heimildaskrá - web vieweinnig var fjallað um þá aðferð að nota...

63
Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferð 13.03.81 Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Vor 2008 Leikjamappa

Upload: phamtuyen

Post on 07-Feb-2018

221 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Kennaraháskóli ÍslandsLeikir sem kennsluaðferð 13.03.81

Kennari: Ingvar SigurgeirssonVor 2008

Leikjamappa

Anna Björg Leifsdóttir

Page 2: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Efnisyfirlit

Inngangur............................................................................................................................2

1. Þáttur: Fræðilegt sjónarhorn: Gildi leikja í uppeldi og menntun....................................3

2. Þáttur: Fræðilegt sjónarhorn: Flokkun og tegundir leikja...............................................7

3. Þáttur: Leikjavefurinn – Leikjabankinn...........................................................................9

4. Þáttur: Nafna- og kynningarleikir – hópstyrkingarleikir/hópeflileikir...........................11

5. Þáttur: Gamlir og góðir íslenskir leikir..........................................................................15

6. Þáttur: Leikir sem kveikjur............................................................................................16

7. Þáttur: Sönghreyfileikir.................................................................................................17

8. Þáttur: Hugþroskaleikir.................................................................................................18

9. Þáttur: Námspil og töfl..................................................................................................22

10. Þáttur: Gátur, þrautir og heilabrjótar...........................................................................24

11. Þáttur: Orðaleikir.........................................................................................................27

12. Þáttur: Tölvuleikir........................................................................................................29

Hópverkefni: Framlag til Leikjavefjarins – Leikjabankans...............................................32

Lokaorð.............................................................................................................................35

Heimildaskrá.....................................................................................................................36

1

Page 3: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Inngangur

Þessi mappa var unnin á námskeiðinu Leikir sem kennsluaðferð í Kennaraháskóla Íslands vorið

2008. Það var farið yfir ýmsar tegundir leikja í tólf þáttum. Hér á eftir verður farið yfir hvern þátt

fyrir sig. Við gerð verkefnanna er stuðst við heimasíðu námskeiðsins, Leikjavefinn –

Leikjabankann ásamr fleiri heimildum. Tilgangur leikjamöppunar er sá að hún muni nýtast sem

kennslugagn og koma að góðum notum þegar grípa á til skemmtilegra leikja í skólastarfinu.

2

Page 4: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

1. Þáttur: Fræðilegt sjónarhorn: Gildi leikja í uppeldi og menntun

Hvað er leikur? Hvað einkennir það atferli sem við kennum við leiki? Og hvaða munur er

á leik (frjálsum leik) og leikjum?

Í mínum huga er leikur eitthvað sem tveir eða fleiri gera saman og hefur ákveðnar reglur. Leikur

er ætlaður til að skemmta en eins og fólk er misjafnt finnst sumum skemmtilegt það sem öðrum

finnst leiðinlegt og öfugt. Við leiki eru þátttakendur að læra mjög margt sem eflir þroska þeirra.

Munurinn á frjálsum leik og leikjum er að mínu mati sá að í frjálsum leik er ekki farið eftir

neinum leikreglum en í leikjum er farið eftir reglum.

Hvaða þýðingu hafa leikir fyrir uppvöxt og þroska?

Leikir eru nauðsynlegir fyrir uppvöxt og þroska og eru fræðimenn sammála um að leikir skipta

miklu máli fyrir þroskann. Leikir eru mikilvægir fyrir vitsmuni, tilfinningalíf, félagsmótun,

félagsþroska, skiðgæðisvitund, málþroska og sköpunargáfu. Án leikja þroskast börn ekki

eðlilega.

Hver er – eða ætti að vera hlutur leiks og leikja í uppeldis- og skólastarfi?

Leikir ættu að vera stór hluti skólastarfsins. Leikir eru mjög þroskandi og nemendum finnst

yfirleitt skemmtilegt að brjóta upp skólastarfið með leikjum. Hægt er að nota leiki sem

kennsluaðferð og nýta þá námsefnið í leikina og til þess að brjóta upp kennsluna með því að fara

í leiki sem tengjast náminu ekkert. Á báða vegu læra börnin mikið af leikjunum því þeir þjálfa

svo margt eins og sést í svarinu hér fyrir ofan.

Greinarnar Play as Curriculum eftir Francis Wardle og Back to basics: Play in early

childhood eftir Jill Englebright Fox.

Hvernig er leikurinn skilgreindur?

Erfitt er að skilgreina leik en samkvæmt Wardle virðumst við flest þekkja leik þegar við sjáum

hann. Í greininni Play in Early Childhood eftir Fox segir að leikur verði að vera valinn af þeim

sem leika sér og hafa jákvæða merkingu því annars er það ekki leikur. Wardle segir í grein sinni

3

Page 5: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Play as Curriculum að leikur sé athöfn sem sá sem leikur sér hefur valið sjálfur og er jákvæður

gagnvart því, hann er óþvingaður því ef hann er þvingaður þá er það ekki leikur (Wardle 2007 og

Fox 2007).

Hver er meginþýðing leiks og leikja að dómi höfunda? Hver er mín afstaða?

Samkvæmt greininni Play in Early Childhood efla leikir málþroska, félagsþroska, sköpun,

ímyndunarafl og hugsun. Þegar börn leika sér draga þau fram það síðasta sem þau upplifðu, t.d.

það sem þau gerðu, sáu aðra gera, lásu um og sáu í sjónvarpinu, og búa til leik úr því. Í leikjum

ná börn til hvers annars félagslega og nota tungumálið til að tala við aðra eða sjálfa sig.

Í greininni Play as Curriculum segir að við verðum að kynna leiki fyrir börnum í stað þess að

leyfa þeim að hanga endalaust í tölvum og fyrir framan sjónvarpið (Wardle 2007 og Fox 2007).

Að mínu mati eru leikir mikilvægir fyrir þroska barna og þar að auki skemmtilegir. Leikir lífga

upp á skólasarfið og hafa jákvæð áhrif á allan hátt. Börn læra af leikjunum að það er ekki alltaf

hægt að vinna og komast að því að lífið er þannig að það er ekki sjálfsagt að allt gangi upp alltaf.

Hvernig tengist leikurinn þróun hugsunar hjá börnum?

Í greininni Play in early childhood segir að samkvæmt Piaget endurspegli leikur eitthvað sem

börnin þekkja en hann er ekki endilega að kenna börnunum neitt nýtt. En samkvæmt Vygotsky

eru börn ekki aðeins að nota það sem þau þekkja heldur læra þau eitthvað af leiknum. Þessar

kenningar eru báðar sagðar réttar því í sumum tilvikum er barnið að nota fyrri þekkingu sína í

leiknum en í öðrum lærir barnið eitthvað af leiknum (Fox 2007).

Hvaða þýðingu hafa regluleikir?

Samkvæmt Play as Curriculum eftir Wardle þjóna leikir með reglum þeim tilgangi að gera

börnum grein fyrir að í lífinu eru reglur sem þeim skylt að fara eftir. Regluleikir þjálfa þess

vegna börn í því að fara eftir reglum (Wardle 2007). Það er mikilvægt að börn læri að fara eftir

reglum því að í rauninni eru reglur í einu og öllu og það er bara gott fyrir börn að kynnast því á

skemmilegan hátt í leikjum.

4

Page 6: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

The Promise of Play

1. þáttur: The Mother of Invention

Skilgreining höfunda þáttarins á leik

Samkvæmt þættinum er leikur athæfi þar sem markmiðið er það að skemmta sér. Í leik förum við

út fyrir skelina sem við höfum byggt okkur og getum leift okkur eitthvað annað og meira en

hæfir okkar stöðu og ímynd sem við höfum, vegna þess að þetta er leikur en ekki alvara. Leikur

er því eitthvað sem gerist að sjálfu sér, þar ræður hvatvísin ferðinni og það má fíflast um og láta

kjánalega því maður leikur sér til þess að skemmta sér (The Promise of Play: Episode 1: The

Mother of Invention 2000).

Þýðing leikja

Mesti hluti taugaþroska barna sem er nauðsynlegur til að læra á sér stað á fyrstu tveimur árunum

og til að virkja þennan þroska þurfa börn að leika sér þannig að á fyrstu árunum er erfitt að gera

greinarmun á leik og námi.

Leikur vekur ánægju, styrkir tengsl við aðra, hvetur til tilrauna og styður við nám. Mikið nám fer

fram í gegnum leik á leikskóla t.d. hvað litir og tölur heita og hvernig á að hegða sér í hóp. Börn

læra betur og betur að leika sér við fleiri börn eftir því sem þau þroskast og um 4-5 ára aldur er

mikið um samningsviðræður í hópleikjum barna. Leikurinn hjálpar börnum við að uppgötva

heiminn og styrkir ímyndunarafl þeirra. Hann hjálpar börnum einnig að læra samskiptareglur

sem eru öllum nauðsynlegar þegar haldið er af stað út í hinn stóra heim (The Promise of Play:

Episode 1: The Mother of Invention 2000).

The Roof Top School

The Roof Top School er skóli í Bandaríkjunum þar sem leikurinn er aðalatriðið í öllu skólastarfi.

Samkvæmt skólastjórna skólans hjálpar leikurinn börnunum að vera afslappaðri og að vera þau

sjálf. Það gerir það að verkum að þau verði opnari fyrir öllum þeim upplýsingum sem þau fá í

gegnum námið (The Promise of Play: Episode 1: The Mother of Invention 2000). Kennari við

skólann sem er einnig grínisti í aukastarfi segir að þó að það sé kannski ekki hægt að sanna að

þær kennsluaðferðir sem þau noti séu betri en einhverjar aðrar, þá sé hægt að sýna fram á að þær

5

Page 7: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

kenni börnum að það getur verið gaman að læra og að ef maður hefur alltaf elskað að læra þá

geti maður gert hvað sem er (The Promise of Play: Episode 1: The Mother of Invention 2000).

Mér finnst þetta skemmtileg sjónarmið og ég er alveg sammála þeim. Nám á ekki að vera

leiðinlegt þar sem það er hægt að gera það skemmtilegt með ýmsum aðferðum. Það er litið allt of

neikvæðum augum á leik í skólastarfi því fólk áttar sig ekki á því að börn læra helling á leikjum

og oft læra þau það sem þau myndu ekki læra annars eins og samskipti og samvinnu. Þeir sem

eru jákvæðari í skólanum hlýtur að ganga betur að læra en ella og er því frábært að mínu mati að

skólinn notist eins mikið við leik og raun ber vitni. The Roof Top School sýnir líka fram á það að

þetta kerfi virkar, því í skólaumdæminu er hann í efstu sætum hvað varðar einkunnir í lestri og

stærðfræði (The Promise of Play: Episode 1: The Mother of Invention 2000).

3. þáttur: The Heart of the Matter  

Í þættinum The Heart of the Matter var einkum leitast við að skoða hvernig það að skemmta sér,

segja brandara, hafa fjör og stuð getur verið bæði gott og gagnlegt. Þar var sagt frá Mardi Gras

kjötkveðjuhátíðinni í Bandaríkjunum og þeim undirbúningi sem á sér stað fyrir hana. Þar eru

æfingarnar tækifæri til að bregða sér á leik og á hátíðinni sjálfri fær fólk tækifæri til að vera

eitthvað annað en það er hversdagslega og leika sér bak við búninginn og grímuna. Leikurinn

gefur fólkinu tækifæri til að sýna á sér aðrar hliðar, vera hluti af einhverri stærri heild og að sýna

sínar dýpstu tilfinningar (The Promise of Play: Episode 3: The Heart of the Matter 2000). Fjallað

var um mikilvægi þess að ungviði allra félagsdýra, ekki bara manna, fái tækifæri í æsku til að

leika sér og þau áhrif sem það hefur á þau að fá ekki þessi tækifæri. Úlfar eru t.d. mjög

félagslyndir og leikur er þeim mikilvægur fyrir öll samskipti, nám, að lifa af og að komast upp

metorðastigann í hópnum. Rannsóknir á úlfunum hafa sýnt fram á það að þegar úlfar upplifa

erfiðleika og streitu þá hætta þeir að geta leikið sér, rétt eins og mennirnir. Sýnt var frá tveimur

úlfahvolpum sem höfðu lifað við misnotkun og ótta fyrstu þrjá mánuði lífsins en fengu tækifæri

til betra lífs á opnu vernduðu svæði þar sem fóru fram rannsóknir á hegðun úlfa. Þegar þeir komu

á svæðið þá var enginn leikur í þeim, þeir voru óttaslegnir og seinþroska bæði andlega og

líkamlega. En eftir að hafa umgengist aðra hvolpa varð þörfin til að leika sér sterkari en

hræðslan, og það var einnig þannig sem þeir fóru að byggja upp líkamlega og andlega heilsu

sína. Leikurinn varð til þess að þeir urðu minna þunglyndir.

6

Page 8: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Við eigum til með að hugsa sem svo að vinnan sé andstæðan við leik en í raun er það þunglyndi

sem er andstæðan við leikinn (The Promise of Play: Episode 3: The Heart of the Matter 2000).

Þunglyndið er algjör andstæða leiksins því þegar fólk er þunglynt þá vantar því lífsgleðina og

þróttinn sem við fyllumst þegar við leikum okkur. Ef við getum hinsvegar nýtt leikinn til að færa

fólki aftur þessa gleði og kraft þá er það líklega á við hina bestu gleðipillu og ef leikurinn væri

hluti af daglegu lífi okkar fullorðnu á væri kannski minni hætta á að svo margir sem raun ber

vitni falli í þunglyndi og streitu. Í framhaldi af kaflanum um úlfana voru þessir þættir svo færðir

yfir á menn og sýnt mikilvægi leiks, ástar og snertingar fyrir þroska og líðan barna.

Einnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem eru

tilfinningalega og andlega niðurbrotnir. Þar var komið inn á það frá margskonar leiðum, t.d.

skipulagt starf í skóla þar sem börn sem þykja félagslega einangruð fara í sérstaka meðferð sem

byggist að mestu á því að leikið er við þau og þau fá sjálf að ráða ferðinni og velja leikina. Við

það öðlast börnin sjálfstraust og geta orðið hluti af hópnum. Og að lokum var sýndur hinn

heimsfrægi læknir Patch Adams sem notar húmorinn til að hjálpa sjúklingum sínum og ferðast

um heiminn sem trúður. Hann heimsækir munaðarlaus börn og sjúklinga til að færa þeim gleði

og von. Að mínu mati mættu fleiri tileinka sér lífssýn hans en hann segir að ást og húmor séu

tveir hornsteinar lífsins, sem er öllum nauðsynlegt (The Promise of Play: Episode 3: The Heart of

the Matter 2000).

2. þáttur: Fræðilegt sjónarhorn: Flokkun og tegundir leikja

Það er mikilvægt að mínu mati að til sé einhvers konar flokkun á leikjum, hún er að sjálfsögðu

ekki alltaf eins en það er líka allt í lagi svo framarlega sem flokkunin er góð. Það er hægt að

flokka leiki á ýmsan hátt, t.d. eftir aldri þátttakenda, fjölda þátttakenda, úti- eða innileikir eða

eins og gert er í Leikjabankanum að flokka eftir því hvers kyns leikurinn er. Flokkunin á

Leikjavefnum – Leikjabankanum (þegar þetta er ritað) er svona:

Hreyfileikir og æfingar (40)

Orðaleikir (30)

Ýmsir hópleikir (29)

Ýmsir námsleikir (29)

7

Page 9: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Rökleikir (24)

Söng- og hreyfileikir (22)

Námspil (21)

Leikbrúður og leikræn tjáning (17)

Hreyfiþrautir (13)

Kynningarleikir (12)

Spurningaleikir (12)

Athyglis- og skynjunarleikir (10)

Hópskiptingarleikir (7)

Hópstyrkingarleikir (7)

Teikni- og litaleikir (6)

Ratleikir (5)

Söguleikir (4)

Hver á að ver'ann? (3)

Origami - pappírsbrot (3)

Raðþrautir (2)

Í greininni Play in early childhood er leikjum skipt í tvo flokka, inni og útileiki (Fox 2002). Að

mínu mati er góð hugmynd að flokka leiki í þessa flokka en það þyrftu að vera undirflokkar líka.

Höfundur greinarinnar Play as Curriculum, Francis Wardley skiptir leikjum í fimm flokka:

ímyndunarleikir, hreyfileikir, uppbyggjandi leikir, samskipta- og félagsleikir og regluleikir

(Wardley 2002). Mín hugmynd af flokkum kemur hér:

1. Námsleikir

1.1. Námspil

2. Orðaleikir

2.1. Stafaleikir

2.2. Söguleikir

3. Hópleikir

3.1. Kynninga- og nafnaleikir

3.2. Hópeflingarleikir

8

Page 10: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

4. Hreyfileikir

4.1. Dansleikir

4.2. Feluleikir

4.3. Eltingaleikir

4.4. Ratleikir

4.5. Boltaleikir

5. Leikræn tjáning

5.1. Hlutverkaleikir

6. Tölvuleikir

6.1. Námsleikir

6.2. Afþreying

7. Söngleikir

8. Gátur, þrautir og heilabrjótar

9. Spil

9.1. Spurningaspil

9.2. Borðspil

3. þáttur: Leikjavefurinn - Leikjabankinn

Leikjavefurinn – Leikjabankinn

Leikjavefurinn – Leikjabankinn er gullkista góðra leikja. Þar er hægt að finna fjöldann allan af

leikjum sem eru settir skipulega upp eftir flokkum. Flokkarnir eru tuttugu og alls eru leikirnir yfir

300 talsins. Það er Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands sem sér um

vefinn.

Leikir á Leikjavefnum

Ég skoðaði vefinn vel en áður hafði ég farið aðeins í gegnum leikina sem þar eru að finna. Það er

fróðlegt að lesa um vefinn sem samvinnu- og þróunarverkefni og eins um markmið bankans.

Ég valdi mér leikjaflokkana Ýmsir hópleikir, Leikbrúður og leikræn tjáning og Hreyfiþrautir. Ég

skoðaði leikina í hverjum flokk og valdi mér þann sem mér leist best á í hverjum fyrir sig.

Í flokknum Ýmsir hópleikir fannst mér leikurinn Fölsku tennurnar (Ása Helga Ragnarsdóttir

9

Page 11: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

2007) áhugaverðastur. Ég hef nokkrum sinnum farið í þennan leik, bæði í skólanum og í góðra

vina hópi og alltaf er hann jafn fyndinn og skemmtilegur.

Í flokknum Leikbrúður og leikræn tjáning valdi ég leikinn Meðleikari óskast (Halla Skúladóttir

1992) en mér finnst hann spennandi. Það getur verið erfitt að standa framan við aðra og leika en

þjálfar börnin mikið. Þegar nemandinn sem á spjaldið sem passar við þann sem byrjar að leika

tekur þátt í leiknum getur leikurinn orðið fyndinn og gaman fyrir aðra að giska á hvað sé í gangi.

Hægt er að breyta þessum leik á þann hátt að annar aðilinn í hverju ,,pari“ byrjar að leika sitt

atriði inn í skólastofunni og hinum er svo hleypt inn og þeir eiga að leita að þeim sem er að leika

á móti þeim, þó held ég að leikurinn sé skemmtilegri í upprunulegu útgáfunni.

Í flokknum Hreyfiþrautir valdi ég Fréttadans (Una Björk Unnarsdóttir 2007) en sá leikur finnst

mér mjög sniðugur, hann þjálfar jafnvægi og er örugglega virkilega skemmtilegur. Það er gott að

brjóta upp kennslustund með hreyfingu og þessi leikur er tilvalinn til þess. Ég prófaði þennan

leik með bróður mínum sem er 8 ára og stelpum sem eru 12 og 13 ára og fannst okkur hann mjög

fyndinn, við náðum að brjóta blöðin þrisvar og þá var önnur stelpan ein eftir. Síðan fóru

krakkarnir í hann aftur og stelpurnar náðu að brjóta blaðið fimm sinnum áður en þær duttu af.

Það var virkilega erfitt að halda jafnvægi þegar maður þurfti að standa á tánum. Ég er viss um að

þetta sé skemmtilegur leikur fyrir krakka á öllum aldri.

Aðrir leikjavefir

Ég valdi mér þrjá leikjavefi:

1. http://www.vefbankivalla.is/leikir.html en þar er hægt að finna ýmsar vefsíður með leikjum,

Krakkabankinn er virkilega flott síða fyrir krakka og getur verið skemmtilegt að nota hana ef

aðgangur af tölvum er fyrir hendi. www.leikjanet.is og www.leikur1.is eru inni á þessum vef og

eru það skemmtilegar síður fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á leikjum. Þessi síða er því

með fjölbreyttum leikjasíðum sem hægt er að nota við ýmis tilefni.

2. http://www.gameskidsplay.net/ er sniðug og er með fjölbreyttu leikjasafni sem er örugglega

gott að grípa í ef manni vantar fleiri leiki en eru á leikjavefnum.

3. http://www.funbrain.com/ er flott síða sem er litrík og skemmtilegt að nota með börnum, hvort

sem það eru kennarar eða foreldrar.

10

Page 12: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Hvernig mætti þróa Leikjavefinn – Leikjabankann

Mér finnst Leikjavefurinn settur upp þannig að auðvelt er að finna leiki hvort sem maður hefur

eitthvað ákveðið í huga eða vill finna eitthvað nýtt og spennandi. Það eru margir flokkar í boði

þannig að það er líklega erfitt að bæta við þá enda engin þörf á því. Það eina sem mér finnst

vanta er að fleira fólk viti um vefinn því hann er gagnlegur öllum, hvort sem það eru kennarar,

foreldrar, unglingar eða börn. Það þyrfti því kannski að auglýsa hann á einhvern hátt.

4. Nafna- og kynningarleikir - hópstyrkingarleikir / hópeflileikir

Flestir leikir hafa jákvæð áhrif á samskipti en til eru sérstakir leikir sem hafa þann tilgang að

bæta samskipti og eru þeir kallaðir hópstyrkingar- eða hópeflileikir. Einnig eru til leikir sem hafa

það að markmiði að þátttakendur læri nöfn hvers annars (Ingvar Sigurgeirsson 2008a).

Hér koma nokkrir slíkir leikir

Kynningarleikir

Kynningarleikir eru að mínu mati mjög sniðugir til þess að hrista saman nýjan hóp eða til að

brjóta upp kennslustund. Leikjavefurinn – Leikjabankinn býður upp á nokkra leiki sem tilheyra

þessum flokki og eru þeir mjög spennandi.

Ég valdi mér leikinn Nafnaruna á Leikjavefnum vegna þess að hann er sniðugur til þess að

nemendur og jafnvel kennari læri nöfn samnemenda sinna. Það eru til ýmsar útfærslur af honum

eins og sést á Leikjavefnum og hægt er að velja sér þá útfærslu sem hentar hverju sinni. Hann fer

þannig fram að nemendur standa í hring og sá fyrsti segir sitt nafn, næsti segir nafn þess sem

byrjaði og svo sitt nafn o.s.frv. þangað til sá síðasti segir nöfn allra í hringnum (Ingvar

Sigurgeirsson og Ingimar Ingimarsson 1992).

Leikurinn Spottakynning er mjög áhugaverður líka. Hann er öðruvísi en þessir hefðbundnu

kynningarleikir. Þátttakendur í leiknum draga sér einn spotta hver og eru þeir mislangir.

Tilgangurinn með spottanum er sá að þátttakendur eiga að snúa spottanum löturhægt um

vísifingur sér á meðan þeir kynna sig og þurfa að tala þangað til að spottinn er allur kominn utan

um fingurinn. Það er því mikill munur að fá stysta og lengsta spottann (Margrét Erla

Guðmundsdóttir 2006). Ég held að hann sé skemmtilegur þegar nýr hópur hittist og getur hann

virkað vel fyrir alla aldurshópa. Mér finnst mikilvægt í sambandi við þennan leik að taka ekki

11

Page 13: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

fram í byrjun til hvers spottarnir eru eins og kemur fram í leiklýsingunni.

Hópeflileikir

Leikjahefti Helga Grímssonar er mjög áhugavert, í því eru margir spennandi leikir. Nokkra þeirra

þekki ég en flesta þeirra hef ég aldrei séð áður. Helgi tekur fram í formálanum að það sé erfitt að

finna hópeflileiki á netinu og setti þá sem hann fann saman í þetta frábæra hefti (Helgi Grímsson

[án árs]:2). Það er frábært framtak hjá honum að taka saman leiki, þýða þá ef þess þarf, og setja

saman eitt hefti. Leikjaheftið er tilvalið fyrir kennara að hafa í handraðanum því það er svo erfitt

að muna marga skemmtilega leiki. Kennarar ættu að mínu mati að vera duglegir að nota leiki í

kennslu, bæði til þess að tengja við námsefnið og til þess að brjóta upp kennslustundir. Þetta

hefti, ásamt Leikjavefnum, verður því alveg pottþétt vel nýtt þegar ég fer að kenna. Ég valdi mér

þrjá spennandi leiki en náði því miður ekki að prófa þá.

Hver kynnir annan

Rými: Inni (eða úti ef veður leyfir)

Áhöld: Skriffæri

Aldur: Allir aldurshópar eldri en 10 ára

Hópastærð: 6–30

,,Þátttakendur vinna saman í pörum. Þátttakendur fá 5 mínútur til þess að taka örstutt viðtal

hverjir við aðra (nafn, fæðingardagur, uppáhalds ..., fjölskyldan ...) og eiga síðan að kynna félaga

sinn fyrir hinum í hópnum í stuttu máli“ (Helgi Grímsson [án árs]:5).

Stappaðu rétt

Rými: Inni eða úti

Áhöld: Engin

Aldur: Allir aldurshópar

Hópastærð: 10–30

,,Myndið hring. Standið hæfilega þétt saman í gleiðstöðu. Færið svo hægri fótinn fram og inn

fyrir vinstri fót þess sem stendur þér á hægri hönd. Þá eru menn tilbúnir að stappa. Einn byrjar

með því að stappa öðrum fætinum í gólfið. Næsti fótur í hringnum stappar næst og þannig

gengur stappið áfram. Ef einhver stappar fætinum tvisvar í gólfið er skipt um stefnu á

12

Page 14: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

stappröðinni. Ef einhver fipast og hann stappar niður fætinum án þess að gera það er sá fótur úr

leik og fer t.d. úr skóm/sokkum til að auðkenna það. Leiknum er haldið áfram þar til sá fyrsti er

með báða fætur úr leik. Þennan leik er líka hægt að leika með höndunum og þá er verið á fjórum

fótum“ (Helgi Grímsson [án árs]:10).

Þessum leik er hægt að breyta á þann hátt að einn nemandi byrjar að segja annað hvort „hægri“

eða „vinstri“ og segir þá sem er þeim megin við hann annað hvort „hægri“ eða „vinstri“ og

þannig gengur leikurinn áfram. Einnig er hægt að finna ákveðin orð til þess að nota og merkir þá

annað hvort orðið hægri og hitt vinstri.

Við eigum hvorn annan að

Rými: Inni eða úti

Áhöld: Stólar

Aldur: Allir aldurshópar

Hópastærð: 6–30

,,Þátttakendur sitja í hring og einn „er hann” og stendur hann í miðju hringsins. Hann finnur

eitthvað sem er sameiginlegt með mörgum í hópnum og þá eiga þeir að skipta um sæti. Reynir

hann þá að stela sæti af einhverjum sem er staðinn upp. Ekki má nota sama atriði oftar en einu

sinni í leiknum. Til dæmis: Allir sem hafa axlarsítt hár, allir sem eiga systkini, ... Til umræðu:

Það er svo margt sem við eigum sameiginlegt“ (Helgi Grímsson [án árs]:12).

Þessi leikur er mjög sniðugur og er sérstaklega góður í t.d. lífsleikni til þess að ræða hvað allir

eru í raun líkir og eiga margt sameiginlegt.

Ég sló inn ,,icebreakers games“ á www.google.com og kom þá upp áhugaverð síða fyrir krakka:

http://www.childrenparty.com/partygames/icebreakers.html#Who%20Am%20I. Á þessari síðu

er hægt að finna skemmtilega leiki sem hægt er að nota í skólastarfi og jafnvel barnaafmælum

eða við önnur tilefni.

Einn þeirra heitir Uppblásin skilaboð (Blown – Up fortunes). Leikurinn þarfnast undirbúnings og

hugmyndaflugs. Skilaboð eru skrifuð á miða, ein á hvern miða, og reynt er að hafa þau fyndin

t.d. Þú munt giftast vélmenni og eignast 14 börn. Ein skilaboð eru svo sett inn í hverja blöðru en

þær eiga að vera jafnmargar þátttakendum. Þegar leikurinn hefst er öllum blöðrunum kastað upp

í loft og hver finnur sér eina blöðru. Síðan sprengja allir blöðrurnar sínar til að komast að

13

Page 15: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

skilaboðunum og partýið byrjar með hvelli.

Annar leikur á síðunni heitir Málgleði (Talk Fest). Þátttakendur verða að vera af sléttri tölu, ef

það er einn auka þá getur hann tekið tímann. Þátttakendum er skipt í tvær raðir og snúa þær bak í

bak við hvora aðra. Þegar leikurinn hefst eiga allir að snúa sér við og horfa á þann sem er á móti

þeim og tala stanslaust í 30 sekúndur. Það tala báðir í einu og engu skiptir hvað talað er um. Það

er líka hægt að hafa leikinn þannig að aðeins eitt par talar í einu og hinir horfa á.

Ýmsir hópleikir

Á Leikjavefnum er hægt að finna leiki sem hrista saman hópa. Ég skoðaði þá alla og valdi mér

nokkra til að skoða betur.

Leikurinn Hringleikur með teningum er spennandi. Fyrst fannst mér hann ekki nógu sniðugur en

þegar ég las lýsinguna betur og sá þetta fyrir mér þá fannst mér hann góður. Á vefnum er gefið

upp að hann sé fyrir nemendur frá 8 ára aldri, ég held að það sé í raun betra að hafa nemendur

eldri en það en hver kennari getur fundið út hvort leikurinn henti bekknum eða ekki. Hann þarf

að vera hraður til þess að vera skemmtilegur. Þátttakendur sitja á stólum í hring og nokkrir stólar

eru auðir. Stjórnandi situr við borð í miðjunni með tvo teninga. Hann byrjar á því að gefa

nemendum tölu frá einum og upp í sex og verða allir að muna sína tölu. Stjórnandi kastar upp

fyrri tengingi og segir þátttakendum töluna, ef talan er fimm eiga allir sem eru númer fimm að

vera tilbúnir að færa sig réttsælis. Stjórnandi kastar þá upp seinni teningi en hann segir til um

hversu mörg sæti þátttakendur eiga að færa sig réttsælis. Þeir sem færa sig setjast á hné þeirra

sem eru í stólunum fyrir nema stóllinn sé auður. Þeir sem hafa einhvern á hné sér mega ekki færa

sig. Sá vinnur sem er fyrstur að komast heilan hring (Erna Sigrún Jónsdóttir 2006).

Blikkleikur er skemmtilegur leikur. Ég hef séð nemendur í öðrum bekk fara í þennan leik og

skemmta sér konunglega og í faginu Leiklist, sögur og frásagnir í Kennaraháskólanum fórum við

í þennan leik og skemmtum okkur jafn vel og litlu krakkarnir. Hann hentar því öllum aldri ef

hópurinn hefur gaman af skemmtilegum leikjum. Leikurinn er þannig að helmingur nemenda

situr á stólum sem raðað er í hring og hinn helmingurinn stendur aftan við stólana. Einn ,,er´ann“

og er kallaður blikkarinn, hann stendur aftan við auðan stól. Blikkarinn á að reyna að n á

einhverjum sem situr í sinn stól með því að blikka hann. Sá sem er blikkaður á að reyna að

komast í stólinn til blikkarans en sá sem stendur aftan við hann á að reyna að ná honum. Þeir sem

standa aftan við stólana eiga að horfa á höfuð þeirra sem sitja og vera tilbúinir að taka utan um

14

Page 16: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

viðkomandi (Þorgerður Sævarsdóttir 1992).

Andstæðingar er spennandi leikur sem þjálfar skynjun hjá krökkunum. Þessi leikur er líka

örugglega fyndinn fyrir þá sem horfa á. Hann fer þannig fram að allir standa/sitja í hring nema

tveir sem fara inn í hringinn með bumdið fyrir augun. Annar þeirra á að leita að hinum og spurja

hvar hann er og reyna að ganga á hljóðið. Báðir aðilar mega hreyfa sig eins og þeir vilja og vera í

hvaða stellingu sem þeir vilja. Svo má skipta um stöðu (Margrét Böðvarsdóttir, Ólöf Kristín

Einarsdóttir og Stella Kristjánsdóttir 1997).

5. þáttur: Gamlir og góðir íslenskir leikir

Á vef Þjóðminjasafnsins á að vera hægt að finna gamla og góða íslenska leiki. Þegar ég vann

þetta verkefni fann ég ekki leikina en vonandi koma þeir aftur inn á vefinn.

Fuglafit er gamall og góður íslenskur leikur. Ég man eftir honum síðan úr grunnskóla en ég

kunni aldrei að búa til fígúrur með bandinu. Ég skoðaði heimasíðu sem Ingvar Sigurgeirsson

benti á: http://www.alysion.org/figures/introkids.htm og sá þar ýmsar aðferðir við gerð fuglafitja

og þar að auki er hægt að horfa á myndbönd til útskýringar. Á www.menntagatt.is er að finna

fróðleik um Fuglafit sem kemur reyndar frá Ingavari Sigurgeirssyni. Þar segir að Fuglafit þjálfi

fínhreyfingar og að börn geti náð ótrúlegri lægni í honum. Þar er einnig bent á síðuna sem nefnd

er hér að ofan (Fuglafit í stað tölvuleikja 2006).

París er leikur sem flestir þekkja. Hann var oft nefndur Paradís hér áður fyrr, hann barst hingað

frá Danmörku og er hann þar kallaður Paradis. París er teiknaður á stétt eða ristaður í mold.

Ferningar eru búnir til hver ogan á öðrum, þá tveir stærri ofan á þá hlið við hlið sem eiga að vera

hendur, ofan á þeim einn ferningur sem háls og efst stór hringur fyrir haus. Þessi París kallast

annað hvort París eða Konuparís. Karlaparís var öðruvísi að því leyti að tveir reitir mynduðu

háls. Tröllaparís er svo enn stærri útgáfa, með tvenn pör af örmum og tvo hálsa. Þegar parísinn er

tilbúinn er steini kastað og hoppað í reitina eftir ákveðnum reglum (Guðrún Kvaran [án árs]).

Þegar ég var í grunnskóla var skemmtilegur leikur í íþróttum sem heitir Stórfiskaleikur en þá er

einn sem "er´ann" og allir aðrir raða sér upp á móti honum, þegar hann klappar þá hlaupa allir af

stað þvert yfir völlinn og sá sem "er´ann" reynir að ná sem flestum. Þeir sem hann nær fara yfir í

hans "lið" og hjálpa honum að ná fleirum. Sá sem stendur eftir síðastur vinnur leikinn. Þessi

leikur var mjög vinsæll í fyrstu bekkjum grunnskólans en þegar við fórum að eldast og orðnir

15

Page 17: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

unglingar var kýló langvinsælastur í íþróttatímunum. Hann þekkja flestir. Útileikir sem lifa alltaf

eru Eina króna og Fallin spýtan. Þeir voru vinsælir á kvöldin í hverfinu.

Þessir leikir voru vinsælir þegar ég var í grunnskóla:

Verpa eggjum; hann er þannig að þátttakendur mynda röð aðeins frá vegg (þarf að vera frekar

hár) og sá fyrsti er með bolta og kastar í vegginn og lyftir svo öðrum fætinum yfir boltann og

lætur hann boppa undir sig og sá næsti grípur og gerir eins. Síðan er farið aftast í röðina og

leikurinn heldur áfram.

Hollí hú; Einn er´ann og hinir standa í röð, hlið við hlið upp við vegg. Sá sem er´ann er með

lítinn bolta og velur eitt orð eða nafn. Hann kastar boltanum til hvers og eins og segir t.d.

kvenmannsnafn og byrjar á F, sá sem fær boltann giskar á eitthvað nafn og kastar um leið til

baka. Næsti fær boltann og í fyrstu umferð fá allir sömu upplýsingar. Í næstu umferð er einum

staf bætt við: kvenmannsnafn og byrjar á FA. Þannig gengur leikurinn áfram þangað til einhver

giskar á rétt nafn og kastar boltanum til baka. Sá sem er´ann kastar boltanum fast í jörðina og

kallar hollí og hleypur í burtu eins langt og hann kemst. Sá sem giskaði á rétt nafn á að ná

boltanum og kallar þá hú. Þá stoppar sá sem kastaði boltanum og bíður. Hinn tekur þrjú mjög

stór skref, þrjú venjuleg skref og þrjú hænuskref í áttina að þeim sem bíður. Því næst skyrpir

hann eins langt og hann getur og fer þangað sem hann náði að skyrpa og kastar þaðan boltanum í

körfu sem stjórnandinn gerir með handleggjunum. Ef hann hittir stjórnar hann næstu umferð en

ef ekki stjórnar hinn næsta leik.

Svo eru það Slá í rass og Hlaupa í skarðið sem eru gamlir og alltaf jafn skemmtilegir. Ég fór í þá

með 7. bekk í fyrsta vettvangsnáminu og það var rosalega gaman. Þeir henta öllum aldri.

Mér finnst mjög mikilvægt að halda þessum leikjum á lífi. Krakkarnir hafa gaman af þeim því

annars myndu þeir deyja út. Kennarar og foreldrar verða að sjá um að kenna börnunum þessa

gömlu góðu og fá jafnvel börnin til að kenna sér einhverja nýja.

6. þáttur: Leikir sem kveikjur

Ég mætti í tímann hjá Ásu Helgu Ragnarsdóttur laugardaginn 23. febrúar. Við fórum í leikina

sem talað er um í kennslubréfinu auk margra annarra. Það var mikið fjör og allir skemmtu sér vel

enda er Ása mikil stuðkona.

Þegar ég fer að velta fyrir mér leikjum sem kveikjum þá dettur mér fyrst í hug leikur sem ég fór í

16

Page 18: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

í námskeiðinu Leiklist, sögur og frásagnir hjá Ásu Helgu. Hann hentar yngsta stigi sem og

miðstigi og unglingastigi. Kennarinn les sögu fyrir nemendur, sagan fer eftir aldri nemendanna.

Nemendur og kennari sitja í hring í skólastofunni og kennarinn stoppar annað slagið í sögunni til

þess að leyfa nemendum að leika ákveðin atriði úr sögunni. Þá fara þeir nemendur sem leika í

hvert skipti inn í hringinn og leika fyrir hina. Auk þess er hægt að láta ákveðna nemendur gefa

frá sér hljóð þegar kennarinn les um persónur bókarinnar eða hluti eins og t.d. ef það er ljón í

sögunni þá eiga nokkrir nemendur að gefa frá sér hljóð eins og ljón þegar ljónið kemur fyrir í

sögunni o.s.frv. Þegar þessu er lokið er hægt að vinna áfram með söguna á annan hátt. Þessi

leikur gerir það að verkum að nemendur hlusta á söguna með athygli til þess að geta tekið þátt í

leiknum. Ef um yngsta stigið er að ræða getur bókin verið einföld saga sem er ekki endilega

kennsluefni en á mið- og unglingastigi er hægt að nýta þennan leik með alls kyns námssögum og

er þá hægt að lesa hluta úr sögunni ef hún er löng.

Þegar kennari ætlar að fara að fjalla um ýmiskonar fjölskyldur og fjölskyldugerðir er þessi leikur

mjög sniðugur. Þá býr kennari til spjöld sem eru jafn mörg nemendunum og t.d. á fimm

spjöldum er eins mynd eða stendur það sama og næstu fimm er eitthvað annað o.s.frv. Nemendur

ganga um stofuna og skiptast á spjöldum þangað til kennarinn segir þeim að stoppa. Þá finna þeir

sem eru með eins spjöld hvert annað og hópa sig saman. Hver hópur á svo að búa til einhvers

konar fjölskyldu eins og mamma, pabbi, litli strákurinn, hundurinn og afi og næsta fjölskylda afi,

frændi, kötturinn, mamman og stóra stelpan. Þannig að hver nemandi ákveður hvað hann vill

vera og verða því fjölskyldurnar fjölbreyttar.

Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, dimmalimm er ekta leikur til að nota sem kveikju. Hann er góður að

því leyti að það þarf engin gögn, aðeins gott pláss. Hægt er nota hann í mörgum námsgreinum en

hann er sniðugur í sögu þar sem á að kynna nýtt námsefni fyrir nemendum. Þá segir kennarinn

við þann sem hann sér hreyfa sig t.d. ,,farðu til baka að..“og segir svo eitthvað sem tengist

námsefninu. Þá fá nemendurnir hugmynd um það sem námsefnið snýst um og fá jafnvel áhuga á

því.

7. þáttur: Sönghreyfileikir

Ég fór í tímann til Kristínar Valsdóttur laugardaginn 22. febrúar og fór þar í marga skemmtilega

og fjöruga leiki með samnemendum mínum. Ég hef því prófað marga leiki og valdi að skrifa um

17

Page 19: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

þrjá þeirra í þessu verkefni.

Fyrst má nefna nafnaleik þar sem þátttakendur standa í hring og hver og einn stígur fram, segir

nafnið sitt og gerir einhverja hreyfingu með. Þegar allir hafa sagt nafnið sitt eru fjórar til átta

hreyfingar valdar og settur saman dans. Í tímanum hjá Kristínu var mikið fjör og skemmtilegt að

búa til dans með fullorðnu fólki. Þessi leikur er tilvalinn þegar krakkar eru að læra nöfn

bekkjarfélaga sinna og til þess að breyta aðeins til í skólastofunni.

Annar skemmtilegur sönghreyfileikur er Klapphringur. Í honum standa þátttakendur í hring og

klappið er látið ganga á milli þátttakenda. Klappið er látið ganga hægt og hratt til skiptis. Hægt er

að snúa klappinu við með því að klappa tvisvar. Einnig er hægt að senda klappið þvert yfir

hringinn og þurfa því allir að fylgjast vel með. Það var líka mikið fjör í þessum leik eins og

reyndar öllum þeim leikjum sem farið var í þann dag.

Nú skulum við segja hvað við heitum er einn leikjanna sem við fórum í. Í honum er sungið lag

og allir þátttakendur segja nafnið sitt og svo endurtekur hópurinn. Hann er sniðugur fyrir yngri

börn þar sem lagið er einfalt og nöfnin lærast af leiknum.

8. þáttur: Hugþroskaleikir

Ingvar Sigurgeirsson setti saman hefti með ýmsum hugþroskaleikjum. Hugþroskaleikir stuðla að

alhliða þroska nemenda og búa þá undir að takast á við viðfangsefni hefðbundinna námsgreina.

Hugþroskaleikir eiga rætur sínar að rekja til bókarinnar Thinking goes to school: Piaget´s theory

in practice sem kom út árið 1974 og er eftir þá Hans Furth og Harry Wachs. Þeir þróuðu leiki

sem voru ögrandi fyrir hugann. Hugmyndir þeirra eru byggðar á kenningum Jean Piaget

þroskasálfræðingi (Ingvar Sigurgeirsson 2005:3).

Markmið hugþroskaleikja eru m.a. að stuðla að samhæfingu hreyfingar og skynjunar, auka næmi

nemenda með því að þjálfa þá til að skynja umhverfi sitt með því að snerta, hlusta og skoða af

athygli, örva hugmyndaflug nemenda og stuðla þannig að sveigjanleika í hugsun, þjálfa

nemendur í samvinnu og að glíma við rökleg viðfangsefni (Ingvar Sigurgeirsson 2005:6).

Þetta eru allt mikilvægir þættir í þroska barna og hjálpa þeim að takast á við viðfangsefni

skólans. Hugþroskaleikir ættu því að vera notaðir í hverri skólastofu því auk þess að vera

skemmtilegir eru þeir þroskandi og kenna nemendum svo margt.

Hugþroskaleikir snúast um virkni nemenda og byggjast á áþreifanlegum viðfangsefnum. Þessa

18

Page 20: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

leiki þarf að laga að aðstæðum, aldri, þroska og áhuga nemenda hverju sinni. Stundum getur því

verið nauðsynlegt að breyta eða bæta við leikinn svo hann henti betur (Ingvar Sigurgeirsson

2005:6).

Hreyfileikir

Að ganga eftir línu og á jafnvægisslá

Lína er mörkuð á gólf með krít eða límbandi.

- Nemendur ganga eftir línunni og líkja t.d. eftir línudönsurum

- ... ganga eftir línunni með krosslagða fætur, fyrst áfram, síðan afturábak.

- ... hægt / hratt

- ... berfættir/í sokkum / skóm,

- ... með stórum / smáum skrefum,

- ... áfram / afturábak,

- ... með hluti (t.d. bækur, pappadiska, plastskálar, bolla o.fl.þ.h.) á höfðinu,

- ... horfa um leið í gegnum pappahólka ýmist með öðru eða báðum augum,

- ... með hluti (t.d. svamp) á handarbökum eða t.d. með prik eða skaft á fingri eða lófa, með

bolta (kasta, grípa) eða blöðru (slá), með augu lokuð, yfir hindranir, (t.d. flöskur, kassa,

dósir).

Þegar nemendur hafa náð leikni í þessu er hægt að leyfa þeim að ganga á lágri afnvægisslá.

Skemmtilegt afbrigði er að leyfa þeim sjálfum að búa til alls konar þrautir af þessu tagi. Það mun

ekki skorta hugmyndir! (Ingvar Sigurgeirsson 2005:7).

Þessi leikur finnst mér áhugaverður því hann er hægt að leika á ýmsan hátt. Það er spennandi að

leyfa nemendum að velja sér útfærslu af leiknum og búa jafnvel til einhverskonar keppni úr

honum. Þetta er góður grunnur fyrir fimleikaæfinguna að ganga á jafnvægisslá og að sjálfsögðu

þjálfar jafnvægi nemendanna sem er mikilvægt.

Skoðunarleikir

Að skoða í huganum

Nemendur loka augunum. Kennari ber fram spurningar, t.d.:

Hvað eru margir ... (t.d. gluggar í kennslustofunni)?

Eru ... (t.d. gluggar, dyr, skápar, skúffur) opnar/ir, lokaðar/ir?

19

Page 21: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Hvaða litur er á ...?

Hvað er á ...(ákv. stað í kennslustofunni)?

Hvernig er (t.d. ákv. nemandi klæddur)?

Hver situr við hliðina á ..?

Hvað eru margir ...(gluggar, myndir, dyr, borð...)?

Hvernig er veðrið?

O.s.frv.

Nemendur svara hverri spurningu jafnóðum með augun lokuð. Síðan athuga þeir það sem um var

spurt. Æskilegt er að nemendur reyni sjálfir að finna spurningar sem þessar og spyrji hvern

annan. Hópvinna. Ykkur á eftir að koma á óvart hve lítið nemendur vita um sitt allra nánasta

umhverfi! (Ingvar Sigurgeirsson 2005:11).

Þessi leikur er mjög sniðugur vegna þess að ég held að nemendur viti einmitt ekki mikið um sitt

nánasta umhverfi. Ég prófaði þennan leik heima hjá mér og er nú með allt á hreinu um heimili

mitt en ég er viss um að um leið og maður kemur inn í skólastofu eða á vinnustað þá er maður

ekki með allt á hreinu. Þessi leikur hentar öllum aldri og hægt er að hafa spurningarnar mis

flóknar eftir aldri nemenda. Það eina sem mér dettur í hug með breytingar á þessum leik er að

nemendur svara spurningum kennarans án þess að opna augun og kennarinn skráir hjá sér svörin

og í lokin er farið yfir svör nemendanna. Þessi útfærsla væri betri í minni hópum þar sem það er

tímafrekt að skrá svörin. Mér finnst þessi leikur spennandi og hlakka til að prófa hann með

nemendum inni í kennslustofu.

Snertileikir

Hvað er í pokanum?

Gögn: Ýmsir smáhlutir, poki.

Best er að nemendur vinni saman í smáhópum. Hver hópur hefur poka (úr ógegnsæju efni) og í

honum eru ýmsir smáhlutir. Einn í einu stingur hendinni í pokann og þreifa á einhverjum einum

hlut. Nemendur lýsa hlutnum upphátt án þess að nefna hann: Hvernig er hann í laginu? Er

hluturinn stór, lítill? Hvernig ætli hann sé á litinn? Síðan er hluturinn skoðaður.

- Hvort tveggja kemur til greina að nemendur hafi séð hlutinn áður eða ekki.

- Nemendur gætu um leið og hlutnum er lýst giskað á hver hann er (Ingvar Sigurgeirsson

2005:15).

20

Page 22: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Ég valdi þennan leik vegna þess að ég man eftir honum úr faginu Kennsla ungra barna en þar

kenndi Hlín Helga okkur þennan leik. Mér finnst hann áhugaverður og hann er mjög

skemmtilegur. Þetta þjálfar nemendur í því að lýsa og segja frá og reynir á orðaforða. Hægt er að

hafa leikinn þannig að þegar nemandinn sem lýsir hlutnum segir eitt lýsingarorð til að lýsa

hlutnum geta aðrir nemendur rétt upp hönd ef þeir hafa hugmynd um hverju verið er að lýsa, þeir

fá að giska en svo er haldið áfram að lýsa hlutnum þangað til einhver giskar á réttan hlut.

Hlustunarleikir

Hvaða hljóð er þetta?

Gögn: Ýmsir hlutir í skólastofunni.

Nemendur sitja í sætum sínum eða á gólfinu með augun lokuð.

Nemandi (eða kennari) gengur um stofuna og framkvæmir ýmis hljóð með því t.d. að:

- hrista lykla,

- draga skó eftir gólfi,

- stappa niður fæti,

- klappa saman höndum eða núa þeim saman,

- smella í góm,

- klóra sér í höfði,

- opna og loka skúffum, skápum, dyrum, gluggum, bókum,

- færa til borð, stóla eða önnur húsgögn,

- láta vatn renna,

- kveikja á eldspýtu,

- skrifa á töfluna,

- banka í borð, vegg, spegil, glugga,

- láta hluti detta,

- strjúka saman hlutum, o.s.frv.

Nemendur greina hljóðin; hvernig þau eru mynduð og hvaðan þau koma. Sem fyrr er góð

hugmynd að leyfa nemendum að sjá um þennan leik, t.d. með því að skipta þeim í nokkra hópa,

gefa þeim tíma til að undirbúa sig og láta þá skiptast á við að leggja verkefnin fyrir.

Ég valdi þennan leik vegna þess að hann er auðveldur í framkvæmd og það þarf ekki að finna

neitt til sérstaklega, bara taka það sem hendi er næst í skólastofunni hverju sinni. Það er því hægt

21

Page 23: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

að fara í þennan leik hvenær sem er ef tími gefst og hann er líka sniðugur í enda skóladagsins.

Rökþroskaleikir

Raðir

Nemendur reyna að finna ýmsar leiðir til að raða eftir. Dæmi: Eftir stærð, stafrófi, háralit, aldri

o.s.frv. (Ingvar Sigurgeirsson 2005:21).

Þessi leikur er góður þar sem nemendur þurfa að ræða samantil þess að geta raðað sér í röð og

þeir þurfa að beita rökhugsun. Tilvalið er að leyfa nemendum að koma með hugmyndir af leiðum

til að raða eftir og skrifa hjá sér til þess að nota í leiknum.

9. þáttur: Námspil og töfl

Námspil eru spil sem eitthvað má læra af. Til eru fjöldamörg námspil og alltaf er hægt að búa til

fleiri. Ég prófaði tvö námspil og hér að neðan eru útskýringar á þeim.

Yatzy

Ég spilaði Yatzy við 8 ára bróður minn og lét hann reikna allt sem þurfti að reikna. Ég skoðaði

leikina á Leikjavefnum – Leikjabankanum og fann þar einn sem heitir Klúður. Mér fannst

lýsingin á honum ekki nógu skýr þannig að ég ætlaði að búa til reglur við svipaðan leik en þá

datt mér í hug að Yatzy væri tilvalið námspil. Spilið er þannig að notaðir eru fimm teningar og

sérstök Yatzy spilablokk, í hvert skipti má leikmaður kasta þrisvar og er öllum teningum kastað á

sama tíma. Þeir teningar sem nota á áfram eru teknir til hliðar og hinum kastað aftur, alls þrisvar.

Fyrir ásinn fæst eitt stig, tvistinn tvö stig o.s.frv. Stigin í hverri umferð eru alltaf skrifuð niður

jafnóðum.

Atriðin á spilablokkinni eru þannig að í fyrstu tilraun á að safna ásum. Þegar allir leikmenn eru

búnir að safna ásum þá er reynt við tvistana. Þar á eftir er þristum safnað, síðan fjörkum,

fimmum og loks sexum. Summan af stigunum er þá reiknuð og skrifuð niður. Ef stigin eru

fimmtíu eða fleiri fást fimmtíu stig í verðlaun. Síðan heldur leikurinn áfram. Næsta verkefni er

að ná einu pari og er þá auðvitað best að fá tvær sexur og gefa þær tólf stig en það er það mesta

sem hægt er að fá í þeirri umferð. Svo á að ná tveimur pörum, því næst þremur eins og svo

fjórum eins, í þessum umferðum fæst ekkert stig fyrir auka teningana, aðeins þá sem notaðir eru í

22

Page 24: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

pörin eða 3 eða 4 eins. Ef ekki næst að fá það sem upp er gefið fær leikmaður ekkert stig. Röð 1-

5 kemur þar næst en þar á að fá einn ás, einn tvist, einn þrist, einn fjarka og eina fimmu. Röð 2-6

kemur svo þar á eftir. Hús er þrjú eins og tvö eins þannig að allir teningarnir eru notaðir. Áhætta

kemur næst en í henni á leikmaður að safna eins hárri upphæð og hann getur, tekur því frá hæstu

teningana og reynir að fá fleiri góðar tölur í næstu köstum, allt er svo lagt saman til að fá stigin.

Að lokum er það Yatzy en þar er markmiðið að fá það sama á öllum teningunum, sama hvort það

eru ásar eða sexur fást fimmtíu stig. Þegar allir leikmenn eru búnir að gera eru stigin lögð saman

og fundið er út hver er sigurvegari. Spilið er bæði hægt að spila eftir röð eins og lýst er hér að

framan og einnig þannig að leikmaður velji sér hverju hann ætlar að safna þegar hann sér hvað

hann fær í fyrsta kasti.

Það er heilmikil stærðfræði í þessu spili og mikið sem þarf að reikna. Þar sem ég spilaði við 8 ára

bróður minn lét ég hann sjá um að reikna. Spilið þarfnast rökhugsunar því maður þarf að finna út

hvaða teningum maður ætlar að halda eftir hvert kast. Hjá okkur gekk þetta rosalega vel, hann

reiknaði þetta allt saman og ég hjálpaði honum svo að reikna heildarstigin. Þá gerði ég það með

þeim hætti að ég tók tvær fyrstu tölurnar og bað hann að leggja þær saman og svo lagði hann

næstu tölu við og koll af kolli. Í þetta skiptið var ég heppin og vann hann en svo er aldrei að vita

nema við prófum spilið aftur við tækifæri.

Stærðfræðijöfnuspil

Ég bjó til stærðfræðispil ásamt bróður mínum. Við klipptum út bunka af ferningum og á

helminginn skrifuðum við stærðfræðidæmi t.d. 4+6 og á hinn helminginn skrifuðum við svörin

t.d. 10. Við bjuggum til um tuttugu dæmi og höfðum þau frekar einföld til þess að þau henti ygri

barna kennslu. Svo spiluðum við spilið eins og jöfnu nema við höfðum dæmin sér og svörin sér.

Sá sem byrjaði sneri við tveimur miðum, einum í dæmunum og einum í svörunum. Ef þeir

pössuðu saman fékk viðkomandi slag ef ekki fékk hinn að gera. Sá sem fékk slag fékk að gera

aftur. Þetta var mjög einfalt í framkvæmd og skemmtilegt spil. Það er auðvelt að leyfa

nemendum að búa til spil eins og þetta. Það er líka hægt að hafa dæmin miserfið og hægt að

blanda saman samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu, eftir því sem hentar hverju sinni.

23

Page 25: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

10. þáttur: Gátur, þrautir og heilabrjótar

Gátur, þrautir og heilabrjótar eru góð leið til þess að vekja nemendur til umhugsunar. Þetta

hentar í alla kennslu, ekki bara stærðfræði eins og margir virðast halda. Miklu máli skiptir að

kennari noti þrautir til að leiðbeina nemendum og sýna fram á að hægt sé að nálgast ólík

viðfangsefni á þennan hátt. Einnig er hægt að nota gátur til að þjálfa nemendur í samvinnu og í

hópefli (Ingvar Sigurgeirsson 2008b). Hér verður farið yfir nokkrar gerðir slíkra þrauta og tekin

dæmi um einstaka þrautir.

Myndgátur

Á heimsíðu námskeiðsins eru dæmi um níu myndgátur. (Ingvar Sigurgeirsson 2007a). Þar á

meðal er þessi hér:

Markmið:

Þjálfa rökhugsun.

Gögn:

Mynd, sjá lýsingu, t.d. á glæru eða skjámynd.

Leiklýsing:

Kennari (eða nemandi leggur þessa þraut fyrir

nemendur):

Hvers konar ,,mál“ er á myndunum?

Lausnin við gátunni er: 1) mælt mál 2) bundið mál 3) bergmál 4) mál að pissa 5) táknmál 6)

ekkert mál!

Rúmfræðiþrautir

Ég kíkti á nokkrar síður sem Ingvar Sigurgeirsson benti á í tengslum við rúmfræðiþrautir t.d.

www.puzzles.com og www.freepuzzles.com . Það er mikið úrval til af slíkum þrautum og af

nógu af taka. Rúmfræðiþrautir þarfnast mikillar rökhugsunar og skipulagningar. Rúmfræðin er

24

Page 26: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

þáttur af stærðfræðinámi þannig að það er góð hugmynd að nota þessar þrautir í kennslu og

jafnvel áður en kennsla í rúmfræði hefst þar sem það gæti auðveldað nemendum að skilja

rúmfræðina (Ingvar Sigurgeirsson 2007b).

Einföld töfl og spil

Ég prófaði leikinn Hex á síðunni http://web.ukonline.co.uk/arthur.vause/Hex.html. Leikinn er

einnig að finna á Leikjavefnum – leikjabankanum. Hann er eftir danska skáldið, stærðfræðinginn

og heimspekinginn Piet Hein (Ingvar Sigurgeirsson 2003). Ég verð nú að viðurkenna að ég er

mjög léleg í þessum leik. Ég spilaði hann um tuttugu sinnum og vann einu sinni. Hann fékk að

fara í favorites og mun verða spilaður aftur þangað til ég næ tökum á tölvunni. Þetta spil er afar

einfalt og ekkert mál að útbúa það fyrir nemendur til að eiga í kennslustofu. Nemendur geta

sjálfir séð um að búa spilið til. Á þessum leik læra nemendur að hugsa rökrétt. Það þarf virkilega

að spá í því hvað skynsamlegast sé að gera.

Leikirnir Krossar og hringir og Tengja 4 eru sniðugir til að nota með nemendum, þeir eru sígildir

og eins og segir á heimsíðu námskeiðsins þá er auðveldlega hægt að búa þessi spil til og jafnvel

leyfa nemendum að gefa foreldrum eða systkinum í jólagjöf (Ingvar Sigurgeirsson 2007c). Eins

og leikurinn Hex þarfnast þessi leikur rökhugsunar, þátttakendur þurfa að finna út hvað best sé

að gera í hverri stöðu. Ég prófaði leikinn Krossar og hringir og keppti við sjálfa mig, þá loksins

vann ég, enda lítið annað í boði. Þessi leikur er spennandi og skemmtilegur til afþreyingar.

Sagnagátur

Tvær kennsluaðferðir sameinast í sagnagátum, sagnalist og þrautalausn. Það er mikilvægt að

segja söguna með góðum tilþrifum og gott er að þjálfa nemendur í að segja söguna sjálfa, jafnvel

fyrir yngri nemendur (Ingvar Sigurgeirsson 2007d). Sagnagátur eru góðar til að nota í kennslu,

þær reyna á frjóa hugsun og nemendur þurfa virkilega að velta fyrir sér aðstæðum hverju sinni.

Eldspýtnaþrautir

Einn eldspýtnastokkur getur nýst í fjöldann allan af leikjum. Í kennslu er tilvalið að nota

myndvarpa til að kenna nemendum eldspýtnaþrautir (Ingvar Sigurgeirsson 2007e).

Til eru óteljandi þrautir sem innihalda eldspýtur og eru þær oftast þannig að maður á að færa til

ákveðinn fjölda eldspýtna og fá þá út eitthvað ákveðið. Það virðist yfirleitt í byrjun ekki hægt en

25

Page 27: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

svo virðist það augljóst þegar svarið er fundið. Á þessari síðu

http://www.jimloy.com/puzz/match.htm er hægt að finna nokkrar þrautir og svörin við þeim

fylgja, hana er upplagt að nota þegar kenna á nemendum eldspýtnaþrautir. Það er auðvitað

tilvalið að leggja þrautirnar fyrir nemendur fyrst áður en þeir fá að vita svarið.

Rökleitargátur

Rökleitargátur byggjast á ákveðnum lýsingum, oft á sérkennilegum aðstæðum. Þeir sem leysa

gátuna eiga að vera sem fljótastir að skýra aðstæðurnar. Tilvalið er að nota aðferðina Einn, fleiri,

allir (Ingvar Sigurgeirsson 2007f). Þegar rökleitargátur eru lagðar fyrir segir stjórnandinn litla

sögu. Nemendur eiga að finna skynsamlega skýringu og mega spurja já eða nei spurninga.

Nemendur velta upplýsingunum fyrir sér og mega spyrja fleiri já eða nei spurninga. Þeir vinna úr

upplýsingunum og reyna að finna lausnina. Dæmi um rökleikjagátu:

Maður á heima á 10. hæð í blokk. Þegar hann fer heim til sín, tekur hann lyftuna upp á 4. hæð og

labbar leiðina sem eftir er. Hvers vegna?

Lausn: Maðurinn var lágvaxinn og náði því ekki upp á takkana í lyftunni sem voru fyrir ofan

fjórðu hæðina (Edda Óskarsdóttir, Jóhanna Pálsdóttir og Sigrún Ingimarsdóttir 1990).

Raðþrautir

Á Leikjavefnum - Leikjabankanum er að finna raðþraut sem

heitir Tangram. Markmiðið með þessari þraut er að þjálfa

einbeitingu og þolinmæði, efla sköpunargáfu, auka útsjónarsemi og

tilfinningu fyrir formum og lögun. Tangram er ævaforn kínversk

raðþraut. Til þess að leysa þessa þraut þarf pappír og skæri til að

klippa út formin sem til þarf.

Tangram má nota í stærðfræðilennslu t.d. þegar flatarmál og brot eru kennd. Gott er að ljósrita

myndina á pappa og leyfa nemendum að klippa út formin (Ragna Kristjánsdóttir og Ragnhildur

Sigurðardóttir 1994).

Hexa er önnur áhugaverð raðþraut. Hana er hægt að leysa á netinu á þessari slóð

http://www.puzzle.ro/en/p_hexa.htm. Í henni á að fylla sexhyrninginn með ákveðnum formum

sem hægt er að snúa og færa til. Til þess að leysa hana þarf mikla þolinmæði og rökhugsun.

26

Page 28: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

11. þáttur: Orðaleikir

Orðaleikir á Leikjavefnum

Ég skoðaði flesta leikina í flokknum Orðaleikir inni á Leikjavefnum – Leikjabankanum. Ég fann

marga sniðuga eins og t.d. Hvaða orð er þetta?, Orðaboðhlaup, saltkjöt og baunir og þann sem

mér leist best á, Orðaleit. Ég hef kynnst þessum leik sem spilaleik en þar er spilastokkurinn settur

í miðjuna og liðin fjögur safna hvert sinni sort, hjarta, spaða, tígli eða laufi. Þessi orðaútgáfa af

leiknum finnst mér mjög spennandi og mun örugglega prófa hann með krökkum í fyrstu bekkjum

grunnskólans (Árni Björgvinsson 1997).

Spilaleikir

Ég skoðaði þessa spilaleiki en þeir eru teknir beint af Leikjavefnum – Leikjabankanum:

Markmið: Stafrófið, lestur, orðaforði.

Aldur: Ræðst af verkefni.

Gögn: Stafaspjöld (spil með bókstöfunum). Kjörið verkefni fyrir

nemendur er að búa þessi spil til.

 

Leiklýsing:

1. Notaðir eru tveir stokkar og nemendur spila minnisspil: Spilunum er dreift á hvolf. Nemendur

skiptast á að snúa þeim við. Hver nemandi flettir upp tveimur spilum. Ef nemandinn hittir á par á

hann slag. Í tengslum við lestrarkennslu má gera þá kröfu að nemendur kveði að stöfunum til að

fá slaginn.

Afbrigði: Leikinn er Svarti Pétur. Eitt spil er tekið úr eða bætt við spili með skemmtilegri mynd.

Eins kemur til greina að nota t.d. staf sem ekki er til í íslensku.

2. Eins og 1 nema nú eru notaðir bæði stórir og litlir stafir.

27

Page 29: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

3. Keppni um hver er fyrstur að raða tilteknum fjölda spila í stafrófsröð. Gjarnan má taka tíma.

Hver er fljótastur? Hver verður bekkjarmeistari í að raða stafaspilunum í stafrófsröð?

4. Nemandi dregur spil. Næsti nemandi á að vera eins fljótur og hann getur að nefna stafinn á

undan og stafinn á eftir í stafrófinu.

5. Nemendur reyna að finna orð þar sem stafirnir í orðunum fylgja stafrófsröð. Dæmi: afi, bil,

bik, aðeins. Hver getur búið til flest orð?

Hver getur fundið lengsta orðið? Hóp- eða einstaklingsverkefni.

6. Hópverkefni: Stokknum er skipt milli nemenda. Nemendur skiptast á að fletta upp spilum og

leggja þau fyrir framan sig þannig að hinir sjái þau vel. Um leið og einhver nemandi sér að hann

getur búið til orð úr þeim stöfum sem sjást á borðinu má hann taka spilin sem slag og leggja þau

fyrir framan sig. Sá sigrar sem hefur flesta stafi fyrir framan sig þegar enginn treystir sér lengur

til að gera. Stafir sem leikmaður hefur enn ónotaða reiknast til frádráttar.

Afbrigði: Hægt er að taka orð af nemanda með því að búa til nýtt orð með því að bæta við það

staf eða stöfum.

7. Gefin eru sjö spil. Nemendur geta losnað við spilin með því að leggja stafi út sem orð eða með

því að bæta stöfum við orð sem fyrir eru í borði. Taka má staf úr orði og setja annan í staðinn ef

heilt orð verður eftir. Geti nemandi ekkert gert (pass) dregur hann spil úr stokknum.

8. Leggja má fyrir nemendur að búa til fleiri verkefni af þessu tagi! (Coles, Martin 1989).

Þessir leikir finnst mér mjög sniðugir. Það er greinilega vel hægt að nota leiki í lestrarkennslu.

Það er hægt að finna fleiri svipaða leiki og auðvitað sniðugt að leyfa nemendum að spreyta sig í

því að búa til leiki.

Orðaleikir á Netinu

Þegar leitarorðinu orðaleikir er slegið inn á www.google.is kemur fyrst upp kennslubréf 11.

þáttar þessa námskeiðs orðaleikir. Einnig kemur upp þessi slóð

http://www.ismennt.is/vefir/leikir/orda/Welcome.html en hún inniheldur sömu leiki og eru að

28

Page 30: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

finna á flokknum Orðaleikir á Leikjavefnum - Leikjasafninu

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikir&n=3. Mikið úrval af öðrum síðum kemur upp en

á sumum þeirra er verið að ræða um orðaleiki í spjalli eða á bloggsíðum.

Ég fann þennan leik þegar ég sló inn leitarorðunum word games

http://www.eastoftheweb.com/cgi-bin/top_scores.pl?game=eight. Hann snýst um að búa til orð

úr stafarugli. Á upphafssíðunni er hægt að finna fleiri orðaleiki af ýmsum gerðum.

Ég sló inn word play og fékk helling af síðum upp. Ég skoðaði betur eina og þeirra og fann

skemmtilegan leik. Hann snýst um að finna orð í orði, er á ensku en er því tilvalinn í

enskukennslu. Slóðin á leikinn er http://www.wordplays.com/w/1207317568/powerboats.

Forsíðan er á þessari slóð: http://www.wordplays.com/p/index Þarna er einnig hægt að finna

fleiri orðaleiki sem vert er að skoða nánar.

Að lokum leitaði ég að leikjum með því að slá inn word puzzles og fann þar skemmtilega síðu

http://www.thewordpuzzles.com/. Þar er m.a. hægt að fara í sudoku og finna krossgátur fyrir

börn. Síðuna er hægt að nota í enskukennslu eða til þess að fá hugmyndir af leikjum og þýða þá.

12. þáttur: Tölvuleikir

Námgagnastofnun sér grunnskólum fyrir ókeypis námsefni og hefur stofnunin gefið út mikið af

rafrænu efni. Á vef Námsgagnastofnunar er hægt að finna fjöldann allan af tölvuleikjum. Leikina

er að finna á Krakkasíðum (Ingvar Sigurgeirsson 2008c). Hér verður farið yfir nokkra leiki og

skoðað hvort þeir hafi námsgildi.

Orðakistur Krillu:

( Kristín Ragna Gunnarsdóttir 2004).

Þessi leikur er að mínu mati sniðugur fyrir börn. Í honum læra þau um stafrófið, rím, finna orð

sem gefið er upp og orðaleit í stafarugli. Hann hefur raunverulegt námsgildi þar sem nemendur

geta æft sig í alls konar orðaleikjum, sem eru skemmtilegir og fróðlegir um leið.

Minnisleikur:

29

Page 31: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

(Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir [án árs]).

Þessi minnisleikur er góður fyrir nemendur og líka skemmtilegur, hann er einnig hægt að spila

með borðspilum. Gott er að geta valið um auðvelda eða erfiða leiki. Hann þjálfar minni barna og

rökhugsun. Þessi leikur hefur ekki námsgildi að mínu mati.

Stafaleikir Bínu:

(Björk Bjarkadóttir 2005).

Það er mikið námsgildi í þessum leik, hægt er að fara í stafaleiki, þá finnur maður stafinn í töflu

sem um ræðir, annað hvort lítinn eða stórann staf og æfist þ.a.l. í litlum og stórum stöfum. Einnig

er hægt að fara í orðaleiki, þá finnur maður þau orð sem gefin eru upp, hægt er að fara í tengileik,

þá finnur maður út frá hljóðinu hvaða staf maður á að velja. Hægt er að velja lestur líka og þar

finnur maður sömu orð og gefin eru upp. Hann hefur námsgildi þar sem börn læra þessa þætti í

leiknum auk þess að hafa gaman af honum.

Þríhyrningarnir:

(Þríhyrningarnir [án árs]).

Þetta er fínn stærðfræðileikur. Hann snýst um að raða tölum í þríhyrning og fá út sömu summu á

öllum hliðum. Leikurinn er ekki mjög fjölbreyttur en hann hefur námsgildi vegna þess að börn

læra að leggja saman og hann þarfnast líka rökhugsunar þar sem það þarf að koma öllum

tölunum rétt fyrir.

Ferhyrningarnir:

(Ferhyrningarnir [án árs]).

Þessi er alveg eins og Þríhyrningarnir nema með ferhyrningum, það á að raða tölum inn á til þess

að summa hverrar hliðar verði sú sem gefin er upp. Þessi er aðeins flóknari en þríhyrningarnir.

Hefur námsgildi og þarfast mikillar rökhugsunar.

30

Page 32: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Þrír í röð:

(Þrír í röð [án árs]).

Fyrst skildi ég ekkert í þessum leik en þegar ég byrjaði að prófa hann reyndist hann mjög

skemmtilegur. Hann hefur námsgildi þar sem margfalda þarf saman tölur til að geta gert og hægt

er að velja um fjögur þyngdarstig. Ef margfaldað er vitlaust fær hinn að gera. Þessi leikur er fyrir

tvo og getur orðið virkilega spennandi. Ég var eiginlega búin að afskrifa leikinn þegar hann kom

mér skemmtilega á óvart.

Talnaferningurinn:

(Talnaferningurinn [án árs]).

Þessi leikur reynir á samlagningu. Summa allra lína, dálka og hornalína verður að vera sú sama. Í

byrjun eru nokkrar tölur gefnar upp og svo á að fylla inn í. Þessi hefur námsgildi þar sem hann

þjálfar samlagningu og eins og hinir stærðfræðileikirnir þarfnast hann rökhugsunar.

Lukkuhjólið:

(Lukkuhjólið [án árs]).

Þessi leikur er frekar til skemmtunar en náms. Hann gengur út á að fá hærri tölu en

andstæðingurinn en leikurinn er fyrir tvo.

Að mínu mati er Þrír í röð langskemmtilegastur. Ég get gleymt mér í honum. Hann þjálfar

margföldun og er því góður fyrir nemendur sem eru að læra margföldun. Ef ég ætti að nota

þennan leik í kennslu færi ég með nemendur í tölvuaðstöðu og paraði saman tvo og tvo . Ég

myndi síðan leyfa þeim að spreyta sig á leiknum og fylgjast með. Það er hægt að velja um fjögur

þyngdarstig sem er gott því nemendur eru ekki allir á sama stað í náminu. Nemendur eru líklega

fljótir að átta sig á því að það er ekki sniðugt að margfalda ekki rétt saman því þá fá þeir ekki að

gera, það hefur þau áhrif að þeir leggja mikið á sig til að fá rétta útkomu. Hann þjálfar rökhugsun

31

Page 33: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

því að það þarf að raða saman þremur í röð til að vinna og skiptir það því máli hvar maður setur

merkið sitt.

(Sigrún Edda Björnsdóttir og Kristín Gísladóttir 2005).

Forritið um Álf er vel unnið og skemmtilegt. Það er þó meira til skemmtunar en náms að mínu

mati. Það er ýmislegt hægt að gera í leiknum, hlusta á sögu, svara spurningum úr sögunni, búa til

andlit, mismunandi eftir líðan. Þetta forrit er sniðugt í skólastarfið en það er meira leikur en nám.

Það er hægt að skapa skemmtilegar og fróðlegar umræður út frá þessu, t.d. í lífsleikni.

Hópverkefni: Framlag til Leikjavefjarins – Leikjabankans

Ég vann þetta verkefni með Unni Sigurðardóttur. Við ákváðum að skila leikjunum Hákarlatjörn

og Standa – sitja leikinn inn á Leikjavefinn - Leikjabankann.

Við fengum aðstoð frá nokkrum börnum, bæði til að finna leikina og einnig til þess að prófa þá.

Það var nokkuð skemmtilegt vegna þess að þegar upp var staðið var um mjög marga leiki að

velja. Þessa völdum við vegna þess að börnin gáfu þeim góða einkunn.

Standa – sitja leikurinn er ætlaður litlum börnum frá um það bil tveggja ára. Hann er

söngleikur þar sem þátttakendur syngja um hvert annað, og standa og sitja eins og til er ætlast.

Hann reynir á athyglina hjá þessum litlu krílum, þau verða að hlusta vel og fara eftir fyrirmælum.

Þau fá líka þjálfun í að segja nöfnin á félögum sínum. Leikurinn æfir þau einnig í því að koma

fram, að því leyti að sá sem á að standa upp fær alla athyglina og er sá eini sem stendur. Þá

fylgir þessum leik ágætis hreyfing, standa upp og setjast niður.

Við prófuðum leikinn með nokkrum litlum krökkum og 2-3 stærri sem langaði að vera með

„fyrir“ þau litlu. Þessi litlu eru 2. ára og virtust skemmta sér vel. Það var eftirtektavert hversu

fljót þau voru að ná samhengi leiksins. Það er að þau skildu að nú átti Gunni bara að standa en

ekki öll hin. Þau biðu líka spennt eftir því að nú kæmi að þeim að standa upp.

Sem sagt skemmtilegur leikur sem börnin hafa líka gaman af að fara í með mömmu og pabba eða

ömmu og afa.

Leikurinn Hákarlatjörn er skemmtilegur og hressandi leikur. Hann er fyrir börn frá 11 ára og

upp úr. Leikurinn reynir á samvinnu þátttakenda þar sem allir verða að vinna saman að því að

32

Page 34: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

fara eftir fyrirmælum stjórnenda. Auðvelt er að grípa í þennan leik í kennslustund sem og heima

þar sem það eina sem til þarf eru stólar. Sá sem stjórnar leiknum gefur þátttakendum fyrirmæli

um að raða sér eftir ákveðinni röð og eftir því sem líður á leikinn fækkar stólunum þannig að

erfiðara er að halda sér á þeim. Sá sem dettur í hákarlatjörnina er úr leik.

Þessi leikur var prófaður við mikinn fögnuð viðstaddra. Við fengum til þess hressa krakka. Það

var flott að sjá hversu vel þau unnu saman og hvað þeim gekk vel að leysa hverja þrautina á

fætur annarri. Til þess að gera þeim erfiðara fyrir voru stólarnir teknir í burtu einn af öðrum

þangað til einn keppandi sat einn eftir. Hákarlatjörn er án efa fjörugur leikur og tilvalinn til að

lífga upp á þreytta skólakrakka á löngum skóladegi.

Standa – sitja

Aldur

Frá 2. ára

Markmið

Læra nöfn á bekkjarfélögum, standa upp og fá athyglina (koma fram) og

góð hreyfing.

Leiklýsing

Börnin sitja í hring og syngja (lagið er meistari Jakob)

„ Hvar er Anna, Hvar er Anna......... Stattu upp, stattu upp“ (Anna stendur upp).

„Komdu sæl og blessuð, komdu sæl og blessuð.......... sestu nú , sestu nú „ (og hún sest niður).

Svo er sungið um næsta barn og koll af kolli.

Hákarlatjörn

Markmið

Reynir á samvinnu og félagsþroska.

Gögn

Stólar

Aldur

Frá 11 ára aldri

33

Page 35: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Leiklýsing

Nemendur raða sér á stóla í hring. Kennarinn segir t.d. ,,Raðið ykkur eftir stafrófsröð“ og byrja á

Gunnu, þá eiga nemendurnir að raða sér á eftir Gunnu í stafrófsröð án þess að snerta gólfið og fá

til þess eina mínútu. Síðan fækkar kennarinn stólunum í hringnum þannig að það verði erfiðara

fyrir nemendur að raða sér án þess að snerta gólfið. Sá sem snertir gólfið dettur ofan í

hákarlatjörnina og er úr leik. Kennarinn kemur svo með fleiri skilaboð eins og ,,Raðir ykkur eftir

afmælisdögum og byrjið á Jóni“ o.s.frv. Sá sem situr einn eftir er sigurvegari.

34

Page 36: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Lokaorð

Það hefur verið skemmtilegt og fróðlegt að vinna þessa leikjamöppu. Ég hef lært helling af

leikjum og komist að ýmsu um leiki. Í hugum flestra eru leikir skemmtilegir en eiga ekki

endilega heima í skólum. Þessu sjónarmiði þarf að breyta því leikir hafa margir mikið námsgildi

og það lærist margt af leikjum sem lærist ekki í skólabókunum. Leikir eiga heima í skólastofunni

sem og annars staðar. Kennarar ættu að styðjast meira við leiki því þeir eru góðir fyrir alla,

nemendur hafa gaman af því að breyta til og eru oft að læra án þess að fatta það þegar leikurinn á

sér stað. Ég mun pottþétt hafa þessa möppu með mér þegar ég fer að kenna og styðjast við

Leikjavefinn – Leikjabankann og nýta leikina í kennslu. Að mínu mati þarf að passa upp á

krakkana í dag þar sem tölvur og sjónvörp eru allsráðandi. Það gerir krökkum gott að fara út í

leiki, spila eða annað og nota tölvuna í minna mæli. Það er samt auðvitað hægt að spila

skemmtilega og fróðlega tölvuleiki en þá mætti nota í hófi. Foreldrar og aðrir ættu að rifja upp

gömlu góðu leikina og kenna börnum sínum, þannig haldast þeir á lífi og fleiri fá að kynnast

þeim. Ég mun ekki hika við af nota leiki í skólastarfi og ég vona að fólk fari að átta sig á því að

leikir eru svo miklu meira en bara leikir.

35

Page 37: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Heimildaskrá

Árni Björgvinsson. 1997. Orðaleit. Leikjavefurinn – Leikjabankinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=109 [Sótt 17. apríl 2008.]

Ása Helga Ragnarsdóttir. 2007. Fölsku tennurnar. Leikjavefurinn – Leikjabankinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=295 [Sótt 14. febrúar 2008.]

Björk Bjarkadóttir. 2005. Stafaleikir Bínu. Námsgagnastofnun.

http://www.nams.is/bina/index.htm [Sótt 16. apríl 2008.]

Coles, Martin. 1989. Bright Ideas: Word games. Leamington Spa: Scholastic. Bls. 25–27.

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/stafaleikir.htm. [Sótt 17. apríl 2008.]

Edda Óskarsdóttir, Jóhanna Pálsdóttir og Sigrún Ingimarsdóttir. 1990. Rökleitargátur.

Leikjavefurinn – Leikjabankinn. http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=127. [Sótt

22. Apríl.]

Erna Sigrún Jónsdóttir. 2006. Hringleikur með teningum. Leikjavefurinn – Leikjabankinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=292 [Sótt 5. febrúar 2008.]

Ferhyrningarnir. [Án árs.] Námsgagnastofnun. http://www.nams.is/eining/ferhyrn.htm [Sótt 16.

apríl 2008.]

Fox, Jill Englebright. 2002. Early Childhood News. Back to basics: Ply in early childhood.

http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=240 [Sótt 20.

janúar 2008.]

Fuglafit í stað tölvuleikja. 2006. Menntagátt http://www.menntagatt.is/default.aspx?

36

Page 38: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

pageid=36&nid=2534 [Sótt 4. mars 2008.]

Guðrún Kvaran. [Án árs.] París. Orðabók háskólans.

http://www.lexis.hi.is/ordvikunnar/paris.html [Sótt 29. mars 2008.]

Halla Skúladóttir. 1992. Meðleikari óskast. Leikjavefurinn – Leikjabankinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=69 [Sótt 14. febrúar 2008.]

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir. [Án árs.] Minnisleikur. Námsgagnastofnun.

http://www.nams.is/eining/minnisleikur.htm [Sótt 16. apríl 2008.]

Ingvar Sigurgeirsson. 2003. Hex. Leikjavefurinn – Leikjabankinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=53. [Sótt 22. apríl 2008.]

Ingvar Sigurgeirsson. 2005. Hugþroskaleikir – Leikir sem örva hugsun. Kennaraháskóli Íslands,

Reykjavík.

Ingvar Sigurgeirsson. 2007a. Leikir sem kennsluaðferð. 10. Þáttur: Gátur, þrautir og

heilabrjótar: Myndgátur.

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/Flokkar_thrauta/myndagatur.htm [Sótt 22. apríl

2008.]

Ingvar Sigurgeirsson. 2007b. Leikir sem kennsluaðferð. 10. Þáttur: Gátur, þrautir og

heilabrjótar: Rúmfræðiþrautir.

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/Flokkar_thrauta/rumfraedithrautir.htm [Sótt 22.

apríl 2008.]

Ingvar Sigurgeirsson. 2007c. Leikir sem kennsluaðferð. 10. Þáttur: Gátur, þrautir og

heilabrjótar: Einföld töfl og spil.

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/Flokkar_thrauta/tofl.htm [Sótt 22. apríl 2008.]

37

Page 39: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Ingvar Sigurgeirsson. 2007d. Leikir sem kennsluaðferð. 10. Þáttur: Gátur, þrautir og

heilabrjótar: Sagnalist.

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/Flokkar_thrauta/sagnagatur.htm [Sótt 22. apríl

2008.]

Ingvar Sigurgeirsson. 2007e. Leikir sem kennsluaðferð. 10. Þáttur: Gátur, þrautir og

heilabrjótar: Eldspýtnaþrautir.

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/Flokkar_thrauta/eldspytnathrautir.htm [Sótt 22.

apríl 2008.]

Ingvar Sigurgeirsson. 2007f. Leikir sem kennsluaðferð. 10. Þáttur: Gátur, þrautir og heilabrjótar:

Rökleitargátur. http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/Flokkar_thrauta/rokleitargatur.htm [Sótt

22. apríl 2008.]

Ingvar Sigurgeirsson. 2007g. Leikir sem kennsluaðferð. 10. Þáttur: Gátur, þrautir og

heilabrjótar: Raðþrautir.

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/Flokkar_thrauta/radthrautir.htm [Sótt 22. apríl

2008.]

Ingvar Sigurgeirsson. 2008a. Leikir sem kennsluaðferð. 4. Þáttur: Nafna- og kynningarleikir –

Hópstyrkingarleikir/hópeflileikir.

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/nafna_og_kynningarleikir.htm [Sótt 5. febrúar

2008.]

Ingvar Sigurgeirsson. 2008b. Leikir sem kennsluaðferð. 10. Þáttur: Gátur, þrautir og

heilabrjótar. http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/thrautir.htm [Sótt 22. apríl 2008.]

Ingvar Sigurgeirsson. 2008c. Leikir sem kennsluaðferð. 12. Þáttur: Tölvuleikir.

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/tolvuleikir.htm [Sótt 16. apríl 2008.]

Ingvar Sigurgeirsson og Ingimar Ingimarsson. 1992. Nafnaruna. Leikjavefurinn – Leikjabankinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=56 [Sótt 5. febrúar 2008.]

38

Page 40: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

Kristín Ragna Gunnarsdóttir. 2004. Orðakistur Krillu. Námsgagnastofnun.

http://www.nams.is/krilla/index.htm [Sótt 16. apríl 2008.]

Lukkuhjólið. [Án árs.] Námsgagnastofnun. http://www.namsgagnastofnun.is/stae/lukka.htm

[Sótt 16. apríl 2008.]

Margrét Böðvarsdóttir, Ólöf Kristín Einarsdóttir og Stella Kristjánsdóttir. 1997. Andstæðingar.

Leikjavefurinn – Leikjabankinn. http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=165 [Sótt

5. febrúar 2008.]

Margrét Erla Guðmundsdóttir. 2006. Spottakynning. Leikjavefurinn – Leikjabankinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=283 [Sótt 5. febrúar 2008.]

Ragna Kristjánsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir. 1994. Tangram. Leikjavefurinn –

Leikjabankinn. http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=80 [Sótt 22. apríl 2008.]

Sigrún Edda Björnsdóttir og Kristín Gísladóttir. 2005. Álfur. Námsgagnastofnun

http://www.nams.is/alfur/index.htm [Sótt 16. apríl 2008.]

Talnaferningurinn. [Án árs.] Námsgagnastofnun. http://www.nams.is/eining/talnafern.htm [Sótt

16. apríl 2008.]

The Promise of Play: Episode 1: The Mother of Invention. 2000. The Institute for Play.

The Promise of Play: Episode 3: The Heart of the Matter. 2000. The Institute for Play.

Una Björk Unnarsdóttir. 2007. Fréttadans. Leikjavefurinn – Leikjabankinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=300 [Sótt 14. febrúar 2008.]

Wardley, Francis. 2002. Early Childhood News. Play as Curriculum.

39

Page 41: Heimildaskrá - Web viewEinnig var fjallað um þá aðferð að nota umhyggju og leik til að lækna sárin hjá þeim sem ... að leikjum með því að slá inn word puzzles og

http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=127 [Sótt 20.

janúar 2008.]

Þorgerður Sævarsdóttir. 1992. Blikkleikur. Leikjavefurinn – Leikjabankinn.

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=172 [Sótt 5. febrúar 2008.]

Þríhyrningarnir. [Án árs.] Námsgagnastofnun. http://www.nams.is/eining/thrihyrn.htm [Sótt 16.

apríl 2008.]

Þrír í röð. [Án árs.] Námsgagnastofnun. http://www.nams.is/stae/thrir_i_rod.htm [Sótt 16. apríl

2008.]

40