gaflari 3. tbl. 2015

8
Hátt í hundrað af bótum í vinnu 2 Enn hringlað með hjúkrunarheimilið 2 4 Til umhugsunar fyrir alla for- eldra ungra barna Kíkt í kaffi: Fátt betra en að hjálpa öðrum til að hjálpa sér 6 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 5. febrúar 2015 3. tbl. 2. árg. Allar nánari upplýsingar á spot.is Fimmtudaginn 5. feb. Bingó með Sigga Hlö kl. 21.00 Föstudaginn 6. feb. Hljómsveitin Dans Á Rósum Laugardaginn 7. feb. Helgi Björns & SSSÓL Framúrskarandi Hafnfirðingar Þau voru kosin íþróttafólk Hafnarfjarðar og hafa bæði skarað fram úr á sínu sviði, náð langt og verið fulltrúar lands og þjóðar á stórmótum. Þetta eru þau Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH og Sigurbergur Sveinsson, handknattleiksmaður úr Haukum en þau hlutu titilinn Íþrótta- menn Hafnarfjarðar í lok ársins. Erum á Facebook: SkoƩsala í Firði í bílakjallaranum í Firði laugardaginn 7. feb. Opið frá 12.00 til 16.00 Stuð og stemmning Komdu og grúskaðu Prúttaðu og gerðu góð kaup pi ð f r t emm ni n g

Upload: gaflariis

Post on 07-Apr-2016

269 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Gaflari sem kom út 5. febrúar 2015

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 3. tbl.  2015

Hátt í hundrað af bótum í vinnu2Enn hringlað með hjúkrunarheimilið2

4 Til umhugsunar fyrir alla for-eldra ungra barnaKíkt í kaffi: Fátt betra en að hjálpa öðrum til að hjálpa sér6

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 5. febrúar 2015 3. tbl. 2. árg.

Allar nánari upplýsingar á spot.is

Fimmtudaginn 5. feb. Bingó með Sigga Hlö kl. 21.00

Föstudaginn 6. feb. Hljómsveitin Dans Á Rósum Laugardaginn 7. feb. Helgi Björns & SSSÓL

Framúrskarandi HafnfirðingarÞau voru kosin íþróttafólk Hafnarfjarðar og hafa bæði skarað fram úr á sínu sviði, náð langt og verið fulltrúar lands og þjóðar á stórmótum. Þetta eru þau Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH og Sigurbergur Sveinsson, handknattleiksmaður úr Haukum en þau hlutu titilinn Íþrótta-menn Hafnarfjarðar í lok ársins.

Erum á Facebook: Sko sala í Firði

í bílakjallaranum í Firðilaugardaginn 7. feb.

Opið frá 12.00 til 16.00

Stuð og stemmningKomdu og grúskaðuPrúttaðu og gerðu góð kaup

pið fr

temmning

Page 2: Gaflari 3. tbl.  2015

2 - gaflari.is

Vilja fleiri val-kosti í matar- áskriftFRÉTTIR Foreldrar í Hafnarfirði telja að Hafnarfjarðarbær gæti ekki hagsmuna þeirra nægilega vel þegar kemur að kaupum á skólamál-tíðum. Undanfarin ár hafa foreldrar einungis geta keypt mataráskrift alla daga vikunnar fyrir börn sín. Nú um áramótin var því ákveðið að bjóða upp á miða – þannig geta foreldrar keypt stakar máltíðir fyrir börn sín. Máltíð sem greidd er með miða kostar 587 krónur á meðan máltíð í áskrift kostar 427 krónur og munar því 160 krónum á máltíðun-um.

Í Kópavogi gefst foreldrum t.d. kostur á að vera í áskrift vissa daga í vikunnar og fá þá máltíðina á sama verði og þeir sem eru í áskrift alla daga vikunnar. Það er þessi leið sem foreldrum finnst vanta hjá Hafnar-fjarðarbæ. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir að stórt skref hafi verið stigið. „Eftir því sem mér skilst var gert ráð fyr-ir þessum möguleika í útboðinu hjá Kópavogi í upphafi og því er þetta fyrirkomulag þar. Samningurinn við Skólamat rennur út næsta haust og er sjálfsagt að taka þetta upp næst þegar leitað verður tilboða í mat í skólum bæjarins.“

FRÉTTIR Guðlaug Kristjánsdóttir, odd- viti BF og formaður fjölskylduráðs, segir að ákvörðun liggi ekki fyrir um að hætta við byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Hádegisskarð. „Ákvörðun um staðsetn-ingu hefur ekki verið tekin. Samfylking er eina heimildin um annað.“Fjölskylduráð samþykkti fyrir skömmu að fela Haraldi L. Haraldssyni, bæjar-stjóra að taka upp könnunarviðræður við Hrafnistu vegna byggingar nýs hjúkr-unarheimilis. Guðlaug segir að með því sé ekki búið að taka ákvörðun. „Þetta er í raun svar við ítrekuðum beiðnum Hrafn-istu um viðræður.“ Hún segir þó að það liggi í hlutarins eðli að verði viðræðurn-ar árangursríkar sé ekki lokum fyrir það skotið að hjúkrunarheimilið verði fært.

„Við erum að setja kraft í þetta mál og leita að bestu lausninni fyrir bæjarbúa sem allra fyrst.“

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, segir að undirbúning-ur bygginar hjúkrunarheimilis í Há-degisskarði hafi verið langt komin. „Beinn útlagður kostnaður hleypur á tugum milljóna króna, enda arki-tekta- og verkfræðihönnun heimilis-ins lokið.“ Hann segir enn fremur að ef nýr meirihluti hefði ekki stöðvað undirbúning að byggingu nýs hjúkr-unarheimilis við Hádegisskarð sl. vor þá væri verið að horfa fram á opnun nýs og glæsilegs heimilis í kringum næstu áramót. „Meirihlutinn valdi hins vegar að rjúfa sáttina, leysa upp

verkefnastjórnina sem skipuð var fulltrúum allra stjórnmálaflokka og hagsmunasamtökum aldraðra og þar með taka málið úr þeim breiða og lýðræðislega farvegi sem það var í. Nú virðast þau hafa gefist uppá hug-myndinni um að byggja á Sólvangi, sem var það sem Sjálfstæðisflokk-urinn dró uppúr hatti sínum korteri fyrir síðustu kosningar. Þá er farið í þennan furðulega leiðangur sem gengur út á það að færa alla sértæka þjónustu við þennan aldurshóp á einn stað og á hendi eins aðila, þ.e. Hrafn-istu. Hingað til hefur sú hugmynd ekki verið talin raunhæfur kostur en nýr meirihluti og þá væntanlega oddviti Bjartrar framtíðar virðist á öðru máli.“

Rúmlega hálf milljón í sundFRÉTTIR Landanum hefur löng-um þótt dásamlegt að busla í sundlaugum landsins. Þrátt fyrir allskyns gylliboð um afþreyingu af ýmsum toga undanfarin ár virð-ist gamla góða sundið halda sínu og gott betur en það. Frá árinu 2007 hefur fjöldi þeirra sem sæk-ir heim sundlaugar Hafnarfjarðar nær tvöfaldast eða farið úr tæp-um 390.000 í tæplega 630.000. Í fyrra lögðu flestir leið sína í Ásvallalaugina eða um 320.000 manns. Þegar gestir sundlaug-anna eru flokkaðir kemur í ljós að laugarnar eiga sér ekki alveg sömu unnendurna. Til að mynda kusu um 165.000 fullorðnir og um 24.000 börn að dýfa sér í Suðurbæjar-laugina árið 2014 en á sama tíma heimsóttu um 66.000 fullorðnir og 47.000 börn Ásvallalaugina.

Áfram verkefnið – aðferð sem virkarFRÉTTIR Áfram verkefnið hefur skilað góðum árangri frá því að það var tekið í gagnið í apríl. Það hefur vakið athygli víða og fyrir skömmu fékk Hafnarfjarðabær Nýsköpunar-verðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu fyrir verkefnið. Hátt í 50 verkefni voru tilnefnd til Nýsköp-unarverðlaunanna í ár.

Áfram verkefnið miðar að því að virkja þá sem þiggja fjárhagsaðstoð frá bænum og tryggja þeim tæki-færi til endurkomu á vinnumarkað eða einstaklingsbundin virkni- eða hæfingarúrræði. Vinnufær at-vinnuleitandi sem fær atvinnutil-boð getur til að mynda ekki hafnað starfi án þess að framfærslustyrk-ur hans skerðist um 50% tímabund-ið. Að sama skapi eru þeim sem hafa skerta starfs- eða ráðningarhæfni að ýmsum ástæðum boðin viðeig-andi úrræði til að styrkja stöðu sína.

Rannveig Einarsdóttir, sviðs-stjóri Fjölskyldusviðs Hafnarfjarð-ar, segir umfang fjárhagsaðstoðar Hafnarfjarðarbæjar hafi marg-faldast á árunum 2007-2013. Milli áranna 2012 og 2013 hækkaði fjár-hagsaðstoð t.d. úr 301m.kr í 392

m.kr. eða um u.þ.b. 30%. Áfram verk- efninu var ætlað snúa vörn í sókn og lítur út fyrir að það sé að skila ár-angri. „Verulegur viðsnúningur hefur orðið. Kostnaður Hafnarfjarðarbæj-ar vegna fjárhagsaðstoðar hef- ur lækkað stöðugt frá því að verk- efnið hófst og í nóvember 2014 eru útgjöldin komin niður fyrir það sem var í sama mánuði fyrir tveimur árum.“

Rannveig segir að þeim sem þiggja bætur frá bænum á aldrin-um 15 – 24 hafi fækkað um 51% en í öðrum aldurshópum hefur fækkað heldur minna eða um 34%. Samtals hafa 72 einstaklingar sem áður voru á framfærslustyrk horfið af bótum í launuð störf. „ Þessi þróun er önn-

ur en í Reykjavík eða Kópavogi þar sem litlar breytingar hafa orðið.“

Vísbendingar eru um að minnst 30 af þeim sem horfið hafa af skrá fram til loka nóvember hafi gert það vegna kröfu um þátttöku í vinnu en að öllum líkindum eru þeir töluvert fleiri. Frá því verkefnið hófst þann 3. apríl til loka nóvember hefur fram-færslustyrkur verið skertur í 15 til-vikum vegna þess að einstaklingur hafnaði þátttöku í vinnu eða virkni.

Rannveig segir að með Áfram verk- efninu hafi þjónusta Fjölskyldusviðs gjörbreyst á einu ári. „Við vorum fyrst og fremst að greiða út bætur en erum nú að vinna með einstaklingum til skapa þeim tækifæri þeim og aðstoð við þá við að nýta þau.”

„Hefðum getað opnað nýtt hjúkrunarheimili að ári“

Helluhraun 16-18 • 220 HafnarfirðiOpið virka daga 11-18:30 • laugardaga 12-15

[email protected] • S: 897 7603

ÝSUFLÖK MEÐ ROÐI

AÐEINS 1390pr.kg.

pren

tun.is

Page 3: Gaflari 3. tbl.  2015

gaflari.is - 3

Helluhraun 16-18 • 220 HafnarfirðiOpið virka daga 11-18:30 • laugardaga 12-15

[email protected] • S: 897 7603

ÝSUFLÖK MEÐ ROÐI

AÐEINS 1390pr.kg.

pren

tun.is

Page 4: Gaflari 3. tbl.  2015

4 - gaflari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Gunnar Freyr Steinsson • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Nú eru sex mánuðir liðnir frá því að útlegð fjölskyldunnar hófst og óhætt er að segja að lífið sé komið í nokkuð fastar skorður hér í Berlín. Allir una við sitt og

eins og ég sagði fyrr í vetur þá eru okkur allir vegir færir - eða svona næstum því. Ennþá finnur maður fyrir vanmætti sínum gagnvart tungumálinu, hinni tungubrjótandi þýsku, sem við öll erum að ströggla við að mastera.

Það er nefnilega ekkert grín að geta ekki tjáð sig almennilega. Að geta ekki viðrað skoðanir sínar, verið fyndin eða reið. Eða þurfa að tala í fyrirfram æfðum setningum sem yfirleitt innihalda eins ein-falda setningagerð og lítinn orðaforða og hægt er að komast upp með. Tala svolítið svona eins og

lítið barn. Ég upplifði þetta mjög sterkt þegar nýja rauða hjólinu mínu var stolið um daginn. Á einu sekúndubroti breyttist ég í síð-20. aldar íslenskan togarasjómann og blótið og ragnið frussaðist út úr mér. Svipaðar tilfinningar bærast um í brjósti mér, knattspyrnuáhugamannsins, annan hvern laugar-dag þegar hverfið mitt fer á hvolf vegna óláta fót-boltabullna en þá á hverfisliðið, Dynamo Berlin, yfir-leitt heimaleiki og fjandinn verður laus. Í aðstæðum sem þessum er nákvæmlega ekkert sem ég get sagt, ég þori ekki einu sinni að beita augnráðinu al-ræmda svo óhugnarlegir eru sumir áhangendurnir. Og því miður helst útlendingahatur oft í hendur og yrði því skrattanum svo sannarlega skemmt ef ég færi að babbla eitthvað á barnamáli. Þannig að ég þegi.

Svo kom Je suis Charlie og allt var breytt. Að huga vel að þeirri stoð sem tjáningarfrelsið er lýðræðinu hefur aldrei verið mikilvægara, að virða það og vanda. Þar gegna fjölmiðlar, stórir sem smáir líkt og Gaflarinn, lykilhlutverki svo að allar raddir fái að hljóma. Allir eiga að njóta þessa réttar, að geta tjáð það sem liggur þeim á hjarta. Og þá er ekki síður mikilvægt að einhver hlusti. Að við flokkum ekki úr, heldur veitum öll-um athygli. Tökum svo slaginn í framhaldinu og ræðum, leiðréttum misfærslur, vísum í fræðin og veitum ráð. Allsstaðar heyrast nefnilega raddir og ef við tökum ekki mark á þeim þá er einfald-lega voðinn vís.

Erla Ragnarsdóttir.

Ég vil heyra allar raddirLeiðari ritstjórnar Gaflarans

Til umhugsunar fyrir alla foreldra ungra barnaEitt sinn sagði þekkt, íslensk leik-kona að stærsta og mikilvægasta hlutverkið sem hún hefði tekist á við um ævina væri foreldrahlut-verkið. Ég er viss um að flestir for-eldrar geta tekið undir þessi orð leikkonunnar. Foreldrar óska börn-um sínum alls hins besta og þar á meðal óska þeir þess að börnunum

gangi vel í námi. Til þess að barni gangi vel í námi er mikilvægt að það nái sem fyrst góðum tökum á lestri. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að það eru tveir þættir sem hafa mest forspárgildi hvað varð-ar lestrarfærni nemenda í 1. og 2. bekk. Þessir þættir eru bókstafa-þekking og hljóðkerfisvitund. Í því

felst að börn sem við skólabyrjun þekkja marga bókstafi og eru með vel þroskaða hljóðkerfisvitund eru mun líklegri til að ná góðum

tökum á lestri en jafnaldrar þeirra sem þekkja fáa bókstafi og eru með slaka hljóðkerfisvitund. Barn með góða hljóðkerfisvitund gerir sér grein fyrir formi málsins. Það felur í sér að barnið kann m.a. að ríma, klappa atkvæði, hlusta eftir fyrsta og síðasta hljóði í orðum og tengja saman hljóð. Þetta eru mik-ilvægar niðurstöður sem vert er að staldra við. Ekki síst vegna þess að svo virðist sem gömul hugmynd um að best sé að barn komi inn í grunnskólann með sem minnsta bókstafaþekkingu sé því miður lífseig. Hugmyndin stenst alls ekki og er í engu samræmi við það sem umræddar rannsóknir sýna okk-ur. Þvert á móti ættu foreldrar að halda bókstöfum að börnum sínum

frá unga aldri og ýta undir áhuga þeirra á þessu sviði. Það er gaman að leika sér með bókstafina, vita hvað þeir heita og segja, og geta jafnvel skrifað nokkra bókstafi í upphafi grunnskólagöngu. Hægt er að nálgast alls konar efni fyrir börn á leikskólaaldri þar sem unnið er með bókstafi og hljóð þeirra. Mikið er um bækur, stafakubba, spil, tölvuleiki og smáforrit þar sem lögð er áhersla á þessa þætti. Einnig er talsvert til af efni þar sem fram koma hugmyndir að leikjum og öðrum verkefnum sem styrkja hljóðkerfisvitund barna.

Margir strengja áramótaheit og setja sér markmið fyrir nýja árið sem í hönd fer. Hvernig væri að foreldrar barna á leikskólaaldri settu sér það markmið að ýta undir áhuga og þekkingu barna sinna á bókstöfum og hljóðum þeirra? Á þann hátt er verið að styrkja undir-stöðuþætti lesturs og auka líkur á því að barninu muni farnast vel í lestrarnáminu.

Áhugasamir foreldrar geta nálg-ast ýtarlegri fræðslu og hugmynd-ir að viðfangsefnum inni á lesvef HÍ (http://lesvefurinn.hi.is/) og á vef Námsgagnastofnunar (http://www.nams.is/).

Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur á

Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar

Bjartey Sigurðardóttir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar- og lista í Hafnarfirði.

Umsóknareyðublöð eru á www.hafnarfjordur.is, undir Mínar síður/umsóknir. Athugið að til þess að sækja um þarf að skrá sig á íbúagátt bæjarins. Aðstoð við skráningu er hægt að fá hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar í síma 585-5500.

Skilafrestur er til 9. mars 2015

MENNINGARSTYRKIR TIL VERKEFNA OG VIÐBURÐA

Page 5: Gaflari 3. tbl.  2015

gaflari.is - 5

Ræðst gegn verkjum

Notkunarsvið: Paratabs inniheldur virka efnið parasetamól 500 mg. Paratabs er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Ly�ð er m.a. notað við höfuðverk, tannverk, tíðaverk, vöðvaverk og hita. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar sem eru 50 kg eða þyngri: 1 til 2 tö�ur á 4 til 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 6 tö�ur/3 g á dag. Börn og unglingar sem eru 43-50 kg að þyngd: 1 ta�a á 4 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 tö�ur/2,5 g á dag. Börn sem eru 34-43 kg að þyngd: 1 ta�a á 6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 4 tö�ur/2 g á dag. Börn sem eru 26-34 kg að þyngd: ½ ta�a á 4 klst. fresti eða 1 ta�a á 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 3 tö�ur/1,5 g á dag. Paratabs 500 mg er ekki ætlað börnum sem eru innan við 26 kg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota ly�ð. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi, samhliða meðferð með ly�um sem hafa áhrif á á lifrarstarfsemi, skort á glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa, rauðalosblóðleysi, ofnotkun áfengis, ofþornun og langvarandi vannæringu. Forðast skal samhliða notkun Paratabs og áfengis. Paratabs á ekki að nota samtímis öðrum ly�um sem innihalda parasetamól. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Langvarandi notkun getur valdið alvarlegum og tíðum höfuðverkjum. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með astma, sem eru næmir fyrir acetýlsalicýlsýru. Ef hár hiti eða einkenni sýkingar eru enn til staðar eftir meðferð í meira en 3 daga, eða ef verkur er enn til staðar eftir meðferð í meira en 5 daga, skal leita til læknis. Meðganga og brjóstagjöf: Nota má Paratabs í ráðlögðum skömmtum á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt. Ekki taka meira en ráðlagðan skammt. Athugið að hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Ágúst 2014.

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA /

Act

avis

41

80

21

Paratabs®– Öflugur verkjabani!

Page 6: Gaflari 3. tbl.  2015

6 - gaflari.is

TILVERAN

Hvað kemur þér af stað á morgnana? Þegar ég er ekki að mæta í vinnuna til að þjálfa aðra þá eru það tíkurnar og sambýlismanninn sem þarf að þjálfaUppáhalds kvikmyndin? Peaceful Warrior er ein af fáum myndum sem ég horfi alltaf reglulega á. Hún hefur mjög góð áhrif á mig. Er með góð skilboð og flotta hugmyndafræðiGamli skólinn minn? Engidalsskóli, Víðistaðaskóli og FlensborgHaukar eða FH? Þegar ég hljóp sem mest þá var ég bara í báðum félögun-um. Það dugði mér ekki eitt félag en eftir að ég fór að búa með FHing þá held ég nú meira með Haukum :) Treysti því að tengdafjölskyldan lesi þetta ekkiHandbolti eða fótbolti? Pottþétt handbolti. Það er miklu meira að ger-ast í handbolta. Hjálpar líka til að við höfum staðið okkur vel á stórmótum í handbolta

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir í kaffi til Elínar Sigurðardóttir, íþróttafræðings og eiganda heilsuræktarstöðv-arinnar elin.is í Bæjarhrauninu. Elín er borinn og barnfæddur Gaflari og var á sínum tíma mikil afrekskona í sundi. Hennar annað heimili var þá hin gamla og góða sundhöll okkar Hafnfirðinga, þar æfði hún sér bæði kvölds og morgna og sú æfing skilaði henni alla leið á Ólympíuleika. Sundhöllin er enn hluti af tilverunni enda nánast í garðinum hjá þeim Elínu og Arnari Geirssyni, sambýlismanni hennar. Elín fer reyndar ekki mikið í sund núorðið en hún er ennþá mikill atorkubolti og veit fátt betra en að hlaupa, vera úti í náttúrunni með tíkunum Kiri og Freyju og taka vel á því.

Hlaupin eru mín ástríða

Snjóhvítar skíðabrekkur eða gullin sólarströnd? Ég vel helst að fara til mið Evrópu að hjóla eða ganga í fjöllunum. Vil sem sagt bæði vera í brekkunum og njóta sólarinnarKaffi eða te? Ég drekk hvorugt og hef aldrei gert og mun aldrei gera. Vatnið okkar er langbestHvers vegna Hafnarfjörður? Fæddist í Hafnarfirði, alin upp í Norðurbænum og þegar ég fór að kaupa mér hús þá gat ég ekki einu sinni hugsað mér að fara hinum megin við Reykjarvíkurveg-inn. Hafnarfjörðurinn er að mínu mati einn sá fallegasti og með góða stað-setningu. Út um stofugluggann horfi ég út á sjó, sé hraunið og er með æsku-slóðirnar hérna við hliðina á mérAf hverju Rope Yoga? Ég kynntist Rope Yoga fyrir rúmum 20 árum þegar ég var að undirbúa mig fyrir Ólympíuleikana. Eftir fyrsta tímann minn í Rope Yoga

skildi ég að í öll þessi ár sem ég var búin að vera keppnismanneskja í sundi hafði ég aldrei gert kviðæfingar af viti. Þarna kynntist ég öflugum kviðæfingum og eftir þetta notaði ég alltaf Rope Yoga með í mínu æfingarferli og geri ennþá. Í öll þessi ár sem ég hef stundað og kennt Rope Yoga þá hef ég bara verið að skilja betur og betur hvað við erum með flott æfingarkerfi.

Í dag er fátt sem gefur mér eins mikið eins og að geta hjálpað öðrum að hjálpa sér. Ég er að fá mikið af fólki til mín bæði frá læknum og sjúkraþjálfurum vegna ýmissa stoðkerfisverkja. Rope Yoga er frábært fyrir stoðkerfið, meltinguna og róar hugann. Ég get haldið áfram. Hvet alla að prófa námskeið Uppáhalds hreyfingin? Ef ég verð að velja á milli þá er ástríða mín hlaup. Ég fæ oft að heyra þær sögur af sjálfri mér, alveg frá því að ég tók mín fyrstu skref til 4 ára aldur, að þá hafi ég alltaf verið á hlaupum og stingandi af. Annars elska ég að stunda fjölbreytta hreyf-ingu og reyna á öll kerfi líkamans. Ég nota mikið TRX og Rope Yoga böndin til að styrkja mig. Á erfitt með að nefna ekki hjól og göngur líka

Helstu verkefnin framundan? Byggja gróðurhús og koma upp betri matjurtargarði og ávaxtatrjámUppáhalds flíkin? Kjóllinn úr Gloríu sem Addi gaf mér í jólagjöfÓmissandi í snyrtibudduna? Varasalvinn og púðriðLeiðinlegasta húsverkið? Að taka úr uppþvottavélinni enda reyni ég eftir megni að komast hjá þvíÁ laugardagskvöldið var ég: Í mat hjá mömmu og eins og svo oft út í óveðr-ið í tveggja tíma göngu um bæinn fagra með manni og tíkum. Svo var horft á góða bíómynd í leigunniSíðasta sms-ið og frá hverjum?Frá Svönu vinkonu: „Við erum á Palletunni”Ég mæli með: Góðri og næringarríkri fæðu, vera hamingjusöm, vera glöð og hlæja mikið. Vera þakklát og já-kvæð. Vera mikið úti. Næra líkama og sál. Hreyfa okkur og styrkja og gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Taka ábyrgð. Hlusta. Vera trúföst og standa við gefin loforð. Setja okkur markmið og ákveða tilgang okkar. Vita hver gildi okkar eru. Vera kær-leiksrík og elska okkur og aðra

Page 7: Gaflari 3. tbl.  2015

gaflari.is - 7

BÓKASAFN HAFNARFJARÐAR KL. 19:00–24:00

Bókakaffi – Súfistinn Á fyrstu hæð bókasafnsins verður kaffi­húsastemning í samstarfi við Súfistann.

Ratleikur um bókasafnið Frábær skemmtun fyrir alla. Þrír heppnir hljóta vinninga í boði Góu, Gló og Eymundsson dregið úr réttum lausnum 10. febrúar.

Dýrahjálp Íslands Fulltrúar frá félaginu kynna starfsemi sína. Hægt að skoða myndir af dýrum í heimilisleit og farsælar sögur af dýrum sem fundið hafa framtíðarheimili.

Úr fjarlægð Sýning á málverkum eftir Ingu Maju. Sterkir litir og konur eru áberandi auk þess sem íslensk náttúra kemur við sögu.

Töfraheimur Harry Potter Sýning á munum sem tengjast töfra hetj­unni Harry Potter. Sjón er sögu ríkari.

Ljósálfar og dökkálfar Barna­ og unglingadeildin verður yfir­tekin af ljósálfum og dökkálfum.

BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR KL. 19:00–24:00

Byggðasafnið býður upp á ljúfa og lágstemmda upplifun í Sívertsens­húsi og Beggubúð þar sem sérfræðingar safnsins leiða gesti um sýningarnar í léttu og opnu spjalli. Hús Bjarna Sívertsen og fjölskyldu Húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803–1805, fyrir Bjarna Sívertsen, athafnamann. Húsið hefur verið gert upp í upprunalegri mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar. Verslunarminjasýning í Beggubúð Í verslunarhúsinu Beggubúð sem byggt var árið 1906 er verslunarminjasýn­ing. Þar er margt forvitnilegt á að líta, þar sem safnkosturinn er frá ýmsum tímabilum.

HAFNARBORG KL. 20:00

Tímaflakk um 100 ár – Leiðsögn á pólsku Oprowadzanie po wystawie z Karoliną Bogusławską historykiem sztuki, godz 20:00. BÓKASAFN KL. 20:00

Harry Potter upplestur Upplestur á völdum kafla úr Harry Potter á fjölda tungumála, m.a. þýsku, frönsku, spænsku og pólsku. Íslenskum og enskum texta verður varpað á skjá svo allir geti fylgt lestrinum. HAFNARBORG KL. 20:45

Leiðsögn um sýninguna Neisti Ólöf K. Sigurðardóttir forstöðumaður Hafnarborgar leiðir gesti um sýningu á verkum Hönnu Davíðsson. BÓKASAFN KL. 21:00  Konubörn – Gaflaraleikhúsið Sýnt verður brot úr leikritinu Konubörn sem fjallar á gamansaman hátt um vandræðin sem fylgja því að vera hvorki barn né fullorðin, hvorki stelpa né kona. HAFNARBORG KL. 21:15

Framköllun – Svarthvít veröld Hekla Dögg Jóndóttir ræðir veið gesti safnsins um þá svart hvítu veröld sem hún hefur skapað í Hafnarborg. HAFNARBORG KL. 21:30

Hó hó ha ha ha – Hláturjóga Bættu á þig brosi á vör og kátum hlátri í hláturjóga með Sölva Avo Péturssyni hláturjógaleiðbeinanda.

Athugið að frítt er á öll söfn í Hafnarfirði

BÓKASAFN KL. 21:30

Bíó í bókasafni Þýska gamanmyndin Fack ju Göhte (2013) sem fjallar um fyrrum fanga sem fær vinnu í skóla sem byggður var yfir gamla þýfið hans. Þýskt tal, enskur texti. Athugið að myndin er bönnuð yngri en 12 ára. HAFNARBORG–GLÓ kl. 22:00

Lifandi djasstónlist á Gló Bræðurnir Óskar og Ómar Guðjóns­synir leika ljúfa djasstóna á Safnanótt á Gló. BÓKASAFN KL. 22:00  Ósk og Brynja – Tónleikar Dúett sem samanstendur af vinkonunum Ósk og Brynju. Tónlist þeirra einkennist af rólegum folk/accoustic áhrifum.

SafnanæturleikurSvaraðu einni laufléttri spurningu og fáðu stimpil frá þeim söfnum sem þú heimsækir á Safnanótt. Þeir sem svara þremur spurningum og safna þremur stimplum geta skilað þátt­tökumiða til miðnættis í þar til gerða kassa á söfnunum. 1. verðlaun: ferð fyrir tvo til London og aðgangur að Tate Modern 2.–3. verðlaun: Menningarkort Reykjavíkur 4. verðlaun: er frönskunámskeið á vegum Alliance Française. Verið velkomin á söfnin á Safnanótt Safnanæturstrætó ekur milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 19 til 24 og er ókeypis. Vagninn stöðvar við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði.Nánari upplýsingar og tímatafla á www.vetrarhatid.is

Dagskrá Safnanætur í Hafnarfirði

Föstudaginn 6. febrúar 2015Opið til miðnættis

SaFnanótt

HafnarborgStrandgata 34220 Hafnarfjörðurwww.hafnarborg.is

Ásvöllum 2221 HafnarfirðiSími: 512 4050www.hafnarfjordur.is

Bókasafn HafnarfjarðarStrandgata 1220 Hafnarfjörðurwww.bokasafnhafnarfjardar.is

Byggðasafn HafnarfjarðarVesturgata 8220 Hafnarfjörðurwww.hafnarfjordur.is/byggdasafn

HAFNARBORG KL. 19:00–24:00

Framköllun – Hekla Dögg Jónsdóttir Sýningasal Hafnarborgar hefur verið umbreytt í bíósal, upptöku­ og vinnslu rými af Heklu Dögg Jónsdóttur myndlistarmanni. Hekla hefur fengið til liðs við sig fjölda listamanna sem hafa tekið upp stutt myndskeið á 16 mm filmu og er afraksturinn sýndur í bíóinu.

Neisti – Hanna Davíðsson Í Sverrissal stendur yfir sýning á málverkum og teikningum eftir Hönnu Davíðsson, konu sem bjó og starfaði í Hafnarfirði við upphaf 20. aldar þegar íslenskar konur hlutu kosningarétt árið 1915. Verkin sýna viðfangsefni úr næsta nágrenni listakonunnar einkum blóm, fólk og umhverfið í Hafnarfirði. HAFNARBORG KL. 19:00–21:00

Portrettsmiðja – Hver erum við? Opin listsmiðja þar sem börn og full­orðnir geta spreytt sig á því að teikna og lita portrettmyndir.

BÓKASAFN KL. 19:00

Þýsk-íslenska tengslanetið Þýsk­íslenska tengslanetið kynnir áhugaverða starfsemi sína. BÓKASAFN KL. 19:30

Bíó í bókasafni Franska myndin Les Choristes (2004) sem fjallar um nýjan kennara í ströngum heimavistarskóla fyrir drengi en hann breytir lífi þeirra með því að kynna þá fyrir tónlist. Franskt tal, íslenskur texti. Myndin er leyfð öllum aldurshópum. HAFNARBORG KL. 20:00–22:00

Á bak við tjöldin Gestum er boðið að skoða þau undur sem leynast í geymslum safnsins í fylgd starfsmanna. Sundlauganótt

í Ásvallalaug Laugardaginn 7. febrúar Kl. 18:00–24:00 Í tilefni af vetrarhátíð verður Sundlauganótt haldin í Ásvalla-laug. tónlist og frábær stemning. Frír aðgangur.

Sundlauganótt Laugardaginn 7. febrúar Opið til miðnættis

Page 8: Gaflari 3. tbl.  2015

8 - gaflari.is

Allt í einum pakka í Víkingastræti – Öðruvísi stemmning

Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 23.janúar

Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 23.janúar

Víkingasveitin leikur fyrir matargesti eins og þeim

einum er lagið

Gerum tilboð fyrir hópa í gistingu og mat

Sérréttamatseðill

ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum.Tilboð gilda til 15 apríl 2015.Aukanótt í 2ja manna herbergi kr. 5.000, á mann.

1. Þorrapakki:Gisting, bjór og þorrahlaðborð. Víkingasveitin leikur fyrir matargesti.Tveggja manna herbergi kr. 14.200 á mann.

2. Árshátíðarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði.Tveggja manna herbergi kr. 14.600 á mann.

3. Sælkerapakki:Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu.Tveggja manna herbergi kr. 13.800 á mann.

Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar.www.fjorukrain.is

HLIÐ ÁLFTANESI

Veitingar og gisting

HLIÐ Á ÁLFTANESI

Við kynnum nýjan möguleika í mat og gistingu.Verið velkomin

w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i : 5 6 5 1 2 1 3

Pakkatilboð í Víkingastræti

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

Huldar Örn SigurðssonÁ föstudagskvöldið ætlum við hjónin að bregða okkur bæjar-

leið til að fara í Þjóðleikhúskjall-arann að sjá Mið-Ísland. Maður er strax kominn í hlátursgírinn. Á laugardag fylgjum við svo tveim-ur yngri sonum okkar til Þorláks-hafnar þar sem þeir taka þátt í

badmintonmóti. Sunnudagurinn verður helgaður slökun, í mesta lagi skokkaður lítill hringur og svo er alltaf kærkomið að fara í slök-un í heitan pott í einhverri sund-lauginni. Þá er bara að plana sunnu-dagsmáltíðina; á maður að nenna að henda í Lasagna og slá þannig í gegn, eða taka meðalmennskuna með pizzuveislu?

Helga Pála Gissurar-dóttir Á föstudögum er alltaf kósý kvöld hjá fjölskyldunni. Þá fáum við

okkur pizzu, kveikjum á kertum og horf-um á fjölskyldumynd. Á laugardaginn stefnum við á að fara á skíði í Bláfjöll. Við byrjuðum að stunda skíði saman í fyrra. Ég var mikið á skíðum með fjölskyldunni minni sem barn og á margar ógleyman-

legar minningar frá þeim ferðum. Um kvöldið horfum við svo á Söngvakeppni Sjónvarpsins – það er með hana eins og skíðin ég horfði á keppnina sem barn og er nú byrjuð á því aftur. Þetta eru mikil keppnis kvöld og þegar aðalkeppnin er haldin hittum við vinkonur og gefum stig – förum alla leið. Á sunnudaginn verður bara rólegheit, tiltekt, heimanám og undirbúningur fyrir vikuna.

HELGIN MÍN

Í SPILARANUM

Hvað er í spilaran-um hjá Tómasi Geir Howser ?

Starkaður Péturs-son skoraði á Tómas Geir Howser í síð-asta blaði. Tómas

Geir hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann er á síðasta ári í FG og undirbýr sig að kappi fyrir bæði Gettu betur og að undir-búa árshátíð skólans ásamt því að taka þátt í leikaraprufum í LHÍ. Tómas Geir er að hlusta á skemmtilega blöndu þessa dag-ana, GusGus, Kanye West og fleiri góða. „Ég hef verið að hlusta mik-ið á Mac Demarco sem er frábær

kanadískur söngv-ari. Ég var einnig að fá plötuspilara í herbergið mitt og hef ég verið með

Bítlana á fóninum, þeir eru alltaf uppáhalds hljómsveitin mín. Einnig set ég stundum Miles Dav-is á þegar ég þarf að hugsa mikið, það er eitthvað við djassinn sem fær mann til þess að einbeita sér og hugsa skýrt.“Tómas Geir skorar hér með á „kjarnakonuna, fyrirmyndina mína og mömmu mína Deliu Kristínu Howser.“