eystrahorn 15. tbl. 2013

8
Fimmtudagur 18. apríl 2013 www.eystrahorn.is Eystrahorn 15. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is Í síðasta Eystrahorni var fjallað um söngleikinn Grease en frumsýningin var um helgina. Sýningin tókst með eindæmum vel og ástæða til að hrósa öllum sem koma að sýningunni. Ungu leikararnir standa sig allir vel, frjálslegir og koma textanum vel til skila bæði í tali og söng. Leikstjóranum Stefáni Sturlu hefur tekist að skapa heilsteypta og vandaða sýningu og full ástæða er til að hvetja fólk að fara í leikhúsið í Mánagarði. sögn aðstandenda hefur miðasala farið fram úr björtustu vonum en uppselt var á fyrstu þrjár sýningarnar. Síðustu þrjár sýningarnar verða á fimmtudag (í dag), föstudag og á sunnudag. Það er því um að gera að tryggja sér miða í tíma. Hægt er að panta miða milli kl. 17:00 og 19:00 alla daga í síma 844-1493. Miðaverðið er 2.500- kr. og eingöngu er tekið við peningum. „Fór á frumsýninguna á Grease í gær með Jenný Víborg og Sunneva Dröfn. Þvílík snilld! Ég var alveg búin að gera ráð fyrir góðri skemmtun - en ég verð að viðurkenna að gæðin komu mér skemmtilega á óvart. Ætti ekkert að gera það enda valinn maður í hverju rúmi. Stefán Sturla leikstjóri er greinilega fagmaður fram í fingurgóma og manni fannst allir vera með allt á tæru. Leikararnir algjörlega í karakter (og í réttum karakter), leikmynd, ljós og hljóð mjög flott. Í ofnálag sungu svo krakkarnir eins og snillingar. Flottar raddanir og allt saman. Svo var aðeins búið að staðfæra og það kom sérlega skemmtilega út. Takk kærlega fyrir frábæra skemmtun. Þrefalt húrra fyrir aðstandendum þessarar frábæru sýningar!“ Inga Rún Guðjónsdóttir „Við vorum að koma heim af frumsýningu Grease hérna á Höfn sem Leikhópur Fas og Leikfélag Hornafjarðar settu upp í samstarfi við Tónskólann og Stefán Sturla leikstýrði. Nonni boy alveg í skýjunum með sýninguna enda glæsileg í alla staði! :D“ Lovísa Ósk Jónsdóttir „Skellti mér í góðum félagsskap á frumsýningu á Grease hjá Leikfélaginu/FAS. Frábær skemmtun og gaman að sjá metnaðinn sem krakkarnir og aðstandendur hafa fyrir sýningunni. Mæli með því að allir fari.“ Halldór Halldórsson „Frábær sýning - flottir krakkar - það má enginn missa af þessu ;-)“ Hjördís Skírnisdóttir „Var að koma af frábærri leiksýningu sem er Grease. Hver einn og einasti leikari var algerlega snillingur. Þakka mikið vel fyrir skemmtunina.“ Guðný Svavarsdóttir Næsta blað kemur út miðvikudaginn 24. apríl Efni og auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 22. apríl Flott sýning - flottir krakkar Hér eru nokkur ummæli áhorfenda sem birst hafa á Fésbókinni. Kaffisala Slysavarnadeildarinnar Framtíðarinnar fer fram í húsi félagsins á sumardaginn fyrsta frá kl. 15:00 – 18:00. Kaffið kostar kr. 1.500 fyrir 12.ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 6-12 ára. Hlökkum til að sjá ykkur Gleðilegt sumar

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 26-Mar-2016

234 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 15. tbl. 2013

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 15. tbl. 2013

Fimmtudagur 18. apríl 2013 www.eystrahorn.is

Eystrahorn15. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is

Í síðasta Eystrahorni var fjallað um söngleikinn Grease en frumsýningin var um helgina. Sýningin tókst með eindæmum vel og ástæða til að hrósa öllum sem koma að sýningunni. Ungu leikararnir standa sig allir vel, frjálslegir og koma textanum vel til skila bæði í tali og söng. Leikstjóranum Stefáni

Sturlu hefur tekist að skapa heilsteypta og vandaða sýningu og full ástæða er til að hvetja fólk að fara í leikhúsið í Mánagarði. Að sögn aðstandenda hefur miðasala farið fram úr björtustu vonum en uppselt var á fyrstu þrjár sýningarnar. Síðustu þrjár sýningarnar verða á fimmtudag (í dag), föstudag og á

sunnudag. Það er því um að gera að tryggja sér miða í tíma. Hægt er að panta miða milli kl. 17:00 og 19:00 alla daga í síma 844-1493. Miðaverðið er 2.500- kr. og eingöngu er tekið við peningum.

„Fór á frumsýninguna á Grease í gær með Jenný Víborg og Sunneva Dröfn. Þvílík snilld! Ég var alveg búin að gera ráð fyrir góðri skemmtun - en ég verð að viðurkenna að gæðin komu mér skemmtilega á óvart. Ætti ekkert að gera það enda valinn maður í hverju rúmi. Stefán Sturla leikstjóri er greinilega fagmaður fram í fingurgóma og manni fannst allir vera með allt á tæru. Leikararnir algjörlega í karakter (og í réttum

karakter), leikmynd, ljós og hljóð mjög flott. Í ofnálag sungu svo krakkarnir eins og snillingar. Flottar raddanir og allt saman. Svo var aðeins búið að staðfæra og það kom sérlega skemmtilega út. Takk kærlega fyrir frábæra skemmtun. Þrefalt húrra fyrir aðstandendum þessarar frábæru sýningar!“

Inga Rún Guðjónsdóttir

„Við vorum að koma heim af frumsýningu Grease hérna á Höfn

sem Leikhópur Fas og Leikfélag Hornafjarðar settu upp í samstarfi við Tónskólann og Stefán Sturla leikstýrði. Nonni boy alveg í skýjunum með sýninguna enda glæsileg í alla staði! :D“

Lovísa Ósk Jónsdóttir

„Skellti mér í góðum félagsskap á frumsýningu á Grease hjá Leikfélaginu/FAS. Frábær skemmtun og gaman að sjá metnaðinn sem krakkarnir og aðstandendur hafa

fyrir sýningunni. Mæli með því að allir fari.“

Halldór Halldórsson

„Frábær sýning - flottir krakkar - það má enginn missa af þessu ;-)“

Hjördís Skírnisdóttir

„Var að koma af frábærri leiksýningu sem er Grease. Hver einn og einasti leikari var algerlega snillingur. Þakka mikið vel fyrir skemmtunina.“

Guðný Svavarsdóttir

Næsta blað kemur út miðvikudaginn 24. apríl

Efni og auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 22. apríl

Flott sýning - flottir krakkar

Hér eru nokkur ummæli áhorfenda sem birst hafa á Fésbókinni.

Kaffisala Slysavarnadeildarinnar Framtíðarinnar fer fram í húsi

félagsins á sumardaginn fyrsta frá kl. 15:00 – 18:00. Kaffið kostar kr. 1.500 fyrir

12.ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 6-12 ára.Hlökkum til að sjá ykkur

Gleðilegt sumar

Page 2: Eystrahorn 15. tbl. 2013

2 EystrahornFimmtudagur 18. apríl 2013

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Hálmur til söluÚrvals hafrahálmur sem hentar vel til undirburðar fyrir hesta, sauðfé og kálfa. Besti undirburðurinn fyrir dýrin og pyngjuna. Upplýsingar í síma 8611029.

Lilja Björg Jónsdóttir fer 24.maí í keppni um Sterkustu konu Bretlands fyrir hönd okkar Hornfirðinga. Lilja hefur nokkrum sinnum tekið þátt í Sterkasta kona Íslands og lenti í 2.sæti 2012 og hefur því unnið sér þátttökurétt í keppni Sterkasta kona heims í október. Í júni ætlar hún að keppa á Víkingahátíð Íslands og í nóvember keppir hún í Sterkasta kona Íslands. Hver veit nema Lilja eigi eftir að verða sterkasta kona Bretlands, Íslands og heimsins alls. Stofnaður hefur verið reikningur fyrir þá sem langar að styrkja Lilju Björg: 0172-05-176, kt. 290873-3399

Sterkasta kona Hornafjarðar

hafnarbrautAtvinnuhúsnæðið 134,2 m², með 2 sölum, stórri skrifstofu, og þjónusturými. Góð aðkoma, malbikuð bílastæði, sameiginleg lóð.

hafnarbrautAtvinnuhúsnæðið 134,2 m², með 2 sölum, stórri skrifstofu, og þjónusturými. Góð aðkoma, malbikuð bílastæði, sameiginleg lóð.

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

Litlabrú 1 • 780 Höfn • Sími 580 7915Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Garðarsbraut 5 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum, Sími 580 7902

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum, Sími 580 7907

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík, Sími 580 7925

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, Höfn, Sími 580 7915

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. fasteignasaliog lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum, Sími 580 7908

Nýtt á skráNýtt á skrá

húsnæði vantar í sláturtíð næsta haust

Gistingu vantar fyrir 25 - 30 manns í 2-3 manna herbergjum, með aðgengi að

eldunar- og þvottaaðstöðu frá 16. september til 31. október.

Æskileg staðsetning er á Höfn eða í næsta nágrenni.

Tilboð óskast send á skrifstofu Fasteignasölunnar INNI.

Bókin Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson sem Bókaútgáfan Hólar gaf út árið 2009 er komin úr á rafbókarformi. Þar segir frá gönguferðum á hæstu tinda í hverri sýslu landsins. Alls er lýst þarna ferðum á 28 tinda. Rafbókin býður upp á að menn geti skoðað bókina í tölvu, spjaldtölvu og jafnvel í síma og með því séð kort af viðkomandi fjalli, auk ljósmynda og gönguleiðalýsingu og aukinheldur lesið sig til um jarðfræði þess. Þá er þarna að finna ýmsan annan fróðleik um hvert fjall. Þannig geta menn léttilega haft bókina með sér í

gönguferðir þegar gengið er í fótspor höfundar og haft af henni bæði gagn og gaman. Pappírsútgáfan af bókinni hefur verið uppseld um nokkurra ára skeið, en mikil eftirspurn hefur verið eftir henni og því ættu margir að kætast við þessi tíðindi. Hægt er að kaupa rafbókina með því að fara inn á www.skinna.is

Á fjallatindum

Til sölu Ford Escape XLT 3000 Árg. 2005. Ekinn 86 þús mílur. Verð 1.000.000 kr. Upplýsingar í síma 845-1509

rauðakrossbúðin verður opin 20. og 27. apríl frá kl. 12:30 til 15:30

Page 3: Eystrahorn 15. tbl. 2013

3Eystrahorn Fimmtudagur 18. apríl 2013

Uppgötvaðu kraftinn og kærleikann sem Guð hefur fyrir þig. Hér er tækifæri til að eflast í trúnni og öðlast djörfung þegar þú talar við aðra um trú þína.

Námskeiðið hefur verið kennt um víða veröld og er nú haldið sem undirbúningur fyrir Hátíð vonar sem fram fer í Laugardalshöll dagana 28. og 29. september 2013.

Ekkert námskeiðsgjald. Allir velkomnir. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram.

Nánari upplýsingar: Hátíð vonar, skrifstofa Háaleitisbraut 58-60, sími 533 4909.

hatidvonar.isfacebook.com/hatidvonar

HÁTÍÐ VONARFestival of Hope

KRISTIÐ LÍF & VITNISBURÐURNÁMSKEIÐIÐ

NÁMSKEIÐ

SEM HEFUR

SANNAÐ SIG!

NÁMSKEIÐ

SEM HEFUR

SANNAÐ SIG!

Námskeiðið verður í Hafnarkirkju föstudaginn 19. apríl kl. 20:00 - 21:30

og laugardaginn 20. apríl kl. 10:00 - 11:30 og 13:00 - 14:30

KjörskráKjörskrá Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna kosninga til Alþingis 27. apríl 2013, hefur verið lögð fram. Kjörskráin er til sýnis í Ráðhúsi Hornafjarðar Hafnarbraut 27. Höfn til og með föstudagsins 26. apríl á almennum skrifstofutíma.

Kjörskráin miðast við þjóðskrá 23. mars 2013. Athugasemdir við kjörskrá skulu berast til bæjarstjórnar Hornafjarðar Hafnarbraut 27. Kjósendum er einnig bent á kosningavef Innanríkisráðuneytisins. http://www.kosning.is

F.h. bæjarstórnar Hjalti Þór Vignisson

Landsbankinn og Golfklúbbur Hornafjarðar hafa gert með sér tveggja ára samning. Á myndinni eru Guðný Erla Guðnadóttir útibússtjóri Landsbankans og Gísli Páll Björnsson formaður Golfklúbbsins að undirrita samninginn. Við þetta tækifæri sagði Guðný Erla; „Landsbankinn leggur metnað í að styrkja íþrótta- og menningarstarf á Hornafirði og er þessi samningur liður í því. Eitt skemmtilegasta ákvæði samningsins er golfmót sem Landsbankinn heldur með dyggri aðstoð Golfklúbbsins. Golfmótið í ár verður laugardaginn 13. júlí. Mikil áhersla verður á að fá sem flesta til að taka þátt í mótinu og verða leikreglur aðlagaðar að því. Einnig er fyrirhugað að halda mót fyrir börn og unglinga í sumar og hvetur Landsbankinn alla krakka til að vera dugleg að æfa sig.“ Gísli Páll sagði; „Styrkurinn og allur stuðningur við klúbbinn kemur sér vel því það er töluvert fyrirtæki að reka klúbbinn og hirða völlinn vel. Svo erum við alltaf að bæta aðstæður á svæðinu.“ Hvatti formaðurinn fólk til að nýta sér þessa frábæru aðstæður til hollrar hreyfingar og útiveru.

Góður stuðningur við íþrótta- og menningarlífið Kynningarfundir

Endurskoðun aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2014-2030

Deiliskipulag við Jökulsárlón. Kynningarfundir verða sem hér segir:

Mýrar – Suðursveit Smyrlabjörgum, 23. apríl kl. 12:00

Öræfi Hofgarði, 23. apríl kl. 16:00

Nes –Höfn og Lón Hótel Höfn, 24. apríl kl.12:00

Umhverfis og skipulagsnefnd Hornafjarðar

Umboðsaðili

Page 4: Eystrahorn 15. tbl. 2013

4 EystrahornFimmtudagur 18. apríl 2013

Hér kemur þriðja og síðasta greinin okkar í yngriflokkaráði Sindra og nú beinum við áherslunum til foreldra.

Hvetjið börnin til þátttöku - ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

Mætið bæði á leiki og á æfingar - það hvetur og uppörvar börnin að finna fyrir áhuga ykkar, líka þegar þau eldast.

Berið virðingu fyrir störfum þjálfarans og dómarans - ekki reyna að hafa áhrif á hann meðan á leik eða æfingu stendur og látið hann um þjálfunina og leikstjórnunina. Ekki hrópa og kalla á ykkar börn á æfingum, það truflar einbeitingu þeirra og gerir þau taugaóstyrk.

Ósætti: Ef þú sem foreldri ert ósátt(ur) við eitthvað í starfi þjálfarans eða flokksins er best að ræða þá óánægju við þjálfarann sjálfan, eða við forráðamenn félagsins (framkvæmdastjóra eða yngri flokka ráð).

Hvetjið liðið í heild - ekki bara ykkar börn.

Látið aðeins jákvæð og hvetjandi orð frá ykkur fara á meðan leikur stendur - þetta er bara leikur og ánægjan yfir því að taka þátt er númer eitt.

Hafið hvatninguna einfalda og almenna - ekki reyna að fjarstýra börnunum frá hliðarlínunni, það ruglar þau bara. Aldrei gera grín að barni þótt það geri mistök.

Stuðlið að jákvæðum samskiptum við foreldra frá öðrum félögum - rígur og metingur eiga ekki heima á þessum vettvangi.

Sýnið ekki mótherjum barnanna ykkar neikvætt viðhorf - gagnkvæm virðing og kurteisi er hinn sanni íþróttaandi.

Hvetjið börnin bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs - ekki gagnrýna þegar illa gengur. Hvetjið þau og uppörvið eftir tapleiki og klappið fyrir þeim þótt leikurinn hafi ekki unnist.

Keppnisdagur er alltaf hátíðisdagur - sama hvernig leikurinn fer, látum óhagstæð úrslit ekki spilla fyrir því.

Lítið á dómarann sem leiðbeinanda barnanna - ekki gagnrýna ákvarðanir hans.

Spyrjið hvort leikurinn hafi verið skemmtilegur eða spennandi - úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið.

Sýnið starfi félagsins virðingu - verið virk á foreldrafundum þar sem umræður fara fram um starfsemina, þar er ykkar vettvangur.

Athugið hvort þið getið orðið að liði á einhvern hátt - það eru foreldrar sem sjá um alla starfsemina í yngri flokkunum - margar hendur vinna létt verk.

Gerið ykkur grein fyrir því að það eru börnin ykkar sem eru að spila fótbolta - ekki þið sjálf!

Bestu kveðjur, yngriflokkaráð Sindra

Nokkur heilræði til foreldra

Blakdeild Sindra skráði bæði meistaraflokk karla og kvenna til keppni í 3. deild Íslandsmótsins í haust. Mótafyrirkomulagið er þannig að liðin koma saman þrisvar og spila allir við alla. Bæði lið gerðu sér lítið fyrir og

urðu Íslandsmeistarar í 3. deild austur. Liðin eru skipuð blöndu af ungum og eldri leikmönnum. Það sér fyrir endann á blakvertíðinni og eru allir yngri flokkarnir að spila á Íslandsmótum næstu helgar. Sindri sendir síðan karla og

kvenna lið á hið árlega öldungamót sem haldið er í Kópavogi þetta árið. 144 lið hafa skráð sig á mótið sem er met. Stjórnin vill þakka öllum sem hafa tekið þátt í starfseminni og veitt deildinni stuðning.

Góður árangur í blaki

Það voru allir til fyrirmyndar þegar þessar ungu stúlkur urðu meistarar í sínum flokku s.l. sumar.

Page 5: Eystrahorn 15. tbl. 2013

5Eystrahorn Fimmtudagur 18. apríl 2013

frambjóðendur á ferð um

suðurausturlandSunnudaginn 21. apríl

Rabbfundur á Kaffi Horninu á Höfn kl. 20:00

Mánudaginn 22. apríl Freysnes í Öræfum kl. 12:00

Skaftárskáli kl. 15:00 Víkurskáli kl. 17:00

Andrea Ólafsdóttir1. sæti Suðurkjördæmi

Saman getum við unnið að réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir heimilin í landinu

Page 6: Eystrahorn 15. tbl. 2013

6 EystrahornFimmtudagur 18. apríl 2013

Tökum vel á móti Hornfirðingum

sem eru í heimsókn á höfuðborgarsvæðinu.

Líka er jafn ánægjulegt að sjá brottflutta

sveitunga.

Góð stemning á svæðinu og matseðill fyrir alla.

Brynjar og Elsa á HÖFNINNI við Reykjavíkurhöfn

Í vetur hafa börnin í 2. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar verið í umferðarfræðslu í skólanum. Umferðarfræðslan byggist að miklu leyti á verkefnavinnu, umræðum og æfingum. Við höfum einnig fengið lögregluna í heimsókn til okkar. Í einni af umræðustundunum vaknaði spurning sem börnin í 2. bekk ákváðu að vísa til bæjarstjóra og bæjarráðs. Þau skrifuðu bréf sem þau afhentu Hjalta bæjarstjóra og Reyni formanni bæjarráðs í Ráðhúsinu mánudaginn 15. apríl 2013. Vel var tekið á móti börnunum og bréfinu þeirra og fengu þau öll barmmerki sveitarfélagsins að gjöf.Bréfið er svohljóðandi: Kæri bæjarstjóri og bæjarráð. Við, nemendur í 2.S í Grunnskóla Hornafjarðar, óskum eftir að fá gönguljós með hljóðmerki hjá gangbrautinni við gatnamót Hafnarbrautar og Víkurbrautar. Hljóðmerkið er gott fyrir eldri borgara og alla aðra sem eru farnir að sjá illa. Við höfum verið í umferðarfræðslu í allan vetur og höfum komist að því að það er mikilvægt að vera öruggur í umferðinni. Þess vegna langar okkur að fá svona gönguljós í litla bæinn okkar. Við hlökkum til að fá svar frá ykkur. Bestu kveðjur. Undir bréfið rituðu nemendurnir nafnið sitt.

Krakkarnir hvetja til bættrar umferðarmenningar

KJÖRFUNDIRKjörfundir vegna kosninga til Alþingis 27. apríl 2013 eru sem hér segir:

Kjördeild I ....... Öræfi Hofgarður ................... frá kl. 12:00 - 17:00*

Kjördeild II ...... Suðursveit Hrollaugsstaðir ... frá kl. 12:00 - 17:00

Kjördeild III .... Mýrar Holt ............................ frá kl. 12:00 - 17:00*

Kjördeild IV .... Nes Mánagarður ................... frá kl. 12:00 - 22:00

Kjördeild V ..... Höfn Sindrabær .................... frá kl. 09:00 - 22:00

Kjördeild VI .... Lón Fundarhús ..................... frá kl. 12:00 - 17:00*

*Kjörfundir í Öræfum, Suðursveit, Mýrum og Lóni lýkur skv. 89.gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.

Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki.

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins 10 dögum fyrir kjördag.

Höfn 16. apríl 2013

Yfirkjörstjórn: Vignir Júlíusson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Anna Halldórsdóttir

Sumarvörurnar streyma í hús

Sjón er sögu ríkari

Verið velkomin

Rækjur til sölu!Allur ágóði

rennur í ferðasjóð 7. bekkjar.

2,5 kg. á 4000.-Pantanir hjá Nínu í síma 866-5114

Page 7: Eystrahorn 15. tbl. 2013

Íbúafundur um heilsueflingu og forvarnir í Nýheimum

Mánudaginn 22. apríl n.k. stendur skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd í samvinnu við grasrótarhóp um heilsueflingu og forvarnir fyrir íbúafundi vegna endurskoðunar á forvarnarstefnu sveitarfélagsins. Mikilvægt er að sem flest sjónarmið komi fram í stefnumótuninni.

Þess vegna er hvatt til þess að þú íbúi góður takir þátt í fundinum.

Dagskrá: 16:30 Setning, Arna Ósk Harðardóttir formaður skóla,-, íþrótta- og skólanefndar

16:35 Sabína Steinunn Halldórsdóttir landsfulltrúi kynnir forvarnarstefnu Ungmennafélags Íslands

16:50 Farið yfir vinnuskipulag fundarins og unnið í hópum samkvæmt því 18:30 Matarhlé, súpa og brauð

19:00 Samantekt úr hópavinnunni

20:00 Fundarslit

Óskað er eftir því þátttakendur sendi nöfn sín á netfangið [email protected] því mikilvægt vegna skipulags fundarins að vita nokkurn veginn hve margir munu taka þátt. Einnig má tilkynna þátttöku í síma 470-8000.

Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri

HreinsunardagarHreint umhverfi - gott mannlíf !Hreinsunardagar verða 20. til 28.apríl

Íbúar eru hvattir til að taka vel til í kringum hús sín og næsta nærumhverfi á Höfn og Nesjahverfi.

Fyrirtæki eru hvött til að taka vel til við fyrirtæki sín og á lóðum, á ekki síður við um geymslulóðir.

Þessa daga verða strákarnir í Áhaldahúsinu að hirða upp rusl sem fólk gengur frá á aðgengilegum stað við lóðarmörk, ef magnið er mikið, hafið samband í síma 895-1473 (Birgir)

Hreinsunardagar í sveitumBrotajárn, rafgeymar og önnur spilliefni verða hirt frá 23.-26. apríl. Mikilvægt er að koma úrgangi fyrir á áberandi stöðum, stærra brotajárn skal koma fyrir þar sem vörubíll kemst að.

Hreinsunardagar í sveitum:

Lón og Nes þriðjudaginn 23.apríl

Mýrar miðvikudaginn 24. apríl

Suðursveit og Öræfi föstudaginn 26.apríl

Bændur eru beðnir um að tilkynna daginn áður ef óskað er eftir því að náð sé í spilliefni. Tilkynnið tímanlega ef fjarlægja á brotajárn í s. 895-1473 eða á [email protected]

Aðeins verður náð í spilliefni ofangreinda daga og brotajárn verður aðeins sótt þessa viku, án gjaldtöku.

Fegrum umhverfið fyrir sumarkomu.

Hornfirska Skemmtifélagið Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel Höfn

næstkomandi þriðjudag kl.19:30.

Við viljum hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í fundarstörfum með okkur.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórn Hornfirska Skemmtifélagsins

Page 8: Eystrahorn 15. tbl. 2013

Verðmætasköpun er forsenda framfara

Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi NÁNAR Á 2013.XD.IS

Atvinnulífið verður að búa við traustara og stöðugra umhverfi en verið hefur. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skapa skilyrði fyrir heilbrigt og hvetjandi rekstrarumhverfi. Með aukinni verðmætasköpun tryggjum við hagsæld og hærri ráðstöfunartekjur fyrir almenning í landinu.Við ætlum að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífsins:› Nýta sóknarfæri í landbúnaði › Stuðla að aukinni verðmætasköpun í ferðaþjónustu › Auka arðsemi sjávarútvegsins › Lækka tryggingagjald og auka svigrúm til að fjölga starfsmönnum › Stoðkerfi nýsköpunarfyrirtækja einfaldað og gert skilvirkara › Lækka skatta og vörugjöld

Nýtum tækifærin, hefjumst handa og sækjum fram!