Áhrif hreyfingar á andlega heilsu ritgerð...líkamleg heilsa regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir...

28
Áhrif hreyfingar á andlega heilsu Arndís Ósk Arnarsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

Upload: others

Post on 14-Feb-2021

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  •  

     

    Áhrif hreyfingar á andlega heilsu

    Arndís Ósk Arnarsdóttir

    Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild

    Heilbrigðisvísindasvið

  •    

     

    Áhrif hreyfingar á andlega heilsu

    Arndís Ósk Arnarsdóttir

    Lokaverkefni til BS-gráðu í sálfræði

    Leiðbeinandi: Hallur Hallsson

    Sálfræðideild

    Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2018

  •    

     

    Ritgerð þessi er lokaverkefni til BS gráðu í sálfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

    © Arndís Ósk Arnarsdóttir, 2018

    Prentun: Prentsmiðjan Svansprent

    Reykjavík, Ísland 2018

  •    

       

    4  

    Efnisyfirlit

    Myndaskrá .................................................................................................................................. 5 Útdráttur ..................................................................................................................................... 6

    Líkamleg heilsa .......................................................................................................................... 8 Andleg heilsa ............................................................................................................................ 11

    Félagsleg tengsl og heilsa ......................................................................................................... 15 Hugræn færni ............................................................................................................................ 16

    Æfingar á vinnutíma ................................................................................................................. 18 Niðurstöður ............................................................................................................................... 21

    Heimildaskrá ............................................................................................................................ 23

  •    

       

    5  

    Myndaskrá

    Mynd 1: Þáttalíkanið um félagsleg tengsl og andlega heilsu................................................... 15

  •    

       

    6  

    Útdráttur

    Minni hreyfing og meiri kyrrseta hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Því hafa starfshópar

    verið myndaðir til að koma í veg fyrir ýmsa líkamlega sjúkdóma eins og beinþynningu,

    hjarta- og æðasjúkdóma. Kyrrseta hefur ekki bara áhrif á líkamlega heilsu fólks heldur einnig

    andlega og því er mikilvægt að stunda hreyfingu til að koma jafnvægi á taugaboðefni

    líkamans sem eru tengd andlegum kvillum. Lífsánægja og lífsgæði einstaklinga geta einnig

    aukist með því að stunda hreyfingu í 30 mínútur á dag, fimm daga vikunnar, eins og ráðlagt

    er. Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing getur skilað árangri hvað varðar þunglynda einstaklinga

    og gildir þá einu hvort hún sé framkvæmd af mikilli eða lítilli ákefð. Eftir því sem

    einstaklingar verða eldri þá minnkar virkni heilasvæða og taugafrumna en hægt er að viðhalda

    og auka virkni þeirra með hreyfingu. Því er mikilvægt að finna sér æfingafélaga svo það séu

    meiri líkur á því að einstaklingur haldist í þeirri hreyfingu sem honum finnst skemmtileg.

    Félagslega hvatningin getur komið frá vinum, fjölskyldumeðlimum og ekki síst

    vinnufélögum. Einstaklingar sem stunda hreyfingu á vinnutíma eru ánægðari, afkasta meiru

    og nýta færri veikindadaga. Ekki má gleyma því að hreyfing einstaklinga þarf að vera út frá

    þeirra áhugasviði svo einstaklingar stundi hana reglulega. Í heimildaritgerðinni verða skoðuð

    áhrif þess að stunda líkamsrækt, eða einhvers konar hreyfingu, á heilsu.

  •    

       

    7  

    Hugtakið heilsa er algengt í íslensku tungumáli og getur verður túlkað á marga vegu.

    Líkamleg heilsa, andleg heilsa og félagsleg heilsa eru allt stórir þættir í daglegu lífi fólks sem

    vert er að skoða nánar.

    World Health Organization var stofnað til að takast á við málefni tengd heilsu þar sem

    skipaðir voru starfshópar til að vinna að því að stuðla að bættir heilsu fólks í heiminum

    (Talbot og Verrinder, 2010). Þeir skilgreina heilsu ekki einungis á þá vegu að einstaklingur sé

    laus við sjúkdóma og veikindi heldur líka sem líkamlega heilsu, andlega og félagslega velferð

    (Larson, 1996). Þessir þættir hafa áhrif á hugsun og líðan okkar ásamt því hvernig við

    tökumst á við erfiðleika og hverju við höfum orðið fyrir á lífsleiðinni (Bhugra, Till og

    Sartorius, 2013). Mikilvægt er að átta sig á því að andleg heilsa er ekki bara það sem við

    tengjum við geðraskanir eða einhvers konar hamlanir heldur á það líka við vellíðan þar sem

    einstaklingar geta tekist á við streituvekjandi atburði í lífinu, náð að afkasta miklu og að

    leggja sitt af mörkum til samfélagsins (Herrman o.fl., 2005)

    Líkamlegri heilsu er viðhaldið með því að stunda hreyfingu en hreyfing er framkölluð

    af beinagrindarvöðvunum. Beinagrindarvöðvar eru tengdir við bein og sinar og framkvæma

    allar viljastýrðar hreyfingar (Sadava, Hillis, Heller og Berenbaum, 2011). Í nútímasamfélagi

    hefur kyrrseta einstaklinga aukist og hún er talin vera ein tíu áhættuþátta hvað varðar

    dauðsföll í heiminum (Jayalakshmi, Prabhu Raj, Shanmukhappa og Smilee Johncy, 2011). Því

    er hreyfing talin vera einn mikilvægasti þáttur heilbrigðis. Sett var fram tillaga á Alþingi um

    heilbrigðisáætlun sem stendur til 2020. Þar kemur fram að fullorðnir einstaklingar skulu

    stunda 30 mínútna hreyfingu að minnsta kosti fimm sinnum í viku (Þingskjal 604, 2012). Að

    stunda reglulega hreyfingu getur komið í veg fyrir marga sjúkdóma, líkt og hjarta- og

    æðasjúkdóma, sykursýki, krabbamein og þunglyndi svo eitthvað sé nefnt (Manson o.fl., 2002-

    a).

    Til þess að minnka alla þá líkamlegu sjúkdóma sem við getum haft áhrif á og til þess

    að halda niðri öllum þeim andlegu sjúkdómum sem Íslendingar þjást af, þá er mikilvægt að

    efla heilsu landsmanna. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra sem lifum í þessum heimi að

    hafa áhrif á lífstíl fólks og fá það til að lifa heilsusamlegra lífi. Heilsuefling hefur það að

    markmiði að efla heilbrigði og skapa einstaklingum þannig umhverfi að hægt sé að efla

    hugsun og viðhorf fólks til heilsu (O’Donnell, 2001)

    Ekki síður mikilvægur þáttur hvað varðar heilsu er félagsleg heilsa sem vísar til

    samskipta sem einstaklingar hafa sín á milli og hvernig einstaklingum vegnar í samfélaginu.

  •    

       

    8  

    Félagsleg aðlögun hefur með það að gera hvernig einstaklingum finnst þeir hafa eitthvað

    sameiginlegt með öðrum sem tilhreyra sama samfélagi (Keyes, e.d.). Félagsleg tengsl milli

    einstaklinga eru mikilvæg hvað varðar betra líf einstaklinga. Jákvæðni einstaklinga getur haft

    þau áhrif að samskipti verða auðveldari á milli einstaklinga og minna verður um ágreining.

    Tengsl geta myndast á vinnustöðum allt frá yfirborðskenndum tengslum til vináttutengsla. Ef

    þessi tengsl innan vinnustaðarins eru góð finna einstaklingar fyrir öryggi og þeim líður vel í

    starfi (Félagsleg heilsa, e.d).

    Á síðustu árum hefur tækninni fleygt gríðarlega fram og út frá því eru fleiri

    einstaklingar í kyrrsetustörfum en áður hefur tíðkast. Ekki er hægt að fullyrða það að heilsa

    einstaklinga hafi versnað í gegnum árin því ekki eru til gögn um hreyfingu Íslendinga, sem

    vitað er um. Þrátt fyrir það eru ýmis atriði sem benda til þess að sú sé raunin, líkt og vaxandi

    offita, fleiri bílar í umferð sem gerir það að verkum að einstaklingar ganga minna á milli

    áfangastaða og meiri tölvu- og snjallsímanotkun bæði hjá fullorðnum og börnum

    (Ráðleggingar um hreyfingu, e.d.). Sett hafa verið viðmið hvað varðar hreyfingu og eru 30

    mínútur á dag á miðlungsákefð, ágætt viðmið um daglega hreyfingu einstaklings. Flestir

    fullorðnir einstaklingar verja stærstum hluta dagsins á vinnustaðnum og því er mikilvægt að

    fyrirtæki taki þátt í að efla heilsu starfsmanna sinna (Haskell o.fl., 2007).

    Líkamleg heilsa

    Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir fullorðna og börn. Fyrir fullorðna er talið mikilvægt að

    hreyfa sig að minnsta kosti fimm sinnum í viku. Árið 1995 gáfu stofnanirnar American

    College of Sport Medicine og Centers for Disease Control and Prevention út ráðleggingar

    varðandi hreyfingu og almennt heilbrigði. Þróun þessara viðmiða var frá nefnd vísindamanna,

    en sú nefnd innihélt lækna, faraldsfræðinga, sérfræðinga varðandi hreyfingu og einstaklinga á

    sviði lýðheilsu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra ættu einstaklingar að hreyfa sig í að minnsta

    kosti 30 mínútur á dag af miðlungsákefð til að viðhalda heilsu (Pate o.fl., 1995). Með því að

    viðhalda slíkri hreyfingu daglega er hægt að minnka líkur á krónískum sjúkdómum eins og

    kransæðasjúkdómum, heilablóðfalli, krabbameini og offitu. Samkvæmt rannsókn Manson og

    fleiri frá árinu 2002 þar sem litið var á hvort minni líkur væru á hjarta- og æðasjúkdómum ef

    einstaklingar stunduðu annað hvort göngu eða hreyfingu af meiri ákafa. Þátttakendur voru

    73.743 konur á aldrinum 50-79 ára. Upplýsingar um konurnar voru fengnar á

    heilsugæslustöðvum í Bandaríkjunum. Skilyrði fyrir þátttöku var að hver þátttakandi þurfti að

  •    

       

    9  

    vera laus við hjarta- og æðasjúkdóma en allar konurnar þurftu að fylla út spurningalista um

    heilsufar þeirra síðustu þrjú árin. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að bæði ganga og

    hreyfing af meiri ákefð bentu sterklega til þess að viðkomandi var ólíklegri á að fá þessa

    krónísku sjúkdóma (Manson o.fl., 2002-b).

    Bein, vöðvar og liðir mynda stoðkerfið. Stoðkerfið gerir okkur kleift að færa okkur úr

    stað (Salter, 1999). Kostir þess að stunda hreyfingu eru þau að bein einstaklinga styrkjast við

    það. Samspil þarf að vera á milli vöðva og beina til þess að beinin styrkist. Það hefur sýnt sig

    hjá einstaklingum sem lamast að beinin hrörna og hjá íþróttamönnum sem stunda ákveðnar

    hreyfingar þá eru beinin sterkust á þeim svæðum þar sem mesta álagið er á vöðvana (Turner

    og Robling, 2003). Samkvæmt innkirtlalækninum Russo er hæfileg hreyfing, sérstaklega hjá

    miðaldra fólki, mikilvæg til að viðhalda beinþéttni. Beinþynning hjá eldra fólki er algeng og

    því er mikilvægt að huga vel að beinheilsunni. Í rannsókn Russo frá 2009 voru konur á

    aldrinum 35 til 45 ára skoðaðar nánar en í öðrum hópnum voru 49 konur sem stunduðu

    hreyfingu en í samanburðarhópnum voru 49 konur sem stunduðu enga hreyfingu. Æfingar

    með hárri ákefð voru framkvæmdar þrisvar sinnum í viku í 18 mánuði. Áður en æfingarnar

    hófust, eftir 12 mánuði og eftir 18 mánuði var beinþéttni kvennanna skoðuð. Notast var bæði

    við loftháðar æfingar og styrktaræfingar. Jákvæð áhrif voru á beinþéttni kvennanna sem voru

    í æfingahópnum miðað við þær sem voru í samanburðarhópnum. Regluleg hreyfing þarf að

    eiga sér stað til þess að þessi áhrif viðhaldist (Russo, 2009).

    Andleg vandamál líkt og þunglyndi, streita og kvíði geta í sumum tilfellum verið til

    komin vegna truflunar í starfsemi taugaboðefna. Til eru nokkrar gerðir af taugaboðefnum sem

    hafa áhrif á þá þætti sem nefndir eru hér fyrir ofan, og má þar nefna serótónín og

    fenýletýlamín (phenylethylamine).

    Uppbygging frumu samanstendur af griplum, frumubol og taugasíma. Þegar

    taugaboðefni fara í gegnum slíka frumu fara boðin fyrst í gegnum griplurnar og í kjölfarið í

    frumubolinn. Í taugasímanum verður boðspenna sem veldur því að boðin geta farið til næstu

    frumu. Taugaboðefnunum er svo sleppt af endahnöppunum og fara taugaboðefnin þá á svæði

    sem er á milli frumunnar sem var að senda frá sér taugaboðefnið og frumunnar sem tekur við

    boðunum. Á meðan taugaboðefnin eru á þessu svæði getur annað hvort orðið önnur

    boðspenna í næstu frumu og þá heldur taugaboðefnið áfram eins og gerist oft í heilbrigðum

    einstaklingi eða hömlun þar sem taugaboðefnið stoppar og heldur ekki áfram til næstu frumu

    (Ward, 2010).

  •    

       

    10  

    Serótónín og fenýletýlamín hafa áhrif á heilan þegar hreyfing á sér stað. Þegar

    serótónínmagn líkamans minnkar, vegna þess að hömlun á sér stað þegar taugaboðefnið fer í

    gegnum líkamann, þá getur það birst í formi þunglyndis. Ein leið til að auka serótónínmagn

    líkamans er að auka hamingju og vellíðan einstaklinga. Það hefur fundist samband á milli

    neikvæðrar skapgerðar og margra sjúkdóma (Young, 2007). Nokkrir þættir eru taldir geta

    hjálpað til við að auka serótónínmagn í heilanum, en einn af þeim er að stunda einhvers konar

    hreyfingu (Salmon, 2001). Ekkert rannsóknarsnið hafði verið sett fram til þess að skoða áhrif

    hreyfingar á einstaklinga með alvarlegt þunglyndi. Árið 2006 settu Trivedi, Greer,

    Grannemann, Chuch, Galpen, Sunderajan, Wisniewski, Chambliss, Jordan, Finley og

    Carmody fram klínískt rannsóknarsnið sem rannsakendur gætu notfært sér. Þar voru

    þátttakendur af báðum kynjum og á aldrinum 18-79 ára en allir þeirra áttu það sameiginlegt

    að vera í hóp sem er kallaður Treatment with exercise augmentation depression (TREAD).

    Læknar eða fagaðilar eru þeir einu sem gátu gefið leyfi fyrir þátttöku í hópnum. Skilyrðin

    fyrir þátttöku voru meðal annars að einstaklingar þurftu að hafa verið að taka serótónínskylt

    lyf í tvo til sex mánuði fyrir rannsóknina, hafa hreyft sig minna en 3 daga í viku og væru

    hæfir til að stunda hreyfingu (Trivedi o.fl., 2006). Þessi rannsóknaraðferð var í kjölfarið notuð

    árið 2011 þar sem 61 þátttakandi var valinn af handahófi til að taka þátt í æfingum með lágri

    ákefð og 61 þátttakandi með hárri ákefð. Þetta æfingaprógramm stóð yfir í 12 vikur ásamt því

    að einstaklingar héldu áfram inntöku á serótónínskyldum lyfjum. Einstaklingar sem höfðu

    ekki fjölskyldusögu gagnvart geðsjúkdómum náðu betri árangri í æfingahópnum þar sem há

    ákefð var notuð frekar en hjá þeim sem voru með fjölskyldusögu. Samt sem áður voru áhrif

    hreyfingarinnar jákvæð á báða hópana (Trivedi o.fl., 2011).

    Fenýletýlamín er taugaboðefni sem hefur oft verið tengt við skap, líkamlega orku og

    athygli. Rannsóknir hafa sýnt að meiri framleiðsla á þessu taugaboðefni verður þegar

    einstaklingar stunda einhvers konar hreyfingu. Í þeirri rannsókn sem fjallað er um hér voru 20

    karlmenn fengnir til að taka þátt. Þvag einstaklinganna var mælt áður en hreyfing átti sér stað

    og einnig eftir að þeir höfðu verið á hlaupabretti í 30 mínútur á 70% hámarkspúls.

    Niðurstöðurnar urðu þær að hjá 18 af þessum 20 fannst hækkun á fenýletýlamíni í þvaginu

    með aukningu frá allt að 14-572%. Hækkun á þessu taugaboðefni hefur verið tengt við minna

    þunglyndi hjá einstaklingum (Szabo, 2001).

    Ekki má líta framhjá því að það eru bæði kostir og gallar við hreyfingu. Gallarnir

    koma sérstaklega fram þegar einstaklingar stunda óhóflega hreyfingu sem fer langt fram úr

  •    

       

    11  

    því sem talið er heilsusamlegt. Samkvæmt rannsókn á ofþjálfun og engri þjálfun í sambandi

    við flensu liggur dreifingin í nokkurskonar “J” þar sem einstaklingar sem stunda enga

    hreyfingu og of mikil hreyfing veldur bæði veikingu á ónæmiskerfinu. Besta forspáin fyrir því

    að fá ekki kvef og hósta eru einstaklingar sem stunda miðlungs hreyfingu. Flestar af þeim

    rannsóknum sem hafa verið gerðar voru gerðar á langhlaupurum frá mismunandi löndum.

    Rannsóknin fór fram á 150 einstaklingum frá Suður Afríku sem tóku þátt í 56 km “ultra”

    maraþoni og voru þeir bornir saman við einstaklinga sem stunda ekki hlaup. Hversu oft

    einstaklingar stunda maraþon og vegalengd hvers einstaklings fyrir sig var skoðuð ásamt því

    að þeir áttu sjálfir að svara spurningalistum. Niðurstöðurnar voru þær að einkenni flensu kom

    upp hjá 33,3% þeirra sem tóku þátt í maraþoninu en aðeins hjá 15,3% einstaklinga í

    viðmiðunarhópnum. Niðurstöðurnar benda því til þess að einstaklingar þurfa að fylgja

    ákveðnu jafnvægi hvað varðar hreyfingu þar sem of lítið er ekki gott og of mikið skilar ekki

    endilega góðum árangri hvað varðar andlega líðan og almennt hreysti (Nieman, 1994).

    Andleg heilsa

    Hreyfing hjálpar einstaklingum að líða betur, hvað varðar sjálfsálit og hvernig við hugsum um

    okkur sjálf. Sjálfsálit er lykilatriði hvað varðar tilfinningastöðuleika og hvað varðar aðlögun

    einstaklinga. Hátt sjálfsálit hefur verið tengt við jákvæðar útkomur eins og hvernig

    einstaklingar aðlagast í félagslegu umhverfi eða hvernig þeir bregðast við streituástandi á

    jákvæðan hátt. Það hefur einnig verið sýnt fram á að einstaklingar með hátt sjálfsálit nái

    lengra hvað varðar nám og vinnu og eru líklegri til að stunda hreyfingu og borða

    heilsusamlegan mat. Lágt sjálfsálit hefur aftur á móti verið tengt við áhættuhegðun eins og

    reykingar eða sjálfsmorð (Biddle, Fox og Boutcher, 2000).

    Hreyfing getur verið af ýmsu tagi eins og loftháðar æfingar. Þannig tegund æfinga

    hafa áhrif á stóru vöðvahópana en dæmi um loftháðar æfingar eru skokk, sund og dans. Þessar

    æfingar virðast vera hvað mest árangursríkar hvað varðar andlega heilsu (Salmon, 2001).

    Líkt og áður hefur komið fram þá eru kyrrsetustörf orðin algengari í

    nútímasamfélögum og vélar og tæki eru farin að taka yfir þau störf sem mannfólkið gegndi

    áður (Haskell o.fl., 2007). Lífsánægja einstaklinga hefur oft verið metin út frá vísbendingum

    um lífsgæði, þætti sem snúa að andlegri og líkamlegri heilsu. Hluti af lífsánægju fólks hefur

    með það að gera hvernig fólk þrífst í umhverfinu (Saris, Veenhoven, Scherpenzeel og

    Bunting, 1995). Gerð var rannsókn þar sem lífsánægja einstaklinga frá nokkrum svæðum í

  •    

       

    12  

    Kóreu var skoðuð nánar en þátttakendur voru 25.455 talsins. Líkamlegur styrkur einstaklinga

    var mældur á nokkra vegu. Meðal annars var úthald þeirra mælt með rafknúnu hjóli þar sem

    hjartsláttur var skoðaður, vöðvastyrkur var mældur með aflmæli, magaæfingar voru notaðar

    til að meta hversu mikið einstaklingurinn gat herpt og slakað á vöðvunum í 30 sekúndur. Til

    viðbótar var litið á hversu liðugir einstaklingarnir voru og síðast var sprengikraftur hvers og

    eins mældur í sentimetrum. Til þess að meta lífsánægju var lífsánægjukvarðinn notaður. Þeir

    einstaklingar sem voru með góðar niðurstöður hvað varðar líkamlegan styrk voru ánægðari

    með lífið heldur en þeir sem mældust með minni líkamlegan styrk.Vinnuveitendur vilja alltaf

    að einstaklingar skili góðri framleiðni, en til þess að svo sé þarf einstaklingurinn að vera í

    góðu jafnvægi bæði líkamlega og hvað varðar ánægju. Þess vegna er það mjög mikilvægt að

    huga að þessum þáttum í vinnuumhverfinu (Yoo, Yang og Park, 2015).

    Einnig hefur verið talið að hreyfing hafi áhrif á lífsgæði. Skoðaðar hafa verið breytur

    eins og sjálfsálit, trú á eigin getu og jákvæð og neikvæð áhrif á tilfinningalega þætti. Dæmi

    um slíka spurningu er spurningin: „Varstu ánægður þegar þú náðir síðasta markmiði?“

    Þátttakendurnir voru 604 háskólanemar í Bandaríkjunum og buðu þeir sig sjálfir fram til að

    taka þátt. Aldur þátttakenda var 18-30 ára. Notast var við sjálfsmatslista til að meta hvern og

    einn lið. Eftir að hafa metið þennan lista var komist að því að jákvætt samband er á milli

    líkamlegrar hreyfingar og lífsgæða, hreyfingar og trú á eigin getu, hreyfingar og sjálfsálits en

    ekki hreyfingar og jákvæðra og neikvæðra þátta (Joseph, Royse, Benitez og Pekmezi, 2014).

    Einstaklingar sem glíma við mikla streitu hafa litla lífsánægju og lífsgæðin verða af

    skornum skammti, en þessir þættir einstaklingsins geta haft slæm áhrif á vinnustaði. Fyrirtæki

    hafa unnið að verkefnum með starfsfólki sínu til að minnka streitu eins og rannsókn Clark og

    fleiri frá árinu 2001 sýndi fram á. Áhrif þess að reyna að komast hjá því að starfsfólk sé undir

    mikilli streitu eru aukning á framleiðni, færri fjarvistir og lægri sjúkrakostnaður. Rannsóknin

    hjá Clark var gerð í fyrirtæki í Bandaríkjunum þar sem 105 einstaklingar, 80 konur og 25

    karlmenn voru fengin til að taka þátt í rannsókn. Verkefnið snerist um að minnka streitu með

    því að fá fólk til þess að mæta á hjólaæfingar. Einnig áttu þau að mæta í tíma þar sem andleg

    líðan var umræðuefni og áttu þau að leysa ákveðin verkefni. Einstaklingunum var skipt upp

    eftir kyni þar sem talið hefur verið að kynin eiga auðveldara með að tjá sig ef einstaklingur af

    gagnstæðu kyni sé ekki í hópnum. Notast var við spurningalista og einnig var hluti af hópnum

    fenginn í viðtöl. Samkvæmt spurningalistunum kom í ljós að 96% karlmanna töldu að

    slökunartækni væri æskileg til að minnka streitu. Einnig taldi 85% þeirra að líkamleg hreyfing

  •    

       

    13  

    væri góður þáttur í að minnka streitu. Karlahópurinn hittist einu sinni í viku í 45 mínútur og

    ræddu saman í litlum hópum um andlega líðan áður en þeir fóru á hjólaæfingu saman. Þeim

    var skipt upp í mismunandi hópa með fjórum til fimm manns. Einstaklingarnir fengu kennslu

    í hugrænni atferlisstreitustjórnun. Einn leiðbeinandi var fyrir hvern hóp, hann var bæði

    umræðustjóri og kenndi hjólatímana. Konurnar voru einnig í litlum hópum þar sem þær

    hjóluðu í 30 mínútur og fengu kennslu í streitustjórnun og tóku þátt í umræðum. Vefpóstur

    var sendur í hverri viku til að hvetja konurnar til að ljúka við persónuleg markmið sem

    tengdist hugrænu atferlisstreitustjórnuninni. Mánuði eftir að þessu verkefni lauk voru

    þátttakendur ennþá að nýta sér streitustjórnunartæknina og fundu fyrir því að þau náðu betur

    stjórn á streitunni þegar þau voru í streituvekjandi aðstæðum. Þátttakendur áttu einnig

    auðveldara með að halda sig við hollt mataræði samhliða hreyfingunni og stjórnuninni á

    andlegri líðan. Lífsgæði bötnuðu, sem og líðan, svefn, næring og hreyfing einstaklinganna

    (Clark o.fl., 2014).

    Flestir upplifa einhvern tímann á lífsleiðinni að vera leiðir eða vonlausir en þessar

    tilfinningar hverfa þó oftast á stuttum tíma. Þunglyndi veldur truflun á því hvernig

    einstaklingur hugsar, hvernig honum líður, hvernig hann tekst á við daglegt líf eins og að

    borða, sofa og vinna. Oft hefur þunglyndi verið skipt niður í tvær mismunandi tegundir, sú

    fyrri kallast alvarlegt þunglyndi (e. major depression) þar sem einkennin, sem eru röskun á

    flestum þáttum daglegs lífs, hafa staðið yfir á hverjum degi í tvær vikur. Seinni tegundin af

    þunglyndi er svo viðvarandi þunglyndi (e. persistent depressive disorder) þar sem einkenni

    hafa varað í að minnsta kosti tvö ár (Craighead, Miklowitz og Craighead, 2013).

    Í rannsókninni hérna að neðan verður aðallega talað um alvarlegt þunglyndi. Til þess

    að halda þunglyndi í lágmarki getur verið gott að stunda loftháðar æfingar (e. aerobic

    exercise) en þær einkennast af því að einstaklingurinn svitnar, hjarta- og æðakerfið þenst út til

    að koma súrefni og blóði til vöðvanna og efnaskipti líkamans eykst. Þetta ástand verður að

    standa yfir í meira en nokkrar mínútur. Í heilbrigðum heila eru þúsundir taugafrumna

    starfandi á hverri sekúndu. Heilasvæðið drekinn hefur verið talið tengjast mest námi. Fjölgun

    verður á þessu svæði þegar einstaklingur lærir nýja hluti og þegar einstaklingur hreyfir sig.

    Hjá þunglyndum er oft lítil fjölgun í þessum heilafrumum og oft á tíðum deyja þær.

    Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða áhrif þess að blanda saman hugleiðslu og

    loftháðum æfingum. Þátttakendur voru 22 þunglyndir og 30 einstaklingar sem voru ekki

    greindir með þunglyndi. Áður en námskeiðið hófst voru þeir beðnir um að koma í viðtal til að

  •    

       

    14  

    meta taugafræðilega þætti. Námskeiðið stóð yfir í átta vikur og á hverri æfingu áttu

    þátttakendur að eyða 30 mínútum í hugleiðslu og 30 mínútum í loftháðar æfingar. Með því að

    notast bæði við hugleiðslu og æfingar voru niðurstöðurnar þær að 40% minnkun var á

    þunglyndiseinkennum hjá þunglyndu þátttakendunum í þessari rannsókn. Eftir þessa rannsókn

    var mikil breyting á starfsemi og fjölgun taugafrumna í drekanum. Ástæðan fyrir því getur í

    fyrsta lagi verið vegna þess að flestir voru að læra hvernig hugleiðsla virkaði, sem hefur með

    nám að gera og í öðru lagi var einnig aukning út af loftháðu æfingunum. Þessar niðurstöður

    gefa til kynna hvað hugleiðsla og hreyfing hefur mikil áhrif á andlega heilsu og taugavirkni

    (Alderman, Olson, Brush og Shors, 2016).

    Ekki eru það bara æfingar með mikilli ákefð sem eru góðar fyrir þunglyndi heldur

    sýnir þessi rannsókn fram á að áhrif geta líka komið fram við æfingar með lítilli ákefð. Gerð

    var rannsókn þar sem áhrif jóga á einstaklinga sem þjást af þunglyndi voru skoðuð nánar.

    Áherslan í þessum tímum var á öndun einstaklingsins þar sem hann reynir að hafa athyglina á

    sjálfum sér. Venjuleg uppbygging á hverjum tíma eru sitjandi æfingar eins og teygjur,

    standandi jafnvægisæfingar og höfuð og axlastöður, öndunaræfingar og í lokin er slökun. 37

    þátttakendur byrjuðu í rannsókninni en aðeins var safnað gögnum um 17 einstaklinga. Allir

    þessara einstaklinga voru með þunglyndi og voru að taka lyf við því. Hópnum var skipt upp í

    þrjá hópa þar sem hver hópur mætti þrisvar sinnum í viku í átta vikur. Hver tími var 60-90

    mínútur í senn. Að tímabilinu loknu kom í ljós að mikil minnkun varð á þunglyndi, reiði,

    kvíða, taugatengdum sjúkdómum og minnkun í hjartsláttartíðni. Skap einstaklinganna sem

    tóku þátt í þessu verkefni batnaði einnig til muna (Shapiro o.fl., 2007).

    Sömu niðurstöður komu einnig fram í rannsókn Hassmén, Koivula og Uutela frá árinu

    2000. Þeir skoðuðu áhrif líkamsræktar á þunglyndi, reiði, tortryggni og skynjaða streitu.

    Þátttakendur voru 3403 á aldrinum 25 til 64 ára. Nokkuð jöfn skipting var á milli kvenna og

    karla, þó að konurnar hafi verið örlítið fleiri. Bæði upplýsingar um hreyfingu og andlega þætti

    voru metnir með spurningalistum. Þunglyndi var mælt á Beck Depression Inventory

    skalanum, reiði var mæld með State-Trait Anger skalanum þar sem þátttakendur eru beðnir

    um að merkja hvernig þeim líður þegar þeir eru reiðir eða gramir. Tortryggni var síðan mæld

    með Minnesota Multiphasic Personality Inventory, sem mælir hversu mikið vantraust

    einstaklingar bera í garð annarra. Stress var síðan mælt með spurningu um hversu mikla

    streitu einstaklingurinn hefur upplifað á síðustu 30 dögum. Til þess að meta líkamlega heilsu

  •    

       

    15  

    viðkomandi voru þátttakendur beðnir um að meta heilsustöðu þeirra, frá lélegri heilsustöðu til

    góðrar (Hassmén o.fl , 2000).

    Félagsleg tengsl og heilsa

    Oft hefur verið talið að félagslegi þáttur einstaklinga sé einn sá mikilvægasti í lífi fólks og því

    er mikilvægt að skoða hann í tengslum við líkamsrækt (Carron, Hausenblas og Mack, 1996).

    Rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif þess að eiga í góðum félagslegum tengslum í

    samanburði við heilsuna. Það sem er talin vera heilsusamleg hegðun sem gæti komið í veg

    fyrir sjúkdóma eru til að mynda æfingar, næringarríkt mataræði og reglulegar ferðir til læknis

    (Umberson og Karas Montez, 2010). Á mynd 1 hér fyrir neðan sést hvernig félagslegir þættir

    geta haft áhrif á heilsutengda þætti eins og að stunda líkamsrækt.

    Mynd 1 Þáttalíkanið um félagsleg tengsl og andlega heilsu (Kawachi, 2001)

    Rannsóknir hafa sýnt fram á hversu mikilvægt það er að mynda félagsleg tengsl. Þegar

    einstaklingar eru í góðum félagslegum samböndum, þá hefur það áhrif á persónulega stjórn.

    Þegar persónuleg stjórn einstaklinga er góð þá eru meiri líkur á því að einstaklingar tileinki

    sér heilsusamlegt líferni. Þeir sem búa yfir góðri persónulegri stjórn eru líklegri til að hafa

    meiri þekkingu á heilsu og eru að sama skapi líklegri til að breyta hegðun sinni, líkt og að

    byrja að stunda líkamsrækt. Cohen og Will 2001 settu fram líkanið á mynd 1 þar sem þeir

  •    

       

    16  

    lýsa nokkrum leiðum um það hvernig félagsleg tengsl geta haft áhrif á andlega vellíðan.

    Félagslegu áhrifin hafa áhrif á það hvernig einstaklingurinn fær ráð um heilsutengda hegðun

    eins og hreyfingu. Ef einstaklingurinn tekur þessum leiðbeiningum frá einhverjum úr eigin

    félagslega tengslaneti, þá getur hreyfingin í kjölfarið haft áhrif á andlegu hlið einstaklingsins.

    Það að einstaklingur sé félagslega tengdur getur einnig haft jákvæðar afleiðingar á andlega

    heilsu. Til að mynda ef einstaklingurinn finnur að hann sé hluti af eða tilheyri einhverju þá

    getur hann fundið fyrir öryggi og að hann sé einhvers virði. Ef einstaklingur telur sig tilheyra

    einhverju og hefur jákvæðari sjálfsmynd þá eru líkur á að hann hugi betur að sjálfum sér, sem

    hefur síðan áhrif á viðbrögð taugakirtlana og einstaklingur upplifi minna stress, fari að stunda

    hreyfingu og tileinki sér heilsusamlegra líferni (Kawachi, 2001).

    Hugræn færni

    Hreyfing er sérstaklega mikilvæg fyrir heilann og hefur áhrif á heilabyggingu og virkni

    heilans. Sérstakur taugavaxtaþáttur sem er kominn frá heila (e. brain-derived neurotrophic

    factor) hefur áhrif á gerð af prótíni sem finnst í heilanum og í mænunni. Þetta prótín sér til

    þess að frumudauði eigi sér ekki stað og að frumurnar í heilanum haldi áfram að þroskast.

    Prótínin eru mjög virk á svæðunum þar sem taugaboðefnin fara frá einni frumu til annarrar.

    Það fer allt eftir reynslu viðkomandi hvernig þessi svæði virka og hversu mörg þau eru.

    BDNF prótínið hjálpar við mótun þessara taugamótasvæða sem hefur mikil áhrif á nám og

    minni. Með öðrum orðum þá hefur hreyfing góð áhrif á einstaklinginn og gerir honum kleift

    að læra hluti á auðveldari hátt (Mattson, Maudsley og Martin, 2004). Hluti af heilanum er

    svæði sem kallast dreki og gegnir stóru hlutverki í hugrænni færni einstaklingsins. Drekinn

    tekur við nýjum upplýsingum og festir minningar og upplýsingar í langtímaminni (Hassevoort

    o.fl., 2016).

    Á síðastliðnum árum hefur það sýnt sig að börn og unglingar hreyfa sig minna en áður

    hefur tíðkast. Alls konar heilsufarslegir þættir hafa áhrif á drekann, þá sérstaklega þegar

    heilinn og heilasvæðin eru í mótun. Hreyfing og næringarlegir þættir hafa áhrif á ýmsa

    sjúkdóma og má þar nefna sjúkdóma á borð við sykursýki tvö, offitu og háan blóðþrýsting.

    Taugamótasveigjanleiki er í miklu hámarki þegar einstaklingar eru að þroskast og hafa þessir

    heilsufarslegu þættir áhrif á það hversu mikið af frumum og frumumótum verða til. Að því

    sögðu er ansi mikilvægt fyrir skólakerfið, foreldra og samfélagið að hvetja til hreyfingar strax

    til að sporna við þessari frumuminnkun. Hassevoort, Khan, Hillman og Cohen (2016) sýndu

  •    

       

    17  

    fram á að með aukinni hreyfingu hefur það í för með sér aukningu í skammtíma- og

    langtímaminni. Hreyfing hefur áhrif á aukningu gena og prótínstyrks BDNF og þessar

    breytingar á BDNF virðast vera sérhæfðar við drekann. Að sama skapi er hægt að sjá í

    segulómunartæki (e. MRI) að börn sem hreyfa sig meira mælast með meiri virkni í heilanum

    heldur en börn sem hreyfa sig minna. Jákvæð tengsl eru á milli virkni í dreka og frammistöðu

    í minnisverkefnum. Sýnt hefur verið fram á að ef börn fá að stunda hreyfingu á skólatíma

    annað hvort í tíma eða í leikfimi, þá hefur það jákvæð áhrif á frammistöðu í skólanum sem og

    á líkamlega heilsu (Hassevoort o.fl., 2016).

    Rannsókn Donnelly, Greene og fleiri var gerð þar sem börn voru fengin til að taka þátt

    í rannsókn þar sem líkamleg hreyfing var sett inn í námskrána. Sautján skólar tóku þátt í

    verkefninu og voru níu af þeim sem tóku þátt í hreyfingu á skólatíma og hinir átta skólarnir

    voru í samanburðarhópi. Börnin voru í öðrum og þriðja bekk þegar rannsóknin hófst en hún

    stóð yfir í þrjú ár. Annar rannsóknarhópurinn var fenginn til þess að taka þátt í hreyfingu í tíu

    mínútur á dag, fimm daga vikunnar á meðan hinn hópurinn var samanburðarhópur og breytti

    engu sem áður var. Námsárangur barnanna var mældur með greindarprófinu Weschsler

    Individual Achievement Test-Third Edition (WIAT-III). Niðurstöðurnar sýndu að jákvætt

    samband var á milli líkamlegrar hreyfingar og námsárangurs. Að sama skapi var sýnt fram á

    að athygli, viðhorf, hegðun og námsárangur hefði jákvæð áhrif við líkamlega heilsu

    (Donnelly o.fl., 2013). Með því að börn fái hreyfingu á skólatíma er hægt að ná til fleiri

    einstaklinga heldur en ef börnin ráða því sjálf hvort þau fari í skipulagðar íþróttir.

    Ungmenni á aldrinum 18-30 voru fengin til að taka þátt í langtímarannsókn á

    áhættuþáttum fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma. Einstaklingar voru valdir af handahófi frá

    fjórum svæðum í Bandaríkjunum en jafnt hlutfall var á milli aldurs, kyns, kynþáttar og

    menntunar. Á 25 ára tímabili rannsóknarinnar voru gerðar sjö mælingar en mælt var út frá

    prófi sem metur minni einstaklinga. Skoðað var hvernig þeir leggja orð á minnið, hvernig

    endurheimtin á orðinu er, hvernig athygli og vinnsluminni fara saman og stýriferlun, sem var

    mæld með Stroop-verkefninu (Zhu o.fl. 2014). Stroop-verkefnið gengur út á það að

    einstaklingar sjá liti eins og rauðan, bláan eða grænan en orðin rauður, blár og grænn standa

    fyrir aftan litina, oft á tíðum í vitlausri röð. Ef liturinn og orðin eru ekki í samræmi eru

    einstaklingar lengur að segja hvaða litur er á skjánum (MacLeod og MacDonald, 2000). Eftir

    því sem einstaklingar voru í betra líkamlegu formi, þá hafði það jákvæð tengsl við betri getu á

    hugrænum verkefnum 25 árum seinna, en þó ekki við Stroop-verkefnið. Betri tengsl voru hins

  •    

       

    18  

    vegar hægt að finna ef einstaklingar æfðu og fóru strax eftir það í Stroop-verkefnið sem leiddi

    til betri frammistöðu. Niðurstöðurnar staðfesta það sem áður hefur komið fram um að

    líkamleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á hugræna getu einstaklinga á öllum aldri (Zhu o.fl.,

    2014).

    Þó svo að taugamótasveigjanleiki einstaklinga sé mestur þegar einstaklingar eru ungir,

    þá er samt hægt að styrkja hann þegar einstaklingar verða eldri. Í rannsókn Colcombe og fleiri

    frá árinu 2006 voru einstaklingar á aldrinum 60-79 ára skipt í rannsóknar- og

    samanburðarhóp. Tuttugu ungmenni á aldrinum 18-30 ára voru fengin til þess að vera í

    samanburðarhópi, fyrir segulómunina sem allir þátttakendur fóru í til að meta áhrif hreyfingar

    á heilastarfsemi. Eini munurinn á hópunum í upphafi var hámarkssúrefnisupptökualdur en

    menntun og kynjamunur var sá sami innan hópanna. Eftir að einstaklingar í

    rannsóknarhópnum tóku þátt í æfingu sem reyndi á þol þeirra þá kom fram mikil aukning í

    hvíta og gráa efni heilans. Mikil aukning var í hvíta og gráa efni heilans. Gráa efnið

    samanstendur af frumum og þar af leiðandi var aukning í frumum heilans eftir þessa sex

    mánuði. Þegar aukning verður á frumum styrkjast taugamótin og BDNF verður meira sem

    hefur áhrif á taugamótasveigjanleika og minni eykst. Fyrst og fremst sást aukning gráa

    efnisins í framheila sem er svæði sem tengist athyglisstjórn og vinnsluminni. Með því að

    stunda hreyfingu geta einstaklingar minnkað líkurnar á því að fá klíníska sjúkdóma, líkt og

    Alzheimer og geðklofa (Colcombe o.fl. 2006).

    Þegar minni einstaklinga er skoðað í samanburði við þolæfingar kemur það í ljós að

    eftir einungis sex vikur af þolþjálfun hefur stærð drekans aukist en til þess að virkni og stærð

    drekans haldist er mikilvægt að hætta ekki þjálfun. Ef einstaklingar hættu þjálfun fór virkni og

    stærð heilasvæðisins í upphaflegt horf. Langtímarannsóknir hafa einnig verið gerðar á eldri

    einstaklingum þar sem sama niðurstaða kom fram. Þessar niðurstöður sýna að stöðug hreyfing

    er mikilvæg fyrir einstaklinga til að viðhalda hugrænni færni sinni. Fleiri rannsóknir á þessu

    viðfangsefni eru þarfar, hærri upplausn á drekanum er mikilvægur þáttur í því, þar sem

    mýelinslíðrið og rúmmál drekans þarf að skoða betur en áður hefur verið gert (Thomas o.fl.,

    2016).

    Æfingar á vinnutíma

    Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru Íslendingar á aldrinum 25-64 ára við vinnu að meðaltali

    42 klukkustundir á viku á fyrsta ársfjórðungi 2017. Samkvæmt þessum upplýsingum eru

  •    

       

    19  

    einstaklingar að vinna að meðaltali 8,4 klukkustundir á dag ef miðað er við fimm daga

    vinnuviku (Meðalfjöldi unnina og venjulegra vinnustunda eftir ársfjórðungum 2003-2017,

    e.d.). Vegna þess hve vinnudagurinn er langur hjá flestum er lítill tími til að fara heim og elda

    næringarríkan mat og í mörgum tilvikum enn minni tími til að stunda líkamsrækt. Samkvæmt

    rannsókn Aghop Der-Karabetian og Norma Gebharbp frá árinu 1986 kom í ljós að

    einstaklingar sem stunduðu líkamsrækt í sex mánuði, voru með jákvæðari líkamsímynd,

    ánægðari í vinnunni og færri veikindadaga en þeir sem voru í samanburðarhópnum.

    Einstaklingarnir í samanburðarhópnum stunduðu ekki líkamsrækt. Með því að fjárfesta í

    heilsueflingu innan fyrirtækja getur kostnaðurinn sem fyrirtækið greiðir einstaklingum fyrir

    veikindadaga minnkað og að sama skapi minnkar kostnaðurinn sem einstaklingurinn eyðir í

    læknisheimsóknir. Innleiðing á heilsueflingu innan fyrirtækja hefur einnig áhrif á

    starfsandann, því sá einstaklingur sem er ánægðari með sjálfan sig er líklegri til þess að koma

    betur fram við aðra og vera almennt ánægðari í vinnunni (Karabetian og Gebharbp, 1986).

    Í rannsókn Coulson, McKenna og Field frá árinu 2008 sem gekk út á að skoða áhrif

    hreyfingar á vinnutíma á skap einstaklinga voru þátttakendur mældir bæði fyrir og eftir

    æfingu, sem og á frídegi þar sem þeir stunduðu enga hreyfingu. Notast var við

    tilviljunarkennda samanburðarrannsókn til þess að athuga hvað kæmi best út. Þrjú fyrirtæki

    með meira en 250 starfsmenn tóku þátt í þessari rannsókn, þar af tvö einkafyrirtæki og eitt

    opinbert fyrirtæki. Fyrirtækin þurftu að uppfylla ákveðin skilyrði þar sem þau þurftu annars

    vegar að bjóða upp á æfingaraðstöðu fyrir starfsmenn og hins vegar þurfti að vera stuðningur

    frá fyrirtækinu fyrir því að starfsmenn gætu æft á vinnutíma. Eftir vinnudaginn voru

    þátttakendur beðnir um að svara spurningarlista. Hvort sem einstaklingarnir stunduðu

    hreyfingu eða ekki, þá þurftu þeir að svara spurningum um hvers konar vinnu þau stunduðu til

    dæmis hvort starfið inniheldur kyrrsetu eða hreyfingu, hvernig vinnuálagið var þann daginn

    og hvort það hafi eitthvað annað óvænt komið upp. Einnig var notast við dagbækur þar sem

    einstaklingar skrifuðu niður tvisvar á dag hvernig þeim liði. Einstaklingar ákvaðu sjálfir hvers

    konar hreyfingu þeir stunduðu og ákefð hennar því bestu áhrifin koma fram þegar þeir eru að

    gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt. Árangur í vinnunni var einnig metinn með

    spurningarlista. Niðurstöðurnar urðu þær að hreyfing einstaklinga, út frá þeirra eigin

    áhugasviði, skilaði sér í bættu skapi. Í öðru lagi jókst frammistaða einstaklinga á þeim dögum

    sem þeir stunduðu hreyfingu. Í þriðja lagi hafði hreyfingin í för með sér jákvæðara viðhorf

    einstaklinganna í garð verkefnanna sem þeir glímdu við hverju sinni sem og til vinnufélaga og

  •    

       

    20  

    þeirra sjálfra. Breytingar á skapi voru ekki einungis tengdar við æfingarnar heldur voru

    einstaklingarnir yfir höfuð ánægðari heldur en áður (Coulson, McKenna og Field, 2008).

    Til þess að einstaklingar geti eytt hluta af vinnudeginum sínum í líkamsrækt er

    mikilvægt að átta sig á því að það er ekki tíminn sem einstaklingar eyða í líkamsræktina

    heldur er það ákefðin. Langtímarannsókn á þremur fyrirtækjum var skoðuð, þar sem

    fyrirtækin komu úr mismunandi áttum, þ.e. lögregluembætti, lyfjafyrirtæki og bankastofnun.

    Öll þrjú fyrirtækin tóku þátt í sama líkamsræktarprógramminu. Niðurstöðurnar voru þær að

    því meiri ákefð sem ríkti á æfingunni, því færri veikindadagar (Lechner, de Vries, Adriaansen

    og Drabbels, 1997).

  •    

       

    21  

    Niðurstöður

    Heilbrigði er mikilvægt fyrir alla einstaklinga sama á hvaða aldri þeir eru. Ráðlögð hreyfing

    fyrir fullorðna einstaklinga eru 30 mínútur á dag, með meðalákefð. Kyrrseta einstaklinga

    hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og er talin vera fjórði mesti áhættuþáttur fyrir

    ótímabærum dauðsföllum. Með þessa staðreynd að leiðarljósi er mikilvægt fyrir bæði

    einstaklinga og samfélagið í heild sinni að taka ábyrgð á heilbrigði þjóða. Hægt væri að koma

    í veg fyrir fleiri líkamleg og andleg veikindi með því að efla heilsutengda hegðun.

    Að hafa áhrif á líkamlega heilsu einstaklinga hefur marga kosti í för með sér, meðal

    annars styrking beina. Beinin eru hluti af stoðkerfinu og sjá til þess að einstaklingar geti

    staðið uppréttir. Því er mikilvægt að huga vel að beinheilsunni og tryggja að beinin séu sterk

    og heilbrigð þegar einstaklingar eldast. Líkamsrækt hefur áhrif á styrkingu beinanna og það

    hefur sýnt sig að styrkur beina hjá íþróttamönnum fer eftir íþróttunum sem þeir æfa. Til að

    mynda eru tennisspilarar með sterkari bein í handleggjum, heldur en einstaklingar sem stunda

    ekki íþróttina (Turner og Robling, 2003). Með því að stunda líkamlega hreyfingu hefur það

    líka áhrif á taugaboðefni einstaklinga sem hefur í kjölfarið keðjuverkandi áhrif á andlega þætti

    einstaklinga. Serótónin er talið hafa áhrif á hamingju og vellíðan og er hægt að auka það með

    hreyfingu (Trivedi o.fl., 2011). Fenýletýlamín hefur verið tengt við orku og athygli og hefur

    líka áhrif þar sem það dregur úr þunglyndiseinkennum. Eins og kom fram í rannsókn Szabo

    frá árinu 2001 (Szabo, 2001).

    Gerðar hafa verið rannsóknir á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir streitu og er ein

    slík í sambandi við streitustjórnun og hreyfingu. Með því að stunda bæði, þá er hægt að koma

    í veg fyrir fjarvistir, minnka sjúkrakostnað og auka framleiðni, sérstaklega þar sem sífellt

    meiri hraði er á vinnumarkaðnum í því nútímasamfélagi sem einstaklingar vinna við í dag

    (Clark o.fl., 2014). Bæði loftháðar og æfingar af ekki svo mikilli ákefð hafa báðar jafn mikil

    áhrif á andlega heilsu, eins og kom fram í áðurnefndum rannsóknum (Alderman o.fl., 2016;

    Shapiro o.fl., 2007). Mikilvægt er fyrir einstaklinga að geta valið sér hreyfingu eftir því hvar

    áhugi þeirra liggur svo það séu meiri líkur á því að einstaklingarnir haldist í þeirri hreyfingu

    sem þeim finnst skemmtilegust. Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna að lífsánægja og

    lífsgæði væru meiri eftir því sem einstaklingar stunduðu líkamsrækt. Að því sögðu virðist

    vera jákvæð fylgni á milli aukinnar líkamsræktar og góðrar starfsánægju og líðan einstaklinga

    innan fyrirtækis (Joseph o.fl., 2014; Yoo o.fl., 2015).

  •    

       

    22  

    Flestir einstaklingar eru miklar félagsverur og líður vel í kringum annað fólk. Með því

    að fá vinnufélagana til að stunda hreyfingu saman á vinnutíma myndu félagslegu tengslin

    styrkjast sem er mögulega mikilvægara en æfingin sjálf, a.m.k. fyrir andlegu hliðina.

    Samvirkni er á milli félagslegu þáttanna, andlegu og líkamlegu eins og kom fram á mynd 1.

    Með því að vera hluti af einhverjum hóp, þá getur sá hópur sameinað sig í að hafa áhrif á

    heilsu sína sem í kjölfarið hefur áhrif á andlegu hlið einstaklinganna. Allt þetta hefur

    keðjuverkandi áhrif sem getur skilað sér í heilbrigðara lífi (Kawachi, 2001).

    Mörg nútímastörf krefjast þess að hugræn geta einstaklinga sé góð og að einstaklingar

    þurfi að vinna með upplýsingar og varðveita þær í huganum. Þegar einstaklingur hreyfir sig,

    þá verður minni frumudauði í heilanum og fleiri taugafrumur myndast. Að sama skapi hefur

    það sýnt sig að hreyfing hefur einnig áhrif á drekann, heilasvæði sem er mikilvægt fyrir bæði

    langtíma- og skammtímaminni. Annars vegar verður aukning í getu einstaklinga til að

    varðveita minningar úr skammtíma- og langtímaminni en hins vegar hefur hreyfingin líka

    áhrif á aukningu frumna í drekanum (Hassevoort o.fl., 2016). Með lítilli hreyfingu, jafnvel þó

    hún sé ekki nema í 10 mínútur á dag í grunnskóla barna, þá getur hún haft áhrif á

    námsárangur barnanna og að sama skapi er hægt að heimfæra þetta á vinnumarkaðinn

    (Donnelly o.fl., 2013). Í ljósi áðurnefnda niðurstaða þá er ansi líklegt að stutt hreyfing á

    vinnustað geti haft áhrif á getu einstaklinga til að standa sig vel í vinnunni. Lengi má telja

    kosti þess að stunda hreyfingu, líkt og rannsóknin sem fann jákvæð tengsl á milli hreyfingar

    og áhættuþátta fyrir hjarta- og æðasjúkdóma (Zhu o.fl., 2014).

    Meðalvinnutími einstaklinga á Íslandi er langur en oft á tíðum hafa einstaklingar ekki

    tækifæri til þess að huga að heilsunni þegar vinnudeginum lýkur, vegna skyldna sem bíða

    þeirra heima fyrir. Með því að innleiða heilsueflingu inni í fyrirtæki er hægt að minnka

    veikindi starfsmanna, auka starfsánægju, gera vinnustaðinn að meira samrýmdum stað, þar

    sem starfsfólkið sér sig sem meira en vinnufélaga (Karabetian og Gebharbp, 1986). Mikilvægt

    samt sem áður er að tryggja það að einstaklingar geti stundað þá hreyfingu sem þeim þykir

    áhugaverð (Coulson o.fl., 2008). Það að vera partur af félagslegu neti þegar kemur að

    hreyfingu getur aukið starfsánægju og afköst en fyrst og fremst er það ávinningurinn af

    hreyfingunni, bæði andlega og líkamlega sem hefur gríðarlega mikið að segja.

  •    

       

    23  

    Heimildaskrá

    Alderman, B. L., Olson, R. L., Brush, C. J. og Shors, T. J. (2016). MAP training: combining

    meditation and aerobic exercise reduces depression and rumination while enhancing

    synchronized brain activity. Translational Psychiatry, 6(2), e726.

    doi:10.1038/tp.2015.225

    Bhugra, D., Till, A. og Sartorius, N. (2013). What is mental health? International Journal of

    Social Psychiatry, 59(1), 3–4. doi:10.1177/0020764012463315

    Biddle, S., Fox, K. R. og Boutcher, S. H. (ritstj.). (2000). Physical activity and psychological

    well-being. London  ; New York: Routledge.

    Carron, A. V., Hausenblas, H. A. og Mack, D. (1996). Social Influence and Exercise: A Meta-

    Analysis. Journal of Sport and Exercise Psychology, 18(1), 1–16.

    doi:10.1123/jsep.18.1.1

    Clark, M. M., Soyring, J. E., Jenkins, S. M., Daniels, D. C., Berkland, B. E., Werneburg, B.

    L., … Olsen, K. D. (2014). The Integration of Studio Cycling into a Worksite Stress

    Management Programme: Worksite Stress Management Programme. Stress and

    Health, 30(2), 166–176. doi:10.1002/smi.2514

    Colcombe, S. J., Erickson, K. I., Scalf, P. E., Kim, J. S., Prakash, R., McAuley, E., …

    Kramer, A. F. (2006). Aerobic exercise training increases brain volume in aging

    humans. The Journals of Gerontology. Series A, Biological Sciences and Medical

    Sciences, 61(11), 1166–1170.

    Coulson, J. C., McKenna, J. og Field, M. (2008). Exercising at work and self‐reported work

    performance. (L. Dugdill, ritstj.)International Journal of Workplace Health

    Management, 1(3), 176–197. doi:10.1108/17538350810926534

  •    

       

    24  

    Craighead, W. E., Miklowitz, D. J. og Craighead, L. W. (2013). Psychopathology: history,

    diagnosis, and empirical foundations (Second edition.). Hoboken, New Jersey: John

    Wiley & Sons, Inc.

    Donnelly, J. E., Greene, J. L., Gibson, C. A., Sullivan, D. K., Hansen, D. M., Hillman, C. H.,

    … Washburn, R. A. (2013). Physical activity and academic achievement across the

    curriculum (A + PAAC): rationale and design of a 3-year, cluster-randomized trial.

    BMC Public Health, 13(1). doi:10.1186/1471-2458-13-307

    Félagsleg heilsa,. (e.d.). Sótt 1. nóvember 2017 af

    http://heil.is/heilsufraedsla/f%C3%A9lagsleg-heilsa

    Haskell, W. L., Lee, I.-M., Pate, R. R., Powell, K. E., Blair, S. N., Franklin, B. A., …

    Bauman, A. (2007). Physical Activity and Public Health: Updated Recommendation

    for Adults from the American College of Sports Medicine and the American Heart

    Association. Medicine & Science in Sports & Exercise, 39(8), 1423–1434.

    doi:10.1249/mss.0b013e3180616b27

    Hassevoort, K. M., Khan, N. A., Hillman, C. H. og Cohen, N. J. (2016). Childhood Markers

    of Health Behavior Relate to Hippocampal Health, Memory, and Academic

    Performance: Childhood Markers of Health Behavior Relate to Hippocampal Health,

    Memory, and Academic Performance. Mind, Brain, and Education, 10(3), 162–170.

    doi:10.1111/mbe.12108

    Hassmén, P., Koivula, N. og Uutela, A. (2000). Physical Exercise and Psychological Well-

    Being: A Population Study in Finland. Preventive Medicine, 30(1), 17–25.

    doi:10.1006/pmed.1999.0597

  •    

       

    25  

    Herrman, H., Saxena, S., Moodie, R., World Health Organization, Victorian Health

    Promotion Foundation og University of Melbourne (ritstj.). (2005). Promoting mental

    health: concepts, emerging evidence, practice. Geneva: World Health Organization.

    Jayalakshmi, M., Prabhu Raj, N., Shanmukhappa, N. og Smilee Johncy, S. (2011). Effect of

    sedentary life style on anthropometric and cardiovasular parameters. International

    Journal of Biological & Medical Research, 4, 846–851.

    Joseph, R. P., Royse, K. E., Benitez, T. J. og Pekmezi, D. W. (2014). Physical activity and

    quality of life among university students: exploring self-efficacy, self-esteem, and

    affect as potential mediators. Quality of Life Research, 23(2), 659–667.

    doi:10.1007/s11136-013-0492-8

    Karabetian, A. og Gebharbp, N. (1986). Effect of Physical Fitness Program in Workplace (1.-

    1. bindi, 1. bindi). Journal of Business and Psychology.

    Kawachi, I. (2001). Social Ties and Mental Health. Journal of Urban Health: Bulletin of the

    New York Academy of Medicine, 78(3), 458–467. doi:10.1093/jurban/78.3.458

    Keyes, C. (e.d.). Social Well-Being (Social Psychology Quarterly., 61. bindi, bls. 121–140).

    Larson, J. S. (1996). The World Health Organization’s definition of health: Social versus

    spiritual health. Social Indicators Research, 38(2), 181–192.

    doi:10.1007/BF00300458

    Lechner, L., Vries, H. de, Adriaansen, S. og Drabbels, L. (1997). Effects of an employee

    fitness program on reduced absenteeism. Journal of Occupational and Environmental

    Medicine, 39(9), 827–831.

    MacLeod, C. M. og MacDonald, P. A. (2000). Interdimensional interference in the Stroop

    effect: uncovering the cognitive and neural anatomy of attention. Trends in Cognitive

    Sciences, 4(10), 383–391. doi:10.1016/S1364-6613(00)01530-8

  •    

       

    26  

    Manson, J. E., Greenland, P., LaCroix, A. Z., Stefanick, M. L., Mouton, C. P., Oberman, A.,

    … Siscovick, D. S. (2002). Walking Compared with Vigorous Exercise for the

    Prevention of Cardiovascular Events in Women. New England Journal of Medicine,

    347(10), 716–725. doi:10.1056/NEJMoa021067

    Mattson, M. P., Maudsley, S. og Martin, B. (2004). BDNF and 5-HT: a dynamic duo in age-

    related neuronal plasticity and neurodegenerative disorders. Trends in Neurosciences,

    27(10), 589–594. doi:10.1016/j.tins.2004.08.001

    Meðalfjöldi unnina og venjulegra vinnustunda eftir ársfjórðungum 2003-2017. (e.d.). Sótt 11.

    nóvember 2017

    Nieman, D. C. (1994). Exercise, upper respiratory tract infection, and the immune system:

    Medicine & Science in Sports & Exercise, 26(2), 128–139. doi:10.1249/00005768-

    199402000-00002

    O’Donnell, M. P. (ritstj.). (2001). Health promotion in the workplace (3rd ed.). Albany:

    Delmar Thomson Learning.

    Pate, R. R., Pratt, M., Blair, S. N., Haskell, W. L., Macera, C. A., Bouchard, C., … King, A.

    C. (1995). Physical activity and public health. A recommendation from the Centers for

    Disease Control and Prevention and the American College of Sports Medicine. JAMA,

    273(5), 402–407.

    Ráðleggingar um hreyfingu. (e.d.). Sótt 24. nóvember 2017 af

    https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11179/NM30399_hreyfiradlegging

    ar_baeklingur_lores_net.pdf

    Russo, C. (e.d.). The effects of exercise on bone. Basic concepts and implications for the

    prevention of fractures.

  •    

       

    27  

    Sadava, D. E., Hillis, D., Heller, C. og Berenbaum, M. (ritstj.). (2011). Life: the science of

    biology (9th ed.). Sunderland, Mass.  : Gordonsville, Va: Sinauer Associates  ; W. H.

    Freeman & Co.

    Salmon, P. (2001). Effects of physical exercise on anxiety, depression, and sensitivity to

    stress. Clinical Psychology Review, 21(1), 33–61. doi:10.1016/S0272-7358(99)00032-

    X

    Salter, R. B. (1999). Textbook of disorders and injuries of the musculoskeletal system: an

    introduction to orthopaedics, fractures, and joint injuries, rheumatology, metabolic

    bone disease, and rehabilitation (3rd ed.). Baltimore: Williams & Wilkins.

    Saris, W. E., Veenhoven, R., Scherpenzeel, A. . og Bunting, B. (1995). A comparative study

    of satisfaction with life in Europe. Budapest  : Eötvös University Press.

    Shapiro, D., Cook, I. A., Davydov, D. M., Ottaviani, C., Leuchter, A. F. og Abrams, M.

    (2007). Yoga as a Complementary Treatment of Depression: Effects of Traits and

    Moods on Treatment Outcome. Evidence-Based Complementary and Alternative

    Medicine, 4(4), 493–502. doi:10.1093/ecam/nel114

    Szabo, A. (2001). Phenylethylamine, a possible link to the antidepressant effects of exercise?

    British Journal of Sports Medicine, 35(5), 342–343. doi:10.1136/bjsm.35.5.342

    Talbot, L. og Verrinder, G. (2010). Promoting health: the primary health care approach.

    Chatswood, N.S.W.: Elsevier. Sótt 11. janúar 2018 af

    http://public.eblib.com/choice/publicfullrecord.aspx?p=1721763

    Thomas, A. G., Dennis, A., Rawlings, N. B., Stagg, C. J., Matthews, L., Morris, M., …

    Johansen-Berg, H. (2016). Multi-modal characterization of rapid anterior hippocampal

    volume increase associated with aerobic exercise. NeuroImage, 131, 162–170.

    doi:10.1016/j.neuroimage.2015.10.090

  •    

       

    28  

    Trivedi, M. H., Greer, T. L., Church, T. S., Carmody, T. J., Grannemann, B. D., Galper, D. I.,

    … Blair, S. N. (2011). Exercise as an Augmentation Treatment for Nonremitted Major

    Depressive Disorder: A Randomized, Parallel Dose Comparison. The Journal of

    Clinical Psychiatry, 72(05), 677–684. doi:10.4088/JCP.10m06743

    Trivedi, M. H., Greer, T. L., Grannemann, B. D., Church, T. S., Galper, D. I., Sunderajan, P.,

    … Carmody, T. J. (2006). TREAD: TReatment with Exercise Augmentation for

    Depression: study rationale and design. Clinical Trials: Journal of the Society for

    Clinical Trials, 3(3), 291–305. doi:10.1191/1740774506cn151oa

    Turner, C. H. og Robling, A. G. (2003). Designing Exercise Regimens to Increase Bone

    Strength: Exercise and Sport Sciences Reviews, 31(1), 45–50. doi:10.1097/00003677-

    200301000-00009

    Ward, J. (2010). The student’s guide to cognitive neuroscience (1.-2. bindi, 2. bindi).

    Psychology press.

    Yoo, C., Yang, Y. og Park, S. (2015). A study on physical status and life satisfaction of

    workers. Journal of Physical Therapy Science, 27(8), 2423–2424.

    doi:10.1589/jpts.27.2423

    Young, S. N. (2007). How to increase serotonin in the human brain without drugs. Journal of

    Psychiatry & Neuroscience  : JPN, 32(6), 394–399.

    Zhu, N., Jacobs, D. R., Schreiner, P. J., Yaffe, K., Bryan, N., Launer, L. J., … Sternfeld, B.

    (2014). Cardiorespiratory fitness and cognitive function in middle age: The CARDIA

    Study. Neurology, 82(15), 1339–1346. doi:10.1212/WNL.0000000000000310

    Þingskjal 604. (2012, 2013). Tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun

    til ársins 2020, 141. Sótt af https://www.althingi.is/altext/pdf/141/s/0604.pdf