ymis ljoð 5

33
Handan ár horfa fjöllin um heima þeirra er lifðu. Mættu þau málið hafa margt gætu eflaust talað. En þau eru þvingunareiðum þrítugra kletta bundin. Hljóðlát á söguna hlusta hulin eilífðarbláma. Grasið grænkar á leiðum gamalla vina og frænda. fyrnist all fas og æði fjöllin yfir þeim vaka. (Indriði G. Þorsteinsson.) Feðraland e Indriða Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur og svalar bárur lauga fjörustein og upp af bláum öldum mistrið stígur og úðans perlur titra á skógargrein og handan yfir hafið til mín flýgur eitt heiðríkt vor sem læknar gömul mein. Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur og svalar bárur lauga fjörustein.

Upload: laulau2012

Post on 28-Oct-2015

85 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

ljóð

TRANSCRIPT

Page 1: ymis ljoð 5

Handan ár horfa fjöllin

um heima þeirra er lifðu.

Mættu þau málið hafa

margt gætu eflaust talað.

En þau eru þvingunareiðum

þrítugra kletta bundin.

Hljóðlát á söguna hlusta

hulin eilífðarbláma.

Grasið grænkar á leiðum

gamalla vina og frænda.

fyrnist all fas og æði

fjöllin yfir þeim vaka.

(Indriði G. Þorsteinsson.)

Feðraland e Indriða

Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur

og svalar bárur lauga fjörustein

og upp af bláum öldum mistrið stígur

og úðans perlur titra á skógargrein

og handan yfir hafið til mín flýgur

eitt heiðríkt vor sem læknar gömul mein.

Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur

og svalar bárur lauga fjörustein.

(Dósóþeus Tímótheusson.)

Kysstu mig vor, þú komst yfir sæinn í dag,

Page 2: ymis ljoð 5

í kvöld er ég hljóður að reika um strætin og torgin. –

Syngdu á fiðluna þína ljúflings lag

langt úti í blámanum týndist að eílífu sorgin.

(Dósóþeus Tímótheusson.)

Ó, undur lífs, er á um skeið

að auðnast þeim, sem dauðans beið,

að finna gróa gras við il

og gleðí hjartað, vera til.

Hve björt og óvænt skugga skil.

Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr.

Mér skilst, hve lífsins gjöf er dýr

að mega fagna fleygri tíð

við fuglasöng í morgun hlíð

og týbrá ljóss um loftin víð.

Og gamaltroðna gatan mín

í geislaljóma nýjum skín.

Ég lít að blómi í lágum reit

og les þar tákn og fyrirheit

þess dags, er ekkert auga leit.

Ég svara Drottinn, þökk sé þér.

Af þínu ljósi skugginn er

vor veröld öll, vort verk, vor þrá

að vinna þér til lofs sem má

þá stund, er fögur hverfur hjá.

(Þorsteinn Valdimarsson.)

Page 3: ymis ljoð 5

Ég kveð þig heitu hjarta.

– Minn hugur klökkur er.

Ég veit, að leið þín liggur

svo langt í burtu frá mér.

Mér ljómar ljós í hjarta,

– sem lýsir harmaský,

þá lífsins kyndla kveikti

þín kynning björt og hlý.

Og þegar vorið vermir

og vekur blómin sín,

í hjartans helgilundum

þá hlær mér minning þín.

(Jón Þórðarson.)

Þau ljós sem skærast lýsa,

þau ljós sem skína glaðast

þau bera mesta birtu

en brenna líka hraðast

og fyrr en okkur uggir

fer um þau harður bylur

er dauðans dómur fellur

og dóm þann enginn skilur.

En skinið loga skæra

sem skamma stund oss gladdi

það kveikti ást og yndi

Page 4: ymis ljoð 5

með öllum sem það kvaddi.

Þótt burt úr heimi hörðum

nú hverfi ljósið bjarta

þá situr eftir ylur

í okkar mædda hjarta.

(Friðrik Guðni Þórleifsson.)

Hvernig sem eilífðar tímarnir tifa,

trúin hún græðir sem vorblærinn hlýr.

Myndin þin, brosið og minningin lifa,

meitluð í huganum svo fögur og skír.

(Friðrik Steingrímsson.)

Hver óttast er lífið við æskunni hlær

sem ærslast um sólríka vegi,

og kærleikur útrás í kætinni fær,

sé komið að skilnaðardegi.

Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm

er verður að hlíta þeim lögum

að beygja sig undir þann allsherjardóm

sem ævina telur í dögum.

Við áttum hér saman svo indæla stund

sem aldrei mér hverfur úr minni.

Og nú ertu genginn á guðanna fund

það geislar af minningu þinni.

(Friðrik Steingrímsson.)

Friðrik Steingrímsson frá Grímsstöðum.

Page 5: ymis ljoð 5

Leiði þig í hæstu heima

höndin drottins kærleiks blíð.

Ég vil biðja Guð að geyma

góða sál um alla tíð.

Öðrum stærra áttir hjarta

æ þín stjarna á himni skín.

Myndin geymir brosið bjarta

blessuð veri minning þín.

(Friðrik Steingrímsson.)

Friðrik Steingrímsson frá Grímsstöðum.

aðkoman var hrikaleg

englar himins flykktust að

englar himins grétu í dag

allt var brotið, hljótt og kyrrt

veröldin sem viti fyrrt

englar himins grétu í dag

sorgin bjó sig heiman að

allt var kyrrt og allt var hljótt

miður dagur varð sem nótt

sorgin bjó sig heiman að

englar himins grétu í dag, í dag

allt var kyrrt og allt var hljótt

öllu lokið furðu fljótt

Page 6: ymis ljoð 5

englar himins grétu í dag, í dag

(KK.)

Lítum yfir farinn veg

heimurinn og ég.

Ágætu samferðamenn,

ég erfiður var og er enn.

Ég feginn fékk að fljóta með,

í Guðs friði ég kveð.

Sá sem fæðist hann deyr.

Það sem var er ei meir.

Í endinum upphafið býr.

Og aftur er heimurinn nýr.

Ég uni glaður við minn hag

í Guðs friði í dag.

(K.K.)

Sum börn sem gestir koma

sólríkan dag um vor

og brosið þeirra bjarta

býr til lítil spor

í hjörtum sem hljóðlaust fela

sinn harm og djúpu sár

við sorginni er bænin svarið

og silfurlituð tár.

Börn Guðs sem gestir koma

gleymum aldrei því.

Page 7: ymis ljoð 5

Í minningunni brosið bjarta

býr hjarta okkar í.

Það gull við geyma skulum

og allt sem okkur er kært,

við vitum þegar birtu bregður

börn Guðs þá sofa vært.

(Bubbi Morthens.)

(Ásbjörn Morthens.)

Þar sem englarnir syngja sefur þú

sefur í djúpinu væra.

Við hin sem lifum, lifum í trú

að ljósið bjarta skæra

veki þig með sól að morgni.

Drottinn minn faðir lífsins ljós

lát náð þína skína svo blíða.

Minn styrkur þú ert mín lífsins rós

tak burt minn myrka kvíða.

Þú vekur hann með sól að morgni.

Faðir minn láttu lífsins sól

lýsa upp sorgmætt hjarta.

Hjá þér ég finn frið og skjól.

Láttu svo ljósið þitt bjarta

vekja hann með sól að morgni.

Drottinn minn réttu sorgmæddri sál

svala líknarhönd

Page 8: ymis ljoð 5

og slökk þú hjartans harmabál

slít sundur dauðans bönd.

Svo vaknar hann með sól að morgni.

Farðu í friði vinur minn kær

faðirinn mun þig geyma.

Um aldur og ævi þú verður mér nær

aldrei ég skal þér gleyma.

Svo vöknum við með sól að morgni.

(Bubbi Morthens)

(Ásbjörn Morthens.)

Veit ekki hvað vakti mig

vil liggja um stund

togar í mig tær birtan

lýsir mína lund

Þessi fallegi dagur

þessi fallegi dagur

Íslenskt sumar og sólin

syngja þér sitt lag

þú gengur glöð út í hitann

inn í draumbláan dag

Þessi fallegi dagur ...

Mávahvítt ský dormar dofið

inn í draum vindsins er það ofið

Page 9: ymis ljoð 5

hreyfist vart úr stað

konurnar blómstra brosandi sælar

sumarkjólar háir hælar

kvöldið vill komast að

Þessi fallegi dagur ...

(Bubbi Morthens.)

(Ásbjörn Morthens.)

Eitt andartak stóð tíminn kyrr,

æddi síðan inn um glugga og dyr,

hreif burt vonir, reif upp rætur.

Einhvers staðar engill grætur.

Hvers vegna hér – menn spá og spyrja.

Spurningar flæða, hvar á að byrja?

Fólkið á þig kallar, Kristur,

kvölin nístir bræður og systur.

Tárin eru leið til að lækna undir

lífið er aðeins þessar stundir

Gangverk lífsins þau látlaust tifa

og við lærum með sorginni að lifa.

(Bubbi Morthens.)

Hve sárt ég sakna þín,

ég sit við legstein þinn

og hugsa um horfna tíð,

Page 10: ymis ljoð 5

hjartans vinur minn.

Sú sannreynd sturlar mig,

að við sjáumst aldrei meir.

Þú gafst mér nýja sál,

sál sem eitt sinn deyr.

Ó, hve sár er dauði þinn,

þú varst eini vinur minn.

Einn ég stari í sortann inn,

með sorgardögg á kinn.

Hve leið og laus við svör

er lífsins gönguför.

Við leyndardómsins dyr,

deyja mennirnir.

(Sverrir Stormsker.)

Ég veit um lind sem ljóðar

svo ljúft að raunir sofna

um lyf sem læknar sárin

og lætur sviðann dofna.

Um lítið blóm sem brosir

svo blítt að allir gleðjast.

Um rödd sem vekur vonir,

þá daprir vinir kveðjast.

Ég þekki gleði góða

Page 11: ymis ljoð 5

sem græðir allt með varma

og sælu er svíkur aldrei,

en sefar alla harma.

Ég veit um stjörnu er vakir

þó vetrarmyrkur ríki,

um ást sem er á verði

þó ástir heimsins svíki.

Það allt sem ég hef talið

er eitt og sama: barnið,

sú guðsmynd björt er gæfan

og græðir jafnvel hjarnið.

Á meðan lífið lifir

það ljós mun aldrei deyja.

Og mannsins björg og blessun

er barnsins stjörnu að eygja.

(Hulda.)

Hver á sér fegra föðurland,

með fjöll og dal og bláan sand,

með norðurljósa bjarmaband

og björk og lind í hlíð,

með friðsæl býli, ljós og ljóð.

svo langt frá heimsins vígaslóð?

Geym, drottinn, okkar dýra land,

er duna jarðarstríð.

Hver á sér meðal þjóða þjóð,

er þekkir hvorki sverð né blóð,

Page 12: ymis ljoð 5

en lifir sæl við ást og óð

og auð, sem friðsæld gaf?

Við heita brunna, hreinan blæ

og hátign jökla, bláan sæ

hún unir grandvör, farsæl, fróð

og frjáls – við yzta haf.

Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,

um eilífð sé þín gæfa tryggð,

öll grimmd frá þinni ströndu styggð

og stöðugt allt þitt ráð.

Hver dagur líti dáð á ný,

hver draumur rætist verkum í,

svo verði Íslands ástkær byggð

ei öðrum þjóðum háð.

Svo aldrei framar Íslands byggð

Sé öðrum þjóðum háð.

(Unnur Benediktsdóttir Bjarklind.)

Heyr, himna smiður,

hvers skáldið biður,

komi mjúk til mín

miskunnin þín.

Því heit eg á þig,

þú hefur skaptan mig,

ég er þrællinn þinn,

þú ert Drottinn minn.

Guð, heit eg á þig,

Page 13: ymis ljoð 5

að græðir mig,

minnst, mildingur, mín,

mest þurfum þín.

Ryð þú, röðla gramur,

ríklyndur og framur,

hölds hverri sorg

úr hjartaborg.

Gæt, mildingur, mín,

mest þurfum þín

helzt hverja stund

á hölda grund.

Set, meyjar mögur,

máls efni fögur,

öll er hjálp af þér,

í hjarta mér.

(Kolbeinn Tumason.)

Ó, leyf mér þig að leiða

til landsins fjalla heiða

með sælu sumrin löng.

Þar angar blóma breiða

við blíðan fuglasöng.

Þar aðeins yndi fann ég

þar aðeins við mig kann ég

þar batt mig tryggða band

því þar er allt sem ann ég,

það er mitt draumaland.

Page 14: ymis ljoð 5

(Jón Trausti.)

Draumalandið e Jón Trausta

Sem afbragðs dreng við þekktum þig,

og þökk og lotning vor,

og miklu fleiri, fjær og nær,

þér fylgja hinstu spor.

Þig faðmi liðinn friður guðs,

og fái verðug laun

þitt góða hjarta, glaða lund

og göfugmennska í raun.

Vér kveðjum þig með þungri sorg,

og þessi liðnu ár

með ótal stundum ljóss og lífs

oss lýsa gegnum tár.

Vér munum þína högu hönd

og hetjulega dug,

og ríkan samhug, sanna tryggð

og sannan öðlingshug.

Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt,

og bjart um nafn þitt er.

Og vertu um eilífð ætíð sæll!

Vér aldrei gleymum þér.

(Jón Trausti.)

Page 15: ymis ljoð 5

Ó, elsku hjartans móðir mín,

svo mild og ljúf og blíð!

Þú bjarti engill blíðu’ og ljóss

á bernsku minnar tíð.

Sú elska var svo heit og hrein

sem himinsólar-bál,

sem ætíð þér úr augum skein

og inn í mína sál.

Sú hönd var æ svo hlý og mjúk

og holl, sem leiddi mig,

sem greiddi’ úr vanda’ og breiddi blóm

á bernsku minnar stig.

Hvert orð þitt var svo yndisríkt

sem engils vögguljóð.

Af hverri hugmynd heilagt ljós

og himnesk gleði stóð.

Mitt ljóð er veikt sem kveinstafs-kvak

og kveðjustundin sár.

En það er hjartans hrygðarljóð

og hjartans þakkartár.

Ó, hjartans móðir, þökk sé þér!

Ég þakka ást og trygð,

hvert augnarblik af alúð fylt

og allri móðurdygð.

Page 16: ymis ljoð 5

Ég vildi’ eg gæti geymt og rækt

þín góðu móðurráð

og sýnt með aldri ávöxt þess,

sem ást þín hefir sáð.

Þín bjarta minning bendir á,

hvar blámar himinn þinn.

Þann himin ljómar heilög von:

Við hittumst annað sinn.

(Jón Trausti.)

Nú grætur sorg mín gengnum vonum yfir,

genginni von, sem fyrrum átti þrótt,

því slíkum dauða drúpir allt sem lifir,

er dagur ljóssins verður svartanótt.

Hið tæra ljóð, það óx þér innst við hjarta,

sem ástin hrein það barst í sál mér inn.

Og nú, þótt dauðinn signi svip þinn bjarta,

þú syngur ennþá gleði í huga minn.

Ó, minning þín er minning hreinna ljóða,

er minning þess, sem veit hvað tárið er.

Við barm þinn greru blómstur alls hins góða.

Ég bið minn guð að vaka yfir þér.

(Vilhjálmur frá Skáholti.)

Mér finnst ég varla heill né hálfur maður

Page 17: ymis ljoð 5

og heldur ósjálfbjarga, því er verr.

Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður

verða betri en ég er.

Eitt sinn verða allir menn að deyja.

Eftir bjartan daginn kemur nótt.

Ég harma það en samt ég verð að segja,

að sumarið líður allt of fljótt.

Við gætum sungið, gengið um,

gleymt okkur með blómunum.

Er rökkvar ráðið stjörnumál.

Gengið saman hönd í hönd,

hæglát farið niður á strönd.

Fundið stað, sameinað beggja sál.

Horfið er nú sumarið og sólin,

í sálu minni hefur gríma völd.

Í æsku léttu ís og myrkur jólin;

nú einn ég sit um vetrarkvöld.

Eitt sinn verða allir menn að deyja.

Eftir bjartan daginn kemur nótt.

Ég harma það en samt ég verð að segja,

að sumarið líður allt of fljótt.

Ég gái út um gluggann minn

hvort gangir þú um hliðið inn.

Mér alltaf sýnist ég sjái þig.

Page 18: ymis ljoð 5

Ég rýni út um rifurnar.

Ég reyndar sé þig alls staðar.

Þá napurt er, það næðir hér

og nístir mig.

(Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,

hnígur að Ægi gullið röðulblys.

Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd,

og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd.

Ég er þreyttur, ég er þreyttur,

og ég þrái svefnsins fró. –

Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró.

Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær.

Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.

Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd,

og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.

Ég er þreyttur, ég er þreyttur,

og ég þrái svefnsins fró.–

Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró.

(Jón frá Ljárskógum.)

Kom, vornótt og syng þitt barn í blund!

Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund

– ég þrái þig

breið þú húmsins mjúku verndarvængi,

væra nótt, yfir mig.

Draumljúfa nótt, fær mér þinn frið,

Page 19: ymis ljoð 5

firr þú mig dagsins háreysti og klið,

ó, kom þú fljótt!

Elfur tímans áfram rennur,

ennþá hjartasárið brennur,

– skapanorn, ó, gef mér stundargrið!

Kom ljúfa nótt,

sigra sorg og harm,

svæf mig við þinn barm,

– svæf glaumsins klið

og gef mér frið,

góða nótt.

(Jón frá Ljárskógum.)

Blítt og rótt

breiðir nótt

blæju um fjöll og voga

Augun þín,

ástin mín,

eins og stjörnur loga.

Sonur kær!

svefninn vær

sígur brátt á hvarma.

Sofðu rótt

– sumarnótt

svæfir dagsins harma.

(Jón frá Ljárskógum.)

Nú ljómar vorsins ljós

Page 20: ymis ljoð 5

um loftin heið og blá,

og allt er þrungið ilm

og ævintýraþrá.

Nú göngum við til skógar

hinn græna mjúka veg,

við stefnum út í ævintýrið,

stúlkan mín og ég.

(Jón frá Ljárskógum.)

Og nú er sól að hníga og gullnir glampar loga,

svo glitri slær á tinda og spegilsléttan sæ.

Í fjarska synda svanir um sólargyllta voga,

silfurtónar óma í kvöldsins létta blæ.

Og núna þegar haustar og hníga blóm og falla,

þá heldur þú í norður og vegir skilja um sinn.

Og ef ég gæti handsamað himinsgeisla alla,

ég hnýtti úr þeim sveiga að skreyta veginn þinn.

Er hamast kaldur vetur og hríðin hvín á

glugga og hauður allt er fjötrað í ramelfd klakabönd,

ég vildi geta sungið úr sál þér alla skugga

og seitt þinn hug á ný inn í vorsins draumalönd.

Og nú er leiðir skiljast og vetur sest að völdum,

þá verður þetta síðasta kveðjuóskin mín.

Að vorið eigi í hjarta þínu völd á dögum köldum

og vefji sínu fegursta skarti sporin þín.

(Jón frá Ljárskógum.)

Page 21: ymis ljoð 5

Manstu’ er himins hátign skær

hló við sundum bláum?

Manstu er léttur ljúflingsblær

lék að grænum stráum?

Manstu ungra álfta söng

úti á fjarðarstraumi?

Manstu er kvöldin ljós og löng

liðu í glöðum draumi?

Allt er þetta eins og fyr.

Arfur dýrra minna

bíður enn við opnar dyr

æskustöðva þinna.

Ennþá byggir Breiðafjörð

blómi kvenna og manna

– um hann heldur helgan vörð

hersveit minninganna.

(Jón frá Ljárskógum.)

Nú er skarð því að skjólið er horfið

er skýldi í bernskunnar tíð

og margt er í minningu sorfið

er markaði gleði og stríð.

Þau gleymast ei gömlu sporin

er gengum við þér við hlið,

um nóttlausu veraldarvorin

við hlýddum á fuglanna klið.

Page 22: ymis ljoð 5

Ég veit að Guð þig mun geyma

þó glitrar mér tár á kinn,

við elskum og virðum allt heima

vökum og biðjum um sinn.

Við kveðjumst með klökkva í sinni

er kallinu þú hefur hlýtt,

en lífsstarf þitt lifir í minni

þín leiðsögn og viðmótið blítt.

(Reynir Hjartarson.)

Senn eru dagar sóleyjanna taldir

sumarið reyndist furðu stutt í ár.

(Hannes Pétursson.)

Svo er því farið:

Sá er eftir lifir

deyr þeim sem deyr

en hinn dáni lifir

í hjarta og minni

manna er hans sakna.

Þeir eru himnarnir

honum yfir.

(Hannes Pétursson.)

Brot úr kvæðinu

“Þú gekkst mér við hlið“

eftir Hannes

Jólanótt – og ég kveikti

Page 23: ymis ljoð 5

á kerti rétt eins og forðum

litlu kerti.

Það logar á borði mínu

unir þar sínu lífi

slær ljóma á þögnina.

Og bíð þess að ég finni

sem forðum að glaðir hljómar

séu lagðir af stað

út úr lágum turnunum

að ég heyri þá svífa

yfir hvítt landið og stefna

hærra, hærra!

Eins og hyggist þeir setjast

á sjálfar stjörnurnar

svo ljós og hljómar

geti hafið í einingu saman

af himnum gegnum loftin

sína heilögu ferð.

(Hannes Pétursson)

Ljós og hljómar e Hannes

Ó legg Þú

laufblað ósýnilegt

á tungu vinar míns, nú

undir vetur sjálfan

að hann sofið geti

Page 24: ymis ljoð 5

vongóður, eins og hann þráir –

í þessari sprungu.

(Hannes Pétursson.)

Við sjúkrabeð e Hannes

Eitthvað er það

sem engin hugsun rúmar

en drýpur þér á augu

sem dögg – þegar húmar.

(Hannes Pétursson.)

Í morgun sastu hér

undir meiði sólarinnar

og hlustaðir á fuglana

hátt uppí geislunum

minn gamli vinur

en veist nú í kvöld

hvernig vegirnir enda

hvernig orðin nema staðar

og stjörnurnar slokkna

(Hannes Pétursson)

Sorgin reisir hallir

í hafdjúpi þinna augna

hafdjúpi hreinu, bláu

meðan hljóðlátt þú grætur.

Útlæg verður gleðin

Page 25: ymis ljoð 5

sem áður þar bjó.

Ekki tjaldar sorgin

til einnar nætur.

(Hannes Pétursson.)

Þegar þú grætur .

e Hannes

Öryggið, það er móðurbros

sem mjúkt kemur

af himnum ofan

á hjarta mitt og augu.

(Hannes Pétursson.)

Minning 3. vers e Hannes

Störin á flánni

er fölnuð og nú

fer enginn um veginn

annar en þú.

Í dimmunni greinirðu

daufan nið

og veizt þú ert kominn

að vaðinu á ánni...

(Hannes Pétursson.)

Bláir eru dalir þínir

byggð mín í norðrinu

heiður er þinn vorhiminn

hljóðar eru nætur þínar

létt falla öldurnar

Page 26: ymis ljoð 5

að innskerjum

– hvít eru tröf þeirra.

Þöglar eru heiðar þínar

byggð mín í norðrinu.

Huldur býr í fossgljúfri

saumar sólargull

í silfurfestar vatnsdropanna.

Sæl verður gleymskan

undir grasi þínu

byggð mín í norðrinu

því sælt er að gleyma

í fangi þess

maður elskar.

Ó bláir eru dalir þínir

byggð mín í norðrinu.

(Hannes Pétursson.)

Bláir eru dalir þínir e Hannes

Hægt og hægt

fjúka fjöllin burt

í fangi vindanna

streyma fjöllin burt

í örmum vatnanna.

Hægt og hægt

ber heim þinn úr stað.

Page 27: ymis ljoð 5

(Hannes Pétursson.)

í ljóðabókinni Stund og staðir

Ferð þín er hafin.

Fjarlægjast heimatún.

Nú fylgir þú vötnum

sem falla til nýrra staða.

Og sjónhringar nýir

sindra þér fyrir augum.

(Hannes Pétursson.)

Utan þessa dags

bak við árin og fjallvegina

streyma fram lindir mínar.

Ef ég legg aftur augun

ef ég hlusta, ef ég bíð

heyri ég þær koma

eftir leyningunum grænu

langt innan úr tímanum

hingað, hingað úr fjarska.

Þær hljóma við eyru mér

þær renna gegnum lófa mína

ef ég legg aftur augun.

(Hannes Pétursson)

Farvegir - ljóð Hannesar úr ljóðabókinni Innlöndum

Ó þau sumarkvöld –

Page 28: ymis ljoð 5

sælueyjar á vötnum minninganna;

logn sem í himneskum görðum

hlátrar og frjálsleg köll.

Rauðberjarunnar í blóma.

Reynitré sunnan við gömul hús.

Í langri röð

koma lötrandi kýrnar inn í þorpið

úr blautum mýrunum.

Marglit fylking

með djúp sveitarinnar

í seimdregnum hljóðum.

En heimvið bryggjurnar blikar á litla fiska

í botntærum sjó.

Þeir synda hægt um sal úr dimmgrænum speglum.

(Hannes Pétursson)

Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert skref

hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið.

Á beru svæði leita augu mín athvarfs.

(Hannes Pétursson)

Brot úr kvæðinu Söknuður eftir Hannes

Þau stóðu þar sem þaut með björtum lit

hið þunga fljót og horfðu í vatnsins strengi

og heyrðu að sunnan sumarvinda þyt

um síki og engi.

Page 29: ymis ljoð 5

Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund

þó fölur beygur hægt um sviðið gengi

er laut hann höfði og sagði í sama mund:

Veistu hvað gleðin tefur tæpa stund

en treginn lengi.

(Hannes Pétursson.)

Haustkvöld. Langvegir.

Ljósafjöld sveitanna slokknuð

og allt þagnað

– nema einn lækur

einn hestur sem þræðir

beinan stíg

og ber mig í dimmunni

yfir heiðalönd feðra minna

til fjarlægs staðar.

Engu þarf að kvíða.

Nú kular úr opnum skörðum

og lækurinn hljóðnar

í lautunum mér að baki.

Engu þarf að kvíða

klárinn fetar sinn veg

– stefnir inn í nóttina

með stjörnu í enni.

(Hannes Pétursson.)