bv handbok okt 12

23
Vinnsla barnaverndarmála Handbók fyrir starfsmenn grunnskóla Kristrún G. Guðmundsdóttir Arnar Þorsteinsson

Upload: arnar-borsteinsson

Post on 02-Mar-2016

237 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

BV handbok uppfaerd okt 2012

TRANSCRIPT

Page 1: BV handbok okt 12

Vinnsla

barnaverndarmála Handbók fyrir starfsmenn grunnskóla

Kristrún G. Guðmundsdóttir

Arnar Þorsteinsson

Page 2: BV handbok okt 12

Inngangur

Á námskeiði í barnavernd í Háskóla Íslands haustið 2010 var rætt hversu vel eða illa nýlegar Verklagsreglur skólafólks væru kynntar í grunnskólum. Einnig hvort þær upplýsingar væru skólafólki almennt nægjanlegar þ.e. hvort ekki þyrftu að fylgja með upplýsingar um ferli barnaverndarmála, úrræði og samvinnu barnaverndar og skóla. Vaknaði í þeirri umræðu hugmynd að þessari litlu handbók sem hugsuð er sem almennt upplýsingarit um áðurnefnd atriði.

Handbókin er ætluð starfsmönnum grunnskóla Reykjavíkur og því er einkum fjallað um vinnulag og úrræði Barnaverndar Reykjavíkur.

Reynt er að haga uppsetningu handbókarinnar þannig að með einum músarsmelli megi nálgast nánari upplýsingar sem og þær heimildir sem byggt er á.

Drög að handbókinni voru unnin á námskeiðinu Barnavernd: Vinnulag og samstarf, haust 2010.

Endurskoðað haust 2012.

Myndir: Af www.flicker.com með opnu höfundarleyfi (CC) og Clipart.

Page 3: BV handbok okt 12

Hvers vegna barnavernd?

Markmið Barnaverndarlaga er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi

aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái

nauðsynlega aðstoð.

Leitast skal við að ná markmiðum laganna með því að styrkja fjölskyldur í

uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum

þegar það á við. (1)

Vandamál í barnavernd

„Þegar skilgreina á misnotkun eða vanrækslu á börnum mætum við þeim stóra vanda að ekki eru til almenn viðurkennd viðmið um

hvað er fólki skaðlegt.“

(Kjersti Ericsson, 1994)

Page 4: BV handbok okt 12

Réttindi barnsins

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (1992) Allar ráðstafanir eða ákvarðanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar

á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst

Virða á ábyrgð, skyldur og réttindi foreldra til að veita börnum sínum leiðsögn og stuðning í samræmi við þroska þeirra

Í Barnaverndarlögunum (80/2002) er ýmislegt úr barnasáttmálanum svo sem réttur barns til verndar

gegn ofbeldi og vanrækslu, réttur til að fá upplýsingar, tjá sig og hafa áhrif á ákvarðanir sem varða það sjálft

kemur fram að börn í dag hafa meiri réttindi en áður, eru sýnilegri í vinnslu mála auk þess sem mikil áhersla er nú lögð á samvinnu við börn og foreldra

Page 5: BV handbok okt 12

Verklagsreglur skólafólks

Þar er ætlast til að starfsmenn skóla meti hvort ástand, líðan eða umönnun barns sé þannig háttað að tilkynna eigi um það til Barnaverndar. Nauðsynlegt er að þekkja þessar reglur og kynna þær vel innan skólans.

Að draga úr hlutdrægni

„Margar áhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka hlutdrægni ganga út á að taka inn í myndina önnur sjónarhorn.“

(Munro, 2008)

Page 6: BV handbok okt 12

Hvað ber að tilkynna: SOF-kerfið (2)

Grun eða vissu um vanrækslu, ofbeldi eða að barn stefni heilsu sinni og þroska í hættu. SOF-skilgreiningar- og flokkunarkerfið er að finna aftast í Verklagsreglum skólafólks er notað af öllum barnaverndarnefndum landsins er mjög gott til að styðjast við þó svo hvert tilvik verði á endanum að

meta sjálfstætt

Misfellur á umönnunar og uppeldisskilyrðum barna skiptist í tvo megin flokka, ofbeldi og vanrækslu.

Vanrækslu er skipt í:

líkamlega vanrækslu vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit vanrækslu varðandi nám tilfinningaleg/sálræn vanrækslu

Ofbeldi er skipt í: tilfinningalegt/sálrænt ofbeldi líkamlegt ofbeldi kynferðislegt ofbeldi

Page 7: BV handbok okt 12

Tilkynningaskylda

Tilkynningarskylda þeirra sem afskipti hafa af börnum: Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. /.../ Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta.(3) Tilkynna skal um grun, ekki aðeins staðfestar sannanir starfsmenn barnaverndar meta hvort grunur sé nægilega rökstuddur

og taka ákvörðun um frekari könnun í framhaldi af því. Tilkynna skal í nafni stofnunarinnar og á ábyrgð hennar stofnunin nýtur ekki nafnleyndar og heldur ekki einstaka starfsmenn

kjósi þeir að tilkynna í eigin nafni

oftast eðlilegt að tilkynna fyrir milligöngu Nemendaverndarráðs

Hvenær á að tilkynna?

„Hafi maður áhyggjur af umönnun barns og vill vísa málinu annað, á

að snúa sér til barnaverndar.“

(Killén, 1991)

Page 8: BV handbok okt 12

Upphaf barnaverndarmáls Eftir að tilkynning berst hefur Barnavernd sjö daga til að ákveða hvort ástæða sé til að kanna málið. rökstuddur grunur þarf að liggja fyrir sé ákveðið að kanna málið telst það barnaverndarmál sú ákvörðun er kynnt foreldrum en öðrum ekki nema með samþykki

viðkomandi

Málsmeðferð í barnaverndarmálum

Sé ákveðið að kanna málið skal sú könnun að jafnaði taka þrjá og ekki meira en fjóra mánuði. afla skal nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns og meta

þörf fyrir úrræði (4) könnun er ekki háð samþykki foreldra það er skylda að veita barnavernd upplýsingar

Ef aðstæður barns teljast viðunandi að lokinni könnun ber að loka málinu. Annars eru settar fram tillögur að úrræðum.

Hverju skilar þverfagleg samvinna? „Hópar þurfa að vera meðvitaðir um „hóphugsun“ og stíga það skref að hvetja til gagnrýninnar hugsunar þannig að allar upplýsingar sem eru til staðar nýtist.“

(Munro, 2008)

Page 9: BV handbok okt 12

Trúnaðarskylda Barnaverndar

Grunnreglan sú að allar nauðsynlegar upplýsingar berist Barnavernd en

engar berist frá þeim

nema með samþykki þess sem málið varðar!

Árið 2011 voru eftirfarandi breytingar gerðar á barnaverndarlögum (2002):

„Barnaverndarnefnd ber einnig að staðfesta við tilkynnanda að tilkynning hafi borist og gefa almennar upplýsingar um málsmeðferð vegna tilkynningar.“ (9) „Barnaverndarnefnd skal ætíð meta þörf á samstarfi við aðra aðila við gerð og framkvæmd áætlunar. Sérstaklega ber að meta þörf á samstarfi við þá sem vinna með málefni viðkomandi barns /... / Ef barnaverndarnefnd telur hagsmuni barns kalla á samstarf við þessa aðila ber nefndinni að leggja áherslu á að afla samþykkis foreldra til að samstarfi verði komið á.“ (10) „(H)eimilt sé að láta aðilum, sem vinna með mál viðkomandi barns /.../ í té upplýsingar um líðan barns eða meðferð máls ef það er talið nauðsynlegt vegna hagsmuna barnsins.“ (11)

Page 10: BV handbok okt 12

Málsmeðferð (5)

Skal gerð að lokinni könnun, í kjölfar greinargerðar, er skrifleg og til ákveðins tíma. Samvinna við foreldra og eftir atvikum barn sem orðið er 15 ára Hverjir eiga að taka þátt í áætlanagerðinni? barnið, foreldrar og samstarfsaðilar barnavernd á að hafa frumkvæði að því að koma á samstarfi við aðra

aðila skóli taki þátt í áætlunargerð sé hann hluti þeirra úrræða sem stefnt

er að?

Bætt samstarf?

„Í daglegu starfi sínu eru barnaverndarstarfsmenn oft gagnrýndir fyrir að vinna ekki nægilega með öðrum sem sinna barninu, svo sem skóla eða heilsugæslu.

Ef til vill gæti það verið liður í að bæta samstarfið milli þessara aðila ef t.d. fulltrúi skólans tæki virkari

þátt í ákveðnum hluta áætlunarinnar.“

(Anni G. Haugen, 2009)

Page 11: BV handbok okt 12

Barnavernd Reykjavíkur

Eining innan Velferðarsviðs borgarinnar staðsett að Borgartúni 12-14, sími: 411 11 11

netfang: [email protected] forstöðumaður er Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir

Bakvakt starfrækt alla daga utan skrifstofutíma meta hvort tafarlaus aðstoð sé nauðsynleg viðstödd skýrslutöku yfir börnum hjá lögreglunni

112 tekur við tilkynningum utan skrifstofutíma forgangsraðar erindum, skráir upplýsingar og kemur til barnaverndar

Page 12: BV handbok okt 12

Úrræði fyrir börn í Reykjavík (6)

Fjölskylduheimilið Ásvallagötu faglegt sérúrræði Barnaverndar Reykjavíkur með rými fyrir 4

unglinga 13-18 ára tímalengd búsetu eitt til fjögur ár

Laugarásvegur – Greining og ráðgjöf heima

þjónusta sem veitt er fjölskyldum á eigin heimili stuðningur og ráðgjöf við uppeldi og umönnun barna tilvísanir frá Barnavernd Reykjavíkur

Skammtímadvöl Álfalandi

starfsrækt fyrir fötluð börn með rými fyrir 6 börn, 12 ára og yngri, nokkra sólarhringa í senn

markmið að létta undir með foreldrum

Skammtímaheimilið Hraunbergi

ýmist nýtt sem skammtíma- eða bráðavistun með rými fyrir 3 unglinga 13-18 ára markmið að tryggja unglingum sem ekki geta dvalið í heimahúsum örugg

uppeldisskilyrði meðan á dvöl stendur

Stuðningsheimili

þrjú heimili hvert með rými fyrir 2 ungmenni 17-20 ára hámarksdvalartími 2 ár

Stuðningurinn heim

þjónusta sem veitt er fjölskyldum á eigin heimili fyrir milligöngu þjónustumiðstöðva

stuðningur og ráðgjöf við uppeldi og umönnun barna

Sumardvöl í sveit

dvöl hluta úr sumri á sveitabæjum fyrir milligöngu þjónustumiðstöðva

Unglingasmiðjur (Tröð Keilufelli og Stígur Amtmannsstíg)

sniðin að þörfum unglinga 13-18 ára meginmarkmið starfsins að efla sjálfstraust og auka hæfni í félagslegum

samskiptum

Vistheimili barna – Laugarásvegi

úrræði í barnaverndarmálum með rými fyrir 7 börn meginmarkmið að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki þeirra með þarfir barnsins

í fyrirrúmi

Page 13: BV handbok okt 12

Almenn úrræði barnaverndar (7)

Stuðningsúrræði leiðbeiningar til barns og foreldra tilsjónarmaður, persónulegur ráðgjafi eða stuðningsfjölskylda viðtöl við ráðgjafa, sálfræðing eða annan fagaðila fjölskylduráðgjöf hjálpa foreldrum við að leita sér aðstoðar hópastarf fyrir börn

Ekki samvinna við barn/foreldra eftirlit með heimili fyrirmæli um aðbúnað

Tvö hlutverk

Vandinn felst meðal annars í tvöföldu hlutverki starfsmannsins, þ.e. að styðja barnið og fjölskyldu þess og að hafa eftirlit með því að aðstæður þess séu viðunandi.“

(Anni G. Haugen, 2010)

Page 14: BV handbok okt 12

Úrræði á vegum Barnaverndarstofu (7)

Barnahús vettvangur samstarfs stofnana sem bera ábyrgð á rannsókn kynferðisbrota

gegn börnum ráðgjöf, rannsóknarviðtöl, skýrslutökur, greining og meðferð

Fjölkerfameðferð (MST)

meðferð veitt á heimili barnsins og í nánasta félagslega umhverfi markhópur: börn og unglingar með alvarlega hegðunarerfiðleika, vímuefnavanda

og afbrotahegðun

Fósturheimili: Tímabundið, varanlegt eða styrkt fóstur

Stuðlar Reykjavík

meðferðar- og greiningardeild (6-8 vikur, 8 pláss) neyðarmóttaka (hámark 14 dagar, 5 pláss)

Langtímameðferðarheimili (17-20 pláss fyrir 13-17 ára)

Háholt Skagafirði Laugaland Eyjafjarðarsveit. Heimili ætlað stúlkum. Lækjarbakki Rangárvöllum

Önnur úrræði

sálfræðiþjónusta fyrir börn sem hafa sýnt af sér óæskilega eða skaðlega kynferðishegðun

hópmeðferð fyrir börn sem hafa búið við ofbeldi á heimili vistheimili að Hamarskoti (fyrir unglinga frá 16 ára aldri sem hafa lokið meðferð á

vegum Barnaverndarstofu)

Page 15: BV handbok okt 12

Skóli – Þjónustumiðstöðvar – Barnavernd

Í nýlegum Verklagsreglum Skóla- og frístundaviðs og Velferðarsviðs Reykjavíkur vegna brota á skólareglum eru settir fram vinnuferlar eftir eðli hvers máls. Markmið verklagsreglnanna er að: skýra ábyrgð einstakra stofnanna Reykjavíkurborgar við vinnslu mála

þar sem vandi nemenda er alvarlegur og fjölþættur. Skapa vinnulag sem tryggir skilvirka samvinnu stofnanna þannig að

hlutverk aðila séu skýr og markmið skilgreind

Reglurnar eru í sex liðum og er sérstaklega tekið fram að allur ferill mála skuli skráður formlega og undantekningarlaust:

A . Verklagsregla um viðbrögð við hegðunar- og samskiptavanda

nemenda

B. Verklagsregla gegn einelti

C. Verklagsregla um viðbrögð við skólasóknar- og ástundunarvanda nemenda

D. Verklagsregla um viðbrögð við lögbrotum á skólatíma og á leið nemenda til og frá skóla og alvarlegum brotum nemenda á skólareglum

E. Líkamleg inngrip í máli nemanda vegna óásættanlegrar og /eða skaðlegrar hegðunar

F. Verklagsregla vegna trúnaðarbrests milli foreldra og skóla

Page 16: BV handbok okt 12
Page 17: BV handbok okt 12

Þjónustumiðstöðvar

Starf þjónustumiðstöðva lýtur meðal annars að: ráðgjöf og stuðningi við starfsfólk skóla, nemendur og foreldra ráðgjöf og stuðningi við skólastarf almennt svo sem vegna

hegðunarvanda, námserfiðleika og ástundunar í námi nýbreytni og þróunarstarfi í skólum

Hverfaskipting þjónustumiðstöðva (yfirlitsmynd):

Árbær

Breiðholt

Grafarholt og Úlfarsárdalur

Grafarvogur

Háaleiti og Bústaðir

Hlíðar

Kjalarnes

Laugardalur

Miðborg

Vesturbær

Um samvinnu

„Samvinna barnaverndar út á við er ekki markmið í sjálfu sér heldur það hvort og hvernig slík samvinna getur skilað sér í betri niðurstöðu fyrir barnið.“

(Bunkholdt og Sandbæk, 1998)

Page 18: BV handbok okt 12

Hlutverk grunnskólans (8)

Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins. Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda

Kennari – barn – foreldri

„Yfirleitt á það við að árangursríkara er að leita skýringa á því sem veldur vandanum en einblína á vandann sjálfan.

(Nanna K. Christiansen, 2010)

Page 19: BV handbok okt 12

Nemendaverndarráð grunnskóla

Hlutverk að skipuleggja þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu,

námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu vera skólastjóra til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um

sérstaka aðstoð við nemendur Nemendaverndarráð skipa skólastjóri, umsjónaraðili kennslu nemenda með sérþarfir, náms- og

starfsráðgjafi og fulltrúar skólaheilsugæslu og sérfræðiþjónustu. Einnig geta fulltrúar frá félagsþjónustu og barnaverndaryfirvöldum sótt

fundi þegar tilefni er til Þurfi nemandi að mati umsjónarkennara á sérstakri aðstoð að halda

vegna fötlunar, sjúkdóms eða námslegra, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleikaskal umsjónarkennari vísa málinu skriflega til skólastjóra sem getur lagt málið fyrir nemendaverndarráð.

Page 20: BV handbok okt 12

Samvinna barnaverndar og grunnskóla

Skráning upplýsinga í grunnskólum Mentor skráningarkerfið mikilvægt að skrá upplýsingar á hlutlausan hátt og veita foreldrum

reglulega upplýsingar bæði um það sem vel gengur og það sem miður fer

Samráðs- og tilkynningafundir hverjir sitja þá og af hverju? markmið funda og tilgangur sé ljóst meginmarkmið alltaf að tryggja að barnið og foreldrarnir fái sem besta

aðstoð Ráð og leiðbeiningar frá barnavernd til skóla?

Hvað hindrar samvinnu?

„Margt bendir til að þær myndir sem við höfum hvert af öðru standi fremur í vegi fyrir samvinnu en áþreifanlegri hindranir.“

(Baklien, 2009)

Page 21: BV handbok okt 12

Heimildir og ítarefni

Ársskýrsla Velferðarsviðs Reykjavíkur (2009) Barnaverndarlög (2002) Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum (2010-2011) Handbók Barnaverndarstofu Heimasíða Barnaverndarstofu Lög um grunnskóla (2008) Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins grunnskólum (2011)

Reglugerð um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd (2004) Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum (2010) Reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins - Styttri útgáfa á barn.is Freydís J. Freysteinsdóttir: Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd (SOF) Verklagsreglur Mennta- og frístundasviðs & Velferðarsviðs Reykjavíkur -þjónusta við grunnskólanema með fjölþættan vanda

Verklagsreglur Mennta- og frístundasviðs & Velferðarsviðs Reykjavíkur – Þjónusta við grunnskólanema með fjölþættan vanda (2012)

Verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna skólafólks til barnaverndarnefnda

Page 22: BV handbok okt 12

Aðrar heimildir

Anni G. Haugen. (2010). Samvinna í barnavernd. Sjónarhorn starfsmanns. Anni G. Haugen. (2009). Samvinna við gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi. Baklien, B. (2009). Skole, barnehage, barneverntjeneste - bilder av ”de andre” hindrer samarbeid. Bunkholdt og Sandbæk. (1998). Praktisk barnevernsarbeid. Ericsson, K. (1994). Í Oppedal, Sandberg og Syse (ritstj.): Barnevernet og barnevernloven. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. (2002). Stefna Fræðsluráðs Reykjavíkur um sérkennslu. Killén, K. (1991). Sveket. Omsorgssvikt er alles ansvar. Munro, E. (2008). Effective Child Protection. Nanna Kristín Christiansen. (2010). Skóli og skólaforeldrar ný sýn á samstarfið um nemandann.

Page 23: BV handbok okt 12

Tilvísanir

(1) Úr 2. gr. Barnaverndarlaga (2) Sbr. Freydís J. Freysteinsdóttir: Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd (3) Úr 17. gr. Barnaverndarlaga (4) Úr 22. gr. Barnaverndarlaga (5) Sjá 23. gr. Barnaverndarlaga (6) Sbr. Ársskýrslu Velferðarsviðs Reykjavíkur (2009) (7) Hér er stuðst við fyrirlestur Steinunnar Bergmann frá 25. nóvember 2010 (8) Sbr. 2. gr. Laga um grunnskóla (9) Bætist við 21. gr. Bvl. (10) Breyting á 23. gr. Bvl. (11) Breyting á 26. gr. Bvl. (12) d. - liður: Samstarf í barnavernd.