eystrahorn 36. tbl. 2014

6
Fimmtudagur 23. október 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 36. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar Í vikunni er kastljósi beint að ýmsu er varðar félagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lýtur að forvörnum í nærsamfélaginu (heimabyggð). Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og tómstundastarfi. Á umliðnum árum hefur þátttaka í skipulögðu félagsstarfi stóraukist með öflugum félagasamtökum og bættri aðstöðu, er það ótvírætt grunnurinn í þeim góða árangri sem náðst hefur í forvörnum. Með eflingu félagasamtaka og félagsstarfs sem stendur börnum og foreldrum þeirra til boða hefur það einnig gerst að úrræðin hafa færst nær þátttakendum og heimilum þeirra og þannig fært fólkinu í heimabyggð meiri ábyrgð og hlutdeild í forvarnastarfi. Árangurinn er eftir því svo góður að eftir er tekið innanlands og utan. Hægt verður að nálgast upplýsingar um verkefni og starf félagasamtaka á heimasíðu Viku 43 www.vika43.is auk þess sem yfirlýsing Viku 43 - 2014 verður send fjölmiðlum og þátttakendum í verkefninu síðar í vikunni. Áminningaborðar um Viku 43 eru sýnilegar á fréttaveitum og samfélagsmiðlum á netinu og þannig stuðlað að því að vekja einstaklinga til umhugsunar um mikilvægi samtakamáttar í forvörnum. Kynningarefni Viku 43 er unnið í samstarfi við Jafningjafræðsluna sem lánaði „fyrirsætur" til verkefnisins. Samstarfsráðinu standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og unglinga auk fjölmargra annarra frjálsra félagasamtaka foreldra, klúbba, kvenfélaga og forvarna. Stjórn Samstarfsráðs um forvarnir Mánudaginn 27. október verður breyting á starfsemi Gámaplans við Áhaldahús, tekið verður í notkun nýtt sorphús og núverandi aðstaða í porti verður lögð niður. Aðkoman verður frá Sæbraut. Opið verður mánudaga – föstudaga frá 13:00 - 18:00 og laugardaga frá 11:00 - 15:00. Viðskiptavinir Áhaldahúss eru beðnir að hafa samband við starfsmenn áður en losað er því losun á að fara fram undir umsjón starfsmanna, tilgangurinn er að ná betri tökum á flokkun og minnka ummál á því efni sem fer til urðunar. Endurvinnslan, móttaka skilagjalds umbúða flyst á sama tíma úr Áhaldahúsinu yfir í nýju aðstöðuna. Fólk er beðið um að vanda talningu umbúða sem flokkast undir skilagjalda umbúðir því nokkuð hefur borið á að magn stemmi ekki og verður allt talið og greitt samkvæmt því. Einnig er nýr opnunartími Endurvinnslu en þar verður opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 - 17:00 og laugardaga 11:00 - 15:00. Starfsfólk Áhaldahúss biðja íbúa að sýna þolinmæði og umburðarlyndi í upphafi meðan starfsemin á nýja staðnum er að þróast. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Áhaldahúss Ný og breytt starfsemi Áhaldahúss Vika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir hófst 20. október Þátttökusamtök í Samstarfsráði um forvarnir Barnahreyfingin IOGT Blátt áfram BRAUTIN • FRÆ - Fræðsla og forvarnir • FÍÆT - Félaga íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa Heimili og skóli HIV á Íslandi IOGT á Íslandi ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands 0% klúbbar Krabbameinsfélagið Kvenfélagasamband Íslands Lífsýn - fræðsla og forvarnir Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum • SAMFÉS Samstarfsráð um forvarnir • SAMHJÁLP SSB Skátarnir • UMFÍ - Ungmennahreyfing Íslands VERND - fangahjálp • Vímulaus æska - Foreldrahús Þjóðkirkjan Opið mánudaga – föstudaga frá 13:00 - 18:00 og laugardaga frá 11:00 - 15:00

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 05-Apr-2016

231 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Fimmtudagur 23. október 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn36. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar

Í vikunni er kastljósi beint að ýmsu er varðar félagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lýtur að forvörnum í nærsamfélaginu (heimabyggð). Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og tómstundastarfi. Á umliðnum árum hefur þátttaka í skipulögðu félagsstarfi stóraukist með öflugum félagasamtökum og bættri aðstöðu, er það ótvírætt grunnurinn í þeim góða árangri sem náðst hefur í forvörnum. Með eflingu félagasamtaka og félagsstarfs sem stendur börnum og foreldrum þeirra til boða hefur það einnig gerst að úrræðin hafa færst nær þátttakendum og heimilum þeirra og þannig fært fólkinu í heimabyggð meiri ábyrgð og hlutdeild í forvarnastarfi. Árangurinn er eftir því svo góður að eftir er tekið innanlands og utan. Hægt verður að nálgast upplýsingar um verkefni og starf félagasamtaka á heimasíðu Viku 43 www.vika43.is auk þess sem yfirlýsing Viku 43 - 2014 verður send fjölmiðlum og þátttakendum í verkefninu síðar í vikunni. Áminningaborðar um Viku 43 eru sýnilegar á fréttaveitum og samfélagsmiðlum á netinu og þannig stuðlað að því að vekja einstaklinga til umhugsunar um mikilvægi samtakamáttar í forvörnum. Kynningarefni Viku 43 er

unnið í samstarfi við Jafningjafræðsluna sem lánaði „fyrirsætur" til verkefnisins. Að Samstarfsráðinu standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og unglinga auk fjölmargra annarra frjálsra félagasamtaka foreldra, klúbba, kvenfélaga og forvarna.

Stjórn Samstarfsráðs um forvarnir

Mánudaginn 27. október verður breyting á starfsemi Gámaplans við Áhaldahús, tekið verður í notkun nýtt sorphús og núverandi aðstaða í porti verður lögð niður. Aðkoman verður frá Sæbraut. Opið verður mánudaga – föstudaga frá 13:00 - 18:00 og laugardaga frá 11:00 - 15:00. Viðskiptavinir Áhaldahúss eru beðnir að hafa samband við starfsmenn áður en losað er því losun á að fara fram undir umsjón starfsmanna, tilgangurinn er að ná betri tökum á flokkun og minnka ummál á því efni sem fer til urðunar. Endurvinnslan, móttaka skilagjalds umbúða flyst á sama tíma úr Áhaldahúsinu yfir í nýju aðstöðuna. Fólk er beðið um að vanda talningu umbúða sem flokkast undir skilagjalda umbúðir því nokkuð hefur borið á að magn stemmi ekki og verður allt talið og greitt samkvæmt því. Einnig er nýr opnunartími Endurvinnslu en þar verður opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 - 17:00 og laugardaga 11:00 - 15:00. Starfsfólk Áhaldahúss biðja íbúa að sýna þolinmæði og umburðarlyndi í upphafi meðan starfsemin á nýja staðnum er að þróast.

Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Áhaldahúss

Ný og breytt starfsemi Áhaldahúss

Vika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir hófst 20. október

Þátttökusamtök í Samstarfsráði um forvarnir

• Barnahreyfingin IOGT • Blátt áfram • BRAUTIN • FRÆ - Fræðsla og forvarnir • FÍÆT - Félaga íþrótta-, æskulýðs- og

tómstundafulltrúa • Heimili og skóli • HIV á Íslandi • IOGT á Íslandi • ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband

Íslands • 0% klúbbar • Krabbameinsfélagið • Kvenfélagasamband Íslands • Lífsýn - fræðsla og forvarnir • Samtök foreldra gegn

áfengisauglýsingum• SAMFÉS • Samstarfsráð um forvarnir • SAMHJÁLP • SSB • Skátarnir • UMFÍ - Ungmennahreyfing Íslands • VERND - fangahjálp • Vímulaus æska - Foreldrahús • Þjóðkirkjan

Opið mánudaga – föstudaga frá 13:00 - 18:00 og laugardaga frá 11:00 - 15:00

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 23. október 2014

Stórdansleikur á Hótel Höfn laugardaginn 25. október

frá miðnætti til kl. 3:00Aldurstakmark 18. ár - Snyrtilegur klæðnaður

Miðaverð kr. 2.000,-

Kaþólska kirkjanSunnudaginn 26. október.Hl. messa kl. 12:00.Skriftir frá kl. 11:00.Eftir hl. messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar.Allir eru hjartanlega velkomnir

Ágætu viðskiptavinir, athugið breyttan opnunartíma vegna árshátíðar starfsmanna.Opið verður föstudaginn 24. október

frá kl 09:00 - 17:00

Lokað verður laugardaginn 25. október

Starfsfólk Húsasmiðjunnar á Höfnfacebook.com/husahofn

AtvinnaÓska eftir röskum starfsmanni

í brettasmíði.Getur hentað með skólagöngu.

Upplýsingar hjá Bjössaí síma 893-5444.

HafnarkirkjaSunnudaginn 26. október

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

BjarnaneskirkjaSunnudaginn 26. október Uppskerumessa kl. 17:00

Kjötsúpa í Mánagarði eftir messu.

Prestarnir - sóknarnefndin

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur: ... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Örfáir miðar lausir 25. október og 1. nóvember.

ATH - síðustu sýningar! Nánari upplýsingar

á Hótel Höfn í síma 478-1240

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga í EKRUNNI AUGLÝSIR:

Fimmtudaginn 23. október þriggja kvölda félagsvist kl. 20:00 þriðja og síðasta kvöldið.

Verðlaun fyrir hvert kvöld og góð AÐALVERÐLAUN í lokin.

Aðgangseyrir 700 kr.

Föstudaginn 24. október kl. 17:00 SAMVERUSTUND með Hauki Þorvalds. Heimsókn til Álftagerðisbræðra og fleiri sönglistamanna.

Allir velkomnir á viðburði í EKRUNNI

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 23. október 2014

Opinn fundur um ferðamál í Golfskálanum sunnudaginn

26. október kl. 17:00.

Edward H Huijbens forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar ferðamála verður með erindi og svarar spurningum að því loknu.

Allir velkomnir

Veturnáttablót Ásatrúarfélagsins verður á fyrsta vetrardag, laugardaginn 25. október við Sílavík. Blótið hefst stundvíslega kl. 17.

Blótið er helgað Iðunni og Eir, uppskeru haustsins og öllum þeim lifandi verum sem

hverfa til hinnar eilífu hringrásar.

Allir eru velkomnir, óháð trúfélögum.

Svínfellingagoði

VETURNÁTTABLÓT

TRAKTORSDRIFNAR RAFSTÖÐVARAGRO–WATT

www.sogaenergyteam.comRafalarnir eru 10,8 kw – 72 kw, með eða án AVR (automatic volt

regulator)AVR tryggir örugga keyrslu á viðkvæm- um rafbúnaði, td.

mjólkurþjónum, tölvu- búnaði ofl.

Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: [email protected] vefsíða: www.hak.is

Aðalfundur Aðalfundur Vinstri hreyfingarinnar græns-framboðs á Hornafirði verður haldinn í Golfskálanum á Höfn sunnudaginn 26. október kl. 14:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins er Edward H Huijbens varaþingmaður Norðausturlands og forstöðumaður rannsóknar- miðstöðvar ferðamála.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

Aðalfundur Leikfélags HornafjarðarAðalfundur Leikfélags Hornafjarðar verður haldinn í Hlöðunni Fiskhól 5 fimmtudaginn 30. október kl. 20:00.

Venjuleg aðalfundarstörf

Allir velkomnir

Stjórnin

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 23. október 2014

Jól í skókassa felst í því að fá börn og fullorðna til að gleðja börn sem lifa við sára fátækt með því að gefa þeim jólagjöf. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. KFUM og KFUK hefur staðið að þessu verkefni frá árinu 2004 og hafa gjafirnar verið sendar til Úkraínu og verið dreift inn á barnaspítala, munaðarleysingjaheimili og til barna einstæðra mæðra. Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka:

• Leikföng; t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa.• Skóladót; t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, bækur, liti• Nauðsynlegt; sápustykki, tannbursti, tannkrem, þvottapoki• Sælgæti; t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó, karamellur• Föt; t.d. vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu• 800 kr fyrir sendingarkostnaði

Tekið verður á móti skókössum í Hvítasunnukirkjunni Lifandi vatn Hafnarbraut 59. Heitt á könnunni, djús og piparkökur. Einnig er hægt að fara með tilbúna pakka beint á Flytjanda í síðasta lagi 2. nóvember Með þínu framlagi tryggir þú að barn, sem annars fengi ekki jólagjöf, fái gjöf sem færir því gleði, von og hinn raunverulega boðskap jólanna, kærleika Jesú Krists. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.facebook.com/skokassar og www.lifandivatn.is

Jól í skókassa

UPPSKERUHÁTÍÐHin árlega uppskeruhátíð

verður haldin á Hótel Smyrlabjörgum 1. nóvember

Húsið opnar með fordrykk kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00

Veislustjóri verður S. Sindri Sigurgeirsson.

Hljómsveitin Meginstreymi mun leika fyrir dansi.

Sama verð og í fyrra 6500 kr.Miðapantanir í síma 478-1074

Allir velkomnir

Fyrstu helgina í nóvember stendur Sunnlendingum og gestum þeirra margt til boða á svæðinu frá Selvogi í vestri til Hornafjarðar í austri, upp til sveita, niður að sjó og í Vestmannaeyjum en þá verður í sjöunda skipti efnt til Safnahelgar á Suðurlandi. Ýmislegt forvitnilegt verður í gangi í hinum fjölbreyttu söfnum (bókasöfn, listasöfn, minjasöfn og skjalasöfn), setrum og á sýningum. Það eru Samtök safna á Suðurlandi sem standa fyrir viðburðinum en hvatinn að stofnun þeirra var löngun til þess að efla og styrkja safnastarf á Suðurlandi, gera það sýnilegt, setja í samhengi og efna til víðtæks samstarfs.Með opnunarhátíð og málþingi í upphafi safnahelgar verður leitast við að draga fram hversu spennandi og fjölbreytt starfsemi safna getur verið en söfnin og sýningar þeirra mætti nýta mun meira bæði í fræðslustarfi og sem spennandi valkost þegar kemur að því að velja afþreyingu hjá upptekinni þjóð, þar sem tíminn er eitt það dýrmætasta sem hver á.Málþingið og setning safnahelgar verður fimmtudaginn 30. október í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn. Þar munu þau Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dósent í safnafræði, Alma Dís Kristinsdóttir, safnafræðingur og Þorsteinn Hjartarson, fræðslufulltrúi Árborgar flytja erindi um safnastarfið og samfélagið. Einnig verða í hraðfréttastíl kynnt áhugaverð verkefni í barna- og fræðslustarfi nokkurra safna.Allir eru velkomnir á opnunarhátíðina sem hefst klukkan 16:00. Í boði verða spennandi erindi, léttar veitingar og tónlistarflutningur. Í kjölfarið verða viðburðir um allt Suðurland fram til sunnudagsins 2. nóvember. Hægt verður að skoða dagskrána á www.sudurland.is eða fá upplýsingar í næsta safni eða setri.

Safnahelgin 30. október – 2. nóvember

Fjölbreytt dagskrá

Námskeið í meðferð og notkun stúdíóljósa verður í Vöruhúsinu fimmtudagskvöldið 30. október kl. 19:30 – 22:00. Kennd verða grunnatriði í stúdíóljóssetningu svo að fólk verði sjálfbjarga við að taka einfaldar fjölskyldu-myndir í ljósmyndastúdíói Vöruhússins. Kennari verður Sigurður Mar.

Skráning og frekari upplýsingar á [email protected] og í síma 864 0202.

www.voruhushofn.is

StúdíónámskeiðStúdíónámskeið

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 23. október 2014

www.n1.is facebook.com/enneinn

Jeppaeigendur þekkja að við íslen-skar aðstæður veltur mikið á að hjól-

barðarnir séu af bestu gerð. Láttu dekkin frá Cooper draga fram það

besta í jeppanum þínum í vetur.

Cooper undirjeppann í vetur

N1Vesturbraut 1, Höfn 478-1490

Opið mánudaga til föstudaga kl.08-18www.n1.is www.dekk.is

• Nýtt og endurbætt vetrardekk með öflugu gripi

• Mikið skorið og neglanlegt fyrir veturinn

• Hentar íslenskum aðstæðum enda hannað fyrir norræna vegi

Cooper Discoverer M+S 2

• Nýtt óneglanlegt vetrardekk

• Mikið skorið, mjúkt og góðir aksturseiginleikar

• Míkróskorið með góða vatnslosun og magnað veggrip

Cooper SA2

Cooper Discoverer M+S

• Vetrardekk fyrir jeppa, mikið skorið með sérhönnuðu snjómynstri

• Neglanlegt með nákvæmri röðun nagla sem grípur vel á hálum vegum

• Endist vel og vinsælt sem heilsársdekk

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS E

NN

70873 10/14

Atvinna

Auglýst er eftir sundlaugarverði við Íþróttamiðstöð Hornafjarðar. Um er að ræða 51% starf til framtíðar. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf strax.Starfstími er í samræmi við vaktatöflu. Einungis er um að ræða stöðu fyrir kvenmann.Helstu verkefni eru afgreiðsla, þrif og almennt eftirlit með gestum og húsinu.Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Ingi Valgeirsson, sími 899-1968 netfang: [email protected] Umsóknarfrestur er til 28. október. 2014 og skal stíla umsókn á: Gunnar Ingi Valgeirson, Íþróttamiðstöð Hornafjarðar Hafnarbraut 27. 780 Höfn.

Gunnar Ingi Valgeirsson Forstöðumaður Íþróttamannvirkja Hornafjarðar.

Villibráðarhlaðborðföstudagskvöldið 24. október

á Hótel Smyrlabjörgum þar sem borðin munu svigna undan girnilegri villibráð

Verðið er 7200 kr. á mann

Borðhald hefst kl. 20:00

Borðapantanir í síma 478-1074

Hlökkum til að sjá ykkur

Safnahelgiá Suðurlandi

30. október til 2. nóvember 2014

Sjá dagskrá á www.sudurland.is

Opnunarhátíð fimmtud. 30. október kl. 16-18í Versölum, ráðhúsinu í Þorlákshöfn

AD

HD Tónleikar í Hafnarkirkju

sunnudaginn 26. október kl. 16:00Miðaverð kr. 2.000,-