ymis ljoð 2

227
Tek ég úr gleymsku myrkri, móðir, minninganna spjöld, það er eins og englar góðir að mér svífi í kvöld, ástar stjarna eilíf skíni inn í myrkrið svart, er sem kalinn hugur hlýni, húmið verði bjart. Man ég alla ástúð þína, öll þín tryggðabönd, yfir barnabresti mína breiddirðu milda hönd, stundum vil ég vera góður vænsta yndið þitt. Það er svo gott að eiga móður sem elskar barnið sitt. Hver þekkir mátt, er móðir veitir, mild og kærleiksrík? Allri sorg í unað breytir, engin er henni lík. Hvar finnst vinur hlýr, svo góður, hjartans mýkja sár? Hvað er betra en blíðrar móður bros og hryggðartár?

Upload: laulau2012

Post on 28-Oct-2015

264 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

ljóð - ýmisleg úr mogganum

TRANSCRIPT

Page 1: ymis ljoð 2

Tek ég úr gleymsku myrkri, móðir,

minninganna spjöld,

það er eins og englar góðir

að mér svífi í kvöld,

ástar stjarna eilíf skíni

inn í myrkrið svart,

er sem kalinn hugur hlýni,

húmið verði bjart.

Man ég alla ástúð þína,

öll þín tryggðabönd,

yfir barnabresti mína

breiddirðu milda hönd,

stundum vil ég vera góður

vænsta yndið þitt.

Það er svo gott að eiga móður

sem elskar barnið sitt.

Hver þekkir mátt, er móðir veitir,

mild og kærleiksrík?

Allri sorg í unað breytir,

engin er henni lík.

Hvar finnst vinur hlýr, svo góður,

hjartans mýkja sár?

Hvað er betra en blíðrar móður

bros og hryggðartár?

(Kristján Jónsson frá Skarði.)

Page 2: ymis ljoð 2

Þegar næðir í mínu hjarta og í huga mér engin ró

og ég þrái að sjá hið bjarta sem að áður í mér bjó

þá er lausnin ávallt nálæg, ef um hana í auðmýkt bið

og með bæninni kemur ljósið og í ljósinu finn ég frið.

Ó, svo dapur er dagur vaknar, dægurþrasið svo fjarri er.

Mundu þegar þú sárast saknar og sólin skín hvergi nálægt þér

að í bæn er falinn máttur er þig magnar þúsundfalt

því með bæninni kemur ljósið og í ljósinu lagast allt.

Ég vil mæta þessum degi, fagna öllu sem fyrir ber

og ég bið þess að ég megi njóta alls sem hann gefur mér.

Ef ég bið á hverjum degi, hef ég von sem aldrei deyr

því með bæninni kemur ljósið og í myrkri ég geng ei meir.

(Páll Óskar/Brynhildur Björnsdóttir.)

Þagna sumars lögin ljúfu

litum skiptir jörðin fríð.

Það sem var á vori fegurst

visnar oft í fyrstu hríð.

Minning um þann mæta gróður

mun þó vara alla tíð.

Viltu mínar þakkir þiggja

þakkir fyrir liðin ár.

Ástríkið og umhyggjuna

er þú vina þerrðir tár.

Autt er sætið, sólin horfin

sjónir blinda hryggðar-tár.

Page 3: ymis ljoð 2

Elsku mamma, sorgin sár

sviftir okkur gleði og ró.

Hvar var meiri hjartahlýja

hönd er græddi, og hvílu bjó

þreyttu barni, og bjó um sárin

bar á smyrsl, svo verk úr dró.

Muna skulum alla ævi,

ástargjafir bernsku frá.

Þakka guði gæfudaga

glaða, er móður dvöldum hjá.

Ein er huggun okkur gefin

aftur mætumst himnum á.

(Höfundur óþekktur.)

Það er svo margt að minnast á

frá morgni æsku ljósum,

er vorið hló við barnsins brá

og bjó það skart af rósum.

Við ættum geta eina nátt

vorn anda látið dreyma,

um dalinn ljúfa’ í austurátt,

þar átti mamma heima.

(Einar E. Sæmundsen.)

Þó dökkni og dimmi yfir

og dagsins lokið önn,

Page 4: ymis ljoð 2

sú vissa að látinn lifir

er ljúf og sterk og sönn.

Hún er það ljós, sem lifir

og lýsir myrkan veg.

Hún ljómar öllu yfir

svo örugg, dásamleg.

Við samferð þína þökkum,

já, þökkum allt þitt starf.

Hrærðum huga og klökkum

þú hlaust þá gæfu í arf

að eiga huga heiðan

og hreina sanna lund,

sem gerði veg þinn greiðan

á granna og vinafund.

Nú ertu héðan hafinn

á hærra og betra svið.

Þar ást og alúð vafinn

en eftir stöndum við.

Þig drottinn Guð svo geymi

og gleðji þína sál.

Í öðrum æðra heimi

þér ómi guðamál.

(Valdemar Lárusson.)

Vinkonan góða, vinaskjólið hlýja,

þú varst oss bjartur geisli Drottni frá,

af honum þáðir þrek og krafta nýja,

Page 5: ymis ljoð 2

ef þungbær sorg á hjarta þínu lá.

Af honum þáðir þroskapundið dýra

og þrótt til dáða heil í starfagnótt.

Þín breytni sýndi sálargullið skíra

og sannan trúnað fram að dauðans nótt.

Og Drottinn lét í friði þjón sinn fara,

nú fagnar önd þín sæl í himins rann.

Þín blíða minning – blessun vina skara,

oss bendir þangað – Vegurinn er Hann.

Svo helga ég þér ljóðið litla snauða,

sem laufblað falli, á gróna beðinn þinn.

Ég þakka kynning þína allt til dauða

og þína elsku’ er tregar hugur minn.

(Sigríður Einarsdóttir, Bæ.)

Þegar myrkur yfir grúfði,

og engin sáust lönd.

Gatan svo grýtt og hrjóstrug,

– ei glitti í sólar rönd.

Þá þóttist í örvinglan finna,

að mér var útrétt hönd,

svo sterk – og skjólið bauð mér.

Ég skildi að af Guði var send.

Og þó að leiðirnar skildu,

sá þráður er bundinn var þar.

Hann sterklega og þétt var ofinn,

og aldreigi slitinn var.

Page 6: ymis ljoð 2

Því er það mín hinsta kveðja,

að Hann, er mér sendi þig.

Taki þig traustum örmum,

er tókst þú forðum mig.

(Ingibjörg Árnadóttir.)

Nöpur er nóttin,

niðdimm og köld

senn kemur sólin,

sækir öll völd

sorgin hún sefur

sálinni í

víst eftir vetur,

vorar á ný.

(Páll Eyþór Jóhannsson.)

Nú hnígur sól að sævar barmi

sígur húm á þreytta jörð.

Nú blikar dögg á blóma hvarmi,

blundar þögul fuglahjörð.

Í hljóðrar nætur ástar örmum,

allir fá hvíld frá dagsins hörmum.

(Axel Guðmundsson.)

Leiðirnar skilja en ljós okkur skín,

er liðinna daga við minnumst.

Ég þakka af hjarta og hugsa til þín

uns heima hjá Drottni við finnumst.

Page 7: ymis ljoð 2

(Höf. ók.)

Vel er mætt til vinafundar

vel sé þeim er sjá og skilja

hvað vor eining mikils má

sjáið upptök sælla stunda

sjáið margra kraft og vilja

steypast fram sem straum í á.

Eitt er markið ein er leiðin.

Ekkert skilur þeirra vegi

er því saman ætla að ná.

Þó oss skilji hábrýnd heiðin

heyrum vér á hverjum degi

hver í öðrum hjartað slá.

(Höf. óþ.)

Já fögur eru Fljótin mín

og frjó af jarðargróðri,

er mörgu blaða blómin þín

í brekku standa góðri.

Og endurspegla aftur sig

í lygnum vatnafleti,

ég held að fáar fegri en þig

menn fundið sveitir geti.

(Þorsteinn Helgason.)

Tryggðin há er höfuðdyggð,

helst ef margar þrautir reynir,

Page 8: ymis ljoð 2

hún er á því bjargi byggð,

sem buga ekki stormar neinir.

(Sigurður Breiðfjörð.)

Vilji ég minnast vors og æsku,

vitja eg heim í fjörðinn minn.

Hlýr og fagur, fullur gæzku

faðminn við mér breiðir sinn.

Vaknar öllum von í hjarta,

vötnin hlæja, brosir jörð,

þegar sólin sumarbjarta

seiðir vor í Skagafjörð.

(Pétur Jónsson.)

Þetta er fyrsta erindi af ljóði Péturs Jónssonar sem kenndur er Nautabú en

var bóndi í Eyhildarholti, Hraunum og Brúnastöðum í Fljótum en söðlaði þá um

og varð gjaldkeri hjá Tryggingastofnun. Ljóðið heitir Til Skagafjarðar og er

svona prentað í Skagfirskum ljóðum.

Ég horfi á ljóssins loga

sem lýsir í hugskot mitt

og sé á björtum boga

brosandi andlit þitt.

(Snjólaug Guðmundsdóttir.)

Fallin er hjartans fögur rós

og föl er kalda bráin.

Hún sem var mitt lífsins ljós

ljúfust allra er dáin.

Page 9: ymis ljoð 2

Drjúpa hjóðlát tregatárin

og tómið fyllir allt.

Ekkert sefar hjartasáin

í sálu andar kalt.

Þögul sorg í sál mér næðir,

sár og vonar myrk

en Drottinn ætíð af gæsku græðir

og gefur trúarstyrk.

Hnípin vinur harmi slegin,

hugann lætur reika.

Kannski er hún hinumegin

í heilögum veruleika.

Þú ert laus frá lífsins þrautum

og liðin jarðarganga.

En áfram lifir á andans brautum

ævidaga langa.

Heimur bjartur bíður þar

og bráðum kem ég líka.

Þá verður allt sem áður var

er veröld finnum slíka.

Drottinn verndar dag og nótt

á dularvegi nýjum.

Aftur færðu aukinn þrótt

í eilífð ofar skýjum.

Page 10: ymis ljoð 2

Þú alltaf verður einstök rós,

elsku vinan góða.

Í krafti trúar kveiki ljós

og kveðju sendi hljóða.

(Jóna Rúna Kvaran.)

Farinn ert á friðarströnd

frjáls af lífsins þrautum.

Styrkir Drottins helga hönd

hal á ljóssins brautum.

Englar allir lýsi leið

lúnum ferðalangi.

Hefst nú eilíft æviskeið

ofar sólargangi.

(Jóna Rúna Kvaran.)

Að eilífðarósi

umvafin elsku

frjáls ert farin

ferðina löngu.

Í englaveröld

andinn lúinn,

í föðurfaðmi

friðsæll hvílir.

Takk fyrir tímann

Page 11: ymis ljoð 2

og tryggðarþelið,

í mörgum mætum

minningum er lifa.

(Jóna Rúna Kvaran.)

Í skuggahúmi sálin döpur

syrgir harmi slegin.

ofin gleðibliki gæskumynda

göngusporanna liðnu.

Í sorgarbirtu í störnuljóma

sólargeisla hryggðar

er hamingjutár í hjartatrega

í hvarfaflóru fortíðar.

Í englaveröld hnýpinn gengur

umvafin elskuríkum yl.

í föðurarmi finnur þrautalíkn

frjáls af æviviðjum.

Jóna Rúna Kvaran.

Að eilífðarströnd

umvafin elsku,

frjáls ert farin

ferðina löngu.

Í englaveröld

andinn lúinn,

Page 12: ymis ljoð 2

í föðurfaðmi

friðsæll hvílir.

Takk fyrir tímann

og tryggðarþelið

í mörgum mætum

minningum sem lifa.

(Jóna Rúna Kvaran.)

Guð er nærri

allt er hljótt

þjáning hverfur

í armi Drottins

líknar ljósið.

Farðu frjáls

áfram veginn

til góðra verka

í eilífðarfaðmi

um aldir alda.

Guð veri með þér

í nýrri framtíð

fjarri ástvinum

en þó svo nærri

í heimi andans.

(Jóna Rúna Kvaran)

Aldrei fellur á þig ryk

Page 13: ymis ljoð 2

fyrir innri sjónum mínum.

Átt hef ég sælust augnablik

í örmunum sterku þínum.

(Þura í Garði)

Ekki fór ég alls á mis,

þú yljaðir mínu hjarta.

Man ég enn þín brúnablys

björtu, og hárið svarta.

(Þura í Garði)

Úr hverju vildir böli bæta,

brosið var sem skin af sól.

Vildir hugga, verma og kæta,

veita hrjáðum líkn og skjól.

Göfugt allt og gott þú kenndir,

góða elsku mamma mín, –

bættir allt og blíðu sendir.

Björtust allra er minning þín.

(Þuríður Briem)

Leið mig eftir lífsins vegi

ljúfi Jesú heim til þín,

gæfubraut að ganga ég megi

grýtt þó virðist leiðin mín.

Þolinmæði í þraut mér kenndu

þá má koma hvað sem vill,

helgan anda af himni sendu

Page 14: ymis ljoð 2

hjartað krafti þínu fyll.

(H.I.)

Ég horfi út á hafið

háskaslóð.

Inn skríða skipin skreytt af aftanglóð

nema eitt og eitt

og því fær enginn breytt

Við börnunum blasir brosandi framtíðin

þau halda út í heiminn

hraust og ákveðin

nema eitt og eitt

og því fær enginn breytt

Þú veist um veröldina aumu

varnarlausar hörmungar.

Öll við eigum okkar drauma

en örlögin bíða okkar allstaðar.

Ég fer upp á fjallið

finn þar litla laut

leggst og lít á blómin

lífs míns yndi og skraut

nema eitt og eitt

því fær enginn breytt

(Haraldur Reynisson.)

Við höfði lútum í sorg og harmi

og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi.

Page 15: ymis ljoð 2

Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið

því fegursta blómið er frá okkur horfið.

Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir

og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir

þótt móðuna miklu þú farin sért yfir

þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir.

Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta,

en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta.

Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi

og algóður Guð á himnum þig geymi.

(Sigfríður Sigurjónsdóttir.)

Margt ég vildi þakka þér

og þess er gott að minnast

að þú ert ein af þeim sem mér

þótti gott að kynnast.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Við komum til að kveðja hann í dag,

sem kvaddi löngu fyrir sólarlag.

Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut,

hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut,

sem börnum átti að búa vernd og skjól

er burtu kippt af lífsins sjónarhól.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Page 16: ymis ljoð 2

Þú komst eins og lítið, blessað blóm

á bjartasta lífsins vori.

Fuglarnir sungu með sætum róm,

við svifum svo létt í spori.

Þú gafst okkur dýpstan unaðsóm

á ástinni og lífsins þori.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Með þér var lífið svo ljúft og hreint

og ljómi yfir hverjum degi.

Í sál þinni gátum við sigur greint,

sonurinn elskulegi.

Þú varst okkur bæði ljóst og leynt

ljósberi á alla vegi.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,

hjartans þakkir fyrir liðna tíð,

lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,

leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

(Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti)

Þökk fyrir störf þín, dugnað og dáð

og djörfung í orði og verki,

nafn þitt mun lengi hjá lýð vera skráð

og lifa þitt hugsjóna merki.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Page 17: ymis ljoð 2

Drýpur sorg á dáins vinar rann,

Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann,

börnin ung sem brennheit fella tár,

besti faðir, græddu þeirra sár.

Þú ert einn sem leggur líkn með þraut

á lífsins örðugustu þyrnibraut.

(Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti)

Hver skilur lífsins hulda heljardóm

er haustsins nepja deyðir fegurst blóm,

að báturinn sem berst um reiðan sjá

brotna fyrst í lendingunni má.

Að einn má hlýða á óma af gleðisöng,

annar sorgarinnar líkaböng.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Sumarblærinn blíði,

hann ber til þín inn

frá mér kærustu kveðju

og koss á vanga þinn.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Hann gekk hér um að góðra drengja sið,

gladdi mædda, veitti þreyttum lið.

Þeir fundu best sem voru á vegi hans

vinarþel hins drenglundaða manns.

Þó ævikjörin yrðu máski tvenn,

hann átti sættir jafnt við Guð og menn.

Page 18: ymis ljoð 2

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Angrið sækir okkur tíðum heim

sem erum fávís börn í þessum heim

við skynjum fátt, en skilja viljum þó

að skaparinn oss eilíft líf til bjó,

að upprisan er öllum sálum vís

og endurfundir vina í paradís.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Mig vantar orð til að þakka þér,

í þögninni geymi ég bestu ljóðin,

gullinu betra gafstu mér,

göfuga ást í tryggða sjóðinn

og það sem huganum helgast er,

hjartanu verður dýrasti gróðinn.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Vertu sæll um alla eilífð,

elskulega góða barn.

Þó að stöðugt þig við grátum

þreytt og mædd um lífsins hjarn

eigum við í huga hrelldum

helga von og bjarta þrá

að eiga vísa endurfundi

aftur þig að mega sjá.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Við burtför þína er sorgin sár

Page 19: ymis ljoð 2

af söknuði hjörtun blæða.

En horft skal í gegnum tregatár

í tilbeiðslu á Drottin hæða.

og fela honum um ævi ár

undina dýpstu að græða.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

( Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti)

Það er bót í böli nauða

að bænin okkur huggun lér

og á bak við dimman dauða

Drottins miskunn augað sér.

Þótt að flest á feigðarströndum

fjötri oss við sorgirnar,

bjart er yfir lífsins löndum

ljúft að mega finnast þar.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Þín er ljúft að mega minnast

mikið gott var þér að kynnast

og gaman var að fá að finnast

og festa vináttunnar bönd

er við tókumst hönd í hönd.

Orðstír fagur aldrei deyr

óhætt má því skrifa

á söguspjöldum síðar meir,

saga þín mun lifa.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Page 20: ymis ljoð 2

(Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.)

Þegar komstu þá var hlýtt,

þau voru okkar kynni,

allt var göfugt, gott og blítt

er gafst í návist þinni,

ef að jarðlífs mæddu mein

mest var kærleiksdáðin,

skorinorð og hjartahrein

hollust gafstu ráðin.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Við kveðjum þig með tregans þunga tár

sem tryggð og kærleik veittir liðin ár.

Þín fórnarlund var fagurt ævistarf

og frá þér eigum við hinn dýra arf.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Elskulega amma er dáin,

angrið sára vekur tár,

amma, sem var alla daga

okkur bezt um liðin ár,

amma sem að kunni að kenna

kvæðin fögru og bænaljóð,

amma, sem að ævinlega

okkur var svo mild og góð.

Ef við brek í bernskuleikjum

brotin lágu gullin fín,

Page 21: ymis ljoð 2

þá var gott að eiga ömmu,

er alltaf skildi börnin sín.

Hún var fljót að fyrirgefa

og finna á öllum meinum bót,

okkur veittist ekkert betra

en ömmu mildi og kærleiksbót.

Vertu blessuð, elsku amma,

okkur verður minning þín

á vegi lífsins, ævi alla,

eins og fagurt ljós, er skín.

Vertu blessuð, kristna kona,

kærleikanum gafstu mál,

vertu blessuð, guð þig geymi,

góða amma, hreina sál.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

Er grænkar jörð og grösin spretta á ný

og golan verður aftur mild og hlý,

er gott að mega hvílast hægt og rótt,

er húmar ei og til er engin nótt.

Á kveðjustund er margt að minnast á,

er móðurhjartað góða er hætt að slá.

En fátæk orð ei mikils mega sín,

á móti því sem gaf hún, höndin þín.

Ég sé þig koma og signa barnsins rúm,

með sömu mildi og fyrr, er nálgast húm.

Page 22: ymis ljoð 2

Hið stillta fas, svo sterk í hverri raun,

þú stóðst á verði, spurðir ei um laun

Og þegar lokið lífsins ferð er hér,

og læknuð þreyta vinnudagsins er,

hver minning verðu máttug heit og klökk,

um móðurást og kærleik hjartans þökk.

(Óskar Þórðarson frá Haga)

Ég var lítið barn

og ég spurði móður mína

hver munur væri á gleði og sorg.

Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði:

Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta

sínu

getur ekki glaðst

því hann þekkir ekki sorgina.

(Þórunn Magnea)

Gleðin og sorgin e Þórunni

-

Þú sofnað hefur síðsta blund

í sælli von um endurfund,

nú englar Drottins undurhljótt

þér yfir vaki – sofðu rótt.

(Aðalbjörg Magnúsdóttir)

Þegar æfi-röðull rennur

rökkva fyrir sjónum tekur,

Page 23: ymis ljoð 2

sár í hjarta sorgin brennur

söknuð harm og trega vekur.

Hart þú barðist huga djörfum

með hetjulund til síðsta dagsins

í öllu þínu stríði og störfum

sterkur varst til sólarlagsins.

Öllum stundum, vinur varstu

veittir kærleiks yl af hjarta.

Af þínum auði okkur gafstu

undurfagra minnig bjarta.

(Aðalbjörg Magnúsdóttir)

Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn

er sé og æ skín fyrir hann

á heimili, í skóla, í hverjum leik,

sem honum geðjast kann.

Guð vill að ég reynist af hjarta hlýr

við hvern sem er með mér,

og geti æ sýnt hve glatt og ljúft

í geði barn hans er.

(Bjarni Jónsson)

Berið aldrei heift í hjarta,

heiminum sendið geisla bjarta

og öllu góðu ljáið lið.

Með orku ljóss frá lífsins veldi

Page 24: ymis ljoð 2

lamið heimsins skuggaveldi

svo allar þjóðir öðlist frið.

Gerum einn og öll vor besta

aldrei má oss trúna bresta

því einn er Drottinn öllum nær.

Læknar sár og mannameinin

molar jafnvel kaldan steininn

náðarlindin – ljúf og tær.

Þessi bæn er bæn til yðar

berið hið hvíta merki friðar

og rjúfið hvergi réttlætið.

Eins í koti og hárri höllu

hjartans dyggð er fyrir öllu

því hún geymir guðseðlið.

(Áróra Guðmundsdóttir)

Í perlubandi daganna er alltaf einn og einn

sem eitthvað sérstakt hefir manni að færa.

Í minningunni ljómar hann sem ekta eðalsteinn

og angar eins og lambagrasið skæra.

Á meðan okkar veröld spinnur voðfelld vinarbönd

og vitund manna knýr þá hörpustrengi.

Við þurfum ekki að óttast um andans draumalönd

né æðra líf með varanlegra gengi.

Page 25: ymis ljoð 2

(Áróra Guðmundsdóttir)

Mæruögn í munni

mildur lófi um vanga

lundin ljúf og fríð.

Löng var lífsins ganga

leiðarendi fundinn

minning – björt og blíð.

(Ingi Steinar Gunnlaugsson)

Góður engill Guðs oss leiðir

gegnum jarðneskt böl og stríð,

léttir byrðar, angist eyðir,

engill sá er vonin blíð.

Mitt á hryggðar dimmum degi

dýrlegt oss hún kveikir ljós,

mitt í neyð á vorum vegi

vaxa lætur gleðirós.

Þó að lokist aumum aftur

allar dyr á jörðu þrátt,

helgrar vonar himinkraftur

hjálparlausum eykur mátt.

Þá er hjartabenjar blæða,

Page 26: ymis ljoð 2

bregst hver jarðnesk stoð og hlíf,

megnar sollin sár að græða

signuð von um eilíft líf.

Þá er jarðnesk bresta böndin,

blítt við hjörtu sorgum þjáð

vonin segir: Heilög höndin

hnýtir aftur slitinn þráð.

Blessuð von, í brjósti mínu

bú þú meðan hér ég dvel,

lát mig sjá í ljósi þínu

ljómann dýrðar bak við hel.

(Helgi Hálfdánarson)

Þú, meistarinn frá himnahöll,

sem himinfræði kennir öll,

hve fávís ég og aumur er,

ef eigi læri ég hjá þér.

Æ, lít til mín og leið mig inn

sem lærisvein í skóla þinn.

(Helgi Hálfdánarson.)

Hver fögur dyggð í fari manns

er fyrst af rótum kærleikans.

Af kærleik sprottin auðmýkt er,

við aðra vægð og góðvild hver

og friðsemd hrein og hógvært geð

og hjartaprýði stilling með.

Page 27: ymis ljoð 2

(Helgi Hálfdánarson)

Af helgum augum hrynja tár,

í helgri sál er tregi sár

og tryggð í helgu geði.

Hví grætur sá, er gefur fró?

Hví grætur mannkyns líf og ró?

Hví grætur himna gleði?

(Helgi Hálfdánarson.)

fyrsta erindi sálms 145 í eldri útg

Hvað má hvíld mér veita,

harmar lífs er þreyta,

og mig þrautir þjá?

Hvar má huggun finna?

Hvar er eymda minna

fulla bót að fá?

Hér er valt í heimi allt,

sorg og nauðir, sótt og dauði

sífellt lífi þjaka.

Burt frá böli hörðu,

burt frá tára jörðu

lít þú upp mín önd.

Trúan ástvin áttu

einn, sem treysta máttu,

Guðs við hægri hönd.

Jésú hjá er hjálp að fá,

hann þér blíður huggun býður,

Page 28: ymis ljoð 2

hvíld og lækning meina.

(Helgi Hálfdánarson.)

Hve sælt hvert hús, er sinna meðal gesta

þér sífellt býður heim, ó, Jesús kær.

Í húsi því er hátíð æ hin besta,

er heimsókn þína dag hvern öðlast fær.

Hve sælt hvert hús, ef hjón þar saman búa

í helgri trú og von og kærleik eitt

og sífellt augum sálna til þín snúa,

um samfylgd þína biðja þrátt og heitt.

Hve sælt hvert húsið, þar sem athöfn alla

þér allir helga' og gjörvallt dagfar sitt.

Þú síðar þá til samvistar munt kalla

í sæluríka dýrðar húsið þitt.

(Helgi Hálfdánarson.)

Góður engill Guðs oss leiðir

gegnum jarðneskt böl og stríð,

léttir byrðar, angist eyðir,

engill sá er vonin blíð.

Mitt á hryggðar dimmum degi

dýrðlegt oss hún kveikir ljós,

mitt í neyð á vorum vegi

vaxa lætur gleðirós.

Page 29: ymis ljoð 2

Blessuð von, í brjósti mínu

bú þú meðan hér ég dvel,

lát mig sjá í ljósi þínu

ljómann dýrðar bak við hel.

(Helgi Hálfdánarson.)

Þó vindur blási á litla logann þinn

og líka streymi regn – hann blikar þarna.

Því flýgurðu ekki hátt í himininn?

þar hlýtur þú að verða fögur stjarna.

(Þýð. Helgi Hálfdánarson)

Upp á háan himininn

horfa augu mín.

Langa vegu um ljórann minn

logar stjarnan þín.

Þó að við séum smá

og víðátturnar bláu

villi okkur sýn,

fer ég, vinur minn,

veröldina á enda

vegna þín.

(Olga Guðrún Árnadóttir.)

Ég gæli við blómið sem þú gafst mér.

Nú er ilmur þess beiskur

og blöðin drjúpa.

Ef ég kyssi það

falla blöðin af,

Page 30: ymis ljoð 2

en krónan stendur eftir

og grætur.

(Nína Björk Árnadóttir.)

Söknuður e. Nínu Björk

Ég átti afa

sem minnti á þig –

með hvítt hár

og hátt enni,

og hann líktist þér mest í því,

finnst mér nú þegar hann er farinn.

Samt var návist hans lögmál.

Ég óttaðist hann ekki

en leit hann sömu augum

og ég nú horfi

til þín

(Matthías Johannessen.)

Nú er ei annað eftir

en inna þakkar-mál

og hinstri kveðju kveðja

þig, kæra, hreina sál.

Þín ástarorðin góðu

og ástarverkin þín.

Í hlýjum hjörtum geymast,

þótt hverfir vorri sýn.

(Einar H. Kvaran.)

Page 31: ymis ljoð 2

Einar H. Kvaran, Ljóð

Minning – fegurð mannsins

sorga,

mánaljómi auðra borga,

ylur fornra ástarglóða,

angan bleikra þyrnirósa,

geislum slærðu á gengnar urðir,

grætur bak við læstar hurðir,

bræðir þela þankans hljóða,

þegar allar lindir frjósa.

Vorið beð þinn vökvar tárum,

vakir sól á yztu bárum,

greiðir hinzta geislalokkinn,

grúfir sig að brjóstum hranna. –

Moldin að þér mjúk skal hlúa,

móðurlega um þig búa,

rétta þér á rekkjustokkinn

rós úr lundum minninganna.

(Magnús Ásgeirsson.)

Ég horfi í gegnum gluggann,

á grafhljóðri vetrarnóttu,

og leit eina litla stjörnu,

þar lengst úti í blárri nóttu.

Hún skein með svo blíðum

Page 32: ymis ljoð 2

bjarma,

sem bros frá liðnum árum.

Hún titraði gegnum gluggann,

sem geisli í sorgartárum.

(Magnús Ásgeirsson.)

Það bíður okkar bak við dauðans haf

hið bjarta land, sem trúarvissan gaf

og þar er ekki þjáning lengur til

né þyrnibraut við il.

Að láni fenginn lífsins neisti er.

Til landsins bjarta hann við andlát fer

og vinir koma þar með hjálparhönd

á hinni miklu strönd.

Úr sorgarfjötrum sálin verður leyst,

á sigur yfir broddi dauðans treyst

og gengið fram í gleði yfir því

að geta sést á ný.

(Guðmundur Kristjánsson.)

Hverfur margt

huganum förlast sýn

þó er bjart

þegar ég minnist þín.

Allt er geymt

allt er á vísum stað

Page 33: ymis ljoð 2

engu gleymt,

ekkert er fullþakkað.

(Oddný Kristjánsdóttir.)

Himnafaðir, hjálp mér veittu,

heyrðu bænarandvarp mitt.

Sorg í gleði bráðum breyttu,

svo blessað finni ég ljósið þitt.

(Jón Ólafsson.)

En svo hef ég hlerað og haft fyrir satt,

þá hríðin tók að þér að sveigja

og feigðin að hælum þér helskóna batt,

sem hetja þú kunnir að deyja.

(Theodóra Thoroddsen.)

Þessar síðustu nætur

voru engin orð sögð

en hrímköld augu þeirra

slökktu á einasta lífskertinu.

Þessar síðustu nætur

voru daprar, lífssnauðar.

---

Og að kvöldi hins síðasta dags

axlaði hann vætumþykju sína

og hélt út í nóttina.

Page 34: ymis ljoð 2

Úr myrkrinu hvarflar bitur hugur

til þessara síðustu nátta.

(Vilmundur Gylfason.)

Maður og kona, e. Vilmund

Engan þarf ég óttast voða

eigi' hin dekkstu þrumuský.

Gegn um lífsins brim og boða

ber mig drottinn faðmi í.

Þegar hinsta brotnar bára,

brýt ég skip við feigðarströnd,

framhaldslíf í fegra heimi

fel ég, guð! í þína hönd.

(Erla.)

í bókinni Hélublóm, 1937, e. Erlu

Margir gráta bliknuð blóm.

Beygja sorgir flesta.

Án þess nokkur heyri hljóm,

hjartans strengir bresta.

Valta fleyið vaggan sér

votum hafs á bárum.

Einatt mæna eftir þér

augun, stokkin tárum.

Enginn getur meinað mér

Page 35: ymis ljoð 2

minning þína' að geyma.

Kring um höll, sem hrunin er,

hugann læt ég sveima. –

Þú, sem heyrir hrynja tár,

hjartans titra strengi,

græddu þetta sorgarsár,

svo það blæði' ei lengi.

(Erla)

Tveir þrestir byggðu birkigrein,

þá batt með tryggðum ástin ein.

En hjörtu þeirra harmur skar

og hljóta'að skilja sárast var.

Þeir hófu dapran sorgarsöng

er sendi hljóm um skógargöng.

Þá söng hinn fyrri „Sjafninn“ minn!

Ég sáran harm við skilnað finn.

Ég sakna þess er sæll ég naut,

er sorgin fylgir mér á braut.

Þó sjáumst aldrei ástin mín,

ég allar stundir minnist þín.

Þá klökkum rómi kvakar hinn:

Nú kveðjumst við í hinsta sinn.

Þeir héldu sinn í hvora átt

og hurfu út í fjarskann brátt.

En kveðja leið um himinshvel,

Page 36: ymis ljoð 2

í hinsta sinn: Far vel! Far vel.

(Þýtt úr dönsku Erla.)

einn stundlausan dag

benda hausttrjáafingur til lofts

eins og þrá eftir dansi

og lækurinn breytir um róm

frá sorg yfir marglita þrá

eftir víðernum hafsins

einn stundlausan dag

greypi ég mynd þína í skýin

og geri mér þögn.

(Þorgeir Þorgeirson.)

Enginn skuggi, ekkert ský

máir burtu minning þína,

hún mun í vina hjörtum skína

allar stundir, ung og hlý.

Brosið þitt var bjart og hreint.

Það var ljósblik þinnar sálar,

það dró aldrei neinn á tálar,

vermdi og græddi ljóst og leynt.

Hvað skal segja? Orðin ein

greina ei meir en hug vorn hálfan,

hógvær þögnin manninn sjálfan

dylur, – og hans innri mein.

Page 37: ymis ljoð 2

Aðeins hljóðlát hjartans þökk

streymir ljúft frá sál til sálar.

Söknuð vina enginn málar,

og því er stundin kveðju klökk.

(Gunnar Einarsson.)

Alla ævi erum við að ganga í gegnum

aðstæður, sem vekja með okkur gleði

og sorg. Við getum afneitað þessum

tilfinningum, eða haldið utan um þær,

fundið þær og uppgötvað, að vegna þeirra

höfum við færst nær því að skilja, hvað það

er, að vera manneskja.

(Bragi Skúlason.)

Ó, vef mig vængjum þínum

til verndar, Jesús hér,

og ljúfa hvíld mér ljáðu,

þótt lánið breyti sér.

Vert þú mér allt í öllu,

mín æðsta speki’ og ráð,

og lát um lífs míns daga

mig lifa’ af hreinni náð.

Tak burtu brot og syndir

með blóði, Jesús minn,

og hreint mér gefðu hjarta

og helgan vilja þinn.

Page 38: ymis ljoð 2

Mig geym í gæslu þinni.

Mín gæti náð þín blíð,

að frið og hvíld mér færi

hin fagra næturtíð.

(Magnús Runólfsson)

Lifðu sæl í ljóssins heimi

ljóð þér voru jafnan kær.

Í sínum faðmi guð þig geymi

gleðin var þér alltaf nær,

unaður hennar um þig streymi

eins og ferskur sunnanblær.

(Valdimar Lárusson)

Ég kveð þig nú kæri vinur,

Kveð þig í hinsta sinn.

Íslenski eðal hlynur,

einstaki vinur minn.

(Valdimar Lárusson)

Þá lokast hljóðlaust örþreytt augu mín,

inn á draumsins lendur hverf ég brátt,

hvar við mér blasir birta sem ei dvín,

birta, sem að dreifist vítt og hátt,

birta sem að gefur mörgum mátt,

og mörgum veitir æðri og nýrri sýn.

(Valdimar Lárusson)

Að kvöldi e Valdimar

Page 39: ymis ljoð 2

Hann stendur í fjörunni horfir á hafið,

himinn tær og fagurblár.

Allt er lífskrafti vorsins vafið,

vonin í brjóstinu hrein og klár,

vetrarins þunglyndi gleymt og grafið,

geislandi fegurð um enni og brár.

Minningar að honum stöðugt streyma,

stormsöm ævi um hugann fer.

Um liðna daga hann lætur sig dreyma

þó líf'ans hafi nú borist á sker.

Hann þráði og elskaði hafsins heima.

Í hillingum allt þetta finnur og sér.

Hér vildi hann ljúka langri ævi,

leggjast til hvílu við sjávarnið.

Bað þess hljóður að guð sér gæfi

af gæsku sinni eilífan frið.

Að mætti hann róa á sólgullnum sævi

og sækja á gjöful fiskimið.

(Valdimar Lárusson)

Loks er dagsins önn á enda, úti birtan dvín.

Byrgðu fyrir blökkum skugga, björtu augun þín.

Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld,

svo við getum saman vinur, syrgt og glaðst í kveld.

Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn.

Page 40: ymis ljoð 2

Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn.

Tárin falla heit í hlóði, heimur ei þau sér.

Sofna vinur, svefnljóð, meðan syng ég yfir þér.

Þreyttir hvílast, þögla nóttin, þaggar dagsins kvein.

Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein.

Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer.

Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér.

(Höf. ók.)

Svefnljó e. ??

Það er ekki verðlaust að vaka

ef vel er að stundinni gætt,

og fara ekki fetið til baka

ef Frelsarinn hefir oss mætt.

(Kristján Kristmundsson.)

Þú komst til að kveðja í gær.

Þú kvaddir og allt varð svo hljótt.

Á glugganum frostrósin grær.

Ég gat ekkert sofið í nótt.

Hvert andvarp frá einmana sál.

Hvert orð sem var myndað án hljóms,

nú greindist sem gaddfreðið mál

í gervi hins lífvana blóms.

En stormurinn brýst inn í bæ

með brimgný frá klettóttri strönd.

En reiðum og rjúkandi sæ

Page 41: ymis ljoð 2

hann réttir oft ögrandi hönd.

Því krýp ég og bæn mína bið,

þá bæn sem í hjartanu er skráð.

Ó, þyrmdu honum, gefðu honum grið.

Hver gæti mér orð þessi láð?

(Freymóður Jóhannsson)

Mig dreymir heim um dimmar kaldar nætur.

Mig dreymir heim til þín, ó, móðir kær,

er hjarta þreytt í húmi dapurt grætur

og hníga tár sem þú ein skilið fær.

Og þegar blessuð sólin gegnum glugga

með geislum sínum strýkur vanga minn,

mér finnst það vera hönd þín mig að hugga

og hjartað öðlast ró við barminn þinn.

Er sunnan gestir sumarlandsins berast

á söngvavængjum norður bjartan geim,

og vinir fagna, vorsins undur gerast

þá verður yndislegt að koma heim.

(Freymóður Jóhannesson.)

Hnígur sól að sævi,

syrgir jarðargróður.

Kveðja rósir að kvöldi

klökkvar sína móður.

Mætist líf að morgni

og menn á banastundum.

Page 42: ymis ljoð 2

Fegnir verða vinir

vinar endurfundum

Fölnar gras, þótt grói,

gránar hár með árum,

kólnar dagur að kvöldi,

kveðja bros með tárum,

fæðast menn og fara,

finnast menn og skilja.

Lögmál lífs og dauða

lýtur drottins vilja.

(Sigursteinn Magnússon)

Fegurðin er frá þér barst,

fullvel þótti sanna,

að yndið okkar allra varst,

engill meðal manna.

Hlutverk þitt í heimi hér,

þú hafðir leyst af hendi.

Af þeim sökum eftir þér,

Guð englahópa sendi.

Sú besta gjöf er gafst þú mér,

var gleðisólin bjarta,

sem skína skal til heiðurs þér,

skært í mínu hjarta.

(B.H.)

Page 43: ymis ljoð 2

En víst er það gott að geta

gefið þann tón í strengi,

sem eftir að ævin er liðin,

ómar þar hlýtt og lengi.

Nú sit ég hér hljóður og hugsi

og horfi yfir gömul kynni.

Og söknuður breytist í blessun

og bæn yfir minning þinni.

(Sigurjón Friðjónsson)

Ó, heita og margreynda móðurást,

milda og sterka, sem aldrei brást,

og Drottins vors dýrasta gjöfin.

Hve lík er hún elsku lausnarans,

er leiðarstjarna hvers einasta manns,

er lýsir um hauður og höfin.

Hún hugsar ekki’ um sinn eigin hag,

en öllu fórnar, og nótt og dag

ég veit, að hún vakir og biður.

Hún heyrir barnanna hjartaslátt

og hlustar og telur hvern andardrátt,

hún beygir sig bljúg að þeim niður.

Hún kyssir þau, vaggar þeim blítt í blund,

hún brosir og grætur á sömu stund,

að brjósti sér viðkvæm þau vefur

og veitir þeim af sínu lífi líf,

Page 44: ymis ljoð 2

er ljós þeirra, vernd og bezta hlíf.

Hún er engill, sem Guð oss gefur.

Guð blessi þig, móðir, í gleði og þraut,

og geislar frá himins stjörnu braut

þér lýsi um ófarin árin.

Og sál þín gleðjist við hjarta hans,

vors hjartkæra, góða frelsarans,

er skilur bezt tregann og tárin.

(Sumarliði Halldórsson)

Hvílík harmafregn

hjartansstrengur hvín.

Dynur dauðaregn,

daprast augu mín.

Lokast birtubrá,

og brosin hlý og skær.

Er vinur fellur frá,

færist myrkur nær.

Hafðu hjartans þökk

mér horfin stund er kær.

Í minni mínu, klökk

er minning hrein og skær.

Þú gengur um gleðilönd,

Þér glampar sólin heið

og við herrans hönd

þú heldur fram á leið.

Page 45: ymis ljoð 2

Guð í alheimsgeim

geisla sendu þinn.

Til líknar ljáðu þeim

ljós í myrkrið inn,

er harmar þungir þjá

og þjaka hjartasár,

styddu og styrktu þá,

strjúktu votar brár.

Drottinn ljósa og lífs

ljáðu huggun þeim,

er líta í kvölum kífs

kaldan og dimman heim.

Láttu helga hönd

harma lækna sár,

sefa sjúka önd,

sviða þeirra tár.

(Páll Janus Þórðarson)

Sú stjarnan sem glóði í gær

og gladdi huga minn.

Leiftrar enn ljómandi skær

þótt líkamans fölni kinn.

Þú leitaðir lítt að hróðri

um lífs þíns skeið,

en hlúðir að hjartans gróðri

á hamingju leið.

Page 46: ymis ljoð 2

Nú ertu horfin meðal heilladísa

í háloftin blá.

Heilagir englar um hauður þér lýsa

og hörpurnar slá.

En sorg og gleði sína þræði

spinna í örlagavef.

Líkn með þraut er löngum vor græðir;

hið ljóðræna lífsins stef.

(Gunnþór Guðmundsson)

- Leiðin heim e.Gunnþór

Hann bar í leyni hljóðan harm

þó hvergi sæust tár.

Og enginn veit í annars barm

hve und er djúp og sár.

(Á. K.)

Blátt lítið blóm eitt er,

ber nafnið: Gleymdu ei mér.

Væri ég fleygur fugl

flygi ég til þín.

Svo mína sálu nú

sigraða hefur þú,

engu ég unna má

öðru en þér.

(Þýsk þjóðvísa.)

Megi gæfan þig geyma,

Page 47: ymis ljoð 2

megi Guð þér færa sigurlag.

Megi sól lýsa þína leið,

megi ljós þitt skína sérhvern dag.

Og bænar bið ég þér,

að ávallt geymi þig

Guð í hendi sér.

(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson)

írsk bæn

Aldan hnígi til að mæta þér,

vindurinn sé í bak þér,

sólin vermi andlit þitt,

regnið falli milt að jörðu.

Og allt til þess að við sjáumst á ný,

varðveiti þig Guð í örmum sínum.

(Írsk blessun.)

Við áttum ljós svo undur hlýtt og bjart,

á okkar veg það stráði geislum sínum.

Það dró upp ský svo dauðans ógnar svart.

Einn dag var ljósið horfið okkur sýnum.

En þó það hyrfi skín það bak við ský,

skynjum ei þann geisla, er frá því stafar.

En aftur birtir efalaust á ný;

það okkur lýsir hinummegin grafar.

Í minninganna skara skulum eld;

Hann skotið getur bjarma fram á veginn

Page 48: ymis ljoð 2

og yljað þar til kemur ævikveld

og kæra ljósið birtist hinum megin.

Er að því kemur, óska viljum þess,

að eina hvílu bæði megum gista

og vakna í afturelding saman hress,

þá endurheimtum ljósið okkar missta.

(Arnór Sigmundsson)

Götur eru greiðar

gengur allt í haginn

nú að lokum leiðar

liðið er á daginn.

Falla fjarskans skorður

fyllist hugur langan

hallar heiðum norður

heilsar þingeysk angan.

(Arndís Björg Steingrímsdóttir)

Elskulega amma, njóttu

eilíflega Guði hjá,

umbunar þess, er við hlutum,

ávallt þinni hendi frá;

þú varst okkar ungu hjörtum,

eins og þegar sólin hlý,

vorblómin með vorsins geislum

vefur sumarfegurð í.

Hjartakær amma, far í friði,

Page 49: ymis ljoð 2

föðurlandið himneskt á,

þúsundfaldar þakkir hljóttu

þínum litlu vinum frá.

Vertu sæl um allar aldir,

alvaldshendi falin ver;

inn á landið unaðsbjarta,

englar Drottins fylgi þér.

(Höf. ók.)

Nú er lífsins leiðir skilja,

lokið þinni göngu á jörð.

Flyt ég þér af hljóðu hjarta,

hinstu kveðju og þakkargjörð.

Gegnum árin okkar björtu,

átti ég þig í gleði og þraut.

Umhyggju sem aldrei gleymist,

ávallt lést mér falla í skaut.

(Höf. ók.)

Okkar dýpstu ástarþakkir

öll af hjarta færum þér.

Fyrir allt sem okkur varstu,

yndislega samleið hér.

Drottinn launar, drottinn hefur

dauðann sigrað, lífið skín.

Hvar sem okkar liggja leiðir,

lifir hjartkær minning þín.

(Höf. ók.)

Page 50: ymis ljoð 2

Tíminn líður trúðu mér

taktu maður vara á þér.

Heimurinn er sem hála gler

hugsaðu um hvað eftir fer.

(Höf. ók.)

Tendrast sól í sálu mér,

sút í burtu strýkur.

Ætíð mun ég þakklát þér,

þar til yfir lýkur.

Allar stundir okkar hér

er mér ljúft að muna.

Fyllstu þakkir flyt ég þér

fyrir samveruna.

(Har. S. Mag.)

Þótt döpur sé nú sálin,

þó mörg hér renni tárin,

mikla hlýju enn ég finn

þú verður alltaf afi minn.

(Höf. ók.)

í grein Hebu Daggar 2.6.06 um afa, Kjartan J. Hallgrímsson

Gott er þér, vina, guðs í dýrð að vakna,

þig gladdi löngum himininn að sjá.

Víst er oss þungt að sjá á bak og sakna

samvista þinna. En oss skal huggun ljá:

vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna.

Page 51: ymis ljoð 2

(Gísli Thorarensen.)

Þú varst sú hetja

svo hlý og góð

það hugljúfa vildir þú sýna.

Ég tíni í huganum brosandi blóm

og breiði á kistuna þína.

(S.G.)

Þreyttur leggst ég nú til náða,

náðar faðir, gættu mín.

Alla mædda, alla þjáða

endurnæri miskunn þín.

Gef þú öllum góða nótt,

gef að morgni nýjan þrótt

öllum þeim, þú aftur vekur,

eilíft líf, þeim burt þú tekur.

(Ólafur Indriðason.)

Faðir lífsins, faðir vor,

faðir alls sem grær og lifir.

Þú sem þekkir öll vor spor,

þínum börnum vakir yfir.

Láttu þína ljóma sól

löndum öllum blessun skína.

Hvar sem haldin eru jól,

herra klár í minning þína

(Karl Þórðarson.)

Page 52: ymis ljoð 2

Friðar engill frelsis blíður,

friðarhugsjón lifi þínu,

þú sem öllum birtu býður

berðu ljós þitt inn til mín

(Karl Þórðarson.)

Þér kæra sendi kveðju

með kvöldstjörnunni blá

það hjarta, sem þú átt,

en sem er svo langt þér frá.

Þar mætast okkar augu,

þótt ei oftar sjáumst hér.

Ó, Guð minn ávallt gæti þín,

ég gleymi aldrei þér.

(Bjarni Þorsteinsson.)

Sofðu, ljúfa, sól til viðar hnígur,

svefn og draumar friða hjartans þrá.

Meðan húmið hljótt á jörðu sígur,

hvítur engill loki þinni brá.

(Þ.H.J.)

Í huganum reika ég heim til þín móðir

og hugsa um forna og liðinna tíð.

Þá finnst mér sem áður þú faðminn mér

bjóðir

og fagnandi kyssir mig ástrík og blíð.

Page 53: ymis ljoð 2

Þó hverfi mér æska og alvara lífsins

um eirðarlaust sjávardjúp hreki mitt fley

þó hljóti ég mæðu í mótgangi kífsins

móðir mín kæra ég gleymi þér ei.

Allt er í heiminum hverfult og mæða

en hann sem er ljósið á vegferðarbraut

hann veiti þér ánægju og gnótt sinna gæða

frá gjörvöllum verndi þig sorgum og þraut.

Já alvaldur Drottinn þér götuna greiði

og gefi þér hamingju, farsæld og auð.

Höndin hans jafnan frá hættu þig leiði

huggun þér veiti og forði þér nauð.

(Svafar Þjóðbjörnsson.)

Kæra vina, ég sakna þín,

ég vildi að þú kæmist aftur til mín.

En þú ert umvafin ljósi þar,

eins og þú varst reyndar alls staðar.

Sárt er að horfa á eftir þér,

en ég veit að þú munt muna eftir mér.

Því þitt hreina hjarta og bjarta sál,

munu þerra okkar trega tár.

(Sigríður Vigdís Þórðardóttir.)

Þú tími eins og lækur áfram líður

um lífsins kröppu bugður alltof fljótt.

Markar okkur mjög svo undan svíður,

Page 54: ymis ljoð 2

minnir á þig, gengur títt og ótt.

Ekkert kvikt sem andar fær þig flúið,

það fölnar allt og máist burt um síð.

Galdur enginn getur á þig snúið

þú glottir bara og hæðist alla tíð

Samt linar þú og læknar hjartasárin

og leggur við þau smyrsl þín sérhvern dag.

Svo tínast eitt og eitt í burtu árin

eins og dægrin björt um sólarlag.

Þú tími sem að töf vilt enga gera

við töltum þetta líf á eftir þér,

öllum stundum viljum hjá þér vera

og vita meir um tilvist okkar hér.

(Valgeir Skagfjörð.)

Blítt mér kenn að biðja,

bænin veitir fró.

Indæl bænaiðja

eykur frið og ró.

Kenndu mér að krjúpa

kross þinn, Jesú við.

Láttu, Drottinn, drjúpa

dýrð í hjarta og frið.

(Þýð. Björgvin Jörgensson)

Page 55: ymis ljoð 2

Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn,

er sí og æ skín fyrir hann

á heimili', í skóla, í hverjum leik,

sem honum geðjast kann.

Guð vill að ég reynist af hjarta hlýr

við hvern sem er með mér,

og geti æ sýnt, hve glatt og ljúft

í geði barn hans er.

(Bjarni Jónsson.)

Hræddist ég, fákur, bleika brá,

er beislislaus forðum gekkstu hjá.

Hljóður spurði ég hófspor þín:

Hvenær skyldi hann vitja mín?

Loks þegar hlíð fær hrím á kinn

hneggjar þú á mig fákur minn.

Stíg ég á bak og brott ég held,

beint inn í sólarlagsins eld.

(Ólafur Jóhann Sigurðsson.)

Beri mig í eftirleit

að upprunans lindum

og reyni þar að lesa

af lifandi vatninu

lögmál þolgæðis

og lögmál drengskapar,

hvað niðar þá í hlustum

Page 56: ymis ljoð 2

nema nafn þess vinar,

sem lögmál þau bæði

borið hefur ófölskvuð

dýpra flestum mönnum

í dulu brjósti

Og hvenær fáum við þakkað

sem þessa höfum notið.

(Ólafur Jóhann Sigurðsson.)

Sólin brennir nóttina

og nóttin slökkvir dag;

Þú ert athvarf mitt fyrir

og eftir sólarlag.

Þú ert yndi mitt áður

og eftir að dagur rís,

svölun í sumarsins eldi

og sólbráð á vetrarins ís. –

(Sigurður Nordal – Ást/brot.)

Aldir og andartök hrynja

með undursamlegum nið;

það er ekkert í heiminum öllum

nema eilífðin, Guð – og við.

(Sigurður Nordal – Ást/niðurlag.)

Sólin brennir nóttina,

og nóttin slökkvir dag;

Page 57: ymis ljoð 2

þú ert athvarf mitt fyrir

og eftir sólarlag.

Þú ert yndi mitt áður

og eftir að dagur rís,

svölun í sumarsins eldi

og sólbráð á vetrarins ís.

Svali á sumardögum

og sólskin um vetrarnótt,

þögn í seiðandi solli

og söngur, ef allt er hljótt.

Söngur í þöglum skógum

og þögn í borganna dyn,

þú gafst mér jörðina og grasið

og guð á himnum að vin.

Þú gafst mér skýin og fjöllin

og guð til að styrkja mig.

Eg fann ei, hvað lífið var fagurt,

fyrr en eg elskaði þig.

Eg fæddist til ljóssins og lífsins,

er lærði eg að unna þér,

og ást mín fær ekki fölnað

fyrr en með sjálfum mér.

Ást mín fær aldrei fölnað,

Page 58: ymis ljoð 2

því eilíft líf mér hún gaf.

Aldirnar hrynja sem öldur

um endalaust tímans haf.

Aldir og andartök hrynja

með undursamlegum nið;

það er ekkert í heiminum öllum

nema eilífðin, guð – og við.

(Sigurður Nordal.)

Svo lýkur

nú okkar langa

spjalli

um lífið

– og einkennileikann

verið gæti

ef von mín

rætist

að við megum

taka tal að nýju

og nú í fullu

gamni um

hverskonar

heimsku

hégóma

– og ókennileikann.

Hvort heldur sem verður,

Page 59: ymis ljoð 2

þakka þér fyrir.

Farðu vel vinur.

(Kristján Karlsson.)

- Þorsteinn Gylfason e. Kristján

Ég reikaði aleinn eins og ský

sem ofar líður dal og hól,

en hrökk þá við, rak augun í

hvar ótal liljur glóðu í sól

við vatn, og atlot andvarans.

Þar undir trjám þær stigu dans.

Sem Vetrarbrautin breiðan var

því bjartri sól hver ein var lík.

Án endimarka þyrptust þar

mörg þúsund blóm að einni vík.

Þau dönsuðu jafnkát sem kið

og gullnir toppar kipptust við.

Þar atti kappi ölduger,

en gerði sér að góðu tap.

Það hlutu öll skáld að skemmta sér

hvert skipti í svona félagsskap.

Ég horfði, og hugsaði ekki neitt

um hvílík feikn mér mundu veitt.

Oft ef ég ligg í leiðslu um nótt

og líður hugur fjær og nær

þær fanga innra augað skjótt

Page 60: ymis ljoð 2

sem einsemd himinsælu ljær.

Af hamingju slær hjarta manns.

Þá hefst þar páskaliljudans.

Þannig þýddi Þorsteinn Gylfason ljóðið Páskaliljur eftir William Wordsworth.

-segir Vigdís Finnbogadóttir í grein um Þorstein

Er þú fórst um veginn

sungu í trjánum

sólskríkjur og þrestir.

Er þú fórst um veginn

var sumar og angan

í grænum lundi.

Nú er orðið langt síðan

og litlir fuglar

hafa flogið út í bláinn.

Blöð hafa fölnað

fallið af trjánum

fokið í vindinn.

Dimm nótt og dapurleg

drúpir nú yfir

blaðlausum greinum skógarins.

(Sigríður Einars frá Munaðarnesi.)

Tíminn flýgur áfram og hann

Page 61: ymis ljoð 2

teymir mig á eftir sér

og ekki fæ ég miklu ráðið um það

hvert hann fer.

En ég vona bara að hann hugsi

svolítið hlýlega til mín

og leiði mig á endanum aftur til

þín.

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli

um hálsinn þinn,

svo gleymdir þú mér ekki í dags

ins amstri nokkurt sinn.

Í augunum þínum svörtu horfði

ég á sjálfan mig um hríð

og ég vonaði að ég fengi bara að

vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar en ekki

er það þó biðin

Því ég sé það fyrst á rykinu, hve

langur tími er liðin.

Og ég skrifa þar eitthvað með

fingrinum sem skiptir öllu máli.

Því að nóttin mín er dimm og ein

og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað. Hve ég

man það alltaf skýrt,

auglínur og bleikar varir, brosið

Page 62: ymis ljoð 2

svo hýrt.

Jú ég veit vel, að ókeypis er allt

það sem er best,

En svo þarf ég að greiða dýru

verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu að hafa

þig ekki við hlið mér

og ég sakna þín á daginn þegar

sólin brosir við mér.

Og ég sakna þín á kvöldin þegar

dimman dettur á.

En ég sakna þín mest á nóttinni

er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum

saman þarna tvær

stjörnur á blárri festinguni sem

færast nær og nær.

Ég man þig þegar augu mín eru

opin, hverja stund.

En þegar ég nú legg þau aftur, fer

ég á þinn fund.

(Megas)

Tvær stjörnur e. Megas

Hugsandi um engla ég hugsa til þín.

Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða sýn.

Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín.

Page 63: ymis ljoð 2

Hugsandi um engla ég hugsa til þín.

Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber.

Þótt farin þú sért, þá veistu sem er.

Að sorg okkar hjörtu nístir og sker.

Við sjáumst á ný þegar kemur að mér.

(KK – þýð. ÓGK)

Þýðing: Ólafur G. Karlsson

Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni,

og sorgartárin falla mér á kinn,

en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,

hún mýkir harm og sefar söknuðinn.

Í mínum huga mynd þín skærast ljómar,

og minningin í sálu fegurst ómar.

Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma,

þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.

Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma

og halda fast í Drottins styrku hönd.

Með huga klökkum kveð ég góða móður.

Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður.

(Árni Gunnlaugsson)

Nú liðin er hin þunga þraut

og þreytta brjóstið rótt,

þinn andi svífur bjarta braut

á bak við dauðans nótt.

Page 64: ymis ljoð 2

Ég kveð með þökk, í traustri trú

um tilverunnar geim

að sál þín örugg svífi nú

til sigurlandsins heim.

(Ingibjörg Þorbergs.)

Hann vakir okkur yfir

og verndar hverja stund

Hann sendir sína engla

er sólin fær sér blund.

Stjörnur strjúka vangann

og stundin, hún er blíð

ég veit að Jesús Kristur

er hjá þér alla tíð.

Blessa þú nú barnið

því búið er því ból

í nótt þá muntu eiga

hjá englaföður skjól.

(Guðni Már Henningsson.)

En þó ég gráti, geta engin tár

mér gefið framar stund á jörð með þér,

því þú ert farin - heim í himininn.

Með það í huga þerra ég votar brár

og þakka vissu, er býr í hjarta mér,

að eilífðin er okkar, vinur minn.

(Sólveig Kristjánsdóttir.)

Page 65: ymis ljoð 2

Þegar veturinn gengur í garð

missa tré og aðrar plöntur lauf sín tímabundið.

En þessar jurtir búa yfir lífi sem gerir þeim kleift

að bera brum þegar vorar að nýju.

Hið sama á við um dauða mannlegrar veru.

Við búum öll yfir lífskrafti

sem mun leiða okkur í átt að nýju lífi,

nýju hlutverki,

samstundis

og án sársuka.

(Daisaku Ikeda.)

úr bókinni „Faith into Action“ e Ikeda

Með englum Guðs nú leikur þú og lítur

okkar til

nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég

skil.

Og þegar geislar sólar um gluggann skína

inn

þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi

minn.

(Guðrún Sigurbjörnsdóttir.)

Þökkum kærleika og elsku, þökkum virð

ingu og trú

þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir

áttir þú.

Page 66: ymis ljoð 2

Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg

var þín lund

og gaman var að koma á þinn fund.

(Guðrún Sigurbjörnsdóttir.)

Guð þig geymi góða mín

gefi frið í ljóssins heimi.

Við hlið Hans þar sem sólin skín

sofðu rótt og vel þig dreymi.

Lítill bróðir ljúfur kær

lífsins engil eignast hefur.

Hún horfir á þig nær og fjær

og hjúfrar er þú sefur.

Guð minn sendu styrk og lið

hvar sorgmæddur er og hljóður.

Blessun veit í bæn og frið

bæði föður og móður.

(Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir.)

Lokið er kafla í lífsins miklu bók.

Við lútum höfði í bæn á kveðjustund.

Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók

græðandi hendi að milda sorgarstund.

Ó, hve við eigum þér að þakka margt

þegar við reikum liðins tíma slóð.

Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart

Page 67: ymis ljoð 2

blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð.

Okkur í hug er efst á hverri stund

ást þín til hvers, sem lífsins anda dró

hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund.

Friðarins Guð þig sveipi helgri ró.

(Vigdís Runólfsdóttir.)

Minning e. Vigdísi

Ég lagði á götu sem þykir þrengst.

Mitt þol efldi reynslu styrkur.

Og gullið þitt var það, sem lýsti lengst.

Allra lengst inn í dauðans myrkur.

(Sigurjón Friðjónsson.)

Vertu, góði Guð, hjá mér,

gleði sönn er veitt af þér.

Gjörðu bjart mitt berskuvor,

blessa, faðir, öll mín spor.

Þú veist alltaf um minn veg,

allt þú veist, sem tala ég,

öll mín verk sér auga þitt,

einnig hjartalagið mitt.

(Einar Jónsson.)

Þegar raunir þjaka mig

þróttur andans dvínar

Page 68: ymis ljoð 2

þegar ég á aðeins þig

einn með sorgir mínar.

Gef mér kærleik, gef mér trú,

gef mér skilning hér og nú.

Ljúfi drottinn lýstu mér,

svo lífsins veg ég finni

láttu ætíð ljós frá þér

ljóma í sálu minni.

(Gísli á Uppsölum.)

Ég þekki veg

hann viss og glöggur er,

ei villist neinn

sem eftir honum fer.

En þyrnar vaxa þessum vegi á

hann þröngur er

en samt hann rata má.

Hann leiðir oss í frið, í frið

og flytur oss

að Drottins hægri hlið.

(Steindór Briem.)

Séra Steindór Briem í Hruna

Máría, ljáðu mér möttul þinn,

mæðir hretið skýja;

tekur mig að kala á kinn,

kuldi smýgur í hjartað inn;

mér væri skjól að möttlinum þínum hlýja.

Page 69: ymis ljoð 2

Þegar mér sígur svefn á brá

síðastur alls í heimi,

möttulinn þinn mjúka þá,

Móðir, breiddu mig ofan á,

svo sofi ég vært og ekkert illt mig dreymi.

(Einar Ól. Sveinsson)

En er sígur sól,

sérhver glæta deyr,

og þig, æska mín,

aldrei sé ég meir.

(Þýð. Magnús Ásgeirsson.)

Kvöldið er fagurt, sól er sest

og sefur fugl á grein.

Við skulum koma vina mín

og vera saman ein.

Ég þekki fagran lítinn lund,

hjá læknum upp við foss.

Þar sem að gróa gullin blóm,

þú gefur heitan koss.

Þú veist að öll mín innsta þrá

er ástarkossinn þinn,

héðan af aðeins yndi ég

í örmum þínum finn.

Page 70: ymis ljoð 2

Ég leiði þig í lundinn minn,

mín ljúfa, komdu nú.

Jörðin þó eigi ótal blóm,

mín eina rós ert þú.

(Ingólfur Þorsteinsson.)

Vér biðjum þig, Drottinn, að blessa þá hrjáðu,

þú birtir oss syndugum mátt þinn á jörð.

Lát náðarsól rísa, veg þeim öllum vísa

er villir fóru leið, hafa týnt sinni hjörð.

Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum hreinu,

þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól.

Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir,

þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól.

Vér flytjum þér lofgjörð, þú líknar og græðir

og léttir oss göngu í stormanna klið.

Frá ánauð og helsi gef hjörð þinni frelsi,

þín hjálp er jafnan nær. Ó, Guð, veit oss frið.

Veit oss þinn frið.

(Óskar Ingimarsson)

Meðan veðrið er stætt, berðu höfuð hátt

og hræðstu eigi skugga á leið.

Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð

upp um ljóshvolfin björt og heið.

Þó steypist í gegn þér stormur og regn

og þó byrðin sé þung sem þú berð,

Page 71: ymis ljoð 2

þá stattu fast og vit fyrir víst,

þú ert aldrei einn á ferð.

(Þýð. Óskar Ingimarsson)

Undir háu hamrabelti

höfði drúpir lítil rós.

Þráir lífsins vængja víddir

vorsins yl og sólarljós.

Ég held ég skynji hug þinn allan

hjartasláttinn rósin mín.

Er kristallstærir daggardropar

drúpa milt á blöðin þín.

Æsku minnar leiðir lágu

lengi vel um þennan stað,

krjúpa niður kyssa blómið

hversu dýrðlegt fannst mér það.

Finna hjá þér ást og unað

yndislega rósin mín.

Eitt er það sem aldrei gleymist,

aldrei, það er minning þín.

(Guðmundur G. Halldórsson.)

(Guðmundur Halldórsson.)

Rósin e Guðmund

Í dag við hugsum til þín elsku afi

og allt sem fyrir okkur hefur gert.

Þú hefur verið okkar gleðigjafi

gjöfum miðlað, hönd þín leiddi hvert

Page 72: ymis ljoð 2

sem vegur lá til þroska guðs í geymi

um götu sem að reynist mörgum hál

svo farnast megi vel í hörðum heimi

og heiðarleikann rækta í barnsins sál.

Við biðjum þess að ævikvöld þitt megi

aðeins birtu og gleði færa þér.

Sól á lofti sem á sumardegi

sem morgunroði líði dagur hver.

Eins og löngum alltaf sæll og glaður

eigir í vændum mörg ógengin spor.

Hjartans þakkir, heill þér heiðursmaður

um hugans lendur birtist sól og vor.

(Guðmundur Halldórsson.)

birtist 26. jan. 08 ort um Jón Árnason áttræðan

Sárt er mér í minni.

Sakna ég þín vinur.

Minnist þeirra mörgu

mætu gleðistunda

sem við áttum saman.

Sólu fegur skína

allar þær og eiga

innsta stað í hjarta.

(J.G.S.)

Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta,

hún seiddi mig dýrðin á landinu bjarta.

Ó íslenska byggð, þú átt ein mína tryggð.

Page 73: ymis ljoð 2

Ó íslenska byggð, þú átt ein mína tryggð.

Ég byggði mér hreiður við bakkana lágu

og bjó þar með ungunum, fallegu, smáu.

Í friði og ást sem að aldreigi brást.

Og bóndinn minn prúður á bakkanum undi.

Hann brosti við ungunum léttum á sundi.

Þeir léku sér dátt, og þeir döfnuðu brátt.

En dag nokkurn glumdi við gjallandi seiður,

Það glampaði eldur, ég flúði mitt hreiður.

Og bóndinn minn dó, þá var brostin mín ró.

Og annar minn vængur var brotinn og blóðið

með brennandi sársauka litaði flóðið.

Ég hrópaði hátt út í heiðloftið blátt:

„Ó flýið þið börn mín til framandi stranda,

með fögnuði leitið þið öruggra landa.“

Svo hvarf hún mér sýn ljúfust hamingjan mín.

Við íslensku vötnin er fegurð og friður

og fagnandi ríkir þar vornæturkliður.

Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.

Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.

(Jakob V. Hafstein)

Af sjúkum í lífinu segir svo fátt

og sjaldnast þeim vegirnir greiðir.

Þú veist það mín kæra þú afa þinn átt

ætíð, þó hér skilji leiðir.

Page 74: ymis ljoð 2

Siggu við kveðjum með sorgmæddum róm

en svo verður örlögum taka.

Við munum á leiði þitt bera þér blóm

í bæninni yfir þér vaka.

(Friðrik Stefánsson.)

Skjótt hefur sól brugðið sumri,

því séð hef ég fljúga

fannhvíta svaninn úr sveitum

til sóllanda fegri;

sofinn er nú söngurinn ljúfi

í svölum fjalladölum,

grátþögull harmafugl hnípir

á húsgafli hvurjum.

(J.H.)

Blámi dagsins

gefur fyrirheit

geislar sólar

bræða mjúkan snjóinn

Handan við sjónarrönd

liggur slóð þín

á mörkum veruleikans

byrjar nýr dagur.

(Anna S. Björnsdóttir.)

Vetrardagur e. Önnu

Page 75: ymis ljoð 2

Eins og blóm án blaða

söngur án raddar

skyggir dökkur fugl heiðríkjuna.

Vorið, sem kom í gær,

er aftur orðið að vetri.

(Magnús Jóhannsson.)

Sorg e Magnús frá Hafnarnesi.

Draumanna höfgi dvín

dagur í austri skín.

Vekur mig, lífi vefur

mjúka mildings höndin þín.

Dagleiðin erfið er

óvíst hvert stefna ber.

Leiðir mig, langa vegu,

mjúka mildings höndin þín.

Sest ég við sólarlag

sátt er við liðinn dag.

Svæfir mig, svefni værum,

mjúka mildings höndin þín.

(Eygló Eyjólfsdóttir.)

Ég heyri vorþyt um loftið líða,

sé ljóma gulls á efstu brún.

En þá er vetrarins veldi lokið,

er vorið strýkur um engi og tún.

Það falla tónar úr hæstu hæðum,

frá hörpu söngfugls bak við ský.

Page 76: ymis ljoð 2

Allt gleðst með léttfleygu loftsins barni,

sem leitar fagnandi heim á ný.

Að reika um vorlönd er dásemd drauma,

þar dreg ég skó af fótum mér.

En skelfist eigi, þótt ellin kalli,

því aftanskinið oft fegurst er.

(Arnfríður Sigurgeirsdóttir.)

Úr ljóðinu Vorboðinn e Arnfríði

Þeir segja þig látna, þú lifir samt

og í ljósinu færð þú að dafna.

Því ljósi var úthlutað öllum jafnt

og engum bar þar að hafna.

Frá litlu hjarta berst lítil rós,

því lífið þú þurftir að kveðja.

Í sorg og í gleði þú senda munt ljós,

sem að mun okkur gleðja.

(Guðmundur Ingi Guðmundsson.)

Lítil kveðja að handan e. Guðmund Inga

Ó, hve sárt ég sakna þín

sómakonan elskulega,

minning þín er skærast skín

skarta mun í sálu mín

orðstír þinn er aldrei dvín

eyðir burtu sorg og trega.

Ó, hve sárt ég sakna þín

Page 77: ymis ljoð 2

sómakonan elskulega.

Aldrei gleymir tryggð né trú

traust þú reyndist hverju sinni

með kærleik þínum bættir bú

bezt þér virtist aðferð sú.

Lýðir, sem þig lifa nú

lofa munu öll þín kynni.

Aldrei gleymdir tryggð né trú

traust þú reyndist hverju sinni.

(Höf. ókunnur.)

Er vaknaði bjartur dagur í dróma,

döggin þig grætur með hugljúfum tárum.

Minningar fagrar í huganum hljóma,

himnanna litir mig faðma í sárum.

Þú réttir faðm á lífsins leið,

lýstir margan efa.

Þér ávallt virtist gatan greið,

grátinn vildir sefa.

Með trega í hjarta ég missi mátt,

minnist þá góðra funda.

Ljósið þér stefni í nýja nátt,

nægt er þar gleðistunda.

(Jóh. Gunnars.)

Handan við hafdjúpin bláu,

hugur minn dvelur hjá þér,

Page 78: ymis ljoð 2

ég vil að þú komir og kyssir

kvíðann úr hjarta mér.

Hvítu mávar, segið þið honum,

að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann,

hvítu mávar, segið þið honum,

að hann sé það allt, sem ég í brjósti ann.

Þótt þú færir burt, ég hugsa enn sem áður,

um okkar liðnu tíð, er ég þig fann.

Hvítu mávar, segið þið honum,

að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann.

(Björn B. Magnússon.)

Minningabrotin og burtflogin stund

og bjartasta vonin um fagnaðarfund

er gull sem við geymum í ranni.

Nú eigum við þvílíkan allsnægtasjóð

og auðugust erum af þessari þjóð.

En þrautin er innra með manni.

Hve lengi er auðvelt að ylja sér við

þær indælis stundir er fékk okkar lið?

Skarð er nú höggvið í hópinn.

(gis.)

- Grétar Ingi Símonarson orti til mágkonu sinnar,

Jóhönnu Jóhannsdóttur

-

För okkar heldur áfram

Page 79: ymis ljoð 2

við höldum áfram að læra að þekkja fólk

elskum það á meðan það er að deyja

jafnt og við elskuðum áður

Og stundum kynnumst við fólki

í stílhreinni jarðarför

kynnumst sjálfum okkur, lútandi höfði

í nýfæddum skilningi haustsins

sem er orðið árstíðin okkar

Búrgúndírauð eins og leðurskór frá París

Andartak verður líf okkar logagyllt

og við fljúgum ósýnilegum vængjum

á vit morgunroðans

Höldum svo áfram að læra að þekkja

(Anna S. Björnsdóttir.)

Vegferð e Önnu

Á litlum skóm ég læðist inn

og leita að þér, afi minn.

Ég vildi að þú værir hér

og vært þú kúrðir hjá mér.

Ég veit að þú hjá englum ert

og ekkert getur að því gert.

Í anda ert mér alltaf hjá

og ekki ferð mér frá.

Page 80: ymis ljoð 2

Ég veit þú lýsir mína leið

svo leiðin verði björt og greið.

Á sorgarstund í sérhvert sinn

ég strauminn frá þér finn.

Ég Guð nú bið að gæta þín

og græða djúpu sárin mín.

Í bæn ég bið þig sofa rótt

og býð þér góða nótt.

(S.P.Þ.)

Þótt vindar blási veröld í,

og vofi yfir kólguský,

þá mundu hann, er böl þitt ber,

sem bróðir þinn og Drottinn er.

Og náð hans nægir þér.

Hann kom að opna augun blind,

hann er þín hjálp í villu og synd,

þótt sortni fyrir sjónum þér,

hinn sami í gær og dag hann er.

Og náð hans nægir þér.

Hann er það ljós við öll þín spor,

er eilífð boðar, líf og vor,

hann verndar þetta veika ker,

sem valt í senn og brothætt er.

Og náð hans nægir þér.

Page 81: ymis ljoð 2

Og hví skal þá ei hjartans þökk

sig hefja yfir skýin dökk?

Þú veist, að þína byrði ber

sá bróðir, sem þinn Drottinn er.

Og náð hans nægir þér.

(Sigurjón Guðjónsson)

Stutt er dvöl

í stundar heimi

líður líf

fyrr en lýði varir,

sem hvirfilbylur

um haf strjúki,

ljómi leiftur

um loftboga.

Hvað er lífið?

Ljósið sem slokknar,

blásin bóla,

sem brestur og hjaðnar,

bogi sem brotnar

á bana ströndum,

hjóm, hégómi,

hrapandi stjarna.

(Jón Ólafsson.)

Úr bókinni 60 kvæði eftir Jón

Þú hvarfst

þér sjálfum og okkur

hvarfst

Page 82: ymis ljoð 2

inn í höfuð þitt

dyr eftir dyr luktust

og gátu ei opnast á ný

þú leiðst

hægt á brott

gegnum opnar bakdyr

bústaður sálarinnar

er hér enn

en stendur auður

sál þín er frjáls

líkami þinn hlekkjaður

við líf

sem ekki er hægt að lifa

þú horfðir framhjá mér

tómum augum

engin fortíð

engin framtíð

engin nútíð

við fengum aldrei að kveðjast.

(Tove Findal Bengtsson -

þýð. Reynir Gunnlaugsson)

Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var.

Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar.

Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú.

Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.

Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn.

Page 83: ymis ljoð 2

Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði.

Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund.

Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt.

Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var.

Æskunnar ómar ylja mér í dag.

(Þorsteinn Sveinsson.)

Í kvöld horfa augu himins

undrandi á mennina,

sjá og undrast

hve illa gengur

að skilja guð.

(Dóra Kondrup)

áður óbirt ljóð (Úr Orðabók, 2006)

birt með greinum um Dóru 10.7.06

Mitt ljóð er aðeins lítið þakkarorð

til lífsins, þess sem við gengum bæði.

Þú varst sú rós sem innst í hjarta óx,

ég alltaf vildi að sú rós þar stæði.

Alltaf skal ég muna bjarta brá

og brosið sem að fyllti andlit þitt.

Við vorum ung, þú áttir hjarta mitt,

og ekki neitt fékk breytt því sem ég sá.

Við lifðum saman ljúfa daga og sára,

því lífsins vegur stundum grýttur er

Page 84: ymis ljoð 2

og engar þrautir alveg lausar tára,

en unaðsstundir lifa í hjarta mér.

(Bjarni Marinó Þorsteinsson.)

Minningar mig margoft taka

muna skal ég liðna tíð

yfir mér skal alltaf vaka

þitt indælt bros og augun blíð.

(Bjarni Marinó Þorsteinsson.)

Á hörpunnar óma við hlustum í kvöld,

mín hjartkæra, draumfagra meyja,

og tunglskinið hefur sín töfrandi völd,

er tónarnir síðustu deyja.

Í hillingum sjáum við sólfagra strönd,

þar svifum við tvö ein um draumfögur lönd,

og tunglskinið hefur sín töfrandi völd,

er tónarnir síðustu deyja.

Er nóttin oss býður sín litskreyttu ljós,

sem leiftra um himinsins veldi,

þá gef ég þér ást mína, heiður og hrós,

og hamingju á þessu kvöldi.

Við dönsum og syngjum mitt seiðandi lag,

unz sjáum við roða hinn komandi dag,

og þá áttu ást mína, heiður og hrós,

og hamingju frá þessu kveldi.

Page 85: ymis ljoð 2

(Theódór Einarsson.)

Mig seiðir heimþrá, hjartanu blæðir

hugur er bundinn minningablæ.

Eyjar og voga árroðinn klæðir.

Andvari vorsins leikur við sæ.

Ó mín Heimaey í faðm þinna fjalla

nú flyt ég söngva og ljóðamál.

Þér vil ég færa þá fegurð alla

er ég finn besta í minni sál.

Þó ég sé fjarri blámóðu bundinn,

bernskan er ætið mitt óskaland.

Æ geymir hugur sólroðuð sundin

svimháa kletta og fjörusand.

Ó mín Heimaey nú minn hinsti óður

á hafsins bárum að ströndu fer.

En farleið tímans ég fylgi hljóður

uns fölvi nætur hér líknar mér.

(Höf. ók.)

Og allt var skini skartað

og skjól við móðurhjartað,

hér leið mín bernskan bjarta

við bjargfuglaklið.

Er vorið lagði að landi,

var líf í fjörusandi,

Page 86: ymis ljoð 2

þá ríkti unaðsandi

í ætt við bárunið.

Þegar í fjarskann mig báturinn ber

og boðinn úr djúpi rís.

Eyjan mín kæra, ég óska hjá þér

að eigi ég faðmlögin vís.

Þótt löngum beri af leiðum

á lífsins vegi breiðum,

Þá finnst á fornum eiðum

margt falið hjartamein.

En okkar æskufuna

við ættum þó að muna

á meðan öldur una

í ást við fjörustein.

(Ási í Bæ.)

Ó, gamla gatan mín

ég glaður vitja þín

og horfnar stundir heilsa mér.

Hér gekk ég gullin spor

mín góðu bernskuvor,

sem liðu burt í leik hjá þér.....

(Ási í Bæ.)

Dagurinn kveður, mánans bjarta brá

blikar í skýja sundi.

Lokkar í blænum, leiftur augum frá,

Page 87: ymis ljoð 2

loforð um endurfundi.

Góða nótt, góða nótt,

gamanið líður fljótt,

brosin þín bíða mín,

er birtan úr austri skín.

Dreymi þig sólskin og sumarfrið,

syngjandi fugla og lækjarnið.

Allt er hljótt, allt er hljótt

ástin mín, góða nótt.

(Ási í Bæ)

Ást þín er fersk og í engu breytt

í annríki hefir þú stutt og leitt

mig og aðra sem með þér fóru.

– Þá skuld mína aldrei get ég greitt.

(Sigurður Snorrason.)

Sigurður b. á Gilsbakka í Hvítársíðu, 1894-

1978, orti kvæði til Önnu Brynólfsdóttur,

1906-2003, sem lýkur á þessu erindi.

Guð þig leiði sérhvert sinn

sólarvegi alla.

Verndarengill varstu minn,

vissir mína galla.

Hvar sem ég um foldu fer,

Page 88: ymis ljoð 2

finn ég návist þína

Aldrei skal úr minni mér,

mamma ég þér týna.

(Jón Sigfinnsson.)

Elskulega amma, njóttu

eilíflega Guði hjá,

umbunar þess, er við hlutum

ávallt þinni hendi frá;

þú varst okkur ungu hjörtum,

eins og þegar sólin hlý,

vorblómin með vorsins geislum

vefur sumarfegurð í.

Hjartkær amma, far í friði,

Föðurlandið himneskt á,

þúsundfaldar þakkir hljóttu

þínum litlu vinum frá.

Vertu sæl um allar aldir,

alvaldshendi falin ver,

inn á landið unaðsbjarta,

englar Drottins fylgi þér.

(Berglind Árnadóttir.)

Elskulega mamma mín

mild og blíð var höndin þín.

Æskusporin átti ég smá

oft þú gladdir hugann þá.

Page 89: ymis ljoð 2

Létt og björt var lundin þín

líkt og í heiði er sólin skín.

Margar fagrar minningar

man ég enn til huggunar.

Enn rís sól við austurfjöll

árdagsgeislar skína á völl.

Eins er mynd þín hrein og há

hún mér lýsir velferð á.

Þegar loks mín lokast brá

og lýk ég göngu jörðu á.

Ég bíð þín milda móðurhönd

mig leiði þá í sjónarlönd.

(Pálína Pálsdóttir.)

ort um Málfríði Þórarinsdóttur, f. 1877, d. 1946

móður Pálínu f. 1919, d. 2003

Löngum sótti á söngvamiðin,

seiðandi í hljómakliðinn.

Röddin tær og tónaþýð.

Hann varð yndi allra kóra,

átti þarna gleði stóra.

Leikandi var lundin blíð.

Margt var iðjað, aldrei hikað,

aldrei frá því góða hnikað.

Verkin mæra manninn vel.

Ríka hjálparlund hann átti,

Page 90: ymis ljoð 2

hönd út rétti þar hann mátti.

Hans er gjöfult hugarþel.

(Helgi Seljan.)

Úr ljóði um bróður Helga,

Halldór Friðriksson níræðan

Trúarinnar traust og styrkur

tendrar von í döpru hjarta.

Eilífðin er ekki myrkur,

eilífðin er ljósið bjarta.

(Helgi Sæmundsson.)

Þú fagra blómið blóma sem blómstrar jörðu á.

Þú fegurst rósin rósa sem reynist vera oss hjá.

Í garði þeim sem gengur þú er gjarnan þig að sjá.

Þú fagra rósin rósa sem reyndist vera oss hjá.

Þín angan unað vekur og örvar lífsins þrá.

Hún sorg og sút burt hrekur og sefar grátna brá.

Því gakktu hljótt um garðinn þinn og grunda hvert eitt spor,

Þú fagra blómið blóma sem blómstrar sérhvert vor.

(Einar Steinþórsson.)

Er lít ég yfir liðin ár

mér ljóst í hjarta skín,

þú þerraðir móðir trega tár

og traust var höndin þín.

Þú gafst mér allt, sem áttir þú

af ástúð, von og trú.

Og því er nafn þitt móðir mín

Page 91: ymis ljoð 2

í mínum huga nú.

Þú leiddir mig, sem lítið barn

og léttir hverja þraut.

Við blómskreytt tún og hrímhvítt hjarn

ég hjá þér ástar naut.

Nú þegar lífs þíns lokast brá

frá langri ævi stund.

Er gott að hvílast Guði hjá

og ganga á Drottins fund.

(Einar Steinþórsson.)

Í bænum okkar, besti afi

biðjum fyrir þér

að Guð sem yfir öllu ræður,

allt sem veit og sér

leiði þig að ljóssins vegi

lát' þig finna að,

engin sorg og enginn kvilli

á þar samastað.

Við biðjum þess í bænum okkar

bakvið lítil tár,

að Guð sem lífið gaf og slökkti

græði sorgarsár.

Við þökkum Guði gjafir allar

gleði og vinarfund

og hve mörg var ávallt með þér

ánægjunnar stund.

(Sigurður Hansen)

Page 92: ymis ljoð 2

Á kveðjustund er þungt um tungutak

og tilfinning vill ráða hugans ferðum.

Því kærum vini er sárt að sjá bak

og sættir bjóða Drottins vilja og gjörðum.

En Guðs er líka gleði og ævintýr

og góð hver stund er minningarnar geyma.

Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr

á ferð um ljóssins stig, og þagnarheima.

(Sigurður Hansen)

Mamma, ég man þá daga,

man þína hvítu sterku hönd.

Ein kunni hún allt að laga

og opna hlið í drauma lönd.

Stoltari en stormaveldin,

sterkari en élja kveldin

varði hún æskueldinn,

árdaga og fagra strönd.

Góða ég sé þú grætur.

Grátperla skín á vanga þér.

Vakir þú veik um nætur,

vakir og biður fyrir mér.

Mamma, þitt móðurhjarta

mildara en sólin bjarta

sendir í húmið svarta

sólskinið hvar ég fer.

(Sigurður Hansen)

Page 93: ymis ljoð 2

Mamma, e Sigurð

Lífið rennur sem lækur

með lygnu og djúpan hyl

grefur sér farveg og fellur

um flúðir og klettagil.

Við bakkana beggja megin

blandast hin tæra lind

uns lækurinn orðinn er

allur annarra spegilmynd.

Lækurinn minnir á lífið

lindin er tær og hrein

í fljótið ber hann öll fræin

sem falla af næstu grein.

En fljótið er lífsins ferja

er flytur með þungum straum

ljóðið um lindina tæru

lækjarins óskadraum.

(Sigurður Hansen.)

Inn milli fjallanna hér á ég heima,

hér liggja smaladrengsins léttu spor.

Hraun þessi leikföng í hellinum geyma,

hríslan mín blaktir enn í klettaskor.

Við þýðan þrastaklið

og þungan vatnanið

æskan mín leið þar sem indælt vor.

(Guðm. Magnússon)

Page 94: ymis ljoð 2

Ver þú sæll í heimi hljóma,

himneska áttu leyndardóma,

fólgna í sál og fingrum þér,

oft hafa svalað sálu minni,

samhljómar frá hendi þinni.

Guð launi allt er gafstu mér.

(Geirrún Ívarsdóttir.)

Þú komst eins og ljóð,

inn í vitund vorsins,

með von í hjarta.

Þú þráðir lífið í landi draumsins,

og ljósið bjarta.

Kristalsdögg í guðdómsbirtu

táraflóðið titrar,

og tónabylgjur fagna þínum fundi.

Nú ertu sæll minn kæri vinur,

sólargeislar kyssa þína mund.

(Hrefna Sigurðardóttir.)

- um Þórð Jónsson, mág Hrefnu

Takk fyrir tímann sem með þér áttum,

tímann sem veitti birtu og frið.

Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,

lýsa upp veg okkar fram á við.

Gefi þér Guð og góðar vættir

góða tíð yfir kveðjuna hér,

Page 95: ymis ljoð 2

þinn orðstír mun lifa um ókomna daga,

indælar minningar í hjarta okkar ber.

(P. Ó. T.)

Sofðu engill, senn er nóttin nærri,

svanirnir fela höfuð undir væng.

Dagurinn hefur gefið okkur gjafir,

gefur nóttin sína mjúku sæng.

Sofðu engill, augun leggðu aftur,

álfarnir geyma fögru gullin þín.

Dagurinn hefur kveðjuorðin kallað,

hvíslar nóttin næturljóðin sín.

Sofðu, engill, finndu fagra drauma,

fuglar í laufi lokað hafa brá.

Dagurinn bakvið fjöllin hefur farið,

friðarnóttin felur okkur þá.

Sofðu, engill, engu skaltu kvíða,

andar golan yfir mýrarsef.

Dagurinn var svo vorbjartur og fagur,

vefur nóttin drauma þinna stef.

Sofðu, engill, sólbjartur á vanga,

svífur máni yfir höfin breið.

Dagurinn gaf þér visku, kjark og vonir,

verndar nóttin þig á langri leið.

(Friðrik Erlingsson.)

Page 96: ymis ljoð 2

Vinkona mín

sem brosir

stór og falleg

hjá sólinni í apríl

Þú ert sú sem horfir

í fegurðarátt

meðan hlýjan læðist

í augu þín og hár

Vinkona mín á himninum

á morgun springur sólin í maí út

og gægist um endalaust hnappa

gatið

á blússunni þinni.

Vinkona mín

(Steinunn Sigurðardóttir.)

Þögninni einni segjum okkar sorg.

Sungin var gleðin út í vind sem blés.

Spor lágu burt úr dalnum annan dag,

Dögg féll af greinum lítils reynitrés.

Þögninni einni segjum okkar sorg.

(Halldóra B. Björnsson.)

Ég elska lífið og þess töfrasvið.

Ég elska fólkið, djarft og valið lið.

Page 97: ymis ljoð 2

Ég elska vorsins undur geislamátt.

Ég elska flug, sem stefnir djarft og hátt.

( Bjarni Þorsteinsson.)

Bjarni kennari - ekki prestur

Við áttum hér saman yndisleg ár

af þeim geislarnir skína.

Nú falla að lokum fjölmörg tár

á fallegu kistuna þína.

(D.Þ.)

(Dísa Þórðard.)

Við áttum saman eitt sinn vor

þá æskan kynnti líf og þor,

við lögðum saman lífs á veg

og leiðin sýndist yndisleg.

Og lífið gaf og lífið tók

það okkur saman reynslu jók,

við bæði saman áttum allt

var oftast hlýtt en stundum kalt.

En nú er komin stundin sú

á burtu farinn ert þú nú,

þú vinur kær sem varst mér allt

mitt lífsins ljós, mitt sálar skart.

Nú gengin ertu á Guðs þíns veg

ég græt svo harmi slegin treg,

Page 98: ymis ljoð 2

en ætíð mun ég muna þann

sem gaf mér þennan góða mann.

Ég þakka vinur, þakka allt

sem gæfan okkur báðum galt.

Það er mín trú, mitt trausta skor

að aftur finnumst annað vor.

(Höf. ók.)

Dæmdu eigi breyskan bróður,

brjóttu ei hið veika strá;

lyftu heldur hönd til varnar

hverjum þeim, sem aðrir smá.

Allt er líf af einum stofni,

örlög tvinnuð mín og þín.

Undir sora og synda hjúpi

sólhrein perla tíðum skín.

Hver fær lesið letur hjartans,

leynirúnir innra manns?

Hver er sá, er kannað geti,

kafað sálardýpi hans?

Margt í hafsins hyljum djúpum

hulið er, sem enginn leit.

Margt í sálum manna leynist

meira og betra en nokkur veit.

Page 99: ymis ljoð 2

Skammt vér sjáum, blindir blínum

báðum augum, látum hægt.

Hví skal myrða menn með orðum?

Margt er hulið, dæmum vægt.

Auðlegð hjartans enginn reiknar

eða sálarfátækt manns.

Hvar er vog, er vegið geti

vonir eða sorgir hans.

(Richard Beck.)

Ó hve einmana ég er á vorin

þegar sólin strýkur blöðum trjánna

líkt og þú straukst vanga minn forðum

og þegar ég sé allt lifna og grænka

minnist ég þess að þú gafst einnig lífi mínu lit

og þegar ég sé sólina speglast í vatninu

speglast minningin um þig í hjarta mínu

og laufgast á ný.

(Björg Elín Finnsdóttir.)

Minn hjartaslátt, minn andardrátt,

minn mikla mátt

nú má ég sáttur lofa.

Þó stórt og smátt ég hafi átt,

mér fylgir fátt

er fer ég brátt að sofa.

(Kristján Hreinsson.)

Page 100: ymis ljoð 2

Þú hittir þig sjálfan í hugmyndaflóði

á hraðferð um lífið á veraldarbraut,

þú vakir og biður, þú vonar í hljóði

og viskan er lausn þín á sérhverri þraut.

Þú kallar á Guð ef þú kemst ekki hraðar,

þinn kærleikur lifir þó trúin sé veik.

Hin eilífa vitund er alltaf til staðar

og ástin er nærtæk í starfi og leik.

Þú horfir á lífið og heiminn þú skoðar,

í huganum tekur þú sjálfur til máls.

En myndin af Guði er máttur sem boðar

að maðurinn verði að eilífu frjáls.

Já mundu það vinur, á meðan þú lifir,

að myndin af Guði er allt sem þú sérð.

Og viskunnar máttur hann vakir þér yfir

á veraldarbrautinni hvert sem þú ferð.

(Kristján Hreinsson.)

Hvert gengið spor sem tíminn burtu tekur

fær tilgang þegar lífið skoðað er,

og öll þau blóm sem glaðlegt vorið vekur

þau virkja söng sem ávallt hljómar hér.

Því söngurinn hann fer með tímans takti

um táradal er fögur jurt þar grær

og sérhvert blóm sem vorið áður vakti

Page 101: ymis ljoð 2

í vitund manns um eilífð lifað fær.

En þegar yfir öllu gleðin gnæfir

er gott að hafa bæði kjark og þor

og hverri sál með hjartagæsku hæfir

að hugleiða í þögn hvert gengið spor.

(Kristján Hreinsson.)

Hvert gengið spor e kristján

Á bláum hestum hugans

um himin minn ég svíf,

ég sé í djúpum draumi

að dauðinn skapar líf.

Þar búa ótal andar

og áfram streyma þeir.

Þar er í lausu lofti

eitt ljós sem aldrei deyr.

(Kristján Hreinsson.)

Hann Guð hann mun þess gæta

þú getir sofið rótt,

hann lætur ljóssins engla

lýsa þér um nótt.

Þegar myrkrið mætir

þú mannst hann vel þín gætir,

hann öll þín verk í veröldinni sér.

Og þegar ljósið logar

og lífið í þig togar

Page 102: ymis ljoð 2

þá fljúga himins englar yfir þér.

(Kristján Hreinsson.)

Undir bláhimni blíðsumars nætur

barstu’ í arma mér rósfagra mey.

Þar sem döggin í grasinu grætur,

gárast tjörnin í suðrænum þey.

Ég var snortinn af yndisleik þínum,

ástarþráin er vonunum felld.

Þú ert ljósblik á lífshimni mínum,

þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld.

Ég vil dansa við þig meðan dunar

þetta draumblíða lag sem ég ann.

Meðan fjörið í æðunum funar,

og af fögnuði hjartans sem brann.

Og svo dönsum við dátt, þá er gaman

meðan dagur í austrinu rís.

Og svo leiðumst við syngjandi saman

út í sumarsins paradís.

(Magnús K. Gíslason.)

Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð

um sólina, vorið og land mitt og þjóð.

En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð,

hún leiðir mig, verndar og er mér svo góð.

Ef gæti ég farið sem fiskur um haf

ég fengi mér dýrustu perlur og raf.

Page 103: ymis ljoð 2

Og rafið ég geymdi og gæfi ekki braut

en gerði henni mömmu úr perlunum skraut.

Ef kynni ég að sauma ég keypti mér lín

og klæði ég gerði mér snotur og fín.

En mömmu úr silki ég saumaði margt

úr silfri og gulli, hið dýrasta skart.

(Páll Jónsson Árdal)

Ég kveð þig mamma, en sé um svið

að sólskin bjart þar er,

sem opnar hlið

að fögrum frið,

og farsæld handa þér.

Því lífs er stríði lokið nú,

en leiðina þú gekkst í trú

á allt sem gott og göfugt er

og glæðir sálarhag.

Það ljós sem ávallt lýsti þér,

það lýsir mér í dag.

Ég kveð þig, mamma, en mildur blær

um minninganna lönd,

um túnin nær og tinda fjær,

mig tengir mjúkri hönd,

sem litla stúlku leiddi um veg,

sú litla stúlka – það var ég,

og höndin – það var höndin þín,

svo hlý og ljúf og blíð.

Page 104: ymis ljoð 2

Ég kveð þig, elsku mamma mín,

en man þig alla tíð.

(Rúnar Kristjánsson.)

Ég sá í bernsku

í djúpri fjarlægð

hvar augu blikuðu

á tæpri stund.

Ég sá í nálægð

á nýjum degi

hvar augu blikuðu

í djúpri kyrrð.

Og enginn veit

hvað það var og er.

Ó, nálægð djúp,

ó, stund sem fer.

(Jón Óskar)

Mamma, elsku mamma,

man ég augun þín.

Í þeim las ég alla,

elskuna til mín.

Mamma, elsku mamma,

man ég þína hönd.

Bar hún mig og benti,

björt á dýrðarlönd.

Page 105: ymis ljoð 2

Mamma, elsku mamma,

man ég brosið þitt.

Gengu hlýir geislar,

gegnum hjarta mitt.

Mamma, elsku mamma,

mér í huga skín.

Bjarmi þinna bæna,

blessuð versin þín.

Mamma, elsku mamma,

man ég lengst og best.

Hjartað blíða, heita,

hjarta er ég sakna mest.

(Sumarliði Halldórsson.)

Við kveðjum þig, vinur, í síðasta sinn

og söknuður hug okkar fyllir.

Nú minningar vakna um vinskap og tryggð

er vorsólin tindana gyllir.

Nú þakkað skal allt sem við áttum með þér,

það ætíð mun hug okkar fylla.

Brátt sumarið kemur með sólskin og yl

þá sólstafir leiðið þitt gylla.

(Aðalheiður Hallgrímsdóttir)

Ó, himins blíða hjartans tár

Page 106: ymis ljoð 2

er hjúpar sorg, þótt blæði sár,

þín miskunn blíð, hún mildar barm,

hún mýkir tregans sára harm.

Þú ert það ljós, það lífsins mál,

er ljúfur drottinn gefur sál.

Nú hljóð er stund, svo helg og fríð,

að hjarta kemur minning blíð.

Hún sendir huga bros þitt bjart,

blessar, þakkar, þakkar allt.

Hún minnir sál á sorgaryl,

sendir huggun hjartans til.

(Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.)

Sjáðu á himni

hátt yfir fjöllin

rísandi roða.

Ljós og litir

leika um skýin,

birtingu boða.

Maðurinn sínum

sorgum gleymir

og sefast lætur,

er dagsbrún dreifir

döpprum skuggum

dimmrar nætur.

Mönnum er fjarlægt

Page 107: ymis ljoð 2

í morgunsins veldi

myrkrið að kveldi.

(Á.G. Finnsson.)

Að degi liðnum kviknar ljós við ljós,

öll loftsins bláfirð skín í silfurvefjum;

í bleikum fjarska blikar ljóssins ós,

þar brenna rósaský með gullnum trefjum.

Svo bjarma í hug mér bros þín glöð og skær,

svo bjart var heiði dags í augum þínum

og ljóma og yl þín endurminning slær

á allt, sem kemur nálægt vegum mínum.

Ei deyr, sá gefur bros og blíðumál

því bros og hjartans orð á jörðu lifir;

fer stillt og hljótt úr eins í annars sál

og eilífbjart það vakir mannheim yfir.

(Steindór Sigurðsson.)

Er vaggar skip á úthafsbreiðu öldunum

og undraljóma á sæinn máninn slær.

En bjart er yfir báru hvítu földunum,

er brosir máni á himni unaðskær.

Þá farmann dreymir um fortíð horfna.

Hann fær vart blundað þó taki að morgna

– og dreymir –

En andvörp hans með öldugjálfri hljóðna þá.

er Eygló morgunhljóma á hafið slær.

Page 108: ymis ljoð 2

(Sigfús Erlingsson.)

Haustnótt á hafinu e Sigfús

Haustfölva slær á hlíðarvangann rjóða,

hjartsláttur dvín, og liðin sumarganga.

Voðin er unnin, vafin upp í stranga.

Vefarinn hefur lokið sinni skyldu.

Næst mun sér annar nema þarna spildu.

(J.J.)

sennilega Jón Jónsson í Fremstafelli, f. 5.4. 1908, d. 17.10. 2001.

í grein um Friðriku Kristjánsd, konu hans

Ég í óbyggðum villtist um vorfagra nótt,

og fann ekki leiðina heim.

í hjarta mér óttinn, allt var svo hljótt.

Hugurinn leitaði heim.

Himinn og hamrar runnu í eitt

ég hvíldist við einmana stein.

Er sótti að mér svefninn, ég sofnaði rótt

þá í huganum kominn var heim.

Ef þú svefnvana vakir um vorbjarta nótt

og hugur þinn leitar til mín.

Ég sefa þinn huga, svo sofnir þú rótt

í svefni kem ég til þín.

(S.H.)

Sigríður Hinriksdóttir orti um Pétur Þorvarðarson

Page 109: ymis ljoð 2

Munum glaðar góðar stundir,

göfugt hjarta, styrkar mundir.

Glaðværð þín, sem ljómi á láði,

lýsti upp margan skýja dag,

vermdi og bætti hugans hag.

Yfir lífið yndi stráði,

eins og fagurt sólskinslag.

(Ingibjörg Sumarliðadóttir.)

Ljósblik liðinna daga e Ingibjörgu

Flogin er fregnin harma,

flóa því tár um hvarma.

Horfinn er hjartkær faðir

og hugljúfur eiginmaður.

Horfinn er besti bróðir,

blikna því frændur hljóðir.

Horfinn ættar hlynur,

hlýr og ástríkur vinur.

Horfinn er höfðings maður,

hjálpar og líknastaður,

heimili hans var löngum,

hlaðið gestristni og föngum.

Horfinn er söngvasvanur,

sorg og gleði vanur,

sálir með söng að kæta

sálum í neyð að mæta.

Page 110: ymis ljoð 2

Syng þú svanur í friði.

Syng með englanna liði.

Syng þú eilífðaróðinn

árdags himnesku ljóðin.

Söngur þinn enn í anda

okkur svalar að vanda.

Hljómar þó hálfu fegri

í himinsveit dásamlegri.

(Ingibjörg Sumarliðadóttir)

Hann stendur í fjörunni horfir á hafið,

himinn tær og fagurblár.

Allt er lífskrafti vorsins vafið,

vonin í brjóstinu hrein og klár,

vetrarins þunglyndi gleymt og grafið,

geislandi fegurð um enni og brár.

Minningar að honum stöðugt streyma,

stormsöm ævi um hugann fer.

Um liðna daga hann lætur sig dreyma

þó líf’ans hafi nú borist á sker.

Hann þráði og elskaði hafsins heima.

Í hillingum allt þetta finnur og sér.

Hér vildi hann ljúka langri ævi,

leggjast til hvílu við sjávarnið.

Bað þess hljóður að guð sér gæfi

af gæsku sinni eilífan frið.

Að mætti hann róa á sólgullnum sævi

Page 111: ymis ljoð 2

og sækja á gjöful fiskimið.

(Valdimar Lárusson.)

Hví er lífið stundum svona stutt,

og stormur rauna hvasst um hjartað næðir,

og í skjótu bragði burtu flutt

hið bjarta ljós, er tilveruna glæðir?

Já, þú ert horfin héðan, svona fljótt

í heimi lokið þínum starfadegi.

En okkur finnst hér ríki niðdimm nótt,

en nísti hugann söknuður og tregi.

Við dveljum hér við hvílurúm þitt klökk

og kveðjum þig í hinsta sinni, vina.

En til þín streymir heitust hjartans þökk

fyrir horfna tíð og kæru samfylgdina.

Þín endurminning eins og geisli skín

á okkar leið og mýkir hjartans sárin.

Já, vertu sæl, við sjáumst, vina mín,

í sælu guðs, er þerrar harmatárin.

(Höf. ók.)

Huggun er okkur í þungum harmi

að vita þig lausa við sjúkdóms böl.

Hvílandi nú upp að alföðurs barmi

hugljúfa, fríska og lausa við kvöl.

Page 112: ymis ljoð 2

Ástvinir allir nú saman hér stöndum

og leitum að styrk, kæri Drottinn, til þín.

Trú á þig bindi oss fastari böndum

nú að huggun í harmi við leitum til þín.

Á kveðjustund við erum hér,

kæru vinir, frænkur og frændur.

Lífið kemur og lífið fer

en öll við hittumst um síðir aftur.

Nú kveðjum við þig, kæra vina

sem á förum ert í burtu hér.

En nú hittir þú alla ættmennina

sem farnir eru á undan þér.

(Höf.ók.)

Nú ert þú farinn á feðranna fund

við hugsum til þín með sorg í hjarta,

þín verður saknað um ókomna stund,

guð geymi þig um veröld bjarta.

(Höf. ók.)

Margt er í minninga heimi

mun þar ljósið þitt skína,

englar hjá guði þig geymi

við geymum svo minningu þína.

(Höf. ók.)

Já, æskan var yndæl og fögur

Page 113: ymis ljoð 2

– ekki þó laus við sorgir –

Hún sagði mér fallegar sögur,

hún sýndi mér skýjaborgir,

ljósgeisla lét hún streyma,

sem lýstu inn í töfraheima.

(Hinrik B. Þorláksson)

Minn, góði guð og faðir

ég græt ei því ég veit

þau dóu ei, en dafna

Í dýpri og frjórri reit.

Ó, leif mér ljúfi faðir

þá lífsins hérvist dvín

á ljóss- og sólarlandi

að líta blómin mín.

(Hinrik B. Þorláksson)

Blómin mín e. Hinrik b. 8.5. 2006

Lækur tifar létt um máða steina,

lítil fjóla grær við skriðufót.

Bláskel liggur brotin milli hleina,

í bænum hvílir íturvaxin snót.

Ef ég væri orðin lítil fluga

ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,

og þó ég ei til annars mætti duga,

ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

(Sigurður Elíasson.)

Page 114: ymis ljoð 2

____________

Litlar flugur fljúga inn um glugga,

suða þar sitt gamalkunna lag.

Flögra um og fela sig í skugga,

fögnuð þeirra skiljum við í dag.

Gætið ykkar glöðu ungu konur,

grandið ekki þeirri flugnamergð,

því hver veit nema

Sigfús Halldórs-sonur,

sé einnig meðal þeirra þar á ferð.

(Framhald af Litlu flugunni eftir Magdalenu Sigurþórsdóttur handav.kennara.

Ort á Hverabökkum í Hveragerði síðla vetrar 1952.)

_______________

Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð

hef ég unað við kyrrláta för,

undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð,

ég hef leitað og fundið mín svör,

undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist,

stundum grátið en oftast í fögnuði kysst.

Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból

og minn bikar, minn arin, minn svefnstað

og skjól.

(Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum.)

lag: Björgvin Þ. Valdimarsson

Page 115: ymis ljoð 2

Helgra vætta heimur

mín hlýja ættarbyggð.

Þér sýna æska og elli

ævilanga tryggð.

Ég stend á þinni ströndu

og stari djásnin á.

Hér bylgjur hafa brotnað

með boðskap sænum frá.

Á hafið gjöfult glampar

með gull í sínum rann.

Það björg í búið færir

við blessum skaparann.

Ég hlusta á þína hljóma

frá hamrabúans sal

og fagrar fuglaraddir

fram úr sumardal.

(Kristinn Gestur Kristjánsson.)

Hellnar e. Kristinn

Hetja varst’ til hinstu stundar

heilbrigð lundin aldrei brást.

Vinamörg því við þig funda

vildu allir, glöggt það sást.

Minningarnar margar, góðar

mikils nutum, bjarminn skín.

Bænir okkar heitar hljóðar

Page 116: ymis ljoð 2

með hjartans þökk við minnumst

þín.

(María Helgadóttir.)

Kenndu mér Guð að lifa svo þér

líki,

lýstu mér inn í dagsins himnaríki,

kærleikans heim og viljans til að

vinna

að vexti sjálfs og ekki síður

hinna.

(Stefán Hannesson.)

- í Litla Hvammi í Mýrdal

Hugsanir manns ekki mennirnir sjá

og margt býr í hjarta sem skín ekki á brá.

Þó leiki um varirnar geislandi hlátur,

oft leynist í hjartanu beiskasti grátur.

(Hannes Blöndal.)

Mikið held ég

vér yrðum undrandi,

ef vér flettum

Lífsins bók,

er geymir nöfn þeirra,

sem lofsyngja lambinu

í hvítklæddum skaranum

á himnum.

Page 117: ymis ljoð 2

Þar ber lítið á

mörgum þeim

valdsmönnum veraldar

er skreyta

spjöld sögunnar.

Meir á nöfnum þeirra,

er fáir tóku eftir

hversdagslega.

Þeir þjónuðu Guði

í kyrrþey

og vöktu sjaldan

athygli fjöldans.

(Jónasar Gíslason)

- úr hugvekjum

Jónasar Gíslasonar vígslubiskups í Skálholti

Ég vil þig, pabbi, kveðja, þótt brostin sé þín brá

og bleikt og fölt sé ennið, er kossi' þrýsti ég á.

Ég veit ógerla enn þá, hve mikið ég hef misst,

en mér er ljóst, að fölt er ennið, sem ég hefi kysst.

Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist þungt á mig

þá lengst af finn ég huggun við minninguna' um þig.

Hún stendur mér svo skýr, og hún er svo helg og heit

og hreinni' bæði og ástríkari’ en nokkur maður veit.

Ég vil hér ekki ljóða neitt lof eða hól um þig,

en lengst af þessi hugsun mun fróa og gleðja mig.

Page 118: ymis ljoð 2

Og lengi mun þín röddin lifa’ í minni sál

til leiðbeiningar för minni' um veraldarál.

---

Og tár af mínum hrjóta hvörmum

og heit þau falla niður kinn,

því vafinn dauðans er nú örmum

hann elsku – hjartans pabbi minn.

(Kristján Albertsson)

Kristján var fjórtán ára er hann kvað til látins föður síns.

Boðberi kærleikans, gimsteinn á veraldar vegi

þín vegferð færði birtu nýjum degi

mannvinur mesti, perla í lífsins ljóði

ljóssins sonur, vinurinn minn góði.

(Anna Karólína Vilhjálmsdóttir)

Ég skal vaka í nótt, meðan svanirnir sofa,

meðan sólargeislar fela sig bláfjöllin við.

Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í kofa.

Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfasta frið.

Létt um vorgróna hlíð sveipast þokubönd

þýð.

Yfir þögulum skógi er næturró blíð.

Ég skal vaka í nótt, meðan húmið er hljótt.

Ég skal halda um þig vörð, meðan sefur þú

rótt.

(Jónas Tryggvason)

Nú til hvíldar leggst ég lúinn,

Page 119: ymis ljoð 2

lát mig, Drottinn, sofa rótt;

hvílan faðminn breiðir búin,

blessuð kom þú draumanótt.

Vef mig þínum ástararmi,

englar guðs mér vaki hjá;

friðardagsins blíði bjarmi,

bráðum ljómar himni á.

(Guðmundur Finnbogi Helgason)

Skrifuð á blað

verður hún væmin

bænin

sem ég bið þér

en geymd

í hugskoti

slípast hún

eins og perla í skel

við hverja hugsun

sem hvarflar til þín.

(Hrafn Andrés Harðarson)

Ég kveð þig, minn faðir, nú komin er stund

sem kveið ég svo fyrir að lifa.

En þú ert nú horfinn á feðranna fund

með fögnuði tekið á himneskri grund.

Í söknuði sit ég og skrifa.

Þín lundin var sköpuð af gimsteinagerð

Page 120: ymis ljoð 2

og gæska úr hjartanu sprottin.

Mig langar að þakka þér farsæla ferð

með friðsælli gleði ég kveðja þig verð.

Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn.

(Birgitta H. Halldórsdóttir)

Birgitta orti um föður sinn, Halldór Eyþórsson, útför 6. okt. 2007

Ástvinir munu þér aldrei gleyma,

meðan ævisól þeirra skín.

Þú horfin ert burt til betri heima.

Blessuð sé minning þín.

(Theodór Einarsson)

Theodór orti svo um ömmu sína

Sá hinn sami og orti Angelíu

Drottinn hefur línu lagt,

lífsins klukkur tifa.

Margt er hugsað, minna sagt,

minningarnar lifa.

(G.Þ.)

Guðlaug Þorsteinsdóttir

Vertu hljóð elsku vina, ekki gráta

mamma kemur til þín litla hnáta

vertu hljóð elsku vina reyndu að sofa

ég kem aftur til þín, því ég lofa.

Ekki gráta elskan mín

ég bið engla að gæta þín

Page 121: ymis ljoð 2

guð þér færi góða nótt

og gefi að ég komi fljótt.

(Hannes Örn Blandon.)

Ef ég ætti eina ósk.

Ég myndi óska mér

að fengi ég

að sjá þig brosa á ný,

eitt andartak á ný í örmum þér.

Á andartaki

horfin varstu mér.

(Hannes Örn Blandon)

Enginn skuggi, ekkert ský

máir burtu minning þína,

hún mun í vina hjörtum skína

allar stundir, ung og hlý.

Brosið þitt var bjart og hreint.

Það var ljósblik þinnar sálar,

það dró aldrei neinn á tálar,

vermdi og græddi ljóst og leynt.

Skapgerð þín var hrein og heið.

Örlát mundin vinum veitti,

viðmótshlýju ekkert breytti

alla þína ævileið.

Þú varst hetja að hinstu stund,

hugrökk kona, hress í anda,

horfðir beint mót hverjum vanda,

Page 122: ymis ljoð 2

djörf í fasi, létt í lund.

(Gunnar Einarsson)

Gunnar Einarsson frá Bergskála.

Hvíl þú í friði og megi sú hönd,

er heillastjörnunni stýrir,

gæta þín vinur á vegferð um lönd

við öll munum kanna um síðir.

(FKD)

Friðfinnur K Daníelsson

Lokið er þrautum, ljósið mitt

lagt á himnaveginn.

Ég veit að blíða brosið þitt

bíður mín hinumegin.

Minningin lifir mild og klökk,

móðurhjartað stynur,

og kveður þig með kærri þökk.

Hvíldu í friði vinur.

(I.G.)

- Kveðja frá móður um Aðalgeir Olgeirsson 18.4.06

Þínum anda fylgdi glens og gleði

gamansemin auðnu þinni réði.

Því skal halda áfram hinum megin

með himnaríkisglens við mjóa veginn.

Ég vona að þegar lífi mínu lýkur,

Page 123: ymis ljoð 2

ég líka verði engill gæfuríkur.

Þá við skoðum skýjabreiður saman

og skemmtum okkur, já, það verður

gaman.

(Lýður Ægisson)

Sem heyri í fjarska hófadyn,

þá hugur kallar góðan vin

sá glæstur situr gæðing sinn,

sú geymist ætíð minningin

(akv)

í grein um Þorkel Bjarnason

akv er Anna Karólína Vilhjálmsdóttir

Dag í senn, eitt andartak í einu,

eilíf náð þín, faðir gefur mér.

Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,

þegar Guð minn fyrir öllu sér?

Hann sem miðlar mér af gæsku sinni

minna daga skammt af sæld og þraut,

sér til þess að færa leið ég finni

fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.

Hann, sem er mér allar stundir nærri,

á við hverjum vanda svar og ráð,

máttur hans er allri hugsun hærri,

heilög elska, viska, föðurnáð.

Morgundagsins þörf ég þekki eigi,

það er nóg, að Drottinn segir mér;

Page 124: ymis ljoð 2

Náðin mín skal nægja hverjum degi,

nú í dag ég styð og hjálpa þér.

Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum

frið og styrk, sem ekkert buga má.

Auk mér trú og haltu huga mínum

helgum lífsins vegi þínum á,

svo að ég af hjartaþeli hreinu,

hvað sem mætir, geti átt með þér

daginn hvern, eitt andartak í einu,

uns til þín í ljóssins heim ég fer.

(Sigurbjörn Einarsson)

Ég hugsa um mynd þína, hjartkæra móðir,

og höndina mildu, sem tár strauk af kinn.

Það yljar á göngu um ófarnar slóðir

þó yfir sé harmþrungið rökkur um sinn.

Ljósið er slokknað á lífskerti þínu,

þú leiddir mig örugg á framtíðar braut.

Hlýja þín vakir í hjartanu mínu

frá hamingjudögum, er fyrrum ég naut.

Minningarljósið á lífsvegi mínum

lýsir upp sorghúmið, kyrrlátt og hljótt.

Höfði nú drúpi' ég hjá dánarbeð þínum

þú Drottni sért falin, ég býð góða nótt.

(Hörður Björgvinsson)

Page 125: ymis ljoð 2

Söngur þú sigrar allt

sofandi dautt og kalt,

lífgar þú vermir og vekur.

Ó, hvað ég elska þig,

en hvað þú gleður mig,

sorgina úr sál minni hrekur.

(Guðrún Sveinsdóttir.)

Guðrún Sveinsdóttir f. á Grundarlandi í

Unadal í Skagafirði, 15.9. 1913. d. á Grund

í Reykjavík 2.3. 2006.

Fyrst í mgr um Guðrúnu, 10. mars 06

Kveðja vinir, vegir skilja,

visna blóm á kaldri braut.

Ei neitt er hægt fyrir dauða dylja,

dvín þar líf og hverfur þraut.

Upp til ranna sólar svífur

sálin þreytt í himingeim,

lífsins hinsta löður klýfur,

líður burt og kveður heim.

Okkar leið er allra að skilja,

enginn sér þar kaupir frí

ei er spurt um vinarvilja

eða vitað nokkrum manni í.

Þreyta bæði og sárar sorgir

syrgjendanna hjörtu sker,

upp til himins háar borgir

minn hugur fer og mætir þér.

Page 126: ymis ljoð 2

(Sigurunn Konráðsdóttir)

Ó elsku mamma höndin þín

hve hlý hún var og góð.

Þá hélstu litla lófa í

og laukst upp hjartans sjóð.

Glæddir okkar gleði leik

gældir lokka við.

Við áttum marga yndis stund

svo oft við þína hlið.

Nú hefur kristur kallað á þig

að koma heim til sín

hans ljúfa náð og líknar mund

læknar meinin þín.

Á kveðju stund við krjúpum hljóð

við krossinn helga hans

og biðjum hann að bera þig

til hins bjarta vonar lands.

(Sigurunn Konráðsdóttir)

Ó ljúfi Jesús líknar vor

sem leggur allra manna spor

lækna dóttur og ljáðu þrótt

lýstu henni dag og nótt.

Tak hana í friðar faðminn þinn

svo finni hún mátt og kærleik þinn

Page 127: ymis ljoð 2

svo lifað geti hún laus við þraut

í ljósi þínu á nýrri braut.

Þú tveggja heima byggir brú

byggð á kærleik, von og trú

á henni finnur höndina hennar

vorn hug á öldum ljósvakans.

(Sigurunn Konráðsdóttir)

Ég fer þegar kallið kemur.

Það komið getur fljótt.

Nótt við daginn nemur,

um nætur verður rótt.

Ég viðbúinn vil vera,

oft vaki fram á nótt.

Ég fer þegar kallið kemur,

það kemur stundum fljótt.

(Hermann Daníelsson)

Vært þú sefur vina mín

þér vægðarlaust var stríðið.

Svo ung og fögur, móðir blíð,

þú litum glæddir lífið.

Svo sárt það er að sakna þín

sárara en tárum tekur.

Skýr áfram, vermir minning þín

hún von hjá mörgum vekur.

Page 128: ymis ljoð 2

Guð blessi blíðu börnin þín

og sorgir þeirra sefi.

Senn vorsins sólin skærar skín

þeim von og gleði gefi.

(S.H.)

(Sigríður Hinriksdóttir.)

ort um Sigríði Sigurðard. útför 250108

Manstu afi

þegar við stóðum

á bryggjunni

og þú hélst

ákveðið í hönd mína?

Þú sagðir sögu

og saman horfðum

við á eyju

vonar og kærleiks.

Manstu afi

þegar þú brostir

svo hlýlega og stoltur

á börnin þín?

Myrkt herbergið

varð uppljómað af ánægju

og ilmur blómanna

varð sterkari.

En nú kveð ég þig

með tár í augum

Page 129: ymis ljoð 2

og bros í hjarta.

Því ég man!

(Eðvald Einar Stefánsson)

Afa minning e Eðvald

Fel þú, Guð, í faðminn þinn,

fúslega hann afa minn.

Ljáðu honum ljósið bjarta,

lofaðu hann af öllu hjarta.

Leggðu yfir hann blessun þína,

berðu honum kveðju mína.

(L.E.K.)

Hjartans elsku besti bróðir,

brosandi með þelið hlýja,

oft þú fórst um fjallaslóðir,

finna vildir staði nýja.

Nú í skjólin flest er fokið,

flæða úr augum heitu tárin,

fyrst að þinni leið er lokið,

lengi brenna hjartasárin.

Minning þín er mikils virði,

mun um síðir þrautir lina,

alltaf vildir bæta byrði,

bæði skyldmenna og vina.

Nú er ferð í hærri heima,

heldur burt úr jarðvist þinni,

þig við biðjum guð að geyma,

Page 130: ymis ljoð 2

gæta þín í eilífðinni.

(Björn Þorsteinsson)

Björn orti um Marinó son sinn, f. 14.2. 1982 d. 10. apríl 2006

Nú hnígur sól að sævarbarmi

sígur hún í þreytta jörð.

Nú blikar dögg á blómahvarmi,

blundar fögur fuglahjörð.

Í hljóðrar nætur ástarörmum

allir fá hvíld frá dagsins hörmum.

(Axel Guðmundsson)

Þar sem melgrösin glóa

þar glóir þú.

Þar sem nóttin leggur lönd sín

þar sefur þú mín kæra móðir.

Þar sefur þú.

(Ómar Sigurjónsson)

Móðir e. Ómar.

Vorar sveitir sorgir þjá,

syrtir í hverjum ranni.

enn við megum eftir sjá

okkar besta manni.

Aldrei verður ljósi leynt,

lífs þó myrkvist stígur.

Allt er kringum hreinan hreint,

hjörtun geisli smýgur.

Page 131: ymis ljoð 2

Óska ég af andans vild,

einn og trega-hljóður,

að þér verði auðnan mild

eins og þú ert góður.

(Jón í Garði)

Jón Guðmundsson orti um Baldur Öxdal

Við leggjum blómsveig á beðinn þinn

og blessum þær liðnu stundir

er lífið fagurt lék um sinn

og ljúfir vinanna fundir

en sorgin með tregatár á kinn

hún tekur í hjartans undir.

Við þökkum samfylgd á lífsins leið

þar lýsandi stjörnur skína

og birtan himneska björt og heið

hún boðar náðina sína

en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið

og að eilífu minningu þína.

(Vigdís Einarsdóttir)

Vigdís orti um Aðalheiði Hjartardóttur

Tengjum allar hug og hönd

hjartað látum ráða

saman okkar bindum bönd

til blessunar og dáða.

(Vigdís Einarsdóttir.)

Page 132: ymis ljoð 2

Horfinn, farinn héðan,

svo hljótt er allt um stund.

Við horfum öll til himins,

er hinsta sofnum blund.

Þá kvaddur kær er bróðir,

er kvikan alltaf sár,

þú enda varst hér alltaf,

öll hin liðnu ár.

Og hvar sem þurfti hjálpar,

þín hönd var komin þar

og fyrir vini og frændur,

sem fastur punktur var.

En líf þitt var allt vinna

og vandlát höndin er,

hvort húsin byggði og báta,

eða bitill myndir sker.

Þér list í blóð var borin,

og blýanturinn rann,

á hvítan hrjúfan pappír,

þín hönd fram myndir spann.

En oft var lífið erfitt,

og oft var lífið glatt,

en alltaf áfram haldið,

þó erfitt væri og bratt.

Er bróðir svefns þér bíður,

Page 133: ymis ljoð 2

útbreidda himinsæng

og bjartir englar brosa

og blaka svölum væng.

Þeir vagga veikum bróður,

í væran svefn og þá,

þú eigir eilíft ljósið

og athvarf himnum á.

(Sigr. Guðný Jónsdóttir)

Þú ert ljós í myrkri minnar sálar,

minningarnar ylja á sorgarstund.

Er þræddi' eg ljósi byrgðar brautir hálar,

birti upp þín hlýja og góða lund.

Þú gafst mér von í veður lífsins dróma

vinur, sem að aldrei gleymist mér,

með nálægð þinni hvunndag léstu ljóma

og lífið varð mér sælla nærri þér.

Þú verður hér í draumi dags og nætur

ef dreyra þakinn hugur kvelur mig,

er sorgir á mig herja' og hjartað grætur

huggunin er minningin um þig.

Vertu sæll, ég kveð með harm í hjarta,

þú hefir lagt af stað þín síðstu spor.

Til himnaföður liggur leið þín bjarta,

liðnar þrautir, aftur komið vor.

Page 134: ymis ljoð 2

(Rúna Guðfinnsdóttir)

Guðrún Guðfinnsdóttir um föður sinn 22. des. 2002

Ljúfar voru stundir

er áttum við saman.

Þakka ber Drottni

allt það gaman.

Skiljast nú leiðir

og farin ert þú.

Við hittast munum aftur,

það er mín trú.

Hvíl þú í friði

í ljósinu bjarta.

Ég kveð þig að sinni

af öllu mínu hjarta.

(Maren Jakobsdóttir)

Við kveðjum þig kæra amma

með kinnar votar af tárum

á ást þinni enginn vafi

til okkar, við gæfu þá bárum.

Horfin er hönd þín sem leiddi

á hamingju og gleðifundum,

ástúð er sorgunum eyddi

athvarf á reynslustundum.

Page 135: ymis ljoð 2

Margt er í minninga heimi

mun þar ljósið þitt skína,

englar hjá guði þig geymi

við geymum svo minningu þína.

(Höf. ók.)

birtist fyrst 1999

Þú áttir líf, þú áttir augnablik,

þú áttir kjark, þú sýndir aldrei hik.

Þú áttir styrk, þú hafðir hreina sál,

Þú áttir ljós, þú áttir barnsins mál.

Þinn tími leið, þú kvaddir lífið skjótt,

það komu él, það dimmdi eina nótt,

þú barðist vel, þú lagðir lífi lið,

þú loksins fannst hjá Guði einum frið.

(Höf. ók.)

birtist fyrst 1998

Guð sá að þú varst þreyttur

og þrótt var ekki að fá,

því setti hann þig í faðm sér

og sagði: „Dvel mér hjá“.

Harmþrungin við horfðum

þig hverfa á annan stað,

hve heitt sem við þér unnum

ei hindrað gátum það.

Page 136: ymis ljoð 2

Hjarta, úr gulli hannað,

hætt var nú að slá

og vinnulúnar hendur

verki horfnar frá.

Guð sundur hjörtu kremur

því sanna okkur vill hann

til sín hann aðeins nemur

sinn allra besta mann.

(Þýð. Á.Kr. Þorsteinsson)

Þitt bros og blíðlyndi lifir

og bjarma á sporin slær,

það vermir kvöldgöngu veginn,

þú varst okkur stjarna skær.

Þitt hús var sem helgur staður,

hvar hamingjan vonir ól.

Þín ástúð til okkar streymdi

sem ylur frá bjartri sól.

Við þökkum þá ástúð alla,

sem okkur þú njóta lést,

í sorgum og sólarleysi

það sást jafnan allra best.

Þín milda og fagra minning

sem morgunbjart sólskin er.

Þá kallið til okkar kemur,

við komum á eftir þér.

Page 137: ymis ljoð 2

(F.A.)

Síðustu sporin e F.A. birtist 14.5.1988

Minningin er mild og góð,

man ég alúð þína,

stundum getur lítið ljóð,

látið sorgir dvína.

Drottinn sem að lífið léði,

líka hinsta hvílu bjó,

dýrð sé yfir dánarbeði,

dreymi þig í friði og ró.

(Bjarni Kristinsson)

Kveðja e. Bjarna Kristinsson, bónda og verkamann, f. 28.4. 1915, d. 18.2. 1982

Ég á eina minning, sem mér er kær

í morgundýrð vafinn okkar bær

og á stéttinni stendur hann hljóður,

og hann horfir til austur þar ársól rís,

nú er mín sveit eins og Paradís.

Ó, hvað þú, Guð, ert góður.

Svo þegar kemur hann aftur inn

hve endurnærður er svipurinn

og kveðjan hans þá er þessi:

Guð gefi þér nú góðan dag

og gæti að okkar ævihag

og húsið og bæinn hann blessi.

(Oddný Kristjánsdóttir)

Page 138: ymis ljoð 2

„eftir Flóakonuna Oddnýju Kristjánsdóttur og það hefst svo:“

Þú komst eins og glampandi geisli

frá Guði í bæinn inn.

Þú fórst eins og líðandi leiftur

er leiðstu í himininn.

Við vildum vefja þig blíðu,

vildum greiða þér braut.

Guð valdi þér vissari staðinn,

og ver þig nú sorg og þraut.

Við báðum að bjartur þér yrði

og blómmjúkur vegurinn,

en fáum nú bara að breiða

blómin á legstað þinn.

(Guðmundur Björnsson.)

Guðmundur frá Svarfhóli

Í fjarlægð sótti fregnin mig

sem farg á lagðist þungt,

er vissi dána vera þig

með viðkvæmt hjartað ungt.

Nú ertu horfin héðan burt,

mín hjartans vina kær,

því sit ég ein með sinnið dauft

er sorgin hjartað slær.

Nú svífur elsku afi minn

í unað móti þér

Page 139: ymis ljoð 2

svo tengist ykkar blessuð bönd

er bresta urðu hér.

Í bernsku var svo blítt og rótt

við barm að hvíla þinn.

Ég lofa Guð sem gaf mér hann

og góðan Jesú minn.

Á svæflinum ég svaf hjá þér,

mig svæfði höndin þín

og orð Guðs dýrðar unaðsskær

í eyrun liðu mín.

Og enn ég hlusta í helgri ró

að heyra orð þín kær,

er líða munu ljúft til mín

þótt liðin sértu fjær.

Ó, elsku hjartans amma mín,

nú ertu að hverfa mér,

en Drottinn einn það bætir böl,

hans blessun til mín sér.

Nú sefurðu væran síðsta blund,

þig signi Drottins náð,

svo fel ég mig hans forsjón í,

mín fótspor, líf og sál.

(Sigurlaug Cýrusdóttir.)

frá Dvergasteini á Hellissandi

Page 140: ymis ljoð 2

Hér er svo dapurt inni, –

ó, elsku pabbi minn,

ég kem að kistu þinni

og kveð þig hinsta sinn.

Mér falla tár af trega

– en treginn ljúfsár er –

svo undur innilega

þau einmitt fróa mér.

Ég þakka fræðslu þína

um það, sem dugar best,

er hjálpráð heimsins dvína,

og huggað getur mest.

Þú gekkst með Guði einum

og Guði vannst þitt starf,

hið sama af huga hreinum

ég hljóta vil í arf.

Nú ertu farinn frá mér,

en föðurráðin þín,

þau eru ávallt hjá mér

og óma blítt til mín:

Guðs orðum áttu að trúa

og ávallt hlýða þeim,

það mun þér blessun búa

og ber þig öruggt heim.

(B.J.)

Page 141: ymis ljoð 2

Fæðast, gráta, reifast, ruggast,

ræktast, berast, stauta, gá,

leika, tala, hirtast, huggast,

herðast, vaxa, þanka fá,

elska, biðla, giptast greitt,

girnast annað, hata eitt,

eldast, mæðast, andast, jarðast.

Ævi mannleg svo ákvarðast.

(Séra Pétur Pétursson frá Víðivöllum.)

Mig þrýtur orð, mér þrútna brár,

því þú ert, vinur, látinn.

Ef megna nokkurs mannleg tár,

þú munt úr Helju grátinn.

Ef lifi ég skammt í heimi hér,

minn harmur sefast þeygi;

ef armur lífsins langt mig ber,

þinn líka finn ég eigi.

(Símon Jóh. Ágústsson.)

Þú eina hjartans yndið mitt

í örmum villtra stranda,

þar aðeins bjarta brosið þitt

mig ber til draumalanda.

Í þinni finn ég frjálsa brá

svo fagrar innri kenndir,

er seiða til sín traust og þrá

í trú, sem hærra bendir.

Page 142: ymis ljoð 2

(Guðmundur Geirdal.)

Um stræti rölti ég

og hugsa um horfinn veg,

á kinnar mínar heit falla tár.

Allt sem áður var eru nú minningar

því aldrei aftur koma þau ár.

Ég lít í anda lítinn hnokka á

er liggur móðurbrjóstin við

hjá henni finnur hann ást og þrá

hjá henni fær hann frið,

alla hlýju og von.

Elsku mamma mín er ég minnist þín

mér finnast ég verða lítill um sinn

af þrá í örmum þér

um stund ég undi mér

þá ást og hlýju enn ég finn.

Ég hugar kveðju sendi, mamma mín,

þig man ég alla stund

og guð ég bið um að gæta þín

uns geng ég á þinn fund.

(Gylfi Ægisson.)

Í óvæntar stefnur oft örlögin venda

og örvænting grípur þá mennina köld.

Svo örskjótt um kvöld var þín ævi á enda

Page 143: ymis ljoð 2

er örendur féllstu frá ástvinafjöld.

Ég sit hérna einmana og syrgi þig hljóður

og sendi þér bæn þegar dagurinn dvín.

Þú varst mér fjársjóður fagur og góður.

Faðir minn kæri, ég sárt sakna þín.

(Hreiðar Eiríksson.)

Ef ég mætti yrkja,

yrkja vildi ég jörð.

Sveit er sáðmanns kirkja,

sáning bænar gjörð,

vorsins söngvaseiður

sálmalögin hans.

Blómgar akur breiður,

blessun skaparans.

Musterisins múra

marka regin fjöll.

Glitvef gróður skúra

geislar skreyta höll.

Gólf hins gróna vallar

grænu flosi prýtt.

Hvelfing glæstrar hallar

heiðið blátt og vítt.

Vígjum oss í verki

vorri gróðurmold.

Hefjum hennar merki

Page 144: ymis ljoð 2

hátt í móður fold.

Hér er helgur staður,

hér sem lífið grær.

Íslands æskumaður,

Íslands frjálsa mær.

(Bjarni Ásgeirsson.)

Þín mildhlý minning lifir,

svo margt að þakka ber.

Þá bjart og blítt var yfir,

er brosið kom frá þér.

Þú sólargeisla sendir

og samúð, vinarþel.

Með hlýrri vinar hendi

mér hjálpaðir svo vel.

Hve veglegt starf að vinna

að veita þjáðum lið

og sjálfur sárt til finna,

er sjúkan vantar frið.

Að eiga innst í hjarta

til aumra kærleiksbál.

Sú ástarbirtan bjarta

æ blessar hönd og mál.

Með hjartans þökkum hlýjum

nú hrærð við kveðjum þig.

Á lífsins leiðum nýjum

sért leidd á gæfustig

Page 145: ymis ljoð 2

af Meistaranum mesta,

sem mannkyn leysti hrjáð.

Þín brúðargjöfin bezta

sé blessun Guðs og náð.

(Guðríður S. Þóroddsdóttir.)

Frelsarinn góði, ljós mitt og líf,

lífsins í stormum vertu mér hlíf,

láttu þitt auglit lýsa yfir mig,

láttu mig aldrei skiljast við þig.

Gjörðu mig fúsan, frelsari minn,

fúsari að ganga krossferil þinn,

fúsari að vinna verk fyrir þig.

Vinurinn eini, bænheyrðu mig.

(Bjarni Jónsson.)

Þegar húmar og hallar að degi

heimur hverfur og eilífðin rís.

Sjáumst aftur á sólfögrum ströndum

þar sem sælan er ástvinum vís.

(Guðrún Halldórsdóttir)

Síðasta vers í ljóði Guðrúnar frá Ísafirði, f. 3.9. 1889, d. 18.8.

1959.

Við kveðjum þig með kærleiksríkum huga

þér Kristur launar fyrir allt og allt.

Þú varst svo sterk og lézt ei böl þig buga

og birtan skín í gegnum húmið kalt.

Page 146: ymis ljoð 2

Það er gott er lífsins degi lýkur,

að ljómi birta um þann sem kvaddur er.

Því eitt er víst, að Guð vor gæzkuríkur,

glaða framtíð hefur búið þér.

Kæra mamma, ljúfur Guð þig leiði,

um landið efra að Edens fögrum lund,

og á þinn legstað blóm sín fögur breiði,

svo blessi Drottinn þessa hinztu stund.

Í okkar hjarta ljúf þín minning lifir,

þú leiddir okkur fyrstu bernsku spor.

Við biðjum Guð, sem ræður öllu yfir,

að enn þér skíni blessuð sól og vor.

Hjartans þakkir, elsku mæta móðir,

þér miskunn veiti Guð svo hvílist rótt.

Þig verndi og gæti allir englar góðir,

ástarþakkir, mamma, góða nótt.

(H.J.)

Það er sveit bak við heiðina háu

þar sem heiðríkust vornóttin skín.

Þar sem ótal mörg lífssporin lágu

leitar hugur minn ákaft til þín.

Þar sem dvaldi ég æskuna alla

þar sem ævinnar starf mér ég bjó.

Mega hverfa í faðm þinna fjalla

Page 147: ymis ljoð 2

færir sál minni huggun og ró.

Ég var bundinn þér bláfjallasalur

hverju blómi er í skjóli þér grær

og þú seiddir mig sólríki dalur

sveitin öll, hún var hjartanu kær.

Þar sem hnjúkurinn hæstbrýndur fjalla

heldur trúr yfir byggðinni vörð.

Ó, hve gott er nú höfðinu að halla

hinsta sinn að þér blessaða jörð.

(Jóhann Guðmundsson.)

(Jóhann frá Giljum.)

Elsku móðir mín kær,

ætíð varst þú mér nær,

ég sakna þín, góða mamma mín.

Já, mild var þín hönd

er um vanga þú straukst,

ef eitthvað mér bjátaði á.

Við minningu um þig geymum

og aldrei við gleymum,

hve trygg varst þú okkur og góð.

Við kveðjum þig, mamma,

og geymum í ramm

í hjarta okkar minningu um þig.

(Gylfi V. Óskarsson.)

Page 148: ymis ljoð 2

Síðasta sumarrósin

sölnaði í frostinu í nótt

blöðin til foldar féllu

og feyktust með vindum skjótt.

Hverfult er blómið blíða

og blikið sem fegurst skín.

Rósin mín, rósin mín rjóða

í rökkrinu hvarfstu mér sýn.

Öllu er skapað að skilja

er skín á himinsins ljós,

jafnt eikin hin forna fellur

sem fegursta heimsins rós.

(Þorvaldur Sæmundsson.)

Bjartur var morgun

bjartari dagur

langur og himinheiður.

Kvöldsett er orðið

kemur senn nóttin

með djúpan, draumlausan svefn.

Ljúf er hvíldin

eftir liðinn dag

í faðmi fósturjarðar.

Líknsöm er moldin

meinin hún hylur

öllum býr eilífa ró.

Page 149: ymis ljoð 2

(Þorvaldur Sæmundsson.)

Þín návist Guð mér gefur allt svo mikið

og gakkt þú með mér ævi minnar veg.

Ég vild' þú gætir aldrei frá mér vikið

og bið þú verndir mig meðan ég er.

Það veit ei nokkur ævi sína alla

og án þín Guð er lífið búið spil.

Því á þig einhver engillinn mun kalla

þá endar þetta líf ef rétt ég skil.

(Ólafur Sveinn Traustason.)

Lögmáli heimsins lánast engum að breyta,

lífið og dauðinn stöðuga glímu þreyta.

Óðar en varir kemur þá kallið stríða,

kallið sem háum og lágum er gert að hlýða.

Ævinnar stundir skiptast í ljós og skugga,

skarpköldum rómi kveður hríðin á glugga.

Hraðfleygra stunda góðra megum við minnast,

mannlífsins gangur reynist að hittast og kynnast.

Muna skal þann er máttu ei forlögin buga,

manndómur stendur greyptur í okkar huga.

Félagi góður er horfin til annarra heima,

fann sem að ljósinu ræður megi hann geyma.

(Jóhannes Benjamínsson.)

Page 150: ymis ljoð 2

Sjá, hve færist yfir húmsins hönd

svo að hljóðna fer um sæ og lönd

meðan sól til viðar sígur hljótt.

Sofðu rótt.

Standi allir góðir vættir vörð

færi veikum styrk og frið á jörð.

Megi Guð á himnum gefa drótt

góða nótt.

(Jóhannes Benjamínsson.)

Góði Jesús, veg mér vísa,

veikan styrk minn andans þrótt.

Kærleiks geisla láttu lýsa

lífi mínu dag og nótt,

vetur, sumar, vor og haust.

Vertu hjá mér endalaust.

Gefðu síðast frið ég finni,

frið í dýrðar birtu þinni.

(Árni Erasmusson.)

Þó þung séu oft sporin á lífsins leið,

og ljósið svo skelfing lítið,

skaltu eiga þér von, sem þinn vin í neyð,

það virkar, en virðist skrýtið.

Því vonin hún vinnur gegn myrkri og kvíða,

og veitir þér styrk sinn, í stormi og byl,

sjá ljósið mun stækka, og þess skammt er að bíða,

Page 151: ymis ljoð 2

að sólskinið sjáir, ég veit það er til.

(SHL.)

Auðgar líf í öllu fasi,

áttum góðar stundir saman.

Fjarri lífsins leiða þrasi.

Lofa lífið það er gaman.

Dofnar kraftur yfir dynur,

Drottins englakór að sinna

Guð þig geymi góði vinur,

gæfa mín var þig að finna.

(Þorbjörn Haraldsson.)

Leiðirnar skilja en ljós okkur skín,

er liðinna daga við minnumst.

Ég þakka af hjarta og hugsa til þín

uns heima hjá Drottni við finnumst.

(Ók. höf.)

Langt úr fjarlægð, elsku amma mín,

ómar hinzta kveðja nú til þín.

En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér,

ég allar stundir geymi í hjarta mér.

Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn,

man hve oft þú gladdir huga minn.

Og glæddir allt hið góða í minni sál,

að gleðja aðra var þitt hjartans mál.

Page 152: ymis ljoð 2

Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín

þá lýsa mér hin góðu áhrif þín.

Mér örlát gafst af elskuríkri lund,

og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund.

Af heitu hjarta allt ég þakka þér,

þínar gjafir, sem þú veittir mér.

Þín blessun minning býr mér ætíð hjá,

ég björtum geislum strái veg minn á.

(Höf. ók.)

Birtist 9. október 1999 í grein um

Ástrósi Friðbjarnardóttur

(Ingibjörg? orti ca 30 árum fyrr)

Ég sakna þín móðir og sárt ég finn

hve sorgin var djúp og breið,

þá einn með sáran söknuð minn,

ég söng og grét um leið.

(E.J.E.)

Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson d. 2007

Þrátt mér reynist tímans tafl

tæpt þó máti forði

leikjum ræður óþekkt afl,

oft er skák á borði

Vel mér ganga þykir þá,

Page 153: ymis ljoð 2

þegar bjarga peði,

sé þó löngum eftir á

annað meira í veði.

Á leikjum haft ég hefi gát,

hólminn aldrei flúið.

En þó ég verjist þrái ég mát,

– þá er taflið búið.

(Guðmundur Guðmundsson frá

Nýjabæ í Kelduhverfi)

Krjúpum hljóð við hvílu þína

klökk við heyrum dauðans óm,

vekur rödd hans söknuð sáran

svíður undan slíkum róm.

Þegar byrstur kallar: komdu,

kveðja verða börn og mann.

Þarf að hlýða miklum mætti

miskunn enga sýnir hann.

Þér við viljum þakkir færa

þegar leiðir okkar skilja nú,

fyrir milda móðurblíðu

mesta sem að veittir þú.

Fyrir störf þín, stríð og þrautir

er stormar lífsins sóttu að,

fyrir allt sem gafstu af gæðum,

geymt og munað verður það.

Page 154: ymis ljoð 2

Þegar þú ert horfin héðan,

hugir margir fylgja þér.

Á þína ljúfu elsku og önnun

aldrei nokkurn skugga ber.

Burt frá lífsins böli og sorgum

borin ertu á æðri strönd.

Þar sem ríkir ást og eining

og eilíf fögur þroska lönd.

(Höf. ók.)

Nú horfinn er ástvinur himnanna til,

heill þar nú situr við gullbryddað hlið,

í Guðs faðmi gistir hann nú.

Samfylgd er þökkuð með söknuð í hjarta,

sefandi virkar þó minningin bjarta.

Ég kveð þig með kærleik og trú.

(Hafþór Jónsson.)

Við hlýðum þó að komi hinsta kallið,

og kveðjan mikla sumardegi á.

Við hnígum, eins og blóm til foldar fallið,

er fær ei varist sláttumannsins ljá.

Nú bljúg við þökkum alla alúð þína,

og umhyggju er jafnan kom frá þér.

Nú sjálfur drottinn annist öndu þína

og inn þig leiði í dýrðarvist hjá sér.

(Jónína Þ. Magnúsdóttir.)

Page 155: ymis ljoð 2

Á kveðjustundu, þegar veginn þrýtur

og þegar ekki lengur birtu nýtur

við hörmum döpur það sem orðið er.

Og biðjum aðeins þess að Guð vor góður

geymi dóttur, eiginkonu og móður

og leggi hana hlýtt að brjósti sér.

Ævi manns er örstutt ferð um sviðið,

augnablikið fyrr en varir liðið

og nauðsynlegt að nýta hverja stund.

Ævin stutta þess sem glaður gengur

er göfugri en mörg sem varir lengur.

Við munum ætíð bros og létta lund.

Alfaðir, sem alla hluti bætir

ástvina á nýjum slóðum gætir

og græðir sárin eftir erfitt stríð.

Þar munu vinir hittast heilir aftur

er hér á jörðu dvínar lífsins kraftur

og verða síðan saman alla tíð.

(Guðbj. Ó.)

Liljur og rósir

þær skreyta þitt beð

með þeim er barrtré

sem blómstrar þar með

Allt er svo litríkt

Page 156: ymis ljoð 2

svona rétt eins og þú

því beðið er líf þitt

en því lokið er nú

Nú amma er hjá þér

og þið saman á ný

um litfagra dali

hönd í hönd haldið í

Ég bið bara að heilsa

því lítið annað get gert

vona að líf þitt á himnum

verði yndislegt

– Ég elska þig, afi minn!

(Clara Regína)

Hjartað samsvarar ekki takmörkunum sínum

ljóðið ekki veruleikanum,

veruleikinn ekki draumi Guðs.

Hvers konar samtal er það sem breytir þér

án þess að þú breytist sjálfur?

Leitaðu ekki í þöglu grasinu,

leitaðu að þöglu grasinu.

(Bo Carpelan, þýð. Njörður P. Njarðvík.)

Sofnar drótt, nálgast nótt,

sveipast kvöldroða himinn og sær.

Allt er hljótt, hvíldu rótt.

Guð er nær.

Page 157: ymis ljoð 2

(- Kvöldsöngur skáta )

Líður senn að lífsins kveldi,

langt er siglt og komið haust,

og í sólar síðsta eldi

sett er skipið upp í naust.

Nú eru seglin björtu bundin,

brugðið stýri hjörum frá.

Bíð ég einn við ystu sundin

eftir fari – og nýjum sjá.

(Jón Árnason.)

Ljóðs Jóns, Eintal, fjallar um lífshlaup hans í bundnu máli, - síðasta erindi ljóðsins.

Jón frá Syðri-Á í Ólafsfirði ( - South River Band)

Hvenær sem ég gríp

á strengjum lútu minnar,

kenni ég trega –

Hver veit nema sál hennar

sem dó, dvelji þar um sinn.

(Þýð. Helgi Hálfdanarson.)

Harmur - Japönsk tanka í þýðingu Helga

Ég kem úr róðri, en bind ekki bátinn

hjá bakka fljótsins að sinni;

við kvöldmánans glóð er gott að sofna

í gömlu kænunni minni;

og þótt hún líði frá landi með vindum

sem létt út í húmið sveima,

að blómguðu sefi hún leggst þar að lokum

Page 158: ymis ljoð 2

sem líka er gott að dreyma.

(Kínverskt ljóð.)

Um mig streyma minningar hljóðar

sem að áttum við góðar,

jafnt í gleði og raun.

Það er auðlegð að lifa hér með

minningum þeim,

er þú kvaddir þennan heim.

Allar þessar umliðnu stundir,

okkar hamingjufundir,

leita á huga minn.

Er ég kveð þig mín kæra vina

með tár á kinn,

þú átt ávallt kærleik minn.

Gegnum sorgarinnar ský,

skín vonarinnar stjarna.

Nú þú gleði þína átt á ný,

í hópi drottins barna.

Inn í eilífðarinnar löndum

ert þú nú í Guðs höndum.

við hið himneska ljós.

Þakkarkenndin nú vaknar upp

og gagntekur mig

yfir því að þekkja þig.

(Einar Örn Einarsson)

- Memory e. A.L. Webber?

Page 159: ymis ljoð 2

Ég vildi ég væri engill pabbi minn

þá myndi ég klæða blómum himininn

og loftin myndu óma af ljúfum söng

sem leiftraði af gleði kvöldin löng.

Og af því þú ert þreyttur vænginn minn,

þú fengir til að hvílast – enn um sinn.

Sængin þín verður öll mín ást og allt

sem saman áttum við – ef þér er kalt

og koddann færðu úr skýjaslæðum þeim

sem sjálfur Drottinn gerði höndum tveim

og stjörnurnar ég set á koddann þinn

og sólina við hjartað, ljúfurinn.

Sofðu í friði pabbi, sofðu rótt.

Sofðu, ég vaki það er komin nótt.

(Alvar Haust)

Ég vildi, pabbi...

Þetta er aðeins

örstutt leið,

ekki svipstund

milli dauðans

og lífsins,

en gjarna hefði ég

viljað fylgjast með þér

þann spöl.

Page 160: ymis ljoð 2

(Þorgeir Sveinbjarnarson)

Fylgd e Þorgeir

Ljúfum ferli lokið er,

lífsins bók er skráð,

upp þú skerð af akri hér,

eins og til var sáð.

Til ljóssins heima lífið snýr,

langt með dagsverk þitt,

Drottinn sem þér bústað býr,

barnið þekkir sitt.

Í margra huga er minning skær,

og mynd í hjarta geymd.

Stöðugt okkur stendur nær,

stund sem ekki er gleymd.

Nú komið er að kveðjustund,

klökkvi hjartað sker,

genginn ertu Guðs á fund,

sem góður líknar þér.

(Kristján Runólfsson.)

Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur,

og allar þínar gjafir lýsa þér

og ekkert sýnir innri mann þinn betur

en andblær hugans, sem þitt viðmót ber.

Page 161: ymis ljoð 2

Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur

og lífið daprast, ef hún ekki skín,

svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur

og undir því er komin gæfa þín.

(Árni Grétar Finnsson)

Í næturmyrkri

þú nærð ei að sjá

þann næsta þér hjá,

þó nemur þú aldrei návist hans

næmar’ en þá.

(Árni Grétar Finnsson.)

Nánd e. Árna Grétar

Horfin ertu héðan vina kæra

hnigin ertu nú í svefninn væra.

Sofðu vært uns sólin fagra skín

á sælulandi gleðin aldrei dvín.

(Lilja Guðmundsdóttir)

Ég horfi í ljóssins loga

sem lýsir í hugskot mitt

og sé á björtum boga

brosandi andlit þitt.

(Snjólaug Guðmundsdóttir)

Þýtur í stráum þeyrinn hljótt,

þagnar kliður dagsins.

Guð er að bjóða góða nótt

Page 162: ymis ljoð 2

í geislum sólarlagsins.

(Trausti Á. Reykdal.)

Ljósið á himnum lýsi þér

litli fallegi drengur.

Í hjarta mér og fleiri hér

brostinn er einn strengur.

(Höf. ók.)

Augun þreyttu þurftu að hvíla sig.

Það er stundum gott að fá að sofa.

Armar drottins umlykja nú þig,

okkar er að tilbiðja og lofa.

Við þér tekur annað æðra stig,

aftur birtir milli skýjarofa.

Enginn nær flúið örlögin sín

aldrei ég þér gleymi.

Nú ert þú sofnuð systir mín

Sæl í öðrum heimi.

Hlátra og hlýju brosin þín

í hjarta mínu geymi.

(Haraldur Haraldsson.)

En komin eru leiðarlok

og lífsins kerti brunnið

og þín er liðin æviönn

á enda skeiðið runnið.

Í hugann kemur minning mörg,

Page 163: ymis ljoð 2

og myndir horfinna daga,

frá liðnum stundum læðist fram

mörg ljúf og falleg saga.

Þín vinartryggð var traust og föst

og tengd því sanna og góða,

og djúpa hjartahlýju og ást

þú hafðir fram að bjóða.

Og hjá þér oft var heillastund,

við hryggð varst aldrei kenndur.

Þú komst með gleðigull í mund

og gafst á báðar hendur.

Svo, vinur kæri, vertu sæll,

nú vegir skilja að sinni.

Þín gæta máttug verndarvöld

á vegferð nýrri þinni.

Með heitu, bljúgu þeli þér

ég þakka kynninguna,

um göfugan og góðan dreng

ég geymi minninguna.

(Höf. ók.)

Sjá, hér tímans brotnar bára,

byltist fram með straumi ára;

geirar milli hærðra hára,

hrukkótt ennið nýtur sín.

– Þetta er hún amma mín.

Page 164: ymis ljoð 2

Á myrku vetrar köldu kveldi

kveikir hún ljós og gerir að eldi,

hver athöfn greypt í æðra veldi,

enginn mistök, léttúð, grín.

– Amma vandar verkin sín.

Hún les á kvöldin, segir sögur,

semur jafnvel stundum bögur.

Þá er hún í framan fögur,

fegri en nokkur blómarós.

– Þó fær amma aldrei hrós.

Þótt hún sömu verkin vinni,

vefi, tæti, kembi, spinni,

alltaf er hennar sama sinni,

sífelld vinnugleði og fjör.

– Svona eru ömmu ævikjör.

Amma mín er fyrst á fætur,

flýr hún langar vökunætur.

Þegar barnabarnið grætur,

bregst hún þá við létt og ör.

– Amma forðast feigðarkjör.

Amma er dáin, dagur liðinn,

Drottinn veitti henni friðinn.

Enn eru sömu sjónarmiðin,

sami áhuginn og fyrr

– fyrir innan Drottins dyr.

Page 165: ymis ljoð 2

(Haraldur Hjálmarsson.)

Öldungum holl og hinum traust,

hollvinur allra barna.

Öðrum til heilla og hugnaðar

heyrðist þú talin gjarna.

Fengi hnjóðsyrði fjarstaddur,

fljót þú snérist til varnar

og sagðir aðeins ef annað brást:

„Æi, greyið a tarna“.

(H.P.)

Hilmar Pálsson orti um Þórdísi systur sína

á 80 ára afmæli hennar.

Grynnist ekki góðvildin

þótt gerist gömul kona.

Betri væri veröldin,

viðmótið og samskiptin,

ef heimurinn ætti fleira af fólki svona.

(H.P.)

í afmælisljóði til Dísu þegar hún varð 85

ára.

Megi gæfan þig geyma,

megi Guð þér færa sigurlag.

Megi sól lýsa þína leið,

megi ljós þitt skína sérhvern dag.

Og bænar bið ég þér,

að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.

Page 166: ymis ljoð 2

(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson)

Áður en ég dreg andann í hinsta sinn

áður en hið mikla tjald fellur

áður en síðustu blómin fella lauf sín yfir mig

vil ég lifa

vil ég elska

vil ég vera

í þessum myrka heimi

á þessum hamfaratímum

í þessari stríðstilveru

hjá þeim sem þarfnast mín

hjá þeim sem ég þarfnast

hjá þeim sem ég vildi læra að meta

til þess að uppgötva

til þess að undrast

til þess að læra

hver ég er

hver ég gæti verið

hver ég vildi vera

svo að dagarnir verði ekki til einskis

svo að klukkustundirnar fái tilgang

svo að mínúturnar verði dýrmætar

Page 167: ymis ljoð 2

þegar ég hlæ

þegar ég græt

þegar ég þegi

á leið minni til þín

á leið minni til mín

á leið minni til Guðs

hvers vegir eru ósléttir

hvers vegir eru þyrnum stráðir

hvers vegi ég þekki varla

en hverja ég vil ganga

hverja ég hef þegar gengið

hverja ég vil ekki hætta að ganga

án þess að hafa séð

blómkrónur blómanna

án þess að hafa heyrt

nið árinnar

án þess að hafa undrast

hve lífið er fallegt

þá má dauðinn koma

þá get ég farið

þá get ég sagt:

Ég hef lifað.

(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson)

Page 168: ymis ljoð 2

Takk fyrir tímann sem með þér við áttum,

tímann, sem veitti birtu og frið.

Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,

lýsa upp veg okkar fram á við.

Gefi þér Guð og góðar vættir

góða tíð eftir kveðjuna hér.

Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga

indælar minningar hjarta okkar ber.

(P.Ó.T.)

Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig við það

sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því

sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli.

(Reinhold Niebuhr.)

Bænin er eignuð Reinhold Niebuhr, 1892-1971.

Þessi hugsun er ævaforn, ein útgáfan er t.d. höfð eftir Ágústínusi kirkjuföður.

Bænin er enda til í einu eða öðru formi í flestum trúarbrögðum

en tengslin við AA hreyfinguna má rekja til New York og Akron.

Einn félaganna í New York las hana í NY Times, hreifst af henni

og kynnti félögunum og síðan hefur hún verið uppi á vegg

í aðsetri AA samtakanna um heim allan.

Guð, gefðu mér æðruleysi

Page 169: ymis ljoð 2

til að sætta mig við það

sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því

sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli.

Að lifa einn dag í einu,

njóta hvers andartaks fyrir sig,

viðurkenna mótlæti sem friðarveg,

með því að taka syndugum heimi

eins og hann er,

eins og Jesús gerði

en ekki eins og ég vil hafa hann

og treysta því að þú munir færa allt

á réttan veg

ef ég gef mig undir vilja þinn

svo að ég megi vera hæfilega

hamingjusamur í þessu lífi

og yfirmáta hamingjusamur með þér

þegar að eilífðinni kemur.

Amen.

(Reinhold Niebuhr)

„Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd.

„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra.

„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt.

„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.

Page 170: ymis ljoð 2

(Terri Fernandez)

Þín alltaf mun ég minnast

fyrir allt það góða sem þú gerðir,

fyrir allt það sem þú skildir eftir,

fyrir gleðina sem þú gafst mér,

fyrir stundirnar sem við áttum,

fyrir viskuna sem þú kenndir,

fyrir sögurnar sem þú sagðir,

fyrir hláturinn sem þú deildir,

fyrir strengina sem þú snertir,

ég ætíð mun minnast þín.

(F.D.V.)

Ég heiðra mína móður vil

af mætti sálar öllum

ég lyfti huga ljóssins til

frá lífsins boðaföllum.

Er lít ég yfir liðna tíð

og löngu farna vegi

skín endurminning unaðsblíð

sem ársól lýsi degi.

Að færa slíka fórn sem þú

mun flestum ofraun vera,

En hjálpin var þín heita trú

þær hörmungar að bera.

Í hljóði barst þú hverja sorg,

sem hlaustu oft að reyna

Page 171: ymis ljoð 2

en launin færðu í ljóssins borg

og lækning allra meina.

Nú er of seint að þakka þér

og þungu létta sporin,

þú svífur fyrir sjónum mér

sem sólargeisli á vorin.

Þú barst á örmum börnin þín

og baðst þau guð að leiða

ég veit þú munir vitja mín

og veg minn áfram greiða.

(Eiríkur Einarsson)

(Eiríkur Einarsson í Réttarholti.)

Sofðu, engill, sofðu, því nú er komin nótt

sjálfsagt eru fleiri sem sofa einnig rótt

Ekki fæ ég skilið hvað ræður öllu hér

og ekki heldur hvers vegna var sótt, einmitt að þér.

Sofðu engill sofðu, við biðjum fyrir þér

svo drottins höndin leiði þig hvar sem hann er

Við varðveitum með lotningu minninguna um þig

er vörðuð verður leið þín upp á æðra stig.

Sofðu, engill, sofðu, við þökkum auðmjúk þér

sem gafst okkur svo mikið í jarðvist þinni hér.

Við eigum bara erfitt með að sætta okkur við það

að þú sért tekin burtu og flutt á annan stað.

Page 172: ymis ljoð 2

Sofðu, engill, sofðu, og hvíldu þig rótt

svona fagrir englar eiga af ástríki gnótt.

Þeir bera okkur gleði, bjartsýni og von

eins og Drottinn forðum er hann sendi eigin son.

Sofðu, ljúfust, kæra, ég hugsa hlýtt og bið

þá veit ég, þú ert komin og ert við mína hlið.

Ég trúi að allir þarna geti litið við um stund

og átt með sínum ástvinum ljúfan endurfund.

Sofðu bara engill og lúrðu undir sæng

megi Drottinn geyma þig undir hlýjum væng.

Við hittumst bara aftur þegar húmar aftur að

og Drottinn vill fá fleiri á þennan ljúfa stað.

(Þorbjörg Gísladóttir)

Þú siglir braut um móðu mistri hulda,

en mannleg hjörtu gráta þína för.

Þau skilja eigi skipun valdsins dulda,

en skrifa í sandinn spurningar og svör.

Ef hjartað slær og ef að brosið lifir,

er okkar sorg sem reykur liðin braut.

Tala þú, guð, sem öllu vakir yfir,

það orð, sem læknar sára hjartans þraut.

Almáttki guð, lát duftið dauðaseka

dreyma þá sól, er lífið geislar frá.

Réttu fram hönd, er myrkrið megni að reka,

Page 173: ymis ljoð 2

gef meira ljós og dýpri sólar-þrá.

Leyf okkar heitu óskum fylgja henni.

Heyr okkar þöglu bæn um hjálp og náð.

Við getum ekkert annað gefið henni,

því einu treyst, að drottinn þekki ráð.

(Björn Haraldsson.)

(Björn frá Austurgarði)

Ég minnist þín, um daga og dimmar nætur,

mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær.

Og þegar húmið hylur allt sem grætur,

mín hugarrós á leiði þínu grær.

Þín kærleiksbros mér aldrei, aldrei gleymast,

þitt allt – þitt bænarmál og hvarms þíns tár.

Hvert ráð, hvert orð, hvert andartak þitt skal geymast.

Þín ástarminning græðir lífs míns sár.

Ein friðarstjarna á fagurhimni glitrar.

Eitt friðarljós í sölum uppheims skín,

sem veitir fró og hvíld, þá tárið titrar

á tæru augu harms við náðalín.

Þín ljúfa minning lifir mér í hjarta,

hún ljóma slær á ævi minnar braut.

Ég á þig enn svo fagra, blíða og bjarta.

Ég bý sem fyrr við töfra þinna skaut.

Við öldur hljóms og óðs frá unnarsölum

Page 174: ymis ljoð 2

um óttarstund ég tæmi djúpsins skál.

Á meðan söngfugl sefur innst í dölum,

mér svalar hafsins þunga tregamál.

Úr rúmsins fjarvídd aldnir berast ómar,

það allt sem var, er enn og verður til.

Svo lengi skapaeldsins ljóshaf ljómar

er lífið allt ein heild, með þáttaskil.

(Ásmundur Jónsson.)

Guð ég þakka vil þér,

að í þinni hendi ég er.

Þökk að ætíð þú leggur mér lið,

er í lausnarans nafni ég bið.

Gef mér fúsleik svo fagnandi ég,

dag hvern feti þinn hjálpræðisveg,

uns þú opnar mér himinsins hlið

og mitt hjarta á um eilífð þinn frið.

(Lilja S. Kristjánsdóttir)

Við kveðjum þig, kæra amma,

með kinnar votar af tárum.

Á ást þinni enginn vafi,

til okkar, við gæfu þá bárum.

Horfin er hönd þín sem leiddi

á hamingju- og gleðifundum,

ástúð er sorgunum eyddi,

athvarf á reynslustundum.

Page 175: ymis ljoð 2

Margt er í minninga heimi

mun þar ljósið þitt skína.

Englar hjá guði þig geymi,

við geymum svo minningu þína.

(Höf. ók.)

Nú stöðvar ekkert tregatárin,

og tungu vart má hræra.

Þakka þér amma,öll góðu árin,

sem ótal minningar færa

Já,vinskap þinn svo mikils ég met

og minningar áfram lifa.

Mót áföllum lífsins svo lítið get,

en langar þó þetta að skrifa.

Margt er í minninganna heimi,

mun þar ljósið þitt skína.

Englar hjá Guði þig geymi,

ég geymi svo minningu þína.

(Höf. ók.)

Við skulum róa sjóinn á

fyrst við erum fjórir.

Það eru bæði þú og ég

stýrimaður og stjóri.

Við skulum róa sjóinn á

Page 176: ymis ljoð 2

og sækja okkur ýsu.

En ef hann krummi kemur þá

og kallar á hana Dísu?

Við skulum róa sjóinn á

og sækja okkur lúðu.

En ef hann krummi kemur þá

og kallar á hana Þrúðu?

Við skulum róa sjóinn á

og sækja okkur löngu.

En ef hann krummi kemur þá

og kallar á hana Möngu?

Við skulum róa sjóinn á

og sækja okkur skötu.

En ef hann krummi kemur þá

og kallar á hana Kötu?

Við skulum róa sjóinn á

og sækja okkur fiskinn.

En ef hann krummi kemur þá

og krunkar ofan í diskinn?

(Þjóðvísa, höf. ók.)

Þeir segja mig látinn, ég lifi samt

og í ljósinu fæ ég að dafna.

Því ljósi var úthlutað öllum jafnt

og engum bar þar að hafna.

Page 177: ymis ljoð 2

Frá hjarta mínu berst falleg rós,

því lífið ég þurfti að kveðja.

Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,

sem ykkur er ætlað að gleðja.

(Höf. ók.)

Guðs barn deyr sælt, það deyr í Jesú örmum,

frá dánarbeð það fer með englum heim.

Við bylgjur Jórdans bros er því á hvörmum

og borg Guðs sér það, ljóss í fögrum geim.

Svo kom þú, dauði, Drottinn þegar býður,

í Drottins nafni er ég tilbúinn.

Er boðskapur Guðs barst mér engilþýður

þá bauð ég Kristi strax í hjartað inn.

(Höf. ók.)

Þú misstir hann sem hjartanu er kær

og hlýtur sárt að finna til og stríða.

Það sem vakti gleði þína í gær

grætir þig í dag og fyllir kvíða.

Mundu samt að sorgartárin tær

trega víkja burt er stundir líða.

(H.H.)

Við þökkum fyrir ástúð alla,

indæl minning lifir kær.

Nú mátt þú vina höfði halla,

Page 178: ymis ljoð 2

við herrans brjóst er hvíldin vær.

Í sölum himins sólin skín

við sendum kveðju upp til þín.

(H.J.)

Eins og ljúfur, bjartur dagur

hefur líf mitt gengið hjá

í ljósi augna þinna,

svifið eins og blærinn

um sumarfjöllin blá

til sólskinsdrauma minna

– draumanna sem lifðu

í ljósi augna þinna.

(ÓBG)

Ólafur Björn Guðmundsson.

Nú kveð ég móður mína

og minningarnar skína

og létta þessa stund,

um elsku’ og ástúð þína

sem aldrei virtist dvína

og þína glöðu léttu lund.

Þér lét með litlum sálum

að leysa’ úr þeirra málum.

Þín vizka reyndist vel.

Að geyma Guð í hjarta

og gleði jafnan skarta.

Um síðir styttir upp öll él.

Page 179: ymis ljoð 2

(BMÓ)

Björn Már Ólafsson

Ort um Elínu Maríusdóttur

Birtist fyrst með greinum um hana 12. nóv. 2007

ÓBG - maður og BMÓ sonur

Gættu þess vin, yfir moldunum mínum,

að maðurinn ræður ei næturstað sínum.

Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur

ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur.

En þegar þú strýkur burt tregafull tárin

þá teldu í huganum yndisleg árin

sem kallinu gegndi ég kátur og glaður,

það kæti þig líka, minn samferðamaður.

(James McNulty)

Þótt hæsta gálga eg hengi á,

ó, móðir mín, ó, móðir mín,

ég veit, hvers ást mér yrði hjá,

ó, móðir mín, ó, móðir mín.

Þótt drekkt mér væri í dýpstum mar,

ó, móðir mín, ó, móðir mín,

ég veit hvers tár mín vitjuðu þar

ó, móðir mín, ó, móðir mín.

Page 180: ymis ljoð 2

Þótt fordæming mig félli á,

ó, móðir mín, ó, móðir mín,

ég veit, hvers bæn mér bjargaði þá,

ó, móðir mín, ó, móðir mín.

(Rudyard Kipling)

Móðir mín e Kipling, þýð. ?

Tign er yfir tindum

og ró.

Angandi vindum

yfir skóg

andar svo hljótt.

Söngfugl í birkinu blundar.

Sjá, innan stundar

sefur þú rótt.

(J. W. Goethe, þýð. Helgi Hálfdanarson)

Orð mín eru auðskilin, og auðvelt að fram

kvæma þau. Og þó getur enginn skilið þau

eða framkvæmt. Orð mín eiga sér víðtæka

uppsprettu, og verk mín stjórnast af mátt

ugu lögmáli. Menn þekkja mig ekki, af því

að þeim er þetta ókunnugt. Fáir þekkja

mig, og það er mér til lofs. Því að hinn vitri

er fátæklega búinn, en ber gimstein í

barmi sér.

(Lao-Tse)

Þegar maður hefur tæmt sig af öllu, mun

Page 181: ymis ljoð 2

friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir

koma fram í tilvistina og menn sjá þá

hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað

eina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur

til upphafsins er friðurinn: það er að hafa

náð takmarki tilvistar sinnar.

(Lao-Tse)

Hinn ófullkomni fullkomnast, hinn borni

réttist, hinn tómi fyllist, hinn slitni end

urnýjast. Sá, sem hefur fáar óskir mun fá

þær uppfylltar. Sá, sem girnist margt,

missir af því. Þess vegna ástundar hinn

vitri einfeldni og verður fyrirmynd allra.

(Lao-Tse)

Sá sem hefir fáar óskir, mun fá þær upp

fylltar. Sá, sem girnist margt, missir af

því. Þess vegna ástundar hinn vitri ein

feldni og verður fyrirmynd allra. Hann

býst ekki í skart, þess vegna ljómar hann.

Heldur sér ekki fram og það er ágæti hans.

Hann er laus við sjálfhælni og þess vegna

er hann vitur. Hann er laus við sjálfsþótta

og ber því af öðrum, og af því að hann

keppir ekki við aðra, getur enginn keppt

við hann.

(Lao-Tse)

Page 182: ymis ljoð 2

Hinn vitri safnar ekki auði. Því meiru sem

hann ver öðrum til gagns, því meira á hann

sjálfur. Því meira sem hann gefur öðrum,

því ríkari er hann sjálfur.

(Lao-Tse)

Þegar maður hefir tæmt sig af öllu mun

friðurinn mikli koma yfir mann. Allir hlutir

koma fram í tilvistina, og menn sjá þá

hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer

hvaðeina aftur til upphafsins. Að hverfa

aftur til upphafsins er friðurinn; það er að

hafa náð takmarki tilvistar sinnar.

(Lao-Tse)

Þegar menn þekkja móðurina, vita þeir,

hvers vænta má af börnunum. Hver, sem

þekkir móðurina og fetar eins og barn í

fótspor hennar, hefur ekkert að óttast,

þótt líkaminn farist.

(Lao-Tse)

Sá sem býr í ljóma Alvaldsins, hverfur í dimmu. Á Vegi eilífðarinnar virðist hann vera á afturför, og sú leið er eins og torfærir troðningar. Hin æðsta dyggð liggur djúpt, sem dalur, og fegurðin mesta er sem ofbirta í augun. Sá er auðugastur, sem er ánægður með lítið; einlæg dyggð, er álitin sérviska og stöðugleikur hennar hverflyndi. Hinn víðasti reitur hefur engar hliðar, og stærsta kerið er lengst í smíðum. Enginn hefur heyrt hins hæstu tóna. Hið stærsta er formlaust – skuggi skuggans.

(Lao-Tse)

Page 183: ymis ljoð 2

Bókin um veginn e Lao Tse,

Sá sem gengur fram á mann særðan örvarskoti eyðir ekki löngum tíma í vangaveltur um hvaðan örin kom, hverra manna skyttan er, hvaða viður er í örvarleggnum eða hvernig örvaroddurinn er í laginu. Auðvitað snýr hann sér þegar í stað að því að draga örina út.

(Shakyamuni, Búdda)

Ask veit eg standa,

heitir Yggdrasill,

hár baðmur, ausinn

hvíta auri;

þaðan koma döggvar,

þær er í dala falla,

stendur æ yfir grænn

Urðarbrunni.

Þaðan koma meyjar

margs vitandi

þrjár úr þeim sæ,

er und þolli stendur;

Urð hétu eina,

aðra Verðandi,

– skáru á skíði –

Skuld ina þriðju.

Þær lög lögðu,

þær líf kuru

alda börnum,

örlög seggja.

(Úr Völuspá)

Page 184: ymis ljoð 2

Lífsins göngu gekkstu

glaður, ljúfur, stilltur

alla elsku fékkstu

yndislegur piltur.

Þínar þrautir barstu

þögull kæri vin

enda alltaf varstu

eins og sólarskin.

Við munum þína léttu lund

þú lífsins gleðigjafi,

nú komið er að kveðjustund

þig kveðja amma og afi.

(S.F.)

Sverrir Friðþjófsson

I Am Not There

Do not stand at my grave and weep.

I am not there, I do not sleep.

I am a thousand winds that blow.

I am the diamond glints on snow.

I am the sunlight on ripened grain.

I am the gentle autumn rain.

When you awaken in the morning hush,

Page 185: ymis ljoð 2

I am the swift uplifting rush.

Of quiet birds in circled flight.

I am the soft stars that shine at night.

Do not stare at my grave and cry.

I am not there, I did not die.

(Mary E. Frye)

Do not stand at my grave and weep

I am not there

I do not sleep

I am a thousand winds that blow,

I am the diamond glints on snow

I am the sunlight on ripened grain

I am the gentle Autumn rain

When you awaken in the morning’s hush

I am the swift uplifting rush

Of quiet birds in circled flight

I am the soft stars that shine at night.

Do not stand at my grave and cry

I am not there

Page 186: ymis ljoð 2

I did not die

(Author Unknown.)

http://www.businessballs.com/donotstandatmygraveandweep.htm

Samkvæmt upplýsingunum í þessum tengli er engin örugglega

"upprunaleg" útgáfa til. Ljóðið var ort 1932 en ekki var endanlega

staðfest fyrr en 1998 hver höfundurinn væri.

Fjölmargar útgáfur munu hafa verið á kreiki allan þennan tíma

og verða sjálfsagt áfram eftir þessu að dæma.

Vertu ekki grátinn við gröfina mína

góði, ég sef ekki þar.

Ég er í leikandi ljúfum vindum,

ég leiftra sem snjórinn á tindum.

Ég er haustsins regn sem fellur á fold

og fræið í hlýrri mold.

Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,

ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.

Ég er árblik dags um óttubil

og alstirndur himinn að nóttu til.

Gráttu ekki við gröfina hér –

gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.

(Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir)

(Höf. ókunnur.)

Svefninn langi laðar til sín

lokakafla æviskeiðs

hinsta andardráttinn

Page 187: ymis ljoð 2

andinn yfirgefur húsið

hefur sig til himna

við hliðið bíður drottinn.

(Björn Jörundur Friðbjörnsson og

Daníel Ágúst Haraldsson).

Grátið ei við gröf mína

ég er ekki þar.

Ég lifi í ljúfum blænum

er strýkst um vanga þinn.

Ég er sólargeisli er smýgur

í sálu þína inn,

vermir hug og hjarta

eins og hinsti kossinn minn.

Ef að kvöldi til himins þú horfir

og þráir anda minn

þá líttu skæra stjörnu

og horðu hana á

því þar er ljómi augna minna

og svalar þinni þrá.

Er norðurljósin leiftra

þá njóttu þess að sjá

að orku mína og krafta

þú horfir þar á.

Page 188: ymis ljoð 2

Ef uppsprettu lífsins þú leitar

þaðan ljósið kemur frá

dvel ég þar í birtu þeirri

er lífið nærist á.

Mér gefið hefur verið

að dvelja ykkur hjá

og tendra ykkur lífsneista

með nýrri von og þrá.

Grát því ei við gröf mína

ég lifi ykkur hjá.

(Þýð/H.S.S.)

(Þýð. Helga S. Sigurbjörnsd.)

Fagrar stundir fengum, vinur,

frá oss enginn tekur þær.

Hvað sem yfir okkur dynur

æ þín minning lýsir kær.

(D. Gests.)

Brosið breitt og augun skær,

bið guð þig að geyma,

bestu þakkir, þú varst mér svo kær.

Þér mun ég aldrei gleyma.

(Guðný Sigríður Sigurðardóttir)

Page 189: ymis ljoð 2

Fagur sem fugl á sveimi

fagnar honum lítill gaukur.

Hef þig í hjartanu og geymi

elsku afi Haukur.

(Guðný Sigríður Sigurðardóttir)

Þegar mér líður illa

leita ég til baka til þess tíma

þegar þú varst hér

og minningarnar um

hláturinn, fallega brosið

og hlýjuna þína

ýta öllum sársaukanum burt.

(Höf. ók.)

Guð sá að þú varst þreyttur

og þrótt var ekki að fá,

því setti hann þig í faðm sér

og sagði: „Dvel mér hjá“.

Harmþrungin við horfðum

þig hverfa á annan stað,

hve heitt sem við þér unnum

ei hindrað gátum það.

Hjarta, úr gulli hannað,

hætt var nú að slá

og vinnulúnar hendur

verki horfnar frá.

Page 190: ymis ljoð 2

Guð sundur hjörtu kremur

því sanna okkur vill hann

til sín hann aðeins nemur

sinn allra besta mann.

(Þýtt Á.Kr.Þ.)

Árni Kr. Þorsteinsson.

Í faðmi hennar ömmu

þar bestan fékk ég blund,

sem blóm und skógarrunni

um hljóða næturstund.

Við hennar söng ég undi,

sem ljúfrar lindar klið,

er líður hægt um grundu,

og blómin sofna við.

Og söknuður mig sækir

og sorgarblandin þrá.

Hvort á ég ættarlandið

aftur fá að sjá?

Því þar er elsku amma

í aftanroðans glóð,

og þar er mér hver minning

svo mæt og hlý og góð.

(Eva Hjálmarsdóttir.)

Þú varst svo heil í huga

og hafðir mikla sál.

Page 191: ymis ljoð 2

Með þreki og dáð að duga

og drýgja kærleiksmál.

Hjá manni þínum mætum,

í margri stóðstu raun.

Í himinsölum háum,

þið hljótið sigurlaun.

Hér kem ég þig að kveðja

já, kveðja í hinsta sinn.

Þú baðst guð mig að geyma

og greiða veginn minn.

Með dauðans hjör í hjarta

þú hafðir þrek og ró.

Og ásýnd engilbjarta

þá önd til hæða fló.

(Magnús Sigurðsson.)

(Magnús Sigurðsson frá Kinnastöðum)

Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein,

né blómstígar gullskrýddir alla leið heim.

Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,

á göngu til himinsins helgu borgar.

En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk,

og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk.

Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef,

að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.

(Staðf. Hjálmar Jónsson.)

sótt á vef Dómkirkjunnar

Page 192: ymis ljoð 2

Upp skaltu á kjöl klífa,

köld er sjávar-drífa,

kostaðu huginn at herða

hér muntu lífit verða.

Skafl beygjattu skalli,

þó at skúr á þik falli,

ást hafðir þú meyja,

eitt sinn skal hver deyja.

Þórir jökull í Örlygsstaðabardaga í Sturlungu.

Hættu þér ekki á hálan ís,

hyggðu að ráðum mínum.

Leitaðu aldrei eftir flís

í auga á bróður þínum.

Sigurður Árnason

( fæddur á Sigurðarstöðum á Sléttu )

Haustvindur napur næðir,

og nístir mína kinn.

Ég kveð þig kæri vinur,

kveðja í hinsta sinn.

Ég man brosið bjarta,

og blíðan svipinn þinn.

Það er sárt að sakna,

sorgmæddur hugurinn.

Ljúfar minningar líða,

er lítum farinn veg.

Lífið í fallegum litum,

Page 193: ymis ljoð 2

lífið í straumsins vé.

Nú gengur þú með Guði,

og gleðst við móðurfaðm.

Æðri verk að vinna,

við erum börnin hans.

(Sæbjörg María Vilmundsdóttir.)

Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,

í víðáttu stórborgarinnar.

En dagarnir æða mér óðfluga frá

og árin án vitundar minnar.

Og yfir til vinarins aldrei ég fer

enda í kappi við tímann.

Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,

því viðtöl við áttum í símann.

En yngri vorum við vinirnir þá,

af vinnunni þreyttir nú erum.

Hégómans takmarki hugðumst við ná

og hóflausan lífróður rérum.

„Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá,

„svo hug minn fái hann skilið“,

en morgundagurinn endaði á

að ennþá jókst milli’ okkar bilið.

Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,

að dáinn sé vinurinn kæri.

Page 194: ymis ljoð 2

Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,

að í grenndinni ennþá hann væri.

Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd

gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur,

að albesta sending af himnunum send

er sannur og einlægur vinur.

(Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson)

Elsku mamma, okkur skilur

að um tíma dauðans hönd.

Þó að hvíld sé þreyttum blessun,

og þægur byr að ljóssins strönd.

Þó er jafnan þungt að skilja.

Þokast nær mörg fögur mynd,

þegar hugur krýpur klökkur,

kær við minninganna lind.

Sérhvert barn á mætri móður

margt að þakka, er samvist dvín.

Yfir brautir æskubreka

okkur leiddi höndin þín.

Því við bindum þöglum huga,

þýtt, með hlýrri vinamund

þakkarkrans, sem tregatárin

tállaus vökva á kveðjustund.

Vertu blessuð, elsku amma,

okkar hugsun með þér fer

yfir hafið hinum megin

Page 195: ymis ljoð 2

horfnir vinir fagna þér.

Þó við dóminn skapa ei skiljum,

skýrist margt við kærleiks yl.

Lítil barnssál líka getur

leitað, saknað, fundið til.

Vinakveðja okkar allra

er hér borin fram í dag,

kærleikshlý við hvílu þína,

er klukkur leika sorgarlag.

Fögur samstarfsmanna minning

mestur dýrðarsjóður er.

Blítt á leiði blómum vaggar

blærinn, sem um dalinn fer.

(Höf. ók.)

Ég hef lesið

Ég hef lesið um ljómandi höllu,

ofar lágreistum mannanna sölum,

fold með iðgrænum, blómskrýddum bölum,

brátt ég fæ, brátt ég fæ vera þar.

Hallelúja, Guðs herskarar syngja,

hallelúja, frá jörðunni ómar;

vilji sporin mín vegraunir þyngja,

veit ég senn, veit ég senn er ég þar.

Ég hef lesið um land, þar sem enginn

Page 196: ymis ljoð 2

lengur þjáist af sjúkdómastríði,

enginn styrjaldar angistarkvíði,

innan skamms, innan skamms verð ég þar.

Hallelúja, þá hjörtu vor fagna;

hallelúja, öll vantrú er farin,

sérhver freistingarödd þá mun þagna,

þar hjá Guði um eilífð ég er.

Ég hef lesið um ljósbjarta skrúða,

lífsins kórónu gullinu skærri;

dýrð, sem allri manns hugsun er hærri

þar ég heima á senn, heima senn.

Hallelúja, í heilögum anda

hljómar til mín frá eilífðarströndum;

ég finn bresta í jarðlífsins böndum,

brátt hjá Jesú, hjá Jesú ég er.

(Kristín Sæmundsdóttir)

Mamma, ekki gráta mig, ég veit þú saknar mín.

Mig langar að vera hjá þér og þerra tárin þín.

Ég fékk aldrei að sjá þig og blíðu brosin þín,

Guð vantaði lítinn engil og kallaði mig til sín.

Segðu pabba að ég elsk’ann því pabbi á líka bágt,

faðmaðu hann fyrir mig og hvíslaðu ofurlágt.

Page 197: ymis ljoð 2

Segð’onum frá stjörnunni sem á himnum skærast skín,

kennd’onum að þekkja hana því hún er stjarnan mín.

Núna áttu lítinn engil sem vakir yfir þér,

ég passa líka pabba, segðu honum það frá mér.

Það eru hér svo margir sem þykir vænt um mig,

fjöldi fallegra engla sem gæta mín fyrir þig.

Tendraðu lítið kertaljós til að lýsa þér til mín,

láttu á leiðið mitt hvíta rós, það læknar sárin þín.

Þegar sorgarinnar skuggi dvín, þá muntu minnast mín

og tár þín verða gleðitár því ég verð ávallt þín.

(Höf. ók.)

Við treystum á hinn mikla mátt

sem mildar allra kjör.

Í skjóli hans þú athvarf átt

er endar lífsins för.

Og það er margt sem þakka ber

við þessa kveðjustund.

Fjör og kraftur fylgdi þér,

þín fríska, glaða lund.

Mæt og góð þín minning er

og mildar djúpa und.

Þú skilur eftir auðlegð þá

sem enginn tekið fær.

Ást í hjarta, blik á brá,

og brosin silfurtær.

Mesta auðinn eignast sá

Page 198: ymis ljoð 2

er öllum reynist kær.

Þín minning öllu skærar skín

þó skilji leið um sinn.

Þó okkur byrgi sorgin sýn

mun sólin brjótast inn.

Við biðjum Guð að gæta þín

og greiða veginn þinn.

(G.Ö.)

Engir dagar koma aftur

en fegurð þeirra lifir hjá þér

eins og ljós í rökkri,

eins og blóm á fjalli.

(Þórarinn Guðmundsson.)

Ég þakka okkar löng og liðin kynni,

sem lifa, þó maðurinn sé dáinn.

Og ég mun alltaf bera mér í minni,

þá mynd sem nú er liðin út í bláinn.

Und lífsins oki lengur enginn stynur,

sem leystur er frá sinnar æviþrautum.

Svo bið ég Guð að vera hjá þér, vinur,

og vernda þig á nýjum ævibrautum.

(Þórarinn Hjálmarsson.)

Móðir mín kæra er farin á braut,

til mætari ljósheima kynna.

Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut,

Page 199: ymis ljoð 2

og föður minn þekka að finna.

Vönduð er sálin, velvildin mest,

vinkona, móðir og amma.

Minningin mæta í hjartanu fest,

ég elska þig, ástkæra mamma.

Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,

af gæsku þú gafst yl og hlýju.

í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,

uns hittumst við aftur að nýju.

(Höf. ók.)

Gaman væri að gleðja hana ömmu

og gleðibros á vanga hennar sjá,

því amma hún er mamma hennar mömmu

og mamma er það besta sem ég á.

Í rökkrinu hún segir mér oft sögur,

svæfir mig er dimma tekur nótt,

syngur við mig kvæði fögur,

þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt.

(Björgvin Jörgensson)

Loforð Guðs til barnsins:

Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein,

og gullskrýddir blómstígar alla leið heim.

Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar

Page 200: ymis ljoð 2

á göngunni löngu til himins borgar.

En lofað ég get þér aðstoð og styrk

og alltaf þér ljósi þó að leiðin sé myrk.

Mundu svo barnið mitt að lofað ég hef

að leiða þig sjálfur hvert einasta skref

(Höfundur ók.)

Minning

Ó hve einmana ég er á vorin

þegar sólin strýkur blöðum trjánna

líkt og þú straukst vanga minn forðum

og þegar ég sé allt lifna og grænka

minnist ég þess að þú gafst einnig lífi mínu lit

og þegar ég sé sólina speglast í vatninu

speglast minningin um þig í hjarta mínu

og laufgast á ný.

(Björg Elín Finnsdóttir.)

Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást,

elju og þreki er sjaldan brást,

þér nýttist jafnvel nóttin.

Þú vannst fyrir besta vininn þinn,

þú vinnur nú með honum annað sinn,

með efldan og yngdan þróttinn.

Page 201: ymis ljoð 2

Af alhug færum þér ástar þökk,

á auða sætið þitt horfum klökk,

heilsaðu föður og frændum.

Að sjá þig aftur í annað sinn

enn komast aftur í faðminn þinn

við eigum eftir í vændum.

(G. Björnsson.)

Sól að hafi hnígur

hamra gyllir tind,

með söngvum svanur flýgur,

sunnan móti þýðum vind.

Króna hægt á blómum bærist,

brosa þau svo unaðsrík.

Kvölds þá yfir friður færist,

fegurst er í Aðalvík.

(Kvæðið er eftir Jón Pétursson og er samið í kringum 1935.)

Nu lukker sig mit øje

Teksti P. Foersom, f. 1813

Lagið er þýsk þjóðvísa

Nu lukker sig mit øje,

Gud Fader i det høje,

i varetægt mig tag!

Fra synd og sorg og fare

din engel mig bevare,

som ledet har min fod i dag!

Page 202: ymis ljoð 2

Örlítið breytt:

Nu lukker sig mit øje,

Gud Fader i det høje,

i varetægt mig tag!

Vil slangen mig omslynge,

så lad din engel synge,

det barn er gemt i Herrens fred.

Algeng þýðing á færeysku:

Nú sovni eg av møði,

Guð faðir, Harrin høgi

í varðveitslu hjá tær.

Frá synd og neyð og trega

tín eingil vernd mær laga,

sum hann í dag var nær hjá mær.

Þýðing Sveinbjörns Egilssonar:

Nú legg ég augun aftur,

ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín veri vörn í nótt.

Æ, virst mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka

þinn engil, svo ég sofi rótt.

Önnur þýðing á færeysku:

Page 203: ymis ljoð 2

Nú fari eg at sova,

mín Gud tú mást mær lova,

so trygt eitt hvíldarstað.

Um synd og neyð meg herja

lat eingil tín meg verjað,

hann hevur vart mín fót í dag.

Faðir vor, þú sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn,

til komi þitt ríki,

verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð,

og fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.

Því að þitt er ríkið,

mátturinn og dýrðin

að eilífu. Amen.