eystrahorn 36. tbl. 2011

6
Fimmtudagur 13. október 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 36. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is Til næturinnar Í lok árs 2009 kom út ljóðabókin Bréf til næturinnar eftir Kristínu Jónsdóttur, frá Hlíð í Lóni sem hefur fengið mjög góðar viðtökur og lof fyrir listfengi og fallegt íslenskt mál. Hin sterku tengsl við náttúruna sem víða birtast í ljóðunum og túlkun tilfinninga sem höfundur tjáir á opinskáan og einlægan hátt skapa ljóðunum sérstöðu meðal íslenskra ljóða. Í vetur fékk bókin góða kynningu í Kiljunni hjá Agli Helgasyni, þar sem að Kristín las upp ljóðið Mynd og segja má að sem fyrsta bók höfundar þá hafi hún slegið verðskuldað í gegn. Nú er að koma út geislaplata með 10 af ljóðunum úr bókinni og er tónlistin öll samin af Óskari Guðnasyni sem er fæddur og uppalinn á Höfn. Óskar hefur gefið út nokkrar plötur áður með eigin efni og finnst honum þessi plata vera í heildina það besta sem hann hefur gert enda nýtur hann stuðnings þekktra hljóðfæraleikara og söngvara sem allir skila sínu verki með sóma. Unnur Birna Björnsdóttir syngur sjö af lögunum og Arnar Jónsson þrjú en undirleikarar eru Þórir Úlfarsson, Hafþór Smári Guðmundsson, Pálmi Gunnarsson, Óskar Guðjónsson, Þorsteinn Magnússon, Unnur Birna og Óskar sjálfur, sem þar að auki sá um útsetningar ásamt Þóri Úlfars. Bæklingur með ljóðunum 10 fylgir með plötunni og vonast Óskar til þess að hafa komið til skila í tónlistinni þeim hugblæ sem að finna má í ljóðunum. Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Listasafn, opnar sýningu á verkum Jóns Þorleifssonar frá Hólum laugardaginn 15. október klukkan 15:00. Sýningin mun standa til 30. desember. Listasafnið er opið alla virka daga frá klukkan 9 til 12 og 13 til 15:30 og er aðgangur að sýningunni ókeypis. Jón Þorleifsson fæddist í Hólum árið 1891. Fljótlega kviknaði áhugi hans á að mála og 18 ára gamall hélt hann til Kaupmannahafnar til að hefja nám í málaralist við Teknisk Selskabs Skolen. 21 árs hélt hann svo fyrstu málverkasýninguna sína á Seyðisfirði og sama ár hóf hann nám í Académie de Croquis í París þar sem hann dvaldi í eitt ár. Næstu ár flakkaði hann svo á milli Danmerkur, Frakklands og Íslands þar sem hann málaði ýmist eða hélt málverkasýningar. Eftir dvöl erlendis settist Jón að með fjölskyldu sinni í Blátúni, húsi sem hann byggði sem vinnustofu og heimili, í Vesturbæ Reykjavíkur. Jón tók virkan þátt í félagsstarfi myndlistarmanna og starfaði um árabil sem gagnrýnandi Morgunblaðsins. Á meðal verka Jóns voru 33 metra langt málverk í New York og altaristafla úr Bjarnaneskirkju, sem sýnir fæðingu frelsarans, en það verk er á sýningunni. Verkin á sýningunni eru flest í einkaeigu auk verka frá Listasafni Íslands og verka sem eru í eigu Sveitarfélagsins. Á sýningunni verður einnig hægt að skoða umfjöllun um Jón, gagnrýni hans og ritdeilur sem hann átti í við hina ýmsu listamenn. Sýning á verkum Jóns Þorleifssonar frá Hólum Óskar Guðnason Kristín Jónsdóttir Arnar Jónsson Unnur Birna Björnsdóttir Í vikunni afhentu starfsmenn AFLs vinningshafa úr myndasamkeppni sumarsins um bestu myndina úr sumardvalarstöðum félagsins. Vinningshafi er Jón Benedikt Karlsson en hann hlaut að launum Canon Powershot SX130 myndavél. Mynnt er á að nú stendur yfir myndasamkeppni í tilefni að afhendingum nýrra íbúða félagsins og eru það myndir af Austurlandi, hvort heldur úr atvinnulífinu, af landslagi, fólki eða öðru sem fyrir augu ber. Myndir óskast sendar á [email protected] Myndasamkeppni AFLs

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 29-Mar-2016

238 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 36. tbl. 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 36. tbl. 2011

Fimmtudagur 13. október 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn36. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is

Til næturinnar

Í lok árs 2009 kom út ljóðabókin Bréf til næturinnar eftir Kristínu Jónsdóttur, frá Hlíð í Lóni sem hefur fengið mjög góðar viðtökur og lof fyrir listfengi og fallegt íslenskt mál. Hin sterku tengsl við náttúruna sem víða birtast í ljóðunum og túlkun tilfinninga sem höfundur tjáir á opinskáan og einlægan hátt skapa ljóðunum sérstöðu meðal íslenskra ljóða. Í vetur fékk bókin góða kynningu í Kiljunni hjá Agli Helgasyni, þar sem að Kristín las upp ljóðið Mynd og segja má að sem fyrsta bók höfundar þá hafi hún slegið verðskuldað í gegn. Nú er að koma út geislaplata með 10 af ljóðunum úr bókinni og er tónlistin öll samin af Óskari Guðnasyni sem er fæddur og uppalinn á Höfn. Óskar hefur

gefið út nokkrar plötur áður með eigin efni og finnst honum þessi plata vera í heildina það besta sem hann hefur gert enda nýtur hann stuðnings þekktra hljóðfæraleikara og söngvara sem allir skila sínu verki með sóma. Unnur Birna Björnsdóttir syngur sjö af lögunum og Arnar Jónsson þrjú en undirleikarar eru Þórir Úlfarsson, Hafþór Smári Guðmundsson, Pálmi Gunnarsson, Óskar Guðjónsson, Þorsteinn Magnússon, Unnur Birna og Óskar sjálfur, sem þar að auki sá um útsetningar ásamt Þóri Úlfars. Bæklingur með ljóðunum 10 fylgir með plötunni og vonast Óskar til þess að hafa komið til skila í tónlistinni þeim hugblæ sem að finna má í ljóðunum.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Listasafn, opnar sýningu á verkum Jóns Þorleifssonar frá Hólum laugardaginn 15. október klukkan 15:00. Sýningin mun standa til 30. desember. Listasafnið er opið alla virka daga frá klukkan 9 til 12 og 13 til 15:30 og er aðgangur að sýningunni ókeypis. Jón Þorleifsson fæddist í Hólum árið 1891. Fljótlega kviknaði áhugi hans á að mála og 18 ára gamall hélt hann til Kaupmannahafnar til að hefja nám í málaralist við Teknisk Selskabs Skolen. 21 árs hélt hann svo fyrstu málverkasýninguna sína á Seyðisfirði og sama ár hóf hann nám í Académie de Croquis í París þar sem hann dvaldi í eitt ár. Næstu ár flakkaði hann svo á milli Danmerkur, Frakklands og Íslands þar sem hann málaði ýmist eða hélt málverkasýningar. Eftir dvöl erlendis settist Jón að með fjölskyldu sinni í Blátúni, húsi sem hann byggði sem vinnustofu og heimili, í Vesturbæ Reykjavíkur. Jón tók virkan þátt í félagsstarfi myndlistarmanna og starfaði um árabil sem gagnrýnandi Morgunblaðsins. Á meðal verka Jóns voru 33 metra langt málverk í New York og altaristafla úr Bjarnaneskirkju, sem sýnir fæðingu frelsarans, en það verk er á sýningunni. Verkin á sýningunni eru flest í einkaeigu auk verka frá Listasafni Íslands og verka sem eru í eigu Sveitarfélagsins. Á sýningunni verður einnig hægt að skoða umfjöllun um Jón, gagnrýni hans og ritdeilur sem hann átti í við hina ýmsu listamenn.

Sýning á verkum Jóns Þorleifssonar frá Hólum

Óskar Guðnason Kristín Jónsdóttir Arnar JónssonUnnur Birna Björnsdóttir

Í vikunni afhentu starfsmenn AFLs vinningshafa úr myndasamkeppni sumarsins um bestu myndina úr sumardvalarstöðum félagsins. Vinningshafi er Jón Benedikt Karlsson en hann hlaut að launum Canon Powershot SX130 myndavél. Mynnt er á að nú stendur yfir myndasamkeppni í tilefni að afhendingum nýrra íbúða félagsins og eru það myndir af Austurlandi, hvort heldur úr atvinnulífinu, af landslagi, fólki eða öðru sem fyrir augu ber.Myndir óskast sendar á [email protected]

Myndasamkeppni AFLs

Page 2: Eystrahorn 36. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 13. október 2011

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Sindrabíó á sunnudaginn • Teiknimynd kl.17:00 • Spennumynd kl.20:00Nánar auglýst síðar • Fylgist með götuauglýsingum

Íbúð til leigu84 fm. íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 478-2110

Olga Meckle Guðleifsdóttir

Olga Meckle Guðleifsdóttir lést á Hjúkrunardeild HSSA laugardaginn 8. október.Olga fæddist 5.júlí 1925 í Þýskalandi og voru foreldrar hennar Gottlieb Meckle f. 5.11.1889, d. 9.5.1964 og Emilí Meckle 17.7.1886. d. 1966. Hún var ein af 5 systkinum sem voru; María, Ida, Helena, Fritz og Olga yngst.Hinn 18. janúar 1953 giftist Olga Þorsteini Lúðvík Þorsteinssyni frá Reynivöllum í Suðursveit en hann lést 31. ágúst 2005. Foreldrar hans voru hjónin Arelí Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson hreppstjóri á Reynivöllum.Börn Olgu og Þorsteins eru: 1) Emil Reynir Þorsteinsson f.2.8.1955, kona hans er Lene Brouw Jörgensen f.14.2.1959

og börn þeirra eru Anna Brouw f.19.12.1985. og Jens Brouw f.6.9.1989. 2) Ari Þorsteinn f.23.3.1958, kona hans er María Gísladóttir f.15.12.1954, börn þeirra eru Eik Mohini f.30.08.1989 og Ásgrímur f.19.11.1992. 3) Anna Erla f.16.5.1962, eiginmaður hennar er Ólafur Vilhjálmsson f.17.5.1960, börn þeirra eru Vilhjálmur Þór f.4.12.1986 og Friðrik Gottlieb f.30.8.1990.

Olga fluttist til Íslands eftir seinni heimstyrjöld árið 1949. Hún kom ásamt fleirum stúlkum í svipaðri aðstöðu með togarunum Maí í atvinnuleit og var ráðin sem vinnukona á Reynivöllum í Suðursveit þar sem hún kynntist Þorsteini eiginmanni sínum.Þau fluttust til Hafnar árið 1954 og reistu sér heimili að Hagatúni 12. Heimilið og börnin áttu alla tíð hug hennar og hjarta og sinnti hún þeim af mikilli natni.Síðustu æviárin hefur Olga dvalið á Hjúkrunardeild HSSA og eru starfsfólki þar færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun.

Útför Olgu verður gerð frá Kálfafellsstaðarkirkju í Suðursveit föstudaginn 21. október kl. 14:00

AndlátSkyndihjálp - Grunnnámskeið16 kest. - Verð: 19.000 kr.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.

Nýheimar 18., 20. okt. kl. 17-20:30 og 25. okt. kl. 17-20:30

Leiðbeinandi: Ásgerður Gylfadóttir

Skráning á www.tna.is, [email protected] eða í síma 470-3800

MiðtúnVel skipulagt 121 m² steinsteypt einbýlishús ásamt verönd. Um 1990 var húsið stálklætt, einangrað, skipt um járn á þaki, glugga og gler. Ofnar og ofnalangir voru endurnýjaðar árið 2000.

KirKjubrautRúmgott einbýlishús ásamt bílskúr og sólstofu alls 199,1 m². Aðkoma og innkeyrsla hússins er hellulögð og rúmgóð, mikið ræktuð lóð.

GarðSbrúnGlæsilegt einbýlishús ásamt bílskúr, alls 229m² mikið útsýni, góð staðsetning, margskonar skipti td bílar, tæki, fasteignir ofl.koma til greina.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821www.inni.is

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

NÝTT Á SKRÁ LAUS STRAX TIL LEIGU OG SÖLU

Hafnarkirkja Sunnudaginn 16. október Sunnudagaskóli og messa

kl. 11:00

Sóknarprestur

Minningarkort Hafnarkirkju er hægt að nálgast hjá:Hafdísi í Sport-X í Miðbæ í síma 478-1968Ástríði Sveinbjörnsdóttur í síma 847-8918Guðrúnu Þorsteinsdóttur í síma 864-4246

Page 3: Eystrahorn 36. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 13. október 2011

CATOL Ö G M E N N

HAFA TEKIÐ TIL STARFA Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

CATO Lögmenn hafa nú opnað skrifstofu á Höfn í Hornafirði, að Hafnar- braut 15 (þar sem fasteignasalan Inni og TM eru til húsa) og mun Árni Helgason, héraðsdómslögmaður, sjá um starfsemina á staðnum.

Hjá CATO Lögmönnum er fyrir hendi áratuga reynsla af lögmennsku og lögfræðistörfum og sinna lögmenn stofunnar alhliða þjónustu og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Þeim sem vilja hafa samband er bent á að hringja í síma 595 4545 eða senda tölvupóst á [email protected]. Viðtöl og fundir eru eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar eru á www.cato.is.

Höfðatún 2, 105 Reykjavík | Höfðatorg - 15. hæð Sími: 595 4545 | Fax: 595 4550 | www.cato.is

Árni HelgasonHéraðsdómslögmaður

Á slóðum bókanna

DagskráLaugardaginn 22. október

15:00 Málþingið sett 15:15 Ávarp; Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri15:30 Bókmenntir á aðventu: Skúli Björn Gunnarsson Gunnarsstofnun16:00 Orðsins list: Saga og sögur Guðrún Helgadóttir Háskólanum á Hólum16:30 Umræður, 17:00 Erindi 17:30 Skoðunarferð um Þórbergssetur19:00 Kvöldverður 20:30 Kvöldstund í Þórbergssetri

Sunnudaginn 23. október9:00 Morgunhressing og morgunganga meðal steinanna, sem tala.10:15 Á slóðum Guðríðar og Hallgríms: Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur 10:45 Veruleiki skáldskaparins Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur Háskólasetur Hornafjarðar11:15 Fræðandi ferðalög, upplifun, skilningur eða skemmtun; Þorvarður Árnason Háskólasetur 11:45 Að búa í heimi skáldævisögunnar; Þorbjörg Arnórsdóttir Þórbergssetur12:10 Umræður 12:40 Hádegisverður og málþingslok

Málþingsgjald er kr. 7.000,- Innifalið kaffi, kvöldverður og hádegisverður.Bókanir á netfangið [email protected]

Málþing á vegum Þórbergs-seturs, Háskólseturs Horna-fjarðar og Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum verður haldið í Þórbergssetri dagana 22. – 23. október næstkomandi. Markmið með málþinginu er að vekja athygli á því hvernig hægt er að gera bókmenntaarfinn og nútímabókmenntir að aflvaka nýrra tækifæra í ferðaþjónustu á Íslandi. Á þinginu fer fram samræða á milli forystumanna í samtökum ferðaþjónustu, rekstraraðila í ferðaþjónustu,

menningarfræðinga, rithöfunda og bókmenntafræðinga. Vonir standa til að hægt verði að segja fréttir af bókamessunni í Frankfurt sem þá er nýlokið. Málþing í Þórbergssetri eru árlegur viðburður. Þar er ævinlega reynt að blanda saman skemmtun, fróðleik, útiveru og notalegri samveru. Svo verður einnig nú og fyrirlesara lofa skemmtilegri dagskrá þar sem persónur sagnanna birtast ljóslifandi og náttúruskoðun fær á sig skáldsagnakenndan blæ.

Page 4: Eystrahorn 36. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 13. október 2011

Fræðandi ferðaþjónusta (e. educational tourism) er ferðaþjónustutengd starfsemi sem hefur menntun eða fræðslu af einhverjum toga sem aðal-eða undirmarkmið.Fræðandi ferðaþjónusta á sér í raun langa sögu og hefur upphaf hennar oft verið rakið allt aftur til 17. aldar þegar breskir námsmenn fóru í hinn svokallaða „Grand tour“ með það að markmiði að skoða heiminn og fræðast um menningu, siði og tungumál í öðrum löndum og gátu þessar námsferðir oft tekið nemendur nokkur ár.Í dag fer náms- og rannsóknarferðum háskóla og menntaskóla erlendis stöðugt fjölgandi og sækjast almennir ferðamenn einnig í auknum mæli eftir fræðslu eða fróðleik um landið sem þeir eru að heimsækja, þ.m.t. um menningu þess, hefðir og sögu.Fræðandi ferðaþjónusta er því breitt svið sem á það þó sameiginlegt að bjóða uppá fræðslu af einhverjum toga. Ásamt fræðslunni þarf að vera í boði ýmislegt sem ferðamenn vilja að sé til staðar, svo sem afþreying og þjónusta af ýmsu tagi. Fræðandi ferðaþjónusta spannar því vítt svið og getur verið allt frá hálfsdagsheimsókn á safn til þess að vera heil námsbraut sem er tekin að hluta eða öllu leyti í öðru landi en heimalandi viðkomandi.Hvati viðskiptavina fræðandi ferðaþjónustu til að kaupa „vöruna“ er mismunandi eftir því hverju þeir sækjast eftir. Hjá ákveðnum hópi til dæmis háskólanemum sem sækja sumarnám er aðalhvatinn að sækja sér menntun og ferðamennskan undirmarkmið. Annar markhópur hefur svo það meginmarkmið að ferðast en löngun til þess að fræðast á ferðalaginu er

fyrir hendi. Vöruframboð og markaðssetning þarf því að taka mið af mismunandi eftirspurn hjá ólíkum markhópum.Lykilþættir sem þarf til þess að sinna fræðandi ferðaþjónustu eru meðal annars:

Atburðir og aðdráttarafl sem • eru til dæmis námskeið, kúrsar eða fræðsla af einhverju tagi, getur verið á höndum skóla, menntastofnana og sumum tilfellum ferðaþjónustuaðilaFræðileg þekking þarf að vera • til staðar t.d. einstaklingar sem hafa sérþekkingu á viðkomandi sviði og hæfni til að koma þekkingunni frá sérFerðaþjónustuaðilar sem • sjá fyrir þeim þörfum sem viðskiptavinurinn þarf á að halda utan fræðslunnarSöluaðilar sem hafa þekkingu • og aðstöðu til þess að markaðsetja vöruna og sækja kaupendur.

Til þess að fræðandi ferðaþjónusta geti orðið þarf samstarf þessara aðila, lykilatriði er samstarf ferðaþjónustu og fræðasamfélagsins þar sem þessir tveir aðilar búa yfir þeim „auðlindum“ sem nauðsynlegar eru til að starfsemin geti blómstrað. Sú hindrun sem þarf að yfirstíga getur meðal annars legið í skilgreiningu þessara

aðila á starfsemi sinni, það er að segja að fræðasamfélagið telur sig ekki vera í ferðaþjónustu og ferðaþjónustan telur sig ekki vera í fræðslustarfsemi, en samvinna þessara aðila með skilgreind markmið og hagsmuni er grunnur að starfsemi fræðandi ferðaþjónustu.

Verkefnið fræðandi ferðaþjónusta á

SuðurlandiVerkefnið Fræðandi ferða-þjónusta á Suðurlandi er unnið í samstarfi Markaðsstofu Suðurlands, Háskólafélags Suðurlands og Fræðaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði ásamt fleiri aðilum. Verkefnið hlaut styrk úr Vaxtasamningi Suðurlands sem er grundvöllur fyrir því að verkefnið geti orðið að veruleika.Markmið verkefnisins er að í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi takist að auka vöruframboð bæðin innan og utan hefðbundins ferðamannatíma, sem leiðir til aukinna tekna, fleiri starfstækifæra, betri nýtingu fjárfestinga og stuðlar jafnframt að uppbyggingu þekkingar- og fræðasamfélagsins í gegnum beina þáttöku þess.Verkefnið mun að líkum

leiða til aukins samstarfs á meðal ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi, sem og milli fyrirtækja, þekkingarstofnanna og annarra opinberra aðila í heimabyggðum.Ef horft er til lengri framtíðar er markmiðið að byggja upp nýja grein innan ferðaþjónustunnar sem verður mikilvægur sjálfbær þáttur í ferðaþjónustu og fræðasamfélaginu á Suðurlandi.

Aðkoma ferðaþjónustuaðila

Mikilvægi verkefnisins felst meðal annars í að skapa tengingu og samvinnu milli aðila sem sjá tækifæri í fræðandi ferðaþjónustu, allir eiga möguleika á að koma að verkefninu á þann hátt sem þeirra starfsemi býður upp á. Hlutverk þeirra aðila sem standa að verkefninu er að mynda stoðkerfi sem er ætlað að vera ferðaþjónustuaðilum til ráðgjafar og stuðnings meðan verið er að ýta verkefninu úr vör. Síðar munu ferðaþjónustuaðilarnir draga vagninn, enda mun verkefnið skapa þeim tekjumöguleika og tækifæri til aukinna umsvifa til framtíðar.Ferðaþjónustuaðilum sem hafa áhuga á Fræðandi ferðaþjónustu stendur til boða að koma að verkefninu að því skilyrði uppfylltu að vera aðilar að Markaðsstofu Suðurlands. Fræðandi ferðaþjónusta getur í raun tengst inná flestar hliðar hinnar hefðbundnu ferðaþjónustu en þeir aðilar sem tengjast verkefninu fá ráðgjöf og leiðsögn frá aðstandendum verkefnisins meðal annars í formi kynningarfunda og útgáfu á leiðbeiningum og fræðsluefni.Áhugasömum ferðaþjónustu-aðilum er bent á að hafa samband við starfsmenn Markaðsstofu Suðurlands með tölvupósti á [email protected]

Fræðandi ferðaþjónusta

Þátttakendur í námskeiðinu Natural Catastrophes

Flóamarkaður í Pakkhúsinu laugardaginn 22.október Tilvalið að losa úr fataskápnum, geymslunni eða bílskúrnum og vera með sölubás í Pakkhúsinu

Básinn kostar 500 kr. og skráning fer fram í gegnum [email protected]

Opnunartími: Þriðjudagar og miðvikudagar kl.15:00-18:00 • FISKIDAGAR

Laugardagar kl.13:00-16:00 • Viðburðir og kaffihúsastemning

Page 5: Eystrahorn 36. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 13. október 2011

Opnunartímar í veturVirka daga kl.6:45 til 21:00

Um helgar kl.10:00 til 17:00

Sundlaug Hafnar

Sunnudaginn 16.október kl 13:30 ætlar frjálsíþróttadeild Sindra að standa fyrir viðburðinum Hlaup í Skarðið. Eins og nafnið gefur til kynna þá fer viðburðurinn fram í og við Almannaskarð. Hlaup í Skarðið er ekki hugsað sem eiginleg keppni, heldur frekar eins og Kvennahlaupið en þar fara allir á sínum hraða, þ.e. sumir hlaupa en aðrir ganga. Tekinn verður tími á hverjum þátttakanda þannig að í lok „hlaupsins“ fá allir þátttakendur viðurkenningarskjal með skráðum tíma. Boðið verður upp á tvær vegalengdir. Upp Skarðið og niður aftur eða þá upp Skarðið, niður Skarðdalinn og svo sömu leið til baka. Þátttökugjald er kr 500,- pr einstakling en hver fjölskylda greiðir aldrei meira en kr 1.500,-. hlaup í Skarðið er kjörinn viðburður fyrir fjölskylduna til að eiga saman skemmtilega stund í góðum félagsskap.

Hlaup í Skarðið

Hafnarvík - HeppaStefnumótun

Þriðjudaginn 18. október verður fundur klukkan 20:00 í Nýheimum þar sem öllum sem áhuga hafa á að koma að stefnumótunarvinnu er boðið að koma og leggja sitt af mörkum í umræðunni.Við leitum að áhugasömum einstaklingum sem eru tilbúnir að halda áfram með þá vinnu sem hófst á íbúaþinginu í Mánagarði í febrúar og vinna með okkur að mótun svæðisins til framtíðar.Við hvetjum alla áhugasama til að mæta

Atvinnu- og menningarmálanefnd Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Jón Pétur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sækir okkur Hornfirðinga heim í næstu viku og býður okkur upp í dans. Jón Pétur hefur síðastliðin 3 ár kennt okkur að tjútta og mun halda áfram þar sem síðast var frá horfið. Námskeiðið hefst á þriðjudaginn næsta og mun standa í fjóra daga til og með fimmtudegi og byrjar klukkan 20:00. Námskeiðsgjaldið er 1000 krónur kvöldið eins og síðustu ár og er mætingaskylda frjáls. Best er að hafa með sér dansfélaga í kennslunni þar sem að dansinn sem er kenndur er paradans. Nánari upplýsingar um staðsetningu námskeiðsins verður auglýst síðar í vikunni og óþarfi er að skrá sig á námskeiðið en nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Guðlaugu hjá Menningarmiðstöðinni [email protected]

Hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbíla og jeppa

Hágæða dekk á góðu verði

Persónuleg þjónusta

Tjöruþvottur

AFGREIÐSLUTÍMI

Virka daga 8–17

Helgaropnun eftir samkomulagi

SÓLNING

Hjólbarðar

Bugðuleiru 3, Höfn. Sími 894 1616/894 7962

Dansnámskeið

Húsgagnaval

Sefur þú illa sökum lélegrar dýnu? Erum með úrval af rúmum og dýnum í öllum stærðum og

gerðum frá Svefn og heilsu, Rúm gott og RB rúm

Nýjar gjafavörur streyma inn Verslunin er opin frá 13:00 - 18:00 virka daga

Lokað á laugardögum í október

Page 6: Eystrahorn 36. tbl. 2011