gaflari 4. tbl. 2015

8
Einu til tveimur börnum á ári er vikið úr leikskóla tímabundið 2 Foreldrar hóta lögsókn – misskilningur segir bærinn 2 Kíkt í kaffi: Vill að fólk hætti að vera með fordóma 6 Helluhrauni 2, 220 Hafnarfjörður Við hliðina á Lögreglustöðinni BORÐPLÖTUR & LEGSTEINAR www.granitsteinar.is - 544 5100 Höfnun varð til þess að draumarnir rættust Í stað þess að láta höfnun frá Leiklistarskólanum í fyrra keyra sig í kaf ákváðu sex konubörn að bretta upp ermar og taka málin í sínar hendur. Nú ári síðar standa þær á sviði kvöld eftir kvöld og leika í sínu eigin stykki; Konubörnum sem sýnt er í Gaflaraleikhúsinu. Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og gagnrýnendur hafa hlaðið verkið og leikinn lofi. Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 19. febrúar 2015 4. tbl. 2. árg. FISKRÉTTIR TILBÚNIR Í OFNINN KONUDAGSHUMAR 8.990,-kr.kg. Helluhraun 16-18 220 Hafnarfirði Opið virka daga 11-18:30 laugardaga 12-15 prentun.is

Upload: gaflariis

Post on 07-Apr-2016

256 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

Bæjarblaðið gaflari sem kom út 18. febrúar 2015

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 4. tbl. 2015

Einu til tveimur börnum á ári er vikið úr leikskóla tímabundið2Foreldrar hóta lögsókn – misskilningur segir bærinn2Kíkt í kaffi: Vill að fólk hætti að vera með fordóma6

Helluhrauni 2, 220 HafnarfjörðurVið hliðina á Lögreglustöðinni

BORÐPLÖTUR & LEGSTEINAR

www.granitsteinar.is - 544 5100

Höfnun varð til þess að draumarnir rættustÍ stað þess að láta höfnun frá Leiklistarskólanum í fyrra keyra sig í kaf ákváðu sex konubörn að bretta upp ermar og taka málin í sínar hendur. Nú ári síðar standa þær á sviði kvöld eftir kvöld og leika í sínu eigin stykki; Konubörnum sem sýnt er í Gaflaraleikhúsinu. Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og gagnrýnendur hafa hlaðið verkið og leikinn lofi.

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 19. febrúar 2015 4. tbl. 2. árg.

FISKRÉTTIRTILBÚNIR Í OFNINN

KONUDAGSHUMAR8.990,-kr.kg.

Helluhraun 16-18 • 220 HafnarfirðiOpið virka daga 11-18:30

laugardaga 12-15

pren

tun.is

Page 2: Gaflari 4. tbl. 2015

2 - gaflari.is

Bylting fyrir bretta- og bmx iðkendurFRÉTTIR Fimmtudaginn 12. febrúar sl. fór fram opnunarteiti Brettafélags Hafnarfjarðar í húsnæði félagsins að Flatahrauni 14. Þar var Hafnfirðingum og iðkendum boðið að skoða aðstöðuna. Opnun slíkrar aðstöðu hefur mikla þýðingu fyrir hjólabretta- og bmx-fólk í Hafnarfirði, og almennt, því þetta er eina innanhús aðstaðan á höfuðborgarsvæðinu. Hafnarfjörður má því vera stoltur af nýrri og glæsilegri aðstöðu. Húsnæði sem þetta skiptir höfuðmáli fyrir iðkendur, sérstaklega yfir vetrartímann. Á sumrin er auðveldara að stunda íþróttina utandyra en eins og veðráttan er á Íslandi er nánast ómögulegt að stunda hana á veturna, nema þá innanhúss. Það eru allir velkomnir í húsið og hver sem er getur nýtt sér aðstöðuna, ekkert aldurstakmark er og ekki einu sinni skilyrði að vera Hafnfirðingur.

Markmið Brettafélagsins er að gera félagið að fullgildu íþróttafélagi þar sem skipulagðar æfingar fara fram og hefja íþróttina upp á hærra plan. Von Brettafélagsins er sú að á komandi árum geti börn á grunnskólaaldri nýtt sér tómstundastyrki sveitarfélaganna til niðurgreiðslu á æfingagjöldum eins og tíðkast í hefðbundnu íþróttastarfi. Hjólabrettaiðkendur hafa því miður oft og tíðum verið litnir hornauga í samfélaginu og tengja margir menningu þeirra við óreglu og skemmdarverk. Með því að bjóða upp á góða aðstöðu undir eftirliti starfsmanns og búa svo um að foreldrar geti tekið virkari þátt í iðkun barna sinna má vonandi breyta því viðhorfi. Litið er á húsnæði félagsins sem íþróttahús og því ber iðkendum að umgangast það með sama hætti og önnur íþróttahús. Hjálmaskylda verður í húsinu og notkun tóbaks með öllu óheimil. Í húsnæðinu hefur verið opnuð verslun í samstarfi við verslunina Mohawks, einnig verður hægt að kaupa sér holla drykki og grilla samlokur í nestisaðstöðunni. Brettafélagið ætlar svo reglulega að vera með viðburði þar sem iðkendur geta spreytt sig undir dynjandi tónlist við mikið stuð.

FRÉTTIR Foreldrafélag Áslandsskóla telur að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi gerst brotleg við grunnskólalög þegar hún samþykkt þann 26. nóvember sl. að hætta við að stækka skólahúsnæðið eins og búið var að ákveða. Þess í stað á að nýta fjármunina í innra starf skólans og gera Áslandsskóla af forystuskóla í innleiðingu á upplýsingatækni í hafnfirsku skólastarfi. Þetta á að gera með því að spjaldtölvuvæða alla 5. – 10. bekki og auka stöðugildi í tölvuumsjón, auk þess sem taka á tölvustofuna undir almenna kennslu og gera breytignar á niðurröðun í bekkjardeildir.

Fulltrúar foreldra í Áslandsskóla segja að þessi ákvörðun bæjarstjórnar standist ekki lög og telja hana vinna gegn lögbundnum menntunarskilyrðu nemenda í skólanum. Þeir vísa máli sínu til stuðnings í grunnskólalög

nr. 91/2008 en þar er m.a. fjallað um skilyrði um lágmarks aðstöðu. Þá segja fulltrúar foreldra að ákvörðun bæjarstjórnar feli í sér meiriháttar breytingar á húsnæðismálum og starfsemi skólans og því hafi það verið lögbundin skylda bæjarstjórnar að undirbúa þessa ákvörðun í samráði við skólaráð og aðra hagsmunaaðila skólasamfélagsins, slíkt hafi ekki verið gert..

Fulltrúar foreldra krefjast þess að ákvörðunin verði afturkölluð hið fyrsta - að öðrum kosti sjái þeir ekki aðra vegi færa en að leita réttar síns.

Í síðustu viku fundaði bæjarstjóri, fræðslustjóri og formaður fræðsluráðs með foreldrum úr Áslandsskóla. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir að í ljós hafi komið að foreldrarnir byggðu kröfur sínar á

tölum sem séu rangar og misvísandi. „Upplýsingar foreldrafélagsins voru m.a. byggðar á minnisblaði fyrrverandi formanns fræðsluráðs frá apríl 2014.“ Hún segir að á því komi fram meiri fjölgun nemenda en nú sé gert ráð fyrir. Þar sé talað um 30 bekkjardeildir í stað 26. “Misræmi á milli umrædds minnisblaðs og núverandi stöðu jafngildir um allt að 60 nemendum.“

Rósa segir að fundurinn hafi verð mjög gagnlegur. „Við áttuðum okkur á hvers vegna viðbröð foreldranna voru svona hörð og þeir skildu betur aftöðu bæjarins.“

Aðspurð um næstu skref Foreldrafélags Áslandsskóla segir Sveinborg Petrína Jensdóttir, formaður félagsins, að boðað verði til fundar í félaginu og ákvörðun um framhaldið verði tekin í kjölfar hans.

Foreldafélag Áslandsskóla hótar bænum lögsóknBærinn segir málið á misskilningi byggt

Einu til tveimur börnum á ári er vikið tímabundið úr leikskóla vegna skulda foreldraUndanfarin ár hefur einu til tveimur börnum verið gert að víkja tímabundið úr leikskólum bæjarins vegna vangreiddra skólagjalda foreldra. Ríflega 100 foreldrar á ári standa ekki við gerða samninga og greiða ekki leikskólagjöld á réttum tíma. Í samningi sem þeir undirrita þegar barn hefur leikskólagöngu kemur fram að eftir tveggja mánaða vanskil verði því sagt upp leikskólavistinni. Meirihluti foreldra stendur við gerða samninga og af þeim rúmlega 100 sem fá viðvörunarbréf á ári ganga flestir til saminga um skuldir sínar og/eða greiða. Eftir standa þó stöku börn. Nauðsynlegt að gæta jafnræðisHaraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, segir að á meðan tekið sé gjald fyrir leikskóladvöl verði að hafa einhvers konar kerfi til að gæta jafnræðis. „Hvert einstakt atvik er skoðað vel. Félagsþjónustan fer yfir mál þeirra foreldra sem ekki bregðast við viðvörunarbréfinu áður en til aðgerða er gripið. Komi í ljós að félagslegar aðstæður

séu þannig að foreldrið geti ekki greitt gjöldin er gripið inn í með viðeigandi úrræðum. Sé niðurstaðan hins vegar sú að foreldrar séu borgunarmenn fyrir skuldinni er alltaf reynt að fara samningaleiðina. Í einstaka undantekningartilfellum kemur þó fyrir að börn séu frá leikskóla í nokkra daga.“ Vill að leikskólagjöld verði afnuminHaraldur segir að leikskólagjöldin standi einungis undir um 20% af rekstrarkostnaði leikskólanna. „Mín skoðun er sú að það væri göfugt markmið hjá sveitarfélögum að stefna að því að lækka þessi gjöld og jafnvel að afnema þau. En á meðan svo er ekki verðum við að hafa einhvers konar kerfi sem tekur á vanskilum að öðrum kosti myndu þau aukast stórkostlega. Ég held að þetta kerfi sem við búum við í dag þjóni báðum aðilum vel. Það er ekki hægt að hafa það þannig að sumir greiði gjöldin sín samviksusamlega á meðan aðrir gera það ekki.“

Page 3: Gaflari 4. tbl. 2015

gaflari.is - 3OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

Hamborgarar m/brauði 2 x 115gverð áður 562 kr./pk

FK KjúKlingabringurverð áður 2.298 kr./kg

móa vistFugl, Frosinnverð áður 1.438 kr./kg

nautaentrecoteverð áður 4.158 kr./kg

FK FersKur KjúKlingurverð áður 772 kr./kg

nautagúllasverð áður 2.494 kr./kg

198kr./stk.

TilboðFJARDARKAUP-

19. - 21. febrúar

lambaFille m/Fitu verð áður 4.574 kr./kg

998kr./kg

3.298kr./kg

698kr./kg

1.998kr./kg

3.998kr./kg

1.998kr./kg

498kr./pk.

Page 4: Gaflari 4. tbl. 2015

4 - gaflari.is

Þórey segir að, segir að þær stöllur hafi langað til að skapa eitthvað saman og þannig urðu Konubörnin til. „Við ákváðum að hittast í kaffi. Ég var með harðsperrur í maganum daginn eftir þennann fyrsta fundinn okkar, það var mikið hlegið. En á þessum fundi hafði ég ekki hugmynd hvert þetta myndi leiða okkur,“ segir Þórey þegar hún rifjar upp hvernig ævintýrið hófst og þær stöllur réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur heldur ákváðu að skrifa sitt eigið leikrit. „Að skrifa handritið var alls ekki auðvelt. Við ákváðum að fara saman upp í sveit með það markmið að henda í eitt stykki handrit. Það tók sex klukkutíma að keyra á áfangastaðinn,“ segir Þórey

og bætir við: „Við ætluðum að nýta tímann vel og hefja skriftir í bílnum það varð hins vegar lítið úr því þar sem þessir sex klukkutímar fóru í það að reyna að finna nafn á hópinn sem við fundum svo ekki.“

Handritið varð til út frá sex stelpumað spjalla samanÞórey segir að andinn hafi ekki alltaf verið yfir þeim stöllum. „Þegar við sögðum: „Jæja nú skrifum við“ þá kom ekkert. Það sem virkaði var að spjalla saman. Við þekktumst misvel á þessum tímapunkti en kynntumst betur þarna í sveitinni eftir að hafa deilt mismunandi reynslusögum. Það kom mér á óvart hvað við gátum

talað endalaust. Handritið varð til út frá sex stelpum að spjalla um lífið og tilveruna.“

Leiðin lá svo í Gaflaraleikhúsið þar sem Björk Jakobsdóttir tók vel á móti þeim og leikstýrði hópnum. „Hún var dugleg að hvetja okkur áfram og æfingatímabilið gekk mjög vel. Við erum rosa þakklátar fyrir að Björk og leikhúsið hafði mikla trú á okkur. Þau vissu í rauninni ekkert hvort við gætum skrifað eða leikið en ákváðu að gefa okkur tækifæri.”

Með fiðrildi í maganumÞórey segir að það séu alltaf fiðrildi í maganum fyrir hverja sýningu þrátt fyrir velgengni og góða dóma. „Þetta er svo mikið barnið okkar. Okkur þykir svo vænt um þessa sýningu og við viljum auðvitað standa okkur vel.“ Hún segir að það sé gaman að fylgjast með salnum og að stemningin sé ekki alltaf eins. „Við fáum hlátur á mismunandi stöðum og þurfum að passa okkur á að hlusta vel á salinn og gefa áhorfendum

tækifæri á að hlæja á ólíkum stöðum. Það var vissulega mikil breyting að fá fullan sal af áhorfendum eftir að hafa bara verið með einn áhorfanda út í sal á æfingum, Björk leikstjóra.“

Konubörnin hafa fengið frábærar móttökur og góða dóma fyrir frammistöðu sína á sviðinu. „Fólk virðist tengja vel við það sem við erum að segja. Ég vissi að við værum með gott efni í höndunum og hafði mikla trú á sýningunni. Ég á ennþá erfitt með að halda andliti í sumum senum og þarf að berjast við að fara ekki að hlæja. En þó að okkur hafi fundist við rosalega fyndnar og sniðugar þá var ekki samasemmerki um að slíkt hið sama gilti um aðra.“

Komnar til að veraÞórey segir að leikritið Konubörn fjalli um konubörn. „Við erum Konubörn. Við tölum mikið, erum tilfinningaverur og eigum það til að ofhugsa hlutina og hvað með það. Um þetta skrifum við og gerum dálítið grín að okkur í leiðinni.“

Og konubörnin eru komin til að vera. „Við ætlum að taka eitt skref í einu og sjá hvert þetta leiðir okkur – en Konubörn eru allavega komnar til að vera segir Þórey og bætir við: Við erum allar rosalega ólíkar týpur en náum mjög vel saman. Við höfum eytt miklum tíma saman þar sem það tók nokkra mánuði að líma þessa sýningu saman. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri hóp - Kveðja fröken væmin - en þetta er bara sannleikurinn.“

Þeir fiska sem róa segir máltækið og það á svo sannarlega við um þær stöllur í Konubönum. Þær sýna fyrir fullu húsi sýningu eftir sýningu og það sem meira er stóri draumurinn um að komast inn í Leiklistarskólann hefur ræst hjá fjórum þeirra. Þórey Birgisdóttir, konubarn og dansari, steig sín fyrstu spor í Hafnarfirði – og lagði þar með grunninn að komandi ferli. Hún er á leið í Leiklistarskólann og á eflaust eftir að leika og dansa sig inn í hjörtu landans á komandi árum.

Fílefldust við höfnunGAFLARi VIKUNNAR

Ljósmyndari: Steve Lorenz

Helgina 12.-15. mars verður lögð áhersla á hönnun í Hafnarfirði. Hafnarborg, Íshús Hafnarfjarðar og Litla hönnunarbúðin taka þátt í Hönnunarmars og vill Hafnarfjarðarbær vekja athygli á því mikla hönnunarstarfi sem í bænum er.

Ef þú vilt taka þátt þá hafðu samband við Skrifstofu menningar- og ferðamála, Strandgötu 6 eða sendu tölvupóst á Marín Hrafnsdóttur, [email protected]

HÖNNUN Í HAFNARFIRÐI

Page 5: Gaflari 4. tbl. 2015

gaflari.is - 5

HOT YOGA

WARM-FIT

FOAM-FLEX

SPINNING

YOGA

WARM-YOGA

ZUMBA

BODY PUMP

BODY ATTACK

SB 30/10

TABATA

VAXTARMÓTUN

FOAM-FIT

STÖÐVAR

U-FIT

SPINSPIRIT

HÓPTÍMAR:

Dalshrauni 11Ásvöllum 2220 Hafnarfirð[email protected]

PIPA

R\TB

WA

• SÍ

A •

1508

14

ÁTAKHress býður nú upp á fimm vikna námskeið fyrir þá sem vilja koma sér í gott form í góðum félagsskap.

Námskeiðin hefjast 23. febrúar.

Þrír árangursríkir og fjölbreyttir tímar á viku.Vigtun og ummálsmælingar.Fylgst með mataræði, vikulegur fræðandi netpóstur.Frjáls mæting í alla opna tíma, tækjasali Hress og Ásvallarlaug.Verð: 19.990 kr. Verð fyrir korthafa: 13.990 kr.

5

23. FEB.

HRESST

Skráning og nánari upplýsingar í síma 565 2212 og 565 2712 [email protected] • www.hress.is

ÁTAK – KONURMÁN. / MIÐ. / FÖS. kl. 6.05MÁN. / MIÐ. / FÖS. kl. 9.15MÁN. / MIÐ. / FIM. kl. 17.15(DALSHRAUNI)

ÁTAK – KARLARMÁN. / MIÐ. / FIM. kl. 18.30(ÁSVELLIR)

NÁMSKEIÐ FYRIR 12–15 ÁRA STRÁKA • NÁMSKEIÐ FYRIR 12–15 ÁRA STELPUR • ÁTAK KONUR • ÁTAK KARLAR

NÁMSKEIÐ:

SUND • VATNSGUFA • SAUNA • NUDD • TÆKJASALIR EINKAÞJÁLFUN • HÓPÞJÁLFUN • AÐGANGUR AÐ BJARGI AKUREYRI AÐGANGUR AÐ HRESSÓ VESTMANNAEYJUM

ÞJÓNUSTA:

Page 6: Gaflari 4. tbl. 2015

6 - gaflari.is

TILVERAN

Hvað kemur þér af stað á morgnana? 6 ára dóttir mín - Sunna MarenUppáhalds kvikmyndin? Back

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir í kaffi til Jónasar Ýmis Jónassonar, starfsmanns Suðurbæjarlaugarinnar. Jónas Ýmir lifir og hrærist í heimi íþróttanna, mætir alltaf á alla leiki í Krikanum enda var hann valinn FH-ingur ársins 2014. Hann kom öllum á óvart í upphafi mánaðar og bauð sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands en beið lægri hlut fyrir núverandi formanni. Hann fékk mikið hrós fyrir hugrekki og þor fyrir að fara á móti sitjandi formanni og segist hafa lært heilmikið af þessu uppátæki sínu. Jónas Ýmir fæddist á Sólvangi 1976, er með mikla ástríðu fyrir fótboltanum og elskar bæinn sinn, Hafnarfjörð.

Lærði heilmikið af því að bjóða mig fram

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

í fótboltanum hvað yrði það? Að notast yrði við myndbandsupptöku úr miklum vafaatriðum eins og í NFLFyrsti bíllinn? Toyota Corolla 1992Skemmtilegasta húsverkið? Setja í þvottavél, verst að ég tek yfirleitt aldrei úr henniHvað gefur lífinu gildi? Hef velt því fyrir mér allt mitt líf, en börnin auðvitað fyrst og fremst. Þau gleðja mig endalaust. Jason, sonur minn, var innhringjandi ársins hjá 112, þannig að síðasta vika var stór vika hjá okkur feðgumSíðasta sms-ið og frá hverjum? Það var frá einhverjum fréttamanni sem sagði að það væri ‘aldrei hægt að ná í mig’. Ég og símar eigum litla samleiðÁ laugardagskvöldið: Fór ég í vinnu eftir KSÍ þingið. Ég fór í rólegheitum yfir atburði dagsins og komst að því að ég lærði heilmikið af því að bjóða mig fram, þetta var mikil og góð reynsla. Svo fékk ég mér 2 bjóra og fór að sofaÉg mæli með: Að fólk hætti að vera með fordóma út í allt og alla. Sá sem skúrar skrifstofur er alveg jafn mikilvægur og merkilegur og sá sem stjórnar skrifstofunni. Menntasnobb eða menntahroki er eitthvað sem fólk má fara að breyta í hugarfari sínu. Einnig mæli ég með að fleiri Hafnfirðingar fari nú á knattspyrnuleiki í sumar, hvort það sem er hjá FH eða Haukum. Við erum stór bær og eigum að fylla þessa velli í hverri viku. Að fara á fótboltaleik er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Að lokum mæli ég með að fólk fari að kynna sér betur hversu mögnuð íþrótt NFL er…..að fá sér NFL Gamepass er málið!En að lokum eins og Hermann Fannar Valgarðsson sagði alltaf: LUV

To The Future, JFK, Midnight Run, Se7en, There Will Be BloodGamli skólinn minn? Víðistaðaskóli, ekki var nú gaman þar

Sund eða golf? Sund klárlegaSnjóhvítar skíðabrekkur eða gullin sólarströnd? Hef einu sinni farið í skíðabrekku og datt úr lyftunni þannig að allan tímann ströndinBjór eða hvítvín? Bjórinn, og er Newcastle Brown Ale besturHvers vegna Hafnarfjörður? Þar slær hjartaðUppáhalds hreyfingin? Spila fótbolta, hleyp úti og kasta amerískum fótboltaSkondin saga úr vinnunni? Það er alltaf skemmtilegt að bregða henni Arnbjörgu sem er að vinna á vakt með mér í Suðurbæjarlaug. Ég og Böddi vinnufélagi minn finnum reglulega nýjar aðferðir við það. Ekki kannski fallegast í heimi að bregða en þetta er hollt fyrir hanaHelstu verkefnin framundan? Undirbúa sumarið með FH Mafíunni og svo er mikið að gerast í Bæjarbíó sem ég mun vonandi taka þátt í.Ef þú gætir breytt einhverju einu

Page 7: Gaflari 4. tbl. 2015

gaflari.is - 7

Leikstjórn Björk Jakobsdóttir

Gunni og Felix kynna

Miðapantanir í síma 565 5900 og á midi.is

Frumsýning 21. febrúar 2. sýning 22. febrúar

3. sýning 1. mars4. sýning 8. mars

5. sýning 15. mars

Page 8: Gaflari 4. tbl. 2015

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

Að kíkja á nýju búðirnar hjá listakonunum Hörpu Einars,

Baugar og bein, og til Heiðdísar Helgadóttur í Stúdíó Snilld

Að drekka te Allskonar te, hvítt, grænt, svart, lífrænt eða kryddað. Með ávaxtabragði eða sykurmola og

mjólkurslettu. Eða alveg hreint. Bara við það að hella upp á te dregur úr streitu og kemur ró á hugann.

Vetrinum. Það styttist í bjartari daga og því er um að gera að

njóta vetursins. Hlusta á brakið í frostlegnum snjónum, reifa utan um sig marglaga klæði. Skella sér svo í bomsurnar og brjótast í gegnum vindinn.

Að skúra, skrúbba og bóna – alltaf jafn skemmtilegt og gefandi! Ekkert

betra að gera í febrúar áður en hasarinn hefst að nýju…

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

Hafdís Hinriksdóttir, meistaranemi: Föstudagskvöldinu eyði ég í róleg- og

kósýheitum með fjölskyldunni eins og hefð er fyrir þegar engin stórkostleg plön liggja fyrir. Laugardaginn byrja ég á gúrme morgunmat, þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. Síðan er það íþróttaskóli barnanna hjá FH

með yngsta fjölskyldumeðlimnum. Eftir það tekur við almenn útivera og skemmtun hjá okkur fjölskyldunni. Á laugardagskvöldinu er líklegt að við horfum á einhverja vel valda bíómynd saman. Sunnudagurinn er óráðin gáta og opinn fyrir skemmtilegum atburðum. Líklega kíkjum við í heimsókn til einhverra í fjölskyldunni, sunnudagar er kjörnir í að rækta fjölskyldubönd.

Heiðar Örn Arnarson, vefstjóri Isavia: Þessi helgi verður árshátíðarhelgin mikla

en þá verður árshátíð hjá Isavia. Um stóran viðburð er að ræða og mikill undirbúningur hjá fyrirtækinu m.a. hjá markaðsdeildinni þar sem ég vinn. Það verður væntanlega unnið í að hnýta lausa enda á föstudeginum og

laugardeginum. Árshátíðin er síðan á laugardagskvöldinu þar sem m.a. Amabadama og Prins Póló stíga á stokk. Það verður því tjúttað frameftir með skemmtilegum vinnufélögum. Sunnudagurinn er nokkuð óráðinn en sláandi líkur eru á að maður taki því rólega, réttast væri að skella sér í sund eða kíkja í heimsókn í uppbyggilegan félagsskap.

HELGIN MÍN

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Blaðamaður: Dröfn Sæmundsdóttir

Umbrot & hönnun: Prentunis • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Gunnar Freyr Steinsson • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]