cross 18 03 2016

8
Crossfit FRÉTTATÍMINN Helgin 18.–20. mars 2016 www.frettatiminn.is Hugmyndin var að búa til hreinni vörur en aðrir, að hafa ekki mikið af sætuefnum eða efnum sem við þekkjum ekki. 8 Annie Mist Þórisdóttir Ég elska Crossfit! Ómar R. Valdimarsson breytti um lífsstíl fyrir þremur árum og hóf að stunda Crossfit þegar vigtin sýndi 99,9 kíló. Hann hefur misst 20 kíló og hefur nú næga orku til að sinna börnum sínum. 2 Mynd | Rut

Upload: frettatiminn

Post on 26-Jul-2016

239 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Lifestyle, health, Fréttatíminn, Iceland

TRANSCRIPT

Page 1: Cross 18 03 2016

CrossfitFRÉTTATÍMINN

Helgin 18.–20. mars 2016www.frettatiminn.is

Hugmyndin var að búa til hreinni vörur en aðrir, að hafa ekki mikið af sætuefnum eða efnum sem við þekkjum ekki. 8Annie Mist Þórisdóttir

Ég elska Crossfit!Ómar R. Valdimarsson breytti um lífsstíl fyrir þremur árum og hóf að stunda Crossfit þegar vigtin sýndi 99,9 kíló. Hann hefur misst 20 kíló og hefur nú næga orku til að sinna börnum sínum. 2

Mynd | Rut

Page 2: Cross 18 03 2016

2 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016

Crossfit

NÁNAR Á FACEBOOK TERRANOVA HEILSA

Terranova stendur fyrir gæði, hreinleika og hámarks virkni. Inniheldur engin fylliefni, bindiefni eða önnur

aukaefni. Terranova - bætiefnin sem virka.Fæst í fl estum heilsuvörubúðum, apotekum, Ly� u og í Nettó

Til að ná hámarks árangri er afar mikilvægt að huga vel að

næringu líkamans. Vörurnar frá Terranova hafa hjálpað mér að ná

lengra, ég finn að líkaminn er mun fljótari að jafna sig eftir æfingar

sem er afar mikilvægt við stífa þálfun.

SIGURJÓN ERNIR STURLUSON, MA NEMI Í ÍÞRÓTTAFRÆÐI VIÐ HÍ.

Sigurjón var sigurvegari Þrekmótaraðarinnar 2015 í karlaflokki

HÁMARKS VIRKNI HÁMARKS ÁRANGUR

fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr

Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr, snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin

Ögurhvarfi 2 | 203 Kópavogur | sími 577 6000 | garmin.is

toppaðu

gærdaginnfenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr

GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is

ÁR

NA

SY

NIR

Kíkið á verðin eftirtollalækkunÆfingapeysa, hálfrennd

6.990 kr.

íþróttafatnaðurstærðir 36-46

Crossfit er fyrirtæki sem var stofnað árið 2000 en rætur þess liggja lengra aftur í tímann þegar stofnandi þess, Greg Glassman, var unglingur sem æfði fimleika. Eins og margir jafnaldrar hans í íþróttinni vildi Greg verða sterkari og hann komst að því að með því að nota ketilbjöllur og lóð varð hann sterkari en fimleikamenn sem unnu aðeins með líkamsþyngd sína. Greg hafði áhuga á mörgum íþróttum og þá sérstaklega hjól-reiðum. Hann gerði sér að leik að því að keppa við vini sína í hinum ýmsu íþróttum og komst að því að vinir hans gátu unnið hann í einstökum greinum, en enginn gat sigrað hann í öllum. Hann fór því að velta fyrir sér hver fórnarkostnaðurinn væri við að sérhæfa sig aðeins í einni grein og sú spurning er kjarninn í Crossfit æfingakerfinu sem leggur áherslu á fjölbreytni og fjölhæfni.

Ómar R. Valdimarsson byrjaði að æfa crossfit fyrir rúmum þremur árum og hefur gjörbreytt lífi sínu.

Crossfit hefur notið mikilla vinsælda hérv á landi síðustu ár, ekki síst eftir frábæran árangur þeirra Annie Mistar Þórisdóttur og Katrínar Tönju Davíðs-dóttur á Heimsleikunum. Það eru þó ekki allir sem stefna á heimsyfirráð í greininni því fjöldinn allur af Íslend-ingum stundar Crossfit sér til ánægju og yndisauka.

Einn þeirra er Ómar R. Valdimars-son, tæplega fertugur fjölskyldufaðir í Garðabæ. Ómar starfar sem blaða-maður hjá Bloomberg-fréttaveitunni og er auk þess héraðsdómslögmaður. Fyrir rúmum þremur árum ákvað hann að taka líf sitt til endurskoðunar.

„Þá var ég bara orðinn spikfeitur. Ég steig á vigtina og var orðinn 99,9 kíló og ákvað að ég ætlaði ekki að verða hundrað. Ég var ekki í formi, var þreyttur og það var slen í mér. Ég hugsaði með mér að þetta gengi ekki upp og bað því um að fá byrj-endanámskeið í Crossfit í jólagjöf frá systrum mínum,“ segir Ómar sem tók æfingarnar strax föstum tökum. Hann kveðst reyndar hafa passað sig á að stíga ekki strax aftur á vigtina. „Ekki fyrr en ég var nokkuð viss um að ég

hefði lést talsvert. En svo hef ég tekið af mér tuttugu kíló á þessum rúmu þremur árum. Það sem hefur gerst líka er að ég fór að borða öðruvísi. Það kemur svolítið sjálfkrafa þegar maður fer að æfa oft.

Ég æfði fyrst þrisvar í viku. Síðan tók ég mataræðið í gegn, dró úr ein-földum kolvetnum og fór að borða minna brauð og hvítt pasta. Ég hætti samt ekkert alveg að borða þetta. Þeg-ar ég svo fjölgaði æfingunum upp í 5-6 þá fór mikið að gerast. Þá fór maður að sjá árangur í speglinum.“

Og þú ert ekkert að róast, ekkert á leiðinni að hætta?

„Nei, ég elska crossfit, það er ekkert öðruvísi.“

Þó Ómar hafi viljað léttast þegar hann byrjaði í Crossfit var önnur und-irliggjandi ástæða.

„Ég fann bara að ég þyrfti að gera þetta. Ég er enn tiltölulega ungur og er með ung börn sem krefjast orku. Maður þarf að geta leikið sér með þeim. Ég vildi bara geta haldið á ein-um krakka og kannski tveimur Bónus-pokum án þess að vera alveg búinn á því.“

Er ekkert erfitt að finna tíma fyrir æfingarnar?

„Nei, það er nú það sem er svo brilljant að þetta er alla jafna ekki nema um klukkutími sem fer í æfing-

Ætlaði ekki að verða hundrað kíló

Hvaðan kemur Crossfit?

Page 3: Cross 18 03 2016

|3fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016

Crossfit

Ef þér finnst þetta erfitt þá er það af því

það á aðvera erfitt.Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.

Hver sem íþróttin er, markmiðið er alltaf að verða betri. Hleðsla er íþróttadrykkur úr náttúrulegum íslenskum hágæðapróteinum sem byggir upp vöðvana. Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur. hledsla.is

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/MSA

790

53 0

3/16

Katrín Tanja DavÍÐsdÓttir, afrekskona í Crossfit

Hraustasta kona heims 2015

1. Aukin matarlystÞú brennir mikið af kaloríum á góðri Crossfit æfingu og mátt því búast við aukinni matarlyst. En þá er mikilvægt að halda sig við holla fæðu og forðast að borða of mikið af kol-vetnaríkri fæðu.

2. HarðsperrurMargar Crossfit æfingar eru ólíkar hefðbund-inni hreyfingu eins og hlaupum eða hjólreið-um, svo þú mátt búast við miklum harðsperr-um til að byrja með. Til að koma í veg fyrir of miklar harðsperrur er nauðsynlegt að teygja vel eftir æfingu og nota rúllur og bolta til að teygja og nudda vöðva.

3. Nýir vinir Crossfit samfélagið er vinalegt og opið og fljótlega áttu eftir að eignast nýja vini sem þú hittir á æfingum. Það góða við alla þessa nýju vini er fé-lagsskapur á æfingum og það eykur líkur á að maður mæti vel á æfingar.

4. Stigið út fyrir þægindahringinnÞú átt eftir að læra fullt af nýjum æf-ingum og gera hluti sem þú hefur aldrei gert áður. Gerðu ráð fyrir að sumt af þessu muni vera óþægilegt í fyrstu en það er hluti af ferlinu og áður en þú veist er þetta ekk-ert mál.

5. Þú ert ekki best/ur Það er mikilvægt að átta sig á því að þegar maður er byrjandi þá líður manni eins og allir hinir séu miklu betri. Þá er best að hugsa um að maður sé að keppa við sjálfan sig en ekki hina, auk þess sem markmiðið er að klára æfinguna ekki til að sigra í ein-hverri keppni.

una. Þetta er orðið hluti af rútínunni hjá mér. Þú labbar inn, ferð í föt og þér er sagt hvað þú átt að gera. Þú æfir, teygir og svo er sturta. Þetta rúmast í hádegismatnum hjá velflestum,“ segir Ómar sem sjálfur æfir í CrossFit Reykjavík.

Ómar segir jafnframt að góður andi sé meðal þeirra sem æfa Crossfit. „Þetta er samfélag. Maður hittir fólk daglega sem verður vinir og kunningj-ar manns. Æfingarnar eru líka settar þannig að allir vinna að sama marki. Þegar einn klárar hvetur hann hina áfram. Það verður eitthvað sérstakt „kemestrí“ þarna sem ég hef ekki upp-lifað áður.“

Það er stundum grínast með fólk í crossfit og sumir vilja meina að þetta sé eins og sértrúarsöfnuður...

„Já, það er hárrétt, þetta er eins og sértrúarsöfnuður. En svona söfn-uður, sem lætur fólk taka upp bætta lífshætti getur ekki verið annað en já-kvæður.“

Ómar kveðst aðspurður hafa próf-að að keppa í Crossfit einu sinni eða tvisvar. „Og svo hef ég tekið þátt í Open sem er haldið árlega. Það er gaman að staðsetja sig og mæla pers-ónulegan árangur en ég hef ekki metnað fyrir því að keppa í Crossfit. Það er ágætt að láta Annie Mist og Katrínu Tönju um það.“ | hdm

Ómar R. Valdimarsson æfir Crossfit 5-6 sinnum í viku. Hann segir að æfingarnar séu orðnar hluti af rútín-

unni hjá sér.

Mynd | Rut

5 atriði sem breytast þegar þú byrjar í Crossfit

Page 4: Cross 18 03 2016

5 HITAEININGAR, ANDOXUNAREFNI OG NÁTTÚRULEG SÆTUEFNI

Þetta meikar ekki sens

BAI ERU BRAGÐGÓÐIR DRYKKIR MEÐ MJÖG LÁGAN SYKURSTUÐUL. SPENNANDI BRAGÐTEGUNDIR. KITLAÐU BRAGÐLAUKANA OG SVALAÐU ÞORSTANUM MEÐ GÓÐRI SAMVISKU.

OFURFÆÐAÚR ÁVÖXTUM OG GRÆNMETIFruit and Greens frá NOW er samansafn af því besta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Berin, ávextirnir, grænmetið og græna fæðan eru sneisafull af andoxunarefnum og gefa þér vítamín, steinefni og trefjar. Þessi blanda hjálpar þér að viðhalda heilsusamlegu sýrustigi með einföldum hætti.

INNIHELDUR 37 EINSTAKLEGA NÆRINGARRÍK MATVÆLIBASÍSK FÆÐABERJABRAGÐGLÚTENFRÍHENTAR GRÆNMETISÆTUM

INNIHELDUR 37 EINSTAKLEGA NÆRINGARRÍK MATVÆLIBASÍSK FÆÐABERJABRAGÐGLÚTENFRÍHENTAR GRÆNMETISÆTUM

Page 5: Cross 18 03 2016

ActiPatch® er verkjalausn fyrir þá sem þjást af krónískum bólgum og verkjum, flýtir fyrir bata eftir aðgerðir og meiðsli. ActiPatch® gefur frá sér rafsegulsbylgjur sem dreifa staðbundinni bólgu og verkjum út í líkamann þannig að líkaminn er fljótari að vinna á þeim. Fæst í apótekum.

ON/OFF takki • Klíniskar rannsóknir

720 klstvirkni

®

VIÐ KRÓNÍSKUM BÓLGUMVeRKjALAUSN áN LyFjA

RAFSeGULSByLGjUR

ActiPatch®af krónískum bólgum og verkjum, flýtir fyrir bata eftir aðgerðir og meiðsli. gefur frá sér rafsegulsbylgjur sem dreifa staðbundinni bólgu og verkjum út í líkamann þannig að líkaminn er fljótari að vinna á þeim.

ON/OFF

VIÐ KRÓNÍSKUM BÓLGUMVeRKjALAUSN

FyRIR HNÉ FyRIR BAK FyRIR VÖÐVA OG LIÐI

Page 6: Cross 18 03 2016

Mobility á ÍslandiBækurnar hans Dr. Kelly Starret (Sjúkraþjálfari og eigandi af Crossfitstöð í USA)Becoming a supple Leopard second edition- kynningarverð á 8.500 kr.Ready to run - kynningarverð á 5.500 kr.

Bolti (120 mm) frá Rogue Fitness hannaður af Dr. Kelly Starret - kynningarverð á 8.750 kr.

Energetix ehf. | [email protected] | s: 866 1288 | /Mobility-á-Íslandi

Unnið í samstarfi við MS

Á undanförnum árum hafa vin-sældir skyrs á Íslandi aukist til muna og íslenskir neytendur verið duglegir að kalla eftir

nýjum og spennandi bragðtegundum án viðbætts sykurs.

Mikið starf hefur verið lagt í vöru-þróun hjá Mjólkursamsölunni sem hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur undanfarin misseri sett á markað nokkrar nýjar bragðtegundir í Skyr.is línunni. Tvær nýjustu bragðtegundir eru annars vegar með dökku súkkulaði og vanillu og hin er sannkölluð sítrónusæla sem svipar til sítrónuostaköku. Það sem nýju bragðtegundir eiga sameiginlegt er að þær eru kolvetnaskertar, próteinríkar og fitulausar.

Hver dós inniheldur innan við 5 g af kolvetnum í hverjum 100 g og því óhætt að segja að Skyr.is flokkurinn sé frábær valkostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna og hentar fullkomlega sem morgunmatur eða millimál. Það er auðvelt að þekkja kolvetnaskerta skyrið frá öðrum tegundum en þú þekkir það á rauðu röndinni sem liggur niður eftir dósinni og glæru lokinu. Kynntu þér málið betur á ms.is/thittervalid – því þitt er valið!

Kolvetnaskert Skyr.is – glært lok og rauður borðiFrábær valkostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna.

Unnið í samstarfi við Crossfit Kötlu

Crossfit er bæði skemmtilegt og erfitt. Það er fjölbreytt og þú ert ekki alltaf að gera það sama. Ég segi gjarnan

að það að stunda crossfit sé eins og að leika sér, nema bara aðeins erfiðara,“ segir Þórður Daníel Ólafs-son, yfirþjálfari í Crossfit Kötlu.

Crossfit Katla er hluti af Reebok líkamsræktarstöðinni í Holtagörð-um. Þórður hefur verið yfirþjálfari í stöðinni síðan í haust og segir að töluvert af nýju fólki hafi bæst við að undanförnu. „Það er líka ýmislegt í bígerð hjá okkur, nýir þjálfarar eru að koma inn og við erum að poppa stöðina aðeins upp,“ segir hann.

Þórður byrjaði sjálfur að stunda crossfit árið 2010. „Ég hef alltaf æft mikið en hef alltaf fengið leið á því sem ég hef verið að æfa. Þá hef ég hætt og byrjað á einhverju öðru. Ég lenti í alvarlegum hnémeiðslum og crossfitið hefur hentað mér vel eftir það. Þar fékk ég kennslu við að beita mér rétt og náði að byggja upp styrk aftur. Í kjölfarið gat ég farið að gera hreyfingar sem ég gat ekki áður og þá fór ég að skilja betur muninn á því að byggja upp stoðkerfið og að pumpa fyrir framan spegilinn,“ segir hann.

Þórður segir að sér finnist líka frá-bært við crossfitið að þegar maður mæti sé þjálfarinn tilbúinn með æfingu og þér sé kennt að gera allar hreyfingarnar. „Æfingarnar eru bæði mjög fjölbreyttar og svo ertu í hópi af fólki. Það verður skemmtilegra en að fara bara einn í ræktina með heyrnartól á hausnum.“

Þórður bjó um nokkurra ára skeið í Kongsvinger í Noregi og þar opnaði hann sjálfur Crossfit-stöð. „Ég var að vinna sem smiður fyrst um sinn þarna úti en fór að gæla við þetta á meðan ég var í feðraorlofi. Stöðin

Crossfit er eins og að leika sér, bara aðeins erfiðaraÞórður Daníel, yfirþjálfari í Crossfit Kötlu, hefur stundað crossfit í sex ár og rak um tíma eigin stöð í Noregi.

Þórður Daníel og hans fólk í Crossfit Kötlu bjóða upp á æfingar á morgnana, í hádeginu og á kvöldin.

Mynd/Hari

gekk mjög vel og þegar við fluttum heim keypti samstarfskona mín hana af mér.“

Í Crossfit Kötlu eru æfingar á morgnana, í hádeginu og síðdegis. Svo er sameiginleg æfing fyrir alla á laugardögum klukkan tíu og á sunnudögum eru að hefjast svo-kallaðir „Hetju-sunnudagar“. Ný byrjendanámskeið hefjast fyrsta mánudag hvers mánaðar.

„Við lengdum byrjendanámskeiðin í fjórar vikur. Þá fær fólk góðan tíma til að kynnast þumalputtareglunum í styrktarþjálfun og læra að beita líkamanum rétt og aðlagast meira álagi. Fólk þarf að læra á þetta áður en við getum farið að auka álagið.“

Glært lok

Rauðurborði

WODWorkout Of The Day, eða æfing dagsins. AMRAPAs Many Rounds As Possible eða As Many Reps As Pos-sible. Eins margar umferðir af æfingum og mögulegt er á tilteknum tíma.

BUY IN / BUY OUTÆfing sem þarf að klára áður en WOD hefst (buy in) eða eftir að því lýkur (buy out).

TABATAÆfing framkvæmd í 20 sekúndur án þess að stoppa, svo 10 sekúndur í hvíld, 8 umferðir.

ChipperYfirleitt löng æfing, saman-sett af mismunandi æfingum sem þarf að framkvæma í ákveðinni röð og stundum með tímamörkum. HEROESCrossfit-æfingar sem eru nefndar eftir hermönnum, lögreglumönnum og slökkvi-liðsmönnum – konum og körlum sem hafa látist við störf. Dæmi: JT, Murph, Badger... GIRLSEinn flokkur æfinga heitir kvenmannsnöfnum, t.d. Fran, Annie, Nancy, Angie og Grace og eru æfingarnar

nefndar eftir öflugum Cross-Fit iðkendum. BENCHMARKViðmiðunaræfingar sem hafa ákveðin heiti, til að mynda „GIRLS“, „HEROES“ og „CROSSFIT TOTAL“ Dæmi: Fight Gone Bad, Filthy Fifty, Nasty Girls… DEATH BY…Æfing þar sem gerð er 1 endurtekning af æfingu á fyrstu mínútunni, tvær endurtekningar á 2. mínútu, 3 á þeirri þriðju o.s.frv. þar til þú nærð ekki að klára fjölda endurtekninga lengur. Heimild: Crossfitaustur.com

OrðabókinÞað er ekki fyrir leikmenn að skilja hvað viðgengst á Crossfit-æfingum. Hér er listi yfir nokkur hugtök og skammstafanir.

6 | fréttatíminn | HELGIN 18. MARS–20. MARS 2016

Kynningar | Crossfit AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 7: Cross 18 03 2016

Unnið í samstarfi við Compression.is

Þessar vörur eru mjög vin-sælar hjá Crossfit-fólki og öðru fólki sem æfir mjög stíft,“ segir Guðrún Kristín

Guðmannsdóttir hjá Compression.is um Zero Point Compression vörurnar.

Fjöldinn allur af íþróttafólki í fremstu röð notar Compression-vörur til að bæta árangur sinn. Guðrún segir að fólk finni mikinn mun á sér við notkun, Compress-ion-vörur flýti endurheimtunni (e. Recovery) og minnki til að mynda líkur á harðsperrum og fótapirringi.

Hjá Compression.is er gott úrval af Zero Point-vörum en þær eru finnskar hágæðavörur.

Power Compression fatnaður styður við vöðvana og dregur úr titringi í vöðvum. Compression fatnaður eykur blóðflæði og dregur úr myndun mjólkursýru.

Þá er einnig gott úrval af sokkum; Intense-sokkar fyrir hvers kyns líkamsrækt og íþróttaiðkun, Merino-ullarsokkar sem henta vel fyrir líkamsrækt utandyra og Hybrid Silver-sokkar sem eru hannaðir með vinnu, ferðalög og létta líkamsrækt í huga. Þeir hjálpa til við að koma í veg fyrir bjúgmyndun á fótum ásamt því að koma í veg fyrir og losa við bein-himnubólgu.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni Compression.is.

Hágæða vörur sem bæta árangurinnZero Point Compression vörur styðja við vöðva íþróttafólks og flýta endurheimtu eftir æfingar.

Helstu kostir Zero Point Compression• Aukið blóðflæði• Með auknu blóðflæði kemst aukið súrefni til vöðvanna• Minnkar líkur á tognun og minni harðsperrur• Minnkar uppsöfnun á mjólkursýru í vöðvum á meðan æfingu stendur• Aukin orka, frammistaða og bata (e. Recovery)• Minnkar hættu á meiðslum og beinhimnubólgu

Unnið í samstarfi við Vistor

Benecta Sport fæðubótarefnið getur stuðlað að viðgerð og endurheimt í vöðvum sem gerir þá hæfari í næstu átök.

Benecta Sport er sérþróað fyrir íþróttafólk með það að markmiði að stuðla að auknu úthaldi við æfingar. Jafnframt styður Benecta Sport™ við náttúrulega viðgerðarferla í líkamanum, hjálpar til við bólguúr-vinnslu og flýtir fyrir endurheimt eftir æfingar.

Hvernig virkar Benecta Sport? Benecta Sport inniheldur sykrunga (kítínfásykrur) sem unnir eru úr rækjuskel. Þessir sykrungar bindast bólgupróteinum sem myndast við vöðvaáreynslu og stuðla að viðgerð og endurheimt í vöðvum og gerir þá hæfari í næstu átök.

Inntaka á Benecta Sport 30-60 mínútum fyrir æfingar:• Getur hámarkað afköst og dregið

úr álagi• Getur flýtt fyrir árangri• Styður við uppbyggingu vefja• Flýtir endurheimt í vöðvum• Auðveldar sprengikraftsæfingar

Benecta Sport hjálpar meðal annars vöðvum að nýta fitusýrur í stað glúkósa við æfingar:• það dregur úr mjólkursýrumyndun

og kemur í veg fyrir að gengið sé of hratt á glýkógenbirgðir vöðvanna.

Notkun Benecta Sport Benecta Sport er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri.

Skammtar: Taka skal 1-2 hylki 30-60 mínútum fyrir æfingu. Ekki skal taka meira en 2 hylki daglega því of stór skammtur getur dregið úr virkni.

Íþróttamönnum gæti gagnast að taka Benecta Sport daglega, þ.e. einnig á þeim dögum sem ekki eru stundaðar æfingar, því það styrkir bandvefi og getur dregið úr bólgum eftir álag og meiðsli.

Benecta er ekki ætlað þunguðum konum eða einstaklingum með skel-fiskofnæmi.

Rannsóknir og þróunarvinnaBenecta Sport er framleitt af íslenska líftæknifyrirtækinu Genís. Mikil þróunarvinna og áralangar rannsóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekkingu tengdri fram-leiðslu á lyfjum, fæðubótarefnum og lækningatækjum úr rækjuskel. Þróun Benecta Sport hefur staðið yfir undan-farinn áratug í samstarfi við íslenska og erlenda vísindamenn.

Upplýsingar um innihaldsefniHvert hylki inniheldur 300 mg af kítínfásykr-um sem unnar eru úr rækjuskel. Kítinfásykru-blandan er einkaleyfis-varin. Engin aukaefni eru í Benecta Sport.

Íslenskt fæðubótarefni sérþróað fyrir íþróttafólkBenecta Sport er nýtt íslenskt fæðubótarefni sem unnið er úr rækjuskel og er sérþróað fyrir íþróttafólk.

Bólga er náttúrulegur og nauðsynlegur fylgikvilli vefjaskaða. Þegar bólgan hefur unnið sína vinnu tekur við annað ferli sem er kallað bólguúrvinnsla (Re-

solution). Þetta ferli stýrir hjöðnun bólgu og styður við vefjanýmyndun.

Mikil þróunarvinna og áralangar rannsóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekkingu tengdri framleiðslu á lyfjum, fæðubótar-

efnum og lækningatækjum úr rækjuskel.

Fjöldinn allur af íþróttafólki í fremstu röð notar Compression-vörur til að bæta árangur sinn.

Mataræðið er fólki sem stundar Crossfit afar mikil-vægt. Mælt er með að fólk borði kjöt, fisk, egg, græn-meti, ávexti, hnetur og fræ en haldi öðru í lágmarki.

Crossfitfólki er uppálagt að borða hreinan og ferskan mat. Það á að borða reglulega, 5-6 máltíðir á dag, og ekki láta líða of langt á milli máltíða. Í hverri máltíð skulu vera kolvetni, prótein og holl fita. Crossfitfólk skal borða hóflega, fá sér einu sinni á diskinn. Góð þumalputtaregla er hnefastærð af próteini, lófi af hollri fitu og hálfur diskur af grænmeti og ávöxtum. Drekka skal vatn reglulega. Þegar fólk svindlar, eins og gerist á bestu bæjum, á að fá sér eitthvað virki-lega gott og njóta þess. Svo skal horfið til fyrri siða.

EggHrein og góð prótínsprengja í morgunsárið sem leggur línuna fyrir daginn.

AvókadóUppfullt af hollri fitu sem að-stoðar lík-amann að viðhalda góðu kól-esteróljafn-vægi. Getur einnig slegið á matar-lystina og þannig forðað fólki frá því að detta í snakkpokann þegar hungrið sækir að. Auk þess inni-heldur avókadó trefjar, kalíum, og C og K vítamín.

RauðrófurBlóðrautt grænmeti nýtur vinsælda enda er það afar trefja- og næringar-ríkt. Rauðrófur innihalda næringar-efni sem hjálpar vöðvunum að nýta súrefni betur við áreynslu. Þar að auki innihalda rauðrófur andoxun-arefni.

GrænkálEkki þarf nema einn bolla af græn-káli til að mæta dagsþörf fyrir A-, C- og K-vítamín. Auk þess sem það inniheldur ákveðin andoxunarefni sem bæta sjónina.

LaxStútfullur af Omega-3 fitusýrum sem kemur í veg fyrir ýmsa sjúk-dóma, eins og hjartasjúkdóma, krabbamein og þunglyndi. Rann-sóknir hafa sýnt að fitusýrur í laxi geta dregið úr harðsperrum og jafnvel stutt við vöxt vöðva. Auk þess má finna prótein, D-vítamín og B12 vítamín í laxi.

MöndlurSneisafullar af próteini, góðum fitusýrum, trefjum, vítamíni og steinefnum.

Svona borðar Crossfit-fólk

|7fréttatíminn | HElGIn 18. MARS–20. MARS 2016

Kynningar | Crossfit AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 8: Cross 18 03 2016

Kynningar | Crossfit AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

8 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016

Unnið í samstarfi við NorthPort Service ehf

Ég byrjaði að vinna með þeim fyrir þremur árum, skömmu eftir að nutriforce sports var stofnað. nutriforce móðurfyr-

irtækið hefur framleitt fæðubótarefni árum saman,“ segir CrossFitkonan annie mist Þórisdóttir um samstarf sitt við framleiðendur nutriforce sports fæðubótarvörulínunnar.

annie mist fékk að fylgjast með þróun nutriforce sports fæðubótar-efnanna og stendur á bak við þær á heimsvísu. „Hugmyndin var að búa til hreinni vörur en aðrir, að hafa ekki mikið af sætuefnum eða efnum sem við þekkjum ekki. Ég fékk að fara í verksmiðjuna hjá þeim á miami þar sem fæðubótarefnin eru framleidd. og ég fékk túr um allt fyrirtækið. Þar fékk ég að skoða alla framleiðsluna og smakka vörurnar. Ég viðurkenni að sumar þeirra smökkuðust ekki sem best þá en það átti eftir að breytast,“ segir annie mist og hlær.

Í kjölfarið fékk hún að koma sínum skoðunum á framfæri, bæði varðandi bragð og hvað henni fannst vanta eftir æfingar og fleira þess háttar. „Vörulínan var þróuð í samstarfi við íþróttamenn sem eru í samstarfi við nutriforce sports og hún hefur verið í stöðugri þróun á þessum þremur

árum. Ég veit að þessar vörur eru góðar og er ánægð að hafa fengið tækifæri til að vera með þeim frá upphafi. Það er gaman að standa fyrir merki sem maður trúir á sjálfur.“

annie mist segir að innflutningur á vörunum til Íslands hafi byrjað fyrir ári en erfitt hafi verið að fá vörur að utan til að anna eftirspurn í fyrstu. Þá hafi líka tekið sinn tíma að fá öll leyfi.

Vörurnar fást í CrossFit reykjavík og á fleiri CrossFitstöðvum auk net-sölu á www.nutriforce.is.

„Til að byrja með var þetta mest fólk í CrossFit sem notaði þessar vörur enda hugsar það fólk mikið um mataræði og þá skipta góð fæðubót-arefni miklu máli. Þessar vörur henta samt öllum íþróttamönnum og þeim sem vilja ná góðum árangri enda eru þessar vörur með þeim bestu sem þú getur fengið.“

ekki er hægt að sleppa annie án þess að spyrja hana um næstu skref í CrossFitinu. „Æfingarnar ganga vel. Ég er heil og alveg búin að jafna mig eftir að hafa fengið sólsting í fyrra. Ég er mjög spennt fyrir tímabilinu sem er framundan og næsta móti sem er evrópumótið í lok maí. markmiðið er að vinna Heimsmeistaramótið einu sinni í viðbót. nú er komin góð íslensk samkeppni svo það er aldrei að vita nema það verði nokkrar íslenskar stelpur þar á palli.“

Gaman að standa fyrir merki sem maður trúir á sjálfurannie mist Þórisdóttir fylgdist með þróun fæðurbótaefna frá nutriforce sports og stendur á bakvið þau á heimsvísu.

Annie Mist Þórisdóttir æfir af kappi fyrir Evrópumótið í Crossfit. Hún mælir með fæðubótarefnum frá Nutriforce Sports.