erlendir vetrarferðamenn í skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði a-evrópa, afríka, asía,...

42
Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 atferli og viðhorf til þjónustu

Upload: others

Post on 19-Jul-2020

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018

atferli og viðhorf til þjónustu

Page 2: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Ljósmyndir: Rögnvaldur Guðmundsson. Kápumynd: Erlend fjölskylda við Svínafellsjökul.

Page 3: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn

í Skaftafelli 2017-2018 atferli og viðhorf til þjónustu

Samantekt unnin fyrir Vatnajökulsþjóðgarð

ágúst 2018

Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf

Erluhrauni 4, 220 Hafnarfirði

[email protected]

Í veitingasal Skaftafellsstofu.

Page 4: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna
Page 5: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Efnisyfirlit

Helstu niðurstöður 1

1.0 Inngangur 4

1.1 Kannanir sem stuðst er við 4

1.2 Úrvinnsla 4

2.0 Erlendir ferðamenn á Íslandi 2004-2017 6

2.1 Ferðamenn með flugi og ferju, gistinætur þeirra og samsetning 6

2.2 Ferðamáti og farartæki 8

2.3 Ferðamenn með skemmtiferðaskipum 9

3.0 Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 10

3.1 Kyn, aldurshópar, menntun og búseta 10

3.2 Dvalarlengd á Íslandi og í Skaftafelli 11

3.3 Ferðamáti, farartæki og föruneyti 12

3.4 Lengd leigu á bílaleigubílum og fjöldi í bíl 13

3.5 Áður heimsótt Skaftafell 13

3.6 Ástæður heimsóknar í Skaftafell 13

3.7 Upplýsingaöflun um Skaftafell fyrir ferð 15

3.8 Gististaðir síðustu og næstu nótt 16

3.9 Efst í huga varðandi Skaftafell 17

3.10 Staðir sem skoðaðir/heimsóttir voru í nágrenni Skaftafells 18

3.11 Vitneskja um Skaftafell sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs 19

3.12 Notkun á þjónustu í Skaftafellsstofu 21

3.13 Notkun á fræðsluskiltunum 22

3.14 Álit á ýmsum þáttum í Skaftafelli 23

3.15 Afstaða til fullyrðinga um Skaftafell 24

3.16 Upplifun miðað við væntingar 25

3.17 Fjöldi ferðamanna í Skaftafelli 26

3.18 Áhrif af öðrum ferðamönnum á upplifun af Skaftafelli 27

3.19 Álag á náttúru Skaftafellssvæðisins vegna ferðamanna 28

3.20 Afstaða til mögulegra breytinga í Skaftafelli 29

3.21 Álit á bílastæðagjaldi 30

3.22 Mæla með Skaftafelli 31

Viðhengi: Vettvangskönnun meðal erlendra ferðamanna í Skaftafelli

veturinn 2017-2018 (enska).

Page 6: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna
Page 7: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

1

Helstu niðurstöður

Þátttakendur í Skaftafellskönnuninni veturinn 2017-2018 dvöldu að jafnaði 7,6 nætur á

Íslandi. Þar af dvöldu gestir frá Asíu, Mið-Evrópu og Benelux löndunum lengst (8,4-8,8

nætur) en síðan gestir frá Suður-Evrópu og utan helstu markaðssvæða (7,5-7,6 nætur), þá

ferðamenn frá Bretlandi (7,0 nætur), Norður-Ameríku (6,7 nætur) og Norðurlöndunum

(6,1 nætur).

Um 21% svarenda gistu í Skaftafelli (eða í næsta nágrenni) að jafnaði 1,7 nótt. 79% gesta

voru hins vegar dagsgestir þar og dvöldu í Skaftafelli að jafnaði 4,9 klukkustundir. Þar með

eru einnig þeir sem fóru í jöklaferðir sem seldar eru í Skaftafelli.

Um 66% svarenda voru í ferð á eigin vegum, 18% í self drive ferð (að hluta skipulögð af

öðrum) og 16% í skipulagðri hópferð.

Um 80% voru í ferð á bílaleigubíl, 13% í hópferðabíl, 3% í áætlunarbíl en 4% í annars konar

farartæki. Þeir sem voru á bílaleigubíl leigðu þá að jafnaði í 7,3 daga. Asíubúar og íbúa

Benelux landanna leigðu þá að jafnaði lengst. Þrír voru jafnaði í hverjum bílaleigubíl að

bílstjóra meðtöldum.

Um 7% þátttakenda í könnuninni höfðu komið áður í Skaftafell.

Langflestir komu í Skaftafell m.a. til að njóta náttúrunnar (72%) en síðan til að taka myndir

(46%) eða til að prófa að ganga á jökli (42%). Um fjórðungur merkti við að heimsóknin í

Skaftafell væri liður í Suðurstrandarferð (25%), liður í hringferð um landið (22%) eða vegna

jarðfræðiáhuga (22%). Nokkru færri komu m.a. vegna áhuga á gróðurfarinu/plöntulífi

(18%).

75% svarenda í könnuninni höfðu leitað sér upplýsinga um Skaftafell áður en þeir komu.

Þeir fengu helst upplýsingar um staðinn á Google (48%) en síðan í ferðahandbókum (35%),

á Trip Advisor (26%), hjá vinum/fjölskyldu (18%) og á heimsíðu Vatnajökulsþjóðgarðs

(11%). 116 manns tilgreindu þær ferðahandbækur sem þeir notuðu. Af þeim nefndu 63,

eða 54% þeirra, Lonely Planet, 11 nefndu Guide de Routard (9%) en færri aðrar ferða-

handbækur.

Áberandi flestir gistu síðustu nótt í Vestur-Skaftafellssýslu (47%), frá Reynishverfi að

Lómagnúpi, en síðan í Austur-Skaftafellssýslu (39%), frá Skaftafelli að Lóni. Næstu nótt

ætluðu hins vegar talsvert fleiri að gista í Austur-Skaftafellssýslu (38%) en í Vestur

Skaftafellssýslu (31%). Á eftir Skaftafellssýslum gistu erlendu Skaftafellsgestirnir síðustu

eða næstu nótt Rangárvallasýslu (7-9%), á höfuðborgarsvæðinu (3-10%) eða í Árnessýslu

(2-6%) og þá frekar næstu nótt en þá síðustu.

Um 88% nefndu hvað þeim væri efst í huga varðandi Skaftafell og 57% nefndu tvennt.

Helmingi þeirra sem svöruðu var jökull efst í huga þegar Skaftafell er nefnt (50%) en því

næst náttúra (17%), foss (17%), fallegt (11%), stórbrotið (9%), ís (8%) og ganga/gönguferð

Page 8: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

2

(8%). Þá nefndu allnokkrir Svartafoss (6%), jöklaganga (5%), friðsælt, fjöll og yndislegt

(4%), þjóðgarður og kalt (3%).

Rúmlega helmingur erlendu vetrargestanna fóru að Svartafossi (53%) og Skaftafellsjökli

(52%), nær fjórðungur að Hundafossi (24%) og Svínafellsjökli (23%) en einungis 2-7% að

öðrum stöðum sem spurt var um.

81% þátttakenda í könnuninni vissu að Skaftafellssvæðið væri hluti af Vatnajökuls-

þjóðgarði en 19% var ekki kunnugt um það. Asíubúum var síst kunnugt um þá staðreynd

(36%) en síðan ferðamönnum frá Benelux löndunum (25%) og Norðurlöndunum (23%).

Vitneskjan um að Skaftafell væri hluti af Vatnajökulsþjóðgarði hafði mikil áhrif á ákvörðun

14% gesta um að heimsækja Skaftafell, nokkur áhrif á 28% þeirra en engin á 39%.

Algengast var gestir nýttu sér Skaftafellsstofu til að fara á snyrtingarnar (71%). Næst til að

kaupa veitingar (40%), fá upplýsingar (37%) eða til að skoða sig þar um (21%). Fremur lágt

hlutfall keypti þar minjagripi eða bækur/kort eða borgaði fyrir tjaldstæði/sturtu. Um 7%

kváðust ekki hafa farið í Skaftafellsstofu.

Um 24% erlendu gestanna lásu alla/mestalla textana á fræðsluskiltunum í Skaftafelli, 50%

hluta þeirra, 8% skoðuðu aðeins myndirnar/teikningarnar/kortin en 8% nýttu fræðslu-

skiltin ekkert.

Þátttakendur í könnuninni voru beðnir um að gefa tíu þáttum í Skaftafelli einkunn á bilinu

1-10 (10 hæsta einkunn). Þjónusta starfsmanna fékk hæstu meðaleinkunnina (8,9) en

síðan skipulögð jöklaganga (8,8), upplýsingaþjónustan (8,6), Skaftafellsstofa í heild (8,5),

göngustígar (8,5), kvikmynd um þjóðgarðinn (8,2), fræðsluskiltin (8,2), hreinlætisaðstaðan

(8,1), merkingar (8,1) og veitingastaðurinn (8,0). Hins vegar fékk minjagripasalan lökustu

dómana (7,3).

90% svarenda voru mjög eða fremur sammála því að Skaftafell væri í villtri náttúru, 88% að

Skaftafell væri náttúrulegur/óspilltur staður, 66% sammála því að Skaftafell væri

afslappandi staður og 55% að hann væri rómantískur. Hins vegar voru einungis 5% mjög

eða fremur sammála því að Skaftafell væri óáhugaverður staður en 86% ósammála.

Um 72% þeirra sem afstöðu tóku töldu náttúrufegurðina í Skaftafelli vera umfram

væntingar, 66% að heildarupplifunin af staðnum væri betri en þeir bjuggust við og 53% að

hreinleiki staðarins væri meiri en þeir áttu von á. Einungis 1% töldu þessa þætti vera undir

væntingum sínum.

Um 71% erlendu gestanna bjuggust við mörgum gestum í Skaftafelli en 29% ekki. Um 25%

töldu ferðamenn í Skaftafelli mjög eða fremur marga á þeirri stundu sem könnunin var

framkvæmd , 51% hæfilega marga en 24% fremur fáa eða fáa.

Spurt var hvort aðrir ferðamenn í Skaftafelli hefðu haft áhrif á upplifun þátttakenda af

staðnum. Niðurstaðan er sú að 71% svöruðu því neitandi en 29% játandi; þarf af álitu 17%

Page 9: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

3

að aðrir ferðamenn hefðu jákvæð áhrif á upplifun þeirra en 12% að þeir hefðu haft

neikvæð áhrif.

14% álitu að álag á náttúru Skaftafellssvæðisins vegna ferðamanna væri mikið, 28% að

það væri nokkurt, 39% að það væri lítið og 19% að það væri ekkert.

57% voru því mjög eða fremur fylgjandi að í Skaftafelli yrðu að jafnaði í boði gönguferðir

með leiðsögn en 12% vorui því andvígir. Þá voru 50% mjög eða fremur sammála því að í

Skaftafelli ætti að vera vönduð sýning en 13% voru ósammála. Hins vegar voru 26% mjög

eða fremur sammála því að hafa A la carte veitingastað í Skaftafelli en 37% ósammála.

Sömuleiðis voru 26% fylgjandi því að reisa hótel eða gistiheimili á staðnum en 40%

andvígir. Einungis 14% voru sammála því að stækka minjagripaverslunina en 51% voru

þeirri hugmynd ósammála.

Þátttakendur voru spurðir hvað þeim þætti um bílastæðagjaldið í Skaftafelli sem var 600 kr

á fólksbíl á því tímabili sem könnunin fór fram. Niðurstaðan er sú að 12% þótti það gjald

lágt eða frekar lágt, 66% hæfilegt en 22% fremur hátt eða hátt.

Um 99% þeirra sem afstöðu tóku ætluðu að mæla með Skaftafelli við aðra en 1% ekki.

Verður það að teljast býsna afgerandi niðurstaða og jákvæð.

Page 10: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

4

1.0 Inngangur

1.1 Kannanir sem stuðst er við

Kafli 2.0, um erlenda ferðamenn á Íslandi 2004-2017, byggir á niðurstöðum úr könnuninni Dear

Visitors. Hana hefur fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar framkvæmt meðal

brottfararfarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá 1996 og nær stöðugt alla mánuði ársins frá

janúar 2004 og til þessa dags. Einnig á sumrin meðal ferðamanna með Norrænu. Þar hefur alltaf

verið spurt um komur í Skaftafell. Að jafnaði taka 3.000-4.000 manns þátt í könnuninni árlega.

Kafli 3.0 byggir á niðurstöðum úr vettvangskönnun meðal erlendra ferðamanna í Skaftafelli sem

RRF framkvæmdi fyrir Vatnajökulsþjóðgarð á tímabilinu september 2017 til mars 2018. Könnunin

var á þremur tungumálum, ensku, þýsku og frönsku.1 Tveir spyrlar RRF fóru í fjögur skipti í

Skaftafell tímabilinu og voru þar alls í sjö daga. Fengust 487 gild svör í könnuninni.

1.2 Úrvinnsla

Við úrvinnslu niðurstaðna úr Dear Visitors könnun RRF í kafla 2.0 eru erlendir ferðamenn einkum

skoðaðir sem heild. Jafnframt er skoðaður munur á komum erlendra gesta að sumri og utan

sumars og eftir búsetu. Erlendir ferðamenn eru þar flokkaðir eftir sex markaðssvæðum hvað

búsetu varðar. Gestir utan þeirra svæða eru hafðir saman undir heitinu önnur svæði.

Tafla 1.1 Skilgreining á markaðssvæðum

Markaðssvæði Lönd

Norðurlönd Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk.

Mið-Evrópa Þýskaland, Pólland, Tékkland, Austurríki og Sviss.

Benelux löndin Belgía, Holland og Lúxemborg.

Bretlandseyjar England, Wales, Skotland og Írland.

Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland …

Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó.

Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka.

Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna eru svokölluð fráviksmörk notuð sem

viðmið. Fráviksmörk eru reiknuð fyrir hverja hlutfallstölu og segja til um það með hve mikilli

nákvæmni megi yfirfæra niðurstöður úrtakskönnunar á þann viðmiðunarhóp eða „þýði“ sem til

skoðunar er. Í könnuninni Dear Visitors 2017 er þýðið t.d allir erlendir ferðamenn sem komu til

Íslands með flugi eða Norrænu árið 2017, um 2.004 þúsund manns.2 Áætlað er að 1.277 þúsund

þeirra hafi komið utan sumars (64%) en 727 þúsund sumarmánuðina júní, júlí og ágúst (36%).

1. Sjá könnunina á ensku í viðhengi. 2. Hér er stuðst við talningu Ferðamálastofu meðal brottfararfarþega í Leifsstöð 2017, tölur Austfars

hf um farþega með Norrænu og upplýsingar frá Isavia um ferðamenn um flugvellina í Reykjavík, á

Akureyri og Egilsstöðum, alls um 2.226 þúsund gestir. Í þessari skýrslu verður hins vegar reiknað út frá

90% þessa fjölda og miðað við 2.004 þúsund erlenda gesti til Íslands árið 2017; 727 þúsund yfir

sumarmánuðina þrjá og 1.277 þúsund utan þess tíma. Sjá nánar í neðamálsgrein 4.

Page 11: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

5

Í töflu 1.2 má sjá fráviksmörkin eftir því hve stórt úrtakið er og eftir hlutfallstölum. Taflan miðar

við 95% öryggismörk sem notuð eru í þessari samantekt.

Tafla 1.2 Fráviksmörk í úrtakskönnun - allar tölur í %

Fjöldi 5/95 10/90 15/85 20/80 25/75 30/70 40/60 50%

100 4,3 5,9 7,0 7,8 8,5 9,0 9,6 9,8

200 3,0 4,2 5,0 5,5 6,0 6,4 6,8 6,9

400 2,1 2,9 3,5 3,9 4,2 4,5 4,8 4,9

600 1,8 2,4 2,9 3,3 3,6 3,8 4,0 4,2

800 1,6 2,2 2,5 2,9 3,2 3,3 3,6 3,7

1000 1,4 1,9 2,2 2,5 2,7 2,8 3,0 3,1

1200 1,3 1,7 2,0 2,3 2,5 2,6 2,8 2,8

1300 1,2 1,6 1,9 2,2 2,4 2,5 2,7 2,7

1500 1,1 1,5 1,8 2,0 2,2 2,3 2,5 2,5

1700 1,0 1,4 1,7 1,9 2,1 2,2 2,3 2,4

2000 1,0 1,3 1,6 1,8 2,0 2,0 2,1 2,2

DæmI um notkun töflunnar:

Ef 40% svarenda í Dear Visitors könnuninni sumarið 2017 (júní-ágúst) kváðust hafa komið á

ákveðið svæði verður frávikið frá gefnu hlutfalli +/- 2,5%, miðað við um 1.500 svarendur er þá

tóku þátt í könnuninni. Ef það hlutfall hefði hins vegar verið 10% verður frávikið +/- 1,5%.

-----------------

Við úrvinnslu vettvangskönnunarinnar meðal erlendra ferðamanna í Skaftafelli veturinn 2017 til

2018 í kafla 3.0 er lögð áhersla á að skoða þá fyrst sem heild . Auk þess eru flest svörin greind

nánar eftir kyni, aldurshópum búsetu og ferðamáta gestanna. 3

3 Í þessari úrvinnslu er Asíu bætt við sem markaðssvæði. Þar eru m.a. Ísrael, Indland, Kína, Japan,

Taiwan, Hong Kong, Singapore, Suður-Kórea og önnur lönd álfunnar.

Page 12: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

6

Mynd 2.1 Fjöldi erlendra brottfara frá Íslandi 2004-2017

ferðamenn með flugi og ferju og vinnandi fólk

2.0 Erlendir ferðamenn á Íslandi 2004-2017

2.1 Ferðamenn með flugi og ferju, gistinætur þeirra og samsetning

Erlendum gestum til Íslands með flugi fjölgaði verulega á árunum 2004-2007. Fjöldi þeirra stóð

síðan nokkurn veginn í stað 2008-2010 en 2011-2017 hefur verið einstaklega mikil fjölgun (20-

40% á ári). Niðurstaðan er sú að erlendum gestum til Íslands með flugi og ferju 2004-2017,

fjölgaði úr 362 þúsund í

rúmlega 2,2 milljónir, eða

rúmega sexfalt (áætlaðir rétt

um 2 milljónir árið 2017 ef

sjálftengifarþegar og erlent

verkafólk er frá talið).

Ástæður fyrir stöðnuninni

2008-2010 voru einkum þær

að í kjölfar bankahrunsins á

Íslandi fækkaði verulega fólki

sem kom til Íslands til að

vinna og einnig þeim sem

komu í viðskiptaerindum.

Jafnframt varð nokkur fækkun á ráðstefnugestum. Hina miklu aukningu síðustu árin má líklega

einkum þakka mikilli umfjöllum um Ísland í öllum helstu fréttamiðlum heimsins í kjölfar

eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010, mikilli aukningu á sætaframboði í millilandaflugi og meiri

fagmennsku í markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar, svo sem markaðsátakið Inspired by

Iceland undir forystu Íslandsstofu er dæmi um. Tengt því er átakið Ísland allt árið.

Ánægjulegt er að frá 2011 hefur ferðamönnum utan sumars fjölgað mun meira en sumargestum

í júní, júlí og ágúst sem leggur grunn að bættri nýtingu fjárfestinga í greininni. Þannig voru

ferðamenn (með flugi og ferju) utan sumartíma 2017 um 64% gesta til landsins en sumargestir

36%. Þá hefur erlendu vinnuafli nú fjölgað verulega á ný síðust árin, einkum vegna uppgangs í

ferðaþjónustu og byggingariðnaði.

Gistinætur erlendra ferðamanna hér á landi voru allt fram til 2011 um helmingi fleiri að sumri en

utan þess. Frá þeim tíma hefur verulega dregið sama og árið 2017 voru erlendar gistinætur á

Íslandi heldur færri yfir sumarmánuðina þrjá en hina níu mánuði ársins. Ástæðan er mikið örari

fjölgun vetrargesta en sumargesta. Einnig hefur meðaldvöl sumargesta lítillega verið að styttast

og var t.d. um 8,7 nætur að jafnaði sumarið 2017 samkvæmt könnunum RRF en um 5,2 nætur

utan sumars (að jafnaði 6,4 nætur á ferðamann árið 2017). Þannig má áætla að árið 2017 hafi

gistinætur erlendra ferðamanna á Íslandi alls verið um 12,9 milljónir talsins; þar af um 6,3

milljónir yfir sumarmánuðina þrjá (49%) en 6,6 milljónir hina níu mánuði ársins (51%). Eru þá öll

362 376 422 486 502 494 489566

672810

997

1289

1796

2226

180

255 372430

533

692

808

182239

438

567

758

1104

1418

0

200

400

600

800

1000

1200

1400

1600

1800

2000

2200

2400

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017

Þú

sun

d

Allt árið

Sumar

Utan sumars

362 376422

486 502 494 489566

672

810

997

1289

1796

180

255 372430

533

692

182239

438

567

758

1104

0

200

400

600

800

1000

1200

1400

1600

1800

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þú

sun

d

Allt árið

Sumar

Vetur

Page 13: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

7

form gistingar meðtalin; á hótelum, gistiheimilum, farfuglaheimilum, á tjaldsvæðum , hjá vinum, í

húsbílum, Airbnb, 'camper' bílum sem nú ryðja sér til rúms, tjaldi á víðavangi o.s.frv.4

Af gestum frá einstökum markaðssvæðum sem koma til landsins með flugi og ferju voru

Norðurlandabúar lengi vel fjölmennastir á ársgrundvelli. Einkum var svo að vetrarlagi, þar til

veturinn 2012-2013 þegar gestir frá Bretlandseyjum urðu heldur fleiri og hafði þá fjölgað tvöfalt

frá vetrinum 2010-2011. Veturinn 2013-2014 juku Bretar þá forystu sína verulega og enn frekar

veturinn 2014-2015. Mikil aukning á gestum frá Norður-Ameríku árið 2016 og 2017 hefur hins

vegar skilað þeim á toppinn meðal gesta utan sumars. Þá hefur gestum utan helstu hefðbundnu

markassvæða okkar einnig fjölgað mjög mikið og urðu fleiri en Bretar utan sumars 2017.

Bretar koma fremur lítið til Íslands að sumarlagi. Að sumri voru ferðamenn frá Norðurlöndum og

Mið-Evrópu (Þýskalandi, Póllandi, Sviss og Austurríki) lengi vel fjölmennastir. Frá sumrinu 2013

blönduðu ferðamenn frá Norður-Ameríku og frá löndum utan helsti markaðssvæða sér í

toppbaráttuna. Sumarið 2015 voru gestir frá Norður-Ameríku áberandi fjölmennastir gesta frá

einstökum markaðssvæðum og juku það forskot mikið sumarið 2016 og enn frekar 2017. Gestir í

hópnum „aðrir“ náðu þar öðru sætinu af Mið-Evrópubúum sumarið 2017. Ferðamenn frá Suður-

Evrópu (mest Frakkland, þá Spánn og síðan Ítalía) og Mið-Evrópu koma nú orðið svipað margir til

Íslands að sumarlagi og utan þess. Þetta má sjá nánar á myndum 2.2 og 2.3.5

Myndir 2.2-2.3 Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi eftir markaðssvæðum

farþegar með flugi og ferju, sumur og vetur 2004-2017

4 Í þessari skýrslu er gert ráð fyrir að 5% erlendra brottfara frá til Íslandi árið 2016 og 10% árið 2017

hafi verið vegna sjálftengifarþega (þurfa að skipta um flugvél eða fara út af vellinum og til baka

samdægurs) og erlendra verkamanna sem ekki eru ferðamenn á Íslandi í þeim skilningi. Því er hér

miðað við 95% af heildinni, eða 1.706 þúsund ferðamenn (brottfarir) árið 2016 og 90% af heildinni,

eða 2.004 þúsund árið 2017 (1.796.000 - 90.000 árið 2016 og 2.226.000-222.000 árið 2017). 5 Í grafinu sem sýnir þróunina utan sumars eiga tölurnar við tímabilin frá september fyrra árs til maí

næsta árs (utan sumars) - nema árin 2016 og 2017 þar sem miðað er við mánuði utan sumars það ár

(janúar-maí og september-desember).

Sumar Utan sumars

Page 14: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

8

Mynd 2.6 Ferðamáti erlendra sumargesta á Íslandi 1996-2017

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

´96 ´98 ´01 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 ´13 ´14 ´15 ´16 ´17

%

Eigin vegum "Self drive" Hópferð

Í hópnum „aðrir“ eru t.d. allir ferðamenn frá Asíu, þar með talinn mjög vaxandi fjöldi Kínverja en

einnig Japanir, íbúar Suður-Kóreu, Singapore, Hong Kong, Taívan, Indlands og Ísrael. Má gera ráð

fyrir að Asíubúar séu um eða yfir helmingur þeirra sem hér eru í flokknum „aðrir“, þ.e. um 200

þúsund gestir árið 2017. Auk þess falla í flokkinn „aðrir“ íbúar Ástralíu, fjölmargra landa í

austurhluta Evrópu og Eystrasaltsríkjanna. Þá falla þar undir öll lönd Afríku , Mið- og Suður-

Ameríku, en gestum þaðan fjölga hægar.

Sumarið 2017 voru um 33% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands með flugi eða ferju frá

Norður-Ameríku, 19% utan helstu markaðssvæða, 17% frá Mið-Evrópu, 12% frá Suður-Evrópu,

9% frá Norðurlöndunum, 6% frá Bretlandi og 4% frá Benelux löndunum. Utan sumars 2017 var

samsetning gesta töluvert önnur. Þá voru 29% gesta frá Norður-Ameríku, 21% utan helstu

markaðssvæða, 20% frá Bretlandi, 11% frá Mið-Evrópu, 8% Norðurlandabúar og sama hlutfall frá

Suður-Evrópu en 3% frá Benelux löndunum.

Myndir 2.4-2.5 Skipting erlendra gesta á Íslandi 2017 eftir markaðssvæðum

33%

17%12%

9%

6%

4%

19%

N-Ameríka

Mið-Evrópa

Suður-Evrópa

Norðurlönd

Bretland

Benelux

Annað

29%

20%11%

8%

8%

3%

21%

Sumar Utan sumars

2.2 Ferðamáti og farartæki

Ferðamáti erlendra ferðamanna hefur

breyst mjög frá því að reglubundnar

kannanir hófust hjá Rannsóknum og

ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF)

sumarið 1996. Þá skiptust ferðamenn

nánast í tvo jafn stóra hópa; annar var í

skipulagðri hópferð en hinn í ferð á

eigin vegum. Þetta breyttist svo hratt á

næstu árum þannig að sumarið 2003

voru 67% á eigin vegum, tveir af

hverjum þremur, en 33% í hópferð.

Sumarið 2011 var síðan staðan sú að um 80% voru á eigin vegum en 20% í skipulagðri hópferð.

Síðustu árin hafa svo kallaðar 'self drive' ferðir vaxið mikið, þar sem ferðin er að hluta skipulögð,

gisting bókuð fyrirfram af ferðaskrifstofum/ferðaskipuleggjendum og auk þess er oft bókaður

bílaleigubíll en ferðamennirnir keyra sjálfir. Frá sumrinu 2012 hefur RRF spurt um tíðni slíkra

1.277.000 gestir

727.000 gestir

Page 15: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

9

Mynd 2.8 Fjöldi farþega með skemmtiferðaskipum til Íslands 2004-2017

45

55 55 5359

69 7062

92 92

105100 99

128

0

20

40

60

80

100

120

140

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017

Þú

sun

d

Mynd 2.7 Helstu farartæki erlendra sumargesta á Íslandi 1996-2017

0

10

20

30

40

50

60

70

´96 ´98 ´03 ´04 ´05 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 ´13 ´14 ´15 ´16 ´17

%

Bílaleigubíll Hópferðabíll Áætlunarbíll

ferða. Sumarið 2017 voru 70% svarenda á eigin vegum, 16% í 'self drive' ferð og 14% í skipu-

lagðri hópferð. Er það mjög svipuð niðurstaða og sumrin 2016 og 2015. Utan sumars 2017 er

áætlað að 73% ferðamanna hafi verið á eigin vegum, 15% í 'self drive' ferð og 12% í hópferð.

Aukið sjálfstæði erlendra gesta helst í

hendur við aukningu í notkun þeirra á

bílaleigubílum og að sama skapi minni

notkun á hópferðabílum og áætlunar-

bílum. Sumarið 1996 nýttu 50% erlendra

gesta sér hópferðabíl, 20% áætlunarbíl en

21% bílaleigubíl. Sumarið 2003 notuðu

svipað margir hópferðabíl og bílaleigubíl

(36-37%) en færri áætlunarbíl (27%).

Sumarið 2017 notuðu hins vegar um 67%

gestanna eitthvað bílaleigubíl í ferðum um Ísland, 24% hópferðabíl og 14% áætlunarbíl. Auk þess

eru ferðamenn nokkuð á eigin bílum (með Norrænu), á bílum vina/ættingja á Íslandi eða hjóla um

landið.

Þá nýttu um 65% gesta á jaðarmánuðunum 2017 sér bílaleigubíl (mars, apríl, maí, september og

október) og um 45% gesta yfir fjóra dimmustu vetrarmánuðina (janúar, febrúar, nóvember og

desember). Ef allt árið 2017 er skoðað er áætlað að um 60% ferðamanna hafi þá nýtt sér

bílaleigubíla. Mun fleiri notuðu eitthvað hópferðabíla að vetri en sumri 2017 og t.d. nær

helmingur gesta yfir helstu vetrarmánuðina fjóra en rúmlega 30% á jaðarmánuðunum.

2.3 Ferðamenn með skemmtiferðaskipum

Gott er að hafa í huga að ferða-

mönnum sem koma með skemmti-

ferðaskipum til Íslands hefur einnig

fjölgað mikið á síðasta áratug. Þannig

komu 45 þúsund erlendir skemmti-

ferðaskipagestir til Íslands árið 2004

en 128 þúsund árið 2017, sem er 2,8

földun (184%). Þessir ferðamenn

dreifast einkum á mánuðina júní til

september en koma einnig lítillega í

maí. Þeir gista nær eingöngu um

borð í skipunum en fara hins vegar mikið í ýmiss konar skoðunarferðir út frá viðkomustöðum

skipanna og/eða skoða sig um á viðkomandi þéttbýlisstað. Flestir gestir með skemmtiferða-

skipum árið 2017 voru að vanda frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Frá byrjun þessarar

aldar hefur farþegafjöldi frá þessum þremur löndum ætíð verið mestur. 6

6 Heimild: www.faxafloahafnir.is

Page 16: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

10

3.0 Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018

3.1 Kyn, aldurshópar, menntun og búseta

Konur voru 63% svarenda í Skaftafellskönnuninni en karlar 37%. Um 70% voru á aldrinum 18-35

ára, 19% voru 36-55 ára og 11% yfir 55 ára. Meðalaldur svarenda var því tæplega 35 ár. 85%

svarenda voru með stúdentspróf eða háskólagráður en einungis 15% með minni menntun en

það.

Mynd 3.1 Kyn, aldurshópar og menntun

32

53

14

11

19

70

63

37

0 10 20 30 40 50 60 70

Master/MBA/PhD

Stúdent/Bs/Ms

Grunnskólapróf

yfir 55 ára

36-55 ára

18-35 ára

Konur

Karlar

%

Um 25% svarenda voru búsettir í Suður-Evrópu og jafn margir í Norður-Ameríku, 15% í Asíu, 13%

í Mið-Evrópu og 8% á Bretlandseyjum. Einungis 3% voru frá Norðurlöndunum og sama hlutfall frá

Benelux löndunum. Þá voru 8% búsettir annars staðar, flestir í Ástralíu (3%).

Mynd 3.2 Búseta

25 25

1513

8

3 3

8

0

5

10

15

20

25

%

Page 17: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

11

3.2 Dvalarlengd á Íslandi og í Skaftafelli

Þátttakendur í Skaftafellskönnuninni dvöldu að jafnaði 7,6 nætur á Íslandi. Þar af dvöldu gestir frá

Asíu, Mið-Evrópu og Benelux löndunum lengst (8,4-8,8 nætur) en síðan gestir frá Suður-Evrópu

og utan helstu markaðssvæða (7,5-7,6 nætur), þá ferðamenn frá Bretlandi (7,0 nætur), Norður-

Ameríku (6,7 nætur) og Norðurlöndunum (6,1 nætur).

Mynd 3.3 Meðaldvalarlengd á Íslandi

eftir búsetu og ferðamáta

6,9

7,5

7,8

7,6

6,1

6,7

7,0

7,5

8,4

8,6

8,8

0 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Hópferð

"Self drive"

Eigin vegum

Aðrir

Norðurlönd

Norður-Ameríka

Bretland

Suður-Evrópa

Mið-Evrópa

Asía

Benelux

Nætur

Um 21% svarenda gistu í Skaftafelli (eða í næsta nágrenni) að jafnaði 1,7 nótt. 79% gesta voru

hins vegar dagsgestir þar og dvöldu í Skaftafelli að jafnaði 4,9 klukkustundir. Þar með eru einnig

þeir sem fóru í jöklaferðir sem seldar eru í Skaftafelli.

Mynd 3.4 Meðaldvalarlengd dagsesta í Skaftafelli

eftir búsetu og ferðamáta

3,4

5,0

5,2

4,4

3,7

4,2

5,0

5,5

5,5

5,9

7,5

0 1 2 3 4 5 6 7 8

Hópferð

"Self drive"

Eigin vegum

Aðrir

Suður-Evrópa

Mið-Evrópa

Norðurlönd

Bretland

Asía

Norður-Ameríka

Benelux

Klst

Page 18: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

12

Þegar skoðuð er meðaldvalarlengd erlendra dagsgesta í Skaftafelli kemur í ljós að ferðamenn frá

Benelux löndunum dvöldu að jafnaði lengst (7,5 klst), síðan ferðamenn frá Norður-Ameríku (5,9

klst), frá Asíu og Bretlandseyjum (5,5 klst), Norðurlöndunum (5,0 klst), ferðamenn utan helstu

markaðssvæða (4,4 klst), frá Mið-Evrópu (4,2 klst) og Suður-Evrópu (3,7 klst). Þá höfðu

ferðamenn á eigin vegum eða í self drive ferð lengri viðkomu (5,0-5,2 klst) en þeir sem voru í

hópferð (3,4 klst). Konur í dagsferð dvöldu að jafnaði nokkru lengur í Skaftafelli (5,3 klst) en

karlar í (4,4 nætur). Fremur lítill munur var á dvalarlengd eftir aldurshópum en fólk yfir 55 ára

dvaldi þó að jafnaði lengst (5,6 klst).

Af þeim sem gistu í Skaftafelli eða næsta nágrenni voru 27% frá Suður-Evrópu og 26% frá Norður-

Ameríku, 13% frá Asíu, 12% utan helstu markaðssvæða, 10% frá Mið-Evrópu, 7% frá Benelux

löndunum og 5% frá Bretlandseyjum.

3.3 Ferðamáti, farartæki og föruneyti

Um 66% svarenda voru í ferð á eigin vegum, 18% í self drive ferð (að hluta skipulögð af öðrum) og

16% í skipulagðri hópferð. 7

Um 80% voru í ferð á bílaleigubíl, 13% í hópferðabíl, 3% í áætlunarbíl en 4% í annars konar

farartæki. 8

Um 48% voru með vinum/öðrum ættingjum í för og 45% með maka/sambúanda. Einungis 5%

voru með vinnufélögum, 4% með börn í föruneyti og 3% einir á ferð.

Mynd 3.5 Ferðamáti, farartæki og föruneyti

3

4

5

45

48

4

3

13

80

16

18

66

0 10 20 30 40 50 60 70 80

Einn

Með börn

Vinnufélagar

Maki

Vinir/ættingjar

Annað

Áætlunarbíll

Hópferðabíll

Bílaleigubíll

Hópferð

"Self drive"

Eigin vegum

%

7. Þeir sem eru í ferð sem er að hluta skipulögð eru flestir í "self drive" ferðum. Þá sjá ferðaskrifstofur/

ferðaskipuleggjendur um að bóka bílaleigubíl, gistingu og jafnvel einhverja aðra þjónustu fyrir gestina

en þeir ákveða hvaða staði þeir heimsækja eða hvaða afþreyingu þeir stunda. 8. Um helmingur þeirra sem nefndu annað farartæki (2%) voru á puttanum.

Page 19: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

13

3.4 Lengd leigu á bílaleigubílum og fjöldi í bíl

Þeir sem voru á bílaleigubíl leigðu þá að jafnaði í 7,3 daga. Asíubúar og íbúa Benelux landanna

leigðu þá að jafnaði lengst (8,1 nætur), síðan gestir frá Mið- og Suður- Evrópu (7,7-7,8 nætur) og

aðrir (7,5 nætur). Gestir frá Bretlandi og Norður-Ameríku leigðu bílana að jafnaði nokkru skemur

(6,4-6,7 nætur) og Norðurlandabúar styst (5,1 nætur).

Þrír voru jafnaði í hverjum bílaleigubíl að bílstjóra meðtöldum. Hjá Bretum var meðalfjöldinn

mestur, eða 3,3 í bíl, en minnstur hjá gestum frá Benelux löndunum, 2,7 að jafnaði.

3.5 Áður heimsótt Skaftafell

Erlendur skólahópur í Skaftafelli.

Um 7% þátttakenda í könnuninni höfðu komið áður í Skaftafell.

Mynd 3.6 Komið áður í Skaftafell

7%

93%

Nei

23% Norðurlandabúa höfðu komið áður í Skaftafell, 13% ferðamanna frá Mið-Evrópu, 8% gesta

frá Norður-Ameríku en 3-6% ferðamanna frá öðrum markaðssvæðum.

3.6 Ástæður heimsóknar í Skaftafell

Spurt var: Hvers vegna ákvaðst þú að heimsækja Skaftafell? Gefnir voru átta valmöguleikar þar

sem mátti merkja við alla sem pössuðu. Auk þess gátu svarendur bætt við ástæðum fyrir komu

sinni. Svarendur merktu að jafnaði við 2,7 atriði. Langflestir komu m.a. til að njóta náttúrunnar

(72%) en síðan til að taka myndir (46%) eða til að prófa að ganga á jökli (42%). Um fjórðungur

Page 20: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

14

merkti við að heimsóknin í Skaftafell væri liður í Suðurstrandarferð (25%), liður í hringferð um

landið (22%) eða vegna jarðfræðiáhuga (22%). Nokkru færri höfðu áhuga á gróðurfarinu/

plöntulífi (18%).

Mynd 3.7 Ástæður heimsóknar í Skaftafell

7

18

22

22

25

42

46

72

0 10 20 30 40 50 60 70 80

Ákveðið af öðrum

Plöntur/dýralíf

Jarðsöguáhugi

Liður í hringferð

Liður í Suðurstrandarferð

Jöklaganga

Ljósmyndun

Njóta náttúrunnar

%

Aðrar ástæðu nefndar:

skoða íshelli (x5), Svartifoss (x4), mælt með (x3), útsýnisflugið, ísklifur, fossar, fuglaskoðun,

gönguferð, Interstellar aðdáandi.

Í töflu 3.1 má sjá samanburð á ástæðum gesta fyrir því að heimsækja Skaftafell eftir kyni, aldurs-

hópum, markaðssvæðum og ferðamáta.

Tafla 3.1 Ástæður heimsóknar í Skaftafell

eftir kyni, aldri, markaðssvæðum og ferðamáta

% Njó

ta

nát

túri

nn

ar

Ljó

s-

myn

du

n

Jökl

agan

ga

Lið

ur

í

S.st

r.fe

Lið

ur

í h

rin

gfe

Jarð

sögu

-

áhu

gi

Plö

ntu

r-

dýr

alíf

Ákv

ið a

f ö

ðru

m

Karl 72 45 39 23 19 19 18 7

Kona 72 47 44 26 25 25 18 7 16-35 ára 76 48 43 23 20 24 19 6

36-55 ára 67 37 44 25 28 20 16 7

> 55 ára 57 44 34 38 28 17 19 9 Norðurlönd 92 31 23 46 8 31 31 8

Mið-Evrópa 52 32 27 22 37 11 21 11

Benelux lönd 94 50 50 25 25 13 13 6

Bretland 74 54 56 26 23 33 20 12

S-Evrópa 78 53 37 35 26 21 21 3

N-Ameríka 70 52 48 16 14 26 19 5

Asía 72 37 51 16 16 22 12 10

Annað 73 39 38 30 24 19 11 5 Eigin vegum 83 46 42 25 19 25 21 4

"Self drive" 68 50 54 24 23 20 16 7 Hópferð 30 38 30 25 34 15 12 15

Meðaltal 72 46 42 25 22 22 18 7

Page 21: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

15

3.7 Upplýsingaöflun um Skaftafell fyrir ferð

75% svarenda í könnuninni höfðu leitað sér upplýsinga um Skaftafell áður en þeir komu. Þeir

fengu helst upplýsingar um staðinn á Google (48%) en síðan í ferðahandbókum (35%), á Trip

Advisor (26%), hjá vinum/fjölskyldu (18%) og á heimsíðu Vatnajökulsþjóðgarðs (11%). Þá var

nokkuð um þátttakendur öfluðu upplýsinga um Skaftafell á Wikipedia (9%) og á upplýsinga-

miðstöðvum (8%). Fáir fengu upplýsingar í öðrum bókum en ferðahandbókum (4%), í greinum í

blöðum/tímaritum (3%) eða í bæklingum um þjóðgarðinn (2%).

Mynd 3.8 Upplýsingaöflun um Skaftafell fyrir heimsóknina

2

3

4

8

9

11

18

26

35

48

76

0 10 20 30 40 50 60 70 80

Bæklingar um þjóðgarðinn

Greinar blöðum/tímaritum

Aðrar bækur

Upplýsingamiðstöð

Wikipedia

Heimasíða Vatnaj.þjóðgarðs

Vinir/fjölskylda

Trip Advisor

Ferðahandbækur

Google

Upplýsinga aflað

%

Tafla 3.2 Uppýsingaöflun um Skaftafell fyrir heimsóknina

eftir kyni, aldri, markaðssvæðum og ferðamáta

%

Afl

að u

pp

l.

fyri

r ko

mu

Go

ogl

e

Ferð

ahan

d-

kur

Trip

Ad

viso

r

Fjö

lsky

lda,

vi

nir

He

imas

íða

þjó

ðga

rðsi

ns

Wik

ipe

dia

Up

plý

sin

ga-

mið

stö

ð

rar

kur

Blö

ð,

tím

arit

klin

gar

um

Þjó

ðga

Karl 73 49 23 24 22 9 10 5 5 3 1

Kona 78 47 42 27 16 12 8 10 4 2 3 16-35 ára 77 51 32 26 18 11 8 8 4 3 2

36-55 ára 76 44 41 32 20 12 13 7 5 3 1

> 55 ára 71 34 43 19 17 8 9 9 4 0 2 Norðurlönd 85 61 31 23 46 15 8 0 0 0 0

Mið-Evrópa 62 30 32 13 8 0 8 11 6 0 3

Benelux lönd 94 50 44 13 19 19 6 31 0 0 6

Bretland 80 49 31 28 31 18 8 9 3 6 5

S-Evrópa 72 39 48 16 13 12 12 3 6 0 1

N-Ameríka 75 50 37 38 22 13 9 10 3 4 1

Asía 86 59 20 31 21 4 7 5 7 5 0

Annað 84 73 24 38 8 16 11 11 0 5 8 Eigin vegum 84 56 40 29 20 13 9 8 4 3 2

"Self drive" 76 46 32 26 21 8 13 11 2 4 2

Hópferð 41 17 17 12 5 3 6 7 5 1 4

Meðaltal 76 48 35 26 18 11 9 8 4 3 2

Page 22: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

16

Annað nefnt: ferðaskrifstofa (x5), ferðablogg (x4), leiðsögumaður (x2), Facebook (x2), Instagram

(x2), á gististað (x2), Youtube, í íshellaferð.

Svo sem sjá má af töflu 3.2 var víða umtalsverður munur á hvar fólk leitaði sér heimilda um

Skaftafell. Þannig leitaði unga fólkið (16-35 ára) sér síður upplýsinga í ferðahandbókum en þeir

sem eldri voru en nýttu sér Google hins vegar meira en þeir eldri. Fólk í skipulagðri hópferð

leitaði sér almennt mun síður upplýsinga um staðinn en sem voru á eigin vegum eða í self drive

ferð. Þá var einnig umtalsverður munur eftir búsetu fólks á því hvar upplýsinga var aflað.

116 manns tilgreindu þær ferðahandbækur sem þeir notuðu. Af þeim nefndu 63, eða 54% þeirra,

Lonely Planet og 11 Guide de Routard (9%). Þá höfðu sex notað Eyewitness Guide, fimm Top 10

Iceland eða Dumont, þrír Frommers og jafn margir Marco Polo, Michelin, Baedeker Guides,

Iceland Guide Evasion og ANWB Reisgids IJsland, tveir Rough Guide to Iceland eða Fodor´s Travel

Guide. Eftirtalið var einnig nefnt: Moon Iceland, Ulysses, Traveller, bók frá heimalandinu,

Extreme Iceland. Nokkrir nefndu að þeir hefðu nýtt sér nokkrar heimildir án þess að tilgreina þær.

3.8 Gististaðir síðustu og næstu nótt

Það er áhugavert að þekkja betur ferðamynstur viðskiptavina sinna. Því var í könnuninni spurt

hvar erlendu ferðamennirnir í Skaftafelli hefðu gist síðustu nótt og einnig hvar þeir áformuðu að

gista þá næstu. Áberandi flestir gistu síðustu nótt í Vestur-Skaftafellssýslu (47%), frá Reynishverfi

að Lómagnúpi, en síðan í Austur-Skaftafellssýslu (39%), frá Skaftafelli að Lóni. Næstu nótt ætluðu

hins vegar talsvert fleiri að gista í Austur-Skaftafellssýslu (38%) en í Vestur Skaftafellssýslu (31%).

Næst á eftir Skaftafellssýslum gistu erlendu Skaftafellsgestirnir í Rangárvallasýslu (7-9%), á höfuð-

borgarsvæðinu (3-10%) eða í Árnessýslu (2-6%) og þá frekar næstu nótt en þá síðustu.

Mynd 3.9 Hvar gist síðustu nótt og þá næstu

þeir sem svöruðu 9

2

2

2

6

10

9

38

31

1

1

2

3

7

39

47

0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50

Annars staðar

Suðurnesjum

Múlasýslu

Árnessýslu

Höfðuðborgarsvæðinu

Rangárvallasýslu

Austur-Skaftafellssýslu

Vestur-Skaftafellssýslu

%

Síðustu nótt

Næstu nótt

9 Um 11% svöruðu ekki hvað þeir gistu síðustu nótt og 22% ekki hvar þeir áformuðu að gista næstu

nótt, enda sumir ekki enn búnir að ákveða næsta næturstað.

Page 23: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

17

3.9 Efst í huga varðandi Skaftafell

Um 88% þátttakenda í könnuninni nefndu hvað þeim væri efst í huga varðandi Skaftafell og 57%

nefndu tvennt.

Helmingi þeirra sem svöruðu var jökull efst í huga þegar Skaftafell er nefnt (50%) en því næst

náttúra (17%), foss (17%), fallegt (11%), stórbrotið (9%), ís (8%) og ganga/gönguferð (8%). Þá

nefndu allnokkrir Svartafoss (6%), jöklaganga (5%), friðsælt, fjöll og yndislegt (4%), þjóðgarður og

kalt (3%).

Mynd 3.10 Efst í huga varðandi Skaftafell

2

2

2

3

3

4

4

4

5

6

8

8

9

11

17

17

50

0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50

Villt náttúra

Útsýni

Íshellir

Kalt

Þjóðgarður

Yndislegt

Fjöll

Friðsælt

Jöklaganga

Svartifoss

Ganga

Ís

Stórbrotið

Fallegt

Foss

Náttúra

Jökull

%

Nefnt í 6 skipti: Kvikmyndin Interstellar.

Nefnt í 4 skipti: Frelsi.

Nefnt í 2-3 skipti:

Ísland, áhugavert, hreint, basalt, ljósmyndun, víðátta, hvítt, jarðsaga, Vatnajökull, jökullón,

Game of Thrones.

Auk þess nefnt:

sagan, Skaftafellsjökull, rigning, upplýsingamiðstöð, miður gott hótel, gróðurinn, hraun,

loftslagsbreytingar, eldvirkni, litirnir, svartur sandur, litbrigðin, flug yfir jökul, logn, gesta-

miðstöð, haust, blátt, ferðamenn, Secret life of Walter Mitty, óendanleiki, ský, Alaska, kraftur

náttúrunnar.

Page 24: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

18

3.10 Staðir sem skoðaðir/heimsóttir voru í nágrenni Skaftafells

Í könnuninni var sýnt kort af Skaftafelli og nágrenni með 11 stöðum merktum inn og spurt hvort

fólk hefði skoðað/heimsótt þá í ferðinni. Flestir, eða rúmlega helmingur þessara erlendu

vetrargesta, fóru að Svartafossi (53%) og Skaftafellsjökli (52%), nær fjórðungur að Hundafossi

(24%) og Svínafellsjökli (23%) en einungis 2-7% að öðrum stöðum sem spurt var um.

Mynd 3.11 Staðir sem skoðaðir/heimsóttir voru í nágrenni Skaftafells

2

2

3

4

4

5

7

23

24

52

53

0 10 20 30 40 50 60

Morsárdalur

Sjónarnípa

Sólheimajökull

Morsárjökull

Verslun í Freysnesi

Hótel Skaftafell

Morsá

Svínafellsjökull

Hundafoss

Skaftafellsjökull

Svartifoss

%

Í töflu 3.3 má sjá samanburð á aðsókn að fjórum mest sóttu stöðunum eftir kyni, aldurshópum,

markaðssvæðum og ferðamáta.

Tafla 3.3 Fjórir mest sóttu staðirnir við Skaftafell

eftir kyni, aldri, markaðssvæðum og ferðamáta

%

Svar

tifo

ss

Skaf

tafe

lls-

jöku

ll

Hu

nd

afo

ss

Svín

afe

lls-

jöku

ll

Karl 53 51 26 22

Kona 53 53 23 23 16-35 ára 59 51 28 24

36-55 ára 40 57 16 19

> 55 ára 40 60 10 24 Norðurlönd 92 61 62 15

Mið-Evrópa 64 48 30 25

Benelux lönd 31 56 13 31

Bretland 47 47 16 26

S-Evrópa 51 64 20 14

N-Ameríka 60 50 28 23

Asía 36 40 17 30

Annað 53 56 28 31 Eigin vegum 62 52 31 24

"Self drive" 49 45 16 25

Hópferð 21 67 6 15

Meðaltal 53 52 24 23

Page 25: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

19

3.11 Vitneskja um Skaftafell sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs

81% þátttakenda í könnuninni vissu að Skaftafellssvæðið væri hluti af Vatnajökulsþjóðgarði en

19% var ekki kunnugt um það.

Svo sem sjá má á mynd 3.12 var Asíubúum síst kunnugt um þá staðreynd (36%) en síðan

ferðamönnum frá Benelux löndunum (25%) og Norðurlöndunum (23%).

Mynd 3.12 Vitneskja um að Skaftafell væri í Vatnajökulsþjóðgarði

eftir kyni, aldri, búsetu og ferðamáta

74

77

84

64

75

77

82

82

84

86

87

81

77

82

83

77

26

23

16

36

25

23

18

18

16

14

13

19

23

18

17

23

0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100

Hópferð

"Self drive"

Eigin vegum

Asía

Benelux

Norðurlönd

Bretland

N-Ameríka

S-Evrópa

Aðrir

Mið-Evrópa

yfir 55 ára

36-55

16-35

Kona

Karl

%

Já Nei

Sú staðreynd að Skaftafellssvæðið er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði hafði mikil áhrif á ákvörðun

14% gesta um að heimsækja Skaftafell, nokkur áhrif á 28% þeirra en engin á 39%.

Mynd 3.13 Vissu að Skaftafell væri hluti af Vatnajökulsþjóðgarði

og áhrif þeirrar vitnesku á ákvörðun um heimsókn

14%

28%

39%

19%

Já, hafði mikil áhrif

Já, hafði nokkur áhrif

Já, hafði engin áhrif

Nei, vissi það ekki

Page 26: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

20

Miðstöð Íslenskra fjallaleiðsögumanna í Skaftafelli.

Það að Skaftafell væri hluti af Vatnajökulsþjóðgarði hafði heldur meiri áhrif á komur kvenna en

karla þangað og mun meiri áhrif á fólk yfir 55 ára aldri en þá sem yngri voru. Þá hafði það mest

áhrif á ferðamenn frá Suður-Evrópu og Norður-Ameríku en síst á gesti frá Benelux löndunum og

Mið-Evrópu. "Stimpill" Vatnajökulsþjóðgarðs hafði mest áhrif á þá sem voru á eigin vegum,

nokkru minni á þá sem voru í self drive ferð en minnst á fólk í hópferð.

Mynd 3.14 Áhrif Vatnajökulsþjóðgarðs á komur í Skaftafell

eftir kyni, aldri, búsetu og ferðamáta

13

7

16

8

6

11

17

9

5

16

17

23

19

11

14

13

19

32

30

15

25

29

24

33

39

31

31

26

18

31

29

26

0 10 20 30 40 50

Hópferð

"Self drive"

Eigin vegum

Mið-Evrópa

Benelux

Aðrir

Asía

Norðurlönd

Bretland

N-Ameríka

S-Evrópa

yfir 55 ára

36-55

16-35

Kona

Karl

%

Mikil áhrif Nokkur áhrif

Page 27: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

21

3.12 Notkun á þjónustu í Skaftafellsstofu

Þegar spurt var hvaða þjónustu gestir nýttu sér í Skaftafellsstofu var áberandi aðgengast að þeir

færu á snyrtingarnar (71%). Næst til að kaupa veitingar (40%), fá upplýsingar (37%) eða til að

skoða sig þar um (21%). Fremur lágt hlutfall keypti minjagripi eða bækur/kort eða borgaði fyrir

tjaldstæði/sturtu (5-8%). Um 7% kváðust ekki hafa farið í Skaftafellsstofu.

Mynd 3.15 Notkun á þjónustu í Skaftafellsstofu

7

5

6

8

21

37

40

73

0 10 20 30 40 50 60 70 80

Fór ekki í gestamiðstöðina

Kaupa bækur/kort

Borga tjaldstæði/sturtu

Kaupa minjagripi

Skoða mig um

Nýta upplýsingaþjónustu

Kaupa veitingar

Á snyrtingu

%

Í töflu 3.4 má sjá samanburð á þeirri þjónustu sem svarendur nýttu sér í Skaftafellsstofu eftir

kyni, aldurshópum, markaðssvæðum og ferðamáta.

Tafla 3.4 Notkun á þjónustu í Skaftafellsstofu

eftir kyni, aldri, markaðssvæðum og ferðamáta

%

Á s

nyr

tin

gu

Kau

pa

veit

inga

r

Nýt

a u

pp

l.

þjó

nu

stu

Sko

ða

mig

um

Kau

pa

min

jagr

ipi

Bo

rga

tjal

d-

stæ

ði/

stu

rtu

Kau

pa

kur/

kort

Ekki

í

mið

stö

ðin

a

Karl 66 34 35 17 9 5 4 11

Kona 76 44 39 24 7 7 6 5 16-35 ára 74 41 38 23 7 7 4 9

36-55 ára 69 31 38 21 12 4 8 4

> 55 ára 72 49 34 17 8 6 7 6 Norðurlönd 92 39 54 28 0 0 8 0

Mið-Evrópa 65 33 37 22 8 8 2 5

Benelux lönd 81 50 31 19 6 6 0 12

Bretland 71 50 34 18 8 5 3 11

S-Evrópa 65 22 34 21 8 7 6 12

N-Ameríka 78 57 38 27 7 6 9 3

Asía 76 32 40 14 11 5 4 4

Annað 76 60 43 22 8 8 3 11 Eigin vegum 75 41 42 19 9 8 5 6

"Self drive" 77 45 37 29 6 7 1 8

Hópferð 58 32 16 22 7 0 8 8

Meðaltal 73 40 37 21 8 6 5 7

Page 28: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

22

3.13 Notkun á fræðsluskiltunum

Spurt hvort fólk hefði lesið alla/mestalla textana á fræðsluskiltum í Skaftafelli, hluta textanna,

bara skoðað myndir/teikningar á þeim eða gengið framhjá án þess að skoða þau.

Niðurstaðan er sú að um 24% erlendu gestanna lásu allan/mestalla textana, 50% hluta þeirra, 8%

skoðuðu aðeins myndirnar/teikningarnar/kortin og 8% nýttu fræðsluskiltin ekkert.

Mynd 3.16 Notkun á fræðsluskiltum í Skaftafelli

18

8

50

24

0 10 20 30 40 50

Skoðaði ekkert

Skoðaði myndir/teikningar

Las að hluta

Las allt /mestallt

%

Fremur lítill munur var á notkun fræðsluskiltanna eftir kynjum, aldurshópum og markaðs-

svæðum. Þó nýttu gestir frá Norðurlöndunum og Bretlandi þau talsvert betur en gestir frá

Benelux löndunum og Asíu. Þá nýttu ferðamenn á eigin vegum fræðsluskiltin mun frekar en gestir

í skipulagðri hópferð svo sem sjá má á mynd 3.5.

Tafla 3.5 Notkun á fræðsluskiltum í Skaftafelli

eftir kyni, aldri, markaðssvæðum og ferðamáta

%

Las

allt

/me

stal

lt

Las

að h

luta

Sko

ðað

i

myn

dir

/te

ikn

.

Sko

ðað

i ekk

ert

Karl 26 47 7 20

Kona 23 52 8 17 16-35 ára 22 52 7 19

36-55 ára 32 44 13 11

> 55 ára 25 51 4 20 Norðurlönd 16 69 0 15

Mið-Evrópa 21 53 15 11

Benelux lönd 19 44 12 25

Bretland 24 60 0 16

S-Evrópa 21 56 6 17

N-Ameríka 29 45 7 19

Asía 28 39 10 23

Annað 24 49 8 19 Eigin vegum 27 52 6 15

"Self drive" 19 51 13 17 Hópferð 14 44 10 32

Meðaltal 24 50 8 18

Page 29: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

23

3.14 Álit á ýmsum þáttum í Skaftafelli

Í Skaftafellsstofu: starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli fær góða dóma.

Þátttakendur í könnuninni voru beðnir um að gefa tíu þáttum í Skaftafelli einkunn á bilinu 1-10

(10 hæsta einkunn). Þjónusta starfsmanna fékk hæstu meðaleinkunnina (8,9) en síðan skipulögð

jöklaganga (8,8), upplýsingaþjónustan (8,6), Skaftafellsstofa í heild (8,5), göngustígar (8,5),

kvikmynd um þjóðgarðinn (8,2), fræðsluskiltin (8,2), hreinlætisaðstaðan (8,1), merkingar (8,1) og

veitingastaðurinn (8,0). Hins vegar fékk minjagripasalan lökustu dómana (7,3).

Mynd 3.17 Álit á ýmsum þáttum í Skaftafelli

meðaleinkunnir þeirra sem afstöðu tóku

7,3

7,8

8,0

8,1

8,1

8,2

8,2

8,5

8,5

8,6

8,8

8,9

5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0

Minjagripaverslun

Tjaldsvæðið

Veitingastaður

Merkingar

Hreinlætisaðstaða

Fræðsluskilti

Kvikmynd um þjóðgarðinn

Göngustígar

Skaftafellsstofa í heild

Upplýsingaþjónusta

Jöklaganga

Þjónusta starfsmanna

Einkunn

Hér ber að hafa í huga að stór hluti svarenda taldi sig ekki geta dæmt um einstaka þætti sem

beðið var um álit á og merktu við „veit ekki“. Þannig gátu 89% ekki dæmt um kvikmynd um

þjóðgarðinn sem sýnd er í hliðarsal Skaftafellsstofu og 86% ekki dæmt um tjaldvæðið. Þá töldu

64% sig ekki dómbæra á minjagripaverslunina, 62% ekki á veitingastaðinn og helmingur ekki á

jöklagöngu eða upplýsingaþjónustuna. Þá gátu 42% ekki dæmt um þjónustu starfsmanna, 35%

ekki Skaftafellsstofu í heild, 33% ekki um merkingar og 22% ekki um fræðsluskiltin. Einungis 19%

töldu sig ekki geta metið hreinlætisaðstöðuna og 17% ekki göngustígana.

Page 30: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

24

Mynd 3.18 Hlutfall þeirra sem ekki voru dómbærir á einstaka þætti

17

19

32

33

35

42

50

50

62

64

86

89

0 20 40 60 80 100

Göngustígar

Hreinlætisaðstaða

Fræðsluskilti

Merkingar

Skaftafellsstofa í heild

Þjónusta starfsmanna

Upplýsingaþjónusta

Jöklaganga

Veitingastaður

Minjagripaverslun

Tjaldsvæðið

Kvikmynd um þjóðgarðinn

%

3.15 Afstaða til fullyrðinga um Skaftafell

Í könnuninni í Skaftafelli veturinn 2017 til 2018 voru settar fram fimm fullyrðingar um Skaftafell

sem erlendu þátttakendurnir voru beðnir um að lýsa sig sammála, hlutlausa til eða ósammála.

Þar voru 90% mjög eða fremur sammála því að Skaftafell væri í villtri náttúru, 88% að Skaftafell

væri náttúrulegur/óspilltur staður, 66% að Skaftafell væri afslappandi staður og 55% að hann

væri rómantískur (54%). Hins vegar voru einungis 5% því mjög eða fremur sammála að Skaftafell

væri óáhugaverður staður en 86% ósammála.10 Þetta sést betur á mynd 3.19.

Mynd 3.19 Skaftafell er...

afstaða til fullyrðinga um Skaftafell

3

20

34

47

50

2

35

42

41

40

9

34

17

10

8

22

8

5

2

2

64

3

2

0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100

óáhugaverður staður

rómantískur staður

afslappandi staður

náttúrulegt/óspillt

í villtri náttúru

%

Mjög sammála Fremur sammála Hlutlaus Fremur ósammála Mjög ósammála

Í töflu 3.6 má sjá samanburð á svörum gesta við fullyrðingunum um Skaftafell eftir kyni,

aldurshópum, markaðssvæðum og ferðamáta. Skoðað er hlutfall þeirra sem voru fullyrðingunum

mjög eða fremur sammála.

10. 1-7% svarenda tóku ekki afstöðu til spurningaliðanna og merktu við „veit ekki.“

Page 31: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

25

Tafla 3.6 Skaftafell er...

mjög eða fremur sammála fullyrðingum um Skaftafell

eftir kyni, aldri, markaðssvæðum og ferðamáta

% í vill

tri

nát

túru

nát

túru

legt

/ósp

illt

afsl

app

and

i

stað

ur

róm

antí

sku

r st

aðu

r

óáh

uga

verð

ur

stað

ur

Karl 94 87 76 54 4

Kona 87 89 77 56 6 16-35 ára 90 88 76 57 5

36-55 ára 88 89 81 50 5

> 55 ára 95 86 74 55 5 Norðurlönd 92 77 69 62 0

Mið-Evrópa 82 80 76 48 4

Benelux lönd 87 94 81 44 6

Bretland 97 82 75 61 8

S-Evrópa 95 95 82 46 6

N-Ameríka 89 88 79 69 2

Asía 90 86 67 58 9

Annað 73 94 80 32 4 Eigin vegum 91 87 79 55 5

"Self drive" 83 88 69 53 4

Hópferð 93 90 77 57 7

Meðaltal 90 88 76 55 5

3.16 Upplifun miðað við væntingar

Erlendu gestirnir voru beðnir um að meta hvort eftirtalið í Skaftafelli hefði verið betra, eins eða

verra en þeir bjuggust við:

Hreinleiki staðarins

Náttúrufegurðin

Heildarupplifun af Skaftafelli

Niðurstaðan er sú að 72% þeirra sem afstöðu tóku töldu náttúrufegurðina í Skaftafelli vera

umfram væntingar, 66% að heildarupplifunin af staðnum væri betri en þeir bjuggust við og 53%

að hreinleiki staðarins væri meiri en þeir áttu von á. Einungis 1% töldu þessa þætti vera undir

Í nágrenni Skaftafells.

Page 32: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

26

væntingum sínum. Aðrir (27-43%) töldu þessa þætti eins og þeir bjuggust við. Verður þetta að

teljast mjög góð niðurstaða fyrir þjóðgarðsyfirvöld sem rekstraraðila Skaftafells.

Mynd 3.20 Upplifun erlendra ferðamanna miðað við væntingar

þeir sem afstöðu tóku 11

53

66

72

46

33

27

1

1

1

0 20 40 60 80 100

Hreinleiki staðarins

Heildarupplifun

Náttúrufegurðin

%

Meiri / betri Eins Minni / verri

3.17 Fjöldi ferðamanna í Skaftafelli

Um 71% erlendu gestanna bjuggust við mörgum gestum í Skaftafelli en 29% ekki.

Mynd 3.21 Bjuggust við mörgum ferðamönnum í Skaftafelli

75%

25%

Nei

Þá voru þátttakendur spurðir hvað þeim fyndist um fjölda ferðamanna í Skaftafelli á þeirri stundu

sem þeir tóku þátt í könnuninni. Um 25% töldu þá mjög eða fremur marga, 51% hæfilega marga

en 24% fremur fáa eða fáa.

Mynd 3.22 Fjöldi ferðamanna í Skaftafelli í dag

6%

19%

51%

22%

2%

Mjög margir

Fremur margir

Hæfilega margir

Fremur fáir

Fáir

11. 4% tóku ekki afstöðu til hreinleika Skaftafells og 1% ekki til náttúrufegurðarinnar.

Page 33: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

27

3.18 Áhrif af öðrum ferðamönnum á upplifun af Skaftafelli

Spurt var hvort aðrir ferðamenn í Skaftafelli hefðu haft áhrif á upplifun þátttakenda af staðnum.

Niðurstaðan er sú að 71% svöruðu því neitandi en 29% játandi; þarf af álitu 17% að aðrir

ferðamenn hefðu jákvæð áhrif á upplifun þeirra en 12% að þeir hefðu haft neikvæð áhrif.

Mynd 3.23 Áhrif af öðrum ferðamönnum á upplifun af Skaftafelli

17%

71%

12%

Jákvæð áhrif

Engin áhrif

Neikvæð áhrif

Þegar þessar niðurstöður eru greindar nánar kemur í ljós að ferðamenn frá Asíu töldu áberandi

helst, eða 40% þeirra, að aðrir ferðamenn á staðnum hefðu haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra.

Norðurlandabúar voru hins vegar á öndverðum meiði og töldu 30% þeirra að aðrir ferðamenn

hefðu haft neikvæð áhrif á upplifunina af Skaftafelli.

Mynd 3.24 Áhrif af öðrum ferðamönnum á upplifun af Skaftafelli

eftir kyni, aldri, markaðssvæðum og ferðamáta

18

16

16

8

6

10

15

13

14

14

40

14

21

16

16

18

71

75

70

62

75

74

67

75

73

76

54

78

68

70

73

68

11

9

14

30

19

16

18

12

13

10

6

8

11

14

11

14

0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100

Hópferð

"Self drive"

Eigin vegum

Norðurlönd

Benelux

Bretland

Aðrir

S-Evrópa

Mið-Evrópa

N-Ameríka

Asía

yfir 55 ára

36-55

16-35

Kona

Karl

%

Jákvæð Engin Neikvæð

Page 34: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

28

3.19 Álag á náttúru Skaftafellssvæðisins vegna ferðamanna

Erlendu ferðamennirnir í Skaftafelli voru spurðir: „Telur þú að náttúran á Skaftafellssvæðinu sé

undir álagi vegna ferðamanna?“ Niðurstaðan er sú að 14% álitu að álag á náttúru svæðisins

vegna ferðamanna væri mikið, 28% að það væri nokkurt, 39% að það væri lítið og 19% að það

væri ekkert. 12

Mynd 3.25 Álag á náttúru Skaftafellssvæðisins vegna ferðamanna

14%

28%

39%

19%

Mikið

Nokkurt

Lítið

Ekkert

Þegar þessar niðurstöður eru greindar nánar kemur í ljós að ferðamenn frá Mið-Evrópu og

Norðurlöndunum töldu helst að álag á náttúru Skaftafellssvæðisins vegna ferðamanna væri

mikið eða nokkurt (50-52%) en síst ferðamenn frá Benelux löndunum, gestir utan okkar helstu

markaðssvæða (aðrir) og frá Asíu (31-34%).

Tafla 3.7 Álag á náttúru Skaftafellssvæðisins vegna ferðamanna

eftir kyni, aldri, markaðssvæðum og ferðamáta

% Mikið Nokkurt Lítið Ekkert

Karl 7 36 38 19

Kona 10 33 36 21 16-35 ára 10 31 38 21

36-55 ára 7 37 32 24

> 55 ára 4 48 37 11 Norðurlönd 8 42 50 0

Mið-Evrópa 12 40 33 15

Benelux lönd 6 25 56 13

Bretland 6 35 41 18

S-Evrópa 6 40 33 21

N-Ameríka 8 37 35 20

Asía 14 20 33 33

Annað 3 30 52 15 Eigin vegum 8 34 37 21

"Self drive" 10 32 39 19 Hópferð 5 40 36 19

Meðaltal 14 28 39 19

12. 7% tóku ekki afstöðu og merktu við „veit ekki“.

Page 35: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

29

3.20 Afstaða til mögulegra breytinga í Skaftafelli

Í nýrri gestamiðstöð á Þingvöllum er vönduð margmiðlunarsýning um þjóðgarðinn.

Settar voru fram fimm hugmyndir um breytingar í Skaftafelli sem svarendur áttu að lýsa sig

sammála, hlutlausa til eða ósammála. Þær voru settar fram svo: Í Skaftafelli ætti að vera....

... stærri minjagripaverslun

... A la carte veitingastaður

... hótel/gistiheimili

... vönduð sýning

... gönguferðir með leiðsögn

Af þessum þáttum var mestur áhugi á að boðið yrði upp á gönguferðir með leiðsögn. Voru 57%

mjög eða fremur fylgjandi því en 12% andvígir. Þá voru 50% mjög eða fremur sammála því að í

Skaftafelli ætti að vera vönduð sýning en 13% voru ósammála.13 Hins vegar voru 26% mjög eða

fremur sammála því að hafa A la carte veitingastað í Skaftafelli en 37% ósammála. Sömuleiðis

voru 26% fylgjandi því að reisa hótel eða gistiheimili á staðnum en 40% andvígir. Einungis 14%

voru sammála því að stækka minjagripaverslunina en 51% voru þeirri hugmynd ósammála.

Mynd 3.26 „Í Skaftafelli ætti/ættu að vera... “

5

7

8

11

18

9

19

18

39

39

35

34

37

37

31

29

23

22

9

10

22

17

15

4

2

0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100

Stærri minjagripaverslun

Hótel/gistiheimili

A la carte veitingastaður

Vönduð sýning

Gönguferðir með leiðsögn

%

Mjög sammála Fremur sammála Hlutlaus Fremur ósammála Mjög ósammála

13. 7-8% tóku ekki afstöðu til spurninganna og merktu við „veit ekki.“

Page 36: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2018

30

Þegar þessar niðurstöður eru greindar nánar kemur í ljós að ferðamenn frá Asíu voru að jafnaði

helst fylgjandi mögulegum breytingum en Norðurlandabúar síst.

Tafla 3.8 Mjög eða fremur sammála því að í Skaftafelli ætti/ættu að vera... eftir kyni, aldri, markaðssvæðum og ferðamáta

%

ngu

ferð

ir

me

ð le

iðsö

gn

nd

sýn

ing

tel,

gist

ihe

imili

A la

car

te

veit

inga

stað

ur

Stæ

rri m

inja

-

grip

ave

rslu

n

Karl 55 53 29 24 14

Kona 59 49 24 27 14 16-35 ára 56 50 27 27 15

36-55 ára 70 57 22 22 13

> 55 ára 46 43 28 26 12 Norðurlönd 36 30 30 0 0

Mið-Evrópa 33 44 19 16 6

Benelux lönd 69 50 15 15 21

Bretland 62 56 19 9 6

S-Evrópa 64 55 9 10 13

N-Ameríka 59 46 29 38 10

Asía 62 60 50 47 30

Annað 53 43 28 28 18 Eigin vegum 52 49 26 30 12

"Self drive" 65 45 22 17 16

Hópferð 68 63 29 18 18

Meðaltal 57 50 26 26 14

3.21 Álit á bílastæðagjaldi

Þátttakendur voru spurðir hvað þeim þætti um bílastæðagjaldið í Skaftafelli sem var 600 kr á

fólksbíl á því tímabili sem könnunin fór fram. Niðurstaðan er sú að 12% þótti það gjald lágt eða

frekar lágt, 66% hæfilegt en 22% fremur hátt eða hátt. 14

Mynd 3.27 Álit á bílastæðagjaldi í Skaftafelli

600 kr á fólksbíl

3%9%

66%

15%

7%Lágt

Frekar lágt

Hæfilegt

Frekar hátt

Hátt

14

9% tóku ekki afstöðu til spurningarinnar og merktu við „veit ekki.“

Page 37: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 Atferli og viðhorf til þjónustu

31

Um 46% Norðurlandabúa þótti gjaldið fremur hátt eða hátt, 32% gesta frá Suður-Evrópu en

einungis 10% ferðamanna frá Norður-Ameríku.

Tafla 3.9 Álit á bílastæðagjaldi í Skaftafelli

eftir kyni, aldri, markaðssvæðum og ferðamáta

% Lágt Frekar

lágt Hæfi-legt

Frekar hátt

Hátt

Karl 3 5 71 14 7

Kona 3 11 63 17 6 16-35 ára 4 9 64 17 6

36-55 ára 1 7 68 15 9

> 55 ára 3 10 79 5 3 Norðurlönd 0 23 31 23 23

Mið-Evrópa 0 18 56 21 5

Benelux lönd 0 6 81 13 0

Bretland 0 3 83 8 6

S-Evrópa 2 3 63 22 10

N-Ameríka 7 6 77 8 2

Asía 4 11 60 18 7

Annað 3 12 62 14 9 Eigin vegum 4 8 65 15 8

"Self drive" 4 9 71 13 3 Hópferð 0 9 67 18 6

Meðaltal 3 9 66 15 7

3.22 Mæla með Skaftafelli

Erlendur ferðamennirnir voru spurðir hvort þeir ætluðu að mæla með Skaftafelli við aðra. 99%

þeirra sem afstöðu tóku ætluðu að mæla með staðnum en 1% ekki.15 Verður það að teljast býsna

afgerandi niðurstaða og jákvæð.

Mynd 3.28 Mæla með Skaftafelli við aðra?

99%

1%

Nei

15. 1,2% tóku ekki afstöðu til spurningarinnar og merktu við "veit ekki."

Page 38: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna
Page 39: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna

VIÐHENGI

Skaftafellskönnunin 2017-2018 (á ensku)

Page 40: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna
Page 41: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna
Page 42: Erlendir vetrarferðamenn í Skaftafelli 2017-2018 · Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna