Page 39: Inngangur (2... · Web viewBörnin sem eru 2-3 ára eiga einnig í erfiðleikum með það, en við höfum þróað leikinn á þann hátt að við leyfum þeim sem er að geta að

Nú skulum við segja hvað við heitum.

mms:/streymir.khi.is/efni/Ingvar/Songhreyfileikir/AKristin2.wmv [Sótt: 8.

Mars 2007].

Óskar J. Sandholt. 2000. Íslenska fuglaspilið. Æskan, Reykjavík.

PE Central. 2006.

http://www.pecentral.org/lessonideas/elementary/preschoolmenu.asp [Sótt: 27.

febrúar 2007].

Rökleitargátur. 1990. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=127 [Sótt: 13. mars 2007].

Tangram. 1994. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=80 [Sótt: 13. mars 2007].

Tangram. 2006. http://tangrams.ca/index.htm [Sótt: 13. mars 2007].

The Promise of Play: Episode 1: The Mother of Invention. 2000. The Institute for

Play.

The Promise of Play: Episode 3: The Heart of the Matter. 2000. The Institute for

Play.

Tómstundabók Iðunnar. 1996.

Útilegumenn. 2003. Þjóðminjasafn Íslands.

http://www.natmus.is/fraedsla/skemmtimenntun/utilegumenn/nr/113 [Sótt: 11.

febrúar 2007].

Þórey Guðmundsdóttir. 1987. Innileikir – hreyfileikir. Reykjavík.

Öll orð byrja á saman staf. 1995. Leikjabankinn / Leikjavefurinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=99 [Sótt: 23. mars 2007].

39