klifur - sjalfsbjorg.is · klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn...

28
Klifur Fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra Júlí 2004, 15. árgangur 2. tbl. ,,Ég mun alltaf sakna Jóa.“ Þing Sjálfsbjargar lsf. Viðtal við nýjan formann Hæfileikakeppni - viðtal við Hörpu Ingólfsdóttur, ekkju Jóhanns Péturs Sveinssonar. Sjálfsbjargar lsf.

Upload: others

Post on 01-Sep-2019

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurFréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Júlí 2004, 15. árgangur 2. tbl.

,,Ég mun alltaf sakna Jóa.“

Þing Sjálfsbjargar lsf.

Viðtal við nýjan formann

Hæfileikakeppni

- viðtal við Hörpu Ingólfsdóttur, ekkju Jóhanns Péturs Sveinssonar.

Sjálfsbjargar lsf.

Page 2: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

2

Fréttablað Sjálfsbjargar,landssambands fatlaðra.

Ábyrgðarmaður:Sigurður Einarsson.

Útgáfunefnd:Pálína SnorradóttirÁrni SalomonssonGuðný Guðnadóttir

Jón Hlöðver ÁskelssonÖrn Sigurðsson

Skrifstofa Sjálfsbjargar, lsf.Hátúni 12, 105 Reykjavík.

Sími 550-0300, fax: 550-0399,tölvupóstur: mottaka@sjalfsbjörg.is

Framkvæmdastjóri:Sigurður Einarsson.

Fjármálafulltrúi:Edda S. Hólmsteinsdóttir.

Ritari:Steingerður Halldórsdóttir.

Upplýsinga- og félagsmálafulltr:Arndís Guðmundsdóttir.

Hönnun og umbrot:Kristrún M. Heið[email protected]

Prentvinnsla:Prentmet ehf.

ISSN 1670-312X

Klifur

Þing Sjálfsbjargar lsf. - haldið 14.-16. maí á Flúðum 3-6

Kvennahreyfing innan ÖBÍ- skoðar stöðu fatlaðra kvenna 7

Saga Sjálfsbjargar skráð- 50 ára afmæli samtakanna 2008 7

Ég mun alltaf sakna Jóa- viðtal við Hörpu Ingólfsdóttur 8-13

Kjartan J. Hauksson- ætlar að sigla næsta sumar 14

Sekt við að leggja í bílastæði hreyfihamlaðra- mikilvægur áfangi í baráttunni 15

Framtíð Sjálfsbjargar er björt- viðtal við Ragnar Gunnar Þórhallsson 16-19

Ánægð með dvölina á Íslandi- viðtal við hjón frá Kanada 20

Hæfileikakeppni - góð þátttaka og mikið fjör 21

Af ferð minni til tannlæknis- Árni Salómonsson skrifar 22

Krossgátan- vinningshafar 27

Efnisyfirlit:

2211

77

1166

2200

Forsíðumyndin er af HörpuIngólfsdóttur og syni hennar, JóhanniPétri. Harpa var gift Jóhanni PétriSveinssyni lögfræðingi og fyrrum

formanni Sjálfsbjargar lsf. Viðtal viðHörpu er á bls. 8. Mynd/kmh.

33

Page 3: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

3

,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“

32. þing Sjálfsbjargar:

Fyrir 45 árum var blásið tilþings í Reykjavík. Þangaðkomu fulltrúar fimm Sjálfs-

bjargarfélaga, sem stofnuð höfðuverið árið áður að frumkvæði Sigur-sveins D. Kristinssonar. Þetta varstofnþing Sjálfsbjargarfélaganna.Um árabil voru þing haldin árlegaen í seinni tíð annað hvert ár.

Þingsetning

Að þessu sinni var þingið haldiðdagana 14. - 16. maí á Hótel Flúðumí Hrunamannahreppi. Þingið sátu 45fulltrúar frá 14 aðildarfélögum aukstarfsfólks landssambandsins ogSjálfsbjargarheimilisins. Margtgóðra gesta var við þingsetningu,þeirra á meðal Árni Magnússon fé-lagsmálaráðherra sem flutti ávarp.

Svanur Ingvarsson formaðurSjálfsbjargar á Suðurlandi bauðgesti velkomna í sveitina. Hann lýstimeð nokkrum orðum framkvæmd-um við lagningu aðgengilegra skóg-arstíga í Haukadalsskógi, semSjálfsbjörg á Suðurlandi hefur unn-ið að og verða formlega teknir ínotkun í sumar við hátíðlega athöfn.Pokasjóður hefur styrkt fram-kvæmdina af miklum myndarskap.Svanur taldi menn óðum vera aðvakna til vitundar um, að gott að-gengi væri öllum þjóðfélagsþegnumtil hagsbóta. Í aðgengilegu þjóðfé-lagi væri enginn hreyfihamlaður.

Loks gat hann nýbreytni sem bæj-arstjórnin í Hveragerði tók upp umsíðustu áramót við endurskipulagn-ingu á nefndum bæjarins. Þá voruskipulags- bygginga- og brunamála-nefndir sameinaðar í eina og fer-

Hópurinn samankominn fyrir utan Hótel Flúði í Hrunamannahreppi. Þingið sátu45 fulltrúar frá 14 aðildarfélögum auk starfsfólks landssambandsins og Sjálfs-

linefnd lögð niður. Rétt til setu áfundum hinnar nýju nefndar meðmálfrelsi og tillögurétti hefur full-trúi fatlaðra, sem fylgir eftirferlimálum í nefndinni. Sá fulltrúiskal tilnefndur af Sjálfsbjörg á Suð-urlandi og skipaður af bæjarstjórn.Var það álit félagsmanna að meðþessu væri stigið stórt framfaraskreftil jafnréttis. Fulltrúi félagsins hefurþegar hafið nefndarstörf.

Loks flutti formaður lsf. ArnórPétursson setningarræðu, þar semhann kom inn á samvinnu Sjálfs-bjargar við þjóð og þing og hinýmsu félagasamtök í landinu. Hanngat þess m.a. að Sjálfsbjörg hefðistrax við stofnun samtakanna áttgott samstarf við verkalýðssamtökinum kjaramál öryrkja. Nú væri svokomið að verkalýðshreyfingin værihætt að fylgja eftir kröfum hags-munasamtaka fatlaðra. Vissulegahafi hún sýnt stuðning í orði en ekkií verki.

Þá ræddi Arnór um samning ÖBÍvið stjórnvöld um aldurstengdahækkun örorkulífeyris „samkomu-lag þetta færði mörgum öryrkjanumverulegar kjarabætur, en því miðurslitnaði upp úr því samstarfi vegnameintra vanefnda ríkisstjórnarinnará samningnum,“ sagði Arnór. Hannsagði ennfremur að ekki mætti

Síðan setti hann 32. þingSjálfsbjargar með þeirri

ósk, að krafan um að allirÍslendingar hefðu viðun-andi lífsafkomu hljómaði

svo hátt að enginn kæmisthjá því að heyra hana.

-segir Svanur Ingvarsson, formaður Sjálfsbjargar á Suðurlandi.

Page 4: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

4

leggja árar í bát, áfram yrði að berj-ast fyrir mannsæmandi kjörum ör-yrkja.

Hann gat þess að skoðanakannan-ir hefðu leitt í ljós að fólkinu í land-inu þættu kjör öryrkja ekki samboð-in þjóðinni. Fram hefði komið aðfólk væri tilbúið að taka á sig skatta-hækkanir, ef það yrði örugglega tilað tryggja betri kjör öryrkja. Síðansetti hann 32. þing Sjálfsbjargarmeð þeirri ósk, að krafan um að all-ir Íslendingar hefðu viðunandi lífs-afkomu hljómaði svo hátt að enginnkæmist hjá því að heyra hana. Ólaf-ur Þórarinsson - Labbi í Glóru - slóá létta strengi á milli atriða og tókþingheimur hressilega undir.

Strax að lokinni kaffidrykkjuhófust þingstörf.

Þingstörf

Þingforsetar voru kosnir SvanurIngvarsson og Tryggvi Friðjónssonframkvæmdastjóri Sjálfsbjargar-heimilisins. Gengu þingstörf velundir þeirra stjórn allt til þingloka.Þingstörf voru hefðbundin; skýrslurfluttar, reikningar og fjárhagsáætlunlögð fram, tillögur kynntar að laga-breytingum og almennar umræður.

Horft til framtíðar

Aðalmál þingsins var kynning ástefnumótunarvinnu sem fékkvinnuheitið „horft til framtíðar“Árið 2000 vann Pétur Guðjónssonráðgjafi hjá IMG könnun fyrirSjálfsbjörg lsf. Tilgangurinn var aðkanna viðhorf almennings annars-vegar og félagsmanna hinsvegar til

Sjálfsbjargar með áherslu á ímyndfélagsins, fjármögnun, félagsstarfog þjónustu þess við félagsmenn.Helstu niðurstöður þeirrar könnunarvoru, að ímynd Sjálfsbjargar meðalalmennings væri góð, en að mörguþyrfti að huga í innra starfi félags-ins. Pétur leggur til að unnið verðiað stefnumótunarvinnu fyrir Sjálfs-björg.

Í febrúar á síðastliðnu ári varBjörg Árnadóttir ráðin félagsmála-fulltrúi landssambandsins, en hún

var þá jafnframt í MBA námi í HÍ.Haustið 2003 fékk hún ásamt sam-nemendum sínum Atla Steini Árna-syni og Guðna Geir Jónssyni heim-ild framkvæmdastjórnar Sjálfsbjarg-ar til að vinna stefnumótun fyrirlandssambandið. Verkefnið varmeginviðfangsefni þeirra í áfangan-um „Stefnumiðuð stjórnun.“

Megintilgangur verkefnisins varað greina þá þætti, sem áhrif hafa ástarfsemi Sjálfsbjargar bæði í ytraog innra umhverfi samtakanna.

Guðný Guðnadóttir og Jón Hlöðver Áskelsson á góðri stundu. Mynd/MargrétÍsaksdóttir.

Svanur Ingvarsson, formaðurSjálfsbjargar á Suðurlandi, ásamt Árna

Magnússyni félagsmálaráðherra. Hann gat þess að skoð-anakannanir hefðu leitt íljós að fólkinu í landinuþættu kjör öryrkja ekki

samboðin þjóðinni. Framhefði komið að fólk væri

tilbúið að taka á sigskattahækkanir, ef þaðyrði örugglega til að

tryggja betri kjör öryrkja.

Fráfarandi formaður landssam-bandsins, Arnór Pétursson.Mynd/Margrét Ísaksdóttir.

Page 5: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

5

Unnið var með SVÓT greiningu ogdregnir fram styrkleikar og veikleik-ar samtakanna, ógnanir og tækifæri.Leitað var svara við spurningumeins og hvar er félagið statt, hvertætti það að stefna og hvernig kemstþað þangað?

Í lokaorðum skýrslunnar segir:„Niðurstaða þeirrar vinnu sem hérhefur verið unnin er sú að Sjálfs-björg lsf. þurfi alvarlega að huga aðþví að skerpa á hugmyndafræðinni,skýra hlutverk sitt og framtíðarsýnog móta stefnu. Að því loknu erástæða til að leggja mat á núverandiskipulag og huga að endurskoðun áþví. Vonir standa til, að sú vinnasem hér hefur verið unnin nýtist semgrunnur að frekari stefnumótun hjásamtökunum.“

Í janúar á þessu ári skipaði fram-kvæmdastjórn þriggja manna starfs-hóp til að vinna áfram í þessum mál-um. Hópinn skipuðu Árni Saló-monsson, Pálína Snorradóttir ogSigurður Björnsson. Hópurinn hófþegar störf, kallaði fólk til fundarvið sig og fékk stuðning frá BjörguÁrnadóttur, sem þá hafði látið afstörfum sem félagsmálafulltrúi.Hópurinn kynnti hugmyndir sínarfyrir framkvæmdastjórn og á þing-inu voru málin kynnt þingfulltrúumí máli og á glærum. Að lokinnikynningu fór fram hópastarf umframtíðarsýn samtakanna, þar semspurningar eins og hvað skal gera,hvert skal halda? brunnu á vörummanna.

Nú verður það verkefni nýkjörinn-ar framkvæmdastjórnar að haldaverkinu áfram og rífa samtökin uppúr þeim hjólförum sem þau hafa alltof lengi spólað í.

Á laugardagskvöldinu 15. maí var

Núverandi framkvæmdastjórn. Í efri röð Grétar Pétur Geirsson gjaldkeri; RagnarGunnar Þórhallsson, formaður; Herdís Ingvadóttir meðstjórnandi. Í neðri röð:

Arnór Pétursson fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar; Anna GuðrúnSigurðardóttir ritari og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir varaformaður.

Nú verður það verkefninýkjörinnar fram-

kvæmdastjórnar að haldaverkinu áfram og rífa

samtökin upp úr þeimhjólförum sem þau hafa

allt of lengi spólað í.

hátíðarkvöldverður, sem ÍsólfurGylfi Pálmason undirbjó og stjórn-aði. Kostnað báru Sláturfélag Suð-urlands, Sölufélag Garðyrkjumannaog Bananar ehf. Íslenska kokka-landsliðið annaðist eldamennsku ogvar þetta hinn dýrðlegasti málsverð-ur.

Kosningar

Kosningar í stjórn og nefndir fórufram árdegis á sunnudag. Í fram-kvæmdastjórn voru kjörin:

Harpa Ingólfsdóttir, varaformaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, ogGuðmundur Magnússon tóku að sjálfsögðu þátt í söngnum.

Mynd/Margrét Ísaksdóttir.

Ragnar Gunnar Þórhallsson, for-maður; Anna Guðrún Sigurðardótt-ir, ritari; Grétar Pétur Geirsson,gjaldkeri: Kolbrún Dögg Kristjáns-dóttir, varaformaður; Herdís Ingva-dóttir, meðstjórnandi.

Þinglok voru síðdegis á sunnudag.Þingforsetar þökkuðu þingfulltrúumgóða fundarsetu og málefnalegarumræður um leið og þeir óskuðu öll-um góðrar heimkomu.

Pálína Snorradóttir.

Page 6: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

6

Nokkrar af þeim ályktunum semsamþykktar voru á 32. þingi

Sjálfsbjargar, lsf.

Ályktun um aldurstengdar örorkubætur :

Þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, beinirþví til ríkisstjórnar Íslands að tryggt verði að þeirsem njóta aldurstengdrar örorkubótar njóti hennarævilangt.

Áskorun til ríkisstjórnar um boðaðar skattalækk-anir:

Þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, beinirþeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar að þegar boðaðarskattalækkanir komi til framkvæmda um næstu ára-mót verði skattar felldir niður af uppbót vegna lyfja,læknis- og sjúkrakostnaðar og bensínstyrk vegnarekstrar bifreiða hreyfihamlaðra.

Áskorun til forsætisráðherra um að við endur-skoðun stjórnarskrár verði sett í hana bann viðmismunun á grundvelli fötlunar:

Þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, beinirþeirri áskorun til embættis forsætisráðherra að viðendurskoðun stjórnarskrárinnar verði haft samráð viðhagsmunasamtök fatlaðra til að tryggja að sett verðiákvæði sem banni mismunun á grundvelli fötlunar.Jafnframt verði athugað hvort þurfi að setja sértæklög til að tryggja fullt jafnrétti fatlaðra í þjóðfélaginu.

Áskorun til ríkisstjórnarinnar um að teknar verðiupp viðræður og samstarf við hagmunasamtökfatlaðra um endurskoðun almannatryggingalaga:

Þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra haldið áFlúðum dagana 14. til 16. maí 2004 beinir þeirriáskorun til ríkisstjórnarinnar að þegar verði teknarupp viðræður og samstarf við hagsmunasamtök fatl-aðra um endurskoðun almannatryggingalaganna. Settverði skýr markmið um þann tíma sem slík endur-skoðun taki. Jafnframt því sem stefnt verði að því aðtillögur til breytinga miði að því að á t.d. þremur tilfjórum árum verði stefnt að því að hækka örorku-bætur þannig að í lok tímabilsins nái þær a.m.k. 80%af meðallaunum verkamanns.

Áskorun til fjármála- og tryggingamálaráð-herra um að tryggja að nægilegt fé sé tilúthlutunar bifreiðastyrkja:

Þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, skorará fjármála- og tryggingamálaráðherra að gera ráð-stafanir til að tryggja nægilegt fé til úthlutunar bif-reiðastyrkja hreyfihamlaðra hjá Tryggingastofnunríkisins skv. gildandi reglugerð tryggingamála-ráðuneytis um bifreiðakaupastyrki hreyfihamlaðra(Reglugerð nr. 752/2002 um styrki og uppbæturTryggingastofnunar ríkisins til hreyfihamlaðraeinstaklinga vegna bifreiða).

Page 7: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

7

Saga Sjálfsbjargar skráð

Skapandi sumarstarf

Hópur af hugmyndaríkum ogferskum unglingum á aldrin-um 17-20 ára starfar nú í

Sjálfsbjargarhúsinu við svokallaðanGötuhernað. Verkefnið er hluti afskapandi sumarstarfi sem Hitt Húsiðog Reykjavíkurborg standa fyrir.Götuhernaðarverkefni Hins Hússinser ætlað að taka á markvissan, áber-andi og skemmtilegan hátt á aðgeng-ismálum fatlaðra í miðborginni;benda á auðveldar lausnir á vanda-málum og ryðja „stórum“ hindrun-um úr vegi á einfaldan og ódýranhátt. Einnig mun hópurinn leitast viðað koma af stað jákvæðri umræðu í

þjóðfélaginu um aðgengismál frekaren að kvarta og kveina - að finnalausnir frekar en vandamál.

Til þess að ná þessum markmiðumsínum mun hópurinn gera heimild-armynd um aðgengismál fatlaðrasem verður hugsanlega sýnd í sjón-varpi og víðar. Á sama tíma reynaþau að vera sýnileg með því aðstanda fyrir ýmsum uppákomum,svo sem tónleikahaldi, ljósmynda-sýningu, sundlaugarpartýi o.fl. Upp-tökur á tónlistarmyndbandi standayfir þessa dagana og verður vonandispilað á sem flestum ljósvakamiðl-um.

Kvennahreyfinginnan ÖBÍ

Íbígerð er að stofna kvenna-hreyfingu innan Öryrkja-bandalagsins með það að

markmiði að skoða stöðu fatl-aðra kvenna í íslensku samfé-lagi. Nú þegar hafa veriðhaldnir nokkrir undirbúnings-fundir og er ráðgert að kvenna-hreyfingin verði formlegastofnuð á haustdögum. Fund-irnir hafa verið vel sóttir ogkonur lýst yfir áhuga sínum áþessu starfi og að um þarftframtak væri að ræða.

Ríkur þáttur í vandamálummargra kvenna eru sjúkdómarog fötlun ýmiss konar, bæðiandleg og líkamleg. Má þarnefna líkamlega fötlun svo semblindu, heyrnarleysi, gigtsjúk-dóma og aðra sjúkdóma og slyssem leiða til fötlunar, geðrænnasjúkdóma, einmanaleika ogfleiri þátta.

Á undirbúningsfundunumhefur m.a. verið rætt um sjónar-mið heilbrigðisstétta í garð fatl-aðra. Konurnar hafa almenntverið sammála um að þar fyrir-finnist vanþekking og fordómarí garð fatlaðra engu síður en hjáalmenningi.

Þær fjölmörgu spurningarsem hafa vaknað varðandikvennahreyfingu innan ÖBÍ erum.a.: Lítur samfélagið öðrumaugum á fatlaðar konur en fatl-aða karla? Hefur samfélagiðveitt fötluðum konum jöfntækifæri og öðrum konum tilnáms, atvinnu og tómstunda?Gerir fegurðar- og æskudýrkunfötluðum konum erfiðara aðfinna sér sinn stað í lífinu?

Þær konur sem hafa áhuga áað fræðast nánar um kvenna-hreyfinguna geta haft sambandvið Guðríði Ólafsdóttur eðaBáru Snæfeld hjá ÖBÍ í síma530-6700.

Saga Sjálfsbjargar verðurgefin út á 50 ára afmælisamtakanna árið 2008.

Þetta var ákveðið á þingi Sjálfs-bjargar í maí sl. Framkvæmda-stjórn var falið að skipa þriggjamanna nefnd til að undirbúaverkið.

Með stofnun Sjálfsbjargar hófstnýtt tímabil í réttindabaráttuhreyfihamlaðra á Íslandi. Sjálfs-björg hefur í gegnum áranna ráshaft mikil áhrif á þróun, réttar-

bætur og framfarir í málefnumhreyfihamlaðra. Má í því sam-bandi nefna byggingu Sjálfs-bjargarhússins og frumkvæðiðum að koma á ferðaþjónustu fatl-aðra, svo eitthvað sé nefnt. Ár-lega fellur frá fólk sem tók þátt ístofnun Sjálfsbjargar og hefurjafnvel verið virkt í starfi samtak-anna fram til dagsins í dag. Þettafólk er hafsjór af minningum ogreynslu af starfinu sem tímabærtþykir að varðveita.

Page 8: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

8

,,Ég mun alltafsakna Jóa.“

-viðtal við Hörpu

Ingólfsdóttur,

ekkju Jóhanns

Péturs Sveinssonar.

Harpa tekur á móti mér í íbúð sinni íGrafarvoginum þar sem hún býrmeð syni sínum, sem er níu ára gam-all, og systur sinni. Hún er róleg ogyfirveguð og stutt í fallegt broshennar. Við setjumst niður í stof-unni og hún býður upp á kaffi ogmeðlæti. Sonur hennar er á leiðinniút og kemur og kveður mömmusína. Það er afskaplega kært á milliþeirra og hún faðmar hann og kyss-

ir. Harpa, sem er fædd á Hólum í

Hornafirði 1969, er hálflömuð á vin-stri handlegg eftir að hún lenti í slysi13 ára gömul, slysi sem varð til þessað hún kynntist starfi Sjálfsbjargarog síðar eiginmanni sínum, JóhanniPétri. ,,Ég var að ganga úti á þjóð-vegi um kvöld þegar keyrt var ámig. Bílstjórinn keyrði hratt og þaðvar dimmt. Hann tók ekki eftir mérog ég tók ekki eftir honum. Þetta

gerðist aðeins nokkrum dögum fyrirferminguna mína. Vinstri handlegg-urinn á mér lamaðist við slysið. Égfékk einnig opið beinbrot á læri, enannars voru engir aðrir varanlegiráverkar. Seinna kom slit í hægrimjöðmina á mér, svo ég þurfti aðfara í mjaðmaskiptiaðgerð í Dan-mörku árið 2000. Nokkrum mánuð-um eftir slysið fór ég í stóra og miklaaðgerð í París þar sem teknir vorutaugaendar úr framhandleggnum,þeir tengdir upp í hálsinn og niður íöxlina. Ári síðar varð ég vör viðfyrstu vöðvakippina í upphand-leggnum. Í dag get ég aðeins lyftframhandleggnum. Fingurnir eruhins vegar alveg fastir og tilfinninga-lausir.“

Yfir sig ástfangin

Harpa kynntist Sjálfsbjörg þegar að-ildarfélag þess var stofnað á Horna-firði árið 1984. Átján ára gömulflutti hún til Reykjavíkur og stund-aði nám við Fjölbrautaskólann í

Harpa Ingólfsdóttir er flutt aftur heim til Íslands eftirsex ára dvöl erlendis. Hún var við nám í Danmörkuí byggingafræði og starfaði á Grænlandi í eitt ár.

Harpa var gift Jóhanni Pétri Sveinssyni, lögfræðingi og fyrr-um formanni Sjálfsbjargar lsf., og eignaðist með honum sonsem skírður var í höfuðið á föður sínum. Jóhann Pétur léstárið 1994, tveimur mánuðum fyrir fæðingu sonar þeirra.Blaðamaður Klifurs ræddi við Hörpu um lífið með JóhanniPétri, dvöl hennar erlendis og Sjálfsbjörg, en Harpa er ný-kjörin varaformaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

Page 9: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

9

Breiðholti. Síðar fékk hún íbúð íC-álmu Sjálfsbjargarhússins. ,,Églenti á 3. hæðinni, sömu hæð og Jó-hann Pétur bjó, eða Jói eins og égkallaði hann alltaf. Hann var þágiftur og ég kynntist honum ekkistrax. Fyrsta skiptið sem ég talaðivið hann var þegar ég leitaði mérlögfræðiaðstoðar hjá honum. Églenti í óhappi á skemmtistað, þaðvar strákur sem hoppaði ofan afsvölum og lenti á mér. Ég fékkhálshnykk og leitaði ráða hjá Jóaum hvort hægt væri að fara í mál viðskemmtistaðinn. Náunginn semlenti á mér hafði hins vegar látið sighverfa og því var ekkert hægt aðgera.

Jói og fyrrverandi kona hans vorugift í sex mánuði. Þá skildu þau. Áþessum tíma var heilmikið sambandá milli þeirra sem bjuggu í C-álm-unni. Þar bjó mikið af ungu oghressu fólki. Við komum oft samaní íbúðinni hjá Jóa, héldum partý,sungum og skemmtum okkur. Þettavar mjög skemmtilegur tími. Ég varekki búin að þekkja Jóa lengi þegareitthvað gerðist á milli okkar. Égvar stödd í heimsókn hjá honumstuttu eftir páskana 1989. Allt íeinu horfði hann svo einkennilega ámig. Ég varð eitthvað vandræðaleg,en horfði á hann á móti. Við horfð-umst í augu og þá gerðist eitthvað.Hjartað í mér missti hreinlega úrslag. Ég varð yfir mig hrædd oghljóp út. Ég féll kylliflöt fyrir hon-um, varð yfir mig ástfangin. Eftirþetta hittumst við oftar og samband-ið þróaðist. Ég var ekki nema 19 áraog var alveg með stjörnur í augun-um. Jói vildi hins vegar fara leyntmeð sambandið til að byrja með.Hann var nýskilinn og auk þess tíuárum eldri en ég. Það var mikiðáfall fyrir hann að hjónaband hansskyldi fara eins og það fór. Brúð-kaupið þeirra var stórt og mikið gertúr því í fjölmiðlum. Það þótti ótrú-legt að svo fatlaður maður myndigifta sig, þannig að þetta var blásiðdálítið upp. Jói var enn í sárum,þannig að okkar samband byrjaðihægt en örugglega. Ég held að hannhafi verið dauðhræddur við þetta íupphafi, ég get ekki ímyndað mér

annað. Ekki leið langur tími þar tilfólk var farið að spyrja hvort viðværum að skjóta okkur saman. Þaðfór ekki framhjá neinum að við vor-um ástfangin. Ég held hins vegar aðfólk hafi til að byrja með verið svo-lítið hrætt um að ég myndi særahann. En ég held að sá ótti hafihorfið um leið og það sá að okkurvar báðum mikil alvara. Ég fluttiinn til Jóa eftir að samband okkarvar orðið opinbert og eftir það vor-um við alltaf saman.“

Sá hann aldrei sem fatlaðan

Aðspurð um hvernig maður JóhannPétur hafi verið slær þögn á Hörpu.,,Hann var ofboðslega blíður oggóður maður,“ segir hún eftir smáumhugsun og það birtir yfir andlitihennar. ,,Hann var skemmtilegur,hlýr, tók öllum vel og gerði aldreiupp á milli fólks. Hann var alltaf ígóðu skapi og ákaflega jákvæður.

Hann hafði þær yndislegustu hendursem ég hef á ævi minni séð, ofsalegamjúkar og fallegar. Þó svo að hannhafi verið lítill þá er hann samtstærsti maður sem ég hef þekkt. Égsá hann aldrei sem fatlaðan. Ég manþegar ég sagði einni frænku minnifrá því að við ætluðum að giftast þásagði hún: ,,Það getur ekki verið, þúgetur ekki gifst honum. Hann er svomikið fatlaður.“ Ég sagði bara:,,Hann Jói, hann er ekkert fatlaður.“Ég sá hann ekki sem fatlaðan ogumgekkst hann heldur ekki semslíkan.“ Harpa segist annars ekkihafa fundið fyrir neikvæðum við-brögðum frá fjölskyldu sinni. ,,Allirtóku honum vel, enda var ekki ann-að hægt, hann var þannig persóna.“

Björguðum okkur alltaf

Harpa og Jóhann Pétur giftu sig íReykjakirkju í Skagafirði 25. apríl1991, á Sumardaginn fyrsta, sem erfyrsti dagur í Hörpu samkvæmtgömlu mánaðanöfnunum. ,,Jói varfrá Varmalæk í Skagafirði og viðákváðum að gifta okkur þar. Brúð-kaupið var ekki stórt, einungis fjöl-skyldur okkar og nánustu vinir. Fjöl-miðlar höfðu áhuga á að myndabrúðkaupið en við vildum það allsekki. Þetta var yndislegt og

„Ég var ekki búin að þekkja Jóa lengi þegar eitthvað gerðist á milli okkar,“ segirHarpa um samband þeirra. „Við horfðumst í augu og þá gerðist eitthvað. Hjartað

í mér missti hreinlega úr slag.“ Mynd/úr einkasafni.

„Þó svo að hann hafi ver-ið lítill þá er hann samt

stærsti maður sem ég hefþekkt. Ég sá hann aldrei

sem fatlaðan.“

Page 10: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

10

skemmtilegt brúðkaup og veislanstóð fram á nótt.“

Harpa og Jóhann Pétur fluttu ííbúð á Seltjarnarnesi ári áður en þaugiftu sig. ,,Jói rak lögfræðistofuskammt frá og gat farið á milli ístólnum sínum. Við fórum að sjálf-sögðu út á lífið eins og hvert annaðungt fólk, í bíó, á kaffihús, á dans-leiki o.fl. Við vorum ekkert öðruvísien aðrir.“

Jóhann Pétur fékk barnaliðagigtupp úr fjögurra ára aldri, sem léklíkama hans grátt og gerði það aðverkum að hann hætti að stækkasem barn. ,,Sjúkdómurinn var áslæmu stigi hjá honum og það varekki fyrr en hann var orðinn hálf-fullorðinn sem hann hætti að finnasvona mikið til. Hann gat t.d. ekkihaft sæng á sér vegna þess að hannfann svo til í öllum skrokknum, svafbara með teppi. Við fengum heima-hjúkrun á morgnana, sem hjálpaðiJóa á fætur, í sturtu, að klæða sigo.fl. Ég aðstoðaði hann síðan ákvöldin. Ég átti þó erfitt með aðlyfta honum upp út af hendinni, enþað gekk samt alveg. Við björguð-um okkur alltaf, það var ekkert semvið mikluðum fyrir okkur. En þaðvar auðvitað þægilegra, bæði fyrirhann og mig að vera með óháðanaðila sem aðstoðaði hann. Ég gatsamt aldrei sætt mig við að þaðkæmi kona inn á rúmstokk til okkará hverjum morgni. Ég agnúaðistyfir því og breiddi stundum sænginabara upp yfir haus þegar þær komu.Eins og þetta voru nú yndislegarkonur, en ég var líka svo ung oghafði takmarkaða þolinmæði. FyrirJóa var þetta hins vegar ekkert mál,enda var þetta nokkuð sem hann gatekki breytt og þá var hann ekkert aðergja sig yfir því. Þannig var hann.

Jói var mjög þolinmóður við mig,þrátt fyrir að ég gæti oft og tíðumhúðskammað hann. Stundum fórþað í taugarnar á mér að það varaldrei hægt að rífast við hann, hannæsti sig aldrei. Ég hafði t.d. afskap-lega takmarkaða þolinmæði í eld-húsinu og hellti mér stundum yfirhann, skammaðist yfir því að hanngæti aldrei hjálpað mér og að égþyrfti alltaf að gera allt ein. Ég veit

að honum þótti það sárt, vegna þessað hann vildi virkilega leggja sitt afmörkum. Hann hefði gert allt fyrirmig, allt sem hugsast gat. Mér fannstt.d. ofboðslega erfitt að skera niðurgrænmeti, vegna þess að það er ekk-ert auðvelt að skera niður grænmetimeð annarri hendinni. Það gat fariðalveg með mig. Hann reyndi þástundum að hjálpa mér, þó svo að égvissi að hann ætti mjög erfitt meðþað. Hann gat ekki lyft neinu, gatekki rétt úr höndunum og hafði ekkikrafta í fingrunum, allir liðir voruónýtir. Og þetta vissi ég, en ég gatalveg skammað hann fyrir því. Égheld að þetta hafi líka verið ástæðanfyrir því að hann elskaði mig eins oghann gerði.“

Sá aldrei son sinn

Að sögn Hörpu ríkti mikil gleðiþegar í ljós kom að hún var ólétt.,,Jói hafði í mörg ár þráð að eignastbarn. Hann var rosalega stoltur ogglaður og yfir sig spenntur. Hannlést hins vegar 5. september 1994,tveimur mánuðum fyrir fæðingusonar okkar. Það var afar sárt vegnaþess að það var svo stuttur tími eft-ir, sárt að þeir skyldu ekki fá að hitt-ast. Jói var mikið veikur síðustuvikurnar sem hann lifði. Hann fékkbjúg um allan líkamann og hjartaðvar farið að stækka, þannig að hannhefði þurft að fara í aðgerð. Sjálf-sagt hefði þó aldrei orðið úr því,vegna þess að hann hefði örugglegaekki lifað það af. Ég held að hannhafi vitað að hann ætti stutt eftir, ogeflaust vissi ég það líka án þess aðgera mér grein fyrir því. Ég vargrátandi meira og minna síðustuvikurnar sem hann lifði, grét og grétán þess að vita af hverju. Ég var af-skaplega viðkvæm. Mér hafði samtliðið vel alla meðgönguna og þaðgekk allt mjög vel.

„Ég gat samt aldrei sættmig við að það kæmi

kona inn á rúmstokk tilokkar á hverjum morgni.Ég agnúaðist yfir því ogbreiddi stundum sæng-inni bara upp yfir haus

þegar þær komu.“

Harpa og Jóhann Pétur giftu sigReykjakirkju í Skagafirði 25. apríl1991. Brúðkaupið var ekki stórt,

einungis fjölskyldur þeirra ognánustu vinir. Mynd/úr

einkasafni.

Page 11: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

11

Nokkru áður en Jói lést hafði hannverið í rannsókn á Vífilstöðumvegna kæfisvefns sem hann hafðiþjáðst af í mörg ár. Stundum hættihann að anda á nóttunni og mérfannst það mjög óhugnanlegt. Égman svo vel eftir því þegar égkeyrði hann fyrst upp á Vífilstaði.Ég sagði við hann að ég hefði á til-finningunni að ef ég skildi hannþarna eftir þá myndi hann aldreikoma heim aftur. Mér fannst þettahræðilegur staður. Hann var síðarsendur heim með tæki og grímu semhann átti að sofa með á nóttunni tilað hjálpa honum að anda.

Vikurnar áður en Jói dó voru mjögerfiðar. Ég var komin sjö mánuði áleið og sjálfsagt orðin kvíðin eins oggengur og gerist þegar líður að fæð-ingu. Ég velti því fyrir mér hvernigallt myndi fara, hvað tæki við oghvernig það yrði að vera með unga-barn við þessar aðstæður. Jói þurftialltaf aðstoð, það var bara þannig.Hann gat ekki fengið sér að borðasjálfur, eða fengið sér kaffi né hátt-að sig á kvöldin. Ég fór að velta þvífyrir mér hvort að ég gæti þetta. Þaðbatnaði ekki þegar Jói kom heimmeð þessa vél, suðandi stanslaustalla nóttina. Ég gat ekki sofið, enauðvitað hefði þetta vanist eins oghvað annað.

Jói fór til Finnlands vikuna áðuren hann lést, á ráðstefnu á vegumSamtaka fatlaðra á Norðurlöndum(NHF), en hann var forseti þeirraþá. Læknarnir höfðu beðið hann aðfara ekki vegna þess hversu veikurhann var orðinn en hann sagðistverða að fara. Hann fór aftur inn áVífilstaði er hann kom til baka ogátti að vera þar í einhvern tíma írannsókn.“

Erfitt tímabil

Jói fékk að koma heim daginn áðuren hann lést. Mér var búið að líðamjög illa í þó nokkurn tíma. Égvelti því fyrir mér hvort ég gætihaldið þetta út, haldið sambandinuáfram eða hvort ég myndi skilja viðhann, sem var hræðileg tilhugsun,vegna þess að ég elskaði hann aföllu mínu hjarta. Ég vissi líka aðhann elskaði mig af öllu sínu hjarta.

Við töluðum saman um þetta allt,hvernig mér leið og áhyggjurnarsem ég hafði. Eftir það hvarf allurótti hjá mér og það hvarflaði ekki aðmér að skilja við hann. Jói átti aðmæta aftur upp á Vífilstaði næstamorgun í smá skoðun. Hann átti svoað útskrifast þaðan og ég ætlaði aðsækja hann. Hann hringdi hins veg-ar í mig og bað mig að koma aðeinsseinna en við höfðum ákveðið. Þeg-ar ég kom upp á Vífilstaði var égstrax tekin afsíðis og sagt að Jóiværi látinn. Ég held að hann hafivitað hvað var að gerast og þessvegna beðið mig um að koma aðeinsseinna. Læknarnir sögðu að hannhefði verið frammi í setustofu aðlesa þegar hann fékk hjartastopp.

Ég er svo þakklát fyrir að við gát-um talað saman áður en hann dó.

Það munaði öllu. Þetta var nóguerfitt fyrir og ég veit ekki hvað hefðiorðið um mig ef ég hefði ekki getaðtalað við hann um hvernig mér leið.Það hefði verið hræðilegt að veraennþá með þær hugsanir. Ég held éghætti aldrei að sakna hans. Ég ermjög lánsöm manneskja og þakklátfyrir að hafa fengið að kynnastmanni eins og Jóa. Ég var ekki orðin25 ára þegar ég hafði upplifað þaðað vera elskuð af öllu hjarta og elskaá móti af öllu hjarta. Sumir upplifaþað aldrei. Það hefði bara mátt veraaðeins lengri tími. Við áttum yndis-legan tíma saman, þetta var oft erfitten í hvaða sambandi koma ekki erf-iðir tímar.“

Mikill söknuður

Sonur Jóhanns Péturs og Hörpu komí heiminn tveimur mánuðum eftir látföður síns. Harpa segir það hafa ver-ið blendnar tilfinningar sem tókuvið. ,,Mér fannst yndislegt að eign-ast þennan litla dreng. Það var mik-il gleði en á sama tíma ríkti mikillsársauki og söknuður vegna Jóa.Það tók mig langan tíma að jafnamig. Ég gaf sjálfri mér heldur ekkinægan tíma til að komast yfir sorg-ina. Ég þurfti að harka af mér oghugsa um barnið. Það þýddi ekkertað leggjast bara undir sæng. Það gafmér auðvitað heilmikið að eignastJóhann Pétur yngri. Mér finnst ynd-islegt að Jói hafi skilið eitthvað eftiraf sjálfum sér.“

Aðspurð hversu mikið Jóhann Pét-ur viti um föður sinn, segir Harpaþað ekki vera nógu mikið. ,,Kannskivegna þess að mér þótti erfitt að talaum það. Ég er þó farin að segja hon-um miklu meira núna, enda get égsagt honum meira eftir að við flutt-um aftur heim til Íslands. Þá bendiég honum oft á staði þangað sem viðJói fórum o.fl. Hann spurði mikiðum föður sinn á tímabili, og þá umdauðann o.fl. í þeim dúr, eins ogbörn spyrja gjarnan. En hann á ef-laust eftir að spyrja meira eftir þvísem hann eldist og þá getur hannfengið að vita allt sem hann vill. Jó-hann Pétur er mjög líkur pabba sín-um, bæði í útliti og persónu. Viðerum ofsalega góðir félagar og vinir

„Við áttum yndislegantíma saman, þetta var ofterfitt en í hvaða sambandikoma ekki erfiðir tímar.“

Harpa með son þeirra Jóhanns Péturs,sem skírður var í höfuðið á föðursínum. Jóhann Pétur lést tveimurmánuðum fyrir fæðingu sonar síns.

Mynd/úr einkasafni.

Page 12: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

12

KlifurKlifur

og háð hvort öðru. Hann er gull-molinn minn,“ segir Harpa stolt.Fluttu til Danmerkur

Harpa segist hafa íhugað stöðu sínaeftir að sonur hennar var orðinneldri, hvað hún vildi gera með sittlíf. ,,Ég var alltaf með Jóa og varhluti af því sem hann var að gera.Hann spurði mig oft álits um allskonar mál sem komu upp.Skömmu eftir að ég varð óléttákváðum við Jói að flytjast tilSkagafjarðar. Hann ætlaði að veraþar með sína lögfræðistofu og ég aðvera heima og hugsa um barnið.Við vorum farin að skoða teikning-ar af húsinu og byrjuð að undirbúa.Ég lærði listförðun og vann við þaðáður en ég varð ólétt og ætlaði aðvinna við það áfram. Eftir að Jó-hann Pétur fæddist hætti ég því hinsvegar smátt og smátt. Ég var einmeð hann heima og þessi vinna eryfirleitt á kvöldin og um helgar, ogég var ekki tilbúin að vera svonamikið úti á kvöldin. Þannig að þaðdatt eiginlega alveg upp fyrir.

Ég hafði lengi fylgst með baráttufatlaðra og þekkti því inn á þau mál.Við Jói höfðum líka oft lent í að-stæðum þar sem ekki var gert ráðfyrir fólki í hjólastól. Við ræddumoft um aðgengismál og þau vorumér hugleikinn. Mig langaði til aðvera virk í baráttu fatlaðra en allsekki á sama hátt og Jói, það hvarfl-aði aldrei að mér að feta í hans fót-spor. Mér fannst hins vegar ekkinóg að vera virk með því að standaeinhvers staðar með spjald þar semá stæði: ,,Bætt aðgengi.“ Ég vildigera eitthvað annað og meira. Égákvað því að afla mér menntunarsem ég gæti nýtt mér í þessari bar-

áttu og byggingafræði varð fyrir val-inu.

Ég ákvað að fara til Danmerkur ínám. Ég var hins vegar ekki meðneina iðnmenntun og tók því tækni-teiknun í Iðnskólanum. Sumarið1997 flutti ég til Danmerkur, tókundirbúningskúrs um haustið og hófsvo nám í byggingafræði í janúar1998. Jóhann Pétur var tveggja oghálfs árs gamall þegar við fluttum út.Ég skildi ekki orð í dönsku en húnvar fljót að koma. Við fluttum í litlatveggja herbergja íbúð. Ég keyptihjól og lítinn vagn til að hafa í eftir-dragi, sem Jóhann Pétur sat í, ogþannig ferðuðumst við um. JóhannPétur var hjá dagmömmu rétt hjáskólanum mínum, þannig að ég varðað hjóla með hann alla leiðina. Ferð-in tók um 40 mínútur og var nánastallt brekka. Ég veit ekki hvernig ég

fór að þessu en það gekk. Mér gekkvel í skólanum og við vorum ánægð.Ég útskrifaðist sem byggingafræð-ingur í desember 2001.“

Til Grænlands

Að sögn Hörpu var erfitt að fá vinnuí Danmörku á þeim tíma sem hún út-skrifaðist. ,,Ég sótti um á fjölmörg-um stöðum en það var vonlaust að fávinnu. Ég hafði heyrt að á Græn-landi væri næg vinna fyrir bygg-ingafræðinga, en það var hins vegaraldrei inn í myndinni hjá mér. Síðarrakst ég á auglýsingu þar sem óskaðvar eftir byggingafræðingi á Græn-landi. Ég ákvað að sækja um ogfékk starfið. Ég var í raun alveg ísjokki eftir að ég hafði sagt já, vegnaþess að ég vissi ekkert út í hvað égvar að fara,“ segir Harpa og hlær.,,Það var auðvitað heilmikið mál aðflytjast til Grænlands og það meðbarn. Í raun og veru alveg út í hött.Ég samdi um að vera í þrjá mánuðitil reynslu og ef allt gengi vel þámyndi ég fá borgað farið fram og tilbaka til Danmerkur til að ná í dótiðmitt. Ég vildi ekki flytja alla bú-slóðina mína strax til Grænlands.

Við Jóhann Pétur fórum til Græn-lands í maí 2002. Hann var þá áttaára gamall. Okkur var mjög vel tek-

„Það má eiginlega segjaað ég sé komin í

draumastarfið. Ég fór íbyggingafræðina með þáhugsjón að láta eitthvaðgott af mér leiða og það

á eftir að verða.“

„Það gaf mér auðvitaðheilmikið að eignast Jó-hann Pétur yngri. Mérfinnst yndislegt að Jóihafi skilið eitthvað eftir

af sjálfum sér.“

Harpa og Jóhann Pétur yngri skömmu áður en þau fluttu til Danmerkur. JóhannPétur var þá tveggja og hálfs árs gamall. Mynd/úr einkasafni.

Page 13: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

13

KlifurKlifur

ið og fengum lítið einbýlishús meðöllu innbúi. Staðurinn sem við vor-um á heitir Aasiaat og er lítið þorpmeð um 3.500 íbúum. Ég vann átæknideild bæjarskrifstofunnar oghafði mjög breitt verkssvið, sá m.a.um úthlutanir á lóðum, gaf út bygg-ingaleyfi og sá um úttektir á gömluog nýju húsnæði. Þetta var fínnskóli fyrir mig og öðruvísi reynslaen ég hefði getað fengið annarsstaðar. Við dvöldum á Grænlandi íeitt ár. Okkur bauðst að vera lenguren mér fannst eitt ár alveg nóg. Jó-hanni Pétri leið ekki nógu vel í skól-anum. Krakkarnir töluðu flestirbara grænlensku og voru öðruvísien hann á að venjast. Kennslubæk-urnar voru a grænlensku og kennar-arnir þurftu alltaf að þýða námsefn-ið yfir á dönsku fyrir hann. Okkurfannst líka erfitt að vera svona langtfrá fjölskyldunni. En þetta var góðreynsla og mikið ævintýri.“

Komin í draumastarfið

Harpa og Jóhann Pétur fluttu til Ís-lands eftir dvölina á Grænlandi.Harpa festi kaup á íbúð í Grafarvog-inum og starfar nú á Teiknistofunniarkitektar, sem nú heitir T.ark.,,Það má eiginlega segja að ég sékomin í draumastarfið. Ég fór íbyggingafræðina með þá hugsjónað láta eitthvað gott af mér leiða ogþað á eftir að verða,“ segir húnákveðin.

Eins og áður sagði var Harpa kos-in varaformaður Sjálfsbjargar á höf-uðborgarsvæðinu á aðalfundi fé-lagsins í maí sl. Einnig á hún sæti íferlinefnd landssambandins. ,,Upp-haflega ætlaði ég aðeins að gefakost á mér í ferlinefndina en síðanvar ég spurð hvort ég vildi ekki gefakost á mér sem varaformaður og égsló til. Þetta leggst vel í mig og éghlakka til að takast á við þau verk-efni sem framundan eru.“

Allt hefur sinn tilgang

Harpa segist vera ánægð með líf sittí dag. ,,Ég er í spennandi starfi ogánægð með að vera komin inn ístarf Sjálfsbjargar. Mér finnst einsog allt sé núna að smella saman hjámér, eins og það hefur í raun gert í

gegnum allt mitt líf. Er ég lít tilbaka þá á ég auðvelt með að sjá lög-málið um örsök og afleiðingar.Upphafið að þessu öllu saman varslysið sem ég lenti í 13 ára gömul,eins og það var nú erfitt og hræði-legt. Í raun og veru var það lukkavegna þess að hefði ég ekki lent íþví, þá hefði ég aldrei kynnst Sjálfs-björg og aldrei kynnst Jóa og áttmeð honum yndislegan tíma. Hann

„Það þarf alls ekki aðvera slæmt að lenda íerfiðleikum, það hefur

allt sinn tilgang. Kannskiskilur maður það ekki á

þeirri stundu sem maðurer að ganga í gegnumþað, af hverju hlutirnireru eins og þeir eru oghver tilgangurinn sé.“

dó og það var líka upphafið að öðru.Ef það hefði ekki farið eins og þaðfór væri ég ekki í þessari stöðu ídag. Ég hefði aldrei farið út í nám.Það þarf alls ekki að vera slæmt aðlenda í erfiðleikum, það hefur alltsinn tilgang. Kannski skilur maðurþað ekki á þeirri stundu sem maðurer að ganga í gegnum það, af hverjuhlutirnir eru eins og þeir eru og hvertilgangurinn er. Eins og með Jóa.Af hverju fékk hann ekki að lifa ítvo mánuði í viðbót til að sjá strák-inn sinn? En það hefði e.t.v. ekkibreytt svo miklu þó hann hefði feng-ið að sjá hann og dáið eftir tvo oghálfan mánuð. Hann hefði aldreiviljað að ég gengi í gegnum þettameð lítið barn í fanginu. Mér finnstég sjá þetta svo ljóst núna. Fyrir mérer lífið orsök og afleiðingar. Aðlamast á vinstri handlegg hefur þvíalls ekki verið svo slæmt, vegnaþess að það hefur haft svo margtgott í för með sér,“ segir Harpa aðlokum.

„Jóhann Pétur er mjög líkur pabba sínum, bæði í útliti og persónu. Viðerum ofsalega góðir félagar og vinir og háð hvort öðru. Hann er gullmol-

inn minn,“ segir Harpa stolt. Mynd/kmh.

Page 14: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

14

,,Undirbúningur er

í fullum gangi.“

Eins og kunnugt er gerði Kjartan til-raun til að sigla í kringum landiðsíðastliðið sumar. Ferðin, sem varm.a. farin til þess að vekja athygli áHjálparliðasjóði Sjálfsbjargar ogbágri fjárhagsstöðu hans, endaðihins vegar eftir þriggja vikna sigl-ingu þegar bát hans hvolfdi og hanngjöreyðilagðist. SiglingaævintýriKjartans fékk mikla athygli í fjöl-miðlum sem fylgdust vel með fram-gangi mála. Eftir að ævintýrinu laukgreindi Kjartan frá því að hannhefði alls ekki gefist upp og ætlaðiað leggja í siglinguna aftur að áriliðnu.

,,Það er ýmislegt sem veldur þvíað ég fer ekki í siglinguna í sumar,bæði persónulegar ástæður og ann-að. Auðvitað eru það ákveðin von-brigði, en það er bara eins og geng-ur og gerist. Nýi báturinn verðurheldur ekki tilbúinn fyrr en í vetur.Ég áætla að fara í siglinguna í júní ánæsta ári, það er alveg ákveðið. Égætla að nýta tímann vel og undirbúamig eins og best verður á kosið. Éger búinn að æfa gríðarlega mikið,æfi stíft sex daga vikunnar. Í júlí ogseptember fer ég í æfingabúðir í

Bretlandi. Þar verða m.a. þjálfararsem æfa Ólympíufara Breta í róðriog fleiru. Ég verð miklu betur undir-búinn fyrir næstu ferð en þá síðustu,auk þess sem ég verð með mun betribát. Ég var í ágætis formi síðast enverð í betra formi núna.“

Hjálparliði hjá Sjálfsbjörg

Kjartan hefur verið viðloðandi sjó-inn frá því að hann var smástrákur.Hann hefur starfað sem atvinnu-kafari frá 1976 og rekur í dag köf-unarþjónustu. Hann segist upphaf-lega hafa leitað til Sjálfsbjargarvegna þess að hann vildi gerastsjálfboðaliði. ,,Ég starfaði lengi sembjörgunarsveitarmaður, var sjálf-boðaliði í Hjálparsveit skáta í umtuttugu ár, en hætti því síðan. Miglangaði til að láta eitthvað gott afmér leiða og leitaði því til Sjálfs-bjargar. Ég frétti af því að Hjálpar-liðasjóðurinn væri svo gott semtómur og kom þá með þessa hug-mynd að nýta róður minn í kringum

-segir Kjartan J. Hauksson, siglingakappi.

Undirbúningur er ífullum gangi,

þannig að það erlangt í frá að þetta sé dottiðupp fyrir. Það er fullur róð-ur í okkur,“ segir Kjartan J.

Hauksson, siglingkappi.

„Ég verð miklu betur und-irbúinn fyrir næstu ferð enþá síðustu, auk þess semég verð með mun betri

bát. Ég var í ágætis formisíðast en verð í betra

formi núna.“

Kjartan á leið í siglinguna s.l. sumar.

Page 15: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

15

Sekt við að leggja í bílastæði

hreyfihamlaðra á einkalóð

Þeir sem hafa áhuga á aðleggja Hjálparliðasjóði

Sjálfsbjargar lið geta lagtinn á reikning sjóðsins í

Sparisjóði vélstjóranr. 1175-05-409054,

kt. 570269-2169.

landið til að vekja athygli á málstaðsamtakanna.“

Kjartan tók stutt frí frá róðrinum ílok júní sl. til að fara sem hjálparliðiá vegum Sjálfsbjargar. Hann fór tilSvíþjóðar með 14 BUSL-urum, semer ungt fólk innan Sjálfsbjargar.Markmið ferðarinnar var að víkkasjóndeildarhring unglinganna oghvetja þá til þess að vera óhrædd aðtakast á við hið óþekkta í framtíð-inni. ,,Ég aðstoðaði tvö ungmenniog það gekk allt saman mjög vel. Égfór á námskeið hjá Sjálfsbjörg fyrirhjálparliða og var því vel undirbú-inn. Mikill kostnaður fylgir ferða-lögum hreyfihamlaðra. Þeir þurfa aðgreiða tvöfaldan ferðakostnað, þ.e.fyrir sig og aðstoðarmann, auk uppi-halds. Hjálparliðasjóðurinn er þvíekki digur. Ætlunin með róðrinum íkringum landið næsta sumar er aðafla fjár fyrir sjóðinn og gera þarmeð hreyfihömluðum fært um aðferðast meira.“

Texti: Kristrún M. Heiðberg.

Sjálfsbjörg hefur lengi baristfyrir því að tekin verði uppsekt við því að leggja ólög-

lega í bílastæði hreyfihamlaðra áeinkalóð. Nú hefur þeim áfangaverið náð og sekt við slíku brotiverið ákvörðuð kr. 2.500. Ekkiverður þó byrjað að sekta fyrr enseint á þessu ári eða í byrjun næstaárs. Áformað er að fram farikynning í fjölmiðlum þar semvakin er athygli á þessum ótví-ræða rétti fatlaðra og þeirri skyldusem hvílir á eigendum fasteignaað hafa viðkomandi stæði í sam-ræmi við reglur. Að kynningulokinni verður byrjað að sekta.

,,Hér er um afar mikilvæganáfanga að ræða,“ segir SigurðurEinarsson, framkvæmdastjóriSjálfsbjargar lsf. ,,Eitt af þeimmálum sem sífellt koma til um-ræðu þegar félagsmenn Sjálfs-bjargar hittast er svekkelsi hjóla-stólafólks yfir því að vera á ferð íbíl t.d. í Kringlunni eða Smáralindog koma að sérmerktu bílastæði,sem einhver ófatlaður hefur lagt íog ekkert annað stæði laust. Þettaþýðir stundum að sá í hjólastóln-um þarf að snúa við og sleppa inn-kaupaferðinni í þetta sinn.“

Forsaga þessa máls er sú aðReykjavíkurborg skipaði nefndum átak í bílastæðamálum fatlaðraog hreyfihamlaðra í byrjun ársins2003. Nefndin er skipuð fulltrú-um frá samgöngunefnd Reykja-víkurborgar, Bílastæðasjóði, lög-reglunni í Reykjavík, Sjálfsbjörg áhöfuðborgarsvæðinu, Öryrkja-bandalaginu og Samtökum versl-unar - og þjónustu. Málið var ínokkurri biðstöðu um tíma, vegnaþess að Samtök verslunar- ogþjónustu tóku ekki vel í þá tillöguað beita viðurlögum við því aðleggja ólöglega í bílastæði hreyfi-

hamlaðra á einkalóð. Þau tölduað að slíkt myndi fæla frá við-skiptavini.

Þeir sem verða varir við að lagtsé ólöglega í bílastæði hreyfi-hamlaðra á einkalóð, eftir að sekthefur verið tekin upp, er bent áað hafa samband við Bílastæða-sjóð eða lögregluna.

Sjálfsbjörg vill brýna fyrirfólki að það noti P-merkin sín,vegna þess að annars er hætta áað það verði sektað fyrir aðleggja ólöglega í bílastæðihreyfihamlaðra.

Sagt verður nánar frá fram-gangi þessa máls í Klifri.

Dansleikur til minningar um Jóhann Pétur Sveinsson

MinningarsjóðurJóhanns Péturs

Sveinssonar mun standafyrir dansleik laugar-daginn 18. september

næstkomandi í tilefni afþví að þann dag hefði

Jóhann Pétur orðið 45 ára gamall.

Nánar auglýst síðar.

Áformað er að fram farikynning í fjölmiðlumþar sem vakin er at-hygli á þessum ótví-ræða rétti fatlaðra…Að kynningu lokinni

verður byrjað að sekta.

Page 16: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

16

,,Framtíð Sjálfsbjargar er björt.“

Ragnar Gunnar er fæddur í Reykja-vík 14. nóvember 1955. Hann ólstupp með tveimur systkinum, systurog bróður. Þegar hann var 12 áragamall greindist hann með æxli viðmænuna sem leiddi til lömunar íbaki og á fótum. ,,Á þeim tíma varekki til sú þekking sem til er í dag.Æxlið uppgötvaðist seint og leiddiþar af leiðandi til lömunar. Ég fór áspítala í Danmörku, vegna þess aðhér á landi var ekki fyrir hendi súmeðferð sem ég þurfti á að halda.Þar dvaldi ég í marga mánuði ásamtföður mínum og kom svo aftur heimog var í endurhæfingu hjá Styrktar-félagi lamaðra og fatlaðra.“ Að-

spurður hvort ekki hafi verið erfittað lenda í þessu á unglingsaldri, seg-ist Ragnar Gunnar í raun ekki hafatalað mikið um þetta í gegnum tíð-ina. ,,Við hjá Sjálfsbjörg töluðumlítið um þessa hluti, kannski er þaðmín kynslóð. En auðvitað var þettaerfitt. Er ég lít til baka þá finnst mérsérstaklega slæmt að ég skyldi ekkihafa verið látinn halda áfram í skól-anum sem ég var í. Á þeim tímaþótti ekki við hæfi að hreyfihamlað-ir gengju í sama skóla og aðrir. Þeirvoru sendir í Reykjadal í Mosfells-sveit, skóla sem rekinn var fyrirhreyfihamlaða í tengslum viðStyrktarfélag lamaðra og fatlaðra.

Ég datt eiginlega alveg úr skóla eft-ir að ég veiktist, missti úr eitt ár ígrunnskóla. Síðan fékk ég kennaraheim til mín og fór svo í Reykjadal,en eftir það fór ég í Laugalækjar-skóla og síðar í menntaskólana viðHamrahlíð og á Laugarvatni. Þettaer kannski það helsta sem ég myndivilja breyta er ég lít til baka. Ég varbara hreyfihamlaður, það var ekkertað mér í höfðinu! Það hefði veriðhægt að bjarga þessu með því aðkoma upp nokkrum skábrautum, enþað hreinlega tíðkaðist ekki aðhreyfihamlaðir væru í sama skóla ogaðrir. Ég fagna því mjög að nú tildags fer okkar fólk ekki í sérskólanema í ítrustu neyð.“

Eftir að Ragnar Gunnar veiktistvar hann eitt ár í hjólastól en fór svofljótlega að ganga við hækjur semhann gerir enn í dag.

Eignaðist vini og félaga í Sjálfs-björg

Ragnar Gunnar var 17 ára gamallþegar hann gerðist félagi í Sjálfs-björg. ,,Faðir minn hafði heyrt af

Ragnar Gunnar Þórhallsson, nýkjörinn formaður Sjálfs-bjargar lsf., er samtökunum að góðu kunnur. Hanngerðist félagi 17 ára gamall og hefur starfað í ýmsum

nefndum og stjórnum í gegnum tíðina, auk þess að gegnaformennsku í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. BlaðamaðurKlifurs mælti sér mót við Ragnar Gunnar til að spyrja hannum stöðu og framtíð Sjálfsbjargar, auk þess að forvitnast nán-ar um manninn sjálfan.

- viðtal við RagnarGunnar Þórhallsson,nýkjörinn formannSjálfsbjargar, lsf.

Page 17: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

17

þessum samtökum og hvatti mig tilþess að gerast félagi. Ég fór aðmæta á félagsfundi og ýmsar aðraruppákomur. Það var ekki mikið afungu fólki í Sjálfsbjörg á þessumtíma. Ég hafði gaman af félagsstarf-inu, kynntist fólki og eignaðist þarvini og félaga. Síðar fór ég aðstarfa í hinum og þessum nefndum,sat í stjórn Sjálfsbjargarheimilisins,Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinuo.fl. Ég var einnig í Íþróttafélagifatlaðra í Reykjavík og er einn afstofnfélögum þess. Ég hef áður set-ið í framkvæmdastjórn Sjálfsbjargarog m.a. starfað með helstu forkólf-um samtakanna eins og Theódóri A.Jónssyni, Ólöfu Ríkarðsdóttur,Trausta Sigurlaugssyni, JóhanniPétri Sveinssyni og mörgum fleir-um.

Þegar ég var í Austurbæjarskóla,áður en ég lamaðist, þá var Sigur-sveinn D. Kristinsson eini lamaðimaðurinn sem ég vissi um. Hannvar í hjólastól og kenndi tónlist viðskólann. Þegar ég svo gerðist félagií Sjálfsbjörg hitti ég Sigursvein ogvar hann mikill eldhugi. Hann vildifá unga fólkið inn í tónlistina ogspjallaði um hana við okkur. Ég fórsíðar í tónlistarskóla sem hann rakhér í miðborginni, Tónskóla Sigur-sveins D. Kristinssonar.“

Verðum að treysta unga fólkinu

Eins og áður sagði var RagnarGunnar kosinn formaður Sjálfs-bjargar, landssambandsins, á nýaf-stöðnu þingi, sem haldið var á Flúð-um. En hvað kom til að hann ákvaðað bjóða sig fram til formennsku?,,Fráfarandi formaður, Arnór Péturs-son, lét af störfum vegna svokallaðr-ar sex ára reglu, sem segir að for-maður megi ekki gegna embættilengur en í sex ár í stjórn eða nefnd-um samtakanna. Sjálfsbjargarfélag-ar stungu upp á mér í embættið,þeirra á meðal Arnór, svo ég ákvaðað slá til eftir heilmikla umhugsun.Ég veit alveg hvað þetta er mikilvinna, sérstaklega þegar maður er ífullri vinnu annars staðar. Ég þekkivel til Sjálfsbjargar og mig langaðiað prófa þetta og sjá hvort ég getekki orðið að liði.“

Tvær ungar konur voru einnigkosnar í framkvæmdastjórnina, Kol-brún Dögg Kristjánsdóttir, semgegnir stöðu varaformanns, og AnnaGuðrún Sigurðardóttir, sem gegnirstöðu ritara. ,,Þegar ég ákvað aðgefa kost á mér þá langaði mig ekkiendilega að vekja upp gamla tíðmeð því að vinna með þeim sem éghafði unnið með fyrir löngu síðan.Mig langaði til að hleypa yngrafólkinu að og þess vegna hvatti égþessar tvær konur til að gefa kost ásér. Mér hefur fundist að við, semhöfum starfað lengi innan Sjálfs-bjargar, vera svolítið fastheldin áþað að vilja ekki breytingar og verasjálf alltaf við stjórnvölinn. Viðþurfum að treysta unga fólkinu, gefa

því tækifæri til að vinna með okkur.Annar ungur félagsmaður sem náðikjöri er Jón Heiðar Jónsson, semkosinn var 1. varamaður í fram-kvæmdastjórn. Hann býr á Akur-eyri, er hreyfihamlaður og á hreyfi-hamlaða dóttur. Þetta er allt fólksem er að byggja sig upp í þjóðfélag-inu, er að kaupa sér íbúð, er e.t.v.með barn í skóla o.fl. Það brennaýmis mál á því er varða hagsmunifatlaðra og þannig fáum við púlsinná því sem er að gerast. En reynslaþeirra sem eldri eru skiptir líka máliog þess vegna er mikilvægt að reynaað blanda þessu tvennu saman.“

Breytingar á samtökunum

Aðspurður hvort félagsmenn eigieftir að verða varir við miklar breyt-ingar með nýjum formanni, segistRagnar Gunnar að sjálfsögðu viljaná árangri á þeim tveimur árum semhann sé kosinn til. Það ráðist síðanaf því hvort hann gefi kost á séráfram. ,,Við störfum í félagasam-tökum til þess að nýta kosti sam-vinnunnar og hópstarfsins og ég erað vonast til að mér takist að virkjafélaga til að vinna að þeirri framtíð-arstefnumótun, sem fjallað var um ánýafstöðnu þingi Sjálfsbjargar.“

Að sögn Ragnars Gunnars hefurýmislegt breyst frá því að Sjálfs-björg var stofnuð, það kalli ábreytta starfshætti samtakanna.,,Búsetuúrræði fyrir fatlaða eru t.d.mun meiri í dag en þegar Sjálfs-bjargarhúsið var byggt. Margir eruþeirrar skoðunar að það sé gamal-dags hugsunarháttur að hafa margafatlaða undir sama þaki í stað þessað þeir séu úti í þjóðfélaginu að takaþátt eins og hverjir aðrir þegnar.Landssambandið á um 36 leiguíbúð-ir í Sjálfsbjargarhúsinu sem það leig-ir hreyfihömluðum fyrir hagkvæmaleigu. Sjálfsbjargarheimilið er sjálf-stæð stofnun í húsinu þar sem búa40 mjög mikið hreyfihamlaðir ein-staklingar. Síðan er um að ræðaþjónustumiðstöð, þar sem er dagvistfyrir hreyfihamlaða, sem þjónustaru.þ.b. 70 einstaklinga í viku hverri.Mikill tími og fjármunir fara í aðreka húsið og veita þjónustu fyrir þásem þar eru. Undanfarin ár hefur

„Ég ákvað að slá til eftir heilmikla um-hugsun. Ég veit alveg hvað þetta ermikil vinna, sérstaklega þegar maðurer í fullri vinnu annars staðar,’’ segirRagnar Gunnar um þá ákvörðun sína

að gefa kost á sér til formennsku.Mynd/kmh.

„Mér hefur fundist aðvið, sem höfum starfað

lengi innan Sjálfsbjargar,vera svolítið fastheldin áþað að vilja ekki breyt-ingar og vera sjálf alltaf

við stjórnvölinn. Við þurf-um að treysta unga fólk-inu, gefa því tækifæri tilað vinna með okkur.“

Page 18: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

18

mikið verið rætt um, hvort ekki séhægt að breyta starfseminni þannigað meiri orka og tími, bæði okkarfélagsmanna og starfsmanna, fari íalmenn félagsmál og baráttumál,svo að við getum veitt hinum al-menna félagsmanni, sem ekki býr íhúsinu, meiri þjónustu og styrk í þvísem hann er að gera. Búsetumálfatlaðra er nokkuð sem okkur finnstí raun að ríkið og sveitarfélögin eigiað hafa á sinni könnu, eins og fyriralla aðra. Á aðalfundi Öryrkja-bandalagsins kom fram að næstumþví helmingur þeirra sem búa í íbúð-um Félagsbústaða Reykjavíkur eruöryrkjar. Að auki rekur HússjóðurÖryrkjabandalagsins 600 íbúðir íReykjavík og víða um land semleigðar eru fötluðum og öryrkjum.Við viljum því kanna til hlítar þámöguleika að draga okkur út úrþessari þjónustu. Tilgangurinn meðstofnun Sjálfsbjargar var að styðjafatlaða til þátttöku í samfélaginu ogþað er einmitt það sem við viljumgera. Við viljum að manngildi fatl-aðra sé þannig metið að það sé al-gjörlega sjálfsagt mál að þeir takiþátt í atvinnulífinu, í skólakerfinu,eigi sínar íbúðir o.s.frv. Á þinginuvar ákveðið að vinna að stefnumót-uninni í þessum anda. Flestir erusammála um að gera þurfi viðkom-andi breytingar. Við ætlum að vinnaað þessu skipulega á næstu mánuð-um, ákveða stefnuna, forgangsraðamarkmiðum og finna leiðir til að náþeim.“

Baráttumálin

Að sögn Ragnars Gunnars eru ýmisbaráttumál sem brenna á fötluðum ídag. ,,Þeir meginþættir sem viðhöfum áhuga á að beita okkur fyrireru aðgengis- og ferlimál, heima-hjúkrun og heimilishjálp, skóla- ogatvinnumál, sjálfstæð búseta hreyfi-hamlaðra og síðast en ekki sístkjaramál. Sjálfsbjörg hefur unniðýmsa sigra á undanförnum áratug-um en við megum samt sem áðuraldrei sofna á verðinum. Það er mik-ið verk framundan og af nógu aðtaka. Síðan er alltaf spurninginhvaða leiðir sé best að fara til að náfram þessum markmiðum.

Ég hef svolítið verið að skoðahvernig kvennabaráttan hefur haftsinn framgang. Konur stofnuðu sinneigin flokk, Kvennalistann, semnáði ákveðnum árangri. Síðan varhann lagður niður. En konur hafahaldið áfram að berjast í sínum mál-um. Árið 1995 fengu þær eftirfaran-di ákvæði inn í 65. grein stjórnar-skrárinnar, er fjallar um jafnrétti:,,Konur og karlar skulu njóta jafnsréttar í hvívetna.“ Í stjórnarskránnikoma hvergi fyrir orðin öryrki, fatl-aður eða hreyfihamlaður, en í 65.grein er hins vegar talað um kyn-ferði, litarhátt, efnahag o.fl. Svo erutil jafnréttislög, sem fjalla reyndarekki um jafnrétti allra hópa, heldureingöngu kvenna og karla. Hvaðfatlaða varðar þá voru samþykkt lögum málefni fatlaðra til þess aðstuðla að jafnrétti þeirra. Nú er hinsvegar uppi umræða um hvort viðeigum að vinna að því að sett verðiákvæði inn í stjórnarskrána sembanni að einstaklingum sé mismun-að á grundvelli fötlunar og nálgastþannig markmiðin úr annarri átt.Og jafnvel hvort við eigum aðleggja það til að sett verði sér lögþess efnis. Í Bandaríkjunum ogBretlandi er t.d. þegar búið að setjalög í þessa veru og mikil umræða erum þetta í nágrannalöndunum. Ánýafstöðnu þingi Sjálfsbjargar varsamþykkt ályktun þess efnis að for-sætisráðuneytið kanni við næstuendurskoðun stjórnarskrárinnarhvort ástæða sé til að setja ákvæði ístjórnarskrána sem banni mismununeinstaklinga á grundvelli fötlunar.Um er að ræða mikilvægt mál semvið eigum eftir að fjalla mikið umog þá í samstarfi við önnur félög Ör-yrkjabandalagsins.“

Ragnar Gunnar segir mikilvægt að

samtök eins og Sjálfsbjörg vinni aðþví að hafa jákvæð áhrif á viðhorfiðí þjóðfélaginu gagnvart fötluðum.,,Þá fyrst náum við árangri ef öllumþykir það sjálfsagt að fatlaðir takiþátt í þjóðfélaginu eins og hverjiraðrir þjóðfélagsþegnar, séu úti ávinnumarkaði, í skólakefinu og hvarsem er. Það er auðvitað aðalatriðið.Þó að maður segi að með lögumskuli land byggja þá held ég samtsem áður að réttlætið náist aldreifullkomlega fram eingöngu meðlagasetningu. Viðhorfsbreytingin eraðalatriðið.“

Sameining aðildarfélaga?

Eitt af því sem mikið hefur veriðrætt innan Sjálfsbjargar er staða að-ildarfélaganna. Þau eru misvirk ogþví hefur sú umræða komið upphvort ekki sé tímabært að sameinaeinhver þeirra. Hver er skoðunRagnars Gunnars á því? ,,Ég myndivilja sjá færri félög og stærri. Þauþurfa hins vegar að hafa þannigstarfssvæði að þau dekki allt landið.Sú hugmynd hefur einnig komiðfram að á þeim svæðum á landinuþar sem ekki er Sjálfsbjargarfélag séumboðsmaður sem þá tengist þvíSjálfsbjargarfélagi sem honum ernæst. Með því móti náum við aðvera áfram landssamtök og styrkjaokkur sem slík. Sameining hefureinnig sparnað í för með sér. Í dagrennur meira fé frá landssamtökun-um til aðildarfélaganna en þau fá tilbaka í félagsgjöldum o.fl. Doði í fé-lagsstarfi er vandamál hjá nær öllumsamtökum sem starfa á landsvísu,ekki eingöngu hjá Sjálfsbjörg. Tilþess að landssambandið geti talistlandssamband Sjálfsbjargarfélag-anna þurfa aðildarfélögin að verðastærri og sterkari og standa undirnafni.“

Langar til að ættleiða barn

Síðastliðin 25 ár hefur RagnarGunnar starfað hjá Tollstjóranum íReykjavík og um tíma starfaði hannhjá Ríkistollstjóra. Hann er deildar-stjóri í tölvudeild og hefur m.a. tek-ið þátt í að þróa frá grunni tölvukerf-in sem þar eru notuð. Hann hefurmikinn áhuga á tölvumálum og

„Tilgangurinn meðstofnun Sjálfsbjargar varað styðja fatlaða til þátt-töku í samfélaginu og

það er einmitt það semvið viljum gera.“

Page 19: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

19

fylgist vel með öllum nýjungum áþví sviði. Hann segir tölvuvæðing-una hafa opnað ýmsa möguleikafyrir fatlaða, möguleika sem geriþeim betur kleift að vera virkariþátttakendur í samfélaginu.

Ragnar Gunnar á fallega íbúð ífjölbýli í Þverholtinu í Reykjavíkþar sem hann hefur búið sl. 10 ár.Hann er ógiftur og barnlaus, þvímiður, eins og hann orðar það. ,,Éger mikill barnamaður og hef alltafmeira og meira gaman af börnumeftir því sem ég eldist. Systkini míneiga börn og mér þykir mjög væntum þau. Það hefur meira að segjahvarflað að mér hvort ég ætti ekkiað ættleiða barn, vegna þess að nú ereinhleypum heimilt að ættleiðabörn. Maður getur ekki alltaf veriðeinhleypur og barnlaus,“ segirRagnar Gunnar og kímir. ,,Mér lístekki alveg nógu vel á það, ekki al-veg út í rauðan dauðann. Ég get velhugsað mér að ættleiða barn, á með-an ég hef þær aðstæður sem leyfaþað og tekjur og húsnæði. Það erþví miður fullt af börnum í heimin-um sem hafa það ekki nógu gott. Éghitti oft börn systkina minna og hefmjög gaman af því. Ég fór t.d. tilParísar um daginn með bróður mín-um, systur, mökum þeirra og börn-um og það var stórskemmtilegt.“

Slappar af með gítarinn

Aðspurður um áhugamál og tóm-stundir, segist Ragnar Gunnar lengihafa leikið á gítar. ,,Ég hef mestspilað fyrir sjálfan mig sem hvíld fráerli dagsins. Við erum fjórir félagarinnan Sjálfsbjargar í hljómsveit semvið köllum SJER á báti. Í henni eruásamt mér, Sigurður Einarssonframkvæmdastjóri landssambands-ins, Jón Eiríksson og Einar Andrés-son. Við höfum m.a. tekið þátt ísýningum Halaleikhópsins. Mérþykir þetta ofboðslega gaman. Églærði aðeins á gítar í Tónskóla Sig-ursveins D. Kristinssonar og hefleikið síðan þá. Fyrsta gítarinn fékkég þegar ég var 15 ára gamall. Éghef gert nokkuð af því að semja lögog texta. Og þar sem maður býr einnfinnst mér gott að taka gítarinn ogsyngja með. Það er góð hvíld og

endurnærir sálina. Ég er mikill til-finningamaður, þannig að mér finnstgott að fá tilfinningalega útrás í tón-listinni. Textarnir sem ég hef samiðfjalla um hitt og þetta. Þeir sem éghef samið upp á síðkastið fjalla umlífið og tilveruna, á mínu eigin rósa-máli,“ segir Ragnar Gunnar og bros-ir. ,,Allur minn tími fer í vinnuna,félagsmálin og tónlistina og þá erstarfsorkan eiginlega löngu búin.Ég var mikið í íþróttum hér áðurfyrr, t.d. lyftingum, borðtennis, bog-fimi o.fl.“

Jákvæðni í garð Sjálfsbjargar

Aðspurður um framtíð Sjálfsbjargarsegist Ragnar Gunnar telja hanabjarta. ,,Það er mjög eðlileg þróunmeð samtök eins og Sjálfsbjörg aðþau eiga sér sín gullaldarár þegarþau eru stofnuð. Hér áður fyrr vorufatlaðir bara lokaðir inni á heimil-

„Ég hitti oft börn systkina minna og hef mjög gaman af því,“ segir RagnarGunnar. Hér er hann ásamt tveimur frænkum sínum, þeim Branddísi og Kristínu

Sól, á ferð um París. Mynd/úr einkasafni.

„Ég get vel hugsað mérað ættleiða barn, á meðanég hef þær aðstæður sem

leyfa það og tekjur og hús-næði. Það er því miðurfullt af börnum í heimin-

um sem hafa það ekkinógu gott.“

um, þeir fengu varla að fara í skólaeða stunda atvinnu, þrátt fyrir að umværi að ræða tiltölulega lítið hreyfi-hamlað fólk. Sjálfsbjörg var síðanstofnuð, braust út úr viðjunum ogvarð virkari. Síðan þá hefur orðiðmikil þróun og árangur náðst og þákemur ákveðin lægð í samtökin.Þetta er bara eðlilegt eins og með öllfélagasamtök. Á ákveðnum tímaþarf svo að fara fram endurskoðunog endurnýjun. Við hjá Sjálfsbjörgerum að ganga í gegnum slíkt skeið.Við höfum ótal tækifæri til þess aðláta framtíðarstefnu samtakannaskila árangri. Það er ekkert sembendir til annars en að okkur munitakast að setja fram ný markmið ogfinna leiðir til að ná þeim. Ég hefmikla trú á mínu samstarfsfólki, semog Sjálfsbjargarfélögum til þess aðtaka þátt í þeirri vinnu og ná árangri.Við megum heldur ekki gleyma þvíað það ríkir mikil jákvæðni í þjóðfé-laginu í garð Sjálfsbjargar. Samtök-in eru mjög þekkt í samfélaginu ogþað er tekið tillit til þeirra og hlust-að á okkar skoðanir, hjá stjórnmála-mönnum, í stjórnsýslunni, hjá ein-staklingum og fyrirtækjum. Þaðskapar okkur mikil tækifæri sem viðeigum að nýta okkur,“ segir RagnarGunnar að lokum.

Texti: Kristrún M. Heiðberg.

Page 20: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

20

Ánægð með dvölina á Íslandi

Hjónin, Bob og Gail Christy, erubæði hreyfihömluð af völdum heila-lömunar (cerebral palsy). Blaða-maður Klifurs sló á þráðinn til þeirrahjóna, sem búa í Ottava, til að fræð-ast nánar um þau og ferð þeirrahingað til lands.

,,Það hafði lengi verið draumureiginkonu minnar að koma til Ís-lands,“ segir Bob. ,,Hún sá myndum íslenska stúlku er hún var íbarnaskóla og hefur síðan langað tilað heimsækja landið. Hún hefur oftrætt um þennan draum sinn og einndaginn sagði hún við mig að nú ætl-aði hún að láta hann rætast. Viðfærum og á okkar eigin vegum. Égsvitnaði og hafði ríka ástæðu til,vegna þess að það er hægara sagt engert að ferðast um þegar maður erhreyfihamlaður. Gail hefur verið íhjólastól í nokkur ár. Ég stama og áí örlitum vandræðum með gang.“

Að sögn Bob hafði hann sambandvið íslenska sendiráðið í Ottava. Íkjölfarið var honum bent á Öryrkja-bandalag Íslands sem síðan komhonum í samband við Sjálfsbjörg.,,Það var meiri lukkan að hitta áSjálfsbjörg. Við vorum í reglulegu

Hjónin Bob og Gail, sem heimsóttu Ísland sl. sumar, voru yfir sig hrifin af landi ogþjóð. Þau segja margt hafa komið þeim skemmtilega á óvart. Mynd/úr einkasafni.

,,Ókunnugt fólk lagðiþað á sig að aðstoða

okkur við að komast innog út úr byggingum.Þá voru leigubílstjórar

einnig mjög hjálplegir.“

tölvusambandi við þá og fengumfullt af gagnlegum upplýsingumhvað varðar aðgengi hreyfihamlaðraá Íslandi. Ég byrjaði að slappa af,dálítið að minnsta kosti. Ég hugsaðisem svo að kannski værum við Gailekki rugluð eftir allt saman!Kannski gátum við látið verða afþessari ferð okkar. Og það gerðumvið og þvílík ferð!“

Bob og Gail segja það hafa komiðþeim skemmtilega á óvart hversuhjálpsamir Íslendingar séu, allir hafiverið tilbúnir að hjálpa ef svo barundir. ,,Ókunnugt fólk lagði það ásig að aðstoða okkur við að komast

inn og út úr byggingum. Þá voruleigubílstjórar einnig mjög hjálp-legir.“

Eins og áður sagði dvöldu Bob ogGail í gestaíbúð Sjálfsbjargarhússinsog láta vel af dvöl sinni þar. ,,Starfs-fólkið var ótrúlega hjálpsamt, þaðhringdi á hina og þessa staði fyrirokkur til að afla upplýsinga, fann úthvaða söfn og listagallerí voru meðaðgengi fyrir fatlaða, kom okkur ísamband við aðila sem gat farið meðokkur í ferð um Þingvelli og margtfleira. Við vorum yfir okkur ánægðmeð ferðina og höfum sagt öllumsem við þekkjum frá Íslandi ogSjálfsbjörg.“

Bob og Gail vilja að lokum komafram þakklæti til allra þeirra semgerðu ferð þeirra mögulega ogánægjulega. ,,Ef við verðum ein-hvern tímann svo lánsöm að getaferðast aftur til Íslands þá verðurheimsókn til Sjálfsbjargar efst á list-anum.“

Sjálfsbjörg lsf. barst ádögunum þakkarbréf

frá kanadískumhjónum sem komu hingað

til lands sl. sumar ogdvöldu í einni gestaíbúð íSjálfsbjargarhúsinu. Þau

voru yfir sig hrifin af landiog þjóð, og ekki síst afgestrisni og hjálpsemi

starfsfólks skrifstofu lands-sambandsins.

Page 21: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

21

Góð þátttaka í hæfileikakeppni

Hæfileikakeppni var haldin ífélagsheimili Sjálfsbjargar áhöfuðborgarvæðinu þann 4.

júní síðastliðinn. Þeir sem komu aðþessari keppni voru: Sjálfsbjörg lsf.,Halaleikhópurinn, Ný-ung ogSjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu.Mæting var nokkuð góð, en hefðimátt vera betri miðað við þá stór-góðu hæfileika og töfra sem spruttufram á sviðinu. Margt gerðist þar ogtil dæmis var lítill einþáttungurfluttur og söngvar sungnir meðhjálp „eftirhermusöngtækis“ eðaKaraoke eins og engilsaxneskirkalla það. Tveir aðilar fluttu ljóð ogaðrir tveir hristu fram úr erminnifrumsamin lög og texta. Samtalsvoru flutt 12 atriði frá hinum ogþessum.

Kvöldið gekk ljúflega fyrir sig,stemning góð og gaman að sjá aðhæfileikana vantar ekki hjá okkarfélögum. Eftir hvert atriði lögðudómararnir, Guðmundur Magnús-son leikari og Guðjón Sigvaldason,sem einnig er leikari, í púkk álit sittá hverju atriði fyrir sig og síðan gátuáhorfendur gefið hverjum og einumkeppanda stig frá þremur og upp ítíu. Á meðan dómarar töldu stiginog ákváðu hverjir ættu að fá auka-verðlaunin, spilaði hljómsveitin,,Sjer“ nokkur lög við ágætar undir-tektir áhorfenda.

Úrslitin urðu þau að áhorfendur

dæmdu Hildi Stefánsdóttur sigurinnmeð frumsamið lag og texta eftirhana sjálfa. Þetta er hugljúft lag semkveikti augljóslega einhvern neista íhugum áhorfenda sem varð til þessað hún vann. Lagið ber nafnið,,Lína“ og er um hundinn hennar.Annað sæti hrepptu Ragnar GunnarÞórhallsson og Kolbrún Dögg Krist-jánsdóttir fyrir frumsamið lag ogtexta eftir fyrrnefndan RagnarGunnar. Þriðja sætið hlaut HaraldurÞór Haraldsson fyrir flutning sinn álaginu Higher áður flutt með hljóm-sveitinni ,,Creed.“

Sérstök verðlaun hlutu Kristín R.Magnúsdóttir fyrir besta auglýs-ingastefið, texti sem hún samdi viðlag KK og Magnúsar Eiríkssonar,,Óbyggðirnar kalla.“ Textinn varauglýsing til áhorfenda um að mætaupp í útivistarsvæðið ,,Krika'' viðElliðavatn. Einar Andrésson fékkMachintos-verðlaunin fyrir frábæratækni- og aðstoðarvinnu við allakeppendur. Jón Þór Ólafsson fékkmasókistaverðlaunin fyrir atriði þar

sem hann sneri svo upp á hendina ásér að áhorfendur svitnuðu af kvöl,bara við að horfa á. Byltingarverð-launin fékk Friðrik Þór Ólason fyr-ir kvæði sem einkenndist af upp-reisn Öryrkjans. Shakespeare-verð-launin fékk svo Kristinn Guð-mundsson fyrir að flytja ljóðið,,Sálin hans Jóns míns“ eftir DavíðStefánsson, klæddur sem kerlinginúr Gullna Hliðinu!

Það er mál manna að vel hafi tek-ist til og ætti endilega að halda aðrakeppni að ári, með lengri fyrirvaraþannig að fólk geti haft meiri tímatil að semja, æfa og svo framvegis.

Árni Salomonsson.

Kolbrún Dögg lifir sig inn í sönginn.

Hanna Margrét Kristleifsdóttir,Hannes Sigurðsson og Grétar PéturGeirsson sungu af mikilli innlifun og

ekki spillti sviðsframkoman fyrir.

Hildur Stefánsdóttir lenti í fyrsta sætimeð frumsamið lag og texta eftir hana

sjálfa. Myndir/Ása Hildur.

Page 22: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

22

KlifurKlifur

Af ferð minni

til tannlæknis

Ég er að leita að tannlækni!Þannig er að ég var búinn aðfinna mér tannlækni og mætti

til hans. Þegar ég kom inn í húsiðþá mættu mér tröppur. Ég gekk uppog hugsaði að ekki væri þetta nú að-gengilegur staður fyrir hjólastóla.En þar sem ég er að minnsta kostiekki ennþá í hjólastól ákvað ég aðláta það liggja á milli hluta. Þegar égkom inn á biðstofuna þá voru þarbólstraðir, bláir bekkir upp viðvegginn. Ég gekk að þeim til að setj-ast. En þá komst ég að því mér tilmikillar furðu að þeir voru svo háirað þeir náðu mér næstum í mitti. Égvarð eilítið ringlaður yfir þessu ogvelti því fyrir mér hvort ég ætti aðtaka þá á hástökkinu, en ákvað aðlíta fyrst í kringum mig. Sá þá úti íhorni annan bekk alveg eins, nemalægri og ætlaður krökkum. Á borðifyrir framan bekkinn voru alls konarleikföng. Ég ákvað að setjast þarniður og náði mér í blað til að lesa,eins og maður gerir venjulega á bið-stofum. Eftir smástund kom stúlkainn og gekk rakleiðis að einhverskonar dyrasíma, stimplaði inn ein-hverjar tölur á hann og settist síðanniður eftir að vera búin að ná sér íblað, eins og maður gerir venjulegaá biðstofum. Nú verð ég að viður-kenna að ég er haldinn ,,tæknim-innimáttarkennd.“ Ef einhver erbetri en ég á einhverjum einföldum,tæknilegum sviðum þá verð égvirkilega órólegur! Ég byrjaði aðlíta í kringum mig á stofunni og sáþá auglýsingu sem á stóð: ,,Vin-samlegast tilkynnið um komu ykkarí gegnum kallkerfið.“ Þarna vorunöfn tannlækna og númer. Ég þóttistansi góður að fatta þetta og gekkupp að þessu svokallaða kallkerfi.

Árni Salomonsson. Mynd/kmh.

„Þegar ég kom inn ábiðstofuna þá voru þar

bólstraðir, bláir bekkir uppvið vegginn. Ég gekk aðþeim til að setjast. En þákomst ég að því mér til

mikillar furðu að þeir vorusvo háir að þeir náðu mér

næstum í mitti.“

En... það var svo hátt uppi að égnáði ekki í það! Ég tók þá ákvörðunmeð sjálfum mér að fríka ekki út,heldur slaka á, setjast í barnasætiðog bíða rólegur. Ég hugsaði, þegarþarna var komið við sögu, að égværi nýr viðskiptavinur og þauþarna á stofunni mundu nú kannskivakta nýja einstaklinga, því kannskifatti þeir ekki kallkerfið.... Égbeið.... stundin rann upp þegar ég

átti að vera mættur.... fimm mínúturliðu... tíu mínútur... tuttugu mínúturog þá gafst ég upp. Tók upp GSMsímann minn, gróf upp símanúmeriðhjá tannlækninum með því aðhringja í 118 og hringi í hann.

Síminn hringdi og konurödd svar-aði. Ég kynnti mig. Hún svaraðistrax: ,,Þú áttir að vera mættur fyrirtuttugu mínútum síðan!“ Ég svarastrax: ,,Ég mætti fyrir tuttugu mínút-um síðan og er hérna frammi!“ Löngþögn og svo birtist hún, með símanná eyranu. Þegar hún sá mig varðhenni dálítið um, en ég gaf henniekki færi á að segja neitt. Slökkti áfarsímanum mínum og útskýrði aðég næði ekki upp í kallkerfið. Húnhugsaði sig um og sagðist skilja mál-ið. Fórum síðan inn. Hún skoðaði oggerði það sem tannlæknir gerirvenjulega. Þegar því var lokið fórumvið fram og hún fór að velta þessufyrir sér og kom með þá hugmynd aðég notaði prik. Sá sjálfan mig komainn á biðstofuna, hún full af fólki, égleitandi að priki og síðan að reyna aðhitta á takkana á þessu svokallaðakallkerfi! Þegar hún spurði hvenærég vildi koma aftur, því það þurfi aðlaga ýmislegt, ákvað ég samstundisað segja bara bless og takk fyrirsamveruna. Mig langar nefnilega aðkoma inn á biðstofu þar sem mér líð-ur vel! Ekki líður manni svo velþegar í tannlæknastólinn er komið.

Jæja, vitið þið um tannlækni?

Árni Salomonsson.

Rafskutla til sölu

Nýr rafmagnshjólastóll – skutla –

með rafdrifnuhækkanlegu sæti tilsölu. Verð kr. 260þúsund. Upplýs. í

síma 421-2177.

Page 23: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

23

Ekki veittur styrkur vegna hjálparhunda

Í4 tbl. Klifurs 2003 var birt viðtalvið Auði Björnsdóttur, móðurungs hreyfihamlaðs drengs á Ísa-

firði. Auður er ein af fáum Íslend-ingum sem hefur hlotið menntun íað þjálfa hjálparhunda, en þeir erum.a. notaðir til að aðstoða hreyfi-hamlaða í sínu daglega lífi. Í viðtal-inu kom m.a. fram að mikill kostn-aður fylgdi því að fá sér hjálpar-hund, eða hátt í eina milljón króna.Auður sagði hjálparhund vera einsog hvert annað hjálpartæki fyrirhreyfihamlaða. Hins vegar hefðihún ekki látið á það reyna hvort slíktfengist niðurgreitt hjá Trygginga-stofnun. Í framhaldi af því leitaðiblaðamaður Klifurs til Trygginga-stofnunar og í ljós kom að ekkertfordæmi var fyrir slíku. Þegar leitaðvar svara við því hvort mögulegtværi að fá niðurgreiðslu vegnahjálparhunds var blaðamanni tjáð aðfyrirspurnin yrði tekin formlega fyr-ir hjá Hjálpartækjanefnd. Niður-staðan hefði síðan fordæmisgildi og

Viðar og hjálparhundurinn hansTryggur. Viðtal við móður Viðars

birtist í 4. tbl. Klifurs 2003.Mynd/Árný/Myndás.

unnið eftir henni hjá Trygginga-stofnun. Fyrir skömmu barst bréffrá stofnuninni þar sem skýrt var fráþví að Hjálpartækjanefnd mun ekkiveita styrk til kaupa á hjálparhund-um fyrir hreyfihamlaða. Ástæðanværi m.a. sú að slíkt tíðkaðist ekkiannars staðar á Norðurlöndum.

MinningarsjóðurJóhanns Péturs Sveinssonar

Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar óskar eftir um-sóknum um styrki sem koma til úthlutunar í september2004. Umsóknum skal skila til Sjálfsbjargar, landssam-

bands fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavík fyrir 1. sept. 2004 í umslagimerktu minningarsjóðnum.

Tilgangur sjóðsins er einkum tvíþættur; a) að styrkja hreyfihamlaðaeinstaklinga til náms og b) að styrkja einstök málefni með aðgengi fyr-ir hreyfihamlaða í huga.

Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum efsvo ber undir.

Stjórn minningarsjóðsJóhanns Péturs Sveinssonar.

Sjálfsbjörg lsf. hefur sentheilbrigðis- og trygginga-málaráðherra, sem og

fjármálaráðherra mótmælivegna skerðingar á réttindum ogstyrkjum hreyfihamlaðra vegnabifreiðakaupa.

Þar segir m.a. að Sjálfsbjörgharmi þau vinnubrögð að heil-brigðis- og tryggingamálaráðu-neytið hafi ekki sent samtökun-um reglugerðina til umsagnaráður en hún var sett og birt, einsog löng hefð er fyrir í ráðuneyt-inu.

Meginbreytingarnar á reglu-gerðinni, sem tók gildi 1. júnísl., felast í lengingu þess tímasem líður á milli styrkveitingaúr fjórum árum í fimm ár ogennfremur úr fimm árum í sexár ef um er að ræða sérútbúnaog dýra bifreið vegna mikillarfötlunar umsækjanda.

Breytingarnar eru sagðarleiða til mikillar skerðingar fyr-ir þá sem notið hafa uppbótareða styrkja vegna bifreiðakaupaskv. reglugerðinni, en reiknamegi með ca. 15% lækkun áverði bifreiðar eftir því hvorthún er seld eftir fjögur ár eðafimm ár. Allar upphæðir styrk-ja hafi ennfremur verið óbreytt-ar frá 1. maí 1999. Á samatímabili hafi vísitala neyslu-verðs hækkað um 24%.

Í ályktun sem samþykkt var áþingi Sjálfsbjargar lsf. í maí sl.,er skorað á fjármála- og trygg-ingamálaráðherra að gera ráð-stafanir til að tryggja Trygg-ingastofnun nægilegt fé til út-hlutunar bifreiðakaupastyrkjatil hreyfihamlaðra skv. gildandireglugerð þess efnis.

Mótmælir skerð-ingu vegna bif-

reiðakaupa

Sjálfsbjörg, lsf.:

Page 24: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

24

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning

Hafnarfjörður

Síldey ehfSkútuhrauni 2

Keflavík

Tannlæknastofa Einars og Kristínar Skólavegi 10

Teppahreinsun SuðurnesjaIðavöllum 3Eldvarnir ehfIðavöllum 3g

Varmamót ehfFramnesvegi 19ReykjanesbærTjarnargötu 12

Fasteignasalan Ásberg ehfHafnargötu 27

H. Þórðarson ehfKrossholti 11

Rafiðn ehfVíkurbraut 1Umbrot ehf

Víkurbraut 13Samkaup hf

Hafnargötu 62Sparisjóðurinn í Keflavík

Tjarnargötu 12-14Húsagerðin ehf, trésmiðja

Hólmgarði 2cHlévangur,

dvalarheimili KeflavíkurFaxabraut 13

Fjölbrautaskóli SuðurnesjaSunnubraut 36KeflavíkurkirkjaKirkjuvegi 25

DMM lausnir ehfIðavöllum 9b

Grindavík

Selháls ehfÁsabraut 8

Myndsel ehfHafnargötu 11

Fiskmarkaður Suðurnesja hfMiðgarði 4

Vélsmiðja Grindavíkur ehfSeljabót 3

Rafþjónusta Birgis ehfSeljabraut 7

Sandgerði

Önglar ehfBjarmalandi 11

Garður

Bókasafn GerðahreppsGarðbraut 90

Njarðvík

Toyotasalurinn ReykjanesbæNjarðarbraut 19

Hitaveita SuðurnesjaBrekkustíg 36

ÁÁ háþrýstiþvottur ehfStarmóa 13

Akranes

Sjúkraþjálfun Georgs Janussonar

Kirkjubraut 28Straumnes ehf, rafverktakar

Krókatúni 22-24IÁ hönnun

Sóleyjargötu 14Smurstöð Akraness sf

Smiðjuvöllum 2Bifreiðastöð Þórðar Þ

ÞórðarsonarDalbraut 6

Verslunin NínaKirkjubraut 4

Dvalarheimilið HöfðiSólmundarhöfða

Vélsmiðja Ólafs R GuðjónssonarSmiðjuvöllum 6

Byggðasafn AkranessGörðum

SkilmannahreppurInnrimel 2

Haraldur Böðvarsson hf, útgerðBárugötu 8-10

Híbýlamálun Garðars Jónssonar ehf

Einigrund 9Öryggismiðstöð Vesturlands ehf

Skólabraut 2Tövuþjónustan á Akranesi ehf

Vesturgötu 48Bílver, bílaverkstæði ehf

Akursbraut 13Fasteignasalan Hákot ehf

Kirkjubraut 28Hjólbarðaviðgerðin sf

Dalbraut 14Vignir G. Jónsson hf

Smiðjuvöllum 4Trésmiðjan Kjölur hf

Akursbraut 11a

Borgarnes

Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi

Borgarbraut 65

Félagsbúið Mófellsstöðum sfMófellsstöðum

Borgarverk hf, vinnuvélarSólbakka 17-19

Jörvi hf, vinnuvélarHvanneyri

Meðferðarheimilið HvítárbakkaHvítarbakka

Loftorka Borgarnesi ehfEngjaási 2-8

Gámaþjónusta Vesturlands ehfSólbakka 9

Sparisjóður MýrasýsluBorgarbraut 14

HvítársíðuhreppurSámsstöðum

Vegamót, þjónustumiðstöðVegamótum

Reykholt

Garðyrkjustöðin Varmalandi ReykholtsdalVarmalandi 2

Stykkishólmur

Sæfell ehfNesvegi 13

Málflutningsstofa Snæfellsness sf

Aðalgötu 2

Grundarfjörður

Hjálmar ehfHamrahlíð 1

Snæfellsbær

Sjávariðjan Rifi hfHafnargötu 8

Gimli, bókaverslunHraunási 1Slæging ehfBæjartúni 7Klumba ehfSkipholti 2

Sverrisútgerðin ehfTúnbrekku 16

Hjallasandur ehfHelluhóli 3

Steinunn ehfSuðurbakka 6

Búðardalur

Mjólkursamlagið BúðardalBrekkuhvammi 15

Króksfjarðarnes

Hótel Bjarkarlundur

Ísafjörður

Kjölur ehfUrðarvegi 37Krossnes ehf

Króki 2Guðbjörg ÍS-46Hamraborg ehfHafnarstræti 7ÍsafjarðarbærHafnarstræti 1

Ísfang hf, útflutningur sjávarafurða

Suðurgötu 12Tækniþjónusta Vestfjarða ehf

Aðalstræti 26Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar ehf

Sindragötu 14Tréver sf

Hafraholti 34Orkubú Vestfjarða hf

Stakkanesi 1Vélsmiðja Ísafjarðar ehf

Sundahöfn

Bolungarvík

SérleyfisferðirBolungarvík - Ísafjörður

Völusteinsstræti 22Glaður ehf

Traðarstíg 1Jakob Valgeir ehf

Grundarstíg 5Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur

heilsugæslusviðHöfðastíg 15

Sparisjóður BolungarvíkurAðalstræti 14

Brún ehfHeiðarbrún 10

Súðavík

SúðavíkurhöfnGrundarstræti 3

Suðureyri

Klofningur ehfAðalgötu 59

Patreksfjörður

PatreksfjarðarkirkjaOddi hf, fiskverkun

Eyrargötu 1Heilbriðgisstofnunin Patreksfirði

Stekkum 1Strönd ehfBreiðalækBjarg ehf

Mýrum 14

Page 25: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

25

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning

Tálknafjörður

Miðvík ehfTúngötu 44Annes ehf

Strandgötu 27Hraðfrystihús Tálknafjarðar

Miðtúni 3Eik hf, trésmiðjaStrandgötu 37

Garraútgerðin sfStrandgötu 40

Þórberg hfStrandgötu

Staður

Staðarskáli ehfStað Hrútafirði

Hólmavík

Kópnes ehfVitabraut 3

Hvammstangi

Heilbrigðisstofnunin HvammstangaSpítalastíg 1

Blönduós

Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga

Þverholti 1Kaupfélag Húnvetninga

Húnabraut 4

Skagaströnd

Fiskverkun Haraldar Árnasonar

Ægisgrund 5Trésmiðja Helga

Gunnarssonar ehfMánabraut 2

Vík ehfHólabraut 5

Sauðárkrókur

Skinnastöðin hfSyðri-Ingveldarstöðum

KB bankiFaxatorgi 1

Verslun Haraldar JúlíussonarAðalgötu 22

Kaupfélag SkagfirðingaÁrtorgi 1

Varmahlíð

Akrahreppur SkagafirðiMiklabæ, Skagafirði

Hofsós

Stuðlaberg ehfSuðurbraut

Siglufjörður

Heilbrigðisstofnunin SiglufirðiHvanneyrarbraut 37-39

Egilssíld ehfGránugötu 27

Akureyri

Tannlæknastofa Árna Páls Hall-dórssonarKaupangi

AkureyrarkirkjaEyrarlandsvegi

Búsetudeild AkureyrarbæjarGeislagötu 9

J.B. hfKaupvangsstræti 4

Glófi ehfFrostagötu 1a

Íris sf, fatagerðGrænumýri 10Hártískan sf

Kaupangi við MýrarvegHlíð hf

Kotárgerði 30Véla- og stálsmiðjan ehf

Gránufélagsgötu 47Sparisjóður Norðlendinga

Skipagötu 9Egill Jónsson hf, tannlæknastofa

Hofsbót 4Tannlæknastofa Sigrúnar

Þórunnarstræti 114Verkval, verktakiMiðhúsavegi 4

Teiknistofan H ÁFuruvöllum 13

Félag verslunar- og skrifstofufólksSkipagötu 14

Félag málmiðnaðarmannaAkureyri

Skipagötu 14NorðurmjólkSúluvegi 1

Vaxtarræktin AkureyriÍþróttahöllinni við Skólastíg

Félagsbúið BakkaBakka

Sigtryggur og Pétur sfBrekkugötu 5

Friðrik Páll Jónsson, háls, nef og eyrnarlæknir

Eikarlundi 1Föl ehf

Lerkilundi 24Kjarnafæði hfFjölnisgötu 1bSveitahótelið

SveinbjarnargerðiSvalbarðsströndBifreiðaverkstæði

Sigurðar Valdimarssonar ehfÓseyri 5a

Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins ehfFjölnisgötu 2a

Ásbyrgi - Flóra ehfFrostagötu 2aMiðstöð ehf

Draupnisgötu 3gHúsprýði sfMúlasíðu 48

Naust Marine Akureyri ehfHjalteyrargötu 20

Medúlla hfStrandgötu 37

Stell ehfKaupangi við Mýrarveg

Grenivík

Hlaðir ehfMelgötu 6

Stuðlaberg útgerð ehfÆgissíðu 11

Sparisjóður HöfðhverfingaÆgissíðu 7

Jói ehfMelgötu 8

Grímsey

Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar ehf

HátúniSæbjörg ehfÖldutúni 3

Sigurbjörn ehf, útgerðÖldutúni 4

GrímseyjarhreppurEyvík

Stekkjarvík ehfHafnargötu 17

Bratti ehfGerðubergi

Dalvík

Fiskmarkaður DalvíkurRánarbraut 2b

Gistihús Ytri-VíkKálfsskinni Árskógsströnd

Gunnar Níelsson sf

Aðalgötu 15Daltré ehf

Grundargötu 9B.H.S.,

bíla- og vélaverkstæðiFossbrún 2G. Ben ehfÆgisgötu 3

Ólafsfjörður

Vélsmiðja Ólafsfjarðar hfMúlavegi 3

Húsavík

Blómabúðin TamaraGarðarsbraut 62

Norðurlax hfLaxamýri

Skipaafgreiðsla Húsavíkur ehfHöfða 2

Bílaleiga Húsavíkur ehfGarðarsbraut 66

Rúnar Óskarsson ehfHrísateigi 5

Bókasafnið á HúsavíkStóragarði 17

TjörneshreppurYtri Tungu

Skóbúð HúsavíkurGarðarsbraut 13

Fosshóll

Fosshóll ehfFosshóli

Laugar

Norðurpóll ehfLaugabrekku Reykjadal

Ferðaþjónustan Narfastöðum ehfNarfastöðum

Kópasker

ÖxarfjarðarhreppurBakkagötu 10

Silfurstjarnan hfNúpsmýri

KelduneshreppurLindarbrekku

Raufarhöfn

Hótel NorðurljósAðalbraut 2

Page 26: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

26

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning

Þórshöfn

ÞórshafnarhreppurLanganesvegi 2

Hraðfrystistöð Þórshafnar hfEyrarvegi 16

Haki ehfLanganesvegi 29

Vopnafjörður

Hofskirkja,Vopnafjarðarhreppur

Hamrahlíð 15

Egilsstaðir

Bókabúðin HlöðumFellabæ

Ferðaþjónustan Stóra SandfelliStóra-Sandfelli 2

Trésmiðja Guðna ÞórarinssonarMásseli

Jón Hlíðdal ehfReynivöllum 3

Rarik austurlandsumdæmi. s:5289000-bilanasími 4703301

Þverklettar 2-4Verkfræðistofa Austurlands ehf

Selási 15Bókasafn Héraðsbúa

Tjarnarbraut 19Miðás hfMiðási 9

Betri flutningar ehfMiðási 19

Hraðbúð ESSO www.khb.isKaupvangi 6

EgilsstaðakirkjaLaugavöllum 19

Hitaveita Egilsstaða og FellaEinhleypingi 1

Seyðisfjörður

Bókaverslun Ara Bogasonar og Eiríks Sigurðssonar sf

Austurvegi 23

Mjóifjörður

MjóafjarðarhreppurBrekku

Reyðarfjörður

Þvottabjörn ehfHeiðarvegi 10

Eskifjörður

Eskja hf

Strandgötu 39

Neskaupstaður

Samvinnufélag útgerðamannaHafnarbraut 6

Brynjar Júlíusson hfHafnarbraut 15

Fáskrúðsfjörður

FáskrúðsfjarðarhreppurTungu 2

FáskrúðsfjarðarkirkjaLoðnuvinnslan hf

Skólavegi 59

Breiðdalsvík

Héraðsdýralæknir Austurlandsum-dæmis syðra

Ásvegi 31Breiðdalshreppur

Ásvegi 32

Höfn

Skinney - ÞinganesKrossey

Bókhaldsstofan ehfKrosseyjarvegi 17

Sveitafélagið HornafjörðurHafnarbraut 27

Sigurður Ólafsson ehfHlíðartúni 21

Selfoss

VeiðisportMiðengi 7

Verslunin Borg, GrímsnesiMinni Borg

Heimili og menntir ehfBaugstjörn 33

Pylsuvagninn SelfossiBesti bitinn í bænum

Dýralænaþjónusta Suðurlands sími 482-3060

StuðlumBúnaðarfélag Grafningshrepps

VillingavatniLífeyrissjóður verkalýðsfélagsins á

SuðurlandiAusturvegi 38

Mjólkurbú FlóamannaAusturvegi 65

Kælivélaþjónustan ehfEyrarvegi 32

Litla kaffistofanSvínahrauni

Byggingarfélagið Árborg ehfBankavegi 5

Bifreiðaverkstæðið Klettur ehfHrísmýri 3

Sunnlenska fréttablaðiðEyrarvegi 25

Lögmenn Suðurlandi ehf, fasteignasalaAusturvegi 3

Selós ehfEyravegi 51

Set ehf, plastiðnaðurEyravegi 41

Básinn, veitingastaðurEfstalandi

Tannlæknastofa HalldórsAusturvegi 44

Fasteignasalan Bakki ehfSigtúni 2

HraungerðishreppurÞingborg

Ingólfur, verslunAusturvegi 34

Verkfræðistofa Suðurlands ehfAusturvegi 3-5Árvirkinn ehfEyravegi 32

Plastiðjan ehfGagnheiði 1

Framsóknarfélag ÁrnessýsluNesey ehf

Suðurbraut 7 GnúpverjahreppiGuðmundur Tyrfingsson ehf

Fossnesi C

Hveragerði

Heilsustofnun NLFÍGrænumörk 10

Ecoline hfSunnumörk 4Sport-Tæki ehfAusturmörk 16

Þorlákshöfn

Grunnskólinn í ÞorlákshöfnEgilsbraut 35Fiskmark ehf

Hafnarskeiði 21Fagus ehf

Unubakka 18-20Frostfiskur ehfHafnarskeiði 6

Eyrarbakki

HéraðssjóðurÁrnesprófastsdæmis

Túngötu 20

Flúðir

Ferðaþjónustan Syðra Langholti

Garðyrkjustöðin JörfiFlúðum Hrunamannahreppi

Garðyrkjustöðin Hvammur I ehfHvammi IKvenfélag

HrunamannahreppsAuðsholti

Hvolsvöllur

Félag íslenskra bifreiðaeigandaStóragerði 3

HoltsprestakallHolti

Prjónaver ehfHlíðarvegi 10

StórólfshvolskirkjaFylkir, vörubílstjórafélag

Eystri-Torfastöðum 1Kvenfélagið Bergþóra

Vestur Landeyjum

Vík

Byggingafélagið Klakkur ehfSmiðjuvegi 9

Hrafnatindur efhSmiðjuvegi 13

Kirkjubæjarklaustur

Hjúkrunar og dvalarheimilið Klausturhólar

Héraðsbókasafnið Kirkjubæjarklaustri

Klausturvegi 4Heilsugæslustöð

KirkjubæjarklaustursSkriðuvöllum 13

Vestmannaeyjar

StraumurFlötum 22

Vélaverkstæðið Þór ehfNorðursundi 9

Frár ehfHásteinsvegi 49

Ós ehfIllugagötu 44

Skattstofa VestmannaeyjaHeiðarvegi 15

Bessi hfSóleyjargötu 8

Huginn ehfHrauntúni 48

Vinnslustöðin hfHafnargötu 2

Karl Kristmanns,umboðs- og heildverslun

Ofanleitisvegi 15-19

Page 27: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík

KlifurKlifur

27

Vinningar fyrir rétta lausn á krossgátu

Leitin mikla

Að þessu sinni eru vinn-ingar fyrir rétta lausnkrossgátunnar þrjú sett af

spilastokkum (nýtt útlit), merkt-um Sjálfsbjörg, landssambandifatlaðra. Lausnir sendist tilSjálfsbjargar, lsf. Hátúni 12, 105Reykjavík og merkið umslagið„krossgáta.“ Skilafrestur er til20. ágúst 2004.

Verðlaun fyrir lausn á kross-

gátu síðasta tölublaðs eru þrjárkaffi/tekrúsir, merktar Sjálfs-björg, landssambandi fatlaðra.Þær verða sendar vinningshöfum,sem eru: Valgerður Guðbjarts-dóttir, Kambanesi, 755 Stöðvar-fjörður; Árni Valur Viggósson,Víðilundi 10 c, 600 Akureyri ogValgerður Gunnarsdóttir, Stapa,781 Hornafjörður.

Lausnin var: „Bjart er yfir láði

Sjálfsbjörg

Aðgengi fyrir alla

Horfðuá bros barnsinsog lifðu þig inní

leiki þess

og þér mun ljósar hve langt

þig hefur boriðafvega

í leitinnimiklu.

Viktor A. Guðlaugsson.

Page 28: Klifur - sjalfsbjorg.is · Klifur 3,,Í aðgengilegu þjóðfélagi væri enginn hreyfihamlaður.“ 32. þing Sjálfsbjargar: F yrir 45 árum var blásið til þings í Reykjavík